Hrafnista_1-34

Page 1

HRAFNISTU 1. tölublað, 34. árg. Maí 2007

br éf ið


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A 8 1 3 1

GÓÐIR VIÐSKIPTAVINIR GÓÐIR PUNKTAR

VILDAR

KLÚBBUR

GLITNIS

SKRÁÐU ÞIG NÚNA! Þeir sem skrá sig fyrir 17. júní fá 10.000 Glitnispunkta strax!

NÝJUNG Í BANKAVIÐSKIPTUM Vildarklúbbur Glitnis er nýtt tryggðarkerfi fyrir viðskiptavini í Vildarþjónustu Glitnis.* Meðlimir safna verðmætum Glitnispunktum fyrir það eitt að vera í viðskiptum við Glitni og samstarfsaðila.

Vildarklúbbur Glitnis margborgar sig ... punktur! * Viðskiptavinir í Vild, Gullvild, Platínum og Námsvild.

Kynntu þér málið á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða hjá Þjónustuveri í síma 440 4000.


útibúi 4000.

HRAFNISTU br éf ið Forsíðumynd Hrafnistubréfsins að þessu sinni er úr myndasafni heimilisins. Hún er tekin á veiðarfæradeild Hrafnistu. Veiðarfæradeildin var einn af hornsteinum þeirrar iðju, sem heimilismönnum var boðið upp á. Ekki liggur fyrir hvenær þessi mynd var tekin né hver maðurinn á myndinni er en þar sést hann setja upp línu. Í myndefninu kristallast hins vegar vel þeir þættir sem lágu að baki Hrafnistu-hugmyndinni, þ.e. að búa öldruðum sjómönnum áhyggjulaust ævikvöld.

Útgefandi: Hrafnistuheimilin í Reykjavík og Hafnarfirði Ábyrgðarmaður: Sveinn H. Skúlason Umsjón: KOM ehf. almannatengsl Umbrot og hönnun: svarthvítt ehf. Ljósmyndir: eittstopp / Hreinn Magnússon Forsíðumynd: Úr myndasafni Hrafnistu Prófarkir: KOM ehf. Prentvinnsla: Svansprent Upplag: 1600 eintök


HRAFNISTUBRÉFIÐ

Merk tímamót Á tuttugasta Sjómannahornsteinn lagður á deginum, þann 2. júní Sjómannadaginn 13. júní 1957 tók Hrafnista í 1954. Reykjavík til starfa. En hvernig lagði Búið var að ráða Sjómannadagsráð upp starfsfólk sem vann að með það mikla afrek undirbúningi komu sem nú var að verða að fyrstu heimilismannanna veruleika? (En tillaga en reksturinn hófst 15. frá stefnuskrárnefnd júní með 15 vistmönnum. þesa efnis var lögð fyrir Langþráð markmið Sjómannadagsráð 28. Sjómannadagsráðs var í mars 1939, 18 árum Guðmundur Hallvarðsson höfn. áður). Sjómannadagsráð Gerð var eftirfarandi samþykkti í marsmánuði 1939 samþykkt: Aðalfundur Fulltrúaráðs að bygging dvalarheimilis fyrir Sjómannadagsins, 11. mars 1957, aldraða sjómenn yrði aðalmarkmið fellst í aðalatriðum á eftirfarandi samtakanna. Fast var sótt að grundvallaratriði varðandi rekstur bæjarstjórn Reykjavíkur af Dvalarheimilis aldraðra sjómanna í hálfu Sjómannadagsráðs 1950 Laugarási og væntanlega vistmenn um lóð í Laugarnesi enda töldu þar: ráðsmenn nauðsyn á að lóð fyrir Dvalarheimilið yrði við sjó fram 1) Heimilið heiti Hrafnista, og á Laugarnestanga. Bæjarstjórn heimilisgestirnir verði í daglegu tali taldi úthlutun lóðar á þessum stað nefndir Hrafnistumenn. ýmsum vandkvæðum bundin, 2) Heimilið verði hvíldar- og m.a. með tilliti til framtíðaráforma dvalarheimili aldraðra sjómanna Reykjavíkurhafnar. Tilboði og sjómannskvenna, sem þurfa og Reykjavíkur um 6,3 ha lóð í vilja njóta ævikvöldsins í friði og Laugarásnum var tekið enda ró, og þá jafnframt fá aðstöðu til töldu menn þessa lóð gefa mikla tómstundavinnu, eftir því sem hægt möguleika til áframhaldandi er að koma því við og þrek þeirra bygginga og stækkunarmöguleika leyfir. Dvalarheimilisins eftir þörf og 3) Forgangsrétt að heimilinu sem fjárhagur leyfði. Skóflustunga hafa aldraðir sjómenn, kvæntir eða var tekin 1. nóvember 1952 og ókvæntir, ennfremur sjómannsekkjur,


HRAFNISTUBRÉFIÐ

eftir því sem húsrými og aðrar aðstæður leyfa. 4) Fyrst um sinn verði heimilið ekki sjúkrahús í þessa orðs réttu merkingu, forgangsrétt hefur því fólk, sem hefur fótavist, og þarfnast ekki sérstakrar ummönnunar eða rúmlegu. 5) Fólk, sem er andlega vanheilt, óstýrilátt eða líklegt til að valda öðrum vistmönnum leiðindum eða óþægindum fær ekki aðgang að heimilinu. Fullkomin reglusemi mun verða skilyrði fyrir dvöl á heimilinu. 6) Heimilinu verði um alla framtíð stjórnað af Sjómannadagssamtökunum og þeim mönnum er þau tilnefna. Sem áður hefur komið fram var horft fram veginn með stórhug og miklum framtíðaráformum um uppbyggingu í Laugarásnum. Var þó í umræðunni að byggja dvalarheimili í Hafnarfirði en 1950 bauð Hafnarfjarðarbær lóð undir Dvalarheimili á Hvaleyrarholti. Jafnframt fór Hafnarfjarðarbær fram á að Sjómannadagsráð lánaði bænum 500 þúsund til að fullgera elliheimili þar í bæ (Sólvangur). Var samþykkt að lána Hafnfirðingum 401.800 kr. með fyrirframgreiddum vöxtum í 3 ár og skuldabréfsupphæðin þá 490 þúsund greidd með jöfnum afborgunum. Á þessum árum hafði Sjómannadagsráði safnast nokkurt fé enda beðið frá 1948 eftir fjárfestingaleyfi til byggingar (síðar Fjárhagsráð) en

sækja þurfti um innflutningsleyfi fyrir timbri, sementi og nöglum sem ekki var auðsótt í þá daga. Sautján árum síðar, eða 1977, var Hrafnista í Hafnarfirði vígð á Sjómannadaginn og í desember flutti fyrsta heimilisfólkið inn. Á Sjómannadaginn 1974 tók Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar, fyrstu skóflustunguna að Hrafnistu Hafnarfirði. Hjúkrunardeild við Hrafnistu í Hafnarfirði var svo tekin í notkun 1982. Tíminn líður trúðu mér ... Um þessar mundir fögnum við 50 ára afmæli Hrafnistu í Reykjavík, 30 ára afmæli Hrafnistu í Hafnarfirði og 25 ár eru liðin frá því hjúkrunarálma var þar tekin í notkun. Þann 25. nóvember 1937, fyrir tæpum 70 árum, stofnuðu fulltrúar 10 sjómannafélaga í Reykjavík og Hafnarfirði Sjómannadagsráð og þar með hefst siglingasagan; saga ótrúlegrar framsýni, dugnaðar og þors forystumanna innan raða sjómanna sem lögðu upp með þá stefnu að búa öldruðum sjómönnum áhyggjulaust ævikvöld. Við þökkum öllu því góða starfsfólki sem hefur átt samleið með Sjómannadagsráði og unnið að markmiðum þess. Mesti auður Sjómannadagsráðs felst í þeirri gæfu að hafa átt á að skipa góðu starfsfólki Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs


HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Aðstæður voru frumstæðar” Lovísa Einarsdóttir hefur starfað á Hrafnistu í Hafnarfirði nánast óslitið síðan 1983 sem sjúkraliði, íþróttakennari og nú síðast samskiptafulltrúi. Hún hefur tekið virkan þátt í breytingum og þróun sem hafa átt sér stað á Hrafnistu og þekkir staðinn vel. „Ég kom til starfa sem sjúkraliði vorið 1983, en eftir tveggja mánaða starf var ég beðin um að taka að mér íþróttakennslu hér á Hrafnistu. Ég er með íþróttakennarapróf og sinnti íþróttakennslu í Garðabæ í hálfu starfi, þannig að þetta lá ágætlega við. Aðstæður til íþróttaiðkunar voru nú ansi frumstæðar hér á þessum tíma, enda var þetta að sumu leyti svolítið nýtt og framandi. Við höfðum lítinn sal, á stærð við tvö herbergi, í kjallaranum og þar voru rimlar og einhver tæki, en ég lagði nánast strax af stað með


HRAFNISTUBRÉFIÐ

@Zbhi Ä bZÂ4 :^\jb VaaVg \ZgÂ^g V[ gV[bV\ch]_ aVhi ajb d\ gV[h`jiajb#

A iij k^Â

K^Â a{cjb VaaVg \ZgÂ^g V[ ]_{aeVgi¨`_jb i^a gZnchaj cd``gV YV\V# A iij ^cc d\ `nccij Ä g gkVa^Â#

KZaV 7ajZh (%% GV[bV\ch]_ aVhi aa

:A>I: MA GV[h`jiaV

7_ Âjb Z^cc^\ [_ aWgZnii gkVa VccVggV ]_{aeVgi¨`_V! hkd hZb ?Vn hZhhjg d\ W ` [ng^g ]_ aVhi aV! \ c\j]_{aeVg" i¨`^! ]_{aeVgi¨`^ i^a [ a`h[ajic^c\V! WVÂ" d\ hVaZgc^h]_{aeVgi¨`^! k^ccjhi aV d\ hb{]_{aeVgi¨`^ i^a YV\aZ\h a [h#

6# @Vgahhdc q K `jg]kVg[^ - q '%% @ eVkd\^ q H b^/ * +%% .%% q lll#V`Vgahhdc#^h


hópaleikfimi og hún fór fram í salnum á jarðhæðinni. Aðstaðan var í rauninni ekki önnur.“

Frumkvöðlastarf

Segja má að undir stjórn og að frumkvæði Lovísu hafi verið unnið nokkurt frumkvöðlastarf í þessu sambandi á Hrafnistu. Fyrir 24 árum var mikilvægi hreyfingar, ekki síst eldri borgara, minna í umræðunni, en þróunin hefur sem betur fer skilað sér í meiri og betri þjálfun. Lovísa sinnti íþróttakennslunni á Hrafnistu í tæpa tvo áratugi og hún hefur því fylgt – og að sumu leyti staðið að breytingum í tímans rás. „Kynslóðinni sem var hér 1983 var þetta svolítið framandi. Það var að sumu leyti dálítíð erfitt að koma fólki af stað í tækjum og við það að gera æfingar í stólum og þá voru karlarnir sýnu erfiðari. Þeir komu stundum til mín og sögðust eiginlega ekki ætla að standa í svona dúlleríi. Það hjálpaði mér mikið að ég fékk erlend kennslumyndbönd sem ég sýndi fólkinu og þá sá það hvað hægt er að gera.“ Sundið hefur haft mikið að segja í þessu samhengi og opnun sundlaugarinnar að Hrafnistu breytti miklu. „Sundleikfimin er mikilvægur hlekkur í þessu og þá ekki síst sú vitundarvakning að fólk þarf ekki að kunna að synda til að geta stundað leikfimi í sundlauginni.

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Það var svolítið til vandræða á sínum tíma. Sundleikfimin hjálpaði mjög til við að brjóta niður múra, ef þannig má að orði komast, fólk kom í sund og hafði gott af og fleiri og fleiri vildu taka þátt. Mér datt svo í hug fyrir nokkrum árum að prófa að halda dansleik í sundlauginni og það tókst ljómandi vel. Fólk hreyfði sig í takt við undirleik harmonikkuleikara á laugarbakkanum og viðlíka dansleikir hafa verið haldnir víðar í kjölfarið.“ Aðstaðan á Hrafnistu breyttist mjög til hins betra þegar sjúkraþjálfunin var opnuð fyrir 20 árum. Tveir sjúkraþjálfarar voru ráðnir til að stýra og hafa umsjón með líkamsræktinni. Lovísa hvarf þá á braut, en kom aftur og hafði þá á sinni könnu hópaleikfimi og vatnsleikfimi, auk þess sem hún sinnti fólki á hjúkrunardeildum.

Fyrirmynd annarra

Starfsemin hefur þróast mjög í gegnum tíðina og stendur í dag framarlega, ef ekki hreinlega fremst, á þessu sviði á landinu. „Við stöndum mjög vel hér á Hrafnistu. Hingað koma reglulega aðilar sem eru að leita sér fyrirmynda að starfsemi sem þessari. Starfið hér er bæði fjölbreytt og aðstaðan góð. Við getum nefnt sem dæmi að við njótum góðs af því að


HRAFNISTUBRÉFIÐ

velunnarar hafa verið duglegir að gefa þrektæki og við sjáum t.d. að karlmennirnir eru yfir sig hrifnir af því að fara í tækjasalinn. Við erum komin með hópæfingarnar okkar í menningarsalinn, sem bæði er stór og þægilegur og er í alfaraleið og svo mætti lengi telja. Endurhæfingin er í dag mönnuð sjúkraþjálfurum, íþróttakennurum og öðru aðstoðarfólki.“ En það er fleira en leikfimin og hin dæmigerða líkamsrækt sem vekja athygli í starfsemi Hrafnistu. Púttklúbburinn er margrómaður og eftirtektarverður. „Púttklúbburinn hefur borið hróður okkar víða“, segir Lovísa með bros á vör. „Fyrirmyndin er í rauninni sótt til Þýskalands og fyrsti völlurinn okkar var 9 holu völlur hérna undir húshliðinni. Þetta hefur vaxið og dafnað, nú er nýbúið að stækka nýja völlinn og mótaskrá sumarsins er þéttbókuð. Það er keppt í Keflavík, Hveragerði og á Hrafnistu í Reykjavík, þannig að það er heilmikið félagsstarf í kringum þetta. Hér er svo starfræktur formlegur púttklúbbur með öllu tilheyrandi, félagsmenn sinna sjálfir formennsku og öðrum formlegum störfum en starfandi íþróttakennari er framkvæmdastjóri klúbbsins.

Kínversk leikfimi

Lovísa tók við starfi samskiptafulltrúa fyrir átta árum,

en hún hefur þó ekki alveg sleppt hendinni af hreyfingu og hollustu. „Ég er ennþá með kínversku leikfimina, sem ég kom með fyrst árið 1991. Ég kynntist þessari leikfimi þegar ég fór til Kína árið 1983, lærði hana svo nokkrum árum síðar og þetta hefur fallið í góðan jarðveg. Þetta er mjög skemmtileg leikfimi sem gengur mikið út á jafnvægi og einbeitingu og þróunin hefur verið jákvæð. Við höfum náð þeim ágæta árangri að sýna kínverska leikfimi við hin ýmsu tækifæri. Það er í rauninni svolítið forvitnilegt og athyglisvert að þetta skuli vera stundað á öldrunarheimili.“ Starf samskiptafulltrúa felst að stærstum hluta í að taka á móti nýju heimilisfólki, kynna það starfsmönnum og heimilinu í heild og fylgjast með því að allt gangi vel og að öllum líði vel. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að hér líði fólki vel. Þróunin hefur verið sú að dvalarheimili eru orðin heimilislegri, eru farin að fjarlægjast stofnanabraginn, og það er af hinu góða. Þjónustustigið hefur hækkað, hér eru verslun, hárgreiðslustofa og læknisþjónusta svo eitthvað sé nefnt og þetta er í rauninni orðið eins og lítið byggðarlag. Ég tek mikið eftir þessari breytingu og það er ánægjulegt að eiga hlut í þessari þróun.“


10

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Í bláa borðsalnum í 36 ár! Þegar Hrafnista hafði starfað rétt um tíu ára skeið árið 1967 réði sig þar til vinnu 18 ára stúlka, Þórdís Hreggviðsdóttir. Frá þeim tíma eru nú liðin 40 ár. Eins og nærri má geta skipta þeir starfsmenn hundruðum sem komið hafa og farið á Hrafnistu á síðustu fjórum áratugum en Þórdís er þar enn við störf og hreint ekkert á förum!


HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Ég hóf störf á hjúkrunardeild sem kölluð er G-2 og var þá nýlega búið að opna,” sagði Þórdís er við sóttum hana heim í Gnoðarvoginn dag einn fyrir skömmu. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík, hefur verið ógift alla sína tíð en á tæplega tvítugan son. Eftir fjögurra ára starf á hjúkrunardeildinni færði hún sig yfir í bláa borðsalinn og hefur verið þar æ síðan. Þær eru þrjár á vakt í einu í salnum. „Auðvitað hafa orðið margvíslegar breytingar á starfsumhverfinu á þessum tíma en þó samt ekki eins róttækar og ætla mætti. Sem fyrr snúast störfin um að leggja á borð, taka af borðum, þvo og vaska upp samhliða því að skammta heimilisfólki matinn og veita þeim aðstoð við að matast er það þurfa,” segir hún.

Ekki lengur skammtað á föt „Mesti munurinn liggur kannski í því að ekki er lengur skammtað á opin föt eins og áður, heldur er maturinn afgreiddur upp úr hitaborði. Það er mikil framför frá því sem var því maturinn vildi auðvitað kólna á borðunum. Ekki komu allir í salinn á sama augnabliki,” bætir hún við. Þórdís segir heimilismenn færri en áður en þrátt fyrir það sé vinnuálagið ekki minna eins og ætla mætti. „Fólkið er mun veikara þegar

11

það kemur inn en var hér í gamla daga og það eykur auðvitað álagið á öllu starfsfólkinu, líka okkur í matsalnum. Áður fyrr skráði fólk sig á biðlista eftir því að komast inn á dvalarheimilin, nú ræður heilsufarið öllu um forgangsröðun. Fólk talar oft um að best sé að eldra fólkið fái að halda heimili eins lengi og það getur en ég er ekki endilega viss um að það fái alla þá aðstoð sem það þyrfti,” segir Þórdís. Þegar hún er innt eftir því hvort aldrei hafi hvarflað að henni að skipta um starf segir hún að auðvitað hafi það endrum og sinnum sótt að henni en afar sjaldan. „Maður veit hvað maður hefur, en veit ekkert hvað bíður ef söðlað er um,” segir hún.

Þykir vænt um gamla fólkið Á sínum tíma var rekið barnaheimili á vegum Hrafnistu en svo er ekki lengur. Sú þjónusta kom sér einkar vel fyrir Þórdísi þegar hún eignaðist soninn. „Það var auðvitað alger lúxus að geta haft drenginn á dagheimili en samt innan seilingar,” segir hún. Henni hefur alla tíð liðið sérstaklega vel á þessum vinnustað. „Ekki aðeins er starfsfólkið gott heldur þykir mér vænt um gamla fólkið og vildi svo gjarnan geta gefið mér meiri tíma til þess að spjalla við það en raun ber vitni. “


12

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Líkar lífið á Íslandi Edward Polejowski er einn fjölmargra Pólverja sem komið hafa til Íslands til starfa á undanförnum árum. Hann kynntist Íslandi af afspurn í gegnum vini og kunningja sem höfðu flutt til landsins í atvinnuleit og hvöttu hann til þess að freista gæfunnar. Hann yfirgaf því heimahagana nærri Gdansk fyrir sex árum þar sem vinna var af skornum skammti. Edward starfar sem aðstoðarræstingastjóri á Hrafnistu í Reykjavík. Hann er 36 ára gamall, hár og myndarlegur. Hann er ljúfur í fasi, forkur til vinnu, vel liðinn af samstarfsfólki og líkar lífið á Íslandi vel. Edward, sem talar orðið ágæta íslensku, er ókvæntur og barnlaus og brosir góðlátlega þegar hann er inntur eftir því hvernig standi á því.

Ræðir það ekki frekar. „Auðvitað var margt sérkennilegt fyrir mér þegar ég kom hingað fyrst fyrir sex árum,” segir Edward er við fengum að trufla hann frá vinnunni brot úr degi fyrir skömmu. „En þannig er það alls staðar. Eftir sex ára fjarveru frá Póllandi er örugglega margt sem kæmi mér á óvart í heimalandinu,” segir hann. Edward hefur unnið á Hrafnistu allan þann tíma sem hann hefur dvalið á Íslandi. Honum líkar starfið vel og vaktavinnuna segir hann henta sér vel. Þegar hann er spurður hvort hann geti hugsað sér að setjast að á Íslandi verður hann hugsi um stund og segir svo: „Því ekki?” En svo bætir hann við: „Ég held að það sé ekki rétt að gefa neinar yfirlýsingar, maður veit aldrei hvað gerist.”


HRAFNISTUBRÉFIÐ

13


14

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Eins og lítil félagsmiðstöð” Margir hafa á orði að systurnar Steinunn og Áslaug Bjarnadætur séu ekki aðeins eins og „rödd” Hrafnistu í Hafnarfirði út á við, heldur séu þær í rauninni andlit heimilisins líka. Ljúfmennskan og lipurðin sem einkennir viðmót þeirra er þannig að heimilisfólkið og ættingjar þess laðast að þeim í leit að úrlausn erinda. Það er sterkur svipur með þeim, reyndar svo sterkur að margir ruglast á þeim. „Þessi ruglingur á okkur er dálítið merkilegur,” segir Steinunn „því ég er bæði hávaxnari og hálfu fjórða árinu eldri. Auðvitað er talsverður svipur með okkur en ég held að við höfum nú aldrei litið svo á sjálfar að erfitt ætti að vera að þekkja okkur sundur.”

Gaflarar í húð og hár

Þær Steinunn og Áslaug eru bornir og barnfæddir Hafnfirðingar, „Gaflarar,” eins og þær segja sjálfar. Tvær í hópi sex systkina. Hafa aldrei yfirgefið heimabæinn nema hvað Áslaugu varð það á að flytja í Kópavoginn einu sinni. Þær segjast vera ákaflega samrýmdar að öllu leyti og aldrei hafa orðið sundurorða. Og fyrir tilviljun hafa þær ætíð búið hvor nálægt annarri (ef undan er skilið Kópavogsævintýri Áslaugar) án þess að

hafa nokkurn tíma svo mikið sem hugað að því að bera þar saman bækur sínar fyrirfram í þeim efnum. Steinunn hefur starfað á Hrafnistu í Hafnarfirði í 16 ár. Hún hóf upphaflega störf í launadeildinni en færði sig síðan yfir á skiptiborðið og Áslaug fylgdi í fótspor hennar fyrir átta árum. Hafði þá unnið við hárgreiðslu um nokkurt skeið og vildi einfaldlega breyta til. Þær vinna á vöktum á skiptiborðinu og því aldrei saman í eiginlegum skilningi. Það er í mörgu að snúast hjá systrunum þótt vinnurýmið sé ekki mjög stórt. Samhliða því að svara í síma selja þær m.a. miða í happdrætti DAS svo og minningarkort. Ennfremur annast þær sölu á matarmiðum fyrir starfsfólkið og íbúðablokkirnar á Hraunvangi og þjónustuíbúðirnar á Hleinunum. „Svo erum við líka eins og pósthús, flokkum allan


15

HRAFNISTUBRÉFIÐ

póst sem inn kemur og seljum frímerki og sendum póst,” segja þær. Þær taka heilshugar undir það að starfið snúist um miklu meira en það eitt að svara í símann. Mörg erindanna sem þeim systrum eru falin eru langt utan þess ramma sem starf þeirra byggist á. Stundum eru þær einfaldlega í hlutverki þess sem er reiðubúinn að sitja og hlusta á viðkomandi. „Auðvitað kemur það fyrir að við erum nánast eins og ættingjar heimilisfólksins. Það er hér eins og annars staðar í lífinu að ekki eiga allir marga að og sumir eru einfaldlega í þörf fyrir meiri félagsskap en aðrir.”

Eins og lítil félagsmiðstöð

„Við lítum eiginlega á okkur eins og litla félagsmiðstöð því til okkar leitar fólk með ótrúlegustu erindi, jafnt heimilisfólk og ættingjar þess.” Þær færast þó undan því að tilgreina einstök viðvik en nefna sem dæmi að stundum séu þær beðnar um að skrifa bréf eða póstkort eða þá bara að fletta upp í símaskránni.

Skiptiborðssysturnar, Steinunn (t.v.) og Áslaug.

„Þær eru frábærar, hvor þeirra sem er,” segir eldri kona sem á leið framhjá starfsstöð þeirra systranna og sér að eitthvert tilstand er í kringum þær. Þau ummæli lýsa sennilega betur en flest annað þeim hug sem borinn er til skiptiborðssystranna Steinunnar og Áslaugar á Hrafnistu í Hafnarfirði.


16

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Hér fær fólkið að njóta sín” Jolanta Slapikiene er íþróttaáhugafólki að góðu kunn, enda hefur hún verið einn besti markvörður efstu deildar kvenna í handknattleik mörg undanfarin ár. Jolanta gerir þó fleira en verja handboltamarkið, því í haust fagnar hún 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu. „Ég byrjaði að vinna á Hrafnistu fljótlega eftir að ég kom til Íslands, en tilgangur Íslandsfararinnar var þó fyrst og fremst sá að spila handbolta,“ segir Jolanta, sem fyrstu átta handboltaárin sín hér spilaði með FH, en skipti yfir í Val á síðasta ári. Hún hefur búið í Hafnarfirði allar götur frá því hún flutti til landsins og það lá því beinast við að hefja störf á Hrafnistu. „Ég er mjög ánægð í Hafnarfirði og vil helst hvergi annars staðar búa. Bærinn er rólegur og af réttri stærð, fólkið mjög vinalegt og fjölskyldunni líður vel hérna. Svo er tiltölulega stutt til Reykjavíkur, ef maður þarf eitthvað sækja þangað.“

Frábært starfsfólk

Jolanta er lærður kokkur og hafði enga reynslu af umönnunarstörfum þegar hún mætti leiks á Hrafnistu. „Ég vissi nú svona nokkurn veginn að hverju ég gekk, en Hrafnista kom mér samt svolítið á óvart“, segir hún. „Umhyggjan og fagmennskan eru á miklu hærra stigi en ég hafði

gert mér í hugarlund. Starfsfólkið er frábært, fer fimum höndum um vistmennina og þetta er mjög góður vinnustaður. „Það skemmir heldur ekki fyrir að það er mikið gert fyrir starfsfólkið, í rauninni á öllum sviðum,“ bætir Jolanta við. „Það er stöðugt verið að bæta aðstöðuna, bæði fyrir heimilisfólkið og starfsmenn, t.d. með stöðugum leiðbeiningum um það hvernig best er að bera sig að við hin ýmsu verkefni. Mér finnst líka til fyrirmyndar hversu mikið og vel er gert fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra á hátíðisdögum.“ Það sem kom Jolöntu þó líklega mest á óvart er það hversu vel vistmennirnir fá að njóta sín hver og einn og hversu mikið tillit er tekið til sérþarfa og jafnvel sérvisku. „Við erum auðvitað öll ólík og ég held að vistmennirnir kunni að meta það að það er ekki reynt að steypa þá í eitthvert mót þegar þeir flytja inn,“ segir Jolanta. „Hér fær fólkið að njóta sín og starfsfólkið leggur talsvert á sig til þess að því líði sem


17

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Jolanta ásamt syni sínum Gerardas

allra best á eigin forsendum.“ Jolanta hefur ágæta reynslu af ólíkum störfum á Hrafnistu. Hún byrjaði í ræstingum, færði sig svo inn í eldhúsið þar sem kokkamenntunin kom sér ágætlega, og er nú komin í aðhlynningu. „Þetta er frábær vinnustaður“, segir

hún, „og ég sé ekki að ég fari að breyta eitthvað til. Vinnutíminn hentar mér vel, ég hef ágætan tíma til að sinna bæði fjölskyldunni, manninum mínum og strákunum okkar tveimur, og handboltanum, og það skiptir mig miklu máli.”


18

HRAFNISTUBRÉFIÐ


19

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Konan frá Rauðavík Edda Jóhannesdóttir Jensen fæddist á Akureyri þann 4. október 1928. Hún er dóttir Aðalheiðar Friðriksdóttur frá Látrum í Aðalvík og Jóhannesar Hjaltasonar frá Ísafirði. Faðir hennar drukknaði þegar Edda var ársgömul. Móðir hennar flutti þá til Akureyrar. Árið 1932 giftist Aðalheiður Frede Jensen, dönskum vefara sem komið hafði til landsins til þess að vinna í verksmiðju Gefjunar. Frede gekk Eddu í föður stað. „Föður minn missti ég ársgömul og Frede er því eini faðirinn sem ég man eftir. Hann reyndist mér og yngri systkinum mínum fjórum, sem ég hef alla tíð litið á sem alsystkini, mjög góður faðir,” segir Edda. Hún var fimm ára þegar hún eignaðist litla systur, sem skírð var Laila. Hún lést aðeins 10 ára gömul. Þremur árum eftir fæðingu Lailu bættust við tvíburabræðurnir Nils og Friðrik, en sá fyrrnefndi er nú látinn. Yngstur í fjölskyldunni er Engilbert, fæddur 1940. Margir munu eflaust kannast við hann sem söngvara, gjarnan kenndan við Hljóma.

Hefur yndi af söng

Sjálf segist Edda hafa yndi af söng enda hafi hún alist upp við að heyra móður sína syngja flestum stundum. „Það voru reyndar engin hljóðfæri á heimilinu en ég er þess fullviss að söngur mömmu hafði áhrif á okkur. Tvíburabræðurnir voru með yndislegar raddir og rödd Engilberts þekkja margir.” Edda segir hafa verið yndislegt að alast upp sem barn á Akureyri

á þessum árum. „Við bjuggum í Líndalshúsinu við Hafnarstræti. Við höfðum það gott og skorti aldrei neitt en það voru því miður ekki allir svo heppnir þegar kreppan skall á. Ég man vel eftir ástandinu þá,” segir hún og augnaráðið verður eilítið fjarrænt um stund. „Það er eins og greypt í huga mér ástandið hjá nágrannafólki okkar og börnum þeirra, sem ég lék mér við daglega. Þau voru bláfátæk og stundum var ekki mikið til að borða. Ég man enn þegar þau voru að rétta að mér það sem þau kölluðu köku og mauluðu sjálf. Mér fannst þetta óætt. Síðar komst ég að því að þetta voru fóðurbætikökur sem þau höfðu seilst í hjá einu kúnni sem fjölskyldan átti. Kýrin átti eflaust sinn þátt í því að halda lífinu í börnunum.”

Veikindi í bernsku

Edda varð fyrir því á tíunda aldursári að smitast af berklum.


20

Edda var sex ára þegar þessi mynd var tekin. Veikindin höfðu mikil áhrif á barnæskuna því þau bundu m.a. enda á hefðbundna skólagöngu. „Það var svo merkilegt á þessum tíma, að við það að smitast af berklum var maður í rauninni bara afskrifaður. Það var ekkert hugsað til þess að halda manni að námi með einum eða öðrum hætti. Það voru engin lyf í boði, aðeins reynt að gæta þess að manni liði sem best,” segir Edda. Henni er enn minnisstæð sumardvöl sem hún fór í að Lundum í Öxarfirði, þar sem hún kynntist

HRAFNISTUBRÉFIÐ

jafnöldru sinni frá Ærlæk í sömu sveit. Svo fór að Eddu var boðið til dvalar á Ærlæk tvö sumur í röð í kjölfarið og hún metur það svo að dvölin þar hafi gert henni ákaflega gott. „Ég var dekruð af hjónunum á bænum, sem vildu allt fyrir mig gera. Eftir á að hyggja get ég áreiðanlega eignað þeim helminginn af heilsunni minni,” segir Edda og ekki leynir sér að upprifjun góðmennsku Öxfirðinganna snertir viðkvæman streng í brjósti. Á meðan veikindunum stóð fór Edda með reglulegu millibili til læknisskoðunar að Kristnesi, þar sem fylgst var með sjúkdómnum. Svo venjubundnar voru þessar ferðir orðnar að Edda var hætt að kippa sér upp við þær. Árin liðu en svo kom að því í einni skoðuninni árið 1945 að hún fékk að heyra þessi orð: „Nú ertu sloppin.” Það var læknirinn sem lét þessi orð falla og bætti því við að hann hefði ekki verið viss í sinni sök fyrr. Þetta voru að sönnu gleðifregnir fyrir Eddu og fjölskylduna alla. Edda hafði þegar hér var komið sögu hafið nám í gagnfræðaskóla nokkrum árum fyrr og lauk námi þaðan 1945. Hún segir að á þessum árum hafi fyrir alvöru farið að bera á fjárhagslegum áhrifum seinna stríðsins. Inn í landið streymdi fjármagn og hagur almennings vænkaðist. „Fólk fór loks að hafa efni á því að senda börn sín til náms,


21

HRAFNISTUBRÉFIÐ

en mér leið ósköp á út í lífið,” segir hún kankvís.

Ástin knýr dyra

Hún flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur en sneri aftur til Akureyrar ári síðar því ástin hafði þegar bankað upp á. Edda var með barni er hún sneri aftur. Dóttirin Valgerður Sólrún fæddist þann 6. júlí 1946. Edda og barnsfaðir hennar – leigubílstjórinn Sigfús Þorsteinsson frá Árskógsandi sem var henni sjö árum eldri – gengu svo í hjónaband á 18. afmælisdegi hennar síðar þetta sama ár. „Bakgrunnur okkar var dálítið ólíkur,” segir Edda. „Dönsku áhrifin frá pabba, bæði í matarvenjum

og heimilishaldi gerðu það að verkum að ég var e.t.v. með örlítinn heimsborgarabrag yfir mér á meðan Sigfús kom frá rammíslensku fyrirmyndarheimili, þar sem haldið var fast í gamla siði og venjur. En allt blessaðist þetta nú með ágætum hjá okkur.” Þeim Eddu og Sigfúsi fæddist sonurinn Hjalti Örn þann 21. desember 1947, hálfu öðru ári eftir að Valgerður Sólrún kom í heiminn. Unga fólkið var duglegt og fullt bjartsýni er það réðst í að kaupa litla jörð, Rauðavík á Árskógsströnd, ásamt vini þeirra hjóna, Adolf Gíslasyni. Íbúðarhúsið á staðnum hafði afi Sigfúsar byggt árið 1897. „Markmiðið var að lifa af

Betri heyrn bÄtt lÅfsgÄÇi

Í boði eru margar gerðir og verðflokkar af hágæða heyrnartækjum.


22

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Stoltir foreldrar með frumburðinn. Edda og Sigfús með Valgerði Sólrúnu á milli sín. trilluútgerð og búskap. En þetta varð okkur harður skóli því fiskgengd í Eyjafirðinum brást,” segir Edda.

Unnið á vöktum við slátt

Það var bót í máli að jörðinni fylgdi m.a. splunkuný dráttarvél af Farmall A-gerð með öllum þeim tækjum sem þurfti til landræktar og heyskapar. „Það bjargaði okkur alveg fyrstu tvö árin að Sigfús og Adolf unnu bókstaflega á vöktum við að slá fyrir bændur um allt nágrennið. Þetta var eina dráttarvélin allt inn að Möðruvöllum þannig að það vantaði ekki kaupendur að þjónustunni. Nokkrum árum síðar fóru dráttarvélar að sjást víðar og þá dró úr þessu.”

Eitthvað glæddust veiðar í Eyjafirðinum á tímabili og þar kom að Svanlaugur, bróðir Sigfúsar, keypti hlut Adolfs. Fimm árum síðar keyptu þau aðliggjandi jörð. Aðstaðan var öll upp á það besta en fiskurinn var dyntóttur. Þrátt fyrir tregan afla þurfti að greiða starfsfólki laun; sjómönnum, beitningarfólki og öðrum. Þrettán manns voru í heimili hjá Eddu og Sigfúsi þegar mest var. Útgerðin rann sitt skeið á enda og því var ráðist í að byggja fjárhús til að auka bústofninn. Þótt ærinn starfi væri fyrir höndum allan ársins hring bættust fleiri börn í hópinn. Jóhannes fæddist þann 13. desember 1951 og hálfu öðru ári síðar fæddist


HRAFNISTUBRÉFIÐ

þriðji sonurinn, Brynjar Haukur, þann 26. júní 1953. „Við eignuðumst alls sex börn,” segir Edda. Auk þeirra sem hér eru þegar talin áttu þau Aðalstein Svan, fæddan 10. mars 1960, og Aðalheiði Ósk, fædda 31. mars 1962. „Það var yndislegt að ala þarna upp börn. Þau fengu að kynnast hvoru tveggja; búskap og útgerð og nutu nálægðar við náttúru og blómlegt, samheldið samfélag. Fólk á þessum slóðum var vinnusamt, með sterka samfélagsvitund og mikinn félagsþroska. Þarna var góður skóli sem börnin gengu í og okkur skorti ekkert.”

Margvísleg trúnaðarstörf

Þau hjónin Edda og Sigfús tóku virkan þátt í félagslífi sveitarinnar, sem aflaði þeim vinsælda og virðingar innan samfélagsins. Þeim voru því báðum falin margvísleg trúnaðarstörf, jafnt á vegum sveitarfélagsins og kirkjunnar. Edda var virk í baráttumálum kvenna, sem og störfum kvenfélagsins innan sveitarinnar. Að auki tók hún að sér störf innan Kvenfélagasambands Eyjafjarðar og tók virkan þátt í skipulagningu og framkvæmd húsmæðraorlofs fyrir norðlenskar konur. Þá var hún meðhjálpari og safnaðarfulltrúi sóknarinnar sem og hreppsstjóri um tíma. Edda vann einnig að undirbúningi

23

stofnunar félags eldri borgara fyrir fjóra hreppa utanvert við Eyjafjörð og sat í stjórn þess félags og var um tíma formaður. Á þeim tíma stofnaði félagið kór og þjóðdansahóp eldri borgara, sem sýndi víða. „Við bjuggum að Rauðavík allt fram til ársins 1980 er við brugðum búi. Við keyptum okkur parhús á Hauganesi og bjuggum þar fram til 1998 er við fluttum til Dalvíkur. Við vildum halda tengingu við heilsugæsluna þar vegna veikinda Sigfúsar, sem lést í janúar 2001. Hann gerði allt sem honum var unnt til að halda andlegri reisn, var m.a. mjög duglegur að skrifa hugrenningar sínar, sögur og ljóð og gaf út þrjár bækur út um ævina.” Edda lítur yfir farinn veg rétt í lokin og virðist meira en sátt. Hún er vel á sig kominn á 79. aldursári. Létt á fæti, hugurinn kvikur og minnið ótrúlegt. Hún lætur vel af dvölinni á Hrafnistu, þar sem hún býr í þjónustuíbúð við Jökulgrunn. Hún ferðast mikið og virðist fjarri því að vera setjast í helgan stein þrátt fyrir langa og stranga starfsævi. „Ég nýt hér algjörs frelsis og öryggis. Get gert það sem mig langar til þegar ég vil. Er hægt að óska sér nokkurs fremur?” spyr þessi lífsglaða kona að lokum.


24

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Ætluðum satt best að segja ekki að vera syðra í nema tvö ár” Hrafnista í Hafnarfirði hefur vaxið og dafnað á þeim 30 árum sem liðin eru síðan dyrnar voru opnaðar í fyrsta sinn. Hrafnista þykir vera til fyrirmyndar og eftirbreytni í sem víðustum skilningi, þar er unnið mikið og gott starf enda var vandað til verka og skýrar línur lagðar strax í upphafi. Sigríður Jónsdóttir veitti Hrafnistu forstöðu í 21 ár og eiginmaður hennar, Kolbeinn Helgason, var skrifstofustjóri á sama tíma. Þau eru Akureyringar, jafnaldrar og fermingarsystkini, en þótt vissulega sé taugin römm má segja að þau séu í raun orðnir Hafnfirðingar og fánaberar Hrafnistu. Þau voru fyrstu íbúarnir á Hrafnistu, fluttu þar inn þremur mánuðum áður en starfsemi hófst og búa í dag í þjónustuíbúð við Boðahlein, steinsnar frá Hrafnistu. Þau hafa í raun fylgt og fylgst með stofnuninni frá upphafi og tekið virkan þátt í vexti hennar og framþróun.

Kom ljómandi vel út

„Við erum fyrstu íbúar og fyrstu starfsmenn Hrafnistu,“ segir Kolbeinn þegar við spyrjum um aðkomu þeirra hjóna að heimilinu. „Ég fylgdi nú eiginlega bara með sem góður eiginmaður,“ bætir hann svo við hlæjandi. „Ég hafði, þrátt fyrir starfa Sigríðar innan þessa geira, lítið kynnst starfsemi sem þessari nema úr fjarska, en þessi ráðahagur kom nú engu að síður ljómandi vel út.“ Sigríður hafði góða og haldbæra reynslu, auk menntunar, þegar hún tók við forystuhlutverkinu á Hrafnistu, eins og Kolbeinn minnist á. Hún var forstöðukona Skjaldarvíkur í Eyjafirði frá 1959 til 1963 og tók svo við sömu stöðu


HRAFNISTUBRÉFIÐ

á Elliheimili Akureyrar og var þar í 14 ár, eða þar til hjónakornin fluttu sig suður yfir heiðar og gerðu Hrafnistu að heimili sínu. Áður en þau fluttu suður hafði Sigríður reyndar menntað sig í stjórnun elli- og hjúkrunarheimila í Kongelig Norges Kommunal og Sosialhögskole í Osló, en þetta nám stendur alla jafna aðeins Norðmönnum til boða. „Það var mjög eftirminnilegt að koma suður og taka við

25

Hrafnistu,“ segir Sigríður. „Við fluttum inn þremur mánuðum áður en starfsemin hófst, eftir að hafa flækst svolítið á milli staða hér fyrir sunnan, því það var lögð áhersla á það að við kæmum suður sem fyrst. Við náðum strax ágætum tengslum við húsið og andann á staðnum. Ég hafði upplifað framfarir milli Skjaldarvíkur og Elliheimilis Akureyrar og þetta var enn eitt stökkið fram á við. Hér voru t.d. allir í eins manns


26

herbergjum og hjón í rúmgóðum íbúðum. Aðbúnaður var allur nýtískulegur og glæsilegur og hafði væntanlega sitt að segja fyrir andrúmsloftið á staðnum og starfsandann.“ Margir viðmælenda okkar hafa einmitt minnst á starfsandann á Hrafnistu, sem þau Sigríður og Kolbeinn áttu vissulega stóran þátt í að skapa, og hann hafði þau áhrif á norðanhjónin, eins og fjölmarga fleiri, að þau ílentust lengur en upphaflega stóð til.

Ætluðum að vera í tvö ár

„Við ætluðum satt best að segja ekki að vera syðra í nema tvö ár, seldum t.d. ekki húsið okkar fyrir norðan fyrr en fyrir fáeinum árum, en það hefur nú heldur betur teygst úr þessu,“ segir Kolbeinn kíminn. „Ég skal viðurkenna það að ég saknaði Akureyrar fyrstu árin, en þetta starf og umhverfið allt gerðu það að verkum að maður er næstum orðinn fullgildur Hafnfirðingur.“ Þau Sigríður og Kolbeinn hafa eins og áður segir tekið þátt í örum og öruggum vexti Hrafnistu, stóðu í eldlínunni á árunum þar sem húsið var stækkað, deildum fjölgað og starfsemin efld til muna. „Þetta voru ótrúlega gefandi og skemmtileg ár,“ segir Sigríður.

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Auðvitað komu erfiðir kaflar, það er bara eins og með annað í lífinu, en ég hafði bæði frábært starfsfólk og góða húsbændur og ég get í rauninni ekki kvartað.“ „Já, við tókum þátt í sögulegri uppbyggingu og hefðum líklega ekki sinnt þessum störfum jafn lengi og við gerðum nema af því að þetta veitti okkur ánægju,“ bætir Kolbeinn við. Þegar við biðjum þau um að rifja upp merkilegustu og skemmtilegustu kaflana og atvikin telja þau bæði til samferðarfólkið; vistmennina og starfsfólkið.

Lærdómsríkt samneyti

„Það var lærdómsríkt og gefandi að vera í samneyti við fólk sem bjó yfir ótrúlegri reynslu og hafði upplifað eitt og annað í gegnum tíðina,“ segir Sigríður. „Auðvitað saknar maður margra þeirra sem horfið hafa á braut, mér finnst stundum erfitt að sjá myndir af vinum mínum á heimilinu sem eru farnir. Starfsfólkið var líka frábært. Það hefur fylgt Hrafnistu að starfsfólkið er ánægt, þangað kemur fólk oft og ætlar sér að staldra stutt við, en andinn og starfið eru svo gefandi að það stoppar jafnvel í mörg ár.“ „Meðal þess eftirminnilegasta og þess sem kannski skiptir


27

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum Blikksmiðjan Vík

Innheimtustofnun sveitafélaga

Dreifing

Johan Rönning

E. R .F. Hjálpartæki

Kaupfélag Skagfirðinga

Eggert Kristjánsson

Kjarnavörur

Eggja-og kjúklingabúið Hvammur

Kópavogsbær

Eirvík

Reykjaneshöfn

Farmanna-og fiskimannasamband Íslands

Ræstivörur

Félag skipstjórnarmanna

Sjómanna-og vélstjórafélag Grindavíkur

Fiskifélag Íslands

Sjómannafélag Eyjafjarðar

Garðabær

Slippfélagið

Gámaþjónustan

Smith & Norland

Gólf og vegglist

Takk hreinlæti

Hafnarfjarðarhöfn

Verðlagsstofa skiptaverðs

Hafnir Ísafjarðarbæjar

Vestmannaeyjahöfn

Hafrannsóknarstofnun

Würth á Íslandi

Heilsugæslan í Reykjavík

Þorbjörn Grindavík


28

mestu máli í rekstri Hrafnistu er opnun hjúkrunardeildar,“ heldur Sigríður áfram. „Þar var stigið geysilega stórt og mikilvægt skref. Hjúkrunardeildirnar gegna lykilhlutverki, en auðvitað var hvert skref í uppbyggingunni eftirminnilegt og mikilvægt í sjálfu sér. Hver hæð fyrir sig á sér sína sögu, sjúkraþjálfunin, sundlaugin og svo mætti lengi telja.“ „Ég held að það hafi líka skipt ansi miklu máli að það var aldrei anað út í neitt og hlutirnir unnir á réttum hraða og af réttum hug,“ segir Kolbeinn. „Þegar Hrafnista var reist á sínum tíma átti hún að vera, og var, fyrirmyndarstofnun og því hefur verið haldið. Vissulega má gagnrýna eitt og annað í þessu ferli, ég hefði t.d. viljað sjá meiri skil á milli sjúklinga og annarra vistmanna, en ég er kannski einn eða einn fárra sem er á þeirri skoðun. Ég er hins vegar á því að vel hafi til tekist með vistheimilið sjálft, þar hefur skapast ágætur heimilisbragur sem oft á tíðum minnir á stórt sveitaheimili. Þetta skiptir svolítið miklu máli fyrir fólk sem er að brjóta upp sitt heimamynstur eftir áratuga heimilishald, en getur líka virkað svolítið á þann veg að fólk kemur inn á

HRAFNISTUBRÉFIÐ

dvalarheimili fyrr en nauðsynlegt er, ef þannig má að orði komast. Þjónustuíbúðirnar eru líka af hinu góða, en það má kannski velta því fyrir sér hvort það kemur vel út að byggja þær flestar í útjaðri viðkomandi bæjarfélags, hvort það kæmi ekki betur út að hafa þær nær miðkjarnanum svo að eldri borgarar geti notið þess að rölta í bæinn og leyfa þannig kynslóðunum að mætast og jafnvel eyða meiri tíma saman.“

Þægilegur staður

„Maður lítur yfir farinn veg og getur verið nokkuð sáttur,“ segir Sigríður. „Hrafnista hefur dafnað ágætlega. Heimilið tapar ákveðnum einkennum sínum þegar það stækkar, önnur einkenni koma þá í staðinn og þjónustustigið hækkar. Hrafnista er persónulegur og þægilegur staður, vistmenn og starfsmenn una glaðir við sitt og maður á bæði margar og góðar minningar og kannski svolítinn hlut í sögu staðarins.“ Við kveðjum sómahjónin Sigríði Jónsdóttur og Kolbein Helgason með þakklæti, en hlutverk þeirra í uppbyggingu og vexti Hrafnistu verður líklega seint að fullu metið.


29

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum

TRÉSMIÐJA VERKTAKAR

IÐAVÖLLUM 6 - 230 KEFLAVÍK - SÍMI: 421 4700 - Fax: 421 3320


30

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Farmannsstarfið er sveipað ævintýraljóma” Það fer vel um þau hjónin Guðlaug Gíslason og Kristjönu Kristjánsdóttur, þar sem þau hafa komið sér fyrir á 3. hæð hinnar nýju þjónustubyggingar Hrafnistu að Brúnavegi 9 í Laugarásnum. Þangað fluttu þau Guðlaugur og Kristjana fyrr á þessu ári. Fundum þeirra bar saman um borð í strandferðaskipinu Heklu um 1960, þar sem hann var stýrimaður en hún skipsþerna á sumrin. Því er nú hartnær hálf öld liðin frá því þau kynntust. Guðlaugur fæddist að Steinstúni í Árneshreppi á Ströndum þann 22. maí 1929. Hann var einn fjögurra albræðra en á bænum voru einnig tveir fósturbræður. Þráttt fyrir hjörð sex stráka segist hann ekki minnast annars en að allt hafi gengið snurðulaust fyrir sig og uppeldið verið með hefðbundum hætti eins og þá tíðkaðist til sveita. Faðir hans átti trillu, sem hann reri á, samhliða búskapnum og mannlíf var blómlegt þarna um slóðir á þessum árum. Tvær síldarverksmiðjur voru þá á Ströndum, önnur í Djúpuvík, hin á Eyri við Ingólfsfjörð.

Tólf systkina hópur

Kristjana fæddist á Mel í

Staðarsveit á Snæfellsnesi þann 28. júlí 1926. Fjölskyldan var stór og systkinin tólf talsins. Rétt eins og hjá Guðlaugi var uppeldið hefðbundið og lífið á bænum snerist um skepurnar, ær og kýr. Faðir Kristjönu var organisti í Staðarstaðarkirkju um áratugaskeið og á heimilinu var orgel sem hann gat æft sig á. Barnaskólanámið sóttu þau að Ölkeldu. Eins og nærri má geta hjá svo stórri fjölskyldu var heimilishaldið þungt. Kristjana, sem var elst systkinanna, var rétt komin yfir fermingu er hún hleypti heimdraganum og fór til móðursystur sinnar í Reykjavík til að létta undir og vinna fyrir sér. Guðlaugur var lengur á


HRAFNISTUBRÉFIÐ

31


32

heimaslóðum en Kristjana en svo fór, að sumarið 1948 réði hann sig á Rifsnesið, sem gert var út á síld fyrir Norðurlandi eins og svo ótalmargir aðrir bátar. Næstu árin var hann áfram til sjós, ýmist á vertíðarbátum eða togurum, en 1953 tók sjómennskan annan kúrs. Guðlaugur réði sig þá á strandferðaskipið Skjaldbreið og var eftir það á hinum ýmsu flutningaskipum. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum árið 1958.

Undi sér vel á sjó

Farmennskan átti vel við Guðlaug, sem undi hag sínum vel á sjónum. En árið 1965 varð hann fyrir því að blindast á öðru auga vegna berklasýkingar. Þar með lauk stýrimannsferlinum en ekki hafði hann þó alfarið sagt skilið við stéttina. Þannig æxlaðist að 1968 fékk hann vinnu hjá Stýrimannafélagi Íslands, þótt það væri ekki nema hálfa þriðju klukkustund þrisvar í viku. Smám saman vatt það starf upp á sig og svo fór að Guðlaugur vann hjá félaginu allt fram til ársins 1999 er hann lét af störfum sökum aldurs. Þau Kristjana og Guðlaugur eyddu stórum hluta síns frítíma við vinnu austur í Laugardal þar sem Stýrimannafélagið átti orlofshús.

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Það voru mörg handtökin við að halda þessum húsum við, samhliða gróðursetningu á svæðinu og annarri umhirðu,” segir Guðlaugur. Mest voru þau hjón fyrir austan á vorin en yfir sumartímann voru húsin eftirsótt af félagsmönnum og annaðist Guðlaugur útleigu þeirra af skrifstofu félagsins. „Farmannsstarfið á árunum eftir seinna stríð og fram um 1970 er sveipað ævintýraljóma,” segir Guðlaugur. „Mikill uppgangur var í farmennskunni og skipaútgerð blómleg. Það ríkti bjartsýni og stórhugur hjá Eimskipafélaginu, Sambandinu, Jöklum, Hafskipum og hvað þau hétu nú öll skipafélögin. Áhafnir á þessum skipum voru fjölmennar og glaðværð um borð. Stoppað var lengi í höfn hverju sinni, stundum of lengi að því er sumum fannst. En þarna kynntist maður mörgum góðum félaganum og eignaðist vini fyrir lífstíð,” segir Guðlaugur brosandi.

Kynntust á Heklunni

Þau Kristjana og Guðlaugur kynntust í kringum 1960 á Heklunni og ári síðar fæddist þeim annar tveggja sona, Guðmundur. Hann er einnig stýrimaður eins og faðir hans. Þrátt fyrir þessi


HRAFNISTUBRÉFIÐ

kynni kom ekki festa í sambandið fyrr en nokkrum árum síðar er þau rugluðu saman reytum fyrir alvöru. Þau gengu í hjónaband árið 1968. Árið áður, 1967, höfðu þau eignast annan son, Gísla Stein. Hann er þroskaheftur og býr að Skálatúni í Mosfellsbæ. Lengst af sínum búskap bjuggu þau Guðlaugur og Kristjana að Háaleitisbraut 40 í Reykjavík eða í rúma þrjá áratugi, allt þar til þau fluttu í Sóltún 11 árið 2000. Að Brúnavegi 9 fluttu þau svo í febrúar sl. Út um stofugluggann er

33

stórkostlegt útsýni yfir stóran hluta borgarinnar vestan Laugardals og yfir höfnina, reyndar allt vestur á Snæfellsnes. „Við bjuggum á efstu hæðinni á Háaleitisbrautinni og höfðum þar ágætt útsýni. Í Sóltúninu var það snöggtum minna og hvarf að mestu alveg með nýbyggingum allt í kring en hér vantar ekkert upp á dýrðina,” segir Guðlaugur og það eru orð að sönnu. Maísólin glampar á hafflötinn er húsráðendur fylgja skrifara til dyra.

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum


34

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Sá sem fer fyrstur út verður skotinn” Þeir sem fæddir eru og uppaldir í Vestmannaeyjum hafa fengið orð á sig fyrir að bindast uppeldisstöðvunum sterkari tryggðaböndum en gerist og gengur með aðra Íslendinga. Heiðurshjónin Valdimar Kristjánsson og Guðrún Þorgeirsdóttir eru þar engin undantekning. Andlit þeirra ljómar í hvert sinn sem talið berst að Eyjum. Guðrún fæddist þann 1. ágúst 1927. Faðir hennar var kaupmaður, móðirin húsfreyja eins og títt var á þeim tíma. Systkinin voru fjögur og mikil samheldni einkenndi allt fjölskyldulífið. Guðrún segir það hafa verið yndislegt að alast upp í Eyjum. Eftir skólagöngu vann hún

aðallega við verslunarstörf, m.a. hjá Helga Ben. og föður sínum en lengst af vann hún í apótekinu.

Erfið vistaskipti

Valdimar fæddist einnig í Eyjum þann 9. maí árið 1927 og er því nýorðinn áttræður. Hann bjó þar


35

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Lyftu þér upp • Lyftibúnaður sem auðveldar þér að standa upp • Einfaldar stillingar • Falleg hönnun • Fjölbreytt úrval

Við leggjum þér lið Úrval af rafskutlum og hægindastólum með rafknúinni lyftu

• Snúningssæti • Mismunandi hraðastillingar • Nota má jafnt innan- sem utandyra • Einfaldar og öruggar Komdu og prófaðu – möguleikarnir munu koma þér skemmtilega á óvart. Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöf Opið 9-18 alla virka daga.

Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • eirberg@eirberg.is • www.eirberg.is


36

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Valdimar og Guðrún eignuðust þrjú börn saman. Frá vinstri: Óðinn, þá Sóley og loks Þröstur, sem lést af slysförum.

hjá foreldrum sínum til fimm ára aldurs er hann var sendur til ömmu sinnar og afa sem bjuggu undir Eyjafjöllum. Vistaskiptin voru erfið fyrir fimm ára hnokka, sem segist aldrei hafa fengið neina afgerandi skýringu á þeim. Augljóst er að enn eimir eftir af sárindum þó hann hafi flutt aftur út í Eyjar, þá kominn um fermingu. Valdimar gekk í skóla undir Eyjafjöllum og segir skólastarfið stundum hafa verið skrautlegt. „Eitt af því fyrsta sem ég man eftir úr skólanum er að mér var bent á að ég talaði ekki eins og önnur börn. Skýringin lá í því að ég talaði

norðlensku eins og mamma og það stakk í stúf,” segir Valdimar. Eftirminnilegasta atvikið úr skólanum segir Valdimar tengjast kristinfræðikennslu. Hann segir nokkra baldna nemendur ætíð hafa staðið upp og gengið út um leið og kennsla átti að hefjast í kristinfræði. Eitthvað gekk kennaranum illa að tjónka við þessa nemendur en var samt orðinn langþreyttur á athæfi þeirra. Svo fór að þolinmæðina þraut.

Kennt með vopnavaldi

„Það varð úr að kennarinn dró


37

HRAFNISTUBRÉFIÐ

fram lítinn riffil og kom honum fyrir inn í skáp. Hann sagði mér að ef nemendurnir gerðu sig líklega til þess að yfirgefa kennslustofuna við upphaf næsta kristinfræðitíma skyldi ég grípa til riffilsins. Ég tók þetta hlutverk mjög alvarlega. Næst þegar kenna átti kristinfræði stóðu sömu nemendur upp að vanda og bjuggu sig undir að yfirgefa stofuna. Ég spratt þá upp, þreif riffilinn og hrópaði: Sá sem fer fyrstur út verður skotinn! Ég man að stelpurnar í bekknum fóru að grenja en enginn reyndi útgöngu. Einhverjir eftirmálar urðu nú af þessu en ekki meiri en svo að málið var látið niður falla. Ég man ekki eftir öðru en að kristinfræðikennslan hafi gengið snurðulaust fyrir sig eftir þetta en svona uppákoma í skólastarfi í dag myndi setja samfélagið á annan endann,” segir Valdimar. Valdimar og Guðrún kynntust er þau voru um tvítugt. Hún hafði eignast dreng úr fyrri sambúð og Valdimar átti þá þegar einnig ungan son. Sonur Guðrúnar lést í slysi og annar tveggja drengjanna sem þau eignuðust saman lést einnig í slysi. Þriðja barn þeirra var stúlka, sem enn lifir. Sem ungur maður lærði Valdimar húsgagnasmíði á vel þekktu verkstæði í Reykjavík

og starfaði um tíma sem slíkur í Eyjum. Örlögin höguðu því hins vegar þannig að hann tók að sér smíðakennslu í gagnfræðaskólanum í Eyjum, segist hafa verið „hálfpartinn neyddur til þess, en lét mig hafa það,” segir hann sjálfur. Kennslunni sinnti hann í tólf ár án réttinda en fór þá í Kennaraskólann. Síðan lá leiðin í Kennaraháskólann í kjölfarið. Á meðan náminu stóð flutti öll fjölskyldan til Reykjavíkur og hélt heimili með móður Guðrúnar.

Dyggur bandamaður

„Það héldu margir að ég væri endanlega genginn af göflunum að rífa mig upp með fjölskylduna til þess að fara til náms, kominn um fertugt,” segir Valdimar. Hann átti dyggan bandamann í skólastjóra gagnfræðaskólans í Eyjum, sem jafnframt var sparisjóðsstjóri. Hann greiddi götu Valdimars og fjölskyldu hans á meðan náminu stóð. „Eftir á að hyggja hefðum við aldrei náð að ljúka þessu án hans hjálpar. Við eigum þessum manni mikið að þakka.” Námið sóttist Valdimar vel og jafnvel betur en hann reiknaði með. „Ég var nú enginn sérstakur námsmaður á yngri árum, eða kannski var áhuginn bara ekki fyrir hendi á þeim tíma. Hann


38

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Guðrún og Valdimar, ung og myndarleg hjón í blóma lífsins.

skorti hins vegar ekki þegar í Kennaraskólann var komið.” Valdimar segir engan vafa leika á því að hann hafi orðið miklu betri kennari eftir námið. Sérstaklega nefnir hann þátt Þráins Guðmundssonar, sem kenndi kennslufræðina í skólanum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en þá að ég hafði verið allt of kröfuharður við nemendur mína. Sjálfur hafði ég verið beittur miklum aga við mitt smíðanám og ég heimfærði þá reynslu yfir á kennsluna. Eftir á að hyggja var

það bæði rangt og ósanngjarnt.” Eftir námið sneri fjölskyldan aftur út í Eyjar, en flutti aftur upp á meginlandið þegar Vestmnannaeyjagosið hófst í ársbyrjun 1973. Þau Valdimar og Guðrún sneru aftur til Eyja um skamma hríð eftir goslok en fluttu svo aftur til Reykjavíkur 1975 og hafa haldið heimili á höfuðborgarsvæðinu síðan. „Hér og þar,” eins og Guðrún skýtur inn í, „en lengst af í Keilufellinu þar sem okkur líkaði ákaflega vel,” bætir hún við.


HRAFNISTUBRÉFIÐ

Það fer að líða að lokum spjallins við þau heiðurshjón. Þegar þau eru innt eftir því hvort þau hefðu viljað haga hlutunum eitthvað öðru vísi í lífinu ef færi hefði gefist segist Guðrún strax vera sátt við lífshlaupið. Valdimar hikar aðeins áður en hann svarar og hefur þá á orði, að hann vildi óska þess að hann hefði nýtt tækifæri til flugvirkjanáms betur en hann gerði á sínum tíma.

Heillaðist af flugvirkjastarfinu

„Ég fækk ómetanlegt tækifæri sem ungur maður. Starfaði við hlið lærðra flugvirkja hjá Loftleiðum og heillaðist strax af starfinu. Mér bauðst að fara í flugvirkjanám en ég veit enn ekki af hverju ég valdi ekki þá braut. Þetta lá svo vel fyrir mér því ég hafði lært iðnteikningu í smíðanáminu og gat heimfært þá þekkingu á flugvirkjastarfið. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, starfaði við neitt eins skemmtilegt og af þeim sökum er það mér óskiljanlegt að hafa ekki látið á þetta reyna.” En þannig er lífið. Oftar en ekki fetum við brautir

39

sem okkur hefði aldrei getað órað fyrir í stað þess að ganga eftir beinu brautinni sem virtist svo augljós. Hvað þroskaferli mannsins varðar gildir einu eftir á að hyggja hvaða leið valin er. Æðruleysi er lykilorð í lífinu og af því eiga þau Valdimar og Guðrún nóg. Með slíkt veganesti eru fólki flestir vegir færir. Lífshlaup þeirra heiðurshjóna er skýrt dæmi um það.


40

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Man enn þegar hlaðan fauk” Það var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja að Dufþaksholti í Hvolhreppi árið 1930 þegar hjónunum Bárði Bergssyni og Guðlaugu Jónsdóttur fæddist fimmta barnið þann 18. júní það ár. Sumarliði var drengurinn skírður og litla kotið var heimili hans næstu tíu árin. Bústofninn að Dufþaksholti var ekki stór. Sjö kýr, um 100 ær og á að giska 15 hestar að sögn Sumarliða. Samhliða bústörfunum vann Bárður faðir hans við smíðar.


41

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Systkinin voru orðin sjö áður en faðir hans lést árið 1939 af völdum magakrabbameins. Sumarliði segist enn ekki skilja hvernig móðir hans fór að því að halda heimili með öllum börnunum eftir að faðir hans féll frá. Elsta systirin var þá réttra 18 ára og því ekkert áhlaupaverk að sjá allri fjölskyldunni farborða. Sumarliði er ákaflega ern og stálminnugur. Hann segist vel muna eftir því er hlaðan á bænum fauk sumarið 1933 er hann var aðeins þriggja ára. „Það gerði skyndilega hvell af suðaustri og skipti engum togum að hlaðan gaf sig undan vindstrengnum,” segir hann.

Í óttablandinni skelfingu

Síðari heimsstyrjöldin fór ekki framhjá Sumarliða fremur en flestum Íslendingum. „Við horfðum í óttablandinni skelfingu á þýsku herflugvélarnar koma inn yfir landið en sem betur fer stóð okkur aldrei nein ógn af þeim. Skotmarkið þeirra var bækistöð bandamanna í Kaldaðarnesi í Flóanum.” Sumarliði var ekki nema 10 ára er hann hleypti heimdraganum og þrátt fyrir ungan aldur fór hann sem vinnumaður að Efra-Hvoli, þaðan sem hann gekk í skóla.

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum


42

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Þrátt fyrir að búa ekki lengur heima að Dufþaksholti var hann í ágætu sambandi við móður sína og systkini. Hann var fastráðinn vinnumaður á Efra-Hvoli árið 1945 og dvaldi þar í hálft annað ár uns hann réð sig til Guðmundar á Stóra-Hofi til jafn langs tíma. Hugur Sumarliða stóð til iðnnáms og 18 ára gamall flutti hann til Selfoss og hóf þarf störf hjá hitaveitunni. Hann leitaði fyrir sér með iðnnám en möguleikarnir voru takmarkaðir, hvort heldur var á Selfossi eða í höfuðborginni. Þrátt fyrir að vélbúnaður hvers konar heillaði varð hann að endingu að sætta sig við að komast í nám í húsamálun.

rykið af penslum og rúllum að nýju. Sem fyrr veitti málarastarfið honum litla gleði þannig að hann leitaði að annarri vinnu. Hana fékk hann sem verkstjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna og starfaði þar uns hann hætti að vinna 1998. Sumarliði er ekkert sérlega ræðinn um fjölskylduhagi en þegar á hann er gengið kemur í ljós að hann er þríkvæntur sex barna faðir. Með fyrstu konu sinni átti hann tvö börn áður en leiðir skildu og með annarri konu sinni fjögur. Leiðir þeirra skildu einnig. Núlifandi eiginkona Sumarliða liggur heilsuveil á hjúkrunarheimilinu Skjóli.

Undi sér vel í vélarrúminu

Til að stytta sér stundir horfir Sumarliði á sjónvarp eða hlustar á útvarp. Hann er fylgist vel með tíðarandanum og er með forláta fartölvu og prentara hjá sér. Á tölvuna hefur hann dundað sér við að setja inn minningabrot og á orðið drjúgt safn styttri og lengri greina. Þegar kemur að dvölinni á Hrafnistu lætur Sumarliði afar vel af sér. Hann er ánægður með allan aðbúnað sem og matinn, sem hann segir bæði bragðgóðan og fjölbreyttan. Það leynir sér ekki að starfsfólkið í sjúkraþjálfuninni

„Ég vann við málun fram til 1960 en hafði enga ánægju af því starfi, hundleiddist það satt að segja,” segir Sumarliði. En árið 1960 hljóp á snærið hjá honum er honum bauðst vinna við vélar á sjó. „Ég var með sama yfirvélstjórann í tólf ár og svo vel líkaði okkur samvinnan að hann tók mig með sér þótt hann skipti um skipsrúm. Þessi tólf ár liðu eins og leiftur, svo mikið yndi hafði ég af starfinu.” Vistin í vélarrúminu tók enda fyrr en Sumarliði hefði kosið og þá var ekki annað en að dusta

Skrifar á tölvuna


HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum

43


44

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Saknaði þess að sjá ekki sjóinn” Sturlína Sturludóttir veit hvað hún syngur, ekki síst þegar kemur að búskap, en þessi hægláti og viðmótsþýði íbúi á Hrafnistu var bóndakona í Borgarfirði í tæp 50 ár. „Ég er fædd á Ísafirði þann 8. september 1924 og uppalin í Svansvík við Ísafjörð og að Keldum í Mjóafirði. Foreldrar mínir hétu Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Sturla Þorkelsson, en faðir minn lést skömmu eftir að ég fæddist og móðir mín varð að láta okkur tvær systurnar í fóstur, en bróðir minn var áfram hjá mömmu. Þannig var nú bara gangur þessara mála á þessum tíma og ég ólst upp hjá Guðrúnu Ólafsdóttur“, segir Sturlína. „Guðrún var gift Kristmundi Kristjánssyni, sem lést og ég man lítið eftir, og síðar giftist hún Ólafi Steinssyni og þau bjuggu saman að Keldum.“ Mörgum hefur reynst erfitt að alast upp við þessar aðstæður, en Sturlínu var strax sagt hvernig í pottinn væri búið og hún ólst upp

við ástríki og væntumþykju. Hún hitti móður sína nokkrum sinnum og vissi að hún fylgdist ágætlega með afdrifum hennar. Fjórtán ára að aldri réði Sturlína sig í vist og var þar með farin að vinna fyrir sér. „Ég er nú þannig skapi farin að ég tekst á við þau verkefni sem fyrir mig eru lögð hverju sinni og mér líkaði þetta ágætlega. Ég fór heim í sveitina á sumrin. Ég fór hingað og þangað í kaupavinnu og þetta var nú bara eitthvað sem maður varð að gera, hvort sem manni líkaði það betur eða verr. Leiðin lá svo til Reykjavíkur í kringum 17 ára aldurinn og ein af sterkustu minningunum frá Reykjavík á þessum tíma er frá lýðveldishátíðinni 1944.“


HRAFNISTUBRÉFIÐ

45


46

Vatnaskil í Borgarfirði

Segja má að vatnaskil hafi orðið í lífi Sturlínu þegar hún réði sig í kaupavinnu upp í Borgarfjörð. Hún var þar tvö sumur, var í Reykjavík yfir vetrarmánuðina, en í Borgarfirði kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Sigurði Jóhannessyni. Sigurður var bílstjóri, keyrði lengstum mjólkurbíl, en hann hætti akstrinum fljótlega eftir að hjónakornin fluttu að Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu. „Við bjuggum að Þorvaldsstöðum og sinntum okkar búskap í tæp 50 ár. Ég undi hag mínum vel, ég get ekki sagt að okkur Sigurði hafi nokkru sinni sinnast og búskapurinn átti vel við mig. Það eina sem ég saknaði á Þorvaldsstöðum var að sjá ekki sjóinn, sem ég ólst upp við að hafa nánast í seilingarfjarlægð og mér líður ágætlega þegar ég sé til sjávar.“ Sigurður og Sturlína eignuðust þrjá syni, Ásgeir, Kristján og Halldór. Eftir tæplega 50 ára búskap veiktist Sigurður og það varð til þess að þau Sturlína brugðu búi. Halldór, yngsti sonur þeirra, tók við búinu að Þorvaldsstöðum og býr þar enn. Vegna veikinda sinna var Sigurður

HRAFNISTUBRÉFIÐ

á miklum þeytingi á milli spítala og sjúkrastofnana og Sturlína segir það hafa verið erfiðan og slítandi tíma.

Líður vel á Hrafnistu

„Það er auðvitað erfitt að horfa upp á ástvini sína þjást og fá ekki meina sinna bót. Það auðveldaði málið í rauninni ekki að hann var á þeytingi spítala og sjúkrastofnana á milli og það takmarkaði tíma okkar saman. Hann endaði þetta ferðalag á Sóltúni, þar sem honum leið vel og honum líkaði ágætlega. Ég bjó á þessum tíma í íbúð miðsonar okkar, Kristjáns. Sigurður lést árið 2002 og ég kom svo hingað á Hrafnistu árið 2004“. „Hér líður mér ljómandi vel“, segir Sturlína. „Starfsfólkið hér er yndislegt og gott og ég hef ekkert nema gott um Hrafnistu að segja. Hér vilja allir allt fyrir mann gera. Mér hefur liðið vel hér frá fyrsta degi, enda hef ég gott útsýni yfir sjóinn, mínir nánustu eru duglegir að heimsækja mig og ég fer í mína daglegu göngutúra. Ég get ekki ímyndað mér að til sé betri staður fyrir fullorðið fólk.“


HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum

47


48

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Mannbætandi vinnustaður að öllu leyti” Ánægja í starfi skilar sér í fullkomnu dagsverki. Svo mælti gríski heimspekingurinn Aristoteles fyrir margt löngu og speki hans hefur staðist tímans tönn. Starfsfólkið hefur alltaf verið hornsteinninn í starfsemi Hrafnistu, fólkið sem sinnir störfum sínum af elju og samviskusemi og heldur heimilinu í fremstu röð. Starfsfólkið hefur sumt unnið á Hrafnistu árum saman, sem ber staðnum og starfsandanum fagurt vitni, og sumir hafa tengst heimilinu sterkum böndum. Fáir eiga þó jafn sérstök tengsl við Hrafnistu og mæðgurnar Arnþrúður Kristjánsdóttir og Eva Dögg Hafsteinsdóttir, oftar en ekki kallaðar mæðgurnar í eldhúsinu. „Ég byrjaði að vinna á Hrafnistu 1984, þegar Eva var níu mánaða eða þar um bil“, segir Þrúða eins og hún er kölluð, þegar við spyrjum hana um upphafið. „Ég ætlaði nú bara að leysa af hérna yfir sumarið, þetta var nú ekki alveg fyrir mig að ég hélt og ég man að fyrstu vikuna spurði ég samstarfskonurnar hvernig

þær gætu eiginlega staðið í þessu vikum og mánuðum saman. Ég fann svo heldur betur svarið við þeirri spurningu, því ég er hér enn, 23 árum síðar.“

Fylgdi mömmu snemma

Eva, dóttir Þrúðu, var eins og áður segir níu mánaða þegar móðir hennar hóf störf á Hrafnistu og tengsl Evu við staðinn eru í rauninni engu lík. „Hún var í pössun hjá ömmu sinni á meðan ég var í vinnunni, en svo var hún reyndar farin að koma í heimsóknir til mín í rauninni um leið og hún var farin að standa í lappirnar“, segir Þrúða brosandi. „Svo hafði hún loksins aldur til að koma á leikskólann á Hrafnistu, sem var alveg frábært. Hún kom með mér á morgnana og ég sótti hana svo um leið og ég var búinn í vinnunni og þetta fyrirkomulag hafði mikið með það að segja að ég ákvað að halda áfram að vinna hérna. Þetta var svo ljómandi gott og réði í rauninni úrslitum, ásamt starfsandanum,


49

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Mæðgurnar í eldhúsinu, Arnþrúður og Eva Dögg.


50

varðandi það að ég hélt áfram að vinna á Hrafnistu.“ „Ég man í rauninni fyrst eftir mér einmitt á leikskólanum á Hrafnistu“, bætir Eva við. „Þetta var mjög skemmtilegt fyrirkomulag, því það var talsverður samgangur á milli kynslóðanna. Ég er eiginlega búin að vera innanhúss, svona eins og heimilisköttur, síðan mamma byrjaði að vinna hérna. Líklega er Eva einstök að því leyti að Hrafnista hefur í rauninni fylgt henni, eða verið hluti af hennar tilveru, alla ævi. „Já, það má eiginlega segja það,“ samsinnir Eva. „Ég var hér í leikskóla og var svo kominn í sumarvinnu um leið og færi gafst og ég er hér enn. Ég er reyndar í skóla og ætla að fara að snúa mér að öðru, en ég kem hingað aftur, þótt ekki sé til annars en að eyða hér ævikvöldinu.“

Starfsandi og umhyggja

Þegar mæðgurnar eru spurðar út í helstu kosti þess að vinna á Hrafnistu eru þær sammála um að það séu starfsandinn og umhyggjan sem borin er fyrir starfsfólkinu og lærdómsríkt og skemmtilegt umhverfi. „Það er afar vel hugsað um okkur,“ segir Þrúða við góðar undirtektir Evu. „Fólk myndi auðvitað ekki haldast þarna í vinnu,

HRAFNISTUBRÉFIÐ

sumir í áratugi, ef svo væri ekki,“ bætir Eva við. „Svo má alveg minnast á erlendu starfsmennina, svona í ljósi umræðna síðustu vikna. Þeir setja stórskemmtilegan svip á staðinn, eru duglegt og heiðarlegt fólk sem miðlar af reynslu sinni og hefur aðlagast okkar umhverfi og háttum.“ „Auðvitað hefur margt breyst með tímanum, Hrafnista hefur stækkað talsvert og það eitt og sér kallar á breytingar,“ segir Þrúða. „Umönnuninni og þáttum eins og hreyfingu og heilsueflingu er betur sinnt, en ég verð að viðurkenna það að ég velti því stundum fyrir mér hvort við gefum okkur nógu mikinn tíma til að setjast niður og ræða málin. Fólkið sem býr á Hrafnistu býr yfir ómetanlegri þekkingu og reynslu og líklega myndi það bara gera okkur gott að gefa okkur örlítið betri tíma til að spjalla.“ „Þetta er dásamlegur vinnustaður og hreinlega mannbætandi staður að öllu leyti. Hrafnista hefur spilað stórt hlutverk í lífi okkar Evu og það eitt að ég sé búinn að vera þarna í 23 ár segir sína sögu. Ég er ekki á förum, það er alveg á hreinu,“ segir Þrúða að lokum.


HRAFNISTUBRÉFIÐ

51

Byrjaði að mála á Hrafnistu Guðfinna Magnúsdóttir listakona bar sigur úr býtum í samkeppni um mynd á jólakort Hrafnistu á síðasta ári. Guðfinna fékk fallegan skjöld, blóm og konfekt í verðlaun en aðalviðurkenningin fólst auðvitað í því að fá mynd eftir sig á jólakort sem send voru út um allt land. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að teikna en ég er þó ekkert listmenntuð. Ég lærði auðvitað myndlist í grunnskóla og það var uppáhaldsfagið mitt öll mín skólaár,” segir Guðfinna. Hún hafði ekki málað áður en hún flutti á Hrafnistu en fyrstu kynni hennar af penslinum voru einmitt í föndurherberginu þar. „Ég byrjaði á því að mála á tau og bjó til fallega púða sem ég er meðal annars með í herberginu mínu. Því næst tók ég til við að mála á dúka og byrjaði svo að mála myndir. Ég held að ég hafi málað um 20-30 myndir

en meirihlutann af þeim hef ég gefið eða selt.” Hún hefur þó ekki látið þær allar frá sér en veggir herbergisins eru skreyttir með nokkrum af hennar fallegustu málverkum. Á árum áður var Guðfinna einnig mjög dugleg að sauma en hún hefur nú alveg lagt þá iðju á hilluna og einbeitir sér þess í stað að penslinum.


52

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Vantar alltaf fólk” Það gustar ekki beint af hinni smávöxnu Marjorie Amabao en hún veit vel hvað hún syngur. Þessi geðþekki hjúkrunarfræðingur, sem kom hingað til lands rétt fyrir aldamótin gengur fumlaust til verks þar sem hún starfar á hjúkrunardeild A-3. Ekki veitir af festu í starfinu því álagið er mikið og margt heimilisfólkið í mikilli umönnunarþörf. „Ég kom hingað til Íslands í fyrsta sinn þann 13. október 1999,” segir Marjorie sem er frá Bohol á Filippseyjum. „Ég átti frænku hér sem ég hafði beðið um að

kanna atvinnumöguleika fyrir mig. Einn daginn færði hún mér þau tíðindi að ég hefði fengið hér atvinnuleyfi, en þó ekki sem hjúkrunarfræðingur. Til þess þurfti


53

HRAFNISTUBRÉFIÐ

ég að læra málið,” segir hún og brosir. Íslenskan hennar er orðin ljómandi góð.

Skildi ekki neitt

„Ég skal alveg játa það að mér leist ekkert á það sem ég sá hér fyrst og ég skildi auðvitað ekki eitt aukatekið orð í málinu. Ég komst í íslenskutíma með hópi fólks frá Víetnam, sem hvorki talaði íslensku né ensku. Þetta var erfiður tími en maður lærði kannski hraðar fyrir vikið,” segir hún hróðug. En margur er knár þótt hann sé smár. Það á einkar vel um Marjorie. Hún stundaði íslenskunámið af miklu kappi með vinnu. Hún kom ein síns liðs til Íslands en kynntist hér landa sínum. Þau eru nú gift og eiga tvær dætur, 3ja og 5 ára. Þau hjónin eru dugleg, hann vinnur á morgnana en hún á kvöldin meðan hann gætir dætranna. Marjorie líkar lífið á Íslandi ágætlega en segist samt sakna heimahaganna. „Það er svo kalt hér,” segir hún og brosir. Bætir svo við: „Kannski förum við aftur til Filippseyja einhvern tímann. Við erum að reyna að leggja fyrir til þess að kaupa okkur hús þar en auðvitað verður maður líka að hafa atvinnu. Við fórum þangað fyrir fjórum árum og þá hitti ég

hjúkrunarfræðinga sem höfðu lokið námi með mér en höfðu enn ekki fengið vinnu. Þá var ég búin að vera hér í fjögur ár í vinnu.”

Sérstök upplifun

Lífið á Hrafnistu var Marjorie framandi fyrst er hún hóf þarf störf í umönnun áður en hún fékk leyfi til að starfa sem hjúkrunarfræðingur. „Við erum vön því heima að börnin annist foreldra sína þegar þeir eldast en þannig er það ekki hér. Fyrir mér var því dálítið sérstök upplifun að annast gamalt fólk sem ég ekkert þekkti. En þetta venst auðvitað eins og allt annað.” Á deildinni hennar Marjorie eru núna 19 heimilismenn en voru rúmlega 30 þegar hún hóf störf. Þrátt fyrir færra heimilisfólk segir hún helsta vandann vera álag á starfsfólk vegna manneklu. „Það vantar því miður alltaf fólk í öll störf og það virðist verða stöðugt erfiðara að manna þær stöður sem eru lausar. Ef ég ætti eina ósk varðandi Hrafnistu væri það að hægt væri að veita fólkinu okkar enn meiri þjónustu,” segir þessi glaðlega kona í lokin.


54

HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Miklar framfarir orðið hér” „Þegar ég hóf störf á hjúkrunardeild árið 1982 voru hér 36 manns í 6 herbergjum, nú eru 19 manns í sama heildarrými eða jafnaði 3 í herbergi. Aðeins á tveimur hjúkrunardeildum af fimm eru fjölbýli og er verið að fækka á þeim báðum. Það er mikil framför

frá því sem áður var og í raun er þetta aðeins eitt af mörgum skrefum sem stigin hafa verið til framfara á þeim aldarfjórðungi sem ég hef verið hér,” segir Hrafnhildur Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Hrafnistu í Reykjavík.


55

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnhildur segir allt viðhorf til aðbúnaðar eldra fólks og sjúklinga hafa gerbreyst. Það sem þótti sjálfsagt fyrir nokkrum áratugum þyki alls ekki boðlegt í dag. „Það hafa orðið miklar breytingar hér á Hrafnistu. Ekki aðeins hafa orðið stórfelldar endurbætur á húsnæðinu, heldur einnig á tækjakosti og allri þjónustu,” segir hún.

Öflugt félagsstarf

Sem fleiri dæmi um framþróunina á Hrafnistu nefnir hún öflugra félagsstarf en nokkru sinni, aukna félagslega aðstoð, sjúkraþjálfun, sundlaug, iðjuþjálfun, starfandi prest og svo samskiptafulltrúa, sem fylgir nýju heimilisfólki eftir fyrstu mánuðina. „Hér er geysilega öflugt félagsstarf alla daga vikunnar þannig að hér ætti engum að leiðast sem á annað borð vill taka þátt í því.” Deildin er mönnuð um 40 starfsmönnum en stöðugildin eru á þriðja tug. Í nógu er að snúast hjá Hrafnhildi því undir hana heyra 140 heimilismenn á Hrafnistu en voru 204 þegar hún tók við núverandi stjórnunarstöðu árið 1984. Hrafnhildur segir að verr hafi gengið að manna stöður á deildinni undanfarin ár en

áður, sem rekja megi beint til stóraukinnar samkeppni um fólk á vinnumarkaði. Hún segir það stundum gleymast í umræðunni um skort á hjúkrunarfræðingum, að menntun þeirra sé orðin svo góð og fjölbreytt að þeir séu eftirsóttir starfskraftar jafnt utan heilbrigðisgeirans sem innan hans.

Fólk kemur inn veikara

Þegar Hrafnhildur er spurð að því hvaða mun hún sjái helstan á heimilisfólkinu, sem nú kemur inn á Hrafnistu samanborið við áður fyrr, segir hún að almennt sé það mun veikara. „Það er að heita má alveg liðin tíð að hingað komi inn fólk sem er enn í fullu fjöri til þess að eiga áhyggjulaust ævikvöld, eins og einu sinni var haldið svo mjög á lofti. Breyttar áherslur og aukin heimaþjónusta gerir það að verkum að fólk sem vel er á sig komið heldur heimili með hjálp eins lengi og það getur. Ég tel að það séu ekki nema nokkur ár í að þetta dvalarheimili verði orðið hjúkrunarheimili að stærstum hluta. Þróunin er einfaldlega þannig og Hrafnista hefur ætíð lagt sig fram um að fylgja nýjum straumum í öldrunarþjónustu,” segir Hrafnhildur í lokin.


56

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Þakklát fyrir að fá að vinna áfram Halldóra Þórhallsdóttir er á 73. aldursári en lætur samt engan bilbug á sér finna og vinnur á vöktum allan ársins hring við umönnunarstörf á Hrafnistu í Reykjavík. „Mig langar ekkert til þess að hætta að vinna á meðan ég hef fulla heilsu. Ég held ég yrði svo óttalega löt ef ég hætti að vinna,” sagði Halldóra er við ræddum stuttlega við hana. Tæp 38 ár eru liðin frá því Halldóra hóf störf í umönnun á Hrafnistu, upphaflega sem afleysingamanneskja. Hún hafði áður reyndar verið um hríð við ræstingavinnu í Laugarásbíói, sem þá var einnig í eigu Sjómannadagsráðs. Halldóra er fædd á Bakkafirði 1934 en fluttist með foreldrum sínum til Keflavíkur 1947. Eftir fjögurra ára dvöl þar flutti fjölskyldan aftur austur, en Halldóra lagði land undir fót á ný og var komin til Reykjavíkur tvítug að aldri.

„Það hefur auðvitað margt breyst hér á þeim tíma sem ég hef unnið hérna. Heimilisfólk þarf meiri hjálp en áður og flestir nota einhvers konar stoðtæki. Fyrstu árin mín hér kom fólk hér inn í fullu fjöri,” segir Halldóra, sem lengi vel vann eingöngu á kvöldvöktum vegna heimilisaðstæðna. „Ég var með stórt heimili og því hentaði betur að vinna á kvöldin,” segir hún. „Ég er vinnuveitendum mínum þakklát fyrir að leyfa mér að vera áfram í vinnu, það eru ekki allir vinnustaðir svo sveigjanlegir. Ég er annars þeirrar skoðunar að fólk eigi að fá að hafa val um það hvort það hættir störfum við 67 ára aldur eða ekki. Ég vona að ég fái að vera hér sem lengst en jafnframt leyfi ég mér að vona að ég verði látin vita um leið og eitthvað vantar upp á að ég skili af mér því starfi sem ég er ráðin til að gegna,” segir Halldóra hress í bragði.


HRAFNISTUBRÉFIÐ

57


58

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Góðir gestir hafa ætíð sótt Hrafnistu heim í gegnum tíðina. Hér syngur Sigurður Björnsson óperusöngvari fyrir heimilisfólkið.

Það gat oft verið líf og fjör í leikfiminni hjá henni Sirrý á árum áður.


59

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Aðstaða starfsfólks þótti í upphafi hin glæsilegasta. Með lækninum á myndinni er Sigurjón Einarsson, fyrsti forstjóri Hrafnistu.

Svipmyndir úr sögu Hrafnistu

Rífandi stemning á veiðarfæradeildinni.


60

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Baldvin Þ. Jónsson, þáverandi forstjóri Happdrættis DAS (t.v.), heilsar hér forseta Íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni, í heimsókn að Hrafnistu 1960.

Forsetinn ræðir við einn heimilismanna, sem er í sínu fínasta pússi í tilefni dagsins.


HRAFNISTUBRÉFIÐ

61

Maturinn á Hrafnistu þykir ekkert slor en stundum er gaman að bregða sér af bæ. Hér er heimilisfólk í hópferð á Tommaborgara, sem voru upp á sitt besta um miðjan níunda áratuginn.

Hrafnista hefur um árabil notið margvíslegs stuðnings. Hér eru forsvarsmenn stéttarfélaga sjómanna að afhenda hjúkrunardeildinni ný sjúkrarúm um miðjan áttunda áratuginn. Lengst t.v. er Rafn Sigurðsson, þáverandi forstjóri Hrafnistu.


62

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Það var múgur og margmenni við formlega vígssluathöfn Hrafnistu árið 1957.

Laugarásbíó hóf starfsemi sína í húsnæði, þar sem nú er matsalur (Blái borðsalurinn) Hrafnistu. Þessi mynd er líklegast tekin um 1960 af prúðbúnum gestum fyrir sýningu.


63

HRAFNISTUBRÉFIÐ

TAKTU fiINN L†SISTÍMA Á HVERJUM HV DEGI fiVÍ A‹...

„Sto›rannsóknir, en ekki endanlegar rannsóknir s‡na „Sto a› neysla á EPA og DHA omega-3 fitus‡rum getur dregi› úr hættu á kransæ›asjúkdómum“. dre Fréttabla›i›, Fr 1. mars 2005

w w w . l y s i . i s


64

HRAFNISTUBRÉFIÐ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.