7 minute read
Velgengni er ekki tilviljun
Síldarvinnslan í Neskaupstað byggir á gömlum merg og hefur í gegnum tíðina farið í gegnum margan öldudalinn. Nú virðist hins vegar sem svo að brautin sé bein og velgengni fyrirtækisins hefur sjaldan verið meiri. Hagnaður fyrirtækisins síðasta ár var 11 milljarðar og segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, þennan góða árangur megi fyrst og fremst rekja til vel ígrundaðra ákvarðana eigenda í gegnum tíðina og ekki hvað síst því góða starfsfólki sem Síldarvinnslan hefur haft á að skipa.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir að sjávarútvegurinn sé mjög skemmtileg og áhugaverð atvinnugrein. „Í sjávarútvegi er að finna mjög fjölbreytt störf og atvinnugreinin er bæði margslungin og skemmtileg.“ Gunnþór hefur frá því að hann fór að vinna unnið við störf tengd sjávarútveginum. „Ég er frá Seyðisfirði og þar á sjávarútvegurinn djúpar rætur. Það má kannski segja að það hafi verið skrifað í skýin að ég myndi starfa við sjávarútveg“, segir Gunnþór og bætir við: „Það atvikaðist bara þannig en sennilega var það þó sambland af framtíðarsýn og tilviljunum – þannig er lífið.“ Gunnþór hefur svo sannarlega valið sér rétta atvinnugrein og virðist vera á réttri hillu því nú stýrir hann einu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Síldarvinnslunni í Neskaupstað. „Ég byrjaði að vinna árið 1996 hjá SR Mjöli hf., en fyrirtækið var stofnað uppúr Síldarverksmiðjum ríkisins sem rak fiskimjölsverksmiðjur víða um land. Síldarvinnslan keypti svo stóran hlut í SR og árið 2003 sameinuðust fyrirtækin. Þá flutti ég í Neskaupstað og hef verið hér síðan.“
Gunnþór Ingvason stýrir einu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Síldarvinnslunni í Neskaupstað.
Réttar ákvarðanir á réttum tíma
Rekstur Síldarvinnslunnar hefur gengið vel síðustu misseri. Fyrirtækið var skráð á markað í maí 2021 og í ársreikningi félagsins kemur fram að hagnaður þess það ár hafi verið 11 milljarðar og af honum fái hluthafar greidda rúma þrjá milljarða í arð. „Þetta ár gekk mjög vel. Það var loðnuveiði eftir tvö loðnulaus ár, vel veiddist af síld og makríl og bolfiskveiðarnar gengu vel. Við fengum gott verð fyrir afurðirnar. Markaðir eru sterkir og eftirspurnin góð fyrir íslenskt sjávarfang í dag. Þetta endurspeglar þau verðmæti sem felast í íslensku sjávarfangi og mikilvægi þess að við höldum áfram þeirri vegferð að vinna að aukinni verðmætasköpun og nýtingu með sjálfbærum hætti,“ segir Gunnþór og bætir við: „Það er líka mjög ánægjulegt að sjá loðnustofninn vera að taka við sér á ný eftir lægð síðustu ára. Í ár fengum við meiri veiðiheimildir en við gátum nýtt. Það reyndist erfitt að ná í loðnuna, en þar spila inní veður og göngumynstur. Nú eru jákvæð teikn á lofti með loðnukvóta fyrir næstu vertíð.“ Félagið hefur vaxið á undanförnum árum. Samstæðan samanstendur nú af móðurfélaginu, Síldarvinnslunni og dótturfélögum þess: Bergi – Hugin, Fóðurverksmiðjunni Laxá og Fjárfestingarfélaginu Vör. Þá á félagið hlutdeild í uppsjávarútgerð á Grænlandi og í Bandaríkjunum. „Það hafa verið góð ár í sjávarútvegi á undanförnum árum og félagið hefur notið góðs af því að eigendur félagsins hafa staðið þétt við bakið á því og það hefur verið nýtt til þess að styrkja og fjölga stoðum fyrirtækisins, m.a. með kaupum á fyrirtækjum og aflaheimildum.“ Gunnþór segir að fleira komi til þegar talað er um velgengni Síldarvinnslunnar. „Við höfum alltaf haft mjög gott starfsfólk og í því felst ekki síst lán félagsins. Mönnum hefur tekist að taka réttar ákvarðanir í gegnum tíðina. Til að mynda má nefna að þegar kvótakerfinu og framsalinu var komið á var ákveðið að Síldarvinnslan myndi sérhæfa sig í veiði og vinnslu uppsjávarfiska. Ráðist var í byggingu á fyrsta sérhæfða uppsjávarfrystihúsi landsins. Síldarvinnslan hefur í gegnum árin verið í fararbroddi í mörgum nýjungum og til að mynda keypti félagið fyrsta skuttogarann til landsins.“
Stærstu málin núna eru umhverfismálin og leita þarf leiða svo að orkuskipti megi eiga sér stað hjá flotanum. Við hér á Íslandi nýtum sjávarauðlindirnar okkar með sjálfbærum hætti – og hefur auðnast að gera það nokkuð vel. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum því sem við erum með í höndunum í sama ástandi eða betra en þegar við tókum við því.“
Sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að vera stöndug til að takast á við dýfur
Gunnþór telur að það sé nauðsynlegt að efnahagur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sé sterkur. „Það eru miklar sveiflur í íslenskum sjávarútvegi og fyrirtæki verða að vera í stakk búin til að takast á við
Nú stendur til að reisa minningarreit á grunni gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar sem eyðilagðist í snjóflóði sem féll á bæinn 1974. Þar verður fallegt og friðsælt torg þar sem fólk getur komið og sest niður til að njóta kyrrðar.
áskoranir og dýfur. Markaðurinn er oft mjög sveiflukenndur og verð og eftirspurn sveiflast einnig. Nýjasta dæmið er stríðið í Úkraínu og þær hörmungar sem eiga sér stað þar. Við höfum selt loðnu þangað en nú er markaðurinn þar í ákveðnu limbói. Við höfum náð að spila vel úr stöðunni þar og erum þokkalega vel sett með afurðirnar okkar. Við erum að selja loðnu og aðrar afurðir inn til Úkraínu. Við erum í góðu sambandi við viðskiptavini okkar þar og það gengur vel miðað við aðstæður, sem enginn getur sagt fyrir um hvernig muni þróast ,“ segir Gunnþór og bætir við: „Við erum að selja afurðir okkar á aðra markaði líka.“ Gunnþór segir að útgerðarmenn séu bjartsýnir og það sé gott hljóð í mönnum þessi misserin. „Það er alveg ljóst að þrátt fyrir að ýmislegt bjáti á – og það sýndi sig í Covid-faraldrinum – þá mun fólk alltaf þurfa á hollum og góðum matvælum að halda. Það erum við með í virðiskeðjunni okkar. Það er lykilatriði að vera stöðugt á varðbergi og skoða þau tækifæri sem gefast hverju sinni en á sama tíma verjast þeim ógnunum sem að okkur steðja. Stærstu málin núna eru umhverfismálin og leita þarf leiða svo að orkuskipti megi eiga sér stað hjá flotanum. Við hér á Íslandi nýtum sjávarauðlindirnar okkar með sjálfbærum hætti – og hefur auðnast að gera það nokkuð vel. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum því sem við erum með í höndunum í sama ástandi eða betra en þegar við tókum við því. Þetta eru svona stóru málin, ásamt því að vinna stöðugt að því að auka verðmæti þess hráefnis sem við höfum í höndunum.“
Snjóflóðið 1974 og minningarreitur
á Íslandi hefur það ekki alltaf verið þannig. Síldarvinnslan var stofnuð árið 1957. Félagið var almenningshlutafélag og tilgangur þess að reka síldarverksmiðju, síldarverkun og annan skyldan atvinnurekstur í Neskaupstað en á þessum árum var mikil síld úti fyrir Austfjörðum. Ári síðar var vinnslan komin í gang og átti hún eftir að skila góðum arði og leggja grunn að öflugu fyrirtæki. Árið 1965 hófst svo útgerðarsaga Síldarvinnslunnar en þá var ákveðið að kaupa tvo báta til að tryggja vinnslunni nægt hráefni. Adam var þó ekki lengi í paradís því að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum brugðust árið 1968. „Menn létu ekki deigan síga heldur snéru sér að loðnu- og bolfiskveiðum. Það hefur verið styrkur Síldarvinnslunnar að menn hafa verið fljótir að átta sig á breyttum aðstæðum og aðlagast nýjum.“ Í langri útgerðarsögu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hafa skipst á skyn og skúrir eins og gefur að skilja. „Þær allra mestu hörmungar sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum eru þær sem fylgdu í kjölfar þess að snjóflóð féllu á bæinn árið 1974.“ Tvö snjóflóð féllu á bæinn, annað þeirra lenti á athafnasvæði Síldarvinnslunnar og gereyðilagði m.a. verksmiðjuna og starfsmannahús, auk þess sem frystihúsið varð fyrir miklum skemmdum. „12 fórust í flóðinu og voru sjö þeirra starfsmenn Síldarvinnslunnar. Þetta var mikið áfall fyrir bæjarbúa en þrátt fyrir þessar hörmungar var fljótlega farið að huga að því að koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný. Menn voru úrræðagóðir. Niðurlagningarverksmiðja Síldarvinnslunnar var ræst og allur togara- og bátafiskur var saltaður þar til unnt var að hefja starfsemi á ný í frystihúsinu.“ Nú stendur til að reisa minningarreit sem helga á þeim sem látist hafa við störf sín hjá Síldarvinnslunni. „Þessi reitur á að rísa á grunni gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar sem eyðilagðist í snjóflóðinu. Þetta er mikilvæg staðsetning bæði fyrir fyrirtækið en ekki síður fyrir bæinn. Þarna stóð fyrsta verksmiðjan okkar og þetta er það fyrsta sem blasir við þegar keyrt er inn í bæinn. Þarna verður fallegt og friðsælt torg þar sem fólk getur komið og sest niður til að njóta kyrrðar umkringt minningarskildi með nöfnum starfsmannanna, auk þess sem sögu félagsins verður gerð stutt skil.“ Gunnþór segir að vinnan sé nú þegar hafin við torgið og vonir standi til að það verði tilbúið á allra næstu mánuðum.