Aðventublað Skessuhorns 2015

Page 1

Rafræn áskrift Ný áskriftarleið

Pantaðu núna

FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is

Meðal efnis: Fjöldi viðtala við ungt og athafnasamt fólk í leik og starfi. Auk þess fréttir, íþróttir, skreytingar, viðburðir og fleira.

48. tbl. 18. árg. 25. nóvember 2015 - kr. 750 í lausasölu

Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós þá veitist þér andlegur styrkur. Kveiktu svo örlítið aðventuljós, þá eyðist þitt skammdegis myrkur.

Njótið veitinga í fallegu umhverfi

Það ljós hefur tindrað um aldir og ár yljað um dali og voga. Þó kertið sé lítið og kveikurinn smár mun kærleikur fylgja þeim loga. (Höf. Hákon Aðalsteinsson)

OPIÐ

Hópapantanir í síma 898-1779 Restaurant Munaðarnes

Fluconazol ratiopharm

Eru bólgur og verkir að hrjá þig?

Borgarfirði 525 8441 / 898 1779

Coldfri munnúði - við kvefi og hálsbólgu

Skarðsheiðin með Skessuhornið fyrir miðri mynd. Gamli bærinn á Hamri í forgrunni. Ljósm. Þorleifur Geirsson.

Skemmtileg jólagjöf – gefðu gjöf sem vex Ef þú leggur �.��� kr. eða meira inn á Framtíðarreikning barns færðu að gjöf spilasett með sex skemmtilegum spilum. Tilvalið í jólapakkann. Kynntu þér málið á arionbanki.is

SKESSUHORN 2015

15.00 – 21.00


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

2

Jólasamkeppni Skessuhorns meðal grunnskólanema

Jólasögur og jólamyndir óskast! Skessuhorn gengst nú ellefta árið í röð fyrir samkeppni meðal grunnskólabarna á Vesturlandi í gerð jólamynda og jólasagna. Líkt og á síðasta ári verður keppnin í þremur flokkum. Í fyrsta lagi býðst öllum börnum á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekkur) að senda inn teiknaðar og litaðar myndir (A4) þar sem þemað á að vera jólin. Í öðru lagi býðst krökkum á aldrinum 10-12 ára (5.-7. bekkur) að senda inn myndir og er þemað það sama. Teikningakeppninni er því tvískipt eftir aldri. Loks býðst elstu grunnskólakrökkunum, á aldrinum 13-16 ára (8.-10. bekkur), að senda inn jólasögur. Lengd jólasagnanna má að hámarki

Til minnis Í síðustu viku hófst árlegt eldvarnarátak Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Er því ætla að vekja athygli á þeim hættum sem geta fylgt opnum eldi á heimilum, t.d. kertaljósi. Eldhætta eykst á heimilum þegar hátíðirnar nálgast og fólk er því hvatt til að fara varlega með eldinn og grípa til viðeigandi varúðarráðstafana. Hægt er að lesa nánar um brunavarnir á heimilum í Skessuhorni í dag.

Veðurhorfur Suðvestanátt verður á morgun og síðar vestan hvassviðri og él en hægari og úrkomulítið austan til. Snýr í hvassa norðanátt með snjókomu á Norðvesturlandi um kvöldið. Hiti í kringum frostmark. Norðan 10-18 m/s á föstudag, snjókoma á Norðurlandi en bjartviðri syðra. 2-12 stiga frost og kaldast í innsveitum austanlands. Um helgina er útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt, hvassa á köflum. Éljagangur norðan til en bjartviðri syðra. Talsvert frost.

Spurning vikunnar Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu margar bækur lest þú á ári?“ Flestir lesa eina til fimm bækur, eða 27,87% þeirra sem tóku afstöðu. Næstflestir, eða 16,72%, eru miklir lestrarhestar og lesa fleiri en 25 bækur á ári.„6-10“ svöruðu 13,24%,„16-20“ sögðu 6,97% og 3,83% sögðu„21-25. Að lokum sögðust 14,98% ekki lesa bækur. Í næstu viku er spurt: Hversu margar smákökusortir eru bakaðar á þínu heimili fyrir jólin?

Vestlendingur vikunnar

irnar á bakhlið þeirra (nafn, aldur, símanúmer, heimili og skóli). Jólasögurnar skulu sendar á rafrænu formi í tölvupósti á netfangið: skessuhorn@skessuhorn.is í síðasta lagi í hádeginu 10. desember nk. Þar þarf einnig að koma fram nafn höfundar, aldur, símanúmer, heimili og skóli, og skulu þær upplýsingar vera í sama skjali neðan við söguna.

Valin verður besta myndin í hvorum flokki teikninga og besta jólasagan að mati dómnefndar. Verða verðalaunamyndir og verðlaunasagan birt í Jólablaði Skessuhorns sem kemur út miðvikudaginn 16. desember nk. Stafræn myndavél er í verðlaun í hverjum flokki. Skilafrestur á sögum og myndum í samkeppnina er til og með hádegis fimmtudaginn 10. desember. Myndir skulu sendar í pósti á heimilisfangið: Skessuhorn ehf., Kirkjubraut 56, 300 Akranes. Athugið að myndirnar þurfa að hafa borist á hádegi 10. desember! Munið að merkja vel mynd-

Skessuhorn hvetur alla krakka á grunnskólaaldri á Vesturlandi til að taka þátt í þessum skemmtilega leik, senda okkur myndir og sögur. Gangi ykkur vel!

Bætur öryrkja helmingur þess sem talið er þurfa Góð stemning var á fundi Öryrkjabandalags Íslands um „Mannsæmandi lífskjör fyrir alla“ sem haldinn var á Gand hóteli síðastliðinn laugardag. Á fundinum var álitsgerð Ólafs Ísleifssonar um lífskjör í ljósi framfærsluviðmiða kynnt. Þar sem fram kom meðal annars að barnlaus einstaklingur, sem býr einn í eigin húsnæði þarf að hafa 348.537 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði (eða 482.846 kr. fyrir skatt) til að geta mætt eðlilegum útgjöldum. Á þeim tíma (árið 2014) þegar álitsgerðin var unnin voru mánaðarlegar ráðstöfunartekjur örorkulífeyrisþega, sem býr einn og fær greidda heimilisuppbót um 187.507 kr. á mánuði en 172.000 kr. hjá þeim sem bjó með öðrum 18 ára eða eldri. Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, kynnti nýja könnun Gallup, þar sem

spurt var hvort fólk gæti lifað af framfærslu upp á kr. 172.000 á mánuði. Ríflega 90% svarenda sögðust ekki geta lifað af svo lágri framfærslu. Einng töldu um 95% að lífeyrisþegar ættu að fá jafnháa eða hærri krónutöluhækkun en lægstu launþegar. Í lok fundar var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Ágæti þingmaður viltu skapa samfélag fyrir alla, þar sem lífeyrisþegar og börn þeirra hafa tækifæri til virkar samfélagsþátttöku en ekki að þeim séu settar þær kjaraskorður sem þeir búa við nú? Þú hefur valdið til að

breyta! Opinn fundur Öryrkjabandalagsins – Mannsæmandi lífskjör fyrir alla sem haldinn er á Grand hóteli laugardaginn 21. nóvember 2015 skorar á þingmenn að hafa áhrif á fjárlagagerð ríkisins fyrir árið 2016 með eftirfarandi hætti: Lífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt um sömu krónutölu og lægstu laun hækkuðu 1. maí sl. (31.000 kr. fyrir skatt). Lífeyrir almannatrygginga hækki um 15.000 kr. frá 1. maí 2016 (samhliða hækkun lágmarkslauna). Þá er einnig farið fram á að krónuá-móti-krónu skerðing sérstakrar framfærsluppbótar verði afnumin hið fyrsta. Þingmenn gerið okkur kleift að vera með mannsæmandi framfærslu.“ mm

Haukaberg SH selt til Patreksfjarðar Útgerðarfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur fest kaup á fiskibátnum Haukabergi SH frá Grundarfirði. Útgerð Haukabergs var hætt fyrr á árinu og skip og kvóti selt Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Nú hefur Haukaberg síðan verið selt án aflaheimilda yfir Breiðafjörðinn til Patreksfjarðar. Það er sjávarútvegsvefurinn aflafrettir.is sem greinir frá þessu. Haukaberg SH var smíðað á Akranesi árið 1974 og var gert út frá Grundarfirði af sömu útgerð í 41 ár. Nýju eigendurnir á Patreksfirði hyggjast láta setja beitningarvél í bátinn og gera hann út til línuveiða. Haukaberg mun þar með leysa Brimnes BA af hólmi. mþh

Haukaberg SH við bryggju í Grundarfirði í októbermánuði síðastliðnum.

Málverk: Úlfar Örn

Í fyrra var stofnaður facebook-hópurinn Jólakraftaverk, sem hefur það markmið að aðstoða fjölskyldur sem lítið hafa milli handanna fyrir jólin. Hópurinn safnar gjöfum, fötum, mat og flestu því sem komið getur öðrum til góða yfir hátíðarnar. Aðstandendur þessa kraftaverkahóps eru Vestlendingar vikunnar.

vera ein A4 síða með 12 punkta letri.

Menningarpassi Frystiklefans RIF: Frystiklefinn, menningarmiðstöð Snæfellinga, hefur hafið kynningu og sölu á „Menningarpassanum 2016.“ Um sérstakt áskriftarkort er að ræða sem gildir á alla viðburði hússins í heilt ár. „Kortið er á mjög sanngjörnu verði og er tilgangur þess að gera Snæfellingum auðveldara fyrir að taka þátt í fleiri menningarviðburðum yfir árið. Hér er um að ræða algjöra nýbreytni á landsbyggðinni enda erum við Snæfellingar alltaf skrefinu á undan,“ segir í tilkynningu frá Frystiklefanum. Eftirspurn eftir því að fá að troða upp í Frystiklefanum hefur aukist gríðarlega á þessu ári og nú er ljóst að framboðið verður mikið á því næsta. Menningarpassinn er seldur í Frystiklefanum og einnig má panta sér passa í síma 865-9432 (Kári), í gegnum netfangið frystiklefinn@frystiklefinn.is eða í gegnum skilaboð á facebook. –mm

Jólaúthlutun verður hjá Mæðrastyrksnefnd AKRANES: Mæðrastyrksnefnd Akraness vill koma því á framfæri að jólaúthlutun verður í desembermánuði. Nánari upplýsingar munu liggja fyrir í byrjun desember, bæði varðandi hvar og hvenær úthlutað verður. Úthlutunin verður í formi gjafakorta í lágvöruverslunum og vörum frá fyrirtækjum. Tekið verður á móti beiðnum í byrjun desembermánaðar. María Ólafsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Akraness bendir á að nefndin tekur við beinum fjárframlögum á reikning nefndarinnar, sem er með kennitöluna 411276-0829, banki 552, höfuðbók 14 og reikningsnúmer 402048. –grþ

eitthvað alveg

einstakt

STOFNAÐ 1987

Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | S k ip h o lt 5 0 a

S í m i 581 4020 | www. ga l l e r i l i s t . i s


Aðventuhátíð á Akranesi Föstudagur 27. nóvember

13.00 - 17.00 Sýningar í Safnaskálanum Sýningarnar Saga líknandi handa og Á fætur eru opnar daglega til áramóta í Safnaskálanum að Görðum.

Laugardagur 28. nóvember

11.00 – 16.00 Skagamollið Aðventustemning, listafólk býður upp á fjölda listmuna til sölu. 14.00 - Skökkin Café Jólastemning við Akratorg, tilboð á heitu súkkulaði og jólaglöggi. Síðasta sýningarhelgi myndlistarsýningar Tinnu Royal. 14.00 - 16.00 Samsteypan Aðventustemning í Samsteypunni. Listafólk býður upp á fjölda fallegra listmuna til sölu. 16.00 - Aðventuskemmtun á Akratorgi Tendrun ljósa á jólatrénu. Lúðrasveit Tónlistarskólans spilar og skólakór Grundaskóla syngur nokkur jólalög. Aldrei að vita nema jólasveinar kíki í heimsókn. 20.00 - Aðventutónleikar Kórs Akraneskirkju að Kalmansvöllum 1 Hátíðlegir tónleikar Kórs Akraneskirkju í upphafi aðventu. Sérstakir gestir eru Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari.

Sunnudagur 29. nóvember

Sundfélag Akraness Stilltu útvarpið á FM 95,0 Útvarp Akranes alla helgina!

Verslanir og veitingastaðir á Akranesi eru með opið á aðventunni Gerðu góð kaup á Akranesi

Sjá nánar um alla viðburði á viðburðadagatali Akraneskaupstaðar, www.akranes.is

SKESSUHORN 2015

Barnabíó í Bíóhöllinni Frumsýning myndarinnar Góða risaeðlan / The Good Dinosaur.


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

4

Spáð er fjölgun íbúa í Borgarnesi en fækkun í dreifbýli Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf.

skessuhorn@skessuhorn.is

Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998

magnus@skessuhorn.is

Guðný Ruth Þorfinnsdóttir Kristján Gauti Karlsson Magnús Þór Hafsteinsson Auk þeirra skráði Anna Rósa Guðmundsdóttir nokkur viðtöl í blaðið

gudny@skessuhorn.is kgauti@skessuhorn.is mth@skessuhorn.is

Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri Valdimar Björgvinsson

emilia@skessuhorn.is valdimar@skessuhorn.is

Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson Tinna Ósk Grímarsdóttir

omar@skessuhorn.is tinna@skessuhorn.is

Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir

bokhald@skessuhorn.is

Prentun:

Landsprent ehf.

Á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag kynnti Vífill Karlsson hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi niðurstöður úr mannfjöldaspá fyrir Borgarbyggð sem hann vann að beiðni sveitarstjórnar. Í spánni er gert ráð fyrir að tæplega 30 íbúa fækkun verði í dreifbýli Borgarbyggðar til ársins 2025 en rúmlega 500 íbúa fjölgun í Borgarnesi á sama tímabili. Samanlagt mun því íbúum í sveitarfélaginu fjölga um 470 og verða um 4.000 eftir tíu ár. Þetta er um 2,4% árleg íbúafjölgun að jafnaði en 0,6% fækkun árlega í dreifbýli Borgarbyggðar. Íbúum á aldrinum 0-14 ára mun fækka um 42 á næstu tíu árum í dreifbýlinu en fjölga í Borgarnesi um 57 gangi spá Vífils eftir. Þá segir að þessi fækkun í dreifbýlinu sé mun vægari en rauntölur undangenginna tíu ára gefa til kynna, eða innan við þriðjungur af þeim tölum. Hins vegar

er þetta viðsnúningur hjá Borgarnesi úr 7% samdrætti í áðurnefnda fjölgun íbúa. „Spáin er samsett og byggir heildarmannfjöldaspáin á AR-líkani en aldursdreifingarspáin byggir á hermilíkani. Hermilíkanið tekur tillit til núverandi mannfjölda, aldursdreifingar, fæðingartíðni

og dánartíðni og þróun á árunum 2000-2014. AR-líkanið er tölfræðilíkan sem byggir á íbúafjölda og hagvaxtarþróun frá 1971-2014 ásamt sérstökum viðburðum sem ætla mætti að kynnu að hafa áhrif á íbúaþróun Borgarbyggðar,“ segir í skýrslu Vífils um aðferðarfræðina. mm

Matarframleiðendur af Vesturlandi þátttakendur á Jólamarkaði

Leiðari

Ungi fólki gefinn gaumur Það er alltaf býsna hátíðleg stund þegar við á Skessuhorni vinnum að og gefum út okkar árlega Aðventublað. Í nokkur ár höfum við haldið fast í þá hefð að ræða í því við unga fólkið sem er að erfa landið. „Ungt fólk og athafnasamt“ er þemað hvort sem viðkomandi er í starfi eða leik, heima eða heiman. Að þessu sinni förum við út um víðan völl. Við fylgjum ungu fólki með rætur í landshlutanum eftir, til útlanda ef því er að skipta. Ungur stórsöngvari að gera góða hluti í Hollandi, kona í prjónauppskriftahönnun í Noregi eða knattspyrnumaður sem lætur drauma sína rætast ytra. Öll bera þau vitni þess að trúa á hæfileika sína en bera einnig góðu uppeldi fallegt vitni. Ekki síður er í þessu blaði rætt við fólkið sem sér tækifærin hér á Vesturlandi. Er að nýta hæfileika sína, skapa sér atvinnu og vill hvergi annarsstaðar búa. Ég vona að þið lesendur hafið gaman af að skyggnast inn í líf þessa fólks, eins og við blaðamennirnir vissulega höfðum. Aðventublaði Skessuhorns er dreift til allra fyrirtækja og heimila á Vesturlandi. Það er einnig hefð fyrir því. Upphaflega var þessi tímasetning valin til að blaðið gagnaðist kaupmönnum og öðrum þjónustuaðilum sem nú eru í miklum önnum og þurfa að kynna það sem í boði er. Hins vegar var tilgangurinn einfaldlega sá að kynna fyrir þeim heimilum sem ekki kaupa fasta áskrift af Skessuhorni það sem við stöndum fyrir. Við sem stöndum að útgáfunni erum meðvituð um að lestur og notkun fjölmiðla er mikið að breytast. Til að mynda horfir fólk minna á línulega dagskrá sjónvarpsstöðvanna, heldur velur úr þætti og horfir á þá þegar hentar og hraðspólar yfir auglýsingar. Jafnvel er fólk hætt að horfa á fréttatímana, lætur duga að lesa það sem er efst á baugi á netinu, eða sleppir því alveg. Tímarnir breytast og mennirnir vissulega með. En þrátt fyrir allar þær breytingar sem eru að verða á lestri blaða, áhorfi á sjónvarp eða hlustun á útvarp erum við á Skessuhorni býsna stolt af okkar hlut. Nú er svo komið að Skessuhorn er í hópi héraðsfréttablaða stærsti fjölmiðillinn og jafnvel helmingi stærri en sá næststærsti. Ástæðan fyrir því er einföld. Íbúar á Vesturlandi standa þétt á bakvið fjölmiðilinn og verja hann. Ástæður þess að blað okkar er fjölbreytt og efnismikið er annars vegar afar hátt hlutfall áskrifenda og hins vegar að einmitt vegna þess vita auglýsendur að hag þeirra er vel borgið með að leggja auglýsingar þar inn til birtingar. En markaðssvæði okkar er ekki stórt. Á Vesturlandi búa fimmtán þúsund íbúar og talsvert færri ef einungis eru taldir með þeir sem lesa íslensku. Ég verð að nota þetta tækifæri til að nefna að til að hægt sé að gefa út vandaðan, gagnrýninn og gagnlegan fjölmiðil, þá þurfa íbúar að standa þétt að baki honum, alltaf. Til að reka ritstjórn með fimm eða fleiri blaðamönnum og annan eins fjölda við markaðsstörf, umsýslu, hönnun, umbrot og aðra verkþætti, þá þarf eins og gefur að skilja talsverðar tekjur. Þeir sem vilja hafa miðilinn áfram þurfa því bæði að þiggja og gefa. Fólk þarf að vera duglegt að senda okkur tilkynningar, myndir, kaupa birtingu auglýsinga og yfir höfuð alltaf að láta okkur vita af því sem talið er nauðsynlegt að segja frá. Sjaldan neitum við að fjalla um málin og við erum óhrædd við gagnrýna umfjöllun sé talin þörf fyrir slíkt, enda erum við frjáls og óháður fjölmiðill. Héraðsmiðill eins og okkar getur gert gríðarlegt gagn sem samfélagsrýnir. Öllum svæðum landsins er nauðsynlegt að hafa slíka miðla til að gæta hagsmuna sinna og koma sér á framfæri. Miðla sem hafa starfandi ritstjórn og eru fjárhagslega óháðir hverskonar hagsmunaöflum, pólitískum eða í krafti peninga. Því miður hefur slíkum fjölmiðlum fækkað á undanförnum árum hér á landi. Um leið og ég nefni þetta hér, vil ég engu að síður þakka Vestlendingum fyrir mikla tryggð við útgáfuna í gegnum tíðina. Vonandi mun hún eflast og dafna þannig að áfram verði skrifað um ungt og athafnasamt fólk á Vesturlandi. Magnús Magnússon.

Jólamarkaðurinn Búrsins var haldinn í Hörpunni í Reykjavík um liðna helgi. Á markaðnum voru um 50 aðilar víðs vegar að af landinu og þar af tæpur tugur af Vesturlandi og norðvestanverðu landinu, ýmist bændur, sjómenn eða smáframleiðendur. Í hópnum voru meðal annarra Erpsstaðir, Hundastapi, Ytri- Fagridalur, Kruss Islandus (mysudrykkur frá Erpsstöðum), Strandaber á Hólmavík, Húsavík á Ströndum, Saltverk í Djúpi, Birgitte kanínukjöt af Hvammstanga og Tuddinn í Kjós.

Fyrirkomulagið markaðarins var með örlítið breyttum hætti frá síðustu mörkuðum. „Aðgangseyrir var 1.000 kr en gestir fengu endurgreitt í hlutfalli við það sem þeir keyptu fyrir á markaðinum, hundrað krónur af hverjum þúsund krónum sem keypt var fyrir. Þannig var hægt að fá allt að 800 krónur endurgreiddar, auk þess sem gestir fengu aðgang að örkynningum og tóku þátt í happdrætti þar sem veglegar mataröskjur af markaði voru í verðlaun,“ segir í tilkynningu. mm

Reykhólahreppur leggst gegn hugmyndum um breytta stjórnsýslu Flateyjar Erindi frá íbúum Flateyjar sem þar hafa lögheimili, varðandi viðhorf sveitarstjórnar Reykhólahrepps til þess að stjórnsýsla eyjunnar færist til Stykkishólms, var lagt fram á sveitarstjórnarfundi 12. nóvember síðastliðinn. Í bókun sveitarstjórnar segir að miklir hagsmunir séu fólgnir í því að stjórnsýsla Flateyjar sé í höndum Reykhólahrepps og sveitarstjórn leggist gegn því að stjórnsýsla eyjunnar færist til Stykkishólmsbæjar. Hreppurinn eigi mikið land í Flatey og myndi ekki hafa hagsbót af því að færa sveitarfélagamörkin, auk þess sem eyjan sé órjúfanlegur þáttur í sögu svæðisins sem nú er Reykhólahreppur, bæði í ættfræðilegu og menningarlegu tilliti. Í bókuninni segir enn fremur að sveitarstjórnin eigi erfitt með að sjá hvernig það gæti komið íbúum betur að færa stjórnsýslu eyjunnar undir Stykkishólm. Flateyingar sæki þjónustu í Stykkishólm, verslanir og fleira, en það sama eigi við um aðra íbúa sem sæki ýmsa þjónustu út fyrir sveitarfélagið, svo sem til Búðardals, Hólmavíkur eða Reykjavíkur. Þeim þáttum sem falli undir þjónustu sveitarfélagsins hafi Reykhólahreppur sinnt af bestu getu, til dæmis félagsþjónustu og þjónustu byggingafulltrúa o.fl. og hafi Flateyingar ekki þurft að sækja þá þjónustu annað. Alltaf megi gera samninga á milli sveitarfélaga um tiltekna þjónustu, henti það íbúum betur. „Sveitarstjórn hefur ekki fundið

Flatey á Breiðafirði.

fyrir verulegri gagnrýni frá íbúum Flateyjar á þá þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita,“ segir Karl Kristjánsson, oddviti Reykhólahrepps, í samtali við Skessuhorn. „En Flatey er eyja úti á miðjum Breiðafirði og þeir sem búa þar búa afskekkt, við ákveðna einangrun stóran hluta ársins og takmarkaðar samgöngur sem gerir það að verkum að það getur verið erfitt fyrir íbúana að taka þátt í samfélaginu. Það kemur ekki til með að breytast verði sveitarfélagamörk færð til,“ segir Karl. Í bókun frá fundinum segir að íbúar Flateyjar hafi með erindi sínu komið því á framfæri við sveitarstjórn að þeim þyki sem þeir

Mynd úr safni.

tilheyri samfélaginu ekki að fullu. Það verði verkefni sveitarfélagsins að gera þá að meiri þátttakendum í daglegri stjórnsýslu. Sveitarstjórn taki því verkefni fagnandi. Karl segir að sú vinna sé þegar hafin. „Unnið er að því að koma á stofn dreifbýlisnefnd sem mun hafa það hlutverk að koma sjónarmiðum þeirra íbúa sem búa í mesta dreifbýlinu betur á framfæri við sveitarstjórn,“ segir hann. Einn sveitarstjórnarmaður verður formaður nefndarinnar og auglýst hefur verið eftir fólki til að taka þátt í starfi hennar. „Hafa viðbrögð skipan þessarar nefndar verið góð,“ segir Karl Kristjánsson oddviti. kgk


Spennandi hugmyndir fyrir jólin í Bjargi

Feldur

Herrafatnaður

Bertoni jólatilboð: Peysa + skyrta nú saman kr. 11.990,áður 17.980,Bertoni tvennutilboð: Stuttermabolur 2 fyrir 1 kr. 4.990,Gott úrval af yfirhöfnum; Jökkum, úlpum og frökkum Jakkaföt og stakir jakkar nokkur snið Skyrtur – Bindi – Bolir – Peysur Treflar og hanskar og margt margt fleira.

SKESSUHORN 2015

Einstaklega fallegar og vandaðar íslenskar vörur sem unnar eru úr ekta refa, úlfa og kanínuskinnum. Skinnkragar – Skinntreflar – Skinnhúfur – Prjónahúfur með dúsk - Mokka & skinn hanskar – Lúffur og fl.

Ilm- og snyrtivörur fyrir dömur og herra

Ilmandi jólagjafapakkningarnar komnar. Ilmpakkningar, maskaraöskjur frá HR, Lancome og YSL ásamt fleiri girnilegum tilboðum þar sem þú borgar fyrir ilminn, kremið eða snyrtivöruna og færð flotta kaupauka með, sem afhent er í tösku eða öskju.

Dömufatnaður

Fallegar yfirhafnir fyrir dömurnar; kápur, síðar og stuttar úlpur og jakkar Jólafötin og allt í mjúka pakkann hennar; Kjólar Pils - Stuttar og síðar peysur Buxur - Veski - Hanskar Klútar - Skartgripir og margt margt fleira.

Cristiano Ronaldo

Cristiano Ronaldo, CR7 nærfataog sokkalína frá JBS, fyrir herra og dregi á aldrinum 4 til 15 ára. ATH!! Erum einnig með herraskyrtur frá CR7.

Húsgagnaverslunin Bjarg, Kalmansvellir 1A s: 431-2507

Svefnsófar, breidd 140*200. Nokkrar gerðir.

Í mjúka pakkann, heilsukoddar, dúnsængur, rúmföt og lök.

Gott úrval af sófum, tau og leður klæddum.


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

6

Bókaði um Brjánslækjarhöfn

Bændafundur í kvöld VESTURLAND: Búnaðarsamtök Vesturlands boðuðu um síðustu helgi til almenns bændafundar á Hótel Borgarnesi. Fer fundurinn fram í kvöld, miðvikudag klukkan 20:30. Þar á að ræða nýja búvörusamninga sem enn eru í vinnslu. Forystumenn bænda verða með framsögu og umræður verða í kjölfarið. –mm

Jólamarkaður í Nesi BORGARFJ: Árlegur jólamarkaður verður haldinn í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal laugardaginn 5. desember frá klukkan 13 – 17. Yfir 20 sölubásar verða á staðnum þar sem boðið verður fram handverk og matvara úr héraði. „Bændur frá Laufskálum, Erpsstöðum, Glitstöðum, Háafelli, Kjalvararstöðum, Rauðsgili, Bjarteyjarsandi og Sólbyrgi verða meðal þátttakenda. Hespa, Íslandus, Jónína Óskars, Kolbeinn Konráðs, Muurikka, Ósk Maren, Steðji, Sælkerasinnep, Kristín Jóns og Sigga Dóra selja afbragðs vöru. Skógarbændur á Vesturlandi verða með heitt á könnunni, Kvenfélag Reykdæla selur laufabrauð,“ segir í tilkynningu frá Framfarafélagi Borgfirðinga sem stendur fyrir viðburðinum. Kaffisala verður á vegum Ungmennafélags Reykdæla og Freyjukórinn syngur. Nú þegar er talað um að markaður ársins verði glæsilegri en nokkru sinni fyrr. -mþh

Gamal íbúðarhús ónýtt eftir bruna Gamla íbúðarhúsið á Syðra Lágafelli í Eyja- og Miklaholtshreppi brann síðastliðinn mánudag. Slökkvilið Snæfellsbæjar og lögreglan á Vesturlandi fengu boð fyrir hádegi um að eldur væri laus í húsinu. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var ekki hægt að bjarga húsinu sem er ónýtt eftir brunann. Húsið hefur undanfarin mörg ár verið nýtt sem sumarhús og var það mannlaust þegar eldurinn kom upp. „Þetta var hugsanlega elsta steinhúsið í sveitinni, byggt 1928 – 1930 eða þar um bil og mikill sjónarsviptir að því. Það var búið að taka það í gegn að innan og gera mjög nota-

legt. Húsið hefur verið eins konar ættaróðal, í eigu og nýtt af nokkrum fjölskyldum sem eru afkomendur þeirra sem bjuggu eina tíð á jörðinni. Eflaust hafði bæði húsið og innanstokksmunir mikið tilfinningalegt gildi. Það er alltaf eftirsjá þegar svona hús eyðileggjast,“ segir Eggert Kjartansson oddviti í Eyja- og Miklaholtshreppi en hann var einn þeirra sem fyrstir komu að eldsvoðanum og áður en slökkvilið kom á vettvang. „Það voru trégólf í milli hæða í húsinu og þetta brann allt. Það stendur ekkert eftir nema veggirnir. Eldsupptök eru ókunn, það var enginn í húsinu um

helgina svo kannski var þetta út frá rafmagni en við vitum ekkert um það,“ segir Eggert. Hann vill koma á framfæri þökkum til slökkviliðsmanna. „Eyja- og Miklaholthreppur er með samning við slökkvilið Borgarbyggðar. Hér sáum við hins vegar hvernig slökkviliðin á Vesturlandi geta unnið saman og gera það þegar á bjátar. Fyrstir á vettvang voru slökkviliðsmenn frá Stykkishólmi. Það komu líka menn frá slökkviliði Snæfellsbæjar. Slökkvilið Borgarbyggðar kom með tankbíl frá Borgarnesi sem reyndist afar vel við að slökkva eldinn.“ mþh/mm/ Ljósm. iss

Færðu gömlum liðsfélaga slátur og lopapeysu Vestlendingarnir Sigrún Ámundadóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og systurnar Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur héldu nýverið til Ungverjalands með landsliði Íslands og mættu Ungverjalandi í undankeppni EM 2017. Ungverska landsliðið reyndist of stór biti fyrir þær íslensku sem þurftu að sætta sig við tap, 72-50. Á meðan dvölinni stóð fékk landsliðið góðan gest því Kristen McCarthy, sem varð Íslandsmeistari með Snæfelli í fyrra, kíkti í heimsókn á hótelið þar sem landsliðið dvaldi. Kristen leikur nú sem atvinnumaður í Rúmeníu. Systurnar Gunnhildur og Berglind leika báðar með Snæfelli og þekkja vel til Kristen. Þær virðast hafa verið undirbúnar heimsókn-

inni því þær færðu Kristen slátur og ýmislegt annað íslenskt góðgæti að gjöf auk forláta lopapeysu. Í viðtali við Skessuhorn síðastliðið vor lét Kristen einstaklega vel af Íslandsdvöl sinni og augljóst mál að hún hefur lært að meta ýmislegt sem íslenskt má kalla meðan hún bjó í Stykkishólmi og lék með Snæfelli. Gunnhildur, Kristen í lopapeysunni og Berglind. kgk Ljósm. karfan.is.

REYKH: Eins og kunnugt er þá siglir flóabáturinn Baldur yfir Breiðafjörð á milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Á fundi í hafnarstjórn Vesturbyggðar 17. nóvember lét Valgeir Davíðsson bóka þá skoðun sína að Brjánslækjarhöfn sé nú orðin flöskuháls inn og út úr Vesturbyggð. Í bókuninni segir svo: „Það lítur út fyrir að ferðamönnum fjölgi gríðarlega og verði komnir í 2 milljónir árið 2018 og eru Vesturland og Vestfirðir heitustu staðir landsins skv. könnunum hjá ferðamönnum. Þessi fjölgun og gríðarleg aukning í framleiðslu í fiskeldi hjá Dýrfiski og Fjarðalax úr 6.000 tonnum í 19.000 tonn kallar á gífurlega aukningu í fiskflutningum, upp á rúm 300% fyrir utan það sem Arnarlax kemur til með að flytja þannig að aukning á flutningi í fiskeldi getur numið allt að 7-800% aðra leiðina svo þarf fiskurinn eitthvað að éta þar verður líka mikil aukning í flutningi á fóðri og á ýmsum vörum tengd fiskeldi þannig að aukning á vörum fram og tilbaka tengt fiskeldi getur jafnvel aukist um eitt til tvö þúsund prósent. Ég tel að allir sem hér sitja viti að aðstaða til smábátaútgerðar á Brjánslæk er til skammar. Að mínu viti getum við ekki beðið lengur. Við verðum að geta tekið við ferðamönnum, að þeir hætti ekki við að koma hingað út af vegum og einnig vegna öngþveitis sem skapast við alla þessa aukningu á fólki og miklum vöruflutningum sem þurfa að komast hratt og örugglega leiðar sinnar til að skapa verðmæti.“ Valgeir vill að endurbætur á Brjánslækjarhöfn verði settar á fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2016. -mþh

Ragnar og Ásgeir hætta í Hólminu STYKKISH: Stykkishólmspósturinn greinir frá því að skrifað hafi verið undir sölu á rekstri flutningafyrirtækisins Ragnars og Ásgeirs í Stykkishólmi. Það er fyrirtækið B. Sturluson í Stykkishólmi sem er kaupandi. Breytingarnar taka gildi um næstu mánaðamót. Afgreiðslustaðir í Reykjavík verða þeir sömu og hingað til og mun starfsemi í Stykkishólmi verða á svipuðum nótum og fram til þessa. -mþh


HONDA CR-V DÍSIL MEÐ NÝRRI 9 GÍRA SJÁLFSKIPTINGU - MEÐALEYÐSLA AÐEINS 5,1L/100KM

BETRI AFKÖST, SPARNEYTNI OG TÆKNI

www.honda.is

Innnesvegi 1 • 300 Akranesi, sími 431 1985, www.bilver.is


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

8

Varaþingmaður spurði ráðherra spjörunum úr

Smábátamenn ræddu strandveiðar LANDIÐ: Strandveiðar smábáta voru mikið í brennidepli á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda (LS) nýverið. Samstaða var um að ítreka fyrri samþykktir þar sem þess er krafist að strandveiðar verði efldar að því marki að heildaraflaviðmiðun hamli ekki veiðum á tímabilinu. Með öðrum orðum að tryggja heimild til strandveiða 4 daga í viku (mánudaga - fimmtudaga) í 4 mánuði frá og með maí ágúst. Þegar tekið er mið af strandveiðum 2015 mundi breytingin sem LS fer fram á leiða til þess að fjöldi róðradaga á svæðum A, B og C mundi fjölga um alls 50. Aflaviðmiðun á sl. sumri nægði hins vegar fyrir svæði D. Smábátasjómenn vilja einnig nema á brott ákvæði reglna um að eigandi strandveiðibáts skuli róa sjálfur. Þeir telja að þetta geti hindrað unga menn og konur í að taka bát á leigu og stunda strandveiðar. Það hamli æskilegri nýliðun. Samþykkt var að óska eftir að ákvæðið yrði fellt út úr lögum um stjórn fiskveiða en eftir sem áður að hver útgerð megi aðeins eiga einn strandveiðibát. Smábátaeigendur krefjast þess einnig að svokallað bryggjugjald verði aflagt. Frá árinu 2010 hefur eigendum strandveiða verið skylt að greiða 50 þúsund krónur til viðbótar strandveiðileyfinu. Upphæðin sem myndast hefur vegna þessa hefur síðan runnið til hafna landsins í hlutfalli við landaðan afla af strandveiðum. -mþh

Lárus Ástmar Hannesson settist nú í nóvembermánuði á þing um tveggja vikna skeið sem varamaður fyrir Lilju Rafney Magnúsdóttur þingmann VG. Lárus notaði tækifærið meðal annars til að spyrja ráðherra ríkisstjórnarinnar um ýmis mál. „Ég sendi tvær

skriflegar fyrirspurnir á heilbrigðisráðherra varðandi sameiningu öldrunarstofnunar í Stykkishólmi í húsnæði gamla sjúkrahúsins við Austurgötu. Það er búin að vera vinna í gangi við það mál frá 2011. Hópur sem ég var í ásamt Sturlu Böðvarssyni og fleirum skilaði skýrslu til stjórnvalda í september 2014 en ekkert hefur gerst síðan. Það er ekkert um þetta á fjárlögum 2015 og ekkert á fjárlögum 2016. Nú verður fróðlegt að sjá hverju heilbrigðisráðherra svarar. Annað árið í röð er ekki gert ráð fyrir neinu fjármagni í verkefnið. Síðan spurði ég menntamálaráðherra hvort hann hyggist hækka svokallað gólf í nemendafjölda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem það lítur út fyrir að stórir árgangar séu á leiðinni. Þetta gólf snýst um þann fjölda sem ríkið greiðir með

við skólann og var lækkað úr 180 nemendum niður í 150. Auk þessa var ég svo með munnlegar fyrirspurnir til menntamálaráðherra varðandi Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og sameiningu háskóla á landsbyggðinni. Mér skilst að skýrsla starfshóps um þetta eigi að koma út á næstu dögum. Einnig spurði ég fjármálaráðherra um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og hvort ætti ekki að leiðrétta í þeim málum. Hann var nú ekkert á því. Ég spurði líka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um tilhögun makrílveiða smábáta á næsta ári. Mér heyrist að það verði mjög líklega með svipuðu sniði sem þýðir þá áframhaldandi kvótasetning á þessa báta í makrílveiðunum,“ segir Lárus Ástmar Hannesson í samtali við Skesasuhorn. mþh

Sóley SH auglýst til sölu Fiskiskipið Sóley SH er nú til sölu og sjá má auglýsingu þess efnis í nýjasta tölublaði sjávarútvegsblaðsins Fiskifrétta. Sóley SH 124 er 26 metra togskip sem var smíðað á Seyðisfirði 1985. Skipið hentar einnig fyrir veiðar með línu, net og snurvoð. Í auglýsingunni kemur fram að Sóley SH geti fylgt kvóti sem gæfi allt að 310 tonna þorskígildi á yfirstandandi fiskveiðiári. Útgerðarfyrirtækið Soffanías Cecilsson í Grundarfirði er núverandi eigandi Sóleyjar. Fyrirtækið hætti útgerð skipsins í lok síðasta árs. Alls var 12 skipverjum sagt upp störfum og skipinu lagt. Kvótaskortur útgerðarinnar var tilgreindur sem ástæða þess að útgerð Sóleyjar SH var hætt. mþh

Aflatölur fyrir Vesturland 14. - 20. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 37.781 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 17.383 kg í fimm löndunum. Arnarstapi 3 bátar. Heildarlöndun: 23.323 kg. Mestur afli: Magnús HU: 11.390 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður 8 bátar. Heildarlöndun: 232.414 kg. Mestur afli: Hringur SH: 63.687 kg í einni löndun. Ólafsvík 11 bátar. Heildarlöndun: 107.595 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 25.676 kg í fjórum löndunum. Rif 13 bátar. Heildarlöndun: 330.813 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 50.599 kg í einni löndun. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 77.190 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 48.048 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Örvar SH – RIF: 87.734 kg. 15. nóvember. 2. Hringur SH – GRU: 63.687 kg. 17. nóvember. 3. Steinunn SF – GRU: 61.554 kg. 16. nóvember. 4. Tjaldur SH – RIF: 59.853 kg. 17. nóvember. 5. Rifsnes SH- RIF: 50.599 kg. 17. nóvember.

Sóley SH við bryggju á Grundarfirði skömmu áður en útgerð skipsins var hætt í fyrra.

mþh

Fjölbreytt efnistök í dagskrá Útvarps Óðals „Útvarpið fer í loftið 14. desember á tíðninni 101,3 og útsendingar standa til 18. desember,“ segir Íris Líf Stefánsdóttir, varaformaður nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi, í samtali við Skessuhorn. Í desembermánuði ár hvert hefjast útvarpsútsendingar frá Útvarpi Óðali. Óðal er félagsmiðstöð grunnskólanna í Borgarnesi, Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum og er það nemendafélag þess

fyrstnefnda sem heldur utan um útsendingarnar. Efni frá þessum þremur skólum, auk Laugargerðisskóla, verður útvarpað en mest af efninu kemur þó frá Grunnskólanum í Borgarnesi. Þar er vinna við útvarpið hluti af íslenskunámi nemenda. Eldri nemendur skólans undirbúa handrit og skila inn sem hluta af íslenskueinkunn, en engum er þó skylt að taka þátt í útvarp-

inu. „Við erum byrjuð að taka upp þætti yngri nemendanna en unglingadeildin verður í beinni útsendingu,“ segir hún og bætir því við að efnistök séu mjög misjöfn. „Það er til dæmis hefð fyrir því að 1. bekkur verði með jólasveinavísurnar og yngri krakkarnir eru með efni sem kennarar undirbúa fyrir þá en unglingarnir fjalla um tónlist, eru með viðtöl og fleira,“ segir Íris Líf. kgk

Komið með slasaðan sjómann í land Fjölveiðiskipið Ásgrímur Halldórsson SF 250 kom til Grundarfjarðar á mánudagsmorgun með slasaðan skipverja. Samkvæmt heimildum

Skessuhorns hafði maðurinn farið úr axlarlið. Hann var fluttur undir læknishendur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. tfk

Fréttaveita Vesturlands Útvarp Óðal fer í loftið um miðjan desembermánuð.

www.skessuhorn.is


Hvað verður vinsælt til jólagjafa jólin 2015 ? Að okkar mati og til að einfalda valið þá verða fylgihlutir fyrir snjallsímann það vinsælasta í ár.

Bluetooth Höfuðtól frá kr. 8.990-49.990 Nauðsynlegur fylgihlutur fyrir snjallsímann

Allir elska að fá góð þráðlaus höfuðtól fyrir tónlistina. Við erum með gott úrval höfuðtóla frá virtum framleiðendum eins og BOSE, Plantronics, Pioneer, Sol Rebuplic, ACME ofl.

Snjallsímaveski úr íslensku skinni frá kr. 4.990 - 9.990,Vönduð handsaumuð snjallsímaveski eru loksins fáanleg. Þessi veski eru saumuð úr íslenskum skinnum t.d. hreindýraskinni, lambaskinni, laxaroði, karfaroði, hlýraroði ofl. Hvert veski er einstakt. ATH. Þessi veski eru eingöngu til fyrir Iphone 5 og 6 og Samsung S3 og S4 ( S5 og S6 væntanlegt )

Homido Sýndarveruleikagleraugun Sennilega vinsælasta jólagjöfin fyrir þann sem á allt, flestir eiga góða snjallsíma í dag, en fæstir vita að með einu handtaki er hægt að breyta snjallsímanum í sýndarveruleikatæki. Homido VR glearaugun kosta aðeins kr. 14.990,ATH. Tryggið ykkur eintak í tíma, takmarkað magn fyrir jólin

Svo erum við með með fullt af allskonar tæknibúnaði. Sjónvörp, tölvur, heimilstæki, hljómtæki og margt margt fleira. Sjón er sögu ríkari, komdu við í Tækniborg og upplifðu allt það sem við höfum upp á að bjóða

Opnunartímar í desember. Alla virka daga kl. 10-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaginn 20. des kl. 12-16 Þorláksmessa 23. des kl. 10-23

Borgarbraut 61 Borgarnes Sími 433-2210 sala@taekniborg.is


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

10

Mikil samstaða um aðgerðir í loftslagsmálum

Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: • Starf forstöðumanns í búsetuþjónustu • Starf byggingarfulltrúa • Starf kennara í Grundaskóla

Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is

SKESSUHORN 2015

Laus störf hjá Akraneskaupstað

Norðurál á Grundartanga er eitt 103 fyrirtækja og stofnana sem hafa skuldbundið sig til draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs, auk þess að mæla árangur og miðla upplýsingum um stöðu mála. Forsvarsmenn fyrirtækjanna undirrituðu yfirlýsinguna í Höfða í Reykjavík en ætlunin er að afhenda hana á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París sem áætlað er að fram fari í desember. Þar verður Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsbreytinga (UNFCCC) samþykktur, en markmið hans er að sporna við hnattrænni hlýnun og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Síðustu ár hefur Norðurál náð góðum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og erum við í hópi þeirra álvera sem best standa sig á heimsvísu. Undirskrift

Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðurðáls, ásamt Katli Berg Magnússyni, framkvæmdastjóra Festu og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Það voru Reykjavíkurborg og Festa sem efndu til samstarfsins og markar undirskriftin formlegt upphaf verkefnisins.

yfirlýsingarinnar miðar að því að ná enn frekari árangri sem samræmist vel rekstraráætlun og markmiðum

fyrirtækisins,“ segir Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls. mm

Snæfellsbær sigraði og sló um leið stigamet Snæfellsbær vann stórsigur á Rangárþingi eystra í Útsvari Ríkissjónvarpsins síðastliðið föstudagskvöld. Viðureignin endaði 103-32 og setti Snæfellsbær um leið stigamet í keppninni í vetur. Lið Snæfellsbæjar skipa þeir Sigfús Almarsson, Örvar Marteinsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson. Var þetta ekki fyrsta stigamet þess síðastnefnda í ár því hann bar fyrirliðaband Víkings Ólafsvíkur í sumar þegar liðið setti stigamet í 1. deild karla í knattspyrnu. Snæfellsbær tók forystuna í þættinum strax í upphafi og lét hana aldrei af hendi. Piltarnir fóru mikinn í stóru spurningunum í lok þáttar en þar áður höfðu þeir m.a. ítrekað „stolið“ svarrétti af andstæðingum sínum. Í stóru spurningunum tóku þeir hvorki meira né minna en

Útsvarslið Snæfellsbæjar rauf hundrað stiga múrinn í viðureigninni gegn Rangárþingi eystra. F.v. Örvar Marteinsson, Sigfús Almarsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson.

40 stig og rufu hundrað stiga múrinn í lokaspurningunni. Þar með hafa bæði liðin af vestanverðu landinu tryggt sér þátttökurétt í annarri

umferð keppninnar; en auk Snæfellsbæjar er Reykhólahreppur stigahæsta taplið vetrarins og heldur því áfram. kgk

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


JÓLIN KOMA Heyrnartól Super slim Verð: 5.927.-

Næturljós Kanína / Sveppur Verð: 1.999.-

Næturljós Íkorni / Kanínuungi Verð: 1.499.-

Tússpennaveski Fineliner (20 stk.)

Trélitir (36 stk.)

Trélitir (24 stk.)

Verð: 2.999.-

Verð: 2.289.-

Verð: 6.229.-

ALLAR ERLENDAR LITABÆKUR & LITATÍMARIT

25%VILDARAFSLÁTTUR

Austurstræti 18

Álfabakka 14b, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarafsláttur gilidir 25. nóv., til og með 28.nóv. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

12

SKESSUHORN 2015

Ný heimildakvikmynd um byggðamál og kvótakerfi

ÕÀÃLÀ>ÕÌÊ££>]ÊÎääÊ À> ià ÊUÊ- ÊxÇn ÓxÓx

Bílaréttingar - Bílasprautun Framrúðuskipti - Bílaleiga - Tjónaskoðun Þjónustum öll tryggingafélög

Fréttaveita Vesturlands

www.skessuhorn.is

Auðarskóli

Kallar eftir upplýsingum um stríðsátök fyrir 20 árum

Ábyrgð – Ánægja – Árangur

Leikskólakennara vantar við Auðarskóla Leikskólakennara vantar við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, er staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð - Ánægja - Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 - 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Sjá meiri upplýsingar á www.audarskoli.is

SKESSUHORN 2015

Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun • Góð færni í mannlegum samskiptum • Áhugi og metnaður fyrir faglegu leikskólastarfi • Skipulagshæfni • Frumkvæði • Sjálfstæði í vinnubrögðum

Flateyri sem sjómaður. Á endÍ vikunni verður frumsýnd í Reykjavík heimildamyndin anum hittum við Bryndísi, nýVeðrabrigði eftir Ásdísi Thorkomna til þorpsins full eldmóðs sem framkvæmdastjóri oddsen leikstjóra. Hún fjallar nýs fyrirtækis. Inn í persónuum lífið á Flateyri þar sem legar dramatískar frásagnir er íbúarnir heyja harða baráttu klippt inn fréttaefni allt frá því fyrir tilveru sinni og framtíð er kvótahafi selur burt kvóta þorpsins. Kvótakerfið í fiskþorpsins dag einn í maí 2007 veiðum færir hins vegar örlög og síðan þá hvernig reynt heffólksins í hendur þeirra sem ur verið að koma fótum á nýjráða kvótanum. an leik undir atvinnustarf„Á Flateyri við Önundarfjörð hefur byggst upp þorp Víst má telja að margir á Vesturlandi hafi áhuga á að semi í þorpinu; með stofnun nýs fyrirtækis sem gerði í kringum útgerð og fiskverk- sjá Veðrabrigði enda er í henni fjallað um mál sem út á leigukvóta en fór í gjaldun. En nú hallar undan fæti. snerta sjávarbyggðirnar allt umhverfis landið. þrot upp úr íslenska efnahagsLögin um stjórn fiskveiða þorpsins. Önundur vörubílstjóri hruninu. Þá kemur enn nýtt fyrirhafa reynst þorpinu afdrifarík. Fyrir heitir eftir firðinum þar sem hjarta tæki til leiks sem virðist muni ganga utan eru gjöful fiskimið, en ekki er hans slær, en hann fær ekki þrifist. Samhent fjölskylda Guðrúnar, vel...,“ segir í fréttatilkynningu frá sjálfsagt að róið sé til fiskjar. Mikill kvikmyndafyrirtækinu Seylu sem er hluti þorpsbúa er pólskt verkafólk eiginmanns hennar og barna, gerframleiðslufyrirtæki myndarinnar á ir út og herðir gæðaharðfisk. Einsem hefur sótt þangað í atvinnuÍslandi. skyni, en á hinn bóginn flytja ungyrkinn Sigurður fiskar með syni Veðrabrigði verða frumsýnd 26. ir Íslendingar burt í leit að menntsínum á unglingsaldri upp í leigunóvember í Bíó Paradís og sýnd un og einhverju öðru við að vera en kvóta. Janina var nýflutt til landsins, vann í frystihúsinu og var nýþar í vikutíma fram til 2. desembfiskvinnu. Fylgst er með nokkrum er. Kvikmyndin er 80 mínútur að þorpsbúum við störf sín og rætt við búin að kaupa hús, þegar henni lengd. RUV og pólska sjónvarpsvar sagt upp í þrengingum þorpsþá um lífskilyrði þeirra og þorpsstöðin TVP hafa þegar tryggt sér ins. Ber fyrst að telja hina öldnu ins. Stanislaw flæktist til Íslands úr atvinnuleysi Póllands og endaði á sýningarrétt á henni. mþh Jóhönnu sem segir nýliðna sögu

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 7. desember. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 899-7037. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið eyjolfur@audarskoli.is.

Guðni Líndal Benediktsson, handritshöfundur, rithöfundur og leikstjóri frá Stað í Borgarhreppi, er þessa dagana að vinna að verkefni við skóla í Edinborg þar sem hann á að taka einhverja áhugaverða sögu og aðlaga hana yfir í kvikmyndahandrit. Guðna er minnisstæð frásögn um skæruhernað sem geisaði í Borgarnesi síðla á liðinni öld. Kallar hann nú eftir nánari upplýsingum frá lesendum. En gefum Guðna orðið: Sagan sem ég hef í huga er sönn og átti sér stað í Borgarnesi á tímabilinu sirka 1995-1997. Sá hængur er á að ég má ekki nota söguna í verkefnið nema að hún komi einhversstaðar fyrir á prenti, þ.e. í dagblaði eða einhverjum sambærilegum miðli. Ég er búinn að leita á timarit.is og sé ekkert þessu tengdu í fljótu bragði, en mig langar að biðja ykkur um að brjóta heilann og fara í smá tímaflakk og reyna að muna hvort þetta gæti mögulega hafa verið hripað niður í einhvern prentmiðil á sínum tíma.

Í kjölfar Benjamín Dúfu Sagan er í grófum dráttum á þennan veg: Eftir að hin áhrifamikla kvikmynd Benjamín Dúfa var sýnd í félagsmiðstöðinni Óðali 1995 þá klofnaði hluti af Borgarnesi í Efra og Neðra Bjargsland, þar sem krakkar á aldrinum 9-12 ára skiptust í tvær herdeildir eftir því hvar þeir áttu heima. Liðin tvö voru nefnd Svarthvíti drekinn og Ofur-

Skjáskot úr myndinni Benjamín dúfa, eftir sögu Friðriks Erlingssonar.

snákur, og öpuðu meðlimir þeirra eftir því sem þeir höfðu séð í Benjamín Dúfu. Þetta voru sumsé riddarafélög. Óumflýjanlega kom til árekstra milli hersveitanna tveggja og varð það fastur liður í tvö til þrjú ár. Nema hvað að þó þessar stympingar hafi byrjað ósköp sakleysislega, þá stigmögnuðust þær óðfluga og urðu á endanum að allsherjar skæruhernaði þeirra á milli. Einhverjir lokuðu annað liðið inni í hjólageymslu meðan þeir létu greipar sópa um herbúðir þeirra, annar gróf gangnakerfi til að njósna um andstæðingana og fyrr en varði hafði Ofursnák tekist að búa til fallbyssu – sem virkaði. Allt endaði þetta í tómu rugli og miklum látum þar sem hinum ótrúlegustu vopnum var beitt – sverð, skildir, grjót, flugeldar, reyksprengjur, naglaspýtur, steypustyrktarjárn og faldar holur með nöglum í botninum, svo fátt eitt sé nefnt. Einhverjir fengu göt á hausinn, einn missti næstum auga og annar er með far við hliðina

á geirvörtunni eftir naglaspýtu sem festist þar eftir gott kast frá meðlimi Svarthvíta drekans. Mig langar að ráðast í rannsóknarvinnu á þessum atburði, tala við þá sem voru viðriðnir þetta og sjá hvort þetta myndi virka sem skemmtilegt handrit. En ég get ekki notað þetta í verkefnið nema að þetta sé einhversstaðar til á prenti. Er einhver límheili þarna úti sem kannast við að hafa lesið um þetta? Ennfremur, ef einhver var þátttakandi í þessu öllu saman eða upplifði lætin með beinum eða óbeinum hætti, þá langar mig endilega að heyra í viðkomandi. Fjölbreytt sjónarhorn gefa heildstæðari mynd af atburðarrásinni og gera mér auðveldara um vik að fá á hreint hvað gekk eiginlega á þarna. Ef svo er þætti mér ógurlega vænt um að heyra í þér á póstfangið Gudnilindal@gmail.com Takk kærlega, Guðni Líndal Benediktsson

Gámaleiga

Er gámur lausnin fyrir þig?

Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma

HAFÐU 568 0100 SAMBAND stolpiehf.is

Við getum líka geymt gáminn fyrir þig

Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is



MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

14

Fékk viðurkenningu fyrir nýsköpun í æskulýðsstarfi

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg með viðurkenninguna.

Hópur frá Þorpinu í borgarferð.

Á ráðstefnunnni Íslenskar æskulýðsrannsóknir, sem fram fór síðastliðinn föstudag, voru veittar viðurkenningar fyrir æskulýðsstarf. Viðurkenningu fyrir nýsköpun og þróun í æskulýðsstarfi hlaut Ruth Jörgensdóttir Rauterberg yfirþroskaþjálfi í frístundamiðstöðinni Þorpinu á Akranesi. Hana fær hún fyrir vinnu sína við að þróa tómstundastarf fyrir alla. Ruth hefur frá 2007 unnið í Þorpinu að því að efla þátttöku fatlaðra barna í tómstundastarfi. Aðalmarkmið hennar í starfi hefur verið að efla tengsl fatlaðra

barna í klúbbastarfi Þorpsins við ófatlaða jafnaldra sína. Ruth hefur í gegnum árin þróað samvinnulíkan sem byggir á rannsóknum hennar á þeim tækifærum sem finna má í tómstundastarfi til að efla samvinnuferli. Frá 2009 hefur Ruth stýrt klúbbastarfi fyrir 10-12 ára börn á Akranesi eftir þessari hugmyndafræði undir heitinu ,,Gaman saman” sem er er samvinnuverkefni þar sem áhersla er á tómstundir fyrir alla. Þar geta allir tekið þátt og notið sín á eigin forsendum, allir eru

virkir og framlag hvers og eins er mikilvægt fyrir hópinn. Svo vitnað sé til orða Ruthar sjálfrar í umfjöllun um eigin rannsókn þá læra börn um grunnþætti lýðræðislegs samfélags í gegnum virka þátttöku og samvinnu. Í tómstundastarfi gefst tækifæri til að skapa vettvang, þar sem allir geta verið virkir þátttakendur og öðlast þar með sjálfstraust, sjálfsþekkingu og félagslega viðurkenningu. Þar liggur kjarni öflugs æskulýðsstarfs að mati Æskulýðsráðs. mm/ -fréttatilkynning

Ingileif er rósahafi vikunnar Ingileif A Gunnarsdóttir hárgreiðslumeistari fékk rós vikunnar í Vetrar-Kærleiknum sem Blómasetrið Kaffi kyrrð í Borgarnesi stendur fyrir í allan vetur. Rósina

fær hún fyrir hvað hún er, eins og segir í tilnefningunni; „með hlýtt viðmót, alltaf svo kát og glöð og einblínir á það fallega í fólki og tilverunni.“ mm

Fallegar Aðventu-, Kerta-, Sýprus& Hýasintuskreytingar Eigum einnig til fallegar Jólastjörnur, Eini, Sýprusa og Hýasintur

Hátíð fer að höndum ein – aðventutónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar

Búnt með Tuju , Silkifuru og Normansþin Ýmis skreytingarefni, leiðisskreytingar, kerti, servíettur og mikið af fallegri gjafavöru

SKESSUHORN 2015

Sjón er sögu ríkari

Dekurblóm Dalbraut 1. Sími: 546-4700

www.lyfja.is - Lifi› heil

Allir fá þá eitthvað fallegt... Við stefnum að vellíðan allan ársins hring og eru jólin engin undantekning. Í Lyfju finnur þú fjölbreytt úrval af fallegum og nytsamlegum gjafavörum fyrir alla fjölskylduna.

Borgarnes Grundarfjörður

Stykkishólmur Búðardalur

Aðventutónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða í Reykholtskirkju þriðjudaginn 1. desember nk. Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Karl Olgeirsson píanóleikari leika þar jólalög og –sálma í léttri og hátíðlegri djassútsetningu. Jafnframt flytja þau Kristín Á. Ólafsdóttir og

Guðlaugur Óskarsson aðventuljóð. Verð aðgöngumiða er 2000 krónur, 1000 fyrir eldri borgara og frítt fyrir félaga í Tónlistarfélaginu og börn. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 20.00, eru að vanda haldnir í samstarfi við Reykholtskirkju og Vesturlandsprófastsdæmi. -fréttatilkynning


Koparinn er sígildur enda er koparlitaða pressukannan vinsæl.

vatnsheld

CoolTec CT2s Rakvél sem kælir húð og minnkar ertingu.

kr. 29.900,-

kr. 9.900,-

Saltið og piparinn saman í einum stauk. Það fer bara eftir því í hvora áttina þú snýrð. Hin fullkomna salt og piparkvörn. Til í ýmsum litum.

kr. 3.990,-

Sterk keramik húð, sem rispast ekki. Þolir háan hita. Góð handföng. Auðvelt að þrífa að utan og innan. Líka í uppþvottavél.

Flottir litir

Verð frá: 5.990,-

SMOOTHIE TWISTER Blandarinn sem þú tekur með þér og blandar beint í glösin.

kr. 5.990,-

Silk-épil 5 Legs&Body Háreyðingartæki. 4x betra en vax.

Jóla dagar

vatnsheld

kr. 14.900,-

Gæðavörur sem gleðja og gagnast.

Braun hárskeri hc3050 Góð gjöf fyrir þá sem snyrta hár sitt sjálfir.

kr. 7.990,-

Glæsilegur blandari sem býður upp á þó nokkra möguleika.

kr. 20.990,-

Vinsæla heilsugrillið ZWILLING vörurnar eru lofaðar af fagmönnum um allan heim.

Átta bolla pressukanna og hitakanna í senn.

Sterk eldhúsáhöld Ostaskeri, hvítlaukspressa, pizzuhnífur, þeytari eða dósaopnari, allt á sínum stað í eldhúsinu.

kr. 12.490,-

Ultra Compact Health Care kr. 24.900,Kaffivélin sem sýður vatnið og brauðrist í ýmsum litum.

Ryksugurnar frá AEG eru til í ýmsum gerðum og litum.

kr. 9.900,-

kr. 19.900,-

Verð frá 15.900,-

Afkastamiklar og endingagóðar kaffivélar til heimilisnota.

Verð frá kr. 69.900,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800

BORGARBRAUT 61, BORGARNESI SÍMI: 422 2211

DALBRAUT 1, AKRANESI · SÍMI 433 0300


798

2.298 kr. kg

2.998 kr. kg

Kjarnafæði Hangiframpartur Kofareyktur, úrbeinaður

Kjarnafæði Hangilæri Kofareykt, úrbeinað

kr. 630 g

Tilvalin jólagjöf

BÓNUS

VERÐ

2.998 kr. 2 kg

1.998 kr. 1,3 kg

1.998 kr. 630 g

Nóa Konfektkassi 940 g

Nóa Pralín molar Konfektmolar með mjúkri fyllingu, 630 g

kr. stk.

198 kr. 100 g

Bónus Scrubstone Með svampi

398 kr. 750 ml

Ajax Hreinsiefni Glass eða Universal, 750 ml

Toblerone, 100 g

898 kr. 3 stk.

3 fyrir 2

Sensodyne Tannkrem Original

Mackintosh Konfekt, 2 kg

Mackintosh Konfekt, 1,3 kg

3.598 kr. 940 g

398

Ora Jólasíldin 2015 630 g

979 kr. 3 stk.

1.598 kr. 900 g Mackintosh Konfekt, 900 g

798 kr. pk.

398 kr. 2,5 l

Rúðuvökvi Sensodyne Tannkrem Frostþol -18°C, 2,5 lítrar Whitening

Verð í þessari auglýsingu gilda til og með 29. nóvember a.m.k.

Ferrero Rocher Konfekt 16 stk.

498 kr. 5 l

Rúðuvökvi Frostþol -9°C, 5 lítrar


98

129 kr. 1 kg

98

kr. 1 kg

kr. 500 g

Euro Shopper Sykur, 1 kg

Euro Shopper Hveiti, 1 kg

Euro Shopper Haframjöl, 500 g

BAKAÐU MEÐ BÓNUS!

298 kr. 300 g

189 kr. 500 g

298

Heima Suðusúkkulaði 300 g

Heima Smjörlíki 500 g

Bónus Hvítt súkkulaði 200 g

kr. 200 g

139 kr. 24 stk.

Euro Shopper Bökunarpappír, 24 arkir

20

% afsláttur

775 kr. 4x2 l

Appelsín, Pepsi og Pepsi Max Kippa, 4x2 lítrar

559 kr. pk.

359 Stjörnuegg 12 vistvæn hvít egg, 816 g Verð áður 698 kr

kr. 400 g

Bónus Piparkökur 400 g

Opnunartími í Bónus: 4mU\KHNH -PTT[\KHNH" ! ! ࠮ - Z[\KHNH" ! ! ࠮ 3H\NHYKHNH" ! ! ࠮ :\UU\KHNH" ! !


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

18

Geirlaug Jóhannsdóttir oddviti Samfylkingar í sveitarstjórn Borgarbyggðar:

„Mikilvægt er að skapa sátt um skólamál í Borgarbyggð“ lofti.“ Á síðasta fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar lagði Geirlaug fram bókun fyrir hönd minnihlutans þar sem hún reifar neikvæð áhrif of viðamikilla breytinga í skólahaldi.

Borgarbyggð að rétta úr kútnum

Geirlaug Jóhannsdóttir segir von sína að sveitarstjórnarmenn sjái að sér og byrji að vinna í meiri sátt við íbúa sveitarfélagsins.

„Ef þetta heldur svona áfram stálin stinn, þá leiðir það vafalaust til þess að fleiri íbúar hrökklast í burtu vegna óánægju. Ég er ekki til í horfa upp á það gerast án þess að bregðast við. Það sem liðið er hausts og vetrar hefur börnum fækkað um ellefu í leik- og grunnskólanum á Hvanneyri. Fleiri foreldrar eru að hugsa sér til hreyfings. Þetta er þvert á það sem formaður byggðarráðs og fræðslunefndar sagði að myndi gerast á fjölmennum íbúafundi á Hvanneyri í haust. Hún taldi að ákvörðunin um lokun skóla á Hvanneyri myndi ekki hafa nokkur áhrif á þróun byggðar á svæðinu á meðan Hvanneyringar héldu öðru fram. Þar ríkir mikil samstaða á meðal íbúa þorpsins og mikil reiði í garð stjórnenda Borgarbyggðar,“ segir Geirlaug Jóhannsdóttir. „Við getum ekki haldið áfram í þessum ágreiningi. Það verður að skapa sátt um þetta mál og það er vel hægt ef vilji er fyrir hendi. Frumskylda okkar sveitarstjórnarmanna hlýtur að vera að vinna að sátt. Auðvitað ber okkur einnig að tryggja fjárhagslegan grundvöll sveitarfélagsins. Þar eru sem betur fer mörg jákvæð teikn á

Geirlaug er menntuð í viðskiptafræðum og starfar sem aðjúnkt við viðskiptasvið Háskólans á Bifröst og ráðgjafi hjá Hagvangi samhliða sveitarstjórnarstörfum. Hún segir að fjárhagur Borgarbyggðar sýni nú skýr merki um bata. Bjartara sé yfir nú heldur en þegar ákvörðunin var tekin um að loka skólanum á Hvanneyri fyrir hálfu ári síðan. „Við í Samfylkingunni höfum árum saman bent á að fjármál sveitarfélagsins væru í þannig ásigkomulagi að það þyrfti að grípa til aðgerða og bent á leiðir til þess. Við höfum verið samþykk flestum

ónir. Sala eigna á þessu ári hefur skilað hátt í 300 milljónum. Hagræðing á ýmsum sviðum mun skila sér í minni útgjöldum til framtíðar. Ný fjárhagsáætlun næsta árs gerir ráð fyrir 10,5% veltufjárhlutfalli en það var um 4% á þessu ári. Skuldir eru að lækka og ekki hefur reynst þörf á að nýta heimild til lántöku á þessu ári. Við erum búin að vera með 200 milljóna yfirdráttarheimild árum saman sem oft hefur verið nýtt að stórum hluta og Borgarbyggð verið að borga hátt í 20 milljónir í yfirdráttarvexti á ári. Núna stendur þessi yfirdráttur í 30 milljónum og mikilvægt er að bæta sjóðsstöðu sveitarsjóðs enn betur en það er ekki sama hvernig það er gert. Sem betur fer hefur margt jákvætt verið að gerast í rekstrinum á síðustu misserum. Nú er svo komið að við í Samfylkingunni erum ekki sátt við hvernig meirihlutinn ætlar að forgangsraða í fjármálum með því að skera niður grunnþjón-

Við töldum að þetta væri ákveðinn varnarsigur,“ segir Geirlaug. Geirlaug segir að stefna Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í skólamálum hafi alltaf verið skýr og skjalfest. „Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar sögðumst við vilja skoða sameiningu leikskóla og grunnskóla á Hvanneyri í anda Krikaskóla í Mosfellsbæ. Það stendur skýrt í stefnuskránni og hana má lesa á heimasíðu okkar samborg. is. Reyndar stóð ekkert um hagræðingu í skólamálum hjá hinum flokkunum. Frambjóðendur þeirra fóru hins vegar meðal kjósenda og í skólana og töluðu fjálglega um að þeir vildu standa vörð um skólana og lofuðu öllu fögru. Nú er meirihlutinn að svíkja kosningaloforð og það skapar eðlilega reiði á meðal íbúa.“ Samfylkingin í Borgarbyggð vill enn sem fyrr sameina leikskóla og 1. – 4. bekk grunnskóla á Hvanneyri. „Eins og sjá má í bókun minnihlut-

og 1.-4. bekk eru u.þ.b. 6 milljónir króna á ári. Við teljum að forsendur séu brostnar fyrir útreikningi á áætluðum sparnaði við breytingar á skólahaldi á Hvanneyri vegna þess að sveitarstjórn láðist að taka með í reikninginn áhrif á jöfnunarframlag til reksturs grunnskóla frá Jöfnunarsjóði (sem voru 209 milljónir á árinu 2015) og því er allsendis óljóst hver endanlegur sparnaður verður, ef einhver.“ Geirlaug segir að brýnt sé nú að finna lausn á þessu máli. Það sé ekki lengur hægt að vera í tilgangslausum átökum við íbúa. „Reiðin og sárindin eru mikil meðal íbúa á Hvanneyri og víðar í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn hafa borist undirskriftalisti frá allt að 500 íbúum, undirskriftarlistar frá starfsmönnum skólanna og áskoranir frá foreldrafélögum. Samfélagið á Hvanneyri sýnir mikla samstöðu. Íbúum þykir þeir lítilsvirtir og hunsaðir því stjórnendur sveitarfélagsins hafa lítið haft þá með í ráðum. Slíkt er ekki traustvekjandi.“

Benda á aðrar leiðir til hagræðingar

Skólahúsið á Hvanneyri.

þeirra aðgerða sem farið hefur verið í til að rétta fjárhaginn af, þar til núna. Nú er árangur að koma í ljós. Það er búið að hækka fasteignagjöldin um tæplega 100 millj-

ustu. Það er hægt að fara margar aðrar leiðir en að höggva í grunnþjónustuna og dýrmætu skólana okkar.“

Vilja halda í skóla á Hvanneyri

Mynd sem blaðamaður Skessuhorns tók á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar 11. júní þar sem ákveðið var að loka grunnskólanum á Hvanneyri vorið 2016. Íbúar frá Hvanneyri fjölmenntu og fylltu þingsalinn í Borgarnesi.

Þungbúnir og niðurdregnir íbúar frá Hvanneyri utan við ráðhús Borgarbyggðar eftir fundinn 11. júní síðastliðinn.

Með þessu síðastnefnda á Geirlaug sérstaklega við grunnskólann á Hvanneyri. „Þegar kemur að því þegar skorið er niður í grunnþjónustu og gerðar róttækar breytingar á skipan skólamála, að þá kemur eðlilega upp ágreiningur. Ég sat í starfshópi sem vann að hagræðingu í skólamálum og get fullyrt að rekstur starfsstöðvar Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri er hagkvæmasta rekstrareiningin af starfsstöðvum grunnskólanna á eftir Grunnskóla Borgarness. Faglega stendur skólinn einnig mjög traustum fótum. Ég og fulltrúi Vinstri grænna börðumst mjög ötullega fyrir því í starfshópnum að halda í minnst tvo grunnskólabekki á Hvanneyri og helst fjóra. Sama dag og sveitarstjórnarfundurinn var haldinn 11. júní náðist samkomulag um að halda tveimur bekkjum inni á Hvanneyri. Daginn áður lágu frammi tillögur sem gengu út á að þar yrði grunnskólanum alfarið lokað. Á síðustu stundu náðist sú „málamiðlun“ að halda tveimur bekkjum, 1. og 2. bekk áfram á Hvanneyri og flytja kennsluna í húsnæði leikskólans Andabæjar. Þess vegna vorum við fulltrúar minnihlutans ekki tilbúin að greiða atkvæði gegn tillögum meirihlutans en kusum að sitja hjá.

ans á síðasta sveitarstjórnarfundi 12. nóvember þá telur fræðslustjóri Borgarbyggðar í minnisblaði að pláss sé fyrir það í leikskólanum væri rýmið þar fullnýtt. Þetta viljum við vinna í sátt við íbúana. Í Mosfellsbæ er frábær nýsköpun í skólastarfi sem er Krikaskóli. Þar er bæði leikskóli og yngsta stig grunnskólans. Við höfum horft þangað í leit að fyrirmynd. Þetta er alveg hægt og þarf að vinna í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk skólanna og vilji er nú allt sem þarf,“ segir Geirlaug.

Bókuðu á síðasta sveitarstjórnarfundi Hún bendir á bókun minnihlutans frá 12. nóvember máli sínu frekar til stuðnings. Nýjustu upplýsingar sýni að fjárhagslegi ávinningurinn af því að loka á Hvanneyri sé enn minni en meirihlutinn hefur haldið fram, sé hann þá nokkur yfir höfuð. Í bókuninni segir meðal annars: „Við skorum á meirihluta sveitarstjórnar að endurskoða ákvörðun sína frá því 11. júní 2015 og heimila áfram rekstur grunnskóladeildar á Hvanneyri frá 1.- 4. bekk með samrekstri leik- og grunnskóla í húsnæði Andabæjar sem rúmar 74 börn. Með samnýtingu á húsnæði má ná fram varanlegri hagræðingu sem nemur 23-25 milljónum fyrir utan rekstur og söluandvirði húsnæðis grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri skv. minnisblaði fræðslustjóra frá 3. október. Munurinn á kostnaði við 1.-2. bekk

Geirlaug Jóhannsdóttir bendir á að til viðbótar við þann viðsnúning sem nú sé farinn að sjást í rekstri sveitarfélagsins megi hæglega ganga lengra til hagræðingar og lækkunar skulda án þess að hreyfa við grunnþjónustunni. „Við höfum bent á leiðir sem væru færar. Þar höfum við meðal annars nefnt sölu eigna. Borgarbyggð á eignarhluti bæði í Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahöfnum. Við höfum viljað selja hvort tveggja. Borgarbyggð þarf ekki að eiga hlut í Faxaflóahöfnum. Það er varla einu sinni siglingahæf höfn í sveitarfélaginu lengur. Þarna má sækja mjög stórar upphæðir til að greiða niður skuldir og lækka fjármagnsgjöld án þess að það bitni á þjónustu við nokkurn einasta íbúa. Það er ákveðin fjárbinding að binda fé í svona eignarhlutum á meðan sveitarfélagið skuldar mikið. Það kostar að eiga þetta því við borgum yfir 250 milljónir í fjármagnsgjöld á ári. Margir eru farnir að átta sig á því hvað felst í þessari fjárbindingu. En því miður vilja sumir stunda spákaupmennsku með þessa eignarhluta. Ættum við þá ekki alveg eins að kaupa hlutabréf í Google?“ spyr Geirlaug. Hún segir að enn séu líka fleiri möguleikar til frekari hagræðingar með því að nýta dýra fermetra í eigu sveitarfélagsins betur. „Til dæmis getum við nýtt menntaog menningarhúsið okkar Hjálmaklett töluvert betur en húseignin kostar sveitarfélagið um 47 milljónir á ári. Þangað mætti flytja t.d. Safnahúsið með bóka- og skjalasafni. Sú mæta starfsemi er í nokkuð rúmu húsnæði í dag sem þarfnast viðhalds og betri aðstöðu fyrir börn og námsmenn. Núverandi Safnahús mætti selja undir íbúðir eða hótel og flytja starfsemina í Hjálmaklett. Kjallarinn þar er vannýttur og hann mætti útbúa fyrir skjalasafn. Koma mætti bókasafninu fyrir á jarðhæðinni með góðu aðgengi í hjarta bæjarins og þannig glæða Hjálmaklett og miðbæinn enn meira lífi.“ Geirlaug segir von sína að sveitarstjórnarmenn sjái að sér og byrji að vinna í meiri sátt við íbúa sveitarfélagsins. mþh


Jól og áramót með Sinfóníunni Tryggðu þér miða á hátíðartónleika

@icelandsymphony #sinfó

Aðventutónleikar

Jólatónleikar

Vínartónleikar 2016

Fim. 3. des. » 19:30

Lau. 12. des. » 14:00 & 16:00 Sun. 13. des. » 14:00 & 16:00

Fim. 7. jan. » 19:30 Fös. 8. jan. » 19:30 Lau. 9. jan. » 16:00, 19:30

Baldvin Oddsson flytur glæsilegan trompetkonsert Albinonis en á undan honum hljóma þrjár sinfóníur Bachs, og 6. Brandenborgarkonsert meistarans. Þá leikur hljómsveitin svítu úr tilkomumikilli Vatnatónlist Händels og hátíðlega Haffnersinfóníu Mozarts. Þessir tónleikar koma öllum í sannkallað hátíðarskap í upphafi aðventu. Matthew Halls hljómsveitarstjóri Baldvin Oddsson einleikari

Jólatónleikar hljómsveitarinnar hafa notið gífurlegra vinsælda og eru fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna á Íslandi. Í ár, sem endranær, verður hátíðleikinn í fyrirrúmi. Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Trúðurinn Barbara sögumaður Dísella Lárusdóttir og Kolbrún Völkudóttir einsöngvarar Ungir einleikarar og ballettdansarar Barnakórar og bjöllukór

Árlegir Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem mörgum þykir ómissandi upphaf á nýju ári, eru vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar þar sem glæsileiki og glaðværð eru ríkjandi. Ola Rudner hljómsveitarstjóri Guðrún Ingimarsdóttir og Elmar Gilbertsson einsöngvarar

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 9-18 virka daga og 10-18 um helgar


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

20

Árlegt eldvarnaátak í aðdraganda hátíðanna

Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.

Árlegt eldvarnaátak hófst í síðustu viku þar sem slökkviliðsmenn um allt land taka þátt í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) í aðdraganda hátíðanna. Flest ár deyja einhverjir í eldsvoðum og bætt brunatjón nemur árlega yfir tveimur milljörðum króna að meðaltali. Þá er ótalið rask og óþægindi, óbætt brunatjón og margvíslegt tjón sem ekki er unnt að bæta með peningum. Langalgengasta orsök elds í banaslysum er opinn eldur, það er kerti og reykingar. Slökkviliðsmenn hér á landi heimsækja vel á fimmta þúsund átta ára börn til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir.

Kannanir hafa sýnt að eldvarnir eru ófullnægjandi á mörgum heimilum og íbúarnir því berskjaldaðir fyrir eldsvoðum. Ungt fólk og leigjendur eru þar í mestri hættu samkvæmt könnunum sem Gallup hefur gert fyrir LSS og Eldvarnabandalagið. Alltof mörg heimili hafa engan eða of fáa reykskynjara. Þau fengju því litla eða enga viðvörun ef eldur yrði laus að næturlagi. Innan við helmingur heimila er með eldvarnabúnað sem slökkviliðsmenn telja lágmarksbúnað, það er reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. Nú fer í hönd tími þegar eldhætta eykst á heimilum. Slökkviliðsmenn hvetja fólk því til að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana. Lágmarkseldvarnir á heimilum eru: • Virkir reykskynjarar, tveir eða fleiri. • Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið. • Eldvarnateppi á sýnilegum stað í eldhúsi. Mjög vantar á að þessi lágmarksbúnaður sé almennt á heimilum landsmanna. LSS efnir því til átaks um að fræða fólk um eldvarnir og mikilvægi þeirra og stendur það nú yfir. Þá heimsækja slökkviliðs-

Frá eldvarnaátaki slökkviliðsmanna á Akranesi. Ljósm. úr safni.

menn um allt land á fimmta þúsund átta ára börn í grunnskólum til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Slökkviálfarnir Logi og Glóð aðstoða við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk að gjöf söguna af hetjulegri baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg. Í sögunni er eldvarnagetraun og eru vegleg verð-

Pennagrein

Aukum eldvarnir á aðventunni Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram þessa dagana en þá heimsækja slökkviliðsmenn um allt land nemendur í þriðja bekk grunnskólanna og fræða þá og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Það er nefnilega þekkt staðreynd að eldhætta á heimilum eykst á aðventunni og útköll slökkviliða eru aldrei fleiri en í desember og janúar. Núna er því gott tækifæri til að huga að eldvörnum heimilisins og laga það sem betur má fara. Það er svo mikið í húfi þegar eldvarnir eru annars vegar. Á hverju

ári látast að meðaltali ein til tvær manneskjur í eldsvoðum. Jafnframt eyðast að meðaltali meira en tveir milljarðar króna í eldsvoðum ár hvert. Rannsóknir sem Capacent hefur gert fyrir Eldvarnabandalagið og Landssamband slökkviliðsog sjúkraflutningamanna sýna að heimilin í landinu geta gert mun betur í eldvörnum en raun ber vitni. Alltof fá heimili hafa til dæmis allt í senn reykskynjara, slökkvi-

tæki og eldvarnateppi. Alltof mörg heimili hafa alls engan eða of fáa virka reykskynjara að vaka yfir sér. Þetta á sérstaklega við um þá sem búa í leiguhúsnæði og fólk á aldrinum 25-35 ára.

Staðalbúnaður á heimili Að okkar mati á eftirfarandi að vera staðalbúnaður á hverju heimili: • Virkir reykskynjarar, tveir eða fleiri. • Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið. • Eldvarnateppi á vísum stað í eldhúsi.

Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum. Þá á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu. Reykskynjara þarf að prófa reglulega og skipta þarf um rafhlöðu í þeim árlega. Upplagt er að velja fyrsta sunnudag í aðventu eða dag reykskynjarans, 1. desember, til þess. Endurnýja þarf reykskynjara á um tíu ára fresti. Margir hafa bjargað miklum verðmætum með því að slökkva eld með slökkvitæki og eldvarnateppi. Mikil-

laun í boði fyrir þá sem senda LSS réttar lausnir. Krakkarnir fá einnig handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimila með sér heim.

Gætum varúðar um jól og áramót

um börn aldrei eftir eftirlitslaus nærri logandi kertum eða eldi. • Aðgætum íbúðir okkar áður en gengið er til hvílu, eða þær eru yfirgefnar að degi til. Athuga þarf hvort nokkurs staðar logi á kerti eða skreytingum.

Í ljósi þess að nú gengur í garð sá árstími þar sem hætta er á eldsvoðum af völdum kertaljósa og jólaskreytinga hefur Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð tekið saman lista með atriðum sem nauðsynlegt er að hafa í huga á aðventunni. Heilræði hans fylgja hér á eftir.

vægt er þó að enginn setji sig í hættu við það. Fyrstu viðbrögð við eldsvoða eru alltaf að koma öllum heilum út og gera slökkviliði viðvart í gegnum neyðarnúmerið, 112.

Förum varlega Auk þess að hafa réttan eldvarnabúnað á heimilinu er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir hinni margvíslegu eldhættu á heimilinu og högum okkur í samræmi við það. Förum skynsamlega með kertaljós og skreytingar og skiljum logandi kerti ekki eftir án eftirlits. Óaðgætni við matseld er mjög algeng orsök elds. Slíkar uppákomur er auðvelt að fyrirbyggja einfaldlega með því að fara varlega. Hvers kyns rafmagnstæki eru líka algeng eldsorsök. Bitur reynsla margra sýnir að ekki er skynsamlegt að hafa þvottavélar, þurrkara og uppþvottavélar í gangi ef enginn er heima til að bregðast við ef eldur kemur upp. Spjaldtölvur og tæki sem algeng eru í svefnherbergjum á ekki að hafa í sambandi nema í öruggu, tregbrennanlegu umhverfi. Til dæmis alls ekki uppi í rúmi eins og dæmi eru um að gert hafi verið með afar slæmum afleiðingum. Eldsvoði á heimili er skelfileg lífsreynsla sem enginn vill upplifa. Gerum því það sem í okkar valdi stendur til að draga úr hættu á að eldur komi upp og tryggjum að á heimilinu sé réttur búnaður til að bregðast við ef á þarf að halda. Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins og Eldvarnaátaksins Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Heilræði frá slökkviliðinu: • Reykskynjarar eru sjálfsögð og ódýr líftrygging. Skipta skal um reykskynjara á tíu ára fresti og rafhlöður í byrjun desember ár hvert eða oftar ef þörf er á. • Átt þú handslökkvitæki ? Er það í lagi ? Hvenær var það síðast yfirfarið? • Slökkvitæki á að vera á sýnilegum stað, ekki í felum inni í skáp! • Ofhlöðum ekki fjöltengi og gætum að gömlum og lélegum rafbúnaði. • Notum ávallt viðurkenndar rafvörur og fjöltengi með slökkvara og gaumljósi. • Eldvarnateppi skal vera í hverju eldhúsi og á aðgengilegum og sýnilegum stað. • Gerum flóttaáætlun úr íbúðinni vegna eldsvoða. Förum yfir hana með öllum á heimilinu og æfum hana reglulega. Tvær greiðar flóttaleiðir eiga að vera úr hverri íbúð! • Gætum varúðar í umgengni við kertaljós og skreytingar, skilj-

• Logandi kertaljós skulu aldrei höfð í gluggum vegna dragsúgs og lausra gluggatjalda! • Dreifið sem mest raforkunotkun við matseld um jól og áramót það kemur í veg fyrir hugsanleg óþægindi vegna mikils álags á dreifikerfi rafmagns. • Ullar- eða leðurvettlinga skal nota á hendur og öryggisgleraugu á öll nef við meðferð flugelda um áramót! • Munum 112 neyðarlínuna ef slys, veikindi eða eldsvoða ber að höndum! mm/grþ


Opnungartími: Mán. til fös. 8:00 - 18:00 Laugardaga 10:00 - 14:00 Sunnudaga 12:00 - 14:00

Bílavörur

Byggingavörur Skrúfur Kítti Niðurföll Þakrennur Múrefni Spónarplötur Handverkfæri Málning Krossviður Borvélar Stigar Sandpappír

Gæludýravörur

Hundar – Kettir – Fiskar Fuglar - Smádýr Gæludýrafóður Búr Nammi Leikföng Tannhirða Sjampó Rúm

Hreinlætisvörur fyrir Heimili Matvælaiðnað Landbúnað Sjávarútveg Ferðaþjónustu Stofnanir Fyrirtæki

Vöðlur Fluguhjól Spúnar Línur Flugustangir Handsjónaukar Tálfuglar Skotveiðifatnaður

Landbúnaður Ærblanda Girðingarefni Skeifur Varpfóður Taumar Ábreiður Pískar Kraftur og Máttur Bætiefni

Vinnufatnaður Vinnuvettlingar Vinnubuxur Öryggishjálmar Vinnugallar Jakki 3M enduskin Kuldagallar

Öryggisskór Stígvél Heyrnahlífar Öryggisgleraugu Smíðavesti Regngallar Vinnusokkar

Ýmislegt Plastkassar Ljósaperur Dreglar Jólaseríur Ryksugur Weber grillvörur Vaskar O.m.fl.

Verzlunin Allra manna hagur - Innnesvegi 1 - 300 Akranes - Sími: 431-2019

SKESSUHORN 2015

Bílaperur Bón og hreinsiefni Olíuvörur Rafgeymar Rúðuþurrkur Mottur Varahlutir

Veiðivörur


MIร VIKUDAGUR 25. Nร VEMBER 2015

22

Lions meรฐ ljรณsakrossa lรญkt og sรญรฐari รกr )MFยงVS PH WBLUBS SBGHFZNJOO ยขJOO ร WFUVS 15% Tilvalin jรณlagjรถf

Jรณlaafslรกttur af รพessum frรกbรฆru hleรฐslutรฆkjum

12v 0,8A

12v 5,5A

Aรฐ venju verรฐur Lionsklรบbbur Akraness meรฐ รบtleigu รก ljรณsakrossum รญ kirkjugarรฐinum nรบ รญ byrjun aรฐventunnar. Afgreiรฐslutรญmar aรฐ รพessu sinni verรฐa laugardaginn 28. nรณvember frรก kl. 11.00. โ 16.00, sunnudaginn 29. nรณvember frรก kl. 11.00. โ 16.00. og laugardaginn 5. desember frรก kl. 13.00. โ 16.00. Lionsklรบbbur Akraness hefur frรก รกrinu 1958 styrkt Sjรบkrahรบsiรฐ รก Akranesi, nรบ Heilbrigรฐisstofnun Vesturlands รก Akranesi, meรฐ tรฆkjagjรถfum. Lionsklรบbburinn mun halda รกfram aรฐ leggja sitt af mรถrkum til stuรฐnings Heilbrigรฐisstofnun Vesturlands. ร sรญรฐasta starfsรกri gรกtum viรฐ meรฐ ykkar stuรฐningi gefiรฐ fjรณrar milljรณnir krรณna til sรถfnunar Hollvinasamtakanna รก nรฝju sneiรฐmyndatรฆki og gjรถrgรฆslutรฆki aรฐ andvirรฐi tvรฆr milljรณnir. Upplรฝsingar um รบtleigu krossanna gefa Valdi-

mar ร orvaldsson รญ sรญma 897-9755 og ร lafur G. ร lafsson รญ sรญma 844-2362. ร รก mรก panta krossa รก netfangiรฐ olafurg@sjova.is og valdith@aknet.is Um leiรฐ og viรฐ Lionsmenn รพรถkk-

um kรฆrlega fyrir frรกbรฆran stuรฐning undanfarin รกr vonumst viรฐ til รพess aรฐ sรก stuรฐningur haldi รกfram. Frรฉttatilkynning frรก Lionsklรบbbi Akraness

ร tvarp Akraness fer senn รญ loftiรฐ Bรญldshรถfรฐa 12 - 110 Rvรญk. - 5771515 - www.skorri.is

โ ร tvarpiรฐ markar svolรญtiรฐ upphaf jรณlaundirbรบningsins. Hjรก mรฉr hefst hann รพessa fyrstu helgi aรฐventunnar og รฉg veit til รพess aรฐ รพannig er รพaรฐ hjรก mรถrgum. Fรณlk kveikir รก ร tvarpi Akraness og hlustar รก meรฐan รพaรฐ byrjar aรฐ dรบlla fyrir jรณlin, baka og fleira slรญkt,โ segir Hjรถrdรญs Hjartardรณttir รบtvarpsstjรณri. Fyrsti รพรกttur fer รญ loftiรฐ รก hรกdegi fรถstudaginn 27. nรณvember nรฆstkomandi og standa รบtsendingar ร tvarps Akraness yfir fram รก miรฐjan sunnudag. Hjรถrdรญs segir aรฐ dagskrรกin รญ รกr verรฐi hefรฐbundin meรฐ nรฝju efni รญ bland. โ Krakkarnir รบr 5. bekk beggja grunnskรณla verรฐa meรฐ sรญna dagskrรก og hรบn verรฐur fjรถlbreytt, upplestur tรณnlist og fleira. Bรณkaรพรกtturinn verรฐur รก sรญnum staรฐ sem og rokkรพรกttur Nonna Allans og Tomma, รพeir รฆtla aรฐ vera meรฐ stuรฐ รก fรถstudagskvรถldinu. Nemendur fjรถlbrautaskรณlans verรฐa meรฐ รพรกtt og auรฐvitaรฐ sundkrakkarnir. Spurningakeppnin sem slรณ รญ gegn รญ fyrra verรฐur aรฐ sjรกlfsรถgรฐu

Nemendur รบr 5. bekk grunnskรณlanna skipa stรณran sess รญ dagskrรก ร tvarps Akraness รก hverju รกri.

aftur รญ รกr,โ segir hรบn og bรฆtir รพvรญ viรฐ aรฐ framundan sรฉ รกnรฆgjuleg helgi viรฐ vinnuna รญ kringum รบtvarpiรฐ. โ ร aรฐ sem er hvaรฐ skemmtilegast viรฐ รพetta er aรฐ margir hafa stigiรฐ fram sem dagskrรกrgerรฐarmenn.

Hinir og รพessir bรฆjarbรบar slรก til og stjรณrna รพรฆtti. Bรฆรฐi fรณlk sem er tengt og รณtengt sundfรฉlaginu slรฆr til og setur saman รพรฆtti fyrir aรฐra aรฐ hlusta รก, jafnvel รพรณ รพaรฐ hafi aldrei komiรฐ nรกlรฆgt รบtvarpi รกรฐur,โ segir hรบn. kgk

Frรก afhendingu hljรณmborรฐsins รญ Tรณnlistarskรณla Stykkishรณlms. F.v. Martin Markvoll, Sigrรบn ร rsรฆlsdรณttir, Hafrรบn Brรก Hafsteinsdรณttir, Jรณhanna Guรฐmundsdรณttir og Hรณlmgeir ร รณrsteinsson. Fyrir framan stendur Kristofer Dean Campbell. Ljรณsm. Stykkishรณlms-Pรณsturinn

Tรณnlistarskรณlinn รญ Stykkishรณlmi fรฉkk hljรณmborรฐ aรฐ gjรถf Fyrir tveimur รกrum sรญรฐan voru haldnir minningartรณnleikar um Hafstein Sigurรฐsson, sem kenndi viรฐ Tรณnlistarskรณla Stykkishรณlms um รกratuga skeiรฐ. Viรฐ sama tilefni var stofnaรฐur styrktarsjรณรฐur Hafsteins sem hefur รพaรฐ markmiรฐ aรฐ styrkja ungt fรณlk til hljรณรฐfรฆrakaupa, tรณnlistarnรกms og รพรกtttรถku รญ tรณnlistarnรกmskeiรฐum eรฐa

annars sem tengist tรณnlist. Laugardaginn 14. nรณvember sรญรฐastliรฐinn hefรฐi Hafsteinn orรฐiรฐ sjรถtugur og af รพvรญ tilefni var tรณnlistarskรณlanum afhent forlรกta hljรณmborรฐ aรฐ gjรถf frรก sjรณรฐnum og fjรถlskyldu Hafsteins. Um er aรฐ rรฆรฐa handsmรญรฐaรฐ hljรณmborรฐ af gerรฐinni Nord Stage 2, en Nord hljรณmborรฐin sรฆnsku รพykja

meรฐ รพeim vandaรฐri รญ heiminum. โ ร aรฐ var vel til fundiรฐ og gaman aรฐ geta afgreitt รพetta mรกl รพarna รพvรญ um รพessa helgi hefรฐi Haddi orรฐiรฐ sjรถtugur,โ segir Jรณhanna Guรฐmundsdรณttir skรณlastjรณri tรณnlistarskรณlans รญ samtali viรฐ Skessuhorn. โ Hljรณรฐfรฆriรฐ รก eftir aรฐ auรฐga litbrigรฐi skรณlastarfsins,โ bรฆtir hรบn viรฐ. kgk


SKESSUHORN 2012

Reyktur og grafinn Eðallax fyrir hátíðarstundir

Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

24

Viðburðir á aðventu í sóknum á Vesturlandi Garðaprestakall á Akranesi

Prestar sr. Eðvarð Ingólfsson og sr. Þráinn Haraldsson 28. nóvember. Aðventutónleikar Kórs Akraneskirkju kl. 20 á Kalmansvöllum. Kórinn frumflytur lög og ljóð eftir Akurnesinga. Guðrún Gunnarsdóttir söngkona er gestur kórsins á tónleikunum. 29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu: Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 6. desember. Annar sunnudagur í aðventu: Aðventuhátíð á Höfða kl. 17. Vinaminni kl. 20. Aðventuhátíð: Létt dagskrá í tali og tónum. Ræðumaður er Jón Gunnar Axelsson. Patrekur Orri Unnarson flytur tónlist. Félagar úr Kór Akraneskirkju syngja. 13. desember. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Jólaball sunnudagaskólans kl. 20. 14. desember. Tónleikar í Vinaminni kl. 20. Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Karl Olgeirsson píanóleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari leika jólalög og sálma af nýútkomnum geisladiski sem heitir Hátíðarnótt. 20. desember. Jólasöngvar með Kór eldri borgara kl. 14. 24. desember. Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23. 25. desember. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl.14. 26. desember. Annar í jólum: Guðsþjónusta á Höfða kl.12.45. 31. desember. Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 14. 1. janúar. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl.14.

Messa í Borgarkirkju kl. 14. 20. desember. Fjórðu sunnudagur í aðventu: Systkin á jólum - Tónlistar- og bænastund í Borgarneskirkju kl. 21. 24. desember. Aðfangadagur jóla: Aftansöngur í Borgarneskirkju kl. 18. 24. desember. Aðfangadagskvöld: Miðnæturguðsþjónusta í Borgarkirkju kl. 22:30. 25. desember. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 14. 25. desember. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í Álftártungukirkju kl. 16. 26. desember. Annar jóladagur: Guðsþjónusta í Brákarhlíð kl. 16.30. 31. desember. Gamlársdagur: Aftansöngur í Borgarneskirkju kl. 18.

sóknar í Hellnakirkju kl. 14. Fram koma Samkór Lýsu undir stjórn Hólmfríðar Friðjónsdóttur ásamt fleiri söngatriðum. Sr. Páll Ágúst flytur hugvekju. Kaffiveitingar á Kaffi Prímus eftir samveruna. Glaðst verður sérstaklega yfir því að 70 ár eru nú frá því að Hellnakirkja var vígð. Tekið verður við frjálsum framlögum þeirra sem vilja til uppbyggingar kirkjubyggingarinnar af því tilefni. Laugardagur 5. desember. Aðventustund Kolbeinsstaða- og Fáskrúðarbakkasóknar í Breiðabliki kl. 14:30. Barnakór Laugargerðisskóla og kirkjukór sóknanna syngja. Sr. Páll Ágúst flytur hugvekju. Kvenfélögin Liljan og Björk annast veitingar í boði sóknarnefnda. Það er allir hjartanlega velkomnir að taka þátt í þessum viðburðum, ungir sem eldri.

Saurbæjarprestakall

Prestur sr. Kristinn Jens Sigurþórsson 29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu: Messa kl. 14 þar sem söngur verður borinn uppi af kórnum Gleðigjafa, sem er kór eldri borgara í Borgarnesi. Organisti og kórstjóri Zsuzsanna Budai. 6. desember. Annar sunnudagur í aðventu: Aðventusamkoma í Innra-Hólmskirkju kl. 20. Ræðumaður Salvör Nordal, heimspekingur. 13. desember. Þriðji sunnudagur í aðventu: Aðventusamkoma í Saurbæ kl. 20. Ræðumaður sr. Þráinn Haraldsson, prestur á Akranesi. 24. desember. Aðfangadagur jóla: Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 23. 25. desember. Jóladagur: Hátíðarmessa í Leirárkirkju kl. 13.30 og í Innra-Hólmskirkju kl. 15. 31. desember. Gamlársdagur: Messa í InnraHólmskirkju kl. 13.30 og Leirárkirkju kl. 15.

Hvanneyrarprestakall

Prestur sr. Flóki Kristinsson 29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu: Hvanneyrarkirkja, fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Föstudagurinn 11. desember. Leiksýning í íþróttahúsinu á Hvanneyri kl. 20. Möguleikhúsið sýnir leikverkið Aðventu, byggt á sögu Gunnars Gunnarssonar. Leikstjóri og höfundur leikgerðar er Alda Arnardóttir, tónlist og hljóðmynd er eftir Kristján Gunnarsson og búningar eftir Massíönu Tómasdóttur. Leikari er Pétur Eggerz. Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. 13. desember. Þriðji sunnudagur í aðventu: Hvanneyrarkirkja, guðsþjónusta kl. 11. 24. desember. Aðfangadagur: Hvanneyrarkirkja, kvöldsöngur kl. 23:30. 25. desember. Jóladagur: Hvanneyrarkirkja, messa kl. 11. 26. desember. Annar jóladagur: Bæjarkirkja, messa kl. 11. 26. desember. Annar jóladagur: Lundarkirkja, messa kl. 14.

Borgarprestakall

Prestur sr. Þorbjörn Hlynur Árnason 29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu: Messa í Borgarneskirkju kl. 11. 6. desember. Annar sunnudagur í aðventu: Aðventusamkoma í Borgarneskirkju kl. 20. Ræðumaður er Björn Þorsteinsson rektor Landbúnaðarháskólans. 8. desember. Aðventusamkoma í Brákarhlíð kl. 20. 13. desember. Þriðji sunnudagur í aðventu: Aðventuhátíð barnanna í Borgarneskirkju kl. 11. 13. desember. Þriðji sunnudagur í aðventu:

Hallgrímskirkja í Saurbæ.

Reykholtsprestakall Prestur sr. Geir Waage 29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu: Reykholt kl. 14. 6. desember. Annar sunnudagur í aðventu: Gilsbakki kl. 11. 24. desember. Aðfangadagur jóla: Barnastund í Reykholtskirkju kl. 11:30. 24. desember. Aðfangadagur jóla: Reykholt kl. 22. 25. desember. Jóladagur: Gilsbakki kl. 11. Tónleikar í Reykholtskirkju á aðventu: Sunnudagur 6. desember kl. 20. Aðventutónleikar Reykholtskórsins. Á dagskrá eru aðventuog jólalög, innlend og erlend. Stjórnandi: Viðar Guðmundsson. Kristín Sigurjónsdóttir leikur á fiðlu. Lag Viðars Guðmundssonar við texta Guðlaugs Óskarssonar í minningu Ágústu Þorvaldsdóttur á Skarði verður frumflutt. Þriðjudagur 1. desember kl. 20. Hátíð fer að höndum ein. Hátíðar og kyrrðarstund í samstarfi Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Reykholtskirkju og Vesturlandsprófastsdæmis. Andrés Þór Gunnlaugsson, Jón Rafnsson og Karl Olgeirsson leika jólasálma í léttri og hátíðlegri djassútsetningu. Kristín Á. Ólafsdóttir og Guðlaugur Óskarsson flytja ljóð með aðventublæ.

Stafholtsprestakall

Prestur sr. Geir Waage 6. desember. Annar sunnudagur í aðventu: Stafholtskirkja kl. 14. 25. desember. Jóladagur: Hvammskirkja kl. 14. 25. desember. Jóladagur: Stafholtskirkja kl. 16. 26. desember. Annar jóladagur: Norðurtungukirkja kl. 14. 3. janúar. Sunnudagur milli áttadags og þrettánda: Stafholtskirkja kl. 14.

Staðarstaðarprestakall

Prestur sr. Páll Ágúst Ólafsson 29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu: Aðventustund Búða-, Hellna- og Staðastaðar-

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall Prestur sr. Óskar Ingi Ingason Sunnudagur 29. nóvember. Sunnudagaskóli í Ingjaldshólskirkju kl. 11. Sunnudagur 29. nóvember. Aðventuhátíð í Ólafsvíkurkirkju kl. 20. Miðvikudagur 2. desember. Jólafundur æskulýðsstarfsins í Ólafsvíkurkirkju kl. 20. Fimmtudagur 3. desember. Fundur TTT starfsins í Ólafsvíkurkirkju kl. 15:10. Sunnudagur 6. desember. Aðventuhátíð í Ingjaldshólskirkju kl. 18. Miðvikudagur 9. desember. Helgistund á aðventu á Jaðri kl. 11. Fimmtudagur 10. desember. Jólatónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur í Ólafsvíkurkirkju kl. 20. Sunnudagur 13. desember. Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju kl. 14. Miðvikudagur 16. desember. Jólatónleikar Skóla- og barnakórsins í Ingjaldshólskirkju kl. 17.

Setbergsprestakall

Prestur sr. Aðalsteinn Þorvaldsson 29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu: Guðþjónusta í Grundarfjarðarkirkju kl. 11. Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju með Þór Breiðfjörð Kristinssyni og félögum kl. 17. 30. nóvember. Morgunsöngur kl. 10 í Grundarfjarðarkirkju. 2. desember. Kirkjuskóli kl. 16.20 í Grundarfjarðarkirkju. 7. desember. Morgunsöngur kl. 10 í Grundarfjarðarkirkju. 9. desember. Kirkjuskóli kl. 16.20 í Grundarfjarðarkirkju. 13. desember. Þriðji í aðventu: Aðventukvöld í Grundarfjarðarkirkju kl. 20. 14. desember. Morgunsöngur kl. 10 í Grundarfjarðarkirkju. 16. desember. Kirkjuskóli kl. 16.20 í Grundarfjarðarkirkju. 21. desember. Morgunsöngur kl. 11 í Grundarfjarðarkirkju.

24. desember. Aðfangadagur: Beðið eftir jólunum - barnastund kl. 11 í Grundarfjarðarkirkju. 24. desember. Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18 í Grundarfjarðarkirkju. 25. desember. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Setbergskirkju 31. desember. Gamlársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 16 í Grundarfjarðarkirkju.

Stykkishólmsprestakall

Prestur sr. Gunnar Eiríkur Hauksson 29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu: Fjölskylduguðsþjónusta í Stykkishólmskirkju kl. 11. 1. desember. 60+ Helgistund og súpa kl. 12 (Aftanskin). 3. desember. TTT-starf kl. 14:45-15:45 í Stykkishólmskirkju. 6. desember. Kirkjuskóli í Stykkishólmskirkju kl. 11. 6. desember. Annar sunnudagur í aðventu: Aðventusamkoma í Helgafellskirkju kl. 17. 9. desember. Kirkjuheimsókn leik- og grunnskólanemenda. 10. desember. TTT-starf kl. 14:45-15:45 í Stykkishólmskirkju. 13. desember. Kirkjuskóli í Stykkishólmskirkju kl. 11. 13. desember. Þriðji sunnudagur í aðventu: Messa í Gömlu kirkjunni í Stykkishólmi kl. 20. 24. desember. Aðfangadagur jóla: Aftansöngur kl. 18 í Stykkishólmskirkju. 25. desember. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í Helgafellskirkju kl. 14. 26. desember. Annar í jólum: Jólastund í Stykkishólmskirkju kl. 11. 26. desember. Annar í jólum: Guðsþjónusta í Breiðabólstaðarkirkju kl. 14. 27. desember. Helgistund á St. Franciskusspítalanum kl. 14. 27. desember. Helgistund á Dvalarheimilinu kl. 16. 31. desember. Gamlárskvöld. Aftansöngur í Stykkishólmskirkju kl. 17. (Birt með fyrirvara um breytingar).

Reykhólaprestakall

Prestur sr. Jóhanna I Sigmarsdóttir 29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu: Aðventukvöld í Staðarhólskirkju kl. 17. 7. desember. Aðventukvöld í Reykhólakirkju kl. 20. 10. desember. Aðventukvöld í Garpsdalskirkju kl. 20. 26.desember. Annar jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í Gufudalskirkju kl. 13. 26.desember. Annar jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í Reykhólakirkju kl. 15. 26.desember. Annar jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í Garpsdalskirkju kl. 17. 27.desember. Hátíðarguðsþjónusta í Staðarhólskirkju kl. 14. 27. desember. Hátíðarguðsþjónusta í Skarðskirkju kl. 16.

Dalaprestakall

Prestur sr. Anna Eiríksdóttir Sunnudagur 29. nóvember. Fyrsta aðventuhelgi: Aðventukvöld með Helgu Möller í Hjarðarholtskirkju kl. 20. Kveikt á fyrsta aðventuljósinu sem ber með sér tákn vonar og friðar. Kirkjukór Dalaprestakalls syngur jólasálma undir stjórn Halldórs Þorgils Þórðarsonar og Jóna Margrét Guðmundsdóttir syngur jólalag. Eftir hugvekju flytja fermingarbörn kærleiksboðskap og bera ljós um kirkjuna. Krakkar úr kirkjuskólanum syngja og spila nokkur jólalög. Sérstakir gestir eru Helga Möller söngkona og Birgir Jóhann Birgisson tónlistarmaður. Föstudagur 4. desember. Önnur aðventuhelgi: Aðventukvöld í Staðarfellskirkju kl. 20:30. Kveikt á öðru aðventuljósinu sem ber með sér tákn kærleika og friðar. Félagar úr Þorrakórnum syngja jólasálma undir stjórn Halldórs Þorgils Þórðarsonar og Jóna Margrét Guðmundsdóttir syngur jólalag. Eftir hugvekju flytja fermingarbörn kærleiksboðskap og bera ljósið um kirkjuna. Krakkar úr kirkjuskólanum syngja og spila nokkur jólalög. Njótum samvista á aðventunni!


„Vá, hvað er þetta?“ „Þetta er það sem Frakkar kalla Coq au vin...“ „Ko ... hvað?“ „Frakkar kalla þetta Coq au vin.“ „Ko ...“ „Reyktur kjúklingur í rauðvíni, maður.“

Rauðvínssoðinn reyktur kjúklingur með skallottulauk og sveppum

Uppskriftina í heild sinni ásamt eldunaraðferð er að finna á www.holta.is/uppskriftir


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

26

Viðburðir í sveitarfélögum á Vesturlandi á aðventu Það verður ýmislegt um að vera á aðventunni á Vesturlandi. Jólatré verða tendruð víðast hvar á næstunni og ýmsir fjölbreyttir jólaviðburðir á döfinni, svo sem helgileikir, markaðir og jólatónleikar - svo fátt eitt sé nefnt. Skessuhorn tók saman það helsta sem er á dagskrá á aðventunni, skipt eftir sveitarfélögum landshlutans. Athugið að listinn er hvergi nærri tæmandi og fleiri viðburðir geta bæst við þegar líður á aðventuna.

Akranes: Margt verður að gerast á Akranesi á aðventunni samkvæmt dagskrá fyrir fyrstu aðventuhelgina, sem er næsta helgi. Líkt og undanfarin ár fer Útvarp Akraness í loftið á hádegi á föstudag og verður dagskrá fram á miðjan sunnudag, líkt og ávallt er fyrstu helgina í aðventu. Alla helgina verða sýningarnar Saga líknandi handa og Á fætur í Safnaskálanum í Görðum opnar frá klukkan 13 - 17. Á laugardag verður sannkölluð aðventustemning á Akranesi. Listafólk í Samsteypunni verður með opið frá kl. 14 - 16 þar sem boðið verður upp á fjölda fallegra listmuna til sölu og klukkan 16 hefst aðventuskemmtun á Akratorgi. Þar verða ljósin verða tendruð á jólatrénu, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri hjálpar börnum að kveikja ljósin, lúðrasveitin spilar og skólakór Grundaskóla flytur nokkur jólalög. Þá munu jólasveinar kíkja í heimsókn og tilboð verður á heitu súkkulaði og jólaglöggi á Skökkinni Café. Um kvöldið verða aðventutónleikar Kórs Akraneskirkju að Kalmansvöllum 1. Sérstakir gestir tónleikanna eru Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari. Sunnudaginn 29. nóvember verður barnabíó í Bíóhöllinni þegar myndin Góða risaeðlan verður frumsýnd. Áframhaldandi jólastemning verður svo í desember. Verslanir og veitingastaðir á Akranesi verða með opið á aðventunni og hægt verður að gera góð kaup. Mánudaginn 14. desember verða tónleikar í Vinaminni þar sem Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Karl Olgeirsson píanóleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari leika jólalög og sálma af nýútkomnum geisladiski sem heitir Hátíðarnótt. Fjölmargir jólatónleikar verða í Tónbergi í jólamánuðinum. Nemendatónleikar verða fimm talsins þar sem nemendur Tónlistarskóla Akraness leika á hin ýmsu hljóðfæri. Kór eldri borgara verður með samsöng í Tónbergi þriðjudaginn 8. desember klukkan 15 og kvennakórinn Ymur verður með tónleika 10. desember klukkan 20. Þá verða tónleikar forskóladeildar tónlistarskólans fimmtudaginn 17. desember kl. 17. Fleiri menningarviðburðir verða í bænum og má þar nefna tónleika Bubba Morthens í Bíóhöllinni, sem haldnir eru árlega á Jólaföstu. Þá verða sýningarnar Saga líknandi handa og Á fætur opnar til áramóta, svo eitthvað sé nefnt.

Hvalfjarðarsveit: Fimmtudaginn 26. nóvember verða Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Tónlistarskólinn á Akranesi með sameiginlega tónleika í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Söngdeildir skólanna slá saman í tónleika í kirkjunni kl. 20. Þann 1. desember verður svo haldin árleg Fullveldishátíð í Heiðarskóla klukkan 17.

Borgarbyggð: Ýmislegt er á döfinni í Borgarbyggð á aðventunni, sérstaklega um næstu helgi. Á föstudagskvöld verður hið árlega jólabingó Kvenfélagsins 19. júní í matsal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Sunnudaginn 29. nóvember verða ljósin tendruð á jólatré Borgarbyggðar á Kveldúlfsvelli við ráðhúsið í Borgarnesi við hátíðlega athöfn. Dagskráin hefst klukkan 17 og mun Guðveig Anna Eyglóardóttir formaður byggðarráðs flytja ávarp. Sungin verða nokkur vel valin jólalög til að koma Borgfirðingum í alvöru jólaskap og Grýla og Stekkjarstaur koma til byggða og færa börnunum ávaxtanammi. Nemendur níunda bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi munu gefa gestum og gangandi heitt kakó. Laugardaginn 5. desember verður jólamarkaður í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal þar sem finna má handverk og matvöru úr héraði.

verkið Aðventu sem byggt er á sögu Gunnars Gunnarssonar. 15. desember næstkomandi lesa bræðurnir Ævar Þór og Guðni Benediktssynir úr nýútkomnum bókum sínum á Sögulofti í Landnámssetri og árlegur helgileikur nemenda á Hvanneyri verður fimmtudaginn 17. desember.

Grundarfjörður: Að vanda hefst aðventan í Grundarfirði á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym mér ei í Samkomuhúsinu þann 29. nóvember. Aðventudagurinn stendur yfir frá klukkan 14 til 17 og verða þar sölubásar með handverki, kökum og fleiru, auk þess sem kvenfélagið selur vöfflur og kakó. Á dagskrá aðventudagsins er að finna söng- og tónlistaratriði frá tónlistarskólanum, tilkynnt verður um val íþróttamanns Grundarfjarðar 2015 og úrslit verða kunngjörð í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2015. Þá

skátarnir að gefa gestum handunnin jólaljós sem þeir vinna sjálfir. Þá verða skátarnir með jólakvöldvöku þar sem átta til níu ára gamlir skátar verða með helgileik.

Stykkishólmur: Um fyrstu aðventuhelgi verður ýmislegt um að vera í Stykkishólmi. Kór Stykkishólmskirkju og Hólmarinn Þór Breiðfjörð verða með jólatónleika í kirkjunni kl. 17 þar sem flutt verður ljúf aðventutónlist. Jólahlaðborð verður á Hótel Stykkishólmi, opnun sýningar Ingibjargar Hildar Benediktsdóttur í vinnustofu Tang & Riis, þar sem hún sýnir ofna hluti og hefur sett upp vefstól sem gestum og gangandi gefst færi á að skoða. Þá verður jólabasar Hringskvenna í Hólminum um næstu helgi og Norska húsið komið í jólabúning. Jólastemning verður í Hólmgarði í Stykkishólmi föstudaginn 4. desember þegar ljósin á jóla-

Húsunum þarf að skila inn fyrir 18. desember og besta húsið verður svo valið 21. desember. Mikil menningar- og tónlistarveisla verður í Snæfellsbæ á aðventunni. Frystiklefinn frumsýnir leikverkið Fróðá 4. desember næstkomandi og jólatónleikarnir Jólin heima verða haldnir í Klifi sunnudaginn 6. desember. Þar koma fram tónlistarmenn frá Snæfellsbæ. Daginn eftir verða jólatónleikar tónlistarskólans og fimmtudaginn 10. desember verður kirkjukór Ólafsvíkur með jólatónleika. Auk þess verður skóla- og barnakórinn með jólatónleika í Ingjaldshólskirkju miðvikudaginn 16. desember.

Reykhólasveit: Árlegur jólamarkaður verður í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi um næstu helgi. Þar verður ýmislegt til sölu og kvenfélagið Katla verður með hátíðarvöfflur, jólakökur og fleira gott, ásamt

Þegar aðventan gengur í garð eru jólaljósin tendruð víðast hvar.

Þá eru ýmsir menningarviðburðir á dagskrá í Borgarbyggð á aðventu. Þriðjudaginn 1. desember verða tónleikar í Reykholtskirkju, Hátíð fer að höndum ein. Um er að ræða hátíðar- og kyrrðarstund í samstarfi Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Reykholtskirkju og Vesturlandsprófastsdæmis. Föstudaginn 4. desember verður haldin skemmtunin Leppalúðar og létt jólatónlist í Hjálmakletti í Borgarnesi. Um er að ræða jólaskemmtun með Hvanndalsbræðrum, Sóla Hólm og Gísla Einarssyni. Þá verða Aðventutónleikar Reykholtskórsins í Reykholtskirkju sunnudaginn 6. desember kl. 20, þar sem flutt verða bæði innlend og erlend aðventu- og jólalög. Þriðjudaginn 8. desember kynnir Óskar Guðmundsson rithöfundur nýja bók sína um Skúla Alexandersson í bókhlöðu Snorrastofu klukkan 20:30. Svavar Knútur og Kristjana Stefáns verða með jólatónleika á Sögulofti í Landnámssetrinu 10. desember klukkan 20:30. Föstudaginn 11. desember verður svo leiksýning í íþróttahúsinu á Hvanneyri kl. 20, þegar Möguleikhúsið mun setja upp leik-

verða vinningar afhentir í jólahappdrætti kvenfélagsins. Allur ágóði af aðventudeginum rennur óskiptur til þeirra sem mest þurfa á stuðningi að halda í samfélaginu. Líkt og undanfarin ár mun Lions annast uppsetningu á jólatré bæjarins. Tréð verður tendrað sunnudaginn 29. nóvember klukkan 18:00 og er það kærkomin fjölskyldustund í upphafi aðventu. Lions verður svo með sinn árlega jólamarkað í Sögumiðstöðinni dagana 10. til 12. desember. Markaðurinn verður opinn kl. 16 - 19 dagana 10. - 11. desember en laugardaginn 12. desember verður opið frá kl. 14 - 16. Meðal þess sem verður á boðstólum á jólamarkaðnum má nefna lifandi jólatré og greinar, leiðisskreytingar ásamt fiskmeti af ýmsu tagi og fleira góðgæti. Einnig verður til sölu rjúkandi heitt súkkulaði og rjómavöfflur. Jólasveinninn verður á kreiki þessa daga. Allur ágóði af jólamarkaðinum rennur í líknarsjóð Lions. Skátafélagið Örninn í Grundarfirði lætur ekki sitt eftir liggja í aðdraganda jóla. Á aðventukvöldi kirkjunnar sem verður þriðja sunnudag í aðventu ætla

Ljósm. úr safni.

trénu frá Drammen verða tendruð á milli klukkan 17 og 18. Fernir jólatónleikar verða haldnir í tónlistarskólanum dagana 7. og 8. desember þar sem nemendur úr öllum deildum skólans munu flytja jólalög og fjölbreytta tónlist. Fimmtudaginn 17. desember verða svo hátíðartónleikar í Stykkishólmskirkju þar sem nemendur tónlistarskólans flytja jólatónlist. Fjölbreytt samspil verður, einleikur og söngur úr öllum deildum skólans. Enginn aðgangseyrir er og allir hjartanlega velkomnir.

Snæfellsbær: Kveikt verður á ljósum jólatrjánna í Snæfellsbæ næsta sunnudag. Ljósin verða tendruð kl. 16:30 á Hellissandi og kl. 17:30 í Ólafsvík. Þessa helgi verður langur laugardagur hjá verslunum í Snæfellsbæ og ýmis tilboð í gangi alla helgina. Einnig verður Pakkhúsið opið um næstu helgi og þá næstu en jólaopnum verður síðan 12. til 23. desember. Jólasveinarnir koma þá í heimsókn alla dagana. Piparkökuhúsakeppni verður í Pakkhúsinu fyrir jólin.

jólakakói og kaffi. Allur ágóði af veitingasölunni rennur óskiptur til Björgunarsveitarinnar Heimamanna til kaupa á nýjum björgunarbát með dælubúnaði.

Dalabyggð: Fyrstu aðventuhelgina verður aðventukvöld með Helgu Möller í Hjarðarholtskirkju. Þar verður kveikt á fyrsta aðventuljósinu, kirkjukór Dalaprestakalls syngur jólasálma og Margrét Guðmundsdóttir jólalag. Þá munu fermingarbörn flytja kærleiksboðskap og krakkarnir úr kirkjuskólanum syngja og spila nokkur jólalög. Miðvikudaginn 2. desember kl. 17:30 verður kveikt á jólatré Dalamanna við Dalabúð og sunnudaginn 13. desember kl. 15 mun Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli segja frá jólasveinunum 84 á Byggðasafni Dalamanna. Birt með fyrirvara um breytingar í dagskrá og aðra dagskrárliði sem ekki var kunnugt um þegar blaðið var sent í prentun. grþ


VINSÆLASTA SMÁKAKAN? Hvern hefði grunað að Nóa lakkrís og Síríus súkkulaði, blandað saman, yrði grunnurinn að einni af vinsælustu smákökuuppskriftum á Íslandi? Vinsældir lakkrístoppanna aukast ár frá ári og eru þeir orðnir að órjúfanlegri hefð í kringum hátíðarnar á fjölmörgum heimilum. Viðhaltu hefðunum – eða skapaðu nýjar – með bökunarvörunum frá Nóa Síríusi.

Nóa lakkrístoppar 3 stk. eggjahvítur 200 g púðursykur 150 g Síríus rjómasúkkulaði 150 g Nóa lakkrískurl Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Saxið súkkulaðið smátt. Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar. Látið á plötu með teskeið. Bakið í miðjum ofni við 150°C í 15–20 mín. Ath! Hiti og tími getur verið breytilegur eftir ofnum.

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð Síríus súkkulaði er QPP framleitt. QPP (Quality Partner Program) gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt. QPP ferlið tryggir fræðslu til kakóbænda varðandi ræktunaraðferðir sem og aðbúnað starfsfólks sem gerir þeim kleift að auka framleiðni sína á ábyrgan hátt. Auk þess kemur QPP að fræðslumálum, heilsugæslu og aðgengi að hreinu vatni í kakóræktarsamfélögum og stuðlar þannig að betri lífsskilyrðum þeirra sem þar búa.


MIĂ?VIKUDAGUR 25. NĂ“VEMBER 2015

28

Emil Freyr Emilsson skipstjĂłri og frĂ­stundabĂłndi Ă­ SnĂŚfellsbĂŚ:

„ÞaĂ° hefur alltaf blundaĂ° Ă­ mĂŠr aĂ° verĂ°a bĂłndi“ Emil Freyr Emilsson er ĂžrĂ­tugur skipstjĂłri Ă­ SnĂŚfellsbĂŚ. Hann er fĂŚddur 1985 ĂĄ fĂŚĂ°ingadeildinni ĂĄ Akranesi en hefur dvaliĂ° allan sinn aldur Ă­ Ă“lafsvĂ­k eĂ°a nĂĄgrenni. Emil er viĂ° stjĂłrnvĂślinn ĂĄ lĂ­nubĂĄtnum GuĂ°bjarti SH. „Ég fĂłr beint ĂĄ sjĂłinn eftir skĂłla. Mest hef ĂŠg veriĂ° ĂĄ litlu bĂĄtunum. Þó hef ĂŠg veriĂ° tvĂŚr vertĂ­Ă°ir ĂĄ stĂłrum netabĂĄtum. ĂžaĂ° var ĂĄ Ă–rvari SH frĂĄ Rifi og sĂ­Ă°an Þórsnesi SH frĂĄ StykkishĂłlmi. SĂ­Ă°an hef ĂŠg stundaĂ° nĂĄm til 1. stigs Ă­ skipstjĂłrn viĂ° TĂŚkniskĂłlann en ĂžaĂ° hefur veriĂ° Ă­ fjarnĂĄmi. PungaprĂłfiĂ° svokallaĂ°a dugar annars fyllilega ĂĄ GuĂ°bjart SH. ĂžaĂ° gildir fyrir bĂĄta upp aĂ° 30 tonna stĂŚrĂ° en GuĂ°bjartur er 15 tonn,“ segir Emil.

NĂŚstyngstur undir JĂśkli Ăžegar viĂ° hittum hann heimaviĂ° Ă­ Ă“lafsvĂ­k er stund milli strĂ­Ă°a. ĂžaĂ° er brĂŚla ĂĄ miĂ°unum og ekki hĂŚgt aĂ° rĂła sem stendur. Emil hefur Þó kĂ­kt ĂĄ veĂ°urspĂĄna og sĂŠr ĂžaĂ° verĂ°ur lag aĂ° halda Ăşt nĂŚstu nĂłtt. „ViĂ° fĂśrum klukkan fjĂśgur. AflabrĂśgĂ°in eru bĂşin aĂ° vera Ăłvenjugóð nĂş Ă­ haust. NĂşna erum viĂ° aĂ° fĂĄ ĂĄ bilinu 140 til 200 kĂ­lĂł ĂĄ balann, nĂĄnast allt Ăžorsk. ViĂ° lĂśndum ĂĄ fiskmarkaĂ°. Ăžar hafa

Emil Freyr fĂŚr klippingu Ăžegar hann stoppar viĂ° Ă­ landi heima Ă­ Ă“lafsvĂ­k. ĂžaĂ° er Irma DĂśgg ĂžorgrĂ­msdĂłttir sem sĂŠr um hĂĄrskurĂ°inn.

verĂ°in veriĂ° aĂ° lĂŚkka Ăžannig aĂ° viĂ° Ăžurfum Þå bara aĂ° hafa meira fyrir Ăžessu Ă­ staĂ°inn,“ segir Emil og hlĂŚr viĂ°. Hann upplĂ˝sir aĂ° Ăžeir sĂŠu ĂžrĂ­r Ă­ ĂĄhĂśfn GuĂ°bjartar. SĂ­Ă°an er beitningarfĂłlk Ă­ landi. AĂ°eins ĂžrĂ­tugur aĂ° aldri hlĂ˝tur Emil aĂ° teljast meĂ° yngri skipstjĂłrum vestur undir JĂśkli. „Ég er

meĂ° Ăžeim yngri jĂĄ. ĂžaĂ° er Þó einn yngri skipstjĂłri en ĂŠg hĂŠr Ă­ SnĂŚfellsbĂŚ, FriĂ°ĂžjĂłfur JĂłhannsson sem hefur veriĂ° meĂ° SĂŚrif SH. Hann er tveimur ĂĄrum yngri en ĂŠg. Þó var ĂžaĂ° svo aĂ° ĂŠg tĂłk viĂ° skipstjĂłrn ĂĄ mĂ­num fyrsta bĂĄti 22 ĂĄra gamall. ĂžaĂ° var rĂşmar tvĂŚr vertĂ­Ă°ir ĂĄ Litla Hamri SH fyrir SjĂĄvariĂ°juna Ă­ Rifi. ViĂ° vorum ĂĄ lĂ­nuveiĂ°um. Eftir ĂžaĂ° fĂłr ĂŠg ĂĄ smĂĄ flakk og var Þå meĂ°al annars ĂĄ netum ĂĄ stĂłru bĂĄtunum sem ĂŠg nefndi ĂĄĂ°an. Ég fĂŠkk svo nĂłg af ĂžvĂ­ og gerĂ°ist hĂĄseti ĂĄ GuĂ°barti SH en tĂłk svo viĂ° skipstjĂłrn ĂĄ honum og er bĂşinn aĂ° vera meĂ° hann nĂş Ă­ tvĂś ĂĄr.“

bĂ˝r undir JĂśkli hafi nĂĄin tengsl bĂŚĂ°i viĂ° hafiĂ° og nytjar landsins Ăžar sem saman fer sjĂłsĂłkn og einhvers konar frĂ­stundabĂşskapur, Þå kemur Emil blaĂ°amanni Ăžarna eilĂ­tiĂ° ĂĄ Ăłvart. Af hverju fjĂĄrbĂłndi? Hann ĂştskĂ˝rir ĂžaĂ°. Þó hann sĂŠ uppalinn Ă­ Ă“lafsvĂ­k Þå er HerdĂ­s LeifsdĂłttir eiginkona hans Ăşr sveit. HĂşn hefur brennandi ĂĄhuga ĂĄ landbĂşnaĂ°i og Þå einkum sauĂ°fjĂĄrrĂŚkt. Henni hefur tekist aĂ° smita mann sinn, sjĂĄlfan sjĂłarann, af ĂĄhuganum. „HerdĂ­s konan mĂ­n er Ăşr sveit. HĂşn kemur frĂĄ bĂŚnum MĂĄvahlĂ­Ă° Ă­ gamla Fróðårhreppi sem er viĂ° BĂşlandshĂśfĂ°ann Ă“lafsvĂ­kurmegin. Leifur faĂ°ir hennar var meĂ° bĂşskap Ăžar. Svo veiktist hann. ViĂ° hjĂĄlpuĂ°um honum meĂ° bĂşskapinn Ă­ eitt ĂĄr eftir ĂžaĂ° en svo neyddist hann til aĂ° bregĂ°a bĂşi. Þå keyptum viĂ° af honum vĂŠlarnar og ĂŚtluĂ°um bara aĂ° vera meĂ° nokkrar kindur aĂ° gamni okkar en Ăžetta hefur undiĂ° upp ĂĄ sig,“ segir Emil.

BĂşstofninn stĂŚkkar „Fyrst vorum viĂ° bara meĂ° 15 vetrarfóðraĂ°ar kindur en nĂş eru Ăžetta orĂ°nir um 80 hausar,“ ĂştskĂ˝rir Emil. „ViĂ° erum ekki meĂ° fĂŠ Ă­ MĂĄvahliĂ° heldur hĂśfum viĂ° fjĂĄrstofninn okkar Ă­ hĂşsum ĂĄsamt Üðrum fjĂĄreigendum Ăşr SnĂŚfellsbĂŚ

sem stunda frĂ­stundabĂşskap, hĂŠr Ă­ Tungu skammt innan viĂ° Ă“lafsvĂ­k. ĂžaĂ° er svona 130 fjĂĄr Ă­ hĂşsunum samtals.“ Hann viĂ°urkennir aĂ° ĂžaĂ° hafi alltaf blundaĂ° einhvers staĂ°ar Ă­ honum aĂ° gerast bĂłndi. „MĂŠr finnst mjĂśg gaman aĂ° vera Ă­ kringum bĂşskap. ĂžaĂ° er hins vegar dĂ˝rt aĂ° kaupa jĂśrĂ° og byrja aĂ° bĂşa. ĂžaĂ° er lĂ­ka Ă­ nĂłgu aĂ° snĂşast hjĂĄ okkur hjĂłnunum. ViĂ° erum meĂ° ĂžrjĂş bĂśrn og Ăśll undir sex ĂĄra aldri. Ég er lĂ­ka tĂślvuvert aĂ° heiman Ăžegar ĂžaĂ° koma tarnir ĂĄ sjĂłnum. Þó eru Ăžetta ekki nema 15 til 16 róðrar aĂ° jafnaĂ°i Ă­ hverjum mĂĄnuĂ°i. Ăžetta eru dagróðrar Ăžannig aĂ° viĂ° komum oftast heim ĂĄ kvĂśldin Ăžegar viĂ° erum ĂĄ sjĂł nema Þå helst Ăžegar viĂ° rĂłum frĂĄ GrindavĂ­k. ĂžaĂ° hĂśfum viĂ° gert Ă­ aprĂ­l og maĂ­. Þå er Ăžetta Ăştilega. Annars stundum viĂ° bara heimamiĂ°in hĂŠr Ă­ kringum SnĂŚfellsnes. HerdĂ­s er heimavinnandi og leysir af ĂĄ leikskĂłlanum en sĂŠr svo aĂ°allega um sauĂ°fĂŠĂ°. Ég hjĂĄlpa svo viĂ° hin Ă˝msu verk sem fylgja bĂşskapnum ef ĂŠg er heima.“ Emil Freyr reiknar meĂ° ĂžvĂ­ aĂ° verĂ°a ĂĄfram ĂĄ sjĂłnum. „ÞaĂ° er Þó aldrei aĂ° vita hvaĂ° maĂ°ur gerir Ăžegar maĂ°ur verĂ°ur orĂ°inn Ăžreyttur ĂĄ volkinu Ăžar. Þå verĂ°ur ĂžaĂ° kannski bara bĂşskapurinn,“ segir hann hress Ă­ bragĂ°i aĂ° lokum. mĂžh

Dreymir um aĂ° verĂ°a fjĂĄrbĂłndi

Guðbjartur SH kemur úr róðri að bryggju å Arnarstapa undir stjórn Emil Freys nú í októbermånuði.

Hann segist sĂĄttur ĂĄ sjĂłnum. „MĂŠr finnst Ăžetta rosalega flott vinna. Ég vĂŚri ekki til Ă­ aĂ° gera neitt annaĂ°,“ segir hann en bĂŚtir svo snĂśggt viĂ° aĂ° hann gĂŚti hugsaĂ° sĂŠr aĂ° vera bĂłndi. „FjĂĄrbĂłndi,“ segir Emil ĂĄkveĂ°iĂ°. Þó ekki sĂŠ Ăłalgengt aĂ° fĂłlkiĂ° sem

Búskapurinn blundar í Emil Frey og Herdísi konu hans. HÊr er hann fyrir miðju å mynd Þar sem hann heldur í hrút úr safni Þeirra hjóna. Myndin var tekin å HÊraðssýningu lambhrúta å SnÌfellsnesi nú í haust.

.ÂľVÂżNY¸OG ÂŻ /¯ćDQGL /¯ćDQG WHNXU À£WW ÂŻ .ÂľVÂżNY¸OGL +\UQXWRUJV 3. desember.

Ăžau hjĂłn Emil Freyr og HerdĂ­s LeifsdĂłttir frĂĄ MĂĄvahlĂ­Ă° hafa unniĂ° til verĂ°launa fyrir hrĂşta sĂ­na. HĂŠr eru Ăžau meĂ° verĂ°launahrĂştinn Blika Gosason fyrir tveimur ĂĄrum sĂ­Ă°an. SjĂĄ mĂĄ fjĂślmargar skemmtilegar myndir Ăşr fjĂĄrrĂŚktinni ĂĄ heimasĂ­Ă°unni isak.123.is.

2SQXP NO 9HLWLQJDU WLOER² RJ XSS£NRPXU

Sala og rĂĄĂ°gjĂśf S. 540 1100

LynghĂĄlsi, ReykjavĂ­k Ă“seyri, Akureyri

Efstubraut, BlĂśnduĂłsi Borgarbraut, Borgarnesi

ZZZ OLćDQG LV OLćDQG#OLćDQG LV

Ăžau Emil og HerdĂ­s gengu Ă­ hjĂłnaband 27. jĂşnĂ­ Ă­ sumar og fĂłr athĂśfnin fram Ă­ MĂĄvahlĂ­Ă° Ăžar sem brúðurin er fĂŚdd og uppalin. HĂŠr eru Ăžau ĂĄsamt bĂśrnum sĂ­num Ăžeim BenĂłnĂ˝ Ă?sak, Emblu MarĂ­nu og Freyju NaĂłmĂ­.



MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

30

Alltaf ánægjulegt þegar útköllin eru ekki alvarleg „Ég leysi af á sjúkrabílnum á sumrin og er á bakvakt á veturna með skólanum,“ segir Þorgerður Erla Bjarnadóttir. Hún stundar nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri en er sjúkrabílsstjóri við Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi. Blaðamaður opinberar fávisku sína og biður hana að útskýra muninn á því að vera neyðar- og sjúkraflutningamaður. „Til að verða neyðarflutningamaður þarf fyrst að klára grunnnám í sjúkraflutningum og afla sér þriggja ára starfsreynslu. Þá má bæta við sig aukinni menntun, neyðarflutningum. Næsta stig þar fyrir ofan er bráðatæknir, en það nám er ekki kennt hér á landi. Munurinn á þessu er að neyðarflutningamaður má til dæmis sjúkdómsgreina ítarlegar en sjúkraflutningamaður, sinna meiri lyfjagjöf og fleira í þeim dúr. Ábyrgðin eykst svo enn frekar ef maður lærir til bráðatæknis,“ útskýrir hún.

Var yngstri sjúkraflutningamaður landsins Þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára hefur Þorgerður starfað við sjúkraflutninga í bráðum sjö ár. „Ég varð nú yngsti sjúkraflutningamaður landsins þegar ég byrjaði á sínum tíma og þar að auki kona. Fyrstu þrjú árin keyrði ég sjúkrabílinn bara heim úr útköllum því ég var ekki nógu gömul til að taka leigubílaprófið, sem maður þarf að hafa að mega flytja sjúklinga,“ segir Þorgerður. En hvernig kom til að hún, þá 18 ára gömul, tók sér þetta starf fyrir hendur? „Þó það hljómi eins og algjör klisja, þá vil ég geta hjálpað fólki,“ segir Þorgerður; „og vera und-

Þorgerður Erla Bjarnadóttir neyðarflutningamaður.

irbúin að takast á við aðstæður sem aðrir geta kannski ekki tekist á við. Ef maður kemur inn í aðstæður þar sem fólki líður illa og getur hjálpað því, þá er maður að gera gagn,“ segir hún en bætir því við að hún sé hálfpartinn uppalin í þessu starfi. „Pabbi er sjúkraflutningamaður, ég tók eiginlega við af honum,“ segir hún og brosir. „Þar að auki hafa báðir föðurbræður mínir unnið við þetta.“

Starfið getur verið erfitt Þorgerður kveðst vera mjög ánægð í starfi. „Þetta er yndisleg vinna. Það

er kannski ljótt að segja að mér þyki þetta gaman, ég vil ekki vera kölluð út en mér finnst það engu að síður gaman,“ segir hún og brosir. „Það er alltaf ánægjulegt ef útkall sem lítur út fyrir að vera alvarlegt í fyrstu er það ekki þegar komið er á staðinn. Sem betur fer eru mörg útköllin minni háttar,“ segir Þorgerður en viðurkennir að auðvitað geti fylgt starfinu nokkuð álag, það sé hluti af því. Hún hafi til að mynda lent í því að þurfa að flytja ættingja sína en frá fyrsta degi gert sér grein fyrir því að sú staða gæti komið upp. Slíkum tilfellum verði

að sinna með sama hætti og öllum öðrum. „Ég hef til að mynda flutt báðar ömmur mínar en maður verður að sinna öllum útköllum af sömu fagmennskunni, sama hvaða andlit er á manneskjunni,“ segir hún. „En að vinna á sjúkrabílnum er alls ekki fyrir alla. Þeir sem ætla sér að vinna við þetta og finna sig í þessu venjast starfinu fljótt. Svo eru aðrir sem gengur illa að venjast þessu og þeir endast sjaldnast lengi og er alls engin skömm af því. En mér persónulega finnst þetta ekkert tiltökumál.“

Stefnir í læknisfræði En hvað ber nánasta framtíð í skauti sér fyrir Þorgerði? „Ég ætlaði alltaf að verða læknir og ætla mér enn, það er bara spurning hvenær ég kemst inn,“ segir hún og brosir. Hins vegar kveðst hún ætla að byrja á því að útskrifast úr búvísindanáminu frá LbhÍ næsta vor. „Að því loknu stefni ég að því að verða einhvers konar læknir, hvort sem ég kem til með að lækna menn eða önnur dýr. Reynslan af sjúkrabílnum mun án efa nýtast mér þar, sama hvers konar læknisfræði verður fyrir valinu,“ segir Þorgerður að lokum. kgk

Opnunartími um jól og áramót í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar 2015 Sundlaugin í Borgarnesi

23. des. Þorláksmessa, opið 6:00 - 18:00 24. des. Aðfangadagur, opið 6:00 - 11:00 25. des. Jóladagur, lokað 26. des. Annar í jólum, lokað 31. des. opið, 6:00 - 11:00 1. janúar 2016, lokað 21. des. opið 8:30 - 16:00 22. des. opið 8:30 - 16:00 23. des. Þorláksmessa, opið 8:30 - 16:00 24. des. Aðfangadagur, lokað 25. des. Jóladagur, lokað 26. des. Annar í jólum, lokað 27. des. lokað 28 des. 8:30 - 16:00 29. des. opið 8:30 - 16:00 30. des. opið 8:30 - 16:00 og 20:00 – 22:00 31. des. lokað 1. janúar 2016, lokað

Sundlaugin á Varmalandi lokuð

SKESSUHORN 2015

Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum


OMG… “ maginn á mér „ ýlfrar…

NÝR M AT S E Ð I L L

=0ð ,9<4 4 ;; Ð

)69.(95,:

-3,090 9i;;09

+354 527 5000 g r i l l h u si d . i s

GH-augl250x390.indd 1

20.11.2015 16:59


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

32

Í fimleikum þarf að skipuleggja tímann vel Logi Örn Axel Ingvarsson er ungur og efnilegur fimleikamaður úr Hvalfjarðarsveit. Hann byrjaði að æfa fimleika sex ára gamall og hefur æft allar götur síðan, fyrst með Fimleikafélagi Akraness en nú æfir hann hópfimleika með Stjörnunni í Garðabæ. „Ég bjó líka í eitt ár í Svíþjóð og þar prófaði ég áhaldafimleika í fyrsta sinn en mér finnst hópfimleikarnir skemmtilegri. Ég fór að hafa meira vit á þessu eftir árið úti og setti mig betur inn í þetta,“ segir Logi í samtali við Skessuhorn. Hann segir aðstöðuleysi á Akranesi hafa orðið til þess að hann færði sig í Stjörnuna. „Aðstaðan uppi á Skaga leyfði mér ekki að halda áfram. Við fórum þrír strákar og tvær stelpur, því við gátum ekki bætt okkur meira hjá FIMA,“ segir hann. „Það eru til ágætis áhöld þar en það vantar til dæmis almennilega lendingardýnu. FIMA gerði heimagerða gryfju núna í ÞÞÞ húsinu en það gerir ekkert til lengri tíma litið, þegar félagið þarf að færa sig úr því húsnæði,“ heldur Logi áfram og vill meina að Fimleikafélag Akraness þurfi nauðsynlega að fá betra húsnæði. Logi segir aðstöðuna hjá Stjörnunni vera til fyrirmyndar og að félagið búi yfir einum af bestu sölum landsins.

Tekur sex tíma að fara á æfingar Logi Örn æfir fjórum sinnum í viku í Garðabæ, í þrjá tíma í senn.

Það tekur því dágóðan tíma úr vikunni að komast til og frá æfingum. „Æfingatíminn er þetta langur af því að það fer klukkutími í upphitun og teygjur, við græðum lítið á styttri tíma. Ég fer bara á milli með strætó og þetta tekur um sex klukkutíma í heildina,“ segir hann og telur það lítið mál að verja svo miklum tíma í fimleikana, enda er áhuginn brennandi og æfingarnar hafa skilað sér. Logi Örn var valinn í íslenska fimleikalandsliðið sem keppti á Evrópumeistaramóti í Laugardalshöll í fyrra og keppti nýverið fyrir hönd Stjörnunnar á Norðurlandamóti. „Ég er núna á þeim aldri að ég get bæði keppt með senior og junior liðum. Á Norðurlandamótinu núna keppti ég með senior liði en á næsta ári keppi ég með junior liðinu,“ segir hann ánægður með að stórmót séu haldin á hverju ári. „Það eru reyndar stífari æfingar fyrir stórmótin og ef maður kemst í landsliðið, þá fer maður í æfingabúðir. Landsliðsúrtökurnar byrja tæpu ári fyrir mótin og það er allt saman mjög vel skipulagt,“ segir hann.

Útivist í uppáhaldi Logi hefur nóg að gera fyrir utan fimleikana. Hann er nemandi á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands, stundar nám í Tónlistarskólanum á Akranesi þar sem hann spilar á gítar og er meðlimur í Björgunarfélagi Akraness. Framtíðardraum-

Logi Örn Axel Ingvarsson er liðtækur fimleikamaður úr Hvalfjarðarsveit.

urinn er að komast í hátækniverkfræði. „Mér finnst fínt í FVA. Það er samt mikil breyting frá Heiðarskóla, þar sem ekki eru nema 90 nemendur. Þannig að það var pínu kalt í byrjun en það er að breytast,“ segir hann og brosir. Hann þarf því að skipuleggja tímann sinn vel til að allt gangi upp. „Ég læri á þriðjudögum og fimmtudögum, þegar engar fimleikaæfingar eru. Svo lauk ég tveimur áföngum í ensku á meðan ég var í 10. bekk og er því með fjórar góðar

eyður í stundatöflunni, sem ég læri alltaf í.“ Þrátt fyrir miklar annir eru áhugamál Loga mörg. Hann hefur verið í hestamennsku frá fæðingu og undanfarin ár hefur hann verið duglegur að taka ljósmyndir. „Útivist er samt það besta sem ég geri. Sérstaklega að fara á skíði,“ segir hann og ljómar. Hann segist eyða mest af peningum sínum í útivistarbúnað. „Ég keypti mér til dæmis fjallaskíði nýlega. Á þeim er hægt að losa um festingarnar og þá eru þau eins

og gönguskíði, þá er hægt að ganga hvert sem er og renna sér svo niður. Best er að finna sér púðursnjó, það er æðislegt.“ Logi fer einnig mikið í fjallgöngur og tjaldferðir með vinum og foreldrum sínum. „Ég tek helst myndir úti í náttúrunni, finnst skemmtilegast að mynda þar. Það er líka gaman að taka upp myndbönd og klippa þau. Til dæmis ætla ég að reyna að búa til skíðamyndband í vetur,“ segir Logi Örn Ingvarsson. grþ

Bráðum koma blessuð jólin... Mikið úrval af allskyns gjafavöru Apótek Vesturlands verður með fjölbreytt úrval af allskyns gjafavöru fyrir jólin. Mikið úrval af bað- og ilmvöru auk ýmissa annarra góðra kosta. Komdu og kannaðu úrvalið.

lu t í s ð i e r g f A

m i:

aga Virka d rdaga Lauga daga Sunnu

Smiðjuvellir 32

-

300 Akranes

9–18 10–14 12–14

-

Sími 431 5090

-

Fax 431 5091

-

www.apvest.is


Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

Afgreiðslutími fram að jólum Mánudaga-föstudags frá kl 9-18 Laugardaga frá kl 10-16 Sunnudaga frá 13-16

ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til!

Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.

Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

34

Ingólfur Örn Kristjánsson spilar í norsku þriðju deildinni

Úr markinu í markaskorun Grundfirðingurinn Ingólfur Örn Kristjánsson hefur slegið í gegn hjá norska þriðju deildar knattspyrnuliðinu Volda IT í Noregi. Ingólfur sem áður hafði spilað með Víkingi Ólafsvík, Grundarfirði og Völsungi hóf ferilinn sem markmaður en er núna betur þekktur fyrir að hrella markverði. Sumarið 2011 spilaði Ingólfur í markinu hjá Grundarfirði og átti stóran þátt í að liðið fór alla leið í úrslitakeppnina í 3. deild það árið. En sumarið eftir langaði hann að breyta til og spila í framlínunni og gekk það glimrandi vel að hann skoraði 17 mörk í tíu leikjum með Grundarfirði. Eftir það var ekki aftur snúið og hefur hann spilað sem framherji síðan. En hvað kom til að Ingólfur ákvað að reyna fyrir sér í Noregi? „Ja, það var þannig að Pétur Heiðar Kristjánsson sem var að þjálfa Dalvík/Reyni í fyrra hefur mikil tengsl út og hann kom mér í samband við umboðsmann í Noregi,“ segir Ingólfur en hann var búsettur á Akureyri á þessum tíma og var að mæta á nokkrar æfingar hjá Dalvík/ Reyni og Þór. „Haustið 2014 kom þessi umboðsmaður frá Noregi að skoða leikmenn á Norðurlandi og það var settur upp æfingaleikur fyrir hann. Þá spilaði KA við samansafn nokkurra leikmanna af Norður- og Austurlandi og ég tók þátt í þeim leik.“ Eitthvað hefur Ingólfur heillað umboðsmanninn því að hann var kominn með tilboð fljótlega eftir þetta. „Pétur ýtti á mig að prófa þetta og ég sló til.“

Ingólfur Örn á æskuslóðum í Grundarfirði.

Stóð við orð sín Það fór svo þannig að Ingólfi var boðið að mæta til ónefnds þriðjudeildarliðs í Noregi í febrúar á þessu ári en það fór ekki alveg eins og áætlanir stóðu til. „Nei, því að það lið hætti við á síðustu stundu. Ég var búinn að pakka ofaní tösku og nánast á leiðinni út á flugvöll þegar ég fékk símtal um að þeir hefðu hætt við. Umboðsmaðurinn sagði mér að örvænta ekki því hann ætlaði að finna annað lið fyrir mig,“ segir Ingólfur. Umboðsmaðurinn stóð við orð sín því skömmu síðar hringir hann með annað tilboð. „Þá var mér boðið til Volda IT á reynslu og ég fer til þeirra í viku heimsókn

í mars. Eitthvað hefur þeim litist vel á mig því að ég var alfarinn út 20. mars en ég þurfti að taka þessa ákvörðun nánast samdægurs þar sem tímabilið var að byrja hjá þeim. Ég fékk vinnu hjá þeim við að þjálfa börn í knattspyrnu,“ segir Ingólfur en það búa á milli 9 og 10 þúsund manns í Volda en þetta er mikill háskólabær sem er í eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Álasundi.

Brynjar bættist í hópinn Indíana Þórsteinsdóttir unnusta Ingólfs kom svo út til hans í maí og una þau hag sínum vel ytra. Tímabilið í Noregi hófst svo í bikarnum 28. mars og svo byrjaði deild-

in 12. apríl. „Ég var smá stund að koma mér inn í þetta og skoraði fyrsta markið mitt í þriðju umferð en eftir það komu þau í röðum,“ segir Ingólfur og brosir. Það eru spilaðir 26 leikir í þessari deild og spilaði Ingólfur 24 af þeim en hann var tvo leiki í banni. Í þessum 24 leikjum skoraði hann 17 mörk. „Já, þetta gekk mjög vel hjá mér þó að liðið hafi verið í svolitlu basli mestallt tímabilið.“ En Volda IT voru nýliðar í deildinni og voru í botnbaráttu allan tímann. Annar Grundfirðingur kom svo til þeirra um mitt tímabil en Brynjar Kristmundsson kom frá Víkingi Ólafsvík og vænkaðist hagur liðsins talsvert við það. „Það var fyrir mína tilstilli að Brynjar kom til okkar og náðum við vel saman“ segir Ingólfur. Brynjar spilaði tíu leiki og endaði liðið í sjöunda sæti í 14 liða deild með tíu sigra, átta jafntefli og átta töp sem verður að teljast viðunandi árangur. Ingólfur meiddist á hné um mitt tímabil og æfði lítið eftir það og spilaði þjáður alla leikina. Hann fór svo í aðgerð á hné eftir tímabilið þar sem hann var með skaddaðan liðþófa en hann ætti að vera klár fyrir næsta tímabil.

Leikmaður ársins Ingólfur segist hafa fundið fyrir áhuga annarra liða í Noregi en ekkert sem hann vill gefa upp. „Það verður bara að koma í ljós. Ég fer út 8. janúar en hvort það verður til Volda eða eitthvað annað kemur

í ljós.“ Mörg liðin í þriðju deildinni eru b-lið sterkari liða. Til að mynda spilaði liðið við Sogndal-2 sem er með stóran heimavöll og kjöraðstæður. „Já, það var oftast skemmtilegast að spila útileikina en mörg þessara liða eru með frábæra velli og topp aðstæður. Allir eru þeir samt með gervigrasvelli

Nýbúinn að skora fyrir Volda IT.

af bestu gerð,“ segir Ingólfur en hann hefur ekki spilað á grasi síðan hann var á Íslandi. Ingólfur var svo valinn leikmaður ársins ásamt því að vera markahæstur hjá liðinu eftir tímabilið. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig Ingólfi reiðir af á næsta tímabili en hann er staðráðinn í að vera áfram í Noregi með unnustu sinni og raða inn mörkunum. tfk

Jólag jöf hestamannsins! Forsala miða á Landsmót 2016 stendur yfir og lýkur henni 31. desember 2015. Miði er frábær jólag jöf í pakka hestamannsins og þú færð falleg g jafabréf hjá miðasölu www.tix.is send heim.

g Kauptu jólag jöfina núna á www.tix.is o ól j eg l r! i á ð i le d n G ma o t k l æ s r fa

www.landsmot.is



MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

36

Finnst skemmtilegast í vinnunni yfir veturinn laug í samtali við Skessuhorn. Hún ílengdist á Skaganum og segir það fyrst og fremst hafa verið vegna vinanna sem hún hafi þar eignast. „Ég prófaði að búa aðeins í Reykjavík á meðan ég var í Iðnskólanum að læra fatasaum en það átti ekki við mig að vera í borginni, þannig að ég flutti aftur á Akranes,“ segir hún. Í Fjöliðjunni starfar Áslaug mest í dósamóttökunni. „Mér líkar það mjög vel. Stundum er samt svolítil bensínlykt af dósunum og hún fer í taugarnar á mér. En það er gott að vinna í Fjöliðjunni og ég á marga vini þar.“

Mikil hestakona

Kósý á Skaganum Áslaug og Stemma eru góðar vinkonur, enda hefur Áslaug átt Stemmu í 13 ár.

Áslaug Þorsteinsdóttir hefur starfað í Fjöliðjunni á Akranesi í tæpa tvo áratugi. Hún er bæði samviskusöm og dugleg, enda var hún valin starfsmaður ársins hjá Akraneskaupstað fyrir árið 2014. Áslaug, sem er 39 ára gömul, hefur búið á Skaganum meira en helming ævi sinnar en hún ólst upp á Skálpastöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði. „Ég flutti fyrst á Akranes til að fara í fjölbraut, þá leigði ég mér bara herbergi úti í bæ,“ segir Ás-

„Liðveislan mín kemur yfirleitt einu sinni í viku og við gerum eitthvað skemmtilegt saman, förum í bíó eða til Reykjavíkur. Annars nota ég hjólið, bæði til að fara í vinnuna, á æfingar eða út í búð,“ segir hún. Áslaug á kærasta sem býr í næsta húsi við hana. Það er Guðmundur Örn Björnsson, kallaður Addi. Þau hafa verið saman í fimmtán ár, með hléum. „En við erum búin að þekkjast í 28 ár. Mér finnst ég samt stundum einhleyp af því að ég bý ein,“ segir hún brosandi.

Áslaug flutti í íbúð á vegum Öryrkjabandalagsins árið 2004 og býr þar enn. Hún hugsar um sig sjálf og líkar vel að búa ein. „Mér finnst gott að búa ein, það er voða kósý að búa á Skaganum. Ef ég verð einmana, þá bara finn ég mér eitthvað að gera. Ég nýti kvöldin til að kíkja á Facebook, fylgist með því hvað aðrir eru að gera og ég perla aðeins á daginn ef ég er í stuði til þess og ef ég hef tíma,“ segir hún. Áslaug fer allra sinna ferða á hjóli, sama hvernig viðrar. Hún fær svo aðstoð frá liðveislu ef eitthvað meira stendur til.

Áslaug er mikill dýravinur og á tvö dýr, gárann Tinna og hryssuna Stemmu. Hún er mikil hestakona og safnar öllu sem tengist hestum, bæði styttum og öðru skrauti. „Ég fékk fyrsta hestinn þegar ég var ellefu ára gömul, tryppi sem mamma og pabbi áttu. Ég elska nærveruna við hestana og svo verða þeir svo miklir vinir manns,“ segir Áslaug. Stemmu hefur hún átt síðan 2002. „Ég er í hestaíþróttunum á sumrin, bara fyrir mig. Þá fæ ég Stemmu í hesthús hingað á Akranes. Við erum góðar vinkonur og ég fer oft á henni út á Elínarhöfða, mér líkar vel við þá leið.“ Stemma fer svo í sveitina yfir vetrartímann og þá taka önnur verkefni við hjá Áslaugu. Í skammdeginu æfir hún íþróttir og stundar félagsstarfið að Kirkjubraut 40, þar sem hún föndrar. „Ég æfi bæði sund og boccia á veturna. Ég keppti í sundi um daginn og bætti mig í báðum greinunum,“ segir Áslaug sem er liðtæk sundkona og hefur meðal annars unnið til gullverðlauna á Special Olympics.

Perlusaumur í uppáhaldi Áslaug er handlagin. Hún bæði teiknar, prjónar og stundar perlusaum. „Svo er ég nýbúin að læra að hekla. Ég teiknaði líka þegar ég var yngri en geri minna af því í dag. Kannski helst

skrípamyndir af vinnufélögunum,“ segir Áslaug og skellir upp úr. Hún selur svo handverkið sem hún gerir í föndrinu. „Við vorum til dæmis með basar um daginn og þá lét ég ágóðann renna í styrktar- og minningarsjóð Lovísu Hrundar. En núna fer ég að gera eitthvað jólaföndur, ég reyni alltaf að gera eitthvað jólaskraut. Svo gef ég eitthvað af því í jólagjöf,“ segir hún og brosir. Áslaug segist þó hafa mest gaman af perlusauminum, hestunum og að vera í vinnunni yfir vetrartímann. „Mér finnst mjög gaman að vera í dósunum. Ég hlusta líka mikið á tónlist, þá aðallega popptónlist. Í mestu uppáhaldi eru Madonna, Kim Larsen, Stuðmenn, David Bowie og UB40,“ heldur Áslaug áfram.

Leikandi jólagjöf

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

65

1950 - 2015

Hluti af handverki Áslaugar. Munina selur hún, gefur eða geymir fyrir sig sjálfa.

Áslaug Þorsteinsdóttir.

Fallvarnarbúnaður Hjá Dynjanda færðu fallvarnarbúnað sem uppfyllir ströngustu kröfur.

Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

Gjafakort í Þjóðleikhúsið gleður unga sem aldna, enda ávísun á upplifun og ævintýri. Hafðu samband við miðasölu Þjóðleikhússins í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is

Töfrastund sem gleymist seint.

Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is

Er jólabarn Áslaug er jólabarn og hlakkar til aðventunnar sem nú fer í hönd. Framundan er innanfélagsmót hjá Þjóti í desember, þar sem hún mun keppa í boccia en annars verður jólaundirbúningurinn í algleymingi. „Ég baka alltaf tvær til þrjár sortir fyrir jólin, mér finnst piparkökur bestar því það kemur svo góð lykt af þeim,“ segir Áslaug sem ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar í Reykjavík. „Ég er alltaf hjá systur minni á jólunum og kem svo aftur upp á Skaga því ég vinn alltaf á milli jóla og nýárs. Ég veit svo ekki hvað ég geri um áramótin núna, það er óráðið,“ segir Áslaug Þorsteinsdóttir að endingu. grþ


Jólahlaðborð 28. nóv., 5. des. og vegna góðrar aðsóknar einnig 4. des

Eitt glæsilegasta jólahlaðborð landsins Verð á jólahlaðborð aðeins 8.900 kr. á mann

Gisting í tveggja manna herbergi 7.000 kr. á mann Eins manns herbergi er á 11.000 kr. Morgunmatur er innifalinn

Unaðsdagavikur fyrir 60 ára og eldri veturinn 2016 verða: 14. – 18. mars, 11. – 15. apríl og 9. – 13. maí

SKESSUHORN 2015

Skemmtiatriði undir borðhaldi


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

38

Dugleg ung móðir á Akranesi

Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, með verðlaunagripinn sem hann fékk afhentan.

Lilja Bjarklind Garðardsóttir með syni sína tvo, þá Ólaf Darra og Viktor Leví.

Það er ekki óalgengt að íslenskar stelpur eignist börn ungar. Lilja Bjarklind Garðarsdóttir og Oliver Bergmann voru rétt að verða 19 ára þegar þau eignuðustu tvíburadrengina Ólaf Darra Bergmann og Viktor Leví Bermann, núna í september. Lilja er fædd og uppalin Skagastúlka og hefur undanfarið stundað nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Koma Ólafs Darra og Viktors Leví hafði ekki mikil áhrif á nám Lilju og stefnir hún á að útskrifast með stúdentspróf á fjórum árum. „Ég ætlaði að útskrifast núna um jólin en það gekk ekki alveg upp en ég stefni á að útskrifast í vor,“ segir Lilja þegar blaðamaður kom við hjá henni í heimsókn. „Ég er í þremur áföngum núna og það gengur allt mjög vel. Það er þó erfitt að fara frá strákunum til að mæta í tímana en það verður vonandi auðveldara þegar meiri rútína er komin á þá,“ segir Lilja.

Mætir bara góðu viðmóti

Langar að verða ljósmóðir

Lilja er hörkudugleg ung móðir sem er einnig mjög jákvæð fyrir lífinu. Á meðan hún gekk með drengina tvo sinnti hún bæði námi og vinnu. „Þetta er alveg erfitt en samt svo skemmtilegt. Við erum líka rosalega heppin því þeir eru báðir svo værir og góðir strákarnir og allt fólkið í kringum okkur er tilbúið að hjálpa. Við mætum bara jákvæðni og góðu viðmóti frá öllum, bæði fjölskyldu og svo kennurum í skólanum. Við búum hjá mömmu minni og hún hefur hjálpað okkur mjög mikið og er eins mikið til staðar og hún getur. Í skólanum hef ég fengið frjálsa mætingu og það eru allir tilbúnir til að aðstoða. Það gerir þetta svo mikið auðveldara að hafa þennan stuðning,“ segir Lilja.

Báðir foreldrarnir, Lilja og Oliver, eru í námi og í vor stefnir Lilja á útskrift af náttúrufræðibraut. Hún stefnir einnig á að halda áfram í námi næsta haust. „Ég stefni á að fara beint í háskólann næsta haust, það fer samt allt eftir því hvernig gengur fram að því. Það gæti alveg breyst en þetta er stefnan. Mig langar mest að verða ljósmóðir, sérstaklega eftir að ég átti strákana mína. Ég er viss um að það sé mjög gefandi starf,“ segir Lilja. Hún er ekki eingöngu dugleg og metnaðarfull ung móðir heldur einnig hógvær og einstaklega jákvæð. „Mér finnst þetta ekkert mikið mál, ekki ennþá allavega. Ég veit að hlutirnir gætu breyst en eins og er finnst mér þetta bara frábært,“ segir Lilja um móðurhlutverkið. arg

Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyrissjóður Evrópu Í síðustu viku var tilkynnt að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefði verið valinn besti lífeyrissjóður Evrópu í sínum stærðarflokki. Í umsögn dómnefndar fagtímaritsins Investment Pension Europe (IPE), sem veitir verðlaunin árlega, kom meðal annars fram að samhliða öflugri áhættustýringu hafi Frjálsi lífeyrissjóðurinn sýnt framsýni í fjárfestingarákvörðunum sem hefur skilað sér í góðri ávöxtun og ánægðum sjóðfélögum. Þetta er þriðja árið í röð sem Frjálsi lífeyrissjóðurinn

vinnur verðlaun IPE. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er með um 51 þúsund sjóðfélaga og eru eignir sjóðsins um 165 milljarðar. Sjóðurinn er einn fárra lífeyrissjóða sem býður sjóðfélögum að ráðstafa hluta af 12% skylduiðgjaldi sínu í séreignarsjóð. Hann hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða skylduiðgjald og jafnframt þeim sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað. mm

Allt í aðventukransinn -Greni -Strákransar -Bindivír -Kerti -Borðar -Jólakúlur -Jólastyttur -Skrautkúlur-Greni -Skrautnálar-Strákransar -Oasis -Bindivír -Epli -Kerti -Sveppir -Borðar -Kirsuber -Jólakúlur -Skrautgreinar -Jólastyttur -Skrautkúlur -Skrautnálar -Oasis -Epli -Sveppir -Kirsuber -Skrautgreinar -Berjagreinar

Gjafavara í úrvali

Kynnið ykkur úrvalið


Við komum því til skila fyrir jól

Munum eftir þeim sem okkur þykir vænt um í aðdraganda jóla. Taktu þér tíma til að senda fallega kveðju eða glaðning og við komum því hratt og örugglega til skila.

Styttu afgreiðslutímann Skráðu jólapakkann rafrænt á postur.is/skra-sendingu. Þá getur þú prentað fylgibréfið heima eða komið með viðtökunúmer og gjaldkeri prentar það fyrir þig. Þetta flýtir fyrir afgreiðslu og upplýsingar berast beint í tölvukerfi Póstsins.

Öruggir skiladagar fyrir jól Pakkar Utan Evrópu – 7. des. Til Evrópu – 14. des. Til Norðurlanda – 15. des. Innanlands – 21. des.

Kort í A-pósti Utan Evrópu – 10. des. Til Evrópu – 16. des. Innanlands – 21. des.

Innpökkun og gjafavara á pósthúsum Hægt er að kaupa fóðruð umslög, bóluplast og kassa í ýmsum stærðum til að búa vel um sendinguna þína. Við bjóðum einnig upp á gjafapappír, merkimiða, kort og gjafavöru til að bæta við í pakkann.

Kynntu þér sms frímerki Nú getur þú keypt þér burðargjald á jólakortin með sms skilaboðum. Sendu SMS í númerið 1900 með fjölda frímerkja sem þú þarft og þú færð til baka fimm stafa númer sem er ígildi frímerkis. Nánari upplýsingar á www.postur.is/sms-frimerki


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

40

Bjarki Hjörleifsson leik- og athafnaskáld og stjórnmálafræðinemi frá Stykkishólmi:

„Ég vil geta vandað mig“ „Ég fór suður í fyrra en Jónína Ridel kærastan mín var þá við nám í París. Þá var ég nýbúinn að kaupa vin minn út úr pizzastaðnum Stykkinu og átti hann því einn og rak hann. En mig langaði til mennta mig og því fór ég suður í Háskóla Íslands. Þar er ég nú á öðru ári í námi til BA prófs í stjórnmálafræði.“ Við hittum Bjarka Hjörleifsson, athafna- og leikskáld frá Stykkishólmi á kaffihúsi í miðborg Reykjavíkur. Hann kemur beint úr þriggja tíma prófi í stjórnmálasálfræði og er greinilega feginn að vera laus úr því. Hann er samt ekki óvanur því að hafa nóg að sýsla. Bjarki hefur vakið athygli undanfarin misseri fyrir dugnað og útsjónarsemi í veitingamennsku í Stykkishólmi. Hann er þó ekki viss um hvort hann leggi það fyrir sig.

Lærdómsríkur tími í Ameríku Bjarki segist fæddur og uppalinn í Hólminum. „Ég bjó þar samfellt þar til ég varð 17 ára. Þá fór ég sem skiptinemi til Oregon-fylkis í Bandaríkjunum og var þar í eitt ár. Það var fjör. Fyrst bjó ég hjá kátum halelújahoppurum þar sem ekki var allt sem sýndist. Það var fólk sem gaf sig út fyrir að vera mjög trúað innan kristni en þegar nánar var skoðað mátti alveg deila um hversu djúpt það risti. Kannski voru þau trúuð fyrir sitt leyti en kristin gildi eins og náungakærleikur voru ekki mjög í heiðri höfð á því heimili. Það var alveg á hreinu,“ segir Bjarki og glottir um leið og hann fær sér kaffi. Svo verður hann pínulítið hugsi og dregur keiminn. „Ja, ég svo sem kannski heldur ekki þægasti unglingur í heimi. Á endanum var mér bókstaflega hent út af heimilinu án þess að ég hefði neinn annan stað til að búa á eða neitt. Vandalaus í Ameríku. Það vildi hins vegar svo vel til að ég hafði eignast mjög góða vini. Ég flutti inn á fjölskyldu þeirra. Það var mikið heillaspor og ég hef hald-

ið nánum tengslum við það fólk allt fram á þennan dag. Ég fór nú síðast í haust og heimsótti þau, hef farið til þeirra í nokkur brúðkaup og við höfum mikið samband. Það er dýrmæt vinátta. Eftir á að hyggja þá er gaman að hugsa til þess að ég fór þarna út, hitti fólk sem ég átti enga samleið með en kynntist svo öðru fólki sem er miklir vinir mínir í dag. Þetta var skemmtileg lífsreynsla.“

Leikritaskáld með mörg járn í eldinum Hann fór aftur heim til Íslands og í Stykkishólm. Þar hófst tímabil athafnamennsku og leiklistar. „Ég hef skrifað leikrit. Í þeim hafa alltaf verið undirliggjandi pólitísk element eða samfélagsgagnrýni. Það er samt leyndarmál hvar ég stend í stjórnmálum,“ brosir hann og bætir við að sennilega hafi samfélagsáhuginn þó leitt til þess að hann ákvað að leggja stund á stjórnmálafræði. „Síðasta leikritið sem ég skrifaði heitir „Lýðræði.“ Það gerist á ruslahaugum og fjallar um lýðræði

Bjarki og Jóhanna Riedel á góðri stundu í Finsens fish & chips-vagninum góða í Stykkishólmi þegar hann var nýopnaður í sumar.

ið hefur sett upp tvö leikrit sem ég hef skrifað. Fyrra leikritið hét „Við dauðans dyr.“ Það var sýnt 2012. Sú uppsetning var hið fullkoma egótripp af minni hálfu. Ég var formaður leikfélagsins, skrifaði leikritið, leikstýrði því og lék í því. Þetta var auðvitað hálf farsakennt og segir kannski

Góðgætið sem sló í gegn. Fiskur og franskar. Í baksýn sést Finsens-vagninn.

á þessum ruslahaug en reyndar innan gæsalappa. Þetta leikrit var sett upp í Stykkishólmi árið 2014 af leikfélaginu Grímni en svo vill til að ég er formaður þess. Það er ég búinn að vera í ein fimm eða sex ár. Leikfélag-

Gerum okkun rdag um jólin glaða

Rjómabúið Erpsstaðir framleiðir ýmiskonar ljúfmeti sem hentar í eftirrétti eða bara sem ábætir milli mála

SKESSUHORN 2013

Ljúffengur rjómaís margar bragðtegundir • Skyrkonfekt og gómsætir ostar Einnig hið rómaða gamaldags skyr sem hentar vel í ostakökur og deserta

Rjómabúið Erpsstöðum • erpsstaðir.is • rjomabu@simnet.is • 868 0357

Eins fram kom í upphafi þá stóð Bjarki fyrir rekstri veitingastaðarins Stykkisins í Stykkishólmi. Í sumar sem leið vakti svo athygli þegar hann og Jónína Riedel unnusta hans

Bæði heimamenn og ferðalangar keyptur sé fisk og franskar í stríðum straumum í Stykkishólmi í sumar.

meira um mannekluna í leikfélaginu heldur en allt annað. En þetta gekk alveg upp. Ég hef þó ekki leikið síðan en haldið áfram að skrifa. Núna er penni minn hins vegar beygður af því að skrifa ritgerðir í háskólanum.“

Njótið jólanna Gleðileg Jól

Sló í gegn með fiski og frönskum

þjónustunan er mjög mannfrek atvinnugrein, þar er fátt sem vélar geta gert. Veitingastaðirnir eru farnir að hafa opið miklu lengur en áður fram á haustið og jafnvel allan veturinn. Árið 2013 var fyrsti veturinn þar sem við höfðum opið á Stykkinu. Þá vorum við eini veitingastaðurinn sem hafði opið í nokkra mánuði yfir vetrartímann. Í fyrra vorum við eini veitingastaðurinn sem hafði opið í nóvember, desember og janúar. Nú í vetur verður hins vegar opið í Sjávarpakkhúsinu niður við höfnina þar sem Sara systir mín ræður ríkjum. Svo opnaði Skúrinn í sumar eins og nefndi áðan. Hann verður opinn í vetur. Þar eru flottir hlutir að gerast.“ Sjálf ætla þau Bjarki og Jónína að opna Finsen-vagninn aftur í sumarbyrjun á næsta ári. „Ég ætla að opna beint eftir lokapróf í vor. Það verður þá í lok apríl. Þessi rekstur hentar okkur vel. Hann passar með skólanum og þetta er góður grunnur fyrir það að gera eitthvað meira í framtíðinni.“

lögðu í að fjárfesta í veitingavagni. Þau fengu pláss fyrir hann við höfnina og seldu úr honum djúpsteiktan fisk með frönskum kartföflum. Þetta er veitingavagninn Finsens fish & chips. Fiskréttir af þessu tagi hafa um áratuga skeið verið afar vinsæll skyndibiti víða í Evrópu. Í stuttu máli sagt þá sló rekstur Finsens fish & chips í gegn. Það gekk afar vel þær sumarvikur sem vagninn var opinn. Samhliða þessu rak Bjarki pizzustaðinn Stykkið. Að sögn Bjarka er heilmikið að gerast í einstaklingsframtakinu í ferðaþjónustunni í Stykkishólmi. „Skemmtilegt er líka að þetta er nánast allt ungt fólk sem stendur að þessu. Ég held að þetta sé einsdæmi að jafn margt ungt fólk í einu sveitarfélagi hafi byrjað atvinnurekstur á svo skömmum tíma. Gróskan er mjög mikil. Þetta er magnað. Ég skal alveg viðurkenna að ég hafði efasemdir um að þetta myndi allt ganga til dæmis í sumar þegar við opnuðum Finsens fish & chipsvagninn. Á sama tíma opnaði veitingastaðurinn Skúrinn, það er kaffihús í bænum og ýmislegt annað. En ég held að reynslan í sumar hafi sýnt að það hafi verið feikinóg að gera hjá öllum. Það var mikil umferð í Stykkishólmi í sumar og er enn þó svona langt sé liðið á haustið.“

Mannfrek atvinnugrein Aðspurður segir Bjarki að það sem helst hái veitinga- og ferðaþjónustunni í Stykkishólmi núna sé manneklan. „Það er erfitt að finna fólk til vinnu í Stykkishólmi. Manneklan er mikil, sértaklega á sumrin en nú er farið að vanta á veturna líka. Ferða-

Atvinnugrein sem er að breyta miklu Þrátt fyrir velgengnina segist Bjarki ekki vita hvort hann leggi ferðaþjónstuna fyrir sig. „Ég veit ekki hvað verður. Ég er ekki mikið í langtímaáætlunum. Ferðaþjónustan kraumar alveg í mér en ég hef engar fastmótaðar hugmyndir um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór,“ segir Bjarki Hjörleifsson og brosir. „Mikilvægast er fyrst og fremst að vera glaður og sáttur með það sem ég er að gera. Ég vil geta vandað mig. En ég sé mikla framtíð í ferðaþjónustu og er mjög hlynntur henni. Það ætti að gera atvinnugreininni miklu hærra undir höfði en nú er. Hún er að skaffa gífurlegar tekjur fyrir ótrúlega margt fólk. Ferðaþjónustan er að gerbreyta mannlífi í Stykkishólmi og auðga það á jákvæðan hátt. Fyrir tíu árum labbaði maður um og þekkti alla. Nú fer maður um og heyrir tíu tungumál töluð á röltinu og er alltaf að sjá ný andlit.“ Bjarki segir að þessari grósku fylgi mikil framtakssemi. „Við erum nú með átak um að kynna Stykkishólm meira sem vetraráfangastað en verið hefur. Það eru ýmsar hugmyndir á lofti. Við viljum stefna að því að það verði frítt þráðlaust internet í öllum bænum. Það yrði til mikilla þæginda fyrir ferðafólk. Þetta er þó ekki orðið að veruleika en þetta er í vinnslu. Það er búið að opna heimasíðuna www. visitstykkisholmur.is og þar eru allar helstu upplýsingar sem fólk þarf. Síðan er hugsuð sem leiðarvísir í gegnum bæinn og er mjög stílhrein og flott. Ég er bjartsýnn á framtíðina,“ segir Bjarki Hjörleifsson. mþh


SKESSUHORN 2014

Oft má spara tíma, fé og fyrirhöfn með körfu frá Gísla Jóns


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

42

Næg eftirspurn eftir reiðkennslu í Borgarfirðinum Rætt við Randi Holaker og Hauk Bjarnason á Skáney Á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal hefur átt sér stað mikil uppbygging undanfarin ár. Blaðamaður kíkti í heimsókn til Hauks Bjarnasonar og Randi Holaker en þau hafa verið að bjóða upp á reiðnámskeið og þjálfun á hrossum í nýrri reiðskemmu sem byggð hefur verið á bænum. Haukur hefur alltaf búið á Skáney og þar ólst hann upp við hestamennskuna. Það kom því væntanlega engum á óvart þegar hann fór í Hólaskóla og tók stefnuna á framtíð sem tamningamaður og reiðkennari. Randi kemur frá Noregi og er einnig útskrifuð tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, þar sem þau kynntust. Hún byrjaði sjö ára gömul í reiðskóla og eignaðist sinn fyrsta hest 13 ára gömul og eignast svo sinn fyrsta íslenska hest tveimur árum seinna.

inósson og Birna Hauksdóttir taka svo við af þeim og svo hafa Haukur og Randi komið að hrossaræktunni síðari árin. „Það eru að koma svona 10-15 folöld á ári og við erum með tíu fyrstu verðlauna hryssur í folaldseign og eigum þrjá fyrstu verðlauna stóðhesta. Þetta er því alveg ágætis ræktun. Við erum samt ekki að stefna á að hafa sem flest hross, frekar að fækka ef eitthvað er. Gæðin skipta mestu máli og þá ekki síst ganglag og geðslag hestsins,” segir Haukur. „Við leggjum mikið uppúr heiðarleika í viðskiptum og að huga vel að þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á. Í hrossarækt eru upphæðirnar háar svo það getur skemmt rosalega mikið að passa ekki upp á heiðarleikann. Ef maður selur hest sem er alveg ömurlegur spyrst það hratt út og kemur í bakið á manni. Það borgar sig því upp á frekari viðskipti og orðspor að vanda sig í viðskiptum. Það spyrst líka út ef maður hefur látið frá sér góða hesta svo heiðarleiki og metnaður á alltaf eftir að skila sér.”

Kom öllum á óvart og flutti til Íslands Randi lærði hjúkrunarfræði og starfaði sem hjúkrunarfræðingur í tvö og hálft ár. Áhuginn á hestum var alltaf til staðar og hún átti enn íslenskan hest. „Ég fór á námskeið í Noregi hjá Sigrúnu Sigurðardóttur. Ég vann svo í framhaldinu hjá Sigrúnu í reiðskólanum tvö sumur í Reykjavík og hestaveikin jókst bara. Ég ákvað að fara aftur til Íslands veturinn 2005 og kynnast íslenska hestinum enn betur. Ferðin átti að taka hálft ár en hér er ég enn, tíu árum seinna,” segir Randi og hlær. „ Haustið 2005 fór ég í Háskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan sem reiðkennari árið 2008,” segir Randi. „Með námi mínu á Hólum starfaði ég m.a. hjá Antoni Páli Níelssyni og Ingu Maríu Jónínudóttur í Syðra Holti í Svarfaðardal, og þeim Mette Mannseth og Gísla Gíslasyni á Þúfum í Skagafirði.”

Allir sem geta setið á hesti geta komið á námskeið á Skáney Randi og Haukur kynntust á Hólum og fluttu svo saman á Skáney eftir að Haukur útskrifaðist árið 2009. Þau eru bæði búin að ljúka tamninga- og reiðkennaranámi og vinna nú saman á Skáney. Þar eru þau að rækta hross, temja og með reiðkennslu fyrir alla aldursflokka. „Við höfum verið að kenna alveg niður í fjögurra ára gömlum börn-

Haukur og Randi á útreiðum.

um og alveg upp úr. Það geta allir komið til okkar í reiðkennslu því hér erum við með frábæra aðstöðu og góð hross,” segir Haukur. „Það skiptir okkur miklu máli að hafa hesta sem eru með gott geðslag og við teljum okkur hafa náð því. Hér eru hestar sem allir geta notað og svo erum við einnig með hesta fyrir vanari knapa. Við getum ekki farið að bjóða fólki upp á annað en góð hross þegar það kemur til okkar, hvort sem það er að fá lánuð hross í reiðkennslu eða að kaupa af okkur hross sem við erum að rækta,” bætir Randi við.

Kenna unglingum í Borgarfirði Reiðkennsla hefur farið vaxandi, enda er komin frábær kennsluaðstöðu og hesthús fyrir allt að 50 hesta á Skáney. „Við erum búin að vera með frumtamninganámskeið í haust en það var þriggja helga námskeið og tókst það mjög vel. Hópar hafa tekið sig saman og sótt kennslu hjá okkur. Einnig hefur verið þónokkuð um að fólk panti sér einkakennslu. Síðustu ár hefur verið í boði fyrir nemendur í unglingadeild á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi að taka það sem val að koma í knapamerkin hér hjá okkur.

Gott

Ljósm. Gabrielle Boiselle.

Þá erum við með bóklega og verklega kennslu og krakkarnir taka eitt knapamerki á ári. Þau börn sem skrá sig í hestamannafélagið Faxa eru styrkt frá félaginu, skólinn sér um kostnað við bóklegu kennsluna og foreldrarnir borga svo fyrir hluta af verklegri kennslu. Börnin geta fengið hesta hér en geta líka komið með eigin hesta ef þau kjósa það frekar. Knapamerkjanámið er frábært því þar lærir knapinn frá grunnþáttum í merki 1 og upp í merki 5 sem er töluvert krefjandi og nákvæmt nám í reiðmennsku. Það geta því allir tekið þetta val sem vilja, það þarf hvorki að eiga hest né vera vanur hestum,” segja Haukur og Randi.

Það er t.d. mikil eftirspurn erlendis frá fólki sem vill koma á námskeið. Vonandi verður aðstaðan klár sem fyrst en fólk er þegar farið að spyrja hvenær það getur komið,” segir Randi og hlær.

Stefna á meiri reiðkennslu Þau Randi og Haukur eru spurð hvort þau ætli að halda áfram í tamningum nú þegar reiðkennslan er þetta vinsæl og aðstaðan orðin svona góð. „Við erum með fasta-

Geta bráðlega tekið á móti hópum í gistingu og reiðkennslu Um framhaldið segja þau að nú sé verið að vinna að gistiaðstöðu í reiðskemmunni. Þar er gert ráð fyrir fjórum herbergjum og svefnaðstöðu fyrir átta nemendur. Það er þó ekki stefnan að fara út í bændagistingu heldur er aðstaðan ætluð þeim sem koma langt að til að fara á námskeið hjá þeim. „Við stefnum á að auka námskeiðahald.

í vetur

U n

Lágmarkspöntun 1/8 af skrokk. Inniheldur steikur, hakk og gúllas. sími 868-7204 / www.myranaut.is / myranaut@myranaut.is

Börn á reiðnámskeiði hjá Hauki og Randi á Skáney.

Hún hefur mikið ferðast og verið að kenna fólki á Norðurlöndunum og nú hafa þessir nemendur haft samband og vilja koma til Íslands á námskeið til hennar. Það er mjög algengt að áhugafólk um íslenska hestinn erlendis sé að koma til Íslands og upplifa að fá að ríða út í þeirri fallegu náttúru sen hér er. „Það er allt öðruvísi að ríða út erlendis heldur en hér á Íslandi. Það eru margir sem koma hér ár eftir ár og fara í hestaferðir. Nú er ákveðinn hópur sem vill fá eitthvað aðeins öðruvísi og það er það sem við stefnum á. Við ætlum ekki að stunda hestaferðir heldur meira að vera með reiðkennslu og svo að fara í kvöldreiðtúra hér í sveitinni,” segir Randi.

Heiðarleiki í viðskiptum Á Skáney hefur verið stunduð hrossarækt í áratugi. Hún byggir á ræktun sem Marinó og Vilborg, afi og amma Hauks, byrjuðu á um 1940 þegar þau hófu búskap. Foreldrar Hauks, þau Bjarni Mar-

Ljósm. Josefine Morell.

kúnna sem við viljum halda áfram að eiga í viðskiptum við, svo við hættum ekki að temja fyrir aðra. Reiðkennslan heldur vonandi áfram að aukast. Við erum bara að prófa okkur áfram, sjá hvað er skemmtilegt og hvað gengur vel og svo kemur hitt bara í ljós. Við erum bara að þrengja þetta niður og finna hvað við viljum gera í framhaldinu. Þetta er hörku vinna og við erum í raun alltaf í vinnunni. Það er líka rosalega skemmtilegt að hafa þennan möguleika, að geta unnið við áhugamálið og elskað vinnuna sína. Það er þó líka mikilvægt að passa sig að taka frí stundum. Einnig þurfum við að gæta að því að staðna ekki í því sem við erum að gera. Þess vegna fáum við oft gestakennara og reynum alltaf að vera að þróa okkar aðferðir og bæta okkur í því sem við erum að gera sem kennarar. Einnig förum við á námskeið annað af og til. Það er sama hversu klár maður heldur að maður sé, maður lærir alltaf eitthvað nýtt af öðrum,” segja þau Haukur og Randi að lokum. arg


Berum ábyrgð á eigin heilsu Endurhæfing og þjónusta í 60 ár Læknisfræðileg endurhæfing

Njóttu nálægðar við náttúruna í heilsusamlegu umhverfi Einstaklingsmiðuð meðferð, traust og fagleg þjónusta stuðlar að árangri dvalargesta við endurhæfingu, forvarnir og aðlögun að daglegu lífi eftir áföll, veikindi eða sjúkdóma. Nánari upplýsingar um endurhæfingu á http://heilsustofnun.is/endurhaefing.

Ýmis námskeið 2016 Komdu með

Núvitund/gjörhygli

Hressandi sjö daga námskeið

Átta vikna námskeið sem hefst 6. apríl

10.-17. janúar og 6.-13. mars Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna einstaklingum að bera ábyrgð á eigin heilsu, huga að mataræði, reglulegri hreyfingu, streitu og andlegri heilsu. Verð 130.000 kr. á mann – 123.500 kr. á mann í tvíbýli.

Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð og er kerfisbundin þjálfun í að vera í núinu. Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Daglegar hugleiðsluæfingar. Verð 56.000 kr. á mann.

Samkennd

Að styrkja sig innan frá

Sorgin og lífið

13.-20. mars

Ástvinamissir og áföll

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja efla þann styrk sem býr innra með okkur öllum. Á námskeiðinu er tvinnað saman núvitund og samkennd. Ný meðferðarleið sem þegar hefur verið sýnt fram á að geti hjálpað okkur við að fást við streitu, sjálfsgagnrýni og erfiðar tilfinningar eins og sektarkennd, skömm, reiði, kvíða og depurð.

21.-28. febrúar og 17.-24. apríl Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að draga úr vanlíðan sem fylgir sorginni og finna leiðir til að auka jákvæð bjargráð í erfiðum aðstæðum. Lögð er áhersla á fræðslu og leiðir til að vinna með sorgina, heildræna nálgun, slökun og hugleiðslu. Verð 130.000 kr. á mann – 123.500 kr. á mann í tvíbýli.

Verð 130.000 kr. á mann – 123.500 kr. á mann í tvíbýli.

Líf án streitu

Ritmennska

Lærðu að njóta lífsins

Skapandi aðferð gegn þunglyndi

7.-14. febrúar og 3.-10. apríl Þátttakendur læra að þekkja einkenni streitu, skoða hvað veldur, læra að hægja á og vera til staðar í augnablikinu. Kenndar eru aðferðir til að þekkja streituvalda og einkenni og fá innsýn í leiðir til að auka streituþol. Þátttakendum gefst tækifæri til að skoða eigin líðan og aðstæður og kynnast ólíkum leiðum til að takast á við streitu með það að markmiði að öðlast jafnvægi og ró í daglegu lífi. Verð 130.000 kr. á mann – 123.500 kr. á mann í tvíbýli.

2., 5. og 6. febrúar og 30. mars, 1. og 2. apríl Getur það hjálpað einstaklingum sem eru að ná sér upp úr þunglyndi að skrifa sig frá erfiðum tilfinningum? Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að nálgast skapandi skriflega lýsingu á líðan í þunglyndi og svo að sjá þessa líðan utan frá. Hópeflið og aðferðin er nýtt til að finna nýjar leiðir að bættri líðan. Verð 49.000 kr. á mann.

Úrvinnsla áfalla

EMDR-áfallameðferð og listmeðferð Helgarnámskeið 29.-31. janúar Námskeiðið er fyrir þá sem langar að vinna úr erfiðri lífsreynslu á öruggan og árangursríkan hátt og vilja öðlast verkfæri til að fást við erfiðar tilfinningar í daglegu lífi. Verð 49.000 kr. á mann.

Heilsudagar í desember

Kærkomin hvíld frá amstri dagsins - þriggja til sjö daga dvöl

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu okkar heilsustofnun.is

Innifalið er gisting, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig fjölbreytt dagskrá alla virka daga t.d. vatnsleikfimi, ganga, slökunartímar, leikfimi, jóga, núvitund og ýmsir opnir tímar. Einn í herbergi

Tveir í herbergi

Þriggja daga dvöl

49.900 kr.

82.200 kr.

Fimm daga dvöl

79.500 kr.

129.000 kr.

Vikudvöl

84.000 kr.

151.200 kr.

Heilsustofnun NLFÍ 60 á r a

Grænumörk 10 - 810 Hveragerði Sími 483 0300 - heilsa@heilsustofnun.is


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

44

Hrönn Jónsdóttir prjónahönnuður úr Búðardal:

„Mér lá svo á að fara að lifa“ Naut þess að prjóna

Hrönn Jónsdóttir flutti með fjölskyldu sinni til Noregs í kjölfar efnahagskreppunnar sem skall á Íslandi haustið 2008. Þar hefur henni vegnað vel. Hún er nú hönnuður og verkefnastjóri við hönnunardeild eins stærsta garnframleiðslufyrirtækis Noregs. Hrönn er Vestlendingur, fædd og uppalin í Búðardal. „Pabbi er ættaður frá Reykhólasveitinni og mamma úr Staðarsveitinni þannig það má segja að þau hafi mæst á miðri leið þegar þau settust að í Búðardal. Þar fæddist ég árið 1981 og ólst upp. Síðan fór ég til Reykjavíkur í framhaldsskóla 16 ára gömul. Unglingarnir á landsbyggðinni þurfa oft að fara snemma að heiman til náms. Skólagangan mín varð því miður endaslepp. Ég hætti í framhaldsskólanum eftir eitt og hálft ár. Manni lá svo á að fara að lifa. Ég eignaðist svo mitt fyrsta barn, soninn Atla Þorgeir, í desember 1998, þá tæplega 18 ára.“

Fluttu út í hruninu Hrönn fór út á vinnumarkaðinn og hefur lítið sest á skólabekk síðan. „Þrátt fyrir formlegan menntunarskort þá hef ég alltaf unnið við spennandi og skemmtilega hluti og aldrei fundið fyrir öðru en tilhlökkun yfir því að mæta til vinnu. Ég datt meðal annars inn í starf á efnafræðistofu þar sem voru framleidd prófefni fyrir ýmsar rannsóknir. Það var mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf sem kenndi mér margt. En ég hef einnig unnið við afgreiðslustörf, m.a. í bakaríi og sjoppu. Ég kynntist Tony, fyrrum sambýlismanni mínum, árið 2000. Upp úr aldamótum bjuggum við til skamms tíma í Noregi en fórum svo aftur til Íslands. Dæturnar Herborg Konný og Iðunn Iren bættust við fjölskylduna árin 2007 og 2009. Síðustu árin á Íslandi vann ég í sænskum gjaldeyrisbanka, sem hafði sett á fót útibú í Reykjavík. Þar var hægt að kaupa gjaldeyri sem ekki fékkst í íslensku bönkunum. Með gjaldeyrishöftunum í kjölfar bankahrunsins árið 2008 var fótunum kippt undan starfseminni. Það var sjálfhætt og ég missti vinnuna, þá í fæðingarorlofi eftir fæðingu yngstu dótturinnar,“ rifjar Hrönn upp. Hún segir að í kjölfar þessa hafi þau tekið þá ákvörðun að flytja af landi brott. „Tony er Norðmaður, og hefur menntun og reynslu sem gerði honum auðvelt að fá vinnu við olíuiðnaðinn í Noregi, svo að í ágúst 2009 fluttum við með börnin þrjú til Stafangurssvæðisins í suðvestur Noregi þar sem mikið er um olíutengd störf. Fyrsta árið var ég

Prjónaflíkur sem Hrönn hefur hannað.

Hrönn Jónsdóttir með dætrum sínum, þeim Herborgu Konný og Iðunni Iren, í Noregi.

heimavinnandi með börnin, en svo komust stelpurnar að á leikskóla og ég fór að leita mér að vinnu.“

Fann og fékk draumastarfið

Til stóð að Hrönn færi aftur að vinna fyrir sænska gjaldeyrisbankann sem hún hafði verið hjá á Íslandi en það fyrirtæki var um þær mundir að opna útibú í Stafangri. Málin tóku hins vegar óvænta stefnu. „Rétt áður en til stóð að ég byrjaði þar haustið 2010 þá sá ég fyrir algjöra tilviljun atvinnuauglýsingu um starf við hönnun og vöruþróun hjá fyrirtæki sem heitir Gjestal og framleiðir prjónagarn. Þetta þótti mér ósegjanlega áhugavert og sótti um starfið í hálfgerðu stundarbrjálæði. Mér þótti í sjálfu sér óhugsandi að ég fengi þessa vinnu en fann sterkt á mér að ég bara yrði að sækja um, ella myndi ég ævinlega sjá eftir því að hafa séð draumastarfið auglýst og ekki einu sinni sent inn umsókn. Ég útbjó umsóknina í flýti, hún var að mestu leiti sett saman

med myndum af því sem ég hafði verið að prjóna sjálf, því mér þótti ég ekki nógu sleip í norskunni til að skrifa mikinn texta á þessum tíma. Ég sendi inn umsóknina. Þar með var málið frá í mínum huga, þar eð ég hugsaði sem svo að ómenntuð frístundaprjónakona frá Íslandi væri engan veginn það sem fyrirtækið væri að leita að. En að viku liðinni hringdi framkvæmdastjóri Gjestal í mig til að boða mig í viðtal! Hugmyndin hafði verið mér svo fjarlæg að ég trúði ekki að þetta væri satt, var viss um að þetta væru einhverjir vinir mínir að gera at í mér og skellti bara á hann. Til allrar hamingju hringdi hann strax aftur og kom því til skila að þetta væri ekkert grín og bauð mér í viðtalið nokkrum dögum seinna. Enn þann dag í dag man ég ekkert hvernig viðtalið gekk fyrir sig, því ég var svo taugaóstyrk. Mér þótti þetta svo fjarstæðukennt. Hvorki hafði ég menntun, sértæka þekkingu á hönnun né næga norskukunnáttu til að valda þessu, fannst mér. Samt tókst mér að paufast í gegnum viðtalið og kom greini-

lega nógu vel fyrir til þess að mér var boðið starfið og þar hef ég verið síðan,“ segir Hrönn. „Það tók þó sinn tíma uns ég trúði því að ég

En hvers vegna telur Hrönn að hún hafi fengið þetta starf? „Ég hafði haft gaman að prjónaskap og handavinnu allt frá því ég var stelpa í Búðardal. Ömmur mínar voru báðar miklar hannyrðakonur sem ég dáðist dæmalaust mikið að. Ég sinnti þó ekki prjónaskap að neinu ráði fyrr en ég gekk með eldri dóttur mína árið 2007. Ég varð óvinnufær vegna veikinda undir lok meðgöngunnar og var þá mikið ein heima við. Þá tók ég upp prjónana og hef eiginlega ekki sleppt þeim síðan. Mér fannst alltaf meira gaman að leyfa sköpunargleðinni að ráða ferðinni þegar ég prjónaði en að prjóna eftir uppskriftum. Mér hafði þó aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að starfa við þetta, búa til uppskriftir í prjónablöð og þess háttar. Ég hafði eiginlega ekki leitt hugann mikið að því að til væri fólk sem ynni við þetta. Fyrir mína parta var ég bara svo bergnumin yfir göldrunum í prjónaskapnum; að skapa eitthvað úr einhverju allt öðru. Vellíðanin er mikil í þessari hugleiðslu og ró sem felst í því að sitja og skapa eitthvað með þessum hætti; lykkju fyrir lykkju og umferð fyrir umferð. Líklega var það þó þessi ástríða sem skilaði mér starfinu. Ég hef skilið það betur með tímanum að það er kannski erfitt að mennta sig beinlínis til að verða handprjónahönnuður. Það er auðvitað hægt að læra fatahönnun en til að gera prjónauppskriftir þá þarf fyrst og fremst að hafa áhuga og þekkingu á prjóntækni og skilning á því hvað mögulega getur glatt prjónafólkið. Í starfinu fer saman sköpunargleði og skipulagsfærni, því hugmyndunum verður maður að geta miðlað til fólks á skiljanleg-

Herborg Konný og Iðunn Iren í heimsókn heima hjá afa og ömmu í Búðardal. Foreldrar Hrannar eru þau Jón Trausti Markússon og Guðrún Konný Pálmadóttir.

ætti skilið að vera þarna, ég fór mér hægt fyrstu mánuðina og beið hálft í hvoru eftir því að þau áttuðu sig á því að það hefðu verið gerð mistök við ráðninguna!“ Hún hlær enn dátt þegar hún minnist þessa. Þarna hófst ævintýri sem stendur enn við það sem Hrönn lýsir sem sínu draumastarfi. „Ó, ég er himinlifandi hvern einasta dag. Ég er svo þakkát. Það eru mikil forréttindi að fá að hlakka til hvers dags í vinnunni. Ég starfa í dag bæði sem hönnuður og við verkefnastjórn, sem felst í því að skipuleggja og samhæfa hönnunarvinnu innan fyrirtækisins. Það þarf líka að hanna flíkurnar, reikna út og skrifa uppskriftirnar, sjá um að flíkurnar séu prjónaðar og síðan ljósmyndaðar og komið í prent. Við erum með frábært prjónafólk út um allan Noreg sem prjóna fyrir okkur módelflíkur og ég er í töluverðum samskiptum við það.“

an hátt, svo það átti sig á því hvernig gera eigi verkefnið að veruleika. Núna eftir fimm ára reynslu er ég farin að skilja betur hvers vegna ég varð fyrir valinu í stöðuna. Og ég er alveg hætt að reikna með að vera rekin á dyr!“ Hrönn naut þess líka að koma inn í fyrirtækið á réttum tíma. „Áhuginn á prjónaskap hefur blómstrað geysilega í Noregi á síðustu árum, rétt eins og á Íslandi. Gjestal hefur gengið vel. Fyrir fáeinum árum keypti fyrirtækið upp tvö önnur garnframleiðslufyrirtæki á norska garnmarkaðnum; Dalegarn, sem er allþekkt vörumerki á Íslandi, og Du Store Alpakka, sem sérhæfir sig í innflutningi á alpakkagarni frá Perú. Það er fyrst og fremst hönnun fyrir hið síðarnefnda sem ég sinni í dag. Fyrirtækin eru nú öll undir sama móðurfyrirtæki sem heitir House of Yarn. Við flytjum inn og seljum garn víða að úr heiminum og það er mikil


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

Sem lítil stúlka heima í Búðardal.

Hrönn Jónsdóttir.

gróska. Þarna er minn vinnustaður í dag og vonandi lengi enn.“

gott eins og hér í Noregi og nær um leið að halda góðu sambandi heim þá er þetta ekkert mál. Auðvitað saknar maður þess þó auðvitað oft að hafa ekki fólkið sitt alltaf í kringum sig.“ Fjölmargir Íslendingar búa í suðvestur Noregi. Þeir hafa streymt út eftir hrunið 2008. „Ég held þeir skipti einhverjum þúsundum, Íslendingarnir hér á svæðinu. Það er heilmikið Íslendingalíf hér. Íslendingafélagið blómstrar og hér er meira að segja íslenskt

Ætlar að búa áfram í Noregi Aðspurð segir Hrönn Jónsdóttir að hún sjái ekki annað fyrir sér en að verða búsett áfram í Noregi. „Börnin eru orðin rótföst hér og okkur líður mjög vel. Dætur mínar tvær eru báðar komnar í grunnskóla. Mér hefur þótt mjög gott að vera með börn og ungling hérna í Noregi. Við búum úti í hálfgerðri sveit og dæturnar eru í litlum skóla sem telur aðeins um hundrað nemendur. Það er mjög vel haldið utan um allt. Hér er ýmislegt öðruvísi í þessum málum en maður á að venjast frá Íslandi, svo sem varðandi íþróttaiðkun, annað félagsstarf og tómstundaiðkun. Hér er þetta mikið rekið í sjálfboðavinnu. Foreldrarnir standa sjálfir fyrir þessu og mikið lagt í að fólk komi saman og leggi fram vinnu með öðrum fyrir félagið sitt. Það er mjög gaman að sjá hvað Norðmenn eru duglegir í slíku. Svo er sonurinn kominn í framhaldsskóla. Þar er töluverður munur á kostnaði hér og á Íslandi. Hér fá þau allar námsbækur ókeypis og engin sérstök fjárútlát í tengslum við það. Námsframboðið er líka gott,“ svarar hún. Hrönn bendir þó á að sjálfsagt sé það einstaklingsbundið hvernig fólk upplifi búsetu í Noregi. „Í okkar tilfelli hefur þetta gengið mjög vel. Börnin eru ánægð. Ég held mikið í íslenskuna og tala aldrei neitt annað en íslensku á heimilinu. Sonurinn talar íslenskuna reiprennandi en stelpurnar, sem voru auðvitað mjög ungar þegar við fluttum út, tala hana ekki eins mikið. En þær skilja alveg allt þó þær svari mér á norsku því þær vita að ég skil hana. Svo tala þær stundum íslensku sín á milli í skólanum ef þær eiga með sér leyndarmál gagnvart norsku skólafélögunum, sem skilja þá ekkert hvað þær eru að segja. Þegar við fáum íslenska gesti þá kemur líka í ljós að þær eru þrátt fyrir allt ansi naskar að tala íslenskuna.“

Stórt samfélag Íslendinga Hrönn nefnir líka að það sé ekki eins og þau búi á hjara veraldar þarna á Stafangurssvæðinu. Samgöngur milli þess og Íslands séu mjög auðveldar í dag. „Stóran hluta ársins er beint flug hingað tvisvar í viku frá Keflavík. Við erum líka svo lánsöm að fá ættingja okkar frá Íslandi alloft í heimsókn. Foreldrar mínir ætla til dæmis að vera hjá okkur tvær vikur um jólin og það er ægileg hamingja hér á heimilinu með það. Eldri systir mín hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og komið til okkar tvisvar á ári síðan við fluttum út. Svo höfum við líka farið til Íslands nokkrum sinnum. Með nútíma nettækni er auðvelt að halda uppi samskiptum. Þegar maður hefur það svona

kvenfélag sem stendur fyrir mikilli grósku. Svo eru skemmtilegir saumaklúbbar. Netið hefur líka gagnast vel til að halda fólki saman. Íslendingar eru í sameiginlegum Facebook-hópum og fá ráð og hjálp hver hjá öðrum.“ Hún segist hafa á tilfinningunni að Íslendingum sé enn að fjölga í Noregi. „Margt fólk kom auðvitað á svipuðum tíma og ég. Svo fannst mér eins og þessir flutningar væru að ná jafnvægi. Einhverjir komu út en aðrir fóru heim. Nú finnst mér svo að Íslendingum sem flytji hingað sé aftur að fjölga. Maður er alveg hættur að geta talað íslensku óáreittur úti í búð hérna því það er alltaf einhver Íslendingur nálægt. Til að byrja með þótti manni tíðindi að heyra talaða íslensku á almannafæri en nú gerist það allavega vikulega. Ég er líka alltaf að sjá ný andlit og hitta nýja Íslendinga sem búa hér,“ segir Hrönn. Hún nefnir samt að þó hún hafi fundið fjölina sína í Noregi og sé ánægð þar með sínum börnum þá eigi gamla Ísland alltaf sinn sess. „Þó maður búi erlendis þá hættir maður ekkert að vera Íslendingur,“ segir Hrönn Jónsdóttir. mþh

45

Börn Hrannar þau Atli Þorgeir, Herborg Konný og Iðunn Iren.

Þæfðir pottaleppar að hætti Hrannar Jónsdóttur Garn Notið ullargarn sem hægt er að þæfa (ekki superwash-meðhöndlað) og hefur u.þ.b. 100 metra á 50 g dokku. Í settið fara ca. 350 metrar av hvítu (óbleiktu) garni, 250 metrar af rauðu og 50 metrar af húðlitu. Þar að auki þarf ca 1 metra af svörtu eða dökkgráu garni í augun. Prjónar/heklunál 60 eða 80 cm hringprjónn nr 6 6 mm heklunál

Stærð Stærð eftir þæfingu getur verið breytileg eftir því hvaða garn er notað og hversu mikið lepparnir eru látnir þæfast. Lepparnir á myndinni eru ca 22 x 22 cm.

Prjónfesta (fyrir þæfingu) 16 lykkjur í garðaprjóni = 10 cm. Þessi prjónfesta er ekki afgerandi,

þar eð stykkin verða þæfð. Hafa ber þó í huga að til þess að fá fallega áferð í þæfinguna er gott að stykkið sé töluvert laust í sér fyrir þæfingu. Ef notað er þykkara garn skulu þess vegna notaðir stærri prjónar. Ef fleiri lykkjur eru í hverjum 10 cm verða lepparnir minni, ef færri lykkjur eru í hverjum 10 cm verða þeir stærri. Skammstafanir sl = slétt A = prjónið slétt í fremri og aftari lykkjuhelming (aukning) br = brugðið ll = loftlykkja kl = keðjulykkja

Aðferð Fitjið upp 3 lykkjur med hvítu garni á prjóna nr 6. Prjónið garðaprjón fram og til baka: 1. prjónn: 1 sl, A, 1 sl 2. prjónn: 1 sl, A, prjónið sl út prjóninn

Endurtakið 2. prjón þar til það eru 63 lykkjur á prjóninum. Skiptið í húðlitt garn og prjónið nú sl á réttunni og br á röngunni (um leið og það er aukið í í upphafi hvers prjóns eins og áður) þar til það eru 67 lykkjur á prjóninum. Nú hefjast úrtökur. Prjónið 2 lykkjur saman í upphafi hvers prjóns (um leið og prjónað er sl á réttunni og br á röngunni eins og áður) þar til það eru 65 lykkjur á prjóninum. Skiptið í hvítt garn og prjónið garðaprjón, um leið og úrtökum er haldið áfram í upphafi hvers prjóns þar til það eru 55 lykkjur á prjóninum. Skiptið í rautt garn og haldið áfram garðaprjóni og úrtökum þar til það eru 3 lykkjur eftir. Fellið af og festið lausa enda. Fitjið upp 30 ll með hvítu garni og 6 mm heklunál. Snúið við og heklið 1 kl i hverja ll. Slítið frá og dragið þráðinn gegnum síð-

ustu lykkjuna. Saumið báða endana á lengjunni efst í “húfuna” á pottaleppnum (sjá mynd).

Nef Gerið lítinn dúsk, ca 3 cm þvermál, með rauðu garni. Saumið dúskinn fastan í miðjuna á pottaleppnum (í húðlitu röndina).

Þæfing Þvoið pottaleppana í þvottavél á 40°C. Notið ullar- eða grænsápu við þæfinguna. Ef þeir er ekki nægilega þæfðir eftir eina umferð í vélinni má þvo þá aftur, eða setja þá (blauta) í þurrkara. Gott getur verið að hafa handklæði eða gallabuxur með í vélinni þegar þæft er, til að auka núninginn. Eftir þæfinguna skal toga leppana til og móta þá í jafna ferninga. Saumið nokkur spor með svörtu eða dökkgráu garni fyrir ofan nefið.


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

46

Jólaskapið kemur með jólabakstrinum í Geirabakaríi Þegar aðventan gengur í garð og koma jólanna nálgast fara margir að huga að jólabakstrinum. Þó flest þekkjum við bakstur inni á heimilum eru ekki allir sem þekkja bakstur af annarri stærðargráðu. Í Geirabakaríi í Borgarnesi er jólabaksturinn löngu hafinn og búið að hengja upp jólaskraut. „Við erum örugglega fyrst fyrirtækja í Borgarnesi að bjóða aðventuna velkomna með skreytingum. Ef keyrt er yfir brúnna blasir við vegfarendum Aðventu-Borgarnes. Grýlu- og Leppalúðakaffi er komið á boðstólana og smakk af öllum smákökusortunum okkar,“ segja þær Sigga Dóra og Erla í Geirabakaríi. Að komast óvenju snemma í jólaskap er að þeirra sögn meðal ánægjulegra fríðinda sem fylgir starfinu. „Það er alltaf gaman þegar við byrjum á smákökusortunum. Oft þarf að hafa hraðar hendur við baksturinn og þá eru stundum allir í bakaríinu að vinna við þær í einu. Það er mjög skemmtilegt og þá eru allir glaðir,“ segir Sigga Dóra og Erla tekur í sama streng. Jólaandinn svífi yfir vötnum þegar jólabaksturinn hefst. „Þá byrja strákarnir að syngja jólalög á fullu og alltaf stemning um leið og kryddkakan og enska jólakakan fer í bakstur. Hún fyllir vitin jólailmi og maður svífur um í nokkurs konar jólavímu,“ segir Erla og brosir „og fólk kemur langan veg að til að fá sér þá ensku. Einnig er jólabrauðið okkar alltaf mjög vinsælt. Í fyrra sendum við til að mynda fimm hundruð stykki norður á Akureyri,“ bætir Sigga Dóra við.

Sigga Dóra og Erla í Geirabakaríi.

Smákökusortirnar eiga sinn þátt í því að koma starfsfólkinu í jólaskapið.

Hróður jólabrauðanna úr Geirabakaríi hefur borist víða. Í fyrra voru t.a.m. fimm hundruð stykki send norður til Akureyrar.

Vefjubrauðið í kjúklingavefjurnar er bakað á staðnum.

Piparkökuskreytingar og upplestur á fjölskyldustund Geirabakarí hefur í gegnum tíðina staðið fyrir ýmsum viðburðum á aðventunni, til að mynda laufabrauðsgerð og piparkökuskreytingum. Í ár verður enginn breyting þar á því til stendur að stefna fólki í

Geirabakarí miðvikudaginn 9. desember næstkomandi. „Þá verður fjölskyldustund hjá okkur í Geirabakaríi,“ segir Sigga Dóra. „Við ætlum að bjóða upp á ljúfa tónlist, skreyta saman piparkökur og piparkökuhús. Svo verður upplestur, Steinar Berg ætlar að koma og lesa upp úr nýju bókinni sinni Trunt, trunt,“ segir Erla.

Sigga Dóra segir að fyrst hafi verið boðað til fjölskyldustundar með þessum hætti á aðventunni í fyrra. „Þá hittumst við og skreyttum piparkökur. Fólk tók mjög vel í það þannig að við ákváðum að þróa þetta aðeins áfram með því að bæta við upplestri og svona,“ segir hún og Erla bætir því við að það sé aldrei að vita nema samdar verði

sögur sérstaklega til upplesturs á fjölskyldustundinni. „Það yrði þá í höndum Erlu, henni er ýmislegt til lista lagt,“ segir Sigga Dóra um kollega sinn og brosir. „Fyrst og fremst verður þetta notaleg stund sem við ætlum að eiga hérna saman,“ segir Erla að endingu kgk

Eru með námsbúðir á Íslandi og í Kaliforníu Nú þegar aðventan gengur í garð fara jólalögin að óma á flestum útvarpsrásum og jólaljósin að lýsa upp skammdegið. Þessi tími er þó ekki einungis jólalög og tóm gleði hjá öllum, þrátt fyrir að viðkomandi geti verið mikið jólabarn. Jú, nemendur um allt land sitja sveittir heima, þamba Red Bull og kaffi, sofa takmarkað og drekkja sér í bókum. Þetta er tími jólaprófa hjá ansi mörgum. Davíð Ingi Magnússon hefur gengið í gegnum nokkur jólaprófatímabil og þekkir því þetta ástand. Hann vinnur nú að því að hjálpa öðrum í þessum sporum. Davíð Ingi ólst upp á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit. Hann kláraði stúdentspróf og fór í Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist í sumar með meistarapróf í lögfræði.

Byrjaði með tveimur námskeiðum fyrir fimm árum

Haustið 2010 fékk vinur Davíðs Inga, Atli Bjarnason, þá hugmynd að bjóða nemendum við Háskóla Íslands upp á upprifjunarnámskeið fyrir lokapróf. Var það upphafið af Nóbel námsbúðum. Fyrsta árið voru haldin námskeið í bókhaldi og stærðfræði fyrir nemendur í viðskiptafræði. Námskeiðin urðu strax fullsetin svo Atli vildi stækka þetta og bjóða upp á fleiri námskeið. Hann hafði því samband við Davíð Inga og Sigvalda Fannar Jónsson og fékk þá með sér í verkefnið. „Þessi námskeið byggja á jafningjafræðslu. Við finnum nemanda sem hefur lokið ákveðnu námskeiði með framúrskarandi árangri. Við þjálf-

Davíð Ingi Magnússon við Miklagljúfur.

um þann einstakling svo upp til að halda tíu klukkustunda námskeið fyrir núverandi nemendur sem eru að fara í lokapróf. Þetta hefur reynst mjög vel og á síðasta skólaári vorum við með um 200 námskeið og yfir 5000 nemendur á Íslandi. Það eru fleiri nemendur en eru í öllum skólum landsins að Háskóla Íslands undanskildum,” segir Davíð Ingi.

Fyrir nemendur í 20 skólum á Íslandi “Við höfum byggt þetta þannig upp að við finnum einhvern sem þekkir vel til í viðkomandi skóla. Sá aðili aðstoðar okkur við að finna nemendur sem hafa lokið áföngum með góðum árangri og eru til í að kenna undirbúningsnámskeið fyrir núverandi nemendur. Viðkomandi fær ávallt þjálfun

Davíð Ingi Magnússon og Sigvaldi Fannar Jónsson á Malibu.

hjá okkur áður en hann eða hún er með námskeið. Það hefur sýnt sig að þetta virkar vel og við þrífumst á hrósi frá okkar nemendum. Að meðaltali eru um 15-20 nemendur á hverju námskeiði en þó hafa nemendur verið á bilinu einn og alveg upp í 150,” segir Davíð Ingi. Nóbel námsbúðir hafa verið að bjóða upp á námskeið fyrir nemendur í um 20 skólum hér á Íslandi og eru núna farnar að færa sig út fyrir landsteinanna, alla leið til Kaliforníu.

Fluttu til Kaliforníu Í byrjun sumars fluttu strákarnir þrír saman til Kaliforníu þar sem þeir hafa unnið að því að koma upp Nobel 101, Inc. Það hefur að sögn Davíðs Inga verið mikil vinna að koma sér af stað úti en þeir stefna á að hafa 10.000 nemendur í náms-

búðum hjá sér strax núna á haustönn. „Hugmyndin að fara með Nóbel námsbúðir erlendis kom fyrir ári síðan. Við strákarnir fórum í sumarbústað yfir helgi inni í Hvalfirði þar sem lokaákvörðunin var tekin auk þess sem næstu skref voru skipulögð. Því næst voru flugin einfaldlega bókuð og svo í júní lentum við á bandarískri grundu. Þetta hefur því allt saman gerst á frekar skömmum tíma. Við völdum Kaliforníu því það er fjölmennasta ríkið í Bandaríkjunum og þar eru stærstu skólarnir. Það eru um þrjár og hálf milljón nemenda í Kaliforníu. Við erum komnir með tengiliði í um þrjátíu skólum úti. Námsbúðirnar okkar eru ótengdar skólunum sjálfum og það er ekkert beint samstarf þar á milli. Við finnum einfaldlega hæfa tengiliði sem svo sjá um þetta innan veggja skólanna,” segir Davíð Ingi.

Stefna á milljón nemendur Um framhaldið segir Davíð að þeir ætli sér alls ekki að stoppa við þarna. „Planið var alltaf að hefja leik í Kaliforníu en svo ætlum við að fara sem víðast. Fyrst munum við koma þessu í gang um öll Bandaríkin. Eftir það munum við byrja á öllum enskumælandi löndum. Þar sem við erum nú þegar búnir að þýða allt efni yfir á ensku. Það hefur þó ekki verið tekin ákvörðun hvert við förum næst, utan Bandaríkjanna, en við erum með spennandi staði í huga og stefnum á að vera komnir með milljón nemendur fyrir árið 2020,” segir Davíð Ingi brosandi að lokum. arg


TAX

ALLAR VÖRUR

*

FREE INS E Ð A MTUDAG FIM

LENGRI AFGREIÐSLUTÍMI UM HELGINA Húsasmiðjan Akranesi Opið laugardag 28. nóvember kl. 10 - 14 (Timbursala lokar kl 14) Opið sunnudag 29. nóvember kl. 11 - 15 (Timbursala lokuð) Húsasmiðjan Borgarnesi Opið laugardag 30. nóvember kl. 10 - 14 (Timbursala lokar kl 14) Opið sunnudag 28. nóvember kl. 11 - 15 (Timbursala lokuð)

Einnig TAXF R JÓLA EEAF LJÓS UM OGSE R FRAM Á SU ÍUM N NUDA G

GILDIR EKKI AF VÖRUM Í TIMBURSÖLU GILDIR EKKI AF TILBOÐSVÖRUM, WEBER GRILLUM OG KITCHENAID VÖRUM * GILDIR EKKI AF VÖRUM MERKTUM „LÆGSTA LÁGA VERÐI HÚSASMIÐJUNNAR“ ENDA ER ÞAÐ LÆGSTA VERÐ SEM VIÐ BJÓÐUM Á HVERJUM TÍMA * *

LÆGST LÁGA A VERÐ

HÚSASM IÐJUNNA R

Tax free tilboð jafngildir 19,35% afslætti af almennum vörum og 9,91% af matvörum. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.

H L U T I A F BY G M A


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

48

Opnuðu veitingastað í Hólminum í sumar Tvö pör í Stykkishólmi ákváðu að opna veitingastaðinn Skúrinn í sumar. Skessuhorn fjallaði um opnunina en við kíktum aftur í heimsókn til að sjá hvernig gengi eftir fyrstu mánuðina. Það eru þau Arnþór Pálsson, Þóra Margrét Birgisdóttir, Sveinn Arnar Davíðsson og Rósa Kristín Indriðadóttir sem eiga og reka Skúrinn. Þeir Arnþór og Sveinn eru Hólmarar í húð og hár en Þóra kemur úr Mosfellssveit og Rósa úr Borgarnesi. „Hugmyndin var að bjóða upp á fjölbreyttan mat fyrir alla. Við erum t.d. að bjóða upp á heimilislegan mat í hádeginu á veturna og er það eitthvað sem Hólmarar eru duglegir að nýta sér. Það er kannski lítið mál að reka svona stað hér á sumrin því það er svo mikið um ferðamenn. En til þess að geta rekið staðinn allt árið þurfum við á Hólmurum að halda. Við höfum líka fengið frábærar viðtökur hjá þeim,” segir Arnþór.

Sveinn Arnar átti hugmyndina

Sveinn Arnar, Rósa Kristín sem heldur á Efemíu Rafneyju, Þóra Margrét og Arnþór.

sem mig langaði að biðja Adda um að elda fyrir mig. Við Rósa buðum þeim þá í mat og ég sagðist hafa magnaða viðskiptahugmynd. Okkur fannst þetta báðum svo góð hugmynd og boltinn fór strax að rúlla,” segir Sveinn og hlær. Þær Rósa og Þóra segjast þó ekki hafa haft mikla

trú á þessari hugmynd til að byrja með. „Við sátum bara báðar þarna og hugsuðum að þetta væri nú ekki að fara að gerast. En þeir héldu bara áfram og við áttuðum okkur fljótt á að þetta var alvara. Þeir eyddu bara öllum stundum í þetta,” segir Þóra.

Vilja hafa djúsí mat Á matseðlinum er að finna allskonar mat en lagt er upp úr því að hafa matinn “djúsí”. „Þú ert ekkert að koma hingað ef þú ert í stífri megrun, það er jú hægt að fá salat. En við reynum að hafa matinn

frekar djúsí og sveittan. Við erum alltaf að pæla í nýjum hlutum og stefnum á að uppfæra matseðilinn á næstunni. Svo erum við með hugmyndir fyrir jólin, kannski bjóðum við upp á jólaborgara,” segir Arnþór. Þeir Sveinn og Arnþór sjá að mestu um að elda en Þóra og Rósa

Jólin koma í Borgarbyggð Sunnudaginn 29. nóvember verður kveikt á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við ráðhúsið) í Borgarnesi kl. 17:00

Dagskrá: Ávarp Guðveigar Önnu Eyglóardóttur formanns byggðarráðs Sungin verða nokkur vel valin jólalög til að koma Borgfirðingum í alvöru jólaskap Grýla og Stekkjarstaur koma til byggða og færa börnunum ávaxtanammi Nemendur níunda bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi gefa gestum og gangandi heitt kakó Við hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi Ef veður verður slæmt verður athöfninni frestað Hægt er að leita upplýsinga á vefnum www.borgarbyggd.is

SKESSUHORN 2015

Aðspurð hvernig það hafi komið til að þau ákváðu að opna saman veitingastað hlæja þau öll. „Það fyndna við þetta er að hugmyndin kom frá Svenna,” segir Arnþór og hlær. „Ég kunni ekkert að elda svo Addi þurfti að kenna mér allt. Fyrst kenndi hann mér bara það sem var á matseðlinum og ég kunni ekki að elda neitt annað. Núna eftir að við fórum að bjóða upp á hádegismat hef ég verið að læra aðeins að elda nýja hluti. Addi er kokkur og var yfirkokkur á Fimm fiskum svo hann kann þetta alveg. Þetta byrjaði svo allt í fyrrahaust þegar ég fékk fisk


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 sjá um salinn og bakstur um helgar, en þá er hægt að koma og fá sér kaffi og kökur. „Við ætluðum okkur að sjá um þetta bara fjögur en það varð svo aðeins of mikið. Við erum því með einn starfsmann sem er hér í eldhúsinu með strákunum og svo eru nokkrar stelpur sem hjálpa okkur í salnum,” segir Rósa og bætir því við að einnig hafi fjölskyldan hjálpað mikið.

Fyrst og fremst veitingastaður Nafnið á veitingastaðnum var valið með nafnakeppni. Það var mágur Þóru sem kom með hugmyndina um Skúrinn en húsið var eins

og skúr áður en það var gert upp. Þau eyddu öllum lausum tíma í að gera upp húsið mánuðina fyrir opnun. Meira að segja stóran hluta húsgagnanna fengu þau notað og gerðu upp. „Við fengum alla stólana að gjöf eða keyptum þá í Góða hirðinum. Stelpurnar sáu svo um að pússa þá og mála,” segir Sveinn. „Við sáum meira að segja sjálfir um að hanna eldhúsið og við höfum ekki rekið okkur á neitt sem ekki virkar nógu vel þar, það kom eiginlega á óvart,” bætir Arnþór við. Ætlunin er að halda áfram að bjóða upp á fjölbreyttan mat fyrir alla en um helgar hafa þau líka verið að sýna fótboltaleiki og ætla að sýna frá fleiri íþróttum. „Við

49

viljum að þetta sé staður fyrir alla. Hér er að koma mjög breiður hópur fólks. Eldri borgarar, krakkar og allt þar á milli. Það er líka vinsælt hjá eldri borgurum að fá sér Eldri borgara, en það er hamborgari á matseðlinum okkar,” segir Arnþór og hlær. „Þetta á fyrst og fremst að vera veitingastaður, kannski gætum við boðið upp á að fólk haldi hér afmæli eða eitthvað slíkt, en þetta á ekki að vera bar,” bætir Sveinn við. „Við viljum svo bara þakka öllum fyrir þessar frábæru móttökur sem við höfum fengið, þetta hefur algjörlega farið fram úr okkar björtustu vonum,” segir Arnþór að lokum. arg

2015

14. síðasta tölublaði þessa árs sem kemur út miðvikudaginn 30. desember 2015.

Skúrinn í Stykkishólmi.

íslensk hönnun . íslensk framleiðsla

FRÍR FLUTNINGUR Hvert á land sem er* * Flytjandi flytur vöruna á þá stöð sem næst er viðskiptavini

Komdu í sýningarsali okkar og fáðu faglega þjónustu

og ráðgjöf innanhússarkitekta við val á Brúnás innréttingum Ármúli 17a . Reykjavík . sími: 588 9933 . fax: 588 9940 | Miðás 9 . Egilsstaðir . sími: 470 1600 . fax: 471 1074 | www.brunas.is


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

50

Áfram veginn – mynddiskur um dráttarvélar á Íslandi Sumarið 2015 fóru þau Hjalti Stefánsson og Heiður Ósk Helgadóttir um landið og ræddu við áhugafólk um eldri dráttarvélar. Afraksturinn má finna á fjórða DVD diskinum um dráttarvélar á Íslandi sem nýverið var gefinn út. Á ferðum sínum hittu þau m.a. eldri herramann á Dalvík sem fer allra sinna ferða á Ford 3600. Í Hippakoti eiga bræður tveir athvarf fyrir sig og sínar vélar og í smáíbúðarhverfinu í Reykjavík má finna nýuppgerðan Bautz. Á bæ einum í Vatnsdal má finna MF100 línuna og í Svínadal er Zetor í hávegum hafður. „Safnararnir í Seljanesi skipa stóran sess í hugum áhugamanna um dráttarvélar. Loksins náðist í þá alla saman og komum við ekki að tómum kofanum þar. Nýjasta búvélasafn landsins var opnað með viðhöfn hjá Sigmari í Lindabæ í Skagafirði og fylgst var með þegar gömlum dráttarvélum var ekið hringinn í kringum landið, annars vegar Ferguson vinir og hins vegar hjónin Júlía og Helgi á Farmall Cub. Í Leiðarhöfn í Vopnafirði er Ferguson búinn að vera í notkun í 62 ár og litið er á gömlu vélarnar sem eru í Svínafelli í Nesjum. Í Dragasetrinu er Kristján Bjartmarsson að gera upp Centaur frá 1934 sem er í eigu Þjóðminjasafnsins og á Egilsstöðum er Scania Vabis vörubíll nýuppgerður sem bara varð að fá að vera með. Við heyrum söguna af því hvernig Vigdís í Eyjafirði endurheimti Porche vélina sem faðir hennar keypti fyrir hálfri öld,“ segir í tilkynningu frá útgefendum. Á diskinum eru 20 innslög og 29 viðmælendur. Á upptalningunni hér að framan má sjá að þarna kennir ýmissa grasa og flestum tegund-

Nýjasti diskurinn hefur að geyma 20 innslög við 29 viðmælendur.

um dráttarvéla bregður fyrir við fjölbreyttar aðstæður. Verðið á diskinum er 4.000 kr. og mun salan fyrst og fremst fara fram í beinni sölu frá framleiðanda með tölvupósti á tokataekni@gmail.com og í síma 471-3898. HS Tókatækni er fyrirtæki Hjalta Stefánssonar og Heiðar Óskar Helgadóttur. Hjalti er landsmönnum að góðu kunnur sem myndatökumaður RÚV-Sjónvarpsins á Austurlandi á árunum 1999 – 2012 þar sem hann sá að mestu leyti um myndatökur og klippingar. Frá 2012 hefur hann m.a. myndað með Gísla Sigurgeirssyni fyrir þáttinn Glettur á Austurlandi fyrir N4. Heiður Ósk Helgadóttir, einnig kunn af störfum sínum fyrir Sjónvarpið í áratugi, sér um hljóðvinnslu og grafík. Dagskrárgerð disksins er alfarið í þeirra höndum. Sem fyrr er það Jens Kr. Þorsteinsson hjá Jennafilm í Kópavogi sem sér um að koma efninu á diska og fjölföldun þeirra. mm

Porche dráttarvél glansandi fín.

Bræðurnir í Hippakoti.

Kirkjubraut 54 Akranesi

OPI! 19:30 - 22:00

Gó"ger"aruppbo" byrjar kl 20:00!

A!ventukvöld 27.nóvember Gó!ger!aruppbo! - Gott málefni Lifandi tónlist "msar kynningar í matarbúri Kaju Frí hársvar!ar greining hjá Flóka Léttar veitingar "mis tilbo! #etta kvöld! 10-50% afsláttur * *mismunandi tilbo! hjá hverju fyrirtæki

éf

r ab f a Gj

Matarbúr

Lífræn matvara seld eftir vigt. Jólasúkkula!i Ljúffengt kaffi

íslenskt handverk og hönnun!


MIĂ?VIKUDAGUR 25. NĂ“VEMBER 2015

51

HeimagerĂ°ir glitrandi snjĂłboltar ĂžaĂ° er einfalt mĂĄl aĂ° gera sjĂĄlf/ur fallegar og glitrandi jĂłlakĂşlur Ăşr garni. KĂşlurnar eru auĂ°veldar Ă­ gerĂ°, sĂŠ rĂŠtta aĂ°ferĂ°in notuĂ° og ef fĂśndrarinn er nĂŚgilega Ăžolinmóður. ÞÌr mĂĄ svo hengja ĂĄ jĂłlatrĂŠĂ°, Ăşt Ă­ glugga eĂ°a hvar sem hugur girnist. Þå eru ÞÌr einnig fallegar liggjandi ĂĄ borĂ°i. Einnig er hĂŚgt aĂ° nota kĂşlurnar utan um perur ĂĄ serĂ­u, en Þå Ăžarf aĂ° passa aĂ° gera gĂśt fyrir serĂ­una Ăžegar kĂşlurnar eru orĂ°nar Ăžurrar. HĂŚgt er aĂ° nota

hvaĂ°a lit af garni sem er. ĂžaĂ° sem Ăžarf til aĂ° gera kĂşlur Ăşr garni er lĂ­till pakki af vatnsblÜðrum, fĂśndurlĂ­m eĂ°a trĂŠlĂ­m, hvĂ­tt garn (best er aĂ° nota lĂŠttlopa), glimmer, vatn, vaselĂ­n og litla jĂłlakĂşlukrĂłka, fallegt snĂŚri eĂ°a girni. Gott er aĂ° hafa dagblÜð eĂ°a plastdĂşk sem mĂĄ verĂ°a skĂ­tugur undir, ĂžvĂ­ fĂśndriĂ° getur orĂ°iĂ° svolĂ­tiĂ° subbulegt. Skref 1: Helltu smĂĄ lĂ­mi Ă­ skĂĄl og blandaĂ°u vatni viĂ° til aĂ° Ăžynna

SÊu kúlurnar gerðar með hvítu garni og glimmer notað með, Þå verða ÞÌr jólalegar og fallegar líkt og glitrandi snjóboltar.

grein eĂ°a stĂśng, skiptir ekki mĂĄli svo framarlega sem hĂşn fĂŚr aĂ° vera Ă­ friĂ°i og Þú snertir hana ekki Ă­ 48 klukkustundir. ĂžaĂ° borgar sig aĂ° vera Ăžolinmóður Ă­ Ăžessu fĂśndri! Skref 7: FjarlĂŚgĂ°u blÜðruna innan Ăşr garnkĂşlunni. NotaĂ°u flĂ­satĂśng til aĂ° sprengja blÜðruna og dragĂ°u hana svo varlega Ăşt. Festu svo lĂ­tinn krĂłk eĂ°a girni ĂĄ kĂşluna til aĂ° hĂŚgt sĂŠ aĂ° hengja hana upp lĂ­kt og jĂłlakĂşlu. Ef Þú ĂŚtlar aĂ° nota kĂşlurnar ĂĄ serĂ­u, notaĂ°u Þå penna til aĂ° pota lĂ­tiĂ° gat Ăžar sem Þú vilt stinga einni peru af serĂ­u inn. grĂž

MeĂ° Ăžessari sĂśmu aĂ°ferĂ° mĂĄ einnig gera kĂşlur Ăşr garni til aĂ° setja utan um jĂłlaserĂ­u.

SKESSUHORN 2015

HĂŠr sĂŠst hvernig kĂşlurnar eru gerĂ°ar, skref fyrir skref.

ĂžaĂ°. Ekki nota nokkra dropa af vatni, ĂžaĂ° Ăžarf smĂĄ skvettu til aĂ° lĂ­miĂ° Ăžynnist nĂłg. NotaĂ°u skĂĄl sem er nĂŚgilega stĂłr til aĂ° hĂŚgt sĂŠ aĂ° velta blÜðru upp Ăşr blĂśndunni. Skref 2: BlĂĄstu vatnsblÜðrurnar upp rĂŠtt nĂłgu mikiĂ° til aĂ° ÞÌr verĂ°i kĂşlulaga. PassaĂ°u aĂ° blÜðrurnar sĂŠu allar blĂĄsnar jafn mikiĂ° upp, svo ÞÌr verĂ°i ekki mismunandi stĂłrar. Sumir setja smĂĄ vaselĂ­n ĂĄ alla blÜðruna eftir aĂ° hĂşn hefur veriĂ° blĂĄsin upp. ĂžaĂ° er gert svo aĂ° garniĂ° festist ekki viĂ° blÜðruna sjĂĄlfa og auĂ°velt verĂ°i aĂ° fjarlĂŚgja blÜðruna Ăžegar kĂşlan er tilbĂşin. Skref 3: NĂş Ăžarf aĂ° binda endann ĂĄ garninu viĂ° stĂştinn ĂĄ blÜðrunni og byrjaĂ°u svo aĂ° vefja garninu utan um blÜðruna. Snúðu blÜðrunni reglulega Ăžannig aĂ° garniĂ° fari Ă­ allar mĂśgulegar ĂĄttir. Skref 4: Þå er komiĂ° aĂ° ĂžvĂ­ aĂ° Ăžekja blÜðruna meĂ° lĂ­mi. DĂ˝fĂ°u blÜðrunni ofan Ă­ lĂ­mskĂĄlina og velta henni upp Ăşr blĂśndunni Ăžar til hĂşn er alveg Ăžakin. ĂžaĂ° Ăžarf Ă­ raun ekki aĂ° festa endann ĂĄ garninu, ĂžaĂ° lĂ­mist bara viĂ° meĂ° lĂ­minu. Skref 5: StrĂĄĂ°u glimmeri yfir blÜðruna ĂĄĂ°ur en Þú hengir skrautiĂ° upp til Ăžerris. ĂžaĂ° er best aĂ° gera ĂžaĂ° yfir skĂĄl, svo aĂ° Þú fĂĄir ekki glitrandi jĂłl um allt hĂşs. Skref 6: NĂş Ăžarf aĂ° leyfa garninu aĂ° Ăžorna. BĂŚttu ĂśrlĂ­tilli lykkju af garni svo hĂŚgt sĂŠ aĂ° hengja blÜðruna upp. Gott er aĂ° hafa garniĂ° Ă­ Üðrum lit, svo Þú getir klippt ĂžaĂ° frĂĄ ĂĄn Ăžess aĂ° klippa Ăłvart Ă­ skrautiĂ° sjĂĄlft. Hengdu svo blÜðruna ĂĄ

0Q~M ZLT NSLÂŞ\Y HMZSk[[\Y HM NQHMHIYrM\T [PS Q{SH )Ă˜UFM (MZNVS t JOGP!IPUFMHMZNVS JT t XXX IPUFMHMZNVS JT t T


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

52

Örn Arnarson umsjónarkennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit:

„Grunnskólar búa nemendur undir lífið í breiðum skilningi“ Örn Arnarson hefur kennt við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit um 14 ára skeið. Þangað kom hann fyrst með eiginkonu sinni 2001, þá nýútskrifaður sem íþróttakennari við Kennaraháskóla Íslands í Reykjavík. „Það lá bara við að flytja til Akraness eða nágrennis að loknu náminu við Kennaraháskólann. Sjálfur var ég búinn að fá nóg af því að búa í Reykjavík á þessum fjórum námsárum sem ég var þar. Mig hefur alltaf langað til að búa úti á landi, ekki í borginni. Þegar ég frétti af sveitaskólanum Heiðarskóla undir Skarðsheiði, þá heillaði það mig mjög að starfa hér. Ég hóf störf hérna 2001,“ segir hann. Við hittum Örn Arnarson að máli einn föstudag nú í nóvember. Þar segir hann meðal annars frá viðamikilli könnun sem hann gerði nýlega um hvert leiðir fyrrum nemenda hans hafa legið.

hreinlega hvernig nemendur vegnar eftir að þau hafa lokið námi við skólann,“ útskýrir hann.

Kannaði afdrif nemenda sinna

Settust að á Akranesi Örn útskýrir að hann eigi sínar rætur á landsbyggðinni. Þar vilji hann helst vera. Því hafi hann fljótt orðið mettur á höfuðborgarsvæðinu. „Ég ólst upp austur á Eiðum. Faðir minn var kennari við Alþýðuskólann sem þá var, í ein 20 ár eða þar um

Örn Arnarson umsjónarkennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.

enda ekki langt að fara milli heimilis og vinnu. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir á Skaganum. „Við eigum í dag tvær dætur. Sú eldri er sex ára en hin verður þriggja ára 3. desember. Ég er mjög ánægður

íþróttahúsinu á Vesturgötu. Það er alvöru keppnishús með góðu plássi fyrir áhorfendur. Áður vorum við alltaf í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum sem hentar verr því þar er afar lítil aðstaða fyrir fólk sem vill koma og horfa á leikina. Á Vesturgötu erum hins vegar kannski að fá um 400 manns á leiki sem er nokkuð sem ekki hefði verið hægt á Jaðarsbökkum. Það er nýbúinn að vera stórleikur gegn Skallagrími í Borgarnesi sem var mjög skemmtilegt enda eins konar nágrannaslagur í gangi þar,“ segir hann. Örn er sáttur við stöðu mála. „Allt starfið í kringum körfuboltann er krefjandi en mjög skemmtilegt og gefandi.“

Vill líta til fleiri þátta en prófa Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit.

bil. Þarna var ég framundir tvítugt og vissi alltaf að ég yrði kennari,“ hlær hann við. „Upp úr því fór ég til náms við Kennaraháskólann. Þar kynntist ég eiginkonu minni en hún er frá Akranesi, borin þar og barnfædd. Hún heitir Harpa Sif Þráinsdóttir og starfar sem aðstoðarverslunarstjóri í Vínbúðinni á Akranesi.“ Örn var sem sagt austan af landi og Harpa Sif frá Akranesi. Það lá því á margan hátt beint við hjá þeim að horfa til Akraness eða svæðisins sunnan Skarðsheiðar þegar kom að búsetuvali og atvinnuleit að loknu námi. „Ég hafði búið á ýmsum stöðum víða um land, svo sem á Súðavík, Siglufirði og Fáskrúðsfirði. Mér þótti Heiðarskóli spennandi vinnustaður þegar ég sótti hér um stöðu íþróttakennara og fékk. Við fluttum fyrst hingað að skólanum og bjuggum í kennarabústað á skólasvæðinu. Þar vorum við í tvö ár. Hins vegar varð ég fljótt mjög virkur í íþróttum og félagsstarfi sem oftar en ekki var úti á Akranesi. Ferðirnar á milli Heiðarskóla og Akraness urðu því alltof margar. Við fluttum því út á Akranes 2003 og höfum búið þar síðan. Ég kenni hins vegar hér áfram og er nú umsjónarkennari unglingadeildar skólans.“

Á kafi í íþróttum og félagsmálum Það hentar Erni mjög vel að búa á Akranesi og starfa við Heiðarskóla

með Akranes sem bæ til að ala börn upp í. Leikskólarnir eru æðislegir og skólarnir góðir. Skagamenn mega vera mjög stoltir af skólunum sínum og íþróttastarfinu í bænum. Það er úr nægu að velja í þeim efnum bæði fyrir börn og unglinga.“ Sjálfur er Örn enn mjög virkur í íþróttum og félagsstarfi. „Fyrst eftir að við fluttum norður fyrir Hvalfjörðinn stundaði ég bæði knattspyrnu og körfubolta. Ég spilaði með félaginu Bruna sem var þriðju deildar fótboltafélag á Akranesi. Það má segja að þetta hafi verið svolítið hörð útgáfa af Knattspyrnufélaginu Kára,“ rifjar Örn upp með brosi á vör. „Ég var líka í körfuboltanum. Seinna fór ég svo að dæma í knattspyrnunni og sinnti þeirri dómgæslu í ein fimm eða sex ár. Þá fór ég aftur á fullu í körfuboltann. Ég hætti svo að spila í körfunni fyrir tæpum tveimur árum. Síðan hef ég sinnt stjórnarstörfum í Körfuknattleiksfélagi Akraness og er núna formaður þess.“

Í spjalli okkar víkjum við aftur að Heiðarskóla þar sem við sitjum þegar viðtalið er tekið. Skólinn heldur í vetur upp á hálfrar aldar afmæli sitt. Örn hefur meðal annars af því tilefni gert könnun með-

al brottskráðra nemenda þar sem niðurstöðurnar hafa vakið nokkra athygli. Við fáum hann til að segja aðeins frá þessari könnun. „Síðasta vor var gerð fagleg og fjárhagsleg úttekt á Heiðarskóla. Þarna var meðal annars lagt mat á skólastarfið og gæði þess. Hún vakti mig til umhugsunar. Stundum er talað um að skólinn komi ekki nógu vel út úr samræmdu prófunum þar sem hann hefur ekki þótt skora nógu hátt á landsvísu. Fólk gleymir því þá oft að við erum iðulega með fáa nemendur í hverjum árgangi. Þessir árgangar geta verið mjög ólíkir. Það getur verið erfitt að sjá einhverja heildarmynd og meta gæði skólastarfs út frá einstaka prófaárangri þegar þeir eru fámennir. Á minni tíð við skólann hafa árgangar verið að sveiflast úr fimm nemendum upp í nítján. Ég tel að niðurstaða úr samræmdum prófum sé ekki mælikvarði sem hægt sé að nota á allt skólastarfið. Í framhaldinu fór ég að hugsa hvort besti mælikvarðinn á gæði skóla væri ekki að skoða

Stýrir körfuboltafélaginu Örn segir að það sé mjög gaman að sinna körfuboltanum á Akranesi. „Okkur er takast að byggja upp aukna stemmingu fyrir þessari íþróttagrein á Skaganum. Það er að fjölga í yngri flokkunum og stöðugt fleiri áhorfendur koma nú á leikina. Frá og með síðasta keppnistímabili höfum við spilað aftur í

Örn Arnarson og Harpa Sif Þráinsdóttir með dæturnar tvær, þær Hrafhildi Helgu sex ára og Maren Lind þriggja ára.

Örn segir að honum hafi hreinlega legið hugur á að vita hvort nemendur úr Heiðarskóla hefðu farið í meira nám, hvort þau teldu sig vera hamingjusöm og ánægð, hvort þau væru sjálfstæð og ábyrg og yfir höfuð hvernig þeim hefði gengið í lífinu eftir að þau hættu í skólanum. „Ég smalaði saman öllum fyrrverandi nemendum mínum sem ég gat náð til gegnum Facebook og bjó til hóp úr því. Þetta voru útskriftarhópar frá 2002 – 2015. Ég gerði þetta alfarið á eigin vegum því mig langaði sjálfum til að vita betur um það hvernig þessum krökkum sem ég hafði kennt hefði gengið á lífsbrautinni. Þetta er orðinn um 150 nemenda hópur þar sem þau elstu eru nú að nálgast þrítugsaldurinn en þau yngstu 17 ára gömul. Þau eru auðvitað í mjög ólíkum lífsaðstæðum því á þessu aldursbili gerist mikið á æviskeiði fólks. Sum eru enn í námi á meðan önnur eru komin á fullt í að stofna fjölskyldur og jafvel búin að því.“ Hinir gömlu nemendur Arnar féllust á að hann fengi að leggja fyrir þau spurningalista sem 111 svöruðu. „Þetta var kannski ekkert hávísindalegt en niðurstöðurnar urðu um margt fróðlegar og skemmtilegar. Þarna finnst mér gæði skólans birtast með fjölbreyttum hætti, ekki bara gæði sjálfs námsins heldur líka uppeldisins sem hér fer fram. Það er nefnilega líka ríkur þáttur í góðu skólastarfi. Við megum ekki bara einblína á einkunnir heldur líka skoða hvernig einstaklingarnir geta staðið sig í lífsbaráttunni.“

Heiðarskólanemum gengur almennt vel Að sögn Arnar sýna niðurstöður að heilt yfir njóti nemendur frá Heiðarskóla töluverðrar velgengni. „Þau eru sátt við lífið og hvernig þeim hefur vegnað. Nemendur héðan telja sig hamingjusamt fólk. Þeir hafa dreifst í allar áttir og búa bæði hér á landi og erlendis. Sumir fara ekki í neitt viðbótarnám á meðan aðrir hafa fetað námsbrautina, farið í iðnnám eða tekið stúdentspróf og farið í háskóla. Listinn yfir atvinnugreinar sem þau starfa við er mjög fjölbreyttur,“ segir hann „Skólar ættu að skoða möguleikana á að gera svona kannanir. Ég held að þeir sem njóta þjónustu skólanna sem eru jú nemendur, viti best af öllum hvað raunverulega kemur út úr skólastarfinu. Við kennarar og aðrir getum setið á fundum og reynt að meta hvað vel sé gert innan veggja skólans. Við getum líka fengið utanaðkomandi matsaðila til þess og rýnt í niðurstöður úr samræmdum prófum. Hins vegar er sjaldan spurt hvað nemendunum sjálfum finnist um það hvernig skólavistin hafi nýst þeim í lífinu. En á endanum er það þó hlutverk grunnskólans að búa nemendur undir lífið í breiðum skilningi. Við þurfum að skoða betur hvernig við erum rækja einmitt það hlutverk og svona kannanir gætu verið liður í því,“ segir Örn Arnarson kennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. mþh


Alvöru græjur í bátinn

Nútímatækni - Mikið afl - Góð eldsneytisnýting

Floscan eyðslumælar fyrir díselvélar Marsili hefur framleitt stýrisdælur í meira en 50 ár og bjóða þær fyrir bæði 12 og 24 volta spennu. Gæðavara á góðu verði.

Halyard hljóðkútar og pústlagnir Tidesmarine öxulþétti með varapakkdós

Halyard framleiða hljóðkúta sem geta minnkað hávaða um 40% með hefðbundnum hljóðkút, um 70% með tvöföldum hljóðkút og allt að 90% með vatnsblöndun í hljóðkút.

Whale og Cim lensidælur - hlutlaust gagnvart raftæringu - sjókæling á pakkdós og legu - engir hreyfanlegir hlutir - ryðgar ekki

Ambassador skrúfuhnífar minnka tæringu Ambassador skrúfuhnífarnir eru framleiddir undir nafninu „Stripper-Plus“. Þetta er ekki bara hnífur til að skera bönd og kaðla af skrúfuöxlum, því hönnunin minnkar einnig tæringu á skrúfublöðunum. Stripper hnífurinn er með straumgöng sem beina sjóstraum að blöðunum og splundrar loftbólunum sem myndast.

Tecnoseal sink í mörgum stærðum

Öflugar 24 volta CIM dælur úr níðsterku og sjóþolnu plasti með afköst upp á 13.200 l/klst og lyftihæð upp á 8 metra.

Aflmiklar og hraðvirkar Whale lensidælur. Stíflast ekki og engin þörf á síu. Hönnun sem byggir á áratuga reynslu

BT Marine báta- og skipaskrúfur

BT Marine er leiðandi í hönnun og framleiðslu á skrúfum,öxlum og stefnisrörum. Skrokklag skipa og báta er mismunandi og þess vegna þarf að vanda val á skrúfubúnaði til að hámarka nýtingu á vélarafli.

Helac snúningsliðir fyrir lúgur

Hjallahrauni 2 - 220 Hafnarfjörður Sími 562 3833 - asafl@asafl.is - www.asafl.is

ÁSAFL


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

54

Jólaskrautið var komið snemma upp í Hólabúð og jafnvel stólarnir klæddir í jólaföt.

Hólabúð er jólaskreytt hátt og lágt.

Jólabörnin í Hólabúð á Reykhólum Hjónin Vilborg Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson opnuðu verslunina Hólabúð á Reykhólum í lok marsmánaðar á þessu ári, en þá hafði verslunin verið lokuð um tíma eftir að fyrri eigendur hættu rekstri. Segja má að Hólabúð minni á kaupmanninn á horninu, lítil og vinaleg verslun þar sem hægt er að fá allt mögulegt. Hjónunum líkar mjög vel á Reykhólum, þau segja fólkið í hreppnum yndislegt og að allt standi undir væntingum. „Við erum búin að aðlagast þessum breytingum, það er nefnilega allt til alls hér. Það er ekkert sem vantar hérna þó það sé ekki bíó á Reykhólum,“ segja þau í samtali við Skessuhorn.

Vekur kátínu Ása og Reynir eru mikil jólabörn. Það sýndi sig fljótt í haust, þegar þau voru búin að skreyta Hólabúð hátt og lágt í október. Þau segja viðskiptavinina hafa verið ánægða með að fá jólastemninguna snemma í bæinn. „Þetta vekur kátínu. En við höfum líka fengið að heyra að við séum kolklikkuð. Reynir hafði nú á orði að þau væru bara heppin með það, annars hefðum við kannski aldrei flutt hingað,“ segir Ása hlæjandi. „En krakkarnir eru alveg í skýjunum, ég held að flestir séu sáttir við þetta.“ Hjónin bjuggu áður í Reykjanesbæ og sáu um daglegan rekstur húsgagnaverslunarinnar Bústoðar. Í Reykjanesbæ er mikil hefð fyrir jólaskreytingum og sjást þær víða, bæði á heimilum og fyrirtækjum. „Það var mikilvægt að ná að vera fyrstur í bæjarfélaginu til að skreyta búðina. Þetta var stór verslun, um 1600 fermetrar sem ég þurfti að skreyta þannig að ég byrjaði að fara í gegnum dótið í október,“ segir Ása. Það var kappsmál hjá Ástu að hafa verslunina vel skreytta. „Í gamla daga var líka nokkurs konar eldhús-jólagardínu samkeppni hjá konunum í bænum. Það hefur verið hefð fyrir miklum skreytingum í Keflavík og þar má meðal annars finna jólahús.“

alltaf verið jólabarn og hef alltaf hlakkað mikið til þessa tíma ársins. Þegar ég var níu eða tíu ára skreytti ég allt húsið í október á meðan mamma var í vinnunni. Mamma missti hökuna niður í gólf þegar hún kom heim en leyfði mér að hafa skrautið uppi fram í endaðan mars,“ segir Ása og hlær. „En hún tók af mér loforð um að gera þetta ekki aftur svona snemma,“ bætir hún við. Hún segir þau hjón bæði hafa alist upp við þá hefð að jólatréð væri skreytt á Þorláksmessu en það breyttist þegar þau fóru að búa saman. „Við höfum alltaf unnið við afgreiðslustörf og smám saman fór maður að skreyta fyrr.“ Í ár skreyttu þau því heimilið að innan í byrjun nóvember, þar á meðal jólatréð sjálft. „Við ákváðum að gera það bara, vorum komin í gírinn og full tilhlökkunar. Við erum vanalega búin að skreyta snemma. Við eigum bara eftir að klára að skreyta fyrir utan. Það vantaði bara perur og annað í seríurnar til að hægt væri að klára það.“

Fyrirhuguð stækkun Í Hólabúð óma jólalögin og um helgar er diskókúlan í gangi. „Þetta er svo skemmtilegt svona þegar fer að rökkva, krakkarnir koma dansandi hingað inn,“ segir Ása. Hún segist þó ekki ætla að baka mikið fyrir jólin. „Ég dró úr því eftir að stelpurnar fluttu að heiman,

Reynir og Ása í Hólabúð eru mikil jólabörn.

það eru þær sem eru sykursnúðarnir í fjölskyldunni. Strákarnir eru minna hrifnir af þessu og vilja bara piparkökur. En í ár ætla ég að baka sörur og smotterí sem við munum bjóða upp á með jólaglögginu sem verður í boði í Hólabúð á Þorláks-

messu á milli klukkan 20 og 22,“ segir hún. Það verður því áframhaldandi jólastemning í Hólabúð og hægt að fá sér sæti í hlýlegu jólahorninu og panta sér vefju eða Hólabúðarhammara. „Við vorum líka með súpur í sumar og nú

er fyrirhugað að byggja yfir veröndina og stækka. Ferðamennirnir koma við hjá okkur og það veitir ekki af því að stækka. Ætli við setjum ekki auglýsingu við vegamótin líka til að minna betur á okkur.“ grþ / Ljósm. úr einkasafni

Skreyttu jólatréð í nóvember Ása og Reynir skreyttu ekki einungis verslunina snemma. Þau tóku sig til og skreyttu heimilið líka, langt á undan flestum öðrum. „Ég hef

Það er jólalegt um að litast heima hjá Ásu og Reyni sem skreyttu heima hjá sér í byrjun nóvember.

Hjónin Reynir og Ása á brúðkaupsdaginn ásamt börnum sínum, en þau giftu sig um jólin 2013.


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

55

Ótal möguleikar til að skreyta Áður en aðventan gengur í garð hafa margar verslanir landsins verið fylltar af jólaskrauti. Margt af því er samkvæmt tískustraumum það árið en annað klassískt. Þó að flestir grafi upp helling af jólaskrauti úr geymslu í upphafi aðventu, eru sumir nýjungagjarnir þegar kemur að jólaskrauti og langar í eitthvað nýtt og öðruvísi fyrir hver jól, til að nota í bland við það gamla. Þó að verslanir séu stútfullar af stjörnum, jólasveinum og snjókörlum í öllum stærðum og gerðum eru líklega til óteljandi möguleikar til að föndra nýtt jólaskraut. Ótal margt er hægt að gera og marga hluti er hægt að nýta, jafnvel hluti sem til eru á flestum heimilum. Hér má sjá nokkrar hugmyndir af sniðugu jólaskrauti. grþ

Setjið handafar fjölskyldumeðlima á jólakúlu og málið svo snjókarla á. Persónulegt og skemmtilegt skraut.

Leikfangabílar með jólatré á þakinu eru vinsælt skraut í ár.

Glerkrukkur má nota á ótal vegu undir jólaskraut. Hér er búið að skreyta krukkurnar að innan og bora göt á lokið til að hægt sé að hengja þær upp.

Það má líka nota fingrafar til að gera andlit á hreindýri, jólasveini eða snjókarli.

FERÐALAG TIL FORTÍÐAR Í þessari fróðlegu og skemmtilegu bók er sagt frá utangarðsfólki og förufólki á Vesturlandi og Vestfjörðum frá síðari hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar. Heimatilbúin könglatré geta verið mjög falleg.

Hrífandi grasrótarsaga sem bregður nýju og óvæntu ljósi á Íslandssöguna. Bókin er ríkulega myndskreytt, þar á meðal með teikningum Halldórs Baldurssonar.

Vínglös og önnur staup má nota á skemmtilegan hátt.

Hvíttaðir könglar eru í tísku í ár. Þá má annað hvort hvítta með vatnsþynntri málningu eða með því að leggja þá í klór. Svo eru þeir notaðir í ýmsar skreytingar.

Fjaðratré eru fallegt skraut. Fjaðrir í öllum litum fást í föndurbúðum.


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

56

Rósa Björk starfar sem hönnuður á Hvanneyri Eftir að hafa lokið hönnunarnámi í Florens og Bolzano á Ítalíu, búið á Írlandi og í Reykjavík er Rósa Björk Jónsdóttir komin heim á Hvanneyri þar sem hún ólst upp. „Þetta var frábær skóli úti á Ítalíu, þar var námið allt öðruvísi heldur en hér og ég þurfti ekki að ákveða strax hvert ég stefndi í náminu, í grafíska hönnun eða vöruhönnun. Ég hafði mest verið í grafískri hönnun en var spennt fyrir vöruhönnun líka. Ég tók áfanga í báðu og að lokum sérhæfði ég mig í raun með lokaverkefninu mínum, en það var vöruhönnunarverkefni.“ Að námi loknu flutti Rósa Björk aftur til Íslands en var þó ekki komin til að vera. Hún kynntist manninum sínum, Kevin Martin, og flutti með honum til Írlands, en Kevin er írskur. Þau bjuggu í eitt ár á Írlandi, „Ég hafði engar áhyggjur af því að flytja til Írlands, ég var búin að prófa að búa í útlöndum og þótti það ósköp lítið mál. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því að flytja til útlanda og ætla að fara á vinnumarkaðinn er gjörólíkt því að fara erlendis í nám. Í náminu ertu komin inn í skólann áður en þú ferð út. Í skólanum eru allir nemendur jafnir og maður er ekki í samkeppni við þá, ekki þannig lagað. Skólaumhverfið allt heldur vel utan um mann og þar ertu örugg um þína stöðu, ef þú stendur þig í náminu þá gengur þetta allt. Á vinnumarkaðinum þarf maður að sanna sig og byrjar í raun bara alveg neðst, sérstaklega svona í nýju landi. Þrátt fyrir að maður hafi verið búinn að vinna sig smávegis upp hér heima er maður ekkert að fara að lenda á sömu hillu í öðru landi, það er allavega ekki sjálfgefið. Þetta var frábær reynsla og okkur leið mjög vel á Írlandi. Atvinnuleitin gekk þó ekki vel og fékk ég enga vinnu fyrr en eftir að við vorum búin að ákveða að flytja heim til Íslands, þá fékk ég einmitt vinnu við hönnun. Ég gat þó aðeins unnið þar í einn mánuð en þrátt fyrir stuttan tíma var reynslan mjög góð fyrir mig,“ segir Rósa Björk.

Vildi prófa að flytja heim aftur Eftir að Rósa og Kevin voru flutt aftur til Íslands fór Rósa að vinna við grafíska hönnun á stofu í Reykjavík. Þar var hún t.d. að búa til auglýsingar og markaðsefni fyrir Samkaup,

ásamt fleiri slíkum verkefnum. Árið 2013 eignuðust Rósa og Kevin son og fór Rósa þá í orlof og tók sér pásu frá vinnunni. „Það var alltaf draumur hjá mér að flytja aftur á Hvanneyri, þar er heim fyrir mér. Við ákváðum um haustið 2013 að slá til og fluttum hingað þegar fæðingarorlofinu var að ljúka hjá mér. Við gerðum þetta með það í huga að kannski væri þetta ekkert fyrir okkur og þá myndum við bara setja það í reynslubankann og flytja aftur, það var eins þegar við fluttum til Írlands. Nú erum við að byrja þriðja árið okkar hér og kunnum mjög vel við okkur. Það er gott að vera komin heim aftur, það er líka svo ánægjulegt hversu margir ungir Hvanneyringar búar hér,“ segir Rósa Björk brosandi.

Gæti haft nóg að gera sjálfstætt á Hvanneyri Eftir að þau fluttu á Hvanneyri ákvað Rósa Björk að halda áfram á gamla vinnustaðnum í Reykjavík en þá bara í hlutastarfi. Hún keyrði á milli og vann einnig mikið heima. Samhliða þeirri vinnu byrjaði hún einnig að vinna sjálfstætt í eigin verkefnum. „Þegar ég fór að vinna meira sjálfstætt kom það verulega á óvart hversu margir héðan fóru að leita til mín með margskonar verkefni. Það hefur verið alveg nóg að gera hjá mér í því sem ég er að gera sjálfstætt og fólk er að leita til mín með augýsingar, umbúðahönnun, vörumerkjahönnun og slíkt. Í svona litlu samfélagi vill fólk leita til þeirra sem eru að starfa í heimabyggð, fólk hjálpast að á svona litlum stöðum. Ég er viss um að ég gæti alveg haft nóg að gera sjálfstætt og gæti alveg hugsað mér að hætta í hinu starfinu. Þetta er samt gjörólíkt, í gamla starfinu mínu var ég bara að vinna sem hönnuður. Þegar ég er bara ein að vinna sjálfstætt þarf ég að sjá um allt sjálf, ekki bara hönnunina heldur einnig reikninga, laun og slíkt. Maður hefur ekki áhyggjur af svoleiðis á stofu, það er bara fólk í þeim störfum þar,“ segir Rósa Björk.

í kjallara skólastjórahússins. Þá aðstöðu nýttu þær saman einn vetur en undanfarið hefur vinnuaðstaða Rósu Bjarkar verið heima. Rósa og Kevin hafa lagt sitt af mörkum við uppbygginguna á Hvanneyri undanfarin ár. Flestir hafa heyrt um Kollubar en þar hafa margir íbúar á Hvanneyri lyft sér upp stöku sinnum. Núna í haust tóku þau Rósa og Kevin við rekstri barsins ásamt vinahjónum þeirra á Hvanneyri. „Kevin sér mest um barinn, hann er frá Írlandi og þar er mikil barmenning og honum fannst vanta svoleiðis hér. Við ætlum að reyna að hafa barinn opin nokkur kvöld svo fólk geti kíkt við ef það vill fá sér bjór eða bara til þess að hitta annað fólk,“ segir Rósa Björk.

Opnaði kaffihús Barinn og hönnunarvinnan er þó ekki það eina sem Rósa hefur fyrir stafni á Hvanneyri. Fyrir rúmlega ári opnaði hún, ásamt Stefaníu Nindel, kaffihús í gömlu Skemmunni á Hvanneyri. „Mig langaði svo að geta fengið mér minn latte þegar ég var í vinnunni og fannst því vanta kaffihús hér. Stefanía var að hugsa svipaða hluti en við vissum bara ekkert hvor af annarri. Við vorum í framhaldinu leiddar saman og opnuðum kaffihúsið í Skemmunni sumarið 2014. Viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum en því miður gátum við eingöngu haft kaffihúsið opið yfir sumartímann, húsnæðið hefur verið notað í annað yfir veturinn. Okkur langar samt að geta haft opið á veturna líka og vonandi kemur að því. Nú í sumar opnuðum við svo á ný en þá gat Stefanía minna verið með svo við fengum Kolbrúnu Freyju Þórarinsdóttur með okkur. Viðtökurnar voru einnig mjög góðar núna í sumar og augljóst að markaður er fyrir kaffihús á svæðinu. Þeir nemendur sem byrjuðu í skólanum það snemma í haust að kaffihúsið var enn opið hafa talað um hversu ánægðir þeir hafi verið með að geta fengið sér gott kaffi á meðan þeir voru að læra.“

Reka bar

Langar að fara meira í vöruhönnun

Fyrst eftir að Rósa Björk og Kevin fluttu á Hvanneyri fékk Rósa, ásamt Kristínu Jónsdóttur ljósmyndara, vinnuaðstöðu á gamla bókasafninu

Þegar Rósa Björk er spurð út í þau verk sem hún hefur verið að vinna að hlær hún og segist þurfa að hugsa smá. „Maður er með svo mörg verk í

Rósa Björk Jónsdóttir.

gangi, Þetta er eflaust eins og margar prjónakonur þekkja,“ segir Rósa og hlær. Hún dró fram auglýsingaplakat fyrir Reykholtshátíð sem fór fram í sumar. „Ég sá t.d. um að hanna þetta plakat og er að vinna í ýmsum svona verkum en ég er alltaf rosalega spennt fyrir vöruhönnun líka. Fyrir nokkru síðan bjó ég til kort með bandi og leiðbeiningum fyrir fólk til að gera fuglafit. Það voru reyndar bara búin til fá eintök en ég hefði gaman að því að taka þetta verkefni lengra, kannski búa til betri umbúðir. Ég hef líka verið að búa til vörumerki fyrir söluaðila í Ljómalind. Þar eru margir söluaðilar sem hafa verið að bæta við framleiðsluna og farið að selja meira. Þá vill fólk fá vörumerki fyrir sína vöru og ég tek að mér svoleiðis hönnun. Ég finn svo vel fyrir því að fólk vill nýta sér aðstoð mína fyrst ég er hér í heimabyggð. Ég hef líka verið að vinna fyrir verslunina Kristý í Borgarnesi. Þar hefur hún Oddný verið að gera hálsmen úr steinum og hana vantaði umbúðir fyrir hálsmenin og leitaði til mín. Ég hannaði umbúðirnar og lét prenta ljósmyndir á þær, meðal annars ljósmyndir frá Kristínu

Jónsdóttur. Ljósmyndin á umbúðunum er í svipuðum lit og steinninn sem notaður er í hálsmenið sem er í umbúðunum,“ útskýrir Rósa Björk.

Vill skapa vinnuaðstöðu fyrir þá sem vinna sjálfstætt í sveitinni

Rósa er um þessar mundir að einbeita sér að fá betri vinnuaðstöðu og hefur fengið úthlutað Loftinu á Hvanneyri. „Ætlunin er að klára að útbúa aðstöðu á Loftinu í samvinnu við bæði safnið og skólann. Það vantar svona vinnuaðstöðu hér fyrir þá sem eru að vinna sjálfstætt í skapandi greinum hér í sveitinni, en það eru alveg nokkrir. Þetta væri samt ekkert eingöngu fyrir þá sem eru í skapandi greinum heldur gætu aðrir sem vinna sjálfstætt leitað til okkar með aðstöðu. Það munar bara svo miklu að fara til vinnu út af heimilinu frekar en að vera bara að vinna alltaf heima. Það gefur manni mikið að hitta annað fólk og einnig að það gætu kviknað nýjar hugmyndir í svona hópi,“ segir Rósa Björk að endingu. arg

LEIÐARLJÓS

Leiðarljós skólastefnu Grundarfjarðarbæjar eru:

ÁNÆgJA

Kappkosta skal að undirtónn allrar vinnu í skólum Grundarfjarð arbæjar verði ánægja og að hver og einn upplifi ánægju við leik og störf í skólaumhver finu. Bros er gulls ígildi.

SAMvINNA

Allt skólastarf skal grundv allast á lýðræðislegum vinnub rögðum. Lögð skal áhersla á góða samvinnu í öllum þáttum skólastarfs Grundarfjarðarbæjar og að samvinnan taki til alls samfélagsins . Jafnframt að samvin na ríki milli nemenda, foreldra og starfsfólks, sem og milli nemenda innbyr ðis.

Samþykkt af bæjarst

jórn Grundarfjarðar

GRUNDARFJARÐARBÆR Borgarbraut 16 350 Grundarfirði www.grundarfjordur.is

vIRÐING

Áhersla skal lögð á virðingu í samskiptum allra sem koma að skólastarfi. Virðing endurspeglast í þeirri kurteisi sem við sýnum í orðræðu og samsk iptum og í umgengni við eigur annarra.

TTIr

rfjarðarbæ skal Skólastarf í Grunda á þeim lögum ætíð grundvallast um starfsemi og reglum sem gilda skóli setur Hver viðkomandi skóla. á sem er nánari ámskr sér sína skólan mskrá og tekur aðalná á la útfærs og skólastefnu mið af sérstöðu skóla sveitarfélagsins.

Hluti af hönnun Rósu Bjarkar.

NÁTTúrA OG AG NÆrSAMFÉL með þá

a

GRundaRFJaR

ðaRbæJaR

29. apríl 2014.

KENNSLuHÆ LöG OG rEGLur

SKÓLAST��N

leggur áherslu Grundarfjarðarbær taki kennsluá að í skólastarfi þroska og hæfni hættir ávallt mið af heilshugar við nemenda og styður tarfi og kennslunýbreytni í skólas að því að koma háttum sem miða til móts við ólíka einstaklinga

skal marka miðið vera að útskrif þroskaðan ega skapandi og félagsl námslega einstakling með góða mi við hæfni hans samræ í töðu undirs og getu. M skal lögð ÓLANU TARSK �Í TÓNLIS rlegt uppeldi sem áhersla á tónlista gu og þroska eflir hæfni, þekkin dur fái einstaklingsins. Nemen stefnum gu á markvissa kynnin tónlistarinnar. og straumum í heimi á að tónlistarLögð skal áhersla da hvatning til námið verði neman tónlistarbrautinni. að halda áfram á

�Í GRUNNSKÓLANUM sjálfstæðan,

unnið NÁMIÐ Í skólastarfi skal nir búa við með Í skólum sérstöðu sem skólar náttúru og stlega Grundarnálægð við stórko sem jafnframt má fjarðarbæjar fjölbreytt landslag, gu og útiveru. Þá skal lögð sérstök hreyfin við tengja smæð samfélagsins áhersla á færni í nýti skólarnir sér ForELDrAr meginjafnframt á nu ásamt því það kjarnagreinum en til hverskonar samvin Í öllu skólastarfi er gi þess orðs. á líf atvinnu hjá nemanda að læsi í víðasta skilnin að efla samstarf við forsenda árangurs á sköpunargleði og að á a áhersl þátttakendur í Áhersla skal lögð staðnum. Lögð er foreldrar séu virkir r í samspili við tækni þekkingu ða greina di staðgó síns, fylgist með skapan öðlist skal fá nemendur skólagöngu barns ýjungar. Nemandi rfi, sögu þess og hlúi að. Í þeirri tæknin og og umhve a styðji í ndu, nánast á framvi fram einn eða að samvinna þjálfun í að koma vELFErÐ OG skiptir miklu máli num. Jafnframt að allri ð skal sérken nám vegfer iðað rfjarðarríki í samskiptum hópi. Einstaklingsm vELLÍÐAN rbæjar leggja sé á milli skóla Grunda gagnkvæmt traust nni. tofnanir og ólks skólanna. ætíð vera í forgru Skólar Grundarfjarða da bæjar við aðrar skólas utaskóla foreldra og starfsf og vellíðan nemen velferð á Fjölbra u við áhersl þá sérstaklega osta skal að skólarnir vinna skulu Þá og starfsfólks. Kappk sinni vel llinga. Snæfe hverju þau vinabæjarí skólunum starfi u að því að styrkja starfsfólk í fagleg t hafa við Paimpol. menntað og hæft tengsl sem skapas rfjarðarbær leggur umhverfi. Grunda því að styðja HEIMILI OG sitt af mörkum með og til endurFrÍSTuNDIr samstarf starfsfólk til náms á gott Lögð skal áhersla og símenntunar. frjálsra félagaskóla, foreldra og MAT OG A nda og I skal lögð GóÐ AÐSTAÐ ostar, samtaka á sviði tómstu við að EFTIrFYLGN �Í LEIKSKÓLANUM undirbúning kappk skal rbæjar skulu Grundarfjarðarbær íþróttastarfs. Leitast Skólar Grundarfjarða reglulega. áhersla á markvissan félagsleg gn leyfir, að öll - og mat tig og eftir því sem fjárma ma skóla-, íþrótta samræ og framkvæma innra da fyrir næsta skólas sem aður nemen ng skólastefnskapandi aðstaða og aðbún ndastarf þannig að að tryggja framga í gegnum leik og tómstu Til ipti samsk dum. yndar. hjá nemen efnd meta á 2–3 þroskaskeiði starfsfólks sé til fyrirm mest samfella verði unnar skal skólan gt starf á mikilvægu Grundarmikilvæ telur áherslu skólum g ber ára fresti hverni Grundarfjarðarbær einstaklingsins. Leggja sem að framfylgja markvissu þar fjarðarbæjar tekst að skólarnir sinni á snemmtæka íhlutun 2016. nu við ef vísbending í fyrsta sinn árið við fljótt henni, er forvarnarstarfi í samvin sem lagt st brugði aðila í ljós. kemur foreldra og aðra þá frávik um m. Í forvarnargeta sitt af mörku öðru skólastarfi starfi sem og öllu ar láti sig er mikilvægt að foreldr sinna barna nám og tómstundir miklu varða.


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

57

Einfaldur krans úr jólakúlum Það er ýmislegt sniðugt hægt að föndra fyrir jólin. Kransar eru af öllum stærðum og gerðum og misflóknir. Einn sá einfaldasti er gerður úr jólakúlum og einu vírherðatré. Það þarf reyndar svolítið margar jólakúlur en þær má víða fá ódýrt. Svo eiga einhverjir aukakúlur í geymslunni sem eru flottar í þetta verkefni. Kúlurnar mega vera af öllum stærðum og gerðum, svo framarlega sem þær eru hnöttóttar. Alls þarf um 80 jólakúlur í kransinn. Áður en hafist er handa er sniðugt að líma festinguna á kúlunum fasta með límbyssu. Á sumum jólakúlum er festingin frekar laus og þá er gott að vera búin að líma hana fasta, svo hún fari ekki að losna á meðan kransinn er gerður. Eins þarf að fjarlægja böndin af kúlunum,. Því næst þarf að móta herðatréð, þannig að það verði hringlaga. Svo er lykkjan á enda herðatrésins losuð, til að opna það. Gott er að nota töng til að losa um snúninginn. Svo má bara byrja að þræða kúlurnar hverja á fætur annarri upp á herðatréð þar til kransinn er tilbúinn. Góða skemmtun! grþ / Ljósm. eddieross.com

Kúlurnar raðast skemmtilega upp á herðatréð og mynda fallegan krans.

Herðatréð er beyglað þannig að það myndi hring og svo er það opnað.

Fréttaveita Vesturlands Kúlurnar eru þræddar upp á vírherðatréð.

www.skessuhorn.is

7 Rétta Jólaseðill

Allar helgar í desember fram til jóla Matseðil má sjá inná GamlaKaupfelagid.is

SKESSUHORN 2015

GAMLA KAUPFÉLAGIÐ / KIRKJUBRAUT 11 / AKRANES / SÍMI: 431-4343


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

58

Gestir höfðu úr mörgu á að smakka.

Gestir frá mörgum þjóðlöndum heimsóttu Frystiklefann.

Fjölmenningarhátíð í Frystiklefanum Síðastliðinn laugardag var haldin fjölmenningar- og matarhátíð í Frystiklefanum í Rifi. Að þessum atburði stóðu Átthagatofan, Frystiklefinn og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. Boðið var upp á mat og skemmtiatriði frá sjö þjóðlöndum og var fjölbreytt úrval af mat og kræsingum fyrir þá 400 gesti sem komu af þessu tilefni. Dagbjört Agnarsdóttir verkefnastjóri Átthagastofu sagði í samtali við Skessuhorn að fjöldi gesta hafi farið fram úr björtustu vonum og kom það þægilega á óvart hversu margir komu. Sagði Dagbjört enn fremur að félagasamtök ásamt Rauða krossinum í Snæfellsbæ væru með samvinnuverkefni í gangi frá 21. nóvember sem

Evgeny Makeev tónlistarkennari frá Rússlandi ásamt dóttur sinni Amelyu létu sig ekki vanta.

Glæsilegar kræsingar voru á borðum og fjölmenni sem nýtti þær.

stæði í eitt ár. Nefnist það verkefni ,,Brjótum ísinn - bjóðum heim og á eitt stefnumót á Snæfellsnesi.“

opnir og gæti fólk valið úr. Stefnt er að því að gestgjafar bjóði gestum sínum einu sinni í mat og á eitt

Dagbjört segir að í því verkefni verði í boði mánaðarlegir viðburðir á Snæfellsnesi, ókeypis og öllum

stefnumót á því ári sem verkefnið stendur yfir. af

Úr rafmagninu í óperusönginn Hann ætlaði sér aldrei að verða atvinnusöngvari en starfar nú sem óperusöngvari í Hollandi. Elmar Gilbertsson ólst upp í Búðardal og í Saurbæ í Dölum og gekk í Grunnskólann í Búðardal. Eftir grunnskólann fluttist Elmar til höfuðborgarinnar þar sem hann fór í Iðnskólann, „Þar lærði ég forritun í tvö ár en flutti þá upp á Snæfellsnes og bjó þar í nokkur ár. Á þeim tíma stundaði ég nám í búfræðum við Bændaskólann á Hvanneyri í tvö ár og hélt svo aftur suður í Iðnskólann og útskrifaðist sem rafeindavirki,“ segir Elmar. Tónlist var alltaf stór partur af lífi Elmars og byrjaði tónlistarnámið í tónlistarskólanum í Búðardal. „Ég byrjaði nú að læra á blokkflautu í tónlistarskólanum þegar ég var barn, en hún brotnaði fljótlega þegar ég fór að spila á trommurnar með henni þannig að dagar mínir sem blokkflautuleikari urðu mjög fljótlega taldir. Nokkrum árum seinna fór ég að læra á gítar og gerði í nokkur ár,“ segir Elmar, en hann spilaði meðal annars í alls konar bílskúrsböndum á táningsárunum. Þá spilaði hann á gítar og söng bæði pönk og þungarokk. „Við vorum ekki mikið í óperunni á þessum árum,” bætti hann við.

Fór til Hollands í söngnám „Nú má eiginlega segja að tónlistin sé rauði þráðurinn í mínu lífi, ég lifi og hrærist í tónlist allan daginn alla daga og það eru sannarlega forréttindi.” Elmar byrjaði að læra söng þegar hann flutti til Reykjavíkur eftir námið í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri „Þegar ég kom aftur suður byrjaði ég að læra að

syngja og stundaði einsöngsnám við Söngskóla Sigurðar Demetz og lauk 8. stigi og burtfararprófi í söng. Þegar ég flutti til Hollands hóf ég nám við Konunglega konservatoríið í Den Haag og Konservatoríið í Amsterdam og lauk þaðan meistaragráðu í óperusöng.“

„Síðasta myndin af okkur Elmari áður en hann breytist í stórstjörnu eftir frumsýningu á Ragnheiði. Þessi rödd er hreinasti demantur, m.a.s. slípaður,“ sagði Bergþór Pálsson á Facebooksíðu sinni. Þessir stórsöngvarar eiga báðir rætur á Vesturlandi. Ljósm. bp.

Elmar Gilbertsson

Hefur mest sungið í Hollandi Frá útskrift hefur Elmar helst starfað í Hollandi og Belgíu. „Ég var í óperustúdíói Hollensku Óperunnar, en það er svokallað „Young artist program“ sem er rekið við mörg óperuhús víðsvegar um heiminn. Tilgangurinn er að gera unga og óreynda söngvara betur í stakk búna til að takast á við stærri hlutverk, þar sem gefst þá tækifæri til að þróa söngferil þeirra í rétta átt,“ segir Elmar. Eftir það fékk hann fastráðningu í eitt ár við óperuna í Maastricht í Hollandi og hefur síðan þá alltaf verið með annan fótinn

Elmar í hlutverki sínu í óperunni Ragnheiði í Íslensku óperunni. Mótleikarinn er Þóra Einarsdóttir söngkona. Ljósm. Gísli Egill Hrafnsson.

þar og sungið þar á hverju ári síðan 2011. „Ég hef undanfarin ár mikið starfað í óperuhúsum í Frakklandi og núna síðasta árið allnokkuð í Þýskalandi og á Englandi. Næstu tvö árin eða svo verð ég mikið í Frakklandi og Þýskalandi við störf en vonandi líka á Íslandi,“ bætir Elmar við og brosir.

Vinnur með þekktum óperuleikstjóra Aðspurður hvaða verk standi helst upp úr af þeim sem hann hefur tek-

ið þátt í segir Elmar þau vera ansi mörg. „Ef ég ætti að velja myndi ég segja fyrsta uppsetningin sem ég tók þátt í í Maastricht. Það var óperan Katja Kabanova eftir hinn tékkneska Leos Janácek. Þetta er ekki mjög þekkt ópera en dásamlega falleg. Það sem kannski er merkilegt var að þarna fékk ég tækifæri til að vinna með einum virtasta og þekktasta óperuleikstjóra í heimi, Harry Kupfer. Hann er orðinn fjörgamall sá, en alveg eldklár og það var algjör upplifun fyrir svona kálf eins og mig, nýkom-

inn út úr skóla, að fá að vinna með svona snillindi og reynslubolta,” segir Elmar. „Ég held að ég verði líka að segja uppsetningin á Ragnheiði eftir Gunna Þórðar og Friðrik Erlingsson í Íslensku Óperunni í fyrra. Það ferðalag var bara alveg magnið,” bætti Elmar við. Að lokum er Elmar spurður hvort hann eigi sér draumaverk sem hann langi til að taka þátt í? „Já, mig hefur lengi dreymt um að syngja Vladimir Lensky í óperunni Evgeni Onegin eftir Tchaikovski. Það er alveg gríðarlega lýrískt og fallegt hlutverk en krefjandi og ég held að ég sá akkúrat tilbúinn í það núna,” segir hann og brosir. „Mig hefur lengi dreymt um að syngja Pelleas úr óperunni Pelleas & Melissande eftir Debussy. Sú ópera er engri lík, en sá draumur kemur til með að rætast á þar næsta ári. Þá mun ég syngja það hlutverk í Þýskalandi.” arg


MIĂ?VIKUDAGUR 25. NĂ“VEMBER 2015

59

Búðardalur 2015 Bifreiðaskoðun verður hjå K.M. Þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 7. desember 8. desember

Lokað í hådeginu kl. 12.00 – 13.00

Tímapantanir í síma 570 – 9090 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKO�A� w w w.fru mh erj i.is

Um 350 krakkar Ăşr Ăśllum grunnskĂłlum ĂĄ Vesturlandi skemmtu sĂŠr saman ĂĄ Æskulýðsballinu Ă­ Borgarnesi sĂ­Ă°astliĂ°inn fimmtudag.

ÆskulýðsballiĂ° heppnaĂ°ist eins og best verĂ°ur ĂĄ kosiĂ° HiĂ° ĂĄrlega Æskulýðsball var haldiĂ° Ă­ 25. sinn Ă­ Borgarnesi fimmtudaginn 19. nĂłvember sĂ­Ă°astliĂ°inn. HĂşsrĂĄĂ° fĂŠlagsmiĂ°stÜðvarinnar Ă“Ă°als stendur fyrir ballinu, en ĂžaĂ° samanstendur af nemendafĂŠlĂśgum GrunnskĂłlans Ă­ Borgarnesi, Varmalandi og KleppjĂĄrnsreykjum. Um 350 krakkar Ăşr Ăśllum skĂłlum ĂĄ Vesturlandi og alveg norĂ°ur til HĂłlmavĂ­kur hittust Ă­ HjĂĄlmakletti og skemmtu sĂŠr saman og aĂ° sĂśgn aĂ°standenda voru gestirnir til fyrirmyndar, enda um vĂ­mulausa forvarnarskemmtun aĂ° rĂŚĂ°a. „BalliĂ° fĂłr rosalega vel fram og er alltaf aĂ° verĂ°a stĂŚrra og flottara,“ segir RĂłsa HlĂ­n SigfĂşsdĂłttir, deildarstjĂłri Ă­ Ă“Ă°ali, Ă­ samtali viĂ° Skessuhorn. Vill hĂşn koma sĂŠrstĂśkum ÞÜkkum til ĂştskriftarhĂłps MB sem sĂĄ um gĂŚsluna ĂĄ ballinu. „Krakkarnir Ă­ ĂştskriftarhĂłpnum eru svo ĂŚstir Ă­ aĂ° koma og sinna gĂŚslunni Ă­ sjĂĄlfboĂ°avinnu aĂ° ĂžaĂ° voru miklu fleiri sem sĂłttu um en komust aĂ°. Ăžeir eiga góðar minningar frĂĄ sĂ­num ĂŚskulýðsbĂśllum og eru kannski aĂ° reyna aĂ° endurupplifa stemninguna frĂĄ Üðru sjĂłnarhorni,“ segir RĂłsa.

%

1 2 , *

“Ŀ ¹¥Â—Ž‘Š ”ó—Š‹“š‘ó ¨ÂŽÂšÂ?ėŠ‘£“š£ á šá‚ á€” Â”Ä˜ÂšĂ“

¨ÂŽ¥ĿŒ¥ ’Š—Â?“Ŀ Ă“ ŠšÂ?Â‹Ä˜ÂšÂŠÄżÂŠÂĄÂ’¹£Â–ó—Š C£—ŠšÂ?£ထ !£‘Š¥Ŀ“ထ ¨ÂŠÂšÂšÂŽ­¢Â“ထ Â?Ü£¤§Â?Š‘“šš

á şá żá€” šó¨ÂŽÂ˜Â‹ÂŽÂĄ –—န á şá ¸á€“á ¸á ¸á€”

!‘óĿ“šš ¥ŽššŒ¥ ¤Â“— —Ó–šŠ¥™¹—Š “ššŠš ’Ä¥ŠĿ£á€” Š¥‘“¥ ‘óĿ“¥ ¨Â“šš“š‘Š¥ ဖ Â?”Š—Â?“Ŀ –œ£¤ÂŠÂĄ á‚ á ¸á ¸ –¥န Nokkrir hressir krakkar bregĂ°a ĂĄ leik Ă­ myndatĂśku Ă­ HjĂĄlmakletti.

Nokkrir krakkar Ăşr Ă“Ă°ali sĂĄu um tĂłnlistina fyrst um sinn Ăžar til HeiĂ°ar Austmann tĂłk viĂ°. AĂ° lokum trylltu Ăšlfur, Ăşlfur og McGauti ĂŚskulýðinn, bĂŚĂ°i saman og Ă­ sitthvoru lagi. FĂŚr hljóðmaĂ°ur Ăşr ReykjavĂ­k var rĂĄĂ°inn til aĂ° sjĂĄ um hljóðiĂ°, DJ bĂşriĂ° hans PĂĄls Ă“skars var leigt og

konfettĂ­bombur sprengdar ĂĄ meĂ°an dansleiknum stóð. Mikill metnaĂ°ur var lagĂ°ur Ă­ ljĂłsabĂşnaĂ°, kastarar fĂŚrĂ°ir Ăşr Ă“Ă°ali svo sĂ˝ningin gĂŚti veriĂ° sem mest fyrir augaĂ°. „Þetta heppnaĂ°ist allt eins og best verĂ°ur ĂĄ kosiĂ°,“ segir RĂłsa HlĂ­n. kgk

Ž¥“Ŀ ¨ÂŽÂ—–œ˜“šဘ ¨ÂŽÂšÂ?ėŠ‘“Ŀ á šá‚ á€” Â”Ä˜ÂšĂ“

¤Â’Œ‘“Ŀ ŠĿ Ž––“ ÂŽÂĄ Â?ÂœÂŁÂ“ Âą £¤ÂŠÄżÂšÂŚÂ˜á€˜

SKESSUHORN 2015

MĂĄnudagur ĂžriĂ°judagur


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

60

Flutti með fjölskylduna í Grundarfjörð Sigurður Gísli Guðjónsson ákvað að slá til og flytja í Grundarfjörð með fjölskylduna í sumar. Ástæðan var auglýsing um starf skólastjóra í grunnskóla sveitarfélagsins, en hann var valinn í starfið. Þau Sigurður og Halla Karen Gunnarsdóttir eiga tvo drengi, Guðjón sem er sjö ára og Guðmund fjögurra ára. „Mér fannst starfið mjög spennandi og ákvað að slá til. Halla Karen gat líka fengið starf hér sem íþróttakennari svo þetta var ekki spurning,” segir Sigurður þegar við kíktum til hans í heimsókn. Sigurður ólst upp í Hveragerði en Halla Karen er frá Selfossi. Þau hafa þó prófað að búa víðar þar sem Sigurður hefur m.a. starfað sem aðstoðarskólastjóri, bæði í Höfðaskóla á Skagaströnd og í Víkurskóla í Mýrdalshreppi, ásamt því að hafa kennt í Flóaskóla og í Hveragerði. „Ég var almennur kennari en núna kenni ég skólahreysti auk þess að hlaupa í skarðið þegar vantar kennara.”

einnig kennari og er hún í dag skólastjóri í Höfðaskóla á Skagaströnd. Önnur systir Sigurðar er Júlía Guðjónsdóttir, sem nýverið tók við sem skólastjóri Grunnskóla Borgarness. „Ég á svo aðra systur, Þórhildi sem er viðskiptafræðingur. Ég ætlaði mér þó aldrei að verða kennari. Ótrúlegt en satt þá var það skyndiákvörðun að fara í kennaranám og fjölskyldan ber ekki ábyrgð á því, ég fór þangað með vini mínum. Hann skráði sig í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni og spurði hvort ég vildi ekki bara koma með. Á þeim tíma var ég að vinna hjá Símanum og var alveg til í að prófa eitthvað nýtt svo ég sló til. Þaðan útskrifaðist ég sem íþrótta- og heilsufræðingur með kennsluréttindum. Seinna tók ég viðbótardiploma í opinberri stjórnsýslu.”

Kennaranámið var skyndiákvörðun

Sigurður hefur verið að kenna síðustu fimm ár og líkar það mjög vel. „Ég hef mjög gaman að því að vinna með fólki og þetta starf er svo fjölbreytt og skemmtilegt. Ég vann á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu og það var líka mjög skemmtilegt. Kennarastarfið er þó meira fyrir mig.” Sigurður segist núna vera að koma sér almenni-

Sigurður kemur úr mikilli kennarafjölskyldu en faðir hans var skólastjóri í Grunnskólanum á Laugum í Sælingsdal til marga ára. Þaðan flutti fjölskyldan í Hveragerði þar sem faðir hans starfaði einnig sem skólastjóri í 25 ár. Móðir Sigurðar er

Getur hugsað sér að setjast að í Grundarfirði

Sigurður Gísli Guðjónsson er skólastjóri í Grundarfirði.

lega fyrir í Grundarfirði og að þar sjái hann alveg fyrir sér að búa til frambúðar. „Það var tekið mjög vel á móti okkur hér og öllum líkar það vel að vera hér. Núna erum við að koma okkur fyrir, ég er að kynnast nýja starfinu og samstarfsfólkinu. Ég hef ekki gert miklar breytingar í skólanum, enda þarf maður fyrst að komast almennilega inn í starfið. Með nýju fólki koma þó alltaf nýjar áherslur en það er ekki ætlunin að fara í neinar breytingar nema í samráði við aðra starfsmenn,” segir Sigurður.

Á enn eftir að fara á Kirkjufellið Fyrir utan vinnuna segir Sigurður að íþróttir og útivist spili stóran þátt í lífi fjölskyldunnar. „Fjölskyldan hefur alltaf verið í hestamennsku og hér í Grundarfirði er frábær aðstaða til þess. Við erum þó ekki með neina hesta eins og er en vonandi verður bætt úr því einn daginn. Hér er falleg náttúra sem við elskum, en við erum mikið útivistarfólk og fer frítíminn mest í að njóta hennar. Ég hef

gaman að því að spila fótbolta og ganga,” segir Sigurður. Aðspurður hvort hann hafi þá farið upp á hið fræga Kirkjufell segir hann svo ekki vera. „Ég hef ekki enn farið þangað, þori því ekki,” segir hann og hlær. „Ég er of lofthræddur til þess, það þarf víst að klifra og er rosalega bratt niður. Ég er meira að fyrir að ganga þar sem ég þarf ekki að horfa niður brattar brekkur. Það er þó aldrei að vita, kannski maður láti sig hafa það einn daginn,” bætir hann við og hlær. arg

Fjölskyldustund í Geirabakarí B^Âk^`jYV\^cc .# YZhZbWZg [g{ `a# &*/%% d\ [gVbZ[i^g YZ\^ ¨iajb k^Â VÂ `dbV hVbVc d\ Z^\V cdiVaZ\V hijcY WV`Vg ^cj

AZ^`jb d``jg k^Â VÂ h`gZniV e^eVg` `jg d\ W V i^a d``Vg Z^\^Â e^eVg` `j] h

Ã{iii `jh`g{c^c\ [Zg [gVb { cÅ_j

]Z^bVh Âjcc^ d``Vg! \Z^gVWV`Vg^#^h

Minnum á frábæru jólavörurnar okkar: Smákökur úr íslensku smjöri - Ensk jólakaka Laufabrauð - Jólabrauð o.m.fl

Digranesgötu 6 - Borgarnesi - Sími: 437 1920

SKESSUHORN 2015

=kZg kZ^i cZbV Z^c]kZg_Vg jee{`dbjg kZgÂ^


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

61

Stykkishólmur 2015 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & smur, Nesvegi 5

SKESSUHORN 2015

Fimmtudaginn 3. desember Föstudaginn 4. desember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00

Tímapantanir í síma 438 – 1385 Allar stærðir ökutækja skoðaðar FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ

w w w.fru mh erj i.is

Verðlaunahafar ásamt formanni dómnefndar og rektor. Frá vinstri: Kristinn Andersen, formaður dómefndar, Freyr Sverrisson, Sigurður Brynjólfsson, Emily Diana Lethbrigde, Hjördís Erna Sigurðardóttir, Hildur Sigurðardóttir og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Verkfræðiþjónusta

Stafrænt landakort um Íslendingasögurnar Landakort á netinu, sem hefur að geyma kortlagningu allra staða sem koma fyrir í Íslendingasögunum, varð hlutskarpast í samkeppni um Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2015 sem afhent voru í síðustu viku. Tvö önnur verkefni voru verðlaunuð en þau snúa annars vegar að þróun aðferðar við ræktun þörunga sem nýtast til framleiðslu á andoxunarefnum og hins vegar þróun stuðnings- og meðferðarþjónustu fyrir foreldra sem glíma við erfiða líðan vegna þeirra breytinga sem barneignir hafa í för með sér.

Afrakstur fimm ára rannsókna Höfundar verðlaunaverkefnisins hlutu tvær milljónir króna að launum. Verkefnið heitir „Icelandic Saga Map“ og er hugarfóstur Emily Diönu Lethbridge, nýdoktors við Miðaldastofu Háskóla Íslands, en ásamt henni hafa þau Trausti Dagsson, Hjördís Erna Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Logi Ragnarsson unnið að verkefninu. Um er að ræða rafrænt kort sem öllum er aðgengilegt á

netinu þar sem textar allra Íslendingasagnanna eru kortlagðir, hnitsettir og tengdir landakorti. Kortið er afrakstur fimm ára rannsóknarvinnu á miðaldabókmenntasögu Íslands. Dómnefndin telur verkefnið sýna ótvírætt hversu miklir hagnýtingarmöguleikar liggi í að virkja menningararf þjóðarinnar, hvort heldur er til fræðslu eða afþreyingar. Lesa má nánar um verkefnið á slóðinni sagamap.hi.is mm

Tökum að okkur verkefni á sviði verk og tækinfræði. Eftirfrandi þjónusta er í boði: Hönnun og ráðgjöf á sviði Mannvirkjagerðar Hönnun og ráðgjöf á sviði Iðnaðarferla Gerð útboðsgagna Ͳ GPS mælingarͲ Kostnaðaáætlanir Verkefnastjórnun Ͳ Verkeftirlit Ͳ Byggingarstjórnun Ráðgjöf við mat á tilboðum – Eignaskiptayfirlýsingar

Sæmundur Víglundsson Karl Ingi Sveinsson Byggingartæknifræðingur Véltæknifræðingur s.vigl@tsv.is karl@kalman.is Katanesvegur 3 Grundartanga Sími: 864Ͳ0746

LANDNÁMSSETRIÐ ER OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10:00 - 21:00 EGILS SAGA EXHIBITION

SETTLEMENT EXHIBITION

EGILS SAGA EXHIBITION

Girnilegt & gott hádegishlaðborð daglega, tilboð til fastagesta.

SETTLEMENT EXHIBITION

Jólatónleikar á Sögulofti Svavar Knútur og Kristjana Stefáns 10. desember kl. 20:30

Jólahlaðborð fyrir hópa, panta þarf tímanlega laugardagur 28. nóvember og laugardagur 5. desember Kvöldverður í Klettasal, ævintýraleg upplifun! Welcome og to Jólalegt hádegi - fimmtudagur 10. desember Borðapantanir í síma 437 1600 The Settlement Centre in Borgarnes föstudagur 18. desember Þorláksmessu skata - 23. desember í hádegi & um kvöld Mikið úrval til gjafa í verslun Landnámsseturs, Þóru Hlaðhönd

Panta þarf borð fyrir 18. desember

Verslum í heimabyggð landnam@landnam.is

DELICIOUS DISHES AT A STUNNING RESTAURANT EGILS SAGA EXHIBITION

SETTLEMENT EXHIBITION

EGILS SAGA EXHIBITION

SETTLEMENT EXHIBITION

LANDNÁMSSETur Íslands Sími 437-1600 • Brákarbraut 13-15 • Borgarnesi

Welcome to

SKESSUHORN 2015

Tónleikar í veitingasal laugardaginn 28. nóvember kl. 20:00 Garðar Cortes ásamt Robert Sund píanóleikara og systurnar Tel. 437 1600 www.settlementcentre.is Sigríður Ásta og Hanna Ágústa Olgeirsdætur

Minnum á gjafabréf á leiksýningar á Sögulofti


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

62

Kálfapylsur eru næsta nýjung í framleiðslunni á Hundastapa Það er alltaf eitthvað nýtt á prjónunum hjá Agnesi Óskarsdóttur á Hundastapa. Á búinu eru bæði ær og kýr og fjölskyldan á bænum er stór. Þau Agnes og Halldór Gunnlaugsson eiga fjóra drengi; Jóhannes sem er tólf ára, Óskar sem er tíu ára, Ólaf sem er átta ára og Sigurþór sem er fjögurra ára. „Ég er fyrst og fremst bóndi og móðir en fyrir utan það vinn ég í Ljómalind, þar sem ég er að selja vörur frá mér og hópi annarra. Matargerð er helsta áhugamálið mitt og ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég er komin með 25 matvörutegundir núna; sultur, saft, brauð, kálfakjöt, svínakjöt, grafið ærfilé og fleira. Ég fór á pylsugerðanámskeið núna fyrir stuttu, sem var mjög skemmtilegt. Núna er ég búin að vera að prófa mig áfram í pylsugerð og stefnir allt í að ég komi með kálfapylsur á næstu dögum,” segir Agnes þegar við hittum hana í Ljómalind fyrr í mánuðinum.

Hafa svín á sumrin Á Hundastapa eru 55 mjólkandi kýr og um 90 kindur, ásamt því að þau hjónin hafa einnig verið með svín yfir sumartímann. „Við höfum mjög gaman að öllu svona nýju og höfum síðustu ár verið með svín á sumrin, svona til gamans. Svo hef ég verið að selja svínakjötið hér í Ljómalind. Þetta kjöt er sniðugt fyrir jólin, sérstaklega fyrir þá sem ekki þola reyktan mat. Svínakjötið frá okkur er sykursaltað, sem er aðeins önnur meðhöndlun en við erum vön, en bragðast mjög vel. Kjötið er ekki reykt heldur látið liggja í sykursaltblöndu og það verður ekki ósvipað á bragðið og reykta kjötið,” segir Agnes og bætir því við að sykursaltaða svínakjötið sé komið í sölu í Ljómalind.

Fór til London á matarkynningu Sulturnar hennar Agnesar hafa verið mjög vinsælar í Ljómalind og er úrvalið æði fjölbreytt. Enda hefur hún lagt mikið upp úr sultugerðinni og eru uppskriftirnar allar búnar til af henni sjálfri. Grafna ærfilé-ið hefur einnig verið mjög vinsælt og núna fyrr í haust fór Agnes á matarkynningu úti í London þar sem hún kynnti það á einni stærstu matarkynningu í Evrópu. „Þetta var mjög gaman en við fórum tvær

Agnes Óskarsdóttir í Ljómalind þar sem hún vinnur og selur matvörur sem hún framleiðir sjálf.

saman, ég og Eva Hlín sem vinnur líka hér í Ljómalind. Ég hef farið á matarmarkaðinn í Hörpunni síðustu fjögur ár, var einmitt þar núna um síðustu helgi. En kynningin úti í London var allt öðruvísi. Það var rosalega mikið af fólki og fjölbreytt stemning. Þetta var virkilega skemmtileg ferð og svo fékk maður að prófa alls konar nýjan og fjölbreyttan mat,” segir Agnes.

Seldi ærfilé með forsetafrúnni Sjálf forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, kíkti á þær Agnesi og Evu Hlín á matarkynningunni í London. Þar lét hún hendur standa fram úr ermum og prófaði að selja filé. „Hún var alveg yndisleg og tók okkur upp á sína arma þarna úti. Íslendingar í London voru líka duglegir að kíkja við hjá okkur. Það var nú eiginlega þannig að maður vissi ekki alltaf hvort maður ætti að tala íslensku eða ensku, það komu svo margir Íslendingar,” segir Agnes og hlær. Íslendingar mega eiga það að þjóðarstoltið er mikið og flestir eru duglegir að styðja alla þá sem fara út fyrir landsteinana og kynna landið okkar. „Það er hópur á Facebo-

Ævisagan og Hersetan!

ok fyrir Íslendinga í London og það eru um þúsund einstaklingar í þeim hópi. Við ákváðum því að auglýsa þetta þar en það kom okkur samt á óvart hversu margir Íslendingar komu,” segir Agnes.

Foreldrafulltrúi í þremur bekkjum Ásamt því að vera móðir fjögurra drengja, bóndi og að vinna í Ljómalind er Agnes einnig formaður í Kvenfélagi Hraunhrepps og foreldrafulltrúi í þremur bekkjum í Grunnskólanum í Borgarnesi. „Ég hef alltaf nóg að gera en ég veit ekki alveg hvernig ég endaði með svona mikið að gera,” segir Agnes og hlær. „Ég er foreldrafulltrúi í öllum þeim bekkjum sem ég á barn í, fjórða barnið er nefnilega enn á leikskóla. Mér þykir bara alltaf best að hafa nóg að gera. Við erum reyndar með vinnukonu sem hjálpar okkur mikið. Halldór sér líka um að mjólka og ég tek að mér eldamennskuna í staðinn, enda er matargerð áhugamálið mitt. Ég er bara alltaf að púsla saman lífinu og þannig líður mér vel,” segir Agnes Óskarsdóttir. arg

Þær Agnes og Eva Hlín í Ljómalind hafa víða farið til að kynna matinn úr héraði. Meðal annars til London þar sem forsetafrúin hjálpaði þeim við kynninguna.

Málverk, vatnslitamyndir, skopteikningar, bókaskreytingar, skúlptúrar

Jón skipstjóri Magnússon á Patreksfirði fer hér á kostum í ævisögu sinni, ÞETTA VAR NÚ BARA SVONA. Fróðleg bók og skemmtileg, þar sem orðalag Jóns fær sín notið til fulls.

Bjarni Þór Gallerí vinnustofa Kirkjubraut 1 Akranesi

HERSETAN Á STRÖNDUM OG NORÐURLANDI VESTRA greinir frá mörgum athyglisverðum atburðum, s.s. loftárusum og mannskæðu sjóslysi á Hrútafirði.

Bókaútgáfan Hólar • holabok.is • holar@holabok.is

SKESSUHORN 2015

Tvær frábærar bækur sem ÞÚ ættir að lesa!

Opið alla laugardaga til jóla

Símar 431-1964, 857-2648, 849-6977 listamadur@simnet.is www.listamadur.com

Jólakveðja frá listamanninum og konu hans


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

63

Guðrún Hrönn Hjartardóttir ætlaði sér alltaf að verða hárgreiðslukona Jólaösin hluti af jólahefðinni

„Ég ólst upp í Seljahverfinu í Reykjavík en maðurinn minn, hann Ragnar Smári Guðmundsson, er héðan úr Grundarfirði. Svo ég er eiginlega innflutt hér,” segir Guðrún og hlær. Guðrún Hrönn Hjartardóttir er hárgreiðslukona og förðunarfræðingur í Grundarfirði „Ég ætlaði alltaf að verða hárgreiðslukona og ég elska vinnuna mína, þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Brúðkaupin eru alveg sérstaklega skemmtileg. Ég ákvað að fara í förðunarskólann Mood og kláraði nám þar í maí á þessu ári. Núna get ég tekið að mér að sjá um allt til að gera brúðina fína á stóra daginn, það er rosalega skemmtilegt,” segir Guðrún.

Opnaði Silfur hár og förðun Guðrún opnaði nýja hárgreiðslustofu í Grundarfirði nú í sumar en áður vann hún á hárgreiðslustofunni Tikvu sem lokað var í lok júlí. „Ég ákvað að slá til og opna stofu sem fékk nafnið Silfur hár og förðun. Ég hætti á Tikvu í júní og svo var opnunarpartýið á Silfur 9. ágúst og það hefur verið alveg rosalega mikið að gera síðan þá,” segir Guðrún. Aðspurð hvort hún sé bæði að vinna í hárgreiðslunni og förðuninni á nýju stofunni segir hún að núna sé hún eiginlega bara að vinna í hárgreiðslunni. „Það er náttúrulega að koma að háannatíma hjá mér í hárgreiðslunni núna fyrir jólin. Ég tek samt alveg að mér förðun ef einhver biður um það en þá eru það bara tækifærisfarðanir. Ég stefni samt á það eftir

Guðrún Hrönn og Ragnar Smári með drengina sína tvo, þá Hauk Smára og Gunnar Smára.

áramót að hafa snyrtinámskeið fyrir saumaklúbba, aðra hópa eða einstaklinga. Það er eitthvað sem gæti verið mjög skemmtilegt. Ég er svo mikil félagsvera og þess vegna elska ég þetta starf. Ég elska að hitta fólk, allskonar fólk, og spjalla við það og svo er alltaf svo gaman að kynnast nýju fólki. Ég hef bara mjög gaman að fólki,” segir Guðrún og hlær.

Innfluttur Grundfirðingur Guðrún flutti í Grundarfjörð um áramótin 2010-2011 en hún hafði áður búið þar árið 2006. „Við Ragnar Smári byrjuðum saman þegar við vorum 18 ára. Hann flutti svo hingað ári á undan mér svo við vorum í fjarsambandi. Ég flutti svo til hans

2006. Við fórum svo aftur suður og ég kláraði námið og vann í bænum áður en við ákváðum að koma aftur hingað. Ég sé ekki eftir því, hér er frábært að vera. Strákarnir okkar hafa það einstaklega gott og hér höfum við gott stuðningsnet en tengdaforeldrar mínir eru frábærir og öll tengdafjölskyldan. Við erum með tvo stráka, Hauk Smára sem er sex ára og Gunnar Smára sem er þriggja. Þá er gott að hafa góða að í næsta nágrenni,” segir Guðrún.

Meiri tíma með fjölskyldunni Umræðan fer að snúast um jólin og jólaundirbúninginn en Guðrún segist vera alveg sérstakt jólabarn sem hlakki alltaf jafn mikið til

Ljósm. tfk.

jólana. „Það eina sem er erfitt við að búa svona langt frá höfuðborginni er að ég sakna okkar jólahefða úr bænum. Á Þorláksmessu vorum við vön að skreyta jólatréð, borða svo á horninu og ganga Laugaveginn, þá til að skoða mannlífið, jólaskrautið og upplifa jólastemninguna í bænum. Fyrir utan þennan hluta þá sakna ég þess ekki mikið að búa í bænum. Mér finnst ég í raun verja meiri tíma með fjölskyldunni eftir að við fluttum. Við erum dugleg að fara suður og erum þá heila helgi og verjum tíma með fólkinu okkar. Fjölskyldan kemur svo oft til okkar og eru hjá okkur heila helgi og maður nær þá að nýta tímann með fjölskyldunni betur heldur en maður gerði þegar þau voru öll svona nálægt.”

Hjá hárgreiðslufólki er desembermánuður einn annasamasti tími ársins en Guðrún segir það ekki hafa áhrif á jólastemninguna hjá sér. Hún segist alltaf hafa verið jólabarn og partur af jólahefðinni hennar er að hafa mikið að gera fyrir jólin. „Þetta er algjörlega orðinn partur af jólahefðinni minni, jólin koma ekki nema ég sé í þessari ös. Ég tek mér þó alltaf frí á Þorláksmessu, svona til að klára það sem þarf heima og til að verja tíma með strákunum mínum. En þessi ös fyrir jólin er ekkert nýtt, amma og mamma ráku jólaföndurfyrirtæki þegar ég var yngri. Þær seldu jólaföndurvörur þar sem fólk keypti efni hjá þeim til að búa til jólasveina. Allir í fjölskyldunni, já og bara allir í nágrenninu, hjálpuðust að við að setja allt í föndurpokana og bara að aðstoða með allt. Jólaundirbúningurinn okkar byrjaði sko í september og svo vorum við að taka allt niður í janúar, svo jólin voru ansi löng hjá okkur. Það er kannski ekkert skrítið að ég sé svona mikið jólabarn,” segir Guðrún og hlær. Jólaföndurfyrirtækinu var lokað rétt fyrir aldamótin en Guðrún segist enn sjá jólasveinana á mörgum heimilum og eru þeir stærsta jóladjásnið sem hún á sjálf. „Ég elska jólasveinana frá ömmu og mömmu en ég skreyti mikið fyrir jólin. Maðurinn minn segir reyndar að heimilið breytist í útsölumarkað fyrir jólavörur,” segir Guðrún hlæjandi að lokum. arg

Erum byrjaðar að taka niður pantanir á gjafakörfum Hægt að fá pöntunarblað sent í tölvupósti eða koma við í Ljómalind og skrá pöntun

Mikið úrval matvöru og handverks Opnum alla daga klukkan 13 og opið til klukkan 18

Ljómalind sveitamarkaður er starfræktur af fimmtán konum í sjálfboðavinnu og án hagnaðarsjónamiða. Markmið okkar er að bjóða gæðavöru sem er í senn árstíðabundin, svæðisbundin og upprunamerkt. Allar vörur sem við höfum á sveitamarkaðnum eru framleiddar á Vesturlandi og fara fyrir óháða matsnefnd sem tryggir gæðin. Ljómalind er opin daglega allt árið um kring og er staðsett að Brúartorgi 4 í Borgarnesi. Kíktu við hjá okkur í kaffi og huggulegheit í aðdraganda jóla.

SKESSUHORN 2015

Kvöldopnun fimmtudaginn 17. desember og huggulegheit til klukkan 22


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

64

Mörg og fjölbreytt verkefni í gangi allt árið Spjallað við Tryggva Val Sæmundsson og Kristínu Jónsdóttur Það er nóg að gera hjá Tryggva Sæmundssyni verktaka í Skorradalnum, enda segist hann reyna að taka að sér öll verk sem honum bjóðast. „Við erum eiginlega í öllu bara, allt frá því að setja saman leikkastala til þess að grafa fyrir undirstöðum undir ný hús,“ segir Tryggvi. Blaðamaður kíkti í Skorradalinn þar sem þau Tryggvi og Kristín búa ásamt þremur börnum sínum. Tryggvi er fæddur og uppalin í Skorradalnum og hefur alltaf búið þar. Kristín ólst upp í Borgarnesi en flutti í Skorradalinn með Tryggva fyrir ellefu árum. „Ég vissi alltaf hvað ég vildi gera og ég bara gerði það. Ég kláraði grunnskólann og tók meiraprófið um leið og ég hafði aldur til og fór að vinna. Ég er bara að gera það sama og ég hef alltaf gert, núna eru tækin bara aðeins stærri,“ segir Tryggvi og hlær. „Þetta er það sem mér þykir skemmtilegast að gera og plúsinn er að það gengur rosalega vel. Maður þarf að vera mjög skipulagður þegar maður rekur svona fyrirtæki, bara eins og öll fyrirtæki geri ég ráð fyrir. Ég er ekki bara úti að leika mér á stórum tækjum. Það þarf að halda vel utan um allt hitt líka, t.d. bókhaldið. Ég gæti þess bara að gera það alltaf strax og þá er þetta ekkert mál,” bætir Tryggvi við.

með sömu myndinni, því mér sjálfri þykir svo leiðinlegt að eiga eitthvað fallegt sem allir eiga. Ég vil frekar að það séu bara fá eintök með hverri mynd,” segir Kristín.

Myndar eyðibýli í Skorradal

Kristín og Tryggvi og börnin þeirra þrjú, Valur Snær, Hlynur Blær og Guðrún Ásta.

börnin hér í Skorradalnum, það er bara misjafnt hvort okkar keyrir hverju sinni, en við erum í þessu saman,” segir Tryggvi.

frá Menntaskóla Borgarfjarðar. „Þegar Bergur bróðir sagðist ætla að fara í skóla og klára stúdentspróf tók ég því sem áskorun. Ég gat ekki

Reynir að segja alltaf já Aðspurður hver sé helsta ástæðan fyrir því að það gangi svona vel hjá fyrirtækinu segir Tryggvi að hann reyni að taka að sér öll verk og að halda vel utan um alla hluti fyrirtækisins. „Þegar einhver biður mig um að taka að mér verk reyni ég að segja ekki nei, sama hversu lítið verkið er. Maður veit aldrei hvað verður svo úr því verki þegar líður á. Ég gæti verið beðinn um að setja niður fánastöng fyrir utan sumarhús og svo þegar ég er kominn á staðinn gæti ég verið beðinn um að taka að mér fleiri verk. Einnig lendir maður alveg í því að nágranninn sér mann og kemur og biður mig um að gera eitthvað fyrir sig og svona vindur þetta upp á sig. Ef ég hefði sagt nei við þennan með fánastöngina hefði ég mögulega verið að útiloka svo margt annað í leiðinni. Einnig held ég að stór ástæða fyrir því hversu vel gengur í fyrirtækinu er að við eyðum ekki peningum sem við eigum ekki. Ég þarf ekki að eiga nýjustu og flottustu tækin til þess að reka þetta fyrirtæki og gera það vel. Ég þarf bara að passa vel upp á þau tæki sem ég á. Ég læt alltaf skoða öll tækin á réttum tíma og gæti vel að viðhaldi og þá er hægt að nota þau alveg eins og þessi nýju tæki. Maður hefur svo verið hér úti í allskonar veðri að gera við og svona svo núna ætlum við að byggja vélaskemmu hér heima. Það er löngu kominn tími á að fá aðstöðu hér fyrir tækin,” segir Tryggvi.

Skorradalur allt árið.

Fluttu hús í Skorradalinn Þau Tryggvi og Kristín fluttu í sitt eigið hús í landi Hálsa árið 2007. Húsið keyptu þau árið 2006 á tuttugu ára afmælisdegi Kristínar, en þá var það staðsett í Hafnarfirðinum. „Við sáum auglýsta efri hæð af húsi til sölu, með því skilyrði að það yrði flutt í burtu. Við buðum í það og þá hófst mikið ferli þar sem við þurft-

látið hann klára stúdentinn á undan mér svo ég fór auðvitað líka í nám,” segir Kristín og hlær.

Ljósmyndarar aldrei alveg í fríi Aðspurð hvað sé framundan segist Kristín alltaf vera að vinna að nýjum verkefnum og stefnan sé tekin á að taka meiraprófið einhvern dag-

ið að taka að mér myndatökur en ég er náttúrulega alltaf að taka myndir. Við búum bara í svo fallegu umhverfi hér í Skorradalnum svo maður getur ekki annað en verið að taka myndir, sérstaklega núna í haustlitunum. Norðurljósin eru líka alltaf skemmtileg en það getur verið erfitt að ná þeim. Maður þarf að vera þolinmóður og bíða eftir rétta augnablikinu. Þá sit ég bara úti í náttúrunni og bíð, ég elska það. En svo sér maður ekkert alltaf norðurljósin eða nær kannski ekki alveg nógu góðum myndum af þeim. Um daginn lenti ég í því að það voru svo falleg norðurljós sem ég hefði viljað mynda. Ég var bara ein með börnin þá og gat ekki stokkið út svo ég varð bara að horfa út um gluggann og njóta,” segir Kristín.

Átti mynd á kápu National Geographic Kristín hefur verið dugleg að finna eitthvað nýtt til að nota myndirnar í. Hún lét t.d. prenta myndirnar á fallegar Íslandsklukkur. Myndirnar hafa líka verið notaðar í kertastjaka og umbúðir og svo var ein mynda hennar notuð á kápu ljósmyndabókar National Geographic. „Það er rosalega mikill heiður að eiga mynd á kápunni. En þegar ég

„Ég er farin að bóka brúðkaup fyrir næsta sumar en það eru mjög skemmtilegar myndatökur. Ég elska að taka myndir úti en stúdíómyndatökur eru þó alltaf skemmtilegar með, ég hef bara ekki alveg aðstöðu fyrir þær núna. Ég var alltaf með stúdíó heima hjá mér og var orðin frekar þreytt á því. Við fengum svo aðstöðu saman, ég og Rósa Björk á Hvanneyri, og þá lofaði ég sjálfri mér að koma ekki með stúdíó heim aftur, ég hef reyndar ekki alveg staðið við það,” segir Kristín og hlær. „Núna fáum við vonandi aftur aðstöðu þar svo ég geti meira tekið að mér svoleiðis myndatökur. Mér þykir lang skemmtilegast að taka myndir af landslaginu og náttúrunni. Núna er ég að vinna að verkefni með Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum. Verkefnið heitir Skorradalur allt árið og er ég að taka myndir af eyðibýlum í Skorradal. Ég tek myndir af þeim yfir allt árið til þess að sjá árstíðarnar, stefnan er svo að halda sýningu með þessum myndum næsta sumar, vonandi í einu eyðibýlanna,” segir Kristín.

Þarf alltaf að prófa allt sjálf Að lokum spurðum við Kristínu hvert framhaldið verði, hvort hún stefni að frekara námi eftir stúdentsprófið? Hún sagði svo ekki vera en að það væri aldrei að vita hvað hún myndi gera. „Ég framkvæmi flestar hugmyndir sem ég fæ, svo það er ómögulegt að segja hvað ég mun gera. Ég er bara þannig að ég þarf að prófa allt og sjá sjálf hvernig það er, ég sé ekki endilega hlutina fyrir öðruvísi. Ef það sem ég geri gengur ekki upp eins og ég hafði vonað þá bara hætti ég. Ég á ekki erfitt með að hætta ef mér finnst eitthvað ekki vera að virka eða ekki vera þess virði, ég á aftur á móti erfiðara með að prófa ekki allt,” segir Kristín og hlær. „Dæmi um þetta er heimilið mitt. Ég er oft að breyta því og nota t.d. aldrei málband til þess að

Næg verkefni á Hálsum Tryggvi segir að mikill munur sé á verkefnastöðunni núna í ár miða við árið í fyrra. Hann segir að jafnvel sé að koma smá 2006-2007 stemning í iðnaðinn. „Við höfum mikið meira en nóg að gera og í rauninni gæti ég bara verið að vinna alla daga eins og staðan er núna. Ég hef haft mun meiri þörf á viðbótar manni í vinnu núna heldur en í fyrra,” segir Tryggvi. Á veturnar hefur Tryggvi séð um snjómokstur og þau Kristín sjá um skólaakstur barna í Skorradalnum. „Við sjáum um að keyra

Tryggvi að flytja timbur.

um að fá öll leyfi og svo auðvitað að flytja húsið hingað. Þetta tókst nú allt á endanum en var eiginlega bara algjört ævintýri,” segir Kristín og hlær. Þrátt fyrir að hafa flutt í sveitina og sest þar að hefur Kristín ekki látið það koma í veg fyrir að ganga menntaveginn. Hún lauk námi í ljósmyndun frá Tækniskólanum og fór svo á samning á Ljósmyndastofu Garðabæjar. Næsta vor er planið hún að ljúka stúdentsprófi

Hús Kristínar og Tryggva á Hálsum en það var flutt úr Hafnarfirði.

inn. „Tryggvi hefur nú alltaf verið að reyna að fá mig til að taka meiraprófið, það kæmi sér oft vel fyrir okkur.” Í ljósmyndarastarfinu er líka alltaf nóg að gera að sögn Kristínar. Hún hefur þó verið í fæðingarorlofi með Guðrúnu Ástu og segist því ekki hafa gert jafn mikið í myndatökum undanfarið. En ljósmyndarinn er þó aldrei alveg í fríi þar sem skilin á milli starfs og áhugamáls eru ekki alveg ljós. „Ég hef minna ver-

opnaði svo bókina og sá allar þessar fallegu myndir fannst mér þetta enn meiri heiður, að mín mynd hafi verið valin af öllum þessum fallegu myndum,” segir Kristín og brosir. Það næsta sem er í vinnslu hjá Kristínu eru ljósmyndir prentaðar á efni. „Ég er að fá fyrstu prufurnar af efnunum í hús núna og ég ætla að prófa þau aðeins fyrst og sjá hvernig þau eru og hvernig þau þola þvott og svona. Ég ætla ekki að hafa mörg

sjá hvar hlutir passa best. Ég bara færi til og prófa og ef það gengur ekki upp þá bara færi ég til baka. Ég fór líka einu sinni í nám á Hólum en fann það svo fljótt að ég vildi ekki fara í svona mikið nám aftur á meðan krakkarnir mínir voru enn svona litlir, svo ég bara hætti því. Ég var þá búin að prófa og gat því hætt með góðri samvisku. Það er ekkert að því að prófa,” segir Kristín að lokum. arg/ Ljósm. kj.


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

65

„Þetta eru æðisleg dýr og mínir bestu vinir“

Eldvarnarátak Neista félags slökkviliðsmanna í Borgarbyggð Þegar kemur að aðventunni hefur reynslan sýnt okkur að auknar líkur séu á eldsvoðum vegna aukinnar notkunar rafmagns og kertaljósa. Einnig er því miður oft svo að verulegur skortur er á eldvörnum á heimilum. Því munu félagsmenn Neista, félags slökkviliðsmanna í Borgarbyggð, standa fyrir eldvarnarátaki nú á aðventunni þar sem félagsmenn munu hvetja almenning til að efla eldvarnir á heimilum í aðdraganda hátíðanna. Kannanir hafa sýnt að á mörgum heimilum eru eldvarnir ófullnægjandi sem leiðir að því að íbúar eru berskjaldaðir fyrir eldsvoðum. Með kynningu og sölu á viðeigandi búnaði munu félagsmenn Neista aðstoða fólk við að koma sér upp eld-

varnarbúnaði sem hæfir húsnæði þess. Neistamenn ætla að bjóða upp á reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi á góðum kjörum en með kaupum á þessum búnaði mun viðkomandi styrkja félagsstarf Neista og rennur ágóðinn af sölunni í sjóð til góðgerðarmála og uppbyggingu félagsins. Dagana 27. nóvember og 11. desember munu félagsmenn kynna þetta eldvarnarátak og taka á móti pöntunum fyrir eldvarnarbúnaðinum við Bónus og Nettó frá kl. 15-18. Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að hitta á okkur þessa daga þá er hægt að senda inn fyrirspurnir og pantanir á netfangið: neisti@borgarbyggd.is. -Fréttatilkynning/ Ljósm. Hafsteinn Sverrisson

Fyrir ekki svo löngu máttu hundar ekki vera í þéttbýli hér á landi og talið að þeir ættu einungis heima í sveitum þar sem þeir jafnframt gerðu gagn. Í dag er öldin önnur og mjög algengt að hundar séu í eigu fólks og búi á heimilum þess og tegundavalið er orðið býsna fjölbreyttar. Valdís Vignisdóttir úr Borgarnesi er með þrjá hunda af tegundum sem ekki eru algengar. Annars vegar á hún tvo hunda af teguninni papillon og hins vegar einn af tegundinni afghan. „Hundar eru mitt aðal áhugamál og ég sinni þeim eiginlega allan daginn,” segir Valdís. Mikil vinna við umhirðu ætti ekki að koma á óvart því einn af hundum Valdísar er stór og þar að auki með feld sem nær næstum niður að jörðu. „Ég eyði mjög miklum tíma í feldvinnu á afghaninum enda þarf að baða hann vikulega og stundum oftar. Hann á það til að flækjast mjög mikið. Ég get alveg verið í fjóra til fimm tíma að baða hann, blása og flækjugreiða. Hvað papillon hundana varðar þá baða ég þá kannski á svona tveggja vikna fresti,” bætir hún við.

Hefur alltaf verið mikill dýravinur Afghan hundarnir sem Valdís á eru af mjóhundaætt en það eru svokallaðir hlaupahundar. Veiðieðlið er mjög sterkt og hlaupa þeir þá bráðina uppi, enda komast þeir um 50-60 kílómetra á klukkustund. Það gefur því auga leið að þeir þurfa sitt pláss og mikið rými allavega til að spretta úr spori. „Afghaninn minn þarf miðlungs mikla hreyfingu en ég reyni að hreyfa alla hundana daglega. En við erum svo heppin að hafa stóran afgirtan garð sem þeir geta hlaupið frjálsir í,” segir Valdís. Við spurðum hana hvernig þetta áhugamál hefði

Valdís Vignisdóttir að sýna Vestra sem er af tegundinni Afghan.

komið til? „Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og mig hafði lengi langað til að eignast hund. Foreldrar mínir samþykktu það svo og ég eignaðist fyrsta hundinn 2008, hann Draum sem er af tegundinni papillon. Mig var þó búið að langa í hund af Afghan kyni í mörg ár þegar ég lét verða af því og fékk hann Vestra. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Það er mín uppáhalds tegund enda eru þessir hundar bara svo fallegir, skemmtilegir og aðeins öðruvísi,” segir Valdís.

Er mikið að sýna Við spurðum að lokum af hverju hundar, en ekki önnur dýr? „Þetta eru svo æðisleg dýr, mínir bestu vin-

Papillon hundarnir hennar Valdísar.

ir sem ég gæti ekki verið án. Ég er mikið að sýna hundana og það hefur gengið mjög vel. Afghaninn minn er orðinn bæði íslenskur og alþjóðlegur meistari. Alltaf á tveggja vikna fresti tek ég hundana í sýningarþjálfun hér heima, svona til að halda þeim við. Þeir verða alltaf jafn glaðir þegar ég tek upp sýningartauminn.” arg

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð Friðar- og kærleiksjól í Blómasetrinu Blóm Gjafavara Skreytingar

SKESSUHORN 2015

og margt fleira

Kaffi og léttar veitingar Kökur og smáréttir í miklu úrvali

Kertaljós og kossar - Njótum aðventunnar

Opnunartími: Sunnudaga - Fimmtudaga 11:00 - 19:00 Föstudaga og Laugardaga 11:00 - 21:00

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð • Skúlagötu 13 • Borgarnesi • s: 437-1878

www.blomasetrid.is • wwww.kaffikyrrd.is • facebook.com/blomasetridkaffikyrrd


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

66

Vörðu aðfangadegi á bambusfleka í Tælandi -spjallað við Gróu Björg lögmann hjá Landslögum Gróa Björg Baldvinsdóttir er ung kona úr Dölunum sem nú vinnur sem lögmaður á lögfræðistofunni Landslögum. „Á meðan ég var í mastersnáminu vann ég hjá skilanefnd Landsbankans, það var lærdómsríkt og góð reynsla. Ég hef svo unnið hjá hjá Landslögum í rúm fjögur ár. Ég fékk héraðsdómslögmannsréttindin í desember 2012 en það þýðir að ég get flutt mál fyrir héraðsdómum landsins, tekið að mér skiptastjórn þrotabúa og fleira. Ég hef fengist við margvísleg mál hér á Landslögum, svo sem varðandi ábyrgðartryggingar stjórnenda, fasteignakaup, fasteignagalla, skiptastjórn, ýmis málefni tengd sveitarfélögum, skipulagsmál og fleira. Man þegar ég byrjaði í náminu en þá var ég oft spurð hvernig mér dytti í hug að fara að læra þetta þurra námsefni. Ég hef hins vegar kynnst því að lögfræðin er fjarri því að vera þurr. Hún er einmitt mjög lifandi, skemmtileg og snertir okkur öll á einn eða annan hátt. Mér finnst gaman í vinnunni, það eru aldrei tveir dagar eins og starfið er bara svo lifandi og skemmtilegt,” segir Gróa.

Frekar karllæg stétt Gróa segist hafa gaman af því að hafa nóg að gera en viðurkennir að stundum eigi hún til að taka of mikið að sér. „Það ættu allir að prófa að taka þátt í skipulögðu félagsstarfi. Fyrir utan hversu skemmtilegt það er þá hittir maður líka marga og kynnist mörgum. Ég var t.d. í stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík

hjólreiðarkeppnina sem felst í því að hjóla hringinn í kringum landið. Við vissum ekkert hvað við værum búin að koma okkur út í en þetta hafðist og við náðum alveg þriðja sætinu en þá voru liðin reyndar færri en þau voru síðasta sumar,” segir Gróa og hlær. „Við höfum svo tekið þátt síðan þá en eftir að fleiri lið fóru að skrá sig höfum við ekki alveg verið að halda þriðja sætinu. Við höfum þó klárað og náð að bæta tímann okkar á hverju ári en fyrst og fremst haft mjög gaman, þetta er klárlega með því skemmtilegra sem ég hef gert,” bætir Gróa við.

Kom við í Dubai á leiðinni til Tælands

Gróa Björg Baldvinsdóttir lögmaður.

þegar ég var þar í námi. Núna er ég í varastjórn Félags kvenna í lögmennsku en okkar markmið er að styrkja stöðu kvenna í lögmannastéttinni og hvetja konur til að fara í lögmennsku. Þessi stétt er enn frekar karllæg og það vantar fleiri konur. Ég er mikill jafnréttissinni og það er ekkert óeðlilegt við það að minnihlutar, hvar svo sem þeir eru, hópi sig saman í þeim tilgangi að styrkja stöðu sína. Það er mín von að kynjahlutföllin í lögmannsstéttinni verði jafnari sem og annars staðar. Vissulega mun það taka tíma en það var

t.d. fyrst árið 1935 sem kona lauk lagaprófi. Ég er þeirrar skoðunar að fjölbreytileiki, jafnræði, fræðsla og skilningur fyrir ágæti hvers og eins muni koma okkur langt.”

WOW Cyclothon Ásamt því að vera lögmaður í krefjandi starfi og að vera í varastjórn Félags kvenna í lögmennsku er Gróa einnig mikil útivistarmanneskja. Hún ólst upp með hestabakteríuna en fjölskyldan var með hross í Dölunum. Eftir að Gróa flutti til Reykja-

víkur var hún sjálf með hross þar til fyrir nokkrum árum. „Ég var alltaf með nokkra hesta inni á veturnar þegar ég var í náminu en svo eftir að ég fór að vinna hafði ég minni tíma. Ég fer þó enn á bak hjá öðrum og í hestaferðir. Það er bara fátt jafn skemmtilegt enda stefni ég á að koma fyrr en síðar af fullum krafti aftur í hestamennskuna. En eftir að ég hætti að taka inn hesta fór ég að hjóla. Það eru nokkrir aðrir hér hjá Landslögum sem hafa verið að hjóla. Svo árið 2013 var ákveðið í smá flippi að skrá Landslög í WOW Cyclothon

ÞARFTU AÐ LÁTA

ÞVO EÐA HREINSA FYRIR JÓLIN? Á Skagabraut 17, Akranesi tökum við á móti fatnaði, dúkum, sængum, mottum og öðrum sem þarf að þvo eða hreinsa fyrir jólin. Skjót og góð þjónusta. Opið kl. 12–17 alla virka daga.

Skagabraut 17 | Akranesi | www.thvottur.is

Við Íslendingar þráum oft meiri sól og betra veður. Margir muna eftir lægðum síðasta vetrar en þá voru eflaust margir til í að komast út fyrir landssteinana í smá sólarglætu. Það er nákvæmlega það sem Gróa gerði þegar hún fór ásamt þremur vinkonum sínum til Tælands í mánuð og var þar yfir jól og áramót. Við báðum Gróu um að segja okkur aðeins frá því ferðalagi og hvernig það var að verja jólum og áramótum í Tælandi. Ferðin hófst þegar þær vinkonurnar flugu út til Dubai. „Þar var allt stærst og mest, t.d. stærsta verslunarmiðstöð í heimi og hæsta bygging heims. Þetta var samt eiginlega eins og að vera í gerviborg, það var allt slétt og fínt og eiginlega óraunverulegt. En svo ef maður fór út fyrir borgina var þetta ekki svona. Eftir að hafa verið í Dubai fórum við


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 í jeppasafarí um eyðimörk, fengum að fara á bak á úlfalda og fleira. Næst fórum við til Tælands þar sem við skoðuðum aðeins lífið í Bangkok. Það var rosaleg upplifun, þar er ofboðslega mikið af fólki og allt á iði. Fólkið var samt svo rólegt og andrúmsloftið gott. Þegar ég gekk um götur Bangkok upplifði ég mig eins og ég væri í tölvuleik. Maður varð að horfa vel fram fyrir sig bæði vegna fjölda fólksins og af því það var endalaust af hinu og þessu á götunum og gangstéttunum. Við þurftum að beygja okkur undir rör og allskonar dót sem varð á vegi okkar, svo voru börn oft á götunum að borða matinn sinn bak við matvagna þar sem í einhverjum tilvikum foreldrar þeirra voru að selja mat og ávexti á götunum. Umferðin var svo annar handleggur. Það virtust ekki vera neinar umferðarreglur, fólk bara keyrði einhvern veginn og við furðuðum okkur á því að verða ekki vitni að neinum árekstri. Við spurðum einn leigubílstjóra hvernig þetta virkaði, þegar allir keyra bara einhvern veginn. Hann sagði að fólk þyrfti bara að sýna þolinmæði því að maður myndi alltaf komast á leiðarenda, það gæti bara tekið smá tíma. Þetta var frekar ólíkt andrúmsloftinu hér heima ein einmitt eitthvað sem maður ætti klárlega að tileinka sér,” segir Gróa og hlær.

Fór í þriggja daga bakpokaferð Eftir að hafa skoðað Dubai og Bangkok hófst aðal hluti ferðarinnar, bakpokaferð í Chiang Mai. Það ferðalag var mikil upplifun fyrir þær vinkonurnar en bakpokaferðalagið sjálft stóð yfir í þrjá daga og tvær nætur. „Þarna voru stór fjöll allt í kring og tré út um allt, virkilega fallegt. Við hittum leiðsögumanninn okkar sem sagðist heita Ping Pong,” segir Gróa og hlær. Hún segist samt ekki vera

viss um að þetta hafi verið hans raunverulega nafn, kannski hafi hann bara valið nafn sem fólk ætti auðvelt með að muna. „Okkur var sagt að pakka bara því nauðsynlegasta í bakpoka því við myndum þurfa að bera þá allan daginn. Við vorum með heilt apótek með okkur því við vorum svo hræddar um að verða veikar í nýjum að-

ekki mörg hús, þar voru kýr og íbúarnir ræktuðu sinn mat sjálfir „Þar var bara sjálfsþurftarbúskapur. Svo sváfum við eiginlega undir berum himni, það var jú þak fyrir ofan okkur en takmarkaðir veggir á hliðunum og það sást í gegnum þakið. Þarna var ein ljósapera og á kvöldin var ansi mikið myrkur. Þá söfn-

67

í eigu bænda þar sem höfðu erft þá. Fílarnir voru báðir um fimmtíu ára gamlir. Þetta var þvílík upplifun að vera á baki fílsins en eigandi hans stökk upp á hálsinn á fílnum. Þar sat hann við eyrun og stjórnaði fílnum aðallega með líkamshreyfingum sínum, svipað og maður gerir á hestabaki,” segir Gróa.

og fílarnir baða sig upp úr og pissa sjálfsagt líka í,” segir Gróa og hlær. Síðasti dagurinn í bakpokaferðalaginu var 24. desember. Sá hluti ferðarinnar krafðist þess að fara niður Mae Taeng ána á fleka. „Ping Pong fékk aðstoð frá tveimur mönnum í þorpinu og þeir bjuggu til bambusfleka um morguninn og við áttum svo bara að standa á honum í þrjár klukkustundir á leiðinni niður ánna. Þeir settu svona prik sem stóð upp úr flekanum, svona svo við gætum hengt dótið okkar á svo það myndi ekki blotna. Við vorum ekki alveg vissar með þetta fyrst, þ.e. hvort að þessi nýsmíðaði fleki myndi yfir höfuð halda okkur á floti. Við vorum þarna með síma og myndavélar og vorum frekar smeykar að missa þetta allt í ána, flekinn var ekkert sérlega traustvekjandi. Okkur var bara sagt að setja símana í poka og láta okkur vaða, sem við gerðum. Þarna stóðum við úti á fleka í miðri á í óbyggðum Tælands og það á sjálfum aðfangadegi. Þetta var mjög sérstakt og þvílík upplifun,” rifjar Gróa upp. Þær vinkonurnar komust heilar úr flekaferðinni og komu á hótelið sitt á ný.

Áramót á paradísareyju

Gróa Björg og vinkonur hennar í bakpokaferðalagi um Tæland á aðfangadag árið 2014.

stæðum þar sem við vorum að borða mat sem við vorum alls ekki vanar. Við ákváðum líka að hafa með okkur eina flösku af Jack Daniel’s svona til að passa vel upp á magann okkar,” segir Gróa og brosir.

Fóru á fílsbaki yfir á Þær vinkonurnar gistu í litlum þorpum í fjöllunum. Í fyrra þorpinu voru

uðust allir bara saman við varðeld, spjölluðu og nutu þess að vera saman.” Eftir fyrstu nóttina í óbyggðum Tælands var ferðinni með Ping Pong haldið áfram. Áður en þau komu að næsta gististað þurftu þau að fara á fílsbak til að komast yfir á. „Við vorum mjög spenntar að fara á fílana og vorum mjög ánægðar að sjá að vel var farið með þessa fíla, þeir voru tveir á þessum bæ og voru

Settu símana í poka og krossuðu fingur Eftir ferðalagið yfir í þorp númer tvö var vinkonunum boðið að baða sig, sem var langþráð hjá þeim. En baðaðstaðan sem þeim var boðið var svæðið í ánni þar sem fílarnir höfðu verið baðaðir. „Við þurftum bara að baða okkur þarna, í sama vatni

Áramótunum vörðu þær vinkonurnar á eyjunni Koh Samui sem Gróa segir að sé algjör paradísaeyja. „Þar var búið að raða borðum á ströndina og við vorum bara á tánum í sandinum, frekar óvenjulegt en því sem maður á að venjast á þessum árstíma. Við enduðum svo kvöldið á að sleppa óska-luktum. Okkur var sagt að ef þær myndu takast á loft myndu óskir okkar rætast. Okkar luktir tókust reyndar ekki á loft eftir nokkrar tilraunir. Við ákváðum bara að láta sem við sæum það ekki,” segir Gróa hlæjandi að lokum. arg

MEÐ ALLT Á HREINU NÝ LÍNA FRÁ ELECTROLUX

gÀXJW SDU I\ULU VP UUL IHUèDìMyQXVWXU I\ULUW NL RJ VW UUL KHLPLOL NJ ìYRWWDYpO RJ ìXUUNDUL VHP HUX KHOPLQJL ÀMyWDUL Dè ìYR RJ ìXUUND ìYRWW HQ DOPHQQDU KHLPLOLVYpODU ëYRWWDYpOLQ EêèXU XSSi IM|OGD ìYRWWDNHUID ìDU i PHèDO ìYRWWDNHU¿ I\ULU PRSSXU RJ VyWWKUHLQVDQGL ìYRWWDNHU¿ ëUHI|OG HQGLQJ PLèDè YLè DOPHQQDU KHLPLOLVYpODU * èDYpODU i KDJVW èX YHUèL

0LNLOO RUNXVSDUQDèXU IHOVW t P\352 QêMX OtQXQQL IUi (OHFWUROX[ (LQIDOW UHLNQLQJVG PL ìYRWWDYpOLQ JHWXU ERUJDè VLJ XSS i VN|PPXP WtPD

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8:30 - 17:00 6tèXP~OL 5H\NMDYtN 6tPL ZZZ IDVWXV LV


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

68

Rebekka Unnarsdóttir verkefnisstjóri við Átthagastofu Snæfellsbæjar:

Sneri heim í Snæfellsbæ að loknu námi en það er mikil vinna og dýrt að þýða öll skjöl og fá réttindi viðurkennd. En Patrick kann vel við sig á Íslandi og hann hefur verið að læra íslenskuna. Elisabeth er líka dugleg að kenna honum, þau læra tungumál hjá hvoru öðru.“

Rebekka Unnarsdóttir er á heimavelli við störf sín í Áttahagastofu Snæfellsbæjar enda borin og barnfædd undir Jökli, nánar tiltekið í Rifi. Foreldrar Rebekku eru þau Unnar Leifsson og Guðrún Gísladóttir. „Það var frábært að alast upp í Rifi. Við vorum nokkrir krakkar jafnaldra þarna og lékum okkur öll saman. Það var nóg að gera. Eltast við kríurnar og svona á sumrin. Ósinn er þarna með öllu lífinu sem þar er. Svo er það sjálf höfnin. Það var alltaf eitthvað að gerast og okkur leiddist aldrei. Síðan fórum með skólabílnum yfir á Hellissand þar sem grunnskólinn er og þar hittum við fleiri krakka.“

Gott að eiga börn í Snæfellsbæ

Fór í Landbúnaðar háskólann Það þarf því ekki að koma á óvart að Rebekka hafi kosið að setjast að heima í Snæfellsbæ þegar hún komst á fullorðinsár en hún býr þar ásamt manni sínum og dóttur í dag. Áður en þau settur þar að fór hún hins vegar víða til að sækja sér menntun og skoða heiminn, læra og þroskast. „Eftir grunnskólann fór ég í framhaldsskóla til Reykjavíkur og útskrifaðist stúdent úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þetta var áður en Fjölbrautaskóli Snæfellinga var settur á laggirnar í Grundarfirði og um fátt annað að velja en leita annað eftir framhaldsnámi. Ég fór til Reykjavíkur þar sem pabbi og mamma áttu íbúð. Ég var þar hjá systur minni, tók strætó í og úr skólanum. Svo fékk ég bílprófið 17 ára.“ Þegar stúdentsprófið var að baki þá lá leiðin í háskólanám úti á landi. „Ég fór í nám í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Það var 2007. Ég útskrifaðist þaðan 2010. Lokaverkefnið mitt fjallaði um nærumhverfi sambýla í Reykjavík. Ég skoðaði hluti eins og aðgengismál, hvað væri í boði fyrir fólkið sem bjó þar og fleira. Þetta var nám til BS-gráðu þar sem Helena Guttormsdóttir var leiðbeinandi og þetta var mjög gaman.“

Rebekka Unnarsdóttir umhverfisskipulagsfræðingur á Átthagastofu Snæfellsbæjar þar sem hún starfar í dag sem verkefnisstjóri.

Eiginmaðurinn er járnbrautavélvirki Rebekka segist hafa farið á smá flakk eftir að náminu í umhverfisskipulag-

Rebekka og Patrick með Elisabeth Hall.

inu lauk. Meðal annars fór hún austur á Höfn í Hornafirði þar sem önnur tveggja systra hennar bjó. „Þarna vann ég við tjaldstæðið eitt sumar og tók svo sláturvertíð í sláturhúsinu. Að

Mæðgurnar Rebekka og Elisabeth Halldóra.

því loknu flutti ég út til Þýskalands þar sem kærastinn minn bjó. Hann heitir Patrick Roloff og er frá bænum Altenburg við Leipzig í Þýskalandi. Við höfðum kynnt í Finnlandi þar sem ég var sem au pair eitt sumarið meðan ég var í námi. Árið 2012 flutti ég svo hingað heim í Snæfellsbæ og fór að vinna á Hótel Hellissandi. Síðan byrjaði ég sem verkefnisstjóri hér á Átthagastofu Snæfellsbæjar fyrir um ári síðan.“ Þau Rebekka og Patrick eignuðust dóttur 2013. Sama ár flutti hann til Íslands. „Dóttir okkar heitir Elisabeth Halldóra og er tveggja ára. Patrick starfar hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Valafelli hér í bænum. Hann er reyndar menntaður vélvirki en sérsvið hans er viðhald járnbrautalesta. Skiljanlega er ekki mikið að gera í því hér á Íslandi,“ segir Rebekka og hlær við. „Hann hefur litið í kringum sig með vélvirkjastörf hér á landi

Litla fjölskyldan býr nú í Ólafsvík þar sem þau Patrick og Rebekka starfa bæði. Oft er talað um að minni byggðir úti á landi glími við þann vanda að halda í unga fólkið. Það hverfi á braut til náms og snúi ekki heim aftur að því loknu. Rebekka er undantekning frá þessu. Hún segir að valið um búsetu hafi fallið á heimabyggðina því hún vildi einfaldlega fara heim aftur. „Upphaflega stóð reyndar til að ég myndi bara vera í sumarvinnu á Hótel Hellissandi. Síðan ætlaði ég að fara svo aftur út til Patricks í Þýskalandi en svo breyttist það. Ég var áfram við störf á hótelinu. Þar ílentist ég í tvö ár. Patrick flutti svo til Íslands, Elisabeth fæddist og við settumst að í Ólafsvík. Ég get alveg séð framtíð fyrir okkur hér í Ólafsvík þó maður viti svo sem fátt um hvað framtíðin beri í skauti sér þannig séð. En það er til að mynda mjög gott að vera með börn hérna.“ Rebekka segir einnig að það sé mjög gott að starfa á Átthagastofunni. „Við erum tvær sem vinnum hérna og verkefnin eru fjölbreytt. Við setjum upp litlar sýningar, sjáum um markaðsmál og auglýsingar fyrir Snæfellsbæ og hér er upplýsinga- og menningarmiðstöð. Ferðafólk hvaðanæva að úr heiminum kemur hingað og við veitum því aðstoð. Einnig er heimafólk duglegt að nýta sér aðstöðuna hérna meðal annars geta fjarnemar tekið próf hérna og verið í kennslu í gegnum fjarfundabúnað. Svo sjáum við um byggðasafnið í Pakkhúsinu,“ segir Rebekka Unnarsdóttir. mþh

*UyVND *$5é9g589(56/81

Jólaseríur inni og úti - Grenibúnt -Jólastjörnur Útikerti - Eldiviður - Og margt fleira

Átthagamyndir

Glitstaðir

af öllum lögbýlum og þéttbýlisstöðum á Vesturlandi

Hlökkum til að sjá ykkur

Mánud. - föstud. 15 - 18 Laugardaga 11 - 16 Skagabraut 17 • Akranesi

Loftmynd frá Mats er alltaf kærkomin gjöf. Mýmargar stærðir og gerðir í boði. SKESSUHORN 2015

Þökkum frábærar viðtökur

Opnunartími:

Kynnist úrvalinu á www.mats.is Hafið samband á mats@mats.is

Átthagamyndir í nærri hálfa öld


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

69

„Kosturinn við þessa íþrótt er að maður er ekkert búinn um þrítugt“ Sigvaldi Lárus Guðmundsson er Dalamaður sem búsettur er á Hvanneyri ásamt eiginkonu sinni Mörtu Gunnarsdóttur og tveimur börnum, þeim Elísabetu Líf og Helga Hrafni. „Ég hef alltaf verið í hestamennsku eins og reyndar öll fjölskyldan. Það var því nokkuð augljós kostur að fara í nám við Háskólann á Hólum,“ segir Sigvaldi sem hefur undanfarin ár starfað við tamningar og reiðkennslu. „Ég hef dregið fjölskylduna um allt land vegna vinnunnar, en ég hef verið að temja víða og einnig verið að kenna, bæði við Háskólann á Hólum og hér við Landbúnaðarháskólann,” segir Sigvaldi.

inn væri auðvitað að vera í fremstu röð í því sem maður er að gera og að fara t.d. út á Heimsmeistaramót væri algjör draumur. Maður veit aldrei hvað verður, kosturinn við þessa íþrótt er að maður er ekkert búinn um þrítugt, þú getur átt nóg eftir þá,” segir Sigvaldi að lokum. arg

Sigvaldi Lárus Guðmundsson kennari og bústjóri á Mið-Fossum tekur hér hryssuna Völvu frá Hólum til kostanna.

Kennir og stýrir búi Í september 2014 flutti fjölskyldan á Hvanneyri þar sem Sigvaldi fór að kenna við Landbúnaðarháskólann ásamt því að taka við bústjórastöðu á Mið-Fossum. Hann sér þar um allt mögulegt sem snýr að jörðinni ásamt því að fá nemendur í reiðkennslu. „Ég er í raun eins og bóndi hér á staðnum, ég bara bý ekki hér og ég á þetta ekki,” segir Sigvaldi og brosir. ,,Svo er það auðvitað kennslan, en hér eru kennd Knapamerkin ásamt for- og frumtamningum. Hingað koma krakkar með mikinn áhuga á hestamennskunni en með misjafna reynslu. Sumir hafa lifað og hrærst í þessu frá blautu barnsbeini á meðan aðrir eru jafnvel að hefja kynni sín á hestamennskunni. Öll eru þau þó hér með það að markmiði að læra meira á hestinn og auka skilning sinn á reiðmennskunni. Hér er oft mikið líf af bæði fólki og ferfætlingum og sjaldan sem manni leiðist.”

Börnin blómstra á Hvanneyri Aðspurður um hvernig það sé að búa á Hvanneyri segir hann það vera alveg frábæran stað að búa á. „Marta vinnur á Kleppjárnsreykjum og líkar mjög vel þar. Einnig er hér frábær skóli og leikskóli svo börnunum líður mjög vel. Elísabet Líf er alveg að blómstra í þessu umhverfi. Ég held að þetta sé svipað hér fyrir hana eins og það var fyrir mig í Búðardal þegar ég var yngri. Hér er lítið samfélag þar sem allir þekkja alla og börnin búa við svo mikið frelsi, bara eins og gengur og gerist í svona samfélagi, allt öðruvísi en t.d. í bænum,” segir Sigvaldi.

SPEGLAR OG STURTUGLER Sandblásum bæði texta og myndir í gler og spegla... LED ljós í spegla

Draumurinn er að vera í fremstu röð Eins og segir hér að framan hafa hrossin alltaf átt stóran sess í lífi Sigvalda og hefur hann verið alinn upp við hestaíþróttina. Aðspurður um framhaldið og hvort hann sé kominn á þann stað í lífinu að hann sé að upplifa drauminn segir hann það ekki svo fjarri lagi. „Það mætti alveg segja að ég sé í draumastarfinu en ef ég gæti væri ég að ríða mun meira út sjálfur; þjálfa og temja,” segir Sigvaldi. „Auðvitað vill maður líka alltaf gera betur og ná lengra. Draumur-

Smiðjuvegi 7 200 Kópavogi Sími: 54 54 300 Fax: 54 54 301 ispan@ispan.is


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

70

Nýtur sín best þegar hann kemur fram með öðrum „Ég er mikið uppi í járnblendi þar sem maður fær ryk ofan í sig og get oft lítið sungið eftir daginn. Ég finn fyrir því, sérstaklega eftir langa vinnudaga,“ segir Heiðmar Eyjólfsson í samtali við Skessuhorn. Hann starfar sem vélvirki hjá Hamri á dagvinnutíma en þess á milli bregður hann sér gjarnan á bakvið hljóðnemann og lætur hann nema titring raddbanda sinna. Heiðmar er söngvari; syngur og leikur á gítar við ýmis tilefni. Þegar um dansleiki er að ræða kemur Heiðmar fram ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Meginstreymi og segir hann að þeir hafi skemmt fólki nokkuð reglulega að undanförnu. „Það hefur verið nokkuð að gera við að spila á böllum undanfarið, við erum nánast að verða húsband á Hótel Glymi eftir að Ragna hótelstjóri sá okkur á þorrablóti síðasta vetur. Þar varð hún svona líka hrifin af okkur,“ segir Heiðmar og brosir.

Gaman að skemmta fólki Dansleikir eru jafn mismunandi og þeir eru margir, en Heiðmar er ekki í vafa um hvaða hópi honum þykir ánægjulegast að spila fyrir. „Skemmtilegast þykir mér að spila fyrir eldra fólk. Það er svo mikið stuð í mannskapnum og það eru oft bestu giggin,“ segir hann. Heiðmar á það einnig til að koma fram einn með gítarinn og syngja og spila fyrir fólk sem trúbador. „Það er mjög gott ef maður nær föstudegi við það og svo balli á laugardagskvöldi,“ segir hann. „En svo hef ég tekið þátt í alls kyns viðbótarverkefnum eins og til dæmis á Írskum dögum, í kirkjum við fermingar og fleira. Það var mjög gaman að taka þátt í tónleikunum á Írskum dögum. Það er skemmtilegast þegar hæfileikar margra koma saman. Þegar maður notar það sem maður hefur sjálfur og sameinar það með því sem aðrir hafa,“ segir hann og bætir því við að fyrir skömmu síðan hafi hann unnið að upptökum fyrir Júróvisjón ásamt fríðum hópi.

Heiðmar Eyjólfsson slær E-moll á forláta Fender Stratocaster American Standard, einstaklega vandaðan gítar sem er í eigu félaga hans.

Hann vill hins vegar ekki tjá sig um það og segir að mikil leynd hvíli yfir því verkefni, enn sem komið er. Heiðmar segist njóta sín best þegar hann kemur fram með öðrum. Að vera einn með kassagítarinn geti vitanlega komið mjög vel út og verið gaman en allt verði bæði flottara og skemmtilegra með hljómsveit. Kjarni málsins er aftur á móti augljós. „Það er gaman að skemmta fólki og maður vill gera það eins vel og maður mögulega getur,“ segir Heiðmar.

Heimsreisa og tónlistarnám á döfinni Heiðmar var áberandi í menningarstarfi nemendafélags Fjölbrauta-

skóla Vesturlands á meðan hann stundaði þar nám. Hann lék aðalhlutverkið í uppsetningu Gauragangs og sló svo í gegn sem Danny úr Grease ári síðar. Þá keppti hann í Söngkeppni framhaldsskólanna þar sem hann söng Grasagarðinn úr söngleiknum Jesus Christ Superstar. Auk þess sem áður var talið syngur hann þessa dagana með hljómsveitinni Veturhúsum, með Heimi Klemenzson í broddi fylkingar og vinnur sveitin að upptökum á nýju efni um þessar mundir. En aðspurður um verkefni komandi tíðar segir Heiðmar að framundan sé smá pása í tónlistinni í allra nánustu framtíð. „Ég er að fara í heimsreisu með Höllu kærustunni minni. Við förum út í lok

febrúar, eftir þorrablótstörnina og ætlum hringinn í kringum hnöttinn, nánast. Ferðin byrjar í Dúbaí og svo förum við til Austurlanda fjær og komum svo við á Fiji á leiðinni til Bandaríkjanna. Þaðan fljúgum við til Íslands aftur og þar með lýkur reisunni 17. maí,“ segir hann og kveðst bíða komandi ævintýris með mikilli eftirvæntingu. „Ég held það verði gaman að fá aðeins að kynnast öðrum menningarheimum.“ Hann ætlar þó ekki að segja alveg skilið við tónlistina á meðan heimsreisunni stendur. „Ég keypti mér Martin backpacker, sem er mjög lítill og nettur gítar og meðfærilegur á ferðalögum. Ég tek hann með mér og reyni jafnvel að

Reykjavík Grundartangi Akranes Borganes

Aðventa í Kjósinni

Vélstjóri

? aVig hhVaV kZgÂjg ^cc V ;dhh{ =kVa[^g { kZ\jb H` \g¨`iVg[ aV\h @_ hVg]gZeeh! @_VaVgcZhh! Bdh[ZaahW¨_Vg d\ @ eVkd\h! VaaVg ]Za\Vg YZhZbWZg [g{ `a# &%#%%"&*#(%

6ÂkZcijbVg`VÂjg kZgÂjg ]VaY^cc ; aV\h\VgÂ^ @_ h aVj\VgYV\^cc &'# YZhZbWZg [g{ `a# &'#%%"&,#%%

Faxaflóahafnir sf. óska að ráða til starfa vélstjóra frá og með 1. mars 2016 með starfsstöð í Reykjavík. Starfið felst aðallega í vélstjórn á dráttarbátum Faxaflóahafna sf. en einnig í afgreiðslu rafmagns, móttöku skipa og öðrum tilfallandi störfum.

I^akVa^cc hiVÂjg i^a V kZghaV eZgh cjaZ\Vg _ aV\_V[^g g d\ c¨Â^ >ab^cc aZ\\jg V[ ik gZn`iV ]Vc\^`_ i^cj d\ _ aVhiZ^`^c Zg `a{g WZ^ci [g{ W cYV @kZc[ aV\ @_ hVg]gZeeh WÅÂjg jee { ]Z^ii h ``jaVÂ^ d\ bZÂa¨i^

Nauðsynlegt er að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði:

SKESSUHORN 2015

<VaaZgn CVCV! ;aZ``jYVahkZ\^ &- k^Â BZÂVa[ZaahkVic! de^Â [g{ `a# &'#%%"&,#%% @V[[^ @_ h k^Â BZÂVa[ZaahkVic! de^Â [g{ `a# &'#%%"&-#%%

lll#`_dh#^h @{ii @_ h

• • • •

Hafi full vélstjórnaréttindi - VF 1 Hafi sótt námskeið í Slysavarnarskóla sjómanna Hafi góða kunnáttu í íslensku og ensku Hafi góða tölvukunnáttu

Faxaflóahafnir sf. eru með starfsemi í Reykjavík, á Akranesi, á Grundartanga og í Borgarnesi og sinna starfsmenn Faxaflóahafna sf. verkefnum á þeim stöðum. Unnið er alla virka daga 07:00 - 17:00. Umsóknir sendist Faxaflóahöfnum sf., Tryggvagötu 17, 121 Reykjavík, merkt VÉLSTJÓRI fyrir 1. desember nk. Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnarvernd þá er óskað eftir að umsækjandi geti lagt fram sakavottorð. Nánari upplýsingar gefur yfirhafnsögumaður í síma 525-8900.

SKESSUHORN 2015

KZg^Â kZa`db^c @_ h^cV { VÂkZcijcc^

semja eitthvað smá. Það væri gaman að ná að semja eitt lag í hverri heimsálfu sem við heimsækjum,“ segir Heiðmar en bætir því við að ekki sé um neina sérstaka tónlistarferð að ræða, því verði hann hvorki sár né svekktur ef það gengur ekki eftir. „En það væri gaman að koma heim með fjögur lög eða svo,“ bætir hann við. Þegar lengra er litið fram í tímann kveðst Heiðmar stefna í gítarnám og tónfræði við FÍH. „Mig langar að kunna meira á gítarinn og þá er eina vitið að skella sér í nám. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að fólk eyðir tíma í að læra á þetta hljóðfæri,“ segir Heiðmar Eyjólfsson að lokum. kgk


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

Hlakka mikið til að flytja í sveitina „Við tókum við núna í október síðastliðnum og ætlum að fjölga í bústofninum smám saman. Í haust keyptum við 150 kindur frá Bæ í Árneshreppi. Stefnan er að vera með upp undir fjögur hundruð kindur í vetur,“ segir Birgitta Jónasdóttir í samtali við Skessuhorn. Nýlega létu foreldrar hennar, Bergljót Bjarnadóttir og Jónas Samúelsson, af búskap og fluttust norður á Sauðárkrók. Birgitta mun taka við búi foreldra sinna ásamt manni sínum Bergi Þrastarsyni á jörðinni Kötlulandi (fyrrum Tilraunarstöð ríkisins). Jörðin er í eigu Reykhólahrepps og munu þau leigja hana af hreppnum en útihúsin

Systurnar Hrafnhildur Eva og Berglind.

Yngsti fjölskyldumeðlimurinn Hinrik fær að alast upp í sveitinni á æskuslóðum móður sinnar.

eignast þau sjálf. Í sumar voru gerðar þó nokkrar endurbætur á útihúsunum, meðal annars voru smíðaðar gjafagrindur og hlaðan klædd að utan. „Aðspurð segir hún að búskaparáhuginn hafi framan af aðallega verið Bergs. „Ég ætlaði mér aldrei að flytja heim aftur og bræður mínir hafa grínast mikið með það undanfarið. Það einhvern veginn var aldrei á stefnuskránni hjá mér að gerast bóndi en eftir að ég kynntist honum Bergi mínum og eignaðist með honum þessi yndislegu börn okkar þá breyttust áformin. Bergur er mikill bóndi í sér og hefur gaman af búskap,“ segir hún. „Bergur er Kópavogsbúi og var til margra ára í sveit á Hofsstöðum í Stafholtstungum þegar hann var yngri. Um leið og hann slapp úr skólanum fór hann í sveitina og eyddi þar öllum sumrum frá því hann var sex ára og fram til sextán ára aldurs. Þar var bæði kúabú og fjárbú og ég held að áhugi hans hafi kviknað þar. Þetta er hans unun,“ segir Birgitta en bætir því við að hún hafi aðeins þurft að hugsa sig um. „En eftir að foreldrar mínir sögðu okkur frá sínum áformum þá sáum við að þetta væri gullið tækifæri fyrir okkur.“

Í sumar réðust Birgitta og Bergur í þó nokkrar endurbætur á útihúsunum sem fólust meðal annars í því að klæða hlöðuna að utan.

Forréttindi fyrir börnin að vera í sveitinni Birgitta segir að auðvitað spili þó fleiri þættir inn í ákvörðun þeirra hjóna að flytja vestur á Reykhóla og hefja búskap. „Það að ala upp börnin okkar í sveitinni teljum við vera forréttindi. Börn Birgittu og Bergs eru tvö; Berglind sex ára og Hinrik sem er fjögurra mánaða gamall. Auk þess á Bergur fyrir dótturina Hrafnhildi Evu sem er ellefu ára og mun heimsækja þau í sveitina í fríum og vera hjá þeim eins mikið og hún getur. Fjölskyldan mun flytja alfarið vest-

ur eftir sauðburð þegar skólaárinu líkur hjá stelpunum. „Við flytjum inn í íbúðarhúsið sem foreldrar mínir bjuggu í og er stefnan sú að ditta örlítið að því í í vetur. Svo erum við svo heppin að hafa fengið hann Ólaf Smárason frá Borg og fjölskyldu hans til þess að sjá um búið þangað til við flytjum. „Ég er lærður leikskólakennari og það er búið að bjóða mér starf á leikskólanum svo þetta gæti ekki betra verið. Við höfum fundið það á öllum að við erum velkomin, sveitin öll tekur alveg virkilega vel á móti okkur og við hlökkum mikið til að flytja,“ segir Birgitta Jónasdóttir að lokum. kgk

Brúðkaupsmynd af þeim Bergi og Birgittu.

71


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

72

Deila jólakraftaverkum til barnafjölskyldna

Efnalaugin Fönn er með móttöku að Skagabraut 17 á Akranesi.

Fönn minnir á sig Einn liður í undirbúningi jólanna er að láta hreinsa og þvo allt fyrir heimilið, ekki síst sín betri föt og kjóla en einnig dúka, gardínur og annað. Á Akranesi, fjölmennasta þéttbýliskjarna Vesturlands, hefur um nokkurt skeið verið rætt meðal bæjarbúa að hvimleitt sé að geta ekki farið með föt í hreinsun í bænum. Þær umræður eiga þó ekki við rök að styðjast, því Fönn starfrækir móttöku að Skagabraut 17. Móttakan er opin frá hádegi til fimm alla virka daga og á því bili geta bæjarbúar afhent og sótt föt til hreinsunar. Tveir Skagamenn, þeir Gulli og Erlingur, skipta vöktunum á milli sín. Bílstjóri frá Fönn ekur á hverjum degi til og frá Akranesi og er afhendingartíminn alla jafnan sá með sami og í Reykjavík. „Ein-

hvern veginn er eins og fáir hafi vitað af okkur hingað til,“ segir Ari Guðmundsson framkvæmdastjóri Fannar í samtali við Skessuhorn. „En eftir að við settum upp sérstaka móttöku og létum aðeins vita af okkur með gerð sér facebook-síðu fyrir móttökuna á Akranesi höfum við fundið fyrir því að vaxandi fjöldi fólks skiptir við okkur. Starfsmenn okkar segjast hafa upplifað að allt í einu sé fólk að átta sig á að við séum þarna,“ bætir hann við. „Ég hef oft sagt að ef það er hægt að þvo hlutinn þá getum við gert það hvort sem það eru mottur, sængur, dúkar eða sængurver. Hvað er betra en að sofa með nýþvegin og -straujuð sængurföt um jólin?“ segir Ari léttur í bragði. kgk

Í fyrra stofnaði Akurnesingurinn Védís Kara Reykdal síðuna Jólakraftaverk á samskiptamiðlinum Facebook. Tilgangur síðunnar er að fólk geti aðstoðað fjölskyldur með gjöfum fyrir jólin eða beðið um aðstoð. Í lýsingu hópsins er sagt frá því að jólin séu mörgum erfiður tími og þá sérstaklega foreldrum. „Því miður eru allt of margar fjölskyldur á Íslandi í dag sem eiga sárt um að binda og það vilja allir geta gert sitt besta fyrir fjölskylduna sína en eiga ekki endilega alltaf til fjármagnið til þess,“ segir á síðunni þar sem kraftaverkin gerast. Skessuhorn heyrði í Dalakonunni Anítu Rún Harðardóttur sem er einn af stjórnendum Jólakraftaverka, annað árið í röð.

Neyðin er mikil Aðspurð um hvort neyðin sé mikil í ár segir Aníta að svo sé. „Mun meiri en í fyrra, það hafa mikið fleiri leitað til okkar í ár. Ég finn allavega rosalegan mun milli ára en starfið er líka þekktara núna en í fyrra. Kannski er þetta líka vegna þess að það voru fleiri sambærilegar síður í fyrra og þar af leiðandi leita fleiri til okkar núna. Við vorum samt skipulagðari í ár og byrjuðum mun fyrr en í fyrra. Við vorum byrjaðar að plana og skipuleggja í september en byrjuðum að úthluta gjöfum í nóvember,“ segir hún. Aníta segist ekki hafa nákvæma tölu á þeim sem leitað hafa eftir aðstoð en segir aðstandendur síðunnar hafa hjálpað í kringum 300 börnum með aðstoð af ýmsu tagi. „Það eru líka alveg ótrúlega margir sem hafa veitt okkur hjálparhönd. Ýmis fyrirtæki hafa til dæmis styrkt okkur með gjöfum og einstakling-

Aníta Rún Harðardóttir er ein þeirra deilir jólagjöfum til barnafjölskyldna sem hafa lítið á milli handanna.

ar líka. Við erum ennþá sömu sem stjórnum síðunni og í fyrra en fleiri yndislegar konur hafa bæst í hópinn. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Aníta.

Leikföng vinsælust Aníta segir flesta sem óska eftir hjálp í gegnum kraftaverkasíðuna vera að biðja um leikföng og annað til að gefa börnum sínum í jólagjöf. Þá eru einnig einhverjir sem eru að leita að jólafötum, jólamat og gjöfum fyrir sveinka. „Leikföngin eru vinsælust til að gefa börnunum á jólunum finnst mér, svo kannski bækur og

föt þar á eftir. En fyrir eldri krakkana er helst óskað eftir snyrtidóti og bara alls konar gjöfum.“ Hún segir fólk alls staðar af landinu vera í þeim sporum að þurfa aðstoð og að hægt sé að leita til stjórnenda síðunnar í gegnum Facebook eða með því að senda tölvupóst á netfangið hatidarhjalp@gmail.com. Þá geta þeir sem vilja rétta fram hjálparhönd einnig haft samband. „Við tökum á móti gjöfum, fötum, gjafabréfum og bara öllu sem getur glatt aðra. Það eru engin takmörk eða tímamörk, bara að gjafirnar berist fyrir aðfangadag,“ segir Aníta Rún að endingu. grþ

Páll Sindri Einarsson er í landsliðinu í Counter Strike Akurnesingurinn Páll Sindri Einarsson þykir ansi liðtækur í tölvuleiknum Counter Strike. Í raun er hann svo flinkur að hann var valinn í íslenska landsliðið, sem keppir reglulega í tölvuleiknum á heimsvísu. Páll var fyrst valinn í landsliðið fyrir tveimur árum og hefur átt fast pláss síðan. Skessuhorn heyrði í Páli Sindra og forvitnaðist um leikinn. „Þetta er bara tölvuleikur sem er spilaður af tveimur fimm manna liðum. Þarna eru hryðjuverkamenn á móti löggum og maður spilar 30 umferðir, 15 með hvoru liði,“ útskýrir Páll. Leikurinn sjálfur er 20 ára gamall en hefur breyst að-

eins frá því hann kom út fyrst. Páll Sindri segist hafa spilað leikinn síðan um fermingu, eða í átta ár. Boltinn fór að rúlla hjá Páli þegar hann tók þátt í svokölluðu LAN móti þegar hann var yngri. „Þetta vatt bara upp á sig. Ég varð betri og betri eftir því sem ég spilaði lengur, ég vann mig bara upp.“

Talið sem íþrótt erlendis Páll segir leikinn vera mjög vinsælan og að vinsældirnar hafi aukist með árunum. „Þetta er miklu stærra en það var. Þetta kallast „E-

sport“ í dag og er talið sem íþrótt erlendis. Mótin eru sýnd í sjónvarpinu og það eru mörg hundruð þúsund manns sem horfa á þetta. Ég horfi til dæmis meira á þetta en fótbolta, það er svo gaman að fylgjast með þessu. Á síðasta móti, þar sem öll bestu lið heims spiluðu á einum stað, horfðu til dæmis 800 þúsund manns á leikinn,“ útskýrir Páll. Hann segist þó ekki hafa spilað sjálfur á því móti. „Nei, við spiluðum í undankeppninni og komumst langt í henni en töpuðum svo á móti besta liði í heimi - sem vann svo mótið. Þetta er annað svona mótið sem ég spila á en í fyrsta skipti sem ég náði svona langt.“ Stórmót sem þessi eru haldin fjórum sinnum á ári. Þar koma sextán bestu liðin saman og spila. „Svo eru í raun mót hverja helgi úti. Þá ferðast atvinnumennirnir á milli og þar eru peningaverðlaun. Það er til dæmis hægt að vinna 300 þúsund dollara fyrir fyrsta sæti, sem eru tæpar 40 milljónir íslenskar.“

Þarf mikla rökhugsun

Svipmynd af bardagamanni í Counter Strike.

Páll er einnig meðlimur í liðinu Malefiq, sem er besta lið landsins í leiknum. „Við unnum Íslandsmótið fyrir tveimur vikum síðan, sem er online keppni í hálft ár. Svo voru úrslitin spiluð uppi í Tölvulista. Framundan hjá okkur er svo mót í janúar og ef þú vinnur það, þá ertu

Páll Sindri Einarsson landsliðsmaður í Counter Strike.

bestur á Íslandi,“ segir Páll en liðið hefur áður unnið slíkt mót. Hann segir leikinn í eðli sínu vera auðveldan en þó þurfi að nota mikla rökhugsun þegar spilað er. „Þú þarft að vera alveg temmilega klár til að verða góður í þessu.“ Páll segir áhugamálið taka töluverðan tíma og að liðið reyni að spila sem mest saman fyrir mót. „Þetta snýst nefnilega um samvinnu. Ég sjálfur spila leikinn í um þrjá tíma á dag en

ég spila alls ekki alla daga. Það er samt góður félagsskapur í þessu og ég hef eignast marga vini í gegnum þetta. Ég er alls ekki alltaf í tölvunni, ég geri alveg annað með,“ segir hann og hlær. „Ég spila til dæmis FIFA annað slagið og spila fótbolta,“ segir Páll sem hefur leikið fótbolta frá barnsaldri, fyrst með ÍA og Kára en með Tindastóli síðastliðið sumar. grþ


„En þrátt fyrir að fræðilegum kröfum sé fylgt hefur höfundurinn einsett sér að skrifa sögu sem er læsileg, forvitnileg, og ennfremur spennandi, og það tekst honum vel …“

SSkemmtilegasta ævisaga ársins E F I / M O RG U N B L A Ð I Ð

(UM SNORRA)

Eldheitar hugsjónir, leiftrandi framkvæmdagleði, óbilandi áhugi á pólitík og þjóðlegri menningu Óskar Guðmundsson skráði w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

74

Jólabasar eldri borgara í Snæfellsbæ Hin árlegi jólabasar Félags eldri borgara í Snæfellsbæ var haldinn í félagsheimilinu Klifi síðastliðinn sunnudag. Þar mátti sjá marga fallega nytjamuni ásamt mörg-

um listmunum sem eldri borgara hafa gert að undanförnu. Einnig var boðið upp á lífræn egg, brauð, smákökur, rjómavöfflur og heitt kakó. Fjölmargir bæjarbúar mættu

á jólabasarinn og var mikið verslað. Sagðist Emanúel Ragnarsson formaður eldri borgara vera mjög ánægður með daginn. af

Kristófer Jónasson og Sævar Friðþjófsson skemmtu gestum með harmonikkuleik.

Þessar hressu dömur sáu um að baka vöfflur.

Nóg var að gera við eitt af afgreiðsluborðum Félags eldri borgara.

Íris Ósk opnar dansstúdíó á nýjum stað Skagakonan Íris Ósk Einarsdóttir rekur Dansstúdíó Írisar á Akranesi. Dansstúdíóið hefur verið starfandi í tæp fimm ár á Skaganum en var lokað síðustu önn. Nú horfir til breytinga hjá Írisi en stúdíóið verður opnað á nýjan leik eftir áramótin, í nýju og betra húsnæði. „Við vorum ekki í nógu góðu húsnæði áður. Við höfum því verið að vinna í því að setja upp nýjan sal núna og erum komin í framtíðarhúsnæði við Smiðjuvelli 17, í sama húsi og Bílás,“ segir Íris.

Fékk hæstu einkunn Íris segist vera í draumastarfinu sínu. Hún hefur sjálf dansað næstum alla ævina og er hvergi nærri hætt, þó nú snúist dansinn að mestu leyti um kennslu. „Ég byrjaði sjálf að dansa þriggja ára gömul hjá Jóhönnu Árnadóttur frænku minni, sem var með dansskóla hér á Akranesi. Þar var ég til ellefu ára aldurs.“ Eftir að Íris hætti í samkvæmisdönsunum sneri hún sér að freestyle dansi og tók þátt í alls konar keppnum. „Ég flutti svo til Reykjavíkur þegar ég var 17 ára og þá fór ég aftur að dansa samkvæmisdansa og fara á allskyns námskeið. Ég var tvítug þegar ég byrjaði í danskennaranáminu,“ segir hún. Þó að Írisi þyki allur dans skemmtilegur er samkvæmisdansinn í sér-

stöku uppáhaldi. „Það er svo falleg og skemmtileg íþrótt. Ég elska til dæmis kjólana og allt við þetta. Ég hefði sjálf viljað dansa samkvæmisdansa á mínum unglingsárum ef það hefði verið hægt.“ Íris kenndi dans í Reykjavík í fimm ár, áður en hún fluttist aftur á Skagann. Þá hafði hún lokið danskennaranáminu ásamt einu prófi af tveimur og var komin með kennararéttindi. Íris hefur nú lokið báðum prófunum og stóðst þau bæði með glans. Prófin þykja þung en Íris fékk hæstu einkunn í dansi á báðum prófunum. „Í prófunum þarf maður að dansa alla dansana, bæði sem dama og herra. Svo er maður dæmdur eftir dansgetunni. Eftir það eru dregin spjöld og á þeim eru ákveðin spor sem maður þarf að lýsa bæði verklega og munnlega. Maður þarf því að sýna sporin vel og segja frá hverju smáatriði á meðan,“ útskýrir Íris.

Skagakrakkarnir standa sig vel Í Dansstúdíói Írisar eru kenndir samkvæmisdansar og þeir æfðir sem keppnisíþrótt. „Svo erum við með barnadansa alveg niður í þriggja ára og bjóðum upp á blandaða tíma í Freestyle og HipHop frá tíu ára aldri og upp úr. Svo höfum við verið með nokkrar tegundir af zumba; fyrir börn, zumba fitness þar sem

er tekið á því og zumba gold, sem eru rólegri tímar ætlaðir fyrir eldra virkt fólk eða þá sem eru með bakeða hnéverki. Auk þess munum við núna bjóða upp á hjónahópa,“ segir Íris. Hún segir dansarana á Skaganum hafa staðið sig mjög vel í keppnum. „Ég byrjaði upphaflega með tvö keppnispör en þeim hefur fjölgað. Þau keppa í mjög stórum hópum en hafa staðið sig rosalega vel, hafa komist á verðlaunapalla og gengið vel.“ Hún segir aðsóknina í dansinn hafa verið mikla og því hafi verið leitt að geta ekki boðið upp á tíma síðustu önn. „Það eru margir sem vilja æfa dans, sérstaklega stelpurnar. Ég væri alveg til í að sjá fleiri stráka, bæði samkvæmisdansi og í freestyle. En þeir strákar sem hafa verið hjá okkur hafa verið alveg æðislega góðir.“

Verða með gestakennara Íris segist vera spennt að hefja kennslu aftur, í nýju og flottu húsnæði. „Ég er með rosalega flottar stelpur sem aðstoða mig við kennsluna, svo sem Margréti Brands sem er gamall keppandi í samkvæmisdönsum. Við verðum með flotta kennara í kringum okkur í vetur og fáum meðal annars gestakennara úr Reykjavík fyrir keppnispörin.“ Þá verða einnig fengnir fleiri

Íris Ósk Einarsdóttir rekur Dansstúdíó Írisar á Akranesi.

gestakennarar í stúdíóið, til dæmis í Freestyle dansinum. „Fyrstu helgina í febrúar kemur Jun Rafael, danshöfundur úr Swaggerific, og verður með workshop hjá okkur. Hann hefur komið áður og það gekk mjög vel. Við ætlum að reyna að halda því fast að fá hingað kennara fyrir krakkana.“ Kennslan í nýja

húsnæðinu hefst 11. janúar. Skráning í dansinn hefst 1. desember en hægt verður að fylgjast með á Facebook undir Dansstúdíó Írisar. „Þar setjum við inn allar upplýsingar. En annars er hægt að skrá sig í síma 868-6743 eða með því að senda tölvupóst á irisdans@live. com.“ grþ


Hollur

hátíðarmatur

Íslenskur kalkúnn

ATA R N A

Heslihnetu- og sveppafylling að hætti Reykjabúsins • 150 g smjör • 350 g nýir sveppir, niðursneiddir • 200 g laukur, smátt saxaður • 1 stilkur sellerí, smátt saxaður • 1/2 búnt steinselja, smátt söxuð eða 2 msk þurrkuð • 3-4 msk þurrkuð salvía • 300 g skinka, smátt söxuð • 100 g heslihnetur, ristaðar og sneiddar • 150 g (u.þ.b. 3 bollar) brauðteningar • 2 stór egg • 2 dl rjómi • 1/2 tsk salt • 1 tsk ferskmalaður pipar

Bræðið smjör í stórum potti tti og látið sveppi og grænmeti ásamt steinselju, salvíu og skinku krauma í því í 10 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið þá heslihnetum og brauðteningum í pottinn og látið fyllinguna kólna lítillega. Hrærið þá eggjum og rjóma saman við og kryddið með salti og pipar. Má laga daginn áður og geyma í ísskáp þar til fylla á fuglinn.

Verði ykkur að góðu Reykjabúinu, Mosfellsbæ.

Holda kalkúnn frá Reykjabúinu fæst í flestum verslunum Fleiri uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á

kalkunn.is

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

76

Bók um listamann á söguslóðum Vesturlands fyrir nær níu áratugum ar Gunnarsson rithöfundur og vinur hans, danski rithöfundurinn Johannes V. Jensen, áttu frumkvæði að því að Íslendingasögurnar yrðu gefnar út í Danmörku á dönsku. Til að gera veg sagnanna sem mestan fengu þeir Larsen til að túlka sögusviðið í myndum. Larsen fór í tvær langar og erfiðar ferðir um Ísland á árunum 1927 og 1930, kynntist landi og þjóð og vann verk sitt á aðdáunarverðan hátt. Ólafur Túbals, bóndi og listmálari í Múlakoti í Fljótshlíð, var aðalfylgdarmaður hans. Myndir Johannesar Larsens eru eftirminnileg, hófstillt og blæbrigðarík listaverk, alls á fjórða hundrað talsins, og dagbækur hans og Ólafs Túbals mikilsverðar heimildir um íslenskt samfélag á miklu breytingaskeiði. Bókin „Listamaður á söguslóðum“ byggir á þessu og er gerð af danska rithöfundinum Vibeke Nørgaard Nielsen.

Bókin er vönduð útgáfa í stóru broti.

bátur. ... Við klifrum ofan í káetuna og þar er lítill kolaofn sem kveikt er upp í. Þar er haugaskítugt en notalegt. Bóndinn þarf að hvíla sig og er lagstur í aðra kojuna og Ólafur Túbals í hina og sofnar strax, hann þarf á því að halda. Ég sit og reyki nokkrar pípur, læt fara vel um mig og blunda, það er gott að vera kominn á sjóinn aftur, skríð svo upp og lít í kringum mig. Það kemur stór hvalur og blæs nokkur hundruð álnum frá okkur, skipverji stendur við hlið mér, segir að hann sé með kálf með sér, en ég sá hann ekki, ég skipaði eftir honum í kíkinum en það gagnaði ekkert,

það var orðið rökkvað og báturinn hristist. Hann blés nokkrum sinnum og ég sá á vatnssúlunum að þeir hlutu að vera tveir. Niður aftur. Ég sit og sofna en vakna öðru hverju. Einn af áhöfninni kemur niður og fer að hita sér kaffi og drekkur stóra krús. Ég steinsofna og þegar ég vakna fæ ég hann til að hita kaffið aftur og drekk krús og kveiki mér í pípu og fer upp. Við erum rétt að koma að mynni Borgarfjarðar. Sólin er að koma upp fyrir framan okkur, lítil, lág sker og há fjöll inn til landsins, næstum logn og skýjað, það er eins og að sigla með ströndinni í Grænlandi.“ mþh

Ferð í Borgarnes

Innsíður úr bókinni. Fremst er síða úr dagbók með skissu af hesti sem virðist hafa verið færð til bókar þegar þeir félagar fóru um Hallmundarhraun í Surtshelli. Þarna er þessi vísa: Yfir hraunið óðum hjer, eins og stóð á vori. Í Eiríkshelli ultum vjer, um í hverju spori.

Bókin „Listamaður á söguslóðum“ fjallar um ferðir hins þekkta danska listmálara Johannes Larsen til Íslands

1927 og 1930 vegna myndskreytinga hans við hátíðarútgáfu Íslendingasagna í Danmörku árið 1930. Gunn-

Þegar Johannes Larsen fór um Ísland ferðaðist hann í báðum ferðum sínum um Borgarfjarðarhérað og raunar allt Vesturland, teiknaði fjölda mynda og kynntist samfélaginu, enda um að ræða sögusvið margra helstu Íslendingasagnanna. Hér á eftir fer lýsing á því þegar þeir Jóhannes og Ólafur fara með bát frá Reykjavík til Borgarness 27. júlí 1927 eða fyrir 88 árum síðan. „Það er basl með vélina. Við komum um borð og stuttu seinna fer hún að ganga rétt þegar við vorum farnir að ræða um hvort við ættum að fara upp á hótelið aftur. Ef hún færi ekki í gang fyrir kl. 12 gætum við nefnilega ekki siglt fyrr en í fyrramálið vegna fjöru. En nú gekk hún og við sigldum af stað. Þetta er fyrrverandi fiski-

Félagarnir og nágrannarnir Bjarni og Haukur Júlíusson við opnun sýningarinnar. Ljósm. gj.

Búið að opna sýningu Bjarna Bjarna Guðmundssyni var vel tekið við opnun sýningar sinnar síðastliðinn laugardag í Safnahúsi Borgfirðinga. Þar sýnir hann texta og teikningar, en hann er þekktur fyrir textasmíð sína og hefur alltaf haft

áhuga á teikningu sem dægradvöl eins og hann segir sjálfur frá. Sýningin verður opin kl. 13.00 - 18.00 alla virka daga og stendur til 20. janúar. mm

Skipstjóri og athafnamaður á fiskimiðum Vesturlands Ævisaga Jóns Magnússonar skipstjóra og útgerðarmanns á Patreksfirði er komin út. Hún heitir „Þetta var nú bara svona,“ og er færð í letur af Jóhanni Guðna Reynissyni. Þar rifjar Jón upp ævi sína og starfsferil frá því hann ólst upp sem lítill drengur á Patreksfirði og allt fram á þennan dag. Jón fæddist 1930 og er því 85 ára í dag. „Það var helvítis harkan. Þegar ég var eins árs fékk ég lugnabólgu. Og það dóu flestir sem fengu lungnabólgu á þessum tíma. Pabbi sótti lækni sem var nú svona einum of blautur. Þegar hann kemur inn í húsið og sér „kvikindið“ – sem var ég, hvað heldurðu að hann segi: „Hann drepst. Komdu með kaffi.“ Og brennivín út í eins og alltaf var gert í gamla daga. En ég drapst ekki,“ segir Jón í bókinni.

Landsþekktur aflamaður Jón Magnússon hætti svo að reykja 12 ára gamall og hefur farið sínar eigin leiðir í lífinu og berst þá ekki alltaf með straumnum. Hann er löngu landsþekktur skipstjóri og aflamaður, ekki síst á Vestfjörðum og á Vesturlandi. Fyrstu árin voru þó oft þyrnum stráð og Jón hefur marga fjöruna sopið á lífshlaupi sínu. Jón og Lilja Jónsdóttir eiginkona hans hafa rekið sjávarútvegsfyrirtækin Odda hf. og Vestra ehf. á Patreksfirði um árabil og staðið fyrir útgerð og fiskvinnslu. Starfsemin hefur ávallt verið einn af hornsteinum heimabyggðar þeirra þar sem leitast hefur við að veita fólki trygga atvinnu. Þetta hefur tekist þó oft hafi gefið á bátinn. Fjölmargir þekkja til Jóns eftir farsælan feril hans í sjómennsku og útgerð. Hann

Jón Magnússon á bát sínum Teistu en á honum hóf hann sjómennskuferil sinn.

var iðulega á bátum sínum í höfnum Snæfellsness og á Akranesi. Bræður hans voru dugandi skipstjórar og sjómenn undir Jökli.

Tekinn í landhelgi Hér fer stuttur kafli úr bókinni þar sem Jón segir með sínum hætti frá því þegar varðskip tók hann við netaveiðar fyrir innan línu í Breiðafirði: “Ég held að það hafi verið 1969 eða ’70 sem var ástandið þannig að ég sá ekki fram á að hafa neitt út úr verkuninni, var ekki mjög fjáður og þurfti að grípa til einhverra ráða. Þannig að ég landaði um vertíðina á Hellissandi hjá Skúla Alexanderssyni og fiskaði um 1100 tonn. Það var eina skiptið sem ég var tekinn í landhelgi, he he. Þá mátti ekki fara yfir ákveðna línu með netin í Breiðafirðinum. Ég vissi um lænu á bannsvæðinu sem ég vissi

að fiskur kæmi í svo ég fer þarna að skoða þetta, hvort eitthvað væri að hafa. Og það lóðaði svona helvíti fallega, maður. Svo ég tók þrjár trossur og henti þeim þarna um miðnætti, dró um klukkan 5 um morguninn og allt fullt af fiski. Þegar ég var búinn að draga tvær trossur voru skakarar að koma út en þeir máttu veiða þarna en ég ekki. Ég dreif mig á brott og landaði um 20 tonnum úr þessum tveimur trossum. Ég lagði þær svo aftur á sama stað daginn eftir þótt ég vissi alveg að ég mætti þetta ekki. Að sunnanverðu voru menn hálfa mílu þarna inni á svæðinu sem varðskipin ráku út fyrir og ég ætlaði að láta reka mig bara út líka. Um morguninn var ég að draga þegar Gráni kom þarna sunnan við mig. Ég hélt bara áfram að draga með alveg bunkuð net. Svo kom hann þarna að okkur og sagði að ég mætti ekki vera á þessum stað. Ég sagðist vera alveg klár á því hvar ég

Jón við vélbátinn Garðar en á honum lauk hann skipstjóraferli sínum. Þá setti Jón bátinn á land í Skápadal við Patreksfjörð þar sem hann stendur í dag.

væri. Stýrimaðurinn kom aðeins um borð til mín ég benti honum á annan bát, utar, sem var líka fyrir innan línuna. Hann að sagði mér að draga netin inn og koma með sér til Patreksfjarðar og fór svo að kíkja á hinn bátinn. Ég var kominn með um 45 tonn í lestina þegar þetta var svo ég keyrði á það sem ég var búinn að leggja og sagði strákunum að taka bólin af því sem átti eftir að draga. Svo kom Gráni aftur, engin ból sjáanleg og við fórum af stað. Það var náttúrlega farið til sýslumanns og menn settir um borð til að meta aflann sem þeir gátu auðvitað ekki því það var svo mikið í lestinni. Við yfirheyrslur sagði kafteinninn á Grána: Helvíti var falleg veiði hjá þér. En hvernig var hjá hinum, spurði ég? Hann kunni ekkert að leggja í fisk! Eftir að þetta hafði staðið í tvo

tíma fór ég beinustu leið í Rif og landaði þar. Það var ekkert gert upptækt á staðnum, aflinn bara metinn. Strákarnir sögðu að ég myndi aldrei finna trossurnar sem við tókum bólin af en ég sagði að við skyldum sjá til með það og það fór þannig í næstu ferð að við húkkuðum strax í þær. Og það þurfti ekkert að reka eftir strákunum þarna, allt fullt af fiski og við vorum fljótir að ná því inn, milli 30 og 40 tonnum held ég. Samtals hafði ég út úr þessu um 90 tonn en málið endaði með dómssátt þannig að ég átti að borga þrjátíuþúsundkall held ég. Sem var reyndar aldrei rukkað. Þetta var eina skiptið sem ég var tekinn en þetta voru ágætismenn. Mig minnir að Guðmundur Kjærnested hafi verið að verki í þetta skiptið. Hann var fínn kall. Það var ekkert upp á Gæsluna að klaga.” mþh/ Ljósm. Jóhann Guðni Reynisson.


MENNINGARPASSI FRYSTIKLEFANS GILDIR Á ALLA VIÐBURÐI ÁRSINS 2016

m enningarpassi 2016 VERÐ:

FULLORÐNIR – 14.900 KR. UNDIR 16 OG YFIR 67 - *9.900 KR. HAFNARGATA 16, 360 RIFI - SÍMI: 865-9432 INFO@THEFREEZERHOSTEL.COM

SKESSUHORN 2015

SOCIAL HOSTEL · THEATRE · CULTURE CENTRE


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

78

Sameinast um rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar Áform um stóraukna nýtingu á þangi og þara í Breiðafirði hafa vakið gagnrýnis- og efasemdaraddir. Bent hefur verið á að sjávargróðurinn hafi lykilhlutverk í vistkerfum grunnslóðar sjávar. Harkaleg nýting á þangi og þara geti þannig haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki Breiðafjarðar. Fulltrúar frá Stykkishólmsbæ, Hafrannsóknastofnun, Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknaseturi Háskóla Íslands á Snæfellsnesi og fyrirtækjunum Deltagen, Félagsbúinu á Miðhrauni og Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum hafa fundað um þessi mál. Stykkishólmspósturinn hefur eftir Sturlu Böðvarssyni bæjarstjóra Stykkishólms að fundurinn hafi verið upplýsandi. Samkomulag hefur orðið milli aðila um þátttöku í rannsóknaverkefni í þeim tilgangi

Við þaraskurð í Breiðafirði.

að meta magn og afrakstursgetu þara og þangs í Breiðafirði. Einnig stendur til að rannsaka áhrif nýtingar á lífríki Breiðafjarðar. Hafrannsóknastofnun mun stýra verkefninu, vinna rannsóknaáætlun og

sjá um að stækja styrki til verksins. Fyrirtækin Deltagen, Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og Félagsbúið á Miðhrauni munu leggja til fjármuni, mannafla og báta eftir nánara samkomulagi við Hafró. mþh

Ný og glæsileg bók um sögu hvalveiða Bókin „Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915“ er komin út. Höfundur hennar er Smári Geirsson. Þetta er mikið verk prýtt 470 myndum sem margar eru einstakar og hafa ekki sést opinberlega áður. Bókin segir ítarlega frá sögu hvalveiða við Ísland allar götur frá því land byggðist uns þær voru bannaðar með lögum árið 1915. Smári Geirsson hefur rannsakað þessa sögu undanfarin ár og leitað fanga bæði á Íslandi og í Noregi. Megin umfjöllunin er enda um hvalveiðar erlendra manna því Íslendingar stunduðu ekki veiðar á stórhvelum. Strax á 17. öld komu útlendingar upp hvalstöðvum í landinu. Umsvif þeirra urðu svo mest á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar þar sem Norðmenn urðu

stórtækastir. Hvalveiðitímabil Norðmanna við Ísland hófst 1883 og varð brátt að stóriðnaði. Þeir reistu hvalveiðistöðvar á Vestfjörð- Kápa hinnar nýju um og stund- bókar Smára Geirsuðu veið- sonar um sögu stórar þar og við hvalaveiða við Ísland Vesturland. fram til 1915. Síðar fluttu þeir sig um set til Austfjarða. Bandaríkjamenn, Danir og Hollendingar stunduðu einnig hvalveiðar við landið á árunum

1863-1872. Hvalstöð sem Bandaríkjamenn reistu á Vestdalseyri í Seyðisfirði eystra er án efa fyrsta vélvædda verksmiðjan á Íslandi og reyndar einnig fyrsta vélvædda hvalstöðin í veraldarsögunni. Mest fer þó fyrir Norðmönnum í þessari sögu. Í bók Smára er svo meðal annars fjallað um daglegt líf fólksins á þessum norsku hvalstöðvum sem á sinn hátt voru undanfari hvalstöðvarinnar í Hvalfirði en hún hóf þó ekki starfssemi fyrr en 1948. Smári fjallar einnig um afstöðu Íslendinga og stjórnvalda til hvalveiða útlendinga við Ísland er þær urðu stórpólitískt mál sem endaði með veiðibanni og lagasetningu þar um. mþh

Ágúst Júlíusson er sundmaður Akraness Uppskeruhátíð Sundfélags Akraness fór fram í Brekkubæjarskóla þriðjudaginn 17. nóvember síðastliðinn. Þátttakendur á Landsbankamóti, sem fram fór fyrr um daginn, fengu þátttökuverðlaun áður en uppskeruhátíðin fór fram þar sem sundmenn 11 ára og eldri voru verðlaunaðir. Ágúst Júlíusson var valinn sundmaður Akraness 2015, en hann varð fyrr á árinu Íslandsmeistari í 50m og 100m flugsundi í 50m laug. Á ÍM í 25 laug, sem fram fór dagana 14.-16. síðastliðna varð Ágúst einnig Íslandsmeistari í þessum greinum. Hann keppti fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í júní og vann silfur með karlasveit Íslands. Þá voru stigahæstu sundmönnum félagsins veitt verðlaun, sem og sund-

Ágúst Júlíusson var valinn sundmaður Akraness. Hér tekur hann við viðurkenningu af Trausta Gylfasyni, formanni sundfélagsins. Ljósm. SA.

mönnum sem sýndu besta ástundun og mestu framfarir á árinu. Nánara yfirlit yfir verðlaunahafa má sjá á vefsíðu SA á www.ia.is. kgk

Tap í síðasta heimaleik ársins Ungmennafélag Grundarfjarðar tók á fimmtudaginn á móti Stjörnunni í síðasta heimaleik ársins í blaki í íþróttahúsi Grundarfjarðar. Stjarnan hefur verið á ágætis róli í deildinni og var um miðja deild en Grundfirðingar eru við botninn. Gestirnir byrjuðu mun betur og virtist sem að einhver hrollur væri í heimastúlkum því að Stjarnan vann fyrstu hrinuna með nokkrum yfirburðum 25-12. Heimastúlkur hresstust nokkuð í annarri hrinu og komu mun betur stemmdar til leiks. Það fór svo að þær jöfnuðu metin í 1-1 með 25-23 sigri í þeirri hrinu undir dynjandi lófaklappi áhorf-

enda sem kunnu vel að meta frammistöðuna. Í þriðju hrinu var nokkuð jafnræði með liðunum en gestirnir náðu að klára hana 25-19 og komust í 2-1. Í fjórðu hrinu náðu gestirnir nokkuð góðum tökum á leiknum en heimamenn tóku góðan sprett í lokin og hleyptu smá spennu í leikinn en þó fór svo að Stjarnan kláraði hrinuna 25-18 og unnu þar með leikinn 3-1. Grundfirðingar eiga svo erfiða ferð á Neskaupsstað þar sem þær mæta Þrótti Neskaupstað um næstu helgi en eftir það eru þær komnar í jólafrí. tfk

ð fyrsta

Rafræn áskrift Pantaðu núna og þú færð fyrsta mánuðinn frían • Hringdu í okkur í síma 433 5500 • Sendu okkur póst á askrift@skessuhorn.is • Pantaðu á vefnum skessuhorn.is

VIÐ ÓSK 2015UM YKKUR

GLEÐILE

GRA JÓLA OG FAR Gleðileg jól SÆLDAR Á KOMANDI ÁRI.

og farsælt komandi ár.

ÞÖ

Þökkum allt KKUM ALLT GAM gamalt og gott. ALT OG GOTT. JÓLAKVEÐJA,

Jólakveðja, Smáprent

2015

Gleðileg jó

l og farsæ Jólakveðja

lt koman

, Smápren

SMÁPRENT

t

di ár. 2015

JÓL GogLfaErsÐæIltLEkoGmandi ár. áprent

ja, Sm

eð Jólakv

Gleðileg jól andi ár. og farsælt kom

lt og gott. Þökkum allt gama rent Jólakveðja, Smáp

Gleðileg jól i ár. og farsælt komand

Þökkum allt gamalt og gott. Jólakveðja, Smáprent

Verð frá

125 kr,-

Persónuleg jólakort Frí póstsending innanlands þegar

pantað er vöru í vefverslun Smáprents.

www.smaprent.is

Smáprent - smaprent@smaprent.is - Akranesi



MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

80

Hestaáhuginn erfist á milli kynslóða Við komum við í Söðulsholti í Eyja- og Miklaholtshreppi þar sem Iðunn Silja Svansdóttir og Halldór Sigurkarlsson búa og starfa. Þegar við komum inn í reiðskemmuna var Iðunn að sannfæra Svandísi Svövu, þriggja ára dóttur sína, um að koma af baki. Svandís naut þess að láta teyma sig á hesti í reiðskemmunni og vildi ekkert koma af baki, ung hestakona þar á ferð og á ekki langt að sækja áhugann. Bæði Iðunn og Halldór eru tamningamenn og hafa lokið námi frá Háskólanum á Hólum. Iðunn útskrifaðist þaðan 2001 og hefur alltaf verið á kafi í hestum. Hún kemur frá Dalsmynni í sömu sveit þar sem hún var á fullu í hestamennskunni með föður sínum og afa og miðað við gleði Svandísar á baki er líklegt að hestabakterían hafi smitast áfram.

Fullkomið starf með fjölskyldulífinu „Við erum mest í frumtamningum á þessum tíma ársins en svo styttist í að við förum að taka inn eldri hross. Hross sem stefnt er með í keppni og sýningar á næsta ári og svo eitthvað af söluhrossum. Við búum ekki á bænum heldur hér rétt hjá í Hrossholti en erum að vinna hér. Við erum helst að temja fyrir aðra og eigandann en svo erum við auðvitað líka með hross sjálf,” segir Iðunn. Þau Iðunn og Halldór fóru að vinna í Stöðulsholti fyrir níu árum en Halldór tók einnig þátt í byggingu hússins. „Ég var áður að temja í Skagafirði í nokkur ár og það var mjög skemmtilegur tími. Það er samt frábært að koma hingað. Við tókum svo fyrst inn hross í þetta hús fyrir átta árum og hér höf-

um við bara verið síðan.” Aðspurð segist Iðunn alveg geta hugsað sér að vera í þessu starfi eins lengi og kostur er. „Okkur líkar mjög vel hér og sjáum alveg fyrir okkur að vera hér eins lengi og við getum. Það er stutt heim og svo er líka ákveðinn kostur að geta haft börnin svona með okkur í vinnunni. Hér geta stelpurnar alveg leikið sér og svo er náttúrulega farið á bak,” segir Iðunn og brosir. Kolbrún Katla níu ára dóttir Iðunnar og Halldórs var einmitt í boltaleik þegar þarna kom til sögu, það vantar ekki aðstöðuna fyrir börnin.

Eru sjálf í ræktun og keppni Hestamennskan er ekki bara atvinna heldur einnig áhugamál þeirra Iðunnar og Halldórs. „Við

Iðunn Silja Svansdóttir og stelpurnar hennar, Kolbrún Katla og Svandís Svava, á hestbaki. Kettirnir fengu líka að sitja fyrir.

höfum mjög gaman að því að keppa og vorum dugleg að fara á mótin hér á Vesturlandi í sumar. Við erum sjálf að fá svona eitt eða tvö folöld á ári og eigum ágætis ræktunarhryssur. Okkur finnst þó alveg nóg

að eiga um 15 hross sjálf. Mitt líf hefur alltaf verið svona en svo dró ég Halldór út í þetta með mér og núna snýst lífið bara um fjölskylduna og hestamennskuna,” segir Iðunn. „Við erum í þessu allt árið, eða svona næstum því. Við tökum okkur smá frí á haustin, svona haustsumarfrí,” bætir hún við og hlær.

Er líka að taka myndir

Mynd eftir Iðunni Silju Svansdóttur.

Hestamennskan er ekki eina áhugamálið. „Ég hef líka mikinn áhuga á ljósmyndun. Ég hef alltaf verið eitthvað að fikta með það, bara eiginlega eins lengi og ég man. Ég er þó ekki með neina menntun í ljósmyndun, þetta er bara áhugamál sem ég reyni að sinna eins vel og ég get. Stelpurnar mínar og hestarnir eru helsta myndefnið,” segir Iðunn að endingu. arg/ Ljósm. iss.

Halldór á hestbaki.

Koparlitur er að koma sterkur inn á heimilin í ár og einnig í jólaskreytingum.

Hreindýr hafa verið vinsælt vetrar- og jólaskraut undanfarin ár.

Hvítt, silfur og kopar vinsælast í ár Það líður senn að jólum og um helgina verður fyrsti sunnudagur í aðventu. Fjölmargir eru farnir að huga að jólaskreytingum eða jafnvel byrjaðir að skreyta. Eitt það fyrsta sem vert er að hafa í huga í skreytingarmálum er aðventukransinn sjálfur. Sumir eiga fjölnota aðventukrans sem settur er á borð á hverju ári á meðan aðrir skipta um krans á hverju ári, jafnvel eftir tískustraumum. Skessuhorn leit við í blóma- og gjafavöruversluninni Dekurblómi á Akranesi og spjallaði við blómaskreytinn Kirstínu Benediktsdóttur um aðventuskreytingar ársins 2015. Í Dekurblómi má finna aðventuskreytingar af öllum stærðum og gerðum, ásamt öðru jólaskrauti svo sem hreindýrum, litlum jólatrjám og fallegum stjörnum. Hvítur litur er áberandi í jólaskrautinu, líkt og verið hefur í ýmsu heimilisskrauti, og eru könglar jafnvel litaðir hvítir. „Hvítt og silfur er mjög áberandi í ár, líkt og undanfarin ár. Svo er koparliturinn að-

eins að koma inn núna og gylltur aðeins að byrja að koma aftur, þó hann sé ekki áberandi,“ segir Kirstín. Hún segir að þrátt fyrir að tískan breytist á milli ára séu ákveðnir litir alltaf vinsælir. „Rautt og grænt eru sígildir jólalitir og það eru alltaf einhverjir sem vilja það, það breytist ekkert á milli ára.“ Kirstín segir bæði kransa og skreytingar vera úr hefðbundnum skreytingarefnum, svo sem greni, könglum og ýmsum grænum greinum. „Svo eru hýasinturnar farnar að koma fyrr en áður. Við erum farnar að fá þær snemma, hér áður fyrr komu þær bara rétt fyrir jólin. Þær eru óútsprungnar þegar þær koma og geta því lifað lengi, sérstaklega ef þær eru settar í kulda á nóttunni,“ segir hún. Ýmis kertaglös og kertastjakar eru áberandi í ár, enda vinsælt að kveikja á kertum yfir aðventuna. Kirstín segir einhverja þó vera farna að nota kerti sem ganga fyrir rafhlöðum í stað þess að vera með opinn eld. „Það er mjög sniðugt fyrir þá sem eru

eldhræddir og eru búa á dvalarheimilum til dæmis.“ Kirstín og Auður í Dekurblómi verða þó ekki einungis með blóm og skreytingar fyrir heimilið. Hjá þeim má einnig finna fallegar skreytingar til að nota í kirkjugarðinum. „Fram að jólum verðum við með alls kyns leiðisskreytingar til að nota úti, bæði krossa, greinar og hjörtu.“ grþ

Hvíti liturinn er enn áberandi, ásamt silfruðum.

Rauður og grænn eru sígildir jólalitir.

Kubbar líkt og þessi kertastjaki voru vinsælir í fyrra og eru það enn. Tilvalið er að nota þá sem aðventukransa enda bjóða þeir upp á ótal skreytingarmöguleika.


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

81

„Tók ákvörðun um að vera hamingjusöm í lífinu“ - segir Sara Hjördís Blöndal, leikmynda- og búningahönnuður Fyrr á þessu ári fluttist ung kona að nafni Sara Hjördís Blöndal á Akranes, ásamt sambýlismanni sínum Heiðari Mar Björnssyni og syninum Skorra. Litla fjölskyldan flutti beint frá Lundúnum, þar sem Sara lagði stund á nám í leikmynda- og búningahönnun í Wimbledon College of Art. Sara hefur lengi haft áhuga á búningum. „Systir mín átti dansskóla á Akureyri og setti alltaf upp flottar vorsýningar sem allir nemendurnir tóku þátt í. Þá voru þeir farðaðir og í búningum, sem ég hjálpaði til við að gera,“ segir Sara. Hún hafði einnig gert búninga fyrir sýningar í Verzlunarskólanum, þar sem hún stundaði áður nám og hefur fengið nokkur verkefni hjá Leikfélagi Akureyrar við að sauma.

Gott að hafa stuðning úti Árið 2010 skráði Sara sig í hagfræði við Háskóla Íslands. „En stuttu seinna fékk ég símtal frá fyrirtækinu sem framleiddi sjónvarpsþættina Hæ Gosi. Þar bauðst mér aðstoðarmannsstaða í búningadeildinni og ég tók því starfi og setti hagfræðina á bið,“ segir hún. Við gerð þáttanna kynntist Sara Skagamanninum Heiðari, sem starfaði sem handritshöfundur við gerð þáttanna. „Ég áttaði mig svo á því að hagfræðin myndi ekki færa mér hamingju. Ég tók ákvörðun um að vera hamingjusöm í lífinu og sleppti hagfræðinni,“ segir hún og hlær. Ári seinna lá leiðin til London í nám. Fyrsta árið bjuggu þau Heiðar í lítilli íbúð en næstu þrjú árin leigðu Sara og Heiðar íbúð með systur Söru, manninum hennar og tveimur börnum. „Hún var í námi í Brighton og við fórum milliveginn, bjuggum mitt á milli skólanna okkar. Það var rosalega fínt,“ segir Sara sem varð ófrísk af Skorra

Einar Már

Einar Már

Sara Hjördís ásamt syninum Skorra.

á þessum tíma. „Þá fann maður líka hvað það var gott að hafa stuðninginn úti, það munaði rosalega miklu að hafa hluta af fjölskyldunni hjá sér.“ Áður en heim var komið tók Sara svo þátt í þremur sýningum á hinni árlegu Edinborgarhátíð. „Ein af þeim var skólasýning í samstarfi við hóp í leiklistarskóla í London. Sá hópur vann til verðlauna og fékk að vera með annað leikrit á hátíðinni, þar sem ég sá líka um leikmynd og búninga. Þriðja sýningin snerist um listaverkaþjófa sem stálu Ópinu eftir Edvard Munch. Ég lét endurgera málverkið, sem er algjör hlemmur og svo þurfti að dröslast með það í gegnum lestarkerfið í London,“ segir hún og hlær.

Yndislegt á Akranesi Aðspurð hvers vegna Akranes hafi orðið fyrir valinu segir Sara að þau hafi verið búin að ákveða að flytja heim eftir að náminu hennar lauk. „Við vildum að Skorri myndi alast upp á Íslandi, sérstaklega á Akranesi. Hér er allt svo verndað og yndislegt, frábært að vera hér með börn,“ útskýrir hún. Sara vinnur

sem stuðningsfulltrúi í Grundaskóla og er mjög ánægð á Skaganum. „Það er æðislegt að búa hér og að fá að kynnast því að vera Skagamaður. Ég kynntist fólkinu í vinnunni á núll - einni. Svo er frábært að þarna fæ ég tækifæri til að sauma og hanna, enda setur skólinn reglulega upp leikrit og söngleiki. Mér var boðið að vera með í leikritinu sem unglingadeildin setur upp fyrir jólin, þurfti ekki einu sinni að biðja um það,“ segir hún og brosir. Sara Hjördís er nú í samstarfi við leikhóp í Reykjavík um uppsetningu á sýningu í Tjarnarbíói sem verður frumsýnd í lok mánaðarins. „Svo hef ég sett upp tvær pop-up setustofur í Hörpu, annars vegar á Norðurlandaráðsþinginu og hin fyrir Iceland Airwaves.“ Hún segir að draumurinn sé að geta starfað 100% við leikmynda- og búningahönnunina í framtíðinni. „En það þarf að gefa því tíma og ég þarf að vera dugleg að koma mér á framfæri. Svo er margt í kringum þetta. Það skarast svo margt í þessu og er svipað að mörgu leyti, þó það séu öðruvísi áherslur en í leikhúsinu.“ grþ

6.100

5.000 kr,-

Handklæði og sundpoki með merkingu

Besta frænkan

É� elsk� að bak�

2.750

3.200

kr,-

Barnasvunta með merkingu

kr,-

Svunta

með merkingu

n

rændin

Besti f

Aníta 1.480 kr,-

Krakkabuff með merkingu

1.980 kr,-

Prjónahúfa með merkingu

Frí póstsending innanlands þegar

pantað er vöru í vefverslun Smáprents.

www.smaprent.is

Smáprent - smaprent@smaprent.is - Akranesi


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

82

Gott gengi Vestlendinga í akstursíþróttum Lokahóf Akstursíþróttasambands Íslands var haldið fyrir skömmu. Þar voru krýndir Íslandsmeistarar í hinum ýmsu greinum bílaíþrótta. Fjórir Vestlendingar voru meðal þeirra. Bjarki Reynisson á Kjarlaksvöllum í Dölum er Íslandsmeistari í torfæru fyrir sérútbúna götubíla. Þorkell Símonarson í Langaholti í Staðarsveit er Íslandsmeistari í rallýi fyrir ökumenn í jeppaflokki. Aðalsteinn Símonarson frá Borgarnesi er svo Íslandsmeistari í rallý. Loks var Pálmi Jón Gíslason frá Rauðsdal á Barðaströnd valinn nýliði ársins í rallý. mþh

Inga Kolfinna og Júlíus við Kvíaholt 10 reisa m.a. jólatré í garðinum sínum á aðventunni. Í bakgrunni má sjá jólasveina á leið til byggða, en fátítt er að slíkt sé fest á filmu.

Kvíaholt er sannkölluð jólagata Pálmi Jón Gíslason er nýliði ársins í rallýi.

Bjarki Reynisson og Aðalsteinn Símonarson með sínar viðurkenningar ásamt bikar Þorkels Símonarsonar sem var ekki viðstaddur.

Bjarki Reynisson í ham í torfærunni.

Íbúar við götuna Kvíaholt í Borgarnesi hafa undanfarin ár tekið höndum saman og haldið sameiginlegan skreytingadag fyrstu helgina í aðventu. Í ár verður engin breyting þar á og íbúarnir munu skreyta hús sín og nánasta umhverfi sér og öðrum til ánægju og yndisauka. Vegfarendur um Borgarnes sjá jólaljósin þeirra vel þar sem þau njóta sín í umhverfi húsanna og

klettunum sunnan við götuna. Júlíus Jónsson og hans Inga Kolfinna Ingólfsdóttir við Kvíaholt 10 geyma jólaskrautið sitt í 20 feta gámi. Þau segja mikla skreytingamenningu ríkja í götunni. Við Kvíaholt 16 búa Jenný Halldórsdóttir og Guðmundur Finnsson og að þeirra mati eru skreytingarnar á aðventunni órjúfanlegur þáttur af jólahaldinu. kgk

Við Kvíaholt 16 búa Jenný og Guðmundur en á aðventunni fjölgar í heimili þegar jólasveinar og snjókarlar flytja í garðinn.

Júlíus í góðum félagsskap.

Freisting vikunnar

Páll Óskar og Monika í Fáskrúðarbakkakirkju.

Aðventutónleikar og jólamarkaður í Eyja- og Miklaholtshreppi

Jólaís „à la mamma“ Það eru margir sem verja dágóðum tíma í eldhúsinu á aðventunni. Langflestir skella sér í einhvern jólabakstur enda er ógrynni uppskrifta til og hægt að töfra fram hverja smákökusortina á fætur annarri, jólakökur, lagtertur og fleira góðgæti. Eitt af því sem vinsælt er að útbúa fyrir jólin er ísinn sem borinn er fram um hátíðirnar. Hann geymist ágætlega í frysti og því ágætt að vinna sér í haginn og gera jólaísinn tímanlega. Við birtum hér uppskrift af einföldum og góðum jólaís með sósu. Að sjálfsögðu má svo bæta við fleira sælgæti eða öðru - ef fólk vill.

Jólaís „à la mamma“ Hráefni: 10 - 12 egg. Þar af fimm heil, hitt rauður. ½ lítri rjómi 175 - 200 gr. sykur vanilludropar 200 gr. suðusúkkulaði Aðferð: 1. Þeyta rjómann og geyma. 2. Þeyta vel saman sykurinn, fimm heil egg og sex rauður þar til blandan er orðin létt og ljós. Blandið vanillunni út í eftir smekk.

3. Saxið súkkulaðið. 4. Vöðlið rjómanum og eggjablöndunni varlega saman og stráið súkkulaðibitum yfir í lokin. 5. Setjið í form og frystið.

Sunnudaginn 22. nóvember voru haldnir aðventutónleikar með Páli Óskari Hjálmtýssyni og Moniku Abendroth hörpuleikara í Fáskrúðarbakkakirkju á Snæfellsnesi. Þessir tónleikar voru vel sóttir. Óhætt að segja að þau Palli hafi farið á kostum. Lagavalið var fjölbreytt, allt frá jólalögum til diskólaga. Eftir tónleikana árituðu þau svo diska fyrir tónleikagesti. Margir nýttu sér tækifærið

og fóru svo á árlegan jólamarkað í félagsheimilinu Breiðabliki sem er nánast handan þjóðvegar við kirkjuna og var einnig þennan dag. Markaðurinn sló öll met bæði í sölu á vörum, kaffi og vöfflum. Fjölmargt var í boði á markaðinum, svo sem kjöt beint frá býli, grænmeti, kartöflur, sultur, brauð, prjónavörur, ljósmyndir og margskonar handavinna. iss

Upplagt er að taka hvíturnar sem ganga af og búa til úr þeim litla marengstoppa sem gott er að bera fram með ísnum. Heit súkkulaðisósa: Setjið 100 g suðusúkkulaði, 2 stk mars súkkulaði (í bitum) og pela af rjóma í pott og hitið við lágan hita (eða yfir vatnsbaði). Berið fram þegar sósan er orðin heit. Aðventumarkaðurinn í Breiðabliki heppnaðist betur en nokkru sinni fyrr.


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

83

Pennagrein

Aðför að menntun í landinu - skorið af námstækifærum Það verður að segjast að hinar hrikalegu tölur um fækkun nemenda í framhaldsskólum landsins á milli áranna 2014 og 2015 koma ekki á óvart. Þessi óheillaþróun stafar af þeirri ákvörðun menntamálaráðherra á síðasta ári að meina fólki yfir 25 ára aldur að gerast bóknámsnemendur í framhaldsskólanum í sinni heimabyggð. Eins og vænta mátti var þessi ákvörðun menntamálaráðherra andmælt harðlega, bæði af okkur í stjórnarandstöðunni á Alþingi og einnig af skólastjórnendum. Ráðherra hélt þó sínu striki og nú blasa afleiðingar ráðstafana hans við. Frá því að breytingin gekk í gildi hefur nemendum 25 ára og eldri fækkað um 742 í framhaldsskólum sem starfræktir eru af hinu opinbera. Þar af eru 447 bóknámsnemendur en afgangurinn nemendur í verknámi. Breytingin snertir auðvitað bæði einstaklingana sem hafa verið sviptir námsmöguleikum sínum og rekstur framhaldsskólanna. Í erindum sínum til þingmanna hafa skólastjórnendur lýst þungum áhyggjum sínum vegna hinnar umdeildu ákvörðunar menntamálaráðherra um að loka framhaldsskólunum fyrir fólki yfir 25 ára aldur sem kom til framkvæmda samhliða ákvörðun hans um að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. Í sameiningu hafa þessar ráðstafanir orðið til að valda gagngerum breytingum á rekstrarumhverfi framhaldsskólanna en lítið svigrúm gefið til aðlögunar.

Skólar í uppnámi, fólk í vanda Meðal þess sem skólastjórnendur hafa áhyggjur af er að fækkun nemendaígilda í framhaldsskólum þýði minna námsframboð og einsleitari skóla. Einnig telja þeir óljóst um afdrif þróunarstarfs í skólunum og óttast að samstarf milli skóla um dreifog fjarnám kunni að vera í hættu. Hið síðarnefnda snertir sérstaklega skólastarf á landsbyggðinni þar sem nemendur í dreif- og fjarnámi hafa verið framhaldsskólunum þar mjög hagstæðir og stutt við námsframboð og betri nýtingu fjármuna. Framhaldsdeildir sem hafa verið að byggjast upp víða um land gjalda líka fyrir hina gerræðislegu ákvörð-

un menntamálaráðherra um fækkun nemendaígilda og 25 ára reglunnar. Niðurskurðurinn bítur líka þarna og framhaldsdeildirnar standa frammi fyrir því að þurfa að skera starfsemi sína niður. Skólastjórnendur lenda í þeirri ömurlegu stöðu að þurfa að hafna umsóknum um skólavist og afleiðingar þess fyrir einstaklingana sem fyrir því verða og samfélag þeirra eru hörmulegar. Fólk á ekki annarra kosta völ en að gefa áform sín um nám upp á bátinn eða leita út fyrir sínar heimaslóðir. Þetta er þeim mun nöturlegra þegar haft er í huga að skólarnir sem líða fyrir hið nýja skipulag eru ekki síst þeir sem staðsettir eru á svæðum sem eiga í vök að verjast með tilliti til menntunar- og atvinnumöguleika Stjórnendur margra framhaldsskóla standa í eilífum barningi við að ná endum saman og bjóða upp á nægilegt námsframboð til að skólarnir sem þeir stýra verði samkeppnishæfir og laði til sín nemendur. Fjárheimildir miðast við þá nemendur sem ljúka námi og rekstur verknámsbrauta er tiltölulega kostnaðarsamur þannig að ekki er unnt að halda þeim úti nema með ákveðnum lágmarksfjölda nemenda. Þessi staða þýðir að huga þarf sérstaklega að því að tryggja minni framhaldsskólunum nægilegt fjármagn á hverju ári til að reka grunndeildir verknáms og tvær bóknámsbrautir að lágmarki. Lágmarksfjárveiting til rekstur framhaldsskóla – gólfið svokallað – verður að miðast við þetta.

FÍTON / SÍA

������� ��������� � e���.��

auðveldar smásendingar

þurfa að flytja brott af sínum heimaslóðum. Með þessu móti verður samhljómur milli skóla og samfélags þar sem einstaklingarnir mennta sig beinlínis til að takast á við sérhæfð störf í heimabyggð, mennta sig svo að segja inn í nærsamfélagið. Þessu er nú öllu stefnt í uppnám.

Mennt er ekki munaður Það er engan veginn boðlegur kostur að rýra starfsgrundvöll framhaldsskólanna eins og gert hefur verið og takmarka aðgengi að þeim. Fólk ætti ekki að þurfa að sæta því að verða að flytjast búferlum til að eiga kost á námi á framhaldsskólastigi og vera jafnvel gert að stunda það í einkaskólum með tilheyrandi kostnaði. Samfélag okkar kallar eftir menntuðu fólki og ekki síst fólki með haldgóða iðnog tæknimenntun. Þessu kalli verður að svara með öflugum verknámsbrautum á framhaldsskólastigi um allt land. Það verður að koma í veg fyrir að stjórnvöld með menntamálaráðherra

Flestum er ljóst hve mikilvægt öflugt starf framhaldsskóla er. Þar er einstaklingunum veittur nauðsynlegur undirbúningur til að takast á við atvinnulífið og þær áskoranir sem fylgja því að búa og starfa í flókinni og tæknivæddri nútímaveröld. Skólastarfið er nauðsynlegur og mikilvægur þáttur í þjóðlífinu og gildir þá einu hvort mat er lagt á þá út frá forsendum þéttbýlis eða dreifbýlis. Framhaldsskólarnir eru einfaldlega meðal mikilvægustu stoða samfélagsins og þegar þær stoðir eru veiktar eða fjarlægðar

Spann Ras

Makar

Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er alþingismaður Vinstri grænna í NV-kjördæmi.

Drengir Sk.st. Fagrar

Greiðvikinn

Táp Stafur Óregla

Baun Mór

Hraði Eldstæði Ókunn Afa Stert Rödd Sund Kvað

Ólíkir Málar Gengu

Blaða Hnusa Potar

3

Tvíhlj. Stök Atorka

Brúnin Sýl Sefar

Þreyta Gufa Skýran

Lúka

9 Drif Röst Fæddi

Bar Ös Megn Steinar Gelt

Öf.tví.hl Fyrr Vesælir Ævi Púki Láir

Féll Regla

1

Áhald Vild Magur

Mælieining

7

Lagleg Ull

Rúlluðu Reykur

4

Vær Gutl

For Sjó Elskar

2

Temja Tunnur Mynni

6

Legg Bogi

Eignir Þar til

Deplar Draga Kall

Spurn Taut

Torfæra Voði

Ofna Beltið

Krotar Samhljóðar

1

Óreiða Daprir

5

Hindrar Suddi

Frekja Læti Fiskur Leðja Hagur Batnar

Það logaði á öllum perum á jólatrénu á Esjutorgi þegar starfsmenn Áhaldahúss Akraneskaupstaðar settu það upp og prófuðu í lok síðustu viku. Frá vinstri: Þórarinn Elís Indriðason, Sigurður Ólafsson, Hafsteinn Jóhannesson og Magnús Sigurðsson.

í broddi fylkingar eyðileggi metnaðarfulla uppbyggingu skólastarfs í framhaldsskólum landsins. Honum má ekki haldast uppi að ráðast þannig gegn hagsmunum landsbyggðarinnar. Mennt er nauðsyn, ekki munaður, og þegar gerðar eru ráðstafanir sem veikja eða jafnvel buga skólastarf á landsbyggðinni og skerða tækifæri efnaminna fólks til að afla sér menntunar er vægast sagt farið að syrta í álinn með stjórnarhætti í landinu. Niðurrifsstefna menntamálaráðherra má ekki verða ofan á. Hún verðskuldar að bíða skipbrot og það sem fyrst. Í stað hennar ætti að koma uppbyggingarstefna sem styrkir framhaldsskólastarf hvarvetna í landinu en ekki síst á landsbyggðinni og eflir símenntunarstöðvarnar sem víða búa nú við þröngan kost.

Krossgáta Skessuhorns

Skólinn í samfélaginu og samfélagið í skólanum

Jólaljósin virka á Akranesi Starfsmenn Akranesbæjar voru önnum kafnir við það á föstudagsmorgun að setja upp jólatré á Esjutorgi á Akranesi. Þetta torg er á gatnamótum Esjubrautar og Þjóðbrautar, steinsnar frá Vínbúðinni og Lögreglustöðinni. Þegar búið var að setja tréð upp var það skrýtt ljósum. Að lokum var kveikt á því til að athuga hvort allar perur virkuðu ekki sem skyldi og sú var raunin. Svo var slökkt og ekki verður aftur kveikt fyrr en aðventan gengur í garð í lok vikunnar en þá verður líka látið loga fram yfir hátíðir. Aðal jólatréð á Akranesi stendur hins vegar á Akratorgi. Kveikt verður á ljósum þess laugardaginn 28. nóvember klukkan 16:00. mþh

stendur samfélagið einfaldlega veikara eftir. Mikilvægi góðs aðgengis að menntun ætti að vera flestum ljóst og það getur engum dulist að framhaldsskólarnir eiga ríkan þátt í byggðaþróun og framförum þar sem þeir eru starfræktir. Með ákvörðunum sínum um að skerða starfsemi framhaldsskólanna hefur menntamálaráðherra vegið að hlutverki þeirra og tilverugrundvelli. Afleiðingarnar eru margvíslegar en ljóst er að þeirra verður mikið vart á landsbyggðinni þar sem þær koma fram í veikari stöðu byggðanna og fráhvarfi efnaminna fólks frá námi. Ráðstafanir menntamálaráðherra hafa þannig breytt stöðu skólanna í samfélaginu og einnig samfélaginu innan vébanda þeirra. Framhaldsskólarnir á landsbyggðinni hafa gefið fjölda nemenda tækifæri til að ljúka framhaldsskólanámi. Sumir hafa notið þar möguleika á að taka til við nám að nýju eftir námshlé eða hafið nám eftir að vera komið af æskuskeiði. Í mörgum tilvikum hefur fólk síðan getað aflað sér framhaldsmenntunar í fjarnámi og án þess að

2

3

4

5

6

8 7

8

Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

9

á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 88 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Bókaforði.“ Vinningshafi er: Guðbjartur A Björgvinsson, Réttarholti 3, Borgarnesi. mm

eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


MIĂ?VIKUDAGUR 25. NĂ“VEMBER 2015

84

MarkaĂ°storg Vesturlands ATVINNA Ă“SKAST Ă“ska eftir hlutastarfi Ég er 27 ĂĄra kona og bĂ˝ ĂĄ Hvanneyri. Ég er Ă­ nĂĄmi viĂ° LBHĂ? og er aĂ° leita mĂŠr aĂ° hlutastarfi hĂŠr Ă­ nĂĄgrenninu. Ég hef unniĂ° viĂ° Ăžrif og Ă˝mis ĂžjĂłnustustĂśrf sem rekstrar- og verslunarstjĂłri. Hef mjĂśg góða tungumĂĄlakunnĂĄttu og ĂžjĂłnustulund. Vinsamlegast hafĂ°u samband ef Þú ert aĂ° leita aĂ° manneskju Ă­ hlutastarf. brynja1988@hotmail.com.

BĂ?LAR / VAGNAR / KERRUR

Til sÜlu SSANGYONG MUSSO GRANDLUX Til sÜlu Ssangyong Musso Grand Lux årgerð 2000. 3.200cc bensín vÊl, sjålfskiptur, skoðaður 2016 , nýsmurður bíll í fínu lagi. Lítið ekinn og góður

eĂ°a Ă­ hesthĂşsinu um helgar. Endilega sendiĂ° mĂŠr skilaboĂ°. SĂ­mi 857-8144.

jeppi sem hefur fengið gott viðhald upp å síðkastið. Ekinn aðeins 135 Þús. km. LÌkkað verð: 295.000 kr. staðgreitt. ENGIN SKIPTI. Bíllinn er í Reykjavík. Frekari upplýsingar í síma 821-2084.

DĂ?RAHALD Ă“ska eftir gefins kettling Gefins kettlingur Ăłskast ĂĄ gott heimili. Vinsamlega hafiĂ° samband Ă­ s. 557-3248. Svana.

HÚSBÚNA�UR / HEIMILISTÆKI

Til sÜlu Til sÜlu sófasett, 3+1+1, brúnt leðurlíki. Keypt í Hagkaup fyrir 9 årum. verðhugmynd 40 Þús. Uppl. í síma 699-8160.

LEIGUMARKAĂ?UR EinbĂ˝lishĂşs til leigu Til leigu einbĂ˝lishĂşs ĂĄ góðum staĂ° Ă­ suĂ°- austurhluta AkraneskaupstaĂ°ar. Ă?búðin getur veriĂ° tilbĂşin til Ăştleigu frĂĄ og meĂ° nĂŚstu mĂĄnaĂ°armĂłtum. UpplĂ˝singar Ă­ sĂ­ma 431-3442 ĂĄ skrifstofu tĂ­ma. Ă“ska eftir Ă­búð Ă“ska eftir stĂşdĂ­Ăł eĂ°a Ă­búð. Ég er 23 ĂĄra gamall og Ă­ 100% vinnu. KĂŚrastan er 21 ĂĄrs nemi viĂ° HĂ? og er lĂ­ka Ă­ vinnu. Ekkert mĂĄl aĂ° senda meĂ°mĂŚli. Reykjum ekki og erum ekki partĂ­fĂłlk, erum helst Ă­ Ăştilegu

Antik sófi mjÜg flottur Antik sófi trÊverk alveg heilt, eik og nýbólstraður, fÌst å 75.000. Uppl. í síma 696-2334.

BjĂśrt og falleg parhĂşsĂ­búð til leigu ĂĄ Hvanneyri Ă?búðin er 160,5 m2 og skiptist Ă­ forstofu, hol, stofu, eldhĂşs, ĂžrjĂş svefnherbergi, baĂ°herbergi, Ăžvottaherbergi, geymslu og bĂ­lskĂşr. Ă?búðin er laus nĂş Ăžegar. Ă hugasamir hafi samband Ă­ sĂ­ma 866-2199 (Ăžorvaldur).

TIL SÖLU BÌkur til sÜlu SlÊttuhreppur, Saga Strandamanna, Jeppabókin, Sålumessa syndara, Saga Ólafsvíkur, Ættir Strandamanna, BúvÊlar og rÌktun, Harmsaga Ìvi minnar og Þegar åstvinur deyr. Upplýsingar í síma 557-7957. Vetrardekk til sÜlu FjÜgur 16� eins års vetrardekk, lítið notuð, til sÜlu. Óska eftir tilboði. Nånari upplýsingar í síma 860-0299.

Borgarnes dagatalið 2016 Veggdagatal með 13 ljósmyndum úr Borgarnesi. HÌgt er að skoða myndirnar å dagatalinu å internetslóðinni: www.hvitatravel.is/dagatal Dagatalið kostar 2,400.- kr. stk. en veittur er 15% afslåttur ef keypt eru 5 stk. eða fleiri. Frí heimsending í Borgarnesi. Upplýsingar í síma 661-7173 & tolli@ hvitatravel.is.

TĂ–LVUR/HLJĂ“MTÆKI HĂĄtalarar Til sĂślu 2 Behringer hĂĄtalarar. Ăžeir eru meĂ° innbyggĂ°um magnara, henta vel fyrir trĂşbadora eĂ°a hljĂłmsveitir. FĂĄst saman ĂĄ 75 Þúsund. Halli, 821-5283.

NýfÌddir Vestlendingar

17. nĂłvember. StĂşlka. Ăžyngd 3.585 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: SigrĂ­Ă°ur Inga EinisdĂłttir og MagnĂşs BreiĂ°fjĂśrĂ° GuĂ°mundsson, MosfellsbĂŚ. LjĂłsmóðir: LĂĄra DĂłra OddsdĂłttir.

21. nĂłvember. Drengur. Ăžyngd 3.930 gr. Lengd 52,5 sm. Foreldrar: ElĂ­sa MjĂśll SigurĂ°ardĂłttir og BĂśrkur VilhjĂĄlmsson, HĂłlmavĂ­k. LjĂłsmóðir: Helga R. HĂśskuldsdĂłttir.

Sturla BÜðvarsson og eiginkona hans Hallgerður Gunnarsdóttir åsamt bÜrnum Þeirra, mÜkum og barnabÜrnum.

Sturla BÜðvarsson sjĂśtugur Sturla BÜðvarsson fyrrverandi alĂžingsmaĂ°ur og rĂĄĂ°herra og nĂşverandi bĂŚjarstjĂłri Ă­ StykkishĂłlmi varĂ° sjĂśtugur ĂĄ mĂĄnudaginn 23. nĂłvember. „Ég held nĂş bara upp ĂĄ daginn meĂ° ĂžvĂ­ aĂ° lĂĄta mig hverfa

með fjÜlskyldunni til að halda upp å Þessi tímamót í rólegheitum. Það gekk svo mikið å Þegar Êg varð sextugur að Êg lÌt Það duga. Þå hittist svo å að Êg fór sem råðherra ferðamåla å heilmikla råðstefnu um Þau

mĂĄlefni Ă­ KĂ­na og ĂžaĂ° var Ăłgleymanleg ferĂ° Ă­ alla staĂ°i,“ segir Sturla BÜðvarsson. Skessuhorn Ăłskar Sturlu til hamingju meĂ° afmĂŚliĂ°. mm

Getir Þú barn Þå birtist ĂžaĂ° hĂŠr, Ăž.e.a.s. barniĂ°! 21. nĂłvember. StĂşlka. Ăžyngd 3.290 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Nadia Di Stefano og Agatino Farinado, GrundarfirĂ°i. LjĂłsmóðir: SigrĂ­Ă°ur Berglind BirgisdĂłttir.

www.skessuhorn.is

VĂśrur og ĂžjĂłnusta Sprautu- og bifreiĂ°averkstĂŚĂ°i Borgarness

TjĂłnaskoĂ°un – BĂ­lamĂĄlun – RĂŠttingar – BĂ­lrúðuskipti ĂžjĂłnustum Ăśll tryggingafĂŠlĂśg

Getum viĂ° aĂ°stoĂ°aĂ° Ăžig? FjĂślritunar- og ĂştgĂĄfuĂžjĂłnustan

sĂ­mi: 437 2360

Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is

KRANABÓLAR - LYFTARAR - TRAILERAR DRÉTTABÓLAR - KASSABÓLAR GÉMALYFTUR - VÚRUBÓLAR Daglegar ferðir frå Akranesi - Reykjavík Reykjavík - Akranes 3MI¥JUVÚLLUM s s BIFREIDASTOD IS s TRUKKUR AKNET IS

olgeirhelgi@islandia.is

HÜnnun prentgripa & alhliða prentÞjónusta DreifibrÊf - BoðsbrÊf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - EyðublÜð UmslÜg - BrÊfsefni

RESTAURANT RESTAURANT

Upplýsingar í síma: 430 6767

Upplýsingar í síma: 430 6767

PARKETSLĂ?PUN OG LĂ–KKUN

SigurbjĂśrn GrĂŠtarsson GSM 699 7566 parketlist@parketlist.is parketlist@simnet.is

PARKETLIST


MIĂ?VIKUDAGUR 25. NĂ“VEMBER 2015

85

StykkishĂłlmur fimmtudagur 26. nĂłvember Ă rlegir hausttĂłnleikar lúðrasveitarinnar Ă­ StykkishĂłlmskirkju kl. 18. Fram koma allar deildir hennar og leika vinsĂŚl og skemmtileg lĂśg allt frĂĄ miĂ°Ăśldum fram ĂĄ okkar tĂ­ma. Daginn eftir kl. 11:10 verĂ°ur lúðrasveitin meĂ° skĂłlatĂłnleika Ăžar sem sĂŠrstakir gestir eru nemendur og starfsfĂłlk grunnskĂłlans. Ă“keypis aĂ°gangur og allir velkomnir! AthugiĂ° aĂ° Ăžetta er breyttur tĂ­mi frĂĄ ĂžvĂ­ ĂĄĂ°ur var ĂĄkveĂ°iĂ°. Akranes fimmtudagur 26. nĂłvember Ă?ĂžrĂłttabandalag Akraness býður Ăśllum Akurnesingum ĂĄ frĂŚĂ°slufyrirlestur sem nefnist „Hreyfing fyrir heilsuna“ kl. 19:30 Ă­ Ă?ĂžrĂłttamiĂ°stÜðinni aĂ° JaĂ°arsbĂśkkum. Ăžetta erindi er hluti af fyrirlestrarÜð og frĂŚĂ°sluĂĄtaki Ă?A fyrir bĂŚĂ°i Ă­ĂžrĂłttafĂłlk og almenning um gildi Ă­ĂžrĂłtta fyrir heilsu og vellĂ­Ă°an. Fyrirlesari aĂ° Ăžessu sinni er Anna SĂłlveig SmĂĄradĂłttir, sjĂşkraĂžjĂĄlfari. Fyrirlesturinn er bĂŚĂ°i ĂŚtlaĂ°ur vĂśnum Ă­ĂžrĂłttamĂśnnum en einnig Ăśllu ĂĄhugafĂłlki um bĂŚtta heilsu. Ă?A hvetur alla ĂĄhugasama aĂ°ila til aĂ° mĂŚta ĂĄ frĂŚĂ°slufundinn enda er Akranes vaxandi og heilsueflandi samfĂŠlag. Akranes fimmtudagur 26. nĂłvember SĂśngtĂłnleikar nemenda TĂłnlistarskĂłlans ĂĄ Akranesi og nemenda TĂłnlistarskĂłla BorgarfjarĂ°ar verĂ°a Ă­ HallgrĂ­mskirkju Ă­ SaurbĂŚ kl. 20. VeriĂ° hjartanlega velkomin. AĂ°gangur er Ăłkeypis. DalabyggĂ° fĂśstudagur 27. nĂłvember OpiĂ° hĂşs ĂĄ HeilsugĂŚslustÜðinni Ă­ Búðardal frĂĄ kl. 14 - 17:30. Ă? tilefni af alĂžjóðadegi sykursjĂşkra verĂ°ur boĂ°iĂ° upp ĂĄ blóðÞrĂ˝stings- og blóðsykurmĂŚlingar Ă­ samstarfi viĂ° LionsklĂşbb Búðardals. Einnig gefst fĂłlki kostur ĂĄ aĂ° skoĂ°a stÜðina og sjĂşkrabĂ­lana ĂĄsamt ĂžvĂ­ aĂ° kynna sĂŠr starfsemina og Ăžann tĂŚkjakost sem er til staĂ°ar. FulltrĂşar frĂĄ HollvinasamtĂśkum HeilbrigĂ°isstofnunar Vesturlands munu afhenda heilsugĂŚslustÜðinni gjĂśf. Allir Ă­bĂşar ĂĄ starfssvĂŚĂ°i HVE Ă­ DalabyggĂ° og ReykhĂłlahreppi eru hjartanlega velkomnir. BorgarbyggĂ° fĂśstudagur 27. nĂłvember 1. deild karla Ă­ kĂśrfuknattleik. SkallagrĂ­mur fĂŚr KFĂ? Ă­ heimsĂłkn Ă­ Ă­ĂžrĂłttamiĂ°stÜðina Ă­ Borgarnesi. Leikurinn hefst kl. 19:15. BorgarbyggĂ° fĂśstudagur 27. nĂłvember JĂłlabingĂł KvenfĂŠlagsins 19 jĂşnĂ­ verĂ°ur haldiĂ° ĂĄ Ă­ LandbĂşnaĂ°arhĂĄskĂłlanum ĂĄ Hvanneyri kl. 20. BorgarbyggĂ° laugardagur 28. nĂłvember SkallagrĂ­msstĂşlkur taka ĂĄ mĂłti NjarĂ°vĂ­k Ă­ 1. deild kvenna Ă­ kĂśrfuknattleik kl. 16:30. BorgarbyggĂ° laugardagur 28. nĂłvember TĂłnleikar Ă­ LandnĂĄmssetrinu Ă­ Borgarnesi kl. 20. Flytjendur eru GarĂ°ar Cortes ĂĄsamt Robert Sund pĂ­anĂłleikara og systurnar SigrĂ­Ă°ur Ă sta og Hanna Ă gĂşsta OlgeirsdĂŚtur. AĂ°gĂśnguverĂ°, kr. 2.000.

Akranes laugardagur 28. nĂłvember AĂ°ventuhĂĄtĂ­Ă° ĂĄ Akranesi. SĂ˝ningarnar Saga lĂ­knandi handa og Ă fĂŚtur Ă­ SafnaskĂĄlanum opnar frĂĄ kl. 13 - 17 um helgina. ListafĂłlk Ă­ Samsteypunni verĂ°ur meĂ° opiĂ° frĂĄ kl. 14 - 16. AĂ°ventuskemmtun kl. 16 ĂĄ Akratorgi Ăžar sem ljĂłsin verĂ°a tendruĂ° ĂĄ jĂłlatrĂŠnu, flutt verĂ°a jĂłlalĂśg og jĂłlasveinar kĂ­kja Ă­ heimsĂłkn. Akranes laugardagur 28. nĂłvember Vetrarljóð - AĂ°ventutĂłnleikar KĂłrs Akraneskirkju aĂ° KalmansvĂśllum kl. 20. FjĂślbreytt og glĂŚsileg tĂłnlistardagskrĂĄ Ă­ upphafi aĂ°ventu. Frumflutt verĂ°a ĂžrjĂş lĂśg eftir Svein Arnar SĂŚmundsson Ă­ Ăştsetningum DanĂ­els Ăžorsteinssonar viĂ° ljóð eftir Skagakonurnar Brynju EinarsdĂłttur, SigurbjĂśrgu HalldĂłrsdĂłttur og SigurbjĂśrgu ĂžrastardĂłttur. Auk Ăžess verĂ°a flutt ljóð og Þýðingar eftir Skagamennina GuĂ°mund KristjĂĄnsson, HalldĂłr HallgrĂ­msson og JĂłn Gunnar Axelsson. TĂłnlist m.a. eftir Gordon Lightfoot, Benny Andersson og Gunnar ÞórĂ°arson. Bornir fram jĂłlasmĂĄrĂŠttir Ăşr smiĂ°ju kĂłrfĂŠlaga. SĂŠrstakir gestir: GuĂ°rĂşn GunnarsdĂłttir sĂśngkona og Gunnar Gunnarsson pĂ­anĂłleikari. AĂ°gangseyrir er kr. 4.000 viĂ° inngang en kr. 3.500 Ă­ forsĂślu sem fer fram Ă­ versluninni Bjargi viĂ° Stillholt. ReykhĂłlar laugardagur 28. nĂłvember Ă rlegur jĂłlamarkaĂ°ur verĂ°ur Ă­ KaupfĂŠlagshĂşsinu Ă­ KrĂłksfjarĂ°arnesi helgina 28. og 29. nĂłvember kl. 13-17. GrundarfjĂśrĂ°ur sunnudagur 29. nĂłvember AĂ°ventudagur KvenfĂŠlagsins Gleym mĂŠr ei verĂ°ur Ă­ SamkomuhĂşsinu frĂĄ klukkan 14 til 17. LĂ­kt og undanfarin ĂĄr mun Lions annast uppsetningu ĂĄ jĂłlatrĂŠ bĂŚjarins. TrĂŠĂ° verĂ°ur tendraĂ° klukkan 18. SnĂŚfellsbĂŚr sunnudagur 29. nĂłvember Kveikt verĂ°ur ĂĄ jĂłlatrjĂĄnum Ă­ SnĂŚfellsbĂŚ. LjĂłsin verĂ°a tendruĂ° kl. 16:30 ĂĄ Hellissandi og kl.17:30 Ă­ Ă“lafsvĂ­k. BorgarbyggĂ° sunnudagur 29. nĂłvember LjĂłsin tendruĂ° ĂĄ jĂłlatrĂŠ BorgarbyggĂ°ar ĂĄ KveldĂşlfsvelli viĂ° rĂĄĂ°hĂşsiĂ° Ă­ Borgarnesi viĂ° hĂĄtĂ­Ă°lega athĂśfn. DagskrĂĄin hefst klukkan 17 og mun GuĂ°veig Anna EyglĂłardĂłttir formaĂ°ur byggĂ°arrĂĄĂ°s flytja ĂĄvarp. Sungin verĂ°a jĂłlalĂśg og GrĂ˝la og Stekkjarstaur koma til byggĂ°a og fĂŚra bĂśrnunum ĂĄvaxtanammi. Nemendur nĂ­unda bekkjar GrunnskĂłlans Ă­ Borgarnesi munu gefa gestum og gangandi heitt kakĂł. StykkishĂłlmur sunnudagur 29. nĂłvember SnĂŚfell tekur ĂĄ mĂłti Haukum Ă­ Ăşrvalsdeild kvenna Ă­ kĂśrfuknattleik. Leikurinn verĂ°ur Ă­ Ă­ĂžrĂłttamiĂ°stÜðinni Ă­ StykkishĂłlmi og hefst kl. 19:15.

Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500

www.skessuhorn.is

PIPAR\TBWA • S�A

Ă dĂśfinni

Bambo Nature

kÄ&#x;Ä Ć&#x;ÅśÌťĆ&#x;ÂŽĤ‡ś ÄŻĂ´ ÄŻĂ›ĤÂŽÄ&#x;Ćťņśİۇׇś ÂœÄ–Ă…Ä†Ć†Ĺ› Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjĂşkar og ÞÌgilegar. ÞÌr eru afar rakadrĂŚgar og ofnĂŚmisprĂłfaĂ°ar auk Ăžess sem gott sniĂ° og teygjur Ă­ hliĂ°um gera ĂžaĂ° aĂ° verkum aĂ° ÞÌr passa barninu fullkomlega.

‡Ä&#x;ÂœÄŻ G‡žƆśÅ Ă“ Ă…Ĺ› ‡ĤĤž ƆÄ&#x; ÂœÂ‡Ĺ›ĤĆ× źĆŜŋ

FrĂŠttaveita Vesturlands

www.skessuhorn.is


MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015

86

Spurning vikunnar „Er jólaundirbúningurinn hafinn hjá þér?“ (spurt í Borgarnesi)

Snæfell lagði Tindastól í Hólminum Snæfell mætti Tindastóli í hörkuleik í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í Stykkishólmi síðastliðinn fimmtudag. Heimamenn byrjuðu betur, leiddu allan fyrsta fjórðunginn en gestirnir frá Sauðárkróki fylgdu þeim eins og skugginn. Leikmenn Tindastóls náðu að jafna í upphafi annars leikhluta og fylgdust að næstu mínúturnar áður en Snæfellingar náðu forystunni aftur og leiddu með níu stigum í leikhléi, 52-43. Leikmenn Snæfells stóðu feti framar gestunum í þriðja leikhluta en í lokafjórðungnum sóttu Tindastólsmenn ákaft og náðu að minnka

muninn í eitt stig þegar mínúta lifði leiks. Nær komust þeir hins vegar ekki og Snæfell hafði að lokum þriggja stiga sigur, 94-91. Sherrod Wright og Austin Bracey voru fremstir meðal jafningja í liði Snæfells með 24 stig hvor. Næstur þeim kom Sigurður Þorvaldsson með 17 stig og Stefán Karel Torfason skoraði 13 stig og tók sex fráköst. Eftir leikinn situr Snæfell í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig eftir sjö leiki. Næst mætir liðið FSu á Selfossi föstudaginn 27. nóvember. kgk

Elfa Hauksdóttir: „Já, ég er aðeins byrjuð að baka og þrífa.“

Kristrún Sigurjónsdóttir hefur leikið vel með Skallagrími í vetur. Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson.

Skallagrímskonur tróna ósigraðar á toppnum

Anna Ragnheiður Hallgrímsdóttir: „Nei, en hann hefst innan tíðar.“

Stefán Karel Torfason keyrir að körfunni í leiknum gegn Tindastól.

Ljósm. sá.

Eftir góðan níu stiga sigur á Breiðabliki síðastliðinn miðvikudag héldu leikmenn Skallagríms norður yfir heiðar og mættu Þór Akureyri í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Liðin fylgdust að í upphafi leiks en gestirnir úr Borgarnesi náðu heldur undirtökunum í leiknum um miðjan fyrsta leikhluta og leiddu með átta stigum í leikhléi, 29-37. Leikmenn Þórs byrjuðu mun betur í síðari hálfleik. Skallagrímskonum voru lengi í gang og misstu forystuna til heimamanna um miðja þriðja leikhluta. Það varði hins vegar ekki lengi, með góðum spretti

hrifsuðu Skallagrímskonur forskotið á nýjan leik, létu það aldrei af hendi og unnu að lokum með tveimur stigum, 56-58. Erikka Banks var atkvæðamest í liði Skallagríms með 18 stig og níu fráköst. Næst henni kom Kristrún Sigurjónsdóttir með tólf stig og einnig níu fráköst. Eftir sigurinn trónir Skallagrímsliðið ósigrað á toppi deildarinnar með 14 stig úr fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Næst mætir liðið Njarðvík á útivelli laugardaginn 28. nóvember. kgk

Skallagrímur sigraði Vesturlandsslaginn Ingimundur Jósepsson: „Nei, hann hefst eftir viku af desember.“

Sveinbjörn Sigurðsson: „Nei, ekki ennþá. Ég byrja að undirbúa jólin í byrjun desember.“

Ingibjörg Daníelsdóttir: „Já, ég er búin að pækla hangikjötið og Steini minn er farinn að velta því fyrir sér hvað á að vera í matinn á aðfangadag, það er hans framlag til jólaundirbúningsins.“

ÍA tók á móti Skallagrími í sannkölluðum Vesturlandsslag í 1. deild karla í körfuknattleik síðastliðið miðvikudagskvöld. Síðast mættust þessi lið í mögnuðu einvígi í úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild vorið 2012. Þá höfðu Borgnesingar betur, komust upp í úrvalsdeild en skildu Skagamenn eftir. Vesturlandsslagsins er alltaf beðið með talsverðri eftirvæntingu meðal stuðningsmanna beggja liða og fjölmenni lagði því leið sína á pallana. Hálftíma fyrir leik voru fá sæti auð og spennustigið hátt í húsinu. Mjótt var á munum lengst framan af fyrsta leikhluta. Rétt undir lok hans náðu leikmenn Skallagríms heldur yfirhöndinni en Skagamenn fylgdu þeim eins og skugginn. Heimamenn gerðu atlögu að forystunni með góðum spretti um miðjan annan leikhluta en gestirnir stóðu hana af sér og leiddu með tíu stigum í hálfleik, 44-54. Skallagrímsmenn mættu gríðarlega ákveðnir til síðari hálfleiks og keyrðu á leikmenn ÍA. Skagamenn áttu ekkert svar við þessu áhlaupi gestanna sem juku forskot sitt í 24 stig og gerðu í raun út um leikinn. Heimamenn gerðu heiðarlega tilraun til að minnka muninn með stuttum sóknum en þriggja stiga skot þeirra vildu ekki niður. Munurinn hélst svo að segja óbreyttur allt til leiksloka og lokatölur á Vesturgötunni 77-100, Skallagrími í vil. Sigtryggur Arnar Björnsson fór mikinn í liði Skallagríms. Hann skoraði 35 stig og tók sex fráköst. Næstur honum kom J.R. Cadot sem skoraði 24 stig og reif niður 15 fráköst.

Framherjinn J.R. Cadot treður með tilþrifum eftir hraðaupphlaup Skallagríms.

Fannar Freyr Helgason fer framhjá Þorsteini Þórarinssyni í teignum.

Sigtryggur Arnar Baldursson fór mikinn í liði Skallagríms. Hér metur hann leikstöðuna en Áskell Jónsson er til varnar.

Í liði Skagamanna var Sean Tate var iðnastur við stigaskorun með 28 stig. Fannar Freyr Helgason kom honum næstur með 22 stig og sjö fráköst.

Leikstjórnandinn Sean Tate lætur skot ríða af.

Iðkendum yngri flokka ÍA fjölgar stöðugt og skemmtu þeir áhorfendum með skotleik í leikhléi.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar, hvort um sig með sex stig eftir fimm leiki. Í næsta leik taka Skallagríms-

menn á móti KFÍ föstudaginn 27. nóvember. Skagamenn heimsækja hins vegar Fjölni í Grafarvoginn sunnudaginn 29. nóvember. kgk/ Ljósm. jho.


L�ttu þér líð� vel u� jóli� TRIPODE

Borð- og standlampar

oð b l i t a l Jó örum m á völdu

Diva tungusófi

v

(LQ Jyå QyWW JHWXU EUH\WW OtILQX

Stærð: 202cm x 150cm

Nettur og þægilegur tungusófi. Hann er einnig fáanlegur sem hvíldarstóll, 2ja eða 3ja sæta og öll sæti stillanleg.

Ermes Deluxe

Mobius

Stærð: 75.5cm Klassísk enn nútmaleg hönnun með þægindin í huga.

Hágæða heilsurúm. Tvær dýnur eru settar saman í eina kápu og ofan á það 60mm Visco eða Latex yfirdýna.

Isabella

Stærð: 195cm

Fáanlegur einnig sem hvíldarstóll. Margir litir í boði. Fáanlegur bæði raf- eða handstýrðir.

Espace

Nokkrar stærðir í boði

Léttur og smekklegur sófi. Kemur í fjórum stærðum.

Demetra svefnsófi

Lama heilsurúm

Stærð: 220cm

Sannkallaður draumasófi. Sófinn er í senn glæsilegur og þægilegur.

Mobius

Ezzy

Stærð: 80cm Nettur og góður hvíldarstóll með háu baki.

Edwin

Stærð: 212cm

Frábær 3ja sæta hvíldarsófi. Öll sæti stillanleg hand- eða rafstýrð. Til í mörgum litum. Klæddur leðri eða tauáklæði.

Nokkrar stærðir í boði

Glæsilegur og virkilega vandaður svefnsófi frá Ítalíu.

Stærð: 190cm

Mjög góður 3ja sæta hvíldarsófi. Alklæddur leðri eða vönduðu tau áklæði. Margir litir í boði.

Nánari Nánari upplýsingar upplýsingarogogvöruúrval vöruúrvalmá má sjá sjá áá heimasíðu heimasíðu Lúr Lúr -- www.lur.is www.lur.is

Komdu í heimsókn – og uppfylltu drauma þína um betri hvíld LÚR

Hlíðasmára 1

201 Kópavogi

Sími 554 6969

lur@lur.is

www.lur.is


GEFÐU FALLEGA HÖNNUN Í JÓLAGJÖF Frá 9.900,-

19.900,-

VIÐ SENDUM UM ALLT LAND Frá 19.900,-

www.hrim.is

FALLEGAR JÓLAVÖRUR FYRIR HEIMLIÐ

www.hrim.is

LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003

KRINGLUNNI - S: 553-0500

LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.