Sjómannadagsblað Skessuhorns 2014
Sjómannadagurinn er næstkomandi sunnudag, 1. júní. Af því tilefni fylgir sérblað með Skessuhorni í dag sem helgað er sjómönnum og þeirra störfum. Sjávarútvegur hefur alla tíð skipt íbúa á Vesturlandi gríðarlega miklu máli. Atvinnugreininni hefur
um árabil verið að vaxa fiskur um hrygg á Snæfellsnesi og nú er vægi greinarinnar að aukast að nýju á Akranesi, eins og nýverið var ítarlega fjallað um í Skessuhorni. Í hugum sjómanna og fjölskyldna þeirra er sjómannadagurinn einn helsti hátíðis-
dagur ársins. Þá koma þeir saman ásamt fólkinu sínu og öðrum íbúum í landi og gera sér glaðan dag. Sjómannadagsblað Skessuhorns kemur nú út í sextánda sinn og er það sem fyrr helgað stéttinni. Skessuhorn óskar sjómönnum og fjölskyldum
þeirra til hamingju með daginn sem framundan er og sjávarútveginum í heild velfarnaðar. Án þeirra sem stunda þessa mikilvægu atvinnugrein okkar væri Ísland ekki það sem það er og þjóðin miklu fátækari en ella. mm/ Ljósm. Alfons Finnsson.
SKESSUHORN 2014
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
34
Sjómannadagurinn
Gera allir út og róa á eigin bátum og frysta fisk í Búðardal Breki Bjarnason rekur fyrirtækið Sæfrost í Búðardal ásamt þeim feðgum Baldri Gíslasyni og Gísla Baldurssyni. Fyrirtækið er í gamla sláturhúsinu sem stendur niður við höfnina í Búðardal. Sláturhúsið var aflagt fyrir nokkrum árum. Nú er hægt og bítandi verið að breyta því til vinnslu sjávarfangs. Sæfrost frystir ýmsar sjávarafurðir og nýtir til þess þá frystigetu sem áður var notuð til kjötframleiðslunnar. Allir þeir sem koma að Sæfrosti eiga það sameiginlegt að vera einnig sjómenn og útgerðamenn.
Á góðum stað til vinnslu Það kann við fyrstu sýn að hljóma undarlega að sett sé upp fiskvinnsla í Búðardal. Þarna innst við Hvammsfjörðinn er lítil hefð fyrir fiskveiðum þó þar sé reyndar lítil bryggja og aðstaða fyrir smábáta. Atvinnulífið í Búðardal hefur tengst landbúnaðinum og þjónustu við byggðirnar í kring. Breki segir að Búðardalur henti þó að mörgu leyti mjög vel fyrir vinnslu á sjávarafurðum. „Við hófum starfsemi fyrir réttu ári. Reynslan hefur strax sýnt að staðsetningin er mjög góð. Það er stutt í allar áttir héðan, bæði vestur á firði, út á Snæfellsnes og norður í land. Héðan er til dæmis þriggja stundarfjórðunga akstur til Hólmavíkur og klukkustund í Stykkishólm. Síðan eru greiðar
samgöngur með afurðirnar suður á bóginn.“ Þeir hjá Sæfrosti geta því litið til allra átta eftir hráefni og sjá marga möguleika. „Við höfum unnið afurðir frá Fjarðalaxi sem er með fiskeldi á sunnaverðum Vestfjörðum. Við frystum allan eldisfisk sem þeir senda ekki ferskan beint á markaði. Í fyrrasumar frystum við svo grásleppu frá Hólmavík og af eigin bátum. Einnig frystum við þá makríl af eigin bátum en réðum ekki við meira. Því fórum við í að auka afkastagetuna í fyrrahaust með því að smíða okkar eigin lausfrysti. Þá kom að góðum notum að ég er lærður í vélsmíði hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Við höfum notað þessa frystiklefa sem hér eru og voru notaðir til að frysta kjötskrokkana, fyrir alla þessa frystingu.“
Snemma beygðist krókurinn Sjálfur er Breki frá bænum Auðshaugi á Barðaströnd sem er austasti bærinn í Vestur Barðastrandarsýslu. Hann hefur stundað sjóinn nánast frá blautu barnsbeini. „Foreldrar mínir voru með búskap á Auðshaugi samhliða trilluútgerðinni frá 1994 eða þar um bil. Þau hættu svo að búa um aldamótin en héldu áfram að gera út og alltaf frá Brjánslæk. Ég hlaut mitt sjómanns-
um hina áfram. Nýi báturinn okkar fékk nafnið Ísöld BA. Sumarið 2012 fór ég á makrílveiðar á Ísöldinni norður til Hólmavíkur. Þar fiskaði ég einhver 17-18 tonn og var einn um borð. Ég endurtók þetta svo í fyrra og fékk 75 tonn. Sá afli fór allur til vinnslu hjá okkur hér í Búðardal.“
Hrognkelsi og makríll í sumar
Breki Bjarnason við lausfrystinn í vinnslurými Sæfrosts í Búðardal. Frystinn smíðaði hann ásamt félögum sínum í vetur og kom menntun frá FVA að góðum notum við það.
uppeldi í dagakerfinu svokallaða á smábátunum. Þá máttu þeir veiða með handfærarúllum í ákveðið marga daga árlega. Ég réri með Bjarna Kristjánssyni föður mínum á trillu frá Brjánslæk. Þannig var það þar til ég keypti mér eigin bát árið 2007.“ Breki fór á gráspleppuveiðar á
báti sínum sem fékk nafnið Stormur BA. „Ég var heppinn því næstu ár þar á eftir á þeim veiðiskap voru mjög góð. Fínn afli og hátt verð allt fram til 2011. Við feðgarnir vorum þarna á sitt hvorum bátnum. Hann á Húna BA og ég á Stormi. Síðan keyptum við okkur bát í sameiningu 2009 og átt-
Eigendur Sæfrosts í Búðardal ætla að halda áfram að frysta afla frá eigin bátum auk þess sem þeir taka við hráefni frá öðrum eftir því sem vinnslugetan leyfir. „Við feðgarnir eigum þrjá báta og svo eiga þeir Gísli og Baldur sitt hvorn bátinn. Ég ætla sjálfur að róa í sumar. Fyrst fer ég á grásleppuna í innanverðum Breiðafirði í maí og ræ þá frá Brjánslæk eins og alltaf. Svo verður það makríllinn. Hann er mjög spennandi. Þá býr maður bara í bátnum og gerir ekkert annað en vinna og sofa. Sjálfsagt má búast við einhverri verðlækkun á makríl í sumar. Góður handfæraveiddur makríll mun þó lækka einna síst einfaldlega vegna þess að hann er bestur. Það eru aðilar erlendis sem vilja bara handfæraveiddan makríl og hafna öllu öðru. Við ætlum að frysta makríl eins og við getum í sumar.“ mþh
Sjómenn Öll þjónusta við skip og báta með lyf og hjúkrunarvörur.
Afgre ið Virka d slutímar: a Lauga ga rdaga 9–18 Sunnu daga 10–14 12–14
Smiðjuvellir 32 -300 Akranes -Sími 431 5090 -Fax 431 5091 -www.apvest.is
3 + ! 0! 2 ) . . ! 5 ' , Æ 3 ) . ' ! 3 4 / & !
til hamingju með daginn!
Akraborg óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju
með sjómannadaginn!
36
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Björgunarskip Landsbjargar minnka líkur á að illa fari
Björgunarskip Landsbjargar hafa margoft sannað gildi sitt. Það er mikið öryggi fyrir sjófarendur að vita af þessum skipum í höfnum allt umhverfis landið þaðan sem þau geta lagt út með örskömmum fyrirvara ef neyð steðjar að. Björgunarskipið Björg í Rifi er eitt þeirra. „Það eru 14 bátar af þessari tegund á Íslandi í dag. Þeir eru í höfnum allt umhverfis landið; Reykjavík, Hafnarfirði, Sandgerði, Grindavík, Hornafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Vopnafirði, Raufarhöfn, Siglufirði, Skagaströnd, Ísafirði, Patreksfirði og svo hér í Rifi,“ segir Páll Valdimar Stefánsson. Hann er hafnarvörður í Rifi og skipstjóri á Björgu.
Ávallt viðbúnir „Björg er ávallt tilbúin í útkall, alla daga ársins. Það er mitt að hafa umsjón með því að skipið sé alltaf til reiðu ef á þarf að halda. Allt verður að vera í góðu lagi, olíutankar fullir og þess háttar. Björgunarfólkið á að geta gengið beint um borð og báturinn lagt af stað þegar það
Páll Valdimar Stefánsson skipstjóri á björgunarskipinu Björgu og hafnarvörður í Rifi.
er mjög slæmt. Þá viljum við hafa atvinnusjómenn um borð. Hið sama gildir ef um er að ræða björgun slasaðra. Þá verður einhver að vera um borð sem kann til sjúkraflutninga. Allir skipverjar okkar hafa síðan lært skyndihjálp. Það er svo læknir um borð í þyrlu Landhelgisgælsunnar. Hún er kölluð út ef alvarleg óhöpp eiga sér stað og
Það er auðvelt að fá flesta varahluti. Sumt getur þó verið erfitt að finna þegar skip eru orðin þetta gömul. Bretarnir voru að skipta þeim út og taka í notkun nýja kynslóð björgunarbáta. Þeir eru með miklu öflugari vélar. Við erum með tvær 450 hestafla vélar í Björgu. Nýju bátarnir hjá þeim eru hins vegar með tvær 1.000 til 1.200 hestafla vélar
Páll á stjórnpalli Bjargar leggur að bryggju eftir farsælan björgunarleiðangur úti á Breiðafirði nú í maí. Fremstur á myndinni er Sævar Sveinbjörnsson skipverji á Björgu.
stærðarbilinu 50 til 150 tonn. Síðan endaði ég í eigin útgerð sem trillukarl áður en ég gerðist hafnarvörður. Það er mikið öryggi fólgið í því fyrir okkur öll sem búum í þessu landi að hafa svona báta eins og Björgu. Sem betur fer hefur aldrei komið til þess að hún hafi verið notuð í alvarlegum slysum. Reynslan hefur sannað að það hefur mikið fyrirbyggjandi gildi að hafa svona skip. Þau eru ákveðin vörn gegn því að óhöpp þróist með þeim hætti að úr verði alvarleg slys. Björg hefur oft dregið vélarvana báta að landi. Síðan hafa sjúklingar verið sóttir út á sjó. Við förum líka með varahluti til skipa á hafi úti. Þannig er tryggt að fólk nái landi heilt á húfi.“
Fræg björgun þegar Björgin kom tóg yfir í Úllu SH skömmu áður en bátinn rak upp í fjöruna skammt frá Rifi í foráttubrimi í september 2007. Ljósm. af.
kemur útkall frá Vaktstöð siglinga. Það eru send út SMS smáskilaboð. Björgunarskipið er með sérstakan útkallshóp af fólki sem boðin eru send til. Síðan er björgunarsveitin sjálf með eigin útkallshóp. Þegar það er útkall þá er það yfirleitt þannig að um leið og fimm til sex manns hafa skilað sér um borð í björgunarskipið þá er áhöfn talin fullskipuð að lágmarki fyrir útkall, landfestar eru leystar og lagt af stað,“ segir Páll. Hópurinn sem ávallt er kallað í er þó stærri. Þannig geta farið fleiri með í útköll ef margir koma að bátnum á sama tíma. Stundum koma líka þær aðstæður að velja þarf mannskap í áhöfnina. „Það á sérstaklega við ef veður
það þarf að koma fólki hratt undir læknishendur.“
Björg er harðsnúið skip Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ fékk skipið árið 2002. Björgin var smíðuð árið 1976 og keypt notuð frá Bretlandi. „Þetta er mjög sterkbyggð fleyta. Bretar eiga langa siglingasögu og vita alveg hvað þeir eru að gera þegar þeir hanna og smíða svona báta. Þegar Björg var í eigu Breta var hún staðsett á eyjunni Isle of Wight í Ermarsundi sem er jú ein fjölfarnasta siglingaleið í heimi. Síðustu þrjú árin í Englandi var hún svo notuð sem skólaskip við björgunarskóla. Það hefur lítið verið um bilanir.
og ganga 23 - 25 sjómílur á klukkustund. Okkar gengur 14 – 15 mílur,“ útskýrir Páll. Hann segir að það séu þó engar áætlanir um að skipta Björgu út fyrir nýrra skip. „Það er töluvert mikið eftir í þessum skipum. Ekkert finnst á markaðinum í staðinn nema þá skip sem eru alltof dýr og við ráðum ekkert við að kaupa.“
Margir á sjó yfir sumarið Þegar Skessuhorn ræddi við Pál um borð í Björgu var hann nýkominn í land ásamt félögum sínum eftir
að hafa bjargað strandveiðitrillu í land sem eldur hafði kviknað í úti á Breiðafirði. „Það er oft mikill atgangur þegar strandveiðarnar standa yfir enda margir bátar á sjó. Það virðist þó hafa fækkað eitthvað á þeim veiðiskap nú í ár miðað við þau síðustu. Þeim gæti nú fjölgað í júní. Svo verður áhugavert að sjá hve margir fara á makrílveiðarnar í sumar. Mér heyrist nú reyndar að það sé eitthvað hik á sumum. Menn óttast að makrílverðið eigi eftir að verða lægra heldur en í fyrra. Þeir eru eitthvað að skoða þetta. Hins vegar standa margir kannski líka frammi fyrir því að hafa ekkert annað að gera í sumar vilji þeir fara á sjó á bátum sínum nema fara á makrílinn. Þetta kemur allt í ljós,“ segir Páll að lokum. Hann og félagar hans í björgunarsveitinni Lífsbjörgu verða á vaktinni ef með þarf. mþh
Öryggið felst í forvarnargildinu Sjálfur er Páll gamalreyndur á hafinu og hefur búið á Hellissandi síðan um 1970. Hann starfaði sem sjómaður og skipstjóri í rúm 30 ár. „Ég var mikið á stórum bátum sem þá töldust vera. Það voru bátar á
âh`jb aajb h_ b ccjb d\ [_ ah`naYjb ÓZ^ggV i^a ]Vb^c\_j bZÑ h_ bVccVYV\^cc#
Í upphafi strandveiðanna 2011 fór Björgin á einum degi til aðstoðar fimm smábátum. Að auki var kannað með rekald sem sást úti af Gufuskálum.
Guðmundur Runólfsson hf.
Skessuhorn 2013
Sólvöllum 2 – Grundarfjörður- Sími 430 3500
âh`jb aajb h_ b ccjb d\ [_ ah`naYjb ÓZ^ggV
tm.is/sjavarutvegur
Sjómenn, til hamingju! Saga TM er samofin sögu sjávarútvegs á Íslandi. Við erum stolt af því að hafa komið að uppbyggingu og viðhaldi öflugrar útgerðar við Ísland frá stofnun fyrirtækisins. Til hamingju með daginn sjómenn, njótið hans.
Tryggingamiðstöðin
Síðumúla
24 Sími
515 2000
tm@tm.is
tm.is
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
38
Dagskrá sjómannadagshelgarinnar á Vesturlandi Akranes:
Sunnudagurinn 1. júní Kl. 9 – 17: Frítt er í sund í Bjarnalaug á þessum opnunartíma bæði laugardag og sunnudag vegna 70 ára afmælis laugarinnar þann 4. júní. Boðið upp á akstur á milli Bjarnalaugar og hafnarinnar á björgunarsveitarbíl á sunnudegi. Kl. 11: Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju. Sjómenn heiðraðir. Kl. 13 – 17: Björgunarfélag Akraness sér um fjölskylduskemmtun í samstarfi við Akraneskaupstað og Verkalýðsfélag Akraness, kl. 13 – 17 á og við Akraborgarbryggju. Hoppukastali, koddaslagur yfir sjó, kassaklifur og fleira. Keppni verður fyrir ofurhuga, sem felst í því að hoppa í sjóinn fram af Akraborgarbryggju. Dómnefnd fylgist með og verðlaun í boði. Sigling í tilefni dagsins. Kynning á kajökum og allir bátar Björgunarfélagsins til sýnis. Kl. 16: Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun úr sjó þó með fyrirvara um að hún verði ekki í útkalli. Kl. 13:30 – 17: Hefðbundið sjómannadagskaffi í Jónsbúð í höndum Slysavarnadeildarinnar Líf. Kl. 13 og 16: Vitinn á Breiðinni opinn. Sigurbjörg Þrastar, bæjarlistamaður Akraness, opnar sýningu í vitanum laugardaginn 31. maí sem opin verður að hluta til sumarlangt. Kl. 14- 16: Leikþátturinn „Ljós sem varir lengur en myrkrið“ sendur út á bylgjulengd bæjarins, FM 95,0.
Grundarfjörður: Fimmtudagur 29. maí Kl. 19: Keppni í leirdúfuskotfimi á keppnissvæði Skotgrundar milli landkrabba og sjókrabba. Skráning hjá Jóni Pétri í síma 863-1718. Föstudagur 30. maí Kl. 17: Golfmót G.Run. Keppt verður í Greensome, vanur - óvan-
ur. Skráning á golf.is eða hjá Gústa Jóns í síma 863-3138. Laugardagur 31. maí Kl. 13: Knattspyrna á knattspyrnuvellinum eða sparkvellinum milli atvinnusjómanna og strandveiðisjómanna. Keppt eftir nýjum reglum. Dómari: Hafsteinn Garðarsson.
Laugardagurinn 31. maí Kl. 11:30: Dorgveiðikeppni í Rifshöfn Kl. 13: Dagskrá við Rifshöfn. Róðrarkeppni, þrautakeppni, flekahlaup, reipitog og trukkadráttur. Skráning: Vagn s. 867 7957 og Þráinn s. 867 6648. Hoppukastali frá 12 – 18. Fiskisúpa í Von. Frí andlitsmálning
Laugardagur 31. maí Kl. 11:30: Dorgveiðikeppni í Rifshöfn. Kl. 13: Dagskrá við Ólafsvíkurhöfn. Kappróður, trukkadráttur og reiptog. Boðhlaup fyrir krakkana, 6 til 9 ára keppa saman og 10 ára og eldri saman. Hoppukastalar. Unglingadeildin Dreki verður
Kl. 17: Skemmtisigling frá löndunarbryggjunni. Sveinbjörn Jakobsson SH, Gunnar Bjarnason SH og Ólafur Bjarnason SH. Kl. 18: Grillveisla í Sjómannagarðinum. Hoppukastalar fyrir börnin. Átthagastofa: Málverkasýning Hreins Jónassonar opið alla helgina.
Kl. 14:. Skemmtisigling í boði útgerða bæjarins (ef veður leyfir). Grillaðar pylsur. Kl. 15: Dagskrá á bryggjunni. Þrautabraut, flotgallasund og kararóður. Reiptog um Pétursbikarinn. Keppni í koddaslag. Skráning hjá Jóni Frímanni s. 693 4749 eða á jonfrimann@gmail.com. Skátarnir með andlitsmálningu fyrir krakkana og fleira skemmtilegt. Sýndir ýmsir hlutir tengdir sjónum. Kl. 17: Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir listir sínar. Sunnudagur 1. júní Kl. 14: Messa í Grundarfjarðarkirkju, karlakórinn Kári syngur. Kl. 15: Kaffisala kvenfélagsins Gleym mér ei í Samkomuhúsinu.
fyrir börnin. Kl. 16: Skemmtisigling ef veður leyfir. Kl. 17:30: Bryggjuball fyrir alla fjölskylduna í Björgunarsveitarhúsinu Von. Hljómsveitin Ungmennafélagið. Kl. 20: Sýningin Hetja í Frystiklefanum. Sunnudagurinn 1. júní Kl. 11: Sjómannamessa Kl. 13: Hátíðardagskrá í sjómannagarði Hellissands, hátíðarræða, heiðraður aldraður sjómaður og verðlaunaafhending. Kl. 14: Leikhópurinn Lotta með leiksýninguna Hrói Höttur fyrir alla fjölskylduna í sjómannagarðinum. Kl. 15: Sameiginleg kaffisala slysavarnadeildarinnar Helgu Bárðar og Sumargjafar í björgunarsveitahúsinu Von. Kl. 19:30: Sjómannaball með mat í Röstinni. Húsið opnar 19:30, borðhald kl 20. Kári Viðarsson veislustjóri. Hljómsveitin Allt í einu. Selt inn á dansleik kl. 23:30. Ólafsvík:
með andlitsmálun og sölu. Fiskiðjan Bylgja býður upp á súpu. Ægir sjávarfang verður með opið hús og býður upp á léttar veitingar. Kl. 19.30: Félagsheimilið Klif. Sjómannahóf og dansleikur. Húsið opnar kl. 19:30. Borðhald Kl. 20: Daníel Geir Moritz veislustjóri. Minni sjómanna. Sjómannskonur heiðraðar. Kári Viðarsson tekur nokkur lög í fjöldasöng. Áskorandakeppni sjómanna. Hljómsveitin Allt í einu leikur. Einnig verður selt inná ballið, 18 ára aldurstakmark. Sunnudagur 1. júní Kl. 8: Fánar dregnir að húni. Kl. 13: Í Sjómannagarðinum (fært inn í kirkju ef veður er vont). Blómsveigur lagður að styttu sjómanna. Ræðumaður: Bárður Guðmundsson. Sjómenn heiðraðir. Verðlaunaafhending. Skrúðganga til messu. Sjómannamessa í Ólafsvíkurkirkju, sjómenn sjá um ritningarlestur. Kaffisala í nýja Björgunarsveitarhúsinu í Rifi á vegum slysavarnadeildanna.
Stykkishólmur:
Hellissandur og Rif: Föstudagurinn 30. maí Kl. 19:30: Unglingadeildin Drekinn gengur í hús og selur barmmerki og sjómannablaðið 2014.
Laugardagur 31. maí Kl. 8: Fánar dregnir að húni. Kl. 13: Hátíðarhöld á hafnarsvæðinu. Safnast saman við Dvalarheimilið og gengið þaðan niður að höfn með Lúðrasveit Stykkishólms í broddi fylkingar. Koddaslagur. Stakkasund. Brettahlaup. Hreystigreip. Kappróður. Reiptog. Kl. 15: Kaffisala Björgunarsveitarinnar Berserkja um borð í Baldri. Sigling með Baldri í boði Sæferða. Sunnudagur 1. júní Kl. 8: Fánar dregnir að húni. Kl. 10: Blóm lögð við minningarreit drukknaðra sjómanna í kirkjugarðinum. Kl.10:30: Safnast saman við minnisvarða látinna sjómanna og lögð þar blóm. Síðan verður gengið í skrúðgöngu til kirkju. Kl. 11: Sjómannamessa. Sjómaður heiðraður. Íbúar allra byggðarlaga og gestir eru eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum. Gleðilega sjómannadagshelgi!
Starfsfólk Ísfells óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með
SKESSUHORN 2014
Sjómannadaginn.
Akraneskaupstaður sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir í tilefni dagsins
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi www.isfell.is • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Sterkara samband á sjó og landi
ENNEMM / SÍA / NM62187
Vertu í sambandi á öflugasta farsímaneti landsins - og miðanna
Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn!
Þeir eru nú margir farnir að reskjast, sjómennirnir sem muna eftir Gufunesradíói og vandræðaganginum þegar verið var að ræða viðkvæm mál undir rós við konur eða kærustur meðan allur flotinn hlustaði. Nú eru sjómenn í háhraðasambandi með tölvur og snjallsíma lengst úti á hafi og geta sagt sögur af fjölskyldu og vinum á langdræga 3G neti Símans í friði. Vertu í sterkara sambandi á stærsta farsímaneti landsins
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
40
Að mörgu þarf að hyggja í útgerðinni „Ég byrjaði að gera út 2001. Þá keypti ég mér svona lítinn hraðfiskibát af Sómagerð. Árið 2005 festi ég svo kaup á þessum báti sem ég geri út í dag. Hann kostaði ekki svo mikið þá. Ég greiddi 18 milljónir fyrir hann fullbúinn. Síðan hefur allt hækkað mikið, ekki síst búnaður eins og vélin. Líklega myndi nýr bátur af sömu gerð kosta um 90 milljónir í dag. Fyrsta árið eftir að ég hóf útgerð þurfti maður bara að eiga þorskkvóta ef veitt var á króka. Svo voru frjálsar veiðar í öðrum tegundum. Þá var einkum horft til ýsu, ufsa og steinbíts. Svo var það tekið af. Ýsan, ufsinn og steinbíturinn fóru í kvóta. Ég hef keypt til mín heimildir frá því ég byrjaði, 213 þorskígildi alls,“ segir Heiðar Magnússon útgerðarmaður og skipstjóri á línutrillunni Brynju SH 237 frá Ólafsvík. Með þessu hefur honum tekist að fóta sig í útveginum.
tryggjum að þeir eigi fisk til vinnslu á mánudagsmorgni. Þeir vita hvað þeir hafa í höndunum, af hverjum þeir eru að kaupa aflann. Þeir gera ákveðnar kröfur um gæði. Við reynum að uppfylla þær.“
Verð á kvóta orðið of hátt
Afar góð línuveiði í vor Þegar við ræðum við Heiðar er hann nýkominn í land ásamt Kjartani Hallgrímssyni háseta. „Það er búin að vera fín veiði í vetur og algert ævintýri nú eftir páska. Við höfum komist upp í 11 tonna afla á 30 bala sem er afar gott. Það er
Heiðar Magnússon önnum kafinn við löndun á afla úr bát sínum Brynju SH.
að gefast mjög vel að beita makríl. Við erum mikið að veiðum 15 til 20 mílur norður og norðvestur frá Ólafsvík á svokölluðum Brotum og Flákahorni.“ Þeir róa tveir á Brynju. Síðan eru
fjórir að beita línuna í landi. „Þessi bátur skapar þannig sex bein störf. Línuívilnunin svokallaða skiptir mjög miklu máli fyrir þetta útgerðarmynstur sem er hjá okkur. Reksturinn hefur skilað hagnaði. Við höfum af þessu laun og náum að borga okkar reikninga. Á meðan svo er þá er maður sáttur. Það gildir að halda sig réttu megin við núllið. Ég landa í beinum viðskiptum beint til kaupenda sem borga föst verð samkvæmt samningum. Þorskurinn hjá okkur fer til Frostfisks í Þorlákshöfn og ýsan í Hafgæði í Reykjavík.“
Farsælt að vera í beinum viðskiptum
Heiðar til hægri ásamt Kjartani Hallgrímssyni háseta.
Heiðar segir að þegar útgerð eins og hans leigir til sín jafn mikið af aflaheimildum sé farsælast að vera í beinum viðskiptum við fiskvinnslur. Þá sé kleift að halda bátnum úti á ársgrundvelli. „Það eru svona 250 tonna afli á ári sem við tökum gegnum leigðan kvóta.
Brynja SH kemur úr línuróðri til hafnar í Ólafsvík. Ljósm. af.
Í fyrra leigðum við aflaheimildir fyrir 60 milljónir króna. Það er ekki hægt að höndla verðsveiflurnar á mörkuðunum þegar verið er á leigukvóta. Með föstum verðum veit ég hvað ég fæ. Sem dæmi hefur nú eftir páska verið mjög góð tíð og margir dagar þar sem bátarnir hafa komist á sjó. Verðið á mörkuðunum hefur lækkað. Ég hefði neyðst til að binda bátinn ef ég væri á leigukvóta og landaði á markað núna. Vinnslurnar sem við skiptum við hafa líka hag af þessu. Þetta veitir þeim hráefnisöryggi. Við róum um helgar til dæmis þegar hafa verið brælur og
Hágæða útimálning sérhönnuð fyrir járn, stein og tré Komdu í Sérefni og fáðu ráðgjöf hjá fagmönnum um val á réttu efnunum
Það þarf að taka mið af mörgu í útgerðinni á þó ekki stærri bát. Reksturinn er ekki einfaldur. „Maður er svo sem ekkert menntaður þannig að það er þá bara að hanga í þessu. Mér finnst þó umræðan stundum leiðinleg þegar reynt er að stimpla þá sem eru í útvegi sem einhvers konar glæpamenn með ýmsum uppnefnum. Þó hefur maður ekki gert neitt nema fylgja leikreglum. Mínar aflaheimildir hef ég keypt þegar það hafa verið til peningar til þess. Þó finnst mér að kvótaverð sé núna að verða of hátt. Ef tekið er lán fyrir kvóta í dag þá er greiðslubyrðin af því hærri heldur en ef maður léti nægja að leigja til sín aflaheimildir. Vextir eru líka svo háir. Það er eiginlega ekki mögulegt að kaupa kvóta í dag nema hafa undir höndum eigið fé. Ég reyni að halda mig við það.“ Að sögn Heiðars hafa skerðingar í aflaheimildum valdið búsifjum. „Tökum ýsuna sem dæmi. Þegar kvótinn í henni var mestur þá átti ég 160 tonna heimildir í henni. Í dag er búið að skerða þetta niður í 60 tonn hjá mér. Maður vonar bara að þetta komi til baka aftur með aukningum í aflaheimildum.“
Prófuðu makrílinn í fyrrasumar Brynja SH hefur alltaf verið gerð út til línuveiða, utan einu sinni í stuttan tíma á handfæri og svo í fyrsta sinn á makrílveiðar í fyrrasumar. „Þá fórum við alla leið norður til Steingrímsfjarðar á Ströndum. Ég get ekki sagt að makrílveiðarnar séu skemmtilegar. Þetta er útilega og mikið flakk í júlí og ágúst. Þetta er tíminn sem maður myndi vilja vera í sumarfríi með fjölskyldunni. Það verður að fórna því fyrir makrílveiðarnar sem eru ágætis búbót. Við veiddum makríl fyrir einhverjar 20 milljónir á tveimur mánuðum í fyrrasumar. Þetta voru tæp 180 tonn. Það munar um það svona kvótafrítt þegar maður er að leigja til sín svona mikið af aflaheimildum í bolfiskveiðunum. Við höfðum ágæt laun. Það var líka alveg 20 tíma vinna á sólarhring að hanga yfir þessu.“ Það er þó greinilegt að makrílveiðarnar kitla taug í fiskimanninum. „Jú, það er gaman þegar hann gefur sig og veiðist. Þetta gat verið mikið ævintýri í fyrra. Eitt sinn fylltum við bátinn á tveimur og hálfum tíma fyrir hádegi. Fengum átta tonn í algeru moki. Sjálfsagt verður þetta sumar spennandi. Ég er mjög ánægður með að sjávarútvegsráðherra skuli ekki hafa sett makrílinn hjá smábátunum í kvóta. Vonandi verður það aldrei gert því þá er þetta bara búið. Þá munu miklu færri fara á þessar veiðar og menn fara ekki á flakk eftir makrílnum. Ef hann hefði verið í kvóta þá hefði maður bara beðið hér í Ólafsvík eftir að hann birtist hér upp á von og óvon. Kvótinn hefði verið svo lítill að það hefði ekki verið eftir svo miklu að slægjast. Maður hefði til dæmis aldrei siglt til Hólmavíkur eins og í fyrra,“ segir Heiðar Magnússon að lokum. mþh
Sjómannadagurinn 1. júní 2014
Óskum sjómönnum til hamingju með daginn Í ár er Eimskipafélag Íslands 100 ára. Á slíkum tímamótum er óhjákvæmilegt að líta um öxl og finna til þakklætis til þeirra þúsunda Íslendinga sem lögðu grunn að atvinnuvegi þjóðarinnar. Þar er hlutur sjómanna afar drjúgur. Eimskipafélag Íslands sendir öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra heillaóskir í tilefni sjómannadagsins.
JANÚAR
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
42
Matsveinn með mörg járn í eldinum Við sitjum í borðsalnum á línuskipinu Tjaldi SH í Rifi og ræðum við Unnar Leifsson matsvein þar um borð: „Ég fæddist í Ólafsvík en bý hér í Rifi. Ég flutti hingað úteftir árið 1960, þá fjögurra ára gamall og hér hef ég verið síðan. Mín sjómennska hófst á vertíðarbáti sem hét Bjargey SH. Við vorum á þorskanetum og Kristján Jónsson var skipstjóri. Hann á Matthías SH í dag. Þetta var 1974 eða þar um bil. Ég var svo á ýmsum bátum í gegnum árin. Ég var nokkur ár á Skarðsvík SH og Hamra Svani SH. Síðast var ég svo á Kópanesi SH eina vertíð áður en ég byrjaði sem kokkur hér á Tjaldi SH þegar hann kom nýr til landsins árið 1992. Það eru þá orðin 22 ár hér um borð í því starfi. Ætli árin á sjónum séu ekki orðin rúmlega 40.“
um við aflann og lönduðum á Akureyri. Svo var það skemmtilegur tími þegar við vorum í Barentshafinu 2001 og 2002. Við vorum tvo vetur þar og lönduðum í Tromsö í Noregi. Veiddum þorsk og frystum aflann um borð. Þetta var bara ánægja þó það væri alltaf myrkur þarna norðurfrá. Annan veturinn vorum við mjög heppnir með veður, það var renniblíða allan tímann.“ Við gætum eytt deginum í að tala um liðnar veiðferðir og fiskirí. Unnar hefur frá mörgu að segja. Strákarnir úr áhöfninni ganga fram hjá okkur með töskur sínar. Þeir ætla að drífa sig í land. Vorið er komið á Rifi og sólin skín. Menn vilja skiljanlega komast frá borði og njóta þess. Skipið veiðir fyrir vinnslu KG-fiskverkunar á Rifi sem einnig gerir það út. Tjaldi SH er ekki haldið lengur við bryggju en nauðsyn krefur. Landlegurnar eru stuttar. Því gildir að nýta tímann vel þegar menn eru í landi og eiga að fara aftur í næsta túr.
Fjögurra daga túrar Stundum er sagt að kokkurinn sé mikilvægasti skipverjinn. Lélegur kokkur geti hreinlega eyðilagt móralinn um borð. Góður kokkur sé hins vegar gulls ígildi. Ef karlarnir fái gott að borða geti þeir sætt sig við næstum hvað sem er og þolað hverja raun. Tjaldurinn er nýkominn úr veiðiferð. Þó Unnar sé upptekinn við að raða kostinum fyrir næsta túr í hillurnar í búrinu þá gefur hann sér tíma til að setjast niður með kaffibolla í snyrtilegum matsalnum á þessu fallega skipi. Það er auðséð að það væsir ekkert um þá sem eru á Tjaldi. Hvorki í mat né öðru. „Það er mjög gott að vera hér. Núna er útgerðarmynstrið á Tjaldi þannig að við erum fjóra daga úti. Á fimmta degi löndum við oftast nær 250 til 300 körum af ísuðum afla. Núna fyrri hluta árs og um sumartímann erum við hér á Breiðafjarðarsvæðinu. Á haustin förum við norður og austur fyrir land. Þá löndum við á Dalvík eða Seyðisfirði. Þarna erum við fram að jólum. Svo komum við heim og róum þá og löndum hér á Rifi.“
Unnar Leifsson matsveinn á Tjaldi SH 270 í matsalnum um borð.
gera kláran hádegismatinn. Það eru vaktaskipti aftur á hádegi og ég ræsi næstu vakt. Hver vakt um borð er sex tímar, og þannig gengur það allan sólarhringinn.“ Síðdegis er svo aftur kaffi og svo er kvöldmaturinn klukkan sex. Eftir það tekur næsta vakt við. „Ég sé líka um að ræsa hana. Það er líka kvöldkaffi alveg eins og morgunkaffið. Ég er búinn að öllu um hálf tíu á kvöldin og þá get ég lagt mig. Svona gengur dagurinn hjá mér. Síðan veltur það bara á hvað maður er viljugur og í miklu stuði hvað maður gerir. Ég er oft að baka og gera ýmislegt þegar vel liggur á mér,“ segir Unnar og brosir breitt.
Hafa prófað ýmislegt Talið berst að bátnum og merkri sögu hans. Unnar þekkir hana alla. Tjaldur hefur alltaf verið happaskip og brotið blað í útgerðasögunni með ýmsum frumkvöðlaveiðum. „Við vorum mikið í grálúðunni hér áður fyrr, meðal annars á netaveiðum eftir henni. Þá ísuð-
Ein og hálf áhöfn Unnar man svo sannarlega tímana tvenna í sjómennskunni. Að vera á nútíma fiskiskipi er allt annað líf en þegar hann var að byrja fyrir 40 árum. „Við erum 14 um borð í einu en alls eru 21 maður á skipinu. Það eru ávallt sjö menn í fríi í einu. Þannig má segja að við séum með eina og hálfa áhöfn á skipinu. Hver maður rær í tuttugu daga og fær svo tíu daga frí. Sjö fara í land og sjö koma um borð. Þetta er alveg fast kerfi og mjög reglubundið. Það er afar þægilegt fyrirkomulag.“ Unnar segir að það séu sáralitlar breytingar á áhöfninni. Menn halda í plássin á Tjaldinum. „Fyrsta árið eftir að báturinn kom til landsins var nokkur hreyfing á mannskapnum. Þá var aflinn saltaður um borð. Þetta þótti erfitt enda gífurleg vinna. Svo komst meiri stöðugleiki á þetta þegar við hættum að
Strax um leið og skipið leggst að bryggju er hafist handa við löndun. Annað sem ekki er síður mikilvægt er að bætt er við kostinn. Nýr kostur er handlangaður gegnum glugga á eldhúsinu og honum skutlað beint inn í búr þar sem kokkurinn raðar í hillur.
salta en hófum að frysta aflann um borð. Í dag frystum við hins vegar ekkert. Allur afli er ísaður.“
Kokkurinn á langa vinnudaga Unnar sér einn um alla matseld um borð. Við ræðum starf kokksins. Hann lýsir því stuttlega. „Ég vakna klukkan fimm á morgnana og tek til morgunmat. Síðan ræsi ég
Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð til leigu undir matvæli.
vaktina sem er að fara út um daginn klukkan sex. Hin vaktin kemur svo inn í borðsal um klukkan hálf sjö. Um sjöleytið er ég búinn að ganga frá og á þá pásu kannski til klukkan níu. Þá tek ég til morgunkaffi fyrir strákana sem eru á vakt og fer með það niður á vinnsludekk þar sem þeir eru með litla kaffistofu. Svo leysi ég stýrimanninn af uppi í brú svo hann komist líka í kaffi. Eftir þetta byrja ég að matreiða og
Tjaldur SH kemur til löndunar í Rifi.
Lætur ekki deigan síga Sjálfur hefur Unnar nóg að sýsla þegar hann er í landi. Fólkinu sem býr undir Jökli fellur sjaldnast verk úr hendi. Kokkurinn á Tjaldi SH og fjölskylda hans eru engin undantekning á því. „Við fjölskyldan rekum lítið reykhús þar sem við reykjum fisk. Ég vinn aðeins í því ef það er eitthvað að gera. Svo eigum við trillu líka, Andra SH, og gerum hana út á strandveiðarnar um sumartímann. Halldóra Kristín dóttir okkar hjóna rær á henni. Annars starfar Guðrún Gísladóttir eiginkona mín á dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík. Þar er hún eina viku í einu en á svo viku í frí. Halldóra Kristín vinnur svo á leikskóla en fær frí til að fara á strandveiðarnar.“ Engan bilbug er svo að finna á Unnari þó hann nálgist nú brátt að hafa átt hálfa öld á sjó. „Ég reikna með því að vera lengi áfram enn á meðan ég stend í lappirnar. Ég kann ákaflega vel við mig hér um borð í Tjaldi.“ mþh
SJÓMENN OG FISKVINNSLUFÓLK TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
PÖKKUNARLAUSNIR ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR ATVINNUMENN OG HEIMILI
PRENTUN.IS
LÍMMIÐAR • PLASTKORT AÐGÖNGUMIÐAR OG MARGT FLEIRRA....
• Kassar og öskjur • Arkir og pokar • bakkar og filmur
• Aðgöngumiðar • Límmiðar • Plastkort
• Pökkunarvélar • Hnífar og brýni • Einnota vörur o.fl.
Skoðaðu vörulistan okkar á www.samhentir.is Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
44
Sækja þang og þara allt árið um kring „Það er gott að búa á Reykhólum. Ég kann mjög vel við mig. Hér er allt ágætt nema norðaustan áttin. Hún er hundleiðinleg. En mannlífið er ljómandi gott hérna.“ Þetta segir Örn Sveinsson skipstjóri á Gretti BA 39. Það er skip Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Við erum stödd í brúnni á skipinu þar sem það liggur í höfninni þar. Skipstjórinn bíður eftir því að sumarvertíðin á þanginu hefjist. Það er allt að verða klárt fyrir hana.
bryggju í Flatey eða á Brjánslæk til að leggja okkur. Annars erum við mest hér í grennd við Reykhóla.“ Örn útskýrir nánar hvernig vinnslu og útgerð er háttað við þörungatekjuna. „Það má segja að árið skiptist í tvö tímabil þegar þang- og þaratekjan er annars vegar. Í maí hefst það tímabil þegar þangið er skorið. Það stendur allt sumarið og haustið fram í nóvember. Það eru frostin og ísingin sem stoppar okkur af í því. Við getum ekki átt við þangskurðinn í frosti. Það leggst ísskán yfir fjörusvæðin með ströndinni þar sem þangið er slegið með sérstökum prömmum. Það er ekkert hægt að nota þá við slíkar aðstæður.“
Unnið allt árið „Þetta er orðið nánast allt árið sem allt er keyrt á fullu hjá okkur. Það er kannski smá stopp milli þessara tveggja vertíða sem ég kalla. Í ár hefur það verið einn mánuður sem reyndar er óvenju langt. Ástæðan fyrir stoppinu nú er sú að prammarnir sem eru notaði við þangsláttinn hafa verið í mikilli yfirhalningu. Það var kominn tími á ýmiss konar viðhald. Það er mjög mikilvægt að þeir séu í góðu standi,“ segir Örn. Fjórir menn eru í áhöfn Grettis. Skipið kom til Reykhóla 15. maí 2011 eftir gagngera endurbyggingu á Akranesi og Akureyri. Það þjónaði áður sem skelfisksveiðibátur á kúfskel og var smíðað í Kína. Auk Arnar skipstjóra eru stýrimaður, vélstjóri og kokkur um borð. „Ekki má gleyma kokknum, hann er aðal maðurinn um borð. Ég og vélstjórinn erum búsettir hér á Reykhólum en kokkurinn býr í Stykkishólmi. Svo vantar okkur stýrimann sem stendur en það rætist sjálfsagt úr því.“
Uppskera af gróðri hafsins
Örn Sveinsson skipstjóri fyrir framan skip sitt Gretti BA 39 á Reykhólum.
ars skipstjóri. Hann var svo seldur frá byggðinni með veiðiheimildum. Þá lenti ég á hálfgerðum flæk-
Ljósm. mþh.
ingi. Ég var meðal annars á rækjuveiðum á Flæmska hattinum austur af Kanada.“
Á risarækju við Afríku Örn segir að þessar rækjuveiðar austur af Kanada hafi leitt til þess að hann fór að Afríkuströndum til að stunda veiðar á risarækju. Hann var stýrimaður á rækjutogaranum Ottó Wathne þegar tveir félagar hans þar um borð keyptu sér togara frá Noregi. „ Það var ákveðið að fara á risarækju við Miðbaugs Gíneu í Afríku. Þetta gekk hörmulega. Við veiddum vart ofan á eina brauðsneið. Þarna var ég í rúma tvo mánuði. Ég veiktist hastarlega. Fékk einhverja ígerð í aðra löppina og var draghalt-
Prammarnir eru ekkert annað en fljótandi sláttuvélar. Þeir slá þangið sem síðan er sett í netpoka sem hver um sig taka um þrjú tonn af þangi. Þessir pokar fljóta. „Þeir eru bundnir við ból, kannski 90 til 100 pokar saman. Við komum svo á Gretti, sækjum þessa poka og siglum með þá til Reykhóla. Í verskmiðjunni þar starfa á bilinu 16 til 18 manns. Það eru aðeins fleiri þegar þangvertíð stendur yfir um sumarmánuðina. Það þarf fleiri þá en í þaranum.“ Þegar ekki er lengur hægt að vinna við þangsláttinn með prömmunum þá er skipt yfir á þaratekju. „Þarinn stendur dýpra og lengra úti frá ströndum og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af ísnum þar. Þetta eru tvær tegundir af þara; hrossaþari og
Sjómaður í hálfa öld Örn skipstjóri fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Reykhóla frá Tálknafirði árið 2002. Fyrstu árin var hann stýrimaður á gömlu Karlseynni sem var gerð út af Þörungaverksmiðjunni og skipstjóri þar í afleysingum. „Svo tók ég við þegar Gylfi Helgason skipstjóri varð 67 ára og settist í helgan stein. Þetta er fínt starf og mjög góður viðkomustaður fyrir svona karla eins og mig að vera í áður en þeir fara í úreldingu og á eftirlaun,“ segir Örn og kímir. Hann hefur verið sjómaður alla sína starfsævi. „Á næsta ári verða komin 50 ár síðan ég var skráður í mitt fyrsta skipsrúm. Það var í júlí 1965 á síldarbát frá Tálknafirði. Þar bjó ég alltaf þar til við fjölskyldan fluttum hingað á Reykhóla. Lengst af var ég á togaranum Tálknfirðingi BA þar sem ég var meðal ann-
Þangskurðarprammar við bryggju á Reykhólum.
Ljósm. bae.
Örn skipstjóri í brú skipsins. Það er afar snyrtilegt og vel búið tækjum enda skipið eins og nýtt. Ljósm. mþh.
Þangskurður í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi.
Ljósm. sk.
Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga
Átt þú rétt á styrk?
ur. Við fengum allir einhvers konar svona kýli og útbrot þarna niður frá. Sennilega voru þetta skordýrabit eða eitthvað svoleiðis. Það var farið með mig til einhvers læknis sem var Spánverji. Sá tók ekki pípuna úr munni sér á meðan hann var að skoða mig. Þá var fóturinn orðinn stokkbólginn og vessaði úr. Hann svældi pípuna og lét mig hafa einhverja töflur að éta og einhverjar sprautur. Það virkaði ekki neitt og ég var bara sendur heim til Íslands. Þegar ég kom loks heim til Tálknafjarðar, grindhoraður og illa til reika, þá sagði konan við mig að ég færi ekki í fleiri svona leiðangra. Hér eftir yrði ég heima,“ segir Örn.
Mjög góð vinna
130193
Sjómennt • Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins • Háteigsvegi,105 Reykjavík • sími 514 9601
•
LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA
SÍA
SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS
is
sjomennt.
•
•
starfstengt nám eða námskeið tómstundastyrkir meirapróf kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika •
r Kynntu þé á n rétt þin
PIPAR\TBWA
Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:
Hann segist hafa hlýtt þeim fyrirmælum síðan. „Um tíma fór ég að gera út með félaga mínum.Við vorum með kvótalausan bát en leigðum til okkar heimildir. Það gekk ekki upp. Eftir það byrjaði ég svo hér á skipum Þörungaverksmiðjunnar. Ég kann ljómandi vel við þetta. Við förum út á morgnana og erum komnir aftur inn um miðjan dag. Það er alltaf lagst við bryggju yfir nótt. Þegar við erum á stórþaranum á veturna sækjum við stundum svo utarlega í Breiðafjörðinn að við leggjumst að
stórþari. Sá síðarnefndi er á dýpra vatni. Við kröfsum þarann upp með sérstökum búnaði sem er dreginn á eftir Gretti. Þessi búnaður er eiginlega eins og stór greiða, sem við köllum reyndar klóru, sem er slakað niður. Klóran er dregin gegnum þarabeltin og tekur upp með sér gróðurinn sem safnast í hana þegar híft er. Við erum með tvær svona klórur um borð í skipinu. Alltaf þegar önnur þeirra er hífð inn þá er hinni slakað út og niður. Það er svo losað úr klórunni sem hefur verið hífð inn ofaní lest skipsins.“
Góð reynsla af Gretti Uppskerusvæði Þörungaverksmiðjunnar er um innanverðan Breiðafjörð nokkurn veginn alveg frá Brjánslæk, austur um og suður undir Grundafjörð. „Við höfum slegið þang í Kolgrafafirði. Prammarnir fóru þá undir brúna á liggjandanum eða hafa strauminn með sér þegar var fjara. Pokunum með þanginu var svo bara skutlað út undir brúna með straumnum í útfallinu og við biðum fyrir utan á Gretti og hirtum þá upp.“ Örn segir að Grettir BA hafi reynst mjög vel síðan skipið kom fyrir þremur árum. mþh
Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála með um 160 starfsmenn. Stofnuninni er ætlað að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum. Samgöngustofa annast eftirlit er varða flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu. Upplýsingar um Samgöngustofu má finna á vefsíðu www.samgongustofa.is.
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
46
Bjarni Gunnarsson skipstjóri á Rifsnesi SH
Ætlaði að verða bóndi en stýrir nú einu glæsilegasta línuskipi landsins Línuveiðiskipið Rifsnes SH 44 er eitt það stærsta og best búna sinnar tegundar í íslenska flotanum. Bjarni Gunnarsson er skipstjóri á Rifsnesinu. Við hittum hann um borð í skipinu þegar það var nýkomið úr veiðiferð nú í maí. Það er ekki óeðlilegt að hefja spjallið á að ræða um þetta fallega skip. „Það urðu miklar breytingar í fyrrahaust þegar Hraðfrystihús Hellissands festi kaup á þessu skipi. Það var keypt frá Noregi og afhent í nóvember, smíðað 1999 og í mjög góðu standi. Viðhald á því hefur verið mjög gott frá upphafi. Það hafði verið í fullum rekstri öll þessi ár og var nýkomið úr veiðiferð í Barentshafi þegar við sóttum það til Noregs í nóvember,“ segir Bjarni Gunnarsson.
ir miðju, á tvo yngri bræður og svo tvo eldri bræður og eina eldri systur. Yngsti bróðir minn býr á jörðinni í dag. Hann er ekki með búskap en stundar ferðaþjónustu. Ég held að við öll systkinin höfum getað hugsað okkur að verða bændur.“ Bjarni stefndi ákveðið á búskap. Hann fór í Bændaskólann á Hvanneyri 1977 og lauk þaðan námi. Svo gripu örlögin í taumana og hann fór á vertíð. „Það var í janúar 1979 og héðan frá Rifi. Þá var ég 19 ára gamall. Ég réði mig á Tjald SH sem var gerður út af Kristjáni Guðmundssyni. Þar var Örn Hjörleifsson skipstjóri sem nú býr á Ytri Skeljabrekku í Borgarfirði, sómaog öndvegismaður sem kenndi mér margt. Tjaldur var óyfirbyggður stálbátur, 130 tonn að stærð. Við vorum á netum.“
Tæknibylting í meðferð á afla Nýja Rifsnesið hefur reynst ágætlega í vetur. Það leysti af hólmi eldra skip með sama nafni sem hafði verið í eigu útgerðarinnar í fjölda ára. „Það er mikill munur á þessu skipi og því eldra. Allur aðbúnaður fyrir mannskapinn er svo miklu betri. Veðra verður lítið vart á svona stóru og góðu skipi. Línuveiðarnar eru þannig að það má vera mjög slæmt veður til þess að ekki sé róið.“ Bjarni segir að öll meðferð á aflanum hafi sömuleiðis batnað til mikilla muna með tilkomu nýja Rifsnessins. Skipið er það stórt að það rúmar vel ýmsan tæknibúnað sem er notaður við meðhöndlun fiskjar um borð. Um leið og skipið var keypt, var sett um borð það nýjasta og besta sem íslenskur iðnaður hefur að bjóða í þeim efnum. „Við fengum þvotta- og kælikerfi fyrir fiskinn um borð sem er þróað og smíðað af 3X-Stál á Ísafirði. Þetta er svokallaður snigill sem stjórnar því alveg hvað hver einasti fiskur liggur lengi í blóðgun og slægingu. Þetta er gjörbylting til batnaðar. Búnaðurinn tryggir að enginn fiskur liggur of lengi eða of stutt. Svo er kæling á sjónum sem notaður er í þetta. Hann er kældur niður í það hitastig sem við kjósum og því haldið stöðugu þannig, segjum til dæmis í einni gráðu eða mínus 0,3 gráðum. Þessi búnaður er heldur betur að sanna sig núna og ryður sér til rúms í fiskiskipum sem landa ferskum og ísuðum afla.“
Settist að í Rifi
Bjarni Gunnarsson skipstóri á Rifsnesi SH 44 um borð í skipi sínu nýkominn með góðan afla að landi. Körin sem landað hefur verið úr skipinu standa á bryggjunni.
vikulanga skemmtiferð til Berlínar í Þýskalandi fyrir ferðasjóðinn okkar sem við söfnum í saman. Þetta höfum við gert nokkrum sinnum og er mjög gaman. Svo stoppar báturinn alltaf um fimm vikur yfir hásumarið svona frá júlíbyrjun og fram yfir verslunarmannahelgi,“ segir Bjarni.
Bjarni segir að línuveiðin hafi verið betri nú í vor heldur en á sama tíma undanfarin þrjú ár. „Fiskurinn hefur verið tiltölulega vænn, vel haldinn en dreifður víðar. Ég veit ekki hvað veldur. Það virðist nóg æti í sjónum. Við sjáum mikið af fallegum lóðningum hér í Breiðafirði og víðar sem sjálfsagt er síld.“
Góð veiði í vor
Stefndi á að verða bóndi
Einn af kostunum við svo stórt og vel búið línuveiðiskip er að menn
Nóg um skipið. Snúum okkur að skipstjóranum. Hver er Bjarni
Gunnarsson? „Ég fæddist og ólst upp í Böðvarsholti í Staðarsveit, sonur hjónanna Gunnars Bjarnasonar bónda og hreppstjóra og Áslaugar Sesselju Þorsteinsdóttur. Hún lést 1988 en faðir minn er enn á lífi og við þokkalega heilsu þó hann sé kominn vel yfir nírætt. Hann býr núna með sambýliskonu sinni í Reykjavík. Þar una þau í Sóltúni, eru hress og sjálfbjarga um sitt. Hann bjó alla sína tíð í Böðvarsholti með blandaðan búskap. Við erum sex systkinin, ég er fyr-
Alltaf á bátum frá Rifi
Heppinn með áhöfn Alls eru 14 í áhöfn Rifsness. Afla skipsins er landað til vinnslu hjá Hraðfrystihúsi Hellissands í Rifi. Þeir róa alltaf stíft yfir þrjár helgar og taka svo eina langa helgi í frí, eina fimm til sex sólarhringa. „Ég hef verið mjög heppinn með mannskap. Það er ekki mikið um breytingar í áhöfninni og launin eru ágæt. Við höfum ekki átt í vandræðum með að manna. Flestir eru héðan af Vesturlandi og búa hérna á Snæfellsnesi. Í dag er talsverð ásókn í að komast hér í skipsrúm. Við höfum ekkert verið að flækja þetta með því að hafa til að mynda eina og hálfa áhöfn og láta menn skiptast á að fara í frí heldur taka bara allir fríið í einu og báturinn liggur á meðan. Svo er gert eitthvað skemmtilegt af og til. Núna í maí fórum við öll áhöfnin og makar saman í tæplega
Bjarni ílentist á Tjaldinum í nokkur ár og festi um leið rætur í Rifi. „Fyrst sem háseti og svo sem stýrimaður á undanþágu sem kallað var vegna þess að ég var ekki með tilskilin réttindi. Svo fór ég í Stýrimannaskólann og sótti mér þau. Ég tók alla þrjá bekkina sem þá voru. Ég lauk svokölluðu farmannaprófi og hafði þannig réttindi til að stýra flutningaskipum. Svo flutti ég búferlum vestur á Rif 1986 með eiginkonu minni Elínu Katrínu Guðnadóttur og hef verið hér síðan. Hún lést hins vegar úr krabbameini 2005. Við áttum tvö börn, Helga Má sem er sjómaður á Rifi og Rúnu Lísu sem starfar hjá Tollstjóranum í Reykjavík.“ Bjarni býr enn í Rifi. „Ég er svona einn að hringlast í húsinu. Þó er ég í eins konar fjarbúð með Láru Heiði Sigbjörnsdóttur sem ég kynntist fyrir nokkrum árum en hún býr fyrir sunnan. Maður er svona á flakki á milli í landlegunum. Ég fer suður eða hún kemur vestur, svona eftir því hvernig landið liggur hverju sinni.“
Rifsnes SH þegar Bjarni kom með skipið í fyrsta sinn til heimahafnar í nóvember á síðasta ári.
eiga mjög hægt um vik að beita þeim hvar sem verða vill hverju sinni. Þessi skip má senda þangað sem fiskurinn er hverju sinni. „Úthaldið er einna stífast á haustin. Þegar við byrjum þá erum við yfirleitt að veiðum fyrir norðan eða austan land. Þá löndum við á Siglufirði, Þórshöfn eða þar sem styst er til hafnar á hverjum tíma. Svo færum við okkur heim þegar líður á veturinn. Það er búið að vera ágæt veiði nú í vor. Febrúarmánuður fór reyndar fyrir lítið hjá okkur því báturinn skemmdist í óhappi sem varð hér í Rifshöfn. Við þurftum því að fara í slipp og tókst sú viðgerð mjög vel.
Ljósm. af.
Bjarni í brúnni á Rifsnesi SH. Skipið er mjög glæsilegt og vel búið í alla staði.
Sjómennskuferill Bjarna innsiglaðist með náminu í Stýrimannaskólanum. Draumurinn um að verða bóndi var lagður á ís. „Ég var stýrimaður á Tjaldinum í nokkur ár eftir að við fluttumst vestur á Rif. Síðan tók ég við skipstjórn þegar útgerðin keypti nýjan Tjald SH. Hann er öflugt línuskip smíðað í Noregi og enn gert út héðan frá Rifi. Skömmu síðar festi útgerðin svo kaup á Tjaldi II sem var nýsmíði eins og hinn Tjaldurinn. Ég sótti Tjald II í skipasmíðastöðina í Noregi, sigldi skipinu heim og varð skipstjóri á honum í tvö ár. Þá hætti ég hjá Kristjáni Guðmundssyni og fór yfir á Rifsnes SH sem var í eigu Hraðfrystihúss Hellissands. Þar var ég stýrimaður en tók svo við sem skipstjóri á því þegar Baldur Freyr Kristinsson sem var með skipið á undan mér hætti. Hann keypti sér Rifsara SH og fór sjálfur að gera út sem hann stundar reyndar enn. Þetta var 1999.“ Skipstjóra tíð Bjarna á bátum sem bera nafnið Rifsnes SH spannar því orðið ein 15 ár. Bjarni Gunnarsson segist mest hafa verið á línu og netum alla sína sjómannstíð. „Reyndar vorum við nokkur ár á trolli á gamla Rifs-
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Gamla Deutz-dráttarvélin heiman frá Böðvarsholti í Staðarsveit verður nú brátt sem ný í höndum Bjarna. Hann slakar á með því að gera gripinn upp þegar hann er í landi.
Tveir vaskir skipverjar á Rifsnesi taka við kössum með frosinni beitu um borð.
Gamli díselmótorinn í Deutzinum bíður þess að vakna til lífsins á ný.
nesinu. Það gekk ágætlega en því var hætt þegar beitningavél var sett í skipið 2004. Svo var maður oft á rækju á sumrin svona nokkurn veginn á áratugnum 1980 til 1990.“
Tæmir hugann yfir gömlum traktor Það er greinilegt á máli Bjarna að hann hefur ekki aðeins áhuga á sjómennskunni. Búskapurinn og sveitin standa einnig hug hans nærri. Hefur honum aldrei dottið í hug að söðla um og stunda landbúnað? „Þetta er dálítið erfið spurning,“ svarar Bjarni og hlær við. „Nei, ég held ekki. Ég kann vel við mig á sjónum. Ég er einn af þessum gömlu sem bara róa og róa. En það er þó alltaf gott að koma í sveitina þegar maður er í landi. Svo dunda ég mér við að gera upp gamla Deutz-dráttarvél heima í bílskúr. Það er óskaplega notalegt að koma heim úr erfiðum og kannski leiðinlegum róðrum, tæma hugann og slaka á við að vinna í traktornum. Þetta er vél sem upphaflega kom ný heim í Böðvarsholt haustið 1965. Ég man það vel. Hún olli straumhvörfum í allri vinnu á bænum. Þótti mjög fullkomin og var með ámoksturstækjum. Traktorinn var notaður vel fram yfir aldamót en orðinn ansi lúinn þegar ég tók hann til mín og hóf uppgerðina. Ég er mikill áhugamaður um gömul landbúnaðartæki. Það er gott að eiga svona tómstundaáhugamál.“
Sáttur við sjómennskuna Bjarni segir að það hafi verið mikil forréttindi að hafa alist upp í sveit. Hann sé sáttur við það hlutskipti sitt að hafa orðið sjómaður þó hann hafi upphaflega dreymt um að verða bóndi. „Afi minn Bjarni Nikulásson bjó í Böðvarsholti og var fæddur 1881. Ég minnist þess skýrt að hann sat oft með mig, nokkurra ára gamlan og söng fyrir mig „Hafið bláa hafið, hugann dregur“ og aðrar vísur og ljóð. Það var oft eitthvað tengt sjónum, hann var sjálfur gamall skútukarl á yngri árum og hafði róið frá Snæfellsnesi. Hann kenndi mér svona kveðskap tengdan sjónum. Ég varð svo sá eini af okkur systkinunum sem varð sjómaður. Kannski renndi gamla manninn í grun að svo yrði.“ mþh
fiskverkun óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
47
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
48
Mokveiði í netin hjá Þórsnesi SH í vetur „Ég hef aldrei kynnst þessu eins og þetta hefur verið hjá okkur í vetur. Þetta er búið að vera þannig og er enn, að við leggjum netin á nóttunni og byrjum svo að draga þegar þau hafa legið í tvo til fjóra tíma. Það þýðir ekkert að láta þau liggja í sólarhring því þá veiðist hreinlega allt of mikið. Fiskgengdin er svo ofboðsleg. Við veiðum bara fyrir vinnsluna í Stykkishólmi og skömmtum okkur því aflann. Í vetur höfum við veitt tvo til fjóra daga í viku, tekið vikuskammtinn upp á hundrað tonn, og svo bara farið í helgarfrí.“ Þetta segir Margeir Jóhannesson skipstjóri á línu- og netabátnum Þórsnesi SH 109 sem gert er út frá Stykkishólmi. Margeir hefur áratuga reynslu sem skipstjóri. Hann tók við stjórn á sínum fyrsta bát árið 1986. „Áður en ég tók við skipstjórn hjá þessari útgerð haustið 2010 þá var ég með dragnótarbáta á Suðurnesjum. Það var reyndar eldra Þórsnes sem ég byrjaði á en það var selt og nýtt Þórsnes sem nú er keypt fyrir um tveimur árum. Þá var sett beitningavél í skipið. Við notum hana á línuveiðum á haustin fram til áramóta. Síðan byrjum við á netaveiðum strax á nýju ári. Þær stundum við fram á vorið eða sumarið. Nú í
ár ætlum við til að mynda að hætta í lok maí. Þá verður bátnum lagt í þrjá mánuði og við fáum þannig gott sumarfrí. Það verður svo ekkert farið af stað aftur fyrr en á nýju kvótaári í september.“ Að sögn Margeirs eru ágætis aflaheimildir á bátnum. Allur þorskur sem veiðist fer til saltfiskvinnslu í Stykkishólmi en aukaaflinn eða það sem ekki er unnið í salt er selt á markaði.“
Illa gekk á ufsanetum Þeir á Þórsnesi SH hafa verið mest í Breiðafirðinum á netunum nú eftir áramót utan þess að þeir fórum aðeins suður fyrir að reyna við ufsa. „Við höfum verið svolítið á ufsa netum á veturna en nú gekk illa. Það var svo mikill þorskur með ufsanum að við ákváðum bara að fara beint í Breiðafjörðinn aftur til að veiða eingöngu þorsk eða svo gott sem,“ segir Margeir. „Fiskurinn er vel haldinn og virðist hafa nóg æti í Breiðafirði. Það er mjög þægilegt að sækja þetta svona þegar aflinn er svona góður og til þess að gera stutt að róa frá Stykkishólmi.“ Þórsnes fer eingöngu í dagróðra sem þýðir að báturinn kemur alltaf inn síðdegis eða á kvöldin þegar róið er. „Við tókum þátt í net-
Þórsnes nýkomið úr róðri við bryggju í Stykkishólmi.
Margeir Jóhannesson skipstjóri á Þórsnesi SH.
rallinu svokallaða með Hafrannsóknastofnun nú í apríl og vorum í Faxaflóa. Það virtist vera fiskur víða en sum staðar þó ekki. Þorskurinn
virtist að stórum hluta vera kominn upp á grunnið þar og stóð mjög nálægt landi. Það var til dæmis mikið af þorski í grennd við Straums-
Ljósmyndir: Eyþór Benediktsson.
vík og Hafnarfjörð,“ segir Margeir Jóhannesson skipstjóri á Þórsnesi SH. mþh
Landað úr Þórsnesi í Stykkishólmi eftir enn einn moktúrinn í Breiðafirði nú í vor.
Rækjan veiðist vel í Breiðafirðinum Ágæt rækjuveiði hefur verið í Breiðafirði og við Snæfellsnes nú í vor og það sem af er sumri. „Það er mjög góð veiði. Það sem af er maí er búið að landa ríflega 600 tonnum af rækju í Grundarfjarðarhöfn.
Það lifnar yfir Grundarfjarðarhöfn þegar rækjuveiðarnar hefjast á vorin. Hér gera rækjusjómenn við vörpu sína á bryggjunni nú í maí. Ljósm. sk.
Nota Grundarfjörð sem bækistöð Siglfirðingurinn Pétur Bjarnason er skipstjóri á Siglunesi SI 70.
Hún er unnin hér og á Ísafirði, Sauðárkróki og á Siglufirði. Ég held að yfir 20 bátar séu á þessum veiðum núna. Þar af eru nokkrir af Vesturlandi, héðan úr Grundarfirði og Rifi,“ segir Hafsteinn Garðarsson hafnarvörður í Grundarfirði.
Einn þeirra báta sem landa í Grundarfirði og sækja þjónustu þangað er togskipið Siglunes SI 70. „Við fengum 11 tonn af rækju á þremur sólarhringum. Við vorum einar sex sjómílur frá Rifi. Síðan enduðum við hérna inni í Breiðafirði, úti af Grundarfirðinum. Við erum stærsti báturinn sem má fara inn á svokallað innra svæði hér í Breiða-
firði eftir rækju. Það var opnað nú í maí. Þetta svæði markast í vestri af línu sem er dregin úr Öndverðanesi og norður í Skor. Við megum veiða inneftir Breiðafirðinum innundir á móts við Krossnes hér við Grundarfjörð. Annars er sami kvótinn á rækjunni bæði í Breiðafirði, Jökuldýpinu og Kolluálnum,“ sagði Pétur Bjarnason skipstjóri á Siglunesi þar sem báturinn lá við bryggju í Grundarfirði.
Siglunes SI lætur úr höfn í Grundarfirði út á rækjumiðin í Breiðafirði. Báturinn hét áður Danski Pétur VE um áratugaskeið og var smíðaður hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi árið 1971.
Betri veiði en í fyrra Pétur segir að afli Siglunessins fari til vinnslu hjá Ramma á Siglufirði en það fyrirtæki leigir skipið til veiðanna og gerir það út. „Við löndum rækjunni sem við fáum hérna vestanlands hér í Grundarfirði. Aflanum er svo ekið norður. Hér eru fimm karlar um borð og við veiðum eingöngu rækju. Mér finnst rækjuveiðin bæði í Kolluálnum og hér inni í Breiðafirði vera skárri heldur en í fyrra. Ég hef alltaf komið hér á
vorin til að fara á rækju svo maður hefur samanburðinn. Rækjuveiðin er þó ekki orðin jafn góð og hún var hér áður fyrr á árunum.“ Pétur segir að þeir á Siglunesi verði á rækjuveiðunum á meðan kvóti sé fyrir hendi. „Skipin veiða úr sameiginlegum kvótapotti og þegar hann er uppurinn þá er veiðum hætt. Ég hef ekki hugmynd um hver staðan á þeim heimildum er núna og veiði bara á meðan ég má veiða.“ mþh
SKESSUHORN 2014
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn
Smiðjuvellir 22 - Akranesi - 431 2345 / 893 2256 - skagaverk.is - skagaverk@gmail.com
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
50
Píparinn sem stefnir á skipstjórn „Ég var búinn að fá tvisvar inni áður í skólanum en guggnaði alltaf á að fara. Að endingu og í þriðja sinn sló ég til. Ég hóf námið í fyrrahaust. Það verður þrjár annir þannig að ég klára um jólin í ár. Þá hef ég lært til þess að fá réttindi til að stjórna allt að 45 metra löngum skipum. Það er þetta svokallað Bstig.“ Orri Magnússon frá Ólafsvík er lærður pípulagningamaður sem vill gjarnan verða skipstjóri. Hann stundar nú skipstjórnarnám við Tækniskólann í Reykjavík.
haustönn örlítíð einfaldari. Þetta er kennt tvö kvöld í viku.“
Vinsælt og skemmtilegt Nokkrir Vestlendingar stunda nú stýrimannanám. Að sögn Orra eru tveir aðrir núna úr Ólafsvík í dagnámi í skólanum. Svo eru nokkrir frá Grundarfirði og Stykkishólmi í stýrimanna- og vélstjórnarnámi. Einnig eru nemendur frá Akranesi. „Námið hér virðist mjög vinsælt núna. Það er mikil aðsókn. Skólinn er mjög góður, þetta er skemmtilegt nám og góður andi. Það er dálítið keppnisskap í mönnum, þeir reyna
Sjórinn alltaf haft aðdráttarafl „Ætli maður reyni svo ekki að komast á sjóinn þegar náminu lýkur,“ segir Orri. Hann veit þó ekki enn hvort hann ætli að gera fiskveiðar að ævistarfi. „Ætli ég sjái ekki hvernig þetta þróast. Ég hyggst byrja þar allavega.“ Hann var búinn að róa tvær netavertíðir á Ólafi Bjarnasyni SH í fyrra og hitteðfyrra þegar hann ákvað loks að taka skrefið til fulls, fara í skólann og ná sér í réttindi. „Magnús Jónasson, faðir minn er stýrimaður þar um borð en bróðir hans Erling er skipstjóri og útgerðarmaður. Sjómennskan hefur alltaf togað í mig þó ég sé lærður pípulagningamaður. Ég fór til Reykjavíkur í fyrravor þegar vertíðinni þá var lokið. Um sumarið vann ég sem pípari í blokk sem var verið
að standa sig sem best í náminu og það er bara fínt. Hér eru menn á öllum aldri, allt frá 16 til 60 ára en mér skilst að meira sé um yngri nemendur nú en áður hefur verið. Það er þó töluvert af eldri strákum hér í skólanum. Menn með reynslu. Mér skilst að það séu alls um 250 nemendur alls við skipstjórnarnám í skólanum, bæði í dagskóla og dreifnámi.“ Orri segir að sér hugnist vel að verða með réttindi bæði í skipstjórn og svo í einhverri iðn eins í pípulögnum í hans tilviki. „Þetta gefur hvorutveggja góða atvinnumöguleika í framtíðinni.“ mþh
Orri Magnússon frá Ólafsvík lýkur skipstjórnarnámi um næstu jól.
að byggja. Svo fékk ég inni í skipstjórnarnáminu um haustið. Í vetur hef ég svo unnið sem pípulagningamaður með skólanum.
Krefjandi nám Þannig hefur það hentað Orra mjög vel að vera með iðnmenntun sem hefur gert honum kleift að afla tekna með skólanum. Hann segir að það sé þó ekki möguleiki að vera í fullu starfi með náminu. „Skólinn er frá átta til hálf sex alla daga. Námið er mjög krefjandi. Það þarf að hafa verulega fyrir því að ná sér í skipstjórnarréttindi í dag. Mér
finnst þetta miklu erfiðara heldur en iðnnámið á sínum tíma þegar ég lærði pípulagnirnar. Mörg fögin eru krefjandi og mikið um verkefnaskil. Stöðugleikinn getur til dæmis verið snúin námsgrein ef menn ná ekki tökum á því fagi strax. Ég lagði mikla vinnu í það fag. Svo er það siglingafræðin, siglingareglur og veðurfræði. Þetta eru 22 einingar á önn og 45 kennslustundir á viku.“ Orri lætur þó engan bilbug á sér finna. „Ég ætla að vinna í pípulögnum í sumar og taka samhliða því stærðfræðiáfanga í sumarskóla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti sem gerir þar af leiðandi komandi
Neta- og dragnótarbáturinn Ólafur Bjarnason SH þar sem Orri var í áhöfn áður en hann fór í skipstjórnarnámið.
Ólafur er sáttur við sitt í Ólafsvík Ólafur Helgi Ólafsson er borinn og barnfæddur Hornfirðingur sem flutti ungur að árum til Ólafsvíkur eftir að hafa kynnst eiginkonu sinn Laufeyju Kristmundsdóttur á síldarvertíð á Hornafirði. Ólafur segist hafa tekið ástfóstri við Ólafsvík strax eftir að hann settist þar að. „Hér er yndislegt að vera. Maður er frjáls eins og fuglinn. Það er ólýsanlegt að róa á handfærin fram á víkina í góðu veðri og sjá fallegt bæjarstæðið og fjöllin gnæfa yfir,“ segir Ólafur Helgi. Hann er mikill dýravinur og hefur frá unga aldri haldið bæði fiður- og sauðfénað. Ég eignaðist fyrst dúfur árið 1979 og svo hænur frá 1994. Félagi minn gaf mér síðan eitt lamb. Viku síðar átti ég tíu lömb. Boltinn í sauð-
fjárræktinni fór að rúlla upp úr því,“ segir Ólafur. „Ásamt tveimur félögum mínum hóf ég byggingu á nýju fjárhúsi. Við vorum tilneyddir að fara úr gömlu fjárhúsi þar sem sem við höfðum verið með féð. Það var annað hvort að hætta alfarið eða byggja nýtt. Við völdum seinni kostinn. Ætli við séum ekki með um 70 hausa núna. Auk þess höldum við hænsni, endur og svo dúfur.“
Mikið að gera í sauðburði og á strandveiðum Ólafur segir að síðustu vikur hafi verið strembnar. „Sauðburðurinn hefur verið í fullum gangi. Hann fellur að hluta á sama tíma og upp-
Ólafur Helgi Ólafsson hampar vænum þorski á trillunni sinni við ægifagra fjallasýnina norðan Jökuls.
Ólafur Helgi dyttar að línunni.
Það er í nógu að snúast um sauðburðinn. Hér fær eitt lambanna mjólk úr pela hjá bónda sínum.
haf strandveiðanna.“ Ólafur gerir út á þær og hefur átt trilluna Glað SH frá árinu 1994. Glaður leysti af hólmi eldri Sómabát með sama nafni. „Það eru alger forréttindi að fá að róa á færaveiðum á sumrin. Dagarnir í strandveiðikerfinu á þessu svæði mættu þó vera fleiri. Það er ekki hægt að lifa á þessu einu saman. Ég tek sumarfrí mitt á strandveiðum en ég vinn þess á milli í fiskverkun Klumbu,“ segir Ólafur. Hann bætir við að hann rói hvorki í slæmum veðrum né sæki langt á miðin. „Mér finnst fínt ef ég næ 400 til 500 kílóum í róðri. Það er enginn græðgi í mér. Ég er bara sáttur við mitt,“ segir Ólafur Helgi Ólafsson. Texti og myndir: Alfons Finnsson.
1. JÚNÍ 2014
HAMINGJUÓSKIR Á SJÓMANNADAGINN Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju á sjómannadaginn og þökkum góða og árangursríka samvinnu í áranna rás. Skaginn hf., Þorgeir & Ellert á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði.
Megintilgangur og markmið starfsemi þessara fyrirtækja er afköst, vöruvöndun og gæði til að hámarka afurðir og aflaverðmæti. skaginn.is | 3X.is
JANÚAR
Bakkatúni 26 300 Akranesi Sími 430 2000
Fiskislóð 73 101 Reykjavík Sími 450 5050
Sindragötu 5 400 Ísafirði Sími 450 5000
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
52
Steindór Oliversson trillukarl á Akranesi:
„Þú gengur aldrei að neinu vísu í sjómennsku og útgerð“ „I was sixty years old, just a kid with a crazy dream.“ Kanadíska ljóðskáldið og tónlistarmaðurinn Leonard Cohen á tónleikum í Lundúnum hjómar út um hálfopnar dyr á beitningaskúr á Breiðinni á Akranesi. Þar inni stendur Skagamaðurinn Steindór Oliversson og þræðir loðnu upp á öngla. Hann er trillukarl og ætlar með þessu að freista steinbítanna í Faxaflóa. Nú er komið vor. Farfuglarnir eru mættir á Breiðina. Það er tíminn til að leggja línuna fyrir þá gráu. Steindór lækkar í vini sínum Leonard Cohen þegar blaðamaður gengur í hús. „It’s written in the scriptures. It’s written there in blood....“
Sinn eigin herra Hann heldur áfram að beita á meðan við spjöllum saman. „Ég er nú mest á línu. Svo fer maður alltaf á handfæri í einhverja daga snemma á vorin þegar loðnan er að ganga yfir. Þá þýðir ekkert að leggja línuna því þorskurinn vill bara éta loðnu. Það var mjög stór og fínn þorskur hér í Faxaflóanum í vor. Alveg frá 8 kílóa til 40-50 kílóa fiskar sem maður var að draga. Þetta er búið að vera svona síðustu þrjú vorin. Það er gaman að eiga við þetta. Svo var fín veiði inni í Hvalfirði. Þangað fer ég þó aldrei eftir að stórskipasiglingar fóru að tíðkast þar. Ég fer alltaf í óstuð þegar ég sé dallana koma og missi allan veiðiáhuga. Ég kann ekkert við að fá risastór skip siglandi yfir veiðislóðina þar sem það liggur við að maður hrekjist undan upp í fjöru. Þess vegna fer ég aldrei þangað. Þetta er auðvitað bara sérviska,“ segir Steindór, lítur á blaðamann og glottir. Þessi yfirlýsing segir þó sitt. Steindór Oliversson er sjálfstæður maður sem fer sínar eigin leiðir. Hann setur nýja loðnu upp á krók og leggur snyrtilega ofan í línubalann. Þessi trillukarl hefur frá mörgu að segja.
Ferilinn hófst á selveiðum við Faxaflóa Hann hefur stundað smábátaútgerð frá Akranesi um þriggja áratuga skeið eða allar götur síðan
Steindór Oliversson kveikir sér í pípu í beitningarskúrnum og hefur frá mörgu að segja.
1985. Upphaf þessa ferils er saga út af fyrir sig. „Ég er lærður húsasmíðameistari. Hafði unnið við það mest hjá Ístak og seinast við að byggja flugstöðina á Keflavíkurflugvelli en var orðinn leiður. En ég byrjaði ekki á fiskveiðum heldur stundaði ég selveiðar. Fyrstu tvö árin voru þær mín stærsta tekjulind. Ég stundaði veiðarnar vestur á Mýrum. Veiddi útsel og notaði stóran riffil. Á þessum árum var að störfum svokölluð hringormanefnd á vegum stjórnvalda. Menn höfðu fundið út að selurinn dreifði hringormasmiti í þorskinn. Ormurinn var mikið og dýrt vandamál í fiskvinnslu. Til að stemma stigu við þessu var ákveðið að fækka útsel við strendur landsins. Hringormanefndin greiddi mönnum ákveðna upphæð fyrir það sem þeim tókst að fella. Þarna var ég að koma til hafnar á Akranesi eftir þriggja daga útilegu á lítilli trillu með fullt af selum sem maður hafði veitt fyrir vestan. Ég var með gúmmíbát aftan í trillunni. Hana lagði ég við stjóra.
Herjaði síðan gúmmíbátnum. Þá seli sem ég veiddi safnaði ég svo saman við belgi sem flutu á sjónum. Síðan festi ég selina í kippum aftan í trilluna og dró þetta til Akraness. Ég var stundum að koma með allt að fjögur tonn af selum í einu með þessum hætti. Ég afhenti þetta svo við frystigeymslu hér á Akranesi og fékk greitt samkvæmt vigt. Selirnir voru frystir og notaðir í refafóður. Þeir voru settir í risastóra hakkavél sem stóð uppi í Borgarnesi, skellt í pönnur og gefnir refunum. Þetta gekk svona í nokkur ár. Ég hafði ekkert mikinn áhuga á þessum þorsktittum og því dóti. Upp úr selveiðunum hafði ég vel það sem hinir voru að hafa á línuveiðum og skaki. Þetta var líka mjög spennandi.“
Málin flækjast í selnum Selveiðarnar duttu þó upp fyrir eftir að Steindór hafði stundað þær í nokkur ár. „Þeir hjá Hringormanefnd hættu að borga fyrir skrokk-
Ljósm. fh.
ana. Svo voru einhverjir Mýrabændur alltaf að kæra mig. Þeir töldu að ég væri á svæði sem þeir ættu. Síðan komust þessar veiðar í blöðin. Það vakti svo mikla athygli þegar ég kom hérna til Akraness með slóðann af dauðum selum á eftir mér og var að hífa þetta upp á bryggjuna. Það var full bryggjan af fólki og einhverjar myndir komu í blöðunum. Þá fóru bændurnir að njósna um hvað ég væri að fá borgað. Það voru alltaf að koma kærur úr Borgarnesi. Maður mætti til að gefa skýrslur, kannski keyrandi með kerruna aftan í og hún full af dauðum sel. En ég gat alveg eins hafa veitt selina vestur á Hraunum sem er mið hér úti í Faxaflóa. Það voru aldrei færðar neinar sönnur á hvar ég veiddi en það var hundleiðinlegt að standa í þessu. Svo hætti ég endanlega þegar Hringormanefnd vildi bara fá kjálkann af selunum og móðurlífið úr urtunum og einhver önnur innyfli til rannsókna. Skrokkana kærðu þeir sig ekki um. Þá hætti ég. Það var ekki minn stíll að fara að stunda uppskurði eins og einhver kvensjúkdómalæknir. Síðan er ég búinn að reka útgerðina á fiskveiðum eingöngu.“ Steindór hafði þó flest árin stundað lúðuveiðar samhliða selveiðunum. „Fyrstu tíu, tólf árin eftir að ég var á selveiðunum var ég alltaf á lúðuveiðum með haukalóðum á sumrin. Ég vildi eiginlega bara vera á sel og lúðu. Svo fór lúðuveiðin að minnka. Það var ekki hægt að lifa af því eingöngu. Þá fór maður að sækja í þennan fisk sem ég kalla. Áður þótti mér það aldrei neinn afli að fá einhverja þorska og ýsur, ég vildi bara fá lúðu og sel. En smám saman varð ég að aðlaga mig að breyttum aðstæðum.“
Gat verið mikill slagur á lúðunni
Séð inn í beituskúrinn hjá Steindóri þar sem hann stendur við bala sína og undirbýr næsta róður.
Ljósm. fh.
Það var ekki síður ævintýrabragur yfir flyndruveiðiskapnum heldur en þegar Steindór v ar að eltast við selina. Eins og allir góðir veiðimenn kann Steindór fullt af góð-
um veiðisögum. Hann kemur með eina: „Lúðuveiðarnar voru þannig að maður gat kannski dregið tvisvar, þrisvar án þess að fá neitt. Svo datt maður allt í einu í hana og þá fékk maður útborgað alveg heilan helling. Ég man eftir því einu sinni þegar ég var vestur á Mýrum eitt haustið og það var búið að ganga illa. Það var svo margt sem passar sem gömlu mennirnir sögðu. „Hún gengur inn um réttirnar,“ sögðu þeir. Ég var þarna 22. september búinn að vera inni í Hvalfirði og vestur á Hraunum. Mér datt þá í hug að færa mig vestur á Mýrar til að kanna hvort það stæðist að lúðan færði sig inn í Flóann um þetta leyti. Ég var með svona tíu haukalóðir, 300 metra langar og 25 króka á hverri lóð og einn um borð. Ég fæ þarna 1.200 kíló af lúðu í einum róðri. Það var austan fýla í vindáttinni og það eru þrjár stórar á í einu. Ég var með eina í höndunum að taka hana inn og tvær fyrir neðan. Það voru vandræði að taka þetta innfyrir því þetta voru engar smálúður. Eitthvað um hundrað kíló hver. Ég var búinn að ná þeirri fyrstu innfyrir og losa af með því að skera á tauminn milli línu og önguls. Lætin voru svo mikil í þessari að ég skellti henni bara niður í lúkar á meðan ég var að fást við hinar svo þær væru nú ekki að berja þarna saman akkúrat við lappirnar á mér. Það var ekkert svigrúm til að gera neitt því það var svo hvasst. Þú hefðir átt að sjá ástandið á lúkarnum þegar ég var búinn að klára að draga lóðirnar og var orðinn laus. Það var allt út um allt! Nestið mitt, kaffibrúsinn, fötin og slorið upp um gólf og síður. Svona var þetta maður 1991 eða 1992.“
Svipull er sjávarafli Það var þess virði þó allt væri á tjá og tundri í lúkarnum á Þuru AK eftir þennan róður. Mjög hátt verð fékkst fyrir lúðurnar. „Ég keyrði aflann á markaðinn á Suðurnesjum. Þar sátu karlar sem voru að flytja lúðuna út með flugi til Ameríku. Þarna fékk ég eina og hálfa milljón króna á þremur vikum bara fyrir lúðu. Það eru sjálfsagt fjórar, fimm milljónir núna sko. Svo ætlaði ég að endurtaka sama leikinn árið eftir en þá var allt í tregðu. Þetta lýsir því svo vel hvernig sjómennskan er. Þú gengur aldrei að neinu vísu á sama tíma að ári. Þetta er eitt af því sem ég hef lært. Ég var svolítið lengi að læra þetta en ég veit þetta núna, það er aldrei neitt öruggt. Aðstæðurnar í sjónum, fiskverð, söluhorfur og allt þetta sem hefur áhrif á afkomuna.“ Steindór segir að hann hafi einungis stundað handfæra- og línuveiðar í sinni útgerð eftir fiski. Báturinn sem hann á núna er sá þriðji í röðinni. „Ég hef aldrei farið á grásleppu nema fyrst með trésmíðinni þegar ég var að læra hana. Ég hef ekkert gaman af því.“
Smíðað með veiðunum Útgerðin hefur gengið upp og niður. Stundum hafa fiskverð fallið svo lágt að það hefur ekki verið hægt að hafa nægar tekjur af veiðunum. Þá hefur komið sér vel að eiga húsasmíðina í bakhöndinni. „Ég hef
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
stundum orðið að hörfa í öruggan faðm Ístaks. Þeir freistuðu líka með spennandi verkefnum eins og Sultartangavirkjun og hafnargerð í Ísrael. Einu sinni var hringt í mig þegar ég var að koma úr steinbítsróðri og fiskiríið var frekar lélegt og verðið sama og ekki neitt. „Heyrðu, nú er ég að fara að byggja bryggju hérna í Ashdod í Ísrael,“ sagði Loftur Árnason í símann en hann var verkstjóri hjá Ístak. „Við vorum búnir að ráða þarna menn sem sögðust vera atvinnumenn í byggingaiðnaði en það gerist ekkert. Þeir bara rífast um teikningarnar, skilja ekki neitt. Sá sem er hæst settur í hernum, hann á að ráða en hann veit minnst. Heyrðu, skelltu þér bara.“ Ég var bara kominn eftir tvo daga í þetta ástand og var þarna í fjóra mánuði. Þetta var syðst í Ísrael, rétt norður af Gaza-ströndinni. Þarna kynntist maður því vel hvað deilumálin eru erfið og flókin fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Steindór er maður með margar skoðanir og hann lætur fylgja með kjarnyrta ræðu um íslenska stjórnmálamenn sem halda að þeir geti komið sem frelsandi englar og leyst málin í þessum heimshluta.
53
setja neitt undir hann eða neitt. Síðan keyrði Loftur í loftköstum beint suður til Reykjavíkur á öðru hundraðinu. Einn af bílstjórum Hvals mætti honum. Sá sagðist aldrei hafa séð bíl keyra jafn hratt um Hvalfjörðinn. Þetta fór allt vel en svona voru þessir menn.“
Stórufsinn horfinn úr Faxaflóa Það er frá ótal mörgu að segja. Á meðan hækkar línan í balanum. Botninn dettur oftast úr línuveiðunum á steinbít í Faxaflóa í júníbyrjun. Þá hefur Steindór oftast farið á stórufsaveiðar með handfærum. „Það er rosalega gaman. Í dag er þetta uppáhaldsveiðiskapurinn minn. En eftir að sandsílið fór að hverfa í Faxaflóa þá hefur ufsinn brugðist líka. Ufsagöngur í Faxaflóa hafa verið hverfandi síðustu tvö sumur.“ Þessi reyndi trillukarl sem gjörþekkir lífríkið í Faxaflóa lýsir því hvernig ástandið var allt þar til fyrir nokkrum árum. „Maður sigldi kannski hérna á sumrin frá Baulu rifinu, eftir Sviðinu og lengst norður á Hraun. Alls staðar sáust fugla-
Freistingarnar undirbúnar fyrir steinbítinn í beitningarskúrnum. Að baki Steindórs er kartöfluútsæði vorsins sem bíður óþreyjufullt þess að komast í jörðu. Ljósm. mþh.
er svona frískur. Ég er minn eigin herra. Þetta hefur gengið ágætlega. Ég hef borgað þokkalega háa skatta, sérstaklega tvö síðustu árin. Í fyrra greiddi ég fjórar milljónir á þessa einu litlu trillu með veiðigjöldum og öllu. Þessi veiðigjöld eiga kannski rétt á sér. Maður finnur þó verulega fyrir þeim. Þau koma ofan á öll önnur útgjöld og þau eru mörg, falla ofan á lækk-
Ómissandi menn í minni útgerðarsögu. Á sínum tíma var ég mest á sel- og lúðuveiðum þegar ég átti að vera að ryðja upp fiski og ná mér í aflareynslu til að fá síðan úthlutað kvóta þegar kvótakerfið var sett á. Seinna varð ég því að gera það upp við mig hvort ég vildi verða leiguliði og leigja til mín kvóta, bíða eftir því að fiskur félli af himnum ofan eða leggja hausinn að veði og kaupa
mér kvóta. Ég fór í það að kaupa mér kvóta í smá skömmtum. Ég er núna með einhver 45 tonn í þorskígildum. Það má svo drýgja með línuívilnun og fleiru samkvæmt reglunum. Ég ræ allt árið. Besti tíminn er oft um veturinn. Þá er verðið hæst.“ Steindór segir að það sé erfitt að stunda rekstur í kerfi sem taki sífelldum breytingum eins og gerst hafi með kvótakerfið. „Frá því ég keypti mínar fyrstu veiðiheimildir er ég þrisvar búinn að fá bréf frá stjórnvöldum þar sem mér hefur verið tilkynnt að minn kvóti sé skertur vegna þess að það þurfi að búa til heimildir handa öðrum. Síðast gerðist þetta þegar strandveiðikerfið var sett á. Ég hef í tvö skipti orðið að mæta þessu með því að kaupa mér meiri kvóta svo ég gæti haft vinnu og lifibrauð. Mér finnst þetta ósanngjarnt því ég hef orðið fyrir tjóni. Það er eins og maður sé í ónáð af því maður spilar með reglunum í kvótakerfinu.“
Hvergi hættur enn Hann ætlar þó hvergi að hætta útgerð og sjósókn þó hann sé orðinn
Í humarnum, saltfiski og hval Steindór segist hafa unnið mörg störf um æfina. Hann er fæddur og uppalinn á Akranesi og man þá tíma vel þegar flest snerist þar um sjávarútveginn. „Ég byrjaði sjö ára gamall að slíta humar hjá Heimaskaga hér á Akranesi. Þarna vorum við strákar á aldrinum sjö til tólf ára með sultardropa í nefinu og stungum okkur á göddunum. Jafnvel mátti sjá tár á hvarmi á einstaka manni þegar fór að líða á daginn. Svo gekk verkstjórinn um með stóran poka af brjóstsykri. Þeir sem voru fyrstir með balana fengu brjóstsykur. Ég var einn af þeim yngstu og náði rosalega sjaldan að fá brjóstsykur. Ég var svo lítill að hanskarnir voru settir á mig og svuntan reimuð á mig áður en ég labbaði þannig klæddur úr húsinu heima á Háteig niður í Heimaskaga. Svo var ég átta ára að vaska saltfisk hjá Gunnari heitnum Gunnarssyni niðri á Ægisbraut. Þar var ég í tvö ár. Svo kom hvalurinn.“ Steindór var aðeins um tíu ára gamall þegar hann byrjaði að vinna við að skera hvalkjöt á sumrin niðri í Heimaskaga. Þar vann hann í nokkur sumur. „Það var í fyrsta sinn sem ég sá brúnan 500 kall í umslagi. Það var alltaf útborgað hjá Hval hf. á sama degi á sama klukkutíma.“
Hvalur og Ístak bestu fyrirtækin Þegar tognaði úr Steindóri lá leið hans á vertíð í hvalstöðinni í Hvalfirði. „Ég var á planinu þar innfrá sumarið 1969. Þar lærði ég að drekka brennivín og kunni mjög vel við mig. Þetta var spennandi, skemmtileg og mikil vinna. Stundum sváfum við í öllum fötunum á milli vakta. Hentum okkur niður og steinsofnuðum. Þarna kom ég vellríkur heim um haustið og gat keypt mér skot og nýja byssu. Hvalur og Ístak eru bestu fyrirtæki sem ég hef unnið hjá. Ég man alltaf einu sinni að einn strákurinn sem var að vinna á planinu brenndi sig á löppinni á heitri gufu. Loftur heitinn Bjarnason, faðir Kristjáns Loftssonar, og forstjóri Hvals hf. var akkúrat nýkominn þarna á fína Bensinum sínum sem var mjög flottur bíll sem fáir áttu þá. Hann hikaði ekki eitt augnablik. Strákurinn var strax drifinn inn í bíl allur útbíaður í slorgallanum og breitt yfir hann. Engum tíma eytt í að
Trillan hans Steindórs heitir Þura AK og er sú þriðja í hans útgerðarsögu. Hér við línudrátt vestur af Akranesi.
ger og síli undir, hrefnur á sundi og allt á fullu. Þetta hefur gerbreyst eftir að sandsílið hvarf. Ég veit ekki hvað hefur gerst. Makríllinn liggur undir grun. Hugsanlega étur hann upp hrogn sandsílisins eða ungviðið. Þetta með sandsílið er grafalvarlegt mál. Allt byggir á því. Bæði fiskarnir, hrefnan og sjómennirnir lifa á því. Ef sílið skilar sér ekki þá kemur til dæmis engin hrefna inn í Faxaflóann. Þetta er ástæðan fyrir því að hvalaskoðunarbátarnir eiga erfiðara með að finna hrefnur. Þeir sem stunda hrefnuveiðar skjóta bara örfá dýr á ári. Þeir eiga enga sök á því ef ekki sést til hvala. Þetta er ætisskortur og ekkert annað.“
Ljósm. fh.
andi fiskverð og snerta reksturinn illa.“
Keypti sér kvóta til að hafa lifibrauð Hann segist eiga nægar aflaheimildir fyrir sig einan en ekki til að geta verið með mann með sér í vinnu. Steindór Oliversson er sjálfstæður einyrki. „Ég geri allt sjálfur nema vinna í vélinni. Ég fæ Gulla Ket [Guðlaug Ketilsson] og aðra vini mína til að hjálpa mér með slíkt. Þar vil ég nefna rafvirkjana Ármann Ármannsson og Samúel Ágústsson auk Guðjón og Jón hjá vélsmiðjunni Steðja hér á Akranesi.
Hann unir sér vel við veiðar á Þuru.
Veiðigjöldin bíta í reksturinn Talið beinist að útgerðinni í dag. Steindór segir að það sé besta starf í heimi að vera sjálfstæður trillukarl eins og hann sjálfur. Hann sé einfaldlega veiðimaður í eðli sínu en þetta sé barátta eins og allt annað. „Maður man alltaf bara eftir góðu stundunum. Fullir slóðar af fiski og seiluð línan af stórum fiski; steinbíti, ýsu eða þorski. Baslið reynir maður ekkert að muna. Það þurrkar maður bara út úr minninu. Þegar lagt er upp í veiðiferð er maður fullur af bjartsýni og veit aldrei hver útborgunin verður. Kannski færðu eitthvað, kannski mikið og kannski margfalt trésmiðakaup. Það er ekkert vit í að hætta þessu á meðan maður
Steindór dregur steinbítinn, þann gráa hafkött úr djúpi hafsins. Ljósm. fh.
Ýmissa grasa kennir á veggjum beituskúrsins. Þar má meðal annars skoða myndir af hinum ýmsu persónum sem eru fyrir ólíkra hluta sakir í uppáhaldi hjá eigandanum. Ljósm. fh.
Ljósm. fh.
rúmlega sextugur. Veiðar og vistin úti í náttúrunni hafa verið líf hans og yndi alla ævi fyrir utan eiginkonuna, börnin og barnabörnin. Þau eru orðin níu talsins. „Það er engin ástæða til þess á meðan heilsan er góð. Mér hefur ekki orðið misdægurt síðan ég steig upp úr mislingunum vorið 1960 þegar Örlygur Stefánsson æskuvinur minn kom og færði mér fífla og appelsín svo mér batnaði. Ég hef verið sprækur síðan.“ Línubalinn er fullbeittur af lokkandi freistingum fyrir steinbítana í Faxaflóa. Við kveðjum Steindór Oliversson. Leonard Cohen hækkar raust sína í hátölurunum í beitningarskúrnum: „If you want to strike me down in anger, here I stand, I’m your man...“ mþh
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
54
Trillukarl sem þarf að ráða sínum tíma sjálfur Einn þeirra trillukarla sem gera út frá Ólafsvík er Haukur Randversson á Geysi SH 39. „Ég byrja yfirleitt að róa með handfæri héðan frá Ólafsvík í mars á hverjum vetri. Ég ætlaði að gera það sama í ár en það klikkaði. Hefðbundin mið Ólafsvíkurbáta sem gáfu góðan afla í fyrra og áður brugðust í ár. Þó er það reyndar svo að aflinn var góður hjá handfærabátunum sem réru nú snemma í vor frá Arnarstapa. Það var líka þorskur suður úr öllu, jafnvel rétt fyrir utan Hafnarfjörð. Svo kom hrygningarstoppið í apríl. Það fór að ganga miklu betur héðan eftir að því lauk. Veiðin var mjög góð í lok apríl,“ segir Haukur nýkominn úr róðri eitt mánudagssíðdegið í maí.
félagi fatlaðra og keppir í mótum bæði hér heima og erlendis. Síðan fæddist yngri sonur okkar með hjartagalla en það tókst að laga það. Svo er konan mín öryrki.“ Þessi fötlun og veikindi hafa gert það að verkum að Hauki finnst best að vera sjálfstæður trillukarl. Þá hefur hann þann sveigjanleika sem hann þarf í sínum vinnutíma til að geta sinnt fjölskyldunni. „Ég kann vel við að vera á sjónum. Það fylgir því ákveðið frelsi að vera sinn eigin herra. Ég ræð mínum vinnutíma mikið sjálfur og það hentar vel fyrir okkar fjölskyldaðstæður þar sem við erum með fatlað barn. Ég get þá tekið mér frí ef þess þarf og verð ekki að vera kominn upp á náð og miskunn vinnuveitanda. Líklega mun ég bara halda þessu áfram þar til ég kemst á eftirlaunaaldur nema ég missi þá áhugann fyrr,“ segir hann hress í bragði.
Býr fyrir sunnan Hann er fæddur og uppalinn í Ólafsvík þó hann sé ekki búsettur þar í dag. „Þetta er ég búinn að stunda síðan 1983, það er að stunda trilluútgerð og róa til fiskjar. Í dag á ég tólf tonna kvóta. Leigi frá mér ýsu- og steinbítskvótann og veiði frekar þorsk í staðinn.“ Haukur rær á handfærum á hraðfiskibát sínum. „Ég bý nú suður í Reykjavík þó ég rói héðan frá Ólafsvík og sé með bátinn hér. Þegar ég er fyrir vestan á veiðum bý ég svo hjá tengdafor-
Hefur val milli möguleika í sumar
Haukur Randversson landar fallegum handfæraþorski úr bát sínum í Ólafsvíkurhöfn.
eldrum mínum í Stykkishólmi. Ég ek svo alltaf út í Ólafsvík og aftur til baka í Hólminn. Ég vil hafa bát-
inn í Ólafsvík og sækja þaðan. Það hef ég gert alla tíð.“ Á sínum tíma flutti Haukur suður með fjölskyldu
Dagur í lífi... Skipstjóra Nafn? Ólafur Hallgrímsson. Starfsheiti? Skipstjóri á M/S Dantic sem er norskt flutningaskip. Dantic er 64 metra langt og 11 metra breitt, svokallað lausflutningaskip og lestar um 1700 tonn. Það var smíðað á níunda áratug síðustu aldar, traust og gott skip. Fjölskylduhagir? Fráskilinn fjögurra barna faðir. Þegar ég á frí í siglingunum bý ég heima á Akranesi. Áhugamál? Landafræði, lestur, ferðalög og margt fleira. Síðan er mér annt um þá sem minna mega sín. Hvernig var vinnudagurinn (þriðjudagurinn 20. maí)? Við lestuðum á stað sem heitir Seljestokken í Sogn- og Firðafylki í Vestur Noregi í gærkvöldi, 19. maí. Eftir lestun sigldi ég skipinu norður á bóginn og þar sem ég þurfti að stoppa við eyjuna Måløy og setja í land farþega frá Íslandi. Sá þurfti að ná hraðferjunni til Björgvinjar og flugi heim til Íslands. Um kl 04:00 tók stýrimaðurinn við. Ég lagði mig aðeins. Svo var ég ræstur og kominn aftur upp í brú um tíuleytið. Ég sá um siglinguna inn til Álasunds þangað sem ferðinni var heitið með farminn. Þar vorum við um hádegið og hófst losun strax. Á meðan því stóð fékk ég þær fréttir að við ættum svo að lesta annan farm á stað sem heitir Hundsvika. Með því fylgdu skilaboð um að þeir lestuðu ekki skipið í dag ef við kæmum eftir kl 20. Dagurinn fór þannig í það að reka á eftir og losa skipið á sem skemmstum tíma. Um leið hringdi ég til Hundsvika og reyndi að beita persónutöfrunum að ná lestun þó við yrðum í seinna lagi. Við sigldum um kl 17 frá Álasundi og ég náði að vera komin til Hundsvika klukkan 19:45. Við fengum þar með lestun og hún stendur yfir nú þegar ég ræði við Skessuhorn. Eftir að karlarnir verða búnir að lesta skipið er
Skagamaðurinn Ólafur Hallgrímsson við stjórnvölinn á skipi sínu Dantic.
Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Ég náði því markmiði sem stefnt var að. Var dagurinn hefðbundinn? Já, það má segja það. Það er alltaf stress að ná lestun og losun á sem stystum tíma. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég hef verið í þessum flutningum við Noregsstrendur síðan í maí 2007. Þessu skipi hef ég stýrt frá því í ágúst í fyrra. Annars hef ég starfað í Noregi frá haustinu 2002. Ég hef komið á mörg hundruð staði hér með allri ströndinni, allt frá Kirkenes í norðri og til sænsku landamæranna í suðri. Auk þess hef ég siglt til hinna Norðurlandanna og til hafna við Eystrasalt og víðar í Evrópu.
sína. Aðstæður knúðu þau til þess. „Þetta var árið 1996. Eldri sonur okkar er fatlaður, hann er með klofinn hrygg. Við fórum suður til að fá betri þjónustu fyrir hann. Ég held nú samt í dag að þjónustan fyrir fatlaða sé ekkert betri fyrir sunnan heldur en hér fyrir vestan. Kannski bara verri ef eitthvað er.“
Þarf að ráða sínum tíma sjálfur Haukur segir að sonur þeirra hjóna sé mjög duglegur þrátt fyrir fötlunina. „Hann stundar til dæmis sund af miklu kappi hjá Íþrótta-
Haukur hyggst ekki fara á makrílveiðar í sumar eins og svo margir kollegar hans. Hann hefur ekki áhuga á þeim veiðiskap. „Það eru líka margir að tala um að það verði verðfall á makrílnum í sumar. Því verði ekki eftir eins miklu að slægjast og á síðustu árum. Hins vegar á ég grásleppuleyfi sem er á öðrum bát sem ég er eigandi að. Kannski ég noti það í ár og fari þá á hrognkelsaveiðar út frá Stykkishólmi. Þá gæti ég verið bæði á grásleppu í einhverja daga og svo á handfærum með Geysi SH héðan úr Ólafsvík. Svo er líka möguleiki að fara á strandveiðarnar seinna í sumar þegar ég er búinn með kvótann minn. Eins og er sé ég til hvernig þetta þróast. Það er margt sem getur haft áhrif á það hvernig maður spilar úr stöðunni.“ mþh
Geysir SH kemur hlaðinn til löndunar eftir góðan dag á miðunum.
M/S Dantic við bryggju í norskri kvöldsól.
ferðinni svo heitið til Geitvika þar sem við losum í nótt. Þetta er því langur vinnudagur eins og þeir eru reyndar flestir í þessum strandsiglingum. Ég næ þó að leggja mig á stíminu til Geitvika og á meðan við losum þar. Hundsvika og Geitvika eru bara litlir bryggjustaðir fyrir sunnan Álasund. Fastir liðir alla daga? Við siglum með lausa farma svo sem jarðvegsefni og þess háttar til ýmissa staða meðfram norsku ströndinni. Þetta eru yfirleitt stuttir túrar og ég þarf daglega að fá upplýsingar um hvar eigi að lesta og losa og síðan skila förmunum bæði hratt og örugglega.
Er þetta framtíðarstarf þitt? Já. Ég verð í þessu á meðan ég stend í lappirnar. Hlakkar þú til að mæta í vinnuna? Tvímælalaust. Ég þrífst mjög vel í þessari vinnu og þykir það forréttindi að sigla hér um norska skerjagarðinn og fá borgað fyrir það. Eitthvað að lokum? Ég vona að börnum mínum og barnabörnum líði vel sem og og aldraðri móður minni, auk allra annarra sem mér þykir vænt um. Svo óska ég stéttarbræðrum og öllum öðrum heima á Íslandi gleðilegrar sjómannahátíðar. mþh
Haukur er fjölskyldufaðir með fatlaðan son. Það hentar honum best að vera eigin herra svo hann fái ráðið vinnutíma sínum sjálfur svo hann geti sinnt fjölskyldunni þegar þörf krefur.
Sjómannadagurinn
Óskum sjómönnum til hamingju með daginn
VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | mdvelar.is
HVALUR HF.
Sæljón
félag smábátaeigenda á Akranesi 431 3099 - www.practica.is - practica@practica.is
Fiskþurrkunin Miðhrauni
Útvegsmannafélag Akraness
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
56
Segja breytingar hafa orðið í göngum og útbreiðslu þorsks við Snæfellsnes Feðgarnir Lúðvík Smárason og Smári Lúðvíksson gera út handfærabátinn Kára II SH 219 frá Rifi. „Við ætlum að róa í sumar og veiða af eigin heimildum. Það voru mjög góð aflabrögð í apríl, þá fékk ég 35 tonn og allt á handfæri. Við erum eingöngu á þeim og förum ekki á strandveiðarnar. Það er nægur kvóti á bátnum. Við byrjum á handfærunum í mars og erum út ágúst,“ segir Lúðvík. „Aðra mánuði ársins er ég að smíða. Ég er lærður húsasmiður, hef líka numið bygginga-
fræði og stúderað smíðar gamalla húsa. Sjómennskan gefur manni árstekjur þessa mánuði sem hún er stunduð og svo sinni ég smíðunum þar fyrir utan.“
Sandsílið sem batt þorskinn er nær horfið Báðir hafa þeir Smári og Lúðvík áratuga reynslu af veiðum vestur við Jökul. Þegar blaðamaður Skessuhorns hittir þá er stund milli stríða á handfæraveiðunum við Snæfellsnes.
Vagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Steel
Weckman flatvagnar STÁLGRINDAHÚS / löndunarvagnar
Feðgarnir Lúðvík Smárason og Smári Lúðvíksson í Rifi.
Fjöldi stærða og gerða í boði
RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNAR Weckman sturtuvagnar Stærð palls 2,55 x 8,60 m
Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti
Stærð palls 2,55 x 8,6m
SKESSUHORN 2012
Víkurhvarf 5
Það er ekki róið þennan dag heldur er tíminn notaður til að dytta að bátnum. Talið berst að sveiflunum í lífríkinu. „Það kom alltaf síli sunnan að í byrjun maí. Það dreifði sér fyrir Snæfellsnes og inn á Breiðafjörð. Þetta síli hélt gönguþorskinum hérna inni á grunninu norðanmegin við Snæfellsnesið. Sílið fór svo að hverfa 2007. Núna er síldin sem er að ganga út úr Kolgrafafirðinum eina ætið sem þorskurinn fær. Þá fer hún með kantinum norður af nesinu en eiginlega ekkert inn á grunnið,“ útskýrir Lúðvík.
Þorskurinn eltir síldina Hann segir þetta leiði til þess að þorskurinn haldi sig úti í grunnbrúninni. Hann elti svo síldina þegar hún fer út. „Allur þorskur hverfur þannig af grunnslóðinni um sumartímann og endar úti á
Látragrunni eða djúpt úti á Fláka num. Áður hélt sílið fiskinum inni á svæðinu. Á þennan hátt hefur fiskgengd við norðanvert Snæfellsnes breyst mikið á undanförnum árum. Í fyrrasumar þurftum við að sækja þorskinn bæði í júní og júlí einar 30 mílur út frá landi. Það er ekki þar fyrir að það er alveg rótfiskirí hjá bátunum bæði á net og línu á grunnslóðinni seinni hluta vetrar alveg fram á þennan árstíma, segir Lúðvík. „Enginn veit hvað veldur þessum breytingum. Kannski er það hlýnun sjávar. Sumir vilja kenna ákveðnum veiðarfærum um þetta. Svo er það makríllinn. Hann þarf að éta. Kannski hann höggvi svona stór skörð í sílastofninn.“
Hlýnunin hefur margar afleiðingar Smári faðir hans segir að hann
hafi nýverið sótt fund með Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. „Hann sagði að við mættum nú ekki alveg kenna makrílnum um að sílið hefði horfið. Sjórinn væri að hlýna og svo margt að breytast í kjölfar þess. Tegundasamsetning á fiskislóðinni, breyting í útbreiðslu fiskistofna og annað væri afleiðing hlýnunarinnar. Hann sagði að norðaustan áttin væri orðin mjög ríkjandi og hún beindi hafísnum svo meir en áður frá því að komast nærri okkar slóðum hér vestan Íslands. Ísinn leitaði síður beint suður á bóginn við slíkar aðstæður. Hlýr Golfstraumurinn ætti einnig hægar um vik en fyrr að streyma norður á bóginn. En auðvitað er þetta allt margslungið.“ Nú bíða menn þess að sjá hvort þetta ástand verði líka viðvarandi í sumar, enn eitt árið í röð. mþh
STURTUVAGNAR Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti.
Burðargeta 6,5 – 17 tonn
þak og veggstál galvaniserað og litað • Bárað • Kantað • Stallað Fjöldi lita í boði
Víkurhvarf 5 Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 hhaukssonehf@simnet.is
Handfæratrillan Kári II SH á miðunum. Það er Lúðvík Smárason sem er við handfærin.
Ljósm.: af
Óskum sjómönnum til hamingju með daginn
Verkalýðsfélag Akraness bob@aknet.is • Sími: 431 2060
bob@aknet.is Sími: 431 2060
S
Logo / merki
Snæfellsbær
föstudaginn 18. desember studaginn 18. desember
á kl 13:00
frá kl 13:00
BRIM HF.
PAN
Útvegsmannafélag Snæfellsness Akranesi
Cyan = 0 / Magenta = 0
Cyan = 57 / Magenta =
FRYSTIKERFI ehf Cyan = 100 / Magenta =
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
58
Strandveiðitrillur landa afla sínum í Grundarfjarðarhöfn.
Ljósm. tfk.
Fallegur handfæraþorskur hífður upp úr Gusti SH 11 í Grundarfirði.
Ljósm. mþh.
Strandveiðistemning á Vesturlandi Strandveiðarnar hafa verið stundaðar af kappi á Vesturlandi síðan þær máttu hefjast í byrjun maí. Veiðarnar gengu mjög vel á svæði A sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi vestur á Súðavík á Vestfjörðum. Á því svæði voru þær stöðvaðar 15. maí eftir að hafa staðið yfir í aðeins sjö daga. Þá voru 715 tonna veiðiheimildir á því svæði í maímánuði uppurnar og 24
tonnum betur. Bátar sem réru á þessu svæði frá höfnum á Sæfellsnesi fiskuðu ágætlega enda virðist fiskgengd með meira móti á grunnslóð við nesið. Tregar hefur gengið frá bátum sem róa frá Akranesi. Þeir eru á svæði D sem nær frá syðri hluta Vesturlands að Hornafirði. Horfur eru á að 600 tonna heildarkvóti strandveiðibáta á
því svæði dugi út mánuðinn án þess að þurfi að koma til stöðvunar á veiðum. Meðfylgjandi eru myndir frá strandveiðunum sem útsendarar Skessuhorns tóku á ferðum sínum um landið og miðin í liðnum mánuði. mþh
Bjargmundur Grímsson tréskipasmiður á Hafrúnu SH frá Ólafsvík bíður þolinmóður eftir því að þorskurinn renni á færin. Ljósm. af.
Bræðurnir Ásgeir Þór og Heimir Þór Ásgeirssynir frá Grundarfirði bregða á leik með hluta af aflanum á meðan þeir bíða eftir löndun. Ljósm. tfk.
Böðvar Kristófersson á Sædísi SH frá Ólafsvík biður að heilsa.
Aron Karl Bergþórsson á Jóni í Ártúni SH frá Ólafsvík við veiðar í góðu skapi með hnífinn á lofti. Ljósm. af.
Ljósm. af.
Ragnar Haraldsson sem er betur þekktur sem Ragnar í flutningafyrirtækinu Ragnar & Ásgeir í Grundarfirði tekur á móti afastrákunum sínum Ásgeiri og Heimi, sem voru að sjálfsögðu með skammtinn eftir daginn. Ljósm. tfk. Sæpjakkur SH frá Rifi kemur til hafnar í kvöldsólinni á Arnarstapa.
Feðgarnir Guðmundur A. Matthíasson og Arnór Guðmundsson á Ísdögg SH frá Rifi.
Ljósm. af.
Ljósm. mþh.
Strandveiðitrillurnar Glódís AK og Rán AK sigla fram hjá dýpkunarskipinu Pétri mikla á leið inn til löndunar í Akraneshöfn. Dýpkunarframkvæmdir standa nú yfir í höfninni og sjófarendur beðnir að sýna aðgát. Ljósm. mþh
Óskum sjómönnum til hamingju með daginn
TM
– til öryggis!
Útnes ehf Saxhamar SH - 50
Bakaríið Brauðval Vallholti 5 - Akranesi - 434 1413 Akranesi
Bílver ehf. Bílver ehf. Sölu- og fljónustuumbo› fyrir og
Sölu- og fljónustuumbo› fyrir og
EGILL SH-195
CMYK 0 91 100 60
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
60
Sjóslysin ekki lengur rannsökuð í Stykkishólmi Rannsóknarnefnd sjóslysa er ekki lengur til húsa í flugstöðvarbyggingunni í Stykkishólmi. Nú er hún til húsa við rætur Öskjuhlíðar í Reykjavík, steinsnar frá flugvellinum þar. Alþingi samþykkti í febrúar á síðasta ári ný lög um rannsókn samgönguslysa. Með þeim er starfsemi Rannsóknarnefndar flugslysa, Rannsóknarnefndar sjóslysa og Rannsóknarnefndar umferðarslysa sameinuð í eina Rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Nýju lögin tóku gildi 1. júní í fyrra. Rannsóknranefnd sjóslysa flutti starfsemi sína suður úr Hólminu nú í apríl. Við erum að móta þetta núna út frá þessum breytingum,“ segir Jón Arilíus Ingólfsson rannsóknarstjóri sjóslysa.
Bæði kostir og gallar Jón hefur nú flutt búferlum ásamt fjölskyldu sinni frá Stykkishólmi til að gegna áfram störfum við rannsóknir á sjóslysum. „Ég átti í lengstu lög ekki von á því að starfsemin yrði flutt úr Stykkishólmi en svona fór það nú samt. Það gekk vel að hafa starfsemina þar. Jú, ég skal þó viðurkenna að stundum var það óþægilegt þar sem við vorum ekki nógu miðsvæðis ef svo má segja. Bæði var það fyrirhöfn að fá menn í viðtöl og síðan fyrir okkur starfsmenn að sækja til að mynda til höfuðborgarsvæðisins eða fara þangað alltaf þegar við þurftum að komast með flugi til dæmis í aðra landshluta. En það voru margir kostir líka sem vógu upp á móti göllunum. Það eru plúsar og mínusar í öllu, líka hér,“ segir Jón Arilíus þar sem við sitjum á nýrri skrifstofu hans í Reykjavík.
Starfsemin flutt suður Við þessi tímamót í rannsóknum sjóslysa á Íslandi getur Jón litið um öxl til afkastamikilla ára í Stykkishólmi. „Við hófum starfsemi þar haustið 2001. Það var eitt af mínum fyrstu verkum að flytja em bættið til Stykkishólms. Reyndar var það skilyrði fyrir ráðningunni að ég færi þangað. Þetta var bund-
Jón Arilíus Ingólfsson fyrir utan húsakynni Rannsóknarefndar sjóslysa við Flugvallarveg í Reykjavík. Hún er til húsa í byggingu Flugbjörgunarsveitanna.
ið í lög að stofnunin ætti að vera þar. Hún var þar í rúmlega 12 ár þar til núna í vetur að hún var flutt til Reykjavíkur.“ Jón er upphaflega skipstjórnarmaður að mennt. Hann var skipstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins í tæp tíu ár þar til hún var lögð niður 1992. „Ég varð síðasti skipstjóri hennar. Þegar hún hætti stóð ég eiginlega frammi fyrir því að fara í siglingar erlendis eða söðla um og gera eitthvað nýtt. Ég ákvað að fara í nám í rekstrarfræði við Háskólann á Bifröst. Með því námi bjó ég í Borgarnesi. Því lauk ég 1996. Ég fór aðeins á sjó eftir það en réði mig svo sem forstöðumann hafnarþjónustu Reykjavíkurhafnar sem þá var. Ég fór svo í að veita Rannsóknarnefnd sjóslysa forstöðu þegar hún var sett á laggirnar með breyttu lagaumhverfi þarna árið 2001. Þá flutti ég með fjölskyldunni til Stykkishólms.“
Starfsemin hefur skilað sér
Starf nefndarinnar breyttist mjög með lögunum 2001. „Hún varð miklu sjálfstæðari. Áherslurnar urðu aðrar en fyrr. Í stað þess að elta uppi „sökudólga“ og sinna sjóréttarmálum eins og áður hafði verið þá vann nefndin fyrst og fremst að því að upplýsa hvað hefði gerst þegar urðu slys og óhöpp. Með nýju lögunum gátu menn talað við nefndina án þess að þurfa að óttast að það yrði notað gegn þeim í rétti eða opinberum málarekstri. Við vísum lögfræðingum og öðrum sem standa í slíku alveg frá okkur. Þeir verða bara að lesa skýrslurnar eins og allir aðrir. Þetta var stóra breytingin, hlutverk nefndarinnar varð að upplýsa en ekki að dæma. Þetta varð mikil breyting til batnaðar. Ímynd okkar vinnu breyttist og menn fóru að tjá sig í hreinskilni. Þetta vinnulag hefur svo hjálpað
mjög við það að skoða og meta slys með forvarnagildið í huga.“ Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur að meðaltali skoðað 160 mál árlega. Jón sýnir súlurit yfir fjölda slysa á sjó frá því nefndin var stofnuð. Samfara aukinni öryggisvitund sjófarenda hefur þeim fækkað mikið á undanförnum árum.
Mikill áhugi fyrir skýrslunum Jón segir að frá 2001 hafi tekist að stytta tímann sem líður frá því slys verða og þangað til skýrsla rannsóknarnefndarinnar liggur fyrir um hvert einstakt tilfelli. Öll sjóslys og óhöpp eru skráð hjá nefndinni. „Við tökum saman það sem við vitum um orsakir mála og aðstæður. Rannsóknarmenn vinna svo í málunum. Í því felst að fara á vettvang, tala við menn og þar fram eftir götunum. Síðan leggjum við
niðurstöður þessa fyrir sjálfa rannsóknarnefndina með öllum gögnum. Hún kallar svo eftir frekari upplýsingum ef menn telja að eitthvað sé óskýrt. Ef ekki, þá er gengið frá skýrslu um málið. Nú í upphafi sumarsins 2014 eru aðeins örfá mál sem á eftir að klára frá 2013. Skýrslurnar eru svo birtar á netinu á heimasíðu okkar (www.rns.is). Þær eru mjög mikið lesnar sem er afar ánægjulegt. Síðan höfum við einnig gefið út bækur með skýrslunum og öðru efni. Núna mun þetta þó sennilega breytast eitthvað eftir að Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur verið sameinuð Rannsóknarnefndum umferðarslysa og sjóslysa. Við erum nú að vinna í að samræma og samhæfa starfsemina í þessu undir Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Markmiðið er að kalla fram hagræðingu,“ segir Jón Arilíus Ingólfsson. mþh
Skessuhorn fjallar um málefni Vesturlands á vandaðan og líflegan hátt
Ertu áskrifandi? www.skessuhorn.is • Sími: 433 5500
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Óskum sjómönnum til hamingju með daginn
Frostfiskur hf.
Hjálmar ehf
Akranesi
61
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
62
Í tuttugu ár á sjó frá Grundarfirði „Þetta eru sannkallaðar djúpsjávarveiðar. Línan lögð á um þúsund metra dýpi. Blálangan kemur þarna á vorin til að hrygna. Þetta er suður af fiskislóð sem kölluð er „Brjálaði hryggurinn.“ Þetta er þriðja eða fjórða árið sem við förum á blálönguna í maímánuði. Við erum yfirleitt búnir með aflaheimildirnar í þorski í byrjun þessa mánaðar. Í staðinn fyrir að leggja bátnum höfum við farið í þetta.“ Aðalgeir Bjarki Gestsson er vélavörður á línubátnum Grundfirðingi SH 24. Við sitjum á heimili hans í Grundarfirði og tölum um fiskveiðar. Hann er að lýsa því hvað þeir eru nú að fást við á Grundfirðingi. Eftir tvo tíma leggur hann út í nýjan róður með félögum sínum. Það á að sækja meira af blálöngu. Hún er eftirsótt í saltfiskverkunina.
Brá búi og hóf sjómennsku „Reyndar erum við mest í þorski sem fer þá í saltfiskvinnslu hjá Soffaníasi Cesilssyni hér í Grundarfirði sem á og gerir Grundfirðing út. Meðaflinn fer svo á markað,“ útskýrir Aðalgeir Bjarki. Hann er búinn að vera á Grundfirðingi síðan í ágúst 2001. „Það er mjög gott að vera hjá þessari útgerð. Allt er
til fyrirmyndar og viðhaldið mjög gott á bátnum.“ Þann 1. mars síðastliðinn gat Aðalgeir haldið upp á að hann hafði starfað sem sjómaður samfleytt í 20 ár. Þó ætlaði hann upphaflega ekki að gera sjómennskuna að ævistarfi. Hann hafði hugsað sér að verða bóndi enda fæddur og uppalinn í sveit. Aðalgeir Bjarki lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal vorið 1986. „Eftir það hóf ég búskap í félagi við föður minn á jörðinni Bergsstöðum í Svartárdal í Austur Húnavatnssýslu þar sem við bjuggum og ég hafði alist upp. Á fardögum 1989 tók ég svo alfarið við búinu. Þetta var kúabú og síðan nokkrar kindur. Ég rak búið til 1. mars 1994. Ég tók þá ákvörðun að selja mjólkurkvótann og bregða búi. Fjárfestingin í því öllu saman hafði einfaldlega ekki staðið undir sér. Það var best að hætta áður en þetta færi í óefni og snúa sér að öðru. Það varð sjómennskan. Ég réði mig á togarann Runólf SH. Í framhaldi af þessu seldi ég svo jörðina 1997 og flutti alfarið hingað til Grundarfjarðar.“
Línuveiðar í rúman áratug Runólfur SH var gerður út af Guðmundi Runólfssyni í Grundar-
Grundfirðingur SH 24 er afar vel við haldið og snyrtilegt fiskiskip.
Aðalgeir Bjarki Gestsson er vélavörður á Grundfirðing SH. Hann hefur verið þar í skipsrúmi síðan 2001.
firði. Aðalgeir var hjá þeirri útgerð í ein sjö ár þar til ágúst 2001. „Fyrst á Runólfi og svo á Hring. Það var fínt að vera á þeim skipum. Ég ákvað þó að breyta til og fara á Grundfirðing SH. Þá var báturinn á netaveiðum allt árið sem var ágætt yfir vertíðina en oft lítið að hafa á haustin. Tveimur árum síðar var Grundfirðing svo breytt í línuskip með beitningarvél. Síðan erum við búnir að hanga í þessum spotta. Það er svona þegar maður fær línuveikina,“ segir hann og hlær við. Aðalgeir jánkar aðspurður því að hann kunni ágætlega við línuveiðarnar. „Þetta er auðvitað bara vinna. Ég var mikið á togveiðum
áður og geri ekki upp á milli veiða með botnvörpu og línu. Þetta er svo ólíkt. Á trollinu er maður alltaf að bíða eftir því hvað kemur upp í næsta hali. Á línunni fer maður bara út í sex tíma og vinnur og síðan er frí í sex tíma.“
Hættir í útilegum Fjórtán menn eru í áhöfn Grundfirðings. „Það er svolítið þröngt um manninn. Þarna eru engar setustofur eins og á stóru línuveiðiskipunum. Þetta er svo sem ágætt þegar túrarnir eru stuttir þar sem línan er bara lögð þrisvar sinnum, dregin og svo farið í land. Það er
Fréttaveita Vesturlands
Vikulegt fréttablað
Lifandi fréttasíða á netinu www.skessuhorn.is
Útgáfuþjónusta
Travel
WEST ICELAND Ferðast um Vesturland 2014
Your guide to West Iceland
skessuhorn.is
Skessuhorn ehf. - kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500
hins vegar erfiðara þegar við erum í burtu frá Grundarfirði og löndum kannski á Seyðisfirði. Þá búum við í bátnum kannski allt að þrjár vikur í einu. Við erum þó hættir að fara austur fyrir land eins og við gerðum. Nú förum við í mesta lagi norður á Strandagrunn og löndum oftast heima. Ég held við höfum ekki farið í útilegu sem við köllum síðan 2009.“ Aðalgeir Bjarki er vélavörður um borð. „Ég tók vélstjórnarnám utan skóla og náði mér í réttindi á allt að þúsund hestafla vélar. Það var haldið námskeið í vélavörslu hér við fjölbrautaskólann í Grundarfirði árið 2006. Menn frá Vélskólanum í Reykjavík komu hingað vestur. Ég tók þetta og bætti svo við mig utan skóla. Að vera vélavörður þýðir að ég er á dekki eins og hinir skipverjarnir en jafnframt vélstjóranum til aðstoðar. Mér finnst það ágæt blanda.“
Ánægður í Grundarfirði Hann segist sáttur eftir að hafa stundað sjóinn frá Grundarfirði í tvo áratugi. Aðalgeir Bjarki hefur komið sér vel fyrir í Grundarfirði og þykir gott að búa þar. Dalalífið í Húnavatnssýslu hefur hann lagt að baki fyrir löngu. Bjarki segir að Bergsstaðir í Svartárdal þar sem hann bjó séu í ábúð í dag. „Þar er stunduð nautgriparækt. Mér þykir það góð tilhugsun að það sé ábúð á jörðinni því hún stóð í eyði í nokkur ár eftir að ég hætti búskap og seldi síðan. Það má segja að maður sé orðinn rótgróinn Vestlendingur eftir að hafa flutt að norðan á sínum tíma enda búið hér nú tæpa hálfa ævina. Árið 2001 fluttum við saman ég og Brynja Guðnadóttir eiginkona mín. Hún starfar sem bókari hér í bænum. Börnin eru alls fimm. Sá yngsti 19 ára er enn heima og vinnur hjá G.Run. hér í Grundarfirði,“ segir Aðalgeir Bjarki Gestsson að lokum. Við klárum kaffið og drífum okkur niður að höfn í myndatöku. Það er brottför í næsta róður á Grundfirðingi eftir tvo tíma. mþh
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
63
Óskum sjómönnum til hamingju með daginn
Melnes ehf
Hjallasandur ehf Akranesi
Jarðmenn ehf
Nónvarða ehf Matthías SH 21
Særif SH 25
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
64
Vísnahorn Eitt af því fáa sem er öruggt í lífinu er að ekkert er öruggt og hlutirnir halda áfram að breytast í það óendanlega. Jafnvel fiskigöngur breytast. Á mínum æskuárum byggðist allt á síld og þorski og reyndar um nokkurt skeið fyrir mína tilurð snerist allt um síldina, hvort hún kæmi eða kæmi ekki. Kemur hún fyrir austan eða norðan eða verður kannske Hvalfjarðarsíld? Allt voru þetta mikilvægar spurningar og valt á miklu með svörin. Jafnvel heill þjóðarinnar. Á þessum tímum orti Leifur Haraldsson: Um hafdjúpin sveimar hin silfraða mergð. Enginn veit og enginn veit hvað ákvarðar hennar ferð. Enginn veit hver þylur það álaga orð sem hausnum snýr í öfuga átt við sporð. Hitt vita allir að í því býr heill vorrar þjóðar hvert hausinn snýr.
Síðan var haldið á Austfjarðamið en er þangað kom gerði brælu. Þegar búið var að halda sjó um tíma sagði Jóhannes: Vistin hér á veðurdufli varla getur talist góð. Lífsins gang ég tel ei trufli þó töltum við á aðra slóð. Ýmsir hafa lent í ævintýrum á sjó og sum þeirra hafa jafnvel endað vel. Um ævintýri Stefáns nokkurs Péturssonar kvað nafni hans frá Móskógum meðal annars og sýnir sig þar að hinn fyrri nafni hans var ævintýramaður:
Ríms í flækju fram ég sendi frásögn rækilegasta þar sem frækinn Friðrik renndi fram á rækju bithaga. Frjálsir knáir firðar tróðu fram á bláan gedduvöll bárur lágar yfir óðu ötul sjávarferðatröll. Snemma að morgni minnka skriðið, á marartorgi stansa varð. Sendu út dorgir, settu á miðið Sjávarborg í Vonarskarð.
í Oddbjarnarsker og bjargast þar. Svo hljóðar gömul vísa: Hér var miðum öllum á ýsa, þorskur, flyðra, hvar við iðinn afla stjá öldukiðin hlóðu þá. Þáttur sjómannskonunnar er oft stórlega vanmetinn og spurning hvort ekki væri ástæða til að helga sjómannskonum eins og einn dag í árinu. Ég ímynda mér að það hafi verið sjómannskona eða að minnsta kosti væntanleg sjómannskona sem ort var um:
Kompásstrikin kunni öll, kort að strika og þekkti fjöll. Aldrei hik né æðruköll oft þó kvikan gerði spjöll.
Firrtur meinum Friðrik hleypti færi hreinu í djúpan unn. Þar við gein og þegar gleypti þorskurinn eini um Skagagrunn.
Til sjós og lands æ lífsins yndi lauguð sértu rúsínugraut og rjómatertu ryð ég í mig, blessuð vertu.
Í öllum vanda þarfaþing þekkti fjandans útsynning þegar landið lagði í kring lenti í strandi hetjan slyng.
Ýfðist sjór og straumar strengdir, sterkleg vóru handtökin. Tuttugu og fjórar tittlingslengdir taldist stóri fiskurinn.
Þú berð sem gull af bronsi af öllum baugalínum; eldgosið í augum þínum umturnaði plönum mínum.
Mátti sverja meinsæri, mannorð verja á skútunni, stýra í hverju stórviðri, stráka berja úr kojunni.
Það var algengt áður að yrkja formannavísur í verstöðvum og undir Jökli var kveðið um Sigmund Guðbrandsson í Akureyjum og bát hans Blikann sem nú er varðveittur í sjóminjasafninu á Hellissandi:
Forundraðist ég fegurð þína og féll í stafi, líkt og ég væri lostinn rafi. - Lægðir vaxa á Grænlandshafi.
Það mun hafa verið á þessum árum sem eftirfarandi var ort og sungið undir laginu Hlíðin mín fríða: Sá ég síld vaða suður af Langanesi, gróðavon glaða geisla af mörgu fési. Samgleðst ég með sanni síldarútvegsmönnum á hausnum í hrönnum. Þegar síðan síldin hvarf af vettvangi sneru menn sér að loðnunni sem áður hafði þótt frekar ómerkilegt fyrirbrigði og gerðu henni sömu skil. Fyrir allmörgum árum var R/S Árni Friðriksson við loðnuleit út af Norðurlandi í janúarmánuði. Sáralítið hafði fundist, enda var þetta á þeim tíma þegar loðnuveiði var í lágmarki vegna ofveiði áranna á undan. Bárust þá fréttir um það að togarar, sem voru á Fætinum, hefðu orðið varir við mikið af loðnu og var mælst til þess að Árni Friðriksson færi strax austur til að kanna þetta. Leiðangursstjóri taldi ekki fullleitað fyrir norðan og vildi klára það áður en haldið væri austur. Kom þá skeyti frá forstjóra Hafrannsóknastofnunar þess efnis að haldið skyldi tafarlaust austur. í tilefni af því orti Jóhannes Briem, sem var einn af leiðangursmönnum: Ég sendi þér Eyjólfur skeyti og segi þar hátt og snjallt: Þú siglir í austur og svo á Fótinn og síðan þar útum allt. Mér bárust þau boð að austan, sem býsn mér þykja og slæm, að bankarnir þar séu búnir að loka og björgin sé lítil og dræm. Þá sögðu og frændur í fréttum, að finnist ei loðna þar skjótt öll fyrirtæki þá fari á hausinn og fallið sé geysi ljótt. En utan af Fæti ég fregna að finnist öll býsn þar af „skít“. Troll séu loðin og troðfull af loðnu, ég trúa því greiðlega hlýt. Því skuluð þið leita og leita um langa eða skamma hríð, uns loðnustofninn að lokum verður sem leiftur frá horfinni tíð. Ekki líkaði leiðangursstjóra allskostar kveðskapurinn enda svo sem ekki gallalaus og svaraði: llla er orðum raðað og ort ljótt. Þú hefðir betur þagað og það fljótt.
Gísli Gíslason hét maður og kenndur við Lágmúla á Skaga og nefndur Gísli Lági. Um hann kvað Lúðvík Kemp allnokkurn brag og segir þar svo frá sjómennsku Gísla: Beitti að háu boðunum bátnum smáa í ofviðrum grillti og brá við grönunum Gísli Lági af Skaganum. Önnur vísa um sama mann og eftir sama höfund en ekki þó úr umræddum brag bendir til að ekki hafi Gísli sá verið sjóhræddur úr hófi: Þó að sjávarbáran blá belgja nái túla gengur ráargöltinn á Gísli á Lágamúla. Enn sækja Skagfirðingar sjó og sumir allvasklega og þar sem víðar munu dæmi um að menn sem búa inni í landi eigi einhverjar fleytur til að draga björg í bú. Skagfirðingar tveir fóru eitt sinn í róður en lentu þar í hremmingum og varð sú ferð allsöguleg. Jóhann í Stapa tók síðan ferðasöguna saman og festi í stuðla og birtist hér hluti úr því skjali:
Sigmund prúða nú skal nefna með nökkvann-súða tygjaðann fram um úða-fang réð stefna á fróni lúðu vel menntan. Og um Pétur í Salabúðum: Prúðu kjalars kvendi á knúðist valin flík við rá lúðu bala birni á búða-Sala Pétri hjá. Margir kannast við vísu þjóðskáldsins Matthíasar og Ara Steinssonar í Flatey. En tilefni hennar var, að bændur voru að koma úr selafari á útsker. Höfðu þeir banað útsel ei alllitlum. Matthías sem þá var ungur maður kom þar að sem menn drógu upp veiðina og kvað: „Veifaði hnellinn hvössum dör, hreifadrellir missti fjör“. Og bað þá botna stökuna. Ari Steinsson svarar samstundis: „Sveif að velli köld með kjör, kleif eru svell á feigra skör“. Breiðafjörðurinn er og var lengi ein af matarkistum landsins og var þar sjaldan þurrð matvæla. Þess er getið í annálum að í hallæri hafi yfir hundrað þurfamenn verið fluttir út
Með besta móti bragðast mér nú blessað tárið. Laglega kveður liðna árið. - löngu er gróið morgunsárið. Það er með kvótakerfið eins og flest annað sem mennirnir hafa skapað að á því má finna bæði kosti og galla og endalaust hægt að deila um hvort vegur þyngra. Eftirfarandi limra er orðin nokkurra ára gömul og líklega hef ég birt hana áður en – en, þetta gæti verið útsýnið úr Ráðhúsi Reykjavíkurborgar: Á Tjörninni er toppönd að róta og tína þá mola sem fljóta en vötnunum heima nú verður að gleyma. - hún er fiskönd sem fékk ekki kvóta. Með þökk fyrir lesturinn og gleðilegan sjómannadag. Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
65
Óskum sjómönnum til hamingju með daginn
Rifshólmi ehf Kári II. SH 219
Samtök
Steinunn hf
smærri útgerða
Steinunn SH 167
Skarðsvík ehf Magnús SH 205
Bjarni Ólafsson AK-70 Gleðjum með gæðum
Akranesi
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
66
Ferðalag Akranessnekkjunnar Ameliu Rose frá Kaliforníuflóa til Flórídaskaga Skemmtisnekkjan Amelia Rose sem skráð er á Akranesi og í eigu Skagamannanna Gunnars Leifs Stefánssonar og Sævars Mattíassonar er nú komin heilu og höldnu til Fort Lauderdale í Flórída í Bandaríkjunum. Fjórir Íslendingar sigldu henni frá Kaliforníuflóa við Kyrrahaf, suður og gegnum Panamaskurðinn og síðan norður um Karíbahaf til Flórída. Ferðin tók alls 52 daga en nokkrar tafir urðu á leiðinni. Snekkjan er nú í slipp í Flórída þar sem hún verður máluð og endurbætt. Skessuhorn greindi í mars frá kaupunum á Amelia Rose. Hún er tíu ára gamalt skip, útbúið miklum lúxus handa fólki sem hefur nægt fé milli handanna. Hugmyndin er að þessi lystisnekkja verði hin fyrsta
Guðmundur Jón Hafsteinsson annar skipstjóra Ameliu Rose í ferðinni. Hann verður skipstjóri á skemmtiskipinu Gullfossi sem væntanlegt er til Akraness í vikunni.
sinnar tegundar sem býðst ríkum ferðamönnum til leigu á meðan þeir sækja Ísland heim. Þannig yrði hún alger nýjung í ferðaþjónustu á Íslandi.
var allt brennandi heitt,“ segir Guðmundur Jón. Öll þessi vandamál tókst þó að leysa. Nýrri ljósavél var komið fyrir til bráðabirgða á afturþilfari snekkjunnar.
Tóku til hendinni
Kaþólskir héldu upp á páska
Það voru Akurnesingarnir Guðmundur Jón Hafsteinsson skipstjóri og Guðjón Valgeirsson yfirvélstjóri auk Bjarna Bogasonar vélstjóra og Markúsar Alexanderssonar skipstjóra frá Reykjavík sem sigldu snekkjunni frá Kaliforníuflóa til Flórída. „Skipið var búið að liggja í einhvern tíma og það þurfti eðlilega að taka til hendinni áður en við lögðum af stað. Við unnum í því í tíu daga fyrir brottför. Við fórum yfir dælur og ýmsan vélbúnað og tæki. Við fengum varahluti senda frá Íslandi og það tafði okkur aðeins að bíða eftir þeim. Annars leit skipið mjög vel út þegar við tókum við því. Það var ekkert óvenjulegt miðað við að skipið hafði ekki verið notað svona lengi,“ segir Guðmundur Jón Hafsteinsson sem var ásamt Markúsi skipstjóri í ferðinni.
Urðu að leita hafnar vegna viðgerða Þeir fjórmenningar flugu erlendis 12. mars og tóku við skipinu í hafnarbænum Puerto Penasco í Mexíkó við botn Kaliforníuflóann. „Siglingin suður Kaliforníuflóann gekk mjög vel þar til í ljós kom að annað pústið hjá okkur var orðið svo tært að við yrðum að skipta um það. Til að gera það leituðum við hafnar í borg á Kyrrahafsströnd Mexíkó sem heitir Manzanillo. Þangað vorum við komnir 1. apríl og töfðumst þar í viku vegna þessa. Allt þar tók sinn tíma. Það var alls ekki á áætlun að fara þarna inn þannig að við urðum að leysa ýmis vandamál svo sem varðandi peninga frá Íslandi. Það er ekkert einfalt mál því að á Íslandi eru gjaldeyrishöft sem flækja allt. Gunnar Leifur og Sævar, eigendur skipsins stóðu sig mjög vel við að redda málunum fyrir okkur þannig að allt fór vel.“ Byrjunarörðugleikarnir voru þó ekki á enda. „Meðan við lágum þarna bilaði svo hjá okkur ljósavél. Olíuleiðsla á henni hristist í sundur. Við vorum að glíma við mikil vandamál vegna hita. Það var kannski 35 stiga hiti úti undir beru lofti. Hitastigið niðri í vélarrúmi var um 50 gráður. Vélstjórarnir gátu vart farið niður. Ef eitthvað þurfti að gera þá hlupu þeir niður, unnu smá og svo þurftu þeir að fara upp aftur. Menn höfðust ekki við vegna hita, þarna
Amelía Rose við bryggju.
Komið að Panamaskurðinum.
Þegar komið var til Fort Lauderdale lagðist Amelia Rose fyrir aftan einkasnekkju Eric Claptons gítarleikara. Hún heitir Blue Guitar.
Amelia Rose frá Akranesi.
Förinni var svo haldið áfram suður að Panamaskurði. Amelia Rose frá Akranesi sigldi áfram suður með Kyrrahafsströndum Mexíkó, Guatemala, El Salvador, Nicaragua og Costa Riga þar til komið var til Panama og að skipaskurðinum þar. „Við náðum þangað 16. apríl en lentum í þvílíkum töfum því þar var verið að halda upp á páskana. Fólkið í Panama er rammkaþólskt og þar var ekkert unnið á helgum dögum. Það lá bókstaflega allt niðri og á meðan biðum við hjá mynni skurðsins Kyrrahafsmegin eftir því að komast í gegn. Svo fórum við loks um skurðinn 27. apríl. Til að nýta vatnið sem best í slúsunum, sem eru stífluhólfin í skurðinum, þá voru minni skip eins og okkar alltaf látin fljóta með stærri skipum upp á við. Síðan þegar farið var niður þá var reglan þannig að litlu skipin fóru saman og síðan stóru skipin. Það var gaman að sjá skurðinn og sigla gegnum hann en þarna var allt til fyrirmyndar. Öll sigling einföld og allt mjög vel merkt.“
Fær yfirhalningu í Flórída Það var ekki eftir neinu að bíða þegar komið var úr skurðinum Atlantshafsmegin. Stefnan var sett norður og vestur fyrir Kúbu á Flórídaskagann. „Við fengum fyrsta storminn í ferðinni á þessari leið. Amelia Rose stóð það vel af sér og sýndi sig að vera mjög gott sjóskip. Við sigldum beint til Fort Lauderdale í Flórída. Þangað komum við 3. maí og höfðum lagt að baki 3.287 sjómílur. Í Fort Lauderdale var siglt í tvo tíma í gegnum skipaskurði inn í borgina að skipasmíðastöð. Þar verður Amelia Rose lagfærð. Amelia Rose er mjög gott skip, vönduð smíði og aðalvélar góðar,“ segir Guðmundur Jón Hafsteinsson. mþh
Eigendur snekkjunnar eru Gunnar Leifur Stefánsson og Sævar Matthíasson.
Markús Alexandersson annar skipstjóra Ameliu Rose í ferðinni þegar snekkjan var í Panamaskurði.
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
67
Fiska vel á strandveiðum í hálfgerðri neyð Var sjómaður í aldarfjórðung
Feðgarnir Kristbjörn Rafnsson og Helgi Rafn Kristbjörnsson stunda strandveiðar á Helgu Guðrúnu SH.
Blaðamaður hitti feðgana Kristbjörn Rafnsson og Helga Rafn Kristbjörnsson þar sem þeir voru að koma að landi í Grundarfirði eftir góðan dag á strandveiðum. Þeim hafði gengið mjög vel. Þennan dag voru þeir annar bátur inn til löndunar, eftir að hafa náð dagsskammtinum og jafnvel aðeins betur á örfáum klukkutímum fyrir hádegi. Aflinn var mjög fallegur þorskur. Flestir hinna bátanna sem voru að veiðum þennan dag komu ekki að landi fyrr en síðdegis. Þeim feðgum hafði gengið jafn vel daginn áður. Þá voru þeir komnir inn um svipað leyti með fullan skammt og löngu á undan flestum hinna.
Léleg afkoma á strandveiðunum Kristbjörn var sjómaður til fjölda ára en er öryrki í dag. Helgi sonur hans er með bátinn sem ber nafnið Helga Guðrún SH. „Helgi minn verður að sjá um þetta. Ég er bara að hjálpa honum að komast af stað. Ég eignaðist þennan bát fyrir einum 15 árum. Hann hefur verið notaður á standveiðar undanfarin fjögur ár.“ Hann segir að það sé ekki mikið að hafa upp úr strandveiðunum þó menn fiski vel. „Kostnaðurinn er of mikill og aflaverð-
mætið of lítið. Hér við Snæfellsnes og á okkar strandveiðisvæði hafa verið svo margir bátar að aflaheimildirnar sem eru ætlaðar í strandveiðarnar hafa veiðst upp á örfáum dögum í hverjum mánuði. Þá er allt stopp þar til í næsta mánuði. Stjórnvöld ættu að breyta fyrirkomulaginu svo menn gætu haft í sig og á með þessum veiðum. Stækka pottana sem veitt er úr. Það þarf til dæmis ekkert að hafa þennan byggðakvóta. Hann á bara að renna inn í strandveiðikerfið. Svo hefur nú grásleppuveiðin hrunið líka. Þetta er allt til þess fallið að ergja menn og rýra afkomu þeirra.“
Gleðilegan sjómannadag Framlag sjómanna og íslenskur sjávarútvegur skiptir okkur miklu máli. Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land allt til hamingju með daginn.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
Kristbjörn er borinn og barnfæddur Grundfirðingur. „Ég var á togaranum Runólfi SH í 25 ár með Runólfi Guðmundssyni sem skipstjóra. Áður hafði ég verið á fleiri skipum svo sem Siglunesi SH, Þórarni Gunnarssyni SH, og Haffara SH á netum. Ég byrjaði þar, einhvers staðar verða menn að byrja á sjó. En síðustu 25 árin var ég alfarið á Runólfi.“ Hann segir að óhapp og læknamistök hafi bundið enda á sjómennskuferilinn og svipt hann heilsunni. „Ég tognaði á öxl við vinnuna úti á sjó. Læknirinn taldi að ég hefði slitið vöðva og sprautaði sterasprautu ofan í öxlina á mér. Það var eins og að skvetta olíu á eld. Ég fékk mikla sýkingu og þurfti að fara í nokkrar aðgerðir á öxlinni. Ég fékk svo sýkingu í hjartalokurnar sem hefði átt að drepa mig. Það gerðist þó ekki. Þetta leiddi svo niður í mjöðm. Loks tókst að komast fyrir þetta en ég hef verið öryrki
Kristbjörn við eina skakrúlluna.
síðan. Þegar þetta gerðist var ég 37 ára gamall.“
Veiðar í atvinnuleysi Strandveiðarnar hjá þeim feðgum eru hálfgert neyðarbrauð. Helgi sonur Kristbjarnar hætti í skóla í vetur en er atvinnulaus. „Hann er nú bara skóladrengur en hann fær ekki atvinnuleysisbætur af því að hann var í skóla. Það er verið að refsa þessum krökkum sem eru í þessari stöðu. Því miður er enga vinnu að hafa hérna í Grundarfirði núna. Ég vil nota tímann og kenna drengnum að vera á sjó. Koma honum út frá því að sitja við tölvuna.“ Helgi skýtur því inn að hann sé að leita sér að vinnu. „Á meðan ætla ég að vera á strandveiðunum. Þetta er mjög skemmtilegt.“ Faðir hans bætir við: „Við gætum gert miklu betur bæði fyrir okkur sjálfa og samfélagið ef við bara fengjum að gera það og vera fleiri daga á veiðum.“ mþh
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
68
Sjómaðurinn á Kádiljáknum Pétur Þór Lárusson sjómaður á Akranesi kann að velja sér bifreið til að aka um á í landlegum. Hann á 48 ára gamlan amerískan Cadillac Fleetwood Brougham. Það sést þegar Pétur er í landi um sumartímann því þá fer Kádiljákurinn á kreik um götur Akraness og víðar. „Það var búið að blunda í mér lengi að eignast svona bíl. Ég átti 1800 kúbika Suzuki-mótorhjól áður. Daginn sem ég keypti bílinn ók ég suður til Reykjavíkur á hjólinu, hundblautur í roki og rigningu. Þar skipti ég á því og þessum bíl. Ég man alltaf þegar ég ók honum heim upp á Skaga sama dag að ég hugsaði hvað það væri nú huggulegt að eiga góða bifreið til að ferðast á með þak yfir höfðinu í þessu illviðri. Það var notaleg tilfinning,“ segir Pétur.
Afar vel með farinn bíll Hann segist aldrei hafa séð eftir því að fórna Súkkunni fyrir Kaddann. „Ég nota hann mikið. Fólk er stundum að spyrja hvort bíllinn eyði ekki miklu. Ég svara því til að hann eyði bara því sem sett er á hann. Ég hef aldrei mælt það. Finnst það ekki skipta neinu höfuðmáli því bíllinn er bara keyrður þegar ég er í landi. Eyðslan á ársgrundvelli er því óveruleg. Svo er ekki mjög dýrt að eiga fornbíla. Tryggingar eru lágar og þar fram eftir götunum.“ Pétur upplýsir að bíllinn sé ekki keyrður nema rétt rúm-
Pétur Þór Lárusson við bílinn góða á Breiðinni á Akranesi ásamt sonarsyni sínum Aroni Óttari Bergþórssyni.
lega 90.000 kílómetra frá upphafi. Hann var fluttur inn til Íslands frá Texas í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. „Það var olíufyrirtæki í Texas sem átti hann upphaflega og notaði til að ferja viðskiptavini, aðallega milli flugvallar og höfuðstöðva. Svo þótti hann orðinn of gamall. Þá var hann settur í geymslu í að minnsta kosti 17 ár. Hann endaði svo hér á
Íslandi. Þetta er mjög góður bíll og vel með farinn.“
Veiða nú bolfisk og rækju Pétur Þór hefur starfað sem sjómaður alla tíð. „Ég fékk mína fyrstu útborgun átta ára gamall þegar ég fór með pabba, Stefáni Lárusi Páls-
hedinn.is
Ljósm. mþh.
syni, á handfæraveiðar frá Grindavík. Hann var skipstjóri og stýrimaður héðan frá Akranesi um áratugaskeið en er nú sestur í helgan stein. Nú hef ég verið á togaranum Þinganesi SF 25 meira og minna síðastliðin tvö ár. Þessa dagana erum við á rækjuveiðum. Í vetur veiddum við norðan við land en aflinn var frekar tregur. Það sem hefur bjargað þessu er að við megum líka veiða fisk samtímis. Við erum þá með skilju í trollinu sem aðskilur rækjuna frá fiskinum. Síðan fer rækjan í neðri poka trollsins en fiskurinn í þann efri. Nú í maí höfum við svo verið í Kolluálnum
hinum megin á landinu. „Það skiptir ekki svo miklu máli hvaðan skipið er upp á manns eigin búsetu að gera. Maður er alltaf burtu heiman að frá sér, sama frá hvaða höfn er róið. Svona skip eins og Þinganes er að veiðum víða við landið. Löndunarstaðir verða fyrir valinu eftir því hvað hentar hverju sinni. Síðast lönduðum við í Hafnarfirði. Þangað er ekki langur vegur frá Akranesi. Þar áður vorum við á Siglufirði. Svo höfum við verið á Húsavík, Sauðárkróki og áfram má telja,“ segir Pétur. Hann var búinn að vera á smábátaveiðum í fjöldamörg ár þar til hann gerðist togarakarl með því að munstra sig á Þinganes. „Síðast var ég á Keili AK í ein fimmtán ár. Við stunduðum eingöngu netaveiðar. Sóttum eftir þorski og skötusel og rérum mikið frá Arnarstapa á Snæfellsnesi. Það var fínt að vera á Keili. Ég hætti þarna þegar báturinn var seldur með aflaheimildum. Áður en ég fór á Keili AK var ég á vertíðarbátunum hér á Akranesi og síðan Akranestogurunum Höfðavík, Skipaskaga og Sturlaugi H. Böðvarssyni. Svo var ég á Þórhalli Daníelssyni frá Hornafirði um skeið sem og nótaskipinu Jónu Eðvalds frá sama stað svo eitthvað sé upptalið. Maður hefur komið víða við á ferlinum, en ég hef samt alltaf búið á Akranesi með fjölskyldu minni.“
Sennilega makríll í sumar „Við vorum á fótreipistrolli eftir fiski fyrr í vetur áður en við fórum á rækjuna. Í fyrrasumar fórum við á makrílveiðar. Þá fórum við frá Höfn í Hornafirði. Það var stutt
Pétur Þór landar rígvænum skötusel á Arnarstapa.
Sjómenn til hamingju með daginn
í Breiðafirði. Þar hefur rækjuveiðin verið aðeins betri en fyrir norðan og mjög fínn afli af fallegum þorski. Ef það fiskast rækja þá er þó ágæt afkoma á sjálfum rækjuveiðunum. Við erum að fá um og yfir 300 krónur fyrir kílóið.“ Þegar rækjuveiðar eru stundaðar eru aðeins sex í áhöfn Þinganess. „Það þarf ekki fleiri þegar við erum á rækjunni. Trollið er bara híft tvisvar á sólarhring, engar vaktir. Menn standa bara við meðan það þarf að vinna. Svo er hvíld þess á milli. Þetta er jafnvel stundum næstum of rólegt.“
Alltaf í burtu hvort eð er Pétur býr á Akranesi en togarinn er gerður út frá Hornafirði sem er
Ljósm. fh.
þaðan á makrílmiðin og mjög góð veiði. Stysti túrinn hjá okkur var innan við tólf tímar. Við lönduðum á Hornafirði þar sem makríllinn var unninn. Við fórum 14 túra á einum mánuði. Það er ekki annað að sjá en það gangi vel á Hornafirði. Þeir hafa verið að bæta við sig aflaheimildum og styrkja sig. Þar hefur Skaginn hf. nú verið að reisa mikla vinnslu fyrir uppsjávarfisk sem væntanlega verður tilbúin fyrir makrílvertíðina í sumar. Við á Þinganesi vitum þó ekki enn hvort við verðum sendir á makrílinn. Það hefur ekki mikið heyrst enn um tilhögun makrílveiða í sumar en maður reiknar þó frekar með því,“ segir Pétur Þór og brunar burt á Kádiljáknum. mþh
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
69
Ætlaði alltaf að verða sjómaður Jón Frímann Eiríksson er uppalinn Skagamaður en búsettur í Grundarfirði þar sem hann hefur lífsviðurværi sitt af sjómennsku. Hann er stýrimaður og afleysingaskipstjóri á togskipinu Hring SH 153 sem gerður er út af G.Run hf. Jón Frímann byrjaði ungur til sjós. Hann var aðeins 18 ára þegar hann fór sinn fyrsta túr á ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK 10. Eríkur Jónsson faðir Jóns var skipstjóri á Sturlaugi á þessum tíma og er það reyndar ennþá. „Reyndar var pabbi ekki í þessum fyrsta túr. Ég hafði samt oft farið með honum sem gutti.“
af þeim Kristjáni Péturssyni og Sturlaugi Gíslasyni,“ segir Jón og minnist þessa tíma með hlýju. Úthaldið var þó mikið á Höfrungi III. Jón Frímann leitaði því á önnur mið tæpu ári síðar.
Sinnir hátíðarhöldum sjómanna
Verkfall kennara réði úrslitum Kennaraverkfall 1995 breytti áætlunum Jóns en þá stundaði hann nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. „Þegar það hófst ákvað ég að hætta í skólanum og reyna við sjómennskuna. Ég var mikið sem lausamaður á Sturlaugi út árið 1995. Svo fékk ég fast pláss í ársbyrjun 1996.“ Haustið 1997 fór Jón svo í Stýrimannaskólann. Hann tók alltaf lausaróðra í öllum fríum til að fjármagna námið. „Ég útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum vorið 1999. Þá fékk ég fast pláss á Sveini Jónssyni KE 9 sem bátsmaður. Þeim togara var svo lagt um haustið.“ Sama haust, eftir að Sveini Jónssyni KE var lagt, fékk Jón Frímann pláss sem háseti á Haraldi Böðvarssyni AK 12. Hugurinn stefndi þó hærra hjá þessum upprennandi sjómanni. „Á milli jóla og nýárs árið 1999 bauðst mér fast pláss sem annar og fyrsti stýrimaður á Heiðrúnu GK sem varð síðar Ingimundur SH 335. Þar var Óli Fjalar Óla-
Jón Frímann Eiríksson stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Hring SH í Grundarfirði í skipstjórnarstólnum.
son skipstjóri. Ég lærði ég mikið af honum.“
Eldskírn á Ingimundi SH „Ég hef aldrei lært jafn mikið um sjómennsku og á Ingimundi. Ég tapaði trollinu fyrstu nóttina sem fyrsti stýrimaður. Það skeði svo reyndar aftur einu ári síðar upp á dag en það er önnur saga. Við lentum í öllu sem hægt er að lenda í varðandi sjómennsku,“ segir Jón Frímann. Hann minnist þessa tíma sposkur á svip. Í september 2001 var Ingimundi lagt. „Þá fer ég sem annar stýrimaður á Hring SH 535 hjá sömu útgerð en G.Run gerði út báða bátana.“ Í janúar 2002 tók G.Run þá ákvörð-
un að senda Ingimund SH til rækjuveiða við Grænland. „Við fórum til Grænlands í apríl 2002. Það varð mikið ævintýri. Þar var ég stýrimaður og leysti af sem skipstjóri frá apríl til desember 2002. Ég held að Ingimundur SH 335 sé það skip sem mér þykir hvað vænst um af þeim sem ég hef róið á. Þar lærði ég afskaplega mikið um skipstjórn og þess háttar,“ segir Jón Frímann.
Frystitogaramennskan hentaði ekki Eftir að Jón Frímann kom frá Grænlandi fór hann aftur á Hring SH 535 sem annar og fyrsti stýrimaður. Í ágúst 2003 fór hann á sjó með Höskuldi Bragasyni útskriftarfélaga sínum úr Stýrimannaskólan-
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn
um. „Við réðum okkur á Björn RE 79 sem síðar varð Þorvarður Lárusson SH 129 og var hér í Grundarfirði. Á Birni vorum við á rækjuveiðum og fiskitrolli í eitt ár. Það var bölvað bras á okkur allan tímann sem endaði svo að skipinu var lagt í ágúst 2004. Eftir það var ég í afleysingum hér og þar,“ segir Jón. „Ég fór nokkra túra á frystitogurum. Svo var ég á rækjuveiðum frá Húsavík og þá oftast sem annar stýrimaður.“ Í júní 2005 fékk Jón Frímann pláss á frystitogaranum Höfrungi III AK 250 sem bátsmaður, háseti og annar stýrimaður. „Það var rosalega gott að vera um borð í Höfrungi. Áhöfnin þar var frábær. Allir vissu upp á hár hvað þeir voru að gera. Skipinu var afar vel stjórnað
Það var svo í byrjun maí 2006 að Jón Frímann hefur samband við Ingimar Hinrik Reynisson skipstjóra á Hring SH 153 í leit að vinnu. Þar fékk hann sitt núverandi pláss sem fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri. „Það var gott að komast undir hjá Rikka. Hann hefur kennt mér afar mikið enda er hann mikill fiskimaður.“ Jón Frímann hefur verið í þessu plássi allar götur síðan. Hann er kvæntur Láru Magnúsdóttur. Þau eiga tvö börn og una hag sínum vel. Fjölskyldan býr í Grundarfirði. „Ég ætlaði alltaf að verða sjómaður eins og pabbi,“ segir Jón Frímann og vísar þar til Eiríks Jónssonar föður síns sem er skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvarssyni eins og áður kom fram. „Það voru ófá skiptin sem ég fékk að fara með honum á sjóinn sem gutti. Það heillaði mjög.“ Fljótlega eftir að Jón Frímann flutti til Grundarfjarðar fór hann að hafa afskipti af sjómannadagshátíðarhöldum. „Björgunarsveitin Klakkur hélt utan um hátíðardagskrána en þeir voru að draga sig út úr því 2007. Þá gekk ég í þetta ásamt nokkrum góðum mönnum. Við tókum að okkur stjórn sjómannadagsins. Ég hef verið með puttana í þessu flest öll ár síðan,“ segir Jón. „Við höfum reynt að hafa þetta fjölskyldudag og stílum skemmtiatriði og kappleiki fyrir börn og fullorðna.“ Hann lofar góðri skemmtun í ár. tfk
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
70
Bátasafnið á Reykhólum hefur eignast merkan pramma Bátasafn Breiðafjarðar lætur ekki mikið yfir sér þar sem það þó er til húsa í alfaraleið á Reykhólum. Þegar blaðamann Skessuhorns ber þar að garði eru tveir menn að dytta að bátum. Vorverkin eru hafin. Báðir standa innan við stórar dyr og eru að mála. Annar þeirra ber græna málningu á trébát sem greinilega er nýsmíði byggð eftir gömlu lagi. Hinn málar með hvítu á bát sem hann segir að sé gamall björgunarbátur úr skipi, einn fárra sem eftir eru í landinu af því tagi. Íslenska eyþjóðin hefur svo sannarlega verið duglegri við flest annað en að varðveita gömul skip og báta og þar með vernda sína eigin siglingasögu og strandmenningu sem þó hefur haldið líftórunni í þjóðinni um aldir, hugsar útsendari blaðsins með sjálfum sér.
Mætast á Reykhólum Þessi menn sem starfa þarna þennan milda vordag í maí eru Hafliði Aðalsteinsson, fæddur og uppalinn í Hvallátrum í Breiðafirði. „Þar lærði ég að smíða báta,“ segir hann eftir að hafa kynnt sig. „Ég er frá Patreksfirði og hef búið þar alla mína tíð,“ segir félagi Hafliða. Það er Eggert Björnsson trillukarl og einlægur áhugamaður um báta og bátasmíði. „Ég bý í Kópavogi og við Eggert hittumst hér til að dunda í bátunum. Við erum hér á Reykhólum nokkra daga í einu og vinnum þá í þeim og við safnið. Á vorin stillum við bátunum upp til sýningar og síðan er þeim komið í geymslu á haustin. Stóru bátarnir eru utandyra en þeir minni hér inni. Við höfum uppi segl á þeim sem eru innandyra,“ segir Hafliði.
Bátadagar á sumrin Þeir segja stuttlega frá Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum. Í húsnæðinu við hliðina er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og hlunnindasýning sem gefur mynd af þeim náttúrugæðum sem eitt sinn töldust
Eggert Björnsson og Hafliði Aðalsteinsson í húsakynnum bátasafnsins umkringdir djásnum sem vitna um merkan hluta af sögu þjóðarinnar.
Safnið á sjálft einn gamlan bát sem er í fínu lagi. Baldur heitir hann og var smíðaður fyrir Hergilseyinga.“
Hætt að framleiða bátasaum Hafliði bætir við að bátarnir á safninu í dag séu margir svokallaðir „Látrabátar.“ Það eru bátar sem voru einmitt smíðaðir í Hvallátrum þar sem hann bjó. „Hér er þó líka bátur sem var smíðaður í Stykkishólmi og heitir Gola. Smiður hennar var Kristján Gíslason frá Skóganesi. Gola er þó ekki alveg í standi
Pramminn sem týndist kominn fram Við göngum út fyrir og skoðum þar gamlan trépramma með hlera í stafni sem einhvern tímann hefur verið hægt að fella niður. Þetta er
Strandveiðarnar gætu bjargað mörgum gömlum trébátum frá glötun. Þessi mynd var tekin af einum slíkum í notkun í Grundarfirði nú í maí.
dýrmætust fyrir íbúa við Breiðafjörð. Eggert segir frá því að auk þessara sýninga á hlunnindum og gömlum bátum séu haldnir bátadagar á Reykhólum á hverju sumri. Safnið geymir nú um 30 báta. „Bátadagarnir eru fyrstu helgina í júlí. Þá eru
margir af þessum bátum settir á flot og þeim siglt. Í safninu má einnig sjá gamlar bátavélar af ýmsum gerðum sem eru í fínu lagi. Hérna úti við er „Ólafur gamli“ í Hvallátrum sem Hafliði og hans fjölskylda eiga. Þau eiga líka Björgu sem var einnig heimilisbátur í Hvallátrum.
Nýr bátur í flota Akraness stefnir á makríl Stálbátur hefur bæst í fiskiskipaflota Skagamanna. Hann er 11,7 rúmlestir og smíðaður 1987. „Við keyptum þennan bát núna í febrúar. Hann var skráður á Súðavík og hét Kæja ÍS. Þar á undan bar hann nafnið Ársæll GK. Markílbúnaðurinn, það er slítarar en ekki sjálfvirku rúllurnar, fylgja honum og báturinn verður gerður út á þær veiðar í sumar,“ sagði Sigþór Hreggviðsson þar sem hann stóð önnum kafinn með Hendrik bróður sínum við að mála nýja bátinn á stóru bryggjunni í Akraneshöfn. „Hann á að heita Hreggi AK 85. Við eigum hann þrír bræðurnir, Hendrik Steinn Hreggviðsson, Rúnar Hreggviðsson og ég. Rúnar stundar skipstjórnarnám við Tækniskólann í Reykjavík. Hann verður með bátinn.“ Þeir bræður tóku einnig þátt í makrílveiðunum í fyrrasumar. Það var á minni bát, Eyrúnu AK. „Við höfum tekið þátt í svokölluðu Port-Ice samstarfsverkefni sem gengur út á að
tíu smíðanámskeið fyrir þá sem vilja læra til verka við bátasmíði. „Þau hafa verið haldin í Reykjavík þar sem við erum með aðstöðu við Korngarða. Faxaflóahafnir lánuðu okkur pláss þar af rausnarskap. Þarna hafa sex til átta manns verið á hverju námskeiði.“ Þessi námskeið hafa skilað sér í því að fólk hefur nýtt sér þekkinguna sem það hefur fengið á þeim til að hefjast handa við að lagfæra eða gera upp gamla báta. „Þetta hefur verið fólk víða af landinu. Annars er bara einn ungur maður á landinu sem hefur verið að læra trébátasmíði sem iðn. Hann er einmitt að ljúka sveinsprófi nú í vor,“ segir Eggert. Báðir eru þeir Hafliði og Eggert sammála um mikilvægi þess að gamlir bátar séu hafðir í notkun. Þannig fái þeir þá umönnun og viðhald sem sé nauðsynlegt. „Það hafa nokkrir gamlir bátar farið af stað aftur á strandveiðunum. Ég vona að menn sjái möguleika þar til að finna verkefni handa einhverjum af gömlu trébátunum. Ef þessir bátar eru notaðir til strandveiða á sumrin þá afla þeir tekna sem aftur leiðir til þess að þeir fá umhirðu. Strandveiðikerfið getur hæglega orðið til þess að mörgum trébátum verði hreinlega bjargað,“ segir Eggert.
Bræðurnir Hendrik og Sigþór Hreggviðssynir við málningarstörf á Hregga AK. Báturinn stendur á bryggjunni að baki þeim.
markaðssetja krókaveiddan makríl af topp gæðum. Þar er unnið eftir ákveðnum ferlum þar sem öll áhersla er lögð á gæði og góða meðferð aflans. Við kælum allan aflann niður fyrir núll gráður í blöndu af sjó, ís og salti og kom-
um með hann þannig í land. Þessi afli er svo seldur undir vörumerkinu Port-Ice. Helstu markaðirnir eru í Rússlandi og Asíu. Verkefnið er mjög spennandi og hefur gengið vel,“ sagði Sigþór Hreggviðsson. mþh
Pramminn góði sem var týndur á hafsbotni í fimm ár en kom loks fram og var færður að bátasafninu í vetur. Fjær standa eldri bátar í vörslu safnsins.
núna. Margir bátanna hér eru því miður ekki í þannig ásigkomulagi að það megi nota þá til siglinga. Það er fjöldi manns sem kemur á bátadagana, en það mættu vera fleiri sem vinna í að gera bátana upp og halda þeim við. Það er þó samt sem betur fer nokkuð um það að menn séu að gera upp gamla báta víða um land. Við sjáum það meðal annars á því að það er þó nokkur spurn eftir svokölluðum bátasaum sem eru naglar notaðir til bátasmíða. Hingað er hringt alls staðar af landinu til að leita að honum. Norska fyrirtækið sem framleiddi þennan saum hætti því fyrir nokkru og ætlar ekki að gera aftur nema því berist stór pöntun. Það gerist nú vonandi með auknum áhuga.“
Notkun heldur lífi í gömlu bátunum Bátasafn Breiðafjarðar heldur úti heimasíðu (www.batasmidi.is). Eggert upplýsir að þetta áhugamannafélag hafi þegar haldið ein
ein af nýjustu viðbótunum við safnið og var afar merkilegt atvinnutæki. Hann var smíðaður í Hvallátrum 1956 til að flytja á honum dráttarvélar milli eyja í Breiðarfirði. Hafliði þekkir vel sögu prammans. „Seinna var svo settur á hann rambúkki og hann notaður til að reka niður staura í staurabryggjur. Þar var hann notaður í Búðardal en slitnaði upp í óveðri 1970 og rak út á fjörð og týndist í fimm ár. Þá birtist hann aftur upp í fjöru eftir vestan óveður. Pramminn hafði þá sokkið en báran einhvern veginn náð tökum á honum í þessari vestan átt og fært hann þannig að það sást í hann á fjöru. Það var sótt jarðýta og hann dreginn upp á land. Pramminn er búinn að liggja í tæp 40 ár en kom hingað á bátasafnið nú í vetur. Við ætlum að gera við hann. Síðan verður hann til sýnis hér fyrir utan í sumar og gamall traktor látinn standa í honum. Þannig ætlum við að sýna hvernig vélarnar voru fluttar á honum forðum.“ mþh
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
71
Erling KE sem eitt sinn hét Skírnir AK 16 um margra ára skeið er nú við bryggju hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi.
Gamalt happaskip Akurnesinga snýr á fornar slóðir Eldri sjómenn á Akranesi hafa síðustu daga margir hverjir lagt leið sína niður að skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts við Bakkatún til að heilsa þar upp á gamlan og góðan kunningja. Þar liggur netabáturinn Erling KE til viðhalds og endurbóta. Þessi bátur hét í eina tíð Skírnir AK 16. Hann var gerður út frá Akranesi um áratugaskeið í eigu Haraldar Böðvarssonar hf. og var alla tíð mikið afla- og happaskip, hvort heldur var á nótaveiðum eftir uppsjávarfiski eða á hefðbundnum bolfiskveiðum. „Hann er kominn hingað vegna þess að það á að laga í honum lestargólfið og síðan sinna fleira viðhaldi. Hér hafa verið að koma menn sem
eitt sinn voru í áhöfn á skipinu til að heilsa upp á þennan gamla kunningja,“ segir Valgeir Valgeirsson verkstjóri hjá Þorgeir & Ellert. Erling KE sem í eina tíð hét Skírnir AK var smíðaður 1964 í Florö í Noregi 1964 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Skipið var lengt 1967. Síðan fékk það núverandi útlit að mestu þegar það var yfirbyggt og smíðuð á það ný brú hjá Þorgeir & Ellert 1976. Enn var því svo breytt og lengt í Lithaén sumarið 2008. Skipið hefur á hálfrar aldar ævi sinni borið nöfnin Akurey, Skírnir, Barðinn, Júlli Dan, Óli á Stað GK 4 og svo núverandi nafn Erling KE 140. mþh
VM-Félag Vélstjóra og MálMtækniManna
Sjómannadagurinn VM- Félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
ÉG GRÆÐI AUÐVITAÐ Á ÞESSU ÞVÍ ÉG VEIÐI SJÁLFUR Í SOÐIÐ Báturinn hans Eysteins heitir bara Bátur. Í frítíma sínum setur hann Bát út og veiðir. Þorskurinn tekur mest á hjá Eysteini og ýsan en stundum fær hann lýsu og á vissum tíma ársins fyllast öll net af makríl. Og hann Eysteinn vill gera sínar eigin fiskibollur. Í þær notar hann lítið af hveiti en mikinn lauk. Eysteinn hefur unnið á vélaverkstæði Norðuráls í sjö ár. Þessa dag ana er hann að gera upp brjóta. Hann vinnur dagvinnu þannig að í eftirmiðdaginn og um helgar fer hann á sjó, veiðir í soðið og leitar uppi frelsi hafgolunnar. Til hamingju með sjómannadaginn Eysteinn!
Hagsýni
Liðsheild
Heilindi
nordural.is