SJÁVARAFL Maí 2021 1. tölublað 8. árgangur
a k s á p a g e l Gleði
Trúin á lífið
Ísland ætti að verða leiðandi í loftslagsmálum
Veruleg fjölgun blárra frumkvöðlafyrirtækja á áratug
Orðspor sem vinnur með þeim
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA
4 Trúin á lífið Land tækifæra og grænna gilda
8 Ísland ætti að verða leiðandi í loftslagsmálum 16 Möguleg nýting dýrasvifs við Ísland Bjartsýnn á framtíðina
20 Við snúum hindrunum í tækifæri 23 Wise flytur höfuðstöðvar fyrirtækisins í Ofanleiti 23 Hrognin fryst dag og nótt á lokasprettinum 24 Veruleg fjölgun blárra frumkvöðlafyrirtækja á áratug 25 Færir þjóðarbúinu drjúgar tekjur sem fáir borða 28 Búnaður til að bjarga mannslífum úr sjó 33 Öflugur sjávarútvegur eykur þjóðarhag 34 Brú milli sjós og lands
Okkar auður
A
uðlegð Íslendinga liggur í landinu okkar og fólkinu sem það byggir. Þá skiptir ekki máli hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna. Flestir vita að mikilvægi þess að valda ekki óafturkræfum spjöllum mun nýtast okkur vel inn í framtíðina. Til að koma í veg fyrir ofveiði fiskstofna hafa verið gerðar rannsóknir í fleiri tugi ára en hefur það verið gert til að við nýtum okkar auðlind á sem skynsamastan hátt. Áður en loðnuvertíð hefst er kannað hvernig horfur eru á hverjum markaði fyrir sig og rannsakað afkomuhorfur veiðanna og vinnslunnar. Í ár fundist stórar loðnutorfur víða um land og skip hafa komið með milljónaverðmæti. Því ber að fagna eftir nærri þriggja ára hlé. Fyrir þau bæjarfélög sem vinna loðnuna, er þetta gríðarlega mikil uppbót, þessi auður sem ekki er sjálfgefin er okkur svo mikilvægur. Allar þessar rannsóknir fyrir veiðar skila þeim markmiðum að vernda okkar mið og auð. Okkar auður er lítils virði ef við nýtum hann ekki rétt.
37 Dráttarbáturinn Phoenix aðstoðaði vélavana ferju á Breiðafirði Mikilvægt er að nýta náttúruauðlindirnar án þess að valda óafturkræfum spjöllum þannig að þær gagnist einnig komandi kynslóðum. Á sama hátt er mikilvægt að koma í veg fyrir stöðnun og landflótta því án mannauðsins má landið sín lítils. Þegar að kreppir eins og núna ríður á að forgangsraða þannig að auður Íslands hjálpi okkur yfir erfiðasta hjallann og skili okkur á endanum viðunandi lífsskilyrðum.
Vonandi ber okkur gæfa til að nýta það sem okkur er gefið og leiðin að því marki felst í skynsamlegum Elín Bragadóttir ritstjóri langtímalausnum.
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf Sími: 6622 600
Alda Áskelsdóttir, blaðamaður
Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun
Ásgerður Jóhannsdóttir, blaðamaður
Snorri Rafn Hallsson, blaðamaður
Bergþóra Jónsdóttir, blaðamaður
Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Forsíðumynd: Anna Helgadóttir Prentun: Prentmet Oddi ehf
2
SJÁVARAFL MARS 2021
Að sjá verðmæti… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.
Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá okkur starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. www.matis.is
Trúin á lífið
Árni Már Jensson
Það var blíðskapaveður í djúpinu þennan föstudag í lok febrúar. Þrátt fyrir hæga norðvestan golu og bjartviðri var þung undiralda og talsverður straumur í djúpálnum. Ég var yngstur um borð eða nýlega orðinn fimmtán ára. Ég var nokkuð stór eftir aldri og þótti stýrimanninum því óhætt að setja mig á garðann. Þetta var minn fjórði róður á þessum 64 tonna eikarbáti og upplifði ég mig sem fullveðja háseta, enda nýlega fermdur og því karlmaður í fullorðinna manna tölu. Stýrimaðurinn brýndi fyrir mér að halda vöku minni og gæta þess að að stíga ekki nær böndunum þegar ég vippaði grjótsökkunum fyrir borð. Hann lagði áherslu á að ég yrði að vera fljótur að stíga aftur á bak ef snuðra hlypi á lykkju eða net því ekki yrði aftur tekið ef ég færi útbyrðis með trossunni. 4
SJÁVARAFL MARS 2021
Vitjun dagsins hafði gengið vel og flestar trossur bunkaðar af gol-þorski svo strákarnir voru enn að ganga frá stýjunum niðri í lest þegar við vorum að leggja. Þegar síðasta trossan var að renna frá borði vissi ég ekki fyrr en eitthvað reif í hægri fótinn og hreif mig á leifturhraða yfir lunninguna bakborðsmegin og aftur fyrir skut. Mér sortnaði fyrir augum og missti áttir um leið og trossan dró mig í nístingskalt djúpið. Einungis einni hugsun laust í huga mér, sem strákarnir höfðu hamrað á við mig allan fyrsta túrinn: „Ekki berjast um ef þig tekur fyrir borð. Þá muntu flækjast í netunum og festast”. Sársaukinn í líkamanum nísti gegnum merg og bein enda tilfinningin sem ég væri rifinn í sundur um mig miðjan er trossan togaði mig með sér niður í myrk undirdjúpin. Það var sem tíminn stöðvaðist þegar adrenalínið spýttist um blóðrásina. Hugsunin varð leifturhröð og líkamlegur þróttur margefldist. Ég fann þó að fóturinn var fastur og ég gat mig hvergi hreyft af ótta við að flækjast í netin. Mér virtust allar bjargir bannaðar um leið og líkami minn sökk eins og blý. Á sama tíma og ég heyrði skrúfuhljóðið fjarlægjast jókst þrýstingurinn í eyrunum þar til mér fannst höfuðið á mér vera að springa. Skíma skammdegisbirtunnar hvarf sjónum og ég vissi að endalokin færðust
nær eftir því sem dýpið togaði. Sársaukinn færðist úr skrokknum inn í lungun sem voru að kremjast undan þrýstingnum. Ég fylltist örvæntingu og öskraði í bólakafi og í sömu andrá fylltust lungun af jökulköldum sjó. Í örskamma stund varð sársaukinn óbærilegur en síðan sortnaði mér og ég missti meðvitund. Allt varð myrkvað og kyrrt. Ég var dáinn en samt fannst mér sérkennilegt að vita það að ég væri
dáinn. Hvernig gat ég verið meðvitaður um sjálfan mig eftir að vera orðinn lífvana? Ég upplifði mig eins og ég væri tvær vitundir; önnur sem tengdist holdlíkamanum og heilastarfseminni sem nú var slokknuð, en hin sem tengdist undirvitundinni og andanum, þeirri sömu og ég upplifði draumana gegnum er ég svaf. Nú skynjaði ég allt gegnum þessa andlegu guðsvitund hið innra. Vitund, sem ég var á þessari stundu meðvitaður um að hafa ávalt verið hluti af, þó ómeðvitað hafi verið áður. Það var sérkennileg tilfinning að vera á þennan hátt meðvitaður um eigið líf og tilveru mitt í sömu andrá og starfsemi heilans væri slokknuð með drukknun líkamans. Skyndilega varð ég var við ljóstýru í fjarska sem færðist nær og mér hlýnaði. Þetta var allt svo óraunverulegt í ljósi þess að ég vissi að líkaminn sykki æ dýpra og ég væri drukknaður. En þetta ljós var öðruvísi en venjulegt ljós. Það var einhverskonar seigfljótandi orka sem gaf frá sér gullna birtu sem yljaði mér á þann hátt sem ég hlyti að vera hluti af. Allt varð nú kristaltært og hugsun mín skýr. Úr ljósinu birtist mér andlit sem færðist nær og nær þar til ég gat séð það skýrt og
greinilega. Það var maður sem ég þekkti. Hann var fallegur með djúp augu og hátt enni. Hann var hluti af þessu gullna ljósi og ljósið var hluti af honum. Hann rétti mér styrka hönd sína og hreif mig úr djúpinu og upp á yfirborðið þar sem líkami minn var hífður lífvana um borð. Starandi upp í myrkt en stjörnubjart himinhvolfið milli æpandi andlita SJÁVARAFL MARS 2021
5
skipsfélaganna var það næsta sem ég man. Nístingskuldi og sárir verkir í lungum og líkama gerðu vart við sig og kallinn æpti: „Gerið klárt strákar,-landstím”! Áhöfnin hlúði að mér á dekkinu, vafinn inn í mörg ullarteppi og segl. Brjóstbeinin höfðu brotnað við endurlífgunina og líkaminn var skjálfandi kaldur og illa lemstraður. Strákarnir sögðu mér að ég hefði verið í undirdjúpunum í 10-15 mínútur og að enginn púls né líf hafi verið með mér er mér hafi skyndilega skotið upp á yfirborðið eins og korktappa, 30-50 metrum frá bátnum. Þeir hafi vart trúað sínum eigin augum er ég hóf að kasta upp vatni úr lungunum og byrja að anda með hveljum. Hægri fótur minn, sá sem flæktist í trossunni, var svo illa brotinn að þeir þorðu ekki að bera mig inn undir þiljur, enda einungis hálf önnur klukkustund af landstími framundan og stiginn niður í lúkar þröngur og brattur. Það mátti heyra saumnál detta er gamli maðurinn lauk frásögninni. Við þekktumst lítillega frá fyrri tíð en hann glímdi við krabba sem hafði lengi hrjáð hann. Nú hafði meinið dreift sér um allan líkamann og komið að loka áfanganum. Við áttum því þetta hinsta samtal við rúmbeð hans á líknardeildinni.
leiðinni upp á yfirborðið sagði frelsarinn mér, að ég ætti eftir að flytja þessa frásögn áður en við hittumst aftur, sem ég geri hér með“. Það færðist friður yfir ásjónu gamla mannsins um leið og hann lyngdi aftur augunum og varpaði öndinni léttar. Á náttborði hans var lítil bæn Steingríms Thorsteinssonar á snjáðum pappírssnepli sem hafði greinilega fylgt honum margan veginn.: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber: Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Hálfur annar áratugur er liðinn frá því að þessi vinur minn kvaddi jarðvistina. Frásögn hans var mér að mestu gleymd þar til nú, á jólanótt sem leið, að gamli maðurinn vitjaði mín ljóslifandi í draumi. Hann ljómaði og birtist mér nú eins og hann var upp á sitt besta og sagði: „Maðurinn í jarðvist, hneigist til að skilja það sem honum er meðvitað en ekki ómeðvitað, þó hvor veruleikinn fyrir sig sé jafn raunverulegur“.
Ég spurði þennan vin minn, hvers andlit og hönd hafi hrifið hann úr undirdjúpunum?
Síðan kinkaði hann brosmildur kolli og rétti mér penna og autt blað í hönd. Ég tók við ritföngunum og vaknaði frá draumnum með vissu um hvað gera þyrfti.
Hann horfði undrandi í augu mín yfir þessari spurningu og svaraði: „Var ég ekki búinn að segja þér það? Það var vitaskuld Jesú Kristur. Á
Gleðilega páska. Höfundur er áhugamaður um betra líf.
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans KAFI ÞORSKUR
Veitt hlutfall 58,0%. Aflamark 213.802.310 kg
Veitt hlutfall 56,0% Aflamark 37.840.716 k
ÝSA UFSI
Veitt hlutfall 25,9%. Aflamark 76.821.120 kg 6
SJÁVARAFL MARS 2021
Veitt hlutfall 72,6%. Aflamark 38.187.623 kg Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg
Hafið hefur kennt okkur
Hafið hefur kennt okkur auðmýkt gagnvart náttúruöflunum og ábyrgðartilfinningu gagnvart lífríkinu. Hafið hefur kennt okkur að hagnýta tæknina af virðingu fyrir fiskum og mönnum. Visirhf.is
Jón Gunnarsson, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins
Sigrún Erna Geirsdóttir
Land tækifæra og grænna gilda
Ísland ætti að verða leiðandi í loftslagsmálum 8
SJÁVARAFL MARS 2021
Jón Gunnarsson, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, var um árabil virkur í Landsbjörgu og var formaður samtakanna um langt skeið. Hann hefur látið orkumál sig miklu skipta og telur að Ísland ætti að vera leiðandi í loftslagsmál og orkuskiptum. Sjávarútvegur og fiskeldi hafa sömuleiðis verið honum hugleikin og hann telur að mikil uppbygging í fiskeldi muni hafa gríðarleg áhrif á byggðir landsins. Fjölbreytt starf með Landsbjörgu Jón fékk áhuga á björgunarsveitunum á efri unglingsárum þegar hann kynntist Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík gegnum félaga sinn. Honum fannst starfið heillandi og var virkur þangað til hann flutti ásamt konu sinni, Margréti Höllu Ragnarsdóttur, norður í Miðfjörð þar sem hann gerðist bóndi. ,,Þar hitti ég bændur og aðra í sveitinni með svipuð áhugamál og úr varð að við stofnuðum saman björgunarsveit sem er í dag hluti af annarri í Austur-Húnavatnssýslu.” Þegar að Jón flutti svo aftur í bæinn gekk hann aftur til liðs við Flugbjörgunarsveitina. Á þeim tíma voru starfandi þrjú landssamtök björgunarsveita: flugbjörgunarsveita, slysavarnafélaga og hjálparsveita skáta þar sem sérhæfingin var mismunandi. ,,Á þeim árum var nokkurt samstarf með landssamtökunum og þar á meðal sameiginlegt fjáröflunarstarf sem gekk mjög vel að mínu mati.” Því hófust viðræður um sameiningu þessara landssamtaka. Fyrsta skrefið var sameining flugbjörgunarsveita
og landssamtaka skáta 1991 og verður þá til Landsbjörg. Skrefið er svo stigið til fulls 1999 þegar Slysavarnafélag Íslands sameinast Landsbjörgu. Fyrstu árin situr hann í stjórn en árið 2000 verður hann formaður Landsbjargar og er það til 2005, þegar hann verður framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Gegndi hann því starfi til 2007 þegar stjórnmálin fara að taka meiri tíma. Jón hefur því komið að fjölbreyttum verkefnum innan félagsins; auk stjórnunarstarfa hefur hann t.d komið að fjölmörgum björgununum, stórum sem smáum, farið í ferðir, sótt sér þekkingu, verið í aðgerðastjórnun og fleira. ,,Stærstu verkefni sem ég tók þátt í voru snjóflóðin fyrir vestan 1995, þau eru öllum þeim sem tóku þátt mjög minnisstæð. Sömuleiðis jarðskjálftarnir á Suðurlandi, þeir voru í minni formannstíð. Í þessum verkefnum stóðumst við allar væntingar.” Jón segir að fólk standi ekki eitt í því að starfa í björgunarsveitunum. Sem fjölskyldufaðir eða móðir geti fólk ekki gefið sig allt í þetta nema að fjölskyldan standi manni þétt að baki. ,,Ég hef verið þeirrar gæfu
Ljósmynd úr safni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, tók Sigurður Ólafur Sigurðsson. SJÁVARAFL MARS 2021
9
Ljósmynd úr safni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, tók Sigurður Ólafur Sigurðsson.
njótandi þannig að björgunarsveitaverkefnin fengu forgang í langan tíma. Ég er afskaplega ánægður með það því þegar ég lít til baka yfir ferilinn þá er ég hvað stoltastur yfir að hafa verið þátttakandi í þessu starfi.”
Langstærsta fjárfesting Landsbjargar Þrátt fyrir að Jón sé ekki lengur virkur í starfi samtakanna hefur hann stutt þau gegnum starf sitt sem þingmaður. ,,Ég hef lagt fram ýmis þingmál sem hafa borið árangur og snert Landsbjörg. Ég kom t.d að
Ljósmynd úr safni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, tók Sigurður Ólafur Sigurðsson.
10
SJÁVARAFL MARS 2021
því að fjölga stóru björgunarskipunum og loka hringnum kringum landið. Björgunarskipin voru átta en fóru við þetta upp í þrettán. Í fyrra lagði ég líka fram tillögu um endurnýjun stóru skipanna. Við fengum á sínum tíma notuð skip frá Bretlandi sem hafa reynst vel en eru orðin gömul og mæta ekki lengur okkar þörfum, í dag þurfa björgunarskip fyrst og fremst að búa yfir hraða fremur en dráttargetu.” Þingsályktunartillagan snerist um þátttöku ríkisins í endurnýjun á skipaflota Landsbjargar og var vísað til ríkisstjórnar. Nú í vetur ákvað svo ríkisstjórnin að ríkið skyldi koma að endurnýjun,
Ljósmynd úr safni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, tók Sigurður Ólafur Sigurðsson.
fyrst á stærri skipunum, og greiða helming kostnaðar vegna þeirra. Eftir sem áður verður þetta langstærsta fjárfesting Landsbjargar til þessa, 2,1 milljarður, þar sem skipin verða keypt ný. ,,Landsbjörg þarf að loka fjáröfluninni og hefur komið að máli við mig ásamt fleiri góðum mönnum um að koma að því. Þetta verður gríðarlega stórt verkefni og skipin marka nýja tíma í sögu félagsins.”
Alþjóðlega björgunarsveitin Landsbjörg hefur lengi skipað mikilvægan sess í lífi Jóns og er honum enn hugleikin. ,,Þetta eru samtök sem eru þjóðinni til sóma og njóta mikils stuðnings, sem betur fer. Við óttuðumst á tímabili að það yrði skortur á fólki sem væri fúst að gefa okkur tíma sinn en reynslan hefur sýnt okkur að það er alls ekki þannig, sem er aðdáunarvert.
Ljósmynd úr safni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, tók Sigurður Ólafur Sigurðsson. SJÁVARAFL MARS 2021
11
Fjölskylda Jóns og konu hans, Margrétar Höllu Ragnarsdóttur. Ljósmynd úr eigu Jóns Gunnarssonar
Allir tilbúnir að taka þátt Á tímabili höfðu margir áhyggjur af því að björgunaraðilar gætu ekki sinnt vaxandi fjölda ferðamanna og við spyrjum Jón út í þetta. ,,Starfið breyttist mikið þegar ferðamannastraumurinn óx. Þetta hafði verið þannig að við kvöddumst á vorin og heilsuðumst á haustin. Það var kannski einstaka útkall yfir sumarið en aldrei neitt að ráði. Þarna fara sumrin að verða krefjandi; mikið af útköllum, sérstaklega á hálendinu. Við byrjum því með hálendisvaktina árið 2005. Hver eining tekur þá að sér eina viku og þannig mönnuðum við vaktir á völdum stöðum á háannatímum. Þetta gerbreytti álagi á sveitirnar og hefur gengið ótrúlega vel.” Hægt sé að bæta sveitunum kostnaðinn en meðlimir gefi auðvitað sína vinnu.
Jón Gunnarsson með gol-þorsk eftir góða veiði
Félagið hefur vaxið! Áður fyrr var þetta þannig að fólk kom til starfa á yngri árum og ólst upp í félaginu en nú kemur inn fólk á öllum aldri. Fagmennska hefur líka vaxið og félagið rekur björgunarskóla með öflugri fræðslustarfsemi. Störfin sem þarf að vinna eru líka fjölbreytt þannig að þekking, reynsla og breytilegur bakgrunnur fólks nýtist vel.” Þjóðin geti verið stolt af þessu afli. ,,Í dag stöndumst við allan samanburð við háþróað starf atvinnufólks í öðrum löndum, hvort sem það varðar búnað, þekkingu eða mannskap. Núna eigum við alþjóðlega björgunarsveit sem stendur til reiðu að fara erlendis, hefur hlotið úttekt og nýtur viðurkenningar. Það var t.d okkar fólk sem var fyrst að komast til Haítí þegar hörmungarnar riðu yfir þar 2010! Við höfum einnig átt samstarf við systurfélag okkar í Færeyjum og hafa þeir notið reynslu og þekkingar okkar við uppbyggingu björgunarmála því starfið hafði ekki þróast þar eins og hér.”
12
SJÁVARAFL MARS 2021
,,Margir líta á þetta sem ævintýri og nota hluta af sumarfríinu sínu en það er auðvitað mikið að gera. Þetta er skemmtileg lausn og sveitir á öllu landinu eru tilbúnar að taka þátt.” Hann segir að sveitirnar séu oft fyrstu viðbragðsaðilar á staðinn og hafi bjargað mörgum. Þetta séu þó mikil og kostnaðarsöm umsvif en félagið hafi notið góðra styrkja þannig að það hefur getað staðið undir öllum viðbótarkostnaði, s.s fæði og aðstöðu fyrir fólkið. ,,Þetta hefur verið eitt af þeim verkefnum sem félagið leysir vel og sýnir afl sitt. Ég hélt um tíma að það yrði verkefnaleysi fyrir sveitirnar vegna þróunar í fjarskiptabúnaði og flutningum en svo hefur ekki verið. Tækniþróunin hefur gefið fólki meira ferðafrelsi og þá þarf það stuðning frá sveitunum.”
Fjárhagslegt sjálfstæði mikilvægt Fjármögnun félagsins hefur alltaf gengið vel en hefur ekki verið erfitt að reiða sig á styrki? ,,Ég hef alltaf lagt á það áherslu sem félagi í samtökunum að menn ættu að vera sem minnst háðir framlagi frá hinum opinbera, þetta ættu að vera skilgreind verkefni og rekstur í höndum félagsins. Það væri ógn við sjálfstæði félagsins og sveitanna, sem og liðsandans sem þarna svífur yfir vötnum, ef félagið væri háðara ríkisframlögum.” Félagið hafi heldur ekki þurft á því að halda að leita mikið til ríkisins því velvilji félaga og almennings í landinu hafi dugað. ,,Nú er okkar stærsta verkefni framundan í formi skipanna sem eru svo mikilvæg og þá treystum við á þennan velvilja.”
Dýrmæt og fjölbreytt reynsla Hefur það ekki komið sér vel fyrir hann sem stjórnmálamann að starfa svona lengi með Landsbjörgu? ,,Eins og allt sem maður tekur sér fyrir
hendur í lífinu þá hefur þetta gefið mér lífsreynslu sem nýtist mér. Starfið gaf mér líka mikla reynslu á sviði félagsmála því Landsbjörg er fjölmennt félag og ég segi það verandi úr stórum og fjölmennum flokki sem hefur mörg öflug félög um allt land. Það hefur líka breikkað sjónsvið manns að vera þátttakandi í starfi Landsbjargar, ég hef kynnst mjög mörgum og það er mikilvægt í þingstörfum.” Björgunarsveitastarfið hafi því gefið góðan bakgrunn fyrir að vera á þingi.
Sváfum á verðinum Jón hefur setið á þingi í fjórtán ár fyrir Suðvesturkjördæmi og var m.a samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ólíkt mörgum Sjálfstæðismönnum ólst hann þó ekki upp í æskulýðsfylkingu flokksins. ,,Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík en var lengi vel ekki virkur. Hugurinn var við annað, fjölskylduna og svo björgunarsveitina. Ég fór að skipta mér af pólitík í kringum 2000, þá henti ég mér í djúpu laugina. Ég tók þátt í prófkjörum, svo kosningum og fór síðan inn á þing. Ég upplifði þar efnahagshrunið, uppbygginguna í kjölfarið og núna covid.” Covid hefur haft gríðarleg áhrif á líf fólks og efnahagslegu erfiðleikarnir eru að valda mörgum áhyggjum. Hvernig lítur málið út fyrir Jóni? ,,Ég held að covid muni hafa öðruvísi efnahagsleg áhrif en hrunið 2008. Það tókst að endurreisa okkur hratt eftir það og við sýndum fyrirhyggju í ríkisfjármálum, nokkuð sem kemur sér vel núna. Við styrktum stoðir samfélagsins og lækkuðum skuldir sem hluta af landsframleiðslu. Ferðaþjónustan kom öflug inn og dró hagvaxtarvagninn. Við sváfum þó á verðinum gagnvart verðmætasköpun í atvinnulífinu. Við áttum reyndar fullt í fangi með að halda utan um ferðamannastrauminn sem gaf auðvitað mikið af sér.” Nú séum við aftur stödd á þeim stað að það sé halli á ríkisrekstri því ríkið verði að halda öllu gangandi á erfiðum tímum. Með skynsamlegri ráðstöfun eigi Ísland þó mikla möguleika á að vinna sig út úr þessu fljótt.
Staðan á Suðurnesjum Áhrif covid á efnahagslífið hafa óvíða verið jafn mikil og á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi er mikið. Hvernig horfir staðan þar við Jóni? ,,Staðan er kannski dökk núna en þar liggja mörg tækifæri. Þeir hafa mikla orkuframleiðslu og þar eiga gagnaver og líftæknifyrirtæki eftir að eflast. Það er fjölbreyttur tæknigarður í Svartsengi sem getur leitt af sér alls kyns iðnaðarstörf. Í þessu samhengi vil ég koma inn á að stundum er talað um karlastörf og kvennastörf en mörkin milli karllægra og kvenlægra starfa eru að hverfa og kynin hasla sér nú völl á sviðum sem voru áður kynbundin. Með aukinni tækni og fjölgun starfa á þeim vettvangi hef ég ekki áhyggjur af því að þessi mörk hverfi ekki.” Í ferðaþjónustu bíði sömuleiðis sóknarfæri í framtíðinni. Efnahagslífið muni taka við sér þegar líður á árið og á svæðinu sé hafin uppbygging í eldsneytisframleiðslu, líftækni og fleiru. Á Suðurnesjum sé góð hafnaraðstaða og allir innviðir til staðar til frekari uppbyggingar. ,,Þarna er líka alþjóðaflugvöllurinn okkar og hann á eftir að verða enn öflugri í framtíðinni. Orkuskipti í flugvélum eru á leiðinni og vetnið verður líklega það sem stefnt er að í stærri vélum. Þar komum við sterkt inn og ég sé t.d fyrir mér eldsneytismiðstöð. Þarna komum við aftur inn á grænt eldsneyti og loftslagsmálin.” Ástandið núna sé tímabundið ástand. ,,Sólin á eftir að rísa aftur. Þegar herinn fór fékk svæðið á sig mikið högg og ástandið var erfitt. Fólk vann sig upp úr því og ég spái því að það verði stutt í að allt standi í blóma aftur.”
Laxeldið Jón hefur lengi haft mikinn áhuga á sjávarútvegi og þar með fiskeldi sem hann segir að geti valdið straumhvörfum í samfélaginu. ,,Eldið getur orðið ein af grunnstoðum atvinnulífsins ef við byggjum það upp með öflugum hætti og það skipt sköpum um að hér verði áfram
öflugt velferðarsamfélag um allt land.” Hann segir að þarna liggi fjölbreytt atvinnutækifæri til framtíðar í öllum landshlutum sem þurfi að bregðast við. ,,Ef við lítum á Vestfirði þá virtust þar allar bjargir bannaðar en nú er þar gerbreytt ástand. Þar hefur orðið fjölgun á íbúum og störfum og nú stækka menn skóla og byggja aftur hús.” Risavaxinn vöxtur bíði okkar í fiskeldi og útflutningsverðmæti eldis eigi eftir að verða jafn mikið og verðmæti þorskstofnsins. ,,Aðstæður í landinu munu gerbreytast og vel launuð hátæknistörf munu myndast á mörgum stöðum. Á Austfjörðum hefur líka orðið mikil aukning í fiskeldi en við verðum að fara varlega og gera þetta vel. Það þarf að gera miklar kröfur og horfa til reynslu landanna í kringum okkur. Þegar sjálfstraust okkar eykst mun verða ákall frá fleiri landshlutum að taka þátt í þessu enda hefur fiskeldið byltingarkennd áhrif á byggðir. Það hefur verið stórkostlegt að sjá breytingu á stöðum eins og Djúpavogi.” Jón bendir í þessu sambandi á úttekt Byggðastofnunnar sem sýni að fyrir hver þúsund tonn í eldinu myndist 23 bein og afleidd störf og út frá því megi reiknað að um 700 störf séu þá í sjónmáli fyrir vestan. Auðvelt sé að ímynda sér áhrifin sem það mun hafa á svæðið. SJÁVARAFL MARS 2021
13
eldsneyti fyrir faratæki og því lítil ástæða til að flytja hana annað. ,,Það er hagkvæmara að framleiða orku hér en á flestum öðrum stöðum og það er óskiljanlegt að hér skuli verða deilur vegna álveranna og fólk hafi þá skoðun að best væri að flytja þau til Kína. Væri það gott fyrir heiminn? Við nýtum 70% af raforku okkar til framleiðslu á áli og þetta er hrein orka. Kínverjar framleiða meirihluta af áli heimsins og þeirra orka er ekki hrein, þeir nota að mestu kol til orkuframleiðslu. Við viljum hafa mikla álframleiðslu því álið hefur margvísleg umhverfisvæn áhrif. Það léttir t.d farartækin svo þau eyða minna af jarðefnaeldsneyti, hvort sem það eru bílar eða flugvélar. Við nýtum það líka í byggingar og tæknivörur.
Um borð í björgunarskipinu Gísla Jóns frá Ísafirði. Ljósmynd úr eigu Jóns Gunnarssonar
Græn gildi ráði för Þrátt fyrir að efnahagsástand sé kannski dökkt í augnablikinu er Jón bjartsýnn á framtíðina og segir Íslendinga vera í betri stöðu en margar þjóðir því hér séu bæði auðlindir og þekking. ,,Framtíðin er björt ef okkur ber gæfa til að byggja upp öfluga nýsköpun, atvinnutækifæri og verðmætasköpun. Það sem við þurfum að gera núna er að leggja áherslu á nýsköpun og byggja hana á reynslu og þekkingu sem við höfum þegar innleitt í atvinnugreinar landsins. Við þurfum líka að tengja hana við græn gildi því þar liggja tækifærin að mínu mati. Við erum öflugir þátttakendur í loftslagsaðgerðum og við erum með atvinnugreinar sem byggja á grænum gildum.” Íslendingar þurfi eldsneytisframleiðslu sem byggi á raforku og að hans mati gæti landið orðið útflytjandi á hreinni orku á heimsvísu. ,,Við þurfum að horfa til gagnaveranna og lagning á nýjum sæstreng á næsta ári er grunnur að þeirri uppbyggingu. Við munum án efa sjá ný gagnaver rísa því allir leita í græna orku. Svo eru það allir möguleikarnir sem tengjast sjávarútvegi og aukinni matvælaframleiðslu í landbúnaði. Þar eiga Íslendingar t.d mikla möguleika vegna tengingar landsins við hreinleika. Við þurfum að leggja meiri áherslu á gæði íslenskrar framleiðslu, hvort sem hún á sér stað í hefðbundnum landbúnaði eða í garðyrkju.”
Betra fyrir heiminn að hafa álverin hér Orkumálin eru Jóni afar hugleikin og hann segir að nauðsynlegt sé að taka skynsamlega afstöðu til nýtingar orkuauðlinda. Átök liti of mikið umræðuna. ,,Að sjálfsögðu þurfum við að koma okkur saman um að vernda hálendið og náttúruna en við viljum ekki loka fyrir hagkvæmustu virkjanakostina. ,,Ferðaþjónustan dró vagninn eftir hrun og við gáfumst upp í átökum vegna virkjana sem við sjáum nú að var okkur dýrkeypt. Okkar reynsla af covid segir okkur að við megum ekki setja öll eggin í eina körfu.” Margir hafi verið á móti stóriðju á sínum tíma en samt hafi verið virkjað og því var mögulegt að leiða ódýrt rafmagn um allar byggðir landsins. ,,Þetta gátum við gert vegna þess að við höfðum orkufrekan iðnað sem þurfti sínar lagnir og orku.” Margir hafa áhyggjur af hækkun orkuverðs ef við förum að flytja út orku og við spyrjum Jón út í það. ,,Ég tel engar líkur á hækkun og það eru ekki miklar líkur á sæstreng vegna orkuflutnings til meginlandsins. Það hefur orðið svo mikil þróun í vind- og sólarorku og á meginlandinu er komin afkastamikil framleiðsla á þeim vettvangi.” Hérlendis séu líka miklir möguleikar á því að nýta umframorku til að framleiða grænt
14
SJÁVARAFL MARS 2021
Um 70% af öllu áli sem við notum er líka endurunnið því endurvinnsluhlutfallið er svo hátt. Kolefnishlutfall þess er því jákvætt.” Álið hafi líka mun betri endurvinnslumöguleika en plast. ,,Plastið er svo fjölbreytt að það er flókið að endurnýta það. Ég tel að Ísland ætti að hafa forgöngu í því að banna plastflöskur og nota ál í staðinn, það er auðvelt að endurnýta það. Við ættum reyndar að einbeita okkur að því að vera sem mest með hringrásarkerfi í allri framleiðslu.”
Orkuskipti í góðum farvegi Græn eldsneytisframleiðsla hefur verið talsvert í umræðunni hérlendis undanfarin ár og hefur Jón látið til sín taka á þeim vettvangi. ,,Ég hef verið nokkuð ánægður með hraða orkuskipta hér á landi og við munum sjá mikinn mun næstu fimm árin þar sem tæknin hefur eflst svo mikið. Við þurfum því að halda ívilnunum áfram. Það þarf líka að horfa til tæknilegra lausna og sköpunar.” Það sé vissulega kostnaður fólginn í því að skipta í græna orku en þjóðhagslegu áhrifin verði þau að þetta verði gríðarlega gjaldeyrisskapandi. Ísland flytji inn mikið af eldsneyti sem hafi áhrif á sjálfbærni. Það muni auka sjálfstæði okkar mikið að koma okkur í þá stöðu sem fyrst að verða ekki háð innfluttum orkugjöfum. ,,Íslendingar geta t.d framleitt vetni, ammoníak og metan; grænt eldsneyti sem mun leysa hitt af hólmi. Það krefst þess þó auðvitað að við virkjum meira. Við erum heldur ekki byrjuð að spá alvarlega í vindinn en þar eru miklir möguleikar og tilraunir með vindorku hérlendis sýna okkur að við fáum meira út úr vindorkuverum hér en erlendis. Samspil vatnsaflsvirkjana og vindorku er líka mjög gott.” Þegar vindur blæs væri hægt að nota vindinn og spara vatnið og þegar það væri logn væri vatnsorkan nýtt í staðinn. ,,Þetta væri gríðarlega hagkvæmt. Með þetta á radarnum eigum við að setja okkur þau markmið að verða í fremstu röð þjóða að útrýma jarðefnaeldsneyti í daglegri notkun.”
Ísland í forystuhlutverk í loftslagsmálum Jón segir að Íslendingar ættu að koma sér í forystuhlutverk í loftslagsmálum og nýta þannig þekkingu landsins í orkumálum. Hlutirnir gerist hratt á þessum vettvangi og það sé ekki óraunhæft að innanlandsflug hér fari að nota græna orku um 2025 og millilandaflug kannski fimm árum síðar.” Þessi breyting myndi gerbylta öllum kostnaði í innanlandsflugi, flutningum o.fl. ,,Innanlandsflug yrði ódýrara og hagkvæmara og ég tel að innan fimmtán ára verði reglubundið innanlandsflug líka komið til fleiri staða en núna.” Flugið verði þannig alvöru þáttur í almennum samgöngum fólks sem er betra fyrir vegakerfið og myndi gerbreyta lífsgæðum fólks sem býr úti á landi. ,,Orkuskipti eiga eftir að vera í stóru hlutverki hérlendis, sem og framlag okkar til loftslagsmála í heiminum.” Jón segir að orkuskiptamálin séu sem betur fer þverpólitísk og að allir flokkar séu sammála um að landið ætti að hlutast til um að verða öflugir þátttakandi í orkubyltingunni, í samvinnu við önnur lönd og framleiðendur flugvéla og annarra faratækja. Á Íslandi séu svo sannarlega tækifærin.
Markus Lifenet ehf. (Björgunarnetið Markús) Er sérhæft í þróun og framleiðslu búnaðar til að bjarga fólki úr sjó. Meðal þekktra framleiðsluvara eru Markúsarnet og léttabátanet en einnig eru framleiddir þar neyðarstigar og kastlínur sem henta einkar vel um borð í smábátum.
Markúsarnet Fyrir allar tegundir skipa og báta
Léttabátanet / Veltinet Er létt, auðvelt að festa og fljótlegt til björgunar, tekur lítið pláss og pakkast hratt og örugglega, leggst mjúklega utan um einstaklinginn og er einfalt í notkun.
Neyðarstigi í dekkbáta með allt að 1,8 m borðhæð sem haga má þannig að maður í sjó geti kippt stiganum niður og klifrað upp.
Stök kastlína í kastpoka fyrir allar gerðir skipa og báta og til að hafa merðferðis á ferðalögum.
Markus Lifenet ehf., Hvaleyrarbraut 27, 220 Hafnarfirði Sími: 565-1375- sales@markusnet.com - www.markusnet.com
Rauðáta (Calanus finmarchicus)
Möguleg nýting dýrasvifs við Ísland Staða sjávar Gríðarlega aukning í eftirspurn sjávarafurða hefur orðið síðustu 40 ár og hefur neysla á fiski og fiskafurðum farið úr 9.0 kg á ári í 20.5 kg á ári á þeim tíma og er talið að eftirspurnin muni aukast enn meira. Því miður er það svo að þessi aukna eftirspurn hefur valdið því að hlutfall fiskistofna sem eru veiddir á sjálfbæran hátt hefur farið úr 90% niður í tæp 65%, sem þýðir að um 1/3 af öllum fiskistofnum eru í raun ofveiddir. Til þess að sporna við þessari þróun hefur ábyrg
16
SJÁVARAFL MARS 2021
fiskveiðistjórnun byggð á vísindum verið notuð í auknum mæli, sem hefur leitt til samdráttar í útgefnum kvóta margra fisktegunda með tilheyrandi efnahagslegu tjóni. Það er ljóst að veiðar á hefðbundnum tegundum úr hafinu hafa náð hápunkti en heildarmagn úr sjó hefur haldist nokkuð jafnt í 80 miljón tonnum frá því snemma á 10. áratug síðustu aldar. Til þess að mæta aukinni eftirspurn á sjávarafurðum er því í auknum mæli leitað að öðrum stofnum og hráefnum sem hægt er að nýta með sjálfbærum hætti.
Stefán Þór Eysteinsson, verkefnastjóri Matís
Dýrasvif við Ísland Fjölbreytileiki dýrasvifs í kringum Ísland er gríðarlega mikill en af þeim sem finna má hér eru tvær dýrasvifstegundir, eða átutegundir eins og þær eru gjarnan kallaðar, sem þykja efnilegar þegar litið er til mögulegrar nýtingar í framleiðslu á verðmætum afurðum. Það eru annars vegar rauðáta (Calanus finmarchicus) og hins vegar ljósáta (Meganyctiphanes norvegica), einnig þekkt sem náttlampi. Rauðáta er smávaxið svifdýr, aðeins 2-4 mm að stærð, sem nærist að mestu á þörungum. Rauðátan er hluti af fæðu margra fisktegunda í kringum Ísland, til að mynda þorsks, kolmunna, síldar og makríls og er því mikilvægur hlekkur í fæðukeðju sjávar. Lífmassi rauðátu í hafinu í kringum Ísland er töluverður eða um 7 miljónir tonna. Samsetning rauðátu gerir hana athyglisverða fyrir vinnslu á verðmætum afurðum en hún er rík af fitusýrunum eikósapentaensýra (EPA) og dókósahexaensýra (DHA), andoxunarefninu astaxanthíni en einnig inniheldur skel hennar kítín (2-4%) sem er eftirsóknarverð fjölsykra með breiða virkni og nýtingarmöguleika, til dæmis í matvæla- og lyfjaiðnaði. Auk þess sem rauðátan er rík af áðurnefndum fitusýrum gerir fitusamsetning hennar hana mjög athyglisverða en hún geymir fituforða sinn í formi waxestera eða fitualkahóla. Rannsóknir benda til þess að niðurbrot waxestera í músum örvi meðal annars fitubrennslu og binda vísindamenn vonir við að hún geri slíkt hið sama í mannslíkamanum. Rauðátan er
meginuppstaðan í fæðu makríls (Scomber scombrus) við Ísland yfir sumartímann og berst töluvert magn af rauðátu á land við vinnslu á makrílnum. Rannsóknir Matís, í samstarfi við Síldarvinnsluna, Háskóla Íslands, Hafró og Tækniháskólann í Danmörku, hafa leitt í ljós að rauðáturíkt hliðarhráefni sem myndast við vinnslu á makríl hafi mikla möguleika fyrir áframhaldandi vinnslu í afurðir til manneldi. Einnig hafa þær þó gefið til kynna að gæði hliðarhráefnisins séu háð tímanum frá veiðum að vinnslu. Ljósáta eða náttlampi er töluvert stærri en rauðáta eða um 40-50 mm og gegnir einnig mikilvægu hlutverki í fæðukeðju sjávar og er ekki síður mikilvæg í fæðu margra fisktegunda hér við land. Talið er að heildarlífmassi allra ljósátutegunda í kringum Ísland, sem tekur þá til náttlampa, sporðkrílis (Thysanoessa longicaudata), augnsílis (Thysanoessa inermis) og öggu (Thysanoessa raschii), sé um 5 miljónir tonna. Efnasamsetning náttlampa er ekki síður áhugaverð en eins og rauðátan er hún rík af EPA og DHA og inniheldur að einhverju leyti astaxanthín sem og kítín. Þegar það kemur að fitusamsetningu þá eru rauðátan og náttlampinn hins vegar mjög frábrugðin þar sem fituforði náttlampans er aðallega á formi fosfólípíða. Hér á landi hafa verið gerðar tilraunir með veiðar á ljósátu í Ísafjarðardjúpi og lofa niðurstöður þeirra tilrauna góðu.
Veiðar dýrasvifs Ljósátuveiðar hafa verið stundaðar í Suður-Íshafi síðan 1960 og náðu hámarki um 1980 þegar veidd voru um 500 þúsund tonn en síðustu ár hafa veiðarnar verið um 200-250 þúsund tonn. Ljósátan sem um ræðir í Suður-Íshafi er Euphasia Superba eða krill, og er hún stærri en þær tegundir sem finnast við Ísland en þó má segja að samsetning SJÁVARAFL MARS 2021
17
Ljósáta (Meganyctiphanes norvegica)
þeirra sé sambærileg. Ljósátan er unnin í ýmsar verðmætar afurðir og má þar t.d. nefna lýsi til manneldis, gæludýrafóður og fóður ætlað í fiskeldi. Þar sem ljósátan er mikilvægur hlekkur í vistkerfi SuðurÍshafsins og mikilvæg í fæðu margra dýra á svæðinu hafa veiðarnar verið umdeildar. Veiðarnar voru í upphafi frjálsar en í dag er Þeim stýrt af CCAMLR (Commission for the Conservation of Antarctic Marine Living Resources) og hafa þau miðað við að veiða megi að hámarki 1% af áætluðum heildarlífmassa ljósátunnar á svæðinu eða um 600 þúsund tonn. Norðmenn hafa stundað tilraunaveiðar á rauðátu í Noregshafi síðan 2003, þegar leyfðar voru veiðar upp að 1000 tonnum á ári. Fylgst var vel með meðafla veiðanna, sem var að mestu í formi fiskeggja og ungviðis og lögðu Norsk stjórnvöld að lokum mat á rauðátuveiðarnar sem voru samþykktar í kjölfarið. Að loknum umsögnum hagsmunaaðila var gefinn út heildarkvóti á rauðátu upp á 254 þúsund tonn og voru boðin upp veiðileyfi fyrir 10 skip en veiðarnar fóru af stað árið 2020. Norsk stjórnvöld lögðu upp með svipaðar ráðleggingar og í Suður-Íshafi og miðuðu upphaflega við 1% af heildarífmassa rauðátunnar í Noregshafi. Líkt og með ljósátuna er helsta afurðin sem framleidd er úr rauðátunni lýsi til manneldis en einnig eru framleiddar afurðir sem nýta má í gæludýrafóður og í fiskeldi.
18
SJÁVARAFL MARS 2021
Segja má að þegar komi að veiðum og vinnslu á dýrasvifi standi Norðmenn fremst af öllum. Þrátt fyrir það hafa Norðmenn nú nýlega hleypt af stokkunum verkefni sem ber heitið SFI Harvest sem mun skoða nýtingarmögulega ljósátu, og miðsjávartegunda, í Noregshafi og er áætlaður kostnaður verkefnisins um 196 miljónir Norskra króna (3 miljarðar ISK). Það er augljós þörf á nýju hráefni úr hafinu og hafa Norðmenn sem dæmi bundið miklar vonir við að dýrasvif muni mynda stóran hluta af því hráefni. Kostir þess að veiða dýrasvif eru þónokkrir og má þar helst nefna stórar stofnstærðir og hreinar afurðir m.t.t. umhverfismengunarvalda. Ókostirnir eru auðvitað einnig til staðar og vegur þar þungt óvissa um hvaða áhrif veiðarnar gætu haft á aðra mikilvæga fiskistofna sem treysta á dýrasvifið. Ljóst er að skoða þarf hvort veiðar á dýrasvifi hér við land séu fýsilegar og mun svar við því ekki fást nema farið verði í viðeigandi rannsóknir. Þær rannsóknir og sú vinna sem ráðast þarf í verður ekki unnin af einum aðila heldur þarf heildarátak frá rannsóknarstofnunum og iðnaðnum. Farið verður yfir þessi mál í málstofunni Nýting dýrasvifs og miðsjávartegunda á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin verður í Hörpu 11-12. nóvember.
ÞORLÁKSHÖFN
Framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er því mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi. Einnig má geta þess að Smyril Line Cargo siglir tvisvar í viku allan ársins hring á milli Þorlákshafnar, Rotterdam og Hirtshals með viðkomu í Færeyjum. Flutningstíminn er sá stysti sem í boði er á SV-horni landsins í sjóflutningum til og frá landinu og hentar vel fyrirtækjum sem eru í inn- eða útflutningi.
Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.
Ótvíræður kostur fyrir útgerðir Með vikulegum vörusiglingum frá Þorlákshöfn til Evrópu er það ótvíræður kostur fyrir útgerðir að landa í Þorlákshöfn ferskum fiski beint til útflutnings.
Við hvetjum útgerðir til að kynna sér þessa útflutningskosti betur á thorlakshofn.is Einnig með tölvupósti á höfn@olfus.is eða í vaktsíma Þorlákshafnar 893 3659.
ARGH ehf. 11.2020
Í dag sigla tvær vöruflutningaferjur á vegum Smyril Line Cargo vikulega, allan ársins hring. Mistral siglir frá Þorlákshöfn á mánudögum til Hirtshals í Danmörku og Mykines á föstudögum til Rotterdam í Hollandi. Með þeim er flutningstíminn sá stysti til og frá landinu sem í boði er á SV-horninu í sjóflutningum. Samhliða vöruflutningum hefur löndunarþjónusta aukist sem og önnur þjónusta.
Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800
olfus@olfus.is thorlakshofn.is
Bjartsýnn á framtíðina
Við snúum hindrunum í tækifæri Sigrún Erna Geirsdóttir
Atli Sigurður Kristjánsson tók í desember við sem verkefnastjóri í markaðs- og samskiptadeild Marel. Í deildinni starfa um það bil 50 manns út um allan heim sem sinna öflugu og fjölbreyttu markaðsstarfi fyrir starfsemi félagsins í kjöt-, kjúklinga- og fiskiðnaði. Atli sinnir verkefnum fyrir fiskinn. Hann segir að Marel hafi verið vel í stakk búið til að takast á við áskoranir sem fylgdu covid og að áherslan hafi verið á að tryggja öryggi starfsfólks og samstarfsaðila, sem og tryggja stöðugt framboð vöru og þjónustu til viðskiptavina út um allan heim. Marel kom í febrúar með nýtt vélmenni á markað, RoboBatcher Box, sem pakkar flökum í kassa. 20
SJÁVARAFL MARS 2021
Alltaf rennt hýru auga til Marel
,,Ég var markaðsstjóri Bláa lónsins en langaði í nýjar áskoranir. Það má segja að ég hafi alltaf rennt hýru auga til Marels og þegar tækifærið kom á að flytja mig hingað stökk ég spenntur á það. Ég hef ekki séð eftir því, það er skemmtilegt í fiskinum,”
Atli hefur verið verkefnastjóri hjá Marel í fjóra mánuði en áður hafði hann verið í allt öðrum bransa. ,,Ég var markaðsstjóri Bláa lónsins en langaði í nýjar áskoranir. Það má segja að ég hafi alltaf rennt hýru auga til Marels og þegar tækifærið kom á að flytja mig hingað stökk ég spenntur á það. Ég hef ekki séð eftir því, það er skemmtilegt í fiskinum,” segir hann. Atli ólst reyndar upp í kringum fiskinn í Keflavík því faðir hans starfar við sjávarútveg og Atli fór ungur að heyra um Marel og hvað fyrirtækið væri að gera áhugaverða hluti. Hann sótti líka mikið í að vera á bryggjunni til að fylgjast með skipunum og hefur alla tíð síðan haft mikinn áhuga á greininni. Markaðsfræði fór fljótlega að verða spennandi líka og eftir að hafa lokið viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík lá leiðin til London og síðan til Frakklands til frekara náms í fræðunum. Nú eru bæði London og París heillandi borgir en hvor borgin heillaði hann meira? ,,París, alveg klárlega. Mér fannst mjög skemmtilegt að búa í Frakklandi, það er einstakt land hvað menningu og sögu varðar.” Námið fór fram í nokkrum borgum fyrir utan París, t.d La Rochelle og Poitiers og Atla gafst því gott tækifæri til þess að ferðast um landið og kanna það vel. ,,Ég keyrði um allt SuðurFrakkland, Cognac hérað og víðar. Frakkland er svo fallegt land og mikið að sjá. Ég heimsótti t.a.m höllina þar sem Leonardo DaVinci átti heima og skoðaði safnið. Þar komst ég t.d að því að hans frægasta verk, Mona Lisa, var falið í kistu hans þegar Frakkland var hernumið af Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni síðari. Þannig að þau fengu að vera saman um tíma, löngu eftir að hann dó!”
Gleði og samvinna
Atli hefur í mörg ár haft mikinn áhuga á nýsköpun og tækniþróun og þar sem Marel hefur verið leiðandi á þessum sviðum í sjávarútvegi fór hann að fylgjast enn betur með starfsemi Marel. ,,Ég vissi hverju þau voru að breyta og hvað þau vildu bæta löngu áður en ég fór að vinna með þeim. Ég þekkti líka marga hjá fyrirtækinu og þau töluðu alltaf um Marel sem frábæran stað að vinna á. Ég hikaði því ekki við að flytja mig þangað í vetur,” segir hann og hefur ekki séð eftir því. ,,Það sem einkennir andann hérna er samvinnan, hún er alveg frábær. Maður finnur líka að það ríkir svo mikil gleði á vinnustaðnum og vilji til þess að gera hlutina enn betur í dag en í gær. Allir eru svo drífandi, fólk vill gera hlutina vel og sanna sig. Þannig að hér er mjög góð stemning og mér finnst vera heiður að vera orðinn hluti af þessum hópi.”
Við hugsum í lausnum
Atli Sigurður Kristjánsson, verkefnastjóri í markaðs- og samskiptadeild Marel.
Þrátt fyrir að Atli hafi komið til Marel á tímum covid segist hann ekki mikið hafa velt því fyrir sér að covid hafi verið í gangi, veiran hafi ekki stoppað fyrirtækið. ,,Margir voru auðvitað að vinna heima en fólk hefur verið að koma aftur eftir því sem takmörkunum léttir,” segir hann. Gríðarlega strangar reglur hafi verið í húsinu sjálfu meðan hæst stóð, því hafi verið vel hólfaskipt og ströngustu sóttvarnarlögum fylgt í hvívetna. ,,Marel brást hratt og örugglega við þegar covid skall á og áherslan var lögð á að tryggja öryggi starfsfólk og samstarfsaðila Marel jafnframt því að tryggja stöðugt framboð vöru og þjónustu til viðskiptavina út um allan heim. Þannig hafi Marel lagt sitt lóð á vogarskálarnar að tryggja að matvælakeðjan, ein mikilvægasta virðiskeðja í heimi, héldist gangandi. Nú voru fyrirtæki misvel í stakk búin til að takast á við erfiðleikana sem covid hefur fylgt. Hvernig var staðan hjá Marel? ,,Marel var í góðri stöðu þegar faraldurin skall á og var á undanförnum árum búið að fjárfesta í alþjóðlegu sölu-og þjónustuneti sínu og framboði stafrænna lausna en þessar fjárfestingar skiptu sköpum þegar heimsfaraldurinn skall á með fullum þunga. Alþjóðlegt söluog þjónustunet okkar gerði það að verkum að við gátum haldið áfram að sinna okkar viðskiptavinum hvar sem þeir voru staddir í heiminum í gegnum faraldurinn. Það hefur einnig mikið að segja að við störfum í nýsköpun svo hér ríkir lausnamiðuð hugsun, það kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram og finna lausnir og leiðir til að sinna okkar viðskiptavinum og okkar hlutverki. Sú uppbygging sem hefur átt sér stað í stafrænni þróun skilaði sér heldur betur og gerði það að verkum að við héldum allan tímann uppi góðri þjónustu við viðskiptavini,” segir Atli. SJÁVARAFL MARS 2021
21
,,Það sem einkennir andann hérna er samvinnan, hún er alveg frábær. Maður finnur líka að það ríkir svo mikil gleði á vinnustaðnum og vilji til þess að gera hlutina enn betur í dag en í gær“
Sýningarnar heim í stofu Atli segir að covid tímabilið hafi með öllum sínum áskorunum getið af sér mikinn lærdóm og ýtt enn frekar undir nýsköpun hjá fyrirtækinu. ,,Nýsköpun er að sjálfsögðu ein af grunnstoðum Marel og við áttum því auðvelt með að koma með stafrænar lausnir. Þar sem heimsóknir og sýningar hafa ekki verið mögulegar þróuðum við stafrænar sýningar svo viðskiptavinurinn geti skoðað allt sem við höfum upp á að bjóða heima í stofu.” Það sé auðvitað erfitt að Marel hafi ekki getað farið á sýningar en það hafi ekki stoppað markaðsstarf eða sölu. ,,Við komum þess í stað með útsendingar fyrir viðskiptavininn þar sem við sýndum vélarnar í beinni útsendingu og buðum honum svo að ganga um sýningargólfið, í stafrænum heimi. Þegar hann var svo búinn að sjá vélarnar starfa og skoða þær að vild gat hann spurt okkur spurninga. Þetta hefur heppnast mjög vel og minnir í rauninni á tölvuleik,” segir hann. Atli hefur góðan bakgrunn í stafrænni þekkingu og segir að það hafi komið sér mjög vel á þessum tímum. Stafræna tæknin sé því mikið nýtt um þessar mundir og segir hann að það muni halda áfram.
Marel kom í febrúar með nýtt vélmenni á markað, RoboBatcher Box, sem pakkar flökum í kassa.
22
SJÁVARAFL MARS 2021
RoboBatcher Box í febrúar Marel kynnti í febrúar til leiks nýtt vélmenni, RoboBatcher Box, sem pakkar flökum í kassa, þannig að pökkun hefur nú verið sjálfvirknivædd. ,,Það er stór breyting fyrir vinnslur að geta pakkað svona vel vélrænt og haldið á sama tíma þyngdinni sem þau vilja í kassann. Það þýðir að minna fer til spillis, sem sparar vinnslunni peninga og er líka umhverfisvænna.” Atli segist finna fyrir miklum áhuga á vélmenninu og hefur íslenskt fyrirtæki nú þegar tekið eitt slíkt í notkun. Fyrirtækið sé afar ánægt með afköstin og útkomuna. ,,Við erum mjög bjartsýn á framtíðina hér hjá Marel, það eru aðrar vélar á borðinu og heilmikið í pípunum. Við erum vön því að snúa hindrunum í tækifæri, það er hugsun sem við höfum tamið okkur hér,” segir Atli. Framtíðarsýn Marel sé að umbylta matvælavinnslu á heimsvísu með sjálfbærni og aukna hagkvæmni að leiðarljósi og segist Atli vera spenntur fyrir að vinna að því verkefni. Marel kynnti í febrúar til leiks nýtt vélmenni, RoboBatcher Box, sem pakkar flökum í kassa, þannig að pökkun hefur nú verið sjálfvirknivædd. ,,Það er stór breyting fyrir vinnslur að geta pakkað svona vel vélrænt og haldið á sama tíma þyngdinni sem þau vilja í kassann. Það þýðir að minna fer til spillis, sem sparar vinnslunni peninga og er líka umhverfisvænna.“ Atli segist finna fyrir miklum áhuga á vélmenninu og hefur íslenskt fyrirtæki nú þegar tekið eitt slíkt í notkun. Fyrirtækið sé afar ánægt með afköstin og útkomuna. ,,Við erum mjög bjartsýn á framtíðina hér hjá Marel, það eru aðrar vélar á borðinu og heilmikið í pípunum. Við erum vön því að snúa hindrunum í tækifæri, það er hugsun sem við höfum tamið okkur hér,“ segir Atli. Framtíðarsýn Marel sé að umbylta matvælavinnslu á heimsvísu með sjálfbærni og aukna hagkvæmni að leiðarljósi og segist Atli vera spenntur fyrir að vinna að því verkefni.
Wise flytur höfuðstöðvar fyrirtækisins í Ofanleiti í janúar gerði Wise langtímaleigusamning við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæði fyrir starfsemi sína í Reykjavík og á Akureyri. Starfsemi Wise í Reykjavík hefur nú þegar verið flutt úr Borgartúni 26 í húsnæði í eigu Regins í Ofanleiti 2. Fram kemur í tilkynningu, að Wise verður á efstu hæð hússins en verkfræðistofan Verkís er einnig með starfsemi sína í húsinu en það hýsti áður Háskólann í Reykjavík. Á næstu vikum mun starfsemi Wise á norðurlandi einnig flytja starfsemi sína í húsnæði Regins, við Skipagötu 9 á Akureyri. Einnig segir að Wise stefni á að árið 2021 verði það stærsta í 26 ára rekstrarsögu fyrirtækisins. Vöru- og þjónustuframboð fyrirtækisins hefur aukist með sameiningu við Centara og Clarito sem og með samstarfi við LS Retail og fleiri birgja. Framtíðin er björt og horfir fyrirtækið fram á mikil vaxtartækifæri í tækniþróun og sérstaklega í þeirri stökkbreytingu sem er hafin í stafrænum lausnum og nýtingu þeirra. Wise er í dag einn stærsti söluaðili Microsoft Dynamics 365 lausna á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni með áherslu á bókhald, ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu.
Höfuðstöðvar Wise eru nú í Ofanleiti 2. Ljósmynd/Aðsend
Hrognin fryst dag og nótt á lokasprettinum „Kap kom með um 1.200 tonn sem var fyrsta hráefnið okkar til hrognafrystingar á vertíðinni. Ég væri ánægður með að fá út úr þessu 150 tonn af hrognum,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, síðdegis í gær, föstudag. Kap var þá farin til veiða á nýjan leik, löndun nýhafin úr Ísleifi og í uppsjávarhúsi VSV var allt á fullu gasi hvert sem litið var.
Verðmætasköpun fram haldið hjá Marhólmum
Lokakafli loðnuvertíðarinnar er stuttur og snarpur en sá verðmætasti. Ætla má að í lok næstu viku eða þar um bil klárist að vinna síðasta loðnuaflann sem á land kemur. Þar með lýkur vertíðinni, þeirri fyrstu sinnar tegundar frá 2018.
Ferlið allt tekur jafnan 10-12 klukkustundir, frá því aflinn er tekin í hús þar til hrognin eru komin í umbúðir áleiðis í frystiklefa án þess að mannshöndin komi nærri hráefninu frá upphafi til enda. Langur vegur er í öllum skilningi frá u p p h a fs d ö g u m þessarar vinnslu á Íslandi 1971-1972 þegar hrognum var safnað í grisjupoka við löndun og aftur eftir hreinsun og þurrkun.
Ofurlítið hökt er eðlilegt í upphafi Sindri og Benoný Þórisson framleiðslustjóri voru á vappi í uppsjávarhúsinu til að fylgjast með og grípa inn í atburðarásina með starfsfólkinu sínu ef allt gekk ekki alveg eftir bókinni. Eðli máls samkvæmt gerist eitthvað sem þarf að kippa í liðinn og svo hafa bæst við nýir salir í húsinu frá því síðast voru fryst þarna hrogn. Þar komu sem sagt við sögu nýmæli í ferlinu í bókstaflegum skilningi og vinnslurásin þurfti tíma til að slípast. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn þar til yfir lýkur. Vélvæðing og sjálfvirkni er alltumlykjandi og miklar og skilyrðislausar kröfur gerðar um hreinlæti og virðingu gagnvart matvælaframleiðslunni.
Vinnslan hefst með því að fiskurinn er skorinn í sundur í tromlum og hrognin hirt með vatnsþrýstingi. Hrognin eru síðan hreinsuð og þvegin með ýmsum tæknilegum tilfæringum og enda í plastkerum þar sem þau standa til að láta vatn síga af þeim í aðdraganda pökkunar.
Loðnuhrognin sem til falla á vertíðinni verða notuð hjá fyrirtækinu Marhólmum í Vestmannaeyjum til framleiðslu á masago sem svo aftur er mikið notað við framleiðslu sushi-rétta. Marhólmar eru að stórum hluta í eigu Vinnslustöðvarinnar. (birt: 6. mars 2021 af vef Vinnslustöðvarinnar) Teikning: Jón Baldur Hlíðberg
SJÁVARAFL MARS 2021
23
Veruleg fjölgun blárra frumkvöðlafyrirtækja á áratug Samkvæmt athugun Sjávarklasans hefur frumkvöðlafyrirtækjum í bláa hagkerfinu fjölgað um 150% á síðustu tíu árum. Árið 2012 var gerð talning á vegum Sjávarklasans á fjölda frumkvöðlafyrirtækja sem tengdust hafinu á einhvern hátt. Þá voru fyrirtækin um 60 talsins en nú eru þau orðin um 160. Hvernig starfsemi er þetta og hvað eigum við ennþá mikið inni? Með frumkvöðlafyrirtæki (eða sprotafyrirtæki) er hér átt við fyrirtæki hyggst bjóða nýja vöru, tækni eða þjónustu á markaði, fyrirtæki sem nýtir sér breytta framleiðsluþætti eða horfir til nýrra markaða. Í samantekt Sjávarklasans var miðað við að fyrirtækin hefðu starfað í 10 ár eða skemur og væru starfandi þegar athugunin var gerð. Aukningin á þessum tæplega tíu árum liggur aðallega í mikilli fjölgun frumkvöðlafyrirtækja í hvers kyns matvælaframleiðslu, bæti- og heilsuefnum, hugbúnaði ofl. Fjölbreytni í hópi þessara frumkvöðlafyrirtækja hefur aukist umtalsvert og aukningin á þessum tæpu tíu árum liggur m.a. í fyrirtækjum sem sinna rekjanleika og öryggi matvæla, framleiða fæðubótarefni og snyrtivörur, þróa hvers kyns hugbúnað og gervigreind og umhverfistækni, eða stunda eldi, þörungarækt o.fl.
Efling rannsókna Tækifærin í bláa hagkerfinu eru mörg í líftækni tengdri hafinu. Þau fyrirtæki, sem skarað hafa framúr á þessu sviði, eru þegar búin að slíta barnsskónum og markaðsvirði þeirra skiptir tugum milljarða. Flest þessara fyrirtækja eiga uppruna sinn í innlendum háskólum og rannsóknarstofnunum. Gott er að hafa það í huga við stefnumótun nýsköpunarstarfs hérlendis. Það veldur nokkrum vonbrigðum að ekki verði fleiri fyrirtæki til á sviði sjávarlíftækni á Íslandi. Vöxtur í greininni ræðst að miklu leyti af því hvernig tekst til að fjármagna rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpunarfyrirtækin. Matís og Háskóli Íslands eru í fararbroddi í rannsóknum á þessu sviði. Hér kunna einnig að vera tækifæri í þörungavinnslu og lífverum undirdjúpanna þar sem kunna að leynast efni sem nýtast í lyf framtíðarinnar. Skoða þarf hvernig megi efla frumkvöðlakennslu í háskólunum til að fleiri nemendur sem tengjast líftækni, efnafræði og fleiri greinum séu hvattir til að að koma eigin nýsköpunarhugmyndum í framkvæmd. Mikil gróska hefur verið í þara og þangi og hafa nokkur fyrirtæki verið sett á laggirnar á þessu sviði á undanförnum árum. Fimmtán fyrirtæki á Íslandi koma nú þegar að nýtingu þara á einhvern hátt en mörg
24
SJÁVARAFL MARS 2021
Höfundur greinar er Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska Sjávarklasans.
þeirra hafa verið starfrækt um langt skeið. Í samanburði við mörg önnur ríki verður það að teljast afar gott. Þrátt fyrir þennan stóra hóp hefur velta margra þessara fyrirtækja lítið breyst síðustu ár en mikil þróunarvinna og þekkingaröflun hefur átt sér stað. Með því að auka fjárfestingar og rannsóknarstyrki á þessu sviði getur Ísland skapað sér sess á meðal forystuþjóða í fullnýtingu þara. Fyrirtækjum fjölgar mishratt í ólíkum tæknigreinum. Athygli vekur að fá ný tæknifyrirtæki í fiskvinnslutækni hafa komið fram á sjónarsviðið. Svo virðist sem að með stærri og öflugri tæknifyrirtækjum, sem starfrækt eru hérlendis, hafi átt sé stað viss mettun á þessu sviði. Sameinaðar og stærri einingar hafa eflst og bjóða áhugaverð störf. Það er helst í sérhæfðari tækni, svo sem í gervigreind, rekjanleika- og umhverfistækni og skipatækni sem áhugaverð nýsköpunarfyrrtæki hafa komið fram á sjónarsviðið. Fróðlegt verður að fylgjast áfram með vexti þessara fyrirtækja
Matvælanýsköpun Sjaldan eða aldrei í lýðveldissögunni hafa komið fram jafn mörg ný matvælafyrirtæki eins og undanfarin ár. Mikil nýsköpun er í framleiðslu matvæla og nýverið sýndi sá fjöldi umsókna í nýjan Matvælasjóð hversu kraftmikil nýsköpunarstarfsemi í matvælum er á Íslandi. Mörg þessara fyrirtækja hafa nýtt bæði innlendar landbúnaðar- og sjávarafurðir í vörulínu sína. Þá hafa mörg fyrirtæki horft fyrst og
fremst til haftengdra afurða og má í því sambandi nefna fyrirtæki sem framleiða salt, þurrkuð matvæli og snyrtivörur úr haftengdum efnum svo fátt eitt sé nefnt.
sjávarútvegi og skapað betri vettvang fyrir frumkvöðlafyrirtæki í bláa hagkerfinu.
Vafalaust eru ólíkar ástæður fyrir þeirri fjölgun sem orðið hefur á nýsköpunarfyrirtækjum í bláa hagkerfinu. Fyrst má nefna aukna fjárveitingu í opinbera samkeppnisstyrki. Í því sambandi má nefna Tækniþróunarsjóð og áðurnefndan Matvælasjóð, en báðir þessi sjóðir geta ráðið miklu um hversu kraftmikil nýsköpunarstarfsemi tengd hafinu verður á komandi árum. Aðrir þættir gegna einnig mikilvægu hlutverki. Viðskiptahraðlar Icelandic Startups hafa haft mjög mikið að segja um þann áhuga sem hefur vaknað á allri „startup“ senunni á Íslandi og skapað grundvöll fyrir mörg fyrirtæki til að taka sín fyrstu skref.
Á Íslandi eru nú starfrækt fyrirtæki á heimsvísu í tækni tengdri fiskvinnslu, kælingu og veiðarfærum. Þá eiga íslendingar einnig leiðandi fyrirtæki í fiskprótínum og fisklíftækni. Það er ótrúlegt að jafn lítil þjóð hafi náð jafn miklum árangri á jafn fjölbreyttum sviðum bláa hagkerfisins. Þessi fyrirtæki hafa flest notið góðs af samstarfi við útgerðir, háskóla, stofnanir á borð við Matís og rannsóknasjóði. Treysta þarf rannsóknir í greininni og frumkvöðlamenntun og efla enn frekar viðskiptahraðla þar sem frumkvöðlar stíga sín fyrstu spor. Fjárfestar hafa einnig sýnt frumkvöðlafyrirtækjum í bláa hagkerfinu meiri áhuga. Mestu ræður þar án efa einstakur árangur nokkurra frumkvöðlafyrirtækja sem rutt hafa brautir í þessum efnum. Hér má nefna Kerecis, Ensímtækni, Controlant og Arctic Fish svo einhver séu nefnd. Þekking fjárfesta hefur einnig eflst umtalsvert og komið hafa fram sérfræðingar og sjóðir sem hafa sinnt ráðgjöf við fjárfesta í verkefnum sem lúta að frumkvöðlafyrirtækjum.
Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ sem Icelandic startups og Sjávarklasinn stofnuðu hefur skipt sköpum við að hlúa að nýsköpunarfyrirtækjum á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Samstarf við Matarauð Íslands, Landbúnaðarklasann og nú síðast verslanir Nettó, hefur verið mikilvægt fyrir þann árangur sem náðst hefur í hraðlinum. Að öllum öðrum ólöstuðum hefur forysta Salóme Guðmundsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra Icelandic í verkefninu verið gríðarlega þýðingarmikil. Þá má nefna að háskólar og rannsóknastofnanir eins og Matís hafa sinnt frumkvöðlum mun meira en áður. Loks hefur tilkoma Sjávarklasans vonandi aukið umræðu um nýsköpun í
Tækifærin
Það er ljóst að við eigum enn mikið inni. Síðustu ár eru ágætur vitnisburður um að ef rekstrarumhverfi frumkvöðlafyrirtækja er gott og jákvæðni og skilningur ríkir gagnvart starfsemi þeirra þá mun þeim áfram fjölga og þau sem fyrir eru eflast.
Færir þjóðarbúinu drjúgar tekjur sem fáir borða Stærstur hluti Íslendinga hefur aldrei lagt sér grálúðu til munns, en margir fá vatn í munninn þegar grásleppuvertíðin er hafin, sumir smjörsteikja hana eða sjóða og borða með bestu lyst. Grásleppuhrognin eru dýrmæt og hafa Íslendingar lagt sér til munns, bæði grásleppu sem og rauðmaga. Til gamans má geta að grásleppan er hrygna hrognkelsis (kvenkyn) og rauðmaginn er hrognkelsahængurinn (karlkyn). Hafa Íslendingar veitt hrognkelsi í net en netin fyrir grásleppu eru töluvert stórriðnari en netin fyrir rauðmagann. Í Brekkukotsannál Halldórs Laxness segir á einum stað: „Þeir
sem veiða hrokkelsi eru aldrei nefndir rauðmagakallar, en alltaf grásleppukarlar“. Landssamband smábátaeiganda greinir frá því á vef sínum að grásleppuveiðar hófust 23. mars og verða þær til 30. júní. Veiðarnar má stunda 25 daga samfleytt. Þó ber að geta þess að leyfin eru bundin við ákveðin veiðisvæði og má veiða í innanverðum Breiðafirði til 12. ágúst. Sérstakt veiðileyfi var gefið út af Fiskistofu. Grásleppunni er nú allri landað heilli og óaðgerði öfugt við það sem var áður þegar aðeins hrognin voru hirt og grásleppunni sjálfri hent í sjóinn.
SJÁVARAFL MARS 2021
25
Sjávarafl óskar lesendum sínum gleðilegra páska 26
SJÁVARAFL MARS 2021
SJÁVARAFL MARS 2021
27
Elín Bragadóttir
Búnaður til að bjarga mannslífum úr sjó
Rakel Ýr Pétursdóttir, framkvæmdastjóri, ákvað að taka við rekstri föður síns Pétri Th Péturssonar.
28
SJÁVARAFL MARS 2021
Frá því að hugsjónarmaðurinn Markús B. Þorgeirsson kynnti hugmynd sína Björgunarnetið fyrst til sögunnar eru liðin 40 ár. Um var að ræða búnað sem nota mátti til að bjarga fólki úr sjó, þar sem hver sekúnda skiptir máli. Í dag hefur Rakel Ýr Pétursdóttir tekið við stjórn fyrirtækisins af föður sínum Pétri Th. Péturssyni en hann stýrði fyrirtækinu í 35 ár og eru rúm 20 ár síðan síðan að Pétur setti síðustu uppfærslu Markúsarnetanna á markað, sem framleidd eru af fyrirtækinu Markus Lifenet ehf. Gæðavottað af Lloyd´s Register LRQA Lausnir sem Markus Lifenet býður upp á eru einfaldar og árangursríkar og hafa náð markaðsfestu alþjóðlega. „Þetta eru lausnir sem byggja á margra áratuga reynslu, þar sem aðrar lausnir hafa ekki dugað og hver sekúnda skipti máli. Þessar lausnir eru raunhæfar og áræðanlegar við verstu aðstæður.“ segir Rakel. Markus Lifenet ehf. er ISO 9001 gæðavottað af Lloyd´s Register LRQA. Gæðakerfið tryggir einsleitna framleiðslu og stuðlar að stöðugri þróun samhliða tækninýjungum í greininni. Einnig er séð til þess að viðskiptavinurinn fái þá vöru sem best hentar hverju sinni sem mætir þeirra kröfum.
Hér má sjá veltinet fyrir minni báta og skip en með því má velta mönnum um borð í láréttri stöðu, einnig geta nokkrir menn í einu klifrað sjálfir um borð, falli þeir útbyrðis.
og gallana í sjó.” og bætir Rakel við: „Þannig fundu þeir á eigin skinni gagnsemi björgunarnetsins og neyðargallans. Menn kynntust mikilvægi þess að æfa björgun úr sjó. Ef til kæmi kynnu þeir réttu handtökin og hvernig nota ætti björgunarbúnaðinn. Segja má að Slysavarnaskólinn sé afsprengi þessarar vinnu hans.” Næstu þrjú ár helgaði Markús líf sitt kynningu og sölu á Björgunarnetinu, og var því kominn vel af stað með fyrirtækið, en hann varð bráðkvaddur
„Þetta eru lausnir sem byggja á margra áratuga reynslu, þar sem aðrar lausnir hafa ekki dugað og hver sekúnda skipti máli. Þessar lausnir eru raunhæfar og áræðanlegar við vestu aðstæður.“ Mikill hugsjónamaður Markús B. Þorgeirsson fann upp Markúsarnetið og stofnaði fyrirtæki utan um það. Markús hafði starfað sem skipstjóri í Hafnarfirði mestan hluta æfinnar en hafði svo þurft að fara í land vegna veikinda. „Markús horfði á eftir vini sínum í hafið árið 1952 en vinur hans stökk í sjóinn eftir félaga sínum og fórst vegna þess að hann var ekki tengdur línu.“ Þá bætir Rakel við þung í röddinni: „Að verða vitni að slíkum atburði og geta ekki rétt hjálparhönd hafði mikil áhrif á hann.“ Því má segja að þessi atburður hafi ekki liðið Markúsi úr minni og árið 1980 kynnti hann Björgunarnetið sitt fyrst til sögunnar. Búnaðurinn sem var einfaldur var hannaður til að bjarga fólki úr sjó.“ þá bætir Rakel því við að hann hafi verið mikill hugsjónamaður og fylginn sér. Markús fékk styrk frá Alþingi og fyrir hann og stuðning Hannesar Hafsteins þáverandi framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins, heimsótti hann öll sjávarpláss á Íslandi 1982 til að kynna björgunarnetið og neyðargalla, sem þá var einnig nýjung. „Markús fékk björgunarsveitamenn og sjómenn í lið með sér til að gera prófanir og æfingar með Markúsarnet
Markúsarnetið gerir einstaklingi kleift að bregðast við manni sem fallið hefur útbyrðis á árangursríkan og öruggan máta hvar sem er á síðu skips þar sem hengtugt handrið eða borðstokk er að finna og færa meðvitaðan manninn til öryggis. SJÁVARAFL MARS 2021
29
„það var í fyrsta skipti sem hægt var að fara í sjóinn með öryggi til að bjarga manni úr ólgusjó og núna fjörutíu árum eftir að Markús kom með þessa hugmynd, hefur engin búnaður leyst þetta betur.“
Hægt er að nota búnaðinn til að ná manni úr sjó með handafli og bjargað þannig mannslífum.
í lok árs 1984 aðeins sextugur að aldri. Í dag hefur Markúsarnetið fyrir löngu sannað gildi sitt.
Orðspor sem vinnur með þeim Eftir að Markús B. Þorgeirsson lést, tekur Pétur Th. Pétursson tengdasonur Markúsar óvænt við rekstrinum og í þrjátíu og fimm ár hélt hann um stjórn fyrirtækisins. „Þá var Pétur sá eini í fjölskyldunni sem gat tekið við eftir að Markús féll frá og í maí 1985 var Pétur búinn að hanna og þróa aðra útgáfu netsins“. Að sögn Rakelar er faðir hennar sáttur með þessar breytingar við val sitt á starfi en áður vann hann við að kenna börnum smíðar og var á kafi í félagsstörfum. Þá segir Rakel að það hafi verið erfið ákvörðun fyrir föður hennar að velja hvort hann ætti að taka við fyrirtækinu að tengdaföður sínum látnum en í dag hafi hann það á tilfinningunni að það hafi í raun verið það sem honum var ætlað að gera „Segja má að örlögin hafi heldur betur gripið í taumana.“ Segir Rakel og bætir því við: „því faðir minn hafði fylgst með starfi Markúsar síðasta árið og fylgt honum eftir eins og skuggi, en hafði hins vegar engin áform um að ganga inn í fyrirtækið en með andláti Markúsar breyttist það.“ Þá fannst Pétri að hann yrði að taka við fyrirtækinu og að sögn Rakelar „Því hann hefur sagt að hann skynjaði hversu miklu þrekvirki Markús skilaði frá sér“. Þá bætir Rakel við að faðir hennar tók ekki við fyrirtækinu til að verða ríkur heldur vegna hugsjónar, hann vildi skilja við veröldina betri en þegar hann kom í hana. „Með óendanlegum dugnaði tókst svo Pétri að komast í gegnum alla þá öldudali sem á hans vegi urðu og hefur skapað orðspor sem vinnur með þeim.“ Segir Rakel stolt. Þrátt fyrir að Pétur hafi verið framsýnn á mörgum sviðum, komu upp erfiðleikar hjá fyrirtækinu. „Á tímabili var fyrirtækið nærri gjaldþrota og foreldrar mínir starfað alla tíð í fyrirtækinu en fóru þá að starfa annarstaðar.“ Faðir hennar fór aftur að kenna og móðir hennar fór að
starfa hjá Sýslumanninum í Reykjavík. það var mikið álag á þeim því vinnan í fyrirtækinu tók við þegar dagvinnunni lauk. „Það eru í raun örfá ár síðan að fyrirtækið fór að sigla lygnan sjó.“ Þá hefur Rakel starfað í fyrirtækinu í tíu ár og hefur tekið við keflinu af föður sínum sem hefur unnið við það einstaka tækifæri að hanna og búa til búnað þar sem hægt er að ná manni úr sjó með handafli og bjargað þannig mannslífum.
Öryggi og björgun Markúsarnetið er magnað tæki sem hefur sannað gildi sitt. Áður en netið kom til sögunnar var björgunarhringur og björgunarbátur, einu björgunartækin um borð. Það sem gerði Markúsarnetið svona sérstakt var að þarna var um handvirkan búnað að ræaða. Einnig mátti nota búnaðinn með krana. Þá segir Rakel að „það var í fyrsta skipti sem hægt var að fara í sjóinn með öryggi til að bjarga manni úr ólgusjó og núna fjörutíu árum eftir að Markús kom með þessa hugmynd, hefur engin búnaður leyst þetta betur.“ Þá segir Rakel að frá því að faðir hennar hafi tekið við af tengdaföður sínum, hafi hann komið með fjórar nýjar útgáfur Markúsarneta. Mælt er með að það séu að lágmarki tvö Markúsarnet um borð í hverju skipi. Netið samanstendur af netstykki með hífstroffum, kastpoka, færanlegu geymsluhylki með leiðbeiningum ásamt þremur lyftilínum. Til að lyfta manni um borð dugar að það séu tveir menn sem lyfta með handaflinu einu en Markúsarnetin hafa verið notuð á marga vegu á neyðarstundu við margbreytilegar aðstæður. Í dag hefur Markus Lifenet ehf. fest kaup á nýju og stærra húsnæði að Hvaleyrarbraut 27. „Við þessa stækkun má segja að að auðveldara er standa við sínar skuldbindingar og þjónusta viðskiptavini um allan heim.“ Segir Rakel að lokum.
Skoðið heimasíðu Sjávarafls www.sjavarafl.is 30
SJÁVARAFL MARS 2021
Snjallari vinnslur
• Sjálfvirknivæðing • Róbótatækni • Gagnasöfnun og rekjanleiki marel.com
Gefum út Sjávarafl og Fishing the News Lau
FL SJÁVARA leðileg jól Desem
ber 202
0 4. tölu
árgang blað 7.
yo Bringing
ow u news, kn
innova legde and
Iceland tion from
TÍMARIT SAM TAKA SYKURS JÚKRA
I 1.TBL. 43.Á RGANGUR
I
f fé la
g fl og
ave
ikra
1. tö lu
blað
I
30.
árg
ang
ur
I
202
ur
G
Þuríð
ur Ha Viðtal
rkingar Makrílme ar Gæslunn Fjársvelti herferðin Fishmas
Júní GK
I
NÓVEMBER 20 20
dar við 345 stran
Sauðanes
5th EDITION 2020
rpa S
igurð
ardót
við Þu ríð sem se i Hörpu fo rman gir frá nÖ þv lífsstíl í hvernig ryrkjaban da he og læ ra að nni tókst lags Íslands að lifa up p á ný breyta um tt í hj ólastó l
tir
>8
líkast taverki i er kraf saga þess
Önnumst útgáfu fyrir aðra Getum bætt við okkur verkefnum, hafið samband og leitið tilboða
Tímaritið Sjávarafl elin@sjavarafl.is sími 6622 600 32
SJÁVARAFL MARS 2021
0
Öflugur sjávarútvegur eykur þjóðarhag
Snæfellsbær
FJARÐABYGGÐ
Snorri Rafn Hallsson
Brú milli sjós og lands 34
SJÁVARAFL MARS 2021
Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar á góðviðrisdegi við höfnina.
Jarðhræringar og rafmagnsleysi Þegar Sigurður mætti til vinnu föstudaginn 5. mars síðastliðinn bjóst hann ekki við miklum hasar. Þó nú standi mestu annirnar yfir er síðari hluti vikunnar jafnan með rólegra móti og þennan dag voru tonnin um 300 sem þurfti að landa. Þegar mest lætur getur aflinn sem landað er á einum degi farið hátt í 1000 tonn. Stærri skipin voru afgreidd fyrst en ofan í jarðhræringar sem Íslendingar hafa nú ekki farið varhluta af bættist við að rafmagnið fór af öllu bæjarfélaginu. „Þetta var svakalegt,” segir Sigurður og bætir við að rafmagnsleysið hafi skapað óþægindi og vandræði sem komu víða fram á hafnarsvæðinu. „Við þurftum að bregðast hratt við og fengum vörubílskrana til þess að geta landað úr þeim 16 bátum sem enn lágu við höfnina.”
Sigurður A. Kristmundsson er hafnarstjóri Grindavíkurhafnar. Þeirri stöðu hefur hann gegnt frá árinu 2012, en Sigurður verið viðloðandi höfnina meira og minna frá árinu 1998. Hann er fæddur og uppalin í Grindavík og hefur búið þar alla ævi, ef frá eru talin árin þrjú sem hann gekk í Stýrimannaskólann í Reykjavík og 5 ára tímabil þar sem Sigurður starfaði sem stýrimaður á olíuskipum. Hafið og höfnin eiga hug hans allan og nýtur hann þess að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem fylgja hafnarstarfseminni í þessu rótgróna fiskiplássi.
„Það gengur allt saman glimrandi vel. Vöffin þrjú, veiðar, veður og verð virðast vera í góðu lagi, og þegar þetta er í lagi þá blómstrar starfsemin hérna.” Varaaflstöðvar voru ræstar, aflinn vigtaður á vörubílavog og skráningin fór fram upp á gamla mátann, handvirkt. „Það er gífurlegt magn af upplýsingum sem aflaskráning nær til, eins og vigt og ástand afla, kaupendur og seljendur og svo framvegis. Kvótakerfið og launaútreikningar byggjast auðvitað á því að þessi skráning sé nákvæm. Þetta var á lausum blöðum hjá okkur og meiriháttar mál.“ Með samhentu átaki tókst starfsmönnum hafnarinnar þó að ráða fram úr verkefninu og þrátt fyrir að eitthvað tjón hafi orðið á afla í vinnslustöðvum segir Sigurður það mikla mildi að engin slys hafi orðið á fólki. „Menn voru bara svo rólegir þó það væri kraðak og glundroði í myrkrinu þá náðum við samt að halda skipulagi á þessu öllu saman. Þetta eru algjörar hetjur hérna sem stóðu sig frábærlega vel.“ SJÁVARAFL MARS 2021
35
Nýrri AIS-bauju með staðsetningarbúnaði komið fyrir við innsigluna í Grindavíkurhöfn.
„Þetta er stundum eins og Tetris að raða bátunum við höfnina og getur verið mikið heilabrot.“ Veiðar, veður og verð Burtséð frá þessu hefur starfsemin á höfninni gengið vel að sögn Sigurðar: „Fyrir utan þetta óheppilega ástand þá gengur allt saman glimrandi vel. Árið í ár er búið að vera alveg frábært.“ Rífandi veiði hefur verið frá byrjun ársins og engan bilbug að finna á mönnum. „Vöffin þrjú, veiðar, veður og verð virðast vera í góðu lagi, og þegar þetta er í lagi þá blómstrar starfsemin hérna.” Höfnin gegnir miklu samfélagslegu hlutverki fyrir Grindavíkurbæ, sem er bæjarfélag í miklum vexti. Þar hefur íbúum fjölgað um það bil um fjórðung síðastliðin og af þeim 3.500 sem þar búa nú má áætla að 1.000 manns starfi með beinum eða óbeinum hætti við sjávarútveg. Spurður að því hve helsti styrkur hafnarinnar sé bendir Sigurður á alla þá þjónustu sem finna má svæðinu: „Þetta er rótgróin verstöð og hér er fiskmarkaður, löndun, viðgerðir, flutningar og allt sem til þarf. Sama hvert litið er þá þjónusta hér í hæsta gæðaflokki, sem við erum virkilega stolt af. Hérna er lífið fiskur.“ Í Grindavík hefur áhersla ávallt verið lögð
36
SJÁVARAFL MARS 2021
á sjávarútveg, frekar en hvers kyns stóriðju og þar skiptir góð höfn miklu máli. Höfn er nefnilega svo miklu meira en bara steinsteyptur bryggjukantur: „Höfn er svolítið eins og brú, hún er tenging milli lands og sjávar,“ segir Sigurður og áréttar að höfnin sé í eigu og þágu bæjarbúa sem kappkosta við að gera vel það sem þeir gera best, veiða fisk.
Í nógu að snúast Um 2000 bátar leggjast við höfnina á hverju ári og er hún því ein sú umsvifamesta á landinu. Þegar mikið er um að vera getur verið snúið að raða bátum við höfnina. Starfsmenn hafnarinnar eru fimm talsins og eru þeir að frá því fyrsta skip kemur að höfn og þar til það síðasta siglir frá landi, og dagarnir geta verið heldur langir eða frá um 6 á morgnana og jafnvel langt fram eftir nóttu. Staðnar eru vaktir alla daga ársins en um 80% aflans kemur á land fyrstu sex mánuði ársins. Þá snýst starfið að mestu um að aflaskráningu, vöktun fraktskipa, lágmarksviðhaldi og skipulagningu. „Þetta er stundum eins og Tetris að raða bátunum við höfnina og getur verið mikið heilabrot,“ segir Sigurður kíminn í bragði. Nú er nægt pláss til að koma öllum að og leysa verkefnin fljótt og örugglega því í fyrra var tekinn í notkun bryggjukanturinn Miðgarður eftir mikla
„Við erum fyrsta höfnin á Íslandi sem er með svona bauju sem skipstjórnarmenn sjá bæði í plotter og á radar.“
„Sama hvert litið er þá þjónusta hér í hæsta gæðaflokki, sem við erum virkilega stolt af. Hérna er lífið fiskur.“
Hafnarstjórinn fer frá lóðsbátnum Bjarna Þór yfir í saltskip Wilson Flushing til þess að veita því hafnsögu til hafnar í Grindavík.
enduruppbyggingu samhliða dýpkun og gerir það alla þjónustu við skip og báta bæði fljótlegri og auðveldari. Þar hefur einnig verið komið fyrir búnaði sem gerir varðskipinu Þór kleift að veita bæjarfélaginu rafmagn verði rafmagnslaust í bænum til lengri tíma, en íbúar Dalvíkur nutu til dæmis góðs af slíku í desember 2019.
Horft til framtíðar Segja má að saga hafnarinnar sé saga framkvæmda. Höfnin og svæðið eru að stóru leyti manngerð og stöðugt er unnið að umbótum. Sigurður nefnir þar sem dæmibyggingu bryggjukanta og sjóvarnargarða ásamt dýpkun og sprengingum fyrir innsiglinguna, en hún var lengi vel talin varasöm. Fyrir 20 árum var ráðist í stórar framkvæmdir á innsiglingunni sem miðuðu að því að auðvelda aðgengi og öryggi við höfnina. Nú er því öldin önnur og nýjasta viðbótin er snjallbauja við innsiglinguna: „Þetta er nýtt af nálinni og við erum fyrsta höfnin á Íslandi sem er með svona bauju sem skipstjórnarmenn sjá bæði í plotter og á radar.“ Baujan er sem sagt búin svokölluðum AIS staðsetningarbúnaði. AIS stendur fyrir Automatic Identification System sem gerir það að verkum að baujan sést ekki bara berum augum, heldur kemur hún einnig fram á rafrænum
sjókortum. „Það er mikið til bóta fyrir þá sem eiga leið hér um. Menn hafa stundum verið smeykir við að sigla hérna inn út af gömlu orðspori,“ viðurkennir Sigurður, „en ef menn fara eftir viðmiðunarreglum og nýta allan þann búnað og tækni sem er til staðar þá getur hvaða krakki sem er siglt hérna inn.” Við Grindavíkurhöfn er horft til framtíðarinnar og nú standa yfir rannsóknir á því hvernig halda megi höfninni opinni enn stærri hluta ársins, því stundum eru aðstæður þannig að ekki er hægt að sigla inn. Til greina kemur að skýla ytri innsiglinu með öflugum sjóvarnargörðum: „Við kappkostum við að gera okkar allra besta og erum stöðugt að skoða hvernig við getum hækkað viðmiðunarmörkin hjá okkur. Eins og staðan er núna hjá okkur er opið 95% hjá okkur, en við viljum fara í 99% hið minnsta, ef ávinningurinn er nægur.“ Vegagerðin kemur að þessum rannsóknum en þar búa menn yfir öflugum og viðamiklum líkönum sem geta hermt eftir aðstæðum og metið fýsileika mögulegra framkvæmda. Það er því ljóst að nóg verður að gera hjá Sigurði, hafnarstjórninni og starfsmönnum Grindavíkurhafnar næstu mánuði og misseri: „Við viljum bara halda áfram að gera það sem við kunnum og gera það með öruggum hætti.“
Dráttarbáturinn Phoenix aðstoðaði vélavana ferju á Breiðafirði Björgun á sjó er eitt af því sem Faxaflóahafnir tekur þátt í og er stolt af. Fimmtudaginn 12. mars sl., kom beiðni frá Eimskip um að senda dráttarbát til að aðstoða ferjuna Baldur, þar sem hún var vélarvana á Breiðafirði. Rúmri klukkustund eftir að beiðni barst var Phoenix lagður af stað til aðstoðar. Áður en Phoenix lagði af stað þurfti að kaupa inn vistir, kalla út starfsmenn í áhöfn og gera bátinn klárann. Verkefnið var unnið í góðri samvinnu við Landhelgisgæsluna, sem tók við Baldri af rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og dró inn
undir höfnina í Stykkishólmi. Á þeim stað tók Phoenix við ferjunni og gekk vel að koma henni til hafnar. Phoenix var bundinn utan á Baldur og hafði þannig gott vald til að koma Baldri að bryggju. Að verkefni loknu sigldi Phoenix til Reykjavíkur, eftir 34 klst. ferðalag. Í áhöfn Phoenix voru Steinþór Hjartarson, Jóhannes Bergþór Jónsson, Þórarinn Pálsson og Ari Birgisson. Faxaflóahafnir þakka áhöfn fyrir vel unnin verk. (birt: 15. mars 2021 af vef Faxaflóahafna)
Lorem ipsum
Fullbúin sjávarútvegslausn Microsoft Dynamics 365 Business Central
Wise lausnir ehf. » wise@wise.is » wisefish.com
WiseFish nær til allrar virðiskeðju sjávarútvegsins frá veiðum til sölu og dreifingar. WiseFish er sérsniðin hugbúnaðarlausn sem er hönnuð til að sinna þörfum sjávarútvegsfyrirtækja. WiseFish býr yfir fjölbreyttum eiginleikum og tekur tillit til allra hluta virðiskeðju sjávarfangsins, allt frá veiðum og framleiðslu til sölu og dreifingar. Sérfræðingar WiseFish eru ávallt tilbúnir að miðla af víðtækri þekkingu og reynslu af þjónustu og hugbúnaðarþróun fyrir sjávarútveginn.
„Lykillinn að góðum árangri er hugbúnaður sem gefur okkur lykilupplýsingar í rauntíma. Við notum sem tryggir að staða, árangur og framlegð er alltaf ljós í lok dags.“
Guðmundur Smári Guðmundsson,
LEIÐARLJÓS OKKAR ER AÐ AUKA HRÁEFNISNÝTINGU OG GÆÐI AFURÐA