SJÁVARAFL
Nóvember 2015 7. tölublað 2. árgangur
FRÍTT EINTAK
ELDISLAXIN EKKI SÍÐRI EN SÁ VILLTI
STEINAR MAGNÚSSON SKIPSTJÓRI
KRISTJÁNSBÚRIÐ
VEL HEPPNUÐ SJÁVARÚTVEGSRÁÐSTEFNA
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA 4 Hulda Herjolfsdóttir Skogland og Jóna Sólveig Elínardóttir hjá Nordberg Innovation 6 Tómas Þór Eiríksson Framkvæmdastjóri Codlands ehf 8 Kristinn Hjálmarsson Verkefnastjóri hjá Iceland Sustainable Fisheries 10 Steingrímur Einarsson Framleiðsla á Dropa jómfrúarþorskalýsi 12 Sjávarklasinn á Íslandi Jólamarkaður í Húsi sjávarklasans Þriðji verkstjórafundur sjávarklasans 14 Steinar Magnússon, skipstjóri, Unnið hjá Eimskip allan sinn sjómannsferil 18 Ótvíræðir kostir fyrir smábáta Rafknúinn framdrifsbúnaður fyrir minni fiskiskip 20 Vel heppnuð sjávarútvegsráðstefna að baki 22 Eldislaxinn ekki síðri en sá villti Fordómar á móti eldisfiski 24 Kristjánsbúrið minnkar slysahættu 26 Optimar Ísland Selt og flutt í Garðabæinn í húsnæði KAPP ehf 28 Nýjungar hjá Frjó Umbúðasölunni
Fiskur á dag, kemur skapinu í lag
M
ér finnst vel við hæfi að skrifa í þessum pistli mínum aðeins um nýliðna sjávarútvegsráðstefnu. Að mínu mati var ráðstefnan einstaklega vel heppnuð í alla staði og margar áhugaverðar málstofur voru í boði. Oftar en ekki lenti maður í hálfgerðum vandræðum því maður þurfti að velja á milli fyrirlestra. Að öllum öðrum ólöstuðum stóð einn fyrirlestur þó upp úr hjá mér að ráðstefnulokum og það var fyrirlesturinn hjá Simon Smith sem vinnur hjá Icelandic Seachill. Magnað að sjá hversu langt þeir hafa náð á stuttum tíma með Saucy fish vörurnar sínar og ég held að það sé margt sem við á klakanum mættum læra af þeim. Frábær markaðsetning og flottar vörur í boði. Simon talaði um að meðaleldunartíminn í nútíma þjófélagi hafi minnkað úr 60 mínútum niðrí 32 mínútur frá því árið 1980 og að margir séu ansi “hræddir” við að elda fiskinn og finnst fyrirhöfnin of mikil. Ég segi fyrir mína parta að mér finnst fiskur þrælgóður en er alltof löt við að elda hann. Finnst alltaf pínu vesen sem fylgir því að matreiða fisk en kannski á það ekkert meira við fisk hjá mér frekar en eitthvað annað, held ég sé bara meira svona löt að elda yfir höfuð (það segja foreldrar mínir allavega), enda ekki margir svangir munnar á mínu heimili og því oftar en ekki er auðveldar að hafa bara eitthvað létt og laggott í matinn eða jafnvel bara styrkja eitthvað af skyndibitakeðjunum í bænum.
30 Hin hliðin Uppskrift
Þegar kemur að því að elda fiskinn held ég að hugsunarhátturinn hjá fólki sé mikið eins og minn, fólki finnst þetta of mikið vesen og veit ekkert hvað á að gera við afurðina. Þess vegna fannst mér frábært framtak hjá Saucy Fish að búa til School of fish, þar sem að ungir grunnskólakrakkar voru fenginn til þess að sjá um öll störf á veitingastað, þar á meðal að elda fiskinn frá Saucy fish og viti menn börnin fóru létt með það og gerðu það með miklum glæsibrag. Að því sögðu held ég að ég geri þetta að lokaorðunum mínum að þessu sinni - Það geta allir eldað fisk, líka þú!
Útgefandi: Sjávarafl ehf. Grandagarði 16, 101 Rvk. Sími: 846 1783 / 899 9964 Ritstjóri: Sædís Eva Birgisdóttir seva@sjavarafl.is Ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir. hildur@sjavarafl.is Blaðamaður: Sigrún Erna Geirsdóttir sigrun@sjavarafl.is Vefsíða: www.sjavarafl.is Tölvupóstur: hallo@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson logijes@simnet.is Forsíðumynd: Joseph Hall Prentun: Prentment ehf.
Sædís Eva Birgisdóttir Ritstjóri Sjávarafls
Hildur Sif Kristborgardóttir Ábyrgðarmaður hildur@savarafl.is
2
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
Sigrún Erna Geirsdóttir Blaðamaður sigrun@sjavarafl.is
Logi Jes Kristjánsso Grafískur hönnuður logijes@simnet.is
Elín Bragadóttir Sölufulltrúi hallo@savarafl.is
fjarðarfrost
ný 10.000 tonna frystigeymsla eimskips
Þjónusta við sjávarútveginn er ein af grunnstoðum rekstrar Eimskips en með nýrri frystigeymslu í Hafnarfirði er félagið að fylgja eftir vaxandi umsvifum í greininni. Hafnarfjarðarhöfn er vel staðsett og býður upp á góða aðstöðu fyrir útgerðir.
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is
SKOÐUN Hulda Herjolfsdóttir Skogland og Jóna Sólveig Elínardóttir, hjá Nordberg Innovation
Viltu vaxa?
N
Nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins felur í sér mýmörg tækifæri fyrir lítil og meðalstór íslensk nýsköpunarog rannsóknarfyrirtæki. Áæltunin er sérstaklega hugsuð fyrir fyrirtæki sem hafa metnað og burði til að vaxa og alþjóðavæðast. Meginávinningurinn fyrir þá sem ná árangri innan áætlunarinnar er opnun inn á evrópska og jafnvel alþjóðlega útflutningsmarkaði. Fyrirtækin hafa þarna möguleika til að vinna sig upp í meistaradeild evrópskra nýsköpunarfyrirtækja og brjótast þannig út úr þeirri einangrun sem einkennir oft íslenskan markað og stuðningsumhverfi.
Í nóvember á þessu ári voru línurnar lagðar fyrir styrktarárin 2016-2017 og ljóst að lítil og meðalstór nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi hafa til mikils að vinna. Gildir það jafnt um nýsköpun og vöruþróun innan sjávarútvegs-, umhverfis- eða heilbrigðisgeirans. Nýsköpunaráætlunin (SME Instrument) veitir myndarlega styrki og sérfræðiaðstoð t.d. til að framkvæma fýsileikakannanir á markaðsmöguleikum vöru, til að gera nauðsynlegar rannsóknir eða kanna hugverkaréttarstöðu vörunnar. Öll nýsköpun á sviði tækni og vísinda er styrkhæf svo lengi sem hægt er að sýna fram á að hún hafi jákvæð og umbyltandi áhrif á sínu sviði. Kallað er eftir umsóknum fjórum sinnum ári á mismunandi sviðum. Hægt er að sækja í þrjá „fasa“ og geta fyrirtækin sótt um ein og sér eða með öðrum. Í fyrsta fasa snúast umsóknir um gerð fýsileikakönnunar og er styrkupphæðin 50 þúsund evrur. Í öðrum fasa er 1-3 milljónum evra veitt til rannsókna og þróunar með áherslu á kynningu og markaðsmál en þar er sérstaklega rýnt í vaxtarmöguleika og samkeppnishæfni vörunnar. Í þriðja fasa er veitt sértæk aðstoð við að nálgast fjárfesta og fjármagn. Allir fasarnir hafa það sammerkt að kanna tæknilega og/eða viðskiptalega burði vörunnar og fyrirtækisins til þess að ná árangri. Góð vara, gott fyrirtæki, ásamt vandaðri umsókn er forsenda árangurs en það gildir um þetta líkt og svo margt annað að þeir fiska sem róa.
Hulda Herjolfsdóttir Skogland
4
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
Jóna Sólveig Elínardóttir
Nordberg Innovation er þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við nýsköpunarfyrirtæki sem vilja sækja fram á alþjóðavettvangi. Þá veitir Nordberg líka ráðgjöf til fyrirtækja sem eru þátttakendur í stjórum alþjóðlegum verkefnum sem krefjast mikillar umsýslu.
„ Öll nýsköpun á sviði
tækni og vísinda er styrkhæf svo lengi sem hægt er að sýna fram á að hún hafi jákvæð og umbyltandi áhrif á sínu sviði.
“
Lykill
að bættum veiðum:
Þantroll ...breiðari opnun - bætir veiðarnar ...minni mótstaða á stærri togfleti ...heldur lögun vel á litlum hraða ...auðveld í köstun og hífingu ...minni titringur og lægri hljóðbylgur, lágmarka fiskfælni
Hampiðjan / Ottó / 30.11 2014
...yfirfléttaður kaðall með núningshlíf í mismunandi litum fyrir hvert byrði
– Veiðarfæri eru okkar fag
SKOÐUN Tómas Þór Eiríksson , framkvæmdastjóri Codlands ehf
Að finnast gaman í vinnunni
É
g las einhvers staðar tilvitnun í frægan aðila að ef manni finnst gaman í vinnunni þá þarf maður aldrei að vinna. Að vinna getur verið neikvætt orð og þá sérstaklega þegar maður er ungur. Líklega það góða við að mæta í vinnu á yngri árum var að fá útborgað!
að auka gæði vörunnar sem skilar sér í auknum verðmætum. Það er stanslaust verið að þróa virðiskeðjuna og mjög margir hlutir sem ekki er talað um eða ratar til eyrna aðila utan sjávarútvegsins. Þetta er eitthvað sem má alltaf kynna betur fyrir hagsmunaraðilum t.d. starfsfólki og fólkinu almennt í landinu.
Þegar ég mætti sem 11 ára gutti og fór beint í að rífa upp blautan fisk upp úr körum sem voru næstum hærri en ég og ég varð síðan rennandi blautur við þessa aðgerð er leið á daginn. Einnig var ég oft settur í að slá saltið af fisknum og hengdi síðan upp á færiband sem sleppir síðan fisknum niður á ákveðnum stöðum og þaðan pakkað í kassa. Ég hafði ekki hugmynd og engin hafði vakið áhuga minn á því að ég var að taka þátt í að búa til hágæða vöru sem spænskir foreldrar borguðu miklar fjárhæðir til að hafa í matinn fyrir fjölskylduna sína eða var borðað á fínum fínum veitingarhúsum í syðri hluta Evrópu. Síðan þegar heim var komið eftir langan vinnudag blótaði ég að það væri soðinn fiskur í kvöldmatinn eftir að hafa verið að vinna í fiski allan daginn. Mér fannst þetta ekkert skemmtilegt og stór þáttur í því var út af vanþekkingu á hvað ég væri í raun og veru að taka þátt í að búa til.
Ég vill taka sem dæmi eitt verkefni sem ein fiskvinnslan réðst í til að auka verðmæti og gæði vörunnar. Þessi umrædda fiskvinnsla eyddi fjárhæðum og mörgum vinnustundum í að þróa inn í sína vinnslu betra flæði vörunnar með það að leiðarljósi að láta flakið af fisknum aldrei falla milli færibanda sem kemur höggi á fiskinn. Allt þetta er gert til að viðhalda eða auka gæðin.
Nú þegar maður eldist og vonandi vitrast þá áttar ég mig betur á þeirri keðju sem kallast virðiskeðjan sem útgerðin hefur búið til og þróað. Þróunin hefur verið mögnuð og hefur það skilað sér í ennþá betri vöru. Sjávarútvegurinn hefur farið úr því að var hreinræktuð útgerð í hágæða matvælafyrirtæki þar sem gæði vörunnar er höfð að leiðarljósi. Unnið er alla daga að því
Í dag finnst mér mjög gaman í vinnunni, ég er að stuðla að og þróa vörur innan sjávarútvegsins. Að auka nýtingu á einni af okkar aðal útflutningsvöru, þorsknum. Það er gríðarlega spennandi og krefjandi verkefni sem tekur tíma. Það kostar þolinmæði og einnig þrautseigu að finna réttu leiðina. Það þarf að huga að miklu og sérstaklega áður en stórar fjárfestingar fara í framkvæmd. Það þarf að útiloka sem mestri óvissu og minnka áhættuna. Þegar talað er um að auka nýtingu á auka afurðum þá þarf líka að finna rétta farveginn fyrir þessar afurðir. Ein leið getur gefið meira en önnur og þetta er takmörkuð auðlind. Spurningin er hvernig nýtinguna samhliða að Með því að koma með er samhliða verið að
náum við að auka hámarka ávinninginn? nýja leið í nýtingu þá auka verðmæti allrar
virðiskeðjunnar. Aukin nýting getur kallað fram jákvæðari ímynd sem leiðir af sér jákvæð söluáhrif á aðal vöruna sem er þorskurinn. Það eru margir mjög spennandi og skemmtilegir hlutir að gerast innan sjávarútvegsins. Ég hvet alla til að kynna sér þennan spennandi geira sem Sjávarútvegurinn er. Ég sé oft talað og ritað um að sjávarútvegur höfðar ekki til ungs fólks en hann höfðar gríðarlega mikið til mín, kannski er ég bara að verða gamall.
„ Sjávarútvegurinn hefur farið úr því að var hreinræktuð útgerð í hágæða matvælafyrirtæki
“
FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur
Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita
» Sjálfvirk kassamötun
» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt
6
» Frábær hráefnismeðh.
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is
Pökkunarlausnin sem lagar sig að þinni framleiðslu Schur ® Star pökkunarlausnin býður upp á endalausa möguleika til að skara framúr, hentar fjölbreyttri pökkun fyrir matvæli og lágmarkar kostnað þar sem enginn viðbótarkostnaður fylgir mismunandi stærðum af pokum.
Minna flækjustig, endalausir möguleikar • Skipti á milli pokastærða tekur aðeins 1-3 mínútur • Möguleiki á pokum með hólfum og afrifum • Betri opnun á pokum sem auðveldar áfyllingu • ZipLock lokun • Vökvapökkun • Loftskipting • Enginn mótakostnaður • Lágmarkar pökkunarkostnað
FORNUBÚÐUM 5, 220 HAFNARFIRÐI S. 567 7860 • WWW.FRJO.IS • FRJO@FRJO.IS
SKOÐUN Kristinn Hjálmarsson , verkefnastjóri hjá Iceland Sustainable Fisheries
Eru tækifæri fyrir Íslendinga í umhverfismálum
S
kyldu vera tækifæri fyrir okkur Íslendinga í umhverfismálum? Við vitum alveg að hafið hefur verið forsenda velferðar á Íslandi. Hafið er forsenda þeirra lífsgæða sem við búum við. Það skiptir engu, yfir hverju við nöldrum í dægurmálunum, Ísland er í alþjóðlegum samanburði, eitt allra besta landið til að búa í og ala upp börnin sín í. Að því sögðu, þá er það líka undir okkur komið að viðhalda og styrkja skilyrði fyrir aukin lífsgæði. Lífið á Íslandi, eins og það er í dag, er ekki sjálfgefið. Við búum vel í dag, vegna þess að kynslóðirnar á undan okkur byggðu upp þekkingu á sjósókn og fiskvinnslu. Þær háðu fáránlega baráttu við náttúruöflin. Sjómenn, landverkafólk og bændur undanfarinna alda og fjölskyldur þeirra, færðu okkur smám saman nærri nútímanum, með því að læra af reynslunni, með fórnum, með erfiðri vinnu; við aðstæður sem við gætum varla bjargað okkur. Þegar við látum væntumþykju okkar fyrir hafinu í ljósi, í verki, með því að passa það og vernda, þá sýnum við sjómönnum og landverkafólki fyrri alda, að erfiðsvinna þeirra var ekki til einskis. Við njótum verka þeirra og eigum að leggja okkar af mörkum. Sjálfbærni er ekki einhver lúxus sem kröfuharðir markaðir vilja að við staðfestum, með alþjóðlegum vottunum. Sjálfbærni hafsins er einfaldlega eitt af okkar helstu verkefnum í lífinu. Við ráðum náttúrulega bara mjög takmörkuðu hafsvæði heimsins, en við getum verið heiminum til fyrirmyndar. Getum við kannski verið í forystu í umhverfismálum hafsins? Við eigum að vera forystuafl í umhverfismálum. Við lifum á sjálfbæru hafi og endurnýjanlegri orku. Í hugum íbúa jarðarinnar, eiga sjálfbærni og Ísland að vera samheiti. Það er eitt af okkar tækifærum. Ef við stöndum okkur í þessu, þá fylgir annar árangur. Ef þessi stefna er skýr, „Ísland er sjálfbært land“, þá miðar öll ákvarðanataka að henni. Þegar við
tökum ákvarðanir, þá er okkar fyrsta spurning og forsenda ákvörðunar: Er það sjálfbært? Neytendur sjávarafurða um allan heim eru í vaxandi mæli farnir að biðja um skírteini, eða vottorð, sem staðfestir að maturinn þeirra komi úr sjálfbærum veiðum. Hvers vegna? Vegna þess að margir jarðarbúar vilja leggja sitt af mörkum til sjálfbærni jarðarinnar. Jörðin á nefnilega í smá vanda, að einhverju leyti, af völdum okkar mannanna. Iceland Sustainable Fisheries Á Íslandi er til félag sem heitir Iceland Sustainable Fisheries (ISF). Það var stofnað árið 2012 af hátt í 20 fyrirtækjum í fiskveiðum og útflutningi sjávarafurða. Félagið var stofnað fyrir þann eina tilgang að fullvissa neytendur um það, að þau mættu treysta okkur fyrir sjálfbærni. Treysta okkur fyrir því að maturinn þeirra komi úr fiskistofnum sem eru vel haldnir, að umhverfið verði ekki fyrir skaða með veiðiaðferðum okkar, og að við kunnum að stýra og skipuleggja sókn í stofnana. Kannski fannst einhverjum þetta vera óþarfa vesen og óþarfa kostnaður, við að sýna fram á eitthvað sem við kunnum og gerum hvort eð er vel. Upphaflega var félagið stofnað utan um tvær tegundir, þorsk og ýsu. En á síðustu 3 árum hefur meðlimum eða hluthöfum í ISF fjölgað úr 19 í rúmlega 40 og vottaðar tegundir eru nú, auk þorsks og ýsu; gullkarfi, tveir síldarstofnar, ufsi, grásleppa og núna er langa að fá vottun. Staðallinn á bak við vottun fiskveiðanna er á vegum Marine Stewardship Counsil (MSC). ISF er með öllu ótengt MSC. ISF er hópur 40 fyrirtækja sem í sameiningu fjármagnar vinnu vottunarstofa til að taka út íslenskar fiskveiðar. Vinna vottunarstofanna felst í því að bera íslenskar fiskveiðar saman við kröfur MSC staðalsins. Þessi staðall er í eigu MSC. Staðallinn er alþjóðlegur, vel þekktur og neytendur treysta því að það sem er MSC vottað, sé sannarlega sjálfbært.
ISF þykir nokkuð merkilegt og vel heppnað fyrirbæri í heimi vottunarmála. Það er vaxandi verkefni okkar að halda kynningar erlendis á þessu módeli, sem frumherjar í umsóknum um MSC vottanir á Íslandi komu á, fyrir aðeins þremur árum. Íslenskar fiskveiðar nema um 1% af heimsveiðum en um 6% af MSC vottaðri vöru sem er í boði í heiminum, koma frá Íslandi. Og þeim fer fjölgandi. Næst á dagskrá Á döfinni hjá ISF er að sækja um fullt MSC mat á loðnu. En þess má geta að í hvert skipti sem ISF sækir um vottun á fiskveiðum, þá er það gert að undangenginni skoðanakönnun meðal aðildarfyrirtækja. Þar ræður meirihlutinn og í byrjun nóvember ákvað meirihlutinn að sækja um fullt mat á loðnuveiðum við Ísland. Við sama tækifæri voru hluthafar spurðir að því, hvort ISF ætti að bjóða Norðmönnum og Grænlendingum að vera með í matinu, og taka kostnaðarlegan þátt í þeirri vinnu. Loðnuveiðar falla nú undir samkomulag þessara strandríkja. Niðurstaðan varð sú, að bjóða þessum tveimur ríkjum að vinna að MSC umsókn um fullt mat á loðnuveiðum. Hjá ISF er það mikilvægt að vinna með öðrum fiskveiðiþjóðum að sjálfbærni í gegnum MSC vottanir á fiskveiðum. Eru tækifæri í umhverfismálum fyrir okkur Íslendinga? Já, í umhverfinu eru okkar auðlindir. Við erum ekkert án umhverfismála. Í umhverfinu eru náttúrulegar auðlindir okkar, sem eru undirstaða mannauðs í landinu. Eru tækifæri fyrir okkur til að koma því betur á framfæri? Já, en við verðum að sýna fram á góða stöðu okkar með því að sýna vottorð og skilríki sem staðfesta það að við sinnum og virðum umhverfið. Eitt af markaðstækifærum okkar er, að heimurinn leggi að jöfnu íslenskan fisk og sjálfbærni.
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
8
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
Gjafabréf á Bernhöftstorfuna er...
...Sígild og ljúf JÓLAGJÖF
Gjafabréfin okkar gilda bæði á Torfuna og Lækjarbrekku. Gefðu góða upplifun!
Hönnun: Marknet ehf. www.marknet.is
Nánari upplýsingar má finna á: www.laekjarbrekka.is www.torfan.is
SKOÐUN Steingrímur Einarsson, hjá True Westfjords
Framleiðsla á Dropa jómfrúarþorskalýsi Nýsköpun á gömlum grunni
A
ukin eftirspurn er í heiminum eftir rekjanlegum ferskum matvörum og nátturulegum fæðubótarefnum. Heilsuþenkjandi einstaklingar gera sífellt auknar kröfur um aukin rekjanleika hráefnis, nátturulegri vinnsluaðerðir og vilja neyta vara sem unnar hafa verið með sem framleiddar hafa verið með sem fæstum iðnaðarinngripum. Með það að leiðarljósi hafa þrjár athafnakonur í Bolungarvík, þær Sigrún Sigurðardóttir, Anna Jörundsdóttir og Birgitta Baldursdóttir hafið framleiðsla á Dropa - kaldunnu jómfrúarþorskalýsi. Þær stofnuðu fyrirtækið True Westfjords ehf., sem í samvinnu við Dr. Ragnar Jóhannsson hjá Matís þróað framleiðsluaðferð sem varðveitir og tryggir náttúrulega eiginleika þorskalýsisins, þar sem þær framleiða hágæða þorskalýsi úr fersku íslensku hráefni og að hætti landnema. Ferskt og rekjanlegt hráefni Fyrirtækið True Westfjords aflar alls hráefnis til framleiðslu sinar, ferska þorsklifur, frá Fiskmarkaði Bolungarvíkur, úr nýveiddum þorsk frá línu- og smábátaflota Vestfirðinga. Rekjanleiki hráefnis er því fullkominn og hægt er að rekja vöruna frá báti til viðskiptavina. Einungis besta fánlega hráefnið er valið til framleiðslu Dropa þorskalýsis hverju sinni.
10
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
Kaldvinnsla þorskalýsis – viðhald nátturlegrar næringasamsetningar Framleiðsla dropa fer franm í vinnslusal True Westfjords í Bolungarvík, sem staðstett er við hlið fiskmarkaðins. Þar er fersk lifrin hökkuð og olían skilin frá við lágt hitastig sem aldrei fer yfir 42°C. Með þessari einstöku kaldvinnslu aðferð er tryggt að öll næringarefni og vítamín A og D varðveitast í sínu nátturulega formi. Þúsundir ritrýndra vísindagreina sýna fram á heilsusamleg áhrif lýsis, og allt frá því snemma á síðustu öld þegar menn uppgvötuðu mikilvægi og heilsusamleg áhrif D-vítamíns hefur lýsi verið mikilvægt fæðubótaefni á borðum íslendinga. Í þorskalýsi má einnig finna mikið magn lífsnauðsynlegra fitusýra, á borð við Omega-3, sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur. Í Dropa þorskalýsi finnast öll þessi næringarefni í sínu nátturulega formi. Varðveisla mikilvægra fitusýra í kaldunnum vörum Fyrr á þessu ári fengu True Westfjords í Bolungarvík úthlutað verkefnastyrk úr Tæknirannsóknasjóði. Dr. Sophie Jensen, lyfjafræðingur hjá Matís ohf. stýrir verkefninu sem fyrst og fremst snýst um að rannsaka að svokallaðar F-fitusýrur í Dropa. Í náttúrunni hefur mælst einna mest af F-fitusýrum í fisklifur. Þessar fitusýrur hafa sýnt fram á mikilvægt verndarhlutverk gegn oxun í
„ Í náttúrunni hefur
mælst einna mest af F-fitusýrum í fisklifur.
“
frumuhimnum, en oxun í frumuhimnum getur stuðlar að ýmsum æða- og bólgusjúkdómum og einnig er öldrunarferlið oft tengt oxun. Það er þekkt að við hátt hitastig brotna furan fitusýrur niður og með verkefninu viljum við sýna fram á að við kaldvinnslu varðveitast náttúrleg andoxunarefni, sem er mikið af í fisklifur, betur. Útflutningur til erlendra heilsumarkaða Dropi þorskalýsi hefur hlotið mikla athygli hérlendis frá viðskiptavinum sem kjósa nátturulegar og lífrænar vörur, einnig íþróttafólki og fólki sem leitað leiðar hefur lengi að nátturulega unnum Omega-3 vörum. Sala og markaðssetning er í höndum True Westfjords Trading ehf. sem hefur aðsetur í Húsi Sjavarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík. Hér á Íslandi hefur salan farið vel af stað síðan hún kom á markað í maí á þessu ári. Dropi er seldur í 220 mL flöskum, 60 hylkja og 120 hylkja glösum. Dropi jómfrúarþorskalýsi er fánlegt í öllum betri heilsuvöruverslunum landsins, apótekum og nokkrum sérverslunum. Erlendis hafa margir erlendir kaupendur sýnt vörunni áhuga. Sala á Dropa er þegar hafin í Hollandi, Danmörku og Bandaríkjunum og munu fleiri lönd bætast í hópinn snemma á næsta ári.
Jólagjöfin fæst hjá okkur
Þú gleymir ekki tilfinningunni
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
Efnahagsleg umsvif sjávarútvegs og tengdra greina mæld í fimmta sinn
Sjávarklasinn á Íslandi
Á
dögunum gaf Íslenski sjávarklasinn út skýrsluna Sjávarklasinn á Íslandi: Efnahagsleg umsvif og afkoma 2014 en þar eru helstu tölur og staðreyndir um þróun sjávarútvegsins og hliðargreina hans á árinu 2014 teknar saman. Þar koma í ljós ýmsar forvitnilegar staðreyndir um framvindu geirans á borð við: • Heildarvelta tæknifyrirtækja í sjávarklasanum á Íslandi jókst um 11% að raunvirði á árinu 2014. Þetta er fjórða árið í röð sem Íslenski sjávarklasinn gerir mælingar á veltu þessara fyrirtækja og öll árin fjögur hefur veltan frá fyrra ári aukist um 1015% að raunvirði. • Fjárfest hefur verið í 12 nýjum öflugum fiskiskipum fyrir um 35 milljarða króna á síðustu misserum. Skipin eru væntanleg til landsins á næstu þremur árum. Gera má ráð fyrir að fleiri skip verði pöntuð á næstu árum.
• Samþjöppun fiskvinnslunnar hélt áfram á árinu 2014. Bolfiskvinnslan safnast fyrir á sunnanverðum Faxaflóa og við Reykjanes. Um helmingur botnfiskaflans sem á annað borð kemur til vinnslu í landi er nú unninn í minna en einnar klukkustunda aksturfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli og Sundahöfn. • Mikil fjárfestingabylgja stendur yfir í fiskeldi hér á landi. Gangi áætlanir eftir mun framleiðslan aukast mikið á næstu árum og áratugum en langur og hlykkjóttur vegur er framundan við að byggja upp fiskeldi í sjókvíum á Íslandi. Erlend fjárfesting leitar í greinina í meira mæli en áður. • Tímabilið frá 2009-2014 hefur verið afskaplega hagstætt mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum. Nokkur samdráttur var í aflamagni og útflutningsverðmætum á árinu 2014 frá fyrra ári, einkum vegna dræmrar loðnuvertíðar. Árið 2015 hefur einkennst af talsverðum ytri áföllum, svo sem uppnámi í sölu afurða til Rússlands, Úkraínu
• Útflutningur á ferskum flökum og bitum hefur vaxið mikið frá Íslandi frá árinu 2008. Ferskar þorskafurðir eru þar fyrirferðamestar en hlutur þeirra í útflutningstekjum þorskafurða jókst úr 10% í 30% milli áranna 2007 og 2014. • Áframhaldandi gróska er í líftækni og nýsköpun í sjávarklasanum á Íslandi og endurspeglast það í fjölda nýstofnaðra fyrirtækja á þessu sviði, nýjum vörum og fjárfestingaráformum. Alls 1012 fyrirtæki á þessu sviði eru í virkri starfsemi og hleypur verðmæti þeirra á milljörðum íslenskra króna.
Jólamarkaður í Húsi sjávarklasans
F
östudaginn 4. desember nk. kl. 1218 verður sannkölluð jólastemning í Húsi sjávarklasans og haldinn verður jólamarkaður með ýmsum nýjum og spennandi vörum úr sjávarútvegi þar sem hægt verður að versla beint við framleiðendur og hönnuði. Á markaðnum verða t.d. Íslenski sjávarklasinn með gjafapokana sína með nýjungum úr sjávarútvegi, Dagný Land Design verður með húsgögn úr rekaviði, Blámar með hágæða fisk, Bergsson RE með gjafabréf,
hnetusteik og veitingar, Aflakló með spilið sitt, Dropi með lýsi, Kristbjörg Keramiker með bolla, skálar og fleiri gjafavörur, Icemedico með Hap+, Valfoss með gjafavörur úr fiskroði og margt fleira. Þá verða nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti með nýja og einstaka vöru frá sem þróuð hefur verið í frumkvöðlanámskeiði við skólann; smjörhníf sem var sérstaklega hannaður með sjávarútvegsþema. Jólamarkaðurinn er öllum opinn og tilvalið að heimsækja um leið aðrar skemmtilegar verslanir og veitingahús á Grandanum.
Þriðji verkstjórafundur sjávarklasans
Þ
ann 7.-8. janúar nk. verður haldinn fjórði Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans í Húsi sjávarklasans, Grandagarði 16.
Áhersla fundarins að þessu sinni verður á öryggismál, stjórnun og leiðtogahlutverk. Auk þess verða kynntar ýmsar tækninýjungar fyrir fiskvinnslur og nýjar vörur og nýsköpun í sjávarútvegi. Á fundinum verða margir áhugaverðir fyrirlestrar og sérstakir gestir
12
og Nígeríu. Olíuverð er þó lágt um þessar mundir og flest afurðaverð góð.
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
verða Heimir Hallgrímsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mun fjalla um leiðtogahæfni og stjórnun og Gerður Gestsdóttir mannfræðingur sem fjalla mun um erlent vinnuafl og samskipti. Verkstjórafundurinn er að hluta til unninn í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Öryggisáðstefnu þeirra á Grand hóteli Reykjavík.
Nánari upplýsingar um fundinn veitir Eyrún Huld Árnadóttir eyrun@sjavarklasinn.is s. 866-3135.
Tilgangur Verkstjórafundanna er fyrst og fremst að hvetja til og efla samstarf á milli þeirra sem fremst standa í fiskvinnslu í landinu. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast betur, efla þekkingu sína og styrkja tengslanet. Farið er yfir helstu áskoranir í fiskvinnslu hverju sinni og hugmyndir um hvernig bæta megi ferla og aðferðir. Þannig má auka heildarverðmæti í sjávarútvegi með bættum vinnsluaðferðum og aukinni nýtingu sjávarafurða.
Við erum sérfræðingar á okkar sviði Höfum áratuga reynslu á sviði
CARRIER Sölu- og þjónustuaðilar
DHOLLANDIA Sölu- og þjónustuaðilar
– Rennismíði, fræsivinnu & CNC – Kæliþjónustu & kæliviðgerða – Vélaviðgerða & viðgerða á heddum
TAIL LIFTS BOCK kæli- og frystipressur Sölu- og þjónustuaðilar
SCHMITZ Sölu- og þjónustuaðilar
– Málmsprautunar og slípunar
KAPP ehf ¬ Véla-, kæli- & renniverkstæði Miðhrauni 2 ¬ 210 Garðabær Sími: 544 2444 ¬ Fax: 544 2445 kapp@kapp.is ¬ www.kapp.is
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
13
Unnið hjá Eimskip allan sinn sjómannsferil Hefur verið farsæll í starfi Ómar Garðarsson skrifar
S
teinar Magnússon, skipstjóri, hefur upplifað margt á löngum sjómannsferli sem lauk formlega nú á dögunum þegar hann fór sína síðustu ferð með Herjólf. Hann varð 69 ára þann 17. október og er því kominn fram yfir löggiltan úreldingartíma. Steinar ber aldurinn vel og tók á móti blaðamanni milli ferða í klefa sínum um borð. Það ber margt á góma í spjalli okkar. Hann upplýsir að hann hafi alla tíð verið hjá Eimskipa félaginu en það kom honum á óvart þegar hann var án fyrirvara beðinn um taka við Herjólfi fyrir níu árum. Hann sló til og segist ekki sjá eftir því. Hann þekkti vel til í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið á ströndinni í nokkur ár og þegar upp er staðið segir hann það hafa verið að mörgu leyti skemmtilegra að sigla Herjólfi, verkefnin hafi verið fjölbreyttari en á gámaskipunum þar sem allt snýst um fet og hæðir. Hann ber Eyjamönnum líka vel söguna og er sáttur þegar hann lítur til baka. Hann hefur farið 3208 ferðir á milli lands og Eyja á Sigrún Erna Geirsdóttir Herjólfi og samtals hafa þeir, Steinar Magnússon skipstjóri og Herjólfur átt samleið í rétt 250.000 km. Farþegarnir sem hann hefur flutt skipta svo örugglega einhverjum hundruðum þúsunda því á þessum árum hefur Herjólfur flutt 2.000.294 farþega. Á öðrum skipum hefur Steinar komið um það bil 200 sinnum til Eyja en hann segir það hreina ágiskun.
14
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
„Já, það er rétt að ég varð 69 ára þann 17. október sl. Ég er því kominn tvö ár fram yfir viðmiðunartímann hjá Eimskip en ég kvarta ekki og heilsan er í góðu lagi þannig að þetta er í góðu lagi,“ segir Steinar. Var honum haldin myndarleg veisla um borð þar sem hann var leystur út með gjöfum. Allt á sér upphaf og í tilfelli Steinars var það þegar honum stóð til boða að læra bólstrun að loknum gagnfræðaskóla 1963. „Mér leist ekki á það, vildi frekar fá útivinnu og bað pabba um að tala við skipstjóra sem hann þekkti. Þá voru klíkur í öllu og ekki verra að þekkja rétta fólkið. Þetta varð til þess að ég fékk pláss á Tungufossi og byrjaði sem messagutti 9.maí 1963. Þá hét þetta að vera nemi á þilfari en þarna fór ég nánast upp allan stigann. Varð háseti, seinna bátsmaður og svo þriðji, annar og fyrsti stýrimaður.“ Með yngstu hásetum í flotanum Steinar hafði engin tengsl við sjóinn í æsku, er fæddur og uppalinn í Reykjavík og var í sveit hjá afa og ömmu og fleira skyldfólki í Miklaholti í Biskupstungum. Og eftir nokkurn tíma sem messagutti ákvað hann að hætta en fékk ekki. „Þegar ég ætlaði að hætta var ég gerður að háseta, þá nýorðinn 16 ára. Var ég örugglega með þeim allra yngstu í kaupskipaflotanum. Þetta voru miklu eldri menn en á Tungufossi
vorum við saman nokkrir ungir strákar og ég held að við höfum verið helvíti duglegir,“ segir Steinar og glottir. Árið 1966 fór hann í Stýrimannaskólann og þar með var teningunum kastað. „Það var jafnaldri minn sem sótti um inngöngu í skólann og mér var ýtt í að fara líka. Ég kláraði skólann 1969 og var þar með kominn með farmanninn sem var þriðja stigið í skipstjórnarnámi á þessum árum.“ Aldrei reyndi Steinar fyrir sér á fiskiskipum utan það að hann fór tvo róðra á trillu. „Ég hef alltaf verið hjá Eimskip og núna þegar ég hætti á Herjólfi er ég búinn að vera hjá félaginu í 52 og hálft ár.“ Um 3400 sinnum til Eyja Og áfram lá leiðin upp á við. „Ég byrjaði að leysa af sem skipstjóri á Írafossi í desember 1976. Þá hafði ég verið í tvö ár stýrimaður á Bæjarfossi. Var búinn að fá jólafrí þegar hringt var í mig og ég beðinn um að taka Írafoss. Ég var því hálffúll en svona er þetta. Fyrsta höfnin var svo Vestmannaeyjar,“ segir Steinar brosandi. Gerði sér þá enga grein fyrir því hvað hann átti eftir að sigla oft úr og í höfn í Eyjum. „Ég var með Mánafoss í nokkur ár á ströndinni og þá kom hann við hér vikulega. Með túrunum sem ég
kom hingað á Mánafossi eru ferðirnar sem ég hef farið milli lands og Eyja orðnar 3400, þar af 3208 á Herjólfi. Tel ég siglinguna fram og til baka sem eina ferð.“ Öll þjóðin stóð á öndinni Steinar var á fleiri skipum Eimskips en lenti hann aldrei í kröppum dansi í átökum við Ránardætur? „Jú,“ segir hann með semingi. „Einu sinni lentum við í mjög slæmu þar sem við vorum að koma út úr Pentlinum á Ljósafossi. Hann var frekar lítill og brjálað veður og miklir straumar í Pentlinum sem geta verið erfiðir,“ segir Steinar og minnist næst á það þegar skrúfuöxull fór úr sambandi á Goðafossi þar sem skipið var statt suður af Hvarfi á Grænlandi sem er eitt mesta veðravíti á jörðu. Þetta var í mars árið 1986 þegar hvert stórviðrið eftir annað gekk yfir svæðið. Þeir voru á reki í um 14 daga með bilaða talstöð og urðu að notast við morssendingar. Þjóðin fylgdist með þeim allan tímann og um tíma var óttast um afdrif áhafnar og skips. Var farið að biðja fyrir þeim í kirkjum en á endanum náði dráttarbátur til þeirra og tók skipið í tog. Kom hann með Goðafoss til Everett rétt norðan við Boston laugardaginn 22. mars þar sem gert var við skipið. Þá voru þrjár vikur liðnar frá því vélin bilaði. Frá þessu er sagt í Morgunblaðinu 25. mars 1986 þar sem rætt er við Steinar skipstjóra. Fréttaritari Morgunblaðsins var mættur til Everett og hitti Steinar, sem þá var 39 ára og hafði verið til sjós í 23 ár. „Mesta hættan var að sjálfsögðu sú, að fengjum inn á okkur sjó,“ sagði Steinar við Morgunblaðið. „Við fengum einu sinni á okkur brotsjó en það skemmdist ekkert. Lestarnar héldu, og það höfðu verið settir blindhlerar fyrir alla glugga á neðstu tveim dekkunum eftir að vélarbilunin varð, auk annarra varúðarráðstafana.“ Hefðu ekki átt möguleika Fram kemur hjá Steinari að áhöfnin átti ekki mikla möguleika ef illa hefði farið. „Ég held að það hefði verið útilokað að fara í bátana. Stóru bátarnir hefðu fyllst og sokkið um leið, svo að menn hefðu reynt að komast í gúmbátana. En björgunartæki á íslenskum skipum eru ekki nógu góð. Við hefðum alla vega farið í sjóinn og hann er svo kaldur að maður hefur aðeins örfáar mínútur til umráða. Á öllum íslenskum skipum eru lífbeltin léleg. Björgunargallar, það er að segja flotgallar,
Steinar hefur farið 3208 ferðir milli lands og eyja
eru það eina sem hefði bjargað okkur en þeir eru ekki í íslenskum skipum. Það hefur verið talað um að bæta úr þessu frá því Tungufoss fórst, en það hefur ekkert verið gert," segir Steinar. Þau voru ljót mörg veðurkortin, sem Steinar Magnússon skipstjóri og aðrir skipverjar á Goðafossi sáu. Þó það væri ekki stysta leiðin var ákveðið að draga skipið til Bandaríkjanna. Kvíðnir en ekki hræddir -Voruð þið kvíðnir? spyr blaðamaður Morgunblaðsins? „Já, úr því að dráttarbátnum var alltaf að seinka var maður orðinn svekktur. En menn voru ekki hræddir. Það fór voðalega illa með mann að geta ekki haft samband við sína nánustu, það er alltaf styrkur að því við svona aðstæður.“ Fimmtudagskvöldið 6. mars brann talstöðvarsendirinn í Goðafossi yfir. Með neyðarsendinum var komið á morssambandi við Julianehaab á Grænlandi og síðan við hafnir á Nýfundnalandi. Einstaka sinnum náðist samband við Reykjavík, sérstaklega þegar skipið rak norður á bóginn. Jón Halldórsson, loftskeytamaður á Goðafossi, stóð í ströngu við að senda skeyti á morsi en í spjalli Steinars við blaðamann Eyjafrétta segir hann að þeir hafi heldur dregið úr þegar kom að því að lýsa veðri og aðstæðum þegar þeir sendu skeytin. „Við vildum ekki gera fólkið okkar heima hrætt að óþörfu,“ segir Steinar. Hálfgámur sem rekakkeri En áfram með frásögn Morgunblaðsins. „Á fimmtudeginum fengum við að vita að dráttarbátur væri á leiðinni. Þá útbjuggum við rekakkeri úr 20 feta hálfgámi, sem var opinn að ofan og leit því út eins og skúffa. Það var smíðuð grind innan í hann, hún hélt tveimur uppblásnum belgjum, svo að gámurinn reistist upp á rönd og maraði í kafi. Við höfðum fest keðjur í hornin á gámnum og úr þeim lá trossa yfir í skipið. Þetta ágæta rekakkeri slitnaði frá skipinu á föstudeginum 7. mars, Við vorum með nýja trossu í þessu en hún nuddaðist f sundur. Leiguskipið Doris var þá komið til okkar að beiðni Eimskips, hafði komið að okkur um morguninn. Við báðum þá að skjóta á belgina í rekakkerinu, til að það ógnaði ekki öðrum skipum. En þeir fundu það ekki, annað hvort rak það hratt í burtu eða það sökk fljótlega.
Valt óhemjulega Aðfaranótt föstudagsins á meðan við höfðum rekakkerið komst veðurhæðin í allt að 10 vindstig. En eftir að við misstum það versnaði veðrið enn og á föstudagskvöldið voru komin norðan 10 til 11 vindstig og skipið farið að velta óhemjulega, hallamælar sýndu allt að 40 gráður. Veðrið á þessum slóðum var í það minnsta 5 til 8 vindstig á meðan við vorum þarna. Við gátum fylgst vel með veðrinu, í skipinu er móttakari fyrir veðurkort frá gervihnöttum, svo að við vissum alltaf á hverju við áttum von. Það eru til mjög ljót veðurkort frá þessum dögum! Doris var hjá okkur fram á laugardaginn 8. mars, en þá fór veðrið að ganga niður aftur.“ Þannig lýsir Steinar aðstæðum en engin slys urðu og löng var biðin eftir dráttarbátunum. „Þeim fannst þetta ansi vont veður og leiðinlegt. Mikill veltingur. En ég held að sambandsleysið við umheiminn hafi verið það versta, að geta ekkert látið vita af sér. Þótt við sendum skeyti til Eimskips á sex tíma fresti, gat maður ekkert látið vita af sér heima. Þetta var helsta áhyggjuefnið um borð. En það var hringt heim til allra og látið vita að allt væri í lagi.“ Dregnir 3600 km Loks kom dráttarbáturinn og um miðnætti 11. mars voru þeir búnir að ná akkeriskeðjunni um borð og aðfaranótt 12. mars var siglt af stað í norðvestan 8 vindstigum, í fyrstu um 6 mílur á klukkustund en um kvöldið var gangurinn orðinn 9 og hálf míla. „Við vorum tíu og hálfan dag í togi, vorum dregnir 1940 mílur eða með öðrum orðum um 3600 kílómetra, sem er ein mesta vegalengd sem mér er kunnugt um að skip hafi verið dregið. Starfið um borð gekk allan tímann sinn vanagang, menn stóðu sínar vaktir og höfðu ofan af fyrir sér í tómstundum eins og endranær. En ég vil taka fram að ég vildi ekki lenda í svona ævintýri aftur,“ sagði Steinar Magnússon skipstjóri á Goðafossi í viðtali við Jón Ásgeir Sigurðsson, blaðamann Morgunblaðsins. Jarðskjálfti og risaalda Steinar á margar góðar minningar úr millilandasiglingum þó oft hafi verið erfitt að fara yfir hafið í vetrarveðrum og myrkri og stundum þurfti að varast ís við Grænland. „Eins og kemur fram í frásögninni af því þegar Goðafoss bilaði. Í Ameríkusiglingunum sigldum við á móti lægðunum og þá urðu oft mikil átök,“ segir Steinar sem siglt hefur vítt og breitt um heimsins höf. „Maður hefur siglt allt frá Murmansk í norðri til Nígeríu í suðri. Auðvitað hefur maður lent í ýmsu, m.a.s. jarðskjálfta. Það var í stóra skjálftanum á Kópaskeri 1976. Ég stóð á bryggjunni og hann var það mikill að hann nærri skellti mér á bryggjuna. Þá var ég stýrimaður á Ljósafossi.“ Einu sinni á rúmlega hálfrar aldar sjómannsferli hefur Steinar séð risaöldu sem til eru sögur af en ekki trúa allir á tilvist þeirra. „Við höfðum haldið sjó í nokkra daga við Nýfundnaland þegar þessi risaalda kemur. Hún var há og breið en ekkert brot í henni. Við sigldum upp hana og svo rann þetta 100 metra skip niður hinum megin eins og snjóþota í skíðabrekku,“ sagði Steinar þegar hann lýsti þessu fyrirbrigði sem öllum sjómönnum stendur ógn af.
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
15
Náðu vel saman, Steinar og Herjólfur Steinar tók við skipstjórn á Herjólfi í ársbyrjun 2007. Var hringt í hann þar sem hann var á leið til Ameríku á Brúarfossi. „Þetta kom mér mjög á óvart og ég bara hló þegar ég heyrði þetta,“ segir Steinar sem er þó ekki ósáttur við skiptin þegar upp er staðið. Hann segir að sér hafi líkað vel á Herjólfi en ferðirnar eru orðnar 1420 í Þorlákshöfn og um 1780 í Landeyjahöfn. Samanlagt gerir þetta um 250.000 kílómetra á þessum tæpu níu árum. Herjólfur er traust skip og þeir hafa náð vel saman, Steinar og Herjólfur. Stærsti dagurinn var þegar siglt var í Landeyjahöfn í fyrsta skipti. Mikil gleði og væntingar miklar. „Þessi dagur gleymist ekki. Glampandi sól og blíða þegar vígsluathöfnin fór fram í Landeyjahöfn. Maður skynjaði mikla eftirvæntingu og gleði hjá farþegum og fólki sem komið hafði að undirbúningi og gerð hafnarinnar. Hlökkuðu allir til að fá þennan nýja áfanga í samgöngum Vestmannaeyja í gagnið.“ Ekki að öllu leyti sáttur Ekki segist Steinar hafa verið að öllu leyti sáttur við framkvæmdina í Landeyjahöfn. Meðal annars hefðu skipstjórar á Herjólfi viljað fá garðinn inni á legunni aðeins austar til að fá meira pláss til að bakka frá bryggjunni. Einnig vildu þeir fá breiðari bílabrú en á hvorugt var hlustað. En hvað með væntingarnar? „Fljótlega um haustið fóru að koma upp vandamál, bæði með dýpi og möguleika á að sigla í Landeyjahöfn í ölduhæð yfir tvo metra. Sjálfur reyndi ég að sigla í 3,5 metrum en sá að það gekk ekki þegar skipið tók niðri á rifinu fyrir utan höfnina. Til að byrja með höfðum við engin kort til að styðjast við. Varð stýrimaðurinn að vera úti á brúarvæng og segja til hvort við værum í merkjum eða ekki. Nú er komið rafrænt kort sem er mjög gott,“ segir Steinar en það er ekki alltaf auðvelt að vera skipstjóri á Herjólfi, ekki síst þegar siglt er í Landeyjahöfn. Dýrmætur farmur „Stundum hef ég verið með mikla vöðvabólgu sem kemur af spennunni við það að sigla þarna inn. Og það er ekkert grín að fá á sig ólag í innsiglingunni með eins dýrmætan farm og farþegarnir eru. Kannski nokkur hundruð. En það er ekki bara ölduhæðin sem skiptir máli, þarna er mikill straumur og var hann þrjár mílur í morgun með 25 gráðu drift upp í strauminn sem gerir það mjög erfitt, að fara inn með 70 metra skip í gatið milli garða, gat sem er ekki nema 90 metra breitt. Maður hafði ekki mikla trú á að radar kæmi að gagni þegar kom til tals að setja hann upp. En hann hefur reynst okkur vel. Fyrst settum við út netabauju til að átta okkur á straumum í og við höfnina en það er til mikilla bóta eftir að radarinn og nýju kortin komu,“ segir Steinar þegar rætt var við hann fyrir viku síðan. Þarf að endurskoða dælingu Steinar segir að Landeyjahöfn verði seint 100 prósent en hann vill sjá breytingar á höfninni. „Við höfum rætt það skipstjórarnir að setja garð út á sandrifið fyrir utan í framhaldi af austurgarðinum og svo annan styttri þvert út frá vesturgarðinum. Það má líka bæta dýpkunina í innsiglingunni. Áhöfnin á belgíska dýpkunarskipinu Taccola, sem hefur verið að dæla við höfnina í haust hefur undrað sig á því af hverju er tekin inn þröng renna en ekki aflíðandi sem myndi auðvelda
16
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
Steinar ásamt áhöfninni á Herjólfi
siglingu inn í höfnina. Líka vantar að dæla meira upp úr höfninni sjálfri. Þetta eru atriði sem þarf að skoða.“ Ekki hlustað á skipstjórana Hvað með nýtt skip sem nú er á teikniborðinu? „Við höfum sett út á ýmislegt en það hefur ekkert verið hlustað á okkur. Eins og til dæmis það að hafa fasta lyftu með hífanlegum römpum báðum megin. Það þarf að vera hægt að lyfta upp miðjunni líka annars verður erfitt að taka inn mjög þunga bíla sem fara þá bara út í aðra síðuna. Það er líka spurning með skrúfurnar, hvernig þær endast í sandinum. Svo eru nokkur smærri atriði en málið er, að það þarf að laga höfnina fyrst. Eins og ég sagði áðan höfum við bent á nokkur atriði. Það er ekki þar með sagt að við höfum vit á öllu sem lýtur að framkvæmdinni en við höfum reynsluna.“ Aldrei í hættu Hefur skip og mannskapur einhvern tímann verið í hættu í Landeyjahöfn? „Nei,“ svarar Steinar ákveðið. „En þetta hefur stundum verið töff.“ Steinar gæti átt eftir að sjást aftur í brúnni á Herjólfi en hann kveður sáttur. „Þessi níu ár eru búin að vera mjög skemmtilegur tími. Mikið fjör
og konan mín segir að ég hafi lifnað við eftir að ég byrjaði á Herjólfi. Það getur verið ansi einhæft að vera á gámaskipunum þar sem allt snýst um stærð á gámum og hvað stæðurnar eru margar. Hér er þetta síbreytilegt. Ég fer oft niður og spjalla við farþegana. Fjölskyldan, konan, Margrét Aðalsteinsdóttir og börnin sex, sem aldrei höfðu komið til Vestmannaeyja, mæta orðið reglulega á þjóðhátíð. Líka hefur fullt af vandamönnum og vinum, sem margir eru að koma hingað í fyrsta skipti, einungis komið vegna þess að ég er í þessu starfi. Ég hef gengið á Heimaklett og skoðað mig um í Eyjum þar sem er margt að sjá. Ef ég ætti að segja eitthvað neikvætt um Eyjamenn þá er það að þeir eru latir að hreyfa sig. Nota bílinn of mikið miðað við að þetta eru engar vegalengdir í Vestmannaeyjum,“ sagði Steinar sem er að ljúka farsælu starfi í þjónustu Eyjamanna. Að lokum bað hann fyrir kveðju til samstarfsfólks í gegnum tíðina. Þar hafi hann verið mjög heppinn. Grein birtist í eyjafréttum á dögunum.
Steinar ásamt eiginkonu sinni Margréti Aðalsteinsdóttur
Einfasa og þriggja fasa 240 - 400 volt
Pedrollo VXC
Öflugar og traustar brunndælur.
Pedrollo NGA1 PRO
Ryðfríar hringrásardælur.
Pedrollo Dælur F
Vatns- og sjódælur, miðflóttaafls frá 1,5 - 18,5 kW.
Pedrollo CK
Olíu dælur.
Pedrollo TOP 2
Nettar og meðfærilegar brunndælur.
Pedrollo Neysluvatns dælusett -margar stærðir
með kút, 20 og 60 l.
Dugguvogi 4 · 104 Reykjavík Sími, 520 0000 · www.velasalan.is Áratuga reynsla starfsmanna Vélasölunnar og fjölbreytt vöruúrval, gerir Vélasöluna að einu öflugasta þjónustufyrirtæki við iðnað og sjávarútveg á Íslandi.
Myndin sýnir hugmynd af minni fiskibát knúinn rafbúnaði og með varavél keyrða á lífdísilolíu.
Myndin sýnir hugmynd af stærri fiskibát knúinn rafbúnaði og með varavél keyrða á lífdísilolíu.
Ótvíræðir kostir fyrir smábáta Rafknúinn framdrifsbúnaður fyrir minni fiskiskip Sigrún Erna Geirsdóttir
S
amgöngustofa hefur á prjónunum áframhald á verkefninu um rafknúinn framdrifsbúnað skipa og báta en slíkur búnaður var settur í hvalskoðunarbátinn Ópal sl. sumar. Næsta skrefi væri að setja rafknúinn búnað í smábáta sem myndi spara umtalsverðar fjárhæðir fyrir eigendur bátanna, ásamt því að bátarnir yrðu hljóðlátari, hreinni og umhverfisvænni. Rafknúinn hvalskoðunarbátur Fyrir nokkrum árum fór Siglingastofnun af stað með verkefni í samvinnu við hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursiglingu á Húsavík og snerist það um að setja rafmagnsknúinn framdrifsbúnað í eitt skipa fyrirtækisins, Ópal. Jón Bernódusson, fagstjóri rannsókna hjá Samgöngustofu, sem stýrði verkefninu fyrir Siglingastofnun á sínum tíma, segir að það hafi strax farið vel af stað. Tók Norðursigling t.d fljótlega inn marga góða samstarfsaðila sem gerði það að verkum að verkefnið varð alþjóðlegt, og má þar nefna Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Nýorku, Naust Marine, Belona í Noregi sem og fyrirtæki í Sviss og Svíþjóð. Rammaverkefnið Orkuskipti í skipum styrkti síðan Norðursiglingu með fjórtán milljónum króna til þess að koma verkefninu í höfn og í sumar var skipið Ópal tilbúið til þess að keyra með rafknúinn framdrifsbúnað. Í skipinu eru nokkrar rafhlöður sem knýja skrúfuna og sömuleiðis er hægt að nota segl. Þegar það er gert snýst skrúfan öfugt og nýtist þá til hleðslu rafhlaðanna en annars eru þær hlaðnar með landtengingu. Jón segir að skipið sé búið að vera á siglingu við Grænland í sumar og að allt hafi gengið samkvæmt óskum. Það megi því segja að verkefnið hafi í alla staði verið mjög farsælt og hefur hróður þess borist víða. Á ráðstefnunni Nordic Marina sem
18
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
haldin var í Gautaborg dagana 21.-22.október s. var það t.d kynnt við góðan hljómgrunn ráðstefnugesta. Verkefnið hefur einnig hlotið viðurkenningar, bæði hérlendis og erlendis. Óskar eftir samstarfi við smábátaeigendur „Vegna þess hve verkefnið hefur gengið vel langar okkur að víkka það út þannig að minni fiskibátar geti, við vissar aðstæður, keyrt annað hvort á rafmagni einu saman eða rafmagni og olíu,“ segir Jón. Þá væru í bátunum rafmagnsmótorar, rafhlöður og varavél sem keyrð væri á lífdísel. „Með auknum styrk rafhlaðanna er hægt að auka hraða bátanna þannig að í vissum tilfellum mætti jafnvel segja að þetta yrðu háhraðaför keyrð áfram á rafmagni,“ segir hann. Þessi hugmynd sé í fæðingu um þessar mundir hjá Samgöngustofu og segir Jón að áhugavert væri að fá aðila eins og Félag smábátaeigenda að verkefninu en stofnunin hefur lengi átt í farsælu samstarfi við það félag. Þá væru rafmagnsframleiðendur og stjórnvöld góðir samstarfsaðilar líka. Jón segir kostina við að nota rafmagn í stað dísilolíu vera ótvíræða fyrir smábáta. „Það er auðvitað mikill fjárhagslegur ábati af því að þurfa ekki lengur að kaupa jarðdísil fyrir bátinn og þegar rafmagn er notað er svo til engin hljóðmengun til staðar.
Rafmagnið er líka miklu hreinlegri orka og vélarnar verða því ekki eins óhreinar. Menn hefðu svo alltaf varavél sem keyrði á lífdísil þannig að það væri ekki verið að fórna neinu hvað öryggi varðar við að skipta yfir í rafmagn.“ Áhugavert verður að sjá hver þróunin á verkefninu verður og hvaða fiskibátur verður fyrstur hérlendis til þess að ganga fyrir rafmagni í stað jarðdísils.
Myndin er tekin 12. júlí í sumar þegar forsætisráðherra setti rafbúnaðinn í Ópal formlega í gang.
Góða veislu gjöra skal
Jólagjafir fyrir sælkera Gjafakörfur frá 4.400 kaffitar.is
SJÁVARAFL NÓVEMBER OKTÓBER 2015 2015
19
Aldrei hafa eins margir sótt sjávarútvegsráðstefnuna eins og í ár
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra setti ráðstefnuna
Vel heppnuð sjávarútvegsráðstefna að baki
S
jávarútvegsráðstefnan var haldin í 6. skiptið dagana 19.-20. nóvember síðastliðinn. Skráðir þátttakendur voru um 750 og hafa aldrei verið fleiri. Mestur fjöldi þátttakenda í ráðstefnusölum var um 550 manns, en margir sóttu aðeins hluta ráðstefnunnar. Rúmlega þrjú hundruð manna fundarsalir voru þétt setnir í nokkrum málstofum. Það sem fram fer utan ráðstefnusala er einnig mikilvægt, en Sjávarútvegsráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni. Málstofurnar voru margar og fjölbreyttar, þar á meðal var rætt um, frá veiðum til vinnslu, ný nálgun við markaðsetningu sjávarafurða, togveiðar, sameiginleg markaðsetning og fleira. Ráðstefnan hefur vaxið hratt á þessum sex árum sem sýnir að þörfin fyrir , Nú er hægt að sækja öll erindi sem haldin voru á Sjávarútvegsráðstefnunni 2015 á vef ráðstefnunna. Einnig hafa nemar Háskólans á Akureyri haldið úti Facebook síðu þar sem er að finna samantekt úr erindum. Í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar koma nú inn fjórir nýir, en það eru; Sigrúnu Mjöll Halldórsdóttur, Hrefna Karlsdóttir, Sverrir Guðmundsson og Mikael Tal Grétarsson. Þeir sem sitja áfram annað árið í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar eru: Alda Gylfadóttir, Björn Brimar Hákonarson og Sara Lind Þrúðardóttir. Á myndinni hér að ofan er núverandi stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar. Þeir sem ganga úr stjórn eru; Bylgja Hauksdóttir, Guðbrandur Sigurðsson og Rannveig Björnsdóttir.
Nemendur frá Háskólanum á Akureyri tóku virkan þátt í ráðstefnunni Erindin að þessu sinni voru fjölbreytt og áhugaverð
20
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
Magnús Valgeir Gíslason og Snorri Hreggviðsson hjá Margildi voru að vonum sáttir með verðlaunin
Framúrstefnuhugmyndin 2015 „Svifaldan” verðlaunagripurinn fyrir Framúr-tefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015 var nú veitt í fimmta sinn, en markmiðið er að efla umræður og hvetja til nýrrar hugsunar með framsæknum og frumlegum hugmyndum. Svifaldan er gefin af TM, en jafnframt var veitt verðlaunafé og viðurkenningar til þeirra sem standa að þremur bestu hugmyndunum. Snorri Hreggviðsson, Margildi ehf. hlaut fyrstu verðlaun, en hugmyndin er að framleiða Marlýsi, lýsi úr markríl, síld og loðnu til manneldis. Margildi ehf. hefur þróað nýja og einstaka vinnsluaðferð, svokallaða hraðkaldhreinsun, sem gerir kleift að kaldhreinsa lýsi úr uppsjávartegundunum. Fram til þessa hefur ekki verið unnt að kaldhreinsa á skilvirkan hátt og fullhreinsa fyrrnefnt lýsi til manneldis vegna mikils magns mettaðra og langra einómettaðra fitusýra s.k. steríns í lýsinu. Önnur verðlaun fékk Katla Hrund Björnsdóttir, nemi við Háskólann á Akureyri fyrir hugmyndina ljómandi krókar. Hugmyndin er að setja flúr- og fosfórljómandi (sjálflýsandi) málningu á öngla sem notaðir er til að laða að fiskinn við veiðar. Þriðju verðlaun fékk Jónas Hallur Finnbogason fyrir hugmyndina ITS uppþíðingu (Individual Thawing System ) sem gengur út á að losa í sundur blokkfrystan heilan fiski snemma í ferlinu og þýða upp staka fiska. Nánari upplýsinar um Framúrstefnuhugmyndir Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015 er að finna í ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar. Sjávarútvegsráðstefnan hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem fastur liður ár hvert og vill starfsfólk Sjávarafls nota tækifærið og óska þeim sem að koma, til hamingju með vel heppnaða ráðstefnu þetta árið.
Jens Garðar Helgason, formaðr SFS hélt erindi um sameiginlega markaðsetningu
Jónas Hallur Finnbogason, Katla Hrund Björnsdóttir og Snorri Hreggviðsson Ný stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
21
Fordómar á móti eldisfiski
Eldislaxinn ekki síðri en sá villti Sigrún Erna Geirsdóttir
F
iskur hefur frá upphafi verið ein af aðalfæðutegundum mannkyns og er hollusta hans fyrir löngu þekkt. Undanfarin ár hefur athyglin ekki síst beinst að omega 3 fitusýrunum sem við fáum úr fiskinum en þær getum við ekki framleitt sjálf. Fitusýrurnar eru í mestu magni í feitum fiski, t.d laxi. Eldisfiskur er jafn góður og villtur lax er að hollustu kemur og ræður fóðrið þar miklu. Hollusta omega 3 Hollusta fisks hefur lengi verið kunn og hafa rannsóknir undanfarin ár sýnt fram á að það er ekki síst fjölómettuðu fitusýrurnar omega 3 sem gera fisk að æskilegri fæðu. Omega 3 fitusýrurnar skiptast svo í α-linolenic sýru, EPA sýru og DHA sýru. Þessar fitusýrur þarf líkaminn að fá úr fæðunni þar sem þær eru okkur nauðsynlegur en líkaminn getur ekki framleitt þær sjálfur nema að litlu leiti. Neysla lýsis og fiskmetis er ein besta leiðin til að sjá líkamanum fyrir Omega-3. Sýnt hefur verið fram á verndandi áhrif Omega-3 fitusýra úr sjávarfangi gegn hjarta- og æðasjúkdómum og gegna þær sömuleiðis mikilvægu hlutverki er kemur að bólgu- og ónæmissvörnum líkamans, uppbyggingu frumuhimna og blóðstorknun. Þá hafa rannsóknir leitt í ljós jákvæð áhrif þeirra á heilsu manna og framvindu ýmssa sjúkdóma eins og psoriasis húðsjúkdóminn, astma, geð- og gigtsjúkdóma. Minnkandi fiskneysla Í fiski er 5-10 sinnum meira af omega 3 en í kjúklingi og svínakjöti. Sömuleiðis er í fiskinum
22
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
heilmikið af prótínum, vítamínum og steinefnum. Ef við skoðum prótín t.d þá eru gæði þeirra mjög misjöfn eftir því hvaðan þau koma þar sem það er háð amínósýrusamsetningu prótínanna. Þar sem fiskur inniheldur fjölmargar lífsnauðsynlegar amínósýrur er prótín í fiskum gæðaprótín. Prótín er aðalbyggingarefni líkamans og þar sem það er ekki geymt sem forði í líkamanum er nauðsynlegt að huga að því að fá það daglega úr fæðu. Gott tól til að sjá næringarefni sem fæða inniheldur er t.d gagnagrunnurinn ISGEM sem hægt er að nálgast á heimasíðu Matís. Fiskneysla hefur þó farið minnkandi, ekki síst hjá yngra fólki sem kýs oft kjöt í staðinn. Margir telja t.d að kjúklingur sé magur matur en svo er í raun ekki. Í könnun sem gerð var árið 2002 kom fram að fiskneysla er um 40gr að meðaltali á dag og hafði þá minnkað um 30% frá 1990. Sömuleiðis kom í ljós að samsetning þeirra tegunda sem fólk neytir hafði breyst og hafði feiti fiskurinn; lax, silungur, lúða, síld og makríll, unnið á en fituinnihald er mjög breytilegt eftir tegundum. „Þetta eru þó góðar fréttir því feitari fiskar innihalda meira af omega 3 en þær magrari,“ segir Jón Árnason, verkefnastjóri hjá Matís. „Eldisfiskur, eins og lax, er með betri fæðu sem maður getur fengið.“ Eldislaxinn hollari en sá villti Ráðlagt er að fá um 450 milligröm af n-3 fitusýrum (omega) úr fiski á dag og jafngildir þetta því að borða fisk tvisvar í viku og að önnur máltíðin sé feitur fiskur. Sumir næringarfræðingar telja jafnvel að talan eigi að vera um 500 mgr. en ekki 450, það eru t.d almennu ráðleggingarnar í Noregi. Þegar litið er á næringarinnihald í eldislaxi má sjá að fituprósenta í norska fiskinum er milli 15 og 20% en í þeim íslenska 11%. Gera má ráð fyrir einhverjum skekkjumörkum og Jón segir
að sennilega sé fituinnihald í íslenska laxinum mjög svipað og í þeim norska. „Fitusýrurnar sem koma úr fiski eru síðan betri fyrir okkur því líkaminn getur unnið meira úr þeim. Fitusýrurnar eru auðvitað í fitunni og því feitari sem fiskurinn er því betra er það fyrir okkur,“ segir Jón. „Það er því skondið að það er algengt umkvörtunarefni hjá fólki að eldislaxinn sé of feitur!“ Í villtum laxi er um 5-7% fituhlutfall og hann er því fituminni en eldisfiskurinn. EPA sýrur í villtum laxi eru um 12% af fitunni en um 7,7% í eldisfiski. DHA sýrur í villtum laxi eru 13,8% af fitunni en um 9,8% í eldislaxi. Þar sem meiri fita er í eldislaxinum en þeim villta er því norski eldislaxinn hollari fyrir okkur en villti laxinn með tilliti til omega-3 fitusýra og það má gera ráð fyrir að það sama gildi um íslenska laxinn. Rétt uppbygging fóðurs Fiskur byggir upp prótein eftir eigin forskrift óháð próteingerð fóðurs en fita í fiski endurspeglar hins vegar fitugerð í fóðri að verulegu leiti. Rétt fóður er því lykilatriði. Nægt aðgengi er af hráefnum til fóðurgerðar en fitugjafar eru hins vegar takmarkaðir sökum þess að mikilvægt er að velja rétta fitugerð í fóðrið vegna ákveðinna óska um omega 3 í fiskinum. Samkeppni er um lýsið sem notað er í fóðrið og því hefur fitumagn í fóðri minnkað nokkuð og hefur omega 3 því minnkað í eldisfiskinum. Hann er þó ennþá fitumeiri en villti laxinn. Ef
Fiskneysla hefur farið minnkandi, ekki síst hjá ygra fólki sem kýs oft kjöt í staðinn
fitumagn í fóðrinu heldur áfram að minnka má gera ráð fyrir að eldislaxinn fari þá niður í að vera jafnhollur og sá villti. „Fiskeldið hefur verið gagnrýnt fyrir að gefa fiskinum sojaprótín en það skiptir ekki máli hvaða prótín hann fær í fóðrinu, fiskurinn brýtur þetta niður og býr til sitt eigið. Hann býr ekki til sojaprótín af því að honum er gefið sojaprótín,“ segir Jón. Öðru máli gegni um fituna, þar skiptir máli hvaðan fitan í fóðrinu kemur. Í dag fer um 75% af framleiddu lýsi í heiminum í fóður fyrir fiskeldi og er það gert til þess að tryggja að EPA og DHA sýrur verði til í fiskinum sjálfum. Þetta dugir þó ekki til og er umtalsverður hluti af fitu í fóðri jurtaolía. Lýsið er flöskuháls „Það má segja að lýsið sé í rauninni flöskuhálsi í eldinu, það er bara ekki til nógu mikið af því,“ segir Jón. Óæskilegt sé að fara niður fyrir 30% hlutfall af lýsi í fóðrinu en um 70% geti verið jurtaolía og hefur repjuolía verið mikið notuð. Hann segir að til séu afurðir sem hægt væri að nota sem fituhráefni til þess að styrkja réttu fitusýrurnar í laxinum en gallinn á þeim sé að þetta séu erfðabreytt hráefni sem a.m.k enn njóti ekki velvildar í Evrópu. „Eldisaðilar hafa líka verið gagnrýndir fyrir að nota repjuolíu en hún minnkar t.d innihald mettaðrar fitu ef eitthvað er og eykur hana ekki. Það má líka bæta við að menn eru ekki sammála um að mettuð fita sé alltaf óæskileg. Villti laxinn er væntanlega að éta sjávarfitu þar sem hann étur sjávarfang. Hann étur t.d talsvert af rækju sem inniheldur nokkuð mikið af mettaðri fitu. Það er því ekki endilega meira af mettaðri fitu í eldisfiski en villtum fiski þrátt fyrir að eldisfiskurinn fái mikið af repjuolíu.“ Jón segir að hérlendis sé í dag notað meira af lýsi og fiskimjöli en í Noregi þar sem repjuolía sé meira notuð. Þetta sé ábati fyrir okkur Íslendinga þar sem þetta þýðir hærra hlutfall omega 3 í fiskinum. Án efa eigi þó hlutfallið eftir að lækka
í takt við það sem gerst hefur erlendis vegna hækkaðs verðs á lýsi og fiskimjöli. Jón segir að til þess að geta boðið upp á eldisfisk á viðráðanlegu verði hafi menn því verið að leita að ódýrara prótína/amínósýru gjafa í fóðri fyrir fiskinn. Það sé t.d verið að skoða mikið ræktun sjávarþörunga þar sem þeir framleiða DHA og EPA fitusýrur frá grunni og séu uppspretta þeirra í fiski. Þessi þróun sé þó enn stutt á veg komin. Fiskimjölsframleiðsla ekki aukist Meirihluta próteina í fóðri kemur í dag úr fiskimjöli og segir Jón að hluti af áróðrinum gegn fiskeldinu stafi af því að fólki finnist óforsvaranlegt að verið sé að veiða fisk til þess að búa til úr honum fiskimjöl til að fóðra annan fisk. „Reyndin er samt að þrátt fyrir að fiskeldi hafi aukist gríðarlega hefur framleiðslan á mjöli haldist flöt. Í dag eru um 60% af fiskimjöli notað í fóður fyrir fisk en 40% eru notuð í annað, t.d hænsni og svín sem nýta það verr en fiskeldið. Húsdýraeldi er því minna sjálfbært en fiskeldið, burtséð frá því að að hollusta kjöts er minni en hollusta fisks.“ Íslendingar eru reyndar með þeim stærstu í heiminum í framleiðslu á fiskimjöli og lýsi en fiskifóðursframleiðsla hér kaupir það þó ekki á
betra verði, það munar bara flutningskostnaði. Fordómar móti eldi. Allir eru sammála um að fólk ætti að borða mikið af fiski en staðreyndin er að veiðar á villtum fiski hafa staðið í stað, þrátt fyrir miklar tækniframfarir við veiðar. Það er einfaldlega takmarkað magn af fiski í hafinu. Til að svara kröfum um fæðuframboð hefur því orðið mikill vöxtur í eldisframleiðslu og talið er að um 2030 muni um helmingur af öllum fiski koma úr eldi. Mikil neikvæð umræða hefur þó verið í gangi gagnvart eldi og hafa sumar verslanir bannað sölu á eldisfiski. Jón segir að þetta hafi m.a nokkuð með stutta sögu eldis að gera. „Allt okkar kjöt er úr eldi og fólk hugsar ekki mikið út í það, þannig er það bara. Við erum hins vegar í annarri stöðu með fisk; okkur finnst eðlilegra að borða villta fiskinn og viljum ekki að hann sé alinn. Það er svo margt órökrétt í þessu. Það verður að horfast í augu við það að framboð á villtum fiski er staðnað en mannkyninu er aftur á móti enn að fjölga. Aukning fiskframboðs verður því að koma úr eldi. Og ef fólk vill horfa til sjálfbærni þá má benda á að fiskeldi nýtir fóður betur en aðrir framleiðendur vöðvamatar, það er því hagkvæmara fyrir okkur að ala fisk en húsdýr,“ segir Jón. Varðandi athugasemdir um óæskileg efni í eldisfiski bendir hann á að í eldisfiski hafi verið fylgst vel með óæskilegum efnum í mörg ár og þau séu langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem sett eru af ESB og heilbrigðisstofnunum í hinum vestræna heimi. Fiskeldi hafi því hlotið nokkuð óréttláta meðferð í umræðunni og tímabært að reyna að snúa því við.
Eldislaxinn er hollari en sá villti
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
23
Kristjánsbúrið minnkar slysahættu Haraldur Bjarnason
K
við hífingar fiskikera
ristjánsbúrið, sem er sérhannað búr til hífinga á fiskikerum, hefur reynst vel í þau tæpu tvö ár sem það hefur verið til reynslu hjá löndunarfyrirtækinu Valeska á Dalvík. Valeska hefur ásamt Samherja og Hamri unnið að þróun búrsins en það er smíðað hjá vélsmiðjunni Hamri og Promens á Dalvík sér um markaðssetningu og sölu. Sævaldur Gunnarsson, sölumaður hjá Promens, segir búrið taka fjögur 460 lítra kör í hverri hífingu. „Hugmyndin að þessu búri kviknaði eftir að slys varð við löndun og stæða af fiskikörum hrundi á starfsmann sem vann við löndun. Það eru fyrst og síðast öryggissjónarmið sem hafa ráðið við hönnun búrsins,“ segir Sævaldur. Lokast og opnast sjálfkrafa Öryggisslár eru á búrinu sem lokast sjálfkrafa þegar búrið er híft. Þær opnast svo sjálfkrafa aftur þegar búrið lendir eftir hífingu og því þarf ekkert að húkka af eða á. Enginn maður á því að vera í hættu í nálægð hífingarinnar og engin hætta er á að kerastæðan hrynji. Með þessu batnar líka meðhöndlun keranna sem ekki verða fyrir neinu hnjaski við hífingarnar. Bæði er hægt að nota lyftara og handhjólatjakka við búrið. Sparar mannskap og flýtir löndun „Það sem einna mest hefur komið á óvart er í fyrsta lagi að notkun búrsins sparar einn til tvo menn við löndun og svo í öðru lagi að afköst hafa aukist talsvert og löndunartími því styst. Menn bjuggust ekki endilega við þessu þegar byrjað var að nota þetta fyrirferðamikla búr,“ segir Sævaldur. Hann bætir við að búrið henti í öllum togurum og það hafi líka verið notað við löndun úr línubátum, allt frá 150 tonna stórum bátum. „Það sem einna helst hefur hamlað notkun þess er að sumir kranarnir um borð ráða ekki við 550 kílóa þungt búrið plús fjögur 460 lítra kör full af fiski. Ég hef orðið var við talsverðan áhuga á þessu búri en það hefur þó ekki farið mjög víða ennþá. Menn halda að sér höndum og vilja fullreyna að þetta virki áður en þeir fjárfesta í þessu,“ segir Sævaldur
24
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
Kristjánsbúrið í sinni nýjustu útgáfu. Búrið er nefnt í höfuðið á Kristjáni Guðmundssyni, sem slasaðist alvarlega þegar stæða af fiskikerum hrundi á hann og Kristjáni Vilhelmssyni framkvæmdastjóra hjá Samherja sem hafði forgöngu um smíði þess.
Við leggjum metnað okkar í að bjóða aðeins fyrsta flokks búnað og þjónustu
Nýsmíði Samherja, Útgerðarfélag Akureyringa og FISK Seafood
TOIMIL
AUTOMATION TECHNOLOGY
STAMFORD
Vélar og framdrifsbúnaður frá Marás
Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is
power generation
Allt fyrir nýsmíðina
Tækin í brúnna frá FAJ Fyrir allar stærðir skipa og báta HALO Breiðbands púls radar Ný tækni frá SIMRAD SIMRAD GO7 Vandaður sambyggður kortaplotter og dýptarmælir.
AP sjálfstýringar 5" skjár. Follow Up, Non Follow, QuickStick, fjarstýringar (útistýri) Innfellanlegt. Stýring fyrir allt að sex hliðarskrúfur.
48, 64 og 72 Nm drægni Minni útgeislun Lengri drægni Samstundis virkni Afburðar aðgreining Sýnir mörg MARPA merki í einu
Þrívíddar plotter Botnharka 3D mynd af botni Siglingaleiðir Straumgögn Sjávarhiti
Friðrik A. Jónsson ehf Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ S: 552 2111 - www.faj.is
Xenon Ískastarar og LED flóðljós
SIMRAD BSM 3 Nákvæmur breiðbands chirp sendir.
CM599 breiðbands chirp botnstykki
• Innanskipssamskipti • Handstöðvar • Hjálmaheadset • GMDSS neyðarstöðvar • IP stöðvar með duplex samskipti
Siglinga-, fiskileitar- og rafeindatæki SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
25
Optimar Ísland
selt og flutt í Garðabæinn í húsnæði KAPP ehf
Haraldur Bjarnason
„V
ið rekum fyrirtækin í tvennu lagi, í það minnst fyrst um sinn, meðan við skoðum hvernig þessu verður best fyrir komið í framtíðinni,“ segir Freyr Friðriksson eigandi KAPP ehf véla,- kæliog renniverkstæðis en hann keypti í vor Optimar Ísland, sem framleiðir Optim-Ice ísþykknivélar. Einnig selur Optimar Ísland og þjónustar kæli,frysti,- og vinnslubúnað frá Optimar Stetter og Havyard, MMC í Noregi. Starfsemi Optimar Ísland má rekja allt aftur til ársins 1988 en þá var það stofnað undir móðurfélaginu Kværner í Noregi en nafninu var svo breytt í Optimar Ísland árið 2000. „Kaupin voru gerð í lok maí og við fluttum Optimar úr Stangarhylnum í Árbænum hingað í Miðhraun í Garðabænum í okkar húsnæði í byrjun október. Hér er nóg pláss fyrir bæði fyrirtækin á 1.670 fermetrum. Það hefur því gengið mikið á hér að undanförnu við að bæta heilu fyrirtæki við og flytja það,“ segir Freyr. Stofnaði KAPP og keypti aftur gamla fyrirtækið sitt KAPP var stofnað af hjónunum Frey Friðrikssyni og Elfu Valdimarsdóttur árið 2007 en þá var það lítið innflutningsfyrirtæki. Á þessum tíma var Freyr starfsmaður hjá Agli vélaverkstæði. Það fyrirtæki átti Freyr frá 1999 til 2005 þegar hann seldi Norvik fyrirtækið en keypti það svo aftur 2012 og seldi þá frá sér rafmagns- og heimilistækjaverkstæðið en hélt eftir véla,- renniog kæliverkstæðinu sem hefur svo verið undir nafni KAPP síðan. Víkka sjóndeildarhringinn í kælibúnaðinum KAPP hefur reynslu af vinnu við kælibúnað svo ætla má að kaupin á Optimar falli vel að starfseminni sem fyrir er. „Við höfum verið í kæliþjónustu síðustu tíu ár. Aðallega höfum við þjónustað verslanir og séð um kælingar fyrir bíla
26
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
og vörukassa. Þá höfum við líka verið talsvert í kælingum í mjólkurbúnaði. Með kaupunum á Optimar stækkum við sjóndeildarhringinn því nú förum við líka að sinna sjávarútveginum. Optimar hefur verið með mikla þjónustu við frystihúsin og skipin, bæði frystiskipin og eins kælingu í lestum fiskiskipa bæði ferskfisktogurum og uppsjávarveiðiskipum. Svo framleiðir Optimar líka ísþykknivélar, sem henta í öll skip og báta og allt niður í smábáta. Við tókum nú bara við Optimar í lok maí og byrjun júní. Ástæðan fyrir því að við keyptum Optimar var að Guðmundur J. Matthíasson, sem átti meirihluta í fyrirtækinu og hafði starfað þar í 22 ár, veiktist skyndilega og vildi selja sinn hlut. Ég keypti Otimar af honum og þeim starfsmönnum sem áttu hluti á móti honum.“ Húsnæðið hentar vel undir starfsemina Hjá KAPP eru 18 starfsmenn og hjá Optimar eru 10 starfsmenn Freyr segist ekki vera búinn að taka endanlega ákvörðun um hvort fyrirtækin renni saman í eitt eða verði áfram rekin aðskilin eins og nú er. „Við skiptum starfsemini að mestu í tvennt þ.e.a.s.vélaverkstæðið er í austurhluta húsnæðisins og kælideildin ( Optimar ) í vesturhluta húsnæðisins. skrifstofuhaldið er svo sameiginlegt á milli deildanna. Gott að hafa konuna með í þessu líka Freyr hefur verið sjálfstætt starfandi allt frá árinu 1999 þegar hann lauk námi í Danmörku og keypti Egill vélaverkstæði ehf. Kapp stofnaði hann svo ásamt konu sinni, sem fyrr segir, árið 2007. „Elfa kona mín fór svo að vinna í fyrirtækinu fyrir stuttu og það er mjög gott að hafa hana með í þessu öllu,“ segir Freyr og horfir björtum augum á spennandi tíma framundan með nýjum verkefnum og tækifærum.
Freyr Friðriksson framkvæmdastjóri og Trausti Ósvaldsson þjónustustjóri.
Elfa Hrönn Valdimarsdóttir og Freyr Friðriksson Eigendur KAPP ehf & Optimar Island ehf.
SigurbjörnTheodórsson og Haraldur Samúelsson verkstjori renni- og vélaverkstæðis
+ Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is. Aðgangur að Office 365 fylgir með.*
kr.
24.900
pr. mán. án vsk * gildir til 30. 06. 2017
- snjallar lausnir Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri » sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
Nýjungar hjá Frjó Umbúðasölunni
Sífellt fleiri viðskiptavinir í sjávarútvegi Sigrún Erna Geirsdóttir
F
Nýjung í vigtunarkerfi fyrir sprautusöltunarvélar Frjó hefur um langt skeið boðið upp á sprautusöltunarvélar frá Fomaco og segir Ólafur að nú sé spennandi nýjung á leiðinni frá framleiðandanum. „Á vélasýningu í Þýskalandi var á dögunum kynnt frá þeim nýtt vigtunarkerfi sem býður upp á að vigta bæði fyrir og eftir sprautun. Aukinn hlutur sjávarútvegs Þannig er hægt að fylgjast með því í tölvu hvað Innflutningur umbúða og véla fyrir er að gerast í sprautunarferlinu og hvað það sjávarútvegsiðnað er ört stækkandi hluti í rekstri er mikill saltpækill sem bætist við vöruna í því Frjó Umbúðasölunnar og miðlar fyrirtækið ferli. Þetta mun auka gæðaeftirlit til muna því umbúðum jafnt til innlendra sem erlendra þannig er hægt að fylgjast með að sjávarútvegsfyrirtækja. Vöruúrvali varan sé alltaf eins.“ Kerfið sendir fyrirtækisins fyrir sjávarútveg má skipta þá allar upplýsingar um vöruna í þrjá flokka: Umbúðir, íblöndunarefni í gagnagrunn sem verkstjórinn og vélar. Umbúðirnar eru af öllu hefur aðgang að. „Maður stillir þá tagi og henta bæði fyrir ferskan, kannski inn að maður vilji fá 10% frosinn og saltaðan fisk, hvort sem saltpækil og ef eitthvað stíflast eða þær eru úr plasti eða pappa. Frjó skipta þarf um nál eða eitthvað og Umbúðasalan sameinuðust fyrir slíkt og þetta fer kannski niður tveimur árum síðan og segir Ólafur í 5% þá lætur kerfið strax vita af Erlingur Ólafsson, framkvæmdastjóri því enda er maður þá ekki að fyrirtækisins, að samstarfið hafi gengið fá þá vöru sem óskað var eftir.“ mjög vel og að þeir hafi einungis fengið Þetta sé nýjung á markaðnum og jákvæð viðbrögð við sameiningunni ekki hafi verið boðið upp á neitt frá sínum viðskiptavinum. „Frá því sambærilegt hingað til. Ólafur að við byrjuðum að vinna með Ólafur Erlingur Ólafsson segir að vigtunarkerfið sé viðbót Umbúðasölunni hefur hlutdeild okkar í og einfalt sé að bæta því við flestar vélar sem nú umbúða- og vélalagergeiranum farið ört vaxandi eru í notkun. „Það er auðvelt að bæta því framan og er stærsti hluti okkar veltu í dag tengdur og aftan við langflestar vélar og því þarf ekki að sjávarútvegi. Við höfum líka verið að auka við skipta um allt settið. úrval annarra rekstrarvara frá okkar birgjum og öllu í kringum þær t.d. saltfiskkassa og Sérfræðiþekking og reynsla ýmsar vörur fyrir saltfiskframleiðendur, eins og Frjó Umbúðasalan verður 25 ára á næsta ári og innanborðs eru 11 starfsmenn með mikla saltfiskhólka og hornstoðir fyrir saltfiskkassana.“ sérfræðiþekkingu og reynslu, sem þjónusta mavælaiðnaðinn í heild sinni með áherslu Nýjung í pökkunarvélum á sjávarútveg, kjötiðnað og garðyrkju. „Við „Við höfum hafið sölu á mjög öflugum pökkunarvélum frá Schur Star sem bjóða upp á mun fleiri valkosti en áður þekkist, hvað varðar stærð og lögun poka. Helsta nýjungin er hversu auðvelt er að skipta á milli poka og stærða þannig að ef maður er að selja vöru í bæði 100gr pakkningum og 3kg þá er lítið mál að skipta um poka, þetta er svo notendavænt. Það er líka hægt að vacuum pakka með þessari vél og sumir pokar eru líka með rennilás. Vélin lágmarkar því allan pökkunarkostnað.“
28
rjó Umbúðasalan býður upp á fjölmargar umbúðalausnir fyrir sjávarútveg. Fomaco saltsprautur frá fyrirtækinu hafa getið sér gott orð og um áramót er von á spennandi viðbót við þær ásamt fleiri nýjungum.
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
höfum sett fyrirtækið þannig upp að við erum með sérfræðinga á hverju sviði fyrir sig: Garðyrkjufræðing, sjávarútvegsfræðinga og kjötiðnaðarmenn. Það skilar okkur miklu að sölumaðurinn veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að framleiða vöruna og skilur til fullnustu hvað er að gerast í framleiðslunni; að hann er ekki bara venjulegur sölumaður,“ segir Ólafur. Þá eru tveir starfsmenn þjónustudeild sem sinnir öllum vélum. Hann segir þó að vélarnar í dag séu orðnar meira og minna nettengdar svo hægt er að skoða hvaða villur koma upp hvar sem er í heiminum og jafnvel oft frá framleiðslustað vélanna. Útibú í Noregi Nýverið stofnaði Frjó Umbúðasalan útibú í Noregi, NF Partners, sem staðsett er í Osló og selur það sömu vörur þar og seldar eru hérlendis. „Við höfum verið með viðskiptavini þar og þetta var bæði gert til að þjónusta þá betur og eins til að byggja upp stærri hóp viðskiptavina í kringum þá sem fyrir voru. Við höfum alltaf sinnt að einhverju leyti viðskiptavinum erlendis og með opnun skrifstofu í Noregu er stefnt að aukningu á því. Áður var salan frá Íslandi en núna seljum við beint til Noregs. Við teljum þessa nálægð við markaðinn nauðsynlega ef ætlunin er að auka við starfsemi erlendis, sem byggir mikið á tengslum og þekkingu.“
HIN HLIÐIN
Björn Þór
Fullt nafn: Björn Þór Sigurbjörnsson Fæðingardagur og staður: Reykjavík 20.06.79, en er þó umfram allt vestfirðingur Fjölskylduhagir: Bý með hundinum mínum, henni Köru Draumabílinn: Tesla Besti og versti matur: Erfitt að svara þessu því margt kemur til greina, hægeldað og innanrautt Ribeye kemur til greina en versti matur er án alls vafa lambalifur í brúnni sósu Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Önundarfjörður
Hvað fannst þér erfiðast við sjómennskuna: Fjarveran frá fjölskyldu og vinum venst seint. Eftirminnilegasta atvikið á sjó: Þau eru nokkur eftirminnileg, en ég mun aldrei gleyma upplifun minni á svalbarðamiðum árið 2014 þegar við vorum á veiðum á 83 gráðu norður, í 45 gráðu frosti í félagsskap með ísbjörnum.
Starf: Háseti á Brimnesi RE Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Samstaða áhafnar sem gerir áhöfn að góðu plássi
Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Sennilega Man. City Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Körfubolta, þar erum við sigurstranglegir
Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Þeir eru nokkrir, verð að nefna Arnbjörn Kristjánsson sem er ein besta eftirherma sem fyrirfinnst á landinu. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Vinnan um borð í Brimnesi er líkamsrækt út af fyrir sig Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Myndi sennilega láta það bera nafn móður minnar sem er María. Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Ég vildi verða sjómaður, því ég ólst upp í kringum það umhvefi
Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Stolt siglir fleygið mitt allan daginn Siginn fiskur eða gellur: Siginn fiskur Smúla eða spúla: Við smúlum, veit ekki hvað er að spúla
Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Sumarið er þægilegast hvað veðrið varðar, en dimmustu vetrarmánuðir kýs ég að vera frekar á sjó fremur en í landi.
Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Jafna hag allra þegna landsins. Íslensk þjóð er að tvístrast jafnt og þétt vegna ójöfnuðar, það mun koma niður á lífsgæðum allra þegar fram líða stundir. Eitthvað að lokum : Sjómenn farið varlega og ég myndi vilja fá Sæmund Árnason skipstjórann minn til að svara þessum spurningum.
UPPSKRIFT
Epla og mangóþorskur á pönnu Hér er einn laufléttur pönnuréttur. Meðlætið getur verið af ýmsu tagi; hrísgrjón, quinoa, salat, brauð… hvað sem hugurinn girnist en ég hafði bara klettasalat baðað í smá dressingu (olía, hindberjaedik og sterkt sinnep). HRÁEFNI 1 rauð paprika í bitum 3-4 gulrætur í bitum 1 stórt eða 2 lítil epli, flysjuð og skorin í bita 2-3 tsk. karrý 1 tsk. turmerik salt og pipar 2 dl rjómi C.a 100 gr rjómaostur 2 kúfaðar msk. mango chutney 2 þorskflök í bitum paprikuduft og steinselja til skrauts Setjið grænmetið á pönnuna og veltið því í kókos – eða ólífuolíu í smá stund. Bætið svo eplabitum, karrý og turmerik saman við og steikið í smá stund. Hellið rjómanum út í og bætið svo rjómaost saman við, látið bráðna og náið upp suðu. Bætið þá mango chutney saman við, saltið og piprið. Raðið nú fiskbitunum yfir og kryddið með paprikudufti og steinselju. Lækkið svo hitann þannig að það haldist smá suða, setjið lok á pönnuna og látið malla í ca 10 mín eða þar til fiskurinn virðist vera eldaður í gegn. Eins og áður sagði þá dugar vel að hafa bara gott salat með en annað sakar ekki.
30
SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015
Um höfundinn: Hrönn Hjálmarsdóttir er sjálfstætt starfandi heilsumarkþjálfi sem hefur einlægan áhuga á matargerð þar sem hollusta og einfaldleiki er í fyrirrúmi. Hrönn er með heimasíðuna www.hronn-hjalmars.wordpress.com þar sem hún setur inn uppskriftir og ýmsan fróðleik sem tengist hollustu og heilsufari, ásamt því að bjóða upp á einstaklingsráðgjöf, námskeið og fyrirlestra.
Laugavegur / Smáralind / Kringlan
Sérfræðingar í giftingarhringum
Skemmtilegustu viðskiptavinirnir
Hjá Jóni og Óskari eru þeir viðskiptavinir sem kaupa trúlofunar- og giftingarhringi í miklu uppáhaldi. Þeir hafa ákveðið að treysta fyrirtækinu fyrir kaupum sem eiga að endast alla ævi og sú ákvörðun þeirra er tekin mjög alvarlega. Starfsmenn fyrirtækisins eru tilbúnir að leggja sig alla fram til að valið á hringunum verði sem auðveldast og að ánægja ríki með kaupin og einungis er boðið upp á vandaða hágæðavöru.
Sígildir hringar alltaf vinsælir
Einbaugar, þessir sígildu og klassísku hringar hafa alltaf verið mjög vinsælir hjá Jóni og Óskari. Þá má fá bæði í gulu og hvítu gulli og misjafnlega breiða. Jafnframt koma þeir í mismunandi þykkt og stundum eru þeir kúptir að innan sem mörgum finnst þægilegra. Hinn klassíski einbaugur er mjög fallegur á hendi og fer vel með öðrum hringum.
Gull, hvítagull, palladium, silfur, stál
Algengast er að giftingarhringarnir séu hafðir úr gulu gulli en hvítagull eða blanda af gulu og hvítu gulli hefur líka verið mjög vinsæl. Hringar úr palladium (sem er platínumálmur sami litur og hvítagull) standa einnig til boða.Hringar úr stáli hafa einnig notið nokkurra vinsælda enda ódýrasti kosturinn sem í boði er í dag.
Munstraðir hringar og íslensk hönnun
Hjá Jóni og Óskari er í boði mikið úrval af munstruðum hringum af ýmsu tagi og hringum þar sem hvítu- og gulu gulli er blandað saman. Jafnframt hefur verið mjög vinsælt að handgrafa í hringana og hefur gamla íslenska höfðaletrið þá oftast verið notað. Þar velur fólk að setja nöfnin sín eða einhver orð eða tákn sem þeim eru kær. Gullsmiðir fyrirtækisins hafa hannað fjölmargar útgáfur af mynstri og formum sem hafa reynst mjög vinsæl og má sjá glæsilegt úrval hringa á heimasíðu fyrirtækisins www.jonogoskar.is.
Demantshringur sem trúlofunarhringur
Ameríska hefðin, þ.e.a.s. að daman setji upp demantshring við trúlofun hefur einnig verið að aukast mikið að vinsældum undanfarin misseri. Þegar þessi leið er valin setur karlmaðurinn ekki upp hring en konan setur upp demantshring þegar hennar er beðið. Báðir aðilar setja svo upp einbauga við giftingu. Samkvæmt amerísku hefðinni á hringurinn að kosta sem nemur a.m.k. tveimur mánaðarlaunum herrans en það er að sjálfsögðu ekki bráðnauðsynlegt að vera svo flottur á því þegar þessi leið er valin því hjá Jóni og Óskari er hægt að fá glæsilega demantshringa á verði sem flestir ættu að ráða við.
Demantar í giftingarhringum
Undanfarin ár hefur það orðið sífellt algengara að fólk velji að setja demanta í giftingarhringana og þá einkum kvenhringinn. Demantur glæðir hringinn lífi og eykur á fegurð hans.
Laugavegur / Smáralind / Kringlan
Morgungjafir
Sá siður að gefa morgungjafir hefur einnig verið að aukast mjög að vinsældum undanfarin ár og má segja að það sé orðin hefð í íslenskum brúðkaupum. Mega þeir herrar sem gleyma morgungjöfinni eiga von á athugasemdum frá sinni heittelskuðu. Í morgungjöf er hefðin að gefa fallegan demantsskartgrip. Svokallaðir “alliance” hringar eru orðnir ein vinsælasta morgungjöfin en þar er nokkrum demöntum raðað eftir baugnum sem er hafður úr hvítu eða gulu gulli.
Laugavegur / Smáralind / Kringlan
Heimasíða okkar jonogoskar.is veitir ferkari upplýsingar um verð og úrval. Verið velkomin í verslanir okkar að Laugavegi 61 -Kringlunni og Smáralind. Sími 552-4910
Laugavegur / Smáralind / Kringlan
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.
*Ríkulegur staðalbúnaður: 8 gíra sjálfskipting, leðurinnrétting, rafdrifin þægindasæti fyrir bílstjóra og farþega, hiti í framsætum, Bi-Xenon ljós,18“ álfelgur, fullkomið hljómkerfi með 10 hátölurum, tvöföld sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifinn afturhleri, skriðstillir, sportleðurstýri með aðgerðahnöppum o.m.fl.
Við hættum ekki að leika okkur af því við verðum gömul. Við verðum gömul af því að við hættum að leika okkur. Nýr og spennandi Porsche Cayenne skartar nýju útliti sem m.a. sést í stærra grilli og Bi-Xenon framljósum til að undirstrika kraftmikið og sportlegt útlit bílsins. Stærsta breytingin er ný dieselvél sem vakið hefur mikla athygli. Cayenne er nú aflmeiri, togar meira og er hraðari í hundraðið - en eyðslan og útblásturinn eru samt umtalsvert minni.
Porsche Cayenne Diesel Verð: 13.790 þús. kr.*
Porsche á Íslandi • Bílabúð Benna Vagnhöfða 23 • 110 Reykjavík S: 590 2000 porsche@porsche.is • www.benni.is
Opnunartími: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00