d e s e m b e r
2 0 1 4
3 .
t ö l u b l a ð
1 .
á r g a n g u r
Nauðsynlegt að ná umræðunni um íslenskan sjávarútveg upp úr hjólförunum.
> 24-25
Íþrótt á Íslandi að tala illa um sjávarútveginn og allt sem honum tengist. > 44-48 Alltaf verið heppin að vera með þannig fólki á sjó sem tekur öryggið fram yfir áhættuna. > 34-38
Sigurður Ingi: „ Áherslan þarf að vera á það hvernig við getum nýtt auðlindina á sem hagkvæmastan máta“ > 6
STAÐAN Í AFLA EINSTAKRA TEGUNDA INNAN KVÓTANS: 34,5%
Þorskur ■ Aflamark: ■ Afli
65,5
170.507
t/ aflamarks: 58.820
27,2%
Í brælu og blíðu
Ýsa ■ Aflamark: ■ Afli
82,8
27.091
t/ aflamarks: 7.381
23,2%
Ufsi ■ Aflamark: ■ Afli
76,8%
49.204
t/ aflamarks: 11.439
29,6%
Karfi ■ Aflamark:
70,4%
■ Afli
45.347
t/ aflamarks: 13.442
Útgefandi: Sjávarafl ehf. Grandagarði 16, 101 Rvk Sími: 8461783/8999964 Ritstjóri: Sædís Eva Birgisdóttir, seva@sjavarafl.is Ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir, hildur@sjavarafl.is Vefsíða: www.sjavarafl.is Tölvupóstur: hallo@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: J&Co ehf. Forsíðumynd: Kristján Maack Prentun: Prentmet ehf.
Þ
egar fárviðrið herjaði á landið um daginn, lá ég undir teppi með kertaljós og heitt súkkulaði, og beið eftir því að eitthvað af sumarhúsgögnunum mínum kæmi inn um stofugluggann hjá mér. Þegar líða tók á kvöldið, var mér nú alveg hætt að lítast á blikuna og kvartaði einhver ósköp við sjálfan mig hversu slæmt þetta blessaða veður væri. Í því hringir pabbi í mig af sjónum. Hann var við Reykjanesröstina á leiðinni með skipið í slipp í Hafnafirði, í snælduvitlausu veðri og talaði um að hann hafi ekki oft lent í öðru eins á tæplega fjörtíu ára sjómannsferli, og kallar hann nú ekki allt ömmu sína. Með því sama hætti ég að kvarta yfir veðrinu og prísaði mig sæla að vera vafinn í teppi, upp í sófa og húsgögnin mín væru ekki á fleygiferð. Í kjölfari þessa samtals var þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir það, að öll þessi ár hef ég fengið pabba minn í heilu lagi heim af sjónum! Þakklæti fyrir það, hversu mikil framþróun hefur verið í öryggismálum sjómanna á síðustu áratugum og hversu sterkbyggð skipin okkar eru í dag. Og síðast en ekki síst, þakklæti fyrir það að sjómennirnir okkar hafi viljan og styrk, til þess að leggja það á sig að berjast oft á tíðum við óblíð náttúruöflin, til þess að skapa verðmæti fyrir land okkar og þjóð. Ég held að við sem heima sitjum mættum oftar hugsa til þessara aðstæðna á sjónum, meðan við kvörtum og kveinum yfir fljúgandi trambolínum og sumarhúsgögnum sem við hefðum betur gengið frá þegar sumarinu lauk. Því jú, við búum á Íslandi og veturkonungur bankar alltaf upp á endanum, sama hvort okkur líkar það betur eða verr. Þegar ég lít til baka yfir árið 2014, þá hefur það verið blanda af brælu og blíðu. Við stöllur tókum heldur betur að okkur krefjandi verkefni þegar við sjósettum Sjávarafl í apríl, en að okkar mati hefur gengið vel. Þó má alltaf gera gott betur. Við erum reynslunni ríkari eftir árið og höfum margt lært. Það sem stendur þó upp úr á árinu er fólkið sem hefur orðið á vegi okkar í þessari sjóferð. Fyrir hönd starfsfólks Sjávarafls vill ég óska ykkur öllum, lesendur góðir gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Megi árið 2015 vera ykkur gæfuríkt og gjöfult. Sædís Eva Birgisdóttir Ritstjóri Sjávarafls
eimskipafélag íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla!
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is
Pólar Toghlerar fengu styrk frá ESB
Fáir komust áfram
P
ólar Toghlerar fengu nú í desember styrk frá Evrópusambandinu til þess að gera markaðsrannsókn fyrir fjarstýranlegu toghlerana sem fyrirtækið er með í þróun. Yfir tvö þúsund umsækjendur sóttu um en einungis 178 hlutu styrk.
Vill styðja við nýsköpun Evrópusambandið hefur unnið að því undanfarin misseri að skapa hagstæð skilyrði á innri markaðinum fyrir smá og meðalstór fyrirtæki í þeim tilgangi að styrkja einkaframtak og nýsköpun. Ný rammaáætlun ESB fyrir tímabilið 2014-2020 kallast Horizon 2020 og er heildarfjár-
magn hennar nærri 80 milljarðar evra. Íslensk fyrirtæki hafa aðgang að þessum áætlunum á grundvelli EES-samningsins. Ein af undiráætlunum Horizon 2020 miðar að því að efla markaðsdrifnar rannsóknir og nýsköpun í þeim tilgangi að hraða tækniþróun til uppbyggingar framtíðarfyrirtækja, stuðla að frekari fjárfestingum í rannsóknum og nýsköpun og aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki við að verða leiðandi á alþjóðamarkaði. Þar á meðal má finna sérstaka styrki til smærri fyrirtækja sem ætlað er að stuðla að nýsköpun og aðstoða þau að kynna og markaðssetja frambærilega framleiðsluvörur eða þjónustu. Einkum er horft til þess að vörurn-
FJÓRAR HAGNÝTAR NÁMSBRAUTIR Nám í skóla - nám á vinnustað
FISKTÆKNI Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem er byggt upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins.
Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða á
Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi og fiskeldi. Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur: Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla- Fiskeldi Hvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað undir leiðsögn tilsjónamanns (72 ein).
GÆÐASTJÓRN Eins árs nám í gæðastjórnun. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi og/eða með mikla starfsreynslu í sjávarútvegi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns. Kennt verður í lotum aðra hvora viku frá seinni part fimmtudags til laugardags og fyrsta lota hefst 15. janúar.
Innritun hafin fyrir vorönn 2015
Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika eða til frekari menntunnar.
4
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, og Atli Már Jósafatsson frá Polar Fishing Gear ásamt Evris teyminu.
ar stuðli að framþróun í álfunni, t.d. hvað varðar sjálfbærni, orkunýtingu eða hagvöxt, eða hafa samfélagslega skírskotun. Pólar Toghlerar sendi inn umsókn í áætlun ESB sem ætluð er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Samkeppnin um fjármagnið var hörð en af þessum 2000 umsækjendum voru aðeins 178 sem fengu styrk. Nýsköpunarhugmynd Pólar Toghlera var þar á meðal en þeir hlutu 50 þúsund evrur til að gera markaðsrannsókn fyrir vöru sem fyrirtækið er að þróa. Umsókn Pólar var unnin með aðstoð EVRIS sem sérhæfir sig m.a. í umsóknarskrifum í alþjóðlegar styrktarog samstarfsáætlanir. Var þetta í fyrsta sinn sem íslensk umsókn nær þeim árangri að komast áfram í þessari samkeppni. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með að hafa náð þessum lykilárangri,“ segir Atli Már Jósafatsson framkvæmdastjóri Pólar. „Þetta mun vissulega hjálpa okkur mikið við að þróa okkar vöru áfram og nú vonum við bara að okkur gangi vel líka í næsta áfanga áætlunarinnar.“
Norður Garum fiskiolía á markað ■ Norður & Co, framleiðendur Norðursalts á Reykhólum á Vestfjörðum, hafa í samstarfi við Artic Seafood og Whole seafood hlotið styrk til að framleiða fiskiolíu úr makríl sem mun bera heitið Norður Garum. Verkefnið miðar að því að nota aldagamlar aðferðir við framleiðslu á fiskiolíu úr makríl og saltpækli og skapa verðmæta matvælaafurð sem verður markaðssett bæði innlands sem erlendis. Væntur árangur verkefnsins er að auka við flóru útflutningsvara Íslands og auka enn frekar verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Garum er heiti á fiskiolíu sem var gerð úr aukaafurðum fiska s.s. innyflum og blóði. Hráefnið er sett í ílát eða tank og blandað með salti, lögurinn er svo látinn standa í allt að ár þar sem einskonar sjálfsmelting ensíma og gerjun vinnur á blöndunni áður en olían er skimuð af leginum. Norður Garum verður framleitt úr hágæða hráefni með áherslu á að ná fram ákveðnum en ljúfum bragðeiginleikum fiskiolíunnar. Til að sækja réttu bragðeiginleikanna er ljóst að fullkomna þarf uppskriftina og framleiðslu ferla. Á öllum stigum ferilsins er markmiðið að varan verði unnin á sjálfbæran hátt í sátt við íslenska náttúru.
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.
Nýr Porsche Cayenne!
Porsche Cayenne Diesel Verð: 13.990 þús. kr.*
Lokað á laugardögum í desember
4
ÚTVEGSBLAÐIÐ
ÁGÚST 2013
Annáll 2014
Nýtt mastersnám um virðiskeðju sjávar- og eldisafurða Velta tækniSIGURÐUR INGI JÓHANNSSON, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrirtækja í sjávarútvegi vex um 13% ■ Velta tæknifyrirtækja Sjór sækir tengdum sjávarútvegi jókst hart að árið 2012 um 13% frá árinu undan og nam veltan tæpum Kolbeinsey 66 milljörðum. Gert hafði
Skýr framtíðarsýn mikilvæg
■ Kolbeinsey, nyrsti punktur Íslands, er nú orðin tvískipt og hefur látið mjög undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið í land og mældu eyjuna. Vestari hluti Kolbeinseyjar er nú 28,4m x 12,4m og hæsti punkturinn 3,8m. Austari hluti hennar er 21,6m x 14,6m. Skarðið milli eyjahlutanna er 4,1 m að breidd. Miðað var við Kolbeinsey þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur og mörkuð var miðlína milli Grænlands og Íslands og hefur hún því mikið sögulegt gildi. Hafa varðskip og flugvélar Landhelgisgæslunnar fylgst með þróun hennar gegnum tíðina.
verið ráð fyrir 5-10% vexti. Tæknifyrirtækin hanna, þróa og framleiða veiðarfæri, kör, umbúðir, vélbúnað eða hugbúað fyrir sjávarútveg og selja vörurnar undir eigin nafni og eru þetta um 70 fyrirtæki. Á þessu sama tímabili varð lítill vöxtur í fiskveiðum og fiskeldi. Hefur vöxtur tæknifyrirtækjanna líka verið meiri en í þjóðarframleiðslu og fiskvinnslu. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenska sjávarklasans.
í byrjun, rannsóknir eru fjárfrekar. Með þessu stuðlum við að margnefndri nýliðun í sjávarútvegi, með því að skapa fjölbreytt Gunnar Stefánsson, prófessor í iðnaðarverkfræði og Guðrún Ólafsdóttir, verkefnistjóri AQFood námsins.sérfræðistörf. Sjávarútvegur á Íslandi hefur breyst, hann einskorðast ekki af veiðum og frumvinnslu. Í umræðum um nýsköpun og rannsóknir verður ekki undan því vikist að nefna mikilvægi aukinna rannsókna á hafinu. Málefni eins og súrnun hafsins, plast í hafi og fleira ætti að vera okkur öllum umhugsunarefni. Það er mikilFjárfestingar Íslendingar. hafa tekið við sér á mræða um sjávarútveg töku af veiðunum. Við þurfum að Forkrafan er að nem- unnar og tryggja öryggi og gæði árinu, það er merki um aðBS velgráðu gangi.í verkfræði á Íslandi er nú málleggja okkur fram við aðSigrún leiðaErna þauGeirsdóttir vægt aðeldisvið lítum til þess hvernig endur hafi og sjávarafurða. raunvísindum Mikil áhersla verður lögðí á að Helst er fjárfest íeða búnaði bæði tilþar sem námið til lykta, og þar þurfa allir að vera sjávarútvegurinn getur þróast efnarlegri en lengi. byggir á þeim grunni.í Nemendur nemendur vinni í nánum tengslum ýtt, norrænt meistarasjós og lands. Nýsköpun er nokkur tilbúnir að gera það sem þarf til umhverfisvænni átt. Það á að vera Dægurþras er minna og 5.1 CÈUB PH IBGOBSLSBOBS nám, AQFood, hefur munu dvelja eitt ár í senn við mis- við fyrirtæki í sjávarútvegi og að hana þarf að fóstra að nálgast betra samkomulag umnýlega sjávarútvegi okkar til næstu ára að greininni gengur betur að koma skóla og útskrifastmarkmið með verkefnin beinist að vandamálum verið innleitten munandi frekar. Sjávarútvegsfyrirtæki semþeim. Í minnka eðli veiðiréttindanna og gjald fyrir olíunotkun veitt kíló,sjávará framfæri því sem vel er gert. boði sem upp koma áí virðiskeðju við Háskóla Íslands en meistaragráðu frá erunúþrjár námsleiðir: fimm afurða.vistvæns Þá sé tenging á milli þeirra mörg hver standa vel eiga sam- Frumframafnot af þeim. Þetta mál námið getumer samstarfsverkefni auka notkun eldsneytis Sjávarklasinn spilar hér mikilvægt leiðsla, veiðar og eldi sem fervið framveiðar norrænna og munu nemog verkefnamiðlunar Sjávarklasans. við, sem í greininni störfum, ekkiháskólahliða og vinnslu og beina hlutverk ásamt breiðari fjölmiðlaöðru að fjárfesta í rannsóknendur útskrifast með meistara- hjá UMB í Noregi fyrsta árið, Nátt- Dr. Guðrún Ólafsdóttir, umsjónareingöngu rætt við okkurgráður sjálf. Það er þeirra. sjónum okkarnámsins, og kröftum í auknum umfjöllun. Annar áhrifavaldur um ogNáminu þróun ogúrulegar stuðla að frekarisem fer fram auðlindir hjá maður frá tveimur segir að þegar séu stór áheyrendahópur fólks í landinu mæli aðgóð umhverfismálum hafsins. getur verið breytt viðmót þeirra nýsköpun.innÞannig aukum við verðNTNU í Noregi fyrsta árið og Iðnaðer ætlað að veita nemendum tengsl milli kennara hjá HÍ og arframleiðsla sem ferað fram hjáÁherslan DTU helstu í virðisstjórnun í sjávarútvegi. Dæmin framleiðslu og þjónsem einnig á hagsmuna sýn gæta og þarftækni-, að vera á það hvernig sem í greininni starfa. Aukin mætasköpun. eru byrjuð í Danmörku fyrsta árið. Seinnavið áriðgetum ustunýtt fyrirtækja í greininni og þeirri Undirbúningur að náminu vill sjá lausnir. Leiðin að sátt liggur auðlindina á sem skilningur er á því að#KاVN HPUU ÞSWBM BG upplýsingum sanna sig, var það verða til verðmætar styrktur af Norrænu ráðherra- er svo sérhæfing hjá HÍ samkvæmt góðu samvinnu verði haldið áfram til margra en flest erum við sam- en Norræna hagkvæmastan máta, í sátt við þurfi að miðla og við erum öflugri vörur úr hliðarafurðum sem nú eru skilgreindum námsleiðum sem þarna. Guðrún segir mikla þörf fyrir nefndinn, nýsköpWÚLWBLSÚOVN GSÈ umhverfið. Alltmenntun rær þetta í sömu við að koma á framfæri því mikla að síðan skila styrkt sér inn áboðið markaði. Það hefmála um að óvissa um sjávarútveg er uppá í iðnaðarverkfræði, að bæta á öllum sviðum unarmiðstöðin hefur 5.1 IZESBVMJD " 4 efnafræðisem /lífefnafræði og gildi það fyrir Norðurlöndin öll. frekari þróun í tengslum viðákaflega verk- líffræði, átt.ogAð aukinni verðmætasköpun á starfi sem á sér stað í sjávarútvegi í stöðugri umræðu stjórnmálanna ur verið skemmtilegt XXX UNQIZESBVMJL EL ,,Í verkefninu er verið að nýta þá efnið InTerAct. er að matvælafræði. ábyrgan hátt. á Íslandi. Sjávarútvegur er einn af er ekki farsæl til framtíðar litið. Hér Markmiðið sjávarútvegsráðherra að fylgjast efla samstarf háskóla við fyrirHérlendis er AQFood vistað hjá þekkingu sem er þegar til staðar Við horfum til við grunnatvinnuvegum þjóðarinnar á að vera starfræktur sjávarútvegur með þessari frá rannsóknum í hverju með landitilhlökkun og þarna fáum tæki á sviði sjávartengdrar starf-þróun Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði ársins Sú milli þróun semlanda nú áá sér og eðlilegt að stöðugt sé um hann með skýra framtíðarsýn,semi semogeykur til sjávarútvegs markaðar og hvernig afurðir samstarf skóla, milli, bæta ímynd og tölvunarfræðideild HÍ og er 2015. svo þessi þekking nýtist enn betur. spennandi starfsvettvangur lögðbetur. á umhverfis- ogstað auð-í sjávarútvegi )KBMMBISBVO á Íslandi felur í umræða. verðmætasköpun, skilarsem tekjum til sem til falla eru áhersla nú nýttar )BGOBSGKÚS§VS Það ertækifæri svo framtíðardraumurinn að fyrir ungt menntað fólk. Heildarlindafræði og tengingu viðsér matmýmörg sem spennEnn eru óleyst stór og þung mál ríkissjóðs og skapar fjölbreytt störf Það eru tækifæri til enn frekari T fjöldi nemenda í haust verður milli vælafræði. Er þetta gert til að efla skólakerfið í heild vinni betur samXXX "TBý JT "TBý!"TBý JT sem tengjast réttindum og gjaldvítt og breitt um landið. fimm og tíu og eru verðmætasköpunar, en það kostar andi verður að fylgjast með. í hópnum tveir þverfræðilegan an en það gerir núna,“ segir Guðrún. grunn virðiskeðj-
U
Norrænt samstarfsverkefni fimm háskóla
N
Hlerar til allra togveiða
Júpíter hw
Júpíter t5
Herkúles t4
Neptúnus t4
www.polardoors.com 6
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
Merkúr t4
Júpíter t4
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Gleðilega hátíð
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
Annáll 2014 GUÐNÝ KÁRADÓTTIR, forstöðumaður sjávarútvegs- og matvælasviðs Íslandsstofu
Hvert viljum við stefna með ímynd íslenskra sjávarafurða?
T
il að stuðla að aukinni verðmætasköpun í sölu íslenskra sjávarafurða til framtíðar var lagt upp í það verkefni á árinu 2014 að marka stefnu í markaðssamskiptum (brand strategy) sem getur nýst öllum hagsmunaaðilum og orðið grunnur í sameiginlegri kynningu og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum á erlendum mörkuðum. Íslandsstofa leiddi þá vinnu og var fyrirtækið Future Brand fengið til að vinna að verkefninu með virkri þátttöku aðila í greininni. Leitað var svara við eftirfarandi spurningum: Hvað aðgreinir okkur í samkeppninni? Hverjir eru okkar styrkleikar? Fyrir hvað standa íslenskar sjávarafurðir? Hvaða sögu ætlum við að segja? Tilgangurinn er að leggja grunn að því að byggja upp sterka vitund og áhuga á íslenskum sjávarafurðum með skýrri tengingu við upprunalandið Ísland. Á stórum og skapandi vinnufundum voru greind tækifæri og sameiginleg sýn á viðfangsefnið skýrð, samkeppnin skoðuð og samkeppnisaðilar kortlagðir. Í viðtölum við fjölmarga aðila í greininni innanlands og erlendis og ýmsa sérfræðinga, var kafað enn dýpra. Farið í vettvangsheimsóknir m.a. í fiskvinnslur innanlands og á fiskmarkaði erlendis. Þrír þættir stefnunnar voru mótaðir: grunnstoðir, karakter (eða stíll
8
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
og tónn í samskiptum við markaðinn) og staðfærsla eða hvaða stöðu ætlunin er að skapa í huga neytenda (positioning). Grunnstoðirnar eru leiðarvísir í samskiptum við markaðinn og útskýra það sem að baki vörunni eða vörumerkinu býr. Sex grunnstoðir voru skilgreinar: 1) Náttúran er okkar styrkur: 2) Sjávarútvegur er okkur í blóð borinn 3) Við miðlum villibráð hafsins 4) Ábyrgar fiskveiðar til framtíðar 5) Gæðin spretta af nálægðinni 6) Framþróun sjávarútvegs um allan heim Næsta spurning sem leitað var svara við er: Hver er okkar karakter í samskiptum við markaðinn? Karakterinn lýsir „persónuleika“ vöru eða vörumerkis og er leiðarvísir varðandi grafíska framsetningu og texta í öllum samskiptum. Honum er lýst þannig Íslenskur sjávarútvegur er Ósvikinn (authentic) Við segjum það sem við meinum og við gerum það sem við segjum. Við erum ekta, heiðarleg og hreinskiptin. Framsýnn (forward thinking) Við höfum stundað sjómennsku um aldir – við nýtum reynslu okkar til stöðugra umbóta og nýsköpunar. Við horfum til framtíðar og miðlum árangri okkar og sérþekkingu af fagmennsku.
Kappsfullur Við erum ástríðufull og óhrædd að viðra skoðanir okkar Við erum drifin áfram af röggsemi og full af lífsorku Heillandi (charismatic) Við viljum skera okkur úr. Í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur eru við skemmtilega frábrugðin og óhefðbundin. Hvetjum aðra til að til að hugsa út fyrir boxið. Þriðji þátturinn í stefnumörkuninni er að skilgreina stöðu sem ætlunin er að skapa íslenskum sjávarafurðum í hugum neytenda sem aðgreinir þær í samkeppni (positioning).. Valið stendur á milli þess að byggja á staðreyndum, skynsemi eða tilfinningum. Þegar höfðað er til tilfinninga verður sagan áhrifaríkari og líkur á meiri tryggð og það varð niðurstaðan. Yfirskriftin eða vinnuheitið er „Flavor of Iceland“ eða upplifun sem skapast af samspili afurðarinnar og upprunalandsins og leiðarljósið í markaðsstarfinu. Á Íslandi sameinast náttúran og töfrar. Áhrifamikið landslag og tignalegt haf gefur landinu okkar einstakan kraft og vörum okkar einstakt bragð – af hreinleika, lífskrafti og náttúrunni. Við bjóðum þér í leiðangur um okkar óvenjulega land til að kanna hráefni sem í senn eru kunnugleg og koma á óvart. Hin miklu gæði íslenska fisksins eru ekki aðeins vegna kalda, hreina hafsins, sem umlykur landið, heldur einnig vegna þeirrar virðingar og ástríðu sem við höfum gagnvart
þessum ferska og heilsusamlega mat. Við stjórnum fiskveiðum okkar á ábyrgan hátt, vinnum sjávarafurðir af vandvirkni hátt og notum hugvit okkar til þess að nýta þessa dýrmætu auðlind til fulls. Allt til þess að við getum deilt okkar einstaka hráefni með heiminum. Ljúffengur, sjálfbær og villtur, íslenskur fiskur er freisting frá dularfullum stað. Bragð sem uppfyllir bæði óskir um ævintýri og ábyrgð. Allan ársins hring - í nútíð og framtíð - erum við stolt af því að bjóða þér hið sérstaka bragð af Íslandi. Við innleiðingu stefnunnar er markmiðið að: ■ Byggja upp orðspor sjávarafurða frá Íslandi sem hágæða afurða ■ Auka eftirspurn eftir sjávarafurðum meðal tilgreindra markhópa og á völdum landssvæðum ■ Mynda jákvæð tengsl milli upprunalandsins og sjávarafurða frá Íslandi ■ Velja hagkvæmar leiðir (tími og fjármagn) ■ Samhæfa kynningu og samskipti þvert á markhópa og miðla Grunnurinn hefur verið lagður með þessum tillögum og nú mun greinin meta hvernig staðið verður að framkvæmdinni. Þegar hún er í höfn er Íslandsstofa tilbúin að taka þátt í framkvæmdinni.
EGERSUND ISLAND ÓSKAR SJÓMÖNNUM OG STARFSFÓLKI Í SJÁVARÚTVEGI GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI
ÞÖKKUM SAMSTARFIÐ Á ÁRINU
Hafnargata 2, 735 Eskifjörður – Grandagarður 16, 101 Reykjavík egersund@egersund.is egersund.is
Annáll 2014 GUÐBERGUR RÚNARSSON, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva
Góðar fréttir frá fiskeldinu á Íslandi
N
áttúrlegar aðstæður til fiskeldis á Íslandi eru taldar nokkuð góðar þó hingað til hafi þeir möguleikar lítið verið nýttir á undanförnum áratugum. Við ströndina má allstaðar finna ómengaðan sjó sem er heppilegur til fiskeldis. Einnig má víða finna ferst vatn í nægilegu magni til að hægt sé að stunda fiskeldi bæði við ströndina og inn til landsins. Víða er að finna heit vatn sem nýtist til fiskeldis. Eftir áratuga stöðnun í fiskeldi hefur orðið hugarfarsbreyting. Horft er nú til fiskeldis sem atvinnugreinar sem eykur verðmæti og býr til störf í byggðarlögum landsins. Nú er eldið að aukast, fjárfestingar eru í góðum gír og umfjöllun um fiskeldi hefur snarbreyst til hins betra. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Norska stórfyrirtækið Stolt-Nielsen, myndi fjárfesta í eldi á Senigal flúru og nýta til þess vatn frá Reykjanesvirkjun eða að pólskur athafnamaður fjárfesti í eldi á regnbogafiski með framlagi upp á 25 milljónir evra sem samsvara 4 milljörðum íslenskra króna svo eitthvað sé neft. Árið 2003 fór ég fyrst vestur á Vestfirði til að skoða þorskeldi á
Tálknafirði. Heldur aumlegt var um að litast. Húsin á Patró máttu muna betri tíð. Á leiðinni út í Selárdal í Arnarfirði liggur leiðin í gegnum Bíldudal. Það var drungi yfir þorpinu og við eitt húsið var flutningabíll og fólk við að bera út búslóð í bílinn. Í bakaleiðinni, mörgum klukkustundum seinna var flutningabíllinn enn í þorpinu og enn var verðið að bera búslóð út í bílinn. Enga sjoppu fann ég á staðnum og bensínstöðin var lokuð. Það fyrsta sem skaut upp í kollinum á mér „Hvað verður um þetta þorp - Er þetta búið?“ Yfirbragð þorpsins í Tálknafirði var mun skárra. Bleikju- og silungseldi brostu við mér við komuna í þorpið, vinnsla í frystihúsinu, þorskeldiskvíar á firðinum, dyttað var að húsum og ungmenni við hreinsunarstörf í þorpinu. Sumarið 2013 var ég aftur fyrir vestan. Þá hafði staðan heldur betur breyst. Við komuna á Bíldudal var verið að skipa út hjá Kalkþörungaverksmiðjunni hjá Arnarlaxi og hitti ég framkvæmdastjórann og hann sagði mér frá áformunum um að setja út laxaseiði vorið 2014 og uppsetningu á bitaverksmiðju fyrir laxaafurðir í neytendapakkningar. Nú eru rúmlega 500.000 smálaxar
í sjókvíum félagsins í Arnarfirði. Norsk fiskbitaverksmiðjan er komin í hús á Bíldudal og til stendur að byggja 3000 fermetra húsnæði yfir hana þegar fram líða stundir. Slátrun hefst síðsumars 2015 og reiknað er með að allt að 150 störf verði til á Bíldudal þegar laxeldið er komið í fullan gang. Þegar hafa nokkrar fjölskyldur flutt vestur á Bíldudal og nú eru í plássinu t.d. þrennir tvíburar sem mér finnst nokkuð merkilegt. Umsvifin í fiskeldi aukast jafnt og þétt á Vestfjörðum. Á Tálknafirði eru starfstöðvar helstu fiskeldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Dýrfiskur sem er að byggja 12.000 fermetra seiðastöð í þremur húsum, Arnarlax með umfangsmikið seiðaeldi á staðnum, Fjarðalax er með laxeldi í firðinum og þjónustustöð á staðnum, Tungusilungur er með eldi og vinnslu á bleikju á Tálknafirði og smærri aðilar eru með þorsk- og kræklingaeldi. Fjarðalax er komið lengst í sjókvíaeldi. Þeir hófu uppbyggingu sjókvíaeldis árið 2010 og hafa hafið eldi á fjórðu kynslóð laxa í sjókvíum. Fjarðalax framleiða nú um 3.000 tonn á ári í þremur fjörðum; Patreksfirði, Tálknafirði og Fossfirði í Arnarfirði og eru með
vinnslu á Patreksfirði. Nú þegar eru rúmlega 100 bein störf við fiskeldi á Vestfjörðum. Mesta fjölgunin er frá 2010 en segja má að þá hafi orðið viðsnúningur í atvinnulífinu á svæðinu. Öll stærri fyrirtækin fyrir vestan stefna á 10.000 tonna eldi. Þessi fyrirtæki eru: Fjarðalax, Arnarlax, Dýrfiskur og Hraðfrystihúsið Gunnvör. Ef þessi áform ganga eftir, sem ég hef fulla trú á, verður framleiðslan fyrir vestan á eldisfiski orðin 30 til 40 þúsund tonn eftir fáein ár. Á Austfjörðum er eldi á regnbogasilungi í Berufirði hjá Fiskeldi Austfjarða. Slátrun er hafin á Djúpavogi og framleiðslan mun aukast jafnt og þétt á næstu árum. Tvö helstu fyrirtækin í fiskeldi eru; Fiskeldi Austfjarða með aðstöðu í Berufirði og Fáskrúðsfirði og Laxar með leyfi í Reyðarfirði en þeir hyggjast setja út seiði í sjókvíar vorið 2015. Miklar væntingar eru gerðar til fiskeldis fyrir austan og vona menn að þróunin verði svipuð og fyrir vestan. Gefin hafa verið út rekstrarleyfi fyrir 43 þúsund tonnum í fiskeldi og fyrir liggja umsóknir um önnur 40 þúsund tonn hjá opinberum aðilum. Reikna má með afgreiðslu hluta þeirra leyfa síðsumar eða haustið 2015.
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
10
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
Lykill
að bættum veiðum:
Þantroll ...breiðari opnun - bætir veiðarnar ...minni mótstaða á stærri togfleti ...heldur lögun vel á litlum hraða ...auðveld í köstun og hífingu ...minni titringur og lægri hljóðbylgur, lágmarka fiskfælni
Hampiðjan / Ottó / 30.11 2014
...yfirfléttaður kaðall með núningshlíf í mismunandi litum fyrir hvert byrði
– Veiðarfæri eru okkar fag
GYLFI SIGFĂšSSON, forstjĂłri Eimskips
Samofin saga Ă 100 ĂĄr
S
jĂĄvarĂştvegur hefur alla tĂĂ° veriĂ° ein sterkasta stoĂ°in Ă atvinnulĂfi Ă?slendinga og um ĂĄraraĂ°ir hafa sjĂĄvarafurĂ°ir veriĂ° mikilvĂŚgasta og verĂ°mĂŚtasta ĂştflutningsafurĂ° okkar. NĂş Ăžegar 100 ĂĄra afmĂŚlisĂĄr Eimskips er aĂ° renna sitt skeiĂ° er ekki Ăşr vegi aĂ° rifja upp hversu mikilvĂŚg stofnun fĂŠlagsins var fyrir sjĂĄlfstĂŚĂ°isbarĂĄttu okkar Ă?slendinga og Þå helst sĂĄ Þåttur aĂ° vera ekki upp ĂĄ aĂ°ra komnir meĂ° Ăştflutning sjĂĄvarfangs okkar. Segja mĂĄ aĂ° saga og ĂžrĂłun sjĂĄvarĂştvegs ĂĄ Ă?slandi sĂŠ samofin sĂśgu Eimskips. Fyrir okkur sem sinnum flutningaĂžjĂłnustu skiptir miklu mĂĄli hvernig aflabrĂśgĂ° Ă sjĂĄvarĂştvegi eru og hvernig Ăžau ĂžrĂłast frĂĄ einum tĂma til annars. HeimamarkaĂ°ur Eimskips nĂŚr til Ă?slands, FĂŚreyja, Noregs og NĂ˝fundnalands og Ăłbeint til GrĂŚnlands. Allar Ăžessar Ăžjóðir eiga ĂžaĂ° sameiginlegt aĂ° hafa sterka tengingu viĂ° sjĂĄvarĂştveg og flutninga ĂĄ sjĂĄvarafurĂ°um. Ă ĂĄrinu sem er aĂ° lĂĂ°a hafa flutningar ĂĄ sjĂĄvarafurĂ°um endurspeglaĂ° ÞÌr breytingar sem eru aĂ° verĂ°a Ă veiĂ°um og vinnslu viĂ° Ă?slandsstrendur og hefur aĂ°lĂśgunarhĂŚfni greinarinnar enn og aftur sĂ˝nt hvers hĂşn er megnug. LoĂ°nuvertĂĂ°in Ă byrjun ĂĄrs brĂĄst aĂ° verulegu leyti en ĂĄ mĂłti kom makrĂllinn sterkur inn ĂĄ seinni hluta ĂĄrsins. Ă undanfĂśrnum misserum hefur Ăşthafskarfinn einnig dregist verulega saman og er jafnvel Ăłttast aĂ° hann muni hverfa Ăşr Ăslenskum veiĂ°istofni, haldi fram sem horfir. Ă
hinn bĂłginn erum viĂ° afar sĂĄtt viĂ° ĂžrĂłun makrĂlveiĂ°a og erum tiltĂślulega sĂĄtt viĂ° nĂ˝afstaĂ°na vertĂĂ° og lĂtum ennfremur almennt bjĂśrtum augum ĂĄ ĂžrĂłun veiĂ°a ĂĄ uppsjĂĄvarfiski. Ă? tengslum viĂ° ĂžaĂ° hefur Eimskip ĂĄkveĂ°iĂ° aĂ° rĂĄĂ°ast Ă stĂŚkkun ĂĄ frystigeymsluaĂ°stÜðu fĂŠlagsins Ă HafnarfirĂ°i um 10 Þúsund tonn og eru mĂśguleikar ĂĄ frekari stĂŚkkun Ă nĂĄinni framtĂĂ°. Ă? framhaldinu er ĂłhĂŚtt aĂ° segja aĂ° viĂ° hĂśfum fengiĂ° mjĂśg jĂĄkvĂŚĂ° viĂ°brĂśgĂ° frĂĄ viĂ°skiptavinum okkar viĂ° Ăžessum ĂĄformum. Gagnvart Üðrum tegundum Þå bindum viĂ° vonir viĂ° aĂ° saltfiskur og aĂ°rar sjĂĄvarafurĂ°ir sem seldar eru til suĂ°urhluta EvrĂłpu
" ! " ( Ă° ' "
12
S J Ă VA R A F L
DESEMBER 2014
sĂŠu aĂ° taka betur viĂ° sĂŠr. Þå verĂ°ur fróðlegt aĂ° fylgjast meĂ° ĂžrĂłun mĂĄla gagnvart RĂşsslandi, en innflutningsbann ĂĄ matvĂŚlum til RĂşsslands sem tĂłk gildi Ă byrjun ĂĄgĂşst 2014 nĂŚr hvorki til Ă?slands nĂŠ FĂŚreyja, aĂ° minnsta kosti ekki enn sem komiĂ° er. ViĂ° gerum hins vegar rĂĄĂ° fyrir aĂ° banniĂ° muni til lengri tĂma hafa ĂĄhrif ĂĄ flutninga okkar frĂĄ Noregi og NĂ˝fundalandi. RĂşsslandsmarkaĂ°ur er Ăśllum Ăžessum lĂśndum mjĂśg mikilvĂŚgur og er ĂžvĂ erfitt aĂ° bĂşa viĂ° Þå Ăłvissu sem innflutningsbanninu fylgir. NĂgerĂumarkaĂ°ur var um tĂma Ă mikilli Ăłvissu, t.d. fyrir makrĂlafurĂ°ir, en sĂĂ°an rĂŚttist Ăşr Ăžeim mĂĄlum. NĂgerĂa er mjĂśg mikilvĂŚgur
markaĂ°ur, ekki einungis fyrir makrĂl heldur einnig fyrir annan frystan fisk og skreiĂ°arafurĂ°ir. SĂŠ horft vestur ĂĄ bĂłginn Þå hefĂ°um viĂ° viljaĂ° sjĂĄ jĂĄkvĂŚĂ°ari ĂžrĂłun Ă flutningi sjĂĄvarafurĂ°a til NorĂ°urAmerĂku, en mikil breyting hefur ĂĄtt sĂŠr staĂ° ĂĄ Ăžeim markaĂ°i undanfarin ĂĄr. ViĂ° vĂŚntum Þó jĂĄkvĂŚĂ°rar ĂžrĂłunar og aĂ° Ăžessir markaĂ°ir muni opnast fyrir fleiri tegundir en Ăžorsk og Ă˝su, auk Ăžess sem viĂ° bindum vonir viĂ° Kanada Ă gegnum Halifax og ekki sĂst góða og Ăśfluga tengingu viĂ° Portland Ă Maine gagnvart New England svĂŚĂ°inu Ă BandarĂkjunum. Bein tenging Eimskips viĂ° NorĂ°ur-Noreg Ă gegnum AmerĂkusiglingar fĂŠlagsins hefur
Annáll 2014
Heimamarkaður Eimskips nær til Íslands, Færeyja, Noregs og Nýfundnalands og óbeint til Grænlands. Allar þessar þjóðir eiga það sameiginlegt að hafa sterka tengingu við sjávarútveg og flutninga á sjávarafurðum. sannað gildi sitt og opnað ýmis ný tækifæri fyrir flutninga á Ameríkumarkað. Jafnframt hafa Færeyingar nýtt sér þessa þjónustu í að afla hráefnis fyrir vinnslu á bolfiski í Færeyjum og töluverður áhugi er á því sama á Íslandi til að styrkja stöðu vinnslunnar og til að hafa nægilegt hráefni til að vinna úr á þeim tímum þegar vinnsla liggur annars niðri. Rætt hefur verið um að þörf sé á 10 til 15 þúsund tonnum af hráefni frá Noregi sem yrði þýtt upp til vinnslu. Á örfáum árum hefur þróun í Kína breyst verulega frá því að vera einungis vinnslusvæði fyrir fisk til útflutnings á Ameríku- og Evrópumarkað í að verða mikilvægur markaður fyrir sjávarafurðir. Asíumarkaður mun því á komandi
árum verða mun mikilvægari en áður hefur þekkst, en auðvitað ræður eftirspurn þar ekki öllu heldur einnig það verð sem fæst fyrir afurðirnar á þeim markaði. Þegar litið er til framtíðar er forvitnilegt að fylgjast með þróun og vexti laxeldis á Íslandi. Á undanförnum árum hefur mikið uppbyggingarstarf verið unnið og óhætt að segja að framundan séu spennandi tímar í laxeldinu. Við hjá Eimskip búum yfir mikilli reynslu gagnvart flutningi á ferskum laxi frá Færeyjum, ekki einungis sjóleiðina heldur einnig áfram með flugi til Bandaríkjanna og inn á markað í Asíu og nýtist sú reynsla vel á Íslandsmarkaði. Þá er áhugavert að fylgjast með því hvernig veiðar, vinnsla og markaðssetning á upp-
sjávarfiski munu þróast, hvernig hlutur kolmunna þróast, hvort hátt verð á mjöli og lýsi leiði til aukinnar bræðslu í stað frystingar, hver vöxturinn í síldinni verður og hver þróunin í áframhaldandi makrílog loðnuveiðum verður. Athyglisvert verður einnig að fylgjast með þróun veiða við Grænland. Að lokum vil ég nefna sjávarútvegstengdan iðnað, en greinilegt er að afsprengi íslensks sjávarútvegs er ekki eingöngu að birtast í sjávarafurðinni sjálfri, heldur einnig í vinnslulínum, veiðarfærum og tengdum búnaði. Þá má segja að hvatning til fullvinnslu á undanförnum árum sé farin að bera af sér ríkulegan ávöxt og hefur áhugaverð tilkoma Sjávarklasans haft mikið um það að segja. Gleggstu
dæmin eru að birtast í margvíslegri vöruþróun innan sjávarútvegsins, auk þess sem annað sem til fellur er nýtt í fóðurframleiðslu og fiskroð fer í frekari efnavinnslu. Þetta er virkilega áhugaverð þróun sem ánægjulegt hefur verið að fylgjast með á undanförnum árum. Þróun sem átt hefur sér stað í meðferð á ferskum fiski og eldislaxi á eftir gera það að verkum að möguleikar á flutningum á ferskum afurðum í gámum munu aukast til muna. Íslendingar og Eimskip verða að fylgjast grannt með því sem er að gerast í þeim efnum á komandi árum og áratugum.
Við erum sérfræðingar á okkar sviði Höfum áratuga reynslu á sviði
CARRIER Sölu- og þjónustuaðilar
DHOLLANDIA Sölu- og þjónustuaðilar
– Rennismíði, fræsivinnu & CNC – Kæliþjónustu & kæliviðgerða – Vélaviðgerða & viðgerða á heddum
TAIL LIFTS BOCK kæli- og frystipressur Sölu- og þjónustuaðilar
SCHMITZ Sölu- og þjónustuaðilar
– Málmsprautunar og slípunar
KAPP ehf ¬ Véla-, kæli- & renniverkstæði Miðhrauni 2 ¬ 210 Garðabær Sími: 544 2444 ¬ Fax: 544 2445 kapp@kapp.is ¬ www.kapp.is S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
13
Kapp ehf.hélt sína árlegu skötuveislu á dögunum
Skemmtileg jólahefð
S
kötveisla vélaverkstæðisins Kapp hefur nú fest sig í sessi og var haldin í þriðja sinn þann 5. desember síðastliðinn. Tæplega 250 gestir mættu til veislunnar og heppnaðist hún með eindæmum vel þetta árið. Skötuilmurinn sveif um loftin og undir hljómaði fallegur harmonikkuleikur Friðriks Óskarssonar, ásamt gleði og glaum viðskiptavina og velunnara Kapp. Eigandi Kapps, Freyr Friðriksson, sagði okkur að í upphafi hafi þetta einungis verið hugsað
14
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
fyrir starfsfólk fyrirtækisins en hafi svo smátt og smátt undið upp á sig og fyrir þremur árum síðan hafi þeir ákveðið að bjóða einnig viðskiptavinum sínum að taka þátt í gleðinni. Markmið veislunnar er að eiga saman notalega og góða stund rétt fyrir jólaösina. Í ár fengu þeir sjálfan Árna Johnsen til að spila nokkur vel valin eyjalög fyrir gestina. Freyr segir fyrirhöfn veislunnar ekki mikla, þeir skelli einfaldlega upp stólum og borðum inn á verkstæðinu og í ár fengu þeir listakokkinn Magnús Níelsson til að reiða fram
kræsingarnar en Magnús vinnur hjá fyrirtækinu Kræsingar ehf. Fyrir þá sem ekki vita þá er KAPP ehf kæli, véla & renniverkstæði með aðsetur að Miðhrauni 2 Garðabæ. Hjá fyrirtækinu starfa að meðaltali 18 starfsmenn og þjónustar fyrirtækið fyrirtæki, lögaðila og einstaklinga. KAPP ehf. er einnig sölu & þjónustuaðili fyrir SCHMITZ vörukassa & trailervagna, CARRIER kæli & frystivéla, AUTOCLIMA loftkælingar og DHOLLANDIA vörulyftur.
- snjallar lausnir
Aðgangur að Office 365 fylgir með Microsoft Dynamics NAV í áskrift.*
Dynamics NAV er einn mest seldi bókhaldshugbúnaður á Íslandi í dag NAV í áskrift er hagkvæm og þægileg lausn sem hentar öllum fyrirtækjum og gefur kost á viðskiptalausnum í mánaðarlegri áskrift. Greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað, hýsingu, uppfærslu- og þjónustugjöld. Val er um nokkrar gerðir af pakkalausnum sem henta þínum rekstri. * gildir til 30. 06. 2017
Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
TM
Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)
50 FYRIRTÆKI Í HÚSI SJÁVARKLASANS
Tæknifyrirtæki vaxa fjórða árið í röð
Stendur undir allt að 30% landsframleiðslu
N
ýliðið fiskveiðiár markaði viss þáttaskil í atvinnugreininni með tilkynningum um stóraukna fjárfestingu í nýjum fiskiskipum, en alls munu 10 ný fiskiskip bætast við flotann á næstu árum. Ein ástæðan er sú að tekist hefur að vinda ofan af neikvæðri eiginfjárstöðu sjávarútvegsins með endurskipulagningu og niðurgreiðslu skulda. Þannig hefur eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækja farið úr því að vera neikvæð um 80 milljarða króna í árslok 2008 yfir í að vera jákvæð um 107 milljarða króna í árslok 2012. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýútkominni skýrslu Íslenska sjávarklasans, Sjávarklasinn á Íslandi - Efnahagsleg umsvif og afkoma 2013. Þetta er fjórða árið í röð sem skýrsla af þessu tagi er gefin út. Bjarki Vigfússon, einn höfunda segir ýmsar áhugaverðar breytingar einkenna sjávarútveginn um þessar mundir. „Eitt af því sem líklega hefur ekki farið framhjá mörgum er aukin áhersla á vinnslu í landi frekar en á sjó. Frá árinu
16
S J ÁVA R A F L
SEPTEMBER 2014
2008 hefur störfum í fiskvinnslu fjölgað úr 3.000 í 5.000 en störfum við fiskveiðar hefur aftur á móti fækkað úr 4.200 í 3.600.“ Þá má merkja grósku í öðrum greinum sjávarklasans. Tæknifyrirtæki vaxa þannig fjórða árið í röð, en heildartekjur í greininni jukust um 12%. Þótt tekjur stærsta tæknifyrirtækisins, Marel, hafi dregist saman eru dæmi þess að minni fyrirtæki hafi vaxið myndarlega á árinu. „Það eru að myndast stærri og öflugri einingar í tæknigeira sjávarklasans heldur en hafa verið“ segir Haukur Már Gestsson, annar höfunda skýrslunnar. „Fyrirtæki í vinnslutækni eins og t.d. Valka og Curio eru orðin feiknarsterk. Við sjáum síðan dæmi eins og kaup Skagans á meirihluta 3X Technology sem eru í takt við spár um sameiningar og stækkun fyrirtækja í greininni.“ Haukur segir að umfang sjávarútvegs og hliðargreina hans í hagkerfinu sé ótvírætt meira en opinberar hagtölur gefa til kynna, en rannsóknir Íslenska sjávarklasans benda til að sjávarklasinn skapi á bilinu 25-30% landsframleiðslunnar.
Í janúar næstkomandi opnar þriðji áfangi Húss sjávarklasans en húsið hefur verið í nær viðstöðulausum vexti frá opnun í september 2012. Alls verða þá um 50 fyrirtæki með aðstöðu í húsinu sem er við Vesturhöfnina í Reykjavík. Aðeins er ár liðið frá því að annar áfangi hússins var tekin í notkun en þá fjölgaði fyrirtækjunum í húsinu úr 15 í 40. Fyrirtækin spanna vítt svið þjónustu og ráðgjafar við sjávarútveg og fiskeldi, saltframleiðslu, snyrtivöruframleiðslu, lyfjaþróun, hugbúnaðargerð, skipaverkfræði, fiskeldi, hönnun, þróun- og sölu tæknibúnaðar og margt fleira. Með stækkun Húss sjávarklasans verða alls um 2.700 fermetrar lagðir undir starfsemina en húsið er nokkurs konar suðupottur nýsköpunar í íslenskum sjávarútvegi. Í nýja rýminu er einnig gert ráð fyrir kaffihúsi og veitingaaðstöðu með frábæru útsýni yfir höfnina.
NÝ SNYRTIAFURÐ KYNNT Heilsuvörufyrirtækið Ankra kynnti nýja vöru í vörulínuna sína „FEEL ICELAND“ með pompi og prakt í Húsi Sjávarklasans á dögunum. Varan heitir „BE KIND- age REWIND“ og er náttúrulegur andlitsvökvi með mikilli virkni. Varan inniheldur kollagen og ensím sem vinna að endurnýjun og uppbyggingu húðarinnar. Þetta er fyrsta húðvaran í línunni en fyrr á árinu kynnti félagið sína fyrstu vöru, Amino Collagen, sem er unnin úr kollageni úr íslensku fiskiroði. Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarráðgjafi var meðal gesta í hófinu og lofaði hún vöruna og virkni hennar fyrir húðina. BE KIND- age REWIND verður fáanlegt í nokkrum sérverslunum til áramóta og fer í almenna sölu í byrjun næsta árs.
SJÁVARÚTVEGSBORÐSPIL Í VERSLANIR Aflakló, nýtt íslenskt borðspil með sjávarútvegsþema er væntanlegt í verslanir um miðjan desember. Spilið fór í gegnum hópfjármögnun á Karolina Fund í september þar sem það náði 111% fjármögnun og fór í kjölfarið í framleiðslu. Að sögn höfunda spilsins má lýsa því sem nokkurs konar blöndu af tveimur vinsælustu borðspilum Íslandssögunnar, Útvegsspilinu og Hættuspili. Spilið verður fáanlegt í verslunum Hagkaupa, Eymundsson, Samkaupa, Spilavinum og á Aflaklo. is á 7.990 kr.
sjavarutvegurinn.is
Gleðileg jól og farsælt komandi ár Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi óska landsmönnum öllum til sjávar og sveita gleðilegrar hátíðar. Við þökkum samstarfið á árinu og góðar móttökur við stofnun samtakanna. Þessi mikla samstaða er gott veganesti í því verkefni að efla sjávarútveg á Íslandi.
Hafa skapað sér stóran sess í útgerðarsögu Vestmannaeyja
Huginn VE 55 ára
N
ú á dögunum fagnaði útgerðin Huginn VE 55, 55 ára starfsafmæli sínu. Þeir buðu hátt í 200 gestum til stórfenglegrar veislu til að fagna með sér þessum merku tímamótum. Veislan var haldin í Elheimum í Vestmannaeyjum. Huginsútgerðin hefur átt mjög farsælan feril í þau 55 ár sem hún hefur starfað og hefur skapað sér stóran sess í útgerðarsögu Vestmannaeyja. Stofnendur útgerðarinnar eru þau Guðmundur Ingi Guðmundsson og Kristín Pálsdóttir frá Þingholti ásamt Óskari Sigurðssyni. Stjórnendur útgerðarinnar hafa ávalt verið þekktir fyrir dug, þor og mikla framsýni. Því til stuðnings ber að nefna að Guðmundur Huginn, sem er nú annar skipstjóri skipsins, var upphafsmaður makrílsog gulldepluveiða á Íslandi. Eins og áður kom fram voru það upphaflega Guðmundur Ingi, Kristín, eða Stína eins og hún var ávalt kölluð, og Óskar sem stofnuðu útgerðina. Þau keyptu sinn fyrsta bát árið 1959, sem var eikarbátur, og nefndu hann Huginn. Með þessum kaupum urðu þau um leið hluthafar í
MYND: ÓMAR GARÐARSSON
Vinnslustöð Vestmannaeyja. Árið 1964 létu þau svo smíða Huginn II VE 55, sem var stálbátur, og gerðu þau báða bátana út samtímis. Það var svo árið 1968 sem Guðmundur Ingi og Stína keyptu hlut Óskars í útgerðinni og hefur útgerðin verið í eigu fjölskyldu þeirra hjóna alla tíð síðan. Árið 1972 tók útgerðin þátt í togaravæðingunni með kaupum sínum á Vestmannaey VE 1972. Um ald-
armótin síðustu var nýji Huginn, sem útgerðin gerir nú út, keyptur og var það á þeim tímamótum sem synir hjónanna tóku við keflinu og hafa stjórnað útgerðinni sómasamlega alla tíð síðan. Börn Guðmundar og Stínu eru þau Guðmundur Huginn, Páll Þór, Gylfi Viðar og Bryndís Anna. Guðmundur Huginn og Gylfi viðar standa vaktina í brúnni og Páll Þór starfar sem útgerðarstjóri.
Við óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári 18
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
L
Sigrún Erna Geirsdóttir
andssamtök útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva sameinuðust nýverið í ný samtök, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, eða SFS. Við stofnunina var kosinn formaður nýju samtakanna og varð Jens Garðar Helgason fyrir valinu. Sjávarafl hitti Jens að máli.
Brennandi áhugi á rækjuvinnslum ,,Ég er ekki alinn upp í sjávarútvegi,“ segir Jens sem er fæddur og uppalinn á Eskifirði. ,,Pabbi var rafvirkjameistari og mamma vann í 24 ár á hjúkrunarheimilinu.“ Langafi hans, Karl Jónasson, var þó í útgerð og gerði út tvo báta. Jens byrjaði ungur að vinna í frystihúsinu eins og svo margir jafnaldrar hans á Eskifirði og vann þar á sumrin þar til hann fór að vinna hjá rækjuvinnslunni, þar sem hann var sex sumur. ,,Ég hafði það ankannalega áhugamál að þegar við fjölskyldan ferðuðumst um landið og fórum framhjá rækjuvinnslu að falast alltaf eftir því að fá að skoða vinnsluna. Það þótti nokkuð sérstakt þegar maður bankaði upp á, 17 ára gamall, og vildi fá að skoða,“ segir hann. Jens hefur þó ekki alltaf búið á Eskifirði því hann flutti með þáverandi eiginkonu sinni til Reykjavíkur þar sem þau fóru í nám. Lagði Jens stund á viðskiptafræði en vann fyrir austan á sumrin. ,,Svo gerist það þegar ég átti eina önn eftir að mér var boðið starf hjá Fiskimiðum við að selja mjöl og lýsi. Ég ákvað að taka því góða boði og setja námið á hold. Þar sem það er ennþá!“ Jens keypti svo Fiskimið 2002 og flutti aftur austur tveimur árum síðar. Eskja keypti síðan fyrirtækið 2009 og er Fiskimið dótturfyrirtæki Eskju í dag.
Parið flýgst á ,,Það var ekki það að mér liði illa í Reykjavík, mig langaði bara heim aftur,“ segir Jens. ,,Mig langaði til þess að börnin fengju að alast þar upp, í því frelsi og svigrúmi sem við foreldrarnir kynntumst þar. Ég sé ekki eftir því, mér líður best fyrir austan.“ Jens á þrjú börn: Heklu Björk, 17 ára, Thor, 11 ára, og Vögg, 9 ára. Hekla býr fyrir sunnan núna þar sem hún var að byrja í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ en strákarnir eru fyrir austan. Sambýliskona Jens, Kristín Lilja Eyglóardóttir, er læknir í Gautaborg. Hann segir fjarbúðina ganga vel enda sé heimurinn lítill í dag. ,,Við látum þetta ganga með því að fljúgast á!“ segir Jens og hlær. ,,Ætli þetta sé ekki svipað og sjómannslífið, ég er sjómannskonan.“ Þegar þau Kristín kynntust var hún læknir á Eskifirði en beið eftir því að komast út. Það hafi því alltaf legið fyrir að hún færi til Svíþjóðar. ,,Þetta snýst bara um það að styðja við fólk og hvetja það áfram í sínu starfi. Hún varð sömuleiðis að sætta sig við það að ég vil hvergi annars staðar vera en fyrir austan.“ Fjölskyldan fer mikið á skíði saman á veturnar enda segir Jens að Austfirðingar búi að frábæru skíðasvæði í Oddskarði. Á sumr-
20
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
in er mikið farið í útilegur og dagsferðir og báðir synir Jens eru haldnir mikilli veiðidellu. Mikið er dorgað á bryggjunni og oft er farið og rennt fyrir silung og lax. „Eldri strákurinn er forfallinn fluguhnýtingarmaður og er farinn að hanna þær sjálfur. Það er því mikið kappsmál hjá honum að prófa þær.“
Friðsemdarfólk fyrir austan Áhugamálin eru mörg og fjölbreytt og skaut Jens t.d hreindýr í haust. ,,Ég sá samt ekki fram á að komast á rjúpu vegna tímaleysis, því miður. Ætli ég verði ekki að redda þeim annars staðar frá þennan veturinn.“ Hann segist hafa gaman að því að fara í veiði og að stunda útivist með góð-
Fjölskyldumaður með fjölbreytt áhugamál
,,Mér líður alltaf best fyrir austan“ um vinum. „Maður vildi gjarnan gera meira af því. Svo er maður auðvitað alltaf á leiðina í ræktina líka!“ Jens segist alltaf hafa verið mjög félagslega sinnaður og lunkinn við að koma sér í allt of mikið af félagsstörfum. „Ef maður hefur áhuga á félagsstörfum og býr úti á landi er fljótlega búið að kippa þér inn í alls konar nefndir og stjórnir.
Ég er kominn í sóknarnefnd og karlakór, alls kyns ráð, stjórnir, klúbba og félög. Ég hef mjög gaman að þessu enda er þetta hluti af því að búa í litlu og samheldnu samfélagi.“ Bæjarpólitíkin hefur verið áberandi í lífi Jens og hefur hann verið bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2006 og oddviti Sjálfstæðismanna frá 2010. Um
þessar mundir er hann formaður bæjarráðs. ,,Landsbyggðarfólk sem hefur óbilandi áhuga á félagsmálum endar oft í sveitarstjórnum,“ segir hann. Hann segir setu í sveitarstjórn ekki snúast um flokka, þar skiptist fólk sjaldnast í pólitískar fylkingar heldur sé sameiginleg hugsjón að vilja gera sitt besta fyrir samfélagið. ,,Við fyrir S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
21
Ég var ekkert búinn að hugsa um það áður en símtalið kom. Ég ákvað svo að taka þeirri áskorun og þessu verkefni ef svo skyldi fara að ég yrði kjörinn því ég held að þetta sé mikið tækifæri. austan höfum verið mjög samstíga og tökumst sameiginlega á við þau verkefni sem upp koma. Við Austfirðingar erum mesta friðsemdarfólk og þetta er eitt af því sem gerir pólitíkina fyrir austan svona skemmtilega.“ Verðum að halda í menningararfinn Jens lætur sér ekki nægja að starfa að félagsmálum, hann hefur brennandi áhuga á sögu gamalla húsa á Eskifirði og að gera þau upp. ,,Ég gerði upp Dahlshús sem var sennilega smíðað 1880 af Johanni Dahl, síldarútgerðarmanni, og hefur verið notað í hitt og þetta. Ég vissi ekkert hvað ég vildi með húsið, það var í niðurníðslu og ég vildi bara bjarga því. Núna er þarna sýningarsalur og tvö ár í röð hafa verið þarna listamenn með sýningar. Síðan eru haldnir þarna fundir og ýmsir menningartengdir viðburðir.“ Búið er að bóka nokkrar sýningar næsta sumar en Jens segir að ef fólk hefur áhuga á að opna þar sýningu sé velkomið að hafa við sig samband, gaman sé að hafa sem mest líf í húsinu. Jens segir það vera skemmtilegt að geta lagt sitt af mörkum á þennan hátt til að krydda mannlífið fyrir austan. „Ég er reyndar ekkert sérstaklega góður iðnaðarmaður og er ekki liðtækur á þessu sviði. Ég fékk því fólk til þess að ganga í viðgerðir og þetta tók tvö ár með hléum.“ Hann segist ekki hafa gert sér almennilega grein fyrir hversu mikil vinna þetta yrði, alltaf hafi eitthvað bæst við. Ólíklegt er að Jens sé hættur afskiptum sínum af gömlum húsum. „Maður hefur auðvitað endalaust af hugmyndum um hvaða hús þyrfti að taka í gegn en hins vegar á maður ekki endalaust af peningum. Svo ætti maður kannski að sinna viðhaldi á eigin húsi áður en maður hyggur á að gera upp annað gamalt hús! Ég verð samt að viðurkenna að það eru nokkur verkefni sem mig langar virkilega að ráðast í,“ segir Jens og hlær. Hann segir það mikilvæga samt vera að þegar byrjað sé á svona nokkru ýti það við öðrum. Gömul hús sem búið sé að gera upp setji svo mikinn svip á bæinn. „Nú er t.d einn æskuvinur minn að fara að gera upp hús sem langafi okkar átti, sem er alveg frábært. Við megum ekki láta menningararfinn glatast, mörg hús eru farin en það er enn mikið til af þeim og við verðum að halda í þau.“ Brýn þörf á jákvæðari umræðu Það er óhætt að segja að Jens hafi margt á sinni könnu enda segist hann hafa farið gagngert í að taka til í nefndastarfi og sagt sig úr stjórnum og nefndum fyrir sveitarfélagið á landsvísu. Ekki hafi bæst við fleiri tímar í sólarhringinn með nýja starfinu og því snúist þetta um að skipu-
22
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
RÍKUR TÓNLISTARÁHUGI Jens hefur um nokkurt skeið setið í stjórn Menningarráðs Austurlands og segir það vera afar skemmtilegt. „Mér finnst ofsalega gefandi að fá að vinna að uppgangi listar og menningar í fjórðungnum, að fá að hjálpa til og sjá ungt og kraftmikið fólk gera skapandi hluti og styrkja það í sinni vinnu. Í samfélagi manna verður að hafa list og menningu. Í Fjarðarbyggð t.d vinnur fólk mikið og þá verður maður að fá þessa liti í mannlífið, þetta krydd. Það gerir mannlífið betra og þannig helst fólk frekar á svæðinu. Ef lífið er ekki bara vinna vill fólk frekar búa á staðnum.“ Jens hefur gaman af bókmenntum og segist lesa talsvert á ferðalögum. „Ég var t.d að ljúka við Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson og ætla mér að lesa hinar tvær. Svo kemur fyrir að maður gluggar í ljóðabók líka og þá eru gömlu klassíkerarnir í miklu uppáhaldi; Davíð Stefánsson, Steinn Steinarr og Einar Ben.“ Jens er ýmislegt til lista lagt og er afar söngelskur. Hann er t.d félagi í karlakórnum Glað sem var stofnaður 1939 og syngur bara í jarðarförum. „Þetta er eini karlakórinn á Austurlandi sem syngur í jarðarförum. Kórfélagar eru áhugamenn í bænum sem líta á það sem samfélagslega skyldu sína að mæta og syngja í jarðarförum fyrir heimafólkið. Upp á síðkastið hef ég því miður sjaldan átt heimangengt þegar sungið er en ég stekk til þegar ég er heima.“ Jens spilar líka á hljóðfæri og tók á sínum tíma sex stig á píanó í tónlistarskóla. ,,Ég glamra oft á það á góðum stundum og draumurinn er að kaupa flygil einn daginn. Kannski ég gefi sjálfum mér hann bara í fimmtíu ára afmælisgjöf!“ Börn Jens hafa erft tónlistaráhuga föðurins og eru öll í tónlistarnámi. „Við spilum reyndar ekki mikið saman en stundum þegar sá yngsti er að fikta við píanóið spila ég með honum hljóma á sovéska harmonikku sem mér áskotnaðist ekki alls fyrir löngu.“ Hann telur þó litlar líkur vera á frama á nikkusviðinu: „Harmonikkan er flókið hljóðfæri og ég held að ég eigi alltaf eftir að verða lélegur harmonikkuspilari.“
Báðir synir Jens eru haldnir mikilli veiðidellu.
leggja sig vel. Fram að kjöri hafði Jens ekki verið virkur innan LÍÚ og aðeins sótt einn fund hjá samtökunum. Þegar við spyrjum út í aðdraganda þess að hann var kjörinn formaður SFS segir hann að hringt hafi verið í hann og hann hvattur til að sækja um starfið. „Ég var ekkert búinn að hugsa um það áður en símtalið kom. Ég ákvað
svo að taka þeirri áskorun og þessu verkefni ef svo skyldi fara að ég yrði kjörinn því ég held að þetta sé mikið tækifæri. Þarna eru möguleikar á að taka umræðuna um sjávarútveg á annan stað en hún hefur verið. Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari og held að það sé hægt.“ Hann segir að umræða um útveginn hafi í gegnum tíðina verið neikvæð, eins og um svo marga hluti, og einkennst af niðurdrepandi hvötum. „Ég trúi því hins vegar að úr þannig jarðvegi spretti ekkert gott eða uppbyggilegt. Sama hvort það er kvótakerfið eða flugvöllurinn, það þarf að ræða þessi mál á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Þannig komumst við að niðurstöðu sem verður meiri sátt um,“ segir hann ákveðinn. Útvegurinn sé orðinn annað og meira en hann var en fólk geri sér oft enga grein fyrir því. Þar sé unnið framsækið markaðsstarf, mikil gerjun sé í nýsköpun og þróun, á tæknisviði, í heilsugeiranum og í lyfjagerð. Góðir hlutir gerast hægt Jens segir að almennt virðist sér sem fólk taki vel í nýju samtökin og hann finni fyrir mikilli jákvæðni í þeirra garð. „Samtök fyrirtækja í sjáv-
ยฎ
ยฎ
Lร MMIร APRENTUN
Maschinenbau
ร skum viรฐskiptavinum til sjรกvar og sveita
prentun.is
Gleรฐilegra Jรณla ร รถkkum viรฐskiptin รก รกrinu
4VยฃVSISBVOJ r (BSยฃBCย r 'VSVWร MMVN r "LVSFZSJ 4ร NJ r 'BY r www.samhentir.is
Sambýliskona Jens, Kristín Lilja Eyglóardóttir, er læknir í Gautaborg. Hann segir fjarbúðina ganga vel enda sé heimurinn lítill í dag. ,,Við látum þetta ganga með því að fljúgast á!“ segir Jens og hlær. ,,Ætli þetta sé ekki svipað og sjómannslífið, ég er sjómannskonan.“
arútvegi eru heldur ekki bara LÍÚ og SF heldur koma inn í þau stóru sölusamtökin og fleiri aðilar. Við erum því að tala um breiðari fylkingu fyrirtækja innan sömu samtaka en LÍÚ og SF var og það eykur jákvæðnina.“ Hann segir að eitt af mikilvægari hlutverkum SFS sé að reyna að ná umræðunni upp úr hjólförunum og upplýsa fólk um hvað það séu magnaðir hlutir að gerast í sjávarútvegi í dag. Hús sjávarklasans, þar sem Sjávarafl er t.d til húsa, sé frábært dæmi um það. Hann hafi þess vegna verið að vinna í því undanfarið að hafa samband við ýmsa aðila sem
Maður hefur auðvitað endalaust af hugmyndum um hvaða hús þyrfti að taka í gegn en hins vegar á maður ekki endalaust af peningum. Svo ætti maður kannski að sinna viðhaldi á eigin húsi áður en maður hyggur á að gera upp annað gamalt hús!
tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt, t.d samtök og stjórnmálaflokka, og óska eftir góðu og jákvæðu samstarfi. „Við viljum taka þátt í umræðu um fleiri hluti varðandi sjávarútveg en verið hefur, eins og menntun og þörfina fyrir hana, rannsóknir, meira samstarf við vísindasamfélagið, eflingu vöruþróunar og nýsköpun.“ Sem dæmi um hversu mikla áherslu samtökin leggi á rannsóknir og umhverfisvernd megi nefna að SFS hafi við stofnunina veitt sín fyrstu Hvatningarverðlaun og var það Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, sem hafi hlotið þau fyrir rannsóknir sínar á áhrifum súrnunar sjávar á kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland. Jens
GLEÐILEGA HÁTIÐ TIL SJÁVAR OG SVEITA OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
24
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
segir að það muni vissulega taka sinn tíma að breyta umræðunni. „Það mun ekki gerast á einni nóttu heldur smátt og smátt eftir því sem okkur tekst að miðla upplýsingum til þjóðarinnar um hvað við eigum þarna frábæra atvinnugrein og hvað hún er að leggja af mörkum til samfélagsins. Sjávarútvegurinn hefur mikla möguleika til stækkunar og það er hægt að auka verðmæti sjávarafurða enn meir, til hagsbóta fyrir þjóðina. Ég veit að almenningur á eftir að verða stoltur af því hvað við eigum þarna frábæra atvinnugrein sem er að gera virkilega flotta hluti. Þetta mun gerast, hægt og bítandi, ég er sannfærður um það,“ segir Jens að endingu.
NÝR MITSUBISHI OUTLANDER INTENSE
ÁNÆGJAN HEFUR LOKS FUNDIÐ SINN SÁLUFÉLAGA
VIÐ FÖGNUM
35 ÁRUM MEÐ ÍSLENDINGUM
Mitsubishi Outlander Intense er fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll sem dúxar í sparneytni og lágum útblæstri kolefnis en skilar samt framúrskarandi afköstum. Háþróaður öryggisbúnaður, bakkmyndavél og handfrjáls símabúnaður eru bara örfáar ástæður til að hjálpa þér að gera upp hug þinn. Komdu og prófaðu ævintýralegan Outlander Intense. Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá:
Xenon aðalljós með sérstaklega víðu birtusviði.
Sparneytin 2.0 lítra vél skilar lágum útblæstri kolefnis.
Sjö SRS loftpúðar vernda ökumann og farþega.
Búnaður í Outlander Intense: 18" álfelgur, aðgerðastýri, upplýsingaskjár í mælaborði með bakkmyndavél, USB tengi og handfrjáls símabúnaður, hraðastillir, tvískipt tölvustýrð miðstöð, upphituð framsæti, upphituð framrúða, AM/FM útvarp, CD/MP3 spilari, rafdrifnir og upphitaðir útispeglar með stefnuljósum, vindskeið að aftan með LED lýsingu, þokuljós að framan, regnskynjari á rúðuþurrkum, sjö öryggispúðar, skyggt gler í hliðar- og afturrúðu, langbogar á þaki, þvottasprautur á aðalljósum, dagljósabúnaður.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
FYRIR HUGSANDI FÓLK
Ómetanlegt að sýna veiðarfæranýjungar í tilraunatönkum
Hampiðjan kynnti margar nýjungar í Hirtshals
Á
rleg desemberferð Hampiðjunnar til Hirtshals í Danmörku er nýlokið og þótti takast vel. Margar nýjungar voru kynntar. Ferðin er þó ekki síst til þess að styrkja tengsl við viðskiptavini.
Betra og breiðara makríltroll minnkar meðafla Hampiðjan fór í tilraunatankinn í Hirtshals í Danmörku þann 3.-5.desember s.l og voru þátttakendur vel á áttunda tuginn frá fjórtán löndum. „Þarna voru allir helstu útgerðarmenn og skipstjórar stærstu fyrirtækja í þessum bransa í heiminum,“ segir Haraldur Árnason, markaðs- og sölustjóri veiðarfæradeildar hjá Hampiðjunni. „Við vorum bæði með fyrirlestra og sýningu á okkar vörum og fórum yfir nýjungar, svo sem Dynex togtaugar, Dynex Data, Gloriu troll, Thyboron toghlera, botntroll, poka Haraldur Árnason. o.fl.“ Sömuleiðis var FURUNO í Noregi verið með kynningu á nýja Trawl Sonar höfuðlínumælinum S-337A sem vakti athygli. Þá voru nýjungar frá Thyboron toghlera framleiðandanum verið sýndar. Meðal þeirra var ný Týpa 14 „Semi Pelagic“ hleri með skóm, og nýr flottrollshleri Týpa 20 FLIPPER sem hægt er að minnka flatarmálið á um 18% á einfaldan hátt. „Við fórum líka í gegnum flest allar gerðir Gloriu og botntrolls flóruna okkar og sýndum í tankinum flestar gerðir og nýjungar sem henni tengjast. Trollin eru þá sköluð niður og virkni og stillingar sýndar fyrir hvert einstakt veiðarfæri.“ Hann segir að nýtt
26
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
tankinum var Helix þankaðallin líka sýndur með makríltroll, Gloria Helix 1760 4-WIDE, hafi líka verið sýnt. „Það voru fjögur skip; Vilhelm Þor- Gloriu trollunum. Kaðallinn hefur verið í þróun og framleiðslu hjá Hampiðjunni í fjórtán ár og er steinsson, Beitir, Sigurður og Ingunn sem notuðu Helix kaðallinn í dag fjórða kynslóðin. „Við vorþað á árinu með mjög góðum árangri og það vakti mikla athygli. Helstu kostir trollsins eru þeir að um líka með hefðbundinn Nylex kaðal í trolli og trollið er með meiri breidd en gengur og gerist sýndum í raunstærðar muninn á því að nota hann eða 1 á móti 4, en opnunin er þá um 50m á hæð annars vegar og Helix hins vegar. „Það var mjög og 200m milli vængenda.“ Með þessari miklu gaman að sjá þann mun,“ segir Haraldur. „Þegbreidd sé trollið afkastameira þegar veiðin er ar Helix er notaður eykst ummálið í trollinu um dreifðari. Segja má að forveri Gloria 4-WIDE hafi 70% sem er gífurlegur munur og kemur til af því verið Gloria 1600 og voru hlutföll í því 1:3 og segir að þankaðallinn þenst í allar áttir.“ 90% af öllum Haraldur athyglisvert að þrátt fyrir að breiddin sé Gloriu flottrollunum í dag eru sett upp með Helix meiri hafi togmótstaða ekki aukist heldur sé hún flottrollskaðli. nánast sú sama. „Það sem er sérstakt við þetta troll er að þarna fóru saman hugvit veiðifæra- Meiri aflagæði með T-90 poka hönnuða Hampiðjunnar í mjög nánu samstarfi „Pokarnir sem Hampiðjan býður upp á voru auðvið skipstjóra sem stunda þessar veiðar og þeirra vitað sýndir og var T-90 pokinn í aðalhlutverki. reynsla notuð við að þróa betra og öflugra veiðar- Netinu í T-90 pokanum er snúið 90° miðað við venjulegt net og það er því togað á síðum en ekki færi og það hefur svo sannarlega heppnast vel.“ upptökum,“ segir Haraldur. Við þetta verði opnun í möskvum meiri, eða 38% á móti 18% venjuSterkt samspil Dynex togtauga og flottrollshlera við botntrollsveiðar lega, og flæðið í gegnum pokann verður mun Haraldur segir að m.a hafi verið farið vel yfir notk- betra, eða um 90% af togferð skipsins miðað við 4 mílna togferð. Haraldur segir að þegar venjulegt un Dynex togtauganna og Dynex Data en þessi net sé notað sé togmótstaða meiri og flæði inn í byltingarkennda tækni er að ryðja sér enn frekar pokann sé 60% af togferð. „Þetta gerir að verkum rúms og eru yfir 100 Dynex togtauganotendur í dag. Í því samhengi var skoðað sérstaklega notk- að veiðarfærin eru þyngri með venjulegum poka. un Dynex togtauga og flottrollshlera við botn- T-90 pokinn er hins vegar léttari og gæði aflans aukast mikið af því að netið er alltaf opið; það fer troll en þessi aðferð hefur verið notuð erlendis betur um fiskinn inn í pokanum.“ Haraldur segir með góðum árangri. Hún er nú í þróun á Íslandi um borð í Sturlaugi H. Böðvarssyni með það fyr- að þrátt fyrir að aðferðin hafi verið þekkt hér á ir augum að gera veiðarnar hagkvæmari og um- árum áður hafi veiðarfærahönnuðir fyrirtækisins hverfisvænni, en í þessari tankferð var skoðað sér- unnið að þróun pokans síðustu tíu ár og séu þeir nú búnir að þróa hann þannig að nýtni hans sé staklega að sleppa notkun lóða aftan við hlerann hámörkuð. Vinsældir pokans hafa verið miklar og lofar það mjög góðu. Það mun hafa í för með sér og segir Haraldur að í dag sé stór hluti pokanna minni slysahættu um borð og síðast en ekki síst sem Hampiðjan selji settir upp í T-90 neti. umhverfisvænni aðferð þegar togað er yfir botn. Í
VER K S T J Ó R AFUNDUR
8.-9.
Í S L E N S K A S J Á VA R K L A S A N S
2 0 1 5
Hluti gesta í tanknum í desember, í bakgrunni má sjá muninn á T-90 poka og hefðbundins poka.
JANÚAR
Dynex Quickline, leysi- og fellilína Meðal annarra nýjunga sem sýndar voru í Hirtshals var líka Dynex Quickline sem er leysilína- verður haldinn í þriðja sinn og nú í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16 dagana 8.-9. Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans og fellilínajanúar á trollpoka. „Nýjungin í því í íslenskum sjávarútvegi tækifæri til að mynda tengslanet og fræðast um þær áskoranir nk. Á fundinum gefstfellst verkstjórum að framleidd var ný gerð kaðli Á fundinum verða þrjú meginviðfangsefni: Sölumál og fisk- og fullvinnsla, lenging og tækifæri semaf núyfirfléttuðum blasa við í greininni. með áfestum lykkjum sem koma út úr hillutímans og loks öryggi ogkaðlinum menntun starfsmanna. með ákveðnu millibili. Með kaðlinum er hægt JANÚAR að mynda styrktarramma, til dæmis á troll2 0 1 5 15:55 PALLBORÐ um lengingu hillutíma: pokum, sem kemur í staðinn fyrir vafið leysi og DAG UR 1 Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís merktar leysilínur. Þessi aðferð auðveldar mjög Gott til að styrkja tengslin að hittast í fyrsta sinn Í eigin persónu og þetta Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans verður haldinn í þriðja sinn og nú í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16 dagana 8.-9. alla vinnu við uppsetningu veiðarfæra því það styrkir tengslin þeirra á milli. Ferðirnar eiga sér Haraldur segir ferðirnar í tilraunatankinn í Ingi Þorsteinn Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska 11:30 janúar nk. Á fundinum gefst verkstjórum í íslenskum sjávarútvegi tækifæri til aðVíglundsson, mynda tengslanet og framkvæmdastjóri fræðast um þær áskoranir tækifæri vera sem nú blasa við ímikilvægar greininni. Á fundinum þrjú meginviðfangsefni: fiskfullvinnsla, er mun hraðvirkara sjávarklasans, að setja samanopnar veiðarfæri orðið Sölumál meiraogen 25ogára sögulenging og skipa ríkt hlutverk mjög og verða gagnlegar Thorice fundinnHirtshals í og Húsi hillutímans og loks öryggi og menntun starfsmanna. með þessari aðferð.Sjávarklasans. Þá ber þess að geta að fyrir fyritækið því það muni miklu að geta sýnt í jólaundirbúningnum enda er undirbúningBjörn Margeirsson, rannsóknarstjóri Promens það er mun auðveldara að breyta fellingu eða hvernig veiðarfærið líti út í sjó. „Svo bjóðum 15:55 ur mikill fyrir segir Haraldur. Eftir PALLBORÐ umsvona lenginguferð, hillutíma: DAGUR 1 Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís öðru fyrirkomulagi með kaðlinum vegna þess við líka viðskiptavinum að gera tilraunir á því hillutímans Hirtshals sé og svosölumálin endað Köben J A íN Ú A R um helgina og 16:30 Mikilvægi Ingi Víglundsson, framkvæmdastjóri Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska að kaðallinn veiðarfærin, miðað við þar Þorsteinn hitti menn oft konurnar Karl Hjálmarsson, markaðsstjóri 2Iceland 0 1 ogSeafood 5 geri sér glaðan S ÖerLeinfaldlega U M Á L Ovel G hannaður F I S K - Osem G F Uhvernig L L11:30 V I Nþeir N Ssjálfir L A nota Thorice sjávarklasans, opnar fundinn í Húsi slíkur.“ Áður voru menn að bensla línurnar á þær stillingar sem þeir nota, og það finnst skipdag í jólaösinni. „Ég vil að lokum nota tækifærið International Björn Margeirsson, rannsóknarstjóri Sjávarklasans. Promens en við átök 11:45 dregst pokinn til og hættir að virka og þakka öllum þeim sem komu í tankinn í þetta stjórnarmönnum afskaplega gagnlegt.“ Hann Hvað er nýjast að gerast í fullvinnslu afurða Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans verður haldinn í þriðja sinn og nú í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði dagana 8.-9. 16:30 Mikilvægi hillutímans og 16 sölumálin Umræður í hópum og samantekt eftir daginn 16:50 janúar nk.það Á fundinum gefst verkstjórum í íslenskum sjávarútvegi tækifæri til að mynda tengslanet og fræðast um þær óskum áskoranir við í Hampiðjsem skyldi. Með leysilínunni sinn með góðri nærveru og að sem geri ferðirnar líka enn skemmtiKarl Hjálmarsson, markaðsstjóri Iceland Seafood S Ö L U M Á L O G F I S K O G F U L L V I N N S L A hérlendis? er hins vegar segir og tækifæri sem nú blasa við í greininni. Á fundinum verða þrjú meginviðfangsefni: Sölumál og fisk- og fullvinnsla, lenging hægt að laga pokann uppTómas á nýtt Davíðsson, sem sparar rannsóknarlegri sé aðogog þarna menn og rabbi saman unniInternational öllum okkar viðskiptavinum gleðilegra jóla hillutímans loks öryggihittist og menntun starfsmanna. Davíð 18:00 Fordrykkur í Húsi Sjávarklasans afurða 11:45 Hvað er nýjast að gerast í fullvinnslu mikla vinnu. í þrjá heila daga. Oft á tíðum eru skipstjórar og farsældar á nýju ári.“ eftir daginn Umræður í hópum og samantekt 16:50 hérlendis? þróunarstjóri Codlands, og Bjarki Vigfússon,
VERKSTJÓRAFUNDUR
8.-9.
Í S L E N S K A S J Á VA R K L A S A N S
VERKSTJÓRAFUNDUR
8.-9.
Í S L E N S K A S J Á VA R K L A S A N S
15:55 18:00 18:30 ogKvöldverður Fordrykkur í Húsi Sjávarklasans D A G U RDavíð 1 Tómas Davíðsson, rannsóknará Mar hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís þróunarstjóri Codlands, og Bjarki Vigfússon,
PALLBORÐ um lengingu hillutíma:
hagfræðingur Íslenska sjávarklasanum Sigfússon, hjá framkvæmdastjóri Íslenska 11:30 Þór
12:00 Léttur hádegisverður í Húsi Sjávarklasans opnar fundinn í Húsi 12:00 sjávarklasans, Léttur hádegisverður í Húsi Sjávarklasans
18:30 Þorsteinn Kvöldverður Mar IngiáVíglundsson, framkvæmdastjóri
VERKSTJÓRAFUNDUR 12:45 Skoðunarferð um Fiskkaup í V E R K S T J Ó R AFUNDUR 8D A. G- U9R. 2
Fiskislóð 34
Sjávarklasans. 12:45 Skoðunarferð um Fiskkaup í Örfirisey, Örfirisey, JANÚAR Fiskislóð 34 SÖLUMÁL OG FISK- OG FULLVINNSLA
Í S L E N S K A S J Á VA R K L A S A N S
Thorice
8.-9.
Björn Margeirsson, rannsóknarstjóri Promens
D A GUR 2
16:30 Mikilvægi hillutímans og sölumálin
Karl Hjálmarsson, markaðsstjóri Iceland Seafood ÖRYGGI OG MENNTUN International Dagskráin heldur áfram í Húsi Sjávarklasans S T A R F Ö R Y Gafurða G I O G M E NS MNATNUN AN 11:45 Hvað er nýjast að gerast í fullvinnslu Umræður í hópum og samantekt eftir daginn 16:50 Dagskráin heldur áfram í Húsi Sjávarklasans hérlendis? kröfur kaupenda S16Tdagana A áR8.-9. F S M A N9:00 N A Heimsókn til Samhentra og Marels ásamt Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans verður haldinn í þriðja sinn og13:30 nú í HúsiAuknar Sjávarklasans aðerlendra Grandagarði Davíð Tómaserlendra Davíðsson, rannsóknarog 18:00 Fordrykkur í Húsi Sjávarklasans gæðakerfa morgunverði. janúar nk. Á fundinum gefst verkstjórum í íslenskum sjávarútvegi tækifæri til aðinnleiðingu mynda tengslanet og fræðast um þærog áskoranir þróunarstjóri Codlands, og Bjarki Vigfússon, staðla í íslenskum Hist við höfuðstöðvar Samhentra að og tækifæri sem nú blasa við í greininni. Á fundinum verða þrjú meginviðfangsefni: Sölumál og fisk- ogfiskvinnslum. fullvinnsla, lenging 18:30 Kvöldverður á Mar Marels ásamt hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum Auknar kröfur erlendra kaupenda á Heimsókn til Samhentra hillutímans og loks öryggi og menntun starfsmanna. Ína Björg Össurardóttir, gæðastjóri Icelandic Suðurhrauni 4aog Garðabæ. Ný-Fisks Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans verður haldinn íhádegisverður þriðja sinní og nú í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16 dagana 8.-9. innleiðingu erlendra gæðakerfa og 12:00 morgunverði. Léttur Húsi Sjávarklasans 12:00 Léttur hádegisverður í Húsi sjávarklasans janúar Á fundinum gefst verkstjórum í íslenskum sjávarútvegi tækifæri tilmæli að og mynda tengslanet um þær áskoranir PALLBORÐ uminn lengingu hillutíma: 13:50 15:55 Skoðunarferð Getum við flutt fisk í meira í íslenskum fiskvinnslum. Hist við höfuðstöðvar Samhentra að í fiskvinnslu og 12:45 D A GURog 2fræðast D AG UR 1nk.staðla um Fiskkaup í Örfirisey, Fjölgun slysa meðal ungs fólks 13:20 Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís unnið hérlendis? og tækifæri sem nú blasa við í greininni. Á fundinum verða þrjú meginviðfangsefni: Sölumál og fiskog fullvinnsla, Fiskislóð 34 aðgerðir gegn þeim lenging Ína Björg Össurardóttir, gæðastjóri Icelandic Suðurhrauni 4a Garðabæ. Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Þorsteinn Ingi Víglundsson, framkvæmdastjóri Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska 11:30 hillutímans og loks öryggi og menntun starfsmanna.Portice Ö R Y G GGuðmundur I O G M I.E Kjerúlf N N T frá U NVinnueftirlitinu Ný-Fisks Thorice heldur áfram í Húsi Sjávarklasans sjávarklasans, opnar fundinn í Húsi Dagskráin S13:40 T A R FForvarnir S M A Ní N Aátak gegn Léttur hádegisverður Húsi sjávarklasans og vinnuslysum Sjávarklasans. Björn Margeirsson, rannsóknarstjóri Promens 14:10 Umræður í hópum og Kaffihlé Methúsalem forstöðumaður A N Ú áA R Auknar 13:30 tilHilmarsson, Samhentra og Marels ásamt Getum við flutt inn fisk í meira mæli og kröfur erlendra Jkaupenda 9:00 Heimsókn 16:30 innleiðingu Mikilvægi hillutímans og sölumálin forvarna TM hillutíma: PALLBORÐ lengingu Fjölgun slysaum meðal ungs fólks í fiskvinnslu og erlendra gæðakerfa og morgunverði. Karl Hjálmarsson, markaðsstjóri Iceland Seafood S Ö L U M Á L Ounnið G F I S K hérlendis? - OG FULLVINNSLA LENGIN G HíI íslenskum LLUTÍMA NS staðla fiskvinnslum. Hist viðmenntunar höfuðstöðvar Samhentra að 14:00 þeim Efling íMatís fiskvinnslu Sveinn Margeirsson, forstjóri aðgerðir gegn International Ína Björg Össurardóttir, gæðastjóri Icelandic Suðurhrauni 4a Garðabæ. skólastjóri Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Ólafur Jón Arnbjörnsson, 15:15 Ný-Fisks 11:45 Hvað er nýjast að gerast í fullvinnslu afurða Hámörkun gæða í vinnslu Guðmundur Kjerúlf frá Vinnueftirlitinu Fisktækniskólans Þorsteinn IngiI. Víglundsson, framkvæmdastjóri Þór sjávarklasans Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska Umræður í hópum og samantekt eftir daginn 16:50 Portice Verkstjórafundur Íslenska verður haldinn í þriðja sinn og nú í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16 dagana 8.-9. hérlendis? Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 12:00 Léttur hádegisverður í Húsi sjávarklasans janúar nk. ÁDavíð fundinum gefst verkstjórumrannsóknarí íslenskum tækifæri til að mynda tengslanet og þærmæli áskoranir Getum við flutt innfræðast fisk í um meira ogThorice 14:20 Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka Tómas Davíðsson, og sjávarklasans, opnarsjávarútvegi fundinn í 13:50 Húsi 18:00 Fordrykkur í Húsi Sjávarklasans Fjölgun slysa meðal ungs fólks í fiskvinnslu og 13:20 15:35 unnið gegní sjávarútvegi vinnuslysum og tækifæri þróunarstjóri sem nú blasa við í greininni. ÁBjarki fundinum verða þrjú meginviðfangsefni: Sölumál fisk- oghillutíma fullvinnsla, lenging Forvarnir og átak Kæling ogoglenging hérlendis? fyrirtækja kynnir stuttlega nýjar Codlands, Vigfússon, Umræður í og hópum og Kaffihlé aðgerðir gegn þeim Sjávarklasans. hillutímans og loks öryggi og menntun starfsmanna. Guðmundur Hannesson, 18:30 Björn Margeirsson, rannsóknarstjóri Promens Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans verður haldinn í þriðja ogsölunú íogHúsi Sjávarklasans að Grandagarði 16 dagana 8.-9. Kvöldverður á sinn Mar framkvæmdastjóri Kristinn Hjálmarsson, áherslur samtakanna og slitur Verkstjórafundi hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum Methúsalem Hilmarsson, forstöðumaður Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans verður haldinn í þriðja sinn og nú í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16 dagana 8.-9. Guðmundur I. Kjerúlf frá Vinnueftirlitinu markaðsstjóri Frost Portice 2015. janúar nk.hádegisverður Á fundinumHúsi gefst verkstjórum í íslenskum sjávarútvegi tækifæri til að mynda tengslanet og fræðast um þær áskoranir 12:00 forvarna TM Sjávarklasans janúarLéttur nk. Á fundinumí gefst verkstjórum í íslenskum sjávarútvegi tækifæri til að mynda tengslanet og fræðast um þær áskoranir ogog átak gegn vinnuslysum PALLBORÐ um lengingu hillutíma: Mikilvægi 15:55 Umræður sölumálin ogUR tækifæri sem nú blasa við í greininni. Á fundinum verðaíþrjú meginviðfangsefni: Sölumál 13:40 oghillutímans fisk-Forvarnir og fullvinnsla, lenging DAG 1 hópum og Kaffihlé 14:10 Methúsalem Hilmarsson, forstöðumaður forstjóri Matís og tækifæri nú íM greininni. fundinum verða þrjú meginviðfangsefni: Sölumál og fisk- og fullvinnsla, lenging 12:45 D A G USveinn R 2 Margeirsson, umIblasa Fiskkaup íÍÖrfirisey, LS EÖNSkoðunarferð GUIM Nsem G H Löryggi L UFvið TI S AO NGS FÁ Karl Hjálmarsson, markaðsstjóri Iceland Seafood hillutímans og loks og menntun starfsmanna. Efling menntunar í fiskvinnslu L Á L O G K U L L V I N N S L A forvarna TM Fiskislóð Ingikr. Víglundsson, hillutímans og34loks öryggi og menntun Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska starfsmanna. Þorsteinn 11:30 Verð: 22.400 / 20.900 kr. áframkvæmdastjóri mann fyrir hópa. Skráning á sjavarklasinn@sjavarklasinn.is til 6. janúar International LE NThorice SU N Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Staðsetning: Hús Sjávarklasans, Grandagarði 16, 101 Reykjavík sjávarklasans, opnar fundinn í Húsi ÖNR G Y IG GG I HOI LGL UMT ÍEMNANNT 14:00 Efling menntunar í fiskvinnslu Dagskráin heldur áfram í Húsi Sjávarklasans Hámörkun gæða vinnslu Sjávarklasans. Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri S T A R Björn F Safurða MMargeirsson, A N N A rannsóknarstjóri Promens Hvað er nýjast aðí gerast í fullvinnslu Fisktækniskólans 15:15 Hámörkun gæða í vinnslu PALLBORÐ umFisktækniskólans lengingu hillutíma: Umræður í hópum og samantekt eftir daginn Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans Árnason, framkvæmdastjóri PALLBORÐ um lengingu hillutíma: 16:30 Mikilvægi hillutímans og sölumálin kröfur erlendra kaupenda á 13:30 Auknar hérlendis? Heimsókn til Samhentra og MarelsSkagans ásamt 9:00 Ingólfur Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka 14:20 Karl Hjálmarsson, markaðsstjóri Iceland Seafood innleiðingu morgunverði. SÖLUMÁ L O GDavíð F I erlendra S K - Tómas O Ggæðakerfa F U LDavíðsson, L V og I N N S L A rannsóknarSveinn Margeirsson, forstjóri Matískynnir stuttlega og og lenging hillutíma !" !"#$%%nýjar fyrirtækja í sjávarútvegi Fordrykkur ísjávarútvegi Húsi Sjávarklasans lenging hillutíma 15:35 Kæling International staðla íKæling íslenskum og fiskvinnslum. Hist við höfuðstöðvar Samhentra að fyrirtækja í kynnir stuttlega nýjar #$%&'()*+,+-./*0+123+4333 Guðmundur Hannesson, sölu- og Þorsteinn Ingi Víglundsson, framkvæmdastjóri áherslur samtakanna og slitur Verkstjórafundi Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska þróunarstjóri Codlands, Bjarki Vigfússon, Ína Björg Össurardóttir, Icelandic er nýjast að gerast gæðastjóri í fullvinnslu afurðaog Suðurhrauni Frost 4a Garðabæ. 11:45 Hvað Þorsteinn Ingi Víglundsson, framkvæmdastjóri Guðmundur Hannesson, söluog Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska markaðsstjóri 16:50 Umræður í hópum og samantekt eftir daginn áherslur samtakanna og slitur Verkstjórafundi 2015. Thorice Ný-Fiskssjávarklasans, hérlendis? opnar fundinn í Húsi Kvöldverður á Mar hagfræðinguropnar hjá Íslenska sjávarklasanum Thorice Léttur hádegisverður í Húsi sjávarklasans markaðsstjóri Frost 12:00 Fordrykkur sjávarklasans, fundinn í Húsi Davíð Tómas Davíðsson, rannsóknarog 18:00 í Húsi Sjávarklasans 2015. 13:50 Getum við Sjávarklasans. flutt inn fisk í meira mæli og BjörnogMargeirsson, rannsóknarstjóri Promens þróunarstjóri Codlands, og Bjarki Vigfússon, 13:20 Fjölgun slysa meðal ungs fólks í fiskvinnslu Björn Margeirsson, rannsóknarstjóri Promens unniðSjávarklasans. hérlendis? Léttur hádegisverður 18:30 Kvöldverður ákr.Mar hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanumí Húsi Sjávarklasans aðgerðir gegn þeim Verð: 22.400 / 20.900 kr. á mann fyrir hópa. Skráning á sjavarklasinn@sjavarklasinn.is til 6. janúar Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Staðsetning: Hús Sjávarklasans, Grandagarði 16, 101 Reykjavík Guðmundur I. Kjerúlf frá Vinnueftirlitinu Mikilvægi hillutímans og sölumálin 12:00 Léttur Porticehádegisverður í Húsi Sjávarklasans
2 0 1 5
Í S L E N S K A S J Á VA R K L A S A N S 13:30
15:55 213:20 0 1 5
SLLEEN NSSKKAA SSJJÁÁVA VARRKKLLAASSAAN NSS Í ÍS11:30 14:10
2 0 1 5
9:00
.-9. VERKSTJÓRAFUND UR 812:00 AFUNDUR 13:50 VV EERRKKSSTTJJÓÓRRAFUNDUR Í SDLAEGN U RS1K A S J Á VA R K L A S A N S
JANÚAR
88J A. N.--Ú9A9R. .
VE
JANÚAR
ÍSL
22 00 1 1 55
13:40
Verkstjór janúar nk og tækifæ hillutíman
16:30 14:00
15:15 11:45
DDAAGGUURR1 1 15:35 11:30 11:30
12:00
15:55 16:50 15:55 14:20 18:00
DAGU 11:30
18:30 16:30
16:30 hillutímans og sölumálin D A GUMikilvægi R 2 12:45 Skoðunarferð um Fiskkaup í Örfirisey, átak gegn vinnuslysum Karl Hjálmarsson, markaðsstjóri Iceland Seafood S Ö Umræður L U M ÁíVerð: LumO GKaffihlé F I SÖrfirisey, K/-20.900 O G kr. F UáLmann LD13:40 VGIfyrir NRForvarnir N2hópa. S L AogSkráning A U 12:45 hópum og 14:10 Fiskkaup Karl Hjálmarsson, markaðsstjóri Iceland Seafood 22.400 á sjavarklasinn@sjavarklasinn.is til 6. janúar Fiskislóð 34I Síkr. S Ö LSkoðunarferð U M Á L O G F K O G F U L L V I N N S L A Methúsalem Hilmarsson, forstöðumaður International Fiskislóð 34 forvarna TM Staðsetning: Hús Sjávarklasans, GrandagarðiInternational 16, 101 Reykjavík !" Ö R Y G G I afurða O G M E N N T U NÖ R Y G G I O G M E N N T U N erA Nnýjast að gerast í fullvinnslu L E N11:45 G IDagskráin N G H I LHvað LUTÍM J A N Ú A !"#$%% R 14:00 Efling heldur íSheldur Húsi Sjávarklasans menntunar í fiskvinnslu Dagskráin áfram íí Húsi Sjávarklasans Hvað eráfram nýjast að gerast fullvinnslu 11:45 S T A R F afurða SMANNA Umræður íN hópum og samantekt eftir daginn 16:50 S T A R F S M A N A Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri hérlendis? Umræður í hópum og samantekt eftir daginn 16:50 15:15 Hámörkun gæða í vinnslu hérlendis? Fisktækniskólans kröfur erlendra kaupenda á 2 S0 1 5 13:30 Auknar til Samhentra og Marels ásamt 9:00 Heimsókn Davíðsson, og IngólfurDavíð Árnason,Tómas framkvæmdastjóri Skagans rannsóknar18:00 Fordrykkur í Húsi Sjávarklasans J ÁVA R A F L D E S E M B E R 2 0 1 4 innleiðingu erlendra gæðakerfa og morgunverði. Davíð Tómas Davíðsson, rannsóknarKolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka 18:00 Auknar kröfur erlendra kaupenda 14:20áog 13:30 Heimsókn til Samhentra og Marels ásamt Fordrykkur í Húsi Sjávarklasans 9:00 þróunarstjóri Codlands, og Bjarki Vigfússon, í íslenskum 15:35 staðla Hist við höfuðstöðvar Samhentra Kæling og lengingfiskvinnslum. hillutíma fyrirtækja í sjávarútvegi kynnirað stuttlega nýjar þróunarstjóri Codlands, og Bjarki Vigfússon, innleiðingu erlendra gæðakerfa og Suðurhrauni morgunverði. Ína Björg Össurardóttir, gæðastjóri 4a Garðabæ. !" 18:30 Guðmundur Hannesson, söluog Icelandic !"#$%% Kvöldverður á Mar áherslur samtakanna og slitur Verkstjórafundi hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum 18:30 Kvöldverður á Mar Ný-Fisks hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum markaðsstjóri Frostí íslenskum staðla fiskvinnslum. Hist við höfuðstöðvar Samhentra#$%&'()*+,+-./*0+123+4333 að 2015.
V E R K S T J Ó R AFUNDUR
Í S L E N S K A S J Á VA R K L A S A N S
8.-9.
SÖLUM
11:45
#$%&'()*+,+-./*0+123+4333
27
Skipalestin QP 13 ferst við Straumnes
Mesta sjóslys Íslandssögunnar Þegar 240 manns fórust í einu vetfangi úti fyrir Straumnesi árið 1942 var það mesti skipsskaði sem hér hefur orðið. Björgunarafrekið sem þá var unnið var sömuleiðis eitt hið mesta í sögu landsins en með miklu harðfylgi tókst að bjarga 250 manns. Skipin sem fórust voru hluti af skipalest Breta, QP 13, og var ekkert fjallað um atburðinn í fjölmiðlum á sínum tíma. Sigrún Erna Geirsdóttir
28
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
Þ
að var laugardaginn 5.júlí 1942 sem skipalestin QP-13 var á siglingu úti fyrir Bolungarvík í miklum vindi og lélegu skyggni. Í lestinni voru nítján skip. Þau höfðu verið fleiri en daginn áður var lestinni skipað að skipta sér upp. Sextán skip skildu sigla með Austfjörðum og halda til NorðurvesturSkotlands en hin nítján áttu að fara vestur með Norðurlandi, suður með Vestfjörðum og til Hvalfjarðar. Flest þessara skipa voru bandarísk skip á leiðinni heim en þau sem fóru til Bretlands voru bresk. Með lestinni sem sigldi til Íslands voru nokkur fylgdarskip, bresku tundurduflaslæðararnir Niger og Hussar, franska korvettan Roselys og tveir vopnaðir breskir togarar, Lady Madeleine og St. Elstan. Yfir skipalestinni var maður að nafni John Hiss, skipstjóri um borð í bandaríska kaupskipinu American Robin. Foringi verndarskipanna var Antony J. Cubison, skipherra á Niger.
Slæmt skyggni Kaupskipunum nítján var stillt upp í fimm raðir. Veðrið var slæmt; norðaustan vindur og átta vindstig, lágskýjað og rigning. Skyggni var ekki nema um ein sjómíla. Það sem var þó alvarlegast í stöðunni var að ekki hafði sést til himintungla til þess að taka staðarákvörðun síðan 2.júlí og því vissu menn ekki hvar skipin væru
nákvæmlega stödd. Urðu menn nú að reiða sig á stefnu, dýptarmælingar og áætlaðan siglingarhraða til að reyna að staðsetja sig. Um klukkan sjö að kveldi ræddu þeir saman, Cubison og Hiss, og reyndu að átta sig á stöðunni. Þetta var áríðandi því skipin nálguðust Vestfirði hratt og ákveða þurfti leiðina vestur fyrir kjálkann. Cubison vissi líka að Bretar höfðu lagt tundurduflabelti milli norðvestanverðra Vestfjarða og austurstrandar Grænlands til að hindra þýsk skip í að komast framhjá Íslandi og út á Atlantshaf til að ráðast á skip Bandamanna. Um tíu sjómílna breið renna var í gegnum beltið og þurftu skipin að sigla þar í gegn. Staðsetning skipanna var því gríðarlega mikilvæg. Cubison áleit að skipalestin væri stödd um 21 sjómílu norð-norðvestur af Horni og lagði líka til að skipin væru í tveimur röðum en ekki fimm. Tundurduflagirðingin og staðsetning hennar voru hernaðarleyndarmál og vissi skipalestarstjórinn, John Hiss, ekki af henni. Mögulega hefði hann gert það ef ætlunin hefði verið frá upphafi að hann tæki við þessu hlutverki en skipting QP 13 hafði komið snöggt upp. Þegar þeir Cubison ræddu saman um staðsetningu skipanna má þó velta fyrir sér af hverju beltið bar ekki á góma í samtalinu, beint eða óbeint. Um klukkan átta mældi áhöfn Niger dýpið og á grunni mælingarinnar og annarra gagna var talið að skipalestin væri stödd norðaustur af Straumnesi og þar með komin
vestur fyrir Horn. Siglingarstefnunni var breytt í suðvestur með stefnu utanvert við Straumnes og norðan við Aðalvík. Niger tók nú forystuna og reyndi að ná landsýn til að fá nákvæmari staðsetningu. Um klukkan tíu telja þeir sig sjá hamravegg um eina sjómílu framundan og breyta snarlega um stefnu svo þeir sigli ekki í strand. Niger sendir hins vegar önnur boð fjörutíu mínútum síðar og segja að þetta hafi ekki verið klettar heldur borgarísjaki. Brýnt væri því að breyta strax stefnu og sigla í suðvestur. Það var hins vegar um seinan. Niger hverfur í hafið Skyndilega sjá menn á næstu skipum, St. Elstan og beitiskipinu Edinburgh, hvar tundurduflaslæðarinn springur í loft upp eftir að hafa siglt á tundurdufl sem rífur undan því botninn. Niger leggst á hliðina,umlukið brennandi olíu, og hverfur á örskotsstundu með manni og mús. Þarna fórst 80 manna áhöfn og 39 sjóliðar sem höfðu verið á Edinburgh. Ráðist hafði verið á skip þeirra við Rússlandsstrendur en þeim hafði verið bjargað og voru þeir á leiðinni heim. Um stund er mönnum orða vant af undrun og hryllingi, við Íslandsstrendur töldu þeir sig örugga. Því næst verður uppi fótur og fit er nærstödd skip reyna að sveigja frá slysstaðnum. Tundurduflaslæðarinn Hussar stefnir þó rakleitt til björgunar þar sem Niger fór niður.
HUGHEILAR JÓLAOG NÝÁRSKVEÐJUR Við óskum viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar, sem og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með kærri þökk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu. WWW.3XTECHNOLOGY.COM | WWW.SKAGINN.COM
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
29
Hybert sekkur Næst kveður við sprenging undir stafni bandaríska farmskipsins Hyberts. Um borð voru 54 sjómenn og byssuliðar, auk farþega af bandaríska skipinu Syros sem hafði verið sökkt af þýskum kafbáti í maí. Allir um borð æða í björgunarbáta enda springur annað dufl undir skipinu tíu mínútum eftir þá fyrstu og skipið er sokkið tæpri klukkustund síðar. Lánið var þó með þeim í lokin og allir bjargast. Alger glundroði ríkti nú á hafinu þar sem nánast enginn vissi af tundurduflabeltinu. Skip voru að springa, menn þóttust heyra skothríð og vatnssúlur þeyttust til himins. Ástæða þess var að þegar tundurdufl springur leiðir þrýstingshöggið frá því oft til þess að önnur tundurdufl springa. Sumum fannst þeir jafnvel sjá slóð eftir tundurskeyti í sjónum. Menn héldu því að óþekktur óvinur leyndist í veðursortanum en þar sem sprengingarnar voru allt í kringum skipin vissu menn ekkert hvert ætti að stefna. Heffron og Massmar sökkva Næst til að springa er bandaríska flutningaskipið Heffron með 77 manns um borð. Skammt framan við brúna verður ægileg sprenging og í kjölfarið fylgja aðrar tvær. Margir særast eða missa meðvitund en þar sem skipið helst lengi á floti komast allir nema einn um borð á fleka og svo í björgunarbáta. Bandaríska flutningaskipið Massmar er næst í röðinni, það fær á sig tvö dufl nánast samtímis. Þremur björgunarbátum og tveimur flekum er komið í sjóinn en tveir bátanna fara á hvolf og mennirnir fljóta um í ísköldum sjónum. Um borð í þriðja bátnum er ekki einn maður. Skipin æða um svæðið en vita ekkert hvert þau eiga að fara til að forða sér undan hryllingnum. Um borð í herskipunum liggja fyrir upplýsingar um að á svæðinu sé tundurduflabelti en menn átta sig ekki strax á að þeir hafi siglt inn í það. Almennt er talið að þýskir kafbátar séu komnir. Vopnuðu togararnir tveir þeytast um, reyna að finna kafbátana með hljóðsjám og varpa djúpsprengjum. Fallbyssur og vélbyssur eru notaðar til að skjóta á skugga í veðursortanum. John Randolph og Rodina sökkva Bandarískt fimm mánaða frelsisskip, John Randolph, springur næst og fer skipið í tvennt. Framhlutinn helst þó á floti og af þeim sextíu sem voru um borð komast allir af nema fimm. Sovéska flutningaskipið Rodina fær nú á sig dufl á stjórnborða. Í skipinu eru m.a eiginkonur og börn sovéskra sendiráðsmanna í London. Við sprenginguna ryðst sjórinn inn og skipið leggst á hliðina. Þrjátíu og níu farast með skipinu en sextán bjargast. Panamaskipið Exterminator siglir einnig á dufl, skemmist, en sekkur ekki. Núna fara menn um borð í vopnuðu skipunum að átta sig á að þeir hljóta að hafa siglt inn í tundurduflabeltið og gripið er til aðgerða samkvæmt því. Veðrið hamlar þó mjög aðgerðum. Tundurduflaslæðarinn Hussar leiðir nokkur kaupskipanna inn á Ísafjarðardjúp og reynir að ná nákvæmri staðsetningu. Vopnuðu togararnir tveir og
30
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
John Randolf.
Niger.
korvettan Roselys sigla á meðan á milli tundurduflanna og leita skipbrotsmanna. Ótrúlegt björgunarafrek Þessa nótt var unnið ótrúlegt þrekvirki er tókst að bjarga um 250 manns af þeim rúmlega 500 sem voru um borð í skipunum sem sukku. Helst má þakka það ótrúlegri elju áhafnar litlu korvettunnar Roselys sem sigldi í rúmar sex klukkustundir innan um tundurduflin, í miklum sjó, og fiskaði skipbrotsmenn upp úr sjónum. Tókst þeim að bjarga hvorki meira né minna en 179 manns og er þetta björgunarafrek eitt hið mesta sem hér hefur verið unnið. Togararnir Lady Madeleine og St. Elstan björguðu svo ríflega sextíu manns. Sjóslysið er þrátt fyrir það mesta sjóslys sem hér hefur orðið. Breska flotastjórnin á Íslandi frétti fljótt af slysinu og sendi þegar í stað beitiskipið Kent á staðinn en það var þá við gæslu milli Vestfjarða og hafísrandarinnar undan Austur Grænlandi. Skyldi það hjálpa við að safna skipunum úr QP13 saman og koma þeim til Hvalfjarðar. Lady Madeleine og St. Elstan voru einnig í því verkefni, ásamt togaranum Helgafelli RE-280 sem var staddur í grenndinni. Öll skipin sem enn flutu komust til Hvalfjarðar. Nokkrir íslenskir síldarbátar sem höfðu verið á leið á miðin frestuðu því og héldu inn á Aðalvík í staðinn. Einn bátanna, Vébjörn ÍS, fór á staðinn til að leita skipbrotsmanna og hafði með sér yfirmann bresku ratsjárstöðvarinnar við Aðalvík. Nokkrir úr áhöfn voru skildir eftir í bátunum í Aðalvík þar sem þetta þótti hættuför. Ekki tókst Vébirni að finna neinn á lífi en kom hann til baka með nokkur lík sem voru svo sótt af Roselys. Kos-
Rodina.
ið hafði verið til Alþingis þennan dag og þegar slysið varð sat fólk í Aðalvík heima og hlustaði á útvarpið til að fylgjast með úrslitum kosninga. Sprengingarnar sem urðu þegar duflin sprungu heyrðust þar vel og hélt fólk að mikil sjóorrusta ætti sér stað skammt úti fyrir. Næstu vikur rak bæði lík og brak upp á land víða á Vestfjörðum en ekkert birtist í fjölmiðlum um hvað hefði átt sér stað. Í rannsókn sem fór fram á orsökum slyssins var meginniðurstaðan sú að siglingarfræðileg mistök vegna slæms veðurs hefðu átt sér stað við staðarákvörðun um borð í Niger. Veðrið hafði sömuleiðis valdið því að ekki var hægt að staðsetja skipin í þrjá daga á undan slysinu. Þá var talið að það hefði átt sinn þátt í slysinu að Hiss, skipalestarstjóri á American Robin, hafði óvænt tekið við því hlutverki þegar skipalestinni var skipt upp norðvestur af landinu. Hiss vissi ekki af tilhögun varna norðvestur af Íslandi og þ.a.l vissi hann ekkert um tundurduflabeltið og staðsetningu þess. Var það enn fremur lagt til að radíóvita yrði komið fyrir við Straumnes. Nokkrir minnisvarðar Skipalestirnar sem sigldu um Atlantshafið voru mikilvægur hlekkur í stríðsrekstri Bandamanna. Í hvert sinn sem lagt var af stað var það í hættuför, bæði vegna vígvéla Þjóðverja en náttúran sjálf torveldaði líka för. Engar opinberar upplýsingar voru veittar um sjóslys QP 13 á sínum tíma og íslenskir fjölmiðlar greindu ekki frá því. Í seinni tíð hefur fólk þó orðið upplýstara um atburðinn og hafa tveir minnisvarðar um slysið verið reistir. Má þar fyrstan nefna minnisvarða í Neðstakaupstað á Ísafirði sem rússneska sendiráðið lét gera um Rússana sem fórust um borð í Rodina. Var það afhjúpað árið 2005 en þá voru 60 ár voru frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðara minnismerkið var afhjúpað þann 5.júlí 2014 og er það við Stigahlíð í Bolungarvík en bærinn stendur næst slysstaðnum. Þessi hörmulegi atburður mun því seint falla í gleymskunnar dá aftur. Heimildir: Dauðinn í Dumbshafi, Magnús Þór Hafsteinsson, Vísir, Morgunblaðið og BB.is
Nýsköpun SPRETTUR ÚR SAMSTARFI
Í yfir þrjátíu ár höfum við tengt saman það sem sjávarútvegurinn gerir best og það sem við gerum best. Sameinaðir kraftar hafa skilað fiskiðnaðinum og samfélaginu auknum verðmætum.
Marel þakkar farsælt samstarf á liðnum árum og óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. marel.is
Anna Katrín Árnadóttir og Jón Þrándur Stefánsson.
Sníðir klæðskeralausnir fyrir sjávarútveg
Allar helstu markaðsupplýsingar á einum stað
R
áðgjafafyrirtækið Markó Partners hefur opnað einstaka síðu fyrir sjávarútveg þar sem hægt er að nálgast á einum stað allar helstu markaðsupplýsingar sem áður þurfti að finna á mörgum stöðum. Fyrirtækið sinnir alls kyns ráðgjöf fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og sendir mánaðarlega út viðamiklar greiningarskýrslur.
Mánaðarlegar skýrslur Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greininga hjá Markó Partners, segir að fyrirtækið eins og það er í dag hafi orðið til árið 2009. Það hafi vaxið hratt enda sé enginn hérlendis að gera svipaða hluti. Fyrirtækið hefur líka haslað sér völl erlendis og í dag eru um 80% verkefna Markó Partners þar. Starfsemi fyrirtækisins er einkum tvíþætt: Greiningarþjónusta og fyrirtækjaráðgjöf. Markó Partners gefur út í hverjum mánuði ítarlegar greiningarskýrslur um þróun á helstu mörkuðum fyrir hvítfisk. Í þessum skýrslum er að finna upplýsingar frá Íslandi, Noregi og ESB löndunum um þorsk, ýsu og ufsa, og að auki
32
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
eru skýrslur um þorsk, ýsu og Alaskaufsa fyrir Bandaríkin. „Við fylgjumst með vöruflæðinu, allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann fer á markað,“ segir Jón. Hægt er að skoða allar helstu vörutegundir fyrir hverja tegund, t.d fersk og frosin flök, flattan, saltaðan eða þurrkaðan fisk, og sjá ýmsar upplýsingar er þeim tengjast, hlutfallsskiptingu, hversu mikið er að fara á hvaða markað o.fl. Þá er í skýrslunum stutt samantekt um ýmis viðfangsefni, t.d. þróun á makríl, og kannski stuttur pistill um áhugaverð málefni. Til viðbótar við þessar reglulegu áskriftarskýrslur koma svo út öðru hvoru aukaskýrslur um aðrar tegundir, eins og karfa eða grálúðu. „Við spáum líka fyrir verðþróun út árið. Spáin byggir á gögnum fyrri ára og svo notum við þróun á árinu, eins og stækkun eða minnkun á kvóta, til að leiðrétta hana. Þannig að eftir því sem fram líður verður spáin nákvæmari,“ segir Jón. Fyrirtækið tekur líka að sér klæðskerasaumuð greiningarverkefni. „Þá greinum við tiltekna markaði eða tegundir. Við getum tekið Alaskaufsa sem dæmi, þá skoðum við helstu vörur hans,
hver kvótastaðan sé, helstu fyrirtæki sem selja hann og samkeppnistegundir á mörkuðum.“ Mælaborðið brúar bilið Mælaborðið markofish.com er nýjung hjá fyrirtækinu og opnaði í september. „Síðan er þannig hugsuð að þú átt að geta farið inn og fengið allar helstu upplýsingar um markaðinn á einfaldan hátt,“ segir Jón. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við síðunni,“ segir Anna Katrín Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Markó Partners. „Þetta er ný og öðruvísi framsetning á þessum gögnum sem fólk þurfti áður að sækja frá mörgum stöðum eins og Fiskistofu, Hagstofunni, fiskmörkuðum og bönkum.“ Jón segir að hugmyndin með mælaborðinu sé að það og skýrslurnar vinni saman. Skýrslurnar veiti dýpt yfir lengri tíma og mælaborðið brúi bilið milli þeirra. Þess fyrir utan séu upplýsingar á mælaborðinu sem ekki séu í skýrslunum. Jón segir að verkefnið sé enn í þróun og vefsíðan eigi eftir að breytast eitthvað. Seinna verði þarna t.d. ítarlegri greiningar. Fyrst um sinn geta allir notað síðuna en seinna
HVAÐ ER Í MÆLABORÐINU? Mælaborðið virkar þannig að skjánum er skipt upp í nokkra málaflokka: Afli, fréttir, markaðsverð, kvóti, laxmarkaður, utanríkisviðskipti með fisk, gengi og viðburðadagatal. Í glugganum fyrir veiðar er hægt að sjá hvað búið er að veiða á þessu fiskveiðiári í öllum tegundum, bæði á Íslandi og í Noregi. Í kvótaglugganum svo hægt að sjá kvótann í hverri tegund og hversu mikið er búið að nýta af honum í Noregi og á Íslandi. Fleiri lönd eru í deiglunni. Í glugganum um markaðsverð er hægt að sjá verð á öllum tegundum á norska og íslenska markaðinum. Fréttaglugginn er gátt inn í helstu fréttamiðla og fyrirtæki í sjávarútvegi og eru fréttirnar á mörgum tungumálum. Í glugganum fyrir utanríkisviðskipti með fisk (trade flow) er hægt að leita eftir mánuðum og sjá viðskipti margra landa við önnur. Fjöldi ríkja er á listanum, t.d Ísland, Bandaríkin, ESB löndin o.fl. Í glugganum fyrir laxmarkað má sjá þróun á þeim markaði, útflutningsverð á ferskum og frystum laxi frá Noregi, verðþróun á framvirkum samningum o.fl. Viðburðaglugginn er dagatal þar sem hægt að sjá helstu viðburði í sjávarútvegi, eins og sýningar og hvenær helstu fyrirtæki ætla að birta tölur. Jafnframt er mögulegt er fyrir notendur að hlaða niður gögnum í Excel til notkunar við frekari tölulega vinnslu og eigin samanburð.
meir verður hún einungis í boði fyrir áskrifendur þjónustunnar. Mismunandi notkun Jón Þrándur segir að það sé mismunandi hvernig markofish.com nýtist fólki, allt fari eftir því eftir hverju verið sé að sækjast. Markaðsfólk skoði gluggana fyrir verð dagsins og svo vilji það kannski skoða löndunarmagnið til að sjá hversu mikið sé á leið inn á markað þá stundina og skipulagt sölur með það í huga. Það vilji kannski líka skoða útflutningsviðskiptagluggann til að sjá hver markaðurinn sé fyrir tiltekna vöru, hvaða verði sé verið að selja hana á o.fl. „Síðan getur líka nýst fjármálastofnunum vel, ef þær hafa t.d veð í ákveðnu skipi geta þær séð hvers
virði kvótinn er þegar hann er kominn í ákveðið hráefni,“ segir Jón. Þá nýtist t.d laxamarkaðsglugginn þeim vel sem vilja fylgjast með veðum sem þeir eiga í laxeldisfyrirtækjum.“ Jón Þrándur segist hvetja fólk til þess að kynna sér mælaborðið en það er aðgengilegt á síðunni: markofish.com Fyrirtækjaráðgjöf Ein stoð Markó Partners er ráðgjöf til fyrirtækja og segir Jón að hún sé margþætt. „Þetta getur verið endurskipulagning, ráðgjöf við kaup og sölu eða ýmiss konar greiningar bæði fyrir seljendur og kaupendur,“ segir hann. „Stundum tengjumst við líka hlutafjáraukningu, núna erum við t.d að vinna með íslensku laxeldisfyrirtæki í því að
Stundum tengjumst við líka hlutafjáraukningu, núna erum við t.d að vinna með íslensku laxeldisfyrirtæki í því að sækja aukið hlutafé til Noregs. sækja aukið hlutafé til Noregs.“ Fyrirtækið kemur líka að alls kyns ráðgjöf varðandi fjármögnun, t.d varðandi skipasmíði. Flest ráðgjafarverkefnin eru erlendis og hefur fyrirtækið unnið með alls kyns sjávarútvegsfyrirtækin í löndum eins og Kanada, Chile, Noregi og Rússlandi. „Sem dæmi um verkefni mætti nefna að við unnum nýverið með Royal Greenland og skoðuðum fyrir þá stöðuna á grálúðukvóta í S-Evrópu og hvort hægt væri að kaupa þannig kvóta. Einnig unnum við fyrir eigendur Ný-fisks sem var selt til Icelandic Group og svo unnum við fyrir High Liner Foods þegar það keypti ameríska hluta Icelandic Group,“ segir Jón. Sú mikla reynsla sem Markó Partners hefur viðað að sér úr ólíkum geirum sjávarútvegs hefur enda nýst fyrirtækinu vel til að þróa upplýsingaþjónustu eins og mælaborðið sem nú þegar er nýtt af afar fjölbreyttum hópi viðskiptavina. Vöxturinn sem hefur orðið hjá fyrirtækinu muni því halda áfram að vera stöðugur og jákvæður.
Hús Sjávarklasans Grandagarði 16 101 Reykjavík navis@navis.is navis.is
Skipahönnun
Ráðgjöf
Eftirlit
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
33
Hér er Kristján 14 ára á bv Jóni Þorlákssyni
Það er orðið öruggara að vera á sjó heldur en að vera í umferðinni
Flæktist út á sjó á flótta Anna Kristjánsdóttir fór sem unglingur á sjó því hún fann sig ekki í skóla og var á flótta undan sjálfri sér. Leiðin lá fljótt niður í vélarrúmið og ákvað hún að fara í Vélskólann til að afla sér réttinda. Eftir rúm tuttugu ár á sjó fannst henni kominn tími til að hætta flóttanum og flutti hún til Svíþjóðar til að fara í kynleiðréttingu. Eftir að hún flutti heim aftur gekk á ýmsu en hún hefur að mestu unnið hjá Orkuveitu Reykjavíkur síðan. Þrátt fyrir ákveðna erfiðleika í lífinu tekur hún lífinu með ró. Helga Dís Björgúlfsdóttir
34
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
A
nna býður blaðamanni inn í hlýlega íbúð sína í einu útverfi Reykjavíkur. Hún er að byrja að skreyta íbúðina fyrir jólin og eiga björgunarkarlar Landsbjargar heiðurssæti í skreytingunum. Íbúðin er fyllt fjölskyldu myndum og er augljóst á fylltum bókahillunum að hún er mikill lestrarhestur. Hún hefur komið sér vel fyrir með köttunum sínum Tárhildi og Hrafnhildi, sem hún fékk nokkrum mánuðum eftir að hún flutti inn árið 2005. Hrafnhildur hét raunar Kolbeinn til að byrja með, þar til kom í ljós að kötturinn var læða en ekki fress eins og fyrst var talið. Það er nokkuð ljóðrænt ef til Önnu er litið, þar sem hún eyddi fyrri hluta ævi sinnar sem Kristján á eilífum flótta undan sjálfum sér. Hún er mikil sagnakona og hefur haldið úti bloggi í fjölda ára, þar sem hún segir skemmtilega frá því sem er að gerast í lífi hennar.
Öryggismálin mikilvæg Anna hefur aldrei lent í strandi né hefur skip sokkið undan henni. Eins hefur aldrei maður dáið á skipi sem hún hefur verið á. „Ég myndi nú ekki ganga svo langt að kalla mig lukkugrip. Ég hef hinsvegar verið heppin að vera með þannig fólki á sjó að það hefur tekið öryggið fram fyrir áhættuna. Það er mjög mikilvægt að viðhalda góðum móral á skipi og eins að menn séu samtaka um öryggismálin. Þetta vildi oft bregðast hérna áður fyrr. Sem betur fer er þetta orðið gjörbreytt frá því sem var þegar ég var að byrja á sjó. Það þótti bara eðlilegt að maður slasaðist alvarlega á fimm til tíu ára fresti. Ef einhverjum tókst að verða meira en fimmtíu ára á sjó án þess að drukkna eða farast á annan hátt, var það nánast kraftaverk.
Sem dæmi, árið 1982 fórst belgíski togarinn Pelagus við Vestmannaeyjar. Það er vel líklegt að allir hefðu bjargast ef þyrla hefði komið á staðinn og getað athafnað sig. þar fórust fjórir, tveir björgunarmenn og tveir áhafnarmeðlimir. Það var þó ekki fyrr en fáeinum árum seinna sem landhelgisgæslan fékk TF-Sif.
Árið 1967 í Surprise GK
LEIÐ EKKI VEL Í SKÓLA „Ég fór til sjós fjórtán ára því ég var á flótta frá sjálfri mér. Mér bauðst að fara á gamla síðutogarann Jón Þorláksson RE sem hálfdrættingur um sumarið 1966 og ég greip það fegins hendi. Eftir sumarið fór ég aftur í skólann,“ segir Anna.„Ég gekk í Gaggó Vest og það má segja að skólinn hafi ekki verið besti staðurinn í bænum fyrir fátæklinga. Ég var fædd í gömlu Höfðaborg við Borgartún og ólst þar upp að hluta. Ég eyddi stórum hluta bernskunnar á barnaheimili í Mosfellssveit, en fór aftur til foreldra minna í Höfðaborginni þegar ég var 12 ára. Krakkar sem bjuggu þar voru litin hornauga á þessum árum. Skólinn var þá til húsa í gamla Iðnaðarmannahúsinu við Tjörnina, við hliðina á Iðnó. Einu sinni þegar við vorum í frímínútum kom maður á Volkswagen og átti eitthvað erindi inn í Iðnó. Bíllinn var þannig gerður að hann var með hálfgerðum handföngum á stuðurunum, að framan og aftan, samtals fjórum. Maðurinn lagði upp á gangstéttinni og hljóp inn. Einhverjir piltar sem voru einnig í frímínútunum röðuðu sér að bílnum og náðu að lyfta honum og draga hann á milli hússins og kants sem var þar, svo bíllinn komst hvorki lönd né strönd.Ég horfði á þetta gerast en tók ekki þátt í athæfinu. Bíllinn stóð þar sem eftir var dagsins en hann var farinn daginn eftir þegar við komum í skólann á ný. Skólastjórinn hafði þá fundið sökudólg og það var ég.Ég náði því aldrei hvað skólastjóranum og kennurunum tókst að finna margt upp á mig. Eftir þetta atvik gafst ég upp og fór. Ég viðurkenni alveg að ég átti ákveðin sprell líka, ég var samt langt frá því að vera allsherjar sökudólgur og skammirnar fékk ég. Í framhaldi af þessu fór ég á gamlan togara í Hafnarfirði sem hét Surprise. Hann strandaði og bar beinin uppi í Landeyjarsandi árið 1968, ári eftir að ég var þar um borð. Eftir veruna þar um borð þvældist ég á ýmsum skipum þar til ég fór í Vélskólann árið 1972.
Andrúmsloftið breyttist mjög fljótlega eftir að ég byrjaði á sjó, en þó ekki almennilega fyrr en eftir 1980. Á árunum 1984 til 1986 áttu sér stað ýmsar breytingar á öryggismálum sjómanna. Fyrir það fyrsta voru lögleiddir flotbúningar á öll skip. Þegar Suðurlandið fórst árið 1986 voru
engir flotbúningar um borð. Ef þeir hefðu verið til staðar hefðu sennilega flestir bjargast. En það tókst þó að bjarga fimm af ellefu manna áhöfn. Það var eiginlega kraftaverk að það hafi tekist að bjarga einhverjum, miðað við að þeir voru að berjast í björgunarbát í meira en hálfan sólarS J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
35
Ofan í vélinni á Bakkafossi árið 1981
hring. En flotbúningarnir eru búnir að bjarga mörgum mannslífum. Í öðru lagi varð aðgengi að þyrlum mun betra og eru þær einnig búnar að bjarga mörgum mannslífum. Sem dæmi, árið 1982 fórst belgíski togarinn Pelagus við Vestmannaeyjar. Það er vel líklegt að allir hefðu bjargast ef þyrla hefði komið á staðinn og getað athafnað sig. þar fórust fjórir, tveir björgunarmenn og tveir áhafnarmeðlimir. Það var þó ekki fyrr en fáeinum árum seinna sem landhelgisgæslan fékk TF-Sif. Þriðja atriðið sem hafði úrslitaáhrif í öryggisbúnaði skipa var Slysavarnaskóli sjómanna. Það er mikilvægt að geta þjálfað fólk að nota björgunartækin og geta æft sig helst í hverjum mánuði eins og er gert víðast hvar í dag. En þegar Dísarfell fórst árið 1997, með tólf manna áhöfn tókst að bjarga tíu. Þar voru aðstæður slæmar en áhöfnin fór eftir öllum reglum og því sem þeim hafði verið kennt. Það fóru til dæmis allir í flotbúninga, en það voru ytri aðstæðurnar sem komu í veg fyrir að hægt var að bjarga öllum. Fyrir utan þessar öryggisreglur, hefur sjóslysum farið fækkandi. Það eru nú þegar komin um tvö ár síðan síðasta banaslys varð á sjó. Það er orðið öruggara að vera á sjó í dag heldur en að vera í umferðinni. Ég las um daginn nýlega úttekt frá Danmörku og þar var því haldið blákalt fram að það væri mun öruggara að vera á gámaskipi heldur en byggingarvinnu.“ Betra í vélarúminu Það getur verið erfitt að flýja raunveruleikann og dugði því skammt að fara á sjó til þess. Hún komst fljótt að því að það var mun skítugra og betra að vera niður í vélarúmi skipa en uppi á þilfari og færði sig þangað. „Flóttinn hélt áfram niður í vél.
36
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
Flóttinn hélt áfram niður í vél. Það leið ekki á löngu fyrr en ég var komin í fast starf niðri í vélarúmi, ég byrjaði sem smyrjari og varð síðar aðstoðarvélstjóri. Ég ákvað í kjölfarið að fara í Vélskólann til að afla mér réttinda. Það leið ekki á löngu fyrr en ég var komin í fast starf niðri í vélarúmi, ég byrjaði sem smyrjari og varð síðar aðstoðarvélstjóri. Ég ákvað í kjölfarið að fara í Vélskólann til að afla mér réttinda. Þó það virðist sem ég hafi lært vélstjórann fyrir tilviljun þá fór ég nú ekki í námið upp á grínið. Þetta var samt meira og minna tilviljanakennd atburðarrás að ég fór að vinna í þar og hóf að stunda nám í vélskóla. Eitt leiddi af öðru. Ég kláraði Vélskólann árið 1977 og fór beint á togarann Vestmannaey. Ég hafði tekið mér ársfrí úr skólanum árið 1974 til 1975 og réði mig á skipið. Hún hafði verið gerð út frá Hafnarfirði frá því hún kom ný frá Japan í gosinu. En þegar ég byrja í föstu starfi var búið ákveða að gera út frá Eyjum. Ég var þar svo til ársins 1980. Fjölskylduaðstæður voru slíkar að ég fór frá Eyjum og til Eimskips. Ég var enn auðvitað að berjast við sjálfa mig en þáverandi vildi ekki vera í Eyjum. Hún ætlaði að fara upp á land og sagði að ég gæti komið með ef ég vildi. Ég hlýddi, fór með henni og fór yfir til Eimskips. Ég var þar til ég fór til Svíþjóðar, 1989. Mér líkaði vel í Eyjum, það er tilvalinn staður að vera á þegar maður er á flótta. Það var mjög
sérstakt og gott andrúmsloft þar og sérstaklega á árunum eftir gos. En hjónabandið fór svo eins og það fór og við skildum 1984. Það var bara eðileg ástæða fyrir því eins og gefur að skilja.“ Nýtt líf í Svíþjóð Árið 1989 var ekki hægt að fá kynleiðréttingu hér á Íslandi. Ákvað Anna því að fara til Svíþjóðar, þar sem hún lenti í baráttu við kerfið þar sem Svíar voru ekki alveg tilbúnir til að samþykkja manneskju í aðgerð sem var að koma utan frá. „Ég hafði staðið í baráttu hérna heima en það var álitið ómögulegt að framkvæma aðgerðirnar hér. Það voru margir sem fannst það bara klikkun að vilja gangast í gegnum þetta. Ferlið var mun stífara heldur en það er núna. Á þessum tíma voru aðeins framkvæmdar aðgerðir á um tíu til tólf manns á ári. Það samsvarar því að það væri framkvæmd ein aðgerð annað eða þriðja hvert ár hér á landi. Í dag er kerfið orðið mun frjálslegra og eru framkvæmdar um 60 aðgerðir til leiðréttingar á kyni á ári þar í landi. En ég fór út og byrjaði að vinna í þessu. Fékk mér vinnu í orkuveri, þar sem ég vann þau sjö ár sem ég dvaldi í landinu. Samstarfsmenn mínir gátu fylgst með því sem var í gangi og voru viðbrögðin að langmestu leyti jákvæð, þó það hafi nú gengið á ýmsu. Úti fór ég í allar mögulegar prófanir og sálfræðimeðferðir og hitti fjölda geðlækna. Ég þurfti meira að segja að fara í heilalínurit. Ég veit ekki til hvers því þeir komust auðvitað að því að það var ekkert að. En þessu var ekki lokið enn, málinu er svo vísað til Rättsliga rådet hjá Socialstyrelsen, þar
Anna var á auglýsingu fyrir sýningu Önju og Sabinu. Sýningin gekk út á að sýna nokkra aktivista í transmálum.
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
Landsfélag í vél- og málmtækni VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800
Landsfélag í vél- og málmtækni S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
37
Margir af gömlu körlunum hérna á Íslandi voru nú aldeilis ekki tilbúnir til að samþykkja svona lagað. Mörgum þótti þetta hið versta mál og það voru bæði gamlir félagar og vinnufélagar sem og ókunnugt fólk sem lét í ljós óánægju sína með aðgerðina.
„Ég fer reglulega ferðir með björgunarsveitinni Ársæli og Slysavarnarskólanum á Ásgrími og öðrum björgunarskipum, í leit og aðstoð við skip.“
sem gefin er heimild eða höfnun fyrir aðgerðinni. finnst mér nafnið fallegt þannig að ég tók það Þetta ráð hefur tvö hlutverk, annað er að sam- upp.“ þykkja eða hafna fólki sem vill komast í kynleiðréttingu. Hitt er að úrskurða um sakhæfi glæpa- Viðbrigði að koma heim Ári eftir kynleiðréttinguna flutti Anna aftur manna. Til að mynda þegar ein vinkona mín var köll- heim til Íslands, en viðbrögð Íslendinga voru uð fyrir ráðið var verið að úrskurða um tvö mál. allt önnur en þau sem hún hafði vanist í Svíþjóð. Annað var hennar mál og hvort ætti að leyfa „Margir af gömlu körlunum hérna á Íslandi voru henni að fara í aðgerð, hitt var að úrskurða hvort nú aldeilis ekki tilbúnir til að samþykkja svona Mattias Flink, fjöldamorðingi, væri sakhæfur. lagað. Mörgum þótti þetta hið versta mál og það Hann hafði myrt sjö manns uppi í Falun nokkru voru bæði gamlir félagar og vinnufélagar sem og áður. Alveg stórfurðulegt fyrirkomulag. Ég var ókunnugt fólk sem lét í ljós óánægju sína með reyndar svo heppin að það var bara verið að úr- aðgerðina. En af einhverjum skrítnum ástæðum skurða um mig og aðra konu sem voru að sækja var fólk úti á landi frekar jákvæðara en hitt. En þetta var eitthvað sem ég hafði ekki séð né vanum að fá að fara í aðgerð.“ ist í Svíþjóð.“ Í september skrifaði Anna pistil á blogginu Fjölskyldunafnið Anna. Anna segist hafa verið tengd nafninu frá því hún sínu um þegar Reynir Traustason, fyrrverandi fæddist 30. desember, 1951. „Ég átti systur sem ritstjóri DV, hafi óbeint komið henni til hjálpar var kölluð þessu nafni, en ég hitti hana aldrei. stuttu eftir að hún flutti heim frá Svíþjóð. Hún hafði, eftir nokkurra mánaða basl, fengið vinnu Hún var heldur aldrei skírð en ef það hefði verið gert, hefði hún mögulega fengið allt annað nafn. hjá gömlu Hitaveitunni en nokkrum samstarfsÍ þá tíð þótti ekkert annað tilhlýðilegt nema mönnunum hennar fannst erfitt að „sætta sig við kenna börn við annað hvort föðurætt eða móð- þessa manneskju sem hafði farið gegn því sem þeir álitu náttúrulögmál“. urætt. Hún gafst upp og réði sig í afleysingar á togHún fæddist 22. september, 1947 og lést 30. desember sama ár. Þaðan kemur semsagt Önnu- ara á Eskifirði. Reynir frétti af þessu og hringdi nafnið. Ég veit ekki hvort það er tilviljun að ég í hana til að spyrja hvort sögurnar væru réttar, fæddist sama dag og hún lést, fjórum árum að það væri verið að leggja hana í einelti. Hún seinna. Ég heyrði oft talað um hana en annars staðfesti það en bað hann um að gera ekki
38
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
mikið úr málinu og ekki fjalla um þetta í DV. Reynir hinsvegar var ekki sáttur með málalok og hringdi í starfsmannastjóra Hitaveitunnar og sagði honum að hann væri með forsíðuefni á blaðið sem tengdist fyrirtækinu. „Starfsmannastjórinn, hinn ágætasti maður, kallaði menn á teppið og las yfir þeim pistilinn og tilkynnti þeim að frekara einelti jafngilti uppsögn (skv frásögn fólks),“ segir Anna í pistlinum. „Síðar hringdi hann í mig og krafðist þess að ég hunskaðist aftur til vinnu. Annars yrði litið á fjarveru mína sem uppsögn.“ Það mætti því segja að allt er gott sem endar vel því hún er enn á sama stað en nú heitir fyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur. Einbeitir sér að því skemmtilega Anna er mikill ættfræðigrúskari og eru bókahillurnar fylltar með allskyns bókum tengdum því. Hún var formaður Ættfræðifélagsins í tvö ár en hefur nú hætt því. „Ég var í allt of mörgu á tímabili. Ég var líka í Transgender Europe en nú er ég bara smám saman að minnka við mig eins og ég get og ætla að fara að snúa mér að einhverju skemmtilegu. Ég reyndar reyni að sinna Landsbjargarbátnum, Ásgrími S. Björnssyni, þegar ég get, en það er það eina sem ég hef bundið mig við núverið fyrir utan að ég er í stjórn Félags skipa og bátaáhugamanna einnig auk nokkurra tímabundinna verkefna. Ég fer reglulega ferðir með björgunarsveitinni Ársæli og Slysavarnarskólanum á Ásgrími og öðrum björgunarskipum, í leit og aðstoð við skip. Ásgrímur er ekki skemmtilegasta sjóskip sem hægt er að hugsa sér því það veltur hrikalega. En hann á líka að velta og á að geta oltið allan sjógang af sér. Tæknilega séð getur hann snúist í hring án þess að það drepist á vélunum, það yrði reyndar stórslys á mannskapnum. En það er eitthvað heillandi við þessi sjálfboðaliðastörf þótt stór hluti af starfinu gangi út á fjáröflun á borð við neyðarkall og flugeldasölu. Eins fer ég reglulega á sjó í sumarleyfum á skip Eimskipafélagsins og fleiri ef því er að skipta. Nú stefnir í að ég fari að einbeita mér að því að gera það sem ég vil, þegar ég vil,“ segir Anna brosandi að lokum.
Gildi Vinnslustöðvarinnar eru að hafa virðingu, sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi í starfseminni til að skapa fyrirtækinu og samfélaginu velferð og farsæld. Það gerist meðal annars með því að umgangast og nýta auðlindir hafsins með virðingu og skynsamlegri sókn.
Gildin eru ekki orðin tóm heldur raunverulegur leiðarvísir í daglegu starfi. Þau birtast líka út á við með því til dæmis að VSV stuðlaði að því að galopna dyr að sjávarríkinu við Ísland á Vefnum.
Athygli - Effekt
VSV styrkti Erlend Bogason kafara til kaupa á fullkomnum búnaði til myndbandsupptöku í sjó í framhaldi af því að hann myndaði neðansjávar á vegum fyrirtækisins á humarslóð við Eyjar árið 2005. Í framhaldinu notaði Erlendur nýja upptökutækni í tengslum við doktorsverkefni skoska líffræðingsins Heather Philp þegar Vinnslustöðin og Háskóli Íslands sameinuðust haustið 2006 um rannsóknir á atferli, veiðum og vinnslu humars. Heather varði doktorsritgerð sína við HÍ í október 2014.
Hafnargata 2
t
900 Vestmannaeyjar
t
sími 488 8000
t
vsv@vsv.is
t
vsv.is
SPORÐSKURÐARVÉL
∤ Aukin afköst ∤ Hærra hlutfall í dýrari afurðir ∤ Betri flökun ∤ Kostar ekki aukastarf WEB www.4fish.is E-MAIL 4fish@4fish.is
INFO SALES
+354 897 6830 +354 893 3320 S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
39
Vistvænir eldsneytisgjafar skoðaðir ofan í kjölinn
Norrænn hattur fyrir ólíka aðila Sigrún Erna Geirsdóttir
Í
sland er í formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár og fær formennskuþjóðin ákveðið fé til að setja af stað nokkur formennskuverkefni. Eitt af þeim er Nordic Bio Economy verkefnið, en það gengur út á að skoða lífhagkerfi Norðurlandanna og athuga hvernig Norðurlandaþjóðirnar eru að nýta lífrænar auðlindir. Nordic Bio skiptist í fimm undirverkefni og er eitt þeirra Nordic Marina- Clean Green Nordic Marine.
Allir undir einn hatt Marina verkefnið snýst um orkuskipti á sjó og hvernig hægt sé að gera vistvænt eldsneyti að fýsilegum kosti. Af Íslands hálfu eru þau Ágústa Loftsdóttir frá Orkustofnun sem er verkefnastjóri, Jón Bernódusson frá Samgöngustofu og Jón Björn Skúlason frá Nýorku. Jón segir hugmyndina vera þá að þarna séu tengdir saman allir norrænir aðilar sem koma að vistvænu eldsneyti á einn eða annan hátt, hvort sem það eru skipasmíðastöðvar, flutningafyrirtæki, opinberir aðilar eða aðrir. Verkefnið fór af stað í upphafi árs 2014 og fékk fjármögnun til þriggja ára. Jón segir að eftir að þau voru farin að skoða hvað væri að gerast á Norðurlöndunum í þessum málum hafi það komið skemmtilega á óvart að sjá hvað það voru margir í ýmsum atvinnugreinum sem séu komnir á fullt í þessum málum, hvort sem það lýtur að elds-
40
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
Ágústa Loftsdóttir.
Jón Bernódusson.
Alþjóðleg samvinna er nauðsynleg og því fleiri aðilar sem við fáum með okkur í þetta, því betra. Hugmyndafræði úr öllum áttum er góð. neyti, orkusparnaði, nýtingu eða orkuskiptum. „Sjávarútvegurinn er hins vegar nokkuð á eftir og þetta hefur ekki verið forgangsatriði þar,“ segir Jón. Hann segir ávinninginn fyrir Íslendinga af samvinnu vera mikinn. Hér sé ekki verið að smíða mikið af skipum eða vélum. Samvinna tryggi því að við drögumst ekki aftur úr öðrum þjóðum. „Alþjóðleg samvinna er nauðsynleg og því fleiri aðilar sem við fáum með okkur í þetta, því betra. Hugmyndafræði úr öllum áttum er góð.“
Margir mögulegir eldsneytisgjafar Jón og Ágústa segja að allir vistvænir eldsneytisgjafar verði skoðaðir ofan í grunninn í verkefninu, hvort sem það sé metanól, etanól, rafmagn, vetni eða lífdísill. LNG verði skoðað líka, en það er kælt jarðgas sem mikið er til af í jörðu þótt það sé ekki endurnýjanlegt. Það brenni vel og sé að mörgu leyti umhverfisvænt. Skip eru mjög orkufrek og tekur Jón sem dæmi að 300m flutningaskip fari ekki nema 7cm á einum lítra af olíu. Repjuolía er nú þegar framleidd á Íslandi og því hægt um vik að byrja á því að nota hana sem eldsneytisgjafa fyrir íslensk skip, enda þurfi ekki að gera neinar breytingar á aðalvélum þeirra fyrir það. Hins vegar myndi þurfa gríðarlegt landsvæði fyrir repjuna ef hún ætti að vera notuð fyrir íslenska flotann. Því sé nauðsynlegt að athuga fleiri kosti fyrir okkur líka. „Allir orkugjafar eiga erindi og það er það sem skiptir máli. Þetta er ekki keppni,“ segir hann. Það séu til lausnir fyrir alla, þetta snúist bara um rétta hönnun. Það þurfi t.d að hanna sérstakar vélar fyrir metanól, etanól og metangas. Þau segja að taka þurfi tillit til ýmissa þátta er orkugjafar eru skoðaðir, t.d mengunarþátta við losun og eins hversu vel eldsneytið brenni, það sé ekki síður mikilvægt. Ágústa segir að jarðefnaeldsneyti sé smám saman að verða dýrara vegna þess að verið sé að vinna það með óhefðbundnum leiðum á sumum stöðum og meiri vinna sé að hreinsa það. Hráefnið sem þarna sé verið að vinna sé grófara. Jarðarbúar séu að taka milljón sinnum meira af eldsneyti
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
41
„Verkefni eins og þessu lýkur ekki eftir þrjú ár, þá verða komnar áfangaskýrslur og stöðumat, en svona nokkru lýkur ekki fyrr en markmið nást. Markmiðið er að koma vistvænu eldsneyti á sjó; að staðan sé sú að ef einhver hefur áhuga á að nota vistvænt eldsneyti hafi hann aðgang að nokkrum mismunandi orkugjöfum sem hann getur valið á milli, án þess að það kosti hann aleiguna.“
úr jörð en verður til á móti og þörfin fyrir aðra eldsneytisgjafa sé því brýn. Mun vonandi halda áfram Ágústa segir að eitt af því sem sé svo gott við þetta verkefni sé að vegna þess að það sé styrkt hafi þau sterka tengingu inn í opinbera geirann. „Það þýðir að þegar lokaskýrslum kemur út eftir þrjú ár með stefnumótunartillögu fyrir stjórnvöld byggir hún bæði á sjónarmiðum iðnaðarins og opinbera geirans. Þegar tenging við stjórnvöld er stutt er líklegra að þetta komist áleiðis,“ segir hún. Hún segist líka vonast til þess að fólk muni sjá sér hag í að halda verkefninu áfram að þremur árum liðnum þótt það verði að fjármagna verkefnið á annan hátt. Hópurinn muni koma af stað mörgum nýjum verkefnum sem áhugavert verði að byggja meira á. Nú sé t.d í gangi vinna sem miði að því að greina hindranir fyrir vistvænt eldsneyti. „Þetta gengur svolítið út á að koma hjólunum til að snúast. Menn eru farnir að sjá að vistvænt eldsneyti verður að koma til og þá verða svona verkefni að vera í gangi,“ segir hún. „Verkefni eins og þessu lýkur ekki eftir þrjú ár, þá verða komnar áfangaskýrslur og stöðumat, en svona nokkru lýkur ekki fyrr en markmið nást. Markmiðið er að koma vistvænu eldsneyti á sjó; að staðan sé sú að ef einhver hefur áhuga á að nota vistvænt eldsneyti hafi hann aðgang að nokkrum mismunandi orkugjöfum sem hann
42
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
getur valið á milli, án þess að það kosti hann aleiguna.“
Ef fiskur væri markaðssettur þannig að lögð væri áhersla á að vistvænt eldsneyti væri notað við veiðarnar gæti það styrkt vörumerkið íslenskur fiskur.
Vænt er dýrara Eitt aðalvandamálið við vistvæna eldsneytisgjafa í dag er það að þeir eru umtalsvert dýrari en jarðefnaeldsneyti. Þau segja eina ástæðu þess vera þá að orkunotkun í dag kosti ekkert. „Menn hafa reynt að setja verðmiða á mengun með kvóta, kolefnisskatti og alls kyns leiðum, árang- verið afar áhugaverðir, þótt þeir séu dýrari í dag. urslaust,“ segir Ágústa. Um leið og vistvænt elds- „Ef fiskur væri markaðssettur þannig að lögð væri áhersla á að vistvænt eldsneyti væri notað við neyti verði kannski 10% ódýrara en hefðbundið megi segja að verkefninu sé lokið. Nú standi þau veiðarnar gæti það styrkt vörumerkið íslenskur hins vegar frammi fyrir því vandamáli að koma fiskur,“ segir Ágústa. Þegar haft sé í huga að alorkuskiptum úr ódýrari orku yfir í dýrari. „Við gengt sé að það kosti hálfan líter af olíu að veiða 1 getum ekki sagt fólki að velja vænna og dýrara,“ kg af fiski og ef fiskur er fullunninn hækkar þessi segir hún. Vegna skattlagningar á olíu í landi sé tala upp í líter á móti kílói sé ljóst að veruleg málið að mörgu leyti auðveldara þar. „Ef við gæt- eyðsla á eldsneyti sé á bak við fiskveiðar. Margir neytendur séu meðvitaðir um þetta og þeir séu um boðið upp á svona eldsneyti án þess að á það væri lagður skattur myndi það vinna með okkur. oft tilbúnir til að greiða meira fyrir vöru sem þarf Á sjó er þetta annað mál því þar er eldsneyti ekki ekki jarðefnaeldsneyti. Mikið sé t.d flutt af fiski skattlagt og kostnaðurinn í kringum vistvænu til Bandaríkjanna og þar hugsi menn mikið um eldsneytisgjafana leggst því ofan á,“ segir hún. þessa hluti. ,,Þetta gæti orðið eftirsóttari vara Það fari því eftir gerð fyrirtækja hvort þau sjái fyrir vikið. Það eru meiri verðmæti í góðu vörusér hag í að skoða vistvæna eldsneytisgjafa og merki og bætt virði vöru gæti verið nóg til að þar séu ferðamannafyrirtæki einna áhugasöm- mæta aukakostnaði vegna eldsneytisins,“ segir hún. Það sé því um að gera fyrir íslenskan sjávarust í dag. útveg að vera fyrstir til að nýta sér þetta. Fyrsta skref til þess gæti verið að kynna sér Marina Gæti skapað meiri verðmæti Ágústa og Jón benda þó á að fyrir sjávarútvegs- verkefnið og athuga hvort þátttaka í því væri eittfyrirtæki gætu vistvænir eldsneytisgjafar líka hvað sem hentaði þeirra fyrirtæki.
élög geri nýtingaráætlanir og ð markmið þeirra sé að ryggja sjálfbæra nýtingu tofnanna. Þar er ábyrgðin ví sett í hendur veiðifélagnna sjálfra þótt lögin geri áð fyrir því að nýtingaráætlnir þurfi samþykki Matvælatofnunar eftir umsögn Veiðimálastofnunar.”
Breytt fæðuskilyrði í hafinu ætu skýrt fækkun stórlaxa
Fram kemur að svo virðist em að samband smálaxa- og tórlaxagangna raskist eftir 983. Eru einhverjar nýjar enningar um ástæður þess? g heyrði nýlega kenningu um það hjá áhugamanni um axveiði að laxinn leiti fyrr í rnar vegna meintrar laxaúsaplágu í hafinu. Hann þoli infaldlega ekki við í tvö ár í jó. Hver er skoðun ykkar á essu? „Það er staðreynd að reytingar urðu á þessu hlutalli í kringum 1983-1985 og að víða um Atlantshaf. Ef etta væri eingöngu veiðum ppi í ánum að kenna (hærra eiðihlutfall á stórlaxi) hefði
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
það varla gerst svo víða á sama tíma. Helst hafa menn beint augum að breyttum fæðuskilyrðum í hafi og þá að smálax og stórlax haldi sig á mismunandi beitarsvæðum. Rannsóknir hafa fremur stutt þá tilgátu að hækkuð dánartala á öðru ári í sjó tengist fæðuframboði á beitarslóðum stórlaxins. Aukin laxalús í tengslum við fiskeldi er talin hafa áhrif á aukin afföll gönguseiða þegar þau eru að halda til hafs. Það ætti þá að ganga jafnt yfir gönguseiði verðandi smálax og verðandi stórlax.” - Sjást einhver merki árangurs af netaupptöku í sjó í áföngum í veiðitölum/rannsóknum ykkar? „Áhrif netaupptöku hafa verið metin, sérstaklega í þverám Hvítár í Borgarfirði. Þar kom fram að um 30% þess fisks sem annars hefði verið veiddur í net skilaði sér á öngul laxveiðimanna. Því hefur netaupptaka í sjó staðbundin áhrif í ám landsins.”
Samherji logo MAIN VERSION on light background Always use this logo when it’s good breathing space, especially for medium size fine prints and big prints
Samherji logo MAIN VERSION on dark background Always use this logo when it’s good breathing space, especially for medium size fine prints and big prints
VESTMANNAEYJAHÖFN
Texti: Eiríkur St. Eiríksson.
Hvalur ehf.
Smiðjuvegur 74 GUL GATA 200 Kópavogur
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
43
Rætt við Sigurð Stein Einarsson um fiskveiðistjórnunarkerfi
Íþrótt á Íslandi að tala illa um sjávarútveg
S
igurður Steinn Einarsson er Norðfirðingur og lauk námi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri sl. vor. Lokaverkefni Sigurðar í náminu fjallaði um veiðigjöld og úthlutanir úr svonefndum pottum. Að náminu loknu hefur hann unnið að samanburði á hinum ýmsu fiskveiðistjórnunarkerfum í heiminum og kynnt sér umfjöllun um þau. Ávallt er forvitnilegt að fræðast um þessi viðkvæmu málefni og því var Sigurður tekinn tali.
44
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
Hver er almennt tilgangurinn með fiskveiðistjórnunarkerfum? Öllum fiskveiðistjórnunarkerfum er komið á til að sporna við ofveiði. Segja má að allsstaðar þar sem stórtækar veiðar eru stundaðar hafi slíkum kerfum verið komið á í einhverri mynd. Menn hafa yfirleitt allsstaðar gert sér grein fyrir að veiðar þurfi að vera sjálfbærar í þeim skilningi að fiskistofnar séu ekki ofnýttir. Hins vegar fer því fjarri að efnahagsleg sjálfbærni sé alltaf höfð í huga við mótun fiskveiðistjórnunarkerfa. Þau fiskveiðistjórnunarkerfi sem komast næst
því að leggja bæði áherslu á vistfræðilega og efnahagslega sjálfbærni eru aflamarkskerfi með framseljanlegum aflaheimildum. Flestar rannsóknir hafa einmitt með ótvíræðum hætti sýnt að framseljanlegir kvótar stuðli að hagkvæmni í fiskveiðum. Það er staðreynd að aflamarkskerfi eru orðin algengustu stjórnkerfi fiskveiða í heiminum og fjórðungur heimsaflans er veiddur undir slíkum kerfum. Þessi kerfi geta þó verið býsna ólík og mörgum þeirra hefur oft verið breytt á grundvelli fenginnar reynslu. Dæmi um slíkar breyt-
Íslendingar þurfa að hafa það í huga að íslenskur sjávarútvegur hefur að undanförnu verið efnahagslega sjálfbær atvinnugrein á meðan sjávarútvegur í flestum samkeppnislöndum er ríkisstyrktur.
ingar í íslenska kerfinu er til dæmis tilkoma línuívilnunar, byggðakvóti og strandveiðikerfið. Það virðist vera mun erfiðara að ná markmiðum um efnahagslega sjálfbærni en vistfræðilega sjálfbærni þegar fiskveiðistjórnunarkerfi er mótað og áherslur hvað þetta varðar eru breytilegar í hinum ýmsu kerfum. Sem dæmi má nefna að í Kanada er fiskveiðistjórnunarkerfið í verulegum mæli notað til að ná fram tilteknum samfélagslegum markmiðum og er það ótvírætt gert á kostnað hagkvæmninnar. Þar sem lögð er áhersla á efnahagslega hag-
Menn hafa yfirleitt allsstaðar gert sér grein fyrir að veiðar þurfi að vera sjálfbærar í þeim skilningi að fiskistofnar séu ekki ofnýttir. Hins vegar fer því fjarri að efnahagsleg sjálfbærni sé alltaf höfð í huga við mótun fiskveiðistjórnunarkerfa.
kvæmni veiða er grundvöllur til að taka upp auðlindagjöld eða veiðileyfagjöld en slík gjöld eru miklu síður innheimt þar sem hagkvæmnikrafan mætir afgangi við mótun fiskveiðistjórnunarkerfanna. Hver er sérstaða íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins? Íslenska kerfið leggur áherslu á sjálfbærni bæði á sviði vistkerfisins og á sviði efnahagslegrar afkomu. Það gerir íslenskum fyrirtækjum kleift að skipuleggja veiðar, vinnslu og sölu afurða með heildstæðum hætti. Ýmis önnur S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
45
Sigurður Steinn Einarsson er Norðfirðingur og lauk námi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri
Styrkur íslenska kerfisins er sérstaklega fólginn í því að geta stjórnað veiðum og vinnslu út frá markaðsaðstæðum hverju sinni. Þá er ljóst að kerfið hefur einnig skapað aðstæður til rannsókna og nýsköpunar í sjávarútvegi.
kerfi, eins og til dæmis hið nýsjálenska, eru að nokkru leyti sambærileg og reyndar er nýsjálenska kerfið líklega það kerfi sem er líkast hinu íslenska og það er einnig álíka gamalt. Ef hins vegar er horft til Noregs þá er kerfið þar aflamarkskerfi þar sem veiðar og vinnsla eru aðskilin. Íslendingar þurfa að hafa það í huga að íslenskur sjávarútvegur hefur að undanförnu verið efnahagslega sjálfbær atvinnugrein á meðan sjávarútvegur í flestum samkeppnislöndum er ríkisstyrktur. Þessi efnahagslega sjálfbærni sýnir styrk íslenska kerfisins og hún er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Hægt er að fullyrða að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé hið eina í heiminum sem ekki nýtur ríkisstyrkja þegar um það er að ræða að viðkomandi þjóð nýti sjálf eigin fiskimið og selji ekki nýtingarréttinn frá sér. Þessi staðreynd er einkar eftirtektarverð í ljósi þess að vandfundið er þjóðfélag þar sem sjávarútvegur er jafn mikilvægur þjóðarbúinu og hinn íslenski sjávarútvegur er. Hefur skoðun þín á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu breyst við það að þú hefur kynnt þér kerfi annarra þjóða? „Ein helsta gagnrýnin á íslenska kerfið tengist framsalinu og á það er bent að kvótakerfið hafi gert kvótahafa Ég veit ekki hvort skoðunin hefur breyst en ég auðuga og að sala á kvótum geti haft neikvæð félagsleg áhrif og veikt byggðarlög.“ geri mér betur grein fyrir því en áður að íslenska kerfið leggur meiri áherslu á efnahagslega sjálf- grunn að framþróun á þessum sviðum. Árangur legu áhrifum hefur verið gripið til ýmissa ráðbærni en flest önnur kerfi og sá árangur sem hér Íslendinga í að vinna aukaafurðir til dæmis úr stafana eins og til dæmis strandveiðarnar bera hefur náðst er einstakur á heimsvísu. Styrkur ís- þorski er eftirtektarverður og það verður spenn- vitni um en hafa verður í huga að flestar slíkar lenska kerfisins er sérstaklega fólginn í því að andi að fylgjast með hvernig líftæknin mun hafa aðgerðir draga úr hagkvæmni kerfisins og veikja um leið rökin fyrir greiðslu auðlindagjalds. geta stjórnað veiðum og vinnslu út frá markaðs- áhrif á nýtingu afurða til framtíðar. Þegar kvóti fer á milli byggðarlaga getur það Ein helsta gagnrýnin á íslenska kerfið tengist aðstæðum hverju sinni. Þá er ljóst að kerfið hefur einnig skapað aðstæður til rannsókna og nýsköp- framsalinu og á það er bent að kvótakerfið hafi byggðarlag sem missir kvótann lent í miklum unar í sjávarútvegi. Rannsóknir og nýsköpun eru gert kvótahafa auðuga og að sala á kvótum geti vanda en um leið styrkist það byggðarlag sem haft neikvæð félagsleg áhrif og veikt byggðarlög. fær kvótann. Það er oft skrítið að fylgjast með kostnaðarsamir þættir og færa má rök fyrir því að hin efnahagslega sjálfbærni kerfisins hafi lagt Til að vega upp á móti hinum neikvæðu félags- umræðu um þessi mál því það þekkist að for-
46
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Útvegsrekstrarfræði Tveggja ára nám á háskólastigi
Reiptog á íþróttavellinum í Neskaupstað á sjómannadegi 1943. Þar var hart tekist á. MYND: BJÖRN BJÖRNSSON
Námið er 46 einingar (92 ECTS) og unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Sömu námskröfur eru gerðar og á háskólastigi en boðið er upp á sveigjanleika í skipulagningu og skilum á verkefnum.
Kvennasveitir hafa tekið virkan þátt keppnum og leikjum við sjómannada í Neskaupstað. Myndin sýnir kvenna viðHafnarfjörður sundlaugina árið 1980. Ljósm.: G 220 Sveinsson. MYND: GU
Óseyrarbraut var svo sannarlega spennandi að fylgjast með 29 kappróðrinum sem fjölmargar sveitir tóku þátt Námið er dreifnám, þ.e. blanda af fjarnámi og staðlotum. í. Kappróðrarsveitirnar voru skipaðar áhöfnum Einn áfangi er kenndur í einu og lýkur með prófi/verkefni áður en kennsla í næsta áfanga hefst. báta en eins kepptu landsveitir svonefndar eða ins væru sem veglegust. Í þeim sveitar ýmissa vinnustaða eða félagasamtaka. menn sjávarútvegsfyrirtækja o Skráning og nánari upplýsingar: Sími 514 9601 Fylgst var með kappróðrinum með líkum hætti og sjómenn. Hefur sjómannadagsrá www.tskoli.is/endurmenntunarskolinn | amp@tskoli.is fylgst er með fótboltaleikjum í nútímanum; menn eflingu hátíðarhaldanna í Neska áttu sér uppáhaldssveitir og hvöttu þær af ein- unum 1980-1990 urðu þau sífel lægni og það skipti svo sannarlega máli hvernig festust í sessi sem ein umfangs uppáhaldssveitinni vegnaði. Fyrstu tvö árin sem tíð ársins. Hefur sjómannadag www.tskoli.is hátíðarhöldin fóru fram í Neskaupstað var róið á andi mæli verið nýtt fyrir árgan nótabátum, en bátarnir voru þungir og sannköll- arbarnamót því brottfluttir Nor uð drápsraun að koma þeim áfram. Sérsmíðaðir mikla ánægju af því að upplifa þ kappróðrarbátar voru keyptir fyrir sjómannadag- boðið er upp á. Síðustu áratugi hafa sjóman inn 1944 og þá varð róðurinn léttari og keppnin meira spennandi. Síðan hafa kappróðrarbátar höldin í Neskaupstað staðið yfir hefur sjómannadagsráðið fengið Norðfirðinga verið endurnýjaðir í tvígang. nn á Akureyri ] Á árinu 1945 var ákveðið að einungis félög samtök auk bæjarfélagsins til liðs sjómanna og útvegsmanna ættu fulltrúa í sjó- skráin geti orðið sem glæsilegu aðeins notaður einn litur. Enginn bakgrunnur er hluti af merkinu. Ef merkið er á hvítum fleti er a rautt. Ef merkið er á lituðum fleti er það alltaf hvítt. SnæfellsbærSvo var um langt skeið en hefst sjóstangveiðimót auk fleiri mannadagsráðinu. undanfarna áratugi hefur ráðið að mestu verið laugardeginum er full dagskrá Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og kappróðri og á sunnudeginum, skipað áhugamönnum um að hátíðarhöld dags-
!"#$%&$'()*+,-.%/+0123
Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnað og úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum fyrirvara að landa úr skipum.
Löndun ehf ehf sér sérum umskipaafgreiðslu skipaafgreiðsluí Reykjavík í Reykjavík Löndun ogog Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækiðveitir veitirvandaða vandaðaogog skjóta Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið skjóta þjónustu. Býður einnig einnigupp uppáánauðsynlegan nauðsynlegantækjabúnað tækjabúnað þjónustu. Býður og úrval úrval manna mannasem semreiðubúnir reiðubúnireru erumeð meðstuttum stuttum og fyrirvaraað aðlanda landaúrúrskipum. skipum. fyrirvara
Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og
Löndun ehf sér skipaafgreiðslu í Reykjavík og Löndun ehf sérehf. um skipaafgreiðslu í Reykjavíkí og Löndun sér um um skipaafgreiðslu Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og og skjóta skjóta Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða ogveitir skjóta vandaða Reykjavík og Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið þjónustu. einnigog upp á nauðsynlegan veitirBýður vandaða skjóta þjónustu. Býður þjónustu. Býður einnig upp áátækjabúnað nauðsynlegan tækjabúnað tækjabúnað þjónustu. Býður einnig upp nauðsynlegan og úrvalupp manna sem reiðubúnir eru með stuttum einnig á nauðsynlegan tækjabúnað og og úrval úrval manna manna sem reiðubúnir eru eru með með stuttum stuttum fyrirvara að landa úr skipum. og sem reiðubúnir úrval manna sem reiðubúnir eru með Fyrirhyggja, lipurð ogúr fyrirvara aðútlanda landa úrsamviskusemi skipum. stuttum fyrirvara að landa skipum. fyrirvara að skipum.
TONE 506 SC
Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi
Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi einkenna þá þjónustu sem við veitum einkenna þá einkenna þáþjónustu þjónustusem semvið viðveitum veitum
Við óskum sjómönnum, sm starfsfólki í sjávarútvegi til h Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is
Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is
Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi einkenna þá þjónustu sem við veitum
Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is
Fyrirhyggja, lipurð lipurð og og samviskusemi samviskusemi Fyrirhyggja, einkenna þá þá þjónustu þjónustu sem sem við við veitum veitum einkenna
Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is
rlitur Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is
N 40% / MAGENTA 100% / YELLOW 100% / BLACK 0%
Vopnafjarðarhöfn
litir
44 G - 26/ B - 29
K6<C=y;Á6 &'! G:N@?6KÏ@ q H# *+, '-%% q bYkZaVg5bYkZaVg#^h q bYkZaVg#^h
Bolungarvíkurhöfn
GRINDAVIKURHÖFN
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
47
Íslenska kerfið leggur áherslu á sjálfbærni bæði á sviði vistkerfisins og á sviði efnahagslegrar afkomu. Það gerir íslenskum fyrirtækjum kleift að skipuleggja veiðar, vinnslu og sölu afurða með heildstæðum hætti.
svarsmenn bæjarfélaga sem fengið hafa til sín umtalsverðan kvóta kvarta sáran ef einhver kvóti fer úr bæjarfélaginu. Það virðist vera í lagi að kvóti fari á milli byggðarlaga svo lengi sem byggðarlag viðkomandi hagnast á því. Talað er um að kvótakerfið og framsal á kvóta hafi veikt mörg sjávarpláss á Íslandi. Auðvitað hefur það áhrif þegar veiðiheimildir hverfa á braut en í mörgum tilvikum hefur tæknivæðingin haft enn meiri áhrif en sala á kvóta. Tækniþróun er kostnaðarsöm og kallar gjarnan á aukna hagræðingu og þróunin hefur stuðlað að því að færri hendur þarf við veiðar og eins til að vinna aflann. Þetta þýðir að framleiðni í sjávarútvegi hér á landi hefur aukist mjög og aukin framleiðni er í reynd forsenda bættra lífsgæða. Nú á tímum eru störf í sjávarútvegi fyllilega sambærileg við önnur störf í samfélaginu, þau eru mörg eftirsótt og vel launuð. Hér á landi er löng hefð fyrir því að flest sjávarútvegsfyrirtæki eru einkarekin. Þá er vitað að sjávarútvegur er talin áhættusöm atvinnugrein. Stundum aflast vel og stundum illa, síldin kemur og síldin fer. Verð á fiskveiðiheimildum sveiflast og vegna eignarforms fyrirtækjanna var erfitt að komast hjá því að handhafar veiðiheimilda efnuðust þegar kvóti skipa varð hátt metin söluvara. Hafa verður í huga að í íslenska kerfinu eiga þau fyrirtæki sem best standa sig mesta möguleika á að festa kaup á veiðiheimildum, hin eiga litla möguleika í þeim efnum. Það er líka eftirtektarvert að ýmsar stofnanir sem hafa yfir miklum fjármunum að ráða hafa kosið að fjárfesta ekki í sjávarútvegi þó hann hafi gengið vel hin síðari ár. Í þessu sambandi má til dæmis nefna lífeyrissjóðina. Margir hafa óttast að öflugustu sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi yrðu allt of stór. Settar hafa verið reglur til að koma í veg fyrir að svo yrði. Ekkert fyrirtæki á Íslandi má eiga meira en sem nemur 12% af úthlutuðum heildarkvóta mælt í þorskígildum. Í sumum öðrum aflamarkskerfum eru sams konar takmarkanir en ákvæði um hámarkseign veiðiheimilda mun hærri. Þannig er það til dæmis í Síle og á Nýja-Sjálandi er hámarkseignin miðuð við 35%. Það er ófrávíkjanleg staðreynd ef litið er á samkeppnisaðila öflugra íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja erlendis að íslensku fyrirtækin eru býsna smá. Taka má sem dæmi að fyrirtækið Austevoll í Noregi var með svipaðar tekjur og HB Grandi fyrir tíu árum en árið 2010 var það orðið tíu sinnum stærra en íslenska fyrirtækið. Í þessum samanburði má einnig nefna að heildartekjur fimmtán stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna á Íslandi samanlagt
48
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
eru um helmingur tekna Marine Harvest árið 2013. Hvers vegna er þessi neikvæða umræða um sjávarútveg og fiskveiðistjórnunarkerfi til staðar á Íslandi? Harðar og óvægnar umræður um fiskveiðistjórnunarkerfi og þar með um sjávarútveginn eru alls ekki séríslenskt fyrirbæri. Alls staðar virðist vera deilt um kerfin enda eru hagsmunirnir sem þau snerta margvíslegir og erfitt að gera öllum hópum til hæfis. Það er auðvitað umhugsunarefni hve hin neikvæða umræða hér á landi hefur verið langvinn og hjakkað meira og minna í sama fari jafnvel þó ýmsar ráðstafanir hafi verið gerðar til að mæta
Það er líka eftirtektarvert að ýmsar stofnanir sem hafa yfir miklum fjármunum að ráða hafa kosið að fjárfesta ekki í sjávarútvegi þó hann hafi gengið vel hin síðari ár. Í þessu sambandi má til dæmis nefna lífeyrissjóðina. gagnrýni. Það er í reynd hægt að halda því fram að þetta 30 ára gamla kerfi hafi verið í stöðugri mótun. Eins er eftirtektarvert að hér á landi er hvað verst talað um þau sjávarútvegsfyrirtæki sem standa sig best. Það er afar athyglisvert að á meðal þeirra sem rannsakað hafa fiskveiðistjórnunarkerfi almennt er vel talað um íslenska kerfið og lögð áhersla á að það hafi ýmsa góða kosti og standi jafnvel öðrum kerfum framar. Á sama tíma og þetta er niðurstaða þeirra sem bera íslenska kerfið saman við önnur kerfi einkennist hin almenna umræða heimafyrir af ótrúlegri neikvæðni bæði í garð kerfisins og greinarinnar. Fiskveiðistjórnunarkerfi er í eðli sínu skömmtunarkerfi og verið er að skammta réttinn til nýtingar úr sameiginlegri auðlind þjóðar. Ef til vill mun aldrei nást fullkomin sátt um slíkt skömmtunarkerfi en að mínu mati er brýnt að sjávarútvegsfyrirtæki greiði eðlilegt auðlindagjald fyrir nýtingarréttinn og slíkar greiðslur verði öllum sýnilegar. Auk veiðigjalda greiða íslensku fyrirtækin aflagjöld, kolefnisgjöld og fleiri gjöld en þessi gjöld vilja gjarnan hverfa inn í skattaflóruna á meðan til dæmis í Síle slík gjöld eru nýtt til sérstakra verkefna. Sýnileiki gjaldanna er lít-
ill sem enginn hér á landi og brýnt er að upplýsa þjóðina um það hverju sjávarútvegurinn skilar til samfélagsins í raun og veru. Það er einmitt einn helsti grundvöllur þess að sátt aukist um fiskveiðistjórnunarkerfið. Einnig tel ég að ýmsar tilraunir til að sporna við fólksfækkun á landsbyggðinni sé að hluta til skýring á neikvæðri umræðu um sjávarútveginn. Þróunin hefur almennt verið sú að fólk flytur frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðis án tillits til þess hvort kvóti í viðkomandi byggðarlagi hafi aukist eða minnkað. Aðgerðir stjórnvalda til dæmis í formi einhvers konar tímabundins kvóta eða fálmkenndra aðgerða Byggðastofnunar hafa verið misheppnaðar. Þessar aðgerðir hafa alls ekki staðið undir væntingum og þá hefur sjávarútvegurinn oftar en ekki orðið blóraböggullinn og lifað við illt umtal. Aðgerðir stjórnvalda hafa í besta falli stuðlað að tímabundinni atvinnu en sjaldnast dugað til frambúðar. Eins og fyrr greinir þá hefur verið beitt félagslegum aðgerðum í fiskveiðistjórnun hér á landi en það er hins vegar stór spurning hvort aðgerðirnar hafi verið að skila því sem til var ætlast. Ef árangur byggðakvótans er skoðaður þá hljóta menn að verða hugsi. Um 35 þúsund tonnum hefur síðustu sjö árin verið úthlutað til byggða sem hafa glímt við samdrátt í sjávarútvegi. Á sama tíma hefur fólksfækkun í þessum byggðum numið 1300 manns eða 4%. Í þeirri byggð sem mestan byggðakvóta hefur fengið á þessu tímabili hefur íbúum fækkað um 36,5% Hafa þessar aðgerðir skilað árangri? Við svar á þeirri spurningu er rétt að hafa í huga að meta má aðgerðirnar á tímabilinu upp á 5-8 milljarða króna. Það verða allir að átta sig á því að notkun á kvóta til að ná ákveðnum samfélagslegum markmiðum getur verið býsna kostnaðarsöm leið. Nauðsynlegt er að efla byggðirnar í landinu með framtíðarstörfum og þá einkum störfum sem eru eftirsóknarverð fyrir ungt fólk. Störf í ótæknivæddu frystihúsi eða á trillu eru ekki efst á lista ungmenna yfir eftirsóknarverð störf. Byggðakvóti er skammtímafyrirbæri og skilar varla því sem til er ætlast. Stjórnvöld þurfa að horfast í augu við það. Annars mega menn ekki halda að illt umtal um sjávarútveg hér á landi hafi fyrst hafist með tilkomu kvótakerfisins. Fyrir daga þess var sjávarútvegi oft bölvað í sand og ösku og hann jafnvel álitinn undirrót allra helstu efnahagslegu erfiðleika þjóðarinnar. Kannski er það bara íþrótt á Íslandi að tala illa um sjávarútveg og allt sem honum tengist.
Samsung Galaxy S5 Active er sími sem er hannaður fyrir íslenskar aðstæður. Með IP67 vörn og harðgerða skel
Vatns - og Rykvarinn 16MP myndavél Fjögurra kjarna örgjörvi
Samsung Galaxy S5 Active STÝRIKERFI
TENGIMÖGULEIKAR SKJÁR
VINNSLUMINNI
minniskort MYNDAVÉL RAFHLÖÐUENDING
ÖRGJÖRVI
MINNI
Ágengir landnemar í sjó Karl Gunnarsson og Guðrún G. Þórarinsdóttir, Hafrannsóknastofnun og Óskar Sindri Gíslason Rannsóknasetri Háskóla Íslands, Sandgerði.
F
lutningur sjávarlífvera á milli heimshafa af manna völdum hefur aukist verulega á síðustu áratugum. Til marks um það uppgötvast að meðaltali ein ný aðflutt tegund við strendur Evrópu, aðra eða þriðju hverju viku. Framandi sjávarlífverur berast aðallega með skipum og lifandi eldisdýrum sem flutt eru milli hafsvæða. Flestar aðfluttar tegundir eru botnlífverur, þ.e. botnþörungar og botndýr. Ungstig (t.d. lirfur) þeirra berast líklega aðallega með kjölfestuvatni skipa sem tekið er á einum stað og losað á öðrum. Líklegt er hins vegar að fullorðinsstig margra aðfluttra tegunda berist áföst við skipskrokka, losni svo af á nýjum stað og taki sér bólfestu. Með flutningi eldisdýra, sérstaklega skeldýra, hafa margar tegundir af ásætum borist til nýrra heimkynna. Manngerðir skurðir milli aðskildra heimshafa eins og Súez-skurðurinn hafa einnig auðveldað flutning tegunda. Á undanförnum áratugum hefur fundist fjöldi sjávarlífvera við Ísland sem ekki voru þekktar hér áður. Margar þeirra eru taldar hafa borist hingað af manna völdum. Þær hafa oftast fundist fyrst í nágrenni við umsvifamiklar hafnir og hafa því líklega borist hingað utan á skipsskrokkum eða í kjölfestuvatni skipa. Um er að ræða sautján tegundir sem tilheyra svifþörungum (4), botnþörungum (3), krabbadýrum (4), samlokum (2), möttuldýrum (1) og fiskum (3) og hafa átta þeirra uppgötvast á síðustu tveimur áratugum. Aðeins brot af þeim lífverum sem flytjast með mönnum milli hafsvæða ná að festa sig í sessi á nýja staðnum. Aukið hitastig í sjó við Ísland síðustu áratugi hefur án efa átt þátt í því að fleiri lífverur sem berast hingað ná nú fótfestu. Af þeim tegundum sem ná fótfestu á nýjum stað geta sumar orðið ágengar þ.e. haft neikvæð áhrif á lífverur sem fyrir eru og þannig valdið vistfræðilegum breytingum og jafnvel efnahagslegum. Fjórar af þeim framandi tegundum, sem hafa náð fótfestu hér við land, geta talist ágengar eða hafa burði til þess að verða það,
50
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
Flutningsleið flundru til Íslands er sennilega með kjölfestuvatni skipa en þannig er talið að tegundin hafi einnig borist til Bandaríkjanna, þar sem hún tók sér bólfestu nýlega. þær eru sagþang, grjótkrabbi, sandrækja og flundra. Sagþang Sagþang á uppruna sinn að rekja til Atlantshafsstranda Evrópu og barst að öllum líkindum til Íslands með mönnum. Fyrstu skráðu heimildir um sagþang á Íslandi eru frá því um aldamótin 1900 í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði. Útbreiðslusvæði sagþangs um þessar mundir er í Vestmannaeyjum, á Reykjanesi og í innanverðum Hvalfirði. Athuganir hér á landi hafa sýnt að þar sem sagþang hefur náð fótfestu verður það ríkjandi í neðri hluta fjörunnar og þangtegundir sem fyrir eru víkja.
Flundra.
Grjótkrabbi Grjótkrabbi fannst fyrst hér við land árið 2006. Þetta var jafnframt fyrsti fundur tegundarinnar utan náttúrulegs útbreiðslusvæðis sem er meðfram austurströnd Norður-Ameríku. Frá landnámi hefur grjótkrabbinn breiðst hratt út meðfram suðvesturog vesturströnd Íslands og fyrr á þessu ári fannst hann einnig norður í Skagafirði. Í hinu nýja búsvæði grjótkrabbans eru fáar krabbategundir sem keppa við hann um fæðu, aðallega bogkrabbi og trjónukrabbi. Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá landnámi virðist grjótkrabbinn vera orðinn ráðandi tegund á mjúkum botni við suðvesturströnd landsins. Vegna stærðar grjótkrabbans og ósérhæfðs fæðuvals er ljóst að hann er fær um að hafa marktæk áhrif á fjölda botndýrategunda með afráni eða samkeppni um fæðu og búsvæði.
Sagþang.
Útbreiðslusvæði sagþangs um þessar mundir er í Vestmannaeyjum, á Reykjanesi og í innanverðum Hvalfirði.
Sandrækja.
Sandrækja Sandrækja fannst fyrst við Ísland árið 2003. Frá landnámi hefur sandrækjan breiðst hratt með suður- og vesturströnd landsins, auk þess sem vel einangraður stofn er við suðaustanvert landið. Þar sem sandrækja er talin áhrifamikill afræningi skarkolaseiða á uppeldissvæðum þeirra í Evrópu er hugsanlegt ágengi tegundarinnar hér við land sérstakt áhyggjuefni, þar sem skarkoli er verðmæt nytjategund við Ísland. Flundra Flundra er algeng á grunnsævi við Vestur- Evrópu. Hér við land fannst hún fyrst haustið 1999 í mynni Ölfusár en síðan hefur hennar víða orðið vart í sjó, ísöltu vatni og ferskvatni, réttsælis frá sunnanverðum Austfjörðum til Skagafjarðar. Flutningsleið flundru til Íslands er sennilega með kjölfestuvatni skipa en þannig er talið að tegundin hafi einnig borist til Banda-
ríkjanna, þar sem hún tók sér bólfestu nýlega. Áhrif flundru á íslenskt lífríki hafa komið fram í afráni á laxfiskaseiðum og samkeppni um fæðu við laxfiska, ál og hornsíli og er tegundin því talin ágeng við Ísland.
Grjótkrabbi.
Lokaorð Nánast ómögulegt er að losna við ágengar sjávarlífverur eftir að þær hafa náð að setjast að. Þar sem vitað er hverjar helstu flutningsleiðir framandi lífvera eru liggur beinast við að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að draga úr líkum á að þær berist hingað. Fyrsta skrefið sem stigið hafi verið í þá átt er nýleg reglugerð um bann við losun kjölfestuvatns, til varnar innflutningi framandi tegunda með skipum. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um náttúruvernd munu jafnframt koma til með að stuðla að aukinni varkárni við innflutning lífvera til landsins. Nokkur dæmi eru um að framandi sjávarlífverur hafi verið fluttar inn til eldis hér við land. Á seinni árum hafa innflutningsleyfi eldislífvera þó yfirleitt verið takmörkuð við tegundir sem talið er að lítil hætta sé á að geti lifað í sjónum við Ísland. Hins vegar er alltaf hætta á að með framandi eldistegundum berist óæskilegar fylgitegundir, sem geta náð fótfestu eins og mörg dæmi eru um annars staðar. Líklega verður aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir innflutning framandi sjávarlífvera til landsins. En þar sem mikið er í húfi fyrir þjóð sem byggir afkomu sína að stórum hluta á sjávarútvegi er nauðsynlegt að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að hingað berist, af manna völdum, lífverur sem hafa skaðleg áhrif á lífríki sjávar. S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
51
Eskja hf. Fagnaði 70 ára afmæli félagsins á árinu
Félagið stofnað til að ig hann hafi eignast hlutabréf í Hraðfrystihúsinu. „Hann sagðist engin efni hafa haft á að kaupa hlutabréfin, hann hefði verið án vinnu og félaus. skja fagnar 70 ára afmæli á árinu Hann hafi hins vegar séð menn fara að vinna 2014. Tilgangur félagsins var að við byggingu á frystihúsinu og hugsað með sér: styrkja fábreytt atvinnulíf Eski- Ég fer bara að vinna með hinum, það er betra fjarðar. Stofnendur voru á þriðja en vera heima og gera ekki neitt. Hann náði sér hundrað einstaklingar og fyrir- því bara í verkfæri og fór að vinna.“ Gunnlaugur segir að maðurinn hafi ekki búist við því að fá tæki í bænum. nein laun fyrir en nokkrum árum síðar hafi hann skyndilega fengið hlutabréf send í póstinum. Hátt hlutfall bæjarbúa hluthafar Gunnlaugur Ragnarsson er einn þeirra sem hefur unnið hvað lengst hjá Eskju en hann var Alli og Kristinn koma inn ekki nema þrettán ára gamall þegar hann byrj- Við stofnun Hraðfrystihússins þann 8.maí 1944 aði í frystihúsinu. Nýútskrifaður úr Verzlunar- bjuggu um 600 manns í bænum og 248 aðilar skólanum byrjaði hann svo í bókhaldinu og þar stofnuðu félagið þannig að hlutfallið var hátt. hefur hann unnið í 37 ár. Fáir vita því meira um Bærinn sjálfur var stærsti hluthafinn og kaupsögu fyrirtækisins en hann. „Þegar fyrirtækið félögin tvö, Pöntunarfélag Eskfirðinga og Björk, er stofnað árið 1944 er verið að búa til vinnu á tóku hressilegan þátt í uppbyggingunni. Mikstaðnum. Stríðsárin höfðu verið gríðarlegur upp- ið var af litlum bátum í bænum og seldu þeir gangstími á Íslandi og þarna er verið að flytja úr frystihúsinu afla sinn en áður höfðu þeir saltbændasamfélaginu. Þá var horft til fisksins sem að hann sjálfir. Þetta gekk upp fyrstu árin en hafði að mestu verið látinn í friði fram að þessu. eftir því sem mennirnir urðu eldri og hættu að Nú spruttu upp frystihús um allt land og þegar veiða varð erfiðara fyrir frystihúsið að fá hráefni. kannski 60 manns fara að vinna beint í frysti- Það er því byggður 130 tonna stálbátur 1958 og húsinu í 5-600 manna plássi eins og Eskifirði nefndur Hólmanes. „Það eru ungir Eskfirðingar þá er það gríðarleg stoð fyrir samfélagið,“ segir sem taka við honum og gengur svona ansi vel Gunnlaugur. Upphaflegir hluthafar í Hraðfrysti- þannig að það er ákveðið að láta byggja annan bát. Stjórnarmaður var sendur til Noregs til að húsi Eskifjarðar voru 248 og Gunnlaugur segir að hann hafi eitt sinn spurt einn hluthafann hvern- semja um smíðina en öllum að óvörum semur Sigrún Erna Geirsdóttir
E
52
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
hann um smíði á tveimur bátum!“ segir Gunnlaugur. Þessi kaup áttu eftir að verða félaginu þungur baggi. Vinnslan hafði verið erfið í rekstri og þegar gengisfellingin verður 1959-1960 verður þessi skuldbinding til þess að fyrirtækið verður greiðsluþrota. Bauð Landsbankinn á Eskifirði aukið hlutafé í fyrirtækinu en enginn vildi taka þátt. „Á staðnum var þá rekið lítið fyrirtæki, Jón Kjartansson hf., af tveimur duglegum ungum mönnum. Þeir gerðu út lítinn bát og söltuðu fiskinn. Þeir áttu líka peninga. Bankinn ákveður að bjóða þeim að koma með nýtt hlutafé í fyrirtækið og þeir gera það. Þetta voru þeir Aðalsteinn Jónsson; Alli ríki, og bróðir hans Kristinn Jónsson. Þarna byrjar mikið ævintýri og kannski var þetta besti tíminn hjá Eskju,“ segir Gunnlaugur. Bræðurnir eignuðust 2/3 hlutafjár í félaginu, Aðalsteinn tók við starfi forstjóra og Kristinn varð stjórnarformaður. Kristinn hélt þó alltaf áfram rekstri Jóns Kjartanssonar hf. Skuttogaraöldin gengur í garð Fiskimjölsverksmiðja fyrir fiskúrgang var tekin í notkun árið 1952 og mjöl- og lýsis-
skapa fólki atvinnu vinnsla var reist á landfyllingu 1966 en endurnýjuð verulega 1996. Segir Gunnlaugur að þeir séu mjög stoltir af þeirri góðu einingu en öll framleiðsla verksmiðjunnar í dag er hágæðamjöl sem nýtt er til fiskeldis. Það er svo upp úr 1960 að síldarævintýrið skellur á með svakalegum gangi og segir Gunnlaugur að þarna hafi frystihúsið með bolfiskvinnslunni lagst í hálfgerðan dvala. „Það vildi enginn veiða bolfisk nema stutt í einu, allir vildu í síldina. Svo gerist það hins vegar um 1965 að síldin hverfur eins og hún gerir öðru hvoru. Þá fer frystihúsið að rísa hægt og rólega upp úr dvalanum,“ segir Gunnlaugur. Þá höfðu einnig orðið bátaskipti og bolfiskur var nú unninn af fullum krafti. „Það er svo 1969 að Alli fær þá hugmynd að kaupa voldugra veiðitæki og það er keyptur skuttogari frá Frakklandi, Hólmatindur. Þetta var annar skuttogarinn sem kom til landsins og það munaði ekki nema 24 tímum að þetta væri sá fyrsti en Neskaupsstaður var fyrri til. Þarna byrjaði skuttogaraöldin enda rifu þessir togarar fiskinn úr sjónum.“ Annar skuttogari var svo keyptur 1972 í samstarfi við Kaupfélag Héraðsbúa og var jafnframt stofnað sérstakt hlutafélag um rekstur hans, Hólmi hf. Skipið kom til landsins í ársbyrjun 1974 og fékk nafnið Hólmanes. Hvort félag fékk helming afla skipsins til vinnslu, en Eskja hf. sá um rekstur þess. Hólmi var svo
Bankinn ákveður að bjóða þeim að koma með nýtt hlutafé í fyrirtækið og þeir gera það. Þetta voru þeir Aðalsteinn Jónsson; Alli ríki, og bróðir hans Kristinn Jónsson. Þarna byrjar mikið ævintýri og kannski var þetta besti tíminn hjá Eskju. sameinað Eskju 1996. Gunnlaugur segir það oft hafa verið erfitt að rífa sig inn frá fótboltanum og fara að vinna í frystihúsinu. Meðan skuttogarinn hafi verið einn hafi vinnutíminn verið frá 7-7, stundum frí á föstudögum og yfirleitt frí um helgar. „Þegar hinn bætist svo við hættir þetta og allir unnu til 11 á kvöldin og oft um helgar,“ segir hann. Mikill uppgangur var í samfélaginu og á árunum 1944-1974 fór mannfjöldinn á Eskifirði úr 600 í 1100 og heil húsagata spratt upp. Síðan þá hefur íbúafjöldi bæjarins sveiflast milli þúsund og ellefu hundruð. Það vilja allir vinna Það er svo árið 1978 að bakslag kemur í seglin. „Þá er
ég búinn með Verzlunarskólann og vinn þarna með Magnúsi Bjarnasyni, fjármálastjóra fyrirtækisins. Þá ákveður Alli að kaupa togveiðiskipið Narfa með það fyrir augum að veiða loðnu. Þetta skip fékk nafnið Jón Kjartansson SU-111. Það var svo selt seinna og heitir Lundey.“ Árið 1982 ákveður Alli svo að kaupa annað skip til sama verkefnis og fékk það nafnið Guðrún Þorkelsdóttir SU-211. Þá stækkaði flotinn enn er Hólmaborg SU-11 var keypt. Skipin hafa síðan líka verið notuð fyrir kolmunnaveiðar sem hafa aukist mjög síðustu árin og eru þær í dag, ásamt loðnuveiðum, uppistaða í veiðum skipa félagsins í dag. „Það er svona sem loðnuveiðarnar byrja, áður höfðu þessi milljón tonn af fiski synt óáreitt framhjá okkur ónýtt en þarna var farið að búa til verðmæti úr honum. Alli réði ungan strák, nýútskrifaðan úr Stýrimannaskólanum, á Jón Kjartansson, Þorstein Kristjánsson sem nú á fyrirtækið ásamt dóttur Alla, Björk.“ Gunnlaugur segir að loðnuveiðarnar hafi orðið álíka mikil bylting fyrir Eskifjörð og skuttogaravæðingin og mikið af húsum hafi sprottið upp. „Þegar Alli keypti Eldborg /Hólmaborg kom til hans maður og spurði: Hér eru allir í vinnu, hvaðan á mannskapurinn vegna nýja skipsins að koma? Þá svaraði Alli: Þar sem er vinna, þangað koma hendurnar. Það vilja allir vinna. Þetta gekk eftir.“
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
53
„Það er nú svo merkilegt að Eskju leggst alltaf eitthvað til og við gerum líka gott úr því sem við fáum að gera.“
Guðrún Þorkelsdóttir SU 211
Alli var mikill framkvæmdamaður en hann var alla tíð góður í því að finna toppmenn í lykilstörf hvort sem það voru skipstjórar eða fjármálastjórar, eins og Magnús var. Loðnan hverfur Loðnan hverfur hins vegar í byrjun níunda áratugsins og á sama tíma minnkar þorskafli mikið. Óhjákvæmilega varð því samdráttur hjá fyrirtækinu. Það var árið 1986 sem félagið flutti í nýtt skrifstofuhúsnæði, hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt, en um árabil hafði skrifstofuaðstaðan verið á hálfgerðum hrakhólum. Tveimur árum síðar hóf félagið rækjuvinnslu í húsnæði sem keypt hafði verið af Jóni Kjartanssyni hf. Rekstur hennar gekk vel og reyndust rækjumið út af Austfjörðum fengsælli en áður hafði verið talið. Ný verksmiðja var reist síðar og tók hún til starfa í maí 1999 en lögð af um áramótin 2002/2003 vegna langvarandi verðhruns afurða á erlendum mörkuðum. Árið eftir var hafinn rekstur nótastöðvar í nýju húsnæði og var rekstur netaverkstæðisins sem þjónað hafði togaraútgerðinni í áratugi sameinaður nótastöðinni. Rekstur hennar var svo seldur 2005 til Egersund Trål A/S . Hafði toppmenn í kringum sig Gunnlaugur segir að Alli hafi sem barn lifað við mikla fátækt og það hafi markað hann alla tíð. „Vinnan var það mikilvægasta í hans huga. Honum fannst allra leiðinlegustu dagarnir á árinu vera jóladagur, nýársdagur og páskadagur því þá var enginn að vinna neins staðar. Venjulega fór Alli af stað klukkan 6 á morgnana og fór þá á bryggjuna, í frystihúsið og í bræðsluna og spjallaði við fólkið. Alli var aldrei með neina skrifstofu, bíllinn var hans skrifstofa,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að þótt Alli eigi vitaskuld heiðurinn af uppbyggingu fyrirtækisins megi ekki gleyma
54
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
Guðlaug, Aðalsteinn, Þorsteinn og Björk á gleðistundu
því að hann hafi ekki staðið einn. „Alli var mikill framkvæmdamaður en hann var alla tíð góður í því að finna toppmenn í lykilstörf hvort sem það voru skipstjórar eða fjármálastjórar, eins og Magnús var.“ Hann segir að Alli hafi líka litið á fyrirtækið líkt og samfélagsverkefni og allir hafi átt að fá vinnu sem vildu. Honum hafi því t.d fundið afleitt að þurfa að segja upp fólki, það hafi verið eitur í hans beinum. „Alli horfði heldur aldrei á tölur, og efnahags- og rekstarreikningar höfðu litla merkingu fyrir honum. Samt vissi hann í raun alltaf hverjar tölurnar voru, hann hafði bara góða tilfinningu fyrir því.“ Miklar breytingar Aðalsteinn var forstjóri félagsins í 40 ár og má segja að þau hafi verið ein mestu uppgangsár í sögu Eskifjarðar. Um árið 2000 finnst Alla hins vegar kominn tími til að draga sig í hlé. Kvótinn minnkaði alltaf og veiðarnar voru takmarkaðar. Alli var alltaf á móti kvótakaup-
um þar sem þau þýddu í hans augum að aðrir myndu missa vinnuna. Það væri því hreinlega svindl að kaupa af blessuðum mönnunum. Fyrirtækið varð sömuleiðis of stórt miðað við aðstæður og ljóst var að taka þyrfti til af krafti ef takast ætti að halda dampi. Alli treysti sér hins vegar ekki í það verkefni að segja upp fólki. „Ungur maður, Elfar Aðalsteinsson, dóttursonur Alla og framkvæmdastjóri Fiskimiða hf. á þeim tíma, tekur þá við og endurskipuleggur fyrirtækið frá grunni,“ segir Gunnlaugur. Svo heppilega vildi líka til að þótt fólki hefði verið sagt upp varð enginn atvinnulaus þar sem álverið kom inn á þessum tíma. Hrunið 2008 kom því ekki félaginu á kaldan klaka því endurskipulagning rekstrar hafi heppnast einkar vel. Á aðalfundi 2003 var svo samþykkt að breyta nafni félagsins úr Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. í Eskju hf. Í byrjun þess árs voru skip enn fremur seld en Eskja fékk í staðinn nýlegan skuttogara, Ask, sem fékk nafnið
Tilgangur félagsins var að styrkja fábreytt atvinnulíf Eskifjarðar.
Hólmatindur SU-220.
Aðalsteinn Jónsson SU-11.
Heiðurshjónin Guðlaug Kr. Stefánsdóttir og Aðalsteinn Jónsson með Jón Kjartansson SU-111 í baksýn.
Hólmatindur. Hólmi hf, nýtt fyrirtæki í eigu Elfars Aðalsteinssonar, Kristins Aðalsteinssonar og hjónanna Bjarkar Aðalsteinsdóttur og Þorsteins Kristjánssonar, arftaka Aðalsteins Jónssonar, keypti allt hlutafé í Eskju hf. 2004 og í framhaldi af því var fyrirtækið tekið af hlutabréfamarkaði. Elfar lét af störfum sem forstjóri Eskju í árslok 2004 og seinna keyptu þau Kristinn, Þorsteinn og Björk, ásamt Fjárfestingafélaginu Bleiksá hf, hlut Elfars. Eskja hf og Hólmi hf voru svo sameinuð og Haukur Björnsson varð framkvæmdastjóri Eskju hf. Björk og Þorsteinn keyptu síðan hlut Kristins í Eskju hf. árið 2007. Bolfiskvinnslan til Hafnarfjarðar Eskja hf keypti fjölveiðiskipið Aðalstein Jónsson SU 11 með frystingu um borð í ársbyrjun 2006. Skipið er útbúið sem vinnsluskip og getur
sjófryst uppsjávarfisk, loðnu, kolmunna og síld, auk þess að veiða fyrir mjöl og lýsisvinnslu. Rak Eskja á þessum tíma frystihús og loðnubræðslu og gerði út þrjú skip: skuttogarann Hólmatind og uppsjávarveiðiskipin Aðalstein Jónsson og Jón Kjartansson. Í kjölfar verulegrar skerðingar á bolfiskkvóta 2007 varð þó ljóst að rekstrargrunnur bolfiskfrystingar var ekki lengur fyrir hendi. Var því rekstri frystihúss Eskju hætt og Hólmatindur var seldur. Með því lögðust bolfiskveiðar félagsins niður þar til 2010 að Eskja hóf bolfiskvinnslu í Hafnarfirði og gerir um leið út línubátinn Hafdísi SU 220 sem sér vinnslunni fyrir hráefni ásamt því sem keypt er á mörkuðum. Miklar framkvæmdir Árið 2012 var ákveðið að rafvæða fiskimjölsverksmiðju félagsins og að endurbæta verk-
smiðjuhúsnæði, reisa skorstein, hreinsivirki og nýja starfsmannaaðstöðu. Var verkið klárað síðasta ár og keyrir nú verksmiðjan einungis á raforku. Segir Gunnlaugur að þarna hafi verið stigið stórt skref í umhverfisstefnu fyrirtækisins þar sem það nýti nú sjálfbæra og umhverfisvæna orka en ekki jarðeldsneyti. „Þetta voru nauðsynlegar fjárfestingar en við erum búin í bili,“ segir Gunnlaugur. Vitaskuld þurfi þó alltaf að sinna viðhaldi og endurnýjun á tækjakosti, því ef tæki og veiðarfæri eru ekki í góðu standi veiðist ekki. Hann segir Eskju vera í góðum málum í dag. „Það er nú svo merkilegt að Eskju leggst alltaf eitthvað til og við gerum líka gott úr því sem við fáum að gera. Ég hef t.d aldrei þurft að afskrifa skuld í öll þessi ár sem ég hef unnið hérna. Það eru líka ótrúlega góðir menn sem halda þessu saman. Stundum eru þetta lítt menntaðir heimamenn en þeir vakna á morgnana og vilja gagnast sínum bæ og sínu félagi og það er það sem skiptir máli. Við erum því bjartsýn á framtíð félagsins og bæjarins,“ segir Gunnlaugur að lokum. S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
55
Hátíðar graflax
N
úna þegar jólahátíðin er að ganga í garð þá er oft mikið um kjöt á diskum landsmanna. Því má ekki gleyma að fiskur, þar á meðal lax er mikill herramannsmatur. Sjávarafl fékk þessar dýrindisuppskriftir hjá Fjarðalaxi sem hægt er að nota yfir jólahátíðin sem forrétt eða hollt snarl til að vega upp á móti öllu kjötinu og saltinu sem flest okkar innbyrða um jólin
Hráefni: » 1 kg laxaflak » 4 msk gróft sjávarsalt » 3 msk hrásykur » 1 msk nýmalaður svartur pipar » 1 búnt ferskt dill » 3 msk af vodka
Aðferð: » Skerið flakið í tvennt eftir endilöngu og leggið á fat, klætt í plastfilmu með roðið niður. Blandið saman salti, sykri og pipar og stráið yfir þann helming sem er á fatinu. Setjið saxað dill ofan á og hellið vodka yfir.
Laxa, lárperu og wasabi krem „blinis“ Hráefni: » 1 avacado í þunnum sneiðum » 1 teskeið wasabi » 150 ml sýrður rjómi » 3 msk af vodka » 4 blinis (litlar pönnukökur eða lummur) » 4 msk ólífuolía » 2 msk sítrónusafi » 8 þunnar sneiðar af hráum laxi (má nota reyktan í staðinn) » Laxahrogn til skrauts » Sellerílauf til skrauts » Salt og pipar
Aðferð: » Blandið saman sýrðum rjóma, wasabi, vodka, salti og pipar og geymið í kæli í lokuðu íláti » Marinerið laxinn í ólífuolíu og sítrónusafa í 1-2 mínútur » Setjið laxinn, lárperuna og sósuna á blinisið og skreytið með sellerlaufi og laxahrognum
56
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
» Stráið restinni af blöndunni á hitt flakið og leggið yfir með roðið upp, pakkið fiskinum inn í plastfilmu, setjið bretti ofan á og fergið með einhverju þungu til að pressa. » Geymið í kæli í 24-36 tíma og snúið á 12 tíma fresti. » Þegar bera á fram, takið flökin í sundur og skafið saltlöginn og dillið af, skerið í þunnar sneiðar og berið fram með sinnepssósu og ristuðu brauði.
Hvað er það sem heillar þig mest við sjóinn: Gott fiskerí og blíðuveður. Alltaf gaman að sigla með landinu fyrir vestan í góðu sumarveðri. Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra: Egill Nagli Jónsson. mesti nagli hafsins og fiskimaður sem ég hef verið með til sjós. Færasti goggarinn þrátt fyrir að vera örvhentur. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum: Nei.
Hin hliðin
Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Lögga. Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Sumarið. Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna: Fara á sjóinn í tvísýnum veðrum.
Fullt nafn: Bjarki Friðbergsson.
Eftirminnilegasta atvikið á sjónum: Að vakna uppí straumnesfjöru eftir strand.
Fæðingardagur og staður: 04067-2443 Hafnarfjörður.
Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár: Skítsama.
Fjölskylduhagir: Sambúð með Díönu Erlingsdóttir börn , Guðbjörn 24 ára Hjálmar 16 ára og Þórdís 13 ára.
Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu: Körfubolta.
Draumabíllinn: Always Skoda.
Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj: Stolt siglir fleyið.
Besti og versti matur: Lambalærið svíkur aldrei.Skatan er held ég mesti viðbjóður sem borin er fram. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ásbyrgi verð ég að segja. Starf: Sjómaður.
58
Ef þú myndir smíða þér skip/bát hvað myndir þú láta það heita: Hafrún.
S J ÁVA R A F L
DESEMBER 2014
Siginn fiskur eða gellur: Gellur. Smúla eða spúla: Smúla. Eitthvað að lokum: Belli wannabe skíðagrímu sjómaður er landkrabbi.
ENNEMM / SÍA / NM64114
Þjónusta við fyrirtæki
Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.
Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.
Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.
Hallgrímur Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka á Ísafirði.
Þekking sprettur af áhuga.
islandsbanki.is
Netspjall
Sími 440 4000