Víkingur AK fimmtíu ára
Víkingur AK-100 kemur fánum skreyttur til Akra ness 21. október 1960. Myndina tók Ólafur Árnason ljósmyndari og hún er handlituð.
Allt að hálfrar aldar gamlar frásagnir rifjaðar upp exti og umsjón: T Haraldur Bjarnason. Þann 21. október árið 1960 sigldi fánum prýtt tæplega þúsund tonna fiskiskip inn í Akraneshöfn, flagg skip Akranesflotans þá og lengi vel. Nú eru því rétt 50 ár síðan Víkingur AK-100 kom í fyrsta skipti í heima höfn. Margt hefur á daga skips ins drifið síðan og mikinn afla hef ur það flutt að landi. Margs konar veiðar hefur það stundað og breyt ingar hafa verið gerðar á skipinu í tímans rás en þó óverulegar á út liti og mun minni breytingar en á mörgum öðrum íslenskum fiski skipum.
Smíðin og heimkoman
Víkingur var smíðaður í Brem erhaven fyrir Síldar- og fiskimjöls verksmiðju Akraness, sem var fyrsta almenningshlutafélagið á Akranesi og eitt af fyrstu almenningshluta félögum landsins. Hlutaféð var 75.000 krónur og hluthafarnir 180 talsins. Skipinu var hleypt af stokk unum 5. maí þetta ár og Rannveig Böðvarsson, eiginkona Sturlaugs H.
Böðvarssonar, gaf þá skipinu nafnið Víkingur en Sturlaugur var fram kvæmdastjóri SFA þar til Valdimar Indriðason tók við. Sjómannablaðið Víkingur sagði svona frá komu togarans Víkings til Akraness árið 1960: „Togarinn Víkingur kom til Akraness þann 21. október s.l. Á hafnargarðinum hafði safnazt saman fjöldi manns, til þess að fagna komu skipsins. Akraborg var stödd við hafnargarðinn og blés ákaft. Jón Árnason flutti ræðu af brúar væng og á eftir honum bæjarstjóri Akraness, Hálfdán Sveinsson. Síð ast talaði sóknarpresturinn, sr. Jón M. Guðjónsson, og blessaði áhöfn ina og hið nýja skip. Á eftir var fólk inu boðið að skoða skipið og var svo margt um manninn að þröngt var um borð. Víkingur var smíðaður hjá AG Weber Werk. Hann er tæpar 1000 brúttólestir með þriggja hæða yfir byggingu. Lestin er klædd alumini um, búin kælitækjum og rúmar 500 lestir af ísfiski. Geymar eru fyrir lif ur og slor. Siglingar- og fiskileitar tæki eru af fullkomnustu gerð. Vist arverur prýðilega gerð, 2-3 manna káetur, auk þeirra, sem yfirmönnum eru ætlaðar. Víkingur gekk á heimleiðinni til jafnaðar 14,5 sjómílur og var 85,5 klukkutíma frá Bremerhaven eða rúmlega 3,5 sólarhringa.
Systurskipin fjögur
Í Kaupmannahöfn 1959 á leið til Þýskalands að ganga frá samning um um s míði togaranna Maí, F reys, Sigurðar og Víkings. F.v: Ingvar Vil hjálmsson, Jónas Jónsson, Sturlaugur H. Böðvarsson og Erlingur Þorkelsson. Það var í þessari ferð sem Sturlaugur var spurður um hlutaféð í SFA.
Skipasmíðastöðin í Bremer haven, sem smíðaði Víking, hafði áður smíðað fimm togara fyrir Ís lendinga og þrír þeirra voru syst urskip Víkings en það voru Sig urður, sem kom til landsins mán uði á undan Víkingi, Frey og Maí. Sigurður var upphaflega skráður á Ísafirði, síðan í Reykjavík og síð ustu árin í Vestmannaeyjum. Það skip hefur verið með svipaðan fer il og Víkingur alla tíð, fyrst á tog veiðum en síðan á nót. Hin skipin voru seld úr landi fljótlega og annað þeirra, Freyr, kom talsvert við sögu í þorskastríðunum hér við land undir nafninu Ross Revenge. Hann hýsir nú útvarpsstöðina Radio Caroline úti fyrir Bretlandsströndum.
Í nánari lýsingu á þessum skip um í sjómannablaðinu Víkingi árið 1960 kom m.a. þetta fram: „Aðalvélin er Werspoor-Dies elvél, 2300 hestöfl við 280 snún inga. Vélin er með skiptiskrúfu af „Escher Wyss“ - gerð, er tenging in svokölluð „Wulkan Kupplung“: Skiptiskrúfunni er hægt að stjórna frá stýrishúsi og einnig þaðan er hægt að taka skrúfuna úr sambandi við aðalvélina. Við hana er tengdur stór rafall og þarf ekki að nota hjálp arvélar til rafmagnsframleiðslu, hvorki fyrir togvindu né fyrir ljós net, þegar verið er á siglingu eða að veiðum. Hjálparvélar eru tvær 200 ha. Deutz með 120 Kw rafal og ein 70 ha. með 30Kw. rafal. Kælivélar eru tvær af Atlas-gerð. Stýrisvél er af Atlas-gerð. Rafmagnsvökvadrif in með tvöföldu kerfi. Togvindan er af Achgehles-gerð, rafmagnsdrifin, 280 ha., útbúin með lofthemlum og tvöföldu vírastýri. Íbúðir eru allar mjög vandaðar, mest fjögurra manna herbergi, en mörg eins og tveggja manna her bergi, einnig er sjúkraherbergi mið skips. Alls eru íbúðir fyrir 48 menn. Björgunarbátur er fyrir 48 menn. Stendur hann undir vinduglu og getur einn maður hæglega kom ið honum fyrir borð. Sex gúmmí björgunarbátar eru fyrir 72 menn. Skipið er útbúið með toggálg um beggja megin, eins og venjulega er á íslenzkum togurum, en kom ið hefur fyrir á sérstökum túllum til að auðvelda að taka inn bobbing ana. Frammastrið er með rörstöng um en ekki venjulegum vöntum. Afturmastrið er lítið og létt og var komið fyrir ofan á stýrishúsinu. Yf irbyggingin er þrjár hæðir. Ofan á stýrishúsinu beggja megin eru smágálgar. Stefni skipsins er fram hallandi perlulagað. Allur er frá gangur hinn vandaðasti og mjög fullkominn.“
75 þúsund urðu 75 milljónir
Samkvæmt heimildum kostaði Víkingur nýsmíðaður 41 milljón króna. Þegar Sturlaugur H. Böðv arsson og fulltrúar útgerða Maí,
Víkingi gefið nafn í skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi 5. maí 1960. (úr myndasafni haraldarhus.is).
Víkingur landar síld á Siglufirði 1968. Þetta var síðasta söltun á norsk-íslenskri síld þar.
reys og Sigurðar komu til Þýska F lands að ganga frá smíðasamn ingi var Sturlaugur spurður að því hve mikið hlutafé Síldar- og fiski mjölsverksmiðjunnar væri. Stur laugur svaraði samviskusamlega að það væri 75.000 krónur enda hafði það ekkert verið aukið eða uppfært í áratugi. Eitthvað misskildu Þjóð verjarnir þetta og töldu það vera 75 milljónir. Um þetta var ekki rætt meira og ekki datt Akurnesingun um í hug að leiðrétta þetta hjá þeim þýsku.
Grænn, rauður og blár
Víkingur AK 100 var lengi fram an af grænn á lit eða á meðan hann var í eigu Síldar- og fiskimjölsverk smiðju Akraness hf. SFA sem átti
Heimaskaga hf. að mestu frá 1971 var sameinað í Harald Böðvarsson hf. 1991. Þá fékk Víkingur AK um tíma dökkbláan lit eftir að sá lit ur var innleiddur á skip HB. Síðan urðu HB skipin rauð. Haustið 2002 gekk HB inn í sjávarútvegsstöð Eim skipafélags Íslands sem varð sjálf stætt félag sem hlaut nafnið Brim hf. Þar voru tvö önnur rótgróin og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, Útgerð arfélag Akureyringa og Skagstrend ingur á Skagaströnd. Það varð síð an, við uppstokkun Eimskips, að HB sameinaðist Granda hf. í jan úar 2004. Nafni Granda hf. var þá breytt í HB Granda hf.og síðustu árin hefur blár litur þess fyrirtækis prýtt Víking AK 100.
Víkingur AK 1960 - 2010
Fyrsta áhöfnin á Víkingi Meðan Víkingur var gerður út á togveiðar voru fyrst 28 menn í áhöfn en síðan var fækkað niður í 24. Í lög skráningarbók Bæjarfógetans á Akranesi má sjá að alls voru 30 menn skráðir á skipið í október 1960 og fram til áramóta. Fyrsti skipstjóri á Víkingi var Hans Sigur jónsson frá Reykjavík og var hann skipstjóri á skipinu lengst af togaratímanum. Auk skipstjórans voru þessir í fyrstu áhöfninni. Grettir Jósefsson, Hafnarfirði, 1. stýrimaður. Guðmundur Pétursson, Reykjavík, 2. stýrimaður. Eymar Karlsson, Reykjavík, bátsmaður. Sigurjón Þórðarson, Reykjavík, 1. vélstjóri. Hafsteinn Daníelsson, Reykjavík, 2. vélstjóri. Þorsteinn Þorvaldsson, Akranesi, 3. vélstjóri. Reynir Björnsson, Reykjavík, loftskeytamaður. Halldór Þorláksson, Reykjavík, smyrjari. Guðbjörn Axelsson, Reykjavík, smyrjari. Stefán Siggeirsson, Fáskrúðsfirði, 1. matsveinn. Bjarni Bjarnason, Reykjavík, 2. matsveinn. Ísleifur Magnússon, Reykjavík, netamaður. Gunnar Haraldsson, Kópavogi, netamaður. Eyjólfur Þorvarðarson, Kjalarnesi, netamaður. Sveinn Gunnarsson, Garðahreppi, netamaður. Sigmundur Guðmundsson, Kópavogi, netamaður. Eiríkur Eyjólfsson, Reykjavík, netamaður.
Sveinbjörn Jóhannsson, Reykjavík, netamaður. Ármann Jóhannesson, Reykjavík, netamaður. Axel Axelsson, Reykjavík, háseti. Jón Kristjánsson, Reykjavík, háseti. Jóhannes Jóhannesson, Reykjavík, háseti. Ástráður Ingvarsson, Reykjavík, háseti. Sævar Magnússon, Reykjavík, háseti. Þórir Sigurðsson, Akranesi, háseti. Halldór Ársælsson, Reykjavík, háseti. Þórður Vilhjálmsson, Reykjavík, háseti. Gestur Gunnarsson, Reykjavík, háseti. Guðbjartur Ólafsson, Reykjavík, háseti. Ævar Björnsson, Reykjavík, háseti. Flestir í fyrstu áhöfn Víkings voru reyndir togarasjó menn á þrítugs- og fertugsaldri en þeir yngstu voru 1820 ára. Eins og sést á þessari upptalningu voru aðeins tveir Akurnesingar í fyrstu áhöfn Víkings. Það voru frændurnir Þorsteinn Þorvaldsson, 3. vélstjóri og Þór ir Sigurðsson, háseti, sem er bróðursonur Þorsteins. Flestir í áhöfninni fylgdu skipstjóranum á Víking og höfðu áður verið í skipsplássi hjá honum á öðrum tog urum. Þeir Þorsteinn og Þórir fóru báðir út til Þýska lands að sækja skipið og sigldu með því heim en þang að fóru þrettán menn.
Hans Sigurjónsson skipstjóri um borð í Víkingi AK á miðunum við Grænland. (Úr safni H lina Eyjólfssonar).
Þorsteinn Þorvaldsson vélstjóri
Fór til Þýskalands að ná í Víking Þorsteinn Þorvaldsson var ann ar tveggja Akurnesinga í fyrstu áhöfn Víkings. Hinn var Þórir Sigurðsson bróðursonur hans. Þorsteinn var í hópi þeirra sem fóru til Þýskalands að sækja skipið en Þórir kom hins vegar um borð þegar farið var í fyrstu veiði ferðina. Flestir úr áhöfninni voru úr Reykjavík og margir þeirra höfðu áður unnið með Hans Sigurjónssyni skipstjóra, m.a. á Þormóði Goða.
Allt 100% hjá Þjóðverjum „Ég réði mig sem þriðja vélstjóra
á skipið hjá Daníe l Vestmann sem átti að verða fyrsti vélstjóri. Við fór um m.a. suður í Hafnarfjörð að skoða systurskipið Maí sem þá var komið til landsins. Það varð hins vegar aldrei úr að Daníe l yrði um borð og Sigurjón Þórðarson varð fyrsti vélstjóri. Við fórum þrettán saman út til Þýskalands en Hans skipstjóri og Sigurjón fyrsti vélstjóri voru farnir á undan. Við vor um þarna í viku að fylgjast með loka fráganginum við skipið og það var gaman að fylgjast með því hve vel var vandað til alls. Svo komu þarna menn frá Lloyds og tóku allt saman út. Þá
Aflinn tæplega milljón tonn frá upphafi Frá upphafi hefur Víkingur flutt rúm 900.000 tonna afla að landi síð ustu hálfa öldina. Af því er 45.915 tonn af bolfiski en annað uppsjávar fiskur, loðna, síld og k olmunni. Samkvæmt því sem fram kemur í fréttablaði HB frá árinu 2003 fór afli skipsins yfir 800.000 tonn þann 6. mars 2003 þegar Víkingur land aði loðnu til bræðslu og hrogna töku á Akranesi. Við það tækifæri færði Haraldur Sturlaugsson fram kvæmdastjóri skipstjórunum Viðari Karlssyni og Sveini Ísakssyni við hafnartertu. Samkvæmt upplýsing um frá Fiskistofu hefur Víkingur landað 132.000 tonnum frá þessum tíma og því er heildaraflinn a.m.k. kominn í 932.000 tonn svo lítið vantar upp á milljónina.
Gert klárt fyrir fyrstu veiðiferðina í Þýskalandi
100 tonn á dekkinu á Grænlandsmið um og allur mannskapurinn í aðgerð.
föstudaginn 18. desember föstudaginn 18. desember Óskum skipverjum og útgerð frá kl 13:00 Víkings Ak 100 til hamingju með 50 árin.
frá kl 13:00
stóð maður frá tækjaframleiðendum við hvert tæki og Lloyds mennirn ir líka og létu keyra allt og prófa. Við fórum í reynslusiglingu undir þýsk um fána og þar var allt prófað. Vélar voru keyrðar á fullu og svo sett á fullt aftur á bak þannig að skipið nötraði. Ganghraðinn var mældur og var 16 sjómílur. Loftskeytatækin voru yfir farin, ankerin voru látin falla og þetta var allt prófað 100% hjá Þjóðverj unum. Þeir ætluðu greinilega ekki að láta neitt frá sér sem virkaði ekki. Sturlaugur var með í reynslusigling unni og þegar við komum í land dró hann íslenska fánann að húni á Vík ingi.“ Þorsteinn segir eftirminnilegt að þegar siglt var frá skipasmíðastöðinni hafi þeir horft á nýsmíðaðan þýsk an skuttogara. „Hann hét Sakuta og var svona tilraunaskip hjá Þjóðverj unum. Ég man að þessir gömlu tog arajaxlar um borð hjá okkur horfðu yfir á skuttogarann og sögðust aldrei myndu láta loka sig inni í svona kassa laga blikkdós. Það fór þó svo að að eins 7-8 árum seinna voru skuttogar ar búnir að ganga að síðutogurunum dauðum við togveiðar.“
Þorsteinn segir meginhluta áhafn arinnar sem fór út að ná í skipið hafa haft það hlutverk að gera það klárt fyrir fyrstu veiðiför því útgerðin hafði ekki efni á að missa neinn tíma. Troll ið var gert klárt og allur búnaður. Menn byrjuðu á þessu úti og luku því á heimleiðinni enda var áætlað að fara nánast beint til veiða eftir heimkom una. Það var heilmikil hátíð áður en við fórum heim, boðið upp á kampa vín á dekkinu og fínerí. Við töfð umst þarna um einn dag því Hansi lét setja sérstakar rúllur upp á gálgana, sem var nýjung þá og flýtti fyrir því að taka trollið. Það komu tveir sér fræðingar með til landsins og annar þeirra, sem var frá vélaframleiðend um fór með í fyrsta túrinn.“
Á fullri ferð á Grænlandsmið
Þorsteinn segir hollenska véla sérfræðinginn hafa verið hissa þegar honum varð ljóst að tveimur dögum eftir heimkomuna var haldið beint á Grænlandsmið en ekki í einhverja stutta ferð til að prófa skipið og bún aðinn. „Þetta þótti honum djarft að
óska honum til hamingju. Þessi fyrsti túr gekk vel og það klikkaði ekkert um borð. Þarna sást vel hve allt var vel unnið hjá Þjóðverjunum.“
Rúmgóð og fín herbergi um borð
Þorsteinn Þorvaldsson.
gera með nýtt skip. Stefnan var tek in beint á Hvarf og farið á karfa við vesturströnd Grænlands. Það var hins vegar ekki mikil veiði í fyrsta túrnum því karfinn var greinilega búinn þarna. Upphaflega var ætlun in að sigla með aflann til Þýskalands en það varð ekkert úr því enda þótti aflinn ekki nógu mikill til þess, að eins 180 tonn. Annars voru þetta yf irleitt um 300 tonn sem við sigldum með úr þessum túrum,“ segir Þor steinn og bætir við að skipið hafi ver ið keyrt á fullu í fyrsta túrnum. „Ég man eftir því að ég var á vakt þegar við fórum fyrir Hvarf í leiðindaveðri og Sigurjón fyrsti vélstjóri sagði mér að keyra á fullu og álagsmælirinn sló í botn hvað eftir annað. Menn vildu prófa hvað væri hægt að bjóða skip inu. Annars var hann yfirleitt bara keyrður á svona 14 mílna hraða nema eitthvað sérstaklega mikið lægi við og þá helst ef við vorum að missa af sölu degi. Ég man eftir því að einu sinni tókum við framúr síldarskipinu Helga Helgasyni við Vestmannaeyjar. Þeir á Helga voru með fullt skip af síld sem átti að selja í Þýskalandi. Þegar við vorum búnir að landa og komum í hafnarminnið á heimleið mættum við Helga Helgasyni sem þá var loks að koma til Þýskalands. Hann hefur verið viku á leiðinni en við fjóra sól arhringa.“ Þorsteinn segir það eftir minnilegt úr fyrsta túrnum að þegar Víkingur mætti öðrum skipum flaut uðu þau alltaf fjórum sinnum. „Menn heilsuðu nýju skipi af kurteisi og svo var alltaf verið að kalla í Hansa og
Víkingur og systurskip hans hafa löngum þótt einstaklega falleg og vegleg skip. Þorsteinn segir aðbúnað inn um borð líka hafa verið mun betri en menn hefðu átt að venjast áður. „Við vélstjórarnir höfðum t.d. alveg sér herbergi hver og einn, rúmgóð og fín. Þessu höfðu menn ekki kynnst áður.“ Þorsteinn var rúmt hálft ár á skipinu en fór svo síðar með Víkingi eftir að Viðar Karlsson hafði tekið við skipstjórn og haldið var á Rauða torg ið til síldveiða. „Ég var þá byrjaður í vélgæslunni í Heimaskagafrystihús inu en það vantaði vélstjóra svo ég fór með. Ég sem alltaf var að taka mynd ir tók lítið sem ekkert af myndum um borð í Víkingi en þarna á Rauða torg inu tók ég með mér kvikmyndatöku vél og tók mikið upp á 16 millimetra filmu sem ég fór svo með til Sjón varpsins. Þar stóð til að gera heim ildarþátt um þessar síldveiðar því á myndunum sáust meðal annars rúss nesk skip vera að moka upp smásíld í miklu minni möskva en við vorum með. Það komst hins vegar einhver fréttamaður í þess filmu og klippti hana í spað í stutta frétt. Þarna fór því gott myndefni forgörðum.“
Enginn fiskaði eins vel og Hans við Grænland
Þorsteinn segir engan hafa fiskað eins vel og Hans Sigurjónsson gerði við Grænland. „Það þekkti þetta enginn betur en hann. Hansi gjör þekkti botninn þarna við Grænland enda búinn að vera þarna lengi,“ seg ir hann. Þorsteinn hefur oftar kom ið nálægt Víkingi en hann fór alltaf með skipinu frá Akranesi eftir löndun til Reykjavíkur sem vélstjóri. „Áhöfn in var öll í Reykjavík og Guðni Eyj ólfsson fór oftast sem skipstjóri með skipið suður. Dóri í Sól fór nokkrum sinnum með líka og ég sagði alltaf við hann að hann væri ólíkt reffilegri í brúarglugganum á Víkingi en stýr ishúsinu á trillunni Sigursæli. Dóri hafði gaman af þessu,“ segir Þor steinn Þorvaldsson og ítrekar hve gaman hefði verið að fylgjast með öllum frágangi hjá Þjóðverjunum, allt hafi verið 100%.
Okkar fólk á Vesturlandi Eggert Bjarki
Sigurður
Marínó
Haukur
Halldór
Hafdís
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN
tm@tm.is
www.tm.is Neyðarnúmer 800 6700
Þau taka vel á móti þér í útibúum okkar um allt Vesturland. Þar er alltaf heitt á könnunni og gott að koma í spjall um tryggingar og í raun allt milli himins og jarðar. Þau segja allt gott að frétta. Bjarki á Skaganum sinnir golfinu af alúð á sumrin, og fjölskyldunni allan ársins hring, líkamsræktin fær líka sinn skammt. Halldór á Akranesi segir það sjást langar leiðir að hann er mikill matmaður, hefur enda ást á mat og að reiða fram mat fyrir sig og sína. Hafdís Brynja í Borgarnesi eyðir töluverðum tíma í félagsstörf fyrir sunddeildina en finnur einhvern veginn líka tíma til að komast út í sveit að sinna kindum og hestum fjölskyldunnar. Eggert hefur yndi af því að vinna. Gerir mikið af því en segist líka alveg kunna að slaka á með fjölskyldunni. Sigurður í Stykkishólmi hefur lengi látið til sín taka í íþróttalífinu í Hólminum en er ekki síðri áhugamaður um grænmetisræktun með vinafólki sínu. Marinó í Ólafsvík sækir í veiðina alltaf þegar veður leyfir og því fylgir ljósmynda-græjudella, þetta fer vel saman, segir hann. Haukur í Ólafsvík er sportisti af guðs náð; golf, stangveiði, badminton, enski boltinn, allt tilvalin umræðuefni segir hann.
• Hjá TM fá bestu viðskiptavinirnir hærri tjónleysisafslátt • Hjá TM fá viðskiptavinir vátryggingaráðgjöf sniðna að sínum þörfum
Hjá TM vitum við að góð vinasambönd verða ekki til af sjálfu sér. Þau þarf að rækta.
• Hjá TM fá viðskiptavinir framúrskarandi tjónaþjónustu Gott samband verður betra með tímanum
Víkingur AK 1960 - 2010
Viðar Karlsson skipstjóri:
Hefur lengst allra verið skipstjóri á Víkingi Árið 1967 var gerð tilraun með að s enda togarann Víking til síldveiða. Norsk-íslenska síldin var að syngja sitt síðasta og stefnan sett á Rauða torgið þar sem floti margra þjóða var að veiðum, ekki síst Rússar. Hans Sigurjónsson var skipstjóri á Víkingi þá og Viðar Karlsson var sendur með honum á miðin ásamt sjö mönnum úr áhöfn hans af Haraldi AK-10 til að leiðbeina togarakörlunum við nóta veiðar. Viðar hefur meira og minna verið viðloðandi Víking frá þessum tíma og allt til 2004 að hann hætti sjómennsku eftir langan og gifturík an skipstjóraferil. Enginn hefur því lengur verið við skipstjórn á Víkingi en Viðar. „Ég var bara lánaður þarna frá HB&Co yfir á Víking til að skoða þetta. Skipinu var breytt fyrir nóta veiðarnar en þessar breytingar urðu þó að vera í lágmarki til að hægt væri að stunda togveiðar á því áfram,“ segir Viðar. Nótin var sú stærsta sem þekkst hafði og var flutt á tveimur vörubílum niður á bryggju enda eng ir bílar með tengivagna þá til á Akra nesi. „Annar búnaður eins og blakkir og fleira voru þó ekki í samræmi við stærð skipsins. Það var verið að flytja þarna búnað sem tilheyrði 200 tonna bátum yfir á þúsund tonna skip. Það skapaði ákveðna erfiðleika en þó komu ekki upp nein vandamál þarna sem ekki var hægt að leysa. Það voru settar í hann hliðarskrúfur að fram an og aftan og þær virkuðu ágætlega en vandamálið var bara það að síldin var búin. Það var búið að gera út af við stofninn. Síðan fór Víkingur aft ur á troll og svo kom að því að fara á síld 1968 og þá að Svalbarða. Þeirri síld var svo landað á Siglufirði og það var síðasta söltunin á norsk-íslensku síldinni til söltunar þar. Þegar síldin hvarf var Kristján Pétursson byrjað ur á móti mér sem skipstjóri á Har aldi þannig að ég gat einbeitt mér að Víkingi um haustið.“
Þegar skuttogararnir breyttu m iklu
Viðar segir Hans Sigurjónsson og áhöfn hans hafa haldið áfram á trollinu áður en að frekari síldveið um varð. „Smátt og smátt fór svo að fjara undan þessum skipum. Skuttog ararnir komu og þar voru mun færri í áhöfn og hærri tekjur. Svo Víking ur lenti í svolitlu reiðuleysi. Það er eiginlega merkilegt hve íbúðirnar og aðbúnaður um borð stóðst þá nið urlægingu. Víkingur fékk ekki upp reisn æru aftur fyrr en honum var endanlega breytt í nótaskip í Nor egi árið 1977. Nokkrir togarakarlar fylgdu með yfir á nótina og þar voru til dæmis Hlini Eyjólfsson og Gígi í Svanahlið,“ segir Viðar. „Þeir komu með okkur út til Noregs þegar skip inu var breytt og héldu svo áfram eitthvað á eftir. Siggi Villi vélstjóri byrjaði þarna líka á þessum tíma og er enn.“
Gekk vel á kolmunna þrátt fyrir lítið vélarafl
Fyrsta árið á nótinni árið 1967 komu bara upp vandamál sem hægt var að leysa en 1977 var allt gert sem til þurfti til að gera Víking að alvöru nótaskipi. Víkingur var svo fyrst skipa, ásamt systurskipinu Sig urði VE, til kolmunnaveiða við Fær eyjar. „Við fórum með nýtt troll sem kallað var 2.000 möskva troll. Þetta var stórt troll og nóg af kolmunna. Vandamálið var að eftir nokkr ar mínútur var trollið orðið fullt og við þurftum að hífa. Þá var kúnstin að toga nógu stutt til að ná þessu inn fyrir. Þarna fengum við yfir 200 tonn
í hali á nokkrum mínútum og not uðum bara 1.100 hestöfl til þess eða helminginn af vélarafli Víkings þá. Nú eru menn með 5.000 til 10.000 hestafla vélarafla og fá miklu minni afla. Þetta var hreinlega veggur af kolmunna þarna það var svo mik ið af honum og það besta fyrir okk ur var að rekast á dreifðar torfur. Þá var bara svona mikið af þessum fiski að það voru vandræði að ná honum. Þetta er gjörbreytt í dag. Fyrsta togið okkar var 280 tonn eftir korter í þetta litla troll. Veiðarfærin hafa tífald ast frá því sem þá var en þetta segir okkur svolítið um þróun kolmunna stofnsins og hve miklu minni hann er í dag. Annað árið gekk okkur vel með sama trollið en þriðja árið þurftum við stærra troll og þannig varð þetta ár frá ári að trollin stækkuðu og skip in þurftu meira vélarafl en við hætt um þessu fyrst og fremst út af háum olíukostnaði.“ Viðar segir að þegar nýju fiski mjölsverksmiðjurnar fóru að koma, sem bræddu hráefnið við minni hita, hafi samkeppnishæfni skipa eins og Víkings orðið minni vegna þess að ekki var kæling í lestum. „Þannig að það sem verður þessum skipum að falli núna er að lestarnar eru ekki lengur boðlegar til matvælavinnslu. Tími þeirra er bara liðinn en það eru ekki allir sem átta sig á því.“ Hann segir að alltaf hafa verið farið á síld veiðar með öðru. „Við vorum alltaf eitthvað að gutla á síldinni og feng um strax 9.000 tonn fyrstu tvær ver tíðirnar eftir að aftur var leyft að veiða síld úr norsk-íslenska stofnin um. Þá var Sveinn Ísaksson skipstjóri á móti mér og þetta aflaði skipinu góðs kvóta sem menn búa að í dag og við náðum þessum afla þrátt fyrir að sigla alltaf þessa löngu leið hingað til Akraness.“
Plássleysi í höfnum
Viðar segir Víking mjög gott sjó skip og hann fari vel með mann skapinn sem var mikið til hinn sami í mörg ár. Hann sé sérstaklega hann aður fyrir mikinn ganghraða sem þó sé yfirleitt ekki fullnýttur. „Við vor um mikið að keyra hann á svona 1415 mílum.“ Hann segir lítið pláss í höfnum landsins oft haft hafa háð þeim á Víkingi á fyrstu árum hans sem nótaskip. „Ef við vorum ekki fyrstir inn í brælum þá urðum við oft að liggja úti á legu eins og á Aust fjörðum og það var ekki mjög vinsælt hjá mannskapnum. Víkingur var það mikið stærri en önnur skip að það var ekki auðvelt að liggja utan á hinum og svo var bryggjuplássið bara ekki eins mikið þá og er núna. Þetta gjör breyttist á fáum árum. Svo var dýpið sumsstaðar vandamál. Við gátum til dæmis bara legið með fulllestað skip við löndunarbryggjuna á Siglufirði en urðum að liggja út á ef ekki var pláss þar og meðan beðið var lönd unar.“
Tími þessara skipa liðinn
Viðar segir að því miður sé það staðreyndin að tími þessara skipa sé liðinn bæði hvað varðar lestarnar og eins aðbúnað áhafnar því hávaði í klefum sé mikill miðað við það sem er í nýju skipunum. Hann segir lík legt að Víkingur verði áfram hafð ur til taks, sérstaklega út af loðnunni. Þetta er bara eins og með annað sem breytist með tímanum en hvort Vík ingur endar á byggðasafninu í Görð um, veit ég ekki,“ segir Viðar Karls son skipstjóri.
Viðar Karlsson, sitjandi lengst til vinstri ásamt áhöfn sinni 1997. Við hlið Viðars sitja þeir Hallgrímur Sigurðsson og Guðmund ur Konráð Arnmundsson. Standandi f.v.: Rúnar Pétursson, Már Vilbergsson, Erling Pálsson, Róbert Jósefsson, Halldór Ólafs son, Sturlaugur Friðrik Sveinsson, Sigurður Villi Guðmundsson, Guðbjarni Jónsson, Hjörtur Júlíusson, Sigþór Hreggviðsson, Benedikt Vilhjálmsson og Júlíus P. Ingólfsson.
Hlini Eyjólfsson var á Víkingi í 11 ár Hlini Eyjólfsson var ekki nema fimmtán ára þegar hann fór fyrst til sjós árið 1948 á togaranum Venusi frá Hafnarfirði. Hlini flutt ist til Akraness árið 1956. Eftir að til Akraness kom hélt Hlini áfram sjómennsku á síðutogurum Skaga manna. „Ég byrjaði á togaranum Bjarna Ólafssyni og fór svo yfir á Akur eyna þangað til Bæjarútgerðin hér á Akranesi lognaðist út af. Næsta skip sem ég fór á var Víkingur árið 1963, eitt af flaggskipum íslenska togaraflotans. Ég held að Víking ur og systurskipin Sigurður, Freyr og Maí hafi verið bestu skip sem nokkurn tímann hafa verið smíð uð fyrir Íslendinga. Þetta voru stór skip og afskaplega góð sjó skip. Í fyrstu vorum við 28 og 29 í áhöfn en síðan var fækkað á þess um skipum niður í 24. Þetta voru svona 12 til 14 daga túrar og ým ist landað hér heima eða siglt með aflann. Oftast var siglt til Þýska lands og aflinn seldur í Cuxhaven eða Bremerhaven. Við byrjuðum yfirleitt að landa hér heima í maí til júní í frystihúsin hér og lönduð um heima fram í ágúst en svo tóku siglingarnar við. Svo var alltaf far ið í slipp í Þýskalandi og alltaf þeg ar þurfti einhverjar viðgerðir var stoppað þar.“ Á Víkingi var Hlini í ellefu ár, eða til ársins 1974. Hann segir nokkra togarakarla hafa haldið áfram á Víkingi fyrst þegar hann fór á síld með Viðari Karlssyni. „Menn gerðu mikið úr því að ekki væri hægt að nota svona stórt skip á nótaveiðar, við vorum taldir vera með stærstu nót í heimi og þar fram eftir göt unum. Þetta er allt hlægilegt í dag enda miklu stærri skip á nótaveið um en það er ekkert skrýtið að um ræðan hafi verið svona því þá þekkti enginn þessar stærðir,“ segir Hlini og rifjar upp atburð þegar þeir á Víkingi björguðu þýska skuttog aranum Husum út úr ís við Aust
ur-Grænland árið 1969. „Það voru önnur skip búin að reyna að koma tógi í hann en það tókst ekki. Karl inn keyrði Víkinginn áfram inn í ís inn alveg aftur að gálga. Með því fékk hann skipið til að vera kyrrt í stað þess að vera á stöðugri hreyf ingu. Þannig gátum við skotið línu um borð til Þjóðverjanna og um leið og þeir voru búnir að ná til sín vír frá okkur byrjaði Hansi að bakka í rólegheitum með hann út. Þetta tók heillangan tíma en hafðist fyrir rest. Þá gerði karlinn sér lítið fyrir og skaut annarri línu til þeirra og síðan drógum við Husum til Reykjavíkur á báðum togvírunum. Það voru mörg skip að toga þarna við ísröndina en þessi togari hafði fest sig og þurft að bakka. Þá fékk hann trollið og allt draslið í skrúf una og rak inn í ísinn alveg bjarg arlaus.“ Eftir að Hlini hætti á Víkingi hélt hann áfram sjómennsku á loðnu skipinu Bjarna Ólafssyni AK og endaði svo sjómannsferilinn á skut togaranum Haraldi Böðvarssyni AK árið 1994.
Hlini um borð í Akranestogaranum Bjarna Ólafssyni árið 1957.
Hlini Eyjólfsson með Víking AK-100 í baksýn en þar um borð var hann í 11 ár. „Ég kunni nú betur við hann grænan eins og hann var þegar ég var um borð,“ segir Hlini.
Litli klúbburinn fagnar 50 ára farsælum ferli Víkings AK 100 og öllum áhöfnum hans í áranna rás.
Víkingur AK 1960 - 2010
Nótaskipið Víkingur Þótt fyrst hafi verið farið á Vík ingi til síldveiða árið 1967 var það ekki fyrr en árið 1976 að skipið fór utan til Noregs til breytinga yfir í veiðar á uppsjávarfiski, sem þá var aðallega loðna. Í lok febrúar árið 1977 kom Víkingur aftur til Akra ness eftir breytingarnar og í bæjar blaðinu Umbroti 11. mars er sagt frá því að Víkingur sé farinn til loðnuveiða: „Togarinn Víkingur kom sunnu daginn 27. febrúar frá Noregi. Þar voru gerðar ýmsar breytingar á tog aranum, m.a. byggt yfir hann, svo að nú rúmar hann um 1400 lestir í stað 1000 áður. Einnig var Víking ur útbúinn fyrir flotvörpuveiðar og er ekki ólíklegt að hann verði gerð ur út á kolmunnaveiðar við Fær eyjar samkvæmt samningi Færey inga og Íslendinga, þegar loðnu veiðinni lýkur. Akurnesingar fagna að sjá þetta happaskip aftur komið í heimahöfn, aukið og endurbætt. Víkingur var upphaflega smíðað ur í Bremerhaven í V-Þýskalandi. Skipstjóri er Viðar Karlsson og 1. vélstjóri er Sigurður V. Guðmunds son.“
Guðjón Bergþórsson var skipstjóri um tíma á móti Viðari.
Þann fjórtánda desember 1977 kemur Víkingur aftur við sögu í bæjarblaðinu Umbroti en þá var þar viðtal við Guðjón Bergþórs son, sem var tekin við skipstjórn á móti Viðari Karlssyni. Guðjón er spurður að því hvort mikill mun ur sé að vera á loðnuveiðum á svo stóru skipi sem Víkingi frá því sem hann þekki frá Skírni og Rauðs ey, sem hann hafði áður stjórnað. Hann svarar: „Já munurinn er mikill. Víking ur er mun stirðari og segja má að maður sé mun lengur að koma sér í kaststöðu og í flesta staði erfiðara að athafna sig á honum. Hins vegar
Viðar Karlsson og Sveinn Ísaksson, sem skiptust á skipstjórn um tíma.
Núverandi skipstjóri á Víkingi, Magnús Þorvaldsson.
er Víkingur muna meira sjóskip og lestar að sjálfsögðu margfalt meira, sem skiptir miklu máli þegar langt þarf að sigla með aflann.“ Guðjón er síðan spurður að því hvort Vík ingur fljóti fulllestaður inn á all ar hafnir. Hann segir nei við því og að það finnist honum einn stærsti ókosturinn. „T.d. á Austfjörðunum komumst við aðeins inn á Seyð isfjörð, Norðfjörð og Eskifjörð og það er slæmt að þurfa að sigla framhjá tómum þróm verksmiðj anna langa vegalengd,“ sagði Guð jón Bergþórsson skipstjóri á Vík ingi árið 1977.
Síldin skoðuð á bryggjunni á Siglufirði 1968. Fremst t.v. er Haraldur Sturlaugsson en aftar t.v. er Valdimar Indriðason þáverandi framkvæmdastjóri SFA.
Eggert B. Guðmundsson
Víkingur alltaf klár á varamannabekknum Víkingur hefur undanfarin ár verið á varamannabekknum hjá HB Granda. Hann hefur verið kallaður til leiks þegar á hefur þurft að halda á loðnuvertíð. Þess á milli anna hin uppsjávarskipin þrjú, Faxi, Ingunn og Lundey, uppsjávarveiðum fé lagsins. Líkt og varamenn í íþrótt um koma oft ólmir af eftirvænt ingu inn á leikvöllinn þegar á þarf að halda, þá er Víkingur alltaf klár í slaginn. Skipstjórinn Magnús Þor valdsson og vélstjórinn Sigurður Villi Guðmundsson sjá til þess. Í lok febrúa r 2008 var loðnuver tíð ekki hafin af neinu viti, enda höfðu vísindamenn ekki séð mæl anlega göngu. Maður gekk undir manns hönd til að leggja upp leit aráætlanir, sem yfirvöld og útgerð ir gætu sameinast um. Dag einn upp úr hádegi var haldinn fundur á skrifstofu LÍÚ og þangað bárust þær fréttir að ráðherra hefði ákveð ið að gefa út leitarkvóta, sem út gerðir gætu skipt á fjögur skip eft ir samkomulagi. Ákveðið var að setja nöfn allra skipa, sem til greina kæmu, í hatt og draga úr. Áttum við að setja Víking með? Hann hafði ekki stundað veiðar um langt skeið og var ekki einu sinni með fasta áhöfn utan skipstjóra og vél stjóra. Einnig var skilyrði að skipin yrðu komin út fyrir miðnætti sama kvöld og klukkan var farin að nálg ast fjögur. Það var að vísu ekki líklegt að hann yrði dreginn út, enda mörg skip í hattinum. Við ákváðum því að láta slag standa og fjögur skip
Eggert B. Guðmundsson.
HB Granda fóru í hattinn. Dregn ir voru út fjórir miðar og viti menn, einn þeirra var Víkingur. Óðara var hringt í Magnús skipstjóra og hon um skýrt frá stöðu mála. Hann yrði sem sagt að koma skipinu út inn
an 8 klukkustunda. Væri það hægt? Gæti hann náð í mannskapinn? Var skipið klárt? Magnús er varkár maður og lofaði engu, nema því að athuga málið. Hálftíma síðar hringdi Magnús til baka. „Við siglum klukkan 10“. Ekkert flóknara en það. Morguninn eftir voru skipin fjög ur komin suður fyrir land, þar sem kunnugir töldu að loðnan gengi inn á grunnið sunnan úr dýpinu en ekki endilega vestur með landinu. Þetta reyndist rétt og Víkingur var varla kominn á miðin þegar stærð ar ganga mældist og fékkst staðfest af vísindamönnum, sem voru með í þessum fjögurra skipa flota. Eftir ítarlega útreikninga Hafró gaf ráð herra út kvóta. Loðnuvertíðin 2008 var hafin.
L oðnu landað úr Víkingi á Akranesi 28. febrúar sl. en þá var Víkingur sendur á loðnu með „korters“ fyrirvara þegar hrognafylling loðnunnar var í hámarki. Ljósm. hb.
Lögun og vélarafl til að auka ganghraða
Loðnan streymir um borð í Víking á loðnuvertíð 2008.
Hressir skipverjar á Víkingi á loðnuveiðum 2008. Þrjár neðstu myndirnar tók Frið þjófur Helgason.
Þau eru ekki mörg íslensku fiski skipin á aldur við Víking sem eru nánast óbreytt að útliti. Einu út litsbreytingarnar á Víkingi eru að dekkinu var lokað og skipt var um stýrishús. Skrokkurinn er óbreytt ur og hið fallega lag á skipinu, sem margir hafa sagt vera það falleg asta í íslenska skipaflotanum ásamt Sigurði VE, hefur haldist óbreytt. Í fréttablaði HB frá árinu 2003 er þetta skrifað um skipið: „Víkingur þótti gífurlega stór og öflugur á sínum tíma en hann var upphaflega smíðaður sem síðu togari og var síðan breytt í nóta skip. Ekki er hægt að segja annað en skipið beri aldurinn vel og hef ur Víkingi alltaf verið vel við haldið enda er skipið í fremstu röð nóta skipa á landinu.“ Síðan segir að Víkingur sé byggð ur úr sveru þýsku stáli og í upphafi hafi hann verið búinn 2.200 hest afla vél. Hann hafi verið, og sé enn, 72 metra langur og 10 metra breið
Víkingur á togveiðum á áttunda áratugnum stuttu áður en skipinu var b reytt í nótaskip. Ljósm. Anna Kristjánsdóttir.
ur. „Skipslaginu, þessari miklu lengd, og vélaraflinu var ætlað að skila 17,2 sjómílna siglingahraða sem þótti mikill hraði á sínum tíma og þykir jafnvel enn. Ganghraðinn þótti mikilvægt atriði þar sem Vík ingi var ætlað að stunda karfaveið
ar við Nýfundnaland sem er 5 sól arhringa sigling.“ Ný aðalvél var sett í Víking árið 1981, Alpa Diesel 3.000 hestafla og 1987 var skipt um brú. Að öðru leyti hefur skipið ekki tekið miklum breytingum.
Víkingur AK 1960 - 2010
Sigurður Villi Guðmundsson vélstjóri
Alla tíð liðið vel um borð í Víkingi Síðustu 34 árin hefur Sigurður illi Guðmundsson verið yfirvél V stjóri á Víkingi AK-100. „Mér hef ur alla tíð liðið vel um borð í Vík ingi enda hefði ég ekki verið svona lengi þarna annars. Þetta er sér staklega gott sjóskip og fer vel með mann þannig að maður er ekki lurk um laminn eftir brælur. Þarna hefur verið vel vandað til verks í upphafi, enda væri skipið ekki svona gott í dag eftir 50 ára jask ef ekki hafi ver ið vandað vel til verks,“ segir Sig urður. Þrátt fyrir að Víkingur hafi ver ið gerður frekar stopult út síðustu árin hefur Sigurður Villi verið í fullu starfi við vélgæslu um borð. „Ég hef alveg verið þarna og einungis farið einstaka sinnum að leysa af á Faxa. Útgerðin vill að Víkingur sé alltaf tilbúinn að halda af stað með litlum fyrirvara og því þarf að halda öllu vel við og keyra vélar. Svo er Magnús Þorvaldsson, sem verið hefur skip stjóri undanfarin ár, alltaf tilbúinn að fara um borð fyrirvaralaust. Þetta hefur verið þannig að ég hef ekkert vitað fyrr en allt í einu er hringt og sagt að skipið eigi að fara út.“
kerfi líka og breytt í riðstraum. Áður hafði verið jafnstraumur um borð og erfitt að fá orðið nokkurn hlut sem passaði við það. Það er nánast engin upprunalegur vélbúnaður um borð og þá fyrst og fremst vegna breyt inganna á rafkerfinu. Skrokkurinn er þó óhreyfður ennþá sem og yf irbyggingin að stórum hluta. Þetta hefur verið gífurlega gott stál sem notað var í þessi skip í upphafi,“ seg ir Sigurður. Hann segir ýmislegt hafa verið endurbætt. Til dæmis hafi verið skipt um hliðarskrúfur 1998 og fleira m ætti t elja til. „Ég býst fastlega við að útgerð in vilji hafa Víking tilbúinn til taks áfram. Það er gott að geta gripið til skipsins þegar mikið liggur við og ná þarf miklu á stuttum tíma, eins og við hrognatöku úr loðnu, síldog makrílveiðar, þó ekki væri nema til flutninga eins og við höfum gert svolítið af á undanförnum árum,“ segir Sigurður og rifjar upp nokkur sumur á rækjuveiðum á Víkingi, sem gengið hefðu ágætlega.
Skrokkurinn óbreyttur ennþá
Sigurður Villi segir að þrátt fyr ir að hann hafi verið þennan lang an tíma á Víkingi hafi þeir ekki verið svo margir sjómennirnir sem starf að hafi með honum þar. „Það hafa alltaf verið litlar mannabreytingar á Víkingi og þegar best gekk á loðn unni var alltaf sama áhöfnin enda var þetta gott pláss sem gaf miklar tekjur og þannig hefur það lengst af verið á Víkingi. Þetta voru sömu
Sigurður Villi segir Víkingi alltaf hafa verið vel við haldið. „Ég byrjaði þarna um borð 1976 en þá fórum við með skipið til Noregs þar sem byggt var yfir það og stærstu breyt ingarnar gerðar til að það yrði nóta veiðiskip. Árið 1981 fór skipið svo í vélaskiptin og þá var skipt um raf
Sömu mennirnir ár eftir ár
karlarnir ár eftir ár. Alltaf gekk líka allt smurt um borð og nánast sjálf virkt þegar sömu menn eru ár eft ir ár og vita að hverju þeir ganga,“ sagði Sigurður Villi Guðmundsson, vélstjóri, sem verður ekki heima á afmælisdag Víkings, þar sem hann dvelur í Kanada í heimsókn hjá syni sínum.
Sigurður Villi Guðmundsson vélstjóri um borð í Víkingi. Ljósm. Friðþjófur Helga son.
Haraldur Sturlaugsson:
Toppskip alla tíð „Ég var nú bara tíu ára gamall þegar Víkingur var í smíðum úti í Þýskalandi,“ segir Haraldur Stur laugsson fyrrum framkvæmdastjóri HB. „Ég man þó vel eftir því þegar pabbi var að fara út til Þýskalands vegna smíðinnar og þessu 75.000 króna hlutafé Síldarverksmiðjunn ar sem sagt er frá annarsstaðar. Svo man ég eftir að það var hringt í hann frá Bæjarútgerð Reykjavík ur til að skamma hann fyrir að taka þaðan alla bestu sjómennina en Hans Sigurjónsson var strax ráðinn skipstjóri og hann tók marga með sér sem höfðu verið með honum á Þormóði Goða. Þetta áttu þeir hjá BÚR erfitt með að sætta sig við. Málið var hins vegar að menn voru með nýtt og fullkomið skip og því kom ekki annað til greina en að ráða toppskipstjóra og áhöfn á skip ið. Staðreyndin er svo sú að í þessa hálfu öld hafa alltaf verið toppskip stjórar og valinn maður í hverju rúmi á Víkingi enda skipið yfir leitt í hópi þeirra aflahæstu og ekki lengra síðan en árið 2003 varð Vík
ingur aflahæstur á loðnuveiðunum með 37.500 tonn.“ Haraldur segist líka muna eftir hve mikil áhersla hefði verið lögð á skrokkslag þessara skipa, sem mið aðist allt við mikinn ganghraða enda hafi þessi skip átt að sækja á fjarlæg mið. „Þetta skrokkslag hef ur verið notað á mörg skip síðan víða um heim, enda eru þetta ein staklega góð sjóskip og hafa reynst vel.“ Haraldur segir erfiða tíma hafa verið í togaraútgerð fljót lega upp úr 1960 eftir að Víking ur kom nýr og oft hafi verið þröngt í búi hjá útgerðinni og jafnvel ekki alltaf hægt að gera upp við áhöfn ina. „Síldarárin 1964-1966 gáfu vel af sér sem þýddi að erfitt var orð ið að fá sjómenn á togarana og því fóru menn fljótlega að huga að því að senda þessi skip á síld, sem síðan er fyrst gert þarna 1968. Víkingur landaði einmitt síðustu síldinni til söltunar á Siglufirði það haust. Þetta var auðvitað toppskip þeg ar það kom til landsins og hefur verið það alla tíð,“ segir Haraldur
Rannveig, móðir Haraldar, gefur Vík ingi nafn í Þýskalandi árið 1959.
og hann segir það aldrei hafa kom ið til tals að selja skipið frá útgerð inni eftir að það komst í eigu HB við sameiningu árið 1991 enda hafi skipið verið hagkvæmt í útgerð og alltaf mikið aflaskip.
Rauður Víkingur á loðnu Þessar tvær myndir tók Magn ús Þór Hafsteinsson af Víkingi og sýna hann með rauða litinn sem var á honum um tíma. Á annarri mynd inni öslar Víkingur í bræluskít vest ur með Suðurflösinni á Akranesi á leið á loðnumið við Snæfellsjökul.
Á hinni myndinni er Víkingur á loðnuveiðum úti af Suðausturlandi en loðnunótin sem sést á myndinni tilheyrir hins vegar Bjarna Ólafs syni AK-70 en þar um borð var ljósmyndarinn.
HB Grandi óskar Víkingi innilega til hamingju með afmælið
Víkingur AK 1960 - 2010
Ásmundur Ólafsson, fyrrum skrifstofumaður SFA
Fór með uppgjörið um borð Ég starfaði á skrifstofu Síldarog fiskimjölsverksmiðju Akraness h.f. (SFA) í 14 ár og kom það m.a. í minn hlut að reikna út og gera upp togarann Víking fyrstu árin sem hann var gerður út. Ég hafði þá reglu, sem ég held að ekki hafi ver ið algeng í þá daga, að í lok hverr ar veiðiferðar, sem gat farið í 3 vik ur eða meira, þá reyndi ég að mæta fyrstur um borð til að gera upp við mannskapinn. Frítími skipverja var ekki meiri en þrír sólarhringar, svo þeir þurftu að nýta tíma sinn vel í landi. Gerð ur var upp næst síðasti túr við skip verjana og einnig greitt upp í túr inn sem þeir voru að koma úr. Ég held að þetta hafi verið vel séð hjá strákunum, en yfirleitt voru um eða yfir 30 menn í áhöfninni. Hjá tog urunum í Reykjavík þurftu skip verjar að fara á skrifstofuna til að fá uppgjör, og þá á skrifstofutíma, en það var ekki vel séð því tíminn var naumur í landi, en í þá daga var yf irleitt alltaf sama áhöfnin, en ekki tvískipting eins og nú er. Einnig var það nýjung að ég hengdi upp í mat salnum skýrslu yfir sölutúrinn, fisk tegundir, í hvaða flokk hver tegund fór, verð hverrar tegundar og síð an hver heildarsalan væri og afla magn. Hver skipverji fékk auk þess uppgjörsblað veiðifer ðar, en þá tíðkaðist, í það minnsta í Reykja
vík, að menn fengu aðeins óskiljan lega strimla, sem erfitt gat verið að átta sig á.
Metsölur í Grimsby
Á Víkingi var toppmannskapur. Skipstjóri var annálaður aflamaður, Hans Sigurjónsson, sem hafði ver ið með Þormóð Goða áður en hann tók við Víkingi. Á þessum árum voru veiðar stundaðar á togurum, í mikl um mæli, við Grænland og var sagt að Hans þekkti botninn við VesturGrænland betur en bóndinn þekkti beitiland sitt. Víkingur fiskaði mik ið, t.d. var landað metafla, 326 tonnum, í Grimsby á Englandi, að allega þorski af Grænlandi, vor ið 1963. Á árinu 1965 seldi Vík ingur í Grimsby um 360 tonn fyrir yfir 20.000 sterlingspund, það var bæði metafli og metverð sem stóð í eitt ár. Þá man ég eftir að Víking ur landaði eitt sinn á Akranesi 511 tonnum af karfa frá Vestur-Græn landi, en þá voru lestarnar fullar og einnig dekkið. Sennilega hafa engin skip í heiminum landað eins mikl um afla og systurskipin Víkingur og Sigurður, enda búin að vera að í hálfa öld.
Fullkomnasta togara Þjóðverja bjargað
Víkingur var mikið happafley.
Ávísunin sem Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness fékk senda fyrir björgun þýska skuttogarans Husum.
Það var árið 1969 að Víkingur bjargaði einum fullkomnasta tog ara Þjóðverja, Husum, úr ísnum við Grænland. Þegar í land kom mót mælti skipstjórinn á Husum að um björgun hefði verið að ræða, þeir hefðu vel getað bjargað sér sjálf ir sagði hann. Málið fór í dóm og sterkustu rök Víkinganna voru þau að lagðar voru fram ljósmyndir sem Þórður Þórðarson, netamaður (f. 1933) hafði tekið af öllum atburð inum. Niðurstaða dómsins var sú að hér hefði verið um algjöra björg un að ræða, ella hefði togarinn fests í ísnum með ófyrirsjáanlegum af leiðingum. Greidd voru björgun arlaun í samræmi við þessa niður stöðu og fengu skipverjarnir verð skuldaða umbun. Útgerð Víkings, SFA, fékk einnig sendan tékka frá lögmannsskrifstofunni sem sótti málið. Ég ljósritaði ávísunina, en hlutur Víkings var 7.127.990 gaml ar krónur, sem jafngilda í dag rúm lega 58 milljónum króna. Dágóður peningur það, enda mikið í húfi. Á þessum árum eignaðist ég marga vini og félaga sem voru skip verjar á Víkingi, og hef ég reynt að halda sambandi við þá eða fylgst með þeim eftir því sem hægt er. Það sem kom mér mest á óvart, og þó ekki, var að þeir litu á skipið sitt sem lifandi veru eða sál. Senni lega er þetta almenn trú meðal sjó manna, og er það vel. Eftir nokk urra ára kynni við þá, og Víking, fór ég sjálfur að trúa þessu líka
Víkingur búinn að losa Husum úr ísnum og dregur hann til Reykjavíkur. (Úr myndasafni Hlina Eyjólfssonar).
Úrklippa úr sjómannablaðinu Víkingi.
Landað úr Víkingi á sjöunda áratugnum Þegar togarinn Víkingur landaði á Akranesi þurfti mörg handtök við löndunina enda hvorki fiskikassar né fiskikör komin til sögunnar og
Husum fastur í ísnum við Grænland.
öllum fiski landað lausum í lönd unarmálum eða trollnetum upp á pall vörubílanna sem biðu á bryggj unni.
Þá voru engin sérstök löndun argengi til að ganga í þessi verk en verkamenn fengnir frá fiskvinnslu húsunum í bænum. Auk þeirra var svo alltaf hópur skólastráka við landanir og hafði slíkt tíðkast allt frá því Bæjarútgerð Akraness var og hét með togarana Akurey og Bjarna Ólafsson. Þessar myndir af löndunum úr Víkingi tók Ólafur Árnason ljós myndari á sjöunda áratugnum lík lega árið 1967. Strákarnir, sem sjást á annarri myndinni, eru líklega 1215 ára gamlir. Svona vinna unglinga er ekki leyfileg í dag og þarna sést líka að öryggishjálmar voru óþekkt fyrirbrigði en togaralandanirnar voru eftirsótt uppgrip hjá strákum á Skaganum.
PIPAR\TBWA - SÍA - 102653
Víkingur AK 100 í hálfa öld Olís óskar áhöfnum á Víkingi AK 100 í gegnum tíðina til hamingju og þakkar viðskiptin í 50 ár.
Olíuverzlun Íslands hf. | Höfðatúni 2 | 105 Reykjavík | Sími 515 1000 | www.olis.is