TÍMARITIÐ
SJÁVARAFL
Konur í sjávarútvegi Vígin falla eitt af öðru -Hrund Rudólfssdóttir
September 2016 7. tölublað 3. árgangur
Efnisyfirlit
Breyttir tímar
BLAÐSÍÐA
onur sem gegna stjórnunarstöðum í sjávarútvegi eru stöðugt að verða meira áberandi. Hér áður fyrr var þetta heimur karla. Sem betur fer hefur mikið vatn runnið til sjávar og meðal annars er sýnileiki kvenna í sjávarútvegi alltaf að aukast. Þessi útgáfa er tileinkuð þeim konum sem starfa í sjávarútvegi og því tengdu. Þemað er hvernig sé að starfa í hinum karllæga heimi. Hinn fullkomni heimur væri jafnrétti og bræðralag sem og jöfn laun. Vissulega hefur margt lagast en baráttu okkar hvergi lokið. Móðir mín heitin var mikill jafnréttissynni og naut ég þess að fá slíkt uppeldi. Á áttunda áratugnum átti hún meðal annars góða vini sem sömdu texta af einu af mínum uppáhalds lögum, þeim þakka ég frábært framtak og tel að þarna liggi meðal annars rótin af því hvað við konur lærðum að standa með okkur sjáfum með gleði í hjarta. Konur: sækjum fram með öflugum sjávarútvegi. Elín Bragadóttir
6 Framkvæmdarstjóri SFS Heiðrún Lind Marteinsdóttir 08 Fjármála- og viðskiptastjóri hjá MD vélum Laila Björk Hjaltadóttir 10 Forstjóri hjá Lýsi Katrín Pétursdóttir 12 Í stjórn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði Berglind Agnarsdóttir 14 Markaðs- og gæðastjóri hjá Faxaflóahöfnum Erna Kristjánsdóttir, 16 Guðrún Hauksdóttir, Fiskmarkaði Siglufjarðar 18 Margrét Rist innkaupastjóri Nortek
K
ritstjóri
20 Eigandi og forstjóri Vélfags ehf. Ólöf Ýr Lárusdóttir 22 Formaður Félags kvenna í sjávarútvegi Freyja Önundardóttir 24 Framkvæmdastjóri og eigandi Ópal Sjávarfangs ehf Linda Hannesdóttir 26 Eigandi og skrifstofustjóri hjá Einhamar Seafoo Helena Sandra Antonsdóttir 30 Stjórnarkona hjá Hampiðjunni 32 Eigandi og markaðs- og gæðastjóri hjá SérEfni 34 Unnið í karllægri veröld Rætt við Fanney Björk Friðriksdóttur 36 Fjármálastjóri hjá Völku Brynja Blomsterberg 38 Elfa Hrönn Valdimarsdóttir 40 Forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar hjá SamskipS 44 Svana Gunnarsdóttir hjá Frumtak Ventures Laila Björk Hjaltadóttir
Áfram stelpur Lag: Gunnar Edander Texti: Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jónsson Í augsýn er nú frelsi, og fyrr það mátti vera, ný fylkja konur liði og frelsismerki bera. Stundin er runnin upp. Tökumst allar hönd í hönd og höldum fast á málum þó ýmsir vilji aftur á bak en aðrir standa í stað, tökum við aldrei undir það. En þori ég vil ég get ég? Já ég þori, get og vil. En þori ég vil ég get ég? Já ég þori get og vil.
Áfram stelpur standa á fætur slítum allar gamlar rætur þúsund ára kvennakúgunar. Ef einstaklingurinn er virkur verður fjöldinn okkar styrkur og við gerum breytingar. Atkvæði eigum við í hrönnum komum pólitíkinni í lag sköpum jafnrétti og bræðralag. Áfram stelpur, hér er höndin hnýtum saman vinaböndin verum ekki deigar dansinn í. Byggjum nýjan heim með höndum hraustra kvenna í öllum löndum
Og seinna börnin segja: sko mömmu, hún hreinsaði til. Já seinna börnin segja: þetta er einmitt sú veröld sem ég vil. (Viðlag)
látum enga linku vera í því. Börnin eignast alla okkar reynslu, sýnum með eigin einingu, aflið í fjöldasamstöðu. Stelpur horfið ögn til baka á allt sem hefur konur þjakað stelpur horfið bálreiðar um öxl. Ef baráttu að baki áttu berðu höfuð hátt og láttu efann hverfa 'unnist hefur margt. Þó er mörgu ekki svarað enn: því ekki er jafnréttið mikið í raun, hvenær verða allir menn taldir menn með sömu störf og líka sömu laun? (Fyrsta vísa endurtekin)
46 Vígin falla eitt af öðru Hrund Rudolfsdottir 50 „Ef við látum rödd okkar heyrast...“ Kristín E. Pálsdóttir
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Blaðamenn: Finnbogi Hermannsson Sigrún Erna Gerisdóttr Magnús Már Þorvaldsson Haraldur Bjarnason Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson logijes@simnet.is Forsíðumynd: Eimskip Prentun: Prentsmiðjan Oddi
2
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Sigrún Erna Geirsdóttir blaðamaður
Haraldur Bjarnason
Finnbogi Hermansson
Alda Áskelsdóttir
Bára Huld Beck
blaðamaður
blaðamaður
blaðamaður
blaðamaður
Magnús Már Þorvaldsson blaðamaður
Logi Jes Kristjánsso grafískur hönnuður
Fær í flestan sjó
Eru allir eins í þínu fyrirtæki?
Fjölbreytni er góð fyrir rekstur fyrirtækja. Rannsóknir sýna að vinnustaðir þar sem fjölbreytni er tekið fagnandi eru betur í stakk búnir til að leysa ólík vandamál og aðlagast síbreytilegu umhverfi.
Nánar á vr.is/fjolbreytni 4
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
5
Framkvæmdastjóri SFS
Jákvætt skref í jafnréttisbaráttu Sigrún Erna Gerisdóttir
H
eiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðs-dómslögmaður, er nýráðin framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Hvernig skyldi nýja starfið leggjast í hana? „Starfið leggst mjög vel í mig! Þetta er spennandi áskorun og þessir fyrstu dagar í starfi lofa góðu. Teymið á skrifstofunni er algerlega framúrskarandi og þau hafa verið sérlega almennileg við byrjandann.“ Heiðrún segir ljóst að hún þurfi að tileinka sér nýjan orðaforða; hugtökin og málefnin sem voru henni ekki töm áður séu óteljandi. „Ég mun ganga rösklega í það verk að tileinka mér hann!“ segir hún. Það væri reyndar rangt að segja að starfið fari rólega af stað hjá Heiðrúnu því samtakanna bíða ærin verkefni á næstunni. „Já, það er af nægu að taka og framundan eru krefjandi verkefni. Kjaraviðræður við sjómenn hafa staðið yfir um nokkurt skeið og því miður hafa þær ekki leitt til samnings. Verkfall þeirra vofir því að óbreyttu yfir. Síðan eru alþingiskosningar handan við hornið og flokkarnir eru með ýmsar hugmyndir um breytingar á núverandi kerfi. Við viljum eiga gott og upplýsandi samtal við þessa aðila, þannig að rétt sé farið með staðreyndir um sjávarútveginn.“ Mikið talað um sjávarútveg á æskuheimilinu Heiðrún segir að það sé töluverð breyting fyrir sig að fara úr lögmannsstörfunum yfir í framkvæmdastjórastarfið en á margan hátt hafi þetta þó verið rökrétt skref. „Ég hef alltaf haft áhuga á þjóðfélagsumræðu og ég hef sterkar skoðanir á því hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í, hvernig reglurnar og lögin eiga að vera og hvernig við getum byggt stoðir farsældar til langs tíma. Í þessu starfi sameinast þessi áhugi minn og sérfræðikunnátta á lögfræðisviðinu.“ eiðrún segist alltaf hafa haft áhuga á sjávarútvegi og sér þyki vænt um hann enda komi hún frá Akranesi. „Langafi minn, Árni Sigurðsson í Sóleyjartungu, hóf útgerð árið 1923 með kaupum á bát og uppbyggingu á vinnsluhúsi, afi minn, Einar Árnason, var útgerðarmaður og skipstjóri, og faðir minn, Marteinn Einarsson, var skipstjóri öll mín uppvaxtarár. Fyrst á Höfrungi, svo Ingunni og síðast Engey. Sjávarútvegur var það sem helst var rætt á mínu heimili svo ég er alin upp við þetta. Reyndar var það svo í föðurfjölskyldunni að þegar eitthvað stóð til, s.s. brúðkaup, fermingar og jólaboð, vantaði yfirleitt helming karlmannanna því þeir voru á sjó.“ Heiðrún vann í frystihúsinu á Akranesi sem unglingur. Hún segist reyndar mikið hafa reynt að komast á sjó með pabba sínum þegar hún yngri en einhverra hluta vegna hafi það fengið dræmar undirtektir. Hún telur sjálfstraust ungrar stúlku líklega hafa verið stærra en líkamleg geta hennar til að sinna erfiðisvinnu á sjó.
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Suðupottur nýsköpunar Oft er nefnt að ekki sé nægilega mikið af konum í stjórnunarstöðum í sjávarútvegi. Hvernig lítur það út frá hennar bæjardyrum séð að vera komin í þessa stöðu? „Ég vona auðvitað að það sé jákvætt að 37 ára kona skuli hafa verið ráðin í þetta starf. Að öðru leyti skiptir þetta ekki miklu máli að mínu mati, ekki frekar en sú staðreynd að ég er dökkhærð eða lágvaxin. Auk þess veit ég að ég var ekki ráðin vegna þess að ég er kona.“ Heiðrún bendir þó á að í umræðunni um karllægan sjávarútveg sé sjónarhornið oft mjög þröngt. „Eins og sjávarútvegur er í dag þá státum við af því að hafa eitt fullkomnasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heiminum og við höfum
Heiðrún Lind, Framkvæmdastóri SFS.
náð að skapa ótrúlega mörg afleidd störf á ýmsum sviðum, eins og t.d í tæknigeiranum. Sjávarútvegur er orðinn suðupottur nýsköpunar og þetta er að mínu mati einn mest spennandi anginn af sjávarútvegi. Við höfum einn tæknivæddasta sjávarútveg í heiminum og við eigum að geta laðað að ungt fólk í enn meira mæli, bæði og iðn- og háskólamenntað. Þarna kemur hugvit kvenna sterkt inn enda eiga þær alveg jafn mikið erindi þangað og karlmenn.“
þegar gæðiN skipta máli Fljótandi krapaísinn 14 12
og betur en
Heimild: Seafish Scotland
10 Hitastig (°C)
kælir fiskinn hraðar
NiðurkæliNg á ýsu!
16
8
hefðbundinn ís.
6 4
Hefðbundinn ís
2
Ísþykkni
0 -2
0
1
2
3
4
5
6
Tækni sem
Tími: (klst.)
virkar!
· Yfir 300 skip með OptimiCe vélar · 16 ára reynsla · Notaðar um heim allan · Kælikeðjan rofnar aldrei með krapanum · Ferskari fiskur · Ábyggilegri rekstur
Mjög mikilvægt er að kæla aflann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiði, það lengir geymsluþol verulega. Notkun ísþykknis er góð aðferð til að ná hámarkskælihraða því flotmikið og fínkristallað ísþykkni umlykur allt hráefnið og orkuyfirfærslan er því gríðarlega hröð. Þessi hraða orkuyfirfærsla hamlar bakteríu- og örveruvexti og hámarksgæði aflans eru tryggð.
Harðfiskverkun Finnboga
Miðhraun 2
210 Garðabær
Sími 587 1300
optimar@optimar.is
www.optimar.is
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016 SJÁVARAFL ÁGÚST 2016
7
það var hart tekið á þessu. Í framhaldinu fékk ég símtal og ég beðin afsökunar. Maður erfir þetta ekki.”
Fjármála- og viðskiptastjóri hjá MD vélum
“Ég hef alltaf verið strákastelpa” Sigrún Erna Gerisdóttir
L
aila Björk Hjaltadóttir hefur verið fjármála- og viðskiptastjóri hjá MD vélum í þrjú ár en áður starfaði hún hjá Sauer Danfoss í Danmörku. “Pabbi er eigandi MD véla og við vorum búin að ræða möguleikann á að ég færi að vinna hjá honum í nokkur ár, en ég var sátt í Danmörku. Ég var í góðri stöðu en þetta var mikið álag sem ég fékk svo nóg af og ég hugsaði með mér: Af hverju ekki að prófa að vinna með pabba? Svo ég pakkaði niður fjölskyldunni og flutti heim. Ég hef ekki séð eftir því.” Laila segir að það hafi ekki verið mikil viðbrigði fyrir sig að fara að vinna hjá vélafyrirtæki. ,,Ég sá meðal annars um innkaup á olíu og umbúðum hjá Sauer Danfoss og í þessum
8
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
flokki voru karlar allsráðandi. Þetta var því ekki stórt stökk. Ég hef líka alltaf verið strákastelpa, með strákavini og ég á fjóra stráka sjálf.” Laila segir að viðtökur viðskiptavina og birgja hafi verið góðar og það hafi einungis gerst einu sinni eða tvisvar að það var talað niður til hennar vegna þess að hún er kona. “Hér er vel hugsað um starfsfólk og
Í mörgu að snúast
Er stolt af íslenskum sjávarútvegi Laila segist ekki hafa mikinn áhuga á vélum en eitthvað af þekkingu hafi nú síast inn þrátt fyrir það. “Ég hef hins vegar mikinn áhuga á tölvukerfum og að halda utan um þau. Ég bjarga mér því í búðinni þótt ég sé ein þar sem ég veit hvar ég á að leita og samstarfsmennirnir eru bara eitt símtal í burtu.” Laila hefur alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegi og fjallaði BA ritgerð hennar um þróun sjávarútvegs á Íslandi, með fókus á kvótakerfið. “Ég er alin upp í sjávarþorpi, Árskógsströnd í Eyjafirði, og ætli ég hafi ekki verið 10 ára þegar ég gellaði í fyrsta sinn. Síðan vann ég í fiski alveg þar til ég flutti suður.“ Laila segist vera mjög stolt af íslenskum sjávarútvegi og hvað við stöndum framarlega í þróunarvinnu. „Við höfum verið að standa okkur rosalega vel í nýtingu og að minnka það sem er hent. Við getum þakkað kvótakerfinu það að stærstum hluta. Það er vissulega umdeilt að kvótinn safnaðist á færri hendur en þegar litið er á fjármálahliðina þá skilaði það meiri hagnaði og mun meiri hagræðingu í greininni. Frá bæjardyrum MD véla séð er fyrirkomulagið í dag skynsamlegra. Nú hafa skip t.d viðhaldsáætlanir og þau sigla ekki þar til eitthvað bilar og þau verða stopp. Fjámálin hafa líka einfaldast, nú er ekki mikið af litlum útgerðum sem berjast í bökkunum heldur eru þetta stór og vel rekin fyrirtæki. Kvótakerfið hefur líka bætt nýtingu fiskstofnana og við göngum ekki lengur á þá. Auðvitað eru aldrei allir sammála um hvort þetta sé rétta leiðin en þetta er betra en það var, það er ekki spurning.“ Laila segir að þessir hlutir gleymist oftast í umræðunni um sjávarútveg og að sér finnist umræðan snúast um kvótakóngana og hversu mikið þeir græði. Það gleymist hversu miklu sjávarútvegur skili til þjóðfélagsins, ekki bara í sköttum heldur með beinum og óbeinum störfum tengdum sjávarútvegi. „Það er gífurlega hátt hlutfall starfa sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt, hvort sem það eru rafvirkjar, forritarar eða sölumenn, og þetta skilar sér til þjóðfélagsins. Fólk horfir hins vegar ekki á stóru myndina og umræðan er oft ósanngjörn og einhliða. Það er svo mikil neikvæðni í þjóðfélaginu en maður sér þetta öðrum augum eftir að maður kemur inn fyrir og fer að kynnast þessu sjálfur.“
MITSUBISHI OUTLANDER
TILFINNINGIN ER ÓLÝSANLEG ÞAR TIL ÞÚ PRÓFAR
Mitsubishi Outlander hefur fengið frábærar viðtökur. Betur búinn fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll er vandfundinn og ekki skemmir verðið fyrir. Komdu í reynsluakstur og fáðu tilfinninguna sem svo erfitt er að lýsa – jafnvel eftir að þú prófar. Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá:
5.390.000 kr. FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
9
Forstjóri hjá Lýsi
„Stöndum fremst meðal jafningja“ Sigrún Erna Gerisdóttir
K
atrín Pétursdóttir er einn af eigendum Lýsis og hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá 1999. Lýsi er fjölskyldufyrirtæki en það var stofnað af afa Katrínar árið 1938 og er hún þriðji ættliðurinn sem stýrir því. Á yngri árum vann hún hjá Lýsi í öllum sínum fríum og því var hún flestum hnútum kunnug þegar hún fór að stýra fyrirtækinu eftir að hafa öðlast góða reynslu annars staðar. „Það má segja að það hafi legið beint við að kaupa það sínum tíma. Þá tók við mikil endurbygging að í rauninni má segja að Lýsi hafi verið endurskapað. Það hefur verið mikið ævintýri að taka þátt í því.“ Katrín segir að hún hafi snemma farið að hafa áhuga á atvinnurekstri, og þá sérstaklega framleiðslu, og að sjávarútvegurinn sé sér einkar kær. „Íslenskur sjávarútvegur er einn sá besti í heimnum og allavega sá best rekni. Hann stendur langfremst tæknilega séð og hér hefur orðið gríðarleg þróun í vinnslu og tækni enda líta aðrar þjóðir til okkar í þessum efnum.“ Menn megi heldur ekki gleyma því að íslenskur sjávarútvegur sé fremstur meðal jafningja varðandi fullnýtingu á því hráefni sem sjórinn gefi okkur og það sé því afar leiðinlegt að lítið sé tekið eftir því hvað hér sé verið að gera framúrskarandi hluti. Konur geta komið sér áfram hjálparlaust Katrín segir að sér semji afskaplega vel við þá karlmenn sem hún vinni með og eigi samskipti við gegnum vinnuna, ekkert síður en við kvenfólkið. „Ég kýs frekar að líta á persónurnar og meta þær út frá eigin verðleikum frekar en hvers kyns þær eru. Af sömu ástæðum er ég á móti kynjakvóta stjórna og sé ekki hvernig hann getur verið annað en til minnkunar fyrir kvenfólk. Erum við svona lélegar að það þurfi að setja kvóta fyrir okkur? Ég held ekki og ég hef ekki áhuga á að taka þátt í því,“ segir Katrín. Hún segir að í greininni sé nú þegar mikill fjöldi flottra kvenna sem sé að láta til sín taka, t.d í sölu- og markaðsmálum og í aukaafurðum þar sem nýjungar séu sífellt að koma fram, og þeim fjölgi stöðugt. Að sínu mati eigi þessi þróun eftir að halda áfram hjálparlaust. Hún segist aldrei hafa orðið vör við það hérlendis að fólki setja það eitthvað fyrir sig að hún sé kona en þetta geti stundum orðið afkáralegt þegar átt eru viðskipti við t.d Mið-Austurlönd eða
10
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis
Indlandi. Þeir séu ekki komnir jafn framarlega og við í jafnréttismálum og þau samskipti geti orðið kauðsleg. Ef þeir hafi hins vegar ekki áhuga á frekari samskiptum við hana hafi hún heldur ekki áhuga á því.. Megum ekki skerða samkeppnishæfnina Katrín segist vara við því að íslenskum sjávarútvegi sé mismunað með því að leggja á hann ofurgjaldtökur sem skerði samkeppnishæfni hans á erlendum mörkuðum þar sem samkeppni við sjávarútveg annarra þjóða sé hörð. Í dag takist okkur iðulega að fá
hærra verð fyrir okkar vöru en keppinautarnir og þetta skili þjóðinni arði. Þetta gæti hins vegar breyst ef of háar gjaldtökur verða lagðar á greinina. „Þjóðin er að græða á sjávarútvegi en fiskurinn sjálfur öðlast ekki verðmæti fyrr en hann er kominn upp á land og til þess að sækja hann þarf bæði tækni og fjárfestingu. Hérlendis nýta menn fiskinn fádæma vel því menn bera meiri virðingu fyrir hráefninu en annars staðar og hafa meiri trú á að hægt sé að skapa úr því meiri verðmæti en gert hefur verið. Þessi óbilandi trú okkar á endalausa möguleika skilar okkur sífellt meiru og meiru og mér finnst erfitt að átta mig á af hverju fólk er ekki upprifið yfir þessari frábæru atvinnugrein. Fyrirtæki eins og Marel og Skaginn eru að selja lausnir sínar út um allan heim og þessi fyrirtæki hefðu ekki orðið til ef ekki hefði verið fyrir gríðarlega sterka samvinnu milli þeirra og sjávarútvegsfyrirtækja sem eru sífellt að leita lausna til þess að nýta hráefnið enn betur. Þetta er alveg frábært og þessu þarf að halda meira á lofti. Við þurfum að hvetja fólk til áframhaldandi góðra verka.“
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Í stjórn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði
„Við þurfum að gæta að fjöregginu“ Sigrún Erna Gerisdóttir
B
erglind Agnarsdóttir hefur setið í stjórn Loðnuvinnslunnar í þrjú ár, önnur tveggja kvenna. Við spurðum Berglindi um forsöguna. „Ég hef alltaf haft áhuga á sjávarútvegi enda hefur hann alltaf verið partur af mínu lífi. Að alast upp í svona plássi eins og Fáskrúðsfirði þar sem allt gengur út á fisk og feður og bræður eru á sjónum meðan konurnar eru í frystihúsinu hefur þau áhrif. Ég vann þar sjálf á uppvaxtarárunum og mig langaði til þess að starfa í greininni og hafa áhrif á hana. Þetta er fjöreggið okkar og við þurfum að gæta að því. Á aðalfundi Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga fyrir þremur árum bauð ég mig fram í stjórn og hlaut kosningu. Kaupfélagið á u.þ.b 85% í Loðnuvinnslunni og með því að fara í stjórn kaupfélagsins fór ég líka í stjórn Loðnuvinnslunnar.“ Berglind segir það rétt að þetta sé að einhverju leyti karllægur heimur en það skapist meira af vana að sínu mati en vanvirðingu við kvenþjóðina. „Við erum tvær í stjórninni og karlarnir þrír. Stundum komum við með önnur sjónarmið en þeir og þau eru tekin fullgild. Menn og konur líta ekki alveg sömu augum á hlutina og því er nauðsynlegt að hafa þetta blandað.“ Grunnur að vel reknu fyrirtæki Berglind segir að það hafi verið lærdómsferli að setjast í stjórnina. „Ég var mjög meðvituð um ábyrgðina sem hvílir á manni; að ákvarðanir manns skipta fólk máli og að maður er með óhemjumikla fjármuni sem eru eign samfélagsins. Í byrjun var maður því mikið að lesa, spá og spekúlera en samstarfsfólkið er óskaplega elskulegt og viljugt að leiðbeina.“ Berglind sem er leikskólakennari segir að það hafi skipt miklu að hún hafði mikla reynslu af setu í stjórnum félagssamtaka. Þótt ábyrgðin og fjármunirnir hafi verið umtalsvert minni hafi það verið góður undirbúningur. Berglind segist hvetja konur til þess að sækja fram á þessu sviði sem öðrum og segist t.d vera hlynnt kynjakvóta stjórna. „Stundum þarf bara að fara þá leið. Það er svo mikilvægt að við konur séum líka í stjórnum sjávarútvegsfyrirtækja þar sem þetta hefur verið mjög lagskipt hingað til, konur voru í lægst launuðu störfunum meðan
12
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
karlarnir voru á stóru skipunum með miklar tekjur. Við þurfum að láta í okkur heyra og við konur höfum samkennd með öðrum konum og tökum vonandi frekar upp hanskann fyrir þær í alls kyns baráttu. Staðreyndin er sú að konur og
karlar hafa á stundum mismunandi áherslur og ólíkar skoðanir sem byggist á reynsluheimi þeirra sem konur og karlar, og þegar þetta tvinnast saman aukast líkurnar á því að þetta verði gott og vel rekið fyrirtæki
Alhliða þjónusta í sjávarútvegi Við höfum allt frá upphafi haft það að markmiði að sinna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja hratt og örugglega í sátt við umhverfið. Skipaþjónusta Skeljungs veitir alhliða þjónustu í sjávarútvegi, útgerð og vinnslu til viðskiptavina félagsins. Við leggjum ríka áherslu á fyrirtaks þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein og munum halda því áfram um ókomin ár. Brandenburg | sía
Skeljungur — fyrir þá sem ferðast og framkvæma
Skeljungur hf.
| Borgartún 26 | 105 Reykjavík | 444 3000 | skeljungur@skeljungur.is | skeljungur.is
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
13
Skemmtiferðaskip eru reglubundnir gestir hjá Faxaflóahöfnum
Markaðs- og gæðastjóri hjá Faxaflóahöfnum
Að mæta spennt í vinnuna á hverjum degi, það eru forréttindi ! Sigrún Erna Gerisdóttir
E
rna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri hjá Faxaflóahöfnum, hefur gegnt því starfi frá byrjun árs 2016. Þar að auki gegnir hún starfi varaformanns Cruise Iceland. Erna tók við starfi af Ágústi Ágústssyni fyrrum markaðstjóra, Faxaflóahafna, sem starfað hafði fyrir fyrirtækið í 25 ár. „Ég hafði unnið fyrir tvö flott og virt fyrirtæki, þ.e. tæknideild Air Atlanta og gæðadeild Actavis. Því má í rauninni segja að ég hafi haft litla sem enga þekkingu á sjávarútvegi annað en það sem ég hafði lesið mér til um í fjölmiðlum. Umhverfið er alveg nýtt fyrir mér, krefjandi en um leið virkilega spennandi.“ Erna segist hafa ákveðið að taka u-beygju og skipta alveg um starfsumhverfi, rétt eins og hún gerði þegar hún fór úr flugbransanum yfir í lyfjabransann. Það er svo gaman að læra eitthvað nýtt og sjá
að það sem maður hefur fram að færa úr eigin reynslubanka getur komið öðrum að notkun, það er góð tilfinning. Með því að stíga út fyrir þægindahringinn, þá ertu um leið að víkka þinn eigin sjóndeildarhring. Þú ferð að sjá hlutina út frá mismunandi sjónarhornum. Margir spyrja Ernu hvernig það sé að vera komin í jafn karlmannlegt umhverfi og hafnirnar séu og segist hún svara því þannig að hún hafi komið inn í starfið með það hugarfar að allir væru jafningjar. Erna hefur meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskóla Reykjavíkur og segir námið hafa undirbúið sig vel fyrir starfið þar sem í náminu sé lögð mikil áhersla á mikilvægi samskipta. „Það er enginn öðrum æðri. Það skiptir svo gríðarlega miklu máli að hlusta á fólk og fá það til að vinna saman að þeim markmiðum sem fyrirtækið hefur sett sér. Að sjálfsögðu geta alltaf komið upp einhver ágreiningsmál, en þá er að kryfja þau og finna lausnir þannig að allir aðilar séu sem sáttastir við niðurstöðuna
Konur hafa oft annan vinkil Erna segist vera farin að skoða útvegsmál meira í dag en hún gerði áður og fylgist t.d með aflatölum og sveiflum milli ára. „Annars hefur mikill tími farið í að kynnast umhverfinu og mismunandi gerðum skipa, hvort sem
14
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Helga María
Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri hjá Faxaflóahöfnum það eru varðskip, fiskiskip, flutningaskip, skemmtiferðaskip eða eitthvað annað. Höfnin iði einfaldlega að lífi þessa stundina og því í mörg horn að líta. Þetta er gríðarlega fjölbreytt starf og án þess að gera lítið úr því sem ég var að gera áður þá er þetta með því skemmtilegra sem ég hafi gert. Ég mæti spennt í vinnuna á hverjum degi!“ Því hvet ég konur, jafn sem karla, að sækja um starf í sjávarútvegi. Erna er önnur konan af tveimur í níu manna stjórnendahópi Faxaflóahafna og hún segir að sín tilfinning sé að raddir þeirra séu jafnvel sterkari en ella vegna þess að þær eru ekki fleiri. „Karlarnir vilja fá að heyra okkar sjónarhorn á hlutina því stundum hafa konur aðra sýn. Ég hef t.d bryddað upp á því að velja einhverja starfsmenn að hafnarhófi til þess að koma með mér um borð
í skemmtiferðaskip, þegar þau eru að koma í fyrsta sinn til Reykjavíkur. Þá er alltaf haldin smá athöfn um borð í skemmtiferðaskipinu, þar sem skipstjóri og Faxaflóahafnir, skiptast á skjöldum. Þetta er gömul hefð sem við höldum í og vert er að geyma. Flestir sitja við skrifborð allan daginn en öllum finnst gaman að tilbreytingu og þessu hefur verið mjög vel tekið af samstarfsfélögum.“ Erna segir að góð samskipti og liðsheild skipti miklu máli á vinnustað. Meistararitgerð sín hafi einmitt fjallað um íslenska landsliðið í fótbolta og stjórnunarstíl Lars og Heimis, þ.e. hvernig verkefnastjórar gætu nýtt sér hann og mætti yfirfæra hann á fyrirtæki. „Kjarninn í meistararitgerðinni er að lykillinn að góðri liðsheild eru samskipti númer 1, 2 og 3; þ.e. gagnkvæm virðing, opin umræða og vera lausnamiðaður.“ Ritgerðin sem Erna vann í samvinnu við annan nemanda í MPM meistaranámi sínu, Önnu Sigríði Vilhelmsdóttir, vakti athygli og fóru þær stöllur meðal annars til Panama og héldu þar fyrirlestur um efni hennar. Þar að auki hafa þær verið með fyrirlestur víðsvegar hérlendis um málefnið, m.a. fyrir stjórnvísi. Þá hefur grein eftir þær birst í ritrýndu erlendu tímariti; Procedia - Social and Behavioral Sciences. „Það er reyndar skemmtilegt að segja frá því að Anna Sigríður sem skrifaði ritgerðina með mér fór að vinna á Fiskistofu þannig að við fórum báðar í sjávarútveginn!“.
Dráttarbáturinn Magni
Við smábátahöfnina í Reykjavík
Það iðar allt af lífi hjá Faxaflóahöfnum
Sólin skín á smábátahöfnina í Reykjavík
FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur
Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita
» Sjálfvirk kassamötun
» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt
» Frábær hráefnismeðh.
Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is
Guðrún á lyftara Fiskmarkaðs Siglufjarðar. Meðð enn á myndinni er Guðni Gestsson. Ljósmynd Steingrímur Kristinsson.
Guðrún Hauksdóttir, Fiskmarkaði Siglufjarðar
Ætlaði aldrei að koma nálægt þessu helvíti aftur Haraldur Bjarnason
G
uðrún Hauksdóttir er borinn og barnfæddur Siglfirðingur. Hún segist raunar Siglfirðingur í húð og hár. „Ég kem úr stórum systkinahópi, við erum sjö samtals. Ég er þriðja í röðinni. Ég ólst upp í sjávarútvegsumhverfi. Faðir minn Haukur Jónsson skipstjóri, var með útgerð ásamt fiskverkun. Ég var ca 10 ára þegar ég fékk að byrja vinna í saltfiski og hengja upp skreið. Þetta fannst mér mjög spennandi. Ég átti ekki
16
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
langa skólagöngu, kláraði grunnskólann, fór í framhaldsskóla, en hætti þegar ég var hálfnuð og fór þá að vinna. Ég hef verið síðustu fimm árin verið að dunda mér í fjarnámi með vinnunni, svona að læra það sem ég nenni,“ segir Guðrún sem annars hefur í nógu að snúast sem starfsmaður Fiskmarkaðs Siglufjarðar. Þar segist hún almennur starfsmaður. „Ég fer í öll störf. Skiptir þá engu hvort það er að fara á lyftara út á bryggju að landa, ganga frá fiski í sölu, afgreiða fisk í flutningabíla, reikna út laun, landa úr skipi, eða hvað sem er.“
Sló til í slægingu Guðrún segist hafa byrjað að vinna hjá fiskmarkaðinum eftir að einn af eigendunum, Steigrímur Óli Hákonarson, hefði beðið hana einn daginn að kom í slægingu því hann vantaði fólk daginn eftir. „Þetta var í maí 2005 og það voru ekki nema tveir fastráðnir starfsmenn á markaðinum þá. Ég mætti daginn eftir að Steingrímur talaði við mig og slægði steinbít frá klukkan átta um morguninn til klukkan tíu um kvöldið ásamt einum öðrum. Eftir þennan dag lofaði ég sjálfri mér að nálægt þessu helvíti kæmi ég aldrei aftur en ég er nú samt hérna ennþá ellefu árum seinna,“ segir hún og hlær. Gaman að taka þátt í uppbyggingu markaðarins Fiskmarkaður Siglufjarðar hefur vaxið mjög hratt eftir að hann var stofnaður fyrir tólf árum. Guðrún hefur því starfað hjá markaðnum nánast frá upphafi og segir að nú komi skip alls staðar að af landinu til löndunar hjá þeim enda séu allir boðnir velkomnir. „Verkefnin eru fjölbreyttari núna en var í upphafi þegar ég byrjaði. Fyrstu árin sem ég starfaði hér var meira um dagróðrabáta en fyrir um fjórum árum fór Fiskmarkaðurinn að bjóða upp á löndunarþjónustu, og síðustu ár hefur það verið stór hluti í þjónustunni hjá okkur samhliða
Landað á Siglufirði úr línuveiðurum frá Grindavík. Ljósmynd Haraldur Bjarnason
dagróðrabátum. Það er búið að vera krefjandi en gaman að fá að taka þátt í uppbyggingu á fyrirtæki eins og fiskmarkaði Siglufjarðar.“ Stundum forréttindi að vera kona Fiskmarkaðir og vinna tengd löndunum er að stórum hluta karlaheimur en Guðrún segist ekki finna svo mikið fyrir því að vera kona í þeim karlaheimi. „Þetta er bara gaman í flestum tilfellum. Stundum geta það líka verið ákveðin forréttindi að vera kona. Það er bara þannig að ég get ekki gert allt sem strákarnir geta, en ég get líka eitthvað sem þeir ekki geta. Þannig virkar það nú bara. Ég hef ekki nákvæmlega tölu á því hve margar konur starfa hjá fiskmörkuðum landsins en ég veit að það starfa tvær konur á Reiknistofu fiskmarkaðana og örugglega má finna kvenmenn víðar.“
Guðrún með einn vænan úr strandveiðinni.
stjórnast mikið af því hve margir koma inn til löndunar þann dagnn og hvenær þeir koma í land. Hér áður fyrr voru dagarnir mjög langir, við vorum ekkert að kippa okkur upp við það að þurfa að vinna til 22:00 – 23:00 á kvöldin frá kl 08:00 að morgni. Í dag er þetta algjör hátið, því yfirleitt er ég komin heim fyrir klukkan átta á kvöldin.“ Hún segist ekkert geta sagt um hvort störfin hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar séu framtíðarstörf sín. „Þegar stórt er spurt verður fátt um svör,“ segir Guðrún Hauksdóttir starfsmaður Fiskmarkaðs Siglufjarðar.
Langir vinnudagar Vinnan á Fiskmarkaði Siglufjarðar hefst yfirleitt klukkan átta að morgni. „Stundum byrjum við fyrr ef það er mikil keyrsla framundan. Það er engin rútína í gangi hér þó handtökin séu oft þau sömu. Vinnudagurinn minn Starfsfólk Fiskmarkaðarins mrð stórþorska sem komu á land í lok strandveiðitímabilsins en Guðrún segir að þá hafi komið mikið af þorski sem var 8+ kíló. F.v. Óðinn Freyr, Steingrímur Óli frkstj., Guðrún, Hákon Orri og Guðni Brynjar sem var sumarstarfsmaður. Ljósmynd Guðmundur Gauti Sveinsson.
SJÁVARAFL XL SEPEMBER 2016 SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800 / SMÁRALIND 5650304
Margrét Rist innkaupastjóri Nortek
Haraldur Bjarnason
M
argrét Rist er aðaleigandi öryggistæknifyrirtækisins Nortek ásamt eiginmanni sínum Björgvin Tómassyni. Nortek fagnar um þessa mundir 20 ára afmæli en fyrirtækið var stofnað á Akureyri en setti stuttu síðar á stofn útibú í Reykjavík og er nú starfrækt á báðum stöðum. „Ég hóf störf hjá Nortek fyrir tíu árum síðan, í september 2006 og starfa á skrifstofunum á Eirhöfða 18 í Reykjavík sem innkaupastjóri, sé um inn- og útflutninginn ásamt lagerstjórn,“ segir Margrét þegar rætt er við hana. Hún segir þrjár konur starfa hjá Nortek sem þýði að hlutur kvenna í störfum þar sé einn á móti sjö hlutum karla. „Ég myndi ekki segja að störfin okkar þriggja séu dæmigerð kvennastörf, þau geta verið unnin hvort sem er af konum eða körlum. Sem dæmi má nefna eru bæði skrifstofustjórinn og tækniteiknarinn hjá okkur konur og tóku við störfum sínum af karlmanni, ásamt því að ég tók við af karlmanni sem innkaupastjóri á sínum tíma.“ Mikið að gera vegna nýrra skipa Öryggisbúnaður hvers konar er sérsvið Norteks og ekki síst um borð í bátum og skipum. Margrét segir útgerðir í landinu stóra viðskiptavini. „Við viljum skilgreina okkur sem öryggistæknifyrirtæki, þar sem við þjónustum sjávarútveginn með góðum tæknilausnum ásamt framúrskarandi tæknimönnum. Við áætlum að um 40% af veltu fyrirtækisins í ár sé vegna viðskipta við útgerðirnar og fiskvinnslurnar í landinu. Helstu vörurnar eru brunaviðvörunarkerfi, slökkvikerfi, upplýsingakerfi, skipsviðvörunarkerfi og myndavélakerfi, svo eitthvað sé nefnt.“ Hún segir jafnt stórar útgerðir sem smáar í hópi viðskiptavina auk margar fiskvinnslufyrirtækja. Þó hafi stóru útgerðirnar sett mikinn svip á verkefni starfsmanna Norteks síðasta árið. „Já
18
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
það hafa verið mikil umsvif síðastliðið ár í sölu og flutningi á öryggiskerfum í nýsmíðar frystiog ísfisktogara í Tyrklandi. Þar eru Samherji, ÚA, FISK Seafood og HB Grandi að láta smíða samtals 7 skip og við seljum öryggiskerfi í þau svo sem brunaviðvörunarkerfi, slökkvikerfi í vélarrúm, skipsviðvörunarkerfi, myndavélakefi, orkustjórnunarkerfi og háfakerfi í eldhús. Einnig seljum við í þessi skip varaaflkerfi, skjákerfi í brú og gagnaver með kælingu,“ segir Margrét og bætti við að í minni skipum og bátum séu einnig flest þau kerfi sem finnist í stóru skipunum.
Útgáfurnar á kerfunum séu bara minni. Akureyringur með reynslu úr sjávarútveginum Margrét er Akureyringur og útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1989. Hún starfaði hjá Samherja á Akureyri í 16 ár frá 1990 til 2005. „Á þeim tima kynntist ég mörgum hliðum sjávarútvegsins og fiskvinnslunnar. Ég byrjaði svo að starfa hjá Nortek 2006 en á árunum 2007 og 2008 var ég í diplomanámi við Endumenntun Háskóla Íslands í rekstrar- og viðskiptafræði.“ Margrét og Björgvin Tómasson, eiginmaður hennar og framkvæmdastjóri Nortek, eiga tvo syni sem eru 10 ára og 6 ára en fyrir átti Margrét dóttur sem er 28 ára.
Alltaf nóg að gera og spennandi verkefni Ekki er við öðru að búast en Margrét sjái fram á að framtíð sín verði hjá eigin fyrirtæki, Nortek. „Nei það er rétt. Við hjónin erum aðaleigendur fyrirtækisins og vinnum bæði hjá því Við erum að vísu ekki að starfa í sama húsinu þannig að við erum ekki saman allan daginn, alla daga en umræðuefni okkar eftir vinnu er oft vinnan, það verður að viðurkennast, en er bara gaman.“ Hún segir nóg að gera og alltaf einhver spennandi verkefni að takast á við. „Ég get nefnt samskiptin og alla flutningana á vörum til Tyrklands undanfarið ár sem dæmi. Svo finnst mér þetta einnig skemmtilegur vettvangur og gaman að vinna með og umgangast þetta hæfileikaríka fólk sem vinnur með okkur.“ Fagna m.a. tvítugsafmæli á sjávarútvegssýningu Sem fyrr sagði er Nortek tuttugu ára um þessar mundir og meðal þess sem gert er í tilefni afmælisins er að fyrirtækið tekur á myndarlegan þátt í sjávarútvegssýningunni. „Við erum með veglegan bás á sjávarútvegssýningunni (B-13), ásamt dótturfyrirtækinu Nordata. Með okkur verða einnig margir af okkar helstu birgjum og við teljum þetta vera mjög góðan vettvang fyrir gesti til að geta hitt alla þessa birgja á einum stað. Við vonumst til að sjá sem flesta,“ sagði Margrét Rist, innkaupastjóri Nortek og annar aðaleigenda fyrirtækjanna.
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Eigandi og forstjóri Vélfags ehf.
Það eru allir að keppa að sama marki Sigrún Erna Gerisdóttir
Ó
löf Ýr Lárusdóttir er forstjóri hjá iðntæknifyrirtækinu Vélfagi sem hún á ásamt manni sínum, Bjarma Arnfjörð Sigurgarðarssyni. Fyrirtækið er 21 árs og hefur starfað óslitið þann tíma. Í dag vinna milli 11 og 13 manns hjá fyrirtækinu sem er með starfsstöðvar á Ólafsfirði og Akureyri. ,,Í raun byrjaði þetta allt fyrir tilviljun!” segir Ólöf sem er fædd og uppalin í Reykjavík. ,,Við hjónin bjuggum þar fyrst en langaði að flytja út á land og fluttum til Ólafsfjarðar. Ég hafði verið verið þar sem unglingur og fjölskyldan mín var flutt norður.” Ólöf fór þá að vinna í frystihúsi og saltfiskvinnslu en Bjarmi sem hafði reynslu af sjó fékk vinnu á frystitogara sem Baader-maður. Á þessum tíma var frystitogarabyltingin að byrja og erlendar flökunarvélar sem voru notaðar í landi voru settar upp á skipunum líka. ,,Hann tók eftir að vélarnar þoldu þetta umhverfi mjög illa, þær tærðust, stillingar og nýting fóru þá forgörðum og viðhaldskostnaður var mjög mikill. Hann fór þá að prófa sig áfram að smíða í þær endingarbetri íhluti og þróa ýmsar lausnir sem juku nýtingu og spöruðu tíma í stillingum og þrifum.” Bjarmi sótti í vélaþekkingu sína sem bifreiðasmiður, en hann hafði smíðað bæði rallýog torfærubíla. ,,Þetta gekk ágætlega og spurðist út um flotann þannig að þegar hann fór í land ákveðum við að stofna fyrirtæki í kringum þetta. Ég sá um reksturinn meðfram öðrum störfum og námi.” Boltinn var farinn að rúlla og á ákveðnum tímapunkti var ákveðið að smíða vél frá grunni og var fyrsta íslenska flökunarvélin útkoman. „Að því er við best vitum var þetta líka fyrsta bolfiskflökunarvélin úr ryðfríu stáli sem kom á markað í heiminum. Núna framleiðum við breiða línu af fiskvinnsluvélum og nánast allir hlutir í vélarnar eru framleiddir hjá okkur á Ólafsfirði eða í fyrirtækjum á Norðurlandi og annars staðar á Íslandi. “ Viljum ekki stækka of hratt ,,Við byrjuðum í einu horninu í gamla hraðfrystihúsinu en fluttum síðar í hús sem áður var netaverkstæði. Núna er aðalstarfsemin í björtu og rúmgóðu 600 m2 húsi á Ólafsfirði sem upphaflega var saltfiskvinnsla. Mér finnst þetta sýna vel þróunina í íslenskum sjávarútvegi. Í stað saltfiskvinnslu er komið glæsilegt hátækni iðnfyrirtæki, sprottið upp af þekkingu og reynslu í sjávarútveginum hér og iðn- og tækniþekkingu á svæðinu” segir Ólöf. Fyrirtækið hefur verið í stöðugum vexti frá því fiskvinnsluvélarnar komu á markað og var í fyrra boðið að taka þátt í Fljótustu 50 fyrirtækjalista Deloitte á Íslandi. Vélfag varð eitt af sex efstu fyrirtækjunum sem komust
20 12
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
þaðan inn á hinn eftirsótta FAST500 lista tæknifyrirtækja (Technology, Media and Telecommunication) í 28 löndum í Evrópu, Mið-Asíu og Afríku, sem eiga og þróa sínar eigin tæknilausnir og vaxið hafa hraðast í veltu á tímabilinu. Aðeins 10 % af öllum fyrirtækjunum sem komust inn á FAST500 listann voru úr “hardware” geiranum, þar á meðal Vélfag. Þrátt fyrir sívaxandi markaðhlutdeild bæði innanlands sem utan, segir Ólöf þennan árangur hafi komið þeim nokkuð í opna skjöldu. „Markmið okkar hefur aldrei verið að verða stærst, við viljum hins Ólöf Ýr Lárusdóttir er forstjóri hjá iðntæknifyrirtækinu Vélfag vegar vera best í því sem við gerum fagritum um sjávarútvegin, sem er grátlegt. “ og halda vel utan um núverandi Skortur sé á upplýstri og ábyrgri umræðu og og nýja viðskiptavini enda ábyrgðin mikil. Þeir minna þyrfti að vera af upphrópunum. ,,Fólk eru allir að vinna með viðkvæmar, verðmætar þarf að átta sig á að sjávarútvegur verður að skila sjávarútvegsauðlindir og þar gildir ekki að blása góðum hagnaði til þess að geta keypt þjónustu upp bólur sem springa með hvelli. Við erum og nýsköpun af íslenskum fyrirtækjum, rétt eins lítið fyrirtæki í litlum bæ, upptekin af því að og heimilin þurfa að eiga afgang til þess að veita eins góða þjónusta og við getum og þróa betrumbæta sínar aðstæður. Sjávarútvegurinn er og framleiða hágæða vélbúnað” Þessi árangur líka svo miklu meira en útgerð og kvóti, honum á alþjóðavísu er í þeirra augum einfaldlega tengjast þúsundir starfa og hundruðir fyrirtækja ávöxturinn af þeirri vinnu. Þau hafi hingað til og honum fylgir gríðarleg þróun, nýsköpun, einbeitt sér að bolfiskvinnslunni en segja að og þjóðhagslegur ábati. Það er vegna þess að sóknartækifærin séu í raun óteljandi fyrir fyrirtæki íslenskar útgerðir og vinnslur eru upp til hópa vel eins og Vélfag. Þrátt fyrir að þau hafi vísvitandi reknar og í harðri samkeppni á alþjóðamörkuðum flogið undir radarnum til að stækka ekki of hratt, með sínar afurðir. Þær þurfa því öflugt bakland þá hafi það kostað mikið átak, innri fjárfestingar, í ólíkum starfsgreinum hér heima til að vera í endurskipulagningu og vinnu að halda réttum áfram í fremstu röð,” segir Ólöf. Þessi tengdu kúrs við að gera fyrirtækið í stakk búið að anna fyrirtæki, eins og t.d þeirra, byggi afkomu sína á þessari eftirspurn. „Það verður ekki gert nema því að fjárfest sé í þjónustu þeirra og vörum og með því góða liði af fólki og fjölmörgum ólíkum þau viðskipti séu háð því að sjávarútvegurinn fyrirtækjum sem vinna með okkur.” skili hagnaði. ,,Við nýtum það fjármagn sem við fáum til þess að þróa áfram lausnir og tækni Stórkostlegir hlutir að gerast sem aftur skilar sér í meiri verðmætum frá Ólöf segir að sín tilfinning sé að allir í sjávarútvegi sjávarútveginum. Það eru allir í þessum geira að vinni hörðum höndum að því saman að skila hlúa að þessu fjöreggi þjóðarinnar í hafinu og sem mestum verðmætum. ,,Reyndar virðumst allir keppa að sama marki.“ við öll svo upptekin af því að vinna að við gefum okkur of sjaldan tíma til að njóta og láta vita hvað við erum í raun að gera stórkostlega hluti í þessum geira. Íslendingar eru mjög framarlega á alþjóðavísu í veiðum, vinnslu, nýtingu og framleiðslu sjávarafurða. Þegar við setjum upp okkar vélar í t.d. erlendum skipum er þar iðulega tæki og tól frá íslenskum framleiðendum sem mynda kjarnann í vinnslunni um borð. Íslensk þekking og tækni tengd íslenska sjávarútveginum er að breiðast sífellt meira og meira út á heimsvísu en það er nánast ekkert fjallað um það í íslenskum fjölmiðlum, fyrir utan í
ENNEMM / SÍA / NM73158
> Persónuleg og traust þjónusta um allan heim Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.
www.samskip.com
Saman náum við árangri
Freyja Önundardóttir formaður Félags kvenna í sjávarútvegi
Formaður Félags kvenna í sjávarútvegi
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson
„Við getum alltaf gert betur“ Sigrún Erna Gerisdóttir
F
reyja Önundardóttir er formaður Félags kvenna í sjávarútvegi, KIS, en félagið fagnar þriggja ára afmæli á þessu ári. „Við erum hátt í 200 konur í félaginu í dag og sífellt bætist í hópinn,“ segir Freyja. Hún segir að áhuginn á félaginu hafi í raun komið þeim á óvart. „Á kynningarfundinum var fullt hús og eftir því sem fleiri heyra af félaginu bætast fleiri konur við.“ Freyja segir að þörfin á félaginu hafi greinilega verið mikil og komi sífellt betur í ljós. „Eitt af okkar aðalmarkmiðum er að gera konur sýnilegri innan geirans. Konum hefur vissulega fjölgað í sjávarútvegi en við erum ekki enn komnar á þann stað sem við viljum vera á. Þetta er enn karllægur geiri.“ Almennt séð hallar t.d á hlut kvenna í fjölmiðlaumfjöllunum og er það frá því að vera um helmingur í dægurmálaútvarpi til 80/20 í fréttum. „Þegar verið er að fjalla um sjávarútveg held ég að hlutfallið sé jafnvel enn verra og þessu þarf að breyta. Við viljum hjálpa konum að stíga fram og sýna fólki að það eru konur þarna því oft áttar fólk sig ekki á því. Þær eru hins vegar sjaldan í efsta stjórnendastiginu en oftar í því öðru og þriðja.“ Fjölbreytt dagskrá Eitt af þeim skrefum sem félagið hefur tekið í þessu sjónarmiði er að halda námskeið um fjölmiðlaframkomu fyrir félagskonur sínar og segir Freyja að námskeiðið hafi verið vel sótt
22 12
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
og vakið mikla lukku. Sumar kvennanna ætli jafnframt á framhaldsnámskeið. Félagið stendur reglulega fyrir ýmis konar viðburðum og má nefna mánaðarlegar heimsóknir í fyrirtæki þar sem starfsemi þess er kynnt, sem og morgunkaffi í fyrirtæki þar sem spjallað er á léttum nótum um lífsins gagn og nauðsynjar. „Við erum líka með viðburði sem heita Sögur af sjó og landi sem fallið hafa vel í kramið. Þá fáum við tvo aðila sem hafa átt gott samstarf og þeir kynna það. Síðast fengum við Marel og Einhamar sem unnu að verkefni um rekjanleika og það var mjög áhugavert.“ Þá hittast félagskonur öðru hvoru óformlega á brugghúsinu Bryggjunni og tvisvar á ári er farið í dagsferðir um landið. „Nú í haust er áætlað að fara um Reykjanes og sl. haust var Eyjafjörður og Tröllaskagi heimsóttur en þá voru þetta reyndar tveir dagar.“ Markmið heimsóknanna sé bæði að kynna starfsemi á landsbyggðinni fyrir félagskonum og eins kynna félagið fyrir konum þar enda leggi félagið áherslu á að höfða til kvenna um allt land. Síðastliðið vor fór svo í gang viðamikil rannsókn á vegum KIS á stöðu kvenna í sjávarútvegi og er hún unnin af Credit Info og Rannsóknarsetri Háskólans á Akureyri. Reiknað er með að niðurstöður verði kynntar næsta vor og segir Freyja að fróðlegt verði að sjá niðurstöður hennar. „Það er svo mikilvægt að vita hvernig staðan er nákvæmlega í dag og byggja svo á henni. Við munum
vita nákvæmlega hvar konur eru að starfa í sjávarútvegi, af hverju þær eru í þessum stöðum og hverju þarf að breyta. Rannsóknin býður líka upp á að boltinn verði tekinn og þetta verði rannsakað meira.“ Gott tengslanet kvenna Oft hefur því verið haldið fram að konur séu konum verstar en Freyja segir að þetta sé ekkert annað en mýta. „Þetta hefur ekki verið okkar upplifun. Í félaginu er ótrúlega gefandi og sterkur hópur kvenna sem vilja hver annarri hið besta og vill sýna það í verki. Í gegnum félagið hafa þær myndað gott tengslanet sem þær nýta m.a til þess. Konur eru orðnar meira áberandi í geiranum undanfarin ár en við getum gert betur og við eigum að gera það, við þurfum að setja markið hátt, styðja hver við aðra og styrkja.“
1
2
5
4
6
3
Skólavörðustígur 3, Reykjavík Sími 551 0036 www.annamariadesign.is
7
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
23
Framkvæmdastjóri og eigandi Ópal Sjávarfangs ehf
„Maður stökk bara út í djúpu laugina“ Sigrún Erna Gerisdóttir
L
inda Hannesdóttir á matvælafyrirtækið Ópal Sjávarfang ásamt manni sínum, Birgi Sævari Jóhannssyni, og er hún jafnframt framkvæmdastjóri þess. Ópal Sjávarfang er fyrst og fremst reykhús og framleiðir það bæði reyktar og grafnar afurðir úr laxi og fleiri fisktegundum. Við spurðum Lindu hvernig stofnun fyrirtækisins hefði borið að? „Maðurinn minn var framkvæmdastjóri Nord Morue og seinna forstjóri SIF France í Frakklandi í alls fjórtán ár og þegar þeim tíma lauk langaði okkur til þess að stofna eigið fyrirtæki og það varð úr, árið 2005. Þegar við bjuggum úti töluðum við mikið saman á heimilinu um það sem var að gerast hjá fyrirtækinu svo mér fannst það strax áhugavert að stofna okkar eigið fyrirtæki.“ Ópal Sjávarfang var smátt í sniðum í fyrstu en hefur vaxið og dafnað hægt og rólega svo nú starfa þrettán manns hjá fyrirtækinu. Linda varð framkvæmdastjóri Ópal Sjávarfangs árið 2010 en eiginmaðurinn sér um reykhúsið og vinnsluna. „Maður stökk bara út í djúpu laugina, gerði það sem þurfti að gera og lærði í leiðinni. Ég fékk auðvitað góðan stuðning frá manninum mínum og hans þekkingu en þetta var bratt lærdómsferli.“ Linda segist vera mjög ánægð með að þau hafi tekið þá ákvörðun að stofna eigið fyrirtæki, þetta sé spennandi starf og gaman að vera sinn eigin herra.
Linda Hannesdóttir
Heitreyktur biti
Handsneiðing
24
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Síld Terrine
Þurrsaltaður Lax
Konur þurfa að hjálpast að Linda segist aldrei hafa fundið fyrir því í sínum samskiptum við viðskiptavini eða samstarfsfólk að einhver setji kyn hennar fyrir sig en ýmislegt geti haft áhrif á það. „Við kynntumst svo mörgum í Frakklandi þannig að við eigum gott tengslanet. Ég hef vissulega heyrt það frá ungum velmenntuðum konum að þær mæti reglulega fordómum og stundum leiðinlegri framkomu frá miðaldra karlmönnum í greininni sem eiga stundum erfitt með að umgangast þær á jafnréttisgrundvelli. Það er eins og sumir miðaldra karlar vilja helst vera í samskiptum við aðra karla.. Af því að ég er á svipuðum aldri og þeir snertir þetta mig ekki en það þyrfti að opna á þessa umræðu.“ Linda segir að margt hafi breyst til batnaðar í greininni hvað varðar kvennafjölda og að hún sé bjartsýn á að konum muni fjölga enn meir á næstu árum. Dóttir þeirra starfi sem markaðsstjóri Ópal Sjávarfangs og hún og samferðafólk hennar í náminu hafi verið mjög áhugasöm um sjávarútveginn. ,,Það þurfa allir að vera meðvitaðir um nauðsyn þess að hvetja konur áfram og að mínu mati er kynjakvótinn bráðnauðsynlegt tæki. Það er ekki tilviljun að það eru karlar í nánast öllum stjórnum. Á meðan að konur eru ekki að fá tækifæri til að komast í stjórnir, þarf kvóta. Konur þurfa að hjálpast að og vera duglegar að benda á aðrar konur. Konur eru yfirleitt varfærnari og oft með aðra sýn á hlutina en karlar, þess bætum við hvort annað upp og náum betri árangri saman,“ segir Linda að lokum.
Grálúða á rúgbrauði
rsf.is
Reiknistofa fiskmarkaða
Iðavellir 7 | 232 Reykjanesbær | rsf@rsf.is | Sími 420-2000
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
25
Eigandi og skrifstofustjóri hjá Einhamar Seafood
Byggðum þetta upp smátt og smátt Sigrún Erna Gerisdóttir
H
elena Sandra Antonsdóttir er annar af eigendum Einhamar Seafood í Grindavík en fyrirtækið stofnaði hún ásamt manni sínum árið 2003. Sandra ólst upp við veitingarekstur föður síns og fór að auki snemma að sjá um bókhald og laun fyrir útgerð Farsæls ehf. sem afi hennar átti. Síðar tók hún við pizzastað föður síns og stofnaði eigin bókhaldsstofu. Hún hafði því reynslu af sjálfstæðum rekstri og bókhaldsstörfum þegar maður hennar kom með þá hugmynd að söðla um og stofna útgerð. „Hann ólst upp í sjómennsku og útgerð og þetta var draumurinn.“ Í byrjun voru þau með einn sex tonna bát en í dag eru þetta orðnir tveir þrjátíu tonna bátar og sá þriðji er á leiðinni. Þau bættu líka fljótlega við sig vinnslu og núna starfa rúmlega sextíu manns hjá fyrirtækinu í heild. „Við höfum verið afskaplega heppin með starfsfólk og það er ekki síst því að þakka hvað þetta hefur gengið vel. Bátarnir tveir heita þeim skemmtilegu nöfnum
26
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Gísli Súrsson og Auður Vésteins. Fyrirtækið heitir eftir Einhamri í Geirþjófsfirði sem er kletturinn þar sem Gísli Súrsson átti sinn lokabardaga. Þannig að nöfnin á bátunum voru eðlilegt framhald. Þetta eru skemmtileg nöfn og oft er sagt að hjónin séu úti þegar bátarnir eru á sjó!“ Sandra segist aldrei hafa séð eftir því að hafa hellt sér út í reksturinn. „Ég hlakka alltaf til þess að fara í vinnuna á morgnana og hitta samstarfsfólkið. Við Alda, framkvæmdastjóri, vinnum vel saman og tíminn líður hratt.“ Gott að mynda tengslanet Sandra segist ekki hafa orðið vör við mismunun vegna kyns en útlendingum finnist þó stundum skrýtið að hún sé eigandi. „Flestir starfsmenn okkar eru útlendingar og þegar þeir byrja hjá okkur og heyra að ég sé annar eigandinn finnst þeim það voða skrýtið og eins að Alda, önnur kona, sé framkvæmdastjóri!“ Hún segist þó finna þegar hún fari t.d. á sjávarútvegsráðstefnur að þær
eru ekki margar konurnar í stjórnendastöðum. „Þar sér maður hvað þetta er mikið karlaveldi þótt margt hafi breyst. Maður finnur það t.d. hvað varðar klæðaburð að það er betra að klæða sig í buxur og vera svolítill töffari heldur en að mæta í sætum sumarkjól ef maður vill vera tekinn alvarlega.“ Sandra er í Félagi kvenna í sjávarútvegi, KIS, og segir félagið vera frábært framtak. „Þarna kynnist maður öðrum konum og stofnar tengslanet með þeim. Það hefur líka verið farið í ferðir og það var gaman að sjá hvað er verið að gera annars staðar. Maður tengdist líka betur fólkinu á þessum stöðum.“ Sandra segir að það sé sín tilfinning að konur sýni sjávarútvegi meiri áhuga í dag en áður og margt spili þar inn. „Háskólinn á Akureyri hefur t.d haft mikil áhrif hvað þetta varðar og ég held að meirihlutinnn á sjávarútvegsbrautinni séu konur. Í dag hefur greinin líka upp á svo miklu meira að bjóða konum en bara slorgallann og vinnsluna!“
SJÓNMÆLINGAR Í OPTICAL STUDIO
Nýr rafmagns Porsche!
Cayenne S E-Hybrid
Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna: Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 www.benni.is | www.porsche.is
Porsche hefur hlotið titilinn besta bílamerkið (Corporate Brand) í Evrópu í flokki sportbílaframleiðenda. Að baki því liggur sú frumkvöðlamenning sem er rótgróin hjá verkfræðingum Porsche. Á síðustu árum hefur þróun á Plug-In E-Hybrid vélum hjá Porsche vakið heimsathygli og lausnir þeirra skipað þeim í fremstu röð á þessu sviði. Nú hefur Cayenne S E-Hybrid, Platinum Edition, litið dagsins ljós í nýrri rafmagns útgáfu og ber hann orðstír Porsche fagurt vitni. Hann er bókstaflega hlaðinn búnaði og býðst á sérlega hagstæðu verði.
Opnunartími: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00
Ríkulegur staðalbúnaður: 8 gíra sjálfskipting með skiptingu í stýri, Porsche ferðahleðslustöð, leðurinnrétting, rafdrifin þægindasæti fyrir bílstjóra og farþega, hiti í framsætum, stillanleg fjöðrun (PASM ), Bi-Xenon ljós, 18“ álfelgur, fullkomið hljómkerfi með 10 hátölurum, tvöföld sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifinn afturhleri, skriðstillir (Cruise Control) o.m.fl.
Ofan á glæsilegan staðalbúnað Cayenne S E-Hybrid bætist við í Platinum útgáfunni: • 20” RS Spider Platinum felgur • Felgumiðjur með Porsche logo í lit • Upplýstir sílsalistar • Rafdrifin GTS sportsæti • Leðurinnrétting með Alcantara áklæði í miðju sæta • BOSE® 665 watta hljóðkerfi • Porsche merki greipt í höfuðpúða
Verð: 12.950 þús. kr.
• Sjálfvirk birtustilling spegla • Privacy glass (litað gler) • Skjár • PCM (Porsche Communication Management) • Leiðsögukerfi með Íslandskorti
• Porsche Connect Plus - Apple CarPlay™ - LTE símkerfi - Porsche Connect smáforrit • Samlitir brettakantar • Ytra birði með háglans svörtum útlitspakka
Stjórnarkona hjá Hampiðjunni
Áhugavert og lærdómsríkt að fá taka þátt Sigrún Erna Gerisdóttir
A
uður Kristín Árnadóttir situr í stjórn Hampiðjunnar og hefur gert það frá árinu 2012. „Þá hafði faðir minn, Árni Vilhjálmsson heitinn fyrrverandi prófessor og stjórnarformaður HB Granda, setið í stjórn félagsins í um 40 ár. Hann kom að máli við mig að höfðu samráði við stæstu hluthafana og spurði mig hvort ég hefði áhuga á að gefa kost á mér í stjórnina.“ Auður þekkti ágætlega til fyrirtækisins þar sem hún hafði unnið þar sem sumarstarfsmaður á háskólaárunum og skrifað BA ritgerð um sögu þess. Sér til ánægju komst hún að því að margt af fólkinu vann þarna enn, enda hefur Hampiðjunni haldist mjög vel á starfsfólki í gegnum tíðina. Hún segir að það hafi verið bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að koma inn í stjórnina. „Þarna voru menn sem
Auður Kristín Árnadóttir
höfðu setið mjög lengi saman í stjórninni og ég var bæði yngst og eina konan til að byrja með. Í byrjun glósaði ég mikið til að komast hraðar inn í hlutina, spurði, spjallaði og safnaði eins miklum upplýsingum og ég gat. Eins var mér mjög gagnlegt að ræða málefni félagsins við föður minn. Með mér í stjórn í dag er gott fólk með mikla reynslu og starfsfólk Hampiðjunnar er frábært. Reynsla alls þessa fólks af baráttu, brekkum og velgengni er löng og dýrmæt. Það tók svolítinn tíma að komast inn í reksturinn því Hampiðjan er flókið fyrirtæki, með starfsemi um allan heim og í stöðugum vexti. Það er alltaf að koma til ný tækni, nýjar kröfur og aðferðir og því er mikið lagt í þróun hjá fyrirtækinu. Þannig að þrátt fyrir að maður hafi ágæta yfirsýn á reksturinn finnst manni samt að maður viti allt of lítið“.
Technora yfirfléttaður kaðall.
30
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Gott samstarf innan stjórnarinnar Auður segir að sér finnist stjórnarsetan mjög áhugaverð. Stjórnin hefur reglulega fundi sem eru oftar en ekki langir, enda mikið af málum sem þarf að fara yfir. „Í dag erum við tvær konur í stjórninni eftir að Sigrún Þorleifsdóttir bættist við árið 2014 og svo eru þrír karlar; Vilhjálmur, Kristján og Guðmundur. Ég hef ekki upplifað þetta sem karlaklúbb og ég er ánægð með samstarfið í stjórninni. Það er gaman að fylgjast með hvað allt er á góðri leið og ég er tilbúin til að sitja í stjórninni áfram njóti ég trausts hluthafa félagsins“. Við spyrjum Auði hvað henni finnist um kynjakvótann. „Mér finnst þetta á ákveðinn hátt vera skrýtin lög í “prinsippinu” en ég hef skilning á ástæðu þeirra. Löggjafinn skoðaði þessi mál á sínum tíma og komst að þeirri niðurstöðu að þörf væri á kvótanum. Maður vonast samt eftir því að þetta ákvæði sé tímabundið og í framtíðinni þurfi löggjafinn ekki að segja fyrir um kynjahlutföll stjórnarmanna“. Finnst henni að sem kona komi hún inn með kvenlegan vinkil á hlutina? „Ég held að ég geri það ekkert endilega þó að eflaust geri aðrar konur það á sinn hátt á sínum vettvangi. Það er samt alltaf gott að hafa mismunandi sjónarmið til staðar og að fólk hafi reynslu úr ýmsum áttum í stjórnum fyrirtækja. Mér finnst þetta þó yfirleitt fara frekar eftir einstaklingum en kyni“.
DynIce Djúpsjávartaug
GuliPokinn
HampWorldWide Network
Möskvahnýting
Gloria Helix
DynIce Togtaugar10x7
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
31
Skip í slipp meðan á málningarvinnu stendur yfir
Eigandi og markaðs- og gæðastjóri hjá SérEfni
„Maður vill ekki gera neitt með hangandi hendi“
Árný Helga Reynisdóttir
Sigrún Erna Gerisdóttir
Á
rný Helga Reynisdóttir á málningarfyrirtækið SérEfni ehf. ásamt manni sínum, Ómari Gunnarssyni. Fyrirtækið stofnuðu þau fyrir 10 árum. „Maðurinn minn er efnaverkfræðingur og hafði unnið í fjölda ára við þróunarstörf, bæði hjá Slippfélaginu og Sjöfn – sem síðar varð HarpaSjöfn. Á þessum árum voru miklar sviptingar á málningarmarkaðinum. Við ákváðum því að stofna okkar eigið fyrirtæki og fengum umboð fyrir International skipa- og iðnaðarmálningu, sem hann þekkti vel.“ Hjónin bjuggu á Akureyri en fyrirtækið var fyrir sunnan og í átta ár fór Ómar á milli staða. Þá þótti þeim komið nóg og sagði Árný upp stöðu sinni sem framhaldsskólakennari og flutti suður með börnin. Þar fór hún að kenna aftur en nældi sér líka í meistaragráðu frá Háskóla Íslands. Fyrir tæpum tveimur árum ákvað hún svo að söðla um og hefja störf í fyrirtækinu. Hún sá fram á að geta nýtt sér reynslu sína af þýðingum og úr mannauðstjórnunarnámi. „Ég hugsaði með mér að nú gæti ég bara haft það notalegt eftir mikið álag í starfi og námi, og vinna kannski hálfan daginn. Þetta vatt hins vegar hratt upp á sig, verkefnum fjölgaði og ég vann alltaf meira og meira – enda vill maður ekki gera neitt með hangandi hendi. Ég byrjaði á því að þýða öll tækni- og öryggisblöðin sem fylgja málningarefnunum því hverju efni fylgja kannski 14 blaðsíður af alls kyns upplýsingum. Við erum með mörg hundruð efni, mest frá Nordsjö og International en einnig frá fleiri erlendum framleiðendum. Það var því nóg að gera og einhvern veginn fylgdu markaðsmálin svo í kjölfarið.“ Hún segir starfið skemmtilegt og það hafi líka sitt að segja að SérEfni sé hálfgert fjölskyldufyrirtæki. Yngri dóttirin og kærasti hennar vinni hjá þeim, eldri dóttirin hafi áður starfað þarna í mörg ár og sonurinn vinni í fyrirtækinu á sumrin.
32
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Sjávarútvegur er burðarásinn Stærstu viðskiptavinir SérEfnis eru útgerðarfyrirtæki og segir Árný að fyrirtækið selji flestöllum íslenskum útgerðum málningarefni, t.d. séu nánast allar íslenskar nýbyggingar fiskiskipa sem um þessar mundir eru í gangi erlendis með málningarkerfi frá SérEfni og eru verkefnin unnin í samvinnu við birgja fyrirtækisins. Sala hefur einnig aukist mikið vegna skipaverkefna innanlands. Árný bendir á að öflug ráðgjöf, þjónusta og eftirfylgni með verkefnum séu lykillinn að vaxandi viðskiptum við útgerðirnar. „Sjávarútvegur hefur í gegnum tíðina verið burðarás í okkar rekstri og á fyrstu árunum var hluturinn allt að 85% af sölunni.“ Hlutfallið hafi reyndar jafnast út síðastliðin tvö ár í kjölfar öflugrar markaðssetningar á húsamálningu, svo nú sé hægt að tala um jafnt veltuhlutfall milli skipa- og húsamálningar. Hún segir að stór hluti af veltu sé vegna þjónustu við erlend fyrirtæki sem eru undir stjórn Íslendinga. Svo sé SérEfni með færeyskan samstarfsaðila sem bæði notar og endurselur málninguna í Færeyjum. „Við höfum orðið víðtæka reynslu af viðhaldi skipa sem fiska allt frá köldu hafi við strendur Norður Evrópu suður til heitari sjóa við
vesturströnd Afríku. Við höfum byggt fyrirtækið upp af skynsemi, án skuldsetningar, og sigldum því á lygnum sjó gegnum hrunið. Nú höfum við því stækkað við okkur og erum komin í eigið húsnæði í Síðumúlanum.“ 12 ára í frystihúsinu Árný segist bera sterkar taugar til sjávarútvegs enda komi hún úr sjávarplássinu Hrísey. „Pabbi var sjómaður á róðrabáti og við krakkarnir fórum snemma að vinna með honum á sumrin. Þegar ég var 12 eða 13 ára fór ég að vinna í frystihúsinu og var þar öll sumur og frí. Fyrsta starfið var að bera níðþunga bakka til kvennanna í snyrtingunni með hinum krökkunum. Svo fór maður að snyrta sjálfur, pakka og frysta. Í kjölfarið kom vinna á vélunum, við löndun og útskipun. Maður var alinn upp við að dugnaður væri æðsta dyggðin og þeir örfáu sem völdu að vinna bara til fimm voru álitnir letingjar.“ Maður Árnýjar tengdist sjávarútvegi sömuleiðis snemma og fór að vinna sem kokkur á sjó þegar hann var 16 ára. Hann vann síðan árum saman sem háseti á frystitogurum meðfram námi. Árný segist fylgjast vel með kvótaumræðunni og því sem sé að gerast í íslenskum sjávarútvegi. „Mér finnst hins vegar oft áhugaverðast hvað mennirnir sem starfa í geiranum og koma hingað inn eru að segja. Þeir hafa sterkar skoðanir og eru ekkert endilega að skrifa greinar. Í pólitísku umræðuna vantar stundum mikilvæga búta í heildarmyndina og frá þeim fær maður annað sjónarhorn.“
Bátar við bryggju í Hrísey á 8.áratugnum
Barónsstíg 11 - 101 Reykjavík Borðapantanir: 551 9555 argentina.is
Lífið er til þess að njóta – veldu steik eins og steik á að bragðast
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
33
Unnið í karllægri veröld
– rætt við Fanney Björk Friðriksdóttur Fanney Björk Friðriksdóttir
F
anney Björk Friðriksdóttir er ungur Vopnfirðingur, nemandi í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og starfsmaður HB Granda hf. í heimabæ sínum. Þar hefur Fanney Björk stöðu vaktformanns með starfsstöð innan um framleiðslu- og verkstjóra og aðra vaktformenn félagsins. Er Fanney ein innan um karlana en segir það engu skipta, hún fellur vel að hópnum. HB Grandi er risavaxið fyrirtæki með 3 starfsstöðvar þar sem veiðar og vinnsla á botn- og uppsjávarfiski fer fram. Hjá fyrirtækinu eru unnin um 950 ársverk til sjós og lands. Á Vopnafirði vinna að jafnaði 50-60 manns. Hvernig kom það til að þú kaust að fara í sjávarútvegsfræði? „Við því er ekki einhlítt svar en þegar ég heyrði af þessu námi hafði ég strax áhuga á því. Eitthvað var ég farin að hugsa til framtíðar með möguleika á að búa hér á Vopnafirði – og þá möguleika á að afla mér ágætra tekna og lifa hér góðu lífi. Í ljósi þess að sjávarútvegur er stór þáttur í lífi og starfi Vopnfirðinga var valið frekar augljóst“. Þú horfðir þá til heimahaganna þegar þú kaust þér háskólanám?
34
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
„Ekki endilega en vildi hafa möguleika á því en þetta er afar praktískt nám og gefur möguleika á að vinna bæði hér og erlendis.“ Varst þú meðvituð um að úu stefndir í karllæga veröld – horft til Vopnafjarðar. „Já, ég gerðið það. Ég hafði þó heyrt að hér myndi aldrei kona geta unnið, mórallinn væri þesslegur! Annað hefur komið á daginn því mér var strax vel tekið og hef verið ein af strákunum þegar horft er til samskiptanna. Þeir hafa í öllu falli ekkert breytt samskiptunum, þeir hlífa mér ekkert og sami húmorinn og áður!“ - Ég hafði heyrt útundan mér að fólk hefði ekki trú á að kona myndi vinna þarna sem verkstjóri – en um leið en ég gaf kost á mér í starfið og sóttist eftir vinnu var því mjög vel tekið – maður verður
Magnús Már Þorvaldsson
að sækjast eftir því sem maður vill og standa með sjálfum sér. Hvert er þitt verksvið sem vaktformanns vinnandi hjá HB Granda? „Ég er að skipuleggja vaktirnar, fylgist með framleiðslunni og hverjir skila sér til vinnu. Iðulega þarf að gera breytingar á vaktatöflunni því alltaf er einhver sem ekki kemst til vinnu. Þessi þáttur leynir umtalsvert á sér og áreitið verulegt þegar mest er um að vera. Ótrúlegur tími fer í að pússla vöktum saman þegar mikið er að gera og einhverjar hreyfingar eru á starfsmönnum.“ „Á sumarvertíð eru yfir 100 manns að vinna hér og í upphafi vertíða fer mikill tími í að ræða við starfsmenn, skipuleggja vaktir, útskýra starfssvið hvers og eins, hvað ber að gera og ekki síður hvað ber að varast á innan um flókin tækin.“
- Í starfi mínu fæst ég í grófum dráttum við skipulagningu, áætlanagerð, eftirlit og stýringu. Við fylgjumst með allri framleiðslu og stjórnum því hvað er verið að gera í vinnslunni. Þess utan er skipulagning vaktanna.... Nú er unnið án vinnslustöðvunar, hvert er sjónarmið fólks til næturvakta? „Reynslan er sú að yngri fólkið, skólakrakkarnir hafa ekkert á móti næturvöktunum. Það er frekar eldra fólkið sem síður vill vinna um nætur – og þá sjálfsagt með hliðsjón af heimilinu. Krökkunum finnst ákveðin stemning á næturvöktunum, þær eru yfirleitt rólegri þótt alltaf sé vinnan sú sama.“
Vinnandi hjá stóru fyrirtæki, hvernig er umhverfið sem þú ert að vinna í? „HB Grandi er stórt fyrirtæki með um 950 starfsmenn á þremur starfsstöðum, á Akranesi, hér og Norðurgarði í Reykjavík. Ég er í góðum tengslum við starfsmannastjórann, yfirmann uppsjávarsviðs og forstjórann sem kemur hingað stundum. Tengslin eru minni við Akranes en þau góð við höfuðstöðvarnar. Starfsandinn er góður, hér er gott að vera – og í nánustu framtíð hið minnsta verð ég hér áfram. Það eru spennandi tímar framundan hjá HB Granda á Vopnafirði, bolfiskvinnsla fer brátt af stað og margt að gerast“.
Mætti vera frekar „við erum“ Að svo búnu þurfti vaktformaður að snúa að nýju til verka sinni enda í nógu að snúast á stórum vinnustað. -M
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
35
Fjármálastjóri hjá Völku
„Fjölbreytileikinn í sjávarútveginum kom á óvart“ Sigrún Erna Gerisdóttir
B
rynja Blomsterberg starfar sem fjármálastjóri hjá Völku og hefur gegnt því starfi í tæp þrjú ár. Áður var hún hjá Microsoft í sjö ár og meðan hún var í meistaranámi í Danmörku vann hún hjá Danfoss. „Áður en ég hóf að starfa hjá Völku var sjávarútvegur ekkert sérstakt áhugmál hjá mér,“ segir Brynja. „Ég hafði þó unnið sem unglingur í fiski líkt og margir Íslendingar en fréttir af sjávarútvegi eða kvóta var ekkert sem vakti áhuga hjá mér. Eftir að ég fór að vinna hérna fór mér hins vegar að þykja þetta rosalega spennandi. Nú les maður fréttir sem tengjast veiðum og fiski með allt öðru hugarfari og sýn!“ Brynja segir að það hafi komið sér rækilega á óvart hvað sjávarútvegur er fjölbreyttur. „Sjávarútvegur er orðinn að hátækniiðnaði og það er t.d gríðarlega mikið magn sem fer í gegnum vinnslukerfið.
Mynd frá samsetningu í framsleiðslusal Völku
36
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Það kom mér líka á óvart hvað það er mikið nýtt af fiskinum og hvað afurðirnar sem verið er að vinna úr hráefninu eru fjölbreyttar.“ Hún segir að starfið sé afar spennandi. „Við hjá Völku erum hátæknifyrirtæki og það er gaman að fylgjast með þessari byltingu sem hefur orðið í vinnslu og nýtingu hráefnisins. Fyrir ekki svo
löngu voru flökunarvélar bylting í fiskvinnslu, en bráðlega verða sennilega allir farnir að nota vatnsskurðarvélar. Ég tel reyndar að framtíðin beri í skauti sér að mannshöndin komi lítið sem ekkert nálægt ferlinu.“
Þess virði að kynna sjávarútveg betur Brynja segist að fólki þyki aldrei skrýtið að hún starfi hjá sjávarútvegsfyrirtæki, því finnist það þvert á móti afar spennandi. Sömuleiðis hafi hún aldrei orðið vör við neikvæðni frá karlmönnum í greininni. „Þetta er kannski karlaheimur en ég upplifi það ekki á neikvæðan hátt, allir sem ég hef kynnst umgangast hvern annan á jafningjagrundvelli.“ Hún segir að sín tilfinning sé annars sú að konur spái ekki mikið í það í dag hvað teljist karla- og kvennastörf. „Þær fylgja bara því sem þær hafa áhuga á, ótengt því hvort þær telja karla eiga þann heim eða ekki.“ Sér finnist þó að það mætti kynna sjávarútveg betur fyrir
Framleiðslulína Völku hjá Gjögri á Grenivík
ungu fólki sem geri sér ekki alltaf grein fyrir hvað hlutirnir hafa breyst mikið og hratt í þessum geira. „Það er orðið svo mikið af hátæknistörfum í kringum þessar vélar og það er þess virði að kynna það betur. Stór hluti af okkar starfsfólki er t.d háskólagengið fólk sem vinnur hér að hönnun og forritun.“ Brynja er meðlimur í Félagi kvenna í sjávarútvegi, KIS, og segir hún félagið hafa verið lyftistöng varðandi það að víkka út sjóndeildarhringinn. „Gegnum félagið hefur maður kynnst konum á ýmsum stöðum og ég held að félagið opni þennan heim líka betur fyrir konum almennt.“
Flak skorið í vatnskurðarvél
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
37
Elfa Hrönn Valdimarsdóttir
Hér er Optimar Kapp til húsa. Ljósmynd Haraldur Bjarnason.
Elfa við ísþykknivél af gerðinni Optime- ice BP120.
Starfaði lengst af við kennslu en vinnur nú í eigin fyrirtæki Haraldur Bjarnason
E
lfa Hrönn Valdimarsdóttir á og rekur fyrirtækið Optimar KAPP í Garðabæ ásamt manni sínum Frey Friðrikssyni. Þar starfar hún á skrifstofu en segist ekki vera með neinn sérstakan starfstitil end ekki mikið fyrir slíkt. „Ég sinni ýmsu þó að ég sé aðallega í bókhaldinu og sjái um launaútreikninga.“ Þrátt fyrir að hafa átt fyrirtækið með manni sínum frá upphafi segist Elfa ekki hafa byrjað að vinna þar strax. „Ég hef alla tíð fylgst með rekstri fyrirtækisins en ég byrjaði ekki að starfa hjá því fyrr en sumarið 2015, þegar við keyptum Optimar Ísland. Ég er menntaður kennari og starfaði við kennslu þangað til að við hjónin tókum þá ákvörðun að ég kæmi einnig að rekstrinum með beinum hætti. Samstarfið hefur gengið mjög vel og mér finnst virkilega gaman að vera inn í öllu núna.“ Byrjuðu með fyrirtæki fyrir 16 árum Þau hjónin byrjuðu snemma fyrirtækisrekstur. „Við byrjuðum strax að námi loknu í Danmörku árið 2000 þegar að við keyptum EGIL vélaverkstæði ehf. Í lok árs 2005 seldum við fyrirtækið til Norvik en við hjónin tókum þá ákvörðun eftir að sonur okkar veiktist og við þurftum bæði að sinna því verkefni. Að vísu sleit Freyr sig aldrei lausan úr rekstri Egils og var framkvæmdastjóri þess félags áfram. KAPP ehf stofnuðum við árið 2007 og fyrstu árin var KAPP eingöngu lítil heildsala. Árið 2012 seldi Norvik okkur aftur rekstur Egils vélaverkstæðis og til varð KAPP ehf véla-, kæli-
38
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
og renniverkstæði. Það var svo í byrjun árs í fyrra að Guðmundur Jón Matthíasson heitinn kom að máli við Frey vegna reksturs Optimar Islands ehf og úr varð að við ( KAPP ehf ) keyptum Optimar Islands ehf. Auðvitað hefur starfsemin breyst aðeins á síðustu árum þ.e.a.s. fyrirtækið hefur útvíkkað starfsemina og það eru komnar fleirri stoðir undir reksturinn en að sama skapi þá höldum við okkur við gömlu gildin og störfum á þeim sviðum sem við teljum okkur þekkja og gera vel. Í dag heitir fyrirtækið Optimar KAPP ehf og er megin starfssemi þess þrjú svið. Í fyrsta lagi véla- og renniverkstæði, í öðru lagi kæliþjónusta og framleiðsla á Optim-ICE ískrapakerfum og í þriðja lagi útleiga og sala á trailervögnum.“ Margir snillingar á vinnustaðnum Elfa Hrönn segir að þær séu þrjár konurnar sem starfi saman á skrifstofunni, hún Valgerður og Þóra. Almennt séð segist hún ekki sjá að kröfurnar til sín eða hinna í starfi séu aðrar þótt þær séu konur. Hún segir samstarfið við karlana ganga vel og jafnframt segist hún halda að körlunum líki bara vel við að hafa þær stelpurnar í kringum sig. „Auðvitað koma upp tilfelli þar sem ég á erfitt með að aðstoða en svona almennt gengur þetta bara mjög vel og hér á vinnustaðnum eru margir snillingar og sérfræðingar. Öll hjálpumst við að.“ Með ískrapvélar í yfir 300 skipum Optimar KAPP starfar talsvert fyrir útgerðina í landinu. Elfa segir þá þjónustu margs konar. „Aðallega er þetta þó kæli- og frystiþjónustan en einnig sinnir véla- og renniverkstæðið fjölbreyttum verkefnum sem tengjast útgerðinni.
Okkar ofurkæling, þ.e.a.s. framleiðslan og þjónustan á Optim-ICE ískrapavélunum tengir okkur óneitanlega líka við útgerðina en það eru yfir 300 skip alls staðar í heiminum með OptimICE búnaðinn frá okkur.“ Fjögurra drengja móðir Elfa Hrönn Valdimarsdóttir Reykjavíkingu fædd árið 1978 og alin upp í Árbæjarhverfinu. „Ég á hins vegar ættir mína að rekja til Hnífsdals og Bíldudals. Við Freyr kynntumst árið 1995 og erum búin að vera gift frá árinu 2004. Við eigum fjóra stráka þá Valdimar, Tjörva, Teit og Darra en á heimilinu er einnig heimilishundurinn Kátur sem er af Golden Retriever kyni,“ segir Elfa Hrönn Valdimarsdóttir eigandi og starfsmaður hjá Optimar KAPP.
Elfa og Freyr Friðriksson eiginmaður hennar.
Skipstjóra og stýrimannafélagið
Verðandi
Sjálfstæðir og engum háðir frá stofndegi 27.nóvember 1938 Ef þú ert skipstjórnarmaður þá ert þú velkominn í félagið okkar. Félagsgjöld okkar eru lægri en annarsstaðar. Greitt er 2,5% af kauptryggingu hvern skráðan úthaldsdag. Þeir sem eru í skiptikerfi greiða ekkert á meðan þeir eru ekki skráðir á skipið.
Félagið stendur vel og hefur nýverið keypt tvær íbúðir í Sóltúni 12 Reykjavík og glæsilegan sumarbústað í Ásgarðslandi Grímsnesi. Launakostnaður félagsins telur um eitt stöðugildi, enda ætlunin að félagar sjálfir geti nýtt sér sjóðina, fremur en starfsmenn.
Sumarbústað í Ásgarðslandi Grímsnesi.
Íbúð, Sóltúni 12
Skrifstofa Goðahrauni 1 Vestmannaeyjum Sími:4811313 Netfang: verdandi@simnet.is Skrifstofustjóri: Ómar 8433144 Gjaldkeri: Andrés 6913300 Formaður: Bergur 8992531
Þessi mynd er frá síðasta aðalfundi, þar sem samþykkt var að halda sjálfstæði. SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
39
Forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar hjá Samskip
Það þarf bæði konur og karla við stjórnvölinn Sigrún Erna Gerisdóttir
A
nna Guðný Aradóttir hefur starfað í tuttugu ár hjá Samskipum í ýmsum störfum og er nú forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar. „Minn bakgrunnur er í markaðsmálum og ég hafði ekkert horft til sjávarútvegs eða flutningastarfsemi en ég skorast aldrei undan því að prófa eitthvað nýtt svo ég skellti mér til Samskipa þegar það bauðst og hef ekki séð eftir því,“ segir Anna. Starfið sé lifandi og skemmtilegt og hún fáist við nýja hluti á hverjum degi. „Í mínu starfi er t.d lykilatriði að vera skipulagður og hugmyndaríkur, vera óhræddur við að láta hugmyndirnar flæða. Það er síðan mjög skemmtilegt að sjá þær verða að veruleika.“ Anna segist ekki hafa orðið vör við að kyn sitt hafi nokkurn tímann skipt máli í samskiptum eftir að hún tók þessu starfi. „Samstarfsfólkið er frábært og kyn skiptir viðskiptavini ekki máli. Þeir vilja bara fá frábæra þjónustu og treysta því að varan skili sér á réttan stað á réttum tíma. Hvort bílstjórinn heitir Jón eða Anna skiptir ekki máli.
40
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Þurfum jákvæða mismunun Anna segir að konur eigi áreiðanlega eftir að sækja meira inn á þetta svið enda séu konur í dag óhræddari við að sækja um hvaða starf sem er og láti það ekki hindra sig þótt miðaldra hvítir karlmenn séu þar í meirihluta. „Við ölum dætur okkar þannig upp að þær geti allt og þannig á það að vera. Við þurfum hins vegar að skapa réttar aðstæður og vinna markvisst að þessum málum. Það er ekki nóg að fá eina konu inn, það þarf tvær til að ná fram breytingum og hlutir fari raunverulega að gerast.“ Hún segir að hjá Samskipum séu nú konur í ýmsum stöðum, t.d sem forstöðumenn, stýrimaður, bílstjórar, í lestun og losun og þær standi körlum hvergi að baki. Hins vegar sé enn skortur á konum í stjórnunarstöður. „Ég er gífurlega ánægð með það gæfuspor sem kynjakvótinn er enda er ég hlynnt jákvæðri mismunun. Ef við viljum ná árangri þá verður að fara svona leið annars lendum við í því að eftir 20 ár segir fólk: Skrýtið! Það hefur bara ekkert gerst! Ef við viljum í alvöru
breyta hlutunum verður að grípa til aðgerða, það er ekki endalaust hægt að sitja og bíða eftir að hlutirnir gerist af sjálfu sér. Að mörgu leyti er óásættanlegt að staðan sé eins og hún er árið 2016.“ Þótt sjávarútvegi í dag sé stjórnað af miðaldra karlmönnum sem hugsi á svipuðum nótum þá sé það ekki lögmál að svo sé. „Við þurfum bara að vinna markvisst að því að breyta þessu með því að skapa umhverfi sem hvetur konur til þess að sækja þar inn. Hjá Samskipum er yfirstjórn og eigendur með það á sinni stefnuskrá að bæta úr þessu enda er einsleitni aldrei góð. Við þurfum stöðugt að vera á tánum og hugsa út fyrir boxið og til þess þarf góða samsetningu kvenna og karla við stjórnvölinn. Þannig náum við árangri.“
Tölvustýrð Roðdráttarvél / sambyggð
Tölvustýrður
Tölvustýrð fyrir Medium-XXXL bolfisk Tölvustýrð Tölvustýrð
Tölvustýrð Roðdráttarvél / sambyggð
Vélfag ehf. // Njarðarnes 2 - 603 Akureyri - ICELAND //// Tel: +354 466 2635 //// sales@velfag.is
www.velfag.com
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
41
42
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Stígðu ölduna með okkur
Þú gleymir ekki
tilfinningunni
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
43
„Mikil eldhugur í fólki og það lætur ekkert stoppa sig“ - segir Svana Gunnarsdóttir hjá Frumtak Ventures Haraldur Bjarnason sé mjög ánægjulegt. „Það eru mjög góðar fréttir að lífeyrissjóðir eru tilbúnir að setja fjármagn í þennan eignaflokk sem er ógagnsær, erfiður og krefst meiri vinnu en aðrir eignaflokkar. Það verður að fjárfesta í þessum félögum svo við fáum mögulega næsta Marel, Össur ofl.“
S
vana Gunnarsdóttir er einn eigenda og ein þriggja starfsmanna Frumtaks Ventures sem sér um umsýslu fyrir Frumtakssjóðina og fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum.
„Við erum að sinna fyrirtækjum sem komin eru af sprotastigi og eru komin með vöru, veltu og viðskiptavin. Fjármagnið frá okkur á að nýtast í áframhaldandi vöxt fyrirtækjanna, almennt eru þau að sækja á nýja markaði erlendis. Svana segir fyrirtækin í ýmsum greinum og nokkur þeirra í sjávarútvegi eða greinum tengdum honum beint eða óbeint. Var átján ár í Hollandi Svana byrjaði að starfa við Frumtak ásamt Eggert Claessen árið 2009 en þá var hún nýflutt heim til Íslands eftir að hafa búið í átján ár í Hollandi. „Frumtak er líka nýsköpunarfyrirtæki og við erum líka að setja okkar eigið fjármagn í sjóðinn en urðum meðeigendur árið 2015 Með okkur starfar Rakel Sigurðardóttir viðskiptafræðingur en hún er fjármálastjóri Frumtaks og sér hún um fjárhagsupplýsingar fyrirtækja í eignasafninu og skýrslugerðir ásamt uppýsingagjöf til hluthafa. Mikið líf í nýsköpun Svana er með alþjóðlega meistaragráðu frá Nyenrode University í Hollandi en hluti af því námi var við Kellogg School of Management í Bandaríkjunum og Stellenbosch University í
44
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Suður-Afríku. Svana hefur mikla reynslu af stofnun og rekstri sprota- og frumkvöðlafyrirtækja erlendis sem og samruna og yfirtöku. Þá hefur hún einnig komið að stjórnarsetu og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í öðrum sprotafyrirtækjum og setið í stjórnum þeirra félaga sem eru í eignasafni Frumtaks. „Fyrirtækin hafa ekki haft nægilegt aðgengi að fjármagni og það er mikil þörf á sjóðum til að fjárfesta á byrjunarstigi eins og t.d. Nýsköpunarsjóði. Hann hefur ekki mikla fjármuni til að fjárfesta og það mættu alveg koma tveir til þrír sjóðir til viðbótar þar. Það er mikið líf í þessu og við fjárfestum í fjölbreyttum greinum, annað er ekki hægt á svona litlum markaði eins og á Íslandi. Þegar við metum fyrirtæki til fjárfestingar þá horfum við mikið til þess hvernig teymið á bak við er samsett, við kynnum okkur teymið vel og metum hvort við höfum trú á að það geti gert það sem það segist ætla að gera.“ Svana segir nokkuð um að fleiri konur séu að feta sig í nýsköpun sem og fjármögnunarmegin sem
Krefjandi starfsumhverfi Starfsumhverfið á Íslandi er mjög krefjandi að mati Svönu. „Eftir að hafa verið uppalin viðskiptalega í Hollandi finnst manni svo merkilegt að finna hér þennan eldhug og kraft í fólki, það lætur fátt stoppa sig. Fólk hér heldur bara ótrautt áfram, hvort sem það er fjarlægð frá markaði, aðgengi að mannauði eða hvað sem það er á þessum litla markaði þá heldur fólk áfram. Fyrirtækin, sem við erum fjárfesta í, leita öll út fyrir landsteinana á nýja markaði og þá einfaldlega leita þau til heimafólks í hverju landi og ráða það til vinnu. Þannig fá þau aðgang að markaði í viðkomandi landi og þeirri þekkingu á innviðum sem nauðsynleg er. Svo er skemmtilegt að sjá marga sem farið hafa utan og gert það gott. Þeir koma til baka og fjárfesta hér í nýsköpun. Þeir gefa mikið af sér, ekki einungis fjármagn heldur einnig mikla þekkingu og aðgengi að tengslaneti sem getur jafnvel verið verðmætara fyrir félögin á þessum tímapunkti heldur en sjálft fjármagnið. Þetta er ansi krefjandi en líka mjög skemmtilegt,“ segir Svana Gunnarsdóttir. Starfsfólk Frumtaks Ventures; Eggert, Rakel og Svana.
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
45
Vígin falla eitt af öðru Alda Áskelsdóttir
Fyrir nokkrum áratugum hefði verið óhugsandi að kona sæti í stjórn Eimskips, óskabarni þjóðarinnar. Slíkri stöðu gegndu aðeins karlkyns fyrirmenni sem almenningur beygði sig og bugtaði fyrir. Nú eru tímarnir sem betur fer breyttir og er Hrund Rudolfsdóttir, önnur tveggja kvenna sem sæti á í stjórn Eimskips.
“F
yrir þremur árum vildu nokkrir minni fjárfestar sem áttu hlut í Eimskip fá óháðan aðila í stjórn félagsins. Hvernig sú leit fór fram veit ég ekki, á þeim tíma starfaði ég hjá Marel þar sem ég var framkvæmdastjóri og bar ábyrgð á mannauðsmálum, auk þess sem ég hafði mikla reynslu af stjórnarstörfum. Ég ímynda mér að þar geti verið tenging og ég haft til að bera það sem þeir voru að sækjast eftir,” segir Hrund og bætir við að nú til dags reki fólk ekki upp stór augu þó að konur gegni stjórnarsetu hjá stórfyrirtækjum og jafnvel fyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi. Við séum sem betur fer komin yfir þann hjalla.
46
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
“Það kemur alls ekki niður á mér að vera kona í stjórn Eimskips en ég finn hins vegar fyrir því að ég vinn fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki sem spratt úr mjög karllægum grunni. Hjá slíku fyrirtæki er nauðsynlegt að kunna vel við sig í flóknu og karllægu umhverfi til að þrífast.” Hún segir þó nokkurn mun á stjórnunarháttum kynjanna. “Hjá fyrirtæki eins og Eimskip þar sem löng hefð var fyrir því að karlar færu með stjórnina gilda almennt önnur lögmál en hjá kvenlægum fyrirtækjum. Konur eru stundum uppteknari af því að ræða málin og tryggja að allir séu á sömu blaðsíðunni áður en ákvörðun er tekin á meðan karlarnir eiga það til að keyra málin áfram. Þess vegna er best að skapa jafnvægi og hafa bæði konur og karla við stjórn fyrirtækja.”
Hrund Rudolfsdottir
Voruhรณtel
SJร VARAFL SEPEMBER 2016
47
Sundahöfn
Forfallinn veiðimaður Áður en Hrund tók að sér stjórnarsetu hjá Eimskip hafði hún ekki mikla tengingu við sjávarútveginn, annað en í gegnum störf sín hjá Marel. Hún getur þó, eins og flestir Íslendingar, rakið ættir sínar til sjómanna. “Báðir afar mínir áttu bát, annar í Kollsvík á Vestfjörðum, en hinn á Skagaströnd. Sem barn hafði ég gaman af því að fara niður á bryggju að veiða og í dag fer ég stundum með pabba á skak en hann á lítinn bát á Skagaströnd. Ég legg það á mig jafnvel þó að ég sé mjög sjóveik,” segir Hrund og hlær og bætir við að í dag sé hennar helsta áhugamál stangveiði þannig að líklega megi segja að í henni blundi
fiskimaður. “Ég hafði ekki starfað við sjávarútveg og þekkti ekki til reksturs skipafélags áður en ég tók sæti í stjórn Eimskips.” Það komi hins vegar ekki að sök þar sem hún færi aðra þekkingu að borðinu. “Stjórnarmaður í fyrirtæki þarf ekki að þekkja alla kima fyrirtækisins heldur þarf hann að hafa þekkingu og reynslu sem gerir honum kleift að greina reksturinn, spyrja réttu spurninganna, sem snúa að nútíð og framtíð eða koma með að borðinu þekkingu/reynslu sem ekki er fyrir hendi og það tel ég mig hafa.”
Spennandi tímar í sjávarútvegi Hrund segir að sjávarútvegurinn hafi upp á margt að bjóða fyrir konur og þar séu stórbrotin tækifæri að finna í dag. “Sjávarútvegur gengur ekki bara út á það að draga fisk úr sjó. Hann hefur að geyma svo ótalmargt tengt sköpun, hugviti, þróun og framleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Miklar framfarir hafa t.d. orðið á vörum sem byggja á sjávarafurðum og þar hefur lyfjaiðnaðurinn, þar sem minn aðalstarfsvettvangur er leikið stórt hlutverk,“ en Hrund er forstjóri Veritas Capital efh. Samstæðu fimm fyrirtækja í lyfja- og heilbrigðisgeiranum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að konur hafi komið auga á þetta enda er stundum sagt að konur vilji hafa æðri tilgang með störfum sínum. Í sjávarútveginum er svo sannarlega hægt að finna þann tilgang. Þar er verið að nýta gjafir jarðar, auk þess sem meiri áhersla hefur verið á að fullnýta þær afurðir sem dregnar eru að landi og þannig er stuðlað að sjálfbærni til framtíðar.”
Kæru lesendur
Þeir sem vilja fá tímaritið í blaðaformi, sendið póst á sjavarafl@sjavarafl. is með upplýsingum um nafn og heimilsfang kaupenda. Blaðið kemur út tíu sinnum á ári. Verð kr 14.600 fyrir árið. Einnig er hægt að fá blaðið sent frítt rafrænt en þá þarf einnig að senda póst og biðja um rafrænar sendingar. Ef þú lummar á ljósmynd sem tengist sjómennsku eða sjávarútvegi á einn eða annan hátt og er tekin standandi (portrait) í 300 punkta upplausn, þá væri það okkar heiður að fá að birta hana á forsíðu blaðsins. Myndum skal skilað á netfangið sjavarafl@sjavarafl.is
48
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Hrein hollusta
Hrein hollusta með háu hlutfalli af fjölómettuðum fitusýrum og auðug af A- og D- vítamínum. Með viðbættu E-vítamíni. Þorskalýsi styrkir vöxt tanna og beina, hefur góð áhrif á sjónina og byggir upp viðnám gegn ýmsum kvillum. Það er auðugt af omega-3 fitusýrum og víða um heim fara fram miklar rannsóknir á áhrifum þeirra á ýmsa sjúkdóma, svo sem psoriasis, asthma, hjarta-, geð- og gigtarsjúkdóma. Niðurstöður rannsóknanna hafa vakið mikla athygli og sýna að fitusýrurnar koma líkamanum til góða á mörgum sviðum. Þær skýra hollustu lýsisins, sem löngum hefur verið kunn meðal Íslendinga.
Kristín E. Pálsdóttir
„Ef við látum rödd okkar heyrast...“ Bára Huld Beck
Þ
egar fjölskylda Kristínar E. Pálsdóttur flutti til Grindavíkur árið 1965 bjó hún fyrstu árin í verbúð og kynntist venjum og háttum þar. Hún byrjaði ellefu ára gömul að hjálpa til við að salta og tólf ára fór hún í sumarvinnu í saltfiskinum í útgerð föður síns, Vísi hf. Í dag er hún stjórnarformaður í fyrirtækinu.
50
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
Á veturna komu bátarnir inn og voru krakkarnir kallaðir í aðgerð á kvöldin og um helgar. „Þá var maður klár eftir skóla, stundum nennti maður því og stundum ekki,“ segir Kristín og hlær. Þannig að þessi iðnaður hefur alltaf loðað við líf hennar og fjölskyldu.
Vísir hf. er með útgerð, stundar línuveiðar og gerir út fimm báta. Fyrirtækið rekur saltfiskvinnslu og einnig nýtt frystihús í Grindavík. Það er í samstarfi við ýmsa aðila í sjávariðnaðinum, til dæmis í nýsköpun og vörusköpun. Kristín segir að hugmyndin sé að fullnýta allan fiskinn. Leikskólanámið nýtist vel Hugur Kristínar leitaði þó annað þegar leið á unglingsárin en hún byrjaði snemma að passa börn og vinna á róló. „Leikskólinn hefur verið minn vettvangur í daglega amstrinu,“ segir hún. Leikskólanámið hafi komið sér vel í gegnum tíðina og hún sé alltaf að sjá betur og betur hvernig það nýtist henni í starfi stjórnarformannsins.
Hún segir að mannlegi þátturinn skipti svo miklu máli nú á dögum. Brýnt sé að konur geti nýtt styrkleika sína, menntun og reynslu í meira mæli í sjávariðnaðinum en raun ber vitni. Þess má geta að tvær konur sitja í stjórn fyrirtækisins ásamt Kristínu. Hún segir að mikilvægt sé að hugsa um fólkið sem vinnur hjá fyrirtækinu og þau sem búa í nærsamfélaginu. Hún segist líta samfélagslega ábyrgð alvarlegum augum og að þau systkinin hafi verið alin upp við það viðhorf. Kynjahlutverk ljós frá upphafi Kristín telur að aldrei hafi komið annað til greina en að bræður hennar færu að vinna á sjó eða við útgerðina. „Við erum sex systkinin, fjórar systur
og tveir bræður. Við erum alltaf að átta okkur betur og betur á því, við systurnar, að þetta lá alltaf fyrir. Það lá alltaf fyrir stefnan hver tæki við, því þetta var fiskvinna og útgerð,“ segir hún. Faðir þeirra lék með strákunum með báta, þóttist draga nótina og leggja net, og þótt stelpurnar hafi auðvitað mátt vera með þá var alveg ljóst að bræðurnir áttu að vinna við þetta í framtíðinni, að sögn Kristínar. Bræður hennar fetuðu þennan veg eins og við var að búast en systurnar menntuðu sig í kennslu- og umönnunarstörfum.
SJÁVARAFL SEPEMBER 2016
51
Góður árangur í sjávarútvegi er okkar stolt
Pantone 2748
Snæfellsbær
... í þjónustu við útgerðina
REYNSLA – ÞEKKING – RÁÐGJÖF Viðhalds- og varahlutaþjónusta Sérhæft viðgerðaverkstæði
Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | www.mdvelar.is
ÍSLENSK A SI A .IS ICE 81216 9/16
ER ÞITT FYRIRTÆKI Á FLUGI? Regluleg ferðalög á vegum fyrirtækisins eru oft nauðsynleg. Það getur því borgað sig að gera fyrirtækjasamning við Icelandair.
Meðal hlunninda fyrirtækjasamnings má nefna: n n n
n
Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. Neyðarnúmer er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. Afsláttur er veittur af öllum fargjöldum á því farrými sem fyrirtækið þitt óskar eftir hverju sinni. Nákvæmt viðskiptayfirlit er aðgengilegt á vefnum.
+ Allar nánari upplýsingar má finna á www.icelandair.is/fyrirtaeki Eins má senda fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is
Þráðlaust internet um borð Þú tapar því ekki tíma á ferð og flugi – þú græðir fleiri vinnutíma. Saga class farþegar og saga gold meðlimir greiða ekkert fyrir aðgang að þráðlausu neti um borð.
SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800 SMÁRALIND XL 5650304