Sjávarafl 6.tbl 2015

Page 1

SJÁVARAFL

Október 2015 6. tölublað 2. árgangur

FRÍTT EINTAK

NÝJAR LEIÐIR Í PÖKKUN FERSKS FISKS

RAGNAR ÓLAFSSON

FREYJA ÖNUNARDÓTTIR, FORMAÐUR KVENNA Í SJÁVARÚTVEGI


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA 4 Freyja Önundardóttir Formaður kvenna í sjávarútvegi 6 Síldardauðinn í Kolgrafarfirði 6 Áfram leitað af loðnunni Aukaleiðangur í nóvember 8 Bergson RE opnaði nýlega í Húsi Sjávarklasans 10 From the North-Atlantic 12 Líftími ferskvörunnar lengist Nýjar leiðir í pökkun fersks fisks 14 Frá Siglufirði til Suður-Afríku Viðtal við Ragnar Ólfasson 18 Veiðarfæraþjónustan í Grindavík Sérsniðin veiðarfæri að þörfum viðskiptavinarins 20 Minni útgeislun ratsjár með nýrri tækni Fjölmargir kostir breiðbandsratsjáa 22 Hin hliðin Sigurgeir Freyr 22 Uppskrift Sparifiskur með kartöfluflögum og osti

Jólaljósmyndakeppni Sjávarafls

E

ins og svo margir er starfsfólk Sjávarafls byrjað að undirbúa jólin. Framundan hjá okkur er stórt og veglegt jólablað sem kemur út um miðjan desember, þar sem að stór partur af blaðinu verður tileinkaður sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Það er margt frábrugðið heimilislífi sjómannsfjölskyldunnar og venjulegrar fjölskyldu. Konan ber yfirleitt þungan á daglegu lífi fjölskyldunnar og af mínum kynnum stjórnar hún hlutunum með harðri hendi. Ég hef oft hlegið af því þegar mamma fær hugmyndir, þá eru þær framkvæmdar einn, tveir og núna, helst í gær. Það er ekkert verið að bíða eftir að pabbi komi í land til þess að hjálpa og svei mér þá stundum held ég að það sé ekkert sem hún getur ekki. Ég verð henni allavega ævinlega þakklát fyrir að ala okkur upp þannig að það sé ekkert sem við getum ekki gert. Blaðið verður stútfullt af skemmtilegum viðtölum við fólk og fjölskyldur í sjávarútvegi. Ásamt fjölskyldupartinum munum við vera með árlegu pistlana þar sem árið 2015 er gert upp af ýmsum aðilum. Ef þið hafið áhuga á að vera með innsendan pistil í jólablaðinu hvet ég ykkur til þess að senda grein á okkur fyrir 1.desember á hallo@sjavarafl.is. Í tilefni af jólablaðinu höfum við ákveðið að skella í ljósmyndasamkeppni og mun vinningshafinn fá myndina sína birta á forsíðublaðsins, ásamt því að vinna vegleg verðlaun. Myndin þarf að vera standandi (portrait) og í 300 punkta upplausn. Skilyrði fyrir þátttöku er að myndin tengist sjómennsku eða sjávarútvegi á einhvern hátt og hvetur starfsfólk Sjávarafls sem flesta til að taka þátt. Myndum skal skilað á hallo@sjavarafl.is í síðastalagi 1.desember. Í þessu blaði fjöllum við um nýjar og skemmtilegar vörur sem fyrirtækið Blámar setti nýlega á markaðinn, ræðum við Ragnar Ólafsson fyrrverandi útgerðarmann og sjómann til fjölda ára ásamt fullt af öðru áhugaverðu efni.

Útgefandi: Sjávarafl ehf. Grandagarði 16, 101 Rvk. Sími: 846 1783 / 899 9964 Ritstjóri: Sædís Eva Birgisdóttir seva@sjavarafl.is Ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir. hildur@sjavarafl.is Blaðamaður: Sigrún Erna Geirsdóttir sigrun@sjavarafl.is Vefsíða: www.sjavarafl.is Tölvupóstur: hallo@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson logijes@simnet.is Forsíðumynd: Sölvi Breiðfjörð Prentun: Prentment ehf.

2

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

Ég má til með að minna á í lokin að Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 19.-20.nóvember. Að þessu sinni verða 10 málstofur og flutt verða um 45 erindi. Mörg áhugaverð erindi eru að þessu sinni og ég bendi áhugasömum á að kynna sér dagskránna á www.sjavarutvegsradstefnan.is Sædís Eva Birgisdóttir Ritstjóri Sjávarafls


fjarðarfrost

ný 10.000 tonna frystigeymsla eimskips

Þjónusta við sjávarútveginn er ein af grunnstoðum rekstrar Eimskips en með nýrri frystigeymslu í Hafnarfirði er félagið að fylgja eftir vaxandi umsvifum í greininni. Hafnarfjarðarhöfn er vel staðsett og býður upp á góða aðstöðu fyrir útgerðir.

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is


SKOÐUN Freyja Önundardóttir, formaður kvenna í sjávarútvegi

Spennandi tímar framundan

K

æru systur í sjávarútvegi. Nýtt starfsár er hafið í félaginu okkar og það er hugur í mannskapnum. Aðalfundur var haldinn 1. október í Húsi sjávarklasans. Breytingatillaga um að fækka í stjórn úr tíu í átta var samþykkt samhljóða. Í framboði til stjórnar voru ellefu konur, allar flottar og frambærilegar. Það er ánægjuefni að svo margar konur gefi kost á sér til að efla og styrkja félagið okkar. Sitjandi stjórnarkonur sem voru í framboði fengu allar brautargengi til aframhaldandi verka og þrjár nýjar kraftmiklar konur koma inn í stjórnina. Eitt af meginmarkmiðum félagsins er að efla og styrkja stöðu kvenna innan sjávarútvegsins. Ein af leiðunum sem hefur verið farin er að rannsaka stöðu kvenna í sjávarútvegi. Samið hefur verið við Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og Capacent um framkvæmd verkefnisins sem hefst á næstu vikum. Fjármögnun hefur gengið vel en betur má ef duga skal og nú reynir á nýja stjórn og samtakamátt félagskvenna og velunnara að klára fjármögnun og framkvæmd. Framundan er áframhaldandi vöxtur félagsins og vinna við að breiða út boðskapinn. Fyrir ári síðan vorum við undir hundraðinu en erum nú hundrað sextíu og fimm. Með hverri konu sem bætist við vex félagið og tækifæri okkar til tengsla og áhrifa eykst. Við skulum vera sýnilegar og stoltar af okkur sjálfum og félaginu okkar, segja frá og hvetja konur sem við þekkjum til að slást í hópinn. Við skulum nýta tækifærin til að hittast eins og kostur er, kynnast, þekkjast og mynda þannig tengslanet sem nýtist okkur í starfi og leik. Heimsóknir í fyrirtæki hafa verið hluti af starfinu og verða það áfram. Kærkomið tækifæri til að

hittast, auka víðsýni og þekkingu á fjölbreyttum starfsvettvangi innan sjávarútvegs og tengdra greina. Stefnan er að hafa breytilegar tímasetningar, stundum í hádegi og stundum seinni partinn til að tímasetningar henti sem flestum. Við leitum allra leiða til að þræða tengslanet félagskvenna um allt land og í alla hugsanlega króka og kima. Við vinnum að því að fjölga okkur og styrkja og að ná til þeirra sem eiga erfiðara með að komast til okkar. Við förum til þeirra. Ferðir sem við höfum farið í til Vestmannaeyja og á Snæfellsnes hafa heppnast vel. Þekking okkar hefur aukist, við höfum kynnst athafnalífi þessara staða og atvinnurekendum, kynnst nýjum konum og fjölgað í félaginu. Við höfum í þessum ferðum gert okkur gildandi sem framfarafélag, stækkað tengslanetiði, eignast vinkonur hver í annari og síðast en ekki síst haft það gaman saman. Framundan eru fleiri ferðir, stefnt er á norðurland í haust og austurlandið í vor. Heimasíðan okkar er flott en alltaf í þróun http://www.kis.is. Við höfum hug á að gera félagatal með mynd og grunnupplýsingum um félagskonur sem verður aðgengilegt fyrir okkur sjálfar. Facebook er vettvangur til samskipta og upplýsingaveita sem ég hvet ykkur til að nýta ykkur. Við erum bæði með opinbera síðu Konur í sjávarútvegi og lokaða síðu fyrir félagskonur KIS þar sem við sýnum okkur og sjáum hver aðra og getum deilt gagnlegum upplýsingum. Ég hvet ykkur til að tengja ykkur inn á þá síðu okkur öllum til gagns og gamans. Það er undir okkur sjálfum komið hversu sýnilegar við viljum vera á þeim vettvangi en þarna höfum við tæki sem við getum nýtt okkur og er góð leið til að við þekkjumst og tengjumst.

Vinna er hafin við undirbúning að því að heiðra konur fyrir vel unnin störf í sjávarútvegi. Á næsta ári munum við hrinda því í framkvæmd með táknrænum hætti. Það eru spennandi tímar framundan, það er sannarlega heiður að vera formaður félagsins okkar og stefnan mín er að standa mig í nýju hlutverki. Umgjörðin er til staðar og braut hefur verið rudd. stofnun KIS er framfaraspor í íslenskum sjávarútvegi og samfélaginu í heild. Í félaginu er flott stjórn og flottar félagskonur sem hafa mikið fram að færa. Ég vil hvetja ykkur til að hafa samband ef eitthvað brennur á ykkur og ef að eitthvað má betur fara. Saman náum við markmiðum okkar um að vera bæði sterkari og stærri innan sjávarútvegsins með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.

"Með hverri konu

sem bætist við vex félagið

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur

Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita

» Sjálfvirk kassamötun

» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt

4

» Frábær hráefnismeðh.

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is


Pökkunarlausnin sem lagar sig að þinni framleiðslu Schur ® Star pökkunarlausnin býður upp á endalausa möguleika til að skara framúr, hentar fjölbreyttri pökkun fyrir matvæli og lágmarkar kostnað þar sem enginn viðbótarkostnaður fylgir mismunandi stærðum af pokum.

Minna flækjustig, endalausir möguleikar • Skipti á milli pokastærða tekur aðeins 1-3 mínútur • Möguleiki á pokum með hólfum og afrifum • Betri opnun á pokum sem auðveldar áfyllingu • ZipLock lokun • Vökvapökkun • Loftskipting • Enginn mótakostnaður • Lágmarkar pökkunarkostnað

FORNUBÚÐUM 5, 220 HAFNARFIRÐI S. 567 7860 • WWW.FRJO.IS • FRJO@FRJO.IS


Síldardauðinn í Kolgrafarfirði

S

Vegfyllingin olli ekki sökudólgur

úrefnisskortur olli síldardauðanum í Kolgrafafirði veturinn 2012-2013 og voru það umhverfisaðstæður sem réðu mestu um súrefnisstyrkinn í firðinum, bæði innan og utan fyllingar. Ef slæmar umhverfisaðstæður líkt og þá voru fara saman við mikið magn síldar í firðinum fellur súrefnisstyrkurinn hratt og síldin drepst. Vegfylling í firðinum hafði ekki áhrif á þessar aðstæður og var því ekki ástæða fyrir því að síldin drapst. Súrefnisskortur Umfangsmikill síldardauði átti sér stað í Kolgrafafirði veturinn 2012-2013 og drapst síldin innan vegfyllingar Snæfellsnesvegar við Hjarðarbólsodda sem liggur við þröskuld innri fjarðar. Var fljótlega talið að síldardauðinn hefði orsakast af súrefnisskorti. Í kjölfar þessara atburða fékk Vegagerðin verkfræðistofuna Vatnaskil til framkvæma rannsóknarverkefni til að varpa frekara ljósi á atburðina og var markmiðið var að greina umhverfisaðstæður í firðinum sem gætu haft áhrif á súrefnisbúskap fjarðarins þegar hann er undir miklu álagi vegna súrefnisupptöku síldar. Jafnframt átti að meta hvort hvort tilkoma vegfyllingarinnar hefði áhrif á eða leiddi til slíkra aðstæðna. Á síðu Vegagerðarinnar má sjá að helstu niðurstöður gefi til kynna að eftir vesturströnd Kolgrafafjarðar utan vegfyllingar sveiflast súrefnisstyrkur að mestu í takti við breytingar í súrefnisstyrk innan vegfyllingar þegar súrefnisupptaka er mikil

í firðinum og endurnýjun súrefnis er lítil um yfirborð sjávar og með sjávarföllum. Þannig getur súrefnisstyrkur fallið á nokkuð stóru svæði í vesturhluta ytri fjarðar samhliða falli í innri firði, og samspil þessara svæða með vatnsskiptum um þröskuld innri fjarðar getur leitt til stigminnkaðs súrefnisstyrks á báðum stöðum. Óheppilegar aðstæður Helstu þættir sem hafa áhrif á þetta samband eru vindstyrkur og varandi lágvindstímabil, og sveifla sjávarfalla með jafnan lægri styrk súrefnis þegar hún er lág. Mesta flóðhæð á stórstraumi ræður einnig miklu um hversu mikið súrefnishagur vænkast á þessu vestursvæði ytri fjarðar, og um leið í innri firði. Segir í skýrslunni að vegfyllingin hafi engin áhrif á að súrefnisstyrkur í vesturhluta ytri fjarðar sveiflist í takti við breytingar í innrifirði og að samspil svæðanna geti leitt til stigminnkaðs súrefnisstyrks á báðum stöðum. Öll einkenni séu þau sömu

með og án vegfyllingar. Staðsetning vatnsops við þröskuld innri fjarðar getur þó ráðið nokkru um hversu mikið súrefnisstyrkur fellur í innri firði við síldargöngur. Þannig veldur staðsetning brúarops vegfyllingarinnar vestarlega í firðinum virkari vatnsskiptum við vesturhluta ytri fjarðar. Súrefnisstyrkur getur þannig fallið aðeins meira að meðaltali innan vegfyllingar með vegfyllingu heldur en án hennar þegar síld gengur í miklum mæli í fjörðinn, vindhraði er lágur og sveifluhæð sjávarfalla er lág. Mismunurinn er þó stærðargráðu minni en fall súrefnisstyrks verður vegna síldargangnanna. Tímasetningin er lykilþáttur Ekki er hægt að segja til um hvor hvort aðeins hærri meðalsúrefnisstyrkur í innri firði, án vegfyllingarinnar, hefði varnað því að 10% síldarinnar drapst. Tímasetning á miklum síldargöngum samfara óhentugum umhverfisaðstæðum virðist ráða mestu um hvort að til súrefnishnignunar geti komið í Kolgrafafirði. Magn síldar sem er á ferðinni ræður svo því hversu lágt súrefnisstyrkur fellur og hvort síldin hafi þá nægjanlegt súrefni og rými til að varna afföllum. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að mun verri umhverfisaðstæður hafi skapast undanfarin ár en raunin varð í desember 2012. Segir í skýrslunni að það megi því teljast mildi að síldargöngur í jafn miklum mæli hafi ekki farið saman við svo óhagstæðar umhverfisaðstæður í Kolgrafafirði. Tilkoma vegfyllingarinnar breytir engu um það

Áfram leitað að loðnunni

Á

kveðið hefur verið að Hafrannsóknastofnun fari í annan loðnuleiðangur í nóvember til að freista þess að ná betri mælingu á loðnustofninum en var reyndin í hinum hefðbundna haustleiðangri sem skilaði alltof litlum árangri mælt í ráðgjöf fyrir vetrarvertíð. Fleiri skip þýðir betri líkur Á síðu Atvinnuvegaráðuneytisins segir að þótt farið verði í loðnuleiðangur í nóvember breyti það þó engu um hefðbundna loðnuleit í janúar og febrúar. Árangur slíkrar leitar veltur þó mjög á aðstæðum og hegðun loðnunnar.

Hafró hefur aðeins yfir tveimur skipum að ráða og veðurfar er oft rysjótt á þessum árstíma sem sett getur strik í reikninginn. Það er því mikilvægt að íslenskar útgerðir hafi aflaheimildir í upphafi vertíðar en með fleiri skipum aukast talsvert líkurnar á því að finna loðnuna sem sýnt nokkuð óútreiknanlega hegðun undanfarin ár. Ástæða þess að hægt verður að fjármagna nóvemberleiðangurinn er sá að vel hefur tekist til með aðhald hjá Hafró, auk þess sem rekstur

hefur verið góður. Þá mun Grænland í fyrsta sinn láta fé af hendi rakna til rannsókna en það á næst stærsta hlutinn í loðnustofninum. Á framlag Grænlands mikinn þátt í því að viðbótarleiðangurinn er mögulegur.

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100

6

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015


SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800 SMÁRALIND XL 5650304


Besta útsýnið í bænum Bergson RE opnaði nýlega í Húsi Sjávarklasans

V

eitingastaðurinn Bergon RE var opnaður í Húsi Sjávarklasans í sumar. Eigandi staðarins er Þórir Bergson, en hann rekur einnig Bergsson mathús sem hefur verið starfrækt, við miklar vinsældir, í Templarasundi 3 síðan sumarið 2012. Þar er, og hefur allaf verið lögð áhersla á morgun og hádegisverð og hefur staðurinn verið nefndur besti hádegisverðarstaður í Reykjavík af Reykjavík Grapevine (e. best lunch place) Í seinni tíð hefur staðurinn í Templarasundi verið með kvöldopnun sem hefur mælst vel fyrir. Veitingastaðurinn í sjávarklasanum er þó bara opinn frá 10- 16 alla virka daga. “Bergson RE er skemmtileg viðbót hjá okkur og staðsetninginn frábær. Við erum með veisluþjónustu á staðnum og sendum einnig mikið af veislunum okkar út úr húsi. Það er mjög vaxandi hluti af okkar rekstri” segir Þórir. Á Bergson mathúsi hefur frá upphafi verið lögð áhersla á hollan og bragðgóðan mat og lagt mikið upp úr því að vera með fersk salöt og að allt sé gert frá grunni á staðnum. Staðurinn er orðin þekktur fyrir heimabökuðu brauðin. “Þegar við opnuðum í Húsi Sjávarklasans ákváðum við að halda þessari stefnu áfram, enda óþarfi að breyta því sem er í lagi. Við ákváðum þó að leggja enn meiri áherslu á fisk og fáum nýjan, ferskan fisk í hús á hverjum degi. Þð er eitthvað sem Hafið fiskverslun velur fyrir okkur og við vitum ekkert endilega hvað er að koma, heldur kemur bara það ferskasta og besta að hverju sinni. það er dáldið gaman að segja frá því að á þessum

þó stutta tíma sem við höfum haft opið hér er traffíkin í hádeginu orðin mjög góð og alveg um 70% gesta koma sérstaklega útaf fiskinum Þessa dagana er starfsfólk Bergson á fullu að undirbúa jólin eins margir landsmenn, en framundan eru jólahlaðborð á Bergsons RE. “Við erum með jólahlaðborð í fyrsta sinn á Bergsson RE og hlökkum mikið til, við ætlum að vera með jólabröns alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá og með 20. nóvember næstkomandi og alveg fram að jólum. . Þar verður boðið upp á eitthvað fyrir alla fjölskylduna, bæði klassíska jólarétti eins og purusteik, graflax og síld og svo erum við svo heppin að einn kokkurinn okkar er frá Tyrklandi svo það verður eitthvað um dæmigerða tyrkneska jólarétti líka, sem eru dásamlega bragðgóðir. Að sjálfsögðu verðum við líka með egg og beikon og tilheyrandi, þar sem þetta er nú bröns, auk hellings af allskonar fínum eftirréttum og sætmeti. Við munum leggja mikla áherslu á fisk á jólahlaðborðinu, eins og endranær á Bergsson RE, t.d. er einn af aðalréttunum á jólamatseðlinum okkar saltfiskur, með tómat og ólífum, eins og portúgalir borða á jólunum. Þannig að það verður eitthvað fyrir alla, konur, börn og kalla... og grænmetisætur” segir Þórir kátur. Þó svo að veitingastaðurinn sé ekki opin á kvöldin alla jafna, þá tekur staðurinn vel á móti hópum og getur verið upplagt fyrir vinnustaði, allt frá 20 og upp í 120 manns að fara og gera sér glaðan dag. Að sögn Þóris hefur það hefur verið

vinsælt hjá hópum og fyrirtækjum að koma til þeirra og halda veislur enda er útsýnið það besta í bænum og hvetur hann áhafnir á skipum að koma saman og gera sér glaðan dag við höfnina. “Við horfum á sjávarútveginn beint út um gluggann hjá okkur á hverjum degi, við köllum það að vera með útsýni yfir lífið sjálft og höfum sérstaklega gaman af því að fylgjast með því þegar skip koma inn til löndunnar og eins þegar er verið að hlaða þau kosti áður en siglt er úr höfn. Okkar bransi, veitingabransinn er náttúrulega nátengdur sjávarútveginum, það má jafnvel segja að hann sé síðasti hlekkurinn í keðjunni. Það skiptir okkur, eins og sennilega flesta veitingastaði landsins, mjög miklu máli að sjómenn skuli vera svona góðir í því að sækja handa okkur þetta frábæra hráefni sem íslenski fiskurinn er og erum fyrir það óhemju þakklátir. Enda væri íslensk matreiðsla sennilega frekar tilkomulítil á sjávarútvegsins” , segir Þórir að lokum.

Við erum á Facebook

10.000 aðgerðir Hníflaus tækni Öryggi, þjónusta, gæði

Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík Sími 414 7000 • augljos @ augljos.is • www.augljos.is

8

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

http://www.facebook.com/Augljos

Dr. Med. Jóhannes Kári Kristinsson Sérfræðingur í hornhimnulækningum og sjónlagslækningum með laser


Allt fyrir sjávarútveginn Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað

Kraftur Ending Hliðarskrúfur

Sparneytni

Vökvakranar fyrir skip og báta

Áreiðanleiki Stærð allt að 4500hö

Rafstöðvar og ljósavélar

Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is

Kúlulegur - Keflalegur

Stjórntæki og Gírar

Allt fyrir nýsmíðina


Kaupendur fisks vilja ekki merkja hann

U

From the North-Atlantic

ndanfarin ár hefur verið vaxandi umhverfis-vitund meðal almennings, ekki síst á Vesturlöndum. Fólk vill í ríkari mæli fá vottaðar vörur og gjarnan vill það vita líka hvaða varan er. Rekjanleiki á fiski er orðinn lögbundinn en hvernig skyldi þá standa á því að ekki stendur skýrt og greinilega á umbúðum fisks hvaðan hann er? Ekki merktur Íslandi „Krafan um rekjanleika er í raun tvíþætt,“ segir Svavar Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sæmarks. „Á annan bóginn gera viðskiptavinir kröfu um rekjanleikavottun á fiskinum svo rekjanleiki sé til staðar ef eitthvað vandamál, t.d tjón eða kvörtun, kemur upp. Þess vegna verður að vera hægt að sjá hvaða bátur veiddi þennan fisk, í hvaða vinnslu hann fór, hvenær hann var unnin o.fl. Ef þessi tenging er ekki til staðar er lítið hægt að gera til þess að laga hlutina. Á hinn bóginn vill neytandinn geta séð líka hvaða varan er, alveg eins og við viljum t.d vita að lambakjötið sem við borðum er íslenskt!“ Það er hins vegar svo að yfirleitt komi það hvergi fram í búðinni hvaðan fiskurinn sé, jafnvel þótt neytandinn hefði áhuga á að fá þær upplýsingar. „Við seljum

mjög mikið inn á heildsölumarkaði og heildsalan er að kaupa frá okkur, Noregi og Rússlandi. Við erum því í mikilli samkeppni við þessi lönd og heildsölurnar sjálfar eru svo auðvitað í samkeppni sjálfar. Heildsalinn eltir bestu verðin og það er ekki honum í hag að selja fisk sem íslenskan. Ef þeir gerðu það gætu þeir kannski ekki selt fisk frá Noregi viku síðar og þeir vilja geta elt verðin,“ segir Svavar. Stóru keðjurnar vilji því oft frekar merkja fiskinn þannig að hann sé einfaldlega veiddur í Norður-Atlantshafi. Alltaf spurning um verð Svavar segir að auðvitað myndi mestur árangur nást ef búðirnar fengjust til að merkja fiskinn sem íslenskan en það takist því miður ekki nógu oft. Almenningur sé því ekki meðvitaður um að fiskurinn sem hann er að kaupa sé íslenskur. „Í 99% tilvika fer fiskurinn frá okkur í hvítum frauðplastkössum og það stendur kannski Made in Iceland á þeim. Þessi kassi fer hins vegar aldrei í borðið hjá kaupmanninum, fiskurinn er tekinn úr honum og þarna rofnar tengingin við Ísland. Kaupmaðurinn merkir svo fiskinn eins og hann kýs, það gæti þess vegna staðið við hann Made in Scotland ef það þykir henta betur,“ segir

Svavar. Æskilegast væri að sjálfsögðu að fiskurinn væri merktur íslandi, það myndi skapa eftirspurn eftir íslenskum fiski sem er gæðavara en þetta sé hins vegar alltaf spurning um verð. „Við erum að keppa um hæstu verðin, rétt eins og aðrir. Við Íslendingar stöndum fyrir gæðum og afhendingaröryggi en á flestum mörkuðum er verið að pressa okkur frá öðrum löndum, t.d Noregi. Ef verslunin er búin að læsa það inni að þetta sé íslensk vara getur hún ekki spilað á markaðinn og keypt fiskinn frá því landi sem býður best, óháð því hvaða land það er. Lausnin fyrir þá felst í því að setja einfaldlega From the North-Atlantic á fiskinn.“ Einna helst það frekar smásalarnir og veitingastaðirnir sem taka það fram að fiskurinn sé íslenskur en það sé alls ekki alltaf. Lausnin á því gæti verið að búa til eftirspurn eftir íslenskum fiski hjá neytendum sem myndu þá biðja um hann í verslunum. Slíkt myndi þó krefjast mun meiri samvinnu milli íslenskra söluaðila en nú er sem og aðkomu frá hinu opinbera.

Makríllinn vex hægar en áður

S

töðugt hefur dregið úr vaxtarhraða og holdafari makríls í Norðaustur Atlantshafi síðan árið 2004. Helsta orsökin er talin vera síharðnandi samkeppni um takmarkaða fæðu. Stærð stofnsins og stærð norsk-íslenska vorgotssíldarstofnsins hefur haft neikvæð áhrif á vöxt makríls en breytileiki í hitastigi sjávar hafði engin áhrif. Umtalsverð minnkun vaxtarhraða Á vef Hafró má sjá niðurstöður viðamikillar samnorrænnar rannsóknar sem nýlega voru birtar. Í þeim kemur m.a fram að makríll vex hægar en áður og þá þyngist hann minna. Algengt er að vaxtarhraði og holdafar fisks sveiflist milli ára og einn af þáttunum sem hafa áhrif á það er stærð stofnsins. Þetta er kallað þéttleikaháður vöxtur, þar sem vöxtur einstaklinga minnkar eftir því sem stofninn stækkar. Það er hins vegar athyglisvert

10

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

hve mikið hefur hægst á vexti makríls undanfarin ár. Átta ára fiskur var t.d árið 2013 að meðaltali jafn langur og jafn þungur og 4 ára fiskur var árið 2004 sem þýðir að á tíu ára tímabili minnkaði meðalþyngd eftir aldri um 32%. Síldin tekur fæðuna frá makrílnum Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að bæði stærð makrílstofnsins og stærð norsk-íslenska vorgotssíldarstofnsins hafi neikvæð áhrif á vöxt makríls en breytileiki í hitastigi sjávar hafði engin áhrif. Þótt makríll og síld blandist ekki mikið yfir sumarið þá keppa þessar tegundir um sömu fæðuna. Tilgátan er því sú að þar sem síld byrjar sumarfæðugöngu sína einum til tveim mánuðum fyrr en makríll þá hefur afrán hennar áhrif á hversu mikil fæða er eftir á svæðinu þegar makríllinn loksins kemur. Á ársgrundvelli getur afrán síldar á sameiginlegum fæðutegundum

haft áhrif á hversu mikil fæða er í boði fyrir makríl. Að lokum má nefna að stækkun útbreiðslusvæðis makríls á fæðutímabilinu leiðir til þess að fiskurinn þarf að eyða meiri orku í að ferðast milli fæðusvæðisins og hrygningarsvæða sem gæti að hluta skýrt hægari vöxt einstaklinganna. Fæðunám makríls á ársgrundvelli er nánast einskorðað við sumarið og notar makríllin orkuna til að vaxa, ferðast milli svæða og til að framleiða hrogn og svil. Hægari vöxtur og lélegra holdafar hafa bæði neikvæð áhrif á lífslíkur einstaklingsins og líkurnar á því að hrygning hans heppnist vel.



Nýjar leiðir í pökkun fersks fisks

Líftími ferskvörunnar lengist Sigrún Erna Geirsdóttir

Fyrirtækið Blámar hefur getið sér gott orð fyrir smekklegar og hentugar neytendapakkningar á fiskafurðum. Blámar fór að bjóða upp á ferskvöru nú í haust en áður var það eingöngu í sölu á frystum fiski og skelfiski. Fyrirtækið hyggur á útflutning. Aldrei notað fyrir fisk áður „Við komum inn sem nýir eigendur síðustu áramót og endurskipulögðum fyrirtækið. Þá fjárfestum við líka í Skin pökkunarvél frá Multivac sem hefur verið notuð af nautakjötsframleiðendum í einhverju mæli hérlendis en ekki af fiskframleiðendum. Við sáum hins vegar strax möguleikana sem þessi tækni hafði upp á að bjóða,“ segir Valdís Fjölnisdóttir, sem er eigandi Blámars ásamt Pálma Jónssyni. Þegar hráefni er pakkað með lofttæmisaðferð (skin –pack) er algerlega lokað fyrir að súrefni eða önnur utanaðkomandi efni komist að vörunni. „Þetta lengir líftíma ferskvörunnar um nokkra daga og gæðin skerðast ekkert,“ segir Valdís. Hún segir að þegar fólk kaupi fiskinn frá Blámar sé það því að kaupa fisk sem oft sé ferskari en sá sem hægt er að kaupa í fiskbúð. „Fiskurinn er kannski búinn að vera í fiskbúðinni í heilan dag áður en fólk kaupir hann og þar hefur komist að honum súrefni. Þegar fólk kaupir fiskinn frá okkur er það hins vegar að fá fisk sem var pakkað um leið og við fengum hann með skin-pack tækni. Hann er því enn ferskur og ósnertur.“ Mikilvægi góðrar hönnunar Umbúðirnar frá Blámar eru þó ekki eingöngu góðar heldur eru þær líka smart. „Við leggjum mjög mikið upp úr umbúðum og útliti,“ segir Valdís. „Hingað til hefur fiskur bara fengist í hvítu frauðplasti og okkur fannst virkilega vanta að boðið væri upp á fisk í flottum umbúðum. Við sáum þarna mikil tækifæri og fengum því til liðs við okkur mjög færan hönnuð sem hefur hannað allar umbúðirnar í samstarfi við okkur.“ Hún segir að viðtökur við vörunum hafi farið fram úr þeirra björtustu vonum og greinilegt að fyrirtækið sé að mæta mikilli þörf. „Við settum ferskvöruna á markað í lok sumars og renndum alveg blint í sjóinn. Það hefur verið alveg frábært að upplifa þessar móttökur!“ Blámar býður upp á ríflega tuttugu vörutegundir og eru margar í boði allt árið meðan sumar eru árstíðabundnar. „Við leggjum okkur fram um að hafa allt sem einfaldast og þægilegast. Margt ungt fólk í dag kann t.d ekki að elda fisk og þarna fær það marineraðan lax sem það þarf bara að setja í ofninn. Þetta kann fólk virkilega að meta,“ segir hún. Þau leggi líka mikla áherslu á ungt fólk sem markhóp því rannsóknir sýni að fiskneysla ungs

12

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

Umbúðirnar frá Blámar eru ekki eingöngu góðar heldur eru þær líka smart.

fólks hefur minnkað verulega síðustu ár sem sé áhyggjuefni. Þarna séu þau að leggja sitt á vogarskálarnar til þess að bæta úr því. Valdís segir að þau hafi líka fundið fyrir því að fólki finnist frábært að geta farið í ferðalag og kippt með sér laxi á grillið án þess að þurfa að hafa áhyggjur

af því að pakkningarnar leki, líkt og gerist svo oft með hefðbundnar frauðplastpakkningar. „Fólk getur tekið fiskrétt frá okkur og hent í skottið eins og pylsupakka, umbúðirnar eru það sterkar.“


Valdís Fjölnisdóttir, annar eigandi Blámars

Samvinna með Snaps Fiskréttirnir frá Blámar eru samvinna milli fyrirtækisins og veitingastaðarins Snaps sem gerir kryddlöginn fyrir Blámar. „Þeir koma með hugmyndir og við líka. Síðan smökkum við þetta til í sameiningu og finnum út hvað virkar og hvað ekki. Það skiptir líka máli að rétturinn líti vel út því kryddlögurinn má alls ekki gera fiskinn ljótan, þá kaupir fólk hann ekki.“ Snaps hefur unnið með Blámari frá upphafi framleiðslunnar og segir Valdís samvinnuna vera mjög ánægjulega. Hún segir að vöruúrvalið sé orðið nokkuð mótað en auðvitað bætist alltaf við einn og einn réttur. „Við bættum t.d nýlega við reyktri ýsu sem höfðar sérstaklega til eldra fólks og svo kom ýsa í raspi nokkuð óvænt inn nýlega líka. Við ætluðum ekki að vera með hana en þess var nánast krafist af okkur!“ Aðspurð um hvaða réttir séu vinsælastir svarar Valdís að laxinn og bleikjan hafi verið einna vinsælust en ýsan sé býsna vinsæl líka. Þetta fari þó eftir dögum. Ýsan seljist fyrst og fremst á mánudögum og þriðjudögum og lax, þorskhnakkar, rauðspretta og humar seljist svo fyrir helgina. Spennandi að hefja útflutning Blámar á í viðræðum um þessar mundir við söluaðila erlendis og segir Valdís að miklir möguleikar liggi í því að selja fisk í neytendapakkningum þar. „Það var bandarískur aðili sem hafði samband við okkur að fyrra bragði og þær viðræður eru langt á veg komnar. Við eigum líka í viðræðum við aðila á Norðurlöndunum og erum að skoða Frakkland. Svo það er margt að gerast hjá okkur.“ Hún segir að frá því að þau tóku við fyrirtækinu hafi þau sett markið á að selja vörur Blámars erlendis. „Okkur langaði strax til að hanna eitthvað íslenskt fyrir erlendan markað. Það er svo gremjulegt að fiskurinn okkar er bara seldur út sem hráefni og svo fer hann til erlends aðila sem setur hann í neytendapakkningar og hirðir mesta hagnaðinn. Við sjáum þarna tækifæri og velgengi okkar hérlendis styrkir okkur í þeirri trú að vörurnar okkar eigi fullt erindi á erlenda markaði.“ Það mun því ekki líða á löngu áður en fiskréttirnir frá Blámar munu sjást í kæliborðum erlendra verslana. „Við erum bara rétt að fara af stað!“

Viðtökurnar við vörunum hafa farið fram úr björtustu vonum.

Miklir möguleikar á að selja fisk í neytendapakkningum erlendis.

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

13


R

agnar Ólafsson var búinn að vera um fjörutíu ár á sjó þegar hann ákvað að setjast í helgan stein og flutti til Suður-Afríku. Hugmyndirnar létu hann þó ekki í friði fyrr en hann flutti aftur heim og hellti sér út í viðskipti. Í dag rekur hann fyrirtækið D-San sem selur sjálfvirk sótthreinsikerfi og golfar í frístundum.

E

Fór fimmtán ára á sjóinn Ragnar er fæddur og uppalinn í Reykjavík en langaði þó að gerast bóndi þegar hann var drengur. „Ég var ekki nema átta ára þegar ég fór í sveit í Skaftártungu. Ég var þar í sjö sumur og einn vetur og undi mér hvergi betur en þar. Þegar ég var 10 ára neitaði ég að fara í bæinn aftur en var því miður ekki orðinn nógu gamall fyrir sveitaskólann. Það var því ekki um annað að ræða en fara aftur í bæinn,“ segir hann. Draumurinn um að gerast bóndi vék þó fyrir áhuga á sjónum en honum kynntist Ragnar þegar hann var fimmtán ára gamall er hann fékk pláss sem messagutti á vitaskipinu Árvakri. „Við fórum allt í kringum landið og þjónustuðum vitana sem fengu ársvistirnar afhentar á sumrin. Þetta var mikil vinna en skemmtileg og við lentum í alls kyns uppátækjum, eitt sinn fórum við meira að segja í smalamennsku!“ Eftir fyrsta túrinn bauðst honum hásetapláss á skipinu, nokkuð sem var mjög eftirsóknarvert á þessum tíma þar sem starfið var mjög vel borgað. Ragnar var háseti í eitt ár en langaði þá að klára námið sem hafði setið á hakanum á meðan. Hann fór því vestur í Dýrafjörð, að heimavistarskólanum að Núpi, þar sem hann tók tvo bekki í einu og kláraði þannig grunnskólann. Leiðin lá þá á sjóinn og fékk hann aftur stöðu á Árvakri. Hann langaði þó að prófa eitthvað nýtt og stökk yfir á björgunarskipið Goðann þar sem hann vann bæði sem háseti og kafari í þrjú ár. „Þetta var í lok síldaráranna og síldin að hverfa af Rauðatorgin og færa sig yfir að Svalbarða. Við fylgdum síldarbátunum eftir og þjónustuðum þá á ýmsan hátt. Það var t.d mikið um að bátarnir fengju veiðarfæri í skrúfuna og maður fór þá niður ogskar nótina úr skrúfum bátanna svo bátarnir slyppu við að fara í land.“ Astig stautar voru á þessum tíma notaðir til að finna síldina og gengu þeir niður úr skipunum. Fyrir kom að þeir urðu fyrir hnjaski, t.d ef siglt var á rekadrumb, og urðu menn þá yfirleitt að fara í land til að skipta um staut. Goðamenn komust hins vegar upp á lagið með að gera stundum við þá með því að kafa niður að þeim, hífa þá til og rétta. Voru síldarmenn afskaplega ánægðir með þetta enda sparaði þetta þeim mikinn tíma og fyrirhöfn. „Þetta var skemmtilegur og fjölbreyttur tími. Ég var þarna með virkilega góðum skipstjóra, Kristjáni Sveinssyni, og reyndar mörgum góðum mönnum,“ segir Ragnar. Eftir að hafa verið á Goðanum fór Ragnar yfir í fiskiskipin, fyrst á Þórð Jónasson með aflaklónni Herði Björnssyni

Frá Siglufirði til Suður-Afríku

„Hef alltaf farið óhefðbundnar leiðir“ Sigrún Erna Geirsdóttir

14

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015


á síld, loðnu og svo grálúðu og voru þeir ásamt fáum öðrum skipum frumkvöðlar á þeim veiðum. Leiðin lá svo á önnur fiskiskip eftir það. Hann miðaði þó hærra en vera alltaf háseti og fór í Stýrimannaskólann sem hann kláraði 1969. Flutt til Siglufjarðar Þegar Ragnar hóf nám í Stýrimannaskólanum var hann giftur Möttu Rósu Rögnvaldsdóttur frá Siglufirði og átti með henni soninn Ólaf Ragnarsson. Fljótlega bættist svo dóttirin Ragnheiður Hlíf við. „Mér líkaði skólinn vel, námið var skemmtilegt en ég var nú samt ekki góður námsmaður held ég. Ég komst samt upp með að vera latur að mæta! Ég var á þessum tíma nýgiftur og með tvö lítil börn svo maður var nú ekki mikið á djamminu. Ég eignaðist nú samt marga góða vini þarna og kunningja.“ Á þessum tíma voru engir skólastyrkir til náms í Stýrimannaskólanum og unga fjölskyldan ákvað að flytja norður á Siglufjörð til þess að komast aftur á réttan kjöl fjárhagslega. „ Ætlunin var að vera þar í tvö ár en þau urðu 30!“ segir Raggi og hlær. „Það er mjög gott að búa á Siglufirði. Það var tekið mjög vel á móti aðkomupésum eins og mér enda eru Siglfirðingar gott fólk og opið.“ Raggi fór fljótt út í útgerð og keypti árið 1971 50 tonna bát frá Norðfirði ásamt öðrum og gerðu hann út í þrjú ár. „Þetta var Hlíf SI 24 og við vorum á öllu mögulegu; línu, netum, færum og humartrolli. Síðan seldum við hann og ég fer á togara frá Siglufirði, Sigluvíkina, þar sem ég var í eitt og hálft ár sem annar stýrimaður og fyrsti stýrimaður í afleysingum.“ Raggi er þó athafnamaður í eðli sínu og ákveður að fara sjálfur út í útgerð. Í félagi við Gunnar Júlíusson og frystihúsið á Siglufirði, Ísafold, er því keyptur skuttogarinn Gamli Fontur, árið 1979. Settumst upp hjá Ríkisábyrgðasjóði Togarinn hafði farið á uppboð og Ríkisábyrgðasjóður eignaðist skipið. Fáir eða engir höfðu sýnt honum áhuga þar sem hann hafði stöðugt verið eitthvað bilaður og aldrei snúist heilan hring. Raggi og félagi hans sáu þarna þó tækifæri. „Við réðum áhöfn og unnum svo við hann í heilan mánuð. Síðan máluðum við hann og gáfum honum nafnið Siglfirðingur, allt áður en skrifað var undir,“ segir hann og

hlær. Þegar þessu var lokið var skundað í Ríkisábyrgðasjóð til að ganga frá kaupunum. Þá kemur hins vegar babb í bátinn. „Á síðustu metrunum hafði einhver annar fengið áhuga á skipinu sem við töldum orðið vera okkar. Það var auðvitað ekki hægt að sætta sig við þetta og við neituðum að yfirgefa skrifstofu sjóðsins fyrr en búið var að skrifa undir samninginn!“ Hann segir að flestir á skrifstofunni hafi brugðist vel við þessu að undanteknum einum starfsmanni sem hafði aðrar hugmyndir um kaupanda. Kaupin gengu þó eftir og klukkan ellefu um kvöldið var skrifað undir kaupsamning að togaranum. Góður gangur í útgerðinni Siglfirðingur var gerður út á bolfisk og var bæði lagt upp í frystihúsinu og siglt með aflann. Árið 1981 er Ísafold keypt út úr fyrirtækinu í kjölfar eigendaskipta í frystihúsinu og eignast þeir félagar þá Siglfirðing ehf. ásamt þriðja aðila, bróður Ragga, sem þá kom inn. Skipinu var breytt í frystitogara 1982 og er það þá fjórða skipið á landinu sem fór að fullvinna aflann um borð. Raggi var skipstjóri á Siglfirðingi til 1995 en þá er keyptur togari frá Kanada sem er nefndur Siglir og fer Raggi yfir á hann. Þremur árum síðar er seldur hlutur í Sigli til grænlenskrar útgerðar og fer hann að sigla á grænlenskan kvóta þótt áfram sé landað á Siglufirði og alfarið séð um útgerðina þaðan. Þá fór Siglir í Smuguna líka. Segir Raggi að þeir hafi lent í smávegis stappi

þar við Norðmenn en það hafi þó allt farið vel að lokum. Fyrirtækinu gekk líka vel og bætti við sig þriðja skipinu þegar Svalbakur var keyptur frá ÚA. Var honum líka breytt í frystitogara og til að ergja Norðmenn enn frekar var hann skírður Svalbarði og átti að veiða í Smugunni. Varð þó reyndin sú að hann var að mestu gerður út á bolfisk hér heima og rækju á flæmska hattinum. Létum undan yfirgangi Norðmanna Raggi segir að þeir félagar í Siglfirðingi hafi ekki verið sáttir við yfirgang Norðmanna á þessum tíma og þeirra sýn á eignarhald í Barentshafi. „Ég var aldrei sáttur við það hvernig stjórnvöld stóðu að þessum málum. Norðmenn tóku sér þarna alræðisvald eftir að þeim hafði verið falið að gæta hagsmuna Svalbarða og efnahagslögsögu eyjarinnar sem var að ég held 4 mílur. Þeir tóku sér hins vegar 200 mílna yfirráð á lögsögu, algerlega án samþykkis annarra ríkja. Ég tel að þeir hafi tekið þarna yfirráð yfir fiskimiðum sem þeir áttu ekki tilkall til frekar en aðrar þjóðir á Norðurskautasvæðinu.“ Eftir að Íslendingar fóru að veiða á svæðinu í óþökk Norðmanna hafi þeir að lokum fengið málamyndakvóta sem sé allt of lítill og í skiptum afhentur loðnukvóti. „Ég vil meina að þessi samningur hefði getað verið miklu stærri ef menn hefðu sýnt klærnar. Það var hins vegar ekki gert heldur létu stjórnvöld bara undan yfirgangi Norðmanna.“


Sjö ár í Suður-Afríku Raggi og bróðir hans seldu sig út úr Siglfirðingi ehf. árið 1999 en þeir áttu þá 60% hlut í fyrirtækinu. Ragga fannst vera kominn tími til að breyta til og ætlunin var að setjast í helgan stein, með einn fótinn í Reykjavík og annan erlendis. „Við konan ferðuðumst talsvert um í Afríku og settumst að lokum að í Suður-Afríku þar sem við bjuggum í sjö ár, rétt fyrir utan Höfðaborg. Á sumrin vorum við samt alltaf á Íslandi.“ Ragga líkaði vel að búa í Suður-Afríku og segir að veðrið hafi spilað þar stórt hlutverk enda ólíkt betra en hér á Norðurhjara. Samfélagið hafi líka tekið þeim vel og þeim fannst strax að þau væru velkomin. „Við eignuðumst þarna marga góða vini og kunningja sem við höldum sambandi við í dag,“ segir hann. Suður-Afríka hefur gengið gegnum mikil breytingatímabil líkt og svo mörg lönd í álfunni. Hún var lengi í breska heimsveldinu og síðan tók aðskilnaðarstefnan við þar til nýverið. „Líkt og Indland er landið mjög margbrotið. Það eru gríðarleg gæði í landinu og mikið úrval af góðum mat, drykk og húsnæði. Samt er svo mikil fátækt þar líka og mikið um vandamál í fátækrahverfunum. Landið hefur samt alla burði til þess að verða mjög gott í framtíðinni. Ástandið þar er sambærilegt því og þegar landshöfðingjarnir réðu í Evrópu og börðu á almúganum. Það tók áratugi, ef ekki árhundruð, að ná sér undan því oki og það er það sem Afríka er að upplifa í dag. Á meðan að það er verið að ná því markmiði að koma á fastara og betra skipulagi verður ófriður um álfuna. Ég efast þó ekki um að það mun takast og þá einna fyrst í Suður-Afríka sem er komin langlengst hvað þetta varðar,“ segir hann.

16

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

Mest hvílir á herðum konunnar Talsverður munur er á menningarheimum landanna Íslands og Suður-Afríku og segir Raggi að sitt mat sé að þetta byggist að miklu leyti á því hversu ólík veðráttan sé í löndunum. „Í þessum heitu löndum, þar sem veðráttan er svona, er fólk alið upp á allt annan hátt en hér. Á árum áður ólst fólk þar almennt upp við að fara út og ná sér í bráð eða tína ávexti af trjánum þegar það var svangt . Það gerði því ekki mikið af því að plana fram í tímann, ólíkt því sem er í köldum löndum eins og Íslandi. Þar þurfti fólk að gera ráðstafanir, þar var saltað kjöt og fiskur og sett í geymslu til að lifa af kaldan tíma. Þótt þetta hafi auðvitað breyst eitthvað mótast uppeldi okkar, og kannski hugsun, nokkuð af þessu enn í dag. Langtímahugsun og skipulag er ennþá tamari fólki á kaldari slóðum,“ segir Raggi. Þetta móti líka mikið hlutverk kynjanna. Það sé t.d mjög algengt hjá innfæddum í Afríku, sérstaklega frumbyggjum, að konurnar vinni, sjái um börnin og heimilið og séu jafnvel útivinnandi líka meðan karlarnir geri mest lítið. Þetta sé meginmunurinn í stóra samhenginu. „Konur almennt, hvort sem þær eru suður afrískar eða af öðru þjóðerni, eru yfirleitt kjölfestan í lífi þjóðanna. Þær taka ábyrgð

á því að koma kynslóðunum upp, frá a-ö. Konur eru ábyggilegri og samviskusamari en karlmenn almennt, kynin eru ekki og verða aldrei eins, sama hvað við reynum að breyta því. Hugsunin er bara ekki sú sama og það eru ástæður fyrir því.“ Þetta sé hins vegar meira áberandi í Afríku en annars staðar. „Í þessum litlu húsum sem maður sér þar alls staðar eru kannski fimmtán manns sem öll eiga allt sitt undir mömmunni eða ömmunni. Konurnar sjá um börnin, eiginmanninn og kannski barnabörnin líka. Að stærstum hluta er ábyrgðin á fjölskyldunni á þeirra herðum og hjá þeim er vinnudagurinn aldrei búinn.“ Hætti við að setjast í helgan stein Eftir að hafa búið að mestu leyti í Suður-Afríku í sjö ár var ákveðið að flytja aftur heim árið 2007. „Ég fór út í bisness aftur og það hefur tekið stóran hluta af mínum tíma. Hugmyndin var: Að útbúa sjálfvirkan tæknibúnað til sótthreinsunar í verksmiðjum og í skipum sem myndi vera skilvirkari og betri en sá búnaður og efni sem verið var að nota.“ Í kjölfarið stofna þeir svo fyrirtækið Dis sem síðar verður D-San. Nú gætu margir spurt sig hvernig það standi á því að einhver sem hefur alltaf verið í sjómennsku


og útgerð fengi áhuga á sótthreinsunartækni og það stendur ekki á svari hjá Ragga. „Maður gefur haft áhuga á hverju sem er og fengið áhuga á hlutum sem eru alls óskyldir starfinu. Ætli ástæðan fyrir því sé ekki aðlögunarhæfni mannsins. Með þessari tækni sem ég fer að skoða þarna eru farnar óhefðbundnar leiðir og það hefur alltaf heillað mig. Ég fór óhefðbundnar leiðir á sjó og geri það þarna líka,“ segir hann. Markaðssetning á sótthreinsikerfinu hefur farið fram bæði hérlendis og erlendis og er nú búið að setja það upp í átta löndum. Um þessar mundir er Raggi að vinna að vöruþróun á vörum sem byggðar eru á þeim sem verið er að selja en farnar eru nýjar leiðir þar sem hann vilji ná fram öðrum áhrifum. „Við unnum mikið með efnafræðingi í upphafi ferðar og ég hef svo fengið hugmyndir sem byggðar eru á því samstarfi. Nýju vörurnar tengjast fiskeldi og sjávargróðurvörnum og er markmiðið að halda óæskilegum sjávargróðri fjarri kvíunum. Við notum þarna tækni sem við erum komnir með en förum nýjar leiðir.“ Þetta sé enn í rannsóknarferli en niðurstöður muni koma í ljós á næsta ári. Einblínt á matvælageirann Raggi segir að í D-San hafi í byrjun eingöngu verið horft til sjávarútvegs en kvíarnar hafi verið víkkaðar út til matvælaframleiðslunnar í heild sinni. „Það var t.d sett upp kerfi frá okkur í hluta af pólsku kjúklinga-, kalkúna- og svínasláturhúsi fyrir mánuði síðan. Það er 21 þúsund fermetrar og afar fullkomið. Það höfðu verið til staðar ákveðin vandamál í húsinu og í þeim rýmum þar sem við settum upp kerfið hafa þau algerlega verið leyst. Það er því verið að rannsaka þetta mjög gaumgæfilega hjá þeim núna og eigendurnir eru að íhuga að panta fleiri kerfi frá okkur á næstu mánuðum.“ Raggi segir að kerfið bjóði upp á mikla möguleika fyrir heilbrigðisstofnanir líka en þar hafi verið erfitt að komast inn. „Heilbrigðisgeirinn er mjög íhaldssamur. Hann vantar verulega nýjar lausnir varðandi sótthreinsun og efni til þrifa á spítölum til að koma í veg fyrir sýkingar en það hefur verið lítill áhugi á að kynna sér lausnir frá okkur. Við

erum með rannsóknarniðurstöður sem sýna að allar erfiðustu spítalabakteríurnar sem menn fást daglega við á spítölunum hverfa með notkun efnanna en menn virðast ekki hafa áhuga á að skoða það.“ Hann segir að þetta sé auðvitað mjög slæmt því það mætti spara gífurlega fjármuni ef komið væri í veg fyrir sýkingar á spítölum. „Eins og staðan er í dag einblínum við á matvælaiðnaðinn í heiminum, við höfum ekki tíma til þess eyða honum frekar í að sannfæra heilbrigðiskerfið um gagnsemi kerfisins, ekki fyrst menn eru svona lokaðir.“ Golf, golf og meira golf Raggi segist aldrei ferðast erlendis yfir sumarið, þá sé best að vera á Íslandi. „Maður verður að vera á Íslandi þegar þessar björtu nætur koma og allt lifnar við, það er ómetanlegt.“ Sumarið nýtist líka vel til þess að sinna aðaláhugamálinu; golfi. „Það er yndislegt að geta farið í golf eftir vinnu og spilað til miðnættis eða þar til dagur rennur, þetta er einn af kostunum við að búa á Íslandi,“ segir Raggi. Áhugamálinu deilir hann með eiginkonunni sem hann segir vera heppilegt þar sem golfið taki drjúgan tíma frá heimilinu og því nauðsynlegt að makinn sé skilningsríkur. Hjónin spila aðallega á Korpunni sem sem Raggi segir vera sinn uppáhaldsvöll hérlendis. Þá sé Vestmannaeyjavöllurinn einkar skemmtilegur líka. „Ég hef reyndar ekki farið mikið um landið til þess að spila en reyni það samt öðru hvoru. Það er t.d skemmtilegt að spila Sandgerði og Hellu sem nýtast á veturna líka sem er mikill kostur.“ Þegar hjónin bjuggu í Suður-Afríku prófuðu þau marga velli þar og segir hann Paarl Golfclubb vera sinn eftirlætisvöll þar í landi enda sé það frábær völlur. „Á ferðum erlendis reyni ég yfirleitt að komast í golf og leigi þá búnaðinn ef annað er ekki í boði. Það eru margir fallegir golfvellir bæði í Englandi og Skotlandi sem gaman er að spila á og ég þarf að fara að taka mér einhverja daga til þess að spila í Skotlandi sem er auðvitað Mekka golfsins. St Andrews er auðvitað mjög athyglisverður en þar er líka fjöldi annarra valla sem eru frábærir líka.“ Á veturna þegar lítið er hægt að fara á velli hérlendis fer Raggi stundum í Bása en hann segir

það þó ekki vera oft. „Ég nenni ekki að æfa mig, ég vil bara spila! Ég er samt alveg liðtækur golfari þrátt fyrir það!“ Hætti alveg á sjó Raggi segist stundum sakna þess að vera á sjó þar sem sjómannslífið sé bæði gott og gefandi. „Maður þurfti að fást við nýja hluti á hverjum degi og þannig líf hentar mér vel.“ Við spyrjum hann hvort hann hafi aldrei séð eftir því að hætta? „Á þeim tímapunkti sem ég hætti var þetta rétt ákvörðun, ég byrjaði á sjó fimmtán ára gamall svo þetta var orðið ágætis tími.“ Í þá daga þýddi sjómennskan líka enn meiri fjarveru frá

fjölskyldunni en nú er og fátítt að menn tækju sér frí. „Það var ekki fyrr en við breyttum Siglfirðingi í frystitogara, 1982, að maður fór að vera eitthvað heima! Á þeim tíma var ég skipstjóri og eigandi fyrirtækisins svo maður réði þessu talsvert. Ég ákvað því að fara annan hvern túr og vera heima á milli. Þetta var gríðarlega mikil og kærkomin breyting þótt fríin í landi hafi auðvitað ekki verið venjulegur frítími fyrst maður var að reka fyrirtæki. En það munaði miklu að minnka þessa fjarveru frá heimilinu.“ Raggi segist ekkert hafa farið á sjó eftir að hann hætti, hann hafi bara hætt úr því að hann var að hætta. „Þetta var kafli sem maður skilur að baki og nýr kafli tekur við. Þótt mér þyki fátt skemmtilegra en að spila golf má vel vera að maður hætti því alfarið einn daginn. Kannski ég fari þá að spila boccia í staðinn!“

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

17


Góð þjónusta er númer 1,2 og 3

Sérsniðin veiðarfæri að þörfum viðskiptavinarins

V

eiðarfæraþjónustan í Grindavík er rótgróið fyrirtæki sem leggur metnað sinn í að laga veiðarfærin að þörfum viðskiptavinarins og að vera ávallt til þjónustu reiðubúin þegar viðskiptavinurinn kallar. Veiðarfærin hafa tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina og eru í stöðugri þróun. Tilraunatankar hafa skipt sköpum. Veiðarfæri fyrir stóra sem smáa Veiðarfæraþjónustan ehf. varð formlega til þegar Netagerð Þorbjarnar-Fiskaness og SH Veiðarfæri runnu saman í eitt fyrirtæki árið 2001. Starfsmenn Veiðarfæraþjónustunnar, sem eru sjö, eru allir miklir reynsluboltar og segir Hörður Jónsson, netagerðarmeistari, að hann og tveir aðrir hafi reyndar unnið saman alla tíð, allt frá því að þeir voru unglingspiltar. Viðskiptavinir Veiðarfæraþjónustunnar eru um allt land og eru reyndar nokkrir erlendis líka, t.d í Noregi og í Bandaríkjunum. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru bæði Þorbjörn Fiskanes og Brim en margir í línubátaflotanum nýta sér þjónustu fyrirtækisins sömuleiðis. „Við erum í öllu; snurruvoð, humartrollum, togaratrollum og fleiru,“ segir

18

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

Hörður. „Það er ekkert verið að slá slöku við á þessum bæ!“

veiðarfæri. Maður eyðir því drjúgum tíma við teikniborðið og kíkir á formúlurnar!“

Þjónusta við viðskiptavininn í fyrirrúmi Hörður segir að Veiðarfæraþjónustan leggi fyrst og fremst áherslu á góða þjónustu, hún sé nr. 1, 2 og 3. „Ef eitthvað kemur upp hjá okkar kúnnum hringja þeir bara í okkur og við mætum á staðinn og reddum málunum. Veiðarfæri verða alltaf að vera í lagi,“ segir hann. Þetta kunni viðskiptavinirnir vel að meta enda sé um helmingur þeirra fastir kúnnar. Hörður segir að hjá fyrirtækinu sé sömuleiðis lögð mikil áhersla á hönnun veiðarfæranna og ekki síst að laga þau að þörfum viðskiptavinarins. „Það má segja að þótt verið sé að bjóða ákveðna gerð af veiðarfærum eru þau í raun í flestum tilvikum sérsniðin. Það verður alltaf að horfa til þess hvað á að veiða og hvar, og hvaða búnaður er í skipinu sem á að nota þessi tilteknu veiðarfæri. Við vinnum líka með svo mörg mismunandi efni og gerðir, það sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum og það verður að taka tillit til þess. Í grunninn er trollið kannski hið sama og á vörulistanum en því er nánast alltaf breytt eitthvað. Þetta á við um öll

Stöðug þróun í veiðarfæragerð Hörður segir að þótt gerð veiðarfæra breytist ekki í stórum stökkum séu þau í stöðugri þróun. Stærsta stökkið hafi sennilega orðið þegar tilraunatankarnir í Danmörku komu til sögunnar. „Þessir tilraunatankar hafa alveg skipt sköpum varðandi þróun veiðarfæra, þarna er hægt að sjá hvað er að gerast undir yfirborðinu. Það er líka í vaxandi mæli verið að mynda neðansjávar og það er auðvitað besti mælikvarðinn. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða betur og nýta við hönnun veiðarfæra. Þá er hægt að sjá raunstærðir og hvernig fiskurinn hagar sér, hvaða vankantar eru á veiðarfærinu og hvað er að virka.“ Veiðarfærin sem Veiðarfæraþjónustan býður upp á eru því í stöðugri þróun líka. „Ef okkur dettur eitthvað í hug sem við höfum trú á fikrum við okkur áfram með það. Við höfum t.d verið að hugsa svolítið um humartroll undanfarið og verið að finna aðrar lausnir í þeim. Markmiðið er alltaf að ná meiru og meiru út úr veiðarfærinu.“ Í þessum tilgangi hefur fyrirtækið notað öðru hvoru tankana í Danmörku en þeir hafa líka notað mikið lítinn tank hjá Fisktækniskólanum í Grindavík. Tankurinn þar hafi reynst afar vel þegar unnið er að breytingum á veiðarfærum og hægt að vinna með lítil módel. Stærri verkefni krefjist hins vegar stærri módela og þá sé farið til Danmerkur. „Við erum alltaf að þróa og breyta því það verður að hafa augun opin og sjá möguleikana. Við erum alltaf að reyna að gera enn betur.“


+ Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is. Aðgangur að Office 365 fylgir með.*

kr.

24.900

pr. mán. án vsk * gildir til 30. 06. 2017

- snjallar lausnir Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri » sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

19


Minni útgeislun ratsjár með nýrri tækni

Fjölmargir kostir breiðbandsratsjáa Þ

au eru ekki mörg fyrirtækin sem eiga sér lengri sögu hérlendis en Friðrik A. Jónsson ehf. sem hóf starfsemi sína fyrir 70 árum síðan og seldi þá útvarpstæki og kvikmyndasýningarvélar. Fyrirtækið fór þó fljótlega að sinna sjávarútvegi og hefur það lengi verið umboðsaðili fyrir Simrad, Lowrance og B&G siglingatæki hérlendis. Ratsjártækni hélst nánast óbreytt í sextíu ár en ný tækni, breiðbandstæknin, hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu ár. Enginn upphitunartími Í meira en 60 ár hélst radartæknin sem notuð hefur verið í skipum nokkuð óbreytt. Ásgeir Örn Rúnarsson, sölu- og markaðsfulltrúi hjá FAJ, segir að nýverið hafi hins vegar orðið bylting í ratsjártækni og hafi nýja tæknin, breiðbandstæknin, leitt til bætts ratsjárbúnaðar og aukið öryggi sjófarenda. Með þessari nýju tækni eru gerðar meiri kröfur til framleiðenda um að draga úr geislun ratsjár til að mæta truflanaog umhverfissjónarmiðum. Sjávarafl bað Ásgeir að útskýra í hverju breiðbandstæknin fælist. „Breiðbandstæknin, þar sem breytilegur tónn eða tíðni eru send út stöðugt, krefst mun minni orku og skilar betri og nákvæmari árangri í að greina endurkast. Þetta er gert með tveimur loftnetum, annað sem sendir stöðugt en hitt sem tekur stöðugt á móti. Eldri púlstæknin sendir út mjög sterkan púls af miklu afli og hlustar síðan eftir endurkasti. Sú tækni hefur ávallt krafist mikillar orkunotkunar og orkuútgeislunar frá ratsjánni. Þessi mikla orka sem send er út hefur komið í veg fyrir að geta greint endurkast sem er mjög nálægt skipi.“ Hann segir að breiðbandsratsjárnar þurfi heldur ekki upphitunartíma og geti því byrjað að senda strax eftir ræsingu. Þær noti að auki mjög litla raforku sem sé gífurlegur kostur þar sem rafmagn er oft af skornum skammti í skipum. „Annar kostur við breiðbandsratsjárnar er að þær geisla einstaklega lítið út af orku, svo lítið að það telst algerlega hættulaust. Það er þess vegna hægt að hafa kveikt á radarnum þegar skip er í höfn og menn geta unnið öruggir í nágrenni við þá.“ Sjá mun nær skipinu Ásgeir segir að annar kostur við breiðbandsratsjárnar sé að þær sjái mun nær skipinu en með hefðbundnum púlsratsjám af eldri gerðum en slíkt geti verið jafn mikilvægt og að sjá langt fram fyrir skipið. „Aðgreining

20

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

á milli endurkasts skipa er mun betra og það er hægt að greina vel á milli endurkasts sem er nálægt hvert öðru, betur en áður var.“ Þá geti breiðbandsradarinn aðlagað sig sjálfur að truflunum og mismunandi veðri og tryggi þar með bestu útkomu með minnstu fyrirhöfninni fyrir notandann. „Smáir hlutir í sjónum geta verið hættulegir skipum og þar reynist breiðbandsradarinn einstaklega vel,“ segir hann. Simrad 3G radarinn frá 2009 sjái í allt að 24 sjómílna fjarlægð en Simrad 4G gerðin sem kom út 2011 sjái allt að 36 sjómílna fjarlægð. Ásgeir segir að það sé sömuleiðis kostur að eini hreyfanlegi parturinn í þessum gerðum sé mótorinn sem snýr skannanum, sem er í lokuðu húsi, en hann sé kolalaus til að minnka slit og viðhald. Engin „magnetróna“ sé í breiðbandsratsjánum en magnetrónurnar í púlsratsjánum hafi ákveðin líftíma og þurfi að skipta þeim reglulega út með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Púlsratsjár enn í fullri notkun. Þótt breiðbandsratsjárnar séu það nýjasta sem FAJ hefur upp á að bjóða eru púlsratsjárnar þó enn í fullri notkun og eru t.d til í 10 og 25kw útgáfum. Þær er jafnan að finna í stærri skipum til að horfa lengra, eftir fuglum, veðri og landi. Púlsratsjárnar hafa þó einnig verið þróaðar meira í því skyni að mæta kröfum um minni útgeislun og truflanir og nefnir Ásgeir nýjar gerðir eins og Simrad TXL sem eru skilgreindar sem lág útgeislunar ratsjár (low emission) en þær voru kynntir á síðasta ári. Breiðbandsratsjár eru þó oft notaðar samhliða púlsratsjá og þá til að hafa

meiri aðgreiningu og til að sjá greinilega nálægt skipinu. Slík samsetning nýtist sérstaklega vel til að verjast sjóránum þegar siglt er um leiðir sem bjóða upp á slíka hættu. Ný tækni sameinar breiðbands og púlstækni. Á árinu kynnti Navico, sem er framleiðandi Simrad, Lowrance og B&G siglingatækja, nýja ratsjá, Simrad Halo, til sögunnar. Halo byggir á sameinaðri breiðbands og púlstækni, eða púls samþjöppun (Pulse compression radar). Halo ratsjáin Arnar getur Einarsson, fylgst sjálfvirkt með mörgum Haraldur fiskifræðingur endurköstum samtímis (MARPA), er mjög hjá Hafrannsóknastofnun langdræg en sér einnig mjög vel nálægt sér. Halo deilir kostum breiðbandsratsjár að því leiti að hún er með litla útgeislun og kveikir fljótt á sér en sér mun lengra. Halo lítur líka talsvert öðru vísi út en breiðbandsratsjá þar sem hún er ekki í lokuðu húsi eins og breiðbandsratsjárnar heldur hefur hún skannerblað sem snýst. Þær eru til í þremur stærðum og draga 48, 64 eða 72 sjómílur. Hugbúnaður Halo hefur jafnframt fimm mismunandi stillingar til að aðlaga upplýsingar að því sem notandinn óskar eftir en þær eru: höfn, úthaf, fuglar, veður og síðan frjáls uppsetning notanda. Ásgeir segir að Halo ratsjáin sameini því kosti púlsratsjár og breiðbandsratsjár og sendi með mjög lágri útgeislun. Um mjög eftirsóknarverðan grip sé því að ræða sem eflaust á eftir að nýtast íslenskum sjófarendum afar vel í framtíðinni.

MARPA, Mini automatic radar plotting aid, gefur notanda möguleika á að merkja við tiltekið endurkast (skip eða annað) og fylgjast með hreyfingu þess, hraða og meta hvort líkur séu á árekstri við það. Broadband, breiðband. Stendur fyrir breitt tíðniband.

FMCW, frequency modulated continous wave. Samfelld tíðnimótuð útsending. Pulse compression, púls samþjöppun. Sameining breiðbands og púlstækni.


Við erum sérfræðingar á okkar sviði Höfum áratuga reynslu á sviði

CARRIER Sölu- og þjónustuaðilar

DHOLLANDIA Sölu- og þjónustuaðilar

– Rennismíði, fræsivinnu & CNC – Kæliþjónustu & kæliviðgerða

TAIL LIFTS

– Vélaviðgerða & viðgerða á heddum

BOCK kæli- og frystipressur Sölu- og þjónustuaðilar

SCHMITZ Sölu- og þjónustuaðilar

– Málmsprautunar og slípunar

KAPP ehf ¬ Véla-, kæli- & renniverkstæði Miðhrauni 2 ¬ 210 Garðabær Sími: 544 2444 ¬ Fax: 544 2445 kapp@kapp.is ¬ www.kapp.is

Skráning á www.sjavarutvegsradstefnan.is

S T Æ R S T I

V E T T V A N G U R

A L L R A

2015

S E M

S T A R F A

Í

S J Á V A R Ú T V E G I N U M

Hilton Reykjavík Nordica 19. – 20. nóvember

Fimmtudagurinn 19. nóvember

Föstudagurinn 20. nóvember

Málstofa - sameiginleg

Íslenskur sjávarútvegur

Málstofa A3 - Salur A Togveiðar – Áskoranir til framtíðar

Málstofa B3 - Salur B Sjávarútvegur og samfélagsábyrgð

Málstofa A1 - Salur A Lengi býr að fyrstu gerð - Frá veiðum til vinnslu

Málstofa A4 - Salur A Ferskfiskflutningar og markaðir

Málstofa B4 - Salur B Af hverju eru ekki fleiri konur í stjórnunarstöðum í sjávarútvegi?

Afhending gagna 09:00

Málstofa B1 - Salur B Ný nálgun við markaðssetningu sjávarafurða

Málstofa A2 - Salur A Málstofa B2 - Salur B Hvaða tækifæri sjá erlendir Eru tækifæri fyrir Íslendaðilar í íslensku fiskeldi? inga í umhverfismálum? Aðal styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015

Málstofa - sameiginleg

Sameiginleg markaðssetning Hluthafafundur Sjávarútvegsráðstefnunnar klukkan 15:30

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

21


HIN HLIÐIN

Sigurgeir Freyr

Fullt nafn: Sigurgeir Freyr Pálmason Fæðingardagur og staður: Akureyri 28 júni 1984 Fjölskylduhagir: Bý á Akranesi og er í sambúð og eigum 2 börn, 9 ára strák og 2 ára stúlku Draumabílinn: Porche 911 turbo Besti og versti matur: Nautalundir með bearnese er best og súrsaðir hrútspungar eru verstir Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Mývatnssveit þar sem eg ólst upp ekki spurning Starf: Háseti á Helgu Maríu AK16 Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Það er bara svo margt að varla hægt að telja það upp Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Eiríkur Ragnarsson heitir hann og er gull af manni sem mokfiskaði og almennilegur maður sem maður mun aldrei gleyma. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Gerði það mikið en litið eins og er enn maður fer að byrja aftur á fullu aftur Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Æskan eins og báturinn og skipið hans afa hét á Höfn Hvað var draumastarfið þitt sem lítil stelpa (ritstjórinn sendi rangan spurningalista á Sölva): Kappaksturskappi

Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Sumarið klárlega í rjómablíðu Hvað fannst þér erfiðast við sjómennskuna: Að fara frá fjölskyldunni Eftirminnilegasta atvikið á sjó: Risastór borgarísjaki sem var stórfenglegur og stærðin ólýsanleg Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Ég eyði ekki tíma í að horfa á menn sparka í bolta Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Við myndum treysta okkur í flest allt held ég bara :) Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Stolt siglir fleygið mitt Siginn fiskur eða gellur: Gellur Smúla eða spúla: Smúla Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Það væri að koma þessu heilbrigðiskerfi í lag og hleypa erlendum bönkum inni landið svo fólk gæti fengið mannsæmandi húsnæðislán og fleira en ekki endalaust tekið í rassgatið

UPPSKRIFT

Þessi geggjaði fiskréttur er tilvalinn í sunnudagsmatinn. Uppskriftin birtist upphaflega í verðlaunabæklingi fyrir MJÖG mörgum árum og hét hann Bestu uppskriftirnar 1989, svo það eru heil 25 ár síðan. Í henni var notaður skötuselur en þar sem mér finnst þorskur svo ótrúlega góður, þá nota ég hann í staðinn. Bæði er auðveldara að elda hann og að fá hann. Þetta er einn af þeim réttum sem getur ekki klikkað og mér finnst líka gott að gera hann fyrirfram þannig að þegar það kemur að matartíma getur maður bara hent honum í ofninn, sem er sérstaklega þægilegt þegar gesti ber að garði. HRÁEFNI 800 gr þorskur – raðað í eldfast mót 2 paprikur, saxaðar 1 blaðlaukur, sneiddur 2 sellerístönglar, saxaðir 2,5 dl rjómi 4 msk hveiti eða annað sem þykkir 1 dl ananassafi , hvítvín eða mysa 4 msk smjör 2 msk ólívuolía

2 tsk tómatkraftur 1/2 tsk turmeric 1/2 tsk karrý 1 tsk italian seasoning (eða t.d. best á allt eða töfrakrydd frá Pottagöldrum) 1 tsk salt (og smakka til) 1 fiskteningur (eða kjúklinga) 1,5 bolli ostur að eigin vali Kartöfluflögur, t.d paprikuflögur.

22

SJÁVARAFL OKTÓBER 2015

Grænmetið er látið krauma í smjöri og turmeric, karrý og kryddi bætt út. Hrært vel. Hveiti er stráð yfir og setjið svo ananassafa, rjóma, tómatkraft og fisk/ kjúklingakrafti saman við. Bætið við pínu vatni ef þetta er mjög þykkt. Látið krauma í nokkrar mínútur. Yfir réttinn er svo sett 1,5 bolli rifinn ostur sem hefur verið blandaður með muldum kartöfluflögum. Gott er að nota paprikuflögur. Ef það á að gera réttinn fyrirfram skuluð þið leyfa grænmetissósunni að kólna áður en henni er hellt yfir fiskinn. Þetta þarf svona 20-30 mínútur í ofni, það fer eftir þykkt. Ef þetta fer sjóðandi heitt yfir fiskinn styttist eldunartíminn töluvert, það er best að tékka bara á honum reglulega. Ef maður notar skötusel mæli ég með snöggsteikingu á pönnu, setja grænmetissósuna heita yfir, dreifa osti ofan á og hafa réttinn stutt í ofninum. Með þessu getur maður haft eitt og annað: Hýðishrísgrjón, quinoa, salat, brauð. Allt fer eftir því hversu margir eru í mat, nú eða eftir því hvaða mataræði er verið að fylgja Um höfundinn: Hrönn er sjálfstætt starfandi heilsumarkþjálfi sem hefur einlægan áhuga á matargerð þar sem hollusta og einfaldleiki er í fyrirrúmi. Hrönn er með heimasíðuna www.hronn-hjalmars.wordpress.com þar sem hún setur inn uppskriftir og ýmsan fróðleik sem tengist hollustu og heilsufari, ásamt því að bjóða upp á einstaklingsráðgjöf, námskeið og fyrirlestra.


Trúlofunarhringar falleg minning á fingur

Hægt er að skoða

glæsilegt úrval hringa á heimasíðunni okkar www.jonogoskar.is

www.jonogoskar.is

Laugavegur / Smáralind / Kringlan


KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR DÖMUR OG HERRA

Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitinguna Vegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni og 45 ára reynslu, tryggir úrsmíðameistarinn gæði íslensku úranna. Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar.

JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra.

Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.