TÍMARITIÐ
SJÁVARAFL Siglufjörður vel staðsettur Viðurkenning SFS Öflugt félag Lögga á daginn og listamaður á kvöldin
Leikskólanámið nýtist vel
Október 2016 8. tölublað 3. árgangur
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA
4 Lítið stéttarfélag en öflugt 8 Íðilgott samstarf fiskvinnslu og ferðamennsku 12 „Ef við látum rödd okkar heyrast...“ 16 ,,Heppinn að geta gert það sem mér finnst gaman að gera" Lögga á daginn og listamaður á kvöldin 20 Ný bryggja og bætt þjónustaa 24 Sjávarútvegssýninginn 2016 vel heppnuð 29 HIN HLIÐIN Þórarinn Elí Bragason 19 Uppskrift Saltfiskurinn á Lækjarbrekku
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is Blaðamenn: Finnbogi Hermannsson Sigrún Erna Gerisdóttr Magnús Már Þorvaldsson Haraldur Bjarnason Alda Áskelsdóttir Bára Huld Beck
Að hugsa út fyrir rammann
H
ér áður fyrr veiddum við mat okkur til lífsviðurværis. Sjávarútvegur var og er mikilvgasta útflutningsvara okkar landsmanna. Hér áður fyrr miðaðist allt við hversu stutt var á mið þar sem veiði var góð. Fyrr á öldum voru jarðir verðmætari ef stutt var á miðin. Hér á öldum áður var Ísland einskonar verstöð fyrir Evrópu. Þrátt fyrir langa sögu frá því á fimtándu öld hefur það bæst við að túristinn heillast mjög af okkar starfsemi. Það hefur orðið til þess að hægt hefur verið að auka framlegð fyrirtækja sem starfa við sjávarútveg. Hlutur ferðaþjónustu fer sífellt vaxandi og því er gott til þess að hugsa að þeir sem stunda sjávarútveg njóti þess einnig. Eiga þeir heiður skilið sem hafa haft áræðni, kjark og þor í að takast á við svona ólík verkefni til að auka fjölbreytt og áhugavert atvinnulíf. Þetta er enn ein skrautfjöður í hatt okkar Íslendinga sem við megum vera stolt af. Elín Bragadóttir ritstjóri
Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson logijes@simnet.is Forsíðumynd: Logi Jes Kristjánsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi
Alda Áskelsdóttir blaðamaður
2
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
Bára Huld Beck blaðamaður
Haraldur Bjarnason blaðamaður
Sigrún Erna Geirsdóttir
Logi Jes Kristjánsso
blaðamaður
grafískur hönnuður
Finnbogi Hermansson
Magnús Már Þorvaldsson
blaðamaður
blaðamaður
Tvö viðhaldsfrí ár á notuðum Mercedes-Benz. Þú færð tveggja ára ábyrgð og þjónustu innifalda hjá Öskju þegar þú kaupir sérvalinn og viðurkenndan Mercedes-Benz. Þjónustuskoðanir eru framkvæmdar samkvæmt tilmælum Mercedes–Benz um hvað skuli gera miðað við aldur og akstur, sem tryggir áframhaldandi akstursánægju um ókomin ár.
Askja notaðir bílar
Klettháls 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · notadir.is Viðurkenndur endursöluaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Opnunartímar Virka daga 10–18, laugardaga 12–16
Lítið stéttarfélag en öflugt Bergur Páll Kristinsson formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi Haraldur Bjarnason
„Þ
að er fyrst og fremst vegna áhuga míns á málefnum sjómanna sem ég er að starfa í þessu,“ segir Bergur Páll Kristinsson formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum. Hann segir mikið að gera í störfum fyrir félagið og þeir í forystunni hafi staðið frammi fyrir mörgum hlutum, sem þeir hafi aldrei komið nálægt áður, þegar Halldór Guðbjörnsson lést þann 15-02 2012. Halldór hafði séð um félagið sem starfsmaður til fjölda ára. „Það tók okkur alveg tvö ár að komast inn í þetta allt en við fengum Íslandsbanka til að taka að sér allt bókhald þar til Andrés Sigurðsson hafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar og stjórnamaður tók bókhaldið að sér. Svo fengum við Ómar Steinsson til að halda utan um skrifstofuhaldið og vera með skrifstofuna opna frá kl. 13 til 16 virka daga. Bara það að skrifstofa
4
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
okkar í þessu litla félagi er opin alla virka daga segir ýmislegt um þetta stéttarfélag. Við viljum gera allt sem best fyrir okkar félagsmenn. Á síðasta aðalfund mættu 40 manns og það segir ýmislegt um starfið í félaginu. Allir sjóðir félagsins standa vel og Verðandi á tvær íbúðir að Sóltúni 12 í Reykjavík og sumarbústað sem er heilsárshús að Grímsborgum. Virkir greiðendur eru ca 75-80 manns og þeir koma frá öllum landshornum og útgerðum.“ Rekstrarkostnaður félagsins í lágmarki Skipstjóra- og stýrimannafélagi Verðandi er elsta starfandi skipstjórafélag landsins en það var stofnað árið 1938. Bergur segir það halda í ýmsar gamlar hefðir. „Félagsmenn eru skipaðir í hinar og þessar nefndir og í þeim reyna þeir svo að starfa eins og kostur er. Þetta eru Sjómannadagsnefnd, fánaberar félagsins, orlofsnefnd, skoðunarmenn reikninga, björgunarnefnd, skemminefnd
Bergur Páll, Hulda Karen og dæturnar Áslaug Dís og Þóra Kristín
og ýmislegt fleira. Við reynum líka að halda öllum kostnaði í lágmarki með því t.d. að nota félagsmenn í ýmis verkefni sem annars hefðu kostað fúlgur fjár. Það er nefnilega í 16. grein laga Verðandi að enginn félagsmaður getur neitað að vinna það verk í þágu félagsins, sem honum er falið. Þannig er þetta líka með launakostnað félagsins. Launakostnaður formannsins er ein mánaðarkauptrygging skipstjóra á ári, starfsmaður á plani fær tvær kauptryggingar í laun á ári og gjaldkerinn félagsins fær 90.000 krónur á mánuði. Heildarlaunakostnaður félagsins í fyrra með öllum launatengdum gjöldum var 3,2 milljónir króna,“ segir Bergur og nokkuð víst er að leitun er að svo lágum launatölum hjá stéttarfélagi. Símastyrk hefði hann aldrei þegið í öll þessi tæp 15 ár sem formaður þrátt fyrir ómælda noktun. Ástæða þess að við verðum að halda öllum kostnaði niðri eru lág félagsgjöld. Bara í fyrra spöruðu okkar félagsmenn 11 milljónir miðað við að greiða 1% af launum í félagssjóð. Þeir sem eru í skiptikerfi borga ekkert meðan þeir eru ekki skráðir á skipin sín. Sjúkrasjóðurinn okkar stendur vel og reynir að gera betur við félagsmenn en aðrir svipaðir
sjóðir gera. Falli fyrrverandi félagsmaður frá fær fjölskyldan 1 kauptryggingu skipstjóra í jarðarfarastyrk og fjölskylda félagsmanns fær 2 kauptryggingar. Sjómenn eiga að fá skattaafslátt eins og aðrir Bergur segir að þrátt fyrir að sjómenn séu flestir með lausa kjarasamninga þá hafi Farmannaog fiskimannasambandið kjarasamning frá fyrsta júní síðastliðnum og eftir honum starfi félagsmenn Verðandi. „Vissulega vantar alla stærstu póstana inn í þann samning. Við getum nefnt að áhafnir flugvéla fá skattaafslátt fyrir sína vinnu í 10-12 tíma flugi en því er ekki að heilsa hjá sjómönnum. Ríkisstarfsmaður sem skreppur úr Reykjavík vestur á Snæfellsnes fær skattaafslátt en sjómaðurinn sem er í burtu frá sinni fjölskyldu í 5-30 daga samfleytt fær ekkert. Þetta segir manni að sjómenn eru ekki þess virði að fá nein hlunnindi vegna fjarveru. Ég segi bara takk fyrir vinstri stjórn og takk fyrir hægri stjórn að laga þessa hluti ekki. Annars á þessi langa bið eftir kjarasamningi sjómanna sér margar hliðar. Mér finnst mesta skaðsemi íslensks sjávarútvegs vera veruleikafyrrt fólk sem hefur starfað á Alþingi. Hver vill ganga að samningaborði í allri óvissunni? Sjómenn hafa aldrei vitað hvað er framundan og því síður útgerðarmenn. Vinstri menn vildu innkalla allan kvótann og hvað svo?“ Aukinn skattur á útgerð er jjafnframt skattur á sjómenn Bergur segir að sér hafi fundist fyndið þegar
Róbert Marshall hélt fund í Eyjum fljótlega eftir hrun og sagði við hann að útgerðarmenn skulduðu allt of mikið og þeir kynnu ekki að reka arðbæra útgerð. „Það liðu 2 ár og þá vildi Marshallinn auðlindarskatt á útgerðina og sjómenn. Hvað fer fram í kollinum á svona fólki? Þetta fólk veit ekki um niðurskurðinn og sárindin í sjávarútveginum sem varð á landsbyggðinni okkar þegar kvótakerfið var sett á seinni hluta síðustu aldar. Þá tóku útgerðarmenn þetta föstum tökum og sameinuðust öðrum. Það væri gaman að sjá það gerast í ríkisgeiranum, þó ekki væri nema hjá einni stofnun og það væri gaman ef starfsmennirnir tækju þátt í að lækka launin sín eins og sjómenn hafa þurft að gera. Það er eins og fólk viti ekki að skattur á útgerð er jafnframt skattur á sjómenn. Það er hrein og bein launalækkun á sjómenn. Þetta sjá allir varðandi uppsjávarfiskinn og verðið á honum. Uppsjávarfiskimenn væru með 25% hærri laun ef þessi óvildarskattur í garð vinnandi fólks væri ekki til staðar. Ég er ekki viss um að núverandi alþingismenn viti að útgerð Þórunnar Sveinsdóttur VE ætti heil 14 tonn ef aldrei hefði verið keyptur kvóti til að halda útgerðinni gangandi. Þessi gamalgróna fjölskylduútgerð leggur væntarlega upp laupana innan fárra ára, þar sem einstaklingar geta ekki rekið sín
fyrirtæki ofurskattlögð. Þær eru fáar útgerðirnar í landinu sem tilheyra ekki stórfyrirtæki á Íslenskan mælikvaðra. Ekki gott að undirmanna skipin Auðlindir þjóðarinnar segir Bergur misskattlagðar. „Fyrir utan fiskimiðin eiga Íslendingar auðlind sem er ekki skattlögð og hún er heitt vatn sem kemur úr iðrum jarðar. Af hverju er þessi auðlind ekki sérsköttuð eins og fiskimiðin? Ég á íbúð
Bergur Páll og Hulda Karen sumarið 2014
Finnboga Þessi gamli góði Hjallþurrkaður í ferskum vestfirskum vetrarvindi Engin aukaefni
Ísafirði Sindragata 9 Sími: 456-3250
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
5
í Reykjavík og borga fáeinar krónur fyrir ylinn og á sama tíma borga ég tugþúsundir króna fyrir yl í húsið mitt í Vestmannaeyjum. Þetta finnst fólki sem býr á SV-horninu réttlætanlegt. Hvað mundi ske ef þetta fólk yrði sérskattað um heitavatnsauðlindaskatt segja? Bara eitt sturtubað í eina mínútu kostaði 1 krónu. Margt smátt gerir nefnilega eitt stórt. Þetta er í raun það sama og útgerðarmenn og sjómenn þurfa að glíma við.“ Gott gengi sjávarútvegsins í kjölfar hrunsins var ávísun á endurnýjun fiskiskipa að sögn Bergs og hann segir þá endurnýjun hafa verið löngu tímabæra. „Ný og stærri skip koma til okkar sem er jákvætt, en ég er hræddur um mönnunarmálin um borð í þessum skipum. Held að útgerðarmenn eigi eftir að fá það í andlitið á sér seinna meir. Það veit aldrei á gott að undirmanna skipin sín til þess eins að græða nokkrar krónur.“
til 1983. Var síðan annar og fyrsti stýrimaður og skipstjóri á Bergey 1983-1992. Svo var ég fyrsti og annar stýrimaður á Ófeigi VE 1992-2000 og síðan fyrsti og annar stýrimaður á Herjólfi 20002007. Formaður Verðandi frá 2002. Á árunum 2009-2015 var ég skipstjóri á Lóðsinum en er núna starfsmaður Vestmannaeyjahafnar.“ Kona Bergs er Hulda Karen Róbertsdóttir, kennari og börnin eru Dúi Grímur sem er fæddur 1980 er rafeindavirki og er starfsmaður Radiomiðunar og Símans, Áslaug Dís sem er fædd 1990 og er læknanemi við HÍ og Þóra Kristín sem fædd er 1996 og er sjúkraþjálfaranemi við HÍ.
Fæddur og uppalinn Eyjamaður Bergur Páll Kristinsson er fæddur og uppalinn Eyjamaður og þar hefur hann búið alla tíð fyrir utan gosárin 1973-1975. „Þá bjó ég í Álftamýrinni í Reykjavík og svo í Garðahreppi áður en hann varð bær. Ég byrjaði á sjó 1 júní 1975 sem hálfdrættingur á Vestmannaey VE 54 og var þar Á þjóðhátíð 2015 Nöfnin f.v.t.h. : Þóra Kristín Bergsdóttir, Bjarki Rúnar Sigurðsson, Árni Thorlacius, Margrét Finnbogadóttir, Aðalheiður Karen Dúadóttir, Jóhanna Kristín Dúadóttir, Dúi Grímur Sigurðsson, Hulda Karen Róbertsdóttir og Áslaug Dís Bergsdóttir Bergur Páll, Hulda Karen og barnabörnin Aðalheiður Karen og Jóhanna Kristīn Dúadætur á Þjóðhátíð 2015.
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
Lykill
að bættum veiðum:
Þantroll ...breiðari opnun - bætir veiðarnar ...minni mótstaða á stærri togfleti ...heldur lögun vel á litlum hraða ...auðveld í köstun og hífingu ...minni titringur og lægri hljóðbylgur, lágmarka fiskfælni
Hampiðjan / Ottó / 30.11 2014
...yfirfléttaður kaðall með núningshlíf í mismunandi litum fyrir hvert byrði
– Veiðarfæri eru okkar fag
Harðfiskverkun Finnboga
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
Íðilgott samstarf fiskvinnslu og ferðamennsku Bára Huld Beck
M
ikill fjöldi ferðamanna fór í gegnum fiskvinnsluna Íslandssögu hf. á Suðureyri í sumar eða um 3.300 manns. Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að samstarf fiskvinnslunnar og ferðamennskunnar hafi orðið til þess að fleiri fjölbreytt störf hafi skapast á svæðinu. Þar megi nefna leiðsögumennsku og aðra þjónustu við ferðamenn sem gerir það að verkum að fjölskyldufólk geti fengist við margþætt störf, með hinu gjöfula starfi að vinna við fisk. Íslandssaga fékk viðurkenningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á Sjávarútvegssýningunni 2016 í lok september. Ástæðan er sú að hún er talin hafa stuðlað að vexti og viðgangi annarra fyrirtækja í nærumhverfi sínu. Íslandssaga hafi í samstarfi við önnur fyrirtæki á Suðureyri unnið ötullega að því að skapa fjölbreyttara atvinnulíf á Vestfjörðum og um leið aukið verðmæti sjávarfangs. Þar með hafi skapast auknir möguleikar fyrir fjölskyldur að starfa og vinna ólík störf innan bæjarfélagsins.
8
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
Vinna úr öllum afla úr höfninni Vinnslan var stofnuð á Suðureyri upp úr hræringum sem voru á fyrirtækjamörkuðum fyrir vestan síðla árs 1999. Hún tók við einu frystihúsi og 94 tonna smábátaflota. Óðinn segir að síðan þá hafi fyrirtækið verið að vinna úr þeim afla sem kemur upp úr höfninni á Suðureyri, á bilinu 3.500 til 5.000 tonn á ári af þorski, ýsu og steinbít. Fyrirtækið gerir nánast eingöngu út á smábáta og þá helst á krókaveitu. „Undanfarin þrjú ár höfum við líka átt í mjög góðu samstarfi við hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal. Þar höfum við tekið til vinnslu ýsu sem þeir hafa verið að veiða. En að öðru leyti er þetta bundið við smábátafisk,“ segir Óðinn. Hjá fyrirtækinu starfa á bilinu sextíu til sjötíu manns sem er stórt hlutfall þeirra sem búa á Suðureyri. Það eru fimmtíu manns í kringum vinnsluna Heimsókn í fiskvinnslu.
Óðinn Gestsson framkævmdastjóri Íslandssögu
Byrjaði sem þjónusta við sjóstangaveiðimenn Það er tíu ára aðdragandi að þessari viðukenningu SFS, að sögn Óðins. „Þetta byrjaði í kringum sjóstangaveiði, þar sem mönnum datt í hug að það gæti verið sniðugt að selja til dæmis þýskum sjóstangaveiðimönnum ferðir út á þessi gjöfulu mið okkar sem eru mjög stutt frá,“ segir hann. Þetta verkefni var sett á laggirnar í kringum árið 2006 og samtímis byrjaði samstarf milli mismunandi aðila. Hugmyndin var sú að sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan gætu unnið saman.
og um tuttugu í kringum útgerðina. „Við gerum sjálfir út tvo báta. Flestir aðrir sem gera hér út eru í viðskiptum við okkur á einn eða annan hátt,“ bætir hann við. Íslandssaga hefur lagt áherslu á ferska vöru. Vörubíll fer með fiskinn seinni part dags til Keflavíkur og þaðan er hann floginn út, annað hvort um nóttina eða morguninn eftir. Stærstu markaðirnir eru Ameríku-, Bretlands- og MiðEvrópumarkaður. Að mestu leyti eru þetta hnakkar úr flökum og hrein flök sem fara á Ameríkumarkað, að sögn Óðins.
að fara í burtu og starfa við annað. Honum sýnist þetta allt vera mjög svipað, að það séu einungis mismunandi úrlausnarefni og áskoranir eftir því hvað verið sé að gera og hvar. „En þetta er bara skemmtilegt og okkur líður ágætlega. Það er eilífðarverkefni að finna leiðir til að lifa af, bæði fyrir mann sjálfan og þá sem eru í samstarfi með manni,“ segir Óðinn.
Óðinn segir að þegar sjóstangaveiðimennirnir komu vestur þá hafi þeir komið úr umhverfi í Noregi þar sem vel var þekkt að selja slíkar veiðiferðir. Fyrsta skrefið fyrir Vestfirðingana var að fjárfesta í bátum sem voru öruggari eða að laga sína báta að ákveðnum öryggisstöðlum því að menn höfðu oft heyrt um ljót slys við sjóstangaveiði í fjörðum í Noregi. En annað vakti athygli manna þegar þessir þýsku sjómenn komu til Suðureyrar. Óðinn segir að þeir hafi verið að reyna að útbúa fiskinn sem þeir veiddu, flaka og handera hann og troða honum inn í ísskáp í húsunum. Þetta hafi ekki verið heillavænlegt, menn gengu bæði illa um
Rótin á Suðureyri „Við erum að uppistöðunni þrír félagar sem eigum fyrirtækið. Tveir okkar eru búsettir hér,“ segir Óðinn. Þeir eiga þetta ekki langt að sækja en feður þeirra félaganna voru skipstjórar og eigendur að öðrum fyrirtækjum, bæði sem hluthafar og skipstjórar. Óðinn er fæddur og uppalinn á Suðureyri en hann segist hafa farið „í víking“ á sínum tíma til að afla sér menntunar. Hann lærði skipstjórnun og starfaði í framhaldi af því í tíu til fimmtán ár á togurum og frystitogurum. Hann kom síðan aftur í land og flutti til Suðureyrar árið 1991. „Rótin er þar og hefur alltaf verið,“ segir hann. „Ef manni líður vel einhvers staðar og hefur eitthvað að borða þá er maður ánægður,“ segir Óðinn um ástæður þess að snúa aftur. „Þar blandast auðvitað tryggð við átthagana, sumir myndu kalla það heimóttarskap,“ segir hann og hlær. Hann segist hafa verið búinn að prófa hitt;
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
9
og mikil var sóunin. „Við byrjuðum þá að bjóða þeim upp á pakkningar sem þeir gætu tekið með sér. Þarna fóru menn að taka höndum saman til að bæta þjónustuna,“ segir hann. Í dag er fiskvinnslan að fá rúmlega 120 tonn inn í húsið til vinnslu. „Við „seljum“ þessum mönnum svo aftur þennan fisk þegar þeir fara. Mikil ánægja er með þetta fyrirkomulag og þetta skapar einnig atvinnu. Þannig að þetta telur inn í samfélagið á einn eða annan hátt,“ segir Óðinn. Mikill áhugi á frystihúsinu Önnur hlið ferðaþjónustunnar, sem vakið hefur athygli, gengur út á að sýna fólki hvað um er að vera í litlu sjávarþorpi á borð við Suðureyri. Ekki vantaði áhugann á sínum tíma því að í kringum 500 til 600 manns fóru í gegnum frystihúsið fyrstu þrjú til fjögur árin. Í framhaldi af þessum góðu viðbrögðum fór Íslandssaga, í samstarfi við ferðaþjónustuna á svæðinu, í eins konar markaðsátak til að fá fólkið af skemmtiferðaskipunum til að koma og skoða frystihúsið. Fyrirkomulagið er á þá leið að ferðamennirnir ferðast í rútu um svæðið og enda á Suðureyri, þar sem saga þorpsins er reifuð og frystihúsið skoðað. Farið er í gegnum vinnsluna og hægt er að fylgjast með starfsfólkinu vinna. „Oftar en ekki fáum við góð viðbrögð og verður fólk mikið betur meðvitað um hvernig fiskur „verður til“. Það veit hvaðan varan eða fiskurinn kemur sem það sér í stórmarkaðinum,“ segir Óðinn. Fólk fái þannig að sjá meðferðina og átti sig á því að þetta er ekki slor eða eitthvað þvíumlíkt, heldur matvælavinnsla í hæsta gæðaflokki. Það
10
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
Óðinn að sýna túristum hvernig störfin eru unnin.
fyllist ákveðinni öryggistilfinningu og hann segir að það hafi gengið svo langt að færa starfsfólki gjafir til þess að sýna þakklæti. „Þetta hefur verið gefandi hvað það varðar,“ bætir hann við. Hann segir að ferðamannastraumurinn byrji í maí en stærstu mánuðirnir séu júní og júlí þrátt fyrir að fólk haldi áfram að koma alveg fram í september. „Oft var glatt á hjalla þegar allt að 350 manns komu á sama deginum. Þá reyndum við að útbúa þetta þannig að fólk þyrfti að ganga eftir ákveðinni línu í gegnum húsið, þrátt fyrir að sumir hafi leyft sér að fara út fyrir kassann. Það var allt í góðu,“ segir hann og hlær.
En Óðinn er meðvitaður um að þessi bransi sé fallvaltur eins og annar bransi, því ekki sé vitað hvort skemmtiferðaskipin komi eftir til dæmis fimm ár. En hann segist vita að þau komi á næsta ári og þarnæsta en lengra sé kannski ekki hægt að spá. Þetta sé því ekki undirstaðan í rekstri Íslandssögu en góð viðbót. Hann bætir við að ferðaþjónustan geti treyst því að á meðan fiskvinnslan sé á Suðureyri þá standi þessi þjónusta til boða og að hægt verði að fara með gesti í gegnum vinnsluna þeirra.
Ný bryggja og bætt þjónusta Fiskmarkaður Siglufjarðar Mánagötu 2-4 580 Siglufjörður Sími 422-2442 steini@fiskmarkadur.is
fmsi.is
Kristín E. Pálsdóttir Ljósmyndari Sólný Pálsdóttir
„Ef við látum rödd okkar heyrast...“ Þ Bára Huld Beck
12
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
egar fjölskylda Kristínar E. Pálsdóttur flutti til Grindavíkur árið 1965 bjó hún fyrstu árin í verbúð og kynntist venjum og háttum þar. Hún byrjaði ellefu ára gömul að hjálpa til við að salta og tólf ára fór hún í sumarvinnu í saltfiskinum í útgerð föður síns, Vísi hf. Í dag er hún stjórnarformaður í fyrirtækinu.
Á veturna komu bátarnir inn og voru krakkarnir kallaðir í aðgerð á kvöldin og um helgar. „Þá var maður klár eftir skóla, stundum nennti maður því og stundum ekki,“ segir Kristín og hlær. Þannig að þessi iðnaður hefur alltaf loðað við líf hennar og fjölskyldu.
Ljósmyndari: Portra@imagine
Vísir hf. er með útgerð, stundar línuveiðar og gerir út fimm báta. Fyrirtækið rekur saltfiskvinnslu og einnig nýtt frystihús í Grindavík. Það er í samstarfi við ýmsa aðila í sjávariðnaðinum, til dæmis í nýsköpun og vörusköpun. Kristín segir að hugmyndin sé að fullnýta allan fiskinn. Leikskólanámið nýtist vel Hugur Kristínar leitaði þó annað þegar leið á unglingsárin en hún byrjaði snemma að passa börn og vinna á róló. „Leikskólinn hefur verið minn vettvangur í daglega amstrinu,“ segir hún. Leikskólanámið hafi komið sér vel í gegnum tíðina og hún sé alltaf að sjá betur og betur hvernig það nýtist henni í starfi stjórnarformannsins.
Hún segir að mannlegi þátturinn skipti svo miklu máli nú á dögum. Brýnt sé að konur geti nýtt styrkleika sína, menntun og reynslu í meira mæli í sjávariðnaðinum en raun ber vitni. Þess má geta að tvær konur sitja í stjórn fyrirtækisins ásamt Kristínu. Hún segir að mikilvægt sé að hugsa um fólkið sem vinnur hjá fyrirtækinu og þau sem búa í nærsamfélaginu. Hún segist líta samfélagslega ábyrgð alvarlegum augum og að þau systkinin hafi verið alin upp við það viðhorf.
Ljósmyndari: Portra@imagine
Ljósmyndari: Bára Huld Beck
Ljósmyndari: Portra@imagine
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
13
Kynjahlutverk ljós frá upphafi Kristín telur að aldrei hafi komið annað til greina en að bræður hennar færu að vinna á sjó eða við útgerðina. „Við erum sex systkinin, fjórar systur og tveir bræður. Við erum alltaf að átta okkur betur og betur á því, við systurnar, að þetta lá alltaf fyrir. Það lá alltaf fyrir stefnan hver tæki við, því þetta var fiskvinna og útgerð,“ segir hún. Faðir þeirra lék með strákunum með báta, þóttist draga nótina og leggja net, og þótt stelpurnar hafi auðvitað mátt vera með þá var alveg ljóst að bræðurnir áttu að vinna við þetta í framtíðinni, að sögn Kristínar. Bræður hennar fetuðu þennan veg eins og við var að búast en systurnar menntuðu sig í kennslu- og umönnunarstörfum.
Tímarnir breytast hægt Kristínu finnst hlutirnir ganga heldur hægt þegar hún er spurð út í stöðu kvenna í sjávariðnaðinum. Hún segir að konur séu þó í auknum mæli að koma inn í fyrirtækið og séu að setja ákveðið fordæmi með því að fara inn í ákveðin störf. Til að mynda er kona gæða- og þróunarstjóri í fyrirtækinu og eru nokkrar konur einnig verkstjórar. Kristín hefur farið á sjávarútvegssýningar í nokkur ár og finnst henni sem hún sjái fleiri konur nú en
„Með árunum höfum við systurnar verið að hafa meiri áhrif innan fyrirtækisins og fjölskyldan hefur stýrt þessu saman seinni árin,“ segir hún. Þær sinni mismunandi hlutverkum þar sem styrkleikar hverrar nýtast.
Þau leiðu mistök urðu í september útgáfu að ekki birtist allt viðtalið við Kristínu E. Pálsdóttur og biðjumst við innilegrar velvirðingar á því. 14
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
Ljósmyndari: Vísir hf
áður þótt karlar séu í miklum meirihluta. Margar konur vinna í fiskvinnslunni sjálfri en fáar eru í stjórnendastöðum. Þess vegna má ekki slaka á, að mati Kristínar. Hún segir að fólk verði að vera vakandi og halda því til haga að allir hafi jafnan rétt til að mennta sig eða fara í stöður sem hæfa menntun og reynslu. „Ef við látum rödd okkar heyrast og ölum dætur okkar og strákana okkar þannig upp þá mun þetta breytast hægt og rólega,“ segir hún að lokum.
Finnboga Þessi gamli góði Hjallþurrkaður í ferskum vestfirskum vetrarvindi Engin aukaefni
Ísafirði Sindragata 9 Sími: 456-3250
Kæru lesendur
Þeir sem vilja fá tímaritið í blaðaformi, sendið póst á sjavarafl@sjavarafl. is með upplýsingum um nafn og heimilsfang kaupenda. Blaðið kemur út tíu sinnum á ári. Verð kr 14.600 fyrir árið. Einnig er hægt að fá blaðið sent frítt rafrænt en þá þarf einnig að senda póst og biðja um rafrænar sendingar. Ef þú lummar á ljósmynd sem tengist sjómennsku eða sjávarútvegi á einn eða annan hátt og er tekin standandi (portrait) í 300 punkta upplausn, þá væri það okkar heiður að fá að birta hana á forsíðu blaðsins. Myndum skal skilað á netfangið sjavarafl@sjavarafl.is
Unnið við ventlavél og þéttiflöturinn á ventlinum endurunninn. SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
15
Landnemar Vestmannaeyja við Suðurey.
,,Heppinn að geta gert það sem mér finnst gaman að gera" Lögga á daginn og listamaður á kvöldin Sigrún Erna Gerisdóttir
S
Sá sem ber ábyrgð á útliti Sjávarafls er Eyjamaður að nafni Logi Jes Kristjánsson og er hann maður margra hæfileika. Logi starfar að jafnaði sem lögreglumaður en í frítíma sínum er hann grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Skemmtilegt jafnvægi ,,Ég byrjaði að vinna í sumarafleysingum í löggunni í Eyjum til þess að eiga fyrir háskóla í Bandaríkjunum. Það blundaði svo í mér eftir námið að fara aftur í lögguna og til þess að vera fullviss um þetta tók ég vetrarafleysingar í löggunni í Hafnarfirði 2002," segir Logi. Þá hafi það runnið upp fyrir sér að þetta væri það sem hann langaði virkilega til þess að gera þetta og leiðin lá því í Lögregluskólann 2004. ,,Ég
16
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
sleppti því samt aldrei að teikna og hanna. Ég er heppinn að geta gert það sem mér finnst gaman að gera. Þetta fer vel saman og ég hlakka alltaf til þess að fara í hina vinnuna. Þetta er líka svo ólíkt að maður nær að vera í skemmtilegu jafnvægi og hvorug vinnan truflar hina." Logi er fæddur og uppalinn í Vestmanneyjum en hefur búið lengi í Reykjavík. Hafa Eyjarnar enn áhrif á hann og listsköpunina? ,,Já, tvímælalaust. Þegar maður býr á svona lítilli eyju, með hafið allt um kring, er maður mjög vel upplýstur um stórbrotna sögu eyjarinnar og maður lærði mikið um hana, t.d um Herjólf og tyrkjaránið. Þetta hafði áhrif á listina og hvernig maður hugsar og þótt ég hafi t.d ekkert unnið á útgerðarbát, þá hefur maður alist upp við sjóinn. Sem peyji að veiða í höfninni eða ferðir á trillunni með pabba, sem var trillan Sæfinnur
Sjálfsmynd
sjókarl, þá hafa Eyjarnar og sjórinn skapað þessa ævintýraþrá sem maður býr yfir. Vestmannaeyjar eru sjávarpláss þar sem maður sér skipin koma og fara og maður veltir fyrir sér hvert. Að verða vitni að þessu hafnarlífi hefur áhrif."
Þrumugoðinn Þór fór reglulega á sjó til þess að reyna að veiða Miðgarðsorminn.
Fyrsta myndlistarsýningin Logi segist hafa teiknað frá því að hann man eftir sér. Á æskuheimili sínu í Vestmannaeyjum hafi hann snemma kynnst listinni gegnum foreldra sína sem bæði eru mjög listhneigð. ,,Þau eru bæði að teikna og föndra og afi stoppaði upp fugla, sem pabbi gerir líka. Svo teiknar bróðir minn líka og frændi minn, þannig að ég held að þetta sé í blóðinu." Logi var lengi keppnismaður í sundi og fór m.a á Ólympíuleikana í Atlanta 1996 sem leiddi svo til þess að hann fór í háskóla í Arizona þar sem hann lærði grafíska hönnun. Hann
tók líka áfanga í módel- og almennri teikningu og fínpússaði teiknihæfileikana. Logi hélt sína fyrstu sýningu sl. sumar, á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. Þrjátíu og fimm myndir voru á sýningunni og var þemað fyrstu íbúar Vestmannaeyja; Herjólfur og hans fjölskylda, sem og norræn goð. ,,Ég hef haft áhuga á fantasíu frá því að ég man eftir mér; goðsagnir, víkingar, hið dulræna og hið falda, bæði það sem ég las og sá í bíómyndum og eins það sem hugaraflið býr til." Skip landnámsmannanna áttu líka sinn sess og mátti sjá bæði langskip og knerri.
,,Landnámsmennirnir sigldu á opnum trébáti með eitt segl milli heimsálfa og komu til Íslands, Grænlands og Ameríku. Tvö skip komu að Vestmannaeyjum; að heimakletti og við Suðurey. Þetta hefur alltaf heillað mig, þetta er svo mikið afrek." Heiður þegar fólk fjárfestir í myndum Logi segist vinna mjög skipulega. Fyrstu komi skissur, svo undirbúi hann myndina og síðan sé hún teiknuð eða máluð. Þannig taki hann yfirleitt fyrir eina mynd á dag og sé þetta gert til
FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur
Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita
» Sjálfvirk kassamötun
» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt
» Frábær hráefnismeðh.
Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is
Óðinn.
þess að halda stílnum. ,,Ég vil ekki sjá mun milli mynda, ef ég hefði byrjað á mynd fyrir ári og gert þá nýjustu stuttu fyrir sýningu hefði verið of mikill munur milli þeirra þar sem maður er alltaf að betrumbæta stíl og tækni. Ég sé reyndar mun á fyrstu myndinni og þeirri síðustu en ég segi engum frá því hvaða atriði þetta séu!" Logi segir að það hafi verið skemmtilegt að halda sína fyrstu sölusýningu í uppeldisbænum, þar sem hann byrjaði að teikna. Sýningin fékk afar góðar viðtökur og margar myndir seldust. ,,Það er alltaf heiður þegar fólk fjárfestir í myndum og styrkir þannig listamann svo ég var mjög ánægður."
Logi segist eftir að eiga að halda fleiri sýningar þótt formið sé óráðið. Á þessari sýningu hafi verið vatnslita-, blýants- og pennamyndir en aðrir miðlar, eins og kol og olía, heilli líka. Það verði þó að passa sig á því að dreifa kröftunum ekki um of, hann vilji frekar vera góður í fáu en ágætur í mörgu. Myndskreytti barnabók Logi lauk nýlega við að myndskreyta barnabókina Lukku og hugmyndavélina sem kemur út hjá Sölku fyrir jólin og verður það fyrsta útgefna bókin myndskreytt af honum. ,,Höfundurinn
Villi vikingur.
18
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
Orustugoðinn Týr.
Vikingur á hestbaki.
Herjólfur, fyrsti landnemi Vestmannaeyja.
heitir Eva Þorkelsdóttir og hún sá myndir hjá mér á Facebook. Ég teikna alltaf mynd á dag og set oft á netið. Hún hafði rekið augun í mynd og datt í hug að hafa samband. Þetta tók við eftir sýninguna og hentaði vel því ég var enn i teiknigír. Ég hélt því áfram sama vinnulagi og fyrir sýninguna til þess að halda stílnum. Ég veit ekki hvort fleiri teiknarar gera þetta en þetta hentar mér." Vinnulagið hafi verið þannig að höfundurinn hafi sagt honum sínar hugmyndir um útlit sögupersóna en þess fyrir utan hafi hann fengið nokkuð frjálsar hendur. ,,Það verður að vera rammi en innan hans er maður frjáls og þá koma galdrarnir." Logi segir að þetta hafi verið skemmtileg vinna og að það verði gaman að sjá bókina þegar hún kemur út fyrir jólin. Við spyrjum Loga hvort það séu kannski fleiri myndskreytingaverkefni fram undan. ,,Það eru ýmis járn í eldinum," svarar hann brosandi
Landnemar við Heimaklett.
Loki.
Sigyn, kona Loka.
,,Ef alltaf gaman af krummanum, flottur og útsjónasamur fugl”.
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
Ný bryggja og bætt þjónusta
Bryggja og bátar á Siglufirði
Bára Huld Beck MYNDATAKA: Guðmundur Gauti Sveinsson
G
ríðarleg gróska hefur verið hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar undanfarin misseri. Í fyrra lönduðu þau yfir tuttugu þúsund tonnum og það sama virðist vera upp á teningnum í ár, að mati Steingríms Óla Hákonarsonar, framkvæmarstjóra markaðarins. Hann segir að Siglufjörður henti einstaklega vel fyrir fiskmarkað vegna þess hve stutt sé í miðin. „Það er öll þjónusta á Siglufirði, sama hvort það er löndun eða verkstæði eða bara nefndu það, það er allt hérna,“ segir Steingrímur. Einnig var nýlega tekin í notkun ný hafnarbryggja sem hann er mjög ánægður með. Siglufjörður vel staðsettur Steingrímur er alinn upp á staðnum og fór snemma til sjós. Hann byrjaði á neta- og línubátum 16 ára gamall. Hann átti stutta viðveru á togurum en hann segir að það hafi aftur á móti ekki hentað sér. Eftir að hafa unnið í þrjú ár
20 12
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
í Reykjavík við sölumennsku tengt sjávarútvegi sá Steingrímur, ásamt fleirum, þörfina fyrir fiskmarkað en hann var stofnaður í október árið 2004. „Við sáum að það þyrfti að vera einhver þjónusta fyrir þessa báta sem væru að landa hérna fyrir norðan,“ segir hann. Það voru fyrir fiskmarkaðir á Dalvík og Skagaströnd en hann bendir á að Siglufjörður liggi vel við miðsvæðis, sé með skjólgóða höfn og henti því vel.
keyptur er suður í Sandgerði eða niðri á Granda í Reykjavík sé kominn í vinnslu klukkan fimm eða sex morguninn eftir. Þannig að fiskurinn er alltaf nýr og ferskur, að sögn Steingríms. Allt fyrir sjóarana Frá upphafi hefur fiskmarkaðurinn einnig verið með löndunarþjónustu. Steingrímur segir að það hafi verið að bæta allverulega í hana síðustu tvö
Fiskurinn alltaf nýr og ferskur „Við höfum alltaf verið með fiskmarkaðsstarfsemi, sölu á fiski og slægingu,“ segir Steingrímur. Þau hættu aftur á móti með slægingu árið 2013 og segir hann að ekki sé eftirsjá í þeirri ákvörðun. „Lifrarverð hækkaði bara og hækkaði, þannig að kaupandinn vildi bara fá fiskinn sinn óslægðan,“ bætir hann við. Mikil fjarskiptasala er í gegnum fiskmarkaðinn. Steingrímur segir að allir þeir sem eru á sjó í dag séu komnir í land í síðasta lagi klukkan sjö á kvöldin þannig að fiskur sem Steingrímur Óli Hákonarson
til þrjú árin. „Við erum með tvö löndunargengi og öfluga karla og konur. Við keyrum bara svoldið á það. Því það er stór hluti af línuflotanum, stærri línuskipunum, fyrir norðan og austan land sem kemur til okkar,“ segir hann. Ýmis fjölbreytt þjónusta nýtist þeim sjómönnum sem koma við á Siglufirði, til að mynda bílaleiga sem er geysilega mikið notuð. Steingrímur segir að þau séu með vöruþjónustu fyrir Eimskip og afgreiðslu fyrir Skeljung. „Þannig að það er allt fyrir sjóarana hérna. Það er nóg að hringja bara í okkur og við nánast reddum hlutunum,“ bætir Steingrímur við og hlær. Hann bætir því við að það sé ekki nema 50 mínútna akstur á Akureyri ef það þurfi að ná í eitthvað í flug.
heilbrigðisþjónusta á staðnum, sem og bakarí og tannlæknir. Langir vinnudagar Venjulega byrja þau hjá Fiskmarkaðinum klukkan átta á morgnanna en undanfarið hafa línuskipin verið að koma svolítið snemma svo þau hafa þurft að byrja daginn fyrr. Steingrímur segir að dagróðrarbátar séu að koma í land frá klukkan fjögur til sjö á kvöldin þannig að starfsmenninrnir eru að komast heim kringum klukkan átta til níu. Þar af leiðandi eru dagarnir oft langir hjá
starfsfólki markaðarins. „Það var mikið verra hér áður fyrr. Þá gekk okkur illa að ná dagróðrarbátunum inn, þeir voru að koma mjög seint inn. Sem þýðir að fiskflutningar suður og raunar um allt land seinkar. Sem þýðir einnig að kaupandinn er að fá fiskinn sinn seinna á morgnanna og kemur þá seinna í flug eða jafnvel missir af fluginu,“ segir Steingrímur. Þau hafi þá tekið þá ákvörðun að ef bátar eru ekki komnir inn fyrir klukkan sjö á kvöldin þá seljist sá fiskur ekki fyrr daginn eftir. Með þessu móti nái þeir bílunum og það ætti að gefa þeim betra
Starfsemin góð fyrir alla Steingrímur segir að tíu manns séu í löndunarliðinu og að allt að sautján manns vinni þegar skip eru inni. Um tíu stórir línubátar landa á Siglufirði og einnig rækjuskip. Þess má geta að aflamesta rækjuskipið á landinu landar þar allt árið, Sigurborg SH. Starfsemi af þessi tagi hefur góð áhrif á nærsamfélagið í heild sinni, að sögn Steingríms. Það er mikil uppbygging á Siglufirði í allri þjónustu sem þýðir að það er mjög kostur til að landa. Og þá er Steingrímur að tala um aðra þjónustu en löndun. Það þurfi vélaverkstæði, rafvirkja og jafnvel smiði og pípara. Hann tekur sérstaklega fram að oft þurfi kafara, til dæmis þegar menn fái línuna eða færin í skrúfuna. Það er ódýrara að hafa þetta allt á staðnum fyrir útgerðirnar. Skipin þurfi einnig alltaf einhverjar viðgerðir og þá kemur vélaverkstæðið sér vel. Verslun og þjónusta nýtur góðs af þessu, að mati hans og segir hann að það sé góð
fastus.is
HÁGÆÐA TÆKI Í SKIPAELDHÚSIÐ Fastus býður upp á heildarlausnir fyrir atvinnueldhús á sjó. Fagþekking og reynsla eru lykilatriði í starfsemi Fastus, en þar starfa reyndir ráðgjafar á sölusviði sem tryggja réttar lausnir fyrir þínar þarfir. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar.
ELDAVÉLAR
OFNAR
ÖRBYLGJUOFNAR
KAFFIVÉLAR
GIRO PÖNNUR
UPPÞVOTTAVÉLAR
Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
Veit á vandaða lausn
verð fyrir fiskinn. Betra verð fáist við að selja alltaf nýjan fisk. Nýr viðlegukantur Á dögunum var tekin í notkun ný hafnarbryggja. Hún var formlega vígð föstudaginn 30. september við hátíðlega athöfn þar sem Ólöf Nordal opnaði mannvirkið formlega. Steingrímur segir að þetta sé heljarinnar bryggja og að þjónustan muni verða mun betri í framhaldinu. Þetta sé stærri viðlegukantur en sá gamli og að betra sé að liggja við hann. Á vef Fjallabyggðar segir að framkvæmdir hafi hafist í febrúar við fyllingu og niðurrekstur á stálþili sem er 227 metra langt og að þær hafi gengið afar vel. Um sé að ræða tvö viðlegukanta, annar sé 155 metra langur og hinn um 60 metrar. Einnig kemur þar fram að innsiglingin að Siglufjarðarhöfn og hluti hafnarinnar hafi verið dýpkuð niður í níu metra dýpi. Eftir eigi að steypa þekju á höfnina en það verði framkvæmt næsta vor eftir að fyllingin hefur sigið.
Sýnir vel nýju hafnarbryggjuna.
22 12
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
Í fréttinni kemur fram að gamli viðlegukanturinn hafi verið orðinn sundurryðgaður og ónýtur og því hafi þessi framkvæmd verið orðin löngu tímabær. Mun nýja Bæjarbryggjan mæta þörfum útgerða í heimabyggð ásamt skipum annarra útgerða. Einnig sé hægt að taka á móti stærri skemmtiferða- og flutningaskipum.
Sjö mánuðir eru liðnir síðan verkið hófst og er heildarkostnaður við þessa framkvæmd ríflega 550 m.kr. Hafnarbótasjóður styrkir byggingarhluta verkefnisins um 75% og dýpkunarhluta um 60%. Þannig að hlutur Fjallabyggðar er um 150 m.kr. og Hafnarbótasjóðs um 400 m.kr.
Íslenskt samfélag byggir á drifkrafti í sjávarútvegi
Pantone 2748
A
Sjávarútvegssýninginn 2016 vel heppnuð
llir viðmælendur Sjávarafls voru á því að sjávarútvegssýningin hefði heppnast einstaklega vel. Sjávarútvegssýninginn 2016 /Iceland Fishing Expo 2016 var dagana 28 – 30. september í Laugardagshöll. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem og aðrir gestir voru við opnum hennar en Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegsráðherra opnaði sýninguna formlega. Það eru 120 fyrirtæki sem sýna á sjávarútvegssýningunni.
24
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
Veittar viðurkenningar Veitt voru verðlaun við opnun sýningarinnar handa þeim sem þykja hafa skarað fram úr í greininni að mati helstu samtaka í íslenskum sjávarútvegi. Þeir sem hlutu verðlaun voru Axel Helgason sem hlaut viðurkenningu Landssambands smábátaeiganda sem trillukarl ársins. Einnig hlaut Fiskvinnslan Íslandssaga á Suðureyri við Súgandafjörð
viðkenningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Slysavarnarskóli sjómanna fékk viðurkenningu Sjómannasambands Íslands sem og Einar Lárusson viðurkenningu Íslenska sjávarklasans. Að lokum hlaut Fiskmarkaður Þórshafnar og útgerð Saxhamars SH 50 viðurkenningu Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Forsetafrúin Eliza Reid veitti viðurkenningarnar.
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
25
JÁVARÚTVEGSSÝNING
HIN HLIÐIN
Þórarinn Elí Bragason Fullt nafn: Þórarinn Elí Bragason Fæðingardagur og staður: 29 Apríl 1980 Reykjavík Fjölskylduhagir: Í sambúð með tvö börn og hund Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestfirðirnir klikka aldrei, tala nú ekki um þegar það er rjómablíða. Starf: Háseti á Þerney RE-1 Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Það er góð spurning. Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Koma margir til greina og erfitt að gera uppá milli manna en sá fyrsti sem mér dettur í hug er Björn Þorsteinsson (Böddi). Betri sögumann er erfitt að finna. Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Nei Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Gulleyjan Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Eflaust var sjómennskan þar ofarlega vegna fjölskyldutengsla. Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Vorið er best Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna ? : Fjarveran frá fjölskyldunni Eftirminnilega atvikið á sjó: Björgun Snorra Sturlusonar á Örfirisey 2001 Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Arsenal Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Fótbolti Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Pass Siginn fiskur eða gellur: Siginn fiskur. Smúla eða spúla: Smúla Ef þú mætir breyta einhverju á Íslandi í dag, hvað væri það : Að meiri fjármunum yrði varið í mennta- og heilbrigðiskerfið okkar. Eitthvað að lokum : Áfram Ísland
29
SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
UPPSKRIFT
Saltfiskurinn á Lækjarbrekku Elín Bragadóttir
Á dögunum fórum við í heimsókn á Lækjarbrekku. Fyrir valinu varð saltfiskurinn þeirra. Stemningin á staðnum var góð og notalegt var að sitja í hjarta borgarinnar með fallegt útsýni og njóta þess að borða þennan himneska veislurétt. Spiluð var notaleg mússík og til að auka á lúxusinn mátti sjá fullt af fallegum málverkum sem gera veitingastaðinn enn fallegri. Þjónustan var afar góð, starfsfólkið stjanaði við okkur bæði í mat og drykk. Rétturinn stóðst allar væntingar og rúmlega það. Ég læt fylgja með mynd af kokkinum sem eldaði fyrir okkur en hann heitir Arnar Heiðar Sævarsson.
SALTFISKUR Léttsaltaður þorskur, kremað reykt bankabygg og tómat concasse Íslenskt bankabygg 2–3 skalottlaukar ½ dl jómfrúarólífuolía 250 g risottogrjón 1 l kjúklinga- eða grænmetissoð 1 msk. smjör 1 tsk liquid smoke, einnig er hægt að nota reykduft 200 ml rjómi Smakkað til með salti og pipar.
Arnar Heiðar Sævarsson leggur lokahönd á réttinn.
Hitið olíuna í góðum potti og svitið laukinn (má ekki brúnast). Hellið yfir byggið og hitið saman. Hrærið stöðugt í ca.1 mín. Hellið ¼ af heitu soðinu út í og látið malla þar til byggið hefur tekið í sig soðið. Bætið síðan í pottinn bolla og bolla í einu af soðinu þar til byggið er orðið mjúkt og hefur drukkið í sig allan vökvann. Það ætti að taka u.þ.b. 15 – 18 mínútur. Blandið rjómanum út og sjóðið rjómann aðeins niður með bygginu í u.þ.b. 3 - 4 mínútur. Smakkið til með salti og pipar og blandið liquid smoke út í. Ef þið eigið ekki liquid smoke þá eru þið annars komin með mjög braðgott bygg. Tómat concasse 1 dós maukaðir tómatar (250 gr) 2 stk gulrætur 1 stk laukur 3 stk hvítlauksgeiri Tómatsósa
Skerið grænmetið í smáa bita, hitið olíu í potti á miðlungshita, setið grænmetið út og svitið (hræra í því reglulega) þar til mjúkt 7-11 mín. Blandið tómötunum við og látið malla í 15 mín. Smakkið til með salti og pipar og sprautið í lokin smá tómatsósu út í upp á sætuna
Salfiskrétturinn kominn á borðið, en um er að ræða léttsaltaðann þorsk með kremuðu reyktu bankabyggi og tómat. SJÁVARAFL OKTÓBER 2016
29
Fær í flestan sjó
Wise býður eitt mest selda bókhaldskerfi landsins í mánaðarlegri áskrift - NAV í áskrift. Lágmarkaðu kostnaðinn og kynntu þér málið á
navaskrift.is
Microsoft Azure Hýsing og afritun innifalin Azure skýjaþjónusta Microsoft er eitt öruggasta og öflugasta gagnaver í heimi.
Fjárhagsbókhald Viðskiptavina- og lánardrottnakerfi Innkaupakerfi Sölu- og birgðakerfi Eignakerfi Verkbókhald - Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja - Reglulegar uppfærslur - Enginn stofnkostnaður
Fjárhagsbókhald Viðskiptavina- og lánardottnakerfi Innkaupakerfi Sölu- og birgðakerfi Eignakerfi Verkbókhald - Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja - Reglulegar uppfærslur - Enginn stofnkostnaður
Wise sérlausnir sem fylgja með: Rafræn VSK skil Rafræn sending reikninga Þjóðskrártenging
Wise sérlausnir sem fylgja með: Launakerfi Innheimtukerfi Bankasamskiptakerfi Rafræn móttaka reikninga Rafræn VSK skil Rafræn sending reikninga Þjóðskrártenging
Hýsing og afritun í Microsoft Azure
Hýsing og afritun í Microsoft Azure
kr.
9.900
pr. mán. án vsk
17.900
kr.
pr. mán. án vsk
Fullbúin viðskiptalausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is
NAV
ÍSLENSK A SI A .IS ICE 81216 9/16
ER ÞITT FYRIRTÆKI Á FLUGI? Regluleg ferðalög á vegum fyrirtækisins eru oft nauðsynleg. Það getur því borgað sig að gera fyrirtækjasamning við Icelandair.
Meðal hlunninda fyrirtækjasamnings má nefna: n n n
n
Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. Neyðarnúmer er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. Afsláttur er veittur af öllum fargjöldum á því farrými sem fyrirtækið þitt óskar eftir hverju sinni. Nákvæmt viðskiptayfirlit er aðgengilegt á vefnum.
+ Allar nánari upplýsingar má finna á www.icelandair.is/fyrirtaeki Eins má senda fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is
Þráðlaust internet um borð Þú tapar því ekki tíma á ferð og flugi – þú græðir fleiri vinnutíma. Saga class farþegar og saga gold meðlimir greiða ekkert fyrir aðgang að þráðlausu neti um borð.