2 minute read

Íslenskur saltfiskur og sundmagi uppistaðan í sigurrétt í Portúgal

Next Article
Börnin og lífið

Börnin og lífið

Kristinn Björnsson

verkefnastjóri Íslandsstofu

Íslenskur saltfiskur og sundmagi uppistaðan í sigurrétt í Portúgal

Þann 17. nóvember sl. fór fram glæsilegur viðburður í kokkaskólanum Escola do Turismo de Portugal í Porto á vegum markaðsverkefnisins Bacalhau da Islandia, sem frá árinu 2014 hefur staðið að kynningu á íslenskum söltuðum þorski á lykilmörkuðum Suður Evrópu. Þar kepptu matreiðslunemar frá fjórum skólum í Norður-Portúgal um það hver eldar besta fiskréttinn úr íslenskum saltfiski. Það þarf ekki að koma á óvart að íslenskur fiskur hefur löngum verið hátt skrifaður í þessu mikla saltfisklandi og er hann þar meðal annars vinsæll jólamatur. Þó er það svo að yngri kynslóðirnar hafa að einherju leyti tapað þessari þekkingu, og þess vegna er mikilvægt að kynna þessa frábæru vöru fyrir ungum og upprennandi matreiðslumönnum. Matreiðslumaðurinn Pedro Pena Bastos frá veitingastaðnum Cura á Four Seasons Ritz í Lissabon vann með Bacalhau da Islandia að því að kynna keppnina fyrir nemendum og veita þeim tilsögn, bæði í formi kennslumyndbanda og í eigin persónu. Hver skóli fyrir sig hélt undankeppni í aðdragandanum þar sem þeirra fulltrúi í úrslitakeppnina var valinn. Að þessu sinni tóku fimm skólar í Norður-Portúgal þátt, en á næsta ári er markmiðið að 6 skólar úr suðrinu taki þátt. Dómnefnd var skipuð af áðurnefndum Pedro, Rosana Alves blaðamanni frá Food and Travel Portugal og Nuno Araújo, sem er framkvæmdastjóri Grupeixe, sem í eigu VSV í Vestmannaeyjum, auk Kristins Björnssonar verkefnastjóra hjá Íslandsstofu sem var fulltrúi Bacalhau da Islandia. Keppninni lauk með hádegisverði þar sem sigurvegari var krýndur, en þar voru viðstaddir meðal annars innflytjendur íslensks saltfisks, blaðamenn, kokkar og veitingahúsaeigendur. „Þetta er frábært tækifæri fyrir nemendurna, því saltfiskurinn er algerlega samofinn okkar matarhefð,“ sagði Paolo Morais, skólastjóri, að keppni lokinni. Sigurvegari í keppninni var Sonia Vilas de Sa en hún eldaði rétt sem fékk innblástur úr portúgalskri jólahefð og notaði til þess meðal annars saltfiskhnakka, sundmaga og hrogn. Portúgalir eru lunknir við það að nýta alla hluta þorsksins og margt sem má læra ef þeim þar. Sonia mun á vordögum heimsækja Ísland með kennara sínum og kynnast íslenska saltfiskinum enn betur og upprunalandinu í boði Bacalhau da Islandia. Sambærilegar keppnir fara fram á Spáni og Ítalíu í byrjun nýs árs og munu þeir sigurvegarar koma á sama tíma, þannig að úr verður sannkölluð pílagrímsferð í Mekka saltfisksins.

← Keppendur mættu einbeittir til leiks

→ Fjölbreytt hráefni, tækni og mikil sköpunargleði einkenndi framlag nemenda Perdro Pena Bastos veitti nemum góð ráð á meðan keppni stóð

↑ Gestir snæddu saman hádegisverð þar sem íslenskur fiskur var í aðalhlutverki

→ Sigurrétturinn: Portúgalskur jólasaltfiskur með djúpsteiktum sundmaga Dómnefnd að störfum

Allir keppendur saman komnir

Sonia Vilas de Sa frá Viana do Castelo með sigurlaunin Snittur úr íslenskum saltfiski bornar fram af nemum skólans Lífstílsmiðillinn Food and Travel var með fulltrúa á svæðinu Sigri fagnað

This article is from: