Dagskrá Írskra daga á Akranesi 2015

Page 1

Miðvikudagur 1. júlí 10:00 Guðnýjarstofa, Safnasvæðið í Görðum Sýningin „Saga líknandi handa“ verður opin alla hátíðina á opnunartíma safnsins. Aðgangur ókeypis! 17:00 Vitakaffi Opnun ljósmyndasýningar Finns Andréssonar „Á ferð og flugi“.

18:00 Tónberg, söngvakeppni barna og unglinga Úrslit í söngvakeppni Huldu Gests og fá sigurvegarar að syngja á opnunarhátíð Írskra daga á fimmtudagskvöldinu.

20:00 Garðakaffi „Upptaktur að Írskum“ Kalman listafélag Nanna Rögnvaldardóttir matgæðingur býður fólki upp á sýnishorn af írskum réttum og kynnir írska matargerð. Þjóðsögur, spjall og tónlist. Aðgangseyrir kr. 2.000. Takmarkaður miðafjöldi í boði. Miðapantanir í síma 865-8974 eða á kalmanlistafelag@gmail.com.

Fimmtudagur 2. júlí 15:00-17:00 Akratorg Fjöliðjan mun gefa gestum og gangandi ferskt límonaði og blöðrur og hver veit nema þau bregði á leik. 15:00-20:00 Þorpið Fatamarkaður í Þorpinu.

16:00-17:30 Húsasmiðjan Hin árlega grillveisla Húsasmiðjunnar á Akranesi á Írskum dögum. Húsasmiðjan hefur tekið þátt í hátíðinni í mörg ár og ætla að bjóða gestum og gangandi upp á eina með öllu. 17:00 Akranesviti - opnun sýninga Sigurbjörg Einisdóttir opnar myndlistar-/grafíksýninguna „Úr ýmsum áttum“ á jarðhæð í Akranesvita. Sýningin verður opin út júlí. Einnig mun Elín Þóra Geirsdóttir opna sína fyrstu myndlistarsýningu á þriðju hæð. 19:00 RÚV í beinni Fréttir RÚV verða lesnar frá Sólmundarhöfða á Akranesi. Bogi Ágústsson mætir á Skagann.

19:00 Setning Írskra daga á hafnarsvæðinu Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri setur hátíðina formlega.

19:05-21:00 Litla lopapeysan á hafnarsvæðinu í boði Norðuráls Opnunarhátíðin ber nafnið „Litla lopapeysan“ þar sem ungir og efnilegir tónlistarmenn koma fram ásamt stórhljómsveit undir stjórn Birgis Þórissonar. Sýnd verða atriði úr Grease og Úlfur Úlfur. Einnig munu koma fram söngvararnir Ylfa Flosadóttir, Margrét Saga Gunnarsdóttir Ísland Got Talent stjarna, Heiðmar Eyjólfsson, Inga María Hjartardóttir, Hjördís Tinna Pálmadóttir, Kristinn Bragi Garðarsson, Silla Rún Hjartardóttir og Eiður Andri Guðlaugsson.

19:35 Sumardagar í beinni Glænýr sjónvarpsþáttur með þeim Sölku Sól og Benna og Fannari úr Hraðfréttum verður í beinni útsendingu á „Litlu lopapeysunni“. 21:30 Vitakaffi Söngtríóið Stúkurnar halda tónleika með írsku ívafi. Aðgangur ókeypis!

21:30-01:00 Partýljónið í boði Gamla Kaupfélagsins og Íslandsbanka Keppnin um Partýljónið fer fram á Gamla Kaupfélaginu, skráning á staðnum og á irskirdagar@akranes.is. Sá sem verður krýndur partýljónið fær 50.000 kr. gjafabréf frá Íslandsbanka. Að keppni lokinni tekur við trúbbastemning til kl. 01.00. Frítt inn! 10:00-24:00 Miðnæturopnun í verslunum Verslanirnar Nína og Ozone verða með írsk tilboð alla helgina og hver veit nema að írski frændinn Jameson verði á bakvið búðarborðið.

Föstudagur 3. júlí 10:00-18:00 FM Iceland, Smiðjuvöllum 17 - Írskt kaffi í boði fyrir alla! Komdu og smakkaðu dásamlegt Irish coffee sem er bragðbætt kaffi frá Aurile. Írsk stemmning, vörur í írsku fánalitunum á tilboði og HAPPDRÆTTI að verðmæti kr. 50.000! 12:00-17:00 Að mála ævintýravegginn Gallerí Bjarni Þór að Kirkjubraut 1 er með gjörninginn að mála Ævintýravegginn, þar sem fólk fær útrás fyrir listræna hæfileika sína. Málning og penslar eru á staðnum. Koma svo listaspírur! 14:00 Akranesviti - opnun sýningar Opnun myndlistarsýningar til minningar um Guðmund Þorvaldsson sem hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Sýningin verður opin út júlí á 2. hæð í Akranesvita. 16:00-22:00 Karnival á Merkurtúni Fallturn, hringekjur, hoppukastalar, loftbolti og allskyns söluvagnar. 16:00-22:00 Vatnaboltar Vatnaboltar verða staðsettir á túninu fyrir aftan Suðugötu 64, við Akratorg. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 16:00-22:00 Paintball og Lazertag við Suðurgötu Paintball og Lazertag verða staðsett á túninu fyrir aftan Sementsverksmiðjuna. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 16:00-22:00 Söluvagnar víðsvegar um bæinn Alls kyns söluvagnar munu dreifa sér víðsvegar um bæinn. 17:00 Vitakaffi - Írskasti hreimurinn í boði Vitakaffis Hversu írskur ert þú á ensku og íslensku? Taktu þátt í keppinni um írskasta hreiminn og þú gætir mætt í götugrill með eitthvað alveg írskt í pokahorninu. 18:00 Götugrill Hin vinsælu götugrill um allan bæ, ekki gleyma að skrá þitt götugrill á irskirdagar@akranes.is! Partýljónið mun svo kíkja við í grillið með írska frænda sinn sem ku heita Jameson. 22:00-24:00 Stórtónleikar á Lopapeysusvæðinu Stórtónleikar niðri við höfnina þar sem fram koma Matti Matt, Eyþór Ingi, Magni og María Ólafs. 23:00-03:00 Vitakaffi Arnar og Biggi halda uppi stuði til kl.03:00. Aðgangur ókeypis! 24.00-04:00 Gamla Kaupfélagið DJ RED ft nightelf, strákarnir gerðu allt vitlaust á Írskum dögum í fyrra og ætla nú að endurtaka leikinn. Húsið opnar að lokinni miðbæjarskemmtun og standa herlegheitin fram á rauða nótt. Aðgangur ókeypis!

08:00 Garðavöllur - Opna Guinness mótið Skráning á golf.is eða í síma 431-2711.

10:00-18:00 FM Iceland, Smiðjuvöllum 17 - Írskt kaffi í boði fyrir alla! Komdu og smakkaðu dásamlegt irish coffee sem er bragðbætt kaffi frá Aurile. Írsk stemning, vörur í írsku fánalitunum á tilboði og HAPPDRÆTTI að verðmæti kr. 50.000! 10:00 Helgasund til minningar um Helga Hannesson Sjóbaðsfélag Akraness býður upp á sjósund frá bryggjunni að Merkjarklöpp á Langasandi u.þ.b 950 metra. Keppendur eru beðnir um að mæta vel hvíldir og vel nærðir og hafa í huga að þeir eru á eigin ábyrgð. Athugið að sundið er háð veðri. Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu félagsins - Sjóbaðsfélag Akraness! 10:00 Dorgveiðikeppni í boði Model Um að gera að dorga í morgunsárið. Verðlaunapeningar frá Model og glaðningur frá Vodafone. 11:00 Gallerí Urmull, Gallerý Snotra og Kaja organic Opið frá kl. 11 og fram eftir degi. Komdu og gerðu góð kaup! 12:00 Bryggjugolf á vegum Golfklúbbsins Leynis Þessi dagskrárliður hefur stimplað sig inn undanfarin ár og tilvalið að láta reyna á golfhæfileikana. 12:00-15:00 Samsteypan Mánabraut 20 Ef veður leyfir ætla nokkrir meðlimir Samsteypunnar að brenna í Raku fyrir utan vinnustofurnar að Mánabraut 20. Öllum áhugasömum er velkomið að fylgjast með og upplifa stemninguna sem fylgir þessari gömlu brennsluaðferð á leir. 12:00-17:00 Að mála ævintýravegginn Gallerí Bjarni Þór að Kirkjubraut 1 er með gjörninginn að mála Ævintýravegginn, þar sem fólk fær útrás fyrir listræna hæfileika sína. Málning og penslar eru á staðnum. Koma svo listaspírur! Gaman væri ef að allir mæti skrautlega klæddir. 12:00-22:00 Karnival á Merkurtúni Fallturn, hringekjur, hoppukastalar, loftbolti og allskyns söluvagnar. 12:00-22:00 Vatnaboltar Vatnaboltar verða staðsettir á túninu fyrir aftan Suðurgötu 64, við Akratorg. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 12:00-22:00 Paintball og Lazertag á Suðurgötu Paintball og Lazertag verða staðsett á túninu fyrir aftan Sementsverksmiðjuna. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 12:00-17:00 Handverksmarkaður í íþróttahúsinu við Vesturgötu Líflegur markaður þar sem allt milli himins og jarðar verður til sölu. Tilvalið tækifæri til þess að gera góð kaup. Fjöldinn allur af söluaðilum héðan og þaðan af landinu. 12:45-16:00 Sólmundur Hólm í beinni Bein útsending frá útvarpsþættinum Svart og sykurlaust á Rás 2. 13:00 Sandkastalakeppni í boði Guðmundar B Hannah Verðlaun verða veitt í fjórum flokkum, besti kastalinn, fallegasta listaverkið, yngsti keppandinn og fjölskyldan saman. 13:00 Matarmarkaður á Akratorgi Matur og menning á Akratorgi og jarðhæð á Suðurgötu 57, Gamla Landsbankahúsinu. 13:00-17:00 Antikmarkaður á Akratorgi Götumarkaðsstemning - antik, retro og gamlir munir.

2.–5. júlí 2015

13:30 „Rauðhærðasti íslendingurinn“ Keppendur mæta á 3. hæð í Gamla Landsbankahúsinu að Suðurgötu 57 þar sem fulltrúar Hárhúss Kötlu meta rauðu lokkana.

14:00-16:00 Töfrar á Akratorgi Á Akratorgi mun allt iða af lífi. Ungir listamenn munu koma fram og syngja og dansa, verðlaun fyrir rauðhærðasta Íslendinginn, verðlaun veitt fyrir írskasta húsið og margt fleira. Kynnir verður hinn skemmtilegi Lalli töframaður sem mun sýna okkur töfrabrögð á milli atriða. 14:00-16:00 Ullarsokkurinn Ungt tónlistarfólk af Akranesi með off veune tónleika á Merkurtúni.

17:00 Vitakaffi - Átökin á Norður Írlandi - orsök og afleiðingar. Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og rithöfundur, rekur sögu átakanna á Norður-Írlandi frá upphafi The Troubles til okkar tíma. Félagar úr Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi, þau Arna Pétursdóttir, Ylfa Flosadóttir og Birgir Þórisson ásamt Ragnari Skúlasyni, flytja írsk þjóðlög og baráttusöngva frá tímabilinu. Aðgangur ókeypis! 22:40 Brekkusöngur á þyrlupallinum Hinn margrómaði brekkusöngur í boði ´71 árgangsins mun óma um allan Skaga og munu þeir félagar Magni og Matti Matt stjórna honum af stakri snilld.

23:30 Lopapeysan Lopapeysuna þarf vart að kynna enda skemmtilegasta ball sumarsins. Fram koma m.a. Sálin hans Jóns míns, Bubbi og Dimma, Dikta, Páll Óskar, Salka Sól, Friðrik Dór, Geirmundur og fleiri. Miðasala fer fram í Eymundsson á Akranesi og á midi.is. 23:30-04:00 Gamla Kaupfélagið Barinn opinn, fyrir þá sem vilja en við lofum meira stuði á Lopapeysunni þar sem starfsmenn Gamla Kaupfélagsins taka vel á móti ykkur.

Sunnudagur 5. júlí 12:00-17:00 Að mála ævintýravegginn Gallerí Bjarni Þór að Kirkjubraut 1 er með gjörninginn að mála Ævintýravegginn, þar sem fólk fær útrás fyrir listræna hæfileika sína. Málning og penslar eru á staðnum. Koma svo listaspírur! 12:00 Karnival á Merkurtúni Fallturn, hringekjur, hoppukastalar, loftbolti og allskyns söluvagnar.

Fjölskyldudagur í Garðalundi 14:00 Leikhópurinn Lotta Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu gulu hænuna í boði Omnis verslun á Akranesi. 15:15 Alltaf Gaman Alltaf Gaman sjá um allskyns þrautir sem og afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri. 15:15 Hreystibraut Hreystibraut stjórnað af Hjalta Úrsus.

15:15 Hestbak Kvennakórinn Ymur býður börnum upp á að fara á hestbak. Grillin verða heit þannig að það er tilvalið að taka með sér pylsur á grillið, við minnum þó gesti á að þeir eru á eigin ábyrgð og því er um að gera að fara varlega. Ekki gleyma að í Garðalundi er strandblaksvöllur og frisbígolfvöllur.

Írsk stemning á kaffihúsum og veitingastöðum á Akranesi alla hátíðina!

SKESSUHORN 2015

Fjölskylduhátíðin Írskir dagar

Laugardagur 4. júlí


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.