SJÁVARAFL
Júní 2017 3. tölublað 4. árgangur
Til hamingju með daginn sjómenn!
Mikilvægi fullnýtingar
Hýsing í skýi
Bláa gullið
Auðlindin okkar
Tækifæri í nýjum sjávarútvegi
Nemar í skóla
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA
4 Fisktækniskólinn í Grindavík 6 „Ég var stoltur af því að vera sjómaður“ 8 Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans 9 Mikilvægi fullnýtingar 12 Úr ýmsum áttum á Sjómannadaginn! 14 Ástralskt fyrirtæki velur WiseFish 16 „Bláa gullið“ - staða vatns á Íslandi í dag 20 Miklar sveiflur eðli bransans 22 Ófríður en góður á bragðið 24 Hreint Haf-Hagur Íslands 26 Tískuvörur með tengingu við sjóinn 28 KIS-ferð um Austurland 34 Tækifæri í nýjum sjávarútvegi 36 Anna Borg Friðjónsdóttir 40 Uppskrift 44 Fiskvinnsluvélar vinsælli en búist var við 46 Íslensk fyrirtæki fremst á meðal jafningja 50 Fjölskyldurekið sjávarútvegsfyrirtæki 52 About Fish með skirfstofur út um allan heim
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Blaðamenn: Finnbogi Hermannsson Sigrún Erna Gerisdóttir Magnús Már Þorvaldsson Alda Áskelsdóttir Bára Huld Beck Katrin Lilja Jónsdóttir Þórný Sigurjónsdóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson Forsíðumynd: Óskar Ólafsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi
2
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Til hamingju með daginn sjómenn
Þ
að er í raun og veru ekki svo langt síðan að fyrsti Sjómannadagurinn var haldin hátíðlegur en var það árið 1938. Hófust þessi hátíðarhöld í Reykjavík og á Ísafirði. Sú menning sem fylgir sjómennskunni hefur heillað marga og orðið til þess að þeir hafi gert sjómennsku að sínu ævistarfi. Í hugum landsmanna er þessi lögboðni frídagur mikill gleðidagur og oft lang stærsta hátíð bæjarfélaga, þar sem viðburðir eru frá morgni og langt fram á nótt. Markmiðin með þessum hátíðsdegi eru nokkuð margvísleg, meðal annars að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem hafa slasast í starfi. Þá má einnig nefna þakklæti sem og annað á þessum baráttudegi sjómanna. Ekki má þá gleyma að þessi yndislegi dagur er líka til að gera sér glaðan dag með sér og sínum, fara í messu, sjá reipitog koddaslag svo eitthvað sé nefnt. Svo sterk er sú menning sem fylgir sjómönnum að mikið er til af sjómannalögum. Hver man ekki eftir lögunum eins og Einsa kalda úr Eyjunum, Ship ohoj og Ó, María mig langar heim. Þessi lög óma í eyrum manna við ólíklegustu tækifæri, hvort heldur sem á sjó, á balli eða í útilegu. Sjómenn og ykkar aðstandendur, gleðilega hátíð og hjartanlegar hamingjuóskir með daginn ykkar. Megi sjósókn og glíman við Ægi sem hefur markað þjóðarsálina frá örófi alda, verða ávalt ykkur í hag.
Elín Bragadóttir ritstjóri
til hamingju með daginn sjómenn!
Í gegnum árin hafa aðstæður til sjós breyst mikið og tækniframfarir orðið í öryggismálum sjómanna. Á meðfylgjandi mynd eru sjómenn Eimskipafélagsins, en myndin var tekin á fyrri hluta síðustu aldar. Í dag eru skip félagsins búin nýjustu tækni og öryggisbúnaði og skiptir þar aðbúnaður og öryggi sjómanna miklu máli. Sjómenn Eimskips hafa verið mikilvægur hlekkur í flutningum félagsins í rúmlega öld og siglt við erfiðar aðstæður yfir Norður-Atlantshafið. Eimskipafélag Íslands óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn og þakkar fyrir framlag þeirra í gegnum árin.
nefnir Ásdís við mig að það væri hægt að sækja um námsstirk upp á skólagjöld og ég skellti mér í það að sækja um og sé ekki eftir því, ég hlaut styrkinn og nýtti hann vel í það að halda áfram í námi. Ég var búin að fá styrk og enn að brasa í sambandi við vinnuslysið og hafði samband við Fisktækniskólann og tóku þau vel á móti mér eins og okkur öllum hinum í mínum hópi. Ég sé svo alls ekki eftir því að hafa farið í námið. Námið er kennt mikið í skólanum Í Grindavík og þar kynntist maður fullt af frábæru fólki sem vinnur við skólann. Námið er erfitt að vissum hluta en það er eins ef manni vantaði aðstoð, þá var reynt eftir bestu getu að aðstoða mann. Klemenz Sæmundsson er maður með hjarta úr gulli að mínu mati, hann er yfir gæðastjórnunarnáminu og hann gerir námið rosalega skemmtilegt, þótt að þetta sé frekar þungt nám. Ég stefni að því að útskrifast úr úr gæðastjórnun í desember 2017. Það verður sárt að kveðja skólann en eftirvill finn ég eitthvað meira að læra hjá þeim. Að mínu mati er Fisktækniskóli Íslands frábær skóli og starfsfólk má fá rós í hnappagatið fyrir að vera hreint og beint í samskiptum og leiðlegheitum. Maður þarf ekki að vera stressaður að fara í skólann til þeirra, þar er vanur og vandaður einstaklingur í hverju starfi. Það eru allir velkomnir og þau taka vel á móti manni. Þótt að það sé mikið að gera finna þau alltaf tíma fyrir mann.
Fisktækniskólinn í Grindavík
F
Metnaðarfullur skóli: isktækniskólinn í Grindavík er góður og mettnaðarfullur skóli sem reynir að hjálpa og aðstoða nemendur sína eftir bestu getu. Ég kynntist skólanum haustið 2014 þegar Fisktækniskólinn fór í samstarf við Fisk Seafood upp á að taka fisktækni. Ég ákvað að skella mér í þetta nám og sé ekki eftir því. Námið var fjórar annir og fannst mér þetta spennandi en vissi ekki hvað ég var að fara út í en þegar við byrjuðum vorið 2014 þá var þetta kynnt mjög vel fyrir okkur. Kennarar eiga hrós skilið fyrir liðlegheit með að aðstoða með skil á verkefnum og ef eitthvað kom upp á voru þau boðin og búin að hjálpa til, við þurftum bara að hringja eða senda þeim tölvupóst og þau redduðu þessu. Þegar ein önn var eftir af náminu, þá fengum við tölvupóst frá Fisktækniskólanum um að það vantaði nemendur í námið í Mareltækni og útskýringar um námið. Ég skoðaði þetta með mínum manni og mér leist vel á þetta og var viss um að námið myndi gefa mér meiri starfsmöguleika, þar sem ég lenti í vinnuslysi í ágúst 2014 og meiddist á rist. Tók Mareltæninn líka: Ég ákvað að skella mér í þetta nám og taka bara hörkuna á þetta og vera í tveimur skólum í einu en það hefði ég ekki getað gert nema með hjálp frá eiginmanni, fjölskyldu og Fisktækniskólanum. Þrátt fyrir þetta gekk allt mjög vel og ég
4
SJÁVARAFL JÚNI 2017
útskrifaðist ásamt hópnum mínum í maí 2016 sem var mikill áfangi fyrir mig og sýndi sjálfri mér að ég gat þetta, „því ég var með viljann í rassvasanum“ segir Jóhanna og hlær. Þarna var ég líka búin með eina önn af Mareltækninum. Mareltæknir er mjög skemmtilegt nám en eru Fisktækniskólinn og Marel í samstarfi. Þetta nám er öðruvísi að vissu leiti en þá fór ég lotunám og var fyrir sunnan og var námið í þrjá til fjóra daga í senn og var þetta mjög skemmtilegt og fróðlegt. Þar kynntist ég fullt af fólki allstaðar af landinu og það hafði allskonar reynslu sem var mjög skemmtilegt að pæla í og skiptast á skoðunum. Ásdís Pálsdóttir á hrós skilið en í þessu námi var hún okkur sem góð ungamamma og fylgdi okkur frá byrjun til enda og enn í dag er hægt að hringja í hana ef eitthvað er sem manni vantar. Í desember 2016 útskrifaðist ég sem Mareltæknir sem var frábært, þarna var ég búin að vera hugsa mikið um að fara í frekara nám eins og gæðastjórnun og þá
Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir starfsmaður hjá Fisk Seafood
Á sjónum
„Ég var stoltur af því að vera sjómaður“
Brynjar Rögnvaldsson
Bára Huld Beck
B
rynjar Rögnvaldsson er 37 ára Siglfirðingur sem neyddist til að skipta um starfsvettvang eftir tæp níu ár á sjó. Hann kemur úr mikilli sjómannafjölskyldu en bræður hans, faðir og afar voru allir á sjó. „Foreldrar mínir voru nú ekkert allt of hrifnir af því að ég færi á sjó,“ segir hann. Eftir erfið sambandsslit elti Brynjar tvíburabróðir sinn sem var á Baldvini Njálssyni GK-400. „Ég var eiginlega að flýja í burtu. Og síðan voru það náttúrulega peningarnir og mig langaði alltaf til að prófa að vera á sjó,“ segir hann um ástæður þess að byrja á sjó þrátt fyrir mótbárur foreldranna. Hann segir að faðir hans hafi verið sjómaður í 35 ár og að hann hafi viljað að börnin hans fyndu sér annan starfsvettvang. Mikil fjarvera sé
6
SJÁVARAFL JÚNI 2017
tengd sjómennskunni og sjómaðurinn sé lengi frá fjölskyldu og ástvinum. „Það er gjaldið sem maður greiðir fyrir sjómennskuna og sérstaklega þegar þú ert á frystitogara“ segir hann. Hægt sé að fara á mis við margt í þessari vinnu. Lenti í slysi Brynjari líkaði mjög vel á sjónum og féll eins og flís við rass. „Þetta er mjög erfið vinna og hættuleg.
Ég var stoltur að því að vera sjómaður,“ segir hann og bætir við að honum hafi fundist þetta vera hámark karlmennskunnar. „Og síðan voru það verðlaunin þegar maður kom í land eftir góðan túr. Það eru mjög fáar tilfinningar sem eru jafn góðar og hún,“ segir hann. Eftir að hafa verið á níunda ár á sjó lenti Brynjar í slysi. Skipið fékk á sig brot einn daginn og hann kastaðist til og fékk slink á bak og axlir. „Ég varð eiginlega alveg frá og kem í land eftir það,“ segir hann. Bakið var illa farið eftir slysið og þurfti hann að fara í uppskurð og sjúkraþjálfun í framhaldinu. „Þetta fylgir starfinu. Sjómannsstarf er hættulegt starf og það er allra veðra von. Ég var bara óheppinn að lenda í þessu,“ segir hann. Þegar læknirinn sagði Brynjari að hann gæti ekki verið lengur úti á sjó þá stóð hann á tímamótum. Hann segist hafa verið ráðvilltur en 34 ára þurfti hann að finna sér nýjan starfsvettvang.
YKKUR ER BOÐIÐ Á FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ HB GRANDA Á SJÓMANNADAGINN 11. JÚNÍ
SKEMMTIDAGSKRÁ
Til að fagna Sjómannadeginum bjóðum við til fjölskylduskemmtunar hjá HB Granda við Norðurgarð.
13:00 14:00 14:30 15:00 15:30 16:00
Hátíðarsvæðið opnar kl. 13:00 á sunnudag og boðið verður upp á fiskisúpu, pylsur, kökur, kleinuhringi og fleira góðgæti. Andlitsmálun og blöðrur verða á svæðinu. Frábærir skemmtikraftar sjá um fjöruga dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Svæðið opnar Skoppa og Skrítla Sprengju-Kata Emmsjé Gauti Sirkus Íslands Dagskrá lýkur
Sýning á heimildarmynd um ísfisktogarann Ásbjörn verður í Hörpu bæði laugardag og sunnudag. Sjá nánar á hbgrandi.is/asbjorn
Hátíðarsvæði HB Granda
SJÁVARAFL JÚNI 2017
7
Tók sjóarann á þetta Eftir að hafa farið í Háskóla Íslands í bókmenntaog kvikmyndafræði og líkað vel, segist Brynjar hafa viljað læra eitthvað sem væri eilítið praktískara. Eftir að hafa séð auglýsingu frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum ákvað hann að skella sér í kerfisstjórnun. „Ég kunni til þess að gera ekkert á tölvur. Ég kunni bara þessa venjulegu hluti sem fólk kann. Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég mætti þarna þá hugsaði ég: Hvað ertu búinn að koma þér út í?“ segir hann og hlær. Hann segist aftur á móti hafa tekið þá ákvörðun að leggja sig allan fram, sem og hann gerði. Hann segir að hann hafi sökkt sér í námið og að sú elja hafi skilað sér.
Hugsar með söknuði til sjósins Brynjar segir að það hafi tekið hann rúmt ár að venjast því að vera alltaf í landi og að hann hugsi með söknuði til sjósins. „Það er eitthvað sem togar alltaf í mann þangað,“ segir hann. Hann hafi farið á sjó á mjög viðkvæmum tímapunkti í lífinu og að þetta hafi gert hann að manni. Hann segir að sjómennskan hafi kennt honum að vinna og að hún hafi þroskað hann sem einstakling.
„Já, maður tekur enn þá alltaf bryggjurúnt,“ segir hann og hlær. Hann segist enn fylgjast með fréttum og spjalla við félagana þegar hann hitti þá. „Það er rómantík í sjómennskunni, það verður að segjast eins og er,“ segir hann og bætir við að lokum að hann hugsi mjög hlýtt til þess tíma sem hann var úti á sjó.
„Ég tók bara sjóarann á þetta. Ég tók þetta bara sem vinnu,“ segir hann og bætir við að vegna þess að hann hafi verið að leita sér að nýjum starfsvettvangi þá hafi mikið oltið á náminu og þess vegna skipti máli að hann myndi standa sig vel. Brynjar kláraði námið í fyrra en hann segir að ekki hafi gengið þrautalaust að finna vinnu í fyrstu. Hann hafi verið búinn að fara í þónokkur atvinnuviðtöl áður en hann landaði starfi á stjórnborðinu hjá Vodafone í Reykjavík. Eftir að hafa séð auglýsingu frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum ákvað Brynjar að skella sér í Kerfisstjórnun hjá NTV.
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR Veitt hlutfall 73,8% Aflamark: 192.801.296 kg
Þorskur
UFSI Veitt hlutfall 51,0% Aflamark: 48.966.440 kg
Ufsi
KARFI Veitt hlutfall 68,6% Aflamark: 47.571.045 kg
Karfi
ÝSA Veitt hlutfall 73,1% Aflamark: 29.683.048 kg
Ýsa
8
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg
verið brotið niður með ensímum í smærri einingar sem kallast peptíð. Fjölmargar tilraunir og klínískar rannsóknir benda til þess að kollagenpeptíð geti vegið upp á móti öldrun húðarinnar með því að auka kollagenframleiðslu í húðinni. Frumurannsóknir hafa sýnt að það ýtir undir starfsemi hjá brjóskfrumum og talið er að þannig geti neysla þeirra dregið úr liðverkjum. Meðalaldur fólks fer hækkandi en því fylgir tilheyrandi aukning heilsufarsvandamál í kringum öldrun. Sífellt fleiri eru þess vegna að leita að lausnum sem munu gera þeim kleyft að stunda áfram virkan lífstíl og kollagenpeptíð koma þar sterk inn. Hér á eftir skoðum við aðeins betur
Alda – drykkur frá Steðja sem inniheldur kollagenpeptíð unnin úr íslensku roði.
Margret Geirsdottir
Mikilvægi fullnýtingar Á undanförnum árum hefur krafa neytenda um sjálfbærni aukist. Fiskveiðar víða um heim hafa legið undir ámæli vegna ofveiði og að láta skammtíma hagsmuni ráða för. Með því að nýta alla hluta fisksins er ekki einungis verið að skapa verðmæti heldur er einnig verið að auka sjálfbærni veiðanna. Fiskurinn okkar er takmörkuð auðlind og það er hluti af ábyrgri stefnu sjávarútvegsins að nýta hann sem best.
Roð er um 2-5% af blautvigt fisks og hingað til hefur ekki tekist að finna hráefninu farveg og er því í dag yfirleitt fargað af fiskvinnslum eða hent á heimilum fólks. Í besta falli er það selt á lágu verði til erlendra aðila eða í verðlitlar vörur eins og minkafóður. Með aukinni landvinnslu og
ferskfiskútflutningi hefur loksins skapast aðgengi að þessu sérstaka hráefni og þar með opnast möguleiki til að nýta roð í framleiðslu á verðmætri afurð sem kallast kollagenpeptíð.
þær rannsóknir sem benda til þessarar virkni. Ávallt skal þó haft í huga að kollagenpeptíð eru fæðubótarefni og geta ekki komið í staðinn fyrir fjölbreytt matarræði.
Kollagen Kollagen er eitt mikilvægasta byggingarprótein líkamans og finnst í miklu magni í húð þar sem það viðheldur stinnleikar hennar og fyllingu. Milli 25-30 ára aldurs fer að hægjast mikið á kollagen framleiðslu í húðinni og við það fer húðin að þynnast og erfiðara verður fyrir hana að halda í sér raka. Fer húðin þá að hanga eða síga og fyrstu hrukkurnar fara að koma í ljós. Undanfarin ár hefur orðið mikil vakning meðal neytenda um þau jákvæðu áhrif sem kollagenneysla getur haft á líkamann. Sérstaklega á það við um neyslu á kollageni sem hefur
Heilsuáhrif kollagenpeptíða Lengi vel var kollagen talið verðlítið prótein vegna þess að líkaminn á erfitt með að brjóta það niður og það hefur takmarkað næringargildi. Vegna rannsókna sem gefa til kynna að neysla kollagenpeptíða hafi jákvæð lífvirk áhrif á bein, liðamót og húð hefur þetta viðhorf verið að breytast. Eftir 30 ára aldur hægist á nýmyndun kollagens í vefjum líkamans um 1,5% á ári. Milli 45 og 50 ára aldurs getur skert magn kollagens í vefjum líkamans verið orðið greinileg og sýnt sig sem einkenni liðagigtar svo sem ónot og verkir í SJÁVARAFL JÚNI 2017
9
liðum og minni þéttleiki í beinum. Hjá íþróttafólki og þeim sem stunda reglubundnar æfingar geta einkennin komið fyrr fram vegna þess álags sem sett er á band- og brjóskvef í liðamótum. Mælingar hafa sýnt að 95% af kollageni sem brotið hefur verið niður í peptíð er frásogað í þarmaveggnum þaðan sem það dreifist með blóðstreyminu og safnast fyrir í bandvefjum líkamans þar sem það getur haft lífvirk áhrif. Áhrif á liði Rannsóknir á brjóskfrumuog trefjakímfrumuræktun hafa sýnt að kollagenpeptíð stuðla að aukinni nýmyndun kollagens og bætingu annarra þátta í tilheyrandi vef. Sömu áhrif komu ekki fram þegar önnur niðurbrotin prótein voru prófuð, ekki heldur þegar óniðurbrotið kollagen var prófað. Í rannsókninni reyndust áhrifin einnig vera háð skammtastærð. Rannsóknir á brjóskfrumum og beinátsfrumum sýna að kollagenpeptíð eykur útbreiðslu
brjóskfrumnanna og ýtir undir nýmyndum kollagens og beinamyndun þeirra samtímis og það hamlar beineyðingu beinátsfrumna. Möguleg jákvæð áhrif kollagenpeptíða hafa verið staðfest með rannsóknum á dýrum t.d. með liðagigtarlíkani í músum sem hafa sýnt að neysla kollagenpeptíða eykur sérhæfingu frumna í brjóskfrumum og hægir á brjóskeyðingu. Aðrar tilraunir sem framkvæmdar hafa verið á rottum sýna að kollagenpeptíð hafa áhrif á myndun nýs beinvefs og bindingu kalks og annarra steinefna í beinum. Auk þessa þá sjást minni ummerki um endurupptöku beina í blóð og ytra barkaflatarmál lærbeinsins eykst sem bendir til þess að burðarþol beinsins hafi aukist. Nokkrar íhlutandi rannsóknir benda til þess að kollagenpeptíð geti gagnast vegna sjúkdóma sem hafa að gera með liðabólgur og -verki. Íhlutandi rannsókn sem var unnin með 250 sjúklingum sem komnir voru á aldur og þjáðust af hnjásliti sýndu fram á að marktækur munur
Dæmi um rannsóknir á brjóskfrumum hjá Matís.Efri mynd eru kalkaðar brjóskfrumur án tvípeptíða. Neðri mynd brjóskfrumur meðhöndlaðar með tvípeptíðinu Hydroxýprólín-prólín sem finnst í kollagenpeptíðum.
var í linun sársauka miðað við hópinn sem fékk lyfleysu. Önnur íhlutandi rannsókn sem framkvæmd var á 150 íþróttaiðkendum sýndi fram á marktækan mun í liðverkjum eftir að hafa tekið inn 10 gr. af kollagenpeptíðum í 24 vikur. Samanburðarrannsókn var framkvæmd sem athugaði mun á áhrifum neyslu kollagenpeptíða og glúkósamína í 13 vikur. Niðurstöðurnar sýndu fram á marktækan mun á verkjum í liðamótum og lífsgæðum. Vegna allra þessara niðurstaðna sem lofa góðu um þau forvarnargildi sem neysla kollagenpeptíða getur haft er afurðin talin álitlegur kostur við meðhöndlun á hrörnunarsjúkdómum í liðum og beinum. Áhrif á húð Eins og áður hefur verið minnst á þá hægist á náttúrlegri kollagenframleiðslu í húðinni eftir því sem við eldumst sem stuðlar að öldrun húðarinnar og hrukkumyndun, sérstaklega í andliti. Rannsóknir hafa sýnt að kollagenpeptíð sem innihalda amínósýruna hydroxýprólin eru tekin upp í meltingarveginum og safnast síðan fyrir í húð tilraunadýra þar sem má greina þau allt að 14 dögum eftir inntöku. Tilraunir í tilraunaglösum hafa svo sýnt fram á að peptíðin styrkja kollagenframleiðslu í húðinni og auka magn glýkósamínóglýkan í vefnum en fjölliðan gegnir mikilvægu hlutverki í að styðja við kollagen og elastín sem finnst í húðinni og hjálpar að halda henni rakri. Mælingar hjá Matís Flestar þessar rannsóknir sem benda til jákvæðra eiginleika kollagenpeptíða eru íhlutandi rannsóknir þar sem dýr eða fólk neytir afurðanna. Þær rannsóknir eru dýrar og tímafrekar. Einnig getur þá verið erfitt að álykta hvernig áhrifin koma fram. Því hefur verið sett upp hjá Matís aðferð til að mæla virkni við að draga úr kölkun brjóskfruma. Brjóskfrumur hafa verið ræktaðar á tilraunastofu og kölkun framkölluð þannig að brjóskið er á leiðinni að umbreytast í bein. Dökkrauðir flekkir í frumuræktun eru kalkaðar brjóskfrumur (sjá mynd). Frumur sem fengu tvípeptíð sem inniheldur amínósýrurnar hydroxýprólín og prólín kölkuðu minna. Kollagen er það prótein sem inniheldur mest af þessum amínósýrum. Tilraunir sem þessar geta gefið vísbendingu um hvaða sýni geta haft jákvæð áhrif í líkamanum og verið notuð til að velja vænlegustu kandídatana fyrir klínískar rannsóknir. Íslensk sérstaða Kollagen er yfirleitt unnið úr svína- eða kálfaskinni. Neytendur er sífellt að verða meðvitaðri um verksmiðjubú og dýravelferð. Einnig er til á markaði kollagen unnið úr fiski en þá aðallega úr eldisfiski. Hér getur því kollagen unnið úr villtum fiski sem veiddur er úr sjálfbærum stofnum haft sérstöðu á markaði þar sem engin sýklalyf eða hormónar koma að ræktun. Mjög fáir í heiminum geta leikið þetta eftir íslensku sjávarfangi. Til að tryggja þessa sérstöðu er mikilvægt að vanda vel til rannsókna og tækifæri til nýsköpunar. Codland og Matís hafa unnið saman á undanförnum árum með styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís og Nordic Innovation að rannsóknum á einangrun kollagens úr roði, niðurbroti með ensímum í peptíð og eiginleika þeirra afurða.
10
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Rannsakað hefur verið meðal annars hvaða áhrif gæði hráefnis hefur á einangrað kollagen til dæmis hvort notað er ferskt eða frosið roð. Einnig hafa verið kannaðar mismunandi aðferðir við einangrun á kollageni, hvaða ensím eru best við að brjóta niður kollagen og fleiri þættir. Síðast en ekki síst stendur yfir könnun á lífvirkni afurðanna meðal annars með brjóskfrumumódeli eins og áður var lýst.
Roð
Fjögur af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins HB Grandi hf, Samherji hf, Vísir hf og Þorbjörn hf ásamt Codland hafa undirritað viljayfirlýsingu um að reisa verksmiðju á Reykjanesi til að framleiða úr roði kollagenpeptíð. Ráðgert er að í haust verði tekin fyrsta skóflustunga að verksmiðjunni fyrir framleiðslu á kollagenpeptíðum. Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður um einn milljarður íslenskra króna. Áætlað er að það taki til starfa um ári seinna eða 2018. Við framleiðslu kollagensins verður notast við græna orku úr orkulindum Reykjanesskaga og þannig verður tryggt að um afar vistvænar afurðir verði að ræða. Frumhönnun verksmiðjunnar liggur fyrir sem og allir helstu kostnaðarþættir, svo sem tækjakaup og uppsetning. Þarna sameina fjögur af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins krafta sína, fyrirtæki sem hafa mikla reynslu af fiskveiðum og ráða yfir skipaflota og aflaheimildum til að sjá verksmiðjunni fyrir hráefni og um leið auka nýtingu og verðmætasköpun hliðarafurða í sjávarútvegi.
EInangrað kollagen
Ljóst er að þeir aðilar sem koma saman í þessu verkefni geta með þessu nýsköpunarverkefni skapað mikil verðmæti úr hliðarafurðum á borð við fiskroð, sem hingað til hefur verið lítt eða ekkert nýtt. Hröð þróun hefur orðið í framleiðsluaðferðum kollagens á síðustu árum og eftirspurn eftir vistvænum afurðum á þessu sviði hefur aukist jafnt og þétt um allan heim. Vegna hagnýtra eiginleika kollagenpeptíða hafa þau víðtæka notkunarmöguleika meðal annars vegna þess að það hefur góða leysni, bindur ekki vatn og er braglítið og lyktarlaust. Það er því tilvalið að nota kollagenpeptíð uppleyst í drykki. Í fyrra kom einmitt á markað svaladrykkurinn Alda sem inniheldur kollagenpeptíð úr Íslensku roði sem var hannaður og framleiddur af Ölgerðinni Steðja í samstarfi við Codland og hefur verið vel tekið. Framtíð verðmætra afurða úr roði á Íslandi er því björt, þar sem saman koma rannsóknarstofnanir og fyrirtæki sem samnýta þá sérþekkingu sem er til staðar. Þarna skapast hátæknistörf og þróun fullvinnslu í sjávarútvegi heldur áfram af krafti.
Kollagenpeptíð. SJÁVARAFL JÚNI 2017
11
Hart barist í koddaslag við höfnina. Ljósmyndari: Haraldur Hjálmarsson
Úr ýmsum áttum á Sjómannadaginn!
Á Sjómanndaginn á Suðureyri við Súgandafjörð Myndir: Róbert Schmidt
Sjómannadagurinn á Vopafirði 2015 Myndir: Magnús Már Þorvaldsson
Börnin skemmta sér á Sjóaranum síkáta
12
SJÁVARAFL JÚNI 2017
GLORÍAN sem bylti flottrollsveiðum
Gloríu flottroll Hampiðjunnar voru þróuð í nánu samstarfi við íslenskar útgerðir, skipstjórnarmenn og sjómenn. Á síðustu 28 árum hefur Hampiðjan framleitt og selt yfir þúsund Gloríur til útgerða í 28 löndum.
– veiðarfæri eru okkar fag
Starfsfólk Wise: Björn Þórhallsson, Jón Heiðar Pálsson og Hallgerður Jóna Elvarsdóttir
Ástralskt fyrirtæki velur WiseFish Bára Huld Beck
-Margar nýjungar eru hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise, til að mynda hýsing í skýi, betri samþætting við hugbúnað og Wise Analyzer. Einnig innleiddi einn stærsti framleiðandi á laxi í Ástralíu nýlega hugbúnað fyrirtækisins-
H
ugbúnaðarfyrirtækið Wise sérhæfir sig í viðskiptalausnum fyrir allar greinar atvinnulífsins. Það leggur áherslu á Dynamics NAV bókhaldskerfið sem hentar jafnt stórum sem smáum fyrirtækjum en hjá Wise starfa nú um 80 manns. Nú er komin á markað ný útgáfa af hugbúnaðinum, WiseFish og Microsoft Dynamics NAV 2017, og er hún í boði í áskrift en einnig geta viðskiptavinir eignast kerfið og rekið það. Margar nýjungar eru í nýju útgáfunni, þær helstu séu enn betri samþætting við Microsoft Outlook, tengiliði og dagbók, skýrslugerðin sé orðin auðveldari, sem og meðhöndlun kreditreikninga. Gefur fjölbreytta sýn á upplýsingar Wise Analyzer er svokallaður viðskiptagreindarhugbúnaður, að öllu leyti hannaður til að tala við grunnkerfi Dynamics NAV sem geymir gögnin sem verið er að skoða. Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise ehf., segir að Wise Analyzer gefi fjölbreytta sýn á upplýsingar úr fjárhag, viðskiptamanna- og lánardrottnabókhaldi, birgðum og verkbókhaldi. Hann segir jafnframt að hægt sé að skoða Wise BI teninga með Wise Analyzer út frá mismunandi sjónarhornum. Hægt sé að velja á milli teninga svo sem fjárhags-, birgða-, sölu- og verktenings.
WiseFish fyrir sjávarútveginn Wise hefur um 20 ára skeið verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg og þjónustar fjölda fyrirtækja innanlands sem utan. Lausnir Wise spanna alla virðiskeðju sjávarútvegsins frá fiskeldi og veiðum til sölu og dreifingar. Meðal sérlausna Wise má nefna útflutningskerfi Wise og fjölbreyttar WiseFish lausnir fyrir sjávarútveginn. „Eins og í öllum öðrum rekstri skiptir miklu fyrir stjórnendur í sjávarútvegi að hafa góða yfirsýn,“
Sölu stjórnborð.
Jón Heiðar segir að Wise skýrslur geri notendum kleift að gerast áskrifendur eða taka út skýrslur með lykiltölum rekstrar varðandi fjárhag, rekstur, viðskiptatengsl eða mannauð. Upplýsingar séu uppfærðar hvort sem er í rauntíma eða á ákveðnum tímapunkti og komið áleiðis til notenda með þeim hætti sem hentar hverju sinni.
14
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Jón Heiðar Pálsson
Fjárhagsgreining
segir Jón Heiðar. „WiseFish annast utanumhald veiða og veiðiaðferða, hversu miklu er landað og hvaða tegundum. Einnig nýtist forritið til að vakta kvótastöðu og halda utan um framleiðsluferla. WiseFish tengist öðrum kerfum á gólfinu eins og Innova hugbúnaði frá Marel og má láta kerfið tala við jaðartæki, svo sem vogir og handtölvur,“ segir hann. Hann bætir við að kerfið bjóði upp á mikla möguleika á að rekja feril afurða frá veiðum í gegnum vinnslu- og söluferli og alla leið til
neytandans. Einnig sé innbyggt í WiseFish HACCP gæðakerfi sem nota má við alla framleiðsluna. Innleiðing gekk vel Tassal, stærsti framleiðandi á laxi í Ástralíu, innleiddi fyrir skömmu nýjar útgáfur Dynamics NAV og WiseFish ásamt tengingum við vogir og handtölvur, framleiðslukerfi, samninga, birgðir og sölukerfi. Jón Heiðar segir að þrátt fyrir að langt sé á milli Íslands og Ástralíu hafi innleiðingin gengið vel. „Það er mikil viðurkenning fyrir Wise að Tassal hafi valið WiseFish og okkar lausnir þrátt fyrir langar vegalengdir og tímamun,“ segir hann. „Vefur, spjaldtölvur, símar og Power BI greiningartól eru nú hluti af stöðluðu kerfi. Við höfum endurskrifað WiseFish frá grunni, nýtum okkur nýjar útgáfur af Dynamics NAV frá Microsoft og þá getum við boðið nýja virkni sem byggir jafnframt á grunnkerfi Microsoft.“ Tassal er eitt mest leiðandi fiskframleiðslufyrirtæki í heiminum. Það er með bækistöðvar í Tasmaíu í Ástralíu og hefur til umráða þrjár stöðvar sem geta framleitt tíu milljón gönguseiði á ári. Fyrirtækið bíður neytendum að velja á milli ýmis konar próteina með margvíslegu úrvali af laxafurðum, til að mynda ferskum, reyktum, niðursoðnum og frosnum afurðum. Tassal er aðallega á fjórum svæðum þar sem hefðbundin kví er um 11.600 fermetrar að stærð og í þeim er nógu mikið af
laxi til að framleiða 80 tonn af afurðum. Fyrirtækið hefur fjórar stjórnstöðvar til vinnslu þar sem afurðirnar eru framleiddar. Superior Gold er eitt frægasta vörumerki Tassal. Um er að ræða reyktan lax og að mati fyrirtækisins velur smekkmaðurinn þá vöru. Markaðsdeild fyrirtækisins lýsir henni sem yfirburðarvöru þar sem afurðin er reykt með alúð og ástríðu í reykhúsinu í Tasmaníu. Í skýjunum Krafa nútímans er að hafa gott aðgengi að upplýsingum og geta nálgast gögnin með ýmsu móti. Microsoft Office 365 er einn vinsælasti skrifstofuhugbúnaðurinn í heiminum í dag og fæst nú hjá Wise í áskrift gegn föstu mánaðarlegu gjaldi. Með því að velja Microsoft Office 365 í áskrift sparast fjárfesting á vélbúnaði, afritunarbúnaði og hugbúnaðarleyfum. „Hýsing á bókhaldsþjónustu er hagkvæmur kostur fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og er aðgengilegt hvar og hvenær sem er,“ segir Jón Heiðar. Hægt sé að fjölga eða fækka notendum eftir þörfum og kostnaður við uppsetningu sé í lágmarki þar sem engin þörf er á kaupum á miðlægum tölvubúnaði eða hugbúnaðarleyfum. Jón Heiðar segir að um sé að ræða val um þrjár gerðir af hýsingu eftir því hvað henti hverju
Gengi gjaldmiðla
fyrirtæki: NAV í áskrift, NAV einkaleigu eða NAV einkahýsingu. „Hýsing gerir bókhaldið aðgengilegt hvaðan sem er í heiminum. Gögnin eru geymd í hátæknitölvuverum þar sem færustu sérfræðingar Microsoft sjá um að gögnin séu örugg og að hægt sé að nálgast þau hvar og hvenær sem er. Hýst er í gagnaveri Microsoft Azure sem talið er eitt það öruggasta og öflugasta sinnar tegundar í heiminum,“ bendir hann á. Auðvelt að sækja um áskrift Dynamics NAV bókhaldskerfið er notað af meira en 110 þúsund fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Jón Heiðar segir það vera einn öflugasta og sveigjanlegasta viðskiptahugbúnaðinn á markaðnum. „Kerfið hentar jafnt stórum sem smáum fyrirtækjum með ólíkar þarfir. Hvort sem þú ert í verktöku, framleiðslu, sjávarútvegi, sveitafélagi, verslun eða ferðaþjónustu þá leysir Dynamics NAV þínar þarfir,“ segir Jón Heiðar en meðal annars er hægt að samþykkja reikninga, skrá verkbókhaldið eða yfirfara stöðuna á netinu í spjaldtölvunni, símanum eða tölvunni heima. „Hefðbundin hugbúnaðarsala er að færast yfir í áskrift og leigu á hugbúnaði en á síðasta ári var meira en fimmtíu prósent aukning í vali á þessari leið hjá Wise. Á vefsíðunni www. navaskrift.is er val um áskriftarleiðir og verð og hægt að panta aðgang að hugbúnaðinum. Það tekur aðeins einn dag að afgreiða leyfi og nýtt bókhald með grunnkerfum Dynamics NAV og helstu sérlausnum sem duga fyrir flest fyrirtæki,“ segir Jón Heiðar en fyrirtækið er með skrifstofur í Reykjavík, Akureyri og í Noregi. Jón Heiðar segir að hagkvæmt og þægilegt sé að vera í áskrift að Dynamics NAV þar sem rekstrarkostnaðurinn er þekktur og að greitt sé mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað, uppfærslur og hýsingu, í fullkomnu og öruggu tækniumhverfi. Innifalið í því sé vistun gagna, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur.
Nýjir lykiltöluvísar
Dashboards aldursgreining krafna
SJÁVARAFL JÚNI 2017
15
Grunnvatn skiptir máli fyrir orkunýtingu og er einnig orkuberi.
„Bláa gullið“
- staða vatns á Íslandi í dag
-Vatn er það dýrmætasta sem fyrir finnst á jörðinni og því má segja að „blátt gull“ sé ekki rangnefni yfir vatnið. Íslendingar eru heppnir að hafa vatnsauðlind sem er eins sjálfbær og raun ber vitni en í síbreytilegum heimi er vert að staldra við og kanna hvort gera megi betur-
F
á lönd í heiminum geta stært sig af viðlíka vatni og Íslendingar. Regn fellur til jarðar, ár renna í sínum farvegum, fossar steypast fram af bergi og lífið nýtur góðs af. Þannig er auðvelt að hugsa um vatnsauðlindina sem óþrjótandi auðlind þar sem ekkert geti raskað því flæði sem fyrir er. En er einhver ástæða til að huga sérstaklega að vatninu og hvernig farið er með það á Íslandi? Svarið er margþætt og flóknara en virðist við fyrstu sýn því þrátt fyrir að neysluvatn sé með því betra í heiminum og miklar rigningar tryggi góða grunnvatnsstöðu þá er það ekki sjálfgefið. Sérstök vatnalög eru í gildi og reglugerðir en þó skortir að tryggja að reglum sé fylgt og hugsanlega eru skammtímasjónarmið tekin fram fyrir þau langtíma. Staða vatns á Íslandi Íslensk heimili nota árlega að meðaltali fjögur til fimm tonn af heitu vatni á hvern fermetra. Um 90 prósent fara í húshitun en um 10 prósent í bað, sturtu, þrif, uppvask og almenna neyslu. Oft er miðað við að hver Íslendingur noti um 200 lítra af vatni á dag en samkvæmt nýrri rannsókn, sem er í vinnslu á vegum Veitna ohf., fyrirtækis sem sér um að veita rafmagni og heitu og köldu vatni á höfuðborgarsvæðinu og víðar, sýna fyrstu niðurstöður að líklega sé notkunin minni eða um 130 til 150 lítrar á dag. Til samanburðar má nefna að 60 lítrar af vatni eru notaðir í meðalsturtu sem tekur fimm mínútur. Samkvæmt svari við fyrirspurn til fyrirtækisins er vatnsforði vatnsbóla
16
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Veitna nægur og passað er sérstaklega upp á að auðlindin sé sjálfbær. Meðalvinnsla í Heiðmörk er um það bil 700 lítrar á sekúndu. Um helmingur þess vatns sem Veitur dreifa er nýttur í atvinnurekstri. En að hverju ber að huga þegar fjallað er um stöðu vatns á Íslandi? Í fyrsta lagi er vert að kanna grunnvatnsstöðu á landinu og ekki síst af hverju hún er mikilvæg í þessu samhengi. Í öðru lagi er mikilvægt að kanna gæði neysluvatns og í þriðja lagi þarf að vera með gott eftirlit með hvers konar mengun sem kann að finnast. Eftirlit er töluvert
Bára Huld Beck
á Íslandi, til dæmis á vegum Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlita sveitarfélaganna, Veðurstofunnar og fleiri stofnana. Vatnatilskipun Evrópusambandsins var innleidd árið 2008 þar sem helstu áhersluatriðin voru meðal annars að samþætta gögn, gera áætlanir vegna stjórnunar á sviði vatnafræða, vatna og vatnsfalla og að miðla gögnum til almennings. Árið 2011 var síðan rammatilskipun Evrópusambandsins um verndun vatns innleidd með nýjum vatnalögum sem farið verður í síðar í þessari umfjöllun. En hver er staða vatns á Íslandi í dag? Grunnvatn er mikilvægt fyrir líf í náttúrunni og daglegt líf Íslendinga.
Íslendingar eru heppnir því hér rignir og snjóar mikið.
Nánast allt neysluvatn Íslendinga grunnvatn Grunnvatn er gríðarlega mikilvægt fyrir líf í náttúru Íslands og fyrir daglegt líf fólks. Davíð Egilson, hópstjóri vatnarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, segir að fyrir því séu fjórar meginástæður. Í fyrsta lagi beri að nefna drykkjarvatn í því samhengi. Drykkjarvatn Íslendinga sé að langstærstum hluta grunnvatn en slíkt vatn sé að mestu leyti úrkoma og leysingarvatn sem sigið hefur niður í jörðina. Jarðlögin sem það rennur um á leið sinni síi úr því óhreinindin og sé það því alla jafna ferskt og ómengað. Í öðru lagi segir Davíð grunnvatnið skipta máli vegna orkunýtingar. Framleiðsla orku þurfi að uppfylla þarfir notenda. Rennsli drag- og jökuláa sé mjög breytilegt eftir árstíðum. Það sé mest á vorin og sumrin og oft sé lítið vatn á vetrum þegar mikil þörf er á raforku. Þess vegna þurfi að byggja uppistöðulón eins og til dæmis Hálslón til að miðla rennslinu. Grunnvatnið og lindirnar séu hins vegar stöðugar yfir árið. Þess vegna þurfi mun minna að miðla og hægt sé að nýta rennandi vatnið eins og það er. Í þriðja lagi segir hann að grunnvatn sé stundum eins konar orkuberi. Grunnvatni sé dælt upp við Svartsengi, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun til að breyta sjóðandi gufu yfir í heitt vatn sem veitt er til neytenda. Í fjórða lagi, sem er afar mikilvægt fyrir mjög marga, snúist þetta um náttúruvernd
vegna þess að lindasvæðin séu víða fallegustu svæðin á landinu, órofa tengd kyrrð og ósnortnu umhverfi. Samkvæmt greinargerð um álagsþætti á grunnvatn sem unnin var á vegum Veðurstofu Íslands renna um 5.000 rúmmetrar af vatni á sekúndu af landinu og þar af um 1.000 rúmmetrar af grunnvatni. Stærsti hluti grunnvatnsins, eða um 600 rúmmetrar á sekúndu, kemur fram sem lindarvatn á hálendinu og sameinast jökul- og dragám þar. Afgangurinn, um 400 rúmmetrar á sekúndu, kemur fram í lindum á láglendinu. Jöklarnir forðabú fyrir grunnvatn Yngstu jarðlögin sem eru að mestu bundin við eldvirka beltið eru gropnust og þar á vatn auðveldara með að hripa niður og mynda grunnvatn en þar sem bergið er eldra og þéttara eins og á Aust- og Vestfjörðum og MiðNorðurlandi. Grunnvatnsöflun á eldvirknibeltinu er því til þess að gera auðveld. Víða er hins vegar nokkrum vandkvæðum bundið að ná í lindarvatn á eldra berginu. Sums staðar er það þó hægt með því að leita í stórar jarðvegsskriður, áreyrar eða sprungur til að fá grunnvatn og í einstaka tilfelli þarf að nota yfirborðsvatn. Íslendingar eru afar vel settir þar sem 97 prósent af neysluvatni þeirra er grunnvatn.
Davíð segir að lega landsins skipti verulegu máli varðandi úrkomu og þar af leiðandi afrennsli. Mikinn raka reki yfir landið vegna þeirra tveggja sjávarstrauma sem liggja að landinu. Hann segir að jöklarnir séu eins konar forðabú fyrir afrennsli og þar með talið grunnvatn. Við hlýnandi loftslag minnki jöklar og tímabundin aukning verði á afrennsli meðan leysingin varir. Eftir það muni draga úr afrennsli af landinu. Hann segir að forspá veðurfarslíkana bendi til þess að úrkoma verði um 6.000 rúmmetrar á sekúndu árið 2100 vegna loftlagsbreytinga. Jöklarnir muni bráðna meira og hlýrra verði í veðri. Hins vegar sé mun erfiðara að segja til um víðtækari áhrif eins og öfgar í veðurfari eða breytingu á sjávarstraumum sem gætu haft afgerandi áhrif á líf í landinu. Tvö grunnvatnshlot í hættu Árið 2013 kom út Stöðuskýrsla vatns á Íslandi þar sem könnuð var mengun í íslenskum vötnum. Skýrslan er einn hluti innleiðingar vatnatilskipunar Evrópusambandsins og laga um stjórn vatnamála. Talað er um sérstök grunnvatnshlot en það er afmörkuð stjórnunareining fyrir grunnvatn samkvæmt lögum um stjórn vatnamála. Þar kemur fram að tvö grunnvatnshlot eru metin
SJÁVARAFL JÚNI 2017
17
í hættu á að standast ekki umhverfismarkmið um gott ástand. Þau eru Rosmhvalanes á Suðurnesjum, stundum kallað Miðnes, og Tjörnin í Reykjavík. Á Suðurnesjum hefur orðið mengun á grunnvatni vegna úrgangs og umsvifa á flugvellinum og ekki er búið að uppræta þá mengun enn þrátt fyrir að hún hafi minnkað sums staðar. Á mörgum stöðum á landinu ríkir óvissa varðandi mengun og stafar hún af margs konar ástæðum, svo sem vegna óhreinsaðs skólps, hugsanlegs leka mengunarefna, hættu á uppsöfnun efna vegna fiskeldis, efnamengunar vegna losunar affallsvatns frá jarðvarmavirkjunum eða þegar mæli- og rannsóknargögn vantar. Neysluvatn lakara hjá minni veitum Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í sjálfbærnivísindum við Háskóla Íslands, hefur undanfarin ár unnið í málum tengdum sjálfbærni en hún er menntuð í jarðefnafræði og jarðvísindum. Hún segir að staðan á Íslandi sé góð varðandi vatn því landsmenn séu heppnir að hér rignir og snjóar mikið þannig að á flestum stöðum á landinu sé vatn ekki beint vandamál. Hún nefnir sérstaklega Reykjavíkursvæðið þar sem fólk fær allt þetta mikla og góða vatn úr Bláfjöllunum yfir í Gvendarbrunna þar sem vatnið er tekið. Hún bendir á að drykkjarvatn á svæðinu sé því mjög gott. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna sjá um að mæla gæði neysluvatns á hverjum stað fyrir sig. Í svari við fyrirspurn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kemur fram að í reglubundnu eftirliti séu tekin yfir 100 sýni úr vatnsbólum og dreifikerfinu sem síðan eru rannsökuð samkvæmt reglugerð um neysluvatn frá árinu 2001. Matvælastofnun sér um að safna upplýsingum saman um gæði neysluvatns en síðustu eftirlitsniðurstöður komu út í mars 2015 fyrir árin 2002-2012. Þar kemur fram að samantekt niðurstaðna fyrir þetta tímabil sýni að örveruástand sé í flestum tilfellum mjög gott hjá stærri vatnsveitum en lakara hjá minni veitum sem þjóna færri en 500 íbúum. Þá sé efnafræðilegt ástand neysluvatns á landinu almennt mjög gott og sjaldgæft að eiturefni greinist í vatninu. Heildarúttektir, sem bæði ná yfir örveruástand og efnainnihald, eru flestar frá vatnsveitum sem þjóna fleiri en 500 íbúum og uppfylla veiturnar í nær öllum tilvikum kröfur neysluvatnsreglugerðar samkvæmt niðurstöðum. Við reglubundið eftirlit á árunum 2010 til 2012 greindist E.coli í innan við 1 prósent sýna hjá vatnsveitum sem þjóna fleirum en 500 manns. Hins vegar greindist E.coli í 6,5 prósent sýna frá vatnsveitum sem þjóna 500 íbúum eða færri. Segir í samantekt niðurstaðnanna að lakast hafi ástandið verið á
18
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Austurlandi og Vestfjörðum, þar sem mun erfiðara sé að nálgast grunnvatn en í öðrum landshlutum. Þá skýrist munurinn milli stærri og minni vatnsveitna meðal annars af miklum fjölda lítilla einkaveitna til sveita, þar sem frágangi vatnsbóla er enn ábótavant. Samkvæmt Matvælastofnun stendur til að gefa út nýja samantekt næsta haust eða í byrjun næsta árs.
gagnvart náttúrunni og komandi kynslóðum. Að við skiljum eftir okkur sjálfbæra og tæra auðlind sem hægt er að nýta og ekki síst njóta. Leiðirnar að þeim markmiðum liggja í breyttu hugarfari gagnvart náttúrunni, vatnsstjórnun og hvernig komið er fram við umhverfið. Því forgangsröðun í þessum málum mun koma sér vel fyrir dýr og menn til langs tíma litið.
Berum öll skyldur gagnvart náttúrunni Regnið fellur til jarðar, tært vatnið safnast saman í gjótum, vötnum, árfarvegum og streymir síðan til sjávar. Þessi hringrás er endalaus, nauðsynleg öllu lífi og án hennar væri ekki byggilegt fyrir menn, dýr og plöntur. Á Íslandi eru íbúar vel settir miðað við margan úti í hinum stóra heimi og í fámenninu er hægt að réttlæta ofnotkun og jafnvel hugsunarleysi gagnvart vatninu. En þrátt fyrir að staðan sé góð þá firrir hún ekki almenning eða stjórnmálamenn ábyrgð sinni. Hún felst í þeim skyldum sem við berum öll
Umfjöllunin er hluti af lokaverkefni Báru Huldar Beck í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands sem birtist á vefmiðli Kjarnans þann 12. maí 2017. Hægt er að lesa meira á slóðinni https://kjarninn.is/vatn.
97% af neysluvatni Íslendinga er grunnvatn.
Súgandafjörður í kringum 1946. Mynd sem hangir á skrifstofu Merlo Seafood.
Miklar sveiflur eðli bransans -Sjávarafl náði tali af framkvæmdastjóra sölufyrirtækisins Merlo Seafood, Magnúsi Erlingssyni, og spjallaði við hann um fyrirtækið, sveiflur á markaði og komandi sjávarútvegssýningu í Brussel-
Magnús Erlingsson
Bára Huld Beck
S
tarfsmenn fyrirtækisins Merlo Seafood koma allir að vestan og flestir frá Súgandafirði. Í raun er um tvö fyrirtæki að ræða þar sem Merlo ehf. sér um innanlandsmarkað og Merlo Seafood um útflutning. Nú vinna sex manns hjá þessum tveimur fyrirtækjum. Merlo ehf. sér um sölu og dreifingu á sjávarafurðum til 50–60 fyrirtækja, til að mynda til Landspítalans, Hilton Hótels og fjölda veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Einnig selja þeir til stórra eldhúsa og fyrirtækja. Hins vegar sér Merlo Seafood um útflutning. „Þetta gengur þannig fyrir sig að við erum með kaupendur erlendis og síðan fáum við upplýsingar frá framleiðendum hvaða fisk þeir eru með,“ útskýrir Magnús Erlingsson, framkvæmdastjóri Merlo Seafood. Þannig fær hann upplýsingar um hvaða tegundir séu í boði, stærð fisksins og magn og kemur þeim upplýsingum áfram til kaupenda. Hann segir að næsta skref sé að bjóða í fiskinn og ef þeir séu með bestu verðin þá fái þeir vöruna. Fyrirtækið vinnur með ýmsum framleiðendum vítt og breytt um landið. Unnið með fisk alla tíð Magnús Erlingsson er fæddur og uppalinn vestur á Súgandafirði. „Pabbi og afi voru báðir skipstjórar
20 12
SJÁVARAFL JÚNI 2017
fyrir vestan og mamma og amma unnu líka í fiski. Ég er búinn að vera í ýmiskonar vinnu við sjávarútveg síðan ég man eftir mér. Fyrst að vinna í fiski hjá pabba og síðan ætlaði ég á sjó. Það gekk nú brösulega vegna þess að ég var alltaf sjóveikur,“ segir hann og brosir. Hann bætir við að hann sé búinn að vera í fiskibransanum ansi lengi og mikið verið að selja. Fyrirtækið Merlo ehf. var stofnað árið 2002. „Ég byrjaði nú bara á því að setja fjóra kassa af rækju aftan í Toyotu Corollu og keyrði niður í bæ. Ég seldi rækju inn á kínversku staðina og síðan hefur þetta þróast,“ segir Magnús. Kraftar fjölskyldunnar eru nýttir í fyrirtækinu. Konan hans, Kristín Guðmundsdóttir, er stjórnarformaður beggja fyrirtækjanna og báðir synirnir hafa unnið við fyrirtækið og meðal annars hefur sonur hans gert auglýsingabæklinga og bróðir hans vinnur hjá fyrirtækinu. Sígandi lukka er best Magnús hefur sem sagt verið viðloðandi sjávarútvegsiðnaðinn frá því hann var ungur strákur eða 12 til 13 ára gutti og selt fisk frá 1985. Hann segir að meginkostur þess, að vera á þeim stað sem hann er á í dag, sé sjálfstæði rekstursins. „Þetta er þægilegt að því leytinu að geta verið hvar sem er, það eina sem þurfi sé nettenging og sími,“ segir hann. Hann geti þess vegna verið hvar sem er í heiminum í þessu starfi.
Magnús starfaði með nafna sínum, Magnúsi Guðfinnssyni, í bílskúrnum heima hjá sér í sjö ár áður en fleiri félagar hans komu að fyrirtækinu og færðu sig á skrifstofur sínar í Krókhálsinum fyrir um 10 árum síðan. Fyrirtækið hefur vaxið hægt og þétt síðan þá. „Sígandi lukka er best,“ segir hann og veltir því fyrir sér til hvers að vera að stækka bara til að stækka, það sem skipti meginmáli sé að reksturinn skili einhverju. Hann telur einnig mikilvægt að starfsmenn séu með góð laun og jafnvel meðeigendur. „Við höfum reynt að reka þetta þannig að menn séu sáttir og hafi eitthvað út úr því sem þeir eru að gera,“ segir hann. Fjölbreytni mikil Magnús Guðfinnsson, sölustjóri hjá Merlo ehf. og eigandi, segir að innanlandsdeildin sé hálfgerð heildsala af því að þeir séu bæði með ferskan og frosinn fisk og allar tegundir. „Svo erum við með mjög mikið af annars konar vöru, eins og rækju, humri, hörpudiski og tígrisrækju, kræklingi og reyktum og gröfnum laxi,“ segir hann. Fjölbreytnin sé því mikil. Fyrirtækið flytur einnig inn svolítið af fiski, til að mynda amerískum hörpudiski og tígrisrækju, sem ekki er til á Íslandi. „Við vorum einmitt að taka inn nýja vöru sem kalla má „partý-vöru“,“ segir Magnús Erlingsson. Þá á hann við fiskmeti sem hægt er að bjóða upp á sem pinnamat og
smárétti. Fyrirtækið er nýbúið að taka inn átta nýjar tegundir sem þeir kynna um þessar mundir og bjóða þeir aðallega upp á þessar tegundir fyrir veisluþjónustur. Feikilega vinsælar fiskibollur Merlo ehf. selur fiskibollur sem eru gríðarlega vinsælar, að sögn Magnúsar. Grunnuppskriftin kemur að vestan en fyrirtækið seldi tvö til þrjú tonn á bolludeginum síðasta og segir Magnús að það sé met fyrir einn dag. Þeir selja bæði í skóla og leikskóla og einnig kemur fólk til að kaupa beint af þeim. „Margir vilja meina að þetta séu bestu fiskibollurnar á landinu,“ segir Magnús Guðfinnsson og hlær. Hann segir að þeir séu búnir að vera starfandi í fjölda ára og hafi tekið fyrst hinar ýmsu bollur frá mismunandi framleiðendum. „Það gekk vægast sagt illa að koma þeim á markað. Ástæðan fyrir því er að ekki var nægjanlega gott hráefni sett í bollurnar og kúnninn ekki ánægður,“ segir hann. Þess vegna hafi þeir ákveðið að búa til sína eigin uppskrift og gera þetta eins og „mamma gerði í gamla daga.“ Frá því sú framleiðsla byrjaði hefur salan aukist stanslaust, að hans sögn. „Það er sama hvar þessar bollur koma inn í dag, þær fara helst ekki út aftur,“ segir hann og bætir við að alltaf sé gaman þegar vel er gert.
Nýjar rækjur væntanlegar á markað
Krafa um gott hráefni Magnús Guðfinnsson segir að þjónustustigið sé gott hjá þeim og nefnir sem dæmi að flest þeirra fyrirtækja sem þeir þjónustuðu í byrjun séu enn viðskiptavinir þeirra í dag. „Við erum að hasla okkur völl hægt og rólega,“ segir hann. Meðbyrinn sem hann finnur er jákvæður og segir hann að alltaf séu fleiri og fleiri sem viti af Merlo ehf. á markaðinum. „Við höfum ekki verið þekktir
fyrir að auglýsa mikið,“ segir hann og hlær. Hann bendir á að þeir séu ekki að hraða sér og að rólegt yfirbragð sé yfir þeim varðandi stækkun eða útbreiðslu fyrirtækisins á innanlandsmarkaðinum. Hann segir að auðvitað sé þetta ákveðið basl og mikil samkeppni sé til staðar. Margir aðilar séu að vinna á þessum markaði þannig að þjónustan þurfi að vera góð og verðið einnig. „Svo er komin gríðarleg krafa um gott hráefni hér á þessum markaði. Til samanburðar þá var búið að vera hér
Við látum dæluna ganga
• Dælur • Dæluviðgerðir • Ásþétti • Rafmótorar • Vélavarahlutir
Viðgerðir • Tæringarvarnir Keramikhúðun Fyrir
Eftir
Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is SJÁVARAFL JÚNI 2017
21
tveggja mánaða verkfall og erfitt að fá ferskan fisk. En þegar við buðum frosinn fisk þá neituðu kokkarnir því,“ segir hann. Merlo ehf. rekur lítið eldhús þar sem fiskréttir og bollurnar eru útbúnar. Magnús segir að það þurfi að steikja um tvö tonn af bollum á mánuði til að anna eftirspurn. Þeir eru einnig byrjaðir að þróa fiskibúðing. „Ég ákvað að prufa þetta og vera með alvöru hráefni. Það hefur komið mjög vel út og þótt mjög gott,“ segir hann og bætir við að búðingurinn sé 70 til 75 prósent fiskur og engin mjólk eða egg séu í honum. Með sambönd víða Merlo Seafood flytur aðallega út frosinn fisk en framkvæmdastjórinn segir að þeir hafi verið að sérhæfa sig í frystum fiski. „Við höfum ekki verið í ferskum eins og langflestir eru orðnir í í dag heldur mest verið í frosnum,“ bendir Magnús á. Hann segir að hvoru tveggja sé fiskurinn sjófrystur og landfrystur og að mestmegnis séu þetta flök. „Svo erum við að selja svil til Kóreu og loðnuhrogn til Japan og Kína, ásamt loðnu og makríl,“ segir hann. Samkeppnin er mikil eins og gefur að skilja. „Við höfum verið að slást við stóru útflutningsfyrirtækin og þurfum að standa okkur betur en þeir. Svo myndast ákveðin sambönd og maður selur oft til sömu aðilanna aftur og aftur. Ef kaupendurnir eru ánægðir með vöruna þá vilja þeir kaupa hana áfram,“ segir Magnús. Þannig gangi þetta fyrir sig. Notast við MSC-vottunarkerfið Magnús segir að þeir séu aðilar að MSC sem eru samtök sem bjóða upp á tvenns konar vottun,
fyrir sjálfbærar fiskveiðar og rekjanleika frá bryggju til neytanda. Ufsi, ýsa, þorskur og karfi eru til að mynda með þessa vottun. Magnús útskýrir það þannig að þá sé ekki verið að ofveiða þær tegundir og þá séu þær frekar keyptar. „Við finnum mun á því, sérstaklega í Evrópu. Þá er spurt: „Er þetta MSCvara?“ Sumar verslunarkeðjur kaupa ekki inn nema það sé MSC,“ segir hann. Mikilvægt sé fyrir suma viðskiptavini að veitt sé úr sjálfbærum stofnum. Stærsti markaður Merlo Seafood er Þýskaland. Einnig er selt til Hollands, Frakklands, Kanaríeyja og Asíu. „Við vinnum með mjög fínu fyrirtæki sem er með skrifstofu í Asíu. Þeir finna viðskiptavinina og við framleiðendurna,“ segir hann. Með gamlar svarthvítar ljósmyndir Eftir að hafa sótt sjávarútvegssýninguna í Brussel í fjöldamörg ár verður Merlo Seafood í fyrsta skiptið með bás í ár. Sú ákvörðun var tekin að kynna fyrirtækið með vísun í upprunann á Vestfjörðum. Magnús segir að þeir ætli að vera með gamlar svarthvítar myndir að vestan, til dæmis frá Súgandafirði á fimmta áratugnum. Þeir muni nota myndir frá séra Jóhannesi sem var prestur þar og tók mikið af fallegum myndum af staðnum, fólkinu og menningunni, meðal annars í fiskvinnslu. „Þetta eru skemmtilegar myndir frá gömlum tímum,“ segir hann.
gömlum samböndum sem þegar eru til staðar. Næstu skref Merlo Seafood eru að fara inn á Bretlandsmarkað. „Við erum búin að vera að kynna okkur þar,“ segir Magnús. Tengiliður þeirra í Bretlandi mun fara með þeim á sýninguna í Brussel. „Slagur“ alla daga „Þetta er slagur. Ef þú ert ekki með bestu verðin þá færðu ekki fiskinn,“ segir Magnús. Þannig að ekkert þýðir annað en að standa sig í þessu, að hans mati, því samkeppnin er hörð. Styrking krónunnar hefur áhrif á allan iðnaðinn, að hans sögn. „Flestir hugsa samt mest í erlendri mynt í þessum bransa. Við seljum í evrum eða dollurum yfirleitt. Við borgum framleiðendum í erlendri mynt. En svo fáum við okkar umboðslaun í erlendri mynt og þurfum að selja þær hér til að búa til íslenskar krónur, borga laun og kosnað. Og þá færðu bara færri krónur þegar krónan er eins sterk og hún er í dag,“ segir hann. Verkfall sjómanna fór ekki vel með rekstur fyrirtækisins, að sögn Magnúsar. „Fyrst eftir jól og fram í janúar var þetta allt í lagi. Við vorum að selja frosinn fisk en engar tekjur voru allan febrúar,“ segir hann. Þannig séu miklar sveiflur í bransanum og sumir mánuðir geti verið dúndurgóðir meðan aðrir séu lélegir. Hann segir að margir hlutir geti haft áhrif á þessar sveiflur, bæði utanaðkomandi aðstæður og dugnaður í sölumennskunni. „Það er eðlið í þessum bransa,“ segir hann að lokum.
Að sögn Magnúsar er gott að fara á slíka sýningu til að hitta viðskiptavini. „Þá sé hægt að skipuleggja fundi, hitta nýtt fólk og búa til ný sambönd, þetta gengur út á að byggja upp sambönd,“ segir hann og bætir við að ekki síst sé mikilvægt að viðhalda
er einnig að finna í öllu N-Atlantshafi, bæði austan og vestanmegin. (Heimild: Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, Fjölvi 1992). Á steinbítsveiðum. Ljósmynd: Róbert Schmidt. Og svo er fiskurinn verkaður, kúlaður steinbítur þekkja eflaust ekki allir en um er að ræða að sígin steinbítsflök. Þessar sannkölluðu sjávarperlur eru eitt best geymda leyndarmál sjávarfangs hér við land. Þeir sem vilja gæða sér á þessu ljúfmeti ættu að prufa að vera með vestfirksa hnöðmör eða vestfirðing eins og það er kallað ásamt kartöflum.
Ófríður en góður á bragðið S teinbíturinn er venjulegast orðin rýr á vorin og sækir þá fæði upp á grunnslóð. Þá er hann að leita að botndýrum eins og skeljum, kúfiski, sniglum, krabbadýrum og ígurkerjum ásamt loðnu og öðrum fiski. Á þessum tíma hafa vaxið nýjar tennur á hann en hann missir þær um hrygningartímann og er tannlaus um tíma og tekur þá ekki til sín
22
SJÁVARAFL JÚNI 2017
fæðu. Hrigningartíminn stendur yfir frá október og nóvember og aðalhrygningastöðvarnar eru á 160-200 metra dýpi undan Vesturlandi og Vestfjörðum. Steinbíturinn er veiddur að mestu leiti á línu eða rúmlega helmingur aflans. Aflinn er fenginn allt í kringum landið en að mesu leiti á Vestfjörðum og sunnanverðum Faxaflóa á vorin og sumrin sem og við SA-land á sumrin. Steinbít
Við veitum þjónustu Frá upphafi hefur Skeljungur haft það að markmiði að sinna orkuþörf fyrirtækja hratt og örugglega í sátt við umhverfið. Við leggjum ríka áherslu á fyrirtaks þjónustu við íslenskt atvinnulíf, hvort sem er í sjávarútvegi, flugrekstri, verktaka– eða flutningastarfsemi, landbúnaði eða iðnaði.
Brandenburg | sía
Skeljungur — Njóttu ferðarinnar
Skeljungur hf. | Borgartún 26 | 105 Reykjavík | 444 3000 | skeljungur@skeljungur.is | skeljungur.is
Finndu okkur á Facebook
Þessar ljósmyndir eru frá síðasta fjöruhreinsunarverkefninu sem Blái herinn tók þátt í. Um er að ræða samnorræna strandhreinsunardaginn. Alls hreinsaðist í þrem fjörum 3,3 tonn af fjögur til fimm kílómetra strandlengju. Ljósmyndari Tómas Knútsson
Hreint Haf-Hagur Íslands „H afið okkar er okkar dýrmætasta auðlind og virðing fyrir því verður að vera okkar helsta baráttumálefni. Þið ágætu sjómenn berið mikla ábyrgð á því að auðlindin og lífríki þess endist okkur vel og lengi. Núna eru margar blikur á lofti í málefnum hafsins, það eru stöðugar ráðstefnur um alls konar hættur sem steðja að lífríki hafsins og skal engan undra, umgengni við hafið hefur ekki verið uppá marga fiska undanfarin ár og áratugi. Það er talið að á hverju ári fari um 10 % af því plasti sem framleitt er beint eða óbeint í hafið. Þetta eru risatölur og talað er um milljónir tonna. Víða eru strandlengjur svo þaktar af rusli og drasli að það sést ekki í sandinn, svo eru heilu plastflekkirnir fljótandi í straumhvörfum og þar eru flekkirnir sem eru taldir stærstir á stærð við Frakkland svo dæmi sé tekið. Svartsýnustu skýrslur segja að það muni ekki vera nema fáir áratugir þangað til að það er meira plast í hafinu en fiskar. Hvað er til ráða gætu sumir spurt sig. Það þarf auðvitað að finna lausnir svo ekki fari mjög illa. Fyrir rúmum 20 árum hóf undirritaður að benda á umgengni í og við hafnir og strendur landsins, í byrjun var þessi barátta mjög svo erfið og fórnarkostnaðurinn var mikill. Alls kyns fólk, örugglega hið besta fólk kallaði mig klikkaðan og sjúkan mann sem greinilega vantaði athygli. Ég var menntaður sportköfunarkennari og hafði
24
SJÁVARAFL JÚNI 2017
stundað köfun í hartnær 20 ár. Köfunarferill minn byrjaði þegar ég var 16 ára árið 1973 og mitt fyrsta alþjóðlega skírteini var gefið út árið 1976 sem sportkafari. Árið 1991 lærði ég til sportköfunarkennara og byrjaði á fullu að breiða út þann boðskap að virða hafið fyrir mínum nemendum. Erlendis þar sem að ég lærði var brýnt fyrir okkur að ástunda í kennslunni okkar að kynna nemendum fyrir umhverfisverkefnum sem hægt væri að gera sem sportkafari.Það eru mörg stig sem hægt er að læra sem sportkafari og
Tómas J. Knútsson stofnandi og formaður Bláa hersins
þegar reynslan er farin að segja til sín í sportinu er hægt að fara að t.d. lyfta að hafsbotni léttum hlutum með lyftibelgjum,tína rusl í poka og fleira sem nóg er af á botninum. Allar hafnir eru stútfullar af drasli sem í flestum tilfellum kemur frá sjómönnum, því miður. Þarna fæddist hugmyndin að stofnun Bláa hersins sem undirritaður hefur rekið sem sjálfboðaliði allan tímann. Þau verkefni sem við höfum staðið fyrir eru yfir 140 talsins,
sjálfboðaliðar eru yfir 3000 frá upphafi og unnar hafa verið yfir 55 þúsund vinnustundir við að þrífa strandlengjuna,nokkar hafnir og mörg opin svæði, aðallega á Reykjanesinu en einnig höfum við farið í heimsóknir út á land. Samtals hefur verið tekið úr náttúru landsins yfir 1340 tonn af drasli(hráefni) og farið með í endurvinnslu. Næsta verkefni Bláa hersins er samstarfsverkefni með öflugum aðilum sem vilja endurvinna ruslið úr fjörunum.Hingað til eru veiðarfærin um helmingur af því sem er í fjörunum, hitt er plast sem annað hvort er fleygt í hafið eða skolast af landi og útí sjó. Þær fjörur sem við förum reglulega og þrífum en þær eru 7 talsins á Reykjanesinu eiga það sammerkt að það er um 1 tonn af rusli á kílómetranum. Þetta er allt of mikið og er í raun algjörlega óásættanlegt.Veiðarfærin sum hver veit ég að þið missið við veiðar en annað fer óvart í hafið.Einnota ílát og olíubrúsar er ofsalega algeng sjón því miður. Á síðustu Sjávarútvegssýningu var ég með til sýnis og glöggvunar fyrir gesti og gangandi sýningarglugga með rusli úr hafinu og af hafsbotni. Þið sögðum mér margar sögur af því hvernig þessum málefnum væri háttað umborð hjá ykkur og ég var mjög snortinn að heyra hvernig sumar útgerðir eru hreinlega með þetta allt á hreinu. EN einhverra hluta vegna fer ennþá allt of mikið rusl í hafið, ef við tökum okkur tak og hugsum þetta þannig að hafið er rúmið okkar þar sem við ætlum að sofa þá er ég fullviss um að þið mynduð ekki vilja hafa það fullt af drasli eftir erfiðan dag við veiðar. Blái herinn skorar á ykkur kæru sjómenn að hugsa vel og vandlega um þessa mestu auðlind okkar, koma með það í land sem þið ekki notið meir og setjið í réttan endurvinnsluferil og þá er ég viss um að með tíð og tíma snúum við
þessarri óheillaþróun við og hafið verður áfram okkar mesta auðlind um aldur og ævi.Það sem af er árinu 2017 hafa yfir 700 sjálfboðaliðar komið í 9 verkefni sem Blái herinn hefur verið þátttakandi í og 10.470 kg. af rusli fjarlægt úr umhverfinu og fargað á viðeigandi hátt.Í sumar verða verkefnin á Reykjanesinu líklegast 10 fjöruhreinsanir. Ef einhverjir áhugasamir aðilar vilja sjá veg og vanda Bláa hersins í framtíðinni sem mestan þá eru frjáls framlög alltaf vel þegin, við höfum oft viljað hætta en þá kemur alltaf eitthvað jávætt til okkar sem heldur okkar baráttu áfram. Núna treysti ég á ykkur á fleiri en einu sviði að hjálpa okkur að hafa auðlindina sem hreinasta. Það kostar blóð,svita og tár. Góðar stundir. Með vinsemd og virðingu Tómas J. Knútsson stofnandi og formaður Bláa hersins
Tómas J Knútsson. Ljósmynd tekin á sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Laugardagshöllinni 2016. Ljósmyndari: Elín Bragadóttir
Á samnorræna strandhreinsunardaginn
SJÁVARAFL JÚNI 2017
25
Systkinunum finnst gott að vinna saman Sigrún Erna Geirsdóttir
V
Tískuvörur með tengingu við sjóinn
ið höfnina í Hafnarfirði hafa þau systkinin Jóhanna Rósa og Rúnar Ágústsson komið sér vel fyrir með fyrirtæki sem þau reka saman, Strongwear. Þótt það sé frekar nýtt af nálinni, stofnað fyrir tæpum fjórum árum síðan, hafa þau bæði langa reynslu að baki. Rósa, eins og hún er kölluð, frá Kanada þar sem hún rak með öðrum lítið fyrirtæki sem flutti inn lýsi og efnavörur fyrir sjávarútveg og Rúnar frá 66
26
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Jóhanna Rósa Ágústsdóttir og Rúnar Ágústsson
Norður þar sem hann vann í mörg ár. Strongwear flytur inn sjó- og vinnslufatnað frá Grundens og stígvél frá Dunlop en þessar vörur ættu að vera flestum sem starfa í sjávarútvegi kunnugar. Þau eru sömuleiðis með eigin hönnun. ,,Við framleiðum okkar eigin sjóvettlinga og einnota vettlinga undir merkinu okkar, Strongwear. Nýjasti vettlingurinn er t.d með svokölluðu fiskigripi sem auðveldar allt grip og er úr PVC efni. Einnota
vettlingarnir eru úr nitrile og vitrile en ekki latex og eru vottaðir bæði fyrir matvælaiðnaðinn og heilbrigðisstofnanir sem hafa keypt mikið af okkur líka. Þetta er hágæðavara og þeir rifna ekki eins og gerist oft með latex hanskana,“ segir Rósa. En hvernig skyldi það hafa komið til að þau systkinin stofnuðu þetta fyrirtæki saman og hvernig gengur samvinnan? ,,Þetta æxlaðist bara svona, ég var að flytja heim og Rúnar stóð á tímamótum
líka og langaði að starfa sjálfstætt. Samstarfið gengur rosalega vel, ég er eldri og þess vegna hef ég alltaf rétt fyrir mér! Nei, nei, auðvitað ekki en þótt við séum stundum ósammála þá finnum við alltaf sameiginlega út úr hlutunum og höfum ágæta verkaskiptingu.” Hágæðavörur úr ull Fyrir utan vettlingana selja þau einnig ullarfatnað undir vörumerkinu J. Davidsson en hönnuðurinn að þeim fötum er enginn annar en Jan Davidsson sem áður var yfirhönnuður 66 Norður. ,,Okkur Jan langaði til þess að vinna saman og úr varð að við sjáum um alla framleiðslu og sölu á vörulínu J.Davidsson,“ segir Rúnar. Í línunni eru peysur, peysukjólar, húfur og vettlingar, allt unnið úr vandaðri ull, annað hvort hreinni eða blandaðri, bæði íslenskri, lambs- og merinoull. „Megnið af peysunum eru handprjónaðar fyrir okkur erlendis og svo notum við bara hágæða merinoull í Brynjulínunni sem gerir hana þétta, hlýja og mjúka viðkomu,“ segir Rúnar. Flíkunum hefur verið vel tekið og henta þær t.d vel fyrirtækjum til að gefa sem tækifæris- eða jólagjafir til starfsmanna. Þykku sjóarapeysurnar hafa t.d verið sérlega vinsælar, bæði hjá sjómönnum og öðrum, enda bæði fallegar og hlýjar. J.Davidsson vörulínan er seld á mörgum stöðum, t.d hjá Steini Design, Prófíl Optik og Kraum á Laugavegi, sem og Icewear og Nordic Store. Ný heimasíða, onlineshopping. is, verður að auki opnuð bráðlega og þar verður hægt að panta allt sem þau hafa upp á að bjóða.
honum á næstunni, í kjölfar nýrra kjarasamninga við sjómenn, en skv. þeim eiga útgerðir eftirleiðis að sjá sjómönnum fyrir vinnufatnaði. Gott að vera við höfnina Systkinin koma hvorugt úr Hafnarfirði en þau eru mjög sátt við staðsetningu fyrirtækisins. ,,Ég er að kenna í líkamsræktarstöðinni Hress svo þetta er mjög þægilegt,“ segir Rósa. Þau séu líka í næsta húsi við IP dreifingu sem sjái um að dreifa vörum þeirra sem komi sér mjög vel. ,,Þetta er líka mjög
heppilegt húsnæði,“ segir Rúnar. „Við getum gengið beint af skrifstofunni inn á lagerinn sem er mikill kostur. Svo er líka frábært að vera við höfnina og hafa svona góða tengingu við sjóinn.“ Strongwear stendur við Cuxhavengötu 1 og Rúnar segir að fólk hvái yfirleitt við nafninu. „Sumir halda jafnvel að við séum í Þýskalandi. En nei, Hafnarfjörður er það!“
Einblínum á innlendan markað Rósa segir að áherslan hingað til hafi verið á innanlandsmarkaðinn enda mikið verk fyrir lítið fyrirtæki að framleiða og markaðssetja vörulínu. Vörurnar séu þó seldar á nokkrum stöðum erlendis, til dæmis í Kanada, Færeyjum og Noregi. ,,Útflutningur hefur ekki verið keppikefli hingað til. Þetta er langmest handprjónað og sniðin eru íslensk svo ferlarnir eru langir. Fyrir hverja flík þurfum við líka að átta okkur á því hvaða stærðir og litir seljast best,“ segir Rósa. Alltaf er eitthvað að bætast við vöruúrvalið og nýr Duffel jakki bætist t.d við vörulínu J.Davidsson í haust. „Það er alltaf stórt skref fyrir okkur að bæta við vöru þar sem við erum lítið og ungt fyrirtæki og höfum heldur ekki mikið geymslurými,“ segir Rúnar. Alltaf sé þó verið að skoða næstu skref og fylgjast með breytingum á markaði. Án efa verði t.d ýmsar breytingar á
Grundens buxur og Strongwear vettlingar.
SJÁVARAFL JÚNI 2017
27
KIS-ferð um Austurland Sigrún Erna Geirsdóttir
F
élagið Konur í sjávarútvegi, KIS, gerði víðreist nú fyrir skemmstu þegar tuttugu og fimm konur ferðuðust um Austurland í þrjá daga og kynntu sér starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Þá var félagið kynnt og konur sem starfa á svæðinu boðnar velkomnar. Rósa, sem hefur verið félagi í KIS í eitt ár, var með í ferðinni. „Þetta var virkilega skemmtileg og góð upplifun, það er svo gaman að hitta aðrar konur sem starfa í sama geira þótt þær séu að gera öðruvísi hluti en maður sjálfur. Svo var ferðin mjög fræðandi. Það er svo mikill uppgangur á Austfjörðum og gaman að sjá það sjálfur, útgerðirnar eru að gera svo mikið fyrir sín bæjarfélög,“ segir Rósa. Á Fáskrúðsfirði heimsóttu KIS konur húsnæði Loðnuvinnslunnar og kynnti Valka fyrir þeim nýja línu sem Loðnuvinnslan hefur nýverið tekið í notkun. Á Eskifirði bauð Jens Garðar Helgason, formaður SFS, þeim í morgunverð með góðri mímósu hressingu og nýtt vinnsluhús Eskju var skoðað en byggingu hússins var þannig háttað að vélunum var fyrst stillt upp og síðan byggt í kringum þær. Þar var sömuleiðis fyrirtækið Egersund heimsótt og Síldarvinnslan skoðuð í krók og kring. Á Neskaupsstað var hið glæsilega skip Beitir skoðað hátt og lágt og á síðasta degi ferðarinnar var farið í skip af nokkuð öðrum toga, Smyril Line farþega- og flutningsskip á Seyðisfirði. Rósa segir að móttökurnar hafi alls staðar verið frábærar og að þær hafi líka gefið fyrirtækjunum góða gjöf í heimsókninni. „Freyja, formaður KIS, gaf þeim mynd af KIS konum. Þótt við konur séu vissulega orðnar margar í greininni má enn gera betur og það er góð áminning að hafa þessa flottu mynd uppi á vegg!“
28
SJÁVARAFL JÚNI 2017
KIS styrkir konur til góðra verka KIS er ætlað að skapa tengslanet fyrir konur sem starfa í sjávarútvegi, styrkja þær og sinna ýmis konar fræðslu. Sífellt fleiri konur bætast í félagahópinn og segir Rósa mæla með því að gerast félagi. „Mér finnst gott að vita af konum sem finnst sjávarútvegurinn spennandi og starfa í honum. Sjávarútvegur hefur sterka sögu á Íslandi og á svo mikið í okkur. Ef maður hefur áhuga á að starfa við hann þá á auðvitað að sækja þar fram og þá hjálpar að vera í KIS. Manni finnst maður stundum vera svolítið einangraður en gegnum félagið tengist maður öðrum konum,“ segir hún. Í félaginu eru margar konur með mikla reynslu af sjávarútvegi og segir Rósa að það styrki mikið konur sem eru að byrja í faginu að hafa svona
Morguverður í boði SFS
Fríður hópur og Morguverður í boði SFS
reynslubolta sér innan handar. Konur eigi fullt erindi í sjávarútveg, bæði í stjórnunarstöður og annars staðar. Landslagið sé vissulega að breytast og konum sé að fjölga í stjórnunarstöðum en sumar konur séu auðvitað orðnar nokkuð óþolinmóðar og vilji hraðari fjölgun. „Þetta kemur allt, Sjávarútvegsfræðin á Akureyri er t.d að koma sterk inn, konur sækja í þetta nám af miklu kappi og það er komið mikið af vel menntuðum konum í sjávarútvegsfræðum. Þessar vel menntuðu konur munu fara í stjórnunarstöður í framtíðinni.“
„Alls staðar tekið vel á móti okkur”
Trúlofunarhringar falleg minning á fingur
Hægt er að skoða
glæsilegt úrval hringa á heimasíðunni okkar www.jonogoskar.is
www.jonogoskar.is
Laugavegur / Smáralind / Kringlan
Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
BERGUR VE44
ÞORLÁKSHÖFN
30
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Stjórnendafélag Vestfjarða
AKRABERG
MARON ehf
NESVER hef
ST2 ehf
Tungusilungur ehf
SJÁVARAFL JÚNI 2017
31
Sjómenn!
Til hamingju með daginn ykkar Starfsfólk Sjávarafls óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með Sjómannadaginn njótið vel.
32
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Finnboga Þessi gamli góði Hjallþurrkaður í ferskum vestfirskum vetrarvindi Engin aukaefni
Ísafirði Sindragata 9 Sími: 456-3250
FLYER — replacement for the trawl floats
for the world’s best fisherman Bakkavegur 22 // FO-530 Fuglafjørður // Faroe Islands // Tel +298 474 200 // info@vonin.com // vonin.com
SJÁVARAFL JÚNI 2017
33
Tækifæri í nýjum sjávarútvegi F
rá því Sjávarklasinn var stofnaður árið 2011 hefur klasinn lagt áherslu á þau tækifæri sem eru í íslenskum sjávarútvegi. Þau eru mörg. Við Íslendingar eru samt stundum svo upptekin af kvótaumræðu að við höfum varla tíma í umræðu um tækifæri í þessari grein. Hér verður fjallað um hvernig sjávarklasinn svokallaði, þ.e. sjávarútvegur og tengdar greinar, er að búa til meiri verðmæti og fjölga störfum. Nýi sjávarútvegurinn Eftir 5 ára starf frumkvöðlasetra Sjávarklasans þá sjáum við strax mörg fyrirtæki verða til sem eru að verða uppspretta verðmætasköpunar á næstu árum og áratugum. Mig langar að nefna hér nokkur frumkvöðlafyrirtæki, sem hafa haft aðstöðu í Sjávarklasanum við Reykjavíkurhöfn, og sem gefa vísbendingar um hvert nýi sjávarútvegurinn stefnir. Margildi sérhæfir sig í fullvinnslu lýsis og Omega-3 til manneldis með áherslu á afurðir sem unnar eru úr loðnu, síld og makríl. Margildi er með einkaleyfisvarinn rétt á þróun sinni á hraðkaldhreinsitækni. Í undirbúningi er lýsisverksmiðja sem mun vinna a.m.k. 2000 tonn árlega af hrálýsi. Verksmiðjan mun kosta um 3 milljarða í byggingu. Snorri Hreggviðsson og Erlingur Viðar Leifsson eru stofnendur fyrirtækisins. Ankra Feel Iceland er með 3 vörur í dag til sölu og sú fjórða á leiðinni, þær framleiða eins og þær lýsa því nýtt íslenskt bætiefni fyrir liðina og eru með slagorðið „Joint rewind, með Collagen og Chondroic“. Vörurnar eru unnar úr íslensku fiskroði og er 100% hreint kollagen. Ein varan er BE KIND – AGE REWIND sem er virkasta serum á markaðnum og er fyrsta og eina sjávarensím serum sem inniheldur kollagen. Varan er borin á andlit. Stofnendur eru Hrönn Margrét Magnúsdóttir og Kristín Ýr Pétursdóttir. Dropi þorskalýsi, framleiðir kaldunnið þorskalýsi eða jómfrúarlýsi. Birgitta Baldursdóttir einn stofnenda Dropa segir að lýsið sé rekjanlegt þar sem það er einungis unnið úr þorski sem veiddur er á Vestfjörðum og er lýsið framleitt á Bolungarvík. Danskur hönnuður sá um hönnun á logo á pakningum. Hylkin eru unnin úr fiskgelatini og er því varan 100% fiskafurð. Reykjavik foods er að hefja framleiðslu á nýjum vörum í niðursuðu. Í fyrstu verður boðið upp á fjórar tegundir af niðursoðnum laxi undir vörumerki Reykjavík food. Vörurnar eru Pure Icelandic Salmon óbragðbættur, með hvítlauk og basil, með truffle og að lokum reyktur. Þórdís Wathne er stofnandi fyrirtækisins. Norðursalt er sjávarflögu salt og er framleitt eftir gamalli íslenskri og danskri venju sem hægt er að rekja allt aftur til 1753.
34
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Arctic fish er laxafiskeldi með nýsköpun í eldis fisktegundum eins og Silungi. Þetta fyrirtæki kom inn í Hús sjávarklasans árið 2012 og þá var einn starfsmaður. Nú eru 50 starfsmenn hjá félaginu. Skynjar Technologies, hafa hannað nýja merkingu á sjávarafurðum sem felur í sér að samhæfa nýjustu skynjaratækni og þráðlausa auðkenningu sem fylgist með og skynjar ástand innihalds í vörukössum ferskra afurða. Stofnandi er Stefán P Jones. KARBON by Boas Kristjanson hannar fatnað meðal annars úr fiskroði. Fyrirtækið hefur samið við fimm leiðandi hátískuverslanir sem eru víða um heim. Laxaroð hefur kannski verið notað í töskur og skó en nú býður Bóas fólki að klæðast efninu. „Þessu hefur þó verið tekið alveg svakalega vel og fötin úr þessu hráefni eru mest selda varan okkar,“ segir hann. Tero hugbúnaðarfyrirtæki hönnuðu kerfið ViðhaldsStjóri sem er kerfi til að stjórna öllum þáttum viðhaldsvinnu um borð í skipum. Ásgeir Guðmundsson sstofnandi Tero segir: „Áður var öll þessi þekking í kollinum á vélstjóranum og gat verið meiriháttar vandamál ef vélstjórinn hætti störfum“. Codland hefur það markmið að fullnýta verðmæti fiskaflans að nýting á hráefninu fari upp í 100% að allir hlutar fisksins verði nýttir. Fyrirtækið framleiðir nýjar verðmætar vörur úr vanýttu hráefni og nota við það biotechnical lausnir. Codland notar afskurð frá þorski til að búa til fæðubótarefni sem hægt væri að nota til framleiðslu á hágæða próteinum sem svo vinsælt er að nota í fæðubótarefni. Vísir og Þorbjörn eru eigendur í Codlandi en fyrirtækin eru farin að nýta allan afla sem kemur á land og framleiða vörur sem eru mikilvægar hafa verið að þreifa fyrir sér á mörkuðum með vörurnar og mun Codland hafa það að markmiði að vera með fjölbreytta vöruþróun. Fisherman rekur hótel og matsölustað fyrir vestan. Þeir bjóða ferðir þar sem ferðamenn geta upplifað íslenskt sjávarþorp. Þeir hönnuðu merkið Fisherman í kringum heildarmyndina af rekstrinum og hönnuðu með þeim vörur þar sem þeir hafa tekið harðfisk, söl, lifur og salt og pakkað þeim í nýjar umbúðir sem segja sögu fiskvinnslu á Íslandi. Þetta nýja branding á gamalli hefð á Íslandi hefur slegið í gegn og er fyrirtækið nú að stækka við sig með opnun verslunar og framleiðslu í Reykjavík. Elías Guðmundsson stofnandi segir að Fisherman bjóði menningar og matargerðarupplifun. Breki er fyrirtæki stofnað af hópi ungs athafnafólks sem ætla að gjörbreyta markaðssetningu harðfisks og stækka
Þór Sigfússon framkvæmdastjóri
markaðinn erlendis sem innanlands, ekki síst gagnvart erlendum ferðamönnum. Fyrsta varan sem kom á markað var harðfiskflögur sem innihalda um 80% prótein, hollt og próteinríkt millimál. Þessi fyrirtæki eru dæmi um nýja sjávarútveginn; þekkingariðnað sem tengist sjávarútvegi. Til þess að þessi fyrirtæki megi blómstra á komandi árum þarf margt að koma til. Í fyrsta lagi er afar mikilvægt að áfram verði til staðar samkeppnissjóðir sem veiti styrki til rannsókna og nýsköpunar. Starf rannsókna- og nýsköpunarstofnanna eins og Matís og Nýsköpunarmiðstöðvar er afar mikilvægt. En mikilvægast er að sátt verði um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar. Endalaus óvissa og hreinlega leiðindi í kringum sjávarútveginn getur hægt og hljóðlega dregið úr þróunarstarfsemi hérlendis í nýja sjávarútvegnum. Sjávarklasinn hefur notið þess að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem orðið hefur á nýjum sviðum sjávarútvegsins. Ég vil fá að nefna sérstaklega þau fyrirtæki sem hafa verið helstu bakhjarlar okkar í þessari vinnu. Þessi fyrirtæki hafa lagt okkur lið við uppbyggingu klasans. Þetta eru fyrirtækin Brim, Íslandsbanki, Eimskip, Icelandair Cargo, TM, Icelandic Group, Síminn, Skinney Þinganes, Iceland Seafood, Vísir, Þorbjörn, Kadeco, Mannvit, Samhentir, Úthafsskip, Lýsi, Bláa lónið, Faxaflóahafnir, Hafnarfjarðarhöfn, Isavia, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Marel, Landsbankinn, Vodafone og Arctica Finance. Störf verða verða sjaldnast til fyrir tilviljun. Þau verða til vegna þess að aðstæður eru til staðar fyrir fjárfestingar í nýjum tækifærum og það er góð stemming fyrir atvinnugreininni. Við höfum alla burði til að búa til mikil verðmæti í sjávarútvegnum og eigum að nýta þau tækifæri vel.
Vel launuðum störfum mun fjölga í sjávarklasanum ef rétt er á málum haldið Ljóst er að fækkun verður áfram í veiðum og hefðbundinni vinnslu hérlendis. Ef rétt er á málum haldið munu störf í nýja sjávarútvegnum; heilsuefnum, vöruhönnun, tísku, lyfjaiðnaði og tæknibúnaði o.fl., fjölga verulega og verða orðin fleiri en störf í vinnslu og veiðum innan ekki langs tíma. Þar liggja tækifærin.
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra um allt land til hamingju með sjómannadaginn.
SJÁVARAFL JÚNI 2017
35
Anna Borg Friðjónsdóttir Fyrrum nemi í Verslunarskóla Íslands og flutti til Akureyrar til að nema sjávarútvegsfræði. Getur þú sagt okkur aðeins frá sjálfri þér? Ég er 22 ára úr Kópavogi og útskrifaðist 2014 sem stúdent frá Versló. Eftir útskrift ákvað ég að skoða fyrst heiminn og ferðast. Haustið 2015 tók ég síðan ákvörðun um að flytja til Akureyrar og hefja nám við Háskólann á Akureyri. Eftir að hafa búið alla mína ævi á höfuðborgasvæðinu þá var þetta skemmtileg tilbreyting og raunar besta ákvörðun lífs míns til þessa.
36
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Hver er hin hliðin á Önnu? Ég elska að ferðast og reyni að nýta hvert tækifæri sem gefst til að ferðast bæði hér heima og utanlands. Mér finnst mjög gaman að fara á snjóbretti og finnst fátt betra eftir langan lærdómsdag en að fara upp í Hlíðafjall og renna mér nokkrar ferðir til þess að tæma hugann. Hvers vegna varð sjávarútvegsfræði við HA fyrir valinu? Hugmyndin kviknaði þegar ég var að vinna
á flæðilínunni hjá fiskvinnslufyrirtæki. Þá fór ég að velta því fyrir mér hversu mikilvægur sjávarútvegurinn er í okkar samfélagi. Það eru miklir framtíðarmöguleikar í greininni og við Íslendingar stöndum mjög framarlega á þessu sviði. Því ber að þakka þeirri gríðarlegu nýsköpun og verðmætaaukningu sem hefur orðið í íslenskum sjávarútvegi á síðustu árum.
labbar um ganganna og alltaf mæti ég einhverjum sem ég þekki úr öllum deildum. Bara gaman!
Hvernig myndir þú lýsa „dæmigerðum“ nema í sjávarútvegsfræði? Ég held að að það sé ekki til nein steríótýpa af sjávarútvegsfræðingi. Ég myndi segja að í sjávarútvegsfræðinni sé fjölbreyttur hópur fólks sem kemur alls staðar af landinu og sem deilir sameiginlegum áhuga á sjávarútvegi. En jú, þeir sem ekki þekkja til ímynda sér örugglega manneskju í slorgallanum með vonda fiskilykt. En sú er nú sannarlega ekki raunin.
Hvað kom þér mest á óvart við að flytja til Akureyrar? Þegar ég ákvað að flytja til Akureyrar hafði ég litlar sem engar væntingar. Ég hafði aldrei búið annars staðar en á höfuðborgasvæðinu og vissi því ekki alveg við hverju ég átti að búast. En ég sé svo sannarlega ekki eftir þessari ákvörðun! Mér líður eins og ég hafi grætt einn klukkutíma í sólarhringnum því ég er ekki föst í umferðarteppu á hverjum morgni. Svo er líka mjög gott að hafa Hlíðarfjall svo nálægt því þá getur maður bara hoppað upp í fjall og rennt sér nokkrar ferðir.
Hvað svo? Þetta er góð spurning. Það er kostur við sjávarútvegsfræðina hve fjölbreytt hún er og býður upp á marga möguleika að loknu námi. Mig langar í meira nám tengt viðskiptafræði, líklegast alþjóðaviðskipti og markaðssetningu. Hins vegar er alveg eins líklegt að ég taki smá pásu til að vinna og sjái svo í framhaldinu hvað það er sem ég vil sérhæfa mig í. Hvernig er félagslífið í HA? Félagslífið er frábært! Ég hefði aldrei getað ímyndað mér það svona skemmtilegt. Maður
Það er mikil og góð samheldni innan Stafnbúa, sem er félag okkar sjávarútvegsfræðinema. Það er mjög mikilvægt því námið verður svo miklu skemmtilegra í góðum félagsskap.
Það er óhætt að segja að lífið hér á Akureyri hafi farið fram úr öllum mínum væntingum. Hvað hefur þú hugsað þér að gera í framtíðinni með þessa menntun? Ég vona að með þessari menntun geti ég komið að og lagt mitt af mörkum í þessari miklu framþróun sem hefur orðið í sjávarútvegi á undanförnum árum.
Til hamingju með daginn ykkar, sjómenn!
Hvað á að gera í sumar? Síðasta sumar fékk ég vinnu hjá Iceland Seafood við að selja ferskan fisk til útlanda. Ég stefni á að vinna þar aftur í sumar því það er gaman að fá tækifæri til að vinna við það sem maður er að mennta sig í og þá um leið tengja námið við atvinnulífið. Getur þú gefið nýstúdentum sem hyggjast sækja um nám við HA nokkur ráð? Ég var mjög stressuð þegar ég flutti til Akureyrar. Ég hélt að ég myndi ekki kynnast neinum og myndi bara vera alltaf ein heima hjá mér. En það var alls ekki raunin. Ég eignaðist marga mjög góða vini fljótt og við erum þéttur hópur í sjávarútvegsfræðinni en það er einmitt það sem hefur haldið mér á Akureyri síðustu tvö ár , hversu þéttur og samheldinn hópur við erum. Þannig að eina ráðið mitt er bara DO IT! Ekki hika! Þið munuð ekki sjá eftir því! Hvers muntu sakna mest frá HA að loknu námi? Félagslífsins! Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir eignast svona marga góða vini alls staðar af landinu og því verður erfitt að kveðja HA þegar að því kemur.
Breki VE, nýr ísfisktogari Vinnslustöðvarinnar, er væntanlegur heim frá Kína sumarið 2017.
Vinnslustöðin hf. sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra góðar kveðjur í tilefni af sjómannadeginum 2017. Við þökkum sjómönnum fyrir störf þeirra og framlag til velferðar landsmanna og minnumst um leið allra þeirra sem hafið hefur tekið um dagana.
Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka, stendur í skrúfuhring togarans í skipasmíðastöðinni í Kína!
Sjómannadagurinn var fyrst hátíðlega haldinn í júní 1938 og hefur svipaðan sess í hugum landsmanna og þjóðhátíðardagurinn 17. júní. Sjómannadagurinn er gleðihátíð en um leið dagur virðingar og þakkar.
Vinnslustöðin hf. | Hafnargötu 2 | 900 Vestmannaeyjar | vsv.is SJÁVARAFL JÚNI 2017
37
IR G E NL NA A FÁ MAN G I N 7 EIN EÐA 1 9
OPEL ATVINNUBÍLAR
FJÖLHÆFIR VINNUÞJARKAR OPEL Á ÍSLANDI Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is
ÚRVAL DEKKJA FYRIR STÓR H08
Tangarhöfði 15 110 Reykjavík 590 2045
Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110
PIRELLI CARRIER
Grjótháls 10 110 Reykjavík 561 4210
Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600
Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333
BFG A
TIL AFGREIÐSLU
STRAX
opel.is | benni.is
Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000
Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur
RA OG SMÁA ATVINNUBÍLA!
ACTIVAN
VAN GT
VANPRO B3
nesdekk.is
561 4200
UPPSKRIFT
Grilluð lúða með indverskum keim Hrönn Hjálmarsdóttir
Tilvalin grillmatur hér á ferð en það er enga stund verið að gera marineringuna og henni er penslað á við eldun. Grill er samt ekki nauðsynlegt hér :)
Marinering passar fyrir ca 800-1000 gr af fiski 2 msk rabbabarasulta 2 msk sítrónusafi 2 msk ólívuolía 2 marin hvítlauksrif 2 tsk engifer (ég notaði ferskan rifinn) 1 tsk karry 1 tsk cumin 1/2 tsk chili
Aðferð: Öllu blandað saman, smyrja smá á lúðuflökin og grilla þau og bæta á marineringu við lok eldunartíma. Ég gerði þetta bara á pönnu núna og byrjaði að smyrja á fiskinn á pönnunni, sneri þeim svo við og steikti seinni hliðina. Mér finnst marineringin svo góð a ég ber hana fram með fiskinum líka. Meðlæti er afar frjálst með þessum rétti en ég vel frekar bragðminna meðlæti þar sem indverska bragðið er svo gott. Próteinrík útgáfa af meðlæti varð fyrir valinu núna og við vorum ekki svikin. Smátt skorið grænmeti (laukur, kúrbítur, sveppir, paprika) velt aðeins á pönnu og soðnu quinoa bæt við og hitað. Kryddað með salti, pipar og cumin.
40
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Hágæða grill frá Þýskalandi
slun r e v f .is udin a ve
nýj ð i ð Sko
b
.grill www
Yfir 60 gerðir grilla
Komdu, skoðaðu og fáðu faglegar ráðleggingar
Við höfum lagt metnað okkar í að þjónusta grilláhugamenn í 10 ár!
Grillbúðin Sérverslun með grill og garðhúsgögn
Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus)
Sími 554 0400
grillbudin.is
Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
Pantone 2748
SkipaSýn 42
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Fjarðarbyggð
Þjónustumiðstöð í sjávarútvegi Hafnarfjarðarhöfn • Óseyrarbraut 4 • 220 Hafnarfjörður Tel.: 414 2300 • Fax 414 230 • hofnin@hafnarfjordur.is
Bæjarskrifstofur Aakureyrar
SJÁVARAFL JÚNI 2017
43
Á verkstæðinu, unnið að smíði fiskvélanna.
Fiskvinnsluvélar vinsælli en búist var við Katrín Lilja Jónsdóttir
C
urio ehf. er eitt af fyrirtækjunum sem taka þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel dagana 25. – 27. apríl næstkomandi. Fyrirtækið framleiðir fiskvinnsluvélar fyrir hvítfiskvinnslu; það er flökun, hausun og roðfletting á þorski, ýsu, ufsa, löngu, keilu og steinbít. Frá því Curio var stofnað árið 2007 hefur það náð að tvöfalda veltu sína á hverju ári. Nú er fyrirtækið, sem átti í byrjun að vera lítið, komið með fjórar starfsstöðvar á Íslandi. Einnig hefur það þanist út fyrir Ísland og er komið með söluskrifstofu í Skotlandi ásamt varahlutalager til að þjónusta erlenda viðskiptamenn. Þá sé verið að ganga frá samningum um kaup á verksmiðju í Skotlandi þar sem á að byggja upp viðgerðarþjónustu og vera með vélasamsetningu. „Við erum að reyna að bæta þjónustuna af því markaðurinn er orðinn svo stór,“ segir Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Curio og hönnuður fiskvinnsluvélanna. Um 85% af framleiðslu Curio er selt úr landi.
44
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Hröð uppbygging og mikil eftirspurn „Við fórum á hvínandi flug alveg frá upphafi. Það má segja að ég hafi misst af hruninu,“ segir Elliði. Eins og áður sagði hefur fyrirtækið stækkað umfram vonir. „Ég sagði við konuna að nú yrði þetta lítið félag með tvo til þrjá starfsmenn, ég nennti ekki þessu stressi,“ segir Elliði en hann hafði þá skömmu áður sagt skilið við fyrri viðskiptafélaga og stofnaði Curio. Þremur mánuðum eftir stofnun Curio hafi allt farið á fulla ferð. „Maður bara elti pantanir og reyndi að hafa undan,“ segir Elliði og bætir við að þessir tveir til þrír starfsmenn séu komnir upp tæplega þrjátíu í dag. Fyrirtækið telst þó til örfyrirtækja á alþjóðamarkaði, en hefur þrátt fyrir það náð ágætist festu á meginlandi Evrópu og á Bretlandseyjum. Einnig hafa íslenskir útgerðarmenn tekið fiskvinnsluvélunum frá Curio vel. „Ég get að miklu leyti þakkað þennan árangur þeim íslensku viðskiptavinum sem þorðu að slá til og gefa nýjum tækjum tækifæri,“ segir Elliði.
Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri Curio.
Fyrsta sinn með bás í Brussel Curio verður með bás í fyrsta sinn á sjávarútvegssýningunni í Brussel í ár. Elliði segir að sýningin í Brussel sé tilvalinn kynningarvettvangur fyrir fyrirtækið, enda stærsta alþjóðlega sjávarútvegssýningin. Sjálfur hafi hann verið viðloðandi við sýninguna síðan 2008, en aldrei með eigin bás. Nú sé ætlunin að kynna vélarnar betur og með í för verður ein af vélum Curio. „Þessi fiskvinnsla er saumaklúbbur, það frétta allir af öllu sem virkar vel,“ segir Elliði og tekur dæmi um fyrstu mánuði Curio. „Ég held að það sem hefur selt best fyrir okkur séu vélarnar. Kúnnarnir koma til okkar, búnir að skoða hjá öðrum. Þeir eru í raun bara að panta. Við myndum aldrei hafa komist yfir að selja fleiri hundruð véla um allan heim ef við værum að herja á kúnnana. Við höfum meira verið að taka á móti pöntunum.“ Nú sé fyrirtækið með einn sölumann sem er staðsettur í Aberdeen í Skotlandi, en Elliði segir að fiskvinnsluvélarnar frá Curio hafi selst mjög vel á Bretlandseyjum. Þá séu vélarnar líka komnar vestur um haf, til Bandaríkjanna.
Breiðir út íslenska menningu Hver og ein vél hjá Curio fær einstakt nafn. Elliði segir að það sé tilkomið eftir að Curio hóf viðskipti við fiskvinnsluna Einhamar í Grindavík, þar sem allt er nefnt eftir sögupersónum og stöðum úr Gísla sögu Súrssonar. Fyrstu vélarnar sem fóru þangað fengu nöfnin Bóthildur og Svartur, eftir þrælunum sem aðstoðuð Gísla við flótta, til að halda í hefð Einhamars. Síðan hélt Curio áfram að nefna vélarnar og hefur Elliði þurft að nefna hundruða véla. „Ég hef tekið svona þemu. Einu sinni nefndum við allar flökunarvélarnar eftir valkyrjum úr norrænni goðafræði. Roðflettivélarnar höfum við verið að nefna eftir skessum,“ segir Elliði og bendir á nokkrar bækur í hillunum sem hann hefur safnað til að fá innblástur. „Þetta vekur yfirleitt mikla lukku,“ segir Elliði og hlær. Stundum láti hann fylgja með lýsingu á nöfnunum. „Þetta gefur vélunum karakter, svo ekki sé talað um ef vélarnar eru margar í húsinu. Þá fer þetta ekkert á milli mála. Þá er bara sagt, það þarf á kíkja á Hrund eða Álfheiði.“ Nafnið Curio er þó ekki íslenskt og segir Elliði að alger slembilukka hafi stýrt því að fyrirtækið fékk það nafn.
Elliði við vélina sem fer út til Brussel í ár. Hún var enn í smíðum þegar blaðamaður kom við á verkstæðinu.
„Ég tók enska-enska orðabók og fletti í henni, setti puttann á orð og það var Curio. Það þýðir eitthvað einstakt. Þannig að þá var það komið,“ segir Elliði og hlær. Bætt þjónusta og betri kennsla Á næstunni verður svo enn aukið við þjónustuna. Síðustu ár hafa viðskiptavinir Curio fengið kennslu á vélarnar við afhendingu þeirra og frekari kennslu sé þess óskað. Viðhald á vélunum er mikilvægt og Elliði segir að Curio reyni eftir fremsta megni að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi í hverju landi fyrir sig. Til þess hafi þau til dæmis góða samstarfsaðila
Hluti af varahlutalagernum hérlendis.
í Noregi, sem sinnir fyrirframskipulögðu viðhaldi þar. „Það er sjaldgæft að eitthvað bili það illa að menn geti ekki reddað sér sjálfir,“ segir Elliði. Viðbyggingin við framleiðsluhúsið í Hafnarfirðinum verður að hluta til að betri starfsmannaaðstöðu en líka Curio-skóla. Þar verður búin til aðstaða fyrir viðskiptavini Curio, þar sem hægt verður að læra betur á vélarnar. Þá sé gert ráð fyrir að viðskiptavinurinn hafi fengið vél afhenda nokkrum mánuðum fyrr og komin sé viss reynsla á hana. Svo sé manneskja send til Curio, með reynslu af notkun vélarinnar, og getur þá lært enn betur á viðhald vélanna. „Við höfum verið með þetta í mýflugumynd, en alltaf vantað aðstöðu og verið með þetta á hrakhólum,“ segir Elliði. Á vordögum ætti ný aðstaða að vera tilbúin og þá geta innlendir sem og erlendir viðskiptavinir glöggvað sig enn betur á virkni og viðhaldi vélanna. Elliði segir að ætlunin sé að hafa Curio-skólann opinn um sex sinnum á ári en því verði að einhverju leyti stjórnað af eftirspurn. Hann sér fram á að ná hámarksstærð innanlands á næsta ári og ekki eru plön um að stækka reksturinn mikið meira í Skotlandi umfram það sem sé í pípunum núna.
SJÁVARAFL JÚNI 2017
45
Íslenski þjóðarbásinn á Sjávarútvegssýningunni í Brussel er glæsilegur.
Íslensk fyrirtæki fremst á meðal jafningja Alda Áskelsdóttir
S
tærsta sjávarútvegssýning heims stendur nú fyrir dyrum í Brussel. Sýningin sem nú verður haldin í 25. sinn hefur vaxið og dafnað í áranna rás og skipar mikilvægan sess í markaðs- og kynningarstarfi sjávarútvegsfyrirtækja hvaðanæva að. Öll fremstu sjávarútvegsfyrirtæki Íslands sýna og kynna starfsemi sína, afurðir og þjónustu á sýningunni. Berglind Steindórsdóttir hjá Íslandsstofu heldur utan um skipulagningu íslenska þjóðarbássins. Hún segir að sýning sem þessi sé gríðarlega mikilvæg. Þar verði til ný viðskiptasambönd, auk þess sem tími gefist til að tryggja þau sem fyrir eru. Þekking Íslendinga eftirsótt Íslendingar standa framarlega þegar kemur að sjávarútvegi og sjávarafurðum. Á undanförnum áratugum hafa miklar framfarir orðið á þessu sviði og mörg íslensk fyrirtæki eru leiðandi í heiminum á sínu sviði. „Frá því að Sjávarútvegssýningin í Brussel var fyrst haldin fyrir 25 árum hafa Íslendingar alltaf tekið þátt og sýnt það nýjasta og besta sem völ er á hverju sinni. Eins og gefur að skilja hefur sýningunni vaxið fiskur um hrygg og nú er svo komið að hún skiptist í tvo aðgreinda hluta. Sá fyrri er helgaður sjávarafurðum en hinn vélum, tækjum og þjónustu. Íslandsstofa er með þjóðarbás á hvorri sýningu fyrir sig og það er ánægjulegt að segja frá því að í hlutanum sem snýr að vélum, tækjum og þjónustu er íslenski þjóðarbásinn langstærstur,“ segir Berglind og það er ekki laust við að greina megi stolt í rödd hennar þegar hún bætir við: “Það er sóst hart eftir því að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki taki þátt í sjávarútvegssýningum víða um heim, enda standa þau mjög framarlega á sínu sviði.”
46
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Margþættur ávinningur Sjávarútvegssýningin í Brussel er ein sú alþjóðlegasta sem haldin er. Þar sýna 1700 fyrirtæki frá 75 löndum vörur sínar og afurðir. Gestir sýningarinnar eru u.þ.b. 27.000 og koma frá 150 löndum þannig að þarna leynast mikil tækifæri og ávinningurinn getur orðið gríðarlegur. „Þó að tækninni hafi fleygt fram er sýning eins og þessi gríðarlega mikilvæg. Það er fátt sem kemur í stað samskipta sem eiga sér stað augliti til auglitis.“ Berglind segir að á sýningunni gefist fulltrúum fyrirtækjanna tækifæri til að hitta núverandi viðskiptavini, styrkja tengslin við þá og sýna þeim nýjungar. Það sé ekki síður mikilvægt að halda í þá en að afla nýrra. „Fyrirtækin styrkja ímynd sína með þátttöku í sýningu á borð við Sjávarútvegssýninguna í Brussel sem er mjög mikilvægt þegar kemur að markaðssetningu. Þarna er markhópurinn saman kominn. Almennt er litið á þessa sýningu sem eina þá mikilvægustu innan greinarinnar til að kynna vörur og þjónustu. Það er því óhætt að segja að þar séu flestir lykilmenn í sjávarútvegi í heiminum
saman komnir. Eðlilega verða einnig til ný viðskiptasambönd enda eitt af meginhlutverkum svona sýningar að stofna til nýrra kynna og viðskipta. Þá gefst sýnendum einnig tækifæri til að sjá almennt hvað er að gerast á þeirra sviði og ekki síst hvað samkeppnisaðilarnir hafa verið að sýsla við.” Berglind segir mjög mikilvægt að fyrirtæki undirbúi sig vel áður en haldið sé af stað á sýninguna. “Til að fá sem mest út úr henni er nauðsynlegt að vera búinn að hafa samband og bóka fundi við núverandi og væntanlega viðskiptavini eins og kostur er. Þá er eftirvinnan þegar heim er komið ekki síður mikilvæg. Vinna þarf strax úr fyrirspurnum og erindum sem bárust á meðan á henni stóð. Sé það ekki gert grípa önnur fyrirtæki gæsina.” Íslendingar eiga viðskipti sín á milli Fjöldi Íslendinga sækir Sjávarútvegssýninguna í Brussel og eins skemmtilega og það kann að hljóma er ekki óalgengt að þeir eigi viðskipti sín á milli á sýningunni. “Öll helstu og fremstu íslensku fyrirtækin í sjávarútvegi eru þarna saman
Sóst er eftir því að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki taki þátt í sjávarútvegssýningum víða um heim, enda standa þau mjög framarlega á sínu sviði.
komin á einum stað. Gestirnir, hvort sem þeir eru íslenskir eða af öðru þjóðerni, eru komnir til að skoða það nýjasta og gefa sér tíma til að eiga viðskipti. Íslendingar skoða það sem íslensku fyrirtækin hafa upp á að bjóða og því verða oft til viðskiptasambönd í kjölfarið. Stundum rekast Íslendingar jafnvel á íslensk fyrirtæki sem þeir höfðu jafnvel ekki vitað af og finna hjá þeim vöru eða þjónustu sem leitað var eftir.” Berglind segir að það fé sem fyrirtækin noti til að fara á sýningu eins og þá í Brussel sé vel varið. “Fyrirtæki geta kannski ekki búist við að hlutirnir gerist í fyrsta kasti. Þau þurfa stundum að vera þolinmóð. En með því að mæta ár eftir ár skapa þau sér traust og sterka ímynd. Margir eru að leita eftir langtíma viðskiptasamböndum og því eðlilegt að það sé ekki stokkið á ný fyrirtæki sem eiga sér stutta sögu.” Íslandsstofa heldur utan um þjóðarbásinn Berglind er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að skipuleggja þátttöku íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum sýningum. Hún hefur komið að því starfi í 16 ár. “Þetta er skemmtilegt og gefandi starf enda í mörg horn að líta þegar kemur að því að halda utan um þátttöku 32ja fyrirtækja eins og reyndin er í Brussel þetta árið”. Í þjóðarbásnum sýna fyrirtækin 32 undir merki Íslands. Þar fyrir utan eru íslensk fyrirtæki sem sýna sjálfstætt og
eru með eigin bása. Ólíkt því sem tíðkast hjá öðrum þjóðum þá standa íslensku fyrirtækin sjálf undir kostnaði við þátttöku á sýningunni en njóta ekki ríkisstyrkja eins og venjan er. Við hjá Íslandsstofu hjálpum þeim hins vegar við alla skipulagningu og undirbúning þannig að þegar þau mæta á svæðið er básinn þeirra tilbúinn að því leyti að það á einungis eftir að koma vörunum fyrir.” Það hljómar kannski ekki flókið að halda utan um skipulag og þátttöku íslenskra fyrirtækja á sýningum sem þessum en þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. “Það er sannarlega að mörgu að hyggja”, segir Berglind. “Við höldum utan um það sem þarf að senda til Brussel, sýningavörur og annað, sjáum um að taka frá svæði og deila því á milli sýnenda. Þá þarf t.d. að leggja fyrir rafmagni og vatni, panta húsgögn, kæla og óteljandi aðra hluti ásamt öllu því sem fyrirtækin þurfa á að halda.“ Berglind segir að það sé hennar hlutverk að sjá til þess að allt þetta sé gert, ásamt því að vera til staðar á sýningunni og hlaupa undir bagga fari eitthvað úrskeiðis.” Mikilvægt að sýna undir merki Íslands Mikill metnaður er lagður í að básar fyrirtækjanna líti sem best út og hafa flest þeirra hönnuði á sínum snærum. “Öll umgjörð þarf að vera í lagi og hún skiptir svo sannarlega miklu máli þegar kemur að því að skapa útlit og ímynd.” Það er mikilvægt að bjóða fyrirtækjum þann
kost að taka þátt í að sýna í þjóðarbásnum – að sýna undir merki Íslands. “Það er litið til Íslands þegar kemur að sjávarútvegi, afurðum og tækni. Fyrirtækin eru misjafnlega stór og það styrkir minni fyrirtækin að vera hluti af heild. Þau verða sýnilegri og virka stærri. Þá gefst einnig tækifæri til að kynnast starfsemi annarra fyrirtækja í greininni sem einnig sýna undir merki Íslands.” Fjölbreytt og skemmtilegt starf Þegar Berglind er spurð að því hvað sé skemmtilegast við starfið stendur ekki á svari. “Það er gaman að verða vitni að hugmynd verða að veruleika. Kannski má líkja vinnunni minni við púsluspil. Ég byrja með eitt púsl og raða svo brotunum saman einu á eftir öðru. Smátt og smátt kemur myndin í ljós og á endanum er hún tilbúin.” Berglind segir að það sé ekki síður ánægjulegt við starfið hvað hún kynnist mörgu góðu fólki. “Ég kem að skipulagningu flestra sýninga sem Íslandsstofa kemur að, fyrir utan sýningar sem ferðaþjónustan tekur þátt í. Eftir langan feril hef ég átt mjög gefandi og ánægjuleg samskipti við fjölda fólks og séð íslensk fyrirtæki vaxa og dafna.” Hún bætir svo við kímin í bragði: “Það er líka skemmtilegt að ferðast og koma til nýrra landa þó svo að oft og tíðum sjái ég lítið annað en hótelið, sýningarhallir og svo veitingastaði. Það er þó engu að síður tilbreyting frá hversdagsleikanum.”
Sjávarútvegssýningin í Brussel er ein sú alþjóðlegasta sem haldin er. Þar sýna 1700 fyrirtæki frá 75 löndum vörur sínar og afurðir. Gestir sýningarinnar eru u.þ.b. 27.000 og koma frá 150 löndum þannig að þarna leynast mikil tækifæri og ávinningurinn getur orðið gríðarlegur.
Berglind Steindórsdóttir hjá Íslandsstofu er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að skipuleggja þátttöku íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum sýningum. Hún hefur komið að því starfi í 16 ár og segir að það fé sem fyrirtækin noti til að fara á sýningu eins og þá í Brussel sé vel varið.
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
SJÁVARAFL JÚNI 2017
47
Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
H VALUR
48
SJÁVARAFL JÚNI 2017
LANDSSAMBAND FISKELDISSTÖÐVA
SJÁVARAFL JÚNI 2017
49
Vísir hf.
Fjölskyldurekið sjávarútvegsfyrirtæki sem nýtir allan fiskinn
Ferksfiskvinnsla í frystihúsi Vísis hf
Þórný Sigurjónsdóttir
R
Ábyrg nýting á náttúruauðlindum er mikilvægur hlekkur í sjálfbæru hagkerfi. Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf sameinar nútímatækni og fjölskylduhefðir sem þrjár kynslóðir hafa mótað. Fyrirtækið nýtir allan fiskinn og tryggir þannig að ekkert af því sem sjórinn gefur fari til spillis. -Þórný Sigurjónsdóttir Fjölskyldurekið fyrirtæki Vísir hf er fjölskyldurekið sjávarútvegsfyrirtæki sem staðsett er í Grindavík. Erla Ósk Pétursdóttir, mannauðs- og þróunarstjóri hjá Vísi hf, segir: ,,Fyrirtækið var stofnað árið 1965 af afa mínum og tveimur samstarfsmönnum hans. Afi keypti síðar hlut hinna tveggja í fyrirtækinu og nú er sonur hans, faðir minn, framkvæmdastjóri fyrirtækisins en einnig vinna systkini hans og mágar við fyrirtækið á einn eða annan hátt, svo þetta er sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Það má segja að ég hafi alist upp í sjávarútveginum, ég byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu þegar ég var 14 ára og eftir nám og vinnu erlendis kom ég heim og byrjaði aftur að vinna fyrir Vísi árið 2009.” Framleiðslan Vísir hf starfrækir bæði saltfisksvinnslu og frystihús
50
SJÁVARAFL JÚNI 2017
og gerir auk þess út fimm línuskip. Vísir hf er með um 300 manns í vinnu og er um þriðjungur þeirra sjómenn, Erla segir: ,,Við erum mjög heppin með starfsfólkið okkar, meirihlutinn hefur unnið hjá okkur í langan tíma og við erum mjög þakklát fyrir allt þetta góða fólk sem starfar hjá okkur.” Vísir hf veiðir ýsu, keilu, löngu og blálöngu, en aðaláhersla fyrirtækisins er þorskveiðar. Ábyrgar veiðar Vísir hf leggur mikla áherslu á að stunda ábyrgar veiðar, á kraft og sveigjaleika í vinnslu og vörugæði. Vísir er með MSC rekjanleikavottun og er þátttakandi í Iceland Responsible Fisheries. Erla segir að góð stjórnun á fiskisveiðum sé mikilvægur þáttur í ábyrgum sjávarútvegi: ,,Umhverfisvottunin tengist þeirri staðreynd að aflinn er veiddur á ábyrgan hátt. Úthlutaður afli byggir á vísindalegum gögnum, og hvert og eitt fyrirtæki verður að geta rakið fiskinn sem það veiðir niður á veiðisvæðin.” Gagnasöfnun sem tryggir gæði Rekjanleikakerfi Vísis hf hefur verið í notkun í hartnær tuttugu ár. Erla segir: ,,Við söfnum gögnum frá skipunum okkar með TrackWell kerfinu, og svo tengjum við það við önnur forrit sem við notum. Það er Innova í tengslum við framleiðsluna en Wise forritið fyrir sölu og bókhald. Gagnasöfnunin kemur sér vel þar sem við getum notfært okkur veiðiupplýsingar fyrri ára til að beina skipum okkar á bestu mögulegu fiskimiðin. Einnig getum við rakið fiskinn á hinn veginn, frá viðskiptavinum okkar og aftur á miðin."
Nýtt hátæknifrystihús Vísis Árið 2014 byggði Vísir nýtt frystihús með fyrsta flokks hátæknibúnaði, byggt og hannað af íslenskum fyrirtækjum. Erla segir: ,,Það er löng hefð á Íslandi fyrir því að tæknifyrirtæki og sjávarútvegsfyrirtæki vinni saman. Það var gaman að sjá ávöxt þessarar samvinnu verða að veruleika í frystihúsinu okkar þar sem allt er undir sama þaki. Við tölum oft um nýja frystihúsið okkar sem 100% húsið, bæði vegna þess að við nýtum 100% af hráefni fisksins og svo er húsið 100% íslenskt." FleXicut vélin í samstafi við Marel Samstarf Vísis hf við íslenska matvinnslufyrirtækið Marel sýnir vel árangursríkt samstarf þar sem báðir aðilar hafa hag af samstarfinu. Erla segir; ,,Marel lauk við þróun FleXicut vélarinnar í frystihúsinu okkar. FleXicut vélin skannar flökin, sér hvar beinin eru og ákveður hvernig sé best að skera flakið til að hámarka verðmæti fisksins" Erla bætir við: ,,Við viljum tryggja að við nýtum fiskinn sem best og einnig að við fáum hámarksverð fyrir afurðina.” Hefðbundinn saltfiskur og léttsaltaður fiskur Saltfisksvinnsla Vísis hf hefur verið staðsett í sama húsi frá upphafi fyrirtækisins fyrir rúmum 50 árum. Og þótt að saltfisksvinnslan hafi gengið í gegnum margvíslegar tækniframfarir síðastliðin ár framleiðum við enn hefðbundinn saltfisk, blautsaltaðan þorsk, keilu og löngu. Söltun á fiski er upphaflega varðveisluaðferð og hún krefst þess að fiskurinn sé útvatnaður áður en hans er neytt. Vísir hefur auk þess hafið
framleiðslu á léttsöltuðum fiski. Erla segir: ,,Þessi söltunaraðferð er fyrir fólk sem finnst það ekki hafa tíma til að leggja saltfiskinn í bleyti. Við frystum léttsöltuð flök og þar fær neytandinn þetta sérstaka saltbragð með minni fyrirhöfn.” Erla segir ennfremur; ,,Hefðbundinn saltfiskur er mjög vinsæll í Suður-Evrópu þar sem neyslan er mestmegnis árstíðabundin, og þótt vinsældir léttsaltaða fisksins aukist er eftirspurnin eftir hefðbundnum saltfiski enn mikil." Ísland hentar vel til útflutnings á ferskum fiski Á undanförnum árum hefur fisksöluþróunin hér á landi verið sú að sala á ferskum fiski og léttsöltuðum hefur aukist jafnt og þétt. Erla segir: ,,Á fyrstu áratugum Vísis framleiddi fyrirtækið eingöngu saltfisk. Þetta hefur breyst verulega og nú er 50% af okkar vörum ferskur eða frosinn fiskur." Vísir selur ferska fiskinn til Evrópu og Bandaríkjanna. Erla segir að ferskum fiskafurðum frá þeim sé vel tekið erlendis. ,,Ég held að Ísland sé vel til þess fallið, bæði landfræðilega og vegna vel skipulagðra flutninga, að koma ferskum fiski á markaði á stuttum tíma. Veiðisvæðið er nálægt landinu, framleiðslukeðjan er órofin og við höfum úr mörgum flutningaleiðum að velja til að koma fiskinum á markað. Allir þessir þættir hafa sitt að segja til að varan berist neytendum tímanlega og í hæsta gæðaflokki." Verkun á þorski í saltfirskverksmiðjunni.
Sighvatur affermdur í höfninni í Grindavík.
Fersk vara og nálægð við alþjóðaflugvöll Vísir leggur mikla áherslu á að halda vörunni í hæsta gæðaflokki í gegnum alla framleiðsluna. Erla segir: ,,Við pössum vel að halda vörunni eins ferskri og hægt er í gegnum allt ferlið, við veiðum einungis á línu og þegar fiskurinn kemur um borð er hann strax settur í kör og ísaður og ekki snertur fyrr en komið er í vinnsluna." Auk þess er fyrirtækið staðsett í næsta nágrenni við Leifsstöð. Það er aðeins tuttugu mínútna akstur að flugvellinum, sem tryggir hraða afendingu til viðskiptavina erlendis. Hnakkaþonkeppnin 2017 Vísir hf var rannsóknarefni í Hnakkaþonkeppni þessa árs, sem er samstarfsverkefni milli Fiskveiðisjóðs Íslands og Háskólans í Reykjavík. Áskorun nemendanna var að finna leiðir til að auka hlutfall afurða sem fara í neytendapakkningar í starfsemi Vísis hf á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Erla segir: ,,Nokkur lið komu með tillögur um hvernig við gætum komist nær neytandanum með þeirri tækni sem við búum yfir núna". Lausn vinningstillögunnar, "Villtur íslenskur þorskur", fólst í hönnun á umhverfisvænum umbúðum með leiðbeiningum um matreiðslu þorsksins. Úrlausnin lagði bæði áherslu á ferskleika vörunnar og þarfir nútímaneytanda. Erla segir; ,,Það var mjög gaman að vera hluti af þessu verkefni þar
sem við erum stöðugt að meta hversu langt inn á markaðinn fyrirtækið eigi að fara og ég tel að lausn vinningsliðsins sé gott og áhugavert innlegg í umræðuna innan fyrirtækisins.” Nýta allan fiskinn Vísir hf leggur metnað sinn í að nýta allt sem það fær úr sjónum, ekki einungis kjötið af fiskinum heldur einnig beinin og roðið. Erla segir: "Hausar og hryggir eru þurrkaðir með jarðvarma í Haustaki, sem er fyrirtæki sem við eigum með Þorbirni hf. Samstarfið hefur gengið mjög vel og fyrir fimm árum stofnuðum við fyrirtækið Codland þar sem við þróum fæðubótarefni eins og lýsi og kollagen úr hráefni sem er lítið eða illa nýtt. Við nýtum því ekki aðeins allan fiskinn, heldur leitumst við við að ná sem mestu verðmæti úr hverjum hluta hans." Byggja kollagenverksmiðju á Íslandi Vísir hf hefur undirritað viljayfirlýsingu í sameiningu við Codland og þrjú önnur íslensk fyrirtæki, Þorbjörn, HB Granda og Samherja, um að hefja byggingu á kollagenverksmiðju á Reykjanesi í sumar. Erla segir: ,,Við höfum verið að einblína á flökin af fiskinum en nú sjáum við mikla möguleika í öðrum hlutum fisksins og þar leynist jafnvel meiri verðmæti en í flakinu sjálfu. Framleiðsla á kollageni úr fiskroði er þekkt aðferð erlendis en framleiðsla kollagens hefur til þessa ekki verið til staðar hér á landi. Stærri fyrirtæki flytja fiskroð úr landi í gámavís, en aðrir hafa einfaldlega reynt að finna aðra möguleika í nýtingu roðs til að koma í veg fyrir að því sé hent. Erla bætir við: ,,Við ætlum að taka höndum saman og koma á kollagen framleiðslu á Íslandi sem mun einnig gefa okkur tækifæri til frekari uppbyggingar hér. Við sjáum mikla möguleika í framleiðslu á kollageni hér á landi þar sem það hefur sömu sölumöguleika og fiskurinn, það er að segja, hér er á ferð hágæðahráefni sem rekja má til fiskstofns sem stýrt er á ábyrgan hátt. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta verkefni þróast á næstu árum." Sjávarútvegssýningin í Brussel Vísir hf var með sýningarbás á sjávarútvegssýningunni í Brussel í apríl síðastliðnum eins og fyrri ár. Erla segir: ,,Það er alltaf gaman á Brussel sýningunni þar sem við fundum með viðskiptavinum okkar og kynnum vörurnar okkar fyrir nýjum aðilum. Vinna okkar við þróun á öðrum vörum, til dæmis á kollageni, þykir ávallt mjög áhugaverð og hafa viðskiptavinir okkar sýnt áhuga á að bæta þeim vörum inn í söluna hjá sér. Í ár buðum við svo öllum upp á Öldu, kollagen límonaðið frá Codland, sem sló í gegn og sýndi vöruþróunina í verki.”
SJÁVARAFL JÚNI 2017
51
Söluhópur About Fish við opnun nýs uppsjávarfrystihúss VSV 2016
Með skrifstofur út um allan heim
- Sölufyrirtækið About Fish í Vestmannaeyjum hefur verið iðið við að færa út kvíarnar á síðustu misserum og er nú á leið á sjávarútvegssýningu í Brussel-
Bára Huld Beck
„V
„Við erum komnir ansi víða,“ segir Björn Matthíasson rekstrarstjóri About Fish sem er sölufyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og í eigu þeirra. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 og rekur orðið fjöldann allan af söluskrifstofum víða um heim. Á Íslandi eru fjögur til fimm stöðugildi og um tíu manns vinna erlendis. Fyrirtækið er með skrifstofu á Íslandi, í Þýskalandi, Portúgal, Frakklandi, Hollandi og eina í Rússlandi. Hlutverk About Fish er fyrst og fremst að selja afurðir Vinnslustöðvarinnar og segir Björn að ástæðan fyrir því að fyrirtækið reki þessar skrifstofur úti í heimi sé til að vera með sitt fólk nær þeim mörkuðum sem verið sé að vinna inn á. „Við erum með fólk sem er búsett á þessum markaðssvæðum og þekkir markaðina og menninguna. Þetta er okkar leið til að hafa betri tilfinningu fyrir því sem er að gerast hverju sinni,“ segir hann. Björn bætir því við að fyrirtækið sé að fara dýpra inn í markaðina til að skilja þá betur og selja frekar þeim sem eru að framleiða úr vörunni heldur en að selja þeim sem eru eingöngu að versla með hana. „Við erum að komast nær endanlegum notanda,“ segir Björn. Takmarkið sé þannig að hafa færri milliliði. Ekki öll eggin í sömu körfuna „Þeir markaðir sem við erum inni á spanna í raun nánast alla jarðkringluna og við reynum að leita leiða til að hámarka verðmæti afurðanna. Og erum við þar af leiðandi að reyna að velja á milli hvert viðkomandi afurð fer eftir því hvar fæst best
52
SJÁVARAFL JÚNI 2017
verð fyrir hana hverju sinni,“ segir Björn. Hann bætir því við að fyrirtækið sé líka að stíga inn á markaði sem það vill halda opnum, þó að þar sé kannski ekki endilega alltaf besta verðið. „En við erum samt að reyna að komast inn á markaði til að dreifa áhættunni. Við erum ekki að leggja öll eggin í sömu körfu því markaðir geta gefið sig og lokast,“ segi hann. Björn nefnir Rússlandsmarkað sem dæmi og bendir á að vont hefði verið að vera með allt undir þar. Björn segir að þeir séu einnig að reyna að dreifa áhættunni með tilliti til gjaldmiðla. „Við erum að reyna að dreifa sölunni milli gjaldmiðla þannig að við séum ekki með allt undir eins og gerðist til dæmis með breska pundið þegar það hrundi fyrir ekki svo löngu síðan,“ segir hann. „Og hver veit, krónan styrkist óþarflega hratt og mikið. Það er mjög alvarlegt ástand og eitthvað sem þarf að vinda ofan af. Þannig að það er hlutverk sölunets að herja á markaði sem fyrirtækið vill vera á, halda þeim lifandi, dreifa áhættunni og svo framvegis,“ bendir hann á. Eftir að viðskiptabann á Rússland tók gildi fór fyrirtækið inn á markaði eins og Egyptaland og Tyrkland, að sögn Björns. „Þeir markaðir, á þessu ári og undanfarið, hafa verið mjög veikir efnahagslega þannig að við höfum bakkað þar út að einhverju leyti vegna þess að þeir eiga erfitt með að verða sér út um dollara til að greiða vöruna,“ segir hann og bætir því við að þetta eigi sérstaklega við um Egyptaland þar sem efnahagsástandið sé ekki gott.
Björn Matthíasson
Gott að vera með mann á staðnum Mikið af afurðum fer á þau nærsvæði þar sem skrifstofur About Fish eru staðsettar. Fyrirtækið er með skrifstofu í Þýskalandi þar sem það selur mikið af ferskum heilum karfa. „Við erum með skrifstofu í Portúgal, þar sem sá aðili sem er þar, selur allan saltfisk á Portúgalsmarkað og allan heila humarinn inn á Spánarmarkað. Við erum með skrifstofu í Frakklandi þar sem við erum að senda vikulega ferskar afurðir og ferskan heilan fisk. Þar erum við með mann sem dreifir vörunni og selur hana og svarar fyrir ef eitthvað er. Það er líka ástæðan fyrir því að svona sölunet er búið til en það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir Vinnslustöðina að vera með viðskiptafélaga á markaðinum sem getur þá skoðað vöruna og svarað kaupendum,“ segir Björn og bætir því við að mikið auðveldara sé að eiga í samskiptum í þessu nærumhverfi heldur en að gera það frá Íslandi.
Mynd tekin að bás okkar á sýningunni í Qingdao í Kína
Að sögn Björns eru þessir markaðir snöggir upp og þá sérstaklega ferskfiskmarkaðir. „Og þeir eru fljótir niður og dramatískir. Heimurinn er fljótur að hrynja ef salan stoppar og þá er gott að vera með mann á staðnum sem getur svarað fyrir og svarað mönnum. Þetta er ofboðslega lifandi svæði, mikið að gerast og mikill hraði,“ segir hann. Nýir markaðir En þrátt fyrir að vera með skrifstofur úti um allan heim segir Björn að þeir séu alltaf að þreifa fyrir sér og núna séu þeir að horfa til Ameríkumarkaðar. „Við höfum aðeins verið í markaðsvinnu varðandi það markaðssvæði og það er þá aðallega fyrir bolfiskafurðir. Í uppsjávarhlutanum eru þeir markaðir sem borið hafa á góma Írak og Íran. Við vitum til þess að talsvert sé af makríl að fara inn á þessa markaði í gegnum aðra aðila sem við erum að selja til. Tyrkirnir eru að pakka makríl og senda inn á þessi svæði. Það er fullt af milljónamörkuðum sem eru ókannaðir,“ segir hann. Björn segir að fyrirtækið hafi einnig verið í ákveðinni undirbúningsvinnu fyrir að selja afurðir til Brasilíu. Þannig sé alltaf einhver markaðsvinna í gangi, menn séu að horfa vítt og passa sig að festa sig ekki í ákveðnu fari. „Við erum sterkir á svellinu ansi víða og reynum að dreifa vörunni okkar vel án þess að vera of áhættusæknir. Byrgja brunninn til að geta tekist á við ákveðin áföll þegar markaðir stoppa eða hrynja,“ segir hann. Hittast og taka stöðuna í Brussel About Fish tekur árlega þátt í sjávarútvegssýningu í Brussel en næstkomandi sýning verður í apríl og er þetta í fimmta skiptið sem fyrirtækið tekur þátt. Það hefur reynst mjög vel, að sögn Björns. „Þar erum við með stóran og góðan bás þar sem allar söluskrifstofurnar koma saman. Þetta eru eins og gefur að skilja margar skrifstofur víða um heim og er þetta einn vettvangur til að koma saman. Það gerum við alltaf fyrir sýningu,“ segir hann.
Yfirlitsmynd yfir hafnarsvæðið í Vestmannaeyjum og VSV
opnum samtalið og athugum hvort grundvöllur sé fyrir frekara samtali eða jafnvel viðskiptum,“ segir Björn. About Fish fer einnig á sýningu í Kína og er hún hugsuð fyrir Asíumarkað og Kínamarkað. „Við erum búin að vera þar síðustu ár með mjög góðum árangri. Við erum búin að vera að vinna í því að stíga lítil skref inn á þessa markaði,“ segir Björn. Hann útskýrir í þessu samhengi að Vinnslustöðin hafi tekið í gagnið seint á síðasta ári nýtt uppsjávarfrystihús þar sem verið sé að blástursfrysta uppsjávarafurðir sem gerir þær afurðir enn gjaldgengari inn á Asíumarkað.
slagið tekið inn afurðir frá öðrum í afmörkuðum verkefnum,“ segir Björn. Hann segir að ein af þeim áskorunum sem þeir vissu að þeir myndu horfa fram á, þegar búið væri að opna þessar skrifstofur út um heim allan, væri að menn gætu í raun selt meira en þeir fengju í gegnum Vinnslustöðina. Hann segir að þeir hafi líka verið með augun opin fyrir sölu fyrir þriðja aðila vegna þess að sölunetið gæti tekið við meira magni en það gerir í dag en þunginn og áherslan verði alltaf að hreyfa afurðir Vinnslustöðvarinnar. „Þetta er lifandi og skemmtilegt umhverfi og alltaf einhverjar nýjar áskoranir í þessu,“ segir hann að lokum.
Geta tekið við meira magni About Fish hefur einnig selt afurðir frá þriðja aðila. „Við höfum verið að selja í einhverju magni afurðir frá Hugin sem er frystiskip og við höfum annað
Mynd tekin að bás okkar á sýningunni í Brussel
Tilgangur sýningarinnar er í rauninni þríþættur, að sögn Björns. Í fyrsta lagi sé þetta vettvangur fyrir allan söluhópinn að hittast. Í öðru lagi komi langflestir viðskiptavina þeirra á sýninguna og skoði hana. „Þetta er þannig vettvangur fyrir okkur að hitta núverandi viðskiptavini. Þarna setjast þeir niður og fara yfir síðustu misseri eða vertíð og skiptast á skoðunum og fara yfir málið,“ segir hann. Í þriðja lagi sé mikið af þátttakendum á sýningunni sem nálgast þá á básnum og séu þeir með allskyns fyrirspurnir um afurðir þeirra. „Við tökum niður alla tengiliði sem heimsækja okkur og sýna áhuga á okkar afurðum. Við tökum það skipulega niður og síðan höfum við samband við alla þegar við komum heim. Við þökkum viðkomandi fyrir að heimsækja okkur á básinn,
Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
SNÆFELLSBÆR
SJÁVARAFL JÚNI 2017
53
Bókhaldskerfi í áskrift Microsoft Dynamics NAV er eitt mest selda bókhaldskerfi landsins og fæst í mánaðarlegri áskrift. Þú færð fullbúna viðskiptalausn, hýsingu og afritun í Azure skýjaþjónustu Microsoft ásamt vottuðum sérkerfum Wise á verði frá kr. 9.900 á mánuði.
Kynntu þér málið á navaskrift.is
kr.
9.900
pr. mán. án vsk.
Microsoft Azure
Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is 54
SJÁVARAFL JÚNI 2017
Við óskum sjómönnum innilega til hamingju með daginn
Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is
kr.
24.900
pr. mán. án vsk.
Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is SJÁVARAFL JÚNI 2017
55
WORLD SEAFOOD CONGRESS 2017 Vöxtur í bláa lífhagkerfinu Hagnýt nálgun og vandaðar rannsóknir til markaðsnýsköpunar, öruggs framboðs sjávarfangs og heilinda í framleiðslu matvæla. Matís ásamt þekktum alþjóðlegum samstarfsaðilum skipuleggur ráðstefnuna sem haldin verður í Hörpu 10.-13. september 2017, nú í fyrsta skipti á Norðurlöndum. Markmið ráðstefnunnar er að tengja saman íslenska og alþjóðlega nýsköpun ásamt heilindum í framleiðslu sjávarafurða við alþjóðastofnanir og alþjóðleg sjávarútvegsfyrirtæki. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar er mikilvægi fjárfestinga og aukin þekking í samhengi við tæknilegar umbyltingar í virðiskeðju sjávarfangs. Meðal fyrirlesara eru: -
John Bell, Bioeconomy Directorate EC DG Tanja Hoel, NCE Seafood Innovation Cluster David M. Malone, United Nations University Anthony Wan, Gfresh
-
Ray Hilborn, University of Washington Lynette Kucsma, Natural Machines Marie C. Monfort, Marketing Seafood & Sea-Matters Andreas Hensel, President of BfR
Fisheries Training Programme