Fermingarblað Skessuhorns 2015

Page 1

Fermingar 2015

Lj贸sm. Brynja Eldon


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

2

Kennir fermingarbörnum tungutak kristninnar

Gengið til fermingarguðsþjónustu í Akraneskirkju vorið 2012. Á Akranesi verða fyrstu fermingar ársins í landshlutanum næstkomandi sunnudag. Ljósm. úr safni/mm.

Séra Flóki Kristinsson hefur verið sóknarprestur á Hvanneyri síðastliðin fimmtán ár. Hann tók við sínu fyrsta brauði á Hólmavík árið 1982, sama ár og hann var vígður til prests. Flóki starfaði á Hólmavík í tvö ár, þjónaði svo í sjö ár á Suðurlandi, fjögur í Reykjavík og var síðan prestur Íslendinga í Evrópu í fimm ár. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við Flóka í Skemmunni, félagsheimili kirkjunnar á Hvanneyri, um fermingarfræðslu, stöðu kirkjunnar og sitthvað fleira.

Ferming - staðfesting skírnarinnar í athöfn Sá siður hefur lengi tíðkast hér á landi að ferma ungmenni. Eftir siðaskiptin á sextándu öld féll ferming víðast hvar niður meðal Lútherstrúarmanna þar sem þeir viðurkenndu hana ekki sem sakramenti. Hún hélst hins vegar við á Íslandi og var lögfest í danska ríkinu 1736 sem athöfn á undan fyrstu altarisgöngu, að undangenginni fræðslu í kristnum fræðum. Altarisgangan var því aðalatriðið. Fyrir flesta Íslendinga þýðir ferming staðfesting. Staðfesting á þeirri ákvörðun foreldra að láta skíra barnið og yfirlýsing viðkomandi að hann vilji gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. En fermingin er einnig annað og meira. Það hefur lengi verið talað mun að með fermingunni komist viðkomandi einstaklingur í fullorðinna manna tölu. Það er ekki lítið stökk. Á einum degi fer einstaklingur frá því að vera barn til þess að verða fullorðinn. Hér áður fyrr urðu mikil þáttaskil við þessa athöfn, líklega meira en við þekkjum nú. Umbúnaður í kringum ferminguna var einnig misjafn milli heimila, þá eins og nú. Misjafnt eftir efnahag, aðstæðum fólks og áherslum. Þó virðist ætíð hafa verið reynt að gera daginn eftirminnilegan fyrir fermingarbarnið, þótt fólk byggi við misjöfn kjör. Áður fyrr þótti jafnvel gott ef bakaðar voru pönnukökur í tilefni dagsins. Það var kannski

svo mikil nýbreytni að fermingarbarnið mundi það alla ævi. Ekki fengu heldur öll börn fermingargjafir. Efnin hrukku ekki til þess en dagurinn og umgjörð hans urðu þess í stað sú dýrmæta minning sem eftir lifði í huga fermingarbarnsins. Þetta skal rifjað upp til áminningar um að veraldlegum gæðum hefur ekki alltaf verið réttlátlega skipt og svo er ekki enn. Vonandi eiga þó öll fermingarbörn eftir að upplifa ánægjulegan dag þegar stóra stundin rennur upp. Fjölskyldur koma saman og gleðjast. Það er nefnilega svo að gleði, öryggi og væntumþykja er það besta sem hverju fermingarbarni er veitt. Að þessu sinni eru fermingarbörnin sjálf í forgrunni, líkt og verið hefur í þessu litla sérblaði Skessuhorns undanfarin ár. Myndir eru birtar af fermingarbörnum ársins, þau spurð hvers vegna þau ætli að fermast og rætt er við fermingarbörn frá því í fyrra. Þá eru nokkrir valinkunnir Vestlendingar fengnir til að rifja upp fermingardaginn sinn, einn frá hverjum áratug. Fyrstu fermingar á Vesturlandi verða um næstu helgi og þær síðustu verða í sumar. Skessuhorn óskar öllum ungmennum til hamingju með þann stóra áfanga sem framundan er í lífi þeirra, með von um bjarta og gæfuríka framtíð.

Lengri vinnudagar nútímabarna Flóka finnst fermingarfræðslan hafa tekið þó nokkrum breytingum undanfarin ár. Hann segir að vinnudagar skólabarnanna séu orðnir lengri. „Þau koma svöng og þreytt til mín í fermingarfræðsluna og ég byrja á að gefa þeim að borða. Það þýðir ekkert að byrja fyrr, en samveran til borðs er góð,“ segir Flóki. Hann segir einnig að fræðslan sé sjónrænni í dag en áður var og áhersla á utanbókarlærdóm hafi minnkað. „Ég sýni þeim myndbrot úr kvikmyndum og nota mikið PowerPoint glærur til að glæða námsefnið lífi. Það heldur athygli krakkanna betur að hafa myndrænt efni með. Svo hef ég tekið eftir því að táknfræðin heillar. Ég bendi þeim á kristnar skírskotanir í samtímanum og finn að það vekur áhuga krakkanna. Mikið er um að tilvitnun í síðustu kvöldmáltíðina eftir Da Vinci í markaðsefni samtímans. Til að mynda notar kínverskt flugfélag þá tilvísun í auglýsingu sinni og er þá búið að stilla upp flugfreyjum í stað lærisveina og flugstjórinn tekur stað Jesú,“ lýsir Flóki og hlær við. „Krökkunum finnast slík dæmi mjög áhugaverð.“

Börn úr strjálbýli tala fjölskrúðugra mál „Ég byrja á að fræða þau um málfarið sem við notum í kristnifræðikennslunni,“ útskýrir Flóki og heldur áfram: „Þau þekkja oft ekki merkingu orðanna eins og iðrun, breyskleiki, miskunn og heilagleiki. Mér finnst eins og orðaforðinn sé slak-

Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri.

ari hjá krökkum í þéttbýli heldur en þeim sem koma úr strjálbýli. Kannski er það vegna þess að oftar búa fleiri kynslóðir saman í strjálbýli og krakkarnir þroska samræðulistina með samskiptum við eldri kynslóðir,“ segir Flóki. Hann segist hafa þá tilfinningu að oft vanti upp á að foreldrar ræði við börnin sín um tilfinningar og siðferði. „Það er samt ekki þannig að mömmurnar kjassi ekki krakkana sína og knúsi, eða segi „ég elska þig“. Það vantar inn dýpra tilfinningasvið og því þarf kirkjan að skila inn í tungutak barnanna.“ Flóka finnst þetta hafa breyst mikið á síðastliðnum 25 árum en þá hafi verið hægt að ræða við krakkana eins og fullorðið fólk og þau hafi haft mun betri undirstöðu fyrir fermingarfræðsluna en unglingarnir í dag. Hans markmið sé því að kynna þau tungutakinu svo þau hafi skilning á kristnum gildum.

Skringileikinn er afstæður Flóka finnst miður að trúarbragðafræðsla í grunnskólum, sem eigi lögum samkvæmt að vera í eina klukkustund á viku, virðist jafnvel fara í félagsfræði eða samfélagsfræði þó að hún eigi að snúast um að kenna börnum um trúarbrögð. „Svo lýkur þeirra trúarbragðafræðslu árið sem þau fermast.“ Flóki segir að krakkarnir séu oft ekki nægjanlega vel undirbúnir þegar að fermingarfræðslunni kemur. Þau þekki

ekki sögurnar úr nýja testamentinu og finnist heimur Biblíunnar jafnvel skrýtinn. „Á sama tíma finnst þessum krökkum ekkert skrýtið við Game of Thrones!“

Samkomuhúsið hjarta samfélagsins Aðspurður út í breytingar á hlutverki kirkjunnar í samfélaginu svarar Flóki: „Helsta hlutverk kirkjunnar er að halda samfélaginu saman. Auðga félagslíf og samkennd. Það höfum við gert hér á Hvanneyri með að gera upp safnaðarheimilið Skemmuna og er þá komið samkomustaður sem allt samfélagið getur nýtt sér.“ Skemman á Hvanneyri er einkar fallegt timburhús sem var upphaflega reist 1896 og gert upp 2009. Þar var starfrækt kaffihús síðasta sumar og svo verður einnig komandi sumar. Flóka finnst ánægjulegt að það þjóni sókninni sem samkomustaður með þessum hætti yfir sumartímann en þá er starfsemi kirkjunnar í lágmarki. „Margir fleiri hafa nýtt sér húsnæðið, enda er það ætlað til að hvetja til samfélags manna,“ útskýrir Flóki. „Það eru kannski ekki allir meðvitaðir um það en drjúgur skerfur af sóknartekjunum fer í að halda úti kórastarfi, enda er það eitt helsta félagsstarfið í sókninni. Helsta hlutverk kirkjunnar er einmitt að halda samfélaginu saman og það gerum við meðal annars með að halda úti félagstarfi,“ segir séra Flóki Kristinsson. eha

Fyrir fermingarstúlkurnar og mæður þeirra Vax/mótun augabrúna 2500, Ê,Ö` vÊ £ °xää°

À }>ÃÌ> `ÕÀÊ £°Ç ä°

-Û>ÀÌÕÀÊ > iÀÊ Î° ä°

>ÀÌi ÊÌ> iÊ £{° ää°

Litun og vax/plokkun augabrúna 3300,-

Þú færð fermingjargjöfina hjá okkur í @home.

Litun augnhára og brúna og vax/plokkun 3900,-

"« Õ >ÀÌ Ê

Handsnyrting með lökkun 6500,-

-Ì ÀÕ iÀ >« >ÌÌ>ÀÊ x° ä°

Frí innpökkun

i V ÊÕ} Õ > « Ê È° ää°

i ÕÀÊ Ì ÌÊ £n° ää°

SKESSUHORN 2015

? Õ`>}> v ÃÌÕ`>}>Ê££ £n >Õ}>À`>}>Ê££ £x

Erum á Facebook: } >v>Û ÀÕÛiÀÃ Õ ÊJ i

@home UÊ-Ì ÌÊ£È £nÊUÊÎääÊ À> iÃÊUÊ- Ê{Σ £Ó£n

Dalbraut 1, 300 Akranes Sími: 546 4600 www.dekra.is Dekur Snyrtistofa



MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

4

Gátlisti vegna fermingarundirbúnings Í fermingarblöðum undanfarinna ára hefur Skessuhorn birt nokkurs konar gátlista fyrir fermingarundirbúninginn. Það skal þó tekið skýrt fram að hann er settur saman til gamans og einungis hugsaður til hliðsjónar fyrir þá sem eru að undirbúa fermingarveislur. Útilokað væri að gera tæmandi lista fyrir slíkar athafnir, enda eru aðstæður og áherslur fólks ansi misjafnar. Vonandi nýtist þessi listi þó þeim sem eru óvanir að undirbúa stórveislur. 1.

Leigja sal - ef veislan á ekki að vera í heimahúsi. Oft eru margir um hituna en lítið framboð. Athuga að skoða þarf hvað fylgir með í leiguverði salarins. Glös, diskar, bollar, hnífapör, kaffikönnur, kaffivélar og svo framvegis. Einnig er misjafnt hvort þjónusta fylgir með þegar salur er leigður.

2.

Boðskort. Ef á að nota boðskort þarf að gefa sér tíma til að búa þau til eða panta. Margir velja að hringja í þá sem bjóða skal til veislunnar. Muna að gera það tímanlega. Þá eru einhverjir farnir að nota boðskortakerfi Facebook til að bjóða í fermingarveislur. En þá þarf að athuga að ekki eru allir skráðir á þeim samskiptamiðli.

3.

Sálmabók. Ef á að gylla þarf lengri fyrirvara.

4.

Myndataka. Athuga hvort ljósmyndari er á heimaslóðum og svo þarf að panta tíma.

5.

Hárgreiðsla. Muna að panta tímanlega. Finna skraut í hár, ef á að nota það. Sumar stofur bjóða upp á hárskraut. Ekki gleyma að panta tíma í klippingu fyrir aðra fjölskyldumeðlimi tímanlega fyrir ferminguna.

6.

Fermingarfötin. Það hefur gerst að jakkaföt í minni stærðum hafa selst upp. Sama gildir í verslunum sem selja stúlknaföt. Vert er að skoða þetta í tíma.

7.

Dúkar á borðin. Á að nota bréf- eða taudúka? Kannaðu verð, þau geta verið mjög mismunandi. Oft er hægt að leigja taudúka í efnalaugum.

8.

Fermingarkerti. Ekki nauðsynlegt að láta áletra. Ódýrar lausnir til eins og krossar sem hægt er að festa á falleg kerti. Sama á við um merkingar á kertin, drátthagur er oft til í fjölskyldunni. Þá er hægt að láta prenta út mynd af fermingarbarninu á kertið og líma á með þar til gerðu kertalími sem þolir hita.

9.

Servíettur. Margir taka mislitar og láta þá ekki prenta á þær. Ef á að prenta þarf að huga að því í tíma. Oft er löng bið ef margar fermingar eru í gangi.

Segir ungmenni vera á kafi í snjallheimi Rætt um tilgang fermingarfræðslunnar og breytingar á henni undanfarin ár Séra Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Stafholtsprestakalli hefur verið prestur frá 2003. Hún var fyrst vígð til Grundarfjarðar og starfaði þar í fimm ár. Tók svo við Stafholtsprestakalli og hefur verið þar í sex ár. Þegar Elínborg er beðin um að lýsa fermingarfræðslunni segir hún: „Það eru miklar tilraunir með fermingarfræðsluna. Fermingarbörnin eru leitandi og ég er endalaust að prófa mig áfram til að mæta þeim á þeim stað sem þau eru á.“ Elínborg heldur áfram: „Fermingarstarfið er mikil áskorun, krakkarnir eru svo klárir og eru mikið að pæla í lífinu og tilverunni á þessum árum. Það er mikil áskorun að takast á við trúmálin með unglingunum, en það er hollt fyrir mig sem prest að vera alltaf á tánum og í sífellri endurskoðun.“

Kristin trú getur gagnast í lífinu Hún segir að markmiðið með fermingarfræðslunni sé að fá unglingana til að hugsa um trúmál út frá sér sjálfum, að kristin trú geti verið gagnleg í lífinu sjálfu. „Að færa þeim verkfæri í hendurnar sem hjálpa þeim að takast á við lífið og siðferðileg álitamál. Svo er verið að kenna þeim að líta í eigin barm, að setja sig í spor annarra og öðlast færni í lífsleikni.“ Fermingarfræðslan byrjar að hausti, eftir réttir og er einu sinni í viku, í um það bil tvo tíma í senn. Hún stendur til marsloka. Þó er þetta breytilegt eftir ann-

Séra Elínborg Sturludóttir er sóknarprestur í Stafholti. Hún segir að fermingarfræðslunni sé ætlað að fá unglingana til að hugsa um trúmál út frá þeim sjálfum.

verða fullorðnir. En heimurinn hefur breyst mjög mikið og möguleikarnir eru jú fleiri en sömuleiðis hætturnar til að týna sér í. Það er allt galopið, ef ég segi þeim ekki að stinga niður símunum, þá væru þau alltaf í netheimum. En þau eru opin og spyrja gagnrýnna spurninga, fermingarstarfið þarf því að taka mið af því og vera lifandi,“ segir Elínborg. Hún notast því við PowerPoint glærur og netið í fermingarfræðslunni, ásamt speglaðri kennslu. Slík kennsla snýst um að krakkarnir hali niður námsefni á fyrirlestrarformi í gegnum „Podcast“ forrit og komi undirbúnir í fermingarfræðsluna. Tímann með krökkunum notar Elínborg til umræðna um fyrirlestrarefni sem lagt var fyrir og markmiðið er að ná að vinna úr efninu í hópavinnu og samtali með prestinum. Það er Þjóðkirkjan sem vinnur efnið og setur fram á sérstökum fermingarvef kirkjunnar og er því tæknin að ryðja sér til rúms á þess-

10. Skreytingar. Víða er hægt að fá hugmyndir að skemmtilegu skrauti eða kaupa tilbúið. Um að gera að skoða og athuga síðan hvað til er heima. Ef fermt er að vori eða sumri má vel líta í kringum sig í náttúrunni. Skemmtilegar hugmyndir má finna á vefsíðum eins og Pinterest.

13. Kökur. Hægt er að baka í kistuna og spara stress og stóran útgjaldapakka í einum bita. Það sama gildir um matinn. Um að gera að kaupa inn smám saman og frysta. Það er ágætt að hafa það bak við eyrað að flestir kaupa eða baka of mikið. 14. Fermingartertan. Á að panta eða baka sjálfur? Gott er að ákveða sig tímanlega. Ýmislegt kemur til greina, svo sem kransakaka, rjómaterta, sykurmassa- eða ísterta. 15. Drykkir. Ekki gleyma gosinu eða drykkjunum; kaffinu, mjólkinni og sykri í kaffið. 16. Aðstoðarfólk fyrir stóra daginn. Mikilvægt er að biðja um aðstoð í undirbúningnum. Ekki er gaman að vera úrvinda úr þreytu og stressi þegar stóri dagurinn rennur upp. Einnig er gott að vera búin að finna einhvern til að aðstoða í fermingarveislunni. Nauðsynlegt svo allir geti notið sín í veislunni sjálfri. 17. Myndir í veislunni. Ekki gleyma að taka myndir í fermingarveislunni. Af fermingarbarninu sjálfu með ættingjum, af gestunum og veisluborðinu. Foreldrar ættu að fá einhvern til að smella af mynd af sér með barninu, það vill gleymast. 18. Njótið dagsins! Maður fermist bara einu sinni.

Flestir fermast

Aðspurð út í neikvæða umfjöllun um Þjóðkirkjuna á undanförnum árum segir Elínborg: „Mín upplifun er að þetta sé mjög þröngur hópur sem hefur mjög hátt en almennt séð sé fólk frekar jákvætt gagnvart kirkjunni. Það endurspeglast í fjölda þeirra sem eru skráðir í kirkjuna og kristin samfélög. Það er einn og einn unglingur sem ekki kemur í fermingarfræðsluna en langflestir eru með. Það er mjög mikið miðað við neikvæða umræðu um Þjóðkirkjuna. En það er engin skylda að fermast þótt þau taki þátt í fermingarfræðslunni. Hún er hugsuð til að kenna unglingunum lífsleikni og gildi kirkjunnar og er skylda Þjóðkirkjunnar að veita þessa þjónustu. Þjóðkirkjan tekur hlutverk sitt sem kirkja þjóðarinnar alvarlega og sinnir sínum skyldum.“

Öfgar varhugaverðar

11. Gestabók. Sumir föndra gestabók, aðrir kaupa hana tilbúna og enn aðrir láta gestina skrifa á striga sem hengja má upp til skrauts. Um að gera að láta ímyndunaraflið njóta sín. 12. Veisluföng. Gott er að reyna að áætla hversu mikið þarf eftir fjölda gesta. Í mörgum matreiðslubókum er hægt að sjá hvað reikna eigi með miklu á mann, hvort sem um er að ræða kaffibrauð eða mat. Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá leiðbeiningarstöð heimilanna. Best er þó að spyrja reynsluboltana ráða, fólkið í fjölskyldunni eða aðra vini.

frá Silfrastöðum í Skagafirði sem er nú á Árbæjarsafni, og svo Hallgrímskirkju, Dómkirkjuna og Alþingi Íslendinga, fái krakkarnir að upplifa og fá tilfinningu fyrir breytilegu hlutverki kirkjunnar í samfélaginu.

Sr. Elínborg í kirkjunni á æskulýðsdeginum 2011, þar sem hún hafði sér til fulltingis vaskan hóp aðstoðarfólks.

ríki prestsins. Svo er farið í fermingarferðalag að Laugum í Sælingsdal og einnig verja fermingarbörnin heilum degi í Reykholti. Þarna eru öll fermingarbörn í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og frá Staðarstað á Snæfellsnesi samankomin. Þeim er skipt upp í hópa og kynnast þannig hvert öðru og öllum prestunum. Í hópavinnunni eru svo tekin fyrir ákveðin þemu sem fjallað um, svo sem kristið táknmál.

um vettvangi sem öðrum. „Tæknin kemur inn í fermingarfræðsluna í kringum 2007 til 2008. Þá var farið að nota skjávarpa en áður var tæknin frekar miðuð við að horfa með þeim á kvikmyndir. Það geri ég enn, enda til ógrynni af kristilegu efni sem hjálpar til að miðla sögum af Jesú til krakkanna,“ útskýrir Elínborg.

Margir heimar í gangi

Upplifun unglinganna af fermingarfræðslunni skiptir Elínborgu miklu máli og hún situr til borðs með krökkunum í hverri fermingarfræðslu. „Það að sitja saman til borðs og eiga samfélag við borðið er mjög mikilvægt. Ég geri einnig fleira með krökkunum. Við förum til dæmis í pílagrímagöngu á Stafholtsfjall og í menningarferð til Reykjavíkur ásamt foreldrum krakkanna. Þar skoðum við hlutverk kirkjunnar á ólíkum tímum.“ Hún segir að með því að skoða ólíkar kirkjur svo sem gömlu torfkirkjuna

Elínborg lýsir breyttu landslagi síðan hún var vígð til prests. „Staðan í dag er að krakkarnir eru á kafi í snjallheimi. Það eru svo margir heimar í gangi í nútímanum. Netheimar og margmiðlunin, það er svo margt í boði. Það þarf að hjálpa þeim að lifa í þessum heimi og að vera ekki með hugann á mörgum stöðum og einbeita sér. Unglingar eru alltaf sjálfum sér líkir og að kljást við að stíga skrefið frá því að vera börn yfir í að

Fara í pílagrímagöngu

Elínborg heldur áfram og segist þekkja til og hafa búið í Frakklandi, þar sem tekin hafa verið skref til að útrýma öllum trúmálum úr opinberum skólum og stofnunum. „Hefur það ekki verið gæfuspor. Gyðingahatur sem og múslímahatur er mikið í Frakklandi og alið er á ofstæki, öfgum og fordómum í frönsku samfélagi,“ segir Elínborg og er mikið niðri fyrir. „Fræðsla um ólíka menningarheima og ólík trúarbrögð er lykillinn að umburðalyndi og fordómaleysi.“ Hún er þeirrar skoðunar að hennar hlutverk sem prests í Þjóðkirkjunni sé að boða umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum. „Sem betur fer er trúfrelsi í okkar landi og við þurfum að styðja það að allir geti dýrkað sinn guð. En allar öfgar eru varhugaverðar og því miður eru vantrúaröfgar að verða áberandi hér á landi. Við þurfum að gæta okkar á ofsa í okkar samfélagi og fjalla um fordóma almennt. Það er mjög áleitið umræðuefni í okkar samtíma.“ Elínborg segir fordóma alltaf hafa fylgt manninum og nauðsynlegt sé að taka þennan punkt í samtali við krakkana í fermingarfræðslunni. „Það þarf að hvetja þau til að hafa hugrekki til að skoða sinn eigin hug og líta í eigin barm því þegar fólk telur sér trú um að það sé fordómalaust þá getur það verið hættuspil og ansi margt grasserað undir niðri,“ segir Elínborg Sturlueha dóttir að endingu.


Framtíðarreikningur

Við bjóðum góðar framtíðarhorfur Á þessum tímamótum, þegar fullorðinsárin nálgast með öllu sínu sjálfstæði og spennandi tækifærum, er tilvalið að ræða hvernig sparnaður og fyrirhyggja í fjármálum geti best lagt grunn að bjartri framtíð. Okkur langar í því sambandi að benda á kosti Framtíðarreiknings Íslandsbanka sem ber hæstu vexti almennra, verðtryggðra innlánsreikninga og er bundinn til 18 ára aldurs. Kynntu þér málið betur á islandsbanki.is eða í næsta útibúi Íslandsbanka.

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook

Börn á fermingaraldri sem kjósa að ávaxta 30.000 kr. eða meira á Framtíðarreikningi fá 5.000 kr. í mótframlag frá Íslandsbanka inn á reikninginn.* *Gildir einu sinni fyrir hverja kennitölu þeirra barna sem koma ásamt forráðamönnum í útibú Íslandsbanka fyrir 1. júlí 2015.


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

6

Fermingardagurinn reyndist góður þrátt fyrir stressið Á síðasta ári fermdust tæplega tvöhundruð ungmenni á Vesturlandi. Í þeim hópi voru Borgnesingarnir Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir og Kristmundur Hallur Steindórsson, sem bæði fermdust á skírdag. Þeim fannst fermingardagurinn eftirminnilegur og góður og lýsa hér upplifun sinni af deginum sjálfum og undirbúningnum fyrir hann.

leið sína í Þinghamar til að samgleðjast fermingarbarninu. „Það fór heillangur tími í að raða upp gestalistanum og hann var endurskrifaður minnst fjórum sinnum. Það voru alltaf að bætast við ættingjar. Við vorum með litaþema í veislunni og ég valdi þá liti sem mér þykir fallegastir, grænan og appelsínugul-

þegar á hólminn var komið var ræðan aldrei flutt, þrátt fyrir að heilmikill tími hefði farið í skrifin. „Ég guggnaði á því að halda ræðuna því ég var svo stressuð. Mér fannst athyglin óþægileg þennan dag þrátt fyrir að finnast venjulega sjálfsagt mál að vera miðdepill athyglinnar.“ Thelma segist hafa fengið mikið af fermingargjafir. Þær opnaði hún í veislunni. „Mér fannst það samt vandræðalegt. Besta gjöfin var helmingur upp í tólf daga ferð til enskunáms í Bretlandi. Ég fer í þá ferð í sumar og hlakka mikið til,“ segir Thelma Karen.

Var rosalega stressaður en allt gekk vel

Thelma Karen var viss um að hún þyrfti á æðri mætti að halda í lífinu og fannst því rökrétt að fermast.

Viss um hún þyrfti á æðri mætti að halda „Ég var viss um að ég þyrfti á æðri mætti að halda í lífinu og fannst því rökrétt að láta ferma mig, til að staðfesta kristna trú mína,“ segir Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir. Hún var hluti af sjö barna hópi sem fermdist 17. apríl 2014 í Borgarneskirkju. Thelmu Karen fannst dagurinn vel heppnaður og ánægjulegur. Hún segir að undirbúningurinn hafi tekið sinn tíma. „Það tók um ár frá því að ég og mamma fórum að huga að því að finna föt og undirbúa veisluna. Ég fékk að koma að undirbúningnum og koma með hugmyndir, ef þær voru góðar. Ef hugmyndirnar féllu ekki í kramið hjá mömmu og ömmu, þá fengu þær ekki að vera inni,“ segir Thelma og brosir. Það kom henni sjálfri á óvart hvað und-

irbúningurinn var flókinn. Það var svo ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir athöfnina sjálfa sem hún áttaði sig á því hversu umfangsmikið það er að fermast og halda veislu. „Þetta var allt saman flóknara en ég hafði ímyndað mér. Þá helltist yfir mig stresstilfinning. Þetta væri ekki bara að mæta í fermingarfræðsluna, heldur athöfnin sjálf sem fjölmargir kæmu að.“ Hún segir athöfnina hafa gengið að mestu leyti vel en bætir við að hún hafi fengið hláturskast í miðri athöfn. „Þá þurfti að taka pásu frá athöfninni vegna þess að ég hló svo mikið,“ segir hún.

Thelma Karen fór í fermingarmyndatöku. Hér er hún ásamt yngri bræðrum sínum.

an.“ Borð voru því dekkuð í þessum litum og stíllinn þannig að öllu var blandað saman og blóm í vösum á hverju borði. Salurinn var því

Kristmundur Hallur Steindórsson fermdist einnig á skírdag 2014, við sömu athöfn og Thelma. Kristmundur, sem jafnan er kallaður Mummi, lýsir deginum sem ánægjulegri upplifun. „Það var gaman að fermast, að fá pening og gjafir. Dagurinn var alveg æðislegur. Öll nánasta fjölskyldan kom í kirkjuna og þó að ég hafi verið rosalega stressaður gekk athöfnin vel,“ segir Mummi en bætir því við að smá misskilningur annars fermingardrengs hafi orðið til þess að allir fóru að hlæja.

„Allur óþarfi, sem ekki þurfti að notast við á fermingardaginn, var settur í eitt herbergið, sem var bókstaflega fyllt. Svo fengum við borð að láni frá nágrönnunum.“ Veislan var fjölmenn, um 80 manns komu og var veislutíminn í rýmra lagi svo að veislugestir myndu dreifast jafnar yfir daginn. Boðið var uppá tvær gerðir af súpu sem móðurbróðir Mumma sá um að framreiða ásamt allskyns brauði og svo voru kökur í eftirrétt. Ekkert eiginlegt þema var í veislunni en turkísblár var ráðandi og skreytt með þeim lit.

Fermingargjöfin kom á óvart

Foreldrum Mumma tókst að koma honum verulega á óvart með fermingargjöfinni, en hann vissi ekki fyrirfram hvað leyndist í pakkanum. Honum þótti því eftirminnilegast þegar hann fór með foreldrum sínum að sækja fermingargjöfina upp á Landflutninga. „Þau voru búin að segja mér að ég fengi sófa frá þeim í fermingargjöf. Það var nokkuð augljóst að það var ekki draumagjöfin en ég var búin að sætta mig við að fá sófa, þó mér þætti það skrýtin fermingargjöf.“ Andlitið datt því af fermingardrengnum þegar í ljós kom að gjöf-

Alltaf að bætast við listann

Veislan sjálf var haldin í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi. Um var að ræða stóra veislu, því rúmlega hundrað manns lögðu

Mummi við veisluborðið á fermingardaginn.

mjög litríkur og fannst Thelmu það koma mjög vel út. Það sem stakk mest í stúf var hún sjálf, enda valdi hún allt annan lit á fermingarkjólinn. „Ég valdi mér fjólubláan kjól og pantaði hann með góðum fyrirvara af erlendri vefsíðu, til þess að vera ekki eins og allar hinar stelpurnar,“ útskýrir Thelma.

Guggnaði á ræðunni Börnin sem fermdust 17. apríl 2014, ásamt sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni. Thelma Karen stendur fremst til vinstri en Mummi er í aftari röðinni, lengst til hægri.

Thelma var búin að skrifa ræðu og ráðgerði að halda tölu fyrir veislugestina. Raunin varð þó önnur, því

Fengu borð frá nágrönnunum Fermingarföt Mumma voru svört jakkaföt, hvít skyrta og grá þverslaufa. „Svo var ég með snilldar hatt og í Converse skóm, bæði grátt í stíl við þverslaufuna. Ég fékk að ráða sjálfur fatavalinu en fékk aðstoð frá mömmu og pabba,“ útskýrir Mummi.Að öðru leyti fannst honum hann líka vera hafður með í ráðum í fermingarundirbúningnum, þetta hafi verið svona „50/50“. Fermingarveislan var haldin heima.

Mummi að prófa fermingargjöfina frá foreldrum sínum.

in var 125 kúbika (cc) krossari. „Ég áttaði mig ekki á að ég hafði fengið draumagjöfina fyrr en ég var kominn heim,“ segir hann og hlær. Mummi segist hafa fengið margar aðrar góðar gjafir. Vélhjólið hafi þó staðið uppúr. „En ég fékk líka nýtt rúm, mótorhjólabók, spariúr og mikinn pening,“ segir Mummi sem notaði aurana meðal annars til að kaupa sér búnað fyrir vélhjólasportið í Nítró. eha

Bjóðum uppá matar- og kaffihlaðborð fyrir fermingarveisluna.

www.gamlakaupfelagid.is • sími: 431-4343

SKESSUHORN 2015

Gamla Kaupfélagið leggur áherslu á að bjóða upp á úrvals mat og góða þjónustu á sanngjörnu verði.


Skemmtilegar fermingagjafir í Tækniborg Borgarnesi

Jabra Move Bluetooth headphone Sol Republic Tracks

innbyggður mic Nett höfuðtól sem geta tengst þráðlaust við alla snjallsíma, frábær hljómgæði.

Sol Republic Jax tappar í eyru

Hágæða höfuðtól með útskiptanlegri snúru.

Með Mic passa í alla snjallsíma frábær hönnun og

kr. 14.900,-

kr. 19.900,-

þekkt gæði

kr. 5.490,-

Ipad air 10“ 16gb wifi kr. 74.990,-

Lenovo Y50

Svakalega öflug fartölva i7 örgjafi, 18gb vinnsluminni GeForce GT850 4gb skjákort 15“ full HD skjár HD 1tb SSHD

Yoga 2 pro

13“ skjár 2gb vinnsluminni 16GB geymsluminni MicroSD) innbyggður skjávarpi

spjaldtölva (stækkanlegt með

kr. 89.900,-

Lenovo Yoga 2 fartölva

13“ skjár Full HD Intel i5 4210u örgjafi 8GB geymsluminni 500 gb SSHD + 8gb SSD

kr. 149.900,-

Technaxx fitness armbönd

Tengjanleg með Bluetooth við Android og Iphone koma í Bleiku og svörtu

Walkera Drónar

kr. 12.990,-

Væntanlegir í apríl Leitið upplýsinga

Roadstar Old Fashion

Plötuspilari eins og þeir gerast flottastir MP3 Geislaspilari, kassettutæki Spilar hljóðbækur

kr. 49.990,

Lenovo B50 fartölva

15“ skjár 1366x768 Intel N2830 örgjafi 4GB geymsluminni 500 gb HD

kr. 57.900 -

Roadstar Retro jumbo

Alvöru stórt og stæðilegt útvarp með MP3 geislapilara Spilar hljóðbækur

kr. 39.990,-

Við bjóðum upp á allt að 12 mánaða vaxtalaus kortalán

Roadstar Retro útvarpsvekjari kr. 5.990,-

Tækniborg ehf Borgarbraut 61 - 310 Borgarnesi Sími 422-2210 sala@taekniborg.is


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

8

Spurningin Hvers vegna ætlar þú að fermast?

Fermingarbörn liðinna áratuga í máli og myndum. Framhald

(Spurt í Brekkubæjarskóla á Akranesi)

Jafnan hefur Fermingarblað Skessuhorns seilst í hina ýmsu minningasjóði á Vesturlandi og fengið fólk til að rifja upp minningar frá fermingardeginum, gjöfunum og því sem stendur uppúr. Að þessu sinni var barið að

dyrum hjá nokkrum Vestlendingum sem hafa fermst á mismunandi tímum. Rætt var við einn frá hverjum áratug og gaman er að sjá hvernig hefðir í kringum stóra daginn hafa breyst í gegnum tíðina.

Stefán Magnússon fermdist árið 1965:

„Fermingarskóna valdi ég sjálfur í Kaupfélaginu í Borgarnesi“ Freyja María Sigurjónsdóttir. Af því að ég er kristin.

Stefán Magnússon trésmiður og verslunarmaður í Húsasmiðjunni á Akranesi var í fríðum hópi fermingarbarna sem gengu að altarinu í gömlu Reykholtskirkju fyrir hálfri öld. „Séra Einar Guðnason í Reykholti fermdi okkur. Við vorum átta talsins, sjö piltar og ein stúlka. Sjálfur fermingardagurinn var frekar venjulegur. Þetta fór allt þokkalega fram. Ég man vel eftir veðrinu þennan hvítasunnudag árið 1965. Það var byrjað að vora, klakinn farinn úr jörð og þokkalega þurrt um. Mér er minnisstætt að ég fermdist í brúnum skóm sem ég fékk að velja sjálfur í Kaupfélaginu í Borgarnesi þar sem fermingarfötin voru líka keypt. Þeir pössuðu ágætlega við mig. Það var enginn annar í brúnum skóm,“ segir Stefán.

Thelma Rakel Ottesen. Af því að ég er kristinnar trúar og mig langar til að staðfesta skírn mína fyrir Guði.

Stefán Magnússon á vinnustað sínum í Húsasmiðjunni á Akranesi. Ljósm. mm

„Ég man vel eftir veislunni sem var heima í Birkihlíð. Þetta ár var Elín elsta systir mín orðin húsmæðrakennari við skólann á Varmalandi og hún sá um veisluna. Það var boðið upp á önd, kjúklingalæri og fisk í hlaupi. Þetta var voða flott. Þarna var nýlega byrjað að borða kjúkling. Pabbi var ekki hrifinn af þeim mat þá né síðar eins og margir aðrir á svipuðum aldri. Það komu gestir úr sveitinni og svo ýmsir ættingjar, flestir þeirra að sunnan.“ Stefán fékk ýmsar fermingargjaf-

Frá vinstri Ástríður Sigurðardóttir á Vilmundarstöðum, Bernhard Jóhannesson frá Sólbyrgi, Hrafn Sturluson frá Sturlu-Reykjum, Indriði Benediktsson á Kópareykjum, Jóhannes Kristleifsson á Sturlu-Reykjum, Eiríkur Jónsson í Reykholti, Sigurður Jónsson á Hraunsási og Stefán Magnússon í Birkihlíð. Myndin er tekin sunnan við Reykholtskirkju. Gamla fjósið í baksýn ber við Okið.

ir. „Ég man að ég fékk lóðbyssu frá Hirti Þórarinssyni skólastjóra á Kleppjárnsreykjum þar sem ég var við nám. Svo gáfu foreldrar mínir mér veiðistöng og veiðihjól. Daginn eftir var svo farið í veiðiferð inn í Norðlingafljót og þar fékk ég fisk á þennan nýja veiðibúnað. Svo keypti

ég mér ferðaútvarp fyrir fermingarpeningana. Ég man það var japanskt af Mitsubishi-gerð. Seinna komu svo bílar sem hétu það sama. Svo fékk ég svefnpoka og vindsæng. Þetta var ágætis fermingardagur,“ segir Stefán. mþh

Sigurborg Leifsdóttir fermdist árið 1975:

„Heppin að þurfa ekki að sofa með rúllurnar“ Oddný Guðmundsdóttir. Af því að ég er kristinnar trúar og til að staðfesta skírn mína.

Sigurborg Leifsdóttir er fædd 1961 og fermdist í Stykkishólmi 18. maí 1975 á hvítasunnudegi. Séra Hjalti Guðmundsson fermdi 27 börn í tveimur athöfnum þennan hvítasunnudag. Til að stytta athafnirnar var altarisgangan á þriðjudeginum á eftir. Sigurborg á ljúfar minningar um fermingardaginn. „Í minningunni var þetta yndislegur dagur. Morguninn fór í undirbúning og það var hárgreiðslukonan í fjölskyldunni sem fékk að spreyta sig. Ég fékk Carmen rúllur í hárið og var heppin að þurfa ekki að sofa með rúllurnar eins og sumar stelpur einhverjum árum áður. En greiðslan sjálf var látlaus,“ rifjar Sigurborg upp.

Eiríkur Norðquist Þorsteinsson. Til að staðfesta trúna.

Sigurborg Leifsdóttir fermdist í Stykkishólmi 1975.

Gunnsteinn Viðar Gunnarsson. Til að vera kristinnar trúar.

Undirbúningurinn fyrir veisluna var unninn í sameiningu við foreldra Sigurborgar. Húsið var málað að innan og allt var gert klárt fyrir veisluhöldin. Einnig var farin ferð til Reykjavíkur til að kaupa fermingarskóna sem voru þykksóla tískuskór, flauelsjakka og efni í kjól. „Mamma var al-

veg ótrúleg, hún saumaði hnésíðan kjól á mig úr ryðrauðu flauelsefni og hvítum blúndukraga. Reyndar gerði mamma allt sjálf, bakaði kökur fyrir hlaðborðið og smurði flatkökur með hangikjöti. Fermingartertan var svo á tveimur hæðum og alveg glæsileg. Ég man ekki eftir því að hún hafi fengið mikla aðstoð.“ Það lá beinast við að mamma Sigurborgar myndi sauma á hana kjól því hún fermdist svo seint. Flestum fermingum var lokið á höfuðborgarsvæðinu og erfitt var að fá fermingarfatnað úr búð. En Sigurborg var mjög sátt við fötin og veisluna. Haldið var kaffiboð heima og komu um 40 manns. „Það var þétt setið í stofunni og setið inni í herbergjum. Ég minnist þess ekki að það hafi verið skreytt sérstaklega en kaffiborðið var fallega lagt. Við vorum líka með hvítt látlaust fermingarkerti og servíettur áletraðar fermingardegi og nafni með gyllingu.“ Veðrið var gott þennan dag og kom besta vinkona Sigurborgar í hennar veislu því

Sigurborg á fermingardaginn. Rauða kjólinn saumaði móðir hennar fyrir ferminguna.

að sú hafði fermst um morguninn og hennar veislu var lokið. Sigurborg segist hafa fengið fjölmargar gjafir, þar á meðal úr frá foreldrum sínum, svefnpoka, skartgripi og pening. „En sú gjöf sem hefur lifað lengst var dúnsæng sem ég fékk frá móðurömmu og -afa sem ég var búin að vera mikið hjá í sveit. Sú

sæng er enn í notkun 40 árum síðar.“ Það sem er Sigurborgu kærast þegar hún minnist fermingarinnar er að hún hafi verið heppin að hafa nánasta fólkið sitt hjá sér á þessum degi. „Það er samveran við fólkið mitt sem stendur uppúr þegar ég minnist þessa dags.“ eha



MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

10

Spurningin Hvers vegna ætlar þú að fermast?

Fermingarbörn liðinna áratuga í máli og myndum. Framhald

(Spurt í Stykkishólmi)

Særún Sigurjónsdóttir fermdist árið 1985:

„Greiðslan var klassík níunda áratugarins“

Theodóra Björk Ægisdóttir. Ég trúi á Guð og vil þjóna honum.

Á fallegum hvítasunnudegi árið 1985 fermdust tíu börn í Grundarfirði. Í þeirra hópi var Særún Sigurjónsdóttir og segir hún daginn hafa einkennst af spennu og gleði. „Fullt af ættingjum voru komnir frá Reykjavík til að hjálpa til við undirbúning veislunnar og til að samgleðjast mér,“ segir hún. Særún minnist þess að hafa vaknað eldsnemma til að fara í hárgreiðslu en það kom hárgreiðslukona úr Reykjavík til að greiða öllum fermingarstelpunum í Grundarfirði. „Greiðslan var klassík níunda áratugarins; „vængir í kamb“ með brúðarslöri sem voru pínulítil hvít blóm næld í kambinn. Dressið var sömuleiðis í stíl níunda áratugarins. Bleikt pils, hvít skyrta og grátt bindi. Ég var svo í gráum hælaskóm í stíl við bindið og í bleikum jakka yfir.“

Hermann Kristinn Magnússon. Til að komast nær Guði. Særún Sigurjónsdóttir fermdist fyrir þrjátíu árum í Grundarfirði. Hér er hún ásamt börnum sínum, Aniku Védísi og Antoni Bjarma.

Særún segir athöfnina hafi verið eftirminnilega, þá sérstaklega þegar kom að því að fara með ritninguna. „Þegar röðin kom að mér, fraus ég alveg og í kjölfarið fóru allir krakkarnir í hláturskast, eða öllu heldur

Vignir Steinn Pálsson. Ég fermist til að staðfesta trúna og skírnina.

ekta unglingafliss. Það var því erfitt að halda áfram,“ segir hún og brosir. Fermingarveislan var heldur fjölmenn en þó haldin heima. Hátt í sjötíu manns var boðið, þó ekki alveg allir hafi komist. „Til að rýma til fyrir veisluborði var hjónarúmi foreldra minna einfaldlega kippt út í bílskúr. Boðið var uppá kalt borð, léttreykt svínakjöt og kjúklingaleggi sem var mjög vinsælt og fullt af meðlæti að auki. Ekki var um eiginlegt litaþema að ræða en í veislunni voru bleikar áritaðar fermingarservéttur sem voru merktar mér með nafni og fermingardegi. Borðið var skreytt með hefðbundnu fermingarkerti úr Kirkjuhúsinu og blómaskreytingu,“ rifjar Særún upp. Særún fékk margar góðar gjafir. Skartgripi, hring og hálsmen,

Fermingarbarnið við veisluborðið.

myndavél og sveppalampa sem minnir á tískuna í dag. „Sömuleiðis fékk ég orðabækur sem voru mikið notaðar fyrstu tvö árin en hafa síðan staðið uppi í skáp. Það sem stendur uppúr er að ég fékk ferð í enskuskóla í Bournemouth í Bretlandi.“ Fór hún sumarið eftir fermingu í tíu daga og lærði ensku. Það þótti ekki tiltökumál í fjölskyldu Særúnar að hún færi ein ytra þrátt fyrir ungan aldur. Særún fékk að ráða sumu í undirbúningi fermingarinnar, hún fór ein til Reykjavíkur og valdi sér fermingarfötin og hún minnist þess að hún hafi verið

spurð álits um veitingarnar en fullorðna fólkið hafi þó ráðið á endanum. Það var séra Jón Þorsteinsson sem fermdi 1971 árganginn í Grundarfirði. Hann fór svo í allar fermingarveislurnar í röð og hitti fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra. Særún segir það ekki hafa tíðkast að fermingarbörnin færu í veislur hvors annars. „Aðalsportið var svo að hittast eftir veislurnar og fara saman í Ásakaffi þar sem við fengum gefins ís í tilefni fermingardagsins,“ segir Særún að endingu. eha/grþ

Ögmundur Runólfsson fermdist árið 1954:

„Þegar ég fermdist skipti máli að vera fínn í tauinu“ Alls fermdust níu börn í Ólafsvík þann 31. maí árið 1954. Eitt þeirra var Ögmundur Runólfsson og segir hann ljóma yfir fermingardeginum. „Ég var sendur til föðurbróður míns í Reykjavík, þar sem farið var með mig í búðir til að kaupa fermingarfötin. Þau voru hámóðins og keypt í verslun Andersen & Lauth við Laugaveg,“ segir Ögmundur þegar hann er spurður út í undirbúning fermingarinnar. Hann bætir því við að hann hafi verið mjög sáttur með fötin.

Guðrún Elena Magnúsdóttir. Mig langar til þess.

Haraldur Björgvin Helgason. Með fermingunni staðfesti ég trú mína á Guð.

Fermingardrengurinn í nýju fermingardressi, heldur ósáttur við hárgreiðsluna. Það er eitthvað sem mörg fermingarbörn kannast við.

„Þegar ég fermdist skipti máli að vera fínn í tauinu því ekki var byrjað að hylja fermingabörnin með kyrtli. Sá siður var tekinn upp ári síðar í Ólafsvík. Hans árgangur hafi því verið sá síðasti til að fermast án kyrtilsins. Einhverju eftir ferminguna var Ögmundur svo sendur aftur til Reykjavíkur þar sem hann fór í myndatöku í fermingafötunum. „Sú mynd hefur aldrei birst áður þar sem ég var heldur ósáttur við hvernig kona föðurbróður míns greiddi mér fyrir myndatökuna,“ segir hann og hlær við endurminninguna. „Á fermingardaginn sjálfan var vaknað snemma og ég klæddur í nýju fötin og pússaður til. Athöfnin var eftir hádegið og það var Séra Magnús Guðmundsson sem fermdi ´40 árganginn eins og svo marga aðra árganga í Ólafsvík, því hann þjónaði sókninni í 40 ár. Eftir athöfnina kom Séra Magnús svo í

Árgangur ‘41 úr Ólafsvík. Myndin er tekin árið 2004 á 50 ára fermingarafmæli hópsins. Efri röð talið frá vinstri: Sævar Þórjónsson, Ögmundur Runólfsson, Bragi Eyjólfsson og Þorleifur Magnússon. Neðri röð talið frá vinstri: Kristbjörg Elíasdóttir, Svava Alfonsdóttir, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Hulda Ingvadóttir og Guðrún Tryggvadóttir.

veislu Ögmundar ásamt konu sinni Frú Rósu Einarsdóttur Thorlacius.“ Séra Magnús fór reyndar í allar veislurnar en sérstaklega kært var milli Frú Rósu, eins og hún var jafnan kölluð, og fjölskyldu Ögmundar. „Það var vegna þess að Frú Rósa tók á móti mér í þennan heim. Ég á enn gjafir sem prestshjónin gáfu mér á skírnardaginn og bankabókin sem þau gáfu mér í fermingargjöf fylgdi mér þar til Sparisjóðurinn féll í hruninu,“ segir Ögmundur. Hann rifjar upp að hann hafi fengið, það sem þótti á þessum tíma, tölu-

verða fjármuni í fermingagjöf og einhverjar bækur. „Fermingarpeningarnir dugðu mér fyrir 100 krónu Kodak kassamyndavél og reiðhjóli sem var einhverju dýrara en myndavélin.“ Ögmundur segir fermingarbörnin hafa haldið hópinn þau sextíu ár sem liðin eru frá merkisdeginum. Það þrátt fyrir að hafa ekki öll ílengst í Ólafsvík. Ögmundur tekur fram að nokkur þeirra hafi hist í seinasta mánuði og öll síðasta sumar. Það verður að teljast merkileg samheldni fermingarbarnahóps. eha


Brandenburg


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

12

Spurningin Hvers vegna ætlar þú að fermast?

Fermingarbörn liðinna áratuga í máli og myndum. Framhald

(Spurt í Borgarnesi)

Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir fermdist árið 1995:

„Hugsaði fermingardaginn sem minn eigin prinsessudag“

Ólafur Kristján Fjeldsted. Trú á minn mann og svolítið vegna pakkanna.

Sölvi Freyr Björnsson. Gaman að sýna að maður trúir á Guð, en ég hef alltaf trúað á Guð. Svo er gaman að hitta ættingjana og að fá gjafir.

Daníel Victor Hewigsson. Vegna þess að ég er Kristinnar trúar og ég sé enga ástæðu til að fermast ekki.

Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir er fædd 1981 og fermdist á skírdag 12. apríl 1995 í Borgarnesi ásamt 15 bekkjarfélögum sínum. Það var séra Árni Pálsson sem fermdi árganginn í Borgarnesi í tveimur athöfnum en alls voru 34 börn fermd þennan dag. Sonja rifjar upp að dagurinn hafi verið bjartur og fínn.

Sonja fagnar í ár tuttugu ára fermingarafmæli.

„Ég greiddi mér sjálf en fyrir ferminguna fór ég til Reykjavíkur á hárgreiðslustofuna Kristu í Kringlunni og fékk permanent. Fermingargreiðslan var því ekki mikið annað en að setja ægifagran og íburðarmikinn blómakrans á höfuðið,“ útskýrir Sonja. Það má segja að íburður hafi verið fermingarþema Sonju, en hún hafði ákveðið að eftir ferminguna myndi hún sætta sig við að vera venjuleg alþýðustúlka en ekki af konungsættum líkt og hún hafði gælt við um langa hríð. „Ég hugsaði mér því fermingardaginn sem minn eigin prinsessudag og fékk frjálsar hendur til þess, enda minn dagur.“

Konunglegar kenndir Til að rekja forsögu málsins þá er þannig mál með vexti að langalangafi Sonju er óþekktur, en langa langamma hennar hafði unnið fyrir dönsku hirðina um hríð og snéri

þaðan með barni. Eftir að barnið var fætt bárust dýrindis kjólar og fádæma gjafir og gaf það sögum byr að barnið væri í raun konungborið. Sé þetta raunin þá er Sonja með sanni frænka Þórhildar Danadrottningar og því ekki langsótt að hún hafi haft konunglegar kenndir. „Þær lýstu sér meðal annars með þeim hætti að mér þótti með öllu óskiljanlegt að ekki væri hægt að nota jólastellið hversdags né fá nýja kjóla á hverjum degi. Var því fermingardagurinn ákveðið uppgjör og fékk ég algeran prinsessudag. Ég valdi mér kjól í Brúðarkjólaleigu Dóru, en það mátti ekki minnast á hvaðan kjóllinn var fenginn því mömmu þótti það helst til vandræðalegt. Það var hinn veglegi undirkjóll sem heillaði svo mjög og þó kjóllinn væri heldur síður var það leyst með því að fermingarskórnir voru svokallaðir hippaskór, með fylltum sóla og hækkaði ég nægilega við að vera í þeim og þá gilti einu þó þeir væru eldrauðir á litinn,“ segir Sonja.

Eftir mínu höfði Aðspurð út í veisluna þá var hún haldin í Golfskálanum á Hamri og komu um 70 manns. Skreytingarnar voru í hóflegri kantinum enda tíðkaðist ekki að skreyta salinn eftir þema, eins og þekkist í dag. „Ég var þó með gylltar áletraðar fermingarservéttur. Boðið var uppá lambalæri með hefðbundnu meðlæti og svo var kransakaka í eftirrétt frá Fríðu, æskuvinkonu mömmu.“ Sonja fékk töluvert af skartgripum úr Kristý í

Sonja fermdist í íburðarmiklum brúðarkjól enda taldi hún sig konungborna.

fermingargjöf og einnig ríkisskuldabréf sem kom sér vel tíu árum síðar þegar hún var blankur námsmaður í Reykjavík. „Eftirminnilegasta gjöfin var þó þriggja geisladiska hljómflutningsgræjur ásamt geisladisknum Fire on Babylon með Sinéad O’Connor sem mamma gaf mér. En ég stóð í þeirri trú að brúðarkjólaleigukjóllinn hefði verið fermingargjöfin frá henni. Ég er sömuleiðis þakklát og fegin að hafa fengið að

hafa þennan dag nákvæmlega eftir mínu höfði en ekki þurft að lúta skoðunum eða vilja mömmu minnar eða annarra þegar kom að fermingarundirbúningnum.“ Það verður að segjast að líklega er Sonja eitt eftirminnilegasta fermingarbarnið á þessum tíma, þegar haft er í huga að fermingartískan ´95 voru neonlitaðir stuttir kjólar úr sundbolaefnum, en alls ekki íburðarmiklir (brúðar) kjólar. eha

Fermingar boðskort Falleg plaköt

Lára Sif Jóhannesdóttir. Af því að ég trúi á Jesú.

Stækkum & prentum fermingarmyndir Útprentun-stækkun mynda Strigaprentun

Bára Sara Guðfinnsdóttir. Ég ætla að fermast vegna þess að ég trúi að það sé eitthvað æðra og trúi að það sé Guð.

Skrautskrifum í gestabækur og á plögg

Passamyndir

Rammar og Skólabraut Myndir27

akrafjall@simnet.is 431-1313


Kokupinnar

– að hætti Betty Crocker

Hjördís Dögg Grímarsdóttir áhugamanneskja um bakstur og kökubloggari

Uppskrift að Betty Crocker kökupinnum Innihald: • 1 pakki Betty Crocker djöflakökumix • 400 g Betty Crocker súkkulaðikrem • 50 g súkkulaði til að dýfa kökupinnum í • 200 g hvítt súkkulaði til að hjúpa kúlurnar • Um 40 kökupinnar og kökuskraut

Aðferð: 1. Bakið Betty Crocker kökumixið samkvæmt leiðbeiningum. 2. Kælið kökuna og myljið hana í skál. 3. Bætið við súkkulaðikremi og blandið með gaffli. Blandan má ekki vera of þurr en samt ekki þannig að hún festist við hendurnar. 4. Mótið kúlur, setjið þær á smjörpappír og kælið í ísskáp í 15–30 mínútur eða í 5 mínútur í frysti. 5. Takið kúlurnar út, dýfið endanum á kökupinna í súkkulaði og stingið honum í miðja kúluna. Kælið svo í 5 mínútur. 6. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið kúlurnar á pinnunum. 7. Skreytið kökupinnana að vild með kökuskrauti.

Með Betty Crocker er baksturinn minnsti vandinn

bettycrocker.is

ÍSLENSKA SIA.IS NAT 73561 03/15

TM


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

14

Spurningin Hvers vegna ætlar þú að fermast?

Fermingarbörn liðinna áratuga í máli og myndum. Framhald

(Spurt í Grundarfirði)

Eyrún Reynisdóttir fermdist árið 2005:

„Vorum með blóm og gullfiska í vösum“

Lydia Rós Unnsteinsdóttir. Því að ég trúi á Guð.

Eyrún Reynisdóttir fermdist í Akraneskirkju 10. apríl 2005. Hún segir fermingardaginn hafa verið mjög eftirminnilegan og þótti dagurinn og umstangið í kringum hann skemmtilegt. „Veislan var haldin í félagsheimilinu Miðgarði. Það kom mikið af fólki, rétt tæplega hundrað manns enda á ég mjög stóra fjölskyldu. Þetta var allt saman mjög vel heppnað og fínt, tókst rosalega vel og gekk áfallalaust fyrir sig,“ segir hún þegar hún rifjar upp fermingardaginn fyrir næstum tíu árum.

Áslaug Stella Steinarsdóttir. Ég ætla að játa trú mína með fjölskyldu og vinum. Eyrún fékk margar góðar gjafir þegar hún fermdist.

Fermingarföt Eyrúnar voru alveg samkvæmt fermingartískunni þetta árið og hún var mjög ánægð með klæðnaðinn. „Ég var í brúnum kjól, bleikum jakka og bleikum skóm. Við vorum tvær vinkonurnar í næstum því alveg eins fötum.“

Eyrún var með sítt hár þegar hún fermdist og lét lita það í fyrsta sinn fyrir ferminguna. „Á fermingardaginn var hárið svo tekið aðeins aftur, greiðslan var mjög látlaus og létt.“ Aðspurð nánar um veisluna segir hún að boðið hafi verið upp á bæði heitan mat og kökur. „Við vorum með tvíréttað, lambalæri og fiskrétt. Svo var boðið upp á kökur eftir matinn,“ segir hún. Veislusalurinn var skreyttur eftir hugmyndum fermingarbarnsins og valdi Eyrún frekar óhefðbundnar skreytingar. „Við vorum með bleikt og appelsínugult þema. Við vorum með blóm í vösum og svo vildi ég hafa gullfiska. Vorum því með stóran glæran vasa á borðinu, háan sívaling. Ofan í honum voru gullfiskar og skrautsteinar, þetta var mjög töff. Ég held samt að fiskarnir hafi því miður allir drepist í lok veislunnar,“ segir Eyrún og brosir. Eyrún segist hafa fengið mikið í fermingargjöf. „Ég fékk tölvu

Eyrún í fermingarkirtlinum.

frá mömmu og pabba. Svo fékk ég mikið af skartgripum, úr, sængurföt og lampa ef ég man rétt. Allt á milli himins og jarðar. Svo fékk ég pening líka. Ég fékk frekar mikið af peningum miðað við margar aðrar stelpur,“ útskýrir Eyrún. Hún seg-

ir fermingarpeningana hafa farið beint inn á sparnaðarbók. „Ég var mjög sparsöm og vildi alls ekki eyða þessu. Ég keypti mér svo sjónvarp og eitthvað fleira þegar ég varð átján ára,“ segir Eyrún Reynisdóttir að endingu. grþ

Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir fermdist árið 1949: Björg Hermannsdóttir. Ég ætla að játa trú mína.

„Stór áfangi að komast í tölu fullorðinna“ „Ég man ekki annað en dagurinn hafi verið ánægjulegur. Veðrið var gott þennan annan dag hvítasunnu, 22. maí 1949. Séra Jón M. Guðjónsson fermdi okkur í Innra-Hólmskirkju, þeirri dásamlegu kirkju. Þetta var stór áfangi í lífinu að komast í tölu fullorðinna,“ segir Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, fyrrum hjúkrunarfræðingur sem búsett er á Akranesi. Þegar hún fermdist bjó hún á Innra-Hólmi ásamt foreldrum sínum og systkinum. Guðmundur Sigurður Jónsson og Jónína Sigurrós Gunnarsdóttir bjuggu á jörðinni um áratugaskeið. InnriHólmur er einn elsti kirkjustaður landsins. Þar eru heimildir um kirkju allt frá fyrstu árum kristni í landinu.

Freyja Líf Ragnarsdóttir. Til að staðfesta trú mína.

Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir fermdist fyrir 66 árum.

Emilía Rós Sólbergsdóttir. Vegna þess að mig langar til þess. Til dæmis að fá pakka og gleðjast með fjölskyldu og vinum.

Jóhanna Kristín segir að það hafi þó heyrt til nýjunga þegar hún fermdist að slíkar athafnir væru í InnraHólmskirkju. „Börnin í Innri Akraneshrepp sem þá var og myndaði

sókn kirkjunnar, voru alltaf fermd úti á Akranesi. Þetta breyttist ekki fyrr en foreldrar mínir fluttu að Innra-Hólmi og við fjölskyldan öll. Jón Auðunn bróðir minn er ári eldri en ég og elstur okkar systkinanna. Hann hafði því fermst árið á undan. Pabba og mömmu var alltaf mjög annt um hag kirkjunnar á Innra-Hólmi. Þau vildu að Jón bróðir yrði fermdur heima í kirkjunni á Innra-Hólmi sem og önnur börn sveitarinnar. Þau beittu sér fyrir því að þar yrði ferming árið 1948. Það varð úr. Síðan hafa börnin í sveitinni hafa verið fermd árlega að ég best veit í Innra-Hólmskirkju allt fram á þennan dag.“ Fermingarkyrtlar höfðu enn ekki verið teknir upp þegar Jóhanna Kristín fermdist fyrir 66 árum síðan. „Á þessum tíma voru allar stúlk-

Þessi mynd var tekin við dyr Innra-Hólmskirkju 22. maí 1949. Yst til vinstri er Jón M. Guðjónsson sóknarprestur. Við hlið hans er Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir og svo eru það Nína Ólafsdóttir frá Sólmundarhöfða, Sjöfn Geirdal frá Kirkjubóli og Sigurbjarni Guðnason frá Gerði. Litla stúlkan í kirkjudyrunum er óþekkt. Ljósm. Árni Böðvarsson/Ljósmyndasafn Akraness.

ur fermdar í hvítum síðum kjólum. Ég fór í hárgreiðslu og fékk hvítt blóm í hárið.“ Ekki var heldur mikið lagt í veisluhöld. „Það voru kaffi og kökur heima á Innra-Hólmi. Gestirnir voru nánustu ættingjar. Í þennan tíma voru fermingarveislur ekki eins mikið vesen og tíðkast oft í dag. Ég fékk svo úr frá mömmu og pabba

í fermingargjöf, Passíusálmana, Biblíu og bókina um Pollýönnu. Ég á þetta allt enn í dag. Svo fékk ég veski og eitthvað af aurum sem ég man ekki lengur hvað var mikið. Ég man þó að ég keypti mér skartgripi fyrir eitthvað af því fé. Ég hef alltaf verið veik fyrir þeim,“ segir Jóhanna Kristín og hlær. grþ


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

Hvers vegna ætlar þú að fermast?

Fermingartilboð

(Spurt í Reykhólaskóla)

Íslenskt hugvit og hönnun Heilsukoddi að andvirði 14.900,- fylgir með hverju keyptu fermingarúmi* Rúm 120x200 með botni og fótum, verð frá 93.520,-* Fullt verð frá kr. 116.900,-

Aron Viðar Kristjánsson: Ég fermist til að staðfesta skírnarheitið og svo vildi mamma það!

Ásdís Birta Bjarnadóttir: Ég fermist til að staðfesta skírnarheitið og mig langar til að fermast.

Spurningin

Gefðu sparnað í fermingargjöf

Hvers vegna ætlar þú að fermast? (Spurt í Búðardal)

Gjafakort Landsbankans er góður kostur fyrir þá sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 6.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Kortið er gjöf sem getur lagt grunn að traustum �árhag í framtíðinni. Það er í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.

Erna Hjaltadóttir. Ég ætla að fermast því ég trúi á Guð.

Sigrún Ósk Jóhannesdóttir. Ég ætla að fermast af því að ég trúi á Guð og ég vil læra meira um trú mína.

Andri Óttarr Skjaldarson. Ég ætla að fermast vegna þess að ég trúi á Guð.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

SKESSUHORN 2015

Spurningin

15


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

16

Myndir af fermingarbarninu eru fallegt og persónulegt skraut. Hægt er að hengja myndirnar upp hvar sem er á einfaldan hátt með bandi og litlum klemmum.

Fánaveifur af ýmsu tagi eru frábærar í veisluna. Hægt er að leika sér með liti og munstur eða að skrifa nafn fermingarbarnsins á veifurnar.

Franskar makkarónur eru fallegar á borði í hvaða lit sem er og ekki spillir hvað þær eru gómsætar.

Það getur komið skemmtilega út að mála eða spreyja flöskur.

Skreytið veislusalinn sjálf! Fallegar borðskreytingar hafa tíðkast í fermingum um árabil. Undanfarin ár hafa þær þróast og breyst í takt við breytta tíma og eru í dag ansi fjölbreyttar. Oftar en ekki er notast við einhvers konar þema, bæði litaþema og reynt að tengja skreytingar við áhugamál fermingarbarnsins. Víða má finna hluti sem geta gefið veisluborðinu og veislunni sjálfri meiri lit. Í blómaverslunum og víðar eru oftar en ekki seldir ýmsir fallegir

hlutir sem ætlaðir eru til skreytinga í fermingarveislum. Dúkar, renningar, kerti, servíettur og skraut af ýmsu tagi. Einnig er hægt að gera ýmislegt sniðugt sjálfur í bland við hið keypta. Veraldarvefurinn er fullur af frábærum hugmyndum og hægt er að gleyma sér lengi við að skoða myndir af svokölluðum „diy verkefnum“ þar sem diy stendur fyrir „do it your self“. Ýmislegt er hægt að gera til að út-

Skreyta má blómavasa á ýmsa vegu. Hér er búið að dýfa þeim í glimmer í rétta litnum. Einnig er hægt að búa til sæt pappírsblóm og líma á greinar.

búa skraut sjálfur og gera það persónulegt og skemmtilegt. Instagram myndir af fermingarbarninu, hengdar upp á vegg eða lagðar á borð eru til dæmis einfalt en persónulegt skraut sem hægt er að leika sér með. Nóg af hugmyndum eru í gangi varðandi fermingarkerti, sem geta verið með ýmsum útfærslum. Skemmtilegt er til dæmis að setja mynd af fermingarbarninu á kertið, kirkjunni sem barnið fermist í eða ritningargrein-

Hvolfið rauðvínsglösum yfir blóm eða annað skraut og setjið kerti ofan á.

inni sem fermingarbarnið velur sér. Í föndurbúðum fæst allt til slíks föndurs, bæði pappírinn sem prentað er á og þau efni sem þarf til að bera á kertið ásamt fallegu skrauti sem hægt er að skreyta kertið með. Þar er einnig hægt að fá upphafsstafi fermingarbarnsins og skreyta þá á ýmsa vegu eða jafnvel nota þá sem gestabók. Svokallað „pom pom“ pappírsskraut er vinsælt til skreytinga í ár og eru þau hengd upp eða lögð á borð.

Falleg pappírsrör geta verið skemmtileg viðbót við veisluskrautið og hitta oftast í mark hjá yngri kynslóðinni.

Hægt er að kaupa þau tilbúin eða útbúa sjálfur, til dæmis ef rétti liturinn fæst ekki í búð. Þá er auðvelt að skreyta krukkur til að nota undir kerti eða blóm og svona mætti lengi telja. Það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og þeim sem dettur ekkert í hug sjálfum geta nýtt sér vefsíður á borð við google, youtube og pinterest þar sem má finna ógrynni mynda og myndbanda af skemmtilegu skrauti. grþ

Glerkrukkur hafa óteljandi möguleika. Skemmtilegt er að mála þær, skreyta með glimmeri eða blúndu. Svo má nota þær undir kerti, blóm eða falleg rör.

GRÆJAÐU FERMINGUNA CANON

CANON

LENOVO

LENOVO

Verð: 19.900 kr.

Verð: 46.900 kr.

Verð: 44.990 kr.

Verð: 199.900 kr.

Háþróaður fjölnota prentari með Wi-Fi. Prentun, ljósritun og skönnun.

Hágæða myndir og vídeó. Mjög nett með 18x aðdráttarlinsu. Wi-Fi og NFC fyrir snjalltækin.

Bráðsnjöll 10" spjaldtölva á frábæru verði. Kjörin til að spila leiki, lesa eða horfa á kvikmyndir. Innbyggt 3G og 16 GB.

Frábær Full HD leikjavél með ótrúlega afkastamiklum Haswell i7 örgjörva og öflugu 4 GB GeForce GTX 860m leikjaskjákorti.

POWERSHOT SX610

A10-70 10,1"

Y50 15,6"

3G

Tækniborg | Borgarbraut 61 | 422 2210

ENNEMM NM67859

PIXMA MG5650


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

17

Borgaraleg ferming nýtur vaxandi vinsælda

Í lokaathöfn fermingarfræðslunnar leika ungmennin gjarnan listir sínar. Ljósm. Siðmennt.

„Með kirkjulegri fermingu staðfestir einstaklingurinn skírnarheit og játast kristinni trú. Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur,“ segir jafnframt á heimasíðu Siðmenntar. Íslenska orðið ferming er þýðing á latneska orðinu „confirmare“, sem merkir m.a. að styðja og styrkja. Ungmenni sem fermast borgaralega eru einmitt studd í því að vera heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi en megintilgangur borgara-

Dún & Fiður ehf Laugavegur 86 101 Reykjavík Sími 511 2004 dunogfidur@dunogfidur.is

Ungmenni á fermingaraldri er ekki öll kristinnar trúar, ekki frekar en fólk á öðrum aldri. Þó svo að langflest þeirra tilheyri Þjóðkirkjunni, hafi verið skírð og kjósi að láta ferma sig, þá á það ekki við um alla. Sumir kjósa að sleppa því alfarið, aðrir taka siðmálum að heiðnum sið og til eru athafnir og ungdómsvígslur sem tengjast gyðingdómi og hindúatrú þó svo að slíkt sé nú ekki algengt hér á landi. Hérlendis er algengast að börn sem kjósa að fermast ekki að kristnum sið velji borgaralega fermingu. Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur staðið fyrir borgaralegum fermingum frá árinu 1989. Árið 2013 fékk Siðmennt formlega skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag og er með því aðili að sóknargjaldakerfinu. Ungmenni sem velja borgaralega fermingarfræðslu þurfa ekki að vera meðlimir í lífsskoðunarfélaginu en séu þau það njóta þau afsláttarkjara. Á vefsíðu Siðmenntar segir að borgaraleg ferming sé valkostur sem njóti vaxandi vinsælda. Árið 2013 voru 206 börn fermd að borgarlegum sið en 303 í fyrra. Síðastliðin 25 ár hafa 2.288 börn valið borgaralega fermingu hjá Siðmennt. legrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi. Fermingin sjálf er hátíðleg afhöfn sem tengist ekki kirkju eða kristni og er hún haldin fyrir börn á fermingaraldri í kjölfar fræðslu um siðfræði og félagsleg efni. Fermingarbörnin sækja námskeið þar sem þau læra ýmislegt til að undirbúa þau fyrir fullorðinsárin, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja að eldast. Fyrir börn af landsbyggðinni er boðið upp á námskeið sem stendur yfir í eina helgi í Reykjavík. Umfjöllunarefni námskeiðsins er afar

Fermingarpeningarnir á Framtíðarreikning

Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning bætum við �.��� kr. við.* Framtíðarreikningurinn ber ávallt hæstu vexti verðtryggðra sparireikninga og er laus við �� ára aldur. Nánari upplýsingar á arionbanki.is/ferming *Eitt mótframlag fyrir hvert fermingarbarn

fjölbreytt. Má þar nefna samskipti unglinga og fullorðinna, fjölskylduna, mismunandi lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, hamingju, gleði, sorg, samskipti, mannréttindi, jafnrétti, siðfræði, samskipti kynjanna, umhverfismál ásamt fleiru. Svo er haldin virðuleg lokaathöfn sem foreldrar barnanna skipuleggja og stjórna með hjálp Siðmenntar. Í athöfninni koma ungmennin fram prúðbúin, flytja ávörp, ljóð og sögur, spila á hljóðfæri og dansa svo fátt eitt sé nefnt. Að lokum fá þau afhent skrautritað skjal til staðfestingar á því að þau hafi lokið fermingarnámskeiðinu. eha

Glæsilegt fermingartilboð Fréttaveita Vesturlands

www.skessuhorn.is


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

18

Spurningin

Spurningin

Hvers vegna ætlar þú að fermast?

Hvers vegna ætlar þú að fermast?

(Spurt í Grundaskóla á Akranesi)

(Spurt í Snæfellsbæ)

Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir. Ég elska að fá pakka og kökur og það er líka gaman að fá góða gesti í veisluna. Svo hafa líka allir í fjölskyldunni fermst.

Aþena Ósk Eiríksdóttir. Til að staðfesta trú mína á Jesú. Hvíti liturinn er vinsælastur hjá fermingarstúlkunum í ár. Ljósm. ntc.is

Fermingarföt piltanna eru gjarnan þröngar, dökkar gallabuxur, skyrta og stakur jakki. Ljósm. ntc.is

Rósbleikur litur kemur sterkur inn í fermingarkjólum, ásamt blómakrönsum til að setja á höfuðið. Ljósm. ntc.is

Fermingartískan 2015 Eva María Jónsdóttir. Til að staðfesta trú mína.

Haukur Stefán Jakobsson. Það er gaman að fá gjafir.

Brynjar Már Ellertsson. Til að ganga í fullorðinna manna tölu.

Hafsteinn Orri Hilmarsson. Til að staðfesta trú mína og til að geta keypt mér eitthvað seinna fyrir fermingarpeningana.

Fermingartískan er breytileg á milli ára líkt og aðrir tískustraumar. Í gegnum tíðina hefur fermingartískan farið í marga hringi og oftar en ekki hefur verið algengt að stúlkur hafi keypt fermingarkjóla fyrir tilefnið sem aðeins var notaður einu sinni. Í dag er algengara að fermingarstúlkur velji sér fatnað sem þeim finnst flottur og nýtist við önnur tilefni seinna meir. Líkt og undanfarin ár eru stuttir kjólar vinsælir meðal stúlknanna. „Liturinn í ár er hvítur. Við erum með nokkra liti af kjólum en hvítur er langvinsælastur,“ segir Ragnheiður Ísdal aðstoðarverslunarstjóri hjá Gallerí Sautján í Kringlunni. Hún segir þó að rósableikur njóti töluverðra vinsælda og komi næstur á eftir hvíta litnum. „Algengast er að stelpurnar velji sér kjóla til að vera í á fermingardaginn. Þeir eru með svokölluðu „skater-sniði,“ eru þröngir að ofan og svo er pilsið aðeins víðara. Sá kjóll sem er langvinsælastur hjá okkur í ár er með blúndutopp að ofan og svona skater sniði að neðan. Þetta eru fínlegir kjólar en það er vel hægt að nota þá áfram.“ Ragnheiður segir sumar stelpur taka jakka við kjólinn. „Þeir eru stuttir og opnir að framan, þannig að kjóllinn nær að njóta sín vel. Svo velja þær ballerínuskó við, eða sandala með fylltum botni. Þær geta þá notað þá áfram og vinsælasti liturinn í skónum er svartur,“ útskýrir Ragnheiður. Aðspurð

um fylgihluti segir hún að margar fermingarstúlkur vilji hafa blómakrans á höfðinu. „Við seljum hárbönd með

bæði varðandi snið og liti. Í ár eru jakkafötin þó ekki vinsælasti klæðaburður fermingardrengja. „Það er mjög mikið um staka jakka í ár, það er helsta breytingin frá því í fyrra. Þó að jakkafötin séu alltaf í boði og margir vilji bara þau, þá hafa stöku jakkarnir aðeins tekið völdin núna. Við jakkafötin vilja strákarnir vera í þröngum, dökkum gallabuxum, annað hvort svörtum eða dökkbláum,“ segir Bjartur Snorrason verslunarstjóri herradeildar í Gallerí Sautján Kringlunni. Hann segir að undanfarin ár hafi ýmsir aukahlutir sett svip á klæðnað fermingardrengja. „Það hefur aukist enn meira.

Vinsældir Converse skónna hafa ekki dalað undanfarin ár hjá fermingardrengjum.

Mikael Atli Óskarsson. Út af gjöfunum og veislunni og smá út af trúnni, svo verður gaman að hitta ættingja og vini.

Elín Dögg Þráinsdóttir. Til þess að hitta ættingja og vini, það er gaman að fá góða veislu. Svo verður líka gaman að fá gjafir og líka út af trúnni, ég trúi alveg á Guð.

þremur rósum og spangir með rósum og svo kransa. Þessir aukahlutir eru mjög vinsælir í ár.“

Stakir jakkar vinsælli en jakkaföt Drengir hafa oftar en ekki verið hefðbundnari í klæðaburði á fermingardaginn en stúlkurnar. Jakkafötin hafa í gegnum tíðina verið fyrsta val fermingardrengja en tískan á þeim breytist þó á milli ára,

Þverslaufan er enn vinsælasta hálstauið hjá drengjunum þó að bindin komi sterk inn. Hægt er að fá slaufur úr ýmsum efnum og litum.

Opnir og stuttir jakkar tilheyra fermingartískunni 2015. Ljósm. ntc.is

Strákarnir eru að nota slaufur, bindi og vasaklúta. Þetta er til í allskonar litum og allskonar efnum, svo sem prjónaefni og gallaefni og með ýmsum mynstrum,“ segir Bjartur og segir þverslaufuna enn vera vinsælli en hálsbindi, þó það sé aðeins að jafnast út. Skyrturnar eru vinsælastar í hvítum lit og ljósbláum en Bjartur segir að einnig séu til fleiri útgáfur, svo sem köflóttar og út í vínrauðan lit sem sé líka mjög vinsæll. Skótískan hefur breyst lítið undanfarin ár. „Það er mest tekið af strigaskóm sem við erum að selja, helst Converse. Þeir eru líka fínir við jakkafötin og flottir í sumar. Einstaka sinnum seljum við þó leðurskó en það er mun minna um það, enda minna úrval í þeim í minni stærðum.“ grþ

Bjarni Arason. Ég vil fermast út af gjöfunum og veislunni. Svo verður gaman að fá ættingja og vini í veisluna og svo ég vona bara að það verði gott veður á fermingardaginn.

Arnheiður Guðmundsdóttir. Ég vil fermast af því að allir í fjölskyldunni hafa fermst. Svo er líka gaman að hitta ættingja og vini í fermingarveislunni, og svo finnst mömmu svo gaman að elda góðan mat.


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

19

Tækniborg sett á fót Borgarnesi

tæknivöru og er í Borgarfirði. Ómar segir viðtökurnar hafa verið framar vonum. „Við byggj-

Úr verslun Tækniborgar í Borgarnesi.

um talsvert á eigin innflutningi. Síðan erum við að sjálfsögðu í góðu samstarfi við stærstu birgja landsins í tölvu og tæknibúnaði, svo sem Nýherja, Advania og Opin Kerfi. Við höfum einnig höfum nýlega hafið samstarf við Ormsson með sölu á AEG og Samsung heimilistækjum, sjónvörpum og fleiru.“ Að sögn Ómars hefur hann og hans fólk alltaf lagt áherslu á að viðskiptavinurinn upplifi eitthvað skemmtilegt með þeim í versluninni. „Ég get nefnt sem dæmi að þá vorum við búin að vera með Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun í versluninni í tvo mánuði áður en fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta í Reykjavík. Þau voru þannig orðnar gamlar fréttir í Borgarfirði þegar kvisaðist út um tilvist þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Núna erum við með aðra kynslóð Oculus á boðstólnum hjá okkur í versluninni. Við hvetjum fólk að mæta á staðinn og prófa. Þetta er upplögð fermingargjöf. Einnig erum við með flugdróna til sýnis í versluninni. Við eigum svo von á sendingu í apríl á þessum skemmtilegu tækjum. Verslunin býður einnig upp á sjallsíma, MP3-spilara, myndavélar, tölvufylgihluti og margt fleira,“ segir Ómar Örn. mþh

Glæsilegar

fermingargjafir

Símar

Skartgripir

UNITED

Skartgripir

Sjónvörp

Gjafavörur

Tölvur

Þjóðbraut 1 - Akranesi - sími 431 3333

Kíktu á úrvalið á www.gjafahus.is

Skátaskeyti Fermingar í Akraneskirkju. Afgreiðslan er opin fermingardagana í Skátahúsinu Háholti 24 og í bíl við Garðagrund.

22. mars kl. 12-18 29. mars kl. 10-18 12. apríl kl. 10-18 19. apríl kl. 10-18 Greiðslukortaþjónusta.

Skátafélag Akraness Sími 431- 1727

SKESSUHORN 2015

Tækniborg er heitið á nýjustu versluninni í Borgarnesi. Fyrirtækið er þó í sjálfu sér ekki nýtt af nálinni. Sögu Tækniborgar má rekja aftur til ársins 2002. Þá stofnaði Ómar Örn Ragnarsson Tölvuþjónustu Vesturlands sem síðar sameinaðist inn í tvö önnur fyrirtæki. Þessi sameinuðu fyrirtæki fengu síðan nafnið Omnis. Í janúar á þessu ári var verslunarhluti Omnis síðan seldur, bæði í Borgarnesi, Akranesi og Reykjanesbæ. Ómar Örn festi kaup á verslun Omnis í Borgarnesi og hefur nú breytt nafninu í Tækniborg. Nafnið er dregið af því að verslunin selur


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

20

Svipmyndir úr fermingarfræðslunni á Vesturlandi 2015

Það er myndarlegur hópur sem prýðir þennan árgang í Stykkishólmi. Hér má sjá fermingarbörnin fyrir framan Stykkishólmskirkju. Ljósm. eb.

Ungmenni í Snæfellsbæ voru meira en til í að leyfa ljósmyndara Skessuhorns að smella af sér einni mynd. Ljósm. af.

Kristján Þór Sverrisson frá Kristniboðssambandinu kynnti m.a. hjálparstarf kirkjunnar í Afríku fyrir fermingarbörnum á Akranesi. Kristján Þór bjó í Afríku í nokkur ár og starfaði sem trúboði fyrir Kristniboðssambandið. Ljósm. eha.

Fermingarbörn úr Grundaskóla á Akranesi.

Ljósm. eha.

Grundfirsku stúlkurnar brugðu á leik fyrir fréttaritara Skessuhorns.

Fjölmörg börn fermast á Akranesi í ár. Hér er hluti þeirra í Grundaskóla. Ljósm. eha.

Brugðið á leik að Laugum.

Ljósm. geh.

Þessi föngulegi hópur mun fermast í Borgarnesi þetta árið. Ljósm. eha.

Ljósm. tfk.

Það er ýmislegt brallað í fermingarfræðslu. Hér eru fermingarbörn úr Snæfellsbæ. Ljósm. Óskar Ingi Ingason.

Fermingarbörn úr Brekkubæjarskóla hlusta á fræðslu um hjálparstarf kirkjunnar í Afríku. Sr. Eðvarð Ingólfsson segir fermingarbörn á Akranesi fá fræðslu frá gestafyrirlesurum sem kynni ýmis verkefni á vegum kirkjunnar. Ljósm. eha.

Útivera er hluti af samverunni á Laugum.

Ljósm. geh.

Andri Óttarr Skjaldarson, Erna Hjaltadóttir og Sigrún Ósk Jóhannesdóttir mættu í fermingarfræðslu til sr. Önnu Eiríksdóttur í Búðardal í liðinni viku. Hér eru þau ásamt séra Önnu. Ljósm. bae.


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

21

Okkar vinsælu gjafakort handa fermingarbarninu Það var notalegt í fermingarfræðslunni hjá sr. Önnu í Búðardal. Heitt kakó, vöfflur með rjóma og að sjálfsögðu Biblían á borðinu. Ljósm. bae.

Farið í gegnum námsefnið að Laugum.

SKESSUHORN 2015

Fermingargjafir

Mozart

Ljósm. geh.

Skagabraut 31 • Akranesi • Sími 431-4520

Fermingarbörnin tóku þátt í íþróttaleikjum á fermingarbarnamótinu. Ljósm. geh.

Prestarnir á Snæfellsnesi og í Dölum fóru með fermingarbörn sín að Laugum í Sælingsdal fyrr í vetur. Ýmislegt var til gamans gert í þessari árlegu fermingarbarnaferð. Ljósm. Gunnar Eiríkur Hauksson.

Digranesgötu 6 - Borgarnesi - Sími: 437 1920

Í ár fermast fimm stúlkur úr Grundarfirði. Hér má sjá fjórar þeirra ásamt sr. Aðalsteini Þorvaldssyni sóknarpresti. Ljósm. tfk.

Fermingarbörn Reykhólaprestakalls fóru ásamt krökkum úr Hólmavíkurprestakalli á þriggja daga fermingarnámskeið í Vatnaskóg í haust. Þar var mikið gaman og mikið fjör. Ljósm. Elína Hrund Kristjánsdóttir.

15% afsláttur af fermingartertum

SKESSUHORN 2015

Fermingarterturnar færðu hjá okkur


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

22

Fermingarbörn á Vesturlandi árið 2015 Eins og undanfarin ár birtir Skessuhorn nöfn þeirra barna sem fermast þetta árið á dreifingarsvæði blaðsins. Hér er skrá yfir öll fermingarbörn í Vesturlandsprófastsdæmi auk Reykhólaprestakalls. Prestum og öðrum heimildarmönnum er þökkuð aðstoðin við upplýsingaöflun. Garðaprestakall á Akranesi Prestur sr. Eðvarð Ingólfsson

Akraneskirkja Sunnudagur 22. mars, kl. 14:00. Amalía Sif Jessen, Smáraflöt 3, 300 Akranesi. Andri Snær Axelsson, Merkigerði 2, 300 Akranesi. Aron Sædal Karlsson, Jörundarholti 9, 300 Akranesi. Atli Örvar Hrólfsson, Merkigerði 4, 300 Akranesi. Aþena Ósk Eiríksdóttir, Reynigrund 12, 300 Akranesi. Árni Þórir Heiðarsson, Hagaflöt 9, 300 Akranesi. Brynjar Már Ellertsson, Leynisbraut 18, 300 Akranesi. Davíð Sigurðsson, Brekkubraut 19, 300 Akranesi. Helga Dís Brynjólfsdóttir, Einigrund 3, 300 Akranesi. Ída Mýrdal Sigurðardóttir, Ásabraut 9, 300 Akranesi. Mikael Hrafn Helgason, Eyrarflöt 4, 300 Akranesi. Ólöf Rún Guðmundsdóttir, Bjarkargrund 6, 300 Akranesi. Pétur Vilberg Bergsteinsson, Jörundarholti 140, 300 Akranesi. Sóley Rut Hjálmsdóttir, Vallholti 11, 300 Akranesi. Pálmasunnudagur 29. mars, kl. 10:30. Alexander Ísak Vestmann Frederiksen, Háholti 15, 300 Akranesi. Birgitta Guðmundsdóttir, Leynisbraut 27, 300 Akranesi. Birkir Daði Jónsson, Reynigrund 30, 300 Akranesi. Erika Bjarkadóttir, Jörundarholti 144, 300 Akranesi. Guðmundur Þór Hannesson, Ein- Reykholtskirkja í Borgarfirði. igrund 24, 300 Akranesi. Karen Rut Finnbogadóttir, Grenigrund 24, 300 Akranesi. Karen Sjöfn Jóhannsdóttir, Heiðargerði 17, 300 Akranesi. Katla Marín Harðardóttir, Háholti 30, 300 Akranesi. Katrín María Óskarsdóttir, Reynigrund 11, 300 Akranesi. Matthías Karl Gunnarsson, Skarðsbraut 13, 300 Akranesi. Oddný Guðmundsdóttir, Esjubraut 29, 300 Akranesi. Orri Hermannsson, Víðigrund 22, 300 Akranesi. Óttar Bergmann Kristinsson, Furugrund 43, 300 Akranesi. Steindór Gauti Guðmundsson, Jörundarholti 115, 300 Akranesi. Valentínus Hauksson, Þórisstöðum, 301 Akranesi. Vilborg Lind Gunnarsdóttir, Sandabraut 12, 300 Akranesi. Pálmasunnudagur 29. mars, kl. 14:00. Andrea Dís Elmarsdóttir, Esjubraut 24, 300 Akranesi. Brynhildur Traustadóttir, Dalsflöt 3, 300 Akranesi. Daníel Þór Líndal Sigurðsson, Dalbraut 33, 300 Akranesi. Dawn Edelokun Valentinesdóttir Simire, Holtsflöt 6, 300 Akranesi. Freyja María Sigurjónsdóttir, Brekkubraut 18, 300 Akranesi. Gabríel Andri Hafþórsson, Vitateigi 7, 300 Akranesi. Hrafntinna Nótt Sigurhansdóttir, Sunnubraut 5, 300 Akranesi. Ingibjörg Athena Stewart, Heiðarbraut 34, 300 Akranesi. Jón Ingi Einarsson, Vogabraut 14, 300 Akranesi. María Mist Guðmundsdóttir, Reynigrund 34, 300 Akranesi. Oddur Gíslason, Grenigrund 36, 300 Akranesi. Sindri Andreas Bjarnason, Skólabraut 31, 300 Akranesi. Svanfríður Erla Heiðarsdóttir, Vesturgötu 142, 300 Akranesi. Sæþór Kristinn Guðmundsson, Garðabraut 39, 300 Akranesi. Sunnudagur 12. apríl, kl. 10:30. Arnar Daði Sigurðsson, Melteigi 7, 300 Akranesi. Daníel Trausti Höskuldsson, Stekkjarholti 14, 300 Akranesi. Erlend Magnússon, Vesturgötu 67, 300 Akranesi. Gísli Laxdal Unnarsson, Skógarflöt 15, 300 Akranesi. Hera Rut Sóleyjardóttir, Suðurgötu 99, 300 Akranesi. Klara Kristvinsdóttir, Skógarflöt 2, 300 Akranesi. Magnea Dröfn Baldvinsdóttir, Holtsflöt 6, 300 Akranesi. Magnús Þór Kristjánsson, Reynigrund 35, 300 Akranesi. Marteinn Theodórsson, Birkiskógum 6, 300 Akranesi. Viktor Theodórsson, Birkiskógum 6, 300 Akranesi. Ylfa Claxton, Einigrund 26, 300 Akranesi. Sunnudagur 12. apríl, kl. 14:00. Ásta María Búadóttir, Ásabraut 23, 300 Akranesi. Birkir Gunnlaugsson, Jörundarholti 28, 300 Akranesi. Emil Þór Guðmundsson, Háholti 20, 300 Akranesi. Eva María Jónsdóttir, Dalbraut 45, 300 Akranesi.

Eyrún Sigþórsdóttir, Melteigi 9, 300 Akranesi. Gunnsteinn Viðar Gunnarsson, Hjarðarholti 7, 300 Akranesi. Hrafnhildur Elín Hinriksdóttir, Vogabraut 10, 300 Akranesi. Hreinn Darri Guðlaugsson, Suðurgötu 107, 300 Akranesi. Ísabella Cabrita, Jaðarsbraut 3, 300 Akranesi. Jóhann Ársæll Atlason, Víðigerði 1, 300 Akranesi. Katrín Helga Sævarsdóttir, Jörundarholti 208, 300 Akranesi. Rakel Rún Eyjólfsdóttir, Skógarflöt 29, 300 Akranesi. Sigurjón Logi Bergþórsson, Ásabraut 5, 300 Akranesi. Theódór Sölvi Ólafsson, Grundartúni 1, 300 Akranesi.

Skírdagur 2. apríl, kl. 11:00 Alexander Vilberg Davíðsson, Stöðulsholt 5, 310 Borgarnesi. Anton Elí Einarsson, Böðvarsgötu 12, 310 Borgarnesi. Arna Hrönn Ámundadóttir, Þórunnargötu 1, 310 Borgarnesi. Atli Snær Júlíusson, Mávakletti 5, 310 Borgarnesi. Ármann Hugi Ólafsson, Kveldúlfsgötu 17, 310 Borgarnesi. Ása Katrín Jónsdóttir, Stöðulsholti 1, 310 Borgarnesi. Brynjar Snær Pálsson, Þórðargötu 14, 310 Borgarnesi. Daniel Victor Herwigsson, Böðvarsgötu 1, 310 Borgarnesi. Elvar Daði Pálmason, Mávakletti 4, 310 Borgarnesi. Gunnar Örn Ómarsson, Þórólfsgötu 21a, 310 Borgarnesi. Hreiðar Þór Ingvarsson, Kjartansgötu 18, 310 Borgarnesi. Ingvar Bragi Helgason, Kveldúlfsgötu 8, 310 Borgarnesi. Jóhanna Lilja Gautadóttir, Stöðulsholti 18, 310 Borgarnesi. Lára Sif Jóhannesdóttir, Arnarkletti 26, 310 Borgarnesi. Sóley Ásta Orradóttir, Arnarkletti 26, 310 Borgarnesi. Sölvi Freyr Björnsson, Egilsgötu 15, 310 Borgarnesi. Viktor Snær Guðmundsson, Stöðulsholti 7, 310 Borgarnesi. Sunnudagur 19. apríl, kl. 11:00. Axel Örn Bergsson, Réttarholti 6, 310 Borgarnesi. Hvítasunnudagur 24. maí, kl. 11:00. Íris Líf Stefánsdóttir, Þórunnargötu 4, 310 Borgarnesi. Þórunn Birta Þórðardóttir, Borgarvík 18, 310 Borgarnesi. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.

Sunnudagur 19. apríl, kl. 10:30. Ásta Sóley Jónsdóttir, Vesturgötu 73, 300 Akranesi. Benjamín Kristinn Sigurjónsson, Holtsflöt 4, 300 Akranesi. Bjarki Þór Ólason, Jörundarholti 136, 300 Akranesi. Davíð Örn Harðarson, Deildartúni 3, 300 Akranesi. Haukur Stefán Jakobsson, Reynigrund 46, 300 Akranesi. Heiður Ósk Ólafsdóttir, Víðigrund 5, 300 Akranesi. Katla Kristín Ófeigsdóttir, Smáraflöt 16, 300 Akranesi. María Dís Einarsdóttir, Sandabraut 13, 300 Akranesi. Maron Snær Harðarson, Vogabraut 8, 300 Akranesi. Róberta Lilja Ísólfsdóttir, Reynigrund 39, 300 Akranesi. Sjöfn Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Asparskógum 22, 300 Akranesi. Telma Guðrún Jónsdóttir, Hraunbrún 24, 220 Hafnarfirði. Sunnudagur 19. apríl, kl. 14:00 Aðalheiður Fríða Hákonardóttir, Sunnubraut 20, 300 Akranesi. Amalía Rut Björnsdóttir, Jörundarholti 178, 300 Akranesi. Eiríkur Norðquist Þorsteinsson, Vogabraut 4, 300 Akranesi. Gróa Dagmar Gunnarsdóttir, Vogabraut 38, 300 Akranesi. Hlöðver Már Pétursson, Álmskógum 5, 300 Akranesi. Jóhann Grétar Jónsson, Akursbraut 24, 300 Akranesi. Leonardo Þór Williamsson, Vallholti 15, 300 Akranesi. Marín Birta Pétursdóttir, Skógarflöt 13, 300 Akranesi. Marvin Darri Steinarsson, Jörundarholti 222, 300 Akranesi. Natanael Bergmann Gunnarsson, Asparskógum 20, 300 Akranesi. Ólafur Sveinn Ólafsson, Stillholti 11, 300 Akranesi. Sóley Brynjarsdóttir, Vesturgötu 65, 300 Akranesi. Ægir Sölvi Egilsson, Jörundarholti 35, 300 Akranesi.

Borgarprestakall

Prestur sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Borgarneskirkja Pálmasunnudagur 29. mars, kl. 11:00. Alexandra Líf Samúelsdóttir, Kvíaholti 15, 310 Borgarnesi. Arna Jara Jökulsdóttir, Arnarkletti 30, 310 Borgarnesi. Bára Sara Guðfinnsdóttir, Dílahæð 5, 310 Borgarnesi. Bjarni Freyr Gunnarsson, Borgarbraut 30, 310 Borgarnesi. Elís Dofri G. Gylfason, Austurholti 8, 310 Borgarnesi Hrafnhildur Tinna Ólafsdóttir, Kveldúlfsgötu 2, 310 Borgarnesi. Hugrún Björk Bernharðsdóttir, Arnarkletti 3, 310 Borgarnesi. Óliver Kristján Fjeldsted, Þorsteinsgötu 4, 310 Borgarnesi. Svanhvít Unnur Guðnadóttir, Böðvarsgötu 21, 310 Borgarnesi.

Dalaprestakall

Prestur sr. Anna Eiríksdóttir. Kvennabrekkukirkja Skírdagur 2. apríl, kl. 13:00. Erna Hjaltadóttir, Fellsenda, 371 Búðardal. Vilberg Víðir Helgason, Lækjarvaði 19, 110 Reykjavík. Hjarðarholtskirkja Páskadagur 5. apríl, kl. 14:00. Sigrún Ósk Melsteð Jóhannesdóttir, Bakkahvammi 9, 370 Búðardal. Andri Óttarr Skjaldarson, Sunnubraut 12, 370 Búðardal.

Hvanneyrarprestakall Prestur sr. Flóki Kristinsson.

Hvanneyrarkirkja Hvítasunnudagur 24. maí, kl. 11:00. Guttormur Jón Gíslason, Túngötu 1, 311 Borgarnesi. Heiðar Sigurmon Sindrason, Ásvegi 6, 311 Borgarnesi. Sigurður Ingi Brynjarsson, Sóltúni 7a, 311 Borgarnesi. Lundarkirkja Sunnudagur 21. júní, kl. 14:00. Birgitta Björnsdóttir, Neðra-Hreppi í Skorradal, 311 Borgarnesi.

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall Prestur sr. Óskar Ingi Ingason.

Ingjaldshólskirkja Skírdagur 2. apríl, kl. 13:00. Aníta Elvan Sæbjörnsdóttir, Hjarðartúni 7, 355 Ólafsvík. Ásbjörn Nói Jónsson,Klettsbúð 7, 360 Hellissandi. Benedikt Björn Sveinbjörnsson, Selhóli 5, 360 Hellissandi. Guðrún Elvan Vigfúsdóttir, Háarifi 65 Rifi, 360 Hellissandi. Kristinn Fannar Liljuson, Helluhóli 8, 360 Hellissandi. Mikael Atli Óskarsson, Túnbrekku 7, 355 Ólafsvík. Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir, Háarifi 47 Rifi, 360 Hellissandi. Sunnudagur 24. maí, kl. 11:00. Arnheiður Guðmundsdóttir, Naustabúð 10, 360 Hellissandi. Helena Anna Hafþórsdóttir, Hella, 360 Hellissandi. Ísabella Una Halldórsdóttir, Selhóli 8, 360 Hellissandi. Karen Dís Ingólfsdóttir, Munaðarhóli 24, 360 Hellissandi. Thelma Rut Þorvarðardóttir, Naustabúð 6, 360 Hellissandi.


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

Sunnudagur 24. maí, kl. 13:00. Benedikt Björn Ríkharðsson, Brautarholti 14, 355 Ólafsvík. Birgitta Rut Sigurðardóttir, Brautarholti 4, 355 Ólafsvík. Bjarni Arason, Túnbrekku 11, 355 Ólafsvík. Emanúel Kristófer Aðalsteinsson, Sandholti 8, 355 Ólafsvík. Erika Rún Heiðarsdóttir, Grundarbraut 45, 355 Ólafsvík. Gylfi N G Fleckinger Örvarsson, Holtabrún 6, 355 Ólafsvík. Halla Sóley Jónasdóttir, Brautarholti 24, 355 Ólafsvík. Jóhannes Snær Magnússon, Engihlíð 8, 355 Ólafsvík. Kristinn Már Árnason, Miðbrekku 5, 355 Ólafsvík. Sindri Snær Matthíasson, Túnbrekku 5, 355 Ólafsvík. Þráinn Sigtryggsson, Skipholti 10, 355 Ólafsvík.

Reykholtsprestakall Prestur sr. Geir Waage.

Reykholtskirkja Hvítasunnudagur 24. maí, kl. 14:00. Benjamín Karl Styrmisson, Signýjarstöðum II í Hálsasveit, 320 Reykholti. Linda María Ásudóttir, Bæheimum í Bæ, 311 Borgarnesi. Sigursteinn Ásgeirsson, Þorgautsstöðum í Hvítársíðu, 311 Borgarnesi. Þórður Brynjarsson, Sleggjulæk í Stafholtstungum, 311 Borgarnesi.

Reykhólaprestakall

Prestur sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir. Reykhólakirkja Sunnudagur 7. júní, kl. 13:00. Ásdís Birta Bjarnadóttir, Hellisbraut 44, 380 Reykhólahreppi. Garpsdalskirkja Sunnudagur 7. júní, kl. 15:00. Aron Viðar Kristjánsson, Ásaheimum, 380 Reykhólahreppi. Staðarhólskirkja Laugardagur 13. júní, kl. 14:00. Árdís Lilja Kristjánsdóttir, Efri-Múla, 370 Búðardal.

Saurbæjarprestakall

Prestur sr. Kristinn Jens Sigurþórsson. Hallgrímskirkja í Saurbæ Mánudagur 6. apríl, annar í páskum, kl. 11:00. Benjamín Mehic, Hagamel 7, 301 Akranesi. Brynhildur Ósk Indriðadóttir, Kjaransstöðum, 301 Akranesi. Hrönn Eyjólfsdóttir, Hlíð, 301 Akranesi. Kristel Ýr Guðmundsdóttir, Hagamel 6, 301 Akranesi. Markús Hrafn Hafsteinsson, Geldingaá, 301 Akranesi. Innra - Hólmskirkja Mánudagur 6. apríl, annar í páskum, kl. 14:00. Thelma Rakel Ottesen, Vallarbraut 7, Akranesi. Sumardagurinn fyrsti 23. apríl, kl. 14:00. Eyþór Haraldsson, Vestri-Reyni, 301 Akranesi. Stefán Ýmir Bjarnason, Ásklöpp, 301 Akranesi. Annar í hvítasunnu 25. maí kl. 11:00. Brynjar Örn Hilmarsson, Höfðabraut 10, 300 Akranesi. Hafsteinn Orri Hilmarsson, Höfðabraut 10, 300 Akranesi.

Setbergsprestakall

Prestur sr. Aðalsteinn Þorvaldsson. Grundarfjarðarkirkja Hvítasunnudagur 24. maí, kl. 11:00. Emilía Rós Sólbergsdóttir, Fagurhóli 2, 350 Grundarfirði. Freyja Líf Ragnarsdóttir, Sæbóli 41, 350 Grundarfirði. Björg Hermannsdóttir, Fellasneið 20, 350 Grundarfirði. Áslaug Stella Steinarsdóttir, Hlíðarvegi 11, 350 Grundarfirði. Fimmtudaginn 2. apríl fermist Lydía Rós Unnsteinsdóttir í Djúpavogskirkju.

Staðarstaðarprestakall

Prestur sr. Páll Ágúst Ólafsson. Staðarhraunskirkja Skírdagur 2. apríl, kl. 14:00. Alexander Gíslason, Lækjarbugi 3, 311 Borgarnesi. Kolbeinsstaðakirkja Sunnudagur 29. mars, kl. 11:00. Bjarki Þór Ásbergsson, Hraunholti, 311 Borgarnesi. Sunnudagur 21. júní kl. 14:00. Hallbjörn Heiðar Sigurðsson, Krossholti, 311 Borgarnesi. Fáskrúðarbakkakirkja Sunnudagur 10. maí, kl. 11:00. Sara Sigurðardóttir, Hofgörðum, 356 Snæfellsbæ.

Hjarðarholtskirkja í Dölum í norðurljósabaði.

Stafholtsprestakall

Ljósm. bae.

Flott föt fyrir flottar konur

Prestur sr. Elínborg Sturludóttir. Stafholtskirkja Skírdagur 2. apríl, kl. 11:00. Fannar Óli Þorvaldsson, Borgarbraut 53, 310 Borgarnesi. Stefán Jóhann Brynjólfsson, Varmalandi, 311 Borgarnesi. Sumardagurinn fyrsti 23. apríl, kl. 11:00. Margrét Steinunn Ingadóttir, Tómasarhaga 2, 311 Borgarnesi. Sigurður Aron Þorsteinsson, Höfðaholti 7, 310 Borgarnesi. Ingibjörg Rósa Jónsdóttir, Þórólfsgötu 8a, 310 Borgarnesi. Hvítasunnudagur 24. maí, kl. 11:00. Arnar Freyr Jónsson, Sjónarhóli 310 Bifröst, 311 Borgarnesi. Ágústa Halla Guðjónsdóttir, Jaðarseli 5 Bifröst, 311 Borgarnesi. Birta Sif Gunnlaugsdóttir, Skógarkoti 1 Bifröst, 311 Borgarnesi. Erla Ágústsdóttir, Helgugötu 13, 310 Borgarnesi. Norðtungukirkja Sunnudagurinn 7. júní, kl. 11:00. Elvar Örn Einarsson, Sigmundarstöðum Þverárhlíð, 311 Borgarnesi.

Stykkishólmsprestakall

Prestur sr. Gunnar Eiríkur Hauksson. Stykkishólmskirkja Sunnudaginn 19. apríl, kl. 14.00. Haraldur Björgvin Helgason, Ásklifi 13, 340 Stykkishólmi. Sveinn Ágúst Óskarsson, Sundabakka 4, 340 Stykkishólmi. Sunnudaginn 3. maí, kl. 14.00. Arnór Orri S. Hjaltalín, Neskinn 8, 340 Stykkishólmi. Hermann Kristinn Magnússon, Áskinn 3, 340 Stykkishólmi. Kristófer Tjörvi Einarsson, Lágholti 3, 340 Stykkishólmi. Hvítasunnudagur 24. maí, kl. 14:00. Eiríkur Már Sævarsson, Skúlagötu 4, 340 Stykkishólmi. Guðmundur Óli Hafþórsson, Skólastígur 26, 340 Stykkishólmi. Guðrún Elena Magnúsdóttir, Skúlagötu 21, 340 Stykkishólmi. Gunnar Kári Hjaltalín, Ásklifi 8, 340 Stykkishólmi. Jóel Bjarki Sigurðarson, Lágholti 5, 340 Stykkishólmi. Jón Tryggvi Alfreðsson, Víkurflöt 5, 340 Stykkishólmi. Júlíana Ósk Rúnarsdóttir, Nestúni 1, 340 Stykkishólmi. Rúna Birna Jóhannesdóttir, Hjallatanga 6, 340 Stykkishólmi. Sara Rós Hulda Róbertsdóttir,Víkurflöt 8, 340 Stykkishólmi. Sigurður Guðmundsson, Skólastíg 4, 340 Stykkishólmi. Valdimar Ólafsson,Víkurflöt 2, 340 Stykkishólmi. Vignir Steinn Pálsson, Silfurgötu 43, 340 Stykkishólmi. Þórhildur Hólmgeirsdóttir, Aðalgötu 14, 340 Stykkishólmi. Helgafellskirkja Sumardagurinn fyrsti, 23. apríl, kl. 14.00. Viktor Brimir Ásmundsson, Helgafelli 2, 340 Stykkishólmi.

Verslunin Belladonna á Facebook

Skeifan 8 I 108 Reykjavík I sími 517 6460 I www.belladonna.is

Fermingartilboð Gildir fyrir fermingarbörn

Handsnyrting með lökkun 5.900 Húðhreinsun 5.900 Litun augnhára og augabrúna + plokkun/vax 3.400 Litun, plokkun/vax brúnir 2.800 Plokkun/vax brúnir 1.700

Snyrtistofa Guðrúnar - Stillholti 23, 300 Akranes sími 845-2867 - Fylgist með okkur á Facebook

Ísterta frá Rjómabúinu Erpsstöðum í fermingarveisluna og við önnur tækifæri.

Úrval bragðtegunda. Upplýsingar og pantanir erpur@simnet.is eða í síma 868-0357

SKESSUHORN 2015

Ólafsvíkurkirkja Sunnudagur 19. apríl, kl. 13:00. Birna Erika Eyjólfsdóttir, Barrholti 23, 270 Mosfellsbæ. Birta Guðlaugsdóttir, Hábrekku 10, 355 Ólafsvík. Elín Dögg Þráinsdóttir, Túnbrekku 6b, 355 Ólafsvík. Emilía Björg Sigurjónsdóttir, Vallholti 12, 355 Ólafsvík. Jakob Þorsteinsson, Brautarholt 2, 355 Ólafsvík.

23


MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015

24

Ísak Reyr tók siðmálum að hætti ásatrúarmanna Þrátt fyrir að flest ungmenni á Íslandi kjósi að láta ferma sig í kirkju á það ekki við um alla. Ekki aðhyllast allir kristna trú og börn á fermingaraldri eru engin undantekning þar á. Þeir sem vilja sleppa því að fermast á kristinn hátt hafa þó aðra valkosti. Hér á landi stendur meðal annars til boða taka siðmálum að heiðnum sið. Að sögn Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða munu 22 einstaklingar taka siðmálum í vor og hefur verið metaðsókn í siðfræðsluna í vetur. „Flestir sem hyggja á siðmálaathöfn eru á unglingsaldri, sem er ekki undarlegt í ljósi þeirrar hefðar í samfélaginu að smala unglingum í trúarathafnir. Þetta eru því 80-90% börn á fermingaraldri en svo eru eldri einstaklingar líka,“ segir Jóhanna. Siðfræðslan fer að mestu leyti fram í spjallformi. Þar er rætt um goðin og heiðna lífssýn, velt fyrir sér heilræðum Hávamálanna og ýmsum siðfræðilegum og heimspekilegum álitamálum sem fullorðið fólk stendur frammi fyrir. Þegar fræðslunni er lokið er haldin Siðmálaathöfn fyrir þá sem það vilja. „Í þessum athöfnum hjá okkur er engin krafa um trúarjátningu, heldur aðeins að viðkomandi er að opinbera að hann ætli að hafa heiðinn sið að leiðarljósi í lífinu, þ.e. ábyrgð, heiðarleika og drengskap,“ segir Jóhanna. Ísak Reyr Hörpuson var einn þeirra sem tók siðmálum í fyrra, í stað þess að fermast í kirkju. Siðmálaathöfnin hans fór fram 17. maí 2014 en Ísak hefur verið heiðinn frá 2012. Móðir Ísaks hefur verið heiðin frá 2007, en þau eru þau einu í fjölskyldunni sem eru ásatrúar. Skessu-

Með ömmu og afa, Magnúsi Óskarssyni og Þuríði Jónsdóttur.

goði, Jóhanna Harðardóttir frá Hlésey, sem framkvæmdi athöfnina. Athöfnin fer fram með þeim hætti að eldur er kveiktur í keri og staðið í hring, ásamt goðinu sem býður Æsi velkomna. Svo er lesið upp úr Hávamálum og sá sem tekur siðmálum dreypir á drykk úr horni,“ segir Ísak Reyr. Drykkurinn umræddi er óáfengur mjöður með eplum og hunangi. Drukkin er heillaskál og hráefnið sem notað er í mjöðinn er hollt og gott. Drykkurinn er þannig tákn fyrir góð lífsgæði, verið er að færa fólki allt það besta í lífinu.

Ísak Reyr Hörpuson ásamt Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða í Siðmálaathöfninni.

horn heyrði í Ísaki og fékk að forvitnast um stóra daginn hans í fyrra.

Vígsla inn í fullorðinna manna tölu Ísak segir siðmálaathöfnina vera vígslu að hætti ásatrúarmanna inn í fullorðinna manna tölu. Að því leitinu til sé hún sambærileg fermingarathöfn kristinna manna. En ólíkt

fermingarathöfninni eru siðmál tekin úti í náttúrunni og er aðeins einn aðili í hverri athöfn. „Það er byrjað á því að Goðinn helgar staðinn, lýsir sáttum og griðum og að því loknu er farið með inngang að athöfninni,“ útskýrir Ísak Reyr. Hann tók siðmálum hjá fossinum við Andakílsárvirkjun en þá staðsetningu valdi hann sökum þess hvað honum þykir fallegt þar. „Það var Kjalnesinga-

Lamb fæddist í miðri veislu Þegar Ísak er spurður að því hvers vegna hann hafi valið að taka siðmálum svarar hann því til að honum hafi fundist það áhugaverðara en venjuleg ferming. „Allir studdu mig og bekkjarfélögum fannst þetta bara skemmtilegt. Það eru ekki allir í bekknum mínum kristinnar trúar

og flestum fannst siðfestan spennandi,“ útskýrir hann. Eftir athöfnina var haldin venjuleg veisla að sögn Ísaks, boðið var upp á mat og hann fékk gjafir. „Ég fékk Ipad, föt, bækur, lampa og eitthvað af peningum. Reyndar voru tilmæli um klæðaburð fremur óvenjuleg, en gestir voru beðnir um að koma í ullarpeysum, lopasokkum og gúmmískóm sem og allir hlýddu,“ segir hann. Veislan var haldin í reiðskemmu heimilisins en Ísak Reyr býr að Syðstu-Fossum í Andakíl sem er um 13 kílómetra frá Borgarnesi. Boðið var uppá kjötsúpu og kransakökur í eftirrétt og skemman skreytt með víkingadóti móður hans. Veislan var harla óvenjuleg því í henni miðri bar ær í fjárhúsinu sem er staðsett við hlið reiðskemmunnar. „Þangað kíktu auðvitað allir veislugestirnir þangað og lambið vakti mikla lukku. Það má reyndar alveg búast við slíku í viðburðum sem haldnir eru í útihúsum,“ segir Ísak Reyr að endingu. eha/grþ

m u n r ö b r a g n i m r e f m u l l ö m u u Ósk j g n i m a h l i t i d n a l r u á Vest a g n a f á n a k r e m ð me Afgre ið Virka d slutímar: a Lauga ga rdaga 9–18 Sunnu 10–14 daga 12–14

Opið alla daga ársins Ókeypis heimsendingaþjónusta! Smiðjuvellir 32

-

300 Akranes

-

Sími 431 5090

-

Fax 431 5091

-

www.apvest.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.