3 minute read
Að vita, gera og vera
skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum
Tinna Mjöll. mikilvægastur fyrir gott líf í fjölbreyttum og blómlegum samfélögum. Í skólanum er þannig lögð áhersla á að nemendur læri til að vita, þeir læri til að gera og einnig þurfa þeir að læra að vera. Vélstjórnarámið hefur ætíð verið vel metið í samfélaginu, vélstjórar hafa virðingu meðal samferðafólks og launin hafa verið samkeppnishæf. Þrátt fyrir það hefur ætíð þurft að hafa fyrir því að ná í nemendur til að leggja námið fyrir sig. Í dag er vélstjórnarnáminu skipt upp í fjögur stig og geta nemendur tekið fyrstu tvö stigin í Eyjum. Réttindi sem einstaklingar fá að loknu námi eru alltaf skilyrt, þannig að nemendur þurfa einnig að ljúka ákveðnum siglingatíma og ákveðinni starfsþjálfun. Vélstjórnarbraut A. Þeir sem ljúka þessu námi öðlast réttindi til að gegna stöðu vélavarða og vélstjóra á skipum með vélarafli allt að 750 kW.
Vélstjórnarbraut B. Þeir sem ljúka þessu námi fá réttindi til áframhaldandi vélstjórnarnáms og réttindi til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafli allt að 1500 kW og undirvélstjóra á skipum með 3000 kW og minna. Vélstjórnarbraut C. Þeir sem ljúka þessu námi fá réttindi til áframhaldandi vélstjórnarnáms og réttindi til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl allt að 3000 kW. Vélstjórnarbraut D veitir ótakmörkuð vélstjórnarréttindi. Hvort sem einstaklingur velur lengra eða styttra nám, þá öðlast hann sérfræðiþekkingu á vélum og vélbúnaði, öðlast þekkingu á rafmagni og rafbúnaði, sem og að geta smíðað og öðlast leikni við ýmsa suðu. Að loknu námi er hægt að fara í frekara nám eins og sveinspróf eða meistarapróf og jafnvel frekara framhaldsnám á háskólastigi. Og auðvitað er fjölbreytt vélstjórnarvinna í boði um allan heim og hæfir menntaðir einstaklingar eftirsóttir.
ÍFramhaldsskólanum í Vestmannaeyjum er lagt kapp á að mennta einstaklinga til þeir geti lagt stund á frekara nám og tekist á við störf framtíðarinnar. Við þurfum einstaklinga með hæfni til að takast á við breytingar, sem geta tekið ábyrgð, tekist á við erfið úrlausnarefni og skapað ný gildi. Ein af námsleiðunum sem boðið er upp á í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum er vélstjórnarnám. Vélstjórnarnám hefur verið kennt í Eyjum í vel yfir hundrað ár. Fiskifélag Íslands sem var stofnað árið 1911, hélt námskeið í vélstjórn, fyrst árið 1915 í Vestmannaeyjum. Vélskólinn í Vestmannaeyjum tók við náminu árið 1966 og síðar Framhaldsskólinn 1979. Framhaldsskólinn varð til við samruna Iðnskólans, Vélskólans og framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Vélstjórnarnámið hefur tekið miklum breytingum á þessari rúmri öld sem það hefur verið kennt, sú tækni sem við búum að í dag var ekki einu sinni orðin að hugmynd þegar Fiskifélagið var með námskeiðin hér. Námið hefur vaxið og námstími til réttinda er allt frá einu ári til fimm ára. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér listina að læra og til að ná árangri krefst símenntunar og stöðugrar löngunar í að læra meira. Lögð er áhersla á að nemendur þrói með sér þá færni sem nauðsynleg er til að þeir geti sinnt faginu, og geti að loknu námi haldið áfram að vaxa og þróast sem einstaklingar í samfélaginu. Það er mikilvægt að nemendur öðlist færni til að taka þátt í atvinnulífinu og fái hagnýta og tæknilega kennslu sem nýtist þeim í vinnu og daglegu lífi. Áhersla er lögð á að efla leiðtoga- og stjórnendahæfni til að nemendur geti tekist á við krefjandi aðstæður. Einnig eru námsgreinar þar sem lögð er áhersla á líkama, huga og anda til að auka hamingju og heilbrigði sem er nauðsynlegt hverjum þeim sem lifir í lýðræðissamfélagi. Í náminu eru þróuð félags- og tengslafærni, nemendur vinna saman að verkefnum og tileinki sér færni í mannlegum samskiptum. Þar sem skólinn er fjölbrautaskóli þá vinna nemendur með fólki úr ólíkum áttum og ná þannig að tileinka sér samvinnu, sem er sá þáttur sem er hvað