Feban 25 ára

Page 1

FEBAN FÉLAG ELDRI BORGARA Á AKRANESI OG NÁGRENNI

Full búð af nýjum og glæsilegum gjafavörum

25 ÁRA MARS 2014

Þjóðbraut 1- Akranesi sími 431 3333 – modelgt@internet.is


FEBAN 25 ÁRA

Afmæliskveðja til Félags eldri borgara á Akranesi

Kveðja til FEBAN

Þ

S

vo skemmtilega vill til að Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara á Akranesi eiga bæði 25 ára afmæli á þessu ári. Og þar að auki var FEBAN eitt af þeim tíu félögum eldri borgara sem sýndi þá framsýni að standa að stofnun Landssambands eldri borgara hinn 19. júní 1989 og er því eitt af stofnaðilum landssambandsins. Félagið ykkar hefur haft á að skipa framúrskarandi duglegu forystufólki í gegnum þessi 25 ár. Það sýnir hið mikla og fjölbreytta starf sem nú er í gangi í félaginu. Það hef ég m.a. séð þegar ég hef haft þá ánægju að koma á fundi og skoða allt tómstundastarfið sem fer fram hjá félaginu. Í FEBAN hefur verið fylgt þeirri stefnu að auðga og fegra mannlífið á Akranesi og draga úr félagslegri einangrun eldri borgara. Það skiptir miklu fyrir hvert sveitarfélag að eldri borgarar geti valið sér tómstundastarf eftir áhugasviði hvers og eins. Ég vænti þess að Akraneskaupstaður láti ykkur njóta þess með því að skapa ykkur góða starfsaðstöðu fyrir félagið. Ég óska félaginu innilega til hamingju með þennan áfanga og sendi ykkur þá ósk að félagið ykkar megi halda áfram að dafna og fjölga félögum svo starfið verði enn fjölbreyttara og kraftmeira á komandi árum. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.

!

! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! 2

!!!

Óskum

að er mikil gæfa samfélagsins hér á Akranesi að hafa á að skipa jafn kröftugum hópi eldri borgara og er í FEBAN, eða Félagi eldri borgara á Akranesi og nágrenni. Ég sat síðasta aðalfund félagsins þar sem farið var yfir liðið starfsár og það verður að segjast eins og er að starfið er ótrúlega fjölbreytt og margir sem taka þátt í nefndastörfum. Það fjölgar stöðugt í þeim hópi sem fellur undir skilgreininguna ,,eldri borgari.“ Almenna reglan á vinnumarkaði er að fólk hætti störfum 67 ára gamalt. Flestir eru þá, sem betur fer, við góða heilsu og framundan eru mörg ár, sem geta svo sannarlega verið bestu ár ævinnar ef vel er haldið á spilunum. ,,Þá verður maður loksins löggiltur,“ sagði einn góður vinur minn þegar hann komst á þennan aldur og hugsaði sér gott til glóðarinnar, að geta stundað golfið eins mikið og hann lysti. Aðrir eru kvíðnir fyrir því hvað taki við eftir langa og kannski stranga starfsævi. Flestum er kunnugt um jákvæð áhrif hreyfingar á heilsuna, en hitt er ekki síður mikilvægt, að eiga samneyti við annað fólk og hafa gaman saman. Rannsóknir hafa enda sýnt jákvæða fylgni á milli heilsufars og þess að taka þátt í félags- og tómstundastarfi. Húsnæðismál félagsins hér á Akranesi hafa verið félagsmönnum hugleikin. Þess vegna var settur á fót samstarfshópur á vegum Akraneskaupstaðar og félagsins til að móta sameiginlega tillögu í húsnæðismálunum. Hópurinn hefur náð saman um tillögu að kaupum á húsnæði sem bæjaryfirvöld hafa tekið mjög jákvætt í. Fyrir hönd Akraneskaupstaðar óska ég Félagi eldri borgara á Akranesi og nágrenni innilega til hamingju með 25 ára afmælið.

"#$%&&#'(#$%!! )*%+,!(-+.#+#! !! !

! ! ! FEBAN ! !

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi.

til hamingju með 25 ára afmælið

Heiðargerði 7, Akranesi - Sími 431 4747 / 896 4747

Veljum íslenskt


Akraneskaupstaður óskar FEBAN innilega til hamingju með 25 ára afmælið.

Þökkum samstarfið á liðnum árum.


FEBAN 25 ÁRA

Ágrip úr sögu FEBAN

F

élag eldri borgara á Akranesi, FEBAN, varð 25 ára 5. febrúar síðastliðinn. Félagið var stofnað 5. febrúar 1989 á Hótel Akranesi. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna og réttinda eldra fólks á Akranesi og nágrenni og að vinna að málefnum aldraðra í landinu. Til stofnfundarins var boðið af undirbúningsnefnd sem félagsmálaráð Akraneskaupstaðar skipaði. Í nefndinni voru: Herdís Ólafsdóttir, Lilja Ingimarsdóttir og Sveinn Guðmundsson. Valdimar Indriðason var fundarstjóri og Auður Sæmundsdóttir fundarritari. Húsfyllir var á stofnfundinum og 200 manns skráðu sig í félagið. Fyrsti formaður var kjörinn Magnús Kristjánsson. Starfsemi FEBAN hefur undið upp á sig á þessum 25 árum sem félagið hefur starfað. Nú eru skráðir félagar 645. Til að gerast félagi þarf viðkomandi að vera orðinn 60 ára. Öllum sem verða 60 ára á árinu er sent kynningarbréf um starfsemi félagsins og því fylgir umsóknareyðublað, síðasta fréttabréf og sú dagskrá sem unnið er eftir á þeirri stundu. Í stjórn og varastjórn eru tíu manns. Stjórn FEBAN er nú þannig skipuð: Ingimar Magnússon formaður, Guðlaug Bergþórsdóttir ritari, Svavar Sigurðsson gjaldkeri og Ólafur Ingi Jónsson varaformaður. Aðrir í stjórn og varastjórn eru: Hilmar Björnsson, Sylvía Georgsdóttir, Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Ásgerður Ásta Magnúsdóttir, Jónas Kjerúlf og Þorvaldur Valgarðsson. Með stjórninni starfa átta nefndir sem sinna hver um sig sérstökum verkefnum eins og nöfn þeirra bera með sér. Það eru húsnefnd, ferða- og skemmtinefnd, kórnefnd, íþróttanefnd, menningar- og fræðslunefnd, laganefnd, lífeyrisog trygginganefnd og samstarfsnefnd við Akraneskaupstað. Fimmtíu manns eru í stjórn og nefndum félagsins. FEBAN er í Landssambandi eldri borgara félaga. Fundur með fastanefndum FEBAN.

Frá sameiginlegu þorrablóti FEBAN og FEBBN á Kirkjubraut 40 á þorranum 2013.

Samskipti við önnur félög S

tuttu eftir stofnun FEBAN hófust samskipti við önnur félög eldri borgara. Þau hafa verið mikil um tíðina, ekki síst á íþróttasviðinu. Gagnkvæmar heimsóknir hafa aðallega verið við tvö félög, það er félögin í Kópavogi og Borgarnesi. Fyrsta heimsókn til FEBAN var frá Félagi eldri borgara í Kópavogi 7. september 1991. Tekið var á móti Kópavogsbúum við gatnamótin á Lambhagamelum. Farið var í skoðunarferð í kringum Akrafjallið við leiðsögn Bjarnfríðar Leósdóttur og Björns Finsen. Að henni lokinni var ekið að Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili. Þar tók Ásmundur Ólafsson, þáverandi framkvæmdastjóri, á móti hópnum. Því næst var farið á Hótel Akranes þar sem boðið var upp á súpu. Þar flutti Garðar Óskarsson formaður FEBAN ávarp. Bjarnfríður Leósdóttir fór með kvæðið Akranes eftir Ragnar Jóhannesson sem Geirlaugur Árnason gerði lag við. Fjórar konur úr FEBAN sungu nokkur lög við gítarundirleik. Fulltrúar Kópavogsfélagsins fluttu ávörp og þökkuðu móttökurnar. Á eftir var dansað. Frá þessari fyrstu heimsókn eldri borgara í Kópavogi hafa félögin skipst á heimsóknum hvert haust og þær samkomur verið ígildi árshátíðar hjá félögunum. Seinni hluta árs 1991 var rætt við formann Félags eldri borgara í Borgarnesi um að gaman væri að halda sameiginlega skemmtun. Fyrsta sameiginlega þorrablót félaganna á Akranesi og í Borgarnesi var haldið 24. janúar 1992 í Borgarnesi. Síðan hafa félögin haldið sameiginlegt þorrablót til skiptis á stöðunum. Hafa þau jafnan verið vel sótt. Í vetur var þorrablótið haldið í Borgarnesi.

Óskum FEBAN til hamingju með 25 ára afmælið

4


Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands

FEBAN 25 ÁRA

Mikið líf í Fífunni og menningarog fræðslunefndinni  Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar.  Að auka aflaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði.

F Að stöðva útflutning á óunnum gámafiski, en slíkt myndi skapa fjölmörg störf hér á landi. rá stofnun FEBAN hefur verið starfandi  menningar- og fræðslunefnd. Starf

segir of langt í Hofhrepp í Skagafjörð fyrir dagsferð og því verði ekki farið þangað. Þess í stað verður farið í Dalina á Fellsströnd og

undirtektir félagsmanna. Leikhúsferðir voru á starfsárinu 2012-2013 í Þjóðleikhúsið á Tveggja þjón og í Borgarleikhúsið

nefndarinnar hefur verið nokkuð fastmótað  áriAð hafsins verði frá til auðlindum árs. Meðal annars er farið í komið aftur í eigu þjóðarinnar. leikhúsferðir vor og haust og yfirleitt í afnema verðtrygginguna dagsferð vori. Árið 2009 var stofnað ávið fyrsta tækifæri.  Að að vegum nefndarinnar bókmenntaklúbburinn Fífan. Hann stendur lesstundum fyrsta koma meðfyrir skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er  Að og þriðja miðvikudag hvers mánaðar. Þá þeim að blæða út. hittist gjarnan 20-30 manna hópur og hlýðir á lestur framhaldssögu. Nefndarfólk  Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og efla atvinnulífið. skiptist á um lesturinn og í vetur hefur t.d. verið lesin Heimanfylgja eftir Steinunni  Að atvinnuleitendum að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Jóhannesdóttur. Fífufólki fannstverði vel viðheimilt hæfi að lesa um Hallgrím Pétursson í tilefni 400 Frá lesstund í bókmenntaklúbbnum Fífunni. Að koma vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið.  árstíðar ára hansokkar á þessusjónarmiðum ári, enda áður búið fyrir Klofning á Skarðsströnd undir leiðsögn að lesa Reisubók Guðríðar konu hans, sem á Gullregn. Síðasta haust var farið á  Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinna einnig er misbjóða eftir Steinunni. fjalli í Borgarleikhúsinu  Að ekki þjóðinni með því Sigurðar fá BretaÞórólfssonar til að sinnaí Innri-Fagradal. hér loftrýmisvörnumsýninguna á sama Jeppa tíma áog þeir telja ítil þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja  Að auka aflaheimildir Sem dæmi um starfið í Vorferðirnar eru gjarnan á söguslóðir í og stendur önnur leikhúsferð á þær á frjálsum markaði. okkur vera hryðjuverkamenn. bókmenntaklúbbnum Fífunni á síðasta þeim bókum sem lesið er úr. Það verður þó útmánuðum. Farin var dagsferð um fjölmörg störf hér á landi.  Að stöðva útflutning á óunnum gámafiski, en slíkt myndi skapa ári, þá komu Ingunn Anna Jónasdóttir og ekki næsta vor. Gréta Gunnarsdóttir, sem Suðurland 8. júní á síðasta ári. Félagar enda virðast þeir aðilar ekki njóta  Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu  Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Engilbert Guðmundsson og héldu fræðslu sæti á í menningarnefndinni og státar af því hafa almennt verið ánægðir með ferðir trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri.  Að um Afríku og þróunarstarf þar við góðar að vera úr fæðingarsveit sálmaskáldsins, menningarog fræðslunefndar.

Stjórn Verkalýðsfélags Akrane skorar á ríkisstjórn Íslands

 Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vi

hvað  Að stórefla upplýsingaflæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, þeim að blæða er út. verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera.

 Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og efla atvinnulífið.

 Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. og þar verði hverjum steini velt  Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakerfisins

við.

 Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið.  Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og

hryðjuverkamenn. semvera stóðu að útrás bankanna á meðan  Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga okkur

rannsókn fer fram á hruni bankakerfisins.

 Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðila

trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar.

Að stórefla upplýsingaflæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hv grundu verði látnir sæta ábyrgð og  Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur áerlendri gera og hvað hyggist þið gera.

einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki.

 Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakerfisins og þar verði hverj

við.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is

 Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankann

rannsókn fer fram á hruni bankakerfisins.

 Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæ

einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is

Verkalýðsfélag Akraness sendir FEBAN bestu afmæliskveðjur, með kærri þökk fyrir farsælt samstarf á liðnum árum.

www.vlfa.is

Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlf

Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is 5


FEBAN 25 ÁRA

Styrkur FEBAN hvað félagsmenn eru virkir Ingimar Magnússon frá Tálknafirði hefur verið formaður FEBAN síðan 2011. Ingimar er einn margra Vestfirðinga sem fluttu á Akranes til starfa og framtíðarbúsetu. Hann segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Mjög svo,“ segir Ingimar þegar hann er spurður um hvort hann hafi haft ánægju og gleði af félagsskapnum í FEBAN og af störfum fyrir félagið.

H

ann segir styrk félagsins hve margir félagsmenn eru virkir og tilbúnir að leggja félaginu lið. Það gildi ekki aðeins um þann stóra hóp sem starfar í nefndum og stjórnum félagins, heldur einnig annað félagsfólk. Ingimar ólst upp á bændabýli í Tálknafirði sem hét Norðurbotn og tilheyrir nú laxeldisstöð sem starfrækt er í firðinum. Hann byrjaði snemma að starfa við sjávarútveginn og 16 ára gamall, sumarið 1958, fór hann á sjóinn til síldveiða á bátinn Guðmund á Sveinseyri hjá Magnúsi Guðmundssyni skipstjóra. Þeim skipstjóra fylgdi Ingimar svo til fjölda ára.

Slasaðist á sjónum Miklar breytingar urðu í útgerð á Tálknafirði á áttunda áratugnum. Þar á meðal var báturinn sem Ingimar var á seldur burtu úr byggðarlaginu og smíðaður var skuttogari fyrir Tálknfirðinga. Þessar breytingar ásamt því FEBAN - Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni - 25 ára Útgefandi: Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni.Gefið út í tilefni 25 ára afmælis FEBAN vorið 2014. Ábyrgðarmaður: Ingimar Magnússon. Ritnefnd FEBAN: Bragi Þórðarson, Guðlaug Bergþórsdóttir, Hörður Sumarliðason, Ólafur Guðmundsson, Ingimar Magnússon og Sigurlaug Inga Árnadóttir. Umsjón með útgáfu; ritun, auglýsingasala og umbrot: Skessuhorn ehf. – útgáfuþjónusta. Textagerð: Þórhallur Ásmundsson blaðamaður. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason, Júlíus Már Þórarinsson, Kolbrún Ingvarsdóttir, Þjóðbjörn Hannesson, Þórhallur Ásmundsson og fleiri. Forsíðumynd: Æfing hjá hluta hópsins sem stundar línudans hjá FEBAN. Gefið út í 3.000 eintökum. Dreift á öll heimili á félagssvæði FEBAN og víðar. Prentun: Prentmet Vesturlands.

6

Ingimar Magnússon formaður FEBAN.

að Ingimar slasaðist um borð urðu til þess að hann leiddi hugann að því að hætta til sjós. Fjölskyldan ákvað að flytja í burtu. „Ég lenti í netaspili og náði mér aldrei af þeim meiðslum sem ég hlaut. Eftir það fannst mér sjómennskan ekki henta mér, allavega var ég tilbúinn að fara að gera eitthvað annað,“ segir Ingimar. Kona hans er Ásthildur Theodórsdóttir. Hún er ættuð frá Tálknafirði og úr Arnarfirði, var þar mikið sem stelpa hjá afa sínum og ömmu að sumrinu og hjá frændfólkinu í Bíldudal. „Við vorum búin að stofna til heimilis um tvítugt og eignuðumst þá fyrsta barnið okkar af þremur 1963.

í störf, trúlega aðallega á Grundartanga, varð til þess að allt íbúðahæft húsnæði var selt. Þetta endaði með því að hún fjárfesti í holu sem þá var búið að grafa við Einigrund fyrir fimm raðhúsa lengju. Það var húsið númer 26 sem við keyptum. Þegar loðnuvertíðin var búin á Skírni um haustið fór ég svo að vinna við húsið, sem við fengum afhent fokhelt um haustið.“

Göngin breyttu ýmsu Svo farið sé hratt yfir sögu nýtti Ingimar sumartímann þegar ekki var loðnuvertíð og Skírnir bundinn við bryggju, m.a. eitt sumar í byggingavinnu

Valið stóð á milli stóriðjusvæða Þegar við vorum búin að ákveða að flytja burtu seint á árinu 1978 stóð valið á milli stóriðjustaðanna Hafnarfjarðar og Akraness. Akranes varð fyrir valinu og við sjáum ekki eftir því. Á þessum tíma var Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga að byggjast upp og ég sótti um vinnu þar. Það breyttist hins vegar eftir að við fórum í heimsókn til kunningja okkar, hjónanna Sölva Pálssonar og Ragnheiðar Ólafsdóttur. Þar frétti ég af því að stýrimann vantaði á Skírni AK, loðnuskip HB. Bjarni Sveinsson var þar skipstjóri, ég sótti um starfið og fékk. Byrjaði á Skírni um verslunarmannahelgina 1979. Í byrjun þess árs fór konan mín til Akraness að skoða fasteignamarkaðinn þar. Þá var fátt um fína drætti á markaðinum. Eftirsókn

Ingimar, Þjóðbjörn og Kristrún. Hér eru þau stödd í ferðalagi á Tröllaskaga ásamt fleirum úr FEBAN.

þegar verið var að reisa Grundaskóla. Síðan varð hann afleysingamaður á sementsflutningaskipinu Freyfaxa 1981. Fastráðningu fékk hann síðan á því skipi og hjá Sementsversmiðjunni vorið 1982. Freyfaxi var síðan seldur árið eftir en Ingimar var í ýmsum


FEBAN 25 ÁRA

störfum hjá Sementsverksmiðjunni. Hann var fastráðinn stýrimaður á sementsflutningaskipinu Skeiðfaxa frá 1990 og skipstjóri frá ágústbyrjun 1996 til 1. maí 2005. Tilkoma Hvalfjarðarganga breytti ýmsu í sambandi við sementsflutninga og um leið störfum skipverja á Skeiðfaxa. Það varð til þess að Ingimar sagði upp og hætti störfum hjá Sementsverksmiðjunni. Frá 1. desember 2005 til 30. apríl 2009 vann hann á lagernum hjá Skaganum. Hann segist hafa kunnað því starfi ákaflega vel, eins og reyndar öðrum störfum sem hann vann á Akranesi. Skipsplássin hafi verið mjög góð, bæði á loðnuskipinu Skírni og sementsflutningaskipunum.

Starfið í jafnvægi frá ári til árs En hvenær var það sem Ingimar gerðist félagi í FEBAN? „Fljótlega eftir að við hjónin höfðum aldur til, eða upp úr sextugu, gerðumst við félagar. Við tókum hins vegar lítið þátt í félagsstarfinu fyrr en við vorum hætt að vinna. Fljótlega eftir að ég fór að taka þátt í starfi félagsins var ég kosinn í stjórnina. Strax frá upphafi hafði ég gaman af því að sinna stjórnarstörfum og starfa fyrir félagið. Andinn er mjög góður í félaginu og eins og ég segi margir

Ingimar ásamt félögum í Gulum og glöðum á línudansmóti þar sem gulli var hampað.

tilbúnir að leggja lið starfinu í félaginu. Starfsemin er mjög fjölbreytt og úr ýmsu að velja. Það er gott jafnvægi í starfinu hjá okkur og þátttöku fólks. Afþreyingin og dægradvölin er fastmótuð frá ári til árs, þótt nokkrar nýjungar hafi komið inn í starfið um árin. Kannski vill fólk

sem er að ganga í félagið í dag einhverjar breytingar og þá er sjálfsagt að það hafi orð á því. FEBAN er fjölmennt og öflugt félag og ég sé ekki annað en það verði til í mörg ókomin ár. Þess vegna þarf að huga að framtíðinni, meðal annars húsnæðismálunum til frambúðar.“

Gefðu sparnað í fermingargjöf Gjafakort Landsbankans er góður kostur fyrir þá sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 6.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn.

Kortið er gjöf sem getur lagt grunn að traustum �árhag í framtíðinni. Það er í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

7


FEBAN 25 ÁRA

Húsnæðismálin virðast komin í höfn Á aðalfundi FEBAN, sem fram fór í byrjun mars, tilkynnti Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fólki í félaginu tíðindi varðandi húsnæðismál FEBAN.

B

æjarstjóri sagði að bæjarráð hefði samþykkt að fela sér að ganga til samninga við forsvarsmenn Bifreiðastöðvar Þórðar Þ Þórðarsonar um kaup Akraneskaupstaðar á Dalbraut 6. Áformað væri að setja á laggirnar þjónustumiðstöð í húsinu með félagsaðstöðu FEBAN og því félagsstarfi sem bærinn hefur rekið fyrir þennan hóp. Í febrúar á síðasta ári var settur á laggirnar starfshópur með fulltrúum FEBAN, þeim Jóhannesi Ingibjartssyni og Ólafi Guðmundssyni, og bæjarfulltrúunum

Jóhannes Ingibjartsson og Ólafur Guðmundsson.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri ávarpar aðalfund FEBAN á Kirkjubraut 40 í byrjun mars. Ólafur Guðmundsson fundarstjóri, Ingimar Magnússon formaður, Guðlaug Bergþórsdóttir ritari og Svavar Sigurðsson gjaldkeri.

Þresti Þór Ólafssyni, Sveini Kristinssyni og Gunnari Sigurðssyni. Hópurinn hefði skoðað fjölmarga kosti og litist best á húsnæðið að Dalbraut 6. Húsið er tæplega 900 fermetrar að stærð með möguleika á stækkun. Tilkynningu bæjarstjóra var vel fagnað á aðalfundinum, en mörg síðustu ár hefur verið unnið að lausn til framtíðar á húsnæðismálum. Regína vék lofi á starf samstarfsnefndarinnar, þar á meðal fulltrúa FEBAN í henni, þeirra Jóhannesar og Ólafs. Framtíðar húsnæðismál

FEBAN virtust því loksins komin í höfn þegar þetta afmælisblað fór í prentun. Góðar horfur eru á því að félagsmenn fagna því ásamt 25 ára afmæli félagsins í afmælisfagnaði í sal Grundaskóla á sumardaginn fyrsta.

Margir staðir verið til skoðunar Það hefur ekki verið ónýtt að hafa byggingafræðinga eins og þá Jóhannes Ingibjartsson og Ólaf Guðmundsson til að vinna að lausn húsnæðismála FEBAN

Óskum FEBAN til hamingju með 25 ára afmælið

Hvalur hf. 8


FEBAN 25 ÁRA

til framtíðar. Ýmislegt er búið að reikna og teikna í því sambandi á síðustu sjö árum. Marga staði var búið að skoða áður en umrædd samstarfsnefnd var skipuð fyrir rúmu ári og ýmsir staðir verið skoðaðir síðasta árið. Svo farið sé hratt yfir sögu var komið langt með að FEBAN fengi til afnota húsnæði sem tónlistarskólinn hafði áður við Þjóðbraut, þar sem nú er Þorpið ungmennahús. Þá kom til greina svokölluð Glerhöll á mótum Ægisbrautar og Vesturgötu. Tilboð kom um að nýta rými við hlið Krónunnar í verslunarmiðstöðinni við Dalbraut, en það reyndist of lítið fyrir alla starfsemina og of dýrt, að sögn þeirra Jóhannesar og Ólafs. Þá kom til sögu gamla bókasafnshúsið við Heiðarbraut, sem hefur reyndar í þrígang verið dregið inn í umræðuna, ýmist af núverandi eiganda þess eða kaupstaðnum. Enn voru nýjar vonir vaktar þegar nefnd voru til sögunnar hugsanleg kaup á gamla Landsbankahúsinu. Komið var árið 2012 þegar farið var að ræða um hús til afnota fyrir FEBAN, sem margir félagsmenn höfðu lengi rennt hýru auga til. Það var Skagavershúsið. Það mál var einnig langt

Hluti fundarmanna á aðalfundinum laugardaginn 1. mars sl. Fundurinn var fjölmennur þrátt fyrir að allstór hópur FEBAN fólks væri á sólarströnd og aðrir á bocciamóti.

komið þegar ljóst varð að ekkert yrði úr. Einnig voru til skoðunar svokallað Henson- eða Nettóhús við Kalmansvelli og hugsanleg nýting KFUM hússins við Garðabraut 1 ásamt því að byggt yrði við það hús.

Þeir Jóhannes og Ólafur segjast báðir himinlifandi yfir þeirri lausn sem nú virðist fundin, það er ÞÞÞ húsið við Dalbraut. Það hús ásamt stækkunarmöguleikum muni fullnægja framtíðarþörf FEBAN eins langt og þeir sjái fram í tímann.

Afgreiðslutími: Virka daga Laugardaga Sunnudaga

9–18 10–14 12–14

Eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur

Smiðjuvellir 32, Akranesi - Sími 431 5090 Fax 431 5091 - www.apvest.is

9


FEBAN 25 ÁRA

Íslandsmeistarar FEBAN í línudansi 2011.

Alltaf fjör í línudansinum

U

m langt skeið hafa félagar í FEBAN lagt stund á línudans. Þessi líflega afþreying nýtur mikilla vinsælda meðal félaganna og þegar mest er hafa um 50 manns stundað línudansinn. Þau eru lipur í línudansinum í FEBAN. Að minnsta kosti tvisvar núna seinni árin hefur hópur frá félaginu hampað Íslandsmeistaratitli í flokki 60 ára og eldri og komið hefur fyrir að hópar frá FEBAN hafi lent í tveimur efstu sætunum. Það var á þeim tíma sem svo fjölmennt var í línudansinum að tveir hópar voru sendir á mót. Það voru hóparnir Kátir félagar og Gulir og glaðir. Í byrjun voru fjórir leiðbeinendur

í línudansinum, Anna Bjarnadóttir, Hugrún Sigurðardóttir, Sigríður Alfreðsdóttir og Eygló Tómasdóttir. Lengst af, eða frá árinu 2005, hafa þær

tvær síðasttöldu, Sigríður Alfreðsdóttir og Eygló Tómasdóttir, kennt línudansinn og haldið utan um starfið. Það er á miðvikudögum frá klukkan 16:30 til 18 sem dansað er í salnum á Kirkjubraut 40. Eldri borgararnir í dansinum segjast vera mjög ánægðir með að hafa haft þær Eygló og Sigríði til að leiða dansinn í þessi ár, enda mjög metnaðarfullar og traustar manneskjur.

Eins og fjölskyldan

Sigríður Alfreðsdóttir og Eygló Tómasdóttir.

„Ég hlakka alltaf til miðvikudaganna. Þetta er svo skemmtilegt og yndislegt fólk,“ segir Eygló og Sigríður tekur í sama streng. „Þetta eru vinir okkar, eins

[ hijYV\^cc &-# YZhZbWZg [ hijYV\^cc &-# YZhZbWZg

[g{ `a &(/%% [g{ `a &(/%% Óskum FEBAN til hamingju með 25 ára afmælið

Ægisbraut 28, 300 Akranes - Sími 431 1376

10

Vélaverktakar Sími 893 3365 og 894 4465


FEBAN 25 ÁRA

að líða. Nokkrar konur í okkar hópi voru með gítarinn með í för. Það var bara sungið og fyrr en varði vorum við komin í loftið. Þetta gekk allt saman ljúft í ferðinni og engin vandræði. Okkur fannst það til dæmis alveg magnað að enginn skyldi villast í borginni og allir klárir á sínu. Þetta er svo magnað fólk.“

Alltaf eitthvað að gerast hjá hópnum

Hópurinn sem fór til Ítalíu 2012.

og fjölskyldan. Það hefur alltaf verið góður mórall hjá okkur og gengið vel,“ segir Sigríður. Þær segja að þetta hafi byrjað þannig að þegar þær sjálfar voru búnar að vera í línudansi í nokkur ár, hafi þær tekið að sér umsjón línudansins hjá FEBAN. Í staðinn fengu þær tíma í salnum fyrir sinn hóp. „Við fengum til okkar hann Óla Geir til að kenna og hópurinn hjá eldri borgurum í línudansinum varð fljótlega 30-40 manns. Það hefur verið mikill áhugi og líf í línudansinum þessi ár.

Tvisvar hefur hópur frá okkur farið á svokallað „Golden age gym festival“ sem haldið er annað hvert ár. Það var á Kanarí 2008 þegar Anna Bjarnadóttir fór með hópinn og síðan á Ítalíu 2012 þegar við fórum með. Það var mjög eftirminnileg ferð, en mótið var haldið í Toskana héraðinu í borginni Montecatini. Þessi ferð heppnaðist ákaflega vel og var einstaklega skemmtileg. Við þurftum að taka tengiflug í gegnum Amsterdam. Þar var talsverð bið á flugvellinum en hún var ekki lengi

Eygló og Sigríður segja að mikið hafi verið lagt í fjáraflanir fyrir þessar ferðir og það sé einmitt á dagskránni að fara aftur til Kanarí á þessu ári. Ófáar kleinurnar hafi verið bakaðar og m.a. seldar á opnu húsi í Kirkjubraut 40. Þá sé fastur liður að koma saman á smá slútti á jólaföstunni og á vorin. Síðasta sumar hafi meira að segja verið komið saman og grillað eitt kvöld í septembermánuði. Það virðist alltaf vera eitthvað að gerast hjá línudanshópnum. Núna í lok janúar fór hópur að dansa í Danshöllinni í Drafnarfelli í Breiðholti. Þar var sving og tjútt út í eitt. Núna í ár fellur niður Íslandsmót í línudönsum. Því ætla félagar í FEBAN að bregðast við með því að halda sitt eigið línudansmót í lok apríl.

Við léttum þér lífið Næringarvörur eru í samningi við Sjúkratryggingar Íslands

Næringarvörur

Sturtustólar

Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum.

Stuðningshlífar FASTUS_H_13.03.14

Hjálpartæki

Komdu og skoðaðu úrvalið. Við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig. Komið í verslun okkar að Síðumúla 16 - 2.hæð. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is 11


FEBAN 25 ÁRA

Hljómur kór eldri borgara á Akranesi Hljóðnæmir vegfarendur í grennd Kirkjubrautar 40 á Akranesi kunna að heyra síðdegis á þriðjudögum söng berast frá húsinu. Á þeim tíma er Hljómur, kór eldri borgara, að æfa í FEBAN salnum.

H

ljómur er ekki síst sú starfsemi í félaginu sem blómgast hefur hvað best. Kórinn fékk reyndar ekki Hljómsnafnið fyrr en árið 1998 þegar átta ár voru liðin frá stofnun hans. Félagar í Hljómi eru 55 í vetur og hafa að sögn núverandi formanns, Ólafs Guðmundssonar, yfirleitt verið á því bili í fjölda en mest farið upp í 58. Fastir punktar eru í starfi kórsins á hverjum vetri og samskipti talsverð við aðra kóra eldri borgara í landinu. Í byrjun mars síðastliðnum komu til að mynda í heimsókn Gleðigjafar, eldri borgara kórinn í Borgarfirði, og Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi. Félagar í Hljómi heimsóttu fyrir skömmu vinakór sinn, Gerðubergskórinn í Breiðholtinu. Þá hefur söngvertíð nokkurra kóra á suðvesturhorninu um árabil endað með sameiginlegum tónleikum á hverju vori. Þetta eru auk Hljóms; Hörpukórinn í

Hljómur syngur í Tónbergi á Akranesi þriðjudaginn 4. mars síðastliðinn þar sem einnig sungu Gleðigjafar úr Borgarbyggð og Söngvinir úr Kópavogi.

Árborg, Vorboðar í Mosfellsbæ, Eldey á Suðurnesjum og Gaflarar í Hafnarfirði. Vortónleikarnir verða að þessu sinni hjá þeim síðastnefndu í Hafnarfirði 18. maí næstkomandi.

Stundvísi og góð mæting skilyrði Fastir punktar í vetrarstarfi Hljóms eru meðal annars að syngja í Akraneskirkju tvisvar sinnum á starfsári, á aðventunni og uppstigningardag og um svipað leyti einnig á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili. Hljómur var stofnaður 26. september 1990 á Skólabraut 21, í þáverandi húsi tónlistarskólans. Sigurður Bragason var fyrsti stjórnandi kórsins og undirleikari Ásdís Ríkarðsdóttir. Ekki taldi Sigurður þörf á að takmarka á neinn hátt inngöngu í kórinn hvað hæfni eða fjölda snerti. Stundvísi og góð mæting væri skilyrði fyrir góðum árangri, var m.a. bókað frá þessum stofnfundi. Þannig hefur það verið hjá félögum í Hljómi. Krafturinn í starfi FEBAN hefur ekki síst endurspeglast í Hljómi. Félagarnir söfnuðu fyrir hljóðfæri og keyptu píanó

og píanóstól árið 2002 að andvirði 400 þúsund krónur. Á söngskrá kórsins hafa um tíðina verið bæði þjóðleg og klassísk lög ásamt léttari músík í bland. Á söngskránni í vetur má sem dæmi sjá lagið Rock around the clock.

Stjórnendur og formenn Dóra Líndal Hjartardóttir tók við stjórn kórsins af Sigurði Bragasyni1993 og stjórnaði honum til haustsins 1997 er Lárus Sighvatsson tók við. Ásdís sá um undirleikinn að undanskildu einu ári frá 1992-93 sem Fríða Lárusdóttir leysti hana af hólmi. Lárus og Ásdís hurfu á braut vorið 2002 og um haustið tóku við stjórn og undirleik þau Sveinn Arnar Sæmundsson og Sigríður Elliðadóttir. Laufey Geirsdóttir tók síðan við stjórn kórsins 2005 en Sveinn Arnar hélt áfram undirleik. Haustið 2008 tók núverandi stjórnandi Hljóms, Katrín Valdís Hjartardóttir, við stjórn kórsins, en Valgerður Jónsdóttir leysti hana af í barneignarleyfi í eitt ár, frá 2012-13.

Óskum FEBAN til hamingju með 25 ára afmælið

12


FEBAN 25 ÁRA

Fyrsti formaður kórs eldri borgara á Akranesi var Stefán Bjarnason, ritari Helgi Júlíusson og meðstjórnandi Ingibjörg Ólafsdóttir. Garðar Óskarsson var formaður kórsins 1995-1997, Guðný Sigurðardóttir 1997-2003, Guðrún Jónsdóttir 2003-2007 og Sigurður Ólafsson 2007-2010. Þá tók Ólafur Guðmundson við formennsku og með honum eru nú í stjórn Sigurlaug Árnadóttir, Ágúst Ingi Eyjólfsson og Ragnhildur Theodórsdóttir. Skjalavörður stjórnarmanna í Hljómi um tíðina hefur verið Alfreð Viktorsson, sem í nokkur ár var gjaldkeri í félaginu. Alfreð sér um að ljósrita öll söngblöð handa kórfélögum og hefur auk þess séð um að halda vandaða skrá um öll lög og söngskrár kórsins um tíðina. Sú saga er geymd í mörgum möppum á skrifstofu félagsins og segir meira en margt annað um starf kórs eldri borgara á Akranesi. Þá er unnið að því að safna upptökum á hljómdisk til varðveislu laga sem kórinn hefur sungið. Bjarnfríður Leósdóttir er eini af stofnendum kórsins sem enn er starfandi og syngur með.

Brúarspilið, eða bridds, er vinsælt hjá FEBAN félögum.

Spilamennskan í hávegum

S

pilin eru vinsæl hjá félögum í FEBAN. Einkum er það bridds sem nýtur vinsælda. Spilað er á mánudögum og fimmtudögum frá miðjum september og fram í apríl. Á mánudögum er oftast spilað á 12 borðum. Á átta borðum er spilað bridds og á fjórum borðum vist. Alls sitja því 48 að spilum á mánudögum en það eru vinsælustu spiladagarnir. Á fimmtudögum er jafnan spilað bridds á sex borðum. Þá er félagsvist spiluð í salnum á Kirkjubraut 40 annan hvern miðvikudag. Þar er yfirleitt spilað á fimm borðum. Ein sveit

frá FEBAN hefur tekið þátt í Landsmóti 50 ára+ í bridds frá upphafi. Fyrst á Hvammstanga 2011, Mosfellsbæ 2012 og í Vík í Mýrdal 2013.

Félagsvistin nýtur einnig vinsælda.

í áraraðir vitum við að allt getur gerst

E N N E M M / S Í A E/NNNME 6M0M0 8/ 8S Í A / N M 6 0 2 8 5

ÞESS VEGNA ER F PLÚS VINSÆLASTA FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN Á ÍSLANDI Best er auðvitað að fyrirbyggja slysin. En eins og við vitum eru nánast engin takmörk fyrir því óvænta sem getur komið upp á. F plús veitir víðtæka tryggingavernd sem sniðin er að

tíma. Njótum lífsins áhyggjulaus með F plús VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.

VÍS | KIRKJUBRAUT 40 | 300 AKRANES | SÍMI 560 5075 | VIS.IS

13


FEBAN 25 ÁRA

Voru vöruð hvort við öðru Rætt við tvö úr framvarðarsveit félagsins – Bjarnfríði Leósdóttur og Hörð Sumarliðason

T

ímamót urðu í starfi FEBAN þegar félagið fékk loksins samastað fyrir félagsstarf sitt á þriðju hæð verkalýðshússins við Kirkjubraut 40 á Akranesi. Þetta var í ársbyrjun 2002. Árin á undan hafði haldið um stjórnartaumana í FEBAN Bjarnfríður Leósdóttir. Beitti hún sér hart í húsnæðismálum félagsins og hafði með sér í þeirri baráttu Hörð Sumarliðason sem var gjaldkeri félagsins á ellefu ára tímabili. „Bjarnfríður var svo ákveðin í þessu að hún lét forystumenn Akraneskaupstaðar aldrei í friði. Svo vildi hún alltaf hafa mig með sér. Við sáum það náttúrlega að það var samastaður sem félagið vantaði til að geta blómstrað. Ég hafði mjög gaman að vinna með Bjarnfríði og okkar samstarf var mjög gott,“ sagði Hörður þegar blaðamaður settist niður með honum og Bjarnfríði á heimili Bíu, eins og hún er kölluð, á Stillholti 13. „Já, ég hef alltaf þótt frek en það dugar ekkert annað en kjarkur eða frekja til að koma hlutunum í framkvæmd. Mér hefur aldrei dottið í hug að gefast upp ef mér hefur fundist ég vera að berjast fyrir góðum málstað. Við konurnar erum gjarnan kallaðar frekjur ef við stöndum fyrir okkar máli og hvikum ekki. Maðurinn minn var stundum spurður að því hvernig væri að búa með þessari frekju sem ég væri,“ segir Bjarnfríður og hlær. „Við Hörður vorum reyndar vöruð hvort við öðru þegar við fórum að vinna saman í félaginu. Við værum bæði svo frek og hann sérstaklega hávaðasamur. Alltaf höfum við komist að samkomulagi og ég held ég hafi hreinlega ekki unnið með betri manni en honum,“ segir Bjarnfríður.

Holóttar götur og kuldalegur bær Bjarnfríður er innfæddur Akurnesingur, en móðurætt hennar er úr Skaftafellssýslunni og föðurættin úr Borgarfirðinum. „Ég held ég hafi erft baráttuþrekið frá móður minni. Fólkið ólst upp við það á þeim slóðum að glíma við óstríð fljótin og náttúruöflin. Borgfirðingar eru kátir og þaðan held ég að ég geti þakkað lífsgleðina og þróttinn. Ég hef alltaf haft nóg að starfa hérna á Akranesi. Þegar þannig er finnur maður ekki fyrir þrá að fara eitthvað annað. Hugsar bara um að duga í því sem maður er,“ segir Bjarnfríður. 14

Hörður Sumarliðason og Bjarnfríður Leósdóttir.

Hörður fæddist á Ísafirði og fór síðan með foreldrum sínum til Akureyrar þegar hann var þriggja ára. Hörður hafði hins vegar haldið suður á bóginn þegar hann kom í land á Akranesi ásamt skipsfélögum sínum í ársbyrjun 1951. „Við gengum upp í bæinn á fimmta tímanum um morguninn og bæjarbúar í fasta svefni. Það var frost og kalt og mér fannst allt svo ömurlegt, holóttar götur og bærinn alls ekki fallegur. Þetta voru fyrstu kynni mín af Akranesi. Fjórum árum síðar var ég svo búinn að kynnast konunni minni sem er héðan. Þá kom ég hingað til að kynna mér staðhætti frekar og hér höfum við búið síðan,“ segir Hörður, sem lengst af starfaði í Sementsverksmiðjunni, eða í 32 ár. „Já, blessaður vertu, ég þekki ekkert annað betra,“ segir Hörður þegar hann er spurður hvernig hann hafi svo kunnað við sig á Akranesi.

Eitt herbergi og símalaust eitt árið Hörður segist svo gott sem hafa verið nýgenginn í félagið þegar hann var kosinn í stjórn sem gjaldkeri 1994. Þá var Bjarnfríður nýlega komin í stjórnina. Hún tók svo við formennsku í félaginu 1995 og gegndi formannsstarfinu í átta ár eða til 2003. „Þegar Bjarnfríður varð formaður byrjaði okkar samstarf í sambandi við húsnæðismálin. Um þetta leyti höfðum við aðeins skrifstofuaðstöðu og herbergi til fundahalda, fyrst í

kjallara KFUM hússins og síðan í gamla iðnskólanum. Áður en ég kom í félagið skyldist mér að það hafi meira að segja verið símalaust eitt árið. Búið var að stofna kórinn en hann var á hrakhólum með æfingahúsnæði út um allan bæ. Við sáum að aðstaða var það sem félagið vantaði. Bjarnfríður var óþreytandi að berjast fyrir húsnæðismálunum. Marga fundina sátum við með forsvarsmönnum Akraneskaupstaðar. Sem dæmi um þessa ákveðni í henni var að á tímabili vildi hún að við byggðum okkar eigið félagsheimili og bærinn borgaði. Hún færði þetta í tal við bankastjóra sem tók vel í að lána peningana. Það hittist síðan þannig á þegar næsti fundur var haldinn með bæjaryfirvöldum að staðgengill bæjarstjóra var mættur í hans stað. Þegar hún sagði honum frá því að við gætum fengið lán til að byggja sem bærinn síðan borgaði, sagði staðgengillinn: „Nei það kemur ekki til greina að þið takið lánið því við fáum lán á mun betri kjörum.“ Þá stökk Bía upp úr stólnum, sló í borðið og sagði: „Já, þá gerið þið það“,“ segir Hörður og hlær.

Lífsgleðin og frumleikinn enn til staðar Þeim Bjarnfríði og Herði ber saman um að líf hafi fyrst kviknað í félaginu fyrir alvöru þegar aðstaðan fékkst í húsi Verkalýðsfélags Akraness á þriðju hæð


FEBAN 25 ÁRA

Kirkjubrautar 40. Það var afhent félaginu til afnota í febrúarbyrjun 2002. Frá þeim tíma hefur starfið og afþreyingin sem félagið stendur fyrir aukist til muna og stafsemin blómstrað. „Hæfileikar félagsmanna í leik og starfi hafa fengið að njóta sín. Þótt fólk eldist þá er lífsgleðin og frumleikinn oft til staðar. Það hefur sýnt sig hjá okkur að það er hópur listafólks í okkar röðum. Ég held að ef heilsan er til staðar geti fólk haldið áfram að starfa og taka þátt í félagsskap allt lífið,“ segir Bjarnfríður. Meðal þess sem bryddað var upp á eftir að félagsaðstaðan fékkst við Kirkjubrautina var sögustund og bókmenntaklúbbur. Hörður segir að þar hafi Bjarnfríður líka látið að sér kveða og enginn lesi betur upp en hún, frásögnin verði svo lifandi. „Það sem ég hugsa um

er að sem flestir taki þátt og fólk njóti sín, þannig að það eru mun fleiri sem lesa vel,“ segir Bjarnfríður.

Verðum að hugsa áfram Hvað framtíðina varðar á þessum tímamótum þegar FEBAN er orðið 25 ára gamalt, segja þau Hörður og Bjarnfríður að áfram verði það félagsaðstaðan, húsnæðismál félagsins, sem þurfi að ráða fram úr. Búið var að leita margra leiða áður en samningar tókust við stjórnendur Verkalýðsfélags Akraness á sínum tíma. „Framtíð félagsins er björt svo framarlega sem aðstaðan verður til. Við verðum að hugsa áfram og vinna með þrjóskunni að því að búa félaginu aðstöðu til framtíðar. Það yrði gaman að grafa holu fyrir nýju félagsheimili. Hálfnað verk þá hafið er,“

segir Bjarnfríður og baráttuandinn er greinilega enn til staðar. „Já, það hefur alltaf verið draumur hennar að við eignumst félagsheimili skammt frá Höfða. En eitthvað verður að gera áður en langt um líður. Samningurinn um salinn á Kirkjubrautinni er að renna út eftir þrjú ár og ljóst að verkalýðsfélagið ætlar ekki að eiga húsið til langframa, enda hefur það ekki þörf fyrir það. Þetta húsnæði er líka orðið full lítið fyrir okkar starfsemi. Ef við höldum t.d. þorrablót þarf að takmarka mjög fjöldann. Félagsmenn eru orðnir á sjöunda hundraðið og það er ekki nema takmarkaður fjöldi þeirra sem kemst fyrir. Það verður því enn að halda áfram að vinna í húsnæðismálunum,“ segir Hörður Sumarliðason.

Ferða- og skemmtinefndin

F

erða- og skemmtinefnd sér að sjálfsögðu um skemmtanalífið hjá FEBAN félögum. Yfir vetrartímann er opið hús að jafnaði einu sinni í mánuði. Þá eru oft einhverjir fengnir til að koma með fræðandi efni og eitthvað sem hefur skemmtilegt gildi. Fólk úr skemmtinefndinni er oft með eitthvað heimatilbúið efni sem er vinsælt. Bingó er líka oft spilað og vinningar ekki af lakara taginu. Eins er nokkuð um að ferðaskrifstofur vilji fá að kynna ferðir sem sniðnar eru að þörfum aldraðra.

Einn af föstum liðum í skemmtanahaldi hjá nefndinni er að halda jólafund á aðventunni og að sjálfsögðu er leitast við að skapa jólalega stemningu á þeim fundi. Um áraraðir hefur verið venjan að ljúka vetrarstarfinu með því að fara fram í Álfholtsskóg við Fannahlíð með nesti. Þar er sest niður og sungið af hjartans list við gítarundirleik. Ferðanefnd stendur svo fyrir einni þriggja til fjögurra daga ferð á sumri og er leitast við að skoða ný landssvæði í hverri ferð.

Margt er jafnan til skemmtunar á opnu húsi sem haldið er einu sinni í mánuði. Ungur gítarleikari var fenginn til að spila á hljóðfæri sitt núna í febrúar.

Frá ferð á Tröllaskaga sumarið 2012. 15


FEBAN 25 ÁRA

Félagið á að vera létt og skemmtilegt „Ég held það sé ekki ofsögum sagt að allir hjálpist að í félaginu. Öðruvísi gengi þetta ekki,“ segir Sigurlaug Inga Árnadóttir. Lauga, eins og hún er kölluð, er ein þeirra sem hefur sýnt starfinu í FEBAN ódrepandi áhuga um tíðina. Góðum hugmyndum komið í framkvæmd

Sigurlaug Inga Árnadóttir.

L

auga sat í stjórn félagsins um árabil og var m.a. formaður FEBAN frá árinu 2006 til 2011. Um svipað leyti var hún einnig ritari í stjórn LEB, Landssambands eldri borgara félaga, eða árin 2009-2013. „Við sem erum af minni kynslóð þurftum ekki að fá borgað fyrir allt sem við gerum. Það dugar okkur alveg að fá ánægjuna. Ég hef alltaf litið þannig á að FEBAN eigi að vera létt og skemmtilegt félag og þannig held ég að það sé hjá okkur. Það er enginn skyldugur að mæta, en þegar fólk drífur sig af stað þá er þetta svo gaman að fólk finnur sig í þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem félagið stendur fyrir. Starfið hjá LEB var allt öðruvísi. Þar vorum við mikið í hörðu málunum; kjara- og réttindamálum aldraðra,“ segir Lauga.

fór ég að mæta og hafði svo gaman af því að ég fór að starfa í félaginu. Fljótlega var ég kosin í stjórn og þau voru svo almennileg að haga fundartímanum þannig að fundir voru ekki fyrr en vinnudeginum var lokið hjá mér. Ég fann aldrei fyrir öðru meðan ég var formaður í félaginu en að fólk væri mjög tilbúið að starfa. Það var eins og gengur viðleitni hjá okkur að leita til fólks sem enn var á léttasta skeiði og fullt starfsorku. Í okkar hópi er fólk sem betur fer talsvert á ferðinni að skreppa til Kanarí og annað til að skemmta sér. Það voru samt aldrei vandræði með að fá fólk til að hlaupa í skarðið,“ segir Lauga.

Sigurlaug hefur lengi verið félagslega sinnuð og þykir gaman að gleðja aðra, gjarnan með gítarspili og söng. Um árabil fóru þær tvíburasystur, hún og Auður, ásamt fleiri konum á E-deild Sjúkrahússins á Akranesi og sungu og dönsuðu við fólkið þar. „Það voru alveg yndislegar stundir og gáfu okkur rosalega mikið. Það var ótrúlegt hvað fólk sem sumt hvert virtist ansi lítið skynja umhverfið, lifnaði við og hafði gaman af söngnum,“ segir Lauga. Hún segir að stundirnar á E-deildinni hafi eiginlega verið byrjunin á söngstundunum sem eru hjá FEBAN annan hvern föstudag. „Það er mjög fjölbreytt starfsemi í félaginu okkar og það er enginn vafi á því að það skapar miklu betra samfélag á Akranesi en ella væri. Það er svo dýrmætt fyrir fólk sem sumt hvert býr við einsemd að hafa tækifæri að fara út og gera eitthvað skemmtilegt. Ég held að starfið hjá okkur eigi svo bara eftir að verða ennþá fjölbreyttara. Ef fólk kemur með góða hugmynd þá erum við tilbúin að koma henni í framkvæmd. Ég vil svo að endingu endilega hvetja fólk til að ganga fyrr en seinna í félagið okkar til að styrkja starfsemina. Það geta 60 ára og eldri gert og þótt sumum finnist þeir ekki vera orðnir nógu gamlir eins og gengur, þá kemur að því að þeir njóta góðs af félaginu.“

Vildi styrkja starfsemi félagsins Sigurlaug fluttist með foreldrum sínum og systkinum norðan úr Steingrímsfirði þegar hún var níu ára gömul. Hún hefur síðan búið á Akranesi að undanskildum 12 árum sem hún bjó á Suðureyri við Súgandafjörð. Lauga segir að þegar hún hafði fengið aldur til, eða upp úr sextugu, sá hún að upplagt var að ganga í FEBAN. „Þá fór ég að hugsa til þess að það væri vert að styrkja starfsemi félagsins um leið og ég skapaði mér vettvang þegar starfsævinni lyki. Þótt ég væri á vinnumarkaðnum alveg fram að sjötugu, 16

Gleðigjafarnir Lauga, Auður og Sigríður Ketils stýra söng í sumarferð fyrir nokkrum árum.


FEBAN 25 ÁRA

Nóg að gera hjá húsnefndinni

E

in af þeim nefndum sem ærinn hafa starfann í FEBAN er húsnefndin. Hana skipa níu manns og sér hún um rekstur húsakynna á þriðju hæð Kirkjubrautar 40 þar sem félagið er með aðstöðu. Nefndarfólk skiptir með sér verkum og mætir til skiptis. Það gerir klárt fyrir spilamennsku tvisvar í viku. Bridds er spilað á mánudögum og fimmtudögum og félagsvist annan hvern miðvikudag. Þá eru jafnan tveir karlar í salnum að snúast í kringum spilarana og konurnar í eldhúsinu að sjá um kaffið og meðlætið. Formaður húsnefndar sér um útleigu á salnum sem er leigður út af félaginu í nokkrar stundir í viku hverri.

Púttað á Garðavelli.

Púttað á Akranesi og víðar

P

úttklúbburinn var stofnaður 1997 og álíka margir eru í púttinu og boccianu, eða um 40. „Þetta byrjaði með því að þeir í golfklúbbnum Leyni buðu okkur að koma upp á völl að pútta. Mörg síðustu sumur höfum við svo verið að pútta á mánudögum og fimmtudögum. Ég fann það síðan upp hjá mér að hafa samband við þá Flemming Jessen á Hvanneyri og Ingimund Ingimundarson í Borgarnesi um samskipti við félögin í Borgarnesi og Borgarfirði í púttinu. Það eru gríðarlega skemmtileg samskipti. Við höldum þrjú púttmót yfir sumarið, eitt á Garðavelli hér á Akranesi, annað á Hamri við Borgarnes og það þriðja á golfvellinum hjá Bjarna í Nesi,“ segir Þorkell fráfarandi formaður íþróttanefndar. Félagar í FEBAN kepptu sex sinnum í pútti á síðasta ári, en nokkuð stór hópur hefur gaman af því að keppa í púttinu.

Spilafólkið búið að fá kaffið og meðlætið. Elsa Ingvarsdóttir og Kristrún L. Gísladóttir ganga frá í eldhúsinu.

�� ÁRA �/� ����

LÁTTU FERMINGARPENINGINN VAXA MEÐ ÞÉR

FRAMTÍÐARREIKNINGUR GÓÐUR STAÐUR FYRIR FERMINGARPENINGANA Framtíðarreikningurinn ber alltaf hæstu vexti verðtryggðra sparireikninga og er laus við �� ára aldur. Hann er skynsamlegur staður fyrir fermingarpeningana, svo þeir nýtist í framtíðinni til að láta draumana rætast. Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning bætum við �.��� kr. við.* Hægt er að stofna Framtíðarreikning í næsta útibúi Arion banka. *Eitt mótframlag fyrir hvert fermingarbarn

17


FEBAN 25 ÁRA

Ferð á Reykjanes sumarið 2010

Áð við Dalbæ í Reykjanesferðinni.

A

lltaf er glatt á hjalla í sumarferðunum hjá FEBAN. Í þessum glaðværa hópi er Jóna Sigurðardóttir sem oft setur minningar sínar í bundið mál. Um ferðina á Reykjanes vestur á firði 22. júní 2010 gerði hún heilmikinn brag og hér kemur hluti af honum. Þessi hluti bragsins er sunginn undir laginu „Komdu inn í kofann minn.“

Fæðingarstað tvíburanna fengum við að sjá Furðu merkilegur staður er það svei mér þá. Síðan yfir heiðina og ekið inn Lón. Ása þarna fræddi okkur og söng í léttum tón.

Í fínu veðri í Reykjanesið fara skyldum við

Í Dalbænum á Ströndinni drukkið kaffi var

fjöldi eldri borgara mest allt hörku lið

í dásamlegu veðri og snæddar fínar kökurnar.

sem félagsstörfin stunda margt og fundi kemur á

Síðan út í Reykjanesi settumst að um kvöld

og frúrnar þrjár með gítarana mættar voru þá.

við söng og glens og fínan mat og gleðin hafði völd.

Í Búðardal við stönsuðum og blöðrur tæmdum þar.

Næsta morgun Anna dreif í leikfimi um stund

Á boðstólunum ís og kaffi og líka pylsurnar.

og laugina svo skoðuðum sem fyrst var kennt þar sund.

Södd við þaðan fórum brátt og síðan héldum þá

Júlíus hann dröslaðist með dömurnar þar þrjár.

því súpu á Hólmavík og galdrasafn var næst að sjá.

Drengurinn í björgunarsveit þykist voða klár.

Óskum FEBAN til hamingju með 25 ára afmælið

18


FEBAN 25 ÁRA

Systurnar Sigurlaug og Auður ásamt Sigríði Ketilsdóttir spila undir söng í ferðalagi á Tröllaskaga sumarið 2012.

Söngstund tvisvar í mánuði

M

eðal skemmtilegra samverustunda eru svokallaðar söngstundir sem haldnar eru tvisvar í mánuði, annan og fjórða hvern föstudag kl. 14-15. Söngstundinni var komið á laggirnar haustið 2011.

„Upphafið var það að hópur fólks ræddi um að gaman væri að koma saman og rifja upp gömlu lögin sem sungin voru á okkar yngri árum. Strax var byrjað á að safna lögum og textum. Bræðurnir Jóhannes og Páll Engilbertssynir tóku

að sér að útbúa sönghefti sem síðan er sungið upp úr. Þeir sem mæta koma svo gjarnan með lög sem ekki eru í heftunum og þau eru auðvitað sungin líka,“ segir Sigurlaug Árnadóttir sem hefur leitt sönginn og gítar­spilið ásamt systur sinni Auði og Sigríði Ketilsdóttur. „Já, við leikum undir á gítarana og síðan syngur hver með sínu nefi. Þátttaka hefur ævinlega verið góð og er þetta enn ein viðbótin í starfi eldri borgara þar sem gleði og gaman ráða ríkjum,“segir Sigurlaug. Þær systurnar og Sigríður hafa gítarana gjarnan með í ferðir sem þær fara með félögunum í FEBAN og við ýmis önnur tækifæri þegar fólk kemur saman að skemmta sér.

Fréttaveita Vesturlands Skessuhorn óskar FEBAN til hamingju með afmælið

Vikulegt fréttablað

Lifandi fréttasíða á netinu www.skessuhorn.is

Útgáfuþjónusta

Travel

WEST ICELAND Ferðast um Vesturland 2014

Your guide to West Iceland

skessuhorn.is

Skessuhorn ehf. - kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 19


FEBAN 25 ÁRA

Liggur við að vanti fleiri daga í vikuna „Yfirleitt er alltaf eitthvað að gerast hjá okkur á hverjum degi. Það liggur við að okkur vanti fleiri daga í vikuna,“ segir brosleitur Þorkell Kristinsson sem leitt hefur starfið í íþróttanefnd FEBAN lengi og setið í mörgum nefndum félagsins um tíðina.

Þ

orkell er þekktur fyrir að hafa gott skipulag á hlutunum og vinna sín verk af kostgæfni. Vitnisburður um það eru myndskreyttar og fallegar ársskýrslur sem Þorkell hefur gert um íþróttastarfið í FEBAN. Þorkell gerir ekki mikið úr þessu en segir sposkur á svip að það finnist líka mörgum ágætt að láta aðra skipuleggja fyrir sig, en sjálfur sé hann ekki dómbær á eigin skipulagshæfileika. „Ég er reyndar að kúpla mig út úr íþróttanefndinni og hann Böðvar félagi minn er að taka við af mér,“ segir Þorkell. „Það verður nú ekki auðvelt að fara í fótsporin hans Kela eins glæsilega og hann hefur haldið um taumana um tíðina,“ segir Böðvar Jóhannesson nýi formaðurinn í íþróttanefndinni. Þennan morgun stóð yfir æfing í boccia en þá íþrótt æfa FEBAN félagar af áhuga marga daga vikunnar.

eitt ár í félaginu.“ Þorkell segist hafa haft mjög gaman af starfinu í FEBAN. „Það er ástæðan fyrir því að ég er búinn að starfa svona lengi. Það er gefandi þegar maður finnur að fólk hefur gaman af því að taka þátt og er þakklátt. Mér og öðrum þykir vænt um að geta tekið þátt í svona löguðu,“ segir Þorkell.

ganga að honum vísum uppi í félagsheimili FEBAN á 3. hæð Kirkjubrautar 40. Í félagi eins og FEBAN er dýrmætt að fólk sé frjótt og hugmyndaríkt og félagið þróist í takt við tímann. Reyndar virðist að sögn félaganna að endurnýjunin sé ekki nóg í þeim stóra hópi sem starfar í félaginu. Keli hefur bryddað upp á ýmsum

Byrjaði strax að vinna í félaginu Þorkell kom 15 ára frá Reykjavík á Akranes til að læra rafvirkjun. „Ætlunin var að koma hingað og læra fagið og fara svo til baka. En ætli ég sé ekki bara að læra ennþá, er maður ekki að læra allt lífið,“ segir Þorkell og brosir. Rafvirkjastarfið nýttist honum svo til að vera umsjónarmaður á Sjúkrahúsi Akraness í tæp 30 ár. Aðspurður segist hann hafa gengið í FEBAN einu eða tveimur árum eftir stofnun félagins. Reyndar hafi hann verið beðinn að ganga í félagið og það hafi ekki þurft að ganga lengi á eftir sér. „Ég byrjaði strax að starfa í félaginu. Þá var mynduð skemmtinefnd sem ég var í og síðan er ég búinn að vera í mörgum nefndum hjá félaginu. Við Hörður Sumarliðason vorum beðnir að sjá um rekstur salarins að Kirkjubraut 40 þegar hann var afhentur FEBAN árið 2002. Við vorum í samstarfsnefnd við Akraneskaupstað um húsnæðismál og fleira. Það var ánægjulegt samstarf. Eftir að ég fór í stjórn FEBAN var ég gjaldkeri í 20

Þorkell Kristinsson og arftaki hans sem formaður íþróttanefndar Böðvar Jóhannesson.

Mikið íþróttastarf Aðspurður segir Þorkell að það séu nokkrar greinar sem tilheyri íþróttanefndinni en hún hafi þó mest á sinni könnu boccia, púttið og keiluna. Línudansinn, sundleikfimin og spilamennskan tilheyri nefndinni einnig, en fólk utan nefndarinnar hafi það starf aðallega á sínum snærum. Ógetið er þess að keila er spiluð í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu tvisvar í viku. „Það er mikið starf í félaginu í þessum íþróttagreinum og tómstundum,“ segir Þorkell. Ef einhver þarf að hitta á Kela, eins og Þorkell er kallaður, má oft

nýjungum í starfi FEBAN. Meðan hann var í skemmtinefnd var til dæmis byrjað á því að halda sameiginleg þorrablót hjá félögunum á Akranesi og Borgarnesi. Skipst er á að halda blótin. Núna í vetur var það haldið með pompi og prakt á Hótel Borgarnesi. Þessi sameiginlegu þorrablót eru alltaf vinsæl og þykja góðar skemmtanir. „Kannski er ég búinn að vera of lengi í þessu. Það sést best á því að ég er búinn að starfa með sex formönnum. Ég hef nú sagt stundum að ég væri kominn á aldur. Ég þakka félagsmönnum í FEBAN ánægjuleg ár.“


FEBAN 25 ÁRA

Margir vilja binda inn bækur sínar og tímarit

Kristjana Emilía Guðmundsdóttir.

B

ókband er ein grein tómstunda og afþreyingar sem boðið er upp á hjá FEBAN. Upphafsmaður þess er Kristjana Emilía Guðmundsdóttir. Það var haustið 2009 sem hún byrjaði með bókbandið eða stuttu eftir að hún flutti á Akranes frá Kópavogi. Kristjana Emilía er lærður bókbindari og starfaði um árabil í

Bókasafni Kópavogs við sína iðn. „Að fenginni reynslu vissi ég að þegar fólk er hætt að vinna vill það gjarnan binda inn sínar bækur og tímarit. Gísli S Einarsson þáverandi bæjarstjóri var svo vinsamlegur að beita sér fyrir því að okkur yrðu útvegaðir hnífar til bókbandsins. Fyrstu árin vorum við að binda inn í kennslustofu í fjölbrautaskólanum. Þegar ekki var rými þar aflögu lengur fyrir bókbandið fékk það inni í KFUM húsinu og þetta er fjórði veturinn þar. Því miður er þar orðið við lekavandamál að stríða þannig að sú aðstaða er í dag óviðunandi,“ segir Kristjana Emilía sem varð að hætta í bókbandinu síðasta vor af

heilsufarsástæðum. Í vetur eru það tveir nemendur hennar sem veita bókbandinu forstöðu, þeir Guðmundur Kristjánsson og Jón Guðmundsson. Úr rættist síðan með aðstöðu fyrir bókbandið fyrir skömmu, þegar ágætis aðstaða fékkst á annarri hæð gamla Landsbankahússins við Suðurgötu.

VÍB styður Víking Heiðar Ólafsson til góðra verka.

ENNEMM / SÍA / NM59560

FAGMENNSKA SKILAR ÁRANGRI

RÁÐGJÖF UM SPARNAÐ OG FJÁRFESTINGAR VÍB er einn stærsti og öflugasti aðilinn á íslenskum eignastýringarmarkaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda viðskiptavina, allt frá einstaklingum til fagfjárfesta. Kynntu þér starfsemi VÍB á vib.is eða hafðu samband í síma 440 4900.

» » » »

Ráðgjöf og verðbréf Lífeyrisþjónusta Einkabankaþjónusta Fagfjárfestaþjónusta

Nýlega var VÍB valið besta íslenska eignastýringarfyrirtækið af breska fjármálaritinu World Finance. Horft var til margra þátta, s.s. árangurs síðasta árs, fjárfestingaraðferða, þjónustu og fræðslu. Við erum afar stolt af þessum verðlaunum og ekki síður ánægð með að Íslendingar segjast myndu leita fyrst til okkar ef þeir þyrftu á eignastýringarþjónustu að halda.* Kynntu þér árangurinn, aðferðirnar og fjárfestingarkostina sem öfluðu okkur viðurkenningar og trausts. * Skv. netkönnun Capacent Gallup í maí 2013.

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is

21


FEBAN 25 ÁRA

Vatnsleikfimin nýtur vaxandi vinsælda

V

arla verða þeir mikið hlýrri og notalegri straumarnir en þeir sem fara um fólk þegar gengið er inn í Bjarnalaug á Akranesi. Það er ekki aðeins ylurinn í húsinu frá vatninu í lauginni heldur líka andinn í því og saga þessa merka húss. Í júnímánuði næstkomandi verða 70 ár liðin frá því að Bjarnalaug var tekin í notkun. Það voru samhentar hendur sem unnu að byggingu hússins, enda málefnið gott. Ónæg sundkunnátta hafði orðið mörgum Akurnesingnum að aldurtila og nú átti að stemma stigu við því með að skapa aðstöðu til sundkennslu. Bjarnalaug hefur nýst til sundkennslu og íþrótta um tíðina. Núna í 20 ár hafa eldri borgarar og reyndar fleiri stundað þar vatnsleikfimi. Það var á stjórnarfundi FEBAN í mars 1992 sem rætt var um að fá tíma í Bjarnalaug fyrir vatnsleikfimi. Það var svo um tveimur árum seinna sem ákveðið var að halda námskeið í vatnsleikfimi einu sinni í viku. Auður Sæmundsdóttir, fyrsti ritari í stjórn FEBAN, var í stjórninni með Bjarnfríði Leósdóttur formanni þegar ákveðið var að byrja á vatnsleikfiminni. „Ég man að áhuginn var nú ekki mikill fyrir henni til að byrja með. Okkur Bíu tókst að telja fimm konur á að prófa en

Vatnsleikfimin er stunduð í Bjarnalaug.

síðan spurðist þetta fljótt út og fjölgaði. Mér finnst það alveg ómissandi að fara í sundleikfimina, þetta gerir mér svo gott. Eftir að ég hafði minni heilsu til að ganga er þetta hreyfingin sem ég þarf á að halda. Svo er það í þessu eins og öðru að það er svo gaman að hitta fólkið. Sérstaklega finnst mér fimmtudagsmorgnarnir góðir, þá byrjar tíminn upp úr hálf níu. Á þriðjudögum er hinn tíminn og hann byrjar klukkan ellefu. Það má ekki seinna vera finnst mér, enda fer ég líka í boccia þann dag,“ segir Auður.

Fjölbreyttar og góðar æfingar Það eru hjónin Viðar Einarsson og Ólöf Gunnarsdóttir sem hafa haldið utan um vatnsleikfimina síðustu tvö árin, en

Sigurður Sigurðsson skósmiður hefur stjórnað leikfiminni síðustu árin. Viðar segir að vatnsleikfimin njóti vaxandi vinsælda. Núna í vetur sækja hana 56 og er fólkinu skipt í tvo jafnstóra hópa. Hvor hópur um sig er tvo tíma í Bjarnalaug í viku. Konurnar eru í allmiklum meirihluta þeirra sem vatnsleikfimina stunda, en körlunum líkar hún einnig vel. Bragi Þórðarson hefur stundað vatnsleikfimina í ein sex ár. „Þetta eru fjölbreyttar og góðar æfingar sem reyna á vöðva, liði og öndun. Ég finn það svo greinilega hvað þetta gerir mér gott og ég vil ekki missa af neinum tíma. Svo erum við með frábæran leiðbeinanda, hann Sigurð, sem gerir þetta af svo mikilli gleði og ánægju,“ sagði Bragi.

Óskum FEBAN til hamingju með 25 ára afmælið

Akranesi - Sími 431 4045 - ww.hakot.is

22


FEBAN 25 ÁRA

Boccia stundað af mörgum

B

occiaæfingar eru alla daga frá þriðjudegi til föstudags. Þegar komið er í FEBAN salinn á þeim tímum sem bocciafólkið er að stunda sína íþrótt, má gjarnan sjá einbeitt fólk að kasta litlu boltunum. Þriðjudagurinn er stærsti dagurinn í boccia í salnum við Kirkjubraut. Þá mæta flestir að sögn Þorkels fráfarandi formanns íþróttanefndarinnar. Á fimmtudögum eru æfingar í íþróttahúsinu á Vesturgötu. „Þetta eru svona rúmlega 40 manns sem stunda boccia í félaginu. Boccia byrjaði hjá okkur eftir að við fengum aðstöðuna hérna við Kirkjubrautina árið 2002,“ segir Keli. Félagar í FEBAN eru allduglegir að sækja mót. Á síðasta ári var t.d. keppt níu sinnum í boccia. Það eru landsmót eldri borgara félaga í íþróttinni, Vesturlandsmót og síðan Landsmót 50+ en þar er keppt í ýmsum íþróttum sem æfðar eru hjá eldri borgara félögum í landinu.

Vesturlandsmót í boccia 2012. Grundfirðingar efst, Akurnesingar í miðju og Borgnesingar fremst.

Félagsstarf aldraðra og öryrkja hjá Akraneskaupstað

Í

Einbeitingin er oft mikil á bocciaæfingunum í salnum á Kirkjubraut 40.

hliðarsal á 3. hæð Kirkjubrautar 40, og ótengt starfi FEBAN, er Félagsstarf aldraðra og öryrkja hjá Akraneskaupstað. Það er fyrir íbúa 67 ára og eldri og er starfsemi alla virka daga vikunnar. Guðfinna Rósantsdóttir forstöðumaður félagsstarfsins segir að 20-45 nýti sér að koma og í það minnsta hitta fólkið í félagsstarfinu. Flestir koma með handavinnuna sína sem er af ýmsu tagi. Auk þess segir hún að fengist sé við tréútskurð, glervinnslu, leirmunagerð, postulín, mósaík og fleira í félagsstarfinu.

Elín Sigtryggsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir skoða handbragðið.

Óskum FEBAN til hamingju með 25 ára afmælið

Garðabraut 2a - 300 Akranes - Sími 440 2390

Kirkjubraut 28 - 300 Akranes - Sími 431 3099

23


Öruggari öryggishnappur PIPAR\TBWA • SÍA • 111021

Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt

Öryggismiðstöðin er eini þjónustuaðili öryggishnappa

Ef þú ert með hnapp frá öðrum þjónustuaðila, er einfalt að skipta. Hringdu í síma

sem er með hjúkrunarfræðinga í stjórnstöð á símavakt

570 2400 og kynntu þér málið.

allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar eru til ráðgjafar fyrir hnapphafa auk þess að vera stuðningur við öryggisverði í útköllum. Einnig fylgir hverjum nýjum hnappi reykskynjari sem er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn

Öryggishnappur Heimaþjónusta

Ferðaþjónusta

Hjálpartæki

Aðlögun húsnæðis


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.