SJÁVARAFL
Sérlausnir hjá Wise
Ný skip
MSC vottun
Sjómenn þurfa líka þjálfun
September 2017 4. tölublað 4. árgangur
Góð samvinna sjávarútvegs- og tæknifyrirtækja skilar miklu
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA
4 Sérlausnir fyrir sjávarútveginn 6 Nýr Jón Kjartansson 10 Drangey SK 2 11 Björgúlfur EA 312 10 Kaldbakur EA 1 14 Ný vörulína sem skilar góðum árangri 15 Uppskrift 16 Loðnuveiðar við Ísland fá MSC vottun 18 Sjómenn þurfa þjálfun eins og aðrir 20 ARCTIC MACHINERY ehf 22 Vöxtur í kortunum 24 Íslenskur sjávarútvegur, olía og úrgangur 26 Fiskþurrkun í Vestmannaeyjum 28 Sjávarútvegsskólinn 30 Verbúð í Staðardal 32 Le Boreal í Akraneshöfn 34 HIN HLIÐIN
Breyttar matarvenjur landans
Þ
að er vissulega sorglegt hvað við Íslendingar borðum lítið af fsikmeti í dag, þar sem það má með sanni segja að gæði og hreinleiki sé það sem íslenskar sjávarafurðir eru hvað þekktastar fyrir. Þær auðlindir sem við búum yfir í okkar „matarkistu“ eru okkur svo dýrmæt og er það meðal annars vegna þess að það er hagsmunamál fyrir hinn almenna neytanda og samfélagið í heild sinni heilsufarslega. Einnig hefur fiskneysla verið tengd langlífi. Frá því á nítjándu öld þegar fæðuval var fábrotið og þar til á síðasta áratug, þegar að það verður stökkbreyting í fæðuvali landans í að elda framandi rétti, fór fiskneysla ungs fólks minnkandi. Þetta er sorgleg staðreynd þar sem unga fólkið okkar eru neytendur framtíðarinnar. Auðvitað á sér alltaf stað einhver þróun í fæðuvali. Þá eru sumar fæðutegundir sem færri og færri velja að borða, þá má nefna rauðmaga/grásleppu sem dæmi á meðan að færst hefur í vöxt að borða skötusel og karfa sem þykja dýrindis réttir í dag og skatan er alltaf að verða vinsælli og vinsælli. Fiskur er ein hollasta matvara sem hægt er að fá og er lúxusvara sem við Íslendingar megum þakka fyrir að fá að veiða í okkar hreina hafsvæði.
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Blaðamenn: Sigrún Erna Gerisdóttir Magnús Már Þorvaldsson Alda Áskelsdóttir Bára Huld Beck Katrin Lilja Jónsdóttir Þórný Sigurjónsdóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson Forsíðumynd: Olgeir Andrésson Prentun: Prentsmiðjan Oddi
2
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
Elín Bragadóttir ritstjóri
Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitinguna
Vegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni og 45 ára reynslu, tryggir úrsmíðameistarinn gæði íslensku úranna. Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar. JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra.
Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.
Sérlausnir fyrir sjávarútveginn
- byggðar á einu mest selda bókhaldskerfi landsins Dynamics NAV Sjávarafl náði tali af sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs Wise, Jóni Heiðari Pálssyni og spjallaði við hann um fyrirtækið sem er í hröðum vexti.
Elín Bragadóttir
H
ugbúnaðarfyrirtækið Wise er sjálfstæður söluaðili Microsoft Dynamics NAV. Wise var stofnað árið 1995 og er í dag einn stærsti söluaðili Dynamics NAV á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa 80 manns og eru viðskiptavinirnir nú vel yfir 500 talsins um allan heim. Á sjávarútvegssýningunni þann 13-15. september nk. sem haldin verður í Smáranum, Kópavogi mun Wise kynna nýjustu útgáfu sína af WiseFish á bás G19. WiseFish fyrir sjávarútveginn Wise hefur um 20 ára skeið verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveginn og þjónustar fjölda fyrirtækja innanlands sem utan. Meðal sérlausna Wise má nefna WiseFish, sem er vottuð Microsoft lausn og tekur tillit til allra hluta virðiskeðju sjávarfangsins, allt frá fiskeldi og veiðum til framleiðslu, sölu og dreifingar. Lausnin hentar öllum stærðum og gerðum sjávararútvegsfyrirtækja og hefur verið notuð um allan heim í meira en 20 ár. “Eins og í öllum rekstri skiptir miklu máli fyrir stjórnendur í sjávarútvegi að hafa góða yfirsýn. WiseFish annast utanumhald veiða og veiðiaðferða, hversu miklu er landað og hvaða tegundum. Einnig nýtist forritið til að vakta kvótastöðu og halda utan um framleiðsluferlana. WiseFish tengist öðrum kerfum á gólfinu eins og
4
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
Innova hugbúnaði frá Marel og má láta kerfið tala við jaðartæki, s.s. sem vogir og handtölvur,“ segir Jón Heiðar. Hann bætir við að kerfið bjóði upp á mikla möguleika á að rekja feril afurða frá veiðum í gegnum vinnslu- og söluferli og alla leið til neytandans. Einnig sé innbyggt í WiseFish svokallað HACCP gæðakerfi sem nota má við alla framleiðsluna. Beintengt Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna á Íslandi með Microsoft Dynamics NAV í fararbroddi og fjölda annarra viðbótalausna s.s. viðskiptalausnir, BI lausnir og greiningartól, ásamt áskrifta- og hýsingarleiðum fyrir innlenda og alþjóðlega markaði. WiseFish hefur verið í stöðugri þróun til að nýta nýjustu tækni Microsoft í Dynamics NAV. Tengingar við Office hugbúnaðinn, spjald-, handtölvu- og símalausnir nýtast vel og gera hugbúnaðinn aðgengilegri en nokkru sinni fyrr. Wise hlýtur viðurkenningu hjá Microsoft Wise er stolt af því að hafa hlotið viðurkenninguna „Samstarfsaðili ársins á Íslandi 2017“ hjá Microsoft. Fyrirtækið var heiðrað ásamt fleiri samstarfsaðilum Microsoft á heimsvísu fyrir yfirburði í þróun og útfærslu á þjónustumiðuðum lausnum sem byggðar eru á tækni frá Microsoft. „Ron Huddleston, aðstoðarforstjóri One Commercial Partner hjá Microsoft segir það mikinn heiður að sæma Wise titlinum. Wise er frábært dæmi um yfirburða þjónustu og lausnir sem eingöngu sjást hjá okkar bestu samstarfsaðilum“. Fyrirtækin voru valin úr hópi fleiri en 2800 samstarfsaðila í 115 löndum víðs vegar um heiminn og voru viðurkenningar veittar í nokkrum flokkum
Jón Heiðar Pálsson
Sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise
fyrir árangursríkt samstarf við Microsoft, nýsköpun, aukna ánægju viðskiptavina og ekki síst fyrir að laða að nýja viðskiptavini. Wise var sérstaklega hlaðið lofi fyrir nýsköpun og framúrskarandi sérþekkingu á sviði hugbúnaðarlausna, ásamt góðu samstarfi við Microsoft á Íslandi. „Það er mikill heiður og ánægja að hljóta þessa viðurkenningu frá Microsoft. Lykillinn að þessum árangri og velgengni Wise ásamt vexti á markaðnum er frábært starfsfólk. Wise býður viðskiptavinum sínum um allan heim ráðgjöf við þróun, innleiðingar og hönnun sérlausna auk staðlaðra kerfa s.s. laun, bankakerfi, innheimtu, verkbókhalds, sjávarútvegs og sveitarfélagalausnir. Við einbeitum okkur að Dynamics NAV og sérlausnum okkar fyrir flestar greinar atvinnulífsins. Öll fyrirtæki stór og smá geta nú nýtt sér ýmsar leiðir svo sem áskrift að hugbúnaði í Microsoft Azure skýinu eða geta rekið eigin hugbúnað á hefðbundinn hátt. Samþætting við Office 365, Power BI og Wise Analyzer gerir lausnaframboð
geymd í hátæknitölvuverum, í einu öruggasta og öflugasta gagnaveri heims, Microsoft Azure. Færustu sérfræðingar Microsoft sjá um að gögnin séu örugg og hægt sé að nálgast þau hvar og hvenær sem er.
Frá vinstri Ron Huddleston, aðstoðarforstjóri One Commercial Partner hjá Microsoft afhendir Jóni Heiðari Pálssyni verðlaunastyttuna fyrir Samstarfsaðila ársins 2016.
Wise einstakt og er stór þáttur í því að við vinnum þessi verðlaun nú í fjórða skiptið”, segir Jón Heiðar. Hugbúnaðarlausnir fyrir allar stærðir fyrirtækja Wise lausnir eru leiðandi söluaðili á Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskiptahugbúnaði á Íslandi. Vel á annað hundrað þúsunda fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum notast við Dynamics NAV bókhaldskerfið og segir Jón Heiðar að það henti jafnt stórum sem smáum fyrirtækjum og ólíkum starfssviðum s.s.: verktökum, framleiðendum, sjávarútvegsfyrirtækjum, sveitarfélögum, verslun, ferðaþjónustu o.fl. „Kerfið uppfyllir allar þarfir fyrir aðgengi að fjárhagsupplýsingum og er meðal annars hægt að samþykkja reikninga, skrá verkbókhald og yfirfara stöðuna á netinu, í spjaldtölvu, síma eða heimilistölvunni“. Áskrifta- og hýsingarleiðir Wise Áskrift er að verða algengt form á hugbúnaðarsölu. Mikil aukning hefur orðið í þessari leið í sölu hjá Wise en boðið er upp á hagkvæma leið sem gefur kost á viðskipta- og sjávarútvegslausnum í mánaðarlegri áskrift. Greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað, uppfærslu- og þjónustugjöld. Innifalið er vistun á gögnum, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur. Sveigjanleg lausn sem gefur kost á breytilegum fjölda notenda að kerfinu eftir því sem hentar í hverjum mánuði sem heldur kostnaðinum í lágmarki.
að hugbúnaðinum. Aðeins einn dag tekur að afgreiða leyfi og nýtt bókhald með grunnkerfum Dynamics NAV og helstu sérlausnum sem duga fyrir flest fyrirtæki. Fyrir stuttu kom á markaðinn ný útgáfa af hugbúnaðinum, Microsoft Dynamics NAV 2017, og er hún í boði í áskrift en einnig geta viðskiptavinir eignast kerfið og rekið það. Margar nýjungar eru í nýju útgáfunni, t.d. er enn betri samþætting við Microsoft Outlook, tengiliði og dagbók, skýrslugerð er orðin auðveldari, sem og meðhöndlun kreditreikninga. Það er hagkvæmt og þægilegt að vera í áskrift að Dynamics NAV þar sem rekstrarkostnaðurinn er þekktur. „Hýsing á bókhaldsþjónustu er hagkvæmur kostur fyrir fyrirtæki af öllum stærðum“. Hægt er að fjölga eða fækka notendum eftir þörfum og kostnaður við uppsetningar er lítill þar sem engin þörf er á kaupum á miðlægum tölvubúnaði eða hugbúnaðarleyfum. Hýsingin gerir bókhaldið aðgengilegt hvar sem er í heiminum. Gögnin eru
Hugbúnaðargerð og þjónusta jafnmikilvægir þættir Wise státar sig af öflugum hópi sérfræðinga með áratuga reynslu í Microsoft lausnum. Jafnframt hefur fyrirtækið náð góðum árangri í útflutningi á sínum lausnum og þjónustu. Starfsemin byggir á hugbúnaðargerð en jafnframt er þjónustan við viðskiptavinahópinn mjög mikilvæg. „Þannig má segja að starfsemin sé tvískipt, annars vegar hugbúnaðargerðin þar sem eru yfir 30 starfsmenn starfa og hins vegar þjónustan og ráðgjöfin þar sem fyrirtækið hefur yfir öðrum eins hópi sérfræðinga á að skipa“ segir Jón Heiðar. Til fyrirmyndar og hafa vakið athygli fyrir hátt hlutfall kvenna Wise hlaut titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2017 hjá VR og hefur á sviði upplýsingatækni vakið athygli fyrir hátt hlutfall kvenna sem starfa hjá fyrirtækinu en hjá Wise starfa 45% konur í heildina og 50% af framkvæmdastjórn Wise eru konur. Vel heppnuð innleiðing hjá Tassal í Ástralíu Tassal, stærsti framleiðandi á laxi í Ástralíu, innleiddi fyrir skömmu nýjar útgáfur Dynamics NAV og WiseFish ásamt tengingum við vogir og handtölvur, framleiðslukerfi, samninga, birgðir og sölukerfi. Jón Heiðar segir að þrátt fyrir að langt sé á milli Íslands og Ástralíu hafi innleiðingin gengið vel. „Það er mikil viðurkenning fyrir Wise að Tassal hafi valið WiseFish og okkar lausnir þrátt fyrir langar vegalengdir og tímamun,“ segir hann. „Vefur, spjaldtölvur, símar og Power BI greiningartól eru nú hluti af stöðluðu kerfi. Við höfum endurskrifað WiseFish frá grunni, nýtum okkur nýjar útgáfur af Dynamics NAV frá Microsoft og getum með því boðið nýja virkni sem byggir jafnframt á grunnkerfi Microsoft”.
NAV í áskrift
“Helstu vörur okkar eru WiseFish sjávarútvegslausnir sem innihalda veiði, vinnslu, gæðastjórnun, sölu og dreifingu, tengingar við jaðartæki og fiskeldi. Við erum einnig með öflugar BI lausnir: Wise Analyzer, Power BI, teninga og skýrslur. Áskriftaleiðirnar eru að færast enn frekar í vöxt en það eru bókhaldsog viðskiptalausnir sem kallast NAV í áskrift og WiseFish sjávarútvegslausnir í áskrift”, segir Jón Heiðar. Á vefsíðunni www.navaskrift.is er hægt að velja um áskriftarleiðir og verð og hægt að panta aðgang SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
5
Nýi Jón Kjartansson við bryggju á Eskifirði - Myndataka: Bára Huld Beck
„Þetta verður allt, allt annað“ - Útgerðarfélagið Eskja hefur nú fest kaup á nýju skipi sem mun taka við af gamla Jóni Kjartanssyni SU-111. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri, fór til Hjaltlandseyja á dögunum til að sækja skipið og greindi blaðamanni Sjávarafls frá ferðalaginu, sögu gamla skipsins og sinni eigin vegferð á sjónum-
Bára Huld Beck
„M
ér líst rosalega vel á skipið,“ segir Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni, um það nýja sem hét áður Charisma og var smíðað árið 2003. Skrokkurinn var smíðaður í Tyrklandi og kláraður í Flekkefjord í Noregi þar sem hann var innréttaður og allur búnaður settur í hann. Skipið er nánast ónotað en vélin er keyrð sem samsvarar tveimur árum í fullri nýtingu. Grétar hefur verið skipstjóri til margra ára og fagnar nýju kaupunum. Mjög öflugt skip Grétar sótti skipið ásamt fríðu föruneyti til bæjarins Symbister á Whalsey í Hjaltlandseyjum. Skipið er 70,8 metrar á lengd og 14,5 metrar á breidd. Aðalvél skipsins er MAK 6000 kw og 8160 hestöfl. Grétar segir að skipið hafi öflugan spilbúnað en það sé hins vegar ekki útbúið til nótaveiða. Til stendur að breyta því með haustinu en þá verður það sent út til að setja nótabúnað í það. Grétar segir að ofboðslega vel hafi verið gengið um skipið og það líti mjög vel út miðað við að um þrettán ára gamalt skip sé að ræða. Hann bendir þó á að reynsla eigi eftir að koma á það og þá muni koma betur í ljós hvernig það sé. „En það hefur alla burði til að fiska og er mjög öflugt,“ segir
6
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
Grétar Rögnvarsson. Skipstjóri á Jóni Kjartanssyni
hann. Byrjað var að fara á makrílveiðar í ágúst. Gamli erfiður í brælu en kraftmikill enn Gamli Jón Kjartansson var smíðaður 1978 en þá kom hann nýr til Hafnarfjarðar sem Eldborg. Svo vildi til að þegar Grétar var í Stýrimannaskólanum þá fór hann í skoðunarferð um borð í þetta sama skip. Það þótti mikið framúrstefnuskip á sínum tíma, að hans sögn. „Maður horfði á þetta allt með lotningu og þótti þetta svakalega stórt og mikið allt saman,“ bætir hann við. Eldborg var síðan keypt árið 1988 og skírt Hólmaborg. Á árunum 1997 til 1999 fór skipið í miklar breytingar og var lengt, skipt um vél og settur nýr spilbúnaður. Grétar byrjaði á enn eldri Jóni Kjartanssyni árið 1988 og fór árið 2007 yfir á þann sem nú var að gefa keflið áfram. Hann hefur verið skipstjóri á honum í 10 ár og verður það áfram á þeim nýja. Gamli er mjög góður en samt lýsir Grétar honum sem frekar erfiðum. Hann sé þungur og erfiður í brælu. „Við höfum verið að veiða mikið kolmunna á hann við Færeyjar og vestur á Írlandi og það
hefur oft verið mjög erfitt að ferðast á honum,“ segir hann. Ef skipið er fyllt þá er hann gríðarlega þungur og nánast á kafi, að sögn Grétars. Nýi Jón Kjartansson hleðst ekki nálægt því eins mikið. „Menn eiga nú að vera öruggari við vinnu á dekkinu af því hinn hlóðst svo svakalega,“ segir Grétar. Ekkert sérstakt hafi komið upp á í þessi tíu ár sem hann hafi verið skipstjóri á gamla Jóni Kjartanssyni en hann segir að þeir hafi oft lent í því að komast ekki heim og þurft að bíða af sér veður og brælu. Þeir hafi oft þurft að fara til Færeyja og bíða þar eftir að komast heim því ekki hafi verið ferðafært. „En hann var mjög góður bátur að öðru leyti, kraftmikill og græjurnar eru enn fínar,“ segir Grétar. Nánast öll gamla áhöfnin eigendur Töluverður munur verður fyrir áhöfnina að athafna sig á nýja skipinu. Grétar segir að hljóðmengun sé til að mynda mun minni í honum en erfitt hafi stundum verið að tala saman úti á dekki í þeim gamla og niðri í klefum. „Auðvitað heyrir maður
Nýi Jón Kjartansson við bryggju á Eskifirði - Myndataka: Bára Huld Beck
í vélinni núna en þetta er samt allt annað,“ segir hann. „Þetta verður allt, allt annað. Allir klefar eru með klósetti og sturtu og allt er mjög fínt um borð.“ Fyrir voru tíu í áhöfn á Charisma og voru níu af þeim eigendur skipsins. Grétar telur að það hafi spilað inn í að skipið er svona vel með farið. Á eyjunni voru sjö svipuð skip og hafa margir sagt að þessi eyja sé ein ríkasta eyja í heimi. Þarna séu sjö stórar útgerðir og sjómennirnir allir frá eyjunni. Eitt annað skip frá þessari sömu eyju er á Íslandi, Margrét EA-710 frá Akureyri. Grétar segir að systurskip Charisma, Borgarinn, sé í Færeyjum en búið sé að lengja hann.
Menn fljótir að aðlagast nýju skipi Töluverð vinna felst í því að koma nýju skipi á skipaskrá og undir íslenskt flagg. „Þetta er búið að vera mjög mikið torf og margar skoðanir,“ segir Grétar. Þá þurfi að skoða allan öryggisbúnað og segir hann að það hafi verið erfiðara en hann átti von á. Ekki hafi tímasetningin hjálpað til en margir hafi verið í sumarfríi í júlímánuði. En haffæraskírteinið sé loksins komið, sem og veiðileyfi. „Maður er fljótur að aðlagast á nýju skipi,“ segir hann. Tólf eru fastráðnir á Jóni Kjartanssyni og koma þeir til með að vera níu til tíu á torfveiðunum en fleiri á nótaveiðum eða um
fjórtán, að hans sögn. „En það er ekki vandamál að fá menn á sjó,“ bætir hann við. Helst liggur aðlögun að nýju skipi í handbrögðum úti á dekki, að mati Grétars. Hann segir að vinnubrögðin séu svipuð uppi í brú. Það sem sé krefjandi er að hlutirnir gangi upp strax en auðvitað geti alltaf komið eitthvað upp á eins og gengur. Til að byrja með var stýrimaður úr gömlu áhöfninni með í för í fyrstu ferðum Jóns Kjartanssonar. „Það er oft gert þegar skip eru keypt að fenginn er einn með til að kenna mönnum úti á dekki,“ segir hann. Mikið þurfi að læra á. Gamli Jón Kjartansson er til sölu en hugsanlega þarf Eskja að nota hann í haust þegar nýi fer í breytingar, segir Grétar. Þeir eigi kolmunnakvóta eftir og þá nýtist hann vel á meðan verið sé að setja nótabúnað í þann nýja. „Þrátt fyrir að það sé kannski ekki mikil spenna að fara aftur á hann,“ segir hann og hlær.
Grétar fór til Whalseyjar til að ná í Charisma og segir hann að upplifunin hafi verið eilítið sérstök og hafi hann nú ferðast víða. „Það var svolítið líkt eins og að koma til Færeyja en mjög gaman,“ segir hann. Eigendurnir sigldu með þeim heim til Íslands en skipinu var siglt á skosku flaggi. Skipstjóri Charisma var kominn á áttræðisaldur og hafði farið með í alla túra skipsins. Hann sigldi einnig með þeim heim til Íslands og þótti honum, að sögn Grétars, mjög gaman að koma til landsins.
Sæljón SU-104 í slipp á Akureyri. Grétar varð ungur skipstjóri á Sæljóni, aðeins 24 ára gamall. Mynd: Úr einkasafni Grétars.
Grétar Rögnvarsson á stímvakt á Sæbergi SU-9. Mynd: Úr einkasafni Grétars.
Grétar Rögnvarsson - Í síðasta túr á Hólmatindi 1 að fiska í siglingu. Siglt til Fleetwood og svo til Frakklands að ná í Hólmatind no. 2 Mynd: Úr einkasafni Grétars. SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
7
Skipstjórinn stundum yngstur í hópnum Grétar byrjaði á sjó sautján ára gamall en þá fór hann á Norðursjó á síldveiðar. Hann byrjaði í Stýrimannaskólanum árið 1977 tvítugur að aldri. Hann stundaði námið í tvö ár og útskrifaðist með réttindi á fiskiskip. Árið 1979 fór hann sem stýrimaður á Seley í eitt ár og það næsta var hann á Hólmatindi. Um sumarið 1981 byrjaði hann sem skipstjóri, einungis 24 ára gamall, á 150 tonna bát sem hét Sæljón þar sem hann var í sex og hálft ár. „Það var krefjandi en ég hafði samt rosalega góða áhöfn með mér. Ég var nú stundum yngstur í hópnum,“ segir hann og bætir við að það hafi þó gengið mjög vel. Móðurbróðir Grétar, Páll Helgason, var yfirvélstjóri og annar móðurbróðir hans, Hörður Helgason, var kokkur. „Þannig að þetta var svolítið sérstakt,“ segir hann og hlær. „Þetta rúllaði einhvern veginn áfram en við sigldum mjög mikið fyrst. Fyrstu sumrin sigldum við mikið til Bretlands með fisk. Á þessum árum var þetta mikið gert. Bátar sigldu með ferskan fisk til að selja á markaðnum í Bretlandi. Þetta var voða spennandi, að sigla svona ungur maður,“ segir hann. „Þá var nú ekki svona mikið um tæki eins og í dag og maður þurfti að nota sjókort og nota fræðin.“ Grétar segir að ekki sé eins um það nú að siglingafræðin séu notuð í sama mæli. Allt sé þetta orðið rafrænt, sjókort og margt fleira.
Nýi Jón Kjartansson - Myndataka: Bára Huld Beck
Um áramótin 1988 var Grétar ráðinn á Jón Kjartansson, gamla Narfa, en hann var á honum til 2007 eða þangað til sá sem nú er verið að skipta út tók við. „Þannig að þetta er orðið ágætistími,“ segir hann og hlær. Allaf verið með bátadellu Ástæðan fyrir því að Grétar fór á sjóinn var sú að allir bræður móður hans voru sjómenn. „Maður var alltaf niðri á bryggju. Það var mikil útgerð hér á Eskifirði og síldarsöltun þannig að maður hékk á bryggjunum,“ útskýrir hann en hann segist einnig hafa verið með mikla bátadellu. Sumir krakkar hafi alltaf verið að tala um bíla sem og hann gerði en hann fylgdist líka mikið með bátunum sem frændur hans voru á. Hann segir að hann hafi iðulega farið niður á bryggju að hitta þá og meira að segja í eitt skiptið hafi hann farið með frænda sínum Rafni níu ára gamall á síld á svæði sem kallast Rauðatorg. Þeir hafi verið tveir, hann og vinur hans Halldór sonur skipstjórans, sem fóru eitt sumarið en móðir hans hvatti Grétar til að tala við frænda sinn og fá hann til að taka þá vinina með. Grétar segir að leyfið hafi verið auðfengið og hafi hann farið tvo túra þetta sumarið. Hann hafi horft á sjómennina, verið upp í brú og fylgst með hvað gert væri á bátnum. Hann segir að þetta hafi verið mjög gaman og mikil upplifun fyrir ungan dreng. „Ég veit ekki alveg hvort að þetta yrði gert í dag,“ segir hann og brosir. Grétar segir þó að stundum hafi hann leyft krökkum að koma með og hafi krakkarnir hans til að mynda oft farið með í stutta túra í hans tíð. Gott að hafa menntun Grétar segir að hann hafi ekki endilega ætlað að verða sjómaður þegar hann var ungur en eftir eitt ár í menntaskóla hafi hann prufað að fara á sjó og ekki snúið aftur í skólann fyrr en hann fór í Stýrimannaskólann. Hann segist mæla með náminu ef menn ætli að vera á sjó.
8
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
Vélarými - Myndataka: Bára Huld Beck
„Þá er gott að hafa einhverja menntun, stýrimanninn eða eitthvað slíkt. Þetta er orðin svo flott menntun í dag og einnig er hægt að taka stúdentinn um leið,“ segir hann. Slíkt opni jafnvel dyr í áframhaldandi menntun ef áhugi sé fyrir. Sjálfur fór hann í sjávarútvegsfræði í Fjöltækniskólanum fyrir nokkrum árum og kláraði um helming námsins. Hann segir að það hafi verið mjög gaman en þó erfitt að byrja aftur í námi eftir svo langt hlé.
Um borð í nýja Jóni Kjartanssyni. Ragnar Eðvarðsson og Björgólfur Lauritzson. - Myndataka: Bára Huld Beck
Vakúmkerfi í þeim nýja Framundan er mikil veiði hjá Jóni Kjartanssyni, enda þarf að veiða makrílkvóta sem Eskja á, að sögn Grétars. Til standi að leigja þriðja skipið og stefnt sé að að vera með 600 til 800 tonn í ferð. Grétar segir að veiðunum sé stýrt úr landi þannig að alltaf sé hægt að halda vinnslunni gangandi. Lestarnar séu mjög fínar í nýja skipinu og í því sé vakúmkerfi sem er nauðsynlegt fyrir þá vinnslu sem er á Eskifirði, sem og góðir kælitankar. „Þegar við kælum fiskinn þá setjum við hann ofan í kaldan sjó og höldum honum köldum. Við kælum hann kannski niður í -1 gráðu og þannig er hann nánast lifandi þegar við löndum honum,“ segir Grétar. Þeir kæli fiskinn allan tímann sem þeir eru að landa honum í jafnvel nokkra sólarhringa. Þannig haldist fiskurinn feskur allan tímann. „Keðjan byrjar hjá okkur því það þarf að koma með ferskt hráefni í land. Allt er orðið svo rekjanlegt,“ segir hann og tekur sem dæmi að þegar þeir veiði loðnu eða kolmunna í fiskimjöl þá vilji kaupendur rekja hvaðan hráefnið kemur alveg frá upphafsreit. Senda þurfi skýrslur í land um hvar sé veitt, hitastig o.s.frv. Þannig nýtist nýr bátur einstaklega vel.
Fyrsti og yfirvélstjóri á Jóni Kjartanssyni. Björgólfur Lauritzson - Myndataka: Bára Huld Beck Barómet eða loftvog um borð Myndataka: Bára Huld Beck
Uppi í brú á nýja Jóni Kjartanssyni - Myndataka: Bára Huld Beck
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
9
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra ávarpaði gesti.
Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, gefur skipinu nafnið Drangey
Drangey SK 2 Þ
að var mikill gleðidagur á Sauðárkróki á laugardaginn var, þann 19. ágúst, þegar tekið var á móti nýjum togara FISK Seafood, Drangey SK-2 og áhöfn hans.Skipið sigldi af stað frá Tyrklandi föstudaginn 4. ágúst og tók því siglingin heim um hálfan mánuð. Mikið fjölmenni var saman komið þegar skipið kom í heimahöfn á Sauðárkróki. Það var hátíðleg athöfn á bryggjunni þar sem Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood ávarpaði gesti ásamt Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra og Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra Skagafjarðar. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur blessaði skipið og áhöfn þess og færði skipsstjóranum Snorra Snorrasyni biblíu að gjöf frá Sauðárkrókskirkju. Það var svo Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem gaf skipinu nafnið Drangey. Það gerði hann í minningu föður síns, Stefáns Guðmundssonar, sem var forystumaður í sjávarútvegi í Skagafirði um langa hríð. Skipið var smíðað hjá Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Skrifað var undir samning um smíði á skipinu þann 24. júlí 2014. Skipið var sjósett þann 22. apríl síðastliðinn og afhent formlega þann 26. júlí í Tyrklandi. Á Sjávarútvegssýningunni í Brussel þann 25. apríl síðastliðinn var skrifað undir samning við Skagann 3X um smíði á vinnslubúnaði á millidekkið á skipinu. Búnaðurinn er byltingarkenndur ofurkælibúnaður líkt og þróaður var um um borð í hinum ferskfisk togara fyrirtækisins, Málmey SK1. Drangey er þriðja af fjórum systurskipum sem smíðuð eru hjá Cemre. Hin þrjú skipin, Kaldbakur, Björgúlfur og Björg, fara til Samherja og ÚA. Skipin
10
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
Ljósmyndir: Davíð Már.
eru hönnuð af Verkfræðistofunni Skipatækni og Bárði Hafsteinssyni og er stór hluti búnaðar og lausna hannaðar og þróaðar af íslenskum tæknifyrirtækjum. Skipið er tæknilega fullkomið og við hönnun var lögð áhersla á hagkvæmni í orkunýtingu. Drangey er 62,5 metra langt skip og 13,5 metra breitt. Skipið er með nýstárlegt skrokklag og stórt og áberandi perustefni sem á að tryggja betri siglingareiginleika, meiri stöðugleika og aukna hagkvæmi. Skipið er skráð 2081 brúttótonn, hefur 14 hnúta hámarks siglingarhraða og 40 tonna togkraft. Það er búið Yanmar aðalvél og skilar hún 1620 kw við 750 snúninga og getur bæði keyrt á svartolíu og gasolíu.
Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood ávarpaði gesti en mikið fjölmenni var saman komið.
lykilatriði í þeirri þróun og í raun algjör forsenda er að það hráefni, sem kemur til vinnslu sé allt fyrsta flokks og ég trúi því að með smíði á þessu nýja skipi stígum við risaskref í þá átt.“ Það eru rúm 44 ár síðan það kom síðast nýsmíðaður togari á Sauðákrók. Það skip hét líka Drangey en bar einkennisstafina SK-1. Það skip kom í Skagafjörð eftir tveggja mánaða siglingu frá Japan þann 8. maí 1973. Nýi togarinn Drangey kemur til með að leysa Klakk SK-5 af hólmi en Klakkur er 40 ára gamalt skip.“
„Smíði á þessu nýja skipi er stórt skref í þeirri uppbyggingu sem framundan er hjá FISK Seafood. Forsenda þess að fyrirtækið geti áfram verið í fararbroddi hvað varðar gæði afurða er að það hráefni sem skilað er inn í vinnslu fyrirtækisins sé nánast gallalaust og ég bind miklar vonir við að svo megi verða.“ Sagði Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood við mótttökuna á nýja togaranum. „Mikil tækni-og sjálfvirknivæðin er framundan í landvinnslu FISK Seafood en Jón Eðvald, Snorri Snorrason skipstjóri á Drangey og Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar að gefa honum blóm Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ávörpuðu gesti en mikið fjölmenni var saman komið til að taka á móti Drangey og áhörfn skipsins
Hinn nýji Björgúlfur er þriðji í röðinni en fjörutíu ár eru síðan nýsmíðaður Björgúlfur eldri, sem er nú leystur af hólmi með nýja skipinu, lagðist að bryggju
Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, gefur skipinu nafnið Drangey
Björgúlfur EA 312 H
inu nýja skipi Samherja var formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn kl. 16.00 föstudaginn 11. ágúst á Fiskisúpudaginn við Norðurgarðinn á Fiskidagssvæðinu á Dalvík. Dalvíkingingum og öðrum landsmönnum var boðið.
lagðist að bryggju í heimahöfninni Dalvík. Það þótti vel við hæfi að Sigurður Haraldsson, sem var skipstjóri á báðum eldi skipunum, tæki við spottanum og batt hann landfestarnar. Gamli Björgúlfur heitir nú Hjalteyrin og sigldi hann á móti þeim nýja og fylgdi að bryggju.
Björgúlfur EA 312, nýr ísfisktogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík þann 01.06.207. Glaðir bæjarbúar fjölmenntu á bryggjuna að taka á móti hinu nýja skipi og var öllum boðið um borð að skoða. Hinn nýji Björgúlfur er sá þriðji í röðinni en fjörutíu ár eru síðan nýsmíðaður Björgúlfur eldri, sem er nú leystur af hólmi með nýja skipinu,
Björgúlfur EA var smíðaður í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi, er 62 metra langur og 13,5 metra breiður. Skipstjórar eru Kristján Salmannsson og Markús Jóhannesson, sem er afleysingaskipstjóri og yfirvélstjóri er Halldór Gunnarsson.
Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja, Bjarni Th. Bjarnason Bæjarstjóri Dalvíkur, Bjarni Benediksson forsætisráðherra, Helga Steinunn Guðmundsdóttir stjórnarkona í Samherja hf., og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Mikill mannfjöldi tók á móti Björgúlfi og áhöfn hans.
Helga Steinunn Guðmundsdóttir sem gaf skipinu nafn með formlegum hætti. Henni til aðstoðar var Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja.
Haukur Gunnarsson formaður Björgunarsveitar Dalvíkur, Valdimar Bragason forstöðumaður Öldrunarheimilisins Dalbæjar og Helga Steinunn Guðmundsdóttir stjórnarkona í Samherja hf. sem afhenti þeim styrki við nafngift Björgúlfs EA 312. SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
11
Kaldbakur EA 1 kom í heimahöfn 4.mars 2017
Kaldbakur EA 1 hinn fyrsti kemur til heimahafnar 17.maí 1947
Kaldbakur EA 1 númer tvö kom nýr til heimahafnar 19.desember 1974
Kaldbakur EA 1
K
aldbakur EA 1, nýr ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar á Akureyri á laugardag en 17 ár eru síðan nýsmíðað skip Samherja Vilhelm Þorsteinsson EA kom til Akureyrar. Fjöldi Akureyringa var á bryggjunni að taka á móti skipinu og var öllum boðið um borð að skoða hið nýja skip. Kaldbakur var smíðaður í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og er 62 metra langur og 13,5 metra breiður. Skipstjórar verða Sigtryggur Gíslason og Angantýr Arnar Árnason, yfirvélstjóri er Hreinn Skúli Erhardsson en allir koma þeir af gamla Kaldbak sem nú hefur fengið nafnið Sólbakur. Í áhöfn verða um 13-15 manns. „Kaldbakur er á allan hátt afar vel útbúið skip“ segir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja. „Mesti ávinningurinn af hönnun skipsins að okkar mati er skrokklagið og hve vistvænt skipið er. Skrokklagið er nýstárlegt og eykur sjóhæfni og orkunýtingu. Stefni eins og á þessum nýju skipum hleypir öldunni upp á nefið á stefninu án þess að brjóta hana. Þá er einnig mjög gott sjóstreymi að tiltölulega stórri skrúfu. Í öllu þessu er fólginn orkusparnaður“, segir Kristján Vilhelmsson.
Ljósmyndari: Þórir Tryggvason
Kaldbakur er fyrstur af fjórum systurskipum sem smíðuð eru hjá Cemre og fara tvö til Akureyrar, eitt til Dalvíkur og það fjórða til Fisk Seafood á Sauðárkróki. Skipið er hannað af Verkfræðistofunni Skipatækni, Bárði Hafsteinssyni, starfsmönnum Samherja og sérfræðingum sem þjónusta flota Samherja. Skipin eru tæknilega fullkomin og áhersla hefur verið lögð á hagkvæmni í orkunýtingu og sjóhæfni. Til dæmis er mjög framúrstefnulegt hitaveitukerfi í skipinu, þar sem áhersla er lögð á að nýta afgangsvarma til upphitunar á vélbúnaði og vistarverum. Einnig býður kerfið upp á að tengjast hitaveitu í landi svo ekki þurfi að brenna olíu þegar skipið liggur við bryggju. Skipið verður að sjálfsögðu tengt rafmagni úr landi, meðan það liggur við bryggju. Þess var einnig minnst að 70 ár eru liðin frá því Kaldbakur EA 1 fyrsta skip Útgerðarfélags Akureyringa kom til landsins og að 60 ár eru liðin frá því að frystihús ÚA var tekið í notkun. Af þessu tilefni færði Samherjasjóðurinn Vinum Hlíðarfjalls að gjöf Skíðalyftu, afhenta á Akureyri. Frá vinstri: Angantýr Arnar Árnason skipstjóri á Kaldbak, Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja, Kolbrún Ingólfsdóttir og Sigtryggur Gíslason skiptstjóri Kaldbaks" Kolbrún Ingólfsdóttir gefur Kaldbaki EA 1 nafn með aðstoð Kristjáns Vilhelmssonar útgerðar stjóra Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ávarpaði gesti en margir voru samankomnir.
12
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Lykill
að bættum veiðum:
Þantroll ...breiðari opnun - bætir veiðarnar ...minni mótstaða á stærri togfleti ...heldur lögun vel á litlum hraða ...auðveld í köstun og hífingu ...minni titringur og lægri hljóðbylgur, lágmarka fiskfælni ...yfirfléttaður kaðall með núningshlíf í mismunandi litum fyrir hvert byrði Við erum á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum. Sýningarsvæði D-50
13. - 15. september – Veiðarfæri eru okkar fag
Ný vörulína sem skilar góðum árangri
- Sjávarafl náði tali af framkvæmdastjóra sölufyrirtækisins Fisherman, Elíasi Guðmundssyni og spjallaði við hann um fyrirtækið.
Elín Bragadóttir
F
isherman sem var stofnað á Suðureyri árið 2000 er lítið fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í ferðaþjónustu á Vestfjörðum undanfarin 16 ár en núna hefur fyrirtækið söðlað um og hafið sölu á ýmsum sjávarafurðum í öllum verslunum Hagkaupa. Úr ferðaþjónustu í öfluga vöruþróun Fisherman rekur hótel á Suðureyri, sjávarréttaveitingahús og kaffihús. Þar hefur verið tekið á móti þúsundum gesta í sínum sjarmerandi sælkeraferðum um þorpið. Elías segir ástæðuna fyrir þeim breytingum að fara úr litlu ferðaþjónustufyrirtæki úti á landi og að vera í öflugri vöruþróun og að hefja sölu á jafn viðamikilli vörulínu og raun ber vitni, þar sem vörur eru komnar í verslanir vera mjög einfalda í grunninn. „Öll okkar ferðaþjónusta hefur byggt á því að vera í litlu sjávarþorpi og að bæta aðgengi ferðamanna að daglegu lífi þeirra, í sjávarþorpi þar sem allt snýst um fisk“. Fisherman hefur verið að vinna mikið með fisk upplifun á ýmsum sviðum er tengist meðal annars dagsferðum í ferðaþjónustu, veitingasölu og gistingu. „Gestir voru því í ríkum mæli farnir að biðja um að fá að taka með sér minjagripi tengt mat svo það má segja að okkar vöruþróun hafi byrjað þar“. Gamla vörumerkið barn síns tíma Sett var að stað verkefni sem byggir á því að búa til vörulínu sem er tengd endurmörkun á vörumerki Fisherman. „Gamla vörumerkið okkar var orðið tíu ára gamalt og barn síns tíma“. Samhliða vöruþróun á vörulínu var farið í að endurnýja allt er viðkemur vörumerkinu Fisherman, henni lauk í lok sumars 2016. Um var að ræða niðursoðna lifur, þurrvörur eins og salt, söl og harðfisk. „Þetta voru handhægar vörur fyrir ferðamenn því þær eru litlar, geymast vel og þurfa ekki að vera í kæli á ferðalagi gesta. Sala á þessum vörum fór rólega af stað og þá aðallega bara á kaffihúsinu okkar fyrir vestan, þar sem flestir ferðamenn á okkar vegum koma við. Síðan kom eftirspurn um að fá þessar vörur inn í aðrar verslanir en okkar eigin og þá má segja að boltinn hafi farið að rúlla nokkuð hratt“. Frekari útrás í undirbúningi Í byrjun árs 2017 var settur enn meiri kraftur í vöruþróun á ferskum vörum tengt fisk, ásamt vel samsettum fiskmáltíðum sem fást nú í öllum verslunum Hagkaupa. „Við erum núna komin með um 50 vörunúmer í vörulínuna og hún fer
14
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
enn stækkandi og við gefum okkur út fyrir að vinna mikið með framleiðendum sem framleiða inn í okkar vörulínu. Með því getum við einbeitt okkur betur að því að þjónusta viðskiptavini í verslunum betur með skemmtilegra úrvali tengt fisk“. Vörulína hjá Fisherman byggir því á vel völdum framleiðendum sem kappkosta við að gera vel. „Þessi aðferð er að skila skemmtilegum árangri og við erum farin að fá símtöl frá nýjum framleiðendum sem vilja endilega taka þátt með okkur og koma með sína vöru inn í okkar skemmtilega consept“. Framkvæmdir við fyrstu verslunina í Reykjavík eru langt komnar og að stefnt er að opnun í lok sumars en verslunin verður staðsett við Hagamel 67 eða við hlið Ísbúðar Vesturbæjar. „þar verður Fiskisjoppa og eldhús þar sem hægt er að kaupa bæði ferskan fisk og fiskrétti til að taka með heim, bæði sem fólk eldar sjálft heima eða að fá eldað á staðnum hjá okkur“. Fiskréttir sem verða í boði verða með svipuðu sniði og þeir sem Fisherman hefur boðið upp á í verslunum Hagkaupa en gengið verður skrefinu lengra þar sem þeir hafa meira úrval af sérréttum. Vörulína seld til Sviss Aðspurður um frekari útrás segir Elías að þeir hafi selt smávegis til Sviss. „Við erum að skoða aðra markaði með frekari útrás í huga. Evrópa, Asía og Bandaríkin hafa verið skoðuð en okkur langar að ná betri tökum á því sem við erum að gera hér
Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman
heima áður en við förum lengra með vörulínuna. Frekari sókn á erlenda markaði er í undirbúningi svo allt er opið í þeim efnum. Verkefnið er bæði skemmtilegt og spennandi og þess vegna er aldrei að vita nema við verðum komin eitthvað lengra með okkar vörur fyrr en áætlað er“ segir Elías að lokum.
Grafinn lax - Láttu það eftir þér
Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
UPPSKRIFT
Harðfiskur
Hrönn Hjálmarsdóttir
Þessi réttur er einn af þeim sem verða til úr því sem finnst í ískápnum. Hrönn á ofurgóða Salatmaster potta sem hún gufusýður fiskinn í en hún hefur líka prófað að bakann hann líkt og hún bakar lax. Í þessum rétti átti hún til gulrætur og finnst henni soðnar gulrætur lítið spennandi, þar af leiðandi reif hún þær niður og setti í pottinn með fisknum þegar hún eldaði hann og það var fínt segir hún. Meðlæti: • Spínat • 1 sós kotasæla • 100 gr. Fetaostur • 1/3 agúrka, smátt söxuð • ½ paprikka
Þessu er öllu hrært saman nema spínatinu en þegar rétturinn er borin fram er spínatið sett neðst á diskinn og því sem er hrært saman er sett ofaná. Síðan er smjörklípa og salt sett á fiskinn og þá er komin þessi dýindis HARÐFISKUR. Bon appetit :D Dýrindis harðfiskréttur
FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur
Röntgenstýrð beina- og bitaskurðarvél Nákvæmur bitaskurður
Hámarks nýting
VALKA | Tel: (+354) 430 0600 | sales@valka.is | www.valka.is
SJÁUMST Á ICEFISH Í KÓPAVOGI 13. - 15. september | Bás P-15
Endalausir möguleikar
Íslendingar og Grænlendingar brautryðjendur í vottun
Í
Loðnuveiðar við Ísland fá MSC vottun
slendingar fengu í sumar MSC fiskveiðivottun á loðnu og er það í fyrsta sinn sem loðnuveiðar fá slíka vottun. Á sama tíma fengu Grænlendingar MSC vottun fyrir grálúðuveiðar og eru það sömuleiðis fyrstu grálúðuveiðarnar sem fá MSC vottun. Búist er við að íslenskar grálúðuveiðar fái slíka vottun í haust. Íslendingar voru fyrstir í heiminum á sínum tíma til að fá MSC vottanir fyrir karfa, löngu og grásleppu. Staðfest hefur verið að japanskir stórmarkaðir muni í haust selja afurðir úr þessum veiðum merktar MSC vottunarmerkinu en megnið af loðnu og grálúðu sem fer til manneldis fer á Asíumarkað. MSC vottun á loðnu Flestar uppsjávartegundir sem fara í gegnum vottunarferil flokkast sem Low Trophic Level (LTL) og skal þá gæta mikillar varfærni við útgáfu veiðiheimilda. Loðnan sem fæða stærri tegunda er hins vegar talin sérlega mikilvæg fyrir vistkerfið og flokkast sem „Key Low Trophic Level“ tegund. Víkur MSC sérstaklega að þessu í vottuninni sjálfri. Eru íslensku veiðarnar fyrstu Key Low Trophic veiðarnar í Atlantshafi sem MSC vottar. Loðnuvottunin er samkvæmt nýlegu vottunarkröfunum 2.0 en í þeim eru 28 mælikvarðar og eru allir mældir á skalanum 60-100. Ef einhver skorar undir 60 þá standast veiðarnar ekki vottun. Íslensku veiðarnar komu afbragðsvel út og mat vottunarstofan alla mælikvarðana hærra en 80. Stærsti hluti loðnuafurða hefur löngum farið til framleiðslu á lýsi og fiskimjöli sem m.a. er selt til framleiðenda fiskifóðurs. Markaður fiskeldisafurða hefur um nokkurt skeið gert vaxandi kröfu til fiskeldisfyrirtækja um vottanir um ábyrgt fiskeldi og er hluti af þeim kröfum að hráefni fiskeldisfóðurs eigi uppruna í sjálfbært vottuðum veiðum. Íslenskur sjávarútvegur hefur brugðist við þessu m.a með vottun á loðnu. Grálúðuveiðar við Vestur Grænland Vottun Grænlendinga fyrir grálúðuveiðar gildir fyrir veiðar grænlenskra skipa á úthafsveiðum í Davis Strait og Baffin Bay. Við Vestur Grænland eru alls fimm veiðar af grálúðu; tvær fyrrnefndar
16
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
úthafsveiðar og að auki þrjár innfjarðarveiðar. Úthafsveiðarnar eru togveiðar þar sem aflinn er yfirleitt sóttur á 800-2000 metra dýpi. Lisbeth Due Shoeneman-Paul, stjórnarformaður SFG og gæðastjóri hjá Royal Greenland, segir að grænlensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi fengið margar fyrirspurnir frá kaupendum um sjálfbærni grálúðuveiðanna og það sé því búist við að vottunin muni styrkja stöðu þeirra á markaði. Asíumarkaður mikilvægur Það sem fer til manneldis af loðnu og grálúðu er að stórum hluta selt til Asíu og um 75% af útflutningi bæði Grænlands og Íslands fer þangað. Vottunin er því mikilvæg fyrir löndin tvö og hefur skrifstofa MSC í Tokyo staðfest að þarlendir stórmarkaðir muni strax í haust selja afurðir úr þessum veiðum með MSC vottunarmerkinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir búið verði að votta íslenskar grálúðuveiðar sem eru nú í vottunarferli.
Grálúðu veiðar
Loðna
Í fararbroddi Íslenskur sjávarútvegur hefur um langt skeið verið kröftugur í þeirri viðleitni að fá sem flestar af veiðum sínum vottaðar og hefur þar verið í fararbroddi í heiminum. Í dag er fjöldinn allur af fiskveiðum vottaður og má þar nefna veiðar á þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og síld. Loðnan hefur nú bæst í þennan flokk. Í þessu samhengi má nefna að Íslendingar voru fyrstir í heiminum að fá MSC vottanir fyrir veiðar á karfa, löngu, grásleppu, og nú loðnu. Fyrirtækin eru þó hvergi nærri hætt og eru eftirfarandi tegundir nú í vottunarferli:keila, blálanga, steinbítur, skötuselur, skarkoli, grálúða, makríll og kolmunni. Vert er að nefna að í dag eru engar veiðar af keilu, blálöngu, steinbít eða skötusel vottaðar. Umsækjendur að MSC fiskveiðiskírteinum. Bæði Grænlendingar og Íslendingar hafa haft þann háttinn á að þar hefur sjávarútvegurinn stofnað sérstök félög til að halda utan um MSC fiskveiðivottanirnar. Á Íslandi varð til félagið Iceland Sustainable Fisheries, (ISF), og eru í dag ríflega 160 rekjanleika vottanir á Íslandi samkvæmt MSC staðlinum. ISF er staðsett í Húsi Sjávarklasans á Grandanum og eru það þau Kristinn Hjálmarsson og Erla Kristinsdóttir sem halda utan um starfsemina. Aðildarfélög ISF eru nú tæplega fimmtíu. Á Grænlandi er það félagið Sustainable Fisheries Greenland (SFG) sem heldur utan um vottanirnar og standa helstu fyrirtæki og útgerðir Grænlands að því. Félagið er hýst hjá Vinnuveitendasambandi Grænlands. Í fréttatilkynningu kemur fram að MSC fagnar frumkvæði Grænlendinga og Íslendinga í að fá nýjar tegundir vottaðar og segir að það hafi nú þegar vakið verðskuldaða athygli á mörkuðum.
MEÐ GRÆNA SAMVISKU? Ferskar sjávarafurðir í umhverfisvænni umbúðum
Veldu minna kolefnisspor - fyrir okkur öll
www.oddi.is
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans
Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg
ÞORSKUR
Veitt hlutfall 90,7%. Aflamark: 193.423.430 kg
Þorskur
UFSI
Veitt hlutfall 70,9%. Aflamark: 48.830.592 kg
KARFI
Ufsi
Veitt hlutfall 94,4%. Aflamark: 47.842.408 kg
ÝSA
Veitt hlutfall 88,1%. Aflamark: 29.687.740
Karfi
Ýsa SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
17
Eggert Jónsson og sonur hans Gunnar Emil Eggertsson. Mynd: Bára Huld Beck
„Sjómenn þurfa þjálfun eins og aðrir“
-Hreysti hefur þjónustað sjómenn og útgerðir til fjölda ára en fyrirtækið selur vörur sem notaðar eru við líkamsrækt. Miklar breytingar hafa orðið á undanförnum áratugum í viðhorfi til heilsu sjómanna, hreyfingar þeirra og mataræðis. Sjávarafl náði tali af Eggerti Jónssyni, eiganda Hreystis-
Bára Huld Beck
„Þ
að er orðin krafa í dag í þjóðfélaginu að fólk geti stundað almenna hreyfingu,“ segir Eggert Jónsson, eigandi Hreystis. Hann segir að sjómenn hafi ekki sömu möguleika úti á sjó að stunda líkamsrækt, t.d. geti þeir ekki farið út að hjóla eða hlaupa. Þess vegna sé svo mikilvægt að hafa góða aðstöðu til líkamsræktar á skipunum og að útvega sjómönnum tæki til þess að stunda hana. „Það sýnir sig að sá sem þjálfar fær síður í bakið, hann fær síður í hnén og er almennt ánægðari. Fólki líður betur. Og þegar menn eru burtu frá fjölskyldu og vinum dögum og vikum saman þá skiptir þetta gríðarlegu máli,“ bætir hann við. Mikið breyst síðastliðna áratugi Eggert og bræður hans Þórhallur og Sigvaldi stofnuðu Hreysti 1988 en annar bróðir hans hafði unnið hjá fyrirtækinu Vaxtaræktin. Þeir yfirtóku það og stofnuðu eigið fyrirtæki utan um þann rekstur. Sjáfur er Eggert með próf úr Verzlunarskólanum og féll þetta vel saman, að hans sögn. „Ég hef verið meiri áhorfandi að íþróttafólki og aðdáandi þess en að vera endilega sjálfur góður í þeim,“ segir hann og hlær.
18
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
Rekstur Hreystis gengur út á að selja fólki vörur sem það notar við þjálfun, svo sem æfingatæki, ýmiss konar hjálpartæki, nuddtæki og fæðubótarefni, orku- og próteindrykki og annað slíkt. „Við erum að þjónustu þá sem hreyfa sig og vilja vera í betra formi,“ segir Eggert. Umhverfið í kringum rekstur sem þennan hefur gjörbreyst, að sögn Eggerts. „Þegar við vorum að byrja þá var fólk t.d. að lyfta lóðum í hálfgerðum felum á litlum æfingastöðum eða heima í bílskúr. Svo voru aðrir í íþróttum eins og það Hreysti er staðsett í Skeifunni í Reykjavík. Mynd: Bára Huld Beck var kallað,“ segir hann. „Þetta var ekki sami hluturinn á þeim tíma. Í dag er þetta allt í bland. Fólk stundar fjölbreytilegar íþróttir. Hlauparar eru þurfa hreyfingu og þjálfun og við höfum lengi að lyfta lóðum og þeir sem lyfta lóðum synda þjónustað sjómenn. Lengi framan af voru þeir og hjóla og gera allskyns kúnstir.“ Þannig hafi sjálfir að safna saman og koma og kaupa eitt viðhorfið til lyftinga mikið breyst. Eggert segir að og eitt æfingatæki um borð í skipin. En svo þetta sé orðið mikið almennara og aukist mikið. hafa útgerðirnar, sérstaklega þær stærri, áttað Almennt viti fólk líka meira og sé upplýstara. „Fólk sig á því í seinni tíð að þetta skiptir sköpum fyrir áttar sig á því hvað þetta er mikilvægur þáttur í heilsu manna um borð og afkastagetu að menn því að halda heilsu; að vera aktívur og hreyfa sig,“ fái almenna hreyfingu og þjálfun,“ segir Eggert. segir hann. Í seinni tíð hafi þeir selt mikið og þjónustað skipaflotann í miklu mæli. Hann segir að þeir séu Sjómenn redduðu sér sjálfir með góð og sterk tæki því þau sem fara um borð Hreysti selur tæki og tól til útgerðanna fyrir í skipin þurfi að vera sterk út af veltingnum. sjómenn sem gerir þeim kleift að æfa og styrkja sig um borð. „Sjómenn eins og aðrir Eggert segir að nú sé þetta orðinn staðlaður búnaður á skipunum sem koma til landsins og að
gert sé ráð fyrir æfingatækjum um borð. Hreysti selur þannig mikið um borð í nýju skipin. „Við sjáum mikla breytingu þarna; að gert sé hreinlega ráð fyrir þessu í nýju skipunum,“ segir hann og bendir á að sérstök herbergi séu tekin undir æfingatækin. „Í gömlu skipunum voru menn að troða þessu í geymslurnar eða í framstefni eða einhvers staðar. Alveg á ómögulegum stöðum en gerðu það samt. En í nýju skipunum er gert ráð fyrir þessari aðstöðu vegna þess að menn skynja mikilvægi þess,“ segir hann. Hreysti hefur selt æfingatæki á skip nánast frá upphafi. Eggert segir að fyrst hafi einn og einn sjómaður, sem hafi verið vanur að æfa í landi, tekið smádót með sér eins og nokkur handlóð. Svo eins og áður segir hafi menn safnað í púkk til að kaupa stærri tæki, hlaupabretti eða þrekhjól. Fyrst hafi endingin ekki verið mikil en með þróuninni hafi tækin batnað og gerð sterkari með þessar þarfir í huga. Hann telur að mestu breytingarnar hafi verið síðustu tíu árin en þá hafi þetta breyst úr því að áhugi sjómanna dragi þetta áfram yfir í að útgerðunum finnist þetta vera sjálfsagður hlutur til að hafa um borð í skipunum. Tækin verða að vera sterk og fyrirferðarlítil Eggert segir að vegna plássleysis á skipunum og lítillar lofthæðar þá takmarkist hvað hægt sé að setja í skipin. En þó sé reynt að setja upp einhvers konar grunnæfingastöð. Þá séu hlaupabrautir, þrekhjól og góðir handlóðastandar með mismunandi stórum handlóðum vinsælir. „Menn vilja bæði þrektæki og lyftingagræjur inn í salina,“ segir hann. „Við höfum verið með mjög öflugar lyftingastöðvar sem taka lítið pláss og eru ekki of háar og fyrirferðarmiklar. Þær hafa verið gríðarlega vinsælar og hlaupabrettin og þrekhjólin,“ bætir hann við.
Jóhannsdóttur í íþrótta- og heilsufræðum við Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands, tóku 62 sjómenn þátt en helmingur þeirra var látinn breyta mataræði og hreyfingu. Heilsufar þeirra var skoðað út frá ýmsum mælingum, svo sem holdarfari, blóðþrýstingi, hjartaafriti, blóðprufum, þreki og hreyfingu. Stöðumælingar voru gerðar á 6 mánaða tímabili og voru niðurstöður ótvíræðar. Þeir sem breyttu mataræðinu og hreyfingu léttust og fituhlutfall lækkaði. Líkamsþrekið jókst og mikil aukning varð á hreyfngu þeirra og virkni. Þeir borðuðu meira af grænmeti og drukku minna af sykruðum drykkjum í lok rannsóknar og úr depurð og kvíða dróst. Bætt heilsa dregur úr fjarvistum vegna veikinda Í ritgerðinni kemur fram að mikilvægi þessara rannsókna sé ótvírætt því aukin hreyfing og bætt mataræði stuðli að betri heilsu og líðan sjómanna. Niðurstöðurnar gefi dýrmætar vísbendingar um að þverfaglegar og einfaldar lífstílsíhlutanir séu árangursríkar. Ætla megi að bætt heilsa sjómanna dragi úr fjarvistum vegna veikinda og slysa og auki um leið öryggi þeirra en það skili sér í minni útgjöldum fyrir alla aðila. Eggert tekur í sama streng og niðurstöður rannsókna og segir að gildi þjálfunar og heilbrigðs mataræðis sé mjög mikið. „Heilsufarið er betra; fólk er hressara og líður betur. Og þá er maður öflugri og afkastameiri í vinnu og það er sparnaður fyrir útgerðirnar,“ segir hann að lokum. Heimild: Sonja Sif Jóhannsdóttir, „Heilsa sjómanna - Íhlutunarrannsókn á hreyfingu og mataræði.“ Reykjavík, apríl 2008. Club series þrekþjálfinn er sami þrekþjálfi og finna má í æfingastöðvum um allan heim. G3 æfingastöðin er kaplastöð með efra og neðra úrtaki.
Einnig hafi róðrarvélar verið vinsælar upp á síðkastið en að sögn Eggert hefur róður komist í tísku með aukinni crossfitt-þjálfun. Hann segir einnig að ekki sé síður mikilvægt að tækin séu sterk sem og nett. „Álagið á þessi tæki er mikið meiri um borð í skipum heldur en í landi,“ segir hann. Hann bendir einnig á að útgerðirnar séu farnar að huga að því að skipin séu sparneytin. „Þessi æfingatæki, mörg hver, eru farin að nota mjög lítið rafmagn og útgerðirnar eru farnar að horfa eftir því þegar þær eru að velja tæki. Í staðinn fyrir að þrekhjólunum sé stungið í samband við rafmagn þá er rafall í hjólinu,“ segir hann. Þannig búi menn til rafmagn þegar þeir hjóla en ekki öfugt. Eldsneytisnotkun skipti máli og þurfi að vera lítil. „Þetta skiptir kannski litlu máli í heildina en þetta telur allt saman þegar uppi er staðið,“ bætir hann við. Þannig hafi tæki með litla orkunotkun vakið mikla lukku. Öll tækin uppfylla þær reglugerðir og kröfur sem gerðar eru til slíkra tækja um orkunotkun, að sögn Eggerts.
F3 hlaupabrautin er samanbrjótanleg hlaupabraut af hæstu gæðum.
Þjálfun eykur þrótt Að mati Eggerts skiptir lykilmáli að útvega sjómönnum góða æfingaaðstöðu. „Fólk sem æfir í landi og fer á sjó vill geta haldið áfram að æfa. Því þjálfunin, öfugt við það sem margir halda, tekur ekki kraft frá vinnunni heldur í raun og veru bætir við. Einstaklingur sem er í formi getur unnið meira en sá sem er ekki í formi,“ segir hann. Rannsóknir sýna að hreyfing og gott mataræði hefur góð áhrif á líðan og heilsu sjómanna. Í íhlutunarrannsókninni Heilsa sjómanna frá árinu 2008, sem var meistaraprófsverkefni Sonju Sifjar
G7 æfingastöðin er vönduð kaplastöð sem er með tveimur lóðabunkum og þar með tveimur úrtökum. E5 þrekþjálfinn er toppurinn í E línunni þeirra en hann er með stillanlegri skreflengd. RS3 er sitjandi þrekhjól en slík hönnun veitir meiri stuðning við bak.
T3 hlaupabrautin er vinsælasta brautin í línunni hjá Hreysti en hún er stöðug, sterk og hröð. RS3 er sitjandi þrekhjól en slík hönnun veitir meiri stuðning við bak
G7 æfingastöðin er vönduð kaplastöð sem er með tveimur lóðabunkum og þar með tveimur úrtökum.
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
19
SKOÐUN
ARCTIC MACHINERY ehf
F
yrirtækið Arctic Machinery ehf er Íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á búnaði og þjónustu fyrir Íslenska fiskframleiðendur til lands og sjávar. Viðskiptavinir félagsinns eru aðallega útgerðir báta og skipa, fiskvinnslur og fiskeldisfyrirtæki í framleiðslu á laxi og bleikju. Arctic Machinery býður einnig Íslenskum vélaframleiðendum sérsmíði á þeirra vörum og afhendir þær á Íslandi eða beint til erlendra viðskiptavina þeirra. Með þessu sparast bæði tími og kostnaður. Að auki hefur Arctic Machinery söluumboð á Íslandi frá fyrirtækjum sem hafa boðið búnað fyrir matvælavinnslu og má þar nefna Ultra Aqua vatnshreinsibúnað frá Danmörku, Þrifalausnir frá Elpress í Hollandi, Nock roðflettivélar frá Þýskalandi, Radwag vogir frá Póllandi, Icepack gelmottur frá Hollandi og stöðugleikabúnað í skip frá Seakeeper í Bandaríkjunum. Nýverið skrifaði Arctic Machinery ehf undir umboðssamning við CT International í Danmörku varðandi sölu og þjónustu á vörum þeirra. CT International framleiða hágæða lausfrysta og suðulínur fyrir matvælaiðnaðinn.
Uppsetning á slægingarlínu hjá Fiskmarkaði Snæfellsbæjar
Arctic Machinery lauk nýverið við uppsetningu á vinnslubúnaði á millidekki hins nýja Þórsnes SH 109 sem gerður er út af útgerðarfélaginu Þórsnesi HF frá Stykkishólmi. Uppsetningin gekk mjög vel og tók þrjár vikur eins og gert hafði verið ráð fyrir í upphafi og er skipið nú á grálúðuveiðum fyrir norðan land. Vinnslubúnaður um borð í minni báta er einnig hluti af því sem fyrirtækið býður uppá og er komin góð reynsla á búnaðinn. Fyrirtækið sá einnig um hönnun, sölu og uppsetningu á slægingarlínu fyrir hinn nýja fiskmarkað Snæfellsbæjar í lok síðasta árs og hefur afkastageta markaðarins tvöfaldast miðað við eldri búnað markaðarins. Uppsetning á slægingarlínu hjá Fiskmarkaði Snæfellsbæjar Starfsmenn Arctic Machinery hafa áratuga reynslu í sjávarútvegi og leggja metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Arctic Machinery ehf verður á bás A86 á Íslensku Sjávarútvegssýningunni þann 13. - 15. september.
Kristján Karl Aðalsteinsson
Frá uppsetningu Þórsnes Nýja millidekkið í Þórsnesi
Netfang | E-mail: arcticmac@arcticmac.is www: www.arcticmac.is 20 12
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
ARCTIC MACHINERY ehf Völuteigur 7 270 Mosfellsbæ Island / Iceland
Það er gott að vera í viðskiptum við Samskip Pétur Hafsteinn Pálsson
ENNEMM / SÍA / NM73880
framkvæmdastjóri Vísis
> Við hjá Samskipum leggjum okkur fram um að kynnast viðskiptavinum okkar og þekkja þarfir þeirra Samskip bjóða upp á heildarlausnir á sviði flutninga og við leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Persónuleg og traust þjónusta um allan heim.
Saman náum við árangri
www.samskip.is
SJÁVARAFL JÚNI 2017
21
Góð samvinna sjávarútvegs- og tæknifyrirtækja skilar miklu
Vöxtur í kortunum Sigrún Erna Geirsdóttir
T
æknifyrirtækið Valka hélt upp á fjórtán ára afmæli sitt nú í sumar en Valka var stofnuð af Helga Hjálmarssyni, vélaverkfræðingi, árið 2003. Á þessum tíma hefur Valka vaxið frá því að vera eins manns fyrirtæki upp í að hafa 42 starfsmenn. „Ég var að vinna hjá Marel þegar hugmyndin að stofna eigið fyrirtæki kviknaði. Á þeim tíma var lítið um lausnir varðandi sjálfvirka pökkun á ferskum fiskafurðum og allt var gert í höndunum. Ég ákvað því að stofna Völku en vann í upphafi í að þróa nýja innmötunarlausn sem gæti nýst við sjálfvirka pökkun.“ Þetta tókst með mestu ágætum og HB Grandi keypti strax vélina sem matar á sjálfvirkan hátt ferskan fisk með jöfnu flæði en HB Grandi nýtti þá vél til að auka skilvirkni í mötun inn á lausfrysti. HB Grandi keypti svo síðar vél af Völku sem pakkar ferskum fiskafurðum á sjálfvirkan hátt ofan í kassa. „Við eru þeir einu sem höfum þróað svona lausn sem hefur komið sér vel fyrir fiskiðnaðinn því auk þess að fækka handtökum í pökkuninni fer hún afar vel með hráefnið og lágmarkar yfirvigt, sérstaklega vegna þorskhnakka sem eru bæði verðmæt og viðkvæm vara.“ Helgi taldi sömuleiðis mikilvægt að geta boðið sjávarútvegsfyrirtækjum upp á heildarlínur og var Valka fyrsta fyrirtækið sem seldi vél sem nýtist við að skera beingarð úr fiskiflökum en mikill áhugi hafði verið hjá iðnaðinum í langan tíma á vélbúnaði sem myndi leysa þetta verkefni. „Hönnun þeirrar vélar tók um þrjú ár og við seldum fyrstu vélina 2012, til skurðar á beingarði úr karfaflökum.“ Á sama tíma og unnið var að hönnun þeirrar vélar horfði Valka sömuleiðis til eldisfisks og útfærði línu fyrir lax sem fór í sölu árið 2010. „Við sáum tækifæri á þessum sérhæfða
22
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
markaði. Yfirleitt þarf aðlögun fyrir hvern viðskiptavin sem er kannski ástæðan fyrir því að ekki eru margir á þessum markaði enn í dag.“ Tæknin mikilvæg Íslendingum Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi hafa löngum verið sterk og þau sáu snemma þörfina á að tæknivæðast og auka skilvirkni eins mikið og auðið er. „Annars staðar hefur viljinn ekki verið eins sterkur og metnaðurinn ekki eins mikill, sérstaklega hvað hvítfiskinn varðar,“ segir Helgi. Ástæðuna fyrir þessu telur hann vera þá að á Íslandi séu til bæði öflug sjávarútvegsfyrirtæki og tæknifyrirtæki eins og t.d Hampiðjan, Skaginn3X, Valka og Marel. Báðir aðilar hafi séð sér hag í öflugri samvinnu því yfirleitt leysi sjávarútvegsfyrirtæki ekki flókin tæknileg vandamál ein síns liðs. Þessa samvinnu sé yfirleitt ekki að finna erlendis. AVS og Rannís hafi líka verið öflug að styrkja þessa samvinnu sem sé afar mikilvægt. Svo spili það líka inn að erlendis sé oft unnið með margar tegundir í sama húsi og straumlínulögun á framleiðsluferlinu sé því erfiðari. Þá hafi megnið af flakavinnslu í Noregi t.d flust til Kína og AusturEvrópu. „Norðmenn hafa verið að heilfrysta fiskinn og vinna hann annars staðar en með nýrri tækni sjá þeir hins vegar tækifæri núna á að flytja vinnsluna aftur heim og skapa meiri verðmæti í fiskinum.“ Ljóst er nú að flakavinnsla í Noregi er að aukast og hefur Valka nú nýverið selt heildarvinnslulínu fyrir hvítfisk sem sett verður upp í upphafi næsta árs. Var sjálfur með marga hatta Helgi er afar sáttur við vöxt Völku til þessa og segir að það hafi hjálpað fyrirtækinu mikið í byrjun að þeir voru
Helgi Hjálmarsson, vélaverkfræðingur Völku
með vöru sem enginn annar var með. Valka er þó hvergi nærri hætt og segir Helgi að næstu 3-5 ár verði mjög spennandi hjá fyrirtækinu. Valka sé að fikra sig inn á nýja markaði og nýverið hafi fyrirtækið t.d selt fyrstu skurðarvélarnar til Bandaríkjanna, Færeyja og Póllands. „Svo eru mikil tækifæri hérlendis og í Noregi og þetta verða okkar lykilmarkaðir áfram.“ Hann segir að Valka hafi verið að undirbúa sig fyrir vöxtinn á ýmsan hátt. „Á þessu ári bættum við t.d við okkur starfsfólki og erum komin með gott skipulag. Núna erum við deildarstjóra fyrir allar deildir, rekstrarstjóra, sölustjóra, vöruþróunarstjóra, fjármálastjóra, þjónustustjóra og framleiðslustjóra. Ég var með mjög marga hatta áður en þeim hefur fækkað núna svo ég get einbeitt mér að því að vera bara framkvæmdastjóri sem er mikill kostur!“ Valka er sömuleiðis á leiðinni í nýtt húsnæði í Vesturvör í Kópavogi sem er um þrefalt stærra en það húsnæði sem fyrirtækið hefur yfir að ráða núna en það var farið að hafa takmarkandi áhrif á vöxtinn. Áframhaldandi þróun Hjá Völku er alltaf eitthvað á teikniborðinu og hugmyndir fæðast daglega. „Við horfum alltaf á fjóra lykilþætti sem við viljum bæta: nýtingu, hráefnismeðhöndlun, nákvæmni og sjálfvirkni. Á þessum fjórum sviðum liggja mörg tækifæri og við veljum það svið þar sem við teljum möguleikana vera hvað mesta á þeirri stundu. Fyrir utan alveg nýjar vélar erum við líka alltaf að þróa áfram okkar vörur og horfum þá til þess að
auka skilvirkni á lykilvörum. Kerfin sem við bjóðum eru líka að stækka og við erum t.d nýkomin með skurðarvél sem hentar minni fiski og er á leiðinni í HB Granda. Hún er tveggja rása sem þýðir að hún afkastar tvöfalt meiru en einnar rásar vél.“ Núna vinni Valka t.d að því að bæta flakavinnslu við í laxi en hingað til hafi þeir verið með lausnir fyrir heilan lax. Líkt og með hvítfiskinn vilji þau bjóða upp á heildarlausnir fyrir lax líka. Síðar á árinu mun svo koma á markað vél sem skeri flatfisk og sjái Valka mörg tækifæri fyrir hana erlendis, t.d í Hollandi, Póllandi, Bandaríkjunum og Kanada. Skortur á iðnmenntuðu fólki Hjá Völku starfar fólk með mjög ólíkan bakgrunn og fyrir utan fólk með viðskiptamenntun starfa þar t.d smiðir, rafvirkjar, samsetningarmenn, rennismiðir, málmsmiðir og málmiðnaðarmenn. Helgi segir að í gegnum tíðina hafi þeim gengið ágætlega að finna starfsfólk en vissulega mætti ýta undir áhuga á tækni- og iðnmenntun hjá ungu fólki. „Það þarf að hvetja fleiri til þess að sækja sér menntun, hvort sem það er háskólamenntun eða iðnnám. Íslendingar þurfa líka að taka sig vel á hvað iðnmenntun varðar, það er t.d erfitt að finna smiði í dag. Fólk þarf að átta sig á að við þurfum að hvetja unga fólkið í dag til að leita sér menntunar og forðast skal að mynda ríg milli bóknáms og iðnnáms því lykilatriði að hver og einn velji sér starfsgrein þar sem áhuginn liggur.“ Hann segir að Valka hafi rætt þessi mál við Samtök iðnaðarins og báðir aðilar séu sammála um nauðsyn slíkrar hvatningar. Iðnnám sé hins vegar dýrt og sífellt sé verið að þrýsta á skólana að spara. Stjórnvöld þurfi hins vegar að átta sig á mikilvægi iðnnáms fyrir áframhaldandi þróun og vöxt í landinu. Hann bætir við að sömuleiðis væri gaman að sjá fleira kvenfólk í iðn- og tæknistörfum, launin séu fín og störfin áhugaverð. Sveiflurnar skaðlegar Helgi segir að gegnum árin hafi það verið mikill kostur fyrir Völku að vera á Íslandi og kostnirnir hafi vegið þyngra en gallarnir. Samstarfsaðilar eins og HB Grandi, Samherji, Gjögur og Loðnuvinnslan hafi reynst afar mikilvægir og hjálpað fyrirtækinu að ná góðri fótfestu á markaði. Undanfarið hafi þó styrkingin á krónunni reynst erfið og sömuleiðis stöðugar sveiflur á gengi. „Það er mjög erfitt að búa við þetta og það er ekki nóg að gert til þess að lágmarka sveiflurnar. Manni finnst í raun óskiljanlegt að það sé keyrt á þessu háa vaxtastigi. Með þeim stjórntækjum sem menn hafa á að vera hægt að stýra þessu betur og ég held að menn séu ekki að reyna nóg til þess að finna og meta hvað sé rétt gengi. Ofan á þetta bætast við miklar launahækkanir undanfarið ár þannig að samkeppnisaðstaða okkar hefur versnað töluvert. Með áframhaldandi vexti fyrirtækisins sé ég þannig því miður fram á að við gætum þurft að flytja meira af smíði úr landi. Við þurfum að vera samkeppnisfær.“
Samsetning í framleiðslu
Verksmiðja
Innmótun á pökkunarflokkara
Kassi fra Aligner flokkara
Sjálfvirk plöstun Vinnsla
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
23
Hrefna Karlsdóttir, sérfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
SKOÐUN
Íslenskur sjávarútvegur, olía og úrgangur Í
slenskur sjávarútvegur, olía og úrgangur Vel hefur gengið að draga úr losun gróðurhúslofttegunda í íslenskum sjávarútvegi. Olíunotkun hefur verið á hraðri niðurleið vegna nýrra og fullkomnari skipa og betra skipulags á veiðum. Þá hafa fiskimjölsverksmiðjur verið rafvæddar, sem áður voru knúnar með olíu. Árið 1990 mátti rekja 22% af koltvísýringslosun á Íslandi til sjávarútvegs en hlutfallið var komið niður í 10% árið 2014. Heildarútstreymi íslensks sjávarútvegs dróst saman um 43% frá árinu 1990 til ársins 2014, samkvæmt skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Umhverfisráðuneytið. Það liggur því fyrir að sjávarútvegurinn er nú þegar, fyrir sína parta, búinn að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins svo kallaða. Að sjálfsögðu verður þó ekki látið staðar numið! Markmið þjóða heims með Parísarsamkomulaginu er að
24
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
útstreymi gróðurhúsalofttegunda verði 40% minna árið 2030 en það var árið 1990. Góður árangur hjá fiskmjölsverksmiðjum Meðal þeirra framfaraskrefa sem tekin hafa verið er að nota í auknum mæli rafmagn við framleiðslu á fiskimjöli, frekar en olíu. Ráðist var í átak árið 2010 þar sem framleiðendur fiskimjöls og stjórnvöld sameinuðu krafta sína til að rafvæða framleiðslu á fiskimjöli. Árið 2014 hafði útstreymi frá fiskimjölsverksmiðjum minnkað um 95% frá árinu 1990. Nú eru starfræktar 11 fiskimjölsverksmiðjur á landinu, þar af fimm sem eru að fullu rafvæddar og fjórar rafvæddar að hluta. Þá eru aðeins tvær fiskimjölsverksmiðjur eftir sem nota olíu að stærstum hluta. Rafvæðing fiskimjölsverksmiðja væri komin lengra ef ekki væri fyrir flöskuháls í rafveitukerfinu.
Tvær þeirra fiskimjölsverksmiðja sem hafa verið rafvæddar að hluta hafa ekki getað fengið nægjanlegt rafmagn til að nýta að fullu þann búnað sem settur hefur verið upp. Rafvæðing verksmiðjanna er því komin lengra en uppbygging á flutningskerfi rafmagns. Trygg raforka er forsenda þess að ná megi enn meiri árangri, svo allar verksmiðjur gangi alfarið fyrir rafmagni árið 2030. Þá er ekki síður nauðsynlegt að raforkuverð sé samkeppnishæft við aðra orkugjafa. Betra skipulag á veiðum Útblástur fiskiskipaflotans er einnig mun minni en áður. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda minnkaði um þriðjung frá árinu 1990 til ársins 2014. Það sem meðal annars hefur leitt til minni útblásturs er betra skipulag á veiðum vegna aflamarkskerfis við stjórn fiskveiða. Skipin eru því ekki að keppast
um aflann. Af því leiðir að eldsneytisnýting er betri og sóknarkostnaður lægri. Þá hefur einnig verið svigrúm til fjárfestinga sem gerir greininni kleift að skipta eldri skipum út fyrir nýrri, sparneytnari og öflugri skip. Tæknin í nýjum skipum gerir það að verkum að olíunotkun þeirra er um það bil 30-40% minni en hjá eldri skipum. Þessi þróun hefur átt sér stað án beinna afskipta stjórnvalda. Þetta er viðbragð markaðarins við hærra eldsneytisverði og sparneytnari skip gera veiðarnar hagkvæmari, enda er olíukostnaður stór hluti af rekstrarkostnaði útgerða. Meira þarf til Þótt mikill árangur hafi náðst eru víða sóknarfæri. Nefna má að það væri stórt framfaraskref að bæta aðgengi að rafmagni í höfnum. Gætu þá bæði stærri og smærri skip fengið rafmagn frá dreifikerfinu á meðan þau liggja við bryggju, frekar en að brenna olíu. Eitt er svo að minnka útblásturinn, annað er að nýta markaðstækifærin sem bjóðast með því að lágmarka sótspor íslensks sjávarútvegs. Fyrirtæki í sjávarútvegi eru mjög meðvituð um að sjávarútvegurinn á allt sitt undir hreinleika hafsins og því að umgengni við auðlindina sé forsvaranleg og sjálfbær. Þegar staðan er gaumgæfð í heild kemur íslenskur sjávarútvegur vel út í samanburði við helstu samkeppnisþjóðir. Neytendur virðast sýna sótspori matvæla vaxandi áhuga og sumar verslanir merkja vörur þannig að neytandinn sjái hversu mikil eða lítil umhverfisáhrif eru af framleiðslunni. Neytendur verða bæði kröfuharðari og upplýstari með hverju árinu og hér er því markaðstækifæri fyrir íslenskar sjávarafurðir.
Endurnýting veiðarfæra – verðmæt plastefni Samkvæmt íslenskum lögum ber að endurnýta ónýt veiðarfæri og af þeim er greitt úrgangsgjald í Úrvinnslusjóðs. Veiðarfæri eru þó ekki í hinu almenna kerfi Úrvinnslusjóðs, því að á sínum tíma sömdu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, um að greinin skyldi sjálf sjá um um skil á ónýtum veiðarfærum og Úrvinnslusjóður er fylgjandi þessu fyrirkomulagi. Sjávarútvegsfyrirtæki geta í einhverjum tilvikum haft tekjur umfram gjöld af þessum þætti í stjórnun úrgangsmála. Meðalkostnaður við að urða ónýt net ásamt flutningi á urðunarstað er um 8.500kr. á tonnið sem er álíka mikill kostnaður og við að koma netum í endurvinnslu. Helsti kostur og hvati þess að greinin geri þetta sjálf er trúverðugleiki hennar í umhverfismálum auk væntinga um að hafa tekjur á móti kostnaði. Áhafnir fiskiskipa eru alvanar að hreinsa og aðgreina efni, til dæmis plastefni frá stáli og skila í land. Sjávarútvegsfyrirtæki skila ónýtum veiðarfærum til móttökustöðvar SFS. Tekjurnar myndast vegna endurvinnslu á verðmætum plastefnum sem í þeim finnast. Nefna má nælon og pólyetýlen sem fer til endurvinnslu í Evrópu. Fiskveiðar í þorskanet hafa breyst nokkuð á undanförnum árum og aukið gæði og verðmæti aflans. Við netaveiðar er byrjað að draga fyrsta netið um leið og það síðasta er lagt, en áður fyrr lágu netin yfir nótt. Vegna þessa fyrirkomulags endast netin betur og verða síður fyrir tjóni eða tapast. Það heyrir til undantekninga í dag, að net tapist.
Um 40% fiskafurða í Evrópu koma frá Íslandi og Noregi. Noregur er umsvifamestur með yfir tvær milljónir tonna árið 2013. Næst mest kemur frá Íslandi og Spánn fylgir fast á eftir. Þetta eru fiskveiðiþjóðirnar sem athyglin beinist einkum að vegna veiðarfæraúrgangs. Úrvinnslusjóður kannaði árið 2006 magn úrgangs frá fiskveiðum á Íslandi ásamt efnistegundum fyrir mismunandi veiðarfæri. Kom í ljós að heildar úrgangur veiðarfæra var metinn 2.800 tonn á ári, þar af 1.675 tonn af plastefnum. Í athugun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi stóð fyrir í ár, kemur fram að árleg notkun plastefna hefur dregist saman og er á milli 1.000 og 1.100 tonn á ári. Sú athugun byggðist á innflutningi, sölu og móttöku plastefna fyrir veiðafæri í sjávarútvegi. Þar af var móttaka á veiðarfæraúrgangi úr plastefnum 1.027 tonn árið 2015. Innflutningur og sala á veiðafæraefnum styður við þessa niðurstöðu. Eins og svo margar atvinnugreinar stendur sjávarútvegurinn frammi fyrir þeim veruleika að draga þarf úr umhverfisáhrifum af starfsemi hans. Árangur hefur náðst, en hægt er að gera betur og það verður gert á komandi árum. Ímynd sjávarútvegsins og framtíðarmöguleikar eru undir í þeim efnum.
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
25
Aðalmarkaður fyrir þurrkaðar íslenskar fiskafurðir er í Nígeríu og eru þeir staðsettir í Aba í Abia state
Fiskþurrkun í Vestmannaeyjum Sjávarafl náði tali af fjármálastjóra Löngu ehf, Elías Árna Jónsson og ræddi við hann um fyrirtækið.
Elín Bragadóttir
L
anga ehf er fiskþurrkun í Vestmannaeyjum sem framleiðir hágæða þurrkaðar fiskafurðir. Langa þurrkar allan hvítfisk sem uppfyllir skilyrði um fituinnihald. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 og í lok árs 2010 komu nýir eigendur að félaginu þá var húsnæði og tækjabúnaður endurnýjaður. Árið 2013 var svo ráðist í frekari aukningu á afkastagetu með því að byggja færibandaþurrkara, nýja eftirþurrkun og pökkunaraðstöðu. Stækka þurfti húsnæði Löngu um 1.100m2 til rúma nýjan allan tækjabúnað. Sú framkvæmd stóð yfir í um ár. Við þessa framkvæmd jukust afköst verksmiðjunar um 50-60%. Í dag er Langa ehf ein af stærstu fiskþurrkunum á landinu. Langa ehf er í eigu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, Godthaab í Nöf ehf, Kví ehf og Hugins ehf ásamt Elíasi Árna Jónssyni fjármálastjóra. Algengustu vörutegundirnar sem fyrirtækið framleiðir eru hausar og bein ásamt afskurði. Helstu fisktegundir eru: þorskur, ýsa, ufsi og langa en allar afurðir eru þurrkaðar í þurrkklefum innandyra þar sem stöðugt eftirlit er með
26
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
þurrkferlinu og gæðum vörunnar. Þurrkuninn fer fram bæði í hefðubundnum klefum þar sem raðað er á grindur og þeim svo rúllað inn í klefa og í færibandaþurrkara sem gengur allann sólarhringinn. „Fyrirtækið framleiðir úr 600-1.000 tonnum á mánuði af hráefni og kemur það að mestu leiti frá Vinnslustöðinni og Godthaab í Nöf, ásamt því að keypt er töluvert af hráefni ofan af landi. Flutningar hafa verið mikil áskorun enda einungis tveir möguleikar að koma vörum og hráefni til og frá Eyjunni sjóleiðis. Langa hefur á síðustu árum lagt mikið upp úr stöðugu gæðaeftirliti og góðum samskiptum við kaupendur í Nígeríu. Þannig hefur náðst góður árangur í gæðamálum hjá fyrirtækinu“. Starfsmenn í framleiðslu eru 22. Flestir starfsmenn hafa fylgt fyrirtækinu um langt skeið. Flestir starfsmennirnir eru pólskir og koma frá Nowa Ruda héraði í Póllandi. Á skrifstofu félagsins starfa Halla Björk Hallgrímsdóttir bókari og launafulltrúi, Hallgrímur Steinsson framkvæmdastjóri, Elías Árni Jónsson fjármálastjóri og í eldhúsi Sonja Andrésdóttir matráður.
Elías Árni Jónsson, fjármálastjóri Löngu ehf.
Árið 2015 var aftur farið í framkvæmdir og þá voru skrifstofur, mannaðastaða og eldhús endurýjað. Komið var á yfirþrýstri búningaaðstöðu fyrir starfsfólkið. Einnig segir Elías að „fyrirtækið skaffi allan vinnufatnað sem síðan er þveginn eftir hvern vinnudag, einnig er sturtuaðstaða fyrir starfsfólk í lok vinnudags. Fyrirtækið býður starfsfólki sínu upp á hafragraut í morgunmat og heitan mat í hádeginu“.
Aðalmarkaður fyrir þurrkaðar íslenskar fiskafurðir er í Nígeríu og eru þeir staðsettir í Aba í Abia state og Lagos. Viðskiptasamband við Nígeríu á sér langa sögu og upp úr 1980 var Nígería 3ja stærsta útflutningsland íslands, einungis Bandaríkin og Bretland voru stærri. Í mörg ár hefur útflutningur og sala þurrkaðra fiskafurða til Nígeríu aukist ár hvert og var um 20.000 tonn frá Íslandi. En eftir að krísan hófst í Nígeríu þá hefur dregið úr aukningu á sölu og hún staðið í stað“. Undanfarin ár hefur Nígería gengið í gegnum efnahagslegan samdrátt í kjölfar minkandi útflutningstekna vegna lækkunar olíuverðs en 70% af tekjum landsins eru útflutningstekjur á olíu. Samhliða því hafa stjórnvöld í Nígeríu hrint af stað miklum kerfisbreytingum og með því byggja á fleiri stoðir undir hagkerfi landsins. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku og búa þar yfir 190 milljónir manna. Markaðurinn er gríðarlega mikilvægur og möguleikarnir miklir. „Gjaldeyrisskortur var mikill í kjölfar lækkandi útflutningstekna og helsta vandamál innflytjenda var að koma greiðslum út úr landinu í formi US dollara. Virkur markaður með gjaldeyri var ekki fyrir hendi og þurrkaður fiskur var settur á bannlista yfir þær afurðir sem Af markaðnum í Aba í Abia state fengju fyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum“. Elías segir að mesta salan sé fyrir jól og hátíðir en hún dregst síðan saman yfir rigningartímann sem er frá maí til september. Langa sendir út vörur til Nígeríu undir vörumerkinu LAN dryfish. Langa, ásamt fleiri þurrkunum, tekur þátt í góðgerðarverkefni í Nígeríu sem heitir Mission for vision sem stýrt er af Tulsi Chanrai Foundation. Verkefnið gengur út á að veita fólki aðgerð til að lagfæra blindu vegna vagls eða gláku því að kostnaðarlausu. Blinda er algengt vandamál í Nígeríu og veldur því að ungt fólk verður óvinnufært og háð öðrum. Fjármagnið sem þurrkanir á Íslandi senda út fjármagna um 2.600 augnaðgerðir ár hvert. Fjármagnið er einnig nýtt til að þjálfa upp hjúkrunarfólk á svæðinu því að kostnaðarlausu. Þannig nýtast þeir fjármunir sem sendir eru út mjög vel. Horfurnar á markaðinum í dag eru stöðugar eftir nokkur erfið ár í greinini. Áður en erfiðleikarnir hófust árið 2015 hafði ríkt mikill stöðuleiki í viskiptum með þurrkaðan fisk til Nígeríu alveg frá þeim erfiðleikum sem áttu sér stað um 198384. Það er því vonir manna að nú muni ríkja stöðugleiki næstu misserin, segir Elías að lokum.
Hausinn þurkaður og tilbúin til útflugnings
Pakkningar tilbúnar
VÖRUHÚS FYRIR SJÁVARÚTVEG, FISKVINNSLUR & FISKELDI WWW.ARCTICMAC.IS
SKIPALAUSNIR
FISKELDISLAUSNIR
FISKVINNSLULAUSNIR
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
27
Nemendur að leik í Sjávarútvegsskólanum
SKOÐUN
Sjávarútvegsskólinn Á rið 2013 var Sjávarútvegsskóli Síldarvinnslunnar stofnaður á Neskaupsstað. Síldarvinnslan hafði algjört frumkvæði af stofnun skólans og var hann einungis starfræktur á Neskaupsstað. Markmið skólans var að kynna fyrir nemendum mikilvægi sjávarútvegs á Íslandi sem er hryggjarstykki atvinnu víða á landsbyggðinni. Síldarvinnslan hugsaði skólann sem nokkurskonar tól til að fá krakkana aftur heim að loknu námi þar sem störfum í sjávarútvegi hefur fækkað en meiri eftirspurn er eftir menntuðum einstaklingum í geirann. Nemendur sem sóttu skólann voru á 14. aldursári sem höfðu nýlokið 8. bekk en á þessu fyrsta ári voru útskrifaðir 30 nemendur. Kennari skólans var nemandi í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri sem starfaði hjá Síldarvinnslunni.
og þeirra sex fyrirtækja í samstarfi við skólann. Fyrirtækin í samstarfinu sáu u að greiða allan kostnað skólans en þau fyrirtæki voru: Síldarvinnslan, HB-Grandi, Loðnuvinnslan, Eskja og Gullberg. Vinnuskólar sveitarfélaganna voru einnig í samstarfi skólans að því leyti að nemendur skólans koma frá vinnuskólunum en halda launum sínum þá viku sem þau sækja skólann. Vinnuskólar greiddu því helming launa nemendanna og fyrirtækin greiddu hinn helminginn á móti. Aðrir styrktaraðilar skólans voru Fjarðabyggðarhafnir, Seyðisfjarðarhöfn, Vopnafjarðarhöfn, Hornafjarðarhöfn og Vinnumálastofnun.
Eftir þetta fyrsta ár jókst áhugi á skólanum frá nærliggjandi byggðum og var skólinn nefndur Sjávarútvegsskóli Fjarðarbyggðar árið 2014 og kennt var á Neskaupsstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Útskrifaðir nemendur þetta ár voru 50. Enn jókst áhuginn á skólanum og var hann nefndur Sjávarútvegsskóli Austurlands árið 2015. Kennslan var þá á Neskaupsstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði en útskrifaðir nemendur voru einnig 50. Verkefnið var orðið ansi stórt fyrir Síldarvinnsluna sem leitaði til Háskólans á Akureyri árið 2016 og tók Sjávarútvegsmiðstöðin við Háskólann á Akureyri við verkefninu. Skrifað var undir samstarfssamning á milli Háskólans á Akureyri
28
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
Nemendur á Eskifirði skoða aflann
Gunnar Þór Halldórsson, verkefnastjóri Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar og skólastjóri skólans 2017
Verkefnastjóri Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar og skólastjóri skólans var Sigmar Örn Hilmarsson en hann hafði tvo nemendur í sjávarútvegsfræði HA sem sáu um kennsluna. Kennsla skólans árið 2016 var því á Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði, Vopnafirði og Höfn í Hornafirði. Skólastjóri og kennarar skólans uppfærðu og bættu kennsluefnið frá Síldarvinnslunni í samvinnu við sérfræðinga við auðlindadeild Háskólans. Kennslan náði þá yfir sögu fiskveiða við Ísland, íslenskan sjávarútveg, þróun fiskvinnslu, gæðamál og markaði íslenskra sjávarafurða. Nemendur fengu að spreyta sig við fiskiquiz og gerðu verkefni ásamt skynmati á fiski. Kennslan var í fjóra daga í 3:20 klukkustundir ásamt vettvangsferð í samstarfsfyrirtæki í nærliggjandi byggðum. Útskrifaðir nemendur úr skólanum árið 2016 voru 67. Sjávarútvegsskóli Austurlands í sumar verður með svipuðu sniði og árið 2016. Kennslan verður á sömu stöðum að frátöldu Höfn í Hornafirði sem dettur út vegna þess að enginn krakki skráði sig í vinnuskólann í ár. Kennslan verður í fjóra daga vikunnar í 3:20 klukkustundir á dag, á hverjum stað og verður brotin upp með styttri heimsóknum í samstarfsfyrirtæki á hverjum stað. Samstarfsfyrirtæki og styrktaraðilar skólans eru Síldarvinnslan, HB-Grandi, Loðnuvinnslan, Eskja, Gullberg, Fjraðabyggðarhafnir, Seyðisfjarðarhöfn, Vopnafjarðarhöfn og vinnuskólar sveitarfélaganna. Verkefnastjóri Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar og skólastjóri skólans 2017 er Gunnar Þór Halldórsson og sjá tveir nemendur í sjávarútvegsfræði um kennsluna á Austurlandi, þau Magnús Víðisson og Lilja Gísladóttir en skráðir nemendur í skólann eru 48. Í ár var stofnaður Sjávarútvegsskóli Norðurlands af Sjávarútvegsmiðstöðinni við Háskólann á Akureyri en skólastjóri skólans er einnig Gunnar Þór Halldórsson og kennarar við skólann eru tveir útskrifaðir nemendur úr sjávarútvegsfræði, en það eru þær Unnur Inga Kristinsdóttir og Þórhildur Sigurðardóttir. Þær sáu um uppfærslu kennsluefnis og eru verkefnastjórar Sjávarútvegsskólans á Austurlandi og Norðurlandi.
Í samstarfi með HA við Sjávarútvegsskólann á Norðurlandi eru Samherji, Fóðurverksmiðjan Laxá, Kælismiðjan Frost, Slippurinn, GPG á Húsavík, Rafeyri og Raftákn en einnig fékkst styrkur frá Þorgerði Katrín Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vinnuskólinn á Akureyri, vinnuskóli Dalvíkurbyggðar og vinnuskóli Norðurþings eru einnig í samstarfinu en vinnuskólarnir greiða nemendum full laun á meðan þeir sækja skólann. Kennslan verður í fjórar vikur á Akureyri, eina viku á Dalvík og eina
Ef að veður leyfir fer skoðunin fram utandyra eins og hér á Akureyri
viku á Húsavík. Kennslan á Akureyri hverja viku verður í fimm daga í 3:20 klukkustundir í senn og brotin upp með verkefnum og heimsóknum í samstarfsfyrirtæki á Akureyri. Kennslan á Dalvík og Húsavík verður í fjóra daga í 3:20 klukkustundir á dag og einnig brotin upp með heimsóknum og verkefnum. Kennslan hófst á Akureyri 12. júní og eru 122 nemendur skráðir í skólann á Norðurlandi.
Nemendur kynnast öllum hliðum sjávarútvegsins
BORÐUM
MEIRI
FISK!
Reyktur lax
Fljótlegir, einfaldir og gómsætir réttir og það eina sem þú þarf að gera er að elda fiskinn og hita upp meðlætið!
Fæst í Hagkaup
- Láttu það eftir þér
Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
Fisherman ehf • 450 9000 • fisherman.is • #fishermaniceland
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
29
Verbúð að þúsund ára gamalli fyrirmynd, ásamt sexæring sem bátasafnið á Reykhólum lét Fornmynjafélag Súgandafjarðar hafa. Ljósmyndari: Elín Bragadóttir
Verbúð í Staðardal F ornmynjafélag Súgandafjarðar hóf síðastliðið sumar að reisa verbúð að þúsund ára gamalli fyrirmynd en verbúðir hér fyrr á öldum voru íverustaðir sjómanna. Verbúðin sem er staðsett í Staðardal í Súgandafirði er byggð úr grjóti, torfi og viði. Hægt er fyrir alla að skoða hana sér að kostnaðarlausu og einnig er bekkur staðsettur hjá verbúðinni til að hægt sé að sita og nóta útsýnisins.
Öll vinnan sem innt var af hendi var unnin í sjálfboðavinnu. Hér áður fyrr réru sjómenn frá nokkrum verstöðum í næsta nágrenni og má sjá þar liggja enn tóftir af þeim verbúðum. Verbúðin fékk nafnið Ársól sem er eftir kvennfélaginu Ársól á Suðureyri en félagið hafði verið áður fyrr með réttarskála á sama stað og verbúðin er byggð á. Bátasafnið á Reykhólum lét Fornmynjafélag Súgandafjarðar hafa sexæring og er hann staðsettur við hliðina á ver¬búðinni.
Inngangur í verbúðina Ársól
Feðgarnir Þórður Bragason og Bragi Ólafsson að skoða bakhlið búðarinnar
30
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
SJÁVARAFL JÚNI 2017
31
Le Boreal að sigla að Akranesi
Le Boreal í Akraneshöfn
T
ekið var á móti skemmtiferðaskipinu Le Boreal í Akraneshöfn þann 30. júlí en starfsmenn Faxaflóahafna tóku á móti skipinu. Þetta er í fyrsta skipti sem skemmtiferðaskip kemur til Akraness og því má segja að það sé sögulegur viðburður fyrir bæjarfélagið sem og Faxaflóahafnir sf. Skipið sem er 10.944 brúttótonn er í eigu Ponant og er 18 metrar að breidd og 142 að lengd. Á skipinu eru sex þilför fyrir gesti. Le Boreal getur tekið mest 264 farþega. Í tilefni fyrstu komu sinni til Akraness, þá er skipstjóra afhentur skjöldur frá Faxaflóahöfnum til minningar um þessa ferð. (birt: 30.júlí 2017 af vef Faxaflóahafna)
Skipstjóra afhentur skjöldur til minningar um þessa ferð
32
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
Eitt af sex þilförum skipsins
Skipið er nýstárlegt og glæsilegt að innan sem utan
Hér er einn af mörgum veitingaastöðum Le Boreal
„Okkar aðall okkar gæði“
Pantone 2748
Kálfavík sf
Fiskmarkaður Þórshafnar ehf. Alhliða þjónusta Löndun - Ís - Slæging - Gæðafrágangur Sala og framboð á öllum fisktegundum Kominn til þess að vera EYRAVEGI 16 - 680 ÞÓRSHÖFN SÍMI 899 7130 - 460 8109 FAX 460 8160 - fmth@hth.is
Fiskmarkaður Hólmavíkur 33
HIN HLIÐIN
Karl Ferdínandsson Fullt nafn: Karl Ferdínandsson Fæðingardagur og staður: 8. október, 1981. Reykjavík. Fjölskylduhagir: Í sambúð með tvö börn, 3 ára og 7 ára. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Reyðarfjörður. Einnig er Stórurð við Borgarfjörð eystri mjög falleg. Starf: Stýrimaður Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Veit ekki. Það er eitthvað... félagsskapurinn og spennan. Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Ólafur Höskuldur Ólafsson er einn sá magnaðasti og kom manni alltaf til að brosa. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Reyni, mætti vera duglegri. Það er góð aðstaða hjá okkur til að stunda ræktina. Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Aldrei pælt í því. Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Einhver tímann sagði ég skipstjóri á Norrænu. Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Loðnuvertíð klárlega. Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna ? Það er að vera fjarri fjölskyldunni. Eftirminnilega atvikið á sjó: Man vel eftir þegar einn skipsfélagi minn slasaðist illa, fékk ofan á sig krana. Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Liverpool, að sjálfsögðu. Auðvelt svar. Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Nokkrir góðir í golfi en ég myndi draga þá niður. Hugsa að skotfimi yrði fyrir valinu ef ég fengi að ráða. Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-ohoj : Hvorugur Siginn fiskur eða gellur: Hvorugur Smúla eða spúla: Spúla Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Ég myndi banna ferðamönnum að taka bílaleigubíla. Þeir eru alls staðar og kunna ekki að keyra. Eitthvað að lokum : Áfram sjómenn.
34
SJÁVARAFL SEPTEMBMER 2017
Sjáumst á bás G19 á Sjávarútvegssýningunni 13.-15. september
Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is
kr.
24.900
pr. mán. án vsk.
Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is SJÁVARAFL JÚNI 2017
35