8 minute read
Ávarp Ritstjóra
Ávarp Ritstjóra (english below)
Hólmfríður María Bjarnardóttir
Advertisement
ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers
MYND PHOTO Kata Jóhanness
2020 hefur svo sannarlega verið áhugavert ár fyrir okkur öll. Ég er búin að detta tvisvar beint á andlitið, bókstaflega „faceplanta“ Reykjavík. Ég veit ekki hvort það var álagið í skólanum eða bara klaufaskapur sem olli því en ég mun ganga fegin inn í nýtt ár þar sem ég mun láta eins og það hafi bara verið hluti af þessu bölvaða ári og muni aldrei koma fyrir aftur.
Fresta þurfti mörgum viðburðum. Brúðkaup, leiksýningar og afmæli hafa verið færð yfir á næsta ár eða voru keyrð áfram með minna sniði. Sumir hafa ekki hitt fjölskyldu sína eða vini í allt of langan tíma, aðrir hafa kannski fengið nóg af fjölskyldunni sinni í bili og hlakka til að komast út fyrir hússins dyr. Ritstjórnin hittist einu sinni í upphafi skólaársins en hefur síðan einungis hist í gegnum tölvuskjá og þannig hafa allir fundir tengdir blaðinu farið fram. Þetta hefur því verið undarlegt ferli og töluvert ólíkt því sem ég sá fyrir mér þegar ég tók við sem ritstjóri. Við erum líklega öll spennt fyrir því að geta komið okkur fyrir í gamalkunnri rútínu sem inniheldur ekki samkomutakmarkanir, spritt og grímur. Við megum samt ekki gleyma því að ástandið er ekki bundið við árið 2020, heldur þurfum við að halda áfram að fara varlega til þess að sigrast saman á þessu ástandi.
Þema þessa blaðs er 100 ára afmæli Stúdentaráðs Háskóla Íslands! Við getum þó ekki horft fram hjá því að jólin eru á næsta leiti, með öllu sem þeim fylgir, og því er líka ákveðinn piparkökukeimur af þessu blaði. Ef þig vantar jólagjafahugmyndir fyrir blanka stúdenta, langar að lesa um bækur, prófa finnskar jólauppskriftir eða þarft leiðbeiningar um hvernig skuli skrifa jólalegasta jólakortið, er þetta tölublað svo sannarlega fyrir þig. En hér má líka finna ýmislegt annað eins og viðtöl við þrjá leikhússtjóra um bannið á sviðslistum, viðtal við Salóme Katrínu um nýútkomna plötu hennar Water og óð til kvenna Háskólans. Auk þess erum við með ekki bara eina, heldur þrjár tímalínur fyrir þau ykkar sem viljið sjá hlutina svart á hvítu. Einnig er playlistinn á sínum stað en í 1. tölublaði buðum við ykkur upp á haustplaylista. Nú er komið að jólunum og ekki eru þau síðri.
En að meginviðfangi blaðsins: Stúdentaráð er 100 ára á útgáfudegi þessa blaðs, 4. desember 2020. Nú, eins og alltaf, er mikilvægt að rödd stúdenta heyrist. Baráttumál Stúdentaráðs hafa verið mörg í gegnum tíðina og baráttuandinn aldrei langt undan. Stúdentráð hefur meðal annars mótmælt skrásetningargjöldum, staðið að stofnun FS, barist fyrir aðgerðum í loftslagsmálum, stefnt ríkinu og haft hátt þegar þörf er á. Fyrir þá sem hafa áhuga á heyra meira: lesið blaðið, þar má finna ýmislegt efni um SHÍ og baráttumál, meðal annars viðtöl við nokkra fyrrum forseta. Einnig mælum við með því að kíkja á nýuppfærða heimasíðu Stúdentaráðs, student.is.
Eftir að hafa unnið á skrifstofu Stúdentaráðs fyrri helming þessa skólaárs velti ég fyrir mér hvenær rödd stúdenta verður marktæk. Hvenær á að taka puttana úr eyrunum og raunverulega hlusta á stúdenta? Yfirvöld segjast vera í góðu samráði við nemendur en ég spyr mig hvernig það geti verið þegar þau gera ekki það sem stúdentar kalla eftir. Stúdentaráð hefur gagnrýnt og lýst yfir vonbrigðum sínum með stefnu Háskóla Íslands að halda í staðpróf. Staðreyndin er sú að ekki allir geta tekið staðpróf og það þarf að taka tillit til allra stúdenta, hvort sem þeir eru sjálfir í áhættuhóp, umgangast fólk sem er í áhættuhóp, vinna með viðkvæmum hópum, eru í sóttkví eða hafa áhyggjur af því að smitast. Krafa Stúdentaráðs snýst einfaldlega um jafnrétti allra stúdenta til náms. Auk þess er undarlegt að beina nemendum saman í skólann þegar þeir hafa hingað til sinnt náminu í fjarkennslu. Stúdentar eru að kalla eftir samráði og aðgerðum sem taka mið af ólíkum aðstæðum stúdenta.
Allar tilraunir Stúdentráðs til þess að minnast á staðið/fallið virðast falla á dauf eyru sem segja okkur að vera ekki svona tilfinninganæm. Staðið/fallið úrræðið var notað í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir og það léttiverulega á nemendum, sem bera nú gífurlegan andlega þunga og eru margir hverjir að svigna undan álaginu. Stúdentar eru hræddir, stúdentar eru þreyttir og stúdentar eru réttilega reiðir út í Háskólann og yfirvöld. Þetta er ekki hefðbundin önn, hefðbundið námsmat er ekki lausnin. Við mælum með að fylgjast með myllumerkinu #mittnámsmat á samfélagmiðlum.
Ég vona að þið njótið lestursins og komist í þetta hlýja jólaskap sem yljar hjartanu á þessum kalda og dimma tíma. Nú er komið að tíma hátíðar og friðar, jólaljósa og fyrst og fremst tíma þar sem eðlilegt er að drekka heitt súkkulaði alla daga.
Ég vil þakka öllum sem komið hafa að blaðinu. Án ykkar væri ekkert blað.
Gleðileg jól kæru stúdentar og til hamingju með 100 ára afmælið SHÍ!
Editor's Address
2020 has certainly been an interesting year for all of us. Personally, I’ve fallen flat on my face – literally face-planted – on the streets of Reykjavík, not once, but twice. I don’t know whether it was because of school stress or just plain clumsiness, but I’ll be relieved when 2020 gives way to 2021, because I’m planning on pretending that my tumbles were just part of this cursed year and will never be repeated.
Many events had to be postponed this year. Weddings, theater performances, and birthday parties were rescheduled for next year or scaled down significantly. Some people haven’t seen their friends and family in far too long, while others have perhaps had about enough of their families for now and can’t wait to get out of the house. The editorial team met in person once at the beginning of the school year, but since then, all meetings related to the paper have taken place through computer screens. In that regard, it’s been a peculiar process and quite a departure from what I imagined when I took over as editor. I’m sure we’re all excited to get back to familiar routines, free from gathering restrictions, hand sanitizer, and face masks. But we can’t forget that the situation won’t magically resolve in 2021; on the contrary, we must continue to band together and take precautions in order to beat this virus.
The theme of this issue is the Student Council’s 100th anniversary! But of course, we also can’t ignore the fact that Christmas is just around the corner, in all its festive glory, so you might also detect a hint of cinnamon and ginger in these pages. If you need gift ideas for broke students, want to read about books, are eager to try some Finnish Christmas recipes, or need some guidance on how to write the most Christmassy Christmas cards, then this issue is definitely for you. But you’ll also find plenty of other interesting content, like an interview with three theater directors about the current ban on stage performances, an interview with Salóme Katrín about her recently released album, Water, and an ode to the women of UI. In addition, we have not one, but three timelines for those of you who like to see things presented linearly. Plus, we’ve put together another playlist. For the last issue, we had an autumn playlist; this time around, of course, the theme is Christmas.
But let’s turn to the main focus of the issue: as of our publication date, December 4, 2020, the Student Council is 100 years old. Now, as ever, it’s important that students’ voices be heard. The Student Council is always ready to go to bat for students and has worked tirelessly on their behalf over the years. Among other things, the Student Council has protested the introduction of annual registration fees, helped found Student Services, fought for climate action, taken the government to court, and made noise when needed. For those of you who’d like to learn more, keep reading: you’ll find all sorts of information about the Student Council and the causes it has championed over the years, plus interviews with a few former Council presidents. We also recommend checking out the Student Council’s recently updated website, student.is.
After having worked in the Student Council office for half the school year, I found myself wondering when students’ voices will be deemed worthy of attention. When will people take their fingers out of their ears and truly listen to students? The powers that be say they are in close communication with students, but I ask myself how that could possibly be true when they fail to meet students’ requests. The Student Council has criticized and expressed disappointment at the university’s plans to hold final exams on campus this semester. The fact is that not everyone can take exams in person, and all students must be considered, whether they themselves are at high risk for COVID, spend time around high-risk people, work with vulnerable populations, are in quarantine, or are worried about contracting the virus. The Student Council’s demand is simply meant to ensure equal opportunity to education for all students. Not to mention, forcing students to congregate on campus for exams when they have done distance learning all semester is rather odd. Students are demanding an open dialogue and a plan that takes all students and their varying circumstances into account.
Yet all the Student Council’s attempts to remind the administration of the pass/fail option have seemed to fall on deaf ears. We’ve been told not to be so emotional. The pass/fail option was implemented this spring, when the first wave of the pandemic was washing over us, and it lightened the load significantly for students. Now, students are mentally and emotionally drained and buckling under the pressure. Students are afraid, tired, and justifiably angry at the university and the government. This has not been a traditional semester, so traditional evaluation methods are not the answer. We recommend following the hashtag #mittnámsmat on social media.
I hope you enjoy reading the paper and get into the festive Christmas spirit. It’ll warm your heart on these cold, dark winter days. This is the season of peace and celebration, Christmas lights, and first and foremost, it’s the one time of year when you can drink hot chocolate every day.
I’d like to thank everyone who helped bring this issue to life. There would be no paper without you.
Happy holidays, dear students, and congratulations to the Student Council on 100 years of fighting for students!