SJÁVARAFL
Maí 2024 2. tölublað 11. árgangur
Maí 2024 2. tölublað 11. árgangur
Jafnvægi í lífríki hafsins Viljum stefna aftur til Grindvíkur Ávísun á öflugt nám Kom ekki til greina að leggja árar í bát Hugmynd afa hennar vakti hlátur Grípur sjálfvirkt inn í ef rof verður á rafmagni Vatnaskil í samningamálum sjómanna Launakerfi sjómanna
BLAÐSÍÐA
4 Sjómennskan kallar – kynslóð eftir kynslóð
8 Hvað verður í matinn?
10 Ertu sjómaður eða vinnur þú bara á sjó?
14 Við kaup á vélbúnaði þarf einnig að huga að hvaða þjónusta er í boði fyrir búnaðinn
18 Kom ekki til greina að leggja árar í bát
22 Viljum stefna aftur til Grindvíkur
26 Vélstjórnarnám í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum
30 Sjómannadagurinn 2024
32 Grilluð stórlúða með greipaldin chimichurri
34 Fagna 45 ára afmæli Markus netsins með stolti
38 Fiskveiðiauðlindin – stjórn fiskveiða – jafnvægi í lífríki hafsins
44 Ársskýrsla 100% Fish
44 Hannar lestarkerfi í nýtt skip
50 Strandveiðar 2024
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf
Sími: 6622 600
Ritstjóri og
ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is
Vefsíða: www.sjavarafl.is
Umbrot og hönnun: Prentmet Oddi ehf
Ljósmyndari: Óskar Ólafsson
Forsíðumynd: Óskar Ólafsson
Prentun: Prentmet Oddi ehf
Áþessu ári eru 86 ár frá því að Farmanna- og fiskimannasamband Íslands gerðu sjómannadaginn að hátíðardegi sjómanna. Hófust þessi hátíðarhöld í Reykjavík og á Ísafirði árið 1938 og dreifðust þau um land allt eftir það. Sjómannadagurinn var stofnaður til að efla samstöðu meðal sjómanna og hefur þessi lögboðni frídagur ætíð sett sterkan svip á bæjarlífið um land allt.
Markmið sjómannadagsins er meðal annars að heiðra minningu látinna sjómanna og þeirra sem slasast hafa í starfi. Einnig er markmið hans að huga að öryggismálum til sjós og lands, ásamt slysavörnum. Sjómannadagurinn er og verður baráttudagur sjómanna. Ekki má gleyma að þar sem hjartað slær í hverju bæjarfélagi eða á sjálfri höfninni, eru hinar ýmsu uppákomur til að gleðja hjartað í börnum sem og fullorðnum. Oft og tíðum er sjómannadagurinn ein stærsta hátíð sumarsins.
Starf sjómannsins er að mörgu leyti gjörólíkt öðrum störfum. Oft er mikil fjarvera frá fjölskyldu og vinum. Þá hafa orðið mannskæð sjóslys ásamt því að sjómenn hafa oft og tíðum lagt líf sitt í hættu til að sigla að auðugum fiskimiðum til að færa björg í bú og er sjómannadagurinn svo sannarlega sameiningartákn sjómannastéttarinnar. Þó að markmið sjómanna hafi alltaf verið að afla vel, þá er það óumdeilt að mestu máli skiptir að þeir komi heilir heim.
Sjómenn og ykkar aðstandendur, gleðilega hátíð og innilegar hamingjuóskir með daginn ykkar. Megi sjósókn og glíman við Ægi sem hefur markað þjóðarsálina frá örófi alda, verða ávallt ykkur í hag.
Elín Bragadóttir ritstjóri
Gloríu flottroll Hampiðjunnar voru þróuð í nánu samstarfi við íslenskar útgerðir, skipstjórnarmenn og sjómenn.
Á síðustu 35 árum hefur Hampiðjan framleitt og selt yfir þúsund Gloríur til útgerða í 28 löndum.
– veiðarfæri eru okkar fag
Á sjómannadaginn er alltaf messa út á bryggju þar sem fólk mætir mjög vel og í kirkjugarðinn líka þar sem látinna sjómanna er minnst. Ljósmynd/Aðsend
Sjómannadagurinn verður að venju haldinn hátíðlegur í ár á Grenivík. Fyrrverandi grásleppukarlinn, húsasmíðameistarinn og útgerðarmaðurinn Jón Þorsteinsson segir að þessi dagur hafi alltaf haft mikið gildi í hans huga enda sé sjómennskan honum í blóð borin. Jón spjallaði við Sjávarafl um gamla tíð, sjómennskuna og hvernig hún hefur breyst í áranna rás.
Jón Þorsteinsson frá Grenivík fór ungur að vinna við línubeitingu og uppstokkun eða í kringum 6 ára aldurinn. „Þetta var það sem krakkar gátu og þetta var lenskan víða. Þeir stóðu við bala og stokkuðu línuna upp í tré, þá var hægt að beita hana upp með hraði. Það var mikið til vegna þess að þá voru ekki til frystiklefar til þess að beita og geyma línuna beitta. Þá var gott að hafa aukahendur.“
Þannig lýsir hann lífinu á Grenivík fyrir hartnær 70 árum en mikið hefur breyst í gegnum tíðina.
Faðir hans, Þorsteinn Eyfjörð Jónsson, byrjaði í útgerð með Ingólfi Jóhannssyni mági sínum um árið 1950 með nýjan bát sem hét Víðir ÞH210. „Þá var hér mjög erfið hafnaraðstaða, smá steinbryggja fram úr miðri víkinni, beint á móti norðankvikunni. Því þurfti að fara með alla báta og leggjast við stjóra austur í krika í víkinni, þar sem er skjól frá norðaustanáttinni. Þessi aðstaða stóð allri útgerð hér fyrir þrifum. En um árið 1968 var fín hafnaraðstaða byggð í krikanum á víkinni með grjótbrimvarnargarði.“
„Allt var handbeitt en þetta var náttúrulega dálítill tvíverknaður þegar menn þurftu að stokka línunni upp fyrst og beita hana svo þegar þurfti í róður.“
Barnabarn Jóns, Ísey Dísa Hávarsdóttir, hefur tekið þátt í fjölskylduiðjunni og aðstoðað afa sinn. Ljósmynd/Aðsend
Með sjómennsku í blóðinu
Jón segir að þá fyrst hafi byggðin farið að rísa. „Um það bil 1946 var Gjögur hf. stofnað af flestum verkfærum mönnum hér í Grýtubakkahreppi og byggð voru tvö 60 til 70 tonna skip, sem lítið gátu aðhafst hér vegna hafnleysis. Þeir tóku það til brags að byggja fiskvinnsluhús í Grindavík og gera bátana út þaðan á vetrarvertíðum,“ rifjar hann upp.
„Héðan voru margir tugir kvenna og karla í skipsplássi eða í fiskvinnslu hjá Gjögri. Margt af unga fólkinu settist síðan að þar. Nú er staðan sú að Gjögur rekur hér á Grenivík hátækniferskfiskvinnslu. Grýtubakkahreppur keypti bolfiskveiðiheimildir af öðrum útgerðum fyrir nokkrum árum, sirka 700 tonn. Þetta á stóran þátt í því að staðan er svona góð núna, enda virðast íbúarnir ekki spenntir fyrir íbúasameiningum við önnur sveitarfélög,“ bendir hann á.
Þorsteinn faðir Jóns var alinn upp á Finnastöðum, á Látraströndinni norðan Grenivíkur. „Í gamla daga þegar hann var ungur þá voru byggðar einar tíu bryggjur, timburbryggjur, víða á Grenivík og hérna út eftir. Svo var timburklæðningin ofan af bryggjunum tekin af á haustin og staurarnir stóðu bara einir yfir veturinn. Menn sóttu sjóinn frá vori fram á haust.“
„Þegar faðir minn byrjaði á grásleppunni, ætli það hafi ekki verið í kringum 1960, þá notuðu þeir ekkert spil við að draga netin. Þeir drógu þau bara með handafli.“
Á Finnastöðum var gerður út lítill vélbátur og einnig árabátar. „Svo fór faðir minn að vinna hjá frændum sínum á Grenivík og þannig byrjaði hann í sjómennsku. Hann stofnaði síðan sína eigin útgerð sjálfstætt þegar hann var orðinn fullorðinn og rak í áratugi. Þannig að maður er með þetta í blóðinu þótt maður hafi orðið þreyttur á þessu sem unglingur.“
Vildi breyta til
Jón var ákveðinn í að stunda ekki sjómennsku sem ungur maður og segir hann að hann hafi verið orðinn þreyttur á þessum geira. „Það var mikið annað að gera og ég var fyrir íþróttir og annað. Þannig að ég lærði húsasmíði og vann sem húsasmíðameistari í 30 ár. Þá fór að kitla í þetta gamla frá því maður var að alast upp,“ segir hann og hlær. Hann og bróðir hans, Friðrik Kristján Þorsteinsson, fylgdust að þegar þeir voru yngri en hann lærði einnig húsasmíði. Þeir ráku fyrirtæki í 30 ár og fóru síðar saman í útgerð í önnur 30 ár. Jón tók einn við útgerðinni síðustu árin. Næsta kynslóð tók síðan við en sonur hans, Víðir Örn Jónsson, gerir nú út á grásleppu og stundar strandveiðar á Grenivík og víðar. Jón sem er orðinn áttræður hætti þó ekki á sjónum fyrr en fyrir um tveimur árum.
Eftir 30 ár á sjónum tók næsta kynslóð við en sonur Jóns, Víðir Örn Jónsson, gerir nú út á grásleppu og stundar strandveiðar á Grenivík og víðar. Ljósmynd/Aðsend
Netin dregin með handafli
Jón man tímanna tvenna og segir að um miðja síðustu öld hafi verið komnir vel búnir dekkbátar í byggðarlagið en allt hafi aftur á móti verið unnið í höndunum. „Allt var handbeitt en þetta var náttúrulega dálítill tvíverknaður þegar menn þurftu að stokka línunni upp fyrst og beita hana svo þegar þurfti í róður. Í dag beitir fólk alltaf um morgun þegar línan kemur að landi og fiskurinn fer beint í frystiklefa, þetta er allt annað.“
„Það var alltaf ljómi yfir þessu í gamla daga á margan hátt. Það var svo margt fólk í kringum þetta vegna þess að það var minni tækni. Það voru mikið fleiri sem höfðu atvinnu í kringum sjávarútveginn.“
Eiginkona Jóns, Sigríður Arnþórsdóttir, vinnur hér í netum á lóðinni. Ljósmynd/Aðsend
Viði Þ.H. var fyrst byggður sem opinn bátur í Skipasmíðastöð KEA. Hann var síðar dekkaður. Málverk: Ólafur Baldvinsson, Grenivík 1962. Ljósmynd/Aðsend
Jón segir að þessar tækniframfarir séu auðvitað breytingar til batnaðar. „Þegar faðir minn byrjaði á grásleppunni, ætli það hafi ekki verið í kringum 1960, þá notuðu þeir ekkert spil við að draga netin. Þeir drógu þau bara með handafli. Það var rosaleg vinna en ég náði nú aldrei í það, að draga með höndunum. Þá var mikið gert af því að leggja netin og menn lögðu aðalbátnum bara við stjóra og voru svo með árabáta aftan í og fóru með fram netunum á árabátum. Fyndið, ég man vel eftir mönnum í þessu. Þeir týndu bara grásleppuna upp í skektuna og hentu svo annað slagið upp í þann stærri. Þetta var mikil vinna.“
Hann útskýrir að þegar faðir hans byrjaði á grásleppunni þá söltuðu menn alltaf sjálfir. „Hrognin voru síuð á sigtum yfir nóttina og svo var saltað morguninn eftir eða seint um kvöldið. Núna síðustu árin selja menn allir grásleppuna óskorna og kaupandinn sér um söltun. Hún er bara vigtuð og seld. Þannig er það hjá syni mínum.“
Mikið fleiri höfðu atvinnu í kringum sjávarútveginn
Þegar Jón er spurður hvort eitthvað hafi verið betra í þá gömlu góðu daga eða hvort sá tími sé að einhverju leyti í rósroða í minningunni þá segir hann að erfitt sé að svara því. „Það var alltaf ljómi yfir þessu í gamla daga á margan hátt. Það var svo margt fólk í kringum þetta vegna þess að það var minni tækni. Það voru mikið fleiri sem höfðu atvinnu í kringum sjávarútveginn.
Mikið var um að unglingar væru látnir vinna á meðan þeir gátu. Það er alveg gjörbreytt núna. Það eru meira að segja lög sem segja að það sé ólöglegt. Maður getur ekki séð að vinnan hafi gert þeim neitt illt.“
„Þú
þarft að geta leigt þér aflaheimildir en þetta er orðið þannig núna að það er engan kvóta að hafa til leigu.“
Börn Jóns fóru að vinna í frystihúsinu 12 til 13 ára og það þótti ekkert tiltökumál. Dóttir Jóns, Guðbjörg Kristín Jónsdóttir, aðstoðaði hann til að mynda á sjó þegar hún var ung, sem og dóttir hennar Ísey Dísa Hávarsdóttir. „Þetta sést ekki í dag,“ segir hann. „Hér er bara hátæknivinnsla og mest flutt út ferskt. Það sést ekki krakki frá fermingu til 16 ára, þetta er svo breytt.“
Verðið á grásleppuafurðum of lágt
Eins og áður segir er útgerðarfélagið Gjögur öflugt á Grenivík og segir Jón að mikilvægt sé að hafa þann rekstur í bænum, það skapi stöðugleika. Um 35 til 40 manns vinna í hátæknivinnslunni. „Það er aldrei hráefnaskortur svo heitið geti og vinnslan er mjög stöðug.“
Jón Þorsteinsson segir að smábátabransinn geti verið hark og að til þess að menn geri það gott verði þeir að eiga kvóta. Ljósmynd/Aðsend
Varðandi grásleppuna þá telur Jón og aðrir sem hann hefur rætt við að verðuppsveifla á grásleppuafurðum hafi verið óveruleg eftir að farið var að landa og selja hana óskorna. „Ég veit ekki af hverju það er. Kannski fer þetta meira í milliliðina. Verðið er of lágt, þess vegna hefur þeim fækkað sem veiða grásleppu.“ Hann bendir jafnframt á að erfitt sé að stunda veiðar fyrir þá sem ekki eiga þorskkvóta. „Þú þarft að geta leigt þér aflaheimildir en þetta er orðið þannig núna að það er engan kvóta að hafa til leigu. Ég skil ekki hvað menn gera þá. Sumir ná í einhvern kvóta og byggðakvótinn bjargar víða. Þetta er mjög erfitt.“ Eins og alþjóð veit er Eyjafjörðurinn langur en 16 sjómílur eru út að Gjögrum frá Grenivík og einar 10 til 12 sjómílur austur að Flatey í Skjálfanda. „Við erum mest á þessu svæði og það er mikill olíukostnaður við þetta.“
„Við
fórum bara með ís með okkur og drógum svo helminginn af netunum fyrri daginn og gistum í Flatey og drógum hinn helminginn og komum með tveggja daga drátt í land.“
Á árum áður var hægt að spara olíuna með því að fara í Flatey og dvelja þar. „Við fórum bara með ís með okkur og drógum svo helminginn af netunum fyrri daginn og gistum í Flatey og drógum hinn helminginn og komum með tveggja daga drátt í land. Þetta var mikill olíusparnaður og hagræðing. En þetta gera menn ekki í dag því að það er skylda að landa daglega núna.“ Lítið er um smábátaútgerð á Grenivík nú á dögum miðað við hér áður fyrr, að sögn Jóns.
Fortíðin kemur aldrei til baka
Ætla má miðað við umræður síðustu missera og ára að það að vera í smábátabransanum sé töluvert hark. Jón tekur undir það og áréttar að til þess að gera það gott þurfi menn að eiga kvóta. Sá kvóti sé aftur á móti kominn á fárra manna hendur – eða í hendur stóru yfirbyggðu bátanna í smábátakerfinu. „Það er búið að kaupa kvótann meira og minna. Það er miður.“
Hann segir að ljósi punkturinn í þessu sé að strandveiðikerfinu hafi verið komið á. „Þessir stærri yfirbyggðu smábátar eru allt að 30 tonn. Þeir eru búnir að sópa meira og minna að sér þessum kvóta. Stærri útgerðirnar eiga í sumum tilfellum í þessum stóru smábátum. Þeir þurfa kannski að eiga 1.500 til 2.000 tonn þessir bátar á ári til þess að geta sótt sjóinn af einhverju viti,“ segir Jón og bætir því við að mikið sé rifist um þetta allt saman.
Svona breytast tímarnir og mennirnir með. Jón telur að sú sjósókn sem var í gamla daga muni aldrei aftur verða söm. „Þótt menn sjái þetta í einhverjum bjarma aftur í tímann þá verður þetta aldrei aftur eins.“ Hann telur jafnframt að framtíð sjávarútvegs verði í svipuðum dúr og hann þekkist í dag. Hann segir að skiptar skoðanir séu á stórútgerðunum en að þær séu aftur á móti þjóðhagslega hagkvæmar. „Ég held aftur á móti að þessu kerfi með strandveiðarnar hafi hrakað. Fyrst var jafnvel hægt að gera út í fjóra mánuði en í fyrra var þetta til dæmis ekki nema í rúmlega tvo mánuði. Það getur enginn orðið staðið í þessu og það hlýtur að vera hægt að taka á þessum málum,“ segir hann.
Gildi sjómannadagsins mikið Þrátt fyrir breytta tíma – og ólíkar kröfur og viðhorf varðandi sjó -
Málþing Matís um framtíð matvælaframleiðslu
Þann 31. maí næstkomandi mun Matís halda sérstakt
málþing í Norðurljósasal Hörpu um framtíð matvælaframleiðslu, en þarna verður framtíð rannsókna, verðmætaog nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli.
Bjarkey Olsen, matvælaráðherra, opnar dagskrána og Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís fer svo stuttlega yfir áherslur Matís í nútíð og framtíð. Sérfræðingar Matís munu svo segja frá helstu verkefnum ásamt samstarfsaðilum í sjávarútvegi og landbúnaði. Þar verður gert grein fyrir nýjum rannsóknum, niðurstöðum sem gætu mótað framtíðar mynd matvælaframleiðslu á Íslandi og víðar. Fundarstjóri verður Bergur Ebbi Benediktsson. Um er að ræða sérstök örerindi þar sem meðal annars verður fjallað um matvælakerfi framtíðar, erfðagreiningar, fæðuöryggi, nýprótein, ný tækifæri í uppsjávarfiskvinnslu, hliðarafurðir grænmetis, íslenskan gagnagrunn um efnainnihald matvæla, tækifæri í þörungaræktun og margt fleira. Á meðal samstarfsaðila Matís verða ORF líftækni, First Water, Hafrannsóknastofnun og Háskóli Íslands.
Sérstakir erlendir gestafyrirlesarar verða jafnramt með erindi á málþinginu, en það eru þau Bente E. Thorstensen, forstjóri NOFIMA, sem hliðstæð stofnun Matís í Noregi, Dirk Carrez, framkvæmdastjóri Biobased Industries Consortium (BIC) og Olavur Gregersen, forstjóri
Ocean Rainforest sem er leiðandi fyrirtæki í tengslum við nýtingu og verðmætasköpun í þörungarækt.
Í kaffihlénu verður svo meðal annars boðið upp á kræsingar úr framleiðslu frumkvöðla og smáframleiðanda sem hafa þróað sínar vörur í samstarfi við Matís.
Sem fyrr segir fer Málþingið fram föstudaginn 31. maí og stendur frá 9:00 – 12:30. Frekari upplýsingar, dagskrá og skráningarhlekk má finna á lendingarsíðu viðburðarins á matis.is/malthing-matis-2024.
Bergvin Eyþórsson
varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga og fyrrum sjómaður.
Dagur sjómanna
Sjómenn eiga sinn dag, sjómannadaginn, sem var mikill hátíðardagur áður fyrr. Haldin var hátið í hverju einasta þorpi, enda var gert út frá hverju einasta þorpi. Síðustu áratugi hefur útgerð færst á færri hendur, sjómönnum hefur fækkað til muna og umfang sjómannadagsins minnkað samhliða því. Tímarnir hafa breyst, bæði útgerð og sjómenn hafa annað um að hugsa en hátíðardag fyrir sjómenn. Samt sem áður eiga sjómenn sinn dag.
Sjómenn! Til hamingju með daginn.
Gamli sjómaðurinn
Sjómannslíf var lífsstíll áður fyrr. Sjómenn voru rómaðir fyrir að halda þjóðarbúinu uppi með að sjá því fyrir gjaldeyri og lögðu líf og limi í sölurnar, enda alþekkt að hafið gefur og hafið tekur. Sjómannskonur voru miklir skörungar og stýrðu heimilishaldi, fjárhag og barnauppeldi traustum höndum meðan eiginmaðurinn sótti sjóinn. Í þá tíð var sjómannadagurinn stórhátíð í sjávarbyggðum landsins þar sem allir tóku þátt og skemmtu sér með hetjum hafsins ... sóma þjóðarinnar.
Framfarir breyta sýn á sjómannsstarfið Í tímans rás hefur sjómennskan þróast. Gamli sjómaðurinn vildi auðvitað komast heill heim, en það var alls ekki sjálfgefið að svo yrði, hafið tók sinn toll. Grettistaki hefur verið lyft í öryggismálum sjómanna síðustu áratugina og mannskaði á sjó nú orðið undantekning. Vitundar vakning
hefur verið mikil þegar kemur að öryggisbúnaði skipa, kennslu í að nota búnaðinn, stjórnun um borð, vinnuaðstæðum sjómanna, og síðast en ekki síst öryggishugsun við störf. Aðrar atvinnugreinar hafa náð fótfestu sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar, skipaflotinn er orðinn afkastameiri og hinn almenni landsmaður sem ekki lifði þá tíma sem landið byggði á sjávarútvegi lítur oft á hina minnkandi stétt sjómanna sem forréttindapésa, fámennan hálaunahóp. Sjómennska er orðin að starfi í stað lífsstíls, nýi sjómaðurinn er ekki álitinn sjómaður, hann vinnur bara á sjó! En trúið mér, sjómennska ER sjómennska! Þau sem öfundast út í laun sjómanna, farið á sjó og reynið þetta sjálf.
Öryggismál sjómanna Í nýjum kjarasamningi sjómanna var stigið stórt framfaraskref í öryggismálum sjómanna, en sett var á laggirnar öryggisnefnd sem kemur til með að vinna að öryggismálum sjómanna. Þessi nefnd er ekki hugsuð sem verkefni sem byrjar og endar, heldur er hlutverk nefndarinnar að bæta öryggismál sjómanna til framtíðar. Vinnueftirlitið hefur haft það starf með höndum um áratugaskeið að gera störf í landi öruggari, en hlutverk Vinnueftirlitsins nær bara niður á bryggju, ekki um borð í skip. Þetta er merkur áfangi í að bæta starfsumhverfi sjómanna, að loksins sé það skilgreint hlutverk einhvers að stuðla að bættu öryggi um borð líkt því hlutverki sem Vinnueftirlitið hefur fyrir verkafólk í landi.
Með endurnýjun flotans hafa vinnuaðstæður á sjó batnað til muna, en það eru samt gömul skip í flotanum þar sem vinnuumhverfi er heilsuspillandi og vinnuaðstæður hættulegar. Í raun má segja að sjómenn hafi keypt sér betri vinnuaðstæður með því að taka á sig nýsmíðaálag sem virkar þannig að laun þeirra eru lækkuð um 10% fyrstu sjö árin sem skip er í útgerð (að uppfylltum ákveðnum skilyrðum). Þetta þýðir að til að öðlast ásættanlega vinnuaðstæður um borð þarf sjómaðurinn að greiða 10% launa sinna í sjö ár, þ.e. 70% árslauna samtals, án þess að eignast neitt í staðinn. Í kjarasamningum sjómanna 2017 var samið um að þetta ákvæði félli úr gildi með sólarlagsákvæði, en til 1.mars 2031 verður hægt að skerða laun sjómanna vegna þessa, ekki lengur. Það voru fleiri atriði í þessum kjarasamningi sem mörkuðu tímamót, en sjómenn fengu loksins frítt fæði um borð og frían hlífðarfatnað, þ.m.t. flotvinnugalla, nú þurfa sjómenn ekki lengur að vinna blautir og kaldir sökum lélegs hlífðarfatnaðar. Kjör sjómanna eru að færast til nútíðar.
Kjör sjómanna
Þegar talað er um kjör sjómanna er ekki bara átt við krónur og aura, heldur starfsumhverfi sjómanna í heild sinni, við viljum búa vel að sjómönnum og þurfum þess vegna að hugsa heildstætt. Við verðum að taka inn í myndina alla þætti sjómannsstarfsins, öryggismál, vinnuaðstæður, fjölskyldulíf, tryggingar, og svo að sjálfsögðu launatengda þætti líka.
Launakerfi sjómanna
Hið flókna sjóðakerfi sjávarútvegsins var við lýði um áratugaskeið, en helstu sjóðir voru úreldingarsjóður fiskiskipa, sem varð síðar að Hagræðingarsjóði sjávarútvegsins, Aldurslagasjóður fiskiskipa, Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins, Fiskveiðasjóður, Tryggingasjóður fiskiskipa, Olíusjóður, Fiskimálasjóður og Aflatryggingasjóður. Greiðslur í þessa sjóði voru fram hjá skiptum þannig að þegar sjómenn skoðuðu aflaverðmæti var það skilgreint sem talan sem eftir stóð. Þess vegna héldu sumir sjómenn að þeir fengju gert upp úr 100% af aflaverðmæti, en málið var talsvert flóknara en svo. Þegar búið var að taka sjóðina frá fengu sjómenn gert upp úr ca. 68% af aflaverðmæti.
Olíuverðsviðmið Þegar sjóðakerfið var aflagt árið 1987 reiknuðust laun út frá heildaraflaverðmæti að frádregnum sölukostnaði og olíuverðsviðmið kom inn. Þetta nýja kerfi miðaðist við að við eðlilegar aðstæður fengju sjómenn til skipta fyrst 75% og síðar 76% aflaverðmætis, með hreyfanleika stýrðum af olíuverði á heimsmarkaði til hækkunar og lækkunar á bilinu 70% til 80%. Þannig áttu skiptin að vera sanngjörn. Þetta kerfi, eða öllu heldur viðmiðið, gekk sér til húðar með ofurhraða þannig að sjómenn hafa fengið til skipta 70% af aflaverðmæti næstum óslitið síðustu 30 árin, enda hefur afkoma útgerða verið ævintýraleg sem undirstrikar ójöfn skipti.
Bátur: Ramóna ÍS. Maður: Bergvin EyþórssonSkip: Stefnir ÍS-28. Maður: Agnes Einarsdóttir
Endalok olíuverðsviðmiðsins Í kjarasamningum sjómanna 2024 urðu mikil tímamót. Olíuverðsviðmiðskerfið var tekið út úr samningum og samið um fasta skiptaprósentu auk þess sem sjómenn fá nú aukinn lífeyrissjóð, 3,5% í tilgreinda séreign. Til samanburðar fengu sjómenn, þegar olíuverðsviðmiðið var sett á 1987, 75% aflaverðmætis til skipta auk þess sem útgerðin greiddi 6% mótframlag í lífeyrissjóð. Nú með nýjum kjarasamningum sjómanna koma 69,2% aflaverðmætis til skipta auk þess sem útgerðin greiðir 8% mótframlag í skyldulífeyri, 2% í séreignarlífeyri, og 3,5% í tilgreinda séreign. Eins og fram hefur komið hafði olíuverðsviðmiðið gengið sér til húðar með þeim afleiðingum að skiptaprósentan var svo að segja föst í 70%, það var staðan sem við erum að vinna út frá í aðdraganda undirritunar nýrra kjarasamninga. Að teknu tilliti til mótframlags útgerðar í lífeyrissjóði höfum við tryggt sjómönnum 2% aukið hlutfall af aflaverðmæti til sín.
Skýrar línur
Nú eru línur varðandi kjör sjómanna orðnar skýrari en verið hefur í manna minnum. Laun sjómanna byggja á aflaverðmæti og eru verðtryggð í þeim skilningi. Þótt grettistaki hafi verið lyft í gagnsæi á verðmyndun afla kemur það til með að verða mál málanna hvað sjómenn varðar, það er eini óvissuþátturinn í launum sjómanna. Annað hefur nú verið njörvað niður. Sjómönnum hefur verið tryggður stærri hlutur af aflaverðmæti varanlega og þeir þurfa ekki lengur að velta sér upp úr olíuverði, það hefur einfaldlega ekki lengur áhrif á laun þeirra.
Gamli kúltúrinn lifir Þrátt fyrir allar þær framfarir sem hér hefur verið minnst á lifir gamli sjómaðurinn enn í sjómönnum samtímans ... eðlilega. Sjómannalögin eru í fullu gildi eins og nýlegir dómar hafa staðfest, og samkvæmt þeim afsala sjómenn sér heilmiklu frelsi og valdi yfir eigin velferð, en þetta vald er framselt til skipstjóra. Sjómenn eru mjög meðvitaðir um þetta, en þeir sem ekki hafa verið á sjó hafa mjög takmarkaðan skilning á hversu greypt þetta er í menningu sjómanna. Sjómennska er lífsstíll!
Við hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Skip: Stefnir ÍS-28
Menn: Ólafur Agnarsson, Halldór Jónsson Egilsson, Ástþór Eyjólfsson
Úttekt og prófanir á þremur 2.250 kVA (2.100 kWe) vararaflstöðvum. Mitsubishi S116R2-PTAW
Við kaup á vélbúnaði þarf
einnig að huga að hvaða þjónusta er í boði fyrir búnaðinn
Viðhalds og varahlutaþjónusta fyrir alla sína viðskiptavini hvort sem er á sjó eða landi.
Í nútíma samfélagi má lítið út af bera í raforkukerfinu svo ekki hljótist stór tjón af, t.d. í laxeldi, gagnaverum og fleira en í dag er hægt að fá vararafstöðvar hjá MD vélum hannað eftir óskum viðskiptavinarins. Við tókum Kára Jónsson, framkvæmdastjóra og einn eiganda MD véla, tali og Lailu Björk Hjaltadóttur, fjármálaog viðskiptastjóra MD véla og spurðum þau um þau umboð sem þau hafa fyrir m.a. sjó og landvélum hér á landi.
MD Vélar ehf er rótgróið fyrirtæki en það var stofnað 1990 og er mest þekkt fyrir sölu og þjónustu vélbúnaðar, fyrir skip og báta. „MD Vélar er með umboð fyrir Mitsubishi sjó og landvélar á Íslandi, frá árinu 1990 og einnig fyrir SOLE Diesel. Við leggjum metnað okkar í að sinna viðskiptavinum okkar sem best og höfum einnig fjölbreytt net birgja fyrir t.d. túrbínur, rafala, kæla, gíra, skrúfubúnað og tengja“ segir Kári. Elín Bragadóttir
Jónsson, framkvæmdastjórI og einn eiganda MD véla.
KáriUpptekt á Mekanord skiptiskrúfu gír með aflúttaki
Grípur sjálfvirkt inn í ef rof verður á rafmagni
Fyrirtækið er í miklum vexti og með nýjum samstarfssamningi við þýska fyrirtækið Arctic Auxiliary Systems GmbH um sölu varaaflsstöðva hér á landi. „MD Vélar eru að koma sterk inn á markaðinn fyrir varaafl en stöðugt vaxandi hlutdeild fyrirtækisins á þessu sviði felst meðal annars í Mitsubishi vélum sem hafa gefið mjög góða reynslu og eru traustur valkostur,“ segir Kári. Það getur skipt sköpum að hafa vararaflstöð og býður fyrirtækið einnig upp á minni varaaflsstöðvarnar sem henta vel á afskekktum stöðum en þær eru þannig útbúnar að hægt er að tengjast þeim með fjarbúnaði og þær geti gengið í allt að mánuð án þess að þurfa eftirlit á staðnum. „Þessi búnaður er þannig útfærður að hann grípur sjálfvirkt inn í ef rof verður á rafmagni. Í því felst öryggið fyrir notandann og um leið er komið í veg fyrir bæði óþægindi og í mörgum tilfellum mikið tjón sem annars hlytist af rafmagnsleysi. Í atvinnulífi nútímans sem treystir mjög á rafbúnað í öllum kerfum þá verður varafl sífellt mikilvægara. Það skynjum við vel. Meðal okkar viðskiptavina er First Water ehf sem þarf ekki eina heldur margar varaaflvélar og við erum nú þegar með í þjónustu varaflvélar frá 4kW upp í yfir 2.300 kW þannig að sviðið er mjög stórt“.
„Þessi búnaður er þannig útfærður að hann grípur sjálfvirkt inn í ef rof verður á rafmagni.“
Sérþekking hjá MD vélum eru Diesel vélar og allt sem þeim tengist. „Því erum við að koma sterk inn á þennan ört vaxandi markað“ segir Kári.
Vöxtur í sölu þenslutengja
Annar vaxandi þjónustuþáttur MD Véla er sala þenslutengja sem fyrirtækið býður frá Willbrandt og Metraflex. Willbrandt hannar og framleiðir þenslutengi úr gúmmíi, vef og stáli og er bæði með standard tengi en einnig eru í boðið tengi útfærð og framleidd eftir sér óskum viðskiptavina.
„Við erum með góðan lager af algengustu gúmmí tengjunum segir Laila og bætir við að „Ávinningurinn sé margvíslegur; t.d. aukið öryggi í kerfunum gagnvart hreyfingu og spennu og hljóðlátari langakerfi. Þetta þjónustusvið er í stöðugri sókn hjá okkur,“. Þá er nýjasta viðbótin hjá MD vélum tengi fyrir vatnsúðakerfi eða á aðrar lagnir þar sem getur verið mjög mikil hreyfing. Þessi tengi eru bæði UL skráð og FM samþykkt og sér hönnuð fyrir jarðskjálftasvæði og henta því einstaklega vel fyrir íslenskan markað. „Við erum með Evrópuumboð fyrir þessi tengi og höfum því verið að selja bæði til innlendra og erlendra viðskiptavina“ segir Laila að lokum.
„Við einfaldlega bjóðum allan pakkann“
MD Vélar ehf er þekkt fyrir góða þjónustu
Aðspurður segir Kári að góð þjónusta sé lykilþáttur að baki þeirri stöðu sem MD Vélar hafi skapað sér í viðskiptum sínum í sjávarútvegi og öðrum greinum atvinnulífsins. Flestar útgerðir landsins eru í hópi viðskiptavina fyrirtækisins.
„Við búum að góðu orðspori til áratuga sérþekkingu og sérhæfðu verkstæði til að þjónusta díeselvélar og annan vélbúnað. Reynsla, þekking og gæði á þessu sviði er mikilvæg og nauðsynlegt að bregðast við þörfum viðskiptavina hvenær sem er sólarhringsins. Það kemur t.d. oft fyrir að veitt er ráðgjöf utan hefðbundins vinnutíma“ að sögn Kára.
Allur pakkinn
Kári bætir við í lokin að eitt af grundvallaratriðum sé að bjóða upp á góða varahlutaþjónustu til að tryggja rekstraröryggi viðskiptavina. „Við einfaldlega bjóðum allan pakkann“ og bæti því við að MD Vélar séu svo sannarlega traustur bandamaður þar sem samstarfið byggir á fagmennsku, gæðum, áreiðanleika og trausti.
smábátaeigendum og starfsfólki í
sjávarútvegi til hamingju með daginn
Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar hf., og unnusta hans, Guðrún Dögg Elvarsdóttir, í Gijon á Spáni við nýsmíðina Huldu Björnsdóttur GK-11.
Mynd: Þorbjörn hf.
Óneitanlega hefur það verið mikil áskorun að reka sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík við þær aðstæður sem náttúruöflin hafa skapað á síðustu mánuðum. Engu að síður hafa stjórnendur þeirra síður en svo lagt árar í bát og hafa skipulagt starfsemina dag frá degi, enda erfitt að gera áætlanir langt fram í tímann. Annað tveggja stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna í Grindavík er Þorbjörn hf. Félagið gerir út tvö frystiskip, togara og línuveiðiskip og annar togari, sem er í smíðum á Spáni, bætist við í flotann snemmsumars. Þá er fyrirtækið með öfluga landvinnslu.
„Hluti af okkar starfsemi raskaðist vegna jarðhræringanna en annað hefur gengið nokkuð eðlilega fyrir sig,“ segir Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar hf.
„Frystiskipin okkar, Tómas Þorvaldsson GK-10 og Hrafn Sveinbjarnarson GK-255, hafa fylgt óbreyttu plani að langmestu leyti. Hins vegar hefur landvinnslan í Grindavík hökt umtalsvert frá 10. nóvember. Við höfum sett hana nokkrum sinnum af stað en síðan þurft að loka aftur vegna jarðhræringanna. Fyrir 10. nóvember voru þar 50-60 starfsmenn en þeir hafa verið sem næst 30 á síðustu mánuðum. Það segir sig því sjálft að við höfum ekki náð að keyra vinnsluna á fullum afköstum, þau hafa verið sem næst 50-60% af fullum afköstum, sem helgast m.a. af því að hluti af okkar starfsfólki af erlendum uppruna flutti aftur til sinna heimalanda í kjölfar jarðhræringanna. Þegar við þurftum að loka vinnslunni í Grindavík fórum við í samstarf við önnur fyrirtæki sem vinna inn á sömu markaði á Spáni og lagt þeim til hráefni af skipunum okkar.
Landað er úr skipum Þorbjarnar hf. í Grindavík eins og mögulegt er. Hér er Tómas Þorvaldsson GK-10, annað tveggja frystiskipa Þorbjarnar, í Grindavíkurhöfn 2. apríl sl. Mynd: Þorbjörn hf.
Hráefni fyrir landvinnsluna er veitt af línuskipinu Valdimari GK-195 og togaranum Sturlu GK-12. Að stærstum hluta höfum við getað haldið þeim á veiðum, þrátt fyrir allt. Við hægðum vissulega á þeim eftir 10. nóvember, á meðan við vorum að átta okkur á aðstæðum og endurskipuleggja starfsemina, en eftir að við gerðum samninga um að vinna fiskinn hjá öðrum á þeim tíma sem vinnslan okkar í Grindavík hefur verið lokuð, höfum við getað keyrt þá á fullum afköstum meira og minna frá því snemma í desember. Á síðustu vikum og mánuðum höfum við í auknum mæli getað landað úr þeim í Grindavík en einnig hafa þeir landað í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Sandgerði og Grundarfirði. Okkar stefna er að landa eins oft og við getum í heimahöfn en ef náttúruöflin setja okkur stólinn fyrir dyrnar þurfum við að landa annars staðar. Eftir að við þurftum að fara frá Grindavík í nóvember fengum við skrifstofuaðstöðu í húsnæði Deloitte við Dalveg í Kópavogi og þjónustudeild fyrirtækisins fékk aðstöðu í gömlu skrifstofuhúsnæði Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði.
Við viljum keyra hlutina áfram og á meðan það er leyft og er mögulegt gerum við það
Hús fyrirtækisins á hafnarsvæðinu í Grindavík hafa skemmst ótrúlega lítið í jarðhræringunum og eftir að hægt var að tryggja rafmagn, vatn og frárennsli var ekkert því til fyrirstöðu að hefja þar aftur vinnslu. Það verður síðan að koma í ljós hvenær við getum flutt skrifstofurnar aftur til Grindavíkur, en við höfum þó undirbúið að geta unnið skrifstofustörf bæði í Hafnarfirði og Grindavík,“ segir Hrannar.
Sjötíu ára saga Þorbjörn hf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki með sjötíu ára sögu, það var stofnað 27. nóvember 1953. Áherslan í landvinnslu fyrirtækisins er á saltaðar þorskafurðir fyrir Spánarmarkað. Í október á síðasta ári, skömmu áður en jarðhræringarnar hófust, var lokið við að setja upp nýtt og fullkomið frystikerfi í frystigeymslum Þorbjarnar sem eykur möguleika fyrirtækisins í frystingu léttsaltaðra þorskflaka og einnig í lausfrystum, hefðbundnum flökum inn á Ameríku- og Evrópumarkað. Einnig gefa þessar endurbætur á frystikerfinu möguleika á vinnslu fleiri fisktegunda. Einn af mikilvægum mörkuðum fyrir sjófrystar afurðir fyrirtækisins er Bretland. Þar í landi er fiskur af frystiskipum Þorbjarnar á matseðlum fjölmargra veitingahúsa undir merkjum Fish & Chips og raunar hefur Þorbjörn fengið sérstaka viðurkenningu á þessum mikilvæga markaði fyrir framúrskarandi hráefni.
Grindvíkingur í húð og hár
Hrannar Jón er gegnheill Grindvíkingur. Hann orðar það svo að hann sé fæddur inn í Þorbjörn hf., þar hafi hann verið meira og minna frá blautu barnsbeini, enda hafi móðir hans starfað þar alla tíð. Hrannar er í Þorbjarnarfjölskyldunni, forfeður hans stofnuðu fyrirtækið fyrir sjö áratugum. Hann segir að undanfarnir mánuðir hafi óneitanlega verið mikil áskorun fyrir alla þá sem starfa hjá Þorbirni og Grindvíkinga alla. „Ég hef reynt að finna lýsandi orð fyrir þetta ástand og það sem kemur oftast upp í hugann er „skrítið“. Það má segja að maður hafi stöðugt verið að reyna að vakna upp úr einhverjum óraunverulegum draumi. Tilfinningin er stundum sú að þetta hafa allt gerst í gær en á sama tíma sé óralangur tími liðinn síðan atburðarásin hófst. Þann 10. nóvember hlupum við fjölskyldan út frá því að elda kvöldmatinn, skildum meira að segja pönnuna eftir á eldavélinni, og við höfum lítið farið heim síðan, nema til að ná í persónulega muni.
Auðvitað hefur þetta allt saman reynt mjög á og þar er rekstur okkar fyrirtækis engin undantekning. En það var bara tvennt í stöðunni, annað hvort að halda áfram við krefjandi aðstæður eða pakka saman. Og það kom að sjálfsögðu ekki til greina að leggja árar í bát. Við viljum keyra hlutina áfram og á meðan það er leyft og er mögulegt gerum við það. Vissulega hefur það auðveldað róðurinn að hluti rekstursins er útgerð frystiskipanna og hún er eftir sem áður samkvæmt áætlun. Og ísfiskskipin hafa haldið að mestu leyti sínu striki, sem er afar mikilvægt.“
Framtíðarheimilið undir hraun
Grindvíkingar hafa sannarlega tekist á við óraunverulegar hremmingar frá því þessir atburðir hófust á síðasta ári og ekki má gleyma því að allar götur síðan jarðeldarnir hófust í Fagradalsfjalli fyrir rúmum þremur árum hafa Grindvíkingar verið minntir á ægivald náttúrunnar.
Tölvugerð mynd af nýsmíði Þorbjarnar hf., Huldu Björnsdóttur GK-11. Stefnt er að því að skipið komi til landsins í júní. Mynd: Þorbjörn hf.
Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf., og Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri í Gijon á Spáni þegar Hulda Björnsdóttir GK-11 var sjósett í nóvember á síðasta ári. Mynd: Þorbjörn hf.
Hrannar Jón og fjölskylda hans hefur heldur betur fengið að kynnast því að standa varnarlaus gagnvart náttúruöflunum því Efrahóp 19, húsið sem fór fyrst undir hraun þegar sprunga opnaðist sunnudaginn 14. janúar 2024 innan varnargarðanna í Grindavík, var framtíðar heimili fjölskyldunnar. Bygging þessa nýja og glæsilega húss var á lokametrunum þegar ósköpin dundu yfir. Að lokafrágangi hafði markvisst verið unnið til þess að unnt væri að flytja í húsið fyrir síðustu jól. En þess í stað horfði fjölskyldan upp á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu og hverfa síðan undir hraun. Raunar var það henni um megn að horfa í beinni útsendingu á þetta gerast. Þegar séð var í hvað stefndi fór fjölskyldan í sund til þess að dreifa huganum.
Ég verð ég alltaf Grindvíkingur og hvernig sem hlutirnir æxlast í framtíðinni verður
Grindavík alltaf heim í mínum huga
Miklar breytingar
„Ég neita því ekki að það er skrítið að koma í bæinn og sjá fáa á ferli og það er ótrúlegt að sjá hvernig landslagið hefur breyst í hluta hans. Þar sem áður var flatlent eru nú hólar og brekkur og svæði í bænum sem áður voru barnaleiksvæði hafa verið girt af.
Spurningunni um hvort ég sé á leið heim aftur svara ég bæði játandi og neitandi. Það truflar mig ekki að vinna í bænum en sem foreldri ungra barna er ég ekki tilbúinn að fara með þau aftur til Grindavíkur með þeim hættum sem þar eru til staðar og síðan er auðvitað mikil óvissa um skólahald í leik- og grunnskóla.
Þrjú hús í Grindavík heyra sögunni til eftir að glóandi hraun flæddi yfir þau í eldsumbrotunum 14. janúar 2024. Fyrsta húsið sem varð ægivaldi náttúruaflanna að bráð var Efrahóp 19, hús sem var verið að ljúka við að byggja og átti að verða framtíðarheimili Hrannars Jóns Emilssonar og fjölskyldu hans. Eyðileggingin er algjör eins og þessi mynd, sem var tekin um þremur vikum eftir þennan örlagaríka sunnudag, vitnar um. Mynd: Hrannar Jón Emilsson.
Ég dreg ekki dul á að auðvitað hafði þetta allt mikil áhrif á mig. Þegar við yfirgáfum Grindavík þann 10. nóvember bjuggum við þar í leiguhúsnæði. Það hús er nú mjög mikið skemmt og óíbúðarhæft. Síðan varð nýja húsið sem við vorum að byggja eldi að bráð og fór undir hraun. Núna er fjölskyldan í leiguhúsnæði í Garðabæ og þar fer vel um okkur en hins vegar verð ég alltaf Grindvíkingur og hvernig sem hlutirnir æxlast í framtíðinni verður Grindavík alltaf heim í mínum huga. Þótt auðvitað sé ömurlegt að horfa upp á framtíðarheimili sitt verða að engu á þennan hátt hef ég getað komið þarna og virt fyrir mér verksummerki. Staðreyndin er auðvitað sú að þarna var einfaldlega ekkert hægt að gera, við krafta náttúrunnar er og verður ekki svo auðveldlega ráðið. Það var þó lán í óláni að búslóðin okkar var ekki í húsinu því þá hefði tjónið orðið enn meira. Það stóð til að hún færi inn í húsið í geymslu á meðan við vorum að klára byggingu þess og raunar var ætlunin að koma búslóð bróður míns þar fyrir sömuleiðis en röð ótrúlegra tilviljana kom sem betur fer í veg fyrir það.
Það
má segja að maður hafi stöðugt verið að reyna að vakna upp úr einhverjum óraunverulegum draumi
Það hvarflaði ekki að mér né nokkrum öðrum að hús í bænum gætu farið undir hraun. Það segir sína sögu að vorið 2021 hófum við lóðarframkvæmdir fyrir byggingu framtíðarheimilis okkar við Efrahóp, nokkrum vikum eftir að fyrsta gosið hófst í Fagradalsfjalli. Okkur datt aldrei í hug að síðar gæti mögulega farið að gjósa svo nálægt bænum, hvað þá steinsnar frá nýja húsinu okkar,“ segir Hrannar.
Gott að geta dreift huganum
Eðli málsins samkvæmt hafa undanfarnir mánuðir verið krefjandi og reynt verulega á Hrannar og fjölskyldu og alla Grindvíkinga. Illmögulegt er að setja sig í þeirra spor. Frá degi til dags er óvissan verst. Sem fyrr segir er nú verið að ljúka við smíði nýs ísfisktogara fyrir Þorbjörn í skipasmíðastöðinni Armon í Gijon á Norður-Spáni og hefur Hrannar haft yfirumsjón með henni af hálfu fyrirtækisins. Þetta verkefni segir Hrannar að hafi verið sér kærkomið og til þess fallið að dreifa huganum. Von er á nýja skipinu, sem ber nafnið Hulda Björnsdóttir GK-11, til landsins í júní nk. Hrannar fór til Gijon í lok nóvember til að vera viðstaddur sjósetningu skipsins og aftur í febrúarbyrjun og núna á vordögum.
Það hvarflaði ekki að mér né nokkrum öðrum að hús í bænum gætu farið undir hraun
Framtíð Grindavíkur
Það er alltaf miklum erfiðleikum háð að spá í framtíðina og það á líka við um búsetu og framtíð Grindavíkur. „Þrátt fyrir allt tel ég að Grindavík geti risið upp aftur en stóra spurningin er í hvaða mynd og hvenær. Ef vilji er fyrir hendi held ég að það séu ýmsir möguleikar til uppbyggingar, í það minnsta eins og staðan er í dag. Hins vegar segir það sig sjálft að þetta samfélag er á allan hátt verulega laskað og það þarf mikið átak til þess að byggja það upp aftur. Þetta á við um einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélagið sjálft, sem má ekki gleyma að hefur haft mjög skertar tekjur svo mánuðum skiptir en á sama tíma hafa útgjöldin verið mikil. Í fljótu bragði fæ ég ekki séð að endurreisn Grindavíkur sé möguleg án víðtæks stuðnings hins opinbera.
En það allra erfiðasta í þessu er að óvissunni verður ekki eytt fyrr en sér fyrir endann á jarðhræringunum og eins og staðan er í dag er sagan greinilega ekki öll sögð. Það er erfitt að sjá fyrir sér uppbyggingu fyrr en þessum atburðum lýkur og hvenær það verður geta hvorki vísindamenn né aðrir sagt til um,“ segir Hrannar Jón Emilsson.
Sif N.A.R.T. 1948
Vatnsþétt niður
á 1000 metra
Handsaumuð leðuról
úr hágæða leðri
Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og
alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar. JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra. Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www. jswatch.com.
Dimmblá burstuð skífa með sjálflýsandi stöfum og vísum
www.gilbert.is
Burstaður kassi
úr 316L læknastáli
Svissneskt sjálvindugangverk í hæsta gæðaflokki
Kynntu þér málið á www.jswatch.com
Klemenz Sæmundsson
skólameistari Fiskitækniskólans
Fiskeldi hefur verið í örum vexti, bæði sjókvíaeldi og landeldi. Fiskeldistækni er ein af vinsælustu námsbrautunum sem Fisktækniskólinn býður upp á.
„Við höfum komið okkur tímabundið fyrir í Sjávarklasanum
við Granda og við verðum þar eitthvað áfram en við viljum þó stefna aftur til Grindavíkur,“ segir Klemenz Sæmundsson, skólameistari Fisktækniskólans.
„Við fluttum starfsemi okkar frá Grindavík 10. nóvember, þegar öllum var gert að yfirgefa bæinn vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss.
Í tvígang höfum við reynt að flytja starfsemina aftur til Grindavíkur, bæði fyrir og eftir áramót, en það gekk ekki upp, annars vegar vegna endurtekinna lokana í bænum og hins vegar vegna rafmagns- og/ eða vatnsleysis. Fisktækniskólinn hefur verið í leiguhúsnæði á efri hæð Víkurbrautar 56, húss sem Landsbankinn á og er með útibú sitt á jarðhæðinni. Húsið er skammt frá þeim gjám sem mynduðust í jarðhræringunum en skemmdist þó óverulega. Hins vegar eru hús skammt frá sem skemmdust mikið í jarðskjálftunum og þeirri gliðnun sem fylgdi í kjölfarið,“ segir Klemenz.
Súrrealísk atburðarás
En hvernig hefur Klemenz upplifað þennan mikla og langvarandi óvissutíma? Súrrealískt er hugtakið sem hann segir að komi upp í hugann. „Eiginlega trúir maður því ekki að þetta hafi allt gerst, annað slagið þarf maður að klípa sig í handlegginn til þess að átta sig á því að þetta sé raunveruleiki. Auðvitað er skrítið að búa við endurtekin eldgos rétt norðan bæjarins og þegar komið er inn í hann verður maður þess fljótt áskynja hversu miklar breytingar hafa orðið þar og aðkoman
er allt önnur en hún var með 5-6 metra háa varnargarða umhverfis bæinn. Þegar og ef náttúruöflin fara að róast á ný vil ég þó vera svo bjartsýnn að halda því fram að hluti bæjarbúa snúi til baka og hægt og bítandi fjölgi aftur í bænum. Það er mín trú að ekki síst vegna staðsetningar Grindavíkur milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins eigi bærinn mikla möguleika til framtíðar. En auðvitað er og verður þetta allt háð náttúruöflunum, enginn mannlegur máttur fær við þau ráðið.“ Níu starfsmenn eru við Fisktækniskólann, þar af eru þrír með lögheimili í Grindavík. Tveir þeirra búa nú á stór Reykjavíkursvæðinu og einn í Reykjanesbæ. Sjálfur er Klemenz Suðurnesjamaður í húð og hár, fæddur í Garðinum en hefur lengi búið í Keflavík.
Ótrúlega lítil röskun á skólastarfinu
Haustönnin var komin í fullan gang í Fisktækniskólanum þegar sú atburðarás hófst er leiddi til þess að starfsemi skólans var flutt frá Grindavík. Skólinn hefur lengi verið í góðu samstarfi við Sjávarklasann við Granda í Reykjavík og þegar þar bauðst húsnæði fyrir starfsmenn skólans segir Klemenz að því hafi verið tekið fegins hendi og vel hafi gengið að stýra skólanum þaðan. Þrátt fyrir allt hafi röskun á skólastarfinu verið hverfandi lítil því ákveðinn hluti kennslunnar sé í fjarnámi með staðlotum og því hafi skólinn verið vel undir þetta búinn. Fisktækni er grunnnámið í skólanum, tveggja ára nám á framhaldsskólastigi. Helmingur þess er bóklegur og helmingur vinnustaðanám og gerir skólinn þá samning við viðkomandi sjávarútvegsfyrirtæki um verklega þáttinn sem fer fram á vinnustað undir eftirliti umsjónarkennara.
Nemendur í vettvangsferð í samstarfsskóla Fisktækniskólans í Thyboron í Danmörku.
Fisktækninemendur á suðvesturhorninu hafa sótt bóklega hlutann í Fisktækniskólanum og vinnustaðanámið hafa þeir tekið á vinnustöðum á svæðinu. Nemendur í öðrum landsfjórðungum taka bóklega hlutann í fjarnámi frá Fisktækniskólanum og vinnustaðanámið á vinnustöðum í heimabyggð.
Auðvitað var það ekki nein óskastaða að þurfa að flytja skólann frá Grindavík
Ofan á grunnnámið geta nemendur tekið svokallaðar þriðja árs námsbrautir: Fiskeldistækni, Marel vinnslutækni, Gæðastjórnun og Haftengda nýsköpun, þar sem áhersla er á leiðtogafærni, nýsköpun og markaðsmál. Námið í Haftengdri nýsköpun hefur einmitt verið unnið í samstarfi við Sjávarklasann. Skólinn býður auk þess upp á nám í Veiðarfæratækni. „Auðvitað var það ekki nein óskastaða að þurfa að flytja skólann frá Grindavík en sem betur fer hefur þetta ástand ekki haft afgerandi áhrif á skólastarfið því við höfum lengi verið með drjúgan hluta af kennslunni okkar í fjarnámi. Af þeim sökum varð hverfandi lítil röskun í skólastarfinu í Covid 19 og það hefur heldur ekki gerst núna í náttúruhamförunum í Grindavík. En vissulega hefur þetta valdið einhverri röskun fyrir dagskólanemendur okkar í Fisktækni hér á suðvesturhorninu, en þó fengum við aðstöðu fyrir þá til bóklegar kennslu um tíma hjá Keili á Ásbrú og síðan í Þekkingarsetrinu í Sandgerði. Núna á vorönninni eru þessir nemendur í vinnustaðanámi. Á þessu stigi málsins höfum við ekki tekið ákvörðun um hvar við kennum dagskólanemendum bóklega hlutann á haustönn 2024 en við munum finna lausn á því. Vissulega vonumst við til þess að geta snúið aftur í húsnæði okkar í Grindavík en ef það gengur ekki upp munum við finna aðra lausn.“
Skóli fyrir allt landið
Fisktækniskólinn hefur starfað á annan áratug og er í eðli sínu landsbyggðarskóli því fjölmargir nemendur hans búa úti í hinum dreifðu
byggðum landsins. Klemenz segir að frá upphafi hafi skólinn lagt áherslu á að nemendur geti stundað nám sitt í heimahögununum, samhliða daglegri vinnu, og það hafi gefist vel. Mikilvægt sé að geta lagt lóð á vogarskálarnar við að auka þekkingu fólks vítt og breitt um landið með þessum hætti hafi margir ekki möguleika á því að rífa sig upp og flytja tímabundið milli landshluta til þess að setjast á skólabekk. Þessi sveigjanleiki Fisktækniskólans segir Klemenz að hafi sannað sig og sé honum mikilvægur leiðarvísir dag frá degi. Þó svo að nemendur og kennarar hittist títt á fjarfundum til þess að fara yfir námsefnið hafi það komið fyrir að þeir hittist ekki í raunheimum fyrr en á formlegri brautskráningu.
Gæðastjórnunarnámið hefur á síðustu
árum sótt mjög í sig veðrið
Raunfærnimat nýtist mörgum
Klemenz nefnir að þess séu mörg dæmi að fólk sem hafi starfað í fiskvinnslu til fjölda ára hefji fisktækninám í Fisktækniskólanum að undangengnu raunfærnimati. Út úr því komi oftar en ekki að fiskvinnslufólk búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu og því þurfi það ekki að taka nema hluta fisktækninámsins til þess að ljúka því með formlegum hætti. Klemenz segir að raunfærnimatið sé þannig afar mikilvæg og góð leið til þess að opna reyndu starfsfólki möguleika til þess að sækja sér formlega menntun og margir þessara nemenda hafi síðan haldið áfram að fisktækninni lokinni í nám á þriðja ári til þess að afla sér sérþekkingar og um leið að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.
„Á síðustu árum höfum við verið með 130-150 nemendur í skólanum en sumir þeirra eru ekki í fullu námi, þeir taka grunnnámið eða þriðja árs námið á lengri tíma. Gæðastjórnunarnámið hefur á síðustu árum sótt mjög í sig veðrið. Við vorum jafnan með um fimmtán nemendur á ári í gæðastjórnuninni en síðustu tvö ár hafa þeir verið um þrjátíu. Gaman er að segja frá því að núna eru nemendur í gæðastjórnun úr öllum landsfjórðungum. Að námi loknu starfa þeir að gæðamálum í fiskvinnslu en
Brautskráning fimm gæðastjóra 14. desember 2023 í húsnæði Brims á Granda. Með nemendunum á myndinni er Klemenz Sæmundsson skólameistari Fisktækniskólans (lengst til hægri) og lengst til vinstri er Ragnheiður Eyjólfsdóttir áfanga- og gæðastjóri Fisktækniskólans, Ásdís V. Pálsdóttir aðstoðarskólameistari Fisktækniskólans, Pálmi Ingólfsson verkefnastjóri fræðslu og heilbrigðis hjá Brim og Rebekka Guðmundsdóttir aðstoðarmaður forstjóra Brims.
einnig í m.a. veitingageiranum, sláturhúsum og kjötvinnslum. Þetta er því nám sem ekki einungis nýtist fólki sem starfar í sjávarútvegi heldur á það klárlega erindi til fleiri anga matvælavinnslunnar.
Á meðan náttúruöflin láta til sín taka er erfitt að gera áætlanir fram í tímann
Fiskeldisnámið hefur líka verið mjög vinsælt hjá okkur og það hafa einnig stundað fast að þrjátíu nemendur á ári. Þessi áhugi kemur ekki á óvart enda er fiskeldið í örum vexti, t.d. sjókvíaeldi á Vestfjörðum og Austfjörðum, og landeldið er líka í vexti, t.d. er rótgróið eldi í Öxarfirði og mikil uppbygging er í pípunum á Reykjanesi, Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Að sjálfsögðu er afar mikilvægt að styðja við þessa uppbyggingu með því að bjóða nám í atvinnugreininni,“ segir Klemenz.
Framtíðin er björt
„Það er enginn bilbugur á okkur, þrátt fyrir að við höfum þurft að flytja starfsemi okkar frá Grindavík. Þangað stefnum við aftur en auðvitað verður að koma í ljós í fyllingu tímans hvort og hvænær þau áform geta gengið eftir. Á meðan náttúruöflin láta til sín taka er erfitt að gera áætlanir fram í tímann.
Styrkur okkur er fjarnámið, skólinn er einn af þeim fyrstu hér á landi sem kennir að talsverðum hluta í fjarnámi og það kemur okkur til góða þegar þrengir að eins og núna. Auk formlegra námsleiða höfum við einnig verið með fjölda netnámskeiða fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og fyrirtæki í matvælaiðnaði. Á haustönn buðum við til dæmis upp á kjara-
tengd námskeið starfsfólks í fiskvinnslu en við keyrðum þau rafrænt að þessu sinni. Með því að nýta okkur lausn hugbúnaðarfyrirtækisins LearnCove, sem einnig er til húsa í Sjávarklasanum, gátum við verið með námskeiðin á þrettán tungumálum. Starfsfólk í fiskvinnslu, sem á mörgum vinnustöðum er að töluverðum hluta af erlendum uppruna, gat því setið námskeiðin á sínu tungumáli sem skiptir verulega miklu máli. Við höfum alltaf lagt áherslu á að nýta okkur nýjustu tækni hverju sinni og hugbúnaðarlausn LearnCove er einn af mikilvægum þáttum í því að ná til fólks af erlendum uppruna. Eins og staðan er núna á vinnumarkaði er vöntun á starfsfólki í mörgum atvinnugreinum og því má ætla að fyrirtækin þurfi í auknum mæli að leita út fyrir landsteinana. Og þessi vöntun á starfsfólki mun ekki minnka því það liggur fyrir að á komandi árum fara stórir árgangar fólks á eftirlaun. Það er því í mínum huga alveg ljóst að það verður áfram mikil þörf fyrir erlent vinnuafl og við í Fisktækniskólanum munum hafa ríkum skyldum að gegna í menntun þessa starfsfólks. Ég er því ekki í nokkrum vafa um að framtíð skólans er mjög björt,“ segir Klemenz Sæmundsson.
Skólinn hefur lagt áherslu á að nemendur geti stundað nám sitt í heimahögum
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum var stofnaður 1979 við samruna Iðnskólans í Vestmannaeyjum, Vélskólans í Vestmannaeyjum og Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Því hefur námsframboð alla tíð frá stofnun skólans verið mjög fjölbreytt. Tímanir breytast og mennirnir með og endurspeglast þær breytingar í mismunandi námsframboði hverju sinni. Í dag hefur námsframboðið aldrei verið fjölbreyttara en boðið er upp á nám til stúdentsprófs, grunnám rafiðna, húsasmíði, múraraiðn, pípulagnir, sjúkraliðanám og vélstjórnarnám. Skólinn býður uppá þrjú stig í vélstjórn það er A-stig, B-stig og C-stig. Skólinn hefur það að markmiði að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í þjóðfélaginu og atvinnulífinu, þar sem hverjum nemanda er boðið upp á nám við hæfi. Frá stofnun skólans hefur verið starfrækt vélstjórnarbraut en vélstjórnar námið á sér enn lengri sögu í Vestmannaeyjum. Fyrst var Fiskifélagið með mótornámskeið í eyjum frá árinu 1915, síðar kom Vélskóli Íslands með kennslu í vélstjórn þar til Vélskóli Vestmannaeyja var stofnaður 1963. Framhaldskóinn í Vestmannaeyjum býður upp á eins og áður segir þrjú stig í vélstjórn. Algengast er að menn komi og klári fyrstu tvö stigin og fari síðan til Reykjavíkur og klára síðari tvö stigin þar. Árið 2023 var í fyrsta skipti byrjað að kenna C-stig vélstjórnar. Vélstjórnarnámið er alþjóðlegt nám sem veitir nemandanum starfsréttindi til starfa sem vélstjóri um allan heim. Möguleikarnir eru margir að lokinni útskrift, en nemendur geta starfað í smiðjum, virkjunum, vélaumboðum, auk ýmissa annarra starfa í landi og á skipum allt frá fiskiskipum við Ísland til skemmtiferðaskipa út í heimi.
Á síðari árum hefur orðið mikil endurnýjun á kennslubúnaði skólans. Skólinn skartar vönduðum vélhermi þar sem nemendur geta staðið vaktir í fullbúnu vélarúmi í skipi. Þar eru tvö vélarúm í boði annað er með fjórgengis dísilvél svipað og finnist í flestum skipum landsins og það seinna er útbúið
Nemendur við ventlastillingu á kennsluvél skólans.Vettvangsferð með Herjólfi IV, vélstjórarnir fræddu nemendur um vélarúm rafmagsferju og hlutverk vélstjórans.
með stórri tvígengis krosshausvél. Þannig vélarúm má finna á stórum flutningaskipum út í heimi. Skólinn hefur einnig vélasal þar sem finna má fjórar gangfærar vélar sem notaðar eru við kennslu. Aðal kennsluvélin er af gerðinni Yanmar M220 en hún er mest notuð við verklegar æfingar. Góð aðstaða er til kennslu í málmsmíði, suðu og rennismíði er í skólanum. Suðukostur er nýlega uppfærður sem og hin ýmsu tæki til málmsíða. Einnig á skólinn fullkomna CNC fræsivél og rennibekk sem nýtt eru til kennslu í tölvustýrðum iðnvélum. Kælitæknin hefur verið í miklum vexti á síðari árum og til kennslu í henni hefur skólinn til umráða tvennslags kerfi til bilanagreiningar og eitt til áfyllingar og tæmingar og ýmsum mælitækjum og smærri búnaði. Núna í maí á brautin von á sérstökum loft/vökva bekk sem er kennslutæki við loft-, vökva- og rafstýringar.
Nemendur við viðgerð á einu af kælikerfum skólans.
Heimsókn í Marhólma þar sem kælikerfi fyrirtækisins var skoðað. Steingrímur Svavarsson sem kom að uppsetningu kerfisins sýndi nemendum kerfið.
Nemendahópurinn er fjölbreyttur og hefur í gegnum tíðina þróast mikil vinskapur milli nemenda sem hefur endst lagt umfram skólagönguna. Nemendur hafa sjálfir staðið fyrir ýmsum viðburðum. Hópar hafa farið út á eyju og grillað saman, staðið að spurninga keppnum svo eitthvað sé nefnt. Einnig styðja nemendur hvor annan og skapast oft góðar umræður um efnið þar sem bakgrunnur hvers og eins fær að njóta sín. Sterkt félaganet og samhugur gerir námið og einstaklingin sterkari og öruggari að takast á við þær áskoranir sem störf að loknu námi krefjast.
Skólinn hefur mikla sérstöðu hvað varðar nálægð og samstarf við atvinnulífið. Í Vestmannaeyjum er samfélagið lítið og er samstöðu máttur þess mikil. Fyrirtæki og vélstjórar taka nemendum opnum örmum bæði hvað varða vettvangs- og kennsluferðir sem og atvinnutækifæri á meðan á námi stendur sem og að námi loknu. Bakvið skólann eru margir velunnarar sem gefa tíma sinn og þekkingu og veita nemendum praktíska innsýn inn í það námsefni sem viðkomandi er sérhæfður í og býr yfir mikilli reynslu. Því verður kennsla í skóla sem þessum mun persónulegri og utanumhald mikið meira. Nám í vélstjórn við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum er því ávísun á öflugt nám sem skilar einstaklingi tilbúnum til að takast á við þær áskoranir sem atvinnulífið býður uppá sem og framsýni og framþróun. Sveigjanleiki og lausnamiðuð hugsun einkenna það nám sem skólinn býður uppá og því er tilvalið fyrir hvern þann sem hefur dreymt um að læra vélstjórn eða hvað annað nám sem skólinn býður uppá að láta slag standa og sækja um.
Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga
Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð.
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu
þeirra í umboði Sjómenntar
Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is
Sjómennt
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík
Sími 599 1450 sjomennt@sjomennt.is
Við óskum
sjómönnum, smábátaeigendum
og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
Nú eru vatnaskil í samningamálum sjómanna. Samþykktir samningar hjá öllum helstu félögum sjómanna. Þessi samningur er að lágmarki til fjögurra eða sex ára með möguleika á 9 árum. Sumir segja allt of lengi en samningar sjómanna hafa löngum verið lausir árum saman án þeirra hækkana sem aðrir launþegar hafa fengið í formi fasta- og lágmarksgreiðslna. Nú er tryggt að allar hækkanir sem verða á almenna markaðnum koma til sjómanna. Sjómenn deila hlut með útgerðinni og sú deilitala breyttist ekki í nýja samningnum nema að tvennu leiti. Sjómenn fengu 3,5% í tilgreinda séreign með því að greiða fyrir kröfuna að 1/3 útgerðin greiddi 2/3 þeirrar kröfu. Ef sjómaður vill ekki hækkun á lífeyrisgreiðslum frá útgerðinni, fær hann 0,5 prósentustiga hækkun á skiptakjörum eins og þau voru. Þetta og sú ákvörðun að skipta úr 100% aflaverðmæti og lækka skiptaprósentur á móti, sem er núll aðgerð, færir okkur til nútímans og við getum hætt að rífast um olíuviðmið og kostnaðarhlutdeild. Nóg komið af öllu bullinu og misskilningnum þar um. Þetta er okkar framlag til orkuskiptanna í sjávarútvegi. Nýsmíðaálagið dettur út 2031 eins og samið var um 2017. Nú fer hver að verða síðastur að nýta það í 7 ár. Eftir næsta ár fer það að fjara út. Það er nú samt nokkur samkeppni í þessum málum. Ekki allir sem geta nýtt álagið og þurfa að endurgreiða til sinna áhafna að hluta til eða alveg. Sumir nota það ekki þrátt fyrir að mega það. Undanfari þessara samninga var nokkuð langur eins og oft áður. Í febrúar 2023 var samningur áþekkur þessum felldur með miklum mun. Áfram var haldið með fulltrúum allra sjó mannafélaga í viðræðum undir stjórn Ríkis sáttasemjara. Sú vinna gekk nokkuð vel og að endingu síðasta haust voru tveir fulltrúar sjómanna, þeir Hólmgeir Jóns son og Guðmundur Helgi Þórarinsson og tveir frá SFS sem freistuðu þess að klára
málin. Þess má geta að Sjómannasamband Íslands tók þátt af heilum hug í þessum viðræðum og okkar fulltrúi, Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri SSÍ, sá til þess að góður samningur varð að veruleika. Ekki var einhugur meðal fulltrúa allra sjómanna í þessu verkefni. Sjómannafélag Íslands vildi ekki og þorði ekki að taka neina ábyrgð á þessum viðræðum frekar en endranær. Samningur var nánast frágenginn fyrir jólin 2023. Lokafrágangi var frestað fram yfir áramót vegna ástandsins á vinnumarkaðnum á þeim tíma. Svo 9. febrúar s.l. var samningurinn undirritaður af SSÍ og SFS. Atkvæðagreiðslan hjá okkur Í Sjómannasambandinu var snörp en við náðum 54% þáttöku og þeir sem atkvæði greiddu samþykktu samninginn með 63% atkvæða. Frábært!
Við undirritun fór af stað rógsherferð á samfélagsmiðlum um samninginn og þá sem að honum stóðu. Rætin og lítt ígrunduð skrif sem sjómenn sáu í gegnum. Svo virðist sem hávær minnihluti ætlist til og vilji að sjómenn séu samningslausir. Persónulegar svívirðingar í garð forystu SSÍ voru daglegt brauð á samfélagsmiðli sem gerir út á óánægju fárra. Svei þeim! Við hjá Sambandinu stunduðum málefnalega umræðu og kynningar fyrir samningnum, án æsinga og undirróðurs og það skilaði sér með samþykkt hans.
Svo fór að bæði VM og SVG undirrituðu sama samning í framhaldinu sem auðvitað var samþykktur enda samningurinn góður. Sjómannafélag Íslands þrjóskaðist við og fann okkur allt til foráttu. Beinlínis laug uppá okkur og Ríkissáttasemjara og var með mjög svo frjálslegar túlkanir á samningnum, svo ekki sé meira sagt. Fann honum flest til foráttu í raun og veru. En skrifuðu nú samt undir sama plagg að lokum, líklega neyddir til af þeim félagsmönnum sem eru þó eftir í félaginu. Væri gaman að vera fluga á vegg í kynningu hjá þeim á samningnum. Forsvarsmenn félagsins höfðu rakkað
Þess
má geta að Sjómannasamband Íslands tók þátt af heilum hug í þessum viðræðum og okkar fulltrúi, Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri SSÍ, sá til þess að góður samningur varð að veruleika.
Nú er kominn á kjarasamningur sem er góður fyrir sjómenn. Vinna við framkvæmd hans gengur vel þó nokkrir hnökrar og hökt komi alltaf upp þegar nýr samningur er kominn á. Framundan er vinna við breytingu á Sjómannalögum í tengslum við slysa- og veikindakafla þeirra. Samningurinn tekur á nýjum veruleika í róðrarlagi sjómanna og því þarf að breyta þessum köflum í Sjómannalögunum í takt við nútímann. Einnig er að fara í gang vinna við Öryggisnefnd sjómanna og útgerðarmanna sem ætlað er að koma með tillögur til úrbóta á slysamálunum. Ábendingar frá vinnandi sjómönnum eru vel þegnar inn í þá vinnu. Trúnaðarmannanámskeið fyrir sjómenn eru nú í vinnslu og verða kynnt í haust.
Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins er nú að láta af störfum fyrir sambandið. Hann hefur unnið að hagsmunamálum sjómanna í 39 ár og er hafsjór af fróðleik og kunnáttu um kjarasamninga sjómanna. Sjómenn allir eiga honum mikið að þakka gegnum tíðina. Stjórn og sambandsstjórn Sjómannasambands Íslands þakkar Hólmgeiri af alhug fyrir hans störf fyrir SSÍ og Íslenska sjómenn. Við óskum honum gleðistunda í bílskúrnum við rennibekkinn í framtíðinni.
Að lokum þakka ég fyrir það traust sem sjómenn hafa sýnt mér og forystu Sjómannasambands Íslands í tengslum við síðasta þing SSÍ í haust með endurkjöri mínu og stjórnarinnar og með samþykki kjarasamningsins í febrúar. Það er gott að finna traustið sem eflir okkur í baráttunni.
Þess má geta að fyrir 60 árum var Sjómannadagsráð Vestmannaeyja stofnað. Til hamingju Eyjamenn. Kæru sjómenn og fjölskyldur, innilegar hátíðarkveðjur til ykkar á sjómannadaginn 2024.
Valmundur Valmundsson formaður SSÍ
Þetta er snilldarleið til að grilla allan fisk án þess að hann festist við teinana á grillinu.
Fyrir 4
800 g stórlúða (eða einhver annar fiskur sem þú vilt grilla)
2 stk. rautt greipaldin
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Kveiktu upp í grillinu.
Skerðu greipaldið í þykkar sneiðar.
Skerðu svo fiskinn í steikur.
Þerraðu hann vel og kryddaðu með salti og pipar.
Þegar grillið er orðið blússandi heitt, leggðu þá
greipaldinsneiðarnar á grillið og settu bita af fiski ofan á.
Lokaðu grillinu og grillaðu í svona 612 mínútur (fer eftir hversu þykkur fiskurinn er).
Til að sjá hvort fiskurinn sé tilbúinn þá er hægt að þrýsta létt á hann og ef hann brotnar í flögur þá er hann fullkominn.
Hrefna Sætran
matreiðslumaður og bókaútgefandi
Greipaldin chimichurri
½ búnt kóríander
½ búnt steinselja
3 hvítlauksrif
½ stk. rauðlaukur
½ bolli olía
¼ bolli greipaldinsafi
1 tsk. rauðar chili flögur
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Settu kryddjurtirnar og laukana í blandara og maukaðu vel saman.
Bættu olíunni og greipaldinsafanum út í og maukaðu vel
áfram (notar endana sem þú skarst af til að gera sneiðar og kreistir safann úr þeim).
Kryddaðu svo með chiliflögum, salti og pipar.
Rakel Ýr Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Markus Lifenet en hún er barnabarn Markúsar B. Þorgeirssonar, stofnanda fyrirtækisins.
til að bjarga mannslífum og það hafa þau
Rakel Ýr Pétursdóttir, framkvæmdastjóri, Markus Lifenet sem stofnað var fyrir 45 árum segist stolt af því sem fjölskylda hennar hefur áorkað í þróun björgunarbúnaðar fyrir þá sem falla í sjóinn. Rakel vill halda á lofti minningu afa síns, frumkvöðulsins Markúsar B. Þorgeirssonar stofnanda Markus Lifenet sem fagnað hefði 100 ára afmæli í ár en hann varð bráðkvaddur 60 ára gamall þegar Rakel var fjögurra ára.
Frumkvæði og þrautseigja ,,Ég er stolt af frumkvæði afa og þrautsegju og vil að minningin um lífsstarfið hans lifi. Það sama á við um móður mína sem lést árið 2020. Pabbi, Pétur Th. Pétursson vann við hlið afa og byggði upp fyrirtækið með honum, þrátt fyrir að vera með fasta vinnu annars staðar,’’ segir
Rakel Ýr sem á minningar um samveru með afa sínum að stússast í bílskúrnum við þróun á björgunarbúnaði.
Fyrir 14 árum byrjaði Rakel að hjálpa til hjá fyrirtækinu sem heitir nú Markus Lifenet. Frá 2010 hefur Rakel tekið meiri og meiri þátt í rekstrinum. Þá komin með lítið barn sem hún tók með sér í vinnuna vegna skorts á leikskólaplássi. Þegar sonurinn komst í leikskóla fór Rakel í fullt starf. Við fráfall móður hennar 10 árum síðar tók Rakel við framleiðslunni og skrifstofustörfunum og er nú framkvæmdastjóri Markus Lifenet.
Vildi ekki missa fleiri í sjóinn ,,Afi var orðinn leiður á að missa menn frá borði og geta þeim engar bjargir veitt. Hann fór því að hugsa hvernig hann gæti í fyrsta lagi náð mönnunum upp að skipi og í öðru lagi náð þeim um borð,’’ segir Rakel og bætir við að afi hennar fyrst þróað þessa hugmynd í kollinum á sér. Hann hafi alltaf séð fyrir sér að þetta yrði einhvers konar net. Hann hafi svo tekið ákvörðun um að koma hugmynd sinni á framfæri til þess að bjarga sjómönnum og öðrum sem féllu í hafið eða í hafnir.
,,Afi var orðinn leiður á að missa menn frá borði og geta þeim engar bjargir veitt. Hann fór því að hugsa hvernig hann gæti í fyrsta lagi náð mönnunum upp að skipi og í öðru lagi náð þeim um borð’’
Hlegið að hugmyndum afa
Markús sem var sjómaður og skipstjóri á fjölda skipa stofnaði árið 1979 fyrirtækið til þess að framleiða björgunartæki fyrir sjómenn í bílskúrnum sínum í Hafnarfirði. Í Hafnarfirði hefur fyrirtækið alltaf verið. Í bílskúr Markúsar í byrjun en eftir andlát hans flutti það í bílskúr foreldra Rakelar. Það var svo ekki fyrr en árið 2010 sem fyrirtækið flutti í leiguhúsnæði við Hvaleyrarbraut 3 og síðar í endanlegt húsnæði við Hvaleyrarbraut 27.
,,Það var hlegið að afa þegar hann kom fram með hugmyndina’’, segir Rakel Ýr sem bætir við að viðhorf til björgunar- og öryggistækja hafi sem betur fer breyst til batnaðar. Í dag þyki sjálfsagt að nota hjálma og öryggishlífar.
Tengdasonurinn hugsuður og frumkvöðull ,,Það var ekki bara afi sem var hugsuður og frumkvöðull. Pabba fannst gaman að finna nýjar lausnir og þróa vörurnar áfram. Pabbi sem nú er farin á eftirlaun var smíðakennari í dagvinnunni en notaði svo kvöld og helgar til að vinna með afa,’’ segir Rakel og bætir við að það hafi verið faðir sinn sem þróaði hugmyndina áfram eftir lát Markúsar. Rakel segir að móðir hennar hafi verið handavinnukennari og unnið í Garnbúðinni Tinnu en það hafi ekki komið í veg fyrir að hún skilaði sinni vinnu á kvöldin og um helgar við framleiðslu og kynningu á björgunarbúnaðinum sem Markus Lifenet framleiðir.
Ekki ætlunin að taka við fyrirtækinu ,,Í dag er pabbi aðaleigandi Markus Lifenet en ég á lítinn hluta í fyrirtækinu. Eftir að pabbi eignaðist fyrirtækið þá hætti hann að mestu í kennslu,’’ segir Rakel sem þrátt fyrir að hafa alist upp í fyrirtækin hafði hún ekki hugsað sér að taka við því. Rakel kláraði viðskiptafræði árið 2008 með áherslu á stjórnun sem hún segir að hafi nýst ótrúlega vel í hennar störfum. Eftir útskrift hafi hún farið í fæðingarorlof og var ekki að leita sér að starfi vegna skorts á leikskólaplássi.
,,Pabbi stakk upp á því að ég kæmi í vinnu til hans og það varð úr og börnin mín eru eins og ég alin upp í fyrirtækinu. Það verður væntanlega mitt hlutverk að koma því til næstu kynslóðar.
Draumur Markúsar B. Þorgeirssonar um björgun þeirra sem féllu í sjó, rættist með hjálp fjölskyldu og tengdasonar.
Fjórtán ára íþróunarvinna.
,,Markúsarnetin sem við seljum i dag voru fjórtán ár í þróun frá árinu 1984 -1998. En allan tímann vorum við að selja netið innanlands sem og erlendis. Í dag erum við með fjórar vörutegundir. Hefðbundna Markúsarnetið sem kastað er í sjó, net sem gerir kleift að hífa einstakling láréttan um borð í skip, líflínu og breiða klifurstiga,’’ segir Rakel sem bætir við að árlega seljist um 600 vörur. Þrjár að meðaltali á Íslandi en flestar séu sendar til Bandaríkjanna, Ástralíu, Rotterdam og til fleiri Evrópulanda.
,,Það má segja að vörurnar okkar selji sig að miklu leyti sjálfar í dag en ekki má slaka á í markaðssetningunni. Á árum áður var mikil markaðssetning í kringum vörusýningar og mikil vinna og fjarvera frá fjölskyldunni fylgdi því hjá pabba’’
Forsprakkinn fékk ekki að njóta afrakstursins ,,Markús afi minn fékk ekki að njóta afrakstur erfiði síns, en væri hann á lífi þá liti hann glaður og stoltur yfir farinn veg og ekki síst að markmið hans um að takmarka fjölda þeirra sem láta lífið þegar þeir falla í sjó hafi náðst,’’ segir Rakel sem tekur fram að hún hafi heyrt margar skemmtilegar sögur um afa sinn og hans sjómannsferil. ,,Afi lagði gríðarlega vinnu í að kynna Markúsarnetið um allt land. Endalaus ferðalög endurspegla hversu mikið hjartans mál björgunarnetin og stigarnir voru fyrir hann,’’ segir Rakel sem finnst vænt um sögu fyrirtækisins, sérstaklega í ljósi þess að í byrjun var sjaldan siglt á lygnum sjó, það hafi þurft að hafa mikið fyrir því að koma verkefninu áfram. En baráttan hafi skilað sér á endanum og það skipti öllu máli.
Öll framleiðslan í Hafnarfirði
Að sögn Rakelar fer öll framleiðsla fram í Hafnarfirði. Hjá Markúsi Lifenet eru tveir fastráðnir starfsmenn sem sjá um framleiðslu, sölu og rekstur.
Auk þess sem skólakrakkar vinni gjarnan hjá þeim og eftirlitsaðilar og þjónustumiðstöðvar séu á vegum fyrirtækisins á nokkrum stöðum erlendis.
Vörunar selja sig sjálfar
,,Það má segja að vörurnar okkar selji sig að miklu leyti sjálfar í dag en ekki má slaka á í markaðssetningunni. Á árum áður var mikil markaðssetning í kringum vörusýningar og mikil vinna og fjarvera frá fjölskyldunni fylgdi því hjá pabba,’’ segir Rakel sem bætir við að samfélagsmiðlarnir skili meiri árangri í dag en vörusýningar. ,,Gott dæmi er þegar íslenskt varðskip var leigt til strandgæslu þar sem mikið var um siglingar með flóttamenn á milli landa. Varðskipið var nýbúið að prófa netin hjá okkur og við gáfum þeim klifurnet. Þegar aðrar þjóðir sáu björgunarvörurnar frá okkur þá tóku að berast fyrirspurnir frá hinum ýmsu strandgæslum,’’ segir Rakel stolt og bætir við að þegar fólk sjái búnaðinn þá hrífist þeir af hönnuninni og það hefði afi hennar orðið ánægður með. ,,Við eigum samkeppnisaðila en það er enginn harka í samskiptum milli þeirra. Við eigum gott spjall saman þegar við hittumst og markmiðið er það sama að selja vörur sem bjarga mannslífum,’’ segir Rakel sem telur að búið sé að metta íslenskan markaðinn en aðeins þrjú net seldust á síðasta ári.
Vitundarvakning í öryggismálum
,,Viðhorf sjómanna til öryggisbúnaðar hefur breyst mikið frá því að afi minn var á sjó. Í dag þykir það sjálfsagt og þess er krafist að allur öryggisbúnaður sé til staðar og í lagi,’’ segir Rakel sem vandar ekki eftirlitsaðilum með öryggisbúnaði á Íslandi kveðjurnar
,,Það vantar ekki lagaumgjörðina á Íslandi varðandi björgunarbúnað en það vantar eftirfylgnina frá eftirlitsaðilum. Það kemur fyrir að netin eða stigarnir eru ónýtir og það er ólíðandi,’’ segir Rakel sem er mikið niðri fyrir.
,,Markús afi minn fékk ekki að njóta afrakstur erfiði síns, en væri hann á lífi þá liti hann glaður og stoltur yfir farinn veg og ekki síst að markmið hans um að takmarka fjölda þeirra sem láta lífið þegar þeir falla í sjó hafi náðst’’
Það eru líf að veði Hún segir það ekki í verkahring framleiðenda að krefjast eftirlits með vörum sem skylt er að hafa eftirlit með. Markus Lifenet sé með eftirlitskerfi og þjónustumiðstöðvar erlendis þar sem þess er krafist. Rakel segir lögin mismunandi milli landa en eftir þeim sé farið og búnaður skoðaður reglulega.
,,Björgunarnet eru lögbundin á skipum sem eru lengri en fimmtán metrar. Ábyrgð þeirra sem eiga að fylgjast með björgunarbúnaði hvort sem er í landi eða á sjó er mikil,’’ segir Rakel sem biðlar til eftirlitsaðila og eigenda björgunarbúnaðar að sjá til þess að hann sé í lagi og prófaður reglulega af skipverjum, það séu líf að veði.
Björgunarstigi til að ná einstaklingum um borð í skip og báta sem og á bryggjum.
31. maí | Norðurljósasalur Hörpu
Nánari upplýsingar á matis.is/malthing-matis-2024
formaður Félags skipstjórnarmanna
Við Íslendingar erum svo heppin að hafsvæðið umhverfis landið býr yfir gjöfulli auðlind, fiskveiðiauðlindinni okkar. Markmið okkar er að auðlindin sé sjálfbær, sem þýðir að við nýtum fiskistofnana þannig að þeir endurnýi sig ár eftir ár. Með öðrum orðum, þá veiðum við úr stofnunum eins mikið og óhætt er út frá öryggismörkum, þannig að enginn fiskistofn verði ofveiddur. Þar sem fiskiskipin okkar verða sífellt öflugri, tækninni fleygir fram, veiðarfæri verða betri, þekking skipstjórnarmanna eykst o.s.frv., þarf stjórn fiskveiða að vera markviss ef ekki á illa að fara.
Veiðar á fiski eru aðeins ein breyta í því hvernig fiskistofnum okkar reiðir af frá einum tíma til annars. Fjöldi annarra þátta hafa áhrif á stærð og afdrif fiskistofna, má þar nefna sjávarhita, seltu sjávar, sýrustig, mengun og afrán tegunda (þ.e.a.s. dýrin í hafinu lifa jú hvert á öðru, þau éta hvert annað til að lifa).
Hvernig hefur okkur tekist til við þann þátt sem við höfum stjórn á, það er stjórn fiskveiða? Mín skoðun er sú að okkur hafi tekist bæði vel og illa til. Sumir stofnar eru í jafnvægi á meðan aðrir eru það ekki. Ákvörðun um leyfilegan hámarksafla í hverri fisktegund er flókin af mörgum ástæðum. Vísindamenn reyna eftir bestu getu að reikna út það sem gerist í lífríki hafsins. Í hafinu er margt sem hefur áhrif á það hvort fiskur nær að hrygna, hvort hrognin úr fiskinum ná því að verða seiði, hvort seiðið nær því að verða smáfiskur og hvort smáfiskur verður að stórfiski. Leiðin er löng frá því að hrogn klekst út í sjó þar til það verður að nytjafiski og alls ekkert sjálfgefið að það gerist.
Okkar mikilvægasti og verðmætasti fiskistofn er þorskstofninn, útflutningsverðmæti þorsks er um 40% af sjávarafurðum. Á þessari öld var hlutfall þorsks lægst 31% og hæst 48%. Mikilvægt er að þorskurinn hafi nóg að éta þannig að hver einstaklingur stækki og dafni, að heildarstofninn verði byggður upp af mörgum árgöngum og verði þannig sterkur stofn. Uggvænlegt er hve lítið mældist af loðnu í haustmælingum Hafró 2023 og vetrarmælingu 2024, svo lítið að engar veiðar voru heimilaðar. Loðna er mikilvæg fæðutegund fyrir þorsk og þegar hún er ekki til staðar, þá eðlilega étur hann eitthvað annað. Hrygningarstöðvar þorsks eru uppi á landgrunninu umhverfis landið, þar klekjast hrognin út, verða að smáseiðum sem leita upp á grunnsævi þar sem þau alast upp í skjóli innan um þörungagróður, gjarnan á nokkurra metra dýpi niður á 50 til 60 metra dýpi, en þar fyrir neðan minnkar þörungagróðurinn hratt og erfiðara fyrir seiðin að forðast að verða étin.
Skipstjórnarmenn ræða nú um þessar mundir að það sé lítil fæða í hafinu utan 12 mílna landhelginnar, fiskurinn er þéttur uppi á landgrunninu innan 12 mílna þar sem hann hrygnir, fiskurinn sé ekki genginn út í kantana. Þá veiðist vel hjá minni bátum, en minni fiskgengd í útköntum á dýpri sjó.
Umhverfis Ísland þar sem saman kemur hlýsjór að sunnan og kaldur sjór að norðan verða til ákjósanleg skilyrði fyrir margar fisktegundir eins og áður sagði. Norður af landinu þegar vorar í hafinu verður mikil framleiðsla þörungablóma, þar sem rauðáta og ljósáta blómstrar og sáldrast út í lífkerfi hafsins. Þetta er undirstöðufæða loðnu, sem heldur sig norður og vestur af landinu þar til hún kemur venjulega upp að landinu til hrygningar.
Samkeppnin um fæðuna er mikil, tugþúsundir hvala éta bæði átu og loðnu. Við erum að tala um milljónir tonna á hverju einasta ári sem hvalir éta úr lífríkinu. Þessar milljónir tonna sem hvalirnir éta, valda því eðlilega að aðrir fiskistofnar verða af þeirri fæðu. Það þarf engan Einstein til að sjá að ef hvölum fjölgar stöðugt, mun það koma niður á fiskistofnum okkar og stór spurning hvort það sé ekki þegar orðinn veruleiki. Áhyggjuefni er fjölgun hnúfubaka sem hafa breytt hegðun sinni, þeir eru farnir að halda sig við Ísland allt árið um kring, það gerðu þeir ekki hér áður fyrr. Af og til birtast fréttir af hnúfubak inni í höfnum landsins. Nokkrir hvalir voru í allan vetur inni á Eyjafirði, en veiðitækni þeirra er þannig að þeir smala fiskinum saman og reka á undan sér, hnúfubakurinn rekur gjarnan fisk inn í fjarðarbotn eða hafnir og skóflar honum svo í sig. Í fjörðum landsins alast upp seiði nytjastofna eins og áður sagði, í Eyjafirði hefur alltaf verið mikið af smásíld, kræðu eins og við köllum hana, þessi smásíld er til að mynda fæða þorsks og fleiri nytjastofna. Smásíldin verður eðlilega ekki nytjastofn, þegar hvalurinn hefur klárað hana!
Önnur mikilvæg fæðutegund þorsks er rækja. Hver er ástæðan fyrir því að rækjuveiði er ekki svipur hjá sjón, sjá meðfylgjandi myndir úr skýrslu Hafró um minnkandi veiði og fækkun skipa sem stunda rækjuveiðar. Stofnstærð úthafsrækju og veiði á henni hefur farið minnkandi, veiðar hófust upp úr 1970, þær náðu hámarki 1997, þá veiddust 62 þúsund tonn. Til dæmis voru 152 skip sem lönduðu úthafsrækju árið 1988, en í fyrra 2023 voru veiðiskipin 4 og lönduðu þau um tvö þúsund tonnum.
Annað dæmi er að ekki hefur tekist að veiða útgefinn ufsakvóta mörg undanfarin ár, þrátt fyrir að aflaheimildir hafi minnkað ár frá ári síðan 2020. Skipstjórum reynist erfitt að finna stóran ufsa, sumir segja að hann sé ekki til, það veldur m.a. aukinni sókn í smáufsa sem er bagalegt á margan hátt. Veiða þarf miklu fleiri einstaklinga til að ná kvótanum og fyrir afurðina fæst lægra verð, olíukostnaður eykst með tilheyrandi kolefnisútblæstri o.s.frv. Smár ufsi nær því aldrei að verða stór. Hafrannsóknastofnun (Hafró) er ein valdamesta stofnun Íslands, hún ákvarðar hámarksafla úr hverri fisktegund. Stofnstærðarmat hvers fiskistofns er unnið af vísindamönnum Hafró út frá rannsóknargögnum sem fengin eru úr árlegum vor- og hauströllum þar sem nokkur skip draga botnvörpu á fjölda stöðva frá a til b. Auk þess er svokallað netarall, þar sem lögð eru net á sömu hrygningarstöðvar ár eftir ár. Þar að auki notar stofnunin gögn frá fiskiskipum og fiskvinnslum til að leggja mat á stofnstærðir og út frá þeim gefur hún út ráðgjöf um hámarksafla í
hverjum fiskistofni, þar sem farið er eftir aflareglum hverrar tegundar. Þetta er verklag Hafró í mjög grófum dráttum. Þegar stofnunin hefur komist að niðurstöðu eru niðurstöður kynntar hagsmunaaðilum og svo fær ráðherra tillögurnar og gefur út aflaheimildir í hverri fisktegund í reglugerð. Fiskistofa ráðstafar aflaheimildunum svo niður á hvert skip.
Tillaga að ráðgjafanefnd á milli Hafró og ráðherra Ég er þeirrar skoðunar að það yrði til bóta að skipuð yrði nefnd sem í yrðu fulltrúar hagsmunaaðila, þar á meðal skipstjórar ásamt vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar og e.t.v. fleiri vísindamönnum, ráðherra ætti jafnvel sæti í nefndinni eða fulltrúi hans. Þessi nefnd hefði tvenns konar hlutverk, í fyrsta lagi að fara yfir ráðgjöf stofnunarinnar í hverri fisktegund og hefði hún heimild til að leggja til breytingar á ráðgjöf stofnunarinnar til hækkunar eða lækkunar á ráðlögðum heildarafla. Um þessar breytingar þyrfti að nást samkomulag í nefndinni. Ráðherra myndi svo taka ákvörðun byggða á tillögum þessarar nefndar. Í öðru lagi hefði nefndin heimild til þess að bregðast við óvæntum aðstæðum sem koma upp á fiskveiðiárinu og koma með tillögur til ráðherra um aðgerðir. Eins og verklagið er núna, þá kynnir Hafrannsóknastofnun niðurstöður stofnstærðarmælinga ásamt tillögum að veiðiheimildum. Mjög ólíklegt er, eins og dæmin sanna, að ráðherra fari gegn ráðleggingum stofnunarinnar. Oft hafa niðurstöður Hafró verið gagnrýndar, en það breytir engu (undantekning árið 2021 þegar ýsukvóti var aukinn um 8.000 tonn, sem kom til frádráttar árið eftir). Það breytti t.d. engu að Félag skipstjórnarmanna með hóp reynslumestu skipstjórnarmanna að baki sér hefði mótmælt því að kvóti í djúpkarfa yrði núll á yfirstandandi fiskveiðiári. Hafró benti á að ráðherra gæti gert breytingu og gefið út veiðiheimildir, ráðherra sagðist ekki fara gegn ráðgjöf Hafró, búið væri að kynna ráðgjöfina ICES og vottanir væru í hættu o.s.frv.
Eins og áður sagði eru margir áhyggjufullir yfir því að veiðar á ufsa ganga illa. Mikil sókn er í smáufsa og við blasir að aflaheimildir eru of miklar líkt og undanfarin ár, en það breytir engu, það er ekkert verklag til að grípa inn í þegar þannig háttar til. Veiðar á smáufsa halda áfram án þess að brugðist sé við því. Svona nefnd eins og ég legg til að verði sett á stofn myndi hafa skýrt hlutverk og verklag, hún gæti gripið inn í með því að koma saman að beiðni vísindamanna, skipstjórnarmanna, útgerða eða annarra aðila. Nefndin myndi kalla eftir gögnum og eiga samtal við málsaðila, koma með tillögur til ráðherra sem myndi þá bregðast við. Eins og staðan er núna, telja ráðherrar sig bundna af ráðgjöf Hafró, þeir breyta henni ekki. Að mínum dómi eru alltof miklir hagsmunir undir, það þarf að gera breytingar á þessu verklagi.
Rétt er að taka það skýrt fram að svona nefnd er alls ekki hugsuð til þess að leggja til breytingar á ráðgjöf Hafró hverju sinni, í hverri tegund í aðdraganda hvers fiskveiðiárs heldur til að rýna ráðgjöfina til gagns. Í flestum tilfellum yrði ráðgjöf Hafró væntanlega óbreytt, en nefndin hefði möguleika á því að koma með tillögur um aukningu eða minnkun á ráðlögðum heildarafla. Hagsmunir allra eru sjálfbærar veiðar úr öllum fiskistofnum.
Flest erum við sammála um að ákveðið jafnvægi þurfi að vera í náttúrunni til þess að lífríkið dafni, sjálfbærar hvalveiðar eru sjálfsagðar og nauðsynlegar ef ekki á illa að fara.
Ég óska sjómönnum og landsmönnum öllum til hamingju með sjómannadaginn.
Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
Sjómenn!
Til hamingju með daginn ykkar
Starfsfólk Sjávarafls óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með sjómannadaginn.
Nú í byrjun árs 2024 gaf Íslenski sjávarklasinn út skýrslu um helstu framfarir í „100% Fiskur“ hreyfingunni. 100% Fiskur hefur verið megin áhersla Sjávarklasans og á síðastliðnu ári sáum við að verðmæti þorsksins halda áfram að aukast og að þessi aukin áhersla á fullnýtingu hefur umbreytt íslenskum sjávarútvegi og nýtur hann stöðugt vaxandi athygli á heimsvísu fyrir þessar áherslur. en þrátt fyrir það eru ennþá gríðarleg tækifæri í að fara enn lengra og að dreifa þessari hugsun víðar. Meðal annars með áframhaldandi samstarfi með verkefni eins og „100% Great Lakes Fish Initiative“ sem er unnið í samstarfi með The Great Lakes St. Lawrence Governors & Premiers. Þar sem unnið er að því að stuðla að aukinni fullnýtingu fisks sem veiddur er í Miklu-
vötnum og stuðla að leið að aukinni verðmætasköpun fyrir þau samfélög sem umkringja þetta mikla vatnasvæði.
Það gleður okkur innan Sjávarklasans að sjá að hugmyndafræðin um 100% nýtingu fisks er að dreifast víða um heim og að fleiri samfélög séu að koma á fót sínum eigin 100% verkefnum. Ljóst er að mikil tækifæri eru til aukinnar verðmætasköpunar þar sem tíu milljón tonn af afla er hent á ári hverju og endar þessi verðmæti úrgangur í landfyllingum eða er honum hent aftur út í sjó. Á komandi ári verður aukin áhersla á 100% nýtingu í fiskeldi, enda greinin mjög vaxandi hér á landi og tilefni til að gera betur þar. (Birt af vef Sjávarklasans 9. febrúar, 2024)
Á sjávarútvegssýningunni í Barcelona var undirritaður samningur um hönnun Slippsins Akureyri og Vinnslustöðvarinnar (VSV). Um er að ræða sjálfvirkt flutningskerfi í lest nýs togskips VSV og er lestarkerfið ný hönnun. Verkfræðistofan Skipasýn hannar skipið sem
verður 29 metra langt. Viðkomandi nýi vinnslubúnaður er undir merkjum DNG by Slippurinn. Kerfið í skipi VSV verður algjörlega sjálfvirkt og verða í því 250-280 ker. Þessu er ætlað að stuðla að sem bestri hráefnismeðferð.
ÞORSKUR
Aflamark 162.283.484 kg
Veiddur afli: 76,9%
UFSI
Aflamark 67.958.552 kg
Veiddur afli: 32,1%
KARFI
Aflamark 34.278.002 kg
Veiddur afli: 65,1%
Aflamark 60.432.835 kg
Veiddur afli: 72,9%
Tækifærin sem felast í haftengdum greinum eru stórkostleg.
Gæðaviðmið munu hækka á næstunni auk þess sem það blasir við mikill vöxtur í nýsköpun, þróun nýrrar tækni og bættra vinnsluaðferða.
Fisktækniskóli Íslands býður uppá fjölbreytt nám sem undirbýr
nemendur fyrir störf við haftengda starfsemi. Námið er byggt þannig upp að önnur hver önn er kennd í skóla en hin á vinnustað þar sem stefnan er að bjóða nemendum upp á vinnustað sem starfar innan þess sérsviðs sem stefnan er tekin á.
FISKTÆKNI tveggja ára framhaldsnám er grunnurinn að náminu en í framhaldinu er hægt að bæta við sig þriðja árinu í sérhæfingu í eftirfarandi greinum:
FISKELDISTÆKNI
VINNSLUTÆKNI
GÆÐASTJÓRNUN
SJÁVARAKADEMÍA – HAFTENGD NÝSKÖPUN
VEIÐARFÆRATÆKNI (LÖGGILD IÐNGREIN)
Á námstímanum er farið í fjölmargar heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir sem starfa innan bláa hagkerfisins auk þess sem farið er í tvær námsferðir erlendis til samstarfsskóla okkar í Danmörku og Noregi.
Við sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni sjómannadagsins!
Héðinn sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra kærar kveðjur í tilefni sjómannadagsins
Á veiðum. Ljósmynd/ Þórður
Það er ákveðin rómantík í að sjá smábáta sigla inn firðina drekkhlaðna eftir fáeinna klukkustunda róður en strandveiðitímabilið hófst 2. maí og er reglugerðin nánast óbreytt frá því í fyrra. Á tímabilinu maí, júní, júlí og ágúst er heimilt að stunda veiðarnar, svo framarlega að Fiskistofa hafi gefið leyfi til þess. Almennt hafa um 700 bátar fengið leyfi til strandveiða en í ár eru þeir þó eitthvað færri. Hver bátur má veiða fjóra daga í hverri viku. Af þorski er heimilt að veiða að hámarki 8.400 tonn. Áætlaður er ákveðinn afli sem skipt er niður á fjögur veiðisvæði, sem eru eftirfarandi: Svæði A, B, C og D. Þá er óheimilt að stunda veiðar á rauðum dögum á almaki sem og föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Margir bátar hafa verið á sjó og af ýmsum stærðum og gerðum. Langflestir hafa róið á svæði A en það svæði er frá Arnarstapa til Súðavíkur.
Yfirlit strandveiðisvæða. Mynd/ Landssamband smábátaeiganda
Bragason