TÍMARITIÐ
SJÁVARAFL
Mars 2016 1. tölublað 3. árgangur
FRÍTT EINTAK
KEEP FROZEN
VÓNIN
MOTTUMARS
JÚNÍ GK 345
KOKKUR MÁNAÐARINS
Mottumars hrint af stað
U
m þessar mundir stendur átakið Mottumars sem hæst. Mottumars er átaksverkefni sem Krabbmeinsfélagið stendur fyrir í marsmánuði hvert ár og er það til styrktar karlmönnum með krabbamein. Þetta er sjöunda árið sem átakinu er hleypt af stað og jafnframt það síðasta. Enn á ný eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi stæðsti styrktaraðili átaksins og hvetja þeir sjávarútvegsfyritæki til þess að skreyta skip sín og starfstöðvar með yfirvaraskeggi í tilefni Mottumars. Einnig hvetja þeir sem flesta til að taka þátt í keppninni sem snýr að þessum frábæra málstað. Í ár var ákveðið að Mottumars yrði sérstaklega tileinkaður karlmönnum 50 ára og eldri og gera um leið vitundarvakninu á blöðruhálskrabbameini sem er algengasta krabbameinið meðal karlmanna. Markmið átaksins í ár er að hvetja karlmenn til að leita sér læknishjálpar ef grunur liggur á um að eitthvað sé í ólagi en rannsóknir hafa sýnt að karlar leita mun síður læknis en konur og eru skilaboð átaksins því: „Ert þú að farast úr karlmennsku? Ekki harka allt af þér. Lærðu að þekkja einkennin. Það er ekkert mál.“ Ákveðið var að senda öllum skipstjórum fræðsluefni um karlmenn og krabbamein og eru þeir með því hvattir til að sýna það áhöfn sinni og hvetja um leið áhafnarmeðlimi til þess að ræða saman um málefnið því það eitt getur bjargað mannslífum. Efnið er í formi bæklinga frá Krabbameinsfélaginu sem og stuttra myndbanda.
Landhelgisgæslan, í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, hóf átakið með heldur óvenjulegum hætti þetta árið en fulltrúar frá Krabbameinsfélaginu og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi auk fulltrúa ýmissa félagasamtaka var boðið til samsætis á varðskipinu Þór við Faxaflóa. Fréttamenn silgdu í varðskipið með bát en forstjóri Krabbameinsfélagsins, Kristján Oddsson, formaður SFS, Jens Garðar Lárusson og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fengu hins vegar að ferðast um borð í skipið með þyrlu gæslunnar. Þegar komið var um borð fékk skipherra Þórs, Sigurður Steinar Ketilsson, afent svokallað björgunarbox. Björgunarboxið
L
inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar um krabbamein en samskonar boxum verður einnig dreift um borð í alla báta félagsmanna SFS. Málið er sérstaklega skylt Landhelgisgæslunni þetta árið en á skömmum tíma hafi þrír starfsmenn látið í lægra haldi fyrir krabbameini. Formaður SFS, Jens Garðar Lárusson, sagði nokkur orð við athöfnina og bað menn meðal annars að vera vakandi fyrir eigin heilsu og leita læknisráða ef einhverjir heilsubrestir gera vart við sig. Krabbameinsfélagið, ásamt SFS, vill hvetja fólk til að taka þátt í átakinu og einnig að „hashtagga“ myndir sem tengjast átakinu á einhvern hátt með myllumerkinu #mottumars #karlmennskan.
Hvalir trufla loðnuveiðar
grafika.is 2013
oðnan virðist vera mjög dreifð um þessar mundir og hefur verið erfitt að kasta á hana vegna gríðarlegs ágangs hvala. Veiðar hafa gengið frekar illa síðustu daga og er allur uppsjávarflotinn kominn á Faxaflóa þar sem hrygningarstöðvarnar eru staðsettar. Hafa nú flest skipin komið sér upp svokölluðum hvalafælum sem hengdar eru neðan á nótina en búnaðurinn virðist ekki virka eins og hann á að
gera. Mikil aukning hefur orðið á hnúfubaknum síðasta áratuginn en þegar mælingar hófust árið 1987 töldu taldi tegundin aðeins um 2000 dýr en árið 2007 um 15.000. Talning var svo gerð á síðasta ári en niðurstöður úr henni liggja ekki enn fyrir. Skiptsjórar hafa talað um það að þeir séu hræddir um að hnúfubakurinn éti alla loðnuna og segja að ef þeir sjái torfu þá er hvalurinn strax kominn í hana.
Drifbúnaður • • • •
0,12 - 200 kW 10 - 200.000 Nm 0,01 - 1.100 RPM Sniðið að þínum þörfum
Við erum góðir í gírum Knarrarvogi 4 104 Rvk. Sími 585 1070 vov@vov.is www.vov.is
2
SJÁVARAFL DESEMBER 2015
fjarðarfrost
ný 10.000 tonna frystigeymsla eimskips
Þjónusta við sjávarútveginn er ein af grunnstoðum rekstrar Eimskips en með nýrri frystigeymslu í Hafnarfirði er félagið að fylgja eftir vaxandi umsvifum í greininni. Hafnarfjarðarhöfn er vel staðsett og býður upp á góða aðstöðu fyrir útgerðir.
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is
Haftengt nám í Vestmannaeyjum Nú hefur Háskólinn í Reykjavík, í samvinnu við Háskólann á Akureyri, ákveðið að bjóða upp á haftengt nám í Vestmannaeyjum. Íbúar í Vestmanneyjum eru í kringum 4.270 talsins og byggir atvinnulífið þar að miklu leyti á sjávarútvegi og framleiðslu og þjónustu tengdri þessari stærstu atvinnugrein landsins. Námið er diplómunám og samsvarar 84 ECTS einingum. Umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi HR eða samsvarandi prófi. Námið þjálfar nemendur í að nýta þekkingu í sjávarútvegs- og viðsktipafræði til að vinna að raunhæfum verkefnum. Kennslan mun fara fram í Vestmannaeyjum og er mikil áhersla lögð á bein tengsl við atvinnulífið. Nú á dögum er krafist mikillar kunnáttu og fagþekkingar í íslenskum sjávarútvegi og byggist velgengni greinarinnar á öflugri virðiskeðju allt frá veiðum til markaðssetningar og sölu erlendis. Að náminu loknu fær nemandi diplómugráðu sem metin er til áframhaldandi náms bæði við HR og HA. Námið byggist þannig upp að nemendur vinna styttri og lengri verkefni sem snúa að hinum ýmsu þáttum sjávarútvegs. Lögð er áhersla á að nemendur vinni verkefni í samstarfi við fyrirtæki og eru fyrirtækin tilbúin til að verða nemendum út um starfsaðstöðu og ýmsa aðra aðstoð. Mikil áhersla er lögð á nýsköpun, markaðsfræði, alþjóðaviðskipti, vöruþróun, upplýsingatækni og margt fleira. Nemendur sem útskrifast úr náminu eiga að búa yfir þekkingu og færni til að hrinda eigin viðskiptahugmyndum í framkvæmd eða ýta úr vör rekstrarhvetjandi hugmyndum og verkefnum. Nemandi sem lýkur þremur önnum í námi í haftengdri nýsköpun mun útskrifast frá Háskólanum í Reykjavík.
Nánari upplýsingar um námið er hægt að finna á heimasíðu Háskóla Reykjavíkur: www.hr.is. Einnig er hægt að senda verkefnastjóra námslínunnar tölvupóst á netfangið: haftengdnyskopun@ru.is.
Hús sjávarklasans býður upp á fjölbreytta fundaraðstöðu fyrir fyrirtæki ásamt veitingum frá Bergsson RE. Fundarýmin rúma allt að 22 gesti og eru ýmist útbúin skjám eða skjávörpum, ásamt þráðlausu neti og öðrum nútíma þægindum. Nánari upplýsingar í síma 577 6200 eða á netfanginu eva@sjavarklasinn.is
4
SJÁVARAFL MARS 2016
Hámarks ending - Lágmarks viðhaldskostnaður - Aukin nýting og arðsemi
Vélfag býður nú línu tölvustýrðra fiskvinnsluvéla
Til hamingju! Við hjá Vélfagi óskum Landvinnslu Fisk-Seafood á Sauðárkróki til hamingju með nýju M720 flökunarvélina og Ramma hf. til hamingju með tölvustýrðu fiskvinnsluvélarnar M725, M825, M505 sem fara í nýja skipið Sólberg ÓF1 sem er í smíðum.
Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar góða varahlutaþjónustu! Vélfag ehf. // Múlavegur 18 / 625 Ólafsfjörður //// Njarðarnes 2 / 603 Akureyri //// 466 2635 // sales@velfag.is
www.velfag.is
Kokkur mánaðarins Ég þakka bara fyrir að hafa verið fenginn sem kokkur mánaðarins. Ég ætla að leyfa ykkur að njóta fjögurra rétta máltíðar sem ég bauð vinafólki mín upp á fyrir stuttu síðan. Margt sem hægt er að vinna sér í haginn og gera degi fyrr. Ekkert ýkja flóknar uppskriftir en samt með smá klassa. Uppskriftirnar eru fyrir ca 4, borið fram í diskaservice.
Einföld Skelfisksúpa Með fisk að eigin vali
Hrossalund með steiktu smælki og búrgúndí grænmeti.
2L Humarsoð (hægt að kaupa það tilbúið, t.d frá Grím Kokk eða Norðanfisk) 2 dósir Kókosmjólk (cream) 1 dl brandý eða Koníak 300gr skelfiskur eftir smekk 300 gr af fisk eftir smekk. Ég nota skötusel og blálöngu. Salt/ Hvítur pipar og Cayenne pipar (eftir smekk) 1 búnt ferskt Estragon Þeyttur rjómi til að bera fram með.
1 Kg Hrossalund Smjör til steikingar 4 hvítlauksgeirar Nokkrar greinar af fersku timjan Salt/pipar
Saltfiskur með spænsku ívafi, blómkálsmauk og ruccola olía. 1-2 hnakkastykki af saltfisk. 600 gr er nóg í millirétt fyrir 4. Spænsk tómatsósa. 2 hvítlauksgeirar 1 laukur 1 bolli Rauðvín 2 dósir hakkaðir tómatar Ferskt basil, steinselja, salt og pipar.
Blómkálsmauk 1 stór Blómkálshaus eða 2 smærri. 2 shallot laukar, sleppur að nota venjulegan. 5 hvítlauksgeirar 1-2 L mjólk Smjör klípa Salt / pipar/ Edik Ruccola olía 300 ML góð Olía 50 gr ca af Klettasalati 2 hvítlauksgeirar Hægt er að gera sósuna, blómkálsmaukið og olíuna deginum áður. Takið salt fiskinn og skerið hann í 150 gr steikur, veltið upp úr hveiti og dustið það svo vel af. Steiktur á báðum hliðum þar til hann er orðinn gullinn. Settur í ofn í kannski 5 mínútur. Passið að ofelda ekki. Svitið laukinn á pönnu þar til hann er orðinn glær og bætið þá rauðvíni á pönnuna. Sjóðið niður um 2/3. Hakkaðir tómatar settir út í og láttið malla. Kryddað með salti, pipar og ferskum kryddjurtum. Skerið blómkálið í grófa bita, setjið í pott og hellið mjólkinni þannig að hún fljóti vel yfir. Skerið laukinn og hvítlaukinn gróft og sjóðið þar til blómkálið er vel mjúkt. Sigtað og sett í blandara og maukað með klípu af smöri, salti og pipar. Setið smá mjólk með til að fá rétta þykkt á maukið. Smjörið stjórnar því hversu flauelsmjúkt það verður. Hægt er að hita maukið varlega upp og setja í rjóma gassprautu, þá getur maður sprautað því í diskana og verið með smá sýndarmennsku en þá þarf það að vera aðeins þynnra heldur en ella og verður uppblásin. Olían er gerð í blandara, allt sett í og maukað. Hægt er að setja meira kál til að gera hana þykkari og grænni. Hún er notuð sem sósa yfir fiskinn. Byrja á að setja vel af tómatsósu í djúpan disk, setur svo blómkálsmauk, saltfiskinn og pennslar hann með ruccola olíunni. Gott er að steikja kirsuberjatómata uppúr hvítlauksolíu og strá smá flórsykri yfir þá sem auka meðlæti í diskinn.
6
SJÁVARAFL MARS 2016
Smælki Kartöflur 600gr smælki kartöflur Timjangrein 2 hvítlauksgeirar Búnt af ferskri steinselju Salt/pipar Sjóðið smælkið í nokkrar mínútur, kælið og skerið í tvennt. Steikið upp úr smjöri með hvítlauk og timjan. Kryddið með steinselju, salti og pipar. Burgúndí Grænmeti 1 poki af perlulauk 1-2 box af góðum sveppum t.d kastaníusveppir (Flúðasveppir duga samt) 1 bréf beikon ½ flaska rauðvín, 300 ml ca. ½ l nauðasoð. Hægt að nota vatn+tening, eða fljótandi kraft frá Oscar+ vatn. Laukurinn skrældur og steiktur með sveppunum sem eru skornir í tvennt og beikoni í pott. Rauðvínið er sett út í og soðið niður um helming og þá nautasoðið og soðið niður í góða sósu. Meðlætið er veitt upp úr og sósan þykkt ef þess þarf. Gott er að hræra smjör klípu út í hana en eftir það má hún ekki sjóða. Eða nota sósu þykkjara. Rabbarbarakaka Eftir svona máltið vill ég yfirleitt hafa eitthvað sem er ekki of þungt og helst með vanilluís. Ekki er verra að geta gert þetta deginum áður og hita hana bara upp. 800 gr rabarbari 4 dl sykur 1 dl hveiti 4 egg Hrærið saman eggin, sykurinn og hveitið. Skerið svo rabbarbarann í góða munnbita og setjið út í degið. Þetta er sett í smurt eldfast mót eða pie-form. Svo er gerð krumble mylsna. Krumble 4 dl hveiti 3 dl púðursykur 100 g smjör Blandið þessu vel saman, best úr gera það í höndunum og mylja yfir kökuna. Bakað við 200 gráður í 35-40 mínútur. Berið fram með Vanilluís eða þeyttum rjóma og ferskum jarðaberjum ef svo vill til. Ég vill svo skora á stjórnmálafræðinginn, félaga minn og einstaka sinnum afleysingarmann minn Brynjólf Hjörleifsson. Hann deilir með mér afmælisdegi og vinnur sem matsveinn á Dragnótaskipinu Jóhönnu ÁR 206 í Þorlákshöfn. Hann hefur gaman að því að draga einhverja snilld upp úr pokahorni sínu og deila með okkur.
PIPAR\TBWA • SÍA • 155696
Sjóðið humarsoðið niður um helming, bætið kókosmjólkinni og brandý út í og látið malla. Smakkið til með fersku estragoni og kryddið eftir smekk. Skerið fiskinn í smáa bita og setjið hann saman við rétt áður en súpan er borin fram og hrærið vel. Passið að ofelda ekki fiskinn. Þeytið smá rjóma og saxið ferskt estragon og blandið saman. Berið súpunua fram með rjómatopp.
Steikið lundina í heilu á stórri pönnu upp úr smjöri með hvítlauknum og timjan. Piprið lundina eftir steikingu til að forðast að brenna piparinn. Setjið inní ofn með öllu saman á 60-65 gráður í 3-4 klst eða þar til kjarnhitinn nær 49-52 gráður og látið standa í amk 5-10 mínútur. Þá skríður hún í 52-55 gráður í kjarnhita.
PIPAR\TBWA • SÍA • 155696
LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND
Færeyska fyrirtækið Vónin haslar sér völl á Íslandi Haraldur Bjarnason
V
ónin Ísland er angi af færeyska fyrirtækinu Vónin sem er stórtækt í sölu veiðarfæra á norðlægum slóðum og er auk Færeyja með þennan rekstur á Íslandi og starfsemi í Kanada, Noregi, Danmörku, Rússlandi, Litháen og á Grænlandi. Björn Jóhannsson veitir íslenska hlutanum forstöðu og er allt í öllu enda eini starfsmaðurinn. Í húsnæði fyrirtækisins í Skútuvoginum er lagerinn hýstur og þaðan eru afgreiddar vörur til íslenskra skipa og skipa annarra þjóða sem leita hafnar hér á landi. Hér á landi var fyrirtækið stofnað árið 2013 og hóf starfsemina hér haustið 2014. Björn segir ekki hafa verið svo erfitt að komast inn á íslenskan markað enda hafi hann þekkt sig vel á þeim markaði hafandi starfað við sölumennsku á vörum til sjávarútvegs síðastliðin fjórtán ár. Mikið af netaefninu kemur frá Portúgal „Við erum að þjónusta útgerðarfyrirtæki, netaverkstæði og fiskeldi,“ segir Björn sem hefur starfað við eitthvað tengt sjávarútvegi frá blautu barnsbeini. Hann er fæddur og uppalinn á Fáskrúðsfirði þar sem faðir hans var í útgerð í 30 ár og gerði m.a. út Hilmi SU 171. Björn segir að vörurnar komi hingað beint frá framleiðendum. „Mjög mikið af þessu er framleitt í Portúgal en Euronete í Portúgal er á meðal stærstu birgjanna. Þá erum við með keðjur frá Kjættingfabrikken í Noregi og togvíra frá Randers Reb. Botnvörpuskipaútgerðir eru stærstu viðskiptavinirnir og nokkrar netagerðir. Vónin tók yfir veiðafæralager Icebox 2014 og það fyrirtæki starfar nú í verktöku fyrir Vónin. Svo þjónustum við grænlensk skip sem koma hingað til löndunar frá því á vorin og fram í september en þau eru í viðskiptum við Vónina á Grænlandi. Það er gríðarlegt umfang í kringum þau skip. Þetta eru stór skip og t.d. þegar þau voru á makrílnum við Austur-Grænland í fyrra var m.a. í tvígang farið með flottrollin til viðgerðar hjá Veiðarfæraþjónustunni í Grindavík til viðgerðar.“
Þjónusta líka uppsjávarveiðiskipin Björn segir að síðan þjónusti Vónin Ísland uppsjávarveiðiskipin en sölustjórinn fyrir flottrollsskipin, Jógvan Jacobsen, sé í Færeyjum. „Þegar hann kemur hingað til lands förum við saman í söluferðir. Á síðasta ári fengu nokkur af stærstu skipunum ný kolmunnatroll frá okkur en það eru Börkur og Beitir frá Norðfirði, Hoffellið frá Fáskrúðsfirði, Vilhelm Þorsteinsson frá Akureyri, Sigurður úr Vestmannaeyjum og Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði.“ Björn segist svo líka vera að þjónusta fiskeldið fyrir sölumennina í Færeyjum, en fiskeldið bjóði oftast út þegar endurnýja þurfi eða bæta við búnaði. Vaxandi sala á Fortis netum Mikil og vaxandi sala varð hjá Vóninni á síðasta ári og sérstaklega undir lok ársins að sögn Björns. Hann segir sérstaklega vöxt í Fortis netum í trollunum sem séu úr léttu efni og sterku. Þau gera það að verkum að betur fiskast í misjöfnum veðrum og sterkum straumum. Hann nefnir dæmi um grænlenskan togara sem hafi fengið botntroll úr þessu efni og hann hafi fiskað 2.000 tonn á einum mánuði. Þetta sé sama
Björn með sýnishorn af Fortís netinu.
efni og í ofurtogunum og sæki mikið á. Nú séu grænlensku togararnir flestir komnir með þetta efni bæði í rækjutrollin og botntrollin. „Þetta efni sækir á og án efa eiga íslensk skip eftir að nota þetta í mun meira mæli en nú er,“ sagði Björn Jóhannsson hjá Vónin Ísland.
Á lagernum í Skútuvoginum þar sem Vónin er til húsa.
FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur
Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita
» Sjálfvirk kassamötun
» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt
8
SJÁVARAFL MARS 2016
» Frábær hráefnismeðh.
Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is
RB-rúm
Sérsníða líka springdýnur um borð í báta og skip Haraldur Bjarnason
F
yrirtækið RB-rúm við Dalshraun í Hafnarfirði á sér langa sögu en það var stofnað árið 1943 og rekur því sögu sína 73 ár aftur í tímann. Frá upphafi hefur það verið í fararbroddi við þróun og framleiðslu springdýna. RB-rúm er í heimssamtökunum ISPA en það eru gæðasamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun springdýna. Þá sérhæfir fyrirtækið sig líka í hönnun á bólstruðum rúmgöflum, náttborðum og fleiri fylgihlutum ásamt viðhaldi á springdýnum og eldri húsgögnum. Árið 2010 hlaut það alþjóðleg verðlaun fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Fjórar tegundir dýna Birna Ragnarsdóttir hjá RB rúmum segir fyrirtækið t.d. sérsníða dýnur til nota um borð í skipum og bátum enda sé engin ástæða til þess að sjómenn hafi ekki góð rúm til að hvílast í um borð í skipum og bátum eftir erfiða vinnutörn. „Hægt er að velja um fjórar tegundir af springdýnum; RB venjulegar, Ull-deluxe, Super-deluxe, og Grand-deluxe. Fjórir stífleikar eru í boði á allar þessar fjórar tegundir, mjúk, medíum, stíf og extrastíf, allt eftir óskum hvers og eins. Fyrirtækið getur breytt stífleika springdýnanna og er eina þjónustufyrirtækið á sínu sviði sem býður endurhönnun á springdýnum eftir áralanga
Hús RB-rúma í Hafnarfirði.
notkun. Springdýnurnar frá R.B. rúmum eru og hafa verið í fjöldamörgum rúmum ánægðra og vel hvíldra Íslendinga í gegnum árin,“ segir Birna. Framleiða rúm við allra hæfi Fyrirtækið framleiðir margar mismunandi gerðir rúma sem flest eru til heimilisnota þótt þau henti hvar sem er. Auk þess eru sérstök hótelrúm framleidd, sem notið hafa vinsælda, sem og ýmsar gerðir dýna eftir þörfum hvers viðskiptavinar sem eru mjög mismunandi. Þannig er, eins og áður sagði, ekkert því til fyrirstöðu að RB-rúm sérsníði gæðadýnur í kojur og bekki í bátum og skipum og margar útgerðir hafa nýtt sér það.
Dýnur af ýmsum stærðum og gerðum
Úr versluninni í Dalshrauni í Hafnarfirði.
Þjónustumiðstöð í sjávarútvegi Hafnarfjarðarhöfn • Óseyrarbraut 4 • 220 Hafnarfjörður Tel.: 414 2300 • Fax 414 230 • hofnin@hafnarfjordur.is
Fylgst með löndunargengi í heimildamyndinni Keep Frozen Haraldur Bjarnason
„Ég
er auðvitað alin upp við þessa hafnarmenningu og hef lengi verið heilluð af stærstu fiskihöfn landsins, Reykjavíkurhöfn, sem frá mínum bæjardyrum séð er sá staður sem gefur Reykjavík sína sérstöðu enda þróaðist borgin úr smábæ vegna uppbyggingu hafnarinnar,“ segir Hulda Rós Guðnadóttir sem leikstýrir heimildamyndinni Keep Frozen en myndin fjallar um löndun sjávarafla úr togara.
„Ég vildi þó ekki gera mynd sem hefði ekki alvöru innihald sem væri virkilega um kjarna hafnarinnar. Þegar maður lítur á höfnina utan frá þá tekur maður eftir byggingum og fegurð og hlutum en það tekur langan tíma að komast virkilega að kjarnanum og sjá vinnuna sem þar fer fram. Ég held að margir, sem starfa utan sjávartúvegsins, séu blindir á það. Fáir gera sér hins vegar grein fyrir hversu gríðarleg vinna liggur að baki einni kvikmynd eða hönnun á einni
flík. Við eigum það öll til að taka hlutnum svolítið sem gefnum.“ Hulda Rós er hvað þekktust fyrir að vera einn af leikstjórum heimildamyndarinnar Kjötborg, sem vann Edduverðalun árið 2008, en sú mynd var sýnd mörgum sinnum á RÚV. Hulda Rós er myndlistarkona og er búsett í Berlín í Þýskalandi þar sem hún rekur myndlistarstúdíó. „Ég vinn aðallega í verkefnum sem taka mörg ár í undirbúningi þannig að ég kem ekki oft fram opinberlega með myndir eða nýjar sýningar
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
10
SJÁVARAFL MARS 2016
en þegar það gerist þá er það yfirleitt eitthvað stórt eins og er núna með heimildamyndina Keep Frozen, sem ég hef verið að undirbúa síðan árið 2010.“ Hulda Rós hefur þó haldið tvær einkasýningar hér heima. Þá fyrri í Listasafni Reykjavíkur árið 2010 og hina síðari á Listahátíð í Reykjavík árið 2014. Á þeirri sýningu fluttu nokkrir löndunarmenn, sem koma fram í myndinni, „Löndunarljóðin“ eftir fyrrverandi löndunarmanninn Hinrik Þór Svavarsson við mikinn fögnuð áhorfenda. Amma landsetti afa Hulda Rós segist vera alin upp við að ferðast milli hafna landsins og skoða allt sem þar fer fram. „Foreldrar mínir reka og eru stofnendur Borgarplasts ehf sem framleiðir m.a. fiskiker sem eru orðin ein af þekktustu sýnilegu táknum landsins. Þessi með rúnuðu hornin en pabbi minn hannaði kerin og ég veit allt um eiginleika þeirra, kosti og galla eftir marga fyrirlestra um þau mál og mikla nærveru við kerin við hin ýmsu tilefni. Kerin eru orðin þekkt út fyrir landsteinana, enda alls staðar og hafa heimsþekktir samtímalistamenn notað þau í verkunum sínum. Það er í raun spurning af hverju ég kaus að gera mynd um löndun á frystum fiski úr frystitogurum en ekki ísfiski með kerum. En svona er þetta bara. Stjórn Borgarplasts hefur stutt ötullega við gerð myndarinnar og fyrirtækið er stærsti styrktaraðilinn úr sjávarútvegsgeiranum.“ Hún segist líklega erfa listrænuna frá pabba sínum. „Föðurafi minn, Þórður Egilsson kom af Snæfjallaströnd og fór ég einu sinni á báti með honum að heimsækja æskuslóðirnar. Það var ógleymanlegt en ég var mjög hænd að afa
mínum. Hjá ömmu og afa á Skaganum voru sjómannalög mikið spiluð af hljómplötum og segulböndum en þau áttu forláta plötuspilara. Afi hafði verið sjómaður þangað til skipið hans fór niður en hann bjargaðist og amma landsetti hann. Mamma mín er Reykjavíkurbarn og þar er ég líka fædd og uppalin við sjóinn í Sörlaskjólinu, ekki svo langt frá Reykjavíkurhöfn. Afi hennar hafði verið skipstjóri en því miður drukknaði hann með skipi sínu um það leiti sem hann og langamma mín voru að byggja húsið Sveinseyri við Dýrafjörð.“ Listastrákar sóttu í löndunarvinnuna Hugmyndin að heimildamyndinni um löndunina kviknaði svo einn daginn hjá Huldu Rós. „Ég fékk hugljómun eins og listamönnum er tamt og fattaði að löndun væri aðalmálið. Það er vinnan sem fer fram á höfninni sem er kjarninn í andrúmslofti og sjarma hafnarinnar. Ég þekkti löndun af sögum sem mér voru sagðar á listamannabarnum Sirkusi sem rekinn var í Reykjavík í byrjun aldarinnar. Margir listastrákar sóttu í þetta starf sem var ósamningsbundið og hægt að stökkva í þegar peningarnir voru litlir og fá borgað nokkrum dögum seinna. Sögurnar voru ótrúlegar. Svo fór að þáverandi maðurinn minn fór einnig að grípa í löndun af og til og þá hafði ég beina reynslu af því hvað það þýddi að vera eiginkona löndunarmanns. Það sem gerði útslagið var að á Sirkus kynntist ég Hinriki sem alinn er upp við löndun en Svavar pabbi hans á löndunarfyrirtæki. Hinni og ég höfum alltaf náð mjög vel saman og fyrsta sem ég gerði var að hringja í Hinna löndunarmann og það sér ekki fyrir endann á því samstarfi.“
Pantone 2748
SJÁVARAFL MARS 2016
11
Keep Frozen er það sem kallað er skapandi heimildamynd að sögn Huldu Rósar. „Það þýðir að við tókum mörg ár í undirbúningsvinnu og þróun. Okkar niðurstaða var að einblína á verkið sjálft, þ.e. löndunarvinnuna og gera ljóðræna mynd þar sem áhorfendur finna fyrir andrúmsloftinu, þunganum og svitanum frekar en að vera með fræðslumynd. Þetta er fyrst og fremst mynd um hina eilífu endurtekningu, hvernig er að takast á við það ofurmannlega, að hætta lífi sínu á hverjum degi í verðmætasköpuninni fyrir íslenskt samfélag.Við einblíndum á löndun úr einu fallegasta frystitogara landsins Vigra sem er í eigu Ögurvíkur. Vigri er mjög lögulegt skip, djúpblágrænt og maður verður hreinlega skotinn í Vigra. Vigri hefur verið mér mikill innblástur. Löndun ehf. landar úr Vigra og við einblínum á það gengi. Við erum ekki með neina sérstaka áberandi karaktera en ljáum þó löndunarmönnum rödd með sögum sem sagðar eru yfir myndirnar og í samhengi við þær.
12
SJÁVARAFL MARS 2016
Sögurnar fjalla um lífið og tilveruna og starfið og móralinn þar enda hafa löndunarmenn mikla visku til að bera eftir erfitt starf. Stundum samt ekki eins og allir. Venjulegt fólk er breyskt.“ Áhersla lögð á upplifun listamannsins Hulda Rós segir að fyrst ákveðið var að skapa heildstæða kvikmynd frekar en fræðslumynd þá hafi þau ekki verið farið víða í tökur. „Við fórum ekki breitt heldur djúpt. Í undirbúningsferlinu kíkti ég í Hafnarfjörðinn og á Vogabakka auðvitað. Ég fór líka í ferð um minni og stærri hafnir á Vestfjörðum, í New York og í Marokkó. Svona til að skilja þetta allt saman betur í stóra samhenginu og setja mig inn í stemminguna. Hafnir og flutningar fara fram í heimssamhengi. Ég kynnti mér erlendar listrannsóknir um hafnir, sérstaklega verk Allan Sekula „Fish Story“, ritgerðir sem hafa verið skrifaðar um þróun á höfnum á heimsvísu, talaði við eins mikið og fólki og ég gat um skoðanir þess á Reykjavíkurhöfn, kynnti
mér hvað væri í gangi á höfninni og talaði við þá sem vinna þar í hinum ýmsu geirum. Svo las ég fræðibækur um þróun íslensks samfélags á síðari tímum og á 20. öldinni. Þetta er samt ekki mynd byggð á heimildum í formi staðreynda heldur var þetta ákveðin þekkingaröflun svo ég gæti sem listamanður haft ákveðið persónulegt sjónarhorn á viðfangsefnið. Í myndinni er lögð áhersla á upplifunina. Á fegurð verksins. Öll þekkingin sem ég aflaði mér er í bakgrunni svo ég væri ekki að gera þetta af vankunnáttu og óvirðingu.“ Í þessu langa uppgötvunarferli sínu segir Hulda Rós að margt hafi komið sér á óvart og ekki síst hve einsleit umræða sé um það sem sé að gerast við Reykjavíkurhöfn. „Ég skoðaði þetta með augum þess sem býr erlendis og ég er aldeilis hissa á að gagnrýnir innlendir fjölmiðlar hafi ekki tekið upp málefni hafnarinnar á gagnrýnari hátt. Á meðan Reykjavíkurhöfn er í raun átakasvæði er einungis talað um uppbyggingu og að færa líf í
höfnina. Þarna eru að eiga sér stað miklar breytingar sem eru ekki alltaf jákvæðar fyrir alla. Það er ekki alltaf verið að taka yfir tómar byggingar heldur má lýsa ferlinu með orði sem ég hef ekki fundið íslenska þýðingu á en það er orðið „gentrification“ og er hugtak sem notað er til að skilja þróun í samfélaginu þegar fasteignabrask fær að vaða uppi með neikvæðum afleiðingum fyrir efnaminna fólk og minni fyrirtæki. Þegar leigureglunum var breytt í Reykjavíkurhöfn og annars konar greinum leyft að koma þarna inn þá hækkaði leiguverðið og litlu þjónustfyrirtækjunum var bolað í burtu með hækkandi leigu, sérstaklega á þetta við um gömlu beitningaskúrana. Þetta eyðilagði það organíska kerfi sem var í gangi þarna og einungis þeir stærstu og ríkustu lifðu af. Nú er þjónustan dreifð um allan bæ. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært og í raun mjög frekt. Þróunin á höfnini er skólabókar dæmi um „gentrification.“ Fyrst eru fluttir inn listamenn og hönnuðir til að gera hverfið eftirsóknarvert. Þá er ég að líta í eigin barm. Sjálf er ég listamaður. Ég skil mjög vel að listamenn og hönnuðir flytji niður á höfn á flótta undan lundavæddum miðbænum sem einmitt er komið á næsta stig í þessu „gentrification“. Svæði er fallegt og áhugavert en fólk er kannski ekki mjög meðvitað hvaða afleiðingar það hefur í för með sér fyrir það líf og menningu sem fyrir er.“ Löng meðganga Sem fyrr segir er undirbúningur myndarinnar búinn að standa yfir frá árinu 2010 en hún er í fullir lengd, yfir 70 mínútna löng. „Við fengum framleiðslustyrk í lok ársins 2013 og tókum myndina upp eftir það fram í mars 2014. Við vorum með nákvæmt tökuplan eftir alla undirbúningsvinnuna, tíu manna tökulið og tókum upp þegar Vigri kom í höfn einu sinni í mánuði. Tíminn á milli fór í undirbúning á tökum og aðrar tökur á hafnarsvæðinu. Síðan tökum lauk höfum við verið að vinna við að klippa myndina og fengum við til liðs við okkur Kristján Loðmfjörð sem hefur unnið sér margt til ágætis. Meðal annars klippti hann kvikmyndina Hrútar sem hefur farið frægðarför undanfarið. Við erum mjög ánægðar með klippið. Það hefur verið erfitt að afla styrkja til kvikmyndagerðarinnar meðal sjávarútvegsfyrirtækja. Því miður. Við höfum leitað til þeirra ríkustu og þeirra sem hafa löndunarmenn starfandi hjá sér eða sem starfa á sviði heimsflutninga en okkur hefur ekki gengið sem skildi. E.t.v. eru þessi fyrirtæki með það í huga að styrkja okkur en hafa beðið með það. Fyrir utan Borgarplast hefur Ögurvík stutt okkur dyggilega sem og Löndun ehf.“
Hulda Rós segir að nýlega hafi þau skrifað undir dreifingarsamning við einn stærsta dreifanda heimildamynda í heiminum sem erfitt sér að komast á samning hjá. „Okkur býðst nú tækifæri til að sýna myndina á stórum kvikmyndahátíðum erlendis en vantar fjármagn til að klára eftirvinnslu. Stóru dreifingarfyrirtækin eru með ákveðna strategíu sem þeir eru sérfræðingar í. Stóru kvikmyndahátíðirnar krefjast frumsýningarréttar svo við getum bara sýnt á einni stórri hátíð og svo fer myndin á minni hátíðir eftir það. Við vonum til að geta sýnt myndina í kvikmyndahúsi í Reykjavík eftir mitt árið 2016 og svo verður myndin sýnt á RÚV ári síðar eða svo. Draumur minn væri að ferðast með myndina á milli gömlu kvikmyndahúsanna sem til eru víða um Ísland. Mér skilst hinsvegar að það vanti græjur víða til að geta sýnt” segir myndlistarmaðurinn Hulda Rós Guðnadóttir.
Útgefandi: Safl ehf. Sími: 662-2600 Ritstjóri: Sædís Eva Birgisdóttir seva@sjavarafl.is Ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is Blaðamenn: Haraldur Bjarnason Jessý Friðbjarnardóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Tölvupóstur: hallo@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson logijes@simnet.is Forsíðumynd: Haraldur Bjarnason Prentun: Prentsmiðjan Oddi
B/V. Júní GK 345 strandar við Sauðanes 1948
Eigandi myndar: Guðbjartur Finnbjörnsson.
Þessi frækilega björgun hefði átt sér daprari endi ef níumenningarnir frá Suðureyri hefðu ekki komið. Togarinn hvarf af yfirborði sjávar stuttu eftir björgunina
A
Aðfaranótt miðvikudagsins 1. desember 1948 barst á NA rok, allir línubátar á Vestfjörðum voru í landi sem betur fer en höfðu verið á sjó deginum áður. Margir togarar voru á Halamiðum og leituðu þeir vars og voru þeir allir komnir í var inn á fjörðum fyrir kvöldið en skyggni var ekkert vegna ofsaroks og kafaldshríðar. Klukkan 18:30 sendi togarinn Júní GK 345 frá Hafnarfirði neyðarskeyti og tilkynnti að þeir væru strandaðir við Sauðanes Önundarfjarðarmegin. Skipið var á leið inn á Önundarfjörð undan veðurofsanum. Togarinn strandaði um það bil 100 metra frá landi og 26 manna áhöfn var á skipinu. Sjór kom strax í vélarrúm og stuttu síðar í lest skipsins. Nokkrir togarar heyrðu neyðarkallið frá Júní og fóru þegar á vettvang, það voru þeir Ingólfur Arnarson, Júlí frá Hafnarfirði og Skúli Magnússon en þeir voru þá komnir í var inni á Önundarfirði. Togarinn Ingólfur Arnarson var með radar og tókst að staðsetja strandstaðinn sem var um
14
SJÁVARAFL MARS 2016
það bil 400 metra innan við Sauðanestá. Björgun virtist illmöguleg, klukkan 21:20 kom svo annað neyðarkall það var frá enska togaranum Sargon GY sem var strandaður undir Hafnarmúla á Patreksfirði. Þetta varð hörmulegt sjóslys ellefu menn fórust en sex varð bjargað, þeirri sögu verða ekki gerð meiri skil hér. Björgunardeildin á Flateyri sendi vélbátinn Garðar IS með björgunartæki á strandstaðinn. Vegna veðursins var talsamband á Vestfjörðum að mestu leiti bilað og ekkert samband til Reykjavíkur. Samband náðist við skipbrotsmenn með ljósmorsi klukkan 04 og sögðust þeir geta verið í lúkar sem eru vistarverur fremst í skipinu en þar væri ekki kominn sjór ennþá. Ákveðið var þá að bíða til morguns með björgun en flóð mun hafa verið komið eftir hádegi 2. desember. Næsta morgun klukkan 08.00 þegar menn fóru að sjá til voru allir skipverjar komnir upp á hvalbakinn og var það eini parturinn af skipinu
sem var ofansjávar. Ekki var hægt að fresta björgun lengur en ennþá var sami veðurofsinn. Björgunin fór fram með þeim hætti að settur var á flot björgunarbátur frá Ingólfi og fór hann eins langt í áttina að Júní og unnt var. Bátsverjar voru með línubyssu sem Garðar frá Flateyri kom með og skutu þeir línu til skipbrotsmanna sem drógu þá til sín sverari línu og þá hófust björgun manna þannig að þrír til fjórir skipbrotsmenn í einu fóru á korkfleka sem var svo dregin í björgunarbátinn. Þetta var mjög hættuleg aðgerð og lögðu skipverjar af Ingólfi sig í mikla hættu. Í annari ferðinni gekk ólag yfir flekann og hvolfdi honum, þá féll Sigurður Eiríksson 1. vélstjóri af flekanum en náði að komast fljótlega aftur á flekann og var þá dreginn til bátsins. Næstu ferðir gengu áfallalaust fyrir sig þar til í næstsíðustu ferðinni þá var Þórhallur Halldórsson háseti nýkominn á flekann þegar ólag reið yfir og féll hann í sjóinn og rak frá landi en með harðfylgi tókst honum að synda og komst í land úr briminu og gekk hann
on.
strax inn fjörðinn. Vélbáturinn Garðar fylgdist með Þórhalli og þegar innar var komið og orðið sjólítið fóru Garðarsmenn á léttbát sem þeir höfðu um borð og sóttu manninn og fóru svo með hann um borð í Skúla Magnússon, þar Eigandi myndar: Guðbjartur Finnbjörnsson. var Halldór Guðmundsson skipstjóri en hann hafði verið skipstjóri á Júní einu ári áður. Þá voru fjórir menn eftir um borð og þegar tveir þeirra voru komnir á flekann gekk ólag yfir og gaf Júlíus, skipstjóri mönnunum á bátnum merki að draga strax til sín flekann og björguðust mennirnir heilir á húfi. Þegar þeir voru svo búnir að draga til sín flekann aftur sem gekk erfiðlega, gekk enn eitt ólagið yfir og slitnaði þá flekinn frá togaranum. Bátsverjar gerðu margar tilraunir til að koma taug til skipbrotsmanna sem allar mistókust, meðal annars að láta belgi í línu reka til þeirra en það reyndist árangurslaust. Meðan á björgun stóð voru skipbrotsmenn selfluttir af M/B. Garðari úr björgunarbátnum í borð um Ingólf Arnarsson enda orðnir gegnblautir eftir veruna á flekanum og ekki var veran á hvalbaknum um nóttina til aða halda hita. Ekki voru þeir lánlausir sem ennþá voru eftir um borð því nú kom Björgunarsveitin Björg frá Suðureyri sem menn áttu alls ekki von á vegna þess að rétt fyrir klukkan 11 var aðstoð frá þeim afturkölluð. Þeir voru samt komnir og tókst þeim að koma línu til skipbrotsmanna í fyrsta skoti og gekk hnökralaust að koma mönnunum í land. Björgun var lokið um klukkan 13:30. Skipbrotsmönnunum var svo fylgt í fjörunni áleiðis til Flateyrar ásamt Ragnari Ásgeirssyni héraðslækni sem var kominn á strandstaðin ásamt tveimur öðrum en hann hafði verið í læknisvitjum á Suðureyri. M.B. Garðar tók svo mennina um borð innar í firðinum þar sem lendandi var og silgdu til Flateyrar. B/V. Ingólfur Arnarson og B/V. Skúli Magnússon komu svo með alla hina skipbrotsmennina til Flateyrar. Um kvöldið 2. desember sendi loftskeytamaðurinn á
Ingólfi skeyti til útgerðarinnar í Hafnarfirði um að allir skipverjar væru heilir á húfi og komnir til Flateyrar en símasambandslaust var frá Vestfjörðum vegna veðurofsans. B/V. Júní GK 345 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd. í Selby árið 1920 fyrir útgerðarfélagið Hauk í Reykjavík 327 brl. 600 ha. þriggja þjöppu gufuvél og hét fyrst Ingólfur Arnarson RE 1 sem var seldur árið 1922 til Færeyja og hét þar Royndin. Togarinn var síðan seldur til Englands árið 1930, en þar hét togarinn Daily Telegraph. Árið 1934 eignaðist Bæjarútgerð Hafnarfjarðar togarann og fær þá nafnið Júní GK 345. En sagan er ekki búin Tíu árum eftir áðurnefnt sjóslys sagði faðir minn Ólafur Friðbertsson mér eftirfarandi sögu. Í nóvember var veðurfar allgott á Vestfjörðum og fóru línubátarnir frá Suðureyri mest 18 róðra og öfluðu frá fjögur til sjö tonn í hverjum róðri. Sex bátar stunduðu línuveiðar þetta haust, það voru Draupnir, Freyja, Hersir, Súgfirðingur, Svanur og Örn. Í desember var sjaldan róið vegna þrálátrar NA áttar, en aflabrögð ágæt þegar róið var eða mest tæp 10 tonn í róðri. Faðir minn var skipstjóri á M/B. Freyju IS 364 sem var 29 tonna eikarbátur og hafði verið með hana í rúmlega átta ár, hann var einnig formaður Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri sem var nýlega búin að fá afhenta línubyssu en sveitin var stofnuð um það bil 15 árum áður. Björgunarsveitir voru starfræktar í flestum útgerðarþorpum á landinu. Þann 1. desember var kolvitlaust NA rok með ofankomu svo ekki þurfti að hugsa um sjóveður. Um morguninn 2. desember bankaði Hermann Guðmundsson þáverandi símstöðvarstjóri upp á hjá föður mínum en þá hafði símstöðin á Ísafirði náð sambandi en þess má geta að símstöðvar voru lokaðar á kvöldin og um nætur. En nú var erindið brýnt, togari var strandaður á vestanverðu Sauðanesi. Átta aðrir björgunarsveitarmenn voru ræstir út og laust fyrir klukkan tíu lögðu þeir af stað en þeir voru auk föður míns, Kristján B. Magnússon, Kristján Ibsen, Egill Guðjónsson, Guðmundur M.
Ólafur Friðbertsson f: 1910 d: 1972
Guðmundsson, Eyjólfur Bjarnason, Guðmundur Pálmason, Garðar Jónsson og Garðar Sigurðsson. Þá var lagt af stað þótt ekkert væri skyggnið. Félagarnir níu voru allir klyfjaðir björgunartækjum, línubyssu, björgunarstól, tildráttartóg og fleira. Allan þennan búnað urðu mennirnir að bera og fara fótgangandi út eyrina og fyrir Spilli. Klukkan rúmlega 11 voru þeir komnir að Staðará en þar var þá kominn Ágúst Ólafsson bóndi á Stað með þau góðu tíðindi að búið væri að bjarga öllum skipverjum af togaranum Júní. Hringt hafði verið frá loftskeytastöðinni á Ísafirði í símstöðina á Suðureyri með þessi tíðindi og Hermann náði þá sambandi við Ágúst til að láta björgunarmennina vita. Þetta voru að sjálfsögðu góðar fréttir en eitthvað truflaði faðir minn vegna þess að þegar Hermann bakaði hjá honum hafði hann verið að dreyma og var draumurinn ljóslifandi í huga hans. Honum fannst hann vera ásamt fleiri mönnum að ganga fyrir Staðardal og voru komnir að Staðardalsá þegar mikill eldur varnaði þeim vegar, en eldurinn var frá sjó og upp dalinn, honum fannst að hann yrði að komast í gegnum eldinn en var ekki búinn að finna út úr því þegar hann var vakinn. Hann lagði sinn skilning í drauminn enda hafði hann oft áður dreymt drauma sem hann fór oftast eftir í starfi og áttu eftir að koma sér vel. Hann túlkaði drauminn þannig að þessar góðu fréttir væru ekki réttar og þetta væri eldurinn sem komast yrði yfir. Þeir voru búnir að burðast með allan björgunarbúnaðinn
Bragi Ólafsson fv. Skipstjóri
SJÁVARAFL MARS 2016
15
fyrir Spilli í myrkri en nú var að birta og spurði hann þá hina félagana hvort þeir ættu ekki bara halda áfram og þó ekki væri annað en að skoða strandstaðinn. Hann sagði þeim líka hvað honum hafði dreymt. Það varð úr að haldið var áfram og um hádegi voru þeir komnir á strandstað. Þarna var stórgrýtt og mikið brim. Þar varð þeim strax ljóst að björgun var ekki lokið, sáu þeir tvo menn fremst á hvalbaknum sem var það eina sem var ofansjávar. Togarar og bátur fyrir utan í sortanum og engar björgunaraðgerðir í gangi. Fyrsta línuskotið tókst fór í rekkverkið og náðu skipverjar strax í línuna og fóru síðan að draga til sín tildráttartaugina. Í stuttu máli gekk björgunin eins og í sögu en um borð voru skipstjórinn og 1. stýrimaður. Tveir af björgunarmönnum ásamt Ragnari lækni fóru svo með skipbrotsmönnum
gangandi áleiðis til Flateyrar en þegar innar var komið og sjór orðin ládauður kom vélbáturinn Garðar og tók alla mennina um borð og fór svo til Flateyrar með þá. Stuttu síðar yfirgáfu men strandstaðinn var þá komið flóð og brotsjórinn gekk stanslaust yfir hvalbakinn svo ekki mátti björgunin koma seinna. Það var öllum ljóst að hefðu björgunarmennirnir frá Suðureyri ekki komið, hefði þetta fengið annan og daprari endi. Að endingu má geta þess að 1. desember 1983 tók undirritaður við skipstjórn á S/T. Júní GK 345 frá Hafnarfirði en þá voru upp á dag 35 ár frá fyrrnefndum atburðum.
Engey sjósett
N
ýji ísfiskstogarinn, Engey RE, sem verið er að smíða í Tyrklandi var fyrst sjósett þann 2. mars síðastliðinn. Smíðin á sér stað hjá skipasmíðastöðunni Celiktrans í Tyrklandi en eigandi bátsins er HB Grandi. HB Grandi hefur þegar samið við skipasmíðastöðina um smíði þriggja nýrra báta og er Engey sú fyrsta í röðinni. Engey er svokallaður ísfisktogari og verður skipið afhent síðar á þessu ári. Akurey AK verður svo afhent næsta vor en síðasti báturinn verður afhentur í Tyrklandi á árinu 2017 og kemur hann til með að bera nafnið Viðey RE. Þeir sem viðstaddir voru sjósetninguna eru deildarstjóri botnfisksviðs HB Granda, Torfi Þ. Þorsteinsson, Loftur Bjarni Gíslason sem er útgerðarstjóri ískfiskipa félagsins og skipstjórinn á Ásbirni RE sem og verðandi skipstjóri á Engey
RE, Friðleifur Einarsson. Nýji báturinn er 54,75 metrar að lengd og 13,5 metrar að breidd. Aðalvél bátsins er af gerðinni MAN 6L27/38 og er skráð afl hennar 1.790 kW við 800 snúninga á mínútu. Skrúfan er 3,8 metrar í þvermál og er hún einnig frá MAN. Millidekks- og lestarbúnaðurinn verðu svo smíðaður hjá Skaganum 3X og mun hann verða settur í skipið eftir að heim er komið. Hönnuður skipsins er Alfreð Tulinius skipatæknifræðingur hjá Nautic ehf. Það er alltaf mikið ánægjuefni þegar verið er að byggja ný skip fyrir Íslendinga og einnig ákaflega mikilvægt því með endurnýjun tryggjum við öryggi sjómanna, aukum gæði afurðanna og höldum um leið áfram að þróa íslenskan sjávarútveg til betri vegar.
Hrognafyrsting hafin hjá HB Granda
Þ
essa dagana er loðnuvertíðin í fullum gangi eins og flestir vita. Veiðin hefur gengið nokkuð vel þótt hún hafi farið frekar rólega af stað. Flestir vonast eftir því að meiri kvóti verði gefinn út en litlar líkur eru taldar á því. Kvótinn er með minna móti þetta árið. Þegar mælingar voru gerðar í byrjun febrúar fannst loðnan aðallega á Austurlandi en hafði þó dreift sér með landgrunnsbrúninni vestur með Norðulandi og allt vestur í Grænlandssund. Frysting loðnuhrognanna er byrjuð á nokkrum stöðum, þar á meðal á Vopnarfirði eða nánar tiltekið uppsjálvarfrystihúsi HB Granda á Vopnarfirði. Þar er unnið á vöktum
16
SJÁVARAFL MARS 2016
PORT OF HAFNARFJORDUR
allan sólarhringinn við loðnuvinnsluna. Afköst vinnslunnar eru um 40 tonn á klukkustund þegar verið er að frysta hrognin og skera loðnuna. Áður en byrjað var að frysta hrognin var loðnan fryst í heilu lagi fyrir Japansmarkaðinn. Enn vantar þó nokkuð upp á að hrognin nái þeim þroska sem Japansmarkaðurinn er að sækjast eftir en eins og flestir vita þá gerast hlutirnir hratt í þessum efnum og vonast er til að loðnan verði eins og best verður á kosið næstu daga en ómögulegt er að spá fyrir um framhaldið. Mikil von er bundin við að vertíðin haldist allavega eitthvað fram í marsmánuð og að veðrið muni verða með besta móti
HIN HLIÐIN
Lúðvík
Fullt nafn: Lúðvík Már Ríkharðsson Fæðingardagur og staður: Ég fæddist á Akureyri þann 19. janúar 1989 Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Hörpu Halldórssdóttur og erum við nýbakaðir foreldrar. Draumabílinn: Lamborgini Aventor, svartur með ljósu leðri Besti og versti matur: Verð að segja saltkjöt og baunir ala mamma og slátur ala pabbi. Bæði soðið og svo steikt i hádeginu daginn eftir. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ég verð að segja Heimaey. Þú færð ekki meiri fegurð beint í æð á fallegu sumarkvöldi. .
Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Ég verð að segja sumartíminn. Ég veit um fáa sjómenn sem myndu velja veturinn fram yfir sumarið á sjónum. . Hvað fannst þér erfiðast við sjómennskuna: Að vera frá fjölskyldunni minni og vinum og þá sérstaklega núna þegar maður a sjálfur fjölskyldu. Ég hlakka ég ekkert til að fara næst a sjó. Eftirminnilegasta atvikið á sjó: Þegar eg var i mínum fyrsta túr þá lét hann Bergur Rúnar Björnsson mig fara með fulla körfu af ýsuflökum til kokksins sem var ekki per sáttur þegar ég kom með hana. Þá sagði hann við mig að hunskast aftur með þetta inn í vinnslu. .
Starf: Háseti á aflaskipinu Kleifaberg Re 70. Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Launin og maturinn Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Þann heiður fær hann faðir minn. Það er honum að þakka að eg er með fast pláss á Kleifaberginu. Í fyrsta túrnum mínum þá var eg mjög sjóveikur og ringlaður útaf snúningsböndunum. Alltaf hægðist og hægðist á mér en hann sýndi mér enga miskunn og öskraði bara á mig og sagði mér að halda áfram að vinna. Betri læriföður gæti ég ekki óskað mér. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Neibb. Þar er engin líkamsrækt. Svo finnst mér líka leiðinlegt að lyfta lóðum. Hreyfi mig i bumbubolta þegar í land er komið. Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Freymundur jr. Eða Molinn. Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Hahaha... Ég ætlaði mér alltaf að verða leigubílstjóri og rukka menn aðeins 1500 krónur frá Ólafsfirði til Akureyrar. Ég hef enn mikinn áhuga á bílum og finnst mjög skemmtilegt að keyra bíl þannig að þetta var nú ekkert svo vitlaus draumur.
Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Ég er sjálfur mikill United maður og vonast að sjálfsögðu til að þeir verði meistarar sem ég held þó að verði ekki í ár þannig að ég ætla að halda með Leichster. Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Körfubolti. Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : SStolt siglir fleygið mitt. Siginn fiskur eða gellur: Siginn fiskur. Besti fiskur sem þu færð! Smúla eða spúla: Smúla allann daginn. Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Leggja niður Alþingi. Eitthvað að lokum : Ég vil þakka Sjávarafli fyrir þessar skemmtilegu spurningar og vonandi hefur þú lesandi góður haft gaman að. :)
Við leggjum metnað okkar í að bjóða aðeins fyrsta flokks búnað og þjónustu
Yanmar vélar eru góður valkostur þegar kemur að nýsmíði eða endurnýjun á vélbúnaði í skipum og bátum. Eyðslugrannar og hagkvæmar í rekstri.
Marás ehf.
18
SJÁVARAFL MARS 2016
Miðhrauni 13
210 Garðabæ
Sími 555-6444
www.maras.is
maras@maras.is
+ Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is. Aðgangur að Office 365 fylgir með.*
kr.
24.900
pr. mán. án vsk * gildir til 30. 06. 2017
- snjallar lausnir Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri » sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
ÍSLENSK A SI A .IS ICE 78559 02/16
ER ÞITT FYRIRTÆKI Á FLUGI? Regluleg ferðalög á vegum fyrirtækisins eru oft nauðsynleg. Það getur því borgað sig að gera fyrirtækjasamning við Icelandair.
Njóttu hlunninda fyrirtækjasamningsins. Þar má nefna: n Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. n Neyðarnúmer er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. n Afsláttur sem Icelandair býður er veittur af öllum fargjöldum á því farrými sem fyrirtæki óska eftir hverju sinni. n Hægt er að nálgast nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum.
+ Allar nánari upplýsingar má finna á www.icelandair.is/fyrirtaeki Eins má senda fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is