8 minute read

Sjókort sem slegið hafa í gegn

Upprunalega útgáfan af fiskimiðakorti Bjarna sæmundssonar frá 1926. Mynd: Hilmar Jónsson

Eiguleg fiskimiða- og hafsbotnakort Hilmars Jónssonar hjá ProArc hafa rokið út eftir að hann auglýsti þau til sölu á Facebook. Fiskimiðakortið má nú finna á allflestum togurum landsins. Bæði kort höfðu svo gott sem fallið í gleymskunnar dá en Hilmar hefur nú endurvakið þau með nútímatækni og -aðferðum. Blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn til að forvitnast frekar um sögu þessara korta.

Forfallinn kortafíkill í hálfa öld

„Ég átti afa sem var sjómaður og hann var formaður Sjómannafélags Reykjavíkur lengi. Þegar ég fór svo hringinn árið 1974 eins og allir gerðu á sínum tíma sagði ég kallinum frá því að ég hefði verið á Klaustri í fínu veðri í tvo daga. Hann spurði þá hvort ég hefði séð Systrastapa eða Kirkjugólfið. Ég hafði ekki séð neitt og vissi ekki neitt. Í kjölfarið kviknaði þessu áhugi á því að ferðast meira og vita meira um söguna og þá komu kortin sér vel. Eftir það var ekki aftur snúið, ég er kortafíkill,“ segir Hilmar. tagi: „Ég byrjaði á að gefa út kort fyrir ferðafólk sem var dreift frítt til ferðamanna í stóru upplagi auk ferðahandbókarinnar Land, sem var á þeim tímanýstárleg ferðahandbók fyrir Íslendinga,“ segir Hilmar um hvernig þetta hófst allt saman: „Ég byrjaði á því að selja Íslandskort og fiskamyndir og síðan hefur hlaðist heilmikið utan á þetta í sambandi við sjávarútveginn og útgerðir.“

Mikið úrval af alls kyns kortum

Í dag hlaupa kort Hilmars á tugum og má skipta þeim í nokkra flokka. Hin ýmsu heimskort sem Hilmar býður upp á sýna heiminn frá ólíkum sjónarhornum. Má þar finna bæði hefðbundin landakort af svæðum og álfum, bæði landfræðileg og stjórnmálalegs eðlis auk korta sem sýna meðal annars væntanlegar siglingaleiðir frá Kyrrahafinu yfir í Atlantshafið. Náttúrumyndir af ólíkum tegundum hvala og fiska eru

Kort eru forgengileg eins og þú veist og með þessu er ég að halda sögunni til haga og gera hana lifandi.

Það var einn skipstjóri á Steinunni á Hornafirði sem vildi að börnin hans og eiginkona gætu áttað sig á því hvar hann væri staddur þegar hann væri við veiðar. Hann keypti þá svona kort heim til sín og svo hefur það eiginlega atvikast þannig að skipstjórarnir láta kaupa kort í skipin og það hafa flestir gert.

einnig fyrirferðarmiklar í úrvali Hilmars. En svo eru það kortin sem tengjast fiskveiðinni og fiskvinnslu og segja þau ákveðna sögu.

„Kort eru forgengileg eins og þú veist og með þessu er ég að halda sögunni til haga og gera hana lifandi,“ segir Hilmar og nefnir sem dæmi nokkur kort sem hann hefur útbúið sem sýna landhelgi Íslands á ólíkum tímum allt þar til Þorskastríðinu lauk og 200 mílna landhelgi festi sig í sessi. En það getur einnig komið skemmtilega á óvart hverjir hafa áhuga á hvaða kortum: „Það er til svokallað straumakort sem var gefið úr 1986 af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, og þar eru straumar í kringum landið auk hitastigs sjávar sýnd með skýrum hætti. Þetta kort hefur slegið í gegn hjá Japönum sem sem heimsækja Vopnafjörð á loðnuvertíð, þeir vilja hafa þetta með sér heim og hafa tekið þó nokkur.“

Til að tryggja góða endingu kortanna eru þau seld í álrömmum og Hilmar prentar þau sjálfur á litekta ljósmyndapappír. „Tæknin er alltaf að þróast og áður þurfti ég að setja sérstaka filmu á kortin til að verja þau útfjólubláu ljósi en í dag er ljósmyndapappírinn sjálfur með slíka vörn og einfaldar það ferlið og veitir góða vörn.“

Kort sem skapar tengingu við miðin

Hilmar segist stoltastur af tveimur kortum sem hann hefur haft mikið fyrir að koma á markað. Það fyrra kallast Fiskimið við Ísland á mannamáli. „Það kort fékk ég hjá Sjávarútvegsráðuneytinu hérna heima en það var fyrst gefið út árið 1950 af tveimur kortagerðarmönnum. Það komst ekki í nein hámæli svo ég hófst handa við að kanna uppruna þess. Þá kom í ljós að náttúrufræðingurinn Bjarni Sæmundsson gaf það upprunalega út í bók sinni Fiskar frá árinu 1926. 1939, ári áður en hann deyr, teiknar hann það svo upp í einfaldri mynd og handskrifar nöfnin á miðunum,“ segir Hilmar.

Í útgáfunni frá 1950 voru svo allir þáverandi vitar landsins merktir á kortið og númeraðir sem Hilmar segir að sé ómetanleg heimild.

Niðurhleypt líkan af hafsbotninum í kringum Ísland, Grænland og Færeyjar. Mynd: Hilmar Jónsson

Tæknin var komin svo stutt á veg, það þurfti að búa til formúlur til að dýptin kæmi rétt fram og svo komu fyrirtæki alls staðar að á landinu að framleiðsluferlinu sjálfu. Samkvæmt Hafrannsóknarstofnun hefur þetta hvergi verið gert í heiminum.

Það sem vekur hins vegar athygli er að kortið er ekki bara söguleg heimild heldur nýtist það fólki enn þann dag í dag. Eftir því sem GPStæknin hefur rutt sér rúms hafa hefðbundin kort lútið í lægra haldi og gamalgróin heiti og viðmið vikið fyrir tölum og punktum.

„Það hafa margir skipstjórar sagt mér að þegar þeir koma inn í matsal og eru spurðir hvar skipið sé statt skilji menn ekki svörin. Skipstjórinn segir að þeir séu við Strandagrunn sem dæmi og þá spyrja menn: „Hvar er það?“ Lúðvík skipstjóri á Blængi hafði lengi leitað að svona korti því hann var orðinn leiður á því að menn væru engu nær um hvar þeir voru staddir, en nú er þetta nánast staðalbúnaður í hverjum togara og komið í stærstan hluta flotans,“ segir Hilmar ánægður með að þetta kort sem hvergi var að finna í Kortasögu Íslands komi að gagni. tengingu við þá sem eftir eru í landi. “Það var einn skipstjóri á Steinunni á Hornafirði sem vildi að börnin hans og eiginkona gætu áttað sig á því hvar hann væri staddur þegar hann væri við veiðar. Hann keypti þá svona kort heim til sín og svo hefur það eiginlega atvikast þannig að skipstjórarnir láta kaupa kort í skipin og það hafa flestir gert.“

Hitt djásnið

Annað kort sem Hilmar hefur endurvakið er niðurhleypt líkan af hafsbotninum í kringum Ísland, Færeyjar og Grænland. Kortið var upprunalega unnið á árinum 1976-1978 en þegar upp komu deilur milli starfsmanna Siglingamálastofnunnar var kortinu hreinlega komið fyrir niður í kjallara þar sem það lá í 40 ár áður en Hilmar uppgötvaði það á ný: „Það seldust bara örfá kort á sínum tíma en hugmyndin var að þegar Landhelgisstríðunum við Breta lauk væri þörf á þessu óhefðbundna korti til að færa hafsbotninn umhverfis okkur í áþreifanlegra form fékk ég að vita hjá Kristni Helgasyni sem annaðist upprunalegu prentfilmugerðina,“ segir Hilmar.

Axel Helgason sem gerði meðal annars Íslandslíkanið í Ráðhúsi Reykjavíkur kom einnig að verkinu en Hilmar segir að það sé með ólíkindum að tekist hafi að útbúa kortið á sínum tíma: „Tæknin var komin svo stutt á veg, það þurfti að búa til formúlur til að dýptin kæmi

Ég er þannig að ef ég tek eitthvað í mig þá fer ég alla leið. Ég gefst aldrei upp.

Á ferðum sínum um landið hefur Hilmar tekið fjölmargar myndir af vitum og höfnum Íslands en þær má skoða í Facebook-hópum sem Hilmar sér um: Íslenskar hafnir og Vitamyndir - Íslenskar vitamyndir. Myndir: Hilmar Jónsson

rétt fram og svo komu fyrirtæki alls staðar að á landinu að framleiðsluferlinu sjálfu. Samkvæmt Hafrannsóknarstofnun hefur þetta hvergi verið gert í heiminum.“

Hilmar keypti allan lagerinn sem hafði dagað uppi og fékk að auki kassann til að móta kortið undir þrýstingi. Það gerði honum kleift að hefja framleiðslu á kortunum á ný en þau örfáu kort sem selst höfðu á sínum tíma voru flest illa farin. „Þau voru sett í tréramma og höfð opin svo þau upplituðust öll,“ segir Hilmar og leggur áherslu á að hið sama gildi ekki um hina nýju útgáfu: „Ég ramma kortin inn í þykkan fljótandi eikarramma og framan á það er sett glampalaust gler sem framleiðendur segja að sé litekta í 300 ár. Þetta er sama gler og er notað á listasöfnum um allan heim til að verja verðmæt listaverk fyrir útfjólubláu ljósi.“

„Mikil vinna hefur legið að baki hafsbotnslíkaninu sem einnig fæst í einfaldari útgáfu án glers en með 80 ára vörn gegn útfjólubláu ljósi sem sprautað er á kortið,“ segir Hilmar: „Ég er þannig að ef ég tek eitthvað í mig þá fer ég alla leið. Ég gefst aldrei upp. Það var tveggja ára leit að mótunum og að reyna að skilja hvernig þetta hékk allt saman. Ég var búinn að spyrjast fyrir um allt land en loksins komst ég í samband við Kristinn. Hann var svo vænn að skrifa litla greinargerð fyrir mig og teiknaði þetta allt saman upp, hvernig þetta var gert. Þetta er eitthvað sem er ofboðslega gaman að eiga og það er mörgum sem þykir það líka.“

Til hamingju með daginn sjómenn

Við þökkum samstarf liðinna ára og sendum sjómönnum og landsmönnum öllum heillaóskir í tilefni dagsins.

marel.com

Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn

REYKJANESBÆR

Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn

This article is from: