Upprunalega útgáfan af fiskimiðakorti Bjarna sæmundssonar frá 1926. Mynd: Hilmar Jónsson
Sjókort sem slegið hafa í gegn Eiguleg fiskimiða- og hafsbotnakort Hilmars Jónssonar hjá ProArc hafa rokið út eftir að hann auglýsti þau til sölu á Facebook. Fiskimiðakortið má nú finna á allflestum togurum landsins. Bæði kort höfðu svo gott sem fallið í gleymskunnar dá en Hilmar hefur nú endurvakið þau með nútímatækni og -aðferðum. Blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn til að forvitnast frekar um sögu þessara korta.
Snorri Rafn Hallsson
Forfallinn kortafíkill í hálfa öld „Ég átti afa sem var sjómaður og hann var formaður Sjómannafélags Reykjavíkur lengi. Þegar ég fór svo hringinn árið 1974 eins og allir gerðu á sínum tíma sagði ég kallinum frá því að ég hefði verið á Klaustri í fínu veðri í tvo daga. Hann spurði þá hvort ég hefði séð Systrastapa eða Kirkjugólfið. Ég hafði ekki séð neitt og vissi ekki neitt. Í kjölfarið kviknaði þessu áhugi á því að ferðast meira og vita meira um söguna og þá komu kortin sér vel. Eftir það var ekki aftur snúið, ég er kortafíkill,“ segir Hilmar. Hilmar er 74 ára gamall og hefur starfað við grafíska hönnun frá árinu 1984. Allar götur síðan þá hefur hann gefið út kort af ýmsu
40
SJÁVARAFL JÚNÍ 2022
tagi: „Ég byrjaði á að gefa út kort fyrir ferðafólk sem var dreift frítt til ferðamanna í stóru upplagi auk ferðahandbókarinnar Land, sem var á þeim tímanýstárleg ferðahandbók fyrir Íslendinga,“ segir Hilmar um hvernig þetta hófst allt saman: „Ég byrjaði á því að selja Íslandskort og fiskamyndir og síðan hefur hlaðist heilmikið utan á þetta í sambandi við sjávarútveginn og útgerðir.“
Mikið úrval af alls kyns kortum Í dag hlaupa kort Hilmars á tugum og má skipta þeim í nokkra flokka. Hin ýmsu heimskort sem Hilmar býður upp á sýna heiminn frá ólíkum sjónarhornum. Má þar finna bæði hefðbundin landakort af svæðum og álfum, bæði landfræðileg og stjórnmálalegs eðlis auk korta sem sýna meðal annars væntanlegar siglingaleiðir frá Kyrrahafinu yfir í Atlantshafið. Náttúrumyndir af ólíkum tegundum hvala og fiska eru
Kort eru forgengileg eins og þú veist og með þessu er ég að halda sögunni til haga og gera hana lifandi.