Framtakssjóður Íslands

Page 1

Á

R

S

S

K

Ý

R

S

L

A

2

0

1

2

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


GROUP

Efnisyfirlit Ávarp stjórnarformanns

2

Stjórn FSÍ

4

Fulltrúar FSÍ í stjórnum fyrirtækja

6

Viðburðaríkt ár að baki

10

Eignarhlutir FSÍ í félögum

11

Advania

12

Icelandair Group

16

Icelandic Group

20

N1

24

Promens

28

Vodafone

32

Ársreikningur 2012

37

Áritun óháðs endurskoðanda

38

Skýrsla stjórnar

39

Rekstrarreikningur

40

Efnahagsreikningur

41

Yf irlit um sjóðstreymi

42

Skýringar

43

ÁRSSKÝRSLA 2012

1


ÁVARP STJÓRNARFORMANNS Framtakssjóður Íslands slhf. (samlagshlutafélag) var stofnaður í desember árið 2009. Árið 2012 var því þriðja heila árið í rekstri sjóðsins. Stofnendur voru sextán lífeyrissjóðir og upphafleg hlutafjárloforð námu 30 milljörðum króna, en þau voru svo aukin í 54 milljarða króna sem er núverandi fjárfestingageta sjóðsins. Landsbankinn kom síðar inn sem stór hluthafi í tengslum við kaup sjóðsins á Vestia sem var eignarhaldsfélag nokkurra félaga í eigu Landsbankans. Í lok árs 2012 hafði sjóðurinn fjárfest fyrir um 32 milljarða króna í samtals 8 fyrirtækjum. Sjóðurinn hafði þá fjárfest fyrir um 59% af fjárfestingagetu sjóðsins. Sjóðurinn hefur frá stofnun greitt eigendum sínum til baka um 11 milljarða króna, þar af um 9 milljarða á árinu 2012. Þorkell Sigurlaugsson

Hlutverk Framtakssjóðsins er að taka þátt í því uppbyggingar- og umbreytingaferli sem fyrirsjáanlegt var að þyrfti að eiga sér stað í kjölfar bankahrunsins og vera þátttakandi í endurreisn íslensks atvinnulífs. Ekki síður er mikilvægt að honum er ætlað að skila góðri ávöxtun til eigenda sinna. Sjóðurinn skuldsetur sig ekki heldur innkallar hlutafé hjá eigendum vegna þeirra fjárfestinga sem ráðist er í. Jafnframt er söluverði fyrirtækja í eigu sjóðsins skilað til eigenda að lokinni sölu. Fram til þessa hefur sjóðurinn átt umtalsverðan þátt í endurfjármögnun, endurskipulagningu og breyttu eignarhaldi nokkurra lykilfyrirtækja sem voru að stærstum hluta í eigu banka. Sjóðurinn leggur áherslu á að vera virkur áhrifafjárfestir með umtalsverðan eignarhlut í þeim félögum sem fjárfest er í.

HELSTU VERKEFNI ÁRSINS Árið 2012 var viðburðaríkt og að sama skapi árangursríkt. Í júlí 2012 var eignarhlutur Framtakssjóðsins í Plastprenti seldur til Kvosar, móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda, að loknu formlegu útboðsferli. Söluverðið var 206 milljónir króna. Plastprent var inni í Vestia sem FSÍ keypti af Landsbankanum seint á árinu 2010, en árið 2011 var búið að selja Húsasmiðjuna og stóran hluta af starfsemi Icelandic, sem voru einnig hluti af Vestiafyrirtækjunum. Framtakssjóðurinn seldi í nóvember 7% hlutafjár í Icelandair Group, alls 350 milljón hluti fyrir um 2,6 milljarða króna og rann andvirði sölunnar beint til eigenda Framtakssjóðsins í samræmi við skilmála sjóðsins. Framtakssjóðurinn samdi um mitt ár 2010 um kaup á um 30% hlut í Icelandair Group fyrir samtals um 3,6 milljarða króna. Framtakssjóður hefur selt á árinu 2011 og 2012 18% af þessum eignarhlut fyrir um 5,3 milljarða króna, en á enn 12% eignarhlut sem var að markaðsverðmæti 4,9 milljarðar króna í lok árs 2012. Þessi viðskipti hafa reynst afar arðsöm fyrir Framtakssjóðinn á sama tíma og sjóðurinn hefur verið þátttakandi í farsælli uppbyggingu Icelandair Group. Á árinu var unnið að undirbúningi skráningar Fjarskipta hf. (Vodafone). Í tengslum við þann undirbúning var hlutafé Fjarskipta aukið um 1,97 milljarða króna og tók Framtakssjóðurinn þátt í þeirri aukningu

2

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

að fjárhæð 1,59 milljarðar. Síðan var félagið tekið til skráningar í Kauphöll Íslands í desember og í tengslum við það seldi Framtakssjóðurinn 60% hlut sinn í félaginu að upphæð 6,3 milljarðar króna. Eignarhlutur Framtakssjóðsins er eftir þetta 19,7% og að verðmæti 2,15 milljarðar króna miðað við skráð markaðsgengi í lok árs 2012 Ráðist var í eina stóra fjárfestingu á árinu, en í júnímánuði var keyptur 29% viðbótarhlutur í N1. Fyrir átti Framtakssjóðurinn 16% eignarhlut í félaginu sem keyptur var í októbermánuði árið 2011. Í kjölfar þeirra kaupa og að eignarhlutur Framtakssjóðsins var orðinn þetta ráðandi var skipt um framkvæmdastjóra félagsins og unnið að nýrri stefnumótun og undirbúningi tilheyrandi skipulagsbreytinga. Þann 7. júní var haldinn hluthafafundur hjá Framtakssjóðnum þar sem samþykktar voru nokkrar breytingar á samþykktum FSÍ slhf. og FSÍ GP ehf. og á skilmálum sjóðsins. Þann 19. desember var haldinn hluthafafundur þar sem ákvörðun var tekin um útgreiðslu arðs og lækkun hlutafjár Framtakssjóðsins samtals að upphæð tæplega 9 milljarðar króna. Þannig var ráðstafað til hluthafa sjóðsins söluverði á eignarhlut sjóðsins í Icelandair Group hf. og Fjarskiptum hf. Á þessum fundi var einnig ákveðið að breyta Framtakssjóði Íslands GP úr einkahlutafélagi (ehf.) í hlutafélag (hf.).


AFKOMA ÁRSINS Afkoma af starfsemi sjóðsins á árinu 2012 var mjög góð. Hagnaður á árinu 2012 nam 6.111 milljónum króna og arðsemi eigin fjár var 20,7%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir félagsins 29.623 milljónum króna og bókfært eigið fé er 29.505 milljónir og eiginfjárhlutfall 99,6%. Færa má rök fyrir því að fjárhagsstaða sjóðsins sé mun sterkari en bókfært eigið fé gefur til kynna. Hlutdeild sjóðsins í eigin fé þeirra félaga sem fjárfest hefur verið í, eða markaðsverði þeirra þegar það á við, er 46.688 milljónir, en bókfært verð sömu eigna 29.098 milljónir króna. Þessi munur gefur til kynna verulegt dulið eigið fé í sjóðnum.

STÖRF STJÓRNAR Á aðalfundi árið 2012 voru kjörin í stjórn Helga Árnadóttir, Baldur Vilhjálmsson, Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, Hjörleifur Pálsson, Jón Steindór Valdimarsson, Linda Jónsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Varamenn voru kjörin Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Helga Indriðadóttir, Georg Páll Skúlason og Sigurbjörn Sigurðsson. Stjórnin skipti með sér verkum að loknum aðalfundi og var Þorkell Sigurlaugsson kosinn formaður og Jón Steindór Valdimarsson varaformaður. Í septembermánuði óskaði Jón Steindór Valdimarsson eftir því láta af störfum sem stjórnarmaður vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra vegna stjórnarformennsku Jóns í sameinuðu félagi Landsbréfa og Horns, sem eru í eigu Landsbankans. Var Helga Árnadóttir þá kjörin varaformaður. Einnig óskaði Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir eftir að láta af störfum vegna breytinga á hennar starfi innan Landsbankans. Sveinn Hannesson og Hreiðar Bjarnason voru kjörnir í stjórnina í stað þeirra Jóns og Hrefnu, á hluthafafundi þann 3. október. Haldnir voru 18 stjórnarfundir á starfsárinu, en umfangsmikil og krefjandi verkefni voru á borði stjórnar og starfsmanna vegna fjárfestinga og sölu eigna, sem og verkefni tengd þeim félögum sem sjóðurinn á eignarhlut í. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri FSÍ, lét af störfum í byrjun janúar 2012, en hann var búinn að vera framkvæmdastjóri sjóðsins frá upphafi. Í byrjun mars 2012 var gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra, Brynjólfs Bjarnasonar. Starfsmenn sjóðsins eru 8.

HORFUR FRAMUNDAN Ágætar horfur eru með rekstur þeirra félaga sem sjóðurinn á eignarhlut í. Verið er að undirbúa skráningu sumra þeirra á markað á komandi misserum, en það getur tekið nokkur ár að koma öllum félögum á hlutabréfamarkað eða selja þau í beinni sölu til fjárfesta. Þangað til er meginverkefnið að tryggja jákvæðan rekstur fyrirtækjanna og auka verðmæti þeirra.

Samkvæmt skilmálum sjóðsins er gert ráð fyrir að fjárfestingum ljúki í byrjun árs 2014. Líftími sjóðsins verður væntanlega talsvert lengri, en það er samt markmið stjórnarinnar að gera sem fyrst verðmæti úr eignum sjóðsins og skila þeim verðmætum til eigenda. Framtakssjóður Íslands hefur lagt áherslu á góða stjórnarhætti bæði í sínum innri störfum og starfsemi þeirra félaga sem sjóðurinn á eignarhlut í. Góðir stjórnarhættir skipta máli varðandi mat á verðmæti félags, lánakjör o.fl. Samþykktir, skilmálar, hluthafastefna og fjárfestingastefna sjóðsins voru í endurskoðun á árinu 2012 og þá horft til reynslu af starfsemi sjóðsins undanfarin þrjú ár. Veruleg óvissa er í efnahagsmálum þjóðarinnar þegar þetta er ritað í marsmánuði 2013 og það getur vissulega haft áhrif á þau félög sem Framtakssjóðurinn á eignarhlut í. Einnig er mikil óvissa í stjórnmálum skömmu fyrir alþingiskosningar og óljóst hver verður stefnan í lykilþáttum þjóðfélagsmála, t.d. á sviði ríkisrekstrar, atvinnumála og utanríkismála. Fyrir lífeyrissjóðina, banka og fjárfesta almennt eru gjaldeyrishöft og óviss staða íslensku krónunnar lítt til þess fallin að auka hagvöxt og bæta lífskjör almennings í landinu. Veik forysta í stjórnmálum samhliða veikri stöðu heimila og margra fyrirtækja getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt atvinnulíf og því einnig komið niður á rekstri sumra þeirra félaga sem Framtakssjóðurinn á eignarhlut í. Takmörkuð fjárfestingatækifæri eru í nýjum verkefnum. Hvað varðar Framtakssjóðinn er ánægjulegt hve viðhorf eru almennt orðin jákvæð í garð sjóðsins enda hefur árangur af starfsemi hans komið berlega í ljós. Það hefur einnig sýnt sig að fyrir fjárfesta eins og lífeyrissjóðina er mjög farsælt að horfa til þeirra tækifæra sem felast í því að fjárfesta í gegnum framtakssjóði sem einbeita sér að tilteknum verkefnum sem áhrifafjárfestar. Það á að minnka áhættuna fyrir lífeyrissjóðina, en á sama tíma er ábyrgð okkar mikil sem erum starfsmenn eða stjórnarmenn í slíkum sjóðum. Í ársskýrslunni, á bls. 6–9, eru upplýsingar um fulltrúa sjóðsins í stjórnum þeirra félaga sem hann á hlut í og á bls. 12–35 eru nánari upplýsingar um einstök félög í eigu FSÍ. Ég vil þakka stjórnarfólki, starfsfólki og stjórnendum þeirra félaga sem eru í eigu sjóðsins fyrir þeirra störf á árinu. Þá þakka ég samstarfsfólki mínu í stjórn FSÍ fyrir samstarfið og starfsfólki sjóðsins fyrir framúrskarandi starf við uppbyggingu hans.

Reykjavík, 12. mars 2013 Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður

ÁRSSKÝRSLA 2012

3


STJÓRN FRAMTAKSSJÓÐS ÍSLANDS

4

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður

Helga Árnadóttir, varaformaður

Baldur Þór Vilhjálmsson

Hjörleifur Pálsson

Þorkell er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði hjá Eimskipi, lengst af sem framkvæmdastjóri og síðan sem framkvæmdastjóri hjá Burðarási, fjárfestingafélagi Eimskips, til ársins 2004. Þorkell hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og hefur yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu auk þess sem hann hefur skrifað greinar og bækur um stjórnunarmál. Þorkell hóf störf árið 2004 sem framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar hjá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðustu árin verið framkvæmdastjóri fjármála og reksturs og verkefnastjóri nýbyggingar Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

Helga er framkvæmdastjóri VR. Hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur (Cand. oecon.) frá Háskóla Íslands árið 1997 og lauk MS-prófi í fjármálum (MSIM) frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Á árunum 2008–2011 starfaði hún sem sviðsstjóri rekstrar- og fjármálasviðs VR. Áratuginn þar á undan starfaði Helga hjá Icelandair, fyrst í hagdeild en lengst af á sölu- og markaðssviði félagsins, m.a. sem söluog markaðsstjóri á Íslandi og síðast sem forstöðumaður Vildarklúbbs félagsins. Þá hefur Helga setið í stjórnum, nefndum og ráðum fyrirtækja og félagasamtaka.

Baldur Þór er forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hann starfaði hjá Kaupþingi frá 1998 til 2007, einkum sem sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum og í lífeyrismálum. Baldur var í stjórn Frumtaks frá stofnun til ársins 2010 og situr í ráðgjafaráði Thule Investments og stjórn Veðskuldabréfasjóðs Virðingar. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum og setið í nefndum og starfshópum á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða. Baldur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.

Hjörleifur er fjármálastjóri Össurar og hefur setið í framkvæmdastjórn fyrirtækisins frá árinu 2001. Áður starfaði hann sem endurskoðandi, síðast hjá Deloitte & Touche hf. þar sem hann var einn af eigendum félagsins og í stjórn þess. Hjörleifur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1988 og hlaut löggildingu til endurskoðendastarfa 1989. Hann hefur setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskólaráði Háskólans í Reykjavík og í varastjórn Íslandssjóða hf. frá árinu 2010.

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Hreiðar Bjarnason

Linda Jónsdóttir

Sveinn Hannesson

Hreiðar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MScgráðu í fjármálafræðum frá London Business School og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hreiðar hefur starfað í Landsbankanum frá árinu 1998, fyrst sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum og síðar í fjárstýringu. Hann tók við sem framkvæmdastjóri markaða og fjárstýringar snemma árs 2010 og tók við stöðu sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbankans í ágúst 2012.

Linda er framkvæmdastjóri fjármögnunar og fjárstýringar hjá Marel, útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2001 og lauk meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2010. Hún hefur einnig lokið prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari. Á árunum 1999–2003 var hún yfirmaður fjárstýringar hjá Eimskipi og hjá Burðarási á árunum 2003–2005. Hún starfaði við fjárstýringu og fjármögnun hjá Straumi fjárfestingarbanka á árunum 2005–2009 og gegndi þar meðal annars starfi forstöðumanns eigna- og skuldastýringar bankans.

Sveinn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1974 og starfaði eftir það í eitt ár hjá Ríkisábyrgðasjóði, síðan hjá Landssambandi iðnaðarmanna frá árinu 1975 til 1982, þegar hann var ráðinn forstöðumaður hagdeildar og síðar lánasviðs Iðnaðarbanka Íslands. Haustið 1986 var hann ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Lýsingar hf. eignarleigu, sem þá var að hefja starfsemi. Hann gegndi því starfi til ársins 1992 en þá var hann ráðinn framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og síðan Samtaka iðnaðarins. Gegndi því starfi til ársloka 2007 eða nærri 16 ár en síðan hefur hann verið framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar hf. og dótturfyrirtækja. Sveinn hefur setið í stjórnum ýmissa fjármálastofnana, hlutabréfasjóðs, þróunarfyrirtækja, hugverkaverndar- og verktakafyrirtækja undanfarna þrjá áratugi. Einnig sat hann í stjórn þriggja lífeyrissjóða og í stjórn VSÍ og síðan SA í rúman áratug.

ÁRSSKÝRSLA 2012

5


FULLTRÚAR FRAMTAKSSJÓÐS ÍSLANDS Í STJÓRNUM FYRIRTÆKJA

Anna Guðný Aradóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Vodafone

Anna Rún Ingvarsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania

Árni Geir Pálsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group

Egill Tryggvason Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania, varamaður, Icelandic, varamaður

Anna Guðný er með MBAgráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún stundaði nám í sálfræði við Háskóla Íslands og lauk rekstrarnámi frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 1996. Hún er forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa og hefur sinnt því starfi frá árinu 2000. Áður var hún forstöðumaður Landflutninga og aðstoðarmarkaðsstjóri Stöðvar 2. Anna Guðný hefur setið sem varamaður í stjórn Icelandair Group, varamaður í stjórn Stafa lífeyrissjóðs og sem varamaður í stjórn Hljóðfærahússins.

Anna Rún er viðskiptafræðingur og starfar sem fjármálastjóri Apple VAD á Íslandi. Áður var hún fjármálastjóri Almennu verkfræðistofunnar hf. 2008–2011. Á árunum 2005–2008 var hún fjármálastjóri Humac sem rak Apple-verslanir á Norðurlöndunum og rekstrarstjóri Median 2004–2005. Anna starfaði hjá Streng hf. 1996–2004, og stýrði þar þjónustu- og ráðgjafarsviði. 1992–1996 var hún fjármálastjóri Tölvusamskipta hf.

Árni Geir er með MSc-próf í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og Cand. oecon.-próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur á undanförnum árum verið sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi. Á árunum 2006–2008 var hann framkvæmdastjóri Median og 2005–2006 var hann framkvæmdastjóri Latabæjar. Árin 2000–2005 var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Icelandic Group (SH) og þar áður þróunarstjóri hjá Frjálsri fjölmiðlun, eigandi auglýsingastofunnar Mátturinn og dýrðin, kynningarstjóri Samskipa og verðbréfamiðlari hjá VÍB.

Egill er starfsmaður Framtakssjóðs Íslands. Hann er með Cand. oecon.-gráðu frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hóf störf hjá Burðarási árið 1999 sem fjárfestingarstjóri og starfaði þar uns félagið var sameinað Straumi fjárfestingarbanka. Þá hóf hann störf hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands. Egill var ráðinn framkvæmdastjóri hjá Virðingu verðbréfafyrirtæki haustið 2006. Frá árinu 2009 starfaði hann hjá fjármálaráðuneytinu á fjárreiðuog eignaskrifstofu en meðal verkefna var meðferð ríkisins á eignarhlutum í félögum og fyrirtækjum ásamt því að vinna að endurskipulagningu fjármálafyrirtækja.

6

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Elín Jónsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Promens

Erna Eiríksdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ:

Elín er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands með mastersgráðu í lögum frá Duke-háskóla í Norður-Karólínu, Bandaríkjunum og próf í verðbréfaviðskiptum. Elín var forstjóri Bankasýslu ríkisins á árunum 2010 og 2011. Hún var framkvæmdastjóri Arev verðbréfafyrirtækis frá árinu 2005–2009. Á árunum 2001–2005 starfaði hún hjá Fjármálaeftirlitinu. Elín er nú sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Lögmönnum Bankastræti. Elín hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og verið stundakennari í lögum við Háskóla Íslands og aðstoðarkennari við Duke-lagaskólann.

Erna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lokið MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík og löggildingarprófi í verðbréfaviðskiptum frá sama skóla. Hún starfaði sem fjármálastjóri Landsvirkjunar Power, dótturfélags Landsvirkjunar, 2008–2011 og sinnti ýmsum stjórnunarstörfum á fjármálasviði, innanlandssviði, alþjóðasviði og við kynningar- og markaðsmál hjá Eimskip á árunum 1990–2005. Erna hefur frá árinu 2009 setið í stjórn Íslandssjóða hf., dótturfélags Íslandsbanka, en félagið hefur starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingarsjóða.

Vodafone, Advania, varamaður

Finnbogi Jónsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania, formaður, Promens

Finnbogi var framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands frá 2010–2012. Hann starfaði í iðnaðarráðuneytinu 1979–1982, var framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar 1982– 1986, var forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað1986–1999, forstjóri Íslenskra sjávarafurða 1999–2000. Finnbogi var starfandi stjórnarformaður Samherja 2000–2005 og framkvæmdastjóri SR-Mjöls 2004–2006. 2006–2010 var hann framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Finnbogi hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og gegnt fjölda trúnaðarstarfa í atvinnulífinu. Hann lauk prófum í eðlisverkfræði og rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og frá Háskóla Íslands auk þess sem hann hefur stundað nám í stjórnun og alþjóðaviðskiptum.

ÁRSSKÝRSLA 2012

7


8

Herdís Dröfn Fjeldsted Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group, formaður, Icelandair Group, Promens

Hildur Dungal Stjórnarseta fyrir FSÍ: Vodafone

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group

Jón Þorgeir Einarsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group

Herdís starfar hjá Framtakssjóði Íslands en áður starfaði hún hjá Thule Investments í fjárfestingarteyminu. Þar áður starfaði hún hjá Spron og hjá Icelandair. Herdís er með diploma í iðnrekstrarfræði af markaðssviði og BSc-próf í viðskiptafræði. af alþjóðamarkaðssviði. Lauk námi í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og er með MSc. í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.

Hildur er starfar sem lögfræðingur og ráðgjafi hjá Virtus, en var forstjóri Útlendingastofnunar frá 2005 til 2008 þar sem hún hafði starfað sem sérfræðingur frá 2003. Eftir embættispróf í lögfræði árið 2000 starfaði hún sem deildarstjóri lögfræði- og upplýsingadeildar Tollstjórans í Reykjavík. Hildur sat í bæjarstjórn Kópavogs og hefur setið í stjórn Nýherja og Sparisjóðs Norðfjarðar.

Ingunn lauk BA-gráðu frá Háskóla Íslands í atvinnufélagsfræði árið 1997 og lauk MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Hún starfaði hjá Eimskip 1998–2006, í fræðslu og starfsþróunarmálum og var framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs samstæðunnar og sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ingunn tók þátt í stefnumótun mannauðsmála fyrir Excel Airways og Atlanta, þá dótturfyrirtæki Avion Group. Ingunn er í dag einn af eigendum Attentus – Mannauður og ráðgjöf og sinnir mannauðsmálum fyrir ýmis fyrirtæki. Ingunn hefur kennt stjórnun, mannauðsstjórnun og breytingastjórnun við Háskólann í Reykjavík, í Tækniskólanum og Háskóla Íslands. Ingunn var aðalog/eða varamaður í menntaráði, velferðarráði og leikskólaráði Reykjavíkurborgar.

Jón Þorgeir starfaði hjá löggiltum endurskoðendum í Reykjavík frá 1984–1990. Hann flutti í heimahagana til Bolungarvíkur árið 1990 og hefur starfað við endurskoðun þar síðan. Hann rekur ásamt öðrum Endurskoðun Vestfjarða ehf. sem er með skrifstofur í Bolungarvík og á Ísafirði. Jón rekur einnig útgerðarfyrirtæki ásamt bróður sínum og gerir út línubátinn Einar Hálfdáns BS 11 og færabátinn Albatros IS 101. Jón Þorgeir er viðskiptafræðingur, Cand. oecon., frá HÍ 1985 og löggiltur endurskoðandi frá 1989.

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Kristinn Pálmason Stjórnarseta fyrir FSÍ: N1, varamaður, Promens, varamaður, Vodafone, varamaður

Kristín Guðmundsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: N1

Þór Hauksson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Vodafone, formaður, N1, varaformaður, Advania, varaformaður

Ævar Agnarsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group

Kristinn er starfsmaður Framtakssjóðs Íslands. Hann starfaði frá árinu 2009 sem verkefnisstjóri hjá Eignarhaldsfélaginu Vestia ehf. sem keypt var af Framtakssjóði Íslands í lok árs 2010. Á árunum 2002–2009 starfaði Kristinn hjá Landsbanka Íslands sem sérfræðingur við fjármögnun á yfirtökum fyrirtækja og við ráðgjöf vegna umbreytingarverkefna fyrirtækja bæði á aðalskrifstofu Landsbankans og skrifstofu í London. Hann hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja hérlendis. Kristinn lauk MSc-prófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og BSc-prófi í viðskiptafræði árið 2003 frá sama skóla.

Kristín útskrifaðist sem viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands árið 1980. Kristín hefur mikla reynslu af fjármálastjórn. Hún var fjármálastjóri Símans hf. og Skipta hf. og staðgengill forstjóra. Kristín var fjármálastjóri Granda hf. á árunum 1994–2002. Á árunum 1990–1994 var hún forstöðumaður reikningshalds og áætlana í Íslandsbanka og forstöðumaður fjármálasviðs Iðnaðarbanka Íslands hf. 1985–1990. Hún var innri endurskoðandi Iðnaðarbanka Íslands hf. 1980–1985 og skrifstofustjóri í Grensásútibúi Iðnaðarbankans á árunum 1974–1979.

Þór starfar hjá Framtakssjóði Íslands en var áður starfsmaður í fjármálaráðuneytinu, hjá Kaupþingi, Straumi fjárfestingarbanka og Skiptum hf. Hann er með víðtæka þekkingu og reynslu af fjárfestingum og sölu, rekstri og stjórnun fyrirtækja, fjármögnun og endurskipulagningu. Þór er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og MA-gráðu í stjórnmála- og hagfræði frá University of Hull.

Ævar hefur margháttaða reynslu af innlendum og alþjóðlegum sjávarútvegi þar sem hann hefur starfað í 30 ár. Hann byrjaði feril sinn sem framleiðslustjóri Loðnuvinnslunnar. Árið 1996 hóf hann störf hjá Iceland Seafood í Bandaríkjunum, fyrst sem innkaupastjóri en síðar sem aðstoðarforstjóri framleiðslu fyrirtækisins. Hann var gerður að forstjóra Iceland Seafood árið 2005. Hann stýrði samruna Samband of Iceland og Icelandic USA og var forstjóri félagsins þar til það var selt árið 2011. Ævar hefur setið í stjórnum alþjóðlegra sjávarútvegsfyrirtækja og samtaka innan sjávarútvegarins.

ÁRSSKÝRSLA 2012

9


ÁRANGURSRÍKT ÁR AÐ BAKI

Starfsfólk FSÍ

Björk Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri

Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri

Egill Tryggvason, fjárfestingastjóri

Harpa Helgadóttir, sérfræðingur

Herdís Dröfn Fjeldsted, fjárfestingastjóri

Kristinn Pálmason, fjárfestingastjóri

Hafliði Helgason, sérfræðingur

Þór Hauksson, fjárfestingastjóri

Árið 2012 var þriðja starfsár Framtakssjóðs Íslands og nam hagnaður af starfsemi sjóðsins 6.111 milljónum króna, samanborið við 2.343 milljónir króna árið áður. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 29,6 milljörðum króna en þær voru 28,2 milljarðar á sama tíma 2011. Eigið fé í árslok var 29,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 97,9%. Eignarhlutir sjóðsins í fyrirtækjum eru færðir á kostnaðarverði nema eignarhlutir í skráðum félögum sem eru metnir á markaðsverði. Hagnaður Framtakssjóðsins á árinu skýrist því af hækkun markaðsvirðis Icelandair Group, söluhagnaði af hlutum í skráðum félögum og sölu Plastprents. Sjóðurinn hefur, í samvinnu við endurskoðendur félagsins, lagt mat á áætlað gangvirði eignarhluta félaga í eignasafni sjóðsins og er metið að það sé ekki undir 46,7 milljörðum króna, en bókfært verð sömu eigna er 29 milljarðar króna.

10

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

Áætlað virði miðast við niðurstöður virðisrýrnunarprófa undirliggjandi eigna. Þær breytingar urðu á eignasafni sjóðsins á árinu 2012 að Plastprent var selt, 7% hlutur í Icelandair og 60% hlutur í Vodafone (Fjarskipti hf.) samhliða skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Eftir þessi viðskipti á Framtakssjóðurinn 12% í Icelandair og 19,7% í Vodafone. Þá jók Framtakssjóðurinn hlut sinn í N1 og á nú 45% hlut í félaginu. Einnig tók sjóðurinn þátt í hlutafjáraukningu Vodafone á árinu 2012 fyrir skráningu félagsins. Alls hefur sjóðurinn fjárfest í átta félögum frá stofnun en sex eru í núverandi eignasafni. Það eru: Advania, Icelandair, Icelandic, N1 Promens og Vodafone. Andvirði innleystra eigna var ráðstafað til eigenda. Annars vegar með arðgreiðslu og hins vegar með lækkun hlutafjár. Alls voru um níu milljarðar króna greiddir til hluthafa Framtakssjóðsins.


EIGNARHLUTIR FSÍ Í FÉLÖGUM

ADVANIA

ICELANDAIR GROUP

ICELANDIC GROUP

N1

PROMENS

VODAFONE

12%

20% 100%

45%

49,50%

75%

ÁRSSKÝRSLA 2012

11


ADVANIA

Advania er stærsta upplýsingafyrirtæki Íslands og það tíunda stærsta á Norðurlöndum með 1.100 starfsmenn og 20 starfsstöðvar í fjórum löndum. Þar af starfa um 600 manns á Íslandi, 300 í Svíþjóð, 200 í Noregi og 20 í Lettlandi. Advania er náinn samstarfsaðili flestra öflugustu UT-fyrirtækja veraldar.

12

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


ERLEND STARFSEMI

TEKJUR (milljónir kr.)

25

20

24.499 22.129

15

NAFNBREYTING 600

200

Í upphafi árs 2012 var tilkynnt um að Skýrr, HugurAx og 150 400 norrænu dótturfyrirtækin Aston-Baltic, Hands og Kerfi sæki

10

5

0

Advania í Svíþjóð veitir alhliða rekstrar- og ráðgjafarþjónustu á sviði upplýsingatækni. Um það bil 45% af tekjum samstæðu Advania koma frá Advania í Svíþjóð, sem skilar gríðarsterku uppgjöri fyrir 2012 þar sem velta og EBITDA eru bæði nokkuð yfir áætlun. Advania í Noregi starfar á sviði viðskiptalausna Microsoft Dynamics AX fyrir sérhæfðar atvinnugreinar, til dæmis verslun og þjónustu, rétt eins og Advania í Lettlandi. Liðlega 15% af tekjum samstæðunnar koma frá Advania í Noregi og var reksturinn þar 2012 talsvert undir væntingum. Til að bregðast við þungum rekstri í Noregi var gengið í umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn og skipulagi, ásamt því sem hagrætt var í EBITDA AFKOMA rekstri og yfir 20 manns sagt upp störfum. Enn fremur reyndist (milljónir kr.) (milljónir kr.) nauðsynlegt að gera kostnaðarsamar breytingar á lífeyriskerfi 1200 400 Auk framangreindra starfsfólks vegna lagabreytinga í Noregi. breytinga var ákveðið að færa að fullu niður þá 389viðskiptavild 350staðla um meðferð viðsem tengist Advania AS í samræmi við 1000 1068 skiptavildar í endurskipulögðu félagi. Þessi niðurfærsla í Noregi hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu300 samstæðu Advania á árinu 800 Vonir standa til að félagið skili jákvæðri afkomu árið 2013. 2012. 250 790

2010

2011

eftirleiðis fram undir nýju nafni: Advania. Nafnbreytingin var 100 lokahnykkur tveggja ára sameiningarlotu níu fyrirtækja og liður 200 í umbreytingu fyrirtækisins í alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með 50 20 víðtæka starfsemi. Við nafnbreytinguna hurfu af markaði vörumerkin 0 Skýrr, HugurAx og EJS á Íslandi, 0 ásamt Hands í Noregi, 2010 2011 2010 Kerfi í Svíþjóð og Aston-Baltic í Lettlandi. Áður höfðu 2011 Eskill, Kögun og Landsteinar-Strengur verið færð undir Skýrr.

ÁRANGURSRÍK ENDURMÖRKUN

FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA Á ÍSLANDI Advania á Íslandi veitir samþættar lausnir og þjónustu á sviði upplýsingatækni, sem svara þörfum atvinnulífsins fyrir hugbúnað, ráðgjöf, vélbúnað, hýsingu og rekstrarþjónustu. Lausnaframboð Advania á Íslandi spannar í raun upplýsingatækni frá A til Ö. Advania á Íslandi rekur jafnframt eitt stærsta gagnaver landsins. Afkoma Advania á Íslandi á árinu 2012 var góð. Bæði velta og EBITDA voru um eða yfir áætlun.

Með nafnbreytingunni í upphafi ársins var starfsfólk Advania sameinað undir eitt merki til að fullnýta slagkraft stærðar fyrirtækisins og skapa því alþjóðlega ásýnd. Hluti af því verkefni var að endurmóta markaðsstarf, kynningarefni og ytri samskipti fyrirtækisins. Árangursrík endurmörkun Advania hefur skilað því að tólf mánuðum eftir nafnbreytinguna er svo komið að 46% Íslendinga nefna Advania sem þekktasta vörumerkið á sviði upplýsingatækni, en helstu samkeppnisaðilar fyrirtækisins mælast með 6–7%. Í samræmi við þetta hlaut Advania verðlaun ÍMARK-markaðssamtakanna fyrir bestu ásýnd fyrirtækis á árinu 2012.

NÝJAR HÖFUÐSTÖÐVAR Árið 2012 flutti Advania nær alla starfsemi sína í Reykjavík í nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins að Guðrúnartúni 10 í Reykjavík. Starfsemin var áður á fimmtán hæðum í fimm byggingum víðs vegar um Reykjavík. Á því kostnaðarsama fyrirkomulagi voru fjölmargir annmarkar og eitt af lykilverkefnum í styrkingu félagsins var að finna betri lausn, sem svaraði kröfum starfsfólks í nútímalegum þekkingarfyrirtækjum. Hjá Advania við Guðrúnartún starfa í dag um 520 manns.

ÁRSSKÝRSLA 2012

13


14

ÓVENJULEG VERSLUN

VIÐSNÚNINGUR Í REKSTRI GAGNAVERS

Advania opnaði nýja verslun í húsnæði fyrirtækisins við Guðrúnartún í janúar 2013. Flest þekktustu vörumerki veraldar á sviði upplýsingatækni eru meðal samstarfsaðila Advania og tekur vöruúrval í versluninni mið af þeirri staðreynd. Óvenjuleg hönnun verslunarinnar endurspeglar enn fremur litríkt vörumerki Advania á afgerandi hátt og hlaut hún verðlaun ÍMARK

Starfsemi gagnaversins Advania Thor Data Center í Hafnarfirði gekk vel á árinu og þar átti sér stað viðsnúningur í rekstri. Er nú hugað að tvöföldun versins upp í 6.000 fermetra með möguleika á 20.000 fermetra framtíðarstækkun. Af hápunktum í starfseminni má nefna að stofnanir sem hafa yfirumsjón með vísindarannsóknum háskóla á Norðurlöndum gangsettu

fyrir bestu umhverfisgrafík 2012. Í versluninni er móttökusvæði og kaffihús samtvinnað sýningarsal og verslun. Útkoman er einstakur samkomustaður starfsfólks og viðskiptavina. Aðferðafræði verslunarinnar auðveldar mjög reksturinn og tryggir umtalsverðan gestafjölda.

háhraðatölvu í gagnaverinu á árinu. Aðrir lykilviðskiptavinir á Íslandi eru meðal annars fjármálafyrirtækið Valitor og norski hugbúnaðarrisinn Opera Software. Áætlað er að internetumferð Opera um Advania Thor Data Center í Hafnarfirði sé áþekk að magni og öll önnur internetumferð til og frá Íslandi.

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


SAMSTARF VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK

FORSTJÓRI ADVANIA

Háskólinn í Reykjavík og Advania hafa gert með sér umfangsmikinn samstarfssamning til þriggja ára sem miðar gagngert að því að fjölga þeim sérfræðingum í atvinnulífinu, sem hafa tvíþætta þekkingu á bæði upplýsingatækni og viðskiptum. Unnið verður að þróun nýrra námsleiða og gagnkvæmrar þekkingarmiðlunar.

Gestur G. Gestsson er forstjóri Advania og hefur hann gegnt starfinu frá því í nóvember 2009. Hann var forstjóri Teymis, en starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Vodafone og Margmiðlun.

14 ÞÚSUND FUNDARGESTIR Fróðleiksviðburðir Advania hafa sett mikinn svip á starfsemi fyrirtækisins undanfarin ár. Árið 2012 var þar engin undantekning með þúsund manna haustráðstefnu og tæplega 50 öðrum fróðleiksviðburðum. Fjölsóttustu morgunverðarfundir Advania eru sóttir af tæplega 400 manns. Fundirnir eru mikilvæg uppspretta jákvæðra samskipta og viðskipta, ásamt því að renna stoðum undir hlutverk fyrirtækisins sem þekkingarfyrirtækis í fremstu röð. Um 14.000 þúsund gestir sóttu viðburði Advania árið 2012, sem er 22% fjölgun milli ára.

ÁRSSKÝRSLA 2012

15


ICELANDAIR GROUP

Á árinu 2012 fagnaði Icelandair Group 75 ára stofnafmæli sínu. Stofnun félagsins er rakin til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað. Leiðakerfi Icelandair er burðarás í flugsamgöngum til og frá Íslandi og helsta undirstaða ferðaþjónustunnar. Það byggir á staðsetningu landsins mitt á milli Norður-Evrópu og Norður-Ameríku sem gerir Icelandair kleift að þjóna þremur mörkuðum; heimamarkaðinum á Íslandi, ferðamannamarkaðinum til Íslands og alþjóðlega markaðinum milli Evrópu og Norður-Ameríku.

16

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


FERÐAÞJÓNUSTA Á BREIÐUM GRUNNI Icelandair Group sérhæfir sig í flug- og ferðaþjónustu með Ísland sem hornstein alþjóðlegs leiðakerfis. Dótturfélög samstæðunnar á árinu 2012 eru alls níu. Icelandair er þeirra stærst með um 60% af heildartekjum. Leiðakerfi Icelandair er grunnurinn að allri starfsemi Icelandair Group. Icelandair notar landfræðilega legu Íslands til að tengja saman fjölmarga

Félagið sérhæfir sig sérstaklega í leigu véla með alhliða viðhaldslausnum. Iceland Travel er stærsta ferðaskrifstofa landsins og býður fjölbreytt úrval þjónustu fyrir ferðamenn sem koma til Íslands. Feria er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu fyrir Íslendinga sem ferðast erlendis. Tvö vörumerki eru rekin undir starfsemi Feria, Vita og Ferd.is. Feria hefur verið rekið sem sjálfstætt dótturfélag innan Icelandair Group samstæðunnar frá byrjun árs 2012, en áður var fyrirtækið hluti af Icelandair

TEKJUR

EBITDA

(þúsundir USD)

(þúsundir USD)

(þúsundir USD)

120

900

5

898,866

800 700

AFKOMA

109,646

100

790,653

80

600

44,275

4 36,310

84,935 3

500

60

400

2 40

300 200

1

20

100 0

0 2011

2012

áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum skiptistöðina á Keflavíkurflugvelli. Leiðakerfið er í stöðugri þróun og er góð stýring þess og sveigjanleiki helsta ástæða fyrir velgengni félagsins. Flugfélag Íslands er öflugt og sveigjanlegt flugfélag sem starfar á innanlandsmarkaði en þjónar einnig öðrum vest-norrænum löndum svo sem Færeyjum og Grænlandi. Icelandair Hótel reka bæði alþjóðlegt hótel (Hilton Reykjavik Nordica) og íslensk hótel (Icelandair Hotels og Edduhótelin). Icelandair Cargo býður heildarflutningalausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Á árinu 2012 voru 4 fraktvélar í notkun hjá félaginu og voru áfangastaðir í fraktflugi New York, Liege og East Midlands. Loftleiðir-Icelandic er leiguflugfélag sem sérhæfir sig í lausnum fyrir alþjóðleg flugfélög og ferðaþjónustuaðila.

0 2011

2012

2011

2012

Travel. IGS annast flugvallaþjónustu við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli, rekur fyrsta flokks flugeldhús og tollvörugeymslur, fraktmiðstöð og nýja og glæsilega veitingastaði í Leifsstöð. Fjárvakur sérhæfir sig í umsjón fjármálaferla fyrir meðalstór og stór félög á Íslandi. Félagið býður jafnframt gegnum dótturfélag sitt, Airline Services Estonia, alþjóðlegum flugfélögum útvistun tekjubókhalds þeirra. Björgólfur Jóhannsson hefur gegnt starfi forstjóra Icelandair Group frá árinu 2008. Björgólfur var forstjóri Icelandic Group frá árinu 2006 og forstjóri ÚA á Akureyri frá árinu 1999. Björgólfur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983 og varð löggildur endurskoðandi árið 1985.

ÁRSSKÝRSLA 2012

17


STARFSEMIN Á ÁRINU 2012 Arðbær innri vöxtur einkenndi rekstur Icelandair Group á árinu 2012. Félagið jók framboð sitt í millilandaflugi um 16% frá fyrra ári og farþegum fjölgaði í heild um 16% eða um 277 þúsund manns, úr 1,7 milljónum árið 2011 upp í 2 milljónir árið 2012. Hefur félagið aldrei áður flutt jafnmarga farþega. Sætanýting á árinu var sú besta í sögu félagsins eða 80,6% og jókst um 1,4 prósentustig. Fluttir farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru 347 þúsund og fækkaði um 1% á milli ára. Innan-

VIÐSKIPTAVINIR Viðskiptavinir Icelandair Group eru margir og nýta sér mismunandi þjónustu félagsins, sem samanstendur af farþegaflugi bæði innanlands og milli landa, fraktflutningum, ferðatengdri þjónustu ásamt stoðþjónustu í formi flugafgreiðslu og fjármála. Leiðakerfi stærsta dótturfélagsins, Icelandair, hefur stækkað og styrkst á undanförnum áratugum og tengir nú 24 borgir í Evrópu við 10 borgir í Norður-Ameríku með Ísland sem miðpunkt. Leiðakerfið byggist á sólarhringsskiptingu með tengiflug á Íslandi á morgnana og eftir hádegi.

18

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

landsflugsstarfsemi félagsins býr við krefjandi rekstrarumhverfi vegna mikilla hækkana á opinberum gjöldum á Íslandi á undanförnum árum. Hækkanirnar hafa verið íþyngjandi og dregið úr eftirspurn. Framboðnum gistinóttum á hótelum félagsins fjölgaði um 16% á milli ára. Nýtt hótel í miðbæ Reykjavíkur, Icelandair Hótel Reykjavík Marina, var opnað á vormánuðum ásamt því að framboð var aukið á hóteli félagsins á Akureyri. Herbergjanýting nam 74,4% á árinu og jókst frá fyrra ári er hún var 67,9%. Rekstrarhagnaður Icelandair Group á árinu 2012 er sá mesti frá upphafi. Arðbær innri vöxtur einkenndi árið og rekstur stærstu rekstrareininga samstæðunnar gekk vel. EBITDA var jákvæð um 109,6 milljónir USD og jókst á milli ára um 24,7 milljónir USD. Hagnaður eftir skatta nam 44,3 milljónum USD og jókst


Lykiltölur frá árinu 2011 er hann var 36,3 milljónir USD. Má þakka skýrri stefnu félagsins með áherslu á kjarnastarfsemina ásamt miklum metnaði starfsfólks þennan góða árangur. Í lok árs 2012 er efnahagsreikningur fyrirtækisins sterkur og lausafjárstaðan góð. Eigið fé er 295,9 milljónir USD og eiginfjárhlutfall er 39%. Handbært fé og markaðsverðbréf hafa aukist um 26,1 milljón USD frá upphafi árs og nema 132,8 milljónum USD. Félagið er því vel í stakk búið til áframhaldandi arðbærs innri vaxtar

HORFUR Horfur í rekstri Icelandair Group eru góðar á árinu 2013. Áframhaldandi innri vöxtur er ráðgerður með 15% umfangsmeiri flugáætlun í millilandaflugi en á árinu 2012. Flug verður hafið til þriggja nýrra áfangastaða og ferðum er fjölgað til ýmissa borga í Bandaríkjunum og Evrópu. Alls verða 18 Boeing-757 flugvélar nýttar til áætlunarflugsins næsta sumar, tveimur fleiri en á þessu ári. Vöxturinn er áætlaður hlutfallslega meiri yfir vetrarmánuðina en yfir sumarið sem er í takt við þá stefnu félagsins að draga úr árstíðarsveiflu og byggja Ísland upp sem heilsársáfangastað. Gert er ráð fyrir að millilandafarþegar verði yfir 2,3 milljónir á árinu 2013, en þeir voru rétt yfir 2 milljónir á árinu 2012. Bókunarstaða á fyrstu mánuðum ársins er í takt við áætlanir um vöxt. Gert er ráð fyrir að fjöldi farþega sem fljúga með félaginu yfir

Í þúsundum USD

Tekjur EBITDA Afkoma Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fjöldi starfsfólks

2012

898,866 109,646 44,275 150,906 39% 2.532

N-Atlantshafið muni aukast mest á árinu en jafnframt er áætlað að ferðamönnum til Íslands fjölgi. Millilandaflugið er helsti drifkrafturinn í rekstri Icelandair Group. Þannig hefur aukið framboð og fjölgun farþega jákvæð áhrif á aðra starfsemi samstæðunnar, hvort sem um er að ræða hótelrekstur, þjónustu við ferðamenn á Íslandi, flugafgreiðslu eða fraktflutninga milli landa og er gert ráð fyrir vexti í rekstri þessara félaga á árinu. Innanlandsflugsstarfsemi félagsins býr við krefjandi rekstrarumhverfi vegna mikilla hækkana á opinberum gjöldum á Íslandi á undanförnum árum. Hækkanirnar hafa verið íþyngjandi og dregið úr eftirspurn. Brugðist hefur verið við með minna framboði. Ráðgerir félagið að minnka flugáætlun sína innanlands um 4% miðað við árið 2012 vegna þessa.

ÁRSSKÝRSLA 2012

19


ICELANDIC GROUP

Icelandic Group er alþjóðlegt fyrirtæki með sjö áratuga sögu í íslenskum sjávarútvegi. Félagið starfar bæði á smásölumarkaði og á markaði fyrir veitingahús, mötuneyti og stofnanir. Icelandic Group framleiðir og selur ferskt, kælt og fryst sjávarfang um heim allan en á undanförnum árum hefur vöruþróun verið efld á sviði flóknari og virðisaukandi fiskmáltíða fyrir smásölumarkað. Icelandic er með starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu og hjá því starfa ríflega 1800 starfsmenn.

20

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


TEKJUR

EBITDA

(milljónir evra)

(milljónir evra)

(milljónir evra)

20

600

500

AFKOMA 80 70

566.5 525 15

60

400

50

13,1 11,9

10

300

40 30

200 5

20

100

0

61,9

10 0 2011

2012

UPPSKIPTING OG KAUP Framtakssjóður Íslands eignaðist Icelandic að fullu árið 2011. Frá kaupum FSÍ hafa orðið miklar breytingar á rekstri félagsins. Eignir hafa verið seldar og aðrar keyptar með það að markmiði að skerpa áherslur í rekstri félagsins og auka arðsemi þess. Á árinu 2012 var félaginu skipt upp í Icelandic Group og IG Investments. Eftir uppskiptingu og fjárhagslega endurskipulagningu standa tvö félög með sterkan efnahag.

0,7

0 2011

2012

2011

2012

Á árinu 2012 keypti Icelandic Group belgíska framleiðslufyrirtækið Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur rúmlega 11 milljörðum króna.

ÁRSSKÝRSLA 2012

21


NÝTT MARKAÐSSVÆÐI Geta Icelandic Group til að tengja saman framleiðslu, sölu og markaðssetningu þvert á landamæri tryggir sterka samkeppnisstöðu og mikilvægt forskot til að skapa frekari verðmæti í rekstri. Icelandic Group hefur lagt ríkan metnað í að rækta langtímaviðskiptasambönd við bæði framleiðendur og kaupendur. Þau vörumerki sem fyrir-

tækið hefur byggt upp á undanförnum árum hafa sterka stöðu á mörkuðum. Icelandic-vörumerkið er eitt þekktasta vörumerkið í alþjóðlegum sjávarútvegi í heiminum í dag. Undir nýjasta vörumerki félagsins, The Saucy Fish Co., markaðssetur Seachill, dótturfélag Icelandic í Bretlandi hágæðasjávarrétti sem eru tilbúnir til eldunar. The Saucy Fish Co. fer afar vel af stað og hefur þegar náð sterkri stöðu á markaðnum. Staða Icelandic í Bretlandi er afar sterk og markaðshlutdeild félagsins hefur aukist þrátt fyrir erfiðar aðstæður á markaði. Það er ljóst að sá markaður verður áfram afar mikilvægur fyrir félagið.

22

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

BREYTT FORYSTA Forstjóraskipti urðu í félaginu á árinu 2012 þegar Magnús Bjarnason tók við starfi forstjóra af Lárusi Ásgeirssyni. Magnús kemur til Icelandic Group frá Landsvirkjun þar sem hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra markaðsog viðskiptaþróunarsviðs. Hann var áður framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Glitnis og leiddi þjónustu bankans við alþjóðleg orku- og sjávarútvegsfyrirtæki. Magnús hefur víðtæka reynslu af árangursríku starfi á alþjóðamörkuðum og þekkingu á sjávarútvegi. Auk forstjóraskipta var stjórnendateymi félagsins styrkt með ráðningu nýs aðstoðarforstjóra, Jóns Garðars Guðmundssonar.


Lykiltölur Í milljónum evra

Tekjur EBITDA Heildarafkoma Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fjöldi starfsfólks

2012

566,5 11,9 0,7 129,2 44,2% 1.864

Tölur miðast við áframhaldandi starfsemi, auk afkomu af rekstri seldra eininga fram að söludegi.

VERÐMÆT VÖRUMERKI OG ÞEKKING Icelandic Group er lykilfyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi og þjónustar mörg af mikilvægustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Fyrirtækið býr að sterkum innviðum, á vel þekkt vörumerki á alþjóðamörkuðum, þ.m.t. Icelandic sem er leiðandi vörumerki fyrir frosnar afurðir til veitingastaða á Spáni og Icelandic í Bandaríkjunum sem er leigt til High Liner Foods. Auk þess er nýjasta vörumerki félagsins, The Saucy Fish Co., sem er eitt af þeim vörumerkjum sem um þessar mundir vex hvað hraðast í smásölu í Bretlandi. Félagið hefur á að skipa frábæru starfsfólki sem hefur mikla færni í framleiðslu og markaðs-

setningu á afurðum úr sjávarfangi. Eftir umrót undanfarinna ára stendur félagið nú fjárhagslega sterkt. Mikil gerjun er í sjávarútvegsgeiranum og Icelandic Group er í góðri stöðu til að nýta sér þau tækifæri sem myndast við slíkar aðstæður. Félagið hyggst nýta sér þá þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp innan þess og sækja fram á komandi árum. Vinna við mótun stefnu og framtíðasýnar hefur verið í fullum gangi hjá félaginu. Með öflugum stjórnendum, starfsfólki og sterkum rótum er félagið með mikla möguleika til að eflast enn frekar og sækja fram á mörkuðum sínum og byggja upp nýja markaði fyrir verðmæti íslensks sjávarútvegs.

ÁRSSKÝRSLA 2012

23


N1

N1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki, sem um allt land veitir fólki á ferð og fyrirtækjum afburðaþjónustu, gæðavörur og heildarlausnir á sanngjörnu verði. Kjarnastarfsemi félagsins snýst um sölu á eldsneyti, matvörum, rekstrarvörum, iðnaðarvörum og þjónustu. Styrkur N1 liggur í gagnlegu vöruúrvali, víðfeðmu dreifikerfi og öflugu starfsfólki.

24

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


TEKJUR

EBITDA

(milljarðar kr.)

(milljarðar kr.)

(milljarðar kr.)

5

3.0

70 60 50

AFKOMA

60.258 54.701

2.5

2.650 4

2.108

4.509

2.0 3

40 1.5 30

2 1.0

20

0

1

5

10

2011

2012

STARFSEMI N1 starfar um allt land og sinnir jafnt þörfum einstaklinga og fyrirtækja. Þéttriðið net þjónustustöðva sér til þess að eldsneyti og næring eru aðgengileg öllum landsmönnum. Hluti þessara þjónustustöðva eru í raun stórir veitingastaðir sem sinna bæði fólki á ferðinni og heimamarkaði. Fimm þjónustustöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru umhverfisvottaðar samkvæmt ISO 14001 og fjórar til viðbótar eru í innleiðingarferli.

0

2011

2012

0

1.160

2011

2012

Þá rekur N1 bílaþjónustu á átta stöðum, sem sinna dekkjaþjónustu, smurþjónustu og smærri viðgerðum, auk tveggja smurverkstæða. Öll átta hjólbarðaverkstæði N1 eru annað árið í röð „Michelin Quality Dealer“ samkvæmt gæðastaðli Michelin. Frá júní 2010 hefur verkstæði N1 við Bíldshöfða 2 verið umhverfisvottað samkvæmt ISO 14001. N1 starfrækir öflugt fyrirtækjasvið, sem sinnir viðskiptavinum með heimsóknum og klæðskerasaumuðum lausnum og rekur verslanir víða um land, sem sérhæfa sig í iðnaðar- og rekstrarvörum til fyrirtækja. .

ÁRSSKÝRSLA 2012

25


ÁRIÐ 2012 Þjónusta N1 við ferðamenn hefur farið vaxandi. Þjónustustöðvar eins og Staðarskáli, Blönduós, Egilsstaðir og Hvolsvöllur eru þungamiðja þeirrar þjónustu sem ferðamenn sækja í hjá félaginu. Í desember 2012 yfirtók N1 rekstur Hyrnunnar í Borgarnesi og fyrirhugar að opna þar gerbreytta og glæsilega N1 þjónustustöð um miðjan maí. Verklegar framkvæmdir voru heldur meiri en 2011 og dreifðust á nokkra staði. Ber helst að nefna útlitsbreytingu Nestisstöðvanna á Ártúnshöfða, við Hringbraut og við Skógarsel, ásamt öðrum framkvæmdum víða um land.

26

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

Vöruhús í Klettagörðum var keypt síðla árs og hefur verið aðlagað að þörfum N1. N1 leggur mikla áherslu á heildarþjónustu við sjávarútveg, bæði við veiðar og vinnslu, og varð mikil aukning í sölu á vörum til sjávarútvegsins í heild sinni. Aukning var í eldsneytissölu milli ára í heild sinni hjá félaginu og ræður þar mestu mikil aukning á sölu flugeldsneytis. Á árinu 2012 náðist þrátt fyrir erfitt árferði einn besti árangur í sölu á öðrum vörum en eldsneyti.


Lykiltölur Í milljónum króna

Tekjur EBITDA Afkoma Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fjöldi starfsfólks

2012

60.258 2.650 1.160 14.514 52,3% 663

Mildur vetur gerði það að verkum að sala á vetrardekkjum var minni en væntingar voru um en á móti var aukning í allri sölu á bílavarahlutum, viðgerðum og þjónustu .

BREYTINGAR Á REKSTRI

Á sama tíma var breytt og einfaldað skipulag félagsins kynnt. Rekstrarsvið félagsins urðu tvö. Einstaklingssvið annast og rekur þjónustustöðvar N1 um land allt ásamt bílaþjónustu, þ. á. m. smurstöðvar og dekkjaþjónustu. Fyrirtækjasvið annast viðskipti við stórnotendur og fyrirtæki, beint frá höfuðstöðvum félagsins og í verslunum N1.

Í júlí 2012 voru gerðar breytingar á yfirstjórn N1. Margrét Guðmundsdóttir tók við af Jóhanni Hjartarsyni sem stjórnarformaður og Eggert Benedikt Guðmundsson var ráðinn forstjóri í stað Hermanns Guðmundssonar, sem lét af störfum. Í nóvember var tilkynnt að rekstri verslana með bílavarahluti og -aukahluti yrði skipt út í sérstakt dótturfélag, Bílanaust, sem tók til starfa um áramót.

ÁRSSKÝRSLA 2012

27


PROMENS

Promens er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á plastvörum. Félagið þjónar viðskiptavinum í fjölbreyttum greinum iðnaðar, s.s. matvæla-, efna-, snyrtivöru- og lyfjaiðnaði, auk framleiðenda bifreiða og þungavinnuvéla. Mörg heimsþekkt vörumerki eru meðal viðskiptavina félagsins. Sögu Promens má rekja til ársins 1984 þegar hópur fjárfesta stofnaði Sæplast á Dalvík sem hóf framleiðslu á einangruðum fiskikerum sem áttu eftir að gjörbylta meðhöndlun og gæðum fiskafurða. Promens starfrækir 42 verksmiðjur sem flestar eru staðsettar í Evrópu, en félagið hyggur nú á aukna sókn á nýjum markaðssvæðum, svo sem í BRIK-löndunum svokölluðu, þ.e. Brasilíu, Rússlandi, Indlandi og Kína, enda er vöxtur í notkun plasts mestur þar. Hjá félaginu starfa um 3600 manns.

28

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


STARFSEMIN Á ÁRINU 2012 Rekstur félagsins gekk vel á árinu og var afkoman í samræmi við áætlanir. Er þessi árangur sérstaklega ánægjulegur í ljósi erfiðs efnahagsástands á lykilmörkuðum í Evrópu og hækkandi hráefnaverðs. Þrátt fyrir lítils háttar samdrátt í sölu jókst EBIDTA-framlegð félagsins um 4%, úr 57,8 milljónum evra í 60,3 milljónir evra. Eigið fé samstæðunnar jókst jafnframt um 11%, úr 149 milljónum evra í 166,4. Hagnaður Promens á árinu 2012 var 19,7 milljónir evra, eða 9,5 milljónum hærri en árið 2011.

TEKJUR

EBITDA

AFKOMA

(milljónir evra)

(milljónir evra)

(milljónir evra)

800

70

700

60

600

20 19,7

611,8

596,7

500

50

57,5

60,3

15

40 10

400 30

10,2

300 20

200

10

100 0

5

2011

2012

ÁHERSLA LÖGÐ Á BESTUN FERLA Á árinu 2012 var hafist handa við að uppfæra upplýsingatæknikerfi samstæðunnar og einnig voru tekin stór skref við innleiðingu á bestunarferli sem hlotið hefur nafnið Promens Process Excellence, eða PPE. Um 200 starfsmenn hlutu í upphafi þjálfun í hugmyndafræði sem lýtur að bestun og samræmingu ferla á öllum sviðum starfseminnar, allt frá áætlanagerð, vöruþróun og framleiðslu til sölu og markaðsmála. Um er að ræða langtímaverkefni sem mun á nokkrum árum ná til allra starfsstöðva og starfsmanna samstæðunnar.

0

2011

2012

0

2011

2012

Horn fjárfestingafélag og Framtakssjóður Íslands fara með 49,91% og 49,5% hlutafjár í félaginu. 0,59% eru í eigu lykilstarfsmanna. Eignarhald Horns og Framtakssjóðs, auk endurfjármögnunar félagsins sem lokið var í desember 2011, hefur skapað traustan grunn fyrir félagið og gert því kleift að horfa lengra fram á veginn en áður hefur verið mögulegt.

ÁRSSKÝRSLA 2012

29


30

VIÐSKIPTAVINIR

FRAMTÍÐARSÝN

Promens á mjög breiðan hóp viðskiptavina og standa 15 stærstu viðskiptavinirnir að baki um 30% af heildarveltu samstæðunnar. Meðal þekktra vörumerkja í viðskiptavinahópi félagsins má nefna Shell, Exxon Mobile og Dow AgroSciences á sviði kemískra efna; Arla, Kavli og TetraPack á sviði matvælaumbúða; Unilever, Oriflame og Johnson&Johnson á sviði snyrtivöruumbúða og GlaxoSmithKline, Roche og Pfizer á sviði lækningaumbúða. Bifreiðaframleiðendur í viðskiptavinahópi Promens eru meðal annars Skoda, Renault og Volkswagen á sviði einkabíla, Scania, Volvo, og Daimler á sviði vöru- og rútubifreiða og John Deer, Claas og Bomag á sviði landbúnaðar- og þungavinnuvéla.

Stjórn félagsins leiddi stefnumótunarvinnu á árinu þar sem horft er allt fram til ársins 2020. Mikill fjöldi starfsmanna félagsins kom að þessari vinnu sem leiddi í ljós vaxtartækifæri hjá öllum sviðum félagsins. Afrakstur þessarar vinnu skilaði sér í nýjum langtímamarkmiðum sem þegar er farið að vinna að. Eitt af einkennum plastframleiðslu er tiltölulega litlar einingar. Sú samþjöppun sem átt hefur sér stað í mörgum geirum iðnaðar á liðnum árum er tiltölulega skammt á veg komin í plastiðnaði. Promens er því vakandi fyrir kauptækifærum sem styrkt geta samkeppnisstöðu félagsins og innkomu á nýja markaði.

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Lykiltölur Í milljónum evra

Tekjur EBITDA Afkoma Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fjöldi starfsfólks

2012

596,7 60,3 19,3 166,4 33,2% 3.600

*Tölur samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri.

Plastframleiðsla í heiminum öllum hefur að jafnaði aukist um 10% árlega allt frá árinu 1950 og allt bendir til að þessi vöxtur haldi áfram. Hins vegar virðist vöxturinn á þessu sviði, sem svo mörgum öðrum, vera að færast til markaða eins og Asíu og Suður-Ameríku. Notkun plasts á þessum markaðssvæðum er einungis um 15 kg/mann samanborið við 60 kg/mann í Evrópu. Promens hefur því hafið undirbúning nýrra verksmiðja á þessum svæðum og standa vonir til að þær fyrstu hefji rekstur áður en langt um líður.

ÁRSSKÝRSLA 2012

31


VODAFONE

Vodafone er fjarskiptafyrirtæki sem býður einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og opinberum aðilum alla meginþætti fjarskiptaþjónustu. Tugir þúsunda íslenskra heimila og yfir hundrað þúsund einstaklingar nýta sér þjónustu Vodafone, sem einnig þjónustar öll stærstu sveitarfélög landsins. Um helmingur tekna fyrirtækisins kemur af þjónustu við fyrirtæki og helmingur af þjónustu við einstaklinga.

32

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


VEL HEPPNUÐ SKRÁNING Á HLUTABRÉFAMARKAÐ

ÁHERSLUR Í ÞJÓNUSTU

Vodafone hóf nýjan kafla í sögu sinni þegar hlutabréf félagsins voru tekin til viðskipta á Nasdaq OMX Iceland þann 18. desember 2012. Ákvörðun um að stefna að skráningu var tekin um mitt ár og var undirbúningurinn því bæði stuttur og snarpur. Vodafone var sameinað móðurfélaginu, eignarhalds

TEKJUR

EBITDA

AFKOMA

(milljónir kr.)

(milljónir kr.)

15000

12000

Vodafone hefur sett sér metnaðarfull þjónustumarkmið og vinnur markvisst að því að auka ánægju viðskiptavina. Alls voru haldin 158 námskeið fyrir starfsmenn en markmið námskeiðanna er að auka þekkingu starfsmanna og þjónustuvitund. Á einstaklingssviði bar hæst met í fjölda snertinga við viðskiptavini, eftirfylgni sölu var aukin til að tryggja vel

(milljónir kr.)

450

3000

12.637

13.345

2500

2.599

2.768

400 400 350 300

2000 9000

250 1500 200

227

6000 150

1000

100

3000

0

500

50 0

0 2011

2012

félaginu Fjarskiptum ehf., hluthafar fjárfestu í nýju hlutafé í forgangsréttarútboði, langtímskuldir voru greiddar niður um 2,2 milljarða króna og eftirstöðvar endurfjármagnaðar á hagstæðum kjörum. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðinn ráðgjafi félagsins og Framtakssjóðs Íslands í ferlinu og var það fyrir samstillt átak allra hluteigandi aðila að skráningin á Nasdaq OMX Iceland var til mikils sóma. Þegar upp var staðið hafði 60% eignarhlutur skipt um hendur og var hver hlutur seldur á 31,5 krónu, umframeftirspurn var eftir hlutabréfum.

ÁRIÐ SEM VODAFONE VARÐ FULLTÍÐA Í aðdraganda skráningarinnar var farið ítarlega yfir alla starfsemi félagsins, allt frá viðskiptasamningum og fjárhagskerfum yfir í stjórnskipulag og stjórnarhætti. Áreiðanleikakannanir, annars vegar lögfræðileg og hins vegar fjárhagsleg, sýndu að félagið var í það heila vel undirbúið að takast á við kröfur markaðarins. Á árinu 2012 fór Vodafone í gegnum ýmiss konar breytingar á stjórnskipulagi félagsins. Í kjölfar þeirra breytinga er Vodafone fulltíða fyrirtæki með sterkar grunnstoðir og traustan rekstur.

2011

2012

2011

2012

heppnaða innleiðingu hjá viðskiptavinum og netspjallið sem notað er í þjónustuveri hefur notið sífellt meiri vinsælda. Boðið var upp á fjölda snjallsímanámskeiða fyrir viðskiptavini og stofnaðar sérstakar atburðatengdar sjónvarpsstöðvar, m.a. Ólympíurásin, EM Stöðin, 12stig Eurovisionstöð og sjónvarp Menningarnætur. Á fyrirtækjasviði var aukin áhersla á frumkvæði í þjónustu, t.d. með þjónustusímtölum og frumkvæði í endursamningum ásamt því að úthluta smærri og millistórum fyrirtækjum sérstökum viðskiptastjóra. Áhersla var lögð á tækniaðstoð við fyrirtæki á árinu og hefur símtölum í tækniaðstoð fyrirtækja aukist jafnt og þétt og hefur málum sem klárast í fyrsta símtali fjölgað umtalsvert á árinu. Þjónustukannanir sýna að áherslur þjónustusviðs skiluðu enn ánægðari viðskiptavinum.

ÁRSSKÝRSLA 2012

33


34

FJÁRFESTINGAR ÁRSINS

MARKVERT MARKAÐSSTARF

Undanfarin ár hafa fjárfestingar Vodafone miðað að því að undirbúa félagið fyrir þær breytingar sem eru að verða á fjarskiptanotkun viðskiptavina. Á árinu var m.a. fjárfest í miðlægum búnaði fyrir gagnvirkt sjónvarp (IPTV), viðmót notenda var endurhannað og fjárfest í nýjum háskerpumyndlyklum. Hinu nýja IPTV-kerfi var vel tekið og myndar tækifæri

Markaðsstarf félagsins vakti verðskuldaða athygli á árinu og hlaut m.a. átta tilnefningar í sex mismunandi flokkum til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna og fjórar tilnefningar til NEXPO-vefverðlaunanna fyrir markaðssetningu á netinu. Meðal tilnefndra auglýsinga var herferðin „Tengjum saman jólin“ sem tilnefnd var í flokki auglýsingaherferða ársins, snjall-

til framtíðarþróunar. Þá var innleiðingu á nýju reikningagerðarkerfi, LEAP, lokið en kerfið myndar nýtt hjarta í tölvukerfum fyrirtækisins. LEAP er hraðvirkt kerfi með mikinn sveigjanleika sem m.a. gefur meiri möguleika í vöruþróun og stýringu þjónustuþátta í rauntíma. Í lok árs gerði Vodafone síðan samning við Huawei um áframhaldandi samstarf við uppbyggingu farsímakerfis. Samningurinn tryggir fyrirtækinu aðgengi að fyrsta flokks vél- og hugbúnaði eftir þörfum og tryggir að Vodafone verði í fremstu röð í farsímaþjónustu á næstu árum.

kaupaverslunin á Laugavegi í flokki umhverfisauglýsinga og þá fékk Vodafone þrjár af fimm tilnefningum í flokki stafrænna auglýsinga – hreyfimynda. Í upphafi árs 2013 var undirbúin samskiptayfirlýsing Vodafone sem birt var í febrúar 2013. Samskiptayfirlýsingin er grunnurinn að samfelldu stefi í innri og ytri markaðssetningu og varðar veg félagsins að því markmiði að eignast ánægðustu viðskiptavinina.

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Lykiltölur Í milljónum króna

Tekjur EBITDA Afkoma Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fjöldi stöðugilda

FJÁRHAGSLEGUR STYRKLEIKI Velta Vodafone á Íslandi nam um 13,3 milljörðum króna á árinu. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var um 2,76 milljarðar króna. Eigið fé Vodafone í árslok var 6,78 milljarðar og vaxtaberandi langtímaskuldir námu 6,16 milljörðum króna. Hagnaður af rekstri félagsins var 400 milljónir króna. Fjöldi starfsmanna í árslok var 390

2012

13.345 2.768 400 6,782 14,66% 324

en stöðugildin voru 324 talsins. Hlutfall karla var hærra en kvenna í árslok, eða 65% á móti 35% og meðalstarfsaldur var 4,5 ár. Vodafone styður með virkum hætti við starfsþróun starfsmanna en 88% stjórnenda koma úr öðrum störfum innan fyrirtækisins. Mælingar á viðhorfum starfsfólks í árslok sýndu almennt mikla starfsánægju og fyrirtækið virðist standa mörgum öðrum framar á því sviði.

ÁRSSKÝRSLA 2012

35


36

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


ÁRSREIKNINGUR

2012 ÁRSSKÝRSLA 2012

37


Áritun óháðs endurskoðanda

Til stjórnar og hluthafa í Framtakssjóði Íslands slhf. Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2012. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð endurskoðenda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum, skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka.

Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2012, efnahag þess 31. desember 2012 og breytingu á handbæru fé á árinu 2012, í samræmi við lög um ársreikninga.

Kópavogur, 7. mars 2013 Deloitte ehf. Guðmundur Kjartansson endurskoðandi

38

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Skýrsla stjórnar

Framtakssjóður Íslands slhf. var stofnaður í lok árs 2009 og er tilgangur félagsins að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum. Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2012 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Eignarhlutar í félögum eru færðir á kostnaðarverði að því undanskildu að eignarhlutar í félögum sem eru með hlutabréf sín skráð á markaði og teljast ekki hlutdeildarfélög eru færðir á síðasta skráða gengi hlutabréfa í kauphöll í lok árs. Hagnaður Framtakssjóðs Íslands slhf. á árinu 2012 nam kr. 6.111.145.142. Arðsemi eigin fjár félagsins var um 20,67%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir félagsins kr. 29.623.042.751 og bókfært eigið fé í árslok er kr. 29.504.842.705. Eiginfjárhlutfallið er um 99,6%. Eins og fram kemur í skýringu nr. 6 þá er það mat félagsins að áætlað gangvirði þessara eigna sé um 46.688 milljónir króna en bókfært verð sömu eigna er 29.098 milljónir króna. Í ársbyrjun 2012 var Eignarhaldsfélaginu Vestia ehf. slitið og við það færðust allir eignarhlutar í safni þess félags

yfir til Framtakssjóðsins. Í eignasafni Vestia var 57,9% eignarhlutur í Advania hf., 61% hlutur í Eignarhaldsfélaginu Fjarskipti hf., 50% eignarhlutur í Holtavegi 10 ehf. (áður Húsasmiðjan ehf.) og 100% eignarhlutur í Plastprenti ehf. Á árinu seldi sjóðurinn alla hluti sína í Plastprenti ehf. og Holtavegi 10 ehf. Helstu fjárfestingar sjóðsins á árinu voru 29% hlutur í N1 hf. og aukningarhlutir í Fjarskiptum hf. Sjóðurinn seldi á árinu verulegan hlut eða um 60% í Fjarskiptum hf. og 7% hlut í Icelandair Group hf. Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 19 eins og í upphafi árs. Þrír hluthafar eiga meira en 10% hlutafjárins en þeir eru Landsbankinn hf. 27,6%, Lífeyrissjóður verzlunarmanna 19,9% og Gildi lífeyrissjóður 10,4%. Það er álit stjórnar og framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands slhf. að í ársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins í lok ársins, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu. Stjórn og framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands slhf. staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2012 með undirritun sinni.

Reykjavík, 7. mars 2013 Í stjórn: Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarmaður Framkvæmdastjóri: Brynjólfur Bjarnason

ÁRSSKÝRSLA 2012

39


Rekstrarreikningur ársins 2012

Skýr. 2012 Vaxtatekjur 3 Innleystur söluhagnaður eignarhluta 6 Hækkun markaðsverðs eignarhluta 6

180.939.052 4.607.601.215 2.021.391.483 6.809.931.750

2011 28.259.090 1.458.983.718 1.462.014.371 2.949.257.179

Virðisrýrnun eignarhluta 6 (403.000.000) (250.000.000) Umsýsluþóknun (230.785.538) (179.978.626) Beinn kostnaður vegna fjárfestinga (61.792.758) (173.183.717) Annar rekstrarkostnaður (3.207.627) (2.016.142) Rekstrarhagnaður 6.111.145.827 2.344.078.694 Fjármagnsgjöld 4 (685) (98.577) Hagnaður ársins 6.111.145.142 2.343.980.117

40

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Efnahagsreikningur 31. desember 2012

Eignir Skýr. 31.12.2012 31.12 2011 Fjárfestingar Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði 6 22.010.295.994 22.453.423.297 Eignarhlutar í félögum á markaðsverði 6 7.087.972.827 4.781.213.982 29.098.268.821 27.234.637.279 Veltufjármunir Kröfur á tengd félög 10 113.851.228 30.088.882 Aðrar skammtímakröfur 7 41.839.628 5.651.812 Handbært fé 7,10 369.083.074 882.225.155 524.773.930 917.965.849 Eignir 29.623.042.751 28.152.603.128 Eigið fé og skuldir 31.12.2012 31.12 2011 Eigið fé 8 Hlutafé 23.387.541 24.506.240 Yfirverðsreikningur 23.364.154.086 24.481.734.251 Lögbundinn varasjóður 6.155.936 0 Óráðstafað eigið fé 6.111.145.142 3.041.155.936 Eigið fé 29.504.842.705 27.547.396.427 Skammtímaskuldir Skuldir við tengd félög 10 6.575.330 17.211.844 Ógreitt vegna fjárfestinga 10 0 558.280.027 Aðrar skammtímaskuldir 9 111.624.716 29.714.830 118.200.046 605.206.701 Skuldir 118.200.046 605.206.701 Eigið fé og skuldir 29.623.042.751 28.152.603.128

ÁRSSKÝRSLA 2012

41


Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2012

Skýr. 2012 2011 Rekstrarhreyfingar Rekstrarhagnaður 6.111.145.827 2.344.078.694 Hækkun markaðsverðs eignarhluta 6 (2.021.391.483) (1.462.014.371) Virðisrýrnun 6 403.000.000 250.000.000 Hreint veltufé frá rekstri (til rekstrar) 4.492.754.344 1.132.064.323 Breyting rekstrartengdra eigna og skulda: Rekstrartengdar eignir, (hækkun) lækkun (36.187.715) 55.560.745 Rekstrartengdar skuldir, hækkun 67.923.544 11.930.712 Handbært fé frá rekstri (til rekstrar) án vaxta og skatta 4.524.490.173 1.199.555.780 Greiddir vextir (685) (98.577) Handbært fé frá rekstri (til rekstrar) 4.524.489.488 1.199.457.203 Fjárfestingahreyfingar Keypt fjárfestingaverðbréf (5.362.149.929) (25.971.492.168) Seld fjárfestingaverðbréf 4.430.620.605 4.450.000.000 (Hækkun) lækkun á kröfum á tengd félög 29.958.382 (30.088.882) (901.570.942) (21.551.581.050) Fjármögnunarhreyfingar Greiddur arður 8 (3.031.650.172) 0 Innborgað hlutafé 8 4.834.301.136 22.979.391.212 Útborgað hlutafé 8 (5.953.000.000) (2.708.983.721) (4.150.349.036) 20.270.407.491 Lækkun handbærs fjár (527.430.490) (81.716.356) Handbært fé í upphafi árs 882.225.155 963.941.511 Handbært fé við slit Vestia 14.288.409 0 Handbært fé í lok árs 369.083.074 882.225.155

42

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Skýringar

1. Starfsemi Framtakssjóður Íslands slhf. var stofnaður á árinu 2009 og er tilgangur félagsins að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Framtakssjóður Íslands slhf. er samlagshlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samlagshlutafélag er sú tegund samlagsfélaga þar sem einn eða fleiri félagsmenn (ábyrgðaraðilar) bera beina og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir félagsmenn (hluthafar), einn eða fleiri, bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli framlaga sem mynda hlutafé í félaginu. Ábyrgðaraðilar geta jafnframt verið hluthafar.

2. Reikningsskilaaðferðir Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2012 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum að því undanskildu að markaðsbréf eru færð á gangverði. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum. Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins. Mat og ákvarðanir Við gerð ársreiknings þurfa stjórnendur, í samræmi við lög um ársreikninga, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili þegar þær eiga sér stað. Vaxtatekjur Vaxtatekjur eru færðar fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við viðeigandi höfuðstól og vaxtaprósentu. Umsýsluþóknun Framtakssjóður Íslands slhf. greiðir til Framtakssjóðs Íslands GP hf. umsýsluþóknun í samræmi við skilmála félagsins. Umsýsluþóknuninni er ætlað að standa straum af útlögðum kostnaði er fellur til við rekstur Framtakssjóðs Íslands GP hf. að frádregnum öðrum rekstrartekjum. Fjármagnskostnaður Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstrarreikning á því tímabili sem hann fellur til. Skattamál Félagið er ekki sjálfstæður skattaðili og skattar eru því ekki reiknaðir í ársreikningnum. Virðisrýrnun Á hverjum reikningsskiladegi er bókfært verð eigna metið með tilliti til virðisrýrnunar. Komi fram vísbending um virðisrýrnun er endurheimtanlegt virði eignarinnar metið í því skyni að hægt sé að ákvarða hversu víðtæk virðisrýrnun er sé um slíkt að ræða. Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði Eignarhlutar í félögum sem eru færðir á kostnaðarverði eru eignarhlutar í dóttur- og hlutdeildarfélögum. Eignarhlutarnir eru metnir á kostnaðarverði að teknu tilliti til virðisrýrnunar. Eignarhlutar í félögum á markaðsverði Eignarhlutar í félögum sem eru færðir á markaðsverði eru þeir eignarhlutar sem skráðir eru á virkum markaði og keyptir í þeim tilgangi að hagnast á verðbreytingum á skipulögðum markaði. Þeir eru færðir á markaðsverði og færist matsbreyting í rekstrarreikning á því tímabili sem hún fellur til.

ÁRSSKÝRSLA 2012

43


Skýringar

3. Vaxtatekjur og arður

2012

2011

Vaxtatekjur af bankainnstæðum

28.092.291

28.259.090

Arður af hlutabréfaeign

152.846.761

0

180.939.052

28.259.090

4. Fjármagnsgjöld 2012

2011

Vaxtagjöld

685

2.001

Stimpilgjöld

0

96.576

685

98.577

5. Arður Á árinu 2012 var arður greiddur til hluthafa að fjárhæð kr. 3.035.000.000.

6. Eignarhlutar í félögum

2012

2011

Eignarhlutar í félögum færðir á kostnaðarverði: Staða í ársbyrjun 22.453.423.297 0 Keypt á árinu

4.762.149.929 25.903.423.297

Selt á árinu

(6.428.851.476)

(3.200.000.000)

Virðisrýrnun

(403.000.000)

(250.000.000)

Leiðrétting vegna slita Vestia

(86.289.265)

0

Innleystur söluhagnaður

2.873.230.871

0

Endurflokkun á eignarhlutum úr kostnaðarverði í markaðsverð

(1.160.367.362)

0

Kostnaðarverð í árslok

22.010.295.994 22.453.423.297

Eignarhlutir í félögum færðir á markaðsverði:

44

Staða í ársbyrjun

4.781.213.982

4.569.199.611

Selt á árinu

(2.609.370.344)

(2.708.983.718)

Innleystur söluhagnaður

1.734.370.344

1.458.983.718

Endurflokkun á eignarhlutum úr kostnaðarverði í markaðsverð

1.160.367.362

0

Fært í markaðsverð

2.021.391.483

1.462.014.371

Bókfært verð eignarhluta í lok ársins

7.087.972.827

4.781.213.982

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Skýringar

Yfirlit yfir eignarhluta í félögum á kostnaðarverði: Hlutdeild %

Nafnverð

Eignarhlutur í Icelandic Group hf.

99,99% 1.576.578.000

Eignarhlutur í Icelandic Group Investments hf.

100,0%

Eignarhlutur í Advania hf.

75,36% 417.231.004

Eignarhlutur í Promens hf. (nafnverð í EUR)

49,50%

Eignarhlutur í N1 hf.

44,82% 448.180.945

495.922.000 28.234.814

Yfirlit yfir eignarhluta í félögum á markaðsverði: Hlutdeild %

Nafnverð Markaðsgengi

Eignarhlutur í Fjarskipti hf.

19,70%

66.099.467

32,55

Eignarhlutur í Icelandair Group hf.

12,01%

600.539.559

8,22

Félagið hefur lagt mat á áætlað gangvirði þeirra eignarhluta sem fjárfest hefur verið í. Áætlað gangvirði miðast við niðurstöður virðisrýrnunarprófa undirliggjandi eigna. Við gerð virðisrýrnunarprófs er stuðst við núvirt framtíðarsjóðsflæði hverrar einingar sem byggir á áætlunum viðkomandi félaga og metinni ávöxtunarkröfu þeirra miðað við gefnar forsendur. Það er mat félagsins að áætlað gangvirði þessara eigna sé um 46.688 milljónir króna en bókfært verð sömu eigna er 29.098 milljónir króna. Gagnvirðismat er háð ýmsum utanaðkomandi áhættuþáttum svo sem breytingu á gengi erlendra gjaldmiðla og vaxtastigi. .

7. Aðrar peningalegar eignir Aðrar skammtímakröfur

31.12.2012

31.12 2011

Fjármagnstekjuskattur

41.839.628

5.651.812

41.839.628

5.651.812

31.12.2012

31.12 2011

Óbundnar bankainnstæður í íslenskum krónum

369.083.074

882.225.155

369.083.074

882.225.155

Handbært fé

ÁRSSKÝRSLA 2012

45


Skýringar

8. Eigið fé Hlutafé félagsins var aukið um kr. 4.834.301 á árinu með innköllun nýrra hluta. Í desember 2012 var ákveðið að lækka hlutafé um sem nemur kr. 5.953.000 og greiða út til hluthafa. Hver króna nafnverðs jafngildir einu atkvæði. Eigið fé greinist þannig: Yfirverðs- Lögbundinn Hlutafé reikningur varasjóður

Óráðstafað eigið fé Samtals

Eigið fé 1.1.2011

697.175.819 4.933.008.819

4.235.833

4.231.597.167

0

Nýtt hlutafé

22.979.392

22.956.411.820 22.979.391.212

Lækkun hlutafjár

(2.708.985)

(2.706.274.736) (2.708.983.721)

Hagnaður ársins Eigið fé 1.1. 2012 Nýtt hlutafé Lækkun hlutafjár

24.506.240

24.481.734.251

2.343.980.117 2.343.980.117

0 3.041.155.936 27.547.396.427

4.834.301

4.829.466.835 4.834.301.136

(5.953.000)

(5.947.047.000) (5.953.000.000)

Framlag í varasjóð

6.155.936

(6.155.936)

0

Greiddur arður (3.035.000.000) (3.035.000.000) Hagnaður ársins Eigið fé 31.12 2012

23.387.541

23.364.154.086

Hluthafar:

6.111.145.142 6.111.145.142

6.155.936 6.111.145.142 29.504.842.705 Innborgað - útborgað Hlutafé alls Hlutdeild í eigin fé

Landsbankinn hf. 27,59% 6.452.293.453 6.452.293

8.139.970.444

Lífeyrissjóður verzlunarmanna 19,91% 4.657.265.414 4.657.266

5.875.431.818

Gildi lífeyrissjóður 10,39% 2.430.363.867 2.430.364

3.066.055.917

Sameinaði lífeyrissjóðurinn 7,72% 1.806.642.167 1.806.643

2.279.192.935

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild 7,36% 1.720.611.587 1.720.612

2.170.659.458

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 6,62% 1.548.550.429 1.548.550

1.953.592.503

Stafir lífeyrissjóður 5,52% 1.290.458.691 1.290.459

1.627.994.593

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,76%

645.229.345

645.229

813.996.666

Festa lífeyrissjóður 2,76%

645.229.345

645.229

813.996.666

Almenni lífeyrissjóðurinn 1,84%

430.152.897

430.153

542.664.864

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 1,47%

344.122.317

344.122

434.131.387

Lífeyrissjóður Bankamanna aldursdeild 1,24%

290.783.358

290.783

366.840.908

Lífeyrissjóður Vestfirðinga 1,10%

258.091.738

258.091

325.597.909

Lífeyrissjóður verkfræðinga 1,10%

258.091.738

258.091

325.597.909

Eftirlaunasjóður FÍA 0,77%

180.664.217

180.664

227.918.915

Íslenski lífeyrissjóðurinn 0,68%

159.156.572

159.157

200.786.492

Lífeyrissjóður Rangæinga 0,58%

136.788.622

136.788

172.566.602

VÍS hf. 0,55%

129.045.869

129.047

162.800.847

Framtakssjóður Íslands GP hf. 0,02%

4.000.000

4.000

5.045.871

23.387.541.627 23.387.541 29.504.842.705

46

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Skýringar

9. Aðrar peningalegar skuldir Aðrar skammtímaskuldir

31.12.2012

31.12 2011

Ógreiddur fjármagnstekjuskattur

3.349.828

0

Ógreiddur kostnaður

108.274.888

29.714.830

111.624.716

29.714.830

10. Tengdir aðilar Tengdir aðilar eru þeir aðilar sem hafa umtalsverð áhrif á félagið, beint eða óbeint, þ.m.t. móðurfélag, eigendur og fjölskyldur þeirra, stórir fjárfestar, lykilstarfsmenn og fjölskyldur sem og aðilar sem er stjórnað af eða eru verulega háðir félaginu, s.s. hlutdeildarfélög og samrekstrarfélög. Viðskipti við tengda aðila hafa verið gerð á sambærilegum grundvelli og viðskipti við ótengda aðila. Upplýsingar varðandi tengda aðila eru eftirfarandi: Viðskipti við tengd félög árið 2012: Keypt þjónusta Seld þjónusta

Kröfur

Skuldir

0

0

6.575.330

0

0

130.500

0

409.544 231.195.082

510.901 510.901

128.218.135 128.348.635

Keypt þjónusta Seld þjónusta

Kröfur

Skuldir

0

0

17.211.844

0

30.088.882

0

430.830

0

0

558.280.027

180.409.456

0

30.088.882

575.491.871

FSÍ GP hf., ábyrgðaraðili

230.785.538

Icelandic Group, dótturfélag Landsbankinn hf., hluthafi

0 6.575.330

Viðskipti við tengd félög árið 2011: FSÍ GP hf., ábyrgðaraðili Icelandic Group, dótturfélag Landsbankinn hf., hluthafi

179.978.626 0

11. Önnur mál Framtakssjóður Íslands slhf. hefur á grundvelli kaupsamnings við Arion banka frá 5. júní 2012 yfirtekið öll réttindi og skyldur seljanda samkvæmt samkomulagi um kauprétt á hlutum í N1 við endurskipulagningu fjárhags frá 7. apríl 2011. Þær skyldur sem lagðar eru á seljanda með samkomulaginu og lúta að kauprétti sem svarar til 10% hlutafjár í N1 eru því nú skyldur Framtakssjóðsins.

12. Samþykki ársreiknings Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. mars 2013.

ÁRSSKÝRSLA 2012

47


Skýringar

14. Kennitölur Úr rekstrarreikningi: 2012 2011 Arðsemi Hagnaður ársins

6.111.145.142

2.343.980.117

Arðsemi eigin fjár - Hagnaður/vegin meðalstaða eigin fjár

20,7%

13,3%

Úr efnahagsreikningi: 31.12.2012 31.12 2011 Fjárhagslegur styrkur

48

Innra virði hlutafjár - Eigið fé/Hlutafé

1261,56

1124,1

Eiginfjárhlutfall - Eigið fé/Skuldir og eigið fé

99,6%

97,9%

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS Fr a m ta k s s j óður Ís l a nd s s l hf. L ág m ú l i 9 1 0 8 R e ykj av í k Sí m i 5 7 1 7 080 F ax 5 7 1 7 0 89 fr am t aks s j o d u r @fr am t aks s j o d u r . i s ww w .fr am t aks s j o d u r . i s H ö nnun o g um b r o t : T ó m a s T ó m a s s o n G r a fís k ur hö n n u ðu r F Í T M y nd ir fy r ir F SÍ : Sigur j ó n Ra gna r / Ra gna r T h. A ð r a r m y nd ir : Ý m s ir lj ó s m y nd a r a r


FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.