5
Háskólanum í Reykjavík
Framadagar Háskólanna 2015
1
Ávarp framkvæmdastjóra Í ljósi þess að fyrirtæki Framadaga hafa aldrei verið jafn mörg og í ár má fullyrða að tækifærin hafi sömuleiðis aldrei verið fleiri, bæði hvað varðar styttri tíma og langtímastörf. Þá gefst nemendum kostur á að ræða við ráðningastofur á Framadögum í ár, fjöldi fyrirlestra verða haldnir sem varða fagleg markmið ungs fólks og þau tækifæri sem eru fyrir hendi og einnig verður boðið upp á myndatökur fyrir ferilskrá gegn vægu gjaldi.
Það er kominn febrúar og því styttist óðfluga í sólina, útilegurnar, Þjóðhátíð og síðast en ekki síst sumarvinnuna. Að fá sumarstarf sem veitir nemendum verðmæta reynslu á sama tíma og það hjálpar til við að fjármagna komandi vetur þykir jafnan hægara sagt en gert en einn tilgangur Framadaga er einmitt að auðvelda nemendum leit að slíku starfi. Í ár er fjöldi fyrirtækja á Framadögum sem leitar að sumarstarfsfólki svo ég hvet þig til þess að rölta hring með bækling þennan sem leiðarvísi og kynna þér málin hjá því fyrirtæki sem þú telur rétt fyrir þig.
Á Framadögum er þér boðið upp á tækifæri til þess að eiga samræður við mannauðsstjóra fyrirtækja þeirra sem þig dreymir um að starfa hjá. Þú hefur tækifæri til að sýna fram á að þitt framlag komi til með að nýtast fyrirtækinu og að reynslan sé þér mikils virði. Dagurinn hefur þannig möguleika á að vera stór í sögu starfsferils þíns og framtíðar í faglegum skilningi og ekkert því til fyrirstöðu að hann marki slík tímamót. Við höfum orðið þér út um aðstöðuna, rétta fólkið hjá réttu fyrirtækjunum og réttu tímasetninguna til að sækja um. Nú er komið að þér að rífa upp ferilskránna og grípa tækifærið!
Matthías Ólafsson Framkvæmdastjóri Framadaga 2015
2
Framadagar Háskólanna 2015
Dagskráin Fyrirlestrar Stofa M101
Stofa V101 12:00 Quiz Up
12:00 „Átt þú skilið að fá vinnu?“
12:25 „VR Skóli lífsins
12:25 Íslenska Gámafélagið
Ólöf Auður Erlingsdóttir, Plain Vanilla
- Fyrir þig“
Kristján Pétur Sæmundsson, Ráðgjafi hjá Hagvangi
Dofri Hermannsson
Unnur Guðríður Indriðadóttir, Fagstjóri VR
12:50 „Dale Carnegie,
viltu ná árangri?“
12:50 „Úr námi í starf: undirbúningur fyrir atvinnulífið.“
Auður Steinssen, þjálfari og ráðgjafi Dale Carnegie
13:15 „Össur, vöruþróun og nýsköpun“
Hildur Katrín Rafnsdóttir, Námsog starfsráðgjafi Háskóla Íslands
13:15 „Keyhabits, mark-
Eva Jóhannesdóttir, Framkvæmdastjóri Össur
miðastjórnun“
Jóhann Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Keyhabits
14:30: Dr. Gunni sér um spurningakeppni milli nemenda í sal M101 *Rúta keyrir á milli Háskóla Reykjavíkur og malarstæðisins við Háskóla Íslands frá 10:45 16:15 gestum að kostnaðarlausu
Framadagar Háskólanna 2015
3
Skipulagsnefnd framadaga
Matthías Ólafsson Framkvæmdastjóri BA í stjórnmálafræði, 3. ár Háskóli Íslands
Sæunn Sunna Samúelsdóttir Fjármálastjóri BSc í viðskiptafræði, 3 ár Háskólinn í Reykjavík
Laufey Helgadóttir Fyrirtækjatengsl Atvinnuflugmaður Flugskóli Íslands
Hinrik Reynisson Fyrirtækjatengsl BSc í viðskiptafræði Háskólinn í Reykjavík
4
Framadagar Háskólanna 2015
Sigríður Jóna Hannesdóttir Fyrirtækjatengsl BSc í viðskiptafræði, 3 ár Háskóli íslands
Arnar Már Kristinsson Markaðsmál BSc í viðskiptafræði, 2. ár Háskóli Íslands
Framadagar Háskólanna 2015
Þórir Már Guðnason Fyrirtækjatengsl BA í lögfræði, 2. ár Háskóli Íslands
Linda Björk Hávarðardóttir Viðburðarstjórnun BA í Tómstunda-og félagsmálafræði,3.ár Háskóli Íslands
5
Skipulagsnefnd frh.
Stefanía Gunnarsdóttir Viðburðarstjórnun BA í tómstunda- og félagsmálafræði, 2. ár Háskóli íslands
Sæunn Snorradóttir Sandholt Reikningshald BSc í viðskiptafræði, 3 ár Háskólinn í Reykjavík
Not Pictured
Erin McPike Grafískur hönnuður Environmental Design University of Colorado
6
Framadagar Háskólanna 2015
Hvað gerist á Framadögum Framadögum er ætlað að tengja saman akademíuna og atvinnulíf í einum viðburði. Þar með skapast vettvangur fyrir nemendur til þess að koma sér á framfæri og sömuleiðis tækifæri fyrir fyrirtæki til að komast í tæri við hæft starfsfólk, til styttri tíma og til framtíðar. Viðburðurinn þjónar þannig þeim samfélagslegu markmiðum sem AIESEC samtökin standa fyrir, þróun tækifæra fyrir ungt fólk og framgangi þekkingar, en á sama tíma er markmiðum einstaklinga og einkaaðila á markaði framfylgt í formi mögulegrar þátttöku nemenda á Framadögum í íslensku atvinnulíf.
Hugmyndir að spurningum 1. Fyrir utan menntun og starfsreynslu, hvað vekur helst athygli ykkar á ferilskrá? 2. Hvaða framhaldsmenntun væri ákjósanleg ef maður hefur áhuga að koma og starfa hjá ykkur? 3. Er vinnutíminn sveigjanlegur? Er í boði að vinna heima? 4. Er öflugt félagslíf innan fyrirtærkisins? 5. Eruð þið opin fyrir ráðningum núna? Ef já, hvernig er best að sækja um? 6. Hvað er það leiðinlegasta sem þú þarft að gera í starfi þínu? 7. Hvað er það skemmtilegasta sem þú færð að gera í starfi þínu? 8. Hver er almennur vinnutími starfsmanna? 9. Skipta einkunnir máli þegar sótt er um starf hjá fyrirtækinu ykkar?
Framadagar Háskólanna 2015
7
AIESEC
www.aiesec.is
AIESEC eru stærstu stúdentasamtök heims sem eru einungis rekin af stúdentum. Samtökin veita ungu fólki einstakt tækifæri til að þróa með sér leiðtogahæfileika. Meðlimir AIESEC öðlast mikla reynslu og læra að tileinka sér færni sem þarf til að breyta þeim í leiðtoga framtíðarinnar. Linda Björk Bjarnadóttir fór til Sri Lanka á vegum Leiðandi sem er starfsmenntunarprógram AIESEC. Við fengum að forvitnast aðeins um veru hennar þar og við hvað hún starfar.
Hvað ertu að gera í Sri Lanka? Ég vinn hjá litlu sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir fólk sem vill flytja erlendis, sérstaklega til Nýja Sjálands, Ástralíu og Kanada. Mitt hlutverk er frekar fjölbreytt innan fyrirtækisins, þar sem það er svo lítið. Ég gegni bæði hlutverki skrifstofustjóra, þar sem ég í rauninni sé um að skrifstofan hafi allt sem hún þarf, að allt skipulag gangi upp, að starfsfólkið mitt sé að skila inn sinni vinnu o.s.frv. Svo er ég einnig ráðgjafi fyrir fyrirtækið og hitti kúnna og gef þeim ráð og upplýsingar um ferlið við búflutningana. Ég er einnig í hlutverki sölumanns þar sem ég þarf að fá nýja viðskiptavini inn í fyrirtækið og til þess þarf ég að hitta ýmsa kúnna og skipuleggja fundi o.s.frv. Auk þessa detta inn alls konar verkefni tengd ýmsum hliðum fyrirtækisins sem þarf að sinna. Hefur þín háskólamenntun nýst þér þar sem þú ert núna? Ég útskrifaðist úr viðskiptafræði, með áherslu á mannauðsstjórnun í HÍ. Mér finnst þetta á margan hátt eiga vel við það sem ég var að læra. Sérstaklega því ég
8
ber ábyrgð á nokkrum starfsmönnum og einnig að skrifstofan reki sig. Það á einnig vel við þar sem ég er yfir öllum samskiptum við viðskiptavini fyrirtækisins sem og samstarfsaðila og þar kemur sterkt inn það sem ég hef lært um samskipti og alþjóðleg viðskipti. Á margan hátt hef ég fengið nýja innsýn á fræðilegu hliðina af ýmsu sem ég lærði í skólanum, en einnig hef ég lært ýmislegt nýtt sem var aldrei kennt í skólanum sem gæti samt verið mjög hjálplegt þegar kemur að framtíðarstarfi. Alþjóðlega umhverfið sem ég starfa í hefur líka verið mjög gefandi, en það er mjög áhugavert að fá svona fjölbreytilegar skoðanir og innsýn á hlutina.
Hvað hefur þú lært nýtt í starfsnáminu? Ég hef lært mjög mikið um sjálfa mig frá dvöl minni hér í Sri Lanka. Það er mjög krefjandi að flytja til nýs lands sem býr við allt öðruvísi menningu og þurfa aðlaga sig á svo margan hátt. En það er um leið mjög gefandi og upplýsandi. Ég hef lært mikið um veikleika mína og styrkleika. Ég hef lært að virða takmörk mín en líka að það búi mun meira í manni en maður gerði sér grein fyrir og því eigi maður ekki að vera hræddur við að fara út fyrir þægindahringinn eða of hræddur við uppgjöf. Hinsvegar hef ég líka lært að þekkja mín takmörk, að ég geti ekki gert allt í einu og verið fullkomin í öllu. Sumir hlutir henta mér betur, og aðrir hlutir henta mér illa og það er bara allt í lagi. Ég hef lært að segja nei, að vera ákveðnari og fastari á mínum skoðunum. En mikilvægast held ég að ég hef virkilega lært það að það skiptir öllu máli að hafa gaman af því sem þú ert að gera og sjá tilganginn í því, þannig nærðu bestu niðurstöðunum.
Framadagar Háskólanna 2015
Hvers vegna myndir þú mæla með Leiðandi fyrir aðra nemendur? Að taka þátt í svona prógrammi er alveg ómetanlegt. Þú lærir svo margt um sjálfan þig og um getu þína. Maður lærir að fara fram úr sér og virkilega nýta sér hæfileika sína á sama tíma og maður lærir að þekkja takmörk sín. Að búa í öðru landi getur líka verið alveg rosalega krefjandi, fullt af alls konar áskörunum og hrikalega erfitt en um leið er það mjög gefandi og þú lærir svo margt um sjálfan þig og um heiminn í kringum þig. Allir geta fengið eitthvað úr því að búa í nýju umhverfi og fara út fyrr þægindahringinn, ekki aðeins í fagmannlegum skilningi heldur líka persónulega.
Actavis
www.actavis.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Saga Actavis á Íslandi hefst árið 1956 þegar forveri Actavis, Pharmaco var stofnað. Pharmaco var í upphafi svo kallað Innkaupasamband apótekara, en rétt eftir 1960 var hafin framleiðsla á lyfjum. Fyrirtækið dafnaði vel, en segja má að við aldamót hafi stórfelldur vöxtur hlaupið í fyrirtækið. Það óx stöðugt með yfirtökum á fyrirtækjum um allan heim. Actavis var svo sameinað bandaríska lyfjafyrirtækinu Watson í nóvember 2012. Sameinað fyrirtæki er þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Höfuðstöðvar þess eru í New Jersey í Bandaríkjunum, en höfuðstöðvar fyrir Evrópu eru í Sviss. Sameiningin hefur engin áhrif haft á starfsemi Actavis á Íslandi. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Í dag starfar Actavis í rúmlega 60 löndum í fimm heimsálfum. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Það er alltaf eitthvað um sumarstörf hjá okkur. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við ráðningar höfum við gildin okkar að leiðarljósi – að vera áræðin, tengd og ábyrg – auk þess sem við metum að sjálfsögðu menntun og reynslu umsækjenda. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Endilega kynntu þér Actavis og það sem við höfum upp á að bjóða, sjá nánar á www.actavis.is og www.actavis.com – gangi þér vel
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Starfsmenn eru um 25.000, þar af eru um 700 á Íslandi. Hjá Actavis á Íslandi sem er staðsett í Hafnarfirði er öflug alþjóðleg starfsemi m.a. á sviði lyfjaþróunar, alþjóðlegra lyfjaskráninga, framleiðslu, gæðamála og fjármála. Einnig starfar á Íslandi hópur sérfræðinga á sviði einkaleyfa, öflug söluog markaðsdeild sem sinnir Íslandsmarkaði og ýmis stoðsvið. Þá eru í Hafnarfirði höfuðstöðvar Medis, dótturfélags Actavis, sem selur lyf og lyfjahugvit til annarra lyfjafyrirtækja. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Um helmingur starfsmanna á Íslandi er með háskólapróf og lyfjafræðingar eru fjölmennasti hópurinn. Hjá okkur starfa líka margir viðskiptafræðingar, líffræðingar og matvælafræðingar svo dæmi séu tekin. Óhætt er að segja að mikil breidd sé í starfsmannahópnum hvað menntun varðar því margar greinar nýtast innan fyrirtækisins. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna Actavis: Við þróum og framleiðum hágæðalyf. Við uppfyllum þarfir viðskiptavina okkar núna og til framtíðar með snjöllum fjárfestingum í rannsóknum og þróun. Við veitum fyrsta flokks virðisaukandi þjónustu. Við fögnum fjölbreyttri menningu í okkar hópi um allan heim. Við eflum samfélögin sem við störfum og lifum í. Við aukum verðmæti fyrir hluthafa í öllu sem við gerum. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Slíkar beiðnir eru metnar, hver fyrir sig.
Framadagar Háskólanna 2015
10
ALHLIÐA
LYFJAFYRIRTÆKI NÝTT ALHLIÐA Breið vörulína frumlyfja, samheitalyfja og líftæknilyfja. Starfsemi í yfir 60 löndum. Yfir 30 framleiðslustaðir.
LYFJAFYRIRTÆKI Um 25.000 starfsmenn. Lykiláhersla á rannsóknir og þróun.
Aðfangakeðja á heimsmælikvarða. 5 milljarðar mögulegra viðskiptavina.
Framleiðslugeta 44 milljarðar eininga á ári.
Advania
www.advania.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Sögu fyrirtækisins má rekja aftur til 1939 þegar EJS varð stofnað. Það var árið 2012 sem Advania varð til í núverandi mynd.
Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Íslandi, Svíþjóð og Noregi.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Það mótast vissulega af þeim störfum sem um ræðir, en heilt yfir ræður fyrirtækið til sín einstaklinga sem búa yfir jákvæðni, góðum samskiptahæfileikum, sjálfstæði, frumkvæði.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Um 600 manns vinna hjá Advania á Íslandi. Advania er eitt af tíu stærstu UT-fyrirtækjum Norðurlanda með um 1000 starfsmenn í þremur löndum.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Meirihluti starfsmanna Advania hafa lokið háskólaprófi, en hjá fyrirtækinu starfa einnig þó nokkuð margir sem lokið hafa iðnskólamenntun og stúdentsprófi. Um það bil helmingur þeirra sem hafa lokið háskólaprófi er með menntun í kerfis- eða tölvunarfræði. Fjórðungur eru viðskiptafræðingar og um 15% verk- eða tæknifræðingar. Að auki eru ca 10% með félagsog hugvísindamenntun eða menntun í raunvísindum.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, við fáum alltaf inn nokkra sumarstarfsmenn úr háskólum landsins.
Advania býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu, sem svara kröfum og þörfum liðlega sjö þúsund viðskiptavina í atvinnulífinu. Lausnaframboð Advania spannar upplýsingatækni frá A til Ö og viðskiptavinir geta sótt þangað samþætta heildarþjónustu, allt á einn stað. Og þá gildir einu hvort um er að ræða hugbúnað, vélbúnað, ráðgjöf eða rekstrarþjónustu. Meðal viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins. Jafnframt hefur Advania sterka stöðu á neytendamarkaði með um þriðjungs markaðshlutdeild. Fagleg vinnubrögð eru í hávegum höfð hjá Advania, þar sem þarfir og væntingar viðskiptavina eru í fyrirrúmi í allri þjónustu. Gildi fyrirtækisins eru ástríða, snerpa og hæfni.
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Öll reynsla sem nemendur afla sér samhliða námi mun koma þeim til góða. Dugnaður, áhugasemi og metnaður í námi skilar árangri til lengri tíma litið.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? á, við höfum góða reynslu af samvinnu við nemendur á lokaári.
12
Framadagar Háskólanna 2015
Advel
www.advel.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Starfsemi ADVEL lögmanna byggir á nærri fimm áratuga gömlum grunni, en á þeim tíma hafa eigendur og annað starfsfólk stofunnar verið ráðgjafar nokkurra helstu fyrirtækja landsins, opinberra aðila og einstaklinga, auk sívaxandi fjölda erlendra viðskiptavina. Stofan á rætur sínar að rekja til lögfræðistofunnar Fulltingis ehf., sem var á árinu 2008 skipt á milli eigenda hennar í tvö sjálfstæð fyrirtæki með mismunandi starfssvið: Fulltingi – lögfræðiþjónustu og Fulltingi – slysa- og skaðabótamál. Á árinu 2010 var nafni Fulltingis – lögfræðiþjónustu breytt í ADVEL til að undirstrika enn frekar fullan aðskilnað á milli þessara tveggja lögmannsstofa. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? ADVEL lögmenn starfa á Íslandi. Til að sinna enn betur alþjóðlegum þörfum viðskiptavina sinna er ADVEL aðili að Globalaw. Globalaw eru leiðandi samtök meðalstórra lögmannsstofa sem sérhæfa sig í fyrirtækjarétti. Með þátttöku sinni í Globalaw tengist ADVEL 106 lögmannsstofum í yfir 85 löndum og getur því fylgt viðskiptavinum sínum eftir í samstarfi við þessar stofur án mikilla formsatriða og í gegnum persónuleg tengsl þar sem traust er ríkjandi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá ADVEL lögmönnum starfa 22 starfsmenn.
menntun í lögfræði, einn starfsmaður í rekstrarfræði. Nokkrir starfsmenn eru með LL.M. gráður eða aðrar meistaragráður í lögfræði.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? ADVEL lögmenn hafa að jafnaði boðið upp á sumarstörf fyrir laganema og mun svo verða áfram. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Hjá ADVEL er lögð áhersla á þekkingu og símenntun starfsfólks, en í krafti víðtækrar þekkingar og markvissrar sérhæfingar veitum við viðskiptavinum okkar úrvals þjónustu og ráðgjöf. Lögmenn ADVEL hafa einkum einbeitt sér að lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja, banka og opinberra aðila með góðum árangri. ADVEL hefur á að skipa 19 lögmönnum auk annarra sérhæfðra starfsmanna, sem vinna sameiginlega að því að ná árangri fyrir hönd viðskiptavina stofunnar. Hjá ADVEL virðum við hvert annað á jafnréttisgrundvelli og viljum að fyrirtækið sé vettvangur þar sem fólk nýtur vinnu sinnar og deilir skoðunum sínum, jákvæðum starfsanda og metnaði til að bera af. Þannig náum við árangri fyrir hönd viðskiptavina okkar.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Allir starfsmenn ADVEL eru háskólamenntaðir nema tveir. Flestir eru með háskóla-
14
Framadagar Háskólanna 2015
Applicon
www.applicon.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Applicon var stofnað árið 2005 en var áður hluti af hugbúnaðardeild Nýherja. Fyrirtækið hefur þróað fjölmargar lausnir fyrir einstaka atvinnugreinar, s.s. sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, fjármálafyrirtæki, orkufyrirtæki og á sviði launa- og mannauðslausna. Applicon þjónar nokkur af öflugustu fyrirtækjum landsins, sem treysta á okkar ráðgjöf og lausnir. Okkar verkefni er einfalt – að hjálpa viðskiptavinum okkar að ná betri árangri. Við aðstoðum þau við að að greina og bregðast við breytingum í umhverfi sínu og nýtum okkur tækniframfarir við að bæta verkferla og ná fram hagkvæmni í rekstri og betri yfirsýn til ákvarðanatöku. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Applicon á sér systurfyrirtæki í Svíþjóð og vinna fyrirtækin í nánu samstarfi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá Applicon starfa um 100 manns en af þeim starfa rúmlega 50 á Íslandi. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Um 95% starfsmanna Applicon hafa lokið háskólanámi. Hjá Applicon starfar fjöldi tölvunarfræðinga og hugbúnaðarverkfræðinga en menntun starfsmanna er langt frá því að einskorðast við menntun á þeim sviðum. Hjá Applicon starfa einnig viðskiptafræðingar, verkefnastjórar, hagfræðingar, rafmagnsverkfræðingar, vélaverkfræðingar, heimsspekingar, stærðfræðingar, líffræðingur og svo mætti lengi telja.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, fjölmargir af starfsmönnum Applicon hafa hafið störf sem sumarstarfsmenn. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Heldur betur. Nú er til að mynda í gangi lokaverkefni þar sem verið er að koma fyrir skynjurum á foosballborðinu okkar (sem er afar mikið notað) og hanna hugbúnað svo hægt verði að taka saman fjölbreytta tölfræði um leikina á borðinu og komast að því eitt skipti fyrir öll hvaða starfsmenn eru bestir! Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Að fólk sýni að það vinni vinnuna sína af ástríðu og vilji ná árangri. Jafnframt hjálpar mikið ef umsækjendur hafi kynnt sér fyrirtækið og starfsemi þess áður en það mætir til viðtals. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Markmið Applicon er að vera áfram leiðandi fyrirtæki á sviði smíði, sölu og þjónustu viðskiptahugbúnaðar á Íslandi og vera fyrirmyndar vinnustaður fyrir öflugan hóp sérfræðinga. Hlutverk Applicon á Íslandi er að efla viðskiptavini við að ná markmiðum sínum með stöðluðum en sveigjanlegum viðskiptahugbúnaði og faglegri ráðgjöf og þjónustu. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Leggið mikla vinnu í gerð ferilskráar og kynnið ykkur starfið sem og fyrirtækið sem þið sækið um hjá í bak og fyrir!
Framadagar Háskólanna 2015
15
Arion banki
www.arionbanki.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Bankinn var stofnaður í október 2008 en á rætur að rekja aftur til ársins 1930. Arion banki byggir á grunni Búnaðarbanka Íslands, Kaupþings, Sparisjóðs Mýrarsýslu, Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, við viljum gjarnan nýta okkur það ef verkefnin eru gagnleg fyrir bankann. Við bendum þeim sem hafa áhuga á slíku að hafa samband við starfsmannaþjónustu Arion banka.
Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Arion banki er eingöngu með starfsemi á Íslandi.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við ráðningar nýrra starfsmanna er tekið mið af reynslu umsækjenda. Skoðuð er almenn reynsla og fleiri þættir sem skipta máli. Við ráðningar í sumarstörf er leitað að hæfileikaríkum og góðum námsmönnum. Fjölmörg dæmi eru um sumarstarfsmenn sem hafa staðið sig vel í starfi og fengið fastráðningu í kjölfarið.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Starfsmenn eru um 930 í 880 stöðugildum. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Í Arion banka starfar fjölbreyttur hópur sem kemur úr ýmsum áttum en flestir koma þó úr viðskiptafræði. Þar á eftir koma greinar eins og hagfræði, tölvunarfræði, verkfræði og lögfræði. Einnig eru starfsmenn úr öðrum greinum eins og hugvísindum, félagsvísindum, heilbrigðisvísindum og raungreinum. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, Arion banki auglýsir árlega eftir starfsfólki í sumarstörf. Umsóknarfrestur fyrir sumarstörf 2015 er til og með 2. mars. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um á vefsíðu bankans, www.arionbanki.is/storf.
16
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Arion banki er fjárhagslega sterkur banki sem veitir alhliða bankaþjónustu til fyrirtækja og einstaklinga. Lögð er áhersla á fyrirtæki og einstaklinga sem þurfa fjölbreytta fjármálaþjónustu með persónulegri þjónustu og sérsniðnum lausnum. Bankinn starfar á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu byggðakjörnum með það að markmiði að ná afgerandi stöðu til lengri tíma á íslenskum bankamarkaði hvað varðar arðsemi, skilvirkni og þjónustuframboð. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Við hvetjum alla til að gefa sér tíma til að vinna ferilskrána sína vel. Fyrstu kynni geta haft mikið að segja og því skiptir máli að vandað sé til verks. Umfram allt hvetjum við fólk til að vera samkvæmt sjálfu sér og undirbúa sig vel áður en sótt er um draumastarfið.
Framadagar Háskólanna 2015
Atlantsolía
www.atlantsolia.is
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna Atlantsolíu er að bjóða ávallt samkeppnishæft verð á eldsneyti, gott aðgengi að sölustöðum og einfaldleika í þjónustu sem og að tryggja hæft, áhugasamt og traust starfsfólk sem starfar í heilbrigðu og fjölskylduvænu umhverfi.
18 Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Viðskiptafræði og tengd fög 100%.
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Búðu til þína eigin framtíð.
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Stofnað 11. júní 2002. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Íslandi.
Hvað rekur Atlantsolía margar stöðvar? Í dag eru bensínstöðvar félagsins 19 talsins, þær nýjustu á Egilsstöðum og Stykkishólmi. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Mögulega Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Mögulega Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Heiðarleiki, jákvæði og brennandi áhugi fyrir að starfa í síbreytilegu umhverfi.
Framadagar Háskólanna 2015
17
Bandalag háskólamanna
www.bhm.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Bandalag háskólamanna (BHM) var stofnað árið 1958 Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? BHM starfar á Íslandi.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? BHM er félagasamtök 27 stéttarfélaga með yfir 11.000 félagsmenn sem starfa á almennum og opinberum vinnumarkaði. Hjá BHM starfa 19 starfsmenn en ef starfsmenn aðildarfélaganna eru taldir með eru þeir um 50. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Flest allir starfsmenn bandalagsins og félaganna eru háskólamenntaðir og koma af flestum sviðum háskólanáms.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?
Almennt eru ekki ráðnir sumarstarfsmenn.
18
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Fagleg kunnátta, metnaður til góðra verka og góðir samskiptahæfileikar. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Að vera málsvari háskólamanna í þjóðfélaginu, hvort sem litið er til launa, réttinda eða menntastefnu. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, sérstaklega á sviði lögfræði, hagfræði og félagsvísinda.
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Ísland þarf að vera ákjósanlegur starfsvettvangur fyrir háskólamenntað fólk. Þannig að tryggt sé að sú fjárfesting sem samfélagið hefur lagt í menntun nýtist til fulls og forsendur skapist fyrir sjálfbærum hagvexti og bættum lífsgæðum á Íslandi til framtíðar.
Framadagar Háskólanna 2015
Brisa
www.brisa.is
When was the company founded? Brisa was born on September, 2014. In which countries does the company operate? So far, Iceland, Sweden and Brazil. How many employees work for the company? No employess yet, the operations have been carried out by the two founders and members of our collaborators network. What fields of university education are relevant to your company´s operation? Computer science, Humanities and Graphic arts are all relevant. Do you offer summer jobs for university students? Not currently, but we are open to new ideas!
Are you interested in collaboration with university students? (By this I mean, can they work on their final projects in collaboration with your company?) Absolutely, we are very open to explore new ideas and methods. What is the company’s mission statement? Harness global networks to amplify human potentials in order to create positive impacts in the World. Do you have any good advice for individuals seeking jobs? Approach to the things that are relevant, target the right company and once there learn how to listen before making the decision to act. And under any circumstances always keep your spirit up!
What qualities do you value most heavily in potential employees? Above all, honesty, curiosity and passion. We love people that feel comfortable in multi-cultural environments, that are enthusiastic about new technologies and great design. It goes without saying, that vision and commitment are precious!
Framadagar Háskólanna 2015
19
Betware
www.betware.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? 1998 Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Íslandi, Danmörku, Serbíu og Spáni. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 164 Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Flest starfsfólk Betware er með tölvunarfræðimenntun. Auk þess hafa allnokkrir lokið námi í verkfræði, viðskiptafræði, stjórnun, verkefnastjórnun og ýmsum öðrum greinum innan m.a. félagsvísinda og raungreina. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við höfum leitast eftir góðu samstarfi við háskólana og höfum tekið þátt í minni og stærri verkefnum með nemendum. Ef nemendur hafa góða hugmynd og/eða áhuga á verkefni hjá okkur þá er lang vænlegast að senda okkur póst á applications@betware. com.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna okkar er að þróa lausnir fyrir leikjafyrirtæki (lotterí) sem stuðla að því að þau geti náð til sinna viðskiptavina á árangursríkan hátt. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Við höfum mjög oft tækifæri fyrir tölvunarfræðinga og hugbúnaðarverkfræðinga þannig að þótt við séum ekki að auglýsa þá hvetjum við áhugasama til að senda ferilskrá og einkunnir á applications@ betware.com og kynna sér fyrirtækið á vefnum betware.is og betware.com. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Við höfum sjaldan boðið upp á sumarstörf.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Þekking og hæfni á því sviði sem við erum að leita að hverju sinni skiptir að sjálfsögðu miklu máli. Heiðarleiki, eldmóður og samvinna eru einnig eiginleikar sem við kunnum að meta.
20
Framadagar Háskólanna 2015
Differentiate with Betware’s Lottery Platform
Við gerum lottó Betware er hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar lausnir fyrir lotterí. Betware er með höfuðstöðvar á Íslandi og starfsemi í Danmörku, Serbíu og Spáni. Betware er í eigu austurrísku fyrirtækjasamsteypunnar Novomatic sem er meðal stærstu framleiðanda og rekstraraðila í heiminum á búnaði fyrir leikjaiðnaðinn og með starfsemi í 46 löndum. Hjá Betware er hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á að allir fái að nýta hæfileika sína og líði vel á vinnustaðnum. Við bjóðum spennandi tækifæri fyrir hæfileikaríkt fólk, bæði konur og karla. Láttu okkur vita af þér með því að senda póst á applications@betware.com.
betware.com
Bláa Lónið
www.bluelagoon.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Bláa Lónið hf. var stofnað árið 1992. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Á Íslandi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Ríflega 300 manns. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Starfsmenn Bláa Lónsins eru með fjölbreyttan menntunarlegan bakgrunn, meðal annars í: viðskiptafræði, hjúkrunarfræði, matreiðslu, rafvirkjun, læknisfræði, lyfjafræði, grafískri hönnun, almannatengslum, sálfræði, framreiðslu, mannauðsstjórnun, markaðsfræði, leiklist, tölvunarfræði og smíði.
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Endilega kynntu þér Bláa Lónið sem vinnustað ef þú hefur áhuga á að vinna í alþjóðlegu og metnaðarfullu umhverfi. Heimasíðan okkar er: www.bluelagoon.is
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Bláa lónið býður upp á fjölbreytt sumarstörf í sölu og þjónustu og nokkur störf á skrifstofu.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Nemendur eru að vinna lokaverkefni hjá okkur á sviði rannsóknar og þróunar á húðvörum Bláa Lónsins. Við erum tilbúin að skoða samstarf við nemendur á fleiri sviðum.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Metnaður, jákvæðni, rík þjónustulund og góð samskipta- og samstarfshæfni. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Eitt af meginmarkmiðum Bláa Lónsins er að veita gestum hágæðaupplifun. Þetta endurspeglast m.a. í gildum Bláa Lónsins sem starfsmenn skilgreindu en þau eru að skapa minningar, sýna umhyggju, gleði og virðingu.
22
Framadagar Háskólanna 2015
Capacent
www.capacent.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Saga Capacent hófst árið 1990 þegar Íslenskar markaðsrannsóknir voru stofnaðar.
Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Við störfum á Íslandi en eigum gott samstarf við systurfyrirtæki okkar á Norðurlöndunum.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Starfsmenn eru um 100. Flestir þeirra starfa á skrifstofu Capacent í Ármúla 13 í Reykjavík en jafnframt er fyrirtækið með skrifstofu á Akureyri og starfsmenn á Sauðárkróki. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Algengasta grunnmenntun starfsmanna Capacent er sálfræði en hjá okkur starfar hópur með mjög fjölbreytta menntun. Þar eru verkfræðingar, viðskiptafræðingar, hagfræðingar, stjórnmálafræðingar og tölvunarfræðingar svo dæmi séu tekin. Margir starfsmenn hafa lokið meistara- eða doktorsnámi, t.d. MBA, eða gráðum í hagfræði, stjórnsýslufræði, atferlisfræði og fjármálum.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Við erum ekki með formlega stefnu um sumarstörf en erum reiðubúin að skoða áhugaverðar hugmyndir um tímabundin verkefni.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við erum opin fyrir því að eiga samvinnu við afburðanemendur um áhugaverð lokaverkefni. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við erum opin fyrir því að eiga samvinnu við afburðanemendur um áhugaverð lokaverkefni. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Hlutverk Capacent er að vinna að framförum viðskiptavina og starfsmanna. Við nýtum þekkingu okkar og reynslu til að veita viðskiptavinum ráðgjöf, upplýsingar og lausnir sem skila árangri. Starfið hjá Capacent er áskorun sem þroskar og eflir starfsmenn. Við rekum stærstu ráðningarþjónustu landsins, höfum yfirburði í markaðs- og viðhorfsrannsóknum og hjá okkur starfar öflugt ráðgjafateymi. Sérstaða okkar felst í að flétta saman þekkingu og reynslu á sviði rannsókna, ráðgjafar og ráðninga á víðtækari hátt en þekkist á markaðnum. Við byggjum ráðgjöf okkar á markvissri greiningu og tengjum saman nýjustu þekkingarstrauma, rannsóknir og hagnýta nálgun. Nálægð, samvinna og miðlun margvíslegrar sérþekkingar innan hópsins gerir Capacent að einstöku fyrirtæki.
Framadagar Háskólanna 2015
23
CCP
www.ccpgames.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? 1997. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Shanghai (Kína), Newcastle (Bretland), Atlanta (USA) og Reykjavík. Einnig erum við með „satelite offices„ á Akureyri og New York. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 335
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Mikil breidd; tölvunarfræðingar, viðskipafræðingar, verkefnastjórar, hönnuðir, listamenn, verkfræðingar, markaðsfræðingar og fleira.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Við viljum auðvitað fyrst og fremst hafa viðskiptavini okkar ánægða með vörur okkar og vinnum við hart að því alla daga. Eins og er, erum við búin að gefa út tvo leiki (EVE og DUST) og eru fleiri á leiðinni en markmiðið er gæði umfram magn. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Þegar þið farið að hefja atvinnuleit af alvöru að námi loknu og fáið höfnun frá draumafyrirtækinu – ekki gefast upp! Fæstir fá draumastarfið á fyrsta degi. Mikilvægt er fyrir ykkur að vera með gott CV og ef þið komist á atvinnuviðtal – verið þið sjálf og reynið að vera eins skýr og mögulegt er hvað þið sækist eftir!
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Nei, yfirleitt ekki. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við erum opin fyrir því en það fer alveg eðli verkefnisins. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Jákvæðni, brennandi áhugi og lærdómsfýsi. Mikilvægt er að fólk geti unnið með öðru fólki í teymum og sé óhrætt við að deila skoðunum sínum með hinum. Annars fer það svolítið eftir eðli starfsins en ofannefnt er eitthvað sem við horfum lang mest eftir.
Framadagar Háskólanna 2015
24
ding n a p x e s i rse Our unive US
H T I W W GRO om/jobs games.c www.ccp
nta, vĂk, Atla in Reykja ai s e c ffi o h ang With e and Sh Newcastl
Cyren
www.cyren.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Fyrirtækið var stofnað árið 1991 en árið 2012 sameinaðist það Friðriki Skúlasyni ehf. á Íslandi og Eleven GmbH í Þýskalandi. Í janúar 2014 fékk sameinað fyrirtækið nafnið CYREN. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? CYREN er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með starfsemi víða um heim. Skrifstofur fyrirtækisins eru staðsettar í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ísrael og á Íslandi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Í heildina starfa yfir 200 manns hjá fyrirtækinu og um 25 af þeim eru staðsettir á Íslandi. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Menntun starfsmanna er af ýmsum toga. Í kjarnastarfseminni eru fyrst og fremst starfsmenn með menntun í raungreinum eins og tölvunarfræði, verkfræði og stærðfræði. Í öðrum deildum eru starfsmenn með fjölbreytta flóru af háskólamenntun. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Í fari starfsmanna leitum við fyrst og fremst eftir því að þeir hafi brennandi áhuga á þeim verkefnum sem þeir taka að sér.
26
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? CYREN þróar vírusleitartækni, ruslpóstsíur og veföryggislausnir. Í dag veitir CYREN mörgum af stærstu netfyrirtækjum heims hugbúnaðarlausnir sem þau nýta til að tryggja tölvuöryggi fyrir milljónir notenda sinna. Þar má nefna Google, Panda Security, NETGEAR og Check Point. Allar hugbúnaðarlausnir CYREN eru þróaðar þannig að samstarfsaðilar geti auðveldlega aðlagað þær að sínum þörfum og nýtt í sinni eigin tækni. CYREN byggir tækni sína á einkaleyfisvernduðum aðferðum sem hafa verið þróaðar innan fyrirtækisins og á gríðarmiklum gagnagrunni færslna, sem er einstakur í iðnaðinum. Framúrskarandi leitartækni CYREN veitir samstarfsaðilum skýrt samkeppnisforskot í þeirri öru þróun sem á sér stað í upplýsingatækni. Framtíðarmarkmið CYREN er að fyrirtækið verði leiðandi á sviði tölvuöryggis og bjóði framúrskarandi öryggislausnir fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila. Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur? Hjá fyrirtækinu er mjög sérhæfð starfsemi sem býður upp á margvísleg tækifæri fyrir fólk með menntun í raungreinum. CYREN er með öflugt félagslíf og skemmtilegan starfsanda. Spennandi tímar eru framundan hjá CYREN og við getum boðið hugbúnaðarstörf sem eru einstök á Íslandi.
Framadagar Háskólanna 2015
Dale Carnegie
www.dalecarnegie.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Dale Carnegie hefur verið stafandi í 103 ár á heimsvísu. Í ár eru 50 ár síðan Dale Carnegie hóf starfsemi á Íslandi. Námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 10-25 ára hafa verið haldin núna í 10 ár. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Fyrirtækið er starfandi í yfiir 80 löndum og námskeiðin kennd á yfir 40 tungumálum. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Á Íslandi starfa 25 manns hjá fyrirtækinu. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Flestir starfsmenn eru háskólamenntaðir, útskrifaðir af ýmsum sviðum. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við höfum látið vinna nokkur lokaverkefni fyrir okkur. Erum svo alltaf til í að skoða fleiri hugmyndir af verkefnum þannig að þú sem lest þetta – ekki hika við að hafa samband ef þú ert með hugmynd af flottu lokaverkefni.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við sem að stjórnum Dale fyrir ungt fólk á aldrinum 10-25 ára viljum fá fólk í vinnu sem að elskar að starfa með ungu fólki og sjá það vaxa og dafna. Eldmóður, jákvæðni og eiginleikinn að þora sýna einlægni eru lykilatriði. Við viljum líka að viðkomandi sé með háskólamenntun áður en farið er í gegnum þjálfaraskóla Dale Carnegie. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna okkar og markmið er að veita fyrsta flokks þjálfun og vera fyrsti valskostur fyrirtækja og einstaklinga þegar þeir velta fyrir sér hvert þeir eigi að leita til að auka hæfni sína í leik eða starfi. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Sjálfstraust er lykilatriði í því að ná árangri í leik og starfi. Þjálfaðu upp eiginleikann að þora vera sá/sú sem þú ert og þannig ertu líklegri til þess að ná árangri í því sem að þú tekur þér fyrir hendur.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Nei, höfum ekki gert það – eitthvað til að skoða má betur.
Framadagar Háskólanna 2015
27
Deloitte
www.deloitte.com
Hvenær var fyrirtækið stofnað? 9. Október 1998 Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Alþjóðlegt fyrirtæki með yfir 200.000 starfsmenn í 150 löndum. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá Deloitte á Íslandi starfa u.þ.b. 200 starfsmenn. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? U.þ.b. 85% starfsmanna eru með háskólagráðu. Flestir starfsmenn okkar hafa úrskrifast úr viðskiptafræði frá HÍ, HR, Bifröst og HA. Rúmlega þriðjungur starfsmanna hefur lokið meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun frá HÍ eða HR. Hjá Deloitte á Íslandi starfa líka einstaklingar menntaðir í lögfræði, hagfræði, verkfræði, félagsfræði, alþjóðafræði, stærðfræði, tölvunarfræði, fjármálaverkfræði, grafískri hönnun, upplýsingaöryggi o.fl. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Þegar við ráðum fólk með réttu fagþekkinguna, skimum við fyrir eftirfarandi eiginleikum í fari umsækjenda; Áhuga á faginu, heiðarleika og siðferði, samstarfshæfni, nákvæmni, greiningarhæfni og sjálfstæðri hugsun. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já
28
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Háannatími í starfsemi okkar er utan sumartímans. Það gerir það að verkum að við ráðum ekki háskólanema í sumarstörf.
Hvað er það við ykkar fyrirtæki sem gerir það spennandi í augum háskólanema? Tengslin á alþjóðavísu, vel skilgreindir starfsþróunarmöguleikar, þjálfun endurskoðunarnema, verkefnin sem fengist er við í starfinu og menning vinnustaðarins sem einkennist af hjálpsemi og samvinnu. Hvernig eru möguleikar á starfsþróun? Þeir eru miklir en ráðast af áhuga og getu hvers og eins. Við höfum vel skilgreinda starfsþróunarbraut frá því að fólk er ráðið inn t.d. sem aðstoðarmenn endurskoðenda í að verða löggiltir endurskoðendur eða stjórnendur hjá Deloitte. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Hlutverk Deloitte er að hjálpa viðskiptavinum og starfsfólki að skara fram úr. Deloitte stefnir að því að vera arðsamasta sérþekkingarfyrirtæki á Íslandi. Vera framsæknasta sérþekkingarfyrirtæki á Íslandi og leiðandi í nýsköpun. Vera talinn ákjósanlegasti vinnuveitandinn með besta starfsfólkið, og vera leiðandi í faglegri þjónustu. Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri? Lærir svo lengi sem lifir!
Framadagar Háskólanna 2015
Sterk liรฐsheild
Dýralæknafélagið
www.dyr.is
Hvert er hlutverk Dýralæknafélags Íslands og hvenær var það stofnað? Dýralæknafélag Íslands er málsvari og stendur vörð um faglegt hlutverk dýralækna, svo að við getum sem best stuðlað að heilbrigði og velferð dýra, matvælaöryggi og lýðheilsu og aukið þannig lífsgæði í íslensku samfélagi. Félagið var stofnað árið 1934 og er því á 81. aldursári. Hvert er almennt starfssvið dýralækna? Fyrir utan að sinna veikum dýrum frá degi til dags hafa dýralæknar einnig eftirlit með heilbrigði búfjár og velferð þeirra. Dýralæknar stunda rannsóknir á dýrasjúkdómum og dýraatferli, og sjúkdómum sem berast með matvælum svo dæmi séu tekin. Við sjáum til þess að matvæli séu örugg til neyslu og gegnum þannig mikilvægu hlutverki við neytendavernd og heilsugæslu almennings. Hugtakið „ein heilsa„ (e. One Health) er á síðari árum orðið þekktara meðal almennings en þar tvinnast saman dýraheilbrigði og lýðheilsa manna og á þeim vettvangi starfa margir dýralæknar. Góð ráð til nemenda/annað sem þið viljið koma á framfæri? Dýralæknanám er að lágmarki 6 ár og þarf að stunda við erlenda háskóla. Flestir íslenskir dýralæknar hafa lært í Kaupmannahöfn, Osló eða Hannover, en íslenskir dýralæknar hafa einnig lært víðar í Evrópu. Að loknu dýralæknisprófi velja margir að bæta við sig doktorsgráðu eða sérfræðinganámi.
Hvaða persónulegu eiginleikar nýtast vel í námi og starfi við dýralækningar? Áhugi á vísindum og líffræði sem tengist dýrum, og velferð dýra má telja eiginleika sem flestir dýralæknar geta samsamað sig. Einnig verða dýralæknar að geta sýnt samhug með dýrum og eigendum þeirra. Öguð vinnubrögð og úthald gagnast vel í námi, starfi og endurmenntun því dagarnir eru langir hvort sem það er í strembnum próflestri, álagstímum í eftirliti eða löngum vöktum. Nauðsynlegt er að búa yfir hæfileika til góðra samskipta við menn og dýr og dýralæknar þurfa að vera ákveðnir og lausnamiðaðir en jafnframt víðsýnir. Hvar eru dýralæknar að störfum í samfélaginu? Dýralæknar starfa ekki aðeins í framlínunni við að lækna dýr og aðstoða bændur við að framleiða holl og góð matvæli. Margir dýralæknar vinna líka í eftirlitsstofnunum, matvælafyrirtækjum og á rannsóknarstofum. Margir fleiri starfa í háskólum og öðrum menntastofnunum þar sem þeir sinna vísindastörfum og uppfræða nemendur um mikilvæg mál sem tengjast dýrahaldi og hollustu matvæla. Dýralæknar vinna því bæði sjálfstætt – sem einyrkjar, reka sínar eigin stofur eða fyrirtæki með starfsmenn, eða eru starfsmenn einkafyrirtækja eða opinberra stofnanna.
Hve margir eru íslenskir dýralæknar? Félagar í Dýralæknafélagi Íslands eru rúmlega 130 talsins.
30
Framadagar Háskólanna 2015
Ernst & Young
www.ey.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Ernst & Young ehf, nú kallað EY, var stofnað 1. desember 2002. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? EY er alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki sem starfar í um 150 löndum um allan heim, með um 190.000 starfsmenn. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá EY á Íslandi starfa rúmlega 50 starfsmenn.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Eitt af markmiðum okkar er að skapa umhverfi til að vera eftirsóttur vinnustaður sem laðar að besta fólkið og bestu viðskiptavinina. Að vera leiðandi fyrirtæki á þeim mörkuðum sem við störfum á með góð tengsl við umhverfi okkar. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Ef þú hefur áhuga á endurskoðun, hefur frumkvæði og metnað til að ná langt, hafðu þá samband við okkur.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Flestir starfsmenn okkar eru viðskiptafræðingar og um helmingur starfmanna hefur lokið meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun. Hjá EY starfa líka einstaklingar menntaðir í lögfræði, hagfræði, verkfræði, tölvunarfræði ofl. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Við bjóðum ekki upp á sumarstörf en höfum verið með nema í starfsnámi. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já ef efnið tengist starfsemi okkar. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við leitum eftir góðum námsmönnum og viljum einnig að viðkomandi sé heiðarlegur, áhugasamur, jákvæður, sýni frumkvæði og vinni vel í teymi. Viðkomandi þarf að sýna persónulega og faglega ábyrgð, hafa hugrekki til að ganga á undan með góðu fordæmi og hafa metnað til að ná langt.
Framadagar Háskólanna 2015
31
EFLA
www.efla.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Segja má að saga EFLU verkfræðistofu hafi hafist fyrir rúmum fjörutíu árum með stofnun Verkfræðistofu Suðurlands árið 1973. (Verkfræðistofa Austurlands 1972) Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? EFLA er með meginstarfsemi á Íslandsi og í Noregi en er með ráðgjöfum allan heim. EFLA starfrækir dóttur- og hlutdeildarfélög í Noregi, Danmörku, Rússlandi, Frakklandi, Dubai og Tyrklandi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Það starfa um 250 manns hjá EFLU. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? EFLA hefur á hverju sumri ráðið inn námsmenn og er alltaf að leita að hæfileikaríku og áhugasömu starfsfólki. EFLA hvetur áhugasama til að senda umsóknir inn í gegnum heimasíðu fyrirtækisins, http://efla. is/umsokn-um-starf Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Það er hefð fyrir því og sérstakt svið hjá EFLU sem kallast Nýsköpun og rannsóknir, er helgað þessum málaflokki. Nú þegar hafa mörg lokaverkefni verið unnin með EFLU. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á yfir 25 ólíkum sviðum háskólamenntunar, sérstaklega á sviði verk- og raunvísinda. Um 80% starfsmanna eru með B.Sc., M.Sc. eða Ph.D gráður.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? EFLA telur nauðsynlegt að hafa góða undirstöðu á öllum sviðum fyrirtækisins. EFLA leitar af opnum og efnilegum nemendum sem eru forvitnir og spyrja spurninga, sýna frumkvæði og geta unnið sjálfstætt. EFLA leggur metnað í að hafa alla aldurshópa í störfum hjá fyrirtækinu. Heiðarleiki og dugnaður eru mikilvægir eiginleikar starfsmanna, sem og tungumálakunnátta þar sem markaðssvæðin utan Íslands fara stækkandi. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Í framtíðarsýn EFLU segir að árið 2020 verði EFLA leiðandi á Íslandi með varanlega fótfestu í heildarþjónustu í Noregi og þekkt alþjóðlega fyrir sterka sérhæfingu. Helsta verkefni EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Gildi EFLU eru Hugrekki, Samvinna og Traust. Hjá EFLU er „allt mögulegt„ Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur? EFLA er framsækið fyrirtæki sem er tilbúið til að fara nýjar og ótroðnar leiðir. Starfsmenn geta unnið sig hratt inn í heildarverk með ábyrgð. EFLA leggur mikla áherslu á starfsþróun starfsmanna þar sem tekið er mið af áhuga og hæfni hvers einstaklings. Lögð er áhersla á móttöku nýrra starfsmanna og að starfsmenn fái þá þjálfun sem þarf til að þeir komist fljótt og vel inn í verkefnin sín. Það er gaman að vinna hjá EFLU.
Framadagar Háskólanna 2015
32
E F LA
Við viljum tala við þig!
Kíktu við í bás EFLU á Framadögum. Helstu sérfræðingar veita ráðgjöf og spjalla um þau tækifæri sem nemendum standa til boða. Í fyrra komust færri að en vildu. EFLA verkfræðistofa leggur mikla áherslu á að fá til starfa ungt og efnilegt fólk í bland við reynslumikla sérfræðinga með langan starfsaldur og allt þar á milli. Með því tryggir EFLA hringrás þekkingar. Við vitum að unga fólkið í dag getur orðið lykilfólk eftir tíu til fimmtán ár.
EF L A HF. • HÖ FÐA BA KKI 9 • 1 1 0 R E YK J AV Í K • 412 6000 • w w w. e fl a . i s • Í S L A N D • D UB A I • F R A K K LA N D • N O R E G U R • P Ó LLA N D • S V Í Þ J Ó Ð • T YR K LA N D
EFTA
www.efta.in
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Eftirlitsstofnun EFTA var stofnuð eftir að EES-samningurinn öðlaðist gildi í janúar árið 1994. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Aðsetur stofnunarinnar er í Brussel, Belgíu.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá Eftirlitsstofnun EFTA starfa yfir 70 starfsmenn frá 14 mismunandi löndum.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Stór hluti starfsmanna eru lögfræðingar að mennt en einnig vinna hjá stofnuninni starfsmenn með bakgrunn í hagfræði, félagsvísindum og jafnvel dýralækningum.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur eftirlit með framkvæmd reglna Evrópska efnahagssvæðisins á Íslandi, Liechtenstein og Noregi, og gerir ríkjunum þannig kleift að taka þátt í innri markaði. Höfuðhlutverk stofunarinnar er þannig að standa vörð um EES-samninginn.
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Þegar þið eruð að fara að stíga ykkar fyrstu skref á almennum vinnumarkaði mælum við með að þið athugið líka hvaða tækifæra gætu leynst utan við landssteinanna.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Við bjóðum ekki upp á sumarstörf en við bjóðum upp á mjög spennandi 10 mánaða starfsnám fyrir ungt fólk sem er að feta sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Frekari upplýsingar um það má finna á vefsíðu okkar eftasurv.int. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við erum alltaf að leita að hæfileikaríkum, áhugasömum og sveigjanlegum einstaklingum með áhuga á og/eða sérhæfingu á sviði EES/ESB. Lausar stöður eru auglýstar á LinkedIn og á eftasurv.int.
34
Framadagar Háskólanna 2015
Eimskip
www.eimskip.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Eimskipafélag Íslands var stofnað þann 17. janúar 1914. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Eimskip rekur starfsstöðvar í 19 löndum víðsvegar um heiminn og er með umboðsmenn í fjölmörgum löndum að auki. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Um 1400 starfsmenn starfa hjá Eimskip, þar af um 800 á Íslandi. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Hjá Eimskip starfar fólk með mjög fjölbreytta menntun. Stærstur hluti háskólamenntaðra starfsmanna hefur lokið námi í viðskiptafræði, flutningafræði eða stjórnun. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Það sem skiptir mestu máli þegar kemur að ráðningu í laus störf hjá Eimskip er hversu vel viðkomandi umsækjandi uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru fyrir það starf sem um ræðir. Reynsla, hæfni og þekking umsækjenda er mikilvæg í því tilliti en einnig leggjum við mikla áherslu á að umsækjendur sýni hæfni í samskiptum, þjónustulund, vilja til samstarfs og almennan áhuga.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Í gegnum árin hefur fjöldi nemenda unnið lokaverkefni hjá okkur. Við erum ávallt móttækileg fyrir beiðnum frá nemendum og skoðum allar beiðnir sem berast með ávinning beggja aðila að leiðarljósi. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, Eimskip auglýsir fjölbreytt sumarstörf ár hvert. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Gott er að hafa metnaðarfull markmið en muna það jafnframt að það er dýrmætt að safna reynslu og þekkingu yfir tíma. Í því tilliti er vel útfyllt ferilskrá góð byrjun. Fyrsta starfið er kannski ekki draumastarfið en starfsferillinn er að byrja og hann getur verið fullur af tækifærum sé maður opinn og grípi tækifærin þegar þau gefast.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki sem veitir framúrskarandi flutningaþjónustu, byggða á áreiðanlegu flutningakerfi á Norður-Atlantshafi og alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun. Markmið félagsins er að tryggja góða afkomu fyrir hluthafa, hlúa að okkar umhverfi, skapa tækifæri fyrir starfsmenn og verðmæti fyrir viðskiptavini.
Framadagar Háskólanna 2015
35
Einkaleyfastofan
www.els.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Einkaleyfastofan var stofnuð árið 1991. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Einkaleyfastofan starfar á Íslandi en sambærilegar stofnanir eru starfræktar í flestum ríkjum heims. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Starfsmenn Einkaleyfastofunnar eru 26. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Á Einkaleyfastofunni starfa m.a. lögfræðingar, kennarar, viðskiptafræðingar, stjórnmálafræðingar, sálfræðingar o.fl.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já Annað sem þið viljið koma á framfæri? Einkaleyfastofan leggur áherslu á fjölbreytileika í starfsmannahópnum. Við bjóðum upp á áhugaverð störf á sviði hugverkaréttar og leggjum okkur fram við að skapa góð starfsskilyrði. Árið 2014 var Einkaleyfastofan kosin stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana og árið 2013 hlaut stofnunin vottun á gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001:2008.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Áhugi, frumkvæði, menntun. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Markmið Einkaleyfastofunnar er fyrst og fremst að veita góða og faglega þjónustu á sviði hugverkaréttinda. Einnig að styrkja tengsl við rannsóknarumhverfið, háskóla og atvinnulífið sem og að efla samskipti við viðskiptavini stofnunarinnar, hagsmunaaðila og aðila sem gætu nýtt sér þjónustu stofnunarinnar í framtíðinni. Þá leggur Einkaleyfastofan áherslu á að dreifa með skilvirkum hætti upplýsingum og veita fræðslu um málefni stofnunarinnar, nýjungar og breytingar hverju sinni.
36
Framadagar Háskólanna 2015
Félag Sameinuðu þjóðanna
www.un.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað?
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi var formlega stofnað í apríl 1948, en svipuð félög voru stofnuð í öllum aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna um heim allan ásamt heimssamtökunum World Federation of United Nations Association (WFUNA).
Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Félög Sameinuðu þjóðanna má finna í yfir 100 löndum og standa þau að kynningu á málefnum Sameinuðu þjóðanna í sínu landi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Einn starfsmaður starfa hjá félaginu á Íslandi en fjölmargir starfsnemar koma að starfsemi þess sem og sjálfboðaliðar, stjórnarmenn/konur og endurskoðendur.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Fjölmargir háskólanemar starfa með félaginu sem starfsnemar eða sjálfboðaliðar, oftast eru það aðilar með master í mannfræði, þróunar-/friðarfræðum eða alþjóðlegri viðskipta-/markaðsfræði. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?
Sameinuðu þjóðirnar leita eftir ungu hæfileikaríku fólki í starfsþjálfun um allan heim. „Young professional programme“ eru starfsþjálfunarprógram sem undirbýr verðandi starfsnema fyrir starfsframa hjá Sameinuðu þjóðunum. Starfsþjálfunin er hönnuð fyrir þá sem eru yngri en 32 ára, með háskólagráðu, tala ensku og búa í aðildarlandi Sameinuðu þjóðanna. Skoðið careers.un.org fyrir nánari upplýsingar.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hefur unnið með háskólanemum til margra ára að sameiginlegum verkefnum sem hafa einnig verið í formi lokaverkefna á háskólastigi. Félagið er opið fyrir því að vinna með háskólanemum að verkefnum sem tengjast Sameinuðu þjóðunum stofnunum þeirra og málefnum. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Gildin okkar 3 eru: Þekking – Virðing – Metnaður. Við setjum okkur há markmið og gerum kröfur um fagleg vinnubrögð og gæði. Við viljum líka endurspegla fjölbreytileika SÞ og virðum fjölbreytt sjónarmið. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Framtíðarsýn okkar er að Félag SÞ sé öflugur talsmaður málefna Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Skoðið www.un.is og careers.un.org eða hafið samband í gegnum felag@un.is.
Framadagar Háskólanna 2015
37
Grant Thornton
www.grantthornton.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Fyrirtækið rekur sögu sína aftur til áttunda áratugar síðustu aldar en varð aðili að alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton árið 1997. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Grant Thornton er alþjóðlegt net endurskoðunarfyrirtækja með 38.500 starfsmenn í yfir 130 löndum sem öll starfa undir sama nafni. Grant Thornton er meðal sex stærstu endurskoðunarfyrirtækja heims. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Það starfa tæplega 30 manns hjá Grant Thornton á Íslandi. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Starfsmenn eru helst viðskipta- og hagfræðimenntaðir. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Ekki hefur verið ráðið sérstaklega í sumarstörf en einstaklingar sem hafa hug á starfsframa í endurskoðun hafa verið ráðnir í hlutastörf með námi.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Grant Thornton er vaxandi endurskoðunarfyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir viðskiptavini sína, til að styðja við frekari vöxt þeirra og til að ná árangri. Grant Thornton hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár, bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Fyrirtækið býður uppá reikningsskila- og endurskoðunarþjónustu, sérhæfða ráðgjöf og þjónustu á sviði skattamála og aðra fjármálaþjónustu. Öll aðildarfyrirtæki Grant Thornton styðjast við sömu aðferðafræði, tól og tæki sem tryggir að viðskiptavinir okkar njóta sömu þjónustu hvar sem er í heiminum. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við erum alltaf opin fyrir spennandi hugmyndum. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Nám er fjárfesting til framtíðar sem þess virði er að sinna af krafti og heilindum. Á það bæði við nám á háskólastigi og starfsnám á upphafsárum starfsferilsins. Sá uppsker sem sáir. Grant Thornton er vaxandi fyrirtæki og þannig spennandi vinnustaður fyrir kraftmikla einstaklinga.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Sjálfstæð vinnubrögð, áræðni og samviskusemi. Við höfum einnig horft nokkuð til námsárangurs enda hefur það verið reynsla okkar að oft helst í hendur góður námsárangur og árangur í starfi.
38
Framadagar Háskólanna 2015
Greenqloud
www.greenqloud.is
When was the company founded? February 2010. In what countries do you operate? Our headquarters are in Iceland, but we also have an office in Seattle in the United States, with customers globally. How many employees are working for the company? 30.
What is your company’s division in terms of education? Our team is diverse, but predominantly comprised of bachelor and graduate degree holders in computer science, engineering, business and marketing. Do you offer summer jobs to university students? Yes, we offer internships in the summer and winter. We’re always looking to hire exceptional people, too. If students are interested in joining the team for a summer position or otherwise, they should send in a general application (in English) via greenqloud.com/careers
What qualities matter most when hiring new staff? The GreenQloud team is a talented and experienced group of individuals, with diverse career backgrounds from across the globe. Every one of them is empowered to think independently, take initiative and be innovative. Customer service, self motivation and excellent English communication skills are a must. What is the companies strategies and goals? GreenQloud has progressed from being a public cloud company to a cloud infrastructure software solutions company. Our main objective is to increase the market share of QStack™, a software solution for private and hybrid cloud infrastructure for enterprise organizations and colocation data centers. Why should students apply for a job with your company? GreenQloud offers big career opportunities in a multi-billion dollar international cloud computing industry. It’s a dynamic and exciting place to work, with endless opportunities for career acceleration.
Are you interested in having students do their thesis in cooperation with the company?
Yes. We’ve had students incorporate GreenQloud into thesis studies successfully and we enjoyed working with them.
Framadagar Háskólanna 2015
39
Hagvangur
www.hagvangur.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Hagvangur er elsta ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki landsins, stofnað 1971. Eitt af því sem við gerum betur en aðrir er að hjálpa fyrirtækjum að finna sér hæft starfsfólk og hæft starfsfólk að finna sér spennandi atvinnu. Hvernig aðstoðar Hagvangur háskólanema að finna sér vinnu? Háskólanemi sem er að leita sér að vinnu skráir upplýsingar um sig í gagnagrunn okkar á www.hagvangur.is, og kemur á framfæri helstu óskum sínum um framtíðarstarfsvettvang. Þegar eitthvert þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem við erum í sambandi við þarf á starfsmanni að halda leitum við í grunninum okkar og komum því fólki á framfæri sem best passar við kröfur starfsins. Þar sem aðeins brot af þeim störfum sem við fáum til okkar eru auglýst, er mikilvægt að skrá sig í gagnagrunn okkar sem fyrst eftir að atvinnuleit hefst. Hvaða eiginleikar fólks skipta mestu máli við ráðningar? Við skoðum alltaf hvaða kröfur hvert starf gerir og hvers konar umhverfi viðkomandi mun starfa í og skilgreinum æskilega eiginleika út frá því. Þó má segja að eiginleikar eins og ráðvendni, vinnusemi, frumkvæði og samskiptafærni séu nánast alltaf til bóta. Þess vegna ráðleggjum við öllu ungu fólki að leggja ríka rækt við að þroska þessa eiginleika. Eitthvað að lokum? Kíkið í básinn okkar, segið okkur hvað þið eruð að læra og hvenær þið stefnið út á atvinnumarkaðinn. Við tökum vel á móti ykkur og hjálpum ykkur að stíga fyrstu skrefin á löngum og gæfuríkum starfsferli.
40
Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf í gegnum ykkur? Hagvangur er yfir 40 ára gamalt fyrirtæki. Á þessum tíma hafa margar kynslóðir stjórnenda og sérfræðinga notið aðstoðar Hagvangs við að finna sína fyrstu vinnu og, þegar tíminn er réttur, vinnu númer tvö, þrjú o.s.frv.. Þannig hafa ráðgjafar Hagvangs aðstoðað fjölmarga við að stýra sínum starfsframa á gæfuríkan hátt. Fólk sem stendur sig vel í starfi og byggir upp góð langtímatengsl við okkur ræktar þannig gott orðspor sem við hjálpum því að miðla til framtíðarvinnuveitenda. Fjölmargir hæfir íslenskir stjórnendur á efsta þrepi hafa á endanum landað draumastarfinu vegna þess að þeir höfðu gæðastimpil Hagvangs með í farteskinu. Bjóðið þið upp á sumarstörf eða verkefnavinnu fyrir háskólanema? Já, við erum einmitt núna með alveg frábæran sálfræðinema í starfsnámi hjá okkur sem er langt komið og hefur gengið afar vel. Við gleðjumst ávallt þegar efnilegt og kappsamt fólk með brennandi áhuga á ráðningum eða stjórnendaráðgjöf hefur samband til að falast eftir störfum eða verkefnum og við skoðum allt slíkt með opnum huga. Hversu margir og hvers konar starfsmenn starfa hjá Hagvangi? þéttur hópur 12 starfsmanna, flestir háskólamenntaðir í viðskiptafræði eða vinnusálfræði og um það bil helmingurinn með MS eða PhD gráður. Starfsemi Hagvangs er fyrst og fremst á Íslandi en erlent samstarf við leiðandi aðila á heimsvísu, eins og EMA Partners International (,,head-hunting“) og Hogan Assessment Systems (sálfræðileg próf) aðstoða okkur við að vera í fararbroddi á okkar sviði.
Framadagar Háskólanna 2015
Háskólinn á Bifröst
www.bitfrost.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Háskólinn á Bifröst á rætur að rekja til Samvinnuskólans sem var stofnaður árið 1918 í Reykjavík. Sumarið 1955 var skólinn fluttur að Bifröst í Norðurárdal í Borgarfirði og hefur verið starfræktur þar síðan.. Skólinn kemst á háskólastig 1989. Í dag er Háskólinn á Bifröst fjölbreyttur háskóli, sem býður nemendum sínum upp á fræðslu, þekkingu og þjálfun í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði sem og heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hlutverk skólans er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Fimm svið eru starfrækt við skólann, símenntunararsvið, frumgreinasvið, viðskiptasvið, lögfræðisvið og félagsvísindasvið. Háskólinn á Bifröst býður uppá nám á bæði grunn- og meistarastigi. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Skólinn er staðsettur á Bifröst í Borgarbyggð en er með starfstöð Reykjavík að Hverfisgötu 4-6. Með hjálp nútíma tækni geta nemendur stundað nám frá skólanum óháð staðsetningu og því eru nemendur skólans staðsettir út um allt land og einnig út um allan heim. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Langflestir starfsmenn Háskólans á Bifröst eru með grunngráðu í háskóla eða meira. Mjög stór hluti er með meistarapróf og doktorspróf, þá sérstaklega akademískir starfsmenn. Menntun starfsmanna er á breiðu sviði, mest er þó á sviði félagsvísinda en þar undir er viðskiptafræði, lögfræði, hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Starfsmenn og kennarar eru á bilinu 60-80. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Háskólinn á Bifröst býður uppá sumarönn fyrir nemendur í grunnnámi í bæði staðnámi og fjarnámi. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Háskólinn á Bifröst hvetur nemendur skólans að tengjast atvinnulífi og samfélagi sem mest og gera nemendur hans mörg verkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Nemendur Háskólans á Bifröst eiga það flestir sameiginlegt að vera sjálfstæðir einstaklingar með skýra sýn á viðfangsefnin. Kennsluhættir á Bifröst þjálfa nemendur í framkomu og tjáningu, sjálfstæði í vinnubrögðum og leiðtogahæfileikum. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Bifröst er háskóli sem menntar samfélagslega ábyrga leiðtoga með gildin „samvinna, frumkvæði, ábyrgð„ að leiðarljósi. Skólinn hefur það að markmiði að verði leiðandi í námsframboði og kennsluháttum sem mótast af áherslum hans á samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Háskólinn á Bifröst hvetur nemendur til að öðlast sýn heimsborgara en gleyma ekki rótum sínum og uppruna.
Framadagar Háskólanna 2015
41
VILTU NÁ FORSKOTI? Opið fyrir umsóknir í meistaranám til 30. apríl
Meistaranám við HR Með því að ljúka meistaranámi frá HR sérhæfir þú þig og nærð forskoti á vinnumarkaði. Nám við HR er í sífelldri þróun og ávallt í takt við þarfir atvinnulífsins. Öflugar, alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir eru stundaðar við allar fjórar akademískar deildir HR.
Tækni- og verkfræðideild
Lagadeild
Byggingarverkfræði Fjármálaverkfræði Heilbrigðisverkfræði Heilsuþjálfun og kennsla Íþróttavísindi og þjálfun MPM (Master of Project Management) Orkuverkfræði - Iceland School of Energy Rafmagnsverkfræði Rekstrarverkfræði Sjálfbær orkuvísindi - Iceland School of Energy Vélaverkfræði
Meistaranám í lögfræði
Viðskiptadeild
Tölvunarfræðideild
Alþjóðaviðskipti og markaðsfræði Fjármál fyrirtækja Klínísk sálfræði Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði Markaðsfræði MBA (Master of Business Administration) Reikningshald og endurskoðun Upplýsingastjórnun Viðskiptafræði með vali Stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind
Hugbúnaðarverkfræði Tölvunarfræði Upplýsingastjórnun Máltækni
Sjá meira á hr.is/framhaldsnam
„Eftir grunnnámið var ég ráðinn til 66°norður þar sem ég hef unnið við gagnagreiningu, uppsetningu gagnagrunna og ýmsa tölfræðivinnu og sinni því núna í hálfu starfi samhliða námi. Ég stefni á að öðlast starfsréttindi sem klínískur sálfræðingur og vil sérhæfa mig í kvíðaröskunum ásamt því að sinna rannsóknum og kennslu. Ég, ásamt samnemanda mínum, er þegar byrjaður að undirbúa rannsókn sem á að kanna skilning almennings á hugtökum eins og þunglyndi og kvíða.“
Sævar Már Gústavsson Meistaranemi í klínískri sálfræði - BSc í sálfræði frá HR 2013
Háskóli Íslands
www.hi.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní 1911. Hann er elsti háskóli landsins. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Háskóli Íslands starfar einungis á Íslandi en starfrækir rannsóknasetur víða um land auk þess sem hann á í víðtæku samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir um allan heim, m.a. um nemenda- og starfsmannaskipti. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Fastráðnir starfsmenn Háskóla Íslands eru 1350. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Yfir 90% starfsmanna háskólans hafa lokið háskólamenntun af öllum fræðasviðum. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Háskóli Íslands hefur undanfarin ár tekið þátt í átaksverkefni á vegum Vinnumálastofnunar um sumarstörf fyrir nemendur og atvinnuleitendur. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, mjög mikinn. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Störf innan Háskóla Íslands eru fjölbreytt og gera ólíkar kröfur til starfsmanna, en eiginleikar eins og frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptafærni eru mikilvægir.
44
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Þar starfa auk um fjórtán þúsund nemenda, rúmlega þrettán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn. Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn. Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Háskóli Íslands er öflugur alþjóðlegur rannsóknaháskóli og leiðandi menntastofnun. Háskóli Íslands er í stöðugri sókn enda í hópi þrjú hundruð bestu háskóla í heiminum. Háskólinn hefur markviss tengsl við íslenskt atvinnulíf. Hann eflir íslenskt samfélag með árangri sínum í kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Sá mikil árangur gefur skólanum færi á að vinna náið með virtum mennta- og rannsóknastofnunum í öllum heimshlutum. Þannig skapar skólinn ungu fólki tækifæri heima og að heiman.
Framadagar Háskólanna 2015
Hjallastefnan
www.hjalli.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Hjallastefnan ehf. var stofnuð af Margréti Pálu Ólafsdóttur árið 2000 til þess að standa fyrir rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði en Margrét Pála hafði þá verið leikskólastjóri í áratug og þróað kenningar og námskrá Hjallastefnunnar. Leikskólum Hjallastefnunnar hefur fjölgað og eru nú fjórtán talsins. Árið 2003 stofnaði Hjallastefnan Barnaskólann í Garðabæ og rekur í dag fimm grunnskóla. Hjallastefnan er framsækið menntafyrirtæki í eigu áhugafólks um skólastarf. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Hjallastefnan starfar á Íslandi en hefur unnið verkefnið í samvinnu við skóla og fyrirtæki í öðrum löndum. Mikill áhugi er á Hjallastefnunni erlendis og fáum við til okkar nokkuð hundruð erlenda gesti í heimsókn á hverju ári. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá Hjallastefnunni starfa um 500 manns í 11 sveitarfélögum víðsvegar um landið. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Hjá Hjallastefnunni starfar fjölbreyttur hópur fólks. Stór hluti starfshópsins er útskrifaður úr menntavísindum, en hjá okkur starfar einnig fólk sem er menntað í félagsfræðum, viðskiptafræðum, kynjafræðum, listfræðum, íþróttafræðum o.fl. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Það er misjafnt hvort við ráðum inn háskólanema í sumarstörf, en við hvetjum alla til að sækja um!
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við viljum gjarnan að nemendur vinni fyrir okkur lokaverkefni og höfum áhuga á því að allar hliðar starfseminnar séu skoðaðar. Við tökum fagnandi á móti fólki sem hefur áhuga á því að vinna fyrir okkur lokaverkefni. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Hjallastefnan leitar eftir fólki sem er jákvætt, virkt, með sterka jafnréttissýn og vinnur vel með öðrum. Fólkið okkar þarf að hafa brennandi áhuga á því að vinna með börnum og metnað fyrir því að skapa uppbyggilegt skólasamfélag. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Hjallastefnan stefnir á framúrskarandi kennslu sem þjálfar bæði einstaklings- og samfélagsfærni hvers barns og hefur jafnrétti að leiðarljósi í einu og öllu. Við vinnum eftir sex meginreglum sem gera okkur kleift að mæta hverju barni þar sem það er, stuðla að jákvæðum samskiptum starfsfólks, skapa einfalt og viðráðanlegt umhverfi, nota einföld námsgögn og opinn efnivið, kenna börnum að skynja, njóta og virða náttúruna og þjálfa aga og hegðun á jákvæðan og hlýlegan hátt. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Farið út fyrir rammann og verið einstök. Verið ófeimin við að synda á móti straumnum og hafið jafnrétti, réttlæti og kærleika ávallt í fararbroddi.
Framadagar Háskólanna 2015
45
Hreyfing
www.hreyfing.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? 1998. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Á Íslandi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Um 80 manns. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Íþróttafræðingar, Sjúkraþjálfarar, Næringarfræðingar, Viðskiptafræðingar, Markaðsfræðingar, Snyrtifræðingar, Sálfræðingar, Viðurkenndur bókari, Ferðamálafræðingur. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Reynsla, hæfni, jákvætt viðhorf og persónuleiki. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Hlutverk /Markmið Heilsulindin Hreyfing og Blue Lagoon Spa stuðlar að bættri heilsu og vellíðan. Stefna Heilsulindin Hreyfing og Blue Lagoon Spa eykur orku og vellíðan viðskiptavina sinna með fjölbreyttum lausnum í líkamsþjálfun og einstökum Blue Lagoon Spa meðferðum. Þjónustan er veitt með persónulegu viðmóti og af hlýjum hug.
IIIM
www.iiim.is
When was the company founded? IIIM was founded in late 2009. Where does the company operate? IIIM’s headquarters are in Iceland. The Institute has partners and collaborators in many parts of the world, including University of Madrid (Spain), University of Palermo’s Robotics Lab (Italy), CADIA at Reykjavík University, IDSIA in Lugano (Switzerland), CMLabs (UK). IIIM also collaborates with Icelandic startups and high-tech companies. How many employees work for the company? About ten people are employed at IIIM in research and various related projects. In addition there are many advisors and collaborators that contribute to IIIM projects as well as Affiliate Researchers from Canada, US, and Europe. What is your company’s division in terms of education? Most of the staff are specialists in and have diverse experiences in research and development in many varied and different fields within artificial intelligence, simulation and software development.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Absolutely. IIIM aims to offer opportunities that are not offered elsewhere, for example applying a student’s novel ideas or approach to real-world problems, and to integrate their work into larger systems – something which is typically not offered in the standard university environment. This is usually done in collaboration with the student’s advisor at the university they are studying. IIIM can also offer ambitious students an opportunity after graduation, as a permanent place of work or as an intermediate stepping stone into the industry and other academic labs. What qualities matter most when hiring new staff? Knowledge of, interest in, artificial intelligence, a good track record – both academic and hands-on experience. What are the company’s strategies and goals? By bridging between academia and industry, IIIM’s goal is to increase and improve knowledge creation, knowledge transfer, collaboration, and be a catalyst of innovation and high-technology development.
Do you offer summer jobs to students? Students have the opportunity to work and learn at IIIM, get training in IIIM’s cutting-edge project areas and get to know some of Iceland’s top experts in these fields of research.
Framadagar Háskólanna 2015
47
Intellecta
www.intellecta.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Intellecta var stofnað árið 2000. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Fyrirtækið starfar á Íslandi og eigum við í samstarfi við sambærileg fyrirtæki í Skandinavíu.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Hugmyndir þarf að skoða í hvert skipti og fer það eftir viðfangsefni verkefnisins og hvaða möguleikar eru á tengingu við verkefnastöðuna hverju sinni. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Persónuleiki, viðhorf, reynsla og menntun viðkomandi einstaklings.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 11 starfsmenn. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Starfsmenn eru meðal annars menntaðir í félagsvísindum, fjármálum, stjórnun, vinnusálfræði, viðskiptum og verkfræði. Janframt búa ráðgjafar okkar yfir umfangsmikilli reynslu í ráðgjöf og rekstri. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Yfirleitt ekki, en slíkt fer þó eftir fyrirliggjandi verkefnum og stöðu þeirra.
48
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Markmið Applicon er að vera áfram leiðandi fyrirtæki á sviði smíði, sölu og þjónustu viðskiptahugbúnaðar á Íslandi og vera fyrirmyndar vinnustaður fyrir öflugan hóp sérfræðinga. Hlutverk Applicon á Íslandi er að efla viðskiptavini við að ná markmiðum sínum með stöðluðum en sveigjanlegum viðskiptahugbúnaði og faglegri ráðgjöf og þjónustu.
Framadagar Háskólanna 2015
ISAVIA
www.isavia.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Isavia var stofnað árið 2010 við samruna Keflavíkurflugvallar og Flugstoða en á rætur að rekja til stofnunar Flugmálastjórnar Íslands árið 1945. Félagið sér um rekstur og uppbyggingu flugvalla landsins og flugleiðsögu í flugstjórnarsvæði Íslands. Meginþættir starfseminnar eru á Keflavíkurflugvelli, á sviði flugleiðsögu og í innanlandsflugvallakerfinu. Aðalskrifstofur eru við Reykjavíkurflugvöll. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá móðurfélagi Isavia starfa um 700 manns. Auk þess starfa hjá dótturfélögum 150 hjá Fríhöfninni og 50 hjá Tern. Starfsfólk Isavia hefur fjölbreytta menntun að baki. Algengustu greinar eru viðskiptafræði, tölvunarfræði, tæknifræði og verkfræði. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Á hverju ári vinna háskólanemar nokkur lokaverkefni í samstarfi við Isavia og Tern, dótturfélag þess. Flest eru verkefnin á sviði flugleiðsögu og flugvallarreksturs en auk þess eru möguleikar á verkefnum tengdum Keflavíkurflugvelli, innanlandskerfinu og fleiri þáttum starfseminnar. Isavia hefur gert samstarfssamning við HR og HÍ um styrki til meistara- og doktorsverkefna. Styrkirnir hljóða samtals upp á 27 milljónir á þremur árum. Innan flug- og ferðaþjónustugeirans er fjöldi spennandi viðfangsefna til rannsókna, meðal annars á sviði verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði, lögfræði, ferðamálafræði, viðskipta- og hagfræði.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við ráðningar nýrra starfsmanna er tekið mið af reynslu umsækjenda. Skoðuð er almenn reynsla og fleiri þættir sem skipta máli. Við ráðningar í sumarstörf er leitað að hæfileikaríkum og góðum námsmönnum. Fjölmörg dæmi eru um sumarstarfsmenn sem hafa staðið sig vel í starfi og fengið fastráðningu í kjölfarið. Hvað er það við ykkar fyrirtæki sem gerir það spennandi í augum háskólanema? Isavia er hátæknifyrirtæki í atvinnugrein sem fer stækkandi með ári hverju. Sífellt er unnið að nýsköpun og þær framkvæmdir sem unnar eru á vegum fyrirtækisins eru umfangsmikil og stór verkefni. Mikið er lagt upp úr frumkvæði og ábyrgð starfsfólks auk þess sem ávallt er unnið að því að efla þekkingu og færni og skapa gott starfsumhverfi. Hvernig eru möguleikar á starfsþróun? Eins og hjá öðrum fyrirtækjum eru góðir möguleikar á starfsþróun fyrir metnaðarfullt og áhugasamt starfsfólk sem stendur sig vel. Auk þess fer fram viðamikil fræðsla, grunn- og síþjálfun innan fyrirtækisins, undir merkjum Isaviaskólans. Markmið skólans er að byggja upp þekkingu og færni sem samrýmist hlutverki, markmiðum og framtíðarsýn Isavia með það að leiðarljósi að skila starfsfólki sem er ánægt í starfi, kann vel til verka og þekkir vel hvaða hlutverki aðrar starfseiningar félagsins gegna. Þannig skapar fyrirtækið frjóan jarðveg fyrir starfsfólkið til að þróast í starfi.
Framadagar Háskólanna 2015
49
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
www.isi.com
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Íþróttasamband Íslands var stofnað árið 1912 og Ólympíunefnd Íslands árið 1921. Árið 1997 voru þessi samtök sameinuð í Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? ÍSÍ á aðild að Alþjóða Ólympíuhreyfingunni en alls tilheyra 205 þjóðir þeirri hreyfingu. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Starfsmenn á skrifstofu ÍSÍ eru 15. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Langflestir hafa lokið háskólamenntun á sviði íþrótta og margir hafa einnig lokið meistaragráðu.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Því miður hefur verið lítið um það. En í sumar munum við halda Smáþjóðaleika sem er stærsta verkefni sem ÍSÍ hefur ráðist í. Við leitum því til háskólanema og kennara til að taka að sér starf sjálfboðaliða á leikunum. Atvinnurekendur líta margir hverjir jákvæðum augum til einstaklinga sem hafa sjálfboðaliðastörf á ferilskrá sinni. Leikarnir verða frá 1.-6 júní og er þá mesta þörfin fyrir sjálfboðaliða en einnig þarf fólk í undirbúning fyrir leikana. Margs konar störf eru í boði, en fyrir utan störf sem skapast við íþróttakeppnirnar þá þarf túlka, bílstjóra, fólk á skrifstofu, í blaðamennsku og í mötuneyti svo að eitthvað sé nefnt.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já það er hægt að tengja langflest fræðasvið innan háskólanna íþróttum á einhver hátt. Þá hefur ÍSÍ yfir að ráða gagnagrunni með miklum tölfræðiupplýsingum sem hægt er að vinna úr.
50
Framadagar Háskólanna 2015
Kauphöll Íslands
www.nasdaqomx.com
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Nasdaq Iceland eða „Kauphöllin„ var stofnuð 1985 (þá Verðbréfaþing Íslands). Kauphöllin hefur verið í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunni Nasdaq síðan 2008. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Nasdaq er með starfsemi um allan heim. Höfuðstöðvar Nasdaq eru í New York í Bandaríkjunum. Aðrir markaðir Nasdaq eru í Armeníu, Noregi, Kaupmannahöfn, Helsinki, Íslandi, Riga, Stokkhólmi, Tallinn, Vilnius og London. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá Nasdaq starfa í heild sinni um 2,100 starfsmenn, en starfsmenn Nasdaq á Íslandi telja 23.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við erum tilbúin að skoða áhugaverðar hugmyndir að lokaverkefnum og metum slíkt í hvert sinn. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Fyrir utan að meta menntun og reynslu umsækjanda, treystum við á færni og heilindi hvers og eins. Viðkomandi verður að vera drífandi og sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum en jafnframt að eiga auðvelt með að vinna í teymi. Hér er góður liðsandi þar sem lögð er áhersla á að hver og einn fái tækifæri til að blómstra á sínum forsendum.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Innan Kauphallarinnar eru starfsmenn með ýmiskonar háskólamenntun, m.a. hagfræði, viðskiptafræði, lögfræði, verkfræði og almannatengs/markaðsmál.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Nasdaq Vision: We connect business, capital and ideas to advance today’s global economies. Nasdaq Mission: We provide market-leading technology solutions and intelligence to help businesses and investors succeed in today’s global capital markets.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?
Já, við höfum boðið upp á sumarstarf.
Verið dugleg að hitta nýtt fólk til að auka víðsýni ykkar og öðlast nýja þekkingu. Verið vel undirbúin þegar þið sækið um störf, kynnið ykkur fyrirtækið og hafið góða og skipulega ferilskrá. Umfram allt verið glöð og bjartsýn, setjið ykkur markmið og fylgið þeim eftir.
Framadagar Háskólanna 2015
51
Íslandsbanki
www.islandsbanki.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Íslandsbanki og forverar eiga rætur að rekja til ársins 1875. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Á Íslandi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 942.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Íslandsbanki býður alhliða bankaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki með hagsmuni viðskiptavina og samfélagsins að leiðarljósi. Framtíðarsýn bankans er að vera #1 í þjónustu. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Um það bil 65% starfsmanna eru háskólamenntaðir, flestir á sviði viðskipta-, hagfræði-, verkfræði- eða tölvunarfræði.
• Vertu forvitin(n )og haltu áfram að læra • Settu þér markmið • Temdu þér jákvætt viðhorf
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við skoðum allar áhugaverðar hugmyndir sem falla að starfseminni. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? • Jákvætt viðhorf • Frumkvæði og samskiptahæfni • Áhugi á heildarmynd og vilji til að læra • Taka ábyrgð – „að vera ekki sama“ • Þekking og verkfærni fyrir viðkomandi starf • Dugnaður – þrautseigja – úthald
52
Framadagar Háskólanna 2015
Námsmenn
Fjármálaviðtal sniðið að þörfum námsmanna Íslandsbanki hjálpar þér að gera hagstæða fjárhagsáætlun fyrir námsárin
Studen t
Þeir sem eru í Námsvild Íslandsbanka eiga kost á fjármálaviðtali þar sem farið er yfir allt sem skiptir mestu máli fyrir fjárhag námsmanna, allt frá lánafyrirgreiðslum vegna LÍN yfir í heimilisbókhald og námslokalán. Bókaðu viðtalið á islandsbanki.is/skolafolk islandsbanki.is
Netspjall
Sími 440 4000
Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is
JCI
www.jci.is
Hvað er JCI? JCI stendur fyrir Junior Chamber International. JCI er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára sem hefur áhuga og metnað til þess að efla hæfileika sína og hafa jákvæð áhrif í kringum sig. Undirstaða starfsins er að efla einstaklinginn, gefa tækifæri til að vaxa í leik og starfi og gera hann þannig hæfari til að takast á við stjórnun og ábyrgð í félagsstarfi og athafnalífi. Meðal samstarfsaðila JCI eru Sameinuðu Þjóðirnar, International Chamber of Commerce (ICC) og AIESEC. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? JCI starfar um allan heim og hefur yfir 5000 aðildarfélög í yfir 115 löndum. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá JCI Íslandi eru skráðir rétt rúmlega 100 félagar. Í heimssamtökunum eru félagar í kringum 200.000. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Í JCI eru fólk úr öllum sviðum samfélagsins og með mismunandi bakgrunn. Margir eru háskólamenntaðir, aðrir hafa byggt upp annarskonar reynslu svo sem í fyrirtækjarekstri og öðru. Hvað er það við ykkar félag sem gerir það spennandi í augum háskólanema? Að klífa upp metorðastigann er langt ferli sem tekur alla ævi. Að vera í félagasamtökum sem styðja við bakið á manni á þessari leið getur gert gæfumuninn. JCI er vettvangur til að sækja gagnleg námskeið, víkka út tengslanetið og ná sér í dýrmæta reynslu með því að hrinda í framkvæmd eigin hugmyndum og þeirri þekkingu sem maður hefur aflað sér.
54
Hver er stefna félagsins og markmið? Hlutverk: Að veita ungu fólki tækifæri til að efla hæfileika sína og með því að stuðla að jákvæðum breytingum Sýn: Að vera leiðandi alþjóðleg hreyfing ungra samfélagsþegna Hjá JCI getur þú: Kynnst nýju fólki og stækkað tengslanetið þitt, sótt fjölbreytt námskeið og viðburði, aukið færni þína í framkomu og ræðumennsku, lært að stýra fundum og rita fundargerðir, verið hluti af alþjóðlegri hreyfingu ungs fólks, tekið þátt í samfélagslega bætandi verkefnum, öðlast dýrmæta reynslu sem nýtist á atvinnumarkaði, sótt um styrki til verkefna. Hvernig er hægt að taka þátt í JCI? Skráðu þig á næsta kynningarnámskeið JCI sem verður haldið þriðjudaginn 17. febrúar klukkan 20 í JCI húsinu. Sjá nánar á www.jci.is/kynning og heimasíðu JCI www. jci.is. Einnig er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á jci@jci.is. Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri? Hérna eru nokkur viskukorn af námskeiðunum okkar: • Vissir þú að mjög margir óttast meira það að flytja ræðu fyrir framan hóp af fólki en að deyja? • Fundur án dagskrár er eins og veitingastaður án matseðils. • Leiðin að markmiðinu þarf að vera skýr. • Og að lokum tilvitnun frá Fernando Sánchez Arias, fyrrverandi heimsforseta JCI: „Klífið fjallið á þann veg að þegar þið náið toppnum, þá mun fólkið í kringum fagna með ykkur.„
Framadagar Háskólanna 2015
Félagsskapur ungs fólks sem vill efla hæfileika sína, hafa jákvæð áhrif í kringum sig og veita sér tækifæri til að vaxa í leik og starfi.
www.jci.is
jci.is/kynning
Íslenska gámafélagið
www.gamur.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? 1999.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Fagmennska, gleði, traust.
Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Íslandi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Um 250 manns. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Mismunandi eftir sviðum. Flestir stjórnendur eru með háskólamenntun og allir sérfræðingar á umhverfissviði. Sumir eru löglærðir, aðrir koma af náttúrufræðisviði, enn aðrir með menntun í verkfræði, viðskiptum, hagfræði, mannauði og stjórnun. Meirihluti starfsmanna er með almenna fagmenntun og verkþekkingu sem nýtist í starfi.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já oft gerum við það, einkum þegar unnið er að sérstökum verkefnum. Allar hugmyndir um spennandi verkefni á sviði endurnýtingar eru skoðaðar með jákvæðu hugarfari. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við höfum góða reynslu af samstarfi við nemendur um lokaverkefni og tökum öllum fyrirspurnum með opnum huga.
56
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Við erum GRÆN, sem stendur fyrir Gleði, Raunsæi, Ævintýri og Nákvæmni. Markmið okkar er að vera leiðandi á sviði endurvinnslu, endurnýtingar og sorphirðu. Til þess þurfum við að skilja hvernig og hvar rusl verður til, hvað er besta leiðin til að draga úr myndun þess, flokka það og endurnýta með sem minnstum umhverfisskaða og á sem hagkvæmastan hátt. Út á það gengur þetta. Við leggjum mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að hlúa að nýsköpun í kringum okkur. Þess vegna er að myndast uppi í Gufunesi, grænt þorp þar sem fólk með góðar hugmyndir að endurvinnslu eða liststarfsemi hefur fengið inni í húsnæði gömlu áburðarverksmiðjunnar. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Verið frjó í hugsun og fylgið hjartanu. Ef hjartað segir ykkur að draumurinn sé að gera umhverfinu gagn og þið hafið hugmyndir um hvernig þá endilega hafið samband. Kannski til að fá vinnu, til að fá góðar ábendingar eða til að fá aðstoð við að koma nýju fyrirtæki í endurvinnslu á laggirnar.
Framadagar Háskólanna 2015
Það er ekki þetta stóra sem bara fáir geta heldur þetta litla sem næstum allir geta sem skiptir mestu máli.
endurvinna
nýsköpun
umhverfisvænt
græn orka
Hvað ætlar þú að gera?
flokka
laga
sparabæta
nýta græn hönnun
Bjargar þú heiminum í dag?
Gufunesi
gamur.is
577 5757
Kilroy
www.kilroy.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Ferðaskrifstofur stúdenta á Norðurlöndunum sameinuðust undir nafninu KILROY árið 1991, en KILROY var stofnað á Íslandi árið 2011. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Hollandi. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Nei. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Það eru 6 starfsmenn á Íslandi. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, við hvetjum fólk til að koma til okkar með spennandi hugmyndir! Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?
58
Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólkið okkar búi yfir mikilli ferðareynslu, sé jákvætt, opið, sveigjanlegt og sjálfstætt.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Markmið KILROY er að hjálpa ungu fólki að kanna lífið. Hvort sem það felur í sér að ferðast um heiminn, vinna í sjálfboðastarfi eða að læra erlendis, þá er kjarninn alltaf sá sami; að kanna og þróa þína eigin möguleika. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Þetta er þitt líf, er það ekki? Lífið er fullt af tækifærum sem bíða eftir að þú kannir þau. Okkar hugmyndafræði snýst um að vera forvitin(n) um lífið og allt sem það hefur upp á að bjóða og að lifa lífinu til hins ýtrasta. Víkkaðu sjóndeildarhringinn og uppgötvaðu möguleika þína.
Framadagar Háskólanna 2015
Klak Innovit
www.klakinnovit.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Klak var stofnað sem frumkvöðlasetur Nýherja árið 1999 en Innovit sem nýsköpunarog frumkvöðlasetur fyrir háskólanema árið 2007. Klak Innovit var sameinað í eitt félag árið 2013. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Við erum eingöngu með skrifstofur á Íslandi en í miklum alþjóðlegum samskiptum sökum eðli starfsemi okkar. Við erum partur af Global Accelerator Network sem eru bandarísk samtök viðskiptahraðla um heim allan og Startup Weekend tengslanetinu sem teygir einnig anga sína vítt og breitt um heiminn. Við erum jafnframt aðilar að Global Entrepreneurship Week sem er með starfsemi í yfir 140 löndum víðs vegar um heiminn auk þess sem við störfum náið með kollegum okkar á norðurlöndunum. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Við erum fimm fastir starfsmenn auk starfsnema frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Flestallir hafa grunn í viðskiptafræði en því til viðbótar sérþekkingu á sviði fjármála, markaðsmála, alþjóðaviðskipta, frumkvöðlafræða og verkefnastjórnunar. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Það fer eftir verkefnastöðu hverju sinni, en við bendum einnig á Startup Reykjavik www.startupreykjavik.com og tækifæri sem felast í því að gerast sjálfboðaliði í einstaka verkefnum hjá Klak Innovit, t.d. í verkefnastjórn Gulleggsins.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Það væri áhugavert að skoða nánar. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Frumkvæði, athafnasemi, kraftur, jákvæðni, skipulagsfærni og samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að vera markaðsþenkjandi, „tech savy“ og lausnamiðaður. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Hlutverk Klak Innovit er að hraða ferli frá viðskiptahugmynd að framkvæmd og styðja við vöxt sprotafyrirtækja með því að miðla alþjóðlegum tengslum til íslenskra frumkvöðla. Með þeim hætti stuðlar starfsemi félagsins að verðmætasköpun fyrir samfélagið í heild. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Við hvetjum nemendur til að taka virkan þátt í félagsstörfum og sömuleiðis að nýta tækifæri til skiptináms. Hvoru tveggja er ómetanleg reynsla. Við viljum jafnframt hvetja nemendur sem hafa áhuga á að stofna sitt eigið fyrirtæki að láta vaða. Í versta falli verður til dýrmæt reynsla sem nýtist viðkomandi áfram við stofnun á öðru fyrirtæki eða í inn í framtíðarstörf. Á Íslandi er þétt stuðningsumhverfi fyrir þá sem eru að stofna fyrirtæki og geta nemendur leitað þangað án nokkurs kostnaðar. Klak Innovit rekur m.a. frumkvöðlasetur fyrir Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar www.klakinnovit.is.
Framadagar Háskólanna 2015
59
KPMG
www.kpmg.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? KPMG ehf. var stofnað 4. september 1975 sem þýðir að við eigum 40 ára starfsafmæli í ár.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Að breyta þekkingu í verðmæti til hagsbóta fyrir viðskiptavini.
Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Ef þú hefur áhuga á viðskiptum, hefur frumkvæði, átt gott með að vinna með öðrum og hefur samskiptahæfileika skaltu hafa samband við okkur.
KPMG starfar í 155 löndum og starfa um 155.000 starfsmenn hjá félaginu á heimsvísu.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá KPMG á Íslandi starfa um 220 starfsmenn.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Viðskiptagreinar (90%), lögfræði (5%) og önnur menntun (5%). Bjóðið þið upp á sumarstörf Eins og málum er háttað í dag er ekki útlit fyrir ráðningar á sumarstarfsmönnum.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Erum opin fyrir því að láta vinna fyrir okkur verkefni. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Góð menntun, reynsla og metnaður til að ná langt.
60
Framadagar Háskólanna 2015
StarfStækifæri
Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér? kpmg.is
Landsnet
www.landsnet.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Landsnet hf. var stofnað þann 1.janúar árið 2005 og er stofnað á grundvelli raforkulaga sem voru samþykkt á Alþingi árið 2003. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Á Íslandi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá Landsneti starfa um 120 manns. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Rúmlega helmingur starfsmanna er með háskólapróf, þar af er mjög stór hluti þeirra með framhaldsmenntun úr háskóla. Stærstur hluti háskólamenntaðra starfsmanna eru verk- og tæknifræðingar en hjá fyrirtækinu starfar einnig fólk með fjölbreytta menntun s.s. á sviði viðskiptaog hagfræði, landfræði, tölvunarfræði og félagsvísinda. Auk þess starfar stór hópur rafiðnmenntaðra starfsmanna hjá fyrirtækinu. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Landsnet sækist eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að vinna skv. gildum félagsins sem eru áreiðanleiki, framsækni, hagsýni og virðing. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna Landsnets er að mæta þörfum raforkumarkaðarins til lengri tíma með uppbyggingu næstu kynslóðar flutningskerfis sem byggir á umhverfisvænum lausnum. Framtíðarsýn Landsnets er að vera traust raforkuflutningsfyrirtæki sem styður við verðmætasköpun í samfélaginu og starfar í sátt við umhverfið. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Ef þú hefur áhuga á að starfa hjá Landsneti í sumarstarfi eða í framtíðarstarfi kynntu þér þá málið á heimasíðu félagsins www. landsnet.is. Þar getur þú líka lagt inn starfsumsókn.
Landsnet býður upp á sumarstörf fyrir háskólanema auk tímabundinna verkefna s.s. milli fyrstu og annarrar háskólagráðu.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Landsnet hefur boðið upp á nokkur verkefni ár hvert sem nemar geta unnið í samstarfi við fyritækið og nýtt sem lokaverkefni í B.Sc. eða Masters námi.
62
Framadagar Háskólanna 2015
R 137 G 156 B 163
R 0 G 58 B 98
Landspítali
www.landspitali.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Landspítalinn var stofnaður árið 1930. Árið 2000 var hann sameinaður Sjúkrahúsi Reykjavíkur og varð þá til Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH). Í dag gengur hann bara undir heitinu Landspítali.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Veita fjölbreytta, almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Vera miðstöð menntunar, þjálfunar og rannsókna á sviði heilbrigðisvísinda. Vera öryggisnet í eigu og þágu þjóðar.
Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Landspítali starfar aðeins Íslandi.
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Tæplega 6.000 manns. Landspítali er langfjölmennasti vinnustaðurinn af öllum stofnunum ríkisins.
Við ráðleggjum þeim að missa aldrei sjónar á markmiði sínu og gefast aldrei upp. Menntun er undirstaða velgengni og framfara. Mikilvægt er að undirbúa sig vel áður en sótt er um starf.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Menntun starfsmanna Landspítala er afar fjölbreytt. Starfsmenn eru með háskólapróf í læknisfræði, hjúkrunarfræði, lyfjafræði, lögfræði, tölvunarfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, hagfræði og guðfræði, svo fátt eitt sé nefnt. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?
Já.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Fagmennska, umhyggja, frumkvæði og jákvæðni.
Framadagar Háskólanna 2015
63
Landsvirkjun
www.Landsvirkjun.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Þann 1. júlí árið 1965 var markað nýtt upphaf í orkuvinnslu á Íslandi með stofnun Landsvirkjunar. Þá, líkt og nú, voru hugsjón, framsækni og skýr sýn á framtíð íslenskrar orku ríkjandi í öllu starfi Landsvirkjunar. Á þeirri hálfu öld sem liðin er hefur fyrirtækið verið leiðandi í uppbyggingu íslenska raforkukerfisins. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Starfsemi Landsvirkjunar er fyrst og fremst á Íslandi. Dótturfélag fyrirtækisins, Landsvirkun Power, sinnir hins vegar verkefnum og ráðgjöf víða um heim, m.a. í Kanada, Frakklandi, Tyrklandi, Ungverjalandi, Panama, Albaníu, Tansaníu, Rúmeníu, á Grænlandi og Filipseyjum.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá fyrirtækinu starfa um 260 manns víðsvegar um landið, að frátöldum fjölmörgum sumarstarfsmönnum. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Ár hvert ræður Landsvirkjun háskólanema í sumarstörf. Fyrirtækið leggur sig fram við að ráða nemendur í verkefni sem tengjast námi þeirra en einnig er um að ræða ýmis afleysingastörf. Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur? Landsvirkjun er framsækið fyrirtæki sem hefur í gegnum tíðina átt í góðu samstarfi við háskólanema. Við bjóðum upp á gott starfsumhverfi og sumarstarf hjá Landsvirkjun er gott veganesti fyrir háskólanema.
64
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Landsvirkjun er ávallt opin fyrir aukinni samvinnu við háskólanema, í hvaða grein sem er og fyrir þátttöku í lokaverkefnum þeirra. Á hverju ári auglýsir Landvirkjun t.d. eftir umsóknum í Orkurannsóknasjóð sem hefur það að markmiði að veita styrkjum til námsmanna og ýmissa rannsóknarverkefna.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við leitumst við að ráða fjölbreyttan hóp einstaklinga með ólíkan bakgrunn. Við allar ráðningar eru gildi fyrirtækisins, framsækni, ráðdeild og traust, höfð að leiðarljósi.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Til að rækta hlutverk sitt hefur Landsvirkjun markað sér þá stefnu að stunda skilvirka orkuvinnslu og framþróun og byggja upp stærri og fjölbreyttari hóp viðskiptavina ásamt því að skoða þau tækifæri sem felast í tengingu við evrópska orkumarkaði. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Hrein og arðbær nýting orkugjafa er meðal helstu tækifæra framtíðar. Í orkumálum felast jafnframt áskoranir sem krefjast framsækinnar og óhefðbundinnar hugsunar til úrlausnar.
Framadagar Háskólanna 2015
2015
Mótum framtíðina saman! Fyrir aðeins örfáum áratugum leit samfélag okkar öðruvísi út. Bítla æðið heltók íslensk ungmenni, pilsin styttust og hárið var túberað upp í topp. Þá voru 11 vínveitinga hús í Reykjavík en Glaumbær var sá eini sem hleypti inn stelpum klæddum buxum. Það hefur svo ótal margt breyst.
Landsvirkjun var stofnuð þann 1. júlí árið 1965. Síðan þá hefur skýr sýn á framtíð Íslands og íslenskrar orku verið ríkjandi í öllu starfi fyrirtækis ins. Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur með margvíslega menntun og saman stefnum við að því að verða í fremstu röð á sviði nýtingar endur nýjanlegra orkugjafa. Kynntu þér Landsvirkjun á Framadögum!
1971
Lífsverk
www.lifsverk.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? LÍFSVERK lífeyrissjóður var stofnaður í september árið 1954 af verkfræðingum. Sjóðurinn var fyrsti lífeyrissjóðurinn til að taka upp aldurstengda réttindaávinnslu fyrir greidd iðgjöld, sjóðfélagalýðræði og rafrænt stjórnarkjör. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Starfsstöð sjóðsins er á Íslandi en sem fjárfestir þá þarf hann að fylgjast með þróun mála erlendis og eiga samskipti við erlenda aðila.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Sjö starfsmenn starfa hjá sjóðnum.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Hjá fyrirtækinu starfa viðskiptafræðingar með framhaldsgráður í stjórnun, fjárfestingastjórnun og reikningshaldi og endurskoðun, og verkfræðingur með framhaldsgráður í fjármálum/hagfræði og líkanagerð.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Hlutverk sjóðsins er lögbundið og felst í því að veita viðtöku iðgjaldi sjóðfélaga og ávaxta það ásamt því að greiða sjóðfélögum elli- ogörorkulífeyri, og eftirlátnum mökum þeirra og börnum maka- og barnalífeyri. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Það er mjög mikilvægt við upphaf starfsferils að kynna sér aðeins hvað skiptir máli þegar kemur að því að greiða í lífeyrissjóð, s.s. hvað fæ ég í réttindi fyrir hverjar þúsund krónur sem ég borga í iðgjald til sjóðsins. Margir háskólamenntaðir sérfræðingar hafa val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða. Sjóðfélagar í LÍFSVERKI lífeyrissjóði eru háskólamenntaðir sérfræðingar.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Nei
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Að ráðnir séu traustir einstaklingar sem starfa af heilindum og fagmennsku með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi.
66
Framadagar Háskólanna 2015
Mannvit
www.mannvit.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? 1963. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Íslandi, Noregi, Ungverjalandi. Erum síðan með dótturfélög í Englandi, Þýskaland og Síle. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Um 300. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Rúmlega 80% starfsmanna eru með háskólamenntun. Flestir á sviði raunvísinda, Verkfræði, jarðfræði og landfræði. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Menntun skiptir mestu máli hjá okkur og svo líka starfsreynsla. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Mannvit selur lausnir og þjónustu á sviði verkfræði og tækni, með áherslu á græna orku og iðnað á Íslandi, í Evrópu, á Norðurslóð og víðar. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Vanda sig þegar sótt er um vinnu og gera almennilega ferilskrá sem skiptir höfuð máli.
Marel
www.marel.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Marel var stofnað 1983. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og hjá okkur starfa yfir 4.000 manns um allan heim. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila. Stærstu skrifstofur fyrirtækisins eru á Íslandi,Hollandi,Danmörku,Englandi og Bandaríkjunum.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Starfsmenn á Íslandi eru um 550 en heildarfjöldi starfsmanna er um 4000. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Í fyrirtækinu starfar fólk með afar fjölbreytta menntun, svo sem verkfræði, tölvunarfræði,viðskiptafræði,tæknifræði og iðnmenntun af ýmsu tagi svo eitthvað sé nefnt.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Það fer auðvitað eftir starfinu og viðfangsefnum en við leggjum mikið uppúr faglegum metnaði, frumkvæði,áræðni og hugviti almennt en á því byggir grunnur og árangur Marel. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Markmið okkar er að vera í fararbroddi í þróun og markaðssetningu á tækjabúnaði og þjónustu við fisk-, kjöt- og kjúklingaframleiðendur. Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?
Hjá Marel eru fjölmörg tækifæri fyrir hæft fólk að láta að sér kveða og vaxa í fyrirtæki sem er brautryðjandi á sínu sviði. Alþjóðlegt umhverfi Marel gefur fólki líka einstakt tækifæri til að vinna með fólki og viðskiptavinum um allan heim. Sú reynsla er mjög dýrmæt.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já við höfum gert það, flest þeirra eru tengd framleiðslu en einnig í hugbúnaðargerð,hönnun og fleiru. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, á heimasíðu okkar, marel.is, er hægt að sækja um lokaverkefni.
68
Framadagar Háskólanna 2015
Mure
www.murevr.com
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Fyrirtækið var stofnað í Maí 2014. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Íslandi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 3. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Hugbúnaðarverkfræði Verkefnastjórnun Eðlisfræði Iðnaðarverkfræði
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Frumkvæði, sköpunargleði og drifkraftur. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Verða leiðandi í þróun og sölu á lausnum fyrir fyrirtæki með aðstoð sýndarveruleika. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Sýndarveruleiki er framtíðin, einbeitið ykkur að því.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já.
Framadagar Háskólanna 2015
69
Nýherji
www.nyherji.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Fyrirtækið Nýherji var stofnað árið 1992 en var áður IBM á Íslandi. Saga félagsins og fyrirrennara þess nær því til ársins 1967.
Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Nýherji starfar á Íslandi en dótturfélög félagsins eru TM Software og Applicon sem eru staðsett á Íslandi og í Svíþjóð.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Um 270 manns starfa hjá Nýherja en í kringum 490 starfa hjá Nýherja og dótturfélögunum Applicon og TM Software.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Bakgrunnur starfsmanna er mjög fjölbreyttur. Flestir háskólamenntaðir starfsmenn hafa menntun á sviði tölvunar- og verkfræði auk viðskiptafræði. Einnig er talsvert af starfsmönnum með kerfisfræðiog tæknimenntun á öðrum skólastigum.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Metnaðarfullir einstaklingar með góða samskiptafærni, ríka þjónustulund og brennandi áhuga á upplýsingatækni eru mikils metnir. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Nýherji er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Markmið starfsfólks Nýherja er að veita framúrskarandi þjónustu og sérfræðiþekkingu og aðstoða viðskiptavini við að ná enn betri árangri í sínum rekstri. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Allar nánari upplýsingar um störf og Nýherja sem vinnustað má nálgast á heimasíðu okkar, www.nyherji.is/atvinna. Hlökkum til að heyra í ykkur!
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, við ráðum reglulega inn hressa háskólanema í sumarstörf á ýmsum sviðum.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við erum opin fyrir öllu, hafðu samband við starfsmannathjonusta@nyherji.is sem finnur tengiliði við hæfi innan fyrirtækisins.
70
Framadagar Háskólanna 2015
Orka Náttúrunnar
www.on.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og tók við framleiðslu og sölu á rafmagni OR, 1. janúar 2014. Auk þess framleiðir Orka náttúrunnar heitt vatn. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Orka náttúrunnar er starfrækt á Íslandi með starfsstöðvar á Bæjarhálsi og í Hellisheiðarvirkjun. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 60 starfsmenn. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Viðskiptafræði, verkefnastjórnun, vélaverkfræði, rafmagnsverkfræði, byggingaverkfræði, rafiðnfræði, rekstariðnfræði, umhverfisfræði o.fl. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, Orka náttúrunnar ræður á hverju ári til sín háskólamenntaða sumarstarfsmenn í fjölbreytt verkefni. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Sé um að ræða verkefni sem tengist starfssemi Orku náttúrunnar þá lítum við á það jákvæðum augum.
72
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Störf innan Orku náttúrunnar eru mjög fjölbreytt og gera ólíkar kröfur til starfsmanna sem aftur stýrir því hvaða þættir vega þyngst við ráðningar. Hjá fyrirtækinu starfar jákvætt starfsfólk með mikla þjónustulund. Lögð er áhersla á að starfsmenn séu í góðu sambandi við viðskiptavini og séu ávallt til taks þegar á þarf að halda. Eiginleikar eins og heiðarleiki, kraftur, athafnasemi, samskiptafærni, frumkvæði og þjónustulund eru ákjósanlegir. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði ásamt því að veita ráðgjöf til fyrirtækja. Fyrirtækið kappkostar að veita viðskiptavinum góða þjónustu, ráðgjöf og samkeppnishæft verð. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Fyrir þá nemendur sem hafa áhuga hafa á að starfa í orkuiðnaði, þá er starfssemin fjölbreytt og nemendur geta öðlast dýrmæta starfsreynslu.
Framadagar Háskólanna 2015
VIÐ ERUM ÖLL TENGD VIÐ ORKU NÁTTÚRUNNAR Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Helsta markmið okkar er að nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. Um leið er starfsfólk ON dýrmæt auðlind, sem við virkjum og hlúum að í þágu þekkingar og framþróunar. Starfsandinn einkennist af liðsheild, virðingu og virkri jafnréttisstefnu. Ertu ON?
ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
Orkuveita Reykjavíkur
www.or.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Orkuveitan var stofnuð árið 1999. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Orkuveitan og dótturfélög hennar starfa á Íslandi.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Innan Orkuveitunnar og dótturfélaga (Orka náttúrunnar og Gagnaveitan) starfa 422 starfsmenn. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Menntun og bakrunnur háskólamenntaðra starfsmanna er fjölbreyttur, hjá Orkuveitunni starfa; verkfræðingar, viðskiptafræðingar, jarðfræðingar, jarðeðlisfræðingar, landfræðingar, lögfræðingar, rekstrarhagfræðingar, tölvunarfræðingar, forðafræðingar, hagfræðingar, íslenskufræðingar, jarðefnafræðingar, líffræðingar, viðskiptalögfræðingar, vinnuvistfræðingar o.fl. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, Orkuveitan ræður á hverju ári háskólamennaðra sumarstarfsmenn í fjölbreytt verkefni.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Störf Orkuveitu Reykjavíkur eru mjög fjölbreytt og gera ólíkar kröfur til starfsmanna sem aftur stýrir því hvaða þættir vega þyngst við ráðningar. Eiginleikar eins og heiðarleiki, kraftur, athafnasemi, samskiptafærni, frumkvæði og þjónustulund eru ákjósanlegir. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Orkuveita Reykjavíkur er orku- og veitufyrirtæki sem á hagkvæman og sjálfbæran hátt tryggir lífsgæði og hæfni samfélagsins. Orkuveita Reykjavíkur framleiðir, dreifir og selur heitt vatn og kalt, rafmagn og annast uppbyggingu og rekstur fráveitu og gagnaveitu. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á að starfa í orkuiðnaði, þá er starfsemin fjölbreytt og nemendur geta öðlast dýrmæta starfsreynslu. Einnig er gott fyrir nemendur að byrja snemma að byggja upp ferilskrá, gera grein fyrir skólagöngu, reynslu o.fl.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Sé um að ræða verkefni sem gagnast starfssemi Orkuveitunnar lítum við það jákvæðum augum.
74
Framadagar Háskólanna 2015
Við sinnum dreifingu á rafmagni, heitu og köldu vatni og rekum 1.000 kílómetra langt fráveitukerfi. Framþróun okkar byggir á starfsfólki með fjölbreytta menntun, reynslu og þekkingu sem vinnur af áhuga að markmiðum fyrirtækisins.
Orkuveita Reykjavíkur hlaut jafnréttisviðurkenningu 2002 og 2013
Orkuveita Reykjavíkur er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð. Nánari upplýsingar um þjónustu okkar má finna á www.or.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 0 0 6 6
Með framtíðina í huga
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
www.nmi.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Nýsköpunarmiðstöð Íslands hóf starfsemi sína árið 2007 við sameiningu Iðntæknistofnunar, Impru og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Kjarnastarfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands skiptist í tvö svið: Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki með öflugri stuðningsþjónustu og þekkingarmiðlun fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki og hins vegar tæknirannsóknir og ráðgjöf þar sem við stundum hagnýtar rannsóknir og tækniráðgjöf á sviðum bygginga og mannvirkja, framleiðslu, líf- og efnistækni, efnagreininga og orku. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Nýsköpunarmiðstöð Íslands er með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík og starfsstöðvar víðs vegar um landið, eins og á Akureyri, Ísafirði, Sauðárkróki og Vestmannaeyjum. Nýsköpunarmiðstöð Íslands á í mörgum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum þar sem unnið er að því er að stuðla að tæknisamvinnu íslenskra og erlendra fyrirtækja, stofnana og atvinnulífs.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Menntunarstig starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands telst frekar hátt og menntun starfsfólksins er afar fjölbreytt. Flestir eru þó viðskiptafræðingar, verkfræðingar, efnafræðingar, jarðfræðingar, líffræðingar og tæknifræðingar. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Nýsköpunarmiðstöð hefur ráðið háskólanema yfir sumartímann en misjafnt er hversu marga við höfum getað ráðið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvernig þessu verður háttað næsta sumar.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru rúmlega 80 talsins og á frumkvöðlasetrum okkar starfa nálægt tvöhundruð frumkvöðlar að verkefnum sínum. Það er því líf og fjör á starfsstöðvum okkar og frumkvöðlasetrum.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? • Vera málsvari og brautryðjandi nýrra hugmynda á völdum sviðum rannsókna, þróunar og vísinda. • Skapa öfluga inniviði sem eink ennast af einföldum ferlum, þjóna viðskiptavinum og styrkja starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. • Vera fyrsti valkostur sprotafyrirtækja sem leita stuðningsþjónustu og aðstoða við fjármögnun þeirra. • Vera burðarás í fjölþjóðlegu samstarfi rannsókna- og þróunarverkefna sem skapa þátttökuaðilum samkeppnisfor skot. • Vera í forystuhlutverki í stuðningi og uppbyggingu skapandi atvinnugreina.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Nýsköpunarmiðstöð Íslands er opin fyrir því og þarf bara að skoða hvert tilvik fyrir sig.
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Við hvetjum hugmyndaríkur nemendur til að kynna sér þá þjónustu í boði hjá okkur á heimasíðu okkar , www.nmi.is.
76
Framadagar Háskólanna 2015
OZ
www.oz.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? OZ var stofnað 2009. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Höfuðstöðvar eru á Íslandi, en erum einnig með mikið markaðsstarf erlendis. Þar á meðal í Suður Ameríku.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Um 25 manns. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Flestir starfsmenn OZ sem starfa við hugbúnaðargerð eru með háskólagráðu í tölvunarfræði eða tengdum greinum. Starfsfólk í öðrum deildum OZ er einnig flest með háskólagráðu. Hjá okkur starfa einnig nokkrir sjálflærðir snillingar. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, nokkur sumarstörf eru í boði fyrir nemendur í tölvunarfræði og tengdum greinum. Einnig á markaðssviði.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? OZ er alþjóðlegt fyrirtæki með heildarlausn fyrir skapandi hópa („Creators“) sem vilja standsetja video rásir fyrir mánaðaráskrift. OZ sér um alla tæknilega umsýslu, allt frá því að dreifa efni ásamt því að rukka inn fyrir þjónustuna. OZ greiðir síðan beint til Creators út mánaðarlega 70% af tekjum. Creators geta verið áhugamannahópar um ákveðin málefni, hljómsveitir, video klúbbar, uppistandarar, galdramenn og allt þar á milli. Dæmi um hljómsveit sem mundi ná í 10 þúsund í áskrift með OZ, væri með árlegar tekjur uppá (10.000 áskrifendur x 70% tekjuhlutfall x $4,99 áskriftarverð x 12 mánuðir x gengi á USD = ) 47 milljónir króna, miðað við að mánaðarverðið væri $4,99 Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Verið óhrædd við að setja ykkur í samband við okkur! Einfaldast er að senda á okkur línu á jobs@oz.com
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, við munum bjóða uppá 1-2 lokaverkefni núna í vor. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Ástríða fyrir viðfangsefninu. Sjálfstæði.
Framadagar Háskólanna 2015
77
PWC
www.pwc.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Félagið er eitt af elstu fyrirtækjum Íslands og rekur sögu sína aftur til ársins 1924 þegar Endurskoðunarskrifstofa N. Manscher var stofnuð í Reykjavík. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja PwC sem er með starfsemi 157 löndum. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Á Íslandi starfa um 100 manns og á alheimsvísu eru starfsmenn rúmlega 195 þúsund. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Þekking, gott viðmót, þjónustulund og samvinnuhæfni. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Að vera fremstu röð á Íslandi á þeim mörkuðum sem félagið starfar á. Við viljum laða til okkar fólk með réttu hæfileikana til að geta boðið okkar lausnir. Við setjum okkur og okkar starfsfólki krefjandi markmið og styðjum þau til að ná þeim. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Við hvetjum nemendur til að skoða heimasíður PwC, bæði pwc.is og pwc.com.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Viðskiptafræðingar eru u.m.b. 80%, þ.m.t. reikningsskil og endurskoðun, fjármál o.s.frv., lögfræðingar eru um 10% og önnur háskólamenntun og annað um 10%. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Það er ekki mikil hefð fyrir sumarstörfum háskólanema hjá okkur.
78
Framadagar Háskólanna 2015
Radiant Games
www.radiantgames.com
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Fyrirtækið var stofnað í maí 2014. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Fyrirtækið starfar á Íslandi og er með aðsetur í Borgartúni 27.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Það starfa fjórir starfsmenn í fullu starfi hjá fyrirtækinu, en að auki koma fjórir sérfræðingar að einstaka verkþáttum fyrir fyrirtækið. Gert er ráð fyrir því að fyrirtækið muni vaxa í um átta starfsmenn í fullu starfi á næstu 12 mánuðum. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Stór hluti þeirra sem koma að fyrirtækinu eru með gráðu í hugbúnarverkfræði eða tölvunarfræði. Einnig eru sérfræðingar á sviði grafískrar hönnunar og margmiðlunarfræði. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Við erum spenntir fyrir því að vinna með metnaðarfullum nemendum sem langar að vinna að mikilvægum verkefnum fyrir okkur. Í litlu fyrirtæki líkt og okkar geta sumarverkefni haft gífurlega þýðingu í nákominni framtíð.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Nú þegar vinnur lokaverkefnishópur við Tölvunarfræðideild HR að spennandi verkefni fyrir fyrirtækið. Einnig er staðfest lokaverkefni nemanda í Sálfræði í HR á komandi haustönn í samvinnu við okkur. Við erum því mjög opin fyrir því að setja upp lokaverkefni þar sem ávinningur fyrir fyrirtækið og nemendur er til staðar. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna fyrirtækisins er að gefa út nýstárlegar vörur sem hafa sérstöðu á sviði menntaleikja og opna nýjar dyr fyrir börn að betri menntun. Markmið Radiant Games er að staðsetja sig sem framsækið og leiðandi fyrirtæki á sviði menntaleikja á heimsvísu. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Allir þeir sem hafa ástríðu fyrir næstu kynslóð námsgagna og yfirvofandi byltingu í menntun mega endilega hafa samband við okkur. Það eru spennandi tímar framundan í menntun, sér í lagi í menntatækni.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Ástríðan fyrir því að vilja hafa áhrif og getan til þess að framkvæma. Við viljum fá einstaklinga með okkur í lið sem eru tilbúnir til þess að gera það sem þarf til að ná árangri.
Framadagar Háskólanna 2015
79
Plain Vanilla
www.quizup.com
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Plain Vanilla Games var stofnað árið 2010, en hefur tekið mestum breytingum síðan QuizUp kom út í nóvember 2013. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Fyrirtækið er staðsett á Íslandi og starfsemin fer að mestu leyti fram hér.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Við erum orðin 76!!!
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, við höfum tekið inn sumarstarfsfólk, bæði í forritunarstörf og ritstjórnarstörf.
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Ekki gleyma að hugsa vel um sjálf ykkur, hvort sem þið eruð í námi, vinnu, eða hvoru tveggja. Þegar bæði andlega hliðin og sú líkamlega eru í lagi þá er maður svo miklu betur búinn til að vinna vinnuna sína vel, og allt gengur betur og verður skemmtilegra. Það getur líka hjálpað alveg ótrúlega mikið að opna sig og tala við vin eða vinnufélaga þegar eitthvað er að angra mann, og jafnframt er mikilvægt að vera tilbúin að hlusta á samferðafólk sitt með opnum hug og samkennd.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við getum því miður ekki tekið þátt í lokaverkefnum á þessari önn, en höfum mikinn áhuga á því að skoða það síðar. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við erum hrifin af eldmóði, forvitni og fólki sem er sífellt að reyna að bæta sig í sínu viðfangsefni. Við leggjum líka mikið upp úr því að fólk sé skapandi og frjótt í hugsun og eigi auðvelt með samskipti, en geti jafnframt unnið sjálfstætt og klárað verkefnin sem það byrja á – stop starting, start finishing! Við höfum öll brennandi áhuga og trú á því sem við erum að gera og reynum að fá til liðs við okkur fólk sem er jafn spennt fyrir verkefnunum og við.
80
Framadagar Háskólanna 2015
Framadagar H谩sk贸lanna 2015
81
Raförninn
www.raforninn.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Raförninn var stofnaður 1984. Markmiðið var frá upphafi að bjóða ráðgjöf og tækniþjónustu með fókus á læknisfræðilega myndgreiningu. Gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga hafa alltaf verið rauður þráður í þjónustu fyrirtækisins. Frá árinu 2011 hefur Raförninn verið í eigu Verkís, eins af stærstu ráðgjafaverkfræðifyrirtækjum landsins, en er rekinn sem sjálfstætt fyrirtæki. Í samvinnu við Verkís getur Raförninn boðið þjónustu á flestum sviðum verkfræði. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Fyrirtækið skiptist nokkurn veginn í tvennt þar sem annar helmingurinn vinnur að ráðgjöf, uppsetningu, prófunum og þjónustu við myndgreingartæki og upplýsingatækni í heilbrigðisgeiranum. Sá hópur starfar á Íslandi og aðallega að íslenskum verkefnum. Hinn helmingurinn starfar í hugbúnaðarþróun fyrir heilbrigðistækni. Hugbúnaðarþróunarteymið vinnur náið með þróunarteymi Image Owl sem Raförninn á hlut í og er með starfsfólk á Íslandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Sérsvið Image Owl er að þróa og selja skýjalausnir fyrir gæðamælingar á tækjum í læknisfræðilegri myndgreiningu og geislameðferð.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá Raferninum eru um 20 starfsmenn. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði, heilbrigðisverkfræði, rafmagnsverkfræði, hátækniverkfræði, hagnýt stærðfræði, eðlisfræði og geislafræði.
82
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já við höfum tekið inn nema á sumrin og í hlutastörf með skóla, bæði í hugbúnaðarþróun og rannsóknarverkefni í eðlisfræði og merkjafræði. Einnig bjóðum við upp á sumar- og hlutastörf í tækniþjónustu sem henta vel fyrir alla sem vilja kynnast spennandi tækni í sífelldri þróun. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, við höfum áhuga á að taka nema í lokaverkefni á sömu sviðum og nefnd eru hér að ofan. Endilega hafa samband (raforninn@raforninn.is Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Sjálfstæð vinnubrögð, áhugi, jákvætt hugarfar, metnaður, þekking. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Að veita framúrskarandi þjónustu og að þróa bestu aðferðir til mats og mælinga á sviði heilbrigðistækni. Markmiðin eru að ná leiðandi stöðu í þróun skýjalausna fyrir gæðamælingar á heilbrigðissviði innan tveggja ára. Einnig að leggja aukna áherslu á greiningu og ráðgjöf við mat og endurskoðun á verkferlum myndgreiningardeilda. Til að ná markmiðunum er m.a. lögð áhersla á samstarf við háskóla sem standa framarlega í læknisfræðilegri eðlisfræði, heilbrigðistækni og hugbúnaðarþróun. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Leggja metnað í námið, kynna sér hvað er að gerast í atvinnulífinu á ykkar sviði, lesa sér til utan námsefnisins og prófa sig áfram.
Framadagar Háskólanna 2015
TM Software
www.tmsoftware.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? 1986. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Íslandi og Kanada.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá TM Software starfa 120 snillingar. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? 98% starfsfólks hefur háskólagráðu og yfir 30% starfsfólks hefur fleiri en tvær háskólagráður. Við höfum lært allskonar fræði; líf-, hag-, hjúkrunar, ensku-, stærð-, kerfis-, lög, markaðs-, tölvunar-, verk- og viðskiptafræði, en flestir hafa gráðu í tölvunar- (63%) og verkfræði (15%).
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Markmið TM Software er að veita nýjum og núverandi viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Stuðla þannig að velgengni viðskiptavinanna með skýrum markmiðum og áherslu á arðsemi verkefna, og auka skilvirkni viðskiptaferla hjá viðskiptavinum til að bæta samkeppnisstöðu og auka verðmæti. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Tækifærið er ykkar, fylgist með fyrirtækjunum sem þið hafið áhuga á, s.s. á samfélags- og fréttamiðlum. Það gefur ykkur góða hugmynd um stemmningu fyrirtækisins og hvort markmið ykkar eigi samleið.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, áhugasömum er bent á að sækja um á www.tmsoftware.is fyrir 15. mars. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, áhugasömum er bent á að senda hugmyndir á info@tmsoftware.is. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Samskiptahæfni, frumkvæði, metnaður, jákvæðni, sköpunargleði og auðvitað þetta hefðbundna; menntun, reynsla og viðhorf viðkomandi.
Framadagar Háskólanna 2015
83
Reikningsstofa bankannawww.rb.is Hvenær var fyrirtækið stofnað? Fyrirtækið var stofnað 1973 sem sameignarfélag en var breytt í hlutafélag í janúar 2011. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Á Íslandi, við störfum hins vegar með fyrirtækjum og birgjum frá ýmsum löndum s.s. Belgíu, Bretlandi, Danmörku o.fl.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Við erum um 180. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Stærsti hlutinn er útskrifaður úr einhvers konar tölvu- og tækni námi s.s. tölvunarfræði og kerfisfræði. Einnig starfa verkfræðingar, viðskiptafræðingar, heimspekingar, fornleifafræðingar, bókasafnsfræðingar o.fl. innan fyrirtækisins. Þess má geta að um 20% starfsmanna eru með meistara- og/eða doktorsgráðu. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já við sækjumst eftir því. Algengt er að háskólanemar komi í sumarstarf og fái fasta vinnu að námi loknu.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Hjá okkur er fagmennska, öryggi og ástríða undirstaða allra verka. Rétta viðhorfið skiptir öllu máli og nauðsynlegt er að vera kraftmikill, lífsglaður og jákvæður. Ekki er verra að kunna á hljóðfæri. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur þróað margvíslegar fjármálalausnir, þar á meðal öll megin greiðslukerfi landsins. Helstu viðskiptavinir RB eru fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög. Markmið RB er að gegna lykilhlutverki í hagræðingu innan íslenska fjármálamarkaðarins með því að lækka upplýsingatæknikostnað fjármálafyrirtækja.
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Hjá RB starfar margt af öflugasta IT-fólki landsins – og þó víðar væri leitað. Ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn og læra meira sendu okkur þá póst á mannaudur@ rb.is.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, ekki spurning. Sérstaklega tengt nýsköpun í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja. Áhugasamir sendi póst á samskipti@rb.is.
84
Framadagar Háskólanna 2015
í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja RB ætlar að verða breytingarafl á íslenskum fjármálamarkaði með því að þróa og innleiða Módel banka RB sem mun skapa mikla hagræðingu og aukinn sveigjanleika á fjármálamarkaði. Ert þú mögulega framtíðarstarfsmaður hjá okkur? Kíktu við hjá okkur á Framadögum og kannaðu málið. Þú gætir unnið allar Back to the Future myndirnar eða Back to the Future dress. www.rb.is
Taktu þátt í Instaleiknum okkar #rbframtid2015
Samskip
www.samskip.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Samskip voru stofnuð 1990 og tóku þá við rekstri rótgróins sjóflutningafyrirtækis sem haldið hafði uppi farsælum millilandasiglingum í hálfa öld. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, hjá okkur hafa mörg lokaverkefni verið unnin síðustu árin og einnig höfum við haft nokkra nema í starfsnámi. Einnig leita margir nemar til okkar með minni verkefni.
Samskip starfrækja 46 skrifstofur í 23 löndum, en þau eru Ástralíu, Brasilíu, Danmörku, Færeyjum, Þýskalandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Rússlandi, Spáni, Svíþjóð, Hollandi, Bretlandi, Víetnam, Kína, Suður-Kóreu, Bandaríkjunum, Belgíu, Írlandi, Skotlandi, Úkraínu og Ítalíu.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Þekking, hæfni og fagmennska umsækjenda, einnig hæfni til að vinna í hóp með fólki af ólíkum uppruna, með mismunandi sýn á verkefnin. Viðhorfið öll störf eru mikilvæg, haft í forgrunni.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Á Íslandi starfa um 500 manns en á heimsvísu eru starfsmenn um 1300 talsins.
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Um 100 manns eru háskólamenntaðir hjá Samskipum á Íslandi.
Fagleg framkoma, snyrtimennska, kraftur og kappsemi eru eiginleikar hjá starfsmönnum sem skipta fyrirtæki miklu máli. Afar mikilvægt er að vanda framsetningu ferilskrár, passa upp á stafsetningu, og velja mynd við hæfi. Ferilskráin er „vegabréf„ inn í framtíðarstarfið.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, Samskip auglýsa sumarstörf og þar er öllum frjálst að sækja um.
86
Framadagar Háskólanna 2015
ENNEMM / SÍA / NM60727
> Persónuleg og traust þjónusta um allan heim Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.
www.samskip.com
Saman náum við árangri
Síminn
www.siminn.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Síminn var stofnaður árið 1906. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Í dag starfar Síminn eingöngu á Íslandi.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Í dag starfa um 600 manns hjá Símanum Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Starfsmenn okkar eru með menntun á fjölbreyttum sviðum. Má m.a. nefna verkfræði, kerfisfræði, tölvunarfræði, viðskiptafræði, hagfræði, iðnrekstrarfræði, lögfræði, markaðsfræði, sálfræði, sagnfræði, heimspeki, stjórnmálafræði o.fl.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við leitum að fólki sem hefur áhuga og eldmóð til að læra og ná árangri. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Síminn er reynsluríkt og leiðandi íslenskt fyrirtæki sem eflir samskipti og afþreyingu með fjarskipta- og upplýsingatækni. Síminn auðgar lífið – Gildi Símans eru skapandi, áreiðanleg og lipur. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Það er mikilvægt að vera dugleg að koma sér á framfæri, undirbúa sig vel fyrir atvinnuviðtöl, sýna áhuga og kynna sér fyrirtækið vel.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, við hjá Símanum höfum alltaf einhver sumarstörf fyrir háskólanema.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já það hefur verið stefna hjá Símanum að efla samstarf við Háskólana og við tökum vel á móti nemendum sem hafa áhuga á að vinna lokaverkefni hjá okkur.
88 Framadagar Háskólanna 2015
F
o
Fjölbreytni, framfarir og ótrúleg tækni siminn.is
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki og við sækjumst eftir framúrskarandi starfsfólki. Spennandi starfsumhverfi og fjölbreytt tækifæri einkenna Símann sem vinnustað. Starfsfólk Símans býr yfir fjölbreyttri menntun og hafsjó af reynslu. Öll njóta þau góðs af fyrirtækjamenningu Símans og taka þátt í að skapa hana. Hún felst meðal annars í góðu vinnuumhverfi, hvetjandi andrúmslofti og lifandi vinnustað, þar sem skemmtilegir innri viðburðir og okkar eigið kaffihús gleðja okkur á hverjum degi.
Stokkur Software
www.stokkur.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Alfreð atvinnuleitarappið fór í loftið í byrjun árs 2013. Alfreð appið er í eigu Kind Sheep og Stokks Software sem stofnað var stofnað 2008 en hóf fullan rekstur 2010. Við státum okkur af því að hafa búið til mörg af vinsælustu öppunum á markaðnum sbr. Strætóappið, Leggja.is, Novaappið, Dominosappið o.s.frv. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Hugbúnaðarteymi okkar hefur unnið með erlendum fyrirtækjum og að sértækum lausnum víða um heiminn. Aðalstarfsemi Alfreðs er á Íslandi en notendur eru víða um heiminn enda margir Íslendingar sem horfa heim eftir hrun og eru að vakta störf sem bjóðast á Íslandi um þessar mundir. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá fyrirtækinu starfa 13 manns Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Starfshópurinn stendur saman af reynsluboltum með ýmsan bakgrunn. Hjá okkur starfa tölvunarfræðingar, forritarar, kerfisfræðingar ásamt viðskiptafræðingum.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, ef það á við. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Hjá okkur starfa nýungagjarnir, lausnamiðaðir og hæfileikaríkir einstaklingar og því leggjum við mikið upp úr því að nýjir liðsmenn falli vel inní þann hóp. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna okkar er að sjálfsögðu að smíða öpp sem eru notendavæn og þægileg í notkun. Alfreð fellur klárlega í þann flokk enda ótrúlega þægilegt, einfalt og tímasparandi að láta Alfreð vakta og finna handa þér viðeigandi starf. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Náðu í appið fyrir Iphone eða Android og Alfreð finnur handa þér draumadjobbið !
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Við getum boðið uppá sumarstörf í sölu. Einnig vantar okkur góðan bakendaforritara !
90
Framadagar Háskólanna 2015
Alfreð
Láttu mig finna handa þér draumadjobbið! Náðu í appið fyrir iPhone eða Android Sæktu Alfreð í
Sæktu Alfreð í
0 Engin kostnaður
Pappírslaus atvinnuleit
Ég stend vaktina fyrir þig
Alfreð er og verður 100% ókeypis fyrir atvinnuleitendur.
Þú þarft ekki að fletta í gegnum pappír til að finna rétta starfið. Alfreð er umhverfisvænn.
Stilltu þína vakt og ég læt þig vita um leið og starf sem hentar þér er auglýst.
Meira um
Alfreð
Dæmi um
fyrirtæki
Yfir 500 fyrirtæki nota Alfreð til að finna rétta fólkið Alfreð er þægilegur og einfaldur í notkun Tugir nýrra starfa í hverri viku Alfreð er aðgengilegur hvar og hvenær sem er Um 40 þúsund manns eru núþegar að nota Alfreð
Skannaðu og sæktu Alfreð appið fyrir Android eða iPhone
Nánari upplýsingar á alfred.is og facebook.com/AppAlfred
Tern Systems
www.tern.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Tern Systems var stofnað haustið 1997 af Kerfisverkfræðistofu Háskóla Íslands og Flugmálastjórn Íslands og byggðist reksturinn á tveggja áratuga samstarfsvinnu þessara aðila við þróun, rannsóknir og hvers kyns þekkingaröflun á sviði flugstjórnar- og flugleiðsögutækni.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Við höfum reglulega boðið 1 - 2 nemendum í tölvu- og verkfræði sem eru á öðru eða þriðja ári uppá sumarstarf hjá okkur. Boðið er upp á sérverkefni sem nýtast bæði Tern Systems, sem og móðurfélaginu Isavia.
Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Tern Systems er með höfuðstöðvar í Kópavogi en einnig eru við með starfsmenn í Bretlandi, Spáni og Svíþjóð auk umboðsaðila um allan heim. Kerfi frá Tern Systems eru meðal annars notuð á Íslandi, Írlandi, Spáni, Marakkó, Suður-Kóreu og Indónesíu.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, sérstaklega masters/doktors verkefni á sviði tölvunarfræði, verkfræði og stærðfræði. Við höfum einnig áhuga á að skoða verkefni tengd öryggismálum, þróunar- og verkferlum og flugvísindum.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Í dag starfa 50 manns hjá Tern en aðeins á síðasta ári bætti fyrirtækið við sig 17 starfsmönnum vegna aukinna umsvifa. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? 78% af starfsfólki okkar er með háskólagráðu, þar af þrír með doktorsgráðu og margir starfsmenn hafa bakgrunn í flugi, flugumferðarstjórn og tengdum greinum. Flestir af þeim sem vinna við forritun eða hugbúnaðarþróun eru með háskólagráðu í tölvunarfræði en einnig eru starfandi hjá okkur verkfræðingar, stærðfræðingar og eðlisfræðingar.
92
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Metnaður og drifkraftur til að gera vel og að vera tilbúin til að tileinka sér öguð vinnubrögð. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Þróun, þjónusta og sala á flugleiðsögukerfum og hermum fyrir þjálfun á flugumferðarstjórum fyrir viðskiptavini um heim allan.
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Hvetjum alla áhugasama að kynna sér heimasíðuna okkar www.tern.is, senda inn umsókn og hafa samband ef það eru einhverjar spurningar.
Framadagar Háskólanna 2015
Vaki
www.vaki.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? VAKI er stofnað 1986. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Höfuðstöðvar á Íslandi og dótturfyrirtæki í Noregi og Chile. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá fyrirtækinu starfa 27 starfsmenn á Íslandi, 2 í Noregi og 14 í Chile. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Langflestir starfsmenn VAKA hafa lokið háskólaprófi. Flestir eru verkfræðingar sem hér segir: rafmagnsverkfræðingar, vélaverkfræðingar, skipa- og tölvuverkfræðingur, tölvuverkfræðingar.
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Það kemur vel til greina. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Áhugi, metnaður og hæfileiki til að vinna sjálfstætt. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Framtíðarsýn okkar er að vera besti kostur í að telja og stærðarmæla lifandi fiska.
Hjá VAKA starfa líka einstaklingar menntaðir í kerfisfræði, tölvunarfræði, og fiskeldisfræði, sjávarútvegsfræði auk viðskiptafræði o.fl.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Annatími í okkar starfsemi er utan sumartímans og því ráðum við almennt ekki í sumarstörf.
Framadagar Háskólanna 2015
93
Veritas
www.veritas.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Fyrirtækið var stofnað árið 1956 og hét þá Pharmaco. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Við störfum aðeins á Íslandi en erum að mestu að þjóna erlendum birgjum.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Alls starfa nú 175 starfsmenn hjá okkur.
Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Það er aðeins misjafnt eftir félögum hvernig menntunin starfsmanna er samsett en meirihluti starfsmanna eru háskólagengnir. Lang flestir eru útskrifaður úr hjúkrunarfræði, lyfjafræði eða öðrum raunvísindagreinum. Viðskiptamenntun og vörustjórnun er líka bakgrunnur nokkurra.
Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Varðandi ráðningar þá eru það viðhorf einstaklinga sem mestu ráða þegar aðrar hæfniskröfur hafa verið uppfylltar. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna og markmið fyrirtækja okkar er að vaxa og dafna á heilbrigðismarkaði. Við lifum gildin okkar sem eru hreinskiptni, áreiðanleiki og framsækni og segja þau allt um hvers vegna háskólanemar ættu að sækjast eftir starfi hjá okkur. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Besta ráðið til nemenda í atvinnuleit er að skoða hvernig fyrirtæki eru rekin og hverjir eru þar við stjórnvölinn því menn læra mest af góðum stjórnendum.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Við ráðum í sumarstörf en nær eingöngu í störf fyrir ófaglærða í vöruhúsum. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við höfum tekið vel í að láta vinna fyrir okkur lokaverkefni en aðallega hafa það verið starfsmenn okkar sem stunda nám í háskólum sem unnið hafa slík verkefni.
94
Framadagar Háskólanna 2015
Öflug pekking
– ÖFLUG FRAMTÍÐ BANDALAG HÁSKÓLAMANNA HEILDARSAMTÖK HÁSKÓLAMENNTAÐRA Á VINNUMARKAÐI
Isavia styrkir námsmenn / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /
Styrktarsjóður Isavia veitir styrki til verkefna sem tengjast flugi. Styrkirnir eru ætlaðir meistara- og doktorsnemum við HÍ og HR. Nánari upplýsingar á isavia.is/styrkir og hjá háskólunum.
Vodafone
www.vodafone.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? Vodafone á Íslandi var stofnað 2003 við samruna þriggja fjarskiptafyrirtækja.
Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?
Vodafone á Íslandi á dótturfyrirtækið Vodafone í Færeyjum. Við vinnum jafnframt náið með alþjóðafyrirtækinu Vodafone Group, sem starfar í yfir 30 löndum og er með samstarfsaðila í 40 löndum til viðbótar.
Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Í dag starfa í kringum 360 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Skiptingin er afar drefið, en flestir starfsmenn eru með menntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða viðskiptafræði. Rúmlega 50% af starfsfólki eru með háskólamenntun og þar af eru 10% með mastersgráðu.
Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við höfum alltaf áhuga á spennandi verkefnum sem gætu nýst fyrirtækinu og öllum hugmyndum er tekið fagnandi. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Að fólk sýni frumkvæði og hafi raunverulegan áhuga á starfinu sem það er að sækja um. Viðmót umsækjenda getur líka haft allt að segja um valið ásamt því hvernig viðkomandi passar inn í þann hóp sem verið er að ráða í.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Að auka lífsgæði einstaklinga og samkeppnishæfni fyrirtækja með snjöllum lausnum og framúrskarandi þjónustu. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Við umsóknir um störf skiptir miklu að vanda ferilskrár og koma vel undirbúin í öll starfsviðtöl. Mættu á réttum tíma, í snyrtilegum fatnaði og með réttta viðhorfið og þá eru þér allir vegir færir.
Við erum svo heppin að vera með mikið af háskólanemum í hlutastarfi og koma þeir jafnan inn í þau sumarstörf sem í boði eru en undanfarin ár höfum við ráðið inn 1 – 2 sumarstarfsmenn sem ekki starfa nú þegar hjá fyrirtækinu.
96
Framadagar Háskólanna 2015
Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands
www.vfi.is www.tfi.is
Hvenær var fyrirtækið stofnað? VFÍ 1912 og TFÍ 1954 Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Ísland- samstarfssamningar við sambærileg félög á Norðurlöndum. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 8 starfsmenn Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? 1/2-1/2. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Stundum
Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Hugsanlega Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Metnaður Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Mikilvægur samstarfsvettvangur til þess að efla verkfræðilega og vísindalega þekkingu á Íslandi og vinna að hagsmuna- og kjaramálum verkfræðinga og tæknifræðinga með fjölbreyttu og öflugu starfi. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Mikilvægt að tilheyra fagfélagi til að efla tengslanetið.
98 Framadagar Háskólanna 2015
Össur
www.ossur.com
Hvenær var fyrirtækið stofnað? 1971 Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Ástralía, Bandaríkin, Frakkland, Holland, Ísland (HQ), Ítalía, Japan, Kanada, Kína, Kórea, Mexico, Noregur, Spánn, Suður Afríka, Svíþjóð, Þýskaland, UK Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 2.200 í heildina – þar af tæplega 400 á Íslandi. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Hjá Össuri er um það bil 50% starfsmanna með háskólamenntun. Menntun starfsmanna er fjölbreytt en flestir eru útskrifaðir úr tækni og verkfræðideild, viðskiptafræðideild og tölvunarfræðideild. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við höfum verið dugleg við að fá meistaranema til að vinna lokaverkefni hjá okkur. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við leggjum áherslu á að ráða til okkar hæfa og metnaðarfulla einstaklinga sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni í síbreytilegu umhverfi.
Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Margir þurfa að lifa með líkamlegri fötlun af völdum sjúkdóma eða aflimunar. Okkar markmið er að gera því fólki kleift að njóta sín til fulls með bestu stoð- og stuðningstækjum sem völ er á. Áratuga þróunarstarf hefur skapað mikla þekkingu sem gerir okkur kleift að rækta þetta hlutverk sífellt betur. Við viljum að vörur okkar og þjónusta fari fram úr væntingum viðskiptavina, því aðeins þannig verður Össur áfram leiðandi á sínu sviði. Stefna Össurar felst í því að hanna tæknilegar gæðalausnir og bæta hreyfanleika. Við nýtum gildi okkar og sérstæða þekkingu til að byggja upp varanlegt samstarf. Á þann hátt náum við árangri í starfi og látum sýn okkar um að fólk njóti sín til fulls verða að veruleika. Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?
Tækifæri til að vera hluti af metnaðarfullum hópi sem leggur sig fram við að gera fólk kleift að lifa án takmarkana
Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Við hvetjum alla til að gefa sér tíma til að vinna ferilskrána sína vel. Fyrstu kynni geta haft mikið að segja og því skiptir máli að vandað sé til verks. Umfram allt hvetjum við fólk til að vera samkvæmt sjálfu sér og undirbúa sig vel áður en sótt er um draumastarfið.
Framadagar Háskólanna 2015
99
100 Framadagar H谩sk贸lanna 2015