Tímaritið Sjávarafl 1.tbl 2017

Page 1

TÍMARITIÐ

SJÁVARAFL

Við erum til taks og svörum kallinu

Ofurkæling á fiski

Umhverfisvænn útflutningur

Janúar 2017 1. tölublað 4. árgangur

Ný skip

Aukning í lönduðum afla


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA

4 Við erum til taks og svörum kallinu 8 Ofurkæling á fiski 14 Umhverfisvænn og hnattrænn próteingjafi 18 Húsgögn frá öllum heimshornum 22 Eftirvænting eftir nýju skipi 24 „Við horfum björtum augum til framtíðar“ 26 HIN HLIÐIN Einar Ottó Hallgrímsson 28 Uppskrift Fiskur með banana og lauki í smjöri

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is Blaðamenn: Finnbogi Hermannsson Sigrún Erna Gerisdóttr Magnús Már Þorvaldsson Alda Áskelsdóttir Bára Huld Beck Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson logijes@simnet.is

Unga fólkið og framtíðin

M

iklar tækniframfarir hafa verið á síðustu árum og í raun svo miklar að sumt hefði manni ekki órað að hægt væri að hanna og notast við. Eflaust verður tækninni búið að fleyja svo mikið fram eftir tíu ár, að ekki er hægt að gera sér í hugarlund hvernig þróunin verður, hvað þá lengra fram í tímann. Unga fólkið er framtíðin okkar, því er mikilvægt að örva börnin enn frekar í notkun á starfrænni tækni til að nýta sér þá þekkingu sem þau búa yfir. Sú hæfni sem þarf til að nýta sér þekkingu sína reynir á sköpunargáfu og hæfni til að hugsa með gagnrýnum hætti. Ný störf koma sem við þekkjum ekki í dag og önnur hverfa á braut. Þetta þarf ekki að tákna að atvinnuleysi aukist en tölvur hafa skapað óendanlega mörg störf. Þegar svona mikil þróun verður er sá möguleiki að hægt er að auka framlegð í fyrirtækjum og jafnvel hægt samt sem áður að lækka verð vörunnar. Allt verður þetta okkur til góða. Börnin okkar eiga eftir að lyfta okkur á hærra svið vísinda og tækni, hvað það verður er óskrifað blað. Í hvaða geira það mun verða mest áberandi er ekki möguleiki að spá um en mín ósk er sú að það verði Elín Bragadóttir landi og þjóð sem og heimsbyggðinni til heilla. ritstjóri

Sigrún Erna Geirsdóttir blaðamaður

Logi Jes Kristjánsson grafískur hönnuður

Magnús Már Þorvaldsson blaðamaður

Forsíðumynd: Guðbrandur Örn Arnarson Prentun: Prentsmiðjan Oddi

Alda Áskelsdóttir blaðamaður

2

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

Bára Huld Beck blaðamaður

Finnbogi Hermansson blaðamaður



Nauðsynlegt æfa reglulega svo allir geti gengið beint til verks

,,Við erum til taks og svörum kallinu“ Sigrún Erna Geirsdóttir

S

lysavarnafélagið Landsbjörg eru ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi og nemur fjöldi þeirra um átján þúsund. Björgunarsveitir Landsbjargar voru nýverið kjörnar maður ársins 2016 á Rás 2 og skal engan undra þegar litið er til þeirra starfa sem sveitirnar sinna, til sjós og lands. Mikilvægi björgunarsveitanna fyrir sjómenn verður aldrei ofmetið og Sjávarafl fór á stúfana til þess að fræðast nánar um sjóbjörgunaræfingar. Stórar æfingar annað hvert ár Við tókum Sigurð R. Viðarsson sem heldur utan um sjóbjörgunaræfingar hjá Landsbjörgu tali og spurðum hann um fyrirkomulag björgunaræfinga. „Það er um tvenns konar

æfingar að ræða, annars vegar landsæfingar og hins vegar æfingar sem björgunarsveitirnar halda fyrir sitt fólk. Ef við skoðum fyrst þær síðari þá er allur gangur á því hversu oft þær eru haldnar, það fer eftir því hvað sveitin er virk. Þetta getur verið allt frá einni til tveimur upp í tugi æfinga á ári. Sveitirnar eru líka misjafnar hvað styrkleika og sérhæfingu varðar. Æfingarnar eru af öllum toga, stundum eru haldnar einfaldar leitaræfingar eða bara æft að setja út ankeri eða yfirfara búnað. Það er líka æft um borð í björgunarbátnum og jafnvel án þess að þörf sé á því að setja bátinn út.“ Landsæfingar eru haldnar annað hvert ár og hafa t.d verið haldnar á Grundarfirði, Skagaströnd, Norðfjarðarflóa og í Grindavík. En sjóbjörgunarhópar sveitanna á þessum stöðum

sem skipuleggja þær. Sigurður segir að það sé nokkuð breytilegt hversu margir taki þátt í þessum æfingum, það sé ekki auðvelt að fara með stóra báta þvert yfir landið, þótt það sé stundum gert, og yfirleitt taki þær sveitir þátt sem þurfa styst að fara, sem og sveitir stærri byggðarfélaga. ,,Á Norðfjarðaræfinguna sem haldin var sl. ár komu hátt í tuttugu hópar, í heildina voru þetta því um hundrað manns. Skiptingin er þannig að á minni björgunarbátunum eru þrír í áhöfn og fimm á þeim stærri, svo er æfingarstjórnunarhópur og aðgerðarstjórnendur sem keyra æfinguna.“ Næsta landsæfing sjóbjörgunarsveitanna verður að vori eða hausti árið 2018 en ekki er búið að ákveða staðsetningu hennar. ,,Það verður ákveðið með góðum fyrirvara og undirbúningur

Björgunarskipin Sveinbjörn Sveinsson og Hafbjörg fylgja Bjarna Ólafssyni AK70 á landsæfingu sjóbjörgunarsveita þann 17. september 2016. Ljósmyndari: Guðbrandur Örn Arnarson.

4

SJÁVARAFL JANÚAR 2017


yfirleitt takist þetta mjög vel. Sjálfboðaliðar vinni daglega ýmis störf í bæði dag- og vaktavinnu og geti t.d oft mætt á æfingar á miðjum degi. Atvinnurekendur séu oft skilningsríkir líka. Líkt eftir raunverulegum aðstæðum Æfingar björgunarsveitanna eru yfirleitt með svipuðu sniði og oft líkja þær eftir aðstæðum sem björgunarsveitirnar sem skipuleggja æfinguna hafa lent í sjálfar. ,,Á Norðfirði t.d var björgunarskipið sent út til þess að sækja veikan

einstakling. Það er reynt að hafa verkefnin sem raunverulegust. Æfingin er því ekki endilega skipsskaði heldur er kannski verið að æfa að ferja björgunarhópa sjóleið að gönguleið á einangruðu svæði, að koma fólki út í skip eða í land, koma dælum út í skip, setja þær í gang og dæla. Æfingarnar eru fjölbreyttar. Það er margt sem reynir á svo það er alltaf reynt að hafa léttleika í gangi líka.“

Sigurður R. Viðarsson

hefst svo c.a 4-6 mánuðum áður hjá þeim sveitum sem eru á staðnum. Mesti undirbúningurinn fer svo fram mánuði fyrir æfingu þegar menn fara að hittast til að raða niður mannskap og verkefnum. Hverju verkefni fylgir umsjónarmaður og ef það eru sjúklingar þarf að manna þær stöður líka.“ Sigurður segir að það sé vissulega nokkurt púsluspil að koma svona æfingum saman en Veðrið lék við björgunarmenn á Norðfirði í september. Ljósmyndari: Guðbrandur Örn Arnarson.

Björgunarskipið Ingibjörg sprautar á Bjarna Ólafsson en á landsæfingunni var m.a verið að æfa umhverfiskælingar. Ljósmyndari: Guðbrandur Örn Arnarson.

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

5


Allir þurfa að vita hvað þeir eiga að gera Sigurður segir að mikil þörf sé á reglulegum æfingum því ef menn æfi ekki hlutina sé ekki hægt að ætlast til að fólk kunni handtökin þegar á reynir. „Sérstaklega á þetta við um nýliða. Hópurinn vinnur saman sem einn og allir eiga að vita hvað á að gera. Það er aldrei einn sem stendur og skipar fyrir, allir eiga að geta gengið beint til verks. Sumir hafa gert þetta hundrað sinnum og sumir aldrei. Æfingarnar eru því sérlega mikilvægar fyrir nýliða,“ segir Sigurður. Á fámennari stöðum þar sem nýliðun er hægari og hreyfing er ekki mikil á mannskapnum eru æfingar haldnar sjaldnar. Þar sem mikil hreyfing er á sveitunum, eins og á höfuðborgarsvæðinu og í stærri byggðarlögum, eru þær því mun tíðari. ,,Við æfum líka reglulega með Landhelgisgæslunni og eigum mjög gott samstarf við hana. Sameiginlegu æfingarnar hafa komið báðum aðilum til góða því þeir þurfa auðvitað að æfa sig líka.“

til fimmtán ára en yfirleitt er miðað við að þau séu orðin sextán.“ Í stærri byggðarfélögum er virkt unglingastarf sem hefur skilað sveitunum öflugum sjálfboðaliðum þegar krakkarnir geta farið í útköll, 18 ára gömul. ,,Þar sem töluverð útgerð er og í stærri byggðarlögum er sem betur fer ekki vandamál að manna sveitirnar en svo eru svæði eins og t.d Raufarhöfn þar sem mikil útgerð er á sumrin en bæjarfélagið er fámennt og þar er þetta erfiðara.“ Ávallt hafi þó tekist að manna öll útköll og stærri æfingar. Sjálfboðaliðar björgunarsveitanna koma úr öllum áttum og þarna er t.d að finna lækna, lögfræðinga, smiði og pípara. ,,Ég leyfi mér að fullyrða að allar starfsstéttir eigi sína fulltrúa,“ segir Sigurður og brosir. Hann bætir við að konum hafi líka fjölgað mikið í starfi sveitanna undanfarin ár og það séu þó nokkur dæmi um að konur stjórni sveitum. ,,Meirihlutinn í sjóbjörgunarsveitunum er enn karlmenn en við eigum feiknaöflugar konur þar líka.“

Áhugi á sveitunum Þar sem mikill mannfjöldi býr er auðvitað mun meiri ásókn í að ganga til liðs við sveitirnar en á fámennari stöðum úti á landi. ,,Í allra minnstu sjávarplássum er ekki mikil nýliðun enda eru kannski tveir eða þrír krakkar í sveitarfélaginu. Þar geta þau gengið til liðs við sveitirnar fjórtán

Fjöldi útkalla Sjóbjörgunarhópar björgunarsveitanna fá um hundrað útköll á ári en sem betur fer eru fæst þeirra alvarleg. ,,Ætli það séu ekki 10-15 útköll á ári í hæsta forgangi, t.d þegar björgunarskip er kallað út til þess að sækja veikan mann eða neyð sé um borð. Það er fimm manna áhöfn á

þessum skipum og svo eru menn í stjórnstöð sem eru þeirra bakland.“ Ef það er leit koma fleiri hópar að því. ,,Ef bátur dettur t.d út úr tilkynningarskyldu og er saknað er boðað út heilt svæði til eftirgrennslan og þá getur fjöldi þeirra sem kallaður er út hlaupið á tugum. Mannfrekustu útköllin eru leitir, að fara út í skip og ná í veikan mann krefst ekki eins mikils mannfjölda.“ Hann segir að vélabilanir og slíkt séu algengustu útköll sjóbjörgunarhópanna en sjómenn eru þó mjög duglegir að koma hvor öðrum til aðstoðar og draga í land ef þörf er á. ,,Við erum til taks og kappkostum að svara kallinu og koma sjómönnum til aðstoðar jafnvel þótt lítil hætta sé á ferðum.“ Sumir vilja meina að útköllum björgunarsveitanna hafi fjölgað en Sigurður segir að það sé sín tilfinning að útköllum á sjó hafi fækkað. ,,Skipsskaðar á sjó eru sem betur fer orðnir fátíðir og lítið um að bátar sökkvi, brenni eða strandi. Við viljum samt alltaf vera viðbúnir þessum atburðum.“ Vegna aukningar ferðamanna hefur útsýnisferðum á sjó, t.d vegna hvalaskoðunar, stórfjölgað og hefur verið bent á það sem áhættuþátt. Sigurður segir að þessi fjölgun hafi þó ekki valdið fleiri útköllum. „Þessi hópur hefur ekki komið oft við sögu hjá sjóbjörgunarsveitunum. Það er stíft regluverk í kringum þessa atvinnugrein og fjöldi skilyrða sem þarf að uppfylla svo leyfi fáist fyrir starfseminni. Samgöngustofa hefur eftirlit með

Síldarvinnslan á Neskaupsstað tók þátt í æfingunni með björgunarsveitunum sem fólst m.a í að koma slösuðum manni frá skipinu og um borð í björgunarskip. Ljósmyndari: Guðbrandur Örn Arnarson.

SJÁVARAFL JANÚAR 2017


þessum hlutum og hefur sinnt því hlutverki ágætlega.“ Ein af stærstu ógnunum sem við búum við eru auknar komur skemmtiferðaskipa. ,,Menn fóru að velta þessum þætti fyrir sér fyrir nokkru því slys vegna skemmtiferðaskipa geta alveg átt sér stað hér eins og annars staðar. Almannavarnir, Landhelgisgæslan, Slysavarnafélagið Landsbjörg, hafnirnar og Umhverfisstofnun eru meðvituð um þessa áhættu og það er t.d komin viðbragðsáætlun fyrir Landeyjarhöfn og áætlun fyrir Faxaflóa er í vinnslu.“ Það verður síðan hægt að heimfæra þessar áætlanir á aðra staði. Hvað björgun á landi varðar segir hann að útköllum vegna erlendra ferðamanna hafi langt í frá fjölgað í samræmi við fjölgun ferðamanna . Það sé þó og verði alltaf nauðsynlegt að brýna vel fyrir ferðafólki að sýna varkárni er farið er um landið. Ef eitthvað komi upp og fólk lendi í vanda séu og verði björgunarsveitirnar ávallt viðbúnar að svara kallinu.

Menn eru samhentir í björgunarsveitunum, meira að segja þegar slakað er á! Ljósmyndari: Guðbrandur Örn Arnarson.

Um hundrað manns tók þátt í björgunaræfingunni á Norðfirði. Ljósmyndari: Guðbrandur Örn Arnarson.

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

7


Ofurkæling á fiski Gunnar Þórðarson

Matís Upphafið erkefni um ofurkælingu á sér nokkurn aðdraganda. Um nokkurra ára skeið höfðu starfsmenn Skaginn3X velt fyrir sér möguleikum á undirkælingu á heilum bolfiski með starfsmönnum FISK Seafood og síðar í samvinnu við starfsmenn Matís. Úrlausnarefnið var hvort undirkæling væri möguleg og hver yrðu áhrif hennar á gæði og framleiðslu. Við ofurkælingu er heill fiskur kældur strax eftir veiðar/slátrun niður fyrir núll gráður en í hefðbundinni kælingu er hráefni kælt með ís. Fyrirmyndin var augljós þar sem uppsjávarfiskur var kældur niður fyrir núll gráður og engin ís notaður við veiðar eða vinnslu. Þegar leitað var í fræðasamfélaginu kom í ljós að hugmyndir um ofurkælingu voru ekki nýjar af nálinni og

V

fjölmargar rannsóknir höfðu verið gerðar, aðallega í Noregi, og þá mest á laxi. Norskar rannsóknir voru framkvæmdar á rannsóknastofum við stýrðar aðstæður en sýndu mikinn ávinning hvað varðar gæði og geymsluþol. Skaginn3X í samstarf við Matís gerði tilraunir með ofurkælingu í blæstri og krapa, en vandamálið var alltaf yfirborðsfrysting í kæliferlinu. Einnig höfðu Skaginn3X í samvinnu við Fisk Seafood á Sauðárkróki ásamt Iceprotein gert tilraunir með ofurkælingu. Spurningin var þá sú hvort hægt væri að yfirfæra hugmyndina yfir á raunverulega framleiðslu og iðnvæða vísindalegar aðstæður. Stýra ferlinu þannig að ofurkæling væri hröð og koma í veg fyrir stóra ískristalmyndun í fiskholdinu sem veldur vatnstapi í afurð og lakari afurðagæðum.

Snemma í rannsóknarferlinu ákvað Fisk Seafood, á grundvelli fyrstu niðurstaðna í áðurnefndum rannsóknum, að láta smíða hjá Skaginn3X nýja og algjörlega óþekkta aðferð til kælingar á bolfiski um borð í Málmey SK-1.

Gunnar Þórðarson, ráðgjafi

Málmey SK 1

Í framhaldinu voru gerðar tilraunir með kælingu á ýsu, eftir dauðastirðnun, fyrir framleiðslu á ferskum bitum til útflutnings. Ofurkælt hráefni var borið saman við hefðbundið hráefni og framleiðslu fylgt í gegnum vinnsluna og skilaði ofurkælda hráefnið mun meiri flakagæðum og verðmætari afurðaflokkun. Hitastig við pökkun í umbúðir var vel undir núll gráðum, án þess að vera frosið, í samanburði við hærri hita í hefðbundinni framleiðslu og kælingu.

8

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

Endurteknar tilraunir skiluðu svipuðum niðurstöðum og í framhaldi fékkst lifandi villtur þorskur sem var ofurkældur strax eftir blæðingu og slægingu, fyrir dauðastirðnun. Gengið var frá fiskinum í einöngruðu keri og var hann fluttur íslaus til Fisk Seafood á Sauðárkrók þar sem gerðar voru tilraunir og samanburður við hefðbundið hráefni í samstarfi við rannsóknafyrirtækið Iceprotein. Enn voru niðurstöður með þeim hætti að ástæða þótti til að rannsaka betur kosti

ofurkælingar með frekari tilraunum. Næsta skref var að gera tilraun með eldislax og í ágúst sama ár var Grieg Seafood í Alta í Noregi heimsótt og tilraunir gerðar með eldislax. Niðurstöður skiluðu góðum árangri og stjórnendur fyrirtækisins vildu taka næsta skref og buðust til að útvega rannsóknarfé til að halda áfram með verkefnið.


Fyrri rannsóknir á ofurkælingu Fræðilega er ofurkæling miðuð við að frysta um 5 – 30% af vatnsinnihaldi fisksins. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á fyrirbærinu og í stuttu máli er niðurstaðan sú að rétt meðhöndlun við ofurkælingu getur bætt gæði umtalsvert. Við ofurkælingu er mikilvægt að kæla hratt niður til að koma í veg fyrir myndun ískristalla í fiskinum, sem geta valdið skemmdum á frumubyggingu holdsins. Meginreglan er að minni kristallar valda litlum skaða á frumuuppbyggingu, en stærri kristallar geta hinsvegar valdið miklu tjóni. Við hægari frystingu vaxa kristallar meira og eins getur óstöðugleiki við geymslu á ofurkældu

hráefni valdið því að kristallar stækka. Stærri kristallar sprengja frumveggi og hráefnið missir náttúrlegan safa sem veldur því að fiskur verður seigur og þurr, bragð verður verra og nýting tapast vegna vatnstaps.

sú innbyggða orka sem sett er inn í fiskinn við ofurkælingu bætt kælikeðju ferskfisks verulega og þannig aukið gæði á ferskfiskmörkuðum. Vandamálið var hinsvegar að stýra ferlinu við iðnaðaraðstæður, sem er mun flóknara mál en á tilraunastofu.

Það er hins vegar til mikils að vinna þar sem ofurkæling dregur úr örveru- og ensímvexti sem lengir líftíma vöru. Ofurkæling dregur úr vatnstapi í afurð við geymslu, eykur flakagæði og auðveldar flökun þar sem stífara hráefni er meðfærilegra. Niðurstöður rannsakenda voru þær að ávinningurinn væri mikill og meðal annars gæti Í okkar rannsóknum var miðað við að frysta aðeins 10-20% af vatnsinnihaldi fisksins til að minnka líkur á frostskemmdum af völdum kristalla.

Flök úr ofurkældu hráefni (ofurkælt hráefni á degi 4)

Verkefni ofurkælingar Stærsta vandamálið við ofurkælingu var yfirborðsfrysting við kælinguna, sem var framkvæmd ýmist með blæstri eða í krapa. Til að ná kælingunni inn í kjarna vildi yfirborð og þynnri hluti fisksins frjósa, sem olli kristalmyndun og gæðarýrnun. Með nýrri aðferð tókst að yfirstíga þetta vandamál með því að nota Rotex búnað frá Skaginn3X þar sem fiskurinn er kældur í pækli sem kældur er niður með varmaskiptum. Frystimörk fiskins er nokkuð undir núll gáðum, mismunandi eftir t.d. fituinnihaldi, þar sem þröskuldur myndast vegna fasaskipta og þarf töluvert til að fiskurinn fari að frjósa. Með því að fara inn á þennan þröskuld myndast mikli innri kæliorka í fiskinum sem nýtist við geymslu og flutning til vinnslu eða á markað. Við ofurkælingu er hitastig fiskisins lækkað niður fyrir núll gráður á

einum til tveimur tímum, en kæling með ís tekur marga klukkutíma. Matís, 3X Technology/Skaginn og Grieg Seafood fengu rannsóknarstyrk frá Norske Forskningsradet til að gera tilraunir með ofurkælingu á laxi í samstarfi við viðskiptavin þeirra, framleiðslufyrirtækið Hätälä í Finnandi, og var hafist handa í upphafi árs 2015. Matís, Skaginn3X og Jakob Valgeir fengu síðan rannsóknarstyrk til ofurkælingar á þorski frá smábátum frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða árið 2015. Það voru tímamót í verkefninu þegar styrkur fékkst frá Nordic Innovation og Rannís til að þróa áfram ofurkælingu til að sýna fram á yfirburði aðferðarinnar og kynna fyrir sjávarútvegs- og eldisfyrirtækjum. Það var breiður hópur fyrirtækja sem lögðust á

árarnar; rannsóknafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki, frumvinnsla á laxi, áframvinnslur á laxi og framleiðendur á tækjabúnað. Eftirtaldir aðilar tóku þátt í ofurkælingarverkefninu; Skaginn3x, Matís, Fisk Seafood, Iceprotein, Grieg Seafood, Hätälä Finnlandi og Norway Seafood. Markmið verkefnisins var að þróa aðferð sem gæti aukið gæði framleiðslu sjávar- og eldisafurða, sérstaklega á ferskfiskmörkuðum. Til að skoða sérstaklega áhrif ofurkælingar á dauðastirðnun í þorski og laxi, fékkst styrkur frá AVS sjóðnum árið 2015 í samvinnu Matís, Skaginn3X, Arnarlax og Íslandssögu.

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

9


Ofurkældur þorskur hjá Fisk Seafood

Niðurstöður rannsókna

Rannsóknum er lokið og þessa dagana er verið að skrifa lokaskýrslu fyrir stóra ofurkælingaverkefnið, en þegar hafa verið gefnar út þrjár skýrslur í minni verkefnunum sem eru aðgengilegar á vef Matís. Flakagæði Til að meta flakagæði lax var notast við viðurkennda norska aðferð þar sem gæði eru metin frá 0 (best) til 3-5 (lélegast). Borin voru saman flakagæði úr hráefni (tekið úr sömu slátrun) sem hafði annars vegar verið ofurkælt og hins vegar kælt hefðbundið. Margar rannsóknir voru gerðar á hráefni þremur til sjö daga frá

Mynd 4 Niðurstaða úr gæðamati og samanburð milli tveggja hópa; ofurkælt og hefðbundið hráefni

10

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

slátrun og matið var framkvæmt af fagmanni. Allar niðurstöður voru ofurkældu hráefni í vil og var munurinn í raun meiri en búist var við. Á mynd 4 má sjá samantekt niðurstaðna þar sem borin er saman teygjanleiki flaka, stinnleiki og los. Niðurstöður voru afgerandi en þessar rannsóknir voru framkvæmdar í Finnlandi og í Japan. Mestu munaði á losi eins og sjá má á mynd 4.

Niðurstöður fyrir ofurkældan þorsk voru hins vegar ekki eins afgerandi, en þó voru niðurstöðurnar almennt ofurkælingunni í vil.


Dauðastirðnun Niðurstöður rannsókna sýndu umtalsverðan mun á samdrætti við dauðastirðnun á ofurkældu og hefðbundnu hráefni. Með aukinni kælingu seinkar ferlinu og samdráttur er allt að fjórðungi minni.

Mikill og kraftmikill samdráttur veldur togi á milli vöðva og beina sem getur orsakað los í flökum. Los í flökum er eitt stærsta gæðavandamál í flakavinnslu, hvort heldur er í sjávarfangi eða laxi. Notaðir voru hermar hjá Skaginn3X á Ísafirði til að fylgjast með ferlinu, mæla það og tímasetja ásamt því að kvikmynda samdráttinn og ljósmynda niðurstöður Á mynd 5 má sjá mun á samdrætti þorskflaka eftir því hvort þau voru ofurkæld fyrir fyrir flökun og dauðastirðnun, eða kæld með ís niður í núll gráður. Myndbönd af samdrættinum hafa verið sett á YouTube og er slóðin: https://www.youtube.com/ user/3XtechnologyIceland

Örverur og efnafræði Nokkur munur er á örverugróðri, bæði heildarfjölda og skemmdargerlum milli hópanna tveggja í þorski og laxi, ofurkælingunni í hag. Það þarf hinsvegar ekki að koma á óvart þar sem lægra Vatnsheldni Mæling á vatnsheldni og vatnstapi við geymslu eru mikilvægar gæðabreytur til að meta hvort ofurkæling veldur gæðatapi vegna kristalmyndunar og skemmda á frumveggjum fiskvöðvans. Ef kæling er of hæg eða farið of djúpt í hana getur það valdið myndun ískristalla sem sprengja frumuveggi, draga úr vatnsheldi og auka vatnstap. Slíkt hefur bæði

hitastig dregur úr örveru- og ensímvirkni. Það lengir líftíma vöru, sem er miklir kostir, sérstaklega hjá ferskum fiski. Munurinn gæti verið allt að þrír til fjórir dagar miðað við rannsóknir á ofurkælingu.

áhrif á gæði þar sem vöðvinn verður seigari og þurrari við að tapa náttúrulegum safa sínum og eins er um fjárhagslegt tjón að ræða við að tapa vigt. Niðurstöður rannsókna á þessu sviði sýna að ofurkæling, sé hún rétt framkvæmd, eykur vatnsheldni sé miðað við nokkurra daga geymslu; og vatnstap er minna í ofurkældri afurð en hefðbundinni eða uppþíddri. Niðurstöður ofurkælingaverkefna sýna sömu niðurstöður

fyrir lax en í þorski dró úr vatnsheldni ofurkælds hráefnis þegar á leið geymslu, miðað við hefðbundið hráefni. Rétt er að hafa í huga að stöðugt hitastig er nauðsynleg við geymslu þar sem lítil sveifla undir núll gráðum getur valdið myndun stórra ískristalla.

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

11


Nýting Samkvæmt niðurstöðum rannsókna á ofurkældum laxi er nýting við vinnslu ofurkælds hráefnis að jafnaði betri en hjá hefðbundnu. Minni munur er þó hjá þorski, en þó virtist nýting þar vera öllu betri. Við ofurkælingu verður fiskurinn stífari sem gerir hann mun meðfærilegri við flökun og roðrif. Allir þekkja að erfitt er að flaka of linan fisk og slíkur fiskur fer mjög illa í roðflettivél. Hins vegar gæti verið nauðsynlegt að aðlaga vélar að breyttu hráefni og þannig hægt að bæta enn nýtingu í ofurkældu hráefni.

Framleiðsla Mjög vel gekk að vinna ofurkældan lax en margar tilraunir voru gerðar með samanburði við hefðbundið hráefni í Finnlandi og í Danmörku. Allt að tíu tonn voru ofurkæld í stórum Rotex snigli, sem er framleiddur hjá Skaginn3X, hjá Grieg Seafood sem flutt voru til Hätälä og Norway Seafood. Reynslan var sú að mun minna var um flakagalla og því þurfti minni snyrtingu á flökum fyrir pökkun. Vöðvinn var mun heilli, eins og

kemur fram í umfjöllun um flakagæði. Hitastig við pökkun á laxi, eftir flökun, snyrtingu, beinhreinsun og niðurskurð, var undir -1 °C. Laxinn var bæði fluttur í frauðplastkössum og einnig í 660 ltr Sæplastkerum. Ofurkældur lax var geymdur íslaus í allt að níu daga fyrir vinnslu og hafði sá ofurkældi alltaf yfirburði hvað gæði og vinnslu varðaði. Til samanburðar voru flutt tvö ker af báðum hópum, ofurkælt og hefðbundið, í kerum. Ísaði laxinn var mikið krumpaður af völdum íssins en engin slík vandamál fylgdu flutningi eða geymslu á íslausum ofurkældum laxi. Málmey SK 1 hefur nú notast við ofurkælingu í um tvö ár og landað um 20 þúsund tonnum sl. tvö ár. Enginn ís er notaður um borð og er fiskinum komið niður í lest eftir að vera ofurkældur í Rotex tönkum og lestin er keyrð undir núll gráðum. Hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki er aflinn síðan geymdur við sömu aðstæður áður en hann fer til vinnslu í léttsöltun eða ferskfiskútflutning. Um borð í Málmey eru þrír Rotex tankar sem stilltir eru á mismunandi tíma eftir stærð á fiski, til að ná jafnri og réttri kælingu. Kerfið er algerlega sjálfvirkt, flokkar fiskinn og raðar í mismunandi tanka og hitastig. Ef notaður væri ís um borð þyrfti skipið að taka með sér um 50 tonn í hverja veiðiferð. Ísleysið sparar líka mikla vinnu um borð en ísun aflans í lest skipsins er bæði tímafrek og erfið. Í framhaldi af búnaðinum í Málmey munu ný skip HB Granda verða með mannslausa lest sem mun spara enn meiri vinnu og gefa aukinn tíma til að blóðga og slægja aflann.

Lax sem fluttur var með 660 ltr kerum til vinnslu; ofurkældur til vinstri og ísaður til hægri

Til vinstri er flak úr hefðbundnu hráefni en ofurkældu til hægri. Flökin komu úr sömu slátrun hjá Greig Seafood

Á Bíldudal hefur Arnarlax fjárfest í Rotex blæðingar- og kælibúnaði og er þar nú slátrað allt að 50 tonnum á dag. Viðbrögð kaupanda eru á þá leið að fyrirtækið er farið að minnka ísmagn í kössum og stefna jafnvel á ofurkælingu. Laxinn er kældur niður fyrir núll gráður sem skiptir öllu máli fyrir gæði og geymsluþol. Munurinn á því að pakka ísuðum laxi í 4-6 °C og því að kæla hann niður fyrir núll gráður breytir öllu fyrir afurðagæði.

12

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

Ekki hefur staðið á markaðinum og er framleiðsla fyrirtækisins þegar orðin mjög eftirsóknarverð og selst á bestu mögulegu verðum og er kostnaður vegna gæðavandamála í lágmarki. Ofurkæling er hins vegar ekki orðin þekkt eða viðurkennd aðferð, en um leið og markaðurinn meðtekur þessa nýju tækni er allt til reiðu hjá Arnarlax til að bæta í kælinguna og sleppa ísnum fyrir flutning.


Ofurkælt þorskflak

Flutningur og dreifing og umhverfisáhrif Mikil tækifæri eru fólgin í íslausum flutningi á ferskum fiski. Um 900 þúsund tonnum var ekið á markað frá frá Norður Evrópu til mið-Evrópulanda árið 2015 og um 237 þúsund tonnum var flogið til Asíu. Til að halda hráefninu köldu voru notuð 132 þúsund tonn af ís við flutning í trukkum

(6.600 trukkar) og um 24 þúsund tonnum við flug til Asíu (160 Jumbo 747 flugvélar). Vandamálið við flutning á ísuðum laxi í kerum er að hráefnið skemmist mikið vegna þrýstings ísköggla en engin slík vandamál fylgja flutningi á íslausu ofurkældu hráefni (sjá mynd 7). Gríðarlegt sótspor getur sparast með flutning á óísuðu

ofurkældu hráefni miðað við hefðbundinn flutning í dag. Einnig gæti ofurkæling gefið möguleika á flutningi á ferskum fiski í kerum í stað frauðplastkössum í framtíðinni sem myndi gera framleiðsluna mun umhverfisvænni. En er þetta mýrarljós eða raunverulegur möguleiki? Í ofurkælingarverkefnum var óísaður lax fluttur frá Finnmörku í Noregi til Finnlands og Danmörku í stórum stíl. Prufur hafa verið sendar með flugi frá Finnmörku til Íslands, Japans og Dubai. Frá Arnarlaxi var ofurkældur lax fluttur til San Francisco með millilendingu í New York. Árangur þessara tilrauna er framúrskarandi. Í öllum tilfellum var hitastig undir núll gráðum við móttöku og gæði voru áberandi betri en í hefðbundnum laxi sem fluttur var með til samanburðar.

Rotex búnaður frá Skaginn3X

Framhaldið Í áratugi höfum við talað fyrir notkun á ís til að halda hráefni köldu og viðhalda þannig gæðum í fiskvinnslu. Það er því eðlilegt að margir hrökkvi við þegar einn daginn er beygt af þessari leið og talað fyrir ísleysi til að bæta framleiðslu sjávarfangs. Það er eðlilegt að menn hugsi sig vel um og séu fullir efasemdar um svona byltingarkenndar hugmyndir. Það lýsir reyndar ótrúlegri framsýni og kjarki hjá Fisk Seafood að ráðast í þær miklu

fjárfestingar sem bundnar eru í Málmey SK 1 áður en hægt var að sýna fram á að hugmyndin gengi upp. Enginn vafi er á að þessi einbeitti vilji hafi komið hugmyndinni og verkefninu áfram og rutt brautina fyrir áframhald verkefnisins. Eins og áður hefur komið fram þarf töluverða nákvæmni og stýringu á hitaferlum til að gera ofurkælingu mögulega. Framlag Skagans3X við þróun búnaðar skiptir hér öllu máli og í rauninni gert mögulegt það sem ekki var hægt fyrir aðeins stuttu síðan. Í mörgum þeim vísindagreinum sem voru skoðaðar kom fram sannfæring á því að aðferðin væri góð, en menn sáu hins vegar annmarka á henni við iðnaðaraðstæður. Skaginn3X hafa þegar gert marga samninga um sölu á ofurkælingarbúnaði, bæði fyrir sjávarútveg og laxeldi. Verkefnið sýnir hvað samstarf ólíkra aðila,

vísinda og háskólasamfélagsins, framleiðanda í sjávarútvegi og eldi og tækjaframleiðanda getur skilað miklu til aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Þar sem hugur og hönd leggjast á eitt til að ná góðri niðurstöðu. Mikilvægasta niðurstaða þessara verkefna er þó það tækifæri sem skapast hefur til að bæta samkeppnisaðstöðu ferskfisk á markaði, bæði fyrir sjávarfang og eldisfisk. Þegar upp er staðið er fiskur í samkeppni við aðrar matvörur, t.d. kjúklinga, pítsur eða svínakjöt. Eitt af vandamálum við sölu á fiski er að neytendur tala um fiskilykt eða bragð sem fælir þá frá sem viðskiptavini. Vond lykt eða bragð kemur bara af skemmdum fiski sem hefur verið framleiddur eða geymdur við rangar og/eða ófullnægjandi aðstæður. Með ofurkælingu gefst stórkostlegt tækifæri á að bæta kælikeðju fisks frá veiðum/slátrun til neytanda. Það þarf hins vegar að kynna hugmyndina fyrir öllum aðilum virðiskeðjunnar svo hægt sé að fá þá til að leggjast á áraranar svo bæta megi gæði ferskfisks á markaði og auka þannig verðmæti afla og eldis.

Albert Högnason (Skaginn3X) og Gunnar Þórðarson (Matís) með Svifölduna, viðurkenning fyrir bestu hugmyndina á Sjávarútvegsráðstefnunni 2016 SJÁVARAFL JANÚAR 2017

13


Umhverfisvænn og hnattrænn próteingjafi Elín Bragadóttir

T

il að hafa fiskinn sem mest aðlaðandi er mikilvægt að koma honum sem fyrst á markað. Engin efast heldur um gæði íslenska ferskfisksins. Við spyrjum okkur hinsvegar hversu skynsamlegt er það að flytja fisk á markað í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem bent hefur verið á að dýrt sé að flytja vöruna með flugi. Ekki má gleyma þeirri umræðu sem átt hefur stað um kolefnisspors mengun sem hlýst af því að flytja fiskinn með flugi. Okkur hjá Sjávarafli lek forvitni á að vita af hverju sé skynsamlegt að flytja ferskfisk á markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Rætt var við Gunnar Már Sigurfinnsson framkvæmdastjóra Icelandair Cargo.

Gunnar Már Sigurfinnsson framkvæmdastjóri Icelandair Cargo

14

SJÁVARAFL JANÚAR 2017


Af hverju er skynsamlegt að flytja vörur í flugi á markaði í Evrópu og Bandaríkjunum? Helsta ástæðan fyrir því að seljendur velja það að flytja fisk í flugi á markaði er að fyrir ferskan fisk fæst hæsta verðið. Samkvæmt þeim tölum sem liggja fyrir er c.a. 40% hærra verð fyrir fisk sem seldur er ferskur á markaði en þann sem er frosin. Ferskvara eins og fiskur hefur takmarkaðan líftíma og 4 – 6 dögum eftir að hún verður til þá fer hún að tapa gæðum. Það er þess vegna sem er gríðarlega mikilvægt að flytja vöruna á sem skemmstum tíma á markað, því þannig er hún í bestum gæðum þegar hún kemur til neytenda. Flutningurinn er aðeins hluti af ferlinu, varan þarf

að fara í dreifingu og síðan þarf hún að standa í hillunni í búðinni þangað til hún selst. Besta ferlið er því að hafa hæfilegt magn, sem kemur reglulega og tekur stuttan tíma að flytja. Þannig eru bestu gæðin tryggð. Flug frá Íslandi á helstu ferskfisk markaði tekur 3 – 6 tíma eftir því hvert er farið og náum við þannig að koma vörunni á markað á mun skemmri tíma en t.d. Norðmenn sem eru helstu samkeppnisaðilar Íslendinga. Ertu þá að segja að fiskur sem kemur á markað með flugi hafi samkeppnisforskot á aðrar vörur á markaðinum? Já það er klárlega þannig. Ferlið er stutt og gæðin eiga því að geta verið mikil. Við búum

líka við einstakar aðstæður á Íslandi. Það er stutt á miðin og við getum náð í fiskinn á skömmum tíma nálægt landi. Bátar fara af miðunum í land á skömmum tíma með veiðina, landa og síðan er fiskurinn gerður klár til útflutnings. Hann er mjög oft verkaður í vinnslum sem eru í kringum flugvöllinn og er því flutningstíminn mjög skammur út á flugvöll. Hann getur tæknilega verið komin að landi snemma morguns, gerður klár til flutnings um morguninn, keyður út á flugvöll um og eftir hádegi og svo fer hann seinni part í flugi frá Íslandi og lendir á markaði 3 – 6 tímum eftir brottför á áfangastað. Um nóttina er honum keyrt til dreifingaraðila, sem taka á móti honum snemma morguns og gera hann kláran fyrir söluaðila. Honum er síðan dreift í búðir eða á veitingastaði og er komin í til söluaðila á hverjum markaði um sig um hádegisbil og neytandi kaupir hann fyrir kvöldið og getu neytt hans innan við 36 tímum eftir að hann er gerður klár til flutnings. Það getur engin staðist samanburð við okkur í þessu.

Af hverju geta aðrir ekki boðið samskonar þjónustu? Það er einfaldlega vegna þess að Icelandair hefur búið til leiðarkerfi sem tengir Ísland saman við alla helstu markaði okkar í Evrópu og N-Ameríku. Þegar þessar flugleiðir verða til þá skapast tækifæri fyrir vöru og þjónustu að fljóta með í vélunum og til verða markaðir fyrir vöruna sem eins og í tilfelli fisksins eru tilbúnir að borga hærra verð fyrir þau einstöku gæði sem hægt er að bjóða. Við erum að bjóða flug með fraktvélum Icelandair Cargo og svo farþegavélum Icelandair til um 50 staða í Evrópu og N-Ameríku. Þegar við hefjum flug á nýja staði verða oft til nýjir markaðir, vegna þess að kaupendur fá vöru sem er einstök og eftirsóknarverð fyrir ferskleika og gæði. Nýjasta dæmið um þetta er þegar Icelandair hóf flug til Kanada, þá varð í kjölfarið til markaður fyrir ferskan fisk og í dag er meira og minna allt frakt pláss til Toronto uppselt. Það er, fullt af fiski frá Íslandi. Ástæðan er sú að eftir að við fórum að fljúga allt árið um kring og gátum skaffað vöruna í búðir á hverjum degi í einstökum gæðum varð til eftirpurn eftir henni sem var ekki til staðar á meðan ekki var hægt að tryggja flutninga á svo skömmum tíma. Þessi ferska vara selst á háu verði og því mjög mikilvægur tekjupóstur fyrir íslenskan sjávarútveg

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

15


. Margir hafa bent á að flutningur í flugi sé dýr og mun dýrari en flutningar með skipum. Það er rétt að þessi flutningur er dýrari en skipafrakt, en á móti kemur að gæði varanna eru meiri vegna flutningstímans og það skilar íslenskum seljendum sérstöðu og hærra verði. Skipafrakt tekur nokkra daga og sú staðreynd að varan er bara í hámarks gæðum í 4 daga kallar á skamman flutningstíma. Flugið er í dag eina leiðin sem tryggir flutning og hillutíma í búðum þannig að þessi mörk náist næstum alltaf. Undanfarið hefur verið nokkur umræða um kolefnisspors mengun sem hlýst af því að flytja vörur í flugi. Af hverju verða þessar fullyrðingar til og er flugið slæmur flutningskostur þegar horft er til kolefnisspors sem umhverfisvá? Opinberir aðilar, fyrirtæki og almenningur um allan heim eru í síauknum mæli að horfa til þeirra áhrifa sem mengun hefur á umhverfið okkar og auðvitað allt jarðlíf. Mengun er talin ein helst ógn sem framtíðar maðurinn stendur frammi fyrir og áhrif hennar á t.d. veðurfar og annað getur

Ferskfiskur fluttur um borð

16

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

haft mjög alvarlega afleiðingar fyrir komandi kynslóðir. Matvælaframleiðsla skilur eftir sig mest kolefnisspor af öllum einstökum þáttum og framleiðir um 30% af allri kolefnismengun sem verður til. Eðlilega horfa menn því til þess hvernig er hægt að spara mengun sem hlýst af matvælaframleiðslu. Flutningar á vörum búa til um 10-14% af allri kolefnismengun sem verður til við framleiðslu matvæla, en af því ferlið er mjög skilgreint er auðvelt að mæla það og bæta. Flug flutningar hafa haft orð á sér fyrir að vera mjög mengandi, þó staðreyndin sé að flug ber aðeins um 2% af allri þeirri kolefnismengun sem verður til í heiminum. Það er því eðlilegt að horft sé til flugflutninga og gerðar kröfur um að við vinnum stöðugt af því að bæta stöðu flugsins með tilliti til mengunar. Mikil meðvitund okkar sem stöndum að þessum flutningum hefur leitt til þess að við erum stöðugt að þróa þessa flutninga og leggjum mikla áherlsu á að nýta pláss í farþegavélum sem flýgur hvort eð er, óháð því hvort vörur eins og t.d. ferskur fiskur er um borð eða ekki. Icelandair Cargo leggur mikið upp úr því að draga úr kolefnissporsmengun og setur því stöðugt meira hlutfall af t.d. fiski sem fluttur

er á markaði erlendis í farþegaflug. Á síðustu árum hefur hlutfall fersks fisks sem fer á markað á erlendri grundu og fluttur er í farþegavélum sem fljúga hvort eð er farið úr því að vera 18% í að vera tæplega 60% á árinu 2016. Hvað er kolefnispor? Kolefnisspor er magn gróðurhúsalofttegunda sem losað er í framleiðsluferli vöru. Er þá átt við allan líftíma vörunnar frá fyrstu stigum framleiðslu hennar og þar til hún er komin í hendur heildsala, smásala eða neytenda. Stendur þá íslenskur fiskur ekki höllum fæti þegar hann er fluttur flugleiðis á markað erlendis, þegar horft er til kolefnisspors sem af vörunni hlýst í samanburði við aðrar vörur á markaði? Alls ekki. Flutningarnir fara þannig fram að stærsti hluti fisksins er að fara á markað í flugvélum sem fljúga hvort sem fiskur er um borð eða ekki. Það þýðir að varan ber með sér tiltölulega lítið kolefnispor. Varan flýgur langt inn á markaðinn,


en eins og ég sagði áðan þá erum við með um 50 staði í leiðarkefinu og getum því komið vörunni á þann markað sem þarf, það styttir landflutninga sem sparar aftur kolefnisspor. Síðan er sú staðreynd að flugfiskur er yfirleitt veiddur á línu og snurvoð sem eru mjög umhverfisvænar veiðar og orsaka lítið kolefnisspor. Þegar tekið er ferli fisks sem seldur er á markaði t.d. í Belgiu þá er kolefnismengun íslensks fisk mjög lágt í samanburði við aðra próteingjafa sem í boði eru t.d. í verslunum. Fiskur sem veiddur er á Íslandi og flogið inn á markaðinn mengar minna en Norskur fiskur sem keyrður er inn á sama markað í Evrópu frá Noregi. Hvernig má það vera? Fiskurinn sem veiddur er á Íslandi hefur lægra kolefnishlutfall heldur en fiskurinn sem veiddur er í Noregi. Það stafar af umhverfisvænni

veiðum við Íslandsstrendur og svo mengar aksturinn á flutningabílnum meira heldur en flug í farþegaflugi. Munurinn er verulegur Íslenska fiskinum í hag. Jafnvel þó fisknum sé flogið í fraktvélum er hann með tilltölulega lágan mengunarstuðul, þó hann sé vissulega hærri en þegar flogið er með vöruna í farþegavél sem flýgur hvort eð er. Þar að auki má fullyrða að fiskurinn stendur mjög vel að vígi í samanburði við annað prótein sem selt er í búðum eins og t.d. nautakjöt eða svínakjöt. Íslenski fiskurinn sem flogið er á markað hefur kolefnisspor sem er á bilinu 1,2 – 2,3kg Co2 ig/kg afurðar, eftir því hvernig honum er flogið, á meðan nautakjötið hefur um 40kg Co2 ig/kg og svínakjöt um 20kg Co2 ig/kg, þannig munurinn er verulegur. Það er því tvímælalaust mjög umhverfisvænt fyrir seljendur matvara að bjóða upp á íslenskan ferskan fisk sem fluttur er til þeirra í flugi. Ég sé

gríðarlegt tækifæri þar fyrir okkur Íslendinga í framtíðinni. Neytendur framtíðarinnar munu gera meiri kröfur um umhverfisvæna vöru og sú staðreynd að íslenskur fiskur er í flokki þeirra vara sem skilja eftir sig minnst kolefnisspor á að auka áhuga neytenda framtíðarinnar á þessari vöru. Mér finnst þetta vera einstakt tækifæri sem við eigum að nýta okkur mun betur til að vekja athygli og áhuga á þessari einstöku vöru. Eitthvað að lokum? Eins og ég nefndi hér að framan. Íslenskur fiskur kemst á markað ferskari en allur fiskur sem keppinautar okkar vilja koma á markað og gildir þá einu hvort talað er um Evrópu eða N-Ameríku. Það þýðir að kaupendur eru tilbúnir að borga hærra verð af því varan er ferskari og í mjög háum gæðum. Svo eru hún umhverfisvænni en flestir próteingjafar og umhverfisvænni en fiskur frá samkeppnislöndum sem keyrður er á markað og það jafnvel þó fisknum sé flogið. Síðan er

vart til hollari fæða til neyslu en fiskur, þannig við uppfyllum allar þær kröfur sem neytendur framtíðarinnar eru tilbúnir að borga fyrir. Þetta er í mínum huga risa tækifæri sem greinin á að sameinast um að koma til skila til neytenda á okkar helstu mörkuðum. Ef okkur tekst það er framtíðin fyrir íslenskan fisk mjög björt!

Leiðakerfismynd SJÁVARAFL JANÚAR 2017

17


Húsgögn frá öllum heimshornum Sigrún Erna Geirsdóttir

H

já húsgagnaversluninni Heimahúsinu fást ólík gæðahúsgögn frá öllum heimshornum auk þess sem verslunin framleiðir eigin húsgagnalínu: Islandia. Áhersla verslunarinnar er að vera með hágæðahúsgögn á samkeppnishæfu verði, sem og að veita viðskiptavinum frábæra þjónustu. Alls kyns stílar Heimahúsið er að grunni til fjölskyldufyrirtæki og í dag vinna þar tíu manns. Sigurður Kristinn Sigurðsson, ráðgjafi, segir verslunina bjóða upp á ýmsa mismunandi stíla. „Við erum með húsgögn í módern-, klassík-, retró- og vintagestíl svo eitthvað sé nefnt. Vöruúrvalið er alltaf að breytast hjá okkur, sum merki höfum við verið með mjög lengi og með svipuðu útliti en svo eru

18

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

önnur sem þróast í nýjar áttir og breytast. Svo hoppum við á ný merki þegar við sjáum eitthvað sem okkur finnst spennandi. Við förum mikið á erlendar húsgagnasýningar til þess að sjá hvað er að gerast í greininni og fáum okkar hugmyndir þaðan.“ Húsgögnin koma alls staðar að, frá Suður-Ameríku, Asíu og Evrópu. ,,Við höfum mikið af góðum birgjum sem við höfum verslað við í mörg ár, í bland við þá nýju. Við framleiðum líka mikið af húsgögnum sjálfir á Spáni undir merkinu Islandia og höfum selt mikið af þeim, sérstaklega í hótel, skrifstofur og fyrirtæki. Þetta eru falleg, stílhrein og endingargóð húsgögn sem henta sérstaklega vel íslenskum aðstæðum.“ Sigurður segir að ein ástæða þess að Heimahúsið hafi byrjað að þróa húsgagnalínu sé sú að þau hafi viljað bjóða upp á enn fleiri húsgögn sem hentuðu sérstaklega íslenskum aðstæðum. Það hafi verið mögulegt þar sem hjá fyrirtækinu starfi meistarabólstrarar og starfsfólk með mikla þekkingu á húsgagnahönnun.


Íslenskar aðstæður eru sérstakar Án efa eru margir sem ekki gera sér ljóst að aðstæður innandyra á Íslandi eru talsvert ólíkar því sem gerist annars staðar. ,,Það er svo þurrt innanhúss á Íslandi,“ útskýrir Sigurður. ,,Við notum t.d rakatæki hér í búðinni til þess að halda ákveðnu rakastigi sem hentar húsgögnum vel. Það er þurrkur í íslenskum húsum og mismunandi hvernig við loftum út, og svo er víða mygluvandamál. Það er líka mismunandi hvernig aðstæður eru, dæmigerð eldri hjón sem búa í blokk með gólfhita hafa aðrar aðstæður en ungt fólk sem loftar mikið út. Allt þetta hefur áhrif á tau, leður og við. Svo er það sólin, við hleypum mikið af henni inn því það er svo lítið af henni. Erlendis er fólk með skuggsýnna inni hjá sér svo það hitni ekki of mikið inni og það skín því minna á húsgögnin þar en hér.“ Fólk sé hins vegar ekki meðvitað um þessa hluti. Þessar aðstæður valdi því að Heimahúsið leggi mikla áherslu á að kaupa inn húsgögn sem henta Íslandi. „Ef það er ekki farið rétt með húsgögnin í framleiðslu, ef ekki hefur verið rétt þurrkað og meðhöndlað skapar það oft vandræði hérlendis seinna og húsgögnin fara að vinda upp á sig. Við reynum að fyrirbyggja að þetta gerist með því að velja vörur sem við vitum að hafa verið rétt meðhöndlaðar alveg frá byrjun. Okkar húsgögn verða að henta þér og þínum aðstæðum.“

Margt að varast í húsgagnakaupum Sigurður segir að þegar fólk komi í búðina til að skoða viti viti þau að fólk geri samanburð svo þau bendi viðskiptavinum á hvað þeir ættu að athuga í húsgögnunum. ,, Við gerum fólk því meðvitað um hvað það er nákvæmlega sem það ætti að bera saman svo það geti tekið upplýsta ákvörðun. Við vitum t.d að því betra leður sem er utan á vörunni, því betra er það sem er innan í henni. Það er verið að fleyta markaðinn af húsgögnum sem eru ekki það sem maður heldur að þau séu. “ Fólk kaupi kannski sófa dýrum dómum sem dugi svo skammt. ,,Þegar framleiðendur stytta sér leið í framleiðslu er það yfirleitt á þinn kostnað. Fólk er ekki nógu meðvitað um þetta ennþá en þetta hefur þó breyst hratt undanfarin ár. Hjá okkur geturðu gengið út frá því að húsgögnin séu gæðavörur, á sama tíma og verðið er samkeppnishæft.“

Mikið unnið með hótelum og veitingahúsum Sigurður segir að hótel og veitingastaðir versli mikið við verslunina og verið mjög ánægð með vörur og þjónustu. ,,Þetta þurfa að vera mjög endingargóð húsgögn sem ekki þarf að bera á og Islandia línan er t.d mjög vinsæl. Í hótelgeiranum eru líka oft valin tauáklæði og við veljum tau sem hefur verið slitprófað.“ Sigurður segir að oft sjái þau um að útbúa heilu íbúðirnar og einbýlishúsin og talsvert sé um sérsmíði. ,,Við höfum líka átt mikil viðskipti við stéttarfélög vegna orlofshúsa því þar þurfa að vera bæði endingargóð og falleg húsgögn.“ Hann segir að til þessa hafi verslunin ekki þjónustað margar útgerðir vegna skipa en það væri vissulega spennandi að prófa það. ,,Við gerum tilboð í allan pakkann og vinnum þá með birgjum og flutningsfyrirtækjum. Við spyrjum bara viðskiptavininn hvað hann vanti. Síðan mætum við þeim óskum, hvort sem um er að ræða einstakling, fyrirtæki eða félagasamtök.“

,,Hjá okkur ganga gæði og verð saman“

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

19


Mikil viðskipti við landsbyggðina Sigurður segir að allir sem í búðina komi fái sömu, góðu þjónustuna og það séu fagaðilar sem gangi um með fólki. ,,Viðskiptavinurinn segir hvað hann vill þegar hann kemur inn og við snúum honum í rétta átt svo hann fái það sem hann vill. Við höfum eitthvað fyrir alla.“ Hann segir að Heimahúsið leggi alltaf metnað sinn í að gera öllum til hæfis sem endurspeglist í ánægðum hópi viðskiptavina sem komi aftur og aftur. ,,Við höfum verið að horfa meira út á land og t.d unnið talsvert í flutningum því þeir kosta sitt. Núna getum við því boðið okkar viðskiptavinum upp á góða pakka sem innihalda flutning. Við höfum unnið að sama máli með okkar birgjum líka og fengið hraðan og hagstæðan flutning.

20 12

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

Úti á landi er frábær hópur viðskiptavina sem oft hefur fengið lélega þjónustu í verslunum í gegnum tíðina sem er ekki gott. Þeir finna hins vegar að við veitum þeim góða þjónustu og því vilja þeir versla hér. Við erum t.d með mjög góða vefsíðu sem sífellt meira kemur inn á og þar fer fram mikil forskoðun. Það skiptir miklu máli að vera sýnilegur og að viðskiptavinir sjái hvað þú hefur upp á að bjóða, sérstaklega þegar fólk býr úti á landi. Við náum líka vel til sjómanna, þeir vilja t.d fá góða sófa og flott borðstofuhúsgögn og við höfum getað mætt vel þeirra óskum. Mikil þjónusta Allir starfsmenn verslunarinnar fá sérstaka þjálfun í umhirðu og uppbyggingu húsgagna, sem liður

í því að veita sem besta þjónustu. ,,Við höfum líka stílista á okkar vegum og veitum ráðgjöf ef þess er óskað. Yfirleitt er nóg að koma í búðina með myndir, teikningar og óskir og okkar fólk vinnur með þér. Fólk er kannski með einhverja þema óskir, bíóþema eða eitthvað slíkt, sumir smíða ákveðna hluti sjálfir og aðrir vilja bara fá notalega stemningu. Við förum líka á staðinn ef þess er óskað og ræðum málin þar, hvert verkefni er tekið fyrir sig. Einkunnarorð okkar eru að gæði og verð gangi saman. Það horfum við alltaf á og þetta skiptir okkur máli. Við erum með alvöruhúsgögn á verði sem fólk ræður við. Aðalatriðið er að fólk eignist hluti sem það langar til þess eiga og hafa hjá sér lengi.“


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 0 7 6

Hugsaðu inn í boxið... Flest nýsköpun felst í að koma auga á nýja möguleika í því sem fyrir er. Finna not fyrir það sem áður var hent. Sjá tengingar sem aðrir sjá ekki. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem þetta geta að pakka hugmyndunum sínum inn og koma þeim í framkvæmd, okkur öllum til hagsbóta.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsóknar-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi.

www.matis.is

Við erum stolt af því að starfa í sjávarutvegi

SÚÐAVÍK Pantone 2748

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

21


Engey RE-91

Brúin er hin glæsilegasta

Setustofan og Stofan

Eftirvænting eftir nýju skipi Bára Huld Beck

E

ngey RE, nýjasta skip HB Granda, kemur til landsins í lok janúar. Því verður siglt til Akraness þar sem til stendur að setja í skipið vinnslubúnað á millidekk og lestarkerfi. „Það er ætíð mikið ánægjuefni að fá nýtt skip,“ segir Torfi Þ. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri botnfiskssviðs HB Granda en skipið mun væntanlega halda á veiðar í mars eða apríl. Engey mun verða fyrst þriggja nýrra ísfisktogara fyrirtækisins til að koma til landsins. „Við erum að endurnýja gömul skip og nýju skipin eru sérlega glæsileg. Við hlökkum mikið til að fá þau,“ bætir hann við. Hin tvö skipin munu koma síðar á þessu ári; Akurey í vor og Viðey næsta haust. Gert er ráð fyrir sama áhafnarfjölda og á gömlu skipunum en öll vinna verður þó mun léttari en áður og aðbúnaður betri. Torfi telur einnig að nýtt lestarkerfi muni fækka slysum sjómanna.

Gömlu búin að sinna sínu hlutverki „Við þurftum að endurnýja þrjá gamla togara sem við höfum verið með, Ásbjörn, Sturlaug og Ottó N. Þorláksson. Þeirra tími er liðinn og munum við selja þessi farsælu fiskiskip sem hafa verið á sjó í fjörtíu ár,“ segir Torfi. Samningar um nýsmíði voru undirritaðir við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktrans haustið 2014 en sama skipasmíðastöð smíðaði fyrir félagið uppsjávarskipin Víking og Venus sem bæði hafa reynst mjög vel. Nýju ísfiskskipin eru hönnuð af skipatæknifræðingnum Alfreð Tulinius hjá Nautic ehf. Ný og betri kerfi Að sögn Torfa verður mun betri aðstaða fyrir sjómenn í nýju togurunum og meðferð afla mun batna verulega. „Til að ná ennþá betri árangri í meðferð afla þá gerðum við samning um smíði og hönnun á millidekki og lestarkerfi við Skagann3x. Það á að tryggja að gæðin séu eins góð og hugsast getur. Við verðum með mjög

Kveðja: Þessi kveðja tilheyrir Engey RE-91. Þar sem áhöfn og skipi er óskað öryggis og velfarnaðar.

22

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

góða aðgerðalínu og öfluga kælingu. Allur fiskur verður stærðarflokkaður og upplýsingar munu berast jafnóðum í land sem aftur auðveldar skipulagningu vinnslu og sölu,“ segir hann og bendir á að útflutningur á ferskum flökum og flakabitum hafi aukist verulega að undanförnu og því sé mikilvægt að fá nýjustu upplýsingar um stærðardreifingu aflans. Tæknin sem nýtt verður um borð í nýju skipunum hefur verið í þróun undanfarin ár. „Menn hafa verið að þreifa sig áfram með þetta og árangurinn er góður“, segir Torfi og nefnir Málmey SK í því samhengi en það skip er búið öflugu kerfi sem er hannað af fyrirtækinu Skaginn3x.


Tölvustýrður búnaður léttir starfið „Með þessari nýjung stígum við stór skref. Í staðinn fyrir að sjómenn gangi frá fiskinum í lestinni þá færist frágangur á fiskinum í kör upp á millidekk,“ segir Torfi. Fiskurinn er settur í körin sem eru í góðri vinnuhæð fyrir sjómennina og við tekur stór tölvustýrður búnaður sem raðar körunum í lestina. Í raun risastór „robot“. Torfi segir að með þessu verði vinnan léttari og skipulag betra. Millidekkið og lestarkerfið kemur hvort tveggja frá Skaganum3x og mun fara í öll nýju skipin. Það mun taka um það bil níu vikur að setja kerfin upp í Engey. Torfi segir að þetta nýja lestarkerfi sé eitt stærsta þróunarverkefni sem Skaginn3x hefur tekið þátt í og að það sé mjög spennandi. Hér sé einnig farið inn á nýjar brautir varðandi myndavélaflokkun. „Því bæði er hægt að flokka fiskinn eftir stærð og tegund,“ segir hann. Allt í skipunum verður eftir nýjustu tækni og er útbúnaðurinn í brú ekki þar undanskilinn.

Tækjabúnaður í Engey hin veglegasti.

Engey RE-91

Torfi Þ. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri botnfiskssviðs HB Granda

Hér má sjá tæknirými í skipinu

„Við erum að endurnýja gömul skip og nýju skipin eru sérlega glæsileg. Við hlökkum mikið til að fá þau“ Eldhúsið orðið stórt góð vinnuaðstaða

Káetan fyrir hvern og einn starfsmann

Gufubað

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

23


„Við horfum björtum augum til framtíðar“ það fyrir okkur,“ segir Ólafur. Menn gleðjist þegar vel gengur og þegar mikið er að gera. Hann segir að þá sé gaman. Bára Huld Beck

H

afnarverðirnir sitja ekki auðum höndum í Bolungarvík á Vestfjörðum enda hefur bátum og skipum fjölgað jafnt og þétt við höfnina á síðustu árum. Verðirnir eru tveir talsins og skipta þeir með sér vöktum, Ólafur Benediktsson og Heiðar Hermannsson. Auk þess að sinna rúmlega hálfu starfi við höfnina þá er Ólafur einnig slökkviliðsstjóri. „Við náum og verðum að gera svona eitt og annað í sveitinni,“ segir Ólafur og hlær og bætir við að sem betur fer sé það nú þannig. Í starfinu felst að sjá um að allt gangi vel á höfninni, meðal annars snjómokstur og ýmiss konar umsýsla. Ólafur segir að þeir sjái um allar vigtanir og skýrslugerðir í kringum þær. Vinnudagarnir geta verið langir en hann segir að það fylgi því að vinna við sjávarútveginn að það komi tarnir þar sem unnið er mikið og svo komi rólegri tímar inn á milli. „Við erum nú ekki að setja

24

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

Aukning í lönduðum afla Á heimasíðu sveitarfélagsins má finna upplýsingar um höfnina en þar segir að þrjár megin bryggjur myndi höfnina. Nyrst og austast er Brimbrjóturinn, eða Brjóturinn eins og hann er kallaður, þar sem fiskilöndun fer fram. Grundargarður lokar höfninni til suðausturs og þar leggjast stærri bátar að. Fyrir miðri höfn er Lækjarbryggja þar sem aðallega leggjast að ferðamannabátar og strandveiðibátar og þar suðvestan við eru tvær minni flotbryggjur fyrir smábáta. Bryggjukantar eru alls 560 metrar og er mesta dýpi við kant tæpir níu metrar. Ólafur segir að umferð um höfnina sér breytileg. „Talsverð aukning hefur verið ár frá ári á lönduðum bolfiskafla hjá okkur,“ bendir hann á og segir að mikið líf hafi verið á Ólafur Benediktsson

staðnum vegna þessa. „Við erum með um milli 30 til 40 báta sem eru í höfn hérna hjá okkur og einn togara. Síðan eru stærri bátar líka og allt niður í trillur,“ segir hann. Stutt á miðin og Djúpið gjöfult Frá því Einar Guðfinnsson varð gjaldþrota hefur smábátaútgerð verið fyrirferðamikil í Bolungarvík og segir Ólafur að málin hafa verið að þróast undanfarin ár. Aukning hafi verið í stærri bátum en þrír til fimm stærri snurvoðabátar gera út að jafnaði hjá þeim. Hann segir að gríðarlega öflug smábátaútgerð hafi verið gerð út, línubátar og færabátar. Þeir hafi fiskað mikið og sótt vel, enda hvað styst á miðin frá Bolungarvík sem er elsta verstöð landsins. Hann segir að yfir vetrarmánuðina og í skammdeginu séu nánast einungis heimabátar sem landa hjá þeim en þegar líða fer að sumri komi einnig aðkomubátar. Á tímabili hafi verið bátar á sæbjúgnaveiðum en minna sé um þá núna. Hann útskýrir að á vorin komi færabátar og á strandveiðitímabilinu sé mikið af strandveiðibátum. „Það eru margir sem koma að frá höfuðborgarsvæðinu og eiginlega alls staðar að,“ bætir hann við. Að sögn Ólafs má skýringuna


finna í hversu stutt sé á miðin og þrátt fyrir allavega veður er hægt að fara út enda er Djúpið gjöfult. Á haustin koma nokkrir snurvoðabátar af Snæfellsnesinu og víðar og undarfarin ár hafa þeir mokfiskað. „Þetta er búið að vera ævintýri,“ segir hann og bætir við að nóg virðist vera af fiskinum. Fiskeldi myndi breyta miklu Ólafur segir að Bolvíkingar vonist eftir því að fiskeldi verið sett af stað í Djúpinu og vísar þar í áform Arnarlax að hefja sjókvíaeldi en fyrirtækið hefur þegar sótt um framkvæmdarleyfi. Ólafur bendir þó á að fiskeldi og áframeldi sé búið að vera lengi á svæðinu, bæði inn í Skutulsfirði, Álftafirði, Seyðisfirði og innst í Djúpi. Hann telur að ef áform um stóraukið fiskeldi nái fram að ganga þá muni það breyta miklu fyrir svæðið, auka atvinnu og styrkja samfélagið.

Hann segir að ekki veiti af að efla samfélagstoðir þar sem Bolvíkingum hefur verið að fækka. Hann vonast til að þetta gangi í gegn til að fá meiri fjölbreytni í atvinnuþróun og segir að þrátt fyrir að þetta sé tengt sjávarútvegi þá muni áhrifin skila sér út í fleiri greinar. Þetta hefði ekki einungis áhrif í Bolungavík heldur á mun stærra svæði í kring. Ólafur hefur ekki áhyggjur af gagnrýni á fiskeldi en upp hafa komið raddir sem eru mótfallnar frekari starfssemi í þessum geira á svæðinu. Meðal annars hefur stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða ítrekað andstöðu sína við þessar hugmyndir og aðrir hafa áhyggjur af umhverfisáhrifum. Ólafur telur að kvíarnar séu orðnar það öflugar að ekki þurfi að óttast að laxinn sleppi og bendir hann einnig á að nágrannarnir í Noregi og Færeyjum séu með slíkar stöðvar fjörð við fjörð og að þetta sé búið að vera í lagi þar í áratugi.

Líf á höfninni

Ólafur Benediktsson að þrífa Brjót

Ástæða til bjartsýni Þegar Ólafur er spurður út í nýjasta gullgrafaraæði Íslendinga, sjálfa ferðamennskuna, þá segir hann að Bolvíkingar fái litla sneið af kökunni. „Farþegaskipin koma á Ísafjörð á sumrin og ferðamönnum er keyrt í rútum í Ósvör sem er gömul verbúð í Bolungarvík. Síðan skoða þeir kirkjuna,“ segir hann. Þannig sé ekki boðið upp á meira fyrir þessa ferðamenn í Bolungarvík en hann bendir á að þar sé þó margt áhugavert og merkilegt að skoða, til að mynda Náttúrugripasafnið og fleira. Hann hefur þó tilfinningu fyrir því að ferðamennska sé aðeins að aukast og er bjartsýnn að sú aukning haldi áfram enda sé þetta svæði hvað ósnortnast. „Ég er alltaf bjartsýnn og ég vona bara að það verði áframhaldandi aukning á afla hjá okkur,“ segir Ólafur þegar hann er spurður út í framtíðarhorfur á svæðinu. „Við höfum svo sannarlega lent illa í því og gengið í gegnum erfið tímabil en sem betur fer eru hér dugnaðarmenn og konur sem hafa rifið sig upp, farið að gera út og byggt upp alls konar fyrirtæki,“ segir hann og bætir við að fólk bjargi sér þegar á reyni. Þarna séu hörkuduglegir sjómenn og miklir aflamenn sem og góðir atvinnurekendur sem er annt um sitt bæjarfélag. Þess vegna sé engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn. „Við horfum björtum augum til framtíðar,“ segir hann léttur að lokum.

„Við höfum svo sannarlega lent illa í því og gengið í gegnum erfið tímabil en sem betur fer eru hér dugnaðarmenn og konur sem hafa rifið sig upp, farið að gera út og byggt upp alls konar fyrirtæki“

Bátur á leið í höfn

Bolungarvík

Bátur við höfnina

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

25


UPPSKRIFT

Fiskur með banana og lauki í smjöri Hrönn Hjálmarsdóttir

Hér er einn gamall og góður sem ég gerði um daginn eftir mjög langt hlé. Sjálfsagt dytti ekki mörgum í hug að hafa banana með fiski en trúið mér, þetta er rosalega gott! Svo er rétturinn fljótlegur líka sem er aldrei verra. • 2 þorsk/ýsuflök • 1-2 bananar, í bitum • 2 laukar, í sneiðum • 100 íslenskt smjör • 2 msk ólívuolía • Fínt eða gróft spelti til að velta fisknum uppúr • Salt og pipar

Fiskbitum er velt uppúr speltinu og þeir steiktir á pönnu í smá smjörklípu og pínu olíu (olían kemur í veg fyrir að smjörið brenni). Saltað og piprað. Setjið á fat eða í eldfast mót og breiðið yfir á meðan þið gerið eftirfarandi: Rest af smjöri og olíu skellt á pönnuna og laukur og bananar settir saman við. Veltið þessu og steikið í smá stund eða þar til allt er orðið mjúkt og gott. Bætið við smjöri ef ykkur finnst ekki nóg af því. Hellið þessu svo yfir fiskinn og berið fram. Soðið brokkolí, kartöflur og kokteilsósa er gott sem meðlæti en ég læt mér nægja að borða grænmetið og sósuna. Ég geri kokteilsósu úr sýrðum rjóma (betra ef hann er 30% feitur) lífrænni tómatsósu og smá sinnepi.

Hrönn Hjálmarsdóttir er heilsumarkþjálfi sem alla tíð hefur haft mikinn áhuga á mat og matargerð. Hún heldur úti vefsíðunni Af lífi og sál þar sem hægt er að finna margvíslegar spennandi uppskriftir. https://hronnhjalmars.wordpress.com/

26

SJÁVARAFL JANÚAR 2017



HIN HLIÐIN

Einar Ottó Hallgrímsson Fullt nafn: Einar Ottó Hallgrímsson Fæðingardagur og staður: Vestmannaeyjar 26 september 1992 Fjölskylduhagir: Það er ekkert að frétta Fallegasti staður sem þú hefur komið á: það koma tvær eyjur til greina og það er Heimaey eða eyja í kambodíu sem ég fór á í útskriftarferð með stýrimannaskólanum. Man ekkert hvað hún heitir Koh rong held ég Starf: háseti/stýrimaður á Bergur ve 44 Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: er ekki viss, ég er alinn upp við þetta og það eru allir í sjómennsku í kringum mig þannig að ég hef eiginlega aldrei séð neitt annað. Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : hann heitir Steini Steina og þú verður bara að kynnast honum og þá veistu hvað ég meina Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : það er einhvað lítið Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Steini Steina Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: það var aldrei það sama, það var alltaf einhvað nýtt á hverjum degi Skemmtilegasti árstíminn á sjó: sumarið er best Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna ? : að bíða í marga klukkutíma eftir góðum mat og fá svo akkurat andstæðuna Eftirminnilega atvikið á sjó: Það er nú ekkert eitt sem stendur uppúr. Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : pottþétt einhvað fótboltalið Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : píla Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : stoltið Siginn fiskur eða gellur: gellur Smúla eða spúla: spmúla Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Lengja opnunartíma í Skýlinu

28

SJÁVARAFL JANÚAR 2017


Finnboga Þessi gamli góði Hjallþurrkaður í ferskum vestfirskum vetrarvindi Engin aukaefni

Ísafirði Sindragata 9 Sími: 456-3250

SJÁVARAFL JANÚAR 2017

29


NÝTT UPPBOÐSKERFI Fiskkaupendur, eruð þið tilbúnir?


Fjárhagsbókhald Viðskiptavina- og lánardrottnakerfi Innkaupakerfi Sölu- og birgðakerfi Eignakerfi Verkbókhald

Bókhaldskerfi í áskrift Microsoft Dynamics NAV er eitt mest selda bókhaldskerfi landsins og fæst í mánaðarlegri áskrift. Fullbúin viðskiptalausn, hýsing og afritun í Azure skýjaþjónustu Microsoft ásamt vottuðum sérlausnum Wise frá kr. 9.900 á mánuði. Kynntu þér málið á navaskrift.is

Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja Reglulegar uppfærslur Enginn stofnkostnaður Wise sérlausnir: Rafræn VSK skil Rafræn sending reikninga Þjóðskrártenging

kr.

9.900

pr. mán. án vsk.

Wise sérlausnir að viðbættri leið 1: Launakerfi Innheimtukerfi Bankasamskiptakerfi Rafræn móttaka reikninga

kr.

17.900

pr. mán. án vsk.

Microsoft Azure

Bjóðum einnig Office 365 í áskrift. Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyri Sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.