FRAMTAKS SJÓ ÐUR ÍSLANDS
ÁRSSKÝRSLA 2010
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
Skýringar
Ársskýrsla 2010
Efnisyfirlit Ávarp stjórnarformanns
2
Skýrsla framkvæmdastjóra
4
Stjórn FSÍ
6
Fulltrúar FSÍ í stjórnum fyrirtækja
8
Starfsfólk
12
Fjárfestingar FSÍ
13
Icelandair Group
14
Icelandic Group
18
Vodafone
22
SKÝRR
26
Húsasmiðjan
30
Plastprent
32
Ársreikningur 2010
34
Áritun óháðs endurskoðanda
36
Áritun stjórnar
37
Rekstrarreikningur
38
Efnahagsreikningur
39
Sjóðstreymi
40
Skýringar
41
ÁRSREIKNINGUR 2010
1
Efling atvinnulífsins ÁVARP STJÓRNARFORMANNS Framtakssjóður Íslands slhf. (samlagshlutafélag) var stofnaður í desember árið 2009 til að taka þátt í endurreisn íslensks atvinnulífs eftir hrunið árið 2008. Það voru sextán lífeyrissjóðir innan vébanda Landssambands lífeyrissjóða sem stofnuðu Framtakssjóðinn og með því vildu lífeyrissjóðirnir leggja sitt af mörkum til að efla íslenskt atvinnulíf. Stofnun Framtakssjóðsins byggði á vönduðum undirbúningi hluthafanna og voru ítarlegir skilmálar settir um starf sjóðsins. Framtakssjóðnum voru lagðir til þrjátíu milljarðar kr. í hlutafé og er heimilt að auka það í allt að níutíu milljarða kr. Ábyrgðaraðili Framtakssjóðs Íslands slhf. er Framtakssjóður Íslands GP (General Partner). Í fyrstu stjórn Framtakssjóðsins voru kjörin Ágúst Einarsson formaður, Ragnar Önundarson varaformaður og meðstjórnendur þau Auður Finnbogadóttir, Baldur Þór Vilhjálmsson, Guðfinna Bjarnadóttir, Vilborg Lofts og Þorkell Sigurlaugsson. Stjórn sjóðsins hófst þegar handa við ráðningu framkvæmdastjóra og var starfið auglýst á vegum ráðgjafafyrirtækisins Hagvangs og bárust fjölmargar umsóknir. Stjórnin réð Finnboga Jónsson sem framkvæmdastjóra sjóðsins og í kjölfarið var sjóðnum fundið húsnæði og ráðnir fleiri starfsmenn og starfsemin hafin. Húsnæði fékkst með góðum kjörum í Lágmúla 9 og helstu starfsmenn utan framkvæmdastjóra eru Herdís Fjeldsted og Þór Hauksson. Stjórnin hóf strax vinnu við að setja sjóðnum fjárfestingastefnu og móta starfsreglur stjórnar svo og siða- og sam-
2
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
skiptareglur. Samkvæmt skilmálum Framtakssjóðsins starfar innan hans ráðgjafaráð sem er umsagnaraðili um fjárfestingastefnu sjóðsins. Starfsreglur stjórnar og siða- og samskiptareglur sjóðsins voru samþykktar á stjórnarfundi 11. janúar 2010. Þessar reglur eru opinberar á heimasíðu sjóðsins. Sjóðurinn starfar jafnframt eftir nákvæmu regluverki um fjárfestingarferli. Fjárfestingastefna Framtakssjóðs Íslands var samþykkt að fenginni umsögn ráðgjafaráðsins í ársbyrjun 2010. Starfsemi Framtakssjóðsins er tímabundin en starfstíminn getur lengst orðið þrettán ár. Sjóðurinn einbeitir sér einkum að stærri, starfandi fyrirtækjum sem hafa lent í fjárhagserfiðleikum vegna hrunsins en eru lífvænleg og geta skilað góðri ávöxtun. Gert er ráð fyrir virkum eignarhluti í þeim fyrirtækjum sem fjárfest er í. Að jafnaði er lágmarksfjárfesting tvö hundruð milljónir kr. og stefnt er að skráningu félaga á hlutabréfamarkaði og fjárfest er að jafnaði 20-55% af hlutafé viðkomandi félags. Stjórnin vann einnig á árinu 2010 að hluthafastefnu fyrir félagið og var hún samþykkt í ársbyrjun 2011. Eitt fyrsta fyrirtækið sem sjóðurinn skoðaði til að fjárfesta í var tryggingafélagið Sjóvá og var það gert í samvinnu við stærsta tryggingarfélag Færeyinga (Tryggingafélagið Føroyar). Ekki varð af þessari fjárfestingu og var félagið tekið úr sölu og ekki selt fyrr en rúmu ári seinna og þá öðrum aðilum. Næsta fjárfesting, sem var könnuð ítarlega, var Icelandair og tókust samningar um kaup á ráðandi hlut í félaginu. Tveir fulltrúar Framtakssjóðsins tóku sæti í fimm manna stjórn Icelandair og var fyrirtækið endurreist fjárhagslega. Eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli gerðu starfsemina mjög óvissa en árangur starfsmanna og stjórnar félagsins á árinu 2010 var frábær og var árið besta rekstrarár í sögu félagsins. Þessi fjárfesting er því Framtakssjóðnum mjög ábatasöm.
Á miðju ári 2010 hóf Landsbanki Íslands (NBI) viðræður við Framtakssjóðinn um að sjóðurinn keypti félagið Vestia sem var fjárfestingarfélag Landsbankans með mörg af stærri fyrirtækjum landsins sem Landsbankinn hafði yfirtekið eftir hrunið. Eftir langar viðræður gengu þessi kaup eftir og eignaðist Landsbankinn jafnframt 25% hlut í Framtakssjóði Íslands en hlutafé sjóðsins var þá aukið í fimmtíu og fimm milljarða kr. Mikil vinna beið stjórnar og starfsmanna Framtakssjóðsins við að endurskipuleggja þessi fyrirtæki með starfsmönnum þeirra og gekk það mjög vel. Kaupin voru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og var gerð sátt við Samkeppniseftirlitið um kaupin á Vestia í ársbyrjun 2011. Stærsta fyrirtækið í þessari fjárfestingu er Icelandic Group og hefur verið unnið að því að selja af erlendri starfsemi félagsins og hefur það tekið nokkurn tíma en stefnt er að því að ljúka söluferlum á árinu 2011. Það stefnir í að þessi fjárfesting verði mjög ábatasöm fyrir Framtakssjóðinn. Næst stærsta félagið innan Vestia var Teymi en því hefur verið skipt upp í tvö meginfélög Skýrr og Vodafone og gekk sú endurskipulagning vel.
og með tæplega 8.000 starfsmenn í fjölmörgum löndum. Hagnaður upp á um sjö hundruð milljónir kr. var af starfsemi Framtakssjóðsins á árinu 2010 og var ávöxtun eigin fjár 49% á árinu og eignastaðan er mjög sterk. Það er því ljóst að starfsemi sjóðsins hefur gengið mjög vel og uppfyllt á skömmum tíma að mati stjórnar sjóðsins þær væntingar sem hluthafar gerðu til sjóðsins við stofnun hans fyrir rúmu einu og hálfu ári.
Reykjavík, í maí 2011
Dr. Ágúst Einarsson, stjórnarformaður Á aðalfundi félagsins fyrir árið 2009, sem haldinn var í árslok 2010, gengu úr stjórn Auður Finnbogadóttir, Guðfinna Bjarnadóttir og Vilborg Lofts en nýir stjórnarmenn voru kjönir Auður Björk Guðmundsdóttir, Linda Jónsdóttir og Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir. Ágúst Einarsson gegndi áfram starfi stjórnarformanns og Ragnar Önundarson var áfram varaformaður. Fyrri hluta árs 2011 sagði Ragnar Önundarson sig úr stjórn sjóðsins og á hluthafafundi var Jón Steindór Valdimarsson kosinn í hans stað og Þorkell Sigurlaugsson kjörinn varaformaður. Framtakssjóðurinn hefur á fyrsta reglubundna starfsári sínu árið 2010 unnið mikið starf og fjárfest í fyrirtækjum með tæplega þrjú hundruð milljarða kr. ársveltu
ÁRSREIKNINGUR 2010
3
Mikilvægt hlutverk Framtakssjóðs Íslands SKÝRSLA FRAMKVÆMDASTJÓRA Íslenskt samfélag hefur á undanförnum misserum gengið í gegnum verulega erfiðleika í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins. Á skömmum tíma breyttust rekstrarforsendur og eignarhald margra íslenskra fyrirtækja og mörg þeirra lentu með beinum eða óbeinum hætti í eigu banka og fjármálafyrirtækja. Slíkt eignarhald er ekki gott og mikilvægt að það standi aðeins skamman tíma. Framtakssjóður Íslands var stofnaður í desember 2009 með það að markmiði að taka þátt í því umbreytingaferli sem fyrirsjáanlegt var og til þess að ávaxta hluta af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna með virkri þátttöku í endurreisn íslensks atvinnulífs. Framtakssjóðurinn mun á næstu árum vinna með stjórnendum og starfsfólki þeirra fyrirtækja sem hann fjárfestir í við að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta. Eins og eðlilegt má telja urðu miklar umræður í samfélaginu um fjárfestingar og verklag Framtakssjóðsins, á fyrsta starfsári hans. Framtakssjóðurinn er í reynd í eigu sjóðfélaga lífeyrissjóðanna og það er eðlilegt að hinn almenni félagsmaður hafi skoðun á því sem sjóðurinn gerir. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt við það að lífeyrissjóðir kaupi hlutabréf eða skuldabréf áberandi fyrirtækja í samfélaginu og fyrirtækja sem eru í harðri samkeppni við önnur félög. Það sem er nýtt er einkum tvennt: Annars vegar er gerð opinberlega grein fyrir öllum fjárfestingum sem Framtakssjóðurinn tekur þátt í um leið og endanleg ákvörðun liggur fyrir. Áður voru einstaka fjárfestingar ekki endilega á allra vitorði. Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um hvort lífeyrissjóðir eigi að fjárfesta í flugfélagi eða fjarskiptafyrirtæki eða hvernig eigi að selja hlut í eða hluta af sölufyrirtæki í sjávarútvegi. Slík gagnrýnin umræða er eðlileg og jákvæð því eitt aðalmarkmið með starfsemi FSÍ er að skila góðri ávöxtun til sjóðfélaga og þá skiptir máli í hverju er fjárfest og hvernig að sölu eigna er staðið.
4
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
Hins vegar getur Framtakssjóðurinn tekið stærri stöðu í einstökum félögum heldur en einstakir lífeyrissjóðir gátu eða vildu taka áður. Þetta felur í sér að Framtakssjóðurinn getur haft meiri áhrif á stefnumótun og starfsemi fyrirtækja en áður tíðkaðist. FSÍ er því í reynd nýr samkeppnisaðili á fjárfestingarmarkaði og það hentar ekki endilega þeim sem vilja sitja einir að kaupum vænlegra fyrirtækja. Mörg dæmi eru um að á árum áður hafi fjármunir lífeyrissjóðanna verið velkomnir inn í fyrirtækin þegar eigendur viðkomandi fyrirtækja þurftu á þeim að halda en þeim áttu hins vegar ekki að fylgja nein áhrif á starf eða stefnu. Árið 2010 var fyrsta starfsár Framtakssjóðs Íslands en dagleg starfsemi hófst í mars 2010 þegar framkvæmdastjóri tók til starfa. Á árinu voru að jafnaði 4 starfsmenn að störfum hjá sjóðnum. Með auknum umsvifum hefur starfsfólki fjölgað og í maí 2011 starfa 7 starfsmenn hjá Framtakssjóðnum. Á þeim 14 mánuðum sem liðnir eru hefur mikið vatn runnið til sjávar og áherslan verið á að byggja upp eignasafn í samræmi við stefnu sjóðsins. Ítarlegir verkferlar voru mótaðir og samþykktir í stjórn, auk siða- og samskiptareglna. Megininntak hluthafastefnu sjóðsins er að FSÍ sé áhrifafjárfestir sem hefur, ásamt góðri arðsemi af hlutabréfaeign sinni, það að markmiði að stuðla að vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja sem hann fjárfestir í. Lögð er áhersla á umhverfislega og félagslega þætti í starfsemi fyrirtækja og mikilvægi góðra og ábyrgra stjórnarhátta. Helstu áhersluatriði FSÍ við mat á fjárfestingum eru eftirfarandi: • Að FSÍ nái góðri arðsemi á fjárframlög hluthafa • Að strax í upphafi liggi fyrir hvaða útgöngumöguleikar eru úr viðkomandi fjárfestingu • Að fjárfesting í einstöku félagi sé ekki lægri en 200 milljónir króna • Að hámarksfjárfesting í einu félagi sé ekki meiri en 15% af heildarhlutafjárloforðum. • Að aldrei sé fjárfest meira í einni atvinnugrein en 30% af heildarhlutafjárloforðum. • Að stuðla að skráningu félaga á hlutabréfamarkað • Að stefna að sölu félaga 4–7 árum eftir einstaka fjárfestingu Á árinu 2010 fjárfesti sjóðurinn í 6 fyrirtækjum fyrir um 17,6 milljarða króna, sem er um 33% af 54,4 milljarða króna hlutafjárloforðum sjóðsins. Fyrsta fjárfesting sjóðsins voru kaup á um 30% eignarhlut í Icelandair Group fyrir 3 millj-
arða króna en samkomulag þess efnis var kynnt í júní. Rekstur Icelandair gekk vel á síðasta ári, velta nam 88 milljörðum króna, EBITDA var 12,6 milljarðar króna og hagnaður nam 4,6 milljörðum. Skráð verðmæti eignarhlutar Framtakssjóðsins í Icelandair hefur hækkað um 80% frá á þeim tíma sem liðinn er frá fjárfestingunni. Í ágúst 2010 var tilkynnt um kaup Framtakssjóðsins á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbanka Íslands. Kaupin voru háð samþykki Samkeppniseftirlits sem veitt var í janúar 2011 og tók Framtakssjóðurinn þá við stjórnartaumunum í Icelandic Group, Skýrr, Vodafone, Húsasmiðjunni og Plastprenti. Rekstur Vestiafyrirtækjanna gekk misjafnlega á síðasta ári. Heildarvelta Icelandic Group var um 153 milljarðar króna á árinu, EBITDA nam 6,6 milljörðum króna og hagnaður ársins nam 957 milljónum króna. Nú er unnið að sölu á tilteknum eignum út úr samstæðunni og er stefnt á að því söluferli ljúki fyrir árslok. Hjá Skýrr hafa undanfarnir mánuðir einkennst af sameiningu fyrirtækja og samþættingu starfseminnar undir merkjum Skýrr. Velta félagsins á seinasta ári nam ríflega 22 milljörðum króna, EBITDA af reglubundnum rekstri var 790 milljónir og hagnaður nam 389 milljónum króna. Vodafone hélt styrkri stöðu sinni á íslenskum fjarskiptamarkaði og nam velta samstæðunnar 12,6 milljörðum króna og EBITDA var 2,6 milljarðar króna. Hagnaður eftir skatta nam 274 milljónum króna. Húsasmiðjan hefur að undanförnu tekist á við það erfiða verkefni að aðlaga rekstur félagsins að gríðarlegum samdrætti á byggingamarkaði. Afkoma félagsins batnaði milli ára, veltan nam 12,5 milljörðum króna, EBITDA var 333 milljónir króna og bókfært tap nam 144 milljónum króna. Plastprent lauk fjárhagslegri endurskipulagningu á árinu. Velta félagsins nam 1.624 milljónum króna, EBITDA var 94 milljónir og hagnaður ársins var 279 milljónir króna.
Á árinu nam hagnaður af rekstri Framtakssjóðsins 700 milljónum króna. Heildareignir sjóðsins við árslok námu um 5,6 milljörðum króna og eigið fé í lok árs var 4,9 milljarðar króna. Við áramót var hlutur sjóðsins í Icelandair Group eina hlutabréfaeign félagsins. Með samþykki Samkeppniseftirlitsins í janúar bættust Icelandic Group, Skýrr, Vodafone, Húsasmiðjan og Plastprent í eignasafn Framtakssjóðsins og koma þær fjárfestingar fram í reikningum sjóðsins frá þeim tíma. Það eru erfið en spennandi verkefni framundan hjá Framtakssjóðnum við að halda áfram að fjárfesta og byggja upp eignasafnið, vinna að sölu á eignum sem til þess eru fallnar og þróa önnur fyrirtæki í eigu sjóðsins áfram. Aðalmarkmiðið er að skila góðri ávöxtun til lífeyrissjóðanna og annarra eigenda sjóðsins og um leið byggja upp og þróa fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og mikilvæg fyrir umhverfi sitt og starfsmenn. Málefnaleg og gagnrýnin umræða sem byggir á staðreyndum er mikilvæg fyrir sjóð á borð við Framtakssjóð Íslands og mun styrkja hann til lengri tíma.
Reykjavík, 19. maí 2011. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri
Þau félög sem Framtakssjóðurinn hefur fjárfest í á undanförnum 14 mánuðum veltu því alls um 290 milljörðum króna á árinu 2010 og nam samanlagður hagnaður þeirra fyrir afskriftir og vexti (EBITDA) um 23 milljörðum króna. Heildarhagnaður ársins nam um 6,4 milljörðum króna. Hjá fyrirtækjunum starfa tæplega 8.000 starfsmenn þar af um 3.600 á Íslandi. Þau gegna því mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnulífi.
ÁRSREIKNINGUR 2010
5
Stjórn Framtakssjóðs Íslands
6
Dr. Ágúst Einarsson, formaður
Þorkell Sigurlaugsson, varaformaður
Dr. Ágúst Einarsson prófessor lauk meistaraprófi í rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Hamborg. Ágúst stundaði framhaldsnám við háskólana í Kiel og Hamborg og varði doktorsritgerð í hagfræði við Háskólann í Hamborg. Ágúst starfaði lengi sem framkvæmdastjóri við útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík. Hann var prófessor í Háskóla Íslands um árabil og rektor Háskólans á Bifröst og hefur skrifað fjölmargar bækur. Ágúst var alþingismaður og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, m.a. verið formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og stjórnarmaður í mörgum fyrirtækjum og samtökum.
Þorkell er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði hjá Eimskip, lengst af sem framkvæmdastjóri og síðan sem framkvæmdastjóri hjá Burðarási, fjárfestingafélagi Eimskips til ársins 2004. Þorkell hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og hefur yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu auk þess sem hann hefur skrifað greinar og bækur um stjórnunarmál. Þorkell hóf störf árið 2004 sem framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar hjá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðustu árin verið framkvæmdastjóri fjármála og reksturs og verkefnastjóri nýbyggingar Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
Auður Björk Guðmundsdóttir
Baldur Þór Vilhjálmsson
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir
Auður Björk Guðmundsdóttir lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002 og BA prófi í fjölmiðlafræði með áherslu á almannatengsl frá University of South Alabama, USA, árið 1993. Hún hefur frá árinu 2005 verið framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs VÍS. Á árunum 2002–2005 starfaði hún sem deildarstjóri kynningardeildar Olíufélagsins ehf. og þar áður sem kynningarfulltrúi Eimskipafélags Íslands og markaðsstjóri DV.
Baldur er forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hann starfaði hjá Kaupþingi frá 1998 til 2007, einkum sem sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum og í lífeyrismálum. Baldur var í stjórn Frumtaks frá stofnun til ársins 2010 og situr í ráðgjafaráði Thule Investments og stjórn Veðskuldabréfasjóðs Virðingar. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum og setið í nefndum og starfshópum á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða. Baldur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt og framkvæmdastjóri Eignastýringar hjá Landsbanka Íslands. Hún starfaði frá árinu 2007 sem sjóðsstjóri hjá Arev verðbréfafyrirtæki og á árunum 1998–2006 hjá Kauphöll Íslands. Þar gegndi hún m.a. starfi forstöðumanns skráningarsviðs en var áður sérfræðingur á sama sviði. Á árunum 1994–1998 var hún forstöðumaður einstaklingsþjónustu Fjárvangs. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis.
Jón Steindór Valdimarsson
Linda Jónsdóttir
Jón Steindór er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði hjá Samtökum iðnaðarins frá 1988–2010, lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri, en seinustu þrjú árin var hann framkvæmdastjóri samtakanna. Hann gegndi starfi staðgengils framkvæmdastjóra Vinnumálasambands Íslands 1985–1988. Jón Steindór hefur gegnt viðamiklum trúnaðarstörfum í íslensku atvinnulífi og setið í stjórnum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka, var m.a. stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í sex ár.
Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármögnunar og fjárstýringar hjá Marel, útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2001 og lauk meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2010. Hún hefur einnig lokið prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari. Á árunum 1999–2003 var hún yfirmaður fjárstýringar hjá Eimskip og hjá Burðarás á árunum 2003–2005. Hún starfaði við fjárstýringu og fjármögnun hjá Straumi fjárfestingarbanka á árunum 2005–2009 og gegndi þar meðal annars starfi forstöðumanns eignaog skuldastýringar bankans.
ÁRSREIKNINGUR 2010
7
Fulltrúar Framtakssjóðs Íslands í stjórnum fyrirtækja
Anna Rún Ingvarsdóttir
Árni Geir Pálsson
Brynjólfur Bjarnason
Brynja Guðmundsdóttir
Herdís Björg Rafnsdóttir
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Skýrr
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Plastprent
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Vodafone
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Plastprent
Árni Geir er með MSc. próf í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og Cand. Oecon. próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur á undanförnum árum verið sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi. Á árunum 2006–2008 var hann framkvæmdastjóri Median og 2005–2006 var hann framkvæmdastjóri Latabæjar. Árin 2000–2005 var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Icelandic Group (SH) og þar áður sem þróunarstjóri hjá Frjálsri fjölmiðlun, eigandi auglýsingastofunnar Mátturinn og dýrðin, kynningarstjóri Samskipa og verðbréfamiðlari hjá VÍB.
Brynjólfur var forstjóri Símans og Skipta hf. frá 2002–2010 og forstjóri Granda hf. frá 1984–2002. Hann var framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins 1976–1983 og forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands frá 1973–1976. Hann hefur ennfremur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í íslensku atvinnulífi. Brynjólfur lauk prófi í viðskiptafræði frá viðskiptadeild Háskóla Íslands 1971 og MBA prófi í rekstrarhagfræði frá University of Minnesota árið 1973.
Brynja er forstjóri Gagnavörslunnar. Hún situr í stjórnum ýmissa fyrirtækja og félaga. Hún starfaði áður m.a. hjá Alfesca, Skýrr og Símanum. Brynja er menntaður viðskiptafræðingur frá endurskoðendasviði Háskóla Íslands.
Herdís er framkvæmdastjóri og eigandi RJ verkfræðinga ehf. Hún er véla- og iðnaðarverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og með MSc. próf frá University of Washington, Seattle með áherslu á mengunar- og umhverfisverkfræði. Herdís situr í stjórn RJ verkfræðinga ehf. og eignarhalds og fjárfestingafélagsins VRJ. Herdís hefur áður starfað við hönnun loftræsti- og hitakerfa, verið stundakennari við Vélaog Iðnaðarverkfræðideild HÍ og aðstoðarkennari við University of Washington.
Anna Rún Ingvarsdóttir er viðskiptafræðingur og starfar sem fjármálastjóri Apple VAD á Íslandi. Áður var hún fjármálastjóri Almennu verkfræðistofunnar hf. 2008– 2011. Á árunum 2005–2008 var hún fjármálastjóri Humac sem rak Appleverslanir á Norðurlöndunum og rekstrarstjóri Median 2004–2005. Anna starfaði hjá Streng hf. 1996–2004, og stýrði þar þjónustu- og ráðgjafarsviði. 1992–1996 var hún fjármálastjóri Tölvusamskipta hf.
8
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
Elín Þórðardóttir
Finnbogi Jónsson
Gísli Hjálmtýsson
Helga Viðarsdóttir
Henrik Leth
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Húsasmiðjan, formaður
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandair, varaformaður
Stjórnarseta fyrir FSÍ: SKÝRR
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Vodafone
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group
Elín Þórðardóttir er með BS-gráðu í rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Álaborg í Danmörku og lauk Msc. í stjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá sama skóla. Hún hefur yfir 20 ára reynslu af stjórnunarstörfum og margvíslegum umbreytingarverkefnum. Elín er stjórnarformaður Húsasmiðjunnar hf. og Norrænna mynda ásamt stjórnarsetu í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Elín hefur m.a. verið forstjóri OKG hf., eignarhaldsfélags, fjármálastjóri deCode Genetics, breytingastjóri hjá Eimskipum og fjármálastjóri B&L.
Finnbogi er framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Hann starfaði í iðnaðarráðuneytinu 1979–82, var framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar 1982–86, var forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað 1986–99, forstjóri Íslenskra sjávarafurða 1999–2000. Finnbogi var starfandi stjórnarformaður Samherja 2000–2005 og framkvæmdastjóri SR-Mjöls 2004–2006. 2006–2010 var hann framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Finnbogi hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og gegnt fjölda trúnaðarstarfa í atvinnulífinu. Hann lauk prófum í eðlisverkfræði og rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og frá Háskóla Íslands auk þess sem hann hefur stundað nám í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við ISM í París.
Helga er framkvæmdastjóri Trico hf., en starfaði áður sem framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá 66°Norður. Hún er menntaður rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og með meistarapróf í viðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum með áherslu á viðskipti milli fyrirtækja. Helga situr í stjórn Krítik og Scandinavian Outdoor Group.
Henrik hefur starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnurekenda á Grænlandi frá 2008. Hann starfaði áður hjá Royal Greenland þar sem hann var aðstoðarframkvæmdastjóri og sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Frá 1988 til1995 starfaði hann í sjávarútvegsráðuneyti grænlensku heimastjórnarinnar, meðal annars sem aðstoðarráðuneytisstjóri. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa og setið í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Hann lauk MSc prófi í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn.
Gísli rekur Thule Investments sem fjárfestir í hraðvaxandi sprotafyrirtækjum. Þar áður var hann deildarforseti tölvunarfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík. Gísli starfaði um árabil við rannsóknir á netkerfum og netþjónustu, meðal annars hjá AT&T Bell Laboratories, ásamt því að kenna við Columbia University og Háskóla Íslands. Gísli er með BS gráðu í hagnýtri stærðfræði og tölvunarfræði frá University of Rochester (NY) og doktorsgráðu frá University of California, Santa Barbara.
ÁRSREIKNINGUR 2010
9
Herdís Fjeldsted
Hrönn Sveinsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir
Kristinn Pálmason
Reimar Pétursson
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group, formaður, Icelandair
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Húsasmiðjan
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Húsasmiðjan
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Vodafone
Hrönn hefur frá árinu 2005 verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Vodafone. Á árunum 1992–2005 starfaði Hrönn hjá P. Samúelssyni hf. – Toyota umboðinu á Íslandi, fyrst sem deildarstjóri Hagdeildar 1993–1999, sem starfsmannastjóri 1996–2005 og framkvæmdastjóri fjármála- og starfsmannasviðs 1999–2005. Hún hefur setið í ýmsum stjórnum á Íslandi og í Færeyjum. Hrönn, lauk cand oceon námi í viðskiptafræði af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands árið 1992.
Kolbrún er með Cand. Oecon. próf frá Háskóla Íslands frá árinu 1987, auk þess sem hún lauk stjórnendanámi frá Kenan-Flager Business School 1999. Kolbrún starfaði sem framkvæmdastjóri fjármálaog rekstrarsviðs Vátryggingafélags Íslands frá 2008–2010. Á árunum 1996–2008 starfaði hún hjá Íslandsbanka, m.a. sem útibússtjóri og forstöðumaður bakvinnslu Íslandsbanka. Kolbrún var fjármálastjóri Húsasmiðjunnar 1989–1996. Kolbrún situr nú í stjórn Íslandsbanka fyrir hönd Bankasýslu ríkisins, ásamt setu í stjórnum fleiri félaga.
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Plastprent, formaður, Húsasmiðjan.
Herdís starfar hjá Framtakssjóði Íslands. Hún starfaði hjá Thule Investments frá desember 2004 til 2010. Sumarið 2003 starfaði Herdís við innri þjónustu hjá Spron og hjá Icelandair á árunum 1994 til ársins 2002. Herdís lauk diploma í iðnrekstrarfræði af markaðssviði árið 2003 og viðskiptafræði BSc. af alþjóðamarkaðssviði 2004. Lauk námi í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og MSc. í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla árið 2010.
10
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
Kristinn er starfsmaður Framtakssjóðs Íslands. Hann lauk Msc. í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og Bsc. prófi í viðskiptafræði árið 2003 frá sama skóla. Hann starfaði frá árinu 2009 sem verkefnisstjóri hjá Eignarhaldsfélaginu Vestia ehf. og á árunum 2002–2008 hjá Landsbanka Íslands hf. Þar starfaði hann sem sérfræðingur við fjármögnun á yfirtökum fyrirtækja og við ráðgjöf vegna umbreytingaverkefna fyrirtækja bæði á aðalskrifstofu Landsbankans og skrifstofu í London. Hann hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja hérlendis.
Reimar Pétursson er hæstaréttarlögmaður og rekur lögmannsstofu í félagi með öðrum. Auk lögmannsstarfa hefur hann starfað m.a. hjá Atorku og Straumi fjárfestingarbanka. Reimar er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf frá Columbia University í New York.
Þorsteinn G. Gunnarsson
Þór Hauksson
Stjórnarseta fyrir FSÍ: SKÝRR, formaður
Stjórnarseta fyrir FSÍ: Vodafone, formaður, SKÝRR, Húsasmiðjan og Icelandic Group
Þorsteinn hefur undanfarin tvö ár verið starfandi stjórnarformaður sprotafyrirtækisins Cooori. Hann lauk meistaraprófi í rafmagnsverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 1992. Stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands 1992–1996. Vann síðan hjá Opnum kerfum 1996–2008. Hann var framkvæmdastjóri ráðgjafar- og þjónustusviðs Opinna kerfa og seinna forstjóri fyrirtækisins. Frá 2008–2009 var Þorsteinn forstjóri StoreVision A/S í Danmörku. Hefur frá 2010 unnið ýmis ráðgjafarstörf á sviði fyrirtækjarekstrar og upplýsingatækni.
Þór starfar hjá Framtakssjóði Íslands en var áður starfsmaður í fjármálaráðuneytinu, hjá Kaupþingi, Straumi fjárfestingarbanka og Skiptum hf. Þór er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og MA gráðu í stjórnmála- og hagfræði frá University of Hull.
ÁRSREIKNINGUR 2010
11
Starfsfólk Framtakssjóðsins
2010 var fyrsta eiginlega starfsár Framtakssjóðsins og voru starfsmenn að jafnaði 4 á árinu. Með auknum umsvifum sjóðsins hefur starfsfólki fjölgað og í maí 2011 eru 7 starfsmenn hjá sjóðnum. Starfsmenn Framtakssjóðs Íslands í maí 2011 eru Finnbogi
12
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
Jónsson, framkvæmdastjóri, Björk Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri, Harpa Helgadóttir, þjónustufulltrúi, Herdís Fjeldsted, fjárfestingastjóri, Kristinn Pálmason, fjárfestingastjóri, Pétur Þ. Óskarsson, sérfræðingur og Þór Hauksson, fjárfestingastjóri.
Fjárfestingar Fjárfestingar FSÍ
Frá stofnun hefur Framtakssjóður Íslands fjárfest fyrir um 17,6 milljarða króna og nú eru í eignasafni sjóðsins nokkur af öflugustu fyrirtækjum landsins. Við áramót var hlutur sjóðsins í Icelandair Group eina hlutabréfaeign félagsins. Í janúar 2011 samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup Framtakssjóðsins á Vestia og bættust þá Icelandic Group, Skýrr, Vodafone, Húsasmiðjan og Plastprent í eignasafn Framtakssjóðsins. Með þeirri viðbót nemur samanlögð velta fyrirtækja í eignasafni sjóðsins nú tæplega 300 milljörðum króna og hjá þeim starfa tæplega 8 þúsund starfsmenn, þar af um 3.600 á Íslandi.
Eignarhlutir FSÍ í félögum
I C ELAND AI R G ROU P
29%
I CE L A N D I C GR O UP
81 %
V O DAF O N E
7 9%
SKÝ R R
HÚ SASMIÐJAN
PLAST PRE NT
100%
100%
7 9%
ÁRSREIKNINGUR 2010
13
Icelandair Group Icelandair Group á sögu sína að rekja allt aftur til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað. Árið 1973 var samþykkt að sameina Flugfélag Íslands og Loftleiðir undir nýju nafni, Flugleiðir. Árið 2003 samanstóð Flugleiðasamstæðan af 11 dótturfélögum í flug- og ferðaþjónustu. Árið 2005 var nafni félagsins breytt í FL Group. Stefnu félagsins var einnig breytt og félagið skilgreint sem fjárfestingafélag. Árið 2006 seldi FL Group Icelandair Group út úr samstæðunni og var félagið um leið skráð í íslensku kauphöllina. Í ársbyrjun 2011 lauk fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair Group og nýir fjárfestar komu að félaginu. Eftir endurskipulagninguna er félagið fjárhagslega sterkt, með traustan efnahag og góða lausafjárstöðu og vel í stakk búið til að nýta sér þau tækifæri sem framundan eru. Stefna félagsins hefur verið endurmetin og byggir reksturinn á fjölbreyttri flug- og ferðaþjónustu á ný.
14
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
ÍSLAND HORNSTEINN LEIÐAKERFIS Icelandair Group einbeitir sér að flug- og ferðaþjónustu með Ísland sem hornstein alþjóðlegs leiðakerfis. Dótturfélög samstæðunnar eru alls átta. Icelandair er þeirra stærst með um 60% af heildartekjum. Leiðakerfi Icelandair er grunnurinn að allri starfsemi Icelandair Group. Icelandair notar landfræðilega legu Íslands til að tengja saman fjölmarga áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum skiptistöðina á Keflavíkurflugvelli. Leiðakerfið er í stöðugri þróun og er góð stýring þess og sveigjanleiki helsta ástæða fyrir velgengni félagsins. Flugfélag Íslands er öflugt og sveigjanlegt flugfélag sem starfar á innanlandsmarkaði en þjónar einnig öðrum vest-norrænum löndum svo sem Færeyjum og Grænlandi. Árið 2010 lagði Flugfélagið aukna áherslu á Grænland og flýgur nú til fimm áfangastaða þar, þar af tvo allt árið. Þannig geta Grænlendingar fengið tengiflug fyrir ferðir með Icelandair til Ameríku eða Evrópu. Jafnframt skapar þetta aukin tækifæri fyrir Flugleiðahótel samhliða fjölgun grænlenskra ferðamanna á Íslandi. Flugleiðahótel reka bæði alþjóðlegt hótel (Hilton Reykjavik Nordica) og íslensk hótel (Icelandair Hotels og Edduhótelin). Flugleiðahótelin
TEKJUR
EBITDA
(milljarðar kr.)
AFKOMA
(milljarðar kr.)
(milljarðar kr.)
15
1000
6 4
800
88,0 80,3
12
12,6
4,6
2 0
9
600
-2 8,1
-4
6
400
-6 -8
3
200
-10 0
0 2009
2010
munu opna nýtt heilsárshótel á Akureyri í sumar. Einnig eru miklar breytingar yfirstandandi á Hótel Loftleiðum sem stefnt er á að klára í sumar. Þá er stefnt að því að opna nýtt hótel í miðborg Reykjavíkur sumarið 2012. Icelandair Cargo býður heildarflutningalausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Eftir þrjú erfið ár hjá félaginu er reksturinn orðinn jákvæður og var afkoma ársins 2010 sú besta í sögu þess. Loftleiðir-Icelandic er leiguflugfélag sem sérhæfir sig í lausnum fyrir alþjóðleg flugfélög og ferðaþjónustuaðila. Félagið gerði samning við Sameinuðu þjóðirnar á síðasta ári sem er góð viðbót við viðskiptamannahóp félagsins. Rekstur Loftleiða-Icelandic hefur gengið vel og var félagið á lista Credit Info yfir tíu mest framúrskarandi fyrirtækin á Íslandi síðustu þrjú ár. Iceland Travel er stærsta ferðaskrifstofa landsins og býður fjölbreytt úrval fyrir ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum. Vörumerkið Vita sem þjónustar Íslendinga sem ferðast erlendis festi sig enn betur í sessi á síðastliðnu ári sem leiðandi ferðaskrifstofa á Íslandi. Rekstur þjónustufyrirtækjanna IGS og Fjárvakurs hefur gengið vel að undanförnu. Björgólfur Jóhannsson er forstjóri Icelandair Group.
-10,7
-12 2009
2010
2009
2010
FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA VIÐ FERÐAMENN Viðskiptavinir Icelandair Group eru margir og með mismunandi þarfir. Þjónustan samanstendur af farþegaflugi bæði innanlands og milli landa, fraktflutningum, ferðatengdri þjónustu ásamt stoðþjónustu í formi flugafgreiðslu og fjármála. Viðskiptamódel félagsins byggir á hagkvæmri staðsetningu Íslands mitt á milli Norður-Evrópu og austurstrandar Norður-Ameríku. Leiðakerfi stærsta dótturfélagsins, Icelandair, hefur stækkað og styrkst á undanförnum áratugum með því að sameina um borð í flugvélum sínum farþega til Íslands, farþega frá Íslandi og farþega sem fljúga yfir Atlantshafið í gegnum Ísland. Félagið tengir 23 borgir í Evrópu við 8 borgir í Norður-Ameríku með Ísland sem miðpunkt. Leiðakerfið byggist á sólarhringsskiptingu með tengiflug á Íslandi á morgnana og eftir hádegi.
ÁRSREIKNINGUR 2010
15
16
VIÐBURÐARÍKT ÁR
METFJÖLDI FARÞEGA
Árið 2010 var eitt viðburðaríkasta ár í sögu félagsins. Félagið skilaði besta rekstrarárangri frá upphafi og nam EBITDA 12,6 milljörðum króna og var 4,4 milljörðum króna hærri en árið 2009. Bætt afkoma félagsins skýrðist fyrst og fremst af mikilli aukningu í farþegatekjum hjá Icelandair. Farþegatekjur jukust vegna bættrar sætanýtingar og góðrar tekjustýringar í leiðakerfinu. Farþegum á Norður-Atlantshafsmarkaðnum fjölgaði mikið og námu þeir 38% af heildarfarþegafjölda félagsins samanborið við 28% árið 2009. Flest dótturfélög samstæðunnar skiluðu góðri afkomu á árinu. Fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins lauk undir lok ársins, en mikil vinna fór í það ferli á árinu. Endurskipulagningin skiptist í þrjá meginþætti: útgáfu nýs hlutafjár, breytingu skulda stærstu lánveitenda í hlutafé og lækkun vaxtaberandi skulda vegna sölu eigna. Í kjölfarið er efnahagsreikningur félagins traustur, eigið fé í lok ársins nam 28,4 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið hækkaði úr 16,4% í lok árs 2009 í 33,7% í lok árs 2010. .
Í gegnum tíðina hefur félagið þurft að laga sig að miklum sveiflum í ytra umhverfi. Fyrir utan sveiflur sem kalla má hefðbundnar, þ.e. sveiflur í verði eldsneytis á heimsmarkaði og sveiflur í gengi gjaldmiðla, sem skipt geta gríðarlegu máli, þá hefur einnig orðið að taka tillit til mikilla breytinga í eftirspurn og má þá síðast nefna eldgosið í Eyjafjallajökli á síðasta ári. Þróun erlendra gjaldmiðla var Icelandair Group hagstæð á árinu 2010, þar sem Evra var sterk á móti Bandaríkjadollar. Misvægi er í myntsamsetningu rekstrarreiknings félagsins en Evrópumyntir eru ráðandi í tekjustreymi á meðan dollar vegur þungt á kostnaðarhliðinni. Eldsneytisverð hækkaði töluvert og var það að meðaltali 27% hærra en á árinu 2009. Þetta hafði í för með sér töluverða hækkun eldsneytiskostnaðar. Eftirspurn var sterk og flutti Icelandair 1,5 milljón farþega á árinu sem var 14% aukning á milli ára. Sætanýting félagsins var sú besta frá upphafi eða 78,4%. Neikvæð áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á afkomu voru metin á 1,5 milljarða króna, bæði í töpuðum tekjum og í auknum kostnaði.
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
ELDGOS Í apríl 2010 hófst eldgos í Eyjafjallajökli sem hafði mikil áhrif á alla starfsemi félagsins. Starfsfólk félagsins sýndi fádæma sveigjanleika og áræðni í þeim aðstæðum. Á sama tíma og nær allar flugsamgöngur í Evrópu lömuðust í um vikutíma náðu dótturfélög Icelandair Group að halda flugáætlunum sínum uppi með því að flytja tengibankann til Glasgow, ásamt því að fljúga til Akureyrar í stað Keflavíkur. Þrátt fyrir að eldgosið hafi verið félaginu kostnaðarsamt til skemmri tíma þá er það trú stjórnenda félagsins að landkynningin sem gosið olli muni til lengri tíma skila sér í fjölgun ferðamanna til landsins.
Lykiltölur 2010:
· · · · ·
Velta samstæðunnar: 88,0 milljarðar króna EBITDA samstæðunnar: 12,6 milljarðar króna Afkoma samstæðunnar: 4,6 milljarðar króna Eigið fé: 28,4 milljarðar Fjöldi starfsfólks: 2.197 manns
ÁRSREIKNINGUR 2010
17
Icelandic Group Icelandic Group byggir á nærri sjö áratuga sögu í íslenskum sjávarútvegi og fiskútflutningi og er í dag eitt af fimm stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópu og eitt þeirra tíu stærstu í heiminum. Félagið ræður yfir alþjóðlegu neti sjálfstæðra framleiðslu- og sölufyrirtækja í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu sem starfa hvert á sínum markaði við framleiðslu og sölu á sjávarfangi. Samanlagt veltir Icelandic Group um einum milljarði evra á ári og hjá félaginu starfa um 3.700 manns. Sérstaða Icelandic Group felst í að stilla saman og samþætta veiðar, vinnslu, flutning, virðisaukandi framleiðslu og á endanum sölu á sjávarfangi um víða veröld. Félagið starfar á heildsölumarkaði, smásölumarkaði og á markaði fyrir veitingahús, mötuneyti og stofnanir.
18
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
STERK SAMKEPPNISSTAÐA Skipta má starfsemi Icelandic Group upp í þrjú meginsvið: frumvinnslu á hráefni, virðisaukandi framleiðslu og sölu og markaðssetningu. Á sviði virðisaukandi framleiðslu, starfa dótturfélög Icelandic Group í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi við að umbreyta einfaldri fiskvöru í gómsætar máltíðir. Á undanförnum árum hefur vöruþróun verið efld á sviði flóknari og virðisaukandi fiskmáltíða fyrir smásölumarkað, en þessar vörur eru oftast framleiddar undir vörumerkjum stórvöruverslana (e. private label). Dótturfélög á sviði sölu og markaðssetningar leggja áherslu á íslenskan uppruna og vörumerkið ICELANDIC í starfi sínu, þá sérstaklega í Bretlandi, Japan og Spáni. Eins sinna þau öflun aðfanga fyrir önnur félög innan samstæðunnar og annarri stoðþjónustu. Icelandic Group er einnig með umfangsmikla frumvinnslu á hráefni á sínum vegum á Íslandi, í Kína og Taílandi. Geta Icelandic Group til að tengja saman framleiðslu, sölu og markaðssetningu þvert á landamæri tryggir sterka samkeppnisstöðu og mikilvægt forskot til að skapa frekari verðmæti í rekstri.
TEKJUR
EBITDA
(milljónir evra)
1000
AFKOMA (milljónir evra)
(milljónir evra)
5 997
8
1.000
7
45,7 4
800
41,9
6,2
6,1
2009
2010
5
3
600
6
4 400
2
200
1
3 2 1
0
0 2009
Icelandic Group hefur lagt ríkan metnað í að rækta langtímaviðskiptasambönd við bæði framleiðendur og kaupendur. Í dag er Icelandic Group einn helsti birgir stærstu verslanakeðja heims á borð við Tesco, Walmart, Aldi, Marks & Spencer, Carrefour, Sainsbury’s, Lidl, Morrisons, Costco o.fl. Gott samstarf við verslanakeðjur hefur gefið félaginu innsýn í kauphegðun neytenda á smásölumarkaði sem hefur leitt af sér árangursríka vöruþróun. Brynjólfur Bjarnason hefur tímabundið tekið að sér stöðu forstjóra í félaginu en hann var áður stjórnarformaður félagsins. Ásamt honum skipa Ævar Agnarsson, forstjóri Icelandic USA og Magni Geirsson, framkvæmdastjóri Icelandic UK, framkvæmdastjórn félagsins.
STÖÐUGLEIKI Í REKSTRI
2010
0 2009
2010
41,9 milljónir evra sem jafngildir 6,4 milljörðum króna. Hagnaður ársins nam 6,1 milljón evra sem jafngildir 936 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár var 3,9% á árinu. Gott eiginfjárhlutfall upp á 33% rennir styrkum stoðum undir frekari samþættingu og virðissköpun innan samstæðunnar. (Ath. miðað er við ISK/EUR gengið 153,37). Rekstrarumhverfi Icelandic Group tekur mið af þeim mörkuðum sem félagið starfar á í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Almennt má nefna sveiflur í gengi gjaldmiðla og hækkandi hrávöruverð á sjávarafurðum sem áhrifavalda í rekstri félagsins. Að sama skapi má merkja samdrátt í einkaneyslu á alþjóðlegum mörkuðum og breytta kauphegðun í átt til ódýrari sjávarafurða. Þrátt fyrir þetta hefur velta félagsins haldist nær óbreytt á milli ára, en fjölbreytt vöruúrval Icelandic Group af fersku, kældu og frystu sjávarfangi hentar vel inn á mismunandi markaðssyllur og markhópa.
Heildarvelta Icelandic Group hefur haldist stöðug milli ára og var 999,6 milljónir evra árið 2010, eða sem jafngildir yfir 153 milljörðum íslenskra króna, í samanburði við 997,5 milljónir evra árið 2009. Hagnaður fyrir skatta nam 15,5 milljónum evra, eða 2,4 milljörðum króna, sem er 25% hækkun samanborið við 12,4 milljónir evra árið 2009. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 4,2% af veltu eða ÁRSREIKNINGUR 2010
19
ÖFLUG VÖRUÞRÓUN Árangur í markaðsstarfi og vöruþróun hefur verið góður undanfarið. Ný fiskréttalína Icelandic Group sem kallast The Saucy Fish Co hefur hlotið fjölda verðlauna, m.a. hin eftirsóttu Seafood Prix d‘Elite verðlaun sem veitt eru á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Brussel. Sjávarútvegssýningin í Brussel er ein stærsta og virtasta fagsýning í heimi á sviði sjávarútvegs, en yfir 1.000 sýningaraðilar frá 140 löndum sýna vörur sínar á sýningunni sem haldin er árlega.
20
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
Lykiltölur 2010:
· · · · ·
Velta: 999,6 milljónir evra, sem jafngildir 153 milljörðum króna* EBITDA: 41,9 milljónir evra sem jafngildir 6,4 milljörðum króna Afkoma : Hagnaður eftir skatta nam 6,1 milljón evra sem jafngildir 936 milljónum króna Eigið fé: 157 milljónir evra sem jafngildir 24,1 milljörðum króna Meðalfjöldi starfsfólks: 3.653 starfsmenn, þar af um 63% í Evrópu, 12% í Bandaríkjunum og 25% í Asíu
*Miðað er við kaupgengi Seðlabanka Íslands 31/12/2010 153,37
ÁRSREIKNINGUR 2010
21
Vodafone Sögu Vodafone á Íslandi má rekja aftur til ársins 1997, þegar ákvörðun var tekin um afnám einkaleyfis ríkisins til fjarskiptastarfsemi. Íslenska farsímafélagið hf. var stofnað, og hóf að veita farsímaþjónustu undir vörumerkinu Tal í maí 1998, þegar einokun ríkisins var aflétt. Sama ár var Íslandssími stofnaður og hóf að veita talsíma-, farsíma- og breiðbandsþjónustu í október 1999. Á árinu 2000 hóf fyrirtækið Halló fjarskiptastarfsemi og lagði áherslu á talsímaþjónustu. Íslandssími, Tal og Halló voru sameinuð á árinu 2002. Hið sameinaða félag starfaði frá apríl 2003 undir tvöfalda vörumerkinu Og Vodafone, samkvæmt samkomulagi við Vodafone Group, eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki heims. Í október 2006 var samkomulagið endurnýjað og fól þá í sér víðtækt samstarf á sviði markaðssetningar og vöruþróunar auk þess sem Vodafone Group heimilaði í fyrsta sinn, að fyrirtæki sem ekki væri í þeirra eigu fengi að nota vörumerkið Vodafone án nokkurs forskeytis.
22
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
ALHLIÐA FJARSKIPTAÞJÓNUSTA Hlutverk Vodafone er að auðvelda fólki samskipti með því að bjóða alhliða fjarskiptaþjónustu til einstaklinga og fyrirtækja. Framtíðarsýn Vodafone er að eiga ánægðustu viðskiptavini á Íslandi og því er rík áhersla lögð á góða þjónustu. Vodafone býður einnig öðrum fjarskiptafyrirtækjum heildsöluþjónustu, sem felst í aðgangi þeirra að dreifikerfum Vodafone. Mikilvægi þessa þáttar í starfseminni hefur aukist á undanförnum árum, með auknum tekjum af þjónustunni. Þá rekur Vodafone sjónvarpsdreifikerfið Digital Ísland, öflugasta sjónvarpsdreifikerfi landsins, auk þess að veita sjónvarpsþjónustu yfir netið (IPTV) og senda út útvarpsstöðvar á FM. Viðskiptavinir Vodafone eru af ýmsu tagi, því fyrirtækið veitir einstaklingum, fyrirtækjum og öðrum fjarskiptafyrirtækjum þjónustu. Þjónusta við einstaklinga aflar þó enn meirihluta tekna fyrirtækisins, þótt hlutur annarrar þjónustu hafi aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Þannig hefur um helmingur 100 stærstu fyrirtækja á Íslandi falið Vodafone að annast fjar-
TEKJUR
EBITDA
(milljónir kr.)
(milljónir kr.)
15.000
12.000
AFKOMA (milljónir kr.)
3.000 13.507 12.637
2.500
400 2.698
2.599
350
363
300 2.000
274
250
9000 1.500
200
6000
150
1.000
100 3000
0
500
50 0
0 2009
skiptaþjónustu fyrir sig, 6 af 7 stærstu sveitarfélögunum og mörg fyrirtæki og stofnanir sem skipta sköpum fyrir innviði samfélagsins – t.d. Landsvirkjun, Ríkisútvarpið, Landsspítalinn, Neyðarlínan og Landhelgisgæslan. Vodafone þjónustar fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, en alls eru um 6.100 fyrirtæki í viðskiptum við Vodafone. Vel á annað hundrað þúsund einstaklinga reiða sig á þjónustu félagsins og tugir þúsunda viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja, sem hafa samið um aðgang að dreifikerfum Vodafone. Ómar Svavarsson er forstjóri Vodafone. Ómar er viðskiptafræðingur sem tók við starfi forstjóra í nóvember 2009, eftir að hafa verið framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Vodafone frá árinu 2005. Áður starfaði Ómar sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Sjóvá. Framkvæmdastjórn fyrirtækisins er skipuð fjórum framkvæmdastjórum auk Ómars, sem allir hafa starfað hjá fyrirtækinu um árabil og þekkja afar vel til fjarskiptamarkaðarins, fjarskiptatækni, - sölu og -þjónustu.
2010
2009
2010
2009
2010
SKÝR FRAMTÍÐARSÝN Áherslur í rekstri Vodafone tóku mið af breytingum sem urðu í árslok 2009, þegar fyrirtækið setti sér ný markmið og markaði skýra framtíðarsýn. Skipulaginu var breytt og starfsmenn einsettu sér að eignast ánægðustu viðskiptavini á Íslandi. Árið 2010 einkenndist því af ýmsum verkefnum sem áttu að stuðla að aukinni ánægju viðskiptavina, með breyttu vinnulagi og enn betri þjónustu en áður. Á sama tíma voru miklar kröfur gerðar um að metnaðarfull fjárhagsáætlun félagsins stæðist, sem krafðist verulegs aðhalds í rekstrinum og skynsamlegrar nýtingar fjármagns. Sú stefna lagði ríkar skyldur á herðar starfsmanna, sem í mörgum tilvikum þurftu að sýna mikið frumkvæði og leggja sig enn meira fram en ella þrátt fyrir launafrystingu. Á hinn bóginn stóð fyrirtækið vörð um starfsfólkið og ýtti með margvíslegum hætti undir jákvæðan starfsanda. Nýjar mælingar á starfsánægju benda ótvírætt til að það hafi tekist og Vodafone sé um margt að verða fyrirmynd annarra á því sviði. Að sama skapi sýna mælingar á ánægju ÁRSREIKNINGUR 2010
23
viðskiptavina, að fyrirtækið er á réttri leið og tryggð þeirra við Vodafone hafi aukist. Sú niðurstaða er afrakstur mikillar vinnu, þar sem góð þjónusta og umhyggja fyrir þörfum viðskiptavina hefur verið höfð að leiðarljósi. Rekstrarárangur ársins var viðunandi. Hagnaður af rekstri Vodafone á Íslandi og í Færeyjum fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 2,6 milljarðar króna á árinu 2010. Að teknu tilliti til vaxtagreiðslna, afborgana lána, skatta o.fl. var heildarhagnaðurinn af rekstrinum 274 milljónir króna. Tekjur félagsins námu 12,6 milljörðum króna á árinu. Rekstrarumhverfi Vodafone var um margt eins og annarra fyrirtækja á Íslandi, sem kljást við minnkandi kaupmátt neytenda og auknar álögur hins opinbera. Mikil samkeppni ríkti á markaðnum og tilfærslur neytenda milli símafyrirtækja voru miklar. Þá höfðu tilskipanir
24
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
um lækkun á samtengitekjum áhrif til lækkunar á tekjum, auk þess sem tilskipun Evrópusambandsins um hámarksverð á reikiþjónustu á EES-svæðinu hafði sömu áhrif á reksturinn. Þess sáust einnig merki á árinu, að verðvitund neytenda hefur stóraukist á undanförnum árum og þeir nýta sér í meira mæli þær sparnaðarleiðir og ávinning sem er í boði. Nær öllum þjónustuleiðum í hefðbundinni fjarskiptaþjónustu var breytt á árinu, bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Breytingarnar höfðu góð áhrif, því viðskiptavinum Vodafone fjölgaði umtalsvert á árinu. Fjöldi GSM sim-korta í notkun fjölgaði um tæp 7% á árinu og nettengingum til heimila einnig. Það setti einnig svip á starfsemina á árinu, að 39 starfsmenn Vodafone eignuðust barn á árinu og því má segja að sköpunarkraftur starfsfólks hafi tekið á sig ýmsar myndir á árinu 2010.
Lykiltölur 2010:
· · · · ·
Velta samstæðunnar (Vodafone á Íslandi og Færeyjum): 12.637 milljónir króna EBITDA samstæðunnar: 2.599 milljónir króna Afkoma samstæðunnar: 274 milljónir króna í hagnað eftir skatta Eigið fé: 3.727 milljónir Fjöldi starfsfólks: 430 manns
ÁRSREIKNINGUR 2010
25
SKÝRR Skýrr er markaðsdrifið þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Fyrirtækið veitir þúsundum kröfuharðra viðskiptavina fjölbreytta þjónustu og lausnir í hugbúnaði, vélbúnaði, hýsingu og rekstri. Skýrr er öflugasta fyrirtækið á sviði upplýsingatækni á Íslandi. Skýrr hefur jafnframt trausta stöðu á norrænum mörkuðum gegnum dótturfélög í Svíþjóð og Noregi, Kerfi AB og Hands AS. Lausnaframboð Skýrr spannar upplýsingatækni frá A til Ö og viðskiptavinir geta sótt þangað samþætta heildarþjónustu, allt á einn stað. Skýrr er náinn samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra fyrirtækja í upplýsingatækni. Þar má nefna Dell, EMC, Microsoft, Oracle, SAP BusinessObjects og VeriSign.
26
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
LAUSNIR FYRIR KRÖFUHARÐA VIÐSKIPTAVINI Fagleg vinnubrögð eru í hávegum höfð hjá Skýrr, þar sem þarfir og væntingar viðskiptavina eru í fyrirrúmi í allri þjónustu. Skýrr er eitt örfárra fyrirtækja í þekkingariðnaði með starfsemi sem vottuð er samkvæmt alþjóðlegu gæða- og öryggisstöðlunum ISO 9001 og 27001. Gildi fyrirtækisins eru ástríða, snerpa og hæfni. Undanfarna átján mánuði hefur Skýrr gengið gegnum sameiningarlotu og umbreytingarferli, sem hefur nú skipað fyrirtækinu í þá stöðu að vera stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Íslands og hið 9. stærsta á Norðurlöndunum, með starfsemi í fjórum löndum. Breytingarnar hófust hinn 18. nóvember 2009 þegar Skýrr með 180 starfsmenn, Kögun með 80 starfsmenn, Landsteinar Strengur með 40 starfsmenn og Eskill með 20 starfsmenn voru sameinuð undir merkjum Skýrr. Hinn 10. nóvember 2010 var EJS með 160 starfsmenn síðan sameinað Skýrr. Lokahnykkurinn á þessari sameiningarlotu var á fyrri hluta 2011, en þá var Teymi sameinað við Skýrr. Um leið urðu þrjú systurfyrirtæki Skýrr innan Teymis-samstæðunnar að dótturfélögum Skýrr. Samhliða því var Teymi lagt niður. Nú starfa tæplega 500 starfsmenn hjá Skýrr og hartnær 600 til viðbótar hjá dótturfyrirtækjunum HugAx (100), Hands í Noregi (200) og Kerfi í Svíþjóð (300). Sú dýpt og breidd
TEKJUR
EBITDA
(milljónir kr.)
(milljónir kr.)
25
800
AFKOMA (milljónir kr.)
790 20
21.477
22.129
700 600 500
15
400 10
300 200
5 100 0
181
0 2009
2010
Yfir 10 þúsund gestir sóttu viðburði Skýrr árið 2010.
sem Skýrr býður upp á í vöruúrvali gerir það að verkum að viðskiptavinir fyrirtækisins geta sótt þangað lausnir fyrir allar þarfir á sviði upplýsingatækni, hvort sem um er að ræða hugbúnað eða vélbúnað, hýsingu og rekstrarþjónustu.
TRAUSTIR VIÐSKIPTAVINIR Meðal viðskiptavina Skýrr eru flest stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins. Þar má nefna alla viðskiptabanka og flest fjármálafyrirtæki landsins, öll tryggingafélögin, flest samgöngufyrirtæki og þrjú stærstu fjarskiptafélögin. Einnig eru íslenska ríkið og öll stærstu sveitarfélög landsins meðal viðskiptavina Skýrr. Jafnframt hefur Skýrr sterka stöðu á almennum neytendamarkaði í upplýsingatækni með um þriðjungs markaðshlutdeild. Til marks um sterka stöðu Skýrr á markaði má nefna að um 100 þúsund Dell-fartölvur eru í notkun hér á landi og um þriðjungur vinnandi Íslendinga fá greidd laun með kerfum frá Skýrr. Gestur G. Gestsson er forstjóri Skýrr og hefur gegnt starfinu frá því í nóvember 2009. Hann var áður framkvæmdastjóri hjá Vodafone í fimm ár og þar á undan hjá Margmiðlun. Framkvæmdastjórar sviða félagsins hafa mikla reynslu hver á sínu sviði og hafa starfað hjá samstæðunni um árabil.
2009
2010
400 350 300 250 200 150 100 50 0 -50 -100 -150 -200 -250 -300 -350 -400
389
-362 2009
2010
Velta og afkoma af reglubundnum rekstri þeirra félaga sem mynda samstæðu Skýrr á árinu 2011.
SÓKNARFÆRI Í KJÖLFAR SAMEININGAR Árið 2010 var helgað markvissri endurskoðun á lausnasafni Skýrr í kjölfar sameiningarlotunnar og þróun sóknarfæra í kjölfarið. Þar má nefna heildarlausn í upplýsingatækni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Jafnframt bættist góður fengur í vöruúrvalið við lok árs 2010 þegar viðskiptalausnin Ópusallt færðist yfir til Skýrr frá dótturfyrirtækinu HugAx. Ópusallt hefur um langt árabil notið mikilla vinsælda hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Rafræn viðskipti eru annar vaxtarbroddur hjá Skýrr þar sem miðlæg skeytamiðlun nýtur vaxandi vinsælda í atvinnulífinu. Undirritaðir voru stórir samningar á árinu um skeytamiðlun, meðal annars við Rarik og Reykjavíkurborg. Dótturfyrirtæki Skýrr á Norðurlöndum, Hands í Noregi og Kerfi í Svíþjóð eru Skýrr verðmæt gátt út fyrir Ísland. Nú þegar er til dæmis komið á samstarf og samvinna á milli félaganna í tengslum við alrekstur, hýsingu, Microsoft-lausnir, til dæmis Lync, SharePoint, Dynamics CRM og NAV – og síðast en ekki síst Dynamics AX.
ÁRSREIKNINGUR 2010
27
lausnakerfi Þetta er Lausnakerfi Skýrr. Það er skipulagt samkvæmt innbyrðis skyldleika. Yfirlitsmyndin hérna sýnir hvernig eiginleikar kerfisins vinna saman. Ef þú finnur ekki lausnir hjá Skýrr sem henta þínum þörfum, þá eru þær sennilega ekki til í sólkerfinu. Skýrr, ásamt dótturfélögum fyrirtækisins, er eitt af tíu stærstu fyrirtækjum Norðurlanda á sviði upplýsingatækni.
Skýrr notar eigin útgáfu af lotukerfinu til að sýna hið fjölbreytta lausnaúrval fyrirtækisins.
28
LAUSNIR HLUTI AF KJARNASTARFSEMI FYRIRTÆKJA
10 ÞÚSUND GESTIR Á VIÐBURÐI
Skýrr glímir, eins og önnur fyrirtæki, við niðursveiflu í efnahagslífinu. Hörð samkeppni ríkir á markaði og viðskiptavinir hafa minni fjármuni til þróunar. Niðurskurður í nýjum verkefnum hjá viðskiptavinum hefur með öðrum orðum verið talsverður og hægt hefur verið á öðrum. Skýrr hefur hins vegar mætt þessu með ákveðinni markaðssókn, einkum meðal núverandi viðskiptavina, sem sækja allar sínar upplýsingatæknilausnir í auknum mæli til Skýrr. Afkoma Skýrr endurspeglast aftur á móti í minnkandi mæli af tímabundnum sveiflum í afkomu viðskiptavina. Ástæðunnar er meðal annars að leita í þeirri staðreynd að áskriftatekjur fyrirtækisins fara sívaxandi og langtímasamningum í hugbúnaðarþróun og rekstrarþjónustu hefur sömuleiðis fjölgað. Einnig er það svo að hugbúnaðarlausnir og rekstrarþjónusta Skýrr teljast til kjarnakerfa og tengdrar kjarnaþjónustu hjá viðskiptavinum. Ekkert fyrirtæki getur lifað af án fjárhags- og mannauðslausna og öll tölvukerfi þurfa sömuleiðis eðlilegt viðhald og hnökralausan uppitíma.
Morgunverðarfundir Skýrr hafa ásamt öðrum viðburðum fyrirtækisins, meðal annars haustráðstefnu í Reykjavík, sumargleði og nýársfagnaði fyrir viðskiptavini, sett mikinn svip á starfsemi Skýrr fyrirtækisins undanfarin ár. Yfir 30 slíkir viðburðir voru haldnir árið 2010 og var aðsóknin milli 100 og 300 manns í hvert skipti, auk þess sem 800 gestir sóttu haustráðstefnuna. Skýrr fékk á heildina um 10 þúsund gesti á viðburði árið 2010. Á árunum 2011–2012 mun starfsemi fyrirtækisins verða sameinuð undir eitt þak við Sætún 8. Um það leyti mun gatan að öllum líkindum fá nýtt heiti, sem er Guðrúnartún.
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
DÓTTURFYRIRTÆKI SKÝRR HugurAx HugurAx var stofnað árið 2006 með samruna Hugar (1986) og Ax hugbúnaðarhúss (1999). Sinnir einkum þjónustu við viðskiptalausnir á borð við Microsoft Dynamics AX og TOK. Fyrirtækið hefur um 100 starfsmenn og hefur höfuðstöðvar við Guðríðarstíg í Reykjavík. Hands Hands í Noregi er sérhæft hugbúnaðarhús á sviði viðskiptalausna Microsoft Dynamics AX. Á dótturfyrirtæki í Lettlandi, sem heitir Aston Baltic. Hands hefur um 200 starfsmenn. Kerfi Kerfi í Svíþjóð sinnir fjölbreyttri ráðgjöf og hugbúnaðarþróun og innleiðingum á fjölbreyttum hugbúnaðarlausnum. Fyrirtækið hefur um 300 starfsmenn.
Lykiltölur 2010:
· · · · ·
Velta: 22.129 milljónir króna EBITDA: 790 milljónir króna af reglubundnum rekstri Afkoma: 389 milljónir króna af áframhaldandi starfsemi Eigið fé: 3.343 milljónir króna Starfsfólk: Um 1.100 hjá samstæðunni, þar af starfa um 600 starfsmenn hjá dótturfélögum
Skýrr flytur í nýjar höfuðstöðvar að Sætúni 10 í tveimur áföngum, 2011–2012. ÁRSREIKNINGUR 2010
29
Húsasmiðjan Húsasmiðjan var stofnuð árið 1956. Fyrirtækið hefur tekið miklum breytingum gegnum árin og er nú eitt af stærstu þjónustu- og verslunarfyrirtækjum landsins. Húsasmiðjan hefur á síðustu 10–15 árum stóraukið þjónustu sína við landsbyggðina, með 16 verslunum um land allt og er það einn af helstu styrkleikum fyrirtækisins í dag. Árið 2000 festi Húsasmiðjan kaup á Blómavali sem er leiðandi blóma- og garðvöruverslun, rafiðnaðarversluninni Ískraft sem þjónar m.a. rafverktökum, rafveitum og verktökum auk heildverslunar H.G. Guðjónssonar sem þjónar innréttingamarkaðinum. Stefna fyrirtækisins er að bjóða upp á lausnir í heimilis- og byggingaiðnaði sem henta jafnt á einstaklingsmarkaði og fagmannamarkaði.
30
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
LEIÐANDI ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI UM LAND ALLT Húsasmiðjan er leiðandi þjónustu- og verslunarfyrirtæki á heimilis- og byggingavörumarkaði með starfssemi um land allt. Húsasmiðjan hefur að markmiði að bjóða framúrskarandi þjónustu, breitt vöruúrval og besta verðið. Forstjóri Húsasmiðjunnar er Sigurður Arnar Sigurðsson. Verslanir Húsasmiðjunnar og tengdra félaga eru 31 talsins:
Húsasmiðjan, bygginga- og heimilisvörur, 16 verslanir Blómaval, blóma- og garðvörur, 9 verslanir Ískraft, rafiðnaðarvörur, 5 verslanir H.G. Guðjónsson, innréttingavörur, 1 verslun
TEKJUR
EBITDA
(milljónir kr.)
(milljónir kr.)
15
800
12
13.143
700 12.496
AFKOMA (milljónir kr.)
0 -144 699
-200
600 500
9
-400
400 6
300
-600
333
200
-800
3
-815
100 0
0 2009
2010
-1000 2009
2009
2010
2010
STÖÐUGLEIKI FORSENDA SÓKNAR
Lykiltölur 2010:
Eftir hrun á byggingavörumarkaði árið 2008 hefur byggingamarkaðurinn átt erfitt uppdráttar. Vegna óvissu í hagkerfinu hafa einstaklingar og fyrirtæki haldið að sér höndum og hefur það haft áhrif á rekstur Húsasmiðjunnar eins og flest fyrirtæki landsins. Ekki er fyrirséð að á árinu 2011 verði mikil breyting á ytra umhverfi, en vonir standa til hóflegrar aukningar eftirspurnar í hagkerfinu árið 2012 sem aftur mun hafa afgerandi og jákvæð áhrif á rekstur Húsasmiðjunnar. Megináhersla í starfi ársins 2010 var að ná stöðugleika í rekstri fyrirtækisins og laga reksturinn að þeim efnahagslega veruleika sem blasti við í hagkerfinu. Áhersla var lögð á að skilgreina þau rekstrarlegu markmið sem raunhæft væri að setja félaginu og að laga kostnað að þeim markmiðum. Einnig var unnið í því að breyta samsetningu efnahagsreiknings þannig að hann endurspeglaði hin rekstrarlegu markmið. Hjá félaginu starfar mjög öflugur hópur starfsfólks sem fylkir sér á bak við nýja framtíðarstefnu félagsins sem er að vera í fremstu röð fyrirtækja á þessum markaði. Starfsfólk Húsasmiðjunnar horfir því með björtum augum til framtíðar, reiðubúið að takast á við komandi áskoranir.
· · · · ·
Velta: 12.496 millj.kr. EBITDA: 333 millj.kr. Afkoma: -144 millj.kr. Eigið fé: 1.439 millj.kr. Fjöldi starfsfólks: 577 í 467 stöðugildum
ÁRSREIKNINGUR 2010
31
Plastprent Plastprent var stofnað árið 1957 til að prenta og framleiða plastpoka sem var nýjung á þeim tíma og kom í stað sellófans og pappírs. Fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherslu á að vera leiðandi í umbúðaþróun fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað á Íslandi. Plastprent var fyrst fyrirtækja á Íslandi til að taka upp framleiðslu á plastfilmum og að bjóða upp á litgreinda prentun á plastumbúðir. Plastprent hefur nokkra sérstöðu þar sem það er eina fyrirtækið sem framleiðir plastfilmu á Íslandi.
32
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
ÁR ENDURSKIPULAGNINGAR Það sem einkenndi árið 2010 umfram annað var endurskipulagning á efnahagi og rekstri Plastprents sem var unnin í samvinnu við eigendur fyrirtækisins og viðskiptabanka þess NBI hf. Í kjölfar bankahrunsins hækkuðu skuldir samstæðunnar verulega sem varð til þess að rekstur félagsins stóð ekki undir skuldum þess. Í lok árs 2009 var Eignarhaldsfélagið Vestia búið að eignast ríflega 90% hluta í Plastprent og var þá hafist handa við að endurskipuleggja efnahag og rekstur félagsins. Samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu var hrint í framkvæmd viðamikilli endurskipulagningu á rekstri félagsins. Í dag er starfsemi félagsins einskorðuð að mestu við Ísland og er félaginu skipt í þrjú rekstrarsvið: 1) Sölu- og markaðssvið, 2) Framleiðslusvið og 3) Fjármálasvið. Starfsemi félagsins er í 6.200 fermetra húsnæði að Fosshálsi 17–25 sem var tekið í notkun árið 1986. Þá rekur Plastprent einnig söluskrifstofu á Akureyri og á 39% hlut í plastsölu- og dreifingarfyrirtæki í Skotlandi. Heildarsala móðurfélagsins á árinu 2010 var 1624 milljónir króna og fjöldi starfsmanna var að meðaltali 82. Félagið
TEKJUR
EBITDA
(milljónir kr.)
(milljónir kr.)
(milljónir kr.)
100
2.000
300 94
80 1.500
1.526
1.624
1.000
500
100
40
0
20
-100
0
-200
-20
-300 -42
-400
-60 2009
2010
starfar að mestu leyti á svokölluðum fyrirtækjamarkaði þar sem það leggur áherslu á að útvega viðskiptavinum sínum hagkvæmar umbúðalausnir. Þá framleiðir fyrirtækið einnig neytendavörur á borð við heimilis- og sorppoka. Framkvæmdastjóri Plastprents er Guðbrandur Sigurðsson sem hóf störf hjá félaginu í maí 2010.
SPENNANDI TÍMAR FRAMUNDAN Rekstur Plastprents hefur verið erfiður á undanförnum árum en endurskipulagning félagins gekk vel á árinu 2010 og er félagið vel í stakk búið í dag að takast á við ný, spennandi og krefjandi verkefni á þessu ári. Slagorð félagsins er „sérfræðingar í umbúðalausnum“ og er markmið félagsins að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu sem byggir á vandaðri ráðgjöf og samkeppnishæfum umbúðalausnum.
279
200
60
-40 0
AFKOMA
-476
-500 2009
2009
2010
2010
Lykiltölur 2010:
· · · · ·
Rekstrartekjur: 1.624 milljónir króna EBITDA: 94 milljónir króna Afkoma: 279 milljónir króna Eigið fé: 286 milljónir króna Fjöldi starfsfólks: 82
ÁRSREIKNINGUR 2010
33
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
Ársreikningur Ársreikningur 2010
ÁRSREIKNINGUR 2010
35
Skýringar
Áritun óháðs endurskoðanda Til stjórnar og hluthafa í Framtakssjóði Íslands slhf. Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2010. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Ábyrgð stjórnenda á ársreikningnum Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Samkvæmt því ber þeim að skipuleggja, innleiða og viðhalda innra eftirliti sem varðar gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé í meginatriðum án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð stjórnenda nær einnig til þess að beitt sé viðeigandi reikningsskilaaðferðum og reikningshaldslegu mati miðað við aðstæður. Ábyrgð endurskoðenda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum og skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka. Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2010, efnahag þess 31. desember 2010 og breytingu á handbæru fé á árinu 2010, í samræmi við lög um ársreikninga. Kópavogur, 24. mars 2011
Deloitte hf
Guðmundur Kjartansson endurskoðandi
36
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
Skýringar
Áritun stjórnar Framtakssjóður Íslands slhf. var stofnaður í lok árs 2009 og er tilgangur félagsins að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum í ölllum atvinnugreinum. Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2010 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Hagnaður Framtakssjóðs Íslands slhf. á árinu 2010 nam kr. 700.573.847. Arðsemi eigin fjár félagsins var um 49,3%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir félagsins kr. 5.594.353.679 og bókfært eigið fé í árslok er kr. 4.933.008.819. Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 18 en voru 2 í upphafi árs. Þrír hluthafar eiga meira en 10% hlutafjárins en þeir eru Lífeyrissjóður verslunarmanna 19,9%, Gildi lífeyrissjóður 18,8% og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A deild 13,3%. Framtakssjóður Íslands slhf. hefur gert kaupsaming við Landsbankann (NBI hf.) um kaup á öllum hlutum í Eignarhaldsfélaginu Vestia ehf. og 81% hlut í Eignarhaldsfélaginu Icelandic Group hf. Heildarkaupverð nemur um 15,5 milljörðum króna. Framtakssjóðurinn hefur kauprétt á eftirstöðvum hlutafjár í Icelandic hf. í allt að eitt ár. Kaupin gengu endanlega í gegn þann 11. janúar 2011 þegar fyrir lá samþykki Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku sjóðsins á þessum félögum. Í tengslum við þessi kaup hafa hlutafjárloforð í Framtakssjóði Íslands slhf. hækkað úr 30 milljörðum króna í 54,4 milljarða króna. Þessi kaup eru færð í reikningsskil félagsins á árinu 2011. Það er álit stjórnar og framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands slhf. að í ársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins í árslok, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu. Stjórn og framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands slhf. staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2010 með undirritun sinni. Reykjavík, 24. mars 2011
Í stjórn Stjórnarformaður Ágúst Einarsson
Framkvæmdastjóri Finnbogi Jónsson
ÁRSREIKNINGUR 2010
37
Rekstrarreikningur ársins 2010
Rekstrartekjur og fjármagnsgjöld Vaxtatekjur Hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga
Skýr.
2010
2009
3
46.921.005 942.850.713
12.273 0
989.771.718
12.273
(80.677.105) (208.497.915)
0 (3.410.301)
700.596.698
(3.398.028)
Rekstrargjöld Stjórnunarkostnaður Beinn kostnaður vegna fjárfestinga Rekstrarhagnaður (tap) Fjármagnsgjöld Hagnaður ársins
38
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
4
(22.851)
0
700.573.847
(3.398.028)
Efnahagsreikningur 31. desember 2010 Eignir Skýr.
2010
2009
4.569.199.611 4.569.199.611
0 0
52.766.782 8.445.775 963.941.511
0 1.840 4.010.433
1.025.154.068 5.594.353.679
4.012.273 4.012.273
4.235.833 4.231.597.167 697.175.819 4.933.008.819
4.000.000 0 (3.398.028) 601.972
626.348.898 34.995.962
0 3.410.301
661.344.860 661.344.860 5.594.353.679
3.410.301 3.410.301 4.012.273
Fjárfestingar Eignarhlutar í dóttur- og hlutdeildarfélögum
5
Veltufjármunir Kröfur á tengd félög Aðrar skammtímakröfur Handbært fé
6 6
Eignir
Eigið fé
7
Hlutafé Yfirverðsreikningur Óráðstafað eigið fé Eigið fé
Skammtímaskuldir Ógreitt vegna fjárfestinga Aðrar skammtímaskuldir
8
Skuldir Eigið fé og skuldir
ÁRSREIKNINGUR 2010
39
Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2010
2010
2009
Rekstrarhreyfingar Rekstrarhagnaður (-tap) Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga Hreint veltufé til rekstrar
Skýr.
700.596.698 (942.850.713) (242.254.015)
(3.398.028)
Breyting rekstrartengdra eigna og skulda: Rekstrartengdar eignir, (hækkun) Rekstrartengdar skuldir, hækkun Handbært fé (til), frá rekstri án vaxta og skatta Greiddir vextir Handbært fé (til), frá rekstri
(8.443.935) 31.585.661 (219.112.289) (22.851) (219.135.140)
(1.840) 3.410.301 10.433 0 10.433
(3.000.000.000) (52.766.782) (3.052.766.782)
0 0 0
4.231.833.000 4.231.833.000
4.000.000 4.000.000
959.931.078 4.010.433 963.941.511
4.010.433 0 4.010.433
Fjárfestingahreyfingar Keypt fjárfestingaverðbréf Hækkun/(lækkun) á kröfum á tengd félög Fjármögnunarhreyfingar Innborgað hlutafé
Hækkun handbærs fjár Handbært fé í upphafi árs Handbært fé í lok árs
40
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
(3.398.028)
Skýringar 1. Starfsemi
Framtakssjóður Íslands slhf. var stofnaður á árinu 2009 og er tilgangur félagsins að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum.
Framtakssjóður Íslands slhf. er samlagshlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
Samlagshlutafélag er sú tegund samlagsfélaga þar sem einn eða fleiri félagsmenn (ábyrgðaraðilar) bera beina og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir félagsmenn (hluthafar), einn eða fleiri bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli framlaga sem mynda hlutafé í félaginu. Ábyrgðaraðilar geta jafnframt verið hluthafar.
2 . Reikningsskilaaðferðir
Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2010 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður í íslenskum krónum.
Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins.
Mat og ákvarðanir Við gerð árshlutareiknings þurfa stjórnendur, í samræmi við lög um ársreikninga, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti.
Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem þær eiga sér stað.
Skattamál Félagið er ekki sjálfstæður skattaðili og skattar því ekki reiknaðir í ársreikningnum.
ÁRSREIKNINGUR 2010
41
Eignarhlutar í hlutdeildarfélögum Hlutdeildarfélög eru félög þar sem móðurfélagið er í aðstöðu til að hafa verulega áhrif á stjórnun þeirra. Veruleg áhrif eru til staðar þegar félagið tekur þátt í ákvörðunum um fjármál og rekstur hlutdeildarfélaga. Samkvæmt hlutdeildaraðferð eru eignarhlutar í hlutdeildarfélögum færðir á kostnaðarverði að teknu tilliti til hlutdeildar í rekstrar- og virðisrýrnunar einstakra fjárfestinga. Tap hlutdeildarfélaga umfram hlutdeild er aðeins gjaldfært hafi félagið gengist í ábyrgð eða stofnað til skuldbindinga fyrir þeirra hönd.
3. Fjármunatekjur Vaxtatekjur af bankainnstæðum .............................................................................................................................
2010 2010 46.921.005 12.273 46.921.005 12.273
4. Fjármagnsgjöld Önnur vaxtagjöld ...................................................................................................................................................
2010 2010 22.851 0 22.851 0
5. Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum Eignarhlutur í Icelandair Group hf............................................................................................................................ Kostnaðarverð: Staða í ársbyrjun .................................................................................................................................................... Keypt á árinu ....................................................................................................................................................... Kostnaðarverð í árslok ...........................................................................................................................................
2010 2010 4.569.199.611 0 4.569.199.611 0 0 3.626.348.898 3.626.348.898
Bókfært verð: Kaupverð .............................................................................................................................................................. 3.626.348.898 Hlutdeild í hagnaði og innlausn undirverðs ........................................................................................................... 2.101.779.204 Lækkun í markaðsverð .......................................................................................................................................... (1.158.928.491) Bókfært verð eignarhlutar ..................................................................................................................................... 4.569.199.611 Markaðsverð eignarhlutar ...................................................................................................................................... 4.569.199.611
42
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
0 0 0
0 0 0 0
Eignarhlutur í Icelandair .......................................................................................................
Hlutdeild %
Nafnverð
Lokaverð
29,2%
1.450.539.559
3,15
Eignarhlutur Framtakssjóðs Íslands í Icelandair Group hf. er færður eftir hlutdeildaraðferð í samræmi við lög um ársreikninga. Bókfærða verðið er lækkað til markaðsverðs í árslok 2010.
6. Aðrar peningalegar eignir
Aðrar skammtímakröfur 31.12.2010 31.12 2009
Fjármagnstekjuskattur ............................................................................................................................................
8.445.775 8.445.775
1.840 1.840
Handbært fé Handbært fé félagsins samanstendur af sjóði og óbundnum bankainnstæðum: 31.12.2010 31.12 2009 Óbundnar bankainnstæður í íslenskum krónum ..................................................................................................... 963.941.511 4.010.433 963.941.511 4.010.433
ÁRSREIKNINGUR 2010
43
7. Eigið fé Hlutafé félagsins var aukið um kr. 4.231.833.000 á árinu með innköllun nýrra hluta. Í árslok var hlutafé félagsins fært niður um 1.000 falt nafnverð og fært á yfirverðsreikning. Hver króna nafnverðs jafngildir einu atkvæði. Eigið fé greinist þannig: Yfirverðs- Óráðstafað Hlutafé reikningur eigið fé Eigið fé 1.1. 2010 4.000.000 (3.398.028) Nýtt hlutafé 4.231.833.000 Lækkun hlutafjár (4.231.597.167) 4.231.597.167 Hagnaður ársins 700.573.847 Eigið fé 31.12. 2010 4.235.833 4.231.597.167 697.175.819
Samtals 601.972 4.231.833.000 0 700.573.847 4.933.008.819
Hluthafar: Innborgað alls Hlutafé alls Hlutdeild í eigið fé Lífeyrissjóður verslunarmanna .................................................................................... 19,91% 842.757.000 842.757 982.263.175 Gildi lífeyrissjóður ...................................................................................................... 18,82% 796.650.000 796.650 928.523.831 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild .................................................................. 13,33% 564.000.000 564.000 657.362.004 Sameinaði lífeyrissjóðurinn ........................................................................................ 9,99% 423.000.000 423.000 493.021.503 Stafir lífeyrissjóður ..................................................................................................... 9,99% 423.000.000 423.000 493.021.503 Söfnunarlífeyrissjóður lífeyrisréttinda ......................................................................... 8,00% 338.400.000 338.400 394.417.202 Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga ..................................................................... 5,00% 211.500.000 211.500 246.510.752 Festa lífeyrissjóður ..................................................................................................... 3,33% 141.000.000 141.000 164.340.501 Lífeyrissjóður Vestmannaeyja ..................................................................................... 2,67% 112.800.000 112.800 131.472.401 Almenni lífeyrissjóðurinn ........................................................................................... 2,00% 84.600.000 84.600 98.604.301 Lífeyrissjóður Vestfirðinga .......................................................................................... 2,00% 84.600.000 84.600 98.604.301 Lífeyrissjóður bankamanna aldursdeild ...................................................................... 1,61% 68.244.000 68.244 79.540.802 Eftirlaunasjóður FÍA ................................................................................................... 1,40% 59.220.000 59.220 69.023.010 Lífeyrissjóður verkfræðinga ........................................................................................ 1,00% 42.300.000 42.300 49.302.150 Lífeyrissjóður Rangæinga ........................................................................................... 0,71% 29.892.000 29.892 34.840.186 Íslenski lífeyrissjóðurinn ............................................................................................. 0,23% 9.870.000 9.870 11.503.835 Framtakssjóður Íslands GP ehf. .................................................................................. 0,01% 4.000.000 4.000 657.362 4.235.833.000 4.235.833 4.933.008.819
44
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
8. Aðrar peningalegar skuldir
Aðrar skammtímaskuldir 31.12.2010 31.12 2009 Ógreiddur kostnaður ..............................................................................................................................................
34.995.962 34.995.962
3.410.301 3.410.301
9. Ábyrgðir og önnur mál
Framtakssjóður GP ehf. er ábyrgðaraðili Framtakssjóðs slhf. og ber beina og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir hluthafar bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli framlaga.
10. Atburðir eftir reikningsskiladag
Framtakssjóður Íslands slhf. hefur gert kaupsaming við Landsbankann ( NBI hf.) um kaup á öllum hlutum í Eignarhaldsfélaginu Vestia ehf. og 81% hlut í Eignarhaldsfélaginu Icelandic Group hf. Heildarkaupverð nemur um 15,5 milljörðum króna. Framtakssjóðurinn hefur kauprétt á eftirstöðvum hlutafjár í Icelandic hf. í allt að eitt ár. Kaupin gengu endanlega í gegn þann 11. janúar 2011 þegar fyrir lá samþykki Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku sjóðsins á þessum félögum. Í tengslum við þessi kaup hafa hlutafjárloforð í Framtakssjóð Íslands slhf. hækkað úr 30 milljörðum króna í 55 milljarða króna.
11. Samþykki ársreiknings
Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi þann 24. mars 2011.
ÁRSREIKNINGUR 2010
45
Skýringar
12. Kennitölur
46
Úr rekstrarreikningi: Arðsemi Hagnaður ársins Arðsemi eigin fjár – Hagnaður/vegin meðalstaða eigin fjár
Úr efnahagsreikningi: Fjárhagslegur styrkur Innra virði hlutafjár – Eigið fé/hlutafé Eiginfjárhlutfall – Eigið fé/Skuldir og eigið fé
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS
46
2010 700.573.847 49,3% 31.12.2010 1164,59 88,2%
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS Framtak ssjóður Íslands slhf. Lágmúli 9 108 Reykjavík Sími 5 71 7080 Fax 5 71 7089 fr amtakssjod ur @fr amtakssjod ur . is www.fr amtakssjod ur . is
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS