SJÁVARAFL Apríl 2018 1. tölublað 6. árgangur
FleXicut hefur gjörbylt hvítfisksvinnslu
Alþjóðleg gæðavottun
a k s á p a g e l i ð Gle
Íslensk þorsklifur
Verðmætar markaðsupplýsingar
Vakti lukku út fyrir landsteinana
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR
Aflamark: 214.705.431 kg Veiddur afli: 67,3%
UFSI
Aflamark: 67.946.634 kg Veiddur afli: 48,6%
KARFI
Aflamark: 41.121.771 kg Veiddur afli: 62,0%
ÝSA
Aflamark: 49.360.304 kg Veiddur afli: 66,3%
Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg
Að vera sýnilegur á erlendri grundu
S
jávarútvegurinn reiðir sig stanslaust sig á rannsóknir og vöruþróun en reynslan hefur sýnt að aukin verðmætasköpun í greininni byggir á hugviti sem við megum vera stolt af. Allt þetta byggir á þeim stoðum sem við þekkjum svo vel. Sú þekking er okkar auður og innsýn inn í frekari nýsköpun til framtíðar, um er að ræða þætti eins og þekkingu, hæfni, menntun og menningu þeirra sem landið byggja. Íslendingar hafa gott bakland, þeir hafa góða menntun í sjávarútvegsfræðum en eins og aðrir þurfa þeir að byggja upp gott tengslanet. Tengslanetið gerir okkur kleift að ná samkeppnisforskoti á kröfuhörðum markaði. Það sem gerir tengslanetið svo magnað er að engin veit í raun hvað kemur út úr því. Þau fyrirtæki sem stunda útflutning vita hvað tengslanet skiptir miklu máli og eru margir sem eiga sterkt tengslanet rætur að rekja til Sjávarútvegsýningarinnar í Brussel. Sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global fer fram dagana 7. - 9. maí 2019 í Brussel en sýningin er ætluð fyrirtækjum í vinnslu sjávarafurða. Þar verða samankomin fjöldin allur af íslenskum fyrirtækjum til að kynna sínar vörur og skoða hvað aðrir hafa upp á að bjóða og ekki síst að efla tengslanetið, ásamt því að vera sýnilegur á erlendri grundu. Íslandsstofa sér um og skipuleggur þátttöku fjölda íslenskra fyrirtækja. Mikilvægi þess að afla okkur þekkingar í sjávarútvegi er grunnur fyrir því að geta nýtt sér þann lærdóm og hæfni sem við búum yfir. Að miðla bæði þekkingu og því sem vitað er um rannsóknir og fræðslu, eigum við meiri möguleika á að þróa okkur í sjávarútvegi og takast á við áskoranir í síbreytilegu samkeppnisumhverfi. Með því að miðla okkar þekkingu myndast einnig tengslamyndun sem getur verið fyrirtækjum ómetanleg.
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is Vefsíða: www.sjavarafl.is Blaðamenn: Alda Áskelsdóttir Katrín Lilja Jónsdóttir Magnús Már Þorvaldsson Sigrún Erna Geirsdóttir Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Forsíðumynd: Óskar Ólafsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi
2
SJÁVARAFL APRÍL 2019
Því má segja að þekking í sjávarútvegi sé nauðsynleg. Sérfræðingar í menntamálum sjá hvernig við eigum að meta aflamagn sem hefur í heild sinni hætt að aukast en verðamætaaukning samt sem áður haldið áfram. Fjöldinn allur af sprotafyrirtækjum hefur einnig átt sinn þátt í því að auka framlegð í sjávarútvegi. Allt er nýtt í dag, sama hvort það er roð eða bein. Sú virðing fyrir þeim takmörkuðu náttúruauðlindum sem við búum yfir hefur stóraukist. Sjávarútvegsgeirinn hefur breyst mikið undanfarin ár og framþróun í tækni og beitingu hennar í þágu sjávarútvegsins er mikil. Hreint haf, gæði og ferskleiki eru meðal annars mælanleg auðæfi sem hafa skapað okkur ríkidæmi og eru enn frekar hvati fyrir áframhaldandi nýsköpun og frekari markaðssetningu á okkar einstöku afurðum. Ég fyllist stolti og gleði við að fylgjast með hversu dugleg við erum sem þjóð að kynna okkar land, þennan óslípaða demant sem á engan sér líkan.
Elín Bragadóttir ritstjóri
VILTU VASKA UPP Í HÖNDUNUM
– EÐA BARA SKELLA Í VÉL? Sjálfvirku karaþvottakerfin frá Skaginn 3X tryggja hrein kör í samræmi við skilareglur
Pipar\TBWA \ SÍA
Skilareglur fyrir kör hjá Umbúðamiðlun: • Körum skal skila inn hreinum til Umbúðamiðlunar. • Þau skulu vera sápumeðhöndluð, háþrýstiþvegin, skoluð og álímdar merkingar fjarlægðar. • Að öðrum kosti er gjald innheimt fyrir þvott á karinu.
www.skaginn3x.com
Upplifðu ævintýri með Marel Alda Áskelsdóttir
Á
sýningarsvæði Marels á Seafood Processing Global sýningunni í Brussel verða vinnslukerfi og vélar frá Marel gangsettar. Þar má því fylgjast með hvernig þessi hátækniundur virka í raunveruleikanum. FleXicut, hátækni skurðarvélar, fyrir hvítfisk og lax hámarka nýtingu og virði fisksins, háþróað dreifkerfi flokkar og sendir hvern bita sjálfvirkt í næsta vinnsluferli hratt og að mikilli nákvæmni og að lokum til róbóta sem pakkar bitunum í neytendapakkningar. Þessu til viðbótar býðst gestum að hverfa inn í sýndarveruleika þar sem nýr heimur blasir við. Það er því ekki hægt að segja annað en að heimsókn á sýningarsvæði Marel verði í senn athyglisverð og ævintýraleg.
getum við losnað við villur í hugbúnaðinum og tekið á hvers kyns vandamálum áður en við smíðum sjálft kerfið eða vélina,“ segir Stella Björg og bætir við: „Það sem er ekki síður mikilvægt er að þessi tækni er umhverfisvænni og við spörum kolefnissporið svo um munar. Núna þurfum við ekki að senda þungar vörur langar leiðir til reynslu og svo margar ferðir manna til að fínstilla þær.” Hjá Marel sjá menn mikla framtíð í þessari tækni og hyggjast nýta hana sífellt meira. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur og þeir viðskiptavinir sem hafa tekið þátt í þessari vinnu með okkur hafa verið mjög ánægðir með útkomuna þannig að þetta er tvímælalaust framtíðin.“
Marel hefur á undanförnum áratugum verið leiðandi í tækniþróun véla og tækja fyrir fiskvinnslur og sjávarútvegsfyrirtæki. Að baki góðum árangri á þessu sviði liggur þrotlaus margra ára vinna. Vinnan byggir á heildarsýn sem snýr ekki einungis að því að nýta hráefnið betur og skapa þannig meira virði og auka sjálf- og skilvirkni heldur eru umhverfissjónarmið einnig í hávegum höfð. Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri hjá Marel, segir að forskot fyrirtækisins liggi í því hversu sterkar rætur fyrirtækið á í tölvutækninni. „Marel hóf starfsemi þegar fyrstu tölvurnar komu á markað. Frá upphafi hefur þróun okkar snúist um gagnavinnslu, að vinna upplýsingar úr gögnum þannig að hægt sé að bæta vinnsluferli allt frá því að fiskurinn er dreginn úr sjó og þar til hann kemst í hendur neytenda. Í dag köllum við þetta ,,smarter processing” sem er vísun til þess að við nýtum alla þá tækni, tæki og tól sem fjórða iðnbyltingin býður upp á við þróun okkar og hönnun, s.s. gervigreind, vélmenni og sýndarveruleika. Við erum einnig í mjög nánu sambandi við viðskipatavini okkar. Með því móti fáum við upplýsingar og tilfinningu fyrir því hvað það er sem markaðurinn þarfnast og hvað þarf að gera betur.“
Meta ávinning og læra á vélar og kerfi í sýndarveruleika
Þróa og smíða vélar í sýndarveruleika Tækninni hefur svo sannarlega fleygt fram síðustu ár. Sumt af því sem fyrir fáum árum virtist bara draumsýn er nú orðið að veruleika. Hjá Marel eru nú vélar og heilu risakerfin þróuð og reynd í sýndarveruleika og með hermun áður en ein einasta skrúfa er smíðuð. „Þessi tækni gerir okkur kleift að prufukeyra og fullkomna kerfin áður en við byrjum að smíða þau. Þetta styttir þróunartímann mjög mikið. Það tekur miklu skemmri tíma að gera frumgerðir af nýjum hugmyndum í hermi og sýndarveruleika heldur en að smíða hlutinn, reyna hann og breyta honum svo í kjölfarið og svo koll af kolli. Með þessari tækni
4
SJÁVARAFL APRÍL 2019
Þessi nýja tækni, að hanna og smíða í sýndarveruleika, gerir viðskiptavininum einnig kleift að prófa kerfið áður en hann fjárfestir í því. „Við bjóðum viðskiptavinum okkar að setja gögnin sín inn í kerfið og prófa. Þannig fá þeir betri skilning á því hvað þetta getur gert fyrir þá og metið ávinninginn.“ Stella Björg segir að einnig sé hægt að nota sýndarveruleika til að þjálfa starfsfólkið á meðan verið er að smíða og setja kerfið upp. „Hjá fyrirtæki sem keypti laxakerfi hjá okkur voru lykilstarfsmenn búnir að læra á það í líkaninu áður en það var sett upp í vinnslunni. Þeir voru því orðnir nokkuð leiknir á það sem gerði það að verkum að innleiðingarferlið varð styttra þegar kerfið var svo tekið í notkun.“ Marel hefur einnig notað líkanið til að þjálfa þá starfsmenn sem þjónusta kerfin og vélarnar. „Í sýndarveruleikanum fá þeir verkfæri í hendurnar og æfa sig eins og um raunveruleika væri að ræða. Það eykur á skilvirkni og hæfni þeirra til að takast á við það sem upp kann að koma.”
FleXicut hefur gjörbylt hvítfisksvinnslu FleXicut vatnsskurðarvél Marel, ein stærsta tæknibylting í hvítfiskvinnslu síðan flökunar- vélar voru fyrst teknar í notkun, hefur gjörbylt hefðbundinni fiskvinnslu. Sjálfvirkni beinaskurðar bætir ekki einungis meðhöndlun hráefnis heldur eykur jafnframt hávirðishlutfall og nýtingu með því að gera það besta úr hverju flaki sem fer í gegnum vinnsluna. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að FleXicut kom fyrst á markað hefur vélin notið mikilla vinsælda og er nú notuð í fiskvinnslum víða um heim. „Þeir sem eru þegar með FleXicut í vinnslum sínum eru mjög ánægðir með árangurinn.
„Hjá Marel eru nú vélar og heilu risakerfin þróuð og reynd í sýndarveruleika og með hermun áður en ein einasta skrúfa er smíðuð.“
Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri hjá Marel, segir að til að ná sem bestum árangri sé nauðsynlegt að setja upp heildarkerfi, allt frá snyrtilínu og þar til fiskinum er pakkað. Það tryggi bestu nýtingu og sjálfvirkni sem völ er á.
„Þessi tækni gerir okkur kleift að prufukeyra og fullkomna kerfin áður en við byrjum að smíða þau. Þetta styttir þróunartímann mjög mikið. Það tekur miklu skemmri tíma að gera frumgerðir af nýjum hugmyndum í hermi og sýndarveruleika heldur en að smíða hlutinn, reyna hann og breyta honum svo í kjölfarið og svo koll af kolli.“
Sjálfvirkur skurður á beingarði úr fiskflakinu dregur ekki aðeins úr þörfum á sérhæfðu starfsfólki heldur eykur bæði nýtingu og gæði verulega, auk þess sem hægt er að framleiða fjölbreyttari og sérhæfðari afurðir.“
FleXicut byltingin loksins í laxavinnslu Marel kynnti fyrir skömmu nýja útgáfu af FleXicut sem er sérhönnuð fyrir laxavinnslu. „Þessi nýja útgáfa hefur vakið mikla athygli enda opnar hún nýja möguleika. Með henni er hægt að fjarlægja beingarð úr laxi áður en dauðastirðnunin hefst sem þýðir að m.a. er hægt að vinna hann heima í héraði í stað þess að flytja hann út og selja í heilu lagi eins og nú tíðkast víða. Með þessu aukast atvinnutækifærin heima fyrir, nýir markaðir opnast og virðið eykst.“
Minnkar starfsmannaveltu og bætir samfélög Þeim fækkar sífellt sem vilja vinna í fiskvinnslu við að snyrta og meðhöndla fisk. Þetta þýðir að það skortir starfsfólk til að sinna þessum störfum og starfsmannaveltan er oft mikil.„Þetta kallar á aukna sjálfvirkni í fiskvinnsluna. Tækni og nýsköpun er svarið við þessum áskorunum,“ segir Stella Björg. „Þegar fiskvinnslur eru tækni- og sjálfvirknivæddar kallar það á annars konar starfsfólk en áður. Þegar litið er til samfélagslegra þátta má sjá að þar sem FleXicut kerfið hefur verið sett upp hefur það hjálpað til við að minnka starfsmannaveltu þar sem störfin eru áhugaverðari og samsetning starfsmannahópsins breytist.“
Heildstæðar lausnir tryggja betri árangur Stella Björg segir að til að ná sem bestum árangri sé nauðsynlegt að setja upp heildarkerfi, allt frá snyrtilínu og þar til fiskinum er pakkað. Það tryggi bestu nýtingu og sjálfvirkni sem völ er á. „Það er ekki einungis
Marel hefur á undanförnum áratugum verið leiðandi í tækniþróun véla og tækja fyrir fiskvinnslur og sjávarútvegsfyrirtæki.
Sjálfvirkur skurður með FleXicut á úr þörfum á sérhæfðu starfsfólki heldur eykur bæði nýtingu og gæði verulega, auk þess sem hægt er að framleiða fjölbreyttari og sérhæfðari afurðir.
„Hjá fyrirtæki sem keypti laxakerfi hjá okkur voru lykilstarfsmenn búnir að læra á það í líkaninu áður en það var sett upp í vinnslunni. Þeir voru því orðnir nokkuð leiknir á það sem gerði það að verkum að innleiðingarferlið varð styttra þegar kerfið var svo tekið í notkun.“ vélbúnaðurinn sem þarf að virka fullkomlega til að allt gangi sem best. Flæðið er ekki síður mikilvægt. Ef það er ójafnt þá myndast flöskuhálsar. Markmiðið með okkar kerfum er að útrýma flöskuhálsum og jafna flæðið helt yfir. Með því að skammta vélinni fiskinn í réttum takti hámarkast nýtingin á vélinni og flæðið jafnast. Þegar fiskurinn kemur út úr skurðarvélinni tekur við kerfi sem sorterar og stýrir hverjum bita á réttan stað til pökkunarvélmennanna (róbóta), en vélmennatæknin er að ryðja sér til rúms í fiskvinnslu þessi misserin.“
Hittumst í Brussel og finnum út hvenær þú kemst á ShowHow Tvisvar á ári býður Marel til ShowHow í Kaupmannahöfn. Annars vegar er það Salmon ShowHow í febrúar og hins vegar hvítfisks ShowHow í september. Þessi viðburður brúar bilið á milli ráðstefnu og sýningar þar sem framleiðendur víðs vegar að koma saman og fá hagnýta sýnikennslu á vél- og hugbúnað Marel. „Við eigum sýningar- og þjálfunarmiðstöð í Kaupmannahöfn þar sem við setjum upp okkar helstu kerfi, hvort heldur sem varða lax eða hvítfisk. Kerfin eru gangsett og tengd þannig að þau virka eins og þau séu í raunverulegri fiskvinnslu. Þannig fá gestir tækifæri til að kynnast öllu því besta sem við höfum upp á að bjóða. Við sýnum þeim einnig hvað er framundan hjá okkur í þróunarvinnunni og leitum eftir áliti gesta okkar.“
6
SJÁVARAFL APRÍL 2019
ÞORLÁKSHÖFN - framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Mykines, vöruflutningaskip Smyril Line Cargo, siglir vikulega allan ársins hring á milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Flutningstíminn með Mykines er sá stysti sem í boði er á SV-horni landsins í sjóflutningum til og frá landinu. Þorlákshöfn er á SV-strönd landsins og er hún eina flutnings- og fiskiskipahöfnin á Suðurlandi allt austur að Hornafirði. Frá Þorlákshöfn eru góðar og greiðfærar samgöngur á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum. Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi.
Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.
olfus@olfus.is thorlakshofn.is Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800
Vísir – ábyrg fiskvinnsla Vísir er rótgróið, kröftugt og framsækið sjávarútvegsfyrirtæki þar sem öll áhersla er lögð á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði. Vísir býður upp á fjölbreyttar fiskafurðir sem unnar eru úr fyrsta flokks línufiski fyrir kröfuharða viðskiptavini víða um heim. Jóhann Helgason, framleiðslu- og sölustjóri hjá Vísi, segir að viðskiptavinurinn geti treyst á að vöruframboðið sé stöðugt hjá fyrirtækinu, afhendingartíminn stuttur og að allt kapp sé lagt á að varðveita ferskleika og gæði, frá því að fiskurinn kemur um borð og þar til hann er kominn í hendur viðskiptavinanna.
Alda Áskelsdóttir
Framsýni, áræðni og þrautseigja Vísir er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í sjávarútvegi og verið starfrækt í rúma hálfa öld. Saga fyrirtækisins er þó öllu lengri og teygir sig allt aftur til ársins 1930 en þá var grunnurinn fyrst lagður þegar Páll Jónsson afi núverandi eigenda hóf útgerð á Þingeyri. Þegar litið er yfir sögu fyrirtækisins má sjá að hún einkennist af mikilli þrautseigju og áræðni. Stofnandi Vísis, Páll Hreinn Pálsson, hóf ungur að sækja sjóinn með föður sínum eða 11 ára gamall en það
8
SJÁVARAFL APRÍL 2019
„Sjálfvirkur skurður á beingarði úr fiskflakinu eykur verulega bæði nýtingu, verðmæti og gæði. Við getum einnig framleitt fjölbreyttari og sérhæfðari afurðir á sama tíma og tölva reiknar út hvernig best sé að nýta hvert flak út frá stærð þess.
þótti ekki óeðlilegt á Íslandi í þá daga. Páll missti föður sinn í sjóslysi þegar fyrra skip fjölskyldunnar sökk en seinna skipið sökk tveimur árum seinna eftir árekstur undan ströndum Bretlands í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ákveðni Páls varð til þess að árið 1960 eignaðist hann sitt fyrsta skip. Það skip sökk hins vegar árið 1964 en mannbjörg
„Við höfum tekið þátt í að þróa þá tæknibyltingu sem hefur orðið í þessari atvinnugrein á undanförnum árum. Það hefur veitt okkur forskot og gert okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar upp á ferskari og betri vöru.”
„Gæði vörunnar sem við sendum frá okkur skiptir okkur mjög miklu máli, hvort heldur sem um er að ræða ferskar eða frystar afurðir eða hefðbundinn saltfisk,” Jóhann Helgason, framleiðslu- og sölustjóri hjá Vísi
Með aukinni tækni og sjálfvirkni styttist vinnslutíminn og gæði og ferskleiki 2019 9 SJÁVARAFL APRÍL afurðanna eykst
varð. Með tryggingarfénu sem greitt var fyrir skipið keypti hann Vísi í Grindavík ásamt tveimur öðrum árið 1965.
Línuveiðar tryggja besta mögulega hráefni Jóhann Helgason, framleiðslu- og sölustjóri hjá Vísi segir að með styrkum stoðum og framsækinni hugsun hafi forsvarsmönnum Vísis tekist að byggja upp fyrirtæki í fremstu röð sem er þekkt fyrir tækni og vörugæði. „Við gerum út 7 línubáta sem tryggir jafnt framboð fyrsta flokks línufisks allt árið um kring. Viðskiptavinir okkar geta því treyst því að fá hjá okkur það sem þá vanhagar um alla daga ársins.” Þegar fiskur er veiddur á línu þýðir það að einn fiskur er dreginn um borð í einu. Hann er því blóðgaður um leið og hann kemur úr sjónum, síðan slægður og þaðan fer fiskurinn beint í kælingu. „Þetta gerir það að verkum að fiskurinn verður hvítari. Og ekki skemmir fyrir hvað línuveiðar eru umhverfisvænar.”
Hátæknivinnsla tryggir stuttan vinnslutíma, gæði og ferskleika Vísir rekur tvær fiskvinnslur, frysti- og ferskfiskvinnsluhús og saltfiskvinnsluhús. Frysti – og ferskfiskvinnslan er mjög tæknivædd. „Við höfum tekið þátt í að þróa þá tæknibyltingu sem hefur orðið í þessari atvinnugrein á undanförnum árum. Það hefur veitt okkur forskot og gert okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar upp á ferskari og betri vöru.” Vísir var fyrst íslenskra fiskvinnslufyrirtækja til að taka í notkun tölvustýrðu flakaskurðvélina Flexicut frá Marel. „Við erum bæði stolt og ánægð með að hafa unnið að því að þróa þessa vél með Marel sem hefur gengið mjög vel.” Flexicut vatnsskurðarvélarnar sameina tvo mikilvæga þætti í vinnslunni, annars vegar að staðsetja beingarðinn í flakinu af mikilli nákvæmni og skera hann úr flakinu og hins vegar að hluta það niður eftir óskum kaupandans, hvort sem um er að ræða flak með roði eða roðlaust. „Þessar vélar hafa haft mikil og jákvæð áhrif á allt okkar vinnsluferli. Sjálfvirkur skurður á beingarði úr fiskflakinu eykur verulega bæði nýtingu, verðmæti og gæði. Við getum einnig framleitt fjölbreyttari og sérhæfðari afurðir á sama tíma og tölva reiknar út hvernig best sé að nýta hvert flak út frá stærð þess. Við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á nákvæmlega þær stærðareiningar sem þá vanhagar um, sem leiðir til þess að þeir nýta þær vörur sem þeir kaupa betur og því verður minni sóun. Ef við tökum til að mynda veitingahús sem dæmi þá getum við pakkað fiskiskammti hverrar máltíðar í séreiningar. Þannig þarf kokkurinn ekki að afþíða meira en akkúrat það sem hann ætlar að nota hverju sinni.“ Jóhann segir að hjá Vísi ætli menn að halda áfram á sömu braut hvað varðar tæknivæðingu vinnslunnar. „Við tókum í notkun nýja snyrtilínu fyrir tveimur árum og fengum fyrsta pökkunarróbótann núna í vor. Við ætlum að halda forskoti okkar og bjóða viðskiptavinum okkar áfram upp á bestu mögulegu vörugæði enda hefur útgerð og vinnsla sjaldan staðið frammi fyrir öðrum eins tækifærum og leynast í tækninni í dag. Áframhaldandi þróun þeirrar
tækni sem við notum í dag mun auka enn frekar framleiðni og gæði í framtíðinni.” Með aukinni tækni og sjálfvirkni styttist vinnslutíminn og gæði og ferskleiki afurðanna eykst. „Í rauninni getur ferskur fiskur frá Vísi verið kominn á disk neytandans, hvort sem hann er staddur á Íslandi eða erlendis, innan sólarhrings eftir að fiskurinn er dreginn úr sjónum. Gæði vörunnar sem við sendum frá okkur skiptir okkur mjög miklu máli, hvort heldur sem um er að ræða ferskar eða frystar afurðir eða hefðbundinn saltfisk,” segir Jóhann og bætir við: „Samhliða ferskum og frystum fiskafurðum framleiðum við allar þær saltfiskafurðir sem viðskiptavinirnir óska eftir hvort sem um ræðir flattan eða flakaðan fisk, létt- eða fullsaltaðan sem fer á mjög kröfuharða markaði í Suður - Evrópu.”
IFS – alþjóðleg gæðavottun sem tryggir fyrsta flokks vöru Þegar Jóhann talar um að fiskurinn sem Vísir hefur upp á að bjóða sé í einstökum gæðaflokki eru það ekki einungis orðin tóm því Vísir hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun sem unnið er eftir hjá fyrirtækinu. „Við erum með, í fiskvinnslunum okkar, IFS vottun sem snýr að matvælaöryggi. Við erum mjög stolt af þessum vottunum enda er bæði erfitt og eftirsótt að öðlast þær. Þetta eitt og sér er tölverður gæðastimpill á því sem við erum að gera og staðfestir að við bjóðum upp á fyrstaflokks vöru. Gæðastimpill eins og IFS þýðir að viðskiptavinurinn getur treyst því að fiskurinn frá okkur sé alltaf fyrsta flokks varðandi gæði og öryggi en ekki bara stundum.”
„Við ætlum að halda forskoti okkar og bjóða viðskiptavinum okkar áfram upp á bestu mögulegu vörugæði enda hefur útgerð og vinnsla sjaldan staðið frammi fyrir öðrum eins tækifærum og leynast í tækninni í dag.“
10
SJÁVARAFL APRÍL 2019
Umhverfisvænar, sjálfbærar og ábyrgar veiðar
Íslendingar hafa stundað ábyrgar fiskveiðar svo áratugum skiptir. Árið 2007 gáfu íslensk stjórnvöld út yfirlýsingu þar sem gerð var grein fyrir því hvernig fiskveiðum Íslendinga er stjórnað og að hún byggi á bestu vísindalegu þekkingu sem völ er á, á hverjum tíma. “Við hjá Vísi erum stolt af því að vera hluti af þessari heild þar sem lögð er gífurleg áhersla á sjálfbærar veiðar. Við vitum að fiskurinn er takmörkuð auðlind og viljum umgangast hana af virðingu,” segir Jóhann og bætir við: „Við leggjum mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindirnar. Veiðistefna fyrirtækisins byggir á línuútgerð, rekjanleika og öflugri sóknastýringu. Rekjanleikinn gefur upplýsingar um framleiðsluferil afurðanna og eru allar afurðir rekjanlegar niður á veiðislóð hvers skips. Með því skipulagi er einnig hægt að stýra bátunum í það hráefni sem hentar hverju sinni miðað við veiðireynslu síðustu ára. Þannig nýtir fyrirtækið best þær aflaheimildir sem það hefur og hámarkar verðmæti þeirra.” Vísir hefur ennfremur hlotið MSC-vottun þar sem það uppfyllir kröfur Marine Stewardship Council um rekjanleika sjávarafurða úr sjálfbærum fiskistofnum. Þá á Vísir aðild að Iceland Sustainable Fisheries sem hefur meðal annars fengið vottun á þorski, ýsu, ufsa, og gullkarfa.
Kraftmiklar Fiskvinnsluvélar Fyrir hausningu, flökun og roðflettingu á bolfiski og laxi
Hágæða Fiskvinnsluvélar Fyrir Hágæða Hráefni
Við hönnun á vélarlínu Curio var leiðarljósið að tryggja einstaka nýtingu en fara á sama tíma mjúkum höndum um hráefnið. Þetta verður sífellt brýnna í nútíma fiskvinnslu þar sem meðvitaðir neytendur velja sér ferskvöru eftir útliti hennar.
Curio ehf. | Eyrartröð 4 | 220 Hafnarfjörður | Iceland | 587 4040 | curio@curio.is | www.curio.is
Rökstuðningur er alltaf mikilvægur – góð gögn gagnast atvinnulífinu! Höfundar skýrslu eru Sophie Jensen, Natasa Desnica, Branka Borojevic, Svanhildur Hauksdóttir og Helga Gunnlaugsdóttir Haldgóð gögn eru lykilatriði þegar staðreyndir máls eru ræddar. Til að hafa haldgóð og áreiðanleg gögn þarf stöðuga vöktun á ástandi sjávarfangs, sem liðkað getur til fyrir markaðssetningu og sölu sjávarafurða. Íslenskt sjávarfang hefur lengi verið markaðsett með áherslu á hreinleika og heilnæmi þess. Fullyrðingar um að vara sé heilnæm duga hins vegar skammt, nauðsynlegt er að geta sýnt fram á það með áreiðanlegum gögnum frá óháðum aðila.
Staðreyndin er sú að mengun af manna völdum berst í vötn með beinni losun og frá fjarlægum uppsprettum með úrkomu og andrúmslofti. Mörg þessara efna enda að lokum í hafinu þar sem þau geta haft margvísleg áhrif á lífríki sjávar. Sum þeirra eru sérstaklega varasöm þar sem þau eru þrávirk og eiga það til að safnast upp í lífverum. Efnamengun í vatni getur bæði haft bráð og langvinn áhrif á mannfólk og aðrar lífverur og samfélög þeirra. Umhverfi lífvera getur mengast og eyðilagst og dregið úr líffræðilegri fjölbreytni. Því er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir styrk og útbreiðslu óæskilegra efna í umhverfinu ekki síður en magni þeirra í lífverum á borð við mikilvægar nytjategundir svo grípa megi til aðgerða.
DÆMI um niðurstöður, varðandi magn blýs í sjávarfangs, birtar eru í skýrslunni Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2018
12
SJÁVARAFL APRÍL 2019
Vönduð og vel skilgreind vísindaleg gögn um óæskileg efni í íslensku sjávarfangi eru lykilatriði til að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t.. öryggi og heilnæmis. Útflutningur íslenskra matvæla, þar munar mestu um sjávarafurðir, er einnig háður því að unnt sé að sýna fram á að öryggi þeirra, með hliðsjón af lögum, reglugerðum og kröfum markaða. Á tímabilinu 2003–2012 safnaði Matís gögnum vegna kerfisbundinnar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni og voru niðurstöður þessarar vöktunar fyrir hvert ár teknar saman í skýrslu sem gefin var út á ensku. Þessar skýrslur eru enn öllum opnar og aðgengilegar á heimasíðu Matís. Þessi sívirku vöktun á óæskilegum efnum í sjávarfangi var mikilvægur liður í því að tryggja hagsmuni Íslands vegna útflutnings sjávarafurða og tekjur sem leiðir af honum. Takmörkun fjárveitinga varð til þess að hlé var gert á vöktuninni. Hagsmunaaðilar hafa nú knúið á um það að vöktunin hefur verið virkjuð á nýjan leik, með stuðningi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Verkefnið hófst að nýju í mars 2017 og eru tekin sýni af helstu lykilútflutningstegundum íslensks sjávarfangs og mældur er styrkur óæskilegra efna s.s. ýmissa díoxín efna, PCB efna, varnarefna og þungmálma í þeim. Vísindaleg gögn af þessu tagi frá óháðum rannsóknaraðila, eins og Matís, um styrk óæskilegra efna í sjávarfangi eru mjög mikilvæg í markaðskynningum á sjávarafurðum fyrir væntanlega kaupendur og styrkir allt markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir. Gögnin nýtast enn fremur til að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis sem og við áhættumat, vegna neyslu matvæla. Í tvígang hafa verið gefnar út skýrslur um magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi frá því að hafist var handa við vöktunina á nýjan leik. Í skýrslunum hafa niðurstöður verið birtar um magn óæskilegra efna í ætum hluta valinna sjávarafurða á árunum 2017 og 2018. Vöktunarverkefnið tekur til sjávarfangs beint úr auðlindinni, en ekki fóðurs. Vöktunar verkefnið hefur sýnt að magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi er langt innanvið þau viðmiðunarmörk sem gefin hafa
verið fyrir viðkomandi fæðutegundir á árunum 2017 og 2018 þar sem viðmiðunarmörk hafa verið gefin út. Árið 2018 voru tekin 18 sýni af sjávarfangi úr auðlindinni, í fyrsta skipti voru tekin sýni af beitukóng og sæbjúgum, einnig voru tekin 2 sýni af rækju og 1 af þorsklifur auk 13 sýna af hefðbundnum matfiski, en forgangsröðun tegunda sem teknar eru til mælinga hverju sinni er unnin í samstarfi við hagaðila. Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2018 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012 sem og 2017. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda almennt óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni. Niðurstöðurnar vöktunarinnar eru bornar saman við útgefin hámarksgildi Evrópusambandsins (ESB) fyrir díoxín, díoxínlík PCB (DL-PCB) og ekki díoxínlík PCB (NDL-PCB) í matvælum samkvæmt reglugerð nr. 1259/2011. Hámarksgildin eru notuð til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Niðurstöður ársins 2018 sýna að öll sýni af sjávarafurðum til manneldis voru vel undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta sjávarfangs, miðað við hámarksgildi ESB samkvæmt reglugerð nr. 1259/2011. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB. Um vöktunina má lesa í skýrslu Matís 3-19 Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2018 sem er aðgengileg á heimasíðu Matís. Rétt eins og upplýsingar um óæskileg efni er jafnframt mikilvægt að til staðar séu upplýsingar um næringarefnainnihald matvæla eins. Þá er þekking á neyslu landsmanna á matvælum út frá lýðheilsulegum sjónarmiðum mikilvæg, rétt eins og þekking á stöðu óæskilegra efna í sjávarfangi út frá matvælaöryggi. Hins vegar hefur skilningur á forvarnargildi þessara rannsókna, hvar lýðheilsa og matvælaöryggi eru í forgrunni, verið takmarkaður, umfangsmestu rannsókna og þróunarverkefnin snúast eðlilega um tækifæri til verðmætasköpunar, þó hinir þættirnir megi ekki gleymast. Binda má vonir við að með öflugum Matvælasjóði sem boðað hefur verið að stofna eigi með haustinu verði hægt að þoka málum til betri vegar.
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
SJÁVARAFL APRÍL 2019
13
Niðursoðin þorsklifur hentar vel þegar framreiða á ljúffenga forrétti, næringarríkt og bragðgott sjávarréttasalat eða ofan á brauð og þá kannski bragðbætt með örlitlu af kóríander eða dálitlu af rifnum sítrónuberki og pipar.
FOIE GRAS DE LA MER frá Ican Alda Áskelsdóttir
Niðursoðin þorsklifur er lostæti hvort sem hún er fersk, reykt eða krydduð. Sannir matgæðingar kunna vel að meta þessa gúrmetfæðu sem er sneisafull af A og D vítamínum ásamt heilnæmum Omega 3 fitusýrum. Íslenska sölufyrirtækið Ican hefur sérhæft sig í sölu á þessari ofurfæðu og hefur náð góðum árangri enda er einungis notuð fyrsta flokks þorsklifur sem er unnin fersk. Engum aukaefnum er bætt við þorsklifur Ican sem fengin er úr ísköldu og nánast ómenguðu Atlantshafinu fyrir utan strendur Íslands. Sölufyrirtækið Ican sales hefur undanfarin tíu ár boðið upp á heilnæma og fyrsta flokks niðursoðna þorsklifur. Guðmundur P. Davíðsson, framkvæmdastjóri Ican, segir að löng hefð sé fyrir niðursuðu fiskafurða á Íslandi. „Við seljum fyrsta flokks niðursoðna þorsklifur frá tveimur fyrirtækjum. Annað þeirra, Ægir Seafoods er í Grindavík en hitt, Hraðfrystihúsið Gunnvör, er í Súðavík. Fyrirtækin byggja framleiðslu sína á gömlum hefðum en um leið er lögð áhersla á að nota nýjustu tækni
14
SJÁVARAFL APRÍL 2019
Það er ekki tilviljun sem ræður því að Ísland er nú eitt stærsta framleiðsluland niðursoðinnar þorsklifrar. Rannsóknir sýna að fiskimiðin í kringum Ísland eru nánast laus við mengun og að íslenskt sjávarfang sé mjög heilnæmt. og vísindi til að skila hreinni og ljúffengri matvöru á disk matgæðinga víða um heim. Mikil áhersla er lögð á að fylgja ströngum gæðastöðlum við framleiðsluna. Umhverfisvæn framleiðsla er einnig í forgrunni og til að mynda er einungis notuð græn orka við vinnslu og framleiðslu á Ican hágæða þorsklifur. “
Fersk, umhverfisvæn og úr ómenguðu hafi Það er ekki tilviljun sem ræður því að Ísland er nú eitt stærsta framleiðsluland niðursoðinnar þorsklifrar. Rannsóknir sýna að fiskimiðin í kringum Ísland eru nánast laus við mengun og að íslenskt sjávarfang sé mjög heilnæmt. Þetta skýrist meðal annars af því hversu afskekkt landið er og þar af leiðandi ekki í nábýli við stór iðnaðarríki en iðnaðarúrgangur sem rennur í hafið getur haft áhrif á hreinleika sjávarafurða. Vegna þessa hafa íslenskar sjávarútvegsvörur skapað sér sess sem hágæðavörur. „Neytendur verða sífellt kröfuharðari hvað varðar gæði og heilnæmi matvæla. Þeir vilja vita hvaðan matvaran kemur, hvar hún er framleidd
Við leggjum allan okkar metnað í að tryggja að ávallt sé notað ferskt og fyrsta flokks hráefni í framleiðsluna. Þannig náum við að þjónusta viðskiptavini okkar eins og best verður á kosið og bjóða þeim ávallt upp á einstök gæði sem hægt er að treysta,
og við hvaða aðstæður. Rekjanleiki er einkennandi fyrir íslenskar sjávarútvegsvörur og það hefur mikla þýðingu fyrir neytandann. Hann getur auðveldlega aflað sér upplýsinga um hvar og hvenær fiskurinn sem hann kaupir eða neytir er veiddur.“
Íslensk þorsklifur er bæði holl og ljúffeng „Þorsklifrin sem við seljum er soðin niður í framleiðslufyrirtæki í eigu Hraðfrystishússins Gunnvarar í Súðavík. Þar er framleidd gómsæt, heilnæm og bráðholl niðursoðin þorsklifur. Hráefnið kemur beint úr hafinu langt norður undir heimskautsbaug, segir Guðmundur og bætir við: „Ægir Seafood er svo í Grindavík. Á Reykjanesinu er víða jarðhiti og því er nýtt rafmagn frá jarðvarmavirkjun við framleiðslu á vörum Ægir Seafood. Í Grindavík er því framleidd fyrsta flokks umhverfisvæn niðursoðin þorsklifur. Vörumerki Ican sales eru Ican og Westford. “ Þó að hjá Ican sales sé lögð áhersla á að bjóða þorkslifur undir eigin vörumerki hafa framleiðslufyrirtæki þó einnig tekið að sér að framleiða vörur fyrir önnur matvælafyrirtæki og þá undir þeirra merkjum.
Allfaf fersk og fyrsta flokks
Niðursoðin þorsklifur er í rauninni lúxusvara sem fæst á tiltölulega góðu verði. Þetta er herramannsmatur
Náttúruleg og hrein fiskiolía í kaupbæti
Þegar þorsklifur er soðin niður breytist hluti hennar í náttúrulega fiskiolíu án allra aukaefna. Þorsklifrin liggur í olíunni þar til álumbúðirnar sem Ican sales notar undir vörur sínar eru opnaðar. Þessi hreina og bragðgóða fiskiolía er eins konar bónus enda er hún rík af Omega 3 fitusýrum og D og A vítamíni. Olíuna má bæði nota í sósu eða einfaldlega hella henni beint í teskeið og neyta hennar þannig. Fullorðnir sem og börn, hafa um langt árabil nýtt fiskiolíu sem fæðubótarefni og vilja sumir halda því fram að Fyrir þá sem ekki þekkja þar sé komin skýring á því hversu hraust þjóðin er enda hafa Íslendingar oftar en einu sinni til og ekki hafa smakkað hampað titlinum Sterkasti maður heims, niðursoðna þorsklifur kann að auk þess að ná eftirtektarverðum árangri hljóma undarlega að hér sé á ferðinni í ýmsum öðrum íþróttagreinum þrátt fyrir smæð þjóðarinnar.
Þorsklifur er takmörkuð auðlind og því mikilvægt að nýta hana vel. „Forsenda þess að hægt sé að sjóða niður hágæða þorsklifur er að vinna hana ferska. lostæti sem nokkur hluti Evrópubúa hafi Það má alls ekki frysta hana áður en hún er unnin og því er mikilvægt að gætt sér á um langa hríð og Lúxusvara á góðu verði framleiðslufyrirtækin séu í grennd við Guðmundur segir að það sé í rauninni þar á meðal sú þjóð sem öðrum staði þar sem fiskur berst fljótt og vel undarlegt að niðursoðin þorsklifur sé ekki á á land og slíkt á við bæði í Grindavík og fremur er þekkt fyrir matargerð og hvers manns borði. „Niðursoðin þorsklifur er í Súðavík. Við leggjum allan okkar metnað í rauninni lúxusvara sem fæst á tiltölulega góðu kræsingar, Frakkar. að tryggja að ávallt sé notað ferskt og fyrsta verði. Þetta er herramannsmatur og það hafa m.a. flokks hráefni í framleiðsluna. Þannig náum við Frakkar, Rússar, Úkraínumenn, Þjóðverjar, Spánverjar, að þjónusta viðskiptavini okkar eins og best verður á Tékkar, Ungverjar og Pólverjar vitað lengi. Þorsklifur er ekki kosið og bjóða þeim ávallt upp á einstök gæði sem hægt er einungis bragðgóð munaðarvara heldur einnig mjög heilnæm. Hún er að treysta,“ segir Guðmundur og það má greina stolt í rödd hans þegar sneisafull af vítamínum og hollum fitum og oft flokkuð sem ofurfæði hann lætur þessi orð falla. vegna þess hversu næringarrík hún er.“
Bráðhollt lostæti Fyrir þá sem ekki þekkja til og ekki hafa smakkað niðursoðna þorsklifur kann að hljóma undarlega að hér sé á ferðinni lostæti sem nokkur hluti Evrópubúa hafi gætt sér á um langa hríð og þar á meðal sú þjóð sem öðrum fremur er þekkt fyrir matargerð og kræsingar, Frakkar. „Við segjum að niðursoðin þorsklifur sé einskonar Foie gras hafsins og erum þar með að vísa í hinn heimsþekkta þjóðarrétt Frakka, Foie gras, sem unnin er úr gæsa- eða andalifur. Gæsalifrapate er eitthvað sem fólk þekkir og með þessari tilvísun viljum við gefa neytandanum hugmynd um bragð og áferð vörunnar.“ Guðmundur segir að fólk sem ekki þekki til spyrji gjarnan hvernig sé best að borða niðursoðna þorsklifur, hvort sem hún er fersk eða reykt. „Hún hentar vel þegar framreiða á ljúffenga forrétti, næringarríkt og bragðgott sjávarréttasalat eða ofan á brauð og þá kannski bragðbætt með örlitlu af kóríander eða dálitlu af rifnum sítrónuberki og pipar.“
Kemur skemmtilega á óvart Ican sales tekur þátt í Sjávarútvegssýningunni í Brussel í ár eins og undanfarin ár og býður gestum og gangandi að gæða sér á gómsætri og hollri þorsklifur. „Við erum með aðstöðu í Íslenska þjóðarbásnum. Það er alltaf sérstakt tilhlökkunarefni að fara á þessa sýningu. Þarna hittum við viðskiptavini okkar og treystum böndin,“ segir Guðmundur og bætir við: „Það er ekki síður tilhlökkunarefni að kynna vörurnar okkar fyrir þeim sem sækja sýninguna heim. Á hverjum morgni fer ég með lestinni niður í bæ og kaupi nýbakað brauð. Við útbúum svo ljúffengt smakk sem við bjóðum gestum okkar upp á. Það er sérstaklega gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem eru óvanir því að borða niðursoðna þorsklifur. Þeir eru oft tortryggnir í fyrstu en oftast breiðist bros yfir andlitið því bragðgæðin koma oft verulega á óvart og ekki skemmir fyrir að herlegheitunum er jafnvel skolað niður með hvítvínsglasi.“ SJÁVARAFL APRÍL 2019
15
Þórhallur Axelsson, ráðgjafi, Jón Heiðar Pálsson, Britney Kasmiran starfsmaður fyrirtækisins Omicron og Andrés Helgi Hallgrímsson, sölustjóri. Ljósmynd: Wise
WiseFish fer víða um heim Elin Bragadóttir
Elín Bragadóttir Hugbúnaðarfyrirtækið Wise sérhæfir ritstjóri sig í viðskiptalausnum fyrir allar greinar atvinnulífsins. Wise hefur um 20 ára skeið verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir fjölda fyrirtækja hérlendis og erlendis. „Lausnir Wise spanna alla virðiskeðju sjávarútvegsins frá fiskeldi og veiðum til sölu og dreifingar.“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise.
„WiseFish annast utanumhald veiða, hversu miklu er landað og hvaða tegundum. Einnig nýtist forritið til að vakta kvótastöðu og halda utan um framleiðsluferla. WiseFish tengist öðrum kerfum á gólfinu eins og Innova hugbúnaði frá Marel og má tengja kerfið við jaðartæki svo sem vogir og handtölvur,“ segir Jón Heiðar.
16
SJÁVARAFL APRÍL 2019
Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise. Ljósmynd: Sjávarafl
„Lausnir Wise spanna alla virðiskeðju sjávarútvegsins frá fiskeldi og veiðum til sölu og dreifingar.“
„Út frá þessum gögnum er mögulegt að vinna verðmætar tölfræðilegar markaðsupplýsingar sem gerir fyrirtækjum kleift að greina tækifæri á mörkuðum og fá meira fyrir afurðir sínar. Þessu til viðbótar eru teknar saman, í gagnagrunni, upplýsingar um tolla- og markaðasaðgang íslenskra sjávarafurða á erlenda markaði.“ Verðmætar markaðsupplýsingar Jón Heiðar bætir við að kerfið bjóði upp á mikla möguleika á að rekja feril afurða frá veiðum í gegnum vinnslu- og söluferli og alla leið til neytandans. Hann segir Wise vinna náið með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og hafi undanfarið unnið með þeim að verkefninu „Vitinn“ sem snýr að því að útbúa kerfi sem safnar gögnum um útflutning sjávarafurða á miðlægan stað. „Út frá þessum gögnum er mögulegt að vinna verðmætar tölfræðilegar markaðsupplýsingar sem gerir fyrirtækjum kleift að greina tækifæri á mörkuðum og fá meira fyrir afurðir sínar. Þessu til viðbótar eru teknar saman, í gagnagrunni, upplýsingar um tolla- og markaðasaðgang íslenskra sjávarafurða á erlenda markaði.“
Wise haslar sér völl í Suriname Omicron, sjávarútvegsfyrirtæki í Suriname innleiddi WiseFish hugbúnað fyrir þremur árum. Innleiðing var algjörlega framkvæmd í gegnum fjartengingu. „Með því að innleiða hugbúnaðinn án þess að þurfa að fara á staðinn sparar bæði tíma og peninga fyrir okkur sem og viðskiptavininn“, segir Jón Heiðar. Svo vel tókst til við innleiðingu og framkvæmd að annað fyrirtæki frá Suriname, Marisa Fisheries er komið í viðskipti við WiseFish. Britney Kasmiran starfsmaður fyrirtækisins er stödd á Íslandi við meistaranám í sjávarútvegsfræðum frá Háskóla Íslands og hefur kynnt sér WiseFish hugbúnaðinn vel og fer því með góða þekkingu til síns heima. Marisa Fisheries er súrinamskt fiskveiðifyrirtæki sem var stofnað árið 2003. Fyrirtækið samanstendur af tólf botnvörputogurum sem fanga ýmsar fiskitegundir eins og makríl, hitabeltisfiska, guðlax, fiska af vogmeyjarætt, baulunga, aumingja, steinbíta o.s.frv. og á í samstarfi við súrinamska fiskvinnslu sem heitir SUVVEB NV og sér um vinnslu, pökkun, geymslu og útflutning fisksins sem tilheyrir þessu fiskveiðifyrirtæki. Marisa Fisheries er um þessar mundir að reisa nýja fiskvinnslu í samvinnu við SUVVEB NV. Nýja vinnslan, sem heitir Ocean Delight, mun ná yfir um það bil 2500 m2 og framleiðslugeta hennar mun vera fimmtán tonn af fiski á dag, þar á meðal hágæða sjávarafurðir eins og ferskur og frosinn slægður fiskur í heilu lagi, fiskur sem er tilbúinn á pönnuna, flök, steikur, o.s.frv. fyrir heimamarkaðinn og útflutning til staða í Karíbahafi, Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.
Frá verksmiðju Marisa Fisheries, þar sem fiski er pakkað í ís. Ljósmynd: Wise
Ný uppfærsla fyrir Euro Baltic WiseFish hugbúnaðurinn hefur verið í þróun hér heima um áratuga skeið og seinni ár hefur hróður hans borist víða, m.a. til Ástralíu, SuðurAmeríku, Noregs og Þýskalands. Sérfræðingar WiseFish hafa undanfarin 15 ár unnið náið með fyrirtækinu Euro Baltic í Þýskalandi að þróun og uppfærslu kerfisins. Euro Baltic er hluti af Parlevliet & Van der Plas Group (P&P Group) í Hollandi og er með stærri verkendum á síld við Eystrasaltið. „Í þessari uppfærslu verða allar tengingar við framleiðslukerfin skilvirkari og einfaldari og hún leysir af hólmi mikinn fjölda excel skjala sem notuð hafa verið til að halda utan um veiðar, löndun og sölu. Reynslan af notkun WiseFish hjá Euro Baltic hefur skilað því að P&P Group hefur ákveðið að innleiða WiseFish hjá fleiri dótturfélögum, m.a. hjá túnfisksútgerðinni CFTO í Frakklandi,“ segir Andrés Helgi Hallgrímsson, sölustjóri WiseFish. Uppistaðan í afla CFTO er túnfiskur. „Starfsmenn CFTO eru mjög spenntir fyrir því að fá í hendurnar eitt kerfi sem heldur utanum allan ferilinn frá veiðum til sölu. Þar með er hægt að rekja feril hráefninsins og fylgja eftir þeim gæðakröfum sem kaupendur gera“ bætir hann við.
„Með því að innleiða hugbúnaðinn án þess að þurfa að fara á staðinn sparar bæði tíma og peninga fyrir okkur sem og viðskiptavininn“ Náið samstarf með Cargill Um þessar mundir er starfsfólk Wise að vinna að mjög spennandi þróunarverkefni fyrir alþjóðlega fyrirtækið Cargill í samstarfi við sænska hugbúnaðarfyrirtækið HiQ. „Í verkefninu sér Wise um að hanna vöruhús gagna (data warehouse), Tabular teninga og ýmsar þjónustur (API) í skýinu. Markmiðið er að taka saman upplýsingar frá fiskeldisstöðvum um allan heim til að geta borið saman vöxt, fóðurnýtingu, áhrif sjúkdóma o.fl. á milli svæða og landa,“ segir Stefán Torfi Höskuldsson, sviðstjóri rekstrar- og tæknisviðs. Viðskiptavinum Cargill er síðan veittur aðgangur að þessum þjónustum eða greiningum í gegnum vefsíðu sem heitir SeaCloud. Cargill er eitt stærsta fyrirtæki í heimi í einkaeigu með yfir 150.000 starfsmenn og veltu yfir 14 þúsund milljarða.
Einn af stærstu kostum WiseFish
Höfuðstöðvar Wise við Borgartún 26. Ljósmynd: Wise
Auðvelt er að aðlaga hugbúnaðinn að hverju fyrirtæki fyrir sig en WiseFish er í raun alsherjarlausn sem notar Micosoft Dynamics NAV. Starfsmenn Wise á Íslandi eru yfir 80 og hafa þeir um 500 viðskiptavini um allan heim en þeir hafa verið leiðandi í sölu í frá árinu 1995. Þá hefur Creditinfo á Íslandi veitt Wise verðlaun árið 2018 fyrir að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Titillinn er gefin fyrir að vera í lánshæfisflokki 1-3, ásamt því að ársreikningi sé skilað á réttum tíma og rekstrarhagnaður hefur verið jákvæður síðast liðin þrjú ár. SJÁVARAFL APRÍL 2019
17
Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbása þar sem fjölmörg íslensk fyrirtæki, sem eru í fararbroddi á sínu sviði, kynna vörur sínar.
Íslandsstofa
Íslandsstofa: „Það er ánægjulegt að finna að framlag okkar skiptir máli og auðveldar fyrirtækjunum þátttökuna,“ segir Berglind Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu.
mikilvægur hlekkur í erlendu markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja
Alda Áskelsdóttir
Í
slandsstofa heldur utan um og skipuleggur þátttöku íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Brussel. Hlutverk Íslandsstofu er að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með því m.a. að aðstoða íslensk fyrirtæki við að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri á alþjóðlegum markaði. Berglind Steindórsdóttir, sýningarstjóri hjá Íslandsstofu, segir að í mörg horn sé að líta þegar kemur að því að undirbúa þátttöku íslenskra fyrirtækja á jafn umfangsmikilli sýningu og í Brussel. Starfið sé þó bæði skemmtilegt og gefandi þar sem fyrirtækin kunni vel að meta þá þjónustu sem Íslandsstofa veitir. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda og hefur það hlutverk að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með þróttmiklu starfi í þágu íslenskra útflutningsgreina. Sjávarútvegur er þar ein stærsta útflutningsgreinin. „Íslendingar hafa lengi verið í fremstu röð þegar kemur að sjávarútvegi og tengdri starfsemi. Þetta er því afar mikilvæg atvinnugrein og óhætt að segja að Íslendingar séu stoltir af þeim góða árangri og því góða orðspori sem íslenskur sjávarútvegur hefur getið sér víða um heim,“ segir Berglind og bætir við: „Hjá Íslandsstofu leggjum við m.a. okkar að mörkum með því að aðstoða íslensk fyrirtæki, hvort sem það eru sjávarútvegsfyrirtæki eða fyrirtæki í öðrum greinum
18
SJÁVARAFL APRÍL 2019
„Hjá Íslandsstofu leggjum við m.a. okkar að mörkum með því að aðstoða íslensk fyrirtæki, hvort sem það eru sjávarútvegsfyrirtæki eða fyrirtæki í öðrum greinum atvinnulífsins, við að kynna vörur sínar og þjónustu á erlendum vettvangi.“ atvinnulífsins, við að kynna vörur sínar og þjónustu á erlendum vettvangi.“ Íslandsstofa hefur m.a. aðgang að gagnabönkum og ýmsum öðrum upplýsingum sem varða sýningar og þátttöku í þeim. Með ráðgjöf, fræðslu og upplýsingamiðlun tryggir starfsfólk Íslandsstofu markvissa, fagmannlega og árangursríka framgöngu íslenskra fyrirtækja á sýningum erlendis. „Sýningar eru vissulega stór þáttur í markaðs- og kynningarstarfi og því er þátttaka íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum sýningum mjög mikilvæg.” Á sýningum víða um heim heldur Íslandsstofa utan um og skipuleggur þjóðarbás undir merkjum Íslands. Íslensk fyrirtæki sýna þannig gjarnan saman undir einum hatti. Berglind segir ávinning fyrirtækjanna af sameiginlegri þátttöku í sýningum með þessum hætti mikinn. „Minni fyrirtæki vilja oft hverfa í fjöldann og það styrkir þau því að vera hluti af heild og þau verða sýnilegri fyrir vikið. Básinn okkar er einnig vel staðsettur, nálægt þekktum stórfyrirtækjum í sjávarútvegsgeiranum þannig að margir gestir leggja leið sína til okkar.“
Íslenskur þjóðarbás í þágu fyrirtækjanna Sjávarútvegssýningin í Brussel er ein stærsta alþjóðlega sýning sinnar tegundar í heiminum. Hana sækja allt að 30.000 gestir frá 152 löndum og sýnendur eru tæp tvö þúsund frá 78 löndum. Á sýningunni sem
Þátttaka á sýningum er stór þáttur í markaðs- og kynningarstarfi og því er þátttaka íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum sýningum mjög mikilvæg.
er tvískipt, Seafood Expo Global og Seafood Processing Global, kynna fyrirtæki annars vegar afurðir og hins vegar þjónustu og nýjustu vélar og tækni í greininni. Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbása á báðum sýningunum, þar sem fjölmörg íslensk fyrirtæki, sem eru í fararbroddi á sínu sviði, kynna vörur sínar. „Íslenski þjóðarbásinn er vel úr garði gerður og öll umgjörð hans hin glæsilegasta. Hann minnir á land og þjóð og ekki síst þá miklu hefð sem er fyrir fiskveiðum á Íslandi. Íslandsstofa leggur til hattinn sem rammar inn básinn og við hjálpum til við skipulagningu, undirbúning og ýmislegt annað sem snýr að sýningunni.“ Berglind er svo sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að því að skipuleggja þátttöku íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum sýningum. Hún hefur komið að því starfi í tæp tuttugu ár. „Þetta er skemmtilegt og gefandi starf enda í mörg horn að líta þegar kemur að því að halda utan um þátttöku á fjórða tug fyrirtækja eins og reyndin er í Brussel þetta árið. Við hjá Íslandsstofu hjálpum til við skipulagningu og allan undirbúning. Það kemur til að mynda í okkar hlut að útvega fyrirtæki til að setja básana upp þannig að þegar fyrirtækin mæta til leiks er básinn þeirra tilbúinn að því leyti að einungis á eftir að koma vörunum fyrir.“ Berglind sér einnig
„Íslenski þjóðarbásinn er vel úr garði gerður og öll umgjörð hans hin glæsilegasta. Hann minnir á land og þjóð og ekki síst þá miklu hefð sem er fyrir fiskveiðum á Íslandi. Íslandsstofa leggur til hattinn sem rammar inn básinn og við hjálpum til við skipulagningu, undirbúning og ýmislegt annað sem snýr að sýningunni.“ um ýmis pappírs - og skráningarmál í þágu fyrirtækjanna, gætir þess m.a. að allir skili því sem á þarf að halda, á réttum tíma, þannig að allt smelli saman á endanum eins og til er ætlast. „Við höldum utan um það sem þarf að senda til Brussel, sýningavörur og annað, sjáum um að taka frá svæði og deila því á milli sýnenda. Þá þarf t.d. að leggja fyrir rafmagni og vatni, panta húsgögn, kæla, og óteljandi aðra hluti ásamt öllu öðru sem fyrirtækin þurfa á að halda. Þá segir Berglind hlutverk hennar einnig
Það er mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri erlendis svo þau nái að vaxa og dafna enda er Ísland lítið markaðssvæði. SJÁVARAFL APRÍL 2019
19
vera að vera til staðar á sýningunni og hlaupa undir bagga fari eitthvað úrskeiðis.
Ánægja með þjónustu Íslandsstofu Íslensku fyrirtækin standa straum af þeim kostnaði sem fylgir því að taka þátt í sýningunni að mestu leyti. Íslandsstofa styrkir hins vegar þátttöku þeirra gegn mjög vægu gjaldi með því að veita þjónustu sem snýr að undirbúningi sýningarinnar. „Það léttir á hjá fyrirtækjunum að þurfa ekki að halda utan um ytra skipulagið. Það er heilmikið verk að setja sig inn í alla þá þætti sem snúa að því. Ég hef í gegnum árin sankað að mér þekkingu og komið mér upp samböndum þannig að ég veit hvert ég á að leita eftir vörum og þjónustu. Það getur hins vegar reynst hálfgerður frumskógur fyrir þá sem ekki þekkja til.“ Berglind segir að forsvarsmenn fyrirtækjanna og þeir sem taki þátt fyrir þeirra hönd í sýningunni í Brussel séu bæði ánægðir og þakklátir fyrir þá þjónustu sem fyrirtækin fái hjá Íslandsstofu. „Það er ánægjulegt að finna að framlag okkar skiptir máli og auðveldar fyrirtækjunum þátttökuna. Með því að sjá um þessa ytri þætti geta fyrirtækin einbeitt sér að innri undirbúningi og markaðsstarfi. Það er mjög mikilvægt að þau komi vel undirbúin á sýninguna. Til að fá sem mest út úr henni er nauðsynlegt að vera búinn að hafa samband og bóka fundi við núverandi og væntanlega viðskiptavini eins og kostur er. Þá er eftirfylgnin þegar heim er komið ekki síður mikilvæg. Vinna þarf strax úr fyrirspurnum og erindum sem bárust meðan á sýningunni stóð. Sé það ekki gert grípa önnur fyrirtæki gæsina.“
Færri komast að en vilja Ísland og íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa tekið þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel allt frá upphafi eða frá árinu 1992. Það er mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri erlendis svo þau nái að vaxa og dafna enda er Ísland lítið markaðssvæði. Berglind segir mjög eftirsótt að taka þátt í þessari sýningu á heimsvísu. „Við eigum okkar fasta pláss á sýningunni en vegna þess hversu þétt setinn bekkurinn er er ógjörningur fyrir okkur að stækka svæðið sem íslenska þjóðarbásnum hefur verið úthlutað þótt við gjarnan vildum.“ Mörg þeirra íslensku fyrirtækja sem taka þátt í sýningunni í Brussel hafa verið með frá upphafi. „Það er erfitt fyrir ný fyrirtæki að komast að hjá okkur. Flest fyrirtækin taka þátt ár eftir ár enda er þetta mjög mikilvægur vettvangur. Á sýningu sem þessari gefst fulltrúum fyrirtækjanna tækifæri til að hitta núverandi viðskiptavini, styrkja tengslin og kynna fyrir mönnum nýjungar. Það er ekki síður mikilvægt að halda í þá viðskiptavini sem fyrir eru en að afla nýrra. Þarna er markhópurinn saman kominn. Almennt
20
SJÁVARAFL APRÍL 2019
„Á sýningu sem þessari gefst fulltrúum fyrirtækjanna tækifæri til að hitta núverandi viðskiptavini, styrkja tengslin og kynna fyrir mönnum nýjungar. Það er ekki síður mikilvægt að halda í þá viðskiptavini sem fyrir eru en að afla nýrra. Þarna er markhópurinn saman kominn. Almennt er litið á þessa sýningu sem eina þá mikilvægustu innan greinarinnar til að kynna vörur og þjónustu.“ er litið á þessa sýningu sem eina þá mikilvægustu innan greinarinnar til að kynna vörur og þjónustu. Það er því óhætt að segja að þarna séu flestir lykilmenn í sjávarútvegi í heiminum saman komnir,” segir hún og bætir við: „Eðlilega verða einnig til ný viðskiptasambönd enda eitt af meginhlutverkum svona sýningar að stofna til nýrra kynna og viðskipta. Þá gefst sýnendum einnig tækifæri til að sjá almennt hvað er að gerast á þeirra sviði og ekki síst hvað samkeppnisaðilarnir hafa verið að fást við.”
Íslenski þjóðarbásinn vel sóttur Íslenskur sjávarútvegur er hátt skrifaður á alþjóðavísu. Margir líta til hans enda stendur hann fyrir svo miklu meiru en einungis hefðbundnum veiðum og vinnslu. Í kringum sjávarútveginn hafi orðið til fjölmörg fyrirtæki sem koma að margþættri þjónustu við sjávarútvegsgeirann. Mörg þessara fyrirtækja eru í fararbroddi nýsköpunar og framfara að sögn Berglindar og þá ekki síst þegar litið er til framsækni og færni sem snýr að allri tækni við meðhöndlun á afurðum, allt frá veiðum til sölu. „Það er gaman að segja frá því að í þeim hluta sýningarinnar sem snýr að þjónustu og nýjustu tækni og vélum í greininni eru íslensk fyrirtæki í fremstu röð. Margir gera sér því ferð til okkar til að kynna sér það sem íslensku fyrirtækin hafa upp á að bjóða.” Berglind segir að almennt sé því mjög skemmtileg stemning í íslenska þjóðarbásnum enda margt um manninn og mikill áhugi á því sem fyrirtækin hafa fram að færa. „Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með fyrirtækjunum vaxa og dafna í gegnum árin. Menningin hefur breyst og þróast og fagmennskan er í fyrirrúmi. Vöru- og tækniþróun sem og framsækni hefur verið mjög hröð og metnaðurinn er mikill. Það er ekki hægt að segja annað en að maður sé stoltur af því að vera partur af þessari sýningu enda eru íslensku fyrirtækin meðal þeirra fremstu í heiminum.”
ER VINNSLAN ÞÍN SNJÖLL? Snjallar fiskvinnslur eru hluti af þeirri þróun sem fjórða iðnbyltingin hefur hrint af stað. Kynntu þér nýjustu lausnir okkar, sem gera þér kleift að mæta vaxandi kröfum viðskiptavina þinna.
Nánari upplýsingar: marel.is/WFSH
Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fiskurinn geti verið kominn á disk neytandans t.d. í Boston rúmum sólarhing eftir að hann veiðist við Íslandsstrendur.
Fyrsta flokks fiskafurðir hvar sem er í heiminum Sterk staða Iceland Seafood International á alþjóðamarkaði í sölu á fiskafurðum helgast af verðskulduðu orðspori sem fyrirtækið hefur byggt upp á þeim tæpu 90 árum sem það hefur verið starfrækt. Með því að byggja upp örugg og sterk tengsl við marga framleiðendur á Íslandi hefur fyrirtækinu tekist að tryggja afhendingaröyggi svo eftir er tekið. Vöruúrvalið er einstaklega breitt og áhersla á gæði er ávallt í fyrirrúmi. Segja má að Iceland Seafood International geti í raun útvegað flest allar þær fiskafurðir sem viðskipavinir óska eftir.
Alda Áskelsdóttir
Sérstaðan liggur í mjög breiðu vöruúrvali, þekkingu og miklu afhendingaröryggi Iceland Seafood International á sér langa og merkilega sögu og er meðal elstu sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi en ræturnar liggja allt aftur til ársins 1932. Á þeim tæpu 90 árum sem fyrirtækið hefur verið starfrækt hefur það náð að marka sér sérstöðu þegar kemur að sölu á hágæða fiskafurðum. „Markmið okkar er að bjóða alltaf upp á fyrsta flokks fiskafurðir hvar sem er í heiminum segir,“ Friðleifur Friðleifsson, framkvæmdastjóri sölu á sjófrystum fiski og uppsjávarfiski, og bætir við. „Sérstaða okkar liggur einnig í því hversu breitt vöruúrval við bjóðum upp á og svo síðast en ekki síst í því hversu tryggt það er. Hjá okkur er aldrei lokað og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að viðskiptavinurinn fái vörurnar þegar hann þarf á þeim að halda.” Hjá
22
SJÁVARAFL APRÍL 2019
Iceland Seafood International vinnur mjög reynt starfsfólk. “Flest okkar hafa unnið hjá fyrirtækinu svo árum eða jafnvel áratugum skiptir. Við höfum því mjög víðtæka þekkingu á hinum ýmsu markaðssvæðum enda seljum við fiskafurðir til Ameríku, Asíu, Evrópu og Afríku. Við skiljum að kröfur og þarfir viðskiptavinanna eru misjafnar og stjórnast af því hvar þeir eru staðsettir í heiminum og kappkostum að sníða þjónustuna að hverjum og einum.“ Hjá Iceland Seafood International er fiski miðlað frá Íslandi til kaupenda, auk þess rekur fyrirtækið sjö dótturfyrirtæki víðsvegar um heiminn. „Þetta
„Sérstaða okkar liggur einnig í því hversu breitt vöruúrval við bjóðum upp á og svo síðast en ekki síst í því hversu tryggt það er. Hjá okkur er aldrei lokað og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að viðskiptavinurinn fái vörurnar þegar hann þarf á þeim að halda.”
eru fyrirtæki sem m.a. sjá um að fullvinna fiskafurðir í neytendapakkningar eða fyrir veitingastaði og stóreldhús, auk þess sem þessi fyrirtæki koma að sölu, markaðssetningu og dreifingu.“ Höfuðstöðvar Iceland Seafood eru hins vegar á Íslandi. „Starfsemin hér á landi er tvískipt. Annars vegar snýst hún um að sjá dótturfélögunum fyrir aðföngum og hins vegar að sinna hefðbundinni sölustarfsemi og þá ekki hvað síst á þeim stöðum þar sem við rekum hvorki söluskrifstofur né framleiðslufyrirtæki.“ Neytendur verða sífellt kröfuharðari og eru meðvitaðir um hversu mikilvægt það er að öll gæðamál séu í lagi. Hjá Iceland Seafood
“Flest okkar hafa unnið hjá fyrirtækinu svo árum eða jafnvel áratugum skiptir. Við höfum því mjög víðtæka þekkingu á hinum ýmsu markaðssvæðum enda seljum við fiskafurðir til Ameríku, Asíu, Evrópu og Afríku. Við skiljum að kröfur og þarfir viðskiptavinanna eru misjafnar og stjórnast af því hvar þeir eru staðsettir í heiminum og kappkostum að sníða þjónustuna að hverjum og einum.“
International eru þau mál tekin föstum tökum. „Við vinnum mjög náið með framleiðendum í þeim efnum. Við komum að gæðaeftirliti og sinnum því af mikilli kostgæfni. Á okkar snærum eru starfsmenn sem taka út vörur hjá framleiðendum til að tryggja megi að einungis fyrsta flokks vörur fari á markað í okkar nafni,“ segir Friðleifur og bætir við: „Hjá okkur starfar einnig mjög reyndur starfsmaður sem sér til þess að framleiðendur standist úttektir hjá eftirlitsaðilum. Hans hlutverk er að aðstoða fyrirtækin við að búa þannig um hnútana að þau uppfylli þær gæðakröfur sem gerðar eru. Gæðamálin verða sífellt mikilvægari, að vera framarlega á þessu sviði skiptir því gríðarlega miklu máli og þar stöndum við vel að vígi.“
Höfuðstöðvarnar á Íslandi Í höfuðstöðvunum á Íslandi eru starfræktar þrjár deildir sem sjá um sölu á fiskafurðum og markaðssetningu. Þessar deildir eru: Sala á sjófrystum fiski og uppsjávarfiski, Sala á söltuðum, þurrkuðum og frystum fiski og Sala á ferskum fiski. Yfir þessum deildum eru þrír deildarstjórar, þeir Friðleifur Friðleifsson, Björn Maríus Jónasson og Guðmundur Jónasson. Allir hafa þeir starfað hjá fyrirtækinu í áratugi og búa því yfir mikilli reynslu.
Á þeim tæpu 90 árum sem fyrirtækið hefur verið starfrækt hefur það náð að marka sér sérstöðu þegar kemur að sölu á hágæða fiskafurðum. SJÁVARAFL APRÍL 2019
23
„Markmið okkar er að bjóða alltaf upp á fyrsta flokks fiskafurðir hvar sem er í heiminum segir,“ Friðleifur Friðleifsson, framkvæmdastjóri sölu á sjófrystum fiski og uppsjávarfiski
„Á þessum markaði skiptir miklu máli að framboðið sé stöðugt, afhendingartíminn stuttur og gæðin fyrsta flokks. Öll þessi skilyrði uppfyllum við með sóma.“
Sjófrystur fiskur og uppsjávarfiskur „Við seljum sjófrystan fisk og uppsjávarfisk. Það sem er kannski einkennandi fyrir deildina er að heimurinn er undir hjá okkur. Við eigum viðskipti við öll helstu markaðssvæðin en það helgast af vöruframboði okkar,“ segir Friðleifur og bætir við: „Loðna, síld, makríll og kolmuni ásamt sjófrysta fiskinum höfða til ólíkra markaða og þess vegna er markaðssvæðið stórt.“ Uppsjávarfiskurinn er seldur til Austur- Evrópu og Asíu á meðan sá sjófrysti fer til Ameríku, Bretlands og Tyrklands í miklu mæli. „Uppsjávarfiskurinn veiðist á ákveðnum árstíðum og er því vertíðabundinn. Við komum hins vegar til móts við þarfir hvers og eins viðskiptavinar hvað varðar afhendingu á afurðunum út árið. Það er mjög misjafnt hvað hentar hverju sinni. Sumir vilja t.d. fá alla pöntunina í einu lagi og geyma hana sjálfir á meðan aðrir vilja að við geymum hana og sendum hana síðan í ákveðnum skömmtum út árið o.s.frv. Sjófrysti fiskurinn veiðist aftur á móti nokkuð jafnt allt árið.“ Friðleifur segir að breski Fish and chips markaðurinn sé mjög sterkur og því séu tölverðar líkur á því þegar fólk fái sér fyrsta flokks Fish and chips í Bretlandi að fiskurinn komi frá Íslandi. „Til Tyrklands seljum við svo nokkuð mikið af sjófrystum ufsa. Hann endar oftar en ekki á matardiskum hótelgesta þar í landi. Ufsinn er vanmetin tegund. Hann er glettilega góður og á mikið inni.“
Landfrysting, söltun og þurrkaðar afurðir Hjá Landvinnsludeildinni er sala á saltfiski stór og mikilvægur þáttur. „Við erum það fyrirtæki sem selur langmest af saltfiski til Suður - Evrópu – til Spánar, Portúgals og Ítalíu,“ segir Björn og heldur áfram: „Þar á Iceland Seafood International tvö gríðarlega sterk dótturfyrirtæki sem eru reyndar að sameinast undir einn hatt. Við þjónustum þessi fyrirtæki um úrvals saltfisk sem þau selja svo áfram í þessum löndum.“ Það er bæði mjög löng og sterk hefð fyrir sölu á íslenskum saltfiski til Suður - Evrópu. „Við höfum átt í þessum viðskiptum allt frá árinu 1932. Eins er löng hefð fyrir sölu á þurrkuðum afurðum til Nígeríu.“ Á undanförnum áratugum hefur svo sala á frystum afurðum bæst við. „Frystar fiskafurðir - bolfisk seljum við víða um heim og þá ekki síst til dótturfyrirtækjanna sem sjá um að selja þær og dreifa áfram. Markaðssvæðið okkar er mjög stórt; bæði Suður - og Norður - Ameríka, Afríka, Asía og Eyjaálfa.“ Björn segir að Iceland Seafood International sé þekkt fyrir góða og stöðuga þjónustu
24
SJÁVARAFL APRÍL 2019
sem byggi á áratuga sögu, reynslu og viðskiptasamböndum. „Það sem skiptir sköpum í sölu á fiski er að afhendingaröryggið sé mikið, gæðin séu mikil og verðið sanngjarnt. Þetta þrennt höfum við náð að sameina og gengur það þvert á markaði og vörutegundir.“
Ferskur fiskur Árið 1977 fékk Logi Þormóðsson, eigandi fyrirtækisins Tros, þá hugmynd að hefja sölu á ferskum fiski frá Íslandi. „Hann byrjaði á því að flytja út skötuvængi og villtan lax. Hann fór sjálfur með fiskinn í flugfragtina og sá til þess að hann kæmist um borð,“ segir Guðmundur og bætir við: „Mörgum þótti þetta mjög framandi og höfðu litla trú á þessu en nú er þetta orðið að stórum iðnaði hér á Íslandi.“ Iceland Seafood International kom mjög snemma inn í þennan iðnað með kaupum á Trosi. „Við höfum því bæði mikla reynslu og þekkingu á því að flytja út ferskan fisk frá Íslandi og út í heim.“ Guðmundur segir ótrúlegt til þess að hugsa að fiskurinn geti verið kominn á disk neytandans t.d. í Boston rúmum sólarhing eftir að hann veiðist við Íslandsstrendur. „Á undanförnum árum hefur flugtíðni til og frá Íslandi aukist mjög mikið og það hefur gefið okkur byr undir báða vængi hvað varðar markaðssetningu og útflutning á ferskum fiski. Það styttir afhendingartíma og dregur úr flutningskostnaði að geta flogið beint með fiskinn þangað sem hann á að fara.“ Guðmundur segir að hjá Ferskfiskdeildinni eins og hjá öðrum deildum innan Iceland Seafood International sé mikl áhersla lögð á þjónustu og gæði. „Við þjónustum bæði framleiðendur og kaupendur okkar mjög vel. Við tökum t.d. að okkur að safna saman mismunandi fisktegundum í sömu sendinguna og sendum hana svo beint með flugi til viðskiptavinarins.“ Stærstu markaðir Iceland Seafood International fyrir ferskan fisk eru Frakkland, Belgía, Þýskaland, Írland, Bandaríkin og Kanada. Til allra þessara landa og fleiri er flogið beint frá Íslandi sem tryggir mjög stuttan afhendingartíma. „Annað sem skiptir máli í þessu samhengi er stöðugt framboð. Hér á landi veiðist t.d. þorskur allt árið um kring og því getum við þjónustað okkar viðskiptavini alla mánuði ársins. Fæstir keppinautar okkar búa við þennan stöðugleika því veiðin er árstíðarbundin hjá þeim. Á þessum markaði skiptir miklu máli að framboðið sé stöðugt, afhendingartíminn stuttur og gæðin fyrsta flokks. Öll þessi skilyrði uppfyllum við með sóma,“ segir Guðmundur og það er ekki laust við að greina megi stolt í rödd hans þegar hann lætur þessi orð falla.
Vésteinn GK 88 Ú
tgerðarfyrirtækið Einhamar Seafood er eigandi að bátnum Vésteinn GK 88. Nú er ár liðið frá því Vésteinn var sjósettur sem var í Hafnarfirði. Þá eru bátar Einhamars Seafood orðnir þrír en fyrir átti útgerðin samskonar báta og Vésteinn, það eru Auður Vésteins SU 88 og Gísli Súrsson GK 8. Allir bátarnir hafa verið smíðaðir hjá Trefjum í Hafnarfirði. Bátarnir eru
tæp 30 brúttótonn og um 15 metrar að lengd. Bátarnir hafa róið jafnt frá Grindavík og Stöðvarfirði. Fjórir eru í áhöfn bátsins og skipstjóri á Vésteini er Guðmundur Thedór Ríkharðsson en hann var áður skipstóri á Auði Vésteins. Þrátt fyrir að skrokkur Vésteins sé sá sami og í Auði og Gísla, þá er kjölurinn og skrúfan nokkuð stærri. Einnig var settur veltibúnaður í hann sem var reyndar settur í Auði og Gísla seinna.
Grásleppa
G
Grásleppuveiðar hafa staðið yfir hringinn um landið síðustu vikurnar og misjafn gangur í veiðunum eins og oft vill verða. Grásleppunni sem er nú allri landað heilli og óaðgerði öfugt við það sem var áður þegar aðeins hrognin voru hirt og grásleppunni sjálfri hent í sjóinn.
Samkvæmt upplýsingum úr Sjávarútvegsráðuneytinu var veiðifyrirkomulag á vertíðinni 2019 með sama hætti og verið hefur. Veiðidagar voru gefnir út til bráðabirgða nokkru áður en vertíð hófst og endanlegur fjöldi í byrjun apríl. Til gamans má geta að grásleppan er hrygna hrognkelsis (kvenkyn) og rauðmaginn er hrognkelsahængurinn (karlkyn). Hafa Íslendingar veitt
Teikning: Jón Bragi Hlíðberg
hrognkelsi í net en netin fyrir grásleppu eru töluvert stórriðnari en netin fyrir rauðmagann. Í Brekkukotsannál Halldórs Laxness segir á einum stað: „Þeir sem veiða hrokkelsi eru aldrei nefndir rauðmagakallar, en alltaf grásleppukarlar“. SJÁVARAFL APRÍL 2019
25
Flaggskip Curio, C-2011, sem er einstök bolfisks flökunarvél sem er byggð í kringum eina hönnun með fjórum módelum í venjulegri lengd og tveimur módelum í framlengdri lengd, sem deila 95% af sömu íhlutum.
Hlutu H2020 styrk til að fullþróa klumbuskurðarvél Curio ehf. er eitt af íslensku fyrirtækjunum sem taka þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel dagana 7. - 9. maí. Fyrirtækið framleiðir fiskvinnsluvélar fyrir hvítfiskvinnslu; það er flökun, hausun og roðfletting á þorski, ýsu, ufsa, löngu, keilu og steinbít. Nýjasta viðbótin í þegar myndarlega línu fiskvinnsluvéla er klumbuskurðarvél, en á síðasta ári fékk Curio Horizon 2020 (H2020) styrk til að þróa frekar tölvustýrða klumbuskurðarvél sem er algjör nýjung á sjávarútvegsmarkaðnum. Horizon 2020 er sjóður á vegum Evrópusambandsins sem styður við rannsóknir og nýsköpun fyrirtækja. Nær 80 milljarðar evra eru veittar í styrki á sex ára tímabili milli 2014 og 2020 og nú þegar hefur fjöldi fyrirtækja hlotið styrki til að þróa nýjungar og auka nýsköpun. Hljóti fyrirtæki styrkinn eru auknar líkur á frekari fjárfestingum úr einkageiranum. Axel Pétur Ásgeirsson, sölu-og markaðsstjóri hjá Curio, segir að styrksúthlutunin sé stór viðurkenning fyrir Curio. „Það var mikil samkeppni um þennan styrk. Það voru tæplega tvö þúsund fyrirtæki sem komust í svokallaðan „fasa 2“ og af þeim voru 125 valin til að kynna hugmyndina frekar en aðeins 65 hlutu styrkinn, þar á meðal Curio.“ Hann bætir við að nokkur íslensk fyrirtæki hafi hlotið styrk úr H2020 sjóðnum, enda nýsköpun og þróun mikil hér á landi. Nýjung í fiskverkun
Katrín Lilja Jónsdóttir
26
SJÁVARAFL APRÍL 2019
Klumbuskurðarvélin sem Curio hefur þróað síðan árið 2016 í samstarfi við FHF (Fiskeri- og havbruksnæringens forskningsfond) og Jangaard Export AS í Noregi er svar Curio við aðkallandi vandamáli sem margar fiskverkanir standa frammi fyrir. „Fjölmargir viðskiptavina okkar fá hráefnið afhent slægt og afhausað, eða HG“ segir Axel. „Á HG fiski er
Curio sá að þörf var á sérhæfðri vél til að skera klumbuna af fiskinum. Bæði er þannig hægt að auka nýtni afurðarinnar og auka virði afla hjá fyrirtækjum sem taka á móti frosnum HG fiski til frekari vinnslu. klumban enn til staðar,“ útskýrir Axel. Til að hægt sé að flaka fiskinn, er nauðsynlegt að losna við hana, en algengast er að fyrirtæki reiði sig á ónákvæmar vélar eða handskurð í þeim tilgangi. Þær leiðir séu bæði tímafrekar og geti minnkað virði aflans og hætta er á að nýtni minnki. Curio sá að þörf var á sérhæfðri vél til að skera klumbuna af fiskinum. Bæði er þannig hægt að auka nýtni afurðarinnar og auka virði afla hjá fyrirtækjum sem taka á móti frosnum HG fiski til frekari vinnslu. Venjulegt verklag við klumbuskurð er tímafrekt og sé það gert í höndum þá krefst það mikils vinnuafls. Þá sé einnig hætta á að mikil verðmæti tapist vegna ónákvæmni. Curio vonast til að koma til móts við fyrirtæki sem vilja auka virði aflans og bæta nýtni við verkun fisksins með klumbuskurðarvélinni. Ekki síður vill Curio skapa betri vinnuaðstæður við fiskverkun.
Betri vinnuskilyrði Axel Pétur Ásgeirsson, kynningar- og markaðsstjóri Curio segir að það sé stór viðurkenning fyrir Curio að fá H2020 styrk til að fullþróa klumbuskurðarvél.
Klumbuskurðarvélin frá Curio, C5010, er tölvustýrð. Tölvustýringin býður upp á fjölda stillinga og hægt er að aðlaga hana að öllum afla, sama
Klumbuskurðarvélin er mjög vinnusparandi, getur aukið nýtni aflans og hagrætt rekstri.
SJÁVARAFL APRÍL 2019
27
Nú þegar er tilbúið frumeintak af klumbuskurðarvélinni sem fer fljótlega til Noregs í prufukeyrslu.
hvaða tegund af fiski ratar á færibandið eða af hvaða stærð hann er. Þar sem klumbuskurðarvélin er nákvæmari en eldri vélar eru minni líkur á að virði afurðarinnar rýrni og á sama tíma eykst nýtni. Hægt er að búast við því að verðmæti hvers fisks aukist um 1,5-2% og áætlað er að um 20.000 fiskar geti farið í gegnum vélina á degi hverjum. Vinnan við að handskera klumbuna af fiskinum er þreytandi og erfið og vinnuskilyrði oft slæm. „Viðskiptvinir okkar sem hafa notast við handafl við skurð geta núna aukið gæði vinnuskilyrða hjá starfsfólki sínu og minnkað framleiðslukostnað,“ bendir Axel á.
Vakti lukku út fyrir landsteinana Við stofnum fyrirtækisins framleiddi Curio alls kyns vélar, en eftir að Curio beindi kröftum sínum að vélum til hvítfiskvinnslu hafa vélar þeirra vakið mikla athygli bæði á Íslandi og erlendis. Ætlunin var ekki endilega að sigra heiminn með vélum frá Curio, en vinsældir vélanna sem fyrirtækið framleiðir leiddu til þess að það stækkaði umfram vonir og væntingar. Curio hefur nú þegar náð góðri fótfestu í sjávariðnaðinum á Íslandi, á Bretlandseyjum, meginlandi Evrópu og Bandaríkjunum. Elliði Hreinsson þakkar íslenskum fyrirtækjum sem stunda hvítfiskverkun fyrir að velgengnin sé eins mikil og hún er í raun. Þau hafi gefið vélunum tækifæri í byrjun og gæði vélanna hafi spurst út eftir það. Nú sé fyrirtækið, sem átti í byrjun að vera lítið, komið með fjórar starfsstöðvar á Íslandi og fjölda starfsmanna. Einnig hefur það þanist út fyrir Ísland og er komið með söluskrifstofu í Skotlandi ásamt varahlutalager til að þjónusta erlenda viðskiptamenn. Þá hefur verið komið á fót viðgerðarþjónustu í Aberdeen í Skotlandi og þar er einnig vélasamsetning. Curio er einnig í samstarfi við FHF (Fiskeri- og havbruksnæringens forskningsfond) og Jangaard Export AS í Noregi, en klumbskurðarvélin hefur verið þróuð í
28
SJÁVARAFL APRÍL 2019
Þar sem klumbuskurðarvélin er nákvæmari en eldri vélar eru minni líkur á að virði afurðarinnar rýrni og á sama tíma eykst nýtni. Hægt er að búast við því að verðmæti hvers fisks aukist um 1,5-2% og áætlað er að um 20.000 fiskar geti farið í gegnum vélina á degi hverjum. samstarfi við þau fyrirtæki, með mestu fjármagni frá Curio. Um 85% af framleiðslu Curio sé selt úr landi.
Lifandi sýning Curio tekur þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel í þriðja sinn í ár, þótt stjórnendur fyrirtækisins hafi löngum farið á sýninguna til að sjá það nýjasta í sjávarútvegsgeiranum. „Þetta er einn mikilvægasti fundarstaður sjávarútvegsins,“ segir Axel. Sýningin er ein sú stærsta í sjávarútvegsheiminum og íslensk fyrirtæki hafa löngum sótt sýninguna. „Maður hittir marga á sýningunni og það er nauðsynlegt að geta stækkað tengslanetið. Þarna nær maður að hitta marga á fáum dögum,“ segir Axel og bætir við fyrirtækið hafi til dæmis náð að selja 26 vélar á einni sýningu. Hún sé því afar mikilvægur vettvangur fyrir kynningar og sölustarfsemi félagsins. Í þetta sinn mun Curio kynna nýjustu vélina sína á sýningunni: klumbuskurðarvélina. Curio er með bás #4-6211 í sýningarsal 4 þar sem gestum og gangandi er velkomið að koma og kynna sér nýjustu vélina hjá söluaðilum Curio.
Okkar aðall okkar gæði
Snæfellsbær
Gefum út Sjávarafl og Fishing the News Lau TÍMARIT SAM TAKA SYKURS JÚKA
FL SJÁVARA Septem
ber 201
8 2. tölu
árgang blað 5.
I
1.TBL. 41.ÁR GANGUR
I
f fé la
NÓVEMBER 20 18
g fl oga
veik
ra
I
1. t ölu
blað
I
28.
tion d innova
árg
ang
ur
I
201
legde an s, know you new m Iceland fro Bringing
ur
Konur í
tvegi
sjávarú
nnið Hefur u slu í n in v við fisk rjátíu ár rúm þ lda Ástvaldsdóttir – Hu
smiðja
gur
na æði kven
Skipuleg
sýningar
Hugmynda
rða
smælikva
á heim
Alltaf haft
gaman
af því að
vinna
Brussels Expo
Sjórinn
heillar
tekin Stefnan
Kári S Viðtal við
lu
í fiskvinns
3rd EDITION APRIL 2018
tefán
sson
Kára um samsp il erfð „Ég re aþátta ikna þega r fólk að við með því að fær flo a gaveiki sem nú að okkur m innan næstu . ikilli þe er ta fimm ára ná í kjölfa lað um sem kkingu á um við þeirri rið fyl floga gi svo flogaveiki veiki án sk enn be ýrin tri lyf en nú gar og eru til .“ >8
Lífsg
Önnumst útgáfu fyrir aðra Getum bætt við okkur verkefnum, hafið samband og leitið tilboða
Tímaritið Sjávarafl elin@sjavarafl.is sími 6622 600 30
SJÁVARAFL APRÍL 2019
8
Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is
kr.
24.900
pr. mán. án vsk.
Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is