Víkingur AK fimmtíu ára

Page 1

Vík­ing­ur AK fimm­tíu ára

Vík­ing­ur AK-100 kem­ur fán­um skreytt­ur til Akra­ ness 21. októ­ber 1960. Mynd­ina tók Ó­laf­ur Árna­son ljós­mynd­ari og hún er hand­lit­uð.

Allt að hálfr­ar ald­ar gaml­ar frá­sagn­ir rifj­að­ar upp ­ exti og um­sjón: T Har­ald­ur Bjarna­son. Þann 21. októ­ber árið 1960 ­sigldi fán­um prýtt tæp­lega þús­und ­tonna fiski­skip inn í Akra­nes­höfn, flagg­ skip Akra­nes­flot­ans þá og ­lengi vel. Nú eru því rétt 50 ár síð­an Vík­ing­ur AK-100 kom í ­fyrsta ­skipti í heima­ höfn. Margt hef­ur á daga skips­ ins drif­ið síð­an og mik­inn afla hef­ ur það flutt að ­landi. Margs kon­ar veið­ar hef­ur það stund­að og breyt­ ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á skip­inu í tím­ans rás en þó ó­veru­leg­ar á út­ liti og mun ­minni breyt­ing­ar en á mörg­um öðr­um ís­lensk­um fiski­ skip­um.

Smíð­in og heim­kom­an

Vík­ing­ur var smíð­að­ur í Brem­ er­haven fyr­ir Síld­ar- og fiski­mjöls­ verk­smiðju Akra­ness, sem var ­fyrsta al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið á Akra­nesi og eitt af ­fyrstu al­menn­ings­hluta­ fé­lög­um lands­ins. Hluta­féð var 75.000 krón­ur og hlut­haf­arn­ir 180 tals­ins. Skip­inu var ­hleypt af stokk­ un­um 5. maí ­þetta ár og Rann­veig Böðv­ars­son, eig­in­kona Stur­laugs H.

Böðv­ars­son­ar, gaf þá skip­inu nafn­ið Vík­ing­ur en Stur­laug­ur var fram­ kvæmda­stjóri SFA þar til Valdi­mar Ind­riða­son tók við. Sjó­manna­blað­ið Vík­ing­ur ­sagði ­svona frá komu tog­ar­ans Vík­ings til Akra­ness árið 1960: „Tog­ar­inn Vík­ing­ur kom til Akra­ness þann 21. októ­ber s.l. Á hafn­ar­garð­in­um ­hafði safn­azt sam­an ­fjöldi manns, til þess að ­fagna komu skips­ins. Akra­borg var stödd við hafn­ar­garð­inn og blés á­kaft. Jón Árna­son ­flutti ræðu af brú­ar­ væng og á eft­ir hon­um bæj­ar­stjóri Akra­ness, Hálf­dán Sveins­son. Síð­ ast tal­aði sókn­ar­prest­ur­inn, sr. Jón M. Guð­jóns­son, og bless­aði á­höfn­ ina og hið nýja skip. Á eft­ir var fólk­ inu boð­ið að ­skoða skip­ið og var svo margt um mann­inn að þröngt var um borð. Vík­ing­ur var smíð­að­ur hjá AG ­Weber Werk. Hann er tæp­ar 1000 brúttó­lest­ir með ­þriggja hæða yf­ir­ bygg­ingu. Lest­in er klædd alu­mini­ um, búin kæli­tækj­um og rúm­ar 500 lest­ir af ís­fiski. Geym­ar eru fyr­ir lif­ ur og slor. Sigl­ing­ar- og fiski­leit­ar­ tæki eru af full­komn­ustu gerð. Vist­ ar­ver­ur prýði­lega gerð, 2-3 ­manna ká­et­ur, auk ­þeirra, sem yf­ir­mönn­um eru ætl­að­ar. Vík­ing­ur gekk á heim­leið­inni til jafn­að­ar 14,5 sjó­míl­ur og var 85,5 klukku­tíma frá Brem­er­haven eða rúm­lega 3,5 sól­ar­hringa.

Syst­ur­skip­in fjög­ur

Í Kaup­manna­höfn 1959 á leið til Þýska­lands að ­ganga frá samn­ing­ um um s­ míði togar­anna Maí, F ­ reys, Sig­urð­ar og Vík­ings. F.v: Ingv­ar Vil­ hjálms­son, ­Jónas Jóns­son, Stur­laug­ur H. Böðv­ars­son og Er­ling­ur Þor­kels­son. Það var í þess­ari ferð sem Stur­laug­ur var spurð­ur um hluta­féð í SFA.

Skipa­smíða­stöð­in í Brem­er­ haven, sem smíð­aði Vík­ing, ­hafði áður smíð­að fimm tog­ara fyr­ir Ís­ lend­inga og þrír ­þeirra voru syst­ ur­skip Vík­ings en það voru Sig­ urð­ur, sem kom til lands­ins mán­ uði á und­an Vík­ingi, ­Frey og Maí. Sig­urð­ur var upp­haf­lega skráð­ur á Ísa­firði, síð­an í Reykja­vík og síð­ ustu árin í Vest­manna­eyj­um. Það skip hef­ur ver­ið með svip­að­an fer­ il og Vík­ing­ur alla tíð, fyrst á tog­ veið­um en síð­an á nót. Hin skip­in voru seld úr ­landi fljót­lega og ann­að ­þeirra, ­Freyr, kom tals­vert við sögu í þorska­stríð­un­um hér við land und­ir nafn­inu Ross ­Revenge. Hann hýsir nú útvarpsstöðina Radio Caroline úti fyrir Bretlandsströndum.

Í nán­ari lýs­ingu á þess­um skip­ um í sjó­manna­blað­inu Vík­ingi árið 1960 kom m.a. ­þetta fram: „Að­al­vél­in er Wer­spoor-Dies­ el­vél, 2300 hest­öfl við 280 snún­ inga. Vél­in er með ­skiptiskrúfu af „­Escher Wyss“ - gerð, er teng­ing­ in svoköll­uð „Wulk­an ­Kupplung“: Skiptiskrúf­unni er hægt að ­stjórna frá stýr­is­húsi og ­einnig það­an er hægt að taka skrúf­una úr sam­bandi við að­al­vél­ina. Við hana er tengd­ur stór ­rafall og þarf ekki að nota hjálp­ ar­vél­ar til raf­magns­fram­leiðslu, ­hvorki fyr­ir tog­vindu né fyr­ir ljós­ net, þeg­ar ver­ið er á sigl­ingu eða að veið­um. Hjálp­ar­vél­ar eru tvær 200 ha. ­Deutz með 120 Kw ­rafal og ein 70 ha. með 30Kw. ­rafal. Kæli­vél­ar eru tvær af ­Atlas-gerð. Stýr­is­vél er af ­Atlas-gerð. Raf­magns­vökva­drif­ in með tvö­földu ­kerfi. Tog­vind­an er af Ach­gehles-gerð, raf­magns­drif­in, 280 ha., út­bú­in með loft­heml­um og tvö­földu víra­stýri. Í­búð­ir eru all­ar mjög vand­að­ar, mest fjög­urra ­manna her­bergi, en mörg eins og ­tveggja ­manna her­ bergi, ­einnig er sjúkra­her­bergi mið­ skips. Alls eru í­búð­ir fyr­ir 48 menn. Björg­un­ar­bát­ur er fyr­ir 48 menn. Stend­ur hann und­ir ­vinduglu og get­ur einn mað­ur hæg­lega kom­ ið hon­um fyr­ir borð. Sex gúmmí­ björg­un­ar­bát­ar eru fyr­ir 72 menn. Skip­ið er út­bú­ið með toggálg­ um ­beggja meg­in, eins og venju­lega er á ís­lenzk­um tog­ur­um, en kom­ ið hef­ur fyr­ir á sér­stök­um túll­um til að auð­velda að taka inn bobbing­ ana. Frammastr­ið er með rör­stöng­ um en ekki venju­leg­um vönt­um. Aft­urmastr­ið er lít­ið og létt og var kom­ið fyr­ir ofan á stýr­is­hús­inu. Yf­ ir­bygg­ing­in er þrjár hæð­ir. Ofan á stýr­is­hús­inu ­beggja meg­in eru smá­gálg­ar. ­Stefni skips­ins er fram­ hallandi perlu­lag­að. All­ur er frá­ gang­ur hinn vand­að­asti og mjög full­kom­inn.“

75 þús­und urðu 75 millj­ón­ir

Sam­kvæmt heim­ild­um kost­aði Vík­ing­ur ný­smíð­að­ur 41 millj­ón ­króna. Þeg­ar Stur­laug­ur H. Böðv­ ars­son og full­trú­ar út­gerða Maí,

Vík­ingi gef­ið nafn í skipa­smíða­stöð­inni í Brem­er­haven í Þýska­landi 5. maí 1960. (úr mynda­safni haraldarhus.is).

Vík­ing­ur land­ar síld á Siglu­firði 1968. ­Þetta var síð­asta sölt­un á norsk-ís­lenskri síld þar.

­ reys og Sig­urð­ar komu til Þýska­ F lands að ­ganga frá smíða­samn­ ingi var Stur­laug­ur spurð­ur að því hve mik­ið hluta­fé Síld­ar- og fiski­ mjöls­verk­smiðj­unn­ar væri. Stur­ laug­ur svar­aði sam­visku­sam­lega að það væri 75.000 krón­ur enda ­hafði það ekk­ert ver­ið auk­ið eða upp­fært í ára­tugi. Eitt­hvað mis­skildu Þjóð­ verjarn­ir ­þetta og ­töldu það vera 75 millj­ón­ir. Um ­þetta var ekki rætt ­meira og ekki datt Ak­ur­nes­ing­un­ um í hug að leið­rétta ­þetta hjá þeim ­þýsku.

Grænn, rauð­ur og blár

Vík­ing­ur AK 100 var ­lengi fram­ an af grænn á lit eða á með­an hann var í eigu Síld­ar- og fiski­mjöls­verk­ smiðju Akra­ness hf. SFA sem átti

Heima­skaga hf. að ­mestu frá 1971 var sam­ein­að í Har­ald Böðv­ars­son hf. 1991. Þá fékk Vík­ing­ur AK um tíma dökk­blá­an lit eft­ir að sá lit­ ur var inn­leidd­ur á skip HB. Síð­an urðu HB skip­in rauð. Haust­ið 2002 gekk HB inn í sjáv­ar­út­vegs­stöð Eim­ skipa­fé­lags Ís­lands sem varð sjálf­ stætt fé­lag sem ­hlaut nafn­ið Brim hf. Þar voru tvö önn­ur rót­gró­in og öfl­ug sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, Út­gerð­ ar­fé­lag Ak­ur­eyr­inga og Skag­strend­ ing­ur á Skaga­strönd. Það varð síð­ an, við upp­stokk­un Eim­skips, að HB sam­ein­að­ist ­Granda hf. í jan­ ú­ar 2004. ­Nafni ­Granda hf. var þá ­breytt í HB ­Granda hf.og síð­ustu árin hef­ur blár lit­ur þess fyr­ir­tæk­is prýtt Vík­ing AK 100.


Vík­ing­ur AK 1960 - 2010

­Fyrsta á­höfn­in á Vík­ingi Með­an Vík­ing­ur var gerð­ur út á tog­veið­ar voru fyrst 28 menn í á­höfn en síð­an var fækk­að nið­ur í 24. Í lög­ skrán­ing­ar­bók Bæj­ar­fó­get­ans á Akra­nesi má sjá að alls voru 30 menn skráð­ir á skip­ið í októ­ber 1960 og fram til ára­móta. ­Fyrsti skip­stjóri á Vík­ingi var Hans Sig­ur­ jóns­son frá Reykja­vík og var hann skip­stjóri á skip­inu lengst af tog­ara­tím­an­um. Auk skip­stjór­ans voru þess­ir í ­fyrstu á­höfn­inni. Grett­ir Jós­efs­son, Hafn­ar­firði, 1. stýri­mað­ur. Guð­mund­ur Pét­urs­son, Reykja­vík, 2. stýri­mað­ur. ­Eymar Karls­son, Reykja­vík, báts­mað­ur. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, Reykja­vík, 1. vél­stjóri. Haf­steinn Dan­í­els­son, Reykja­vík, 2. vél­stjóri. Þor­steinn Þor­valds­son, Akra­nesi, 3. vél­stjóri. Reyn­ir Björns­son, Reykja­vík, loft­skeyta­mað­ur. Hall­dór Þor­láks­son, Reykja­vík, smyrj­ari. Guð­björn Ax­els­son, Reykja­vík, smyrj­ari. Stef­án Sig­geirs­son, Fá­skrúðs­firði, 1. mat­sveinn. ­Bjarni Bjarna­son, Reykja­vík, 2. mat­sveinn. Ís­leif­ur Magn­ús­son, Reykja­vík, neta­mað­ur. Gunn­ar Har­alds­son, Kópa­vogi, neta­mað­ur. Eyjólf­ur Þor­varð­ar­son, Kjal­ar­nesi, neta­mað­ur. ­Sveinn Gunn­ars­son, Garða­hreppi, neta­mað­ur. Sig­mund­ur Guð­munds­son, Kópa­vogi, neta­mað­ur. Ei­rík­ur Eyj­ólfs­son, Reykja­vík, neta­mað­ur.

Svein­björn Jó­hanns­son, Reykja­vík, neta­mað­ur. Ár­mann Jó­hann­es­son, Reykja­vík, neta­mað­ur. Axel Ax­els­son, Reykja­vík, há­seti. Jón Krist­jáns­son, Reykja­vík, há­seti. Jó­hann­es Jó­hann­es­son, Reykja­vík, há­seti. Ást­ráð­ur Ingv­ars­son, Reykja­vík, há­seti. Sæv­ar Magn­ús­son, Reykja­vík, há­seti. Þór­ir Sig­urðs­son, Akra­nesi, há­seti. Hall­dór Ár­sæls­son, Reykja­vík, há­seti. Þórð­ur Vil­hjálms­son, Reykja­vík, há­seti. Gest­ur Gunn­ars­son, Reykja­vík, há­seti. Guð­bjart­ur Ó­lafs­son, Reykja­vík, há­seti. Ævar Björns­son, Reykja­vík, há­seti. Flest­ir í ­fyrstu á­höfn Vík­ings voru reynd­ir tog­ara­sjó­ menn á þrí­tugs- og fer­tugs­aldri en þeir ­yngstu voru 1820 ára. Eins og sést á þess­ari upp­taln­ingu voru að­eins ­tveir Ak­ur­nes­ing­ar í ­fyrstu á­höfn Vík­ings. Það voru frænd­urn­ir Þor­steinn Þor­valds­son, 3. vél­stjóri og Þór­ ir Sig­urðs­son, há­seti, sem er bróð­ur­son­ur Þor­steins. Flest­ir í á­höfn­inni ­fylgdu skip­stjór­an­um á Vík­ing og ­höfðu áður ver­ið í skips­plássi hjá hon­um á öðr­um tog­ ur­um. Þeir Þor­steinn og Þór­ir fóru báð­ir út til Þýska­ lands að ­sækja skip­ið og ­sigldu með því heim en þang­ að fóru þrett­án menn.

Hans Sig­ur­jóns­son skip­stjóri um borð í Vík­ingi AK á mið­un­um við Græn­land. (Úr ­safni H ­ lina Eyj­ólfs­son­ar).

Þor­steinn Þor­valds­son vél­stjóri

Fór til Þýska­lands að ná í Vík­ing Þor­steinn Þor­valds­son var ann­ ar ­tveggja Ak­ur­nes­inga í ­fyrstu á­höfn Vík­ings. Hinn var Þór­ir Sig­urðs­son bróð­ur­son­ur hans. Þor­steinn var í hópi ­þeirra sem fóru til Þýska­lands að ­sækja skip­ið en Þór­ir kom hins veg­ar um borð þeg­ar far­ið var í ­fyrstu veiði­ ferð­ina. Flest­ir úr á­höfn­inni voru úr Reykja­vík og marg­ir ­þeirra ­höfðu áður unn­ið með Hans Sig­ur­jóns­syni skip­stjóra, m.a. á Þor­móði Goða.

Allt 100% hjá Þjóð­verj­um „Ég réði mig sem ­þriðja vél­stjóra

á skip­ið hjá Dan­íe­ l Vest­mann sem átti að ­verða ­fyrsti vél­stjóri. Við fór­ um m.a. suð­ur í Hafn­ar­fjörð að ­skoða syst­ur­skip­ið Maí sem þá var kom­ið til lands­ins. Það varð hins veg­ar ­aldrei úr að Dan­íe­ l yrði um borð og Sig­ur­jón Þórð­ar­son varð ­fyrsti vél­stjóri. Við fór­um þrett­án sam­an út til Þýska­lands en Hans skip­stjóri og Sig­ur­jón ­fyrsti vél­stjóri voru farn­ir á und­an. Við vor­ um ­þarna í viku að fylgj­ast með loka­ frá­gang­in­um við skip­ið og það var gam­an að fylgj­ast með því hve vel var vand­að til alls. Svo komu ­þarna menn frá Ll­oyds og tóku allt sam­an út. Þá

Afl­inn tæp­lega millj­ón tonn frá upp­hafi Frá upp­hafi hef­ur Vík­ing­ur flutt rúm 900.000 ­tonna afla að ­landi síð­ ustu ­hálfa öld­ina. Af því er 45.915 tonn af bol­fiski en ann­að upp­sjáv­ar­ fisk­ur, ­loðna, síld og k­ olmunni. Sam­kvæmt því sem fram kem­ur í frétta­blaði HB frá ár­inu 2003 fór afli skips­ins yfir 800.000 tonn þann 6. mars 2003 þeg­ar Vík­ing­ur land­ aði ­loðnu til ­bræðslu og hrogna­ töku á Akra­nesi. Við það tæki­færi ­færði Har­ald­ur Stur­laugs­son fram­ kvæmda­stjóri skip­stjór­un­um Við­ari Karls­syni og ­Sveini Ís­aks­syni við­ hafn­artertu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­ um frá Fiski­stofu hef­ur Vík­ing­ur land­að 132.000 tonn­um frá þess­um tíma og því er heild­ar­afl­inn a.m.k. kom­inn í 932.000 tonn svo lít­ið vant­ar upp á millj­ón­ina.

Gert klárt fyr­ir ­fyrstu veiði­ferð­ina í Þýska­landi

100 tonn á dekk­inu á Græn­lands­mið­ um og all­ur mann­skap­ur­inn í að­gerð.

föstudaginn 18. desember föstudaginn 18. desember Óskum skipverjum og útgerð frá kl 13:00 Víkings Ak 100 til hamingju með 50 árin.

frá kl 13:00

stóð mað­ur frá tækja­fram­leið­end­um við hvert tæki og Ll­oyds menn­irn­ ir líka og létu ­keyra allt og ­prófa. Við fór­um í reynslu­sigl­ingu und­ir þýsk­ um fána og þar var allt próf­að. Vél­ar voru keyrð­ar á ­fullu og svo sett á fullt aft­ur á bak ­þannig að skip­ið nötr­aði. Gang­hrað­inn var mæld­ur og var 16 sjó­míl­ur. Loft­skeyta­tæk­in voru yf­ir­ far­in, anker­in voru lát­in ­falla og ­þetta var allt próf­að 100% hjá Þjóð­verj­ un­um. Þeir ætl­uðu greini­lega ekki að láta ­neitt frá sér sem virk­aði ekki. Stur­laug­ur var með í reynslu­sigl­ing­ unni og þeg­ar við kom­um í land dró hann ís­lenska fán­ann að húni á Vík­ ingi.“ Þor­steinn seg­ir eft­ir­minni­legt að þeg­ar siglt var frá skipa­smíða­stöð­inni hafi þeir horft á ný­smíð­að­an þýsk­ an skut­tog­ara. „Hann hét ­Sakuta og var ­svona til­rauna­skip hjá Þjóð­verj­ un­um. Ég man að þess­ir ­gömlu tog­ ara­jaxl­ar um borð hjá okk­ur ­horfðu yfir á skut­togar­ann og sögð­ust ­aldrei ­myndu láta loka sig inni í ­svona kassa­ laga blikk­dós. Það fór þó svo að að­ eins 7-8 árum ­seinna voru skut­tog­ar­ ar bún­ir að ­ganga að síðu­tog­ur­un­um dauð­um við tog­veið­ar.“

Þor­steinn seg­ir meg­in­hluta á­hafn­ ar­inn­ar sem fór út að ná í skip­ið hafa haft það hlut­verk að gera það klárt fyr­ir ­fyrstu veiði­för því út­gerð­in ­hafði ekki efni á að ­missa ­neinn tíma. Troll­ ið var gert klárt og all­ur bún­að­ur. Menn byrj­uðu á ­þessu úti og luku því á heim­leið­inni enda var á­ætl­að að fara nán­ast ­beint til ­veiða eft­ir heim­kom­ una. Það var heil­mik­il há­tíð áður en við fór­um heim, boð­ið upp á kampa­ vín á dekk­inu og fín­erí. Við töfð­ umst ­þarna um einn dag því ­Hansi lét ­setja sér­stak­ar rúll­ur upp á ­gálgana, sem var nýj­ung þá og ­flýtti fyr­ir því að taka troll­ið. Það komu ­tveir sér­ fræð­ing­ar með til lands­ins og ann­ar ­þeirra, sem var frá véla­fram­leið­end­ um fór með í ­fyrsta túr­inn.“

Á ­fullri ferð á Græn­lands­mið

Þor­steinn seg­ir hol­lenska véla­ sér­fræð­ing­inn hafa ver­ið ­hissa þeg­ar hon­um varð ljóst að tveim­ur dög­um eft­ir heim­kom­una var hald­ið ­beint á Græn­lands­mið en ekki í ein­hverja ­stutta ferð til að ­prófa skip­ið og bún­ að­inn. „­Þetta ­þótti hon­um djarft að

óska hon­um til ham­ingju. ­Þessi ­fyrsti túr gekk vel og það klikk­aði ekk­ert um borð. ­Þarna sást vel hve allt var vel unn­ið hjá Þjóð­verj­un­um.“

Rúm­góð og fín her­bergi um borð

Þor­steinn Þor­valds­son.

gera með nýtt skip. Stefn­an var tek­ in ­beint á Hvarf og far­ið á ­karfa við vest­ur­strönd Græn­lands. Það var hins veg­ar ekki mik­il ­veiði í ­fyrsta túrn­um því karf­inn var greini­lega bú­inn ­þarna. Upp­haf­lega var ætl­un­ in að ­sigla með afl­ann til Þýska­lands en það varð ekk­ert úr því enda ­þótti afl­inn ekki nógu mik­ill til þess, að­ eins 180 tonn. Ann­ars voru ­þetta yf­ ir­leitt um 300 tonn sem við sigld­um með úr þess­um túr­um,“ seg­ir Þor­ steinn og bæt­ir við að skip­ið hafi ver­ ið ­keyrt á ­fullu í ­fyrsta túrn­um. „Ég man eft­ir því að ég var á vakt þeg­ar við fór­um fyr­ir Hvarf í leið­inda­veðri og Sig­ur­jón ­fyrsti vél­stjóri ­sagði mér að ­keyra á ­fullu og á­lags­mælir­inn sló í botn hvað eft­ir ann­að. Menn ­vildu ­prófa hvað væri hægt að ­bjóða skip­ inu. Ann­ars var hann yf­ir­leitt bara keyrð­ur á ­svona 14 ­mílna ­hraða nema eitt­hvað sér­stak­lega mik­ið lægi við og þá helst ef við vor­um að ­missa af sölu­ degi. Ég man eft­ir því að einu ­sinni tók­um við fram­úr síld­ar­skip­inu ­Helga Helga­syni við Vest­manna­eyj­ar. Þeir á ­Helga voru með fullt skip af síld sem átti að ­selja í Þýska­landi. Þeg­ar við vor­um bún­ir að ­landa og kom­um í hafn­ar­minn­ið á heim­leið mætt­um við ­Helga Helga­syni sem þá var loks að koma til Þýskalands. Hann hef­ur ver­ið viku á leið­inni en við ­fjóra sól­ ar­hringa.“ Þor­steinn seg­ir það eft­ir­ minni­legt úr ­fyrsta túrn­um að þeg­ar Vík­ing­ur ­mætti öðr­um skip­um flaut­ uðu þau ­alltaf fjór­um sinn­um. „Menn ­heilsuðu nýju ­skipi af kurt­eisi og svo var ­alltaf ver­ið að ­kalla í ­Hansa og

Vík­ing­ur og syst­ur­skip hans hafa löng­um þótt ein­stak­lega fal­leg og veg­leg skip. Þor­steinn seg­ir að­bún­að­ inn um borð líka hafa ver­ið mun ­betri en menn ­hefðu átt að venj­ast áður. „Við vél­stjór­arn­ir höfð­um t.d. al­veg sér her­bergi hver og einn, rúm­góð og fín. ­Þessu ­höfðu menn ekki kynnst áður.“ Þor­steinn var rúmt hálft ár á skip­inu en fór svo síð­ar með Vík­ingi eft­ir að Við­ar Karls­son ­hafði tek­ið við skip­stjórn og hald­ið var á ­Rauða torg­ ið til síld­veiða. „Ég var þá byrj­að­ur í vél­gæsl­unni í Heima­skaga­frysti­hús­ inu en það vant­aði vél­stjóra svo ég fór með. Ég sem ­alltaf var að taka mynd­ ir tók lít­ið sem ekk­ert af mynd­um um borð í Vík­ingi en ­þarna á ­Rauða torg­ inu tók ég með mér kvik­mynda­töku­ vél og tók mik­ið upp á 16 milli­metra ­filmu sem ég fór svo með til Sjón­ varps­ins. Þar stóð til að gera heim­ ild­ar­þátt um þess­ar síld­veið­ar því á mynd­un­um ­sáust með­al ann­ars rúss­ nesk skip vera að moka upp smá­síld í ­miklu ­minni ­möskva en við vor­um með. Það komst hins veg­ar ein­hver frétta­mað­ur í þess ­filmu og ­klippti hana í spað í ­stutta frétt. ­Þarna fór því gott ­myndefni for­görð­um.“

Eng­inn ­fiskaði eins vel og Hans við Græn­land

Þor­steinn seg­ir eng­an hafa fisk­að eins vel og Hans Sig­ur­jóns­son ­gerði við Græn­land. „Það ­þekkti ­þetta eng­inn bet­ur en hann. ­Hansi gjör­ þekkti botn­inn ­þarna við Græn­land enda bú­inn að vera ­þarna ­lengi,“ seg­ ir hann. Þor­steinn hef­ur oft­ar kom­ ið ná­lægt Vík­ingi en hann fór ­alltaf með skip­inu frá Akra­nesi eft­ir lönd­un til Reykja­vík­ur sem vél­stjóri. „Á­höfn­ in var öll í Reykja­vík og ­Guðni Eyj­ ólfs­son fór oft­ast sem skip­stjóri með skip­ið suð­ur. Dóri í Sól fór ­nokkrum sinn­um með líka og ég ­sagði ­alltaf við hann að hann væri ó­líkt reffi­legri í brú­ar­glugg­an­um á Vík­ingi en stýr­ is­hús­inu á trill­unni Sig­ur­sæli. Dóri ­hafði gam­an af ­þessu,“ seg­ir Þor­ steinn Þor­valds­son og ít­rek­ar hve gam­an ­hefði ver­ið að fylgj­ast með öll­um frá­gangi hjá Þjóð­verj­un­um, allt hafi ver­ið 100%.


Okkar fólk á Vesturlandi Eggert Bjarki

Sigurður

Marínó

Haukur

Halldór

Hafdís

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN

tm@tm.is

www.tm.is Neyðarnúmer 800 6700

Þau taka vel á móti þér í útibúum okkar um allt Vesturland. Þar er alltaf heitt á könnunni og gott að koma í spjall um tryggingar og í raun allt milli himins og jarðar. Þau segja allt gott að frétta. Bjarki á Skaganum sinnir golfinu af alúð á sumrin, og fjölskyldunni allan ársins hring, líkamsræktin fær líka sinn skammt. Halldór á Akranesi segir það sjást langar leiðir að hann er mikill matmaður, hefur enda ást á mat og að reiða fram mat fyrir sig og sína. Hafdís Brynja í Borgarnesi eyðir töluverðum tíma í félagsstörf fyrir sunddeildina en finnur einhvern veginn líka tíma til að komast út í sveit að sinna kindum og hestum fjölskyldunnar. Eggert hefur yndi af því að vinna. Gerir mikið af því en segist líka alveg kunna að slaka á með fjölskyldunni. Sigurður í Stykkishólmi hefur lengi látið til sín taka í íþróttalífinu í Hólminum en er ekki síðri áhugamaður um grænmetisræktun með vinafólki sínu. Marinó í Ólafsvík sækir í veiðina alltaf þegar veður leyfir og því fylgir ljósmynda-græjudella, þetta fer vel saman, segir hann. Haukur í Ólafsvík er sportisti af guðs náð; golf, stangveiði, badminton, enski boltinn, allt tilvalin umræðuefni segir hann.

• Hjá TM fá bestu viðskiptavinirnir hærri tjónleysisafslátt • Hjá TM fá viðskiptavinir vátryggingaráðgjöf sniðna að sínum þörfum

Hjá TM vitum við að góð vinasambönd verða ekki til af sjálfu sér. Þau þarf að rækta.

• Hjá TM fá viðskiptavinir framúrskarandi tjónaþjónustu Gott samband verður betra með tímanum


Vík­ing­ur AK 1960 - 2010

Við­ar Karls­son skip­stjóri:

Hef­ur lengst ­allra ver­ið skip­stjóri á Vík­ingi Árið 1967 var gerð til­raun með að s­ enda togar­ann Vík­ing til síld­veiða. Norsk-ís­lenska síld­in var að ­syngja sitt síð­asta og stefn­an sett á ­Rauða torg­ið þar sem ­floti ­margra ­þjóða var að veið­um, ekki síst Rúss­ar. Hans Sig­ur­jóns­son var skip­stjóri á Vík­ingi þá og Við­ar Karls­son var send­ur með hon­um á mið­in á­samt sjö mönn­um úr á­höfn hans af Har­aldi AK-10 til að leið­beina tog­ara­körlun­um við nóta­ veið­ar. Við­ar hef­ur ­meira og ­minna ver­ið við­loð­andi Vík­ing frá þess­um tíma og allt til 2004 að hann ­hætti sjó­mennsku eft­ir lang­an og giftu­rík­ an skip­stjóra­fer­il. Eng­inn hef­ur því leng­ur ver­ið við skip­stjórn á Vík­ingi en Við­ar. „Ég var bara lán­að­ur ­þarna frá HB&Co yfir á Vík­ing til að ­skoða ­þetta. Skip­inu var ­breytt fyr­ir nóta­ veið­arn­ar en þess­ar breyt­ing­ar urðu þó að vera í lág­marki til að hægt væri að ­stunda tog­veið­ar á því á­fram,“ seg­ir Við­ar. Nót­in var sú ­stærsta sem þekkst ­hafði og var flutt á tveim­ur vöru­bíl­um nið­ur á ­bryggju enda eng­ ir bíl­ar með tengi­vagna þá til á Akra­ nesi. „Ann­ar bún­að­ur eins og blakk­ir og ­fleira voru þó ekki í sam­ræmi við stærð skips­ins. Það var ver­ið að ­flytja ­þarna bún­að sem til­heyrði 200 ­tonna bát­um yfir á þús­und ­tonna skip. Það skap­aði á­kveðna erf­ið­leika en þó komu ekki upp nein vanda­mál ­þarna sem ekki var hægt að ­leysa. Það voru sett­ar í hann hlið­ar­skrúf­ur að fram­ an og aft­an og þær virk­uðu á­gæt­lega en vanda­mál­ið var bara það að síld­in var búin. Það var búið að gera út af við stofn­inn. Síð­an fór Vík­ing­ur aft­ ur á troll og svo kom að því að fara á síld 1968 og þá að Sval­barða. ­Þeirri síld var svo land­að á Siglu­firði og það var síð­asta sölt­un­in á norsk-ís­lensku síld­inni til sölt­un­ar þar. Þeg­ar síld­in hvarf var Krist­ján Pét­urs­son byrj­að­ ur á móti mér sem skip­stjóri á Har­ aldi ­þannig að ég gat ein­beitt mér að Vík­ingi um haust­ið.“

Þeg­ar skut­tog­ar­arn­ir ­breyttu m ­ iklu

Við­ar seg­ir Hans Sig­ur­jóns­son og á­höfn hans hafa hald­ið á­fram á troll­inu áður en að frek­ari síld­veið­ um varð. „Smátt og smátt fór svo að ­fjara und­an þess­um skip­um. Skut­tog­ ar­arn­ir komu og þar voru mun ­færri í á­höfn og ­hærri tekj­ur. Svo Vík­ing­ ur ­lenti í ­svolitlu reiðu­leysi. Það er eig­in­lega merki­legt hve í­búð­irn­ar og að­bún­að­ur um borð stóðst þá nið­ ur­læg­ingu. Vík­ing­ur fékk ekki upp­ reisn æru aft­ur fyrr en hon­um var end­an­lega ­breytt í nóta­skip í Nor­ egi árið 1977. Nokkr­ir tog­ara­karl­ar ­fylgdu með yfir á nót­ina og þar voru til dæm­is ­Hlini Eyj­ólfs­son og Gígi í Svana­hlið,“ seg­ir Við­ar. „Þeir komu með okk­ur út til Nor­egs þeg­ar skip­ inu var ­breytt og ­héldu svo á­fram eitt­hvað á eft­ir. ­Siggi ­Villi vél­stjóri byrj­aði ­þarna líka á þess­um tíma og er enn.“

Gekk vel á ­kolmunna þrátt fyr­ir lít­ið vél­ar­afl

­Fyrsta árið á nót­inni árið 1967 komu bara upp vanda­mál sem hægt var að ­leysa en 1977 var allt gert sem til ­þurfti til að gera Vík­ing að al­vöru nóta­skipi. Vík­ing­ur var svo fyrst ­skipa, á­samt syst­ur­skip­inu Sig­ urði VE, til kolmunna­veiða við Fær­ eyj­ar. „Við fór­um með nýtt troll sem kall­að var 2.000 ­möskva troll. ­Þetta var stórt troll og nóg af ­kolmunna. Vanda­mál­ið var að eft­ir nokkr­ ar mín­út­ur var troll­ið orð­ið fullt og við þurft­um að hífa. Þá var ­kúnstin að toga nógu stutt til að ná ­þessu inn fyr­ir. ­Þarna feng­um við yfir 200 tonn

í hali á ­nokkrum mín­út­um og not­ uð­um bara 1.100 hest­öfl til þess eða helm­ing­inn af vél­ar­afli Vík­ings þá. Nú eru menn með 5.000 til 10.000 hest­afla vél­arafla og fá ­miklu ­minni afla. ­Þetta var hrein­lega vegg­ur af ­kolmunna ­þarna það var svo mik­ ið af hon­um og það ­besta fyr­ir okk­ ur var að ­rekast á dreifð­ar torf­ur. Þá var bara ­svona mik­ið af þess­um ­fiski að það voru vand­ræði að ná hon­um. ­Þetta er gjör­breytt í dag. ­Fyrsta tog­ið okk­ar var 280 tonn eft­ir kort­er í ­þetta ­litla troll. Veið­ar­fær­in hafa tí­fald­ ast frá því sem þá var en ­þetta seg­ir okk­ur svo­lít­ið um þró­un kolmunna­ stofns­ins og hve ­miklu ­minni hann er í dag. Ann­að árið gekk okk­ur vel með sama troll­ið en ­þriðja árið þurft­um við ­stærra troll og ­þannig varð ­þetta ár frá ári að troll­in stækk­uðu og skip­ in ­þurftu ­meira vél­ar­afl en við hætt­ um ­þessu fyrst og fremst út af háum ol­íu­kostn­aði.“ Við­ar seg­ir að þeg­ar nýju fiski­ mjöls­verk­smiðj­urn­ar fóru að koma, sem ­bræddu hrá­efn­ið við ­minni hita, hafi sam­keppn­is­hæfni ­skipa eins og Vík­ings orð­ið ­minni ­vegna þess að ekki var kæl­ing í lest­um. „­Þannig að það sem verð­ur þess­um skip­um að ­falli núna er að lest­arn­ar eru ekki leng­ur boð­leg­ar til mat­væla­vinnslu. Tími ­þeirra er bara lið­inn en það eru ekki all­ir sem átta sig á því.“ Hann seg­ir að ­alltaf hafa ver­ið far­ið á síld­ veið­ar með öðru. „Við vor­um ­alltaf eitt­hvað að ­gutla á síld­inni og feng­ um strax 9.000 tonn ­fyrstu tvær ver­ tíð­irn­ar eft­ir að aft­ur var ­leyft að ­veiða síld úr norsk-ís­lenska stofn­in­ um. Þá var ­Sveinn Ís­aks­son skip­stjóri á móti mér og ­þetta afl­aði skip­inu góðs ­kvóta sem menn búa að í dag og við náð­um þess­um afla þrátt fyr­ir að ­sigla ­alltaf ­þessa ­löngu leið hing­að til Akra­ness.“

Pláss­leysi í höfn­um

Við­ar seg­ir Vík­ing mjög gott sjó­ skip og hann fari vel með mann­ skap­inn sem var mik­ið til hinn sami í mörg ár. Hann sé sér­stak­lega hann­ að­ur fyr­ir mik­inn gang­hraða sem þó sé yf­ir­leitt ekki full­nýtt­ur. „Við vor­ um mik­ið að ­keyra hann á ­svona 1415 míl­um.“ Hann seg­ir lít­ið pláss í höfn­um lands­ins oft haft hafa háð þeim á Vík­ingi á ­fyrstu árum hans sem nóta­skip. „Ef við vor­um ekki fyrst­ir inn í bræl­um þá urð­um við oft að ­liggja úti á legu eins og á Aust­ fjörð­um og það var ekki mjög vin­sælt hjá mann­skapn­um. Vík­ing­ur var það mik­ið ­stærri en önn­ur skip að það var ekki auð­velt að ­liggja utan á hin­um og svo var bryggju­pláss­ið bara ekki eins mik­ið þá og er núna. ­Þetta gjör­ breytt­ist á fáum árum. Svo var dýp­ið sums­stað­ar vanda­mál. Við gát­um til dæm­is bara leg­ið með full­lestað skip við lönd­un­ar­bryggj­una á Siglu­firði en urð­um að ­liggja út á ef ekki var pláss þar og með­an beð­ið var lönd­ un­ar.“

Tími þess­ara ­ skipa lið­inn

Við­ar seg­ir að því mið­ur sé það stað­reynd­in að tími þess­ara ­skipa sé lið­inn bæði hvað varð­ar lest­arn­ar og eins að­bún­að á­hafn­ar því há­vaði í klef­um sé mik­ill mið­að við það sem er í nýju skip­un­um. Hann seg­ir lík­ legt að Vík­ing­ur ­verði á­fram hafð­ ur til taks, sér­stak­lega út af loðn­unni. ­Þetta er bara eins og með ann­að sem breyt­ist með tím­an­um en hvort Vík­ ing­ur end­ar á byggða­safn­inu í Görð­ um, veit ég ekki,“ seg­ir Við­ar Karls­ son skip­stjóri.

Við­ar Karls­son, sitj­andi lengst til ­vinstri á­samt á­höfn ­sinni 1997. Við hlið Við­ars ­sitja þeir Hall­grím­ur Sig­urðs­son og Guð­mund­ ur Kon­ráð Arn­munds­son. Stand­andi f.v.: Rún­ar Pét­urs­son, Már Vil­bergs­son, Er­ling Páls­son, Ró­bert Jós­efs­son, Hall­dór Ó­lafs­ son, Stur­laug­ur Frið­rik Sveins­son, Sig­urð­ur ­Villi Guð­munds­son, Guð­bjarni Jóns­son, Hjört­ur Júl­í­us­son, Sig­þór Hregg­viðs­son, Bene­dikt Vil­hjálms­son og Júl­í­us P. Ing­ólfs­son.

­Hlini Eyj­ólfs­son var á Vík­ingi í 11 ár ­Hlini Eyj­ólfs­son var ekki nema fimmt­án ára þeg­ar hann fór fyrst til sjós árið 1948 á tog­ar­an­um ­Venusi frá Hafn­ar­firði. ­Hlini flutt­ ist til Akra­ness árið 1956. Eft­ir að til Akra­ness kom hélt ­Hlini á­fram sjó­mennsku á síðu­tog­ur­um Skaga­ manna. „Ég byrj­aði á tog­ar­an­um ­Bjarna Ó­lafs­syni og fór svo yfir á Ak­u­r­ eyna þang­að til Bæj­ar­út­gerð­in hér á Akra­nesi logn­að­ist út af. ­Næsta skip sem ég fór á var Vík­ing­ur árið 1963, eitt af flagg­skip­um ís­lenska tog­ara­flot­ans. Ég held að Vík­ing­ ur og syst­ur­skip­in Sig­urð­ur, ­Freyr og Maí hafi ver­ið ­bestu skip sem ­nokkurn tím­ann hafa ver­ið smíð­ uð fyr­ir Ís­lend­inga. ­Þetta voru stór skip og af­skap­lega góð sjó­ skip. Í ­fyrstu vor­um við 28 og 29 í á­höfn en síð­an var fækk­að á þess­ um skip­um nið­ur í 24. ­Þetta voru ­svona 12 til 14 daga túr­ar og ým­ ist land­að hér ­heima eða siglt með afl­ann. Oft­ast var siglt til Þýska­ lands og afl­inn seld­ur í Cux­haven eða Brem­er­haven. Við byrj­uð­um yf­ir­leitt að ­landa hér ­heima í maí til júní í frysti­hús­in hér og lönd­uð­ um ­heima fram í á­gúst en svo tóku sigl­ing­arn­ar við. Svo var ­alltaf far­ ið í slipp í Þýska­landi og ­alltaf þeg­ ar ­þurfti ein­hverj­ar við­gerð­ir var stopp­að þar.“ Á Vík­ingi var ­Hlini í ell­efu ár, eða til árs­ins 1974. Hann seg­ir ­nokkra tog­ara­karla hafa hald­ið á­fram á Vík­ingi fyrst þeg­ar hann fór á síld með Við­ari Karls­syni. „Menn ­gerðu mik­ið úr því að ekki væri hægt að nota ­svona stórt skip á nóta­veið­ar, við vor­um tald­ir vera með ­stærstu nót í ­heimi og þar fram eft­ir göt­ un­um. ­Þetta er allt hlægi­legt í dag enda ­miklu ­stærri skip á nóta­veið­ um en það er ekk­ert skrýt­ið að um­ ræð­an hafi ver­ið ­svona því þá ­þekkti eng­inn þess­ar stærð­ir,“ seg­ir ­Hlini og rifj­ar upp at­burð þeg­ar þeir á Vík­ingi björg­uðu ­þýska skut­tog­ ar­an­um Hus­um út úr ís við Aust­

ur-Græn­land árið 1969. „Það voru önn­ur skip búin að ­reyna að koma tógi í hann en það tókst ekki. Karl­ inn ­keyrði Vík­ing­inn á­fram inn í ís­ inn al­veg aft­ur að ­gálga. Með því fékk hann skip­ið til að vera kyrrt í stað þess að vera á ­stöðugri hreyf­ ingu. ­Þannig gát­um við skot­ið línu um borð til Þjóð­verj­anna og um leið og þeir voru bún­ir að ná til sín vír frá okk­ur byrj­aði ­Hansi að ­bakka í ró­leg­heit­um með hann út. ­Þetta tók heill­ang­an tíma en hafð­ist fyr­ir rest. Þá ­gerði karl­inn sér lít­ið fyr­ir og ­skaut ­annarri línu til ­þeirra og síð­an dróg­um við Hus­um til Reykja­vík­ur á báð­um tog­vír­un­um. Það voru mörg skip að toga ­þarna við ís­rönd­ina en ­þessi tog­ari ­hafði fest sig og þurft að ­bakka. Þá fékk hann troll­ið og allt ­draslið í skrúf­ una og rak inn í ís­inn al­veg bjarg­ ar­laus.“ Eft­ir að ­Hlini ­hætti á Vík­ingi hélt hann á­fram sjó­mennsku á loðnu­ skip­inu ­Bjarna Ó­lafs­syni AK og end­aði svo sjó­manns­fer­il­inn á skut­ tog­ar­an­um Har­aldi Böðv­ars­syni AK árið 1994.

­Hlini um borð í Akra­nestog­ar­an­um ­Bjarna Ó­lafs­syni árið 1957.

Hlini Eyj­ólfs­son með Vík­ing AK-100 í bak­sýn en þar um borð var hann í 11 ár. „Ég ­kunni nú bet­ur við hann græn­an eins og hann var þeg­ar ég var um borð,“ seg­ir ­Hlini.


Litli klúbburinn fagnar 50 ára farsælum ferli Víkings AK 100 og öllum áhöfnum hans í áranna rás.


Vík­ing­ur AK 1960 - 2010

Nóta­skip­ið Vík­ing­ur Þótt fyrst hafi ver­ið far­ið á Vík­ ingi til síld­veiða árið 1967 var það ekki fyrr en árið 1976 að skip­ið fór utan til Nor­egs til breyt­inga yfir í veið­ar á upp­sjáv­ar­fiski, sem þá var að­al­lega ­loðna. Í lok febr­ú­ar árið 1977 kom Vík­ing­ur aft­ur til Akra­ ness eft­ir breyt­ing­arn­ar og í bæj­ar­ blað­inu Um­broti 11. mars er sagt frá því að Vík­ing­ur sé far­inn til loðnu­veiða: „Tog­ar­inn Vík­ing­ur kom sunnu­ dag­inn 27. febr­ú­ar frá Nor­egi. Þar voru gerð­ar ýms­ar breyt­ing­ar á tog­ ar­an­um, m.a. byggt yfir hann, svo að nú rúm­ar hann um 1400 lest­ir í stað 1000 áður. ­Einnig var Vík­ing­ ur út­bú­inn fyr­ir flot­vörpu­veið­ar og er ekki ó­lík­legt að hann ­verði gerð­ ur út á kolmunna­veið­ar við Fær­ eyj­ar sam­kvæmt samn­ingi Fær­ey­ inga og Ís­lend­inga, þeg­ar loðnu­ veið­inni lýk­ur. Ak­ur­nes­ing­ar ­fagna að sjá ­þetta happa­skip aft­ur kom­ið í heima­höfn, auk­ið og end­ur­bætt. Vík­ing­ur var upp­haf­lega smíð­að­ ur í Brem­er­haven í V-Þýska­landi. Skip­stjóri er Við­ar Karls­son og 1. vél­stjóri er Sig­urð­ur V. Guð­munds­ son.“

Guð­jón Berg­þórs­son var skip­stjóri um tíma á móti Við­ari.

Þann fjórt­ánda des­em­ber 1977 kem­ur Vík­ing­ur aft­ur við sögu í bæj­ar­blað­inu Um­broti en þá var þar við­tal við Guð­jón Berg­þórs­ son, sem var tek­in við skip­stjórn á móti Við­ari Karls­syni. Guð­jón er spurð­ur að því hvort mik­ill mun­ ur sé að vera á loðnu­veið­um á svo ­stóru ­skipi sem Vík­ingi frá því sem hann ­þekki frá ­Skírni og Rauðs­ ey, sem hann ­hafði áður stjórn­að. Hann svar­ar: „Já mun­ur­inn er mik­ill. Vík­ing­ ur er mun stirð­ari og ­segja má að mað­ur sé mun leng­ur að koma sér í kast­stöðu og í ­flesta ­staði erf­ið­ara að at­hafna sig á hon­um. Hins veg­ar

Við­ar Karls­son og ­Sveinn Ís­aks­son, sem skipt­ust á skip­stjórn um tíma.

Nú­ver­andi skip­stjóri á Vík­ingi, Magn­ús Þor­valds­son.

er Vík­ing­ur muna ­meira sjó­skip og lest­ar að sjálf­sögðu marg­falt ­meira, sem skipt­ir ­miklu máli þeg­ar langt þarf að ­sigla með afl­ann.“ Guð­jón er síð­an spurð­ur að því hvort Vík­ ing­ur ­fljóti full­lestað­ur inn á all­ ar hafn­ir. Hann seg­ir nei við því og að það finn­ist hon­um einn ­stærsti ó­kost­ur­inn. „T.d. á Aust­fjörð­un­um ­komumst við að­eins inn á Seyð­ is­fjörð, Norð­fjörð og Eski­fjörð og það er slæmt að ­þurfa að ­sigla fram­hjá tóm­um þróm verk­smiðj­ anna ­langa vega­lengd,“ ­sagði Guð­ jón Berg­þórs­son skip­stjóri á Vík­ ingi árið 1977.

Síld­in skoð­uð á bryggj­unni á Siglu­firði 1968. Fremst t.v. er Har­ald­ur Stur­laugs­son en aft­ar t.v. er Valdi­mar Ind­riða­son þá­ver­andi fram­kvæmda­stjóri SFA.

Egg­ert B. Guð­munds­son

Vík­ing­ur ­alltaf klár á vara­manna­bekkn­um Vík­ing­ur hef­ur und­an­far­in ár ver­ið á vara­manna­bekkn­um hjá HB ­Granda. Hann hef­ur ver­ið kall­að­ur til ­leiks þeg­ar á hef­ur þurft að ­halda á loðnu­ver­tíð. Þess á ­milli anna hin upp­sjáv­ar­skip­in þrjú, Faxi, Ing­unn og ­Lundey, upp­sjáv­ar­veið­um fé­ lags­ins. Líkt og vara­menn í í­þrótt­ um koma oft ólm­ir af eft­ir­vænt­ ingu inn á leik­völl­inn þeg­ar á þarf að ­halda, þá er Vík­ing­ur ­alltaf klár í slag­inn. Skip­stjór­inn Magn­ús Þor­ valds­son og vél­stjór­inn Sig­urð­ur ­Villi Guð­munds­son sjá til þess. Í lok febr­úa­ r 2008 var loðnu­ver­ tíð ekki haf­in af ­neinu viti, enda ­höfðu vís­inda­menn ekki séð mæl­ an­lega ­göngu. Mað­ur gekk und­ir manns hönd til að ­leggja upp leit­ ar­á­ætl­an­ir, sem yf­ir­völd og út­gerð­ ir gætu sam­ein­ast um. Dag einn upp úr há­degi var hald­inn fund­ur á skrif­stofu LÍÚ og þang­að bár­ust þær frétt­ir að ráð­herra ­hefði á­kveð­ ið að gefa út leit­ar­kvóta, sem út­ gerð­ir gætu skipt á fjög­ur skip eft­ ir sam­komu­lagi. Á­kveð­ið var að ­setja nöfn ­allra ­skipa, sem til ­greina kæmu, í hatt og ­draga úr. Átt­um við að ­setja Vík­ing með? Hann ­hafði ekki stund­að veið­ar um langt ­skeið og var ekki einu ­sinni með ­fasta á­höfn utan skip­stjóra og vél­ stjóra. ­Einnig var skil­yrði að skip­in yrðu kom­in út fyr­ir mið­nætti sama kvöld og klukk­an var far­in að nálg­ ast fjög­ur. Það var að vísu ekki lík­legt að hann yrði dreg­inn út, enda mörg skip í hatt­in­um. Við á­kváð­um því að láta slag ­standa og fjög­ur skip

Egg­ert B. Guð­munds­son.

HB ­Granda fóru í hatt­inn. Dregn­ ir voru út fjór­ir mið­ar og viti menn, einn ­þeirra var Vík­ing­ur. Óð­ara var hringt í Magn­ús skip­stjóra og hon­ um skýrt frá ­stöðu mála. Hann yrði sem sagt að koma skip­inu út inn­

an 8 klukku­stunda. Væri það hægt? Gæti hann náð í mann­skap­inn? Var skip­ið klárt? Magn­ús er var­kár mað­ur og lof­aði engu, nema því að at­huga mál­ið. Hálf­tíma síð­ar ­hringdi Magn­ús til baka. „Við sigl­um klukk­an 10“. Ekk­ert flókn­ara en það. Morg­un­inn eft­ir voru skip­in fjög­ ur kom­in suð­ur fyr­ir land, þar sem kunn­ug­ir ­töldu að loðn­an ­gengi inn á grunn­ið sunn­an úr dýp­inu en ekki endi­lega vest­ur með land­inu. ­Þetta reynd­ist rétt og Vík­ing­ur var ­varla kom­inn á mið­in þeg­ar stærð­ ar ­ganga mæld­ist og fékkst stað­fest af vís­inda­mönn­um, sem voru með í þess­um fjög­urra ­skipa ­flota. Eft­ir ít­ar­lega út­reikn­inga ­Hafró gaf ráð­ herra út ­kvóta. Loðnu­ver­tíð­in 2008 var haf­in.

L­ oðnu land­að úr Vík­ingi á Akra­nesi 28. febr­ú­ar sl. en þá var Vík­ing­ur send­ur á ­loðnu með „­korters“ fyr­ir­vara þeg­ar hrogna­fyll­ing loðn­unn­ar var í há­marki. Ljósm. hb.

Lög­un og vél­ar­afl til að auka gang­hraða

Loðn­an streym­ir um borð í Vík­ing á loðnu­ver­tíð 2008.

Hress­ir skip­verj­ar á Vík­ingi á loðnu­veið­um 2008. Þrjár ­neðstu mynd­irn­ar tók Frið­ þjóf­ur Helga­son.

Þau eru ekki mörg ís­lensku fiski­ skip­in á ald­ur við Vík­ing sem eru nán­ast ó­breytt að út­liti. Einu út­ lits­breyt­ing­arn­ar á Vík­ingi eru að dekk­inu var lok­að og skipt var um stýr­is­hús. Skrokk­ur­inn er ó­breytt­ ur og hið fal­lega lag á skip­inu, sem marg­ir hafa sagt vera það fal­leg­ asta í ís­lenska skipa­flot­an­um á­samt Sig­urði VE, hef­ur hald­ist ó­breytt. Í frétta­blaði HB frá ár­inu 2003 er ­þetta skrif­að um skip­ið: „Vík­ing­ur ­þótti gíf­ur­lega stór og öfl­ug­ur á sín­um tíma en hann var upp­haf­lega smíð­að­ur sem síðu­ tog­ari og var síð­an ­breytt í nóta­ skip. Ekki er hægt að ­segja ann­að en skip­ið beri ald­ur­inn vel og hef­ ur Vík­ingi ­alltaf ver­ið vel við hald­ið enda er skip­ið í ­fremstu röð nóta­ skipa á land­inu.“ Síð­an seg­ir að Vík­ing­ur sé byggð­ ur úr ­sveru ­þýsku ­stáli og í upp­hafi hafi hann ver­ið bú­inn 2.200 hest­ afla vél. Hann hafi ver­ið, og sé enn, 72 ­metra lang­ur og 10 ­metra breið­

Vík­ing­ur á tog­veið­um á átt­unda ára­tugn­um ­stuttu áður en skip­inu var b ­ reytt í nóta­skip. Ljósm. Anna Krist­jáns­dótt­ir.

ur. „Skipslag­inu, þess­ari ­miklu lengd, og vél­ar­afl­inu var ætl­að að ­skila 17,2 sjó­mílna sigl­inga­hraða sem ­þótti mik­ill ­hraði á sín­um tíma og þyk­ir jafn­vel enn. Gang­hrað­inn ­þótti mik­il­vægt at­riði þar sem Vík­ ingi var ætl­að að ­stunda karfa­veið­

ar við Ný­fundna­land sem er 5 sól­ ar­hringa sigl­ing.“ Ný að­al­vél var sett í Vík­ing árið 1981, Alpa Dies­el 3.000 hest­afla og 1987 var skipt um brú. Að öðru ­leyti hef­ur skip­ið ekki tek­ið mikl­um breyt­ing­um.


Vík­ing­ur AK 1960 - 2010

Sig­urð­ur ­Villi Guð­munds­son vél­stjóri

Alla tíð lið­ið vel um borð í Vík­ingi Síð­ustu 34 árin hef­ur Sig­urð­ur ­ illi Guð­munds­son ver­ið yf­ir­vél­ V stjóri á Vík­ingi AK-100. „Mér hef­ ur alla tíð lið­ið vel um borð í Vík­ ingi enda ­hefði ég ekki ver­ið ­svona ­lengi ­þarna ann­ars. ­Þetta er sér­ stak­lega gott sjó­skip og fer vel með mann ­þannig að mað­ur er ekki lurk­ um lam­inn eft­ir bræl­ur. ­Þarna hef­ur ver­ið vel vand­að til verks í upp­hafi, enda væri skip­ið ekki ­svona gott í dag eft­ir 50 ára jask ef ekki hafi ver­ ið vand­að vel til verks,“ seg­ir Sig­ urð­ur. Þrátt fyr­ir að Vík­ing­ur hafi ver­ ið gerð­ur frek­ar stop­ult út síð­ustu árin hef­ur Sig­urð­ur ­Villi ver­ið í ­fullu ­starfi við vél­gæslu um borð. „Ég hef al­veg ver­ið ­þarna og ein­ung­is far­ið ein­staka sinn­um að ­leysa af á Faxa. Út­gerð­in vill að Vík­ing­ur sé ­alltaf til­bú­inn að ­halda af stað með litl­um fyr­ir­vara og því þarf að ­halda öllu vel við og ­keyra vél­ar. Svo er Magn­ús Þor­valds­son, sem ver­ið hef­ur skip­ stjóri und­an­far­in ár, ­alltaf til­bú­inn að fara um borð fyr­ir­vara­laust. ­Þetta hef­ur ver­ið ­þannig að ég hef ekk­ert vit­að fyrr en allt í einu er hringt og sagt að skip­ið eigi að fara út.“

kerfi líka og ­breytt í rið­straum. Áður ­hafði ver­ið jafn­straum­ur um borð og ­erfitt að fá orð­ið ­nokkurn hlut sem pass­aði við það. Það er nán­ast eng­in upp­runa­leg­ur vél­bún­að­ur um borð og þá fyrst og fremst ­vegna breyt­ ing­anna á raf­kerf­inu. Skrokk­ur­inn er þó ó­hreyfð­ur enn­þá sem og yf­ ir­bygg­ing­in að stór­um ­hluta. ­Þetta hef­ur ver­ið gíf­ur­lega gott stál sem not­að var í ­þessi skip í upp­hafi,“ seg­ ir Sig­urð­ur. Hann seg­ir ým­is­legt hafa ver­ið end­ur­bætt. Til dæm­is hafi ver­ið skipt um hlið­ar­skrúf­ur 1998 og ­fleira m ­ ætti t­ elja til. „Ég býst fast­lega við að út­gerð­ in ­vilji hafa Vík­ing til­bú­inn til taks á­fram. Það er gott að geta grip­ið til skips­ins þeg­ar mik­ið ligg­ur við og ná þarf ­miklu á stutt­um tíma, eins og við hrogna­töku úr ­loðnu, síldog mak­ríl­veið­ar, þó ekki væri nema til flutn­inga eins og við höf­um gert svo­lít­ið af á und­an­förn­um árum,“ seg­ir Sig­urð­ur og rifj­ar upp nokk­ur sum­ur á rækju­veið­um á Vík­ingi, sem geng­ið ­hefðu á­gæt­lega.

Skrokk­ur­inn ó­breytt­ur enn­þá

Sig­urð­ur ­Villi seg­ir að þrátt fyr­ ir að hann hafi ver­ið þenn­an lang­ an tíma á Vík­ingi hafi þeir ekki ver­ið svo marg­ir sjó­menn­irn­ir sem starf­ að hafi með hon­um þar. „Það hafa ­alltaf ver­ið litl­ar manna­breyt­ing­ar á Vík­ingi og þeg­ar best gekk á loðn­ unni var ­alltaf sama á­höfn­in enda var ­þetta gott pláss sem gaf mikl­ar tekj­ur og ­þannig hef­ur það lengst af ver­ið á Vík­ingi. ­Þetta voru sömu

Sig­urð­ur ­Villi seg­ir Vík­ingi ­alltaf hafa ver­ið vel við hald­ið. „Ég byrj­aði ­þarna um borð 1976 en þá fór­um við með skip­ið til Nor­egs þar sem byggt var yfir það og ­stærstu breyt­ ing­arn­ar gerð­ar til að það yrði nóta­ veiði­skip. Árið 1981 fór skip­ið svo í véla­skipt­in og þá var skipt um raf­

Sömu menn­irn­ir ár eft­ir ár

karl­arn­ir ár eft­ir ár. ­Alltaf gekk líka allt smurt um borð og nán­ast sjálf­ virkt þeg­ar sömu menn eru ár eft­ ir ár og vita að ­hverju þeir ­ganga,“ ­sagði Sig­urð­ur ­Villi Guð­munds­son, vél­stjóri, sem verð­ur ekki ­heima á af­mæl­is­dag Vík­ings, þar sem hann dvel­ur í ­Kanada í heim­sókn hjá syni sín­um.

Sig­urð­ur ­Villi Guð­munds­son vél­stjóri um borð í Vík­ingi. Ljósm. Frið­þjóf­ur Helga­ son.

Har­ald­ur Stur­laugs­son:

Topp­skip alla tíð „Ég var nú bara tíu ára gam­all þeg­ar Vík­ing­ur var í smíð­um úti í Þýska­landi,“ seg­ir Har­ald­ur Stur­ laugs­son fyrr­um fram­kvæmda­stjóri HB. „Ég man þó vel eft­ir því þeg­ar ­pabbi var að fara út til Þýska­lands ­vegna smíð­inn­ar og ­þessu 75.000 ­króna hluta­fé Síld­ar­verk­smiðj­unn­ ar sem sagt er frá ann­ars­stað­ar. Svo man ég eft­ir að það var hringt í hann frá Bæj­ar­út­gerð Reykja­vík­ ur til að ­skamma hann fyr­ir að taka það­an alla ­bestu sjó­menn­ina en Hans Sig­ur­jóns­son var strax ráð­inn skip­stjóri og hann tók ­marga með sér sem ­höfðu ver­ið með hon­um á Þor­móði Goða. ­Þetta áttu þeir hjá BÚR ­erfitt með að ­sætta sig við. Mál­ið var hins veg­ar að menn voru með nýtt og full­kom­ið skip og því kom ekki ann­að til ­greina en að ráða topp­skip­stjóra og á­höfn á skip­ ið. Stað­reynd­in er svo sú að í ­þessa ­hálfu öld hafa ­alltaf ver­ið topp­skip­ stjór­ar og val­inn mað­ur í ­hverju rúmi á Vík­ingi enda skip­ið yf­ir­ leitt í hópi ­þeirra afla­hæstu og ekki ­lengra síð­an en árið 2003 varð Vík­

ing­ur afla­hæst­ur á loðnu­veið­un­um með 37.500 tonn.“ Har­ald­ur seg­ist líka muna eft­ir hve mik­il á­hersla ­hefði ver­ið lögð á ­skrokkslag þess­ara ­skipa, sem mið­ að­ist allt við mik­inn gang­hraða enda hafi ­þessi skip átt að ­sækja á fjar­læg mið. „­Þetta ­skrokkslag hef­ ur ver­ið not­að á mörg skip síð­an víða um heim, enda eru ­þetta ein­ stak­lega góð sjó­skip og hafa ­reynst vel.“ Har­ald­ur seg­ir erf­iða tíma hafa ver­ið í tog­ara­út­gerð fljót­ lega upp úr 1960 eft­ir að Vík­ing­ ur kom nýr og oft hafi ver­ið þröngt í búi hjá út­gerð­inni og jafn­vel ekki ­alltaf hægt að gera upp við á­höfn­ ina. „Síld­ar­ár­in 1964-1966 gáfu vel af sér sem ­þýddi að ­erfitt var orð­ ið að fá sjó­menn á tog­ar­ana og því fóru menn fljót­lega að huga að því að ­senda ­þessi skip á síld, sem síð­an er fyrst gert ­þarna 1968. Vík­ing­ur land­aði ­einmitt síð­ustu síld­inni til sölt­un­ar á Siglu­firði það ­haust. ­Þetta var auð­vit­að topp­skip þeg­ ar það kom til lands­ins og hef­ur ver­ið það alla tíð,“ seg­ir Har­ald­ur

Rann­veig, móð­ir Har­ald­ar, gef­ur Vík­ ingi nafn í Þýska­landi árið 1959.

og hann seg­ir það ­aldrei hafa kom­ ið til tals að ­selja skip­ið frá út­gerð­ inni eft­ir að það komst í eigu HB við sam­ein­ingu árið 1991 enda hafi skip­ið ver­ið hag­kvæmt í út­gerð og ­alltaf mik­ið afla­skip.

Rauð­ur Vík­ing­ur á ­loðnu Þess­ar tvær mynd­ir tók Magn­ ús Þór Haf­steins­son af Vík­ingi og sýna hann með ­rauða lit­inn sem var á hon­um um tíma. Á ­annarri mynd­ inni ösl­ar Vík­ing­ur í brælu­skít vest­ ur með Suð­ur­flösinni á Akra­nesi á leið á ­loðnumið við Snæ­fells­jök­ul.

Á ­hinni mynd­inni er Vík­ing­ur á loðnu­veið­um úti af Suð­aust­ur­landi en loðnunót­in sem sést á mynd­inni til­heyr­ir hins veg­ar ­Bjarna Ó­lafs­ syni AK-70 en þar um borð var ljós­mynd­ar­inn.

HB Grandi óskar Víkingi innilega til hamingju með afmælið


Vík­ing­ur AK 1960 - 2010

Ás­mund­ur Ó­lafs­son, fyrr­um skrif­stofu­mað­ur SFA

Fór með upp­gjör­ið um borð Ég starf­aði á skrif­stofu Síld­arog fiski­mjöls­verk­smiðju Akra­ness h.f. (SFA) í 14 ár og kom það m.a. í minn hlut að ­reikna út og gera upp togar­ann Vík­ing ­fyrstu árin sem hann var gerð­ur út. Ég ­hafði þá ­reglu, sem ég held að ekki hafi ver­ ið al­geng í þá daga, að í lok hverr­ ar veiði­ferð­ar, sem gat far­ið í 3 vik­ ur eða ­meira, þá ­reyndi ég að mæta fyrst­ur um borð til að gera upp við mann­skap­inn. Frí­tími skip­verja var ekki ­meiri en þrír sól­ar­hring­ar, svo þeir ­þurftu að nýta tíma sinn vel í ­landi. Gerð­ ur var upp næst síð­asti túr við skip­ verj­ana og ­einnig ­greitt upp í túr­ inn sem þeir voru að koma úr. Ég held að ­þetta hafi ver­ið vel séð hjá strák­un­um, en yf­ir­leitt voru um eða yfir 30 menn í á­höfn­inni. Hjá tog­ ur­un­um í Reykja­vík ­þurftu skip­ verj­ar að fara á skrif­stof­una til að fá upp­gjör, og þá á skrif­stofu­tíma, en það var ekki vel séð því tím­inn var naum­ur í ­landi, en í þá daga var yf­ ir­leitt ­alltaf sama á­höfn­in, en ekki tví­skipt­ing eins og nú er. ­Einnig var það nýj­ung að ég ­hengdi upp í mat­ saln­um ­skýrslu yfir sölu­túr­inn, fisk­ teg­und­ir, í ­hvaða flokk hver teg­und fór, verð hverr­ar teg­und­ar og síð­ an hver heild­ar­sal­an væri og afla­ magn. Hver skip­verji fékk auk þess upp­gjörs­blað veiði­fer ð­ar, en þá tíðk­að­ist, í það ­minnsta í Reykja­

vík, að menn ­fengu að­eins ó­skilj­an­ lega ­strimla, sem ­erfitt gat ver­ið að átta sig á.

Met­söl­ur í Grims­by

Á Vík­ingi var topp­mann­skap­ur. Skip­stjóri var ann­ál­að­ur afla­mað­ur, Hans Sig­ur­jóns­son, sem ­hafði ver­ ið með Þor­móð Goða áður en hann tók við Vík­ingi. Á þess­um árum voru veið­ar stund­að­ar á tog­ur­um, í mikl­ um mæli, við Græn­land og var sagt að Hans ­þekkti botn­inn við Vest­urGræn­land bet­ur en bónd­inn ­þekkti beiti­land sitt. Vík­ing­ur ­fiskaði mik­ ið, t.d. var land­að ­metafla, 326 tonn­um, í Grims­by á ­Englandi, að­ al­lega ­þorski af Græn­landi, vor­ ið 1963. Á ár­inu 1965 ­seldi Vík­ ing­ur í Grims­by um 360 tonn fyr­ir yfir 20.000 sterl­ingspund, það var bæði ­metafli og met­verð sem stóð í eitt ár. Þá man ég eft­ir að Vík­ing­ ur land­aði eitt sinn á Akra­nesi 511 tonn­um af ­karfa frá Vest­ur-Græn­ landi, en þá voru lest­arn­ar full­ar og ­einnig dekk­ið. Senni­lega hafa eng­in skip í heim­in­um land­að eins mikl­ um afla og syst­ur­skip­in Vík­ing­ur og Sig­urð­ur, enda búin að vera að í ­hálfa öld.

Full­komn­asta tog­ara Þjóð­verja bjarg­að

Vík­ing­ur var mik­ið ­happafley.

Á­vís­un­in sem Síld­ar- og fiski­mjöls­verk­smiðja Akra­ness fékk ­senda fyr­ir björg­un ­þýska skut­tog­ar­ans Hus­um.

Það var árið 1969 að Vík­ing­ur bjarg­aði ein­um full­komn­asta tog­ ara Þjóð­verja, Hus­um, úr ísn­um við Græn­land. Þeg­ar í land kom mót­ mælti skip­stjór­inn á Hus­um að um björg­un ­hefði ver­ið að ræða, þeir ­hefðu vel get­að bjarg­að sér sjálf­ ir ­sagði hann. Mál­ið fór í dóm og sterk­ustu rök Vík­ing­anna voru þau að lagð­ar voru fram ljós­mynd­ir sem Þórð­ur Þórð­ar­son, neta­mað­ur (f. 1933) ­hafði tek­ið af öll­um at­burð­ in­um. Nið­ur­staða dóms­ins var sú að hér ­hefði ver­ið um al­gjöra björg­ un að ræða, ella ­hefði tog­ar­inn fests í ísn­um með ó­fyr­ir­sjá­an­leg­um af­ leið­ing­um. ­Greidd voru björg­un­ ar­laun í sam­ræmi við ­þessa nið­ur­ stöðu og ­fengu skip­verjarn­ir verð­ skuld­aða ­umbun. Út­gerð Vík­ings, SFA, fékk ­einnig send­an ­tékka frá lög­manns­skrif­stof­unni sem ­sótti mál­ið. Ég ljós­rit­aði á­vís­un­ina, en hlut­ur Vík­ings var 7.127.990 gaml­ ar krón­ur, sem jafn­gilda í dag rúm­ lega 58 millj­ón­um ­króna. Dá­góð­ur pen­ing­ur það, enda mik­ið í húfi. Á þess­um árum eign­að­ist ég ­marga vini og fé­laga sem voru skip­ verj­ar á Vík­ingi, og hef ég ­reynt að ­halda sam­bandi við þá eða fylgst með þeim eft­ir því sem hægt er. Það sem kom mér mest á ó­vart, og þó ekki, var að þeir litu á skip­ið sitt sem lif­andi veru eða sál. Senni­ lega er ­þetta al­menn trú með­al sjó­ manna, og er það vel. Eft­ir nokk­ urra ára ­kynni við þá, og Vík­ing, fór ég sjálf­ur að trúa ­þessu líka

Vík­ing­ur bú­inn að losa Hus­um úr ísn­um og dreg­ur hann til Reykja­vík­ur. (Úr mynda­safni ­Hlina Eyj­ólfs­son­ar).

Úr­klippa úr sjó­manna­blað­inu Vík­ingi.

Land­að úr Vík­ingi á sjö­unda ára­tugn­um Þeg­ar tog­ar­inn Vík­ing­ur land­aði á Akra­nesi ­þurfti mörg hand­tök við lönd­un­ina enda ­hvorki fiski­kass­ar né fiski­kör kom­in til sög­unn­ar og

Hus­um fast­ur í ísn­um við Græn­land.

öll­um ­fiski land­að laus­um í lönd­ un­ar­mál­um eða troll­net­um upp á pall vöru­bíl­anna sem biðu á bryggj­ unni.

Þá voru eng­in sér­stök lönd­un­ ar­gengi til að ­ganga í ­þessi verk en verka­menn fengn­ir frá fisk­vinnslu­ hús­un­um í bæn­um. Auk ­þeirra var svo ­alltaf hóp­ur skóla­stráka við land­an­ir og ­hafði slíkt ­tíðkast allt frá því Bæj­ar­út­gerð Akra­ness var og hét með tog­ar­ana Ak­ur­ey og ­Bjarna Ó­lafs­son. Þess­ar mynd­ir af lönd­un­um úr Vík­ingi tók Ó­laf­ur Árna­son ljós­ mynd­ari á sjö­unda ára­tugn­um lík­ lega árið 1967. Strák­arn­ir, sem sjást á ­annarri mynd­inni, eru lík­lega 1215 ára gaml­ir. ­Svona ­vinna ung­linga er ekki leyfi­leg í dag og ­þarna sést líka að ör­ygg­is­hjálm­ar voru ó­þekkt fyr­ir­brigði en tog­ara­land­an­irn­ar voru eft­ir­sótt upp­grip hjá strák­um á Skag­an­um.


PIPAR\TBWA - SÍA - 102653

Víkingur AK 100 í hálfa öld Olís óskar áhöfnum á Víkingi AK 100 í gegnum tíðina til hamingju og þakkar viðskiptin í 50 ár.

Olíuverzlun Íslands hf. | Höfðatúni 2 | 105 Reykjavík | Sími 515 1000 | www.olis.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.