Tímaritið Sjávarafl 10.tbl 2016

Page 1

TÍMARITIÐ

SJÁVARAFL

Öryggi sjómanna

Starfið er hugsjón

Eplin skiluðu sér á aðfangadagskvöld

Desember 2016 10. tölublað 3. árgangur

Fjölskyldusaga

Konan í brúnni

Ástand nytjastofna


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA

4 Útgerðarmenn og sjómenn vilja hafa öryggið í lagi 8 ÝMSAR FRÉTTIR 10 EInstakir skartgripir fyrir einstakar konur 16 Hvarf mjóra og mjóna úr vistkerfi íslenskra fjarða 22 Hvað vita krakkarnir um sjómennskuna 24 Starfið er hugsjón frekar en nokkuð annað 32 Eplin sem skiluðu sér á aðfangadagskvöld 38 Jólin - tvöföld tilhlökkun 42 FAXAFLÓAHÖFN 48 HIN HLIÐIN Kristján Traustason 50 Konan í brúnni 54 UPPSKRIFT Saltkaramella með kurli og kruðeríi

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is Blaðamenn: Finnbogi Hermannsson Sigrún Erna Gerisdóttr Magnús Már Þorvaldsson Alda Áskelsdóttir Bára Huld Beck

Þakklæti

S

enn líður að árslokum, oft horfum við yfir farinn veg og skoðum hvernig mánuðirnir tólf hafa gengið fyrir sig og þökkum fyrir allt það góða. Við setjum okkur stundum áramótaheit sem gjarnan mistakast en trúin á lífið sem okkur er svo gjöfult er kannski það sem við horfum með björtum augum til ársins 2017 og ætlum okkur sem og öðrum hið besta. Nú þegar aðventan er gengin í garð fer undirbúningur jólanna á fullt. Við kveikjum á kertum, njótum þess að skreyta allt heima hjá okkur, kaupa jólagjafir og ganga frá jólakortunum ásamt því að njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum. Allt þetta skapar eftirvæntingu, gleði og ánægju. Stundum er það nú þannig að við ætlumst til of mikils af okkur, kvíðinn yfir að allt gangi ekki upp eitt hundrað prósent og ætlunarseminn í okkar garð getur verið okkar harðasti húsbóndi. Aðalmálið er að hugsa um af hverju jólin eru og þakka fyrir að hafa fengið enn eitt árið með sínu fólki. En ekki eru allir svo heppnir að fá að njóta þess að vera með fjölskyldunni þennan tíma. Sjómennirnir eru margir hverjir að koma heim rétt fyrir jól og þeirra upplifun er töluvert öðruvísi en hjá okkur hinum, þeir færa fórnir sem við megum vera óendanlega stolt af. Þarna eru meðal annars fjölskyldufeður sem missa af stórum hluta af uppvexti barna sinna. Flest börn eiga það þó sameiginlegt að jólin koma ekki fyrr en elsku pabbi kemur í land. Fyrir hönd starfsfólks Sjávarafls, þá þakka ég ykkur öllum hjartanlega fyrir samstarfið á árinu. Megi góður Guð gefa ykkur og fjölskyldu ykkar nær og Elín Bragadóttir fjær, gleðileg jól og farsælt komandi ár. ritstjóri

Sigrún Erna Geirsdóttir blaðamaður

Logi Jes Kristjánsson grafískur hönnuður

Magnús Már Þorvaldsson blaðamaður

Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson logijes@simnet.is Forsíðumynd: Óskar Ólafsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi Alda Áskelsdóttir blaðamaður

2

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

Bára Huld Beck blaðamaður

Finnbogi Hermansson blaðamaður


Tvö viðhaldsfrí ár á notuðum Mercedes-Benz. Þú færð tveggja ára ábyrgð og þjónustu innifalda hjá Öskju þegar þú kaupir sérvalinn og viðurkenndan Mercedes-Benz. Þjónustuskoðanir eru framkvæmdar samkvæmt tilmælum Mercedes–Benz um hvað skuli gera miðað við aldur og akstur, sem tryggir áframhaldandi akstursánægju um ókomin ár. Skilmálar og nánari upplýsingar á notadir.is.

Askja notaðir bílar

Klettháls 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · notadir.is Viðurkenndur endursöluaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Opnunartímar Virka daga 10–18, laugardaga 12–16


Björgvin Tómasson

Útgerðarmenn og sjómenn vilja hafa öryggið í lagi Bára Huld Beck

„G

ríðarleg breyting hefur orðið nú á seinni árum,“ segir Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Nortek sem sérhæfir sig í öryggislausnum fyrir ýmis konar starfssemi, þegar hann er spurður út í öryggismál á íslenskum skipum. Hann segist sjá mikinn mun á þessum tuttugu árum sem hann hefur verið í bransanum. Þau hjá fyrirtækinu hafa unnið í þrettán löndum og unnið með ýmsum aðilum. Nú eru þetta þó aðallega íslensk útgerðarfyrirtæki sem eru í viðskiptum við Nortek.

segir að þau hafi týnt öllum hagnaðinum í bílum á milli Akureyrar og Reykjavíkur eða í flugvélum. Hann bendir á að ekki sé hægt að rukka StórReykjavíkursvæðið fyrir sendingarkostnað eins og tíðkast með landsbyggðina.

og átta okkur til dæmis á hvaðan afurðin komi inn. Hún kemur úr fiskeldinu, úr fjölveiðiskipinu og skipum og bátum og fer út, annað hvort með frakt eða flugi. Við erum í þessu öllu fyrir utan flugið,“ segir Björgvin um áherslur Nortek.

Tíðarandinn sé þannig, landsbyggðin sé vön að kaupa þjónustuna en fyrirtæki í Reykjavík ekki. Þannig að úr varð að Nortek flutti sig til Reykjavíkur tveimur árum síðar og að sögn Björgvins hefur starfsemin gengið mjög vel síðan.

Hagnaðurinn fór í bensín Þegar Nortek hóf störf árið 1996 voru fleiri fyrirtæki á markaðnum í öryggismálum. Fyrirtækið var stofnað á Akureyri en Björgvin

Stór í öryggismálum í skipum Fyrirtækið lætur sig öryggismál varða um borð í skipum. „Við erum að reyna að búa til virðiskeðju

Hann segir að þau séu orðin mjög stór í öryggismálum í skipum. Þannig býður Nortek upp á léttbáta, brunaviðvörunarkerfi, myndeftirlit, kallkerfi, samskiptakerfi, björgunarog vinnugalla, tankmælikerfi, neyðarkallkerfi, sjúkrahúsbúnað, upplýsinga- og vélgæslukerfi, slökkvikerfi, orkustjórnunarkerfi og svo framvegis.

4

SJÁVARAFL DESEMBER 2016


Mörg ný skip í smíðum Nú stendur yfir smíði skipsins Kaldbaks í eigu Útgerðarfélags Akureyringa en það verður útbúið öllum helsta öryggisbúnaði frá Nortek, að sögn Björgvins. Þrjú önnur skip eru í burðarliðnum, Björgúlfur í eigu Samherja, Drangey í eigu FISK á Sauðárkróki og er fjórða og síðasta skipið í eigu Samherja enn ónefnt. Fleiri minni skip eru í smíðum um þessar mundir í Tyrklandi, þrjú fyrir HB Granda en eitt þeirra ætti að vera komið heim og tilbúið fyrir jól.

sínum gangandi,“ segir Björgvin. Hann segir þó að það sé mismunandi eins og gengur en að heilt yfir hafi umgengni á skipum og meðferð á þeim batnað gríðarlega á seinni árum.

Nortek sendir menn til Tyrklands til að vinna í skipasmíðinni og til þess að sjá til þess að allt fari vel fram. „Við fórum í mikla vöruþróun í hruninu og út fyrir „boxið“. Við vorum að selja brunavarnar- og myndavélakerfi í skip en við fórum í gríðarlega mikla hönnunarvinnu og erum þar af leiðandi búin að fella inn upplýsingaog vélgæslukerfi, tankmælikerfi, aflgjafakerfi og orkustjórnunarkerfi. Þannig erum við búin að sameina þetta í eitt kerfi,“ segir Björgvin. Hingað til hafa einungis verið stóru fyrirtækin að gera þetta en Nortek völdu aðila til að vinna með til þess að setja kerfið saman.

Björgvin telur að íslensk útgerðarfyrirtæki hafi tekið rétta ákvörðun með því að kaupa þekkingu á Íslandi þegar þau kaupa ný skip, í staðinn fyrir að skilja þekkinguna eftir erlendis. Þetta séu aðilarnir sem þjónusta skipin þegar þau koma heim. Þetta sé því jákvætt fyrir íslenskar útgerðir og geti sparað þeim miklar fjárhæðir seinna meir, þegar kemur að viðgerðum, viðhaldi og uppfærslum.

Þekkingin íslensk Fyrirtækið þjónustar einnig gömlu skipin. „Við erum mikið að skipta út vélgæslu-, upplýsinga- og brunavarnarkerfum en íslenskir útgerðarmenn eru flinkir að halda skipunum

Nortek sér líka um skoðanir á til dæmis brunaog slökkvikerfum í skipum en Björgvin segir að þjónustan við skipin hafi verið að aukast mikið hjá þeim. „Við leggjum upp úr því að vera með vottaðan mannskap frá framleiðanda á þeim kerfum sem við seljum,“ segir Björgvin.

Gott að gera meiri kröfur Skynsamlegast er, að mati Björgvins, að miklar kröfur séu gerðar um að öryggisatriðin séu í lagi strax í byrjun. Hann segir að útgerðarmaðurinn þurfi að gera ákveðnar kröfur gagnvart skipasmíðastöðinni því að kerfin eru venjulega sett upp um leið og skipið er smíðað. „Við erum að reyna að opna augu þeirra þannig að menn geri meiri kröfur, eins og með tölvulagnakerfi. Að besta kerfið sé sett upp,“ bætir hann við. Að öðrum kosti geti menn þurft að skipta út tölvulögnum og öðrum búnaði innan fárra ára, af því að um borð fór gamall og nánast úreltur búnaður, í stað búnaðar sem myndi nýtast mun lengur.

búnaður sem á að vera um borð. Þeir vilja hafa þessa hluti í lagi. Auðvitað er þetta mismunandi frá skipi til skips. En allavega sumar útgerðir eru með þetta í mjög góðum málum. Og við finnum vilja til að gera enn betur,“ segir hann. „Og sá tíðarandi hefur breyst svakalega. Brunavarnakerfi voru hér áður fyrr alltaf að vekja mannskapinn og menn hafa verið að endurnýja þau og stilla kröfur um þau. Þannig að menn eru ekki lengur að kaupa ódýrasta og einfaldasta brunakerfið í dag. Menn vilja fá góð kerfi sem hægt er að forrita. Í einum svona togara er heilt sjávarþorp; það er fiskmóttaka, það er mötuneyti um borð og skrifstofurými,“ útskýrir Björgvin. Þannig að skip er í raun eins og bygging í landi, að sögn Björgvins. Sem dæmi um þetta segir hann að útgerðarmenn spyrji hvað sé nýtt í hótelbransanum. Er eitthvað þar sem þeir geti tekið með sér inn í skipið og hvaða þekking nýtist á milli atvinnugreina? Læknir um borð „Það er svakalega gaman að vera í þessum verkefnum,“ segir Björgvin og brosir. Búið er að finna fleiri nýjar lausnir fyrir skip, eins og til dæmis stóra skjáveggi. Í staðinn fyrir að vera með fimmtán til tuttugu skjái þá getur skipstjórinn verið með einn stóran skjávegg með sérútbúið uppsett sem hentar honum. Björgvin bendir á að þannig sé þróunin mikil og alltaf séu einhverjar nýjungar að koma á markað til að auðvelda sjómönnum lífið og auka öryggi þeirra.

„Það er mikil og breytt meðvitund hjá útgerðarmönnum og sjómönnum. Þetta er Nortek býður útgerðum nú upp á Medi3 Shipmed kerfið, sem m.a. gerir lækni í landi kleift að meta ástand sjúklings í gegnum myndsíma. Maður í sjó í björgunarvesti með neyðarsendi.

Aðrar nýjungar sem vert er að nefna er nýr hugbúnaður sem heldur utan um lyfjakistuna. Björgvin útskýrir það þannig að sjómenn viti betur hvaða lyf séu til um borð og hvar. „Læknirinn í landi getur, ef skipið er í sambandi, séð hvaða lyf eru um borð og ráðlagt stýrimanni eða skipstjóranum sem er á staðnum hvaða lyf hann eigi að gefa sjúklingnum. Á sama máta erum við með myndavél, þannig að læknirinn getur séð sjúklinginn. Og gefið ráð. Við getum líka verið með búnað sem keyrir aðra traffík niður á meðan sérstök tölva og myndavél eru notuð í samtali við lækni,“ segir hann. Lyfjakista þarf að fara í skoðun einu sinni á ári. Björgvin segir að þá sé stundum verið að henda lyfjum sem eiga tíu eða ellefu mánuði eftir en með slíkum búnaði sé hægt að sjá gildistíma lyfja og panta lyfin handvirkt. Einnig séu myndbönd

Útskýring hvernig neyðarsendirinn virkar.

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

5


inni í kerfinu, þannig að manneskjan sem stýrir aðgerðum getur horft á stutt kennslumyndband og séð hvað á að gera, hvaða lyf á að nota og svo framvegis. „Þetta hjálpar við utanumhaldið og yfirsýnin og skráning verður betri,“ segir hann. Þetta hefur ekki enn verið tekið í notkun hér á Íslandi en Björgvin segir að það sé gríðarlega mikill vilji hjá útgerðum og stýrimönnum að fá þetta. Hann á von á því að sjá æði marga fara þessa leið. Hugsað um velferð sjómanna „Tíðarandinn hjá útgerðarmönnum og sjómönnum er allt annar. Þetta er svakaleg breyting,“ segir Björgvin. Hann telur að Slysavarnarskóli sjómanna hafi haft góð áhrif og mikið að segja. Einnig sé aukin meðvitund í samfélaginu á öllum stigum um bætt öryggi, hvort sem það er í umferðinni eða úti á sjó. „Það eru gerðar kröfur. Um borð í íslensku fiskveiðiskipi í dag er gríðarleg reynsla. Það þarf líka að huga að því að vera með vinnuferlana í lagi, til þess að koma sem mestu í gegnum skipið með sem mestum gæðum á sem skemmstum tíma. Og þá þarf að huga að mannskapnum. Að hann brenni ekki út og sé öruggur,“ segir hann. Björgvin telur að ofsaleg breyting sé á öllum sviðum. „Við sjáum það að útgerðirnar eru að hugsa miklu meira um mannskapinn á skipunum í dag heldur en fyrir tuttugu árum

Tæknimaður að störfum.

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

síðan. Þá heyrði maður að þeir voru með slökkt á brunavarnarkerfunum, eitthvað sem ég held að þekkist ekki í dag,“ segir hann. „Þetta eru skemmtilegir tímar,“ segir Björgvin. Því til stuðnings segir hann að fyrirtækið hafi aukið vöruflóruna til muna. Nú selji þau til að mynda öryggishjálma og vesti með neyðarsendum, sem fara sjálfkrafa í gang, ef sjómenn falla í sjóinn. „Það kemur fram í fjarskipta- og siglingatækjum og þá sjá menn hvar sjómaðurinn er. Við erum líka komin út í öryggisbúnaðinn á mannskapinn. Þetta er liður í því að vera fremst á markaðinum,“ bætir hann við. Hann leggur einnig áherslu á að menn noti búnaðinn rétt. Hann segir að þegar hann hafi sjálfur verið á sjó hafi hann ekki fengið að fara út á dekk án þess að vera læstur í öryggislínu. Öryggisbúnaður geri aldrei ógagn og betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Hann hafi til dæmis heyrst frá gömlum sjómanni að fyrir fimmtíu árum mátti ekki ræða öryggismál. „Hjátrúin hefur löngum verið rík meðal sjómanna og partur af hjátrúnni var að ef verið væri að ræða svona hluti þá væri bara verið að kalla slys yfir skipið. Því var þetta ekkert rætt,“ segir hann. En sem betur fer séu breyttir tímar og öryggisvitundin með. Enda sýni tölur það svart á hvítu, slysum hefur fækkað og dauðsföllum líka.

Öryggisvitundin betri nú en áður Þórarinn Þórarinsson, ráðgjafi við öryggisstjórnun útgerða hjá Nortek, segir að yngri sjómennirnir hugi frekar að öryggismálum en þeir eldri. Til dæmis hafi hjálmanotkun verið verulega ábótavant fyrir 20 árum og jafnvel hafi verið hlegið að þeim sem vildu nota hjálma en í dag vilji menn alls ekki vera hjálmlausir á dekki. Hann tekur í sama streng og Björgvin í sambandi við breyttan tíðaranda í öryggismálum.

Þórarinn Þórarinsson


Pantone 2748

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur

Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita

» Sjálfvirk kassamötun

» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt

» Frábær hráefnismeðh.

Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is SJÁVARAFL DESEMBER 2016

7


ÝMSAR FRÉTTIR

Ný vefsíða Fiskmarkaðs Siglufjarðar! Á vef Fiskmarkaðar Siglufjarðar má sjá að ný vefsíða er komin hjá þeim. Á vefsíðunni er ætlunin að byggja upplýsingagrunn um allt er tengist starfsemi Fiskmarkaðs Siglufjarðar (FMSI). Hér verður að finna allar helstu upplýsingar um staðsetningu fyrirtækisins, starfsmenn, hvernig hægt er að hafa samband við FMSI, opnunartíma, gjaldskrá og ýmislegt fleira

Rak stjórnlaust upp í fjöru Norska nótnaskipið Kim Roger rak stjórnlaust upp í fjöru þegar það fór á hliðina. Á norska vefnum nrk.no má sjá hvernig Norska björgunarþjónustan og strandstöðin í Bodø unu saman við björgun. Birtar hafa verið myndir af bátnum þegar hann velkist um í sjónum. Það sem átti sér stað var að

8

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

í janúar sl. Fékk Kim roger veiðarfærið í skrúfuna og við það varð báturinn stjórnlaus. Fimm manns voru um borð og lentu tveir þeirra í sjónum og var ástandið tvísínt. Öllum var þó bjargað. Eftir giftusamlega björgun hefur síðan verið sýnt myndband af björguninni.

Ljósmyndir af vef nrk.no


EGERSUND ISLAND ÓSKAR SJÓMÖNNUM OG STARFSFÓLKI Í SJÁVARÚTVEGI GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI

ÞÖKKUM SAMSTARFIÐ Á ÁRINU

Hafnargata 2, 735 Eskifjörður – Grandagarður 16, 101 Reykjavík egersund@egersund.is egersund.is


JÓN & ÓSKAR

Einstakir skartgripir fyrir einstakar konur Alda Áskelsdóttir

Þ

að getur verið vandasamt að finna réttu jólagjöfina fyrir þann sem maður elskar hvað mest. Þegar vel tekst til eru verðlaunin svo sannarlega erfiðisins virði. Augun ljóma af gleði og ánægjan skín úr hverjum andlitsdrætti. Hjá Jóni og Óskari fæst glæsilegt úrval fagurra skartgripa sem glatt hafa íslenskar konur í áratugi. Fallegur skartgripur segir meira en þúsund orð. Hann er sérvalinn fyrir konuna sem skartar honum og fylgir henni ævina á enda. Hún ber hann næst sér og í hvert sinn sem hún lítur hann augum minnir hann hana á þann sem gripinn

10

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

gaf. Skartgripurinn vekur upp góðar minningar og gleði í hjarta. Þegar kemur að því að velja rétta skartgripinn vandast hins vegar oft valið og þá getur verið gott að fá góð ráð. Í verslunum Jóns og Óskars starfar fagfólk sem tekur vel á móti viðskiptavinunum, kappkostar að veita góða þjónustu og tryggir að hinn eini sanni skartgripur leynist í jólapakkanum. Í rúm 40 ár hefur starfsfólk Jóns og Óskars aðstoðað við val á jólagjöfum. Það hefur í gegnum árin öðlast reynslu og þekkingu á því hvað það er sem gleður íslensku konuna og hvað það er sem hana langar í – enda fæst hjá Jóni og Óskari eitt mesta og glæsilegasta úrval úra og skartgripa.


Lykill

að bættum veiðum:

Þantroll ...breiðari opnun - bætir veiðarnar ...minni mótstaða á stærri togfleti ...heldur lögun vel á litlum hraða ...auðveld í köstun og hífingu ...minni titringur og lægri hljóðbylgur, lágmarka fiskfælni

Hampiðjan / Ottó / 30.11 2014

...yfirfléttaður kaðall með núningshlíf í mismunandi litum fyrir hvert byrði

– Veiðarfæri eru okkar fag


JÓN & ÓSKAR Handsmíðaðir ICECOLD eðalskartgripir ICECOLD skartgripalínan frá Jóni og Óskari hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið enda er hún einstök og engri annarri lík. Línan hefur undanfarin ár þróast og vaxið og nýjungar litið dagsins ljós. Nú samanstendur ICECOLD línan af glæsilegu úrvali hringa, hálsmena, armbanda og eyrnalokka. Allir ættu því að geta fundið í línunni skartgrip sem heillar. Hönnuður línunnar, Jón Sigurjónsson, sækir innblástur til íslenskrar náttúru sem er líkt og íslenska konan allt í senn stórbrotin, harðgerð og mjúk en umfram allt tignarleg og glæsileg. Hver skartgripur er handsmíðaður af natni og alúð fagmannsins þannig að gæðin skína í gegn. Þessir einstöku skartgripir eru smíðaðir úr gulli, hvítagulli eða silfri, sumir eru skreyttir demöntum á meðan aðrir skarta annars konar náttúrusteinum. Þar sem hver skartgripur er handsmíðaður er hægt að sérsníða skartgripina að óskum hvers og eins.

12

SJÁVARAFL DESEMBER 2016


Demantsskart í sérflokki Jón og Óskar sérhæfa sig einnig í demanstskarti og bjóða upp á glæsilegt úrval slíkra gripa. Demanturinn er konungur náttúrusteinanna og flestar konur eiga sér þá ósk heitasta að eignast skart prýtt þessum eðalsteini. Hvort sem gleðja á með hring, hálsmeni, armbandi eða eyrnalokkum er öruggt að rétti eðalskartgripurinn finnst hjá Jóni og Óskari.

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

13


JÓN & ÓSKAR

Einstök módelsmíð Gullsmiðir Jóns og Óskars hika ekki við að fara ótroðnar slóðir og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn. Sköpunargleðin fær að njóta sín eins og hún best gerist í módelsmíði, sem þýðir að einungis er smíðað eitt eintak af hverjum skartgrip. Einstakri konu hæfir fullkomlega einstakur skartgripur. Rétta jólagjöfin fæst hjá Jóni og Óskari, í Kringlunni, Smáralind og á Laugavegi 61.

Finnboga Þessi gamli góði Hjallþurrkaður í ferskum vestfirskum vetrarvindi Engin aukaefni

Ísafirði 14

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

Sindragata 9 Sími: 456-3250



Stóri mjóni. Teikning: Jón Baldur Hlíðberg

Hvarf mjóra og mjóna úr vistkerfi íslenskra fjarða Ingibjörg G. Jónsdóttir

Hafrannsóknastofnun

Í

hafinu umhverfis Ísland finnast margar fiskitegundir, bæði stórar og smáar. Margar þeirra eru ekki nýttar. Til að mynda eru tegundir af mjóna og mjórar lítt þekktar þó margar þeirra séu algengar á Íslandsmiðum og þá sérstaklega á kaldari hafsvæðum norðan við landið. Hér við land hafa fundist 11-12 mjórategundir og tvær mjónategundir. Það er frekar erfitt að greina á milli tegundanna, sérstaklega mjóranna, og vefst það jafnvel fyrir vönu fólki. Tegundirnar bera skemmtileg heiti eins og nafnlausi mjóri, dílamjóri, hálfberi mjóri og fölvi mjóri. Rannsóknir á þessum tegundum eru takmarkaðar, að hluta til af því hve erfitt hefur reynst að greina á milli þeirra, og því vitum við lítið um lífshætti, atferli og lífsferla þeirra. Þó mjórar og mjónar séu ekki nýttir má alveg mæla með því að borða þá. Dílamjóri er til dæmis mjög hentugur í fiskisúpu þar sem hann er þéttur í sér líkt og steinbítur, og helst því vel saman í súpunni.

16

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

Flestar mjórategundir finnast á töluverðu dýpi, eða allt að 2000 metrum, og því eru þeir algengari í úthafinu en á grunnslóðinni. Innan fjarða eru þrjár tegundir algengastar en það eru flekkjamjóni, stóri mjóni og litli mjóri. Þessar þrjár tegundir myndu flokkast sem grunnsjávartegundir, en mjónategundirnar tvær finnast almennt ekki á meira en 250 metra dýpi en litli mjóri finnst á allt að ríflega 500 metra dýpi. Þetta eru mjóvaxnir fiskar og þegar mikið veiðist af þeim er þetta ein allsherjar ormasúpa og það tekur töluverðan tíma að flokka þá til tegunda. Stóri mjóni er stærstur þessara þriggja tegunda, en hann er þó ekki meira en 20-40 sentimetrar að lengd. Fiskarnir lifa við botninn þar sem þeir nærast á ýmsum smádýrum, svo sem burstaormum og smáum krabbadýrum. Þeir eru ekki með sundmaga en fiskar aðlaga magn lofts í sundmaga til að auðvelda lóðrétt far í vatnsmassanum. Af þeim sökum eiga þeir erfitt með sund og halda sig því mest á botninum. Mjórar framleiða fá en stór egg sem eru botnlæg og því flytjast þau ekki langar leiðir með straumum eins og egg sem eru í uppsjónum.

Ingibjörg G. Jónsdóttir


Ef horft er aftur til ársins 1995 hefur orðið mikil breyting í magni þessara þriggja tegunda innan fjarða við Ísland. Þeir voru nokkuð algengir frá 1995 til 1998 en þá minnkaði magn þeirra snögglega. Síðan þá hafa þeir verið sjaldgjæfir og nú er svo komið að síðustu 2 til 4 ár hefur stóri mjóni ekki fengist í Húnaflóa. Í Öxarfirði er

ástandið í raun enn verra en þar hefur stóri mjóni ekki sést í mælingunni (stofnmælingu rækju á grunnslóð) frá 2010 og litli mjóri fannst þar síðast árið 2003. Magn þeirra minnkaði einnig töluvert í Arnarfirði en þeir eru þó ekki horfnir með öllu þar.

Eðli máli samkvæmt eru nytjastofnar meira rannsakaðir en tegundir sem ekki eru nýttar en á síðustu áratugum hefur aukin áhersla verið lögð á rannsóknir á vistkerfum sjávar. Vistkerfi er samfélag á afmörkuðu svæði og tekur tillit til bæði lífvera og umhverfisins á svæðinu. Líta má á jörðina í heild sinni sem eitt vistkerfi en

Á myndinni má sjá hve oft tiltekinn fjöldi tegunda hefur fengist á togstöð í stofnmælingu rækju á grunnslóð. Blandaður afli af einni togstöð í stofnmælingu rækju. Ljósmyndari: Ingibjörg G. Jónsdóttir

Stofnmælingar Hafrannsóknastofnunar Stofnmælingaleiðangrar eru mikilvægur þáttur í mati á ástandi nytjastofna og breytingum á stofnstærð þeirra milli ára. Hafrannsóknastofnun hefur farið árlega í stofnmælingaleiðangra og elsta samfellda tímaröðin spannar nú ríflega þrjátíu ár, en stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, það sem flestir þekkja sem togararall eða marsrall, hófst árið 1985. Stofnunin fer árlega í aðra stofnmælingaleiðangra sem farnir eru á öðrum árstímum og með öðrum veiðarfærum. Meðal þeirra er stofnmæling rækju á grunnslóð en frá árinu 1988 hefur verið farið í þennan leiðangur þar sem mælingar hafa verið framkvæmdar á sama hátt á hverju ári. Stöðlun leiðangranna er mikilvæg til að samanburður milli ára verði sem bestur. Leiðangurinn er farinn að hausti og sex svæði eru rannsökuð; Arnarfjörður, Ísafjarðardjúp, Húnaflói, Skagafjörður, Skjálfandi og Öxarfjörður. Helsta markmið leiðangursins er að fylgjast með magni og útbreiðslu rækju, auka þekkingu og stuðla að bættri ráðgjöf um nýtingu rækjustofna við Ísland. Þegar togað er með botnvörpu veiðast í hana þær tegundir sem eru fyrir framan hana og aflinn samanstendur því ávallt af fleiri en einni tegund. Í stofnmælingum hefur verið safnað mikið af gögnum en á hverri togstöð eru allar lífverur greindar til tegunda, lengdarmældar eða taldar. Þannig eru allar lífverur sem fást í vörpuna skráðar, óháð því hvort þær eru nytjategundir eða ekki.

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

17


Litli mjóri. Teikning: Jón Baldur Hlíðberg

vistfræðingar horfa þó iðulega til smærri svæða, líkt og íslensku lögsögunnar eða eins og gert er hér; einstaka firði við Ísland. Þegar vistkerfi eru skoðuð þarf að taka tillit til allra tegunda á svæðinu þar sem þær geta haft fjölbreytileg hlutverk. Einn almennasti og einfaldasti mælikvarði á samfélagið er fjöldi tegunda á svæðinu. Tegundafjöldi ræðst svo af mörgum þáttum, en heildarfjöldi fisktegunda sem hafa fengist í stofnmælingu innan fjarða hérlendis er ekki mikill. Alls hafa 63 fisktegundir verið skráðar á þeim sex svæðum sem rannsökuð eru í stofnmælingu rækju á grunnslóð (sjá

meðfylgjandi ramma) en um helmingur þeirra eru mjög sjaldgæfar, að minnsta kosti á þessum svæðum. Þetta eru mun færri tegundir en hafa veiðst í stofnmælingu botnfiska að haustlagi, þar sem 170 fisktegundir hafa verið skráðar. Þetta kemur ekkert verulega á óvart þar sem tegundum fjölgar almennt með auknu dýpi og í stofnmælingunni að haustlagi eru togstöðvar niður á 1500 metra dýpi. Í stofnmælingu inni á fjörðunum er algengast að veiða nálægt tíu fisktegundum á hverri togstöð en örsjaldan hafa þær verið fleiri en 15.

Á myndinni sést meðalfjöldi mjóra og mjóna (á sjómílu) eftir árum í Arnarfirði, Húnaflóa og Öxarfirði.

18

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

Eins og sjá má hafa orðið töluverðar breytingar á vistkerfi fjarðanna á síðastliðnum 20 árum þar sem magn þorsks og ýsu hefur aukist mikið en magn annara tegunda líkt og mjóra, mjóna og rækju hefur minnkað verulega. Líklegt er að minnkunina megi að einhverju leyti rekja til aukins afráns þorsks og ýsu en allar þessar tegundir eru algeng fæða annarra fiska. Við megum þó ekki gleyma því að aðrir þættir skipta einnig máli því margir mismunandi þættir hafa áhrif á vistkerfin. Hitastig sjávar hækkaði á þessu tímabili en það getur haft áhrif á lífsferla tegundanna. Fiskveiðar, samkeppni og samspil


fastus.is

ALLT FYRIR KOKKA Á SJÓ

VÖNDUÐ ELDHÚSTÆKI

SEM HENTA VEL UM BORÐ Í SKIP OG BÁTA

CONVOTHERM EASY TOUCH MINI Öflugur en nettur ofn sem passar í lítil eldhús B:51,5cm H:77,7cm D:62,7cm

ÖFLUG UPPÞVOTTAVÉL ÚR STÁLI 3 þvottakerfi: 1,2 mín, 2,4 mín og 3,4 mín. B:60cm D:63cm H:87,8cm

OFNAR, UPPÞVOTTAVÉLAR, KAFFIVÉLAR, VELTIPÖNNUR O.M.FL.

Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is

Veit áDESEMBER vandaða SJÁVARAFL 2016 lausn 19


Myndin sýnir vísitölu rækju (súlurnar), þorsks og ýsu í Arnarfirði, Húnaflóa og Öxarfirði.

tegunda og veiða hefur áhrif á útbreiðslu og magn þeirra tegunda sem finnast í fjörðunum. Ef breytingarnar gerast hægt eiga tegundirnar auðveldara með að aðlagast nýjum aðstæðum á meðan hraðar breytingar geta leitt til þess að tegundir hverfa líkt og gerðist í þessum fjörðum. Í tegundarýrum vistkerfum, líkt og hér um ræðir, skiptir hver tegund máli og fækkun þeirra

getur haft slæm áhrif á vistkerfið í heild sinni þar sem þau eru viðkvæmari fyrir breytingum en flóknari vistkerfi sem samanstanda af mörgum tegundum. Það er mikilvægt að við fylgjumst með breytingum í vistkerfunum og reynum að skilja hvað þeim veldur. Það gerum við meðal annars með reglubundinni sýnatöku, líkt og með stofnmælingaleiðöngrum

Hafrannsóknastofnunar, en niðurstöður þeirra geta gefið okkur mikilvægar upplýsingar um vistkerfisbreytingar við Ísland.

Flekkjamjóni. Teikning: Jón Baldur Hlíðberg

Í nóvember útgáfu var skrifuð grein um fjölþjóðlegan makrílleiðangur árið 2016. Þau leiðu mistök urðu að misritun átti sér stað um höfund greinar. Höfundur er Björn Gunnarsson og biðjumst við innilegrar velvirðingar á því.

20 12

SJÁVARAFL DESEMBER 2016


Fífa rúmföt stærð140x200 13.490 kr

Parið, Draumur, Tryggðarbönd og Leir rúmföt, stærð 140x200 eru á jólatilboði á aðeins 9.990 kr.

boð Jólatil kr 9.990

oð b l i t a Jól r 90 k 9 . 9 3

100% DÚNN EKKERT FIÐUR LÚXUS Dúnsæng 140x200/1kg Verð nú 39.990 kr. Verð áður 49.990 kr.

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


Sjávarafl spjallaði við nokkur börn um lífið og tilveruna og þeirra sýn á sjómennskuna

Börnin og lífið 22

SJÁVARAFL DESEMBER 2016


Hvað vita krakkarnir um sjómennskuna ? Nafn: Brynja Aldur: 6 ára Foreldrar: Sara og Tóti Veist þú hvað sjómann gera ? já veiða fisk í net Þekkir þú einhverja sjómenn ? JÁ pabba! Veist þú hvernig sjómenn veiða fiska ? henda neti í sjóinn og svo þegar þeir finna eitthvað þungt þá bera þeir netið upp og sjá hvað er í því. Finnst þér fiskur góður ? já Rauðspretta, ýsa og þessi bleiki....lax! Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? að leika við hann Hefur þú farið á sjó ? já með afa Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin ? að fá alla pakkana

Nafn, Halldóra Birta Aldur, 3 og hálfs Foreldrar. Hannes Arnar og Aldís Stella Veist þú hvað sjómanna gera ? veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn ? Afi Veist þú hvernig sjómenn veiða fiska ? með veiðistöng Finnst þér fiskur góður ? já Hvað er skemmtilegast þegar pabbi (eða mamma ef það á við) kemur í land ? þegar Afi kemur þá er skemmtilegast að sjá fiskinn Hefur þú farið á sjó ? já með afa Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin ? sjá jólasveininn

Halldóra Birta í berjamó

Nafn, Ragna Júlía Hannesdóttir Aldur, 6 að verða 7 Foreldrar. Hannes Arnar og Aldís Stella Veist þú hvað sjómanna gera ? veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn ? Afi Veist þú hvernig sjómenn veiða fiska ? með veiðikrók Finnst þér fiskur góður ? já! Hvað er skemmtilegast þegar pabbi (eða mamma ef það á við) kemur í land ? þegar Afi kemur í land fynst mér skemmtilegast að sjá allan fiskinn. Hefur þú farið á sjó ? já Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin ? að fá pakka og hlusta a jólalög.

SJÁVARAFL NÓVEMBER 2016

23


Varðskipið TÝR.

Starfið er hugsjón frekar en nokkuð annað Bára Huld Beck

„É

g byrjaði hér sem messagutti 17. september 1972. Ég man þann dag mjög vel,“ rifjar Halldór Benóný Nellett, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, upp. Þá var nýbúið að færa lögsöguna út í 50 sjómílur og segist hann hafa farið um borð í Ægi sem uppvaskari í eldhúsinu. „Áður en maður vissi af þá var maður kominn á kaf í Þorskastríð,“ segir hann og bætir við að þá hafi verið nýbyrjað að nota togvíraklippur. Síðan er hann búinn að vera meira og minna hjá gæslunni.

„Það má geta þess að ég ætlaði aldrei að verða sjómaður,“ segir Halldór. Hann er alinn upp í sveit og ætlaði alltaf að verða bóndi. „Ég fór fyrst á sjó til að afla mér skotsilfurs til að fara í bændaskóla,“ bætir hann við. Svo var hann kominn á kaf í Þorskastríð áður en hann vissi af. „Svona eru örlögin skrítin,“ Mynd tekin við Látrabjarg siglt framhjá skemmtiferðaskipi á Ægi. Ljósmyndari Guðmundur Birkir Agnarsson.

24

SJÁVARAFL DESEMBER 2016


segir hann. Í framhaldinu lá leiðin í Stýrimannaskólann þar sem hann stundaði námið í fjögur ár. Fjölbreytt starf hjá Gæslunni „Menn furða sig á því hvernig menn nenna að hanga hérna á varðskipunum í 40 ár,“ segir Halldór en hann bendir á að það sé nú ekki alveg þannig. Starfið sé fjölbreytt því stýrimenn og skipstjórnarmenn geta flakkað á milli. Hann er einnig lærður kafari og vann hjá Sjómælingardeildinni í eitt ár og í Flugdeildinni í mörg ár. Hann var bæði spil- og sigmaður á þyrlunum og siglingafræðingur á gamla Fokkernum. „Þannig að maður er búinn að koma víða við,“ segir Halldór. Einnig er hann búinn að vinna sem framkvæmdastjóri Aðgerðasviðs þannig að fjölbreyttnin er mikil. Helsta verkefni landhelgisskipanna er löggæsla eða eftirlit og björgunarstörf. Halldór segir að í því felist margs konar verkefni eins og mengunarvarnir og aðstoð við ýmis konar flutninga. Hann segir að það sé gott að hafa reynslu á sjónum áður en farið er að vinna við björgunarstörf á þyrlunum. Sú reynsla nýtist vel og er talin góður bakgrunnur. Aðspurður hvort hann verði einhvern tímann hræddur þá svarar hann því neitandi. Hann

telur að menn væru ekki að sækja í slík störf ef þeir væru smeykir við að lenda í ýmis konar aðstæðum. „Samt verð ég að segja að maður verður alltaf að vona það besta en stundum þarf að búast við hinu versta,“ segir hann. Gott sé að búa sig undir hið versta því það geti allt komið upp á og það verður að vera á hreinu hvernig á að bjarga sér út úr erfiðum aðstæðum. „Maður gerir sér grein fyrir því að þessi störf eru hættuleg og það vita allir. Það er mitt val að sinna þessu starfi og kannski er það meira af hugsjón en nokkuð annað,“ segir hann. Slysum hefur fækkað „Við förum í eftirlit í skip, skoðum veiðarfæri, mælum fisk, skoðum réttindamál áhafnar og skoðum búnað um borð,“ segir Halldór um störfin í gæslunni. Hann segir að þeir geri einnig skyndiskoðanir á búnaði, hvort haffæraskírteini sé í lagi og annar öryggisbúnaður sem á að vera um borð. „Þegar við byrjuðum á þessu þá verður að segjast eins og er að það var víða pottur brotinn en þetta hefur lagast mikið á undanförnum árum,“ segir hann. Hann telur að skyndiskoðanir hafi þar eitthvað að segja, að nú reyni menn frekar að hafa allt í standi. Hann telur að einnig hafi hugarfar sjómanna breyst á þessum árum. Slysavarnarskóli sjómanna hafi gert mikið í því að fækka slysum á sjó. Nú séu nokkur ár síðan sjómaður hefur farist á sjó en hann bendir á að hér áður fyrr hafi þótt eðlilegt að slíkt myndi gerast, jafnvel að margir tugir sjómanna myndu farast. „Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á,“ segir Halldór þegar hann er spurður út í bjarganir á árinu. Alltaf komi öðru hvoru fyrir að skip bili og þá þurfi að draga þau í land. Varðskipið Þór hefur verið mest í slíkum verkefnum enda öflugt

dráttarskip að sögn Halldórs. Hann segir að mikið meira hafi verið um skrúfuskurð hér áður fyrr en þá voru skipin að fá í skrúfuna úti á sjó. „Við leystum það oft á staðnum, þá gátum við skorið úr þeim úti á sjó. Veiðarfærin voru minni og vélarnar kraftminni en í dag er þetta orðið varla gerlegt, vegna þess að yfirleitt eru vélarnar orðnar miklu stærri í þessum skipum og sterkari veiðarfæri. Í langflestum tilfellum eru því skipin dregin í land og skorið úr í höfnum,“ segir hann. Björguðu yfir 2000 manns Halldór tók þátt í björgunarstarfi á Miðjarðarhafinu eins og frægt er orðið. Eftir hrunið þá þurfti Landhelgisgæslan að finna leiðir til að fjármagna starfsemina og fann hún verkefni í Miðjarðarhafinu við landamæraeftirlit. Fyrst var Ægir sendur til að bjarga flóttamönnum og síðan tók Týr við. Halldór segir að þetta verkefni sé með þeim eftirminnilegustu á ferlinum. „Maður sér nú hlutina öðrum augum eftir að hafa séð og upplifað þessa hluti úti,“ segir hann. „Við erum búin að bjarga yfir 2000 manns. Mest tókum við um borð 360 manns, 25 til 30 mílur norður af Lýbíu. Það var í rauninni allt of mikið af fólki sem við tókum um borð þá en maður getur náttúrulega ekki farið að skilja eftir fólk í hriplekum bát,“ segir Halldór. Þeir voru í sambandi við stjórnvöld í Róm og úr varð að þeir þurftu að fara með fólkið til Taranto á suðausturhluta Ítalíu í staðinn sem er ansi löng sigling og miklar vökur hjá áhöfninni. Skömmu fyrir þetta atvik lenti Halldór í því að draga skip í land sem var að koma frá Tyrklandi. „Við fundum skipið mitt á milli Ítalíu og Grikklands. Það var mjög slæmt veður þannig að það var alveg útilokað að setja út báta til að sækja

Baldur, sjómælingarbátur MYND: Jón Páll Ásgeirsson

SJÁVARAFL NÓVEMBER 2016

25


fólkið. Mikið var af konum og börnum þannig að eina ráðið var að draga skipið í land,“ segir hann. Þetta var gripaflutningaskip þannig að það var skelfilegur aðbúnaður hjá fólkinu sem var alls 360, að sögn Halldórs. Skipið varð olíulaust mitt á milli Ítalíu og Grikklands skömmu eftir að þeir komu að því. Hann segir að talið hafi verið að þeir, sem fengu þetta skip til að flytja flóttamennina, hafi tekið við peningum frá fólkinu, látið skipið sigla af stað og kennt fólkinu lauslega á sjálfsstýringuna og flúið frá borði í framhaldinu. Annað hvort hafi þeir flúið frá borði eða dulbúið sig sem flóttafólk. Heppnir hingað til „Við erum aðeins með fjárveitingu til að vera með eitt skip úti. Þannig að nú skiptast þeir á að sigla hér heima, Týr og Þór. Við erum búin að leggja

Ægi því ekki er fjárveiting til að gera hann út,“ segir Halldór. Þannig að Landhelgisgæslan getur haldið úti einu skipi með tveimur áhöfnum. Hann vill meina að það sé algjört lágmark að vera með tvö skip úti. „Mín óskastaða væri sú að vera með þrjú skip í rekstri, það er alltaf tvö úti og eitt í landi. Það styttir svo mikið tímann ef eitthvað gerist til dæmis fyrir austan og varðskipið er fyrir vestan. Það tekur marga klukkutíma að komast á slysstað,“ bendir Halldór á. Það sé því alls ekki réttlætanlegt að vera einungis með eitt skip úti. Hann segir að þeir hafi verið heppnir hingað til en hann spyr sig hvenær kemur að því að sú heppni hætti að fylgja þeim.

HBN á Árvakri 1975, nýkominn úr koju, enginn maður með mönnum nema vera vel hærður. Þessi tekin rétt fyrir nefbrotið.

Þrjár bjarganir á einum sólarhring Halldór segir að eftirminnilegasti dagurinn í starfi með Landhelgisgæslunni hafi verið í júlí 1993. Þá lenti hann í þremur björgunum sama sólarhringinn. Dagurinn byrjaði á því að það kom útkall á gömlu þyrluna þeirra, Sif, en það hafði orðið bílslys norður í Ísafjarðardjúpi. „Við flugum þangað um nóttina en þar voru tvær ungar stúlkur sem lentu útaf á bíl. Við fluttum þær til Reykjavíkur og þetta var búið um þrjú um nóttina,“ segir hann. Eftir að hafa farið heim að leggja sig eftir atburði næturinnar þá kom annað útkall í hádeginu á stóru eftirlitsvél Gæslunnar. „Þar fór ég um borð sem leiðangursstjóri. Þá var leitað af vestfirskum sjómanni sem var týndur. Hann tilkynnti sig ekki úr höfn og það voru aðstandendur sem voru farnir að óttast um hann,“ segir Halldór. Þeir voru ræstir út og þeir flugu vestur. Eftir talsvert langa leit tókst þeim að finna þennan trillusjómann. Þeir

HBN í Tý. Námsferð með Tý veturinn 1978-79 þá fóru stýrimannanemar með varðskipunum. Þarna verið að stinga út í sjókorti.

Hásetar á Ægi sumarið 1977. HBN lengst til hægri. Þessir fóru allir í Stýrimannaskólann. Þarna eru þeir við steypuvinnu með þyrlu í Hornbjargsvita.

26

SJÁVARAFL NÓVEMBER 2016


Mynd tekin þegar HBN vann í Madrid 2010 sem „National Officer“ vegna Frontex verkefna í Miðjarðarhafi, nýkominn úr eftirlitsflugi með Spánverjum.

augabragði var skútusjómaðurinn kominn um borð í þyrluna. „Hann sagði mér síðar þessi drengur að hann mundi eftir að hafa séð þá og ljósin þegar þeir voru komnir á staðinn til að leita en hann mundi ekkert eftir slagsmálunum við sigmanninn,“ segir hann. Þannig að þetta var ótrúlegur dagur fyrir Halldór þar sem hann lenti í þremur björgunum á innan við 24 klukkustundum. „Þetta gat líka ekki farið betur. Við kláruðum öll þessi verkefni,“ segir hann og bendir á stundum lenda menn í Landhelgisgæslunni í svona dögum en fyrir hann hafi þetta verið mjög eftirminnilegt og sérstakt. fundu lítinn gúmmíbát í mikilli brælu 20 sjómílur vestur af Kópanesi eftir nokkrar klukkustundir en hann var búinn að vera í bátnum í um 30 klukkustundir, að sögn Halldórs. „Hann var orðinn kaldur og lúinn eftir að hafa verið í brælu í 30 tíma í litlum gúmmíbát,“ segir hann.

Athygli - Effekt - Sigurgeir Jónasson ljósmyndari

Hefði ekki getað farið betur Eftir þessa björgun fór Halldór aftur heim en hann hélt að deginum væri þar með lokið. Svo var ekki því fljótlega kom útkall á þyrluna en hann var enn á bakvakt. Þá var skútusjómaður týndur út á Skerjafirði. „Við erum ræstir út. Útkall ALFA þar sem menn þurfa að flýta sér eins mikið og hægt er. Þannig að ég hentist út og keyrði eins hratt og ég gat,“ segir Halldór en fyrir heppni var lítil umferð vegna vikuloka fyrir Verslunarmannahelgi. Hann brunaði út á flugvöll og fór í loftið á mettíma. Eftir kortersleit fundu þeir sjómanninn. „Við sáum bara hönd upp úr sjónum. Hann var í vesti sem bjargaði honum en hann var ekki í flotgalla,“ útskýrir hann.

Sjómaðurinn var búinn að vera í klukkustund í sjónum svo hann var kaldur og hrakinn, að sögn Halldórs. Hann bætir við að sigmaðurinn hafi lent í hálfgerðum slagsmálum við sjómanninn því að sjálfsbjargarviðleitnin sé svo mikil að sigmaðurinn náði ekki að koma björgunarlykkju undir báðar hendur mannsins. Sjómaðurinn læsti sig við sigmanninn og vildi ekki sleppa. „Þetta leit ekki vel út, það var komið svartamyrkur þegar þetta var,“ lýsir Halldór. Úr varð að þeir fóru með þyrluna alveg niður við sjó til að hafa hífinguna nógu stutta. Þetta gekk allt saman upp og á

Brýnt að viðhalda þekkingunni Það er mjög mikilvægt að lesa vel í brimið og allar aðstæður þegar velja á réttan stað til lendinga á gúmmíbátum, að mati Halldórs. „Í gamla daga fór maður í sjógalla og klæddi sig vel í föðurlandið og fór í björgunarvesti. Maður lenti oft í alls konar svaðilförum. Ég lenti einu sinni í því að hvolfa bát við Hornbjargsvita í svartamyrkri,“ lýsir hann. Þeir fóru reglulega með matvæli í vita og segir

Vinnslustöðin hf.

óskar starfsfólki sínu til lands og sjávar, Vestmannaeyingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með ósk um farsæld og frið á nýju ári. Hafnargata 2 • 900 Vestmannaeyjar • Sími 488 8000 • vsv@vsv.is • vsv.is

SJÁVARAFL NÓVEMBER 2016

27


Halldór að þeir hafi verið heppnir að lenda upp á brimskafli í þessu tilfelli en þeir sópuðust í land með briminu þar sem bátnum hvolfdi. Það hafi einnig verið pressa á þeim að klára verkið vegna Þorskastríðsins. „Okkar beið ærið verkefni að halda bretanum frá veiðum en þetta var í janúar 1976,“ bætir hann við. Aðferðin við að lenda í brimi er aðallega tvenns konar. Það er hægt að nota svokallaðan dreka en það er lítið akkeri sem er slakað út fyrir utan brimgarðinn. Svo er báturinn keyrður fulla ferð í land en þá verður að varast að láta spottann ekki flækjast fyrir. Svo er bátnum snúið þegar komið er upp í fjöru og hann dreginn undan briminu. Þá er lítið akkeri komið fyrir utan brimið og

kaðalspotti alla leið í land. Halldór segir að það hafi verið einstaklega hentugt að nota þessa aðferð í gamla daga því engir voru flotgallarnir og þá var verra að vaða út í sjóinn. Þannig hafi verið hægt að tosa sig út á spottanum og keyra jafnvel mótorinn með. Mikilvægt sé að setja drekann nógu utarlega til að forðast að hann festist til dæmis í þara. Hins vegar er núna mikið farið að nota þá aðferð að stilla bátnum upp þannig að hann er tilbúinn í briminu og svo er hann keyrður áfram á fullri ferð. „Það er í sjálfu sér ágætt, því þá ertu laus við spottann, en þá ertu ekki í góðum málum ef mótorinn bilar eða menn reka niður skrúfuna eins og oft hefur komið fyrir,“ bendir Halldór á.

Og þá er báturinn ennþá inn í briminu. Hann segir að hann hafi verið svokallaður drekamaður og viljað frekar nota fyrri aðferðinni sem hér er lýst. Misjafnar skoðanir séu hvora aðferðina eigi að nota og sitt sýnist hverjum. Mikilvægt er að viðhalda þekkingunni á brimlendingum, að mati Halldórs. Hann segir að ungu strákarnir þekki þetta ekki eins og sjómennirnir í gamla daga því hætt sé að fara í vitana. Þó sé verið að reyna að hafa æfingar því að þessi reynsla nýtist vel við ýmsar aðstæður og telur Halldór að nauðsynlegt sé að glata ekki þessari þekkingu. Nefbrotnaði og lenti á spítala

HBN í brúarglugga Ægis, tekin þegar hann var að leggja Ægi að bryggju í Reykjavík.

HBN og Höskuldur. Myndin tekin við komu Þórs í fyrsta sinn til Reykjavíkur í lok okt.2011, hann sýndi Höskuldi heitnum, fyrrverandi skipherra og læriföður sínum hér á árum áður Þór. HBN var á Baldri allan tímann með Höskuldi sem háseti í síðasta þorskastríðinu og var Höskuldur harður við Bretana kallinn, gaf ekkert eftir.

Áhöfn Árvakurs við 200 mílna útfærsluna 15 okt.1975 (slasaðist þarna um borð í des 1975 nefbrotnaði). Árvakur þótti of lítill í slaginn við Breta og því leigðum við Baldur. HBN 3 frá vinstri í aftari röð.

28

SJÁVARAFL NÓVEMBER 2016


Halldór lenti einu sinni í slysi við brimlendinu. Það gerðist í desember árið 1975 en þá var hann að ná í gashylki í vita í Höskuldsey á Breiðafirði en það hafði slokknað á honum. „Við tókum öll gashylkin úr vitanum og drógum þau niður í gúmmíbátinn sem var í fjörunni. Og meðan við erum að þessu þá versnaði veðrið en við vildum náttúrulega komast út í skip,“ segir hann. Þeir höfðu ekki í hyggju að verða veðurtepptir svona rétt fyrir jól svo þeir ákáðu að fara út í brimið. „Ég er fremstur í bátnum og við fáum á okkur brot og báturinn er svo þungur, með tíu til tólf gashylki, þannig að við skellum saman,“ útskýrir Halldór.

Hann skall með andlitið á hnakkann á næsta manni og hálfrotaðist. Hann telur að þeir hafi verið heppnir að hreinlega skola ekki fyrir borð. Halldór nefbrotnaði og fékk heiftarlegan heilahristing en þeir komust þó út í skip. Hann endaði inn á spítala í Stykkishólmi en komst heim á aðfangadag. „Það er nú ennþá skakkt á mér nefið síðan þetta gerðist, þannig að maður er nú búinn að lenda í ýmsum svaðilförum í gegnum árin,“ segir Halldór að lokum.

Myndir frá fjörulendingu í Hornbjargsvita. MYNDIR: Jón Páll Ásgeirsson

Ægir - MYND: Jón Páll Ásgeirsson

SJÁVARAFL NÓVEMBER 2016

29


Áhöfn Varðskipsins Baldurs í þorskastríðinu um 200 mílurnar tekin í jan.1976. HBN þriðji frá vinstri í miðröð. Höskuldur Skarphéðinsson skipherra í miðið í efstu röð.

Ægir - MYND: Jón Páll Ásgeirsson

30

SJÁVARAFL NÓVEMBER 2016


Gjafir handa honum

Adax CPH herrataska

Helgar-íþróttartaska

25.800 kr.

34.100 kr. Herrataska

26.800 kr.

Herrahanskar

7.900 kr.

Dömutöskur

18.300 og 16.300 kr.

Gjafir handa henni Helgar-íþróttartaska

10.900 kr.

ADAX umslag

16.500 kr.

Dömuhanskar með kanínuskinni

11.200 kr.

Tösku og hanskabúðin Laugavegi 103, 105 Reykjavík | S: 551-5814 | www.th.is


32

SJÁVARAFL DESEMBER 2016


Eplin sem skiluðu sér á aðfangadagskvöld Bára Huld Beck

„Þ

egar við komum heim, eftir að hafa látið vita um komu eplanna, fundum við svo sannarlega að eplin voru komin, því angan þeirra mætti okkur um leið og við opnuðum útihurðina heima.“ Þannig lýsir Snæbjörn Ásgeirsson upplifun sinni af jólunum 1947. Allfræg er orðin sú saga þegar Örninn fór svaðilför til Reykjavíkur að sækja epli fyrir verslun Páls Friðbertssonar og Kaupfélagið á Flateyri. Skipverjar lentu í miklum vandræðum á leið sinni til baka með eplin vestur en blindbylur skall á og talstöðvar brotnuðu. Hér kemur lýsing á þessum viðburðaríku dögum fyrir jólin 1947. Veðurútlið slæmt Rétt fyrir jólin tíðrætt ár barst sú bón frá Páli Friðbertssyni til Gísla Guðmundssonar, skipstjóra á Örninni, að hann færi suður og sækti epli fyrir jólin fyrir Pál og verslun Ásgeirs Guðnasonar á Flateyri. Örninn var rúmlega 18 tonna bátur, smíðaður í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar á Ísafirði árið 1942. Kaupfélagið á Suðureyri var búið að fá epli og appelsínur en verslun Páls hafði ekki fengið slíkan munað. Vegna tengsla þeirra Páls og Gísla, en þeir voru tengdabræður, ákvað Gísli að fara suður og hjálpa þannig til þrátt fyrir slæmar veðurhorfur. Með í för var Egill Kristjánsson vélstjóri og tveir ungir hásetar, Marteinn Friðbertsson og sonur skipstjórans Gísli Gíslason, en þeir voru aðeins 16 ára gamlir. Veðurútlit var slæmt en samt var tekin sú ákvörðun að fara. Lagt var af stað snemma morguns 22. desember og komu þeir til Reykjavíkur um miðjan dag á Þorláksmessu. Harðákveðinn að halda áfram Þeir lestuðu bátinn og eftir tvo klukkutíma voru

þeir tilbúnir til brottfarar vestur. Lestin varð alveg full þar sem ákveðið var að taka einnig epli til að flytja vestur fyrir Kaupfélagið á Flateyri. Helgi nokkur Ibsen fékk að fljóta með en hann hafði verið á togara frá Reykjavík og langaði að fara vestur í jólafrí. Gísli sagði frá því síðar að hann hafi verið lattur til að leggja aftur af stað þar sem veðurspáin var ekki góð. Hann var þó harðákveðinn að halda áfram enda var hann búinn að lofa því að koma til baka fyrir jól.

Haldið var af stað og þegar hér er komið sögu er komin vestanbræla og á leiðinni vestur undir Jökul kastaðist báturinn á hliðina svo að talstöðvarsendirinn datt niður á gólf og brotnaði. Eftir þetta gátu þeir einungis hlustað í gegnum móttökutæki í útvarpinu en ekki haft samband við land. Einnig hafði mikill hluti af talstöðvargræjunum verið farinn af skrúfunum og undir kabissuna svo ekki var hægt að kalla.

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

33


Matar- og svefnlausir Gísli og Egill stóðu vaktina og þegar þeir voru komnir undir Skorina austan við Látrabjarg vildi Egill fara fram í og elda eitthvað áður en lagt væri í Látraröstina. Gísli tali ekki þörf vera á því en þegar þeir þeir komu að röstinni tók norðaustan stórviðri á móti þeim. Þeir voru því matarlausir því eftir þetta var ekkert hægt að hita því allt var fullt af ösku og drasli eftir velkinginn. Þeir fengu sér ekki einu sinni epli þar sem það þótti þjófnaður. Í frásögn Egils kemur fram að Gísli hafi nú ekki látið bilbug á sér finna og héldu þeir áfram ótrauðir. Þess ber að geta að Gísli stóð við stýrið alla leið til Súgandafjarðar án svefns og matar. Morguninn eftir var lýst eftir bátnum þar sem ekkert hafði frést af þeim. Páll hafði sett tilkynningu í útvapið og lýsti Gísli því þannig að Páli hafi orðið dauðhræddur og iðrast þess að

hafa fengið þá af stað suður. Honum hafi fundist hann bera ábyrgð á lífi þeirra í þessari helvítis vitleysu. Og ekki voru menn bjartsýnir í þessu veðri að nokkur smábátur væri ofansjávar. Talið var að þeir hefðu leitað inn í einhvern fjörðinn í var. Stærri skipin voru komin í var og spurðu menn hvorn annan hvort þeir þekktu þennan skipstjóra sem hlyti að vera löngu dauður. Sonur Gísla skipstjóra, Friðbert Elí, er sagður hafa svarað því játandi en hann var skipverji á öðru skipi. Lönduðu á Flateyri „Ekki var um að villast; þarna var bátur kominn. Var nú staðið upp frá borðum; við gengum í hús og létum þá, sem pantað höfðu epli, vita að nú væri stundin upp runnin. Skráð var í bók hve mörg kíló hver og einn fékk en peninga var ekki talað um. Vel gekk að vigta og afgreiða.“ Þannig lýsir Snæbjörn komu þeirra félaga á Flateyri.

Þeir komu til Flateyrar snemma á aðfangadagskvöld svo ekki mátti tæpara standa og voru fréttir um afdrif bátsins fólki til mikils léttis. Á Flateyri lönduðu þeir helmingnum af farminum og ákváðu að halda áfram til Súgandafjarðar með hinn helminginn. Þetta þótti ekki hyggilegt þar sem siglingin fyrir Sauðanes var talin mjög erfið í sterkum norðaustanstreng. Egill greinir frá því að Gísli hafi ekki tekið annað í mál en að halda áfram og það varð úr. Enn fremur taldi Egill Örninn einstaklega lagheppinn og þakkaði hann því, auk skipstjórnarhæfni Gísla, fyrir að komast á leiðarenda. Bætti tveimur mínútum við En áfram héldu þeir í miklum byl, siglingatækjalausir eins og áður segir, og þurftu þess í stað að treysta á áttavita og klukkuna. Það

ÖRN ÍS 566 Vélbáturinn Örn var smíðaður í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar á Ísafirði árið 1942. Samkvæmt mælibréfi er hann 19 brl. Var báturinn nefndur „lærlingurinn“ því hann var að miklu leyti smíðaður af nemendum Marsellíusar í skipasmíði. Örn var smíðaður fyrir Örnólf Valdimarsson á Suðureyri við Súgandafjörð. Árið 1966 eignaðist Torfi Björnsson bátinn og var hann í hans eigu allt til ársins 1992 er hann afhenti Byggðasafni Vestfjarða bátinn til varðveislu. Bátnum var m.a. haldið út til rækjuveiða í Ísafjarðardjúpi og var hann í notkun allt til ársins 1991 er hann var tekinn af skrá. (Byggðasafn Vestfjarða).

34

SJÁVARAFL DESEMBER 2016


sást illa á klukkurnar vegna myrkurs og var Egill sendur niður í vélarrúm með ströng fyrirmæli um að láta vita um tiltekinn tíma, sem Gísli sagði til um. Egill lýsti því síðar að hann hefði verið skíthræddur um að þeir færu í land og bætti hann því alltaf tveimur mínútum við tímann. Þegar komið var inn í Súgandafjörðinn sá Gísli í land norðan við fjörðinn en þannig komst hann að því að Egill hafði ekki farið rétt með tímann. Ef svo hefði verið hefði Gísli átt að sjá fyrst í land við brjótinn utan við Suðureyri. Egill undraðist alltaf nákvæmt tímaskyn Gísla en þorði aldrei að segja honum sannleikann um mínúturnar tvær.

Eplin komin á leiðarenda Þeir komu að bryggju seinna á aðfangadagskvöldi á Suðureyri og var strax byrjað að hlaupa um þorpið með jólaeplin. Samkvæmt Gísla var fyrsti eplakassinn sem fór í land á Suðureyri sendur heim til hans. Egill sagði síðar að þetta hefðu verið einu jólin sem hann hafði alveg týnt en hann svaf langt fram á næsta dag. „Viss er ég að allir, sem hlut áttu að máli, voru sælir og ánægðir og luku jólamatnum, – með angandi, safarík epli í eftirrétt.“ Þannig lýkur Snæbjörn frásögn sinni af eplunum sem komu á aðfangadagskvöld 1947.

Heimildir: • Byggðasafn Vestfjarða. • Viðtal við Egil Kristjánsson á Suðureyri í Sjómannadagsblaði Vestfjarða 2001. • Frásögn sem hangir á veggnum í Skóbúðinni á Ísafirði sem Björg Sveinbjörnsdóttir og Valda Braziunaite reka. • „Þeir gátu ekki þagað nema í sex daga“ Viðtal við Gísla Guðmundsson í Þjóðviljanum 1. júní 1980. • Frásögn Snæbjörns Ásgeirssonar á Minningarsíðu um hjónin Ásgeir Guðnason og Jensínu Eiríksdóttur.

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

35


SĂŚtĂŚkni Strandaskel


Smiðjuvegur 74 • GUL GATA • 200 Kópavogur

Innréttingar og Tæki

Kaliber ehf Laxa fiskeldi ehf

VIÐHALDSSTJÓRI SKIPULAG · FRAMKVÆMD · SKRÁNING


Inngangur: Kristjana Ingólfsdóttir segir að það eina sem sé hægt að treysta á þegar kemur að landlegum hjá Júlíusi Hallgrímssyni, eiginmanni hennar, sé að hann komi í land fyrir jólin. Tilhlökkunin sé því mikil þegar jólin nálgist. Hún segir að þó að Júlli nái ekki að taka mikinn þátt í jólaundirbúningnum sjálfum sé dýrmætt að vita til þess að hann komi heim. Hún reyni að hafa sem mest tilbúið svo að þau geti notið tímans saman.

Jólin - tvöföld tilhlökkun Ó Alda Áskelsdóttir

hætt er að segja að sjórinn hafi skipað stóran sess í lífi Kristjönu. Hún hefur alla tíð búið í Vestmannaeyjum þar sem sjórinn umlykur hana allt um kring. Faðir hennar, Ingólfur Grétarsson var sjómaður þegar hún var að alast upp og eiginmaður hennar Júlíus Hallgrímsson hefur verið á sjónum nær alla þeirra búskapartíð. Hún þekkir því sjómannskonulífið eins og lófana á sér. “Það erfiðasta við að vera sjómannskona eru langar fjarverur Júlla. Hluta úr ári landar Huginn, skipið sem hann er á, á Austfjörðum og þá geta liðið vikur án þess að hann komi heim,” segir Kristjana og bætir alvarleg við: “Jafnframt er erfitt að gera plön fram í tímann og flest sem við gerum er ákveðið með stuttum fyrirvara enda ómögulegt að vita hvenær hann kemur nákvæmlega í land. Það hefur oft komið fyrir að við höfum ákveðið að taka þátt í einhverju skemmtilegu þegar útlit hefur verið fyrir að hann yrði kominn í land en það svo brugðist. Þegar mikið stendur til tekur Júlli frítúr til að vera viss um að vera í landi.”

38 18

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

Fjölskyldan sameinuð á ný. Ásta Björt Júlíusdóttir, Kristjana Ingólfsdóttir, Júlíus Hallgrímsson og Hallgrímur Júlíusson.


Jólabörn Kristjana sem er að jafnaði afskaplega glaðlynd og hláturmild er fljót að taka gleði sína á ný þegar jólin bera á góma. “Ég er mjög mikið jólabarn og það er Júlli líka. Það eina sem ég get verið viss um er að hann er heima um jólin. Kannski skipa jólin svona stóran sess í hjarta mínu vegna þess að pabbi var á sjó þegar ég var að alast upp og svo maðurinn minn. Þegar jólin fara að nálgast finn ég fyrir tilhlökkun því ég veit að von er á Júlla í land eins og ég vissi að von væri á pabba þegar ég var að alast upp.” Það fer ekki fram hjá neinum sem þekkja Kristjönu að hún leggur metnað í að halda fallegt heimili. Hún nostrar við hvern krók og kima, eins og hún nostrar við fólkið sitt. Það kemur því engum á óvart að heimilið er fallega skreytt fyrir jólin. “Ég elska að skreyta og dreg skrautið oftast fram í nóvember. Það stjórnast dálítið af því hvenær

aðventan hefst hversu snemma ég byrja,” segir Kristjana og í röddinni má greina tilhlökkun. “Ég reyni stundum að halda aftur af mér en í ár lét ég eftir mér að skreyta arininn og setja upp jólastjörnu um miðjan nóvember. Mér finnst svo gaman að skreyta og hafa fallegt í kringum mig.”

Undirbúa jólin saman að þessu sinni Eins og hjá svo mörgum sjómannskonum kemur það í hlut Kristjönu að sjá að mestu leyti um jólaundirbúninginn á heimilinu. “Sjómenn Systkinin Ásta Björt og Hallgrímur vinna erfiðisvinnu og eru oft langþreyttir þegar þeir koma í land. Ég reyni því að geyma eins fá verk og ég get fyrir Júlla. Hans bíður þó oftast að setja upp jólaljósin sem eru utandyra. Ég vil frekar að við njótum samverunnar og getum gert okkur dagamun þegar hann kemur heim. Farið

Hjónin á góðri stundu.

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

39


Tröllið óurlega á þrettándanum

saman á jólahlaðborð og notið þess sem eftir lifir aðventunnar. Ég myndi auðvitað vilja að við gætum undirbúið jólin meira saman en það er bara ekki í boði þegar annar aðilinn er fjarverandi.” Þessi jól verða þó undantekningin frá reglunni. “Júlli er búinn að róa stíft undanfarna mánuði. Hann kom því óvenju snemma í land núna. Ég hlakka alveg óskaplega til að fá hann heim og geta aldrei þessu vant notið jólaundirbúningsins með honum. Það verður ný reynsla,” segir Kristjana og skellir upp úr. Það verður nóg að gera hjá þeim hjónum. Hjá landkröbbum dreifast matarboð og aðrir viðburðir nokkuð jafnt yfir árið en hjá sjómannsfjölskyldum gildir annað lögmál. Það þarf að nota þann tíma sem sjómaðurinn er heima. “Þegar Júlli kemur heim má segja að það lifni yfir öllu þrátt fyrir að ég lifi auðvitað mínu lífi og geri ýmislegt skemmtilegt með vinkonum mínum og fjölskyldu í fjarveru hans. Okkar bíður t.d. núna að fara eina helgi með áhöfninni á Huginn á hótel í Reykjavík, borða góðan mat og njóta jólastemningarinnar í höfuðborginni, ásamt því að njóta aðventunnar með vinum og fjölskyldu.”

Hallgrímur með lítinn frænda að skoða tröllið hræðilega sem hefur verið í fjölskyldunni í 30 ár.

40 18

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

Fjölskyldan sameinast á ný Margir bregða undir sig betri fætinum og halda jólin í sól og hita á fjarlægri sólarströnd en slíkt kemur ekki til greina hjá Kristjönu og Júlla. Hún segir að eins dásamlegt og henni finnist að vera í sólinni geti hún ekki hugsað sér að vera að heiman um jólin. “Okkur finnst gaman að halda jólin hér heima og njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum. Hallgrímur sonur okkar hefur verið uppi á landi að læra flug undanfarna tvo vetur en kemur heim um jólin. Ég hlakka óskaplega mikið til að fá hann heim og að fjölskyldan sameinist á ný, að við verðum öll fjögur saman því það er stundum dálítið tómlegt í kotinu hjá mér og Ástu Björt, dóttur minni, þegar þeir eru báðir að heiman.” Rétt eins og í flestum öðrum fjölskyldum eru fastir jólasiðir hjá Kristjönu og hennar fjölskyldu. “Hér áður fyrr keyrðum við alltaf jólapökkunum út á aðfangadag en höfum fært þá hefð yfir á Þorláksmessu. Í hádeginu á aðfangadag förum við í súpu til foreldra Júlla og um kvöldið borðum við svo hamborgarhrygg og heimalagaðan ís og þá er annaðhvort mamma eða pabbi í mat hjá okkur. Á jóla dag er svo stórfjölskyldan hans Júlla með jólaboð sem er haldið í sal úti í bæ. Þar er mikið líf og fjör enda dansað í kringum jólatréð, þeir sem kunna á hljóðfæri skemmta okkur, við spilum vist og svo borðum við auðvitað heimagerðar kræsingar.” Kristjana segir að á annan í jólum sé takturinn aðeins hægari. “Við tökum því rólega fram eftir degi en hittum svo fjölskylduna mína þegar líða tekur á daginn.” Trylltur þrettándi Eyjamenn eru meistarar þegar kemur að því að gera sér glaðan dag. Á þrettándanum er mikil hátíðahöld í bænum. Þá gagna fylgtu liði álfar, tröll og jólasveinar ásamt Grýlu og leppalúða um eyjuna. Herlegheitin enda svo með brennu og flugeldasýningu. Kristjana og fjölskylda taka að sjálfsögðu þátt í gleðinni. “Fyrir alla Eyjamenn og gesti er þetta mikil hátíð. Júlli er oftast heima á þrettándanum. Yfrileitt er ekki farið á sjóinn fyrr en eftir þann dag. Frá

Kristjana Ingólfsdóttir er lífsglöð og jákvæð að eðlisfari og hvers manns hugljúfi.

Ásta Björt álfap

rinsessa knúsar

jólasvein

því að hann var 13 ára hefur hann tekið virkan þátt í hátíðinni eða í 30 ár. Bæði börnin okkar hafa fetað í fótspor hans þannig að það er mikið um að vera. Fjölskyldan safnast svo saman að loknum hátíðarhöldunum í heitt skúkkulaði með rjóma og bakkelsi,” segir Kristjana og það má greina tilhlökkun í rödd hennar.


Hátíðarkveðjur Við sendum öllum landsmönnum til sjávar og sveita hátíðarkveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.


FAXAFLÓAHÖFN

Miðbakkin, ljósin tendruð í 52. sinn Þann 26. Nóvember voru ljósin tendruð á Hamborgartrénu á miðbakka Reykjavíkur. Þetta er í 52. sinn góðvinir í Hamborg senda jólatré til Reykjavíkurhafnar en fyrsta jólatréð kom árið 1965. Þessi fallegi siður er tileinkaður íslenskum togarasjómönnum sem silgdu á Hamborg með fisk straax eftir seinni heimstyrjöldina. Má þá minnast þess að sérstaklega er minnst að sjómennirnir gáfu svöngu og ráðalausu fólki á hafnarsvæðinu fiskisúpu á meðan að verið var að

Ljósmynd: fengin að láni á vef Faxaflóahafna

18 42

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

landa úr togaranum. Við athöfnina voru fulltrúar frá Hamborg sem fluttu ávarp um um leið og þeir afhentu gjöfina. Björn Blöndal, varaformaður Faxaflóahafna sf., þakkaði fyrir jólatréð fyrir hönd Faxaflóahafna. Staðgengill sendiherra Þýskalands á Íslandi, Diane Röhrig, ávarpaði gesti ásamt Dr. Sverri Schopka, fulltrúa Þýsk-Íslenskra félagsins í Þýskalandi. Athöfn lauk með því að gestum var boðið í heitt súkkulaði og viðeigandi bakkelsi í

Hafnarhúsinu, ásamt því að félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar léku jólalög. Á hverju ári síðan árið 1965 hefur Eimskipafélag Íslands flutt tréð endurgjaldslaust til Reykjavíkur. Í ár eru það landsvinafélögin í Hamborg og Köln sem styrkja þetta framtak. Faxaflóahafnir ásamt Þýsk-Íslenska viðskiptaráðinu hafa staðið fyrir skipulagningu að móttöku trésins.


Þjónustumiðstöð í sjávarútvegi Hafnarfjarðarhöfn • Óseyrarbraut 4 • 220 Hafnarfjörður Tel.: 414 2300 • Fax 414 230 • hofnin@hafnarfjordur.is

Allt fram streymir

Við þökkum viðskiptavinum og starfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og óskum landsmönnum öllum farsældar og friðar á nýju ári.

Saman náum við árangri

www.samskip.is

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

43


Alltaf sígild, alltaf ljúf

Bankastræti 2, 101 Reykjavík Tel: (+354) 551 4430 info@laekjarbrekka.is www.laekjarbrekka.is Let’s be friends! /laekjarbrekka

Viðskiptahúsið óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og færsældar á komandi ári 44 18

SJÁVARAFL DESEMBER 2016


Alhliða þjónusta í sjávarútvegi Við höfum allt frá upphafi haft það að markmiði að sinna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja hratt og örugglega í sátt við umhverfið. Skipaþjónusta Skeljungs veitir alhliða þjónustu í sjávarútvegi, útgerð og vinnslu til viðskiptavina félagsins. Við leggjum ríka áherslu á fyrirtaks þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein og munum halda því áfram um ókomin ár. Brandenburg | sía

Skeljungur — fyrir þá sem ferðast og framkvæma

Skeljungur hf.

| Borgartún 26 | 105 Reykjavík | 444 3000 | skeljungur@skeljungur.is | skeljungur.is

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

45


Hafnarsjóður Skagafjarðar

Hafnarsj Skagafja

46 18

SJÁVARAFL DESEMBER 2016


jóður arðar

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

47


HIN HLIÐIN

Kristján Traustason Fullt nafn: Kristján Traustason Fæðingardagur og staður: 26 ágúst 1975. Ísafjörður Fjölskylduhagir: Giftur og 4 börn Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Suðureyri við Súgandafjörð. Starf: Matsmaður á Örfirisey RE-4 Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Góð spurning? Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Ætli ég verði ekki að segja Valdimar Svavarsson. Það er bara einn Valdi. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Nei. Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Nú.... Kristján Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Ekki hugmynd. Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Vorið. Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna ? : Vera fjarri familíunni Eftirminnilega atvikið á sjó: Þegar okkur rak næstum upp í Grænuhlíðina en áhöfnin á Snorra Sturlu bjargaði okkur á síðustu stundu.. Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Hef aldrei horft á fótbolta. Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Skotfimi. Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Bæði. Siginn fiskur eða gellur: Siginn. Smúla eða spúla: Smúla. Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Laga til í stjórnkerfinu og útrýma spillingu. Eitthvað að lokum : Takk fyrir mig.

48 18

SJÁVARAFL DESEMBER 2016


Málning sem stenst ítrasta álag

· Skipamálning · Eldvarnarmálning · Smábátamálning · Mannvirkjamálning

Sérefni er umboðsaðili fyrir International Paint, sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á hágæðamálningu fyrir erfiðustu aðstæður. Málningin er hönnuð til að standast veðrun, seltu og öll veðurskilyrði.

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

49


Konan í brúnni

Á vaktinni í brúnni um borð í m/s Hvítanesi.

Alda Áskelsdóttir

S

igrún Elín Svavarsdóttir hefur marga fjöruna sopið enda fyrsta konan sem hóf nám við Stýrimannaskólann og sú fyrsta og eina sem lokið hefur “Lordinum” svokallaða frá sama skóla. Þegar hún var 17 ára munstraði hún sig á togskipið Mánatind en síðar lá leið hennar til Landhelgisgæslunnar. Þaðan hélt Sigrún til Nesskipa og sigldi um öll heimsins höf með fraktskipum þess fyrirtækis. Sigrún varði tveimur jólum í röð úti á sjó og þekkir því hvernig er að vera fjarri fjölskyldu og vinum. Sigrún var ekki há í loftinu þegar hún fór fyrst á sjó enda alin upp á Djúpavogi þar sem sjórinn er samofinn lífinu í þorpinu. “Ætli ég hafi ekki verið um 6 - 7 ára þegar ég fór að fara með pabba út á trillu. Hann var mikill veiðimaður, fór á skytterí og veiddi sel og fugla. Ég hafði mikinn áhuga á því öllu saman og fékk að fara með honum,” segir Sigrún og kímir þegar hún rifjar þetta upp. Á Djúpavogi, eins og í öðrum sjávarþorpum, tíðkaðist að börnin færu ung að vinna í frystihúsinu. “Þegar ég var 9 – 10 ára fékk ég

50 18

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

sumarvinnu í frystihúsinu. Ég hafði litla ánægju af þeirri vinnu og leiddist hún mikið.” Þegar Sigrún var á 14. ári hljóp hins vegar á snærið hjá henni. “Pabbi keypti sér stærri bát og ákvað að fara á skak um sumarið. Ég linnti ekki látum fyrr en hann samþykkti að ég fengi að róa með honum þetta sumar.” Úr dansskónum í slorgallann “Ég var frekar framlág þegar ég fór í fyrsta róðurinn með pabba. Ég hafði fengið að fara á ball í Breiðdal. Sá gamli bjóst nú sennilega ekki við að ég myndi láta verða að því að mæta um borð,” segir Sigrún og skellir upp úr en þeir sem þekkja hana vita að hún kallar ekki allt ömmu sína og er þrjóskari en andskotinn. “Ég rétt náði að skipta um föt og hljóp á eftir pabba þegar hann lagði af stað klukkan fjögur um nóttina. Veðrið var yndislegt, spegilsléttur sjór og sólin að koma upp. Ég man hvað mig syfjaði við vaggið í bátnum og malið í vélinni á útstýminu.” Þar með var teningnum kastað og framtíð Sigrúnar ráðin þó að hana hafi ef til vill ekki grunað það á þeirri stundu. “Næsta sumar réri ég einnig með pabba

Sigrún Svavarsdóttir hefur siglt um öll heimsins höf á stærstu fraktskipum Íslands. Hún var fyrsta konan til að innritast í Stýrimannaskólann og útskrifast þaðan.

á trillunni. Um veturinn lauk ég gagnfræðaprófi frá Eiðum og að því loknu kom einhvern veginn ekkert annað til greina hjá mér en að fara á sjóinn þar sem ég hafði engan áhuga á því að vinna í frystihúsinu.”


Stýrimaður að störfum um borð í Akranesinu

17 ára háseti Um líkt leyti og Sigrún lauk gagnfræðaprófi var togbáturinn Mánatindur keyptur til Djúpavogs. “Það ríkti mikil eftirvænting í bænum enda hafði aldrei verið gert út stærra skip frá Djúpavogi. Mér datt í hug að leita eftir plássi á skipinu. Það voru nú ekki allir sammála um að það væri góð hugmynd en mamma studdi mig og hvatti mig til að láta á það reyna.” Sigrún sat ekki við orðin tóm heldur skundaði af stað til Einars Ásgeirssonar, skipstjóra. “Hann tók mér vel en sagði að það væri búið að ráða kokk á skipið. Ég sagði honum hins vegar að ég væri ekki að

sækjast eftir því að vera kokkur heldur háseti.” Úr varð að Sigrún fékk plássið. “Það var ekki nægur mannskapur á Djúpavogi til að manna skipið og var því brugðið á það ráð að munstra um borð gamalgróna togarajaxla frá Hafnarfirði og Akureyri sem kölluðu ekki allt ömmu sína,” segir Sigrún kímin og bætir svo við: “Þessir strákar voru frábærir vinnufélagar. Þeir tóku mér einstaklega vel og létu mig aldrei finna annað en að ég væri fullgildur sjómaður rétt eins og þeir. Þeir kenndu mér til verka og betri kennara og skipsfélaga hefði ég ekki getað hugsað mér.”

Fyrst til að hefja nám í Stýrimannaskólanum Næstu misseri stundaði Sigrún sjóinn á ýmsum bátum sem gerðir voru út fyrir austan. Aðspurð um hvort hún hafi ekki liðið fyrir það að vera eini kvenmaðurinn um borð segir hún að svo hafi ekki verið. “Ég var bara alltaf ein af áhöfninni og það virtist ekki vefjast fyrir neinum. Á minni bátunum gat hins vegar verið dálítið flókið að vera kona þar sem aðstaðan bauð ekki upp á að maður gæti verið út af fyrir sig.” Nokkrir þeirra skipstjóra sem Sigrún sigldi með

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

51


hvöttu hana til að sækja sér skipstjórnarmenntun ef hún ætlaði að ílengjast á sjónum. “Mér fannst það í fyrstu galin hugmynd en eftir því sem ég hugsaði meira um það því betur leist mér á hana. Ég sá auðvitað að það yrði líkamlega auðveldara að starfa í brúnni en á dekkinu til lengdar.” Og aftur var það mamma Sigrúnar, Elín Gústafsdóttir, sem greip í taumana. “Mamma hvatti mig eindregið til að fara í Stýrimannaskólann og að hennar áeggjan sótti ég um og komst inn.” Stýrimaður á stærsta skipi flotans Eftir tveggja ára nám í Stýrimannaskólanum, útskrifaðist Sigrún með fiskiskiparéttindi og í framhaldi af því bauðst henni starf sem háseti hjá Landhelgisgæslunni. “Mér þótti það nú ekki alvöru sjómennska. Við sem vorum á fiskibátunum litum á þá hjá Gæslunni sem “sápusailora”. Sigrún lét þó tilleiðast enda átti hún orðið soninn Nökkva og þótti fjölskyldunni betra að vita af henni þar um borð en á smádalli úti á ballarhafi. Meðfram sjómennskunni lauk Sigrún svo þriðja árinu í Stýrimannaskólanum og tók svo fjórða árið eða “Lordinn” eins og það er kallað, auk útgerðartækni í Tækniskólanum. “Lordinn er nám fyrir þá sem m.a. stefna á skipherrastöðu hjá Landhelgisgæslunni,” segir Sigrún en áður en til þess kom að hún tæki við slíkri stöðu yfirgaf hún Landhelgisgæsluna. “Ég ákvað að færa mig yfir á fraktskip. Mig langaði til að sjá heiminn og kynnast honum. Ég sá að þar var leið til að tvinna saman vinnu og einhvers konar ævintýri.” Sigrún réð sig í framhaldinu á Akranesið, eitt skipa Nesskipa. “Akranesið var á þessum tíma stærsta flutningaskip íslenska flotans. Það var

52

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

Sigrún var stýrimaður á Akranesinu, stærsta fraktskipi íslenska flotans.

í sérverkefnum og við vissum sjaldnast hvert við vorum að fara þegar einu verkefninu lauk og annað tók við. Með Akranesinu sigldi ég á framandi staði sem ég hefði annars aldrei komið til. Þetta var mikið ævintýri en útilegan gat verið mjög löng.” Árin sem hún missti af jólunum Með lengstu túrum sem Sigrún fór á Akranesinu var á áttunda mánuð. “Ég var að safna mér fyrir íbúð og vann því bara eins mikið og ég gat. En ég get ekki leynt því að ég var orðin langþreytt eftir tæplega átta mánaða útiveru,” segir Sigrún. Nær öllu árinu 1983 varði hún því á sjó og þar á meðal

jólum og áramótum. “Þetta var skrýtinn tími og jólin ólík öllum öðrum jólum sem ég hafði upplifað. Það má eiginlega segja að þau hafi farið fram hjá mér þetta árið.” Aðventunni eyddu Sigrún og skipsfélagar hennar meira og minna í brunagaddi í Finnlandi en þaðan var haldið til Frakklands þar sem jólin voru haldin. “Það var nú ekki mikið gert úr jólunum um borð. Ég keypti mér þó jólaskraut í Finnlandi sem ég nota enn. Ég skreytti grein með skrautinu og hengdi upp í káetunni minni, svo kveikti ég stundum á kerti og hlustaði á jólatónlist en þetta var allt eitthvað svo óraunverulegt að mér leið ekki eins og það væri að koma jól.” Þegar aðfangadagur rann

Um borð í Salnesi að taka á móti lóðs.


tala í gegnum talstöð. Alþjóð gat því hlýtt á samtölin þannig að innihald þeirra var oft rýrt. Okkur í áhöfninni hafði ekki borist póstur lengi þannig að einu jólagjafirnar sem við fengum voru frá Kvenfélaginu Hrönn sem sendi öllum sjómönnum jólagjafir.” Erfið jól Þetta voru þó ekki einu jólin sem Sigrún átti eftir að eyða á sjónum því árið eftir var hún á Vesturlandinu og lét hún úr höfn á Þorláksmessukvöld. “Það var öðruvísi tilfinning en jólin áður. Við höfðum verið að lesta síld til Rússlands á Austfjarðarhöfnum og þar á meðal á Djúpavogi. Þá hitti ég í örskotsstund fjölskylduna og fékk jólapakka sem ég hafði með um borð. Þessi jól vorum við því á siglingu og gengum vaktir eins og aðra daga. Það var ekki mikill tími til að velta sér upp úr því að það væru jól. Við reyndum þó að gera okkur dagamun, fara í betri fötin og borða góðan mat.”

upp reyndi áhöfnin þó að gera sér glaðan dag og halda jólin hátíðleg. “Við skreyttum messann og klæddum okkur svo í betri fötin og borðuðum saman góðan mat klukkan sex.” Sigrún segir að hugurinn hafi óneitanlega hvarflað heim á þessari stundu. “Þarna hafði ég ekki hitt fjölskylduna mína í sjö mánuði og á þessum tíma var heldur ekki auðvelt að hringja heim. Þess í stað varð að

Þessi tvenn jól á sjó voru þó ekkert til að tala um miðað við jólin tveimur árum síðar. Hluti af áhöfninni sem hafði verið með Sigrúnu á Vesturlandinu var í áhöfn M/S Suðurlands þegar skipið fórst á jólanótt árið 1986. “Ég fékk hringingu á jólanótt frá útgerðinni þar sem þeir sögðu mér að Suðurlandið væri í hættu statt. Það var verið að búa okkur undir þær fréttir

sem við myndum fljótlega heyra í viðtækjum almennings. Það var hræðilegt að hugsa til þess að skipsfélagar mínir væru í orðsins fyllstu merkingu að berjast fyrir lífi sínu. Við biðum á milli vonar og ótta eftir nánari fréttum og tók sú bið mikið á. Nökkvi, sonur minn, átti mjög erfitt líka enda hafði hann verið með mér á sjónum um sumarið og þekkti alla þessa menn. Þær voru svo blendnar tilfinningarnar sem brutust út þegar við heyrðum að fimm þeirra hefðu bjargast en sex farist með skipinu. Á sama tíma gladdist maður yfir björguninni en fann til djúprar sorgar vegna þeirra sem fórust.” Þegar Sigrún er innt eftir því hvort að það hafi ekki hvarflað að henni að hætta á sjónum eftir þetta eða hvort hún hafi ekki fundið fyrir ótta er svarið mjög afdráttarlaust. “Nei það var aldrei spurning um að hætta og ég fann aldrei fyrir ótta þegar ég var sjó – það var sama hvað gekk á. Ég held að þetta sé bara eins og með lífið sjálft. Maður siglir bara áfram á sjálfstýringunni alviss um að ekkert muni henda mann og trúir því þar til annað kemur í ljós.”

Sigrún Svavarsdóttir.

Á leið um borð í Hvítanesið Í vinnu á vegum Landhelgisgæslunnar við að steypa sjómerki o.f. fyrir austan. SJÁVARAFL DESEMBER 2016

53


UPPSKRIFT

Saltkaramella með kurli og kruðeríi Elín Bragadóttir

Þá styttist óðum í jólin, að þessu sinni gefur Hrönn Hjálmars okkur uppskrift að saltkarmellu með kurli og kruðerí sem auðvelt er að gera og innihaldsefnin voru hollari en venjulegur sykur og flest full af næringu. Hrönn hafði farið á námskeið hjá Oddrúnu „heilsumömmu“ og lærði þar að gera allskonar góðgæti. Eitt af því sem hún lærði var að gera karmellu sem Hrönn telur að sé sú hollasta sem hún veit um. Aðalatriðið er líka að hún er svo einföld og það er ekki verra. Það má auðvitað setja hvað sem er saman við en útgáfan hennar Hrannar sem er tvennskonar er mjög góð og mæli ég með henni

Karamellan • 1 dl kókosolía (kaldpressuð) • 1 dl kókosmjólk (þykka í dósunum), mæli með Tai Choice • 0,5 dl hlynsýróp • 0,5 dl kókospálmasykur • Vanilluduft eða dropar • Smá salt (ég notaði lakkríssalt) Allt efnið er soðið vel saman og látið malla í ca 10 mínútur eða þar til karmellan er alveg freyðandi. Svo er að velja innihaldið. Uppskriftinni er skipt í tvennt eða um það bil og svo er bara að slumpa svolítið og gera uppskriftina að sinni Hnetur, kurl og kínóa: • ca 100 gr saxaðar Brasilíu og makadamíahnetur • 70 gr karamellukurl frá NS • ca 20 gr poppað kínóa Akkrísduft og poppað kínóa • 30 gr poppað kínóa • full tsk lakkrísduft (ég var með gróft duft

Að lokum er þessu hrært saman, pressað á plötu með smjörpappír og sett í frysti. Síðan er karmellan skorin í bita. Geymist svo frysti eða kæli og laumist í eftir þörfum :S

54 18

SJÁVARAFL DESEMBER 2016


PIPAR\TBWA • SÍA • 155696

LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND

SJÁVARAFL DESEMBER 2016

55


Áratuga reynsla í alhliða viðhaldi á skipum

Sími 511-2330

Grandagarði 18

101 Reykjavík

Hvalur


Hafnarsjóður Þorlákshafnar

SkipaSýn



Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is

kr.

24.900

pr. mán. án vsk.

Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.

Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is


GLEÐILEGA HÁTÍÐ TIL SJÁVAR OG SVEITA OG FARSÆLT KOMANDI ÁR


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.