Hrafnista_1-36

Page 1

HRAFNISTU br éf ið 1. tölublað, 36. árg. Júní 2009


2

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Völker húsgögn sérstaklega hönnuð með aldraða í huga.

Eiginleikar – Sérstakt lag á örmum gefa gott grip ásamt góðri sethæð, auðveldar fólki að setjast og standa upp. – Margar tegundir stóla í boði s.s. armlausir stólar, armstólar, stólar með háu baki, hægindastólar með eða án færslu o.s.frv.

– Sessurnar eru með – Borðin eru í hæð sem vatnsheldri varnarfilmu undir hentar einnig fyrir afar slitsterku áklæði sem hjólastólanotendur. hægt er að taka af á afar einfaldan hátt og þvo við 60 – Sérstök varnarfilma á gráður. Mikið úrval lita og borðplötu til að verja gegn áferða. miklu álagi.

– Hægt að fá borð í mörgum stærðum eftir óskum hvers og eins. – Einnig fáanleg sófaborð, lítil hringborð, lítil borð á milli stóla o.s.frv.

– Hjól í framfótum sem gerir það auðveldara að hreyfa stólinn (hægt að fá án hjóla).

Völker húsgögn eru í notkun m.a. á eftirtöldum hjúkrunarheimilum:

Völker húsgögn er m.a. í notkun á eftirtöldum Heilbrigðisstofnunum:

Hrafnista Laugarási og Vífilsstöðum, Sunnuhlíð Kópavogi, Hornbrekku Ólafsfirði, Hlíð Akureyri, Höfða Akranesi, Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri, Hjallatúni í Vík, Garðvangi í Garði, Sólvangi í Hafnarfirði, Naust á Þórshöfn, Dalbær Dalvík.

Austurlands-Egilsstöðum, Neskaupsstað og Vopnafirði, SuðurlandsSelfossi, Suðurnesja-Keflavík, Sauðárkróki, Þingeyinga-Húsavík, Akranesi, St. Jósefspítala-Hafnarfirði, Landspítala Fossvogi.

Síðumúli 16 108 Reykjavík

Sími 580 3900 Fax 580 3901

fastus@fastus.is www.fastus.is


HRAFNISTU br éf ið Forsíðumyndina að þessu sinni tók Hreinn Magnússon af Sveinbirni Kristjánssyni á smíðaverkstæði Hrafnistu í Hafnarfirði.

Útgefandi: Hrafnistuheimilin í Reykjavík og Hafnarfirði Ábyrgðarmaður: Pétur Magnússon Umsjón: KOM almannatengsl ehf. Umbrot og hönnun: svarthvítt ehf. Ljósmyndir: Sigríður Hjálmarsdóttir, Eittstopp/Hreinn Magnússon o.fl. Forsíðumynd: Eittstopp/Hreinn Magnússon Prófarkir: Bolli Valgarðsson/KOM ehf. Prentvinnsla: Svansprent ehf. Upplag: 2000


4

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Sumarkveðja frá Hrafnistu

Á

rið 2008 var sannarlega viðburðarríkt í sögu Hrafnistu en líkt og síðustu ár voru rekin fjögur öldrunarheimili undir merkjum Hrafnistu og Sjómannadagsráðs; í Reykjavík, Hafnarfirði, Vífilsstöðum og Víðinesi. Í starfsemi ársins báru hæst gríðarlegar breytingar á húsnæði Hrafnistu í Reykjavík. Breytingar þessar miða að því að svara kröfum nútímans og færa skipulag Hrafnistu í nútímalegt horf. Framkvæmdirnar ná til nær alls húsnæðis Hrafnistu í Reykjavík og verða gerðar í markvissum áföngum til að sem minnst rask verði. Reiknað er með að allt breytingaferlið taki þrjú til sjö ár og er kostnaður áætlaður nálægt einum milljarði króna. Vegna breytinganna hefur heimilisfólki fækkað talsvert og tekjur heimilisins að sama skapi dregist saman. Þá einkenndist árið einnig af gríðarlegri manneklu og óhagstæðum gengisbreytingum, sem gerðu það að verkum að

fjárhagslegur rekstur var með erfiðasta móti, sérstaklega hjá Hrafnistu í Reykjavík. Stjórnendur og starfsfólk þurfa nú að snúa bökum saman á næstu árum til að unnt sé að hagræða í rekstrinum því aðeins þannig mun Hrafnistu-skútan geta siglt í þeim ólgusjó sem framundan er. Ég er sannfærður um að það mun takast. Það er ljóst að mannauðurinn, starfsfólk Hrafnistu, er dýrmætasta auðlind Hrafnistu. Mannauðsmál skipuðu stóran sess á síðasta ári. Í upphafi ársins glímdu Hrafnistuheimilin við mikla manneklu með tilheyrandi yfirvinnu og vinnuálagi sem reyndi mjög á starfsfólk og gerði reksturinn erfiðan. Undir lok ársins snérist þetta hins vegar alveg við. Fullmannað var á öllum deildum og okkar fólk náði yfirhöndinni í baráttunni við aukavaktir og yfirvinnu. Vonandi verða heimilisfólk og ættingjar varir við jákvæðar breytingar vegna þessa. Ánægjulegt er að sjá að framtíð Hrafinstu er glæst og framundan


5

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Pétur Magnússon, framkvæmdastjóri Hrafnistu og Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra takast í hendur að lokinni undirskrift vegna samstarfssamnings um rekstur tveggja nýrra deilda á Hrafnistu í Reykjavík.

eru fjölmörg spennandi verkefni sem gaman verður að takast á við. Hrafnistubréfið hefur verið gefið út tvisvar á ári síðustu ár. Það er prentað í 2000 eintökum og dreift víða um land. Reynt er að fjalla um nokkur af helstu atriðum í starfinu sem vonandi gefa lesendum góða innsýn í það viðamikla og margþætta starf sem fram fer á Hrafnistuheimilunum. Þetta er þó alls ekki tæmandi umfjöllun. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Hrafnistu,

hrafnista.is, en þar bætast stöðugt við nýjar fréttir í hverri viku. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka starfsfólki, stjórnarmönnum, heimilisfólki og ættingjum fyrir mjög hlýjar og góðar móttökur og ánægjulegt og árangursríkt samstarf á árinu 2008. Jafnframt óska ég ykkur gleðilegs sumars.

Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna


6

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Veðurfræðingur með ævintýraþrá Ingólfur Aðalsteinsson hefur lagt ýmislegt fyrir sig á lífsleiðinni og hafði snemma óstöðvandi áhuga á að sækja sér menntun enda lét hann ekkert hindra sig í því að læra.

I

ngólfur ólst upp í Brautarholti í Dölum eftir að hafa búið fyrstu tvö ár ævi sinnar á Hamraendum í Dalasýslu. „Það var árið 1925 sem foreldrar mínir fluttu í nýbyggingu sem afi minn hafði

byggt í Brautarholti og opnað þar verslun, sem faðir minn tók síðan við,“ segir Ingólfur sem hjálpaði til við búskapinn frá unga aldri þar sem hann var elsti sonurinn. „Það var svo sem ekki mikill búskapur


7

HRAFNISTUBRÉFIÐ

heldur bara rétt fyrir heimilið og það féll í minn hlut að aðstoða við hann.“ Skólaskyldan á uppvaxtarárum Ingólfs í Dalasýslu var átta vikur á vetri fyrir tíu til fjórtán ára börn. „Ég var hins vegar svo forvitinn að vita hvað væri að gerast í skólanum að það var ekki nokkur friður fyrir mér. Þegar ég var átta ára fengu foreldrar mínir undanþágu fyrir mig til að fara í skólann og ég lauk honum þegar ég var tólf ára. Mér fannst óskaplega skemmtilegt í skólanum,“ segir Ingólfur og brosir. Eftir tíu ára aldur var hann í vegavinnu yfir sumartímann þar sem hann starfaði sem kúskur en það fólst í að teyma dráttarhestana sem fluttu mölina í vegina. „Þetta gerði ég frá klukkan sjö á morgnana til sjö á kvöldin. Ég man að fyrsta kaupið sem ég fékk voru 45 aurar á tímann en fullorðnir voru með 90 aura. Vinnan þótti góð því sjaldnast sá fólk nokkra peninga,“ segir Ingólfur og nefnir sem dæmi að í verslun föður hans hafi allt verið skrifað og sendir út reikningar um áramót fyrir vörunum.

Öflugur námsmaður „Eftir fullnaðarprófið í barnaskólanum var ég alltaf að hugsa um hvað mig langaði mikið til að fá meiri menntun og árið 1940 ákvað ég með sjálfum mér að ég ætlaði að fara í skóla.“ Ingólfur gekk inn til foreldra sinna að kvöldlagi og sagði þeim frá þeirri ákvörðun að hann ætlaði á Laugarvatn til náms, sem þau samþykktu. „Á Laugarvatni voru tvær deildir, eldri og yngri deild. Mér fannst ég þurfa að flýta mér svo mikið við að ná mér í menntun að ég vildi fara beint í eldri deild. Ingólfur þreytti þá skyndipróf í íslensku og Íslandssögu og stóð sig nógu vel til að vera hleypt í eldri deildina. Frá Laugarvatni útskrifaðist hann með næsthæstu meðaleinkunnina í skólanum. „Ég ákvað að halda áfram námi og sótti um inngöngu í Menntaskólann á Akureyri og fór þar beint í annan bekk. Ég var settur í B bekkinn sem var fyrir lakari nemendur. Mér gekk hins vegar það vel í náminu að um vorið var ég hæstur yfir bæði A og B bekkinn.“ Árangurinn kom


8

Ingólfi verulega á óvart enda höfðu hinir nemendurnir verið lengur í námi en hann. „Ég var alltaf hræddur um að ég yrði rekinn á gat og verða mér til skammar,“ segir hann og hlær.

Úr læknisfræði í veðurfræði Ingólfur útskrifaðist úr stærðfræðideild MA árið 1946 og ákvað að fara í háskóla þótt hann hefði enn ekki ákveðið hvað hann ætlaði að læra. „Loks datt mér í hug að ég gæti orðið góður læknir svo ég innritaði mig í læknisfræði. Um vorið frétti ég af því að eitt herbergi í háskólanum væri nýtt til krufninga fyrir læknadeildina og þar sem ég var svo áhugasamur um líffærafræðina þá smeygði ég mér þar inn þegar farið var í krufningu um vorið. Ég fékk hins vegar talsvert sjokk þegar ég sá að maðurinn sem var verið að kryfja var mágur föður míns, giftur föðursystur minni, en ég vissi ekki að hann væri látinn,“ segir Ingólfur sem lét einn vetur í læknisfræðinni duga. „Ein af ástæðunum fyrir því var að ég var trúlofaður á þessum tíma og sá fram á að ef ég héldi áfram í læknisfræðinni þá gæti ég ekki stofnað heimili fyrr en eftir tíu

HRAFNISTUBRÉFIÐ

ár eða svo,“ segir hann brosandi en Ingólfur kynntist eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ólafsdóttur, í Menntaskólanum á Akureyri. Eftir árið í læknisfræðinni var það nefnt við Ingólf hvort hann langaði ekki í veðurfræði. „Þá minntist ég þess að veðurstofustjórinn hafði komið í heimsókn til okkar í MA til að hvetja okkur til að læra veðurfræði því það vantaði veðurfræðinga. Ég ákvað þá að fara í skóla í Stokkhólmi sem var rekinn af sænsku veðurstofunni.“ Að loknu námi stofnuðu þau hjónin heimili í Reykjavík og bjuggu þar í þrjú ár eða þar til Ingólfur var ráðinn til veðurstofunnar á Keflavíkurflugvelli. Þar starfaði hann í 23 ár. „Stofan var rekin af íslensku veðurstofunni og Bandaríkjaher og var fín samvinna þar á milli.“

Ógleymanleg sigling „Árið 1962 ákváðum við kollegi minn, Ólafur Einar, að gera eitthvað óvenjulegt í fríinu okkar, eitthvað sem ekki var venja að gera í okkar starfi en við áttum alltaf ágætis vaktafrí. Ég ákvað á endanum að fara í siglingu


HRAFNISTUBRÉFIÐ

9

Ingólfur Aðalsteinsson kynntist eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ólafsdóttur, á námsárunum í Menntaskólanum á Akureyri. Þau búa nú saman á Hrafnistu í Hafnarfirði.

sem verkamaður. Ég labbaði þá til Samskipa og spurði hvort þar vantaði ekki starfsmann í millilandasiglingar. Ég var spurður hvað ég gæti gert og ég svaraði því til að ég gæti gert allt en vildi helst ekki vera skipstjóri í fyrstu ferð,“ segir Ingólfur fullviss um að hafa verið tekinn sem hvert annað fífl enda var honum sagt að ekkert væri fyrir hann að hafa hjá Samskipum. „Tveimur dögum síðar var hringt í mig og

mér sagt að Dísarfellið væri statt í Keflavík. Þar vantaði kokk og ég ákvað að drífa mig í það.“ Ingólfur sigldi með skipinu til Rostock í Austur-Þýskalandi. „Það er reynsla sem ég gleymi aldrei, að koma til Austur-Þýskalands þegar kommúnistastjórnin var þar því heimamenn voru svo hræddir að það voru alltaf verðir allt í kringum okkur. Ef við vildum fara í land þá rifu verðirnir í sundur bréfmiða, létu okkur hafa annan


10

hlutann og héldu sjálfir eftir hinum. Svo þegar við komum til baka þá báru þeir miðana saman til að athuga hvort þeir pössuðu. Það var nefnilega svo mikil hræðsla við að fólk væri að flýja og ýmislegt. Á veitingastað í Rostock hittum við bryta sem talaði ágæta ensku og sagði okkur að flesta langaði til að komast vestur fyrir múrinn. Hann sagði konuna sína komna yfir en það væri þó hættulegt því margir væru skotnir við að reyna. Ég var nokkuð undrandi á hvað hann þorði að segja okkur mikið því það hefði getað reynst honum mjög hættulegt ef það kæmist upp.

Framkvæmdastjóri og forstjóri „Að lokinni ferðinni tók ég aftur til starfa á veðurstofunni og vann þar þangað til árið 1975. Þá hafði ég fengið nóg af þeirri vinnu. Ég vann tólf tíma vaktir þarna og orðinn þreyttur á því og fannst ég að auki vera að svíkjast um uppeldið á börnunum,“ segir Ingólfur sem eignaðist með konu sinni sex börn á árunum 1948-1962 og eiga þau nú ellefu barnabörn og sex barnabarnabörn. Eftir að hann

HRAFNISTUBRÉFIÐ

hætti störfum hjá veðurstofunni tók Ingólfur að sér að verða framkvæmdastjóri Hitaveitu Suðurnesja. „Það var þó ekki að mínu eigin frumkvæði að ég sótti um það heldur var það einn af stjórnarmönnunum í Hitaveitu Suðurnesja sem stakk upp á því við mig að ég sækti um starfið. Ég hafði verið í hreppsnefnd í Njarðvíkum, þar sem ég bjó, og hafði mikinn áhuga á uppbyggingu hitaveitu og skipti mér af því sem áhugamaður og borgari.“ Þegar starfið var auglýst sóttu ellefu um starfið svo Ingólfur segist hafa orðið dálítið hissa þegar hann var ráðinn. „Tveimur til þremur árum síðar var ég gerður að forstjóra og gegndi því starfi í sautján ár eða þar til ég hætti að vinna árið 1992. Þetta var mjög áhugavert starf sem krafðist heilmikilla ferðalaga um heiminn,“ segir Ingólfur sem nú hefur búið ásamt eiginkonu sinni á Hrafnistu í Hafnarfirði síðan í lok október á síðasta ári. „Ég trúi því að það finnist ekki betri staður fyrir gamalt fólk,“ segir hann brosandi.


11

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Heilsudagar á Hrafnistuheimilunum Vikuna 30. mars til 3. apríl voru haldnir árlegir heilsudagar á vegum starfsmannafélaganna á Hrafnistu. Í tengslum við þá var gefið út blað heilsudaga, Heilsa og lífstíll. Ýmislegt var gert með það að markmiði að styrkja líkama og sál. Boðið var upp á heilsumatseðil, ávaxta- og safatorg, gönguhópa, púttkennslu, leikfimi, línudans og slökun auk þess sem Teresa Noabkowska kenndi ávaxtaútskurð, svo eitthvað sé nefnt. Hægt var að fá blóðþrýstings- og blóðsykursmælingar og ráðleggingar frá hjúkrunarfræðingum Hrafnistu varðandi niðurstöður mælinganna. Einnig var boðið upp á ýmsa fyrirlestra og fræðslu er varða bætta heilsu og betra líferni. Þar á meðal var fyrirlestur Ingibjargar Stefánsdóttur frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur ,,Hættu

fyrir lífið” og fyrirlestur Erlu V. Jónsdóttur og Elínar Jónsdóttur sjúkraþjálfara á Hrafnistuheimilunum um bak og herðaverki. Á lokadaginn var margt skemmtilegt gert, m.a. var farið í útileiki, haldin var deildakeppni um flottustu höfuðfötin og Harasystur komu í heimsókn. Að kvöldi lokadagsins stóð Starfsmannafélag Reykjavíkur fyrir keilumóti þar sem deildirnar kepptu sín á milli. Þar mátti ekki aðeins sjá snilldartakta heldur voru búningar starfsmanna hver öðrum glæsilegri.


12

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Guðfinna Björnsdóttir aðstoðar Baldur Björnsson við æfingar á Vífilsstöðum.

Dansað og sungið í hverri viku Guðfinna Björnsdóttir hefur starfað sem sjúkraþjálfari á Vífilsstöðum frá því í júní 2004. Hún er ánægð með starfið á hjúkrunarheimilinu og segir það afskaplega gefandi og þroskandi.

Á

Vífilsstöðum er nær stöðug dagskrá alla daga segir Guðfinna. „Á heimilinu er starfsmaður sem sér um virkni, Sigríður Ingólfsdóttir, og er hún með fjölbreytta dagskrá. Alla föstudaga er samverustund með

fólki af öllum hæðum heimilisins, sem ég og annar starfsmaður, Sigríður, sjáum um. Þá myndum við stóran hring í salnum og ég byrja á léttri leikfimi í um hálftíma. Oft dönsum við saman og skemmtum okkur vel. Síðan


13

HRAFNISTUBRÉFIÐ

tekur Sigríður við og býður upp á sérrý,“ segir Guðfinna og hlær. Hún segir að allir syngi saman áður en farið sé í hádegismat en föstudagssamveran fer fram milli kl. 11 og12. Guðfinna segir að föstudagssamveran mælist mjög vel fyrir og sumir mæti nær undantekningarlaust. Að jafnaði taki þó um helmingur heimilismanna þátt í föstudagssamverunni.

Miklir möguleikar til útivistar

Sjúkraþjálfuninni fylgir einnig heilmikil dagskrá fyrir heimilisfólk. Talsvert er um göngu- og styrktaræfingar en tæpur helmingur heimilismanna á Vífilsstöðum er í einhvers konar þjálfun eða meðferð í sjúkraþjálfun. Spurð hvort fólk fari mikið út að ganga í fallegu umhverfi Vífilsstaða segir Guðfinna: „Við reynum að fara eins mikið út og hægt er en ég á mér þann draum að útivistarsvæðið verði aðgengilegra fyrir heimilisfólkið. Vonandi verður aðstaðan betri síðar, bæði með göngustígum og íverustað,“ segir Guðfinna og bendir á að við hliðina á heimilinu sé skáli sem tilvalið væri að nýta til útiveru. „Þessi skáli var notaður fyrir berklasjúklinga

á síðustu öld en þakið fauk af honum á áttunda áratugnum. Ég sé þarna heilmikla möguleika til að byggja upp skemmtilegan stað fyrir heimilisfólkið. Við höfum aðeins prófað okkur áfram með kartöflurækt í skálanum og vonandi fæ ég einhverja með mér í það í sumar. Það er nokkuð sem þessi kynslóð þekkir mjög vel og er eflandi fyrir fólk.“

Þrekhringur og verkjameðferð

Guðfinna segir starf sitt sem sjúkraþjálfari á Vífilsstöðum vera fjölbreytt. Það snýst um ýmiss konar þjálfun sem er sniðin að þörfum hvers og eins en einnig um að minnka verki með aðferðum sjúkraþjálfunar. Á endanum snýst þetta auðvitað um lífsgæði heimilisfólksins. „Flestir sem koma í sjúkraþjálfun til mín hitta mig tvisvar í viku, þeir sem best eru á sig komnir líkamlega mæta í þrekhring en margir koma í verkjameðferð og heita bakstra enda eru margir með langvinna verki.“ Einn liður í starfi Guðfinnu er að sjá um alls kyns hjálpartæki fyrir heimilisfólkið eins og hjólastóla, göngugrindur og fleira. „Það er mjög mikilvægt að finna rétta hjólastólinn fyrir hvern og einn


14

og stilla þannig að fólki líði vel en stólarnir þurfa að uppfylla mörg skilyrði. Það skiptir öllu máli fyrir líðan fólks sem situr í stól marga klukkutíma á dag að stóllinn sé góður og henti hverjum og einum sem allra best,“ segir hún og nefnir sem dæmi að taka þurfi tillit til verkja, sára og ekki síst sjálfsvirðingar fólks því stóllinn verði ákveðinn hluti þess sem í honum situr. „Þess vegna viljum við líka hafa hann hreinan, fínan og huggulegan.“

Hvenær byrjar öldrun?

Öldrunargeirann segir Guðfinna mjög gefandi því þar starfi hún með fólki sem hafi frá miklu að segja. „Það má segja að líkamsvirkni fólks sé ákveðið áhugamál hjá mér enda er ég í framhaldsnámi í sjúkraþjálfun fyrir aldraða. Námið flokkast undir heilbrigðisvísindi en ég legg áherslu á lýðheilsu aldraðra og líkamsvirkni.“ Hún segir öldrunargeirann bjóða upp á ýmsa möguleika enda sé í mörg horn að líta því sviðið sé vítt. „Síðan má auðvitað velta upp spurningunni: Hvenær byrjar öldrun?“

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum


15

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Vísnagátur Fyrsta gáta

Önnur gáta

Hvað er það dýr í heimi harla fagurt að sjá skrýtt með skrauti og seimi skreyti ég það ei má.

Þrír bræður komu á bæ. Sá fyrsti hét það sem liðið er. Annar hét það sem er í dag. Þriðji hét það sem kemur á eftir.

Snemma á fjórum fótum fær sér víða fleytt en gengur þó ei greitt. Þá sól hefur seinna gengið sjálfan í hádegis stað. Tvo hefur fæturna fengið frábæra dýrið það. Gerir um grundir renna geysi hratt og skjótt og framber furðu fljótt. Þá sól er að hníga í sæinn og sína birtu ei ljær dregur á enda daginn dýrið geyst þá ei fer.

Þriðja gáta Kom ég að óhreinindum sauða. Var gefið að drekka úr örnefni fjallalindar Húnvetninga. Hvar komstu? Úr hverju var drukkið? Hvað var drukkið?

Fjórða gáta Höllin þetta heiti ber. Heiti konu líka fann. Góða lesa líkar mér Laginn maður þetta kann.

Förlast þá að flestu fætur hefur það þrjá og þrammar þunglega þá.

Svörin finnast á bls. 34


16

Líf og starf á Hrafnistu

HRAFNISTUBRÉFIÐ


HRAFNISTUBRÉFIÐ

Líf og starf á Hrafnistu

17


18

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Þegar sálin fer á kreik Árið 1991 gaf Forlagið út bókina Þegar sálin fer á kreik, æviminningar Sigurveigar Guðmundsdóttur eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrum utanríkisráðherra. Sigurveig býr á Hrafnistu í Hafnarfirði og verður hún hundrað ára í september næstkomandi. Sigurveig hefur verið áhugasöm um pólitík og kvennabaráttu allt frá sjálfstæðisbaráttu Íslendinga árið 1918. „Þá var ég níu ára gömul og mikið var talað um þetta allt í kringum mig,“ segir Sigurveig og minnist þess að Benjamín Eiríksson hafi talað um það í ævisögu sinni að mamma hans hafi skipað honum að fara gangandi til Reykjavíkur 1. desember. „Þá lágum við öll í spænsku veikinni heima hjá mér.

Ég fékk hana nú ekki stórvægilega en pabbi lést úr henni í janúar.“ Sigurveig segir fjölskyldu sína ekki hafa verið mjög pólitíska né aðra í nágrenni við hana í uppvextinum. „Það var ekki fyrr en ég fór á berklahæli, þrettán ára gömul, sem mikið var talað um þessi málefni í kringum mig,


HRAFNISTUBRÉFIÐ

19

fyrir utan árið 1918 í sjálfstæðisbaráttunni,“ segir hún.

Fékk Fálkaorðu

Sigurveig hefur sinnt félagsmálum alla tíð og fékk Fálkaorðuna fyrir félagsstörf árið 2003. Hún var formaður í sex félögum og starfaði mikið fyrir önnur félög. „Ég lenti alltaf í stjórn í öllum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði bók um félögum,“ segir hún ævi og störf Sigurveigar Guðmundsdóttur. og brosir. Meðal þeirra félaga sem Sigurveig hljóður við en sagði svo: „Kjósið starfaði í eru Félag kaþólskra þér Sjálfstæðisflokkinn. Hann gerir leikmanna, Bandalag kvenna í heilagri kirkju minnstan skaða.“ Hafnarfirði, Slysavarnafélagið Ég gerði eins og hann sagði og Hraunprýði, Slysavarnafélagið á gekk í flokkinn í framhaldi af því,“ Patreksfirði, Kvenréttindafélagið, segir Sigurveig sem var virkur Sjálfstæðisflokkurinn og einnig Sjálfstæðismaður allt til ársins 1983 barðist hún mikið fyrir orlofi þegar Samtök um kvennalista voru húsmæðra. stofnuð. Hún segir að saga sé á bak við það hvernig það kom til að hún Í heiðurssæti Kvennalistans gekk í Sjálfstæðisflokkinn. „Þannig Sigurveig var í heiðurssæti á var að ég gerðist kaþólsk og var að fyrsta framboðslista Kvennalistans læra hjá Meulenberg biskupi þegar en samtökunum kynntist hún í kom að kosningum. Ég kom beint gegnum dætur sínar, Margréti af spítalanum, eftir tíu ára dvöl og Guðrúnu Sæmundsdætur, þar, og var alveg eins og sauður sem voru báðar í framboði fyrir svo ég spurði biskupinn hvað ég samtökin. „Á þessum tíma var ætti að kjósa. Hann varð dálítið ég nánast farlama og dætur


20

mínar urðu að leiða mig því ég hafði fengið beinþynningu í mjaðmirnar.“ Það var í gegnum Kvennalistann sem Ingibjörg Sólrún og Sigurveig hittust fyrst, líklega 1983 eða 1984. „Ég fór á Hótel Vík, þar sem Kvennalistinn hafði aðsetur. Þar hitti ég Ingibjörgu Sólrúnu. Svo fór ég með dætrum mínum á landsfund Kvennalistans á Búðum á Snæfellsnesi og þar held ég að hafi kviknað hugmynd Ingibjargar Sólrúnar að skrifa þessa bók.“ Ingibjörg skrifaði ævisögu baráttukonu enda hafði Sigurveig komið víða við í kvennabaráttu. Hún var lengi í stjórn Kvenréttindafélagsins og var formaður þess 1967-1969. Hún var líka meðal stofnenda Bandalags kvenna í Hafnarfirði og fyrsti formaður þess.

Hitti Bríeti

Spurð hvort hún hafi þekkt fyrsta kvennaframboðið, segir Sigurveig: „Nei en ég var ellefu ára þegar ég sá Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Þá vorum við nokkrir krakkar úr Hafnarfirði sendir niður á Þjóðminjasafn og þá var hún vörður þar. Stór kona í svörtum silkikjól með mjög mikið hvítt hár, ákaflega sterkan málróm sem glumdi um allt þegar hún

HRAFNISTUBRÉFIÐ

talaði. Sá sem var með okkur var Bjarni Bjarnason skólastjóri og hann fór að tala við Bríeti. Þess vegna heyrði ég þennan glymjandi málróm. Hún var sterk kona og persónumikil. Svo heyrði ég mikið talað um þær kvennalistakonur.“

Ánægð með bókina

Sigurveig er ánægð með bókina sem Ingibjörg skrifaði og segir undravert hvað hún hafi náð að gera vel. „Börnin mín sögðu, þegar þau höfðu lesið bókina, að þeim hafi fundist ég sjálf vera að tala en ekki Ingibjörg. Þannig að hún gerði þetta eins vel og nokkur von var til úr svona samtíningi. Það var svo lítið sem ég hafði skrifað sjálf, bara einhverjar ferðasögur og greinar í blöð,“ segir Sigurveig. Hún var gift Sæmundi L. Jóhannessyni skipstjóra en hann lést árið 1988. Þau eignuðust sjö börn og eru afkomendur þeirra nú orðnir 54. Sigurveig hefur búið á Hrafnistu í Hafnarfirði í nærri tvo áratugi. Spurð hvort henni finnist gott að vera á Hrafnistu, segir hún: „Mikil lifandis ósköp, já.“ Þar sé mikið ágætisfólk og góð hjúkrun. „Ég er svo heppin að borða við sama borð og kona sem ég hef gaman af að tala við. Það skiptir miklu máli,“ segir Sigurveig og hlær.


21

HRAFNISTUBRÉFIÐ

GOGO rafskutlan Tilvalinn í ferðalagið Auðvelt að leggja saman Rafgeymir: 17 AH Hámarkshraði: 7 km/klst. Hleðsluending: 22 km* Burðargeta: 120 kg L: 100 cm • B: 49 cm *Hleðsluending miðast við hagstæðustu skilyrði

Lyftu þér upp - farðu allra þinna ferða, allan ársins hring!

PRIDE 560 lyftustóllinn Auðveldar þér að setjast og standa upp Fæst í ýmsum litum Breiðir armar Áfastur fótaskemill Burðargeta: 170 kg

Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 569 3100 www.eirberg.is


22

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Breytingar á Hrafnistu í Reykjavík U

ndanfarið hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir og endurbætur á húsnæði Hrafnistu í Reykjavík. Markmið þeirra er að koma betur til móts við vaxandi kröfur nútímans um aðbúnað aldraðra og yfirlýst markmið Hrafnistu um að vera leiðandi í þjónustu og umönnun aldraðra. Miðrými heimilisins hafa verið stækkuð og endurnýjuð og gefur það heimilislífinu nýjan og ferskan blæ. Jafnframt hefur verið unnið að stækkun allra herbergja

og er þeim framkvæmdum að hluta til lokið. Strax á mánudegi að loknum sjómannadegi 2007 var byrjað að grafa fyrir grunni að stækkun á miðrými fyrir ganga E, F og G á Hrafnistu Reykjavík. Gangar E2 og E3 voru teknir í notkun í júní 2008. Samtals 15 hjúkrunarrými, þar sem öll herbergin eru einbýli með salerni. Á deild E2 voru áður 17 einbýli með sameiginlegum salernum en þar verða nú 7 einbýli með salerni. Á deild E3 voru


23

HRAFNISTUBRÉFIÐ

áður 18 einbýli með sameiginlegu salerni. Þar verða nú 8 einbýli með salerni. Áætlaður kostnaður við þessar breytingar er um 110 milljónir króna. Samhliða áðurnefndum breytingum var miðrými annarrar, þriðju og fjórðu hæðar stækkað og bætt við svölum. Áætlaður kostnaður við þær breytingar er um 45 milljónir króna fyrir utan uppsteypu.

Tvíbýlum breytt í einbýli

Í nóvember 2008 hófust framkvæmdir við annan áfanga vegna breytinga á deild G2, G3 og G4. Þessum breytingum verður senn fulllokið. Reiknað er með að á deild G2 verði hvíldarinnlagnir með 16 rýmum, en þar voru áður 24 rými í tvíbýli. Á G3 og G4 var tólf tvíbýlum breytt

í annars vegar níu einbýli og hins vegar tíu einbýli. Áætlaður kostnaður við breytingar á deildunum er áætlaður um 130 milljónir króna. Í nóvember hófust jafnframt framkvæmdir í porti við norðurenda hússins sem fólust í fleygun og gerð aðkeyrslu auk inntaks fyrir vatnsúðakerfi (brunakerfi). Áætlaður kostnaður er um 35 milljónir króna og verklok voru snemma árs 2009.

Kostnaður um milljarður

Áætlað er að heildarkostnaður við ofangreindar breytingarnar, sem taka munu á bilinu 3 til 7 ár, verði um 800 til 1.000 milljónir króna. Til fróðleiks má geta þess að gert er ráð fyrir að kostnaður við breytingarnar sé um 8 milljónir króna á hvert hjúkrunarrými.

Miðrýmin á Hrafnistu í Reykjavík hafa fengið algjöra yfirhalningu og eru nú orðin rúmbetri og nútímalegri en áður.


24

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Endurhæfingarinnlagnir og dagþjálfun Í apríl sl. tók Hrafnista í Reykjavík formlega í notkun tvær nýjar deildir þegar Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, skrifuðu undir samstarfssamning um rekstur þeirra.

U

m er að ræða tuttugu skammtímahvíldarrými með endurhæfingu (endurhæfingarinnlagnir) og þrjátíu dagvistarrými með endurhæfingu (dagþjálfun). Rýmin eru ætluð skjólstæðingum heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu og á Landspítala. Á báðum deildunum er lögð áhersla á líkamlega- og andlega endurhæfingu þeirra sem

nýta sér þjónustuna, sem mikil þörf hefur verið fyrir meðal eldri borgara í Reykjavík. Einstaklingar sem koma í hvíldarinnlögn með endurhæfingu eiga þess kost að búa á Hrafnistu í allt að sex vikur. Þar njóta þeir allrar þeirrar þjónustu sem Hrafnista hefur upp á að bjóða. Mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða endurhæfingu, m.a. með iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og sundi. Markmiðið með


HRAFNISTUBRÉFIÐ

innlögnunum er m.a. að auka færni einstaklinganna til sjálfshjálpar og gera þeim kleift að búa lengur í eigin húsnæði.

Fjölbreytt endurhæfing

Þeim einstaklingum, sem koma í dagvistun til endurhæfingar, verður boðið upp á mjög markvissa endurhæfingu, en eiga þess jafnframt kost að nýta sér alla aðra þjónustu sem Hrafnista hefur upp á að bjóða. Má þar nefna félagsstarf, sund og listiðn. Þar sem um er að ræða dagvistun hluta vikunnar geta fleiri einstaklingar notið þjónustunnar en sem nemur þeim þrjátíu rýmum sem samningurinn gerir ráð fyrir. Þó svo að meginmarkmiðið með dagvistinni sé endurhæfing verður jafnframt lögð áhersla á að rjúfa félagslega einangrun þeirra öldnu með félagsskap, afþreyingu og uppbyggingu á líkama og sál.

25

þjónustu og umönnun aldraðra. Herbergjum var fækkað og þau stækkuð og öll gerð að einbýlum. Þetta hefur leitt af sér fækkun heimilismanna. Vegna þessa geta faglegar stoðdeildir Hrafnistu, svo sem iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun, tekið að sér aðhlynningu þeirra sem nýta sér þá þjónustu sem heilbrigðisráðuneytið óskaði eftir. Skammtímarými með endurhæfingu og dagvist með endurhæfingu hafa ekki áður verið í boði hjá Hrafnistu í Reykjavík en þessi þjónusta fléttast mjög vel inn í þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram.

Mæta vaxandi kröfum um aðbúnað

Að undanförnu hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir og endurbætur á húsnæði Hrafnistu í Reykjavík. Tilgangurinn er að koma til móts við vaxandi kröfur nútímans um aðbúnað aldraðra enda yfirlýst markmið með starfi Hrafnistu að vera leiðandi í

Í iðjuþjálfuninni má finna sér ýmislegt til dundurs. Til dæmis að mála myndir.


26

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Sigldi með Goðafossi í stríðinu Loftur Jóhannsson býr á Hrafnistu í Reykjavík og líkar lífið þar vel. Stríðsárin eru honum afar eftirminnileg enda starfaði hann fyrir breska herinn og sigldi með Goðafossi síðustu ferð skipsins.

L

oftur fæddist á Eyrarbakka árið 1923, fjórði í röðinni af ellefu systkinum. „Við vorum tíu sem lifðum, fimm strákar og fimm stelpur, en foreldrar mínir eignuðust fyrst dóttur sem dó mjög ung,“ segir Loftur. „Faðir minn var afar fjölhæfur maður og var með jarðvinnuvélar, bíla og hesta sem hann var til dæmis með ferðir á til Reykjavíkur og gerði ýmislegt. Ég tel mig hafa verið afskaplega duglegan að hugsa um búskapinn frá barnæsku þegar

faðir minn var fjarri og gaf í fjósið alla daga áður en ég fór í skólann á morgnana. Það var ýmislegt að gera,“ rifjar hann upp.

Kuldalegt í Kaldaðarnesi

Loftur fór snemma að heiman og var ekki nema tólf ára þegar hann var sendur í vegavinnu. „Í henni var ég í fjögur sumur, vann virka daga og kom heim um helgar.“ Eftir það fór hann í Bretavinnuna í Kaldaðarnesi í Flóa. „Þar byggðum við flugvöll og bragga, lögðum vegi og ýmislegt


27

HRAFNISTUBRÉFIÐ

fleira á stríðsárunum,“ segir Loftur en telur að vart þætti það boðlegt í dag að hanga aftan á vörubíl daglega frá Eyrarbakka til Kaldaðarness, eins og gert var á þeim tíma. „Það var ósköp kuldalegt. Við þurftum síðan að éta úti eitthvert snarl sem okkur var boðið upp á. Þetta þætti nú ekki góður aðbúnaður í dag en það var ekki kvartað þá því það þekktist ekkert annað,“ segir hann og brosir að minningunni.

Fékk pláss á Goðafossi

„Þegar ég var sautján ára þá bauðst mér siglingapláss hjá Eimskipi en þá hittist svo á að við fengum nýjan vörubíl heima. Þar sem ég var sá eini af okkur bræðrum sem var kominn með aldur þá þurfti ég að vera á vörubílnum en bróðir minn fór í staðinn á skipið,“ segir Loftur sem ók vörubílnum í um tvö ár og segir það erfiðasta starf sem hann hafi stundað. „Ég var alltaf lúinn á þessum tíma því þetta átti illa við mig og mér leið ekki vel í starfinu.“ Tveimur árum síðar, árið 1944, sigldi Loftur með Goðafossi til Ameríku sem dagmaður í vél þar sem hann mokaði kolum en skipið komst upp í að brenna heilu tonni á klukkutíma af kolum þegar mest var. „Þar hitti ég bróður minn aftur sem hafði þá starfað hjá Eimskipi í tvö ár,“ segir Loftur. Á stríðsárunum sigldu íslensku skipin með stórum skipalestum sem komu

frá Múrmansk í Rússlandi til Lock Ewe í Skotlandi og þaðan til Halifax í Kanada.

Goðafoss fórst

Árið 1996 skráði Loftur ferðasögu sína með Goðafossi til Halifax á stríðsárunum og er sú saga afar áhugaverð lesning. Þar segir hann meðal annars: „Herskip öslast um höfin og tortíma öllu sem á vegi þeirra verður, flugvélar elta skotmörk sín ótrúlega langt á haf út, strandlengjur stríðsaðila eru gyrtar tundurduflum, sem síðan slitna upp og reka um allan sjó. Síðast en ekki síst eru svo hinir geigvænlegu kafbátar, sem liggja í leyni um öll heimsins höf og ýmist gera árás úr launsátri eða elta uppi skip og sprengja þau í loft upp.“ Þrátt fyrir ógnirnar þurftu Íslendingar að sigla milli landa til að sækja sér til lífsviðurværis og selja afurðir sínar. Loftur var í öðrum túrnum sínum með Goðafossi þegar hann veiktist illa og var skorinn upp við botnlangakasti úti á miðju Atlantshafi eftir að hafa verið fluttur á börum yfir í sjúkraskip. „Aðgerðin heppnaðist ekki nógu vel því það gekk út úr skurðinum næstu fimm vikurnar eftir aðgerðina svo ég var skilinn eftir í Halifax á sjúkrahúsi þar sem ég lá í hálfan annan mánuð en Goðafoss sigldi heim á leið. Á heimleiðinni fórst Goðafoss og um helmingurinn af áhöfninni


28

HRAFNISTUBRÉFIÐ

einn son.“ Loftur segir hjónabandið alla tíð hafa verið gott og farsælt auk þess sem þau hjónin hafi búið við sérstaklega gott heilsufar. „Við áttum einstakan tíma í Grímsnesinu en þar er unaðslegt að vera og algjör paradís fyrir börnin. Ég hafði veiðileyfi í Soginu og var með bát og net til að veiða silung. Það var mitt líf og yndi að veiða en ég var eini starfsmaðurinn sem hafði veiðileyfi í Soginu,“ segir Loftur sem síðar keypti sér landskika í Grímsnesi sem hann skipti á milli barnanna og eru dætur hans búnar að byggja sér þar bústaði.

Eiginkonan einstök Loftur Árnason og eiginkona hans, Lilja Árnadóttir, í sínu fínasta pússi á góðri stundu.

en bróðir minn var meðal þeirra sem björguðust. Ef aðgerðin hefði heppnast vel þá hefði ég verið um borð í skipinu þegar það fórst.“

Vélstjóri í Grímsnesi

Eftir hrakfarirnar á Goðafossi fór Loftur í vélstjóranám í Reykjavík. „Svo flutti ég til Ljósafoss í Grímsnesi þar sem ég var vélstjóri í virkjuninni í 39 ár og undi vel þar í húsi rafveitunnar. Konan mín hét Lilja Árnadóttir. Hún lést fyrir hálfu þriðja ári síðan. Við eignuðumst saman fjögur börn en fyrir átti hún

Eftir að Loftur hætti að vinna flutti hann ásamt konu sinni til Selfoss þar sem þau bjuggu þar til hún lést. „Þá sótti ég um á Hrafnistu enda hef ég aldrei einu sinni soðið mér egg. Konan mín var alveg sérstök, einstök handavinnupía og var mjög fær. Hún saumaði út myndir, heklaði teppi og fékk iðulega senda ýmsa hluti frá saumastofum í Reykjavík og víðar sem þurfti að gera við og leysti það allt vel af hendi.“ Lofti líkar lífið alveg ágætlega á Hrafnistu en finnur þó mikið til þess hversu sjóninni hefur hrakað. „Ég hefði hugsanlega getað haldið áfram skriftum ef ekki hefði verið fyrir sjónskerðinguna,“ segir Loftur að lokum.


29

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum

Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is

Blikksmiðjan Vík ehf

Sjómanna og Vélstjórafélag

Eggert Kristjánsson

Grindavíkur

Garðabær

Sjómannafélag Eyjafjarðar

Innheimtustofnun Sveitafélaga

Takk Hreinlæti ehf.

Kaupfélag Skagfirðinga

Vestmannaeyjahöfn

Kjarnavörur h.f.


30

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Ráðgjöf og kennsla fyrir sjónskerta Ólafur Hólm Einarsson fékk leiðsögn og ráðgjöf hjá Völu Jónu Garðarsdóttur ráðgjafa þegar hann flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir þremur árum síðan.

V

ala Jóna Garðarsdóttir ráðgjafi starfar hjá Þjónustuog þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (áður Sjónstöð Íslands). Markmið miðstöðvarinnar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða daufblindir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku. Í því skyni sinnir miðstöðin ráðgjöf, hæfingu og endurhæfingu, auk þess að afla og miðla þekkingu á aðstæðum notenda í því skyni að bæta

þjónustu og stuðla að framförum. Vala Jóna sinnir, ásamt öðrum ráðgjöfum miðstöðvarinnar, meðal annars einstaklingsmiðaðri ráðgjöf og kennslu á sjónhjálpartæki sem miðstöðin úthlutar auk þess að veita góð ráð varðandi lýsingu og aðgengi. Einnig býður Þjónustuog þekkingarmiðstöðin upp á námskeið fyrir starfsfólk stofnana þar sem sjónskertir dvelja. „Þegar sjóninni hrakar er margt sem breytist og það sem alla jafna hefur verið sjálfsagt verður flóknara og tekur lengri tíma. Hlutverk ráðgjafa er að auðvelda blindum og sjónskertum verkefni daglegs lífs með ýmsu móti,“ segir


31

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Vala Jóna og nefnir sem dæmi að flestir sjónskertir þurfi sérútbúin lesgleraugu eða stækkunargler til að geta lesið og skoðað myndir. Í því sambandi sé afar mikilvægt að huga að góðri lýsingu. Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin úthlutar einnig hvíta stafnum, sem er mikilvægt öryggistæki blindra. „Það eru þrjár tegundir af hvíta stafnum; göngustafur, merkistafur og þreifistafur. Göngustafurinn er notaður til stuðnings og er algengur meðal eldra fólks, merkistafurinn er notaður sem auðkenni og þreifistafurinn er notaður til að þreifa fyrir sér,“ segir Vala Jóna.

Aðstoðar heimilisfólkið

Vala Jóna segir talsverð samskipti hafa verið milli Hrafnistuheimilanna og Þjónustuog þekkingarmiðstöðvarinnar

í gegnum tíðina. „Við höfum aðstoðað það fólk sem er orðið verulega sjónskert. Það er t.d. algengt meðal eldra fólks að það hafi ágætis ratsjón, þannig að það sjái ágætlega til hliðanna og eigi því ekki beinlínis í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar.“ Vala Jóna segir það hins vegar geta verið vandkvæðum bundið að sjá beint fram sem torveldi viðkomandi að þekkja fólk framundan á förnum vegi. Hinir sömu eigi einnig erfitt með lestur og aðra nærvinnu. Hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni starfa níu ráðgjafar, augnlæknir, tveir sjónfræðingar, félagsráðgjafi, tæknimaður, fjórir starfsmenn í framleiðslu námsefnis á blindraletri og stækkuðu letri, innkaupastjóri, tveir ritarar og forstjóri. Miðstöðin heyrir undir félagsmálaráðuneytið.

Fer ekkert án hvíta stafsins Ó lafur Hólm Einarsson hefur búið á Hrafnistu í Hafnarfirði í þrjú ár. „Ég keyrði sjálfur að dyrunum hér á Hrafnistu. Svo var ég hættur að keyra því ég vildi ekki fara að drepa neinn en sjóninni hafði þá hrakað verulega mikið,“ segir Ólafur. Ætli ég hafi ekki tapað sjóninni á um það bil þremur árum eða eitthvað svoleiðis en fram að því sá ég bara mjög vel. Vala Jóna, ráðgjafi hjá Þjónustu-

og þekkingarmiðstöðinni, fór með Ólafi um híbýli Hrafnistu skömmu eftir að hann kom þangað til að hann áttaði sig á hvar allt væri. Í dag fer hann allra sinna leiða um heimilið með hvíta stafinn og segir hann gagnast sér mjög vel. „Stafurinn er mjög þægilegur og ég kemst ekkert án hans,“ segir Ólafur og bætir því við að hann telji öruggt að fólk taki sérstakt tillit til þeirra sem ganga við hvítan staf.


32

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hagurinn vænkaðist í Vestmannaeyjum Kristín Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1927. Hún hefur búið víða um land ásamt eiginmanni sínum og tólf börnum.

K

ristín kynntist eiginmanni sínum, Ármanni Bjarnfreðssyni, þegar hún var átján ára og hann sautján. „Ég var þá gestkomandi hjá bróður mínum en Ármann var frændi konunnar hans svo við hittumst þar,“ segir Kristín. Spurð hvort kynni þeirra

hafi verið mjög rómantísk svarar hún brosandi að það hafi nú ekki allt verið rómantískt. „Hann hafði alist upp í sveit, í tuttugu systkina hópi, og vildi búa í sveit áfram. Við vorum að basla við búskapinn og ég flæktist með honum um landið í von um betri tíð. Um tíma


33

HRAFNISTUBRÉFIÐ

bjuggum við í grennd við Ólafsvík en hann vann þá með búskapnum því búið var ekki stórt. Við vorum með kindur þar en síðar bjuggum við í Hvalfirði og Eyjahreppi og þar vorum við með beljur.“

Voðalega sárt að missa barn

Kristín segir lengi hafa verið mikið basl á þeim hjónum, allt þar til þau fluttu til Vestmannaeyja þar sem þau fóru bæði að vinna í fiski. „Þá fór hagur okkar loks að vænkast. Yngsti sonur okkar var þá orðinn svo stór að ég gat unnið líka. Hin börnin fóru fljótt að heiman en komu alltaf til okkar annað slagið,“ segir Kristín sem eignaðist börnin tólf á tuttugu árum. „Fyrsta barnið okkar var drengur. Hann fékk heilahimnubólgu aðeins níu mánaða gamall og dó úr henni. Það var mjög erfitt. Það er alveg hræðilegt að missa barn og voðalega sárt,“ segir hún en sjálf átti hún aðeins tvö systkini.

Nægjusöm alla tíð

Spurð hvað foreldrum hennar hafi fundist um þetta basl á dóttur sinni og tengdasyni segir Kristín: „Mamma dó reyndar svo ung, 54 ára, annars hjálpaði hún mér voðalega mikið meðan hún lifði. Þá bjuggum við í Reykjavík. Við bjuggum um tíma í bragga eftir

stríð og hann var góður. Það var uppi á Háteigsvegi og þar var ósköp gott að vera, gott samfélag og mikil samkennd. Allir hjálpuðu hver öðrum ef eitthvað var,“ segir hún og hugsar brosandi til baka. Kristín segist í sjálfu sér alltaf hafa haft það gott þrátt fyrir að þurfa að vera nægjusöm og hagsýn stærstan hluta lífs síns. „Þess vegna kippi ég mér nú ekki mikið upp við þessa kreppu,“ segir hún og hlær en bætir því við að það sé hryllilegt að hafa litla peninga milli handa.

Gott að búa í Eyjum

Kristín og Ármann bjuggu í Vestmannaeyjum í þrettán ár. „Mér fannst voða gott að vera í Eyjum en árið 1988 dó Ármann, sextugur að aldri. Hann hafði greinst með krabbamein í lungum og var veikur. Við fórum því oft suður því hann þurfti að vera svo mikið á spítala vegna veikindanna,“ segir Kristín. „Svo skrapp hann til Vestmannaeyja til að athuga hvort ég hefði tekið allt með sem við þurftum fyrir dvölina í Reykjavík þrátt fyrir að ég teldi mig ekki hafa gleymt neinu. Þá um nóttina dó hann heima hjá dóttur okkar í Eyjum en ég var í Reykjavík að bíða eftir að hann kæmi aftur.“ Eftir að Ármann lést flutti Kristín til Reykjavíkur því þar


34

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Kristín Óskarsdóttir ásamt börnunum sínum árið 1988.

var meirihluti barna þeirra. „Ég hafði það ágætt þar þó að ég væri ein og vann í þvottahúsinu á St. Jósepsspítala. Yngsti sonur minn kláraði svo lögfræði og viðskiptalögfræði á Bifröst og var þar hæstur við útskrift,“ segir hún og bætir því við að pabbi hans hafi verið svo agalega vel gefinn. Sjálf vill hún ekki eigna sér neinn heiður af árangri sonarins.

Líður vel í Víðinesi

Öllum ellefu börnum Kristínar sem komust upp hefur farnast vel

í lífinu. „Þess óskar maður helst í lífinu að börnin komist klakklaust til manns og lendi ekki í neinum hremmingum,“ segir hún. Kristín segist mjög sátt í dag og líða vel í Víðinesi. „Fólkið er alveg yndislegt, bæði forstöðukonan, Kristjana, og allar stúlkurnar. Ég hef verið hér í rúm tvö ár og finnst þetta fallegur staður. Það er gott að hafa alltaf sömu manneskjurnar í kringum sig svo maður kynnist þeim vel og það gerir þetta svo heimilislegt,“ segir Kristín.

Svör við vísnagátum á bls. 15: 1. Maðurinn. 2. Sveinn-Gestur-Karl. 3. Saurar-Skál-Blanda. 4. Saga.


35

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum

Arnór L. Pálsson

Ísleifur Jónsson

Frímann Andrésson

Svafar Magnússon

framkvæmdastjóri

útfararstjóri

útfararþjónusta

útfararþjónusta

R EYNSL A

U MHYGGJ A

T RAU S T

Hugrún Jónsdóttir

Guðmundur Baldvinsson

Þorsteinn Elísson

Ellert Ingason

útfararþjónusta

útfararþjónusta

útfararþjónusta

útfararþjónusta

Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is


36

HRAFNISTUBRÉFIÐ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.