SJÁVARAFL
Desember 2017 6. tölublað 4. árgangur
Gleðileg jól
Hæg en örugg uppbygging
Á sjó um jólin
Gylfi EA strandar
Lífssaga Önnu
Skötuselurinn var bjargvættur
Tækifærin liggja í menntun
Að hætta á sjó og hvað svo
Börnin og lífið
Árangur í sprotastarfsemi
Útkall
Búnaður sem bjargar mannslífum
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA 4 Aðventu- og jólahugleiðing 6 Erfiðast að vera á sjó um jólin 10 Sagan af strandinu á Gylfa EA í febrúar 1963 12 Hæg en örugg uppbygging í fiskeldinu 14 Tækifærin liggja í menntun 18 Árangur í sprotastarfsemi í sjávarútvegi 20 Lífssaga Önnu: Anna – eins og ég er 22 Skötuselurinn var vanmetin auðlind 24 Að hætta á sjó og gera hvað? 26 Börnin og lífið 30 Framleiðir búnað sem bjargar mannslífum 34 Nýtt íslenskt lýsi á markað 36 Smiðjan Fönix í stað Vélsmiðju Árna Jóns 38 Íslenski þorskurinn “Online” 40 Erfitt ár að baki en bjart framundan 42 Flottasta áhöfnin í flotanum 46 Útkall 53 UPPSKRIFT 54 HIN HLIÐIN
Hamingjan
A
ð staldra við og líta um öxl að ári liðnu , þakka það góða og skoða hvað betur mætti fara er gott veganesti inn í næsta ár. Þakklæti sem er svo eftirsóknarverð tilfinning en langt frá því að vera sjálfgefin. Samkvæmt rannsóknum Barbaru L. Fredrickson er þakklæti ein af tíu jákvæðum tilfinningum sem að flestum finnst vera hamingja. Í okkar daglega lífi leitumst við að öðlast hamingjuna og þessi flókna tilfinning er okkur svo mikilvæg, hún þarf ekki að felast í neinu merkilegu, bara þessir hlutir sem við gerum dags daglega geta veitt okkur meiri hamingju en að fylgja markaðsrannsóknum sem oft á tíðum ganga út að segja okkur hvað gerir okkur hamingjusöm. Nú þegar jólin ganga í garð eru margir að leggja mikla vinnu á sig við að kaupa fallegar gjafir til að gleðja sem er jú líka hluti af ánægju, enda margir sem leggja þann skilning í þakklæti að það sé bæði veraldlegt og tilfinningalegt, aðalatriðið er að kunna að meta það sem þeim er gefið. Því má ekki gleyma að þessi árstími getur þó verið mörgum afskaplega erfiður þar sem margir eru einmanna, sumir jafnvel að jafna sig eftir ástvinamissi og þá getur fólki reynst erfitt að sýna tilfinningalegt þakklæti. Svo eru það sjómennirnir sem eru á hafi úti þegar jól og áramót eru, fjarri ástvinum. Við megum vera óendanlega stolt af þeim sem stunda sjómennsku á þessum gjöfulustu veiðislóðum í Norður-Atlantshafi sem hefur skipað stóran sess í efnahagslegri velferð. Einnig er sjávarútvegurinn að verða meiri og meiri vísindagrein og er framtíð okkar landsmanna. Oft er það nú þannig að við setjum okkur markmið um að næsta ár verði okkur betra en það seinasta. Við ætlum að taka heilsuna í gegn, fara út að hlaupa og auðvitað að laga mataræðið í leiðinni, hvernig spyr maður og að hætta reykja og setja bara alla hollustu í forgang. Undirrituð telur þetta allt vera hina bestu heilaleikfimi, setja allt í töflureikni og ákveða hvað mörg kíló eiga að fjúka yfir árið. Markmið eru samt sem áður af hinu góða, þá mjakast eitthvað áfram í svokallaðri tiltekt hjá manni. Eftir að búið er að setja upp endanlegt markmið, þá má fara að skjóta upp flugeldum og taka á móti nýju ári. Megi góður Guð gefa ykkur og fjölskyldum ykkar nær og fjær, gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Blaðamenn: Sigrún Erna Gerisdóttir Magnús Már Þorvaldsson Alda Áskelsdóttir Katrin Lilja Jónsdóttir Þórný Sigurjónsdóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson Forsíðumynd: Kristján Egilsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi
2
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Elín Bragadóttir ritstjóri
Lykill
að bættum veiðum:
Þantroll ...breiðari opnun - bætir veiðarnar. ...minni mótstaða á stærri togfleti. ...heldur lögun vel á litlum hraða. ...auðveld í köstun og hífingu. ...minni titringur og lægri hljóðbylgur, lágmarka fiskfælni. ...yfirfléttaður kaðall með núningshlíf í mismunandi litum fyrir hvert byrði.
– Veiðarfæri eru okkar fag
Sigrún Óskarsdóttir. Ljósmynd fengin að láni hjá Jóhönnu Andrésdóttur ljósmyndara Morgunblaðsins.
Aðventu- og jólahugleiðing
F
jölskyldu- og friðarjól Hverju svarar þú þegar ég spyr: hvað eru jólin fyrir þér? Jólin eru minningar, ilmur, viðmót, augnablik, bragð, faðmlag, friður, gleði. Þannig gæti ég lengi talið væri spurningunni beint til mín. Við eigum öll okkar minningar. Gjarnan leitar hugurinn til bernsku áranna á þessum tíma, skáldin yrkja um bernskujólin sín. Þegar allt var gott, öruggt, saklaust. Við leitum að barninu í okkur. Jólin eru líka leit. Það er örugglega ekki tilviljun að Guð kaus að koma í heiminn sem barn. Barn sem við getum tekið í fangið. Ég man eftir að það var skreytt á Þorláksmessu heima, ilmurinn úr kassanum frá ömmu og afa. Mamma að söngla með útvarpinu og stússast í eldhúsinu. Pabbi las jólaguðspjallið. Gerður G. Bjarklind, Jóhannes Arason og fleiri notalegar raddir lásu kveðjurnar í útvarpinu. Þetta eru jólin. Jólafastan-aðventan Aðventan eða jólafastan, eins og hún er stundum kölluð, er gjarnan býsna erilsamur tími hjá fólki. En það er ekkert nýtt. Jólafastan fyrr á árum einkenndist ekki síður af fjölmörgum hefðum og venjum sem voru fastir þættir í undirbúningi og gjarnan miklu vinnuálagi. Jólafastan er yndislegur tími sem býður upp á svo margt. Ég hef verið að leita að orðum, leit, ilmur, gleði, friður. En líka ganga. Hér gæti verið viðeigandi að líkja aðventunni við
4
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
siglingu. Markmiðið er að komast í heimahöfn, þar eru jólin. Þá viljum við upplifa gleði og frið. Við viljum að jólin hreyfi við okkur. En leiðin yfir hafið getur reynst þungfær. Veður geta verið válynd. Það þarf að þrífa, pakka inn jólagjöfunum, skrifa á jólakortin, baka og kaupa eitthvað gott í matinn, fara á tónleika, jólahlaðborð, litlu jólin, föndra, skreyta, það er svo margt í boði. En samt viljum við líka vera alveg afslöppuð og óstressuð á aðventunni og ekki síst þegar jólin eru hringd inn. Hvernig á þetta eiginlega að ganga upp? Jólasveinar Aðventan er undirbúningstími. Stundum þurfum við að staldra við, já bara staldra við og hugsa: Bráðum verð ég kominn í höfn, mikið hlakka ég til og mikið er gaman að sigla. Gleymum því ekki að siglingin sjálf, undirbúningurinn, eru ekkert síður jólin. Á leiðinni verða alls kyns jólasveinar á vegi okkar, látum þá skemmta okkur, en vörum okkur á þeim um leið. Látum ekki Hurðaskelli fylla okkur stressi og gera okkur viðskotaill svo við förum að skella hurðum. Gluggagægir, hann á gjarnan heima í sjónvarpinu og í búðagluggunum. Við þurfum að gæta þess að honum tekst ekki að láta okkur eyða umfram efni fyrir jólin. Gáttaþefur leitar eftir Visakortunum og vill gjarna láta þau hitna sem mest til að njóta lyktarinnar. Ekki má heldur gleyma Kertasníki. Hann reynir að nappa af
okkur ljósinu; öllu sem heitir jólagleði og friður. Höfum gaman að þeim bræðrum en látum þá ekki stjórna líðan okkar. Að njóta ljóssins sem jólin tendra, allt í kringum okkur og í hjarta okkar. Þegar við komum í heimahöfn þá höfum við enga jólasveina hjá okkur lengur, heldur aðeins frið jólanna. Þá verður allt heilagt, jólin ganga í garð. Æskuminningin er sterk, klukkan hringdi inn jólin og undrið gerðist aftur og aftur, það varð heilagt. Við fáum að upplifa og njóta. Þess vegna skulum við hefja undirbúninginn núna. Siglingin er hafin. Tími er jólagjöf Jólagjafir gefnar af væntumþykju gleðja bæði gefanda og þiggjanda. En það er tíminn sem er besta jólagjöfin sem við getum gefið á göngunni, sem ég líki við siglingu í þessu góða blaði, njóta þess að staldra við. Verjum stundum með þeim sem okkur þykir vænt um og standa okkur næst. Stundirnar sem við eigum á aðventu og jólum með ástvinum verða alltaf dýrmætastar. Jólin og aðventan innihalda boðskap sem er til þess fallinn að draga fram það góða í okkur, og hverjir ættu helst að fá að njóta þess, nema fjölskyldan, ástvinirnir? Góður Guð vaki yfir öllum störfum á sjó og landi og megi blessun jólanna breiðast yfir íslenska mold og mið. Gleðilega aðventu og ljúfa jólahátíð Sigrún Óskarsdóttir prestur
“Það var oft erfitt að vera langdvölum í burtu frá fjölskyldunni og þá ekki síst þegar börnin voru lítil. Það var og er þó erfiðast að vera að heiman um jólin. En við sem ráðum okkur um borð í fraktskip vitum að hverju við göngum. Það eru bæði kostir og gallar sem fylgja starfinu.” Ríkharður Sverrisson, skipstjóri, hefur siglt um heimsins höf í rúm 40 ár.
Erfiðast að vera á sjó um jólin Alda Áskelsdóttir
Æ
Þráin eftir að upplifa eitthvað nýtt og ævintýralegt varð til þess að Ríkharður Sverrisson, ákvað 15 ára gamall að leggja farmennsku fyrir sig. Þá réði hann sig á Lagarfoss Eimskipafélagsins. Eftir það var ekki aftur snúið og nú er hann skipstjóri á Dettifossi. Á þeim rúmum 40 árum sem Ríkharður hefur siglt um heimsins höf hefur margt breyst til batnaðar en þó er eitt sem ekki breytist – fjarverur frá fjölskyldu sem reynast mörgum erfiðar og þá ekki síst um jólin.
vintýri en þó ekki kærasta í hverri höfn né slark Ríkharður Sverrisson var ekki hár í loftinu þegar hann ákvað að gera sjómennskuna að ævistarfi. Hann segir að það hafi verið ævintýraþráin sem dró hann á sjóinn en kannski var honum sjómennskan frekar í blóð borin. “Ég er kominn af sjómönnum bæði í föður- og móðurætt. Pabbi og bróðir hans voru báðir sjómenn og það sama var að segja um afa, eins var móðurbróðir minn sjómaður svo og bróðir ömmu. Ég hef því ekki langt að sækja áhugann - fyrirmyndirnar voru allt í kringum mig.” Þegar Ríkharður eða Rikki, eins og hann er alltaf kallaður, var á sextánda ári réði hann sig fyrst til sjós. “Sumarið 1973 fékk ég vinnu sem messagutti eða búrmaður um borð í Lagarfossi. Ég sá sem sagt um uppvask og tiltekt. Það var ekki hægt að vera lægra settur um borð,” segir Rikki og brosir að minningunni. Dvölin um borð var þó ekki verri en svo að strax næsta sumar sótti hann aftur um sama starf. “Á þessum tíma var mikill ævintýrablær yfir farmönnum rétt eins og flugmönnum og flugfreyjum. Þetta
6
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
voru stéttir sem unnu við það að fara til útlanda og þær komust í varning og lífshætti sem þekktust ekki á meðal almennings hér heima. Ég vildi tilheyra þessari stétt, upplifa ævintýri, sjá eitthvað sem ekki var í boði hér heima,” segir Rikki um leið og hann skellir upp úr og bætir
við: “Við stoppuðum miklu lengur í landi en nú tíðkast, kannski allt upp í viku þegar við sigldum til Ameríku. Okkur gafst því tækifæri til að skoða okkur um og versla ýmislegt sem var illfáanlegt heima eða svo miklu dýrara. Það voru margir sem renndu til okkar hýru auga þegar
Dettifossi stýrt öruggum höndum í höfn í Rotterdam.
við komum heim með t.d. sælgæti sem þótti framandi, svo var það bjórinn og ýmsar græjur að ógleymdum hljómplötunum.” Það skyldi því engan undra að unglingurinn hafi hrifist af starfinu og því sem því fylgdi. “Ég var alsæll en mamma var ekki eins glöð. Hún hafði áhyggjur, segir Rikki og bætir leyndardómsfullur við: “Það gerðist ýmislegt skemmtilegt á þessum árum. Við vorum kannski fjórir í áhöfninni á svipuðum aldri og fengum að flækjast um með þeim sem eldri voru.” Þegar hann er spurður nánar út í þetta þverneitar hann að segja meira, skellihlær og segir það mýtu að sjómenn hafi átt kærustur í hverri höfn eða verið á kafi í slarki. Ekki aftur snúið Eftir að Rikki steig fyrst á skipsfjöl var ekki aftur snúið. Hann vissi hvað hann vildi og stefndi ótrauður á æðstu stöðuna um borð. “Þegar ég var 19 ára hóf ég nám í Stýrimannaskólanum. Það var bara tvennt í boði – að fara í skólann og vinna sig upp eða að sætta sig við að vera háseti um borð það sem eftir væri. Við strákarnir stefndum flestir á fyrri kostinn. Farskipaflotinn hafði stækkað mjög á þessum tíma og því var mikil eftirspurn eftir stýrimönnum.” Þremur árum síðar var Rikki orðinn þriðji stýrimaður á Reykjafossi. “Ég var mjög ungur og þurfti að sanna mig, ávinna mér virðingu, segir Rikki aðspurður um hvernig það hafi gengið að gegna yfirmannastöðu svona ungur. “En það er
Gullhjarta með íslenskum stein 59.900 kr
samt svo að þegar stýrimaður er á vakt er hann sá sem ræður í fjarveru skipstjórans og stýrir skipinu í hans umboði. Það er því ekki í boði að hunsa það sem sá sem er við stýrið segir, sama hversu gamall hann er.” Verkaskipting um borð í skipum er mjög skýr. Menn vita hver þeirra hlutverk eru enda þarf það að vera þannig svo að hlutirnir gangi vel fyrir sig. “Hann súrnar af sjálfu sér fljótt og vel” Rikki segir að margt hafi breyst til hins betra frá því að hann munstraði sig fyrst um borð í
farskip. Allur aðbúnaður er annar, auk þess sem tækninni hefur fleygt fram, skipin hafa stækkað en mönnum í áhöfninni fækkað á sama tíma. En það sem ekki hvað síst hefur breyst eru samskipti manna um borð. “Þegar ég byrjaði til sjós var stéttaskiptingin mjög mikil og áberandi. Það tíðkaðist t.d. að skipstjórinn og yfirvélstjórinn borðuðu tveir saman í sér rými. Ef farþegar voru um borð snæddu þeir með þeim. Stýrimenn, loftskeytamaður og vélstjórar borðuðu svo í öðru rými og í því þriðja hásetarnir. Þetta kallaði á starfsfólk sem
Safnhringar með TW demöntum 39.900 kr-49.900 kr stk. 13.400 kr
Rósagull hringur með TW demanti 69.900 kr
Demantshringur með 15p TW demanti 119.900 kr
Ríkharður og Guðlaugur Geir, afastrákur, á leið í siglingu. Undanfarin sumur hefur Ríkharður boðið afastrákunum sínum með sér í siglingar.
Gefðu vandað íslenskt handverk
9.900 kr
Hjartahálsmen 13.900.8.300 kr
Gára - raðaðu saman ólíkum stærðum og málmum Lagaðu hálsmenið að t.d. fjölda barna, eða fjölskyldumeðlima og gerðu þannig menið enn persónulegra
Íslenskir steinar 13.800 kr 10 punkta TW demantslokkar 49.900 kr
Íslenskur steinn 14.900 kr
Við pökkum gjöfinni inn fyrir þig og sendum frítt innanlands Skoðaðu úrvalið í netverslun www.jens.is Íslenskur steinn 17.500 kr
Íslenskur steinn 13.200 kr
Íslenskir steinar 16.900 kr
Gull, silfur og svört-silfur Gára men á mynd 28.700 kr
Jens | Grandagarði 31, Kringlunni og Smáralind | sími 546 6446 | www.jens.is SJÁVARAFL DESEMBER 2017 7
sinnti þjónustustörfum um borð. Slíkt er úr sögunni í dag enda eru nú 13 í áhöfn í stað 30 á þessum árum.” Rikki segir að það hafi verið léttir þegar þetta kerfi var lagt af enda gott að geta ráðið með hverjum maður situr til borðs. “Á einu skipinu sem ég var á var málum þannig háttað að það var frekar stirt á milli skipstjórans og yfirvélstjórans. Þeir töluðust ekki við nema í neyð en þurftu þó að deila saman matsal á degi hverjum. Venjulega sátu þeir við sitt hvorn endann á löngu borði og borðuðu í þögn,” segir Rikki og verður kíminn þegar hann bætir við: “Það var að koma bóndadagur og brytinn hafði það fyrir venju að útbúa þorramatinn sjálfur og lagði í það mikinn metnað. Skipstjórinn bað um að fá að smakka matinn daginn áður en átti að bera hann á borð þar sem hann vildi ganga úr skugga um að hann væri í lagi. Eitthvað þótti honum súrmaturinn ekki nógu súr og hreytti því í brytann að það þýddi ekkert að bera þetta á borð fyrir áhöfnina. Brytinn svaraði því til að það væri lítið mál að sýra matinn fljótt og vel. Skipstjórinn rak upp stór augu og vildi fá að vita hvernig hann ætlaði að fara að því. Það lá ekki á svari hjá brytanum sem lét engan eiga inni hjá sér: “Herra skipstóri ég kem bara með allan súrmatinn hingað upp, dreifi honum á borðið á milli ykkar tveggja og þá súrnar hann af sjálfu sér fljótt og vel.” Reynum að gera það besta úr jólunum Fraktskipin eru á siglingu alla daga ársins. Menn eru því við vinnu um borð hvort sem það eru jól, áramót eða páskar. Rikki, hefur eins og flestir í hans stöðu, misst af mörgum og merkilegum viðburðum í lífi fjölskyldu sinnar og eru jól þar engin undantekning. “Það var oft erfitt að
Stýrimaður á Bakkafossi. Ríkharður ákvað ungur að leggja farmennskuna fyrir sig og stefndi hátt. 19 ára hóf hann nám í Stýrimannaskólanum og nokkrum árum síðar var hann orðinn stýrimaður.
8
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
vera langdvölum í burtu frá fjölskyldunni og þá ekki síst þegar börnin voru lítil, segir Rikki. “Það var og er þó erfiðast að vera að heiman um jólin. En við sem ráðum okkur um borð í fraktskip vitum að hverju við göngum. Það eru bæði kostir og gallar sem fylgja starfinu.” Hjá flestum fjölskyldum eru jólin heilög stund þar sem fólk nýtur þess að skapa hefðir og gleðjast saman. Þetta á að sjálfsögðu við um fjölskyldur sjómanna eins og aðrar. Þær verða hins vegar stundum að slaka á kröfunum og sætta sig við hið næst besta. “Ég á þrjú börn sem öll eru uppkomin. Ég missti hins vegar af ansi mörgum jólum með þeim þegar þau voru lítil. Fjölskyldan mín reyndi að aðlaga sig að þessum aðstæðum og gerði sitt besta til að halda jól þó að ég væri ekki heima. Mamma mín og pabbi voru t.d. alltaf heima hjá okkur um jól og oft og tíðum ættingjar konunnar minnar líka. Þar var því margt um manninn og kannski ekki eins áberandi að mig vantaði eins og ef þau hefðu bara verið fjögur heima.” Rikki segir að um borð reyni menn líka að gera það besta úr hlutunum og halda jól saman. “Við skreytum um borð og setjum upp lítið jólatré. Klukkan sex á aðfangadag er hlustað á messuna á meðan við gerum okkur dagamun í mat og borðum þriggja rétta jólamáltíð. Hápunktur kvöldsins er svo þegar jólapakkarnir frá Kvenfélaginu Hrönn eru opnaðir en félagið sendir gjafir til allra sjómanna sem eru úti á sjó um jól. Það er ljóst að sjómenn kunna svo sannarlega að meta þetta framtak og njóta þess að opna þessar gjafir saman. “Við númerum pakkana frá þeim og drögum svo hver og eitt númer. Það er alltaf mikil og góð stemning í kringum þetta,” segir Rikki og brosir. Það er svo fastur liður að menn
Ríkharður með nafna sinn og afastrák í brúnni.
hringi heim til fjölskyldunnar. Hér áður fyrr var það flókið og leiðinlegt ferli. Það gat bara einn hringt í einu þannig að allir í áhöfninni þurftu að bíða eftir að röðin kæmi að þeim. Samtölin fóru fram í gegnum talstöð og gátu allir landsmenn hlustað á samtölin okkar. Menn héldu því aftur af sér og ræddu ekki einkamál í þessum símtölum. Þetta var þó betra en ekkert því manni gafst tækifæri til að óska sínum nánustu gleðilegra jóla og heyra aðeins í þeim. Í dag er það ekkert mál enda allir með gsm síma um borð.”
“Á þessum tíma var mikill ævintýrablær yfir farmönnum rétt eins og flugmönnum og flugfreyjum. Þetta voru stéttir sem unnu við það að fara til útlanda og þær komust í varning og lífshætti sem þekktust ekki á meðal almennings hér heima. Ég vildi tilheyra þessari stétt, upplifa ævintýri, sjá eitthvað sem ekki var í boði hér heima.”
Möguleikarnir eru endalausir
„Tækifærin liggja í sjávarútveginum. Grunnnámið opnar mér fjölmargar spennandi dyr.” - Kristín Rós Pétursdóttir, útskrifuð sem fisktæknir árið 2015 og gæðastjóri 2016.
Fisktækniskóli Íslands býður uppá fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Skráning fyrir vorönn er hafin á www.fiskt.is
FISKTÆKNISKÓLI ÍSLANDS Icelandic College of Fisheries
Sagan af strandinu á Gylfa EA í febrúar 1963 V eturinn 1963 leigði Fiskiðjan Freyja línubátinn Gylfa EA sem var frá Rauðavík í Eyjafirði. Þetta var 36 tonna eikarbátur og skipstjóri á honum var Ásgeir Sölvason. Laugardaginn 2. febrúar var haldinn Stútungur á Flateyri, sem er það sama og þorrablót á stöðunum í kring og var Ásgeiri skipstjóra og hans konu boðið á mótið þar sem þau eru Önfirðingar.
Heiðin var lokuð eins og vanalega svo Ásgeir og hans kona fóru á Gylfanum vestur á Flateyri og tók hann einnig Geira vélstjóra með sér. Þar sem hann var ekki með konu með sér var hann ekki gjaldgengur á blótið. Geiri kallinn var með bokku meðferðis og gerði sér gott af henni en fannst vistin dauf. Síðar um kvöldið tók hann það til bragðs að hann leysti landfestar og sigldi bátnum til Suðureyrar til að komast í meira fjör. Skipstjórinn var látinn vita að báturinn væri farinn úr höfninni og grunaði hann strax hvað væri á seyði. Hafði
10
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
hann samband við hreppstjórann á Suðureyri og bað hann að ganga í málið. Það stóð heima, Geiri kom að bryggju stuttu fyrir miðnætti. Fékk hreppstjórinn þá loforð frá honum um að fara ekki um borð aftur fyrr en hann yrði beðin um. Geiri hafði áhuga á meira fjöri og sá hann ljós í glugga hjá Halla stýri, þar var líka Beggi redd og þar tók gleðin völdinn um nóttina. En um fjögur leitið fannst þeim tilvalið að sækja skipstjórann af Stútungnum og öll bönn voru gleymd. Nú var báturinn vel mannaður og haldið af stað út fjörðinn. Það var hæg norðan átt og kafaldsbylur og þar af leiðandi lítið skyggni. Í bátnum var ekki radar, aðeins dýptarmælir og kompás. Siglingakunnáttan var samt alls ekki í lagi þar sem þeir sigldu út fjörðinn en þeir ætluðu svo í SV fyrir Sauðanesið en fóru óvart í SA. Sem sagt í Súgandafjörðinn aftur og keyrðu rakleiðis á fullri ferð upp í Skollasand. Það var hásjávað og báturinn var með stefnið nánast á þurru. Báturinn var kominn á hliðina svo ekki þurfti að reyna að bakka út, það var nú samt reynt en var
Gylfi EA á leið út fjörðinn frá Suðureyri, á leið til Akureyrar þar sem honum var skilað til eigenda. Hann setti heljarmikinn reykjarstrók í loftið sem kveðju eftir misjafna meðferð. Ljósmyndari: Halldór Bernódusson.
tilgangslaust. Þá var öllum flugeldunum skotið upp í kafaldskófið án árangurs. Þá fór Halli stýri upp á stýrishúsið og losaði gúmíbjörgunarbátinn og henti honum fyrir borð, tók svo í strenginn þar til báturinn blés út. Það var stutt niður til gúmíbátsins vegna þess að bakborðshalli var á Gylfa EA. En okkar menn tóku eftir því þegar í gúmíbátinn var komið að hann var á þurru, það var bara sandur undir. Þetta gerði björgunina auðveldari og gengu félagarnir upp á bakkana sem þar voru. Þegar upp á bakkana var komið sáu þeir ljós í glugga ekki mjög langt frá og var stefnan tekin rakleiðis þangað. Þeir komu þar að húsi og knúðu dyra, kom þá til dyra sr. Jóhannes Pálmason sóknarprestur sem hafði búsetu á Stað í Súgandafirði. Varð þá skipbrotsmaðurinn Halli stýri mjög svo hissa en hann þekkti húsráðanda og spurði hvað hann væri að gera hér í Önundarfirði.
Útgerðir geta auðveldlega haldið námskeið fyrir alla sína starfsmenn í einu, jafnvel þá sem eru úti á sjó. Á myndinni má í raun sjá nemendur að vinnu. Sex þeirra eru á staðnum en einn úti á landi en sá nýtir tölvuna sem enginn stitur við.”
Siglingaleið Gylfans þegar gleðin stóð sem hæst
Óhætt er að segja að illa voru þeir félagar áttaðir og vissu engan veginn hvar þeir voru og var eins gott að þeir fóru ekki í talstöðina. Síðar var varðskipið Albert fengið til að draga bátinn af strandstað og tókst það giftusamlega á flóðinu. Albert fór með Gylfann til Ísafjarðar þar sem hann fór í slipp til viðgerðar. Skemmdir voru bara á strákjöl og botninn var eitthvað nuddaður. Sögumaður sem var búin að ljúka 1. bekk Stýrimannaskólans í Reykjavík, hafði verið ráðinn sem stýrimaður á þennan bát og las um strandið á flugvellinum í Reykjavík en þegar til Ísafjarðar var komið var verið að setja Gylfann í slipp. Leiðin lá fótgangandi yfir heiðina til Suðureyrar ásamt vélstjóranum sem áður hefur verið nefndur og hefur því söguna frá fyrstu hendi. Bragi Ólafsson Gylfi í Skollasandi 3.febrúar 1963. Ljósmynd: Úr safni sr. Jóhannesar Pálmasonar, fengin að láni af vef Suðureyrar.
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
ANNÁLL
Hæg en örugg uppbygging í fiskeldinu
S
tarfsumhverfi fiskeldisins hefur verið á margan hátt óvenjulegt á þessu ári og ýmsilegt sem gerst hefur mun hafa mótandi áhrif á uppbyggingu greinarinnar á komandi misserum og árum. Nærtækt er að nefna að sviptingarnar í stjórnmálunum hafa gert það að verkum að á árinu 2017 hafa starfað þrír sjávarútvegs og landbúnaðarráðherrar og umhverfisráðherrar í jafn mörgum ríkisstjórnum. Á þetta er minnst hér vegna þess að stjórnsýsla fiskeldisins heyrir undir þessi þrjú ráðuneyti. Samstarf okkar við ráðherranna hefur verið með ágætum og væntum við þess að það verði þannig í framtíðinni. Stjórnsýslan hvað fiskeldið áhrærir Stjórnsýslan hvað fiskeldið varðar hefur verið byggð þannig upp að hún er að mestu í höndum stofnana sem heyra undir fyrrgreind ráðuneyti. Hún byggist á lögum, sem endurskoðuð voru í veigamiklum atriðum og tóku þær breytingar gildi í ársbyrjun 2015. Í grófum dráttum má segja að hún sé svona:
því að sárafá leyfi hafa verið gefin út, en þess er þó að vænta að fyrir árslok munum við sjá mý leyfi. Þetta er auðvitað bagalegt. Forsenda fjárfestingar í greininni er að leyfi liggi fyrir. Frá því að leyfi fæst og þangað til framleiðsla hefst líða nokkur ár. Taka þarf afstöðu til kostnaðarsamrar uppbyggingar á seiðastöðvum, afla leyfa til uppbyggingar hjá sveitarfélögum, ala seiði, setja þau í sjó, byggja upp starfsemi á landi og sjó, þjálfa starfsfólk og áfram má telja. Fyrir þessa grein eins aðrar atvinnugreinar skiptir fyrirsjáanleikinn miklu máli.
Að öðru leyti má nefna að Skipulagsstofnun tekur ákvörðun um hvort framkvæmdir við fiskeldið séu háðar umhverfismati og má nú segja að það sé nær algild regla að umhverfismat fari fram áður en stofnunin tekur afstöðu til framkvæmdarinnar. Umhverfisstofnun tekur afstöðu til fiskeldisumsókna og veitir starfsleyfi, en rekstrarleyfi er á höndum Matvælastofnunar. Að öðru leyti má um stjórnsýsluna segja að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögunum en framkvæmd stjórnsýslunnar er að öðru leyti í höndum Matvælastofnunar sem hefur eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt.
Ýmis markverð tíðindi af uppbyggingu Á árinu hafa þó orðið markverð tíðindi af uppbyggingu á mörgum sviðum. Fiskeldi Austfjarða mun í ársbyrjun 2018 hefja slátrun á laxi á Djúpavogi og má þá segja að sú starfsemi sé hafin fyrir alvöru hjá fyrirtækinu, sem Einar K. Guðfinnsson. fram að þessu framleidd regnbogasilung og unnið bolfisk. Fyrirtækið undirbýr nú uppbyggingu seiðaeldisstöðvar við Kópasker. Laxar ehf sem hafa starfsstöð sína á Reyðafirði settu fyrstu laxaseiðin út nú í sumar og hefja slátrun fyrir árslok næsta árs. Jafnframt vinnur fyrirtækið að uppbyggingu seiðaeldisstöðva í Ölfusinu og í Þorlákshöfn. Arnarlax á Bíldudal mun á þessu ári framleiða um 10 þúsund tonn og hefur slegið hvert metið á fætur öðru í afköstum og framleiðslu á þessu ári. Arctic fish í Ísafjarðarbæ hefur þegar sett út laxaseiði og er jafnframt með framleiðslu á regnbogasilungi. Fyrirtækið vinnur nú að uppbyggingu stórrar seiðieldisstöðvar í Tálknafirði
Hægt gengur Því miður verður að segja þá sögu eins og er að ákaflega hægt hefur gengið að fá afgreiðslu þeirra umsókna sem fyrir liggja. Þetta hefur valdið
Í lok október sl. opnaði fyrirtækið Íslandsbleikja með formlegum hætti nýja stækkun við eldisstöð sína að Stað í Grindavík. Um er að ræða 8 ný eldisker samtals 16.000 rúmmetrar
Hafrannsóknastofnun gefur út burðarþolsmat, í samræmi við fyrrgreindar lagabreytingar. Í lögunum er mat á burðarþoli svæða skilgreint sem þol þeirra til að taka á móti auknu lífrænu álagi án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið þannig að viðkomandi vatnshlot uppfylli umhverfismarkmið sem sett eru samkvæmt lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Hluti burðarþolsmats er að meta óæskileg staðbundin áhrif af eldisstarfsemi.
12
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
sem bætast við núverandi 28.000 rúmmetra eldisrými sem þegar er á svæðinu. Íslandsbleikja er stærsti bleikju framleiðandi í heimi og framleiðir tæp 3000 tonn af bleikju árlega. Með þessari nýju eldiseiningu er áætlað að auka heildarframleiðslu á bleikju um 25% á ári þegar öll kerin verða komin í fulla framleiðslu. Almennt má segja að fiskeldisfyrirtækin hafa staðið fyrir verulegri fjárfestingu í seiðaeldisstöðvum sínum. Er ljóst að sú fjárfesting mun á þessu ári nema milljörðum króna. Auk þessa stóru verkefni hafa fyrirtækin innan Landssambands fiskeldisstöðva verið að byggjast upp. Auk hinna stærri sjókvíafyrirtækja eru mörg minni fyrirtæki í regnbogasilungseldi og eldi á bleikju, jafnt til útflutnings og innanlandsneyslu. Sýnir það hina fjölbreyttu flóru sem fiskeldið er hér á landi. Burðarþolsmat upp á 130 þúsund tonn Með lagabreytingunni sem tók gildi í ársbyrjun 2015 var burðarþolsmat gert að forsendu fiskeldisleyfa. Nú er búið að burðarþolsmeta talsverðan hluta þeirra fjarða á Austfjörðum og Vestfjörðum sem til greina geta komið til laxeldis. Nemur burðaþolsmatið nú um 130 þúsund tonnum. Enn er þó eftir að burðarþolsmeta nokkra firði austan lands og vestan.
Unnið að uppbyggingu fiskeldis á grundvelli vísinda og þekkingar Á árinu var unnin stefnumótunarmótunarvinna varðandi fiskeldið undir stjórn sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytisins. Að verkinu komu auk ráðuneytisins, fulltrúar umhverfsisráðuneytisins, Landssamband fiskeldisstöðva og Landssamband veiðifélaga. Megin niðurstaða stefnumótunarinnar var sú að unnið skyldi að uppbyggingu greinarinnar á grundvelli vísinda og þekkingar, þar með talið áhættumats.
Ísland lokaður fyrir sjókvíaeldi á laxi. Samkvæmt áhættumatinu sem Hafrannsóknastofnun hefur kynnt, er unnt að stunda laxeldi á Íslandi allt að 71 þúsund tonnum án skaðlegra áhrifa á villta laxastofna. Er þá hvorki tekið tillit til annarra eldisaðferða en þeirra sem notaðar eru núna, né mótvægisaðgerða af öðru tagi. Laxeldið hefur slitið barnsskónum Laxeldi á Íslandi hefur slitið barnsskónum og öllum ljóst að það er komið til að vera. Uppbygging þess getur orðið umtalsverð á næstu árum og gert það að verkum að fiskeldi hér á landi verði meginstoð við hlið sjávarútvegs sem útflutningsgrein á sjávarútvegstengdum sviðum. Í ljósi þeirra tækifæra sem laxeldi í sjó getur veitt okkur, hljótum við að feta sömu slóð og nágrannar okkar allir sem geta stundað fiskeldi og auka það jafnt og þétt á komandi árum.
Hættan á erfðablöndun er mjög staðbundin Nú hefur Hafrannsóknastofnunin lagt fram áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mat hefur verið unnið hér á landi og þó víðar sé leitað. Margt má um mat þetta segja. En megin niðurstaðan er sú gert er ráð fyrir litlum áhrifum á náttúrulega stofna fyrir utan tvær ár í Ísafjarðardjúpi og Breiðsalsá á Austfjörðum. Með Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar öðrum orðum hættan á erfðablöndun sem mjög Landssambands Fiskeldissöðva hefur verið umrædd er algjörlega staðbundin, gagnstætt því sem oft hefur verið haldið fram. Þessi niðurstaða ætti að slá striki undir þessa umræðu, vilji menn á annað borð byggja málflutning sinn á þekkingum og vísindum. Miklu ræður um þessa niðurstöðu, að samkvæmt reglugerð frá árinu 2004 er stærsti hluti strandlengjunnar við
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi
Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Seyðisfjarðarhöfn
Vélsmiðja Orms Guðlaugsson Vestmanneyjahöfn
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
“Við bjóðum nemendum að sækja nám hjá okkur í gegnum fjarkennslu í beinni. Þá erum við ekki að tala um hefðbundna fjarkennslu þar sem kennslan er tekin upp og hún svo sett á netið. Hjá Promennt sækja nemendur tíma hvort heldur þeir eru staddir í kennslustofunni hjá okkur, úti á landi eða jafnvel úti í heimi.” Útgerðir geta auðveldlega haldið námskeið fyrir alla sína starfsmenn í einu, jafnvel þá sem eru úti á sjó. Á myndinni má í raun sjá nemendur að vinnu. Sex þeirra eru á staðnum en hinir eru úti á landi sem nýta tölvurnar sem engin situr við.”
Alda Áskelsdóttir
M
ennt er máttur - lykill að farsælum starfsferli og rekstri. Promennt er rótgróið en engu að síður framsækið fræðslufyrirtæki sem opnar dyr að nýjum tækifærum og nýjum möguleikum hvort heldur sem er hjá einstaklingum eða fyrirtækjum. Þar býðst nemendum allstaðar frá að sækja hagnýtt nám á einfaldan hátt auk þess sem boðið er upp á sérsniðin námskeið að óskum fyrirtækja. Tækifærin liggja ekki síst í því að nemendur geta sótt nám hjá Promennt án tillits til þess hvar þeir eru staddir. Þeir geta einfaldlega tengst inn í kennslustofuna og tekið þátt í kennslustundinni í beinni útsendingu svo framarlega sem þeir hafa tölvu og nettengingu. Promennt hefur margra ára reynslu í þessu fyrirkomulagi. Hjá Promennt hafa margir komið undir sig fótunum bæði í námi og starfi. Margir hafa það að markmiði að bæta við sig menntun til að styrkja sig í starfi eða til að auka möguleika sína á starfsframa. Einnig hafa fjölmörg fyrirtæki fengið sérfræðinga hjá Promennt til að sérsníða námskeið fyrir starfsfólk sitt. Markmið þeirra fyrirtækja sem leita til Promennt er að bæta þekkingu starfsfólks til að þjónustan, vinnuframlagið og reksturinn verði eins og best verður á kosið. Oft leita fyrirtæki til Promennt þegar verið er að innleiða nýjan hugbúnað. Það sem hins vegar er svo skemmtilegt við Promennt er að það skiptir ekki máli hvar á landinu eða hvar í heiminum nemendurnir eru staddir. Allir geta tekið þátt í náminu sem fer fram í húsakynnum Promennt í Reykjavík, á sama tíma og verið í gagnvirkum samskiptum við kennara og aðra nemendur. Inga Steinunn Björgvinsdóttir, markaðsstjóri hjá Promennt, segir að þetta sé
14
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Tækifærin liggja í menntun einmitt eitt af því sem skilur Promennt frá öðrum fræðslufyrirtækjum. “Við bjóðum nemendum að sækja nám hjá okkur í gegnum fjarkennslu í beinni. Þá erum við ekki að tala um hefðbundna fjarkennslu þar sem kennslan er tekin upp og hún svo sett á netið. Hjá Promennt sækja nemendur tíma hvort heldur þeir eru staddir í kennslustofunni hjá okkur, úti á landi eða jafnvel úti í heimi. Við ætlumst til að allir séu þátttakendur í kennslustundum. Þeir nemendur sem ekki eru staddir í kennslustofunni hafa sömu tækifæri og hinir til að vera virkir, spyrja spurninga, taka þátt í umræðum og fá aðstoð hjá kennaranum meðan á tímanum stendur. Við notum sem sagt tæknina til að útvíkka kennslustofuna. Það eina sem þarf til að taka þátt í náminu hjá okkur er tölva og nettenging.” Brottfall þekkist varla Kristín Þórarinsdóttir, námstjóri hjá Promennt, segir að þetta fyrirkomulag hafi reynst mjög vel. “Það skapast oft skemmtileg tengsl á milli þeirra sem eru á staðnum og þeirra sem eru fjarri. Það
verður til hópur sem heldur saman og það að tilheyra hóp verður svo til þess að nemendurnir halda námið út og ljúka því. Við leggjum einnig mikið upp úr því að kennarar haldi vel utan um hvern og einn. Brottfall úr námi Inga Steinunn Björgvinsdóttir, er því mjög fátítt hjá markaðsstjóri hjá Promennt. okkur og þekkist varla nema eitthvað sérstakt komi upp á. Við erum hins vegar alltaf tilbúin til að aðstoða nemendur og hvetjum þá til að koma aftur til að ljúka náminu þegar aðstæður hafa breyst.” Hjá Promennt er einnig tekið tillit til fólks í vaktavinnu. “Fyrirkomulagið hjá okkur er þannig að við bjóðum bæði upp á morgun- og kvöldkennslu á vinsælustu námsleiðunum.
Promennt býður upp á fjölbreyttar námsleiðir og kennslu hvort heldur sem er í Reykjavík eða í beinni og hentar námið vel fólki og fyrirtækjum sem starfar í sjávarútvegsgeiranum um allt land. Hér er stofan tóm en nemendur að vinnu á þeim stað þar sem þeim hentar.
Þeir sem vinna vaktavinnu geta því sótt tíma í samræmi við vinnu sína. Margar starfsstéttir hafa nýtt sér þetta fyrirkomulag og þar á meðal sjómenn sem ella hefðu ekki átt kost á að bæta við menntun sína og þekkingu,” segir Kristín og bætir við: “Við erum einnig með það sem við köllum Fræðsluský sem styður við kennsluna. Þar geta nemendur sótt ýmis gögn sem varða kennsluna, myndbönd og ýmislegt annað. Þar hafa nemendur einnig góðan aðgang að kennurum og samnemendum. Skýið nýtist ekki síst þeim sem ekki eru á staðnum.” Promennt fyrir fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi Þar sem Promennt býður upp á fjölbreyttar
námsleiðir og kennslu hvort heldur sem er í Reykjavík eða í beinni hentar námið vel fólki og fyrirtækjum sem starfar í sjávarútvegsgeiranum um allt land. “Við bjóðum upp á hagnýtt nám sem tengist fyrirtækjarekstri og daglegum störfum innan þeirra,” segir Inga Steinunn: “Öll fyrirtæki – hvort sem þau eru lítil eða stór þurfa að halda vel utan um rekstur og bókhald. Annar mikilvægur þáttur er aðlaðandi kynningar- og auglýsingaefni sem vekur eftirtekt og skilar tilætluðum árangri. Vefsíðan er gjarnan andlit fyrirtækja út á við þannig að hún þarf að vera traustvekjandi og fagmannlega unnin. Það er varla hægt að reka fyrirtæki í dag án þess að einhvers konar tækni komi við sögu og kerfisrekstur. Öll þau atriði
sem ég nefndi hér er hægt að læra hjá okkur í Promennt og meira til.” Fyrirtækin hafa oft á að skipa starfsfólki sem er hæft á sínu sviði en vantar þekkingu til að nýtast fyrirtækinu enn betur. “Sá sem á litla útgerð veit kannski allt um veiðar og vinnslu en lítið um sölu- og markaðsmál. Þá þekkingu getur hann hins vegar sótt til okkar. Sama má segja um starfsmann sem vill breyta um starfsvettvang innan fyrirtækis sem hann starfar hjá. Hann getur skráð sig í nám sem honum finnst líklegt að fleyti honum áfram og þess ber að geta að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms.” Inga Steinunn segir einnig mörg dæmi þess
Hjá Promennt er boðið upp á: • Tækninámsbrautir sem eru sérsniðnar að þörfum vinnumarkaðarins. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir störf í tækniheiminum og auka þekkingu þeirra og færni. • Bókhalds- og skrifstofunám sem undirbýr nemendur fyrir skrifstofu- og bókhaldsstörf í atvinnulífinu. • Almenn tölvunámskeið fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína hvort sem er í leik, námi eða starfi. • Skemmtileg námskeið í grafískri hönnun, vefsíðugerð og myndbandavinnslu jafnt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref og lengra komna. • Sölu- og markaðsnám þar sem fléttað er saman gamalgróinni sölu- og markaðsfræði og nýjustu tækni – t.d. hvernig nota má samfélagsmiðla í þessu samhengi. • Fjölbreytt námskeið fyrir stjórnendur eins og t.d. í verkefna- og gæðastjórnun. • Heilsu- og öryggisfræðsla sem sérsniðin er að starfsfólki í iðnaði sem er unnin út frá lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Kristín Þórarinsdóttir, námstjóri hjá Promennt.
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
15
“Við bjóðum bæði upp á morgun- og kvöldkennslu á vinsælustu námsleiðunum. Þeir sem vinna vaktavinnu geta því sótt tíma í samræmi við vinnu sína. Margar starfsstéttir hafa nýtt sér þetta fyrirkomulag og þar á meðal sjómenn sem ella hefðu ekki átt kost á að bæta við menntun sína og þekkingu.”
Sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki Þarfir fyrirtækja eru misjafnar þegar kemur að fræðslu og menntun starfsmanna. Þess vegna býður Promennt upp á námskeið sem eru sniðin sérstaklega að þörfum fyrirtækja. “Forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa þá samband við ráðgjafa okkar. Þeir fara svo ofan í saumana á því hvað það er nákvæmlega sem fyrirtækið þarfnast. Í framhaldinu er svo sett saman námskeið sem kemur fullkomlega til móts við fyrirtækið,” segir Inga Steinunn og Kristín bætir við: “Þetta fyrirkomulag hentar öllum fyrirtækjum en það sem við höfum umfram aðra er að við getum boðið fyrirtækjum sem eru með starfsmenn sína dreifða um landið og jafnvel í útlöndum að að starfsmenn sem vilji flytja sig til innan sama halda fræðslunámskeið fyrir þá alla í einu. Það geira leiti til Promennt. “Þetta eru sérfræðingar er engin þörf á að leggja í dýran ferðakostnað. á sínu sviði. Þeir þekkja t.d. sjávarútveginn Við höfum búnað sem tengir starfsmennina inn og út en vilja bæta við sig ýmissi kunnáttu saman. Útgerðir geta því t.d. auðveldlega haldið bæði til markaðsetningar og/eða til að halda námskeið fyrir alla sína starfsmenn í einu, jafnvel utan um reksturinn. Leiðirnar og tækifærin sem þá sem eru úti á sjó. Stundum er það þannig við bjóðum upp á eru margvísleg þannig að að kennarinn er einn í kennslustofunni þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.” nemendurnir eru á víð og dreif eða allir staðsettir Viti fólk hins vegar ekki hvað það vill læra eða í fyrirtæki úti á landi.” hvaða nám hentar því koma ráðgjafar Promennt til sögunnar. “Þeir hjálpa fólki að finna út hvar Þegar kemur að námskeiðshaldi er nánast ekkert áhugasviðið liggur og svo í framhaldi að skrá sig ógerlegt hjá Promennt. Kennararnir mæta jafnvel í nám í samræmi við það.” á nóttunni til að halda námskeið fyrir starfsmenn
Sigursaga Jóhönnu Jóhanna Regína Aðalbjörnsdóttir er ein þeirra sem eignaðist nýtt líf eftir að hafa lokið námi hjá Promennt. Hún hætti námi fljótlega eftir grunnskóla, fór að vinna í fiski og taldi að hún gæti hreinlega ekki lært. Annað kom á daginn. Nú vinnur hún hjá fyrirtæki sem starfar í tölvugeiranum og þjónustar meðal annars sjávarútvegsfyrirtæki. Hún sagði því ekki skilið
16
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
sem eru t.d. staddir í Asíu. Fyrirkomulagið hjá Promennt sem reynst hefur mjög vel hefur spurst út fyrir landsteinana. Fyrirtæki erlendis leita því oft til til Promennt til að kynna sér hvernig fyrirtækið skipuleggur kennsluna og nýtir tæknina til að útvíkka kennslustofuna. “Stundum vilja fyrirtækin sjálf halda námskeið eða halda fjarfundi og þá geta þau leigt aðstöðu og búnað hjá okkur.” Menntun skilar ávinningi Þegar fyrirtæki hlúa að starfsmönnum sínum og tryggja þeim endurmenntun skilar það sér í hæfara starfsfólki og betri rekstri. “Það er mjög nauðsynlegt að starfsfólk kunni á þau tæki og tól sem það er með í höndunum. Ég get nefnt lítið dæmi eins og námskeið í Outlook-póstforritinu. Ansi margir þurfa að nota tölvupóst við vinnu sína. Bara það að læra nokkur atriði á stuttu námskeiði sem flýta fyrir í vinnu skilar sér um leið og starfsmaðurinn sest aftur við tölvuna að námskeiði loknu,” segir Inga Steinunn. “Við lifum í svo hröðum heimi í dag,” bætir Kristín við: “Það er því nauðsynlegt fyrir starfsfólk að fylgjast vel með nýjungum og sækja endurmenntun til að dragast ekki aftur úr og úreldast. Þetta á sérstaklega við um þá þætti
Jóhanna Regína Aðalbjörnsdóttir fékk draumastarfið í kjölfar útskriftar: “Stundum held ég að mig sé bara enn að dreyma.”
við sjávarútveginn að fullu heldur skipti um starfsvettvang. Jóhanna skráði sig á tæknibraut þar sem hún lærði kerfisstjórnun. Eitthvað sem hún hefði aldrei trúað að hún ætti eftir að gera. “Ég bjó á Þórshöfn og vann í fiski. Þegar ég flutti til Reykjavíkur ákvað ég hins vegar að nýta tækifærið og læra
eitthvað sem ég gæti hugsað mér að starfa við til framtíðar,” segir Jóhanna og brosir þegar hún hugsar til fyrstu daganna í skólanum. “Ég vissi nákvæmlega ekkert um hvað kennarinn var að tala en smám saman kom þetta. Kennararnir voru líka alveg frábærir og héldu mjög vel utan um okkur nemendurna - við gátum alltaf leitað til þeirra þegar eitthvað bjátaði á.”
sem snúa að upplýsingatækninni. Þar er þróunin mjög hröð og auðvelt að dragast aftur úr. Fólk er jafnvel að nota úreltan hugbúnað sem stendur þeim nýrri langt að baki og þar með tapast bæði tími og peningar hjá fyrirtækjum. Ef við nefnum bara office-pakkann þá hefur hann breyst mjög mikið í gegnum tíðina. Þar er nú t.d. að finna ýmsar leiðir sem auðvelda allt utanumhald og gefur þann möguleika að fólk vinni í sama skjalinu í stað þess að senda það á milli sín og uppfæra svo handvirkt. ” Hver og einn skiptir máli hjá Promennt Jóhanna segir að Promennt hafi sýnt mikinn sveigjanleika þegar kom að náminu og tekið hafi verið tillit til aðstæðna hennar. “Ég var mikið ein með börnin þar sem maðurinn minn er á sjó. Ég þurfti því stundum að vera frá námi þegar þau voru t.d. veik heima. Ég varð svo ófrísk og tók mér frí til að sinna nýja barninu. Þegar þeim hjá Promennt fannst fríið orðið nógu langt höfðu þeir samband við mig og hvöttu mig til að koma og ljúka náminu.” Starfsmenn Promennt bera svo sannarlega hag nemenda sinna fyrir brjósti. Einn þeirra kom auga á að sennilega hefði Jóhanna
ADHD á háu stigi. “Það varð til þess að ég fór til læknis og fékk lyf. Eftir það átti ég auðveldara með að einbeita mér að náminu og allt utanumhald varð auðveldara. Þegar ég skoða glósurnar mínar fyrir og eftir lyf sé ég stórkostlegan mun.” “Held að mig sé enn að dreyma” Jóhanna hafði ekki mikla trú á námshæfileikum sínum þegar hún settist á skólabekk hjá Promennt. “Ég kom sjálfri mér svo sannarlega á óvart og útskrifaðist með næst hæstu einkunn,” segir Jóhanna og stoltið og gleðin leynir sér ekki. “Ég fékk svo draumastarfið í kjölfar útskriftar. Stundum held ég að mig sé bara enn að dreyma.” Jóhanna hvetur alla þá sem eiga sér draum um að fara í nám að láta á hann reyna. “Ekki hika, draumar geta ræst. Ég var stelpan sem aldrei nokkurn tímann gat lært og fékk alltaf lélegar einkunnir í skóla. Ég var eiginlega búin að gefa frekara nám upp á bátinn. Ég er hins vegar mjög þakklát þeim degi þegar ég fékk bjartsýniskastið og skráði mig í nám hjá Promennt.”
“Forsvarsmenn fyrirtækja geta haft samband við ráðgjafa okkar. Þeir fara ofan í saumana á því hvað það er nákvæmlega sem fyrirtækið þarfnast. Í framhaldinu er svo sett saman námskeið sem kemur fullkomlega til móts við þarfir fyrirtækisins.”
Fyrirkomulagið hjá Promennt sem reynst hefur mjög vel hefur spurst út fyrir landsteinana. Fyrirtæki erlendis leita því oft til til Promennt til að kynna sér hvernig fyrirtækið skipuleggur kennsluna og nýtir tæknina til að útvíkka kennslustofuna.
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
17
ANNÁLL
Árangur í sprotastarfsemi í sjávarútvegi
F
yrir um 30 árum síðan, eða þann 13. febrúar 1987 skrifaði dr. Jón Bragi Bjarnason grein í Morgunblaðið um líftækni og fiskiðnað. Þar fjallaði hann um ensímvinnslu sem þá var ný af nálinni í fiskiðnaði og með öllu óþekkt á Íslandi. Þetta þótti framandi og ekki voru allir sannfærðir um arðsemi af slíkri starfsemi. En árin liðu og nú þrjátíu árum síðar eru heilsu- og snyrtivörur Jóns Braga heitins og eiginkonu hans Ágústu Guðmundsdóttur prófessors seldar víða um heim. Ánægjulegt er að segja frá því að það sem voru einstök dæmi um frumkvöðla á þessu sviði á níunda áratug síðustu aldar er orðið að eins konar hreyfingu margra sprotafyrirtækja þrjátíu árum síðar. Það er ekki síst vegna frumkvöðla eins og Jóns Braga og Ágústu, Sigurjóns Arasonar og frábærs teymis fólks hjá RF og síðar Matís og stofnenda Marels svo einhver dæmi séu tekin sem þessi hreyfing er að eflast. Segja má að ekki hefði verið hægt að stofna Íslenska sjávarklasann á heppilegri tíma en árið 2011. Áhugaverð sprotaverkefni í fullvinnslu höfðu þegar vakið áhuga erlendis, útgerðir stóðu traustari fótum og rannsóknarsjóðir höfðu verið efldir. Í þessu umhverfi var þörf á eins konar útungunarvél eins og Húsi sjávarklasans og Sjávarklasanum sem mundi koma fleiri sprotafyrirtækjum á lappir og efla tengsl milli frumkvöðla, fjárfesta og iðnaðarins. Hér á eftir verða rakin helstu verkefni sem Íslenski sjávarklasinn vann að á síðustu 18 mánuðum. Í stuttu máli hefur starfsemi klasans lotið að mestu sömu lögmálum og þegar farið var af stað árið 2011. Markmiðið er að efla áhuga á haftengdum greinum og auka verðmætasköpun samstarfsfyrirtækja. Eftir því sem klasinn hefur fest sig meira í sessi hérlendis og erlendis hefur fylgt því aukin vinna við að kynna íslenskan sjávarútveg og klasann í heild. Það hefur verið ánægjuleg viðbót við starfsemi klasans. Eitt stærsta verkefni klasans hefur verið að hlúa að nýjum sprotafyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi og annarri hafsækinni starfsemi. Sprotafyrirtæki sem hafa beinlínis orðið til á vettvangi Sjávarklasans – eftir hópavinnu klasafyrirtækja – eru mörg hver búin að slíta
18
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
barnsskónum eins og Collagen ehf, Ocean Excellence ehf., Codland ehf. Ánægjulegt var að á árinu 2016 komu Samherji og HB Grandi inn í eigendahóp Collagens ehf. Þessi verkefni voru unnin eða urðu að sprotum: 1. Fyrirtækið Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Reykjavik foods var ungra framhaldsskólanema sem tengdust stofnað sem var m.a. í eigu þriggja fyrirtækja í klasanum. Markmið hafinu urðu 12 á árinu en höfðu verið að meðaltali 1-3 árin á undan. Við höfum alltaf lagt Reykjavik foods er að selja m.a. niðursoðnar kapp á að efla áhuga ungs fólks á haftengdum fiskafurðir. greinum og hefur það skilað árangri á ýmsa vegu. 2. Þá varð jafnframt til fyrirtækið Hlemmur 7. Auk þess störfuðu áfram fastir hópar mathöll sem er í eigu klasans og þriggja aðila hjá klasanum. Þar eru öflugastir hópur sem honum tengjast. flutningafyrirtækja og hafna og hópur tæknifyrirtækja. 3. Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með samstarfi Skagans 3X og fleiri fyrirtækja í fyrirtækinu Knarr sem hefur að markmiði að selja heildarlausnir í skipum á alþjóðamarkaði. Þarna varð einn af draumum Sjávarklasans að veruleika. 4. Veiðarfæri framtíðar. Að þessu verkefni komu saman 10 fyrirtæki sem öll tengjast veiðarfærum á einhvern hátt. Ætlunin er að leita eftir samstarfi við Hafrannsóknarstofnun eða útgerðaraðila um að gera tilraunir með nýja veiðarfæratækni um borð í skipi á þessu eða næsta ári. 5. Matarsamstarf. Landbúnaðarklasinn og Sjávarklasinn skrifuðu undir samstarfssamning sem leggur áherslu á að efla samstarf þessara klasa. Samstarfið gengur meðal annars út á að sprotar úr þeim fyrrnefnda hafi aðstöðu í Húsi sjávarklasans. Þetta samstarf hefur gengið vorum framar. Það hefur verið gaman að blanda saman frumkvöðlum í lambi og þorski. Það er ótrúlega margt sem þessir frumkvöðlar eiga sammerkt. 6. Samstarf við JA um eflingu áhuga ungs fólks á sprotastarfsemi sem tengist hafinu hélt áfram á árinu og skilaði frábærum árangri. Verkefni
8. Á annan tug sprota hafa bæst við í Hús sjávarklasans á síðustu 18 mánuðum. Næstum einn sproti á mánuði sem við teljum afar gott. Hér eru mörg afar áhugaverð ný fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref og verður gaman að fylgjast með á næstu árum. Klasinn hefur tekið á móti fleiri gestum í Húsið en nokkru sinni áður. Það hefur verið mjög ánægjulegt að taka á móti hundruðum íslenskra nemenda til að kynna þeim sjávarútveginn og klasann í heild. Þá hefur útlendum gestum fjölgað ört. Ísland er Sílikondalur sjávarútvegs í heiminum. Við eigum að efla starfsemi sem tengist sjávarútvegi og muna eftir því að tengja sem flesta frumkvöðla í þessari grein. Með þessari víðu skírskotun og öflugu klasasamstarfi má stuðla enn frekar að samstarfi þvert yfir hefðbundin mæri atvinnugreina og skapa verðmæti til framtíðar. Þór Sigfússon
Jólakveðja Við sendum landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, hátíðarkveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
19
Lífssaga Önnu:
Anna hefur verið viðloðandi sjómennsku allt frá því að hún var unglingur. Nú gegnir hun sjálfboðaliðastarfi sem vélstjóri á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni.
Anna – eins og ég er Alda Áskelsdóttir
A
nna Kristjánsdóttir fæddist drengur sem var skírður Kristján. Allt frá því að hún man fyrst eftir sér vissi hún hins vegar að hún væri í röngum líkama. Anna streittist á móti sínu rétta eðli og lagði á flótta. Hún fór á sjóinn, lærði til vélstjóra og sigldi um heimsins höf í rúm tuttugu ár eða þar til hún ákvað að horfast í augu við sjálfa sig og aðra. Nú hefur lífssaga hennar verið rituð af Guðríði Haraldsdóttur í bókina: Anna – eins og ég er. Lífssaga Önnu er saga baráttu og hugrekkis. Hún var annar Íslendingurinn sem fór í kynleiðréttingaraðgerð en fyrst til að tjá sig um aðgerðarferlið á opinberum vettvangi. Með því ruddi hún brautina fyrir þá sem á
20 12
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
eftir hafa komið. Anna hefur margsinnis verið beðin um að segja frá lífsgöngu sinni enda hefur hún fetað vegi sem fæst okkar komast í kynni við. Henni fannst það hins vegar ekki tímabært fyrr en nú. “Það átti eftir að leysa ýmis vandamál sem blöstu við fyrstu árin eftir aðgerðina og ég fór að lifa sem kona. Það komu upp sárindi og leiðindi sem nú hafa gróið um heilt,” segir Anna og bætir kímin við: “Mér finnst líka hálf kjánalegt þegar fólk gefur út ævisögur mjög snemma á lífsleiðinni minnug ævisögu snókerspilarans Stephen Hendry sem kom út þegar hann var 21 árs.” Fór í átt að ofurkarlmennskunni Á þeim tíma sem Anna óx úr grasi var nánast óhugsandi að ræða mál eins og samkynhneigð og hvað þá kynleiðréttingar. Fordómarnir voru yfirgengilegir. Fólk sem kom út úr skápnum eins og sagt er átti á hættu að vera útilokað og litið hornauga. Hugtakið að fæðast í röngum líkama var varla til og þeir sem létu slíkt í ljós
voru álitnir fullkomlega óeðlilegir og jafnvel geðbilaðir. Það skal því engan undra að í þessu andrúmslofti og á þessum tíma hafi Anna ákveðið að reyna að loka á allar tilfinningar sem sögðu henni að hún væri í raun og veru kona. “Ég bældi tilfinningar mínar allt frá því að ég man eftir mér, enda varð mér fljótlega ljóst að það væri ekki ætlast til að strákar sýndu merki þess að þeir væru í raun og veru stelpur. Þegar ég komst á kynþroskaaldurinn upplifði ég mikla skömm og þar með hófst hatrömm barátta gegn eðli mínu og flóttinn frá því,” segir Anna og bætir við: “Og eins og svo oft vill verða þegar fólk er á flótta þá felur það sig þar sem síst skyldi ætla að það finnist. Ég fór í átt að ofurkarlmennsku – það eiga fáar stéttir jafnsterkar rætur í karlmennskunni og sjómannastéttin.” Ruddi brautina Anna var á sjónum í rúm tuttugu ár á hinum ýmsu skipum. Lengst af starfaði hún sem vélstjóri enda menntuð sem slíkur. “Árin á
sjónum voru að mörgu leyti mjög góð. Ég kunni vel við mig um borð og þegar ég lít til baka er ég sátt við að hafa valið mér vélstjórn að ævistarfi. Ég hef áhuga á vélum og öðru þeim tengdum enda hefði ég ekki enst svona lengi í þessu starfi ef svo væri ekki,” segir Anna og þagnar í skamma stund áður en hún segir: “En ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var þetta kannski ekki alveg draumastarfið í upphafi.” Þegar Anna er spurð nánar út í þetta og innt eftir hvaða starf það hafi verið skellir hún upp úr. “Ég hreinlega veit það ekki. Sumir segja að ég hefði átt að verða prestur.” Á þessum árum reyndi Anna hvað harðast að afneita tilfinningum sínum. Hún gerði allt hvað hún gat til að lifa “eðlilegu” lífi – lífi sem samfélagið vænti af henni. “Ég gifti mig og eignaðist börn á þessum árum. Börnin og barnabörnin mín eru mér mjög mikils virði. Ég get því ekki annað en verið sátt við að hafa farið þessa leið á sínum tíma. Ég myndi þó ráðleggja ungu fólki í dag að ræða málin og láta tilfinningarnar ráða. Það er hægt í dag enda margt breytt frá því að ég var ung.” Þegar Anna nefnir breytta tíma í þessum efnum er ekki annað hægt en að minnast á að hún hafi aldeilis lagt sitt á vogaskálarnar til að opna umræðuna, auka skilning og eyða fordómum. “Já, kannski,” svarar hún lítillát og bætir við: “Fyrir mig var nauðsynlegt að geta rætt
“Lífssaga Önnu er saga baráttu og hugrekkis. Hún var annar Íslendingurinn sem fór í kynleiðréttingaraðgerð en fyrst til að tjá sig um aðgerðarferlið á opinberum vettvangi. Með því ruddi hún brautina fyrir þá sem á eftir hafa komið.”
þetta opinberlega. Ég fann að það var skaðlegt fyrir okkur að vera í felum eða í lokuðum hópum eins og var á þessum tíma. Fólk er hrætt við hið óþekkta og af þekkingarleysi spretta fordómar.” Tekur þátt í björgunarstarfi og þjálfun sjómanna Þegar Anna hafði verið í felum á sjónum í rúm tuttugu ár ákvað hún að nóg væri komið. Hún þyrfti að horfast í augu við raunveruleikann og láta reyna á líf sem kona. “Ég fór út til Svíþjóðar og eftir mikla baráttu þar fór ég í leiðréttingu árið 1995.”
Þrátt fyrir að Anna hafi farið í land eftir að hún varð opinberlega kona hefur hún samt sem áður ekki alveg sagt skilið við sjómennskuna. “Ég hef leyst af á ýmsum skipum og hjá Eimskip sem vélstjóri í gegnum árin. En nú býst ég við að slíkir túrar fari að líða undir lok þar sem ég er að komast á eftirlaunaaldurinn.”Þetta er þó ekki eina tengingin sem Anna hefur við sjómennskuna því hún gegnir sjálfboðaliðastarfi sem vélstjóri á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni, en hluti frítíma hennar fer einmitt í það starf. „Ég tek þátt í ýmsum verkefnum, s.s. björgun og aðstoð við báta og aðstoð við æfingar hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Þetta starf gefur mér mikið og ég er ánægð með að leggja mitt af mörkum á þessum vettvangi.”
“Það voru hvorki sjómenn í föður- né móðurfjölskyldunni minni. Mér fannst eitthvað heillandi við sjómennskuna og var viss um að það væri eitthvað sem hentaði mér vel.”
Sigurður Haraldsson keypti smátt og smátt skötuselskvóta og þegar mest lét hafði hann heimild til að veiða fimmtíu og tvö tonn eða um tvö prósent af heildarkvótanum.
Skötuselurinn var vanmetin auðlind Alda Áskelsdóttir
22
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Það má kannski segja að Sigurður Haraldsson sé ekki hinn hefðbundni trillukarl í orðsins fyllstu merkingu þrátt fyrir að hann hafi gert út trillu í hátt í tuttugu ár. Hann hefur farið aðrar leiðir en margir aðrir í sömu starfsstétt. Sigurður var einn þeirra fyrstu sem veðjuðu á skötuselsveiðar enda kom hann fljótt auga á að hann var mun verðmætari en þorskur. Nú eltir hann hins vegar makrílinn um miðin við Íslandsstrendur.
S
igurður er fæddur og uppalinn í Keflavík, bænum sem oft er kenndur við Bítlana enda var og er mikil gróska í tónlistarlífinu þar í bæ. En það er ekki bara tónlistin sem blómstrar í Reykjanesbæ eins og bæjarfélagið nefnist í dag. Þar er einnig stunduð blómleg útgerð af miklum móð. Siggi eins og Sigurður er gjarnan kallaður ákvað ungur að leggja fyrir sig sjómennskuna. “Það voru hvorki sjómenn í föður- né móðurfjölskyldunni minni. Mér fannst eitthvað heillandi við sjómennskuna og var viss um að það væri eitthvað sem hentaði mér vel,” segir Siggi. Og það má segja að hann hafi hitt naglann á höfuðið því hann er enn að, nú þremur áratugum eftir að hann fór fyrst á sjó 16 ára gamall. “Fyrsta rúma áratuginn var ég á sjó hjá öðrum. Ég var á vertíðarbátum en það er mikil erfiðisvinna og fjarvistir frá fjölskyldunni oft mjög langar. Bátarnir fylgdu fiskinum og stundum voru þeir jafnvel gerðir út frá Austfjörðum sem þýddi að ég kom kannski heim tvær helgar í mánuði. Þegar við gerðum svo út héðan þá fórum við út klukkan þrjú á nóttinni og komum í land um kvöldmatarleytið þannig að þetta var mjög ófjölskylduvænt starf.” Vildi gera út sjálfur Siggi vildi þó ekki hætta á sjónum en ákvað engu að síður að breyta til. Hann var með skipstjórnarréttindi og bjó því við ákveðið frelsi. “Ég ákvað árið 2001 að kaupa mér trillu og hefja útgerð og þar með var ég orðinn minn eigin herra. Ég sá fyrir mér að geta verið meira heima og róa eftir veðri.” Á þeim tíma sem Siggi var að hefja sína útgerð var kerfið örlítið hagstæðara en það er núna. Hann segir að í dag sé varla gerlegt að hefja smábátaútgerð, kvótaleigan sé of há og ætli menn að kaupa kvóta þurfi þeir að eiga 30% í eigið fé. “Ég byrjaði á því að leigja mér kvóta en eftir fyrsta árið sá ég að útgerð byggð á því kerfi myndi ekki ganga upp enda endaði það ár í tapi hjá mér,” segir Siggi og bætir við: “Ég lagði því spilin á borðið og komst að þeirri niðurstöðu að ef ég ætlaði að halda útgerðinni áfram væri nauðsynlegt fyrir mig að koma mér inn í kerfið, vinna með því en ekki á móti og kaupa mér kvóta.” Á þessum árum var til nokkuð sem hét Jöfnunarsjóðskvóti. Hann virkaði þannig að hann fylgdi bátum en varð ekki virkur nema að útgerðin ætti kvóta á móti. “Það var á þennan hátt sem ég komst inn í kerfið. Ég keypti ódýran Jöfnunarsjóðskvóta, um fjórtán tonn, og þar með gat ég farið í bankann og fengið lán fyrir hinum fjórtán tonnunum sem upp á vantaði til að gera kvótann frá sjóðnum virkan. Ég var þá kominn með veiðiheimild upp á tuttugu og átta tonn og veðið því orðið miklu rýmra en ella hefði verið.” Skötuselurinn var bjargvættur Kvótinn sem Siggi hafði yfir að ráða var upp á þorsk. Hann hafði hins vegar uppi aðrar hugmyndir um nýtingu hans að stórum hluta. Á þessum tíma voru skötuselsveiðar lítt stundaðar og þar sá Siggi tækifæri. Mjög fáir stunduðu þessar veiðar en eftirspurnin var mikil og verðið hátt. “Ég var á grásleppu en fékk oft skötusel í netin. Ég komst fljótt að því að það var mun arðvænna að veiða skötusel en t.d. þorsk. Ég ákvað því að veðja á skötuselinn og var með þeim fyrstu sem gerði út á skötusel frá Reykjanesinu. Útgerðir höfðu yfir höfuð lítinn áhuga á þessari fisktegund. Hún var í kvóta en ég gat skipt út þorskkvóta fyrir skötusel og þar gilti tonn á móti tonni. Með þessu náði ég að margfalda virði kvótans og þar með tekjurnar.
Verðið sem fékkst fyrir kíló af skötusel var kannski þrefalt hærra en það sem fékkst fyrir kíló af þorski.” Til að byrja með nýtti Siggi grásleppunetin við veiðar á skötusel, eitthvað sem mátti á þessum árum en er ekki leyfilegt nú. “Það hefði verið mjög dýrt og erfitt að koma sér upp netum sem sérstaklega eru ætluð til skötuselsveiða á einu bretti,” segir Siggi og bætir við: “Ég byrjaði smátt, keypti eina trossu í einu. Þegar fyrsta trossan hafði borgað sig fjárfesti ég í annarri og svo koll af kolli þar til ég átti nægilega margar til að stunda veiðarnar af fullum krafti.” 900 kg skiluðu meira en 3 tonn Siggi fann fljótt út að hann þyrfti að auka kvótann og ákvað að snúa sér nær alfarið að skötuselsveiðum. “Smátt og smátt keypti ég skötuselskvóta og þegar mest lét hafði ég heimild til að veiða fimmtíu og tvö tonn eða um tvö prósent af heildarkvótanum. Þetta endaði með því að níu mánuði á ári snérist útgerðin hjá mér um skötuselsveiðar, hina mánuðina gerði ég út á grásleppu og þorsk.” Siggi segir að á þessum árum hafi útgerðarmenn almennt ekki komið auga á verðmætin sem fólust í skötuselnum. “Ég man eftir því að ég var kannski að koma í land með níuhundruð kíló af skötusel í land á meðan aðrir voru með tvö til þrjú tonn af þorski, þá var glott út í annað og jafnvel hlegið að mér. Mönnum þótti aflinn heldur rýr hjá mér. Staðreyndin var hins vegar sú að mín níuhundruð kíló skiluðu meira en tvö til þrjú tonnin þeirra – og ég leyfði þeim bara að hlæja.” Siggi segir að skötuselsveiðar henti einkar vel fyrir trilluútgerð. “Skötuselurinn lifir lengur í netunum en t.d. þorskur. Því skiptir ekki svo miklu máli að það sé ekki hægt að sækja sjóinn daglega t.d. vegna veðurs þar sem aflinn liggi ekki undir skemmdum.” Hrunið setti strik í reikninginn Siggi unni sér vel á sjónum og útgerðin blómstraði enda lagði hann allt að veði og stundaði sjóinn af ástríðu. Eins og hjá svo mörgum öðrum setti hrunið hins vegar strik í reikninginn. “Ég var með íslensk lán sem voru samt sem áður tengd gjaldeyri. Við hrunið stökkbreyttust þau. Næstu fjögur ár barðist ég í bökkum við að standa skil á skuldum útgerðarinnar. Síðar kom svo í ljós að þessi lán voru dæmd ólögleg og mér bauðst að semja upp á nýtt. Þeir samningar voru hins vegar þess eðlis að ég sá mig tilneyddan til að selja
félagið að undanskildum bátnum. Ég réð ekki við afborganirnar og sá að það myndi taka mig þrjú til fjögur ár að éta mig innan frá.” Þegar Siggi talar um þetta færist þungi í svipinn enda segir hann að það hafi verið erfitt að sjá á eftir útgerðinni. “Ég var alls ekki sáttur enda hafði ég haft mikið fyrir því að byggja upp útgerðina. Ég var með fínar heimildir og ætlaði mér að halda áfram. Ég sé hins vegar ekki eftir því núna að hafa selt enda opnast alltaf nýjar dyr þegar aðrar lokast.” Siggi hélt bátnum eftir eins og áður segir og gerir hann út yfir sumartímann. “Ég ákvað að hella mér af kappi út í makrílveiðarnar og kom mér upp búnaði til að geta stundað þær. Ég lagði svo mjög hart að mér á meðan á viðmiðunarárunum stóð. Ég elti hann um öll mið til að ná að veiða sem mest. Aflinn sem veiddist á þessum tíma var hafður til hliðsjónar þegar bátunum var síðan úthlutað makrílkvóta. Ég er því með góðar makrílheimildir núna og má veiða um níutíu til hundrað tonn á ári.” Tekur enga áhættu þegar veðrið er annars vegar Siggi kann vel við sig á sjónum og þá ekki síst í trilluútgerðinni enda sinn eigin herra þar. Hann segir að það sé mikill munur á að starfa um borð í vertíðarbátum eða trillu. “Vinnan er allt öðruvísi og lögmálin önnur. Veðrið skiptir t.d. miklu meira máli þegar maður er á litlum bát en stórum. Það stjórnar meira hvenær farið er á sjó og hvenær heima er setið.” Þar sem Siggi var reyndur sjómaður þegar hann hóf útgerðina vissi hann að sjálfsögðu um hætturnar sem geta leynst í veðurofsanum en þar sem hann hafði alltaf verið á stórum bátum gat verið auðvelt að misreikna sig. “Ég fékk ágætis viðvörun strax á fyrsta árinu sem ég gerði út á trilluna. Ég var með net í Garðssjó sem ég þurfti að vitja um. Ég vissi hins vegar að spáin var vond en tók áhættuna. Þegar ég lagði úr höfn var blankalogn – svokallað svikalogn. En þar sem það var stutt að fara og við skjólmegin við landið ákvað ég að taka áhættuna. Þegar ég var að verða búinn að vitja um netin skall veðrið á af miklum ofsa. Ég ákvað að hætta að draga og drífa mig í land. Sú ferð rennur mér seint úr minni. Veðrið var snældusnarvitlaust og sigling sem átti að taka klukkustund varð að sex klukkutíma barningi. Ég get ekki neitað því að ég fann fyrir mikilli hræðslu þarna og hef haft það að leiðarljósi síðan að fara að öllu með gát og taka enga óþarfa áhættu þegar veðrið er annars vegar.”
Sigurður gerir út trilluna Svölu Dís KE 29.
“Ég ákvað árið 2001 að kaupa mér trillu og hefja útgerð og þar með var ég orðinn minn eigin herra. Ég sá fyrir mér að geta verið
meira heima og róa eftir veðri.”
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
23
Að hætta á sjó og gera hvað?
S
em barn dreymdi mig að verða skipstjóri, eins og pabbi, afi og reyndar margir í fjölskyldunni. Sjómennskan var hjúpuð dulúð, karlmennsku og ævintýrum. Með þennan draum í farteskinu hóf ég sjómannsferilinn 13 ára að aldri. Næstu árin komst bara tvennt að, skóli og sjórinn. Eftir því sem árin liðu læddust að mér efasemdir, var þetta í raun það líf sem ég vildi lifa? Það var ekki neinn einn tímapunktur sem olli straumhvörfum, þetta bara ágerðist, ég vildi fara í land. Á rétt tuttugu ára sjómannsferli mínum kynntist ég mörgum sjómönnum og margir þeirra höfðu það að markmiði að hætta á sjó sem fyrst og koma sér í land. Að hætta á sjó er meira mál en margan grunar. Sjómennska er lífsstíll í orðsins fyllstu merkingu. Hún á lítið skylt við níu til fimm dagvinnu, morgunumferð, innkaup og flest sem þykir almennt hefðbundinn dagur eða mánuður í lífi hvers manns. Sjómaður og landkrabbi búa á vissan hátt í ólíkum menningarheimum. Ein megin hættan sem sjómenn standa varnarlausir gagnvart er sú staðreynd að sjómennskan býður ekki upp á þannig starfsreynslu að auðvelt sé að fá vel launaða vinnu út á hana í landi. Undantekningarnar eru reyndar tvær, kokkar og vélstjórar eru víða gjaldgengir. En hvað með ungan mann sem fer á sjó fyrir tvítugt og ætlar svo að „fara í land“ um þrítugt?
24
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Að vera góður sjómaður hefur ekkert að segja þegar leitað er að vinnu í landi, fátt býðst nema kanski illa launuð erfiðisstörf. En góður sjómaður er þyngdar sinnar virði í gulli til sjós.
Á þeim tíma má reikna með að viðkomandi sé kominn með fjölskyldu og búinn að skuldsetja sig. Hingað til hafa tekjurnar dugað fyrir öllu en nú þegar skipta á um starfsvettvang þá blasir nýr veruleiki við. Þrítugur maðurinn er ekki að fá vinnu sem skilar því sama og var, hann er í raun á sama stað tekjulega og áður en hann hóf störf á sjó, ekki með neina haldgóða menntun og þarf í raun að byrja upp á nýtt, á launum sem 18 ára unglingur myndi eflaust láta sér duga en þrítugur faðirinn getur ekki sætt sig við, hann getur ekki brauðfætt eigin fjölskyldu. Af eigin reynslu þekki ég hvað það er erfitt að hætta á sjó og upplifa það að tekjurnar minnka og tröppurnar niður velmegunarskalann blasa við. Það gilti um mig eins og svo marga að hafa endað á sjónum aftur eftir að hafa reynt að fara í land, bara til að laga fjárhaginn. Svo liðu árin og loks var reynt aftur. Hjá sumum sjómönnum má segja að á endanum sé einhverjum botni náð, sá botn er misjafn, stundum fjárhagslegur en stundum félagslegur. Hin ýmsu ljón eru í veginum og hlutverk eiginkonunnar er eitt þeirra. Hún, verandi sjómannskona þarf líka að taka breytingum, allt þarf að breytast, það er kominn nýr maður í fjölskylduna og hann er að læra að vera fjölskyldumaður, alla daga. Sumir bera gæfu og getu til að mennta sig eða búa sér til nýjan vettvang með einum eða öðrum hætti, jafnvel vinnandi sig upp
Ljósmyndari: Þórður Bragason
frá lúsarlaunum að ásettu marki. En svo er til hópur sem er „fastur á sjó“. Ég reri með nokkrum slíkum og vildi ekki verða einn þeirra. Þrettán ára gamall fór ég á línubát sem beitningamaður, túrarnir voru vika til tíu dagar og þetta var mikið ævintýri. Þegar ég var rétt orðinn fimmtán ára fór ég á togara, meðfram námi, launin voru æðisleg og ég vann nánast aldrei aðra vinnu svo talandi væri um til rúmlega þrítugs. Ég var reyndar sjóveikur í heil fjögur ár en þrjóskan var slík að ég lét mig hafa það. Ég náði líka að mennta mig eitthvað. Ég lærði rafeindavirkjun, vann svo við það í eitt ár, en launin voru ekki þau sömu og vissan um betri laun kallaði mig aftur á haf út. Svo líðu árin, það snjóaði hratt yfir menntunina, hún varð að mosa. Þarna hefði þrjóskan komið að góðum notum, þrjóskan sem hélt mér sjóveikum á sjónum í heil fjögur ár. Kanski var ég alveg nógu þrjóskur en maður býður fjölskyldunni ekki upp á þrjósku í kvöldmat. Þannig var sagan mín, það var mikið átak að koma mér í land og gekk á ýmsu þegar það loksins gerðist, þá var ég orðinn rúmlega þrítugur, tveggja barna faðir og búinn að vera hátt í tuttugu ár á sjó. Það gerðist reyndar ekki upp úr þurru, einhver slakaði bobbingalengju yfir mig en ég var heppinn, það brotnaði bara einn putti. Þetta var tækifærið sem ég greip.
Þegar ég var ungur hugsaði ég oft að það væri hverjum manni hollt að fara á sjó. Löngu síðar áttaði ég mig á því að það vantaði seinnipartinn á setninguna, þ.e. „og sínu hollara að hverfa þaðan aftur“. Sjómennskan hefur lengi verið vanmetið starf. Kjör sjómanna hafa versnað sem og virðingin fyrir því starfi sem þeir sinna. Virðingin fyrir fjarveru frá fjölskyldu og vinum hefur einnig minnkað. Það er ekki eins manns verk að hætta á sjó og fara í land. Ég verð ævinlega þakklátur öllum þeim sem umbáru mig á þeim árum sem tók mig að „komast í land“. Ég veit reyndar ekkert hvað það voru mörg ár, eða hvort þau séu liðin hjá. Horfandi til baka sé ég tímabil sem ég vil ekki upplifa aftur. Það er hægt að hætta en það verða að vera skýr plön til nokkurra ára, annað kallar á vandræði. Það þurfa að vera til peningar, eða mjög litlar skuldir, til að taka á minnkandi tekjum. Það er kannski erfiðara að gera plön um hvernig á að aðlaðast lífinu í landi en það er sennilega léttbærara ef áhyggjur af fjárhag eru ekki að trufla. Í dag er ég menntaður tölvunarfræðingur og starfa sem slíkur. Þegar ég lít til baka sé ég sjálfan mig sem annan mann. Ég er allt annar maður en ég hefði orðið hefði ég haldið áfram til sjós, ekki betri eða verri. Skilningurinn á daglegum rútínum og lengri tíma rútínum var ekki eins, allt var breytingum háð og það var allt í lagi, það fiskaðist vel eða illa, það var meginmálið. Þessi tenging við aflabrögð og velmegun er öðruvísi hjá landkrabbanum mér en sjómanninum sem ég var, hún er mikið flóknari hjá landkrabbanum, ég þarf samt ekkert að vera klárari til að átta mig á henni en það tekur tíma, langan tíma og árin á sjónum skildu eftir ákveðið „gat“ í þroskaferlinu hvað það varðar, gat sem svo þurfti að vinna upp. Það lærir enginn allt en það þarf að læra helling til að vera góður landkrabbi. Að vera góður sjómaður hefur ekkert að segja þegar leitað er að vinnu í landi, fátt býðst nema kanski illa launuð erfiðisstörf. En góður sjómaður er þyngdar sinnar virði í gulli til sjós. Mörg verk sjómannsinns eru einföld en krefjast þess að vera unnin hratt og fumlaust. Snör handtök eru ekki málið í landi nema í fáeinum illa launuðum störfum og ekki allra að vinna þau. Oft komu um borð menn sem höfðu aldrei verið á sjó, voru eflaust fínir landkrabbar en þeir voru að koma inn í heim sem var þeim e.t.v framandi. Margir entust stutt, enda sáu þeir það sama og maður sjálfur sér nú, það er betra að vera í landi. Það var líka smá geðveiki í gangi oft á tíðum á sjónum, ekki slæm geðveiki heldur bara krafan um hraða þegar mikið lá við. Sú krafa var miskunnarlaus, kuldi eða önnur óþægindi voru ekki nokkur ástæða til að slá af, einkum ef afli var í hættu. Þetta lagaðist reyndar eitthvað þegar ég fór á
frystitogara, þar var menningin aðeins skárri. Í dag eru rúm 22 ár síðan sjómanns ferlinum lauk og löngu snjóað yfir þekkinguna sem ég ávann mér til sjós, hvort sem var á minni bátum eða frystitogurum. Í mörg ár hríslaðist um mig skrítin tilfinning, kanski fögnuður, kanski hræðsla við að hverfa í fyrra horf. Ég minnist reglulega þeirra fjölmörgu sem ég reri með, þeirra sem vildu koma sér í land, líka þeirra sem voru orðnir rúmlega fimmtugir menn, búnir að vera fastir á sjó alla sína tíð. Á þessum 22 árum hef ég þurft að læra margt
upp á nýtt, klára tvær skólagöngur ásamt því að læra ný gildi, hlutirnir gerast allt öðruvísi í landi en til sjós. Skorpuvinna er undantekning í landi en regla til sjós. Að fara í land er langhlaup sem á ekkert skylt við skorpuvinnu. Þetta er ferli sem tekur langan tíma og færasta leiðin er að vera meðvitaður um það. Þó sjómennskan hafi ekki reynst mín hilla í lífinu á hún vissulega við marga aðra og ekki get ég talað fyrir þá, bara mig og kanski þá sem enn róa en hugsa í land. Þórður Bragason – fyrrum sjómaður
Breki VE togar með tvö troll í Gulahafinu milli Kína og Kóreu í október 2017.
Vinnslustöðin óskar starfsmönnum sínum til lands og sjávar, Vestmannaeyingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með ósk um farsæld, frið og gæfu á nýju ári.
Fyrstu makrílbrettunum komið fyrir í nýrri frystigeymslu VSV í september 2017.
Vinnslustöðin hf. | Hafnargötu 2 | 900 Vestmannaeyjar | vsv.is SJÁVARAFL DESEMBER 2017
25
Börnin og lífið
Sjávarafl spjallaði við nokkur börn um lífið og tilveruna og þeirra sýn á sjómennskuna
26
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Stefanía Björg Einarsdóttir
Hvað vita börnin um sjómennskuna ? Hvað heitir þú? Gunnlaugur Orri Freysson Hvað ertu gamall? Ég er 6 en ég er að verða 7 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Freyr Steinar Gunnlaugsson og Arndís Erla jónsdóttir Veist þú hvað sjómenn gera? Fara í sjómann :) Þekkir þú einhverja sjómenn? Já Guðmundur og vinur þinn sem var alltaf að vinna með þér og líka Boggi. Og líka pabbi. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með línununum og veiðistangir og töng til að draga fiskinn.
Hersteinn
Gunnlaugur
Finnst þér fiskur góður? Að sjálfsögðu. Já en stundum finnst mér brúnir fiskar ekki góðir. Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Að fara með honum í bátinn og sigla með hann á sinn stað. Og þegar ég fæ að keyra lyftarann og taka balana Hefur þú farið á sjó? Stundum þegar ég er að taka olíu Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Fá jólagjöf og leika við krakkana. Það er ekki gaman að skreyta því að ég get misst kúlurnar
Hvað heitir þú? Hersteinn Ragnar Hvað ertu gamall? 6 Hver eru mamma þín og pabbi? Borgar Ragnarsson og Hulda Katrín Hersteinsdóttir Veist þú hvað sjómenn gera? Já fara útá sjó til að veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Já pabbi minn, Freyr, Gunni Odds,Guðmundur Óli, Raggi frændi, Björgvin og frændi minn hann Sigtryggur á Akureyri
Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með netum og veiðistöngum Finnst þér fiskur góður? Já Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Að taka á móti honum Hefur þú farið á sjó? Já á bláa bátnum Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Þegar við opnum pakkana og mig langar að bæta við að bátarnir hans pabba heita Oddur á nesi, Lukkan Oddverji, Mávur og Jón á nesi ( ég á samt ekkert í þessum bátum)
Kamilla Hvað heitir þú? Kamilla Guðrún Borgarsdóttir Hvað ertu gömul? 5 Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma og pabbi Veist þú hvað sjómenn gera? Veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Pabbi, Freyr og pabbi Sigga
Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Já Finnst þér fiskur góður? Já Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Þá kemur hann með fisk Hefur þú farið á sjó? Já Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Fara á jólaball
Sigurður Hvað heitir þú? Sigurður Arnar Guðmundsson Hvað ertu gamall? 5 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Haffý og Guðmundur Óli Veist þú hvað sjómenn gera? Veiða fiska Þekkir þú einhverja sjómenn? EJá. pabbi og afi Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Ehhh... með bölum og veiðistöng Finnst þér fiskur góður? Já
Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Að fara í bátinn og horfa á youtubelyftarann og taka balana Hefur þú farið á sjó? Já. Hef farið mörgum sinnum Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að fá pakka Viltu segja mér eitthvað meira? Ég elska að borða piparkökur með málningu á jólunum
Viktor Hvað heitir þú? Viktor Örn Freysson Hvað ertu gamall? Hriggja ára og fjarra ára Hver eru mamma þín og pabbi? Freyr Steinar Gunnlaugsson og mamma Veist þú hvað sjómenn gera? Skrifa blað, sigla, veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Já Viktor að hjálpa pabba
Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með veiðistöng Finnst þér fiskur góður? Uhumm mjög gott Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Veiða fisk og fara með pabba Hefur þú farið á sjó? Já Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að fá hvolpabangsa
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
27
“Á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðin eru frá því að Markúsarbjörgunarnetið var fyrst kynnt hefur það verið notað til að bjarga sjómönnum úr sjávarháska víða um heim.”
Framleiðir búnað sem bjargar mannslífum Oft veldur lítil þúfa þungu hlassi og má svo sannarlega segja að það eigi við um hugmyndina á bak við Björgunarnetið Markús. Á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðin eru frá því að netið var fyrst kynnt hefur það verið notað til að bjarga sjómönnum úr sjávarháska víða um heim. Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri Markus Lifnet ehf, fékk fyrirtækið óvænt í fangið. Í höndum hans hefur björgunarnetið þróast og breyst, auk þess sem hann hefur sett nýjan björgunarbúnað á markað. Ljósmynd úr safni Sjávarafls
Alda Áskelsdóttir
M
arkúsarnetið hefur fyrir löngu sannað gildi sitt Markúsarnetið hefur heldur betur sannað gildi sitt í gegnum tíðina og hefur verið notað til að bjarga mannslífum. Upphaf netsins má rekja til Markúsar B. Þorgeirssonar, skipstjóra í Hafnarfirði. “Markús var sjómaður mestan hluta ævinnar eða þar til hann varð að fara í land vegna veikinda. Hann vissi að hafið bæði gefur og tekur,” segir Pétur og bætir alvarlegur við: “Hann horfði á eftir vini sínum í hafið árið 1952 er hann stökk í ólgusjó eftir félaga sínum og fórst vegna þess að hann var ekki tengdur línu. Það er þungbært að verða vitni að slíkum atburði
30
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
og geta ekki rétt hjálparhönd á ögurstundu.” Það er ljóst að þessi atburður hefur ekki liðið Markúsi úr minni því árið 1981 kynnti hann björgunarnetið sitt fyrst til sögunnar; einfaldan búnað sem nota mátti til að bjarga fólki úr sjó. Hann var mikill hugsjónamaður og fylginn sér. Markús fékk styrk frá Alþingi og fyrir hann og stuðning Hannesar Hafsteins þáverandi framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins, heimsótti hann sama ár hvert einasta sjávarpláss á Íslandi til að kynna björgunarnetið og neyðargalla, sem þá var einnig nýjung. “Hann fékk björgunarsveitamenn og sjómenn í lið með sér til að gera prófanir og æfingar með Markúsarnet og gallana í sjó.
Þannig fundu þeir á eigin skinni gagnsemi björgunarnetsins og neyðargallans. Menn kynntust mikilvægi þess að æfa björgun úr sjó. Ef til kæmi kynnu þeir réttu handtökin og hvernig nota ætti björgunarbúnaðinn. Segja má að Slysavarnaskólinn sé afsprengi þessarar vinnu hans.” Næstu þrjú ár helgaði Markús líf sitt kynningu og sölu á netinu en hann varð bráðkvaddur árið 1984 sextugur að aldri. Vill skilja við veröldina betri Tengdasonur Markúsar, Pétur Th. Pétursson, hafði fylgst með starfi Markúsar og síðasta árið fylgt honum eftir eins og skuggi. Hann hafði hins vegar engin áform um að ganga inn í fyrirtækið en með andláti Markúsar breyttist
tæpu fjörutíu árum höfum við náð að skapa okkur orðspor sem vinnur með okkur.” Hvað var byltingarkennt við Markúsarnetið? Björgunarhringur og björgunarbátur voru einu björgunartækin um borð í skipum áður en Markúsarnetið kom til sögunnar. “Það sem gerði Markúsarnetið sérstakt var að þarna var um handvirkan búnað að ræða sem jafnframt Hingað til hefur tilgangur björgunarvara Péturs verið sá að bjarga mátti nota með krana. Það var þeim sem falla útbyrðis um borð á ný. Nýjasta afurðin er hins vegar létt, fyrirferðarlítið og einfalt í flóttanet þar sem menn geta í hópum flúið snögglega frá borði. notkun, jafnvel í ólgusjó. Með Markúsarnetinu gátu menn í fyrsta sinn farið á eftir manni í sjóinn með öryggi,” segir Pétur og bætir við með stolti: “Enn þann dag í dag, tæpum fjörutíu árum eftir að Markús kom fram með þessa hugmynd leysir enginn búnaður þetta betur en Markúsarnetið.” Frá því að Björgunarnet Markúsar kom fyrst fram á sjónarsviðið hefur það breyst töluvert. “Mín viðleitni hefur verið að halda í grunnhugmynd Markúsar en þróa hana áfram með það að markmiði að gera netið eins meðfærilegt og ódýrt í framleiðslu eins og kostur er.” Frá því að Pétur tók við keflinu hafa komið fram fjórar nýjar útgáfur Markúsarneta. “Strax árið 1986 kom fram önnur kynslóð Markúsarnetsins. Ég þurfti að fá viðurkenninguna endurnýjaða á fimm ára fresti og fyrstu áratugina notaði ég tímann á milli til að betrumbæta fyrri gerðir.” Það er ljóst að miklar breytingar hafa átt sér stað á netinu frá fyrstu gerð. Enda hefur tíminn, reynslan og tæknin unnið með Pétri. “Ég komst að því að tveir menn geta auðveldlega híft einn mann upp úr sjónum með línum með hnútum eins og netin eru í dag. Sex menn geta hins vegar varla lyft upp tveimur mönnum þó hver hafi sína línu. Ég ákvað því að netið það. “Ég ákvað að taka við fyrirtækinu enda skyldi vera fyrir einn mann að skynjaði ég hversu mikið þrekvirki hann hafði öðrum kosti væri handvirknin fyrir bí. Það var unnið.” Þegar Pétur er spurður út í hvort ekki áskorun því eins og netið var upphaflega kynnt hafi verið erfið ákvörðun að taka við keflinu af gátu margir menn fest sig í netið og það svo eldhuga eins og Markúsi segir hann svo ekki híft um borð með krana. Með því að halda í hafa verið. “Ég ákvað að taka áhættuna, ekki handvirknina var ég með búnað sem enginn vegna þess að ég héldi að ég yrði svo ríkur annar hafði upp á að bjóða.” heldur miklu frekar vegna lífssýnar minnar. Ég hafði starfað með skátunum í áraraðir og tekið upp hugsunarhátt sem einkennir skáta Orðsporið besti sölumaðurinn - að skilja við veröldina betri en þegar maður Pétur segir að sjaldan hafi annar eins einhugur kemur í hana. Einnig langaði mig til að gera ríkt á Alþingi og þegar allir 63 alþingismennirnir Markúsarnetið að miðli þekkingar um björgun greiddu atkvæði með þingsályktunartillögu manns úr sjó. Síðan þá hefur Pétur siglt sem kvað á um að skoða skyldi hvort fyrirtækinu í gegnum mikið öldurót þar sem björgunarnet ætti að vera staðalbúnaður um skipst hafa á skin og skúrir. “Eins og eðlilegt er borð í íslenska skipaflotanum. “1. janúar 1986 hefur reksturinn gengið upp og niður en í dag varð það svo að lögum. Það tók okkur rúmlega erum við á tiltölulega lygnum sjó. Á þessum árið að metta íslenska markaðinn þannig að það
lá beint við að hefja markaðssókn úti í heimi, segir Pétur og bætir við: “Það er ekki einfalt að koma björgunarbúnaði á markað. Ég þurfti að útvega mér viðurkenningar hjá yfirvöldum. Þegar það var í höfn gat ég fyrst farið að selja.” Á þessum tíma voru sóknartækifærin á sjávarútvegssýningum víða um heim. “Fyrstu sölurnar erlendis voru á sjávarútvegssýningum í Skotlandi og Englandi árið 1986. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ég tekið þátt í yfir 50 sýningum sem sýnandi.” Pétur segir að mikil bylting hafi svo orðið með tilkomu internetsins. Nú finni viðskiptavinirnir fyrirtækið á netinu og hafa samband beint. Hann segist ekki hafa mikla trú á sölumennsku - orðsporið sé besti sölumaðurinn. “Við viljum fá viðskiptavini sem virkilega vilja nota eða selja búnaðinn okkar af því að þeir trúa á hann. Oft er það þannig að viðskiptavinur hefur samband og vill kaupa af okkur búnað. Við bendum honum hins vegar á að hafa samband við þann sem hann kaupir venjulega björgunarbúnað af og panta í gegnum hann. Þannig kynnir viðskiptavinurinn vörurnar okkar fyrir söluaðilum á öryggisbúnaði úti í heimi.” Þessi aðferð hefur nýst vel þar sem Markúsarnetið er í notkun víða um heim. En þar með er ekki öll sagan sögð því Pétur hefur verið mjög ötull í gegnum árin við að kynna Markúsarnetið og miðla af reynslu sinni og þekkingu á alþjóðavettvangi, m.a. með störfum sínum í sendinefnd Íslands hjá IMO og í framhaldinu sem verkefnisstjóri við gerð alþjóðlegs ISO staðals um búnað til að bjarga fólki úr sjó. Pétur hefur einnig skrifað drög að staðli fyrir útgerðir um hvernig standa eigi að björgun manns úr sjó með öryggi þannig að björgunarmaður sem fer útfyrir borðstokkinn geti verið tryggður í tryggingarskilmálum útgerðarinnar, ef hann / hún verður fyrir meiðslum. Nýasta afurðin risastór flóttanet Á undanförnum áratugum hefur bæst við vöruflóruna hjá Pétri. “Við höfum framleitt neyðarstiga fyrir smábáta frá árinu 1986. Þetta er stigi í dúkhulstri, sem er festur á síðuna.
Markús B. Þorgeirsson, var mikill hugsjónamaður og frumkvöðull. Árið 1981 kynnti hann björgunarnetið sitt fyrst til sögunnar; einfaldan búnað sem nota mátti til að bjarga fólki úr sjó. Mynd úr eigu Péturs Th. Péturssonar
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
31
Handfang á neðri enda stigans er látið lafa niður síðuna, þannig að það sé í u.þ.b. 70 sm hæð yfir sjó. Ef maður fellur fyrir borð getur hann auðveldlega náð í handfangið og þar með kippt stiganum niður. Hann nær svo meter niður fyrir sjávarborðið þannig að það er mjög auðvelt að stíga í hann og klifra um borð. Við bjóðum einnig upp á svokölluð veltinet fyrir minni báta og skip með 2,5 m dekkhæð, en með því má velta mönnum um borð í láréttri stöðu einnig geta nokkrir menn klifrað í einu um borð, falli þeir útbyrðis. Fyrir stærri báta með allt að 10 m borðhæð höfum við hannað klifurnet sem er í raun börur að neðan þannig að sé maður svo aðframkominn að hann hafi ekki krafta til að klifra um borð má lyfta honum handvirkt upp lárétt í börunum.” Nýjasta afurðin er svo flóttanet þar sem menn geta í hópum flúið snögglega frá borði. “Við hönnuðum það fyrir olíuskip, borpalla og fljótandi pramma af ýmsum gerðum. Í vor afhentum við 6 slík net. Það sem er öðruvísi við okkar búnað en þann sem fyrir er á markaðnum er að okkar búnaður er 10 sinnum umfangsminni og léttari, þannig að það er spennandi að sjá hvert þetta leiðir,” segir Pétur sem greinilega er hvergi nærri hættur þrátt fyrir árin tæpu fjörutíu í þessum geira.
Frá því að Pétur tók við keflinu hefur hann þróað og breytt Markúsarnetinu. Hann hefur einnig bætt við vöruflóruna. Hér má sjá veltinet fyrir minni báta og skip en með því má velta mönnum um borð í láréttri stöðu einnig geta nokkrir menn í einu klifrað sjálfir um borð, falli þeir útbyrðis.
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans
“Það sem gerði Markúsarnetið sérstakt var að þarna var um handvirkan búnað að ræða sem jafnframt mátti nota með krana. Það var létt, fyrirferðarlítið og einfalt í notkun, jafnvel í ólgusjó. Með Markúsarnetinu gátu menn í fyrsta sinn farið á eftir manni í sjóinn með öryggi.”
Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg
ÞORSKUR
Veitt hlutfall 27,6%. Aflamark 215.273.336 kg
Þorskur
UFSI
Veitt hlutfall 16,4%. Aflamark 55.750.171 kg
Ufsi
KARFI
Veitt hlutfall 30,0%. Aflamark 47.885.441 kg
ÝSA
Karfi
Veitt hlutfall 22,7%. Aflamark 34.969.758 kg
Ýsa
32
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi
Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Pantone 2748
H Hvalur
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
33
Nýtt íslenskt lýsi á markað
“Lýsið okkar er mjög bragðgott. Við höfum fengið það staðfest þar sem við fengum verðlaun fyrir bragðgæði. Gullstjörnu hinna eftirsóttu alþjóðlegu “The Superior Taste Avard” iTQi 2017. Það má eiginlega segja að þessi verðlaun séu hliðstæð því að veitingahús fái Michelin stjörnu.”
Snorri stofnaði fyrirtækið Margildi ásamt fleirum. Fyrirtækið framleiðir nú verðlaunað lýsi sem nýtist sem fæðubótarefni, auk þess sem það hentar vel sem íblöndunarefni í matvæli.
Alda Áskelsdóttir
H
já Margildi hefur verið þróuð ný aðferð til að fullvinna lýsið, svokölluð hraðkaldhreinsitækni, sem er nú einkaleyfisvarin. Þessi vinnsla hefur gengið svo vel að Margildi hefur fengið alþjóðlegu iTQi verðlaunin fyrir bragðgæði. Nú þegar er farið að nota lýsið sem fæðubótarefni, auk þess sem það hentar vel sem íblöndunarefni í matvæli. Önnur ný vara, AstaLýsi, er væntanleg í verslanir en það
34
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Nýverið kom á markað hérlendis nýtt lýsi unnið úr síld og er selt undir vörumerkinu Fisherman. Lýsið framleiðir Margildi sem sérhæfir sig í fullvinnslu lýsis og Omega-3 til manneldis. Lýsið er unnið úr hrálýsi er fellur til við fiskmjöls- og lýsisvinnslu. er síldarlýsi blandað astaxanthin sem er eitt öflugasta andoxunarefni í heimi og framleitt úr þörungum hjá íslenska sprotafyrirtækinu KeyNatura. Bragðgott og verðlaunað lýsi unnið úr loðnu, síld og makríl Margir fá snjallar hugmyndir um ævina. Á meðan flestir gera ekki annað en að ganga með þær í maganum taka sumir áhættu, framkvæma og láta á þær reyna. Snorri Hreggviðsson,
aðaleigandi og framkvæmdastjóri Margildis sem hann stofnaði ásamt Erlingi Viðari Leifssyni, vini sínum, er einn þeirra sem tilheyrir seinni hópnum. “Fyrir fjórum árum datt mér í hug að vinna lýsi úr slógi bolfisks s.s. þorsks, ýsu o.s.frv,” segir Snorri og bætir við: “Eftir nokkra tilraunastarfsemi varð mér og samstarfsmönnum mínum ljóst að það tækist ekki að framleiða nægilega gott lýsi á næstunni þar sem gæði hráefnisins væru ekki næg,” segir
Snorri. Hann var þó hvergi af baki dottinn og neitaði að gefast upp. Hann var viss um að eftir einhverju var að slægjast á þessum vettvangi. “Við ákváðum að líta betur í kringum okkur og leita eftir einhverju sem við gætum notað til lýsisgerðar. Í þessari leit okkar hnutum við um þetta fína hráefni, hrálýsi, sem fellur til við vinnslu á fiskmjöli og lýsi úr síld, loðnu og makríl. Á þessum tíma var þetta hrálýsi aðallega notað við framleiðslu fóðurs fyrir laxfiska.” Hráefnið er fyrst og fremst afskurður sem fellur til við flökun og aðra vinnslu fyrrnefndra fisktegunda til manneldis þannig að þeir félagar voru enn trúir þeirri stefnu að vinna lýsi úr vannýttri auðlind. En þrátt fyrir að rétta hráefnið væri fundið voru enn hindranir sem þurfti að sigrast á. “Það voru ákveðnir tæknilegir annmarkar á því að vinna þetta svo að það hentaði til manneldis. En eins og svo oft vill verða leynast tækifæri í hindrunum. Við þróuðum nýja aðferð til að fullvinna lýsi, svokallaða hraðkaldhreinsitækni, sem er nú einkaleyfisvarin.” Þessi sérþekking Margildis skapar ný tækifæri til stóraukinnar verðmætasköpunar og mætir um leið sívaxandi eftirspurn neytenda á Omega-3. Verðlaun fyrir bragðgæði Snorri segir að megináhersla sé lögð á hreinleika afurðanna og gæði hráefna. “Lýsið okkar inniheldur verulegt magn af Omega-3 fjölómettuðum fitusýrum, sem finnast í fiski og eru taldar manninum lífsnauðsynlegar. Fjölmargar vísindalegar rannsóknir sýna fram á heilnæmi Omega-3 fitusýra. Þær eru t.d. taldar hafa fyrirbyggjandi áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma og góð áhrif á heila, taugakerfi og sjón manna.”
Lýsi Margildis víða um heim Snorri segir að kostir lýsis unnið úr loðnu, síld og makríl umfram það sem unnið er úr þorsklifur sé meðal annars mikill náttúrulegur stöðugleiki sem tryggi milt bragð og góða lykt, auk þess sem geymsluþol þess sé mun meira (oxast hægar) en annars lýsis. “Lýsið okkar heldur bragðgæðunum tvöfalt til þrefalt lengur en hið hefðbundna lýsi sem við þekkjum. Það þránar sem sagt miklu hægar. Það er einstakur eiginleiki sem nýtist vel þegar lýsið er notað til matvælagerðar.” Þeim félögum hjá Margildi hefur gengið þokkalega að markaðssetja lýsið en hafa að mestu leyti einblínt á erlendan markað. “Við höfum fyrst og fremst stefnt að því að framleiða lýsið í stórnotendapakkningum og selja það til fyrirtækja sem pakka því í minni einingar og selja það svo undir sínum merkjum.” Nú fæst því lýsi runnið undan rifjum Margildis í Bandaríkjunum og Noregi. “Við erum að vinna að því að koma lýsinu okkar á framfæri víðar og nú er frekari markaðssókn í Bandaríkjunum, í Eystrasaltsríkjunum og Kína í bígerð.” Nýverið ákváðu Margildismenn hins vegar að taka snúning á þessa stefnu. “Við bjóðum nú lýsið einnig í neytendapakkningu sem kaupandinn getur fengið sérmerktar sínu vörumerki eða okkar eigin.”
Það er ekki annað hægt að segja en að lýsinu frá Margildi hafi verið vel tekið. Fyrirtækið hefur nú um nokkurra missera skeið framleitt lýsi sem notað er sem fæðubótarefni. “Við höfum einnig þróað lausn sem hentar matvælasviðinu vel – sem sagt sem Omega-3 gjafa í matvæli. Hana má t.d. nota í fiskibollur, pasta, hnetusmjör, skyr, smjörva, hnetusmjör, sósur, matarolíublöndur, brauð o.fl. Með því að blanda lýsinu í matvælin verða þau hollari kostur og fólk fær þá Omega-3 fitusýrurnar beint úr fæðunni í stað þess að taka þær inn sem fæðubótarefni þ.e. fljótandi eða í hylkjum.”
Lýsið frá Margildi inniheldur verulegt magn af Omega-3 fjölómettuðum fitusýrum, sem finnast í fiski og eru taldar manninum lífsnauðsynlegar.
Þéttur og samtaka eigendahópur Að baki Margildis stendur öflugt teymi með yfirgripsmikla sérþekkingu sem hefur skilað góðum árangri. “Eigendur Margildis eru einstaklingar og eða einkahlutafélög í þeirra eigu. Við höfum haldið fyrirtækinu í þröngu eignarhaldi og því ekki enn fengið til liðs við okkur fagfjárfesta. Eigendur leggja fyrirtækinu til fé en ekki síður reynslu og þekkingu.“ Eins og gefur að skilja er það ekki létt verk að stofna fyrirtæki eins og Margildi enda fer langur tími í þróunarvinnu áður en vara er tilbúin til sölu. “Við höfum notið nýsköpunarstyrkja frá Tækniþróunarsjóði og AVS rannsóknarsjóði svo einhverjir séu nefndir. Við höfum einnig átt mjög gott samstarf við Matís og Háskólann á Akureyri um þetta verkefni allt frá upphafi,” segir Snorri. Nú er í undirbúningi bygging lýsisverksmiðju hér á landi sem grundvallast á byltingarkenndri vinnsluaðferð Margildis. “Við stefnum á að vinna árlega úr a.m.k. 2000 tonnum af hrálýsi úr loðnu, síld og makríl til manneldis. Og með tímanum stefnum við svo á að auka afkastagetuna í 6.500 tonn í takt við það sem nýir markaðir vinnast.
Astalýsi er blandað astaxanthin sem er eitt öflugasta andoxunarefni í heimi og framleitt úr þörungum hjá íslenska sprotafyrirtækinu KeyNatura.
Þegar blaðamanni verður hugsað til þess að lýsi sé blandað út í matvæli er ekki laust við að um hann fara eilítill hrollur, enda minnugur bragðisins sem fylgdi lýsisinntöku í æsku. “Lýsið okkar er mjög gott á bragðið,” segir Snorri stoltur og bætir við: “Við höfum fengið það staðfest þar sem við fengum verðlaun fyrir bragðgæði.” Og verðlaunin eru ekki af lakari endanum: Gullstjarna hinna eftirsóttu alþjóðlegu “The Superior Taste Avard” iTQi 2017. “Það má eiginlega segja að þessi verðlaun séu hliðstæð því að veitingahús fái Michelin stjörnu. Nú hafa 135 meistarakokkar og matgæðingar staðfest það í blindprófi að lýsið frá Margildi sé góð matvara.”
Snorri Hreggviðsson, aðaleigandi og framkvæmdastjóri Margildis tók við eftirsóttum alþjóðlegum verðlaunum fyrir bragðgæði nýja lýsisins. SJÁVARAFL DESEMBER 2017
35
Smiðjan Fönix í stað Vélsmiðju Árna Jóns Elín Bragadóttir
Smiðjan Fönix ehf. tók til starfa á Rifi nú í sumar og af því tilefni leituðum við til forsvarsmanna félagsins um tilurð félagsins en það eru þeir Sigurður Sigþórsson og Davíð Magnússon sem standa að smiðjunni. Tilurð félagsins Sigurður hafði undanfarin ár verið vélstjóri á sjó en hafði áhuga á að komast aftur í land og upp kom þessi hugmynd að hann og Davíð myndu taka við rekstri Vélsmiðjunnar. Nú á vormánuðum tókust síðan samningar við Árna Jón Þorgeirsson sem hefur rekið Vélsmiðju Árna Jóns ehf. frá árinu 1982 um að Smiðjan Fönix ehf. tæki við rekstri Vélsmiðjunnar í lok júní s.l. Þess má geta að Árni Jón hefur undanfarinn áratug einnig rekið Þorgeir ehf. en það félag er með steypustöð, kranabíla, malahörpu og flutningaþjónustu ásamt því að reka Vélsmiðjuna. Smiðjan Fönix ehf. byggir því á gömlum grunni.
viðskiptafræðingur, þannig að þeir saman hafa fjölbreytta menntun og reynslu sem er góður grunnur til að byggja á.
Ánægðir með viðtökur Þeir félagar eru mjög ánægðir með þær viðtökur sem þeir hafa fengið hjá viðskipavinum Smiðjunnar. Aðal viðskiptavinir Smiðjunnar eru sjávarútvegsfyrirtæki á utanverðu Snæfellsnesi en þeir hafa einnig verið að þjónusta einstaklinga og önnur fyrirtæki með t.d. málningarvörum og fleiri vörum og þjónustu. Þeir stefna líka á að auka vöruúrvalið í versluninni sem rekin er samhliða smiðjunni og er ýmislegt í farvatninu með aukið vöruúrval, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Grunnurinn er og verður eftir sem áður þjónusta við útgerðir, fiskvinnslur og önnur fyrirtæki. Nú starfa sjö starfsmenn hjá Þeir Sigurður og Davíð þekkja líka vel Fönix og góð verkefnastaða“ segir Davíð. til í þessum rekstri en Sigurður var verkstjóri hjá Vélsmiðju Árna Jóns ehf. Sigurður og Davíð eru einnig að efla í um 20 ár, áður en hann fór á sjóinn tækjabúnað fyrirtækisins og hafa til að mynda og Davíð hafði starfað hjá þar einnig fjárfest í 400 lítra hátíðnihreinsi frá Aflhlutum allt frá árinu 2011, fyrst með skóla sem þeir munu fá á næstu dögum. Stefnan og síðan í fullu starfi og nú síðast er svo að bæta við fleiri járnsmíðavélum á sem framkvæmdastjóri. Sigurður næstunni. er menntaður vélvirki og Davíð er
36
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi
Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Snæfellsbær
Hafnarsjóður fjarðabyggðar
Þróttur Saltfiskverkun ehf
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
37
Íslenski þorskurinn “Online”!
Í greiningu Sjávararklasans kemur fram að staða Íslands er afar sterk. Þrátt fyrir að sjávarútvegurinn muni nýta sér vefverslanir að stórum hluta, verður líka til pláss fyrir sérverslanir á internetinu, þar sem innlend fyrirtæki geta starfrækt.
Reykjavíkurhöfn. Mynd úr safni Sjávarafls
Á
ætlað er að árið 2025 verði sala matvæla á netinu orðin um 20% af heildarsölu matvæla í Bandaríkjunum og fimmfaldist frá því sem nú er. Fjórðungur Bandaríkjamanna kaupir að hluta til matvæli til eigin nota á netinu en reiknað er með því að 70% þeirra muni nýta sér netið að einhverju leyti til kaupa á matvælum innan tíu ára. Árið 1990 keyptu um 90% Bandaríkjamanna fisk í hefðbundnum matvöruverslunum en nú rösklega 25 árum síðar er það komið í rétt 30%. Breytingarnar eru örar og mestur vöxtur er í sölu matvara á netinu. Fiskprótein er hávirðisvara á samkeppnin á þeim markaði fer ört harðnandi. Það er því mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga að þorskinum vegni vel á þeirri vegferð þar sem miklar líkur eru á að samkeppnisstaða matvæla á næstu árum ráðist að hluta af því hvernig þeim vegnar að kynna sig sem áhugaverða vöru á netinu. Með vaxandi sölu matvæla á netinu vaknar spurningin um hversu vel íslenska þorskinum
38
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
mun vegna sem söluvara á netinu? Ef skoðað er hvernig þorskur er seldur á netinu þá er nokkuð ljóst að hann á langt í land með að hafa þá stöðu sem hann á skilið. Þorskur er bæði seldur sem dýrafóður og sem frystur og ferskur á netinu. Í nær engum tilfellum, sem Sjávarklasinn hefur skoðað, er upprunalands þorsksins getið ef fiskurinn er innfluttur. Mögulegir viðskiptavinir geta því ekki séð hvaðan fiskurinn kemur. Þarna er engum einum um að kenna en aðal ástæðan er ugglaust sú að mögulegir viðskiptavinir vita lítið um hvaða lönd eru að veiða og vinna þorsk af hæstu gæðum. Þarna hafa Norðmenn þó náð nokkru forskoti í sumum Evrópulöndum með því að kynna norskan uppruna fisks fyrir þarlendum neytendum. Því má þó ekki gleyma að sala á netinu byggist á samskiptum við stór og ráðandi netfyrirtæki sem selja matvörur. Sumpart má líkja þessum vefverslunum við stóra vörumarkaði. Þessir aðilar munu fara fram á bæði hagstæð verð
og há gæði. Þá verður enn meiri áhersla hjá þessum aðilum á örugga vöruafhendingu allt árið um kring. Þar er staða Íslands afar sterk í samanburði við aðra hvítfiskframleiðendur. Öflug íslensk sölufyrirtæki eða söludeildir stórra sjávarútvegsfyrirtækja gegna því hér áfram lykilhlutverki í að selja íslenska fiskinn til þessara vefverslana. Í Kína er mun meiri notkun vefverslunar á netinu en í nokkrum öðrum heimshluta. Þarlendis vilja neytendur í meira mæli panta ferska vöru í gegnum netið og koma svo í sérverslunina og kippa vörunni með sér. Kínverski vefsöluverslunin Alibaba hyggst setja á laggirnar 2 þúsund slíkar verslanir í Kína á næstu tíu árum. Þarna er ekki síst höfðað til milli- og hátekjufólks sem vill fá að kaupa ferskan eða lifandi fisk. Hvernig sem okkur vegnar að tengjast stórum netsölufyrirtækjum verður þó stóra áskorunin fyrir sjávarútveginn á næstu árum að ná
athygli og trausti erlendra neytenda. Þar er mikið verk að vinna. Í fyrsta lagi höfum við lítið kynnt vörur og vörumerki okkar beint fyrir erlendum neytendum. Í öðru lagi hefur neikvæð ímynd fiskvinnslu í ýmsum samkeppnislöndum okkar áhrif á okkur. Í Bandaríkjunum var gerð athugun á vegum National Fisheries Institute á gæðum fisks sem var í boði í tveim borgum. Skoðaðar voru 55 fisktegundir og þar á meðal þorskur. Í ljós kom að bróðurpartur þess fisks sem boðið var upp á var með umtalsvert rangar upplýsingar um innihald er fram komu á umbúðunum. Fiskurinn var að meðaltali með 40% hærra sódíumhlutfall en í innihaldslýsingu, vatnsinnihald var meira en nefnt var og 20% varanna reyndist með rangar upplýsingar um þyngd vörunnar þar sem varan var léttari en nefnt var. Eins og áður hefur komið fram í greiningu Sjávarklasans kann að vera mikilvægt fyrir veiðiþjóðirnar við Norður Atlantshaf að eiga meira samstarf um markaðs- og ímyndarmál þorsksins. Í athugun sem Norska fiskmarkaðsráðið gerði kemur fram að almenningur í Evrópu lítur meira á þorsk og annan hvítfisk sem fitusnauða afurð fremur en sem heilsuvöru. Á hinn bóginn virðist almenningur telja að lax sé í mun meira mæli hvorutveggja. Með aukinni tæknivæðingu í íslenskum sjávarútvegi hafa fyrirtækin náð gríðarlegum árangri í fullvinnslu afurða. Enn eru engar þjóðir í heiminum sem geta boðið eins mikla þjónustu við afgreiðslu ferskra gæðaflaka eins og við. Ný tölvutækni býður upp á skurð á flökum sem samræmast
kröfum viðskiptavina um stærð og gerð bita. Þetta opnar mikla möguleika fyrir íslenskan sjávarútveg að bjóða alþjóðlegum neytendum upp á tilbúnar vörur beint á netinu. Íslensku fyrirtækin geta gengið frá endanlegum pakkningum hérlendis, bæði ferskum og frosnum, og sent beint til neytenda með flugvélum eða skipum. Þrátt fyrir að sjávarútvegurinn muni hagnýta sér stórar vefverslanir verður einnig pláss fyrir sérverslanir á netinu sem innlend fyrirtæki geta starfrækt. Viðskiptavinir okkar gætu jafnvel sjálfir fylgt sínum fiski eftir í vinnslunni, ákveðið skurðinn og bitastærðir, fylgst með hitastigi, fengið upplýsingar um hvar fiskurinn var veiddur ofl. Auðvitað nær slík þjónusta aldrei almennri athygli en hún gæti skapað okkur sérstöðu, hækkað verð og skapað jákvætt umtal. Mikilvægt er að nýta í þessu sambandi einnig erlendar sérverslanir á netinu sem sinna fyrst og fremst kröfuhörðum viðskiptavinum sem setja síður fyrir sig að greiða hærra verð fyrir vottaða gæðavöru sem hefur þau einkenni sem íslenski þorskurinn, veiði og vinnsla, hefur. Íslenskur sjávarútvegur er að mörgu leyti betur settur en sjávarútvegur í flestum nágrannalöndum okkar til að nýta sér netið sem sölutæki. Við getum boðið nokkuð öruggt framboð allt árið um kring, við erum með alla framleiðslukeðjuna klára -frá skipi og vinnslu til flutninga- og sölukerfis. Verkefnið framundan er að efla ímynd og markaðsvinnu í kringum þorskinn og kannski klasa betur saman vefsnillinga landsins og sjávarútveginn. Berta Daníelsdóttir og Þór Sigfússon Ísaðir þorskar.
Berta Daníelsdóttir. Mynd úr safni Sjávarklasans
Þór Sigfússon. Mynd úr safni Sjávarklasans
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
39
Erfitt ár að baki en bjart framundan
Bryggja og bátar á Siglufirði Ljósmyndari: Guðmundur Gauti Sveinsson
Alda Áskelsdóttir
F
rá því að Steingrímur Óli Hákonarson, opnaði Fiskmarkaðinn á Siglufirði fyrir þrettán árum hefur starfsemin vaxið og dafnað. Siglufjörður liggur enda mjög vel fyrir skip og báta sem veiða norður af landinu. “Höfnin okkar er mjög skjólgóð og hér er einnig góð viðgerðarþjónusta ef á þarf að halda bili eitthvað í skipum og bátum. Hér eru vélaverkstæði, píparar, smiðir, rafvirkjar og kafarar svo fátt eitt sé nefnt. Við rekum einnig bílaleigu sem kemur í góðar þarfir við áhafnaskipti,” segir Steingrímur og bætir við: “Starfsfólkið okkar er einnig mjög öflugt. Við erum með tvö löndunargengi og því getum við afgreitt skipin fljótt og vel.” Árið í ár hefur þó verið frábrugðið mörgum
40
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Árið sem er að líða hefur að mörgu leyti verið ólíkt öðrum árum hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar. Sjómannaverkfallið setti strik í reikninginn, auk þess sem grásleppuvertíðin brást og strandveiðin var léleg. Steingrímur Óli Hákonarson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins, segir að þegar hausta fór hafi hjólin loks farið að snúast og nú líti út fyrir bjartari tíma. undanförnum árum að því leyti að minna hefur verið að gera en oft áður. “Framan af ári var frekar dauft yfir öllu hjá okkur. Verkfall sjómanna setti að sjálfsögðu strik í reikninginn hjá okkur eins og öðrum sem þjónusta útgerðina. Stóru skipin lágu öll bundin við bryggju í byrjun árs og á þeim tíma gefur einnig oft illa fyrir minni báta þannig að það má segja að hér hafi lítið sem ekkert verið að gera fyrstu mánuði ársins.” Það tók svo markaðinn góðan tíma að jafna sig eftir að verkfallið leystist. “Birgjar úti í heimi snéru viðskiptum sínum annað enda ekki fisk að fá frá Íslandi í þrjá mánuði. Það tók því tíma að vinna markaðina til baka á ný að verkfalli loknu. Krónan var heldur ekki að vinna með okkur því hún var svo há.”
Grásleppan og strandveiðin brást Steingrímur, segir að til viðbótar við afleiðingar sjómannaverkfallsins hafi grásleppuvertíðin einnig brugðist þetta árið. “Veiðin var ekkert of góð en það sem var öllu verra var að verðið sem fékkst fyrir hrognin var mjög lágt. Það er hálf óskiljanlegt þar sem ekki var um offramboð að ræða.” Og þá er ekki öll sagan sögð því strandveiðin var einnig með lélegra móti þetta sumarið. “Veiðin var mjög góð í upphafi vertíðarinnar en svo datt botninn úr henni líka þannig að það er ekki hægt að neita því að ástandið hafi verið erfitt hjá okkur fram að hausti.”
Hjólin farin að snúast á ný Að þessu sögðu breytist hljóðið í Steingrími enda nóg um að vera þegar blaðamaður hafði samband við hann. “Frá því í september hefur verið nóg að gera hjá okkur og verð hefur heldur lagast. Á morgun eigum við t.d. von á fimm skipum í löndun og löndunarplanið lítur mjög vel út hjá okkur næstu vikurnar. Þannig að ég er bara bjartsýnn svo framarlega sem veðrið helst áfram skaplegt og fiskiríið verður áfram gott.” Fiskmarkaður Siglufjarðar sér um alla löndun á Siglufirði og er því oft mikill handagangur í öskjunni. “Við löndum t.d. úr fjórum skipum Þorbjarnar. Aflinn er svo keyrður suður í vinnsluna þeirra í Grindavík. Og þannig er með fleiri skip og báta, við sjáum um löndunina en ekki um söluna á fiskinum. Þetta hefur orðið til þess að við erum með tvö öflug löndunargengi hér hjá Fiskmarkaðnum og ég held bara satt að segja að Siglufjörður hafi verið önnur stærsta löndunarhöfn á landinu í fyrra, næst á eftir Reykjavík.” Auk löndunarinnar fer einnig hefðbundin fiskmarkaðsstarfssemi fram á Fiskmarkaði Siglufjarðar. “Við seljum mikið af aukafiski ef svo má að orði komast,” segir Steingrímur og bætir við: “Fiski sem flækist með í netin. Þetta er helst ýsa, karfi, hlýri, steinbítur, auk undirmáls þorsks. Við seljum á bilinu fimm til átta þúsund tonn á ári á markaði. Allur fiskur sem við löndum er keyrður í burtu þar sem engin fiskvinnsla er
lengur á Siglufirði. Það kemur þó ekki að sök þar sem samgöngur eru góðar og fiskurinn fljótur að komast á áfangastað. “Allir þeir sem eru á sjó koma í land í síðasta lagi klukkan sjö að kvöldi. Fiskurinn er því kominn suður klukkan fimm eða sex um morguninn. Hann er því alltaf nýr og ferskur jafnvel þó að hann sé keyrður landshorna á milli.”
og tannlæknir. Þannig að allt helst þetta í hendur. Það skemmir svo ekki fyrir að stutt er til Akureyrar eftir að Héðinsfjarðargöngin voru tekin í notkun. Það tekur ekki nema fimmtíu mínútur að renna þangað þurfi menn t.d. að komast í flug eða sækja varahluti sem sendir eru að sunnan.” Það er því nokkuð ljóst að Siglufjörður hefur upp á margt að bjóða fyrir þá sem sjóinn sækja. “Hér er allt sem sjóari þarf á að halda. Það er nóg að hringja bara í okkur og við reddum málunum,” segir Steingrímur og hlær.
Góð áhrif á samfélagið Af starfsemi eins og Fiskmarkaði hljótast mörg afleidd störf í litlu bæjarfélagi eins og Siglufirði. Mikil skipaumferð kallar á aukna þjónustu. “Það er mikill ávinningur fyrir samfélagið að hafa starfsemi eins og okkar hér í bænum,” segir Steingrímur og bætir við: “ Á Siglufirði hefur verið mikil uppbygging undanfarin ár og njóta allir góðs af henni. Sú mikla þjónusta sem bæjarfélagið hefur upp á að bjóða t.d. hvað varðar viðgerðarþjónustu við skip og báta gerir höfnina okkar að eftirsóttum löndunarstað. Sjómennirnir nýta sér einnig ýmsa þjónustu þegar þeir koma í land t.d. hjá verslunum og veitingahúsum. Þá er hér í Steingrímur Óli Hákonarson, segir að árið í ár hafi verið frábrugðið mörgum bænum heilbrigðisþjónusta undanförnum árum hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar. Minna hafi verið að gera vegna verkfalls sjómanna og þar ofan á hafi bæst aflabrestur og lág verð.
“Verkfall sjómanna setti að sjálfsögðu strik í reikninginn hjá okkur eins og öðrum sem þjónusta útgerðina. Stóru skipin lágu öll bundin við bryggju í byrjun árs og á þeim tíma gefur einnig oft illa fyrir minni báta þannig að það má segja að hér hafi lítið sem ekkert verið að gera fyrstu mánuði ársins. Það tók svo markaðinn góðan tíma að jafna sig eftir að verkfallið leystist.”
Sýnir vel nýju hafnarbryggjuna. Ljósmyndari: Guðmundur Gauti Sveinsson SJÁVARAFL DESEMBER 2017
41
Flottasta áhöfnin í flotanum Sjómannalögin hitta Jóhann Sigurðarson, leikara, beint í hjartastað enda þekkir hann sjómannslífið vel í gegnum föður sinn sem var sjómaður. Jóhann hefur ásamt nokkrum félögum sínum sett saman hljómsveit þar sem rykið er dustað af þekktum sjómannalögum og nýjum bætt í safnið. Þeir hafa þegar haldið eina tónleika en segjast hvergi nærri hættir enda ætla þeir að koma víða við á nýju ári.
Jóhann Sigurðarson hefur sterka tengingu við sjómennsku þó að hann hafi ekki mikið stundað sjóinn sjálfur. Sjómannalögin standa honum því nærri og hitta hann í hjartastað.
Alda Áskelsdóttir
S
tórleikarann og söngvarann, Jóhann Sigurðarson þarf vart að kynna enda hefur hann verið aufúsugestur á heimilum flestra landsmanna. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta sem ratað hafa í sjónvarpstækin. Þá hefur hann einnig verið ötull á fjölum leikhúsanna og víðar. Nú bregður hann sér hins vegar í nýtt hlutverk
42
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
sem forsöngvari hljómsveitarinnar: Flottasta áhöfnin í flotanum. Sú hljómsveit flytur lög tileinkuðum sjómönnum þar sem gömul íslensk dægurlagahefð fær að njóta sín. Nú þegar hafa þeir félagar haldið velheppnaða tónleika í Salnum í Kópavogi en þeir stefna á að koma tvíefldir til leiks á nýju ári. “Þetta ævintýri hófst með því að Friðrik Sturluson, bassaleikari, í Sálinni hans Jóns míns, hafði samband við
mig og viðraði þessa hugmynd. Hann hafði samið mörg sjómannalög sem höfðu hafnað í skúffunni en hann langaði til að dusta af þeim rykið og gera þeim hærra til höfuðs,” segir Jóhann og bætir við: “Mér leist strax vel á þessa hugmynd og í framhaldinu ákváðum við að slá í tónleika með lögum Friðriks í bland við eldri sjómannalög.”Úr nægu var að velja enda til fjöldi sjómannaslagara frá fyrri tíð sem allir eldri en
tvævetur geta raulað fyrir munni sér til viðbótar við þau sem Friðrik átti í handraðanum. “Við tókum strax þá stefnu að velja einungis íslensk lög og texta. Við frumfluttum svo þrettán ný lög á tónleikunum sem eru í anda þessarar klassísku íslensku dægurlagahefðar, tíu eftir Friðrik, tvö efir Guðmund Jónsson, úr Sálinni og svo eitt eftir Gunnar Þórðarson. Meðal eldri og kunnari laga fengu að hljóma: Það gefur á bátinn við Grænland, Landleguvalsinn, Simbi sjómaður og Vertu sæl mey.” Leikandi léttir trega- og ástarsöngvar Sjómannalögin voru mjög vinsæl á meðal landsmanna á sínum tíma og hljómuðu víða. Nú heyrast þau æ sjaldnar og sjaldgæft er að ný sjómannalög líti dagsins ljós. Aðrar tónlistastefnur hafa tekið yfir og yrkisefnið er annað. Kannski vegna þess að sjómennskan hefur færst fjær almenningi - færri tengjast sjómennskunni nánum böndum en áður. Jóhann segir að hann hafi hins vegar mjög gaman af því að syngja sjómannalögin, bæði þau gömlu og nýju. “Mér finnst skemmtilegt að halda í heiðri þessari tegund dægurlaga og syngja lög tileinkuð sjómannastéttinni. Lögin eru falleg og kvæðin vel ort og svo er svo mikill tregi í þeim. Í grunninn eru þetta ástarsöngvar þar sem söknuðurinn eftir ástinni sem bíður í landi er allsráðandi en þrátt fyrir það eru lögin leikandi létt og skemmtileg. Það kveður hins vegar kannski við svolítið annan tón í sumum laganna hans Friðriks. Hans yrkisefni er meira um það sem á sér stað úti á sjó. Einn texta hans heitir t.d. Brjóttu ísinn brósi og þar segir frá
því þegar áhöfnin þarf að taka á honum stóra sínum til að brjóta ísinn sem hleðst á skipið. En á meðal laganna hans finnast einnig fallegir ástar- og saknaðarsöngvar.” Þeir Jóhann og Friðrik eru aldeilis ekki einir á ferð því með þeim er einvalalið hljóðfæraleikara, þeir: Pétur Valgarð Pétursson, Magnús Magnússon, Karl Olgeirsson, Matthías Stefánsson og Ástvaldur Traustason. En einnig komu við sögu í Salnum þeir Jens Hansson, saxafónleikari, Egill Óafsson, söngvari og leikari og fimm manna kór. “Þetta er létt og skemmtilegt hjá okkur og góð hvíld frá dægurþrasinu.” Pabbi fjarlægðist okkur Jóhann hefur sterka tengingu við sjómennsku þó að hann hafi ekki mikið stundað sjóinn sjálfur. Sjómannalögin standa honum því nærri og hitta hann í hjartastað. “Pabbi minn var sjómaður í tuttugu og fimm ár. Við bjuggum í fyrstu í sveit og foreldrar mínir voru bændur. Þegar þau skildu brugðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur og þá fór pabbi á sjóinn.” Á þeim árum sem faðir Jóhanns var sjómaður giltu önnur lögmál en nú á sjónum. Þá þekktust t.d. ekki áhafnaskipti og menn voru oft mánuðum saman úti á sjó. “Ég man eftir því að hann var meira og minna úti á sjó í þrettán mánuði í röð. Þá var hann á skipi sem var á veiðum við Grænland í tuttugu og fimm daga. Þegar þeim lauk var siglt með aflann á Þýskaland. Þar stoppuðu þeir í þrjá sólarhringa. Pabbi sem var kokkur þurfti því að fylla á kostinn í
Jóhann hefur ásamt nokkrum félögum sínum sett saman hljómsveit þar sem rykið er dustað af þekktum sjómannalögum og nýjum bætt í safnið.
landlegunni. Ætli menn hafi svo ekki tekið eins og átta klukkutíma í að skemmta sér og svo var bara haldið aftur til Grænlands, slík var keyrslan og þrældómurinn.” Jóhann segir að óneitanlega hafi þessar miklu fjarverur haft áhrif á samband pabba hans við fjölskylduna. “Þessar miklu fjarverur urðu til þess að hann fjarlægðist okkur enda hittum við hann sjaldan. Þessir karlar urðu oft mjög nánir félögum sínum um borð enda í meiri samskiptum við þá en fjölskylduna. Þegar pabbi settist svo í helgan stein og kom í land vegna aldurs vildum við auðvitað fá hann til að taka þátt í fjölskylduboðum og öðru slíku með okkur en það reyndist honum erfitt og oft kom hann sér undan því. Hann var hins vegar í góðu símasambandi við mig – kannski var það passleg fjarlægð. Hann var mjög áhugasamur um fjölskylduna og vildi allt um hana vita. Áhuginn var því til staðar en getan til náinna samskipta ekki fyrir hendi þegar kom að fjölskyldunni. Ég fékk hins vegar oft að heyra frá skipsfélögum pabba hversu góður maður hann hafi verið – hann var einskonar sálfræðingur um borð. Mönnum þótti gott að koma í eldhúsið til hans til að tala og fá góð ráð.” Sprenglærður söngvari Jóhann hefur í gegnum árin tekið þátt í fjölda söngleikja enda hefur hann stóra og fallega rödd. Hann lærði söng í mörg ár hjá Sigurði Demetz, auk þess sem hann leitaði sér þekkingar erlendis. “Það er mikil tónlist í fjölskyldunni minni. Mamma er tónlistarkennari og bróðir minn píanóleikari. Pabbi tók líka þátt í leiklistar- og tónlistarlífinu í sveitinni þegar
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
43
“Mér finnst skemmtilegt að halda í heiðri þessari tegund dægurlaga og syngja lög tileinkuð sjómannastéttinni. Lögin eru falleg og kvæðin vel ort og svo er svo mikill tregi í þeim. Í grunninn eru þetta ástarsöngvar þar sem söknuðurinn eftir ástinni sem bíður í landi er allsráðandi en þrátt fyrir það eru lögin leikandi létt og skemmtileg.”
Á bryggjupollanum
við bjuggum þar – ég ólst því upp við tónlist.” Þegar Jóhann er inntur eftir því hvort hann hafi aldrei hugsað um það að gera sönginn að sínu aðalstarfi segir hann að hlutirnir hafi bara æxlast svona. “Ég fékk strax mikið að gera sem leikari þannig að það var bara ekki tími til að sinna söngnum mikið þess utan.” Landsmenn hafa þó ekki farið varhluta af sönghæfileikum Jóhanns því hann hefur sungið í leikhúsinu og látið til sín taka í söngleikjum á borð við Fiðlaranum á þakinu, Jesus Christ Superstar, My Fair Lady og Sound of Music. Kúgaðist eins og múkki Þegar Jóhann er spurður út í það hvort sjómennskan hafi aldrei heillað hann segir hann svo ekki vera. Hann hafi verið í sveit á sumrin og þegar kom að því að velja sér ævistarf hafði listagyðjan verið búin að ná tökum á honum. “Ég hef bara farið í einn dagróður um ævina –
44
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
það er allt og sumt sem ég get státað mig af þegar kemur að sjómennsku,” segir Jóhann og hlær. Minningin um sjóferðina vekur greinilega upp broslegar minningar. “Ég var tvö sumur í Bolungarvík að spila með hljómsveit. Þar kynntist ég Vagni, heitnum. Ég hafði verið að nudda í honum um að fá að fara út á sjó með honum. Þegar sá dagur rann loksins upp vakti Vagn mig klukkan sex að morgni þó að ég hefði verið að spila með hljómsveitinni fram undir morgun. Við stýmdum út á Djúp í blíðskapar veðri. Eftir tvo til þrjá tíma vorum við komnir á fiskimið og fiskuðum mjög vel. Þegar fór að nálgast hádegi bregður Vagn sér niður í lúkar til að elda mat - hendir bjúgum og meðlæti í pott. Þá leist mér ekkert á blikuna enda hafði mér verið bumbult alla ferðina en ekki látið á neinu bera. Hann skipaði mér svo niður til að fá mér að borða og auðvitað hlýddi ég umorðalaust. Þegar ég var orðinn einn þarna
í bjúgnastækjunni byrjaði ég að kúgast eins og múkki. Ég vildi hins vegar ekki láta á neinu bera og píndi í mig hálfu bjúga – en þá ætlaði allt upp úr mér aftur. Ég dreif mig því aftur upp undir bert loft og hóf veiðarnar að nýju. Vagn hefur eflaust séð hvernig mér leið og ætlaði ekki að láta mig komast upp með að fela það fyrir honum. Hann gekk því á mig og spurði hvort ég hefði ekki borðað allt bjúgað. Þegar ég neitaði því vildi hann vita afhverju ég hefði borðað svona lítið. Ég sagði honum að ég væri bara svo saddur. Það bráði svo af mér eftir því sem leið á daginn. Þegar við komum í land sagði Vagn og hló: “Helvítis beinið þitt. Ég var með myndavélina tilbúna og ætlaði að ná á filmu þegar þú færir í vinkil yfir borðstokkinn til að skila hádegismatnum. En þú hafðir það af og ert sennilega bara efni í sjómann.”
Birkir Snær Mánason Tæknimaður hjá utanríkisráðuneytinu, f.v. nemandi í Framabraut – Kerfisstjórnun.
174746
„DRAUMAR GETA RÆST“
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
GÓÐIR ATVINNUMÖGULEIKAR
Tækninám Bókhalds- og skrifstofunám
AF HVERJU NÁM HJÁ PROMENNT?
Almenn tölvunámskeið
• Mikill hluti nemenda Promennt hefur fengið ný starfstækifæri að loknu námi.
Vefsíðugerð, grafík, myndbandavinnsla
• Persónuleg þjónusta og mikil aðstoð við nemendur.
Markaðs- og sölunám
• Náið samstarf við atvinnulífið.
Verkefnastjórnun, gæðastjórnun Heilsu- og öryggisfræðsla Fyrirtækjaþjónusta
PROMENNT • Skeifunni 11B • 108 Reykjavík • Sími 519 7550 promennt@promennt.is • promennt.is
Skráning og nánari upplýsingar á promennt.is
• Nemendur hafa val um staðkennslu og/eða fjarkennslu í beinni ásamt góðum stuðningi með Fræðsluskýinu sem inniheldur upptökur af völdum hlutum námskeiðanna. • Starfsnám hjá öflugum fyrirtækjum í boði fyrir nemendur í tækninámi.
Reiðarslag í Eyjum, eftir Óttar Sveinsson. Sagt er frá sjö klst. baráttu upp á líf og dauða. Menn hættu lífinu til að bjarga skipbrotsmönnum. Eftirtaldir kaflar eru úr bók Óttars. 46
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Óttar Sveinsson
Pelagus á siglingu í Ostende.. Ljósmynd úr safni Elisabeth Dewulf
Þriðjudagur 19. janúar 1982 +++ Úti af Reynisdýpi um borð í togaranum Pelagusi O 202 Bart Gulpen er dökkhærður, rólyndur en duglegur skipsdrengur á belgíska togaranum Pelagusi sem siglir á Íslandsmið, fæddur og uppalinn í fiskimannabænum Ostende við Norðursjó. Hann á tvö systkini og fjölskylda hans er mjög samhent. Árið áður, þegar Bart var nýorðinn sextán ára, bauðst honum pláss á litlu gufuskipi, sem hann þáði. Hann var mjög spenntur fyrir því að fara á sjóinn. Foreldrar hans voru hins vegar mótfallnir því að senda hann svo ungan til sjós, en skrifuðu þó upp á samþykki til útgerðarinnar, sem Bart þurfti sökum ungs aldurs: „Í nóvember kom svo Gustaaf Brys, skipstjóri á Pelagusi, að máli við mig og spurði hvort ég vildi pláss hjá honum, sigla alla leið á gjöful mið við Ísland og fá ágæt laun. Ég ákvað að taka boðinu. Þetta voru átján daga túrar og þrír dagar í landi heima í Ostende. Ég vissi að Belgar báru mikla virðingu fyrir sjómönnum sem sóttu alla leið á hin erfiðu Íslandsmið. Um borð í skipinu, sem mér fannst vera gamalt, smíðað árið 1963, voru mjög takmörkuð þægindi. Útgerðin rak það á eins litlu rekstrarfé og mögulegt var. Bara það að finna lyktina þegar maður kom um borð var yfirþyrmandi – súr olíufnykur úr vélarrúminu og óþefur af hálfrotnu timbri, gegnsósa af grút. Mér var stundum óglatt af lyktinni meðan siglt var úr höfn. En þetta vandist, og ég átti eftir að kynnast því hve lífið var erfitt um borð í svona litlum togara, bæði siglingin til Íslands og veiðarnar þar um hávetur. Þarna í NorðurAtlantshafinu sá ég hrikalegar öldur, stærri og ofsalegri en ég hefði getað ímyndað mér að væru til. Á siglingunum til og frá Íslandi var ég á vakt með Redgy Calcoen háseta. Nú var ég í mínum
þriðja túr. Við höfðum verið nokkra daga á veiðum og vorum komnir með talsverðan afla í lestarnar.“ Elisabeth Dewulf var 29 ára, tveggja barna móðir og unnusta hins stóra og stæðilega Rolands Billiaerd, 34 ára stýrimanns á Pelagusi: „Ég var mjög ástfangin af Roland, við höfðum verið í sambandi í þrjú ár. Áður en Roland fór í þessa veiðiferð til Íslands kom móðir eins af hásetunum um borð, Patricks Maes, nítján ára, að máli við hann. Hún hét Rosette Asseloos. Henni var mjög annt um að allt yrði í lagi með son hennar um borð því að allir vissu að skipið var að veiðum á hættulegu hafsvæði og veiðarnar voru erfiðar. Rosette og Roland þekktust mjög vel, enda stóðu belgískir sjómenn og fjölskyldur þeirra þétt saman, ekki síst í fiskimannabænum okkar, Ostende. „Þú verður að gefa mér loforð. Viltu gera það fyrir mig að passa upp á strákinn minn?“ sagði Rosette við Roland. „Já, ég lofa því að passa alltaf upp á Patrick,“ sagði Roland. Patrick átti unnustu, Caroline, og þau voru með fyrirætlanir um að giftast fljótlega og eignast börn. Við Caroline vorum vinkonur og í góðu sambandi. Við ætluðum að gifta okkur á svipuðum tíma, síðar á árinu.“
Sprenging um borð í Pelagusi +++ Um borð í Pelagusi er átta manna áhöfn. Flestir eru frá Ostende, þar af eru þrír undir tvítugu. Togarinn er á fiskimiðunum suður af Dyrhólaey, veiðarfærin eru úti og talsverður afli er kominn um borð. Niðri í vél er góður vinur Rolands, Daniel Rouzèe, 27 ára vélstjóri, farinn að átta sig á því að það hlýtur að vera eitthvað alvarlegt að aðalvél skipsins. Bart var úti á þilfari að vinna: „Allt í einu heyrði ég einhver læti neðan úr vélarrúminu, þetta var meira en lítið undarlegt, og svo stöðvaðist aðalvélin skyndilega. Ég fór niður í vél til að kanna málið. Daniel vélstjóri og fleiri voru að fara að opna sveifarhúsið. Eftir
talsvert bras kom á daginn að einn stimpillinn hafði brotnað í þúsund mola. Það var farið að hreinsa til og ég var sendur með brot úr stimplinum í fötu upp á þilfar. Nú var úr vöndu að ráða, veiðarfærin okkar voru í sjó, spilin virkuðu ekki lengur og skipið var stjórnlaust.“ Einn af átta stimplum vélarinnar hafði fest inni í slífinni og hún hafði brotnað. Einnig brotnaði stimpillinn, lokan á sveifarhúsinu og stimpilstöng. Það hafði orðið sprenging. Pelagus var skyndilega orðinn vélarvana og ekki var heldur hægt að nota spilin til að hífa netin um borð. Útilokað var að keyra vélina á sjö stimplum. Togarinn var nú stjórnlaus á reki með veiðarfærin úti. Elisabeth Dewulf, unnusta Rolands stýrimanns, hafði lengi þekkt Daniel vélstjóra: „Eftir að konur og kærustur sjómannanna á belgísku togurunum höfðu kvatt menn sína og veifað meðan skipið sigldi burt fóru þær gjarnan saman á einhvern stað. Þar drukku þær saman kaffi og spjölluðu um ýmislegt sem tengdist lífi þeirra. Þær héldu í raun meira hópinn en mennirnir þeirra vissu, víðs fjarri heimahögunum. Daniel vélstjóri var góður vinur bróður míns. Hann var heimagangur á bernskuheimili okkar, og eftir að þeir Roland fóru að sigla saman varð hann mjög góður vinur minn. Hann var eiginlega eins og fóstursonur minn – í rauninni var hann besti vinur minn fyrir utan manninn sem ég elskaði. Ég hafði ekkert heyrt í Roland enn, vissi bara að þeir voru komnir á miðin við Ísland.“
Viljið þið koma og hjálpa okkur? +++ Slys um borð í Amandine Klukkan 13.00 hefur Gustaaf Brys, 41 árs skipstjóri Pelagusar, samband við skipstjórann á togaranum Amandine, Francois Lauwereins, 26 ára, og tilkynnir honum um ástandið um borð. Togarinn Amandine O 129 er einnig frá Ostende og er staddur um 35 kílómetrum austar við togveiðar. Nú eru gerðar tilraunir til að ná efsta hluta stimpilslífarinnar út, en án árangurs. Klukkustund eftir klukkustund er reynt en allt kemur fyrir ekki. Undir kvöld hefur skipstjóri Pelagusar aftur samband við Amandine og biður togarann nú um aðstoð. Áhöfn Amandine
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
47
hífir þá inn veiðarfærin, siglir af stað og skipið er komið að Pelagusi um klukkan níu um kvöldið. Áhöfn Amandine hefst þá handa við að ná taki á veiðarfærum Pelagusar og hífa þau um borð. Bart Gulpen var á kafi í vinnu á þilfarinu á Pelagusi sem nú var flatreka og upp á aðstoð skipverja á Amandine kominn: „Það var gríðarlega erfitt verk fyrir áhöfn Amandine, sem var enn minni togari en Pelagus, að ná netunum upp í þessum öldugangi. Carlos Zimoens, sem var frá Portúgal, festi þumalfingur hægri handar í netinu sem þeir voru að draga inn fyrir okkur. Þegar alda reið yfir dróst netið aftur út, og þá varð það slys að þumalfingur Carlosar skarst mjög illa. Farið var með hann inn og byrjað að hlúa að honum, og þegar hann fór úr fötunum féll hálfur fingurinn af og á gólfið. Skipstjórunum kom saman um það að Amandine yrði að halda með Carlos til hafnar því að þetta væri neyðartilfelli.“ Það hafði gengið seint og brösuglega að ná veiðarfærum Pelagusar um borð í Amandine, áhöfnin hafði starfað að því fram á rauðan morgun, og veður fór versnandi. Nú tilkynnti Lauwereins skipstjóranum á Pelagusi, Gustaaf Brys, að hann væri að leggja af stað með hinn slasaða inn til Vestmannaeyja til að fá læknisaðstoð. Að því loknu kæmi hann aftur honum til aðstoðar.
eftir að Amandine kæmi aftur gerði Gustaaf Brys skipstjóri ekki reka að því að láta setja akkerið út, gera það klárt til að geta látið það falla ef eitthvað færi úrskeiðis við land, enda hefði þurft spil til þess, og það var ekki fyrir hendi nú. Togarinn var einfaldlega ekki útbúinn til þess að láta akkeri falla strax og á þyrfti að halda, hvort sem var með eða án spils.
Áhöfnin á Amandine náði baujunni og síðan var dráttartaug komið á milli – 75 faðma vír var frá Pelagusi en 50 faðmar frá Amandine, og á milli víranna var fest 15 faðma akkeriskeðja. Það tók um tvær klukkustundir að koma dráttartaugunum fyrir, þannig að sigling Amandine til Heimaeyjar með Pelagus í togi hófst klukkan hálftíu um kvöldið.
Bart Gulpen var orðinn þreyttur og vonsvikinn eins og félagar hans: „Við höfðum einungis rafal fyrir rafmagn til að framleiða ljós. Þótt við vissum að langur tími myndi líða þar til Amandine kæmi aftur til okkar var áhöfnin að undirbúa vír til að togarinn gæti tekið okkur í tog inn til Vestmannaeyja. Áhöfnin vann einnig heilmikið í vélarrúminu til að undirbúa viðgerð á stimplinum. Þetta var endalaus vinna. Ég var búinn að vaka mjög lengi, hafði ekki fengið neinn tíma í koju. Á einum og hálfum sólarhring hafði ég kannski sofið í einn til tvo tíma og var því orðinn mjög slæptur.“
Laust fyrir miðnætti á Vestmannabraut 44 (Látrum) +++ Heimili Jóns Ísaks Sigurðssonar hafnsögumanns
Komið var kvöld. Um borð í Pelagusi var skipshundur. Hann steig ölduna eins og aðrir um borð, var sjóvanur og hélt sig mikið uppi í brú á afturskipinu.
Miðvikudagur 20. janúar, klukkan 19.30 +++ 15 sjómílur undan Kötlutanga
Skipverjar á Pelagusi höfðu nú átt ömurlega vist á vélarvana og flatreka skipi sínu í tæpan einn og hálfan sólarhring. Þrettán klukkustundir voru liðnar frá því að Amandine hélt af stað í land með Carlos, slasaða skipverjann. Eftir alla þessa bið í veltingi og töfum á veiðum, að stórum hluta með veiðarfærin úti, án þess að geta híft, var öllum efst í huga að Amandine tæki Pelagus sem fyrst í tog og til viðgerðar á Heimaey. Þá gæti Amandine farið strax aftur út á sjó, en báðir skipstjórarnir voru orðnir áhyggjufullir yfir því að geta ekki haldið áfram veiðum.
Ekki var unnt að láta akkeri falla á Pelagusi. Akkeri var fest stjórnborðsmegin uppi á hvalbak skipsins og einnig bakborðsmegin fyrir aftan hvalbakinn, en ekki utan á kinnungum beggja megin, fest í akkeriskeðju og spil, eins og vaninn var á skipum. Á meðan beðið var
Sjór var úfinn og það voru sex til sjö vindstig þegar Amandine kom loks í myrkri aftur til baka að vélarvana togaranum. Það var mjög erfitt að koma dráttartaugum á milli skipa við þessar aðstæður. Skipverjar á Pelagusi settu út ljósbauju og við hana festu þeir línu.
Skipverjar á Pelagusi höfðu stanslaust reynt að koma vélinni í lag en nú gáfust þeir loks upp, eftir átján klukkustunda hark. „Ég kalla í þig þegar við leggjum úr höfn úr Vestmannaeyjum,“ sagði Lauwereins í talstöðina.
Tryggvi Jónasson, umboðsmaður og fulltrúi belgíska ræðismannsins á Íslandi, búsettur í Vestmannaeyjum, var að tala við Jón Ísak Sigurðsson, 70 ára hafnsögumann í Eyjum.
Skipstjóri Amandine, Francois Lauwereins.
Tryggvi sagði að von væri á Amandine með Pelagus í togi til Heimaeyjar og skipstjóri Amandine myndi hafa samband við sig klukkustund fyrir komutíma. Jón Ísak sagði Tryggva að hann skyldi skila því til Belgans að sökum austanstorms og dimmviðris gætu þeir ekki fengið neina afgreiðslu fyrr en í birtingu. Hann ráðlagði Tryggva að segja skipstjóranum að halda sjó og bíða birtu. Klukkan 01.12 hafði Amandine síðan samband við Tryggva, gegnum Vestmannaeyjaradíó, og gaf upp áætlaðan komutíma til Vestmannaeyja – eftir klukkan tvö um nóttina. Klukkan hálftvö áttu skipin um sjö sjómílur eftir til Heimaeyjar. Nú tjáði Tryggvi Lauwereins, skipstjóranum á Amandine, að Lóðsinn, sem jafnframt var dráttarbátur, myndi ekki veita aðstoð við að taka togarana inn fyrr en klukkan átta um morguninn.
Togarinn Amandine í Vestmannaeyjahöfn. Ljósmyndari: Sigurgeir Jónasson
48
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Bart Gulpen var uppi í brú á Pelagusi þegar þessi talstöðvarsamskipti áttu sér stað: „Ég heyrði að Gustaaf skipstjóri var að tala við radíóið í Vestmannaeyjum. „Þið verðið að bíða eftir hafnsögubát þangað til á morgun,“ sögðu þeir.“ Lauwereins hafði nú samband við Gustaaf
Brys, skipstjóra Pelagusar, og þeir ræddu kostina í stöðunni. Skipstjórinn á Amandine vildi koma skipi sínu sem fyrst aftur til veiða – nægar höfðu tafirnar orðið á þeim vegna vandræða Pelagusar. Skipstjóri Pelagusar vildi að sjálfsögðu koma skipi sínu sem fyrst til viðgerðar svo að hann gæti líka haldið áfram veiðum. Niðurstaðan af samtalinu var sú að belgísku skipstjórarnir ákváðu að halda sjálfir til hafnar, án hafnsögumanns, veðrið væri ekki svo slæmt. Þegar fjórar sjómílur voru eftir til lands hafði áhöfn Amandine tekið inn sinn vír og stytt þannig dráttartaugina. Þá var aðeins eftir vírinn frá Pelagusi og keðjan sem hafði verið á milli víranna tveggja. Áfram dró Amandine Pelagus, en nú hafði átakið á dráttartaugina breyst. Þegar aðeins voru eftir um tvær sjómílur að mynni Friðarhafnar á Heimaey kom mikið átak á dráttartaugina með þeim afleiðingum að keðjan hrökk í sundur og slitnaði. Nú var illt í efni.
Neyðarkall +++ Ótti og angist Áhafnir skipanna urðu að hafa snör handtök við að koma dráttartaug á ný milli skipanna. Tækist það ekki myndi Pelagus reka vélarvana upp í klettana eða hraunið á Heimaey, hvar nákvæmlega færi eftir sjólagi og vindátt. Slíkt myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir áttamenningana um borð. Áður en langt um leið tókst áhöfn Amandine að koma línu yfir í Pelagus. Skipverjar togarans náðu henni,
ætlunin var að þeir toguðu línuna yfir til sín, en í hana var festur vír. Þá reyndist vírinn vera svo þungur að ekki tókst að draga hann yfir með handafli, en spilin voru óvirk. Nú hafði Gustaaf Brys skipstjóri samband við Vestmannaeyjaradíó til að biðja um aðstoð hafnsögubáts. Þetta var neyðarkall. Enn var reynt að draga nælontó yfir í Amandine frá Pelagusi. En þar sem aðstæður voru svo slæmar og sjólag óreglulegt tókst það ekki, auk þess sem tóið dróst alltaf undir skrúfuna. Ekki var heldur unnt að láta akkeri Pelagusar falla til að stöðva rekið. Togarann rak því stjórnlaust í átt að austurjaðri nýja hraunsins á Heimaey – þar sem óbrotið Atlantshafsbrimið skall stöðugt af hamfaraafli á klettaurðina. Hinn ungi Bart Gulpen sá nú að skipið var komið í mikla hættu: „Ég var úti á þilfari þegar dráttartaugin slitnaði. Dráttarvírinn okkar megin var í sjónum – lá bara lóðrétt niður frá stefninu. Hann var allt of þungur til að hægt væri að draga hann inn. Við stóðum úti á þilfari og horfðum upp á land í Vestmannaeyjum, það voru hrikalegir klettar fram undan. Við gátum ekkert gert en störðum bara allir í angist á brimið berja á þeim. Það var eins og við soguðumst að þeim. Þetta var hræðilegt.“
Síðar í bók má sjá mynd af Bart Gulpen dregin í land.
Bart Gulpen dreginn í land. Hann lokar augunum til að þurfa ekki að horfa niður í brimið. Kristján Víkingsson, með hvítan hjálm, horfir á eftir honum. Guðmundur og Pálmar eru rétt búnir að koma Marcel upp á hvalbakinn. Hægra megin er Hannes að gera band tilbúið til að kasta niður til Gilberts Stevelinck. Ljósmynd: Sigurgeir Jónasson
Finnboga Þessi gamli góði Hjallþurrkaður í ferskum vestfirskum vetrarvindi Engin aukaefni
Ísafirði Sindragata 9 Sími: 456-3250
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
49
Notkunin í ár 1% af því sem áður var
M
erkjanleg áhrif eru af átaki til að draga úr plastnotkun sem ráðist var í hjá Samskipum í byrjun árs. Það sem af er ári nema innkaup fyrirtækisins á plastmálum innan við 1% af meðalinnkaupum síðustu tveggja ára. Árið 2015 voru keypt inn 95.400 plastmál hjá Samskipum og á síðasta ári voru þau 107.600 talsins. Það sem af er þessu ári hafa hins vegar einungis verið keypt 1.000 plastmál hjá Samskipum. Í febrúar á þessu ári var hafið stórátak hjá fyrirtækinu með það að markmiði að draga úr plastnotkun vegna drykkjarfanga. Plastmál
sem áður voru notuð undir kaffi og vatn voru gerð útlæg og í staðinn notast við glös og bolla úr gleri. Þá hefur innkaupum á vatni, kolsýrðu eða hreinu, í flöskum líka verið hætt og fólk hvatt til þess að drekka frekar kranavatn. „Áður en við réðumst í þetta töldum við að þetta gæti orðið erfitt, en svo reyndist þetta bara ekkert mál og gekk ótrúlega vel,“ segir Bára Mjöll Ágústsdóttir, forstöðumaður mannauðsdeildar Samskipa. „Fólk fagnaði þessari breytingu og fannst hún vera sjálfsögð. Það hefur verið heilmikil vakning í þjóðfélaginu varðandi plastnotkun, þannig að þegar upp var staðið þá fannst starfsfólki þetta vera afar eðlileg og tímabær ákvörðun.“
Bára Mjöll segir hafa komið á óvart þegar talningin var gerð hversu mikið magn plastmála, í einingum talið, Samskip höfðu verið að nota. „Við erum mjög stolt af þessu og munum aldrei snúa til baka, það er alveg á hreinu.“ Aðgerðin er hluti af stefnu Samskipa í átt til aukinnar samfélagsábyrgðar; með minni úrgangi, aukinni endurvinnslu og minna kolefnisspori. Félagið hefur sett sér markmið í þessum efnum og er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem á sínum tíma skrifaði undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum.
Sstarfsfólk Sjávarafls
óskar lesendum til lands og sjávar gleðilegra jóla með ósk um farsæld og frið á nýju ári.
50
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi
Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
VERÐANDI Skipstjóra- og stýrimannafélagið
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
51
UPPSKRIFT
Humarforréttur með myntu Nú þegar jólin nálgast ætla eflaust margir að bjóða upp á humar einhvern jóladaginn. Humarinn er svo ótrúlega ljúffengur og góður að hann er fullkominn við flott tækifæri. Hér er uppskrift að humri sem ég hafði í forrétt um daginn og heppnaðist svona glimrandi vel. Ég velti mikið fyrir mér hvernig ég ætti að bera hann fram á sem fallegastan hátt en samt þannig að humarbragðið myndi njóta sín því það er algjör synd að kaffæra þetta flotta og bragðgóða hráefni í „í miklum brögðum“. Sósan olli hvað mestum heilabrotum en þetta tókst fullkomlega á endanum og hugsa að allir hefðu borðað meira ef það hefði verið í boði en aðalrétturinn beið! Ég raðaði nokkrum salatblöðum HRÁEFNI á forréttardiska og stráði 1 dós sýrður rjómi bláberjum, jarðaberjum og væn lúka af saxaðri myntu kirsuberjatómötum yfir þau. 2 tsk hlynsýróp Síðan smurði ég skelflettan safi úr 1/2 límónu humarinn með hvítlauks og 1/4 tsk maldonsalt steinseljusmjöri og leyfði honum bara að bíða þannig. Ég bjó svo til sósuna og leyfði henni að standa í nokkra tíma þannig að þetta var allt vel undirbúið.
Það var svo gaman eftir að gestirnir komu að myndatakan Þegar kom að því að bera þetta fram, setti ég humarinn undir fórst alveg fyrir hjá mér en hérna er ein mynd tekin eftir að ég grillið í ofninum í smá stund, lagði síðan 2-3 hala á salatið og hafði raðað salati, berjum og tómötum á diskana. dreypti sósunni yfir. Sósan passaði ótrúlega vel með humrinum en hún var súrsölt-sæt og afar fersk!
Hrönn Hjálmarsdóttir er sjálfstætt starfandi heilsumarkþjálfi sem hefur einlægan áhuga á matargerð þar sem hollusta og einfaldleiki er í fyrirrúmi. Hrönn er með heimasíðuna www.hronn-hjalmars.wordpress.com þar sem hún setur inn uppskriftir og ýmsan fróðleik sem tengist hollustu og heilsufari, ásamt því að bjóða upp á einstaklingsráðgjöf, námskeið og fyrirlestra.
Grafinn lax - Láttu það eftir þér
Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Hrönn Hjálmarsdóttir
52
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi
Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári SkipaSýn
Langanesbyggð Hafnarsjóður Þorlákshafnar
Iceland Fish Expert
Marvís ehf
Nethamar
SJÁVARAFL DESEMBER 2017
53
HIN HLIÐIN
Freyr Steinar Gunnlaugsson Fullt nafn: Freyr Steinar Gunnlaugsson. Fæðingardagur og staður: 08,01,84 fæddur á Siglufirði. Fjölskylduhagir: Giftur Arndísi Erlu Jónsdóttur og eigum við 3 börn á aldrinum 13, 6, 3 ára . Jón Grétar, Gunnlaugur Orri og Viktor Örn. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Upstate New York í Catskills Montain. Féll algjörlega fyrir þessum stað þegar ég kom þangað fyrst og bað meira að segja konunnar minnar þar í annað skiptið sem við komum þangað. Gistum í alvöru veiðikofa í eigu vina okkar þar sem hreindýr og svartabirnir voru í garðinu hjá þeim. Mögnuð upplifun að fara þangað. Starf: Útgerðarmaður og skipstjóri. Eiginmaður og faðir. Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Friðsældin. Ég heillaðist af sjónum sem krakki og var alin upp við starfið. Þarna getur maður farið út og unnið kraftmikla vinnu og komið svo heim eftir góðan vinnudag og slakað á. Vitandi að maður hafi skilað sínu hvað oftast. Hentar mér mjög vel þessi líkamlega erfiða vinna. Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Sindri heitinn Guðnason hann var fyrsti hásetinn minn. Það var alltaf mikið að gerast í kringum hann og alltaf hafði hann nýjar sögur að segja. Hann var 10-15 árum eldri en ég og maður sem ég hafi alltaf litið mikið upp til. Á sjónum vorum við algjörir jafnokar og skap hans húmor létti verulega róðurinn. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Já ég vinn vinnuna mína. Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Ég hef smíðað tvo báta um ævina og báðir hafa þeir heitið Oddur á Nesi í höfuðið á Afa mínum heitnum. Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Bankastjóri eða sjómaður. Greinilega með mikið peningavit ungur að árum. Seinna langaði mig mikið að verða íþróttafréttamaður. Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Ágúst út á Hornbanka. Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna ? Fjarveran frá fjölskyldunni og myrkrið á veturna. Eftirminnilega atvikið á sjó: Þegar ég var á sjó 18 ára á Árna Friðrikssyni Hafrannsóknarskipi í afleysingaróður og hafði aldrei farið á togara áður. Ég var ræstur út á bakvakt og engin bátsmaður á vakt sem taldist mjög óeðlilegt. Karlarnir um borð voru talvert eldri en ég og voru vel kunnugir um borð enda búnir að vera þarna í ca 10 ár. Við vorum á togararalli og það átti að binda fyrir pokann til að henda út aftur. Þeir horfðu hvor á annann og vissu ekkert hvað þeir áttu að gera og ætluðu að ræsa út bátsmanninn. Ég stend þarna 18 ára og reif spottann af þeim og batt fyrir því ég hafði fylgst með bátsmanninum gera þetta deginum áður. Þeir sögðu ekki neitt fyrr en nokkru seinna þegar þeir byrjuðu að gera grín af mér því togið var óvenju langt. Það var að koma ný vakt og ég orðin veruleg stressaður yfir að hafa klúðrað þessu togi. Ég fór upp í brú til Skipstjórans og ræddi þetta aðeins við hann og hann sagði að það væri bara ekkert í þetta. Þarna var ég orðin verulega órólegur og hugsaði sífellt um hvort pokinn væri bara hreinlega fráleystur. Allt í einu byrja nemarnir hver að öðrum að gefa frá sér merki um að pokinn væri að fyllast. Þá tók ég gleði mína á ný og létti talsvert. Hnúturinn var rétt gerður og gæti ég gert þetta blindandi í dag eftir þessa reynslu
54
SJÁVARAFL OKTÓBER 2017
Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Á ég að svara þessum sem WEST HAM aðdáandi eða vera nær raunveruleikanum og þurfa að segja Manchester City Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Já, við erum bara tveir og því erfitt að fylla í fótboltalið en við yrðum þá bara tveir á tvo. Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Stolt siglir fleyið mitt Með Gylfa engin spurning. Hann málaði mynd af fyrsta bátnum sem ég lét smíða á stýri sem ég held mikið uppá. Annars persónulega myndi ég velja Matta Matt í Pöpunum að syngja Inn með trollið inn. Siginn fiskur eða gellur: Harðfiskur eða fiskur í raspi er alltaf bestur. Smúla eða spúla: Það er ekki til spúla..... Það heitir smúldæla og maður kveikir á smúlnum. Til að smúla einhverju ekki spúa yfir eitthvað. Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Ég myndi vilja að maður þyrfti ekki að vinna svona mikið til að eiga í sig og á. Annars veitir þessi spurning mikla möguleika að ræða kvótakerfið og skattakerfið á Íslandi en nenni því ekki þannig ég segi að breyta klukkunni.
Fullbúin viðskiptalausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise býður eitt mest selda bókhaldskerfi landsins í mánaðarlegri áskrift - NAV í áskrift. Þú færð fullbúið bókhaldskerfi, hýst og afritað í Azure skýjaþjónustu Mricrosoft í áskrift ásamt sérlausnum frá Wise á verði frá kr. 9.900 á mánuði. Kynntu þér málið á navaskrift.is
kr.
9.900
pr. mán. án vsk.
Microsoft Azure
Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is
? r á í n i f Jólagjö Nature Collection arc-tic Retro ÚRIN Fyrir DÖMUR og HERRA VERÐ FRÁ:
29.900,-