Sjávarafl 5.tbl 2015

Page 1

SJÁVARAFL

VELFERÐ FISKSINS

BYLGJA HAUKSDÓTTIR

September 2015 5. tölublað 2. árgangur

FJÖLMENNI Á FLUTNINGSLANDINU ÍSLANDI


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA 4 Iceland School of Fisheries Nýtt nám fyrir erlenda stjórnendur og sérfræðinga 6 Samstarf Codlands ehf og Mjólkursamsölunnarehf 8 Fjölmenni á Degi Þorksins 10 Sölufyrirtæki undir sama þaki 12 Bylgja Hauksddóttir „Ég er villidýr inni í mér“ 16 Fjölmenni á Flutningalandinu Íslandi Góð hönnun og langtímaskipuag eru lykilatriði 18 Velferð fisksins Fiskur í hafi 22 Velferð fisksins er lykilatriði Fiskur í eldi 26 Umdeild aðferð ryður sér til rúms Fiskur í ám 32 Gilbert 34 Hin hliðin Sölvi Fannar Ómarsson 34 Uppskrift

Fiskinn minn, nammi, nammi namm….

E

Nú á dögunum var haldinn dagur þorsksins í Húsi íslenska sjávarklasans. Fjöldinn allur af fyrirtækjum tók þátt í deginum sem þótti heppnast með eindæmum vel. Mér varð hugsað til þess hvað það væri vel við hæfi að þorskurinn myndi eignast sinn eiginn dag enda óteljandi möguleikar til þess að nýta þennan fagra fisk sem best. Það hefur verið gaman að fylgjast með því síðustu ár hversu framarlega við erum komin þegar kemur að nýtingu. Það er langt frá því að vera sjálfsagður hlutur að þorskurinn veiti þjóðinni yfir 100 milljarða króna í verðmætasköpun á ári úr tugum mismunandi matvæla-, fæðubótaefna-, lækninga-, heilsu- og tækniafurða. Það verður gaman að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hvað varðar þorskinn og hvenær og hvort við náum að nýta hann 100%. Við erum vissulega búin að prófa margt með þorskinn en það eru enn tækifæri. Frumkvöðlar? Styðja við þá, nýjungar. Líka spurning hvort við gætum tekið nýtingu á öðrum fiski jafn langt og við erum að gera við þorskinn, eru ekki tækifæri í því líka? Roð á fiski hefur verið notað í ýmsilegt t.d. Það er einnig merkilegt að við seldum þorskinn bara einu sinni en borðuðum hann aldrei. Hann er hægt og sígandi að koma inn í matarvenjur okkar núna en hefur þó ekki náð þeim vinsældum sem ýsan nýtur, langt í frá. Samt er hann svo rosalega hollur. Reyndar vorum við Íslendingar ótrúlega fastheldin og já, þröngsýn þegar kom að fisktegundum sem við borðuðum. Bara nýverið sem við fórum að borða aðrar tegundir eins og löngu, karfa, skötusel og fleira. Sjávarklasinn á bestu þakkir skilið fyrir þetta skemmtilega framtak og vonandi verður þetta til þess að Dagur þorsksins sé kominn til að vera. Því að sjálfsögðu á að fagna því sem vel er gert og leyfa fólki fá innsýn inn í þann skemmtilega og fjölbreytta heim sem sjávarútvegurinn er. Spurning hvenær makríllinn fær sinn dag ?

Útgefandi: Sjávarafl ehf. Grandagarði 16, 101 Rvk. Sími: 846 1783 / 899 9964 Ritstjóri: Sædís Eva Birgisdóttir seva@sjavarafl.is Ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir. hildur@sjavarafl.is Blaðamaður: Sigrún Erna Geirsdóttir sigrun@sjavarafl.is Vefsíða: www.sjavarafl.is Tölvupóstur: hallo@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson logijes@simnet.is Forsíðumynd: Kristján Jónsson Prentun: Prentment ehf.

2

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

Í þessu tölublaði Sjávarafls er farið ítarlega yfir velferð fisks, hvort sem hann er á hafi úti, í á eða eldi. Fiskurinn er undirstaða sjávarútvegs en hversu oft veltir fólk fyrir sér velferð hans? Hvernig hann upplifi hlutina og hvort við ættum að tengja hann meira við dýravelferð? Skoðanir á þessu eru skiptar en það sem er mikilvægt er að við ræðum þessa hlut. Það þarf ekki alltaf að vera sammála en umræðan er mikilvæg. Einnig er rætt við hörkutólið Bylgju Hauksdóttir um lífið í sjávarútvegnum og veiðidelluna. Sædís Eva Birgisdóttir Ritstjóri Sjávarafls


Á GRÆNNI LEIÐ MILLI HEIMSÁLFA Með grænu leiðinni eykur Eimskip tíðni siglinga milli Norður-Ameríku, Kanada, Nýfundnalands og Evrópu. Með nýju og breyttu siglingakerfi tryggir Eimskip enn frekar áreiðanleika þjónustunnar og kemur til móts við óskir viðskiptavina sinna um óslitna flutningskeðju. Með nýju siglingakerfi eykst tíðni ferða milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári. Nuuk Grænland

Ísafjörður

St. Anthony

Ísland

NL, Kanada

Grundartangi

Akureyri Ísland

Ísland

Reyðarfjörður

REYKJAVÍK

Ísland

Ísland

Portland Maine, Bandaríkin

Halifax NS, Kanada

Argentia NL, Kanada

Boston

Vestmannaeyjar

Sortland

Ísland

Noregur

Klaksvík

MA, Bandaríkin

Tromsø

Hammerfest

Noregur

Noregur

Båtsfjord Noregur

Færeyjar

TÓRSHAVN

Kirkenes Noregur

Færeyjar

Tvøroyri

Sandnessjoen

Færeyjar

Noregur

Murmansk

Ålesund

Scrabster

Rússland

Noregur

Skotland

Måloy Noregur

Bergen

Aberdeen

Noregur

Skotland

Stavanger Noregur

Fredrikstad Noregur

Grimsby England

Immingham

Helsinki

Halmstad

England

Århus

Finnland

Svíþjóð

Danmörk

Swinoujscie

ROTTERDAM Holland

Vigo Spánn

Porto

Portúgal

Lisbon Portúgal

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

Velsen

Pólland

Riga

Holland

Hamburg Þýskaland

Lettland

Szczecin Pólland

Gdynia

Klaipeda

Pólland

Litháen

St. Petersburg Rússland


Nýtt nám fyrir erlenda stjórnendur og sérfræðinga

Iceland School of Fisheries

O

pni háskólinn í HR og Matís, í samvinnu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og aðrar háskóla- og rannsóknastofnanir á Íslandi, hefur sett á fót yfirgripsmikið nám fyrir erlenda stjórnendur og sérfræðinga í sjávarútvegi. Í Iceland School of Fisheries verður markmiðið að miðla dýrmætri þekkingu íslenskra sérfræðinga á sviði sjávarútvegs og verður m.a. fjallað um stjórnun í sjávarútvegi, vinnslu sjávarafurða, markaðssetningu og nýjustu þróun í tækni og nýsköpun í fiskiðnaði. Sömuleiðis verður fjallað um fiskveiðistjórnun, regluverk, rannsóknir og eftirlit í sjávarútvegi. „Í Háskólanum í Reykjavík höfum við mikla reynslu af uppbyggingu alþjóðlegs náms á sviðum þar sem Íslendingar búa yfir sérþekkingu. Í uppbyggingu á slíku námi skiptir samstarf við leiðandi íslensk fyrirtæki og stofnanir mjög miklu máli og við erum þess vegna mjög ánægð með

þennan samning við Matís,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor HR á heimasíðu Matís. „Við höfum þegar fundið fyrir miklum áhuga erlendis frá og við vonumst líka til þess að íslensk fyrirtæki sjái sér hag í því að bjóða erlendum viðskiptavinum og samstarfsaðilum á námskeið Iceland School of Fisheries til að sækja sér sérfræðiþekkingu um öflugan og sjálfbæran sjávarútveg.“ Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, leggur áherslu á að samstarfsvettvangur Matís og Háskólans í Reykjavík falli mjög vel að starfsemi Matís enda sé eitt markmiða Matís að koma að menntun aðila innan sjávarútvegsins hvort heldur sem er á Íslandi eða erlendis. Undanfarin ár hefur Matís tekið stór skref í auknu erlendu samstarf og því sé það mikið tilhlökkunarefni

að taka þátt í með HR að byggja upp alþjóðlegt, öflugt stjórnendanám, fyrir aðila í sjávarútvegi. „Með þessu eflum við þekkingu þeirra sem fara höndum um hið mikilvæga hráefni sem fiskurinn er og tryggjum þannig aukin gæði sem skila sér í hærra verði til þeirra þjóða sem veiðarnar stunda,“ segir Sveinn. Í haust verða kennd þrjú vikulöng námskeið og koma leiðbeinendur úr íslensku atvinnulífi og akademíu. Þá verður líka farið í heimsóknir til íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og stofnana sem starfa á sviði sjávarútvegs.

Í FRÉTTUM Framkvæmdum að ljúka hjá Samskip

F

ramkvæmdir við nýja saltfiskgeymslu og umstöflunaraðstöðu fyrir ferskan fisk hjá Samskip eru nú á lokametrunum en þær hófust fyrr á árinu.
„Með tilkomu nýju geymslunnar verður gjörbreyting á aðstöðunni, bæði hvað varðar aðkomu fyrir viðskiptavini og vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk,“ segir Rúnar Sigurðsson forstöðumaður gámavallardeildar Samskipa á heimasíðu Samskipa sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum. Geymslurými muni þannig t.d tvöfaldast með aðstöðunni. Reiknað sé með verklokum á næstu vikum og muni nýja húsnæðið verða mikil breyting til batnaðar fyrir starfsemi fyrirtækisins.

göngin muni gerbylta samgöngum á Austurlandi en með tilkomu þeirra þarf ekki lengur að fara yfir Oddsskarð og í gegnum Oddsskarðsgöng sem eru í yfir 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Þá segir að fyrir Síldarvinnsluna muni tilkoma nýju ganganna valda heilmiklum þáttaskilum. Þó svo að langmest af afurðum fyrirtækisins sé flutt á brott með skipum þá sé töluverðum hluta þeirra ekið í gámum til útflutnings frá öðrum höfnum. Að undanförnu hafi oft um 1000 gámar á ári verið fluttir landleiðis yfir Oddsskarð frá Neskaupstað en það eru um 20 gámar á viku að jafnaði. Bílarnir sem annast gámaflutningana þurfa að nota sérbúna vagna til að komast í gegnum Oddsskarðsgöng auk þess sem aksturinn yfir fjallveginn er bæði erfiður og áhættusamur, ekki síst yfir vetrartímann. Þá sé slit á flutningabílunum sem aka þessa leið afar mikið. Þess sé því beðið með óþreyju að göngin verði tekin í notkun.

Brotið í gegn í Norðfjarðargöngum

F

Fimmtudaginn 17.september var brotið í gegn í Norðfjarðargöngunum en hafist var handa við göngin fyrir tæplega tveimur árum. Það voru svo Ólöf Nordal, innanríkisáðherra og Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, sem fjarlægðu síðasta haftið með formlegum föstudaginn 25.september með því að ræsa sprengingu. Áætlanir gera ráð fyrir að göngin verði tekin í almenna notkun árið 2017. Á síðu Síldvarvinnslunnar segir að

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur

Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita

» Sjálfvirk kassamötun

» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt

4

» Frábær hráefnismeðh.

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is


WHITE Framtíðin í hvítfiskvinnslu Kynntu þér nýjustu tækni Marel vinnslukerfa fyrir hvítfisk. Sjáðu og prófaðu lausnir okkar í raunverulegu vinnsluumhverfi. Hittu sérfræðinga Marel, myndaðu tengsl við kollega þína úr iðnaðinum og fáðu innsýn með áhugaverðum fyrirlestrum.

Ekki missa af þessu! Progress Point, sýningarhús Marel í Kaupmannahöfn

26 Nóvember 2015 marel.is/whitefishshowhow


Björn Sigurður Gunnarsson, vöruþróunarstjóri Mjólkursamsölunnar og Tómas Eiríksson framkvæmdarstjóri Codlands

Samstarf Codlands ehf og Mjólkursamsölunnar ehf

C

odland og Mjólkursamsalan hafa ákveðið að hefja samstarf um þróun á tilbúnum drykkjum þar sem hráefni frá báðum aðilum myndu njóta sín. Er þetta einstakt tækifæri til að búa til náttúrulega og hágæða vöru sem tengir saman landbúnað og sjávarútveg. Codland hefur unnið að þróun hágæða Kollagens vöru úr íslensku þorskroði í samstarfið við Matís og með styrk Tækniþróunarsjóðs. Kollagen er eitt mikilvægasta prótein líkamans sem heldur húðinni stinnri og styrkir liðamót. Vinnslan á roðinu færir Codland nær markmiðum sínum um að auka verðmæti þorsksins með betri nýtingu hliðarafurða.

Mjólkursamsalan er leiðandi fyrirtæki í matvælaiðnaði á Íslandi. Hlutverk hennar er að taka við mjólk frá eigendum sínum og umbreyta í hollar og góðar mjólkurafurðir í takt við þarfir íslenskra neytenda. Grundvöllur fyrir samstarfi á milli þessara tveggja fyrirtækja, þar sem nýsköpunarfyrirtæki fer í samstarf með leiðandi fyrirtæki varð til í Sjávarklasanum á Grandagarði. Einnig er unnið að stofnun Matarklasa sem nýttur verður til að fjölga enn frekur nýsköpun á þessu sviði. ,,Við í Codland erum mjög spennt að hefja samstarfið enda hefur MS gífurlega reynslu í

þróun og framleiðslu á hollum matvælum sem hafa jákvæð áhrif á heilsu neytenda. Mjólkursamsalan hefur lagt mikla áherslu á að notast við náttúruleg og holl hráefni í vörum sínum og tryggja þannig einfaldar og auðskiljanlegar innihaldslýsingar sem hjálpa viðskipta að skilja vöruna . Teljum við að þetta markmið samræmast vel við sýn Codland enda er kollagenið okkar framleitt úr hreinu þorskaroði án nokkurra aukaefna. Sjáum við þess vegna frammá spennandi tækifæri til þróunar á nýrri vörulínu með lífvirkum prótínum sem hjálpað getur fólki sem vill styrkja heilsuna og viðhalda virkum lífsstíl.” segir Davíð Tómas Davíðsson, þróunarstjóri Codlands.

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100

6

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015


+ Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is. Aðgangur að Office 365 fylgir með.*

kr.

24.900

pr. mán. án vsk * gildir til 30. 06. 2017

- snjallar lausnir Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri » sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is


Í

Fjölmenni á Degi þorsksins

síðustu viku efndi Íslenski sjávarklasinn til Dags þorsksins í fyrsta sinn. Dagurinn var afskaplega vel heppnaður og mættu hátt í 900 manns í Hús sjávarklasans við Grandagarð í Reykjavík. Meðal gesta voru 350 nemendur í efstu bekkjum grunnskóla úr um 10 grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal þeirra sem tóku þátt í hátíðinni voru öll fyrirtækin í Húsi sjávarklasans, ýmsir samstarfsaðilar Íslenska sjávarklasans og fjölmörg nágrannafyrirtæki Íslenska sjávarklasans við Gömlu höfnina. Húsið var opið gestum og gafst fyrirtækjum kostur á að kynna starfsemi sína, vörur og þróunarstarf. Hægt var að smakka á ýmsu góðgæti úr þorskafurðum og má þar nefna þorska cheviche, niðursoðna þorsklifur, þorkshausasúpu, próteindrykki með kollageni sem unnið er úr þorskroði og margt fleira.

Á Degi þorsksins mátti sjá í Húsi sjávarklasans þá gríðarlega fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem vinna með þorsk og þorskafurðir af einhverju tagi á Íslandi. Tilgangurinn með deginum var m.a. sýna gestum þetta með skemmtilegum hætti og um leið að minna á mikilvægi þorsksins fyrir okkur Íslendinga en afurðir hans og útflutningur á tækni tengd veiðum og vinnslu hans skila minnst 100 milljörðum króna á ári í útflutningstekjur. Starfsfólk Íslenska sjávarklasans vill þakka innilega öllum þeim sem tóku þátt í Degi þorsksins fyrir sitt framlag og styrktaraðilum sem gerðu hátíðina mögulega. Styrktaraðilar Dags þorsksins voru Marel, Þorbjörn, Vinnslustöðin, Hraðfrystihúsið-Gunnvör og Skinney-Þinganes.

Ljósmyndari: Geirix

8

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015


Hús sjávarklasans býður upp á fjölbreytta fundaraðstöðu fyrir fyrirtæki ásamt veitingum frá Bergsson RE. Fundarýmin rúma allt að 22 gesti og eru ýmist útbúin skjám eða skjávörpum, ásamt þráðlausu neti og öðrum nútíma þægindum. Nánari upplýsingar í síma 577 6200 eða á netfanginu eva@sjavarklasinn.is

Allt fyrir sjávarútveginn Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað

Kraftur Ending Hliðarskrúfur

Sparneytni

Vökvakranar fyrir skip og báta

Áreiðanleiki Stærð allt að 4500hö

Rafstöðvar og ljósavélar

Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is

Kúlulegur - Keflalegur

Stjórntæki og Gírar

Allt fyrir nýsmíðina


Mikill ávinningur af samvinnu milli sölufyrirtækja

Undir eitt þak í Hafnarfirði

H

Nokkur sölu- og markaðsfyrirtæki í sjávarútvegi fluttu undir sama þak í apríl sl. og segja forsvarsmenn þeirra að samvinnan hafi skilað fyrirtækjunum talsverðri hagræðingu. Nýja staðsetningin er líka einkar heppileg. Ný og glæsileg aðstaða Fyrirtækin sem fluttu á Dalshraun 3 eru Bacco Seaproducts, Sæmark, Atlantic Fresh og Fishproducts Iceland, auk nokkurra smærri fyrirtækja sem tengjast hinum. Húsnæðið sem er í nýrri og glæsilegri skrifstofubyggingu er 650m2. Staðsetningin er líka sérstaklega góð að mati forsvarsmanna fyrirtækjanna, en húsið er við gatnamót vega sem liggja beina leið til Reykjavíkur og Keflavíkur og því stutt að fara í báðar áttir sem er mikil kostur. Tvö fyrirtækjanna eru í sölu á ferskum fiski, eitt í útflutningi á frystum og söltum fiski og það fjórða flytur út fisk frá Rússlandi. „Það var fyrir ári síðan að við fórum að spjalla um möguleika á samstarfi. Það endaði svo með því að við renndum saman tveimur rekstrareiningum og stofnuðum Bacco Seaproducts,“ segir Hjalti Halldórsson, einn af eigendum söluog markaðsfyrirtækisins Fishproducts. Bacco Seaproducts selur saltfiskafurðir til Suður-Evrópu og frystar fiskafurðir á flest markaðssvæði. Hjalti segir að samningaferlið hafi gengið vel fyrir sig

10

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

og ekki liðið meira en 3-4 mánuðir frá því að sest var niður fyrir alvöru til að ræða málin og þar til fyrirkomulagið var tilkynnt og gengið frá hlutunum. Í framhaldinu var ákveðið að sameinast á Dalshrauninu og leigja þar eina hæð fyrir starfsemi fyrirtækjanna. Áður hafði ekki verið um neina samvinnu að ræða milli þessara aðila. Hagstæðari samningar Hjalti segir að ábatinn af því að vera þarna saman sé að þetta gefi tækifæri á að ná hagstæðari samningum um hvers kyns aðföng og þjónustu. „Þetta er gott fyrirkomulag því þetta gefur okkur ákveðinn slagkraft,“ segir hann. Samvinna með þessum hætti getur gengið vel en auðvitað þurfi menn að vera vel samstilltir í svona samstarfi og nauðsynlegt að hafa hlutina á hreinu fyrirfram. „Við erum með fókusinn réttan hérna og hefur sambúðin gengið afar vel,“ segir hann. Hjá fyrirtækjunum starfa samtals tuttugu og sjö manns og er starfsandinn góður. Hjalti segir að fyrirtækin hafi á að skipa öflugu og góðu fólki sem hafi mikla reynslu úr sjávarútvegi og sölu á fiski. „Sumir hérna hafa ekki sinnt öðru heldur en sjávarútvegi allt sitt líf, hérna eru því miklir reynsluboltar samankomnir.“ Aðspurður um framtíðina segir Hjalti að auðvitað sé stefnt að því að vaxa og dafna. „Í þessum tilgangi réðum við til okkar erlendan starfsmann, Piu Nygaard Larsen, sem hefur mjög mikla reynslu í sölu og

Hjalti Halldórsson.

markaðssetningu á sjávarafurðum. Pia verður með aðstöðu í Danmörku og hóf störf hjá okkur 1. september síðastliðinn. Við ætlum að vera enn öflugri og þá skiptir miklu máli að fyrirtækin standi þétt saman, það styrkir okkur.“ Fyrirtækin fjögur starfi á öllum helstu markaðssvæðum fyrir íslenskar fiskafurðir, allt frá Norðurlöndunum til Suður-Evrópu, í Asíu og Norður Ameríku. „Viðskiptavinir okkar eru því víða og má segja að í raun liggi allur heimurinn undir. Við horfum mjög björtum augum til framtíðar,“ segir Hjalti.


Við erum á Facebook

http://www.facebook.com/Augljos

Dr. Med. Jóhannes Kári Kristinsson Sérfræðingur í hornhimnulækningum og sjónlagslækningum með laser

L A S E R AU G N A Ð G E R Ð I R Jóhannes Kári Kristinsson er sérfræðingur í laser og hornhimnulækningum frá Duke háskóla í Bandaríkjunum frá árinu 2001. Augljós er nýjasta fyrirtækið á þessu sviði, stofnað 2012. Schwind Amaris lasertækið er sömuleiðis nýtt og eitt það fullkomnasta í heimi og erum við þau einu hér á landi sem bjóðum upp á Amadeus II – flipameðferð auk hnífalausrar meðferðar. Augljós er staðsett í Vesturhúsi Glæsibæjar, 2. hæð. Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000.

Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík Sími 414 7000 • augljos @ augljos.is • www.augljos.is


Vildi alltaf vinna í sjávarútvegi Sigrún Erna Geirsdóttir

„Ég er villidýr inni í mér“ E Sigrún Erna Geirsdóttir

flaust kannast margir við Siglfirðinginn og kjarnorkukvendið Bylgju Hauksdóttur sem unnið hefur til margra ára í ferskfisksölugeiranum, fyrst hjá SH og svo hjá North Coast Seafood. Bylgja byrjaði feril sinn í fiski aðeins níu ára gömul þegar hún gellaði þorsk og seldi í heimahús á Siglufirði. Hún markaði því snemma brautina.

Fór að gella 9 ára Sterk tengsl voru milli sjávarútvegs og fjölskyldu Bylgju og var móðurbróðir hennar, Sigurður Finnsson, mikill útgerðarmaður. Fyrirtæki hans, Togskip, átti tvo skuttogara, Dagný og Sigurey, sem voru aflamiklir togarar og lönduðu aflanum erlendis. „Því miður seldi kallinn fyrirtækið rétt áður en allt fór í kvóta annars hefði hann sennilega orðið einn sá stærsti kvótaeigandi á landinu,“ segir Bylgja. Pabbi hennar, Haukur Magnússon, tengdist sjónum líka því þrátt fyrir að hann væri barnaskólakennari fór hann alltaf á sjó á sumrin. „Þeir voru nokkrir kennarar sem áttu trillu saman og hún var auðvitað kölluð Kennaratrillan,“ segir Bylgja og hlær. Hún var snemma ákveðin í því að vinna í fiski og datt í hug að gellur gætu verið ágætis söluvara. Hún

12

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

fékk gefins þorskhausa í frystihúsinu og gellaði þá á búkka. Fyrst var ætlunin að selja þá fisksala en verðið var ekki nógu hátt að hennar mati svo hún gekk í hús og seldi fólki beint. Gaf þetta hreint ágætar tekjur í aðra hönd. Þegar Bylgja var þrettán ára fór hún að vinna í frystihúsinu eins og var algengt á þeim tíma og var hún sett á roðflettivél. „Þetta væri aldrei gert í dag en þótti nú ekkert tiltökumál. Mér þótt ofsalega skemmtilegt að vinna þarna, tók allar vaktir sem ég náði í og náði mér í fullt af pening sem dugði manni að mestu leyti yfir veturinn. Oft á haustin tókum við okkur mörg saman, hoppuðum upp í rútu og drifum okkur suður á Heimilissýninguna.“ Annað dæmi um hversu séð Bylgja var í fjármálum var að þegar hún var sextán ára datt henni í hug að safna skyldusparnaði. Hún spurði því stelpurnar í kringum sig hvort þær vildu selja sér skyldusparnaðinn og gekk þetta svo vel að þarna safnaði hún sér fyrir útborgun í fyrstu íbúðina sem var á Vesturgötunni í Reykjavík. Sat alltaf eftir Það var árið 1990 sem Bylgja flutti til Reykjavíkur. Þá var hún búin að vera verkstjóri í frystihúsinu frá því hún var átján ára og fullséð að hún myndi ekki komast lengra þar. Þegar Sölumiðstöð

Bylgja í Hafgæði að skoða ýsu


Bylgja með stórlaxinn úr Laxá á Ásum

hraðfrystihúsanna bauð henni vinnu ákvað hún þess vegna að taka því. „Ég er mikill Siglfirðingur í mér en ég hef aldrei séð eftir því að flytja suður, þótt ég væri mikil mömmustelpa.“ Eftir að hún fór frá Siglufirði vann hún sem svæðamaður í gæðaeftirliti SH á Ísafirði og segir hún að sá tími hafi verið skemmtilegur að ýmsu leiti en sér hafi þó leiðst að eiga í raun hvergi heima því yfirleitt var gist á hóteli. Stundum hafi hún jafnvel sofið á skrifstofunni. Bylgja vann í fimm ár í gæðaeftirliti hjá SH og segir hún að sá tími hafi verið góður þrátt fyrir að það hafi gengið erfiðlega að klifra upp stigann. „Alltaf var það ég sem sá um að kenna fólki og koma því af stað. Svo færðust þessir strákar upp og inn voru ráðnir nýir kallar sem ég þurfti auðvitað að kenna. Þannig gekk þetta. Það voru ekki margar konur í bransanum á þessum tíma og ég held að hugsunarhátturinn hafi verið sá að konurnar myndi alltaf á endanum hætta til þess að fara að eignast börn.“ Að lokum fékk Bylgja þó nóg. „Ég fór til yfirmannsins og barði í borðið. Ég sagði honum að ég nennti ekki að standa í þessu lengur, að vera endalaust að kenna strákunum og standa svo alltaf í stað meðan þeir enduðu kannski sem yfirmenn mínir! Ég sagði: Þið treystið mér best þarna svo ég sit alltaf eftir í gæðamálunum en mig langar í hitt djobbið!“ Eftir þetta samtal lá leiðin upp. Lítur ekki á sig sem nagla Karlar hafa lengi verið í meirihluta í sölumennskunni og segir Bylgja það vera rétt að þetta sé frekar karlalegt umhverfi. „Þetta er rosalega mikil vinna, 24/7, og maður þarf að vera vakandi og sofandi yfir þessu. Þetta gekk þó strax mjög vel hjá mér. Það voru margir töffarar í bransanum og maður þurfti að öskra og æpa reglulega því í þá daga var alltaf eitthvað að

koma upp og ekki óalgengt að fiskur yrði eftir hér og þar. Ég var hins vegar mikill nagli sjálf svo þetta átti strax vel við mig og ég fann aldrei fyrir því að fólk setti það fyrir sig að ég væri stelpa.“ Það var í gegnum vinnuna hjá SH að Bylgja kynntist North Coast Seafood en þeir voru stærsti kaupandinn að ferskfiski hjá SH. Eigandi fyrirtækisins bauð Bylgju vinnu sem hún þáði ekki þar sem henni fannst að það væru svik við vinnuveitanda sinn. Bylgja flutti síðan til Parísar þar sem hún vann sem innkaupastjóri í þrjú ár hjá Icelandic France sem var dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna. Bylgja ákvað eftir það að flytja aftur heim, „Mér datt þá í hug að hringja í NCS og athuga hvort hann vantaði einhvern frá Íslandi. Hann svaraði mér því að hann vantaði ekki bara einhvern frá Íslandi heldur hefði hann verið að bíða eftir mér!“ Hún hoppaði beint upp í flugvél, hitti eigandann og landaði starfinu. Fyrstu árin fluttum við út fisk í gegnum þrjá útflutningsaðila og tekinn var inn fiskur frá þremur útflytjendum en síðan var ákveðið að best væri að vinna með einum aðila og varð Sæmark fyrir valinu. Segir Bylgja það samstarf hafa gengið einstaklega vel og sé Sæmark úrvalsfyrirtæki. Ólýsanleg tilfinning þegar höggið kemur Eins og Bylgja segir sjálf er hún mikil áhugamanneskja um veiði og hefur hún ríkt veiðieðli. „Siggi frændi kynnti mig fyrir stangveiði þegar ég var lítil og hef haft áhuga síðan. Ég byrjaði samt ekki almennilega fyrr en um 1993, þá fór ég með Bubba í Laxá í Kjós og hann kenndi mér að veiða. Veiðin er mjög spennandi, það er æðislegt að vera úti, hlusta á ána og vera pínu einn með sjálfum sér. Svo er það biðin, þegar maður bíður eftir að fá höggið á línuna. Þegar höggið kemur svo er það ólýsanleg tilfinning. Það þarf ekki einu sinni að vera fiskur á línunni!“ Stærsti laxinn sem hún hefur veitt kom úr Laxá í Ásum og var 95cm. Segist Bylgja hafa verið afskaplega ánægð þegar það tókst að koma honum að landi. Kona Bylgju, Sara Dögg Svanhildardóttir, deilir með henni stangveiðinni en ekki skotveiðinni sem Bylgju finnst sömuleiðis heillandi. „Þetta byrjaði nú allt með skotveiðinámskeiði sem Sara gaf mér í jólagjöf fyrir sex árum síðan. Ég er rosalega lítið

fyrir námskeið og próf og ég varð alveg brjáluð. Þetta þýddi próf!“ Bylgja ákvað þó að láta til leiðast og fór á námskeiðið. „Mér til nokkurrar undrunar komst ég í gegnum prófið. Ég sat reyndar við lengst allra og kennarinn spurði hvort ég væri nokkuð lesblind en ég stóðst prófið!“ Eftir námskeiðið heillaðist Bylgja af skotveiðinni og reynir að fara á veiðar öðru hvoru. Hún fari t.d stundum með vinkonum sínum í Reykhólasveit, þar sem hún og Sara eiga lítinn kofa, því þar sé nokkuð um önd, gæs og rjúpu. Spennt að fara á veiðar Þegar viðtalið var tekið við Bylgju um miðjan september var hún svo á leið á hreindýraveiðar í fyrsta sinn. „Maður verður að tikka í boxið: Hef farið á hreindýr! Svo er auðvitað ekkert víst að maður fái neitt dýr, mér datt bara í hug að sækja um og var dregin út.“ Bylgja segist vera mjög spennt en þó kvíðin líka. Það sé eitt að fræðast um veiðarnar á pappír og annað að standa með dýrið fyrir framan sig, það sé blákaldur veruleiki beint í æð. „Það hræðir mig ekki í sjálfu sér að skjóta

dýrið, ég er villidýr inni í mér og blóð er ekkert mál. Maður er bara stressaður við að ná ekki góðu skoti því auðvitað vill maður fella dýrið strax.“ Hún sé þó með góðan leiðsögumann með sér, Frosta Magnússon. Bylgja sagðist vera komin með allan búnað og riffillinn sem hún hafði fengið að láni var einmitt við hliðina á henni í stofunni þegar blaðamaður ræddi við hana. „Ég veit að þetta er Tikka t3, annað veit ég ekki en hann á vonandi eftir að þjóna mér vel!“

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

13


á Álftanes og ná í vinahjón sem bjuggu þar því hún hefði boðið þeim að koma með í matinn. „Þegar við erum komin hálfa leið út á Álftanes stoppa ég síðan við blöðru sem vinkona okkar hafði bundið á staur fyrir mig og segi Söru að ég vilji sýna henni svolítið. Hún vildi drífa sig en ég fæ hana út og á blöðrunni stendur: Viltu giftast mér? Ég sagði við hana að ef hún segði nei væru 200metrar í hjartastuðtæki. Sem betur fer sagði hún já og við drifum okkur út að Bessastaðakirkju þar sem fjölskylda og vinir biðu eftir okkur. Þetta varð ótrúlegur dagur og í þokkabót átti ég líka afmæli!“ Minnisvarði um drukknaða sjómenn Þótt Bylgja hafi búið í fjögur ár í Garðabænum segist hún ekki vera Garðbæingur. Að upplagi sé hún Siglfirðingur og verði það alltaf. Hún segir að það sé þó ólíklegt að hún eigi eftir að flytja aftur á Sigló en hún heimsæki bæinn reglulega þar sem hún eigi þar bæði vini og frændfólk og fái að gista hjá dætrum bróður síns. „Ég átti bróðir sem drukknaði 1986 og fannst aldrei. Það var rosalega erfitt og er í raun sár sem lokast aldrei.“ Vegna slyssins stóð móðurbróðir Bylgju fyrir gerð minnismerkis um drukknaða sjómenn og var það afhjúpað árið 1988. Verkið stendur á grasflöt fyrir framan hraðfrystihús Þormóðs ramma og er eftir listamennina Ragnar Kjartansson og Ragnhildi Stefánsdóttir. Nýlega tók Bylgja svo að sér að sjá um minnismerkið og styrkir það enn tengingu hennar við bæinn.

Hjónin saman, Sara og Bylgja

segir hún og hlær. Leiðin mun liggja á svæði 7 og segist Bylgja vonast til að þetta gangi fljótt og vel fyrir sig. „Tíminn er lykilatriði og þetta er sýnd veiði en ekki gefin. Ég veit um fólk sem hefur farið tvisvar og orðið frá að hverfa án þess að veiða neitt. Ég er hins vegar svo illa upp alinn að ég er vonast til þess að geta flogið þangað á sunnudegi og heim á mánudegi, búin að skjóta mitt dýr!“ Frá Grímsnesi til Parísar Þær Bylgja og Sara eru duglegar að elda og eru ásamt nokkrum vinum sínum í matarklúbbi sem hittist reglulega. Þá sé oft gestkvæmt hjá þeim í bústað þeirra í Grímsnesinu. „Við erum búin að eiga hann í átta ár. Hann stendur alveg við Sogið svo við getum veitt þarna líka sem er mikill kostur. Það er voða gott að fara þarna og hlaða batteríin.“ Bylgja segir að það sé mikill kostur að hann hafi verið alveg tilbúinn og ekkert þurfi við hann að eiga eða lóðina, því hvorki hún né Sara séu handlagnar. Þær þyrftu þó að fara að grisja því gróðurinn sé farinn að teygja sig inn á pallinn! Meðan Bylgja dvelur í bústaðnum tekur hún sér frí frá spinning æfingunum sem hún stundar annars en hún segir að Sara sé hins vegar svo æst í Crossfittið að hún fari til Hveragerðis til að æfa. Sjálf láti hún sér nægja að fara út að labba með hundinn. „Við eigum yndislegan silki terrier sem heitir Skotta. Ég hef samt aldrei verið sérstök hundamanneskja og átti aldrei hund sem barn. Skotta er orðin gömul og ég held að þegar hún verður komin yfir móðuna miklu munum við ekki fá okkur annan hund því þetta er svakaleg binding.“ Hún sé hins vegar svo heppin að eiga góða systir sem taki Skottu til sín þegar á þurfi að halda. Þær Sara ferðist t.d mikið og fari talsvert í borgarferðir. New York sé í algeru uppáhaldi og sömuleiðis París. Fátt sé skemmtilegra en að

14

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

sitja á kaffihúsi í Marais hverfinu og virða fyrir sér mannlífið. Vissi ekki af brúðkaupinu Bylgja og Sara hafa verið saman frá árinu 2005 og árið 2009 fannst Bylgju vera kominn tími til að þær yrðu nú hjón. Hún hófst því handa við að skipuleggja brúðkaupið og koma Söru á óvart. Vinum og fjölskyldu leist ekkert á þá fyrirætlun og spurðu hana, hvað ef Sara segði nú nei? Það stóð ekki á svarinu hjá Bylgju: Þá verður þetta hrikalega skemmtilegt partý í staðinn! „Ég hannaði t.d hringa með Siggu og Timo og vildi hafa undirskriftirnar okkar beggja á þeim svo ég þurfti að ljúga einhverju að Söru til að fá hennar undirskrift. Svo þurfti auðvitað að tala við prestinn og eitt sinn hringdi hann þegar við vorum báðar heima og varð að hlaupa með símann inn í bílskúr og ræða við hann þar. Ég var að undirbúa þetta í þrjá mánuði og það var oft erfitt að halda þessu inni. Ég varð oft að bíta í tunguna á mér svo ég missti ekki eitthvað út úr mér. Þetta tókst samt og hún fattaði aldrei neitt.“ Bylgja gekk meira að segja svo langt að hún tók bíl Söru, seldi hann og keypti nýjan til þess að koma henni á óvart eftir brúðkaupsdaginn. Þegar dagurinn langþráði rann svo upp taldi Bylgja Söru trú um að fyrirtækið hefði unnið verðlaun og í tilefni þess væru þær að fara fínt út að borða með sjávarútvegsráðherra. Áður en þær færu í matinn þyrftu þær samt að fara út

Frábær uppbygging á Sigló Hún segir að það sé annars gaman að sjá hvað það sé verið að gera mikið fyrir Siglufjörð um þessar mundir. „Ég vann með Robba á frystihúsinu þegar hann var framleiðslustjóri og dáist að því hvað hann er að gera mikið fyrir bæinn. Hann hefur ótrúlega flott plön fyrir Siglufjörð og það er frábært að hann skuli vera að gefa svona mikið til baka, það er alveg einstakt.“ Hún segir að það sé sorglegt að Siglufjörður sem eitt sinn hafi verið stærsta verstöð í landinu hafi farið jafn illa og raun var. „Maður heyrði því fleygt að í þá tíð hefðu ekki verið gerð fjárlög á landinu fyrr en búið var að tala við síldarspekúlantana á Sigló um hvernig vertíðin yrði. Það er líka áhugavert að á árunum 1930-1940 voru t.d fleiri kaffihús á Siglufirði en í Reykjavík! Svo hvarf síldin, allir hurfu með og bærinn sat eftir með ónýtar bryggjur og tóm hús.“ Bærinn hafi lengi verið í sárum en nú sé hann loksins að fá uppreisn æru með þessu frábæra framtaki Róberts Guðfinnssonar.

Minnisvarðinn um drukknaða sjómenn á Siglufirði


Verðum að passa okkur Bylgja segir að fisksölugreinin hafi breyst talsvert frá því að hún byrjaði í henni með SH. „Nú eru gæði orðin númer 1,2 og 3. Þegar ég var byrja þarna um 1990 voru menn úti á sjó ekkert að spá í þessu. Þeir bara gösluðu fiskinum um borð og svo átti fólkið í landi að gera eitthvað úr þessu og koma því í verð.Nú er öldin önnur. Gæðaferlið byrjar strax úti á sjó og þar eru rosalega flottar vélar sem kæla og geyma og hráefnið er orðið allt annað.“ Þróunin hérlendis hafi verið ákaflega hröð enda sé það Íslendingseðlið að stökkva á nýjungarnar. Við stöndum því mjög framarlega hvað gæði snertir í dag. „Þetta þýðir þó ekki að við megum sofna á verðinu því það er enn margt sem þarf að laga, ormar eru t.d enn vandamál og við verðum að taka á því.“ T.d þá er ákveðin kaupandi sem fer fram á að fiskurinn sé algjörlga ormalaus og sé starfsfólk í Boston sem fari yfir allan þann fisk sem hún sendir þangað og hreinsar það orma úr fiskinum fyrir þennan viðskiptavin. „Kröfurnar eru orðnar þannig hjá mörgum viðskiptavinum að þeir samþykkja ekki einn einasta orm.“ Hún segir að breytingar hafi líka orðið á söluhliðinni og sala á ferskfiski aukist ár frá ári. „Við verðum samt að passa okkur á því að keyra ekki markaði í kaf. Nú vilja allir vera með í ferskfiski enda erum við þjóð sem viljum taka allt með trompi.“ Hún segir að sér sýnist framtíðin vera björt fyrir íslenskan sjávarútveg. „Við verðum samt að vara okkur á því að vera með of mikla græðgi, okkur hættir t.d til þess að verðleggja okkur út af kortinu og ef fólk dettur út af markaði tekur langan tíma að vinna sig inn aftur.“ Um tíma hafi Íslendingar t.d dottið út af þorskmarkaði (ferskum) í Bandaríkjunum út

af verði. Verð á saltfiski hafi hækkað og menn farið að einblína á hann. „Þá vildi enginn vinna ferskt lengur og það kom í bakið á okkur. Þetta þarf allt að vera í jafnvægi. Ef fyrirtæki sér gróða í einhverju á ekki að hætta því þótt annað komi upp sem gæti kannski gefið meira af sér,“ segir hún. Á því tímabili sem þorskurinn datt út var hann c.a 15% þess sem við fluttum út og ýsan var 85%. Nú sé ýsan með 40% hlutdeild og þorskurinn 55%, svona breytist þetta. Að lokum spyrjum við Bylgju hvort hún telji að hún verði enn að selja fisk eftir tíu ár? „Allavega eftir fimm ár, ég veit ekki með tíu. Þetta er ofsalega mikil vinna, ég er kannski byrjuð að tala við vinnslur klukkan sex að morgni og lýk vinnudeginum klukkan tíu að kvöldi með símtali við bandaríska viðskiptavini. Þannig að ég held að eftir tíu ár verði ég farin að gera eitthvað annað. Það verður samt örugglega tengt sjávarútvegi því það er það eina sem ég þekki!“

Kofinn í Reykhólasveitinni

Hjörtur Hinriksson og Bylgja við bjarnahýði

Við erum sérfræðingar á okkar sviði Höfum áratuga reynslu á sviði

CARRIER Sölu- og þjónustuaðilar

DHOLLANDIA Sölu- og þjónustuaðilar

– Rennismíði, fræsivinnu & CNC – Kæliþjónustu & kæliviðgerða – Vélaviðgerða & viðgerða á heddum

TAIL LIFTS BOCK kæli- og frystipressur Sölu- og þjónustuaðilar

SCHMITZ Sölu- og þjónustuaðilar

– Málmsprautunar og slípunar

KAPP ehf ¬ Véla-, kæli- & renniverkstæði Miðhrauni 2 ¬ 210 Garðabær Sími: 544 2444 ¬ Fax: 544 2445 kapp@kapp.is ¬ www.kapp.is


Dr. John Kasarda var með erindi um flugborgina Aerotropolis

Fjölmenni á Flutningalandinu Íslandi

Góð hönnun og langtímaskipulag eru lykilatriði R

áðstefnan Flutningalandið Ísland var haldin í Hörpunni miðvikudaginn 30.september og var það í annað skipti sem hún er haldin. Íslenski sjávarklasinn á veg og vanda að ráðstefnunni sem var haldin í fyrsta sinn fyrir ári og þótti þá takast svo vel að ráðist var í að hafa hana aftur. Fjölmenni var á ráðstefnunni og virtust gestir einróma um að ánægjulegt væri að fjallað væri svo ítarlega um flutninga og vonuðust menn eftir að hér væri búið að skapa hefð. Skýr markmið skila árangri Fjölmargir fyrirlesarar komu fram, bæði innlendir og erlendir. Í hópi Íslendinganna voru t.d Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, sem talaði um tækifæri í sjávarútvegi með öflugu flutninganeti, Haukur Óskarsson, varaformaður stjórnar Sikuki Nuuk Harbour, sem kynnti nýju höfnina í Nuuk og Gunnar Már Sigurfinnsson, forstjóri Icelandair Cargo, sem talaði um mikilvægt gildi flugvallar fyrir aðra en bara farþega. Erlendir fyrirlesarar komu úr ýmsum áttum. Sofie Tolk fjallaði um höfnina í Rotterdam og þær langtímaáætlanir sem höfnin hefur og hversu mikilvægt það sé að hafa skýr markmið í þeirri hörðu samkeppni sem er á flutningamarkaði. Kom hún m.a inn á hversu mikilvægt það væri að hugsa ekki eingöngu um nærumhverfi hafnarinnar þegar það kæmi að aðgengi og flutningaleiðum heldur væri samvinna við erlenda aðila lykilþáttur líka. Patrick Arnold, framkvæmdastjóri Soli DG í Maine, fjallaði um sjávarklasa sem verið er að stofna í Portland með Íslenska sjávarklasann sem fyrirmynd og hvernig samstarf bandarískra og íslenskra aðila gæti verið einkar verðmætt fyrir íslensk fyrirtæki sem hefðu áhuga á að komast inn á Bandaríkjamarkað, sem oft á tíðum væri erfitt verkefni.

16

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

Táknmynd hnattvæðingarinnar Flugborgir, eða Aerotropolis, voru umfjöllunarefni Bandaríkjamannsins John D. Kasarda sem stýrir flugviðskiptadeild Kenan-Flagler viðskiptaháskólans í NorðurKarólínu ásamt því að reka ráðgjafafyrirtæki á sviði flugvalla. Flugborgir hafa verið Kasarda rannsóknarefni til langs tíma og hefur hann víða komið að skipulagningu flugvalla undanfarin ár. Flugborgir, skv. Kasarda, eru borgir skipulagðar í kringum flugvöll og byggja efnahag sinn á honum. Í erindi sínu fór Kasarda inn á mikilvægi þess að hugað væri að góðu skipulagi flugvalla. Tími og kostnaður væri lykilatriði þegar það kæmi að flutningum og því væri nauðsynlegt að skipuleggja flugvöll þannig að hann væri t.d vel tengdur öðrum flutningsleiðum, þar væri t.d að finna alla hugsanlega þjónustu, geymslur, hótel og fundaraðstöðu, húsnæði fyrir starfsfólk svæðisins með tilheyrandi þjónustu fyrir það eins og heilbrigðisþjónustu, skólum og fleira. Þá væri nauðsynlegt að huga að hlutum eins og verslunarhúsnæði og afþreyingu og benti hann á að á stórum flugvelli væri fleira fólk að fara um völlinn daglega en í meðalstórri borg. Nauðsynlegt væri að hafa í huga að flugvöllur væri ekki bara flugvöllur heldur fyrirtæki sem stuðlaði að vexti og grósku í viðskiptum í nær- og fjærumhverfi sínu og þyrfti að hanna hann með þetta í huga. Flugvöllurinn væri táknmynd hnattvæðingarinnar.

Jón Garðar Guðmundsson og Alexander Andersson

Haukur Óskarsson, Ingvar Sigurðsson og Guðmundur Ásgeirsson


rsf.is

Uppboðskerfi fiskmarkaða á Íslandi er einstakt í veröldinni. Það vekur athygli langt utan landsteinanna, enda eina rafræna uppboðskerfið sem tekur til allra seljenda og kaupenda fisks í einu landi.

Reiknistofa fiskmarkaða

Iðavellir 7 | 232 Reykjanesbær | rsf@rsf.is | Sími 420-2000 SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

17


Fiskurinn í hafinu, eldinu og ánni

VELFERÐ FISKS

Velferð fisksins mismikilvæg Sigrún Erna Geirsdóttir

V

elferð fiska er að jafnaði ekki mikið rædd þótt dýravernd sé málefni sem nýtur sífellt meiri hljómgrunns með vaxandi umhverfisvitund. Í þessari umfjöllun munum við taka fyrir velferð fiska, viðhorf til hennar, veiðiaðferðir og þróun og tökum fyrir fiskinn á þremur sviðum: Í sjó, í eldi og í ám. Sérfræðingar og hagsmunaaðilar voru teknir tali og þeir spurðir út í hluti eins og dýravernd, veiðarfæri, slátrun, eftirlit o.fl. Þeir sem talað er við eru: Haraldur Arnar Einarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, Gísli Jónsson, dýralæknir

18

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, Höskuldur Steinarsson, framleiðslustjóri Fjarðalax, Jóhann Davíð Snorrason, markaðs- og söluráðgjafi hjá veiðifélaginu Lax-á, Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun og Hallgerður Hauksdóttur, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Í fyrsta hluta umfjöllunarinnar verður fjallað um skynjun fiska almennt, hugleiðingar um velferð fisks í sjó, veiðarfæri, lifun fiska eftir að þeir sleppa frá veiðarfæri o.fl. Í öðrum hluta fjöllum við um fisk í eldi og horfum við þá aðallega til laxins,

reglugerðir og eftirlit, velferð, slátrunaraðferðir o.fl. Í þriðja og síðasta hlutanum tökum við fyrir fisk í ám landsins, veiðiaðferðina veiða/sleppa, sjálfbærni o.fl. Fiskurinn í sjónum skilinn eftir Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun sem hefur yfirumsjón með fiskeldi af hálfu stofnunarinnar segir fiskinn í hafinu vissulega hafa orðið nokkuð útundan í umræðunni um velferð fiska og sama máli gildi um veiðar í ám. „Um leið og fiskurinn er


Gísli Jónsson, Dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun

áherslu á alla velferð. Það eigi við um sjávarútveg líka. Í dag vilji þessar keðjur fá vottaðar vörur sem sýni fram á samfélagslega ábyrgð framleiðanda, og velferð dýra og fiska komi þar fram í æ ríkari mæli. Það sé eflaust tímaspursmál hvenær krafan verði að sýnt verði fram á sársaukalausa slátrun fyrir fiskinn, bæði á landi og á sjó. Lítið vitað um skynjun fiska Um skynjun fiska á umhverfinu eða á áreiti af manna völdum er reyndar lítið vitað þó margar rannsóknir hafi verið gerðar. Haraldur Arnar Einarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur sérhæft sig í veiðarfæratækni og atferli fiska. Hann segir ljóst að skynjun fiska sé verulega frábrugðin þeirri sem við mannskepnan upplifum. „Hvað varðar upplifun fiskanna sjálfra þá hættir okkur til þess að setja samasemmerki á milli okkar eigin upplifana og dýranna, sem er í rauninni allt önnur en okkar. Við getum ekki ímyndað okkur þeirra skynjun,“ segir hann. Þegar því er t.d haldið fram að það þrengi í fiski í vörpupokunum og að honum líði illi þar þá sé verið að einfalda hlutina mikið. „Við skoðum mikið neðansjávarmyndatökur sem sýna viðbrögð fisks við veiðarfærum og þegar við skoðum myndir úr vörpupokum þá sjáum við að það þrengir oftast ekki mikið að honum og fiskurinn er tiltölulega rólegur þar til á síðustu mínútunum þegar híft er upp. Þetta er þó auðvitað mismunandi eftir tegundum og veiðarfærum.“ Mikið af því sem skrifað sé um veiðar og fyrirkomulag þeirra sé byggt á vanþekkingu, sérstaklega á því hvernig dýrin upplifa hlutina. „Varðandi sársaukaskyn fiska þá er ekkert gefið í þeim efnum, þetta hefur oft verið rætt en við vitum ekki með vissu hvort þeir upplifi sársauka á sama hátt og mannskepnan. Því hefur líka verið haldið fram að fiskar verði hræddir en því er í raun alveg ósvarað enn. Þeir verða vissulega stressaðir við ákveðin skilyrði en við vitum ekki hvort þeir upplifa hræðslu eins og við gerum.

hins vegar kominn undir mannahendur, þ.e. eldi, er mikið hugsað um velferð og öllu stýrt vandlega.“ Hann telur þó að rannsóknir á velferð fisks í hafi og á slátrunarferli í skipum eigi eflaust eftir að verða fyrirferðarmeiri þegar fram líða stundir. Þróunin til þessa hafi verið sú að fólk hafi sífellt meiri áhuga á umhverfisvernd og dýravelferð. Þorri almennings vilji líka að farið sé vel með skepnurnar og að aflífun þeirra sé sem sársaukaminnst. Kröfur frá viðskiptavinum knýi oft fram breytingar á háttum þess sem framleiðir vöruna og keðjur eins og Whole Foods leggi mikla

Mikil þróun í gerð veiðarfæra Við spurðum Harald út í veiðarfæri og áhrif þeirra á fiskinn og umhverfi hans. „Veiðiaðferðir og veiðarfæri hafa tekið miklum breytingum í gegnum tíðina og á undanförnum árum hafa þær kröfur orðið æ háværari að bæði veiðarfæri og veiðiaðferðir séu vistvænar og við þeim hefur verið brugðist á ýmsan hátt,“ segir hann. Veiðarfæri eiga t.d ekki hafa nein óafturkræf áhrif á búsvæði fiska, enda kemur það sér illa fyrir orðspor fiskveiða og sjávarútveginn almennt. „Kjörhæfni veiðarfæra með tilliti til stærðar og tegundar er ágætlega rannsökuð. Það er mikilvægt að stuðla að því að þær tegundir eða stærðarflokkar sem ekki er verið að sækjast eftir og sleppa frá veiðarfærinu hafi góðar lífslíkur. Ef lífslíkurnar eru litlar eykst óskráður fiskveiðidauði sem getur aftur haft áhrif á stofnþróun einstakra tegunda,“ segir Haraldur. Fiskur sem sleppur Rannsóknir á lífslíkum fiska sem sleppa frá veiðafærum hafa verið gerðar á mörgum tegundum fiska og með ýmsum veiðarfærum, en slíkar rannsóknir eru yfirleitt bæði flóknar í framkvæmd og afar dýrar. Rannsóknir á þorski

sem fer í gegnum möskva á vörpupoka sýna t.d að sá fiskur lifir í flestum tilfellum af. ,,Ef verið er að taka tíu tonn viljum við auðvitað að það sé ekki verið að drepa meira en þessi tíu tonn og að fiskurinn sem sleppur hafi sem mestar lífslíkur og verði kannski veiddur síðar. Það er því okkar keppikefli að útbúa veiðarfæri m.a. með þetta í huga. Fiskur sem sleppur á þannig meiri möguleika í dag en hér áður fyrr. Það má því segja að velferð fisks hafi batnað hvað þetta varðar.“ Lífslíkurnar eru þó mismunandi eftir tegundum og eru lífslíkur síldar sem sleppur úr veiðarfærum t.a.m minni en hjá þorski. Beiting veiðarfæra hefur breyst Á undanförnum árum hefur orðið mikil áherslubreyting hjá sjómönnum hvað varðar aukin gæði þess hráefnis sem þeir landa og í dag er þetta spurning um verðmæti frekar en magn. Í því felst m.a. að sem mest af fiskinum sem tekinn er um borð sé lifandi. „Menn haga veiðum á allt annan hátt í dag en þeir gerðu áður og passa sig á því að taka ekki inn of mikið í einu, t.d. með því að beita veiðarfærinu í skemmri tíma en áður var gert,“ segir Haraldur. Þetta eykur lífslíkur þeirra fiska sem skiljast frá botnvörpum eða losna frá veiðarfærum eins og netum eða línu. „Á síðustu netavertíð var t.d oft veitt þannig að menn lögðu net að nóttu, fengu sér stutta pásu og byrjuðu svo að draga. Þeir komu svo kannski með 10 tonn í vinnsluna fyrir hádegi.“ Fjöldi netabáta núna er líka miklu minni en áður þannig að afli á sóknareiningu er meiri. Haraldur segir að áður fyrr hafi töluvert fleiri netabátar stundað veiðar og fyrir kom að dregin voru 2-3 nátta net en það gerist ekki lengur. „Menn koma ekki með þannig hráefni í dag, það bara gerist ekki. Bátur sem kemur með netleginn fisk selur hann kannski í fyrsta skiptið á þokkalega verði en ekki oftar. Markaðurinn í dag sættir sig ekki við annað en hágæða hráefni. Það má segja að þarna fari saman með velferð fiskanna og gæðamál.“ Drepst við blóðgun Haraldur segir að erfitt sé að svara því hversu langur tími líði þar til fiskur hefur verið fangaður og þar til hann drepst, það fari alveg eftir tegund fisks, stærð, gerð veiðarfæra o.fl. Megnið af fiski er lifandi þegar hann er tekinn um borð enda er stefnt að því. Dauðatíminn er allt frá nokkrum augnablikum og upp í nokkra tíma. Grásleppa er hörð af sér og getur lifað sólarhringum saman í neti meðan makríll drepst á nokkrum mínútum. „Þetta fer allt eftir því hvernig veiðarnar eru stundaðar. Um leið og fiskur drepst í netum er hætta á því að rá komist í fiskinn og stundum er hann hálfétinn eða jafnvel orðinn að beinagrind þegar hann kemur upp. Viðskiptavinur myndi aldrei kaupa þannig fisk. Það er því kappsmál útgerða í dag að koma honum sem fyrst um borð og að fiskurinn sé sem ferskastur.“ Haraldur segir að fiskurinn drepist þegar hann sé blóðgaður og æskilegt sé að blóðga fiskinn lifandi því þannig blóðtæmist hann best. Það er því reynt að takmarka magnið sem kemur upp. „Menn eru hættir að tonna sig og stæra sig af því. Þegar of mikill afli kemur upp drepst fiskurinn í móttökunni og hann er þá dauðblóðgaður, sem fer ekki vel með hráefnið. Veiðimenn eru því

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

19


Haraldur Arnar Einarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun

farnir að stýra því þannig að tekið er minna magn í einu þannig að fiskurinn fari hratt í gegnum blóðgun og kælingu. Þetta er mjög breytt frá því sem áður var,“ segir Haraldur. Engar reglur um slátrun á sjófiski Í velflestum ríkjum eru í gildi ákveðnar reglur varðandi slátrun dýra og miða þær að því að dýrin séu drepin á sem hreinlegastan, sársaukaminnstan og hagkvæmastan hátt. Fiskveiðar í sjó hafa til þessa ekki þurft að lúta neinum slíkum lögum enda eru aðstæður allt aðrar. Fiskurinn er fangaður á margvíslegan hátt og stundum líður jafnvel langur tími þar til

20

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

hann er tekinn um borð þótt slíkt sé liðin saga hérlendis. Dauðinn kemur misfljótt, stundum er um hægan dauðdaga að ræða t.d ef fiskurinn festist á tálknunum í netinu og kafnar. Yfirleitt er þó reynt að haga hlutunum þannig að fiskur sé enn lifandi er hann er hífður um borð því þá fæst besta hráefnið. Í fiskeldi er það talið lykilatriði að halda stressi fisks í algeru lágmarki og leggja eldisfyrirtæki talsvert á sig til þess að sjá til þess að fiskurinn verði aldrei stressaður. Ef fiskur verður stressaður verður hráefnið verra. Þar sem ekki er eðlismunur á fiski í eldi og fiski í sjó má leiða að því líkum að hið sama gildi um villtan fisk úr sjó og því myndi fást betra hráefni ef fiskurinn

væri veiddur og drepinn á óþægindaminni hátt en nú er gert. Gæðamál og dýravelferð fara reyndar mjög oft saman og á nokkrum stöðum hefur verið unnið að þróun tækjabúnaðar sem gerir sjómönnum kleyft að drepa fisk á þann hátt að það skilar betra hráefni og drepur fiskinn um leið á mannúðlegri hátt. Hefur Marel t.d verið að skoða þessi mál. Sjálfvirk rotun og blóðgun Vísindamenn við SINTEF, stærstu sjálfstæðu rannsóknarstofnunina á Norðurlöndum, hafa t.d unnið að þróun sjálfvirks búnaðar sem rotar og drepur afla á sjálfvirkan hátt um leið og fiskurinn


er settur inn í vinnslulínuna um borð. Markmiðið er að hver fiskur sé lifandi þegar hann kemur um borð, allt þar til hann hefur verið rotaður með rafmagnshöggi og drepinn með blóðgun. Ein aðalástæða þess að menn vilja í lengstu lög forðast að taka dauðan fisk um borð er sú að fiskur sem hefur verið dauður í 30 mín blæðir ekki almennilega sem þýðir minnkuð gæði. Um leið og þessi búnaður er þróaður er að auki stefnt að því að hægt verði að vigta fiskinn og flokka á sjálfvirkan hátt í vinnslulínunni en hingað til hefur það aðallega verið gert af áhöfninni, nokkuð sem er bæði tímafrekt og getur myndað flöskuhálsa. Í grein á vef stofnunarinnar segir að aðilar innan útvegsins hafi sóst eftir að fundin verði fjárhagslega hagkvæm leið til þess að rota og blóðga fiskinn á sjálfvirkan hátt, bæði til að styrkja samkeppnishæfni og eins til að gera starfið um borð meira aðlaðandi. Menn vilja helst ekki minnka enn frekar meira það magn sem tekið er inn í einu en þegar mikið hefur verið í netunum þegar þau eru hífð um borð getur verið mjög mikið að gera og hætta á að flöskuhálsar myndist. Ef það gerist getur það þýtt að fiskurinn drepst eða verði fyrir hnjaski og gæði minnka; flökin verða ljótari, fiskinum blæðir ekki eins og vel og mar getur myndast. Þessar aðstæður eru

líka slæmar þegar litið er til dýraverndar þar sem fiskurinn upplifir meira stress og óþægindi áður en hann drepst. Rafmagnsrotun, líkt og tíðkast t.d með eldisfisk, sem sé framkvæmd stuttu eftir að afli er tekinn um borð geri það að verkum að fiskinum blæði betur sem þýðir að auki minni vinnu fyrir áhöfnina. Þá er það talið mikilvægt að öll meðhöndlun á aflanum sé frá upphafi til rotunar mjög varfærin því þannig fáist meiri gæði, en skert gæði afla kosta sjávarútveginn árlega umtalsverðar fjárhæðir. Það er því líka verið að skoða hvernig geyma má villtan fisk lifandi í tanki frá því að netið er híft upp og þar til honum er slátrað. Léttir vinnuna Ljóst er að langan tíma mun taka að fullþróa vinnslulínur sem fullnægja öllum þeim markmiðum sem menn vilja ná og að auki þarf að taka tillit til ýmissa annarra atriða, eins og þess að pláss er yfirleitt mjög takmarkað. Þess fyrir utan eru aðstæður á sjó erfiðar og búnaðurinn verður að geta staðist mikið álag. Ekki er búið að setja í framleiðslu vinnslulínur af þessu tagi en frumgerðir eru um borð í nokkrum skipum og hafa áhafnir verið ánægðar með notkunina. Oft er blóðgun erfitt verkefni og ekki óalgengt

að menn meiðist á meðan á henni stendur. Ef fiskurinn liggur hins vegar hreyfingarlaus á borðinu á meðan hann er blóðgaður léttir það vinnuna umtalsvert. Gæðalega séð hefur rotarinn líka mikil áhrif; ef fiskurinn berst mikið um áður en hann er blóðgaður blæðir honum ekki nóg, sem skerðir svo aftur gæði fisksins sem getur fengið á sig gráleitan lit og biturt bragð. Meiri gæði og aukinn hagnaður Talið er að vinnslulínur af þessu tagi muni gagnast iðnaðinum verulega og telur SINTEF að þetta muni í raun umbreyta veiðum. Gæði muni bæði batna og verða stöðugri, sem þýði meiri hagnað fyrir útgerðina og aukna viðskiptavild. Er ætlunin að búnaðurinn verði þannig að hægt verði að kaupa bæði heildarlausnir og ákveðna hluta til sértækra verka. Sömuleiðis á línan að verða þannig að hægt verði að setja hana upp í nýjum sem gömlum skipum af mismunandi stærð. SINTEF bendir líka á að þótt hingað til hafi verið unnið með hvítfisk í huga muni þetta verða þekking sem hægt verði að byggja á fyrir aðrar tegundir fisks líka. Það verður því væntanlega ekki langt að bíða þar til hægt verður að fjárfesta í línu af þessu tagi fyrir margar fisktegundir.

Skynjun fiska frábrugðin okkar

„Enginn vafi á að fiskar finna fyrir óþægindum“ Sigrún Erna Geirsdóttir

Þ

egar kemur að sársaukaskyni fiska má segja að fólk skiptist í tvær fylkingar. Annars vegar þá sem vilja meina að þeir hafi ekkert sársaukaskyn og hins vegar þá sem segja að þeir finni til sársauka, rétt eins og við. Um skynjun fiska á umhverfinu eða á áreiti af manna völdum er reyndar lítið vitað þó margar rannsóknir hafi verið gerðar.

þá er ekkert gefið í þeim efnum, þetta hefur oft verið rætt en við vitum ekki með vissu hvort þeir upplifi sársauka á sama hátt og mannskepnan. Því hefur líka verið haldið fram að fiskar verði hræddir en því er í raun alveg ósvarað enn. Þeir verða vissulega stressaðir við ákveðin skilyrði en við vitum ekki hvort þeir upplifa hræðslu eins og við gerum.

Upplifa hlutina á annan hátt en við Haraldur Arnar Einarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur sérhæft sig í veiðarfæratækni og atferli fiska. Hann segir ljóst að skynjun fiska sé verulega frábrugðin þeirri sem við mannskepnan upplifum. „Hvað varðar upplifun fiskanna sjálfra þá hættir okkur til þess að setja samasemmerki á milli okkar eigin upplifana og dýranna, sem er í rauninni allt önnur en okkar. Við getum ekki ímyndað okkur þeirra skynjun,“ segir hann. Þegar því er t.d haldið fram að það þrengi í fiski í vörpupokunum og að honum líði illi þar þá sé verið að einfalda hlutina mikið. „Við skoðum mikið neðansjávarmyndatökur sem sýna viðbrögð fisks við veiðarfærum og þegar við skoðum myndir úr vörpupokum þá sjáum við að það þrengir oftast ekki mikið að honum og fiskurinn er tiltölulega rólegur þar til á síðustu mínútunum þegar híft er upp. Þetta er þó auðvitað mismunandi eftir tegundum og veiðarfærum.“ Mikið af því sem skrifað sé um veiðar og fyrirkomulag þeirra sé byggt á vanþekkingu, sérstaklega á því hvernig dýrin upplifa hlutina. „Varðandi sársaukaskyn fiska

Fiskar finna fyrir óþægindum Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að með aukinni vitund um dýravelferð og umhverfissjónarmið verði seinni hópurinn æ fjölmennari en sjálfum finnist honum varasamt að manneskjugera fiskinn. „Líffræðilega séð er fiskurinn það frábrugðinn okkur. Hann hefur t.d. ekki heilabörk, en þar er sársaukaskynjunin staðsett hjá spendýrum og fuglum. Það er því ólíklegt að þeir finni fyrir sársauka eins og við skynjum hann.“ Annað gildi hins vegar um lykt, sjón og jafnvægisskyn sem sé mjög háþróað og mun betra en t.d. hjá mannfólki. Það leiki heldur enginn vafi á því að fiskar geta fundið fyrir óþægindum, það hafi margar rannsóknir leitt í ljós. „Fiski finnst t.d. mjög óþægilegt að fara upp á þurrt land. Sár sem ígerð hefur komist í veldur þeim sömuleiðis miklum óþægindum. Fiskur með sveppasýkingu eða er með mikið af svöðusárum hímir í hyljum og upplifir mjög mikil óþægindi. Það er því ýmislegt í þessu sem þarf að athuga,“ segir hann. Rökrétt væri því að álykta að fiskur sem er blóðgaður lifandi finni sömuleiðis til mikilla óþæginda.

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

21


Svipaðar reglur um eldisfisk og búfénað

VELFERÐ FISKS

Velferð fisksins er lykilatriði Sigrún Erna Geirsdóttir

M

ikið er hugað að velferð fiska eftir að hann er kominn undir mannahendur og eru eldisstöðvar undir reglulega eftirlitli ýmiss eftirlitsaðila. Almennt er talið mikilvægt að fiskurinn hafi það sem best og er oftast reynt að hafa slátrunarferlið sem óþægindaminnst fyrir fiskinn svo hann verði ekki stressaður því þá minnka gæði afurðarinnar. Þarna haldast gæði og dýravelferð í hendur. Vel staðið að velferðarmálum Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að vel sé staðið að velferðarmálum þegar kemur að eldisstöðvum. Hér gildi almennar reglur um fiska undir mannahöndum og hún sé ströng að öllu leyti. „Það má segja að það gildi svipaðar reglur um eldisfisk og um búfénað hjá bændum, grunngildin eru hin sömu. Það á að fara vel með dýrin allt frá því að þú færð þau undir hendur og þar til þeim er slátrað.“ Ný dýraverndarlöggjöf tók gildi í byrjun árs 2014 og hófst þá vinna við að semja velferðarreglur fyrir hverja tegund fyrir sig. Gísla var falið það verkefni að skrifa drög að

22

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

reglugerð fyrir fiskeldið og er þar tekið á öllum þáttum fiskeldis, þ.á.m. fóðrun, umgengni, umönnun, rými og fleira. Drögin voru tilbúin 7. febrúar 2014 en Gísli segir að þau bíði enn afgreiðslu í ráðuneytinu. Á meðan svo sé gildi hinar almennu reglur. Dýralæknar á vegum Mast sjá um eftirlit með því að reglum um dýravelferð sé fylgt af hálfu eldisstöðva og er eftirlitið byggt á áhættumati. Rauði þráðurinn í matinu er hætta á sjúkdómum en inn í það fléttast líka almenn dýravelferð. Allar eldisstöðvar eru eftirlitsskyldar og er farið reglulega í heimsóknir til þeirra allra. Fjöldi heimsókna er afar misjafn, allt frá því að vera vikulega upp í fjórða hvert ár. Algengast er að farið sé 1-2 sinnum í hverja stöð á ári en ef um er að ræða kynbótastöð með mikil umsvif eru heimsóknirnar vikulega. Allra minnstu stöðvarnar eru heimsóttar með hvað lengstu millibili þar sem sjúkdómahætta þar er lítil, nema ef sérstök ástæða er talin til þess.


Ryksugur Sópar

Vatnsdælur Gólfþvottavélar

Þegar gerðar eru hámarkskröfur Háþrýstidælur fyrir heimilið

Gufudælur Háþrýstidælur K Ä R C H E R

S Ö L U M E N N

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is

Fóður upp á marga fiska

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

23


Vel farið með fiskinn Gísli segir almennt sé vel hugsað um eldisfiskinn hérlendis og staðan hafi verið afar góð í mörg ár. „Það komu reglulega upp dýraverndarmál þegar fiskeldið var að byrja hérlendis og í kringum aldamótin voru þetta kannski 1-2 mál á ári, í kringum hrun voru síðan nokkur mál líka. Þetta tengdist því yfirleitt að stöðvarnar voru að sigla inn í gjaldþrot og málin tengdust vanfóðrun og svelti. Síðustu ár hefur hins vegar ekkert mál komið upp og það er gríðarlega vel hugsað um eldið á allan hátt. Það er líka eldisstöðvunum í hag að svo sé og mönnum verður það æ betur ljóst.“ Aðstæður í dag séu líka allt aðrar, þarna starfi núna starfsfólk með sérmenntun á þessu sviði og allt annan bakgrunn en áður. „Á mörgum stöðum er fiskurinn nánast orðið eins og gæludýr og menn þekkja þá með nöfnum! Fólk í fiskeldi er því mjög meðvitað um velferð fisksins enda er farið vel í þetta á Hólum og annars staðar þar sem fólk er að mennta sig í eldisfræðum. Enda er almenna reglan sú að dýr sem ekki er farið vel með gefur ekki vel af sér.“ Áhrif stress á fisk Þegar skepna upplifir stress verða til stresshormón í líkama hennar og slátrun og aðdragandi hennar eru stressandi fyrir skepnuna. Fiskur sem deyr snögglega hefur þannig lágt gildi stresshormóns en fiskur sem á í löngu dauðastríði hefur hátt gildi. Þetta hefur verið talsvert skoðað en þó ekki mikið í sjávarútvegi. Öðru máli gildir um rannsóknir á áhrifum stresshormóns í eldisfiski og sýna þær fram á að stresshormón hefur slæm áhrif á gæði hráefnis. Það skiptir því eldisfyrirtækin miklu máli að halda þessu gildi sem lægstu, rétt eins og fyrir framleiðendur t.d. svína- og nautakjöts. Það hefur því verið mikið skoðað hvernig dýrunum er komið í slátrun á sem þægilegastan hátt og hvernig hægt er að

24

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

láta slátrunina sjálfa ganga sem best fyrir sig. „Þarna fara því saman hagsmunir framleiðenda og dýravelferð,“ segir Gísli. Er dýravelferð mikilvæg? Höskuldur Steinarsson, framleiðslustjóri Fjarðalax, segir að dýravelferðarsjónarmið vegi þungt hjá íslenskum eldisfyrirtækjum enda megi segja að sömu lögmál gildi fyrir eldisstöðvar og bændur; ef góður árangur á að nást er velferð dýranna lykilatriði. „Við erum þarna með lifandi verur sem verður að passa upp á á meðan þær eru hjá okkur; okkur ber skylda til þess,“ segir hann. Raunar megi segja að velferð fiskanna sé eitt allra stærsta málið hjá eldisfyrirtæki. „Það eru klárlega mikil tengsl milli þess að ná góðum árangri og dýravelferðar. Við hjá Fjarðalaxi seljum okkar vöru t.d til kröfuharðra viðskiptavina sem vilja vottaðar vörur og því er þetta enn mikilvægara.“ Höskuldur segir að nokkrir þættir komi þarna inn, t.d sjókvíarnar og útbúnaður þeirra. „Rýmið er aðalmálið, ef fiskur lendir í þrengslum verður hann stressaður og það viljum við ekki. Ef fiski líður ekki vel étur hann ekki og ef hann étur ekki stækkar hann ekki.“ Fyrirtæki eins og Whole Foods fara fram á að rými í kvíum megi aldrei yfir 15kg/m3 og almennt séð er regla 20kg/m3. Hjá Fjarðalaxi sé hins vegar miðað við að fara ekki yfir 12kg/m3. „Við höfum stórar kvíar sem er erfiðara og krefst bæði meiri mannafla og stærri verkfæra en við viljum gera hlutina vel og vera vottaðir. Þess fjárfestum við í þessu. Okkar daglega vinna er meiri svo fiskurinn hafi það betra,“ segir Höskuldur. Hvernig fer slátrun fram Gæðamál eru lykilatriði hjá Fjarðalaxi og er eitt aðalatriðið að slátrunarferlið fari sem best fram. Lykilatriði er að halda stressi fisksins í lágmarki og því er mikilvægt að slátrunarferlið sé sem

óþægindaminnst fyrir fiskinn. „Við dælum fiskinum um borð í skip þar sem er svokallaður swim-in tankur sem í er vatnsstraumur. Þar syndir fiskurinn á móti straumnum, eins og hann gerir í náttúrunni og þetta róar laxinn niður, sem er gríðarlega mikilvægt. Síðan syndir hann sjálfur inn í sláturbúnaðinn sem er eins konar flúðir og fær þá loftstraumspinna beint í hnakkann sem rotar hann. Samstundis er fiskurinn blóðgaður hinum megin frá. Fiskurinn er því rólegur allan tímann og upplifir aldrei nein óþægindi. Hann er aldrei meðhöndlaður af mönnum heldur er allan sinn líftíma í kví.“ Höskuldur segir aðferðina vera litna jákvæðum augum af dýraverndarsamtökum enda lifi fiskurinn ágætis lífi og verði aldrei hræddur eða stressaður. Höskuldur segir að ef fiskur sé stressaður og myndi stresshormón fari hann fyrr í dauðastirðnun sem geri það erfiðara að vinna fiskinn. Meiri hætta sé á því að það komi los í holdið þegar hann er flakaður og flökin verði ekki eins falleg. Ef það gerist er fiskurinn ekki lengur gæðavara. „Í fiskeldi er fólk mjög meðvitað um þetta. Allt eldisferlið er því gæðaferli allan tímann og er mjög vel vaktað,“ segir hann. Höskuldur segir að viðskiptavinir geri ekki tilteknar kröfur til þess hvernig slátrunarferlið eigi nákvæmlega að fara fram en dýravelferð sé þeim ofarlega í huga. Viðskiptavinir eins og Whole Foods komi fyrirvaralaust í heimsókn og þá sé eins gott að hafa allt í fullkomnu lagi. „Fólk sem verslar við keðjur af þessu tagi borgar fyrir vitneskjuna um að það sé verið að fara vel með dýrin og það er tilbúið til að greiða hærra verð fyrir þannig vöru. Þetta er dæmi um þennan vistvæna hugsunarhátt sem er sífellt að ryðja sér meira til rúms og það er vaxandi eftirspurn eftir vörum sem fullnægja kröfum þess fólks.


OKKAR HÆFNI – ÞINN HAGUR Egersund Net er hluti af Egersund Group, sem stofnað var árið 1952. Upp úr 1970 hóf Egersund Net eigin netaframleiðslu og varð sjálfstætt félag árið 1996. Allar götur síðan hefur Egersund Net skapað sér orðspor sem leiðandi fyrirtæki í Evrópu í framleiðslu og þjónustu á búnaði til fiskeldis.

www. egersund.is

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015


Áherslan fremur á stofninn en fiskinn

VELFERÐ FISKS

Umdeild aðferð ryður sér til rúms Sigrún Erna Geirsdóttir

F

rá örófi alda hefur tíðkast að veiða fiskinn í ám og vötnun landsins. Rétturinn til að veiða fylgdi frá upphafi eignarrétti landsins þar sem vatnið var staðsett eða þeim löndum þar sem áin rann hjá. Undanfarin ár hafa æ fleiri landeigendur leigt veiðiréttinn til veiðifélaga sem síðan selja réttinn til þess að veiða til stangveiðimanna fyrir oft umtalsverðar fjárhæðir og er þessi grein farin að velta milljörðum króna. Landeigendur og veiðifélög setja sömuleiðis reglur um hvað megi veiða mikið og hvernig. Veiðimálastofnun fylgist grannt með ánum og

26

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

það sem úr henni kemur enda er það hlutverk stofnunarinnar að rannsaka lífríki í ám og vötnum, fiskistofnana og veita ráðgjöf um veiðinýtingu o.fl.Segja má að áhersla á velferð fisks í ám og vötnum hérlendis beinist fyrst og fremst að verndun innlendra fiskstofna sem hafa orðið fyrir miklum búsifjum í gegnum árin vegna mengunar, minnkandi svæða, veiði o.fl. Hafa menn bæði gripið til þess ráðs að sleppa seiðum í árnar og eins þurfa veiðimenn oft að sleppa aftur í ána þeim fiski sem þeir hafa veitt. Þessi aðferð sem kölluð er veiða/sleppa er

nokkuð umdeild á alþjóðavettvangi þótt lítið hafi farið fyrir gagnrýni á hana hérlendis, og er m.a bönnuð í a.m.k tveimur Evrópulöndum á grunni dýraverndarsjónarmiða. Vaxandi vinsældir veiða/sleppa Veiða/sleppa aðferðin er nú viðtekin veiðiaðferð í fjölmörgum ám landsins en í mismunandi mæli, allt frá því að litlu hlutfalli fisks sé sleppt upp í meirihluta fisks. Fjölmörg veiðifélög fara fram á að öllum laxi yfir 69cm sé sleppt, þ.e. lax sem dvalið hefur tvö ár í sjó eða lengur, og


Getur hækkað dánartíðni seiða „Árangurinn af sleppingum og veiða/sleppa hér á landi hefur verið misjafn milli ára og áa,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun sem hefur m.a laxveiðiár landsins á sinni könnu. „Þetta fer eftir svo mörgu; rými, hrygningarskilyrðum, fæðuframleiðslu í ánni o.fl.“ Ef við horfum t.d á fæðuframleiðslu þá þurfi ákveðið magn af fæðu svo ákveðið magn af seiðum komist upp. Ef fæðumagn og hrognafjöldi á saman er því ekki verið að bæta stofninn með því að sleppa fiski út í ána aftur og geti það jafnvel hækkað dánartíðni seiða í ánni. Horfa verði á hverja á fyrir sig en ekki leggja línurnar almennt. „Fjölgunargeta er oft til staðar en dánartíðni seiða er alltaf há. Það eru til ár sem gætu framleitt meira ef hrygningarstofninn væri stærri en svo eru líka stofnar í ám sem þola mjög vel þá veiðisókn sem verið hefur,“ segir Guðni. Menn þurfi alltaf að horfa á hlaupandi meðaltal af veiðitölum í ánni og það sé erfitt að sjá fram í tímann. Ef hrygningarstofninn sé að minnka sé tími til að bregðast við með því að draga úr sókn

og geti veiða/sleppa m.a. komið til álita. Í sumum ám sé þó öllum fiski sleppt aftur en samt þyrfti stærri stofna til að fullnýta þau búsvæði sem í ánum eru til uppeldis seiða. Oft sé þetta flókið samspil margra þátta. „Í kjölfar sleppingar laxa höfum við t.d séð dánartölu tveggja ára seiða hækka þar sem seiðaþéttleiki er mikill m.a. vegna mikillar hrygningar.“ Þarna sé því veiða/sleppa aðferðin að hafa öfug áhrif miðað við það sem stefnt var að. Félög oft treg til að draga úr veiðihlutfalli Það eru veiðifélögin/veiðiréttarhafar sem bera ábyrgð á veiðistjórnun ánna og segir Guðni að veiðifélögin séu oft treg til þess að draga úr veiðihlutfallinu. „Mörg veiðifélög axla þessa ábyrgð vel og standa fyrir góðri gagnasöfnun sem veiðar eru síðan metnar út frá,“ segir hann. Veiðifélögin eigi að vera með nýtingaráætlun sem þau skila til Fiskistofu og á hún að miða að því að veiðinýting á öllum fiskstofnum í ám og vötnum sé sjálfbær. „Menn eru mikið til meðvitaðir um nauðsyn á sjálfbærri nýtingu en það eru þó ekki

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun

eiga reglur um skyldu til að sleppa sums staðar við um silung líka. Frá því að aðferðin var tekin upp hér, fyrst af erlendum veiðimönnum upp úr 1990, hefur hún notið vaxandi vinsælda og margir veiðimenn sleppa allri sinni veiði. Samkvæmt Veiðimálastofnun er talið að alls sé um helmingi laxa í stangveiði sé sleppt í dag; um 72% af tveggja ára laxi úr sjó og um 35% af eins árs laxi úr sjó. Í velflestum löndum þar sem veiddur er Atlantshafslax er þetta hlutfall enn hærra og má nefna að í Rússlandi er það rúmlega 80%. Tilgangur veiða/sleppa er sá að styðja við Norður-Atlantshafslaxastofninn sem hefur átt undir högg að sækja en hefur aðferðin verið að skila árangri og hvaða áhrif hefur hún á fiskinn sjálfan? SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

27


öll veiðifélög sem eru nægilega vakandi hvað þetta varðar eða hafa nauðsynlegar forsendur til þess að geta lagt fram þessa áætlanir, sem þó er skylda,“ segir Guðni. Það sé líka galli að hvergi stendur í lögum hvað nákvæmlega eigi að koma fram í þessum nýtingaráætlunum. „Markmið þeirra er þó skýrt: Að tryggja sjálfbæra nýtingu og sýna fram á að ekki sé verið að ganga á stofninn eða einstaka erfðaþætti hans heldur varðveita hann svo næstu kynslóðir geti notið hans líka. Þessi stefna er afar skýr.“ Þriðjungur laxa veiðist aftur Guðni segir að ekki hafi verið framkvæmdar markvissar rannsóknir á dánartölum hjá laxi sem sleppt er hérlendis og því sé erfitt að meta hversu mikið af laxi lifir áfram eftir að hafa verið veiddur og síðan sleppt aftur í ána. Með merkingum fiska sé þó skoðað reglulega hversu mikið af þeim fiskum sem sleppt er veiðist oftar en einu sinni. Stofnstærðin sé athuguð og hún svo borin saman við fyrri niðurstöður og veiðitölur. Þessar athuganir hafi leitt í ljós að nærri þriðjungur þeirra fiska sem sleppt er veiðist oftar en einu sinni. „Við höfum líka séð niðurstöður rannsókna sem framkvæmdar eru erlendis og þar sést að ef ákveðnum skilyrðum er fullnægt er ágætis lifun hjá fiski sem er sleppt.“ Þessi skilyrði eru: Að fiskurinn sé helst ekki tekinn upp úr vatninu,

28

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

að aldrei sé haldið á fiskinum á sporðinum, að hitastig vatns sé undir 20°C og sýrustig (pH) sé yfir c.a 6,4. „Hreistrið er mjög laust á laxi sem er nýgenginn svo það er sérlega mikilvægt að passa sig á því að þeir verði ekki fyrir hreisturlosi. Ég held að flestir veiðimenn viti þetta og séu því ekki að taka þá upp eða fara illa með fiskinn að gamni sínu.“ Gríðarlegir hagsmunir í spilinu Nú halda sumir því fram að veiða/sleppa aðferðin stríði á móti mannúðarsjónarmiðum, hver er skoðun Guðna hvað þetta varðar? „Menn hafa ekki farið djúpt í siðferðislegu umræðuna hérlendis, þetta var rætt í Skandinavíu fyrir svona tíu árum og sýndist sitt hverjum. Hvar á að draga siðferðismörkin? Ég held að hver og einn verði að ákveða það fyrir sig.“ Hann segir að vissulega væri hægt að sleppa því að veiða en ýmsir hafi tekjur af því að selja veiðileyfi og þetta sé grein sem velti orðið milljörðum. Það séu því gríðarlegir hagsmunir í spilinu. „Ef ekki er verið að ganga á sjálfbærni stofnanna af hverju ættum við að skipta okkur af því hvort fiskurinn er veiddur eða hvort verið er að sleppa honum aftur?“ Mikið áfall fyrir fiskinn „Þessi veiða/sleppa aðferð er mikið áfall fyrir fiskinn og þessu fylgja nokkur afföll sem oft koma

ekki strax fram,“ segir Gísli Jónsson, dýralæknir hjá Mast. Sami fiskurinn sé jafnvel veiddur 2-3svar, stundum á nokkrum dögum. Hann segir að í mörgum tilvikum fái fiskurinn sár sem ígerð geti komist í og oft drepist fiskurinn nokkrum dögum seinna eða verði vargi að bráð. „Sviss og Þýskaland hafa bannað svona veiðiaðferðir út af velferðarsjónarmiðum, þar þykir ekki rétt að pína fiskinn með þessum hætti. Hérlendis eru flestir hins vegar mjög kátir yfir þessu og fólk virðist lítið spá í hvað verður um fiskinn sem er oft mjög skaddaður.“ Flestir kannast við að hafa séð myndir af stoltum veiðimönnum sem halda brosandi á laxi sem síðar er sleppt aftur í ána. Hvernig áhrif skyldi það hafa á laxinn? „Um leið og laxinn er tekinn upp á sporðinum til þess að taka mynd er fólk farið að skemma roðið. Það sést kannski ekki með berum augum strax þar sem skaðinn kemur oft ekki fram fyrr en nokkrum dögum síðar. Það er slímhimna á roðinu og hreistursflögur eru mjög viðkvæmar svo það þarf ekki mikið til svo þessar ytri varnir fisksins verði fyrir skaða,“ segir hann. Laxinn fái líka stundum sár í munninn og oft komi sýking í það með þeim afleiðingum að hann drepst. Hérlendis fer ekki mikið fyrir gagnrýni á veiða/sleppa aðferðina og segja þeir sem gagnrýna hana að öll gagnrýni sé fljótlega kveðin í kútinn, þarna séu miklir hagsmunir í húfi og ekki vinsælt að koma með spurningar er varða


hefur sætt slíkri meðferð hefur það í vatninu á eftir.“ Líklegt að alls staðar verði kvóti Jóhann Davíð Snorrason er markaðs- og söluráðgjafi hjá veiðifélaginu Lax-á sem hefur yfir að ráða mörgum af helstu veiðiám landsins. Hann segir að mælst sé til þess að fiski sé sleppt í flestum ám félagsins, og þá sérstaklega stórlaxi. „Ef við tökum Stóru Laxá sem dæmi þá settum við hana í gjörgæslu þegar við fengum hana. Það verður að sleppa öllum fiski á svæði fjögur og á hinum svæðunum er kvóti, einn fiskur á dag/ stöng, og sleppa verður öllum fiski yfir 70cm,“ segir Jóhann. Líklegt sé að settur verði kvóti á flestallar ár hjá félaginu. Á sama tíma fækki sömuleiðis þeim ám þar sem veiða má með maðki enda er erfitt að sleppa laxi sem gleypt hefur maðk. „Við höfum nokkrar ár þar sem fólk má veiða með maðki og þar eru tilmæli um að sleppa stórlaxi. Þegar laxinn kokgleypir er samt erfitt að sleppa honum og stundum er það ekki hægt þótt menn klippi línuna eins neðarlega og menn geta.“ Í ám eins og Blöndu þurfi þó ekki að veiða og sleppa því áin sé það gjöful og stór.

velferð fisksins. Í þessu sambandi má benda á að mörg stangveiðifélög og stangveiðimenn hafa t.d horn í síðu fiskeldis og segir Gísli það vera ákveðinn tvískinnung þegar fólk beiti fyrir sig velferðar- og friðunarsjónarmiðum í þeirri umræðu. „Þetta er kannski sama fólkið og stærir sig af því að hafa barist í hálftíma við að koma fiski á land, tekið síðan mynd af sér með laxinn í fanginu og sleppt honum! Slík meðferð á fiski er ekki góð og það er spurning hvernig fiskur sem

Lyklar að sjálfbærni áa Jóhann segir að þeirra mat sé að veiða/sleppa aðferðin sé að skila árangi. Veiðin í Stóru Laxá sé gott dæmi um það því þar hafi veiðin snaraukist eftir að aðferðin var tekin upp. „Ég held að flestir veiðimenn hugsi almennt um velferð laxins og krafan um vernd hans er fyrst og fremst komin frá þeim. Þeir vilja að það sé nóg af laxi til að veiða og vilja því sleppa laxinum til að auka möguleikann á því. Það er því ekki merki um að áin sé í slæmum málum þegar byrjað er að nota aðferðina heldur er verið að láta ána njóta vafans. Það gildir auðvitað öðru með stórar ár eins Blöndu.“ Jóhann segir að árangurinn af starfi þeirra væri þó meiri ef ekki þyrfti að berjast við netaveiðar á laxinum. „Við erum t.d að reyna að byggja upp laxveiði í Soginu og Stóru Laxá en þar þarf laxinn t.d að synda gegnum ótal netalagnir fyrir utan, bæði í Hvítá og í Ölfusánni. Þar tapast mikið af laxi. Í Borgarfirði gátum við hins vegar keypt upp netalagnir og það hefur skilað mjög miklum árangri. Ef menn vilja að árnar séu sjálfbærar þarf að taka á þessum netaveiðum.“ Annað sem er gert til þess að hjálpa ám er að sleppa í þær seiðum. Segir Jóhann það vera

Ályktun um sportveiðar og sleppingar á villtum fiski. Dýraverndarsambandið leggst eindregið gegn öllum ómannúðlegum aðferðum við veiðar á villtum dýrum. Við teljum að við veiði verði ætíð að taka tillit til velferðar og lífsskilyrða allra dýra, hverrar tegundar sem þau eru. Að veiða dýr og sleppa því aftur eins og við sportveiðar á villtum fiski getur aldrei samrýmst þessum sjónarmiðum. September 2015 Stjórn Dýraverndarsambands Íslands

metið í hverju tilfelli fyrir sig hvort þörf sé á að sleppa seiði í á eða ekki. „Seiðasleppingar og veiða/sleppa geta hjálpað ánum og tryggt að ekki sé gengið nærri þeim enda væri það ekki gott, hvorki fyrir veiðimenn, landeigendur eða leigutaka að veiðin minnki“ Svo séu ár eins og Eystri Rangá, Tungufljót og fleiri sem geta aldrei orðið sjálfbærar vegna þess að þær hafa ekki nógu góð uppeldiskilyrði. Þessar ár séu gerðar að góðum laxveiðiám með því að sleppa í þær seiðum árlega. Fólk leiti sér upplýsinga Þegar lax er veiddur er ákveðin hætta á að fiskurinn meiðist í kjafti og að roðið skaddist þegar fiskurinn er tekinn upp úr ánni. „Hættan á roðskaða er mest fyrst á sumrin og þá má auðvitað ekki taka fiskinn upp heldur verður að losa krókinn með töng. Ég held að allir viti þetta og fólk er almennt að vanda sig, enda sýnist mér að um 90% af laxinum sem er sleppt lifi það af.“ Jóhann segir að ekki fari fram nein kennsla á vegum félagsins um hvernig fólk eigi að bera sig að þegar veitt er og sleppt heldur sé treyst á að fólk leiti sér sjálft upplýsinga. „Yfirleitt tekur fólk laxinn stutt upp úr ánni og heldur bara á honum rétt á meðan það er að smella af honum mynd.“ Hann telji því ástæðulaust að hafa áhyggjur af velferð laxins.

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur

Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita

» Sjálfvirk kassamötun

» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt

» Frábær hráefnismeðh.

Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

29


Stríðir ekki móti dýravelferð Í Sviss og Þýskalandi ná dýraverndarlög yfir fisk í ám og veiða/sleppa aðferðin er bönnuð þar sem þetta þykir vera ómannúðleg meðferð á dýrum. Hvert er álit Jóhanns á þessu? „Manni finnst þetta vera öfgar. Veiða/sleppa er kannski erfitt fyrir fiskinn ef hann hefur verið veiddur á maðk en ef fluga er notuð er hættan lítil fyrir hann. Laxinn er mjög seigur og lifir af erfiðar aðstæður í ánni sjálfri, hann er oft úttættur eftir að hafa farið

yfir flúðir til dæmis og samt lifir hann það af. Ég held að óþægindin sem hann upplifir eftir eina litla flugu séu smámunir í samanburði við það,“ segir Jóhann. „Ég held að ef laxinn mætti sjálfur velja myndi hann frekar velja að fara aftur út í ána en vera drepinn. Maður skilur svo sem hitt sjónarmiðið; að vera ekki að leika sér að bráðinni, en það gilda allt önnur lögmál með stangveiði en skotveiði til dæmis.“ Nú sér maður reglulega

myndir af fólki hampa laxi sem það sleppir síðan á eftir, fer það ekki illa með laxinn? „Það verður auðvitað að lyfta laxinum aðeins upp úr vatninu því annars er varla hægt að taka af honum mynd en við mælumst hins vegar til þess að honum sé ekki lyft upp nema í nokkur augnablik og fólk á að vita það. Þessi óþægindi sem laxinn upplifir í þessi augnablik eru ekki mikil að mínu mati.“

Stór galli á lögum um dýravernd Nýleg dýraverndarlög ná ekki yfir fiska í hafi eða ám landsins, sem er galli að mati Hallgerðar Hauksdóttur, formanns Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir að málið hafi verið rætt innan félagsins þegar lögin voru í smíðum. „Auðvitað vildum við hafa fiska inni í þessu eins og önnur dýr.Við erum hins vegar fimm sjálfboðaliðar í stjórninni og urðum að forgangsraða baráttumálunum við umsagnir. Þetta hefði verið óvinnandi á þessu stigi máls. Eitt aðalmálið var t.d að svínabændur sóttu það mjög fast að fá að gelda grísi ódeyfða því það væri hagkvæmara. Sem betur fer gátum við komið í veg fyrir það en málið krafðist allrar okkar orku á þessum tíma,“ segir hún og bætir við að því miður hafi ekki hafi tekist að koma í veg fyrir að löglegt væri að drekkja minkum, einum dýra.

við búfjárhald og slátrunin sjálf séu yfirleitt með öðrum blæ en sportveiðar. Þegar lömbum sé t.d slátrað sé það gert í þeim tilgangi að þau séu étin og ekki sé um leik að ræða. Öðru máli gegni þegar fólk sé að veiða til þess að fá sæluhrollinn af drápinu sjálfu eða aðdraganda þess, og langur tími við veiðarnar þyki eftirsóknarvert. „Aðalsmerki hvers veiðimanns er að veiða til að éta en ekki til þess að leika sér að bráðinni. Það er hörmulegt til þess að vita hversu margir veiða það mikið af laxi að þeir borða ekki það sem þeir veiða heldur er aflanum bara hent úr frystikistunni vorið eftir þegar næsta veiðitímabil hefst, svo hægt sé að veiða meira.“

Kemur þetta ekki við Hallgerður segir að Dýraverndarsambandið skipti dýrum í þrjá flokka og hafi stefnu um hvern: villt dýr, Ill meðferð keypt fyrir peninga búfénað og gæludýr. Það sé vilji samtakanna að huga Hallgerður segir samtökin vera algerlega á móti veiða/ að velferð allra flokkanna en villt dýr hafi til þessa fengið sleppa aðferðinni. „Ef tilgangurinn er að vernda dýr þá minnsta athygli. Um þessar mundir sé þannig verið að er það látið í friði, en ekki veitt. Hér er þessi leið farin af huga að velferð hreindýra og vinni félagið að því að láta því að fjárhagslegir hagsmunir eru svo miklir; fiskurinn færa aftur þann tíma sem veiða má kýr svo kálfarnir hafi er ,,endurnýttur“. Þarna er því eingöngu verið að fara meiri líkur á því að dafna. Hallgerður segir að velferð illa með laxinn í þágu fjárhagslegra hagsmuna,“ segir laxa hafi þó verið rædd hjá samtökunum og í síðasta hún. Aðferðin sé einkar ógeðfelld og skýrt dæmi um illa leiðara tímaritsins Dýraverndarans hafi t.d verið fjallað meðferð á dýrum, nokkuð sem okkur dytti ekki í hug Hallgerðar Hauksdóttur, um veiða/sleppa aðferðina. „Við höfum oft orðið vör að gera við önnur dýr. Reyndar sé allt ferlið, frá því að formanns Dýraverndarsambands Íslands. við að veiðimönnum finnst að við ættum ekki að skipta fiskurinn bítur fyrst á, afar ógeðfellt og einna verst sé okkur af þessum málum, okkur komi þetta ekki við. Það þegar menn þreyta fiskinn. „Menn eru að stæra sig af eru miklir fjárhagslegir hagsmunir sem þarna er um að því að hafa þreytt fisk í 20-30 mínútur sem hlýtur að vera svipuð upplifun ræða. Það þarf hins vegar að laga þessi mál og auðvitað kemur okkur þetta fyrir fiskinn og ef einhverjir fautar væru að elta annan mann lengi uppi. við. Dýravelferð íslenskra dýra kemur öllum Íslendingum við. Það er ekkert Þetta er ekkert annað en ofbeldi,“ segir hún. Á eftir þessu taki svo við sjokkið prívatmál að fara illa með dýr.“ þegar fiskurinn er tekinn úr sínu náttúrulega umhverfi, vatninu, og fólk er að höndla með hann; mæla hann og halda á honum til að taka af honum mynd. Aukinn áhugi á dýravernd „Viðhorf okkar í samtökunum er það að villt dýr eigi að aflífa sem skjótast og Á síðustu áratugum hefur áhugi á velferð villtra dýra vaxið samhliða aukinni á sem mannúðlegastan hátt. Þessi þreyting á fiskinum er ekki mannúðleg. umhverfisvitund og segir Hallgerður að ýmis dæmi séu um veiðiaðferðir Gott skot á hreindýr fellir það strax en þetta er allt annar handleggur.“ Þetta sem áður hafi tíðkast en séu bannaðar í dag. „Eitt sinn voru skarfar t.d ferli þurfi fiskarnir svo jafnvel að ganga í gegnum aftur og aftur sem sé mikið veiddir þegar þeir voru ófleygir og hið sama átti við gæsir. Nú er þetta virðingarleysi gagnvart skepnunni. ,,Stundum spyr fólk: En er ekki betra fyrir bannað vegna dýraverndarsjónarmiða og ég held reyndar að fólki myndi fiskinn að hann fái að lifa heldur en vera drepinn. Ég spyr á móti: Ef þú verður ekki detta þetta í hug lengur.“ Hvað sleppingar í laxveiði varðar telji hún að fyrir líkamsárás og færð að velja hvort þú viljir frekar lifa eða deyja, er svarið þá þeim hefði verið hætt fyrir löngu, eða jafnvel aldrei hafist vegna friðunar- og ekki: Ég vil yfirhöfuð ekki verða fyrir líkamsárás? Þessi spurning um að fá frekar velferðarsjónarmiða, ef ekki væri fyrir fjárhagslega hagsmuni. ,,Ég hef líka oft að lifa er ekki röksemd heldur réttlæting,“ segir Hallgerður. heyrt nefnda þá ástæðu fyrir veiðunum að það sé svo gaman að útivist í íslenskri náttúru. Þessu fólki vil ég benda á ágæti þess að stunda fjallgöngur Ekki á móti slátrun búfjár eða golf, það er líka prýðileg útivist.“ Þótt Dýraverndarsamtökin séu á móti veiðum þar sem ekki er unnt að beita mannúðlegum aflífunaraðferðum eru þau ekki á móti slátrun búfjár. Allt ferlið

30

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015


SNYRTISTOFA HELGU Hraunbæ 105 Reykjavík S: 698-4938

Kæru sjómenn og aðrir landsmenn

Eru fæturnir þreyttir ? Þá gæti verið komin tími á fótsnyrtingu Helga sem er sérfræðingur á sínu sviði býður upp á fótsnytringu og aðrar snyrtimeðferðir á góðu verði

„Ég hef verið viðskiptavinur hjá Helgu í mörg ár og líður mér alltaf eins og ég geti gengið á vatni þegar ég fer frá henni“ Sigurður Sigfússon vélstjóri

Sérútbúin gjafabréf í dekur er besta

gjöfin

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

31


Sigrún Erna Geirsdóttir

Úrin frá Gilbert úrsmið eru eftirsótt

Handsmíðuð úr í hágæðaflokki F

lestir kannast eflaust við úrabúð Gilberts Ó. Guðjónssonar á Laugaveginum en Gilbert hefur starfað sem úrsmiður í 48 ár og er búðin hans ein af kennileitum bæjarins. Gilbert selur meðal annars hágæða íslensk úr sem standast miklar kröfur og hefur laðað að sér margar af þekktustu stjörnum heims sem viðskiptavini. Fæddur og uppalin í Vestmannaeyjum Áhuginn fyrir úrasmíði kom fljótlega eftir að Gilbert kláraði gagnfræðiskólann. „Þá fór pabbi minn að spá í því hvað ég ætlaði að gera í lífinu. Ég sagðist ekki vita það. Faðir minn var útvarpsog sjónvarpsvirki og vann á verkstæðinu hjá flugmálastjórn. Hann vildi endilega að ég mundi prófa það sem hann gerði en mér líkaði það ekki og fannst þetta vera hundleiðinlegt starf.“ Gilbert er frá Vestmannaeyjum og stakk faðir hans upp á að fara og tala við Hermann Jónsson úrsmið sem var með verslun í Lækjargötunni á þeim tíma. Hermann var giftur konu úr Vestmannaeyjum og kannaðist Guðjón faðir hans við hann. „Pabbi spyr Hermann hvort ég mætti prófa úrsmíði og jánkaði hann því. Hann benti mér svo á stól þar sem ég gæti tyllt mér og svo vildi hann sjá hvað ég gæti gert. Ég fór að rífa í sundur vekjaraklukkur, setja þær saman, laga og smyrja. Hermanni leist svo vel á mig að hann bauð mér fljótlega að koma til sín á samning. Mér fannst vinnan síðan svo spennandi að ég spurði meistara minn hvort ég mætti ekki vinna á kvöldin og um helgar þegar búðin væri lokuð, þá þyrfti hann ekki borga mér nein laun. Að sjálfsögðu samþykkti hann það.” Eitt sinn sagði Hermann honum að Gilbert ætti að fara í sumarfrí. „Ég spurði þá hvort ég þyrfti nokkuð að gera það. Hann sagði svo ekki vera svo ég fór ekki neitt. Þetta var æðislega gaman og ég fékk að vinna eins og brjálæðingur.“ Þetta var árið 1966-67 þegar úr voru annað hvort trekkt eða sjálftrekkt og bilanatíðni var há. Það var því mikið að gera í úrabúðum á þessum tíma. Þegar batteríin komu svo til sögunnar minnkuðu þessar viðgerðir. „En núna er ég búinn að fara heilan hring í starfinu mínu sem er alveg meiriháttar. Íslensku úrin sem við erum að framleiða eru öll sjálftrekkt eða trekkt á hefðbundinn hátt og þetta eru langbestu úrin, þau endast manni út lífið og jafnvel lengur.“ Stjörnurnar með úr frá Gilbert Það var fyrir rúmum tólf árum sem Gilbert, sonur hans Sigurður, Grímkell P. Sigurþórsson hönnuður og Júlíus S. Heiðarsson flugstjóri fengu þá hugmynd að byrja að hanna eigin úr. Eru þeir félagar miklir úrasafnarar og hafa í gegnum árin viðað að sér fjölda glæsilegra úr sem þeir hafa

32

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

mörg hver gert upp. „Strákurinn minn sagði þá við mig að nú ætluðum við að fara að hanna og framleiða okkar eigin úr. Mér leist nú ekkert á þessa hugmynd og segi við hann: Hvernig ætlar þú að gera það Siggi minn, úti í þessum stóra heimi erum við ekkert, við erum bara núll.“ Sonurinn sagði Gilberti að hann skyldi bara sýna honum það og þeir höfðu svo samband við nokkur erlend fyrirtæki um að framleiða fyrir þá úrhluti. „Við fórum út með teikningar sem fólki leist vel á og þetta gekk allt eins og í sögu. Í dag eru níu fyrirtæki sem framleiða fyrir okkur.“ Meðal þeirra sem eiga úr frá Gilbert eru Tom Cruise, Yoko Ono, Dalai Lama, Jude Law og fleiri og fleiri. „Mönnum úti í heimi finnst það vera stórfurðulegt að allt þetta fræga fólk sé með úr frá okkur, þessu litla fyrirtæki á Laugaveginum, en þetta er bara dæmi um að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Gilbert. Allt gert fyrir viðskiptavininn En hvernig skyldi litlu úrabúðinni hafa tekist að vekja svona á sér athygli? Gilbert segir ástæðurnar vera nokkrar. Í fyrsta lagi laði Ísland þessar stjörnur hingað og séu sumir þessara aðila t.d að leika hér í kvikmyndum. Þetta sé fólk sem hafi menn í vinnu við það að spyrjast fyrir um hvað sé áhugavert að skoða, hvort sem það eru íslensk úr, hnífar, hönnun eða annað íslenskt. Það sé svo fólk sem bendi þessum mönnum á úrin frá Gilbert. „Í öðru getur fólk líka komið í búðina hvenær sem er að skoða úr. Ef fólk vill koma hingað eftir lokunartíma þá opnum við bara búðina. Það skiptir ekki máli hvað klukkan er, við viljum þjónusta alla og fólk á að geta komið hingað og keypt úr þegar því hentar. Það skiptir ekki máli hvort það sé sunnudagur eða miðnætti, við opnum alltaf búðina fyrir okkar kúnna. Það skiptir okkur miklu máli að geta veitt þessa þjónustu,“ segir Gilbert. Varast skal að styggja goðin Öll úr Gilberts eru handunnin og kosta því talsvert meira en hefðbundin fjöldaframleidd úr. Hvað skyldi vera dýrasta úrið sem þeir gera? „Það er úr sem heitir Frisland Goð og er skífan gerð úr ösku úr Eyjafjallajökli. Úrið er allt skorið út í víkingamynstri og á hliðinni á úrinu er Ísland grafið með höfðaletri. Það er gaman að útskýra fyrir útlendingunum sem kaupa úrið að ef þú styggir goðin þá muni fjöllin gjósa. Það sé því best að halda rónni og varast að ergja þau.“ Frisland Goð er einungis hægt að fá sem sérpöntun og kostar þá 1,8 milljón króna.

Samstarf við Gæsluna Núna hefur þú farið í samstarf meðal annars við Landhelgisgæslu Íslands, hvernig er því samstarfi háttað? „Okkur langaði til að framleiða verulega sterkt úr, úr sem myndi þola nánast allt. Við ákváðum því að framleiða úr sem er meðal annars vatnsvarið niður í 1000 metra, sem gerir það að verkum að það er mjög sterkt og öflugt. Við vildum líka vera í samvinnu við menn sem eru í hörkuvinnu; menn sem hlífa sér ekki sama hvernig veður og vindar blása. Eins og ég segi oft við útlendingana; þegar veðrið er brjálað þá getum við farið inn en þessir menn í Landhelgisgæslunni fara út, bjarga mannslífum og fórna sér fyrir aðra. Þess vegna völdum við þennan hóp manna til að vinna með. Við vildum hanna úr eins og þeir vildu hafa það, þá gæti það þolað nánast allt.“ Þetta varð að veruleika og heitir úrið SIF í höfuðið á fyrstu þyrlunni sem Landhelgisgæslan átti. Þessi þyrla endaði síðan í sjónum, án mannsskaða, og er þyrlan sjálf á safni í dag. Sifjarnafnið er notað ennþá og er gyðjan Sif verndargyðja Gæslunnar. „ Þeir hafa fengið rúmlega 30 úr frá okkur og prófa þau fyrir okkur í öllum mögulegum aðstæðum. Úrin fá svakalega harða meðferð sem þau verða að geta staðist þannig að þetta eru ekkert venjuleg úr. Hingað til hafa þau staðið allt af sér,“ segir Gilbert sem er að vonum ánægður með útkomuna. Úrið SIF er í almennri sölu í dag og eru skífur þeirra merktar LHG. Gilbert vill taka það fram að hann sé einungis andlit fyrirtækisins, Grímkell Sigurþósson, Sigurður B. Gilbertsson og Júlíus S. Heiðarsson séu heilarnir og hugmyndasmiðirnir á bakvið fyrirtækið.

Myndir af nokkrum viðskiptavinum Gilberts, með glæsileg úr frá smiðju Gilberts úrsmiðs.


JÓLABRÖNS Í HÚSI SJÁVARKLASANS Föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 20. nóvember til jóla. Milli kl. 11 og 16. Tilvalið fyrir áhafnir skipa, fyrirtæki, fjölskyldur & litla hópa.

OPIÐ VIRKA DAGA 10-16. BORÐAPANTANIR Á INFO@BERGSSON.IS GRANDAGARÐUR 16 | 571 1822 | WWW.BERGSSON.IS


HIN HLIÐIN

Sölvi Fannar

Fullt nafn: Sölvi Fannar Ómarsson Fæðingardagur og staður: 10.10.83 Neskaupsstað Fjölskylduhagir: Einhleypur Draumabílinn: Mercedes-Benz SLR McLaren Besti og versti matur: Rjúpur - Siginn fiskur Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Cuba Starf: Sjómaður á Aðalstein Jónssyni Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Fjarveran, ferska loftið og svo fríin. Svo félagsskapurinn auðvitað, gæti þetta ekki án þeirra Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Ég verð að segja lukkutröllið okkar og samstafsmaður minn Runólfur Ómar Jónsson, fyrir það að vera svo svartsýnn, og svo bjartsýnn vaktina eftir. Og túrinn fyrir frí, þegar hann fer á yfirsnúning. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Það kemur fyrir að ég fari á hjólið og lyftingar, en árstíðabundið. Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Eric Cantona Hvað var draumastarfið þitt sem lítil stelpa (ritstjórinn sendi rangan spurningalista á Sölva): Ef ég hefði verið lítil stelpa þá örugglega forseti, en sem strákur ætlaði ég að vera sjómaður framan af svo bóndi á einhverjum tímapunkti

Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Vorin. Hvað fannst þér erfiðast við sjómennskuna: Veturinn og veðrið sem fylgir honum. Eftirminnilegasta atvikið á sjó: Þegar ég varð vitni að því að maður einn fór yfir um niður á Rockall í einum lengsta brælutúr sem við höfum farið. Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Manchester United Hefur þú orðið hræddur á sjó: Já, oft. Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Handbolti Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Stolt siglir fleygið mitt Siginn fiskur eða gellur: Hvorugt Smúla eða spúla: Spúla Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Flugverð Egs-Rvk-Egs ! Eitthvað að lokum : Takk fyrir mig :)

UPPSKRIFT

Þorskur með beikoni og rækjum Þessi var alveg ekta TTK fiskréttur en Taka Til í Kæli eftir helgar er gríðarlega skemmtilegt og oft er það besti maturinn sem maður gerir úr því hráefni! Okkur fannst þessi samsetning mjög góð og einhvern veginn allt öðruvísi en allt annað sem hefur verið tínt til enda mjög bragðmikið. Rest af sunnudagsmorgunmatnum, beikon og rækjur sem þurfti að nota áður en þær yrðu frostþurrkaðar gerði þetta að dýrindismáltíð. Þetta er svo bragðmikið að meðlætið verður að vera einfalt og þá kemur quinoa sterkt inn ásamt grænu salati. HRÁEFNI • 2-3 þorskflök • Beikon, saxað • 1/2 paprika • 3 vorlaukar • 1/3 dós chili smurostur • 1 dl rjómi • rækjur • smá gráðostur og rifinn ostur (ef hann er til) Steikið beikon á pönnu í smá stund, bætið við papriku og vorlauk og steikið aðeins lengur. Setjið smurostinn og rjómann út í og látið bráðna. Raðið fiskbitum nú ofan á og lækkið hitann. Dreifið rækjum svo yfir, myljið smá gráðost yfir líka og ef þið eigið aðra ostafganga má setja þá líka en passið að hafa ekki of mikið. Setjið lokið nú á og látið malla í c.a 10 mínútur áður en rétturinn er borinn fram. Hafið meðlætið einfalt, ég notaði grænt salat og quinoa.

34

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

Um höfundinn: Hrönn er sjálfstætt starfandi heilsumarkþjálfi sem hefur einlægan áhuga á matargerð þar sem hollusta og einfaldleiki er í fyrirrúmi. Hrönn er með heimasíðuna www.hronn-hjalmars.wordpress. com þar sem hún setur inn uppskriftir og ýmsan fróðleik sem tengist hollustu og heilsufari, ásamt því að bjóða upp á einstaklingsráðgjöf, námskeið og fyrirlestra.


SJÁVARAFL SEPTEMBER 2015

35


MIKIÐ ÚRVAL AF HAUST- OG VETRARVÖRUM Í STÆRÐUM S-9XL

SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800 SMÁRALIND XL 5650304


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.