Framtakssjóður Íslands, Ársskýrsla 2011

Page 1

Ársskýrsla 2011

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


GROUP

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

GROUP

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS F ram tak s s jóð u r Ís l a nds s l hf. L á gmúli 9 1 0 8 Re y k j a vík S ími 5 7 1 7 08 0 F a x 5 7 1 7 0 8 9 f r a mta k s s j o dur @f r a mta k s s j o dur . is ww w .f r a mta k s s j o dur . is H ön n u n og u mbr ot : T ómas T ómasson Gr afí sku r h ön n u ðu r FÍ T P r en t u n : S van spr en t M yn di r fyr i r FS Í : S i gu r jón Ragn ar / Ragn ar T h . A ðr ar myn di r : Ýmsi r ljósmyn dar ar


Ársskýrsla 2011

Efnisyfirlit Ávarp stjórnarformanns

2

Stjórn FSÍ

5

Fulltrúar FSÍ í stjórnum fyrirtækja

6

Viðburðaríkt ár að baki

12

Eignarhlutir FSÍ í félögum

13

Advania

14

Icelandair Group

18

Icelandic Group

22

N1

26

Plastprent

30

Promens

32

Vodafone

36

Ársreikningur 2011

40

Áritun óháðs endurskoðanda

42

Skýrsla stjórnar

43

Rekstrarreikningur

44

Efnahagsreikningur

45

Sjóðstreymi

46

Skýringar

ÁRSSKÝRSLA 2011

47 1


ÁVARP STJÓRNARFORMANNS Framtakssjóður Íslands slhf. (samlagshlutafélag) var stofnaður í desember árið 2009. Árið 2011 var því annað heila árið í rekstri sjóðsins. Stofnendur voru sextán lífeyrissjóðir og upphafleg hlutafjárloforð námu 30 milljörðum króna, en þau voru svo aukin í 54 milljarða króna sem er núverandi fjárfestingageta sjóðsins. Landsbankinn kom síðar inn sem stór hluthafi í tengslum við kaup sjóðsins á Vestia sem var eignarhaldsfélag nokkurra félaga í eigu Landsbankans. Í lok árs 2011 hafði sjóðurinn fjárfest fyrir um 27,2 milljarða króna í samtals 8 fyrirtækjum. Sjóðurinn hafði því fjárfest fyrir um 50% af fjárfestingagetu sinni. Hlutverk Framtakssjóðsins var í upphafi skilgreint þannig að hann tæki þátt í því uppbyggingar- og umbreytingaferli sem fyrirsjáanlegt var að þyrfti að eiga sér stað í kjölfar bankahrunsins og vera þátttakandi í endurreisn íslensks atvinnulífs. Ekki síður er mikilvægt að honum var ætlað að skila góðri ávöxtun til eigenda sinna. Sjóðurinn skuldsetur sig ekki heldur innkallar hlutafé hjá eigendum vegna þeirra fjárfestinga sem ráðist er í. Jafnframt er söluverði fyrirtækja í eigu sjóðsins skilað til eigenda að lokinni sölu. Fram til þessa hefur sjóðurinn átt umtalsverðan þátt í endurfjármögnun, endurskipulagningu og breyttu eignarhaldi nokkurra lykilfyrirtækja sem voru að stærstum hluta í eigu banka og hefur því sannarlega sinnt því hlutverki sem honum var ætlað. Sjóðurinn leggur áherslu á að vera virkur áhrifafjárfestir með umtalsverðan eignarhlut í þeim félögum sem fjárfest er í. Þorkell Sigurlaugsson

Helstu verkefni ársins

Eitt mest krefjandi verkefni ársins var sala á hluta af starfsemi Icelandic, annars vegar rekstrinum í Frakklandi og Þýskalandi og hins vegar rekstrinum í Bandaríkjunum og Kína. Eftir stendur félagið mjög sterkt með um 87 milljarða veltu á ári, um 1600 starfsmenn og 48% eiginfjárhlutfall. Ýmis tækifæri eru til vaxtar og aukinnar arðsemi sem unnið verður að á næstu misserum og árum. Einnig var lokið sölu Húsasmiðjunnar á árinu, en rekstur félagsins hafði verið erfiður. Bæði þessi félög voru inni í Vestia sem FSÍ keypti af Landsbankanum seint á árinu 2010. Ráðist var í tvær stórar fjárfestingar árið 2011, annars vegar kaup á 49,5% hlut í Promens og hins vegar 16% hlut í N1. Samningur var einnig gerður við Arion banka um kaup á 39% viðbótarhlut í N1 með fyrirvara um samþykki samkeppniseftirlitsins. Ekki hefur verið gengið frá þeim kaupum þegar þetta er ritað. Framtakssjóðurinn seldi í byrjun nóvember 10% hlutafjár í Icelandair Group, alls 500 milljónir hluta fyrir um 2,7 milljarða króna og rann andvirði sölunnar beint til lífeyrissjóða og annarra eigenda Framtakssjóðsins í samræmi við skilmála sjóðsins.

2

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

Eftir söluna á Framtakssjóður Íslands því um 19% hlutafjár í Icelandair Group og fjárfestingin hefur skilað góðri arðsemi.

Afkoma ársins

Afkoma af starfsemi sjóðsins á árinu 2011 var mjög viðunandi. Hagnaður á árinu 2011 nam 2.343 milljónum króna og arðsemi eigin fjár var um 13%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir félagsins 28.152 milljónum króna og bókfært eigið fé er 27.547 milljónir og eiginfjárhlutfall um 98%. Heildareignir í ársbyrjun námu 5,6 milljörðum króna. Færa má rök fyrir því að fjárhagsstaða sjóðsins sé mun sterkari en bókfært eigið fé gefur til kynna. Sjóðurinn hefur, í samvinnu við endurskoðendur félagsins, lagt mat á áætlað gangvirði þeirra eignarhluta sem fjárfest hefur verið í og er metið að það sé ekki undir 39,3 milljörðum króna. Áætlað virði miðast við niðurstöður virðisrýrnunarprófa undirliggjandi eigna. Auknum eignum fylgja aukin umsvif og hefur starfsemi sjóðsins vaxið talsvert milli ára.


Störf stjórnar Á aðalfundi árið 2011 voru kjörin í stjórn, Auður Guðmundsdóttir, Baldur Vilhjálmsson, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, Hjörleifur Pálsson, Jón Steindór Valdimarsson, Linda Jónsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Varamenn voru kjörnir Kristján Örn Sigurðsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Helga Indriðadóttir og Sigurbjörn Sigurðsson. Stjórnin skipti með sér verkum að loknum aðalfundi og var Þorkell Sigurlaugsson kosinn formaður og Jón Steindór Valdimarsson varaformaður. Haldnir voru 23 stjórnarfundir á starfsárinu, en umfangsmikil og krefjandi verkefni voru á borði stjórnar og starfsmanna á árinu.

fleiri sviðum. Fyrir lífeyrissjóðina, banka og fjárfesta almennt eru gjaldeyrishöft og veik staða íslensku krónunnar lítt til þess fallin að auka hagvöxt og bæta lífskjör almennings í landinu. Gera má ráð fyrir að veikleikar í efnahagsmálum geti komið niður á rekstri sumra þeirra félaga sem Framtakssjóðurinn á eignarhlut í og takmörkuð fjárfestingatækifæri eru í nýjum verkefnum. Um tíma ríkti ákveðin neikvæðni

Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri FSÍ, ákvað að láta af störfum í byrjun janúar 2012, en hann var búinn að vera framkvæmdastjóri sjóðsins frá upphafi. Honum eru þökkuð mjög góð störf, en hann mun áfram sinna verkefnum fyrir sjóðinn og situr m.a. í stjórnum Advania og Promens. Í byrjun mars 2012 var gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra, Brynjólfs Bjarnasonar. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum undanfarna áratugi, m.a. sem forstjóri Granda, Símans og Skipta, auk þess að sitja í stjórnum ýmissa félaga og félagasamtaka.

Horfur framundan

Ágætar horfur eru með rekstur þeirra félaga sem sjóðurinn á eignarhlut í. Verið er að undirbúa skráningu sumra þeirra á markað á komandi misserum, en það getur tekið nokkur ár að koma öllum félögum á hlutabréfamarkað eða selja þau í beinni sölu til fjárfesta. Þangað til er meginverkefnið að tryggja jákvæðan rekstur fyrirtækjanna og auka verðmæti þeirra. Gera má ráð fyrir að fjárfestingum sjóðsins ljúki á árunum 2012 og 2013. Líftími sjóðsins verður væntanlega talsvert lengri, en það er samt markmið stjórnarinnar að gera sem fyrst verðmæti úr eignum sjóðsins og skila þeim verðmætum til eigenda. Framtakssjóðurinn hefur lagt áherslu á góða stjórnarhætti bæði í sínum innri störfum og starfsemi þeirra félaga sem sjóðurinn á eignarhlut í. Aukin áhersla verður lögð á þennan þátt árið 2012 enda skipta góðir stjórnarhættir máli varðandi mat á verðmæti félags, lánakjör o.fl. Samþykktir, skilmálar, hluthafastefna og fjárfestingastefna sjóðsins hafa verið í endurskoðun og er þá horft til reynslu af starfsemi sjóðsins undanfarin tvö ár svo og sambærilegra erlendra sjóða.

í garð Framtakssjóðsins en viðhorfin hafa breyst samhliða því að skilningur hefur aukist á hlutverki sjóðsins og að sjóðurinn hefur náð góðum árangri. Framtakssjóðurinn leggur áherslu á að sýna gott fordæmi og vinna með öllum þeim sem vilja byggja upp öflugra atvinnulíf, verðmætasköpun og bætt lífsgæði í landinu. Ég vil þakka stjórnarmönnum, starfsfólki og stjórnendum þeirra félaga sem eru í eigu sjóðsins fyrir þeirra störf á árinu. Þá þakka ég sérstaklega samstarfsfólki mínu í stjórn FSÍ fyrir samstarfið og framkvæmdastjóra og starfsfólki sjóðsins fyrir framúrskarandi starf við uppbyggingu sjóðsins.

Reykjavík, 12. apríl 2012 Það er áhyggjuefni hvernig komið er fyrir efnahagsmálum þjóðarinnar og skortur er á framtíðarsýn og stefnumótun í atvinnumálum, efnhagsmálum og á

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður

ÁRSSKÝRSLA 2011

3


STJÓRN FRAMTAKSSJÓÐS ÍSLANDS

4

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður

Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður

Auður Björk Guðmundsdóttir

Baldur Þór Vilhjálmsson

Þorkell er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði hjá Eimskipi, lengst af sem framkvæmdastjóri og síðan sem framkvæmdastjóri hjá Burðarási, fjárfestingafélagi Eimskips, til ársins 2004. Þorkell hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og hefur yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu auk þess sem hann hefur skrifað greinar og bækur um stjórnunarmál. Þorkell hóf störf árið 2004 sem framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar hjá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðustu árin verið framkvæmdastjóri fjármála og reksturs og verkefnastjóri nýbyggingar Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

Jón Steindór er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði um skeið sem lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu, þá hjá Vinnumálasambandinu sem staðgengill framkvæmdastjóra árin 1985–1988. Það ár hóf hann störf hjá Samtökum iðnaðarins, síðast sem framkvæmdastjóri fram til 2010. Jón Steindór er stjórnarformaður Landsbréfa hf., situr í stjórnum Geogreenhouse ehf., Lánatryggingasjóðs kvenna og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Þá hefur hann gegnt viðamiklum trúnaðarstörfum í íslensku atvinnulífi og var m.a. stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í sex ár. Jón Steindór stundar meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík.

Auður Björk er framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs Vátryggingafélags Íslands. Á árunum 2002–2005 starfaði hún sem deildarstjóri kynningardeildar Olíufélagsins ehf. og þar áður sem kynningarfulltrúi hjá Eimskipafélagi Íslands og markaðsstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Hún lauk MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002 og BA-prófi í fjölmiðlafræði frá University of South Alabama, USA, árið 1993. Auður var formaður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 2008–2010. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka bæði hérlendis og erlendis.

Baldur Þór er forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hann starfaði hjá Kaupþingi frá 1998 til 2007, einkum sem sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum og í lífeyrismálum. Baldur var í stjórn Frumtaks frá stofnun til ársins 2010 og situr í ráðgjafaráði Thule Investments og stjórn Veðskuldabréfasjóðs Virðingar. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum og setið í nefndum og starfshópum á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða. Baldur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Hjörleifur Pálsson

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir

Linda Jónsdóttir

Hjörleifur er fjármálastjóri Össurar og hefur setið í framkvæmdastjórn fyrirtækisins frá árinu 2001. Áður starfaði hann sem endurskoðandi, síðast hjá Deloitte & Touche hf. þar sem hann var einn af eigendum félagsins og í stjórn þess. Hjörleifur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1988 og hlaut löggildingu til endurskoðendastarfa 1989. Hann hefur setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskólaráði Háskólans í Reykjavík og í varastjórn Íslandssjóða hf. frá árinu 2010.

Hrefna Ösp er viðskiptafræðingur að mennt og framkvæmdastjóri Eignastýringar hjá Landsbanka Íslands. Hún starfaði frá árinu 2007 sem sjóðsstjóri hjá Arev verðbréfafyrirtæki og á árunum 1998–2006 hjá Kauphöll Íslands. Þar gegndi hún m.a. starfi forstöðumanns skráningarsviðs en var áður sérfræðingur á sama sviði. Á árunum 1994–1998 var hún forstöðumaður einstaklingsþjónustu Fjárvangs. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis.

Linda er framkvæmdastjóri fjármögnunar og fjárstýringar hjá Marel, útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2001 og lauk meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2010. Hún hefur einnig lokið prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari. Á árunum 1999–2003 var hún yfirmaður fjárstýringar hjá Eimskipi og hjá Burðarási á árunum 2003–2005. Hún starfaði við fjárstýringu og fjármögnun hjá Straumi fjárfestingarbanka á árunum 2005–2009 og gegndi þar meðal annars starfi forstöðumanns eigna- og skuldastýringar bankans.

ÁRSSKÝRSLA 2011

5


FULLTRÚAR FRAMTAKSSJÓÐS ÍSLANDS Í STJÓRNUM FYRIRTÆKJA

6

Anna Rún Ingvarsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania, 2011–2013

Árni Geir Pálsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Plastprent og Icelandic Group, 2011–2013

Brynja Guðmundsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Vodafone, 2011–2012

Brynjólfur Bjarnason Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group, 2011

Anna Rún er viðskiptafræðingur og starfar sem fjármálastjóri Apple VAD á Íslandi. Áður var hún fjármálastjóri Almennu verkfræðistofunnar hf. 2008–2011. Á árunum 2005–2008 var hún fjármálastjóri Humac sem rak Apple-verslanir á Norðurlöndunum og rekstrarstjóri Median 2004–2005. Anna starfaði hjá Streng hf. 1996–2004, og stýrði þar þjónustu- og ráðgjafarsviði. 1992–1996 var hún fjármálastjóri Tölvusamskipta hf.

Árni Geir er með MSc.-próf í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og Cand. Oecon.-próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur á undanförnum árum verið sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi. Á árunum 2006–2008 var hann framkvæmdastjóri Median og 2005–2006 var hann framkvæmdastjóri Latabæjar. Árin 2000–2005 var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Icelandic Group (SH) og þar áður sem þróunarstjóri hjá Frjálsri fjölmiðlun, eigandi auglýsingastofunnar Mátturinn og dýrðin, kynningarstjóri Samskipa og verðbréfamiðlari hjá VÍB.

Brynja er forstjóri Gagnavörslunnar. Hún situr í stjórnum ýmissa fyrirtækja og félaga. Hún starfaði áður m.a. hjá Alfesca, Skýrr og Símanum. Brynja er menntaður viðskiptafræðingur frá endurskoðendasviði Háskóla Íslands.

Brynjólfur er framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Hann var forstjóri Símans og Skipta hf. frá 2002–2010 og forstjóri Granda hf. frá 1984–2002. Hann var framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins 1976–1983 og forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands frá 1973–1976. Hann hefur ennfremur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í íslensku atvinnulífi. Brynjólfur lauk prófi í viðskiptafræði frá viðskiptadeild Háskóla Íslands 1971 og MBA-prófi í rekstrarhagfræði frá University of Minnesota árið 1973.

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Egill Tryggvason Elín Jónsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group, 2011–2012. Vara- Promens, 2011–2012 maður í Icelandic Group, Plastprent og Advania, 2012–2013 Egill er starfsmaður Framtakssjóðs Íslands. Hann er með Cand. Oecon.-gráðu frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hóf störf hjá Burðarási árið 1999 sem fjárfestingarstjóri og starfaði þar uns félagið var sameinað Straumi fjárfestingarbanka. Þá hóf hann störf hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands. Egill var ráðinn framkvæmdastjóri hjá Virðingu verðbréfafyrirtæki haustið 2006. Frá árinu 2009 starfaði hann hjá fjármálaráðuneytinu á fjárreiðuog eignaskrifstofu en meðal verkefna var meðferð ríkisins á eignarhlutum í félögum og fyrirtækjum ásamt því að vinna að endurskipulagningu fjármálafyrirtækja eftir hrun fjármálakerfis Íslands haustið 2008.

Elín er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands með mastersgráðu í lögum frá Duke-háskóla í Norður-Karólínu, Bandaríkjunum og próf í verðbréfaviðskiptum. Elín var forstjóri Bankasýslu ríkisins á árunum 2010 og 2011. Hún var framkvæmdastjóri Arev verðbréfafyrirtækis frá árinu 2005–2009. Á árunum 2001 –2005 starfaði hún hjá Fjármálaeftirlitinu. Elín er nú sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Lögmönnum Bankastræti. Elín hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og verið stundakennari í lögum við Háskóla Íslands og aðstoðarkennari við Duke-lagaskólann.

Finnbogi Jónsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania, formaður, 2012–2013. Icelandair Group, varaformaður, 2011–2012. Promens, 2012–2013 Finnbogi var framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands frá 2010–2012. Hann starfaði í iðnaðarráðuneytinu 1979–1982, var framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar 1982–1986, var forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað1986–1999,forstjóri Íslenskra sjávarafurða 1999–2000. Finnbogi var starfandi stjórnaformaður Samherja 2000–2005 og framkvæmdastjóri SR-Mjöls 2004–2006. 2006–2010 var hann framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Finnbogi hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og gegnt fjölda trúnaðarstarfa í atvinnulífinu. Hann lauk prófum í eðlisverkfræði og rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og frá Háskóla Íslands auk þess sem hann hefur stundað nám í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við ISM í París.

ÁRSSKÝRSLA 2011

7


8

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

Gísli Hjálmtýsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania, 2011–2012

Helga Viðarsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Vodafone, 2011–2012

Herdís Björg Rafnsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Plastprent 2011–2012

Gísli rekur Thule Investments sem fjárfestir í hraðvaxandi sprotafyrirtækjum. Þar áður var hann deildarforseti tölvunarfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík. Gísli starfaði um árabil við rannsóknir á netkerfum og netþjónustu, meðal annars hjá AT&T Bell Laboratories, ásamt því að kenna við Columbia University og Háskóla Íslands. Gísli er með BS-gráðu í hagnýtri stærðfræði og tölvunarfræði frá University of Rochester (NY) og doktorsgráðu frá University of California, Santa Barbara.

Helga er markaðsstjóri Norræna hússins, en starfaði áður sem framkvæmdastjóri Trico og sem framkvæmdastjóri markaðssviðs 66°Norður. Hún er menntaður rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og með meistarapróf í viðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum með áherslu á viðskipti milli fyrirtækja. Helga situr í stjórn fjölmiðilsins Krítik og Trico hf.

Herdís Björg er framkvæmdastjóri og eigandi RJ Verkfræðinga ehf. og Eignarhalds- og fjárfestingafélagsins VRJ ehf. Hún er véla- og iðnaðarverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og með MSc.-próf frá University of Washington, Seattle með áherslu á mengunar- og umhverfisverkfræði. Herdís situr í stjórn RJ Verkfræðinga og eignarhalds- og fjárfestingafélagsins VRJ. Herdís hefur verið stundakennari við Véla- og Iðnaðarverkfræðideild HÍ.


a

Herdís Dröfn Fjeldsted Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group, formaður, 2011–2013. Icelandair Group, 2011–2013. Promens, 2011–2012

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group, 2011–2013

Jón Þorgeir Einarsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group, 2012–2013

Kristinn Pálmason Stjórnarseta fyrir FSÍ: Plastprent, formaður, 2011– 2013. Vodafone, varamaður, 2011–2012.

Herdís Dröfn starfar hjá Framtakssjóði Íslands en áður starfaði hún hjá Thule Investments í fjárfestingarteyminu. Þar áður starfaði hún hjá Spron og hjá Icelandair. Herdís er með diploma í iðnrekstrarfræði af markaðssviði og viðskiptafræði BSc. af alþjóðamarkaðssviði. Lauk námi í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og er með MSc. í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.

Ingunn Björk lauk BA-gráðu frá Háskóla Íslands í atvinnufélagsfræði árið 1997 og lauk MBAgráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Hún starfaði hjá Eimskipi 1998–2006, í fræðslu- og starfsþróunarmálum og var framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs samstæðunnar og sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ingunn tók þátt í stefnumótun mannauðsmála fyrir Excel Airways og Atlanta (þá dótturfyrirtæki Avion Group). Ingunn er í dag einn af stofnendum og eigendum Attentus - Mannauður og ráðgjöf og sinnir mannauðsmálum fyrir ýmis fyrirtæki. Ingunn hefur kennt stjórnun, mannauðsstjórnun og breytingastjórnun við Háskólann í Reykjavík, Tækniskólann og Háskóla Íslands. Ingunn var aðal- og/ eða varamaður í menntaráði, velferðarráði og leikskólaráði Reykjavíkurborgar.

Jón Þorgeir starfaði hjá Löggiltum endurskoðendum í Reykjavík frá 1984–1990. Hann flutti til Bolungarvíkur árið 1990 og hefur starfað við endurskoðun þar síðan. Hann rekur ásamt öðrum Endurskoðun Vestfjarða ehf sem er með skrifstofur í Bolungarvík og á Ísafirði. Jón rekur einnig útgerðarfyrirtæki ásamt bróður sínum. Jón Þorgeir er viðskiptafræðingur Cand. Oecon. frá HÍ 1985 og löggiltur endurskoðandi 1989.

Kristinn er starfsmaður Framtakssjóðs Íslands. Hann starfaði frá árinu 2009 sem verkefnisstjóri hjá Eignarhaldsfélaginu Vestia ehf. sem keypt var af Framtakssjóði Íslands í lok árs 2010. Á árunum 2002–2009 starfaði Kristinn hjá Landsbanka Íslands sem sérfræðingur við fjármögnun á yfirtökum fyrirtækja og við ráðgjöf vegna umbreytingaverkefna fyrirtækja bæði á aðalskrifstofu Landsbankans og skrifstofu í London. Hann hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja hérlendis. Kristinn lauk Msc.-prófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og Bsc.-prófi í viðskiptafræði árið 2003 frá sama skóla.

ÁRSSKÝRSLA 2011

9


10

Lárus Ásgeirsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group, 2011

Magnús Bjarnason Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group, 2012–2013

Ragnheiður H. Magnúsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Plastprent, 2012–2013

Lárus er forstjóri Icelandic Group. Hann starfaði hjá Marel frá 1991 til 2009 þar sem hann var m.a. framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs um árabil. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Scanvaegt International, dótturfélags Marels í Danmörku frá 2006-2008. Lárus var staðgengill forstjóra Marel Food Systems frá 2006-2009. Hann var forstjóri Sjóvár frá 2009-2011. Lárus lauk BSc prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í vélaverkfræði frá Oklahoma State University. Hann hefur setið í ýmsum stjórnum félaga á Íslandi og erlendis.

Magnús er framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar. Hann var áður framkvæmdastjóri Capacent Glacier og framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Glitnis. Magnús starfaði í utanríkisþjónustunni um árabil; hann var viðskiptafulltrúi Íslands í Bandaríkjunum og Kanada, og síðar sendifulltrúi og staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Kína. Hann lauk BS-prófi í viðskiptafræði og MBA frá Thunderbird School of Global Management.

Ragnheiður er vélaverkfræðingur með meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskólanum í Álaborg þar sem hún sérhæfði sig í vöruþróun og framleiðslu. Hún starfar nú sem framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, en áður var hún framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Mentis 2006–2008. Á árunum 2000–2006 var hún verkefnastjóri og forstöðumaður verkefnastofu á Þróunarsviði Símans. Ragnheiður situr einnig í stjórnum Samtaka vefiðnaðarins og Ský – Skýrslutæknifélags Íslands.

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Reimar Pétursson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Vodafone, 2011–2012

Steinþór Baldursson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group, 2011–2012

Þorsteinn G. Gunnarsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Advania, formaður, 2011–2012

Þór Hauksson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Vodafone, formaður, 2011– 2012. Advania, 2011–2013. N1, 2012–2013

Reimar er hæstaréttarlögmaður og rekur lögmannsstofu í félagi með öðrum. Auk lögmannsstarfa hefur hann starfað m.a. hjá Atorku og Straumi fjárfestingarbanka. Reimar er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf frá Columbia University í New York.

Steinþór er framkvæmdastjóri Odix Consulting, ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjárhagslegrar og rekstrarlegrar endurskipulagningar fyrirtækja. Frá árinu 2009 var hann framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Vestia, dótturfélagi Landsbankans, frá 2003 starfaði hann á alþjóðasviði bankans og sá þar um mál tengd fyrirtækjaþróun og erlendum yfirtökum, og hjá fyrirtækjaráðgjöf bankans frá 2001. Áður hafði Steinþór starfað hjá Fjárvangi, m.a. við eignastýringu, markaðsviðskipti og fyrirtækjaráðgjöf, við fjárstýringu hjá Íslandsbanka og eignastýringu hjá Wells Fargo Nikko Investment Advisors í San Francisco. Steinþór er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MBAgráðu frá University of Southern California, Los Angeles.

Þorsteinn hefur undanfarin tvö ár verið starfandi stjórnarformaður sprotafyrirtækisins Cooori. Hann lauk meistaraprófi í rafmagnsverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 1992. Stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands 1992– 1996. Vann síðan hjá Opnum kerfum 1996–2008. Hann var framkvæmdastjóri ráðgjafar- og þjónustusviðs Opinna kerfa og seinna forstjóri fyrirtækisins. Frá 2008–2009 var Þorsteinn forstjóri StoreVision A/S í Danmörku. Hefur frá 2010 unnið ýmis ráðgjafarstörf á sviði fyrirtækjarekstrar og upplýsingatækni.

Þór starfar hjá Framtakssjóði Íslands en var áður starfsmaður í fjármálaráðuneytinu, hjá Kaupþingi, Straumi fjárfestingarbanka og Skiptum hf. Þór er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og MA-gráðu í stjórnmála- og hagfræði frá University of Hull.

ÁRSSKÝRSLA 2011

11


VIÐBURÐARÍKT ÁR AÐ BAKI

Starfsfólk FSÍ

Björk Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri

Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri

Egill Tryggvason, fjárfestingastjóri

Harpa Helgadóttir, sérfræðingur

Herdís Dröfn Fjeldsted, fjárfestingastjóri

Kristinn Pálmason, fjárfestingastjóri

Pétur Þ. Óskarsson, sérfræðingur

Þór Hauksson, fjárfestingastjóri

Árið 2011 var annað starfsár Framtakssjóðs Íslands og nam hagnaður af starfsemi sjóðsins 2.343 milljónum króna, samanborið við 700 milljónir króna árið áður. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 28,2 milljörðum króna en þær voru 5,6 milljarðar á sama tíma 2010. Eigið fé í árslok var 27,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 97,9%. Eignarhlutir sjóðsins í fyrirtækjum eru færðir á kostnaðarverði nema eignarhlutir í skráðum félögum sem eru metnir á markaðsverði. Hagnaður Framtakssjóðsins á árinu skýrist því af hækkun markaðsvirðis Icelandair Group. Sjóðurinn hefur, í samvinnu við endurskoðendur félagsins, lagt mat á áætlað gangvirði þeirra eignarhluta sem fjárfest hefur verið í og

12

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

er metið að það sé ekki undir 39,3 milljörðum króna. Áætlað virði miðast við niðurstöður virðisrýrnunarprófa undirliggjandi eigna. Í ársbyrjun 2011 var hlutur sjóðsins í Icelandair Group eina hlutabréfaeign félagsins. Á árinu bættust eignarhlutir í alls 7 félögum í eignasafn Framtakssjóðsins. Þetta eru Advania, Húsasmiðjan, Vodafone, N1, Icelandic Group, Plastprent og Promens. Á árinu seldi Framtakssjóðurinn svo eignarhluti í tveimur félögum. Annars vegar 10% hlutafjár í Icelandair en sjóðurinn á eftir þau viðskipti enn 19% hlut í Icelandair Group. Hins vegar seldi sjóðurinn rekstur og eignir Húsasmiðjunnar og á nú ekki hlut í félaginu.


EIGNARHLUTIR FSÍ Í FÉLÖGUM

ADVANIA

I C EL ANDAI R G R O U P

I C EL AN DIC GR O UP

N1

PLA STPR E N T

PR O ME N S

VOD AFONE

16 %

19% 1 00%

100%

49 ,5 0%

75%

79%

ÁRSSKÝRSLA 2011

13


ADVANIA Advania er eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Norðurlanda með tæplega 1.100 starfsmenn og 20 starfstöðvar í fjórum löndum: Íslandi, Lettlandi, Noregi og Svíþjóð – en þar af starfa um 600 manns á Íslandi. Advania býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu. Lausnaframboð Advania á Norðurlöndum spannar upplýsingatækni frá A til Ö og viðskiptavinir sækja þangað samþætta heildarþjónustu, allt á einn stað. Og þá gildir einu hvort um er að ræða hugbúnað, vélbúnað, ráðgjöf eða rekstrarþjónustu. Meðal viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir Norðurlanda, en lausnir fyrirtækisins svara kröfum og þörfum liðlega tíu þúsund viðskiptavina um víða veröld. Advania er náinn samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra fyrirtækja í upplýsingatækni. Þar má nefna Cisco, Dell, EMC, HP, IBM, Microsoft, Oracle, SAP BusinessObjects, VeriSign og Xerox. Fagleg vinnubrögð eru í hávegum höfð hjá Advania, þar sem þarfir og væntingar viðskiptavina eru í fyrirrúmi í allri þjónustu. Advania er eitt örfárra fyrirtækja í þekkingariðnaði með starfsemi sem vottuð er samkvæmt alþjóðlegu gæða- og öryggisstöðlunum ISO 9001 og 27001. Gildi fyrirtækisins eru ástríða, snerpa og hæfni.

14

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


TEKJUR

EBITDA

(milljónir kr.)

(milljónir kr.)

(milljónir kr.)

1200

25

20

AFKOMA 400

24.499 1000

22.129

1068

389

300 800

250

790

15 600

200

10

150

400

100

5

0

350

200

2010

2011

SAMEININGARLOTAN 2009–2011 Á árunum 2009 til 2011 gekk Advania gegnum sameiningarlotu og umbreytingaferli. Breytingarnar hófust í nóvember 2009 þegar Skýrr með 180 starfsmenn, Kögun með 80 starfsmenn, Landsteinar-Strengur með 40 starfsmenn og Eskill með 20 starfsmenn voru sameinuð undir merkjum Skýrr. Hinn 10. nóvember 2010 var EJS með 160 starfsmenn síðan sameinað Skýrr. Endapunktur þessarar sameiningarlotu var á fyrri hluta árs 2011, en þá var Teymi sameinað Skýrr, ásamt þremur dótturfélögum: HugAx með 100 manns, Hands í Noregi með 200 manns og Kerfi í Svíþjóð með 300 manns. Samtals eru þetta um 1.100 manns og þar af starfa 600 á Íslandi. Árin 2009 til 2011 voru óumflýjanlega nokkuð lituð nauðsynlegri endurskoðun á lausnasafni fyrirtækisins í kjölfar sameiningarlotunnar og þróun sóknarfæra í kjölfarið. Lokahnykkurinn fólst síðan í nafnbreytingu fyrirtækisins í upphafi árs 2012 þegar öll fyrir-

0

50

2010

2011

0

20 2010

2011

tækin sameinuðust undir einu nafni. Hinn 20. janúar 2012 var í 1.300 manna nýársgleði Advania með viðskiptavinum og starfsfólki tilkynnt um að Skýrr, HugurAx og norræn dótturfyrirtæki sæki eftirleiðis fram undir nýju nafni: Advania. Nafnbreytingin er lokahnykkur tveggja ára sameiningarlotu níu fyrirtækja og liður í umbreytingu fyrirtækisins í alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með víðtæka starfsemi. Við nafnbreytinguna hurfu vörumerkin Skýrr, HugurAx og EJS á Íslandi, ásamt Hands í Noregi, Kerfi í Svíþjóð og Aston-Baltic í Lettlandi. Með nafnbreytingunni var starfsfólkið sameinað undir eitt merki með það að markmiði að fullnýta slagkraft stærðar fyrirtækisins og sækja til framtíðar. Orðið „Advania“ er dregið af enska orðinu „advantage“, sem þýðir forskot. „Þetta er það sem við viljum veita okkar góðu viðskiptavinum: forskot á sínum vettvangi með traustri þjónustu og skapandi lausnum,“ sagði Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, við þetta tilefni.

ÁRSSKÝRSLA 2011

15


16

GAGNAVER

UNDIR EITT ÞAK

Í nóvembermánuði keypti Advania 100% hlutafjár í gagnaverinu Thor Data Center, sem starfrækt er í Hafnarfirði. Stærsti viðskiptavinur Thor Data Center er norski hugbúnaðarrisinn Opera Software. Advania hafði lengi hugað að uppbyggingu gagnavers hér á landi, enda mikil sóknarfæri á þessu sviði á erlendum mörkuðum og þar býr fyrirtækið að eigin söluneti í Noregi og Svíþjóð. Hjá Thor Data Center hefur verið unnið mikið frumkvöðlastarf hvað snertir markaðssetningu Íslands sem umhverfisvæns valkosts fyrir viðskiptavini gagnavera, en þeir geta skapað þjóðinni miklar gjaldeyristekjur.

Advania hóf á árinu 2011 flutninga í nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins á Íslandi að Sætúni 10 í Reykjavík. Flutt verður í tveimur áföngum í byggingu sem er að helmingi til uppgert eldra húsnæði sem snýr út að Höfða og að helmingi til reisuleg nýbygging sem horfir út á sundin blá. Fyrri áfanga þessara flutninga var lokið fyrir árslok 2011, en seinni áfanginn er áætlaður á haustdögum 2012. Þar með verður öll starfsemi Advania í Reykjavík komin undir eitt þak, en var áður á fimmtán hæðum í fimm byggingum við Ármúla, Grensásveg, Guðríðarstíg og Lyngháls. Á því kostnaðarsama og dreifða fyrirkomulagi voru fjölmargir annmarkar. Það var því skilgreint sem eitt af lykilverkefnum í styrkingu og þróun félagsins að finna heppilegri lausn, sem svarar kröfum starfsfólks í nútímalegum þekkingarfyrirtækjum.

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Lykiltölur Í milljónum króna

Tekjur EBITDA Afkoma Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fjöldi starfsfólks

2011

24.499 1.068 20 3.506 21% 1.014

NÖRD ÁRSINS

FJÖLSÓTTIR VIÐBURÐIR

Við lok árs 2011 var efnt til samkeppni meðal viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og NÖRD ÁRSINS valinn í byrjun árs 2012. Alls bárust um 630 tilnefningar frá 10 þúsund manns. Dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar og valdi NÖRD ÁRSINS með hliðsjón af þeim. Að þessu sinni urðu tveir nördar fyrir valinu: Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason. Þeir fengu að launum veglegan bikar og flugmiða fyrir tvo til útlanda með WOW air. Þeir félagar hlutu verðlaunin annars vegar út af mögnuðu ævistarfi í upplýsingatækni sem hefur spannað yfir tvo áratugi og hins vegar vegna framsækinna frumkvöðlastarfa við rafræn lýðræðisverkefni undanfarin þrjú ár.

Viðburðir Advania hafa sett mikinn svip á starfsemi fyrirtækisins undanfarin ár. Árið 2011 var þar engin undantekning með haustráðstefnu, sumargleði og nýársfagnaði fyrir viðskiptavini. Einnig má nefna um fimmtán morgunverðarfundi fyrir viðskiptavini, ásamt fjölmörgum kynningum á starfsemi fyrirtækisins fyrir minni og stærri hópa. Um 11.500 gestir sóttu viðburði Advania árið 2011, sem er 15% fjölgun milli ára.

ÁRSSKÝRSLA 2011

17


Á árinu 2012 fagnar Icelandair Group 75 ára stofnafmæli sínu. Stofnun félagsins er rakin til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað. Leiðakerfi Icelandair er burðarás í flugsamgöngum til og frá Íslandi og helsta undirstaða ferðaþjónustunnar. Það byggir á staðsetningu landsins mitt á milli Norður-Evrópu og Norður-Ameríku sem gerir Icelandair kleift að þjóna þremur mörkuðum; heimamarkaðinum á Íslandi, ferðamannamarkaðinum til Íslands og alþjóðlega markaðinum milli Evrópu og Norður-Ameríku.

18

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


FERÐAÞJÓNUSTA Á BREIÐUM GRUNNI Icelandair Group sérhæfir sig í flug- og ferðaþjónustu með Ísland sem hornstein alþjóðlegs leiðakerfis. Dótturfélög samstæðunnar á árinu 2011 voru alls átta. Icelandair er þeirra stærst með um 60% af heildartekjum. Leiðakerfi Icelandair er grunnurinn að allri starfsemi Icelandair Group. Icelandair notar landfræðilega legu Íslands til að tengja saman fjölmarga

hæfir sig í lausnum fyrir alþjóðleg flugfélög og ferðaþjónustuaðila. Félagið sérhæfir sig sérstaklega í leigu véla með alhliða viðhaldslausnum. Iceland Travel er stærsta ferðaskrifstofa landsins og býður fjölbreytt úrval þjónustu fyrir ferðamenn sem koma til Íslands. Vörumerkið Vita sem þjónustar Íslendinga sem ferðast erlendis var einnig hluti af Icelandair Travel, en mun frá og með árinu 2012 verða rekið sem sérstakt dótturfélag innan Icelandair Group samstæðunnar. Icelandair Ground Service

TEKJUR

EBITDA

(milljarðar kr.)

AFKOMA

(milljarðar kr.)

(milljarðar kr.)

15

100

5

96,9 80

88,0

4,6 12

4

12,6 10,4

60

9

40

6

2

20

3

1

0

0 2010

2011

áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum skiptistöðina á Keflavíkurflugvelli. Leiðakerfið er í stöðugri þróun og er góð stýring þess og sveigjanleiki helsta ástæða fyrir velgengni félagsins. Flugfélag Íslands er öflugt og sveigjanlegt flugfélag sem starfar á innanlandsmarkaði en þjónar einnig Færeyjum og Grænlandi. Icelandair Hotels reka bæði alþjóðlegt hótel (Hilton Reykjavik Nordica) og íslensk hótel (Icelandair Hotels og Edduhótelin). Icelandair Cargo býður flutningalausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Á árinu 2011 voru 5 fraktvélar í notkun hjá félaginu og voru áfangastaðir í fraktflugi New York, Liege og East Midlands. Loftleiðir-Icelandic er leiguflugfélag sem sér-

4,5

3

0 2010

2011

2010

2011

annast flugvallaþjónustu við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli, rekur fyrsta flokks flugeldhús og tollvörugeymslur, fraktmiðstöð og veitingastaði í Leifsstöð. Fjárvakur sérhæfir sig í umsjón fjármálaferla fyrir meðalstór fyrirtæki og stór félög á Íslandi. Félagið býður jafnframt gegnum dótturfélag sitt, Airline Services Estonia, alþjóðlegum flugfélögum útvistun tekjubókhalds þeirra. Björgólfur Jóhannsson hefur gegnt starfi forstjóra Icelandair Group frá árinu 2008. Björgólfur var forstjóri Icelandic Group frá árinu 2006 og forstjóri ÚA á Akureyri frá árinu 1999. Björgólfur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983 og varð löggildur endurskoðandi árið 1985.

ÁRSSKÝRSLA 2011

19


STARFSEMIN Á ÁRINU 2011 Mikill innri vöxtur einkenndi rekstur Icelandair Group á árinu 2011. Icelandair jók framboð sitt um 18% frá fyrra ári og farþegum fjölgaði í heild um 18% eða um 260 þúsund manns, úr 1,5 milljónum árið 2010 upp í 1,75 milljónir árið 2011. Hefur félagið aldrei áður flutt jafn marga farþega. Sætanýting á árinu var sú besta í sögu félagsins eða 79,3% og jókst um 0,9 prósentustig. Sætanýtingin hefur aukist á undanförnum árum með nákvæmari stýringu og eftirliti. Flugfélag Íslands flutti 353

VIÐSKIPTAVINIR Viðskiptavinir Icelandair Group eru margir og nýta sér mismunandi þjónustu félagsins, sem samanstendur af farþegaflugi bæði innanlands og milli landa, fraktflutningum, ferðatengdri þjónustu ásamt stoðþjónustu í formi flugafgreiðslu og fjármála. Leiðakerfi stærsta dótturfélagsins, Icelandair, hefur stækkað og styrkst á undanförnum áratugum og tengir nú 22 borgir í Evrópu við 9 borgir í Norður-Ameríku með Ísland sem miðpunkt. Leiðakerfið byggist á sólarhringsskiptingu með tengiflug á Íslandi á morgnana og eftir hádegi.

20

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

þúsund farþega og fjölgaði þeim um 3% á milli ára. Félagið lagði áherslu á aukið flug til Grænlands ásamt því að farþegum í innanlandsflugi fjölgaði á milli ára. Framboðnum gistinóttum hjá Icelandair Hotels fjölgaði um 7% á milli ára m.a. með opnun nýs hótels á Akureyri og var herbergjanýtingin 67,9%. Í júní var Hótel Loftleiðir opnað á ný eftir gagngerar endurbætur undir nýju nafni, Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Hagnaður Icelandair Group á árinu 2011 nam 4,5 milljörðum króna og var sambærilegur við árið 2010 er hann nam 4,6 milljörðum króna. EBITDA var jákvæð um 10,4 milljarða króna og dróst saman á milli ára um 2,2 milljarða króna. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti jókst um 40% á árinu 2011 og leiddi það til mikilla kostnaðar-


Ly

Lykiltölur Í milljörðum króna

Tekjur EBITDA Afkoma Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fjöldi starfsfólks

· · · · ·

2011

96,9 10,4 4,5 32,3 36% 2.350

H

M

V

E

H

E

V

Fj

hækkana sem skýra lakari afkomu á milli ára. Fjárhagsleg staða félagsins er sterk, eiginfjárhlutfallið er 36% og handbært fé og markaðsverðbréf nema 13,1 milljarði króna í árslok.

HORFUR Á árinu 2012, sem er 75. afmælisár félagsins, er gert ráð fyrir áframhaldandi innri vexti. Icelandair, stærsta dótturfélag samstæðunnar, verður með umfangsmestu flugáætlun sína frá upphafi. Bókanir fyrir fyrstu mánuði ársins hafa verið sterkar og lofa góðu um framhaldið. Nýr heilsársáfangastaður, Denver í

Colorado, bætist við ásamt því að ferðum er fjölgað til ýmissa borga í Bandaríkjunum og Evrópu. Áfangastaðir verða alls 31 og farþegar félagsins eru áætlaðir um 2 milljónir á árinu sem er 15% aukning frá árinu 2011. Tvær nýjar flugvélar bætast við flota félagsins á fyrri hluta árs 2012. Icelandair Hotels opna nýtt hótel á vormánuðum. Hótelið er með 111 herbergi og er vel staðsett við höfnina í miðbæ Reykjavíkur. Flugfélag Íslands mun auka við framboð sitt til Grænlands, en félagið flýgur nú til fimm áfangastaða á Grænlandi, þar af þriggja allt árið. VITA hyggst auka markaðshlutdeild á leiguflugsmarkaðnum frá Íslandi, m.a. með stofnun netferðaskrifstofunnar Ferd.is, sem mun sérhæfa sig í ódýrum sólarlanda- og skemmtiferðum.

ÁRSSKÝRSLA 2011

21


Icelandic Group byggir á sjö áratuga sögu í íslenskum sjávarútvegi og fiskútflutningi. Sérstaða fyrirtækisins felst í að stilla saman og samþætta veiðar, vinnslu, flutning, virðisaukandi framleiðslu og á endanum sölu á sjávarfangi um víða veröld. Fyrirtækið er einn stærsti útflytjandi íslenskra sjávarafurða og leggur ríka áherslu á úrvalsþjónustu við sjávarútveginn. Eftir miklar breytingar á árinu 2011 rekur fyrirtækið nú starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu og hjá því starfa um 1.600 starfsmenn.

22

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


TEKJUR

EBITDA

(milljónir evra)

(milljónir evra)

(milljónir evra)

20

600

500

AFKOMA 80 70

515

525 15

60

15,8

400 13,1 10

300

50 40 30

200 5

20

100

0

61,9

10 0 2010

2011

0 2010

2011

6,1 2010

2011

Tölur miðast við áframhaldandi starfsemi, eftir sölu eigna.

ÁR BREYTINGA Á árinu 2011 breyttist eignarhald Icelandic og nú á Framtakssjóður Íslands félagið að fullu. Nýir eigendur mörkuðu félaginu þá stefnu að straumlínulaga rekstur þess, lækka skuldir, auka arðsemi og draga úr áhættu í starfseminni. Með þetta að leiðarljósi var unnið að sölu á nokkrum eignum félagsins. Icelandic Group seldi á árinu starfsemi fyrirtækisins í Frakklandi og Þýskalandi til fjárfestahóps undir forystu sjávarútvegsfyrirtækisins Pacific Andes frá Hong Kong. Með sölunni var stigið mikilvægt skref við endurskipulagningu

Icelandic Group; áherslur urðu skýrari og skuldir lækkuðu. Þá var starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengd innkaupa- og framleiðslustarfsemi seld til kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins High Liner Foods. Eftir eignasölu rekur félagið viðamikla verksmiðjustarfsemi í Bretlandi, sem að mestu framleiðir fyrir neytendamarkað og er Icelandic Group einn af stærstu framleiðendum sjávarfangs í smásölu í landinu. Þá rekur félagið framleiðslu- og þjónustustarfsemi á Íslandi auk sölu- og markaðsskrifstofa í Bretlandi, Noregi, Japan og á Spáni. Forstjóri félagsins er Lárus Ásgeirsson en hann kom til starfa hjá félaginu í október 2011.

ÁRSSKÝRSLA 2011

23


24

STERK STAÐA Á MÖRKUÐUM

UMBREYTING Í REKSTRI

Geta Icelandic Group til að tengja saman framleiðslu, sölu og markaðssetningu þvert á landamæri tryggir sterka samkeppnisstöðu og mikilvægt forskot til að skapa frekari verðmæti í rekstri. Icelandic Group hefur lagt ríkan metnað í að rækta langtímaviðskiptasambönd við bæði framleiðendur og kaupendur. Þau vörumerki sem fyrirtækið hefur byggt upp á undanförnum árum hafa sterka stöðu á mörkuðum. Icelandic -vörumerkið er eitt þekktasta vörumerki í alþjóðlegum sjávarútvegi í heiminum í dag. Undir nýjasta vörumerki félagsins, Saucy Fish, markaðssetur Seachill, dótturfélag Icelandic í Bretlandi hágæðasjávarrétti sem eru tilbúnir til eldunar. Saucy Fish fer afar vel af stað og hefur þegar náð sterkri stöðu á markaðnum. Staða Icelandic í Bretlandi er afar sterk og markaðshlutdeild félagsins hefur aukist þrátt fyrir erfiðar aðstæður á markaði. Það er ljóst að sá markaður verður áfram afar mikilvægur fyrir félagið.

Heildarhagnaður Icelandic Group á árinu 2011 nam rúmum 61,9 milljónum evra eða sem nemur um 10,3 milljörðum króna á núverandi gengi. Heildartekjur fyrirtækisins af áframhaldandi starfsemi námu tæpum 525 milljónum evra eða 87,6 milljörðum króna. Eigið fé félagsins var 178 milljónir evra, eða 29,7 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið um áramót var 48%. Sjóðsstaða félagsins er sterk en fyrirtækið á 109,3 milljónir evra í reiðufé og 38,5 milljónir evra á bundnum innstæðum, alls 147,8 milljónir evra eða 24,7 milljarða króna. Heildarhagnaður félagsins skýrist fyrst og fremst af sölu eigna. EBITDA framlegðin var 2,2 milljarðar króna á árinu samanborið við 2,6 milljarða af sambærilegri starfsemi árið áður.

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Lykiltölur Í milljónum evra

Tekjur EBITDA Heildarafkoma Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fjöldi starfsfólks

2011

525 13,1 61,9 178 48% 1.600

Tölur miðast við áframhaldandi starfsemi, auk afkomu af rekstri seldra eininga fram að söludegi.

ÓSKIR NEYTENDA Á undanförnum árum hefur orðið mikil vakning meðal almennings um mikilvægi hollra matvæla sem framleidd eru í sátt við umhverfið. Innan Icelandic Group hefur mikið starf verið unnið í þessum efnum. Fyrirtækið hefur stutt dyggilega við nýja umhverfisvottun, Iceland Responsible Fisheries, auk þess sem fyrirtækið hóf ferli um að allar veiðar á þorski og ýsu á Íslandsmiðum verði vottaðar af Marine Stewardship Council. Neysla sjávarfangs hefur aukist mikið á undanförnum árum og áratugum og markmið Icelandic er að halda áfram að vera leiðandi aðili á þeim markaði. Úrvalsþjónusta, gæði afurða og öryggi í vinnslu og afhendingu eru þeir þættir sem viðskiptavinir Icelandic Group eiga að geta gengið að vísum, hér eftir sem hingað til.

ÁRSSKÝRSLA 2011

25


Saga félagsins á rætur að rekja til 1908 þegar Hið íslenska steinolíufélag var stofnað. Það félag varð síðan umboðsmaður Standard Oil árið 1945 og var síðan selt til Olíufélagsins hf sem stofnað var 1946, m.a. af nokkrum útvegsmönnum. Hinn hluti félagsins kemur að stofni til frá Bílanausti hf sem stofnað var 1962 af Matthíasi Helgasyni og fjölskyldu. N1 verður til með formlegum hætti 13. apríl 2007 þegar nýtt vörumerki og ný hugmyndafræði er kynnt landsmönnum öllum með eftirminnilegum hætti. Félagið hefur síðan þá haldið áfram að byggja upp þjónustu við bíleigendur og á sama tíma gegnt lykilhlutverki í þjónustu við atvinnulífið til sjávar og sveita. Kjarnastarfsemi félagsins snýst um sölu á eldsneyti, bílahlutum, matvöru, iðnaðarvöru og þjónustu. Styrkur N1 liggur í fjölbreyttu vöruúrvali, öflugu dreifineti og mannauði sem hefur áralanga sérþekkingu á þjónustuleiðum og vöruframboði félagsins.

26

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


TEKJUR

EBITDA

(milljarðar kr.)

(milljarðar kr.)

60

2.5 54.701

50

AFKOMA (milljarðar kr.)

6

2.0

2.108

1.5

40

5

0

0

-2

-5

30

-4

-1.0 20

-1.5

-6

-2.0

-8

-2.5

10

-3.0 0

2010

2011

-3.5

4.509

2

1.0

45.816

4

-10

-3.240 2010

2011

-12

-11.824 2010

2011

ÞJÓNUSTA UM LAND ALLT N1 starfar um allt land og sinnir jafnt þörfum einstaklinga og fyrirtækja. Þéttriðið net þjónustustöðva sér til þess að eldsneyti og næring sé aðgengilegt öllum landsmönnum. Hluti þjónustustöðvanna eru í raun stórir veitingastaðir sem sinna bæði fólki á ferðinni og staðbundnum heimamarkaði. N1 rekur 15 verslanir sem sérhæfa sig í varahlutasölu, iðnaðarvöru og rekstrarvöru. Þessar verslanir sinna að mestu þörfum atvinnulífsins en stórmarkaðurinn sem rekinn er á Bíldshöfða 9 er hugsaður sem þjónustumiðja við almenning.

Á árinu 2011 fékk nýlegt verkstæði N1 við Bíldshöfða 2 umhverfisvottun ISO 14001 og var það í fyrsta sinn sem slíkt var gert. Þar fyrir utan er verið að leggja lokahönd á gæðavottun Michelin fyrir öll þau verkstæði sem stunda hjólbarðaviðgerðir. Auk þeirra útsölustaða sem hér eru upptaldir er rekin öflug sölu- og viðskiptadeild þar sem stærri viðskiptavinum er sinnt með heimsóknum og klæðskerasaumuðum lausnum, til að styðja við þessa starfsemi eru síðan 2 vöruhús og þjónustuver til að tryggja hátt þjónustustig.

Bifreiðaþjónusta er verulegur hluti af umsvifum félagsins og á árinu voru 11 verkstæði rekin af félaginu. Þessi verkstæði eru að sinna hjólbarðaþjónustu, smurþjónustu og smærri viðgerðum.

Forstjóri félagsins er Hermann Guðmundsson sem stýrt hefur félaginu frá ársbyrjun 2006 og frá árinu 2002 stýrði hann rekstri Bílanausts hf.

ÁRSSKÝRSLA 2011

27


VIÐBURÐARÍKT ÁR Rekstur félagsins gekk vel á árinu og var afkoman í samræmi við áætlanir. Stærsta verkefni ársins var að klára vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins í samstarfi við lánveitendur þess. Þeirri vinnu lauk formlega 24. júní þegar nýtt hlutafé var gefið út til kröfuhafa í stað þess eldra sem fært var niður að fullu. Efnahagur félagsins eftir þessa vinnu er sterkur og er eigið fé félagsins tæp 50% og langtímaskuldir hæfilegar miðað við afkomu félagsins. Í framhaldi af fjárhagslegri endurskipulagningu var mörkuð sú stefna að skrá ætti félagið í kauphöll og mun sú vinna hefjast á árinu 2012.

28

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

N1 er að hluta til í ferðaþjónustu eins og uppbygging á útsölustöðum á landsbyggðinni ber glöggt vitni um. Sú starfsemi hefur vaxið jafnt og þétt með því að félagið hefur tekið í eigin rekstur eignir sem áður voru í útleigu hjá samstarfsaðilum. Útsölustaðir eins og Staðarskáli, Hlíðarendi á Hvolsvelli, skálarnir á Blönduósi og Egilsstöðum eru þungamiðja þeirrar þjónustu sem ferðamenn sækja í hjá félaginu. Umferð á árinu 2011 var í lágmarki og dróst hún saman 11 mánuði af 12 og nam samdrátturinn u.þ.b. 5% yfir árið í heild. Verklegar framkvæmdir voru í minnsta mæli og er samdráttur í verklegum framkvæmdum mældur í tugum prósenta frá 2007.


Lykiltölur Í milljónum króna

Tekjur EBITDA Afkoma Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fjöldi starfsfólks

2011

54.701 2.108 4.509 13.323 51% 621

Mikill þróttur var í fiskveiðum og þjónustu félagsins við sjávarútveg. Veiðar voru mjög hagkvæmar þar sem mikil veiði var á grunnslóð sem aftur dregur úr olíunotkun. Aðaláherslan hefur nú sem fyrr verið á hátt þjónustustig á sama tíma og leitast er við að ná sem mestri hagkvæmni. Mikilvægasti árstíminn er yfir sumarið þegar tugir þúsunda erlendra og innlendra ferðamanna fara um landið þvert og endilangt með viðkomu á útsölustöðum sem sérstaklega eru hannaðir til að taka við ferðafólki. N1 stundar sölu á flugeldsneyti og aldrei áður hefur verið selt

meira magn en á árinu 2011. Harður vetur vann með félaginu í sölu á vetrarhjólbörðum og öðrum vetrarvarningi. Á móti kemur hins vegar að akstur dregst saman þegar færðin er slæm. Það var síðan sumarið 2011 sem félagið kynnti til sögunnar N1 appið sem gerir ökumönnum kleift að greiða fyrir eldsneyti með snjallsíma. Það kom síðar á daginn að þetta er í fyrsta sinn sem viðlíka forrit hefur verið sett í umferð, mörg þúsund bíleigendur hafa þegar fengið sér forritið og margir nota það að staðaldri.

ÁRSSKÝRSLA 2011

29


Plastprent var stofnað árið 1957 til að framleiða og prenta á plastpoka en hefur vaxið og þróast í takt við auknar kröfur viðskiptavina sinna um hagkvæmar umbúðalausnir. Plastprent framleiðir og flytur inn plastfilmur, plastpoka og ýmsar aðrar umbúðir. Félagið rekur fullkomna verksmiðju og vöruhús að Fosshálsi 17–25 þar sem aðstaða er til filmublásturs, klisjugerðar, prentunar, lamineringar og pokagerðar.

30

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Lykiltölur Í milljónum króna

2011

Tekjur EBITDA Afkoma Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fjöldi stöðugilda *Aðlöguð EBITDA

TEKJUR

1.401 80* -0,6 287 41% 80

EBITDA

(milljónir kr.)

2000

AFKOMA

(milljónir kr.)

(milljónir kr.)

100

300 94

1500

250

80

1.624

80*

200

279

1.401 60

150

1000 100

40

50

500

0

20

2010

2011

0

0

-0,6

-50 2010

2010

2011

2011

*Aðlöguð EBITDA

SPENNANDI TÍMAMÓT Á árinu 2011 var rekinn endahnútur á umfangsmikla endurskipulagningu á starfsemi Plastprents sem hófst árið 2010. Vörulager félagsins í Mosfellsbæ var lokað í byrjun febrúar og öll vöruhúsastarfsemi sameinuð á einum stað að Fosshálsi 17–25. Áhersla var lögð á endurbætur og viðhald í verksmiðju félagsins með það fyrir augum að bæta rekstraröryggi og auka afköst. Nokkrar breytingar voru gerðar á skipulagi félagsins með það að markmiði að bæta þjónustu við viðskiptavini og auka sölu. Söludeild félagsins var skipt upp í matvælasvið og rekstrarvörusvið þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu við viðskiptavini. Félagið vann umfangsmikið stefnumótunarverkefni þar sem var horft til framtíðar. Plastprent þarf að breyta fyrirtækjamenningu sinni úr því að vera framleiðsludrifið plastfyrirtæki í þjónustudrifið umbúðafyrirtæki. Til að ná þessu markmiði þarf Plastprent að útvíkka starfsemi sína inn á fleiri svið umbúðamarkaðarins. Samhliða verður lögð áhersla á að sinna sérstaklega stórum kaupendum og að veita framúrskarandi ráðgjöf sem gerir okkur kleift að standa undir slagorðinu „Sérfræðingar í umbúðalausnum“.

Rekstur félagsins á árinu 2011 var í jafnvægi en heildartekjur voru 1.405 mkr, EBITDA* hagnaður 80 mkr og tap ársins 600 þús.kr. Tekjurnar drógust saman um 200 mkr á milli ára og munar þar mestu um að útflutningur umbúða og tekjur vegna Litháen drógust saman um ríflega 100 mkr á milli áranna 2010 og 2011. Félaginu hefur gengið vel að draga úr kostnaði sem hjálpaði mikið til við að skila jákvæðri afkomu á árinu 2011. Félagið býr við sterkan efnahag sem er góður grunnur að vexti til framtíðar.

ÁHERSLA Á SÖLU OG ÞJÓNUSTU Á árinu 2012 verður stefnt að því að auka sölu innanlands með áherslu á sjávarútveg og innlenda matvælaframleiðslu. Endurbætur og nýfjárfestingar í verksmiðjunni munu bæta þjónustu félagsins og stytta afgreiðslutíma en auk þess er félagið að kynna áhugaverðar og hagkvæmar umbúðalausnir úr eigin framleiðslu og innflutningi.

ÁRSSKÝRSLA 2011

31


Uppruna Promens má rekja aftur til ársins 1984 þegar nokkrir fjárfestar festu kaup á vélum gjaldþrota fyrirtækis í Garðabæ og fluttu þær norður á Dalvík til að skapa fleiri atvinnutækifæri í sinni heimabyggð. Félagið hlaut nafnið Sæplast og voru aðalframleiðsluvörur þess einangruð fiskiker. Olli tilkoma þeirra byltingu í meðhöndlun og gæðum fiskafurða. Fljótlega var hafinn útflutningur og eru Sæplast ker enn ráðandi í fiskiðnaði um allan heim, auk þess að hafa haslað sér völl í kjötiðnaði og fleiri greinum matvælaiðnaðar. Árið 1996 var fyrsta dótturfyrirtækið stofnað á Indlandi og á árunum sem fylgdu hóf félagið innreið sína í Skandinavíu, Evrópu og Norður-Ameríku með kaupum á nokkrum félögum. 2004 kaupir Atorka Group félagið og breytir nafni þess í Promens. Í kjölfarið óx félagið mjög hratt og rekur nú 45 verksmiðjur í 19 löndum og hjá því starfa um 4.200 manns.

32

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


ALÞJÓÐLEGT FÉLAG Í PLASTFRAMLEIÐSLU

STERKT EIGNARHALD OG GÓÐ AFKOMA

Starfsemi Promens skiptist í 5 viðskiptasvið, umbúðir fyrir kemísk efni, matvæla- og drykkjavörusvið og snyrti- og lækningavörusvið, farartækjasvið og stórumbúðasvið. Meðal viðskiptavina félagsins má finna nokkur af þekktustu fyrirtækjum heims í hverjum geira fyrir sig og má þar nefna Shell, Exxon Mobil og Dow AgroSciences á sviði kemískra efna; Arla, Kavli og TetraPack á sviði matvælaumbúða; Unilever, Oriflame og

Árið 2011 var viðburðaríkt fyrir Promens. Í júlí festi Horn fjárfestingafélag kaup á 99% hlutafjár í félaginu og nokkrum dögum síðar keypti Framtakssjóður Íslands 40% eignarhlut, sem síðan var aukinn í 49,5%. 0,6% hlutafjár eru í eigu lykilstarfsmanna. Í desember var svo lokið við endurfjármögnun samstæðunnar til fimm ára með erlendum bönkum.

TEKJUR

EBITDA

AFKOMA

(milljónir evra)

(milljónir evra)

(milljónir evra)

60

800 700

57,5

50

600 500

12

611,8 550,7

400 300

10

40

8

30

6

20

4 3,8

200 2

10

100 0

10,2

49,2

2010

2011

0

2010

2011

0

2010

2011

Tölur miðast við áframhaldandi starfsemi, eftir sölu eigna.

Johnson&Johnson á sviði snyrtivöruumbúða og GlaxoSmithKline, Roche og Pfizer á sviði lækningaumbúða. Bifreiðaframleiðendur í viðskiptavinahópi Promens eru meðal annars Scania, Volvo, og Daimler á sviði vöru- og rútubifreiða og John Deer, Claas og Bomag á sviði landbúnaðar- og þungavinnuvéla. Jakob Sigurðsson tók við starfi forstjóra Promens í september af Ragnhildi Geirsdóttur. Jakob er efnafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA frá Kellogg School of Management. Áður starfaði Jakob hjá efnafyrirtækinu Dow Chemical um langt skeið í Evrópu og Bandaríkjunum, var forstjóri Alfesca og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá deCODE.

Rekstrarafkoma félagsins jókst annað árið í röð og var árið því hið besta frá því að fjármálakreppan skall á með fullum þunga 2009. Heildartekjur samstæðunnar námu 611,7 milljónum evra, sem er hækkun um 61 milljónir evra frá árinu áður. Próforma rekstrarhagnaður (EBITDA) var 57,5 milljónir evra eða 9.4%, samanborið við 49,2 milljónir evra, 8,9% 2010. Eigið fé félagsins var 149 milljónir evra og vaxtaberandi skuldir 155,4 milljónir evra. Hjá félaginu starfa um 3.870 manns, þar af flestir í Frakklandi 583, Þýskalandi 469 og Hollandi 427. Á Norðurlöndum, öðrum en Íslandi, starfa 667 manns og starfsmenn á Íslandi eru um 80, á Dalvík, í Hafnarfirði og á aðalskrifstofu félagsins í Kópavogi.

ÁRSSKÝRSLA 2011

33


ÁHERSLA Á BESTUN FERLA Promens hefur tekið miklum breytingum á undanförnum misserum, einkum hvað varðar hagræðingu og framleiðniaukningu í verksmiðjum félagsins. Lengi má þó gera betur á þessu sviði og mun félagið halda áfram að vinna af krafti að því að bæta alla helstu ferla í framleiðslustýringu og dreifa því sem best gerist um alla samstæðuna. Einnig er lögð mikil áhersla á þjálfun söluteyma Promens sem og að nýta stærð samstæðunnar í innkaupum.

34

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

Vöruþróun og nýsköpun skipar mikilvægan sess hjá Promens. Promens Innovation Awards er samkeppni sem haldin er árlega innan samstæðunnar og eru þar veitt verðlaun í þrem flokkum; fyrir bestu nýju vöruna, fyrir besta verkefnið á sviði framleiðsluhagræðingar og fyrir besta söluverkefnið. Félagið hlaut á árinu nokkur alþjóðleg verðlaun á sviði nýsköpunar. Loftþéttar AirFree-snyrtivöruumbúðir hlutu hin eftirsóttu StarPack-umbúðaverðlaun og Ecosolution-kremdælan, sem einnig er byggð á AirFree-tækninni, hlaut umhverfisverðlaun LuxPack. Drumtainer sem er færanlegt, lekafrítt hulstur utan um tunnur fyrir efnavörur hlaut WorldStar og Hollensku umbúðaverðlaunin.


Lykiltölur Í milljónum evra

2011

Tekjur EBITDA Afkoma Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fjöldi starfsfólks

611,7 57,5 10,2 149,0 31,2% 3.870

Tölur miðast við áframhaldandi starfsemi, eftir sölu eigna.

FRAMTÍÐARSÝN Nýir og öflugir eigendur komu að Promens á árinu 2011 og hefur það styrkt félagið enn frekar. Á komandi misserum mun einkum verða lögð áhersla á frekari hagræðingu og innri vöxt, byggðum á nýsköpun og nánu samstarfi við lykilviðskiptavini, en augun þó höfð opin fyrir góðum tækifærum sem kunna að gefast til fyrirtækjakaupa. Einnig verður lögð aukin áhersla á vöxt á nýjum markaðssvæðum. Reksturinn á Íslandi hefur gengið vel og á árinu var tekin ákvörðun og framkvæmdir hafnar við stækkun verksmiðju Promens á Dalvík.

ÁRSSKÝRSLA 2011

35


VODAFONE

Vodafone er fjarskiptafyrirtæki sem býður einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og opinberum aðilum alla meginþætti fjarskiptaþjónustu. Tugir þúsunda íslenskra heimila og yfir hundrað þúsund einstaklingar nýta sér þjónustu Vodafone, sem einnig þjónustar öll stærstu sveitarfélög landsins og mörg af stærstu fyrirtækjunum; banka, trygginga- og olíufélög, smásölukeðjur, flutningafyrirtæki og háskóla, svo dæmi séu nefnd. Flestir sem sinna öryggis- og neyðarþjónustu hafa valið Vodafone, þ.m.t. Neyðarlínan, Landsbjörg, Ríkisútvarpið, Landhelgisgæslan, Securitas og Vegagerðin. Um helmingur tekna fyrirtækisins kemur af þjónustu við fyrirtæki og helmingur af þjónustu við einstaklinga.

36

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


TEKJUR

EBITDA (milljónir kr.)

(milljónir kr.)

15000

12000

AFKOMA (milljónir kr.)

300

3000

12.637

12.727

2500

250

2.599

274 248

2.415 2000

200

1500

150

1000

100

500

50

9000

6000

3000

0

0

0 2010

2011

ÞJÓNUSTA SEM SKILAR HAGRÆÐINGU Í núverandi mynd var fyrirtækið stofnað árið 2003 við samruna þriggja fjarskiptafyrirtækja; Tals, Íslandssíma og Halló fjarskipta sem ruddu brautina fyrir samkeppni eftir áralanga einokun ríkisins á fjarskiptamarkaði. Vodafone keypti auk þess netþjónustufyrirtækið Margmiðlun, gagnaflutningsfyrirtækið Línu.Net og færeyska fjarskiptafyrirtækið P/K Kall í Færeyjum, sem nú starfar undir nafninu Vodafone Færeyjar. Vodafone leggur áherslu á góða þjónustu, gott vöruúrval og sanngjarnt verð. Fyrirtækið hefur byggt upp öflug fjarskiptakerfi og veitir fyrirtækjum þjónustu um allt land, t.d. með því að tengja saman vinnustöðvar fyrirtækja eða útibú í ólíkum sveitarfélögum. Þjónusta Vodafone hefur skilað viðskiptavinum góðum árangri og verulegri hagræðingu í rekstri. Fyrirtækið leggur sig fram við að skilja þarfir viðskiptavina, stórra og smárra,

2010

2011

2010

2011

og hefur sett sér það markmið að viðskiptavinirnir séu þeir ánægðustu á Íslandi. Vodafone byggir þjónustu og vöruúrval að miklu leyti á samstarfi við Vodafone Group Plc, stærsta og öflugasta farsímafélag í heimi. Alls njóta yfir 390 milljónir manna um allan heim þjónustu Vodafone og þeim fer sífellt fjölgandi. Þetta alþjóðlega samstarf færir viðskiptavinum á Íslandi aukið vöruúrval, tryggir þeim betri þjónustu á ferðum erlendis og stuðlar að hagstæðara verði. Höfuðstöðvar Vodafone eru í Skútuvogi 2 í Reykjavík. Vodafone rekur fjórar verslanir; í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind, í Skútuvogi 2 og Glerártorgi á Akureyri. Ómar Svavarsson er forstjóri Vodafone. Hann tók við starfi forstjóra í nóvember 2009, eftir að hafa verið framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Vodafone frá árinu 2005. Áður starfaði Ómar sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Sjóvá

ÁRSSKÝRSLA 2011

37


ÁR UPPBYGGINGAR Eðlisbreyting varð á starfsemi Vodafone á árinu 2011. Snemma árs var tekinn í notkun ljósleiðarahringur um landið, sem gerði fyrirtækinu kleift að starfa á landsvísu með öðrum hætti en áður. Fyrirtækið varð sjálfu sér nægt um gagnasambönd og tengingar, sem það þurfti áður að kaupa af einum keppinautanna. Fyrir vikið sköpuðust tækifæri til raunverulegrar samkeppni með fullu þjónustuframboði, þ.m.t. sjónvarpsþjónustu yfir ADSL eða ljósleiðaratengingar við heimili, á fjölmörgum stöðum þar sem slíkt var ekki raunhæft áður.

38

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

Neytendur tóku samkeppninni fagnandi og Vodafone fékk undantekningalaust góðar móttökur á umræddum svæðum. Árið 2011 var ár uppbyggingar hjá Vodafone. Fyrirtækið réðst í mikla vinnu við að styrkja stoðirnar undir rekstrinum, vann að lagfæringum á ýmsum ferlum og mikil vinna fór í uppfærslur á innri kerfum. Kjarnabúnaði fyrir sjónvarpsþjónustu var skipt út, uppfærslur voru gerðar á Metróneti og gríðarleg vinna fór fram vegna endurnýjunar á reikningagerðarkerfi, en það þarf að tengjast öllum öðrum kerfum sem eru í rekstri og því er vinnan afar umfangsmikil.


Lykiltölur Í milljónum króna

Tekjur EBITDA Afkoma Eigið fé Eiginfjárhlutfall Fjöldi stöðugilda

2011

12.727 2.415 248 3.975 25% 377

Á við um Vodafone. Eigið fé Eignarhaldsfélagsins fjarskipti hf. er 4.368 m.kr. og eiginfjárhlutfall 27,6%.

Margir stórir fjarskiptasamningar voru undirritaðir á árinu, m.a. við Reykjavíkurborg, Akureyrarbæ, Landsbankann, Heilsugæsluna í Reykjavík, Reykjanesbæ, Eimskip, Neyðarlínuna, Hörpu og Fjármálaeftirlitið. Sala í verslunum var yfir áætlun og með söluherferð á landsbyggðinni jókst markaðshlutdeild Vodafone umtalsvert.

þar sem tekjur af farsíma- og heildsöluþjónustu drógust nokkuð saman á meðan veruleg aukning varð á tekjum vegna sjónvarpsþjónustu.

Ytri aðstæður í rekstrinum voru erfiðar. Almennar verðlagshækkanir, auk kjarasamnings- og vaxtahækkana hittu fyrirtækið illa fyrir á meðan tekjur af fjarskiptaþjónustu stóðu í stað. Talsverðar breytingar urðu hins vegar á tekjusamsetningunni,

ÁRSSKÝRSLA 2011

39


40

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


ÁRSREIKNINGUR

2011

ÁRSSKÝRSLA 2011

41


Áritun óháðs endurskoðanda

Ábyrgð stjórnenda á ársreikningnum Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Samkvæmt því ber þeim að skipuleggja, innleiða og viðhalda innra eftirliti sem varðar gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé í meginatriðum án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð stjórnenda nær einnig til þess að beitt sé viðeigandi reikningsskilaaðferðum og reikningshaldslegu mati miðað við aðstæður. Ábyrgð endurskoðenda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum og skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka. Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val

endurskoðunaraðgerða

faglegu

mati

er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2011, efnahag þess 31. desember 2011 og breytingu á handbæru fé á árinu 2011, í samræmi við lög um ársreikninga.

Deloitte ehf. Guðmundur Kjartansson endurskoðandi

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

á

verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem

Kópavogur, 22. mars 2012

42

byggir

endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að


Skýrsla stjórnar

Framtakssjóður Íslands slhf. var stofnaður í lok árs 2009 og er tilgangur félagsins að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum. Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2011 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Eignarhlutar í félögum eru færðir á kostnaðarverði að því undanskildu að eignarhlutar í félögum sem eru með hlutabréf sín skráð á markaði og teljast ekki hlutdeildarfélög eru færðir á síðasta skráða gengi hlutabréfa í kauphöll í lok árs. Hagnaður Framtakssjóðs Íslands slhf. á árinu 2011 nam kr. 2.343.980.117. Arðsemi eigin fjár félagsins var um 13,3%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir félagsins kr. 28.152.603.128 og bókfært eigið fé í árslok er kr. 27.547.396.427. Eiginfjárhlutfallið er um 97,9%. Eins og fram kemur í skýringu nr. 5 með ársreikningi er áætlað gangvirði þeirra eignarhluta sem sjóðurinn hefur fjárfest í ekki undir 39.344 milljónum króna. Bókfært verð sömu eigna er um 27.235 milljónir króna. Í ársbyrjun 2011 eignaðist Framtakssjóðurinn alla hluti í Eignarhaldsfélaginu Vestia ehf. (Vestia) og 81% hlut í Icelandic Group hf. (IG) auk kaupréttar að 19% hlut í sama félagi. Á árinu framseldi Framtakssjóðurinn þennan kauprétt sinn auk 13,3% hlutar í IG til félagsins sjálfs. Framtakssjóðurinn ásamt Vestia, sem á óverulegan hlut,

eru einu hluthafar IG. Í eignasafni Vestia í árslok 2011 eru auk eignarhlutarins í IG; 57,9% eignarhlutur í Skýrr hf., 61% hlutur í Eignarhaldsfélaginu Fjarskipti hf., 50% eignarhlutur í Holtavegur 10 ehf. (áður Húsasmiðjan ehf.) og 100% eignarhlutur í Plastprenti ehf. Auk þessa fjárfesti Framtakssjóðurinn á árinu 2011 í 17,5% hlut í Skýrr hf., í 18,4% hlut í Eignarhaldsfélaginu Fjarskipti hf., í 15,8% hlut í N1 hf. og í 49,5% hlut í Promens hf. Beinn og óbeinn eignarhlutur Framtakssjóðsins í Skýrr hf. nemur því samtals 75,4% og í eignarhaldsfélaginu Fjarskipti hf. 79,5%. Stjórn Framtakssjóðsins hefur tekið ákvörðun um að slíta Eignarhaldsfélaginu Vestia ehf. á árinu 2012 og við það munu eignarhlutar í safni þess félags færast yfir til Framtakssjóðsins. Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 19 en voru 17 í upphafi árs. Þrír hluthafar eiga hver um sig meira en 10% hlutafjár en þeir eru NBI hf. 27,6%, Lífeyrissjóður verzlunarmanna 19,9% og Gildi lífeyrissjóður 10,4%. Það er álit stjórnar og framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands slhf. að í ársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins í árslok, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu. Stjórn og framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands slhf. staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2011 með undirritun sinni.

Reykjavík, 22. mars 2012 Í stjórn: Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarmaður Framkvæmdastjóri: Brynjólfur Bjarnason

ÁRSSKÝRSLA 2011

43


Rekstrarreikningur ársins 2011

Skýr. 2011 Vaxtatekjur 3 Innleystur söluhagnaður eignarhluta 5 Hækkun markaðsverðs eignarhluta 5

28.259.090 1.458.983.718 1.462.014.371 2.949.257.179

Virðisrýrnun eignarhluta 5 (250.000.000) Rekstrar- og stjórnunarkostnaður (179.978.626) Beinn kostnaður vegna fjárfestinga (173.183.717) Annar rekstrarkostnaður (2.016.142) Rekstrarhagnaður 2.344.078.694 Fjármagnsgjöld 4 (98.577) Hagnaður ársins 2.343.980.117

44

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

2010 46.921.005 0 942.850.713 989.771.718

0 (80.659.905) (208.497.915) (17.200) 700.596.698 (22.851) 700.573.847


Efnahagsreikningur 31. desember 2011

Eignir Skýr. 31.12.2011 31.12 2010 Fjárfestingar Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði 5 22.453.423.297 0 Eignarhlutar í félögum á markaðsverði 5 4.781.213.982 4.569.199.611 27.234.637.279 4.569.199.611 Veltufjármunir Kröfur á tengd félög 9 30.088.882 52.766.782 Aðrar skammtímakröfur 6 5.651.812 8.445.775 Handbært fé 6 882.225.155 963.941.511 917.965.849 1.025.154.068 Eignir 28.152.603.128 5.594.353.679 Eigið fé og skuldir 31.12.2011 31.12 2010 Eigið fé 7 Hlutafé 24.506.240 4.235.833 Yfirverðsreikningur 24.481.734.251 4.231.597.167 Óráðstafað eigið fé 3.041.155.936 697.175.819 Eigið fé 27.547.396.427 4.933.008.819 Skammtímaskuldir Skuldir við tengd félög 9 17.211.844 0 Ógreitt vegna fjárfestinga 558.280.027 626.348.898 Aðrar skammtímaskuldir 8 29.714.830 34.995.962 Skuldir 605.206.701 661.344.860 Eigið fé og skuldir 28.152.603.128 5.594.353.679

ÁRSSKÝRSLA 2011

45


Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2011

Skýr. 2011 2010 Rekstrarhreyfingar Rekstrarhagnaður 2.344.078.694 700.596.698 Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga 5 (1.462.014.371) (942.850.713) Virðisrýrnun eignarhluta 5 250.000.000 0 Hreint veltufé frá (til) rekstrar 1.132.064.323 (242.254.015) Breyting rekstrartengdra eigna og skulda: Rekstrartengdar eignir, (hækkun) 55.560.745 (61.210.717) Rekstrartengdar skuldir, hækkun 11.930.712 31.585.661 Handbært fé frá rekstri (til rekstrar) án vaxta og skatta 1.199.555.780 (271.879.071) Greiddir vextir (98.577) (22.851) Handbært fé frá rekstri (til rekstrar) 1.199.457.203 (271.901.922) Fjárfestingahreyfingar Keypt/seld fjárfestingaverðbréf 5 (21.521.492.168) (3.000.000.000) Hækkun/(lækkun) á kröfum á tengd félög (30.088.882) 0 (21.551.581.050) (3.000.000.000) Fjármögnunarhreyfingar Innborgað hlutafé 7 22.979.391.212 4.231.833.000 Útborgað hlutafé 7 (2.708.983.721) 0 20.270.407.491 4.231.833.000 (Lækkun), hækkun handbærs fjár (81.716.356) 959.931.078 Handbært fé í upphafi árs 963.941.511 4.010.433 Handbært fé í lok árs 882.225.155 963.941.511

46

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Skýringar

1. Starfsemi Framtakssjóður Íslands slhf. var stofnaður á árinu 2009 og er tilgangur félagsins að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Framtakssjóður Íslands slhf. er samlagshlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samlagshlutafélag er sú tegund samlagsfélaga þar sem einn eða fleiri félagsmenn (ábyrgðaraðilar) bera beina og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir félagsmenn (hluthafar), einn eða fleiri, bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli framlaga sem mynda hlutafé í félaginu. Ábyrgðaraðilar geta jafnframt verið hluthafar.

2. Reikningsskilaaðferðir Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2011 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum að því undanskildu að markaðsbréf eru færð á gangverði. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum. Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins. Mat og ákvarðanir Við gerð ársreiknings þurfa stjórnendur, í samræmi við lög um ársreikninga, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili þegar þær eiga sér stað. Vaxtatekjur Vaxtatekjur eru færðar fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við viðeigandi höfuðstól og vaxtaprósentu. Fjármagnskostnaður Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstrarreikning á því tímabili sem hann fellur til. Skattamál Félagið er ekki sjálfstæður skattaðili og skattar eru því ekki reiknaðir í ársreikningnum. Virðisrýrnun Á hverjum reikningsskiladegi er bókfært verð eigna metið með tilliti til virðisrýrnunar. Komi fram vísbending um virðisrýrnun er endurheimtanlegt virði eignarinnar metið í því skyni að hægt sé að ákvarða hversu víðtæk virðisrýrnun er sé um slíkt að ræða. Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði Eignarhlutar í félögum sem eru færðir á kostnaðarverði eru eignarhlutar í dóttur- og hlutdeildarfélögum. Eignarhlutarnir eru metnir á kostnaðarverði að teknu tilliti til virðisrýrnunar. Eignarhlutar í félögum á markaðsverði Eignarhlutar í félögum sem eru færðir á markaðsverði eru þeir eignarhlutar sem skráðir eru á virkum markaði og keyptir í þeim tilgangi að hagnast á verðbreytingum á skipulögðum markaði. Þeir eru færðir á markaðsverði og færist matsbreyting í rekstrarreikning á því tímabili sem hún fellur til.

ÁRSSKÝRSLA 2011

47


Skýringar

3. Vaxtatekjur

2011

2010

Vaxtatekjur af bankainnstæðum

28.259.090

46.921.005

28.259.090

46.921.005

4. Fjármagnsgjöld

2011

2010

Vaxtagjöld

2.001

22.851

Stimpilgjöld

96.576

0

98.577

22.851

5. Eignarhlutar í félögum

2011

2010

Eignarhlutar í félögum færðir á kostnaðarverði: Staða í ársbyrjun 0 0 Keypt á árinu

25.903.423.297

0

Selt á árinu

(3.200.000.000)

0

Virðisrýrnun

(250.000.000)

0

Kostnaðarverð í árslok

22.453.423.297

0

Staða í ársbyrjun

4.569.199.611

3.626.348.898

Fært í markaðsverð

1.462.014.371

942.850.713

Selt á árinu

(2.708.983.718)

0

Innleystur söluhagnaður

1.458.983.718

0

Bókfært verð eignarhlutar í árslok

4.781.213.982

4.569.199.611

Eignarhlutir í félögum færðir á markaðsverði:

48

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Skýringar

Hlutdeild %

Nafnverð Markaðsgengi

Eignarhlutur í Icelandic Group hf. 100,0% 1.890.927.599 Eignarhlutur í Eignarhaldsfélaginu Vestia ehf. 100,0% 3.490.825.981 Eignarhlutur í Skýrr hf. (Advania hf.)

17,5% 410.712.707

Eignarhlutur í Eignarhaldsfélaginu Fjarskipti hf.

18,4% 758.077.011

Eignarhlutur í Promens hf. (nafnverð í EUR)

49,5%

Eignarhlutur í N1 hf.

15,8% 157.787.449

Eignarhlutur í Icelandair Group hf.

19,2% 950.539.559

28.234.814 5,03

Í eignasafni Vestia ehf. í árslok 2011 eru 57,9% eignarhlutur í Skýrr hf., 61% hlutur í Eignarhaldsfélaginu Fjarskipti hf., 50% eignarhlutur í Holtavegur 10 ehf. (áður Húsasmiðjan ehf.) og 100% eignarhlutur í Plastprenti ehf. Beinn og óbeinn eignarhlutur Framtakssjóðsins í Skýrr hf. nemur því samtals 75,4% og í Eignarhaldsfélaginu Fjarskipti hf. 79,5%. Á árinu 2011 var rekstur ásamt eignum Húsasmiðjunnar ehf. seldur til Bygma Ísland ehf. og nafni Húsamiðjunnar ehf. breytt í Holtaveg 10 ehf. Í árslok 2011 var færð 250 milljóna króna virðisrýrnun á fjárfestingu Vestia í bókum Framtakssjóðsins. Félagið hefur lagt mat á áætlað gangvirði þeirra eignarhluta sem fjárfest hefur verið í og er metið að það sé ekki undir 39.344 milljónum króna. Bókfært verð sömu eigna er 27.235 milljónir króna. Áætlað gangvirði miðast við niðurstöður virðisrýrnunarprófa undirliggjandi eigna. Við gerð virðisrýrnunarprófs er stuðst við núvirt framtíðarsjóðsflæði hverrar einingar sem byggir á áætlunum viðkomandi félaga og ávöxtunarkröfu þeirra.

6. Aðrar peningalegar eignir Aðrar skammtímakröfur

31.12.2011

31.12 2010

Fjármagnstekjuskattur

5.651.812

8.445.775

5.651.812

8.445.775

31.12.2011

31.12 2010

Óbundnar bankainnstæður í íslenskum krónum

882.225.155

963.941.511

882.225.155

963.941.511

Handbært fé

ÁRSSKÝRSLA 2011

49


Skýringar

7. Eigið fé Hlutafé félagsins var aukið um kr. 22.979.392 á árinu með innköllun nýrra hluta. Hlutafé greitt til hluthafa á árinu nam kr. 2.707.985. Hver króna nafnverðs jafngildir einu atkvæði. Eigið fé greinist þannig: Yfirverðs- Óráðstafað Hlutafé reikningur eigið fé Samtals Eigið fé 1.1.2010

4.000.000

(3.398.028)

601.972

Nýtt hlutafé

4.231.833.000

4.231.833.000

Lækkun hlutafjár

(4.231.597.167)

4.231.597.167

0

Hagnaður ársins

700.573.847

700.573.847

Eigið fé 1.1 2011

4.235.833

697.175.819

4.933.008.819

Nýtt hlutafé

22.979.392

22.956.411.820 22.979.391.212

Lækkun hlutafjár

(2.708.985)

(2.706.274.736) (2.708.983.721)

4.231.597.167

Hagnaður ársins

2.343.980.117

Eigið fé 31.12 2011

3.041.155.936 27.547.396.427

24.506.240

24.481.734.251

Hluthafar:

2.343.980.117

Innborgað - útborgað Hlutafé alls Hlutdeild í eigin fé

Landsbankinn hf. 27,59% 6.760.979.514 6.760.980

7.599.998.731

Lífeyrissjóður verzlunarmanna 19,91% 4.880.075.013 4.880.075

5.485.678.690

Gildi lífeyrissjóður 10,39% 2.546.635.617 2.546.635

2.862.665.643

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild 7,36% 1.802.927.870 1.802.927

2.026.664.928

Sameinaði lífeyrissjóðurinn 7,72% 1.893.074.264 1.893.074

2.127.999.492

Stafir lífeyrissjóður 5,52% 1.352.195.903 1.352.195

1.519.998.134

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 6,62% 1.622.635.083 1.622.635

1.823.999.565

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,76%

676.097.951

676.098

759.999.819

Festa lífeyrissjóður 2,76%

676.097.951

676.098

759.999.819

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 1,47%

360.585.574

360.586

405.333.237

Almenni lífeyrissjóðurinn 1,84%

450.731.968

450.732

506.666.546

Lífeyrissjóður Vestfirðinga 1,10%

270.439.181

270.440

304.000.976

Lífeyrissjóður bankamanna aldursdeild 1,24%

304.694.810

304.696

342.507.998

Eftirlaunasjóður FÍA 0,77%

189.307.426

189.307

212.799.949

Lífeyrissjóður verkfræðinga 1,10%

270.439.181

270.440

304.000.638

Lífeyrissjóður Rangæinga 0,58%

143.332.766

143.333

161.119.962

Íslenski lífeyrissjóðurinn 0,68%

166.770.828

166.771

187.466.613

VÍS hf. 0,55%

135.219.590

135.219

151.999.300

Framtakssjóður Íslands GP ehf. 0,02%

4.000.000

4.000

4.496.389

24.506.240.491 24.506.240 27.547.396.427

50

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Skýringar

8. Aðrar peningalegar skuldir Aðrar skammtímaskuldir

31.12.2011

31.12 2010

Ógreiddur kostnaður

29.714.830

34.995.962

29.714.830

34.995.962

9. Tengdir aðilar Tengdir aðilar eru þeir aðilar sem hafa umtalsverð áhrif á félagið, beint eða óbeint, þ.m.t. móðurfélag, eigendur og fjölskyldur þeirra, stórir fjárfestar, lykilstarfsmenn og fjölskyldur sem og aðilar sem er stjórnað af eða eru verulega háðir félaginu, s.s. hlutdeildarfélög og samrekstrarfélög. Viðskipti við tengda aðila hafa verið gerð á sambærilegum grundvelli og viðskipti við ótengda aðila. Framtakssjóður GP ehf. er ábyrgðaraðili Framtakssjóðs Íslands slhf. og ber beina ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir hluthafar bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli framlaga. Upplýsingar varðandi tengda aðila eru eftirfarandi: Viðskipti við tengd félög árið 2011: Keypt þjónusta Seld þjónusta FSÍ GP ehf., ábyrgðaraðili

Kröfur

Skuldir

179.978.626

0

0

17.211.844

0

0

30.088.882

0

179.978.626

0

30.088.882

17.211.844

Keypt þjónusta Seld þjónusta

Kröfur

Skuldir

Icelandic Group, dótturfélag

Viðskipti við tengd félög árið 2010: FSÍ GP ehf., ábyrgðaraðili

80.659.905 0

0

52.766.782

0

80.659.905

0

52.766.782

0

10. Ábyrgðir og önnur mál Arion banki hf. hefur samþykkt kauptilboð Framtakssjóðs Íslands slhf. í alla hluti bankans í N1 hf. Um er að ræða 39,03% hlut í N1 hf. og eru kaupin háð ákveðnum fyrirvörum, m.a. samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ekki er hægt að greina frá tilboðsverðinu á þessu stigi. Enn er óvíst hvort af kaupunum verði þar sem samþykki Samkeppniseftirlitsins liggur ekki fyrir.

11. Atburðir eftir lok reikningsskiladags Eftir lok reikningsskiladags seldi Framtakssjóðurinn Hömlum hf. hlut Vestia í Holtavegi 10 hf. (áður Húsasmiðjan hf.) og munu viðskiptin ekki hafa áhrif á afkomu sjóðsins. Eftir viðskiptin á Vestia ekki eignarhlut í Holtavegi 10.

ÁRSSKÝRSLA 2011

51


Skýringar

12. Samþykki ársreiknings Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi þann 22. mars 2012.

13. Kennitölur Úr rekstrarreikningi: 2011 2010 Arðsemi Hagnaður ársins

2.343.980.117

700.573.847

Arðsemi eigin fjár – Hagnaður/vegin meðalstaða eigin fjár

13,3%

49,3%

Úr efnahagsreikningi: 31.12.2011 31.12 2010 Fjárhagslegur styrkur Innra virði hlutafjár – Eigið fé/hlutafé Eiginfjárhlutfall – Eigið fé/Skuldir og eigið fé

52

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

1124,10 1164,59 97,9%

88,2%


GROUP

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

GROUP

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS F ram tak s s jóð u r Ís l a nds s l hf. L á gmúli 9 1 0 8 Re y k j a vík S ími 5 7 1 7 08 0 F a x 5 7 1 7 0 8 9 f r a mta k s s j o dur @f r a mta k s s j o dur . is ww w .f r a mta k s s j o dur . is H ön n u n og u mbr ot : T ómas T ómasson Gr afí sku r h ön n u ðu r FÍ T P r en t u n : S van spr en t M yn di r fyr i r FS Í : S i gu r jón Ragn ar / Ragn ar T h . A ðr ar myn di r : Ýmsi r ljósmyn dar ar


FRAMTAKS SJÓ ÐUR ÍSLANDS ÁRSSKÝRSLA 2011

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.