Höfuðborgarsvæðið 2040

Page 1

Tillaga รก vinnslustigi 21. mars 2014


Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 TILLAGA Á VINNSLUSTIGI 21. mars 2014 2. útgáfa Útgefandi Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH

Svæðisskipulagsnefnd 2010-2014:

Fagráð

Reykjavíkurborg:

Arinbjörn Vilhjálmsson

Garðabær

Páll Hjaltason formaður

Birgir H. Sigurðsson

Kópavogur

Júlíus Vífill Ingvarsson

Bjarki Jóhannesson

Hafnarfjörður

Finnur Birgisson Mosfellsbær Kópavogsbær:

Haraldur Sigurðsson

Reykjavík

Kristinn Dagur Gissurarson

Jón Eiríkur Guðmundsson

Kjós

Margrét Júlía Rafnsdóttir

Þórður Ó. Búasson

Seltjarnarnes

Hafnarfjarðarkaupstaður: Sigríður Björk Jónsdóttir varaformaður Rósa Guðbjartsdóttir

Faghópur

Garðabær:

Hrafnkell Á. Proppé

Stefán Konráðsson ritari

Jón Kjartan Ágústsson

Steinþór Einarsson

Hildigunnur Haraldsdóttir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir

Mosfellsbær:

Matthildur Kr. Elmarsdóttir

Bryndís Haraldsdóttir

Þorsteinn R. Hermannsson

Ólafur Gunnarsson

Þráinn Hauksson

Seltjarnarneskaupstaður: Ólafur Egilsson / Bjarni Torfi Álþórsson Ragnhildur Ingólfsdóttir Kjósarhreppur: G. Oddur Víðisson Sigurbjörn Hjaltason

LJÓSMYNDIR

Hönnun

Páll Guðjónsson

darriulfsson.com

4


Kynning, samþykkt og staðfesting Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins er unnið í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samkomulag um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var undirritað 24. ágúst 2012. Svæðisskipulagsnefnd samþykkti verkefnislýsingu skv. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga, 24. maí - 2013. Tillagan sem hér er lögð fram eru drög að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, til kynningar á vinnslustig og umsagnar skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga.

5


Sýn Höfuðborgarsvæðisins 2040 Höfuðborgarsvæðið er eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. Höfuðborgarsvæðið er eina borgarsvæðið á Íslandi

Byggðarþróun verður samofin góðu samgönguneti.

og gegnir veigamiklu hlutverki sem miðstöð

Uppbyggingu íbúða og atvinnu verður beint í sem mestum

stjórnsýslu, menntunar og menningar fyrir landið allt. Í

mæli inn á svæði sem njóta góðra almenningssamgangna.

nútímasamfélagi, þar sem fólk, fyrirtæki og fjármagn eru

Farþegagrunnur almenningssamgangna verður því styrktur

hreyfanleg, hafa öflug borgarsvæði sífellt meira vægi sem

og þannig skapast skilyrði fyrir bætta þjónustu. Borgarlína

drifkraftur nýsköpunar og nýrra tækifæra. Það er lykilatriði

og samgöngumiðuð uppbygging sem beint er á miðkjarna

í samkeppnisstöðu landsins að höfuðborgarsvæðið verði

víðsvegar um höfuðborgarsvæðið mun styrkja öll hverfi

nútímalegt borgarsamfélag með alþjóðlegu yfirbragði

á höfuðborgarsvæðinu. Álag á miðborgina minnkar með

þar sem lífskjör og tækifæri verði sambærileg við bestu

því að skapa fleiri eftirsóknarverð svæði sem eru tengd

borgir. Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg áætlun

hágæða almenningssamgöngum.

sveitarfélaganna um náið samstarf um skipulagsmál og markvissan vöxt svæðisins næstu 25 árin.

Hið gjöfula samstarf sem lagður er grunnur að í nýju svæðisskipulagi - Höfuðborgarsvæðið 2040 -

Höfuðborgarsvæðið hefur verið í örum vexti og allt bendir

verður drifkraftur fyrir farsæla uppbyggingu nútíma

til að svo verði áfram. Lykilatriði er að sá vöxtur verði

borgararsvæðis þar sem unnið verði að sjálfbærri þróun.

hagkvæmur og ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ólík og mikilvægt

sem þar búa fyrir. Það er því nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri

er að þau fóstri sín sérkenni til að allir geti fundið byggð við

fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist

sitt hæfi. Þannig verði skapaður frjósamur jarðvegur sem

í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið

laði það besta fram á svæðinu öllu.

í sama mæli og síðustu áratugi. Nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlína, getur gengt þar lykilhlutverki og tengt kjarna allra sveitarfélaganna saman með samgöngu- og þróunarási. Með Borgarlínu verður til skilvirkur valkostur í samgöngum sem auðveldar fólki að ferðast um höfuðborgarsvæðið og nota aðra vistvæna ferðamáta s.s. hjólreiðar.

6


Þemakort og skýringarmynd Þemakort til vinstri sýnir meginstef Höfuðborgarsvæðisins 2040 um kjarna og vaxtamörk. Dregin er upp einföld skýringarmynd af höfuðborgarsvæðinu með kjörnum og samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin saman meðfram nýjum almenningssamgöngum - Borgalínu. Nánari umfjöllun um stefnuna er í 3. kafla.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

7


Ávarp

Heildin er sterkari en summa einstakra hluta er stundum haft á orði þegar ólíkir þættir koma saman og mynda eina sterka heild. Þetta orðatiltæki á vel við á höfuðborgarsvæðinu þar sem við höfum sjö ólík sveitarfélög sem öll hafa sína sérstöðu en njóta um leið nálægðarinnar hvert við annað. Þessi mynd er staðfest í nýju svæðisskipulagi sem hér er kynnt Höfuðborgarsvæðið er eitt búsetusvæði og íbúar þess njóta sameiginlega þeirra gæða sem það býður upp á, hvort sem horft er til menningar, útivistarsvæða eða atvinnutækifæra. Með góðri samvinnu sveitarfélaganna og sameiginlegri stefnu um byggðaþróun, samgöngumál og umhverfismál svo dæmi séu tekin aukast lífsgæði íbúa, hægt verður að bjóða upp á betri þjónustu og um leið stuðla að aukinni hagkvæmni og sjálfbærni. Í samvinnunni felast gullin tækifæri sem við eigum að vera óhrædd við að grípa. Um leið og við styrkjum heildina inn á við með lífsgæði íbúa í huga styrkist hún jafnframt út á við. Höfuðborgarsvæðið er auk íslenskrar náttúru það sem helst dregur ferðamenn og fjárfesta til landsins. Með því að styrkja höfuðborgarsvæðið eru undirstöður atvinnulífsins styrktar og svæðið verður eftirsóknarverðara heim að sækja bæði fyrir landa okkar af landsbyggðinni og þá sem koma lengra að.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og formaður stjórnar SSH

8


Tillaga รก vinnslustigi 21.mars 2014

9


Í fyrsta kafla er fjallað um hvers konar svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðið 2040 er, gerð grein fyrir sögulegu samhengi þess og lykilhugtök skýrð.

Annar kafli dregur fram þær áskoranir sem höfuðborgarsvæðið stendur frammi fyrir næstu áratugi og nauðsynlegt er að svæðisskipulagið taki mið af.

Í þriðja kafla er stefnan sett fram undir leiðarljósum, í markmiðum og aðgerðum. Stefnan er skýrð frekar með þemakortum og skýringarmyndum.

Fjórði kafli er helgaður framfylgd og árangursmati Höfuðborgarsvæðisins 2040.

Í fimmta kafla er að finna lýsingu á hvernig umhverfisáhrif stefnunnar voru metin og tilgreind þau viðmið sem höfðu áhrif á mótun stefnunnar.

10


1 2 3 4 5 Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

EFNISYFIRLIT HVAÐ ER HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 2040? Inngangur

bls 12 14

Hvernig er Höfuðborgasvæðið 2040 frábrugðið eldra svæðisskipulagi?

14

Hvernig ber að túlka Höfuðborgarsvæðið 2040?

15

Skilgreiningar

15

Sögulegt og landfæðilegt samhengi

16

HELSTU ÁSKORANIR

18

Áframhaldandi vöxtur

20

Fækkun í heimili og breyttar húsnæðisþarfir

21

Samvinna enn í mótun

22

Alþjóðleg samkeppnishæfni

22

Breytingar í umhverfi - loft, lögur og láð

23

Lýðheilsa

23

STEFNA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 2040

24

LEIÐARLJÓS 1: Hagkvæmur vöxtur höfuðborgarsvæðisins

28

LEIÐARLJÓS 2. Skilvirkar samgöngur og nútímalegt samgöngukerfi

36

LEIÐARLJÓS 3: Aukin alþjóðleg samkeppnishæfni

48

LEIÐARLJÓS 4: Heilnæmt umhverfi

54

LEIÐARLJÓS 5. Gott nærumhverfi.

64

Landnotkun megindrættir

70

innleiðing og árangursmæling

72

LEIÐARLJÓS 6: Árangursríkt samstarf um þróun höfuðborgarssvæðisins

75

Innleiðing í skipulagsáætlanir

79

Endurskoðun

79

Árangursmæling

81

UMHVERFISMAT SVÆÐISSKIPULAGSTILLLÖGUNANR

86

Tilgangur og nálgun

88

Áfangaskipting

90

Samræmi milli stefnu svæðisskipulags og matsspurninga

90

Heimildaskrá

100

Viðauki

102

Matsþættir og matspurningar

102

11


1 // Inngangur

12

1


HVAÐ ER HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 2040? Inngangur Hvernig er Höfuðborgasvæðið 2040 frábrugðið eldra svæðisskipulagi? Hvernig ber að túlka Höfuðborgarsvæðið 2040? Skilgreiningar Sögulegt og landfæðilegt samhengi

2 3 4 5

HELSTU ÁSKORANIR Áframhaldandi vöxtur Fækkun í heimili og breyttar húsnæðisþarfir Samvinna enn í mótun Alþjóðleg samkeppnishæfni Breytingar í umhverfi - loft, lögur og láð Lýðheilsa

STEFNA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 2040 LEIÐARLJÓS 1: Hagkvæmur vöxtur höfuðborgarsvæðisins LEIÐARLJÓS 2. Skilvirkar samgöngur og nútímalegt samgöngukerfi LEIÐARLJÓS 3: Aukin alþjóðleg samkeppnishæfni LEIÐARLJÓS 4: Heilnæmt umhverfi LEIÐARLJÓS 5. Gott nærumhverfi. Landnotkun megindrættir

innleiðing og árangursmæling LEIÐARLJÓS 6: Árangursríkt samstarf um þróun höfuðborgarssvæðisins Innleiðing í skipulagsáætlanir Endurskoðun Árangursmæling

UMHVERFISMAT SVÆÐISSKIPULAGSTILLLÖGUNANR Tilgangur og nálgun Áfangaskipting Samræmi milli stefnu svæðisskipulags og matsspurninga

13


1 // Hvað er Höfuðborgarsvæðið 2040

HVAÐ ER HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

Inngangur

Hvernig er Höfuðborgasvæðið 2040 frábrugðið eldra svæðisskipulagi?

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samþykktu í ágúst

Í Höfuðborgarsvæðinu 2040 er að finna ýmis nýmæli og

2012, með sérstöku samkomulagi, að vinna að heildarendur-

breytingar frá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-

skoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Nýtt

2024 og verður hér gerð grein fyrir þeim helstu og hvernig

svæðisskipulag skyldi taka mið að þeim eðlisbreytingum

áætlunin nýtist sveitarfélögunum og öðrum hagsmunaaðil-

sem urðu á svæðisskipulagsstiginu með nýju skipulags-

um við þróun byggðar.

lögum. Skrifstofu SSH var falin verkefnisstjórn og í lok árs 2012 var ráðinn svæðisskipulagsstjóri til að leiða verkefnið

Með nýjum skipulagslögum nr. 123/2010 var lögfest að

í samvinnu við svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðis-

ávallt skuli vera í gildi svæðisskipulag fyrir höfuðborgar-

ins. Margir hafa komið að verkefninu; þverfaglegt ráðgjafa-

svæðið. Í skipulagslögum og skipulagsreglugerð 090/2013

teymi, stutt lykilstarfsmönnum sveitarfélaga, mótaði

kemur fram skýr vilji löggjafans til að skerpa á ólíku

verkefnið og einnig var haft samráð við lykilstofnanir

hlutverki skipulagsáætlana eftir skipulagsstigum, samspili

s.s. Vegagerðina og Skipulagsstofnun.

þeirra og koma í veg fyrir óþarfa skörun. Lögð er áhersla á að breyta umgjörð svæðisskipulags frá því að vera stað-

Nýtt svæðisskipulag, sem hefur fengið yfirskriftina Höfuð-

bundið landnotkunarskipulag yfir í að móta sameiginlega

borgarsvæðið 2040, er sameiginleg áætlun sveitarfélaganna

sýn, með meginstefnu um helstu hagsmunaþætti sveitar-

um uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu 25 ára.

félaganna, sem aðrar skipulagsáætlanir byggja á. Höfuðborgarsvæðið 2040 er því stefnumótandi áætlun þar sem sett eru fram leiðarljós og markmið og aðgerðir sem miða að þeim, um þau viðfangsefni sem snerta sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna. Svæðisskipulaginu er ekki ætlað að fjalla um einstakar framkvæmdir eða útfæra nákvæmlega staðsetningu ákveðinnar landnotkunar. Slíkar ákvarðanir eru settar fram og útfærðar í aðalskipulagi sveitarfélaganna sem skulu vera í samræmi við stefnumarkandi áherslur Höfuðborgarsvæðisins 2040.

14


1 // Hvað er Höfuðborgarsvæðið 2040

Hvernig ber að túlka Höfuðborgarsvæðið 2040? Það er mikilvægt að skilningur sé til staðar á þeim eðlis-

Höfuðborgarsvæðið 2040 endurspeglar þá þróun sem

mun sem felst í Höfuðborgarsvæðinu 2040 og hefðbundnu

hefur orðið á sviði skipulagsmála á heimsvísu þar sem

landnotkunarskipulagi. Stefnan er sett fram í greinargerð

borgarsvæði eru skipulögð í víðu samhengi til að takast

og á leiðbeinandi þemaukortum sem marka umgjörð um

á við flókin viðgangsefni sem nái yfir stjórnsýslumörk.

aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaganna.

Umgjörðin er því sveigjanleg og lögð eru fram leiðbeinandi viðmið um útfærslur sem skulu eiga sér stað á aðalskipulagsstigi sveitarfélaganna. Nánar er fjallað um framkvæmd og eftirfylgni Höfuðborgarsvæðisins 2040 í kafla 4.

Sögulegt og landfræðilegt samhengi Allt frá því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hófu með sér formlegt samstarf árið 1976 með stofnun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa skipulagsmál verið eitt af megin verkefnunum. Þetta svæðisskipulag er það þriðja frá upphafi og leysir af hólmi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðissins 2001 - 2024. Svæðisskipulag er skipulagsáætlun tveggja eða fleiri sveitarfélaga sem varðar sameiginlega hagsmuni þeirra. Sjö sveitarfélög standa að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins: Garðabær, Hafnarfjörður, Kjósarhreppur, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes. Þessi sveitarfélög eiga í margþættu samstarfi með formlegum samstarfsverkefnum s.s. Sorpu bs., Strætó bs., skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Einnig er samstarf um framtíðar stefnumótun með gerð sóknaráætlunar og endurskoðun á vatnsverndarsvæðum. Höfuðborgarsvæðið 2040 tekur mið af þessum samstarfverkefnum sveitarfélaganna, sem skjóta styrkari stoðum undir árangursríkt samstarf sveitarfélaganna.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

15


1 // Hvað er Höfuðborgarsvæðið 2040

Skilgreiningar Blönduð byggð •

Markmið blandaðrar byggðar er að nýta land með hagkvæmum hætti, stuðla að fjölbreyttu og líflegu borgarumhverfi, bættu aðgengi að þjónustu, styttri fjarlægðum milli heimilis og vinnu, minni ferðaþörf og því minni bílnotkun og mengun.

Borgarbyggð • •

Með borgarbyggð er vísað til alls þéttbýlis innan vaxtarmarka. Um er að ræða samheiti yfir þéttbýli (e. urban) hvort sem um ræðir úthverfi eða kjarna.

Borgarlína •

Hágæða almenningssamgöngukerfi sem ferðast í eigin rými óháð bílaumferð,

Léttvagnar á teinum eða gúmmíhjólum (e. light rail / bus rapid transit eða BRT)

Viðbót við núverandi strætisvagnakerfi

Meginstofnvegir •

Stofnvegir í Höfuðborgarsvæðinu 2040 eru flokkaðir í meginstofnvegi og stofngötur með mismunandi áherslum.

Meginstofnvegir tryggja greiða og örugga umferð fólks og vöru til og frá höfuðborgarsvæðinu.

Á meginstofnvegum er hugað að greiðu og öruggu flæði einkaog þunga- umferðar.

Sveitarfélög þurfa að tryggja rými og möguleika á aukinni afkastagetu meginstofnvega ef þörf krefur.

Miðkjarnar eru þéttbyggð svæði með fjölbreytilega starfsemi og gegna lykilhlutverki í þjónustu við nálæga byggð.

Kjarnarnir eru flokkaðir í lands-, svæðis- og bæjarkjarna. Einkennum þeirra er lýst í Töflu 2, bls. 34.

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins •

Skylt er að hafa svæðisskipulag yfir höfuðborgarsvæðið og á það að ná yfir öll sveitarfélög innan vébanda SSH. Í svæðisskipulagi er sett er fram sameiginleg stefna um byggðaþróun og þá þætti landnotkunar sem talin er þörf á að samræma vegna sameiginlegra hagsmuna hlutaðeigandi sveitarfélaga.

16

Kjarnar og uppbyggingarsvæði sem tengja saman sveitarfélögin línulega.

Borgarlínan (nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi e. light rail / bus rapid transit eða BRT) myndar ásinn, byggðinn er þéttust við biðstöðvar.

Samgöngumiðuð þróunarsvæði •

(e. Transit oriented development) Reitir sem eru vel tengdir við almenningssamgöngur, Borgarlínu eða hefðbundum strætó með

hátt þjónustustig. Viðbót við miðkjarna en viðmið um einnkenni eru samskonar og á miðkjörnum, sjá töflu 2.

Stofngötur •

Stofnvegir í Höfuðborgarsvæðinu 2040 eru flokkaðir í meginstofnvegi og stofngötur með mismunandi áherslum.

Stofngötur geta þróast með bætta sambúð þéttbýlis og umferðar að leiðarljósi

Áhersla að draga úr neikvæðum áhrifum umferðar á nærumhverfi.

Geta þróast í borgargötur, án þess að dregið verði úr afkastagetu þeirra.

Vaxtarmörk •

Vaxtarmörkum þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins er ætlað að skapa skýr skil milli þéttbýlis og dreifbýlis með áherslu á sjálfbæra

S.br. Leiðarljós 2 og þemauppdrátt undir Markmiði 2.4.

Miðkjarnar •

Samgöngu- og þróunarás

byggð og varðveislu náttúrusvæða og landbúnaðarlands. Skýr vaxtarmörk hjálpa sveitarfélögum að ná fram hagkvæmri byggðarþróun og stýra vexti byggðarinnar í átt að vel tengdum svæðum meðfram samgönguneti stofnvegakerfis og almenningssamganga.


1 // Hvað er Höfuðborgarsvæðið 2040

sveitarfélög sem mynda höfuðborgarsvæðið

KJÓSARHREPPUR

GARÐABÆR

REYKJAVÍKurborg

Hafnarfjarðakaupstapur

MOSFELLSBÆR

Seltjarnarneskaupstaður

KÓPAVOGSBÆR

Krísuvík

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

17


1 // Inngangur

18

2


1

HVAÐ ER HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 2040? Inngangur Hvernig er Höfuðborgasvæðið 2040 frábrugðið eldra svæðisskipulagi? Hvernig ber að túlka Höfuðborgarsvæðið 2040? Skilgreiningar Sögulegt og landfæðilegt samhengi

HELSTU ÁSKORANIR Áframhaldandi vöxtur Fækkun í heimili og breyttar húsnæðisþarfir Samvinna enn í mótun Alþjóðleg samkeppnishæfni Breytingar í umhverfi - loft, lögur og láð Lýðheilsa

3 4 5

STEFNA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 2040 LEIÐARLJÓS 1: Hagkvæmur vöxtur höfuðborgarsvæðisins LEIÐARLJÓS 2. Skilvirkar samgöngur og nútímalegt samgöngukerfi LEIÐARLJÓS 3: Aukin alþjóðleg samkeppnishæfni LEIÐARLJÓS 4: Heilnæmt umhverfi LEIÐARLJÓS 5. Gott nærumhverfi. Landnotkun megindrættir

innleiðing og árangursmæling LEIÐARLJÓS 6: Árangursríkt samstarf um þróun höfuðborgarssvæðisins Innleiðing í skipulagsáætlanir Endurskoðun Árangursmæling

UMHVERFISMAT SVÆÐISSKIPULAGSTILLLÖGUNANR Tilgangur og nálgun Áfangaskipting Samræmi milli stefnu svæðisskipulags og matsspurninga

19


2 // Helstu áskoranir

HELSTU ÁSKORANIR Áframhaldandi vöxtur Höfuðborgarsvæðið hefur verið í örum vexti frá því í byrj-

Fólksfjölgun fylgir aukið álag á inniviði höfuðborgarsvæðis-

un síðustu aldar og dregið að sér sífellt stærra hlutfall af

ins. Bílaumferð hefur vaxið hlutfallslega meira en íbúafjöldi

landsmönnum öllum. Síðustu 25 ár fjölgaði íbúum svæðisins

síðustu áratugi með breytingum á ferðavenjum. Lengd ferða

um 70.000 og gera má ráð fyrir að til ársins 2040 haldi íbúa-

hefur aukist eftir því sem mörk byggðarinnar hafa þanist út.

fjöldinn áfram að vaxa.

Hlutfall ferða sem farnar eru á bíl á höfuðborgarsvæðinu er með því hæsta sem finnst í borgum af sambærilegri stærð

Þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu er nú orðið nær samfellt

á norðlægum slóðum eða um 75%. Hlutdeild almennings-

frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Hin síðari ár

samgangna í ferðum innan svæðisins er lág í alþjóðlegum

hefur byggðin þynnst verulega, þannig að meira landrými fer

samanburði, einungis 4% ferða.

nú undir hvern íbúa en nokkru sinni fyrr. Árið 2012 bjuggu að meðaltali 35,5 íbúar á hverjum hektara, sem er mjög dreifð byggð fyrir borgarsvæði. Gert er ráð fyrir að árleg fjölgun

1985

2012

2040

135.000

205.000

275.000

verði um 1,1% og til ársins 2040 fjölgi íbúum á höfuðborgarsvæðinu um ríflega 70.000. Á sama tíma og íbúum fjölgar benda spár til mikillar fjölgunar ferðamanna. Einnig má gera

Dreifing byggðar

ráð fyrir að íbúum nágrannabyggða fjölgi töluvert og íbúar þar muni í auknum mæli sækja vinnu, nám og þjónustu á höfuðborgarsvæðið. Landrými til uppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu er takmörkuð auðlind og erfitt er að halda áfram að dreifa upp-

Íbúafjöldi

byggingu út frá núverandi byggð. Árið 1985 voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu um 133.000 eða ríflega 70 þúsund færri en árið 2012. Þá bjuggu að meðaltali 54 íbúar á hektara, en

Íbúar / Ha

54

35

67.500

125.500

árið 2012 var það hlutfall komið niður í 35 ibúa á hektara. Frá 1985 hafa 37,5 km2 verið teknir undir íbúðabyggð, sem er álíka stórt landsvæði og Reykjavík vestan Suðurlandsvegar ásamt Seltjarnarnesi. Nær ómögulegt verður að finna svo mikið byggingarland fyrir næstu 70 þúsund íbúa þegar tekið er tillit til allra takmarkana sem eru á landnotkun.

20

Fjöldi fólksbíla

40


2 // Helstu áskoranir

Fjölgun aldurshópa frá 2010 – 2040 70.000

2010

2020

2030

14.500

9.000

20.000

26.500

0-19

20-39

40-66

67+

21%

13%

29%

38%

2040

Í upphafi skipulagstímabilsins eru um 126 þús. fólksbifreið-

Þróun í lýðfræði á höfuðborgarsvæðinu bendir í þá átt að

ar á skrá á höfuðborgarsvæðinu. Að jafnaði eru því yfir 1,5

heimilum án barna fjölgi hlutfallslega meira en heimilum

fólksbifreið á hverju heimili. Ef fólksbifreiðum fjölgar í sama

með börn. Þróun á sambærilegum borgarsvæðum erlendis

hlutfalli og íbúum og ferðavenjur verða óbreyttar, munu rúm-

gefur vísbendingar um hvert þróunin stefnir og hvaða áhrif

lega 40 þús. fólksbifreiðar bætast við bílaflota höfuðborgar-

það mun hafa á breyttar kröfur til húsnæðismarkaðarins,

svæðisins til ársins 2040. Það jafngildir öllum fólksbifreiðum

þ.e.a.s. þörf á húsnæði fyrir einstaklinga og barnslausar

í Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

fjölskyldur. Breytt í aldurssamsetning og fjölskyldumynstur eru líkleg til

Fækkun í heimili og breyttar húsnæðisþarfir

að hafa markverð áhrif á húsnæðismarkaðarinn. Á grundvelli þessa má gera ráð fyrir hlutfallslega minni spurn eftir íbúðum fyrir barnafólk. Sú aukna spurn sem er nú eftir minni íbúðum er því líkleg til að verða viðvarandi, sérstaklega í ljósi mikillar fjölgunar í aldurshópnum 67 ára og eldri.

Aldursskipting íbúa á höfuðborgarsvæðinu hefur breyst verulega á síðustu 20 árum og hefur miðaldur hækkað úr

Erfiðleika hefur gætt á húsnæðismarkaði á höfuðborgar-

31.3 árum í 34.2 ár. Gert er ráð fyrir að þessi þróun muni

svæðinu síðustu árin. Skortur á húsnæði á viðráðanlegu

halda áfram á næstu áratugum. Til ársins 2040 verður lang

verði hefur aukist verulega frá efnahagshruni jafnt til kaups

mest fjölgun í elsta aldurshópnum, 67 ára og eldri, eða um

og leigu. Leigumarkaðurinn hefur lengi verið óstöðugur og

38%. Samhliða þeirri þróun verður hægari fjölgun í aldurs-

íbúar haft lítið annað val en að fjárfesta í eigin húsnæði.

hópnum 20-39 ára eða um 13% aukning. Kannanir sem gerðar hafa verið, sýna aukna ásókn í smærri íbúðir miðsvæðis þar sem gott aðgengi er að margvíslegri þjónustu. Að sama skapi hefur verið erfiður markaður fyrir stór einbýlishús í jaðri höfuðborgarsvæðisins.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

21


2 // Helstu áskoranir

Samvinna enn í mótun

Alþjóðleg samkeppnishæfni

Samtök sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu (SSH) voru

Fólksflutningar úr dreifbýli í þéttbýli - sérstaklega í borg-

sérstaklega stofnuð árið 1976 sem samstarsvettvangur um

arumhverfi - er ein stærsta umbreyting á ásýnd byggðar í

skipulagsmál. Á þeim tæpu 40 árum sem sveitarfélögin

heiminum á síðustu öld. Fátt bendir til að sú þróun muni

hafa átt samvinnu í gegnum SSH, hafa samtökin gengið í

hætta, þó víst sé að það hægi töluvert á henni, sérstaklega

gegnum nokkur skeið þar sem mismikil áhersla er lögð á

í þróuðum hagkerfum líkt og á Íslandi. Alþjóðleg samkeppni

skipulagsmál. Frá efnahagshruni hefur verið ríkt samstarf

milli borgarsvæða harðnar með hverju ári og helst í hendur

milli aðildarsveitarfélaga.

við flæði fólks, fjármagns og fyrirtækja þvert á landamæri og landshluta. Kröfur eru gerðar um spennandi umhverfi til

SSH eru ekki formlegt stjórnvald né heldur er sveitarfé-

að starfa í , búa í og stunda tómstundir. Borgir eru efna-

lögunum skylt að eiga aðild að samtökunum, því hvílir

hagslegur drifkraftur þjóðríkja og suðupottur hugmynda og

samstarf sveitarfélaganna á veikum grunni. Svæðisskipulag

nýsköpunar.

höfuðborgarsvæðisins er eina lögbundna samstarfsverkefnið. Sveitarstjórnir skipa stóran sess í stjórnsýslu landsins

Í nýlegum úttektum hefur komið í ljós að höfuðborgarsvæð-

þar sem hér eru einungis tvö stjórnsýslustig, ríki og sveitar-

ið stendur hinum Norðurlöndunum að baki (PWC, 2012)

félög. Sveitarstjórnarlög tryggja hverju sveitarfélagi sjálfs-

samhliða því sem samkeppnishæfni Íslands hefur lækkað í

ákvörðunarrétt og samstarf sveitarfélaga kristallast á þeim

alþjóðlegum samanburði (IMD, 2013).

rétti. Grunnurinn að samstarfinu er því aldrei sterkari en svo að sveitarfélögin verða að sjá sér beinan hag í samstarfi.

Ísland er fámennt land og höfuðborgarsvæðið eina borgarsvæðið. Höfuðborgarsvæðið á því ekki í samkeppni við önn-

Nýtt svæðisskipulag er mótað á þessum samstarfsgrunni

ur borgarsvæði innanlands, heldur mun frekar samkeppni

og út frá skipulagslögum. Mikilvægt er að draga lærdóm af

við erlendar borgir með íbúafjöldann 100.000-500.000 íbúa.

reynslunni við framfylgd svæðisskipulags höfuðborgarsvæð-

Mikilvægt er að landið verði áfram valkostur fyrir vel mennt-

isins 2001 - 2024. Þar lögðu sveitarfélögin upp í metnaðar-

að fólk til að setjast að.

fullan leiðangur og lögðu mikið í mótun skipulagsins. Hins vegar varð framfylgdinni verulega ábótavant. Lærdómurinn

Með markvissu skipulagi má móta umgjörð um ýmsa

af því skipulagi er sá, að ef stefnumótandi skipulag á að

málaflokka á borð við lífsgæði, sjálfbærni, heilsu, öryggi og

nýtast sem gott stjórntæki, er nauðsynlegt að því sé stöðugt

samgöngur, sem vega þungt í samkeppnishæfni svæða út

haldið við og samvinnunni sleppi ekki eftir staðfestingu.

á við. Hæfni til nýsköpunar er forsenda samkeppnishæfni borga sem og ríkja í nútímasamfélagi.

Stokkhólmur

Meiri

Kaupmannahöfn Helsinki Osló Reykjavík

Minni Mannauður og nýsköpun

Tiltæk tækni

Innviðir

Heilbrigði og öryggi

Sjálfbærni

Alþjóðleg Vingjarnlegt Alþjóðleg gátt efnahagsumsvif efnahagsumhverfi

Kostnaður

Mæling á samkeppnishæfni Skandinavískra höfuðborga í 10 málaflokkum. Markvisst skipulag og áætlanagerð getur haft mikil áhrif á þróun málaflokkanna, (PWC. 2012).

22

Lífsgæði


2 // Helstu áskoranir

Breytingar í umhverfi - loft, lögur og láð

Lýðheilsa

Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu ráðast að miklu leyti af auk-

Mörg heilsuvandamál nútímans, svo sem hjartasjúkdómar,

inni bílaumferð en hún hefur aukist mikið sl. áratugi með til-

sykursýki, offita, stoðkerfisverkir og þunglyndi, tengjast

heyrandi útstreymi gróðurhúsalofttegunda og svifryksmeng-

lífstíl sem einkennist af kyrrsetu og hreyfingarleysi. Sein-

un. Auk áhrifa á loftgæði leiðir losun gróðurhúsalofttegunda

ustu áratugi hafa rannsóknir dregið fram að mjög miklar

til hærra hitastigs og hlýnunar á jörðinni. Mikilvægt er því

líkur séu að skipulag byggðar og umhverfis þettbýlis geti

að draga úr losun og eru margvíslegar mótvægisaðgerðir

örvað eða latt fólk til útiveru og hollra lifnaðarhátta. Skipulag

mögulegar t.d. í samgöngum með aukinni notkun almenn-

sem einkennist af stuttum vegalengdum, þéttri byggð,

ingssamgangna og að fleiri velji að hjóla eða ganga (Bryn-

blöndun íbúða og atvinnustarfsemi, áherslu á almennings­

hildur Davíðsdóttir o.fl., 2009). En til að slíkar mótvægisað-

samgöngur, göngu og hjólreiðar ásamt góðu aðgengi að

gerðir í samgöngum gangi upp þarf að stemma stigu við

útivistarsvæðum, ýtir undir hreyfingu fólks.

útþenslu borgarinnar, beina vextinum í auknum mæli innávið og ná þannig að byggja upp hagkvæmar samgöngur.

Áhrif umhverfisins á sálfræðilegar eða andlegar hliðar heilsu skipta líka máli og leita þarf leiða til þess að gera borgarum-

Athafnir manna á síðustu 50 árum hafa haft meiri áhrif á

hverfið þannig úr garði að það auki vellíðan, bæti andlega

vistkerfi heimsins en á nokkru öðru tímabili í sögu mannsins

heilsu og hvetji til hreyfingar.

og dregið hefur úr líffræðilegum fjölbreytileika. Þeir þættir sem hafa valdið mestum áhrifum, eru m.a. eyðing búsvæða,

Umhverfi má telja heilsuvænt ef það:

ósjálfbær nýting náttúruauðlinda og mengun. •

Tryggir hreint vatn og loft og er almennt ómengað.

Hvetur fólk til reglubundinnar hreyfingar.

Kveikir jákvæðar hugsanir og tilfinningar og gefur færi á að slaka á og endurnærast.

Ýtir undir að fólk hittist og eigi samskipti sem styrkir bæði félagslega heilsu einstaklinga og samfélagsins.

Hefur sterk sérkenni sem skapa skýra ímynd í hugum fólks sem aftur styrkir sjálfsmynd einstaklinga og samfélags.

Niðurstöður rannsókna um jákvæð áhrif náttúrunnar á heilsu manna gefa líka tilefni til að huga betur að því hvaða hlutverki náttúrulegir þættir eins og vatn, fuglalíf, tré og annar gróður geta gengt í að skapa heilnæmt borgarumhverfi.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

23


1 // Inngangur

24

3


1 2

HVAÐ ER HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 2040? Inngangur Hvernig er Höfuðborgasvæðið 2040 frábrugðið eldra svæðisskipulagi? Hvernig ber að túlka Höfuðborgarsvæðið 2040? Skilgreiningar Sögulegt og landfæðilegt samhengi

HELSTU ÁSKORANIR Áframhaldandi vöxtur Fækkun í heimili og breyttar húsnæðisþarfir Samvinna enn í mótun Alþjóðleg samkeppnishæfni Breytingar í umhverfi - loft, lögur og láð Lýðheilsa

STEFNA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 2040 LEIÐARLJÓS 1: Hagkvæmur vöxtur höfuðborgarsvæðisins LEIÐARLJÓS 2. Skilvirkar samgöngur og nútímalegt samgöngukerfi LEIÐARLJÓS 3: Aukin alþjóðleg samkeppnishæfni LEIÐARLJÓS 4: Heilnæmt umhverfi LEIÐARLJÓS 5. Gott nærumhverfi. Landnotkun megindrættir

4 5

innleiðing og árangursmæling LEIÐARLJÓS 6: Árangursríkt samstarf um þróun höfuðborgarssvæðisins Innleiðing í skipulagsáætlanir Endurskoðun Árangursmæling

UMHVERFISMAT SVÆÐISSKIPULAGSTILLLÖGUNANR Tilgangur og nálgun Áfangaskipting Samræmi milli stefnu svæðisskipulags og matsspurninga

25


3 // Stefna

STEFNA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 2040

Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg sýn á vöxt svæðis-

þeirra eða koma úr fyrirliggjandi áætlunum eða öðrum stefnu-

ins til næstu 25 ára. Það byggir á því sjónarmiði að aukin og

skjölum. Dæmi um slíka áætlun er samgönguáætlun ríkisins.

markviss samvinna sé lykillinn að farsælli úrlausn á því flókna

Við mótun markmiða og aðgerða var sérstaklega litið til þeirra

verkefni sem er uppbygging góðrar borgarbyggðar.

áskoranna sem höfuðborgarsvæðið stendur frammi fyrir og þeirrar sýnar sem stefnt er að. Jafnframt var stuðst við

Stefna Höfuðborgarsvæðisins 2040 sem hér er lögð fram

umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar. Þar var settur fram

markar stefnu í þeim málaflokkum sem sveitarfélögin vilja

listi yfir þætti sem hafa áhrif á lýðheilsu og lífsgæði í borg-

vinna að breytingum á og sem talin er þörf á að samræma

um og hann yfirfarin m.t.t. sjálfbærni, samkeppnishæfni og

vegna sameiginlegra hagsmuna. Höfuðborgarsvæðið 2040

stefnu íslenskra stjórnvalda í umhverfis- og skipulagsmálum.

er ekki allsherjar lausn á öllum þeim flóknu skipulagsvið-

Við vinnslu umhverfismatsins voru matsþættirnir skilgreindir

fangsefnum sem íbúar svæðisins munu standa frammi fyrir

út frá líkani Barton og Grant (2006), sjá 5. kafla. Við mótun

næstu 25 árin. Stefnan skapar hins vegar umgjörð um náið

Höfuðborgarsvæðisins 2040 voru drög að stefnumiðum rýnd

samstarf sveitarfélaganna og er ætlað að stuðla að betri

m.t.t. samræmis við þessi viðmið um lýðheilsu, sjáfbærni og

skipulagsákvörðunum.

samkeppnishæfni til að tryggja að áhrif stefnunnar á umhverfi, samfélag og efnahag yrðu sem jákvæðust.

Stefna Höfuðborgarsvæðisins 2040 um þau viðfangsefni sem lúta að nýtingu lands er sett fram undir fimm leiðarljós-

Sá hluti stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 sem snýr að

um sem hvert og eitt er brotið niður í ákveðin markmið. Undir

auknu samstarfi sveitarfélaganna um umgjörð og áherslu

hverju markmiði hafa verið skilgreindar aðgerðir sem beinast

skipulagsmála er sjötta leiðarljósið sem fær sérstaka umfjöll-

annars vegar að svæðisskipulagsnefnd og SSH og hinsvegar

un í 4. kafla: Innleiðing og árangursmat. Þar er meðal annars

að sveitarfélögunum og byggðasamlögum sem þau reka.

lagður grunnur að fjögurra ára þróunaráætlun sem gerðar

Einnig er athyglinni beint að nausynlegri aðkomu annarra s.s.

verða eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar með stefnu

stjórnvalda, stofnana og félaga sem ekki lúta stjórn sveitar-

Höfuðborgarsvæðisins 2040 að leiðarljósi.

félaganna. Með þessu er lögð áhersla á mikilvægi fjölþættrar aðkomu svo vel megi takast til við hið flókna úrlausnarefni

Stefnan er sett fram í texta, á skýringarmyndum og með

sem þróun höfuðborgarsvæðisins er.

þemakortum sem ekki eru eiginlegir skipulagsuppdrættir.

Aðgerðir sem beinast að svæðisskipulagsnefnd, SSH og sveitarfélögum eiga sér bakland í samkomulagi sem sveitarfélögin gerðu með sér um gerð nýs svæðisskipulags, sóknaráætlun og öðrum stefnumótandi verkefnum. Þær aðgerðir sem beinast að öðrum eiga oftast rætur í lögskipuðu hlutverki

26


3 // Stefna

LEIÐARLJÓS 1

LEIÐARLJÓS 2

LEIÐARLJÓS 3

Hagkvæmur vöxtur

Skilvirkar samgöngur

Sókn og samkeppnishæfni

Skýr mörk eru dregin milli þéttbýlis og dreif-

Skipulag samgöngukerfis höfuðborgarsvæðis-

Höfuðborgarsvæðið er alþjóðlegt borgar-

býlis. Vaxtamörk beina vexti í auknum mæli

ins tryggir skilvirkum samgöngum fyrir íbúa,

svæði. Það verður að standa jafnfætis sam-

að kjörnum og þróunarsvæðum með háu

atvinnulíf og sífellt fleiri gesti.. Áhersla er

bærilegum borgarsvæðum í samkeppni um

þjónustustigi almenningssamgangna. Með

lögð á eflingu hagkvæmra, vistvænna sam-

mannauð, fjármagn og fjárfestingar.

samgöngumiðaðri, blandaðri uppbyggingu

göngumáta sem auka ekki álag á stofnvega-

mun íbúum og störfum fjölga án þess að álag

kerfið. Skilvirkni samgangna á mælikvarða

Efnahagskerfi svæðisins byggir á margþættum

á stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins aukist

hagkvæmni og umhverfis er aukin.

grunni sem svarar atvinnuþörfum einstaklinga með ólíka menntun og starfsmannaþörfum

í sama hlutfalli. Þétt og aðlaðandi uppbygging íbúða og

fyrirtækja.

Gott ræktarland er verðmæti sem haldið

atvinnu í göngufæri frá almenningssamgöngu-

er við með vaxtarmörkum. Staðbundin mat-

ásum gefur einstaklingum og fjölskyldum fjöl-

Grunnur að aukinni samkeppnishæfni höfuð-

vælaframleiðsla færist í vöxt og mikilvægt

breytta valkosti í vali á ferðamáta, sem styður

borgarsvæðisins fæst með því að beina fjár-

er fyrir borgarsvæðið að öflugur landbúnaður

við minni umhverfisáhrif, bætta lýðheilsu og

festingum í innviði sem auka við fjölbreytta

sé innan 50 km frá markaði.

sparnað í samgöngukostnaði heimilanna.

uppbyggingu atvinnulífsins. Sérstök áherslu er lögð á nýsköpun og þekkingaruppbyggingu

Stofnleiðir vega, almenningssamgangna,

og sköpun verðmætra og vel launaðra starfa.

göngu og hjólreiða mynda heildstæð kerfi sem tengja sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og stærri hverfiseiningar þeirra vel saman. Þessi stofnkerfi eru samþætt þannig að vegfarendur eigi auðvelt með að nota fleiri en einn ferðamáta í hverri ferð kjósi þeir það.

LEIÐARLJÓS 4

LEIÐARLJÓS 5

LEIÐARLJÓS 6 – Sjá 4. kafla

Heilnæmt umhverfi

Gott nærumhverfi

Árangursrík samvinna

Hreint loft, ómeðhöndlað drykkjarvatn, nálægð

Höfuðborgarsvæðið samanstendur af ólíkum

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga með

við fjölbreytt útivistarsvæði og náttúrulegt

hverfum sem bjóða upp á mismunandi um-

sér náið, viðvarandi samstarf og vinna sameig-

umhverfi eru undirstaða að lífsgæðum á höfuð-

hverfi fyrir einstaklinga, fjölskyldur

inlega að byggðaþróun með sérstaka áherslu á

borgarsvæðinu og marka sérstöðu svæðisins

og atvinnulíf.

samþættingu skipulags byggðar, samgangna og

umfram önnur borgarsvæði.

þjónustuframboðs. Samstarfsvettvangur er Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa aðgang

á grunni SSH og verkefni unnin eftir stefnumótun

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga greiðan

að viðeigandi húsnæðiskosti á viðráðanlegu

svæðisskipulagsnefndar.

aðgang að sameiginlegu útivistarsvæði um-

verði á öllum stigum lífsins. Íbúðarbyggð þarf

hverfis borgina. Þetta gefur þeim færi á að

að mynda sólrík og skjólgóð nærsvæði, sem

Ein lykilafurð samstarfsins er virkt svæðisskipulag

viðhalda góðri heilsu, slaka á og endurnærast,

stuðla að samveru fólks nærri heimilum. Íbúar

sem nálgast skipulag höfuðborgarsvæðisins heild-

hvort sem um ræðir ströndina, græna trefilinn,

búa að góðu og vel hönnuðu borgarumhverfi,

stætt og leiðbeinir þróun þess í átt að hagkvæmni

heiðar eða fjöll.

sem er í sátt við veðurfar, sólfar, fyrirliggjandi

og sjálfbærni með hagsmuni heildarinnar að

umhverfi og sérstöðu hvers sveitarfélags.

leiðarljósi.

Sjálfbærar hverfiseiningar byggjast á fjöl-

Viðhald lykiltalna sem snerta viðfangsefni svæðis-

breyttum húsakosti og blandaðri landnotkun

skipulagsins er grunnurinn að góðri eftirfylgni.

með nærþjónustu í göngufæri og aðgengi að

Leitast er við að víkka samstarfið þannig að viðhald

öflugu almenningssamgöngukerfi.

lykiltalna nái yfir allt SV horn landsins.

Aukin samvinna er um nýtingu neysluvatns og viðhald vatnsverndar.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

27


1 // Inngangur

LEIÐARLJÓS

1

Hagkvæmur vöxtur höfuðborgarsvæðisins Vaxtamörk marka skýr skil milli þéttbýlis og dreifbýlis. Nýrri byggð verður fyrst og fremst beint á samgöngumiðuð þróunarsvæði. Samgöngu- og þróunarás mun tengja sveitarfélögin saman og leggja grunn að nútíma almenningssamgöngum.

Síðustu áratugi hefur vöxtur höfuðborgarsvæðisins leitt til dreifðari byggðar og aukinna vegalengda. Byggðarþróun og uppbygging þjónustu hefur á köflum verið ómarkviss og stutt illa við markmið um sjálfbærni. Höfuðborgarsvæðið 2040 leggur megináherslu á að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt þannig að byggðin dreifi ekki óhóflega úr sér. Leiðarljós 1 styður sveitarfélögin við að ná fram hagkvæmum vexti í þróun byggðar og draga þar með úr útþenslu og óhagkvæmri uppbyggingu sem hefur neikvæð áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa og takmörkuð jákvæð hagræn áhrif. Samgöngu- og þróunarás er hryggjastykkið í Höfuðborgarsvæðinu 2040 og verður langtíma verkefni á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna í útfærslu og þróun. Í stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 eru stigin fyrstu skref í skilgreiningu þróunarássins og mörkun viðmiða fyrir áframhaldandi greiningu á endanlegri legu, sem verður tekin að undangenginni ítarlegri kostnaðar- og ábatagreiningu fyrir sveitarfélögin og notendur. Samgöngu- og þróunarásinn mun tengja sveitarfélögin saman og liggja um miðkjarna þeirra sbr. töflu 2, bls. 34. Samgöngumiðuð þróunarsvæði skulu tengjast við samgöngu- og þróunarás með vistvænum samgöngum með háu þjónustustigi. Við ákvörðun um legu hágæða almenningssamganga - Borgarlínu, á höfuðborgarsvæðinu skal tekið mið af legu samgöngu- og þróunaráss.

28

Samgöngu- og þróunarás er hryggjastykkið í nýju svæðisskipulagi og tengir sveitarfélögin saman. Kjarnar og þróunarsvæði við hann munu njóta nútíma almenningssamgangna og bjóða uppá eftirsóknaverð uppbyggingarsvæði.


3 // Stefna

Eftirfarandi markmið, sem endurspegla leiðarljós 1, eru sett fram sem stefna Höfðborgarsvæðisins 2040:

1.1 1.2 1.3

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

Þróun þéttbýlis verður innan vaxtarmarka borgarbyggðar. Meginþunga vaxtar verður beint á miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði. Hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66% af allri borgarbyggðinni. Gott landbúnaðarland verður nýtt undir matvælaframleiðslu og náttúruríkt umhverfi varðveitt.

29


3 // Stefna

markmið 1.1 Þróun þéttbýlis verður innan vaxtarmarka borgarbyggðar.

Öll uppbygging þéttbýlis verður að eiga sér stað innan

á umferð um svæðið. Einnig þarf að taka sérstakt tillit til

skilgreindra vaxtarmarka. Nýrri íbúðarbyggð verði almennt

hækkunar sjávar með staðsetningu byggðar við ströndina

komið fyrir innan núverandi þéttbýlis eða í þéttu og sam-

og setningu lágmarkskvóta.

felldu framhaldi af byggð sem fyrir er, eftir því sem staðhættir leyfa.

Fylgst verður grannt með mannfjöldaþróun og spár endurnýjaðar reglulega þannig að sveitarfélög og aðrir hagsmuna-

Byggðin verður látin þróast á þeim stöðum þar sem veðurfar

aðilar á byggingamarkaði séu með sem áreiðanlegastar

og loftslagsbreytingar hafa minnst áhrif á búsetu. Að jafnaði

upplýsingar á hverjum tíma með það að markmiðið er

skal velja byggðinni stað undir 100 m hæð yfir sjávarmáli þar

að stuðla að sem mestu jafnvægi á byggingarmarkaði.

sem úrkoma og lágt hitastig að vetri hafa takmarkandi áhrif

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

Sveitarfélög og byggðarsamlög

1.1.1

1.1.3

Svæðisskipulagsnefnd fylgist með og tryggir sam-

ræmi vaxtarmarka og aðalskipulagsáætlana sveitarfélaga.

1.1.2

SSH uppfærir mannfjöldaspá við gerð fjögurra ára

þróunaráætlunar og miðlar þeim upplýsingum til svæðisskipulagsnefndar og sveitarfélaganna vegna nauðsynlegrar samræmingar.

Sveitarfélögin leggja vaxtarmörkin til grundavallar

sínum aðalskipulagsáætlum.

1.1.4

Sveitarfélögin, byggðarsamlög og veitustofnanir

taki mið af framtíðar þéttbýlismörkum við þróun stoðkerfa.

1.1.5

Sveitarfélögin taki mið af uppfærðum mannfjölda-

spám við gerð fjögurra ára þróunaráætlunar.

Aðkoma og aðgerðir annarra 1.1.6

Ríkið taki mið af vaxtarmörkum í sinni stefnumótun

og áætlanagerð.

30


3 // Stefna

Vaxtarmörkum er ætlað að skapa skýr skil milli þéttbýlis og dreifbýlis og stuðla að sjálfbærri byggð og varðveislu náttúrusvæða og landbúnaðarlands.

Landskjarni Svæðiskjarni Bæjarkjarni Vaxtarmörk Vegir Borgarbyggð (2012)

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

31


3 // Stefna

markmið 1.2 Meginþunga vaxtar verður beint á miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði. Hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66% af allri borgarbyggðinni.

Meginþunga uppbyggingar verður beint á svæði meðfram

Fylgst verður grannt með uppbyggingu á miðkjörnum og öðrum

samgöngu- og þróunarás. Þar verða miðkjarnar og vel tengd

samgöngumiðuðum þróunarsvæðum. Skemmri þróunaráætlanir

samgöngumiðuð þróunarsvæði með þéttri byggð fyrir íbúð-

dragi fram hversu mikil uppbygging er áætluð á þeim svæðum.

ir, störf og nærþjónustu. Þessar áherslur styðja við notkun

Leiðarkerfi almenningssamgangna verður þróað í takt við

almenningssamgangna og að dregið sé úr losun

þróunaráætlanir með það að marki að fjölga samgöngumiðuðum

gróðurhúsalofttegunda.

þróunarsvæðum innan höfuðborgarsvæðisins.

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

Sveitarfélög og byggðarsamlög

1.2.1

1.2.4

SSH viðheldur kortagrunni og lykiltölum um

staðsetningu og uppbyggingu íbúða og starfa á miðkjörnum og öðrum samgöngumiðuðum þróunarsvæðum með hliðsjón af töflu 1.

1.2.2

skipulagi og gera sérstaklega grein fyrir:

Nánari útfærsla á staðsetningu og afmörkun miðkjarna og samgöngumiðaðra þróunarsvæða á skipulagsupp-

SSH setur fram leiðbeinandi viðmið um útfærslu á

drætti aðalskipulags, með hliðsjón af þemakorti 1 og

miðkjörnum og öðrum samgöngumiðuðum þróunarsvæðum.

1.2.3

Sveitarfélög útfæra markmið 1.2. í sínu í aðal-

• Svæðisskipulagsnefnd setur fram fjögurra ára

þróunaráætlun í samvinnu við sveitarfélögum. Í áætluninni komi fram fjöldi íbúða og starfa í miðkjörnum og öðrum samgöngumiðuðum þróunarsvæðum með hliðsjón af töflu 1.

töflu 2. Nánari áætlun um uppbyggingu íbúða og starfa á kjörnum og öðrum samgöngumiðuðum þróunarsvæði, með hliðsjón af töflu 1.

1.2.5

Sveitarfélögin og Strætó bs. vinni markvisst að efl-

ingu þjónustustigs almenningssamgangna í takt við fjögurra ára þróunaráætlanir.

Miðkjarnar eru þéttbyggð svæði með fjölbreytilega starfsemi og gegna lykilhlutverki í þjónustu við nálæga byggð. Kjarnarnir eru flokkaðir í lands-, svæðisog bæjarkjarna.

32

1.2.6

Sveitarfélögin og Strætó bs. leggja til lykiltölur um

húsnæðisuppbyggingu og þróun almenningssamgangna.


3 // Stefna

Aðkoma og aðgerðir annarra

Samgöngumiðuð þróunarsvæði eru reitir sem eru vel tengdir við almenningssamgöngur, Borgarlínu eða hefðbundnum strætó með hátt þjónustustig.

1.2.7

Ríkið og stofnanir þess beini starfsemi sinni á

miðkjarna og samgöngumiðuð þróunarsvæði.

Tafla 1

1.

Viðmið fyrir samgöngumiðuð þróunarsvæði skulu höfð til hliðsjónar við útfærslu á aðalskipulagi aðildarsveitarfélaga og skipulagi almenningssamgangna hjá Strætó BS.

Íbúðir

2.

„Annað þéttbýli“ vísar til allra svæða innan vaxtarmarka sem ekki eru skilgreind sem miðkjarnar eða uppfylla kröfur sem gerðar eru til samgöngumiðaðra þróunarsvæða.

2012

#

2025 - Viðmið

%

#

2040 - Viðmið

%

#

Landskjarni

1.200

1.500

Svæðiskjarni

1.000

1.500

Bæjakjarnar

2.800

5.700

%

Miðkjarnar alls

13.100

16%

18.100

18%

21.800

19%

Samgöngumiðuð þróunarsvæði

12.000

14%

32.300

33%

53.800

47%

Annað þéttbýli

56.000

67%

46.400

47%

37.400

32%

Dreifbýli

2.000

2%

2.050

2%

2.100

32%

Höfuðborgarsvæðið alls

83.100

100

98.850

100

115.100

100

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

33


tafla 2

1.

Þessi viðmið lýsa megináherslum landnotkunareinkenna og samgönguáherslna sem

2.

Leiðarnet með háu þjónustustigi er sá hluti af leiðarkerfi Strætó bs. sem nú hefur

miða á við í miðkjörnum og á samgöngumiðuðum þróunarsvæðum. Viðmiðunum er ekki

hátt þjónustustig alla virka daga og burði til aukinnar eftirspurnar. Leiðarkerfi með

ætlað að greina eða forgangsraða svæðisbundinni uppbyggingu eða samgöngubótum.

háu þjónustustigi byggir á strætókerfinu en ætlað er að þróa viðbótar hágæðakerfi -

Svæðisskipulagsnefnd og sveitarfélögin í samvinnu við Strætó bs og samgönguyfirvöld

Borgarlínu. Frekari upplýsingar eru á korti x.x. í viðauka sem unnið er í samvinnu

útfæra frekari uppbyggingar- og samgönguviðmið í fjögurra ára þróunaráætlun og

við Strætó BS.

annarri skipulagsvinnu.

TÝPUR

BYGGÐARMYNSTUR

SAMGÖNGUEINKENNI

Landskjarni Miðborgin (teygir anga sína í hverfishlutakjarna við Kringlu Skeifu og Voga.

Viðmiðunarstaðsetning miðkjarna er að finna á þemakorti. Staðsetning og mörk verða útfærð nánar í aðalskipulagi sveitarfélaga.

Miðstöð samgangna fyrir landið, landshluta og/eða svæðið í heild þar sem fjöldi almenningssamgönguleiða með háu þjónustustigi fer um.

Svæðiskjarni Smáralind (teygir anga sína í hverfishlutakjarna við Mjódd.

Svæðiskjarni er miðstöð fyrir svæðisbundna starfsemi.

Miðborgin er miðstöð fyrir landið í heild, þar eru helstu stjórnsýslu, mennta- og menningarstofnanir landsins.

Í miðborg og svæðiskjarna verði fjölþætt starfsemi, stofnanir, samfélagsþjónusta og afþreyingariðnaður. Ákjósanleg sta ðsetning m.t.t. almenningssamganga. Almennt innan 400-800m frá einni eða fleiri stoppistöðvum hágæðakerfis Borgarlínu, eða innan 400m frá mótum tveggja eða fleiri leiða strætisvagna með hátt þjónustustigi. Byggðin er þétt (miðborg) til meðalþétt (svæðiskjarni) borgarbyggð þar sem íbúðabyggð og atvinnustarfsemi fléttast saman. Tryggja ber að visst hlutfall íbúða verði á viðráðanlegu verði.

Aðgerðir til að tryggja forgang almenningssamgangna í gatnakerfi (sérreinar, forgangur á gatnamótum, forgangsstýringar á umferðarljósum). Góðar tengingar við stofnvegakerfi. Hágæða umhverfi fyrir óvarða vegfarendur, hjólandi og gangandi. Kröfur um hámarksfjölda bílastæða og aðrir skipulagsskilmálar styðja mjög við notkun almenningssamgangna í ferðum að/frá svæðinu. Hærri bílastæðagjöld hvetja til notkunar almenningssamgangna.

Gott aðgengi að almenningsgörðum og góðum almenningsrýmum og/eða náttúruríkum svæðum. Skjólgóðar hjóla- og gönguleiðir þar sem umhverfi gleður augað. Smáralind fær aukið vægi sem svæðisbundin þjónustukjarni sem styrkt er með annarskonar atvinnustarfsemi og íbúabyggð.

Bæjarkjarnar Miðbæjar Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Hamraborg, miðbær Seltjarnarness og Mosfellsbæjar.

Viðmiðunarstaðsetning miðkjarna er að finna á þemakorti. Staðsetning og mörk verða útfærð nánar í aðalskipulagi sveitarfélaga.

Hverfishlutakjarnar Kringlan, Skeifan, Vogar, Mjódd, Keldur/Keldnaholt.

Fjölbreytt starfsemi; þjónustufyrirtæki, verslanir, skrifstofur og afþreying sem þjónar heilu sveitarfélagi eða hverfishluta.

Almennt innan 400-800m frá stoppistöð hágæðakerfis almenningssamgangna eða innan 400m frá leið/leiðum strætisvagna með háu þjónustustigi.

Miðstöð opinberrar þjónustu og menningarstofnana.

Miðstöð almenningssamgangna fyrir bæjarfélag eða hverfishluta sem tengist strætisvagnakerfi með háu þjónustustigi. Miðað skal við að bæjarkjarnar tengst framtíðar samgönguog þróunarási (hágæðakerfi) ef uppbygging styður við nægjanlega eftirspurn farþega. Aðgerðir til að tryggja forgang almenningssamgangna í gatna-/vegakerfi (sérreinar, forgangur á gatnamótum, forgangsstýringar á umferðarljósum).

Þéttleiki er mikill, að jafnaði skal miðað við 60 íbúðir á hektara en 60. Góðar tengingar við stofnvegakerfi. Íbúðarhúsnæði þarf að vera fjölbreytt að gerð og eignarhaldi, ávalt skal hluti íbúða vera á viðráðanlegu verði. Kjarni atvinnulífs í hverfiseiningum. Skjólgóðar hjóla- og gönguleiðir þar sem umhverfi gleður augað. Gott aðgengi að almenningsgörðum og góðum almenningsrýmum og/eða náttúruríkum svæðum.Bæjarkjarnar eru miðstöðvar verslunar, þjónustu, atvinnu og afþreyingar sem þjónar bæjarfélaginu eða hverfishlutanum sérstaklega.

Samgöngumiðuð þróunarsvæði Þróunarsvæði biðstöðvar almenningssamgangna sem hafa hátt þjónustustig (6 vagnar á klst)

Endanleg staðsetning er útfærð af sveitarfélögum í samvinnu við SSH og Strætó bs. á lægri skipulagstigum. Almennt innan 400-800m frá biðstöð hágæðakerfis almenningssamgangna eða innan 400m frá leið/um strætisvagna með háu þjónustustigi. Fjölbreytt starfsemi; þjónustufyrirtæki, verslanir, skrifstofur og afþreying sem þjónar nærumhverfinu og/eða stærra svæði. Þéttleiki þarf að vera miðlungs hár til mikill 40 - 60 íbúðir á hektara. Íbúðarhúsnæði þarf að vera fjölbreytt að gerð og eignarhaldi, ávallt skal hluti íbúða vera á viðráðanlegu verði. Áhersla þarf að vera á vöxt á völdum stöðum samsíða leiðum í hágæðakerfi almenningssamgangna eða strætisvagnaleiðum með háu þjónustustigi, þéttast nærri stoppistöðvum, minni þéttleiki fjær. Skjólgóðar hjóla- og gönguleiðir þar sem umhverfi gleður augað. Gott aðgengi að almenningsgörðum og góðum almenningsrýmum og/eða náttúruríkum svæðum.

Hágæða umhverfi fyrir óvarða vegfarendur, hjólandi og gangandi. Kröfur um hámarksfjölda bílastæða og aðrir skipulagsskilmálar styðja mjög við notkun almenningssamgangna í ferðum að/frá svæðinu. Tengist núverandi leiðum strætisvagna með háu þjónustustigi eða þar sem fyrirhugað er að bæta almenningssamgöngur.

Getur tengst á framtíðar samgöngu- og þróunarás (hágæðakerfi) ef uppbygging styður við nægjanlega eftirspurn farþega. Aðgerðir til að tryggja forgang almenningssamgangna í gatna-/vegakerfi (sérreinar, forgangur á gatnamótum, forgangsstýringar á umferðarljósum). Hágæða umhverfi fyrir óvarða vegfarendur, hjólandi og gangandi. Kröfur um hámarksfjölda bílastæða og aðrir skipulagsskilmálar styðja mjög við notkun almenningssamgangna í ferðum að/frá svæðinu.


3 // Stefna

markmið 1.3 Gott landbúnaðarland verður nýtt undir matvælaframleiðslu og náttúruríkt umhverfi verður varðveitt.

Staðbundin matvælaframleiðsla færist sífellt í vöxt og eftir-

Mikilvægt er að kortleggja gott ræktarland þannig að góð

sóknarvert er fyrir borgarsvæði að gróskumikill landbúnaður

yfirsýn náist yfir auðlindina. Skipulagsáætlanir sveitarfélag-

sé innan 50 km frá markaði eða innan þeirra viðmiða sem

anna eiga að stuðla að verndun landbúnaðarlands og leita

gilda um staðbundin smásölufyrirtæki sem afhendir matvæli

leiða til að ýta undir lífleg viðskipti með matvöru úr héraði

beint til neytenda.

innan borgarbyggðar.

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

Aðkoma og aðgerðir annarra

1.3.1

SSH viðheldur, í samvinnu við sveitarfélögin og ríkið,

upplýsingum um gott ræktarland og náttúrríkt umhverfi.

1.3.2

1.3.5 Kalla þarf eftir því að ríkið og stofnanir leiti allra leiða til að skerða ekki gott landbúnaðarland við framkvæmdir s.s. vegagerð og lagningu háspennulína.

Svæðisskipulagsnefnd leitar leiða í samvinnu við

sveitarfélögin og ríkið til að forðast árekstra landbúnaðar við

1.3.6 Þörf er á að ríkið og stofnanir viðhaldi skráningu

aðra starfsemi s.s. útivist, frístundabyggð og náttúruvernd.

á góðu ræktarlandi.

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög 1.3.3

Sveitarfélögin tryggja nýtingu landbúnaðarlands fyrir

matvælaframleiðslu og takmarka uppbyggingu sem skerðir

Með borgarbyggð er vísað til alls þéttbýlis innan vaxtarmarka.

það. Þau gera einnig grein fyrir nánari útfærslu til að viðhalda og styðja við gott landbúnaðarland í aðalskipulagsáætlunum.

1.3.4

Sveitarfélögin safna saman upplýsingum um

landbúnaðarsvæði og áætlanir þeim tengdum og útfæra stefnu í aðalskipulagi á grunni þess.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

35


1 // Inngangur

LEIÐARLJÓS

2

Skilvirkar samgöngur og nútímalegt samgöngukerfi Ferðaþörf verður uppfyllt á skilvirkan* og fjölbreyttan máta. Fólksfjölgun verður mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. * Skilvirkni þéttbýlissamgagna felst í að uppfylla ferðaþarfir fólks með sem minnstum tilkostnaði og umhverfisáhrifum

Síðustu áratugi hefur vöxtur svæðisins og gildandi svæðisskipulag kallað á miklar fjárfestingar í stofnvegakerfi sem ekki hafa náð fram að ganga nema að hluta til. Ekki hefur tekist að auka afkastagetu kerfisins í takt við vöxt bílaumferðar og neikvæð áhrif umferðar hafa aukist. Umferðarspár vegna vegaáætlunar 2007-2018 sýndu að þrátt fyrir tillögur sveitarfélaganna um miklar framkvæmdir til að bæta afkastagetu stofnvegakerfisins dygði það ekki til. Árið 2011 voru 76% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar á einkabíl, 4% með almenningssamgöngum og íbúar fóru um 20% ferða sinna gangandi og hjólandi. Í stefnumótun Höfuðborgarsvæðisins 2040 um samgöngur er lögð aukin áhersla á fleiri valkosti, samgöngumáta sem taldir eru hagkvæmari og vistvænni en einkabíll. Undir leiðarljósi 2 eru sett fram markmið sem snerta samgöngur á landi og tengsl þeirra við alþjóðlegar flutningsgáttir. Innanlandsflugvöllur verður starfræktur í Vatnsmýri í það minnsta til ársins 2022 skv. samkomulagi Reykjavíkurborgar, ríkisins og Icelandair Group. Fullkanna þarf helstu staðsetningarkosti innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu þannig að hægt sé að taka ákvörðum um framtíðarstaðsetningu sem allra fyrst.

36

Almenningssamgöngur mynda tveggja laga kerfi sem léttir á stofnvegakerfinu og styrkir uppbyggingu kjarna og þróunarsvæða.


3 // Stefna

Eftirfarandi markmið, sem endurspegla leiðarljós 2, eru sett fram sem stefna Höfðborgarsvæðisins 2040:

2.1 2.2 2.3 2.4

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

Á höfuðborgarsvæðinu verður raunhæft val um skilvirka samgöngumáta. Hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum innan svæðisins árið 2040 verður a.m.k. 12%. Hlutdeild göngu- og hjólreiða í öllum ferðum innan svæðisins árið 2040 verður a.m.k. 30%. Meginstofnvegir tryggja greiða og örugga umferð fólks og vöru.

37


3 // Stefna

markmið 2.1 Á höfuðborgarsvæðinu verður raunhæft val um skilvirka samgöngumáta.

Við uppbyggingu samgöngukerfisins þarf verklag að vera

milli samgangna og byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu

með þeim hætti að ávallt sé leitað hagkvæmustu lausna til

og undirstrikar jafnframt nauðsyn þess að þróun til framtíðar

að ná settum markmiðum. Í þéttri byggð getur verið erfitt

sé grundvölluð á fleiri þáttum en öflugu kerfi fyrir bílaumferð.

og dýrt að stytta ferðatíma og draga úr umferðartöfum með uppbyggingu mannvirkja. Reynslan hefur sýnt að ólíklegt

Hlutdeild skilvirkra samgangna eykst ef meginþunga vaxtar

er að hefðbundnar lausnir í vegagerð geti uppfyllt ferðaþörf

er beint að miðkjörnum og á samgöngumiðuð þróunarsvæði.

íbúa á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar á hagkvæman hátt.

Með því styttast ferðir fólks og ferðatími við daglegar athafn-

Ljóst er að leita þarf víðtækari lausna.

ir og stutt er við aukið framboð á nærþjónustu. Stóraukin áhersla á hagkvæmar og vistvænar samgöngur styður við

38

Skilvirkni þéttbýlissamgangna felst í að uppfylla ferðaþarfir

breytt ferðmátaval og samgönguvalkosti sem aftur skapa

fólks með sem minnstum tilkostnaði og umhverfisáhrif-

betri grundvöll fyrir þéttingu byggðar. Í miðkjörnum og á

um. Skilvirknin grundvallast á samþættingu samgangna

samgöngumiðuðum þróunarsvæðum er í skipulagi lögð

og byggðarþróunar og eflingu hagkvæmra og vistvænna

áhersla á að fólk geti farið erinda sinna innan hverfis gang-

samgangna. Byggðarþróun samofin góðu samgöngukerfi er

andi eða hjólandi og að stór hluti þeirra ferða sem farnar eru

því kjarninn í stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 og þeirri

að/frá hverfinu verði með almenningssamgöngum. Þannig

áherslu að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að

eru gæði byggðar hvað varðar umferðaröryggi, hljóðvist og

álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Þróun síðustu

loftgæði aukin. Um leið minnkar orkuþörf samgangna, notk-

áratuga varpar ljósi á þá víxlverkandi þætti sem eiga sér stað

un jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúsalofttegunda.


3 // Stefna

Svæðisskipulagsnefnd og SSH 2.1.1

Sveitarfélögin og byggðasamlög taki upp vistvæna

SSH setur fram samræmdar leiðbeiningar um

samgöngumiðaða byggðarþróun. Þar verða m.a. sett fram viðmið þéttleika byggðar, aðgengi að almenningssamgöngum og bílastæðafjölda og aðrar aðgerðir sem ýta undir vistvænar samgöngur.

2.1.2

2.1.7

samgöngustefnu.

Aðkoma og aðgerðir annarra 2.1.8

Sveitarfélögin og byggðarsamlög taki upp vistvæna

samgöngustefnu með samgöngustyrkjum, styðji þannig Svæðisskipulagsnefnd Setur fram fjögurra ára þró-

unaráætlun í samvinnu við sveitarfélögin. Þróunaráætlanir verði gerðar með hliðsjón af leiðbeinandi töflu 1 og töflu 2,

starfsfólk sitt við val á vistvænum samgöngum og séu einkafyrirtækjum fyrirmyndir.

og samræmist stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 og þeim

2.1.9

aðgerðum og viðmiðum sem þar koma fram.

samgönguáætlun við aðra áætlanagerð og opinbera

2.1.3

Nauðsynlegt er að ríkið vinni að því að samþætta

stefnumótun. Ríkið verði samráðsaðili við gerð fjögurra ára SSH viðheldur, í samvinnu við sveitarfélögin, Strætó

bs. og Vegagerðina, virkum gagnagrunni með upplýsingum um bílaumferð, farþegafjölda almenningssamgangna og ferðavenjur og flæði fólks frá heimili til vinnu.

þróunaráætlunar sveitarfélaganna og taki mið af þeim við reglubundna endurskoðun samgönguáætlunar hverju sinni.

2.1.10 Ríkið leggi áherslu á að leita hagkvæmustu lausna til að ná markmiðum samgönguyfirvalda og horfi á sam-

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög 2.1.4

Vinna að því að litið verði heildstætt á vélknúnar

almenningssamgangna fái sambærilega stöðu og stofnvegakerfið og fjármagn í stofnframkvæmdir, viðhald og rekstur í áætlunum ríkisins.

ferðavenjum til að draga úr þörf á uppbyggingu umferðarmannvirkja á höfuðborgarsvæðinu.

2.1.11 Vegagerðin og samgönguyfirvöld vinni áætlun um sjálfbærar samgöngur í samvinnu við sveitarfélög með aukna áherslu á almenningssamgöngur, göngu og hjólreiðar

Sveitarfélögin útfæri markmið 2.1. í aðalskipulags-

áætlanir með áherslu á:

og forgangsraðað með hliðsjón af félagshagfræðilegri greiningu. Ríkið styðji við aðgerðir sem stuðla að breyttum

samgöngur á höfuðborgarsvæðinu með því að grunnkerfi

2.1.5

göngukerfið sem eina heild. Nýir innviðir verði skipulagðir

með þau markmið að leiðarljósi að draga úr umhverfisáhrifum, samgöngukostnaði og auka nærþjónustu við borgarana. Með áætluninni verði dregið úr mikilvægi einkabíla, ásamt

landnotkun og skipulagsaðgerðir sem styðja almenn-

því að draga úr orkuþörf samgangna og breyta ferðavenj-

ingssamgöngur og virka ferðamáta.

um. Í sjálfbærri samgönguáætlun verði settar fram skuld-

samgöngur og aðgerðir sem auka hlutfall vistvænna

bindingar ríkis og sveitarfélaga til langs tíma.

samgöngumáta, stytta vegalengdir og draga úr þörf á vélknúnum ökutækjum.

2.1.6

2.1.12 Ríkið og stofnanir þess taki upp vistvæna samgöngustefnu með samgöngustyrkjum og stjórnvöld vinni

Sveitarfélögin beina meginþunga uppbyggingar að

samgöngu- og þróunarási sbr. markmið 1.2, eftir því sem hann myndast, og vinna skipulagsáætlanir í samræmi við leiðbeiningar um samgöngumiðuð þróunarsvæði, til að:

með fyrirtækjum og stofnunum að því að móta og útfæra markvissa samgöngustefnu yrir vinnustaði.

2.1.13

Vegagerðin ásamt SSH, sjái um framkvæmd

reglulegrar könnunar á ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæð-

• •

Tryggja að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án

isins og SV hornsins í tengslum við gerð stefnumótandi

þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli.

samgönguáætlunar og mat á framfylgd stefnu Höfuðborgar-

Tryggja góðan farþegagrunn og góða nýtingu bæði

svæðisins 2040. Vegagerðin viðhaldi, í samvinnu við sveitar-

hágæðakerfis og strætisvagnakerfis.

félögin og Strætó bs. virkum gagnagrunni með lykilupplýsingum um bílaumferð, farþegafjölda almenningssamgangna og ferðavenjur.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

39


3 // Stefna

markmið 2.2 Hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum innan svæðisins árið 2040 verður a.m.k. 12%.

Almenningssamgöngur innan þéttbýlis höfuðborgarsvæð-

kemst greitt milli staða óháð töfum í bílaumferð. Áætlanir

isins eiga að mynda heildstætt tveggja laga kerfi. Annars

um uppbyggingu húsnæðis og hágæðakerfis verða sam-

vegar verður byggt upp nýtt hágæðakerfi almennings-

tvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra

samgangna, Borgarlína, sem flytur fjölda fólks á milli helstu

íbúa og ferðamanna með kerfinu og byggja um leið sterkari

miðkjarna og valinna þróunarsvæða. Hins vegar er strætis-

farþegagrunn. Þannig myndar hágæðakerfið kjarnann í sam-

vagnakerfi, sem verður aðlagað hágæðakerfinu og myndar

göngu- og þróunarás höfuðborgarsvæðisins. Hefðbundið

net um þéttbýli höfuðborgarsvæðisins.

strætisvagnakerfi verður aðlagað að hágæðakerfinu, hágæða biðstöðvar skipulagðar með tilliti til aðgengis hjólandi og

Unnið verður að markvissri þróun og uppbyggingu Borg-

gangandi og grundvöllur þess að veita gott aðgengi einka-

arlínu, hágæða almenningssamgöngukerfis sem hefur mikla

bíla að endastöðvum í hágæðakerfinu verður kannaður.

flutningsgetu, hátt þjónustustig og ferðast í sérrými, þ.e.

Svæðisskipulagsnefnd og SSH 2.2.1

Svæðisskipulagsnefnd greinir nánar legu og útfærslu

samgöngu- og þróunaráss, í samvinnu við sveitarfélög. Hugað verður að hagkvæmri áfangaskipting uppbyggingar kerfisins ákveðin, í takt við núverandi byggð og byggðarþróun.

2.2.2

Svæðisskipulagsnefnd hefur farþegaspár til grund-

vallar við mótun fjögurra ára þróunaráætlana.

2.2.3

Svæðisskipulagsnefnd hefur farþegaspár til grund-

vallar við mótun fjögurra ára þróunaráætlunar.

2.2.4 SSH kallar eftir fjármögnun frá sveitarfélögum og ríki til að ná fram markmið um a.m.k. 12% hlutdeild almenningssamgangna 2040.

40

Hágæðakerfi almenningssamgangna, annað hvort hraðvagnakerfi (e. Bus Rapid Transit) eða léttlestarkerfi (e. Light Rail Transit) eru til staðar eða í uppbyggingu á fjölmörgum borgarsvæðum sem eru með sambærilegan íbúafjölda og í örum vexti eins og höfuðborgarsvæðið.


3 // Stefna

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög

Aðkoma og aðgerðir annarra

2.2.5

2.2.8. Samgönguyfirvöld þurfa að setja fram skilgreiningu

Sveitarfélögin vinna með svæðisskipulagsnefnd

og SSH nánari greiningu á legu samgöngu- og þróunaráss.

á grunnneti almenningssamgangna í þéttbýli, þar sem gert

Sveitarfélögin innleiða að því loknu legu hágæðakerfis

verður ráð fyrir auknum forgangi almenningssamgangna í

almenningssamgangna og helstu biðstöðvar inn í aðal-

umferðinni með uppbyggingu sérreina, forgangi á umferðar-

skipulagsáætlanir.

ljósum og öðrum aðgerðum..

2.2.6 Sveitarfélögin og Strætó bs. þjónustu sína að há-

2.2.9. Vegagerðin taki þátt í nánari greiningu á legu sam-

gæðakerfi þannig að til verði tveggja laga samþætt almenn-

göngu- og þróunaráss þar sem lega hágæðakerfis almenn-

ingssamgöngukerfi með skilvirkum tengingum.

ingssamgangna verður ákvörðuð og hagkvæm áfangaskipt-

2.2.7

ing uppbyggingar kerfisins í takt við byggðarþróun ákveðin. Sveitarfélögin og Strætó bs. leita leiða til að reiðhjól

verði auðveldur ferðamáti.

2.2.10. Nauðsynlegt er að samgönguyfirvöld tryggi nægjanlegt fjármagn til uppbyggingar og reksturs almenningssamgangna þannig að markmið um a.m.k. 12% hlutdeild þeirra árið 2040 gangi eftir.

Landskjarni Svæðiskjarni Bæjarkjarni Vaxtarmörk Vegir Borgarbyggð (2012) Stofnleiðir göngu- og hjólreiða Biðstöðvar með háu aðgengi (2014) fleiri en 10 ferðir á klukkustund Biðstöðar með meðalaðgengi (2014) 4-10 ferðir á klukkustund. Opin svæði

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

41


3 // Stefna

markmið 2.3 Hlutdeild göngu- og hjólreiða í öllum ferðum innan svæðisins árið 2040 verður a.m.k. 30%.

Haldið verður áfram þeirri uppbyggingu stofnleiða göngu- og

sveitarfélaganna myndi heildstætt göngu- og hjólastíganet.

hjólreiða innan þéttbýlis milli sveitarfélaga og hverfiseininga

Með þeim skipulagsáherslum og aðgerðum sem settar eru

sem hafin er í samstarfi sveitarfélaganna og Vegagerðar-

fram undir leiðarljósi 2.1. er styrktur til muna grundvöllur

innar. Stofnleiðir göngu og hjólreiða tengja allt þéttbýli

þess að fleiri geti farið og velji að fara ferða sinna gangandi

höfuðborgarsvæðisins saman og auðvelda notkun virkra

og hjólandi.

ferðamáta. Stofnleiðir ásamt innri göngu- og hjólaleiðum

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög

2.3.1

2.3.3

SSH setur fram viðmið um útfærslu og rekstur

göngu- og hjólaleiða sem sveitarfélögum hafa til hliðsjónar. Unnið verður að samræma þjónustustig á stofnleiðum göngu- og hjólreiða.

2.3.2

reiða inn í aðalskipulagsáætlanir og útfæra þær nánar.

2.3.4 Sveitarfélögin tryggja að skilgreindu þjónustustigi á stofnleiðum göngu- og hjólreiða verði náð.

Við gerð fjögurra ára þróunaráætlunar greinir

svæðisskipulagsnefnd hvar bæta þarf stofnleiðakerfi

2.3.5

göngu- og hjólreiða eftir því sem höfuðborgarsvæðið þróast.

leiðir að/frá biðstöðvum hágæðakerfis og meginbiðstöðvum

Sú greining verði grundvöllur samvinnu við ríkið við gerð

strætisvagnakerfis.

samgönguáætlunar og annarrar opinberrar stefnumótunar.

42

Sveitarfélögin innleiða stofnleiðir göngu- og hjól-

Sveitarfélögin stuðla að góðum göngu- og hjóla-


3 // Stefna

Aðkoma og aðgerðir annarra 2.3.6 Miklvægt er að ríkið taki áfram þátt í að efla göngu og hjólreiðar sem valkosti í samgöngum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að jákvæðum áhrifum á heilsu manna

2.3.7

Samgönguyfirvöld vinni að því í samgönguáætlun

hverju sinni að vegfarendum verði tryggt öruggt og heilnæmt umhverfi, óháð ferðamáta. Sérstaklega verði hugað að öryggi samgöngumáta, t.d. hjólreiða, sem fara hratt vaxandi og slysatíðni er óljós.

2.3.8 Vegagerðin vinni áfram með sveitarfélögum að uppbyggingu stofnleiða göngu- og hjólreiða.

Núverandi götumynd

Endurbætt götumynd

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

43


3 // Stefna

markmið 2.4 Meginstofnvegir tryggja greiða og örugga umferð fólks og vöru.

Meirihluti ferða innan höfuðborgarsvæðisins 2040 verður

Á meginstofnvegum verður umfram aðra stofnvegi hugað

líklega á einkabíl þótt ferðavenjur breytist umtalsvert með

sérstaklega að greiðu og öruggu flæði einka- og þunga-

þróun samgöngukerfa og byggðar og vöxtur bílaumferðar

umferðar og sveitarfélögin tryggja rými og möguleika á

verði mun hægari en síðustu áratugi. Stofnvegakerfið gegnir

aukinni afkastagetu ef þörf krefur. Aukning afkastagetu

áfram mikilvægu hlutverki í flutningum fólks og vöru og í

með fjölgun akreina eða mislægum vegamótum má þó ekki

hugsanlegri rýmingu höfuðborgarsvæðisins á hættu- og

skerða lífsgæði íbúa í nærumhverfi né einangra byggðir,

neyðartímum.

tryggja þarf góðar þveranir fyrir alla ferðamáta, öryggi, hljóðvist og loftgæði.

Í Höfuðborgarsvæðinu 2040 eru stofnvegir á svæðinu flokkaðir í meginstofnvegi og stofngötur með mismun-

Vesturlandsvegur um sundin (Sundabraut) og tenging

andi áherslum fyrir hvorn flokk fyrir sig. Meginstofnvegir

Reykjanesbrautar ofan byggðar í Hafnarfirði til að beina

tryggja greiða og örugga umferð fólks og vöru að og frá

fjarumferð framhjá gatnakerfi bæjarins, þ.e. nýjar útfærsl-

höfuðborgarsvæðinu með áherslu á alþjóðlegar megingáttir

ur meginstofnvega eins og þeir eru í dag, verða áfram til

samgöngukerfis landsins. Aðrir stofnvegir, þ.e. stofngötur

skoðunar og ekki útilokaðar í aðalskipulagsáætlunum sveitar-

höfuðborgarsvæðisins, geta þróast með bætta sambúð

félaga. Sundabraut verður hluti af norður-suður meginstofn-

þéttbýlis og umferðar að leiðarljósi. Á stofngötum verður

vegi, verði hún byggð á skipulagstímabilinu, en samhliða fer

megináhersla lögð á að draga úr neikvæðum áhrifum um-

núverandi Vesturlandsvegur þá í flokk stofngatna. Sama gildi

ferðar á nærumhverfið.

um mögulega nýja útfærslu Reykjanesbrautar.

Einn meginstofnvegur liggur norður-suður í gegnum svæðið

Við endurbætur og endurhönnun á stofngötum verður minni

og tengir saman Hringveg (Vesturlandsveg) á Kjalarnesi í

áhersla lögð á framkvæmdir sem hafa það markmið að auka

norðri og Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar í suðri. Við

afkastagetu en meiri á aðgerðir sem hafa það markmið að

þennan stofnveg er aðal inn- og útflutningshöfn landsins

draga úr neikvæðum áhrifum umferðar á nærumhverfið og

og aðal inn- og útflutningsflugvöllur landsins. Annar megin-

smærri staðbundnar aðgerðir til að bæta umferðarflæði.

stofnvegur tengir Hringveg í austri (Suðurlandsveg) við

Á köflum geta þessar stofngötur þróast yfir í borgargötur

norður-suður stofnveginn.

án þess að dregið verði úr afkastagetu þeirra. Kannaðir verða möguleikar á aukinni nýtingu aðliggjandi svæða undir

Meginstofnvegir tryggja greiða og örugga umferð fólks og vöru til og frá höfuðborgarsvæðinu. Á þeim er hugað að greiðu og öruggu flæði einka- og þungaumferðar.

44

byggð. Á það sérstaklega við þar sem stofngötur liggja um miðkjarna og samgöngumiðuð þróunarsvæði.


3 // Stefna

MEGINSTOFNVEGIR Útfærslur til skoðunnar Alþjóðaflugvöllur Vöruflutningahöfn Borgarbyggð (2012) Vaxtamörk Vegir

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

45


3 // Stefna

46


1 // Inngangur

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

Aðkoma og aðgerðir annarra

2.4.1

2.4.7 Ríkið verði samráðsaðili við gerð fjögurra ára

SSH skilgreini nánar stofnvegir og stofngötur

í samvinnu við Vegagerðina ásamt því að meta kosti frekari

þróunaráætlana sveitarfélaganna og taki mið af tillögum

flokkunar stofngatna. Skilgreina þarf ásættanlegt þjónustu-

sveitarfélaganna um forgangsröðun aðgerða á stofnvegum

stig fyrir hvern flokk sem taki mið af nærumhverfi og ýmsum

og stofngötum við reglubundna endurskoðun samgönguá-

öðrum þáttum.

ætlunar hverju sinni.

2.4.2 Svæðisskipulagsnefnd setur fram umferðarspár

2.4.8 Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins og tengdir

við mótun fjögurra ára þróunaráætlunar sem hafðar verða til

aðilar vinni með sveitarfélögunum að verkefni um rýmingu

hliðsjónar við forgangsröðun framkvæmda. Þessar tillögur

á höfuðborgarsvæðinu og frekari rannsóknum því tengdu.

verði grundvöllur viðræðum við ríkið um endurskoðun samgönguáætlunar og mótun annarra opinberra áætlana.

2.4.9 Ríkið vinni að því að þróa áfram og festa í sessi

formlegt verklag við ákvarðanir um uppbyggingu vegakerfis-

2.4.3 Svæðisskipulagsnefnd vinnur greiningu á almannahættu vegna náttúruvár á höfuðborgarsvæðinu og rýmingaráætlun í samvinnu við almannavarnir. Sú áætlun og niður-

ins í þéttbýli þar sem kostnaður og ábati mismunandi leiða að markmiðum samgönguyfirvalda er borinn saman.

stöður greiningar á flöskuhálsum í samgöngukerfinu við við

2.4.10 Samgönguáætlun leggi áherslu á að tryggja greið-

rýmingu verði til hliðsjónar í samvinnu við ríkið við endur-

ar tengingar höfuðborgarsvæðið og landsbyggðar við alþjóð-

skoðun samgönguáætlunar.

legar megingáttir, Reykjavíkurhöfn og Keflavíkurflugvöll.

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög 2.4.4 Sveitarfélögin innleiða flokkun stofnvega á höfuð-

2.4.11 Samgönguyfirvöld vinni aðgerðaáætlun um aukin loftgæði í helstu þéttbýliskjörnum í samstarfi við sveitarfélögin, viðhalda kortlagningu umferðarhávaða og vinni að lagasetningu sem gerir sveitarfélögum kleift að skilgreina

borgarsvæðinu sbr. aðgerð 2.4.1. í aðalskipulagsáætlanir

sérstök umhverfissvæði og um leið að takmarka þar umferð

og útfæra nánar.

til að auka loftgæði.

2.4.5 Sveitarfélögin tryggja öruggt og gott flæði bílaumferðar á meginstofnvegum og rými í skipulagi til aukningar afkastagetu þeirra með mislægum vegamótum og fjölgun akreina ef þörf krefur. Sveitarfélögin taka frá rými í skipulagsáætlunum fyrir nýjar útfærslur stofnvega sem áfram verða til skoðunar, þ.e. Vesturlandsveg um sundin (Sundabraut) og tengingu Reykjanesbrautar ofan byggðar í Hafnarfirði.

2.4.6 Sveitarfélögin í samráði við Vegagerðina vinna tillögur að endurhönnun stofngatna, eftir því sem byggð og samgöngur þróast. Áherslur verði á aðgerðir og framkvæmdir sem dregið geta úr neikvæðum áhrifum umferðar á nærumhverfið og smærri staðbundnar aðgerðir til að bæta umferðarflæði. Tillögurnar verði grundvöllur samvinnu við ríkið við endurskoðun samgönguáætlunar og mótun annarra opinberra áætlana.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

47


1 // Inngangur

LEIÐARLJÓS

3

Aukin alþjóðleg samkeppnishæfni Höfuðborgarsvæðið býður upp á eftirsóknarvert umhverfi fyrir fólk, fyrirtæki og fjárfestingar. Miðkjarnar með nútíma samgöngum skapa möguleika á spennandi uppbyggingu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi um alla borgarbyggðina.

Um allan heim er þróunin sú að fólk og fyrirtæki sækja í auknum mæli á öflug borgarsvæði. Hefðbundnar hindranir eins og landamæri skipta æ minna máli og því getur það skipt sköpum fyrir Ísland að höfuðborgarsvæðið sé samkeppnishæft á alþjóðavísu. Höfuðborgarsvæðið keppir einkum við erlend borgarsamfélög um ungt vel menntað fólk og fyrirtæki. Höfuðborgarsvæðið stendur öðrum borgarsvæðum að baki hvað varðar efnahagsumsvif skapandi greina og ýmsa aðra þætti sem snerta lífskjör og samkeppnishæfni. Að óbreyttu er því hætta á að höfuðborgarsvæðið og þar með landið allt dragist aftur úr í samkeppni um fólk og fjármagn. Í Höfuðborgarsvæðinu 2040 er ein megináherslan á að auka samkeppnishæfni með því að skapa góð skilyrði fyrir þekkingariðnað og aðra vaxtarsprota. Einn helsti styrkleiki höfuðborgarsvæðisins er fólginn í nálægð við alþjóðlegar gáttir, Keflavíkurflugvöll og Sundahöfn. Þetta auðveldar fyrirtækjum aðgengi að erlendum mörkuðum. Atvinnulíf þarf að geta treyst á öfluga innviði s.s. nútímalegar samgöngur og örugg fjarskipti. Einnig skiptir sköpum að svæðið sé eftirsóknarvert til búsetu.

48

Höfuðborgarsvæðið sem eitt markaðs- og atvinnusvæði. Atvinnustarfsemi nýtur góðs af nýju hágæðakerfi sem einfaldar ferðamáta. Svæðið býður upp á fjölbreytt umhverfi fyrir ólíkar þarfir atvinnulífsins.


3 // Stefna

Eftirfarandi markmið, sem endurspegla leiðarljós 3, eru sett fram sem stefna Höfðborgarsvæðisins 2040:

3.1 3.2

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

Alþjóðleg samkeppnisstaða höfuðborgarsvæðisins verður styrkt með markvissu skipulagi sem samþættir skilvirkar samgöngur og eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði. Samstarf sveitarfélaga á suðvesturhorninu um hagkvæma byggðaþróun verður eflt.

49


3 // Stefna

markmið 3.1 Alþjóðleg samkeppnisstaða höfuðborgarsvæðisins verður styrkt með markvissu skipulagi sem samþættir skilvirkar samgöngur og eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði.

Til að atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu blómstri verður að

Miðstöð þekkingar og nýsköpunar með markvissri klasa

tryggja að samgöngur stuðli áfram að nálægð við erlenda

uppbyggingu vísinda- og tæknigarða nálægt tveimur

markaði og að landnotkun uppfylli þarfir ólíkrar atvinnu-

stærstu háskólum landsins. Háskólasjúkrahús mun styrkja

starfsemi. Bjóða þarf fyrirtækjum upp á eftirsóknaverða

samkeppnisstöðu höfuðborgarsvæðisins og auka hlutdeild

staðsetningarkosti á miðkjörnum eða samgöngu- og

þekkingargreina í hagkerfinu.

þróunarás þar sem Borgarlína, nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna einfaldar ferðalög fólks um höfuðborgar-

Tryggja verður að sjávarútvegur geti þróast áfram sem

svæðið. Ferðaþjónusta mun njóta góðs af uppbyggingu við

grunnatvinnugrein með því að festa í sessi hlutverk fiski-

samgöngu- og þróunarás og dreifa úr álagi við uppbyggingu

hafna og ýta undir nýsköpun sem tengist greininni.

gistirýmis og annarrar aðstöðu sem hefur hingað til mikið einskorðast við miðborg Reykjavíkur.

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög

3.1.1

3.1.5

SSH leiðbeinir sveitarfélögum við innleiðingu

miðkjarna verði mótað umhverfi sem laðar að nýjar

svæðisins s.s. nútímalega uppbyggingu á miðkjörnum og

fjárfestingar.

tengingu við vistvæna samgöngumáta.

3.1.2

3.1.6

Sveitarfélög tryggja að fiskvinnsla og önnur hafn-

SSH viðheldur upplýsingum um dreifingu starfa og

sækin starfsemi hafi nægt landrými við helstu fiskihafnir.

öðrum hagtölum sem tengjast þekkingargreinum, nýsköpun

Óskyldri starfsemi verði beint á samgöngu- og þróunarás

og ferðaþjónustu og gera aðgengilegar.

eftir því sem við á.

3.1.3

3.1.7

Í framsetningu fjögurra ára þróunaráætlann verði

m.a. horft til um atvinnuuppbyggingu í miðkjörnum og öðrum samgöngumiðum þróunarsvæðum.

3.1.4

SHH stuðlar að aukinni samvinnu við háskóla, há-

skólasjúkrahúss og annarra þekkingargeira um uppbyggingu nýrrar þekkingarmiðstöðvar.

50

Sveitarfélögin hafi til hiðsjónar að við uppbyggingu

stefnumiða sem bæta munu samkeppnishæfni höfuðborgar-

Sveitarfélögin marka stefnu um uppbyggingu gisti-

rýmis og annarrar aðstöðu fyrir ferðaþjónustu.

3.1.8

Strætó bs. vinnur að því að umgjörð almennings-

samgangna verði notendavæn fyrir erlenda ferðamenn og ýti þannig undir dreifingu ferðaþjónustu um höfuðborgarsvæðið.


3 // Stefna

Aðkoma og aðgerðir annarra 3.1.9 Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landspítalinn Háskólasjúkrahús vinni með sveitarfélögunum og SSH að markvissri uppbyggingu þekkingarmiðstöðvar og höfuðborgarsvæðisins sem háskólaborg.

Landskjarni

HÁSKÓLI

Svæðiskjarni

Landsspítali Háskólasjúkrahús

Bæjarkjarni Vaxtarmörk Vegir Borgarbyggð (2012)

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

Fiskihöfn Alþjóðaflugvöllur Vöruflutningahöfn Stóriðja

51


3 // Stefna

markmið 3.2 Samstarf sveitarfélaga á suðvesturhorninu um hagkvæma byggðaþróun verður eflt.

Mikilvægt er að gott jafnvægi sé í búsetuskilyrðum og þróun

Skilvirkar og öruggar samgöngur eru lykilatriði þegar sá

atvinnulífs á landinu öllu. Mörg mál sem snerta atvinnulífið

hópur sem sækir vinnu á höfuðborgarsvæðið frá nágranna-

og byggðarþróun krefjast að leitað sé hagkvæmra leiða sem

byggðum fer stækkandi. Á meginstofnvegum sem tengja

ná út fyrir mörk höfuðborgarsvæðisins við úrlausn þeirra s.s.

höfuðborgarsvæðið við nágrannabyggðir þarf að viðhalda

sorpmál og vöru- og fólksflutningar.

greiðu og öruggu flæði einka- og þungaumferðar. Auka þarf hlutdeild almenningssamgangna og samspil þeirra við nýtt

Horfa þarf heildstætt á samspil höfuðborgarsvæðisins við

hágæða almenningssamgöngukerfi - Borgarlínu.

suðvesturhornið og landið allt. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu leita leiða til að viðhalda gagnagrunni lykiltalna sem

Með stækkandi vöruflutningaskipum má búast við að þörf

nær yfir allt suðvesturhorn landsins. Einnig munu sveitar-

verði á nýrri vöruflutningarhöfn sem geti leyst Sundahöfn

félögin á höfuðborgarsvæðinu leita hagkvæmra lausna

að hólmi. Mikilvægt er að náið samstarf verði við ríkið og

í samstarfi við nágranna byggðir um úrlausn sorpmála

nágrannabyggðir um framtíðar staðsetningu megininnflutn-

og annarra mála sem lúta ekki landfræðilegum mörkum.

ingshafnar landsins.

Svæðisskipulagsnefnd og SSH 3.2.1

SSH kalli eftir að stofnað verði til formlegs samráðs

sett eru fram í svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í því

byggðar, samgöngur, sorpmál og önnur sameiginleg hags-

samstarfi sem nú er í gildi milli sorpssamlaga á suðvesturlandi.

munamál.

3.2.2

SSH safnar og miðlar lykiltölum um þróun byggðar

og samgangna á suðvesturhorninu.

3.2.3

Svæðisskipulagsnefnd metur áhrif fyrirhugaðrar

fólksfjölgunar á suðvesturhorninu við gerð fjögurra ára þróunaráætlunar.

52

3.2.4 Sorpu bs. fylgir eftir tillögum og markmiðum sem

landshlutasamtaka á suðvesturhorni landsins, um þróun

3.2.5

Kanna til hlítar möguleika og hagkvæmni þess

að tengja nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna við Keflavíkurflugvöll.


3 // Stefna

Sorpmeðhöndlun Fiskihöfn Alþjóðaflugvöllur Vöruflutningahöfn Stóriðja Raflínur Vegir Þéttbýli

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög

Aðkoma og aðgerðir annarra

3.2.6

3.2.8 Þátttaka landshlutasamtök á suðvesturhorni

Sveitarfélögin tryggja rými í aðalskipulags-

áætlunum fyrir öruggt og gott flæði bílaumferðar á megin-

landsins í uppbyggingu sameiginlegs gagnagruns um þróun

stofnvegum sem tengja höfuðborgarsvæðið og aðliggjandi

byggðar á suðvesturhorn landsins.

svæði. Sveitarfélögin taka frá rými í skipulagsáætlunum fyrir nýjar útfærslur meginstofnvega sbr. aðgerð 2.4.6.

3.2.7

3.2.9 Hafnir á höfuðborgarsvæðinu auki samvinnu með það að markmiði að auka hagkvæmni nýtingar hafnar-

Strætó bs. í samstarfi við landshlutasamtök á

aðliggjandi svæðum, vinni að því að gott samræmi sé milla almenningssamgangna sem mynda stærra leiðanet.

mannvirkja og hafnsöguskipa og að tryggja nægt framboð að lóðum fyrir hafnsækna starfsemi.

3.2.10 Hafnir á höfuðborgarsvæðinu skoði áfram kosti fyrir framtíðar aðalinnflutningshöfn landsins sem gæti tekið við af Sundahöfn í lengri framtíð.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

53


1 // Inngangur

LEIÐARLJÓS

4

Heilnæmt umhverfi og heilbrigt líf Vefur útivistarsvæða gefur fólki kost á reglulegri hreyfingu í daglegum athöfnum og endurnæringu í frítíma. Grænn vefur dregur fram sérkenni landslags og tengir bláþráð strandlengjunnar og grænan trefil í jaðri borgarbyggðar.

Hreint loft, ómengað drykkjarvatn, nálægð við útivistarsvæði og náttúrulegt umhverfi eru undirstaða þeirra lífsgæða sem felast í að búa á höfuðborgarsvæðinu og marka sérstöðu svæðisins umfram önnur borgarsvæði. Mikilvægt er að vernda óskert náttúrusvæði og tryggja að aukin ásókn skerði ekki verndargildi. Áhersla er lögð á að byggðin taki mið af sérkennum landslags sem vefur útivistarsvæða byggir á. Ár, lækir, hraunjaðrar og umhverfi þeirra mynda samhangandi svæði um dali og drög í landi og tryggja leiðir um byggðina frá fjöru til heiða. Strandlengja höfuðborgarsvæðisins verður eins og kostur er gerð aðgengileg. Um ströndina og önnur útivistarsvæði liggur net stíga sem gefur möguleika á umhverfisvænum og heilnæmum ferðamátum um samfelldar leiðir milli sveitarfélaga og borgarhluta. Mikilvægt er að tryggja gott aðgengi að fjölbreyttum strandsvæðum og greiðfæra leið milli þeirra og græna trefilsins.

54

Strandlengjan, grænir geirar og græni trefillinn opna á samfelldar útivistarleiðir um byggðina sem eru öllum aðgengilegar.


3 // Stefna

Eftirfarandi markmið, sem endurspegla leiðarljós 4, eru sett fram sem stefna Höfðborgarsvæðisins 2040:

4.1 4.2

4.3

4.4

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga aðgang að fjölbreyttum útivistarsvæðum sem hvetja til reglulegrar hreyfingar, náttúruupplifunar og jákvæðra félagslegra samskipta. Náttúruverndarsvæði eins og fólkvangar, friðlýst svæði, náttúruvætti, hverfisverndarsvæði og svæði á náttúruminjaskrá skapa höfuðborgarsvæðinu sérstöðu og gegna mikilvægu fræðslu- og útivistarhlutverki. Tækifæri til útivistar og ferðaþjónustu innan fólkvanga og fjallahrings höfuðborgarsvæðisins verða nýtt frekar. Hugað verður að samræmdri yfirstjórn og aðgerðum til að tryggja að not ólíkra hópa geti farið saman. Á höfuðborgarsvæðinu verði ávallt nægt framboð af hreinu ómeðhöndluðu drykkjarvatni með markvissri vernd vatnsbóla og aukinni samræmingu við nýtingu auðlindarinnar.

55


3 // Stefna

markmið 4.1 Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga aðgang að fjölbreyttum útivistarsvæðum sem hvetja til reglulegrar hreyfingar, náttúruupplifunar og jákvæðra félagslegra samskipta.

Á höfuðborgarsvæði eru fjölbreytt náttúruleg svæði sem

Grænir geirar liggja frá græna treflinum eftir stórum landslags-

nýta skal til útivistar, fræðslu, náttúruupplifana og endur-

dráttum s.s. um dali með hraunjöðrum, ám og lækjum, niður

næringar fyrir íbúa.

að strandlengjunni. Strandlengjan verði gerð eins aðgengileg

Græni trefillinn er sameiginlegt og samfellt útivistarsvæði

fjölbreytilegri útivistaraðstöðu og áningarstöðum. Hjáleiðir

við efri jaðar borgarbyggðarinnar. Trefillinn teygir sig frá

um nærliggjandi byggð verði skilgreindar þar sem landnotkun

Mógilsá í norðri til Helgafells í suðri og tengist þannig

og eignarhald takmarkar aðgengi.

og kostur er með samfelldum hjóla- og göngustígum,

fjalllendi Esjunnar, Bláfjallafólkvangi og jarðvangi Reykjanesfólkvangs. Trefillinn fléttar saman skógarteiga, hraun, vötn

Innihaldsríkir borgar- og bæjargarðar gegna mikilvægu hlut-

og fell. Áhersla er lögð á verndun sérstæðs landslags og

verki í þéttri byggð. Þeir eru eins konar græn lungu byggðar-

lífríkis. Þar er aðstaða til fjölbreyttrar útivistar svo sem

innar og hafa rannsóknir sýnt fram á að aðgengi að grænum

athafnasvæði hestamanna, golfvellir og fjölbreytt náttúra,

svæðum stuðlar að andlegri vellíðan og góðri lýðheilsu.

hraunbreiður og votlendi, ræktaður skógur og náttúrulegt

Í borgar- og bæjargörðum er aðstaða til leikja, samkomu-

kjarr. Í treflinum er skógrækt stunduð í sátt við sérkenni

halds og daglegrar endurnæringar. Tækifæri til ræktunar

landslags og náttúrufars, til skjóls og yndisauka, til bættra

matjurta í almenningsrýmum verða aukin til muna, í formi

útivistarskilyrða, til að hefta ösku- og jarðvegsfok og

skólagarða og almennra matjurtagarða. Laugardalur,

bindingar kolefnis og svifryks frá umferð.

Hljómskálagarður, Vatnsmýri, Klambratún, Öskjuhlíð, Víðistaðatún og Ullarnesbrekkur eru dæmi um garða

Græni stígurinn, samfelldur göngu- og hjólastígur tengir öll sveitarfélögin saman og liggur eftir treflinum endilöngum og áfram til norðurs og suðurs. Lega stígsins og staðsetning mikilvægustu aðkomusvæða kvarðast í aðalskipulagi sveitarfélaganna. Hesthúsahverfi eru samtengd með reiðsígum milli sveitarfélaga. Kannaður verði samstarfsgrundvöllur um frekari stefnumörkun, samræmdar aðgerðir og rekstur útivistaraðstöðu í græna treflinum og græna stígnum.

56

með þetta hlutverk.


3 // Stefna

Svæðisskipulagsnefnd og SSH 4.1.1

helstu útivistarsvæðum og net göngu, hjóla og reiðstígu SSH setur fram leiðbeinandi viðmið um útfærslu

sameiginlegra útivistarsvæða og stíga.

4.1.2

4.1.6 Sveitarfélögin leitist við að samræma aðgengi að

SSH viðheldur virkum kortagrunni og upplýsinga-

sem tengja sveitarfélögin saman.

4.1.7

Sveitarfélögin koma á reglubundnum samstarfs-

vettvangur umhverfis- og garðyrkjustjóra sveitarfélaganna

öflun um þróun græna trefilsins og sameiginlegra útivistar-

sem hafi það að markmiði að samræma þróun sameiginlegra

stíga í útmörk og með ströndinni.

útivistarsvæða.

4.1.3

Svæðisskipulagsnefnfd vinni fjögurra ára þróunar-

áætlun, þar sem dregið verður fram áform um framkvæmdir á sameiginlegum útivistarsvæðum.

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög

Aðkoma og aðgerðir annarra 4.1.8 Skógræktarfélag Íslands, Skógræktarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Skógrækt ríkisins aðstoði SSH um viðhald upplýsinga um skóga í græna treflinum.

4.1.4 Sveitarfélögin móti , í samvinnu við skógræktar-,

4.1.9 Svæðisnefnd Landssambands hestamanna og

náttúruverndar- og útivistarfélög frekari stefnu og mögu-

Vegagerðin aðstoði SSH um viðhald upplýsinga um reiðvegi.

legar aðgerðir, verndun og rekstur útivistaraðstöðu í græna treflinum

4.1.5

Sveitarfélög útfæri í aðalskipulagsáætlanir aðgerðar-

markmið 4.1. og gera sérstaklega grein fyrir útfærslu sameiginlegra útivistarsvæða s.s. græna trefilsins og helstu aðkomusvæða, græna stígsins, grænna geira og strandstígs.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

57


1 // Inngangur

Græni trefillinn Græni stígurinn Grænir geirar Strandstígur Útivistarleið um heiðar Útivistarleið um fjalllendi fólkvangur fjalllendi Vaxtarmörk Aðalvegir Aðrir vegir Vatnsföll Borgarbyggð (2012) Opin svæðI MÖRK HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

58


3 // Stefna

markmið 4.2 Náttúruverndarsvæði eins og fólkvangar, friðlýst svæði, náttúruvætti, hverfisverndarsvæði og svæði á náttúruminjaskrá skapa höfuðborgarsvæðinu sérstöðu og gegna mikilvægu fræðslu- og útivistarhlutverki í nálægð þéttbýlisins.

Mjög fjölbreytt náttúrufar er á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð

Mikilvægt er að lög um stjórn vatnamála séu höfð til grund-

þess við eldvirka sprungukerfið á Reykjaneshryggnum

vallar í skipulagsáætlun sveitarfélaga. Unnin verður stefna

skapar því sérstöðu meðal annarra borga. Mörg og víðáttu-

um flokkun og verndun vatnasviðs helstu áa á höfuðborgar-

mikil svæði hafa verið friðlýst undir ýmsum formerkjum eða

svæðinu: Elliðaáa og Hólmsár, Köldukvíslar og Leirvogsár,

njóta verndar á annan hátt til dæmis með vatnsvernd og

Blikdalsár og Laxár. Skoðað verður sérstaklega hvort slík

hverfisvernd. Fylgja þarf verndun svæða eftir með miðlun

vinna leiði til endurskoðunar á mörkum þeirra svæða sem

upplýsinga til almennings um tilgang með friðun, umgengnis-

eru á náttúruminjaskrá.

reglum og aðgerðum til að bætts aðgengis og að stýra umferð um viðkvæm svæði í ákveðna farvegi.

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög

4.2.1 SSH viðheldur virkum kortagrunni og upplýsinga-

4.2.4

öflun um svæði sem njóta verndar.

samræmi sérstaklega mörkun og aðgerðir á þeim svæðum

4.2.2 Svæðisskipulagsnefnd vinnur fjögurra ára þróunaráætlun þar sem fram koma áform um frekari verndun svæða eða breytingar á mörkum þeirra.

4.2.3 SSH mótar, í samvinnu við sveitarfélög og heilbrigðiseftirlit frekari stefnu og flokkar helstu vatnsföll á höfuðborgarsvæðinu m.t.t. laga um stjórn vatnamála.

Sveitarfélög útfæri í aðalskipulagi markmið 4.2.

sem virða ekki lögsögumörk s.s. stærri verndarsvæðum, ám og vatnasviðum.

4.2.5 Sveitarfélögin vinni að samræmdum umgengisreglum á verndarsvæðum.

Aðkoma og aðgerðir annarra 4.2.6 Umhverfisstofnun leggi til upplýsingar um friðlýst svæði og taki mið af fjögurra ára þróunaráætlun við gerð náttúruverndaráætlunar hverju sinni.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

59


3 // Stefna

markmið 4.3 Tækifæri til útivistar og ferðaþjónustu innan fólkvanga og fjallahrings höfuðborgarsvæðisins verða nýtt frekar. Hugað verður að samræmdri yfirstjórn og aðgerðum til að tryggja að not ólíkra hópa geti farið saman.

Fjalllendi Esjunnar og Reykjanesfjallgarðurinn er vettvangur

á skíðasvæðum og jafnvel stofnun Esjuvangs með tilheyr-

fjallamennsku, lengri útivistarleiða, ferðaþjónustutækifæra

andi landvörslu, umhverfisfræðslu og miðlun upplýsinga.

og vetraríþrótta. Landbúnaðarnytjar í fjalllendinu verði

Skoðaðir verði möguleikar á tengingu ferðamannaleið milli

óskertar svo fremi sem beitarþol og samkomulag um

Kjósar og Krísuvíkur um Mosfellsheiði, Bláfjallaveg og Kleifar-

verndun gefur tilefni til. Að teknu tilliti til beitarnota í Esjunni

vatn sem opna myndi nýjar og spennandi hringleiðir um

verði hugað sérstaklega að þeim tækifærum sem felast

suðvesturhorn landsins.

í útivist og ferðaþjónustu, þ.mt. heilsársnýtingu gistiskála

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög

4.3.1

4.3.4 Sveitarfélög útfæri í aðalskipulagsáætlanir

SSH aflar upplýsinga um ferðamennsku á jaðri

höfuðborgarsvæðisins og skoði möguleika á þeim tækifærum

markmið 4.3. og samræmi sérstaklega mörkun og aðgerðir

sem felast í að nýta fjallahringinn í auknu mæli til ferða-

innan fjallendis.

mennsku þannig að aðstöðuuppbygging fái aukin not.

4.3.2 SSH leitast við, í samvinnu við hlutaðeigandi sveitarfélög, að komið verði á samræmdri stjórn yfir fjallendi

4.3.5 Sveitarfélögin leitist við að samræma umgengisreglur á svæðum þar sem líkur eru á árekstrum milli ólíkra hagsmuna.

Esjunnar með að leiðarljósi að tryggja að ólíkir hagsmunahópar geti nýtt svæðið í sátt og samræmi sé í uppbyggingu og viðhaldi á stígum, girðingum og annarri aðstöðu.

Aðkoma og aðgerðir annarra

4.3.3

4.3.6 Mikilvægt er að eiga samstarf við Vegagerðina um

Svæðisskipulagsnefnd vinnar fjögurra ára þróunar-

áætlun þar sem fram koma áform um uppbyggingu ferðamannaaðstöðu og ferðamannaleiða.

60

þróun ferðamannavegar milli Kjósar og Krísuvíkur.


3 // Stefna

markmið 4.4 Á höfuðborgarsvæðinu verði ávallt nægt framboð að hreinu ómeðhöndluðu drykkjarvatni með markvissri vernd vatnsbóla og aukinni samræmingu við nýtingu auðlindarinnar.

Stuðla verður að hámarkshollustu neysluvatns á höfuð-

Um vatnsverndarsvæðið liggur einn fjölfarnasti þjóðvegur

borgarsvæðinu til framtíðar með því að koma í veg fyrir

landsins, Suðurlandsvegur. Þar er einnig Bláfjallavegur sem

óæskileg áhrif af völdum athafna, starfsemi og umsvifa á

liggur að stærsta skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins og

vatnsverndarsvæðum vatnsbóla á svæðinu. Með því verður

ferðamannasvæði við Þríhnúka. Huga þarf að mengunar-

tryggt að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi alltaf þau lífsgæði

vörnum við hönnun og endurgerð vega innan vatnsverndar-

að geta gengið að hreinu ómeðhöndluðu neysluvatni vísu.

svæða til að draga úr líkum á olíumengun vegna umferðar.

Neysluvatnsauðlindin er sameiginleg fyrir mest allt höfuð-

Einnig þarf að setja upp vegrið þar sem hætta er á útafakstri.

borgarsvæðið. Mikilvægt er að auka samstarf um nýtingu auðlindarinnar og vinna að aðgerðum sem stuðla að auknu

Nær vatnstökusvæðum á megin vatnstökusvæði höfuð-

öryggi neytenda.

borgarsvæðisins eru vegir sem liggja m.a. að skipulögðum útivistarsvæðum, skógræktarsvæðum, frístundabyggð og

Sameiginleg vernd er á neysluvatnsbólum sem þjóna borgar-

brunnsvæðum. Skipulagsáætlanir sveitarfélaga verða að

byggðinni og birtist hún í heilbrigðissamþykkt. Sveitar-

taka mið af ákvæðum vatnsverndar um viðhald og frágang

félögin verða að innleiða mörk vatnsverndarsvæða og reglu

vega, vegrið ofan brunnsvæða og fjarlægð bílastæða frá

samþykktarinnar í sínar aðalskipulagsáætlanir. Áhrifasvæði

brunnsvæðum.

vatnsbóla ná út fyrir lögsögumörk höfuðborgarsvæðisins. Nauðsynlegt er að eiga samráð við sveitarfélagið Ölfuss og Grindavíkurbæ um möguleg áhrif landnýtingar og framkvæmda innan skilgreindra svæða á neysluvatn höfuðborgarsvæðisins.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

61


3 // Stefna

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög

4.4.1 SSH viðheldur, í samvinnu við framkvæmdastjórn

4.4.6 Sveitarfélögin innleiða mörk vatnsverndarsvæða og

vatnsverndar, kortagrunni yfir samþykkt vatnsverndarsvæði

reglur heilbrigðissamþykktarinnar í sínar skipulagsáætlanir

og önnur áhrifasvæði vatnsbóla.

og vinna að því að markmiðum vatnsverndar verði ekki ógn-

4.4.2 Svæðisskipulagsnefnd upplýsir vatnsveitur um

að með landnotkun eða starfsemi innan vatnsverndarsvæða.

breytingar á mannfjöldaspám við gerð fjögurra ára þróun-

4.4.7 Sveitarfélögin taki mið af skilgreindu mannvirkja-

aráætlun og leitar eftir sameiginlegu mati á bestu nýtingu

belti á vatnsverndarsvæðum í sínum skipulagsáætlunum

auðlindarinnar.

og við veitingu framkvæmdaleyfa.

4.4.3 SSH leitar leiða til að auka samvinnu vatnsveitna

4.4.8 Vatnsveitur sveitarfélaganna leiti leiða til að koma

við að tryggja að íbúar á höfuðborgarsvæðinu eigi alltaf

á hringtenginu í neysluvatnskerfinu þannig að hægt sé að

kost á ómeðhöndluðu vatni jafnvel þó óhapp verði í

veita vatni frá mismunandi vatnsbólum til einstakra staða

einhverju vatnsbóli.

í dreifikerfinu.

4.4.4 SSH vinnur með framkvæmdastjórn vatnsverndar

4.4.9 Sveitarfélögum, vatnsveitur og, framkvæmdastjórn

að aukinni samræmingu eftirlits og viðbragðsáætlana á

vatnsverndar vinna áætlun um viðhald rennslislíkans með það

vatnsverndarsvæðum. Skilgreina þarf vegi og samgöngur

að markmiði að ákvarða með kerfisbundnum bætti hvar helst

um vatnsverndarsvæði sérstaklega m.t.t. hættumats.

skuli bera niður við mælingar og aðra upplýsingaöflun til að

4.4.5 SSH vinnur með sveitarfélögum og framkvæmda-

treysta frekar stoðir við skipulag vatnsverndar til framtíðar.

stjórn vatnsverndar að skilgreiningu á mannvirkjabelti um

4.4.10 Sveitarfélögin, framkvæmdastjórn vatnsverndar

vatnsverndarsvæðin með það að markmiði að einfalda mót-

meti þörf fyrir ákvæði um staðsetningu bílastæða á

vægisaðgerðir og viðbrögð við mengunaróhöppum.

Heiðmerkursvæðinu og lokun vega sé þeim ekki viðhaldið þar sem akstur um þá skapi of mikla hættu vegna verndunar vatnsgæða auk annarra takmarkana á umferð.

Aðkoma og aðgerðir annarra 4.4.11 Vegagerðin vinni í samvinnu við sveitarfélögin að mótvægisaðgerðum og reglubundinni vöktun á mengun frá vegum innan vatnsverndarsvæða. Sérstaka áherslu þarf að leggja á mótvægisaðgerðir á Suðurlandsvegi og Bláfjallavegi.

4.4.12 Landsnet taki mið af skilgreindu mannvirkjabelti við hönnun og lagningu háspennulína. Unnið verði að því að núverandi háspennulínur flytjist á mannvirkjabeltið þegar kemur að eðlilegri endurnýjun.

62


3 // Stefna

Vaxtarmörk Borgarbyggð (2012) Opin svæði Mörk höfuðborgarsvæðisins Vatnsvernd - Brunnsvæði Vatnsvernd - Grannsvæði

Vatnsvernd - Öryggissvæði vegna GRunnvatns og yfirborðsvatns Fólkvangar Háspennulínur Aðalvegir Aðrir vegir

Vatnsvernd - Fjarvæði

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

63


1 // Inngangur

LEIÐARLJÓS

5

Gott nærumhverfi eykur gæði borgarbyggðar Markviss uppbygging þjónustukjarna og nútíma almenningssamgöngukerfis eykur gæði nærumhverfis og bætir þjónustustig í almennri borgarbyggð. Góð almenningsrými hvetja íbúa til aukinnar útiveru og stuðla að bættri lýðheilsu.

Fjölbreytileiki svæðisins er mikils virði. Æskilegt er að

þróun og auka eftirspurn eftir minna og hentugra húsnæði

sveitarfélögin skapi sér mismunandi hlutverk til að styrkja

fyrir eldri borgara og þá sem hyggjast hefja búskap. Þannig

heildarmynd höfuðborgarsvæðisins. Undanfarin ár hefur

mun framboð af sérbýli og stærri eignum aukast að

dregið úr þjónustu í þeim hluta borgarbyggðar sem er í

einhverju leyti sjálfkrafa.

úthverfum, fjarri miðkjörnum. Mikilvægt er að tryggja að allir íbúar geti gengið að ákveðnum gæðum vísum í sínu nærumhverfi. Þau gæði geta þó aldrei verið þau sömu alls staðar, enda er eðli borgarbyggðar að bjóða upp á margbreytilegt umhverfi sem höfðar til ólíkra þarfa íbúa. Megin áhersla í Höfuðborgarsvæðinu 2040 er að stuðla að markvissri uppbyggingu þjónustukjarna sem tengdir eru saman með nútíma almenningssamgöngukerfi. Þessi áhersla leiðir einnig til betra aðgengis þeirra sem búa í dreifðri byggð í úthverfum að þjónustu í hverfiseiningum. Höfuðborgarsvæðið er á norðlægri breiddargráðu þar sem sól er lágt á lofti og sterkir vindar blása. Mikilvægt er að þróun byggðar og almenningsrýma dragi úr neikvæðum veðuráhrifum og stuðli að góðu aðgengi að sólríkum og skjólsælum svæðum. Á skipulagstímabilinu er gert ráð fyrir miklum breytingum í aldurssamsetningu og fjölskylduformi íbúa. Fjölgun í eldri aldurshópnum verður mjög mikil og heimilum með börn mun fækka. Þessar breytingar munu hafa áhrif á byggðar-

64

Höfuðborgarsvæðið er samansett úr ólíkum einingum sem tengjast saman innbyrðis og mynda sterkari heild. Innan þeirra geta íbúar sótt viðeigandi húsnæði, gæði og þjónustu. Hryggjastykki svæðisins er samgöngu og þróunarás.


3 // Stefna

Eftirfarandi markmið, sem endurspegla leiðarljós 5, eru sett fram sem stefna Höfðborgarsvæðisins 2040:

5.1 5.2

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

Borgarbyggðin mótist af viðmiðum 20 mínútna hverfisins.Byggð og umhverfi verður mótað út frá mannlegum þörfum og mælikvarða sem fellur að landslagi og styður samskipti og útiveru. Á höfuðborgarsvæðinu verði fjölbreyttur húsnæðismarkaður sem uppfylli þarfir íbúa. Hugað verður sérstaklega að framboði á húsnæði á viðráðanlegu verði.

65


3 // Stefna

markmið 5.1 Borgarbyggðin mótist af viðmiðum 20 mínútna hverfisins. Byggð og umhverfi verður mótað út frá mannlegum þörfum og mælikvarða sem fellur að landslagi og styður samskipti og útiveru.

Í stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 er lögð sérstök áhersla

hús, veitingastaðir og skjólgóð og sólrík almenningsrými.

á tuttugu mínútna hverfiseiningar. Hugmyndin er að íbúar

Æskilegt er að innan hverfiseiningar verði skólagarðar og

geti gengið að ákveðnum gæðum í þjónustu og umhverfi

matjurtagarðar til að stuðla að sjálfbærri ræktun. Leggja

innan 20 mínútna frá sínu heimili, hvort sem það er í þéttum

verður áherslu á að innan tuttugu mínútna hverfisins sé

miðkjarna eða úthverfi. Innan tuttugu mínútna hverfisein-

byggðin blönduð a.m.k. að ákveðnum hluta. Blöndun

ingarinnar eru íbúðir af öllum toga, margvíslegar starfsstöðvar

byggðar snýr ekki einungis að breytilegri starfsemi, heldur

og þjónusta af ýmsu tagi. Vel útfærð almenningsrými skipa

einnig því að húsnæði sé fjölbreytilegt og ýti undir eðlilega

mikilvægan sess í að hvetja íbúa til útiveru og gera þeim

aldurshringrás innan hverfa.

fært að sinna helstu erindum gangandi eða hjólandi. Með auknu þjónustustigi, betri almenningsrýmum og fleiri íbúum

Mikilvægt er að móta skjólgott og sólríkt borgarumhverfi

sem sinna sínum daglegu erindum innan hverfis, verður

þar sem leik- og dvalarsvæði og göngu- og hjólaleiðir verði

mannlífið í tuttugu mínútna hverfinu fjölskrúðugra og

í nánum tengslum við heimili. Lögð verði áhersla á að byggð

umhverfið líflegra.

verði felld vel að umhverfi og þétting taki mið af aðstæðum. Víða getur þétting byggðar bætt aðstæður, aukið skjól

Miðað verður við að innan tuttugu mínútna göngufjarlægðar

og gæði útivistarsvæða og styrkt rýmismyndun í þegar

eigi íbúar kost á grunnþjónustu eins og íþrótta- og tóm-

byggðum hverfum. Þó skal við þéttingu gæta þess að

stundastarfsemi, leikskóla, grunnskóla og matvöruverslun.

vernda staðbundin einkenni og byggingararf og halda

Ávallt verði aðgangur að biðstöð almenningssamgangna

í séreinkenni sveitarfélaganna. Með þéttari byggð er

með háu þjónustustigi og þjónustu sem styður við fjölbreytt

brýnt að tryggja gæði byggðar og ytra umhverfis.

mannlíf og samveru. Dæmi um slíka þjónustu eru kaffi-

Svæðisskipulagsnefnd og SSH 5.1.1

SSH mótar leiðbeiningar um ákjósanlegar útfærslur

Svæðisskipulagsnefnd vinnur fjögurra ára þróunar-

byggðarmynsturs sem stuðli að gæðum byggðar og sjálf-

áætlun í samvinnu við sveitarfélögin þar sem dregin verði

stæðum hverfiseiningum.

fram áform um uppbyggingu þjónustu.

5.1.2

SSH viðheldur upplýsingum um dreifingu þjónustu

s.s. verslunarhúsnæðis sbr. aðgerð 6.1.2.

66

5.1.3


3 // Stefna

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög

Aðkoma og aðgerðir annarra

5.1.4 Við útfærslu markmiðs 5.1. verða sveitarfélög að

5.1.6

gæta að verndun byggingararfs og umhverfis. Metið verði

um útfærslur og viðmið sjálfstæðra hverfiseininga.

hvort fyrirhuguð byggð kalli á húsakönnun og/eða um-

Skipulagsstofnun aðstoði við mótun leiðbeininga

hverfisgreiningu. Sérstök áhersla verði lögð á vel heppnaðar

5.1.7

útfærslur við þéttingu eldri byggðar.

um húsnæði sem nýtur friðunar.

5.1.5

Minjastofnun Íslands veiti aðgang að upplýsingum

Sveitarfélög útfæri í aðalskipulagsáætlunum mark-

mið um lýðheilsu og geri grein fyrir nánari útfærslu hjóla- og göngustíga sem stuðli að daglegri hreyfingu.

Garðlönd

Hverfisverslun og nærþjónusta

Fjölbreytt húsnæði

Leiksvæði og önnur dvalarsvæði

Göngu- og hjólaleiðir

Bókasafn / sundlaug og kaffihús

Leikskólar og grunnskólar

Borgarlína

Strætó

Starfsstöðvar Borgargarðar og stærri útivistarsvæði

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

67


3 // Stefna

markmið 5.2 Á höfuðborgarsvæðinu verði fjölbreyttur húsnæðismarkaður sem uppfylli þarfir íbúa. Hugað verður sérstaklega framboði á húsnæði á viðráðanlegu verði.

Lögð verði áhersla á að fjölga valkostum um íbúðagerðir og

húsnæðis á viðráðanlegu verði svo að allir íbúar hafi tök á að

eignarform á nýjum uppbyggingarsvæðum. Gera verður ráð

útvega sér húsnæði á almennum markaði. Með aukinni sam-

fyrir aukinni spurn eftir minni íbúðum vegna fjölgunar eldri

þættingu byggðarþróunar við almenningssamgöngur með

borgara og minnkandi fjölskyldustærðar. Tryggja skal framboð

hátt þjónustustig má lækka rekstrarkostnað heimila.

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög

5.2.1

5.2.5

SSH mótar, í samvinnu við sveitarfélögin, heild-

stæða húsnæðisstefnu með sérstaka áherslu á framboð húsnæðis á viðráðanlegu verði.

5.2.2

SSH viðhaldur gagnagrunni með upplýsingum um

þróun fólksfjölda, aldurssamsetningu og fjölskyldugerð með

Sveitarfélögin útfæri nánar húsnæðisstefnu í sínum

áætlunum.

2.2.6 Sveitarfélögin leggi reglulega til upplýsingar um þróun húsnæðismarkaðar.

reglulegum hætti og setur í samhengi við svæðisskipulagið

2.2.7

og framfylgd þess.

að auka hlutdeild húsnæðis á viðráðanlegu verði.

5.2.3

SSH viðheldur upplýsingar um þróun húsnæðismark-

Sveitarfélögin í samvinnu við ríkið leiti leiða til

aðar og hlutfall húsnæðis á viðráðanlegu verði hverju sinni.

Aðkoma og aðgerðir annarra

5.2.4 Svæðisskipulagsnefnd vinnur í samvinnu við

5.2.8 Hagstofan og Þjóðskrá veiti upplýsingar um þróun

sveitarfélögin, fjögurra ára þróunaráætlun, þar sem fram

lýðfræði og húsnæðismarkaðar.

kemur áætluð uppbygging íbúða flokkaðar eftir tegund, eignarhaldi og hvort þær falli undir viðmið um húsnæði

5.2.9 Skipulagsstofnun og Mannvirkjastofnun veiti leið-

á viðráðanlegu verði.

beiningar varðandi vel heppnaðar útfærslur á blönduðum hverfum og litlum ódýrum íbúðum.

5.2.10 Ríkisskattstjóri leiti leiða til að ná utan umfjölda og staðsetningu leiguíbúða í gegn um skattframtöl.

5.2.11 Skipulagsstofnun og Mannvirkjastofnun veita leiðbeiningar varðandi vel heppnaðar útfærslur á blönduðum hverfum og litlum ódýrum íbúðum.

68


1 // Inngangur

Tillaga รก vinnslustigi 21.mars 2014

69


3 // Stefna

70


3 // Stefna

LANDNOTKUN MEGINDRÆTTIR Megindrættir landnotkunar eru settir saman á þemakort til að gera áherslur Höfuðborgarsvæðisins 2040 sem sýnilegastar. Ekki er um eiginlegan skipulagsuppdrátt að ræða en sveitarfélögin verða að útfæra megindrætti landnotkunar til hliðsjónar við mótun aðalskipulagsáætlanir. Þeir þættir sem hafa bindandi staðsetningu, vaxtarmörk og vatnsverndarsvæði eru aðgengilegir í kortagrunni svæðisskipulagsins.

Skilgreiningar Landskjarni Svæðiskjarni Bæjarkjarni Vaxtarmörk AðalVegir Aðrir vegir Borgarbyggð (2012) Opinsvæði Landbúnaðarsvæð GRÆNI TREFILLINNi Fjalllendi Fólkvangur Mörk Höfuðborgarsvæðisins Háskóli Landsspítali Háskólasjúkrahús Fiskihöfn Vöruflutningahöfn Alþjóðaflugvöllur Stóriðja Vatnsvernd - Brunnsvæði Vatnsvernd - Grannsvæði Vatnsvernd - Fjarvæði Vatnsvernd - Öryggissvæði vegna GRunnvatns og yfirborðsvatns

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

71


1 // Inngangur

72

4


1 2 3

HVAÐ ER HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 2040? Inngangur Hvernig er Höfuðborgasvæðið 2040 frábrugðið eldra svæðisskipulagi? Hvernig ber að túlka Höfuðborgarsvæðið 2040? Skilgreiningar Sögulegt og landfæðilegt samhengi

HELSTU ÁSKORANIR Áframhaldandi vöxtur Fækkun í heimili og breyttar húsnæðisþarfir Samvinna enn í mótun Alþjóðleg samkeppnishæfni Breytingar í umhverfi - loft, lögur og láð Lýðheilsa

STEFNA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 2040 LEIÐARLJÓS 1: Hagkvæmur vöxtur höfuðborgarsvæðisins LEIÐARLJÓS 2. Skilvirkar samgöngur og nútímalegt samgöngukerfi LEIÐARLJÓS 3: Aukin alþjóðleg samkeppnishæfni LEIÐARLJÓS 4: Heilnæmt umhverfi LEIÐARLJÓS 5. Gott nærumhverfi. Landnotkun megindrættir

innleiðing og árangursmæling LEIÐARLJÓS 6: Árangursríkt samstarf um þróun höfuðborgarssvæðisins Innleiðing í skipulagsáætlanir Endurskoðun Árangursmæling

5

UMHVERFISMAT SVÆÐISSKIPULAGSTILLLÖGUNANR Tilgangur og nálgun Áfangaskipting Samræmi milli stefnu svæðisskipulags og matsspurninga

73


4 // Framgangur, innleiðing og árangursmæling

innleiðing og árangursmæling Forsenda þess að sýn Höfuðborgarsvæðisins 2040 nái

mikið svæðisbundið gildi verði ávallt náið samstarf á sam-

fram að ganga er sú að leiðarljós, markmið og aðgerðir séu

vinnuvettvangi sveitarfélaganna. Þau atriði sem einungis

innleiddar og mælikvarðar séu til staðar til að meta árangur

snerta staðbundna landnotkun er vísað til útfærslu í aðal-

hverju sinni.

skipulagsáætlun sveitarfélaga.

Innleiðing á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 er í höndum

Stefna Höfuðborgarsvæðisins 2040 tekur einnig til sam-

svæðisskipulagsnefndar, skrifstofu SSH, sveitarfélaga og

starfs sveitarfélaganna og birtist sem sérsttak leiðarljós.

byggðarsamlaga. Mikilvægt er að um þau atriði sem hafa

74


1 // Inngangur

LEIÐARLJÓS

6

Árangursríkt samstarf um þróun höfuðborgarssvæðisins Sveitarfélögin eiga í nánu samstarfi og styðja við framfylgd á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 til að tryggja sjálfbæran vöxt og hagkvæma byggðarþróun.

Stefnumótun um árangursríkt samstarf skapar umgjörð

Með aunku samstarfi eykst þörfin á virkum samstarfs-

fyrir nánara samstarf sveitarfélaganna sem leiðir til aukinnar

vettvangi og öflugu utanumhaldi. Skrifstofa SSH verður

hagkvæmni, betri samgangna, sjálfbærni í byggðarþróun

svæðisskipulagsnefnd til halds og trausts með framfylgd

og styður betri ákvörðunartöku við úrlausn sameiginlegra

Höfuðborgarsvæðisins 2040 og viðhaldi reglulega lykil-

hagsmunamála íbúa höfuðborgarsvæðisins.

tölum um byggðaþróun, aðstoði sveitarfélögin við mótun styttri þróunaráætlana, sameiginlegra leiðbeininga og annist eftirfylgni á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

75


4 // Framgangur, innleiðing og árangursmæling

Eftirfarandi markmið, sem endurspegla leiðarljós 6, eru sett fram sem stefna Höfðborgarsvæðisins 2040:

6.1 6.2

76

Skrifstofa SSH veður vettvangur virks samstarfs um þróun höfuðborgarsvæðisins. Metnaðarfullt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið liggi fyrir á hverjum tíma þar sem sett er fram sameiginleg stefna um hagkvæma og sjálfbæra byggðarþróun.


4 // Framgangur, innleiðing og árangursmæling

markmið 6.1 Skrifstofa SSH veður vettvangur virks samstarfs um þróun höfuðborgarsvæðisins.

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög

6.1.1

6.1.5

Svæðisskipulagsnefnd hefur yfirumsjón með svæðis-

Sveitarfélögin standa að starfi skrifstofu SSH og

skipulaginu. Skrifstofa SSH er hefur umsjón með rekstri

svæðisskipulagsnefndar og fela henni aukið stefnumótandi

svæðisskipulagsnefndar með skilvísri stjórnsýslu.

hlutverk í góðu samstarfi við skipulagsnefndir þeirra og

6.1.2

önnur stjórnvöld m.a. við: SHH viðheldur, í samvinnu við sveitarfélögin, lifandi

kortagrunni með tilvísun til samkomulags sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar að lútandi.

6.1.3

SSH viðheldur gagnagrunn svæðisskipulags, þar

sem lykiltölur um þróun byggðar eru uppfærðar reglulega, í það minnsta árlega.

6.1.4 SSH aðstoðar svæðisskipulagsnefnd við gerð

Gerð fjögurra ára þróunaráætlana fyrir höfuðborgarsvæðið að loknum sveitarstjórnarkosningum.

• •

Samráð við gerð aðalskipulags aðildarsveitarfélaga. Samráð við ríkisvaldið um gerð og framfylgd landsskipulagsstefnu.

6.1.6 Með tilvísun til samkomulags sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við LUKR um gagnagrunn svæðisskipulags

fjögurra ára þróunaráætlun í samvinnu við sveitarfélögin

munu sveitarfélögin skuldbinda sig til að skila inn gögnum

sem taka mið að uppfærðum mannfjöldaspám. Markmið

með markvissum og öruggum hætti, í það minnsta árlega.

þróunaráætlana er að stuðla að markvissri uppbyggingu höfuðborgarsvæðisins sem styður við markmið Höfuðborgarsvæðisins 2040. Þróunar áætlanir verða unnar af afloknum sveitarstjórnarkostningum.

Aðkoma og aðgerðir annarra 6.1.7

Samráð verði haft við viðeigandi stofnanir um gögn

sem snerta lykiltölur um þróun byggðar: Hagstofa, Þjóðskrá, Vegagerðin, Byggðastofnun, RSK, Landmælingar Íslands.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

77


4 // Framgangur, innleiðing og árangursmæling

markmið 6.2 Metnaðarfullt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið liggi fyrir á hverjum tíma þar sem sett er fram sameiginleg stefna um hagkvæma og sjálfbæra byggðarþróun.

Svæðisskipulagsnefnd og SSH

Aðildarsveitarfélög og byggðarsamlög

6.2.1

6.2.4 Sveitarfélögin skuldbinda sig til að umgangast

Svæðisskipulagsnefnd og Skrifstofa SSH fylgjast

með framfylgd skipulagsins og benda á sveitarfélögum

staðfest svæðisskipulag af festu og virðingu og innleiða

misræmi við aðalskipulagsáætlnir ef þörf er á.

í gildandi aðalskipulagsáætlanir.

6.2.2 Skrifstofa SSH hefur yfirumsjón með stjórnsýslu-

6.2.5 Við gerð aðalskipulags aðildarsveitarfélaganna

hluta svæðisskipulagsis, sér um reglulega uppfærslu

og endurskoðun þeirra skal byggja á stefnumörkun svæðis-

upplýsinga, tölfræðilega úrvinnslu, framsetningu skipulags-

skipulagsins.

ins, miðlun upplýsinga og samstarf við skipulagsyfirvöld í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og aðliggjandi sveitarfélögum.

Aðkoma og aðgerðir annarra

6.2.3 Svæðisskipulagsnefnd skal eftir skipun hennar

6.2.6 Skipulagsstofnun veitir leiðsögn um framfylgd,

í upphafi nýs kjörtímabils sveitarstjórnar leggja fram verk-,

viðhald og endurskoðun svæðisskipulagsins ef þörf er á.

tíma- og kostnaðaráætlun. Ávallt skal meta hvort þörf sé á að endurskoða svæðisskipulagið.

78


4 // Framgangur, innleiðing og árangursmæling

Innleiðing í skipulagsáætlanir Svæðisskipulag er rétthærra en aðalskipulagsáætlanir og

Aðalskipulag skal gera sérstaklega grein fyrir:

skulu sveitarfélögin gæta að innra samræmi skipulagsáætlana og að aðalskipulagsáætlanir og aðrar áætlanir vinni ekki

Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins skulu hafa innleitt stefnu

Sýn og stefnu sveitarfélagsins á legu mögulegrar Borgarlínu.

Höfuðborgarsvæðisins 2040 í aðalskipulagsáætlanir innan 18 mánaða frá samþykki þess.

Hlutverki sveitarfélags við útfærslu samgöngu- og þróunaráss sem mun tengja höfuðborgarsvæðið saman.

gegn stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040.

Hvernig uppbygging samræmist stefnu Höfuðborgar-

Sveitarfélögin skulu leggja fram tillögu að innleiðingu til

svæðisins 2040 með tilliti til viðmiða eins og þau birtast

svæðisskipulagsnefndar og SSH, sem munu fjalla um

í töflu 1 og töflu 2.

tillöguna ásamt fagráði og framkvæmdanefnd svæðisskipulagsnefndar. Tillagan skal gera grein fyrir framfylgd sveitarfélagsins við útfærslu á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 ásamt nánari stefnumótun og áætlanagerð eftir því sem á við.

Endurskoðun á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 Endurskoðun á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 skal

Um málsmeðferð á endurskoðaðri áætlun fer sem um gerð

eiga sér stað samkvæmt málsmeðferð eins og hún kemur

nýs svæðisskipulags væri að ræða. Ef niðurstaða svæðis-

fram í skipulagslögum og skipulagsreglugerð og skal vera

skipulagsnefndar er að svæðisskipulagið þarfnist ekki

í höndum svæðisskipulagsnefndar og SSH.

endurskoðunar heldur stefna þess áfram gildi sínu. Tilkynna þarf Skipulagsstofnun um niðurstöðu svæðisskipulags-

Að loknum sveitarstjórnarkosningum skal svæðisskipulags-

nefndar hvort endurskoða bera svæðisskipuag eða ekki.

nefnd koma saman og meta hvort ástæða sé til að endurskoða svæðisskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af

Allar breytingar sem gerðar eru á svæðisskipulagi kalla á

því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun svæðis-

málsmeðferð skv. 22.–25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

skipulagsins.

Í töflu 3 er settur fram rammi um hvaða atriði kalla á breytingar á svæðisskipulagi og hvernig málsmeðferð

Ennfremur skal svæðisskipulagsnefnd taka tillit til þess

er þá hátað. Meginreglan er að eftir því sem efnisatriðin

hvort forsendur, þ.m.t. efnhagaslega og samfélagsleg þróun

hafa meira svæðissbundi mikilvægi því meiri þörf er að

hafi breyst og hvort framfylgd svæðisskipulagsins hafi geng-

málsmeðferð breytinga sé formlegt breytingarferli.

ið eftir eins og aðvar stefnt.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

79


4 // Framgangur, innleiðing og árangursmæling

Tafla 3

Breytingar

Viðfangsefni

Málsmeðferð

Grundvallarbreyting á sýn og stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040

Vaxtarmörk

Formleg breyting á svæðisskipulagi skv. málsmeðferð 22. - 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Mikið svæðisbundið mikilvægi

Vatnsvernd Miðkjarnar, samgöngumiðuð þróunarsvæði Meginstofnvegir

Breyting á áætlun um byggðarþróun og/ eða landnotkun með svæðis-bundið gildi eða staðbundinni landnotkun með svæðisbundið gildi

Lega samgöngu og þróunaráss Lega borgarlínu Stofngötur Stofnstígar Breytingar á græna treflinum og sameiginlegum útivistarsvæðum. Staðsetning hafna og flugvalla

Matsskylda: Þau sveitarfélög sem óska eftir breytingum leita eftir áliti svæðisskipulagsnefndar hvort þörf sé á formlegri breytingu á svæðisskipulagi. Afgreiðsla svæðisskipulagsnefndar um hvort meðferð eigi að vera í samræmi þarf að fá staðfestingu hjá öllum aðildarsveitarfélögum.

Stór verslunarsamstæður (e. big box) af stærðargráðu sem hefur umtalsverð áhrif umfram nánasta umhverfi Stór iðnaðarsvæði af stærðargráðu sem hefur umtalsverð áhrif umfram nánasta umhverfi

Lítið svæðisbundið mikilvægi

80

Staðbundnar breytingar sem hafa áhrif á nærliggjandi sveitarfélög,

Aðalskipulagsbreyting

Staðbundnar breytingar sem hafa engin áhrif á nærliggjandi sveitarfélög

Hverfaskipulagsbreyting Deiliskipulagsbreyting

Landnotkunarbreytingar, t.d. í iðnaðarsvæði

Vísað til hlutaðeigandi sveitarfélaga

Vísað til sveitarfélags


4 // Framgangur, innleiðing og árangursmæling

Árangursmæling

Til þess að aðstoða við framfylgd á stefnu Höfuðborgassvæðisins 2040 mun SSH hafa umsjón með upplýsinga- og mælaborð með lykil skipulagstölum og annast útgáfu yfirlits um stöðu þróun skipulagsmála á höfuðborgarsvæðinu.

Leiðarljós 1 1.1

Í vinnslu....

1.2

Hagkvæmur vöxtur

Í vinnslu.....

Meginþunga vaxtar er beint að miðkjörnum og á samgöngumiðuð þróunarsvæði.

Úttekt á dreifingu uppbyggingar á miðsvæði, samgöngumiðuð þróunarsvæði og önnur uppbyggingarsvæði.

Fjöld, gerð, þéttleiki og vöxtur - íbúa íbúða, starfa og atvinnuhúsnæðis á miðkjörnum og samgöngumiðuðum þróunarsvæðum.

1.3

Úttekt á uppbyggingu miðað við áætlaða þörf

Varðveita gott landbúnaðarland og styrkja markað með staðbundin matvæli.

Stærð góðs landbúnaðarlands

Leiðarljós 2 Vistvænar samgöngur og nútímalegt samgöngukerfi 2.1

Íbúar og gestir hafa raunhæft val um hagkvæma og skilvirka samgöngumáta sem grundvallast á samþættingu samgöngumiðaðrar byggðarþróunar og eflingu vistvænna samgangna.

• •

Fjöldi fólksbifreiða í umferð á hvern íbúa Ferðavenjur ferðamáta með bifreiðum, almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi, hlutdeild og breytingar milli ára

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

81


4 // Framgangur, innleiðing og árangursmæling

2.2

Almenningssamgöngur mynda heildstætt tveggja laga kerfi. Hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum innan svæðisins árið 2040 verður a.m.k. 12%.

• • •

2.3

Lengd almenningssamgangnakerfis

Fjöldi íbúa sem býr í 5 mín fjarlægð frá næstu stöð.

Lengd kerfis með háu þjónustustigi

Fjöldi íbúa sem býr í 5 mín fjarlægð frá næstu stöð.

Fjöldi og hlutdeild notenda almenningssamgangakerfis og breytingar milli ára.

Stofnleiðir hjóla- og göngustíga tengja allt höfuðborgarsvæðið saman og auðvelda notkun virkra ferðamáta. Hlutdeild göngu- og hjólreiða í öllum ferðum innan svæðisins árið 2040 verður a.mk. 30%.

• •

2.4

Lengd hjólastígakerfis höfuðborgarsvæðisins, innan og milli sveitarfélaga. Fjöldi og hlutdeild gangandi og hjólandi og breytingar milli ára.

Meginstofnvegir tryggja greiða umferð fólks og vöru að og frá höfuðborgarsvæðinu með áherslu á alþjóðlegar megingáttir samgöngukerfis landsins. Á öðrum stofnvegum verður megináhersla lögð á að draga úr neikvæðum áhrifum umferðar á nærumhverfið.

• • •

Fjöldi ekinna km bifreiða á gatnakerfi Árlegt magn jarðefnaeldsneytis keypt á höfuðborgarsvæðinu Vegin meðal vegalengd frá heimili til vinnu eftir ferðamátum.

Leiðarljós 3 3.1

Aukin alþjóðleg samkeppnishæfni

Vel tengdir miðkjarnar bjóða uppá spennandi valkosti á öllu höfuðborgarsvæðinu fyrir nútíma atvinnulíf.

Fjöldi og vöxtur starfa og fyrirtækja á miðkjörnum, samgöngumiðuðum þróunarsvæðum og öðrum svæðum.

• •

3.2

Fjöldi og hlutfall starfandi og í virkri atvinnuleit Fjöldi ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu

Styrkja samkeppnisstöðu höfuðborgarsvæðisins með markvissri uppbyggingu vísindaog tæknigarða.

• • • •

Fjöldi sprotafyrirtækja og fjöldi starfa. Hlutdeild höfuðborgarsvæðisins í hagkerfi Íslands. Fjöldi fyrirtækja í vísinda- og tæknigarði og fjöldi starfa. Úttekt á stöðu sveitarfélaga við að skapa sér hlutverk í að styrkja samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins

82


4 // Framgangur, innleiðing og árangursmæling

3.3

Tryggja að með samgöngum og landnotkun að höfuðborgarsvæðið verði áfram í sem mestri nálægð við erlenda markaði.

3.4

Stærð lands undir atvinnustarfsemi

Tryggja að sjávarútvegur geti áfram verið grunn atvinnugrein með því að festa í sessi hlutverk fiskihafna og ýta undir nýsköpun sem tengist greininni.

• • • •

Fjöldi sjávarútvegsfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu Magn sjávarfangs sem er landað Fjöldi sprota- nýsköpunarfyrirtækja í sjávarútvegi FJöldi starfa í sjávarútvegi

.

3.5

Samstarf um byggðaþróun á suðvesturhorni landsins er aukin til muna.

• • •

Fjöldi funda með öðrum landshlutasamtökum. Fjöldi og hlutdeild ferðamáta milli höfuðborgarsvæðisins og nágrannasveitarfélaga Fjöldi og hlutfall erlendra ferðamanna til og frá höfuðborgarsvæðinu.

Leiðarljós 4 • • • •

Lengd göngustíga um græna trefilinn Lengd göngustígakerfis höfuðborgarsvæðisins. Magn CO2 útblásturs frá heimilum, fyrirtækjum og samgöngukerfis. Magn trjáræktar innan og utan vaxtamarka

Leiðarljós 5 5.1

Heilnæmt umhverfi

Gott nærumhverfi

Byggðarmynstur styðji við markmið um sjálfbærni. Nauðsynlegasta þjónusta verði innan 20 mínútna göngufjarlægðar, en verði misfjölbreytileg á mismunandi svæðum.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

Fjöldi íbúa sem býr innan við 20 mín göngufjarlægð frá:

• • • • • •

Samgöngu og þróunarás Miðkjörnum eða samgöngumiðum þróunarsvæðum Góðri matvöruverslun Starfi Almenningsgarði Útivistarsvæði

83


4 // Framgangur, innleiðing og árangursmæling

5.2

Brugðist verði við breytingum í aldurssamsetningu og fjölskyldumynstri. Styðja skal við fjölbreyttan húsnæðismarkað og valkosti í viðráðanlegu húsnæði, sem uppfylli þarfir íbúa. Stuðlað verði að jafnvægi á byggingarmarkaði og dregið úr þenslu og samdrætti.

• • • • • •

5.3

Útgáfa byggingarleyfa eftir fjölda, gerð og stærð íbúðarhúsnæðis. Fjöldi, gerð og stærð íbúðarhúsnæðis í byggingu. Fjöldi viðráðanlegs húsnæðis Fjöldi leigusamninga, leiguhúsnæðis og umsóknir húsaleigubóta. Fjöldi félagslegs húsnæðis Fjöldi sveitarfélaga sem hafa mótað sér húsnæðisstefnu

Byggð verði felld vel að umhverfi og þétting taki mið af aðstæðum. Vernda skal staðbundin sérkenni og byggingararf.

5.4

Mótaðar verði markvissar aðgerðir til að stuðla að bættri lýðheilsu.

Leiðarljós 6 Árangursríkt samstarf um þróun höfuð borgarsvæðisins 6.1

Skrifstofa SSH er efld og starfsemi hennar sem vettvangur frekara samstarfs á sviði stefnumótunar og skipulagsmála er fest í sessi.

• • •

6.2

Fjöldi funda á skrifstofu SSH FJöldi funda svæðisskipulagsnefndar Fjöldi verkefna

Metnaðarfullt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið liggi fyrir á hverjum tíma þar sem sett er fram sameiginleg stefna um hagkvæma og sjálfbæra borgarþróun.

Úttekt á framkvæmd og innleiðingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 20152040 í aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaga.

84


1 // Inngangur

Tillaga รก vinnslustigi 21.mars 2014

85


1 // Inngangur

86

5


1 2 3 4

HVAÐ ER HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 2040? Inngangur Hvernig er Höfuðborgasvæðið 2040 frábrugðið eldra svæðisskipulagi? Hvernig ber að túlka Höfuðborgarsvæðið 2040? Skilgreiningar Sögulegt og landfæðilegt samhengi

HELSTU ÁSKORANIR Áframhaldandi vöxtur Fækkun í heimili og breyttar húsnæðisþarfir Samvinna enn í mótun Alþjóðleg samkeppnishæfni Breytingar í umhverfi - loft, lögur og láð Lýðheilsa

STEFNA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 2040 LEIÐARLJÓS 1: Hagkvæmur vöxtur höfuðborgarsvæðisins LEIÐARLJÓS 2. Skilvirkar samgöngur og nútímalegt samgöngukerfi LEIÐARLJÓS 3: Aukin alþjóðleg samkeppnishæfni LEIÐARLJÓS 4: Heilnæmt umhverfi LEIÐARLJÓS 5. Gott nærumhverfi. Landnotkun megindrættir

innleiðing og árangursmæling LEIÐARLJÓS 6: Árangursríkt samstarf um þróun höfuðborgarssvæðisins Innleiðing í skipulagsáætlanir Endurskoðun Árangursmæling

UMHVERFISMAT SVÆÐISSKIPULAGSTILLLÖGUNANR Tilgangur og nálgun Áfangaskipting Samræmi milli stefnu svæðisskipulags og matsspurninga

87


5 // Umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar

Umhverfismat

Tilgangur og nálgun Tilgangur Tilgangur umhverfismats er að tryggja eftir föngum að

Lífstíl fólks með því að styðja við möguleika til að

umhverfisáhrif skipulagsáætlana séu metin við gerð þeirra

hreyfa sig dags daglega, t.d. til og frá vinnu eða á að-

og þannig stuðlað að því að tekið sé tillit til líklegra áhrifa við

gengilegum íþrótta- og útivistarsvæðum.

stefnumótunina. Áhrif eru almennt metin með því að skoða breytingar frá núverandi stöðu og þróun, þ.m.t. frá gildandi

Samfélag með því að tryggja íbúðarsvæði fyrir fjöl-

stefnu. Hins vegar með því að setja viðmið um æskilega

breytt húsnæði, blöndun húsagerða innan hverfa,

þróun og meta hvort stefna svæðisskipulagsins vísar í þá

almenningsrými sem veita möguleika á samveru og

átt. Við svæðisskipulagsvinnuna var síðari leiðin valin og

samskiptum ásamt góðu aðgengi að samgöngum og

sett fram viðmið um skipulag sem stuðlar að góðri lýðheilsu,

þjónustu.

sjálfbærri þróun og samkeppnishæfni (sjá að neðan). Engu að síður er gerð grein fyrir stöðu og þróun helstu mála sem

Efnahag með því að tryggja vel staðsett og vönduð

setja matið á sviðsmyndunum í samhengi við helstu áskor-

svæði fyrir fyrirtæki í fjölbreyttum atvinnugreinum,

anir sem takast þarf á við í skipulagi höfuðborgarsvæðisins

einkum þeim sem helst má vænta vaxtar í eða stuðla að

(3. kafli).

alþjóðlegri samkeppnishæfni í atvinnulífi; og með því að tryggja hagkvæm samgöngu- og veitukerfi.

Nálgun Mat á stefnumiðum er byggt upp út frá þeim þáttum sem

Athafnir dagslegs lífs með því að stuðla að góðu

hafa áhrif á lýðheilsu og lífsgæði fólks, en þeir eru: Lífsstíll,

aðgengi að nærþjónustu, grænum svæðum og öðrum

samfélag, efnahagur, athafnir dagslegs lífs, manngert um-

útivistarsvæðum og almenningsrýmum sem bjóða upp

hverfi, náttúrulegt umhverfi og hnattrænir umhverfisþættir

á margvíslega notkun.

(mynd bls. 89). •

Manngert umhverfi með því að stuðla að sveigjanlegu

Skipulag getur haft margvísleg áhrif á þessa þætti sem aftur

íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem stenst tímans tönn,

hafa áhrif á lýðheilsu og lífsgæði og því eru þeir kallaðir

aðlaðandi og fjölbreyttum almenningsrýmum, verndun

áhrifaþættir eða áhrifavaldar. Sem dæmi getur gott skipulag

byggingararfsins og góðum gæðum umhverfisins m.t.t.

haft jákvæð áhrif á:

umferðaröryggis, loftgæða, hljóðvistar og birtustigs.

88


5 // Umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar

Náttúrulegt umhverfi með því að haga landnotkun og

Viðmið um ákjósanlega þróun voru sett fram sem spurn-

grunnkerfum þannig að neikvæð áhrif á loftgæði, vatns-

ingar fyrir ofangreinda þætti og lögð áhersla á að þær næðu

gæði, landslag og náttúrufar séu lágmörkuð og að þróa

til eftirfarandi sjónarhorna:

byggð m.t.t. náttúruvár. 1. Lýðheilsu og lífsgæða í borgum. •

Hnattræn umhverfismál með því að haga landnotkun

2. Sjálfbærni borga.

og samgöngukerfum þannig að útblástur gróðurhúsa-

3. Alþjóðlegrar samkeppnishæfni borga.

lofttegunda verði sem minnstur og takmarka notkun

4. Stefnu íslenskra stjórnvalda í umhverfis-

auðlinda eins jarðefnaeldsneytis, er unnið gegn

og skipulagsmálum.

loftslagsbreytingum sem m.a. geta valdið hærra hitastigi og hækkun sjávarborðs. Skipulag sem stuðlar að

Til að tryggja það var m.a. stuðst við eftirfarandi heimildir

því að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni er líka hnattrænt

fyrir hvert sjónarhorn:

verkefni. 1. Módel um heilsuvænt skipulag þéttbýlis (e. Healthy Urban Planning) og verkefni alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar um þetta efni (Barton og Grant, 2006) 2. Evrópskt módel um sjálfbært skipulag þéttbýlis RFSC (e. Reference Framework for European Sustainable Cities) (RFSC, 2014). 3. Þættir sem hafa áhrif á samkeppnishæfni borga (PWC, 2012). 4. Yfirlit um stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða landnotkun (Skipulagsstofnun, 2013) auk viðeigandi stefnuskjala á sviði umhverfismála (sjá lista í heimildaskrá yfir stefnuskjöl). Þá var við nálgun umhverfismatsins tekið mið af áherslum í Samkomulagi um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á svæðinu samþykktu þann 24. ágúst 2012, en þar er m.a. sett fram markmið um hagkvæma og sjálfbæra borgarþróun. Matsþættir og matsspurningar fyrir mat á umhverfismatið má sjá í viðauka.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

89


5 // Umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar

Áfangaskipting Tveir áfangar Skipulagsvinnan og tilheyrandi umhverfismat skiptist í tvo

Sviðsmynd B gerði ráð fyrir að ný byggð yrði að mestu innan

megin áfanga. Í fyrri áfanganum voru mótaðar þrjár sviðs-

núverandi útmarka byggðarinnar en svigrúm yrði til nokkur-

myndir um mögulega byggðarþróun og þær bornar saman

ar uppbyggingar utan núverandi byggðar. Í sviðsmyndinni

m.t.t. viðmiða um lýðheilsu, sjálfbæra þróun og samkeppn-

var miðað við stofnbrautakerfið eins og það er í dag með

ishæfni. Í síðari áfanganum var samræmi einstakra stefnu-

fyrri áfanga Sundabrautar og að auki gert ráð fyrir nokkru

miða við viðmiðin yfirfarið. Matið í heild sinni er sett fram

fjármagni í óstaðsettar framkvæmdir til að bæta umferðar-

í umhverfisskýrslu sem er fylgiskjal með svæðisskipulags-

flæði og öryggi. Sviðsmyndin fól í sér töluverðar fjárfestingar

greinargerð.

í hágæðakerfi fyrir almenningssamgöngur, annað hvort

Vinna við matið í fyrri áfanga Matið í fyrra áfanga svæðisskipulagsvinnunnar fór þannig

15-20 km hraðvagnaleið eða 15-20 km léttlest. Hefðbundið strætisvagna­kerfi yrði rekið áfram.

fram að ráðgjafateymi svæðisskipulagsvinnunnar ásamt

Vinna við matið í síðari áfanga

svæðisskipulagsstjóra fóru sameiginlega yfir matsspurn-

Matsþættir og viðmið sem notuð voru í fyrri áfanga eru

ingar fyrir hverja sviðsmynd og mátu samræmi hennar við

notuð áfram í mati á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040

viðmið um lýðheilsu, sjálfbærni og samkeppnishæfni. Skýr-

(sjá töflu í viðauka).

sla úr þeim áfanga var lögð fyrir svæðisskipulagsnefnd sem tók ákvörðun um framhaldið á fundi sínum þann 17. janúar

Val á matsþáttum byggir á stigi og eðli svæðisskipulagsins

2014. Ákveðið var að vinna út frá sviðsmynd B sem gerði ráð

sem stefnumarkandi áætlunar sem nær fyrst og fremst til

fyrir að uppbyggingu yrði beint í auknum mæli inn á við en

borgarsvæðis. Í samræmi við þetta stig og eðli áætlunarinnar

þó þannig að tekið væri tillit til fyrirliggjandi áætlana sveitar-

er unnið út frá líkani Barton & Grant (2006) yfir þætti sem hafa

félaga um uppbyggingu.

áhrif á lýðheilsu og lífsgæði í borgum. Gengið var úr skugga um að þessir þættir næðu til allra þátta sem fjalla skal um í umhverfismati skv. lögum um umhverfismat áætlana.

Samræmi milli stefnu svæðisskipulags og matsspurninga Annar áfangi svæðisskipulagsvinnunnar snýst um að

Samanburðurinn segir til um hvort samræmi er við viðmið

setja fram stefnu fyrir málaflokka og viðfangsefni svæðis-

um lýðheilsu, sjálfbærni og alþjóðlega samkeppnishæfni og

skipulagsins. Þegar drög að stefnumiðum lágu fyrir frá

stefnu íslenskra stjórnvalda í málflokkunum. Samanburður-

faghópnum voru þau borin saman við matsspurningar og

inn gefur einnig vísbendingar um hvar má styrkja stefnuna

gengið úr skugga hvort samræmi eða ósamræmi væri milli

svo hún falli betur við viðmiðin.

stefnumiðanna og matsspurninganna. Í umfjölluninni var leitast við að draga fram neikvæð og jákvæð áhrif á viðkomandi umhverfisþátt og athuga hvort að stefnumiðin næðu til allra matsþátta og matsspurninga þeim tengdum. Sjá má drög að matstöflu í töflu 4 Matsþættir og matsspurningar fyrir mat á áhrifum byggðarþróunar á lýðheilsu og lífsgæði og töflu 6 sem er styttri samantekt.

90


5 // Umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar

Spurningum fyrir hvern þátt er svarað með því að gefa einkunn og tákna hana með lit, sem hér segir:

TAFLA 4 – Matsþættir og matsspurningar fyrir mat á áhrifum byggðarþróunar á lýðheilsu og lífsgæði.

Matsþáttur

Spurningar til að meta áhrif stefnu

Stefna svæðisskipulagsins í hnotskurn og samræmi við viðmið

Lífsstíll

1. Styður stefnan við breyttar

Stefnt er að breyttum ferðavenjum þar sem hærra hlutfall gangi, hjóli og ferðist

Umhverfi sem hvetur

ferðavenjur þ.e. hærra hlutfall

með almenningssamgöngum. Sett eru tölusett markmið, hlutdeild göngu- og hjól-

til hreyfingar og

gangandi og hjólandi og

reiða í öllum ferðum innan svæðisins fari úr 21% í dag í 30% árið 2040 og hlutdeild

vellíðunar.

farþega með almenningssam-

almenningssamgangna fari úr 4% í dag í 12% árið 2040. Stutt er við markmið um

göngum?

breyttar ferðavenjur með stefnu um þéttingu byggðar, uppbyggingu samgöngu- og þróunaráss, stuðning við stefnu um að draga úr bílastæðafjölda o.fl. Sjá nánar markmið númer 1.2, 2.1, 2.2, 2.3, 2.4 og aðgerðir þeim tengdum.

2. Styður stefnan möguleika til

Í stefnunni felst að íbúar höfuðborgarsvæðisins eigi greiðan aðgang að útivist-

hreyfingar og útiveru á græn-

arsvæðum nær og fjær. Bætt skilyrði til ræktunar skuli nýtt til trjáræktunar og

um svæðum innan hverfa?

matvælaframleiðslu. Áhersla er lögð á að allir íbúar hafi aðgang að útivistarsvæðum í nágrenni við heimilið og góðum hjóla- og gönguleiðum. Sjá nánar markmið 4.1, 5.1 og aðgerðir þeim tengdum tengdum.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

3. Styður stefnan við möguleika

Sett er stefna um gott aðgengi að græna treflinum í upplandi byggðarinnar sem og

til hreyfingar og útiveru í

strandlengju höfuðborgarsvæðisins með göngu- og hjólastígum. Fjalllendið norðan

náttúrulegu umhverfi, þ.e. við

þéttbýlisins og Reykjanesfjallgarðurinn verði vettvangur fjallamennsku, lengri

strönd, á grónum svæðum á

útivistarleiða, ferðaþjónustutækifæra og vetraríþrótta. Náttúruverndarsvæði gegna

jaðri byggðarinnar og í græna

mikilvægu fræðslu- og útivistarhlutverki í nágrenni þéttbýlisins.

treflinum?

Sjá nánar markmið 4.1, 4.2 og 4.3 og aðgerðir þeim tengdum.

91


5 // Umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar

TAFLA 4 frh.

Matsþáttur

Spurningar til að meta áhrif stefnu

Stefna svæðisskipulagsins í hnotskurn

Samfélag

1. Mætir stefnan áætluðum hús-

Stuðningur við fjölbreyttan húsnæðismarkað og valkosti í viðráðanlegu húsnæði

Félagsleg tengsl,

næðisþörfum, m.t.t. stærðar

sem uppfylli þarfir íbúa. Fjölbreyttar íbúðargerðir standi til boða og gert ráð fyrir

jafnræði, samheldni

íbúða og staðsetningar íbúðar-

hærra hlutfalli minni íbúða á svæðum með góðar almenningssamgöngur sem höfða

og þátttaka í sam-

svæða?

m.a. til eldri borgara og taka tillit til þeirrar þróunar að færri eru í heimili.

félaginu.

Leitað verður leiða til að taka saman upplýsingar um þróun lykiltalna á húsnæðismarkaði til að stuðla að því að nýtt húsnæði henti eftirspurn á markaði. Sjá nánar markmið 5.1, 5.2 og aðgerðir þeim tengdum. 2. Styður stefnan við möguleika

Sveitarfélögin leggi áherslu á fjölbreytt framboð af eignar- og leiguhúsnæði. Í kjörn-

á að blanda félagshópum í

um og á samgöngumiðuðum þróunarsvæðum verði blönduð byggð atvinnu- og

hverfum/borgarhlutum, t.d.

íbúða í sveigjanlegu húsnæði. Fjölbreytilegar húsagerðir standi til boða á upp-

með fjölbreyttri blöndun húsa-

byggingar- og þróunarsvæðum.

gerða?

Sjá nánar markmið 5.1 og 5.2 og aðgerðir þeim tengdum.

3. Ýtir stefnan undir að fólk nýti

Uppbygging í þéttri byggð styður við meira borgarlíf og aukna útiveru á sameig-

sér almenningsrými og stuðlar

inlegum opinberum svæðum í almenningsrými, s.s. torgum, grænum svæðum,

hún þannig að samskiptum

gangstéttum, stígum og opnum svæðum. Sett er fram stefna um að íbúar höfuð-

og samveru íbúa? Dæmi um

borgarsvæðisins eigi greiðan aðgang að vef fjölbreytilegra og innihaldsríkra útivist-

almenningsrými: Götur, torg,

arsvæða nær og fjær.

gangstéttar, stígar, græn

Sjá nánar markmið 1.2 og 4.1 og aðgerðir þeim tengdum.

svæði. 4. 4. Gerir stefnan öllum

Gert er ráð fyrir uppbyggingu almenningssamgangna og þéttleika byggðar sem

þjóðfélagshópum kleift að

styður við notkun almenningssamgangna. Þar með batnar aðgengi fyrir alla. Þéttari

ferðast auðveldlega um t.a.m.

byggð styttir vegalengdir við daglegar athafnir og bætir aðgengi fyrir alla. Um-

með almenningssamgöngum,

ferð einkabíla verður greið um meginstofnvegi og álag á stofnvegkerfið á ekki að

bílum, gangandi eða akandi að

aukast. Leyfileg uppbygging á völdum svæðum utan við núverandi byggð dregur

þjónustu, vinnustöðum o.fl. ?

úr jákvæðum áhrifum þéttingar byggðar og hefur um leið neikvæð áhrif á rekstur skilvirkra almenningssamgangna. Sjá nánar markmið 1.1, 1.2, 2.1, 2.2, 2.4, aðgerðir þeim tengdum.

92


5 // Umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar

TAFLA 4 frh.

Matsþáttur

Spurningar til að meta áhrif stefnu

Stefna svæðisskipulagsins í hnotskurn

Efnahagur

1. Veitir stefnan möguleika á

Stefnan veitir möguleika á fjölbreyttum atvinnusvæðum í bland við íbúðabyggð

Aðgengi að störfum

svæðum fyrir fjölbreytta at-

meðfram stofnæðum almenningssamgangna, í vel tengdum miðkjörnum og á

og alþjóðleg

vinnustarfsemi sem vænta má

þéttingarsvæðum. Þéttari byggð getur rutt jarðveginn fyrir fjölbreyttari starfsemi

samkeppnishæfni

vaxtar í á svæðinu ?

og samgöngumiðuð þróunarsvæði laði að sér fyrirtæki í þekkingargeira, nýsköpun

svæðisins.

og ferðaþjónustu. Góðar samgöngur styðji við sjávarútveginn og uppbyggingu fiskihafnar. Framboð verður af svæðum fyrir landfreka starfsemi í útjaðri byggðarinnar. Sjá nánar markmið 3.1 og 1.2 og aðgerðir þeim tengdum 2. Veitir stefnan möguleika á eft-

Stefnan gerir ráð fyrir þéttingu byggðar innan núverandi byggðasvæða og áherslu

irsóknarverðu búsetuumhverfi

á uppbyggingu innan kjarnasvæða á samgöngu- og þróunarás. Eftirspurn eftir

sem höfðar til fjölbreytts hóps

húsnæði á slíkum svæðum er meiri en á nýjum byggðasvæðum. Uppbygging nýrra

fólks og stuðlar að alþjóðlegri

íbúða í úthverfum er ekki líklegt til að svara eftirspurn á markaði eftir minni íbúðum,

samkeppnishæfni búsetu?

íbúðum á miðsvæðum og íbúðum innan núverandi byggðar. Ný vel tengd hverfi við samgöngu- og þróunarás og kjarna eru líklegri til að vera eftirsóknarvert búsetuumhverfi en illa tengd úthverfi. Markmið um að nauðsynleg þjónusta verði innan 20 mínútna göngufjarlægðar styður við gott búsetuumhverfi. Innan vaxtarmarka þéttbýlisins er möguleiki á nýjum svæðum fyrir sérbýli sem margir hafa áhuga á að búa í. Sjá nánar markmið 1.1, 1.2, 5.1, 5.2 og aðgerðir þeim tengdum.

3. Miðar stefnan að hagkvæmu samgöngukerfi?

Stefnt er að breyttum ferðavenjum með aukinni hlutdeild þeirra sem ferðast um með almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Slík stefna kemur mun betur út í kostnaðar- og ábatagreiningu fyrir notendur samgöngukerfa, hið opinbera og samfélagið allt heldur en stefna sem gerði ráð fyrir óbreyttum ferðavenjum. Því meiri sem breytingarnar verða á ferðavenjum, því betri áhrif á alla vegfarendahópa. Innan skilgreindra vaxtarmarka fyrir þéttbýlið er mögulegt að byggð verði ný úthverfi með dreifðri byggð sem eykur þörf fyrir einkabílinn, eykur vegalengdir milli vinnustaðar eða þjónustu og minnkar líkur á að fólk gangi, hjóli eða nýti sér almenningssamgöngur. Slík uppbygging getur hægt á þróun í breytingum á ferðavenjum og dregið úr hagkvæmni samgöngukerfisins. Sjá nánar markmið 1.1, 2.1, 2.2, 2.3, 2.4, aðgerðir þeim tengdum.

4. Veitir stefnan möguleika á

Sett er stefna um að auka samvinnu við nágrannabyggðir og að sorpsamlög á SV

hagkvæmu grunnkerfi veitna

horninu hafi samstarf um að finna hagkvæmar leiðir fyrir meðhöndlun úrgangs.

og sorphirðu?

Umfang þess svæðis sem sorphirða fer fram á og þjónusta þarf með veitukerfum innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins eykst talsvert ef byggð verða ný hverfi. Þéttari byggð á öðrum svæðum getur vegið þetta upp. Styttri kerfi eru hagkvæmari í rekstri og alla jafna er frekar hagræði að því að þétta byggð, þó það geti verið kostnaðarsamt að bæta við kerfin á byggðum svæðum og valdið ónæði. Sjá markmið 1.1 og 3.2, aðgerðir þeim tengdum.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

93


5 // Umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar

TAFLA 4 frh.

Matsþáttur

Spurningar til að meta áhrif stefnu

Stefna svæðisskipulagsins í hnotskurn

Athafnir daglegs lífs

1. Styður stefnan við gott fram-

Þéttari byggð í miðkjörnum og á samgöngumiðuðum þróunarsvæðum bætir

Gott umhverfi fyrir

boð af nærþjónustu?

daglegar athafnir.

skilyrði fyrir fjölbreytt framboð af nærþjónustu. Sett er markmið um að nauðsynlegasta þjónusta s.s. kaupmaðurinn á horninu, verði innan 20 mínútna göngufjarlægðar frá íbúum þéttbýlisins. Þeir sem búa nær kjörnum og samgöngumiðuðum þróunarásum geti búist við fjölbreyttara þjónustuframboði en þeir sem búa í úthverfum og dreifðari byggð. Sjá nánar markmið 1.1, 1.2 og 5.1 og aðgerðir þeim tengdum. Afmörkun vaxtarmarka utan um þéttbýlið veitir möguleika á uppbyggingu nýrra úthverfa sem dregur úr stuðningi við nærþjónustu. Lítil eftirspurn hefur reynst vera eftir því að byggja upp þjónustu og verslun í nýjum hverfum, ekki síst þegar gott framboð er af atvinnusvæðum sem eru meira miðsvæðis. Þetta hefur verið reynsla sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og hefur t.d. leitt til breytinga á skilmálum í skipulagi þar sem skipulagsskilmálar um uppbyggingu verslunar og þjónustu hafa verið felldir niður fyrir íbúðabyggð (dæmi: Sjáland, Norðlingaholt, Úlfarsárdalur) (Hlynur Torfi Torfason, 2012).

2. Stuðlar stefnan að styttri

Þétting byggðar býður upp á aðstæður til að ferðatími gangandi og hjólandi standi í

ferðatíma við daglegar

stað eða styttist þegar fleiri tækifæri verða til að búa miðsvæðis nær vinnustað og

athafnir?

aðstæður batna fyrir nærþjónustu innan hverfa. Í þéttri byggð getur verið erfitt og dýrt að stytta ferðatíma og draga úr umferðartöfum með uppbyggingu mannvirkja til að greiða fyrir bílaumferð. Með stefnu svæðisskipulagsins er meginþunga vaxtar beint að miðkjörnum og á samgöngumiðuð þróunarsvæði. Með því styttast ferðir fólks og ferðatími við daglegar athafnir. Stefna um gott aðgengi að nærþjónustu og stefna sem setur þéttbýlinu vaxtarmörk og dregur úr útþenslu byggðar stuðlar að styttri ferðatíma. Við óbreyttar ferðavenjur og megin uppbyggingu í úthverfum sýna sviðsmyndir að ferðatími mun aukast. Sjá nánar markmið 1.1, 1.2, 2.1, 5.1 og aðgerðir þeim tengdum. Möguleg uppbygging í úthverfum innan vaxtarmarka þéttbýlisins dregur úr jákvæðum áhrifum þéttingar og ferðatími íbúa þar við daglegar athafnir er líklegur til að vera langur.

3. Hefur stefnan áhrif á aðgengi

Sett er stefna um að varðveita skuli gott landbúnaðarland og styrkja markað með

að svæðum á jaðri byggðar-

staðbundin matvæli. Takmarka skal uppbyggingu sem skerðir gott landbúnað-

innar fyrir skógrækt, matjurta-

arland. Bætt skilyrði til ræktunar verði nýtt til trjáræktar og matvælaframleiðslu.

rækt eða landbúnað?

Tækifæri verði nýtt til matjurtaræktunar á opnum svæðum í almenningsrýmum innan þéttbýlisins . Sjá nánar markmið 1.2 og 4.1. og aðgerðir þeim tengd.

94


5 // Umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar

TAFLA 4 frh.

Matsþáttur

Spurningar til að meta áhrif stefnu

Stefna svæðisskipulagsins í hnotskurn

Manngert umhverfi

1. Veitir stefnan möguleika á að

Í kjörnum og á samgöngumiðuðum þróunarsvæðum er stefnt að blandaðri byggð

Gæði manngerðs

atvinnu- og íbúðarsvæði bjóði

atvinnu- og íbúða í sveigjanlegu húsnæði í góðum tengslum við almenningssam-

umhverfis.

upp á sveigjanlega notkun

göngur.

eftir því sem þarfir íbúa og

Sjá markmið 1.2 og aðgerðir því tengdu.

atvinnustarfsemi breytast? 2. Styður stefnan við að til verði

Almenningsrými verði vel útfærð og hvetji íbúa til útiveru. Borgarumhverfi verði vel

almenningsrými af góðum

hannað með skjólgóðu og sólríku borgarumhverfi með hentugum almenningsrým-

gæðum, m.t.t. efnisnotkunar,

um s.s. leik- og dvalarsvæðum, göngu og hjólaleiðum.

gróðurs og fjölbreyttra

Sjá markmið 5.2. og aðgerðir því tengdu.

nýtingarmöguleika? 3. Styður stefnan við aukin gæði

Engin bein stefna er sett um umferðaröryggi og hljóðvist en önnur stefnumið geta

byggðarinnar hvað varðar

haft áhrif á þessa tvo þætti.

umferðaröryggi og hljóðvist?

Stefnt að því að hlutdeild ferða með bílum minnki sem hefur jákvæð áhrif á hljóðvist. Lögð er áhersla á að fólk geti farið ferða sinna gangandi og hjólandi og að stærri hluti ferða verði farin með almenningssamgöngum. Með því aukast gæði byggðar hvað varðar umferðaröryggi og hljóðvist. Sett er stefna um að aukning afkastagetu stofnvega með fjölgun akreina komi ekki niður á lífsgæðum íbúa í nærumhverfi þar sem tryggja þarf umferðaröryggi og hljóðvist. Sjá nánar umfjöllun um markmið 2.1 og 2.4 og aðgerðir þeim tengdum.

4. Styður stefnan við varðveislu

Við þéttingu skal gæta þess að vernda staðbundin einkenni og byggingararf og

byggingararfs og sérkenna

halda í sérkenni sveitarfélaganna.

hins byggða umhverfis höfuð-

Sjá nánari umfjöllun um leiðarljós 5, markmið 5.1. og aðgerðir þeim tengdum.

borgarsvæðisins?

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

95


5 // Umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar

TAFLA 4 frh.

Matsþáttur

Spurningar til að meta áhrif stefnu

Náttúrulegt

1. Stuðlar stefnan að bættum

umhverfi

loftgæðum?

Stefna svæðisskipulagsins í hnotskurn

Stefna um breyttar ferðavenjur þar sem auka á hlutdeild gangandi, hjólandi og almenningssamganga draga úr neikvæðum áhrifum umferðar á loftgæði. Ef stefnt

Virðing fyrir náttúru

væri áfram að því að viðhalda núverandi hlutfalli einkabíla má ætla að loftmengun

og viðhald vistkerfa.

gæti farið oftar yfir viðmiðunarmörk en nú er og þá sérstaklega ef horft er til viðmiða um svifryk. Við endurbætur og hönnun á öðrum stofnvegum verðu lögð áhersla á að draga úr neikvæðum áhrifum umferðar á nærumhverfið. Stefna um að meginþunga vaxtar sé beint að miðkjörnum og á samgöngumiðuð þróunarsvæði styður við stefnu um breyttar ferðavenjur sem dregur úr neikvæðum áhrifum umferðar á loftgæði. Sjá markmið 1.2, 2.1, 2.2, 2.3, 2.4 og aðgerðir þeim tengdum. 2. Lágmarkar stefnan áhrif á neysluvatn?

Tryggt verður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi alltaf aðgang að hreinu og ómeðhöndluðu neysluvatni, vatnsbólin verði vernduð og nýting vatnsauðlindarinnar verði sjálfbær. Tryggja þarf að kröfur um eftirlit á vatnsverndarsvæðum sé óháð lögsögumörkum og viðbragðsáætlanir samrýmdar Sjá markmið 4.4 og aðgerðir því tengdu.

3. Lágmarkar stefnan röskun á óhreyfðu landi?

Skilgreind vaxtarmörk fyrir þéttbýlið takmarka röskun á óhreyfðu landi. Það dregur úr jákvæðum áhrifum stefnunnar að innan vaxtarmarkanna er óhreyft land sem verður heimilt að raska. Á móti kemur að það eru jákvæð áhrif af því að skýra skil þéttbýlis og dreifbýlis. Sjá nánar markmið 1.1 og aðgerðir því tengdu.

4. Lágmarkar stefnan hættu vegna náttúruvár?

Stefnan gerir ráð fyrir að unnin verði greining á almannahættu vegna náttúruvár á höfuðborgarsvæðinu og rýmingaráætlun í samvinnu við almannavarnir. Gert er ráð fyrir að byggð sé að jafnaði ekki valinn staður í meira en 100m hæð yfir sjávarmáli þar sem úrkoma og lágt hitastig hafa takmarkandi áhrif á umferð um svæðið. Sjá nánar markmið 1.1 og 2.4 og aðgerðir þeim tengd. Möguleg uppbygging í úthverfum í yfir 100 m hæð yfir sjávarmáli dregur úr jákvæðum áhrifum stefnunnar. Miðað við skilgreind vaxtarmörk fyrir byggðina getur ný byggð risið í Vatnsendakrika og Vatnsendahlíð í Kópavogi og Helgafellslandi í Mosfellsbæ.

96


5 // Umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar

TAFLA 4 frh.

Matsþáttur

Spurningar til að meta áhrif stefnu

Hnattræn

1. Hefur stefnan þau áhrif að það

Stefna svæðisskipulagsins í hnotskurn

Stefna um breyttar ferðavenjur þar sem auka á hlutdeild gangandi, hjólandi og

umhverfismál

dragi úr útlosun gróðurhúsa-

almenningssamganga draga úr neikvæðum áhrifum umferðar á loftgæði. Ef stefnt

Loftslagsbreytingar

lofttegunda?

væri áfram að því að viðhalda núverandi hlutfalli einkabíla má ætla að loftmengun

og líffræðileg fjöl-

gæti farið oftar yfir viðmiðunarmörk en nú er og þá sérstaklega ef horft er til við-

breytni.

miða um svifryk. Við endurbætur og hönnun á öðrum stofnvegum verðu lögð áhersla á að draga úr neikvæðum áhrifum umferðar á nærumhverfið. Út frá sviðsmyndagreiningu verður útblástur gróðurhúsalofttegunda minni en áætlað er miðað við óbreytta þróun. Sjá markmið 2.1, 2.2, 2.3, 2.4 og aðgerðir þeim tengdum. 2. Stuðlar stefnan að minni notkun jarðefnaeldsneytis?

Stefna um breyttar ferðavenjur þar sem auka á hlutdeild gangandi, hjólandi og almenningssamganga stuðlar að minni notkun jarðefnaeldsneytis. Ef stefnt væri áfram að því að viðhalda núverandi hlutfalli einkabíla má ætla að notkun jarðefnaeldsneytis muni aukast. Sjá markmið 2.1, 2.2, 2.3, 2.4 og aðgerðir þeim tengdum.

3. Tekur stefnan tillit til mögulegrar hækkunar sjávarborðs?

Sett er stefna um að taka þurfi tillit til hækkunar sjávar með staðsetningu byggðar við ströndina og setningu lágmarkskvóta. Sjá nánar umfjöllun um markmið 1.1 og aðgerðir því tengdu.

4. Hefur stefnan áhrif á svæði

Stefnan hefur áhrif á votlendi sem forðast skal að skerða á svæði á Esjumelum

sem falla undir ákvæði nátt-

(LMÍ Corine, 2006). Það er nú innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins og einnig

úruverndarlaga um líffræði-

skilgreint sem byggðasvæði í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

lega fjölbreytni?

Að öðru leyti tekur stefnan tillit til ákvæða náttúruverndarlaga um líffræðilega fjölbreytni og verndarsvæða. Sjá markmið 1.1. og aðgerðir því tengdu

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

97


5 // Umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar

Í hnotskurn Í töflu 5 má sjá yfirlit yfir hvaða markmið í stefnu svæðisskipulagstillögunnar hafa mest áhrif á matsþættina sem eru til skoðunar í umhverfismatinu.

TAFLA 5 – Yfirlit yfir tengsl matsþátta í umhverfismati og markmiða í stefnu svæðisskipulagsins.

1. Hagkvæmur

2. Skilvirkar

3. Sókn og

4. Heilnæmt

5. Gott

vöxtur

samgöngur

samkeppnishæfni

umhverfi

nærumhverfi

Lífstíll

1.1

1.2

2.1

2.2

Samfélag

1.1

1.2

2.1

2.2

Efnahagur

1.1

1.2

2.1

2.2

Athafnir daglegs lífs

1.1

1.2

2.1

1.2

2.1

Manngert umhverfi

2.3

2.3

2.4

4.1

2.4

4.1

2.4

3.1

4.2

4.3

3.2 4.1

1.1

1.2

2.1

2.2

2.3

2.4

Hnattræn Áhrif

1.1

1.2

2.1

2.2

2.3

2.4

Stefnan hefur verið rýnd með tilliti til áhrifa á lýðheilsu og

4.4

Stefnan veitir möguleika á fjölbreyttum atvinnusvæðum. Þéttari byggð getur skapað aðstæður

stefnunnar við stefnu íslenskra stjórnvalda í umhverfis- og

fyrir fjölbreyttari starfsemi auk þess sem framboð

skipulagsmálum. Almennt leiðir stefnan til jákvæðra áhrifa á

verður af svæðum fyrir landfreka starfsemi í útjaðri

umhverfið. Hér eru dregin fram nokkur stefnumið úr svæðis-

byggðarinnar.

betur utan um tengsl stefnunnar við matsþættina.

Í þéttri byggð er líklegra að aðgengi verði að húsnæði í líflegu borgarumhverfi sem hefur góð

Þétting byggðar með samgöngu og þróunarás hefur víð-

áhrif á lífsgæði.

tæk jákvæð áhrif. Uppbygging í þéttri byggð styður við meira borgarlíf og aukna útiveru á sameiginlegum opin-

Stefna um gott aðgengi að grænum svæðum

berum svæðum í almenningsrými, s.s. torgum, grænum

innan og utan þéttbýlisins hefur m.a. jákvæð áhrif

svæðum, gangstéttum, stígum og opnum svæðum og

á lífsstíl, samfélag og athafnir daglegs lífs.

bætir alþjóðlega samkeppnishæfni svæðisins til búsetu.

Í mörgum tilfellum dregur það úr jákvæðum

Stefnu um breyttar ferðavenjum þar sem hærra hlutfall

áhrifum stefnu um þéttingu byggðar og breyttrar

gangi, hjóli og ferðist með almenningssamgöngum

ferðavenjur að ennþá er gert ráð fyrir rými fyrir

hefur jákvæð áhrif á alla matsþætti og bætir aðgengi

nýja byggð/úthverfi innan vaxtarmarkanna sem

fyrir alla.

getur orðið dreifð og óhagkvæm og gengur á óhreyft land.

98

5.1

5.2

5.1

5.2

5.1

lífsgæði í borgum, sjálfbærni, samkeppnishæfni og samræmi

skipulaginu, hvaða áhrif þau hafa á matið og hvar taka mætti

5.2

5.1

2.4

Náttúrulegt Umhverfi

5.1

5.2


5 // Umhverfismat svæðisskipulagstillögunnar

• •

Stefnt er að varðveislu landbúnaðarlands en styrkja

Í töflu 6 er samantekt á áhrifum stefnunnar á matsspurn-

mætti stefnu um matjurtarræktun t.d. í og við þéttbýlið.

ingar í umhverfismatinu. Niðurstaðan gefur vísbendingu um hversu vel stefna svæðisskipulagsins samræmist viðmið-

Taka mætti betur utan um tengsl stefnunnar við bætt

um umhverfismatsins. Matið mun halda áfram að mótast

loftgæði, umferðaröryggi, hljóðvist og minni notkun

m.a. í vinnu faghópa svæðisskipulagsins. Matið ver nú

jarðefnaeldsneytis.

kynnt almenningi og umsagnaraðilum sem geta tekið þátt í mótun matsins með ábendingum sínum og athugasemdum. Samspil skipulags og umhverfis er margþætt og æskilegt að sjónarmið og þekking komi víða að við mótun matsins.

TAFLA 6 – Samantekt; matsþættir og matsspurningar fyrir mat á áhrifum byggðarþróunar á lýðheilsu og lífsgæði.

Matsþáttur

Spurningar til að meta áhrif stefnu Litur sýnir samræmi stefnu svæðisskipulagstillögu við matsspurningar

Lífsstíll Umhverfi sem hvetur til hreyfingar og vellíðunar.

1. 2. 3.

Styður stefnan við breyttar ferðavenjur þ.e. hærra hlutfall gangandi og hjólandi og farþega með almenningssamgöngum? Styður stefnan möguleika til hreyfingar og útiveru á grænum svæðum innan hverfa? Styður stefnan við möguleika til hreyfingar og útiveru í náttúrulegu umhverfi, þ.e. við strönd, á grónum svæðum á jaðri byggðarinnar og í græna treflinum?

Samfélag Félagsleg tengsl, jafnræði, samheldni og þátttaka í samfélaginu.

1. Mætir stefnan áætluðum húsnæðisþörfum, m.t.t. stærðar íbúða og staðsetningar íbúðarsvæða? 2. Styður stefnan við möguleika á að blanda félagshópum í hverfum/borgarhlutum, t.d. með fjölbreyttri blöndun húsagerða? 3. Ýtir stefnan undir að fólk nýti sér almenningsrými og stuðlar hún þannig að samskiptum og samveru íbúa? Dæmi um almenningsrými: Götur, torg, gangstéttar, stígar, græn svæði. 4. Gerir stefnan öllum þjóðfélagshópum kleift að ferðast auðveldlega um t.a.m. með almennings-samgöngum, bílum, gangandi, akandi að þjónustu, vinnustöðum o.fl.? 5. Veitir stefnan möguleika á svæðum fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi sem vænta má vaxtar í á svæðinu?

Efnahagur

1.

Veitir stefnan möguleika á eftirsóknarverðu búsetuumhverfi sem höfðar til fjölbreytts hóps fólks og stuðlar að alþjóðlegri samkeppn-

Aðgengi að störfum og alþjóðleg samkeppnishæfni svæðisins.

2. 3.

ishæfni búsetu? Miðar stefnan að hagkvæmu samgöngukerfi? Veitir stefnan möguleika á hagkvæmu grunnkerfi veitna og sorphirðu?

Athafnir daglegs lífs Gott umhverfi fyrir daglegar athafnir.

1. 2. 3.

Styður stefnan við gott framboð af nærþjónustu? Stuðlar stefnan að styttri ferðatíma við daglegar athafnir? Hefur stefnan áhrif á aðgengi að svæðum á jaðri byggðarinnar fyrir skógrækt, matjurtarækt, eða landbúnað?

Manngert umhverfi Gæði manngerðs umhverfis.

1.

Veitir stefnan möguleika á að atvinnu- og íbúðarsvæði bjóði upp á sveigjanlega notkun eftir því sem þarfir íbúa og atvinnustarfsemi

2. 3. 4.

breytast? Styður stefnan við að til verði almenningsrými af góðum gæðum, m.t.t. efnisnotkunar, gróðurs og fjölbreyttra nýtingarmöguleika? Styður stefnan við aukin gæði byggðarinnar hvað varðar umferðaröryggi og hljóðvist? Styður stefnan við varðveislu byggingararfs og sérkenna hins byggða umhverfis höfuðborgarsvæðisins?

Náttúrulegt umhverfi Virðing fyrir náttúru og viðhald vistkerfa.

1. 2. 3. 4.

Stuðlar stefnan að bættum loftgæðum? Lágmarkar stefnan áhrif á neysluvatn? Lágmarkar stefnan röskun á óhreyfðu landi? Lágmarkar stefnan hættu vegna náttúruvár?

Hnattræn umhverfismál Loftslagsbreytingar og líffræðileg fjölbreytni.

1. 2. 3. 4.

Hefur stefnan þau áhrif að það dragi úr útlosun gróðurhúsalofttegunda? Stuðlar stefnan að minni notkun jarðefnaeldsneytis? Tekur stefnan tillit til mögulegrar hækkunar sjávarborðs? Hefur stefnan áhrif á svæði sem falla undir ákvæði náttúruverndarlaga um líffræðilega fjölbreytni?

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

99


Heimildaskrá

Eftirfarandi áætlanir, stefnur og rannsóknir voru hafðar til hliðsjónar við mótun viðmiða í umhverfismati sviðsmyndanna. Umhverfismat sviðmyndanna gefur sterka vísbendingu um hversu vel sviðsmyndirnar samræmast eftirfarandi stefnuskjölum. Barton, H. og Grant, M. 2006. A health map for the local human habitat. The Journal for the Royal Society for the Promotion of Health, 126(6), 252-253.

RFSC. 2014. Reference framework for european sustainable cities, a toolkit for the integrated approach.Sótt 25. september 2013 af http://www.rfsc-community.eu.

PWC, 2012. Northern Lights, the Nordic Cities of Opportunity. Sótt 14. nóvember 2013 af http://www.pwc.com/en_GX/gx/psrc/pdf/northern-lights-2012.pdf Skipulagsstofnun, 2013. Yfirlit um stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða landnotkun. uppfært með viðbrögðum Skipulagsstofnunar við athugasemdum. Fylgiskjal með Landsskipulagsstefnu 2013-2024.

Hlynur Torfi Torfason, 2012. Blöndun íbúðarbyggðar og atvinnusvæða á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndafræði og skipulagsframkvæmd. MS-ritgerð, Landbúnaðarháskóli Íslands. LMÍ Corine, 2006. Corine- flokkun landgerða. Sjá upplýsingar á http://www.lmi.is/corine/

Umhverfismat: Stefnuskjöl

1. Íslensk stefnuskjöl á landsvísu

a. Umhverfisráðuneytið. (2010). Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Sótt 19. nóvember 2013 af http://www.umhverfisraduneyti.is/ media/ PDF_skrar/Adgerdaaaetlun-i-loftslagsmalum.pdf

b. Alþingi. (2011). Þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2010–2013. Sótt 19. nóvember 2013 af http://www.althingi.is/ altext/139/s/pdf/1328.pdf c. Umhverfis-, Sjávarútvegs- og Utanríkisráðuneytið. (2004). Hafið – Stefnumótun íslenskra stjórnvalda. Reykjavík: Umhverfis-, Sjávarútvegs- og utanríkisráðuneyti. d. Velferðarráðuneytið. (2011). Húsnæðisstefna, skýrsla samráðshóps um húsnæðisstefnu. Reykjavík: Velferðarráðuneyti.

e. Forsætisráðuneytið. (2011). Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulífið og samfélag: Þekking, sjálfbærni, velferð. Reykjavík: Forsætisráðuneytið.

f. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2011). Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum. Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneyti.

g. Alþingi. (2012). Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2013-2024. Sótt 19. nóvember af http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/ 1087.pdf h. Umhverfisráðuneytið. (2008). Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samnings um líffræðilega fjölbreytni. Sótt 19. nóvember af http://www. umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/liffjolbreytni.pdf i. Alþingi (2010). Þingsályktun um náttúruverndaráætlun 2009-2013. Sótt 17. nóv. 2013 af http://www.althingi.is/altext/ 138/s/0224.html.

j. Stýrihópur um mótun heildstæðrar orkustefnu. (2011). Orkustefna fyrir Ísland. k. Menntamálaráðuneytið. (2007). Menningarstefna í mannvirkjagerð.

l. Alþingi. (2003). Þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2011–2022. Sótt 19. nóvember 2013 af http://www.althingi.is/ altext/140/s/ pdf/1630.pdf

m. Umhverfisráðuneytið. (2007). Stefnumörkun í loftslagsmálum. Sótt 19. nóvember 2013 af http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Stefnumorkun_i_loftslagsmalum.pdf

n. Umhverfisstofnun. (2004). Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2004-2016. Sótt 19. nóvember 2013 af http://www.ust.is/library/Skrar/ Atvinnulif/urgangur/Landsaatlun_2004-2016_VEF.pdf

o. Umhverfisráðuneytið. (2012). Drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. Sótt 19. nóvember 2013 af http://www.ust.is/library/Skrar/ Einstaklingar/urgangur/Landsaaetlun-um-urgang-drog-juni-2012.pdf

p. Umhverfisráðuneytið. (2010). Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Áherslur 2010-2013. Sótt 19. Nóvember 2013 af http:// www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Velferd-til-framtidar-2010-2013.pdf

100


2. Íslensk lög lögð til grundvallar viðmiðum

a. Lög um menningarminjar nr. 80/2012. b. Lög um náttúruvernd nr. 60/2013.

c. Lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. d. Skipulagslög nr. 123/2010.

3. Norræn stefnuskjöl

a. Norden. (2012). Norræn framkvæmdaáætlun í umhverfismálum 2013-2018. Kaupmannahöfn:Norræna ráðherranefndin.

b. Norræna ráðherranefndin. (2009). Sjálfbær þróun – Ný stefna fyrir Norðurlönd. Kaupmannahöfn: Norræna ráðherranefndin.

c. Norræna ráðherraráðið (2012): Ett gott liv i ett hållbart Norden. Nordisk strategi för hållbar utveckling. Sótt 19. Nóvember 2013 af http:// www.norden.org/is/utgafa/utgefid-efni/2013-725 og á íslensku af http://www.norden.org/is/utgafa/utgefid-efni/2013-727

4. Evrópsk stefnuskjöl

a. RFSC. (e.d.). Reference framework for european sustainable cities, a toolkit for the integrated approach.Sótt 25. september 2013 af http://www.rfsc-community.eu

b. European Commission. (2010). Making our cities attractive and sustainable. How the EU contributes to improving the urban environment. Sótt 19. nóvember af http://ec.europa.eu/ environment/pubs/pdf/urban/cities_of_the_future.pdf

5. Alþjóðlegir samningar sem Ísland er aðili að

a. Ríó-yfirlýsingin. Sótt af http://habitat.igc.org/agenda21/rio-dec.htm b. Ramsarsamþykkt um verndun votlendis

c. Bernarsamningur um verndun villtra plantna og dýra

d. Ríósamningurinn um verndun líffræðilegrar fjölbreytni e. Kyoto-bókunin

f. OSPAR samþykktin um verndun sjávar frá 2010. Sótt af http://www.ospar.org/html_documents/ospar/html/10-03e_nea_environment_ strategy.pdf

6. Viðmið um heilsu og borgarskipulag:

a. Barton, H. og Grant, M. (2006). A health map for the local human habitat. The Journal for the Royal Society for the Promotion of Health, 126(6), 252-253.

b. Barton, H., Grant, M., Mitcham, C. og Tsouro, C. (2009). Healthy urban planning in European cities. Health Promotion International, 24(1), i91-i99. c. Barton, H., Grant, M. og Guise, R. (2010). Shaping neighbourhoods for local health and global sustainability. (2. útg.). London: Routledge.

d. Barton, H, Mitcham, C. og Tsourou, C. (2003). Healthy Urban Planning in practice:experience of European cities. Report of the WHO City Action Group on Healthy Urban Planning. Kaupmannahöfn: WHO. e. WHO. (2013). Healthy city checklist. Sótt 18. nóvember af http://www.euro.who.int/en/ health-topics/environment-and-health/urban-health/activities/healthy-cities/who-european-healthy-cities-network/what-is-a-healthy-city/healthy-city-checklist

7. Annað efni sem byggt er á:

a. Skipulagsstofnun. (2005): Leiðbeiningar um flokkun umhverfisþátta, viðmið, einkenni og vægi umhverfisþátta. Reykjavík: Skipulagsstofnun. b. Skipulagsstofnun (2007): Leiðbeiningar um umhverfismat áætlana. Reykjavík: Skipulagsstofnun.

Tillaga á vinnslustigi 21.mars 2014

101


Viðauki Matsþættir og matsspurningar fyrir mat á áhrifum byggðarþróunar á lýðheilsu og lífsgæði.

Matsþáttur

Viðfangsefni í skipulagi

Spurningar til að meta áhrif stefnu á matsþáttinn

Stefnuskjöl sem byggt er á

Lífsstíll Umhverfi sem hvetur til hreyfingar og vellíðunar.

• • •

1.

Samgönguáætlun 20112022, Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum, Orkustefna fyrir Íslands, Velferð til framtíðar.

Aðstæður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Aðstæður fyrir hreyfingu og útiveru. Aðgengi að stærri grænum / náttúrlegum svæðum.

2. 3.

Samfélag Félagsleg tengsl, jafnræði, samheldni og þátttaka í samfélaginu.

• • • •

Efnahagur Aðgengi að störfum og alþjóðleg samkeppnishæfni svæðisins.

• Athafnir daglegs lífs Gott umhverfi fyrir daglegar athafnir.

Manngert umhverfi Gæði manngerðs umhverfis.

• •

• • • Náttúrulegt umhverfi Virðing fyrir náttúru og viðhald vistkerfa.

• • •

Hnattræn umhverfismál Loftslagsbreytingar og líffræðileg fjölbreytni.

• • •

102

Styður stefnan við breyttar ferðavenjur þ.e. hærra hlutfall gangandi og hjólandi og farþega með almenningssamgöngum? Styður stefnan möguleika til hreyfingar og útiveru á grænum svæðum innan hverfa? Styður stefnan við möguleika til hreyfingar og útiveru í náttúrulegu umhverfi, þ.e. við strönd, á grónum svæðum á jaðri byggðarinnar og í græna treflinum

Framboð á svæðum fyrir íbúðarhúsnæði sem svarar eftirspurn á húsnæðismarkaði. Blöndun húsagerða innan hverfa eða borgarhluta. Almenningsrými sem veita möguleika á samveru og samskiptum. Aðgengi að almenningssamgöngum.

Mætir stefnan áætluðum húsnæðisþörfum, m.t.t. stærðar íbúða og staðsetningar íbúðarsvæða? 2. Styður stefnan við möguleika á að blanda félagshópum í hverfum/borgarhlutum, t.d. með fjölbreyttri blöndun húsagerða? 3. Ýtir stefnan undir að fólk nýti sér almenningsrými og stuðlar hún þannig að samskiptum og samveru íbúa? Dæmi um almenningsrými: Götur, torg, gangstéttar, stígar, græn svæði. 4. Gerir stefnan öllum þjóðfélagshópum kleift að ferðast auðveldlega um t.a.m. með almenningssamgöngum, bílum, gangandi, akandi að þjónustu, vinnustöðum o.fl.?

Staðsetning og útfærsla svæða fyrir fyrirtæki í fjölbreyttum atvinnugreinum, einkum þeim sem helst má vænta vaxtar í og/eða stuðla að alþjóðlegri samkeppnishæfni í atvinnulífi. Staðsetning og útfærsla íbúðarsvæða og mótun búsetuumhverfis sem höfðar til fjölbreytts hóps fólks, einkum starfsfólks í þeim atvinnugreinum sem helst má vænta vaxtar í og/eða stuðla að alþjóðlegri samkeppnishæfni til búsetu. Aðgengi atvinnusvæða að stofnæðum og samgöngukerfinu almennt.

1.

Aðgengi að nærþjónustu, sem m.a. hefur áhrif á daglegan ferðatíma. Aðgengi að grænum svæðum og öðrum útivistarsvæðum og almenningsrýmum sem bjóða upp á margvíslega notkun, þ.m.t. ræktun.

1. 2.

Gæði og staðsetning bygginga, einkum m.t.t. möguleika á breytingum á húsnæðinu eftir því sem þarfir íbúa og atvinnustarfsemi breytast. Í samhengi stefnu um byggðaþróun snýst málið fyrst og fremst um hvort byggingar geta nýst ýmist til búsetu eða fyrir atvinnustarfsemi. Gæði almenningsrýma, þ.m.t. gatna og opinna svæða, t.d. m.t.t. efnisnotkunar, gróðurs og nýtingarmöguleika. Umhverfisgæði, s.s.umferðaröryggi, loftgæði, hljóðvist og birtustig. Sérkenni byggðar og byggingararfur.

1.

Fyrirkomulag landnotkunar og grunnkerfa getur haft áhrif á loftgæði og vatnsgæði. Fyrirkomulag landnotkunar og grunnkerfa getur haft áhrif á landslag og náttúrufar. Staðsetning og fyrirkomulag byggðar getur haft áhrif á öryggi m.t.t. náttúruvár. Fyrirkomulag landnotkunar og grunngerðar getur haft áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda. Fyrirkomulag landnotkunar og grunngerðar getur haft áhrif á notkun takmarkaðra auðlinda eins jarðefnaeldsneytis, t.d. með því að stuðla að mikilli notkun bifreiða. Fyrirkomulag landnotkunar og grunngerðar getur aukið líkur á skaða vegna sjávarflóða.

1.

Samgönguáætlun 20112022, Húsnæðisstefna.

Veitir stefnan möguleika á svæðum fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi sem vænta má vaxtar á svæðinu ? Veitir stefnan möguleika á eftirsóknarverðu búsetuumhverfi sem höfðar til fjölbreytts hóps fólks og stuðlar að alþjóðlegri samkeppnishæfni búsetu? Miðar stefnan að hagkvæmu samgöngukerfi? Veitir sviðmyndin möguleika á hagkvæmu grunnkerfi veitna og sorphirðu?

Ísland 2020 – Stefnumótun íslenskra stjórnvalda, Byggðaáætlun 2010-2013, Samgönguáætlun 20112022

Styður stefnan við gott framboð af nærþjónustu? Stuðlar stefnan að styttri ferðatíma við daglegar athafnir? Hefur stefnan áhrif á aðgengi að svæðum á jaðri byggðarinnar fyrir skógrækt, matjurtarækt, eða landbúnað?

Húsnæðisstefna, Samgönguáætlun 20112022.

Veitir stefnan möguleika á að atvinnu- og íbúðarsvæði bjóði upp á sveigjanlega notkun eftir því sem þarfir íbúa og atvinnustarfsemi breytast? Styður stefnan við að til verði almenningsrými af góðum gæðum, m.t.t. efnisnotkunar, gróðurs og fjölbreyttra nýtingarmöguleika? Hvaða stefna kemur best út m.t.t. gæða byggðarinnar hvað varðar umferðaröryggi og hljóðvist? Styður stefnan við varðveislu byggingararfs og sérkenna hins byggða umhverfis höfuðborgarsvæðisins?

Samgönguáætlun 20112022, Menningarstefna í mannvirkjagerð.

1. 2. 3. 4.

Stuðlar stefnan að bættum loftgæði? Lágmarkar stefnan áhrif á neysluvatn ? Lágmarkar stefnan röskun á óhreyfðu landi ? Lágmarkar stefnan hættu vegna náttúruvár?

Velferð til framtíðar, Samgönguáætlun 20112022, Líffræðileg fjölbreytni. Stefnumörkun Íslands um framkvæmd samningsins um líffræðilega fjölbreytni.

1.

Hefur stefnan þau áhrif að það dragi úr útlosun gróðurhúsalofttegunda Stuðlar stefnan að minni notkun jarðefnaeldsneytis? Tekur stefnan tillit til mögulegrar hækkunar sjávarborðs? Hefur stefnan áhrif á svæði sem falla undir ákvæði náttúruverndarlaga um líffræðilega fjölbreytni?

Stefnumörkun í loftslagsmálum, Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum, Ísland 2020 – Stefnumótun íslenskra stjórnvalda, Samgönguáætlun 20112022, Velferð til framtíðar. Líffræðileg fjölbreytni. Stefnumörkun Íslands um framkvæmd samningsins um líffræðilega fjölbreytni, Náttúruverndarlög.

2. 3. 4.

3.

2. 3. 4.

2. 3. 4.


Tillaga รก vinnslustigi 21.mars 2014

103


SSH 2014


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.