Sjávarafl 5.tbl 2017. 4.árgangur

Page 1

SJÁVARAFL

Október 2017 5. tölublað 4. árgangur

Konur í sjávarútvegi

Þessi tími hefur verið mjög lærdómsríkur -Margrét Ólafsdóttir Öflugar konur í sjávarútvegi

Íslenska sjávarútvegssýningin 2017

Hrefna Sætran

Hin hliðin

Konur í sjávarútvegi KIS


Trúlofunarhringar falleg minning á fingur

PI PAR • SÍA • 80776

Hægt er að skoða

glæsilegt úrval hringa á heimasíðunni okkar www.jonogoskar.is

www.jonogoskar.is

Laugavegur / Smáralind / Kringlan


PIPAR\TBWA • SÍA • 155696

LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA

6 Berta Davíðsdóttir 8 “Konur í sjávarútvegi eru naglar” 12 Kona tveggja heima 16 Konan á stóru græjunum 18 Bleika slaufan 19 Margrét Ólafsdóttir 22 Erna Kaaber 26 Stefanía Björg Einarsdóttir 30 Halldóra Kristín Unnarsdóttir 35 Konurnar að verða sýnilegri 38 Léttsaltaður þorskur 40 Sjávarútvegskona með græna fingur 44 Gunnhildur í 3X Technology 48 Konur í sjávarútvegi KIS 50 Íslenska sjávarútvegssýningin 2017 54 HIN HLIÐIN

Eru tækifærin hjá okkur jöfn ?

T

ímarnir breytast og mennirnir með. Sífellt eru yfirmenn fyrirtækja að stuðla að því að fjölga konum í svökölluð „karllæg“ störf og körlum í þau störf sem hér áður fyrr kölluðust „kvennastörf“. Með því að blanda saman kynjum má segja að það náist betri árangur í rekstri fyrirtækja í heimi þar sem hörð samkeppni ríkir. Einnig er nauðsynlegt er fyrir bæði kynin að læra af aðferðum hvors annars og skapa þannig jafnvægi sem hentar fyrirtækinu hvað best. Það ætti að vera hvatning fyrir öll fyrirtæki að fá sem fjölbreyttastan hóp starfsmanna. Einnig er mikilvægt að minna stanslaust á að jafréttisstefna sé samofin mannauðsstefnu fyrirtækja ef viðhalda skal jöfnum tækifærum kvenna og karla og stuðla að þannig að jafna stöðu kynja á öllum starfssviðum. Hér á árum áður voru nánast engungis konur sem störfuðu í fiskvinnsluhúsum. Þeir sem voru að brýna hnífa eða voru verkstjórar voru almennt karlar og konur voru stundum þeir aðilar sem höfðu eftirlit með gæðum fiskins en mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því undir lok 8. áratugar 20. aldar. Nokkar konur hér á landi hafa verið skráðar sem skipstjórar stærri skipa og fjöldi íslenskra kvenna hafa í gegnum tíðina gengt stöðu formanns á skipum en þróun þessar breytinga hófust á níunda áratugnum.

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Blaðamenn: Sigrún Erna Gerisdóttir Magnús Már Þorvaldsson Alda Áskelsdóttir Bára Huld Beck Katrin Lilja Jónsdóttir Þórný Sigurjónsdóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson Forsíðumynd: Birgir Ísleifur Gunnarsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi

4

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

Það er sorglegt til að þess að hugsa að konur hafi fyrir ári síðan, þurft að vekja athylgi á bágri stöðu sinni launalega í samanburði við karlmenn. Þann 17. október 2016 voru konur hvattar að leggja niður vinnu klukkan 14:38 og fylkja liði á Austurvöll undir kjörorðunum „Kjarajafnrétti strax“ ástæðan er sú að meðalatvinnutekjur kvenna voru þá 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Samkvæmt þessu voru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur. Báðum kynjum er það mikils virði að fá að njóta sömu réttinda og tækifæra. Með því móti eru óskir okkar og þarfir jafn mikils metnar. Það verður aldrei of oft Elín Bragadóttir kveðin sú vísa að jafna stöðu kynja á atvinnumarkaði ritstjóri og að bæði kynin fái sömu tækifærin.


Öflugt 4G samband við hetjur hafsins

4G uppbygging Vodafone er unnin í samstarfi við nokkur af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu við sjómenn og sjófarendur á helstu fiskimiðum landsins og bæta öryggi þeirra. Hafðu samband í síma 599 9500 eða á sjosamband@vodafone.is Framtíðin er spennandi.

Ertu til?


Berta um borð í ísfisktogaranum Helgu Maríu AK en hún fór einn túr með togaranum.

Alltaf vitað að ævistarfið myndi tengjast hafinu Alda Áskelsdóttir

B

Sjórinn hefur alltaf leikið stórt hlutverk í lífi Bertu Davíðsdóttur, framkvæmdastjóra Sjávarklasans og einn af stofnendum Félags kvenna í sjávarútvegi. Hún segir að það sé henni nauðsynlegt að sjá til hafs á hverjum degi.“Ég fæ einhvern kraft eða jafnvægi frá sjónum og því sæki ég mikið í fjöruna og geng fjörur með hundinum. Ég hef eiginlega alltaf vitað að ég myndi starfa við eitthvað tengt hafinu. Það er mér svo eðlilegt.”

erta er alin upp í Hafnarfirði þar sem sjórinn umlykur bæinn og leikur stórt hlutverk í bæjarmyndinni. “Þegar ég var að alast upp þótti ekkert sjálfsagðara en að við krakkarnir værum á bryggjunni að veiða dagana langa. Ég húkkaði marhnúta og hafði mjög gaman af því að kryfja þá í öreindir. Seinna meir var ég svo send eftir nýveiddum fiski sem ég keypti af trillukörlunum. Mér fannst þessir karlar alltaf svo flottir. Þetta voru hálfgerðar steríótýpur, gamlir, veðraðir, með derhúfu og í lopapeysu,” segir Berta og það má greina hlýju í röddinni þegar hún hverfur á vit minninganna. Þegar Berta hafði aldur til fékk hún vinnu við fiskvinnslu. Annað kom ekki til greina í hennar huga enda var sú vinna miklu betur borguð en bæjarvinnan. “Ég fékk vinnu í Norðurstjörnunni en það vildi ekki betur til en að ég fór inn um rangar dyr þegar ég mætti fyrsta daginn. Ég lenti þar með inni á gólfi í Hvaleyrinni. Þar kannaðist enginn við að ég ætti að mæta til vinnu en það kom ekki að sök þar sem ég hef frá unga aldri talað mig inn í nánast hvað sem er. Úr varð að ég var send í salthúsið og vann þar um sumarið. Mamma vinkonu minnar sem hafði reddað mér vinnunni í Norðurstjörnunni var hins vegar ekki mjög hress þegar hún hitti mig næsta dag og skammaði mig fyrir að hafa ekki mætt til vinnu umræddan dag,” segir Berta og skellihlær.

6

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

Úr niðurrifi í uppbyggingu Löngu síðar hóf Berta svo störf hjá fyrirtækinu Marel sem þá var að stíga sín fyrstu skref: “Ég fann mig fljótt hjá Marel enda fékk ég að vaxa og dafna í starfi ásamt því að mennta mig betur. Síðustu árin sem ég vann hjá fyrirtækinu bjó ég í Singapore og svo í Bandaríkjunum þar sem verkefni mitt var að breyta og loka starfsstöðvum. Þegar ég kom aftur heim var mér falið að sinna innri breytingum en þá var ég eiginlega búin að fá nóg af niðurrifsverkefnum og vildi komast í uppbyggingu aftur.” Það er auðheyrt að Berta lætur ekki sitja við orðin tóm og það kemur því ekki á óvart að hún hafi látið slag standa þrátt fyrir að hafa starfað hjá Marel í 18 ár. “Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans auglýsti eftir framkvæmdastjóra. Ég sótti um starfið og fékk það. Það var eins og ég væri komin heim aftur því að Sjávarklasinn snýst eingöngu um uppbyggingu. Í Sjávarklasanum tengjum við saman frumkvöðla, atvinnulífið og fjárfesta stuðlum að því að nýjar hugmyndir verði að veruleika. Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í nýsköpun í sjávarútvegi og þar liggja mikil tækifæri. Virðiskeðja sjávarútvegsins er svo miklu stærri en bara veiðar og vinnsla.”

Berta er ævintýragjarn orkubolti í eðli sínu og hefur gaman af því að fara óhefðbundnar leiðir.


frekar stjórnendur ef fyrirtækið er tengt fjölskyldunni. Það sem er hins vegar að breytast er að konur eru í meirihluta þeirra sem eru í forsvari í nýsköpun þar sem unnið er úr því sem til fellur við vinnslu á fiski, hvort sem það tengist tísku- eða lyfjaiðnaði. Konurnar eru sem sagt að koma fram með nýju fyrirtækin.” Þegar Berta er spurð út í það hvernig henni finnist að starfa í hinum karlæga heimi sjávarútvegsins segir hún að það sé ekkert tiltökumál. “Ég held að ég sé dæmd út frá verkum mínum en ekki kyni. Ég finn ekki fyrir öðru. Það er helst þegar ég kem inn í vinnslur að karlarnir reyna að fela sinn grófa húmor fyrir mér af því að ég er kona. Ég legg mig hins vegar fram við að hlæja með þeim jafnvel þó að ég roðni og bláni innan í mér.”

Sjávarklasinn eftirsótt fyrirmynd Berta segir að Sjávarklasinn sé búinn að sýna sig og sanna enda fékk klasinn verðlaun fyrir að vera besta “coworking space” á Íslandi. Þessi verðlaun eru veitt af samtökunum Nordic Start up og því er klasinn kominn í keppni við sambærilega klasa á Norðurlöndunum. “Sjávarklasinn sem slíkur virkar mjög vel. Það er mikil ásókn í okkur í útlöndum. Við höfum, sem ráðgjafar, komið að stofnun klasa í Maine, New Bedford, Seattle og í Norður -Noregi. Þetta gerir meðal annars það að verkum að tengslanetið verður stærra. Þeir sem vinna í Sjávarklasa hér á landi geta verið í sambandi og samstarfi við fólk úti í heimi sem vinnur að sambærilegum verkefnum.” En það er ekki bara í útlöndum sem Sjávarklasinn er fyrirmynd því nú í nóvember verða stofnaðir tveir nýir klasar hér á landi, Íslenski ferðaklasinn og franskur lista- og menningarklasi í Hús ferðaklasans sem Sjávarklasinn mun reka. Nýjasta afsprengi Sjávarklasans er hins vegar Hlemmur mathöll. “Hugmyndin kom úr ranni Sjávarklasans og við erum einn stærsti eigandi matarhallarinnar. Við stefnum svo ótrauð á að opna aðra mathöll á Grandagarði næsta sumar.” Konur sækja í sig veðrið í sjávarútvegi Íslendingar hafa mikið fram að færa í nýsköpun í sjávarútvegi. “Okkur hefur tekist að búa til verðmæti úr því sem fellur til við fiskvinnslu en var hent fyrir ekki svo löngu síðan,” segir Berta og bætir við: “Það sem er kannski mest spennandi núna er sjávarlíftæknin. Fyrirtækjum eins og Zymetech og Kerecis hefur tekist að komast inn á lyfja- og heilsumarkaðinn með ensím og omega unnin úr sjávarafurðum. Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt en Íslendingar hafa töluvert forskot á aðrar þjóðir í þessum geira. Við getum því flutt út þekkingu til annarra landa sem getur skilað verulegum tekjum.”

Ferðalög og ævintýraleg eldamennska Berta er ævintýragjarn orkubolti í eðli sínu og hefur gaman af því að fara óhefðbundnar leiðir. Í frístundum hefur hún yndi af því að ferðast til framandi landa og elda gómsætar kræsingar sem gæla við bragðlaukana. “Ég stefni á að fara til Ísrael í byrjun nóvember í sumarfrí. Ég ætla að fara til Tel Aviv en ég rakst á dásamlegt Spa hótel þar. Ég veit að þetta er kannski ekki rétta landið til að ferðast til eins og sakir standa en þetta er eitt af löndunum sem mig hefur lengi langað til að heimsækja. Ég er alveg til í að fara ein í svona ferð. Ég er sjálfri mér nóg. Þó að

ég tali mjög mikið finnst mér líka gott að sitja, þegja og fylgjast með mannlífinu. Þegar maður er jafn atorkusamur og ég og alltaf á fullu þá er oft besta hvíldin að vera einn með sjálfum sér, en það má þó ekki vera of lengi því þá verður maður þunglyndur,” segir hún kímin. Þegar Berta er í útlöndum nýtur hún þess að fara út að borða og kynnast nýjum matarhefðum. “Ég reyni alltaf að fá mér eitthvað sem ég hef ekki smakkað áður. Ef einhver kæmi að mér á veitingastað með nautasteik og bernaise væri eitthvað mikð skrýtið í gangi hjá mér,” segir hún og skellir upp úr. Berta er líka liðtækur kokkur í eigin eldhúsi. “Mér finnst gaman að elda og get eytt mörgum klukkutímum í eldhúsinu. Vinir mínir og fjölskylda kunna vel að meta það sem ég dreg upp úr pottunum – eða svo segja þau,” segir Berta og hlær. Hún er líka nýjungargjörn þegar kemur að matargerðinni. “Það er svo mikil ævintýramennska í eldhúsinu hjá mér að það jaðrar við hamfaramennsku!” Best í heimi að vera amma Berta varð amma fyrir sjö árum og þá opnaðist nýr heimur fyrir henni. “Að vera amma er engu líkt. Ég nýt þess að verja tíma með ömmustelpunum mínum þremur. Það er yndislegt eftir langan dag að umkringja sig hundum og börnum. Ömmustelpurnar mínar eru eins og hundurinn minn – þær fagna mér alltaf þegar ég hitti þær og ég er stjarnan í lífi þeirra og það er mjög gott fyrir egóið,” segir Berta.

Það var eins og ég væri komin heim aftur því að Sjávarklasinn snýst eingöngu um uppbyggingu. Í Sjávarklasanum tengjum við saman frumkvöðla, atvinnulífið og fjárfesta - stuðlum að því að nýjar hugmyndir verði að veruleika.”

Að vera amma er engu líkt. Ömmustelpurnar mínar eru eins og hundurinn minn – þær fagna mér alltaf þegar ég hitti þær og ég er stjarnan í lífi þeirra og það er mjög gott fyrir egóið,”

Berta segir að hinn hefðbundni sjávarútvegsgeiri, veiðar og vinnsla sé mjög karllægur heimur. “Konur eru fáar í æðstu stöðum og þær eru SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

7


Alda ásamt skipstjórunum á Auði Vésteins og Gísla Súrssyni, bátunum sem Einhamar Seafood gerir út.

“Konur í sjávarútvegi eru naglar” Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood kallar ekki allt ömmu sína og hún hefur svo sannarlega migið í saltan sjó. Það er ekki hægt annað en að dást að þessum nagla sem hefur komið sér vel fyrir í heimi sem er flestum konum lokuð bók. Tæplega 18 ára réði hún sig sem verkstjóra í frystihúsið á Þingeyri, síðar lá leið hennar á sjóinn og þaðan í bankana og í nám í viðskiptalögfræði. Nú stýrir hún farsælu sjávarútvegsfyrirtæki sem er í stöðugri sókn.

Alda Áskelsdóttir

A

lda Gylfadóttir var ekki há í loftinu þegar hún ákvað hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. 16 ára gömul yfirgaf hún heimahagana í Ólafsfirði og hélt til Hafnarfjarðar til að læra verkstjórn í Fiskvinnsluskólanum sem þá var og hét. “Ég held alveg örugglega að ég sé yngsti nemandinn sem hefur útskrifast í sögu skólans,” segir Alda og bætir við: “Ég veit ekki hversu gáfuleg þessi ákvörðun var hjá mér á sínum tíma. Það voru ekki margir sem vildu ráða 18 ára nýútskrifaðan verksstjóra til starfa. Ég var svo að segja reynslulaus þótt ég hefði unnið í frystihúsi á sumrin frá 12 ára aldri. Ef ég á að segja alveg eins og er myndi ég sjálf ekki ráða þannig starfskraft til að stýra vinnslunni hjá mér.” Að lokum bauðst henni starf á Þingeyri sem gæðastjóri. “Það kom nú sennilega ekki til af góðu. Sumar kvennanna sem unnu í frystihúsinu þar voru landsþekktar í þessum geira fyrir að láta illa að stjórn og gekk því illa að fá verk- og gæðastjóra til starfa. Kaupfélagsstjórinn er Ólafsfirðingur eins og ég og þekkti til mín og minnar ættar. Hann hafði frétt að ég væri að leita mér að starfi og taldi

8

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

að mér væri illa í ætt skotið ef ekki væru not fyrir mig þrátt fyrir ungan aldur,” segir Alda, skellir upp úr og bætir við: Ég hóf ferilinn sem gæðastjóri en tók svo fljótlega við verkstjórninni í frystihúsinu. “Það var svakaleg áskorun fyrir mig að taka við þessu starfi. Bæði var ég mjög ung og svo er ég kona. Það er auðveldara fyrir karla að stjórna konum og konum að stjórna körlum – það er mín reynsla. Ég segi stundum, þó mér hafi ekki liðið þannig þá, að ég á þessum konum mikið að þakka. Þær hertu svo vel í mér að það er ekkert sem setur mig út af laginu í dag. En á þessum tíma leið mér ekki svona og á endanum sagði ég upp í frystihúsinu og fór að vinna í sjoppunni á Þingeyri um tíma þar sem ég gat ekki meir.” Ekkert kossaflens um borð Úr sjoppunni lá leið Öldu á sjóinn. Fyrst á Sigurbjörgina frá Ólafsfirði og síðan á Sléttanesið. Um borð vann hún bæði sem matsmaður og háseti. “Ég var á sjónum í fimm ár og var mjög ánægð þar. “Vinnan um borð var krefjandi og ég þurfti eiginlega að verða ein af strákunum og þá ekki síst þegar ég var á Sléttanesinu,” segir Alda.

Á þessum tíma hafði Amor nefnilega bankað upp á og hún kynnst eiginmannsefni sínu. “Hann var á Sléttanesinu og ég á Sigurbjörginni og satt að segja hittumst við mjög sjaldan. Við gátum eiginlega bara stílað á jólin og sjómannadaginn. Ég fékk mig því flutta yfir á Sléttanesið og þar með vorum við á sama skipi.” Alda var þó ekki komin í paradís ástarinnar með þessari tilfærslu. “Ég var niðri í vinnslunni en hann í brúnni, fyrst sem stýrimaður og svo síðar skipstjóri. Hann var mjög strangur á því að skipverjarnir liðu ekki fyrir það að það væri par um borð. Ég held að enginn hafi séð að við vorum í raun og veru par. Samskipti okkar um borð voru þannig,” segir Alda alvarleg og þó hún vilji ekki viðurkenna það hafa þau nú eflaust skipst á rómantískum augngotum þegar enginn sá til. Eftir fimm ár á sjó ákvað Alda að halda í land. “Þegar ég varð ófrísk að eldri syni okkar fannst mér nóg komið. Ég sótti um vinnu í frystihúsinu og ætlaði að vinna við snyrtingu þar til barnið kæmi í heiminn. Eftir nokkrar vikur var ég þó komin í verkstjórnina á ný og gegndi því starfi þar til ég fór í fæðingarorlof.”


Í bankageirann Það liðu mörg ár áður en Alda snéri aftur í sjávarútvegsgeirann. “Ég fékk vinnu í Sparisjóðnum á Þingeyri og vann þar í nokkur ár. Við fjölskyldan fluttumst svo eitt ár til Ólafsfjarðar þar sem faðir minn veiktist alvarlega. Þegar hann dó ári síðar stóðum við á krossgötum. Við vissum að við vildum fara að norðan en ekki endilega hvert. Ég hafði lengi verið að hugsa um að fara í háskólanám og þarna var einhvernveginn rétti tíminn.” Fjölskyldan fluttist á Bifröst og Alda hóf nám í viðskiptalögfræði. “Að námi loknu bauðst mér spennandi starf í Sparisjóðnum á Ísafirði þannig að við fórum aftur vestur. Allan þennan tíma var maðurinn minn á Sléttanesinu sem þá hét orðið Hrafn GK og var því á sífelldu flakki á milli landshluta. Skipið hafði verið selt til Grindavíkur og við eðlilega orðin þreytt á þessum lífsstíl. Þegar Sparisjóðurinn á Ísafirði var sameinaður Sparisjóðnum í Keflavík bað ég um flutning og þar með fluttum við suður.” Eftir að Sparisjóður Keflavíkur var sameinaður

Landsbankanum hætti Alda í bankanum.” “Hélt að þau vildu ræða körfuboltaæfingar sona okkar” Alda segir að hún hafi ekkert frekar verið á leiðinni í sjávarútvegsgeirann aftur en örlögin gripu í taumana ef svo má segja. “Henni bauðst starf sem framkvæmdastjóri Vood beitu sem hún þáði en stoppaði þar stutt við. “Hólmgrímur Sigvaldason, kunningi minn frá Þingeyri, tók við fiskvinnslunni á Bíldudal. Hann bað mig um að reka hana fyrir sig. Ég var

“Ég segi stundum, þó mér hafi ekki liðið þannig þá, að ég á þessum konum mikið að þakka. Þær hertu svo vel í mér að það er ekkert sem setur mig út af laginu í dag.”

Gullhjörtu með íslenskum steinum frá 55.900.-

Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars. “Það er eiginlega hægt að segja að það séu ákveðin líkindi með okkur konunum sem sækjum í þennan geira. Við erum allar naglar.”

Hálsmen 13.400.-

Demantshringur 10p TW.VVS1 demantur 126.300.-

Hjartahálsmen 13.900.-

Persónuleg og góð þjónusta Eyrnalokkar 8.200.-

Hringur 8.900.-

Jöklaskál 7.900.-

Mikið úrval af sérsmíðuðum skartgripum með íslenskum steinum

Við pökkum gjöfinni inn fyrir þig og sendum frítt innanlands Skoðaðu úrvalið á netverslun jens.is Jens | Grandagarði 31, Kringlunni og Smáralind | sími 546 6446 | www.jens.is


hins vegar ekki tilbúin til að flytja vestur aftur en tók að mér að koma vinnslunni af stað. Það var svo kvöld eitt að síminn hringdi og á línunni var Stefán Kristjánsson, eigandi Einhamar Seafood. Hann spurði hvort ég gæti hitt þau hjón og mér fannst það alveg sjálfsagt enda hélt ég að erindið væri að ræða körfuboltaæfingar sona okkar,” segir Alda og skellihlær að minningunni. Tólf tímum síðar var hún orðin viðskiptastjóri Einhamar Seafood og rúmu ári seinna framkvæmdastjóri fyrirtækisins. “Ég er búin að vera hjá þeim hjónum, Stefáni og Söndru, í fimm ár og er mjög ánægð með ákvörðunina sem ég tók. Ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að samnýta verkstjórnarnámið og viðskiptalögfræðina eins og ég geri í dag hefði ég ekki trúað því. Þetta er fullkomin blanda fyrir starfið sem ég gegni í dag.” Einhamar Seafood gerir út eigin báta og starfrækir fiskvinnslu og eru starfsmennirnir 70 talsins til sjós og lands. “Fyrirtækið hefur vaxið ört á síðustu árum. Við seljum eingöngu ferskan línufisk; þorsk og ýsu. Fyrirtækið tilheyrir nú hópi stærstu framleiðenda fersks fisks á Íslandi og seljum við hann víða um heim. Við leggjum ofuráherslu á að fiskurinn sé kominn í hendur neytenda ekki seinna en 48 tímum eftir að hann er dreginn úr sjó,” segir Alda og stoltið leynir sér ekki í röddinni. Við erum naglar Þegar talið berst að konum í sjávarútvegi telur Alda að það hafi ekkert haft með kyn að gera hversu erfiðlega henni gekk að fá starf við hæfi á sínum tíma. “Ég held að það hafi nú miklu frekar verið

aldurinn sem stóð í mönnum en ég er viss um að konurnar í frystihúsinu á Þingeyri hefðu ekki verið svona harðar við mig ef ég hefði verið karl.” Alda segir að það fylgi því bæði kostir og gallar að vera kona í karlasamfélagi. “Kosturinn er sá að við erum ekki svo margar og náum því að skapa okkur sérstöðu. Ég er í sambandi við karla hringinn í kringum landið þegar ég er á höttunum eftir fiski. Þeir eru ekki vanir því að eiga í viðskiptum við konur og hafa því gaman af því. Ég er ekki að segja að maður njóti beint forréttinda en það er ekki til trafala. Þeim finnst gaman þegar ég hringi enda skrattast ég aðeins í þeim,” segir Alda kímin og bætir við að erfiðara sé að setja fingur á gallana. “Það snýr kannski helst að því að karlarnir hópa sig saman og hafa komið sér upp tengslaneti sín á milli. Þeir fara í veiði saman eða brasa ýmislegt saman en við konurnar erum ekki hluti af þeim hópi. Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi upplifað mig sem “no name” á meðal þeirra en það breyttist mjög þegar ég gekk í samtökin Konur í sjávarútvegi.” Alda segist hafa verið mjög mótfallin samtökunum til að byrja með. “Ég vil ekki skipta fólki í flokka og setja það í hillur. Ég hafði áhyggjur af því að við værum að draga okkur enn meira út úr með því að stofna þessi samtök en mér hefur heldur betur snúist hugur. Þarna eru margar sleggjur og ég finn mikla samsömun með þessum konum. Það er eiginlega hægt að segja að það séu ákveðin líkindi með okkur sem sækjum í þennan geira. Við erum allar naglar.”

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans

“Ég hóf ferilinn sem gæðastjóri en tók svo fljótlega við verkstjórninni í frystihúsinu. Það var svakaleg áskorun fyrir mig að taka við þessu starfi. Bæði var ég mjög ung og svo er ég kona. Það er auðveldara fyrir karla að stjórna konum og konum að stjórna körlum – það er mín reynsla.”

Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg

ÞORSKUR

Veitt hlutfall 9,2%. Aflamark 214.208.961 kg

UFSI

Þorskur

Veitt hlutfall 4,5%. Aflamark 55.493.464 kg

KARFI

Veitt hlutfall 11,0%. Aflamark 46.845.565 kg

Ufsi

ÝSA

Veitt hlutfall 7,8%. Aflamark 36.510.661 kg Karfi

Ýsa

10

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017


KRAFA UM FERSKLEIKA Tíminn skiptir höfuðmáli í fraktflutningi, hvort sem verið er að flytja vörur inn til landsins eða koma afurðum á erlendan markað. Það getur skilið á milli hagnaðar og taps hvað varan er lengi á leiðinni. Þá er gott að eiga samstarf við öflugt fyrirtæki á sviði flugfraktar til og frá Íslandi. Við hjá Icelandair Cargo þjónum íslenskum inn- og útflytjendum á hverjum einasta degi til og frá Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu.

Því tíminn flýgur www.timinnflygur.is


Kona tveggja heima Rakel Sævarsdóttir fetar ekki í sömu fótspor og flestir samferðamenn hennar þegar kemur að atvinnu. Segja má að hún sé kona tveggja heima þar sem listir ráða ríkjum annars vegar og sjávarútvegurinn hins vegar. Hún sér um sölu- og markaðsmál fyrir listamanninn Hugleik Dagsson þegar hún er ekki að sinna verkefnum á vegum Skipasýnar, verkfræðistofu, sem hannar skip og breytingar á skipum.

Alda Áskelsdóttir

12

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

Rakel er ævintýrakona sem elskar að ferðast.


L

istaspíra í sjávarútvegi Það er ekki hægt að segja að Rakel hafi farið eftir hefðbundinni leið í sjávarútvegsgeirann. Eftir stúdentspróf lá leið hennar í Háskólann þar sem hún lagði stund á listfræði og hagnýta menningarmiðlun. “Þó að ég hafi lært listfræði og hagnýta menningarmiðlun á sjávarútvegurinn djúpar rætur í mér. Ég er meira eða minna alin upp á Ísafirði fyrir utan nokkur ár þegar við fjölskyldan fluttum til Danmerkur þar sem faðir minn, Sævar Birgisson, lærði skipatæknifræði. Þegar við fluttum til baka tók hann við starfi framkvæmdastjóra við skipasmíðastöðina á Ísafirði. Sjálf vann ég svo í rækju og fiski á unglingsárunum eins og tíðkaðist fyrir vestan. Við matarborðið hjá okkur var mikið rætt um fiskiskip og veiðar þannig að tengingin var sterk. Það er því ekkert skrýtið þó að ég hafi smitast af áhuganum og starfi nú að hluta til í sjávarútvegsgeiranum,” segir Rakel.

segja að foreldrar mínir hafi flutt á eftir mér í bæinn.” Þegar Sævar kom suður stofnaði hann verkfræðistofuna Skipasýn þar sem hann hannar skip af öllum stærðum og gerðum, auk þess sem hann tekur að sér að teikna þær breytingar sem gera þarf á skipum. “Pabbi ákvað sex ára gamall að hann skyldi hanna skip þegar hann yrði stór. Hann er frá Súðavík. Faðir hans fórst í sjóskaða fyrir vestan. Sá atburður hafði mikil áhrif á hann og sennilega hefur pabbi viljað leggja sitt af mörkum til að gera skipin öruggari en þá tíðkaðist. Það má eiginlega segja að pabbi sé frumkvöðull. Hann hefur lagt mikla áherslu á öryggismál og þar með stöðugleika skipa.” Rakel segir Sævar einn fárra Íslendinga sem er skipatæknifræðingur og hefur þá sérfræðikunnáttu sem þarf til að hanna skip frá grunni. “Hann hefur aflað sér mikillar þekkingar í gegnum áratugina og hannað rúmlega 30 skip og þar á meðal hafrannsóknarskipið Árna Friðriksson. Nú erum við til að mynda með tvo 50 metra togara í smíðum í Kína fyrir viðskiptavin Pabbi er frumkvöðull Eftir grunnskóla lá leið Rakelar til höfuðborgarinnar okkar,” segir Rakel og stoltið í röddinni leynir sér í nám. “Það var ævintýraþráin sem rak mig suður. ekki. Ég hefði getað stundað nám í Menntaskólanum á Ísafirði en fannst það ekki nógu spennandi þannig Rakel selur vörur frá listamanninum Hugleiki að ég valdi að fara í Kvennaskólann. Það má svo Dagssyni um heim allan. Hún sér um vöruframleiðslu fyrir hann og heldur úti heimasíðunni dagsson.com.

Rakel Sævarsdóttir fetar ekki í sömu fótspor og flestir samferðamenn hennar þegar kemur að atvinnu. Segja má að hún sé kona tveggja heima þar sem listir ráða ríkjum annars vegar og sjávarútvegurinn hins vegar.

Sér um sölu- og markaðsmál fyrir Hugleik og Skipasýn Það má eiginlega segja að Skipasýn sé fjölskyldufyrirtæki þar sem Sævar, faðir Rakelar vinnur þar ásamt syninum Birgi og henni sjálfri. “Ég hef í gegnum tíðina tekið að mér fjölmörg verkefni hjá Skipasýn en núna sé ég um markaðs- og sölumálin. Ég hef alltaf haft gaman af að takast á við fjölbreytt og spennandi verkefni.” Eftir útskrift fór þó meira af tíma Rakelar í vinnu tengda listum. “Ég vann með efnilegum listamönnum við að koma verkum þeirra á framfæri, stofnaði gallerí á netinu og setti upp fjölmargar sýningar bæði í Reykjavík og úti á landi. Ég hóf svo náið samstarf með Hugleiki Dagssyni og stýri núna vöruframleiðslu fyrir hann og rek Dagsson.com sem er heimasíða Hugleiks. Þar seljum við varning hans um heim allan.” Rakel reynir að skipta tíma sínum jafnt á milli þessara tveggja ólíku heima. “Ég er í 50% starfi á hvorum stað en eins og oft vill verða þegar maður er í hlutastarfi þróast það í eitthvað miklu meira. Ætli ég sé ekki frekar í tveimur heilsdagsstörfum núna. Ég vinn mjög mikið og tek vinnuna oftast heim með mér en ég hef ánægju af vinnunni minni

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017


"Rakel ásamt börnunum sínum þeim, Ísari Hólm og Kötlu Hólm í útilegu í Þórsmörk"

og það er það sem skiptir máli.” Þó að bæði störfin snúist um sölu- og markaðssetningu eru þau harla ólík í eðli sínu. “Annars vegar er ég að reyna að selja togara fyrir milljarða króna og hins vegar boli, bækur og grín eftir Hugleik Dagsson,” segir Rakel og hlær. “Mér finnst gaman að fá tækifæri til að sinna svona ólíkum verkefnum. Það má eiginlega segja að þetta séu hálfgerð forréttindi. Markaðssetningin á Dagsson.com snýst mikið um að ná athygli á samfélagsmiðlum og maður er sjaldan í beinu sambandi við viðskiptavininn á meðan markaðssetning á skipum snýst nær algjörlega um persónuleg samskipti.” Verðlaun fyrir orkusparandi skrúfu Hjá Skipasýn hefur alltaf verið lögð áhersla á að vera fremst í flokki með nýjungar og öryggismál um borð í skipum. Á Sjávarútvegssýningunni sem nýlega er afstaðin fékk fyrirtækið verðlaun fyrir betri orkunýtingu skipa. “Með því að spara orku verður til hagnýting á veiðum. Skrúfur skipa taka mikla orku en okkar skip eru hönnuð þannig að skrúfan er stór en eyðir minni orku en ella. Orkusparnaður skiptir miklu máli nú til dags en hefur kannski ekki verið aðalatriði innan sjávarútvegsgeirans frá því að olíukreppan sem skall á 1973 var úr sögunni. Um langt skeið var lítið um endurnýjun í skipaflotanum og hvati til að koma fram með nýjungar lítill. Þetta hefur hins vegar breyst undanfarin ár og þessi markaður tekið miklum breytingum. Nú er þónokkuð mikið um nýsmíðar og þeim fylgja nýjungar.” Að hanna skip er langt ferli og krefst náins samstarfs við kaupandann. “Ætli það hafi ekki tekið um fjögur ár að hanna togarana sem nú eru í smíðum,” segir Rakel og bætir við: “Þó að þessi skip séu systurskip eru þau ólík því að hlutverk þeirra er ekki það sama. Hvert skip er sérsniðið að þörfum kaupandans frá A til Ö. Það er að mörgu að hyggja og má eiginlega segja sem svo að þetta sé sambærilegt því að hanna borg. Um borð þarf að vera allt til alls svo að dæmið gangi upp.” Undanfarið hefur Rakel einbeitt sér að því að leita nýrra markaðssvæða fyrir Skipasýn. “Við höfum verið að þreifa fyrir okkur á Rússlandsmarkaði og reyna að komast þangað inn þó það væri ekki nema með litla putta annarrar handar. Útlitið er bjart þó að það sé kannski fullsnemmt að gefa eitthvað út í þeim efnum,” segir Rakel leyndardómsfull.” Frítíminn af skornum skammti Áhugamál Rakelar eru mörg og ólík enda er hún dálítil ævintýrakona í sér. Hana vantar hins vegar fleiri tíma í sólarhringinn til að geta sinnt áhugamálunum af krafti. Hún finnur þó stund milli stríða til að njóta lífsins og upplifa. “Það skemmtilegasta sem ég veit er að renna fyrir fiski. Það er eitthvað dásamlegt við það. Ég hef svo eins og gefur að skilja mikinn áhuga á listum og sæki myndlistasýningar þegar tækifæri gefst. Svo hef ég mikinn áhuga á matargerð og er alltaf á leiðinni að verða betri kokkur,” segir Rakel og hlær. Hún bætir svo við: “Í rauninni langar mig mest til að ferðast og vil gera eins mikið af því og mögulegt er. Þar fæ ég útrás fyrir ævintýraþrána. Í sumar sigldi ég til dæmis í fyrsta sinn skútu og það var svo sannarlega skemmtilegt. Við fjölskyldan stundum líka skíði og snjóbretti. Svo er líka voðalega gott að slaka bara á og horfa á góða hasarmynd með krökkunum mínum tveimur, hvort sem það er í bústaðnum eða heima.”

14

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

Mæðgur á leið á landsleik í Frakklandi.


Alhliða þjónusta í sjávarútvegi Brandenburg

|

Við höfum allt frá upphafi haft það að markmiði að sinna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja hratt og örugglega í sátt við umhverfið. Skipaþjónusta Skeljungs veitir alhliða þjónustu í sjávarútvegi, útgerð og vinnslu til viðskiptavina félagsins. Við leggjum ríka áherslu á fyrirtaks þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein og munum halda því áfram um ókomin ár.

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017 Skeljungur hf.

skeljungur.is


Konan á stóru græjunum Alda Áskelsdóttir

“Þegar ég var lítil og pabbi kom heim í hádeginu á stóru gröfunni hljóp ég út því mig langaði ekkert meira en að komast undir stýrið. Á sama tíma var bróðir minn hins vegar með nefið ofan í pottunum hjá mömmu”, segir Þórleif Guðmundsdóttir, og skellir upp úr. Það þarf því engan að undra að hún hafi síðar valið sér að lífsstarfi að vinna á stórum tækjum sem oftar eru í höndum karla en kvenna.

Þórleif í fullum herklæðum við löndunarkaranann um borð í togaranum Huginn.

16

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017


E

ins og hjá mörgum sem búa í Vestmannaeyjum snýst lífið hjá Þórleifu að stórum hluta um fisk. Hún hefur í áratugi unnið störf tengd sjávarútvegi, hún hefur unnið á lyftara og gröfu, stýrt löndunarog útskipunarkrönum og keyrt stóra vörubíla sem flytja fisk. Nú starfar hún sem bílstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja og ekki er annað að heyra en að hún sé sæl með þá braut sem hún hefur fetað á starfsævinni og ekki síður með það að vera oftast eina konan á vinnustaðnum. Örlögin réðust í gúanóinu Þegar Þórleif var tveggja ára flutti móðir hennar með hana til Vestmannaeyja sem síðan hefur verið hennar heimabær. Hún man tímana tvenna þar sem gos hófst í Heimaey þegar hún var 11 ára. “Við bjuggum vestast í bænum, fjærst upptökum gossins. Ég sá því bara bjarmann og logana frá gosinu en man vel eftir því þegar við þurftum að flýja og okkur var smalað í báta sem fluttu okkur upp á land.” Tveimur árum seinna flutti fjölskyldan aftur til Eyja. “Við bjuggum í Mosfellssveit eftir gosið og ætluðum í rauninni að setjast þar að en pabbi var með gröfufyrirtæki og það var næga vinnu hér að fá þannig að við snérum aftur.” Þórleif segir að hún hafi snemma fengið mikinn áhuga á stórum vinnuvélum og hún muni ekki eftir sér öðruvísi en mjög áhugasamri um slík tæki. “Ég prófaði ýmislegt áður en ég fór að starfa við það sem ég geri í dag. Ég var t.d. í fiski um tíma en um það leyti kom bróðir pabba að máli við mig og bauð mér að taka vaktir í gúanóinu og

þar með tók ég lyftaraprófið.” Eftir að lyftaraprófið var komið í hús var ekki aftur snúið. “Að vinna á vélum hefur verið mínar ær og kýr síðan og ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa valið mér það að lífsstarfi.”

“Eftir að lyftaraprófið var komið í hús var ekki aftur snúið. Að vinna á vélum hefur verið mínar ær og kýr síðan og ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa valið mér það að lífsstarfi.” Meira vesen á konum en körlum Þó að Þórleif hafi ekki unnið við það að sækja fiskinn í hafið hefur líf hennar að stórum hluta snúist um fisk og sjávarútveginn í gegnum tíðina. Hún er því oft eina konan í starfsmannahópnum. “Frá 1983 hef ég nánast eingöngu unnið með karlmönnum fyrir utan stuttan tíma á meðan börnin voru ung en þá vann ég í bakaríi.” Hún segir tvennt ólíkt að vinna á kven- eða karlavinnustað. “Þar sem konur eru í meirihluta er oft meira vesen. Þær velta sér meira upp úr hlutunum og fara aftur og aftur ofan í þá og svo eiga þær til að jagast í hverri annarri. Mér finnst karlarnir oftast vera hreinni og beinni og velta sér lítið upp úr hlutunum. Hlutirnir eru bara eins og þeir eru og síðan er bara kýlt á það,” segir Þórleif og bætir kát við: “Það er bara æðislegt að vera eina konan í hópnum. Það er skemmtilegur mórall í hópnum

og lífið oft einfaldara en á kvennavinnustöðum.” Aðspurð segist Þórleif aldrei hafa fundið fyrir því að vera eina konan á svæðinu. “Samstarfsfélagar mínir hafa aldrei komið fram við mig eins og súkkulaðikleinu eða slakað á kröfunum. Þeir hafa frekar tekið mér sem jafningja og ef eitthvað er hef ég þurft að leggja enn harðar að mér til að sanna mig en karl í sambærilegu starfi.” Sjóveikari en allt sem sjóveikt er Þar sem Þórleif hefur nánast alla tíð unnið störf tengd sjávarútvegi og oftast eina konan á vinnustaðnum liggur beinast við að spyrja hvort hana hafi aldrei langað að ganga alla leið og fara á sjóinn. “Ég prófaði það á sínum tíma, tók einn túr á fraktara. Við sigldum til Portúgals og heim aftur. Þeirri ferð gleymi ég aldrei,” segir Þórleif með þunga en bætir svo við hlæjandi: “Þetta var fínasta megrun. Ég ældi lifur og lungum meira að segja á sléttum sjó í Portúgal. Kokkurinn var með bernessósu með öllum mat og ég gat ekki bragðað hana í áratug eða svo eftir þessa sjóferð.” Þórleif segir að karlarnir um borð hafi komið fram við hana eins og hvern annan í áhöfninni. “Ég hélt þó í fyrstu að þeir væru að fara illa með mig þar sem ég var látin þrífa klósettin, hélt sem sagt að ég hefði fengið það starf af því að ég er kona. Ég ætlaði nú ekkert að láta þá komast upp með það og mótmælti en þá kom í ljós að sá sem var lægst settur um borð hverju sinni hafði þetta starf með höndum algjörlega óháð kyni.” Þó að Þórleif hafi verið veik allan tímann stóð hún sína plikt og vann þau störf sem ætlast var til af henni. “Það var ekki annað í boði en að standa sig og mér var boðið að taka annan túr en ég fann þarna

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

17


að sjómennskan átti ekki fyrir mér að liggja.” “Ástin á sér stað” Þó að gúanóið sé ekki beinlínis algengt sögusvið í ástarsögum þá finnur ástin sinn stað og sína stund. Þórleif kynntist manni sínum þegar þau unnu bæði í gúanóinu. “Þetta var á þeim tíma þegar ég vann á gröfu í þrónni í gúanóinu,” segir Þórleif og blaðamaður getur ekki á sér setið og grípur fram í fyrir henni og spyr hvort ekki hafi verið hroðalega vond lykt af henni á þessum tíma. Hún skellir upp úr og segir að öllu megi venjast og stundum hafi það komið sér vel að vera illalyktandi: “Ég fékk t.d. góða fyrirgreiðslu í bankanum. Þegar ég kom inn flúði fólk úr röðinni þannig að ég þurfti sjaldnast að bíða lengi sem var bara mjög gott,” segir Þórleif og hlær. Það er greinilegt að hún á auðvelt með að koma auga á það jákvæða í lífinu og tilverunni. - En aftur að ástarmálunum: “Já eins og ég sagði þá vorum við bæði að vinna í gúanóinu þegar við kynntumst. Hann hafði verið á sjó en fengið vinnu á sama stað og ég. Eins og í svo mörgum öðrum sögum leiddi eitt af öðru og saman eignuðumst við þrjá syni og eina dóttur.” Tólf árum

síðar slitu þau samvistir og hafði það ekkert með lyktina úr gúanóinu að gera enda bæði löngu hætt að vinna þar. Flott fyrirmynd Í gegnum árin hefur Þórleif aukið réttindi sín til að vinna á stórum tækjum. “Ég tók fyrst lyftaraprófið og síðan þungavinnuvélapróf og að síðustu kom meiraprófið í hús árið 2000.” Þórleif hefur því réttindi til að aka öllum tegundum ökutækja nema mótorhjóli. Hún hefur því sýnt það og sannað að konum eru allir vegir færir ef viljinn er fyrir hendi og er því góð fyrirmynd bæði fyrir börnin sín og aðra. “Börnin mín hafa aldrei haft orð á því að þau séu hissa á við hvað ég starfa enda þekkja þau ekkert annað. Þeim þótti ekkert leiðinlegt þegar ég skutlaði þeim á gröfu eða vörubíl í skólann,” segir Þórleif og það má heyra kátínu í rödd hennar. “Þeim þótti öllum gaman að því að koma inn í þessi tæki sem ég kom á heim en ekkert þeirra hefur fetað sömu braut og ég. Elsti sonur minn keyrir leigubíl, miðlungurinn er grafískur miðlari, yngsti peyinn vinnur á sportbar og stelpan er að fara í Tækniskólann í ljósmyndun.” Eins og gefur að skilja í litlum bæ eins og Vestmannaeyjum vita nánast allir allt um alla og allir því löngu hættir að kippa sér upp við að sjá Þórleifu aka um götur bæjarins á allskyns farartækjum. Það sama er ekki hægt að segja þegar Þórleif mætir niður á bryggju til að afgreiða erlend skip: “Þeir reka oft upp stór augu og það er horft skal ég segja þér.”

“Það er bara æðislegt að vera eina konan í hópnum. Það er skemmtilegur mórall í hópnum og lífið oft einfaldara en á kvennavinnustöðum.”

Bleika slaufan Bleika slaufan 2017 er hönnuð af Ásu Gunnlaugsdóttur, gullsmið og hönnuði.

Frú Vigdís Finnbogadóttir ásamt Önnu Kristínu Magnúsdóttur og Jóhönnu Sif Þórðardóttur frá versluninni Kjólar & konfekt. Ljósmynd úr eigu Sjávarafls.

að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um land allt sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Krabbamein snertir líf flestra Í nýrri könnun Krabbameinsfélagsins meðal 1.500 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára kom fram að rúmlega helmingur aðila átti náin ættingja sem greinst hafði verið með krabbamein og enn fleiri þekktu einhvern persónulega. Þá höfðu fimm prósent sjálf greinst með sjúkdóminn. Á vefsíðu Bleiku sluafunar www.bleikaslaufan.is er hægt að taka próf og sjá hvað þú veist mikið um krabbamein á Íslandi.

F

jölmenni var við afhjúpun Bleiku slaufunnar í húsnæði Krabbameinsfélagsins en viðburðurinn markaði upphaf átaksins Bleiku slaufunnar 2017. Viðhafnarútgáfa Bleiku slaufunnar (silfurhálsmenið) var næld í Vigdísi Finnbogadóttur verndara Krabbameinsfélagsins og sjö konur til viðbótar fengu Bleiku slaufuna að gjöf. Aukin áhersla á stuðning, fræðslu og ráðgjöf Líkt og undanfarin 10 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn kabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það

18

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

Ása Gunnlaugsdóttir hönnuður Bleiku slaufunnar 2017. Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabbameinsfélagsins og Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins og krabbameinslæknir. Ljósmynd úr eigu Krabbameinsfélagsins.

Unnur Sara Eldjárn tónlistarkona sem söng fyrir gesti við afhjúpun Bleiku slaufunnar. Ljósmynd úr eigu Sjávarafls.


Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarkona forstjóra og vefstjóri Samherja á Akureyri.

Tækifærin fjölbreytt og spennandi -Margrét Ólafsdóttir hefur unnið hjá Samherja á Akureyri til margra ára og segir reynslu sína góða. Breytingar gerist hægt varðandi kynjahlutföll innan fyrirtækisins en ekki sé þó ástæða til annars en að vera bjartsýn á framhaldið-

„Á

rin hjá Samherja hafa verið afar góð og ég hlakka til að mæta í vinnuna hvern dag,“ segir Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarkona forstjóra og vefstjóri Samherja, um störf sín hjá fyrirtækinu. Hún telur sig vera lánsama að hafa fengið tækifæri til að vinna hjá þessu rótgróna fjölskyldufyrirtæki. Hún segir að Samherji hlúi vel að starfsfólki sínu og að þar ríki góður starfsandi. „Að vinna með frumkvöðlum er líka magnað, hvernig menn eru óþreytandi og alltaf að gera betur í dag en í gær og hugsa út fyrir kassann. Svo þessi tími hefur verið mjög lærdómsríkur,“ segir hún. Margrét lærði rekstrarfræði í Háskólanum á Bifröst og var í máladeild í Verzlunarskólanum þar á undan. Hún bjó einnig í Bretlandi um hríð og telur hún að það hafi létt sér töluvert samskipti í vinnunni en Samherji er fjölþjóðlegt fyrirtæki. Að hennar mati er tungumálanám ein besta fjárfesting fyrir framtíðina og mælir hún líka með því fyrir fólk sem ætlar sér að vinna í sjávarútveginum.

Virk í íþróttastarfi fyrir norðan Margrét ólst upp í Reykjavík en flutti norður á Akureyri árið 1991 eftir að hún kynntist eiginmanni sínum sem er að norðan. „Það er gott að búa á Akureyri og ala upp börn hér. Ég á tvö uppkomin börn og eitt barnabarn og hef verið virk í íþróttastarfi á staðnum,“ segir hún. Margrét var átta ár í stjórn Íshokkísambands Íslands en hún var fyrsta konan í þeirri stjórn. Einnig var hún fjárreiðustjóri hjá ÍHÍ lengst af. Ekki hefur vantað orkuna hjá Margréti síðan hún flutti norður en hún stofnaði kvennanefnd ÍHÍ og fór sem fararstjóri kvennalandsliðsins í fjórar ferðir á heimsmeistaramót. Einnig er hún ein af stofnendum kvennaliðsins Valkyrjur hjá Skautafélagi Akureyrar. Hún segist enn æfa og keppir hún á alþjóðlegum mótum áhugakvenna hérlendis og erlendis, elst íshokkíkvenna hér á landi. „Allt byrjaði það á því að sonur minn fór að æfa og keppa í íshokkí. Ég var í stjórn ÍBA í tvö kjörtímabil og er núna fulltrúi ÍBA í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands,“ segir hún og bætir við að hún stunda líka hestamennsku í frístundum en hún hefur átt hestinn Þokka í fjögur ár.

Bókhald gefur góða innsýn í reksturinn Margrét var ráðin fjármálastjóri hjá K. Jónsson & Co árið 1991, sem varð að Strýtu sem Samherji síðan tók yfir. Hún vann í bókhaldi Strýtu og svo Samherja í tíu ár. Hún hefur verið aðstoðarkona Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja hf. frá 2001 og sinnt fjölbreyttum verkefnum í því starfi, að hennar sögn. „Hæfni til starfa finnst mér vera alveg persónubundin. Ég hef ekki tengt starfið mitt kyni eða haft ástæðu til annars en að njóta þess að vinna með góðu fólki af báðum kynjum,“ segir hún og bætir við að í sínu tilfelli, að vinna við bókhald, hafi starf hennar gefið mjög góða innsýn inn í reksturinn. Menntun hennar hafi nýst henni í starfinu þar sem yfirsýn og þekking þarf að vera haldgóð. „Það hefur bætt upp vanþekkingu á öðrum sviðum sjávarútvegsins eins og t.d. skiparekstri, aflaheimildum og sjómennsku,“ bendir hún á.

„Að vinna með frumkvöðlum er líka magnað, hvernig menn eru óþreytandi og alltaf að gera betur í dag en í gær og hugsa út fyrir kassann. Svo þessi tími hefur verið mjög lærdómsríkur“ SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

19


Margrét og hesturinn Þokki.

„Auðvitað skiptir máli að konur fái tækifæri, ef þær hafa áhuga á að vinna í sjávarútvegi. En umhverfið er krefjandi, ákveðin óvissa á öllum stigum ferilsins þannig að það þýðir ekkert annað en að vera vakandi alltaf“ 20 12

SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017


Fyrirtækið mjög kynjaskipt Þegar Margrét er spurð út í kynjahlutfall í fyrirtækinu þá segir hún það dæmigert í sjávarútvegi ef litið sé til útgerðarinnar og fiskvinnslunnar. Það sé sem sagt mjög kynjaskipt. „Á skipum er óreglulegur vinnutími og miklar fjarvistir frá heimili og fjölskyldu. Í fiskvinnslunni hafa konur sannað sig sem betri starfskraftar við snyrtiböndin þannig að það er eðlileg skýring á því,“ segir hún. Á skrifstofunni eru yfirmenn flestir karlmenn en Margrét telur skýringuna vera þá að konur hafi lítið sótt í nám tengt sjávarútvegi og að hugsanlega hafi þær ekki haft grunninn eða þekkinguna sem þarf á því sviði. Margrét er þó bjartsýn á að þetta muni breytast og hún bendir á

að í sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri sé konum að fjölga. Hún telur að sú menntun nýtist líka víðar en í sjávarútvegi. Margrét lítur framtíð kvenna í sjávarútveginum björtum augum en telur að þetta sé þróun sem taki tíma. Hún segir að störfin, sem í boði eru, séu fjölbreytt og tækifæri séu víða í sjávarútveginum og tengdum geirum í svokölluðum „sjávarklasa“. „Auðvitað skiptir máli að konur fái tækifæri, ef þær hafa áhuga á að vinna í sjávarútvegi. En umhverfið er krefjandi, ákveðin óvissa á öllum stigum ferilsins þannig að það þýðir ekkert annað en að vera vakandi alltaf. Þá meina ég alltaf því það eru skip að veiðum og fiskur á ferðinni alla daga og nætur allt árið,“ segir hún að lokum.

Margrét í útreiðartúr. Hún stundar hestamennskuna af kappi.

Margrét að fagna með íshokkíliði sínu Valkyrkjum. Hún æfir enn og keppir á alþjóðlegum mótum. Margrét og íshokkíliðið hennar Valkyrjur á Akureyri.

lava seafood SJÁVARAFL JÚNI 2017

21


Áskorun að gera skyndibitamat almennilegan og eftirsóknarverðan

Veitingastaðurinn Icelandic Fish & Chips hefur nú opnað útibú í New York eftir mikla velgengni á Íslandi. Erna Kaaber, eigandi og fyrrverandi blaðamaður, spjallaði við Sjávarafl um hvernig hugmyndin kom til hennar og þær áskoranir sem hún hefur þurft að takast á við

Þ

egar Erna Kaaber stofnaði Icelandic Fish & Chips, fyrir rúmum tíu árum, voru aðrir tímar á Íslandi þrátt fyrir að ekki sé lengra síðan. „Á þessum tíma, fyrir hrun og áður en ferðamenn byrjuðu að hrúgast inn til landsins, var ekki hægt að kaupa fisk á íslenskum veitingastöðum nema rándýran og oft svolítið hástemmdan,“ segir hún um úrvalið á þessum tíma. Hún segir að fiskur sé eitt af því allra besta sem hægt er að borða, vera hluti af matarsögu Íslendinga sem gleymdist í pasta- og pizzuflóðinu. Vegna þessa fannst henni ástæða til að auka framboðið á fiskinum og úr varð fyrirtækið Icelandic Fish & Chips. „Svo fannst mér áskorun í því að taka rétt sem flokkast sem skyndibiti og gera hann almennilega. Það skiptir engu máli hversu lengi eða stutt maturinn er eldaður eða undirbúinn, það er alltaf hægt að gera vel,“ bætir hún við. Úrvalið á skyndibiti fábrotið Erna hefur ekki alltaf starfað í veitingageiranum því hún hóf starfsferil sinn sem blaðamaður. „Ég hafði mestan áhuga þjóðmálum og á hinu skrifaða orði og fannst eins og fjölmiðlar væru þá nærtækasti starfsvettvangurinn. Áhugasvið mitt er svo víðtækt að ég get sökkt mér ofan í hin ólíkustu efni á mismunandi tímum. Ég verð svolítið heltekin,“ segir hún. Áhugi hennar á mat hafi byrjað þannig og svo leið þetta bara ekkert hjá, að hennar sögn. „Matur er líka endalaus áhugaverður og endalaust hægt að hugsa hann upp á nýtt,“ bætir hún við.

Bára Huld Beck

22

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

Erna segir að þegar hún hafi ákveðið að ráðast í opnun veitingastaðarins fyrir rúmum áratug, ásamt fjölskyldunni, hafi hún verið ein með þrjú börn. „Ég var í fullu starfi sem fréttastjóri og vaktirnar voru langar. Ég var ítrekað að pikka upp mat á leiðinni heim því ég hafði ekki nokkurn tíma til að elda fyrir fjölskylduna,“ segir hún. Úrvalið hafi verið mjög fábrotið og heilgrillaður kjúklingur í Nóatúni hafi verið það sem ekki var stútfullt af viðættum sykri eða meginuppistaðan einhver önnur en franskar. „Við vorum


orðin svolítið leið á kjúklingnum. Ég ákvað því að ég yrði bara að bæta úr þessu sjálf,“ segir hún um upphaf eldamennskunnar. Að reka fyrirtæki eins og að vera með ungabarn Að opna veitingastað var ekki eins og Erna hafði gert sér í hugarlund í fyrstu. „Ég hélt áður en við opnuðum að nú gæti ég ráðið mínum tíma sjálf. Það var öðru nær. Að reka fyrirtæki er eins og að vera með ungabarn sem þarf stanslausa umönnun og umhyggju. Og eins og nýorðnir foreldrar þurftum við að læra svo margt,“ segir hún og bætir við að þau hefðu aldrei fyrr rekið veitingastað og margt hafi komið á óvart. En að hennar sögn fékk fiskurinn strax góðar móttökur. „Við erum auðvitað með aðrar áherslur en klassíska meðhöndlunin. Við notum bara spelt í deighjúpinn, notum eingöngu sjávarsalt, bjóðum upp á úrval af salötum, djúpsteikjum

ekki kartöflurnar heldur ofnbökum þær og svo eru sósurnar okkar úr skyri,“ segir hún. Skyrið sé dæmi um annað hráefni sem þeim fannst ekki nægilega vel farið með í nútímanum. Hún segir að skyrið sé svo mikið fyllt af sætuefnum í stað þess að nýta það með víðtækari hætti. Á New York staðnum þeirra hafi þau prófað sig áfram með skyrið með margvíslegum hætti. „Skyr ricotta setjum við á flatbrauð og skyr crema á taco. Það eru endalausir möguleikar,“ segir hún.

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

23


Ferðamenn stærsti kúnnahópurinn á Íslandi Upphaflega var viðskiptavinahópur Fish & Chips nær eingöngu íslenskur. Erna segir að það hafi breyst í hruninu en strax eftir það tæmdist staðurinn þegar þjóðin mætti niður á Austurvöll með potta og pönnur eða sat límd yfir fréttatímunum. Eftir það hafi erlendir fjölmiðlamenn byrjað að tínast inn, sem og fjármálasérfræðingar og kröfuhafar í bland við föstu kúnnana. Síðan þá hefur ferðamannastraumurinn aukist ár frá ári og eru ferðamenn í dag stærsti kúnnahópurinn þeirra. „Það er mjög skemmtilegt að á New York staðinn okkar kemur margt fólk sem hefur borðað hjá okkur í Tryggvagötunni,“ segir hún. Erfitt að fá góðan fisk í New York Ástæðan fyrir því að New York varð fyrir valinu, er að sögn Ernu, að þar eru þau með ákveðið bakland; bæði tengslanet og fólk sem þekkir markaðinn vel. „Við höfðum líka tekið þátt í matarhátíðum í borginni og fengið verulega góðar viðtökur. Þó borgin bjóði upp á mjög margvíslegan mat og mikið af góðum skelfiski hefur mér alltaf gengið erfiðlega að fá góðan fisk þar. Hann er eiginlega bara að finna á rándýrum stöðum og verðið er samt engin trygging fyrir því að fiskurinn sé góður,“ segir hún.

er fremur sérstakt ferli og krefst ríkulegrar lögfræðiaðstoðar,“ bætir hún við. Komin með hóp fastakúnna í New York Staðurinn í New York gengur vel og hefur fengið góðar viðtökur. Erna segir að þau séu í hverfi þar sem nágrannarnir koma og kynna sig og eru mjög áhugasamir og vingjarnlegir. Þetta sé eiginlega eins og þorp í borginni. Í West Village sé húsnæðið lágreistara og eldra, göturnar óreglulegri og stemningin því önnur en í háhýsahverfunum. „Við erum þegar komin með hóp af fastagestum sem við þekkjum með nafni og þeir okkur. Það finnst mér heimilislegt og gott,“ segir hún. Þau taki þó auðvitað vel á móti öllum hinum líka og séu ánægð með að stækka viðskiptavinahópinn.

varðandi veitingahúsareksturinn. Erna segir að nokkrir kollegar hennar á Íslandi hafa gert tilraunir til að opna staði með nánast sama nafni og hennar og látið líta út fyrir að þeirra rekstur sé hennar rekstur. „Þeir ganga mjög langt í eftiröpun til að eigna sér það orðspor sem við höfum byggt upp með Icelandic Fish & Chips í rúman áratug,“ segir Erna en hún geri sér ekki grein fyrir því hvort einhverju máli skipti að hún sé kona í geiranum. Hún bendir á að hugsanlega geti hún litið á það sem hrós að aðilar reyni að apa eftir hennar hugmynd. „Annars þekki ég lítið kollegana. Kem annars staðar frá og líður oft eins og það sé ekkert sérlega vel séð í bransanum að vera blaðamaður í veitingahúsarekstri,“ segir hún.

Þegar Erna er spurð út í framtíðina og hvort von sé á fleiri stöðum stenst hún ekki hláturinn. „Þetta er eins og að spyrja nýorðna móður hvort ekki eigi að koma með fleiri börn. Ég vagga bara þessu nýja um sinn og sé til,“ segir hún og bætir við að þau hafi fengið fyrirspurnir frá fólki sem hefur áhuga á því að opna IF&C staði og reka þá í þeirra nafni. Þau séu að skoða þann möguleika.

Mikilvægt að missa ekki trúna á sjálfan sig Fyrirtækjarekstur krefst mikillar viðveru og yfirlegu, að sögn Ernu. „Þetta er endalaust verkefni og margt að læra. Svo er það hitt, þegar starfið verður of reglulegt, of fyrirsjáanlegt, þá þarf maður að vera duglegur við að finna upp á nýjunugum og bæta við krefjandi áskorunum,“ segir hún. Annars verði starfið tilbreytingalaust og ívíð of þægilegt. Það dragi úr skerpunni.

Óprúttnir aðilar apa eftir Icelandic Fish & Chips Í þennan rúma áratug hefur margt gengið á

Lykilatriðið, að mati Ernu, fyrir fólk sem íhugar

Erna segir að New York sé að líkindum erfiðasti markaðurinn til að opna veitingstað, mun erfiðari en Boston eða einhver önnur borg í Bandaríkjunum. „Við þvældum okkur í gegnum reglugerðarfrumskóginn og erum reynslunni ríkari. Til þess þarf bæði tíma og úthald. Þetta

fyrirtækjarekstur er númer eitt, tvö og þrjú að vinna einungis með fólki sem hægt er að treysta vel. „Það útheimtir mikinn tíma og þolgæði að standa í rekstri og þá er mikilvægt að geta deilt verkum með góðum viðskiptafélögum. Allir þurfa þá að hafa sambærilega sýn á verkefnið og geta skipst á skoðunum og hlustað hver á annan og mæst um miðjan veg í ákvarðanatöku,“ segir hún. Einnig sé gríðarlega mikilvægt að missa ekki trúna á sjálfan sig og verkefnið. Glata ekki sál hugmyndarinnar sjálfrar, sem gaf kraftinn til að taka slaginn, og gefast ekki upp þótt á móti blási.

24

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017


M

NÝT

T

FER

SK T

GÐ BRA NU

OG SÍTR TUÓ YN

OG

F RÍS K A N

DI

LÝSI MEÐ MYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI

FRÍSKANDI BRAGÐ OG FULLT AF HOLLUSTU Lýsi með myntu- og sítrónubragði er ný vara frá Lýsi. Lýsi inniheldur omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA og er auðugt af A-, D- og E-vítamínum. Þetta eru allt mikilvæg næringarefni sem hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, sjón, tennur og bein.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR VER


Eftir vinnu á skrifstofunni lá leiðin oft í síldasöltun hjá Þorbirni hf. Þarna réttir Björg fram stígvélið til að fá tunnumerki fyrir fulla tunnu og Ólafur Rúnar ljósmyndari er auðvita á staðnum til að taka mynd.

„Ég finn engan mun á því að vera kona í vinnu hvað varðar samskipti og annað þvíumlíkt. Á skriftstofunni er frekar jafnt kynjahlutfall. Einnig á ég á í miklum samskiptum við sjómenn, en þar eru karlmenn í miklum meirihluta“

Úr blýöntum og strokleðrum yfir í tölvurnar Bára Huld Beck

Á

-Mikið hefur breyst í starfi Stefaníu Bjargar Einarsdóttur síðan hún byrjaði að vinna á skrifstofunni hjá Þorbirni hf. í Grindavík en eftir rúmlega 40 ára starf er ekki við öðru að búast-

ður en veikindi knúðu dyra síðasta vor var ekki á döfinni að hætta eftir áratugastarf hjá Útgerðarfyrirtækinu Þorbirni hf. Þetta segir Stefanía Björg Einarsdóttir, sem alltaf er kölluð Björg, um starf sitt hjá fyrirtækinu. „Maður verður bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós,“ segir hún og ítrekar að þessi tími hjá Þorbirni hafi verið einstaklega ánægjulegur og hafi hún yfir engu að kvarta. Mikil breyting hefur orðið á þessum tíma í tækniframförum og hefur Björg ekki farið varhluta af þeim. „Það er meiri sjálfvirkni. Áður sótti maður peninga til að telja í umslögin til að borga út. Við tókum ekki upp tölvukerfi fyrr en haustið 1987,“

26

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

segir hún. Þannig hefur hún upplifað óhemju breytingar á þessum tíma. Gaman að salta síld Björg er ættuð úr Norður-Þingeyjarsýslu en flutti til Grindavíkur um þriggja ára aldur þar sem hún hefur búið síðan. Um tengsl við sjávarútveginn segir Björg að móðir hennar hafi unnið smávegis í fiski og verið ráðskona í verðbúð. „Ég vann náttúrulega sjálf í fiski þegar ég var krakki, bæði saltaði síld og vann í humri á sumrin. Þá var ekki verið að amast við því að ellefu til tólf ára krakkar væru að vinna,“ segir hún kímin. Hún segist aldrei hafa haft ánægju af humarvinnslunni en að henni hafi alltaf fundist

Stefanía Björg Einarsdóttir


gaman að salta síld. „Svo var maður í ýmsu, að skera utan af netum og setja upp á pípur og ýmislegt sem tengdist sjónum sjálfum,“ bætir hún við. Í eiginlega öllu Björg byrjaði þann 9. september 1976 hjá fyrirtækinu svo liðin eru 41 ár síðan hún hóf þar störf. „Það atvikaðist þannig að Tómas Þorvaldsson heitinn hringir í mig og biður mig að koma að vinna eina vertíð vegna þess að tengdadóttir hans, sem vann á skrifstofunni, var að fara að eiga barn. Svo ég lét tilleiðast,“ segir hún en hún segist ekki einu sinni hafa vitað hvar skrifstofan væri. „Og þar er ég búin að vera síðan,“ segir hún og hlær.

Fyrirtækið mikilvægt fyrir bæjarfélagið „Ég sé ekki annað en að framtíð fyrirtækisins sé björt eins og hún er í dag,“ segir Björg. Henni sýnist ganga vel en fyrirtækið veiti óhemju mörgum vinnu á staðnum og ef það væri ekki til staðar væri staðan verri hjá bæjarfélaginu. „Við erum með vel á annað hundrað manns í landvinnslunum og fimmtíu og tvo á hvorum togara. Plús fjórtán menn á hverju línuskipu sem eru fjögur,“ segir hún. „Ég sé ekki fyrir mér hvernig staðan yrði ef fyrirtækið þyrfti að leggja upp laupana. Það myndi verða svakalegt fyrir bæjarfélagið allt.“ Enda hafi henni alltaf fundist unnið skynsamlega hjá fyrirtækinu og aldrei rasað

um ráð fram. „Góðir hlutir gerast hægt,“ bætir hún við. Björg segir að henni finnist staðan góð í dag þegar hún er spurð út í sjávarútveginn á Íslandi. „En ég er á móti þessum strandveiðum, mér finnst þær fáránlegar,“ segir hún. Hún lítur svo á að verið sé að taka kvóta af stærri fyrirtækjum sem veiti mikla og mikilvæga atvinnu hjá bæjarfélögunum. Þess vegna telur hún ekki ráðlegt að auka við strandveiðar eins og staðan er núna. Að hennar mati bjarga strandveiðar ekki byggðum eins og margir haldi fram heldur þvert á móti taki störf frá fólki.

Fyrst vann Björg í eiginlega öllu, að hennar sögn. „Maður var í bókstaflega í öllu. Svo eftir að fyrirtækið stækkaði þá varð þetta meira deildaskipt. En áður borgaði maður út reikninga og allt mögulegt, með blýöntum og strokleðri,“ segir hún. Helsta starf Bjargar síðustu ár hefur því verið að sjá um laun starfsmanna fyrirtækisins. Andinn góður og stjórnendur frábærir Björgu líkar mjög vel að vinna hjá Þorbirni. „Það er ekkert út á það að setja. Stjórnendur eru frábærir og andinn mjög góður þarna,“ segir hún. Svona hafi þetta verið alla tíð. Hún segir að ómögulegt hefði verið fyrir hana að endast svo vel í starfi ef andinn væri slæmur og stjórnendurnir ómögulegir. Hún bætir við að samstarfsfólkið hafi líka verið einstaklega gott í gegnum tíðina en margir hverjir hafa verið mjög lengi hjá fyrirtækinu. Um 300 starfsmenn vinna nú hjá Þorbirni hf. en fyrirtækið er staðsett í Grindavík og Vogum. Einnig er það meðeigandi Haustaks á Reykjanesi en þar er þurrkaður fiskur og skreið. Útgerðarfélagið er 64 ára gamalt en það var upphaflega stofnað þann 24. nóvember árið 1953. Stofnendur voru fjórir sjómenn úr plássinu ásamt eiginkonum þeirra en þeir voru Sigurður Magnússon, Kristinn Ólafsson, Sæmundur Sigurðsson og Tómas Þorvaldsson. Á vefsíðu þeirra er saga fyrirtækisins rakin en félagið rak lengstum mjög fjölþætta bátaútgerð ásamt vinnslu í landi en þar var helst um að ræða síldar-, saltfisks-, og skreiðarverkun auk rækjuvinnslu á sjó og landi. Saltfiskvinnslan var þó lang umfangsmesti hluti landvinnslunnar. Á starfstíma sínum réð félagið yfir fjölmörgum skipum og bátum. Árið 1975 var Þorbjörn hf. selt í heild sinni í hendur Tómasar Þorvaldsonar og fjölskyldu hans. Björg segir að Tómas hafi verið mikið ljúfmenni en hann lést árið 2008.

Björg ásamt samstarfsfólki og börnum í vinnuferð í sumarbústað starfsmannafélagsins í Þrastarskógi. Mynd: Gunnar Tómasson

Björg ásamt nokkrum starfsfélögum á skrifstofunni í Þorbirni. Mynd: Gunnar Tómasson

Stendur jafnfætis körlunum Björg segist ekki finna mikið fyrir kyni sínu í starfinu. „Ég finn engan mun á því að vera kona í vinnu hvað varðar samskipti og annað þvíumlíkt. Á skriftstofunni er frekar jafnt kynjahlutfall. Einnig á ég á í miklum samskiptum við sjómenn, en þar eru karlmenn í miklum meirihluta,“ segir Björg. Vegna þess að hún sér um laun sjómannanna og fólks í landvinnslunni þá á hún í töluverðum samskiptum við alla starfsmenn. „Mér finnst ég alltaf standa jafnfætis þeim í öllum samskiptum,“ segir hún. Þó verður ekki annað sagt en að karlmenn séu alls ráðandi í fyrirtækinu, að sögn Bjargar. Hún segir að allir sem eru í stjórnunarstöðum séu karlar. Konur séu aftur á móti komnar í verkstjórn. „Þannig að þar virðist vera meiri jöfnuður,“ bætir hún við. Hún segir að áður fyrr hafi karlmenn alltaf verið verkstjórar svo einhver sé þróunin í þessum efnum. „Þetta hefur breyst núna á allra síðustu árum,“ segir hún. Á kaffistofunni í Þorbirni þegar Doritt og Ólafur Ragnar komu í heimsókn. Mynd: Gunnar Tómasson

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

27




Hún hefur alltaf fengið mikinn stuðning heiman frá og hvetja foreldrar hennar hana áfram í sjómennskunni.

Lætur ekkert stöðva sig í að láta draumana rætast Bára Huld Beck

S

jaldan er lognmolla hjá skipstjóranum Halldóru Kristínu Unnarsdóttur. Á sumrin rær hún til sjós og á veturna stunda hún nám, vinnur á félagsmiðstöð og treður upp sem uppistandari. Draumur Halldóru hefur lengi verið að eiga stóran bát en hún segir að frá því hún var lítil hugsaði hún með sér að gaman væri ef áhöfnin væri einungis skipuð stelpum. „Mér fannst það eitthvað svo geggjað,“ segir hún. Halldóra segist hafa verið farin að hanga á bryggjupollunum aðeins sex ára gömul, tilbúin þegar pabbi og afi komu í land. Hún hafi smitast af sjómannabakteríunni og þess vegna hafi ekki annað komið til greina en að prufa að fara á sjó. Hún segist þó hafa fundið fyrir ákveðnum fordómum fyrst þegar hún var að byrja og þurft að sanna sig fyrir hinum körlunum. Byrjaði ung að vinna í fiski Halldóra kemur frá Rifi á Snæfellsnesi og hefur hún búið þar nánast alla sína tíð. Faðir hennar, Unnar Leifsson, hefur unnið sem sjókokkur á stóru línuskipi í tuttugu og fimm ár og móðir hennar, Guðrún Gísladóttir, reykir fisk að atvinnu.

30

SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017

-Skipstjóranum, uppistandaranum og nemanum Halldóru Kristínu Unnarsdóttur líður best þegar mikið er að gera og nýtur hún þess mest af öllu að vera út á sjó. Hún settist niður með blaðamanni og spjallaði um sjómennskuna og hvernig það er að vera kona í geiranum-

Halldóra stundaði nám í Reykjavík um tíma og flutti aftur heim fyrir sex árum. Hún hefur unnið við ýmislegt í gegnum tíðina. „Ég byrjaði að vinna í fiski og öllu sem tengist því fyrir vestan þegar ég var tólf til þrettán ára,“ segir hún. Þá vann hún hjá Sjávariðjunni Rifi að gella, pakka og við ýmis konar störf. Hún segir að þeir sem hafi átt foreldra, sem tengdust sjávarútveginum á einhvern hátt, hafi frekar farið að vinna í fiski. Þeir hafi hreinlega gengið fyrir og að eftirsóknarverðara hafi verið að vinna slíka vinnu; mest var að fá út úr henni, í staðinn fyrir að fara í bæjarvinnuna eða vinna í búðinni. Eftir að hafa flutt til Reykjavíkur fór Halldóra að vinna með fötluðu fólki. „Mér finnst rosalega gaman að vinna með fólki og hef ég tekið að mér alls konar verkefni,“ segir hún. Halldóra er einnig uppistandari og nýtir hún reynslu sína af sjónum til að búa til efni. Hún hefur troðið upp fyrir vestan og í bænum en fyrir þremur árum tók hún þátt í keppninni Fyndnasti háskólaneminn þar sem hún lenti í öðru sæti. „Svo byrjaði bara boltinn að rúlla. Ég hafði aðeins verið að leika mér í uppistandi fyrir og er nú mjög

mikið að skemmta í brúðkaupum, afmælum og samkvæmum,“ segir hún. Nú sé hún að skrifa sína fyrstu sýningu sem mun væntanlega vera frumsýnd í desember næstkomandi.

„Ég geri bara það sem mig langar til að gera. Ef mér finnst eitthvað skemmtilegt þá fer enginn að stoppa mig í því.“


„Þegar ungir strákar byrja á strandveiði þá vita þeir að ég get gefið þeim ráð og þeir hlusta á mig. Það finnst mér alveg geggjað.“

Rifshöfn. Ljósmyndari Árni Guðjón Aðalsteinsson

Sjómennska forréttindi Eftir að hafa verið búsett í Reykjavík um tíma þá vissi Halldóra að hún vildi flytja aftur heim og það gerði hún fyrir sex árum. En áður fór hún í Stýrimannaskólann og náði sér í réttindi sem skipstjóri og vélavörður. Þegar hún flutti heim á ný prufaði hún í fyrsta skiptið að fara á strandveiðar.

segir hún. Hún segir að henni líði stundum eins og hún þekki ekki neitt annað því hún sé alin upp við þennan veruleika. „Þegar ég er búin að vera undir miklu álagi og kemst svo loksins á sjóinn í maí þá er það ákveðið frelsi. Maður hugsar allt öðruvísi út á sjó. Það verður allt einhvern veginn skýrara,“ segir hún.

Halldóra tók við báti föður síns en hann hafði ekki tíma til að sinna strandveiðunum og að hennar sögn þótti honum synd að báturinn lægi við bryggju ónotaður. Hann hafði áður verið á grásleppu og skaki en Halldóra segir að hún hafi einmitt byrjað á grásleppu með honum þegar hún var tólf ára. Þannig hafi það gengið hvert einasta sumar í mörg ár.

Fyrsta sumarið fór í að sanna sig Hún vílaði ekki fyrir sér verkefnið og tók við útgerð föður síns. Hún hefur róið núna í sex sumur á strandveiðum sem skipstjóri. „Ég þurfti svolítið að vinna mig upp í bransanum gagnvart hinum strákunum og körlunum. Þeim fannst þetta ekki sniðugt fyrst,“ segir hún. Hún hafi þó sýnt þeim að hún getur unnið starfið jafn vel og hver annar.

Finnur ekki lengur fyrir fordómum Að sögn Halldóru hefur viðhorfið gagnvart henni gjörbreyst. Hún segir að strandveiðisamfélagið sé nokkuð sérstakt. Þar vinni fólk saman og hittist á sumrin, nokkra mánuði á ári, og verði þannig góðir vinir. „Það er alltaf gaman að hitta þá og skiptast á sögum og metast á aflanum,“ segir hún og brosir. Núna sé hún vígð inn í þetta samfélag og finni ekki lengur fyrir fordómum.

Eitt sumarið fór Halldóra ekkert á sjó og segir hún að henni hafi fundist það hræðilegt. „Þessi vinna er dásamleg. Hún er mjög erfið en það eru forréttindi að fá að vera út á sjó með sjálfri sér að vinna vinnuna sína. Þetta er algjörlega þess virði,“

„Fyrsta sumarið fór eiginlega í að sanna mig. Sumir strákarnir á strandveiðunum voru bekkjarbræður mínir og góðir vinir og þeir studdu mig og hjálpuðu mér. Það voru eldri karlarnir sem voru hikandi,“ segir hún. Stundum hafi þeir ekki treyst

Ekki þarf að fara mjög langt á miðin frá Rifi, sérstaklega síðust ár, segir Halldóra. Hún segir að í mesta lagi þurfi að sigla í tvo klukkutíma út. „Þannig að ég hef verið nokkuð heppin með

henni til að fara út á sjó út af veðri en treyst hinum til þess. „Alveg eins og ég gæti ekki róið í smá kalda eins og þeir,“ hváir hún. Hún segist ekki hafa hlustað á þetta og sannað fyrir þeim að hún gæti unnið sömu vinnu þrátt fyrir að vera kona.


Halldóra fór ung vinna við fisk og hefur verið á strandveiðum síðustu sex ár.

að þurfa ekki að fara mjög langt,“ segir hún. Margir séu að fara fjörtíu mílur sem tæki hana bróðurpart úr degi. Hún segir að þetta sé ákveðið happadrætti. Þó að næsti bátur mokfiski þá þurfi ekki að vera að allir séu að gera það. „Þeir voru með mikla brandara í sumar að ég væri norn. Að þeir skildu ekki af hverju ég gæti alltaf verið komin með skammtinn á undan þeim og þeir væru búnir að reyna að fiska þar sem ég var búin að vera að fiska. En það gerðist ekkert hjá þeim,“ segir hún og hlær. Mætti neikvæðu viðhorfi í skólanum Halldóra á tvær systur og er hún sú eina sem smitaðist af þessari sjómannabakteríu. „Þær hafa prófað að fara á sjó en þær eru ekki gerðar í þetta,“ segir hún. Mikinn áhuga þurfi að hafa til að fara út í sjómennskuna. Hún segir að stundum hafi verið grínast með það að vegna þess að hún eigi enga bræður þá hafi hún verið alin upp sem strákurinn í fjölskyldunni svo einhver gæti tekið við útgerðinni.

„Þessi vinna er dásamleg. Hún er mjög erfið en það eru forréttindi að fá að vera út á sjó með sjálfri sér að vinna vinnuna sína. Þetta er algjörlega þess virði.“ 32

SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017

Reynslan í Stýrimannaskólanum var mjög skrítin, að sögn Halldóru. Hún var eina stelpan og var iðulega spurð út í það af hverju hún væri að læra þarna og hvað hún ætlaði að gera við réttindin. Þetta viðhorf segir hún hafa komið frá nemendum en ekki kennurum. „Þeim fannst vitleysa hjá mér að vera að gera þetta og ég þurfi að sanna mig fyrir þeim,“ segir hún. Þegar hún fór í Slysavarnaskóla sjómanna fann hún fyrir sama viðhorfi. Hún segir að mikið hafi verið um eldri menn sem hristu höfuðið yfir því að hún væri þar. „Svo núna þegar ég fór að endurnýja réttindi mín í sumar í Slysavarnaskólanum þá voru komnar fleiri stelpur inn. Margar eru að vinna á hvalaskoðunarskipum en þá fann ég að viðhorfið var allt annað í hópnum en fyrir sex árum,“ segir hún. Kvíðin fyrir fyrsta róðrinum Halldóra hefur fengið mikinn stuðning heiman frá. „Pabbi studdi mig til að fara í Stýrimannaskólann en hann hringdi í mig einn daginn og spurði hvort ég væri ekki til í að fara í skólann. Hann sagði að það væri mjög fínt ef ég gæti tekið við bátnum. Ég finn hversu mikið traust ég fæ frá foreldrum mínum,“ segir hún.

ekki með henni og segist hún hafa haldið að hún myndi sigla aðra báta niður og að það myndi taka hana marga klukkutíma að leggjast að bryggju. Hún telur að hún hafi haft gott af því að stökkva út í djúpu laugina ein og óstudd. „Fyrsti túrinn gekk síðan mjög vel. Ég klessti ekki á neinn og allt gekk lygilega vel,“ segir hún. Gerir það sem hana langar til Halldóra telur að vegna þess að hún vinnur á sjó þá telji sumir að hún eigi að vera mjög femínísk. Hún segist ekki endilega tengja við það orð heldur sé einungis eðlilegt fyrir hana að starfa við það sem hún vill og hefur löngun til. „Ég geri bara það sem mig langar til að gera. Ef mér finnst eitthvað skemmtilegt þá fer enginn að stoppa mig í því,“ segir hún. Þannig lætur hún aðra ekki hafa áhrif á sig og heldur ótrauð áfram að elta sína eigin drauma. „Þegar ungir strákar byrja á strandveiði þá vita þeir að ég get gefið

Lítið var sofið nóttina fyrir fyrsta róðurinn og segist hún hafi kviðið mikið fyrir honum. Faðir hennar komst Það tók tíma fyrir Halldóru að sanna sig fyrir hinum mönnunum en á endanum varð hún ein af hópnum.


þeim ráð og þeir hlusta á mig. Það finnst mér alveg geggjað,“ segir hún. Ungu mennirnir séu móttækilegri fyrir breyttum tímum að þessu leyti en þeir eldri. Þyrfti að vera meira í boði fyrir ungt fólk Halldóra hefur aðallega verið ein að róa en þó hefur faðir hennar komið með henni einn og einn róður ef hann er í landi eða langar að fara með, segir hún. „Svo hafa vinkonur mínar fengið að fara með einn og einn túr til að prufa. Misjafnlega mikið er hægt að nota þær,“ segir hún og hlær. Henni finnist mjög gaman að taka einhvern með sér. Halldóra hefur mikið unnið með unglingum í félagsmiðstöð fyrir vestan og sumir þeirra hafa viljað prufa að fara með henni út á sjó. „Mér finnst alveg frábært ef þau vilja prufa þetta. Þetta er ómetanleg reynsla vegna þess að oft hafa þau einhverja fyrirframgefna mynd af sjómennskunni að þetta sé ekkert mál; að sigla út og henda eitthverju út, veiða fiskinn og fara heim. En þegar þau kynnast vinnunni í kringum þetta þá breytist viðhorfið hjá þeim,“ segir hún. Mörg þeirra verði áhugameiri en önnur sjá að slík vinna sé ekki fyrir þau. Henni finnst að fleira mætti vera í boði fyrir ungt fólk til þess að þau myndu átta sig á því hvað þau vilja gera við líf sitt. „Ég veit t.d. til þess að margar stelpur langar að fara út á sjó og ef þær hafa ekki sambönd eða koma úr þannig fjölskyldu þá fá þær ekki tækifæri til að gera það,“ segir hún. Spennt fyrir framtíðinni Halldóra er í fjarnámi í tómstunda- og félagsmálafræði í Háskóla Íslands á þriðja og síðasta ári. Hún fékk áhuga á greininni eftir að hún vann í félagsmiðstöð og þegar hún sá að geysilega mikið vantaði fyrir ungmenni fyrir vestan. Hún segir að sú vinna hafi verið mjög skemmtileg og hafi hún átt mikla samleið með unglingunum. Aldrei áður hefur tómstundafræðingur verið fyrir vestan og vonast hún til að geta nýtt sér námið. Hún segist því mjög spennt og bjartsýn fyrir framtíðinni. Ekki stendur til að hætta á sjó þrátt fyrir að hún útskrifist fljótlega. Hún segir að strandveiðarnar henti henni vel þar sem hún sé í fríi á sumrin frá hinum vinnunum sínum. Hún segir þó að hana langi að fara á frystitogara einhvern daginn en framundan sé að ná í réttindi fyrir stærri skip í Slysavarnaskólanum.

Lítið var sofið nóttina fyrir fyrsta róðurinn en hann gekk síðan mjög vel.

Allir ættu að fá að láta drauminn rætast Aldrei hefur hvarflað að Halldóru að hætta þrátt fyrir mótlæti og fordóma. „Ég er svo þrjósk að það þarf mikið til þess að ég hætti einhverju sem ég hef áhuga á. Það gefur mér bara meiri kraft að þurfa að hafa meira fyrir hlutunum. Ég hlusta ekki á svona,“ segir hún. Það þýði ekki að rífa kjaft við Dóru, hún muni svara fyrir sig.

Henni finnst mikilvægt að fólk, konur og karlar, fái að starfa við eitthvað sem vekur áhuga þess. Hún bendir á að auðvitað sé sjómennskan ekki fyrir allar konur en það sé hún heldur ekki fyrir alla karlmenn. Þannig að tækifærin verði að vera fyrir þá sem vilja og þora.

BORÐUM

MEIRI

FISK!

Fljótlegir, einfaldir og gómsætir réttir og það eina sem þú þarf að gera er að elda fiskinn og hita upp meðlætið!

Fæst í Hagkaup

Hún fór sem kokkur á línubát í eitt skiptið og segir hún að það hafi verið mögnuð lífsreynsla og gaman. „Mig hefur alltaf langað að fara allavega einn túr á frystitogara,“ segir hún. Það hafi jafnvel verið inn í myndinni í vetur að taka hlé á náminu og fara á sjóinn í nokkra mánuði. „Hver veit hvað gerist eftir áramót?“ segir hún og hlær. Hún sé alltaf opin fyrir nýjungum og henni leiðist að gera sömu hlutina ítrekað.

Fisherman ehf • 450 9000 • fisherman.is • #fishermaniceland

33


BLEIKASLAUFAN.IS #BLEIKASLAUFAN

KRABBAMEIN VEKUR ÓTAL SPURNINGAR Bleika slaufan táknar umhyggju okkar fyrir þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra. Ágóða af sölu slaufunnar er varið til að efla og auka endurgjaldslausa þjónustu og ráðgjöf til þeirra.

Kaupum Bleiku slaufuna og styrkjum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.


Konurnar að verða sýnilegri Alda Áskelsdóttir

Hallgerður Jóna Elvarsdóttir er sölustjóri hjá Wise hugbúnaðarhúsi. Hún hefur um langt árabil lifað og hrærst í heimi sjávarútvegsgeirans og kann afskaplega vel við sig þar. Hún segist verða áþreifanlega vör við það í starfi sínu að karlarnir taki ákvarðanirnar enda séu þeir í miklum meirihluta í efstu lögum fyrirtækjanna. Konum fjölgi hins vegar eftir því sem neðar dregur.

Hallgerður hefur starfað við sjávarútvegsgeirann í 15 ár. Hún segist ekki hafa stefnt þangað meðvitað. Heldur hafi vinna tengd sjávarútvegi legið fyrir henni. Hún hóf störf hjá Samskipum, í þjónustuog útflutningsdeildinni og þar vaknaði áhuginn til að starfa innan greinarinnar vaknað.”

SJÁVARAFL JÚNI 2017

35


E

ins og svo margar konur sem starfa við sjávarútveginn er Hallgerður Jóna Elvarsdóttir, sölustjóri sjávarútvegslausna hjá Wise, fædd og uppalin í sjávarþorpi. “Fyrstu ár ævi minnar bjó ég í Leirvík í Færeyjum. Það er lítið sjávarþorp þar sem allt snérist um öfluga rækjuvinnslu,” segir Hallgerður og bætir við: “Ég er hálf færeysk, mamma mín er frá Færeyjum. Ég hef haldið tryggð við Færeyjar enda býr amma mín þar, ásamt fleiri ættingjum mínum. Afi heitinn

var vélstjóri á færeyskum togara, Hviltenni sem í dag er í eigu Brims hf og heitir nú Guðmundur í Nesi. Mér fannst gaman að koma um borð til hans alveg frá því að ég man eftir mér.” Þegar fjölskyldan tók sig upp og flutti til Íslands lá leiðin í annað sjávarþorp. “Við settumst að á Suðureyri við Súgandafjörð. Pabbi er þaðan þannig að það má segja að ég hafi flust úr heimabyggð mömmu í heimabyggð pabba. Ég bjó svo á Suðureyri þangað til ég fór í framhaldsskóla.” Eins og á við um flest börn sem alast upp í sjávarþorpum er Hallgerður tengd hafinu órjúfanlegum böndum. “Sjórinn var auðvitað bara hluti af daglegu lífi okkar sem bjuggum á Suðureyri, hvort sem það

voru fullorðnir eða börn. Hinir fullorðnu höfðu flestir atvinnu af sjávarútvegi eða einhverju sem tengdist honum en hjá okkur krökkunum skipaði sjórinn stórt hlutverk í leikjum okkar. Við vorum mikið á bryggjunni þar sem við veiddum okkur til skemmtunar. Þegar við urðum eldri fengum við svo vinnu í frystihúsinu eða við að stokka upp og beita.” Eftir að Hallgerður lauk grunnskólanámi á Suðureyri fannst henni kominn tími til að reyna flugfjaðrirnar. “Mér fannst að ég þyrfti að skoða heiminn og valdi Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, til þess,” segir Hallgerður. “Þar var ég í nokkur ár en lauk svo stúdentsprófinu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.” Hallgerður tók sér svo frí frá námi í nokkuð mörg ár en lauk B.s námi í viðskiptafræði samhliða vinnu.

“Ég finn ekki fyrir því að það sé komið fram við mig á annan hátt vegna þess að ég sé kona. Karlarnir eru að venjast okkur konunum og samþykkja okkur sem jafningja í starfi.”

Hallgerður er mikil útivistar- og ævintýrakona. Drjúgur hluti frítamans fer í útivist og önnur ævintýrir. Hér má sjá Hallgerði undirbúa sig fyrir að fara á foss í aparlólu.

36

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017


Stefndi ekki meðvitað í sjávarútvegsgeirann Hallgerður hefur starfað við sjávarútvegsgeirann í 15 ár. Hún segist ekki hafa stefnt þangað meðvitað. “Það má eiginlega segja að vinna tengd sjávarútvegi hafi átt fyrir mér að liggja. Árið 2003 fékk ég vinnu hjá Samskipum, í þjónustuog útflutningsdeildinni, og það má eiginlega segja að þá hafi áhuginn á því að starfa innan atvinnugreinarinnar vaknað.” Frá Samskipum lá leið Hallgerðar í Toppfisk. “Toppfiskur er sölufyrirtæki í sjávarútvegi sem selur ferskan eða frosinn fisk. Þar vann ég við bókhald, innkaup og var í samskiptum við viðskiptavini erlendis. Þar var ég meira í tæri við fiskinn en í því starfi sem ég gegni í dag.” Hallgerður er sem fyrr segir sölustjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise. “Wise er hugbúnaðarhús sem hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg um árabil og þjónustar fjölda fyrirtækja innanlands sem utan. Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar með víðtæka þekkingu og reynslu af þjónustu og hugbúnaðarþróun fyrir sjávarútveginn. Lausnir Wise spanna alla virðiskeðju sjávarútvegsins frá fiskeldi og veiðum til sölu og dreifingar. Meðal sérlausna Wise má nefna Útflutningskerfi Wise og WiseFish lausnir fyrir sjávarútveginn sem innihalda: Útgerð og kvóta, Vinnslu og sölu, Gæðastjórnun, Birgðir og vöruhús, Fiskeldi og Útflutningslausn.” Wise hefur náð góðum árangri og rekur nú skrifstofur á þremur stöðum, í Reykjavík, á Akureyri og í Noregi. “Við erum með 20% hlutdeild erlendis. Kerfin okkar eru m.a. notuð í Færeyjum, Tasmaníu, Nýja Sjálandi og Maldavíeyjum svo eitthvað sé nefnt. Okkur hefur einnig tekist að ná góðri markaðshlutdeild hér á landi. Ég myndi segja að um 50 – 60% sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi noti kerfi frá okkur. “ Annars konar menning í sjávarútvegsfyrirtækjum Hallgerður segir mikið af líflegu og skemmtilegu fólki starfa við sjávarútveginn. “Mörg störf sem tengjast þessari atvinnugrein krefjast þess að það sé unnið hratt og mikið. Fólk sem velst til þessara starfa er því oftast mjög duglegt og þrífst illa í lognmollu. Það má því kannski segja að það sé annars konar menning í sjávarútvegsfyrirtækjum en í mörgum öðrum fyrirtækjum. Það er svo mikið í gangi í einu. Það þarf að koma fiskinum strax í verð og sjá til þess að hann komist á áfangastað á réttum tíma og svona mætti lengi telja. Í því starfi sem ég gegni núna gilda önnur lögmál,“ segir Hallgerður: “Að vinna við að selja tölvukerfi til sjávarútvegsfyrirtækja er ekki eitthvað sem maður þrusar út einn, tveir og þrír. Það er langhlaup enda þarf að vanda vel til verka þannig að búnaðurinn skili þeim upplýsingum sem ætlast er til af honum.” Þegar Hallgerður er spurð út í það hvernig það hafi komið til að hún hóf að starfa hjá Wise er svarið afdráttarlaust: “Ég hafði þá þekkingu sem þá vantaði þ.e. að fyrirtæki í sjávarútvegi þurfi að hafa yfirsýn, rekjanleika og auðvelt aðgengi að gögnum. Að hafa heildstæðalausn og vinna í einu kerfi snýst um vinnuhagræði fyrst og fremst. Svo var auðvitað ekki verra að þekkja greinina sem og muninn á þorski og ýsu sem ég gerði vissulega. Svo skemmir ekki fyrir að hafa alist upp í sjávarþorpi“.

þau njóti starfskrafta beggja kynja. Ég get ekki sagt að ég hafi fundið einhvern mun eftir því hvort konur eða karlar eru í meirihluta á þeim vinnustöðum sem ég hef unnið á. Kannski stillir maður sig bara ósjálfrátt inn á þann kúltur sem er í gangi hverju sinni. Karlar gera það jafnt og konur.” Hallgerður verður hins vegar vör við það í starfi sínu að karlar eru í meirihluta hærra settir en konur innan sjávarútvegsfyrirtækjanna og það eru þeir sem taka ákvarðanirnar. “Það er mjög algengt að forstjórar, framkvæmdastjórar og fjármálastjórar í sjávarútvegsfyrirtækjunum séu Starfsmannafélag Wise er mjög öflugt og býður upp á fjölbreytta og skemmtilega hópa, s.s. fjallgöngu-, hjóla- og badmintonhópa. Hallgerður karlar og það eru þeir sem taka segist reyna að taka þátt í þessu öllu saman og er nýkomin með ákvörðun um hvort kaupa eigi hjólabakteríuna. t.d. hugbúnað frá okkur. Konur eru hins vegar oft lykilmanneskjur þegar kemur að því að nota kerfin og uppfæra Í fullu fjöri eftir vinnu þau. Það er algegnt að aðalbókarinn sé kona Þegar Hallgerður er ekki í vinnunni sinnir hún og að það sé kona í gæðaeftirlitinu í vinnslunni áhugamálunum af kappi. “Starfsmannafélagið hjá – þegar komið er í þessar stöður breytist okkur er mjög öflugt og býður upp á fjölbreytta kynjahlutfallið.” Hún segir sína reynslu að konum og skemmtilega hópa. Við erum til að mynda sé yfirleitt vel tekið í sjávarútvegsgeiranum og að með fjallgöngu-, hjóla- og badmintonhópa. með tímanum muni fleiri konur komast að og Ég reyni að taka þátt í þessu öllu saman og er tilfinninguna þá að konur innan geirans í sókn. nýkomin með hjólabakteríuna,” segir Hallgerður “Ég finn ekki fyrir því að það sé komið fram við mig áköf og bætir við að auðvitað hafi hún líka gaman á annan hátt vegna þess að ég sé kona. Karlarnir af því að hitta fjölskyldu og vini í frítímanum. eru að venjast okkur konunum og samþykkja Þegar hún ætlar hins vegar virkilega að slappa af okkur sem jafningja í starfi. Ég held að samtökin tekur hún sér bók í hönd. “Ég les mjög mikið og er Konur í sjávarútvegi hafi mikið með þetta að veik fyrir norrænum krimmum.” gera. Konur eru áræðnari en þær voru því við bökkum hverja aðra upp, höldum utan um hverja aðra til að komast betur inn í samfélagið innan sjávarútvegsgeirans.”

Konur í lykilhlutverkum “Ég hef aldrei unnið á hefðbundnum kvennavinnustað,” segir Hallgerður aðspurð um það hvernig það sé að vinna í sjávarútvegsgeiranum þar sem meirihluti starfsmanna eru karlar. “Ég hef því ekki samanburð en ég held að það sé farsælast fyrir fyrirtæki að

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

37


Ljósmyndari: Björn Árnason

UPPSKRIFT

Léttsaltaður þorskur með sætu selleri salati, kasjuhnetum, mjúkri kartöflumús og kirsjuberja sósu

Hrefna Sætran

Á dögunum heimsótti Sjávarafl Hrefnu Sætran eiganda Fiskmarkaðarins og Axel Clausen yfirkokk. Leggja þau mikinn metnað í að búa til nýja rétti í anda Fiskmarkaðains og að hafa matseðilinn metnaðarfullann og girnilegan. Starfsfólk Sjávarafls þakkar hjartanlega fyrir sig.

Uppskrift fyrir 5 manns 1kg. Þorskur 120gr. Salt 80gr. Sykur Börkur af einni lime Blandið saman salti, sykri og lime berki í skal, fiskurinn er skorinn í 5 jafna bita, léttkryddaður með blöndunni og geymdur yfir nótt. Daginn eftir er þorsknum raðað á bakka og bakaður í ofni á 160°c í 5-7 mín. Sellleri salat Sellleri salat 3stk sellerí stangir 20gr trönuber 20gr kasjúhnetur 120ml lèttþeyttur rjómi 40gr flórsykur 150gr japanskt mæjónes Þeytiđ saman mæjónesi og flórsykri međ písk, svo fer lèttþeytti rjóminn varlega saman við. Skerið sellerí smátt niđur og bætið ùtì ásamt trönuberjum og kasjuhnetum

38

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

Kartöflur 3stk bökunarkartöflur 150ml rjómi 150gr smjör Bakið kartöflurnar ì ofni à 160°c í um klukkustund eða þar til þær eru mjúkar ì gegn. Hitið rjómann ì potti upp ađ suðu. Takiđ hýðið af kartöflunum og stappið þær vel niður, hellið heitum rjómanum yfir og svo smjörinu í litlum teningum. Smakkið til međ salti.

Skerið niđur allt grænmeti og steikið i potti ásamt kryddum þar til ađ grænmetið hefur fengið góðan lit. Bætið þà púðursykri og ediki, sjóðið þar til að karmella hefur myndast. Þà er víninu bætt viđ, sóðið um 2/3, þà fer nautasoðið ì pottinn og þetta látið malla þar til ađ þið eruð ánægð međ þykktina. Sigtað og smakkað til með salti og pipar. Rétt áđur en að sósan er borin fram þá eru kirsuberjunum bætt úti.

Kirsuberja sósa 500ml nautasoð 1stk skarlottu laukur 3stk hvítlauks geirar 1stk sellerí stöng 3stk stjörnu anis 3stk kardimommur 100ml madeira 50gr pùðursykur 50gr eplaedik 100gr frosin kirsjuber

Hrefna Sætran



“Fiskvinnsla hefur breyst gríðarlega undanfarin ár og áratugi. Í gamla daga snérist allt um handverkið en nú hafa tölvur og vélar leyst mörg störf af hendi.”

Sjávarútvegskona með græna fingur Alda Áskelsdóttir

F

áir vita um hvað fiskvinnsla snýst í dag Þegar nám í sjávarútvegi ber á góma lifnar heldur betur yfir Ásdísi. Hún talar af ákafa og hefur sterkar skoðanir á þeim málum. Hún segir að eitt stærsta verkefni Fisktækniskólans nú sé að fá fleiri nemendur á aldrinum 16 – 20 ára í skólann. “Við þurfum að kynna námið betur fyrir börnum og foreldrum þeirra. Foreldrar í dag eru upp til hópa ekki á því að börn þeirra eigi að velja verklegt nám.

40

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

Það gustar af Ásdísi V. Pálsdóttur, verkefnastjóra hjá Fisktækniskóla Íslands, og greinilegt er að það er sjaldnast lognmolla í kringum hana hvorki í vinnu né í frístundum. Hún hefur lunga starfsævinnar unnið störf tengdum sjávarútvegi. Um tíma snéri hún við blaðinu, hóf nám í garðyrkjufræðum og vann um stund sem garðyrkjufræðingur. Nú stýrir hún af röggsemi Marelvinnslutæknibraut Fisktækniskólans ásamt því að koma að grunnnámi í fisktækni. Stemningin í þjóðfélaginu er þannig að allir eiga að læra á bókina,” segir Ásdís og bætir við að börn séu í litlum tengslum við sjávarútveginn jafnvel þó að þau alist upp í sjávarþorpum og hvað þá þau sem alast upp í bænum. “Börn hafa ekki sama aðgang að sjávarútvegsfyrirtækjum og áður tíðkaðist . Þau fá ekki lengur vinnu við fiskvinnslu á sumrin og ef satt skal segja vita fæst þeirra um hvað fiskvinnsla snýst. Foreldrarnir hafa einnig ranga mynd af fiskvinnslu -sjá fyrir sér gamla mynd þegar talað er um hana. Við þurfum að uppfræða foreldra betur um það hvað

fiskvinnsla er, hvers konar hátækniðnaður þetta er orðinn – þetta er svo sannarlega spennandi starfsvettvangur sem býr yfir fullt af tækifærum.” Í skólanum er boðið upp á tveggja ára grunnám í fisktækni sem eru 120 fullgildar framhaldsskólafeiningar. “Námið er þannig byggt upp að önnur hver önn er bókleg og hin verkleg. Í starfsnáminu reynum við að bjóða nemendum upp á val um vinnustað með hliðsjón af áhugasviði hvers og eins, t.d sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi. Við förum einnig í heimsóknir til stofnana og fyrirtækja tengdum sjávarútvegi og að auki


í tvær námsferðir til Danmerkur og Portúgals. Fisktækninámið er áhugaverð og fjölbreytt blanda bóklegs- og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika og möguleika til frekari menntunnar,” segir Ásdís. Í fiskvinnslu frá blautu barnsbeini Ásdís er enginn nýgræðingur þegar kemur að sjávarútvegi og störfum tengdum honum. Hún hefur lunga starfsævinnar unnið innan þess geira. Hún er líka ein þeirra kvenna í sjávarútvegi sem hefur haft sterka tengingu við hafið allt frá barnæsku. “Ég er fædd og uppalin á Siglufirði. Pabbi minn var skipstjóri og stýrimaður og rak litla útgerð um tíma. Ég byrjaði því mjög ung að vinna í saltfiski hjá honum og skera af netum o.fl. Þegar hann hætti með vinnsluna var ég komin á þann aldur að ég fékk vinnu hjá öðrum.” Ásdís ákvað snemma að mennta sig í greininni og því lá leiðin til Hafnarfjarðar. “Á þessum árum var starfræktur Fiskvinnsluskóli í Hafnarfirði þar sem ég lærði til fiskiðnaðarmanns. Ég snéri svo aftur heim og starfaði hjá Þormóði ramma og Síldarvinnslunni sem verk- og framleiðslustjóri í fjölmörg ár,” segir Ásdís og bætir við: “ Mér fannst svo kominn tími til að breyta til og fluttumst við til Sandgerðis. Þar vann ég hjá Ný-fisk frá árinu 1998 til 2004 en þá tók ég þá ákvörðun að hætta alfarið að vinna við sjávarútveginn,” segir Ásdís sposk. Hún segist hafa verið búin að fara allan hringinn. “Ég var búin að vinna með allar fisktegundir sem veiddar eru hér við land og fá tækifæri til að kynnast mismunandi vinnslu þannig að mér fannst komið nóg.”

Úr fiskvinnslu í garðyrkju Ásdís lét ekki sitja við orðin tóm enda þekkt fyrir annað. “Ég ákvað að fara aftur í nám og læra eitthvað sem ég hafði brennandi áhuga á. Fyrir valinu varð nám í garðyrkjufræðum.” Eftir að Ásdís útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur starfaði hún sem slíkur hjá Sandgerðisbæ. “Þegar kreppan skall á breyttist ýmislegt og minna var að gera í garðyrkjustörfunum en áður. Ég fékk þá vinnu á skrifstofunni hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og starfaði þar í nokkur ár.” Og það var einmitt þar sem Ásdís snéri aftur í sjávarútvegsgeirann. “Ólafur Jón Arnbjörnsson, stofnandi Fisktækniskólans, fékk aðstöðu hjá Miðstöð símenntunar til að undirbúa stofnun skólans, taka viðtöl við væntanlega starfsmenn o.s.frv. Nanna Bára, vinkona mín, frá námsárunum í Fiskvinnsluskólanum var meðal umsækjenda. Okkur fannst gaman að hittast eftir öll þessi ár og hófum spjall saman og þar með var teningunum kastað.” Ólafur Jón og Nanna Bára vildu ólm fá Ásdísi til starfa við skólann en hún var treg í taumi til að byrja með. “Ég var ánægð í mínu starfi sem skrifstofustjóri og var ekkert að hugsa mér til hreyfings. Þau voru þó sífellt að reyna að fá mig til liðs við sig og úr varð að ég ákvað að fara í hálft starf til reynslu. Það breyttist svo í fullt starf og ég sé alls ekki eftir því í dag að hafa skipt um starfsvettvang. Ég er í mjög líflegu og skemmtilegu starfi þar sem ég fæ að fylgjast með allri þróun og tækninýjungum í fiskvinnslu og miðla til nemenda minna,” segir Ásdís kát.

Fiskvinnsla er hátækniiðnaður Þegar Ásdís er ekki að vasast í raunfærnimati eða grunnáminu stýrir hún eins og áður segir Marelvinnslutæknibrautinni. “Fiskvinnsla hefur breyst gríðarlega undanfarin ár og áratugi. Í gamla daga snérist allt um handverkið en nú hafa tölvur og vélar leyst mörg störf af hendi. Marelvinnslutæknibrautin er ætluð stjórnendum í fiskvinnslu, verkstjórum eða flokksstjórum. Fiskvinnslur nútímans eru hátæknivinnustaðir sem þurfa á að halda starfsfólki með kunnáttu í greininni. Ávinningi fyrirtækja má lýsa á þann hátt, að með sérhæfðum starfsmanni eins og Marel vinnslutækni sem getur ráðið við allflest

Olís hefur allt frá stofnun kappkostað að veita fyrirtækjum í sjávarútvegi trausta þjónustu með sölu á eldsneyti og rekstrarvörum til útgerða. Við ætlum að halda þeirri siglingu áfram.

Pipar\TBWA \ SÍA

Samferða síðan 1927

Verkefnastjóri hjá Fisktækniskólanum Ásdís er verkefnastjóri hjá Fisktækniskólanum og sér um Marelvinnslutæknibrautina, auk þess sem hún kemur að fisktæknináminu sem er tveggja ára grunnnám á framhaldsskólastigi. “Skólinn er staðsettur í Grindavík en starfar samt sem áður á landsvísu. Framhaldsskólar geta tekið upp brautirnar okkar og kennt þær í samstarfi við okkur. Það fara einnig margir hópar í gegnum svokallað raunfærnimat hjá okkur. Það þýðir að ófaglært starfsfólk sem vinnur ýmis störf í fiskvinnslu getur fengið þekkingu og reynslu sína metna til náms. Við þurfum ekki að kenna fólki það sem það kann,” segir Ásdís og bætir við: “Að loknu raunfærimati býðst þessu fólki að fara í grunnám á þeim stað þar sem það er statt.“

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

41


þau vandamál sem upp kunna að koma á staðnum, má koma í veg fyrir að senda þurfi sérfræðing frá Marel á vettvang. Á þann hátt má spara kostnaðarsama vinnslustöðvun og tafir á framleiðslunni. Öll stopp sem upp kunna að koma og vara í styttri eða lengri tíma hafa áhrif á afköst og þar með aukinn kostnað fyrir vinnsluna. Með Marel vinnslutækni sem starfsmann í fyrirtæki má auka öryggi og auðvelda samskipti milli starfsmanna í þjónustu Marels og viðkomandi vinnslu, þar sem þeir tala þá sama mál. Síðast en ekki síst þá dregur gott fyrirbyggjandi viðhald úr hugsanlegri vinnslustöðvun sem bætir afkomu fyrirtækja. Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með hvernig störfin innan fiskvinnslunnar hafa breyst á undanförnum árum.”

félagsskapur sem gefur vel af sér.” Á meðan margir kvíða efri áranna og geta varla hugsað þá hugsun til enda að ljúka starfsævinni er Ásdís á allt öðru máli. Hún sér fram á skemmtilega tíma sem hún ætlar að njóta. “Ég hlakka til að komast á eftirlaunaaldurinn og ferðast um á bílnum eins og mig lystir. Ég öfunda stundum fólk sem er komið á þennan aldur og

Þeysist um fjöll og firnindi Í frítímanum er Ásdís á ferð og flugi enda ekki við öðru að búast af jafn kraftmikilli konu. “Við hjónin eigum bæði húsbíl og fjórhjól og megnið af frítímanum fer í að sinna þessum áhugamálum. Við njótum þess að ferðast um á húsbílnum á sumrin og fara svo víðar á fjórhjólinu hvort sem það er um sumar eða vetur. Við erum sannkallaðir náttúruunnendur. Íslensk náttúra er alveg yndisleg,” segir Ásdís og í rödd hennar kemur mjúkur tónn þegar hún bætir við: “Það er dásamlegt að njóta íslenskrar náttúru og vera í góðra vina hópi. Við erum í Húsbílaklúbbnum og ferðumst um landið með félagsmönnum. Það er Ásdís ásamt vinnufélögunum í Fisktækniskólanum. Ásdís nýtur þess að ferðast um á húsbílnum á sumrin og fara svo víðar á fjórhjólinu hvort sem það er um sumar eða vetur. Þau hjón eru sannkallaðir náttúruunnendur og segja íslensk náttúru yndisleg.

Hallgerður hefur starfað við sjávarútvegsgeirann í 15 ár. Hún segist ekki hafa stefnt þangað meðvitað. Heldur hafi vinna tengd sjávarútvegi legið fyrir henni. Hún hóf störf hjá Samskipum, í þjónustu- og útflutningsdeildinni og þar vaknaði áhuginn til að starfa innan greinarinnar vaknað.” Ásdís er enginn nýgræðingur þegar kemur að sjávarútvegi og störfum tengdum honum. Hún hefur lunga starfsævinnar unnið innan þess geira. Hún er fædd og uppalin á Siglufirði þar sem hóf ung að vinna í fiski.

42

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

getur farið um eins og það langar og nýtur þess að vera til.” Þá segir Ásdís að barnabörnin sex gefi einnig lífinu lit og gildi í frítímanum. “Því miður búa fjögur þeirra í útlöndum og það vantar mikið þegar maður getur ekki knúsað litlu krílin sín eins mikið og maður myndi vilja. Við erum þó heppin að vera í nánd við þessi tvö sem búa hér á landi.”


Íslenskur sjávarútvegur sýnir ábyrgð í verki með vottun fiskistofna undir merkjum Iceland Responsible Fisheries SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

43


Gunnhildur í 3X Technology Þegar Gunnhildur Gestsdóttir stofnaði ásamt manni sínum og tvennum öðrum hjónum fyrirtækið 3X stál óraði þau ekki fyrir að nokkrum árum síðar ættu þau eftir að taka við útflutningsverðlaunum úr hendi forseta Íslands. Verðlaunin fengu þau fyrir árangur sem fyrirtækið náði á skömmum tíma í sölu og markaðssetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðnað. Gunnhildur er ein þeirra kvenna sem gerir það gott í heimi karlanna.

44

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

Alda Áskelsdóttir

M

eð sjávarútveginn í blóðinu Gunnhildur er borin og barnfædd á Suðureyri við Súgandafjörð þar sem lífið snýst að miklu leyti um sjómennsku og sjávarútveg. “Öll mín æska er nátengd sjónum, sjómennsku og sjávarútvegi enda spilaði þessi atvinnugrein stórt hlutverk í sjávarþorpi á borð við Súgandafjörð. Pabbi var á sjónum öll mín uppvaxtarár og bræður mínir hafa einnig verið á sjó. Sjálf vann ég svo um tíma við fiskvinnslu.” Því skyldi engan undra að Gunnhildur kunni því vel að lifa og hrærast í fyrirtæki sem snýst um að þjónusta sjávarútveginn og auka virði og gæði aflans. “Maðurinn minn Albert Högnason, vann um árabil í skipasmíðastöðinni hjá afa sínum,

Marselíusi Bernharðssyni, við smíðar úr stáli og járni. Hann fór síðar að starfa sjálfstætt við viðhald í rækjuvinnslunni hér á svæðinu. Út frá því kviknaði sú hugmynd að stofna fyrirtæki sem myndi þjónusta rækju- og fiskvinnslur hér á svæðinu,” segir Gunnhildur og bætir við: “Úr varð að tvenn önnur hjón gengu til liðs við okkur. Við einsettum okkur að framleiða og sinna öðru en vélsmiðjur hér voru að gera. Við vildum ekki fara inn á verksvið þeirra sem fyrir voru. Hugsunin var sem sagt alltaf að koma með eitthvað nýtt.” Meiri velgengni en órað var fyrir Fyrirtækið var stofnað árið 1994 á Ísafirði og fékk það nafnið 3X stál. Í upphafi byggðist starfsemi fyrirtækisins á hönnun og framleiðslu á búnaði


Gunnhildur er mikil útivistarmanneskja. Hún nýtur þess að ganga á fjöll á milli þess sem hún kennir yoga og stundar vinnuna að krafti.

úr ryðfríu stáli og þjónustu við sjávarútveginn – og þá einkum við rækjuvinnsluna hér á Ísafirði og í nágrenninu. ”Við fundum fljótlega að markaðurinn hér á landi er frekar smár vilji maður vaxa og dafna og því ákváðum við að leita út fyrir landsteinana. Árið 1997 fórum við í markaðssókn erlendis og hófum útflutning til Kanada og þar með breyttist nafn fyrirtækisins í 3X Technology. Í dag erum við í miklum útflutningi,”segir Gunnhildur og bætir við: “Frá árinu 2002 hafa helstu verkefni fyrirtækisins verið að innleiða heildarlausnir í móttöku og karameðhöndlun fyrir rækju og bolfisk. Árið 2006 kynntum við svo nýja gerð uppþíðingarkerfa fyrir fiskblokkir, sem eru nú í notkun víða í Evrópu. Sama ár kynntum við einnig heildarlausn í vinnslu á fiskmarningi, sem skilar mun hærra afurðaverði en hefðbundar aðferðir.” Það er ljóst á þessu að þau sem standa að fyrirtækinu 3X Technology hafa ekki setið með hendur í skauti undanfarin ár. Uppgangur fyrirtækisins hefur verið mikill og sennilega óraði ekkert þeirra fyrir því að 12 árum eftir að fyrirtækið var stofnað tækju þau við Útflutningsverðlaunum forseta Íslands. “Þó að við hefðum alltaf fulla trú á 3X þá stefndum við í fyrstu aðallega á markað hér á landi. Við sáum ekki fyrir að tæki frá okkur yrðu komin í stóran hluta skipaflotans hér á landi eða að stór hluti teknanna kæmi utanfrá. Árið 2006 fengum við svo verðlaun fyrir ágætan árangur sem fyrirtækið hafði náð á skömmum tíma í sölu og markaðsetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðnaðinn,” segir

Gunnhildur og það má greina stolt í röddinni þegar hún lætur þessi orð falla. Hefur kannski önnur áhugamál en flestar konur Þó að Gunnhildur hafi ekki hafið formleg störf hjá 3X Technology fyrr en árið 2006 er ljóst að hún hefur verið ötull stuðningsmaður fyrirtækisins frá upphafi. “Við hjónin tókum sameiginlega ákvörðun um að stofna 3X stál eins og fyrirtækið hét fyrstu árin. Á þessum árum vorum við með tvö ung börn á okkar framfæri og þurftum að sjálfsögðu að standa við skuldbindingar okkar eins og aðrir. Þetta var því stórt skref að stíga en við trúðum hins vegar alltaf á að fyrirtækið myndi vaxa og dafna. Það má eiginlega segja að við höfum eignast þriðja barnið þegar fyrirtækið kom til sögunnar,” segir Gunnhildur kímin. Gunnhildur vinnur nú á skrifstofunni hjá 3X Technology. Þar sér hún um bókhaldið og launamálin. Hún er ein þriggja kvenna sem starfa hjá fyrirtækinu, þar af eru þær tvær á skrifstofunni og ein sem vinnur við rennismíði. Starfsmenn fyrirtækisins eru 55 talsins. Þegar Gunnhildur er spurð út í það hvernig það sé að lifa og hrærast í karlaheimi sem sjávarútvegurinn er gefur hún lítið út á það. “Mér lyndir oftast við flest fólk og er ekki mikið að velta því fyrir mér hvort það sé karl- eða kvenkyns. Ég kann vel að meta bæði kynin,” segir Gunnhildur og hlær. Hún segir að það að lifa og og hrærast í heimi sjávarútvegsins hafi kannski helst þau áhrif

I C E L A N D I C

Hraðfrystihúsið Gunnvör

Vinnslustöðin í Vestmanneyjum

50 fm ferskfisk togari með 4,7 m orkusparandi súper skrúfu Skrúfan notar 90% af orku þar af 65% á veiðum Tvo troll 60-80% meiri veiðigeta 3 m gömlu skipin

www.skipasyn.is

skipasyn@skipasyn.is

180 cm

4,7 m nýju skipin

tel +354 561 9595

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

45


á hana að hún hafi aðeins öðruvísi áhugamál en margar konur. “Ég spái alveg örugglega meira í fréttir af sjávarútvegi og gangi mála þar en flestar aðrar konur. Ég hef hins vegar nægan tíma til að umgangast konur á öðrum tíma en í vinnunni. Ég er yogakennari og kenni yoga og þar eru iðkendur í meirihluta konur þannig að ég er líka í miklum samskiptum við konur.” Það er þó ekki bara í vinnunni sem Gunnhildur er umkringd karlpeningi því þau hjón eiga 5 barnabörn, öll drengir. “Við hjónin erum rík. Við eigum son og dóttur. Bæði hafa þau fært okkur yndisleg barnabörn. Sonur okkar á einn dreng en dóttirin fjóra. Hún býr hér á Ísafirði þannig að við erum í miklu og nánu sambandi við drengina hennar sem er ómetanlegt. Sonur okkar býr hins vegar fyrir sunnan þannig að við sjáum aðeins minna af hans fjölskyldu. Við erum þó að sjálfsögðu í miklu sambandi við hana og hann enda vinnur hann hjá fyrirtækinu okkar og sinnir markaðsmálum.” Laða unga fólkið heim aftur Eignarhald fyrirtækisins hefur breyst í áranna rás. Þau Albert og Gunnhildur eru ein eftir af upphaflegu stofnendunum en tvo þriðju hluta fyrirtækisins á IÁ hönnun. Þar með tengdist fyrirtækið Skaganum og nú koma þessi tvö fyrirtæki fram saman undir nafninu Skaginn 3X. “Starfsemi þessara tveggja fyrirtækja fer vel

saman og styðja þau hvort annað við að skila heildarlausnum fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Nýjasta dæmið eru stór verkefni um borð í skipunum Engey og Málmey sem eru með fullkomnustu skipunum í íslenska flotanum.” Fyrirtæki eins og 3X Technology skiptir gríðarlega miklu máli fyrir bæjarfélag eins og Ísafjörð. “Hjá okkur vinnur fjölbreyttur hópur starfsmanna með mismunandi menntun og reynslu. Við bjóðum upp á störf fyrir jafnt háskólamenntaða sem og iðnmenntaða og allt þar á milli. Tæknifyrirtæki eins og 3X Technology gerir það að verkum að til verða fjölbreytt störf sem gerir unga fólkinu, sem fer að heiman í nám, kleift að snúa aftur og fá störf við hæfi,” segir Gunnhildur. Nú er svo komið að fyrirtækið er búið að sprengja húsnæðið utan af sér þannig að það vantar bæði stærra húsnæði og fleiri starfsmenn. Þau hjá 3X hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að laða starfsfólk til Ísafjarðar. “Við höfum lengi verið í góðu samstarfi við Menntaskólann á Ísafirði í sambandi við kennslu í málmiðnaðardeildinni. Starfsmenn hjá okkur eru kennarar við skólann, auk þess sem við höfum boðið nemendum í heimsókn til okkar og kynnt fyrirtækið fyrir þeim. Á hverju vori bjóðum við einnig öllum nemendum í 9. bekk í grunnskólanum til okkar. Fyrst voru þetta einungis nemendur hér á Ísafirði en nú hafa nemendur frá Bolungarvík bæst í hópinn. Við teljum mjög mikilvægt að kynna fyrirtækið vel fyrir unga fólkinu – þannig að það sjái að í stálsmiðju

eins og okkar eru fjölbreytt störf í boði. Þetta snýst ekki bara um að rafsjóða og smíða heldur þurfum við fólk í markaðsmál, hönnun, hugbúnaðarmál og svo mætti lengi telja.”

"Ég spái alveg örugglega meira í fréttir af sjávarútvegi og gangi mála þar en flestar aðrar konur. Ég hef hins vegar nægan tíma til að umgangast konur á öðrum tíma en í vinnunni. Ég er yogakennari og kenni yoga og þar eru iðkendur í meirihluta konur þannig að ég er líka í miklum samskiptum við konur"

Gunnhildur í faðmi fjölskyldunnar. Það ekki bara í vinnunni sem hún er umkringd karlpeningi því þau hjón eiga 5 barnabörn, allt drengi. Þar af á dóttir þeirra fjóra og sonur einn.

46

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017


Mikið úrval af fallegum og vönduðum húsgögnum og gjafavöru!

Islandia borðstofuhúsgögn

Borðstofuborð 100 x 200/300 cm kr. 306.000,-. Borðstofuborð 100 x 160/260 cm, kr. 288.000,-. Glerskápur 110 x 200 cm,kr. 279.000,-. Skenkur 3ja hurða 189 x 50 x 88 cm, kr. 275.000-. Skenkur 4ra hurða 240 x 50 x 88 cm, kr. 355.000,-. Borðstofustóll í leðri (staflanlegur) kr. 32.700,-.

HTL 11236 hornsófi í leðri m/hvíldarsæti Stærð; 285x230 cm. Litir; svart, Blágrátt, ljósgrár, svart og brúnt Verð; 592.000

Camerich Ex sófaborð 120x80 cm, verð frá kr. 106.000,-

Camerich max sjónvarpsskápar Verð frá kr. 192.000,-

PB home borðlampi verð kr.25.800,-

Púði PB home, kr. 9.700,-

Teppi Elvang, kr. 15.900,-

HTL sófi í leðri m/2 hvíldarsætum Stærð; 220x98 cm. Litir; grár, brúnn og svartur Verð; kr. 358.000,-

PB home buddha 17 cm verð kr. 10.700,-

HEIMAHÚSIÐ

Camerich Teri hliðarborð, settið verð kr. 76.000,-

Ármúla 8 - 108 Reykjavík - Sími 568 42 42 - www.heimahusid.is. Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11 -16.


Konur í sjávarútvegi KIS Niðurstöður viðamikillar rannsóknar á stöðu kvenna í sjávarútvegi liggja nú fyrir og eru aðgengilegar öllum á heimasíðu félagsins Konur í sjávarútvegi www.kis.is. Þar má einnig sjá viðtöl við áhrifafólk í íslensku atvinnulífi og ráðamenn um niðurstöður rannsóknarinnar. Freyja Önundardóttir: Haraldur Guðjónsson ljósmyndari tók hana fyrir Fiskifréttir 2016

R

annsóknin var framkvæmd af Rannsóknarmiðstöð háskólans á Akureyri og Gallup fyrir konur í sjávarútvegi. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja stöðu kvenna í sjávarútvegi með því að safna tölulegum staðreyndum og kanna viðhorf til kvenna innan greinarinnar. Í rannsókninni er sjávarútvegur skilgreindur og ekki eingöngu miðað við veiðar og vinnslu en undir skilgreiningun falla einnig afleidd störf í sjávarútvegi og fyrirtæki stofnanir eða deildir fyrirtækja sem að mestu leyti þjónusta sjávarútveginn. Áhugavert er að skoða niðurstöðurnar sem margar hverjar skýra annars óljósa mynd af stöðu kvenna og karla innan sjávarútvegsins og viðhorf stjórnenda til jafnrar stöðu kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum þá eru aðeins15% fyrirtækja með konur sem æðstu stjórnendur og í einungis 14% fyrirtækja áttu konur meirihluta í fyrirtækjum í sjávarútvegi Þannig að konur eru hvorki æðstu stjórnendur né eigendur nema að mjög litlum hluta í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þó er athyglisvert að líklegra er að konur séu meðal eigenda og sitji í stjórnum fjölskyldufyrirtækja og þær sitja frekar í sjórnum fyrirtækja sem stjórnast af veiðum og vinnslu heldur en í stoðfyrirtækjum. Aftur á móti eru konur frekar æðstu stjórnendur hjá stoðfyrirtækjum. Svarendur voru beðnir að taka afstöðu til fullyrðinga um hvort karlar byggju yfir meiri þekkingu en konur . 42% töldu svo ekki vera en 20% töldu karla hafa meiri þekkingu. Afstaða til fullyrðingar um færni þá töldu 52% að karlar hefðu ekki meiri færni en konur en 5% töldu þá hafa meiri færni. Athyglisvert er að 40% svarenda voru hvorki sammála eða ósammála fullyrðingunni.

48

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

Meirihluti svarenda 61% taldi að konur og karlar sæktust eftir ólíkum tegundum starfa og helmingur þátttakenda 52% taldi að karlar og konur sæktust á ólíkan hátt eftir starfsframa. 42,5%, töldu að konur sæktust síður eftir stjórnunarstörfum en karlar. Konur telja tengslanet mikilvægara en karlar og 70% svarenda telja þörf fyrir fleiri konur í sjávarútvegi og mjög fáir eru ósammála þeirri fullyrðingu. Rannsóknin sýnir að það er umtalsverður kynjahalli í greininni. Rannsóknir sýna að fyrirtæki þar sem konur og karlar stjórna til jafns eru best reknu fyrirtækin og er meðal annars hægt að sýna fram á það í tölulegum staðreyndum um arðsemi eigin fjár (Mc Kinsey). Það er skynsemi í því að nýta víðtæka þekkingu beggja kynja. Það þarf sannarlega að spýta í lófana til að sjávarútvegurinn verði áhugaverður starfsvettvangur fyrir konur og fyrir unga fólkið okkar af báðum kynjum, Niðurstöðurnar sjálfar og viðtöl sem tekin voru við áhrifafólk í samfélaginu þar sem viðmælendur tjá sig um niðurstöður rannsóknarinnar eru sýna að við viljum breytingar.

fyrir eru verkfæri sem við ættum að nýta okkur til breytinga og bættrar kynjastöðu . Við þurfum að vera sammála um að það er fengur í að hafa bæði kynin til jafns í geiranum og við virðumst flest vera sammála um að það þurfi að fjölga konum. Markvissra aðgerða er þörf og það þarf að stíga stór skref. Sjávarútvegurinn hefur ekki látið sitt eftir liggja þegar framfarir eru annars vegar, nú er tækifæri fyrir sjávarútvegsfyritæki að vera fyrirmyndir og jafna stöðu kvenna og karla í geiranum, til þess þarf markvisst að ráða konur til ábyrgðarstarfa, Konur í sjávarútvegi er félagsskapur kvenna sem vinnur að því að efla konur og styrkja til að stíga fram og vera sýnilegar innan sjávarútvegsins og utan hans. Myndun tengslanets er stór hluti af starfseminni ásamt því að fræða konur og karla og bjóða upp á viðburði til þekkingaraukningar fyrir bæði kynin. Félagið stendur fyrir ferðum út á land til að kynna starfsemi sína og hvetur allar konur í sjávarútvegi til að vera virkir þátttakendur í okkar glæsilega framfarafélagi. Félagið hefur mikinn meðbyr, er hvarvetna vel tekið og hlaut í vor hvatningarverðlaun SFS

Kortlagningin á stöðunni sem felst í rannsókninni er fyrsta skrefið og niðurstöðurnar sem nú liggja

Mynd af Konur í sjávarútvegi: Ljósmyndari: Smári Geirsson, Neskaupsstað


„Öflugur sjávarútvegur er engin tilviljun“

Pantone 2748

Snæfellsbær

Sólrún ehf

Haraldur Jónsson ehf

Tungusilungur

Grýtubakkahreppur 49


Íslenska sjávarútvegssýningin

2017

Guðrún Dóra Sigurðardóttir sýnir hér bjór sem var hannaður fyrir sýninguna.

D

agana 13. – 15. september var haldin sjávarútvegssýning í sýningarsal Smárans og Fífunnar í Kópavogi en sýninguna er verið að halda í fjórtánda sinn hér á landi. Á IceFish sýningunni mátti sjá allt það nýjasta í iðngreininni en lögð var áhersla á nýjar og framsæknar vörur sem og þjónustu. Um 150 íslenskir aðilar tóku þátt í sýningunni og erlendum sýnendum hefur fjölgað um 41% á milli sýninga en fyrirtæki frá 18 löndum voru með bás á sýningunni. Íslenska sjávarútvegssýningin IceFish er alþjóðleg fagsýning sem hefur verið bæði sýnendum og gestum til góða. Sýningunni er ætlað að ná til allra hliða í sjávarútvegi og fiskvinnslu, þá allt frá veiðum og fiskileit og umbúða, markaðssetningar og dreifingar afurða.

Landsbankinn með veglegar veitingar. Kristín Erla Jóhannsdóttir og Haukur Ómarsson fyrir hönd bankans.

50

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017


Pétur Pétursson hjá Markús lífnet.

Elfa Hrönn Valdimarsddóttir hjá KAPP.

Filipe Serra og Ricardo Passos sem eru starfsmenn Costel í Portúgal en þeir eru m.a. framleiðandi af netum og tógum fyrir sjávarútveginn. Lengst til hægri er Björn Jóhannsson hjá Mörenot á Íslandi.

Þöstur Þór Bragason hjá Eflu með þrívíddargleraugu.

Ólafur Jón Arinbjörnsson skólastjóri Fisktækniskóla Íslands. Pétur Þór Brynjarsson hjá Vélasölunni.

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

51


Frá vinstri: Lúðvík Björgvinsson, Ingólfur Ármannsson og Friðlaugur Friðjónsson hjá Skeljungi.

Elsa Ásgeirsdóttir sér um veitingar fyrir Skeljung sem gleðja augu og bragðlauka

Karl Geirsson hjá Kletti.

Nathan Breeze frá Vónin í Færeyjum. Engey RE 91

Slólabræður úr Tækniskólanum.

Multivac er komin með mjög oflugar vélar og hér má sjá hversu vel er hægt að pakka vörum í lofttæmdar pakkningar.

52

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

Flamberaður lax.



HIN HLIÐIN

Sigrún Linda Hafsteinsdóttir Fullt nafn: Sigrún Linda Hafsteinsdóttir Fæðingardagur og staður: Fædd 30. mars 1959 á æskuheimili mínu, Smáratúni í Þykkvabæ, Rangárvallasýslu Fjölskylduhagir: Fædd 30. mars 1959 á æskuheimili mínu, Smáratúni í Þykkvabæ, Rangárvallasýslu Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ég hef komið á svo marga fallega staði, get ekki gert upp á milli þeirra. Starf: Ég er búin að starfa við svo margt um ævina. Ég er búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal, heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands, sjúkraliði og matsveinn frá MK. Mig hefur alltaf langað á sjóinn svo ég skellti mér í Slysavarnaskóla sjómanna og setti inn auglýsingu á fb síðuna"Vinna á sjó" og fékk boð um vinnu sem aðstoðarmatsveinn á frystitogarann Þerney RE í júní í fyrra og fór í rússneska Barentshafið í 40 daga. Ég var á Þerney þar til 1. september síðastliðinn, var háseti í einum túrnum, góð tilbreyting og gaman að fá útborgað eftir þann túr. Nú er ég aðstoðarmatsveinn á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni RE og við erum búin að vera við Grænland. Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Hafið hefur alltaf heillað mig, get ekki alveg útskýrt það en það hefur alltaf kallað á mig. Mér líður hvergi betur en úti á sjó, eitthvað svo róandi og ég sef best ef það er góð bræla. Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Þeir eru allir eftirminnilegir, allir frábærir Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Já, ég prjóna mikið :-) Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Það myndi heita HEKLA. Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Ég ætlaði alltaf að verða dýralæknir Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Sumarið er nú skemmtilegasti tíminn á sjónum. Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna ? Aðskilnaðurinn við börnin og barnabörnin. Eftirminnilega atvikið á sjó: Þegar mjög stór beinhákarl kom í trollið á Þerney nú í sumar. Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Ekki hugmynd, það vantar öll fótboltagen í mig. Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Hver getur þagað lengst? Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : "Stolt siglir fleyið mitt" Siginn fiskur eða gellur: Nammi namm, bæði siginn fiskur og gellur.

54

SJÁVARAFL OKTÓBER 2017

Smúla eða spúla: Spúla Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Það er svo margt sem þarf að breyta. Til dæmis að lækka húsaleigu, eða hækka launin í samræmi við hana og gera fólki líka kleift að eignast sitt eigið húsnæði. Eitthvað að lokum : Vona að ég geti starfað áfram á sjónum, þar líður mér best.


Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise er leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is

kr.

24.900

pr. mán. án vsk.

Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.

Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is


Hafið hefur kennt okkur

Hafið hefur kennt okkur auðmýkt gagnvart náttúruöflunum og ábyrgðartilfinningu gagnvart lífríkinu. Hafið hefur kennt okkur að hagnýta tæknina af virðingu fyrir fiskum og mönnum.

Visirhf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.