Á
R
S
S
K
Ý
R
S
L
A
2
0
1
3
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS ÁRSSKÝRSLA 2013
1
2
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
Efnisyfirlit Ávarp stjórnarformanns
2
Stjórn FSÍ
4
Fulltrúar FSÍ í stjórnum fyrirtækja
6
Gott ár að baki
10
Eignarhlutir FSÍ í félögum
11
Advania 12 Icelandair Group
16
Icelandic Group
20
Invent Farma
24
N1
26
Promens
30
Ársreikningar 2013
34
Framtakssjóður Íslands slhf.
35
Áritun óháðs endurskoðanda
36
Skýrsla stjórnar
37
Rekstrarreikningur
38
Efnahagsreikningur
39
Yfirlit um sjóðstreymi
40
Skýringar
41
IEI slhf.
47
Áritun óháðs endurskoðanda
48
Skýrsla stjórnar
49
Rekstrarreikningur
50
Efnahagsreikningur
51
Yfirlit um sjóðstreymi
52
Skýringar
53
Framtakssjóður Íslands GP hf.
55
Áritun óháðs endurskoðanda
56
Skýrsla stjórnar
57
Rekstrarreikningur
58
Efnahagsreikningur
59
Yfirlit um sjóðstreymi
60
Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 3 613 Skýringar
ÁVARP STJÓRNARFORMANNS Árið 2013 var fjórða heila árið í rekstri sjóðsins frá stofnun hans í lok árs 2009. Stofnendur voru sextán lífeyrissjóðir og upphafleg hlutafjárloforð námu 30 milljörðum króna, en þau voru svo aukin í 54 milljarða króna. Landsbankinn kom síðar inn sem stór hluthafi í tengslum við kaup sjóðsins á Vestia sem var eignarhaldsfélag nokkurra félaga í eigu Landsbankans. Í lok árs 2013 hafði sjóðurinn fjárfest fyrir um 38 milljarða króna í samtals 9 fyrirtækjum. Sjóðurinn hafði þá fjárfest fyrir um 71% af fjárfestingagetu sinns. Sjóðurinn hefur frá stofnun greitt eigendum sínum til baka yfir 21 milljarð króna, þar af ríflega 9 milljarða á árinu 2013.
Þorkell Sigurlaugsson
Hlutverk Framtakssjóðsins er að taka þátt í því uppbyggingar- og umbreytingaferli sem fyrirsjáanlegt var að þyrfti að eiga sér stað í kjölfar bankahrunsins og vera þátttakandi í endurreisn íslensks atvinnulífs. Ekki síður var mikilvægt að honum var ætlað að skila góðri ávöxtun til eigenda sinna. Sjóðurinn skuldsetur sig ekki heldur innkallar hlutafé hjá eigendum vegna þeirra fjárfestinga sem ráðist er í. Jafnframt er söluverði fyrirtækja í eigu sjóðsins skilað til eigenda að lokinni sölu. Fram til þessa hefur sjóðurinn átt umtalsverðan þátt í endurfjármögnun, endurskipulagningu og breyttu eignarhaldi nokkurra lykilfyrirtækja sem voru að stærstum hluta í eigu banka. Sjóðurinn leggur áherslu á að vera virkur áhrifafjárfestir með umtalsverðan eignarhlut í þeim félögum sem fjárfest er í.
HELSTU VERKEFNI ÁRSINS Árið 2013 var mjög árangursríkt eins og undanfarin ár. Framtakssjóðurinn seldi á árinu að fullu eignarhlut sinn í Fjarskiptum (Vodafone) eftir að hafa unnið að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. Einnig var haldið áfram með sölu á eignarhlut sjóðsins í Icelandair Group. Framtakssjóðurinn samdi um mitt ár 2010 um kaup á um 30% hlut í Icelandair Group fyrir samtals um 3,6 milljarða króna. Sjóðurinn seldi, á árunum 2011, 2012 og 2013, 23% af þessum eignarhlut fyrir um 8,6 milljarða króna, en síðan voru þau 7% sem eftir voru seld í febrúar 2014 fyrir 6,6 milljarða. Þessi viðskipti hafa reynst afar arðsöm fyrir Framtakssjóðinn á sama tíma og hann hefur verið þátttakandi í farsælli uppbyggingu Icelandair Group. Þessar fjárfestingar voru umdeildar á sínum tíma og einhverjir töldu verðmæti félagsins liggja í loftinu, vegna óefnislegra eigna, en þá hefur loftið líklega aldrei verið mikilvægara og arðsamara fyrir íslenskt atvinnulíf og eigendur Framtakssjóðsins en í þessu verkefni. Ráðist var í eina stóra fjárfestingu á árinu, en í ágústmánuði var keyptur 38% hlutur í Invent Farma. Invent Farma er íslenskt félag sem á og rekur
4
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
lyfjaverksmiðjur á Spáni. Fyrirtækið framleiðir bæði samheitalyf og virk lyfjaefni fyrir aðra framleiðendur. Góð áhættudreifing er í starfseminni, bæði hvað varðar markaði og framleiðsluvörur. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir góðum vexti og arðsemi á næstu árum. Tekjur fyrirtækisins eru í erlendum gjaldmiðlum, en Framtakssjóðurinn greiddi fyrir hlut í félaginu með íslenskum krónum. Fjárfestingin styður við gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins á tímum hafta. Með því að stuðla að því að hagnaður erlendis komi í auknum mæli inn í íslenskt hagkerfi, styður sjóðurinn við eitt brýnasta verkefni við endurreisn atvinnulífsins sem er að Ísland komist úr gjaldeyrishöftum. Þann 25. júní var haldinn hluthafafundur þar sem samþykkt var arðgreiðsla að fjárhæð 5,6 milljarðar. Á þeim fundi var einnig samþykkt að hefja skiptingaráætlun þar sem erlendir fjármunir sem fengust fyrir sölu Icelandic á eignum í Bandaríkjunum yrðu fluttir í sérstakan sjóð, IEI, sem lýtur sömu stjórn og skilmálum og FSÍ. Skiptingaráætlunin var svo staðfest á hluthafafundi 28. nóvember. Þann 20. desember var svo haldinn hluthafafundur sem samþykkti að færa niður hlutafé og greiða hluthöfum 3,6 milljarða í arð.
AFKOMA ÁRSINS Afkoma af starfsemi sjóðsins á árinu 2013 var mjög góð. Hagnaður á árinu 2013 nam 7.636 milljónum króna og arðsemi eigin fjár var 30%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir félagsins 35.862 milljónum króna og bókfært eigið fé er 32.193 milljónir og eiginfjárhlutfall 90%. Færa má rök fyrir því að fjárhagsstaða sjóðsins sé mun sterkari en bókfært eigið fé gefur til kynna. Gangvirði þeirra félaga sem fjárfest hefur verið í eða markaðsverð þeirra þegar það á við er 46.311 milljónir, en bókfært verð sömu eigna 31.702 milljónir króna. Þá eru eignir í IEI metnar á 7.341 milljónir, en bókfært virði er 2.251. Þessi munur gefur til kynna verulegt „dulið“ eigið fé í sjóðnum umfram bókfært eigið fé. Í ársskýrslunni á bls. 6–9 eru upplýsingar um fulltrúa sjóðsins í stjórnum þeirra félaga sem hann á hlut í og á bls. 12–33 eru nánari upplýsingar um einstök félög í eigu FSÍ.
STÖRF STJÓRNAR Á aðalfundi árið 2013 voru kjörin í stjórn Guðrún Blöndal, Helga Árnadóttir, Hjörleifur Pálsson, Hreiðar Bjarnason, Linda Jónsdóttir, Sveinn Hannesson og Þokell Sigurlaugsson. Stjórnin skipti með sér verkum að loknum aðalfundi og var Þorkell Sigurlaugsson kosinn formaður og Helga Árnadóttir varaformaður. Guðrún Blöndal sagði sig úr stjórninni í desembermánuði þegar hún hóf störf sem framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Haldnir voru 19 stjórnarfundir á starfsárinu. Starfsmenn sjóðsins eru sjö talsins og framkvæmdastjóri Brynjólfur Bjarnason. Brynjólfur ákvað í byrjun árs 2014 að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins eftir tæplega tveggja ára starf. Hann mun formlega láta af störfum eftir aðalfund Framtakssjóðsins í mars 2014 og eru honum þökkuð sérstaklega góð störf fyrir sjóðinn. Hann mun þó starfa áfram að sérstökum verkefnum fyrir sjóðinn.
HORFUR FRAMUNDAN Ágætar horfur eru með rekstur þeirra félaga sem sjóðurinn á eignarhlut í. Verið er að undirbúa skráningu sumra þeirra á markað, en það getur tekið nokkur ár að koma öllum félögum á hlutabréfamarkað eða selja þau í beinni sölu til fjárfesta. Þangað til er meginverkefnið að tryggja jákvæðan rekstur fyrirtækjanna og auka verðmæti þeirra.
ingum ljúki í byrjun árs 2015. Líftími sjóðsins verður væntanlega talsvert lengri, en það er samt markmið stjórnarinnar að gera sem fyrst verðmæti úr eignum sjóðsins og skila þeim verðmætum til eigenda. Margt bendir til þess að efnahagslífið sé að styrkjast og bundnar vonir við að náttúruauðlindir og mannauður Íslendinga komi landinu smátt og smátt út úr efnahagserfiðleikunum. Óvissa er þó í efnahagsmálum þjóðarinnar þegar þetta er ritað í marsmánuði 2014 og það getur vissulega haft áhrif á þau félög sem Framtakssjóðurinn á eignarhlut í. Sérstaklega er óvissa hvað varðar efnahagsstefnu, verkefni á sviði skuldaleiðréttinga heimilanna, afnám gjaldeyrishafta og tengsl okkar við aðrar þjóðir. Fyrir lífeyrissjóðina, banka og fjárfesta almennt eru gjaldeyrishöft og óviss staða íslensku krónunnar lítt til þess fallin að auka hagvöxt og bæta lífskjör almennings í landinu. Veik staða margra heimila og fyrirtækja getur haft slæmar afleiðingar fyrir íslenskt atvinnulíf. Ánægjulegt er hvað viðhorf til Framtakssjóðsins er almennt jákvætt enda hefur árangur af starfsemi sjóðsins komið berlega í ljós. Það hefur einnig sýnt sig að fyrir fjárfesta eins og lífeyrissjóðina er mjög farsælt að horfa til þeirra tækifæra sem felast í því að fjárfesta í gegnum sjóð eins og Framtakssjóðinn sem einbeitir sér að tilteknum verkefnum sem áhrifafjárfestir. Það á að minnka áhættuna fyrir lífeyrissjóðina, en á sama tíma er ábyrgð okkar mikil sem erum starfsmenn eða stjórnarmenn í sjóðnum. Stjórn Framtakssjóðsins hefur á grundvelli fenginnar reynslu og tækifæra sem eru framundan mótað hugmyndir að nýjum framtakssjóði. Þær hugmyndir hafa verið kynntar fyrir hluthöfum sjóðsins, en sá sjóður gæti sinnt nýjum verkefnum sem tengjast þeirri uppbyggingu efnahagslífsins sem framundan er. Það er ljóst að endurreisn íslensks atvinnulífs er ekki lokið. Ég vil þakka stjórnarfólki, starfsfólki og stjórnendum þeirra félaga sem eru í eigu sjóðsins fyrir þeirra störf á árinu. Þá þakka ég samstarfsfólki mínu í stjórn FSÍ fyrir samstarfið og starfsfólki sjóðsins fyrir framúrskarandi starf við uppbyggingu sjóðsins.
Reykjavík, 12. mars 2014 Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður
Samkvæmt skilmálum sjóðsins og eftir framlengingu á fjárfestingatímabili er gert ráð fyrir að nýfjárfest-
ÁRSSKÝRSLA 2013
5
STJÓRN FRAMTAKSSJÓÐS ÍSLANDS
6
Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður
Helga Árnadóttir, varaformaður
Guðrún Blöndal
Hjörleifur Pálsson
Þorkell er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði hjá Eimskip, lengst af sem framkvæmdastjóri og síðan sem framkvæmdastjóri hjá Burðarási, fjárfestingafélagi Eimskips, til ársins 2004. Þorkell hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og hefur yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu auk þess sem hann hefur skrifað greinar og bækur um stjórnunarmál. Þorkell hóf störf árið 2004 sem framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar hjá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðustu árin verið framkvæmdastjóri fjármála og reksturs og verkefnastjóri nýbyggingar Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.
Helga er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar en var áður framkvæmdastjóri VR. Hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur (Cand. oecon.) frá Háskóla Íslands árið 1997 og lauk MS-prófi í fjármálum (MSIM) frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Á árunum 2008–2011 starfaði hún sem sviðsstjóri rekstrar- og fjármálasviðs VR. Áratuginn þar á undan starfaði Helga hjá Icelandair, fyrst í hagdeild en lengst af á sölu- og markaðssviði félagsins, m.a. sem sölu- og markaðsstjóri á Íslandi og síðast sem forstöðumaður Vildarklúbbs félagsins. Þá hefur Helga setið í stjórnum, nefndum og ráðum fyrirtækja og félagasamtaka.
Guðrún er Cand. oecon. frá Háskóla Íslands. Hún gegndi stöðu framkvæmdastjóra Arion verðbréfavörslu (síðar Verdis) allt frá stofnun árið 2002 til ársins 2012 er fyrirtækið var sameinað Arion banka. Áður hafði hún gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum hjá Kaupþingi hf., m.a. í eignastýringu, sem markaðsstjóri og starfsmannastjóri. Auk stjórnarsetu hjá Framtakssjóðnum sat Guðrún í stjórnum Regins fasteignafélags, Varðar trygginga, Varðar líftrygginga og Mílu fjarskiptafélags. Í desember 2013 lét Guðrún af öllum stjórnarstörfum er hún var ráðin framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands.
Hjörleifur stundar stjórnar- og rágjafastörf en var áður fjármálastjóri og í framkvæmdastjórn Össurar frá árinu 2001 til ársins 2013. Þar áður starfaði hann sem endurskoðandi, síðast hjá Deloitte & Touche hf. þar sem hann var einn af eigendum félagsins og í stjórn þess. Hjörleifur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1988 og hlaut löggildingu til endurskoðendastarfa 1989. Hann hefur setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins frá 2010 og í framkvæmdastjórn frá 2013 og hefur verið í Háskólaráði Háskólans í Reykjavík og í varastjórn Íslandssjóða hf. frá árinu 2010. Hjörleifur er stjórnarformaður Fjarskipta hf. (Vodafone) og Capacent og í fjárfestingaráði Akurs fjárfestinga slhf. frá árinu 2013.
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
Hreiðar Bjarnason
Linda Jónsdóttir
Sveinn Hannesson
Hreiðar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MScgráðu í fjármálafræðum frá London Business School og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hreiðar hefur starfað í Landsbankanum frá árinu 1998, fyrst sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum og síðar í fjárstýringu. Hann tók við sem framkvæmdastjóri markaða og fjárstýringar snemma árs 2010 og tók við stöðu sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbankans í ágúst 2012.
Linda er framkvæmdastjóri fjármögnunar, fjárstýringar og fjárfestatengsla hjá Marel, útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2001 og lauk meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2010. Hún hefur einnig lokið prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari. Á árunum 1999–2003 var hún yfirmaður fjárstýringar hjá Eimskip og hjá Burðarási á árunum 2003–2005. Hún starfaði við fjárstýringu og fjármögnun hjá Straumi fjárfestingarbanka á árunum 2005–2009 og gegndi þar meðal annars starfi forstöðumanns eigna- og skuldastýringar bankans.
Sveinn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1974 og starfaði eftir það í eitt ár hjá Ríkisábyrgðasjóði, síðan hjá Landssambandi iðnaðarmanna frá árinu 1975 til 1982, þegar hann var ráðinn forstöðumaður hagdeildar og síðar lánasviðs Iðnaðarbanka Íslands. Haustið 1986 var hann ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Lýsingar hf. eignarleigu, sem þá var að hefja starfsemi. Hann gegndi því starfi til ársins 1992 en þá var hann ráðinn framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og síðan Samtaka iðnaðarins. Gegndi því starfi til ársloka 2007 eða nærri 16 ár en síðan hefur hann verið framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar hf. og dótturfyrirtækja. Sveinn hefur setið í stjórnum ýmissa fjármálastofnana, hlutabréfasjóða, þróunarfyrirtækja, hugverkaverndar- og verktakafyrirtækja undanfarna þrjá áratugi. Einnig sat hann í stjórn þriggja lífeyrissjóða og í stjórn VSÍ og síðan SA í rúman áratug. ÁRSSKÝRSLA 2013
7
FULLTRÚAR FRAMTAKSSJÓÐS ÍSLANDS Í STJÓRNUM FYRIRTÆKJA
Anna Rún Ingvarsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania
Árni Geir Pálsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group
Erna Eiríksdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania, varamaður
Finnbogi Jónsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania, formaður, Promens
Anna Rún er viðskiptafræðingur og starfar sem fjármálastjóri Apple VAD á Íslandi. Áður var hún fjármálastjóri Almennu verkfræðistofunnar hf. 2008–2011. Á árunum 2005–2008 var hún fjármálastjóri Humac sem rak Apple-verslanir á Norðurlöndunum og rekstrarstjóri Median 2004–2005. Anna starfaði hjá Streng hf. 1996–2004, og stýrði þar þjónustu- og ráðgjafarsviði. 1992–1996 var hún fjármálastjóri Tölvusamskipta hf.
Árni Geir er með MSc.-próf í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og Cand. oecon.-próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur á undanförnum árum verið sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi. Á árunum 2006–2008 var hann framkvæmdastjóri Median og 2005–2006 var hann framkvæmdastjóri Latabæjar. Árin 2000–2005 var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Icelandic Group (SH) og þar áður sem þróunarstjóri hjá Frjálsri fjölmiðlun, eigandi auglýsingastofunnar Mátturinn og dýrðin, kynningarstjóri Samskipa og verðbréfamiðlari hjá VÍB.
Erna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lokið MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík og löggildingarprófi í verðbréfaviðskiptum frá sama skóla. Hún starfaði sem fjármálastjóri Landsvirkjunar Power, dótturfélags Landsvirkjunar, 2008–2011 og sinnti ýmsum stjórnunarstörfum á fjármálasviði, innanlandssviði, alþjóðasviði og við kynningar- og markaðsmál hjá Eimskip á árunum 1990–2005. Erna hefur frá árinu 2009 setið í stjórn Íslandssjóða hf., dótturfélags Íslandsbanka, en félagið hefur starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingarsjóða.
Finnbogi var framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands frá 2010– 2012. Hann starfaði í iðnaðarráðuneytinu 1979–1982, var framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar 1982–1986, var forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað1986–1999, forstjóri Íslenskra sjávarafurða 1999–2000. Finnbogi var starfandi stjórnarformaður Samherja 2000–2005 og framkvæmdastjóri SR-Mjöls 2004–2006. 2006–2010 var hann framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Finnbogi hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og gegnt fjölda trúnaðarstarfa í atvinnulífinu. Hann lauk prófum í eðlisverkfræði og rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og frá Háskóla Íslands auk þess sem hann hefur stundað nám í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við IS.
8
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
Hafliði Helgason Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania, varamaður, Invent Farma, varamaður
Herdís Dröfn Fjeldsted Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group, formaður, Icelandair Group, Promens og Invent Farma
Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group
Hafliði starfaði við blaðamennsku í rúman áratug og var síðast fréttastjóri viðskipta hjá Fréttablaðinu og ritstjóri Markaðarins, vikurits um viðskipti og efnahagsmál, frá stofnun til ársins 2007. Eftir það vann hann við fjárfestingar, ráðgjöf og samskiptamál, meðal annars hjá Reykjavík Energy Invest og eignarhaldsfélaginu Sjávarsýn. Hafliði hefur setið í stjórnum og varastjórnum félaga, svo sem SagaMedica, Gasfélagsins og UB Koltrefja. Hann stundaði nám í heimspeki og bókmenntum við Háskóla Íslands, lauk diplómanámi í blaðamennsku í Svíþjóð og MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík 2010.
Herdís starfar hjá Framtakssjóði Íslands en áður starfaði hún hjá Thule Investments í fjárfestingarteyminu. Þar áður starfaði hún hjá Spron og hjá Icelandair. Herdís er með diplóma próf í iðnrekstrarfræði af markaðssviði og viðskiptafræði BSc. af alþjóðamarkaðssviði. Lauk námi í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og er með MSc. í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.
Ingunn lauk BA-gráðu frá Háskóla Íslands í atvinnufélagsfræði árið 1997 og lauk MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Hún starfaði hjá Eimskip 1998–2006, í fræðslu og starfsþróunarmálum og var framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs samstæðunnar og sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ingunn tók þátt í stefnumótun mannauðsmála fyrir Excel Airways og Atlanta, þá dótturfyrirtæki Avion Group. Ingunn er í dag einn af eigendum Attentus – Mannauður og ráðgjöf og sinnir mannauðsmálum fyrir ýmis fyrirtæki. Ingunn hefur kennt stjórnun, mannauðsstjórnun og breytingastjórnun við Háskólann í Reykjavík, Tækniskólann og Háskóla Íslands. Ingunn var aðal- og/ eða varamaður í menntaráði, velferðarráði og leikskólaráði Reykjavíkurborgar.
ÁRSSKÝRSLA 2013
9
10
Kristinn Pálmason Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania, N1, Invent Farma, Promens, varamaður
Kristín Guðmundsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: N1
Kristján Ágústsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: N1, varamaður, Icelandic Group, varamaður, Invent Farma, varamaður
Rannveig Rist Stjórnarseta fyrir FSÍ: Promens
Kristinn er starfsmaður Framtakssjóðs Íslands. Hann starfaði frá árinu 2009 sem verkefnisstjóri hjá Eignarhaldsfélaginu Vestia ehf. sem keypt var af Framtakssjóði Íslands í lok árs 2010. Á árunum 2002–2009 starfaði Kristinn hjá Landsbanka Íslands sem sérfræðingur við fjármögnun á yfirtökum fyrirtækja og við ráðgjöf vegna umbreytingarverkefna fyrirtækja bæði á aðalskrifstofu Landsbankans og skrifstofu í London. Hann hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja hérlendis. Kristinn lauk M.Sc.-prófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og B.Sc.-prófi í viðskiptafræði árið 2003 frá sama skóla.
Kristín útskrifaðist sem viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands árið 1980. Kristín hefur mikla reynslu af fjármálastjórn. Hún var fjármálastjóri Símans hf. og Skipta hf. og staðgengill forstjóra. Kristín var fjármálastjóri Granda hf. á árunum 1994–2002. Á árunum 1990–1994 var hún forstöðumaður reikningshalds og áætlana í Íslandsbanka og forstöðumaður fjármálasviðs Iðnaðarbanka Íslands hf. 1985–1990. Hún var innri endurskoðandi Iðnaðarbanka Íslands hf. 1980–1985 og skrifstofustjóri í Grensásútibúi Iðnaðarbankans á árunum 1974–1979.
Kristján starfaði áður í einkabankaþjónustu hjá Banque Havilland frá árinu 2009–2013. Á árunum 2005–2008 starfaði Kristján í einkabankaþjónustu hjá Kaupþing Bank Luxembourg. 1999–2005 starfaði hann sem verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka. Kristján er með B.Sc.-próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands af fjármálasviði og hefur lokið prófi í löggiltri verðbréfamiðlun.
Rannveig er forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi og hefur gegnt því starfi frá árinu 1997 og var fyrst kvenna til að setjast í forstjórastól stórfyrirtækis á Íslandi. Rannveig er vélvirki, vélstjóri og vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk MBA-prófi frá University of San Francisco og AMP-námi frá Háskólanum í Reykjavík. Rannveig hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu af stjórnar og trúnaðarstörfum innan þess. Hún situr í stjórn Samtaka atvinnulífsins, auk stjórnar í fyrirtækjum á borð við HB Granda og Jarðboranir. Rannveig er stjórnarformaður Samáls, Samtaka álframleiðenda.
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
Vilhjálmur Egilsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group
Vilhjálmur er rektor Háskólans á Bifröst. Hann er doktor í hagfræði frá University of Southern California. Vilhjálmur var áður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en hefur á starfsferli sínum verið ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, framkvæmdastjórnarmaður í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, alþingismaður og hagfræðingur Vinnuveitendasambands Íslands. Vilhjálmur sat 12 ár í sjávarútvegsnefnd Alþingis auk þess að vera um árabil formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins og hefur víðtæka þekkingu á íslensku atvinnulífi.
Þór Hauksson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania
Ævar Agnarsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group
Þór er framkvæmdastjóri Burðaráss, en starfaði áður hjá Framtakssjóði Íslands. Hann var starfsmaður í fjármálaráðuneytinu, hjá Kaupþingi, Straumi fjárfestingarbanka og Skiptum hf. Þór er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og MAgráðu í stjórnmála- og hagfræði frá University of Hull.
Ævar hefur margháttaða reynslu af innlendum og alþjóðlegum sjávarútvegi þar sem hann hefur starfað í 30 ár. Hann byrjaði feril sinn sem framleiðslustjóri Loðnuvinnslunnar. Árið 1996 hóf hann störf hjá Iceland Seafood í Bandaríkjunum, fyrst sem innkaupastjóri en síðar sem aðstoðarforstjóri framleiðslu fyrirtækisins. Hann var gerður að forstjóra Iceland Seafood árið 2005. Hann stýrði samruna Samband of Iceland og Icelandic USA og var forstjóri félagsins þar til það var selt árið 2011. Ævar hefur setið í stjórnum alþjóðlegra sjávarútvegsfyrirtækja og samtaka innan sjávarútvegarins.
ÁRSSKÝRSLA 2013
11
GOTT ÁR AÐ BAKI
Starfsfólk FSÍ
Björk Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri
Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri
Hafliði Helgason, sérfræðingur
Harpa Helgadóttir, sérfræðingur
Herdís Dröfn Fjeldsted, fjárfestingastjóri
Kristinn Pálmason, fjárfestingastjóri
Árið 2013 var fjórða starfsár Framtakssjóðs Íslands og nam hagnaður af starfsemi sjóðsins 7.636 milljónum króna, samanborið við 6.111 milljónir króna árið áður. Heildareignir Framtakssjóðs Íslands slhf. í árslok námu 35,9 milljörðum króna, en þær voru 29,6 milljarðar á sama tíma 2012. Eigið fé í árslok var 32,2 milljarðar króna. Eignarhlutir sjóðsins í fyrirtækjum eru færðir á kostnaðarverði nema eignarhlutir í skráðum félögum sem eru metnir á markaðsverði. Hagnaður Framtakssjóðsins á árinu skýrist því af hækkun markaðsvirðis Icelandair Group og N1. Á árinu var erlend eign sjóðsins sem myndaðist við sölu erlendra eigna Icelandic, færð í sérstakan sjóð, IEI slhf. sem lýtur sömu stjórn og FSÍ slhf. FSÍ hefur, í samvinnu við endurskoðendur félagsins, lagt mat á áætlað gangvirði eignarhluta félaga í eignasafni beggja sjóðanna og er metið að það sé ekki undir 53,6 milljörðum króna, en bókfært verð sömu
12
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
Kristján Ágústsson, fjárfestingastjóri
eigna er 34 milljarðar króna. Áætlað virði miðast við niðurstöður virðisrýrnunarprófa undirliggjandi eigna. Þær breytingar urðu á eignasafni FSÍ á árinu 2013 að sjóðurinn seldi 5% hlut í Icelandair og 24% hlut í N1 samhliða skráningu þess í Kauphöll Íslands. Eftir þessi viðskipti á Framtakssjóðurinn 7% í Icelandair og 20,9% í N1. Þá keypti FSÍ 38% hlut í Invent Farma ehf. Sjóðurinn seldi síðustu hluti sína í Fjarskiptum (Vodafone) og á nú ekkert í félaginu. Alls hefur sjóðurinn fjárfest í níu félögum frá stofnun en sex eru í núverandi eignasafni. Það eru: Advania, Icelandair, Icelandic, Invent Farma, N1 og Promens. Andvirði innleystra eigna var ráðstafað til eigenda. Annars vegar með arðgreiðslu og hins vegar með lækkun hlutafjár. Alls voru ríflega níu milljarðar króna greiddir til hluthafa Framtakssjóðsins vegna ársins 2013.
EIGNARHLUTIR FSÍ Í FÉLÖGUM
HLUTFALL INNLENDRAR OG ERLENDRAR VELTU FÉLAGA Í EIGU FSÍ
SKIPTING MIL Í EIGNARSAF 7%
13% Erlend velta
12%
Innlend velta
12% 87% 14%
HLUTFALL INNLENDRAR OG ERLENDRAR VELTU FÉLAGA Í EIGU FSÍ
SKIPTING MILLI ATVINNUGREINA Í EIGNARSAFNI FSÍ 7%
13% Erlend velta
2% 30%
12%
Innlend velta
Framleiðsla Sjávarútvegur Fjárfestingar Lyfjaiðnaður
12%
Flugfélag Verslun og þjónusta
87%
A D V A NIA
Upplýsingatækni
ICEL A N D A IR GRO UP
14%
23%
ICEL AN DIC GROUP
INVENT FARMA
7% 1 00%
38%
N1
PROME NS
20,90% 49,50%
71,26%
ÁRSSKÝRSLA 2013
13
2%
ADVANIA
Advania hefur verið til í núverandi mynd síðan í ársbyrjun 2012. Fyrirtækið starfar í 3 löndum, er með 20 starfsstöðvar og um 1.000 starfsmenn, þar af 600 á Íslandi. Utan landsteina er fyrirtækið einnig í Svíþjóð og Noregi og sérhæfir sig í öllu sem viðkemur upplýsingatækni. Advania er stærsta upplýsingafyrirtæki Íslands og meðal þeirra tíu stærstu á Norðurlöndunum og er náinn samstarfsaðili flestra öflugustu UT-birgja veraldar. Um 64% af tekjum Advania-samstæðunnar verða í dag til á erlendri grundu og af tekjum Advania á Íslandi koma um 20% frá erlendum viðskiptavinum. Þetta háa hlutfall erlendra tekna gefur félaginu aukinn stöðugleika og styrk til sóknar á markaði.
14
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
GAGNAVER ADVANIA Í SÓKN Starfsemi gagnaversins Advania Data Centres gekk vel á árinu og hefur fest sig í sessi á alþjóðamarkaði. Allt stefnir í að húsnæði gagnaversins muni verða fullnýtt á árinu og er því nú hafin vinna við undirbúning á tvöföldun versins upp í 6.000 fermetra með möguleika á um 20.000 fermetra framtíðarstækkun. Sérstaða gagnaversins
TEKJUR
EBITDA
(milljónir kr.)
AFKOMA
(milljónir kr.)
(milljónir kr.)
1500
30
0 -134
25
25.783
25.932
1.315
1200
-500
20 900
-1000
600
-1500
15
10 300
5
0
-2000
341
-2.072
2012
2013
STÓRIR ERLENDIR SAMNINGAR Talsvert var um stóra áfanga í öflun nýrra viðskipta á erlendri grundu á árinu. Þar má helst nefna: • Advania lagði til búnað og setti upp byltingarkennt tölvuský fyrir bandaríska stórfyrirtækið RMS í gagnaveri Verna Global. RMS er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við tryggingafélög á heimsvísu hvað varðar áhættuútreikninga (Catastrophic Risk Management). • Samning um svokallaða „ProSupport“-þjónustu Dell, en Advania hefur um langt árabil verið umboðs- og þjónustuaðili Dell á Íslandi. Með „ProSupport“ mun öll þjónusta við viðskiptavini Dell eflast enn frekar. • Undirritaður var samstarfssamningur Advania og Microsoft þess efnis að Advania yrði fyrsta íslenska upplýsingatæknifyrirtækið sem býður viðskiptavinum sínum aðgang að tölvuskýinu Windows Azure. • Opera Software og Advania gerðu samning um liðlega 60% aukningu á umsvifum Opera Software í Advaniagagnaverinu. Gagnaverið hýsir tölvuþjónustu við um 300 milljónir notenda Opera Mini-vafrans í tölvum, snjallsímum, sjónvörpum og öðrum nettengdum tækjum.
0
2012
2013
-2500
2012
2013
á heimsvísu felst í hagnýtingu hagkvæmrar, áreiðanlegrar og grænnar orku til langs tíma. Með því að nýta hina svölu íslensku veðráttu til að kæla tölvubúnað gagnaversins með náttúrulegum hætti er viðskiptavinum boðið upp á mjög hagkvæman og vistvænan valkost. Ennfremur fá viðskiptavinir aðgang að sérþekkingu starfsmanna Advania hvað varðar tölvurekstur og hýsingu. Um 80 viðskiptavinir nýta sér þjónustu gagnaversins. Þar á meðal eru stofnanir sem hafa yfirumsjón með háhraðatölvum til vísindarannsókna á Norðurlöndum, fjármálafyrirtækið Valitor og norski hugbúnaðarrisinn Opera Software.
ÁRSSKÝRSLA 2013
15
ÖFLUG ÞEKKINGARMIÐLUN ADVANIA Advania stundaði öfluga þekkingarmiðlun á sviði upplýsingatækni á árinu 2013 eins og undanfarin ár. Meginþunginn í þessari starfsemi eru morgunverðarfundir og ráðstefnur en alls hélt Advania 30 slíka viðburði á árinu 2013. Þar bar hæst Haustráðstefnu Advania sem haldin var í 19. sinn 6. september á Hilton Nordica. Rúmlega 800 gestir sátu ráðstefnuna
og er hún því fjölmennasta Haustráðstefna Advania og forvera fyrirtækisins frá upphafi. Í fyrsta sinn í sögu Haustráðstefnu Advania var uppselt á ráðstefnuna. Lykilfyrirlesarar voru þrír en auk borgarstjóra voru lykilfyrirlesarar frá Amazon og MIT. Fjölbreyttur hópur talaði á ráðstefnunni, 19 fyrirlesarar komu frá innlendum aðilum og 16 erlendir sérfræðingar. Advania-bloggið hefur fest sig í sessi. 2013 komu út 40 bloggfærslur og benda vefmælingar til þess að alls hafi rúmlega 30 þúsund manns lesið að minnsta kosti eina færslu á Advania-blogginu á árinu. Fimm vinsælustu færslurnar fjölluðu um vefaðgengi, umhirðu fartölva, sjálfsafgreiðslu á vefnum, rétta notkun á Outlook-póstforritinu og verslun Advania. Um 1.100 nemendur úr háskólum og starfsmenn fyrirtækja í viðskiptum við Advania komu í vísindaferðir á árinu 2013. Nýbreytni var að Advania hélt örnámskeið í Windows 8 sem er nýtt stýrikerfi frá Microsoft. Um eitt þúsund manns sóttu þau námskeið sem haldin voru í nýstárlegri verslun Advania sem opnuð var í ársbyrjun 2013.
16
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
MARKAÐSDRIFIÐ FYRIRTÆKI Vörumerkið Advania varð til í janúar 2012 og á þeim skamma tíma hefur það náð að festa sig rækilega í sessi í hugum landsmanna. Samkvæmt vörumerkjamælingu Capacent nefna 46% aðspurðra Advania þegar þeir eru spurðir hvaða fyrirtæki í upplýsingatækni er þeim efst í huga. Sterk vörumerkjaásýnd er talin hafa fært fyrirtækinu þessa afburðastöðu og var Advania verðlaunað með Lúðrum á Ímark, hátíð markaðsfólks á Íslandi, árið 2013 fyrir vörumerki og ásýnd fyrirtækisins. Þá hefur Advania lagt mikið kapp á að miðla upplýsingum og fræðslu um upplýsingatækni til viðskiptavina og nýtir til þess vef sinn, advania.is, samfélagsmiðla og póstsendingar á markhópa. Notkun á vef Advania hefur stóraukist á milli ára og sömuleiðis sala í vefverslun og sjálfsafgreiðsla á þjónustuvef fyrirtækisins: Mínar síður.
Lykiltölur Í milljónum króna
2013
Tekjur 25.932 EBITDA 1.315 Afkoma -134 Eigið fé 1.535 Eiginfjárhlutfall 9,8% Fjöldi starfsfólks
Advania hefur frá upphafi markað sér sterka stöðu á samfélagsmiðlum. Í árslok 2013 fylgdu um 22 þúsund manns fyrirtækinu á Facebook, um eitt þúsund fylgjendur voru á samfélagsmiðlunum Twitter og Linkedin.
1.000
FORSTJÓRI ADVANIA Gestur G. Gestsson er forstjóri Advania og hefur hann gegnt starfinu frá því í nóvember 2009. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Vodafone og Margmiðlun.
LYKILVERKEFNI Í ágúst 2013 tóku um það bil 100 lykilstarfsmenn þátt í mótun stefnu fyrir Advania. Megininntak vinnunnar var að fá fram hugmyndir um það hvernig Advania getur með áþreifanlegum hætti látið viðskiptavini finna fyrir þeim ávinningi sem felst í því að vera í viðskiptum við félagið. Sérstök áhersla var lögð á greiningu á núverandi stöðu með tilliti til þjónustu í nútíma rekstrarumhverfi og hvað þarf til svo Advania geti fært viðskiptavinum sínum raunverulegt forskot í gegnum þá þjónustu sem félagið veitir.
ÁRSSKÝRSLA 2013
17
ICELANDAIR GROUP
Icelandair Group og forverar þess hafa frá árinu 1937 tengt Ísland við umheiminn. Lykillinn að góðu gengi félagsins er leiðakerfi sem tengir meginlönd Evrópu og Ameríku saman með millilendingu á Íslandi. Að morgni fer þota í loftið frá Keflavíkurflugvelli og flýgur til Evrópu. Hún kemur til baka síðar um daginn og fer þá vestur um haf til Norður-Ameríku og kemur aftur heim að morgni. Svona gengur þetta fyrir sig allan sólarhringinn, allt árið um kring. Stærsti markaður félagsins er alþjóðlegi markaðurinn á milli Evrópu og NorðurAmeríku og hefur hann verið helsti drifkrafturinn í vexti undanfarinna ára. Mikil aukning hefur einnig verið á komum ferðamanna til Íslands og eftirspurn eftir innlendri ferðaþjónustu hefur vaxið hratt. Samhliða þeim vexti hafa skapast tækifæri fyrir fyrirtæki innan Icelandair Group til arðbærs vaxtar.
18
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
ICELANDAIR GROUP SAMANSTENDUR AF NÍU DÓTTURFÉLÖGUM Dótturfélög samstæðunnar á árinu 2013 eru alls níu. Icelandair er þeirra stærst með um 64% af heildartekjum. Leiðakerfi Icelandair er grunnurinn að allri starfsemi Icelandair Group. Icelandair notar landfræðilega legu Íslands til að tengja saman fjölmarga áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku
Tvö vörumerki eru rekin undir starfsemi Feria, Vita og Ferd. is. IGS annast flugvallaþjónustu við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli, rekur fyrsta flokks flugeldhús og tollvörugeymslur, fraktmiðstöð og nýja og glæsilega veitingastaði í Leifsstöð. Fjárvakur sérhæfir sig í umsjón fjármálaferla fyrir meðalstór og stór félög á Íslandi. Félagið býður jafnframt gegnum dótturfélag sitt, Airline Services Estonia, alþjóðlegum flugfélögum útvistun tekjubókhalds þeirra.
TEKJUR
EBITDA
(þúsundir USD)
AFKOMA
(þúsundir USD)
150
1200
(þúsundir USD)
143,710
1.022,957 1000
120
898,866
60
56,418
50 44,275
109,646 40
800 90
30
600 60
20
400 30
200
0
10
0 2012
2013
í gegnum skiptistöðina á Keflavíkurflugvelli. Leiðakerfið er í stöðugri þróun og er góð stýring þess og sveigjanleiki helsta ástæðan fyrir velgengni félagsins. Flugfélag Íslands er öflugt og sveigjanlegt flugfélag sem starfar á innanlandsmarkaði en þjónar einnig öðrum vest-norrænum löndum svo sem Færeyjum og Grænlandi. Icelandair Hótel reka alls 22 hótel víðs vegar um landið, þar af fimm heilsárshótel og 12 sumarhótel. Icelandair Cargo býður heildarflutningalausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Félagið er með þrjár fraktvélar í rekstri. Áfangastaðir í fraktflugi eru New York, Liege og East Midlands auk þess sem lestar farþegavéla í millilandaflugi Icelandair eru nýttar til fraktflutninga. Loftleiðir-Icelandic er leiguflugfélag sem sérhæfir sig í lausnum fyrir alþjóðleg flugfélög og ferðaþjónustuaðila. Félagið sérhæfir sig sérstaklega í leigu véla með alhliða viðhaldslausnum. Iceland Travel er stærsta ferðaskrifstofa landsins og býður fjölbreytt úrval þjónustu fyrir ferðamenn sem koma til Íslands. Feria er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu við Íslendinga sem ferðast erlendis.
0 2012
2013
2012
2013
Björgólfur Jóhannsson hefur gegnt starfi forstjóra Icelandair Group frá árinu 2008. Björgólfur var forstjóri Icelandic Group frá árinu 2006 og forstjóri ÚA á Akureyri frá árinu 1999. Björgólfur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983 og varð löggildur endurskoðandi árið 1985.
VIÐSKIPTAVINIR Viðskiptavinir Icelandair Group eru margir og nýta sér mismunandi þjónustu félagsins, sem samanstendur af farþegaflugi bæði innanlands og milli landa, fraktflutningum, ferðatengdri þjónustu ásamt stoðþjónustu í formi flugafgreiðslu og fjármála. Leiðakerfi stærsta dótturfélagsins, Icelandair, hefur stækkað og styrkst á undanförnum áratugum og mun árið 2014 tengja 25 borgir í Evrópu við 13 borgir í Norður-Ameríku með Ísland sem miðpunkt. Millilandaflugstarfsemin er helsti drifkrafturinn í rekstri félagsins. Aukið framboð og fjölgun farþega
ÁRSSKÝRSLA 2013
19
Grænlandsflugi voru alls 307 þúsund á árinu og fækkaði um 11% miðað við árið 2012. Framboð var dregið saman um 13% og nam sætanýting 71,1% og hækkaði um 1,9 prósentustig á milli ára. Flotanýting í leiguflugsverkefnum nam 91% á árinu en seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 10% á milli ára. Fjöldi seldra gistinátta nam 315 þúsund og var herbergjanýtingin 70,7% samanborið við 71,4% á árinu 2012.
hefur jákvæð áhrif á aðra starfsemi samstæðunnar, hvort sem um er að ræða hótelrekstur, þjónustu við ferðamenn á Íslandi, flugafgreiðslu eða fraktflutninga milli landa og er gert ráð fyrir vexti í rekstri þessarar starfsemi á árinu 2014.
STARFSEMIN Á ÁRINU 2013 Arðbær innri vöxtur einkenndi árið 2013 líkt og undanfarin ár sem er í samræmi við stefnu félagsins. Í millilandaflugi flutti félagið 2,3 milljónir farþega sem var aukning um 12% á milli ára. Framboð var aukið um 16% frá fyrra ári og sætanýting nam 79,3%. Farþegar í innanlands- og
20
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
Afkoma ársins var mjög góð og mun betri en áætlanir félagsins ráðgerðu í upphafi árs. Hagnaður fyrir skatta nam 71 milljón USD og jókst um 13,6 milljónir USD á milli ára. Þessi góði árangur grundvallaðist meðal annars á hagfelldum ytri aðstæðum, aukningu í ferðaþjónustu á Íslandi og síðast en ekki síst öflugri liðsheild starfsmanna félagsins. Eigið fé í árslok nam 42% samanborið við 39% í upphafi árs. Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 122 milljónum USD. Handbært fé og markaðsverðbréf námu á sama tíma 199,5 milljónum USD og voru því nettó vaxtaberandi skuldir neikvæðar að fjárhæð 77,5 milljónir USD. Efnahagur félagsins er því traustur og sjóðsstaðan sterk og félagið vel í stakk búið til að takast á við framtíðina.
HORFUR Horfur í rekstri Icelandair Group eru góðar. Félagið mun þó standa frammi fyrir áskorunum á borð við aukna samkeppni og kjaraviðræður við nokkrar starfsstéttir á árinu. Áframhaldandi arðbær innri vöxtur er ráðgerður og flugáætlun félagsins í millilandaflugi er áætluð um 18% umfangsmeiri en á árinu 2013. Þar af er aukin tíðni til núverandi áfangastaða í Evrópu rúmlega 7% og rúmlega 6% til núverandi áfangastaða í N-Ameríku. Aukn-
Lykiltölur Í þúsundum USD
2013
Tekjur 1.022,957 EBITDA 143,710 Afkoma 56,418 Eigið fé 122,017 Eiginfjárhlutfall 39% Fjöldi starfsfólks 2.850
ing vegna flugs til þriggja nýrra áfangastaða, tveggja í Kanada og eins í Evrópu, nemur rúmlega 4%. Leiðakerfið byggir á þremur mörkuðum, heimamarkaðinum á Íslandi, ferðamannamarkaðinum til Íslands og alþjóðlega markaðinum milli Evrópu og Norður-Ameríku. Sá síðastnefndi er stærsti markaður félagsins og er vöxturinn drifinn áfram af honum. Gert er ráð fyrir að millilandafarþegar verði yfir 2,6 milljónir á árinu 2014, en þeir voru um 2,3 milljónir á árinu 2013. Yfir háannatímann munu 21 Boeing 757-flugvél verða nýtt til millilandaflugsins sem er fjölgun um 3 flugvélar á milli ára. Bókanir í millilandaflugi fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fara hægar af stað en ráðgert var. Á móti er bókunarstaða fyrir háönnina og seinni hluta ársins sterkari en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.
íku. Tvær fraktvélar sinna því ásamt því að lestar farþegavéla í millilandaflugi eru nýttar til fraktflutninga. Til viðbótar mun ein fraktvél sinna föstum leiguflugsverkefnum í Evrópu á árinu.
Markvisst var dregið úr framboði í innanlandsflugi félagsins vegna minnkandi eftirspurnar á árinu 2013. Í áætlun félagsins fyrir árið 2014 er ekki gert ráð fyrir eins miklum vexti á milli ára. Horfur í fraktstarfsemi félagsins eru góðar. Megináherslan er á áætlunarflug með frakt til og frá Íslandi til Evrópu og N-Amer-
EBITDA ársins 2013 að upphæð 143,7 milljónir USD er sú besta í sögu félagsins. Áætlanir fyrir árið 2014 gera ráð fyrir að EBITDA muni verða svipuð eða um 145–150 milljónir USD, en að EBITDA-hlutfallið muni lækka á milli ára og nema 13%13,5% samanborið við 14% á árinu 2013.
Mikill vöxtur hefur verið í hótelstarfsemi félagsins síðastliðin ár með tilkomu Icelandair Hótel Reykjavík Marina í miðbæ Reykjavíkur og Icelandair Hótel Akureyri á Norðurlandi. Ekki er séð fram á frekari vöxt á árinu 2014, en vorið 2015 er áætlað að opna nýtt hótel, Icelandair Hótel Reykjavík Kúltúra í miðbæ Reykjavíkur. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir svipaðri herbergjanýtingu í Reykjavík og raunin var á árinu 2013. Bókanir á hótelum á landsbyggðinni fyrir sumarið eru góðar og er ráðgert að ársnýtingin muni aukast á milli ára.
ÁRSSKÝRSLA 2013
21
ICELANDIC GROUP
Icelandic Group er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með meira en sjö áratuga sögu í alþjóðlegum sjávarútvegi. Með því að halda í heiðri þrautreyndar íslenskar hefðir og hafa augun opin fyrir nýjungum og tækifærum hefur Icelandic náð sterkri stöðu á fjölmörgum mörkuðum. Velta Icelandic nam u.þ.b. 96 milljörðum króna (€592m) og eru starfsmenn ríflega 1.800 um allan heim. Þjónusta við íslenska framleiðendur leikur lykilhlutverk í starfseminni og hjá Icelandic starfar samhentur hópur að því að stilla saman veiðar, vinnslu nýsköpun og sölu- og markaðssetningu sjávarfangs um víða veröld.
22
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
STEFNA Stefna Icelandic byggir á þremur meginstoðum. Í fyrsta lagi að vera markaðsdrifið fyrirtæki sem fjárfestir í eigin vörumerkjum og hefur framúrskarandi skilning á þörfum neytenda á þeim mörkuðum þar sem það starfar. Í öðru lagi að vera með öfluga innviði sem samanstanda af skilvirkum sölukerfum, fyrsta flokks verksmiðjum og aðgengi
TEKJUR
Verulegar breytingar urðu á rekstri Icelandic á síðasta ári. Skrifstofu félagsins í Noregi var lokað og þrjú dótturfélög Icelandic í Bretlandi (Seachill, Coldwater og Icelandic UK) voru sameinuð undir nýju nafni Icelandic Seachill. Á sama tíma tók dótturfélag Icelandic Group í Belgíu, Gadus, upp nýtt nafn og heitir nú Icelandic Gadus. Með þessum breytingum starfa öll fyrirtæki félagsins nú undir merkjum Icelandic. Þessar
EBITDA
(milljónir evra)
AFKOMA
(milljónir evra)
(milljónir evra)
20
600 566,5
2,5
592 2,3
500
16,7
15
2,0
400 1,5 10
300
11,9 1,0
200 5
0,5
100
0
0 2012
2013
0,7
0 2012
2013
2012
2013
að dreifikerfum. Í þriðja lagi er lögð áhersla á að hafa breytingar undirstrika áherslu félagsins á að efla samvinnu Tölur miðast við áframhaldandi starfsemi, eftir sölu eigna. einstakan aðgang að auðlindinni, þ.e. fisknum, í gegnum og samráð fyrirtækja víða um heim til að tryggja enn betri náið samstarf við lykilbirgja og að litlum hluta í gegnum árangur Icelandic á öllum mörkuðum, leiða til meiri ánægju eigin aflaheimildir og frumvinnslu. viðskiptavina og stuðla að frekari viðskiptatryggð.
BREYTINGAR Á REKSTRI Hagnaður Icelandic fyrir fjármagnskostnað, afskriftir og skatta (EBITDA) nam €16,7 milljónum eða 2,7 milljörðum króna á árinu 2013, þetta er u.þ.b. 780 milljóna króna betri rekstrarniðurstaða en árið á undan en þá nam EBITDAhagnaður tæplega €11,9 milljónum eða 1,9 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnkostnað og skatta (operating profit) jókst um 40% á milli ára og var €6,2 milljónir samanborið við €4,5 milljónir árið 2012. Hagnaður eftir skatta, virðisrýrnun, og fjármagnskostnað nam €2,3 milljónum eða 370 milljónum króna samanborið við 50 milljónir króna árið 2012. Efnahagur félagsins er traustur en bókfært eigið fé er €130 milljónir.
Þessar skipulagsbreytingar höfðu neikvæð áhrif á fjárhagslega afkomu ársins en þeim er ætlað að skila betri árangri til lengri tíma litið. Einskiptiskostnaður vegna lokunar á starfsemi í Noregi og sameiningar þriggja fyrirtækja Icelandic í Bretlandi á árinu nam €2,1 milljón eða rúmlega 350 milljónum króna. Jafnframt fór fram virðisrýrnun á eignum í Bretlandi vegna fyrirhugaðra breytinga á árinu 2014 sem leiðir til niðurfærslu eigna upp á €1,8 milljónir eða 270 milljónir króna. Stefnt er að því að ljúka sameiningu fyrirtækja í Bretlandi á árinu 2014. Nýlega kynnti Icelandic Seachill að það myndi hætta framleiðslu á tilbúnum réttum fyrir Marks & Spencerverslunarkeðjuna þar sem sú starfsemi hefur skilað óviðunandi afkomu á undanförnum árum. Í tengslum við það verður stöðugildum hjá Icelandic Seachill fækkað um 250 á yfirstandandi ári.
ÁRSSKÝRSLA 2013
23
UPPBYGGING VÖRUMERKJA Vörur undir merkjum The Saucy Fish Co., sem Icelandic Seachill kynnti fyrst til sögunnar 2010, eru seldar í dag í flestum stórmörkuðum á Bretlandi eins og Tesco, Sainsbury‘s og Waitrose. Nýlega tók verslunarkeðjan Giant í Bandaríkjunum þessar vörur til sölu í 400 verslunum á austurströnd Bandaríkjanna og væntingar eru um að fleiri markaðir bætist við á þessu ári.
The Saucy Fish Co. var á síðasta ári valið sem eitt af svölustu vörumerkjum Bretlands í árlegri skoðanakönnun (CoolBrands), en önnur fyrirtæki á listanum eru m.a. Apple, Facebook og Nike. Aldrei áður hefur fyrirtæki í sjávarútvegi komist á listann og er þetta mikil viðurkenning fyrir starfsfólk Icelandic Seachill. Stærsti hlutinn af sölu Icelandic Iberica sem nam €76 milljónum á árinu 2013 eru vörur undir vörumerkinu Icelandic til veitingahúsa og hótela í Suður-Evrópu og hefur vörumerkið staðið af sér þá miklu efnahagslægð sem gengið hefur yfir þá markaði á undanförnum árum. Í Bandaríkjunum hefur kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið High Liner Foods afnot af vörumerkinu Icelandic Seafood samkvæmt sérstökum sérleyfissamningi við Icelandic og gekk sú starfsemi vel á árinu 2013. Innkaup á sjávarfangi frá Íslandi vegna þessa samnings námu u.þ.b. 5 milljörðum króna á síðasta ári.
24
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
Á árinu 2013 hófst svo endurskipulagning á rekstri Icelandic í Kína og Japan undir forystu nýs framkvæmdastjóra í Asíu, Eyþórs Eyjólfssonar. Rekstur Icelandic Gadus í Belgíu gekk vel á sl. ári en sú starfsemi byggir á sölu á ferskum afurðum frá Íslandi sem eru seldar í helstu stórmörkuðum í Belgíu. Til þess að styrkja þessa starfsemi frekar hefur Icelandic nýlega gengið frá kaupum á ferskfiskvinnslu í Sandgerði, Icelandic Ný-Fiskur og Útgerðarfélagi Sandgerðis sem gerir út línubátinn Von GK113. Með þessum kaupum færir Icelandic sig nær auðlindinni sem er hluti af nýrri stefnu félagsins.
Lykiltölur HORFUR Með kaupum Icelandic á útgerð og fiskvinnslu á Íslandi er félagið nú enn betur í stakk búið til að þróa nýjar afurðir sem og að vinna nánar með lykilbirgjum á Íslandi, sem eru í dag mörg af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Auk þess hefur félagið nú öðlast betri yfirsýn yfir alla virðskeðjuna; frá fiskveiðum þar til varan er afhent neyt-
endum. Þetta mun leiða til öflugri vöruþróunnar og er í samræmi við markmið Icelandic, að vinna út í gegnum alla virðiskeðjuna og þar með hlýða kalli viðskiptavina okkar sem vilja vera í samstarfi við fyrirtæki sem ráða yfir allri virðiskeðjunni. Gott aðgengi Icelandic að lykilmörkuðum erlendis gerir það að einstöku fyrirtæki hér á landi, auk greiðs aðgengis að auðlindinni, fisknum í sjónum, sem byggir á nánu samstarfi við framleiðendur. Félagið á í viðskiptum við margar af helstu verslanakeðjum Evrópu en þar má t.d. nefna að 40% af öllum fiski sem Tesco, stærsta verslanakeðja Bretlands selur, kemur frá Icelandic. Auk þess er félagið stærsti birgir af sjávarafurðum hjá M&S í Bretlandi og Delhaize í Belgíu. Icelandic er í dag með um 15% markaðshlutdeild
Í milljónum evra
2013
Tekjur 592 EBITDA 16,7 Heildarafkoma 2,3 Eigið fé 130 Eiginfjárhlutfall 47% Fjöldi starfsfólks 1.800
í smásölu á sjávarfangi í Bretland sem er stærsti markaður fyrirtækisins og státar af næstmestu markaðshlutdeildinni þar í landi. Fyrirtækið er jafnframt annað stærst í sölu sjávarfangs inn á smásölumarkað í Belgíu, þótt markaðshlutdeildin sé nokkru minni en í Bretlandi. Þá er það leiðandi í sölu á léttsöltuðum þorski inn á veitingahúsa- og hótelmarkaðinn á Spáni. Vörumerkið Icelandic Seafood er sterkt á Bandaríkjamarkaði og aðgengi að honum gott, en þar er áhersla lögð á veitingahúsa- og hótelmarkaðinn í samstarfi við Highliner sem leigir vörumerkið. Auk þess er staðan góð á Japansmarkaði og Kínamarkaður í örum vexti en Icelandic er stærsti útflytjandi landsins til Kína en þar eru mikil tækifæri sem fyrirtækið muni fjárfesta í á næstu árum enn frekar.
ÁRSSKÝRSLA 2013
25
INVENT FARMA
Invent Farma ehf. er íslenskt félag, en meginþungi starfsemi þess er á Spáni. Rekstur félagsins hefur gengið vel. Framleiðsla Invent Farma skiptist í samheitalyfjaframleiðslu og framleiðslu virkra lyfjaefna. Sala félagsins er vel dreifð, bæði landfræðilega og þegar horft er til viðskiptavina. Á síðari hluta ársins 2013 keypti Framtakssjóður Íslands 38% hlut í Invent Farma ehf. Invent Farma á og rekur lyfjaframleiðslufyrirtæki á Spáni. Fyrirtækið var stofnað þegar íslenskir fjárfestar keyptu lyfjaverksmiðjur á Spáni árið 2005 en rætur félagsins ná aftur til ársins 1937. Friðrik er ásamt FSÍ stærsti eigandi fyrirtækisins, en hann hefur langa og farsæla reynslu af rekstri í lyfjaiðnaði. Rekstur félagsins hefur gengið vel á undanförnum árum, en tekjur félagsins á síðasta ári námu 78 milljónum evra og EBITDA-hagnaður þess var 18,6 milljónir evra.
Invent Farma 26
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
Lykiltölur Í milljónum evra
2013
Tekjur 78,1 EBITDA 18,6 Afkoma 9,7 Eigið fé 32,4 Eiginfjárhlutfall 34,1% Fjöldi stöðugilda 400
TEKJUR
EBITDA
(milljónir evra)
(milljónir evra)
80 70
AFKOMA (milljónir evra)
10
25 75,2
78,1
9,7 20
60
8
20,7
8,8
18,6 50
15
6
10
4
5
2
40 30 20 10 0
0
0 2012
2013
2012
2013
2012
2013
DREIFING Í SÖLU
GÓÐ UPPSPRETTA
Framleiðsla félagsins skiptist í samheitalyfjaframleiðslu og framleiðslu á virkum lyfjaefnum. Félagið markaðssetur og selur samheitalyf undir eigin vörumerkjum á Spáni, en selur lyf og virk lyfjaefni í heildsölu til fyrirtækja á öðrum mörkuðum. Sala félagsins er vel dreifð, bæði landfræðilega og eftir viðskiptavinum, sem dregur úr áhættu í rekstri félagsins. Spánn er stærsti markaður félagsins fyrir samheitalyf en Japan og Bandaríkin í virkum lyfjaefnum. Í árslok 2013 nam eigið fé félagsins 32,4 milljónum evra og var eiginfjárhlutfallið ríflega 34%.
Fyrirtækið hefur á undanförnum árum lagt mikið upp úr rannsóknum og þróun sem hefur skilað sér í ríkulegri uppsprettu samheitalyfja og virkra lyfjaefna sem framleidd verða hjá fyrirtækinu á komandi misserum. Félagið setur að meðaltali átta ný lyf á markað á ári, en áætlað er að 45 ný lyf komi frá fyrirtækinu á næstu fimm árum.
NÝR FORSTJÓRI Fljótlega eftir að FSÍ kom að félaginu var Wolfgang Storf ráðinn nýr forstjóri félagsins, en aðrir stjórnendur þess munu starfa hjá því áfram. Wolfgang Storf er austurrískur og hefur víðtæka reynslu af stjórnun og alþjóðaviðskiptum.
ÁRSSKÝRSLA 2013
27
N1
Hlutverk N1 er að sjá fyrirtækjum og fólki á ferð fyrir eldsneyti, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu með öflugu dreifikerfi, markvissu vöruvali og persónulegri þjónustu. Félagið hefur þá framtíðarsýn til næstu fimm ára að N1 sé fyrirmynd annarra fyrirtækja og í stöðugri framþróun með þátttöku allra starfsmanna. Gildi félagsins eru virðing, einfaldleiki og kraftur. Starfsáætlun fyrir árin 2013 og 2014 leggur áherslu á leiðandi þjónustu, öfluga liðsheild, skilvirka verkferla og sterkan fjárhag.
28
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
Félagið selur einnig vörur sínar og þjónustu beint til margra af stærstu fyrirtækjum landsins, t.d. í sjávarútvegi og flugrekstraraðilum á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Helstu viðskiptavinir fyrirtækjasviðs eru útgerðir og fiskvinnslur, flugfélög, verktakar, vöru- og fólksflutningafyrirtæki, ferðaþjónustu- og iðnfyrirtæki og bændur.
TEKJUR
EBITDA
(milljónir kr.)
(milljónir kr.)
70
3.0
60
2.5
AFKOMA (milljónir kr.)
1.200 1.160
60.258
58.122
50
1.000
2.650 2.155
2.0
800
40 1.5
600
1.0
400
0.5
200
670
30 20 10 0
2012
0
2013
2012
2013
0
2012
2013
STARFSEMI N1 er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins. Meginstarfsemi félagsins felst í sölu á eldsneyti og tengdum vörum. Félagið þjónar fólki og fyrirtækjum á 25 sjálfsafgreiðslustöðvum, 58 sjálfsölum og 29 þjónustustöðvum eða samtals 112 útsölustöðum eldsneytis víðs vegar um landið. Félagið rekur einnig bátadælur sem þjóna útgerðum um allt land. Þá rekur N1 tíu fyrirtækjaverslanir sem sérhæfa sig í iðnaðar- og rekstrarvörum og tíu verkstæði sem sinna hjólbarða- og smurþjónustu, sem og smærri viðgerðum.
Félagið er í fararbroddi við innleiðingu á umhverfisvænum orkugjöfum, t.d. með því að bjóða til sölu metangas á stöð sinni við Bíldshöfða, auk þess sem bíodísel er í boði á átta þjónustustöðvum N1. Félagið vinnur að því að lágmarka umhverfisáhrif starfsemi sinnar, m.a. með innleiðingu á formlegu umhverfisstjórnunarkerfi og fylgir alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Sex starfsstöðvar N1 hafa þegar hlotið vottun og fimm til viðbótar eru í innleiðingarferli. N1 leggur áherslu á að starfsfólk þekki hlutverk, stefnu og gildi fyrirtækisins og leggi ávallt metnað sinn í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. .
ÁRSSKÝRSLA 2013
29
ÁRIÐ 2013 Á fundi sínum þann 29. maí 2013 samþykkti stjórn félagsins nýja stefnu félagsins, hlutverk, gildi og framtíðarsýn. Þorri starfsmanna félagsins tók þátt í þessari stefnumótun sem fór fram á fyrri hluta ársins. Á árinu sameinaði N1 alla vörulagera félagsins á einum stað, í glæsilegu húsnæði við Klettagarða 13. Þessi breyting mun skila sér í miklu hagræði í birgðahaldi og vörustýringu. Samhliða þessari breytingu var opnuð ný fyrirtækjaverslun í sama húsnæði.
30
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
Dótturfélag N1, Bílanaust, sem sérhæfir sig í rekstri verslana með bílavarahluti og aukahluti fyrir bíla, var selt í maí. Salan var liður í því að skerpa á kjarnastarfsemi N1. Vöxtur ferðaþjónustunnar felur í sér margvísleg sóknarfæri fyrir N1, bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Öflugt þjónustunet N1 um allt land sinnir þjónustu við landsbyggðina og jafnframt ört stækkandi hópi erlendra ferðamanna. Ný og glæsileg þjónustustöð var opnuð í Borgarnesi þann 31. maí til að efla þjónustu N1 enn frekar.
Lykiltölur Í milljónum króna
2013
Tekjur 58.122 EBITDA 2.155 Afkoma 670 Eigið fé 15.152 Eiginfjárhlutfall 56,5% Fjöldi starfsfólks 489
Íslandsbanki og N1 luku í september samningi um endurfjármögnun á langtímalánum félagsins. Íslandsbanki veitir N1 þar með langtímalán ásamt sveigjanlegri skammtímafjármögnun sem er aðlöguð að rekstri félagsins. Hlutafjárútboð með 28% hlut í félaginu fór fram í desember og seldu Íslandsbanki og Framtakssjóður Íslands þá 28% hlut í fyrirtækinu. Félagið var svo skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX) þann 19. desember. Undirbúningur gekk vel og töluverð eftirspurn var eftir hlutabréfum í félaginu, bæði hjá fagfjárfestum og almenningi.
ÁRSSKÝRSLA 2013
31
PROMENS
Promens er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi með ríflega 3.800 starfsmenn og 41 plastverksmiðju í 20 löndum. Á Íslandi eru starfsmenn ríflega 70 í tveim verksmiðjum, á Dalvík og í Hafnarfirði, og á aðalskrifstofu félagsins í Kópavogi. Promens framleiðir aðallega ýmiss konar plastumbúðir, svo sem fyrir matvæli og drykkjarföng, snyrti-, hreinlætis- og efnavörur, lyf og lækningavörur, auk íhluta fyrir bifreiðar, landbúnaðarvélar og þungavinnuvélar. Meðal viðskiptavina félagsins er fjöldi leiðandi fyrirtækja á heimsvísu og má þar nefna Arla, Kavli og Trine á sviði mjólkurafurða, Unilever, Estee Lauder og Lancome á sviði snyrtivara, Daimler, Scania og Volvo á sviði vöru- og rútubifreiða auk Heinz, Pedigree og Danish Crown á sviði matvæla. Auk þess er fjöldi leiðandi sjávarútvegsfyrirtækja frá Íslandi til Suður-Afríku og Kanada til Kína í hópi viðskiptavina Promens, en það er einmitt í sjávarútvegi og vinnslu sjáfarafurða/sjáfarfangs sem Promens á rætur með hinum vel þekktu Sæplast kerum.
32
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
STARFSEMIN Á ÁRINU Rekstur félagsins var ásættanlegur á árinu og salan svipuð því sem var árið 2012. EBITDA-framlegð var þó lítið eitt lægri, eða 56,6 milljónir evra í stað 60 milljóna evra árið 2012. Stafaði þetta fyrst og fremst af auknu vægi vara til bifreiðaframleiðenda, en sá iðnaður rétti verulega úr kútnum á árinu, á kostnað vara með hærri framlegð, s.s.
TEKJUR
EBITDA
AFKOMA
(milljónir evra)
(milljónir evra)
(milljónir evra)
20
70
600 596,6
594,5
19,6 60
500
18,1 60,0
50
400
56,6
15
40 300
10 30
200
20
100
0
5
10
2012
2013
STEFNAN SETT Á SKRÁNINGU Framtakssjóður er eigandi 49,5% hlutafjár á móti 49,9% í eigu Horns Fjárfestingasjóðs. Eignarhald Horns og Framtakssjóðs, auk endurfjármögnunar félagsins sem lauk 2011, hefur skapað félaginu traustan grundvöll og gert því mögulegt að horfa lengra fram á veginn en áður var hægt. Stefnt er að skráningu Promens á hlutabréfamarkað á árinu 2014.
0
2012
2013
0
2012
2013
ýmiss konar umbúða, en sala á þeim dróst lítið eitt saman. Óbeinn kostnaður hækkaði auk þess lítillega vegna aukinna fjárfestinga í vöruþróun, sölu og markaðsmálum í takt við stefnu félagsins á aukinn vöxt á komandi árum. Áfram var haldið að hagræða í rekstri og voru tvær verksmiðjur sameinaðar öðrum á árinu. Lægri fjármagnskostnaður og skattar skiluðu félaginu afkomu upp á 19,6 milljónir evra sem er betra en árið á undan, þrátt fyrir lítils háttar samdrátt í rekstrarhagnaði. Leiddi þetta til enn frekari styrkingar á eiginfjárhlutfalli félagsins sem fór í 37,4%.
ÁRSSKÝRSLA 2013
33
34
UMHVERFISMÁL
STÓR SKREF Í BESTUN VERKFERLA
Stjórnendur og starfsfólk Promens er mjög meðvitað um ábyrgð sína þegar kemur að áhrifum félagsins og vara þess á umhverfið. Plast er umhverfisvænn valkostur samanborið við þau efni sem það leysir jafnan af hólmi, s.s. ál, stál og gler, enda mun léttara, auk þess sem orkunotkun við framleiðslu þess er umtalsvert minni. Þrátt fyrir mikla notkun plasts fara einungis 4% af jarðefnaeldsneyti til framleiðslu þess. Plast má auk þess endurvinna eða brenna til orkuframleiðslu og hefur söfnun og endurvinnsla þess aukist mjög á undanförnum árum. Promens endurnýtir allan plastúrgang sem fellur til við framleiðslu í verksmiðjum félagsins. Einnig er mikið gert til að draga úr orkunotkun við framleiðsluna. Á þaki vöruhúss félagsins í Beccles í Bretlandi er stærsta sólarorkuver Bretlandseyja og annað slíkt er að finna á þaki verksmiðju félagsins í Gent í Belgíu. Á Dalvík hefur verið settur upp fyrsti raforkudrifni hverfisteypuofn heims og nýtir hann því innlenda orku í stað innfluttrar.
Tekin voru stór skref í PPE-verkefni félagsins (Promens Performance Excellence) á árinu. Undirbúningur að verkefninu hófst 2012 og lýtur það að samþættingu og stöðugum endurbótum á öllum helstu verkferlum fyrirtækisins, frá áætlanagerð og innkaupum til sölu, þróunar og framleiðslu. Verkefninu er skipt upp í fjögur vottunarstig, tin, brons, silfur og gull. Á árinu 2013 náðist sá merki árangur að 99% verksmiðja Promens fengu tin-vottun og 83% brons. Til að hljóta tin-vottun þarf að innleiða 83 staðlaða verkferla og 119 fyrir brons-vottun. Þessi mikla vinna er þegar farin að skila sér í bættri yfirsýn og auknum áreiðanleika á fyrrnefndum sviðum, sem að endingu skilar sér í aukinni samkeppnishæfni félagsins.
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
Lykiltölur Í milljónum evra
2013
Tekjur 594,5 EBITDA* 56,6 Afkoma 19,6 Eigið fé 181,1 Eiginfjárhlutfall 37,4% Fjöldi starfsfólks 3.800 *Fyrir óreglulegan kostnað.
BJÖRT FRAMTÍÐ Á árinu kynnti stjórn Promens nýja stefnu og markmið fyrirtækisins til ársins 2020. Grunnur að þessari stefnu var umfangsmikil greining á styrkleikum og vaxtatækifærum hvers og eins af rekstrarsviðum félagsins. Rekstrarsviðunum fjölgaði um eitt þegar ákveðið var að stofna sérstakt rekstrarsvið utan um framleiðslu lækningavara. Hin rekstrarsviðin eru snyrti- og heilbrigðisvörusvið, matvæla- og drykkjavörusvið, efnavörusvið, stórumbúðasvið og farartækjasvið.
Í nóvember opnaði Promens nýja verksmiðju í Taicang, nálægt Shanghai í Kína. Í upphafi eru þar framleidd einangruð Sæplast-ker og aðrar hverfisteyptar vörur, en þegar hefur verið hafinn undirbúningur að stækkun verksmiðjunnar til að anna eftirspurn frá viðskiptavinum í snyrtivöru-, lækninga- og lyfjaiðnaði. Félagið vinnur auk þess að undirbúningi starfsemi í fleiri löndum þar sem vöxtur í plastnotkun er hvað mestur.
Notkun plasts hefur aukist um að meðaltali 9% árlega frá árinu 1950 og bendir flest til að þessi þróun haldi áfram. Aukningin mun þó fyrst og fremst eiga sér stað á mörkuðum í Asíu og Suður-Ameríku þar sem plastnotkun er einungis um 15 kg/mann á ári samanborið við 60 kg/ mann á ári í Evrópu.
ÁRSSKÝRSLA 2013
35
36
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S
ÁRSREIKNINGAR
2013
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS SLHF.
ÁRSSKÝRSLA 2013
37
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS SLHF.
Áritun óháðs endurskoðanda
Til stjórnar og hluthafa í FSÍ (Framtakssjóði Íslands) slhf. Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2013. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð endurskoðenda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum, skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka.
Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2013, efnahag þess 31. desember 2013 og breytingu á handbæru fé á árinu 2013, í samræmi við lög um ársreikninga.
Kópavogur, 28. febrúar 2014 Deloitte ehf. Guðmundur Kjartansson endurskoðandi
38
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.
Skýrsla stjórnar
Framtakssjóður Íslands slhf. (FSÍ) var stofnaður í lok árs 2009 og er tilgangur félagsins að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum. Í árslok 2013 var FSÍ skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf. Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2013 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Eignarhlutar í félögum eru færðir á kostnaðarverði að því undanskildu að eignarhlutar í félögum sem eru með hlutabréf sín skráð á markaði eru færð á síðasta skráða gengi hlutabréfa í kauphöll í lok árs. Hagnaður Framtakssjóðs Íslands slhf. á árinu 2013 nam kr. 7.636.381.664. Arðsemi eigin fjár félagsins var um 29,9%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir félagsins kr. 35.862.390.720 og bókfært eigið fé í árslok er kr. 32.193.345.666. Eiginfjárhlutfallið er um 89,8%. Eins og fram kemur í skýringu nr. 6 þá er það mat félagsins að áætlað gangvirði þessara eigna sé um 46.311 milljónir króna en bókfært verð sömu eigna er 31.702 milljónir króna. Engin ársverk eru hjá félaginu. Helstu fjárfestingar sjóðsins á árinu 2013 voru kaup á 38% hlut í Invent Farma ehf. Sjóðurinn seldi á árinu all-
an eignarhlut sinn í Fjarskiptum hf. eða um 19,7% hlut. Einnig seldi sjóðurinn um 5% hlut í Icelandair Group hf. og um 23,9% hlut í N1 hf. Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 19 eins og í upphafi árs. Tíu stærstu hluthafarnir eru eftirfarandi: Landsbankinn hf. 27,6%, Lífeyrissjóður verzlunarmanna 19,9%, Gildi lífeyrissjóður 10,4%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn 7,7%, LSR A-deild 7,4%, Söfnunarlífeyrissjóður lífeyrisréttinda 6,6%, Stafir lífeyrissjóður 5,5%, Festa lífeyrissjóður 2,8%, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,8% og Almenni lífeyrissjóðurinn 1,8%. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður að fjárhæð 6.588.000.000 til hluthafa, en vísar að öðru leyti í ársreikninginn um breytingar á eigin fé félagsins og ráðstöfun hagnaðar. Það er álit stjórnar og framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands slhf. að í ársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins í lok ársins, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu. Stjórn og framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands slhf. staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2013 með undirritun sinni.
Reykjavík, 28. febrúar 2014 Í stjórn: Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framkvæmdastjóri: Brynjólfur Bjarnason
ÁRSSKÝRSLA 2013
39
Rekstrarreikningur ársins 2013
Skýr. 2013
2012
Vaxtatekjur og arður 3 269.347.601 180.939.052 Matsbreyting eignarhluta 6 7.666.315.543 6.628.992.698 Virðisrýrnun eignarhluta 6 0 (403.000.000) 7.935.663.144 6.406.931.750 Umsýsluþóknun (205.078.680) (230.785.538) Beinn kostnaður vegna fjárfestinga (84.473.386) (61.792.758) Fjármagnsgjöld (253.966) (685) Annar rekstrarkostnaður (9.475.448) (3.207.627) (299.281.480) (295.786.608) Hagnaður ársins
40
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.
7.636.381.664
6.111.145.142
Efnahagsreikningur 31. desember 2013
Eignir Skýr. 31.12.2013 31.12.2012 Fjárfestingar Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði 6 21.371.871.871 22.010.295.994 Eignarhlutar í félögum á markaðsverði 6 10.330.174.028 7.087.972.827 31.702.045.899 29.098.268.821 Veltufjármunir Kröfur á tengd félög 10 1.041.065 Aðrar skammtímakröfur 7 89.979.378 Handbært fé 7,10 4.069.324.378 4.160.344.821
113.851.228 41.839.628 369.083.074 524.773.930
Eignir 35.862.390.720 29.623.042.751 Eigið fé og skuldir 31.12.2013 31.12.2012 Eigið fé 8 Hlutafé 22.290.541 23.387.541 Yfirverðsreikningur 20.252.454.630 23.364.154.086 Sérstakur sjóður 4.231.597.167 0 Lögbundinn varasjóður 5.686.309 6.155.936 Óráðstafað eigið fé 7.681.317.019 6.111.145.142 Eigið fé 32.193.345.666 29.504.842.705 Skammtímaskuldir Skuldir við tengd félög 10 12.792.294 6.575.330 Aðrar skammtímaskuldir 9 3.656.252.760 111.624.716 3.669.045.054 118.200.046 Skuldir 3.669.045.054 118.200.046 Eigið fé og skuldir 35.862.390.720 29.623.042.751
ÁRSSKÝRSLA 2013
41
Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2013
Skýr. 2013 2012 Rekstrarhreyfingar Rekstrarhagnaður 7.636.381.664 6.111.145.142 Hækkun markaðsverðs eignarhluta 6 (2.777.548.417) (2.021.391.483) Virðisrýrnun 6 0 403.000.000 Veltufé frá rekstri 4.858.833.247 4.492.753.659 Breyting rekstrartengdra eigna og skulda: Rekstrartengdar eignir (hækkun), lækkun (48.139.749) (36.187.715) Rekstrartengdar skuldir (lækkun), hækkun (49.154.992) 67.923.544 Handbært fé frá rekstri 4.761.538.506 4.524.489.488 Fjárfestingahreyfingar Keypt fjárfestingaverðbréf 6 (6.436.174.243) (5.362.149.929) Seld fjárfestingaverðbréf 4.359.066.881 4.430.620.605 (Hækkun)/lækkun á kröfum á tengd félög 112.810.163 29.958.382 (1.964.297.199) (901.570.942) Fjármögnunarhreyfingar Greiddur arður 8 (5.600.000.000) (3.031.650.172) Innborgað hlutafé 8 6.502.999.997 4.834.301.136 Útborgað hlutafé 8 0 (5.953.000.000) 902.999.997 (4.150.349.036) Hækkun, (lækkun) handbærs fjár 3.700.241.304 (527.430.490) Handbært fé í upphafi árs 369.083.074 882.225.155 Handbært fé við slit Vestia 0 14.288.409 Handbært fé í lok ársins 4.069.324.378 369.083.074
42
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.
Skýringar
1. Starfsemi Framtakssjóður Íslands slhf. (FSÍ) var stofnaður á árinu 2009 og er tilgangur félagsins að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Í árslok 2013 var FSÍ skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf. Framtakssjóður Íslands slhf. er samlagshlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samlagshlutafélag er sú tegund samlagsfélaga þar sem einn eða fleiri félagsmenn (ábyrgðaraðilar) bera beina og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir félagsmenn (hluthafar), einn eða fleiri, bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli framlaga sem mynda hlutafé í félaginu. Ábyrgðaraðilar geta jafnframt verið hluthafar. Ábyrgðaraðili FSÍ slhf. er FSÍ GP hf.
2. Reikningsskilaaðferðir
Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2013 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum að því undanskildu að markaðsbréf eru færð á gangverði. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum. Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins. Mat og ákvarðanir Við gerð ársreiknings þurfa stjórnendur, í samræmi við lög um ársreikninga, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili þegar þær eiga sér stað. Vaxtatekjur Vaxtatekjur eru færðar fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við viðeigandi höfuðstól og vaxtaprósentu. Umsýsluþóknun Framtakssjóður Íslands slhf. greiðir til Framtakssjóðs Íslands GP hf. umsýsluþóknun í samræmi við skilmála félagsins. Umsýsluþóknuninni er ætlað að standa straum af útlögðum kostnaði er fellur til við rekstur Framtakssjóðs Íslands GP hf. að frádregnum öðrum rekstrartekjum. Fjármagnskostnaður Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstrarreikning á því tímabili þegar hann fellur til. Skattamál Félagið er ekki sjálfstæður skattaðili og skattar því ekki reiknaðir í ársreikningnum. Virðisrýrnun Á hverjum reikningsskiladegi er bókfært verð eigna metið með tilliti til virðisrýrnunar. Komi fram vísbending um virðisrýrnun er endurheimtanlegt virði eignarinnar metið í því skyni að hægt sé að ákvarða hversu víðtæk virðisrýrnun er sé um slíkt að ræða. Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði eru eignarhlutar í dóttur- og hlutdeildarfélögum. Eignarhlutarnir eru metnir á kostnaðarverði að teknu tilliti til virðisrýrnunar. Eignarhlutar í félögum á markaðsverði Eignarhlutar í félögum á markaðsverði eru þeir eignarhlutar sem skráðir eru á virkum markaði og keyptir í þeim tilgangi að hagnast á verðbreytingum á skipulögðum markaði. Þeir eru færðir á markaðsverði og færist matsbreyting í rekstrarreikning á því tímabili þegar hún fellur til.
ÁRSSKÝRSLA 2013
43
Skýringar
3. Vaxtatekjur og arður
2013
2012
Vaxtatekjur af bankainnstæðum
89.201.474
28.092.291
Arður af hlutabréfaeign
180.161.868
152.846.761
Gengistap á gjaldeyrisreikningi
(15.741)
0
269.347.601
180.939.052
4. Fjármagnsgjöld Vaxtagjöld
2013 253.966 253.966
2012 685 685
5. Arður Á árinu 2013 var arður greiddur til hluthafa að fjárhæð kr. 5.600.000.000.
6. Eignarhlutar í félögum
2013
2012
Eignarhlutar í félögum færðir á kostnaðarverði: Staða í ársbyrjun 22.010.295.994 22.453.423.297 Keypt á árinu
6.436.174.243
4.762.149.929
Selt á árinu
(3.751.111.028)
(6.428.851.476)
Flutt við skiptingu til IEI slhf.
(2.250.878.700)
0
Leiðrétting vegna slita Vestia
0
(86.289.265)
Virðisrýrnun
0
(403.000.000)
Innleystur söluhagnaður
1.177.411.508
2.873.230.871
Endurflokkun á eignarhlutum úr kostnaðarverði í markaðsverð
(2.250.020.146)
(1.160.367.362)
Kostnaðarverð í lok ársins
21.371.871.871 22.010.295.994
Eignarhlutir í félögum færðir á markaðsverði:
44
Staða í ársbyrjun
7.087.972.827
4.781.213.982
Selt á árinu
(5.496.722.980)
(2.609.370.344)
Innleystur söluhagnaður
3.711.355.619
1.734.370.344
Endurflokkun á eignarhlutum úr kostnaðarverði í markaðsverð
2.250.020.146
1.160.367.362
Fært í markaðsverð
2.777.548.417
2.021.391.483
Bókfært verð eignarhluta í lok ársins
10.330.174.028
7.087.972.827
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.
Skýringar
Yfirlit yfir eignarhluta í félögum á kostnaðarverði: Hlutdeild %
Nafnverð
Eignarhlutur í Icelandic Group hf. (eigin hlutabréf félagsins nema 10%)
90,00% 1.418.962.093
Eignarhlutur í Advania hf.
71,26% 417.231.004
Eignarhlutur í Promens hf. (nafnverð í EUR)
49,50%
28.234.814
Eignarhlutur í Invent Farma ehf. (nafnverð í EUR)
38,00%
5.016.385
Yfirlit yfir eignarhluta í félögum á markaðsverði: Hlutdeild %
Nafnverð Markaðsgengi
Eignarhlutur í N1 hf.
20,90% 209.013.442
18,90
Eignarhlutur í Icelandair Group hf.
7,01% 350.539.559
18,20
Félagið hefur í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal, IFRS 13, lagt mat á virði eignarhluta sem það hefur fjárfest í. Félagið styðst einnig við leiðbeiningar IPEV um verðmat (International Private Equity and Venture Capital Investor Valuation Guidelines). Virði eignarhluta í félögum sem eru með skráð hlutabréf sín á markaði eru metin á markaðsverði en aðrir eignarhlutar eru metnir á áætluðu gangvirði (Fair Value). Gangvirðismatið er framkvæmt á þann hátt að framtíðarsjóðflæði hverrar sjóðsskapandi einingar er reiknað og byggir á áætlunum viðkomandi einingar. Framtíðarsjóðflæðið er núvirt með ávöxtunarkröfu reiknaðs WACC (Weigted Average Cost of Capital) hverrar einingar og í samræmi við CAPM (Capital Asset Pricing Model). Útkoma gangvirðisprófsins er einnig borið saman við virðismargfaldara samanburðarfélaga og þannig sannreynt að gangvirðið sé ekki ofmetið. Það er mat félagsins að áætlað gangvirði þessara eigna sé um 46.311 milljónir króna en bókfært verð sömu eigna er 31.702 milljónir króna. Gangvirðismat er háð utanaðkomandi áhættuþáttum svo sem breytingu á gengi gjaldmiðla, vaxtastigi, skatthlutfalli, flökti í arðsemi hlutabréfa og markaðsálagi.
7. Aðrar peningalegar eignir Aðrar skammtímakröfur
31.12.2013
31.12.2012
Fjármagnstekjuskattur
89.979.378
41.839.628
89.979.378
41.839.628
31.12.2013
31.12.2012
Handbært fé
Óbundnar bankainnstæður í íslenskum krónum 4.068.138.091
369.083.074
Óbundnar bankainnstæður í erlendri mynt 1.186.287 0 4.069.324.378 369.083.074
ÁRSSKÝRSLA 2013
45
Skýringar
8. Eigið fé Hlutafé félagsins var aukið um kr. 6.503.000 á árinu 2013 með innköllun nýrra hluta. Í nóvember 2013 ákvað hluthafafundur að skipta félaginu í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf., og í tengslum við það var nafnverð hlutafjár lækkað um kr. 4.000.000. Í desember 2013 var ákveðið að lækka hlutafé sem nemur kr. 3.600.000 og greiða út til hluthafa. Hver króna nafnverðs jafngildir einu atkvæði. Hluthafafundur Framtakssjóðs Íslands slhf. haldinn þann 30. desember 2010 ákvað með vísan í 4. tl. 2. mgr. 51. gr. laga um hlutafélög að lækka hlutafé félagsins um kr. 4.231.597.167 til þess að leggja í sérstakan sjóð sem aðeins má nota samkvæmt ákvörðun hluthafafundar. Í reglum um sjóðinn kemur fram að útborganir úr sjóðnum skulu að öðru leyti vera samkvæmt 18. gr. skilmála Framtakssjóðs Íslands slhf. Mótfærsla lækkunar hlutafjárins var upphaflega færð á yfirverðsreikning í ársreikningi 2010 en er nú millifærð af yfirverðsreikningnum á liðinn sérstakur sjóður í samræmi við ákvörðun hluthafafundarins. Eigið fé greinist þannig: Hlutafé Eigið fé 1.1. 2012
24.506.240
Yfirverðs- reikningur 24.481.734.251
Sérstakur Lögbundinn sjóður varasjóður 0
0 3.041.155.936
Nýtt hlutafé
4.834.301
4.829.466.835
Lækkun hlutafjár
(5.953.000)
(5.947.047.000)
Framlag í varasjóð
Óráðstafað eigið fé
6.155.936
(6.155.936)
Greiddur arður (3.035.000.000) Hagnaður ársins 6.111.145.142 Eigið fé 1.1. 2013
23.387.541
23.364.154.086
0
6.155.936 6.111.145.142
Framlag í sérstakan sjóð
(4.231.597.167) 4.231.597.167
Nýtt hlutafé
6.503.000
6.496.496.997
Skipting til IEI slhf.
(4.000.000)
(1.780.199.286)
Lækkun hlutafjár
(3.600.000)
(3.596.400.000)
(469.627)
(466.209.787)
Greiddur arður (5.600.000.000) Hagnaður ársins 7.636.381.664 Eigið fé 31.12. 2013 22.290.541 20.252.454.630 4.231.597.167
46
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.
5.686.309 7.681.317.019
Skýringar
Hluthafar:
Innborgað - útborgað Hlutafé alls Hlutdeild í eigin fé
Landsbankinn hf. 27,59% 6.761.095.074
6.149.774
8.881.875.059
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 19,91% 4.880.159.663
4.438.908
6.410.939.045
Gildi lífeyrissjóður 10,39% 2.546.679.284
2.316.415
3.345.506.455
Sameinaði lífeyrissjóðurinn 7,72% 1.893.105.829
1.721.936
2.486.923.977
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild 7,36% 1.802.960.079
1.639.941
2.368.501.845
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 6,62% 1.622.663.082
1.475.946
2.131.650.361
Stafir lífeyrissjóður 5,52% 1.352.218.135
1.229.954
1.776.373.856
Festa lífeyrissjóður 2,76%
676.107.968
614.976
888.185.484
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,76%
676.107.968
614.976
888.185.484
Almenni lífeyrissjóðurinn 1,84%
450.737.546
409.983
592.122.212
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 1,47%
360.591.796
327.988
473.700.080
Lífeyrissjóður Bankamanna aldursdeild 1,24%
304.701.321
277.151
400.278.214
Lífeyrissjóður verkfræðinga 1,10%
270.441.648
245.989
355.272.172
Lífeyrissjóður Vestfirðinga 1,10%
270.441.648
245.989
355.272.172
Eftirlaunasjóður FÍA 0,77%
189.309.923
172.193
248.691.531
Íslenski lífeyrissjóðurinn 0,68%
166.775.410
151.696
219.088.526
Lífeyrissjóður Rangæinga 0,58%
143.333.887
130.374
188.294.005
VÍS hf. 0,55%
135.222.473
122.996
177.638.252
Framtakssjóður Íslands GP hf. 0,02%
3.689.605
3.356
4.846.938
24.506.342.338
22.290.541 32.193.345.666
9. Aðrar peningalegar skuldir Aðrar skammtímaskuldir
31.12.2013
31.12.2012
Skuldir við hluthafa vegna útgreiðslu hlutafjár
3.600.000.000
0
Ógreiddur fjármagnstekjuskattur
0
3.349.828
Ógreiddur kostnaður
56.252.760
108.274.888
3.656.252.760
111.624.716
ÁRSSKÝRSLA 2013
47
Skýringar 10. Tengdir aðilar Tengdir aðilar eru þeir aðilar sem hafa umtalsverð áhrif á félagið, beint eða óbeint, þ.m.t. móðurfélag, eigendur og fjölskyldur þeirra, stórir fjárfestar, lykilstarfsmenn og fjölskyldur sem og aðilar sem er stjórnað af eða eru verulega háðir félaginu, s.s. hlutdeildarfélög og samrekstrarfélög. Viðskipti við tengda aðila hafa verið gerð á sambærilegum grundvelli og viðskipti við ótengda aðila. Skuld við hluthafa vegna útgreiðslu hlutafjár er tilgreind í skýringu nr. 9. Upplýsingar varðandi tengda aðila eru eftirfarandi: Viðskipti við tengd félög árið 2013: Keypt þjónusta Seld þjónusta
Kröfur
Skuldir
0
0
12.792.294
Icelandic Group, dótturfélag
0
0
130.500
0
Landsbankinn hf., hluthafi
0
65.382.261
1.929.424
0
Önnur tengd félög IEI slhf.
0
0
910.565
0
205.078.680
65.382.261
2.970.489
12.792.294
Keypt þjónusta Seld þjónusta
Kröfur
Skuldir
FSÍ GP hf., ábyrgðaraðili
205.078.680
Viðskipti við tengd félög árið 2012: FSÍ GP hf., ábyrgðaraðili Icelandic Group, dótturfélag Landsbankinn hf., hluthafi
230.785.538
0
0
6.575.330
0
0
130.500
0
409.544
510.901
128.218.135
0
231.195.082
510.901
128.348.635
6.575.330
11. Samþykki ársreiknings Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi þann 28. febrúar 2014.
12. Kennitölur Úr rekstrarreikningi: 2013 2012 Arðsemi Hagnaður ársins Arðsemi eigin fjár - Hagnaður/vegin meðalstaða eigin fjár
7.636.381.664 29,9%
6.111.145.142 20,7%
Úr efnahagsreikningi: 31.12.2013 31.12.2012 Fjárhagslegur styrkur
48
Innra virði hlutafjár - Eigið fé/hlutafé
1444,26
Eiginfjárhlutfall - Eigið fé/Skuldir og eigið fé
89,8%
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.
1261,56 99,6%
IEI SLHF.
ÁRSSKÝRSLA 2013
49
IEI SLHF.
Áritun óháðs endurskoðanda
Til stjórnar og hluthafa í IEI slhf. Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning IEI slhf. fyrir árið 2013. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð endurskoðenda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum, skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka.
Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2013, efnahag þess 31. desember 2013 og breytingu á handbæru fé á árinu 2013, í samræmi við lög um ársreikninga.
Kópavogur, 28. febrúar 2014 Deloitte ehf. Guðmundur Kjartansson endurskoðandi
50
I E I S L H F.
Skýrsla stjórnar
IEI slhf. var stofnað í árslok 2013 þegar FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. var skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf. Stefna félagsins er að fjárfesta í fyrirtækjum á Íslandi eða erlendis. Ársreikningur IEI slhf. fyrir árið 2013 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Eignarhlutar í félögum eru færðir á kostnaðarverði. Félagið var stofnað í árslok og var því enginn rekstrarstarfsemi í félaginu á árinu 2013. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir félagsins kr. 2.250.878.700 og bókfært eigið fé í árslok er kr. 2.250.878.700. Eiginfjárhlutfallið er um 100%. Eins og fram kemur í skýringu nr. 3 þá er það mat félagsins að áætlað gangvirði þessara eigna sé um 7.341 milljónir króna en bókfært verð sömu eigna er 2.251 milljónir króna. Engin ársverk eru hjá félaginu. Eina eign félagsins er eignarhlutur í Icelandic Group Investment ehf. sem félagið eignaðist við stofnun IEI slhf. þegar FSÍ slhf. var skipt upp.
Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 19 eins og við stofnun þess. Tíu stærstu hluthafarnir eru eftirfarandi: Landsbankinn hf. 27,6%, Lífeyrissjóður verzlunarmanna 19,9%, Gildi lífeyrissjóður 10,4%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn 7,7%, LSR A-deild 7,4%, Söfnunarlífeyrissjóður lífeyrisréttinda 6,6%, Stafir lífeyrissjóður 5,5%, Festa lífeyrissjóður 2,8%, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,8% og Almenni lífeyrissjóðurinn 1,8%. Það er álit stjórnar og framkvæmdastjóra IEI slhf. að í ársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins í lok ársins, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu. Stjórn og framkvæmdastjóri IEI slhf. staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2013 með undirritun sinni.
Reykjavík, 28. febrúar 2014 Í stjórn: Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framkvæmdastjóri: Brynjólfur Bjarnason
ÁRSSKÝRSLA 2013
51
Rekstrarreikningur รกrsins 2013
Vaxtatekjur og arรฐur Annar rekstrarkostnaรฐur Hagnaรฐur รกrsins
52
I E I S L H F.
2013
0 0 0 0 0
Efnahagsreikningur 31. desember 2013
Eignir Skýr. 31.12.2013 Fjárfestingar Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði 3 2.250.878.700 2.250.878.700 Eignir 2.250.878.700 Eigið fé og skuldir 31.12.2013 Eigið fé 4 Hlutafé 4.000.000 Yfirverðsreikningur 1.780.199.286 Lögbundinn varasjóður 469.627 Óráðstafað eigið fé 466.209.787 Eigið fé 2.250.878.700 Skuldir 0 Eigið fé og skuldir 2.250.878.700
ÁRSSKÝRSLA 2013
53
Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2013
Skýr. 2013 Rekstrarhreyfingar Rekstrarhagnaður 0 Veltufé frá rekstri 0 Breyting rekstrartengdra eigna og skulda: Handbært fé frá rekstri 0
54
Fjárfestingahreyfingar Keypt fjárfestingaverðbréf 6
0 0
Fjármögnunarhreyfingar Innborgað hlutafé
8
0
Hækkun handbærs fjár Handbært fé í upphafi árs Handbært fé í lok ársins
0 0 0 0
I E I S L H F.
Skýringar
1. Starfsemi IEI slhf. var stofnað í árslok 2013 þegar FSÍ slhf. var skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf., og er stefna félagsins að fjárfesta í fyrirtækjum á Íslandi og erlendis. IEI slhf. er samlagshlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samlagshlutafélag er sú tegund samlagsfélaga þar sem einn eða fleiri félagsmenn (ábyrgðaraðilar) bera beina og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir félagsmenn (hluthafar), einn eða fleiri, bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli framlaga sem mynda hlutafé í félaginu. Ábyrgðaraðilar geta jafnframt verið hluthafar. Ábyrgðaraðili IEI slhf. er FSÍ GP hf.
2. Reikningsskilaaðferðir
Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningur IEI slhf. fyrir árið 2013 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum að því undanskildu að markaðsbréf eru færð á gangverði. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum. Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins. Mat og ákvarðanir Við gerð ársreiknings þurfa stjórnendur, í samræmi við lög um ársreikninga, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili þegar þær eiga sér stað. Vaxtatekjur Vaxtatekjur eru færðar fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við viðeigandi höfuðstól og vaxtaprósentu. Skattamál Félagið er ekki sjálfstæður skattaðili og skattar því ekki reiknaðir í ársreikningnum. Virðisrýrnun Á hverjum reikningsskiladegi er bókfært verð eigna metið með tilliti til virðisrýrnunar. Komi fram vísbending um virðisrýrnun er endurheimtanlegt virði eignarinnar metið í því skyni að hægt sé að ákvarða hversu víðtæk virðisrýrnun er sé um slíkt að ræða. Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði eru eignarhlutar í dóttur- og hlutdeildarfélögum. Eignarhlutarnir eru metnir á kostnaðarverði að teknu tilliti til virðisrýrnunar.
ÁRSSKÝRSLA 2013
55
Skýringar
3. Eignarhlutar í félögum
2013
Eignarhlutar í félögum færðir á kostnaðarverði: Staða í ársbyrjun 0 Flutt við skiptingu frá FSÍ slhf.
2.250.878.700
Kostnaðarverð í lok ársins
2.250.878.700
Yfirlit yfir eignarhluta í félögum á kostnaðarverði: Hlutdeild % Nafnverð Eignarhlutur í Icelandic Group Investment ehf. 100,00% 495.922.000 Félagið hefur í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal, IFRS 13, lagt mat á virði eignarhluta sem það hefur fjárfest í. Félagið styðst einnig við leiðbeiningar IPEV um verðmat (International Private Equity and Venture Capital Investor Valuation Guidelines). Virði eignarhlutanna er metið miðað við markaðsvirði undirliggjandi eigna félagsins að frádregnum skuldum. Það er mat félagsins að áætlað gangvirði þessara eigna sé um 7.341 milljón króna en bókfært verð sömu eigna er 2.251 milljón króna. Gangvirðismat er háð utanaðkomandi áhættuþáttum, svo sem breytingum á gengi gjaldmiðla, vaxtastigi, skatthlutfalli, flökti í arðsemi hlutabréfa og markaðsálagi.
4. Eigið fé Í nóvember 2013 ákvað hluthafafundur FSÍ slhf. að skipta félaginu í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf. Í uppskiptingunni var nafnverð hlutafjár í IEI slhf. kr. 4.000.000, yfirverðsreikningur hlutafjár kr. 1.780.199.286, lögbundinn varasjóður kr. 469.627 og óráðstafað eigið fé kr. 466.209.787. Hver króna nafnverðs jafngildir einu atkvæði. Eigið fé greinist þannig: Hlutafé Eigið fé 1.1. 2013 0 Skipting úr FSÍ slhf.
4.000.000
Yfirverðs- reikningur 0
Sérstakur sjóður 0
1.780.199.286
469.627
Hagnaður ársins Eigið fé 31.12.2013
4.000.000
1.780.199.286
469.627
Lögbundinn varasjóður 0
Óráðstafað eigið fé 0
466.209.787 2.250.878.700 0
0
466.209.787 2.250.878.700
5. Samþykki ársreiknings Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi þann 28. febrúar 2014.
56
I E I S L H F.
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS GP HF.
ÁRSSKÝRSLA 2013
57
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS GP HF.
Áritun óháðs endurskoðanda
Til stjórnar og hluthafa í FSÍ (Framtakssjóði Íslands) GP hf. Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Framtakssjóð Íslands GP hf. fyrir árið 2013. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð endurskoðenda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum, skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka.
Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2013, efnahag þess 31. desember 2013 og breytingu á handbæru fé á árinu 2013, í samræmi við lög um ársreikninga.
Kópavogur, 28. febrúar 2014 Deloitte ehf. Guðmundur Kjartansson endurskoðandi
58
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F.
Skýrsla stjórnar
Framtakssjóður Íslands (FSÍ) GP hf. var stofnaður á árinu 2009 og er umsjónar- og ábyrgðaraðili FSÍ (Framtakssjóðs Íslands) slhf. en því félagi var skipt upp í tvö félög í lok árs 2013, FSÍ slhf. og IEI slhf.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 15%, Gildi lífeyrissjóður
Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands GP hf. fyrir árið 2013 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga.
sjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,8% og Almenni líf-
Hagnaður Framtakssjóðs Íslands GP hf. á árinu nam kr. 796.287. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins kr. 44.742.485, bókfært eigið fé í lok ársins er kr. 9.239.086. Fjöldi ársverka hjá félaginu á árinu var 8.
Það er álit stjórnar og framkvæmdastjóra Framtaks-
Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 18. Tíu stærstu hluthafarnir eru eftirfarandi: Landsbankinn hf. 27,6%,
takssjóðs Íslands GP hf. staðfesta hér með ársreikning
10,4%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn 7,7%, LSR A-deild 7,4%, Söfnunarlífeyrissjóður lífeyrisréttinda 6,6%, Stafir lífeyrissjóður 5,5%, Festa lífeyrissjóður 2,8%, Lífeyriseyrissjóðurinn 1,8%.
sjóðs Íslands GP hf. að í ársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu. Stjórn og framkvæmdastjóri Framfélagsins fyrir árið 2013 með undirritun sinni.
Reykjavík, 28. febrúar 2014 Í stjórn: Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Helga Árnadóttir Hjörleifur Pálsson Hreiðar Bjarnason Linda Jónsdóttir Sveinn Hannesson Framkvæmdastjóri: Brynjólfur Bjarnason
ÁRSSKÝRSLA 2013
59
Rekstrarreikningur ársins 2013
Skýr. 2013
2012
Umsýsluþóknun 204.370.502 Þóknun fyrir stjórnarsetu 23.952.823 Laun og annar starfsmannakostnaður 3 (169.532.063) Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður (33.839.332) Annar rekstrarkostnaður (22.796.286) Afskriftir fastafjármuna 7 (2.155.644) 0
230.785.538 29.514.679
Rekstrarhagnaður Fjármunatekjur Fjármagnsgjöld
60
(176.017.409) (60.849.819) (22.464.920) (968.069) 0
4 5
748.773 (157.178)
669.785 (123.897)
Hagnaður fyrir skatta Tekjuskattur 6 Hagnaður ársins
591.595 204.692 796.287
545.888 (109.177) 436.711
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F.
Efnahagsreikningur 31. desember 2013
Eignir Skýr. 31.12.2013 Fjárfestingar Varanlegir rekstrarfjármunir 7 5.924.313 Fjárfestingarverðbréf 8 4.000.000 9.924.313
31.12.2012 7.303.959 4.000.000 11.303.959
Veltufjármunir Kröfur á tengd félög 13 15.900.899 Aðrar skammtímakröfur 9 1.793.473 Handbært fé 9 17.123.800 34.818.172 Eignir 44.742.485 Eigið fé og skuldir 31.12.2013 Eigið fé 8 Hlutafé 6.883.966 Óráðstafað eigið fé 2.355.120 Eigið fé 9.239.086 Skuldbindingar Tekjuskattsskuldbinding 11 180.686 180.686 Skammtímaskuldir Aðrar skammtímaskuldir 12 35.322.713 35.322.713 Skuldir 35.503.399 Eigið fé og skuldir 44.742.485
9.585.330 1.898.925 23.218.764 34.703.019 46.006.978
31.12.2012 6.883.966 1.558.833 8.442.799
385.378 385.378
37.178.801 37.178.801 37.564.179 46.006.978
ÁRSSKÝRSLA 2013
61
Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2013
Skýr. 2013 Rekstrarhreyfingar Rekstrarhagnaður 0 Afskriftir 2.155.644 Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta 2.155.644 Aðrar rekstrartengdar eignir, lækkun 105.452 Rekstrartengdar skuldir (lækkun), hækkun (1.856.088) Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 405.008 Innborgaðir vextir 748.773 Greiddir vextir (157.178) Handbært fé frá rekstri 996.603 Fjárfestingahreyfingar Keyptir varanlegir rekstrarfjármunir 7 (775.998) Hækkun, (lækkun) á kröfum á tengd félög (6.315.569) (7.091.567) Fjármögnunarhreyfingar Hækkun, (lækkun) á skuldum við tengd félög 0 0 (Lækkun), hækkun handbærs fjár (6.094.964) Handbært fé í upphafi árs 23.218.764 Handbært fé í lok ársins 17.123.800
62
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F.
2012 0 968.069 968.069 186.292 736.678 1.891.039 669.785 (123.897) 2.436.927
(1.636.090) 20.874.327 19.238.237
(251.000) (251.000) 21.424.164 1.794.600 23.218.764
Skýringar
1. Starfsemi FSÍ (Framtakssjóður Íslands) GP hf. er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Framtakssjóður Íslands GP hf. var stofnaður á árinu 2009 og er umsjónar- og ábyrgðaraðili FSÍ (Framtakssjóðs Íslands) slhf. og IEI slhf.
2. Reikningsskilaaðferðir Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands GP hf. fyrir árið 2013 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður í íslenskum krónum. Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins. Skráning tekna Þjónustutekjur eru færðar þegar þjónustan hefur verið innt af hendi. Framtakssjóður Íslands GP hf. er umsjónarog rekstraraðili fyrir Framtakssjóð Íslands slhf. og er allur rekstrarkostnaður sem fellur til að frádregnum öðrum rekstrartekjum fluttur yfir á það félag. Vaxtatekjur eru færðar fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við viðeigandi höfuðstól og vaxtaprósentu. Fjármagnskostnaður Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstrarreikning á því tímabili þegar hann fellur til. Skattamál Tekjuskattur er reiknaður og færður í ársreikninginn. Útreikningur hans byggir á afkomu fyrir skatta að teknu tilliti til varanlegs mismunar á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi. Tekjuskattshlutfall er 20%. Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar tímabilsins auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára. Frestaður skattur stafar af mismun efnahagsliða í skattuppgjöri annars vegar og ársreikningi hins vegar. Mismunurinn stafar af því að tekjuskattsstofn félagsins er miðaður við aðrar forsendur en reikningsskil þess. Tekjuskattsinneign er metin á reikningsskiladegi og er einungis færð að því marki sem líklegt er að hún nýtist á móti skattskyldum hagnaði í framtíðinni. Varanlegir rekstrarfjármunir Eignir eru skráðar meðal varanlegra rekstrarfjármuna þegar líklegt er að hagrænn ávinningur tengdur eigninni muni nýtast félaginu og hægt er að meta kostnað vegna eignarinnar með áreiðanlegum hætti. Varanlegir rekstrarfjármunir eru upphaflega skráðir á kostnaðarverði. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna samanstendur af kaupverði og öllum beinum kostnaði við að koma eigninni í tekjuhæft ástand. Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af kostnaðarverði miðað við eignarhaldstíma á árinu að teknu tilliti til væntanlegs hrakvirðis.
ÁRSSKÝRSLA 2013
63
Skýringar
3. Laun og annar starfsmannakostnaður 2013 2012 Laun starfsmanna
113.296.129
122.260.418
Laun stjórnar
15.974.543
14.841.000
Lífeyrissjóður
16.758.278
16.186.409
Tryggingagjald
11.891.423
12.353.749
Breyting áunnins orlofs
1.485.000
185.000
Annar starfsmannakostnaður
10.126.690
10.190.833
169.532.063
176.017.409
Stöðugildi að meðaltali
8
9
Heildarlaun, hlunnindi og þóknanir til stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins á árinu 2013 námu 48,3 mkr. samanborið við 47,7 mkr. á árinu 2012. Á árinu greinast laun og þóknanir til stjórnar og framkvæmdastjóra þannig: Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri
22.175.905
Finnbogi Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri
9.726.300
Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður
3.771.240
Baldur Þór Vilhjálmsson
420.000
Guðmundur Pálsson
176.000
Guðrún Blöndal
1.390.662
Helga Árnadóttir
2.865.993
Hjörleifur Pálsson
1.960.662
Hreiðar Bjarnason
2.090.662
Linda Jónsdóttir
1.810.662
Sigurbjörn Sigurbjörnsson
40.000
Sveinn Hannesson
1.810.662
Þórunn Pálsdóttir
88.000
48.326.748
Þóknun til endurskoðenda félagsins á árinu 2013 sundurliðast þannig án virðisaukaskatts:
64
Endurskoðun og könnun
5.268.746
Reikningsskilaaðstoð
2.227.000
Önnur þjónusta
1.796.726
9.292.472
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F.
Skýringar
4. Fjármunatekjur Vaxtatekjur af bankainnstæðum
2013 748.773
2012 669.785
5. Fjármagnsgjöld Vaxtagjöld
2013 157.178
2012 123.897
6. Skattamál Tekjuskattur er reiknaður og færður í ársreikninginn og nemur tekjufærð fjárhæð í rekstrarreikningi kr. 204.692. Ekki kemur til greiðslu tekjuskatts á árinu 2014 vegna yfirfæranlegs skattalegs taps.
7. Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir Skrifstofubúnaður Kostnaðarverð Staða í ársbyrjun 10.325.441 Eignfært á árinu 775.998 Staða í árslok 11.101.439 Afskriftir Staða í ársbyrjun 3.021.482 Afskrift ársins 2.155.644 Staða í árslok 5.177.126 Bókfært verð Bókfært verð í ársbyrjun 7.303.959 Bókfært verð í árslok 5.924.313 Afskriftarhlutföll 20%
8. Fjárfestingaverðbréf FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf.
31.12.2013 3.356.000
IEI slhf. 644.000 4.000.000 Nafnverðshlutir félagsins í FSÍ slhf. nema 3.356 kr. á genginu 1.000 sem jafngildir kaupverði. Nafnverðshlutir félagsins í IEI slhf. nema 644 kr. á genginu 1.000 sem jafngildir kaupverði. Í árslok 2013 var FSÍ slhf. skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf. Framtakssjóður Íslands GP hf. er ábyrgðaraðili FSÍ slhf. og IEI slhf. sem eru samlagshlutafélög. ÁRSSKÝRSLA 2013
65
Skýringar
9. Aðrar peningalegar skuldir Aðrar skammtímaskuldir
31.12.2013
Fyrirframgreiddur kostnaður
1.068.723
31.12.2012 988.962
Fjármagnstekjuskattur
149.750
133.955
Aðrar kröfur
575.000
776.008
1.793.473
1.898.925
31.12.2013
31.12.2012
Fyrirframgreiddur kostnaður
1.068.723
Handbært fé 988.962
10. Eigið fé Eigið fé greinist þannig: Hlutfall
Nafnverð
Heildarhlutafé í árslok
100,0%
7.240.000
Eigin hlutir í árslok
(4,92%)
(356.034)
95,1%
6.883.966
Útgefnir hlutir í lok ársins eru alls 7.240.000 kr. og er nafnverð hvers hlutar ein íslensk króna. Hver króna nafnverðs jafngildir einu atkvæði. Eigið fé greinist þannig: Hlutafé Eigið fé 1.1. 2012 6.883.966 Hagnaður ársins
1.122.122
Samtals 8.006.088
0
436.711
436.711
Eigið fé 1.1. 2013 6.883.966
1.558.833
8.442.799
Hagnaður ársins
66
Óráðstafað eigið fé
0
796.287
Eigið fé 31.12.2013 6.883.966
2.355.120
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F.
796.287 9.239.086
Skýringar
11. Frestaður skattur Frestaður skattur Staða í ársbyrjun
385.378
Reiknaður tekjuskattur ársins
(204.692)
Staða í árslok
180.686
Frestaður skattur skiptist þannig á einstaka liði efnahagsreikningsins: Varanlegir rekstrarfjármunir
609.242
Áhrif af yfirfæranlegu skattalegu tapi
(428.556)
180.686
12. Aðrar peningalegar skuldir Aðrar skammtímaskuldir
31.12.2013
31.12.2012
Virðisaukaskattur
708.178
0
Ógreidd laun og launatengd gjöld
11.276.702
12.661.042
Ógreitt áfallið orlof
9.100.000
7.615.000
Aðrar áfallnar launaskuldbindingar
5.581.278
8.487.427
Ógreiddur kostnaður
8.656.555
8.415.332
35.322.713
37.178.801
ÁRSSKÝRSLA 2013
67
Skýringar
13. Tengdir aðilar Tengdir aðilar eru þeir aðilar sem hafa umtalsverð áhrif á félagið, beint eða óbeint, þ.m.t. móðurfélag, eigendur og fjölskyldur þeirra, stórir fjárfestar, lykilstarfsmenn og fjölskyldur sem og aðilar sem er stjórnað af eða eru verulega háðir félaginu, s.s. hlutdeildarfélög og samrekstrarfélög. Viðskipti við tengda aðila hafa verið gerð á sambærilegum grundvelli og viðskipti við ótengda aðila. Framtakssjóður Íslands GP hf. er ábyrgðaraðili Framtakssjóðs Íslands slhf. og IEI slhf. Upplýsingar varðandi tengda aðila eru eftirfarandi: Viðskipti við tengd félög árið 2013: Keypt þjónusta FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. Landsbankinn hf., hluthafi
0
2.432.601
Seld þjónusta 204.370.502
Kröfur
Skuldir
12.792.294
0
0
0
0
Dótturfélög FSÍ slhf.
0
0
1.886.105
0
Önnur tengd félög FSÍ slhf.
0
0
1.222.500
0
2.432.601
204.370.502
15.900.899
0
Viðskipti við tengd félög árið 2012: Keypt þjónusta FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf.
0
Seld þjónusta 230.785.538
Skuldir 0
0
0
Landsbankinn hf., hluthafi
2.186.591
Dótturfélög FSÍ slhf.
0
0
1.225.000
0
Önnur tengd félög FSÍ slhf.
0
0
1.785.000
0
2.186.591
230.785.538
9.585.330
0
0
Kröfur 6.575.330
14. Samþykki ársreiknings Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi þann 28. febrúar 2014.
68
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F.
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS Fr a m ta k s s j ó ður Í s l a nds L ág m ú l i 9 1 0 8 R e ykj av í k Sí m i 5 7 1 7 0 80 F ax 5 7 1 7 0 89 fr am t aks s j o d u r @ fr am t aks s j o d u r . i s w w w . fr am t aks s j o d u r . i s H ö nnun o g um b r o t : T ó m a s T ó m a s s o n G r a fís k u r h ö n n u ðu r F Í T Pr e nt un: Sva ns p r e nt M y nd ir fy r ir F SÍ : Sigur j ó n Ra gna r / Ra gna r T h. A ð r a r m y nd ir : Ý m s ir lj ó s m y nd a r a r
ÁRSSKÝRSLA 2013
69
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS 70
F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S