Tímaritið Sjávarafl 3.tbl 2016

Page 1

TÍMARITIÐ

SJÁVARAFL

SJÓARINN SÍKÁTI

VÓNIN

100 ÁRA AFMÆLI

AÐALVÍK

Maí 2016 3. tölublað 3. árgangur

HEFUR STAÐIÐ ÖLDUNA Í 58 ÁR


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA 4 Bátafólkið úr Aðalvík Finnbogi Hermannsson hittir Hinrik Vagnsson 7 Staðið ölduna í 58 ár Viðtal við Hrein Björgvinsson 10 Sjóarinn síkáti 16 Stöðug barátta að verja kjörin Fögnuðu 100 ára afmæli með veglegri bók 22 Jóhannes Eyleifsson sjómaður á Akranesi 24 Einn á báti í mánaðar sýningarferðalagi Var stungið í fangelsi af portúgölsku lögreglunni 30 Vónin Ísland 32 Á Sjómannadaginn á Suðureyri við Súgadafjörð Ljósmyndir 34 Met í aprílmánuði hjá Bergi-Hugin

Römm er sú taug...

S

tór þáttur í uppbyggingu Íslenska þjóðfélagsins er sjósókn, sem hefur verið frá upphafi Íslandsbyggðar. Í dag hefur stór hópur einstaklinga valið sér það starf að starfa til sjós. Til þess þarf hrausta og óeigingjarna einstaklinga sem eru mikið frá ástvinum sínum. Sjávarútvegurinn færir okkur hin ýmsu störf á landi og láði, þá í matvælavinnslu, markaðssetningu og rannsóknum. Færa þeir þjóðfélaginu 40% af útflutningsverðmætum landsins. Aðeins einu sinni á ári er sjómönnum gefin dagur þar sem þeir eru hetjur hafsins en kallast sá dagur Sjómannadagur. Þessi dagur minnir okkur landsmenn á að þakka sjómönnum fyrir að sækja sjó í öllum veðrum til að færa okkur björg í bú. Einnig hafa margir þeirra bjargað öðrum sjómönnum og skipum með því að setja sig í mikla hættu. Saga okkar lands og þjóðar hefur byggst upp á sjómennsku. Þrátt fyrir að miðin séu gjöful má ekki horfa framhjá því að hafið ræður og hafa margir misst ástvini sína. Það er eitt af markmiðum Sjómannadagsins að minnast þeirra manna sem látist hafa við störf sín og huga að öryggismálum til sjós og lands ásamt slysavörnum. Dagurinn er einnig gleðidagur og sameinar sjómannsfjölskyldur og aðstandendur þeirra.

36 Uppskriftin 38 Hin hliðin

Útgefandi: Safl ehf. Sími: 662-2600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is elinbraga@internet.is Blaðamenn: Finnbogi Hermannsson Sigrún Erna Gerisdóttr Magnús Már Þorvaldsson Haraldur Bjarnason Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elinbraga@internet.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson Forsíðumynd: Kristján Egilsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi

Sjálf upplifði ég sem barn að Sjómannadagurinn væri eitthvað sem sameinaði allt þorpið á svo undurfagran hátt en ég bjó í litlu þorpi vestur á fjörðum, nánar tiltekið á Suðureyri við Súgandafjörð. Enn hlýnar mér um hjartarætur við tilhugsunina þegar ég sá mennina í sjóstökkum þegar þeir voru í kapphlaupi, koddaslag, þræða nálar og í raun fullt af öðrum „íþróttum“ sem glöddu alla sem horfðu á. Ekki má gleyma sjómannadagsmessunni. Þessar minningar fá mann til að hugsa um þær hetjur sem berjast við lífsins ólgusjó dag frá degi. Sjómenn og ykkar aðstandendur gleðilega hátíð og hjartanlega til hamingju með Sjómannadaginn. Megi sjósókn og glíman við Ægi verða ávalt ykkur í hag

Elín Bragadóttir

Sigrún Erna Geirsdóttir Blaðamaður sigrun@sjavarafl.is

2

SJÁVARAFL MAÍ 2016

Haraldur Bjarnason Blaðamaður

Finnbogi Hermansson Blaðamaður

Magnús Már Þorvaldsson Blaðamaður

Logi Jes Kristjánsso Grafískur hönnuður logijes@simnet.is


TIL HAMINGJU SJÓMENN Gaman er í tilefni sjómannadags að rifja upp það mikla framfaraskref þegar Tjaldur SH 175 kom til Stykkishólms fyrir 60 árum, eins og sjá má í meðfylgjandi blaðaúrklippum. Síðan þá hefur hefur orðið gríðarleg þróun á skipakosti og aðbúnaði sjómanna, öllum til heilla.

Brim sendir öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra heillaóskir á sjómannadaginn.

r 1956.

ið, 7. febrúa

Morgunblað

Alþýðublaðið, 7. febrúar 1956.


Bátafólkið úr Aðalvík kom yfir Djúp árið 1952

Sumarhúsið í Aðalvík, frá vinstri Sæból, Skáladalsbjarg, Skáladalur og Rytur

Finnbogi Hermansson

H

Finnbogi Hermannsson hitti Hinrik Vagnsson frá Látrum að máli.

inrik Vagnsson fæddist norður í Aðalvík þann 30. mars árið 1933. Þá var skollinn á heimskreppa og hún kom líka við í Aðalvík. Þar höfðu verið gerðir út vélbátar og nefndur til Gunnar Friðriksson en þar sem engin höfn var í Aðalvík varð þeirri útgerð eiginlega sjálfhætt eftir að bátarnir slitnuðu úr legufærum og rak á land í ofsaveðrum. Verð á fiski hafði líka lækkað í kreppunni og var því flest mótdrægt útgerð stærri skipa úr Víkinni. Við þessar aðstæður kemur Hinrik Vagnsson í heiminn í torfbæ foreldra sinna sem voru Anna Jakobína Hallvarðsdóttir fædd á Búðum í Hlöðuvík og Vagn Jónsson úr

4

SJÁVARAFL MAÍ 2016

Bolungarvíkurseli á Ströndum. Húsið var bara kallað Vagnshús og var torfbær þiljaður að innan. Þarna ólust upp tíu systkini en upp komust níu. Hinrik Vagnsson lýsir fábreyttu lífi í þorpinu Látrum þar sem fólk lifði á landsins gæðum. Auðvitað var það sjávarfangið sem hélt lífi í fólkinu ásamt því að eiga fáeinar kindur og eina eða tvær kýr. Ef ætti að skilgreina þessa lifnaðarhætti í nútímanum hefðu íbúarnir lifað sjálfbæru lífi. Fiskur var sóttur á árabátum og trillum og fyrsta reynslan hjá Hinriki var að fá að fara með. Ekki þurfti að stagla það inn í neinn að

það var sjórinn sem gaf, ekki aðeins fisk, heldur einnig fugl og sel. Snjór út á fiskinn Og Hinrik vitnar í Ingimar Finnbjörnsson skipstjóra sem bjó í Spýtuhúsinu í Hnífsdal og var úr Aðalvík, að fábreytt hefði fæðið verið, alltaf fiskur og snjór út á fiskinn! Barnaskóli var í Aðalvík og kirkjuveg áttu Aðalvíkingar langan að Stað. Þar þjónaði séra Magnús Jónsson eða Mangi franski eins og hann stundum kallaður þar sem hann var frönskumælandi og þýddi úr frönsku. Meðal annars Höndina eftir Guy de Maupassant. Magnús sagði Stað lausum árið 1934 en


þjónaði til 1938. Hinrik Vagnsson gekk til spurninga á Hesteyri hjá séra Jónmundi Halldórssyni presti á Stað í Grunnavík og bjó hjá þeim Fali Betúelssyni og Sigrúnu Bjarnadóttur konu hans. Hinrik hafði aldrei fengið annan eins mat og hjá Sigrúnu alveg kóngafæða. Í Vagnshúsinu hafði alltaf verið fiskur, nýr, saltaður eða hertur og hins vegar hafragrautur eða annar grautur. Fugl eða selur þegar veiddist. Tilbreyting þegar karfi var í matinn, annað hvort soðinn eða í bollum. Þegar trollararnir komu inn á Aðalvík reru menn út í skipin og fengu karfa, hann var nefnilega ekki hirtur á þeirri tíð. Hinriki fannst karfinn ágætur. Nú fæst hátt verð fyrir karfa sem er étinn í útlöndum með góðri lyst og þykir herramannsmatur. En þrátt fyrir einhæft mataræði brögguðust börnin í Vagnshúsi furðanlega og urðu nýtir þegnar og vinnusamt fólk. Hinrik Vagnsson er sex ára þegar síðari heimsstyrjöld brýst út og hann man eftir miklum djöfulgangi fyrir ströndum. Hélt fyrst að skothríðin og sprengingarnar væru þrumur og eldingar. Meðan styrjöldin geisaði stóð önnur styrjöld sem var milli Aðalvíkinga og stjórnvalda fyrir sunnan. Eftir stríðið keyptu Íslendingar fjölda vélbáta og togara fyrir stríðsgróðann. Hvorki vélbátur né trollari kom til Aðalvíkur eða í Sléttuhrepp eins og gefur að skilja. Hreppurinn varð á eftir með allt, bæði höfn og samgöngur. Ekki lengur púkkað upp á Sléttuhrepp Sú ákvörðun lúrði undir niðri að þarna skyldi byggðin lögð af. Djúpbáturinn hætti að ganga til Aðalvíkur og engu fé veitti ríkissjóður til hafnarbóta eða annarra framfaramála í sveitarfélaginu. Þegar fullreynt þótti að peningar kæmu í hafnargerð eða annað tóku Aðalvíkingar sig saman um að yfirgefa byggðina. Eins og Bátafólkið flýr á kænum yfir Miðjarðarhaf nú á dögum, fóru Aðalvíkingar fyrir Ryt og yfir Ísafjarðardjúp og komust allir klakklaust. Margir settust að við Djúp, einhverjir fóru lengra suður. Fólkið úr Vagnshúsinu settist að við Djúp og Hinrik Vagnsson endaði í Hnífsdal þar sem hann hefur búið lengi ásamt konu sinni Elínu Jónsdóttur af Barðaströnd og Hinrik Vagnsson í sjaldhafnarfötum í Neðstakaupstað.

Jupiter 2,7

Jupiter HW

Mercury 2,4

Mercury 2,0

Hercules 1,5

Jupiter 2,7

Thor

Polar Togbúnaður - www.polardoors.com - Húsi Sjávarklasans - S: 898 66 77

Neptune


Hinrik og Jón Vagnssynir í Aðalvík, Davíð tengdasonur í gættinni

komu upp fjórum mannvænlegum börnum. Hnífsdælingar fylgdust með Hinriki og Jóni Vagnssyni bróður hans fara í róður snemma á morgnana á rækjubátnum Ryt. Rytur er einnig hafður með einföldu ii, en báturinn var með ypsiloni. Þetta var tíu tonna Bátalónsbátur og var taxtinn á bátaflotanum í Djúpinu þetta tíu tonn. Þeir bræður komu alltaf heim að kvöldi. Svona gekk þetta í meira en þrjátíu ár. ,,Við drápum okkur ekki“ Áður reru þeir á Gissuri hvíta sem var enn minna fley, fimm tonn. Saga rækjuvveiða í Ísafjarðardjúpi verður ekki sögð hér, en hún var því miður ekki óhappalaus. Má samt furðu sæta að ekki urðu fleiri slys því veiðarfæri stækkuðu

og þyngdust en bátarnir lítið. Þeir létu mæla stöðugleika Ryts og settu í hann góða ballest sem skipti sköpum þegar á reyndi. Slíkt gerðu fleiri rækjumenn. ,,Við drápum okkur ekki,“ sagði Hinrik Vagnsson, þegar minnst var á að þeir bræður hann og Jón Vagnsson hefðu verið heiðraðir á sjómannadaginn. Hann hafði ekki lagt ártalið á minnið og fannst ekkert sérstakt til koma. ,,Eru ekki allir heiðraðir?“ Gamlir menn töldu að ekki hefðu komið jafnslæm veður í Ísafjarðardjúpi í þeirra minni og fór að bera á upp úr 1960. Óhugsandi hefði verið að togari færist uppi í landsteinum eins og gerðist með breska togarann Ross Cleveland í febrúar árið 1968.Veðrið var ægilegt og skipið

fór á hliðina, rétti sig ekki aftur og sökk. Liggur á hafsbotni út af Hnífsdalsvíkinni. Einn skipverja bjargaðist í gúmbjörgunarbát sem rak inn í Seyðisfjörð og þar fannst hann lifandi undir húsvegg um morguninn. Í sama veðri fórst Heiðrúnin frá Bolungarvík og með henni sex menn. Hann skall á um hádegi Þeir bræður Hinrik og Jón voru að rækjuveiðum í Jökulfjörðum þann 25. febrúar árið 1980. Sæmilegt veður var um morguninn og rækjuflotinn á sjó í Ísafjarðardjúpi og á Arnarfirði. Um hádegisbil versnaði veður skyndilega og brátt komið ofsarok af suðvestri. Þeir bræður hífðu upp eins og aðrir og héldu heimleiðis til Ísafjarðar. Hinrik minnist þess að þeir voru fjóra tíma að puðast frá Ryt og inn á Ísafjörð sem var vanalega eins og hálfstíma sigling á báti þeirra Rytnum. Í þessu veðri fórust tveir bátar í Ísafjarðardjúpi með fjórum mönnum og einn í Arnarfirði með tveimur mönnum. Upp úr þessu var mjög farið að mæla stöðugleika báta og bæta í þá ballest ef þurfti. Menn létu svo sem ekki deigan síga og héldu áfram að róa. Ekki var spurt að því. Þeir bræður voru að rækjuveiðum allt fram undir aldamótin 2001 að þeir seldu bátinn og fóru í land. Hinrik Vagnsson býr enn í Hnífsdal á Bakkavegi 10 ásamt Elínu konu sinni og nokkrum landnámshænum sem hann elur í kjallaranum. Þau eru orðinn 48 árin á Bakkaveginum og bendir til þess að það sé gott að búa í Hnífsdal, ekki síst á Bakkaveginum.

Elín Jónsdóttir í Aðalvík


Sigrún Erna Geirsdóttir

Staðið ölduna í 58 ár Viðtal við Hrein Björgvinsson Magnús Már Þorvaldsson

V

Vopnafjörður er gamall útgerðarstaður. Útgerð ásamt landbúnaði grundvallaði myndun þéttbýlis ásamt verslun og þjónustu. Útgerðin hefur tekið miklum breytingum á Vopnafirði eins og á öðrum stöðum á Íslandi. Stórfyrirtækið HB Grandi hf. á og rekur uppsjávarfrystihús og fiskimjölsverksmiðju samfélagsins. Sama gildir um skipin og velflestir eru sjómennirnir aðkomnir. Bróðurpartur þeirra sem sjómenn kallast á Vopnafirði eru smábátasjómenn og einn þeirra er Hreinn Björgvinsson, 73 ára með 58 ára reynslu af sjósókn. „Samfélagið var eðlilega allt öðru vísi en það er nú þegar ég var ungur og þegar horft er til útgerðar vegur hvað þyngst hafnleysan. Smábátar voru gerðir út yfir hásumarið en þeir allir teknir upp á land á haustin. Nánast allir vinnufærir menn fóru á vertíð á veturna. Hér var enga báta hægt að hemja á vetrum því skjól var ekkert. Loks árið ´69 var farið að vinna við höfnina. Ég minnist þess að hafa farið með Birni skólastjóra ásamt skólafélögum niður á bryggju til að kveðja vertíðarmennina sem voru um 70. Þetta var líklegast árið 1955“.

Um ævina hefur Hreinn átt allnokkra báta, 1972 lét hann ásamt Guðmundi Ragnarssyni smíða 12 tonna bát sem þeir höfðu á legufærum þar sem við gátum ekki hamið bátana við bryggju þótt fyrsti garðurinn væri kominn. Með tíð og tíma hefur höfnin batnað og hefur nánast verið umbylt. Þess er vert að geta að þeir áttu saman báta um árabil, Hreinn og Guðmundur sem Hreinn segir að hafa verið einstakur maður en hann er nú látinn.

lón handan tangans sem þéttbýlið stendur á. Var skelin pilluð á staðnum og borin á bakinu heim. Sjálfsagt þætti þessi vinna vart boðleg ungu fólki nú. Sextán ára lá leiðin til Reykjavíkur, fyrsta vertíðin hins unga Vopnfirðings var hafin. Þar skyldi haldið á togara en ættingjar syðra því heldur mótfallnir svo Hreini var komið fyrir á varðskipinu Albert sem messadrengur til byrja með en fljótlega

Aðspurður um upphafið, hvernig það kom til að sjómennskan varð lifibrauðið kvaðst Hreinn sem unglingur hafa byrjað að stunda sjóinn með Alberti í Leiðarhöfn þar sem hann var vinnumaður á bænum. Var hann þá fimmtán ára gamall. Var róið frá bænum, sem stendur steinsnar frá þorpinu og fiskurinn saltaður þar. Var beitt með kræklingaskel sem sótt var norður í

Hjónin Linda og Hreinn en Linda hefur verið formaður Slysavarnardeildar Sjafnar á Vopnafirði um árabil og komið að sjómannadeginum sem slík árum saman.“

SJÁVARAFL MAÍ 2016

7


Hrein Björgvinsson sjómaður til 58 ára

kominn með prjónahúfu og jakka. Það hefur verið stæll á okkar manni í þessari múnderingu! Árið eftir þá sautján ára var okkar maður kominn á vertíð í Grindavík og þá næstu í Sandgerði þar sem Hreini þótti einkar gott að vera. Hann fékk pláss á bátnum Freyju og sagði aðbúnað hafa verið með miklum sóma. Skipstjóri var Karl Sigurbergsson sem síðar fórst með Stíganda á síldarárunum. „Við höfðum engin færi á öðru en að sækja vertíðir um langan veg, hér var enga vinnu að

hafa á vetrum. Aðeins útskipanir á vörum en sláturhúsið var vissulega mikilvægur þáttur því þar var heilmikla vinnu að hafa enda búskapur mikill í sveitum Vopnafjarðar á liðlega 50 bæjum. Breytingin er gríðarleg“. Togarar urðu aldrei hlutskipti Hreins en var í tvö ár trolli á gamla Brettingi og þótti það dauflegur veiðiskapur.

„Við hittumst hér. Linda kom hingað til að vinna við síld og dvaldi hjá föðursystur sinni. Þetta var árið 1962, hún sextán ára og ég nítján. Árið eftir byrjum við að byggja þetta hús sem við höfum átt allar götur síðan. Þá voru engar gröfur til á Vopnafirði svo ég handmokaði fyrir húsinu ásamt bróður mínum.“

Að baki hverjum manni er gjarnan kona og í tilfelli Hreins er kona sem verið hefur hans frá því að hann var nítján ára og hún þá sextán ára, Linda Eymundsdóttir. Sótti hann hana um langan veg?

„Á þessum árum var vinnutíminn oft langur. Síldarbátar voru að koma með afla á ýmsum tímum og fólk gat verið nýkomið heim er bárust fregnir af báti sem vildi fá löndun og ekki um annað að gera en að drífa sig til vinnu aftur. Margir unnu gríðarlega mikið, fólk hafði mikla vinnu og aflaði samkvæmt því og hér voru sjómenn sem voru á aflahæstu bátunum ár eftir ár“. Mér lék forvitni á að vita hvort þetta hafi verið skemmtilegur tími. Samin voru lög og textar, „Sjómannslíf, ástir og ævintýr“. „Syngjandi sæll og glaður til síldveiða nú ég held“ o.s.frv. – áttu þeir sér stoð?

Helgi Jósepsson málaði myndir af tveimur bátum Hreins

8

SJÁVARAFL MAÍ 2016


„Stemningin var nákvæmlega svona. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Það voru allir að vinna saman. Heilu fjölskyldurnar voru jafnvel niðri á plani. Þurfti að leggja fyrstu lögin í tunnurnar fyrir þau minnstu – allir að hjálpast að. Eftir vertíð var heilmikil vinna við síldina, síldina þurfti að pækla og hún yfirfarin, kallað að yfirtaka þegar hvolft var úr hverri tunnu og sorterað. Þetta var kaldsöm vinna, komið fram á haust“. „Annars er sjómennskan nú og þegar ég byrjaði eru tveir óskyldir heimar. Ég eignaðist hlut í 5 tonna trillu þegar ég var sautján ára, sú var bara með klukku, kompás og lélegum dýptamæli. Hæfileikinn að fiska án tækja hefur í raun þurrkast út, við treystum orðið alfarið á getu tækjanna. Sjálfsagt geta einhverjir róið tækjalausir nú en ég get það ekki. Aðstæður á vertíðarbátum voru þannig að þú komst ekki í bað fyrr en í land kom en enginn kvartaði“. Hreinn þekkir eðlilega ekki annað líf en sjómennskuna, hinar löngu fjarvistir og þá var er líka gott að eiga góða konu sem gerði alla hluti eins og hann orðaði það. „Mánuðum saman vann hún fyrir heimilinu því það var ekki nóg að erfitt væri að ná aflanum, það líka erfitt að fá hann greiddan – gat tekið marga mánuði. Þáttur hennar er ómetanlegur“. Núverandi bát eða „þetta horn sem hann er að leika sér á“ er að gerðinni Sómi og Hreinn hefur átt í bráðum 30 ár. „Hefur hann elst vel, miklu betur en ég“, sagði Hreinn sem segir sjómannadaginn vart standa undir nafni. „Á Vopnafirði eru engir sjómenn að verða nema við sem erum að gutla við trillurnar. Verkkunnátta er öll að hverfa. Tilhlökkunin fyrir sjómannadeginum þegar ég var gutti var álíka og til jólanna. Allir hlökkuðu til sjómannadagsins. Talar einhver um hann nú?“

Hreinn liggjandi í gini hnúfubaks, tekin í kringum 2000

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur

Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita

» Sjálfvirk kassamötun

» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt

» Frábær hráefnismeðh.

Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is

SJÁVARAFL MAÍ 2016

9


„Þessi helgi slá öll hjörtu í takt“ Sjóarinn síkáti kominn til að vera í Grindavík

Sigrún Erna Geirsdóttir

S

jómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1938 en hann varð þó ekki lögbundinn frídagur sjómanna fyrr en 1987. Dagurinn er haldinn fyrsta sunnudag í júní nema að Hvítasunnu beri upp sama dag en þá færist hann yfir á næsta sunnudag þar á eftir. Á sjómannadaginn eru vegleg hátíðarhöld um land allt en á fáum stöðum eru þau þó jafn mikil og í Grindavík sem heldur heila bæjarhátíð í kringum daginn: Sjóarann síkáta. Sjóarinn síkáti fæðist Sjóarinn síkáti í Grindavík heldur í ár upp á tuttugu ára afmælið sitt um sjómannadagshelgina en hátíðin er ein sú flottasta á landinu. Óskar Sævarsson hjá Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur og ritstjóri Sjómannadagsblaðs félagsins segir að upphaf hátíðarinnar í því formi sem hún er í núna megi rekja til þess að Jón Gunnar Stefánsson þá bæjarstjóri í Grindavík réði Kristinn Benediktsson ljósmyndara sem

10

SJÁVARAFL MAÍ 2016

framkvæmdastjóra hátíðarinnar árið 1996 þar sem vilji stóð til þess að gera glæsilega bæjarhátíð úr sjómannadeginum.. Hann fékk ríflegt svigrúm og fjármagn til þess að gera þetta að þriggja daga hátíð og það tókst með glæsibrag,“ segir Óskar. Þetta hafi svo verið endurtekið ári síðar. Eftir það kom hins vegar babb í bátinn þar sem ráðamönnum þótti hátíðin var fulldýr fyrir ekki stærra bæjarfélag og lá hún niðri sem slík til aldamóta þótt vitaskuld væri áfram haldið upp á sjómannadaginn sjálfan með hefðbundnum hætti. „Svo gerist það að Sjómannaog vélstjórafélag Grindavíkur með Magnús Hermann Sigríðarson í fararbroddi tekur hátíðina upp á sína arma og gerir hann samkomulag við Grindavíkurbæ um skipulag og fjármögnun. Sjóarinn fær þarna veglegt fjármagn og hátíðin vex og dafnar allt til 2006 en þá börnin skemmta sér á sjóaranum síkáta

kemur aftur bakslag í hana af hálfu bæjarins og Sjómannafélagið tekur hana alfarið að sér,“ segir hann. Var þá stofnað þriggja manna teymi til að rífa hátíðina upp og setja hana á enn hærra plan en hún hafði verið. „Í teyminu eru tveir fulltrúar frá Sjómannafélaginu og einn frá bænum; ég sjálfur, en þá var ég bæði menningar- og ferðamálafulltrúi bæjarins sem


Hart barist í koddaslag við höfnina. Ljósmyndari: Haraldur Hjálmarsson

og framkvæmdastjóri Saltfisksetursins.“ Segir hann að forgangsatriði hafi verið að fjármagna hátíðina gegnum styrktaraðila og það verk hafi gengið merkilega vel þar sem allir hafi verið afar áhugasamir um hátíðina. „Þetta var lykilatriði því hátíðin verður að ganga upp fjárhagslega og sem betur fer hefur hún alltaf gert það.“ Þetta ár voru fyrstu alvöru tónleikarnir haldnir í íþróttahúsinu, sem og bryggjuballið, og vöktu þessir dagskrárliðir mikla lukku. Árið 2009 tekur Grindavíkurbær svo hátíðina alfarið að sér og heldur frístunda- og menningarsvið utan um skipulag í samstarfi við Sjómannafélagið og

Björgunarsveitina Þorbjörn. Óskar segir að það hafi skipt miklu fyrir hátíðina að hún fór af svo vel af stað í byrjun. „Kristinn setti þarna ákveðin viðmið og kom hátíðinni almennilega á koppinn. Bærinn tók svo við kyndlinum.“ Lykillinn er að virkja íbúana Önnur hátíð sem hefur náð að festa sig vel í sessi sem hátíð allra landsmanna er Fiskidagurinn mikli á Dalvík og segir Óskar að velgengi hátíða sem þessara felist í samvinnu bæjarbúa. „Þegar íbúarnir leggjast allir sem einn á árarnar er þetta hægt.“ Lykillinn að því að virkja íbúana segir

Óskar að hafi verið að byrja með hverfahátíð. „Við sáum að það þurfti að efla föstudaginn. Á sunnudeginum er sjómannadagurinn sjálfur og á laugardeginum eru atriði tengd honum en föstudaginn mátti efla. Það voru því sett á laggirnar hverfaráð og hefur verið valið í þau árlega síðan. Þau skipuleggja hvernig hverfishátíðin þeirra á að vera og vitaskuld fer það alltaf eftir því hversu öflugt ráðið er hvað mikið er gert í hverju hverfi fyrir sig. Rauði þráðurinn er samt að hvert hverfi hefur sinn lit og á föstudeginum eru hengdir upp fánar í þessum litin og allir grilla saman. Síðan marsera hverfin á ákveðinn stað þar sem

SJÁVARAFL MAÍ 2016

11


Heiðranir í Grindavík á sjómannadaginn. Ljósmyndari: Óskar Sævarsson

aftur og menn beri saman bækur sínar. Hvað hafi heppnast vel, hvað megi laga og hverju þurfi að bæta við. „Frá því að hátíðin fór fyrst af stað hefur hún vaxið og dafnað á hverju ári,“ segir Óskar. „Þetta er fyrsta árlega bæjarhátíðin á landinu og má segja að hún opni sumarið. Bærinn fyllist af fólki og síðast voru hérna um tuttugu þúsund manns. Hér eru 3300 íbúar svo gestafjöldinn er mikill!“ Hann segir að þegar bærinn tók við hátíðinni árið 2006 og hátíðin hafi breyst úr því að vera hefðbundin sjómannadagshátíð með laugardags og sunnudagsatriðum hafi hún farið úr því að vera 1500 manna hátíð yfir í tíu þúsund. Síðan þá hafi fjöldinn ekki farið niður fyrir það og ef veðrið sé gott sé fjöldinn yfirleitt hátt í tuttugu þúsund. „Dagskráin verður ekki gerð opinber fyrr en í lok maí en það er óhætt að segja að það verður gefið hressilega í í ár og hátíðin verður afar vegleg. Nú er ég ekki lengur í skipulagsnefndinni en ég veit að skemmtiefni verður með því besta sem gerist hérlendis og leiktækin verða frábær. Þetta verður allt til fyrirmyndar og hátíðin gæti orðið ein sú stærsta í sögu Sjóarans síkáta, það er svo mikill áhugi fyrir henni.“

fylkingarnar smella saman. Þaðan er svo haldið áfram niður að Salfisksetri Íslands þar sem er stórt hátíðarsvæði með veglegu sviði. Þarna setjast svo allir niður og skemmta sér. Þetta er kvöldið sem börnin eru með og fjölskyldan skemmtir sér saman enda er flott skemmtidagskrá í gangi allt kvöldið á sviðinu.“ Þetta hristi bæjarbúa virkilega vel saman. Hátíðin vex stöðugt og dafnar Sjóarinn síkáti teygir sig því frá setningu hátíðarinnar sem er á miðvikudegi fram á sunnudag, og er fjöldi viðburða á hverjum degi. Drjúgur tími fer því í undirbúning og má segja að allt árið liggi meira og minna undir. Frá áramótum séu stíf fundarhöld og undirbúningsvinna fram að hátíðinni og eftir hana sé strax komið saman

Á laugardeginum er siglt með börnin um höfnina. Ljósmyndari: Óskar Sævarsson

12

SJÁVARAFL MAÍ 2016

Venjan er að skrúðgangan nemi staðar á leið sinni niður að höfn við minnismerkið um látna sjómenn. Ljósmyndari: Óskar Sævarsson


kemmtisiglingin er vinsæl meðal barnanna. Ljósmyndari: Óskar Sævarsson

Sjómannadagurinn „Hér hefur alltaf verið sterk og rík hefð í kringum þessa helgi og hvort sem um er að ræða fiskverkakonuna í salnum eða sjómanninn á bátnum, þessa helgi slá öll hjörtu í takt. Það leggjast allir á árarnar svo helgin verði annað og meira en að heiðra gamla sjómenn og halda ræður,“ segir Óskar. Sjómannadagshefðin sé mjög rík í Grindavík enda sé bærinn háður sjómennskunni. Grindavíkurflotinn sé stór og í nánast hverju húsi sé einhvern að finna sem tengist sjónum á einn eða annan hátt. Á sjómannadeginum slái svo landið allt taktinn og það sé gott að finna hvernig þjóðarsálin gleðst. „Tilgangur hátíðarinnar er auðvitað að halda þennan dag hátíðlegan og heiðra sjómenn. Það er ríkt í okkur Grindvíkingum að gera það, eins og þjóðinni allri, og ég held að hátíðin sé

orðin svo fastur liður hjá okkur hérna að enginn bæjarfulltrúi í framtíðinni muni þora að ympra á því að slá hátíðina af. Hún er komin til vera og mun bara vaxa.“ Þrátt fyrir að bærinn sjái um hátíðina er sjómannadagurinn sjálfur alfarið í höndum Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og er sá dagur hryggjarstykkið í hátíðinni. „Við höfum alltaf haldið sjómannadaginn hátíðlegan, allt frá upphafi, og vorum með fyrstu bæjum sem það gerðu. Hér í fyrri tíð gerðist það þó að hann félli niður vegna sjóslysa.“ Alltaf hafi því verið hátíðarhöld, grín og glens við höfnina þennan dag og alltaf hafi hann verið vel sóttur. „Þetta var dagurinn þegar sjómannsfjölskyldur komu saman og hittust við hafnarstæðið. Fyrst messa og svo fylkt liði í skrúðgöngu niður á

höfn. Eftir að minnisvarði um látna sjómenn var settur upp er stoppað við hann á leiðinni niður að höfn.“ Óskar segir að stór liður í velgengni sjómannadagsins í Grindavík sé sú góða samvinna við ýmsa aðila sem einkennt hafi daginn strax frá upphafi. Þar beri fyrst að nefna Slysavarnafélagið og svo Björgunarsveitina Þorbjörn og kvennadeildina. Upp úr 1970 myndaðist svo gott samstarf við varnarliðið á Keflavíkurvelli og þar til varnarliðið fór kom það fólk alltaf til Grindavíkur á sjómannadaginn og tók ríkan þátt í hátíðarhöldunum með bæjarbúum. Í kringum 1975 verður þetta svo að tveggja daga hátíð þegar ákveðin atriði eru flutt af sjómannadeginum yfir á laugardaginn. „Kappróðurinn hefur alltaf verið mjög vinsæll og það fer mikill tími í hann svo hann var fluttur á laugardaginn og sömuleiðis skemmtisiglingin

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100

SJÁVARAFL MAÍ 2016

13


Skemmtisiglingin er vinsæl meðal barnanna. Ljósmyndari: Óskar SævarssonBls 14: Myndatexti:Menn leggja alltaf hart að sér í kappróðrinum. Ljósmyndari: Haraldur Hjálmarsson

með börnin sem tekur líka sinn tíma. Þarna verður því til sjómannahelgin og þetta hefur verið þróunin um land allt. Sjóarinn síkáti var svo hluti af þessari þróun.“ Þessu var strax vel tekið af sjómönnum og segir Óskar að bátar og skip komi oft aðeins fyrr heim fyrir þessa helgi og fari kannski út degi seinna svo úr verði góð fríhelgi hjá sjómönnunum. „Þegar þeir koma í land á fimmtudegi eða föstudegi koma þeir líka heim í bæ sem búið er að skreyta þeim til heiðurs og þeir eru auðvitað ánægðir með það.“ Öflugt félag sjómanna og vélstjóra Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur er í dag eitt öflugasta sjómannafélag á landinu því stöðugt bætist við félagatalið. „Sjómenn sækja til okkar því við höfum verið að gera góða hluti fyrir okkar félagsmenn. Við veitum góða þjónustu og félagið hefur þá ímynd að vera öflugt og gott félag sem ber hagsmuni sinna manna fyrir brjósti. Við höfum t.d þetta fína hús þar sem rekinn er veitingastaðurinn Sjómannsstofan Vör og þar er hin flottasta aðstaða fyrir sjómenn; kaffistofa, sjónvarpsherbergi, blöð og tímarit, og skrifstofa félagsins. Við stöndum líka fyrir klassískum atriðum eins og orlofshús fyrir

Hverfin í Grindavík eiga öll sinn lit og fara í skrúðgöngu á föstudeginum. Sumir fara þá á traktor! Ljósmyndari: Haraldur Hjálmarsson

14

SJÁVARAFL MAÍ 2016

sjómenn og höfum góðan styrktar- og félagssjóð sem þjónusta okkar fólk eins vel og hægt er að gera.“ Eins og áður hefur verið nefnt er Óskar ritstjóri Sjómannadagsblaðs félagsins og er þetta fjórða árið í röð sem hann sinnir því starfi. „Þetta er veglegt blað og það er mikill metnaður hjá félaginu að standa vel að þessari útgáfu. Hún hefur verið í höndum margra góðra ritstjóra sem allir hafa verið tengdir félaginu og forveri minn, Kristinn Benediktsson sem var einmitt líka með hátíðina á sínum tíma, var með blaðið í sex ár. Við leggjum mikið upp úr góðu blaði,“ segir Óskar. Blaðið fór upp í um 140 síður síðasta ár en þá kom viðauki um sögu heiðrana frá upphafi og segir Óskar að það sé hreinlega krafa um að

blaðið fari yfir 100 síður í ár líka. Það sé heldur ekki erfitt að fylla blaðið því í bænum sé óendanlegur brunnur heimilda um sjómannasögu. Blaðið verður prentað í 600 eintökum og fer í prentsmiðjuna upp úr miðjum maí. Það fer svo í dreifingu þriðjudaginn fyrir Sjóarann síkáta og verður aðgengilegt á völdum stöðum í Grindavík á sjómannadaginn sjálfan. Sömuleiðis er hægt að kaupa blaðið á vef félagsins, svg.is, og hjá Grandakaffi í Reykjavík. „Grindavík er útgerðarbær og það sést vel á glæsilegri hátíð og flottu blaði.“

Börnin njóta þess að fá að sigla með skipi. Ljósmyndari: Haraldur Hjálmarsson.


VELKOMIN Á TJÖRUHÚSIÐ Í NEÐSTAKAUPSTAÐ Þar er að finna fyrsta flokks mat og þjónusta er í hávegum höfð. Tekið er vel á móti gestum og óvenulegu umhverfi sem heillar.

Opnunartími er frá 11:00 - miðnættis. Sími 456 4419. Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði.

SJÁVARAFL MAÍ 2016

15


Sú var tíðin. Mynd úr 100 ára afmælisbók Sjómannafélags Íslands.

Fögnuðu 100 ára afmæli með veglegri bók

Stöðug barátta að verja kjörin Sigrún Erna Geirsdóttir

B

ókin er létt og skemmtileg Sjómannafélag Íslands varð 100 ára þann 23.október 2015 og gaf félagið út af þessu tilefni myndarlega bók sem síðan var gefin félagsmönnum. Við spurðum Jónas Garðarsson, formann félagsins, út í tilurð bókarinnar, félagið og baráttumálin. Áður hafði félagið gefið út bækur á 10, 25 og 50 afmæli félagsins svo okkur þótti þetta tilvalið. Það er svo mikilvægt að halda sögunni til staðar og að hún sé ekki bara í kollinum á einhverjum. Í bókinni er því farið vel yfir söguna og merka kafla eins og vökulögin á öldinni sem leið, Blöndalslaginn, baráttu farmanna og fleira,“ segir hann. Jónas segir að bókin að þessu sinni sé mun litríkari en fyrirrennarar hennar og allt annað en þurr og leiðinleg. Hún sé líka stór og vegleg; tæpar 300 blaðsíður. „Stjórn félagsins ákvað þetta tveimur árum fyrir afmælið og fór strax af stað enda þarf langan undirbúningstíma fyrir svona mikið verk. Það tóku allir strax vel í þetta og við áttum heilmikið af efni sem hægt var að nota. Við eigum t.d allar fundargerðarbækur félagsins frá upphafi fyrir utan eina sem náði yfir skammt tímabil og jafnvel bækur frá því áður en félagið var stofnað formlega sem hásetafélag. Við eigum því til góðar heimildir sem vel hefur

16

SJÁVARAFL MAÍ 2016

verið passað upp á. Eitthvað á félagið líka til af myndum sem fóru í bókina og svo var sótt í ljósmyndasöfn til einstaklinga. Félagar hafa tekið vel í bókina og haft á orði að loks væri þetta orðið læsilegt! Svona efni getur svo hæglega orðið þurrt og leiðinlegt en þetta er vel skrifað hjá Halli Hallssyni og létt. Hann tekur t.d talsvert upp úr gömlum dagblöðum og vitnar í þau svo þetta er skemmtilegt og heldur manni alveg við lesturinn, öfugt við gömlu bækurnar sem eru ekki beinlínis skemmtilestur.“ Þá sé talsvert af samtímaheimildum í þessari bók og menn tengi kannski betur við þær. „Svo finnst mönnum auðvitað sumt vera áhugaverðara en annað. Hjá okkur er blanda af sjómönnum og þeir lesa meira af því sem þá varðar. Þeir koma af alls kyns skipum, fiskiskipum, ferjum, flutningaskipum, varðskipum og hafrannsóknarskipum ofl. og þetta stýrir oft þeirra áhugasviði.“

sig virkilega vel inn í okkar mál og virðist skilja þetta svo vel.“ Jónas segir tilviljun hafa ollið því að Hallur var fenginn til verksins eins og svo oft sé tilfellið. „Hann skrifaði sögu Snarfara, félags sportbátaeigenda, og tók við mig viðtal. Þannig kynntist ég honum og þegar þetta kom upp var Hallur sá fyrsti sem okkur datt í hug,“ segir Jónas. Hallur hafi svo fengið algerlega frítt spil varðandi skrifin. Hann hafi sótt það efni sem hann þurfti til stjórnarinnar en að öðru leyti hafi þeir ekkert skipt sér af skrifum og efnistökum. „Svo græddum við það líka á þessu ferli að við þurftum að fara í gegnum öll skjöl félagsins. Þetta var til og vel varðveitt en kannski ekki nógu vel flokkað. Við fórum því í gegnum allt sem við áttum, flokkuðum og röðuðum og þá kom nú ýmislegt í ljós! Við höfðum því mjög gott af þessu öllu saman, þetta var fín tiltekt. Nú er allt skjalasafnið í röð og reglu og mjög aðgengilegt.“

Allt komið í röð og reglu Bókin var í vinnslu í tvö ár og segist Jónas vera afar ánægður með að það hafi náðst að hafa hana tilbúna á afmælisdaginn. „Við héldum enga veislu því það er dálítið erfitt í sjómannafélagi, félagarnir er jú flestir úti á sjó. Í staðinn ákváðum við að þeir fengju þessa afmælisgjöf, bókina. Við erum nokkuð montnir af henni, Hallur setti

Ýmislegt sýslað hjá félaginu Á sjómannadaginn er margt að gerast um land allt hjá félögum sjómanna og er Sjómannafélag Íslands þar engin undantekning. „Við erum staðsettir í Reykjavík þar sem stærstu hátíðarhöldin eru og dagurinn er skipulagður í samstarfi við Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sem eru stéttafélög sjómanna.


Faxaflóahafnir taka líka myndarlegan þátt í þessu með okkur og útkoman er Hátíð hafsins sem sjómannadagurinn er hluti af.“ Sjómannafélögin eru ýmislegt að brasa og eiga þau t.d stærstu elliheimili landsins, Hrafnistufélögin fjögur. Að auki tilheyra þeim sömuleiðis orlofshús eins og önnur stéttarfélög. Var Jónas einmitt staddur á Akureyri er viðtalið átti sér stað til þess að líta yfir orlofshús sem félagið var að bæta við sig á Vaðlaheiði. ,,Við erum því með núna tvö hús og eina íbúð hérna fyrir norðan og þetta er allt mikið notað og stendur undir sér rekstrarlega. Yfir sumarið eru þetta vikuleigur og svo koma helgarleigurnar inn á veturna. Félögum okkar á Suðvesturhorninu og fyrir austan finnst voða gott að koma að koma hingað norður og svo finnst Norðanmönnum gott að komast suður í bústaðina í Árnessýslu og íbúðina í Reykjavík.” Samningslausir í 5 ár Kjarni hvers stéttarfélags er barátta fyrir kjörum félagsmanna og Jónas segir t.d að baráttu farmanna fyrir tilverurétti sínum sé hvergi nærri lokið og mikið púður fari í þá baráttu enn í dag. „Það er sótt að þessari stétt með láglauna áhöfnum frá Austur-Evrópu og víðar sem þiggja lægri laun en hér tíðkast og það hafa verið unnin skemmdarverk á farmannastéttinni vegna þessa. Stóriðjan á sinn þátt í því, þetta byrjaði með Rio Tinto álverinu og síðan fór á sömu leið hjá Fjarðaráli. Þeir fara með fögur orð um samfélagslega ábyrgð en það er það sem það er, orðin ein, því ekki hafa þeir Íslendinga í sinni þjónustu á skipunum.“ Þetta sé að hluta til baráttumál félagsins enn í dag. „Svo er það annað að fiskimenn hafa t.d verið samningslausir núna í fimm ár. Það er kannski ekki eins brýnt að ná samningum þar eins

Jónas Garðarsson fyrir framan fána félagsins.

og með venjulegan launþega þar sem okkar menn eru í hlutaskiptakerfi. Það er því ekki nógu mikill þrýstingur á að klára þessar viðræður og endursemja. Aflahluturinn sveiflast með markaðsverði sem er þó ekki alltaf sanngjarnt. Í hruninu var veiðileyfagjöldunum líka komið á og í kjölfarið gerðu útvegsmenn grimmilegar kröfur á sjómenn að þeir ættu að taka þátt í þessum kostnaði. Það er stór ástæða þess að ekki hefur samist, því mikið ber í milli.“ Spurður hvort einhver hreyfing sé á þessum viðræðum segist Jónas ekki getað svarað því, viðræður séu öðru hvoru en lítið virðist hnikast í samkomulagsátt og óvíst hvert stefni. Í góðum tengslum við félagsmenn Jónas segir að fyrir utan kjaramálin snúist starf félagsins um lífsgæði félagsmanna og að standa

við bakið á sínu fólki. ,,Kjarabarátta sjómanna er yfirleitt dálítið hörð vegna þess að það tíðkast aldrei að sjómenn, hvaða hlutverki sem þeir gegna, fái öðruvísi greitt en skv. kjarasamningum. Farmenn á varðskipum eru t.d á tímavinnukaupi og þeir fá aldrei neitt nema að samið sé um það. Þeir fara ekki í launaviðtal. Hjá þeim er allt klippt og skorið og ekkert á diskunum á þeirra heimilum nema það sem við semjum um. Það er því hart tekið á þessu við útgerðarmenn og okkar viðsemjendur hjá ríkinu. Ég held því að fáar stéttir séu meira meðvitaðar um sitt félag en sjómenn.” Jónas segir að mikil og persónuleg tengsl séu á milli stjórnenda félagsins og félagsmanna og menn nýti betur réttindi sín hjá félaginu en áður. ,,Hluti af því að vera í góðum tengslum við sína félagsmenn er að hitta þá þegar þeir eiga frí í miðri viku, þá koma sjómennirnir oft og fá sér

CAPTO

iT´s ly reAl y h CATC

For midwater trawls

CAPTO is a new net twine, which Vónin has developed for midwater trawls. CAPTO has great abrasion properties and a good stiffness, which results in easier handling and a long lifetime. Contact us today to get more information.

Vónin // Bakkavegur 22 // P.O.Box 19 // FO-530 Fuglafjørður // Faroe Islands // Tel. +298 474 200 // info@vonin.com // vonin.com


Áhöfnin um borð í Þerney gerir að hákarli sem kom í trollið. Mynd úr safni félagsins.

kaffisopa hjá okkur til að ræða landsins gögn og nauðsynjar. Þeir eru mjög duglegir við það þótt það sé auðvitað misjafnt hversu duglegir menn eru við það.” Sömuleiðis förum við sjálfir um borð í skip til þess að hitta okkar fólk enda oft erfitt fyrir farmenn að skreppa frá borði þar sem þeir þurfi gjarnan að vera að vinna þegar skip er í höfn. Erfiðar er að ná til fiskimanna um borð þar sem þeir eiga frí þegar skip þeirra eru í höfn. Við reynum það fara reglulega í heimsóknir sjálfir, og taka púlsinn hjá fólki. Brotið á fólki á farþegaskipum Jónas segir að heimsóknir um borð í skip séu umfangsmikill þáttur af starfseminni og sennilega séu þetta um sjötíu heimsóknir á ári. Sjómannafélag Íslands er aðili að ITF sem eru alþjóðleg samtök flutningamanna. ,,Við höfum eftirlit með launum erlendra sjómanna og vinnum í beinum tengslum við samtökin. Þau hafa það hlutverk að fylgjast með aðbúnaði, öryggismálum og launamálum þessara manna sem eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þetta er allt annar heimur en sá sem við eigum að venjast hér á Íslandi. Þarna er þrælsótti mikill í þeim tilfellum þegar þeir telja sig ekki hafa fengið rétt laun eða jafnvel alls engin laun. Þá biðja þeir okkur um að koma um borð og athuga málin en biðja okkur þá oft að nefna ekki hver

18

SJÁVARAFL MAÍ 2016

hafi sagt frá. Þeir treysta sér ekki til að vera ábyrgir því að hafa kvartað yfir launum, lélegum mat, sjúkraaðstöðu um borð eða almennri aðstöðu. Því miður er þetta svona.” Launin á þessum skipum séu ævintýralega lág en samt fái fólk þau stundum ekki greidd eða ekki er staðið við ráðningasamninga og fólk fær kannski ekki að fara heim á umsömdum tíma og komið hafa upp dæmi þess að ekki sé farið með fólk á sjúkrahús þótt þörf sé á því. Jónas segir að sum þessara skipa þar sem vandamál séu um borð komi hingað til lands reglulega, önnur sjaldan og sum bara í eitt skipti. ,,Það eru reglulegar uppákomur um borð í svona farþegaskipum þar sem þau eru mikið mönnuð af svona fólki og þetta eru erfið mál.” Einungis sé þó farið um borð í stóru farþegaskipin ef beðið er sérstaklega um það þar sem svo margir séu um borð. Slíkar beiðnir komi þó hvert einasta ár. Þá sé farið um borð og málin athuguð. Um leið skilji þeir líka eftir blöð og tímarit með gagnlegum upplýsingum. ,,Sem betur fer vita sjómenn á heimsflotanum allir hverjir ITF eru og þeir geta farið inn á heimasíðu samtakanna og lesið sér til um réttindi sín og okkar þjónustu. Þar sjá þeir líka hverjir vinna sem eftirlitsmenn fyrir samtökin og sá fulltrúi hérlendis er ég.”

Aðalfundur félagsins á síðasta ári sem haldinn var í Iðnó.

Of fáir um borð í nýju skipunum Jónas segir að grettistaki hafi verið lyft þegar Slysavarnaskólinn var settur á laggirnar og heilt yfir séð séu öryggismál í góðu lagi hérlendis í dag. Menn séu mjög meðvitaðir um þessi mál. Allir sjómenn fari reglulega í þjálfun hjá Slysavarnaskólanum sem hafi staðið sig einstaklega vel, sérstaklega varðandi það að varði að opna augu fólks gagnvart þessum málum. Skipin séu svo auðvitað stærri og mun betri en var. ,,Sem betur fer er sá tími horfinn þegar tugir sjómanna fórust kannski á einum vetri.” Í dag sé sennilega stærsta öryggismálið það að sjómannafélögunum finnst of fátt fólk vera um borð í nýjum fiskiskipum og það sé verið að tefla á tæpasta vað í öryggismálum hvað þetta varðar. ,,Okkar mat er að það séu of fáir um borð í þessum nýju nótaskipum og of mikið lagt á hvern einstakling. Þetta kemur líka niður á hvíld mannanna. Sjómannasamtökin hafa ítrekað bent á þetta undanfarin ár og í kjölfarið hafa tryggingafélögin farið að skoða þetta með vinnutímann og starfsaðstæður um borð. Þetta hefur að sjálfsögðu verið inni í kjaraviðræðunum og er eitt af þeim mörgu bitbeinum sem þar eru. Skipin eru vissulega tæknilegri en útgerðarmenn hafa verið heldur djarfir í að fækka mannskapnum.” Þannig að þrátt fyrir að staða sjómanna sé ólíkt betri í dag en var hér áður sé enn mikið verk óunnið.

Knattspyrnumót eru árlegur liður á sjómannadeginum í Reykjavík og hér er lið Örfiriseyjar árið 1997.


Pantone 2748

Sendum sjómönnum og fiskvinnslufólki hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn


Áratuga reynsla í alhliða viðhaldi á skipum

Sími 511-2330

Grandagarði 18

101 Reykjavík

Smiðjuvegur 74 • GUL GATA • 200 Kópavogur

20

SJÁVARAFL MAÍ 2016


Þorlákshöfn

Snæfellsbær

SJÁVARAFL MAÍ 2016

21


Jóhannes Eyleifsson hefur handleikið nokkuð margar grásleppur síðustu 60 árin

Jóhannes Eyleifsson sjómaður á Akranesi Er á sinni sextugustu grásleppuvertíð

Haralddur Bjarnason

G

rásleppuveiðar hafa staðið yfir hringinn um landið síðustu vikurnar og misjafn gangur í veiðunum eins og oft vill verða. Einn reyndasti grásleppukarl landsins er án efa Jóhannes Eyleifsson 72 ára sjómaður á Akranesi en hann er nú á sinni sextugustu grásleppuvertíð, byrjaði tólf ára gamall á grásleppu með föður sínum Eyleifi Ísakssyni. Jóhannes segist halda að aðeins einn hafi enst svona lengi á grásleppuveiðum á Akranesi og hann en það var Guðni heitinn Eyjólfsson, sem var kominn á níræðisaldur þegar hann hætti. „Þetta hefur gengið ágætlega núna þegar veður leyfir. Við fengum smávegis vestanátt á okkur um daginn með tilheyrandi þara í netunum en við dýpkuðum aðeins á trossunum til að sleppa við skítinn,“ sagði Jóhannes þegar talað var við hann nýkomin í land á sunnudaginn. Hlöðver Sigurðsson jafnaldri Jóhannesar rær með honum eins og síðustu vertíðir á Leifa AK-2. „Við erum með nokkrar trossur út af hólmunum við minni Hvalfjarðar, nokkrar við Akranesflösina og restina norðan við Skagann. Svo hagar maður drættinum á þeim bara eftir því hvernig vindur blæs og reynir að vera þar sem skjól er, maður hefur nú eitthvað lært á þessum 60 árum,“ segir Jóhannes.

22

SJÁVARAFL MAÍ 2016

Grásleppunni er nú allri landað heilli og óaðgerði öfugt við það sem var áður þegar aðeins hrognin voru hirt og grásleppunni sjálfri hent í sjóinn. „Við leggjum þetta upp hjá Vigni G. Jónssyni hf sem nú er í eigu HB Granda og fáum 150 krónur fyrir kílóið en það er 50 krónum lægra en var í fyrra. Það eru bara þrír bátar eftir á grásleppu héðan frá Akranesi því hinir sem byrjuðu strax fyrst apríl eru búnir með veiðidaga sína en dögunum var fjölgað í 32 daga núna en áttu upphaflega að vera 20. Ætli þeir séu ekki að undirbúa kvótasetningu á grásleppuna fyrst þeir fjölga dögum núna til að fá betri viðmiðun,“ segir Jóhannes og bætir við að það þurfi ekkert að vera verra en dagakerfið því veður geti sett strik í reikninginn með það en

á móti komi að ef góð veiði er geti náðst meiri afli en kvótakerfi muni gefa. Annars hafi veiðin verið ágæt síðustu ár. Jóhannes segist reikna með að þetta sé síðasta vertíðin hjá sér „Fæturnir eru farnir að gefa sig. Ég er búinn að fara í hnjáskipti og núna hefur mjöðmin verið að angra mig. Það er ekki gæfulegt að sjá mig staulast um borð í bátinn á hækjum en þetta er í lagi þegar ég er kominn um borð,“ segir þessi harðjaxl á áttræðisaldri sem ætlar þó að klára sína sextugustu grásleppuvertíð. Leifi AK-2 á grásleppumiðunum norður af Akranesi. - Ljósm. Haraldur Bjarnason


NÝ 10.000 TONNA FRYSTIGEYMSLA

HAFNARFJARÐARHÖFN TENGIR FLUTNINGA UM ALLAN HEIM • Eldsneytisafgreiðsla • Siglingatækjaþjónusta • Sorphirða • Kæligeymslur • Veiðarfæraþjónusta • Flotkvíar • Gámaþjónusta • Frystigeymslur • Aðstaða til viðgerða • Fiskmarkaður • Vörugeymslur

Óseyrarbraut 4 · 220 Hafnarfirði · Sími: 414 2300 · Fax: 414 2301 hofnin@hafnarfjordur.is · www.hafnarfjardarhofn.is

SJÁVARAFL MAÍ 2016

23


Bryggjan í Blankenberg í Belgíu þar sem bátnum Via Con Dios var hleypt af stokkunum

Var stungið í fangelsi af portúgölsku lögreglunni

Einn á báti í mánaða sýningarferðalagi Sigrún Erna Geirsdóttir

G

uðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, átti að baki farsælan skipstjóraferil áður en hann gerðist hafnarstjóri. Eitt því sem situr eftir er níu mánaða sýningarferðalag um Evrópu á vegum Trefja í Hafnarfirði. Upp og niður með Evrópuströndum Guðmundur er búinn að vera hafnarstjóri á Ísafirði í tólf ár og þekkir hann sjóinn vel af eigin raun. Fimmtán ára fór hann á sjó og kláraði Stýrimannaskólann 21 árs. Hann var skipstjóri á þremur skipum frá KEA: Sólfellinu, Súlnafellinu og Snæfellinu og lauk svo skipstjóraferlinum á Stakfellinu frá Þórshöfn. ,,Það sem stendur upp úr er að ég komst áfallalaust upp úr þessu öllu sem er allt annað en sjálfgefið. Ég hef líka verið svo heppinn að sigla með mörgum úrvalsmönnum, eins og Herði Guðbjartssyni frá Ísafirði sem var

24

SJÁVARAFL MAÍ 2016

bæði vandaður maður og varkár.” Guðmundi er margt minnisstætt frá árum sínum á sjó en einna minnisstæðast segir hann vera verkefni sem hann tók að mér fyrir Trefjar í Hafnarfirði árið 1998. Verkefnið var samstarfsverkefni Trefja, Borgarplasts og Perkings bátavéla og stutt af forvera Íslandsstofu, Útflutningsráði. ,,Þá réðu þeir mig til þess að fara í sýningarferð um alla Evrópu á 33 feta Cleopatra fiskibáti.” Eftir að báturinn hafði verið fluttur til Rotterdam með Bakkafossi sigldi Guðmundur einn á bátnum niður með Atlantshafsströnd Evrópu. ,,Frá Hollandi lá leiðin til Belgíu, svo Frakklands, Baskalands, Spánar og Portúgal. Þá var verið að halda heimssýninguna í Lissabon og þar var báturinn sýndur í tengslum við íslenska básinn svo þar var ég í tvo mánuði.” Þar komst Guðmundurinn og báturinn líka í sjónvarpsfréttirnar, svo merkileg þótti þessi sigling hans. Eftir að sýningunni lauk hélt

Guðmundur ásamt Jose Ramos Horta, forseta Austur-Tímor en þangað fór Guðmundur stuttu eftir byltinguna árið 2000 og hitti t.a.m forsetann.

Guðmundur aftur stað á bátnum, upp með Evrópuströndum. Heimsótti hann þá hafnir í Hollandi, Englandi, Skotlandi, Shetlandseyjum, Danmörku og Noregi. ,,Í Noregi fór ég alla leið upp til Þrándheims, á sjávarútvegssýningu sem þar var haldin. Sú ferð var öll mjög skemmtileg, enda er gríðalega fallegt að sigla við Noregsstrendur.” Aftakaveður á flóanum Guðmundur segir að ferðin hafi í heild sinni verið afar vel heppnuð og í kjölfarið hafi Trefjar selt talsvert af bátum með alls kyns búnaði til Evrópu. ,,Þetta var mjög árangursrík ferð og það mætti segja að þetta hafi verið upphafið að útflutningi bátanna. Svo var þetta rosalega gaman líka, það skemmir ekki fyrir.” Veðrið átti sinn hlut í að ferðin gekk svo vel en þó brugðust veðurguðirnir einu sinni ferðalangnum og komst Guðmundur í hann krappann á ferð sinni frá Lorraine til Bermeo í Baskalandi. ,,Það var á Biscaya flóa sem ég lendi þarna í aftakaveðri, einn í bátnum. Ég gat ekki siglt til baka og því var ekkert annað í stöðunni en að halda áfram. Þetta átti vera hálfdags ferð hjá mér en þetta urðu þrír sólarhringar og sennilega


er þetta erfiðasta sigling sem ég hef farið í. Hreinasta svaðilför og mér var alveg hætt að standa á sama. En báturinn brást ekki og skilaði mér heilum til hafnar. Eftir þetta fékk ég ofurtrú á þessum báti. Enda nota Bolvíkingar hann mikið og þeir eru kappar sem sigla í hvaða veðri sem er svo það er eins gott að bátarnir standi fyrir sínu.” Endurnýjun vinskapar Yfirleitt stoppaði Guðmundur nokkra daga á hverjum stað og sýndi bátinn sjómönnum á staðnum. Var þetta gert í samvinnu við sjómannafélagið á hverjum stað en ferðin hafði að hluta til verið skipulögð í gegnum Evrópusambandið sem hluti af átaki til að uppfæra smábátaflota sambandsins. Vildi ESB styrkja það framtak að kynna nýja gerð af smábáti sem gæti hentað fiskimönnum á svæðinu. Guðmundur sigldi yfirleitt síðdegis og gisti gjarnan á sjómanna- eða gistiheimilum. Hann segir að hann hafi kynnst mörgum á leiðinni en einna best hafi verið að endurnýja vinskap við gamlan skólafélaga, Luis Dasnes, á meðan hann dvaldi í Portúgal út af heimssýningunni. Honum hafði Guðmundur kynnst þegar hann lærði portúgölsku í Lissabon 1984. ,,Blessaður karlinn er dáinn núna, hann var orðinn sjúkur af krabbameini þegar ég hitti hann aftur en við áttum þarna dýrmætan tíma saman og ég er þakklátur fyrir það.“ Portúgalskan hefur raunar þjónað Guðmundi vel því síðar átti hann heima í þrjú ár á Grænhöfðaeyjum þar sem portúgalska er töluð.

Guðmundur við bátinn í Bintulu í Malasíu

Í kast við lögin Ferðin var í heild sinni mjög ánægjuleg en Guðmundur lenti þó í ýmsum ævintýrum, eins og að vera varpað í fangelsi. ,,Á ferð minni niður strendur Portúgal kom ég auðvitað við á nokkrum stöðum og það má segja að þetta hafi byrjað í annarri höfninni, Aveiro. Þá gerist það að skömmu eftir að ég kem í höfn fæ ég heimsókn frá lögreglunni og biður hún um að skoða hjá mér Via Con Dios kom með fragtskipi Eimskips til Rotterdam Guðmundur með forseta Argentínu, Carlos Menhem


Námskeið með fiskimönnum í Malasíu

pappírana. Ég læt þá fá skipspappírana, íslenska prófskírteinið og fleira og þeir skoða það. Síðan segja þeir mér að samkvæmt lögum megi ég ekki vera einn um borð. Ég segi þeim hins vegar að ég hafi til þess öll tilskylin leyfi og réttindi og stuttu síðar fara þeir frá borði.“ Guðmundur heldur för sinni áfram og eftir eitt stopp kemur hann til bæjarins Peniche. Þar fær hann aðra heimsókn frá hafnarlögreglunni. ,,Þeir segja við mig: Ertu ennþá einn? Það er komin fram kvörtun þess efnis að þú sért einn að sigla. Ég svara þeim sem fyrr að ég sé í fullkomnum rétti til þess og hafi öll tilskylin réttindi. Þeir virðast sætta sig við það, stimpla pappírana og fara.“ Ekki var hann þó sloppinn því tíu mínútum síðar koma þeir aftur á

fleygiferð og handtaka Guðmund. ,,Þeir fóru með mig beint í fangelsið og henda mér í dýflissuna. Síðan er ég leiddur fyrir varðstjóra sem les mér sakarefnið: Að ég hafi svívirt portúgölsk lög með því að sigla einn á vélbát milli hafna, þrátt fyrir að hafa verið varaður við þessu athæfi. Ég svaraði þessu auðvitað því til að ég sé Íslendingur, á íslenskum báti og megi þetta. Ég dró fram réttindin og pappírana, enn einu sinni, og sýndi þeim. Það skipti engum togum, mér var hent í dýflissuna aftur.“ Guðmundur fékk þó að nota símann og hringdi hann í Auðunn, eiganda Trefja. Rakti Guðmundur fyrir honum söguna sagði og að Auðunn yrði að ganga í málið ef þetta ætti að leysast. Þegar komið var undir kvöld fór faxtækið

á lögreglustöðinni að mala og hvert blaðið á fætur öðru spýttist út. Auðunn var þá búinn að grafa upp íslensku lögin en ekki voru þau til á öðru tungumáli en okakr ástkæra ylhýra og ekki hægt að þýða þau á einum degi. ,,Varðstjórinn lætur þá ná í mig og sennilega voru þeir farnir að skilja þarna að þeir hefðu fangelsað mig á röngum forsendum og ég væri ekki forhertur glæpamaður. Ég snara þessu yfir á portúgölsku fyrir þá og þegar ég var búinn að lesa slepptu þeir mér. Við skildum á ágætum nótum en þeir voru harðir á því að ég væri að svívirða lögin.” Á leið um portúgölsku ströndina fékk Guðmundur svo nokkrar aðvaranir í viðbót en ekki var hann þó handtekinn aftur.

Guðmundur bíður ásamt sjóliða og herlögreglu eftir að Carlos Menheim forseti Argentínu komi og hleypi verkefninu af stað í borginni Rawson í Chubut fylki í Patagoníu.

26

SJÁVARAFL MAÍ 2016


GLORÍAN sem bylti flottrollsveiðum

Gloríu flottroll Hampiðjunnar voru þróuð í nánu samstarfi við íslenskar útgerðir, skipstjórnarmenn og sjómenn. Á síðustu 27 árum hefur Hampiðjan framleitt og selt yfir þúsund Gloríur til útgerða í 28 löndum.

– veiðarfæri eru okkar fag


Baader Ísland

Hvalur

SkipaSýn

28

SJÁVARAFL MAÍ 2016


Strandveiðar hafnar

S

jávarútvegsráðuneytið gaf út á dögunum nýja reglugerð um strandveiðar 2014. Reglugerðin er nánast óbreytt frá því í fyrra en um er að ræða tvær breytingar. Samkvæmt vef Landssambands smábátaeigenda þarf ekki að tilkynna í upphafi sjóferðar löndunarstað og í samræmi við breytingar sem gerðar voru í fyrrasumar er að enginn eiganda lögaðila sem á bát með strandveiðileyfi átt aðild nema að einu strandveiðileyfi. Gefin voru út 503 leyfi til strandveiða og eftir fimm daga höfðu 439 bátar landað alls 710 tonnum en gefin voru veiðileyfi fyrir 2.444 tonnum.

Alltaf sígild, alltaf ljúf

Bankastræti 2, 101 Reykjavík Tel: (+354) 551 4430 info@laekjarbrekka.is www.laekjarbrekka.is Let’s be friends! /laekjarbrekka

SJÁVARAFL MAÍ 2016

29


Vónin Ísland

að hluta til í eigu Íslendinga Elín Bragadóttir

V

ónin Ísland er angi af fyrirtækinu Vónin (P/f Von) í Færeyjum. Fyrirtækið er stórtækt í sölu veiðafæra á norðlægum slóðum. Þeir eru með rekstur utan Færeyja á Íslandi, Kanada, Noregi, Danmörku, Rússlandi, Litháen og á Grænlandi. Í forsvarari fyrir íslandsmarkað er Björn Jóhannsson, en hann sér um öll samskipti við þau erlendu skip sem leita hafna hérlendis ásamt íslenskum skipum. Frá því á vorin og fram á haust koma grænlensk skip mikið til landsins til löndunar og eru þau í viðskiptum við Vónina og er mikið umfang í kringum þau.

Hefur vaxið ört Starfsemin fer fram í Skútuvogi 9 og hefur fyrirtækið vaxið ört. Hérlendis var fyrirtækið stofnað árið 2013 og hóf starfsemi sína haustið 2014. Tímaritið Sjávarafl heimótti Björn í mars og stuttu eftir heimsóknina eða í mars keypti Hampiðjan 73,38% hlut í fær­eyska fyrirtækinu. Einnig má geta þess að Hampiðjan hef­ur verið hlut­hafi í HB Granda um ára­bil og nem­ur hlut­ur­ inn í dag 8,79%. Fé­lagið Vog­un hf. er stærsti hlut­ hafi Hampiðjunn­ar og jafn­framt stærsti hlut­hafi HB Granda.

Björn er reynslumikill í sjávarútvegi og hefur starfað meðal annars í Nýja Sjálandi. Björn hefur starfað við sölumennsku á vörum tengdum sjávarútvegi síðastliðinn fjórtán ár og sú reynsla hefur hjálpað honum að koma vörum frá Vóninni inn á markað og segir hann að í raun hafi það ekki verið erfitt.

Vónin Ísland er að þjónusta útgerðarfyrirtæki, netaverkstæði og fiskeldi og koma vörurnar beint frá framleiðendum og er Euronete í Portúgal einn af stærstu birgjunum „þá erum við með keðjur frá Kjættingfabrikken í Noregi og togvíra frá Randers Reb“. Björn segir einnig að stærstu viðskiptavinirnir eru botnvörpuskipaútgerðir og nokkrar netagerðir. Einnig þjónar fyrirtækið uppsjávarveiðiskipum.

Á lagernum í Skútuvoginum þar sem Vónin er til húsa.

30

SJÁVARAFL MAÍ 2016

Björn Jóhannsson með sýnishorn af Fortís neti.

Fortís netin Fortís netin hafa aukist mikið í sölu síðast liðið ár, vöxtur netana sem eru úr léttu og sterku efni, gera það að verkum að betur fiskast í sterkum straumum og vondum veðrum. Flestir grænlensku togararnir eru komnir með þessi net og er Björn fullviss með að íslensk skip eigi eftir að nota þessi net í auknum mæli.


Ryksugur Sópar

Vatnsdælur Gólfþvottavélar

Þegar gerðar eru hámarkskröfur Háþrýstidælur fyrir heimilið

Gufudælur Háþrýstidælur K Ä R C H E R

S Ö L U M E N N

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is

Demantshringur 10p TW.VVS1 demantur 128.900.-

Eyrnalokkar 8.900.-

Gullhjörtu með íslenskum steinum frá 49.900.-

Hjá okkur fá sjómenn og landsmenn allir persónulega og góða þjónustu

Hjartahálsmen 18.300.-

Hringur 16.700.-

Armband 32.900.-

Mikið úrval af sérsmíðuðum skartgripum með íslenskum steinum

Við pökkum gjöfinni inn fyrir þig og sendum frítt innanlands Skoðaðu úrvalið á jens.is

SJÁVARAFL MAÍ 2016

Jens | Grandagarði 31, Kringlunni og Smáralind | sími 546 6446 | www.jens.is

31


Á Sjómannadaginn á Suðureyri við Súgadafjörð Myndir Róbert Schmidt

32

SJÁVARAFL MAÍ 2016


YKKUR ER BOÐIÐ Á FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ HB GRANDA Á SJÓMANNADAGINN 5. JÚNÍ

ÍSLENSKA / SIA.IS / GRA 79890 06/16

Til að fagna sjómannadeginum bjóðum við til fjölskylduskemmtunar hjá HB Granda við Norðurgarð.

SKEMMTIDAGSKRÁ 13:00 14:00 14:30 15:00 15:30

Opnum svæðið Sprengjugengið Latibær Sirkus Íslands Lína Langsokkur og Eiríkur Langsokkur skipstjóri 16:00 Dagskrá lýkur

Hátíðarsvæðið opnar kl. 13:00 og boðið verður upp á fiskismakk, súpu, pylsur, kökur, kleinur og fleira góðgæti. Andlitsmálun og blöðrudýr verða á svæðinu. Frábærir skemmtikraftar sjá um fjöruga dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

BMX Brós verða á svæðinu að sýna listir sínar

BÍLASTÆÐI

ÓÐ SL KI

FIS

BÍLASTÆÐI

HÁTÍÐARSVÆÐI HB GRANDA

ÓÐ SL KI

FIS

Kynntu þér dagskrá sjómannadagsins á hatidhafsins.is

#HBGRANDI


Met í aprílmánuði hjá Bergi-Hugin

A

flinn í aprílmánuði hjá skipum Bergs – Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, sló fyrri met. Alls var hann 1280 tonn upp úr sjó og námu verðmæti aflans um 275 milljónum króna. Fullyrt er að þetta sé besti mánuður í sögu fyrirtækisins og almennt eru menn sammála um að vart sé unnt að gera betur.

Vestmannaey var tekin í slipp hjá Skipalyftunni á þriðjudag í síðustu viku og hafa framkvæmdir við skipið gengið einstaklega vel. Það hefur verið málað hátt og lágt, öxuldregið, skipt um skrúfublöð og sett tvö ný botnstykki ásamt annarri slippvinnu. Skipið verður væntanlega sjósett í dag og mun halda til veiða í nótt eða

í fyrramálið. Á meðan Vestmannaey hefur verið í slippnum hefur Bergey rótfiskað. Skipið er að landa fullfermi (70 tonnum) af ufsa í dag eftir tveggja daga veiðiferð og landaði áður fullfermi af ýsu einnig eftir tveggja daga veiðiferð.

Vestmannaey VE í slipp hjá Skipalyftunni. Ljósm: Guðmundur Alfreðsson

34

SJÁVARAFL MAÍ 2016


SJÁVARAFL MAÍ 2016

35


UPPSKRIFT

Linsubaunasúpa með kókósmjólk og kóríander Elín Bragadóttir

Hrönn Hjálmars gefur okkur uppskrift af afbrigði af súpu sem hún sá einu sinni á vef Lifandi markaðar. Hún hefur í þó nokkur ár notað linsubaunir í súpur af ýmsu tagi og telur þessa fæðu sem er ódýr vera vanmetna fæðu. Súpan er næringa- og próteinrík, því er það gott fyrir þá sem eru að hugsa um línurnar. Veljið linsubaunir þar sem það er auðvelt að nota þær því eldunartíminn er bara um 20 mínútur.

Hrannar útgáfa er eftirfarandi en það tekur undir klukkutíma að græja og gera. • 4 msk olía (kókosolía eða önnur hitaþolin olía) • 1 tsk cummin • 2 laukar, saxaðir • 6-8 hvítlauksrif, söxuð • 2 tómatar, smátt skornir • 3-5 cm ferskur engifer, smátt saxaður (ath að lífrænn er mikið sterkari en hinn) • 2 tsk chiliflögur (byrjið kannski með minna ) • 250 gr rauðar linsur • Vatn • SALT • 1 dós kókómjólk (mæli með Thai choice) • fullt af ferskum kóríander

Aðferð: Laukurinn er steiktur í olíu ásamt kryddinu, hvítlauknum og engifernum. Baunirnar eru settar út í og hrært vel saman við. Kryddi og vatni bætt við en vatnið á að fljóta yfir baunirnar, svona tvo sm yfir. Lækkið hitann og leyfið réttinum að malla í 30 mín. Athugið að bæta við vatni ef þarf. Maukið með töfrasprota og munið að það fer alveg eftir smekk hvers og eins hversu fín-maukuð súpan er. Setjið kókósmjólkina. Smakkið til og saltið rétt áður en maturinn er borinn fram. Það er mat hvað þarf mikið af salti en Hrönn telur að betra sé að hafa töluvert af því. Best er að bæta ferskum kóriandernum saman við í restina, annaðhvort saxa hann eða skella töfrasprotanum aðeins í súpuna.

> Persónuleg og traust þjónusta um allan heim

www.samskip.com

Saman náum við árangri


SJÁVARAFL MAÍ 2016

37


HIN HLIÐIN

Kristján Víðir Kristjánsson

Fullt nafn: Kristján Víðir Kristjánsson Fæðingardagur og staður: 20.10.1962 á Suðureyri við Súgandafjörð. Fjölskylduhagir: Er giftur Ásdísi Guðnýju Guðmundsdóttur og eigum við hjónin saman þrjá stráka. Starf: Yfir stýrimaður á Örfirisey RE4. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: það er líklega hljóðaklettar. þó er víða fallegt eins og í Þórsmörk og Snæfellsnesi og hornströndum. Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Ég byrjaði til sjós 17 ára en þá var ekki fjölbreytt atvinnulíf á Suðureyri en þar var valið að vinna í frystihúsinu eða fara á sjóinn, ætli peningarnir hafi ekki ráðið því að maður fór á sjóinn. Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Ég er nú svo heppinn að fá að róa með svo mörgum afburða sjómönnum hver á sínu sviði að ég treysti mér ekki til að nefna einhvern einn en ég hef róið með sumum þeirra yfir 20 ár og Trausta Egilssyni skipstjóra í tæp 30 ár á þremur skipum það segir nú kannski allt sem segja þarf. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : það hefur nú verið eitthvað lítið, hef þó reynt að fara á hjólið eða göngubrettið 2-3 í viku en það getur verið erfitt þegar maður er búinn að standa 12-14 tíma í drullu brælu að koma sér í ræktina. Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Ég átti eitt sinn bát sem ég skírði í höfuðið á föður mínum Kristján Ibsen, ætli ég gerði það ekki aftur.. Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Ég var alltaf fastur í Súgandafirði og hugurinn náði lítið lengra þegar kom að draumastarfinu, en ég sá fyrir mér að prest starfið væri besta starfið í bænum, bara vinna einn klukkutíma annan hvern sunnudag og jarða, gifta og ferma einu sinni á ári eða svo og búa frítt í flottu húsi með tvöföldum bílskúr og geta svo skellt sér á skak yfir sumarið en þetta var víst ekki allveg svona einfalt :) Skemmtilegasti árstíminn á sjó: það er á vorinn þegar einhver fiskur er og einhver kvóti eftir til að veiða og svo er maður sem stýrimaður ekki alltaf í kolsvarta myrkri alla nóttina og svo er maður laus við mestu brælurnar.

38

SJÁVARAFL MAÍ 2016

Hvað fannst þér erfiðast við sjómennskuna: það er útiveran og fjarlægð frá fjölskyldu og vinum. Eftirminnilegasta atvikið á sjó: það er 5.des 2014 þegar ég fékk hjartaáfall og var bjargað af áhöfninni en það er talið vera kraftaverk að hafa sloppið lifandi og allveg óskemmdur frá þeirri lífsreynslu. Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Leicester er nú orðinn meistari, ætli Manchester Und taki þetta ekki næst. Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Glíma, þar held ég að við séum illviðráðanlegir. Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Stolt siglir fleygið mitt, enda mikið hlustað á Gylfa á unglingsárunum en þá samdi hann sín bestu lög að mínu mati. Siginn fiskur eða gellur: þetta er hvortveggja frábær matur en ég held ég taki signa fiskinn með hnoðmör og nýuppteknum kartöflum framyfir gellurnar (vorum við annars ekki að tala um fisk?) Smúla eða spúla: Smúla Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Afnema verðtryggingu eða verðtryggja allt þar með talin laun. Það gengur ekki að vera með útgjaldaliðina verðtryggða en launa liðina óverðtryggða það sjá allir en það er bara ekki vilji til að leiðrétta það. Eitthvað að lokum : Ég vona að þetta sé þokkalega skilmerkilegt og vil nota tækifærið og óska öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn :)


+ Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is. Aðgangur að Office 365 fylgir með.*

kr.

24.900

pr. mán. án vsk * gildir til 30. 06. 2017

- snjallar lausnir Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri » sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is SJÁVARAFL MAÍ 2016

39


VIÐ KYNNUM

NÝTT ELDFJALLAÚR SIF N.A.R.T. VOLCANO

Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitinguna Vegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni og 45 ára reynslu, tryggir úrsmíðameistarinn gæði íslensku úranna. Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar.

JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra.

Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.