Tímaritið Sjávarafl 5.tbl 2016

Page 1

TÍMARITIÐ

SJÁVARAFL

Á árabáti frá Noregi til Íslands

Lífið er saltfiskur

Júlí 2016 5. tölublað 3. árgangur

Borgarneshöfn

TTK fiskréttur


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA

4 Söguleg ferð á árabáti Settu þrjú heimsmet 10 Lífið er saltfiskur 15 Norðanverðir Vestfirðir 16 Framkvæmdir við Borgarneshöfn 18 Hin hliðin Sigurður Grétar Pálsson 19 Uppskrift Þorskur með beikoni og rækjum

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is Blaðamenn: Finnbogi Hermannsson Sigrún Erna Gerisdóttr Magnús Már Þorvaldsson Haraldur Bjarnason

Þ

að má svo sannarlega segja að sólin sé búin að skína á okkur Íslendinga. Við stöndum okkur eins og hetjur í fótbolta, þá leik eftir leik og maður spyr sig hvernig þetta sé eignlega hægt. Svarið við því er eflaust hægt að svara á marga vegu. Erlendir fjölmiðlar hafa nefnt að áhættusækni, áræðni, úthald og mikið stolt sé skýringin á þeim góða árangri sem strákarnir hafa náð. Norska sjávarútvegsblaðið Fiskerbladet/Fiskaren tengir árangur liðsins eiginleikum Íslendinga sem hafi fleytt þeim fram í fremstu röð á sviði sjávarútvegs. Eitt er víst að vinna er mjög stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga. Hvati duganaðar var upphaflega neyð þar sem við hefðum annars soltið. Það er svo gaman að sjá hvað þessi óendanlegi dugnaður strákana okkar hefur haft jákvæð og afgerandi góð áhrif á allt samfélagið. Fólk er almennt glaðlegra og kurteisara sem ég hef mætt í göngutúrum og ætli dagurinn sem við unnum Breta hafi ekki toppað allt. Takk fyrir mig strákar, takk fyrir að vera til!

Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson Forsíðumynd: Óskar Ólafsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi

Elín Bragadóttir ritstjóri

Sigrún Erna Geirsdóttir blaðamaður

2

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016

Haraldur Bjarnason blaðamaður

Finnbogi Hermansson blaðamaður

Magnús Már Þorvaldsson blaðamaður

Logi Jes Kristjánsso grafískur hönnuður logijes@simnet.is


Trúlofunarhringar falleg minning á fingur

Hægt er að skoða

glæsilegt úrval hringa á heimasíðunni okkar www.jonogoskar.is

www.jonogoskar.is

Laugavegur / Smáralind / Kringlan


Settu þrjú heimsmet

Söguleg ferð á árabáti frá Noregi til Íslands Sigrún Erna Geirsdóttir

Á

rið 2013 var árabátnum Auði djúpúðgu róið frá Noregi til Orkneyja og þaðan til Færeyja. Árið eftir var róið frá Færeyjum til Íslands og þar með sett þriðja heimsmetið því aldrei áður í sögunni hefur þessi leið verið róin á árabát. Eyþór Eðvarsson, sem var í áhöfninni, segir ferðina hafa verið ógleymanlega Í kjölfar víkinga Eyþór og kona hans, Ingrid, eru búsett á Álftanesi og standa þau að fyrirtækinu Þekkingarmiðlun sem heldur námskeið og fyrirlestra fyrir vinnustaði. „Ég hef lengi haft dellu fyrir sögu og þá sérstaklega örnefnum og uppruna þeirra. Svo gerist það í fjölskyldusamsæti að við Kjartan Hauksson, sem er bróðir mágs míns, förum að spjalla um bátsferðir. Hann var búinn að róa einn kringum landið á árabáti og þá kemur þessi hugmynd upp, að róa gömlu leiðina til Íslands.“ Þeir félagarnir fengu til liðs við sig Svan Wilcox sem er æskufélagi

Leiðin sem Eyþór fór með Auði frá Noregi til Færeyja

4

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016

Eyþórs og Einar Örn Sigurdórsson, sem hafði keppt með Eyþóri í kappróðri á sjómannadag. Hálfdan Örnólfsson var varamaður sem kom inn í Orkneyjum. Hófst nú mikill undirbúningur sem stóð yfir í tæp tvö ár. Talsverð vinna var t.d að finna rétta bátinn því árabátar sem kæmust yfir hafið án segla eða vélar reyndust eingöngu vera sérsmíðaðir og voru fáir á sölu. Fannst hann að lokum í Hollandi. Þá þurfti að skipuleggja alla ferðina og finna styrktaraðila. Síðast en ekki síst þurfti að koma sér í gott form fyrir átökin. Ingrid tók að sér að vera almannatengill. „Þessi ferð í kjölfar víkinganna var frá upphafi nokkuð

sögutengd því Noregur, Orkneyjar, Færeyjar og Ísland eiga mikla sameiginlega sögu og heimsmetið heillaði líka. Það hafði enginn farið þessa leið án þess að nota vél eða segl, það þarf virkilega einbeittan brotavilja til þess að róa eingöngu. Meira að segja víkingarnir notuðu segl!“ Í miðjum stormi Í maí 2013 tók Samskip að sér að flytja bátinn til Kristianssand í Noregi. „Við lögðum af stað frá Noregi 17. maí, sem er þjóðhátíðardagur Norðmanna, og þetta vakti svakalega athygli.


Róðrateymið á góðri stundu í bátnum við Kirkwall

Norska ríkissjónvarpið og fleiri fjölmiðlar sýndu t.d frá brottförinni í beinni útsendingu.“ Meðan siglt var meðfram ströndinni gistu þeir í landi því um borð voru bara tvö svefnpláss. „Í hverri höfn sem við stoppuðum í kom fólk niður að bryggju að heilsa upp á okkur.“ Eyþór segir að margir hafi reynt að róa þessa leið áður en það hafi aldrei tekist, ekki síst vegna veðurs en mikilvægt sé að leggja af stað í réttu veðri og fór talsverður tími í að bíða eftir því. Að lokum gerðist það og var ýtt úr vör við Sirevag. „Sem betur fer náðum við útfallinu, hraðinn á svona báti er ekki mikill, þetta er svona léttur gönguhraði. Vindurinn er

iðulega á móti þér eða hlið og svo er alda líka og rigning. Svo er maður stöðugt að róa, allan sólarhringinn.“ Fyrstu dagana var veðrið gott en síðan fór það að versna og í lokin var það orðið bandbrjálað. „Við lendum þarna í stormi og allir voru farnir af sjó á þessu svæði nema við. Þetta var ansi erfitt. Í svona báti situr maður niðri við hafflöt og stundum fór báturinn svo hátt upp á öldunatoppana og lágt niður í öldudalina að það var ekki hægt að róa enda voru öldurnar á stærð við hús! Við vissum líka að við vorum á sama svæði og íslenskur togari hafði farist á tveimur árum áður og leið ekki vel. Á sama tíma var

víkingaskipið Haraldur hárfagri að reyna að fara sömu leið og seglið brotnaði hjá þeim, þetta var svo svakalegt.“ Lífið um borð Eyþór segir að bátslífið hafi ekki verið mjög fjörugt. „Þetta var eins og að vera í ræktinni stanslaust í 24 tíma, dag eftir dag. Við rérum í 2 tíma og svo var pása í 2 tíma. Þá varð maður að fara í rúmið því það var ekki pláss annars staðar. Á nóttunni lengdum við þetta upp í 3 og 4 tíma lotur en maður sefur lítið. Maður er ennþá að róa í hausnum þegar maður leggst

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur

Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita

» Sjálfvirk kassamötun

» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt

» Frábær hráefnismeðh.

Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016


Eyþór glaður og reifur í bátnum

og svo heyrist mikið í vindinum, sjónum og árunum. Maður var yfirleitt nýsofnaður þegar maður var vakinn og var því yfirleitt hálf steiktur í hausnum.“ Annað sem þeir höfðu ekki áttað sig á fyrirfram var næring. „Við vorum með fullt af mat frá styrktaraðilum og prímus til að elda hann á en við vorum ekki búnir að hugsa þetta nægilega vel. Úti á hafi er veltingurinn of mikill fyrir prímusinn og við gátum ekki eldað neitt. Við neyddumst því til að lifa á fæðubótarefnum. Meðalmaður á að innbyrða um 2500 kaloríur á dag en við vorum að brenna milli 8 og 9 þúsund kaloríum og svo svitnaði maður mikið líka. Við höfðum ekki áttað okkur á því að þetta yrði svona erfitt og við léttumst allir. Einar var sjóveikur allan tímann og hélt engu niðri, hann léttist um 8kg á þessum sjö dögum sem það tók okkur að komast til Orkneyja.“ Áhöfnin á Auði reri dag og nótt en einu sinni leyfðu þeir sér þó stutta hvíld allir í einu til þess að snæða saman. „en þá var straumur og vindur á móti og þá settum við út rekakkeri og fengum okkur gott að borða; kjötrétti, osta og alls konar gúmmulaði. Það var kærkomið að slaka á, njóta þess að borða og horfa út á hafið. Þetta var besta máltíðin í ferðinni!“ Taugatrekkjandi klósettferðir Vel hafði verið hugað að öryggismálum fyrir ferðina og voru þeir bæði í vestum og tengdir öryggislínu. Þá voru þeir líka með öryggistakka sem virkaði þannig að ef þrýst var á hann voru send boð til Strandgæslunnar í nálægum löndum og Vaktstöð siglinga á Íslandi. „Takkinn var staðsettur í rýminu fremst á bátnum þar sem klósettið var og maður hafði stöðugar áhyggjur af því að rekast óvart í takkann þegar maður var að kúldrast þarna undir og reyna að koma sér úr

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016

gallanum og á klósettið í öllum þessum veltingi. Það hefði ekki verið gaman!“ Eyþór segir að margt hafi verið skrýtið við að vera svona úti á sjó. Eitt af því hafi verið einsemdin og myrkrið. „Það eru engir fuglar þarna nema nokkrar súlur sem skildu ekkert í því hvað við værum að gera þarna. Svo er svartamyrkur á nóttunni nema þegar það glittir í stjörnurnar.“ Þegar Auður nálgaðist Skotland sáu þeir svo elda brenna hér og þar í myrkrinu og voru þetta þá olíuborpallar. Við urðum einnig varir við svokallaða varðhunda, en það eru skip sem hafa það hlutverk að passa að enginn komi nálægt borpöllunum. Eftir að útskýringum hafði verið komið á framfæri fékk Auður að halda sína leið. „Við vorum ansi smáir þarna á árabátnum við hliðina á þessum stóru pöllum.“

Orkneyinga og er þar allt í öllu. Þarna var líka fullt af fjölmiðlafólki og við fórum í fjöldan allan af blaðaviðtölum og vorum bæði í sjónvarpi og útvarpi. Við vorum eins og rokkstjörnur!“ Hann segir að það hafi verið merkilegt að finna hversu mikið Orkneyingar vita um Ísland og þeir vita að við skrifuðum Orkneyingasögu sem er sýnileg

Íslensk örnefni í Orkneyjum Það var þann 17. júní sem áhöfnin á Auði fór að sjá til lands í Orkneyjum.“Það var skemmtilegt að sjá Orkneyjar nálgast þegar dagur reis. Sjórinn var spegilsléttur og það er svo skrýtið hvernig þetta er á sjó, eyjarnar virtust svo nálægar! Samt voru þær svo fjarri og við rerum allan liðlangan daginn og fannst þær ekkert nálgast. Loks vorum við komnir nógu nálægt en þá var það ekki rétta eyjan og heldur ekki sú næsta! Að lokum komumst við þó að landi í Kirkwall sem áður hét Kirkjuvogur. Þar stendur Tom Muir með íslenska fánann í fjörunni en hann er David Attenborough þeirra Eyþór faðmar Ingrid, eiginkonu sína að sér við komuna til Orkneyja


um alla eyjuna og einnig að hversu mikilvægur Snorri Sturluson er. „Við aðalgötuna í bænum er meira að segja veggplatti af manninum sem fyrstur þýddi sögu Heimskringlu Snorra á ensku!“ Orkneyingum þótti þessi ferð afar merkileg og hékk íslenski fáninn á stjórnsýsluhúsi eyjanna allan tímann sem Auður var í höfn. Margir komu að skoða bátinn, bæði innfæddir og eins skútufólk en eyjan er vinsæll áfangastaður þeirra. „Þeir komu í röðum að skoða litla fleyið okkar og fannst hreint ótrúlegt að við skyldum hafa verið á Norðursjó í storminum sem var nýgenginn yfir því þeir höfðu ekki treyst sér á sjó sjálfir, í bátum sem voru miklu stærri en okkar.“ Á meðan við dvöldu í eyjunum fórum við vítt og breitt til að skoða fornar minjar sem eru þar út um allt og segir Eyþór að Orkneyjar séu Egyptaland norðursins. Þar hafi verið hámenning til forna og þar sé t.d byggingar sem eru eldri en Stone henge í Englandi og eldri en píramídarnir. „Tom fór t.d með okkur að elsta norræna kirkjugarði

eyjarinnar sem er að hrynja út í sjó og sýndi okkur hryggjarsúlu sem þar stendur upp úr. Þeir eru að vinna að því að bjarga fornminjum en það er bara svo mikið af þeim að það tekst ekki að bjarga öllu.“ Það hafi líka verið skemmtilegt að ferðast um eyjarnar og sjá hvarvetna íslensk örnefni eins og Thingvelli og Deernes sem Íslendingarnir skildu en ekki innfæddir. Stýrið brotnar af Eyþór og félagar voru í þrjár vikur í Orkneyjum að bíða eftir rétta veðrinu fyrir róðurinn til Færeyja en sá leggur er jafnvel erfiðari en sá sem var að baki. Hálfdan Örnólfsson kom þarna inn í stað Einars sem ekki gat haldið áfram. Ferðin stóð yfir í fjóra daga og átti ekki eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. “Í kringum Orneyjar er svakalegt straumasvæði og miklar straumrastir og ólgandi sjór. „Í eitt skiptið sagði sá sem var á stýrinu við okkur sem vorum að róa: Ekki horfa, ekki horfa, róðið, róið! Auðvitað litum við allir við. Bak við okkur er þá

straumröst og öldurnar á stærð við hús og ef okkur hefði borið í hana hefði varla þurft að spyrja að leikslokum“. En við náðum framhjá henni en straumarnir á milli eyjanna voru svo miklir að okkur var eiginlega spýtt út á haf út! „Eina nóttina þegar ég og Svanur vorum á frívaktinni erum við vaktir af Kjartani sem segir okkur að stýrið hafi verið að brotna af. Það voru góð ráð dýr, við höfðum ekkert varastýri og engin verkfæri.“ Kjartani dettur þá í hug að taka fellikjölinn úr bátnum og troða honum í hólfið sem stýrið hafði verið í. „Við gátum notað hann sem stýri en eftir þetta var báturinn eins og korktappi á öldunum og nú varð bæði enn erfiðara að halda stefnu og róa. Færeyjar eru mikið straumasvæði og því bæði erfitt og hættulegt fyrir árabát. Við rérum eins og vitleysingar og tókst að færast nær landi í staðinn.“ Hann segir að mikil kúnst hafi líka verið að hitta rétt á eyjuna miðað við strauma og passa að fallið væri rétt. „Við róum eins og brjálæðingar Róðrabáturinn Auður djúpúðga

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100

Harðfiskverkun Finnboga

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016

7


í fleiri klukkutíma og náðum að landi í Porkeri rétt áður en straumfallið breyttist. En ef við hefðum verið of seinir hefði okkur borið suður fyrir Færeyjar. Við erum því allir rennandi sveittir og æstir eftir allan hamaganginn.“ Í höfninni í Porkeri fellur síðan allt í dúnalogn og hafið verður spegilslétt þegar báturinn kemur að. Höfnin var troðfull af fólki úr þorpunum og allir veifa. Árabátar koma á móti okkur og sumir bara með börnum um borð. Við vorum algerlega stjarfir af þreytu og svo þegar við stígum uppá bryggjuna fer fólkið að syngja þjóðsöng Færeyja! Maður svitnaði aðeins í augunum þegar það gerðist!“ Risastórt partý í Færeyjum Færeyingasaga er skrifuð af Íslendingum eins og saga Orkneyja og er því líka samtvinnuð Íslendingasögunum og sögu Auðar djúpúðgu. Eins og í Orkneyjum vakti koma Auðar mikla athygli í Færeyjum og mikið var gert úr þessu í fjölmiðlum. Daginn eftir komuna var haldin risaveisla í samkomuhúsinu þar sem ráðherra, bæjarstjórinn, presturinn og fleiri fyrirmenn mættu og gestunum var boðið upp á skerpukjöt og fleira fínerí. Ótrúleg gestrisni hjá Færeyingum. „Við rérum síðan til Þórshafnar og þetta endaði allt þarna á Ólafsvökunni í einu stóru partýi.“ „Borgarstjórinn í Þórshöfn og formaður sjómannasambandsins tóku á móti okkur og héldu tölu. Borgarstjórinn sagði okkur t.d frá því að ein helsta ástæðan fyrir þessari góðu tengingu milli Færeyja og Íslands væri sú að margir Færeyingar hefðu unnið á Íslandi og um tíma hefðu verið fleiri vinnufærir Færeyingar á Íslandi en í Færeyjum. Svo eru líka svo margir Íslendingar sem eru og hafa verið í Færeyjum.

Auður djúpúðga skírð

“Ekki gafst veðurgluggi til að leggja af stað til Íslands svo leiðangrinum var slúttaði í bili og báturinn settur í geymslu. Ég fór síðan í nám í Bretlandi og gat ekki klárað síðasta legginn til Íslands árið eftir með strákunum. Þeir voru fimm daga á leiðinni og náðu heim sama dag og sveitastjórnarkosningarnar voru haldnar. Þá var líka þriðja heimsmetið í höfn.“ Hið íslenska árabátalag Eyþór er hvergi nærri hættur afskiptum af bátum enda fékk hann brennandi áhuga á þeim í kringum Auðar verkefnið. „Við erum að undirbúa smíði kappróðrabát sem á að hafa

íslenskt byggingarlag. Við erum búnir að hitta sagnfræðinga og skipasmiði til að finna út gott lag sem við getum sagt að sé íslenskt. Íslendingar hafa brennt nánast alla gömlu árabátana, öfugt við Færeyinga sem eiga báta frá öllum tímum og við erum að missa okkar árabátasögu. Það er til færeyskt lag og breskt, norskt og skoskt. Á Íslandi hafði hvert landsvæði sitt lag sem við þurfum einhvern veginn að sameina í einn alvöru kappróðrabát. Ég hlakka til þess að sjá útkomuna því þetta verður gríðarlega fallegur bátur. Við ætlum svo að fara á Ólafsvöku í Færeyjum og keppa á honum í kappróðri. Kannski róum við þangað, hver veit!“

Skipst á flaggi við bæjarstjórann í Orkneyjum

8

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016


Pantone 2748

SJÁVARAFL JÚNI 2016

9


Nauðsynlegt að huga að öllum skrefum saltfiskvinnslu

Lífið er saltfiskur

Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís

Sigrún Erna Geirsdóttir Samvinna við iðnaðinn Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, veit flestum meira um saltfisk og verkun hans enda segir hann að saltfiskur hafi verið sér hugleikinn í tuttugu ár. „Ég hef reyndar alltaf haft mikinn áhuga á fiski almennt og margir kalla mig fiskifræðing,“ segir hann. Þessi áhugi á fiski hefur leitt til þess að auk þess að vera í fullu starfi hjá Matís kennir hann fjölda námskeiða við Háskóla Íslands og Háskóla Akureyrar; í matvælafræði, vélaverkfræði og sjávarútvegsfræði. Fræðin og rannsóknir hafa alltaf verið stunduð jöfnum höndum hjá Sigurjóni og hefur hann alltaf starfað náið með íslenskum fyrirtækjum. „Ég hef verið svo lánsamur að sjávarútvegsfyrirtækin hafa haft mikinn áhuga á rannsóknum okkar, komið að þeim og nýtt niðurstöðurnar. Það sem hefur skort í mörgum löndum eru einmitt þessi tengsl iðnaðar og rannsóknaaðila því þau örva tækniþróun sem leiðir til framfara í greininni.“ Þessi nána samvinna Sigurjóns og iðnaðarins er ástæða þess að starf Sigurjóns, hjá Matís og forverum, er samtvinnað sögu íslenskrar saltfiskverkunar síðastliðin tuttugu ár. „Ástæðan fyrir því að saltfiskurinn var tekinn föstum tökum á sínum tíma er sú að verið var að endurskoða nýtingarstuðla um borð í frystitogurum. Á sama tíma voru sex skip að verka saltfisk um borð

10

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016

hjá sér og það var ákveðið að endurskoða það ferli um leið.“ Sigurjóni fannst þetta mikilvægt verkefni og fór að leggja áherslu á skoða vandlega söltunarferilinn. „Útkoman er m.a. sú að við höfum útskrifað þrjá doktorsnemendur (Kristín Anna Þórarinsdóttir, Nguyen Van Minh og María Guðjónsdóttir) í saltfiski sem hafa bætt miklu við okkar þekkingu á saltfiskverkun og staðan í saltfiskvinnslu hefur gerbreyst. Einn doktorsnemandinn tók það að sér að skoða hvernig salt fer inn í vöðvann og hvaða áhrif það hefði á nýtingu og gæði. í meistaranáminu hafði hann áður skoðað hvaða áhrif ferskleiki hráefnisins hefði á saltupptöku í verkunarferlinu. Þá var t.d skoðað hvort það ætti að salta strax og fiskurinn var veiddur eða láta það bíða sem reyndist raunin. Nú er fiskurinn saltaður eftir tvo daga, þegar dauðastirðnun er lokið,

þar sem dauðastirðnun hefur neikvæð áhrif á verkun.“ Baráttan um fosfatið Margir muna eflaust eftir umræðunni um notkun fosfats í saltfiskverkun og bann Evrópusambandsins árið 2010 við notkun þess, en þá var ákveðið að notkun fosfats við verkun saltfisks flokkaðist undir aukefni og þurfti að

Unnið að saltfskþurkun hér áður fyrr.


Verið að salta þorskinn.

og aðra málma þannig að fitan í fiskinum þránar ekki og hann gulnar því ekki. Í þorski er ekki nema 0,9% af fitu en hún er hins vegar einstaklega viðkvæm fyrir þránun út af omega 3 fitusýrunum, sem er einmitt það sem gerir fiskinn svona hollan. Málið snerist því ekki um að finna leiðir til þess að gera fiskinn hvítan heldur hjálpa honum að varðveita hvíta litinn sem er það sem markaðurinn vill.“ Tveir doktorsnemanna komu að mælingunum og var Sigurjón viss í sinni sök um skaðleysi fosfatsins og raunverulega virkni þess. Útgerðarfyrirtækin Vísir og Þorbjörn og aðrir saltfiskframleiðendur studdu vel við hann og eftir að íslenskir saltfiskframleiðendur stofnuðu með sér félag (Íslenskir saltfiskframleiðendur, ÍSF), bættust samtökin í þann hóp. Fór Sigurjón margsinnis til fundar við yfirvöld í Brussel í þeim tilgangi að fá reglunum breytt. „Það tókst á þremur árum og það var vegna þess að við vorum búin að vinna heimavinnuna og gátum sýnt fram á að fosfatið hafði þann tilgang sem við héldum fram. Annars hefði það ekki tekist.“ koma því inn á aukefnalista. Fyrir þann tíma var litið á fosfatið sem tæknilegt hjálparefni ef það var notað við verkun saltfisks og þá þurfti ekki að fá leyfi til þess og einnig þurfti ekki að taka það fram á umbúðum að það hafi verið notað í verkunarferlinu. Það var mikill þyrnir í augum saltfiskverkenda að þurfa að flokka viðbætt fosfat sem aukefni þar sem fiskur er að öllu jöfnu afar hrein afurð og inniheldur fosfat frá náttúrunnar hendi. Menn töldu því brýnt að fá þessu banni aflétt. Það er þarna sem Sigurjón kemur að málinu þótt eflaust séu margir sem ekki eru meðvitaðir um það. „Það var talið að fosfatið hefði áhrif á bindieiginleika fisksins þannig að meira vatn yrði eftir í honum og hann yrði því síður gulur. Þetta vildi ég skoða og fór annar doktorsnemandinn í það að skoða áhrif fosfats í saltfiskverkun. Í rannsóknum hans kom í ljós að þetta var ekki rétt, það sem fosfatið gerir er að binda kopar

Uppfyllum óskir markaðarins Sigurjón segir að íslenskur sjávarútvegur hafi ávallt lagt á það áherslu að uppfylla óskir markaðarins og því sé stöðugt eitthvað nýtt sem vekur áhuga á að skoða fisk og vinnslu hans varðar. „Þetta gildir ekki síst um saltfiskinn sem hefur lengi verið okkur mikilvægur. Bæði söltunaráhrif og verkunaraðferðir skipta máli og við vildum t.d. skoða hvað söltun væri nákvæmlega, hvernig geymslu- og verkunarferlið væri á öllum stigum og margt fleira. Markaðurinn vill fá verkaðan og hvítan saltfisk með réttri áferð og þá er það keppikefli hjá okkur að verða við því. Spánverjar, Ítalir og Grikkir vilja fá fallegan hvítan saltfisk sem fleygast í sundur við matreiðslu og vegna þess að okkur tókst að afhenda þannig fisk unnum við þann markað og höfum haldið honum. Í Portúgal vilja menn svo gulan fisk og grófverkaðri og þá uppfyllum við þær óskir líka.“ Sigurjón segir að

hvíti saltfiskurinn sé sá sem honum finnst bestur en sá er pæklaður en sá guli er pækilsaltaður. „Munurinn á þessu er sá að þegar maður pæklar fisk er saltpækli sprautað inn í holdið og fiskurinn látinn liggja í pækli í tvo daga. Síðan er fiskurinn þurrsaltaður í tvær vikur. Það kom í ljós í rannsóknum að vegna þess hve hnakkinn er þykkur vantaði söltun á því svæði og því er sprautað í hnakkann til þess að jafna saltmagnið í fiskinum. Með þessari aðferð höldum við líka próteinmagninu að mestu í fiskinum. Þegar við verkum saltfiskinn fyrir Portúgal er fiskurinn hins vegar settur í lokað ker með salti og saltið dregur vatnið úr vöðvanum og leitar inn í fiskinn á sama tíma, þar til að það er komið jafnvægi á saltstyrk í pæklinum og inni í fiskholdinu. Þessi aðferð eyðileggur/eðlissviptir ysta próteinlagið í fiskinum og saltið kemst ekki langt inn. Að auki virkar próteinið í þeim fiski eins og gúmmímotta og fiskurinn fleygast ekki jafn vel.“

Þorskur saltaður á gamla mátann

Saltfiskurinn tilbúin til sölu

Jupiter 2,7

Jupiter HW

Mercury 2,4

Mercury 2,0

Hercules 1,5

Jupiter 2,7

Thor

Polar Togbúnaður - www.polardoors.com - Húsi Sjávarklasans - S: 898 66 77

Neptune


Ferlahugsun er nauðsynleg Saltfiskur hefur um langa hríð vegið þungt í efnahagi landsins og hafa menn því lagt áherslu á að halda hlut okkar á saltfiskmörkuðum. „Þetta hefur tekist og við fáum besta verðið í þessum löndum því við erum með gæðafisk sem er verkaður samkvæmt óskum markaðarins. Norðmenn urðu hins vegar undir í þessari samkeppni því þeir sögðu: Þetta er það sem við framleiðum. Þá vantaði þennan sveigjanleika sem við höfðum,“ segir Sigurjón. Íslenskir framleiðendur vilji sífellt gera betur og betur. „Þegar kvótinn var skorinn mikið niður fyrir um 25 árum tókst okkur með stýringu og uppbyggingu þekkingar að byggja upp verðmætasköpun og halda okkar hlut. Við jukum nýtingu, bættum gæðin og buðum upp á rétta afurð á markaði. Þannig fengum við hærra verð.“ Sigurjón segir að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið öflug samvinna rannsóknaraðila og iðnaðar en því hafi ekki verið þannig farið í Noregi sem hafi ekki áttað sig á þessum ávinningi fyrr en nýlega og rói nú að því öllum árum að ná okkar forskoti. „Við erum til dæmis fyrir löngu búin að átta okkur á

mikilvægi þess að þekkja og stjórna hverju einasta skrefi í ferlinu frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann fer á diskinn hjá neytandanum.“ Veiðitímabilið mikilvægt Sigurjón segir að veiðitímabilið sé annar þáttur sem hafi haft mikið að segja um velgengni Íslendinga á mörkuðum. „Með því að láta kvótatímabilið byrja 1.september þá eru ekki allir á vertíð á sama tíma heldur dreifist aflinn yfir tímabilið. Nú er verið að veiða þorsk frá september og fram í apríl þegar gæði hans eru sem mest en ekki á vorin eða sumrin þegar hann fer á „fæðingardeildina“ og er svo

Gullfallegir saltfiskhnakkar til sölu á Spáni

Eldri aðferðin

Þorskur sem er nýflakaður, hvítur og fallegur.

Nýja aðferðin

Verið að flaka þorsk fyrir söltun.

12

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016

Afurðinn eftir nýju verkunina

Fyrir og eftir. Guli þorskurinn er unnin með gömlu aðferðinni en sá hvíti með nýju aðferðinni.

Saltfiskur til sölu á Spáni


VELKOMIN Á TJÖRUHÚSIÐ Í NEÐSTAKAUPSTAÐ Þar er að finna fyrsta flokks mat og þjónusta er í hávegum höfð. Tekið er vel á móti gestum og óvenulegu umhverfi sem heillar.

Opnunartími er frá 11:00 - miðnættis. Sími 456 4419. Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði.

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016

13


að jafna sig eftir hrygningu. Sigurjón segir að önnur ástæða sé sömuleiðis fyrir því að taka ekki þorsk til saltfiskverkunar á sumrin. „Við höfum skoðað talsvert vatnsinnihald í fiski og komist að því að það er talsvert mismunandi eftir árstíma. Það er meira af þurrefni í fiskinum á haustin og veturna, 19% á móti 17% á vorin og sumrin; sem gerir það að verkum að nýting hækkar um 5% ef fiskurinn er ekki veiddur að sumri.“ Blóðgun og kæling Nú þegar tökum hefur verið náð á söltunarferlinu sjálfu segir Sigurjón að næst verði augunum beint að blæðingu og kælingu sem séu ekki síður mikilvægir þættir Bæta megi þekkingu á áhrifum blóðs á gæði. „Það er nauðsynlegt að láta blæða vel og kæla. Rétt meðferð hráefnisins um borð er gríðarlega mikilvæg, maður breytir ekki lélegu hráefni í lúxusvöru.“ Hann segir að í dag sé verið að byggja á gamalli vitneskju um blæðingu og kælingu og þarna sé rými til þess að bæta sig. Unnið sé að því að afla nýrrar þekkingar í samvinnu við HB Granda, Samherja og Fisk Seafood og hafi doktorsnemandi (Sæmundur Elíasson) t.d. verið um lengri tíma á sjó og náð í mikið af gögnum sem nú þurfi að vinna úr. Niðurstöðurnar eigi eftir að skila þeim miklu. Sigurjón segist sömuleiðis vilja skoða betur hvernig hægt sé að draga úr tapi á fiskholdi, þ.e. hvernig má koma í veg fyrir tægjur og sömuleiðis finna leiðir til að draga úr tapi næringarefna eins og prótíns sem myndi auka nýtinguna enn frekar. Þá mætti horfa til fleiri vöruflokka saltfiskafurða, eins og hausa, kinna og gella.

14

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016

Fimmpunda pakkningar sendar til Spánar

Saltfiskur til sölu á Spáni


Norðanverðir Vestfirðir júlí 2016

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016

15


Framkvæmdir við Borgarneshöfn

F

rá því síðasta vetur hafa staðið yfir framkvæmdir við Borgarneshöfn. Byrjað var á því að dýptarmæla svæðið við og utan við höfnina. Síðan voru unnin dýptarkort til að Faxaflóahafnir hafi upplýsingar um dýpi við og utan hafnarinnar til að hægt verði að fylgjast með breytingum á milli ára. Áform eru um að fylgjast betur með þessari þróun enda er ljóst að aðstæður við höfnina eru erfiðar, því er nauðsynlegt að fylgjast vel með breytingum á dýpi og hve dýpkun við bryggjuþil endist lengi. Faxaflóahafnir tóku ákvörðun um að láta dýpka meðfram bryggjunni sl. vetur til að ná ákveðnu dýpi. Þetta skapaði aðstæður til að setja upp nýja 40 metra flotbryggja (samsett úr tveimur 20 metra einingum) og öflugan landgang til að bæta aðstöðu fyrir smábáta. Það má segja að hér sé um ákveðna tilraun að ræða og verður tíminn að leiða í ljós hvernig til tekst. Þessa stundina er verið að vinna að frágangi við höfnina og eru áætluð verklok á næstu dögum. (birt: 14. júlí 2016 af vef Faxaflóahafna)

Framkvæmdir hafnar við Borgarneshöfn

16

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 0 7 6

Hugsaðu inn í boxið... Flest nýsköpun felst í að koma auga á nýja möguleika í því sem fyrir er. Finna not fyrir það sem áður var hent. Sjá tengingar sem aðrir sjá ekki. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem þetta geta að pakka hugmyndunum sínum inn og koma þeim í framkvæmd, okkur öllum til hagsbóta.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsóknar-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi.

www.matis.is

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016

17


HIN HLIÐIN

Sigurður Grétar Pálsson Fullt nafn: Sigurður Grétar Pálsson Fæðingardagur og staður: 3. Júní 1965 Fjölskylduhagir: Einhleypur og faðir þriggja barna. Starf: Skipstjóri hjá Eldingu. Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Það sem heillaði mig mest var hversu gaman það er að liggja í fiskiríi og að það fiskist vel og svo auðvitað tekjurnar. Svo hef ég alltaf kunnað vel við hversu skýrar línur fylgja þessu starfi. Maður er alveg í vinnuni og inn, og svo algerlega ekki, bara í fríi. Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Eftirminnilegasti er kokkurinn á Krisssunni. Hann ætlaði að nýta matinn vel og blandaði eitt sinn saman í brúna sósu söltuð hrossakjöt, lunda og pylsum. Hrikaleg blanda, þegar hann sá svipinn á okkur við neyslu réttarins dreif hann sig í að gera Royal búðing og þeyta rjóma. Svo sagði hann alltaf þegar royallinn var klár „Hvað segiði strákar er þetta ekki fínt, er þetta ekki fínt“. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Núorðið eru bara teygjuæfingar ef maður finnur fyrir stirðleika. Það voru lóð og kraftakeppni í gamla daga. Kreista bullworkerinn saman var gaman. Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Minn nýsmíðaði myndi bera nafnið STÁLI. Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Þegar ég var lítill strákur vildi ég verða slökkviliðsmaður, kraftajötunn í fjölleikahúsi og auðvitað skipstjóri.

Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Englandsmeistari í ár er algerlega Ísland HÚH. Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Við myndum keppa í skák. Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Stolt siglir fleygið mitt. Siginn fiskur eða gellur: Gellur. Smúla eða spúla: Smúla. Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Ef ég mætti breyta Íslandi, þá væri ég til í meira af góðviðrisdögum þeir eru svo frábærir. Eitthvað að lokum : Verum góð hvort við annað og göngum vel un landið okkar.

Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Skemmtilegasti tíminn er vorið og sumarið á sjónum, samt hefur hver árstíð sinn sjarma.

18

SJÁVARAFL JÚLÍ 2016

Verið að skoða hrefnur í Faxaflóa, glæsileg tilþrif. Ljósmyndari: Sigurður Grétar Pálsson


UPPSKRIFT

Þorskur með beikoni og rækjum Hrönn Hjálmarsdóttir

Þegar við heimsóttum Hrönn í dag, þá kom hún með eðal fiskrétt og sagði að þetta væri svona TTK fiskréttur eða að Taka Til í Kæli jafn skemmtielga og hún orðaði það. Einnig talaði hún um að það væri besti maturinn sem maður gerir þegar svona tiltekt á sér stað í ískápnum. Okkur fannst þessi samsetning mjög góð og einhvernvegin allt öðruvísi en allt annað sem hefur verið tínt til enda mjög bragðmikið. Rest af sunnudagsmorgunmatnum, beikon og rækjur sem þurfti að nota áður en þær yrðu frostþurrkaðar gerði þetta að dýrindismáltíð. Þetta er svo bragðmikið að meðlætið verður að vera einfallt og þá kemur quinoa sterkt inn ásamt grænu salati

• • • • • • • •

Beikon, saxað 1/2 paprika 3 vorlaukar 1/3 dós chili smurostur 1 dl rjómi rækjur smá gráðostur og rifinn ostur (ef hann er til) 2-3 þorskflök

Aðferð: Steikið beikon á pönnu í smá stund, bætið papriku og vorlauk og steikið aðeins lengur. Setjið smurostinn og rjómann og látið bráðna. Raðið fiskbitum ofan á, lækkið hitann, dreifið rækjum yfir, myljið smá gráðost yfir (og setjið aðra rest af osti ef þið eigið – bara ekki of mikið). Lok á og látið malla í ca 10 mínútur áður en borið er fram. Meðlæti er einfallt: quinoa og grænt salat.


KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI

Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitinguna

Vegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni og 45 ára reynslu, tryggir úrsmíðameistarinn gæði íslensku úranna. Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar. JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra.

Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.