Vitbrigði Vesturlands

Page 1

RÁÐSTEFNU H L É 14. - 16. nóvember 2014

Frystiklefanum

Rifi

Snæfellsbæ


RÁÐ STEFNU HLÉ? Útgefandi: Vitbrigði Vesturlands Ritstjórn: Erla Margrét Gunnardóttir & Sigursteinn Sigurðsson Skipulag: Erla Margrét Gunnarsdóttir, Gunnhildur Guðnýjardóttir & Kristjana E. Sigurðardóttir Forsíðugrafík: Magnús Hreggviðsson Umbrot: Rósa Björk Prentun: Landsprent Dreifing með Skessuhorni

Ráðstefnuhlé er hugmynd sem vaknaði á stjórnarfundi Vitbrigða Vesturlands síðastliðinn vetur. Okkur finnst vanta meiri tíma til þess að ræða manna á milli þau málefni sem er verið að vekja athygli á í fyrirlestrum og ræðum, sem og tíma til þess að kynnast fólki og stækka tengslanetið. Upp úr þessari umræðu varð ráðstefnuhléið til. Á hefðbundnum ráðstefnum eru fyrirlestrar yfirleitt burðarliðurinn og

gefst oft lítill tími til umræðna. Við leggjum jafna áherslu á fyrirlestra og hlé. Fyrirlestrarnir eru tveir til þrír í hverju holli og eru 40 mínútur samtals. Hléin koma strax á eftir og eru einnig 40 mínútur. Það er okkar von að það skapist lífleg umræða og gestir og fyrirlesarar nái að tengjast. Einnig mögulega að nýjar hugmyndir vakni, sem verði að einhverju áhugaverðu í framtíðinni.

Styrkt af: Menningarráði Vesturlands, Skessuhorni ehf. og Evrópustofu

FJÖRUHÚSIÐ

VEITINGAHÚSIÐ HRAUN

Fjöruhúsið er lítið og vinalegt kaffihús á Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar er boðið upp á dýrindis kræsingar. Ber þar einna helst að nefna fiskisúpuna, sem hefur hlotið mikið lof. Þrátt fyrir lítið húsnæði, er undraverður fjöldi, sem leggur leið sína á hverju sumri niður í föruna á Hellnum, til að gæða sér á veitingum staðarins.

Hraun er nýr veitingastaður sem opnaði í síðastliðnum maí í hjarta Ólafsvíkur og er rekinn af Hótel Hellissandi. Staðsetning hans er einkar góð, en hann stendur í gilinu sem klýfur bæinn. Á meðan góðra veitinga er notið innandyra má hlusta á lækjarniðinn fyrir utan gluggann og fylgjast með umferðinni um höfnina.

Staðsetning kaffihússins er mjög skemmtileg og býður upp á einstakt útsýni. Það stendur við enda göngustígsins, sem liggur milli Hellna og Arnarstapa og er því tilvalið að safna þar kröftum fyrir eða eftir göngu og njóta útsýnisins.

Á Hrauni er mikil áhersla lögð á að hráefni komi að mestu úr héraði. Allur fiskur kemur úr Breiðafirði, bláskel frá Stykkishólmi, egg úr Grundarfirði. Yfir sumartímann eru bæði grænmeti og blóm fengin úr Staðarsveit.

kaffihúsið er opið á sumrin

veitingastaðurinn er opinn

en frekari upplýsinga er hægt

allan ársins hring en frekari

að afla í síma

465-6844

eða með tölvupósti á fjoruhusid@isl.is

upplýsinga og borða-

pantana er hægt að afla í síma

431-1030 eða með tölvu-

pósti info@hotelhellisandur.is

LANGAHOLT Á SNÆFELLSNESI

Langaholt er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í Staðarsveit. Þar er rekinn veitingastaður sem leggur áherslu á að nýta hráefni af Snæfellsnesi. Langaholt er staðsett skammt frá strönd með einstakt útsýni yfir Snæfellsjökul og er einungis fimm mínútna keyrsla í Lýsuhólslaug. Í túnfætinum er rekinn níu holu golfvöllur í samstarfi við Golfklúbb Staðarsveitar, og tjaldsvæði stendur til boða steinsnar frá fjörunni. Langaholt hefur einnig mjög sterka tengingu inn í samfélagið í sveitinni, en þar eru haldnar ýmsar uppákomur, þar á meðal bjúgnahátíð, villibráðarhlaðborð, pub quiz, kóræfingar karlakórsins Heiðbjartar og brennukaffi svo fátt eitt sé nefnt. langaholt er opið allan ársins hring en frekari upplýsingar fást í síma

SAMSTARF Í MAT & HÉRAÐI

435-6789 eða með tölvupósti á langaholt@langaholt.is

| 2 | Ráðstefnuhlé

SAMKOMUHÚSIÐ Á STAPA

Rekstur Samkomuhússins á Arnarstapa, á sunnanverðu Snæfellsnesi, hófst í júní 2012. Markmið staðarins er menningartengd ferðaþjónusta og er lögð áhersla á einfaldan, íslenskan mat; íslenska kjötsúpu, fjallagrasabrauð og íslenskar rjómapönnukökur svo fátt eitt sé nefnt. Kjöt er ,,heimtekið“, fiskurinn fenginn á Arnarstapa, rófur, kartöflur og gulrætur frá ræktendum í Staðarsveit og salat frá ræktunarstöðinni Lágafelli í Eyja- og Miklaholtshreppi. Framtíðarsýn staðarins er að þar verði sýning um sögu matarhefðar á Íslandi og sérstaklega svæðisins undir Jökli. Í Samkomuhúsinu mun verða mögulegt að sjá sýningu á „íslensku almúgaheimili undir Jökli á fyrri hluta 20. aldar“, sýningu helgaða Þórði frá Dagverðará, bækur sem tengjast Snæfellsnesi sérstaklega og ýmsa gamla hluti og muni af svæðinu. samkomuhúsið er opið allan

ársins hring en frekari uppl.

4356611 eða með tölvupósti, samkomuhusid@gmail.com er hægt að afla í síma

FRYSTIKLEFINN

er viðburðahostel, atvinnuleikhús og menningarmiðstöð í Rifi, 167 manna bæjarkjarna í Snæfellsbæ. Í húsinu eru tveir fullbúnir sýningasalir, rúmgóður almenningur, gistipláss fyrir stóra hópa og fullbúin eldhús-, þvotta- og salernisaðstaða. Auk þess að sinna því hlutverki að svala menningarþorsta gesta sinna með viðburðum, tónleikum og nýjum íslenskum leiksýningum er Frystiklefinn listamannaaðsetur fyrir innlenda og erlenda hópa sem vinna vilja að verkum sínum í friðsælu skjóli Snæfellsjökuls. frystiklefinn er rekinn af kára viðarssyni leikara og má finna allar nánari upplýsingar um

frystiklefann á frystiklefinn.is


Vitbrigði Vesturlands eru orðin eins árs. Í tilefni þess höldum við Ráðstefnuhlé á Rifi. Það er ástæða fyrir því að við höldum „Ráðstefnuhlé.“ Hún er sú að á ráðstefnum gerast hlutirnir í hléunum. Við leggjum því einmitt áherslu á pásuna og samtalið hvort við annað á milli erinda. Við höfum nefnilega góða reynslu af því að hittast og ræða saman. Á þessu ári sem við höfum verið til höfum við haldið „Kaffistopp“ hér og þar á Vesturlandi og reyndar einu sinni í Reykjavík á Hönnunarmars líka. Það hefur bæði verið mætt vel og illa en alltaf hafa átt sér stað gullin samtöl sem hafa orðið að einhverju meiru. Nú þegar má telja upp nokkra viðburði og verkefni sem hafa orðið til út frá samtölum okkar sem ég ætla ekki að rekja hér. Samtölin hafa ekki aðeins verið kveikjan að nýjum verkefnum, heldur höfum við verið ófeimin við að ræða saman um hugmyndir okkar án allrar samkeppni og tortryggni um hugmyndastuld viðmælenda. Þannig hafa opnast aðrar víddir í okkar vinnu og ný hugljómun orðið til – Vitbrigði. Hugverk eru okkar afurðir. Þær verða gjarnan betri ef við fáum önnur sjónarhorn á verkin. Sérstaklega sjónarhorn frá öðru fagfólki og þess vegna urðu Vitbrigði Vesturlands til. Fólki í skapandi greinum er að fjölga á Vesturlandi og sérstaklega ungu fagfólki sem er að stíga sín fyrstu skref í faginu. Fyrir okkur, þetta unga fólk er svo

út á að hugsa í víðara samhengi. Í mínu tilfelli var fyrsta lexían sem mér var kennd fyrir næstum 15 árum síðan að maður yrði að læra reglurnar til að brjóta þær. Ég get fullyrt að ég brýt reglur á hverjum degi, á jákvæðan hátt að sjálfsögðu. Á næsta ári verða liðin fjögur ár síðan ég kom aftur heim. Það var einstaklega kalt vor. Enn snjóaði í júní. Það var líka eldgos í Grímsvötnum. Aska var út um allt. Arkitektastofur lögðu upp laupanna í stórum stíl. Veganestið úr mínum skóla í Glasgow var að eini staðurinn með möguleikum á arkitektavinnu væri í London. Þó væri ekki hlaupið að því að sú vinna væri yfir höfuð launuð. Slíkt var eiginlega ekki kostur fyrir ungan mann með fjölskyldu. Eiginlega var eini kosturinn að flytja í heimahagann í Borgarnesi, úr lífinu, glamúrnum og menningunni sem er rík í Glasgowborg til litla þorpsins sem

SKAPANDI BREYTUM VIÐ HEIMINUM

SIGURSTEINN SIGURÐSSON Arkitekt - Gjafi & formaður VV

FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.14.40

er þekkt fyrir sjoppur og pissustopp. Ég gott að vera með þannig bakland. viðurkenni alveg að mér þótti þetta ekki Vitbrigði Vesturlands urðu einmitt til í álitleg örlög og við ætluðum að stoppa samtalinu. Ég og Elísabet Haraldsdóttir aðeins í nokkrar vikur. En í Borgarnesi menningarfulltúi Vesturlands höfðum tók ég eftir tækifærunum og fór að vekja áhyggjur af því að það væri ekki nógu athygli á þeim út frá minni menntun og kröftugt bakland fyrir ungt fólk í skaphugmyndum. Til að gera langa sögu stutta andi greinum. Elísabet benti mér á nokkra er ég þar enn, er með mína vinnustofu ofurhuga sem höfðu áhuga á að starfa að í Hugheimum (nýja frumkvöðlasetrinu í skapandi greinum í landshlutanum. Við bænum sem Vitbrigðin tóku einmitt þátt hittumst og spjölluðum. Þann 18.nóvember í að stofna), orðinn umkringdur skapandi 2013 urðu Vitbrigðin til. Kröfur um aðild fólki og er á kafi í að Vitbrigðum verkefnum. Vesturlands eru ekki Oft á tíðum Verkefnin hafa endilega að fólk þurfi verið fjölbreytt, allt kemur skapandi að hafa búsetu á frá hefðbundnum Vesturlandi. Félagar hugur auga á arkitektaverkefnum eru búsettir í Reykjaupp í þróun á mennvannýtt tækifæri vík og reyndar um ingarverkefnum, viðallan heim. burðum og sýningum. Fjarlægasti félaginn okkar er arkitekt frá Stofnun Vitbrigðanna var eitt af því. Með Hvanneyri sem býr og starfar í Dubai. þeim tók ég eftir hversu jákvæð áhrif Þvert á móti eru framandi áhrif og skoðanir menningarstarf hefur á samfélög. Miðað vatn á myllu sköpunarkraftsins. við það sem ég hef upplifað þá er ég farinn Síðastliðin ár hefur verið erfitt fyrir alla sem að hallast að því að menningin sé það eina eru að klára og hafa klárað nám að fóta sig sem getur bjargað hnignandi samfélögum í erfiðu árferði. Engin eru betur undir það úti á landi. Menningartengdar greinar eru búin en listafólk að hugsa út fyrir rammann þannig að þær eru gjarnan búnar til úr og finna upp lífsbjörgina. Listnám gengur engu. Oft á tíðum kemur skapandi hugur

auga á vannýtt tækifæri í hráefni eða framleiðslufyrirtækjum sem geta malað gull. Áhrif menningarstarfs á samfélagið eru líka áþreifanleg. Í mínu sveitarfélagi sagði einn frambjóðendanna fyrir síðastu kosningar að hann „stundaði ekki menningunna“ en áhrif hennar næðu til hans með jákvæðni og tilfinningunni fyrir sterkara samfélagi. Í raun og veru er að koma í ljós á Íslandi eftirhrunsáranna að menningarhátíðir eru að lyfta samfélögum úti á landi upp úr bölmóði um að allt sé á leiðinni til fjandans. Því veltir maður fyrir sér af hverju skorið er svona niður til skapandi greina og þær enn flokkaðar sem afþreying og settar í sama flokk og trúmál. Menningarstarfsemi er atvinnumál. Vitbrigðin eru vaxandi samtök. Við erum í dag í kringum sextíu talsins og fer fjölgandi. Þetta listafólk sem við höfum tínt saman á það allt sameiginlegt að vera stútfullt af hugmyndum og sköpunarkrafti. Það er líka einstaklega jákvætt og ekki hrætt við að gera mistök. Það er frekar hrætt við að framkvæma kannski aldrei góðu hugmyndirnar sem vöknuðu eitthvert kvöldið. Framundan er blómlegt starf Vitbrigðameðlima. Kári Viðarson er með stútfulla dagskrá í Frystiklefanum á Rifi sem er að gjörbreyta bæjarlífinu þar. Anna Leif stendur í að flytja list á Safnasvæðið á Akranesi í samstarfi við Nýló og er kyndilberi samtímalistar þar. Dögg Mósesdóttir er að halda stórkostlega, alþjóðlega kvikmyndahátíð á hverju hausti í Grundarfirði. Hún var að rúlla upp þeirri sjöundu nú í ár. Bærinn blómstrar í hvert sinn. Bryndís Geirsdóttir og félagar eru nú að framleiða þriðju þáttaröðina af hinu Blómlega búi sem var tilnefnt til Edduverðlauna í fyrra. Soffía Óðinsdóttir frá Einarsnesi í Borgarfirði er að gera það gott með Orfíu, Brother Grass og Tilbury. Hún er að koma fram á Airwaves í ár. Á sama tíma sit ég og skrifa þetta, með æðislega spennandi hönnunarverkefni sem bíða á borðinu. Þetta eru bara nokkur dæmi af svo óendanlega mörgum. Vitbrigðin munu áfram leika hlutverk baklandsins og leiða listamennina saman. Skrifað í Borgarnesi undir tónum Children of the Revolution með T. Rex. Vitbrigði Vesturlands | 3 |


NÝJU FÖTIN KEISARANS ANNA LEIF

Verkefnisstjóri safnasvæðissins Görðum, Akranesi Þeir sem búa úti á landi velja það af fjölbreyttum ástæðum; vegna góðra skóla, íþróttalífs á svæðinu eða vegna hinnar miklu menningar og þess menningarlífs sem er boðið upp á, auk ýmissa annarra þátta. Nú nýverið hef ég tekið þátt í að skipuleggja meðal annars tvö afar ólík menningarverkefni. Annars vegar sýninguna „Sýning hinna glötuðu verka“ á Safnasvæðinu á Akranesi og hins vegar viðburðaröðina „Fjögurra turna tal“ á Akranesi. Bæði verkefnin fengu styrki frá Menningarráði Vesturlands. Sýningin á Safnasvæðinu fékk líka styrk frá Myndlistarsjóði. Markmiðin með verkefnunum er að sjálfsögðu að ná til sem flestra áhorfenda.

„Fjögurra turna tal“ var viðburðaröð í fjórum mismunandi turnum og vitum á Akranesi. Hver viðburður stóð í um hálftíma, sá fyrsti í Görðum í Klukkuturninum sem stendur efst í kirkjugarðinum. Þar kom Þóra Gríms sagnaþula og sagði sögur sem tengdust turnum. Því næst var farið í Krossvíkurvita, sem í daglegu tali er kallaður guli vitinn við Jaðarsbakka. Þar kom Leikhópurinn Skagaleikflokkurinn og setti á svið lítinn leikþátt á svölum vitans. Svo hélt viðburðaröðin áfram fyrir framan Akraneskirkju þar sem orgeltónar hljómuðu úr turninum um nágrennið og heitt súkkulaði var í boði fyrir gesti. Auk þess var myndum af orgelleikaranum Sveini Arnari varpað innan frá á glugga kirkjunnar sem setti viðburðinn í nýja vídd fyrir áhorfendur sem stóðu fyrir utan í hauströkkrinu, enda hafði verið

slökkt á þremur ljósastaurum til að gera upplifunina sem mesta. Að lokum spiluðu Rósa Sveins og Daníel Helgason í Akranesvita í um hálftíma. „Sýning hinna glötuðu verka“ er algerlega ólíkur viðburður hinum fyrri. Safnasvæðið í Görðum fékk styrk til að vera með framsækna og ögrandi sýningu á Vökudögum og tókst samstarf við Nýlistasafnið í Reykjavík á vordögum 2014. Sýnendur eru 11, frá Íslandi og Bandaríkjunum. Sýningin er í takt við það sem er að gerast út um allan heim í samtímalist. Verkin vekja upp spurningar og þurfa útskýringa við. Þau eru öll sýnd hér í því samhengi að hafa annað hvort glatast, verið hent eða gleymst á vinnustofu listamannsins, jafnvel aldrei áður verið framkvæmd. Margar sýningar í Nýlistasafninu hafa markað tímamót í íslenskri myndlistarsögu. Hér er á ferðinni ný sýning sem aldrei hefur verið sett upp áður. Þetta er líka í fyrsta sinn sem Nýlistasafnið sýnir fyrir utan höfuðborgarsvæðið sem er mjög merkilegt. Gera má ráð fyrir að með þessari sýningu eigi Nýlistasafnið þátt í að opna augu almennings á Vesturlandi fyrir afstæði fagurfræði samtímalistar. Nýjum og breyttum viðfangsefnum myndlistarmanna í samtímanum.

FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.10.00

umræður og ýta við fólki með upplifunum. Í þessu samhengi er hægt að hugsa sér vog með tveimur skálum. Í annarri skálinni eru aðgengileg verk, áferðarfalleg og ómþýð. Flestir viðburðir sem boðið er upp á eru af því taginu. Í hinni liggja verk sem þarf aðeins meira til við að skynja og sumir gætu kallað „Nýju fötin keisarans“. Þetta eru til að mynda gjörningar eða listaverk þar sem hugmyndin er jafnvel mikilvægari heldur en framsetningin. Í því tilfelli þarf áhorfandinn stundum að staldra við og fá að vita meira um það sem listamaðurinn er að segja hverju sinni til að sýningin skilji eftir sig það sem henni var ætlað.

Ekki er laust við að í starfi þess sem skipuleggur menningarviðburði þurfi að svara spurningum á borð við hver sé markhópurinn. Hvort hlutverkið sé kannski að færa til áhorfandans hluta af því sem er að gerast í hinum stóra heimi? Hvort ekki sé alltaf verið að reyna að vekja

GELMIR

HALLDÓR HEIÐAR & LILIAN PINEDA Listamannasetur

NÁTTÚRA & SKÖPUN Í FLJÓTSTUNGU

GELMIR - náttúra og sköpun er verkefni sem byggt er á tengingunni sem finna má á milli náttúru, ferðalaga og sköpunar. Verkefnið snýst um verndun stærsta hraunhellis Íslands og hina 20 km2 af ósnortinni náttúru allt í kring. Auk þess stuðnings við listrænar rannsóknir og menningarleg skipti, með áherslu á umhverfið sem unnið er í. Verkefnið er staðsett á bænum Fljótstungu í Hvítársíðu, djúpt inn í Vesturlandi. Bærinn er hluti af Hallmundarhrauni sem inniheldur stærstu hraunhella Íslands. Atburðir úr víkingasögum hafa hér átt sér stað og fornminjar hafa fundist á jörðinni sem vel væri til dæmis hægt að tengja beint við Grettissögu. Í Fljótstungulandi | 4 | Ráðstefnuhlé

er einnig mikið votlendi sem svo verður að Arnarvatnsheiði, mesta votlendissvæði Íslands. Hér má finna vötn, ár og fossa um allt sem og fjölbreytta flóru og fuglalíf. Fljótstungurétt er svo merkilegt mannvirki sem byggt var í kringum 1850 og er elsta hraunhlaðna rétt landsins sem enn er í notkun. Í Fljótstungu bjóðum við upp á náttúruvæna ferðaþjónustu sem styrkir GELMIR verkefnið og dregur að þúsundir ferðamanna ár hvert. Ferðaþjónustan er yfir sumartímann með liðsinni áhugafólks allstaðar að úr heiminum sem kemur gagngert til að hjálpa verkefninu. Vor og haust hvert bjóðum við upp á dvalar- og vinnuaðstöðu á bænum, án endurgjalds, handa starfandi

listafólki, innlendu sem erlendu. Við styðjum um 40 listræn verkefni og framleiðslur ár hvert. Sem hluti af dvalarsetrinu sýnum við listafólkinu náttúru Borgarfjarðar og menningartengda staði svæðisins. Víðgelmir er rúmmálsmesti hraunhellir Íslands. Hann má finna í landi Fljótstungu. Hellirinn hefur verið verndaður síðan 1991 þegar Hellarannsóknarfélag Íslands kom þar upp læsanlegu hliði. Síðan þá hefur fjölskyldan í Fljótstungu boðið upp á hellaferðir með leiðsögn. Í dag eru þessar ferðir hannaðar og skipulagðar í samvinnu við jarð- og fornleifafræðinga sem rannsakað hafa Víðgelmi og hraunið í kring.

FRYSTIKLEFINN WORKSHOP/ 15.11. kl.11.20

Ég ólst upp á Hellissandi en fluttist til Reykjavíkur til að nema við Menntaskólann við Sund. Eftir það fór ég í Lýðháskóla í Danmörku sem lagði áherslu á leiklist, söng og skapandi skrif. Síðan tók ég þátt í tveim leiksýningum í stúdentaleikhúsinu áður en ég komst inn í Rose Bruford leiklistarskólann í London og nam við braut sem kallast European Theatre Arts. Hún leggur áherslu á frumsköpun og að leikarar komi út úr námi reiðubúnir til að setja upp sýningar frá grunni, sem er það sem ég vil helst gera í leikhúsinu. Ég fór í skiptinám við leiklistarskólann í Eistlandi. Það var hefðbundið leikaranám með mikilli áherslu á rödd og líkamstjáningu. Eftir leiklistarnámið flutti ég heim og ákvað strax að setja upp sýningu. Ástæðan var sú að ég þurfti að vekja á mér athygli hér í bransanum. Ég hafði einnig gengið með þessa hugmynd um einleik byggðann á Bárðarsögu mjög lengi. Úr varð leiksýningin Hetja sem ég hef nú leikið tæplega 100 sinnum. Næstkomandi sumur mun hún halda áfram í Frystiklefanum. Ævintýrið í kringum uppsetninguna á Hetju varð síðan kveikjan að því að ég ákvað að gera meira leikhús á heimaslóðunum. Þar að auki fór ég að vinna í að gera húsnæðið að Hafnargötu 16 kræsilegra og hentugra fyrir menningarstarfsemi og sköpun. FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.10.00 GELMIR verkefnið er hluti af Res Artis, sem eru alþjóðleg tengslanet listrænna dvalarsetra, og Vitbrigði Vesturlands sem eru samtök starfandi, skapandi ungs fólks á Vesturlandi. Fljótstunga er stuðningsaðili Landverndar og hluti af SAGA Jarðvangs verkefninu sem gæti orðið hluti af UNESCO von bráðar. Frekari upplýsingar á www.fljotstunga.is

KÁRI VIÐARSSON Leikari & Frystiklefasjóri

Það var svo nú í vor sem ég ákvað að festa kaup á húsnæðinu. Ég vissi af því að það væri vöntun á ódýrri gistingu á svæðinu og fannst góð hugmynd að tvinna saman rekstur á menningarstofnun og hosteli. Það má segja að Frystiklefinn sé einskonar vél sem nýtir sér túrismann til að skapa menningu. Aðal aðdráttarafl Hostelsins er menningarstarfsemin og viðburðirnir. Að sama skapi þarfnast viðburðirnir áhorfenda. Þannig helst þetta tvennt í hendur og gerir mér kleift að koma miklu í verk og hafa mikið líf í húsinu og bæjarfélaginu. Það er jákvætt. Á döfinni eru tvær nýjar leiksýningar. MAR er sýning sem byggð er á tveimur sjóslysum sem urðu hér úti við Öndverðarnes á síðustu öld. Leiksýningin verður fremur óhefðbundin heimildasýning þar sem tvær sögur kallast á. Einnig er nýtt upprunaleg upptaka af talstöðvasamskiptum í verkinu. Þetta er verk sem ég hef gengið með í maganum í tæp tvö ár en ekki haft svigrúm til að gera þar til nú. Verkið verður frumsýnt í kringum jólin nú í ár. Síðara verkið verður partur af Sumarleikári Frystiklefans 2015. Sú sýning er byggð á sögu Jules Verne af ferðinni að miðju jarðar. Hún verður flugbeittur gamanleikur með allskonar fyndnum krúsídúllum og rugli. Verkið verður á ensku en fyrir alla, bæði Íslendinga og útlendinga. Ráðgert er að vinna við verkið hefjist í apríl 2015 og frumsýnt verði í byrjun júní.


ÚR HAUGNUM Í HÁHÝSI FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.13.20

GUNNHILDUR GUÐNÝJARDÓTTIR Innanhússarkitekt

Gunnhildur Guðnýjardóttir er fædd og uppalin á kúabúi í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Eftir að stúdentsprófi lauk ákvað hún að láta drauminn rætast og hélt til Ítalíu að nema innanhússhönnun. Hún lauk tveggja ára diplóma

námi frá Florence Design Academy, en ákvað að halda áfram námi eftir það og komst inn í New York School of Interior Design. Til þess að fjármagna námið, að hluta til, tók hún þátt í mörgum hönnunarkeppnum

og komst í úrslit eða vann í þeim flestum. Einna helst má nefna 3,5 milljóna styrk sem hún fékk frá Donghia Foundation fyrir framúrstefnulega hönnun á skrifstofuhúsnæði í New York. Að fjögurra ára námi loknu útskrifaðist Gunnhildur með BFA gráðu í innanhússhönnun og hóf fljótlega störf hjá Gensler í New York. Það er eitt stærsta arkitektaog hönnunarfyrirtæki í Bandaríkjunum. Það var ekki hlaupið að því að komast að hjá fyrirtækinu, en á meðan á námi stóð hafði Gunnhildur tekið þátt í hönnunarkeppni, sem fyrirtækið heldur á hverju ári og komist þar í úrslit. Þrátt fyrir að hún hafi ekki unnið skólastyrkinn var henni boðið verknám og gat þar sýnt hvað í henni bjó, sem gerði það að verkum að henni var boðin vinna þegar námi lauk. Þegar kom að því að sækja þurfti um nýtt dvalarleyfi tók Gensler þátt í því að sækja um það og styrkti umsóknina. Vegna strangra reglna og óheppni fékk Gunnhildur ekki

FYRIRLESTUR/ 14.10. kl.10.10

áframhaldandi dvalarleyfi og þurfti að koma heim sumarið 2013. Því tók hún þó ekki illa þar sem heimþráin var þá farin að plaga hana. Í janúar 2014 hóf Gunnhildur störf hjá IKEA á Íslandi og komst fljótlega að í útstillingadeild fyrirtækisins. Í febrúar það sama ár fékk hún starfsleyfi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem innanhússarkitekt. Hún hefur verið að taka að sér verkefni, sem sjálfstæður hönnuður. Má þar einna

helst nefna herrafataverslunina Skyrtu á Skólavörðustíg 21, sem opnaði núna í október. Þegar haft var samband við Gunnhildi vegna stofnunar félags skapandi greina á Vesturlandi tók hún því boði fagnandi. Hún hefur verið virk í starfi Vitbrigða Vesturlands. Hún er einn skipuleggjanda Ráðstefnuhlésins og fyrirlesari. Hún ætlar velta upp spurningum og sinni sýn á hvað er hönnun og hvað eru hannyrðir.

S A M S TA R F & SKÖPUN STUÐLAR AÐ BÆTTUM HAG

DALIR &HÓLAR SÓLRÚN SUMARLIÐADÓTTIR Sellóleikari

Sólrún Sumarliðadóttir tónlistarkona stundaði nám í sellóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík, lauk þaðan 8. stigi og stundaði svo sellónám við Tónlistarháskólann í Maastrich í Hollandi. Hún lauk BA gráðu í tónvísindum frá háskólanum í Utrecht og MA gráðu í menningarstjórnun frá Goldsmiths College í London. Hún stundaði MA nám í tónsmíðum við LHÍ frá haustinu 2010 til vorsins 2012. Sólrún hefur starfað sem hljóðfæraleikari og tónsmiður með ýmsum listamönnum á sviði tónlistar, myndlistar, dans og leiklistar, bæði sjálfstætt og sem meðlimur hljómsveitarinnar amiinu. Hún hefur farið á fjölda tónleikaferðalaga frá árinu 2000 ásamt amiinu, og hljómsveitinni Sigur Rós sem amiina starfaði náið með til 10 ára, og komið fram í virtum tónleikahúsum og tónlistarhátíðum í Evrópu, Asíu, Eyjaálfu, Norðurog Suður Ameríku.

FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.10.00

Sömuleiðis hefur hún frá upphafi starfað með sviðslistahópnum Bíbí og Blaka sem sérhæfir sig í nútímadansverkum og tónlist fyrir ung börn. Verkin Skýjaborg (2012) og Fetta Bretta (2013) hlutu bæði tilnefningar til Grímu verðlauna og hópurinn hlaut menningarverðlaun DV fyrir verkið Skýjaborg. Einnig kom hljómplatan Skýjaflétta eftir Sólrúnu út árið 2013. Auk tónlistarverkefna með hljómsveitinni amiinu og tónlistarmönnum á borð við hljómsveitina Spiritualized, Riceboy Sleeps, Lee Hazlewood, Julianna Barwick, Ben Frost, Shugo Tokumaru, Yukihiro Takahasi, Yann Tiersen og Damien Rice hefur hún m.a. sinnt kennslu í sellóleik, verið tónlistargagnrýnandi Víðsjár, fyrirlesari og stundakennari við menningarstjórnunarnám háskólans á Bifröst og verkefnastjóri í stefnumótun menningarmála Reykjavíkurborgar.

MENNINGARÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

Friður og samstarf er grunnurinn að öllu starfi Evrópusambandsins. Fátt þjónar betur þessum markmiðum heldur en flæði menningar og lista landa á milli. Menningarleg fjölbreytni Evrópu er mikil - hvort heldur sem er í tungumálum, bókmenntum, leikhúsi, kvikmyndum, dansi, myndlist, byggingarlist eða handverki. Jafnvel þótt menning eigi sér rætur í einu ríki eða svæði þá er menning arfleið sem við deilum og hana vill ESB vernda, efla og gera aðgengilega. Aðgengi að menningu er hluti þess að lifa í frjálsu samfélagi. Menningarstarf styrkir þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu og gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnusköpun og stuðlar þannig einnig að sjálfbærum hagvexti í álfunni. Creative Europe 2014 – 2020 er menningaráætlun Evrópusambandsins og styrkir með ýmsum hætti evrópskt menntaog listasvið til að starfa landa á milli og á alþjóðlega vísu. Áætlunin skiptist í MEDIA sem styður við kvikmyndir og margmiðlun og Menningu sem styrkir menningu og listir.

Áætluninni er ætlað að standa straum af þýðingum á 4.500 bókum. Hún mun einnig gera 250.000 listamönnum og fagfólki í menningargeiranum kleift að koma verkum sínum á framfæri á alþjóðavettvangi auk þess sem hún mun styðja við bakið á hundruðum evrópskra samstarfsverkefna á menningarsviðinu og á ýmis konar umræðuog tengslanetum. Þá eru veitt verðlaun á svið bókmennta, kvikmynda, byggingarlistar, menningararfs og rokk- og popptónlistar. Íslendingar hafa hlotið þessi verðlaun. Fyrir skemmstu var tilkynnt að rithöfundurinn Oddný Eir hlyti Evrópsku bókmenntaverðlaunin, Harpa hefur fengið Evrópsku verðlaunin fyrir nútíma byggingarlist og

Menning er vítt svið. Því eiga margvísleg menningartengd verkefni einnig heima undir öðrum áætlunum s.s. menntaáætluninni Erasmus +. Yfirlit yfir allar áætlanir sem Ísland hefur aðgang að í gegnum EES samninginn er að finna á vefnum www.evropusamvinna.is

Hilmar Örn fékk

Evrópustofa er upplýsingamiðstöð Evrópusambandsins. Markmið Evrópustofu er að auka almenna þekkingu á Evrópusambandinu og miðla hlutlægum upplýsingum um það. Evrópustofa hefur skipulagt ýmsa viðburði eða verið samstarfsaðili í margvíslegum verkefnum, ráðstefnum, málþingum og fundum með það að markmiði að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB.

fyrir margt löngu verðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina Börn náttúrunnar.

www.evropustofa.is

FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.13.20

Vitbrigði Vesturlands | 5 |


LANDSSKÖP LOGI BJARNASON

Myndlistamaður

FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.15.50

Logi Bjarnason fæddist og ólst upp í Borgarnesi. Hann lauk námi við Listaháskóla Íslands 2008 og Städelschule, Staatliche Hochschule für Bildende Künste í Frankfurt am Main, Þýskalandi 2012. Logi er stofnmeðlimur Vitbrigða Vesturlands. Nú í sumar málaði Logi útilistaverk á vatnstankinn úti í eyju í Borgarnesi. Formaður Vitbrigða Vesturlands, Sigursteinn Sigurðsson, hafði umsjón með verkinu. Logi fæst oft við að kanna mörk miðla, blanda þeim saman og finna út hvaða víddir þeir opna og áhrifin sem víddirnar hafa á okkur. Hann tekst á við fagurfræðilegar spurningar úr hversdagslegum

TEIKNING KRISTJANA E. SIGURÐARDÓTTIR

Myndlistamaður og Snæfellingur

FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.15.50

Kristjana Elísabet Sigurðardóttir er einn stofnfélaga Vitbrigða Vesturlands. Hún er fædd og uppalin á Snæfellsnesi og ólst að miklu leyti upp á Hótel Búðum í Staðarsveit þar sem hún var umvafin mat og listum frá blautu barnsbeini. Hún stundaði nám við Menntaskólann við Sund og hóf síðar nám við Københavns Tekniske

Skole. Hún flutti heim áður en námi lauk og hefur síðan sótt nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Árið 2012 lauk hún ýmsum námskeiðum með vinnu en árið 2013 hóf hún fullt nám við Sjónlistardeild skólans. Hún komst haustið 2014 inn í Teiknideild, sem er tveggja ára diplómanám á fjórða stigi samkvæmt NQF-íslenska viðmiðunarrammanum og metið til 120 ECTS eininga. Kristjana er metnaðarfullur áhugaljósmyndari og hefur tekið að sér ljósmyndun við ýmis tækifæri um árabil,

gjörðum okkar og notar til þess leiðarvísa sem ekki eru alltaf sjáanlegir. Logi vinnur í óhlutbundnum miðlum og notar þá mikið tilraunakennda nálgun á verk sín. „Í sköpun er allt leyfilegt og mörkin á milli miðla verða óljósari. Sköpun verður að spretta út frá frjóum jarðvegi sem oft er fundinn í hinu ómögulega eða því óræða. Ímyndunaraflið kemur frá hjartanu og innsæinu. Eða með öðrum orðum með því að setja andann í efnið og finna tækifæri sem aðrir hafa kastað á glæ eða ekki tekið eftir. Að kenna sköpun getur reynst erfitt því annað hvort hefur fólk þetta eða ekki, þó vissulega sé hægt að þjálfa upp ákveðna hæfileika og tungutak sem notað er í skapandi greinum og tileinka sér hugsun sem er fyrir utan normið eða kassann. Hræðsla við álit annarra og að vera dæmdur af öðrum er kannski hvað mest sem heldur aftur af framþróun í skapandi greinum. Að lifa í stanslausu

„fluxi“ við síbreytilegan heim og aðstæður. Að kunna að bregðast við hinu óvænta og nýta sér það í sköpuninni getur ekki verið neitt nema boð að ofan sem skapandi fólk tekur vanalega fagnandi. Það er gaman að leyfa sér að vera skapandi og búa til eitthvað í þennan heim sem ekki er hér nú þegar. Samtíminn tekur framúrstefnulegri myndlist ekki alltaf fagnandi enda geta listamenn oft verið ferðalangar á vitlausum tíma. Stundum verður svo snilld þeirra uppgötvuð fyrir rest. Að hugsa sér hversu skemmtilegt það væri ef allir uppgötvuðu listina í rauntíma. Stundum lýsi ég myndlist eins og endurhljóðblöndun gamalla laga, sérstaklega þegar listamenn eru með tilvísun í ákveðin verk eða listamenn. Það að verða fyrir áhrifum frá einhverjum er ekki það sama og að stela myndlist eða hönnun. Venjulega eru aðeins nokkur element fengin að láni og þeim breytt eftir eigin geðþótta. Við lifum jú í heimsins besta heimi.“

einkum af mat og brúðkaupum. Hún hefur síðustu ár starfað sem kokkur með námi, m.a. í Norræna húsinu, Hannesarholti og á Kaffihúsi Vesturbæjar. Kristjana er líka með vinnuvélaréttindi. Markmið hennar er að halda áfram námi og öðlast frekari reynslu og þekkingu sem getur komið að gagni við að koma hugmyndum á framfæri á hverju því formi sem verkefnin kalla á hverju sinni.

BORGIR: BREYTT SKYNJUN MEÐ LIST OG MENNINGU

FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.14.40

ERLA MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR

Skipulagsfræðingur

Erla Margrét útskrifaðist sem M.Sc Skipulagsfræðingur frá Fachhochschule Frankfurt am Main árið 2011. Þar áður lærði hún byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík, vann við það í nokkur ár en fann að það var ekki nógu skapandi fyrir hana. Erla Margrét hefur alltaf haft mikinn áhuga á borgum, listum, menningu og pólitík. | 6 | Ráðstefnuhlé

Skipulagsfræðin sameinar þetta allt saman. Í mastersritgerð sinni skoðaði Erla Margrét hvernig list og menning getur haft jákvæð áhrif á smækkandi borgir og breytt sýn fólks á ákveðnum stöðum td. með því að breyta gamalli sundlaug í tónlistarsal. Hún skoðaði smækkandi borgir með megin áherslu á Austur-Þýskaland og hvernig list og menning hefur haft jákvæð áhrif á borgir. Sum verkefnin sem hún skoðaði komu beint frá stjórnvöldum „top down“ en einnig skoðaði

hún hvernig „bottom up“ aðferðir geta haft jákvæð áhrif á borgir. Þetta mun Erla Margrét tala um í fyrirlestri sínum í Ráðstefnuhléinu. Erla Margrét er einnig formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands. Til að fullnægja sköpunarþörfinni betur þá býr hún til skart og gerir einnig myndlist með eiginmanni sínum, Loga Bjarnasyni Vitbrigðameðlimi. Erla Margrét er einn af stofnmeðlimum Vitbrigða Vesturlands og er gjaldkeri félagsins.


Þegar ég var misskilinn unglingur ætlaði ég að verða rithöfundur. Mér fannst að það gæti ekki verið mikið mál að vinna við að semja sögur, það hafði mér alltaf fundist létt. En þegar ég fullorðnaðist taldi ég mig sjálf af þessari hugmynd vegna þess hvað það væri ópraktískt. Hvernig ætti maður svo sem að slá í gegn í landi þar sem þriðji hver maður gefur út bók á ævi sinni? En þegar ég hafði klárað BA og MA gráðu í sagnfræði við HÍ fannst mér ég loksins geta hrint í framkvæmd hugmynd sem ég hafði gengið með í maganum í mörg ár. Ég hafði kynnst hugmyndum um einsögu í skólanum. Hún gengur út á að saga einstaklinga og örlög þeirra veki yfirleitt meiri áhuga fólks en yfirlitsrit í sagnfræði og upptalning ártala. Með því að segja sögu einstaklingsins segirðu alltaf sögu samfélagsins í leiðinni, annað er óhjákvæmilegt. Afi minn í föðurætt, fæddur 1913 og dáinn 2004, hafði nánast lifað heila öld, mestu breytingaöld mannskynsins. Mig langaði til að segja sögu afa og aldarinnar samtímis. Ég hafði fyrst samband við Bókaútgáfuna Uppheima, því mér þótti þeir hafa haft metnað til að sinna þjóðlegu efni af þessu tagi. Þeir tóku afar vel á móti óhörðnuðum skrifaranum og voru strax tilbúnir að gefa út bók um óþekktan íslenskan

SIGRÚN ELÍASDÓTTIR

er rithöfundur og nemi, búsett í Borgarfirði. alþýðumann, þó að ég væri varla byrjuð á henni. Fyrsta bókin mín “Kallar hann mig, kallar hann þig” kom út í október 2013, hundrað árum eftir fæðingu afa míns, Jóhannesar Arasonar frá Seljalandi í Gufudalssveit. Það var stór stund að halda á gamla draumnum sínum í höndunum, pökkuðum inn í plast. Eins og kannski var við að búast, varð þetta ekki nein metsölubók í því gríðarlega flóði sem skellur á lesendum fyrir jólin. Ný og óþekkt nöfn eiga yfirleitt langan veg upp á metsölulistana sem stillt er upp í stórmörkuðum. Þróunin á Íslandi hefur

ER VIT Í AÐ VERA RITHÖFUNDUR?

verið sú að sífellt færri titlar seljast í stórum upplögum. Maður verður sjálfur að vekja athygli á sér í þessu kapphlaupi. Allir sem ég hafði samband við til kynninga tóku mér mjög vel. Ég las upp á hinum ýmsu stöðum og kynntist öðrum í sömu sporum og ég, þekktum og óþekktum. Það er ómetanlegt að vera stoppaður í búðinni eða fá símtöl frá fólki sem líkaði vel við verkið manns. Það er hégómlegt en einhvern veginn verður maður að fá að vita að maður hafi gert eitthvað rétt. Síðan þá hef ég verið svo heppin að fá að vinna að námsbókagerð hjá því góða fólki hjá

Námsgagnastofnun og stunda MA nám í ritlist í HÍ.

Ég þorði ekki að kalla mig sagnfræðing fyrr en að MA prófi loknu. Mér finnst enn erfiðara að koma út úr skápnum og ákveða að kalla mig rithöfund. Þó að starfsheitið gefi mér hvergi fasta vinnu og þó að ég þurfi að leggja út á örkina til að skapa mín eigin verkefni, þá verð ég sífellt ákveðnari í að halda mig við það.

Á MENNING EKKI ERINDI Á LANDSBYGGÐINNI? INGA BJÖRK BJARNADÓTTIR

listfræðinemi og Borgnesingur

Undanfarið hefur borið mikið á því að íbúum landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins sé stillt upp sem tveimur andstæðum fylkingum. Annars vegar höfum við latte lepjandi 101 rottur sem eyða helgunum á kaffihúsum og listasöfnum og hafa aldrei migið í saltan sjó. Hins vegar er það uppáhellingar svolgrandi landsbyggðarlýðurinn sem borðar kjötbúðing á mánudögum og hefur ekkert skynbragð á listir og menningu. Þannig er gefið til kynna að menning og listir eigi ekki erindi á landsbyggðinni, en er það tilfellið? Borgarbyggð er gott dæmi um að menning getur vel blómstrað úti á landi. Það sjáum við til dæmis í þeim fjölmörgu kórum og leikfélögum sem starfrækt eru í sveitarfélaginu, í frumkvöðlasetrinu Hugheimum og söfnum í sveitarfélaginu. Nýverið voru stofnuð samtök

fólks í skapandi greinum á Vesturlandi, svo nægur er mannauðurinn á svæðinu. Þá velti ég því fyrir mér hvernig sveitarfélagið ætlar sér að styðja við þessa einstaklinga, öllu samfélaginu til hagsbóta?

Færum okkur út fyrir kassann og verum opin fyrir nýjum hugmyndum! Hvað með að hafa útibíó í Skallagrímsgarði? Útbúa samfélags-grænmetisgarða á Kleppjárnsreykjum? Gera líkamsræktarstöðvar utandyra á víð og dreif um Það hefur margsýnt sig að sveitarfélagið? Að fjölga grænskapandi einstaklingar geta um svæðum inni í þéttbýli? breytt hrörFjölga götuFærum okkur legustu hverflistaverkum? um í blómleg út fyrir kassan svæði sem Það er og verum opin eru iðandi af nauðsynlegt að fyrir nýjum mannlífi og styðja vel við sköpunarbak heimahugmyndum! krafti. Þetta manna sem vilja hafa borgaryfirvöld um allan leggja sitt af mörkum til að heim verið að átta sig á og bæta og lífga upp á samveitt listamönnum vinnufélagið okkar. Ég er sannaðstöðu á svæðum sem færð um að við getum gert þarfnast andlitslyftingar. Borgarbyggð að lífvænlegu Hefur þetta verið gert, t.d. menningarsveitarfélagi. Við í Reykjavík, með verkefninu erum með alla ásana á hendi: Torg í biðstöðu, þar sem nálægðin við höfuðborgina, skapandi borgarar taka að sér fallegt umhverfi og mikill fjöldi að hlúa að vannýttum svæðum skapandi einstaklinga. Það eina tímabundið. sem þarf er samstaða!

Vitbrigði Vesturlands | 7 |


Vitbrigði Vesturlands halda Ráðstefnuhlé í fyrsta skipti í nóvember 2014.

RÁÐSTEFNU H L É

Tilgangurinn er að halda ekki eiginlega ráðstefnu, heldur leggja áherslu á

hléin þar sem skapandi fólk hittist og myndar tengslanet.

DAGSKRÁ

Föstudagur 14. nóvember kl. 20:00 DANSSÝNING Belgíski danshöfundurinn og dansarinn Mirte Bogaert The Freezer recidency

Laugardagur 15. nóvember 10.00-10.40 VIÐBURÐIR ÚTI Á LANDI Fljótstunga Travel Farm Art Recidency Halldór Heiðar & Lillian Viðburðir á Safnasvæðinu á Akranesi - Menningarstjórnun. Anna Leif Dalir & Hólar Sólrún Sumarliðadóttir H

L

É

11.20-12.00

LEIKLIST Workshop á vegum Kára Frystiklefastjóra

12.00-13.20

HÁDEGISVERÐUR

13.20-14.00

SKÖPUN Evrópustofa - Creative Europe Skapandi greinar & ferðaþjónustaKeli vert í Langaholti Hönnun vs. hannyrðir Gunnhildur Guðnýjardóttir

H

L

14.40-15.10

ARKITEKTÚR & SKIPULAG Arkitektúr í umhverfinu Sigursteinn Sigurðsson - Gjafi Borgir: Breytt skynjun með list og menningu - Erla Margrét Gunnarsdóttir

H

L

15.50-16.30

MYNDLIST Myndlist - Logi Bjarnason Teikning - Kristjana E. Sigurðardóttir

H

L

18.00-20.00

SKÖPUNARFERÐ Lýsuhólslaug & Lýsuhólslaugar kynnt

20.00-21.30

KVÖLDVERÐUR Langaholt - matur úr héraði

É

É

É

21.30- ∞ VITBRIGÐAPARTÍ Sunnudagur 16.nóvember 11-11.30 STEFNUMÓTUNARVINNA MEÐ FÉLAGSMÖNNUM 11.30-12.30

HÁDEGISVERÐUR Aðalfundur VV

Verð á mann er 4.900,- kr

Innifalið: gisting eina nótt í Frystiklefanum (Hostel hlutanum) & matur, 2x morgun- og hádegisverður. Kvöldverður á laugardeginum. Fyrstir koma-fyrstir fá. Einnig er hægt að fá gistingu í Virkinu B&B á sérstöku Vitbrigðaverði. Skráning: vitbrigdi@gmail.com

(Birt með fyrirvara um breytingar á dagskrá)

| 8 | Ráðstefnuhlé

f

#ráðstefnuhlé #vitbrigdi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.