SJÁVARAFL
Sérstaða íslenska laxins
Nýsköpunarverðlaun Creditinfo
Nálarauga Rannís
Mars 2017 2. tölublað 4. árgangur
Veiðiferðin í Arnarfjörðinn
Nýtt uppboðskerfi
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA
4 Úr bílainnflutningi í fiskútflutning 8 Rótgróið fyrirtæki fær verðlaun fyrir nýsköpun 12 Frá hugmynd að arðbæru fyrirtæki 14 Veiðiferðin í Arnarfjörðinn 18 Nýtt uppboðskerfi Reiknistofu fiskmarkaða 22 „Námið opnar á marga möguleika“ 26 HIN HLIÐIN Björn Fannar Hjálmarsson
Framþróun í tækni og beitingu hennar
S
jávarútvegsgeirinn hefur breyst mikið undanfarin ár og framþróunin í tækni og beitingu hennar, í þágu sjávarútvegsins er mikil. Þegar breytingar í umhverfi eru miklar og hraðar eins og í nútímafyrirtækjum er mikilvægt að innleiða breytingaferli og það af öryggi. Þegar fyrirtæki veit hvað það ætlar sér og hverju það vill ná fram er það komið með framtíðarsýn og hún getur virkað sem hvatning á starfsfólk. Mikilvægt er að yfirmenn átti sig á hvaða þættir það eru sem fá starfsmenn til að leggja meira á sig en áður, en til að hámarka frammistöðu starfsmanna verða hvatning og endurgjöf yfirmanna að vera til staðar. Alltaf heyrum við um athyglisverðar tæknibreytingar en í dag má finna prentsmiðju sem býður upp á umbúðir úr náttúrulegum jurtaefnum. Þessi jurtaefni brotna niður í náttúrunni líkt og annar lífrænn úrgangur og kann ég þessari þróun vel. Einnig heyrum við að verið sé að erfðabreyta sebrafiskum sem svamla um í tilraunastofum og það er gert til að skapa grundvöll fyrir nýjum lyfjum fyrir þá sem eru með Parkinsons sjúkdóm og MND. Í raun er það magnað hvað tæknin og hugvitið hjálpast að og mun þessi iðnaður eflaust færast hratt í vöxt á næstu árum.
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is Blaðamenn: Finnbogi Hermannsson Sigrún Erna Gerisdóttr Magnús Már Þorvaldsson Alda Áskelsdóttir Bára Huld Beck Katrin Lilja Jonsdottir Sædís Eva Birgisdóttir Þórný Sigurjónsdóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson logijes@simnet.is Forsíðumynd: Bergþór Gunnlaugsson skipstjóri á Gnúp GK Prentun: Prentsmiðjan Oddi
2
SJÁVARAFL MARS 2017
Við viljum svo sannarlega nýta okkar mannauð og byggja upp stöðugt hagkerfi og fá lausnir í heilbrigðiskerfinu. En okkar lífsgæði felast ekki bara í hagkerfi sem er stöðugt eða blómstrar, það snýst einnig um okkar heilsu sem margir telja að sé eitt það mikilvægasta sem hægt er að eiga.
Elín Bragadóttir ritstjóri
Fyrirtækjum sem stunda rannsókna- og þróunarstarf gefst kostur á að sækja um frádrátt frá tekjuskatti. Fyrirtæki sem greiða ekki tekjuskatt geta fengið samsvarandi endurgreiðslu. Umsóknarfrestir eru til 3. apríl fyrir framhaldsumsóknir og til 2. október fyrir nýjar umsóknir. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Rannís.
Úr bílainnflutningi í fiskútflutning Alda Áskelsdóttir
M
iklar framfarir hafa átt sér stað við laxeldi í sjó á undanförnum árum. Með þeim hefur tekist að vinna bug á ýmsum vandamálum sem áður stóðu greininni fyrir þrifum. Guðmundur Gíslason, einn af stofnendum Fiskeldi Austfjarða, segir ekkert því til fyrirstöðu að tvöfalda fiskútflutningstekjur þjóðarinnar fái laxeldið að vaxa og dafna. Aðstæður til eldis á Íslandi séu til fyrirmyndar og eldislax frá Íslandi sé eftirsótt matvara víða um heim.
4
SJÁVARAFL MARS 2017
Úr bílainnflutningi í fiskútflutning Guðmundur hefur ekki alltaf verið á kafi í fiskeldi. Áður vann hann sem markaðsstjóri og framkvæmdastjóri hjá fjölskyldufyrirtækinu B og L. Þegar það var selt árið 2007 leitaði hann á ný mið. “Ég fór reyndar ekki beint í laxeldið. Ég setti upp fyrsta gagnaverið á Íslandi sem staðsett var í Hafnarfirði. Það gekk ljómandi vel en ég ákvað engu að síður að selja fyrirtækið Advania.” Í árslok 2011 var Guðmundur ákveðinn í að fjárfesta í verkefni sem snéri að útflutningi enda var ástandið ekki upp á marga fiska hér á landi á þeim tíma. Það þurfti að skapa útflutningsverðmæti og ég vildi taka þátt í því,” segir Guðmundur ákveðinn og bætir við: “Vorið 2012 kom viðskiptatækifæri upp í hendurnar á mér. Mér bauðst að kaupa af Granda eldisstöð sem fyrirtækið átti í Berufirði. Þar var til staðar ýmis búnaður og eldisleyfi fyrir 11.000
tonn í Berufirði og Fáskrúðsfirði.” Guðmundur og félagar létu ekki sitja við orðin tóm og í júlí sama ár voru fyrstu seiðin komin í kvíarnar.” Guðmundur sem þekkti ekki mikið til fiskeldis þegar hann stökk úti í djúpu laugina segir að þessi tæpu 5 ár sem fyrirtækið hefur starfað hafi kennt sér mikið en hann hafi þó ekki verið einn síns liðs. “Ég er með öflugt og reynslumikið teymi með mér í þessu sem þekkir vel til fiskeldis, þar á meðal eru meðeigendur mínir og bræðurnir Jónatan Þórðarson, eldisfræðingur og Þórður Þórðarson, lögfræðingur. Þeir höfðu starfað saman að fiskeldi og þekkja greinina í þaula. Í Berufirði voru svo þeir Brynjólfur og Kristján sem höfðu starfað áður við fiskeldi og bjuggu því yfir mikilli reynslu.
Laxeldi er ekki lengur á tilraunastig heldur orðið að alvöru arðbærum iðnaði.
Vantrú á laxeldi Guðmundur segir að í fyrstu hafi gengið illa að fjármagna verkefnið. “Bankarnir voru í erfiðri stöðu á þessum árum og við fundum að mikil vantrú ríkti í garð laxeldis. Við leituðum til að mynda til Byggðastofnunar og fengum neitun þar. Það fannst okkur frekar fúlt. Laxeldi gekk mjög erfiðlega hér á árum áður og menn riðu ekki feitum hesti frá því. En frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og miklar framfarir orðið við laxeldi í sjó. Okkur tókst að lokum að fá Arion banka í lið með okkur og við erum þakklátir fyrir það.” Fiskeldi Austfjarða teygir sig nú yfir þrjú atvinnusvæði ef svo má að orði komast. Skrifstofurnar eru í Reykjavík, seiðaeldið í Þorlákshöfn og laxeldið í Berufirði. Þetta hljómar kannski flókið en Guðmundur segir að skipulagið gangi mjög vel upp. “Við fáum hrognin frá Stofnfiski sem við klekjum út og ölum upp
í seiðastöð í Þorlákshöfn. Aðstæður þar til seiðaeldis eru eins og best verður á kosið þar sem við höfum aðgang að nægu hreinu vatni, eins er sjórinn fenginn úr borholum sem þýðir að hann er einnig alveg hreinn. Þegar seiðin hafa náð 100 – 400 gramma þyngd flytjum við þau í Berufjörð í brunnbát sem tekur allt að 50 – 80 tonn af seiðum í hverri ferð. Í Berufirði var til þekking og tækni sem við gátum nýtt, auk þess sem þar var leyfi fyrir laxeldi.” Laxeldi er arðbært í dag Þekking Íslendinga á fiskeldi hér áður fyrr var sótt til annarra landa þar sem aðstæður voru ólíkar því sem hér gerist. “Norðmenn hafa verið fremstir í flokki þegar kemur að fiskeldi. Til að byrja með voru þeir með fiskeldi í sjó í mun hlýrri sjó en er hér við land,” segir Guðmundur og bætir við: “Þegar sömu aðferðum var beitt hér á landi við
kaldari aðstæður varð útkoman ekki sú sama og í Noregi. Seiðadauði var mikill og laxinn óx hægar þannig að menn lentu í miklum erfiðleikum í fiskeldi hér á landi.” Eftir því sem laxeldið dreifðist víðar við strendur Noregs og þar á meðal norðar þar sem sjórinn er svipað kaldur og hér á landi varð til ný þekking. “Menn komust að því að það var betra að ala seiðin lengur upp í seiðastöðvum áður en þau eru sett í sjó – gefa þeim tíma til að vaxa upp í allt að 400 grömm. Þetta gerir það að verkum að seiðin vaxa hraðar í sjónum en áður og afföll eru minni. Uppsveiflan sem nú er í laxeldi hér á landi byggir á þessari vitneskju ásamt því að fóðrið sem nú er notað hentar betur köldum aðstæðum. Olíum hefur verið bætt út í það þannig að það storknar ekki í miklum kulda eins og áður. Fiskurinn nær því að melta það betur. Þá hefur tækni tengd fiskeldi einnig fleygt fram.” Guðmundur segir að Fjarðalax fyrir vestan sem Jónatan stofnaði hafi fyrst fyrirtækja hér á landi SJÁVARAFL MARS 2017
5
farið að rækta lax eftir þessum leiðum. “Ég sá að þetta gekk vel og hugsaði því með mér: “Því ekki að prófa þetta fyrir austan líka.” Á þeim árum sem Fiskeldi Austfjarða hefur starfað hefur framleiðslugetan aukist ár frá ári. “Í dag höfum við leyfi til að framleiða 11.000 tonn af laxi og við stefnum á að sækja um leyfi til að framleiða meiri fisk.” Guðmundur segir að Íslendingar geti óhræddir lagt laxeldi í sjó fyrir sig. “Þessi atvinnugrein hefur fest sig í sessi og er gríðarlega stór víða um heim. Á 30 árum hefur hún vaxið úr 2-300.000 tonnum í 2 milljónir tonna. Samhliða þessum vexti hefur gríðarleg þekking orðið til sem gerir það að verkum að laxeldið stendur á traustari grunni en þegar menn voru að byrja. Það má segja að greinin sé komin af tilraunastiginu og orðin að alvöru iðnaði. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að Íslendingar tvöfaldi fiskútflutningstekjur sínar með laxeldi. Það hafi þjóðir á borð við Noreg og Bretland gert.” Heilbrigði íslenska laxins tryggir sérstöðu Guðmundur segir að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum laxi. “Hver einasti fiskur sem kemur úr sjó hjá okkur er seldur og fer á markað víða um heim. Það er mikill meðbyr með Íslandi og öllu því sem landinu tengist. Við náum að nýta ímynd Íslands í kynningarstarfi okkar þar sem skírskotað er til hinnar hreinu íslensku náttúru.” Þá hefur laxinn frá Fiskeldi Austfjarða fengið eftirsóttar vottanir. “Við erum með vottun sem kallast AquaGap en það er vottun sem IMO í Sviss veitir. Hana er erfitt að fá og byggir hún á því að hægt er að rekja hvern fisk sem við seljum frá seiðastöð til viðskiptavinarins. Fiskurinn okkar er einnig lyfjalaus, fóðrið sem við notum inniheldur náttúruleg litarefni og þá
Guðmundur Gíslason, einn eiganda Fiskeldi Austfjarða segir að kaldsjávareldi se í raun hagkvæmasta eldisaðferðin. Í köldum sjó er minna um sýkingar, lús og því sem getur valdið erfiðleikum í vexti fisksins.
SJÁVARAFL MARS 2017
Seiðin eru alin upp í 100 – 400 gramma þyngd í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn. Þaðan eru þau flutt til Berufjarðar í brunnbát sem tekur allt að 50 – 80 tonn af seiðum í hverri ferð.
er fiskurinn frá okkur heilbrigður og án lúsar,” segir Guðmundur stoltur og bætir við: “Það eru mjög fáir sem geta státað af þessum staðli og með honum sköpum við okkur sérstöðu. Þegar viðskiptavinirnir skoða heilbrigðisskírteinin sem fylgja vörunni okkar hefur komið fyrir að þeir hafi haft samband og spurt hvort við höfum gleymt að fylla þau út. Gæðin gera það svo að verkum að við fáum hærra verð fyrir fiskinn.” Kaldsjávareldi er í raun hagkvæmasta eldisaðferðin að sögn Guðmundar. “Í köldum sjó er minna um sýkingar, lús og því sem getur valdið erfiðleikum í vexti fisksins. Ef við lítum til Norðmanna, sem hafa lengri reynslu af laxeldi í köldum sjó en við, kemur í ljós að þar eru hagstæðustu eldisstöðvarnar. Þar sem sjórinn er hlýrri eru vandamálin fleiri.”
staðnum var ekki lokað. “Hjá okkur vinna 18 manns við sjóeldið í Berufirði. Við það bætist svo um 40 50 manns sem vinna í frystihúsinu.” Guðmundur og félagar höfðu samið við Vísi sem rak frystihús á Djúpavogi um verkun og vinnslu á fiskinum. “Áður en úr varð ákváðu þeir að loka frystihúsinu og flyta alla starfsemi sína til Grindavíkur. Úr varð að við tókum við húsinu og stofnuðum með heimamönnum félagið Búlandstind. Við fengum svo úthlutað byggðakvóta til 5 ára. Þetta var gert með því sjónarmiði að tryggja fólki vinnu þar til að eldið yrði nægilega mikið til að standa undir
rekstrinum. Í dag vinnum við því bæði þorsk og lax í húsinu og það hefur gengið alveg glimrandi vel. Laxeldi getur verið mjög mikil lyftistöng fyrir bæjarfélög úti á landi. Ef við lítum til Djúpavogs þá hefur koma laxeldisins tryggt hátt í 60 manns atvinnu. Það munar um 60 störf í bæjarfélagi sem telur 460 íbúa.”
Laxeldi styrkir landsbyggðina Koma Fiskeldi Austfjarða í Berufjörðinn hefur haft mjög góð áhrif á atvinnulíf á Djúpavogi. Ný störf hafa orðið til auk þess sem aðkoma fyrirtækisins varð til þess að frystihúsinu á
Þeim Gísla og Ingu þykir gaman að vasast í laxeldinu með pabba sínum.
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
7
Rótgróið fyrirtæki fær verðlaun fyrir nýsköpun Fyrirtækið Þorbjörn hf. fékk nýsköpunarverðlaun Creditinfo á dögunum. Sjávarafl náði tali af forstjóranum, Eiríki Tómassyni, og ræddi um vinnsluna og verðlauninBára Huld Beck
Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 í ólgusjó á markílmiðunum. Ljósm Bergþór Gunnlaugsson skipstjóri á Gnúp GK
„V
erðlaunin ýta undir að menn séu vissir um að þeir séu á réttri leið,“ segir Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar hf. en fyrirtækið fékk viðurkenningu fyrir nýsköpun í rótgrónu fyrirtæki á hátíðlegri athöfn á Hilton Reykjavík Nordica vegna framúrskarandi fyrirtækja sem haldin var í janúar síðastliðinn á vegum Creditinfo. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn og í tilkynningu frá Creditinfo segir að markmiðið sé að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá öllum fyrirtækjum, ekki bara sprotafyrirtækjum. Nýsköpun stuðli að framþróun fyrirtækja og auki samkeppnishæfni þeirra. Sérstök dómnefnd skipuð fulltrúum allra aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins (SI, SVÞ, SFF, SFS, Samorku og SAF) valdi Þorbjörn hf. í Grindavík.
8
SJÁVARAFL MARS 2017
Fyrirtækið nýtir gamla þekkingu til nýsköpunar Í umsögn dómnefndar um Þorbjörn hf. segir að fyrirtækið byggi meginstarfsemi sína á aldagamalli þekkingu íslensks sjávarútvegs en hafi einnig verið leiðandi í nýsköpun, bæði í eigin fyrirtæki og með þátttöku í stofnun nýsköpunarfyrirtækja. Þorbjörn hf. hafi fylgt þeirri hugmyndafræði að finna aðferðir til að fullnýta sjávarfang í sinni framleiðslu með sjálfbærni að leiðarljósi. Félagið hafi verið brautryðjandi í pækilsöltun á sjó á sínum tíma og tekið þátt í þróunarverkefnum við að betrumbæta flokkunarkerfi fyrir saltfiskflök. Þessi áhersla þeirra á sjálfbærni hafi leitt af sér verðmætasköpun í dótturfélögunum Haustaki og Codland. Tekið er fram í umsögninni að bæði félögin nýti
afurðir og skapi nýjar vörur úr hráefni sem áður var hent. Codland hafi meðal annars þróað aðferðir til að vinna Collagen úr fiskroði og framleiðir heilsudrykkinn Alda úr því. Þorbjörn hf. hafi einnig unnið að mennta- og fræðslumálum, meðal annars með samstarfi við Háskólann í Reykjavík og með því að bjóða unglingum í Grindavík upp á að sækja vinnuskóla til að efla áhuga ungs fólks á sjávarútvegi. Rótgróið fyrirtæki Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. er 64 ára gamalt en það var upphaflega stofnað þann 24. nóvember árið 1953. Stofnendur voru fjórir sjómenn úr plássinu ásamt eiginkonum sínum en þeir voru Sigurður Magnússon, Kristinn Ólafsson, Sæmundur Sigurðsson og Tómas Þorvaldsson. Á vefsíðu Þorbjarnar hf. er saga fyrirtækisins rakin en
Frumkvöðlar á ýmsum sviðum Á vefsíðunni kemur einnig fram að fyrirtækið hafi verið á sínum tíma eitt af frumkvöðlum í pækilsöltun á sjó. Slík vinnsla fór fram á þremur skipum þegar mest lét en þá var veitt á sex vikna tímabili í Barentshafi. Frekari vinnsla afurða fór síðan fram í landi þar sem fiskur var tekinn úr pækli og endursaltaður og loks pakkaður.
Vélbátar og síðar dekkaðir vélbátar tóku við af árabátunum. Hér kemur mb. Edda GK 13 úr róðri til Grindavíkur. Fremstur stendur Tómas Þorvaldsson tilbúinn að henda landfestartóginu í land, þá kemur Magnús Guðmundsson frá Hellum, síðan Vilbergur Aðalgeirsson Borgargarði og loks Reynir frá Klængseli í Flóa. Á bryggjunni stendur Einar G. Einarsson, kaupmaður og útgerðarmaður. Hann gerði út Edduna ásamt öðrum skipum og bátum. Einar var líka öflugur fiskverkandi, samhliða verslunarrekstri sínum og útgerð. Einar hafði mikil áhrif á uppbyggingu og velgengni byggðarinnar í Grindavík. (Ljósm. Einar Einarsson Krosshúsum.)
félagið rak lengstum mjög fjölþætta bátaútgerð ásamt vinnslu í landi en þar var helst um að ræða síldar-, saltfisks-, og skreiðarverkun auk rækjuvinnslu á sjó og landi. Saltfiskvinnslan var þó lang umfangsmesti hluti landvinnslunnar.
Fyrirtækið átti síðar eftir að verða stórtækt í sjófrystingu. Í kjölfarið dró verulega úr landvinnslu þó svo að saltfiskverkun hafi haldið áfram á þeim tíma sem vertíð stóð yfir.
Ein nýjung í framleiðslunni var sérstök marningsvinnsla á gulllaxi sem fram fór í tveimur frystitogurum. Veiðar hófust í verulegum mæli 1997 og 1998 en um var að ræða kvótalausan fisk. Gulllaxinn inniheldur töluvert af gelatíni sem þýðir að samloðunarhæfni hans er mikil. Á hinn bóginn er tegundin bragðlítil sem gerir að verkum að hún var og er tilvalin til blöndunar í ýmsar gerðir fiskibolla. Megnið af gulllaxi var hakkaður niður í fars og sendur í þannig formi í fiskverksmiðjur erlendis. Á vefsíðunni segir að undanförnu hafi skapast góður markaður fyrir slíka afurð í Noregi. Hluti af gulllaxinum sé nú enn fremur hausaður og slægður. Samruni við Bakka hf. Sumarið 1997 færði Þorbjörn hf. enn frekar út kvíarnar með samruna við Bakka hf. úr Bolungarvík og Hnífsdal. Félagið stóð styrkari stoðum eftir þetta, því um var að ræða eitt stærsta útgerðarfyrirtæki á Vestfjörðum. Í kjölfarið urðu þorskveiðiheimildir helmingi meiri. Auk þess hafði Bakki hf. verið leiðandi í rækjuvinnslu á Vestfjörðum og fylgdi meðal annars með í
Á starfstíma sínum réð félagið yfir fjölmörgum skipum og bátum. Fyrsta nýsmíði félagsins, Hrafn Sveinbjarnarson, kom til heimahafnar á aðfangadag árið 1957. Á næstu tíu árum áttu tvö stálskip undir sama nafni Eiríkur Tómasson forstjóri eftir að bætast í flotann. Þorbjarnar hf. Um þetta leyti voru veiðar og söltun á síld mjög áberandi hluti starfseminnar. Þegar síldin brást í lok sjöunda áratugarins tóku við miklir rekstrarörðugleikar sem urðu til þess að breyting varð á eignarhaldi fyrirtækisins. Árið 1975 var Þorbjörn hf. seldur í heild sinni í hendur Tómasar Þorvaldsonar og fjölskyldu hans. Synir taka við Frá árinu 1977 hafa synir Tómasar séð um daglegan rekstur en systir þeirra vinnur einnig hjá fyrirtækinu í dag. Tómas var viðloðandi starfsemina allt fram til ársins 1997 þegar hann hætti sem stjórnarformaður félagsins. Á níunda áratugnum var bátaútgerðin orðin mjög umsvifamikil og árið 1981 taldi flotinn alls fimm skip. Árið 1988 urðu mikil straumhvörf í rekstrinum þegar félagið fjárfesti í sínum fyrsta togara, Gnúpi GK-257. Stuttu áður hafði Hrafn Sveinbjarnarson III GK-11 strandað við Hópsnes og verið dæmdur ónýtur. Enn aðrar breytingarnar urðu árið 1990 þegar fyrsta frystiskipið, Hrafn Sveinbjarnarson GK-255, var keypt frá Hrísey. Upp frá því breyttist rekstrarfyrirkomulagið á þann hátt að hefðbundin bátaútgerð minnkaði til mikilla muna. Það var vegna stærri togara sem voru í stakk búnir til að vinna að öllum afla um borð. Til að byrja með var um að ræða söltun um borð með frekari framhaldsvinnslu í landi.
Á matvörumarkaði í Barcelona á Spáni í mars 1967. Útvatnarinn, (en það eru þeir kallaðir á Spáni, sem selja útvatnaðan saltfisk) heggur niður saltfiskinn í hæfilega bita fyrir viðskiptavininn. (ljósm. Tómas Þorvaldsson) SJÁVARAFL MARS 2017
9
Mb. Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255 við síldveiðar á Grímseyjarsundi sumarið 1958. Skipstjóri í þessari veiðiferð var Sigurður Magnússon. Þarna er enn notast við nótabát til aðstoðar við nótaveiðina. Nótin er dregin upp í nótabátinn og þannig þurrkað að síldinni þar til hægt er að háfa hana um borð í veiðiskipið. Ári seinna var hætt að nota nótabáta við veiðarnar og nótin dregin um borð í veiðiskipið. ( ljósm. ókunnur)
að hann sé frystur. En stærstur hluti vinnslunnar og af þorski fer í saltfiskflök,“ segir Eiríkur. Flest saltfiskflökin eru seld til Spánar.
kaupunum rækjufrystiskipið Hrafnseyri ÍS-10 ásamt tveimur rækjuvinnslum. Ári síðar hleypti Þorbjörn hf. af stokkunum sérstöku dótturfyrirtæki í nafni Bakka hf. Hlutverk þess var að sjá um allan daglegan rekstur á heimaslóðum fyrir vestan. Á árinu 1999 var Bakki hf. seldur NASCO hf. Á seinni hluta tíunda áratugarins átti Þorbjörn hf. eftir að sameinast ýmsum smærri útgerðarfyrirtækjum með það fyrir augum að bæta fleiri skipum í flotann. Helstu fyrirtæki sem runnu í eina sæng við félagið voru Hælsvík, Markhóll og Sæunn. Byrjaði ungur að vinna „Ég er búinn að vera hér nokkuð lengi, alveg síðan ég var krakki,“ segir Eiríkur Tómasson,
Unnið við saltfiskpökkun á vetrarvertíð 2011. Flokkunarkerfið sem sést á myndinni var fyrsta tölvustýrða pökkunarkerfrið sem Þorbjörn hf. notaði og var í notkun frá árinu 1987 til 2015 þá var nýtt tölvustýrt pökkunarkerfi frá Marel tekið í notkun. (Ljósm. Oddgeir Karlsson)
10
SJÁVARAFL MARS 2017
forstjóri Þorbjörns hf.. Hann segir að hann hafi byrjað að vinna í saltfisk- og síldarvinnslu löngu fyrir fermingu. Eins og fram hefur komið hefur fyrirtækið alla tíð verið með útgerð og vinnslu. „Í dag erum við með tvo frystitogara og fjóra stóra línubáta. Frystitogararnir sjá um veiðar og vinnslu á tegundir sem ekki eru nýttar í vinnslu í landi,“ segir Eiríkur og bætir við að á frystitogurunum sé töluvert veitt af þorski og öðrum tegundum. Hann segir að togararnir fiski helminginn af þeim kvóta sem fyrirtækið hefur.
Ágætlega bjartsýnn Um 300 starfsmenn vinna hjá Þorbirni hf. en fyrirtækið er staðsett í Grindavík og Vogum. Einnig er það meðeigandi Haustaks á Reykjanesi en þar er þurrkaður fiskur og skreið. Eiríkur segist vera ágætlega bjartsýnn varðandi framtíð fyrirtækisins. „Við erum á ágætis róli með það. Við fjárfestum töluvert mikið á ákveðnu tímabili og við stækkuðum verulega mikið fyrirtækið. Og nú erum við komin á það ról sem við viljum hafa það og eins og hugsað var þegar við vorum að stækka fyrirtækið,“ segir hann að lokum. Heimildir: www.thorfish.is
Afgangur kvótans er veiddur á línubáta en þeir veiða meira en helminginn af þorskinum. „Síðan erum við með vinnslu í landi sem vinnur bæði með ferskar afurðir, saltfiskvinnslu og eilítið af frystingu. Hluti afurða er seldur út ferskur án þess
Á matvörumarkaði í Barcelona á Spáni í mars 2012. Saltfiskurinn er seldur ýmist sem heil flök, niðurskorinn, útvatnaður og jafnvel sem tilbúinn réttur beint á borðið. (ljósm. Gunnar Tómasson)
Fiskvinnslukonurnar snyrta þorskflök fyrir pökkun og útflutning. (ljósm. Einar Lárusson)
Árið 1939 var grafinn skurður inn í Hópið þar sem í dag er Grindavíkurhöfn. Þessi mynd er tekin haustið 1955 og sýnir að tvær bryggjur hafa verið byggðar og eru þær báðar í notkun enn þann dag í dag. Reknetabátar liggja í höfn í ágústmánuði, en norðan bræla er úti á sjó þótt sól og blíða sé í landi. Myndin var upphaflega svart/hvít, en hefur verið lituð. Svona myndir voru víða til í Grindavík á árum áður. Myndina tók Hannes Pálsson.
SJÁVARAFL FEBRÚAR 2017
11
Sigurður Björnsson, sviðsstjóri, rannsókna- og nýsköpunarsviðs hjá Rannís
Frá hugmynd að arðbæru fyrirtæki F Alda Áskelsdóttir
rá því að hugmynd kviknar og þar til hún verður að veruleika er oft og tíðum langur og grýttur vegur. Enn lengri og grýttari getur leiðin orðið frá því að hugmyndinni er hrint í framkvæmd og þar til hún fer að skila arði. Fjölmörg fyrirtæki á Íslandi sem rætur eiga að rekja í frumkvöðla- og nýsköpunarumhverfið og hafa náð árangri hafa hlotið styrki hjá Rannís, Rannsóknarmiðstöð Íslands. Má þar meðal annars nefna fyrirtæki eins og Marorku, TrackWell, Zymetech, Codland o.fl. sem öll hafa vaxið upp á síðustu árum. Milljarðar í styrki Rannís er rekið fyrir opinbert fé og hefur það hlutverk að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins
12
SJÁVARAFL MARS 2017
með rekstri samkeppnissjóða og aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Allt eru þetta mikilvægir þættir en sá sem skiptir frumkvöðulinn kannski einna mestu máli eru þeir sjóðir sem hægt er að sækja styrki í, styrki sem geta skipt sköpum þegar koma á hugmynd í framkvæmd. “Á rannsóknar- og nýsköpunarsviði eru reknir stórir samkeppnissjóðir þar sem boðið er upp á styrki vegna rannsókna á háskólastigi annars vegar og hins vegar til þróunar á vegum nýsköpunarfyrirtækja. Til skiptanna eru um fimm milljarðar króna, þannig að það er eftir töluverðu að slægjast,” segir Sigurður Björnsson, sviðsstjóri, rannsókna- og nýsköpunarsviðs hjá Rannís og bætir við: “Við sjáum einnig um endurgreiðslu á rannsóknar- og nýsköpunarkostnaði til nýsköpunarfyrirtækja. Hún getur numið allt að 20% af útlögðum kostnaði í tiltekin
nýsköpunarverkefni. Á þessu ári má gera ráð fyrir að þessir styrkir nemi um tveimur og hálfum milljarði króna. Þá erum við með ýmsa smásjóði á okkar herðum svo það má gera ráð fyrir að allt í allt renni hér í gegn rúmir átta milljarðar í styrki til rannsókna og nýsköpunar frá hinu opinbera.” Ekki verður allt að gulli Mikil samkeppni er um styrki til rannsókna og nýsköpunar og skipta þeir miklu máli fyrir íslenskt atvinnulíf. “Að hafa stuðningskerfi eins og þetta er mjög mikilvægt og það er það sem m.a. byggir undir nýsköpun í íslenskum iðnaði. Talað er um fjórar stoðir í íslensku efnahagslífi; sjávarútveginn, stóriðnaðinn, ferðamannaiðnaðinn og svo hátækniiðnaðinn, en það er sá síðast nefndi sem nýtur þess stuðningsnets til nýsköpunar sem hægt er að sækja í á fyrstu metrunum. Einnig njóta verkefni tengd sjávarútvegi verulegs stuðnings.” Sigurður segir að auðvitað sé það svo að sumar hugmyndir og fyrirtæki sem hljóti styrki renni út í sandinn. “Ef vissa væri fyrir því að allt gengi upp þá þyrftum við enga sjóði. Fólk færi þá bara í bankann og tæki lán. Þetta er hluti af því að byggja upp öflugan nýsköpunariðnað. Við lítum svo á að verkefni sem við styrkjum en ganga ekki upp í fyrstu séu í raun ekki glatað fé. Það er búið að fjárfesta í ákveðinni þekkingu og hún er áfram til staðar. Styrkþeginn er reynslunni ríkari og heldur áfram að byggja á því sem hann lærði. Menn verða að fá tækifæri til að láta reyna á hugmyndir sínar og leyfa sér að mistakast. Að öðrum kosti værum við ekki stödd á þeim stað sem við erum í dag þegar litið er til hátækniðnaðarins. Öflugur nýsköpunariðnaður byggir á því að öflugt stuðningsnet sé til staðar og menn fái að reyna sig.” Í gegnum nálarauga Rannís
Þó að átta milljarðar hljómi í eyrum þeirra sem lítið þekkja til í þessum geira sem nær öll heimsins auðævi er eftirspurn eftir styrkjum langt umfram það sem Rannís hefur yfir að ráða. Það er því langt í frá að allir sem sækja um styrk komist í gegnum nálaraugað: “Ef við tökum Tækniþróunarsjóð sem dæmi þá eru fjölmargir sérfræðingar víða að úr atvinnulífinu sem fara yfir umsóknirnar og meta þær. Matsferlið er í mjög föstum skorðum og sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum löndum. Matsnefndin fer vel og vandlega yfir alla þá þætti sem hún telur nauðsynlegt að séu fyrir hendi til að verkefnið teljist lífvænlegt. Hún gefur hverri umsókn einkunn og að lokum fara umsagnirnar fyrir stjórn Tækniþróunarsjóðs sem ákveður hvaða fyrirtækjum er boðið að ganga til samninga um styrk,” segir Sigurður og bætir við:”Það er nokkuð snúið að komast í gegn hjá okkur. Í fyrra fengum við 510 umsóknir og 21% þeirra fengu styrk.” Mjög misjafnt er hversu háan styrk fyrirtæki fá hverju sinni. “Við veitum allt frá 1,5 milljónum upp í 70 milljóna króna styrki. Við köllum minnsta styrkinn Fræ. Honum er úthlutað til þeirra sem eru með hugmynd, sem þeir telja lífvænlega, til að veita þeim tækifæri til að undirbúa frekari umsókn. Þá er það Sprotinn, 20 milljóna króna styrkur til þeirra sem þegar hafa stofnað sprotafyrirtæki. Vöxtur er svo næstur og þar er um að ræða 50 milljóna króna styrk á tveimur árum og að síðustu er það Sprettur sem veitir 10 milljónir til viðbótar. Þetta eru upphæðirnar sem um er að ræða. Sum fyrirtæki
fá þessa styrki oftar en einu sinni og dæmi eru um að félag hafi fengið á þriðja hundruð milljónir í styrk.” Margir styrkir til fyrirtækja tengdum sjávarútvegi Á undanförnum áratugum hafa miklar breytingar orðið í sjávarútvegi, tækninni hefur fleygt fram og þar hefur sköpun og hugvit verið í lykilhlutverki. Um borð í skipaflotanum er að finna hátæknibúnað á öllum sviðum sem lýtur að því að hámarka aflann, gæði hans ásamt því að lágmarka kostnað. Þessu til viðbótar hafa miklar framfarir orðið í nýtingu sjávarafurða t.d. þegar kemur að efna- og heilsutengdum iðnaði. Íslendingar eru mjög framarlega á þessu sviði enda hefur sjávarútvegur verið ein megin stoð í íslensku atvinnulífi og undirstaða lífsgæða í landinu. Fyrirtæki hér á landi framleiða nú og selja ýmiss konar búnað tengdan virðiskeðju sjávarútvegs enda hafa Íslendingar lifað og hræst í kringum sjóinn allt frá upphafi byggðar. “Tækniþróunarsjóður styrkir mörg verkefni sem tengjast sjávarútveginum, einkum úrvinnslu og fullnýtingu aflans, og það er ekki hægt að segja annað en að mikil gróska sé í þeim geira. Sjóðurinn er opinn öllum og endurspegla umsóknir og úthlutun á hvaða sviðum atvinnulífsins nýsköpunin er mest. Á undanförnum árum hefur sá flokkur sem við köllum Lífvísindi hafs og vatns fengið mestu styrkina frá Tækniþróunarsjóði. Það þarf ekki að koma á óvart þar sem þekking Íslendinga er mikil á þessu sviði. Því er eðlilegt að Rannís setji mikið fjármagn í að ýta undir og byggja upp tækni og þekkingu sem tengist sjávarútvegi og hjálpi þannig við að byggja upp öflug fyrirtæki sem skila svo sínu til baka til þjóðfélagsins.”
SJÁVARAFL MARS 2017
13
Ketildalir í Arnarfirði. Selárdalur í forgrunni
Veiðiferðin í Arnarfjörðinn Ellert Ólafsson
F
aðir minn Ólafur Friðbertsson var kappsamur og harðsækinn skipstjóri. Á fimmtugsafmælinu venti hann sínu kvæði í kross. Hann hætti á stóru bátunum og keypti fimm tonna trillu Vonina ÍS 94 frá skipasmíðastöð Marselíusar á Ísafirði.
Þegar línan er dregin inn í bátinn er bátnum stýrt eftir línunni en það er mikið vandaverk, sérstaklega undan báru og á móti straumi. Þetta verklag er kallað að andæfa.
Hann gerðist nú formaður á Voninni og hóf línuveiðar frá Suðureyri af miklu kappi. Ég reri með honum tvær sumarvertíðir á Voninni og kynntist sjómennsku og siglingatækni áður en nútíma tæki komu í bátana.
Hámarkshraði á Voninni var 6 mílur á klukkustund og einu siglingartækin um borð voru gamall ónákvæmur áttaviti í færanlegum kassa og dýptarmælir. Talstöð var í bátnum og var hún mikið öryggistæki. Þetta var fyrir daga GPS kerfisins og staðarákvarðanir voru fundnar út frá fjöllum sem bera í önnur fjöll, hvilftir eða önnur skýr kennileiti.
Hann var miðaglöggur, sá vel og var fundvís á baujurnar og öll verk um borð voru unnin hratt og örugglega. Hann var snar í snúningum og ótrúlega flinkur að andæfa og gogga fiskinn af línunni í vondum veðrum. Fiskurinn var alltaf goggaður í hausinn en það krefst snerpu og verklagni.
14
SJÁVARAFL MARS 2017
Formenn þurftu að vera miðaglöggir til að finna baujurnar og þekkja góðar fiskislóðir.
Ellert Ólafsson
Gamla miðakerfið Yst í Ísafjarðardjúpi að norðan er fjallið Rytur en að sunnan er fjallið Deild. Þessi fjöll voru mikið notuð við staðarákvarðanir og til að staðsetja fiskimið. Djúpmiðið er þar sem Kvíin sem er hvilft í Straumnesfjalli ber í Rytinn og landmiðið er þar sem Deildin ber í Deilirinn (Fjall í Skálavík). Til þess að vera nákvæmari í miðunum var sagt ”blinda Kvína” þegar rétt sást í hvilftina og ”ljósa Kvína” þegar vel sást í hvilftina. Oft var línan lögð út af Skálavík á landmiðum sem eru kölluð Deilirinn og Lambaskálin og eru nefnd eftir kennileitum í víkinni. Djúpmiðin voru fjöll og kennileiti fyrir norðan Djúpið sem sáust bera við Rytinn. Stundum var farið inn á Djúpið á heimamið Bolvíkinga undir Stigahlíðinni. Ísafjarðardjúp er safn af fjörðum og svipmiklum fjöllum sem ísaldarjökullinn hefur skorið af miklu listfengi í hraunhelluna. Hinir snjóþungu Jökulfirðir og Snæfjallaströnd skilgreina Djúpið að norðan en sunnan megin eru kjarri vaxnir firðir og kollótt fjöll.Fjallið Hestur í Inndjúpinu er glæsileg og hávaxin hamraborg sem er áberandi kennileiti og sést víða að. Margir vaskir sjómenn eiga sína hinstu hvílu í Djúpinu og þar hvílir langafi minn Benedikt Gabríel Jónsson frá Meirihlíð í Bolungarvík. Benedikt fórst á sexæringi í vondu veðri í desember árið 1893 ásamt syni, tengdasyni og þremur ungum mönnum. Tíðarfarið hafði verið rysjótt þetta sumar og aflinn rýr en reynt var að bæta það upp með stífri sjósókn. Það var komið haust, hafði gránað í fjöll um nóttina og sumarið brátt á enda. Ég var ræstur um sexleytið en var þegar vaknaður og kominn í ullarhosurnar. Sá gamli var svo sterkur boðberi að ég var alltaf vaknaður áður en hann kom. “Hvað þú vaknaður“ sagði hann alltaf hálfundrandi en meira var ekki rætt um þetta dulræna fyrirbrigði. Mikið far var á skýjum, kuldagjóstur og hvinur í lofti svo útlit var fyrir strembinn bræluróður. Við sóttum frosna lóðabalana í frystiklefann og keyrðum þá á handvagninum niður á bryggju þar sem trillan beið. Síðan voru þeir halaðir niður með snærisspotta og komið vel fyrir í bátnum og allt var klárt fyrir sjóferðina.
Báturinn er staðsettur á hinu fengsæla fiskimiði Kvíin og Deilirinn Þegar við vorum komnir út í fjarðarmynnið mættum við bátunum Kveldúlfi og Gylli sem voru miklu stærri bátar en höfðu samt snúið við og ekki litist á sjólagið og veðrið.Fátt gleður gamalt formannshjarta meira en að fá að róa einskipa í brælu og koma að landi um kvöldið með góðan afla.
í dimmu og vondu veðri. Í Bolungarvík kynntu menn áður fyrr bál í vör bátanna til að hjálpa við landtökuna.
Þegar stóru bátarnir voru horfnir úr augsýn var sveigt 90 gráður á bakborða og stefnan tekin vestur í Arnarfjörð. Þar var gott skjól fyrir norðaustan áttinni og þar gátu kunnugir menn krækt í góðan afla ef heppnin var með.
Brátt opnaðist Dýrafjörðurinn með öllum sínum fögru dölum og fellin tvö sitt hvorum megin við fjörðinn og í fjarska sáust dýrfirsku Alparnir sem eru mikilfenglegar leifar af Tjaldaneseldstöðinni. Arnarnúpurinn teygði sína miklu hamra til himins og veitti Keldudalnum gott skjól. Við nálguðumst
Við sigldum fyrir Barðann og nú sá ég vel hvað Nesdalurinn þar sem áður fyrr voru geymd þarfanaut er stór og grösugur.
Við sigldum undan suðurfallinu með þunga undiröldu í bakið og ég skrapp í lúkarinn og sótti kaffi og jólaköku og naut krásanna og útsýnisins af lúkarskappanum. Strax í Önundarfirði var komið glaða sólskin og gaman að skoða fjöllin með öllum sínum hrikalegu giljum og láréttu hraunlögum sem líktust litskrúðugri lagköku. Þegar við komum nær byggðinni á Ingjaldssandi kom í hugann hið hræðilega sjóslys á Önundarfirði árið 1812 þegar 53 sjómenn á 7 litlum róðrarbátum fórust í ofsaveðri og þar af tveir bátar frá Sandi. Landtakan í skammdegismyrkri og byl var oft hættulegasti hlutinn af sjóferðinni. Ég minntist nýlegrar bílferðar og afar ánægjulegrar heimsóknar til fjölskyldunnar á bænum Sæbóli á Ingjaldssandi. Þar tjáði faðir minn bóndanum sitt innilega þakklæti fyrir ljósastaurinn á hlaðinu sem lýsti skært og hafði oft hjálpað við landtöku
Ólafur Friðbertsson skipstjóri SJÁVARAFL MARS 2017
15
Ég var vanur að vera í hlýjunni í stýrishúsinu á heimleiðinni en nú var nauðsynlegt að vera í lúkarnum og fylgjast vel með bölum og öðru lauslegu sem gat farið á flakk. Vel gekk að komast yfir Arnarfjörðinn en útaf Dýrafirði var kominn haugasjór og stórar vindbárur renndu sér eftir haffletinum og enduðu sína för með miklum boðaföllum.
Vonin IS 94, var 6 tonn og smíðuð á Ísafirði árið 1960.
Sléttanesið og brátt kom vitinn á Svalvogum í ljós. Nú er búið að skrapa tæpan vegslóða eftir surtarbrandshillunum í Helgafellinu og leggja ökufæran veg fyrir Sléttanesið og var þar að verki ýtusnillingurinn og hagyrðingurinn Elís Kjaran Friðfinnsson. Loksins vorum við komnir í Arnarfjörðinn. Á vinstri hönd birtist Lokinhamradalur, æskustöðvar Guðmundar Hagalíns skálds. Þar gnæfir yfir dalnum hinn dökki og hrikalegi hamraveggur Skeggi. Ketildalirnir blasa við norðan Arnarfjarðar og þar er Selárdalur ystur og mestur og þangað var ferðinni heitið. Bókin „Undir hamrastáli„ eftir séra Sigurjón Einarsson er skyldulesning og afar fróðleg og skemmtileg lýsing á mannlífi í Ketildölum á fyrri hluta síðustu aldar. Grunnt undan Selárdal voru lóðirnar lagðar í kúnstlögn á þekkta bletti þar sem fiskjar var von. Venjulega var gefin lega þannig að fiskurinn hefði næði til að gæða sér á beitunni en svo var ekki nú. Endabaujan var tekin upp og um leið hófst drátturinn.Það var strax líflegt á lóðinni. Vænar ýsur skutu upp kollinum og rauðir og pattaralegir milliþorskar bættust við eftir sólríkt sumar í þaranum. Þetta leit vel út. Fljótlega fylltist bakborðsstían af vænni ýsu og þorskur, koli og annað góðmeti var farið að taka
16
SJÁVARAFL MARS 2017
gott pláss í miðstíunni. Nú fór veðrið að spillast. Fyrst kom ein og ein hviða og eftir stutta stund var orðið rokhvasst. Sjórokið var svo mikið að ekki var hægt að vera á dekki án þess að vera í sjóstakk. Sjóstakkurinn er stórmerkileg flík sem heldur hita alveg prýðilega og hefur innbyggða fullkomna loftræstingu gegnum hálsmálið. Þrátt fyrir rokið var alveg sjólaust svo vel gekk að ná inn línunni. Spilið var beintengt við vél bátsins og í þessu roki þurfti að keyra á fullu til að hafa á móti veðrinu. Þetta hafði þau áhrif að línan var dregin á tvöföldum hraða og goggmaður þurfti að afgreiða hvern fisk á margföldum hraða og fleygja honum blindandi aftur fyrir sig. Þar sem aflinn var með mesta móti, oft tveir til þrír fiskar við borðstokkinn í einu, voru þetta miklir loftfimleikar. Fiskarnar komu fljúgandi frá goggmanni ótt og títt. Flestir lentu í fiskistíunni en sumir komu svífandi hátt í loftinu og langt yfir allar stíur. Þurfti þá snör handtök til að grípa þá svo þeir færu ekki beinustu leið í sjóinn bakborðsmegin. Brátt voru báðir gangarnir og miðjustían orðin full og talsvert var af fiski á dekkinu. Þetta var góður afli og besti róður sumarsins en nú var eftir að komast heim í þessu veðri. Eftir að endabaujan var komin inn var strax sett á fulla ferð. Ég raðaði bölunum með lóðunum saman og batt þá fasta við mastrið og lunninguna.
Nú var komið bullandi norðurfall og þegar vindur og straumur eru úr andstæðri átt er sjólagið með versta móti. Keyrt var varlega á móti veðrinu og báturinn reis hátt á ölduhryggjunum en féll síðan niður í öldudalinn svo nokkuð högg kom á bátinn. Reynt var að sveigja framhjá stærstu öldunum en eftir nokkra stund varð ekki hjá því komist að taka eina myndarlega brotbáru í fangið. Aldan var tekin á kinnunginn til að bakslagið yrði mýkra en síðan steyptist báturinn ofan í öldudalinn. Þar sem báturinn var fullur af fiski og með mikla ballest fór hann á bólakaf í brimskaflinn. Þilfarið fylltist af sjó upp fyrir lunningu og allt lauslegt á dekkinu flaut upp og aflinn í stíum og dekki lyftist upp í þessu sjóbaði. Ég stökk upp á dekkið til að halda í balana og fylgdist vel með þegar báturinn reis aftur úr kafinu. Flotið í lest, lúkar og vélarrúmi er það mikið að hér var engin hætta á ferð og hægt og rólega reis báturinn úr kafi og sjórinn rann af dekkinu. Balarnir við stefnið höfðu farið á bólakaf og á hvolf en lóðirnar héldust samt á sínum stað. Nú var ljóst að ekki var neitt ferðaveður á venjulegri siglingaleið. Stefnan var tekin inn á Dýrafjörð og þegar við komum inn á fjörðinn kyrrðist sjórinn og stefnan var tekin á Skagatána. Enn var glaða sólskin og framundan var vitinn og hin forna verstöð Skaginn þar sem hundruð manna stunduðu sjóróðra allt fram á síðustu öld. Í hugann kemur hin sorglega minning um basknesku hvalveiðimennina sem þar voru myrtir árið 1615 og Jón lærði gerði góð skil í sínu fræga varnarriti.
Nú var erfið og vandasöm sigling fyrir Barðann framundan. Hér varð að taka barning sem þýðir að keyra verður á lítilli ferð nánast í fjörugrjótinu fyrir fjallið. Við siluðumst áfram hægt en örugglega á gönguhraða á móti hvassviðrinu en kyrrt var í sjóinn og allt gekk að óskum. Víða á Vestfjörðum má sjá náttúrufyrirbrigði sem kallað er gangar en það eru klettaranar sem teygja sig fram úr fjöllum og út á sjó. Gangarnir verða til við eldgos, þegar bráðin hraunkvika treður sér í gegnum jarðlagastaflann í lóðréttri sprungu og storknar þar. Vegna þess að kvikan storknar svo hægt í sprungunni verða þar til stórir og sterkir kristallar og bergið í ganginum verður miklu sterkara en bergið í kring. Á mörgum árþúsundum veðrast bergið umhverfis og hverfur en gangurinn stendur eftir. Hornstrendingar kölluðu þessa ganga oft kyrfi eða ófærubjörg enda voru þessir gangar mikill farartálmi.
Þekktir gangar á Vestfjörðum eru Gjarðir í Gerðhamradal, Langikambur í Hornvík og Reiðskörð á Barðaströnd. Einn svona gangur gengur langt fram úr Barðanum og er hættulegur sjófarendum. Við þurftum að fara afar varlega frá landi og keyra fyrir þessa hindrun og það gekk án þess að fá ólag á bátinn. Eftir tveggja tíma barning fyrir Barðann vorum við komnir út á Önundarfjörð og stutt eftir á leiðarenda. Í mynni Súgandafjarðar ætlaði ég að slægja síðustu fiskana sem lágu á dekkinu en þess var enginn kostur. Báturinn stóð bókstaflega upp á endann í öldurótinu og ekki var hægt að fóta sig á dekkinu. Eftir skemmtilega siglingu í særoki inn Súgandafjörð lögðum við að löndunarbryggjunni á Suðureyri.
Þar tók á móti okkur Jóhann Bjarnason verkstjóri og spurði í gamansömum tón um leið og hann kveikti í pípunni: „Var ekki einhver golukaldi á sjónum í dag?“ Nú var aflanum landað en báðir hliðargangarnir voru næstum tómir svo þriðjungnum af aflanum hafði skolað fyrir borð. Því næst var komið að því að þrífa slorið af bátnum en nú brá svo við að báturinn var tandurhreinn og strokinn eftir allt sjórokið. Nú birtist hópur af smástrákum sem vildu fá far með bátnum inn í Höfn. Karl faðir minn var fremur fáskiptinn og hlédrægur maður en þegar börn voru annars vegar skipti hann um ham. Nýja áhöfnin renndi sér niður stögin og mastrið og pabbi gamli tók þá með gleðibragði í fangið, setti þá á dekkið og spurði um ætt og uppruna. Nú var keyrt stutta leið inn í Höfnina og þegar búið var að koma nýju áhöfninni upp úr bátnum var stefnan tekin heim á leið eftir viðburðaríkan dag.
Finnboga Þessi gamli góði Hjallþurrkaður í ferskum vestfirskum vetrarvindi Engin aukaefni
Ísafirði Sindragata 9 Sími: 456-3250
SJÁVARAFL MARS 2017
17
Nýtt uppboðskerfi Reiknistofu fiskmarkaða
Stjórnborð RSF Klukku
Aðgengilegra kerfi með fleiri möguleika
Reiknistofa fiskmarkaða tekur nýtt uppboðskerfi í notkun 7.febrúar og verður það mun aðgengilegra en það gamla. Kerfið er alfarið smíðað hjá RSF. Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri RSF.
Sigrún Erna Geirsdóttir
H
Mikil tímamót eru nú hjá Reiknisstofu fiskmarkaða en brátt verður tekið í notkun nýtt uppboðskerfi. Eldra kerfið, Fisknet, var tekið í notkun á Kvennafrídaginn 2003 og var komið á endastöð í þróun segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri RSF. Þá blöstu við þeir erfiðleikar að ef kerfið bilaði var ekki hægt að leita sérfræðiaðstoðar frá þeim er forrituðu kerfið þar sem þeir starfsmenn vinna ekki lengur hjá belgíska fyrirtækinu sem bjó það til. ,,Það stóð því upp á okkur að gera eitthvað í málunum,” segir Eyjólfur. Eldra kerfið þótti mikil bylting á sínum tíma enda höfðu menn
18
SJÁVARAFL MARS 2017
þurft að mæta sjálfir á uppboðsstað og bjóða í fiskinn með notkun spjalda en þarna var það úr sögunni. Samstarfið við Belga gekk að auki mjög vel og var því keyptur gagnagrunnur fyrir forritið frá sama fyrirtæki árið 2012 og verður hann áfram í notkun. Var hann sérhannaður fyrir fiskmarkaði og er notaður víða í Evrópu. Vegna séríslenskra aðstæða var hann sérstaklega lagaður að þeim en hér á landi eru óvenjumargir markaðir tengdir einni bækistöð. Yfirleitt er 1-2 markaðir undir bækistöð en hér á landi eru þetta þrettán fyrirtæki á 27 stöðum.
Góð viðbrögð Eyjólfur segir að hugmyndin að því að hanna eigið kerfi frá grunni hafi komið upp fyrir rúmum tveimur árum en þá hafi þeir komist að því að tæknin sem kerfið myndi byggja á, tímajöfnun, var ekki fyllilega tilbúin. Það var þó haldið áfram með hönnunina og stefnan sett á að opna kerfið formlega í febrúar 2017. ,,Okkar maður, Erlingur Þorsteinsson, hefur verið á fullu við þetta undanfarna mánuði enda erum við líka alltaf að fá nýjar hugmyndir að möguleikum og stillingum sem við biðjum hann um að setja inn, ætli sú nýjasta hafi ekki komið í gær!” segir Eyjólfur. Hann segir þó að margar hugmyndir bíði seinni tíma enda vilji þeir ekki bylta hlutunum of mikið í einu, betra sé að koma með breytingarnar hægt og hægt svo fólk hafi tíma til þess að venjast þeim.
Prófanir á kerfinu hófust í október og segir Eyjólfur að fólki hafi strax litist mjög vel á og jafnframt hafi þeir fengið margar tillögur frá notendum sem sumar hverjar voru settar inn. ,,Við sögðum frá því í byrjun október að að kaupendur gætu tengst og boðið í gegnum kerfið og höfum haldið prufuuppboð hálfsmánaðarlega. Við erum með kringum 250 kaupendur, bæði innlendir og erlendir, á ársgrundvelli og venjulega eru um 80 sem taka þátt í hverju uppboði. Af þeim voru alltaf um 20 sem fóru inn á prufuuppboðið svo þetta var ágætis hlutfall og sennilega hafa milli 50 og 60% okkar notenda prófað kerfið fyrir okkur.” Stórt prufuuppboð verður svo haldið 2. febrúar og fimm dögum síðar, þann 7. febrúar verður svo fyrsta alvöru uppboðið haldið með nýja kerfinu sem fengið hefur nafnið RSF Klukka. Keyrt í gegnum vefinn Útlit uppboðskerfisins mun ekki breytast mikið í fyrstu og segir Eyjólfur þau hafi viljað fara hægt í þess konar breytingar, viðskiptavinanna vegna. Fólk sé misglöggt á tölvur og þau hafi viljað að skiptin yfir í nýja kerfið yrðu sem auðveldust.
Útlitið sé þó auðvitað bara toppurinn á ísjakanum og kerfið verði mun þægilegra í notkun en hið gamla auk þess sem það verður alfarið á vefnum. ,,Áður var þetta forrit sem þú þurftir að hlaða niður og menn tengdust gegnum vpn. Kerfið keyrði á fjórum vefþjónum og öll samskipti voru mjög flókin. Nú verður þetta keyrt í gegnum vefsíðuna okkar og allt ferlið mun einfaldara og þægilegra. Það er lykilatriði hjá okkur að gera kerfið sem best og sem aðgengilegast fyrir okkar notendur og að umskiptin verði sem auðveldust. Kerfið fyrir notendurna en ekki þá sem búa þetta til.” Nýja kerfið er skör ofar Eyjólfur segir að þau hafi gert kerfið enn fullkomnara en þau sáu fyrir sér í byrjun og bætt við fleiri möguleikum en reiknað hafði verið með. Spurður um nýjungar í RSF Klukku segir Eyjólfur að allt uppboðsferlið hafi t.d verið stillt af. ,,Hlutirnir gerast mjög hratt þegar boðið er í fisk og kannski hittir fólk ekki nákvæmlega á þá krónu sem það vildi, þannig að í staðinn fyrir að vilja bjóða 100 kr í fiskinn voru boðnar 98 krónur eða jafnvel 102. Núna verður þetta úr
,,Það stóð því upp á okkur að gera eitthvað í málunum,” taka út alls kyns viðskipti, allt eftir því sem hentar hverjum og einum. Notendur hafi líka aðgang að fleiri upplýsingum en áður og sjái t.d betur upplýsingar um hvað vantar upp á svo að hann geti keypt. ,,Fólk setur inn vissa upphæð sem það getur keypt fyrir og getur fylgst betur með henni en áður.” Þá sé mögulegt að hafa tvö verð í gangi í einu sem geti verið mjög þægilegt. ,,Fólk setur þá inn ákveðin skilyrði fyrir t.d Akranes og önnur fyrir Ísafjörð.” Sömuleiðis verður einfaldara að sjá gengið og að bjóða í erlendum gjaldmiðli. ,,RSF Klukka er því svipað í útliti og Fisknet en mun fleiri möguleikar eru í boði og allt er miklu þægilegra. Hitt kerfið gerði það sem það átti að gera en þetta nýja er skör ofar.”
sögunni og menn eru mjög hrifnir af því enda er uppboðsreynslan ekki jafn stressandi og hún var stundum áður. Það verður líka miklu auðveldara að tengjast kerfinu en áður.” Þetta sé í vafra og menn opni einfaldlega vefsíðuna, slái inn lykilorð og þá séu menn komnir inn. Hægt sé að tengjast Klukkunni í gegnum alla vafra, sama hvort það sé Chrome, Safari eða annað. ,,Það er auðvitað hægt að tengjast með snjalltækjum líka en þá eru möguleikarnir ekki eins margir. Við eigum
eftir að þróa þessa hlið betur og þá mun síminn líka bætast við því það þarf annað viðmót fyrir hann.” Sömuleiðis verður líka hægt að hafa uppboðið í fleiri en einum glugga og menn geti því verið með uppboð í gangi í einum glugga og sölu á hinum sem ekki hafi verið hægt áður. Annar möguleiki í nýja kerfinu er hljóðmerki sem fólk getur sett inn, t.d þannig að það komi hljóðmerki þegar kaup ganga í gegn. Kerfið sé líka mun sjálfvirkara en áður og auðveldara að
Meira öryggi Eyjólfur segir að samskipti við notendur séu mun öflugri í RSF Klukku á meðan uppboð standi yfir sem sé mikill kostur. ,,Áður gat ég bara sent skilaboð á alla í einu en núna get ég sent skilaboð á einstaka kaupendur sem getur verið mjög heppilegt. Við fylgjumst mjög vel með öllum uppboðum og stundum lendir fólk í einhverjum vandræðum og þá er gott að geta strax haft samband við viðkomandi.” Það sé líka meira öryggi í RSF Klukku. ,,Í gamla kerfinu var þetta ekki loggað eins vel og stundum vissum við ekki hvað hafði komið fyrir þegar eitthvað misfórst. Í Klukkunni sjáum við allar færslur og hvað nákvæmlega gerist þegar boðið er í. Stundum þurfum við að leiðrétta eitthvað þegar SJÁVARAFL MARS 2017
19
fólk hefur kannski slegið vitlaust inn og með nýja kerfinu getum við lagað það fyrr.” Hann segir að líka hafi það komið fyrir að menn lentu í tækniörðugleikum ef þeir voru ekki vel vakandi fyrir búnaðinum en það verði úr sögunni núna þar sem RSF Klukka sé nútímalegri á allan hátt. Stöðug þróun ,,Það er ýmislegt nýtt í nýja kerfinu en við erum hvergi nærri hætt ennþá og erum með langan lista af hugmyndum. Við viljum þó ekki breyta of miklu í einu svo við setjum inn breytingar smátt og smátt.” Nýja kerfið verður því í stöðugri þróun og forritarinn Erlingur mun hafa nóg að gera í framtíðinni jafnvel eftir að nýja kerfið verður tekið í fulla notkun. ,,Þegar fólki líst vel á eitthvað vill það alltaf fleiri og fleiri möguleika! Vefsíðunni tengjast margir aðilar, sjómenn, fisksalar, markaðir, Fiskistofa o.fl og þarfirnar geta verið
ólíkar. Við fáum því ólíkar tillögur sem við vegum og metum eftir því m.a hversu mörgum þær hagnast og forgangsröðum eftir því.” Eyjólfur segir að sig dreymi líka um að gera kerfið það fullkomið að menn þurfi ekki að sitja fyrir framan skjáinn heldur setji einfaldlega inn vikukaup sín og kerfið sjái um afganginn. ,,Menn segja kannski að þeir ætli að kaupa 20 tonn af þorski á vikutíma og aldrei meira en 7 tonn á dag, á tilteknu
UPPSKRIFT
Hreindýrabollur Hrönn Hjálmarsdóttir
Mamma mín sendi mér þessa uppskrift einhverntíman en þær geta bara vel heitið villidýrabollur þar sem það má nota annað villikjöt en hreindýr. Ég er t.d. búin að nota hjartarkjöt mikið síðastliðin ár.
hámarksverði. Ef þetta næst t.d á fimmtudegi yrði ekki boðið í neitt á föstudegi. Þetta yrði frábær viðbót og myndi spara fólki talsverðan tíma.” Það liggur því fyrir að þótt Klukkan sé komin í notkun er RSF hvergi nærri hætt í þróun kerfisins og að á næstu árum mun ýmislegt nýtt og spennandi bætast við.
Rjómaosturinn og rjóminn sett á pönnuna og látið ostinn bráðna, þynnt með vatni og smá sósulitur ef fólki finnst ljósi liturinn fráhrindandi. Nú er annað hvort að hella sósunni yfir bollurnar, setja í ofn (180°) í ca. 15 mín. Eða bara bollurnar í ofninn og bera sósuna fram sér. Gott salat passar vel með þessu sem og soðið brokkolí og svo bæta við kartöflum fyrir þá sem vilja. Bon appetit :D
Þessi matur hentar fyrir alla fjölskylduna og meira að segja þau matvöndu :) • 600 gr. hakk • 100 gr. beikon, skorið smátt og steikt. Sett á eldhúspappír til að ná mestu fitunni af. • 1 egg • 1/2 dl mjólk • 1-2 tsk töfrakrydd • 100 gr. smurostur með sveppum(má nota hvað sem er ) • 25 gr smjör • 1/1 tsk pipar salt. Hræra saman hakki, beikoni, eggi, mjólk, sveppaosti, salti, pipar og kryddi.Mótið 10 – 12 litlar bollur og steikið á pönnu. Sett í eldfast mót. SÓSA •100 gr rjómaostur • 2 1/2 dl rjómi •2 d vatn
20 12
SJÁVARAFL MARS 2017
Hrönn Hjálmarsdóttir er heilsumarkþjálfi sem alla tíð hefur haft mikinn áhuga á mat og matargerð. Hún heldur úti vefsíðunni Af lífi og sál þar sem hægt er að finna margvíslegar spennandi uppskriftir. https://hronnhjalmars.wordpress.com/
ICE FISH FARM
150 milljónir máltiða af Omega3 ríkum laxi Sterkustu kvíar og búnaður sem völ er á
www.icefishfarm.com
Nemendur að verki í skólandum (myndir fengnar af Facebook-síðu Véltækniskólans).
„Námið opnar á marga möguleika“ Formaður nemendafélags Véltækniskóla Íslands segir frá náminu, tækifærunum og lífinu við skólann
Merki Véltækniskólans
Bára Huld Beck
B
jörgúlfur Bóasson er formaður nemendafélags Véltækniskóla Íslands en félagið stendur fyrir útgáfu tímaritsins Skrúfan sem kemur út í mars næstkomandi. Hann segir að vélstjórnarnámið sé margþætt og að nemendur komi úr ýmsum áttum. Blaðamaður Sjávarafls spjallaði við Björgúlf um námið, félagslífið og möguleikana eftir útskrift. Alltaf verið með annan fótinn á sjó Björgúlfur segir að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á sjómennsku og vélum svo þetta hafi legið vel við. Hann er fæddur og uppalinn á Norðfirði fyrir austan og byrjaði ungur á sjó. Hann lærði bílasmíði árið 2007 og 2008 í Borgarholtsskóla og eftir að hann útskrifast þaðan fór hann aftur heim á Norðfjörð til að stunda sjóinn á ný. Hann hefur því verið með annan fótinn á sjó síðan hann var á sautjánda ári. Hann segir að töluvert sé um það að ungir strákar byrji á sjó og að þeir hafi verið nokkrir á þessum tíma sem byrjuðu ungir. „Ég er alinn upp á verkstæði hjá föður mínum en hann átti bílaverkstæði á Norðfirði. Þannig að maður hefur alltaf verið með puttann á vélum,“ segir hann um ástæður þess að byrja í Véltækniskólanum og læra vélstjórn. Hann hefur þar af leiðandi alltaf haft áhuga á slíkri vinnu. „Ég var líka búinn að vera fjögur ár um borð í skipinu
22
SJÁVARAFL MARS 2017
og þá vildi ég fara að breyta til og fara að mennta mig,“ bætir hann við. Menn verða „altmuligmænd“ Uppbygging vélstjórnarnámsins er viðamikil, að sögn Björgúlfs. Hann segir að nemendur séu mikið í rafmagnsfræði og öllu sem tengist vélum. Hann segir einnig að námið sé fjölbreytt og við lok þess séu menn orðnir svokallaðir „altmuligmænd“ eða þúsund þjala smiðir. Þá séu þeir komnir með færni á við pípara, rafvirkja og vélstjóra. Með því að klára námið við Véltækniskólann þá fá þeir nemendur einnig stúdentsprófið sem nýtist þeim sem áhuga hafa á frekara námi.
nemenda er vítt, að sögn Björgúlfs. Þarna séu menn á fimmtugsaldri með ungu nemendunum. Þegar hann er spurður út í hvernig nemendum kemur saman í svo fjölbreyttum hóp svarar hann að þeir séu í raun eins og fjölskylda. „Við erum með nýja kaffistofu á 4. hæð í Tækniskólanum og hún er bara fyrir vélstjórnarnemendur. Þar erum við með kaffisjóð þar sem menn borga bara einu sinni á ári. Og nemendur fá könnu merkta Véltækniskólanum og nafnið sitt á hana. Svo drekka menn hér kaffi og fram fara miklar og skemmtilegar sögur og
Björgúlfur segir að félagslífið sé virkilega flott í Véltækniskólanum. „Við erum með mjög sterkt nemendafélag en það eru um 250 nemendur í skólanum eins og staðan er núna,“ segir hann. Rúmlega hundrað manns eru í nemendafélaginu um þessar mundir og að sögn Björgúlfs veltir félagið gríðarlegum fjárhæðum á ári hverju. Hann segir að félagið sé með sterka bakhjarla sem styrkja starfsemi þess. Nemendur fari í hefðbundnar vísindaferðir og haldi „saumaklúbba“ þar sem slett er út klaufunum. „Svo erum við með árshátíð og förum í pool og höldum keilumót,“ segir hann um starfsemi nemendafélagsins. Nemendahópurinn eins og fjölskylda Varðandi kynjahlutföll segir Björgúlfur að nokkrar stelpur séu í náminu eða um fimm. Hann segir að þær komi einnig með í ferðir og stundi félagslífið þrátt fyrir að minna sé um það. Aldursbil
Björgúlfur Bóasson
einnig heitar umræður,“ segir hann og hlær. Bakgrunnur nemenda er mismunandi og því er reynslan misjöfn. „Hér er mikið af mönnum sem unnið hafa í álverum eða jafnvel í frystihúsum,“ segir Björgúlfur og bætir við að það sé þó sameiginlegur áhugi á vélum sem sameini nemendur. Sjórinn heilllar en margt er í boði Björgúlfur segir að námið opni marga möguleika eftir útskrift. „Sjórinn er auðvitað rosalega heillandi. Hann er það alltaf,“ segir hann en hann bendir þó á að tímarnir hafi breyst á undanförnum árum og að vélstjóri í landi hafi það mjög gott. Gengið hafi verið að breytast og þá lækki launin hjá sjómönnunum sem gerir það að verkum að vinna í landi verður einnig eftirsóknarverð. „Þá er hægt að velja um að fara í virkjanirnar inn á öllu hálendinu, í frystihúsin og bara hvað sem er,“ segir Björgúlfur.
Nemendur að verki í skólandum (myndir fengnar af Facebook-síðu Véltækniskólans).
Þannig sé hægt að fá vinnu á hinum ýmsu stöðum og telur hann að allir vegir séu færir fyrir nýútskrifaða vélstjóra. Sum fyrirtæki sláist beinlínis um vélstjóra í dag og því séu möguleikarnir endalausir. Hann bætir við að heimurinn sé stór og að vélstjórar séu meðal annars mjög eftirsóttir í Dubai. Björgúlfur segir að jafnvel séu rafvirkar að ráða vélstjóra þar sem vélstjórn sé í raun meira nám en rafvirkjun og með stúdentsprófinu opni námið jafnvel enn fleiri möguleika. Endurnýjun á rafsuðuvélum Véltækniskólans (mynd fengin af vefsíðu Véltækniskólans).
Skrúfudagur 2015
Við erum stolt af því að starfa í sjávarutvegi
Pantone 2748
SJÁVARAFL MARS 2017
23
Hvað er Skrúfan? Útskriftarnemendur Véltækniskólans gefa út tímarit einu sinni á ári sem ber nafnið Skrúfan. Að sögn Björgúlfs er Skrúfan veglegt og rótgróið tímarit sem gefið hefur verið óslitið út síðan árið 1959 og því verið dreift í 4.500 eintökum til allra í VM-félagi og launagreiðendum þeirra. Hann segir jafnframt að því sé dreift til allra íslenskra skipa yfir 12 tonnum, ásamt því að vera dreift til þeirra fyrirtækja sem óska eftir því sérstaklega. Mikið sé af greinum í blaðinu og er þetta ágætis doðrantur, að sögn Björúlfs. Það er gefið út í tilefni svokallaðs Skrúfudags í Véltækniskólanum sem haldinn er í mars ár hvert. Þá er opið hús og hver sem er má koma og meðal annars virða fyrir sér útskriftarsýningu nemenda, fara á kynningar og svo framvegis. Björgúlfur segir að allur ágóði söfnunarinnar renni í sjóð útskriftarnema sem notaður er í veglega útskriftarferð, enda miklu að fagna. Nemendur að verki í skólandum (myndir fengnar af Facebooksíðu Véltækniskólans).
Gamalt og glæsilegt sveinsstykki (mynd fengin af vefsíðu Véltækniskólans).
Nemendur eftir keilumót (mynd úr einkasafni Björgúlfs Bóassonar).
24
SJÁVARAFL MARS 2017
SÍÐASTI SÖLUDAGUR KRAFA UM FERSKLEIKA ER MEGINÁSTÆÐA ÞESS AÐ VIÐ ERUM ALLTAF Á FLJÚGANDI FERÐ. Tíminn skiptir höfuðmáli í fraktflutningi, hvort sem þú ert að flytja vörur inn til landsins eða koma afurðum á erlendan markað. Það hversu lengi varan er á leiðinni getur breytt hagnaði í tap og öfugt. Þá er gott að eiga samstarf við öflugt fyrirtæki á sviði flugfraktar til og frá Íslandi. Á hverjum einasta degi þjónum við hjá Icelandair Cargo íslenskum inn- og útflytjendum til og frá Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu.
Því tíminn flýgur www.icelandaircargo.is SJÁVARAFL FEBRÚAR 2017
25
HIN HLIÐIN
Björn Fannar Hjálmarsson Fullt nafn: Björn Fannar Hjálmarsson. Fæðingardagur og staður: 22 Febrúar 1974 var náð í mig í kviðinn á mömmu sem lá á fæðingardeild Fjórðungsjúkrahússins á Akureyri. Fjölskylduhagir: Ragnheiði Guðbrandsdóttur frá Bassastöðum í Steingrímsfirði. Saman eigum við tæplega 8 ára son en samtals eigum við 6 börn á aldrinum 8-21. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Borgarfjörður eystra í góðu veðri, Ásbyrgi, Eyjafjörðurinn er alltaf fallegur og Strandirnar. Það er með Strandirnar eins og Borgarfjörðinn að það verður að vera gott veður. Það er lítið varið í þetta í þoku og rigningu. Starf: Háseti á Þerney RE 1. Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Það er nú það. Ég ætlaði aldrei að verða sjómaður en svo allt í einu eru komin 10-15 ár í það heila. Ætli það hafi ekki verið tekjurnar fyrst, en svo verður þetta eins og baktería sem þarf að næra. Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Þeir eru nokkrir, en ætli nafni minn og skipsfélagi Björn Þorsteinsson standi ekki uppúr. Sögurnar af honum eru efni í heila seríu af gamanþáttum. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Það fer svona eftir túrum og hvað er að gerast um borð í skipinu. Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Hann myndi fá nafnið Jón Hjartar EA í höfuðið á móðurafa mínum heitnum. Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Ég man nú ekki til þess að hafa átt draumastarf þegar ég var strákur. Sennilega hef ég samt ætlað að verða smiður eins og pabbi. Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Klárlega vorið. Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna ? :aÞað er þegar eitthvað gengur á eða stendur til í fjölskyldunni og maður er fjarverandi. Langir brælukaflar eru líka ofsalega leiðinlegir, sérstaklega ef maður þarf að standa á annari löppinni heilu vaktirnar. Eftirminnilega atvikið á sjó: ÞÞau eru nokkur og erfitt að gera upp á milli en til að segja eitthvað myndi ég líklegast nefna janúartúrinn 2014 hjá Ægisgenginu á Þerney. Það var hreint frábær túr fyrir utan 4 daga bilerí í Tromsö. Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Mér sýnist við Liverpool aðdáendur þurfa að bíða a.m.k. eitt ár til viðbótar þannig að ég tippa á Chelsea. Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Sennilega snóker eða pool. Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : ég segi pass við þessari.
26
SJÁVARAFL MARS 2017
Siginn fiskur eða gellur: Geri ekki upp á milli. Smúla eða spúla: Spúla Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Ég myndi sjá til þess að þeir sem minna mega sín myndu fá sinn skerf af góðæriskökunni. Eitthvað að lokum : Já ég vildi óska þess að þessi breiða sátt sem alltaf er talað um að þurfi að nást um sjávarútveginn færi að nást. Það er ekki alltaf uppörvandi að hlusta hvernig talað er um greinina og starfsfólk innan hennar.
Fjárhagsbókhald Viðskiptavina- og lánardrottnakerfi Innkaupakerfi Sölu- og birgðakerfi Eignakerfi Verkbókhald
Bókhaldskerfi í áskrift Microsoft Dynamics NAV er eitt mest selda bókhaldskerfi landsins og fæst í mánaðarlegri áskrift. Fullbúin viðskiptalausn, hýsing og afritun í Azure skýjaþjónustu Microsoft ásamt vottuðum sérlausnum Wise frá kr. 9.900 á mánuði. Kynntu þér málið á navaskrift.is
Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja Reglulegar uppfærslur Enginn stofnkostnaður Wise sérlausnir: Rafræn VSK skil Rafræn sending reikninga Þjóðskrártenging
kr.
9.900
pr. mán. án vsk.
Wise sérlausnir að viðbættri leið 1: Launakerfi Innheimtukerfi Bankasamskiptakerfi Rafræn móttaka reikninga
kr.
17.900
pr. mán. án vsk.
Microsoft Azure
Bjóðum einnig Office 365 í áskrift. Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyri Sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is
Það er gott að vera í viðskiptum við Samskip Pétur Hafsteinn Pálsson
ENNEMM / SÍA / NM78585
framkvæmdastjóri Vísis
> Við hjá Samskipum leggjum okkur fram um að kynnast viðskiptavinum okkar og þekkja þarfir þeirra Samskip bjóða upp á heildarlausnir á sviði flutninga og við leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Persónuleg og traust þjónusta um allan heim.
Saman náum við árangri
www.samskip.is