Fsi2015

Page 1

ÁÁ RR S S S S KK Ý Ý RR S S L L AA

22 00 1 1 55

FRAMTAKSSJÓÐUR FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS ÍSLANDS



Efnisyfirlit Ávarp stjórnarformanns

4

Ár úrvinnslu

8

Stjórn FSÍ

6

Eignarhlutir FSÍ í félögum

10

Framtakssjóður Íslands slhf.

13

Ársreikningar 2013

Áritun óháðs endurskoðanda Skýrsla stjórnar

Rekstrarreikningur

12 14 15 16

Efnahagsreikningur 17 Yfirlit um sjóðstreymi

18

IEI slhf.

25

Skýrsla stjórnar

27

Skýringar 19 Áritun óháðs endurskoðanda Rekstrarreikningur

26 28

Efnahagsreikningur 29 Yfirlit um sjóðstreymi

30

Framtakssjóður Íslands GP hf.

35

Skýrsla stjórnar

37

Skýringar 31 Áritun óháðs endurskoðanda Rekstrarreikningur

36 38

Efnahagsreikningur 39 Yfirlit um sjóðstreymi

40

Skýringar 39


ÁVARP STJÓRNARFORMANNS Árið 2015 var sjötta heila árið í rekstri sjóðsins frá stofnun hans í lok árs 2009 og síðasta árið sem ráðist var í nýfjárfestingar. Sjóðurinn getur aftur á móti starfað áfram þar til eignir hafa verið seldar þó eigi lengur en til ársins 2019. Hann getur einnig innkallað vegna fjárfestinga sem tengjast þeim félögum sem sjóðurinn á eignarhlut í. Stofnendur voru sextán lífeyrissjóðir og upphafleg hlutafjárloforð námu 30 milljörðum króna, en þau voru svo aukin í 54 milljarða króna. Landsbankinn kom síðar inn sem stór hluthafi í tengslum við kaup sjóðsins á Vestia sem var eignarhaldsfélag nokkurra félaga í eigu Landsbankans. Í lok árs 2015 hafði sjóðurinn fjárfest fyrir um 43 milljarða króna í samtals 9 fyrirtækjum. Sjóðurinn hafði þá fjárfest fyrir um 80% af fjárfestingagetu sjóðsins. Sjóðurinn hefur frá stofnun greitt eigendum sínum til baka tæplega 34 milljarða króna, þar af 2,1 milljarð á árinu 2015.

Þorkell Sigurlaugsson

Framtakssjóðurinn hefur tekið þátt í því uppbyggingar- og umbreytingaferli sem fyrirsjáanlegt var að þyrfti að eiga sér stað í kjölfar bankahrunsins. Ekki síður var mikilvægt að honum var ætlað að skila góðri ávöxtun til eigenda sinna. Sjóðurinn skuldsetur sig ekki heldur innkallar hlutafé hjá eigendum vegna þeirra fjárfestinga sem ráðist er í. Jafnframt er söluverði fyrirtækja í eigu sjóðsins skilað til eigenda að lokinni sölu. Fram til þessa hefur sjóðurinn átt umtalsverðan þátt í endurfjármögnun, endurskipulagningu og breyttu eignarhaldi nokkurra lykilfyrirtækja sem voru að stærstum hluta í eigu banka og skilað eigendum sínum mjög góðri ávöxtun.

HELSTU VERKEFNI ÁRSINS Árið 2015 einkenndist af því að sjóðurinn hefur innleyst fjárfestingar sínar og skilað góðri arðsemi af þeim á undanförnum árum. Promens var afhent nýjum eigendum í upphafi árs, en frá sölunni var gengið í lok árs 2014. Þar sem um eignasölu var að ræða sat andvirði sölunnar eftir í félaginu og var nafni þess breytt í IEI II. Andvirði sölunnar var síðan notað til að kaupa vel dreift eignasafn í sjóði sem endurspeglar heimsvísitölu hlutabréfa þar sem ekki var heimilt að skila söluverðinu til eigenda með endurfjárfestingamöguleika í erlendri mynt. Í gegnum þessi viðskipti hafa hluthafar í gegnum eignarhald sitt losnað við fyrirtækjaáhættu sem fylgir einstökum fjárfestingum og eignast áhættudreift safn í erlendum gjaldeyri. Það er ánægjulegt að geta greint frá því að Seðlabanki Íslands gaf loks núna í byrjun mars 2016 heimild fyrir því að eignir IEI verði fluttar til eigenda sjóðsins með endurfjárfestingarheimild. Framtakssjóðurinn hefur því ávaxtað þessa fjármuni erlendis meðan gjaldeyrishöft voru til staðar. Nú eru tveir slíkir sjóðir í umsjá FSÍ og var virði þeirra 27 milljarðar króna um síðustu áramót. Markaðsáhætta er áfram fyrir hendi í slíkum sjóðum og óvissa hefur ríkt á heimsmörkuðum í upphafi þessa árs. Við ákvarðanir um ráðstöfun þessa fjár hefur verið horft til þess að eigendur sjóðsins eru langtímafjárfestar

4

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S

og endamarkmiðið er að undirliggjandi eignir verði afhentar eigendum þegar heimild er til slíks. Á árinu seldi sjóðurinn 32% eignarhlut sinn sem eftir var í Advania. Sænskir fjárfestar með mikla þekkingu á hugbúnaðargeiranum keyptu eignarhlutinn enda hafði verið byggt upp sterkt félag sem byggir á miklum mannauði. Árangur fjárfestingar FSÍ var mjög góður og innleystur hagnaður vegna sölu Advania er uppistaðan í hagnaði sjóðsins á síðasta ári. Að öðru leyti einkenndist síðasta ár af því að einungis eru nú tvær eignir eftir í eignasafni sjóðsins. Umtalsverð verðmæti liggja í þessum tveimur eignum og mikilvægt að vel takist til við að innleysa hagnað af þeim. Starfsmenn sjóðsins hafa unnið ötullega að því að móta leiðir til að koma þessum eignum í verð svo fljótt sem auðið er, en mikilvægt er að tímapressa í því sambandi rýri ekki verðmæti félaganna. FSÍ hefur ávallt lagt á það mikla áherslu að hámarka virði eigna sinna og uppbygging sjóðsins miðað að því að kalla til færustu sérfræðinga og ráðgjafa bæði við kaup og sölu fyrirtækja. Sjóðurinn hefur einnig möguleika á að fylgja þessum eignum eftir með fjárfestingum tengdum þessum eignum.


Ekki var ráðist í fjárfestingar á árinu 2015 og heimild sjóðsins til nýfjárfestingar rann út í febrúar. Sjóðurinn hefur áfram heimild til innköllunar vegna eigna sem þegar eru í eignasafni sjóðsins.

AFKOMA ÁRSINS Hagnaður á árinu 2015 nam 595 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir félagsins 20.548 milljónum króna og bókfært eigið fé er 20.538 milljónir. Gangvirði þeirra félaga sem fjárfest hefur verið í er 36.619 milljónir, en bókfært verð sömu eigna 20.374 milljónir króna. Árið 2014 greiddi sjóðurinn 2,1 milljarð til eigenda og hefur þá greitt alls 33,8 milljarða út til eigenda. Eftir standa eignir sem metnar eru á tæpa 37 milljarða króna. Þessar eignir eru 100% eignarhlutur í Icelandic, IEI II hf. sem hefur að geyma söluandvirði eigna Promens og 38% hlutur í Invent Farma. Einnig eru í umsýslu FSÍ um 12,7 milljarðar króna í IEI slhf. sem tengist söluverði eigna Icelandic í Bandaríkjunum árið 2011.

STÖRF STJÓRNAR Á aðalfundi árið 2015 voru kjörin í stjórn Þorkell Sigurlaugsson, Helga Árnadóttir, Guðrún Björg Birgisdóttir, Hjörleifur Pálsson, og Sveinn Hannesson. Stjórnin skipti með sér verkum að loknum aðalfundi og var Þorkell Sigurlaugsson kosinn formaður og Helga Árnadóttir varaformaður. Haldnir voru 14 stjórnarfundir á starfsárinu. Starfsmenn sjóðsins eru fjórir í lok árs 2015. Starfsmönnum fækkaði um þrjá á árinu í samræmi við minnkandi umsvif sjóðsins. Þeim ásamt fráfarandi stjórnarmönnum sjóðsins eru þökkuð störf fyrir sjóðinn.

LITIÐ YFIR FARINN VEG OG FRAM Á VEGINN Fjárfestingatímabili sjóðsins er lokið og árangur sjóðsins er einstakur fram til þessa fyrir margra hluta sakir. Heildarárangur er með því besta sem gerist hjá framtakssjóðum. Sjóðurinn hefur náð að selja sjö eignir af níu. Flestar þeirra með mjög góðri ávöxtun. Það sem er líka mikils um vert er að þessi ávöxtun hefur skilað sér til almennings, þ.e. lífeyrisþega. Mörgum hættir til að gleyma þegar vel gengur að fjárfestingar eru í eðli sínu áhættusamar og jafnvel þótt vandað sé til verks og faglega að öllu staðið getur eitt og annað farið úrskeiðis í flóknum rekstri. Margar af þeim fjárfestingum sem sjóðurinn réðst í voru ekki áhættulausar eða óumdeildar, en allur undirbúningur var vandaður. Sá beini ávinningur

sem hlotist hefur af starfsemi sjóðsins talar sínu máli, en um leið er óbeinn árangur umtalsverður. Ekkert eitt er þó sýnilegra og mikilvægara fyrir íslenskt samfélag en fjárfesting sjóðsins í Icelandair árið 2010. Hún lagði grunn að endurreisn félagsins og sókn sem hefur skilað sér í miklum vexti ferðaþjónustu og verðmætaaukningu samfélagsins sem af henni hlýst. Með skráningu Fjarskipta (Vodafone) og N1 á markað, svo dæmi séu nefnd, lagði sjóðurinn einnig mikilvæg lóð á vogarskálar uppbyggingar íslensks hlutabréfamarkaðar. Reynsla lífeyrissjóðanna af Framtakssjóði Íslands ætti að vera hvatning til að nýta betur þann slagkraft og þá hagkvæmni sem felst í rekstri framtakssjóða að fyrirmynd Framtakssjóðs Íslands. Í fyrsta lagi rennur allur ávinningurinn til eigendanna sem eru lífeyrissjóðirnir sjálfir og þar með almenningur á Íslandi. Í öðru lagi skiptir stærðin máli og hefur gert lífeyrissjóðum kleift að takast sameiginlega á við stór verkefni með eiginfjárframlagi og með starfsmönnum sem er ætlað það hlutverk að vera beinir aðilar að stjórnum fyrirtækjanna. Í þriðja lagi hefur skipt miklu máli að lífeyrissjóðirnir hafa haft bein áhrif og verið mótandi um fjárfestingastefnu og skipun stjórnar. Framundan eru miklar fjárfestingar í innviðum og ýmsum stórum verkefnum sem krefjast samstarfs opinberra aðila og einkaaðila. Ríkissjóður er ekki einn fær um að takast á við öll verkefni og oft eru slík verkefni ekki heldur á færi einstaklinga. Þar mættu lífeyrissjóðirnir horfa til þess tíma árið 2009 þegar þeir sáu það tækifæri sem framundan var í kjölfar bankahrunsins. Í dag eru líka tækifæri sem vert er að nýta. Þannig gæti fjárfesting í stórum fjárfestingarverkefnum gefið lífeyrissjóðum kost á að leggja bæði til eigið fé og kaupa skuldabréf auk þess að vera áhrifavaldar við uppbyggingu nýrra verkefna á samfélagslegum grunni. Hluthafar FSÍ þekkja vel til þessara vangaveltna í gegnum kynningar á hugmyndum um stofnun HAGÍS á síðasta ári. Ég vil þakka stjórnarfólki, starfsfólki og stjórnendum þeirra félaga sem eru í eigu sjóðsins fyrir þeirra störf á árinu. Þá þakka ég samstarfsfólki mínu í stjórn FSÍ fyrir samstarfið og starfsfólki sjóðsins fyrir framúrskarandi starf við uppbyggingu sjóðsins og núna síðustu misserin við sölu eigna sjóðsins með góðum árangri.

Reykjavík, 12. mars 2016 Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður

ÁRSSKÝRSLA 2015

5


STJÓRN FRAMTAKSSJÓÐS ÍSLANDS

Þorkell Sigurlaugsson,

6

Guðrún Björg Birgisdóttir

stjórnarformaður

Helga Árnadóttir, varaformaður

Þorkell er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði hjá Eimskip, lengst af sem framkvæmdastjóri og síðan sem framkvæmdastjóri hjá Burðarási, fjárfestingafélagi Eimskips, til ársins 2004. Þorkell hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og hefur yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu auk þess sem hann hefur skrifað greinar og bækur um stjórnunarmál. Þorkell hefur frá árinu 2004 starfað sem framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík í ýmsum verkefnum og er nú framkvæmdastjóri 350 íbúða Háskólagarða HR sem eru að fara í uppbyggingu á lóð háskólans við rætur Öskjuhlíðar.

Helga er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar en var áður framkvæmdastjóri VR. Hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur (Cand. oecon.) frá Háskóla Íslands árið 1997 og lauk MS-prófi í fjármálum (MSIM) frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Á árunum 2008–2011 starfaði hún sem sviðsstjóri rekstrar- og fjármálasviðs VR. Áratuginn þar á undan starfaði Helga hjá Icelandair, fyrst í hagdeild en lengst af á sölu- og markaðssviði félagsins, m.a. sem sölu- og markaðsstjóri á Íslandi og síðast sem forstöðumaður Vildarklúbbs félagsins. Þá hefur Helga setið í stjórnum, nefndum og ráðum fyrirtækja og félagasamtaka.

Guðrún Björg er hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri og eigandi lögmannsstofunnar Logia. Auk lögmannsstarfa hefur hún gegnt stöðu yfirlögfræðings hjá Marel og fyrirtækjaráðgjöf Nýja Kaupþings. Frá árinu 2010 hefur hún setið í stjórn ýmissa fjármálafyrirtækja, bæði starfandi fjármálafyrirtækja og fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Guðrún var varaformaður stjórnar fjárfestingarfélagsins Horns hf., tilnefnd af Landsbanka Íslands. Auk þessa hefur hún gegnt trúnaðarstörfum og setið í stjórn Lögmannafélags Íslands.

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S


Hjörleifur Pálsson

Sveinn Hannesson

Hjörleifur starfar sem óháður stjórnarmaður og ráðgjafi. Hann var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar 2001 til 2013 og starfaði sem endurskoðandi frá 1989 til 2001. Hjörleifur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1988 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa 1989. Hann er formaður stjórnar Háskólans í Reykjavík og formaður háskólaráðs, situr í stjórn Akurs fjárfestinga slhf., Brunns vaxtarsjóðs slhf., Herberia ehf. og Fjarskipta hf. Hjörleifur sat í stjórn Samtaka atvinnulífsins 2010 til 2014 og í framkvæmdastjórn samtakanna 2013 til 2014.

Sveinn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1974 og starfaði eftir það í eitt ár hjá Ríkisábyrgðasjóði, síðan hjá Landssambandi iðnaðarmanna frá árinu 1975 til 1982, þegar hann var ráðinn forstöðumaður hagdeildar og síðar lánasviðs Iðnaðarbanka Íslands. Haustið 1986 var hann ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Lýsingar hf. eignarleigu, sem þá var að hefja starfsemi. Hann gegndi því starfi til ársins 1992 en þá var hann ráðinn framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og síðan Samtaka iðnaðarins. Gegndi því starfi til ársloka 2007 eða nærri 16 ár en síðan hefur hann verið framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar hf. og dótturfyrirtækja. Sveinn hefur setið í stjórnum ýmissa fjármálastofnana, hlutabréfasjóða, þróunarfyrirtækja, hugverkaverndarog verktakafyrirtækja undanfarna þrjá áratugi. Einnig sat hann í stjórn þriggja lífeyrissjóða og í stjórn VSÍ og síðan SA í rúman áratug.

ÁRSSKÝRSLA 2015

7


ÁR ÚRVINNSLU

Starfsfólk FSÍ

Björk Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri

Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri

Kristinn Pálmason, fjárfestingastjóri

Rebekka Jóelsdóttir, fjárfestingastjóri

Alls voru 2,1 milljarður króna greiddir til hluthafa Framtakssjóðsins á árinu. Alls hefur sjóðurinn greitt eigendum sínum tæplega 34 milljarða króna. Sjóðurinn hefur fjárfest í níu félögum frá stofnun en tvö eru í núverandi eignasafni. Þau eru: Icelandic Group og Invent Farma. Aðrar eignir í umsjá sjóðsins eru annars vegar IEI slhf. sem hefur að geyma hluta söluandvirðis eigna Icelandic Group í USA og hins vegar IEI II hf. sem hefur að geyma söluandvirði eigna Promens. Andvirði annarra innleystra eigna hefur verið ráðstafað beint til eigenda. Seðlabanki Íslands hefur heimilað að undirliggjandi eignum IEI verði dreift til hluthafa og er unnið að því innan FSÍ. Árið 2015 var sjötta starfsár Framtakssjóðs Íslands. Þær breytingar urðu á eignasafni sjóðsins á árinu að seldur var 32% hlutur í Advania.

8

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S

Hagnaður af starfsemi sjóðsins nam 594 milljónum króna árið 2015, samanborið við 462 milljónir króna árið áður. Hagnaður ársins skýrist að mestu af sölu hluta í Advania. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 20,5 milljörðum króna en þær voru 21,9 milljarðar á sama tíma 2014. Eigið fé í árslok var 20,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 100%. Eignarhlutir sjóðsins í fyrirtækjum eru færðir á kostnaðarverði. Sjóðurinn hefur, í samvinnu við endurskoðendur félagsins, lagt mat á áætlað gangvirði eignarhluta félaga í eignasafni sjóðsins og er metið að það sé ekki undir 36,6 milljörðum króna, en bókfært verð sömu eigna er 20,4 milljarðar króna. Áætlað virði miðast við niðurstöður virðisrýrnunarprófa undirliggjandi eigna. Auk þess er í umsjá sjóðsins IEI slhf. en gangvirði eigna þess er 12,7 milljarðar króna en bókfært virði sömu eigna er 6,8 milljarðar króna.


LYKILTÖLUR UM FJÁRFESTINGARÁRANGUR Endurgreiðslur á móti inngreiðslum (DPI)

0,78x

Hrein eign sjóðsins á móti heildarinngreiðslum (RVPI)

1,14x

Heildarverðmæti á móti heildarinngreiðslum (TVPI)

1,92x

Inngreiðslur á móti áskriftarskuldbindingum

0,91x

Endurmetin hrein eign (NAV) á móti heildarfjárfestingu í fyrirtækjum

1,82x

ICELANDIC GROUP ICELANDIC GROUP 1 00%

100%

INVENT FARMA INVENT FARMA 38% 38%

HEILDARVERÐMÆTI FRÁ STOFNUN

ÚTGREIÐSLUR

(milljónir kr.)

(milljarðar kr.)

90

16

HEILDARVERÐMÆTI FRÁ STOFNUN

(milljónir kr.)

80 70 60 50 40 30 20 10 0

14

22.285

70

Gangvirði

22.285 IEI II 14.498 Gangvirði

50

IEI 12.628 IEI II 14.498

40 30

10 0

16

14,4

12 14

60

20

14,4

(milljarðar kr.)

80

90

ÚTGREIÐSLUR

43.289

IEI 12.628 Útgreiðslur 33.849

43.289

Útgreiðslur 33.849 Inngreiðslur Heildarvirði Inngreiðslur Heildarvirði

10

9,0

12 8 10

9,0 6

5,6

8 4 6

2,7

5,6

2,1

2 4 0 2 0

2,7 2011 2011

2012 2012

2013 2013

2014 2014

2,1 2015 2015

ÁRSSKÝRSLA 2015

9


EIGNARHLUTIR FSÍ Í FÉLÖGUM

LYKILTÖLUR í milljónum evra

2015

Tekjur 536 EBITDA 18,3 Afkoma 7,9 Eigið fé 140 Eiginfjárhlutfall 47,3% Fjöldi starfsfólks 1.604 Af áframhaldandi starfsemi.

TEKJUR

EBITDA

(milljónir evra)

AFKOMA

(milljónir evra)

600

(milljónir evra)

20

18,3

536 494

12,6 300

2

10

-3 -4 -5

2015

0

10

-2

100

2014

2014

2015

-6

5

-5,4 2014

2015

Icelandic Group er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með meira en sjö áratuga sögu í alþjóðlegum sjávarútvegi. Með því að halda í heiðri þrautreyndar íslenskar hefðir og hafa augun opin fyrir nýjungum og tækifærum hefur Icelandic náð sterkri stöðu á fjölmörgum mörkuðum. Velta Icelandic nam u.þ.b. 86 milljörðum króna (€582m) og eru starfsmenn ríflega 1.600 um allan heim. Þjónusta við íslenska framleiðendur leikur lykilhlutverk í starfseminni og hjá Icelandic starfar samhentur hópur að því að stilla saman veiðar, vinnslu nýsköpun og sölu og markaðssetningu sjávarfangs um víða veröld.

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S

5

20

ICELANDIC GROUP

10

8,8

40

-1 5

10

15

1

200

21,4

60

0

0

15 20

3

18,2

25

84,2

4

400

20

29,6

96,6

6 80

AFKOMA

(milljónir evra)

30

7,9

5

15

EBITDA (milljónir evra)

100

8 7

500

TEKJUR (milljónir evra)

0

2014

2015

0

2014

2015

0

2014

2015


Invent Farma LYKILTÖLUR í milljónum evra

2015

Tekjur 96,6 EBITDA 29,6 Afkoma 18,2 Eigið fé 55,1 Eiginfjárhlutfall 49,7% Fjöldi stöðugilda 436 Óendurskoðaðar tölur.

TEKJUR

EBITDA

(milljónir evra)

AFKOMA

(milljónir evra)

600

(milljónir evra)

20

18,3

536 494

12,6 300

2

10

-3 -4 -5

2015

0

10

-2

100

2014

8,8

40

-1 5

2014

2015

-6

10

15

1

200

21,4

60

0

0

15 20

3

18,2

25

84,2

4

400

20

29,6

96,6

6 80

AFKOMA

(milljónir evra)

30

7,9

5

15

EBITDA (milljónir evra)

100

8 7

500

TEKJUR (milljónir evra)

5

20

5

-5,4 2014

2015

0

2014

2015

0

2014

2015

0

2014

2015

INVENT FARMA Invent Farma ehf. er íslenskt samheitalyfjafyrirtæki sem samanstendur af þremur einingum: Inke, Lesvi og Qualigen, með meginþunga starfsemi á Spáni. Framleiðsla félagsins skiptist í samheitalyfjaframleiðslu á tilbúnum lyfjum og framleiðslu á virkum lyfjaefnum með efnafræðilegum aðferðum. Verksmiðjur félagsins ráða yfir aðferðum til að framleiða flestar tegundir virkra lyfjaefna og lyfjaforma, þ.m.t. steríl innrennslislyf. Félagið markaðssetur og selur samheitalyf undir eigin vörumerkjum á Spáni, en selur lyf og virk lyfjaefni í heildsölu til fyrirtækja um allan heim. Sala félagsins er vel dreifð, bæði landfræðilega og eftir viðskiptavinum, sem dregur úr áhættu í rekstri félagsins. Spánn er stærsti markaður félagsins fyrir samheitalyf en Japan og Bandaríkin í virkum lyfjaefnum.

ÁRSSKÝRSLA 2015

11


ÁRSREIKNINGAR

2015 12

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S


FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS SLHF.

ÁRSSKÝRSLA 2015

13


FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS SLHF. Áritun óháðs endurskoðanda

Til stjórnar og hluthafa í FSÍ (Framtakssjóði Íslands) slhf. Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2015. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikn-ingnum Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka. Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Ábyrgð endurskoðenda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum, skipuleggja og haga endurskoðuninni

Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2015, efnahag þess 31. desember 2015 og breytingu á handbæru fé á árinu 2015, í samræmi við lög um ársreikninga.

Kópavogur, 15. febrúar 2016 Deloitte ehf. Guðmundur Kjartansson endurskoðandi

14

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.


Skýrsla stjórnar

FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. var stofnaður í lok árs 2009 og er tilgangur sjóðsins að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum. Nýfjárfestingatímabili Framtakssjóðs Íslands slhf. lauk í febrúar 2015 en starfsemi sjóðsins er til ársins 2019. Stjórn FSÍ GP hf. er þó heimilt að lengja líftíma sjóðsins tvisvar sinnum, um eitt ár í senn. Starfrækslutími getur því að hámarki varað til ársins 2021. Núverandi starfsemi sjóðsins er að fylgja eftir fjárfestingum sínum og er honum heimilt að ráðast í frekari fjárfestingar ef það er til þess fallið að vernda eða auka verðgildi fjárfestinga sjóðsins. Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2015 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Eignarhlutar í félögum eru færðir á kostnaðarverði. Hagnaður Framtakssjóðs Íslands slhf. á árinu 2015 nam um 595 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir sjóðsins um 20.548 milljónum króna og bókfært eigið fé í árslok er um 20.538 milljónir króna. Eiginfjárhlutfallið er um 100%. Eins og fram kemur í skýringu nr. 4 þá er það mat sjóðsins að áætlað gangvirði eignarhluta í öðrum félögum sé um 36.619 milljónir króna en bókfært verð sömu eigna er um 20.374 milljónir króna. Engin ársverk eru hjá sjóðnum. Innan sjóðsins er virk áhættustýring sem hefur það

hlutverk að stjórna þeirri rekstrartengdu áhættu sem sjóðurinn býr við. Helstu áhættuþættir koma fram í skýringu nr. 9. Framtakssjóður Íslands slhf. seldi á tímabilinu allan eignarhlut sinn í Advania hf eða um 32% hlut. Í lok ársins voru hluthafar í sjóðnum 18. Tíu stærstu hluthafarnir eru eftirfarandi: Lífeyrissjóður verslunarmanna 19,9%, Landsbankinn hf. 17,7%, Gildi lífeyrissjóður 16,5%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn 8,9%, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 8,5%, LSR A-deild 7,4%, Stafir lífeyrissjóður 5,5%, Festa lífeyrissjóður 2,8%, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,8% og Almenni lífeyrissjóðurinn 2,3%. Stjórn sjóðsins gerir ekki tillögu um að greiddur verði arður til hluthafa en vísar að öðru leyti í ársreikninginn um breytingar á eigin fé sjóðsins og ráðstöfun hagnaðar. Það er álit stjórnar og framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands slhf. að í ársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu sjóðsins í lok ársins, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu. Stjórn og framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands slhf. staðfesta hér með ársreikning sjóðsins fyrir árið 2015 með undirritun sinni.

Reykjavík, 15. febrúar 2016 Í stjórn: Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarmaður

Framkvæmdastjóri: Herdís Dröfn Fjeldsted

ÁRSSKÝRSLA 2015

15


Rekstrarreikningur ársins 2015

Skýr. 2015

2014

Vaxtatekjur og arður 3 36.416.442 463.238.341 Matsbreyting eignarhluta 4 809.481.924 (161.968.832) Bakfærð virðisrýrnun eignarhluta 4 0 403.000.000 845.898.366 704.269.509 Umsýslukostnaður (198.580.596) (202.966.569) Beinn kostnaður vegna fjárfestinga 10 (43.789.441) (30.313.800) Annar rekstrarkostnaður (9.001.632) (9.179.269) (251.371.669) (242.459.638) Hagnaður ársins 594.526.697 461.809.871

16

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.


Efnahagsreikningur 31. desember 2015

Eignir Skýr. 31.12.2015 31.12.2014 Fjárfestingar Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði 4 20.118.010.543 21.441.452.997 Skuldabréfaeign á tengd félög 8 255.841.000 0 20.373.851.543 21.441.452.997 Veltufjármunir Aðrar skammtímakröfur 5 96.096.002 146.454.366 Handbært fé 5 77.734.446 266.144.233 173.830.448 412.598.599 Eignir 20.547.681.991 21.854.051.596 Eigið fé og skuldir Eigið fé 6 Hlutafé 20.398.541 22.290.541 Yfirverðsreikningur 18.362.346.630 20.252.454.630 Lögbundinn varasjóður 5.686.309 5.686.309 Óráðstafað eigið fé 2.149.653.587 1.555.126.890 Eigið fé 20.538.085.067 21.835.558.370 Skammtímaskuldir Skuldir við tengd félög 8 5.649.055 15.758.863 Aðrar skammtímaskuldir 7 3.947.869 2.734.363 9.596.924 18.493.226 Skuldir 9.596.924 18.493.226 Eigið fé og skuldir 20.547.681.991 21.854.051.596

ÁRSSKÝRSLA 2015

17


Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2015

Skýr. 2015 2014 Rekstrarhreyfingar Rekstrarhagnaður 594.526.697 461.809.871 Óinnleystur hagnaður á markaðsverði eignarhluta 4 0 7.203.804.985 Virðisrýrnun eignarhluta færð til baka 4 0 (403.000.000) Veltufé frá rekstri 594.526.697 7.262.614.856 Breyting rekstrartengdra eigna og skulda: Rekstrartengdar eignir, lækkun (hækkun) 34.517.364 (55.433.923) Rekstrartengdar skuldir, (lækkun) (8.896.302) (50.551.828) Handbært fé frá rekstri 620.147.759 7.156.629.105 Fjárfestingahreyfingar Endurgreitt kaupverð fjárfestingaverðbréfa 4 1.323.442.454 3.459.787.917 (Hækkun) á kröfum á tengd félög (240.000.000) 0 1.083.442.454 3.459.787.917 Fjármögnunarhreyfingar Greiddur arður 6 0 (6.588.000.000) Innborgað hlutafé 6 240.000.000 0 Útborgað hlutafé 6 (2.132.000.000) (3.600.000.000) Sérstakur sjóður greiddur út til hluthafa 6 0 (4.231.597.167) (1.892.000.000) (14.419.597.167) Lækkun handbærs fjár (188.409.787) (3.803.180.145) Handbært fé í upphafi árs 266.144.233 4.069.324.378 Handbært fé í lok ársins 77.734.446 266.144.233

18

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.


Skýringar

1. Starfsemi FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. var stofnað á árinu 2009 og er tilgangur sjóðsins að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Í árslok 2013 var FSÍ skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf. Framtakssjóður Íslands slhf. er samlagshlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samlagshlutafélag er sú tegund samlagsfélaga þar sem einn eða fleiri félagsmenn (ábyrgðaraðilar) bera beina og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir félagsmenn (hluthafar), einn eða fleiri bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli framlaga sem mynda hlutafé í félaginu. Ábyrgðaraðilar geta jafnframt verið hluthafar. Ábyrgðaraðili FSÍ slhf. er FSÍ GP hf.

2. Reikningsskilaaðferðir Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2015 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum að því undanskyldu að markaðsbréf eru færð á gangverði. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum. Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins. Mat og ákvarðanir Við gerð ársreiknings þurfa stjórnendur, í samræmi við lög um ársreikninga, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem þær eiga sér stað. Vaxtatekjur Vaxtatekjur eru færðar fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við viðeigandi höfuðstól og vaxtaprósentu. Umsýsluþóknun Framtakssjóður Íslands slhf. greiðir til Framtakssjóðs Íslands GP hf. umsýsluþóknun í samræmi við skilmála félagsins. Umsýsluþóknuninni er ætlað að standa straum af útlögðum kostnaði er fellur til við rekstur Framtakssjóðs Íslands GP hf. að frádregnum öðrum rekstrartekjum. Fjármagnskostnaður Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstrarreikning á því tímabili sem hann fellur til. Skattamál Félagið er ekki sjálfstæður skattaðili og skattar því ekki reiknaðir í ársreikningnum. Virðisrýrnun Á hverjum reikningsskiladegi er bókfært verð eigna metið með tilliti til virðisrýrnunar. Komi fram vísbending um virðisrýrnun er endurheimtanlegt virði eignarinnar metið í því skyni að hægt sé að ákvarða hversu víðtæk virðisrýrnun er sé um slíkt að ræða. Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði eru eignarhlutar í dóttur- og hlutdeildarfélögum. Eignarhlutarnir eru metnir á kostnaðarverði að teknu tilliti til virðisrýrnunar. Eignarhlutar í félögum á markaðsverði Eignarhlutar í félögum á markaðsverði eru þeir eignarhlutar sem skráðir eru á virkum markaði og keyptir í þeim tilgangi að hagnast á verðbreytingum á skipulögðum markaði. Þeir eru færðir á markaðsverði og færist matsbreyting í rekstrarreikning á því tímabili sem hún fellur til.

ÁRSSKÝRSLA 2015

19


Skýringar 3. Vaxtatekjur og arður

2015

2014

Vaxtatekjur af bankainnstæðum

20.672.461

117.020.941

Vaxtatekjur af skuldabréfaeign

15.841.000

0

Arður af hlutabréfaeign

0

344.872.179

Aðrar vaxtatekjur

0

1.377.221

Gengistap á gjaldeyrisreikningi

(97.019)

(32.000)

36.416.442

463.238.341

4. Eignarhlutar í félögum

2015

2014

Eignarhlutar í félögum færðir á kostnaðarverði: Staða í ársbyrjun

21.441.452.997 21.371.871.871

Selt á árinu

(2.132.924.378)

(369.430.952)

Bakfærð virðisrýrnun eignarhluta

0

403.000.000

Innleystur söluhagnaður

809.481.924

36.012.078

Kostnaðarverð í lok ársins

20.118.010.543 21.441.452.997

Eignarhlutar í félögum færðir á markaðsverði: Staða í ársbyrjun

0 10.330.174.028

Selt á árinu

0 (10.132.193.118)

Innleystur söluhagnaður

0

7.005.824.075

Fært í markaðsverð

0

(7.203.804.985)

Bókfært verð eignarhluta í lok ársins

0

0

Innleystur söluhagnaður eignarhluta færðir á kostnaðarverði

809.481.924

36.012.078

Innleystur söluhagnaður eignarhluta færðir á markaðsverði

0

7.005.824.075

Óinnleystur hagnaður eignarhluta, breyting á markaðsverði

0

(7.203.804.985)

Matsbreyting eignarhluta

809.481.924

(161.968.832)

Matsbreyting eignarhluta:

20

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.


Skýringar

Yfirlit yfir eignarhluta í félögum á kostnaðarverði: Hlutdeild % Eignarhlutur í Icelandic Group hf. ( eigin hlutabréf félagsins nema 10% )

Nafnverð

90,0% 1.418.962.093 ISK

Eignarhlutur í IEI II hf. ( áður Promens hf.)

100,0%

Eignarhlutur í Invent Farma

28.234.814 EUR

38,0% 5.016.385 EUR

Félagið hefur í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal IFRS 13, lagt mat á virði eignarhluta sem það hefur fjárfest í. Félagið styðst einnig við leiðbeiningar IPEV um verðmat (International Private Equity and Venture Capital Investor Valuation Guidelines). Virði eignarhluta í félögum sem eru með skráð hlutabréf sín á markaði eru metin á markaðsverði en aðrir eignarhlutar eru metnir á áætluðu gangvirði (Fair Value). Gangvirðismatið er framkvæmt á þann hátt að framtíðarsjóðflæði hverrar sjóðsskapandi einingar er reiknað og byggir á áætlunum viðkomandi einingar. Framtíðarsjóðflæðið er núvirt með ávöxtunarkröfu reiknaðs WACC (Weighted Average Cost of Capital) hverrar einingar og í samræmi við CAPM (Capital Asset Pricing Model). Útkoma gangvirðisprófsins er einnig borið saman við virðismargfaldara samanburðarfélaga og þannig sannreynt að gangvirðið sé ekki ofmetið. Félagið hefur einnig fjárfest í formi skuldabréfaláns til eins félagsins sem er fært meðal fjárfestinga í efnahagsreikningi og er það mat félagsins að áætlað gangvirði þessara heildarhagsmuna sé um 36.619 milljónir króna en bókfært verð sömu eigna er 20.374 milljónir króna. Gangvirðismat er háð utanaðkomandi áhættuþáttum svo sem breytingu á gengi gjaldmiðla, vaxtastigi, skatthlutfalli, flökti í arðsemi hlutabréfa og markaðsálagi.

5. Aðrar peningalegar eignir Aðrar skammtímakröfur

31.12.2015

Fjármagnstekjuskattur

96.096.002

146.454.366

31.12.2014

96.096.002

146.454.366

Handbært fé

31.12.2015

Óbundnar bankainnstæður í íslenskum krónum

76.675.287

264.988.479

Óbundnar bankainnstæður í erlendri mynt

1.059.159

1.155.754

77.734.446

266.144.233

31.12.2014

ÁRSSKÝRSLA 2015

21


Skýringar

6. Eigið fé Útgefnir hlutir í lok ársins eru alls 20.398.541 og er nafnverð hvers hlutar ein íslensk króna. Hver króna nafnverðs jafngildir einu atkvæði. Eigið fé greinist þannig: Hlutafé Eigið fé 1.1 2014

22.290.541

Yfirverðs- reikningur

Sérstakur Lögbundinn sjóður varasjóður

20.252.454.630 4.231.597.167

Óráðstafað eigið fé

5.686.309 7.681.317.019

Útgreiðsla til hluthafa (4.231.597.167) Greiddur arður (6.588.000.000) Hagnaður ársins Eigið fé 1.1 2015

22.290.541

20.252.454.630

Lækkun hlutafjár

(2.132.000)

(2.129.868.000)

Hækkun hlutafjár

240.000

0

239.760.000

Hagnaður ársins Eigið fé 31.12 2015

22

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.

20.398.541

461.809.871

5.686.309 1.555.126.890

18.362.346.630

0

594.526.697

5.686.309 2.149.653.587


Skýringar

Hlutafé alls Hlutdeild í eigin fé

Hluthafar: Lífeyrissjóður verslunarmanna

19,9% 4.062.081

4.089.869.228

Landsbankinn hf.

17,7% 3.610.880

3.635.581.614

Gildi lífeyrissjóður

16,5% 3.364.790

3.387.808.140

Sameinaði lífeyrissjóðurinn

8,9% 1.820.866

1.833.322.334

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

8,5% 1.739.571

1.751.471.205

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild

7,4% 1.500.724

1.510.990.280

Stafir lífeyrissjóður

5,5% 1.125.541

1.133.240.696

Festa lífeyrissjóður

2,8% 562.769

566.618.838

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga

2,8% 562.769

566.618.838

Almenni lífeyrissjóðurinn

2,3% 471.556

474.781.860

Lífeyrissjóður Bankamanna aldursdeild

2,0% 398.190

400.913.972

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja

1,7% 355.051

357.479.863

Lífeyrissjóður verkfræðinga

1,1% 225.107

226.646.931

Íslenski lífeyrissjóðurinn

1,0% 205.855

207.263.230

Eftirlaunasjóður FÍA

0,8% 157.575

158.652.952

Lífeyrissjóður Rangæinga

0,6% 119.306

120.122.159

VÍS hf.

0,6% 112.554

113.323.969

Framtakssjóður Íslands GP hf.

0,0%

3.356

3.378.958

20.398.541

20.538.085.067

7. Aðrar peningalegar skuldir Aðrar skammtímaskuldir

31.12.2015

31.12.2014

Ógreiddur kostnaður

3.947.869

2.734.363

3.947.869

2.734.363

ÁRSSKÝRSLA 2015

23


Skýringar 8. Tengdir aðilar Tengdir aðilar eru þeir aðilar sem hafa umtalsverð áhrif á félagið, beint eða óbeint, þ.m.t. móðurfélag, eigendur og fjölskyldur þeirra, stórir fjárfestar, lykilstarfsmenn og fjölskyldur sem og aðilar sem er stjórnað af eða eru verulega háðir félaginu, s.s. hlutdeildarfélög og samrekstrarfélög. Viðskipti við tengda aðila hafa verið gerð á sambærilegum grundvelli og viðskipti við ótengda aðila. Upplýsingar varðandi tengda aðila eru eftirfarandi: Viðskipti við tengd félög árið 2015: Keypt þjónusta Seld þjónusta

Handbært fé

Skuldir

FSÍ GP hf., ábyrgðaraðili

198.580.596

0

0

5.649.055

IEI II hf., dótturfélag

0

15.841.000

255.841.000

0

198.580.596

15.841.000

255.841.000

5.649.055

Viðskipti við tengd félög árið 2014:

Kröfur og Handbært fé

Skuldir 15.758.863

Keypt þjónusta Seld þjónusta FSÍ GP hf., ábyrgðaraðili

202.966.569

0

0

0

82.060.877

3.044.427

0

202.966.569

82.060.877

3.044.427

15.758.863

Landsbankinn hf., hluthafi

9. Áhættustýring S tjórnendur félagsins fylgjast með þeirri áhættu sem steðjar að undirliggjandi eignum félagsins. Þessir þættir eru hlutabréfaáhætta, vaxtaáhætta og gjaldmiðlaáhætta. Félagið býr við markaðsáhættu vegna gengis hlutabréfa á mörkuðum og virði eignarhluta við sölu. Í skýringu nr. 4 kemur fram bókfært virði þessara eigna og áætlað gangvirði þeirra Félagið hefur ekki gert afleiðusamninga en býr við vaxtaáhættu sem sveiflast vegna breytinga á markaðsvöxtum. Vaxtaáhættan snýr að peningalegum eignum félagsins en er einnig fólgin í framtíðarsjóðflæði undirliggjandi eigna í þeim félögum sem félagið hefur fjárfest í. Félagið býr við gjaldmiðlaáhættu aðallega vegna sjóðflæðis undirliggjandi eigna.

10. Önnur mál Á árinu 2015 voru gjaldfærðar á reikningsliðinn beinn kostnaður fjárfestinga 32,9 milljónir króna vegna virðisaukaskatts af þjónustukaupum erlendra sérfræðinga á árunum 2010 til 2013.

11. Samþykki ársreiknings Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi þann 15. febrúar 2016. 12. Kennitölur Úr rekstrarreikningi: Arðsemi Hagnaður ársins Úr efnahagsreikningi:

2015 2014 594.526.697

461.809.871

31.12.2015 31.12.2014

Fjárhagslegur styrkur Innra virði hlutafjár - Eigið fé/hlutafé Eiginfjárhlutfall - Eigið fé/Skuldir og eigið fé

24

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.

1006,8 100,0%

979,6 99,9%


IEI SLHF.

ÁRSSKÝRSLA 2015

25


IEI SLHF.

Áritun óháðs endurskoðanda

Til stjórnar og hluthafa í IEI slhf. Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning IEI slhf. fyrir árið 2015. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikn-ingnum Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð endurskoðenda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum, skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka.

Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2015, efnahag þess 31. desember 2015 og breytingu á handbæru fé á árinu 2015, í samræmi við lög um ársreikninga. .

Kópavogur, 15. febrúar 2016 Deloitte ehf. Guðmundur Kjartansson endurskoðandi

26

I E I S L H F.


Skýrsla stjórnar

IEI slhf. var stofnað í árslok 2013 þegar FSÍ ( Framtakssjóður Íslands ) slhf var skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf og IEI slhf. Stefna félagsins er að fjárfesta í fyrirtækjum á Íslandi eða erlendis. Ársreikningur IEI slhf. fyrir árið 2015 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Eignarhlutar í félögum eru færðir á kostnaðarverði. Tap IEI slhf. á árinu 2015 nam um 23 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir félagsins 6.751 milljón króna og bókfært eigið fé í árslok er 6.705 milljónir króna. Eiginfjárhlutfallið er 99,3%. Eins og fram kemur í skýringu nr. 4 þá er það mat félagsins að áætlað gangvirði þessara eigna sé um 12.674 milljónir króna en bókfært verð sömu eigna er 6.751 milljónir króna. Engin ársverk eru hjá félaginu. Innan félagsins er virk áhættustýring sem hefur það hlutverk að stjórna þeirri rekstrartengdu áhættu sem félagið býr við. Helstu áhættuþættir koma fram í skýringu nr. 8. Eina fjárfesting félagsins er 100% eignarhlutur í Icelandic Group Investment ehf sem félagið eignaðist við stofnun IEI slhf þegar FSÍ slhf var skipt upp. Eina eign þess félags er fjárfesting í dótturfélaginu Marhua B.V.

í Hollandi sem það á að fullu. Marhua heldur utan um fjárfestingu á hlutdeild í hlutabréfasjóðnum Vanguard Global Stock Index. Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 17. Tíu stærstu hluthafarnir eru eftirfarandi: Lífeyrissjóður verslunarmanna 19,9%, Gildi lífeyrissjóður 19,9%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn 10,4%, Almenni lífeyrissjóðurinn 9,8%, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 8,6%, LSR A-deild 7,4%, Festa lífeyrissjóður 6,8%, Stafir lífeyrissjóður 5,5%, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,8% og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 2,4%. Stjórn félagsins leggur ekki til að greiddur verði arður til hluthafa en vísar að öðru leyti til ársreikningsins varðandi ráðstöfun hagnaðar. Það er álit stjórnar og framkvæmdastjóra IEI slhf. að í ársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins í lok ársins, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu. Stjórn og framkvæmdastjóri IEI slhf. staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2015 með undirritun sinni.

Reykjavík, 15. febrúar 2016 Í stjórn: Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarmaður Framkvæmdastjóri: Herdís Dröfn Fjeldsted

ÁRSSKÝRSLA 2015

27


Rekstrarreikningur ársins 2015

28

Skýr. 2015

2014

Vaxtatekjur 0 Umsýslukostnaður (22.004.373) Annar rekstrarkostnaður (1.286.145) Tap ársins (23.290.518)

1.270.000

I E I S L H F.

(22.612.061) (1.665.534) (23.007.595)


Efnahagsreikningur 31. desember 2015

Eignir Skýr. 31.12.2015 31.12.2014 Fjárfestingar Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði 4 6.750.878.700 6.750.878.700 6.750.878.700 6.750.878.700 Eignir 6.750.878.700 6.750.878.700 Eigið fé og skuldir 31.12.2015 31.12.2014 Eigið fé 5 Hlutafé 4.504.000.000 4.504.000.000 Yfirverðsreikningur 1.780.199.286 1.780.199.286 Lögbundinn varasjóður 469.627 469.627 Óráðstafað eigið fé 419.911.674 443.202.192 Eigið fé 6.704.580.587 6.727.871.105 Skammtímaskuldir Skuldir við tengd félög 7 45.403.113 21.892.145 Aðrar skammtímaskuldir 6 895.000 1.115.450 Skuldir 46.298.113 23.007.595 Eigið fé og skuldir 6.750.878.700 6.750.878.700

ÁRSSKÝRSLA 2015

29


Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2015

Skýr. 2015 2014 Rekstrarhreyfingar Rekstrartap (23.290.518) (23.007.595) Veltufé til rekstrar (23.290.518) (23.007.595) Breyting rekstrartengdra eigna og skulda: Rekstrartengdar skuldir, hækkun (220.450) 1.115.450 Handbært fé til rekstrar (23.510.968) (21.892.145) Fjárfestingahreyfingar Fjárfest í dótturfélagi 4 0 (4.500.000.000) 0 (4.500.000.000) Fjármögnunarhreyfingar Innborgað hlutafé 5 0 4.500.000.000 Hækkun á skuldum við tengd félög 23.510.968 21.892.145 23.510.968 4.521.892.145 Hækkun handbærs fjár 0 0 Handbært fé í upphafi árs 0 0 Handbært fé í lok ársins 0 0

30

I E I S L H F.


Skýringar

1. Starfsemi IEI slhf. var stofnað í árslok 2013 þegar FSÍ (Framtakssjóði Íslands) slhf var skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf og IEI slhf. og er stefna félagsins að fjárfesta í fyrirtækjum á Íslandi og erlendis. IEI slhf. er samlagshlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samlagshlutafélag er sú tegund samlagsfélaga þar sem einn eða fleiri félagsmenn (ábyrgðaraðilar) bera beina og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir félagsmenn (hluthafar), einn eða fleiri bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli framlaga sem mynda hlutafé í félaginu. Ábyrgðaraðilar geta jafnframt verið hluthafar. Ábyrgðaraðili IEI slhf. er FSÍ GP hf.

2. Reikningsskilaaðferðir

Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningur IEI slhf. fyrir árið 2015 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum að því undanskyldu að markaðsbréf eru færð á gangverði. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum. Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins. Mat og ákvarðanir Við gerð ársreiknings þurfa stjórnendur, í samræmi við lög um ársreikninga, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem þær eiga sér stað. Umsýsluþóknun IEI slhf. greiðir til Framtakssjóðs Íslands GP hf. umsýsluþóknun í samræmi við skilmála félagsins. Umsýsluþóknun er ætlað að standa straum af útlögðum kostnaði er fellur til við rekstur Framtakssjóðs Íslands GP hf. að frádregnum öðrum rekstrartekjum. Skattamál Félagið er ekki sjálfstæður skattaðili og skattar því ekki reiknaðir í ársreikningnum. Virðisrýrnun Á hverjum reikningsskiladegi er bókfært verð eigna metið með tilliti til virðisrýrnunar. Komi fram vísbending um virðisrýrnun er endurheimtanlegt virði eignarinnar metið í því skyni að hægt sé að ákvarða hversu víðtæk virðisrýrnun er sé um slíkt að ræða. Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði eru eignarhlutar í dóttur- og hlutdeildarfélögum. Eignarhlutarnir eru metnir á kostnaðarverði að teknu tilliti til virðisrýrnunar.

ÁRSSKÝRSLA 2015

31


Skýringar 3. Vaxtatekjur 2015 0

Reiknaðar vaxtatekjur frá FSÍ GP hf.

2014 1.270.000

0 1.270.000 4. Eignarhlutar í félögum 2015 2014 Eignarhlutar í félögum færðir á kostnaðarverði: Staða í ársbyrjun

6.750.878.700

2.250.878.700

Keypt á árinu

0

4.500.000.000

Kostnaðarverð í lok ársins

6.750.878.700

6.750.878.700

Yfirlit yfir eignarhluta í félögum á kostnaðarverði: Hlutdeild % Nafnverð Eignarhlutur í Icelandic Group Investment ehf. 100,00% 4.995.422.000 Félagið hefur í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal IFRS 13, lagt mat á virði eignarhluta sem það hefur fjárfest í. Félagið styðst einnig við leiðbeiningar IPEV um verðmat (International Private Equity and Venture Capital Investor Valuation Guidelines). Virði eignarhlutanna er metið miðað við markaðsvirði undirliggjandi eigna félagsins að frádregnum skuldum. Það er mat félagsins að áætlað gangvirði þessara eigna sé um 12.674 milljónir króna en bókfært verð sömu eigna er 6.751 milljónir króna. Gangvirðismat er háð utanaðkomandi áhættuþáttum svo sem breytingu á gengi gjaldmiðla, vaxtastigi, skatthlutfalli, flökti í arðsemi hlutabréfa og markaðsálagi.

5. Eigið fé Í nóvember 2013 ákvað hluthafafundur FSÍ slhf að skipta félaginu í tvö félög, FSÍ slhf og IEI slhf. Við uppskiptinguna var eigið fé félagsins bókfært á um 2.251 milljónir kr. Á árinu 2014 var greitt inn nýtt hlutafé að fjárhæð 4.500 milljónir króna á genginu 1,0. Hver króna nafnverðs jafngildir einu atkvæði. Eigið fé greinist þannig: Yfirverðs- Hlutafé reikningur Eigið fé 1.1.2014 Nýtt hlutafé

32

4.000.000

1.780.199.286

Sérstakur Lögbundinn sjóður varasjóður 469.627

Óráðstafað eigið fé

466.209.787 2.250.878.700

4.500.000.000 4.500.000.000

Tap ársins

(23.007.595)

Eigið fé 1.1 2015

443.202.192 6.727.871.105

4.504.000.000

1.780.199.286

469.627

(23.007.595)

Tap ársins

(23.290.518)

Eigið fé 31.12 2015 4.504.000.000

419.911.674 6.704.580.587

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F.

1.780.199.286

469.627

(23.290.518)


Skýringar Hlutafé alls Hlutdeild í eigin fé

Hluthafar: Lífeyrissjóður verslunarmanna

19,9%

897.054.891

1.335.341.210

Gildi lífeyrissjóður

19,9%

896.199.462

1.334.067.832

Sameinaði lífeyrissjóðurinn

10,4%

468.913.160

698.016.445

Almenni lífeyrissjóðurinn

9,8%

440.499.103

655.719.746

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

8,6%

385.934.076

574.495.141

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild

7,4%

331.414.017

493.337.474

Festa lífeyrissjóður

6,8%

307.103.709

457.149.548

Stafir lífeyrissjóður

5,5%

248.560.515

370.003.109

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga

2,8%

124.280.257

185.001.554

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja

2,4%

108.676.647

161.774.276

Lífeyrissjóður Bankamanna aldursdeild

2,4%

108.407.229

161.373.224

Íslenski lífeyrissjóðurinn

1,1%

51.242.247

76.278.369

Lífeyrissjóður verkfræðinga

1,1%

49.712.104

74.000.623

Eftirlaunasjóður FÍA

0,8%

34.798.472

51.800.435

Lífeyrissjóður Rangæinga

0,6%

26.347.415

39.220.330

VÍS hf.

0,6%

24.856.052

37.000.312

Framtakssjóður Íslands GP hf.

0,0%

644

959

4.504.000.000

6.704.580.587

6. Aðrar peningalegar skuldir Aðrar skammtímaskuldir

31.12.2015

31.12.2014

Ógreiddur kostnaður

895.000

1.115.450

895.000

1.115.450

ÁRSSKÝRSLA 2015

33


Skýringar

7. Tengdir aðilar Tengdir aðilar eru þeir aðilar sem hafa umtalsverð áhrif á félagið, beint eða óbeint, þ.m.t. móðurfélag, eigendur og fjölskyldur þeirra, stórir fjárfestar, lykilstarfsmenn og fjölskyldur sem og aðilar sem er stjórnað af eða eru verulega háðir félaginu, s.s. hlutdeildarfélög og samrekstrarfélög. Viðskipti við tengda aðila hafa verið gerð á sambærilegum grundvelli og viðskipti við ótengda aðila. Upplýsingar varðandi tengda aðila eru eftirfarandi: Viðskipti við tengd félög árið 2015: Keypt þjónusta Seld þjónusta

Handbært fé

Skuldir

FSÍ GP hf., ábyrgðaraðili

22.004.373

0

0

45.403.113

22.004.373

0

0

45.403.113

Viðskipti við tengd félög árið 2014:

Kröfur og Handbært fé

Skuldir

Keypt þjónusta Seld þjónusta FSÍ GP hf., ábyrgðaraðili

22.612.061

1.270.000

0

21.892.145

22.612.061

1.270.000

0

21.892.145

8. Áhættustýring Stjórnendur félagsins fylgjast með þeirri áhættu sem steðjar að undirliggjandi eignum félagsins. Þessir þættir eru hlutabréfaáhætta, vaxtaáhætta og gjaldmiðlaáhætta. Félagið býr við markaðsáhættu vegna gengi hlutabréfa á mörkuðum og virði eignarhluta við sölu. Í skýringu nr. 4 kemur fram bókfært virði þessara eigna og áætlað gangvirði þeirra. Félagið hefur hvorki gert afleiðusamninga né lánasamninga en býr við vaxtaáhættu á undirliggjandi eignum sem er aðallega fólgin í því að framtíðarsjóðflæði þeirra muni sveiflast vegna breytinga á markaðsvöxtum. Félagið býr við gjaldmiðlaáhættu aðallega vegna sjóðflæðis undirliggjandi eigna. .

9. Samþykki ársreiknings Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi þann 15. febrúar 2016.

34

I E I S L H F.


FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS GP HF.

ÁRSSKÝRSLA 2015

35


FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS GP HF. Áritun óháðs endurskoðanda

Til stjórnar og hluthafa í FSÍ (Framtakssjóði Íslands) GP hf. Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Framtakssjóðs Íslands GP hf. fyrir árið 2015. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikn-ingnum Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð endurskoðenda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum, skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka.

Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2015, efnahag þess 31. desember 2015 og breytingu á handbæru fé á árinu 2015, í samræmi við lög um ársreikninga.

Kópavogur, 15. febrúar 2016 Deloitte ehf. Guðmundur Kjartansson endurskoðandi

36

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F.


Skýrsla stjórnar

FSÍ (Framtakssjóður Íslands) GP hf. var stofnaður á árinu 2009 og er umsjónar- og ábyrgðaraðili FSÍ (Framtakssjóðs Íslands) slhf. og IEI slhf.

5,5%, Almenni lífeyrissjóðurinn 4,4%, Festa lífeyrisjóður

Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands GP hf. fyrir árið 2015 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga.

Stjórn félagsins gerir ekki tillögu um greiðslu arðs til hlut-

Hagnaður Framtakssjóðs Íslands GP hf. á árinu nam kr. 308.234. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins kr. 85.155.114, bókfært eigið fé í lok ársins er kr. 9.840.299. Fjöldi ársverka hjá félaginu á árinu var 7. Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 18. Tíu stærstu hluthafarnir eru eftirfarandi: Gildi lífeyrissjóður 15%, Lífeyrissjóður verslunarmanna 15%, Landsbankinn hf. 14,2%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn 9,3%, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 8,5%, LSR A-deild 7,4%, Stafir lífeyrissjóður

3,9% og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,8%. Eigin bréf félagsins nema um 6,0%.

hafa og leggur til að hagnaður ársins verði fluttur óráðstafaður á eigið fé til næsta árs. Það er álit stjórnar og framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands GP hf. að í ársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu. Stjórn og framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands GP hf. staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2015 með undirritun sinni.

Reykjavík, 15. febrúar 2016 Í stjórn: Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Guðrún Björg Birgisdóttir Helga Árnadóttir Hjörleifur Pálsson Sveinn Hannesson Framkvæmdastjóri: Herdís Dröfn Fjeldsted

ÁRSSKÝRSLA 2015

37


Rekstrarreikningur ársins 2015

Skýr. 2015

2014

Umsýsluþóknun 222.334.716 Þóknun fyrir stjórnarsetu 19.064.380 Laun og annar starfsmannakostnaður 3 (195.713.432) Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður (25.204.910) Annar rekstrarkostnaður (16.802.591) Afskriftir fastafjármuna 7 (3.678.163) Rekstrarhagnaður 0

226.565.596 21.286.756

Fjármunatekjur Fjármagnsgjöld

38

(186.964.424) (37.813.393) (20.712.828) (2.361.707) 0

4 5

319.914 (125.413)

626.665 (160.388)

Hagnaður fyrir skatta Tekjuskattur 6 Hagnaður ársins

194.501 113.733 308.234

466.277 (93.399) 372.878

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F.


Efnahagsreikningur 31. desember 2015

Eignir Skýr. 31.12.2015 Fjárfestingar Varanlegir rekstrarfjármunir 7 7.337.825 Fjárfestingarverðbréf 8 4.000.000 11.337.825

31.12.2014 11.015.988 4.000.000 15.015.988

Veltufjármunir Kröfur á tengd félög 13 57.041.539 Aðrar skammtímakröfur 9 1.259.452 Handbært fé 9 15.516.298 73.817.289 Eignir 85.155.114 Eigið fé og skuldir 31.12.2015 Eigið fé 10 Hlutafé 6.804.066 Óráðstafað eigið fé 3.036.233 Eigið fé 9.840.299 Skuldbindingar Tekjuskattsskuldbinding 11 160.352 160.352 Skammtímaskuldir Aðrar skammtímaskuldir 12 75.154.463 75.154.463 Skuldir 75.314.815 Eigið fé og skuldir 85.155.114

43.804.631 1.508.710 4.882.216 50.195.557 65.211.545

31.12.2014 6.883.966 2.727.999 9.611.965

274.085 274.085

55.325.495 55.325.495 55.599.580 65.211.545

ÁRSSKÝRSLA 2015

39


Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2015

Skýr. 2015 Rekstrarhreyfingar Rekstrarhagnaður 0 Afskriftir 3.678.163 Sölutap fastafjármuna 0 Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta 3.678.163 Aðrar rekstrartengdar eignir, lækkun 249.258 Rekstrartengdar skuldir, hækkun 19.828.968 Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 23.756.389 Innborgaðir vextir 319.914 Greiddir vextir (125.413) Handbært fé frá rekstri 23.950.890 Fjárfestingahreyfingar Keyptir varanlegir rekstrarfjármunir 7 0 (Hækkun) á kröfum á tengd félög (13.236.908) (13.236.908) Fjármögnunarhreyfingar Keypt eigin bréf (79.900) (79.900) Hækkun, (lækkun) handbærs fjár 10.634.082 Handbært fé í upphafi árs 4.882.216 Handbært fé í lok ársins 15.516.298

40

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F.

2014 0 2.361.707 1.393 2.363.100 284.764 20.002.782 22.650.646 626.665 (160.388) 23.116.923

(7.454.775) (27.903.732) (35.358.507)

0 0 (12.241.584) 17.123.800 4.882.216


Skýringar

1. Starfsemi FSÍ (Framtakssjóður Íslands) GP hf. er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Framtakssjóður Íslands GP hf. var stofnaður á árinu 2009 og er umsjónar- og ábyrgðaraðili FSÍ (Framtakssjóðs Íslands) slhf. og IEI slhf.

2. Reikningsskilaaðferðir Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands GP hf. fyrir árið 2015 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður í íslenskum krónum. Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins. Skráning tekna Þjónustutekjur eru færðar þegar þjónustan hefur verið innt af hendi. Framtakssjóður Íslands GP hf. er umsjónarog rekstraraðili fyrir Framtakssjóð Íslands slhf. og IEI slhf. Allur rekstrarkostnaður sem fellur til að frádregnum öðrum rekstrartekjum er fluttur yfir á þau félög. Vaxtatekjur eru færðar fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við viðeigandi höfuðstól og vaxtaprósentu. Fjármagnskostnaður Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstrarreikning á því tímabili sem hann fellur til. Skattamál Tekjuskattur er reiknaður og færður í ársreikninginn. Útreikningur hans byggir á afkomu fyrir skatta að teknu tilliti til varanlegs mísmunar á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi. Tekjuskattshlutfall er 20%. Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar tímabilsins auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára. Frestaður skattur stafar af mismun efnahagsliða í skattuppgjöri annars vegar og ársreikningi hins vegar. Mismunurinn stafar af því að tekjuskattstofn félagsins er miðaður við aðrar forsendur en reikningsskil þess. Tekjuskattsinneign er metin á reikningsskiladegi og er einungis færð að því marki sem líklegt er að hún nýtist á móti skattskyldum hagnaði í framtíðinni. Varanlegir rekstrarfjármunir Eignir eru skráðar meðal varanlegra rekstrarfjármuna þegar líklegt er að hagrænn ávinningur tengdur eigninni muni nýtast félaginu og hægt er að meta kostnað vegna eignarinnar með áreiðanlegum hætti. Varanlegir rekstrarfjármunir eru upphaflega skráðir á kostnaðarverði. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna samanstendur af kaupverði og öllum beinum kostnaði við að koma eigninni í tekjuhæft ástand. Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af kostnaðarverði miðað við eignarhaldstíma á árinu að teknu tilliti til væntanlegs hrakvirðis. Verðbréf Verðbréf og aðrar langtímakröfur sem áætlað er að eiga fram á gjalddaga eru metnar á kostnaðarverði að teknu tilliti til niðurfærslu til að mæta hugsanlegu tapi í framtíðinni.

ÁRSSKÝRSLA 2015

41


Skýringar

3. Laun og annar starfsmannakostnaður 2015 2014 Laun starfsmanna

118.575.530

108.433.350

Laun stjórnar

13.350.000

18.684.000

Lífeyrissjóður

18.854.330

15.762.743

Tryggingagjald

11.602.683

11.195.032

Breyting áfallinna launaskuldbindinga

26.405.399

22.859.322

Breyting áunnins orlofs

(1.291.639)

691.639

Annar starfsmannakostnaður

8.217.129

9.338.338

195.713.432

186.964.424

Stöðugildi að meðaltali 7

7

Starfsmönnum fækkaði um 3 á árinu en þeir þáðu laun allt árið. Starfsmenn voru 4 í árslok. Heildarlaun, hlunnindi og þóknanir til stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins á árinu 2015 námu 40,6 mkr. samanborið við 58,4 mkr. á árinu 2014.

4. Fjármunatekjur

2015

2014

Vaxtatekjur af bankainnstæðum

319.914

1.896.665

Reiknaðar vaxtatekjur færðar til IEI slhf

0

(1.270.000)

319.914

626.665

5. Fjármagnsgjöld Vaxtagjöld

2015 125.413

2014 160.388

6. Skattamál

42

Tekjuskattur er reiknaður og færður í ársreikninginn og nemur tekjufærð fjárhæð í rekstrarreikningi kr. 113.733. Ekki kemur til greiðslu tekjuskatts á árinu 2016 vegna yfirfæranlegs skattalegs taps.

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F.


Skýringar

7. Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir Skrifstofubúnaður Kostnaðarverð Staða í ársbyrjun 18.398.574 Staða í árslok 18.398.574 Afskriftir Staða í ársbyrjun 7.382.586 Afskrift ársins 3.678.163 Staða í árslok 11.060.749 Bókfært verð Bókfært verð í ársbyrjun 11.015.988 Bókfært verð í árslok 7.337.825

Afskriftarhlutföll

20%

8. Fjárfestingaverðbréf

FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf.

31.12.2015 3.356.000

IEI slhf. 644.000 4.000.000 Nafnverðs hlutir félagsins í FSÍ slhf. nema 3.356 kr. og í IEI slhf. 644 kr. Í árslok 2013 var FSÍ slhf. skipt upp í tvö félög; FSÍ slhf. og IEI slhf. Framtakssjóður Íslands GP hf. er ábyrgðaraðili FSÍ slhf. og IEI slhf. sem eru samlagshlutafélög.

ÁRSSKÝRSLA 2015

43


Skýringar

9. Aðrar peningalegar skuldir Aðrar skammtímaskuldir

31.12.2015

31.12.2014

Fyrirframgreiddur kostnaður

1.195.473

1.129.383

Fjármagnstekjuskattur

63.979

379.327

1.259.452

1.508.710

31.12.2015

31.12.2014

Óbundnar bankainnstæður í íslenskum krónum

15.516.298

Handbært fé 4.882.216

10. Eigið fé Eigið fé greinist þannig:

Hlutfall

Nafnverð

Heildarhlutafé í árslok

100,0%

7.240.000

Eigin hlutir í árslok

(6,0%)

(435.934)

94,0%

6.804.066

Útgefnir hlutir í lok ársins eru alls 7.240.000 kr. og er nafnverð hvers hlutar ein íslensk króna. Hver króna nafnverðs jafngildir einu atkvæði. Eigið fé greinist þannig: Hlutafé Eigið fé 1.1 2014 6.883.966 Hagnaður ársins

2.355.121

Samtals 9.239.087

0

372.878

372.878

Eigið fé 1.1 2015 6.883.966

2.727.999

9.611.965

Keyptir eigin hlutir (79.900)

0

(79.900)

0

308.234

308.234

Eigið fé 31.12.2015 6.804.066

3.036.233

Hagnaður ársins

44

Óráðstafað eigið fé

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F.

9.840.299


Skýringar

11. Frestaður skattur Frestaður skattur Staða í ársbyrjun

274.085

Reiknaður tekjuskattur ársins

(113.733)

Staða í árslok

160.352

Frestaður skattur skiptist þannig á einstaka liði efnahagsreikningsins: Varanlegir rekstrarfjármunir

553.817

Áhrif af yfirfæranlegu skattalegu tapi

(393.465)

160.352

12. Aðrar peningalegar skuldir Aðrar skammtímaskuldir

31.12.2015

31.12.2014

Áfallnar launaskuldbindingar

54.845.999

28.440.600

Virðisaukaskattur

1.242.621

949.123

Ógreidd laun og launatengd gjöld

8.952.962

13.003.859

Ógreitt áfallið orlof

8.500.000

9.791.640

Ógreiddur kostnaður

1.612.881

3.140.274

75.154.463

55.325.496

ÁRSSKÝRSLA 2015

45


Skýringar

13. Tengdir aðilar Tengdir aðilar eru þeir aðilar sem hafa umtalsverð áhrif á félagið, beint eða óbeint, þ.m.t. móðurfélag, eigendur og fjölskyldur þeirra, stórir fjárfestar, lykilstarfsmenn og fjölskyldur sem og aðilar sem er stjórnað af eða eru verulega háðir félaginu, s.s. hlutdeildarfélög og samrekstrarfélög. Viðskipti við tengda aðila hafa verið gerð á sambærilegum grundvelli og viðskipti við ótengda aðila. Framtakssjóður Íslands GP hf. er ábyrgðaraðili Framtakssjóðs Íslands slhf. og IEI slhf. Upplýsingar varðandi tengda aðila eru eftirfarandi: Viðskipti við tengd félög árið 2015:

Gjöld

Tekjur

Kröfur Skuldir

Framtakssjóður Íslands slhf.

0

197.973.013

5.649.055

0

IEI slhf.

0

21.948.503

45.403.1130

0

Dótturfélag IEI slhf

0

0

492.703

0

Dótturfélög FSÍ slhf.

0

21.477.580

5.496.668

0

0

241.399.096

57.041.539

0

Viðskipti við tengd félög árið 2014:

Gjöld

Tekjur

Kröfur Skuldir

Framtakssjóður Íslands slhf.

0

202.477.421

15.758.863

0

IEI slhf.

0

22.545.475

21.892.145

0

2.147.824

0

0

0

0

22.829.456

6.153.623

0

2.147.824

247.852.352

43.804.631

0

Landsbankinn hf., hluthafi Dótturfélög FSÍ slhf.

14. Samþykki ársreiknings Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi þann 15. febrúar 2016.

46

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F.


FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS F r a m ta k s s j óð u r Ís l a nd s s l h f. Lágmúli 9 108 Reykjavík S í m i 5 7 1 7 08 0 F a x 5 7 1 7 0 8 9 f r a m t a k s s j o d u r @f r a m t a k s s j o d u r . i s ww w .f r a m t a k s s j o d u r . i s Hönnun og umbrot: Tómas Tómasson grafískur hönnuður FÍT Myndir: Sigurjón Ragnar / Ragnar Th. Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 5

47


Á

R

S

S

K

Ý

R

FRAMTAKSSJÓÐUR FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS ÍSLANDS 48

F R A M TA K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S

S

L

A

2

0

1

5

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.