TÍMARITIÐ
SJÁVARAFL
Áhersla á samstarf við háskóla
Endurbætt höfn
Júní 2016 4. tölublað 3. árgangur
Þróun greiningaraðferða fiska
Ófríður en góður
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA 4 Höfnin í Höfn í Hornafirði „Forstöðumannastarfið hefur upp á margt að bjóða“ Myndin er tekin 1964 í nóvember. Það er verið að gera við blökk í bómu. Viðgerðarmaðurinn heitir Bragi Ólafsson og er 21. árs þegar þessi mynd er tekin. Á þessum tímum voru ekki notuð öryggisbelti. Þetta var ekki gott vegna þess að málið sem hann stóð á var vægast sagt óstöðugt...
7 Ófríður er hann en góður á bragðið 8 Hafrannsóknastofnun Ný Hafrannsóknastofnun leggur áherslu á samstarf við háskóla 12 Matís Vinna að þróun greiningaraðferða 16 Glæný snekkja 16 Framkvæmdir að nýjum hafnarbakka 18 Austurlensk fiskisúpa 20 Hin hliðin Jón Ragnar Ríkharðsson
Útgefandi: Safl ehf. Sími: 662-2600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is Blaðamenn: Finnbogi Hermannsson Sigrún Erna Gerisdóttr Magnús Már Þorvaldsson Haraldur Bjarnason
Fiskisaga flýgur af stað
V
egna Golfstraumsins sem umlykur landið eru hér auðug fiskimið þar sem hinar ýmsu fisktegundir finnast. Óspillt náttúra er verðmætasta auðlind íslensku þjóðarinnar. Hér áður fyrr voru menn lítt hrifnir af Golfstraumnum en í dag hafa menn áttað sig á hversu dýrmætur hann er okkur, því ekki væri líft hér á landi ef hans nyti ekki við. Það er ekki nóg með að fiskafurðirnar hafi haldið okkur á lífi fyrr á öldum, heldur fóru Íslendingar snemma að selja sjávarafurðir til annarara landa, fyrst lýsi og síðan skreið. Hafa tímarnir breyst mikið frá því á 14. öld þegar viðsnúningur verður á því að sjávarafurðir eru orðnar aðalútflutningsvara Íslendinga í stað vaðmáls áður og enn sjáum við viðsnúning þegar ferðamenn byrja að koma einungis í þeim tilgangi til að veiða. Stórlúða sem veidd er á sjóstöng er tiltölulega ný og vaxandi atvinnugrein innan ferðaþjónustunnar. Þetta spennandi sport hefur jákvæð áhrif á atvinnulífið. Það eru ekki aðeins sjóstangveiðifyrirtækin sem hafa tekjur af ferðamönnunum, útlendingarnir eru duglegir að ferðast um landið til að veiða og skapa okkur enn meiri gjaldeyri. Ég fyllist stolti og gleði við að fylgjast með hversu dugleg við erum sem þjóð að kynna okkar land, þennan óslípaða demant sem á engan sér líkan.
Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson Forsíðumynd: Sigrún Erna Geirsdóttir Prentun: Prentsmiðjan Oddi
Sigrún Erna Geirsdóttir blaðamaður sigrun@sjavarafl.is
2
SJÁVARAFL JÚNI 2016
Haraldur Bjarnason blaðamaður
Elín Bragadóttir ritstjóri
Finnbogi Hermansson blaðamaður
Magnús Már Þorvaldsson blaðamaður
Logi Jes Kristjánsso grafískur hönnuður logijes@simnet.is
ÚRSMÍÐAMEISTARI
OKKAR MISSIR ALDREI EINBEITINGUNA
VIÐ KYNNUM MEÐ STOLTI ÍSLENSKA EM ÚRIÐ: EURO MMXVI Euro MMXVI úrið er hannað og sett saman í tilefni af glæsilegum árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar þeir tryggðu sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. Euro MMXVI úrið er framleitt í takmörkuðu upplagi á úrsmíðaverkstæði Gilberts Ó. Guðjónssonar og verða aðeins 100 númeruð úr í boði. Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar. Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.
www.gilbert.is
Komið að ósnum að Hornarfjarðarhöfn
Höfnin í Höfn í Hornafirði hefur verið mikið endurbætt
„Forstöðumannastarfið hefur upp á margt að bjóða“ Sigrún Erna Geirsdóttir
V
ignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, segir að forstöðumannastarfið sé fjölbreytt og líflegt. Hann hefur starfað sem slíkur í tæp 30 ár og segir að starfsemin hafi mikið breyst á þeim tíma. Þá hafi höfnin sjálf verið mikið endurbætt og vonandi sé því ferli ekki lokið enn. Fjölbreytt og skemmtilegt starf Vignir Júlíusson, forstöðumaður hafnarinnar
4
SJÁVARAFL JÚNI 2016
í Höfn í Hornafirði, hefur sinnt því starfi frá haustdögum 1988. „Upphaflega kem ég frá Kirkjubæjarklaustri en fluttist hingað til Hafnar 1985. Ég hafði verið aðeins til sjós, t.d á Hrafni Sveinbjarnarsyni þriðja frá Grindavík og í afleysingum á bátum á Hornafirði og þegar starf hafnsögumanns varð laust ákvað ég að sækja um og fékk stöðuna. Ég hef verið hér síðan að undanskildum þremur árum þegar ég var deildarstjóri hjá gömlu Siglingastofnun og sá þá um dýptarmælingar í höfnum landsins og víðar
og hafði umsjón með líkanstöðinni í Kópavogi,“ segir Vignir. Er hann kom til starfa voru fjórir á vinnustaðnum en nú eru þeir tveir. Stendur þó til að fjölga um eitt stöðugildi fljótlega. „Þetta er samheldinn hópur og lítið um mannabreytingar nema vegna aldurs, andinn er svo góður,“ segir hann. Vignir segir að starfið sé skemmtilegt og hafi upp á margt að bjóða. „Það áhugaverðasta við mitt starf myndi ég segja að væri samskipti við fólk en þau eru mjög mikil, bæði við útlendinga og Íslendinga. Svo er þetta mjög
fjölbreytt og góð vinna, við erum í öllu, sjáum um viðhald á bryggjum, vigtanir á afla, varningi og fleira. Vinnan er því allt annað en einsleit.“ Margt hafi auðvitað komið á óvart í gegnum árin, bæði jákvætt og neikvætt, en allt hafi gengið ágætlega fyrir sig. „Fyrirkomulagið hjá okkur hafnarstarfsmönnum er að við göngum í öll störf. Við lóðsum skip, stýrum bátum og sjáum um vigtanir. Maður sinnir bara öllu starfi sem tilheyrir höfninni, viðhaldi og öðru. Við fengum
t.d vont veður hérna í lok janúar og höfnin bar þess svolítil merki. Það þurfti að gera nokkuð við vegna þess en því starfi er lokið núna og venjulegt viðhald hefur tekið við.“ Starfsemi hafnarinnar Vignir segir að starfsemi hafnarinnar einkennist af þessum hefðbundna hring. Nú standi t.d yfir humarvertíð og strandveiðar, svo taki við makrílvertíðin um mánaðarmótin júlí/ágúst og
svo síldin upp úr því. „Maður getur ekki kvartað yfir því að það hafi ekki verið líflegt við höfnina undanfarið þar sem bæði humarvertíðina og strandveiðarnar ganga vel. Það er alltaf gaman þegar svo er.“ Hornarfjarðarhöfn er stór fiskihöfn og þar stunda einir nítján strandveiðibátar veiðar um þessar mundir. Þá er hún líka heimahöfn tveggja uppsjávarskipa af stærri gerðinni sem tilheyra útgerðinni Skinney-Þinganes sem er staðsett í bænum. Rekur hún bæði frystingu
Við höfnina í Höfn í Hornafirði
FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur
Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita
» Sjálfvirk kassamötun
» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt
» Frábær hráefnismeðh.
Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is
og bræðslu og er fyrirtækið því þungamiðja atvinnulífs á svæðinu. „Að jafnaði erum við með 5-6 báta hérna og svona 20 trillur. Það er þó mjög misjafnt hvað kemur hingað af skipum milli mánaða. Það er auðvitað mest að gera á vertíðunum, uppsjávarvertíðinni og svo makríl, síld og loðnu. Svo koma hingað árlega sennilega milli 80-100 fraktskip líka. Þau eru þá að flytja inn aðallega salt og áburð og fara með frystivöru, mjöl og lýsi í staðinn.“ Skemmtiferðaskip koma nokkuð reglulega í heimsókn líka og er höfnin aðili að samtökunum Cruise Iceland sem sameinar aðila sem tengjast komu skemmtiferðaskipa hingað til lands. Vignir segir að yfirleitt séu þetta fjögur til sex skip á ári og skapi þetta nokkrar tekjur fyrir höfnina og bæjarfélagið. Þetta árið sé reyndar ekkert skip búið að tilkynna komu sína en ekki sé þó loku fyrir það skotið enn að svo verði. Nú í byrjun júní var svo auðvitað haldið upp á sjómannadaginn við höfnina. „Umsvifin og
aðsóknin vegna sjómannadagsins hafa vissulega minnkað frá því sem var en kappróðurinn, koddaslagurinn og skemmtisiglingin eiga samt sinn fasta sess þennan dag.“ Breytingar á höfn og starfseminni Talsverðar breytingar hafa verið á höfninni og starfsemi hennar frá því að Vignir kom til starfa fyrir tæpum þrjátíu árum. „Þegar ég kom var hér allt fullt af fiskibátum og margar útgerðir. Hingað komu sömuleiðis vikulega gámaskip og strandferðaskip en það hefur ekki gerst síðan strandferðasiglingarnar lögðust af. Það snerist heilmikið í kringum þær. Útgerðunum hefur líka fækkað og fjöldi báta minnkað, eins og annars staðar. Bátarnir hafa verið að stækka í staðinn og ég held að aflinn hafi ekki breyst mikið, nema uppsjávaraflin er margfaldur í eðlilegu ári. Það er bara öðruvísi form á þessu núna.“ Höfnin sjálf hefur sömuleiðis breyst mikið og þá til batnaðar.
„Aðstæður í innsiglingunni voru ekki mjög góðar en það hefur lagast mjög mikið. Hér eru komnir stórir sjóvarnargarðar og ósinn er miklu betri. Það var á árunum 1990-2000 sem það var fjárfest mikið í höfninni og aðstaðan löguð heilmikið. Eftir að það var gert var mikill munur á því að fara hérna um. Auðvitað er enn slæmt í mjög vondu veðri en það er bara eins og annars staðar.“ Vignir segir að alltaf sé einhver vinna í gangi vegna aðkomunnar að höfninni og grynningarnar fyrir utan séu t.d í rannsóknarferli. „Maður veit ekki hvað kemur út úr því ennþá en hér verða vonandi einhverjar framkvæmdir innan fárra ára. Það er takmarkað núna hvað kemst hingað af djúpristu skipunum og þetta þarf að laga. Þegar það verður búið verður höfnin orðin mjög fín fyrir þessi skip líka.“
Vignir Júlíusson
Hér má sjá hafnarbátinn Björn lóðs. SJÁVARAFL JÚNI 2016
Ljósmynd: Róbert Schmidt
Ófríður er hann en góður á bragðið Elín Bragadóttir
S
teinbíturinn er venjulegast orðin rýr á vorin og sækir þá fæði upp á grunnslóð. Þá er hann að leita að botndýrum eins og skeljum, kúfiski, sniglum, krabbadýrum og ígurkerjum ásamt loðnu og öðrum fiski. Á þessum tíma hafa vaxið nýjar tennur á hann en hann missir þær um hrygningartímann og er tannlaus um tíma og tekur þá ekki til sín fæðu. Hrigningartíminn stendur yfir frá október og nóvember og aðalhrygningastöðvarnar eru á 160-200 metra dýpi undan Vesturlandi og Vestfjörðum. Steinbíturinn er veiddur að mestu leiti á línu eða rúmlega helmingur aflans. Aflinn er fenginn allt í kringum landið en að mesu leiti á Vestfjörðum
og sunnanverðum Faxaflóa á vorin og sumrin sem og við SA-land á sumrin. Steinbít er einnig að finna í öllu N-Atlantshafi, bæði austan og vestanmegin. (Heimild: Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, Fjölvi 1992). Og svo er fiskurinn verkaður, kúlaður steinbítur þekkja eflaust ekki allir en um er að ræða að sígin steinbítsflök. Þessar sannkölluðu sjávarperlur eru eitt best geymda leyndarmál sjávarfangs hér við land. Ljósmyndarar hjá Harðfiskverkun Finnboga eftirlétu okkur myndir úr hjallinum þeirra. Þeir sem vilja gæða sér á þessu ljúfmeti ættu að prufa að vera með vestfirksa hnöðmör eða vestfirðing eins og það er kallað ásamt kartöflum.
Róbert Schmidt
Harðfiskverkun Finnboga
SJÁVARAFL JÚNI 2016
7
Hér má sjá rannsóknarstofu Matís sem þykir einkar fullkomin.
Vinna að þróun greiningaraðferða
Guðbjörg Ólafsdóttir, líffræðingur, hefur starfað hjá Matís síðan 2007
Mikilvægt að vita hvaðan fiskurinn kemur og hvert hann fer
Sigrún Erna Geirsdóttir
H
Há Matís starfa sérfræðingar á ýmsum sviðum sem tengjast matvæla- og líftækniiðnaði á einn eða annan hátt. Eitt þessara sviða sérhæfir sig í erfðarannsóknum, þar sem áhersla er meðal annars lögð á erfðagreiningar hinna ýmsu stofna fiska og annarra dýra með það að leiðarljósi að greina arfgerð og uppruna afurða sem ýmist eru á leið á markað eða komin þangað, sem og auka rekjanleika á öllum stigum framleiðslunnar. Þetta svið, sem og önnur svið innan Matís, vinnur mörg sín verkefni í nánu samstarfi við fjölda
8
SJÁVARAFL JÚNI 2016
erlendra vísindastofnana og er því oft um að ræða stór, alþjóðleg verkefni sem geta haft mikla þýðingu fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar, svo sem sjávarútveg og landbúnað. Stofnerfðarannsóknir á fiski Guðbjörg Ólafsdóttir, líffræðingur, hefur starfað hjá Matís frá 2007. Frá upphafi hafði hún mikinn áhuga á erfðatengdri líffræði og hefur starf hennar hjá Matís tekið mið af því. „Við erum fimm sem erum að vinna í þessum rannsóknum hjá Matís núna. Rannsóknirnar eru ansi fjölbreyttar,
sem dæmi erum við að gera foreldragreiningar í hestum fyrir Bændasamtök Íslands og greina riðu í kindum. Til að nefna erfðarannsóknir tengdar sjávarútveginum, þá stundum við líka stofnerfðarannsóknir á síld, makríl, þorski, laxi og fleiri fisktegundum og meðfram því er verið að þróa mismunandi aðferðir til þess að framkvæma slíkar greiningar.“ Í rannsóknum hópsins á uppruna sjávarafurða hefur ákveðin áhersla verið lögð á svokallað SNP, eða single nucleotide polymorphism, þar sem erfðabreytingar mismunandi stofna sömu tegundar eru bornar
sem veiddur er.“ Rannsóknir á hvölum, bleikju og laxi Gagnsemi stofnerfðarannsókna á sjávarlífverum lýkur þó ekki þar, en teymi Guðbjargar vinnur einnig að rannsóknum á hvölum, bleikju og laxi. „Við arfgerðagreinum t.d hvali sem veiðast við Íslandsstrendur sem þjónustuverkefni fyrir Hafró“ segir Guðbjörg. Loks er teymið hennar að stunda ýmsar stofnerfðarannsóknir á bæði bleikju og laxi til þess að kanna áhrif loftslagsbreytinga annars vegar og fiskeldis hins vegar á þessar tegundir. Þessi verkefni eru einnig unnin í samstarfi við erlenda vísindamenn, sem og Hafró og Veiðimálastofnun. Eitt þessara verkefna snýr að því að skoða möguleg áhrif loftslagsbreytinga á bleikju en hún hefur átt erfitt uppdráttar vegna hækkandi hitastigs á norðurhveli jarðar. „Þetta verkefni felur m.a. í sér greiningu á erfðabreytileika í hvatbera bleikjustofna sem lifa á norðurhveli jarðar, þ.e. í Rússlandi, Alaska, Kanada og Norður-Evrópu. Erfðamengi þessara mismunandi stofna er borið saman til að skoða breytileika eftir svæðum og breiddargráðum og eru þessar upplýsingar svo nýttar til að meta möguleg áhrif loftslagsbreytinga á erfðaþætti bleikjunnar.“
saman til þess að greina hvaðan veiddur fiskur kemur. „Ef við tökum makríl sem dæmi, þá fáum við sýni frá ákveðnum hrygningarstöðvum makríls til að skilja erfðasamsetningu þeirra fiska sem þaðan koma. Þetta getum við svo borið saman við erfðasamsetningu makríls sem hefur verið veiddur og séð þannig hvaðan hann kemur.“ Sýnatökur fyrir þessar rannsóknir hafa verið framkvæmdar í góðu samstarfi við Hafrannsóknastofnun (Hafró) og íslensk útgerðarfyritæki, en með því hefur tekist að kanna erfðasamsetningu fisks allt í kringum
landið og varpa ljósi á uppruna hans. Spurð um mikilvægi þessara rannsókna svarar Guðbjörg: „Mikilvægi þeirra upplýsinga sem fást úr þessum rannsóknum liggur meðal annars í gögnum sem unnt er að nýta til stuðnings við fiskveiðistjórnun, bæði hér á landi og erlendis. Stjórnun fiskveiða byggir á ákveðnum forsendum sem metnar eru út frá ákveðnum gögnum. Sú tækni sem við höfum þróað hér nýtist til þessarar gagnasöfnunar og hjálpar stjórnendum að svara mikilvægum spurningum um uppruna fisksins
Nýlega fékk Matís svo styrk frá Umhverfissjóði sjókvíaeldis til að skoða stofnerfðafræði íslensks lax í ám í grennd við sjókvíar. Markmiðið er að kanna möguleg áhrif eldislax sem sloppið hefur úr kvíum á erfðir og aðlögunarhæfni villta íslenska laxins. „Nauðsynlegt er að rannsaka til hlítar þá erfðablöndun sem nú þegar hefur átt sér stað á milli villta íslenska laxins og eldislaxins, sem venjulega er lax af norskum uppruna og tiltölulega ólíkur þeim íslenska í erfðum. Þessi norski stofn af Atlantshafslaxinum hefur verið fluttur til landsins og kynbættur með það fyrir augum að hámarka framleiðsluna. Þegar eldislaxinn sleppur úr sjókvíunum getur hann gengið upp í árnar og blandast íslenska laxinum. Með því að byrja strax að safna gögnum og afla ákveðinna grunnupplýsinga um breytileika í erfðum íslenska laxins sem er til kominn vegna blöndunar við eldislax, getum við tryggt upplýsingar til framtíðar og vonandi lágmarkað neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis.“
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
SJÁVARAFL JÚNI 2016
9
Íslensk reynsla nýtt til innleiðingar brottkastsbanns Evrópusambandsins Matís, ásamt fjölda annarrra rannsóknafyrirtækja og vísindastofnana, er þátttakandi í fjögurra ára rannsókna- og þróunarverkefni sem fjármagnað er af 8. rannsóknaráætlun Evrópu (Horizon 2020). „Þetta stóra verkefni kallast DiscardLess og markmið þess er fyrst og fremst að styðja við innleiðingu á brottkastbanni hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins (e. Common Fisheries Policy; CFP), sem tók gildi á síðasta ári. Þar sem brottkast hefur verið óheimilt á Íslandi í um þrjá áratugi nýtist reynsla okkar héðan einkar vel í þetta verkefni.“ Einn vinkill þessa verkefnis snýr að stofnerfðafræðinni, þar sem markmiðið er að þróa aðferð til þess að greina fisk sem fram að þessu hefur verið fleygt aftur í sjóinn, en þarf nú að landa. Samkvæmt brottkastsbanninu verður ekki leyfilegt að nýta undirmál til manneldis og því eru nokkrar líkur á að undirmálið verði hakkað úti á sjó og nýtt í meltu, mjöl eða aðrar afurðir sem ekki er auðvelt að tegundagreina. Þar mun erfðatækni því mögulega nýtast til eftirlits hvað innihald þessara afurða varðar. Rekjanleiki sjávarafurða mikilvægur Eins og sjá má snúast erfðarannsóknir Guðbjargar og samstarfsfélaga hjá Matís að miklu leyti um að auka rekjanleika í virðiskeðju sjávarafurða, en Guðbjörg segir að stundum geti verið erfitt fyrir bæði seljendur og kaupendur sjávarafurða að vita hvaðan fiskurinn kemur og jafnvel um hvaða tegund sé að ræða. „Hnattvæðing sístækkandi markaða fyrir sjávarafurðir og stóraukin framleiðsla eldisafurða hefur haft það í för með sér að upplýsingar um uppruna afurðanna getur í sumum tilfellum verið ábótavant. Flutningur afurðanna á sér stað á ýmsum stigum keðjunnar og það er mjög mikilvægt að reynt sé að halda upplýsingum um uppruna og innihald vörunnar til haga í gegnum allt ferlið, frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann er kominn á disk neytendans. Mörg verkefna okkar snúa því að upplýsingaöflun um uppruna afurðanna, þróun aðferða til að afla þessara upplýsinga á einfaldan hátt og leggja þannig okkar að mörkum til að auka rekjanleika og gagnsæi í framleiðslu og sölu sjávarafurða.“ Stundum ekki um réttan fisk að ræða Annað spennandi verkefni, Food Integrity, sem erfðateymið er að vinna að um þessar mundir í samvinnu við aðrar rannsóknastofur í Evrópu gengur út á að rannsaka hvort tegundamerkingarnar sjálfar séu réttar á sjávarafurðum sem seldar eru á veitingastöðum víðsvegar um Evrópu. Sambærilegar rannsóknir hafa verið framkvæmdar erlendis hjá veitingastöðum, smásölum og í mötuneytum, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum, og hafa niðurstöður sýnt að í 20-30% tilfella er ekki um auglýstan fisk að ræða. „Fólk er ekki alltaf að fá þann fisk sem það pantaði af matseðli og það þarf að komast að því hvar villan verður til. Kemur hún upp hjá veitingasalanum sjálfum, smásalanum, milliliðnum eða framleiðandanum?“ Guðbjörg segir að það geti verið fjölmargar mismunandi ástæður fyrir því að rangur fiskur lendi á disk neytendans og oft geti verið erfitt að eiga við
10
SJÁVARAFL JÚNI 2016
þetta vandamál. „Stundum getur veitingasali ekki boðið upp á þann fisk sem hann hefur á matseðlinum og þar geta margar ástæður legið að baki, svo sem vöntun á markaði, bræla á miðum, kvótinn búinn, slæm veiði o.s.frv. Það er ákveðin krafa um sveigjanleika í veitingageiranum og veitingasalinn þarf að bregðast við. Þótt eitthvað standi á matseðli er hráefnið stundum bara ekki í boði. En þá er mikilvægt að neytandinn sé upplýstur af veitingasalanum.“ Sökin ekki alltaf veitingasalans Guðbjörg leggur þó áherslu á að sökin liggi alls ekki alltaf hjá veitingasalanum og í mörgum tilfellum, þegar slík villa á sér stað, standi hann í fullri trú um að hann sé að bjóða upp á rétt hráefni. „Oft getur reynst erfitt að þekkja muninn á hvítum fiski. Ýsa, langa og þorskur eru býsna líkir fiskar þegar búið er að flaka þá og getur það vafist fyrir veitingasalanum að þekkja þá í sundur. Sama gildir um til dæmis lax og bleikju.“ Hún bætir einnig við að fiskur og annað sjávarfang sé flutt heimshluta á milli á ýmsum stigum keðjunnar og þessar upplýsingar geti skolast til á einhverju stigi, hvort sem það er af vilja gert eða ekki. „Við vitum oft ekki hvort villan á sér stað á skipinu, færibandinu, hjá smásalanum, veitingasalanum eða annars staðar. Oft eru þetta orðin flök snemma í ferlinu og því erfitt að sjá hvaða fiskur þetta er þegar hausinn og sporðurinn er farinn. Þegar við skoðum Ísland sérstaklega í þessu samhengi, þá er það mjög slæmt þegar við viljum selja íslenskan fisk undir þeim formerkjum að hér sé um að ræða hreina íslenska afurð úr íslensku hafi, en í raun er um einhvern allt annan fisk að ræða sem er af verri gæðum. Þá getur það gerst að viðskiptavinurinn
fer að tengja verri gæði við íslenskan fisk. Það er því mikið hagsmunamál fyrir okkur að passa vel upp á rekjanleikann og lykilatriði að fiskurinn sé rétt merktur.“ Niðurstöður komu á óvart Þessi fyrrnefnda rannsókn sem Matís er þátttakandi í fór að mestu fram í kringum páskana 2016 og segir Guðbjörg að fyrstu niðurstöður bendi til þess að ástandið hér á landi sé ekki ósvipað því sem sést hefur erlendis. Rangur fiskur hafi verið borinn fram í um 30% tilvika. Sýni voru tekin frá veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og í Vestmannaeyjum. „Við spurðum hvaða fiskur væri í boði, hvaðan hann væri, pöntuðum hann og tókum svo sýni úr honum. Sýnin voru svo skoðuð og athugað hvort veittar upplýsingar stæðust.“ Guðbjörg segir að ekki sé búið að greina öll sýnin og því sé ekki tímabært að lesa of mikið í niðurstöðurnar. „Við höfum líka fengið sýni send frá öðrum löndum Evrópu og eigum við eftir að greina þau. Við munum svo rýna í þessi gögn og kynna niðurstöðurnar í kjölfarið.“ Guðbjörg segir Matís ekki vera eftirlitsaðila og því verði ekki hægt að nafngreina þá staði sem seldu rangan fisk. Það sé ekki hlutverk Matís. „Markmið okkar hjá Matís er að aðstoða við að bæta matvælaeftirlit og leggja okkar af mörkum með því að þróa aðgengileg tæki og tól sem við og eftirlitsstofnanir getum notað.“ Eftirlit af þessu tagi væri annað hvort á vegum Matvælastofnunar eða heilbrigðiseftirlitsins, en þessar stofnanir hafi sýnt þessum rannsóknum mikinn áhuga. „Þeir hafa verið í sambandi við okkur og það er verið að fara yfir þessi mál hjá þeim líka“.
Vel ísaðir þorskar
Tryggir gæðin alla leið!
NiðurkæliNg á ýsu!
16 14 12 og fínkristallað ísþykkni umlykur allt hráefnið og orkuyfirfærslan er því
veiði, það lengir geymsluþol verulega. Notkun ísþykknis er góð aðferð til að ná hámarkskælihraða því flotmikið
gríðarlega hröð. Þessi hraða orkuyfirfærsla hamlar bakteríu- og örveruvexti og hámarksgæði aflans eru tryggð.
8
Hitastig (°C)
Mjög mikilvægt er að kæla aflann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir
Heimild: Seafish Scotland
10 6 4
Hefðbundinn ís
2
Ísþykkni
0 -2
www.optimar.is Miðhraun 2
210 Garðabær
Sími 587 1300
0
1
2
3
4
5
Tími: (klst.)
optimar@optimar.is
Ryksugur Sópar
Vatnsdælur Gólfþvottavélar
Þegar gerðar eru hámarkskröfur Háþrýstidælur fyrir heimilið
Gufudælur Háþrýstidælur K Ä R C H E R
S Ö L U M E N N
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
6
Ný Hafrannsóknastofnun leggur áherslu á samstarf við háskóla
„Við þurfum að vera dugleg og djörf“ Heiðranir í Grindavík á sjómannadaginn. Ljósmyndari: Óskar Sævarsson
Sigrún Erna Geirsdóttir Þann fyrsta júlí mun verða til formlega ný, sameinuð stofnun undir nafninu Hafrannsóknastofnun: Rannsóknarog ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Forstöðumaður hennar verður Sigurður Guðjónsson, fyrrum forstöðumaður Veiðimálastofnunar. Sigurður segir að mörg tækifæri liggi í sameiningunni. Stefnt verður að meiri samvinnu við háskólana og að sækja meira fé í erlenda sjóði til þess að efla starfsemina. Markmiðið að efla rannsóknir Rúm tvö ár eru síðan að þáverandi sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, tók þá ákvörðun að sameina Veiðimálastofnun og Hafrannsóknastofnun og lagði fram frumvarp þess efnis. Frumvarpið var samþykkt í desember 2015 og þann 1.apríl sl. var Sigurður ráðinn forstöðumaður nýju stofnunarinnar en hann hafði þá verið forstöðumaður Veiðimálastofnunar
10 12
SJÁVARAFL JÚNI 2016
betri nýtingu á stoðþjónustu. frá 1997. „Ég fékk þrjá mánuði til þess að koma þessu saman og skipuleggja nýju Verk sem þarf að vinna stofnunina. Þetta er ekki langur tími en Í nýju stofnuninni munu starfa um 170 þetta var sá tími sem við höfðum svo við manns og fengu allir starfsmenn Hafró og reyndum bara að vinna sem best úr því. Það Veiðimálastofnunar boð um nýtt starf. Aðeins nauðsynlegasta er að klárast núna, rétt fyrir örfáir ákváðu að hætta störfum á þessum mánaðarmót, svo þetta sleppur allt saman. tímamótum. „Ég held að almennt séð sé Sumt er gott að vinna hratt en annað tekur jákvæður andi hjá starfsfólki gagnvart þessu. Það lengri tíma.“ Hann segir að sameiningarferlið voru mögulega einhverjir sem höfðu ákveðnar haldi síðan auðvitað áfram og vitað sé að efasemdir í byrjun breyttist um og látna núnasjómenn. eru Venjan er að skrúðgangan nemi staðar á leið sinni niður að höfnen viðþað minnismerkið svona ferli takiLjósmyndari: sinn tíma. Nefna fróðir menn í allir mjög einhuga um að þetta sé verkefni sem Óskar Sævarsson því samhengi þrjú ár. Hann segir að tilgangur þarf að leysa og vinna sem best úr,“ segir Sigurður. sameiningarinnar sé fyrst og fremst sá að Einhverjar tilfærslur hafi orðið hjá fólki vegna skapa öflugri rannsóknarstofnun. „Það var skipulagsbreytinga en engar stórvægilegar enda mjög lítil skörun á starfssviði þessara stofnana sé lagt upp úr því að starfsemin sé verkefnadrifin en faglega eru þær skyldar, önnur rannsakaði og gangi þvert á einingar og svið. Ekki hefur umhverfi og lífríki hafs og hin umhverfi og verið ákveðið hvar stofnunin verður til húsa og lífríki í ám og vötnum. Báðar veittu þær síðan ráðgjöf um nýtingu fiskistofna.“ Þess fyrir utan sé að sjálfsögðu ætlunin að ná fram
var nýverið auglýst eftir heppilegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að skoða húsakynnin þessa dagana. Við erum bundnir eðli málsins samkvæmt að vera nálægt höfn, það er ekki heppilegt að burðast með stór loðnutroll og önnur veiðarfæri þvert yfir bæinn. Reyndar væri líka möguleiki á því að vera áfram hér á Skúlagötunni og Veiðimálastofnun kæmi þá hingað. Þetta er að mörgu leyti ágætis hús sem búið er að innrétta og þróa í gegnum árin og með smá lagni og lagfæringum kæmust allir fyrir hérna. Hins vegar gætum við þá ekkert stækkað. Svo leigjum við núna geymsluhúsnæði úti á Granda fyrir veiðarfæri og fleira og það væri þægilegt að hafa allt á einum stað. Það væri því heppilegra að finna nýtt og hentugra húsnæði. Þetta skýrist allt þegar sumri fer að halla.“
Árni Friðriksson
Meiri stuðningur við fiskeldið Sigurður segir að í sameiningunni séu fólgin góð tækifæri og búið sé að fara í mikla hugmyndavinnu til að búa til nýja framtíðarsýn fyrir nýju Hafrannsóknastofnun. „Á grundvelli hennar og þess sem fram kemur í lögum erum við komin með nýtt skipurit þar sem nýjar áherslur koma skýrt fram. Við ætlum að leggja meiri áherslu á miðlun upplýsinga og að byggja brú yfir í háskólana. Við þurfum líka að láta meira til okkar taka í fiskeldinu því sú atvinnugrein þarf meiri stuðning frá rannsóknarumhverfinu. Svo erum við að auka áherslur á rannsóknir á breytingum í umhverfinu og hvað þær þýða fyrir okkur. Heimurinn er að hlýna og við erum t.d að fá hingað fleiri þúsund tonn af makríl meðan loðnan lendir í vandræðum í staðinn.
Grímsá í Borgarfirði Gönguseiðum komið í sleppitjörn. LJósm. BTh
Langá á Mýrum teljari við Sveðjufoss. Gögn úr teljara flutt á fartölvu. LJósm. BTh
Jupiter 2,7
Jupiter HW
Mercury 2,4
Mercury 2,0
Langá á Mýrum. Uppsetning á teljara í fiskvegi við Sveðjufoss. LJósm. BTh
Hercules 1,5
Jupiter 2,7
Thor
Neptune
Polar Togbúnaður - www.polardoors.com - Húsi Sjávarklasans - S: 898 66 77 SJÁVARAFL JÚNI 2016
13
Það er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð sem er háð sjávarfangi að reyna að átta okkur á því sem býr í framtíðinni og hvernig við getum undirbúið okkur fyrir hana.“ Erlendir styrkir og samvinna Bæði Veiðimálastofnun og Hafró lentu illa í niðurskurði eftir hrun og í raun kynntust þær aldrei góðærinu. „Starfsemin var skorin niður alveg inn að beini en nú erum við að vonast eftir að þetta sé eitthvað að breytast. Nýverið fékkst t.d fjármagn til þess að kortleggja hafsbotninn kringum landið en það er sá hluti Íslands sem við þekkjum lítið. Það verður þó að gera enn betur en til þess þurfum við meira fjármagn, hvort sem það eru auknar fjárveitingar, styrkir eða annað. Við höfum verið að sækja um styrki hjá erlendum sjóðum í gegnum árin en það má gera miklu betur. Sömuleiðis hvað varðar erlent samstarf. Við getum litið til Matís hvað þetta varðar og hvað þau hafa verið dugleg að sækja sér fé erlendis til rannsókna sem hefur eflt þá stofnun gífurlega.“
Straumfjarðará, raufarstigi. LJósm. BTh
14
SJÁVARAFL JÚNI 2016
Meira samstarf við háskólana Sigurður segir að eitt mikilvægasta verkefnið framundan sé að auka samstarf við háskóla landsins og sé ætlunin að sækja þar fram á öllum sviðum sem tengjast stofnuninni á einn eða annan hátt. „Við höfum verið í byrjunarviðræðum við þá og svo er í gildi samstarfssamningur við flesta skólana. Það er lykilatriði að efla tengslin við háskólafólk á sviðum sem tengjast okkur. Við suma eru þau góð en annars staðar má gera betur. Við ætlum okkur stærri hluti.“ Eitt dæmi um þetta sé að áhersla verði lögð á að fá fleiri meistaranema til þess að vinna verkefni sín með stofnuninni. Veiðimálastofnun hefur haft marga nema í framhaldsnámi í verkefnavinnu og Hafró að talsverðu leyti líka. Þetta megi þó að auka og nú þegar séu þeir komnir með vilyrði fyrir nokkrum styrkjum til handa framhaldsnemum sem verði auglýstir með haustinu. „Við höfum líka fullan hug á því að koma að því að efla þetta nám í háskólunum. Það þarf t.d að skoða hvernig skólarnir, og þá sérstaklega Háskóli Íslands, gæti komið fiskveiðum og nýtingu sjávarafla
sterkar inn í námið. Við höfum líka mjög mikinn áhuga á að koma upp meistaranámi á því sviði og háskólinn deilir þeirri sýn. Það strandar hins vegar á fjármagni. Þar erum við að hugsa um alþjóðlegt nám sem gæti höfðað til námsfólks alls staðar í heiminum. Við erum að mörgu leyti góð í nýtingu fiskistofna og hagkvæmni veiða en þetta er svið þar sem við gætum verið leiðandi á heimsvísu ef við erum nógu dugleg og djörf. Svo er líka eitt að ná nemum hingað í verkefni og hitt að ná sérfræðingum sem kenna kúrsana. Háskólanám á það oft á hættu að tengslin við það sem er að gerast á þeirra sviði í veruleikanum dofna og því er mikilvægt að fá kennara sem hafa sterk tengsl við rannsóknarstofnanir eins og okkur. Þannig myndu nemendur kynnast þeim vandamálum og verkefnum sem eru í núinu og fá þetta beint í æð. Svona nokkuð tekur auðvitað tíma en þangað stefnir hugurinn,“ segir Sigurður að lokum.
Heiðarvatn Starfsmenn Vmst fv. Magnús, Benóný og Ingi Rúnar. LJósm. BTh
Sigurður Ingi Jóhannsson,
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 0 7 6
Hugsaðu inn í boxið... Flest nýsköpun felst í að koma auga á nýja möguleika í því sem fyrir er. Finna not fyrir það sem áður var hent. Sjá tengingar sem aðrir sjá ekki. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem þetta geta að pakka hugmyndunum sínum inn og koma þeim í framkvæmd, okkur öllum til hagsbóta.
Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsóknar-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi.
www.matis.is
SJÁVARAFL JÚNI 2016
15
Glæný snekkja sem tekin var í notkun á þessu ári liggur nú við Miðbakka
Í
dag, mánudaginn 6. júní 2016, sigldi glæný snekkja, Cloudbreak, til Reykjavíkur. Snekkjan er staðsett á Miðbakkka. Cloudbreak er smíðað af Abeking & Rasmussen og er 72.50 m. að lengd, 12.40 m. breidd og með djúpristu upp á 3.45 m. Um borð í snekkjunni eru 6 svítur og gisting fyrir 12 manns, fyrir utan áhöfn. Snekkjan státar af veglegum þyrlupalli, þar sem farþegar geta farið í útsýnisferðir með þyrlu í kringum þau svæði eða lönd sem þau eru stödd við hverju sinni. Cloudbreak er nú í hringferð í kringum heiminn. Snekkjan byrjaði för sína í Bremen, Þýskalandi og fór yfir til Kristiansand, Noregi. Frá Noregi sigldi hún yfir Norður Atlantshafið og kom til Reykjavíkur í morgun, líkt og áður hefur verið nefnt. Cloudbreak mun hafa nokkra daga viðkomu á Íslandi, þar sem farþegar og áhöfn ætla að njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða.
Framkvæmdir að nýjum hafnarbakka utan Klepps hefjast fljótlega
Í
Í gær, miðvikdaginn 15. júní 2016, var gengið frá verksamningi við Ístak hf um byggingu nýs hafnarbakka utan Klepps. Ístak átti lægsta tilboð í bakkagerðina við opnun tilboða þann 28. apríl. Verktími er áætlaður árin 2016 – 2019 og verður helsta framkvæmdaverk hafnar á þessum tíma. Hinn nýji bakki tekur við hlutverki núverandi Kleppsbakka, sem megin vöruflutningabakki fyrir farmstöðvar Eimskip og er miðaður við stærri og djúpristari gámaflutningaskip en hingað sigla í dag. Það má því segja að verkefnið sem slíkt sé mjög stórt hafnargerðarverk og alls fara um 4.900 tonn af stáli til bakkagerðar, stálþil, stög og staura undir sporbita. Tilboð í stálkaupin voru opnuð í desember sl. og efnisafhendin er í tveimur skipsförmum. Fyrra skip er komið og hluti efnis nú þegar verið verið afhentur og er síðara skipið væntanlegt í lok þessa mánaðar. Allt er því til reiðu og hægt er að hefja framkvæmdir fljótlega. Til byggingar bakka og niðurrekstrar á stáþili þarf ýmsan sérhæfðan búnað, tæki og tól sem ekki eru til hér á landi og þarf að sækja út fyrir landsteinana. Það sem gerir þessa bakkagerð sérstaka er það að suma verkhluta er verið að vinna í fyrst sinn hér á landi, þar má telja rekstur á samsettu stálþili, rekstur stálbita undir sporbita og endarekstur þeirra í klöpp. Síðan þarf að fergja alla verkáfanga bakkagerðar sem tekur langan tíma og stýrir að vissu marki framgangi framkvæmda og verktíma. Þess má geta í samhengi við þessar frétt hér að ofan, þá birtist grein í síðasta mánuði í tímaritinu World Maritine News , þar sem að Eimskip og Royal Arctive Line í Grænlandi tilkynntu að þau
16
SJÁVARAFL JÚNI 2016
hefðu gert með sér samstarfsyfirlýsingu. Með þeirri yfirlýsingu ætla Eimskip og Roal Arctic Line að tengja saman siglingarleiðir Eimskip og Grænlands fyrir stærri flutningarskip. Í yfirlýsingunni hafa þessi tvö fyrirtæki sett fram tillögu að fjárfestingu á þremur flutningarskipum að stærð 2,000 TEU. Skipin verða sérstaklega byggð fyrir þau verðurskilyrði sem eru á Norður Atlantshafi og við Norðurbaug, þau eru umhverfisvænni og uppfylla skilyrði sem sett eru af Polar Code. Ef allt gengur eftir og samninginar
nánst, þá hafa fyrirtækin gert áætlun um það að skipin verði smíðuð á næstu tveim til þremur árum og gætu þá verið að koma í notkun á svipuðum tíma og byggingu bakkans er að ljúka. Myndin sýnir frá undirritun verksamnings um byggingu bakkans.
Pantone 2748
UPPSKRIFT
Austurlensk fiskisúpa á nokkrum mínútum Hrönn Hjálmarsdóttir
Fyrirmyndin að þessari uppskrift kemur úr fiskibók Hagkaups og ég hefur Hrönn gert hana reglulega gegnum tíðina, spúpan er rosalega góð og tekur bara nokkrar mínútur að gera þetta lostæti ! Hrönn breytti uppskriftinni aðeis en í upprunalegri útgáfu er 1,5 ltr af kókosmjólk en hún notar einungis eina dós og kjúklingasoð á móti.
• 800 gr fiskur (ég nota þorsk, skötusel og rækjur og stundum lúðu. Má líka vera kræklingur, steinbítur eða annað að vild) • 3 cm rifin engiferrót • 1-2 rauður chili, fræhreinsuð og smátt söxuð • 1 búnt kóríander • 2-3 stilkar sítrónugras EÐA smá lime- börkur • 1 dós þykk kókosmjólk (ekki kaupa þessa ódýru, það er þvílíkt drasl og vont bragð líka…) • 1 ltr kjúklingasoð • 2-3 msk fiskisósa • 5 stk vorlaukar, sneiddir • 1 stk lime
Þetta brauð lætur mann borða AÐEINS OF MIKIÐ
18
SJÁVARAFL JÚNI 2016
Aðferð: Setjið engifer, chili, kóríander, kókosmjólk, sítrónugras og kjúklingasoð í pott og sjóðið saman í smá stund (gott að gera það bara fyrirfram og láta standa). Stuttu áður en borðað er setur Hrönn fiskinn út í ásamt fiskisósu, vorlauk og lime safa. Smakka til með krafti og/eða maldonsalti. Einnig er Hrönn með súrdeigsbrauð sem hefur slegið ærlega í gegn, hún keypti súrdeigsbrauð í Sandholts bakaríi, sneitt og smurt með heimagerðu hvítlaukssmjöri, strá örlitlu af rifnum osti yfir og undir grillið í ofninum í andartak.
• Hvítlaukssmjör: 1/2 dós Smjörvi • 3 marin hvítlauksrifjum • 1 msk þurrkuð steinselja • Maldonsalt
HIN HLIÐIN
Jón Ragnar Ríkharðsson Fullt nafn: Jón Ragnar Ríkharðssonn Fæðingardagur og staður: 28. ágúst 1965 Fjölskylduhagir: Kvæntur Katrínu S. Jóhannsdóttur og á fimm börn. Þau heita Guðrún Bryndís, Heba Dögg, Jóhann Blær, Sigmundur Bjarki og Ríkharður Björn. Svo á ég afastrák sem heitir Jóhann Ragnar Kristjánsson. Starf: Ég er háseti á Ásbirni RE 50. sem gerður er út af HB Granda. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Þingvellir. Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Afi minn hét Jón Benjamín Einarsson og var skipstjóri. Ég var fyrsta barnabarnið og í miklu uppáhaldi hjá afa – þegar hann var í landi tók hann mig alltaf með sér um borð. Ætli ég hafi ekki heillast af sjónum vegna afa? Allir kallarnir voru óskaplega góðir við mig og manni þótti þeir flottir – langaði að verða eins og þeir. Sennilega er þetta kveikjan að sjómennskunni hjá mér – eftir að afi dó og ég eltist var maður mikið niður á höfn. Annars er erfitt að útskýra hvers vegna maður valdi þetta starf byrjaði sextán ára og er ekki hættur enn, þannig að líklega kann maður bara nokkuð vel við sjómennskuna þótt hún geti verið þreytandi stundum. En ætli það eigi ekki við öll störf? Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Það var maður sem var kallaður „Lordinn“. Mig minnir að hann hafi heitið Bæringur og einhverjum hafi dottið í hug að kalla hann „Byron“. Þeir voru margir víðlesnir og sögufróðir sjómennirnir í gamla daga og ætli það hafi ekki verið sagt í gríni „Lord Byron“ og svo styttist það í „Lordinn“. „Lordinn“ þurfti svakalega þykk gleraugu til að sjá eitthvað. Þegar maður ræsti hann heyrðist alltaf í honum: „helvítis læti eru þetta strákur, en hvar í andskotanum eru helvítis gleraugun mín? Ekki fara strax vinur, hjálpaðu mér að finna gleraugun fyrst“. Það var aldrei erfitt að finna gleraugun enda „Lordinn“ snyrtimenni og reglusamur við flest annað en meðferð áfengra drykkja og Camelinn reykti hann af mikilli elju. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Nei – það hef ég ekki gert. Ætli vinnan sé ekki bara ágætis líkamsrækt? Maður svitnar oft vel í lestinni. Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Jón Einarsson eftir afa. Ég átti einu sinni lítinn bát með þessu nafni og myndi aldrei nota annað nafn. Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Það var að verða sjómaður eins og afi. Svo þegar ég var búinn að vera mörg ár á sjó gat ég hugsað mér margt annað. Annars veit ég ekki hvort maður á eitthvað sérstakt draumastarf. Vinnan er fyrir mér leið til að afla tekna – svo dundar maður sér við ýmis áhugamál þegar vinnunni sleppir. Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Sumrin að sjálfsögðu – þá eru bestu veðrin. Það er nefnilega aldrei gaman að vera á sjó í vondum veðrum – ég hef amk. Engan hitt sem nýtur þess. Hvað fannst þér erfiðast við sjómennskuna: Fjarvistir frá fjölskyldunni og maður missir oft af skemmtilegum viðburðum sem koma óvænt. Eftirminnilegasta atvikið á sjó: Þegar slitnaði togvír um leið og félagi minn var nýfarinn að gera sig kláran að taka trollið og beið eftir stjórnborðs hleranum. Við sáum þegar vírinn sló hann út í síðu og ætluðum varla að þora að athuga með félaga okkar. En að sjálfsögðu börðum við í okkur kjark og röltum yfir – það var ekki mjög slæmt veður sem betur fer. Við sáum strax að hann var lifandi en óskaplega þjáður – enda hafði vírinn slegið hann í öxlina. Þetta er hörku jaxl og hann sagði um leið og hann sá okkur: „andskotinn sjálfur maður, ég er ekki viss um að ég treysti mér að lása úr hlevítis hleranum. Ég er alveg að drepast í öxlinni“. Við ætluðum aldrei að hætta að hlæja – sennilega vegna þess að við vorum fegnir að sjá hann lifandi og líklega var þessi mikli hlátur bæði vegna feginleika yfir að ekki varð banaslys – því það er svakalegur kraftur í togvír þegar hann slitnar, svo var fyndið að heyra mann segja þetta sem gat ekki hreyft sig fyrir kvölum. Auðvitað vissu allir að hann gæti ekki lásað úr hleranum. Hann þurfti að vera lengi frá vinnu en náði sér á strik og ekki veit ég til þess að þetta hafi háð honum.
Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Vonandi besta liðið. Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Ég geri engri áhöfn þann grikk að keppa með henni í nokkurri íþrótt – enda aldrei verið fyrir sportið. Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Þetta eru frábær lög en akkúrat núna finnst mér fyrra lagið betra. Siginn fiskur eða gellur: Gellur en siginn fiskur er líka góður. Smúla eða spúla: Smúla að sjálfsögðu – hitt er eitthvað orðskrípi sem heyrist aldrei á sjó. Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Umræðuhefðinni á netinu – hún er okkur til háborinnar skammar. Það er eðlilegt að fólk hafi misjafnar skoðanir á pólitík og vilji tjá þær. Einnig er eðlilegt og gott að allir hafi tækifæri til að boða sínar skoðanir og afla þeim fylgis. En þegar farið er að ráðast á persónur fyrir það eitt að hafa skoðanir sem ganga í berhögg við sjónarmið (vonandi fámenns hóps en hann er hávær) þá erum við á hættulegum slóðum. Í mörgum löndum sem við erum heppin að búa ekki í – beita stjórnvöld skoðanakúgun. Sem betur fer þekkist það ekki á Íslandi, en klárlega er einkarekin skoðanakúgun í okkar ágæta landi og slíkt athæfi er að öllu leiti til ills. Eitthvað að lokum : Óska blaðinu góðs gengis og ég fagna því alltaf þegar fólk er tilbúið að fjalla um sjávarútveg og sjómennsku – því án sjósóknar væri sennilega engin íslensk þjóð.
Grillið færð þú í Grillbúðinni
gasgrill AVALON 5 brennara
Komdu, skoðaðu og fáðu faglegar ráðleggingar
Grillbúðin Sérverslun með grill og garðhúsgögn
Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus)
Sími 554 0400
grillbudin.is