HRAFNISTU br éf ið 2. tölublað, 35. árg. Desember 2008
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Heilsan er dýrmæt – heilsusamlegar jólagjafir Baðburstar og greiður með löngu skafti Léttar samanleggjanlegar göngugrindur Úrval af göngustöfum Lofthreinsitæki Heilsukoddar Lesborð Vinkilostaskerar og krukkuopnarar Smáhjálpartæki í eldhús og margt fleira Láttu skynsemina ráða!
Úrval af öðruvísi jólagjöfum – hagstætt verð.
Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 569 3100 www.eirberg.is
HRAFNISTU br éf ið Forsíðumyndina tók Hreinn Magnússon af heimilisfólki á Hrafnistu í Reykjavík í sundleikfimi.
Útgefandi: Hrafnistuheimilin í Reykjavík og Hafnarfirði Ábyrgðarmaður: Pétur Magnússon Umsjón: KOM ehf. almannatengsl Umbrot og hönnun: Svarthvítt ehf. Ljósmyndir: Sigríður Hjálmarsdóttir, Hreinn Magnússon o. fl. Forsíðumynd: Eittstopp/Hreinn Magnússon Prófarkir: Bolli Valgarðsson Prentvinnsla: Svansprent Upplag: 2000
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Jólakveðja frá Hrafnistu Þ
essa dagana erum við að upplifa einstakan tíma í Íslandssögunni. Flestir landsmenn eru að verða varir við fjárhagslega erfiðleika í samfélaginu og án efa eru framundan frekari samdráttur, aukning gjaldþrota fyrirtækja og vaxandi atvinnuleysi. Þetta ástand á eftir að valda mörgum áhyggjum og kvíða. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að heilbrigðis- og félagskerfi landsins, sem við hér á Hrafnistu tilheyrum, eru einn af hornsteinum samfélagsins. Hrafnista er ekki rekin með fjárhagslegan hagnað í huga og á sér langa sögu. Heimilin hafa lifað tímana tvenna og ávallt staðið af sér alla storma. Hrafnista er nánast skuldlaus og mestar eignir og varasjóðir eru á „gamaldags“ sparisjóðsbókum en voru ekki í hlutabréfasjóðum eða sem hlutabréf í fyrirtækjum eða bönkum. Tekjur Hrafnistu eru að mestu leyti í formi greiðslna frá ríkinu sem ættu að vera með því öruggasta í dag – enda þótt ekkert sé öruggt um þessar mundir. Ástandið hjá okkur gæti þó sannarlega verið verra.
Þó að margir eigi nú við sárt að binda er enginn heimsendir í nánd. Vissulega er íslenskt þjóðfélag í djúpri lægð en við munum komast út úr henni. Sjálfsagt er að fólk sýni sérstaka aðhaldsemi í fjármálum á næstunni. Jafnframt vil ég hvetja fólk til að forðast að taka út úr bönkum mikla peninga og geyma heima hjá sér. Í efnahagsþrengingum fara óprúttnir aðilar á kreik og miklar fjárhæðir sem geymdar eru í heimahúsum bjóða hreinlega hættunni heim. Í þessu sambandi er rétt að brýna fyrir heimilisfólki á Hrafnistu að geyma alls ekki háar fjárhæðir á herbergjum sínum. Nú ríður á að fólk haldi ró sinni og standi saman. Oft er talað um að erfiðleikar þjappi fólki saman og styrki tengslin milli fólks. Sjaldan hefur verið betra tækifæri til að rækta vini og fjölskylduna en einmitt núna. Jákvæðni í hugsun og verki gegnir þar lykilhlutverki. Bros, hlátur eða faðmlag kosta ekkert en geta svo sannarlega gert gæfumuninn. Til að virkja þessi gömlu gildi efndum við í nóvembermánuði
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Pétur Magnússon, framkvæmdastjóri Hrafnistu, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs.
til spennandi vinaleiks meðal starfsfólks og deilda á öllum Hrafnistuheimilunum. Markmiðið var að auka samstöðu fólks, auka jákvæðni í verki og hugsun, rækta vinasambönd, brjóta upp hversdagsleikann og síðast en ekki síst að njóta þess að vera til. Heimilin voru skreytt hátt og lágt og vináttan var í hávegum höfð. Mig langar að nota þetta tækifæri til að hrósa starfsfólki Hrafnistuheimilanna fyrir gríðarlega öfluga þátttöku í vinaleiknum. Glöggt kom í ljós að hugmyndir og hæfileikar
sem starfsfólk býr yfir eru hreint ótrúlegir. Ég er sannfærður um að þessi leikur þjónaði tilgangi sínum og gott betur en það. Um leið og ég þakka stjórn, starfsfólki, heimilisfólki og ættingjum fyrir mjög ánægjulegt og árangursríkt samstarf á árinu sem er að líða, óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Pétur Magnússon, framkvæmdastjóri Hrafnistuheimilanna
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Inga er alsæl með heimilið sitt á Hrafnistu í Hafnarfirði og situr gjarnan í sólstofunni þar sem hún nýtur útsýnisins.
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Ráðin frá Þýskalandi í íslenskan landbúnað Ingeburg Guðmundsson er alla jafna kölluð Inga. Hún er þýsk að uppruna en fluttist hingað árið 1949, þá 22ja ára gömul, og fékk starf hjá kaupmanninum í Grindavík. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Tómasi Guðmundssyni, og bjuggu þau í Grindavík alla tíð, eða þar til þau fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum síðan.
I
nga flutti til Íslands fjórum árum eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk og segir tímann í kjölfar stríðsins hafa verið mjög erfiðan. „Það var ósköp þröngt og ýmislegt vantaði en þannig var það hjá öllum,“ segir hún. „Ég hafði enga vinnu og sá að það var verið að auglýsa eftir fólki til landbúnaðarstarfa á Íslandi svo ég þóttist nú fullfær um slíkt þó ég hefði aldrei farið út í sveit,“ segir hún og hlær. „En ég var nú samt ráðin og kom hingað til lands og hef aldrei séð eftir því. Hér var allt sem mig vantaði; frelsi, víðsýni og hvað vill fólk meira? Maður á allt, er heilbrigður og meira getur maður ekki óskað sér.“ Inga segist bara hafa lifað hér eins og hver annar. „Ég var ráðin
í landbúnað og var svo lánsöm að lenda hjá kaupmanninum í Grindavík. Þar var ein belja og ég þurfti nú ekki að mjólka hana strax enda sagði ég nú ekki alveg rétt frá þegar ég réði mig því þá sagðist ég kunna að mjólka. Sannleikurinn var hins vegar sá að ég hafði aldrei séð lifandi belju áður. Ég hugsaði með mér að ef það kæmi einhvers staðar mjólk út úr henni þá fyndi ég það. Og það hafðist,“ segir Inga og skellir upp úr af minningunni.
Stríðið er afmáð úr huga mínum Á sama tíma og Inga kom til Íslands komu á þriðja hundrað þjóðverja með Esju því hér vantaði svo mikið af fólki í vinnu og þá aðallega í landbúnað. „Sumir
fengu vinnu í Reykjavík, einhverjir í Álafossi og svo bara hingað og þangað um landið. Ég held að flestir hafi orðið eftir hér á landi enda er þetta besta land í heimi. Hér líður manni vel.“ Spurð hvernig hennar fjölskylda hafi komið undan stríðinu, segir Inga: „Ég er ekki tilbúin til að tala um stríðið. Ég get ekki einu sinni horft á stríðsmyndir. Það er afmáð úr huga mínum. Það var vont og ég óskaði þess ekki að börnin mín þyrftu að lifa slíka tíma og þess vegna er ég hér.“ Inga segir lítið orðið eftir af fjölskyldu hennar í Þýskalandi og að nú sé aðeins yngsti bróðir hennar eftir þar af systkinahópnum en sjálf var hún næst elst.
Gróðurhúsið fauk Þó að Inga segist sjálf ekki hafa gert neitt merkilegt um dagana þá hefur hún áorkað ýmsu í sinni tíð. „Ég var fyrst vinnukona í Garðhúsi og hafði svolítil inngrip í sjúkraliðastörf, sem ég starfaði við síðasta ár stríðsins, og hafði aðeins umsjón með sjúklingum í Grindavík. Maðurinn minn var þaðan og þar bjuggum við alla tíð. Við höfðum það gott. Ég
HRAFNISTUBRÉFIÐ
vann við ýmis störf; var í verslun og síðar meir áttum við sjálf verslun,“ segir Inga en hennar helsta áhugamál snýr að garðrækt. „Ég hafði gróðurhús í Grindavík í þónokkur ár eða þar til það fauk í óveðri,“ segir hún brosandi. „Ég hafði mikla ánægju af blómarækt og ræktaði dalíur, sem eru uppáhaldsblómið mitt, jarðarber og fleira.
Rafvirkjunin í genunum Inga og Tómas, sem var rafvirkjameistari, eignuðust þrjá syni, sem allir eru rafvirkjar og segir hún rafvirkjunina greinilega vera í genunum. „Meira að segja eru barnabörnin farin að læra rafvirkjun og eitt langömmubarnið líka, svo genin eru greinilega sterk,“ segir hún og hlær. Barnabörn Ingu eru tíu talsins og langömmubörnin níu. „Svo bætast við tvö langömmubörn í viðbót á næstunni, eitt um jólin og annað um páskana. Það er gaman að eiga svona mörg börn, mér finnst ég rík og myndi ekki vilja missa eitt einasta þeirra.“
Samhent hjón Þegar Inga lítur til baka segist hún
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Inga og Tómas voru alla tíð mjög samhent hjón. Saman eignuðust þau þrjá syni og áttu afar hamingjuríkt hjónaband.
hafa átt mjög góða ævi og yndislegt hjónaband. „Við höfðum verið gift í 55 ár þegar Tómas dó, svo það var góður tími. Síðustu árin unnum við saman, því við vorum með rafmagnsverkstæði og rafnagnsbúðina Rafborg í Grindavík ásamt hjónunum Kristni Þórhallssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Þar sá ég um búðina, innkaupin og svoleiðis en hann sá um verkstæðið. Við vorum með níu manns í vinnu því það var svo mikið að gera í kringum alla bátana. Nú er það allt breytt því það eru komnir svo stórir bátar sem koma sjaldan í land. Áður fyrr var það þannig að bátarnir komu í land annað hvert kvöld og þá var alltaf eitthvað að eða eitthvað vantaði,“ segir Inga sem fór í skóla til að læra bókhald og tölvubókhald til að geta séð um það allt saman sjálf fyrir búðina. „Við hjónin vorum svo samhent alla tíð. Við unnum saman og höfðum sömu áhugamál og það
hefur mikið að segja enda fengum við aldrei nóg af hvort öðru. Svona vildum við hafa þetta og vorum ánægð með það og leið vel.“
Finnur til öryggis á Hrafnistu
Í september voru liðin fjögur ár frá andláti Tómasar. „Hann var mikill sjúklingur síðustu árin en mér fannst alveg dýrlegt að geta hugsað um hann alveg fram á síðasta dag hér á Hrafnistu. Við vorum með íbúð en hann var orðinn það mikið veikur að við vorum ýmist á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi eða á Vífilsstöðum,“ segir Inga. Ástæða þess að þau fluttu frá Grindavík var sú að þar var enginn læknir á vakt á næturna svo þeim fannst ekki nægilegt öryggi í því að vera þar ef eitthvað kæmi upp á. „Hér á Hrafnistu gat ég annast hann sjálf og vissi að ég þurfti bara að ýta á takka ef ég þurfti hjálp og það veitti okkur öryggi, sem skiptir svo miklu máli. Ég var mjög lánsöm hvað það snerti.“
10
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Þá var ég með mikið af blómum en nú get ég bara verið með voðalega Inga er hæstánægð með vistarverur lítið af þeim,“ segir hún. Spurð hvað hún hafi við að vera sínar á Hrafnistu enda er hún með á Hrafnistu segist hún ekki vera eldunaraðstöðu, baðherbergi og nein handavinnumanneskja. „Hér dásamlegt útsýni af fjórðu hæð, getur maður gert allt sem maður sem hún segir vera það allra besta vill og nennir. Ég er í pílu og við húsnæðið. „Þegar við hjónin boccia og var lengi vel í púttinu en vorum með íbúð hér á Hrafnistu þá vorum við líka á fjórðu hæð þar varð að gefa það upp á bátinn því jafnvægið er ekki nægilega gott sem við vorum með heilar svalir. lengur og mig langar ekkert til að liggja þarna úti,“ segir hún og hlær. „Svo er hér bingó, bíó og allt er gert fyrir fólk til að láta því líða vel. Það er náttúrlega allt undir því komið hvort það vill láta sér líða vel eða hvort það vill vera í fýlu. Það er líka hægt og ekki bannað,“ segir hún hlæjandi en segist sjálf ekkert vera fyrir slíkt. „Það hentar mér ekki að vera í fýlu. Ég hef alltaf verið sjálfri mér nóg og veit ekki hvað fólk vill meira. Hér hef ég allt sem ég vil og get ekki farið fram á meira. Mánuði áður en Tómas lést fóru hjónin Það væri bara ósvífið,“ segir í ferð austur á Hellu í heimsókn til hin glaðlynda Ingeburg og foreldra tengdadóttur þeirra. Hans brosir. síðasta ósk var að fara þangað að sjá eplagarðinn þeirra.
Glaðlynd og hefur nóg að gera
11
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum
TRÉSMIÐJA VERKTAKAR
IÐAVÖLLUM 6 - 230 KEFLAVÍK - SÍMI: 421 4700 - Fax: 421 3320
12
Líf og fjör í púttinu Púttáhuginn blómstraði í sumar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Púttsumarið hófst með því að golfkennarinn, Anna Día, kenndi í heila viku og mættu yfir 20 manns alla dagana. Það náðist að krækja í ansi marga nýliða og fá þá til þess að ganga í Púttklúbb H.H. Eldri félagar náðu jafnframt að bæta færni sína umtalsvert en starfsemi púttklúbbsins er mjög mikil. Meðlimir púttklúbbsins taka þátt í 8 mótum á ári, bæði á heimavelli og annars staðar. Meðal annars er keppt á Bæjarstjórnarmóti, við heimilismenn á Hrafnistu í Reykjavík, heimilisfólk á Grund og Ási í Hveragerði. Harðarmótið, sem er innanfélagsmót, er svo haldið til minningar um fyrsta formann púttklúbbs H.H, Hörð Ragnarsson, en Púttklúbbur Hrafnistu í Hafnarfirði var stofnaður 23. apríl 1999. Núverandi formaður púttklúbbsins er Ragnar Jónasson. Púttsumarið endar alltaf á mjög skemmtilegu púttmóti þar sem starfsfólk keppir við púttklúbbsmeðlimi H.H. Þar er gleðin í hávegum höfð og veitt eru verðlaun fyrir bæði besta skorið og það „versta“, svokölluð skussaverðlaun, sem njóta mikilla vinsælda. Aðalatriðið er þó bara að vera með. Síðan eru glæsilegar veitingar í boði og úrslitin kynnt og spjallað og trallað fram eftir kvöldi.
HRAFNISTUBRÉFIÐ
HRAFNISTUBRÉFIÐ
13
14
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Rýjar veggteppi af forsetahjónunum Hermann Birgir Guðjónsson hefur búið á Hrafnistu í Reykjavík frá því í desember árið 1997. Hann er Vestfirðingur, fæddur árið 1936 í Fremstuhúsum í Mýrarhreppi í Dýrafirði, og ólst þar upp að mestu.
„Þ
egar ég var sex ára fór ég í heyrnleysingjaskóla í Reykjavík og var þar á vetrum allt til ársins 1950 þegar ég sneri aftur á heimaslóðir og fór í skóla í Reykjanesi,“ segir Hermann. Að loknu smíðanámskeiði veturinn 1959-1960 flutti Hermann til Hafnarfjarðar. „Þar fór ég að vinna í Rafha og svo hjá Ragnari Björnssyni, þar sem ég smíðaði springdýnur. Ég
vann þar í átján ár, eða þar til ég þurfti að fara í aðgerð á mjöðm,“ segir hann en eftir aðgerðina var hann óvinnufær í um tvö ár. „Þá fór ég að vinna í Kassagerðinni og var þar í tólf eða þrettán ár, þangað til ég flutti á Dvalarheimili aldraðra heyrnarlausra í Vesturhlíð. Það var svo þremur árum síðar sem við fluttum öll þaðan á Hrafnistu í Reykjavík,“ segir Hermann sem unir hag sínum vel á Hrafnistu.
Missti heyrnina
Hermann er hér til hægri á þessari mynd en til vinstri er skólabróðir hans. Þeir fermdust saman í Laugarneskirkju.
Hermann hefur verið heyrnarskertur frá því hann var níu mánaða gamall en þá veiktist hann illa af flensu og fékk heilahimnubólgu og slag í kjölfarið. Það varð til þess að hann missti heyrnina og vinstri helmingur líkamans lamaðist og óx ekki alveg í samræmi við þann hægri svo vinstri fóturinn er nokkuð styttri en sá hægri. Spurður hvort hann hafi einangrast eitthvað sökum heyrnar-
HRAFNISTUBRÉFIÐ
15
Hermann rýjaði veggteppi af Degi B. Eggertssyni þegar hann var borgarstjóri. Teppið afhenti Hermann Degi við gott tækifæri á Hrafnistu. skerðingarinnar, segir Hermann: „Nei, það var aldrei. Við erum svo mörg systkinin að ég var aldrei einn. Ég á sex systur og einn bróður og er alltaf í góðu sambandi við þau. Hins vegar gat ég ekki hlaupið um eins og aðrir svo ég var meira í því að vinna með höndunum.“
Mikill handverksmaður Í vistarverum Hermanns á Hrafnistu má sjá marga muni sem hann hefur sjálfur búið til af vandvirkni og natni. Þar má nefna klukkur, dagatöl, borð, kommóður og fleira sem hann hefur smíðað en einnig hefur hann heklað teppi og inniskó og rýjað veggteppi. Veggteppi eftir hann prýða einnig
veggi ganganna á heimilinu. „Ég teikna myndirnar sjálfur og rýja síðan teppin eftir myndunum,“ segir hann og hefur meðal annars gert fjórtán veggteppi með andlitsmyndum af fólki. „Ég hef til dæmis gert mynd af Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra Kópavogs, og Degi B. Eggertssyni þegar hann var borgarstjóri,“ segir Hermann sem afhenti Degi veggteppið er hann heimsótti Hrafnistu í borgarstjóratíð sinni. Spurður að hvaða verki hann vinni nú í vinnustofunni, segir Hermann brosandi: „Ég er að rýja mynd af forsetahjónunum og ætla að gefa þeim hana við gott tækifæri.“
16
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Þórdís er sjúkraliði á Hrafnistu í Reykjavík og er að auki tengiliður við heyrnarlausa heimilismenn.
Tengiliður heyrnarlausra á Hrafnistu Þórdís Unnur Þórðardóttir, sjúkraliði á Hrafnistu í Reykjavík, hefur verið heyrnarskert frá barnsaldri. Hún er tengiliður við heyrnarskert heimilisfólk á Hrafnistu.
Þ
órdís er Akureyringur en fór sex ára gömul í heyrnleysingjaskóla í Reykjavík og dvaldi þar á heimavist. „Ég átti alltaf helgarfrí frá skólanum og fékk oft að vera
hjá systur minni í Reykjavík í fríunum því ég komst ekki heim til Akureyrar hverja helgi,“ segir Þórdís. Hún lærði táknmál af eldri nemendum heyrnleysingjaskólans,
17
HRAFNISTUBRÉFIÐ
því samkvæmt stefnu skólans áttu börnin að læra að tala eins og aðrir og lesa af vörum í stað þess að nota táknmál. Þórdís er nú komin með góð heyrnartæki og getur því heyrt aðeins, þó heyrnin sé mjög skert. „Eftir að ég kláraði framhaldsskóla þá fór ég beint að læra sjúkraliðann á Borgarspítalanum og útskrifaðist þaðan árið 1974. Síðan þá hef ég starfað á Sjúkrahúsinu á Akureyri og svo á Grensásdeild í fjórtán ár.“ Þórdís hóf þar á eftir störf á Dvalarheimili aldraðra heyrnarlausra og var þar allt þar til heimilinu var lokað fimm árum síðar, 1997. Þegar Dvalarheimili aldraðra heyrnarlausra var lokað fluttust heimilismenn til Hrafnistu í Reykjavík og Þórdís fékk starf þar í kjölfarið.
Heyrnarlausir saman í álmu „Heimilismenn Dvalarheimilis aldraðra heyrnarlausra voru svo heppnir þegar þeir fluttust yfir á Hrafnistu að þar var verið að innrétta lítinn gang með fjórum herbergjum. Það passaði vel því heimilismennirnir voru einmitt fjórir og fengu þennan gang,“ segir Þórdís. Núna eru þrír heyrnarskertir á Hrafnistu í Reykjavík og er Þórdís
tengiliður þeirra við aðra og sinnir að auki almennu sjúkraliðastarfi þess utan. „Einn heimilismaður talar eingöngu táknmál en hinir tveir geta talað. Ef eitthvað er þegar ég er ekki á svæðinu þá er einn þeirra sem getur best bjargað sér án táknmáls sem aðstoðar hina tvo með samskiptin. Ef það gengur ekki þá skrifa þeir bara á blað það sem þeir vilja koma á framfæri,“ segir hún.
Þörf þjónusta Þórdís segir það mjög mikilvægt fyrir þá heyrnarlausu að geta verið saman vegna samskiptanna sem þeir geta haft hver við annan. Hrafnista í Reykjavík er eina Hrafnistuheimilið sem hefur slíka þjónustu við heyrnarlausa og segir Þórdís hana vera mjög þarfa. „Ég vona að það verði áfram þannig að heyrnarlausir geti verið saman á gangi en auðvitað reynir fólk að vera heima hjá sér eins lengi og það getur enda hefur það heimaþjónustu þar. Eftir skamman tíma á ég von á að margir heyrnarlausir sækist eftir herbergi hér á Hrafnistu,“ segir Þórdís og er mjög sátt við það fyrirkomulag sem er á þjónustunni við heyrnarlausa á Hrafnistu.
18
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Líf og starf á Hrafnistu
HRAFNISTUBRÉFIÐ
19
20
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Bætum minnið með þjálfun Minnisþjálfun er auðveldari en marga grunar. Það eina sem hún krefst er að örva huga og heila. Aðeins það að breyta út af venju og gera eitthvað nýtt eða öðruvísi, svo sem að ráða þrautir eða stunda hreyfingu, eykur skerpu heilans og bætir þar með minnið. Krossgátur, sudoku, gátur, púsl og að lesa upphátt örvar margar stöðvar heilans. Eins hefur leikfimi, gönguferðir, nýtt tungumál eða að læra eitthvað nýtt ásamt því að finna nýja og framandi lykt, sömu áhrif á heilastarfsemina. Það örvar hana og þar með einnig minnið. Ef þetta þykir ekki nóg þá má bæta um betur og nota vinstri hönd (fyrir rétthenta) við dagleg verkefni svo sem að borða, skrifa eða teikna. Það eitt og sér er nóg til að kveikja vel á allri heilastarfsemi þar sem sérstaklega þarf að vanda sig við verkið. Þar með nýtast fleiri taugafrumur en nýttar
Þraut
Hver af myndum A-E passar við fyrstu myndina? Lausnin er á bls. 34.
21
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum
Blikksmiðjan Vík ehf
Kaupfélag Skagfirðinga
Dreifing
Kjarnavörur h.f.
Eggert Kristjánsson hf.
Kópavogsbær
E. R .F. Hjálpartæki ehf.
Reykjaneshöfn
Eggja- og kjúklingabúið Hvammur
Ræstivörur ehf.
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands
Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur
Garðabær
Sjómannafélag Eyjafjarðar
Golf og vegglist
Smith & Norland hf.
Innheimtustofnun sveitarfélaga
Vestmannaeyjahöfn
22
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Íslands Hrafnistumenn Ljóðabókin Illgresi, eftir Örn Arnarson, hefur nú verið endurútgefin í tilefni af 70 ára afmæli Sjómannadagsráðs og sjómannadagsins. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, segir hér frá því hvernig höfundurinn tengist Sjómannadagsráði og Hrafnistu.
„ Esjómannaftir fyrsta
Magnús niður og skrifaði kvæði daginn, árið sem hann sendi 1938, var efnt til í samkeppnina. samkeppni um ljóð Kvæðið var og lag fyrir komandi síðan valið sem sjómannadaga og verðlaunaljóð og voru fjölmörg ljóð það er einmitt send inn,“ segir ljóðið Íslands Guðmundur. „Þá Hrafnistumenn. Guðmundur Hallvarðsson, var það að ágætur Guðmundur formaður Sjómannadagsráðs. vinur Magnúsar tekur fram að það Stefánssonar (sem hafi ekki verið orti undir dulnefninu Örn neinir smákarlar í dómnefndinni Arnarson) hafði samband við því þar sátu Sigurður Nordal hann kvöldið fyrir síðasta skiladag prófessor, Guðmundur ljóðakeppninnar og spyr hann Finnbogason landsbókavörður hvort hann sé ekki búinn að senda og Geir Sigurðsson skipstjóri. inn sjómannaljóð í tilefni af þessari „Lagið hefur alltaf verið spilað samkeppni. Magnús sagðist nú á sjómannadaginn allar götur ekki hafa gert það en þá segir síðan,“ segir Guðmundur og vinur hans að hann verði að gera bendir á að í ljóðinu vitni Magnús það og sagði: „Ef þú vinnur ekki til hinna miklu sæfara sem bjuggu keppnina þá skal ég borga þér þau við víkina Hrafnistu í Noregi og verðlaun sem heitið er.“ þóttu afburðasiglarar. „Þannig á hugmyndin að nafni Hrafnistu Íslands Hrafnistumenn uppruna sinn í ljóð Magnúsar.“ Nóttina fyrir skiladag settist
23
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Ljóðabókin ófáanleg
Magnús arfleiddi Sjómannadagsráð að útgáfuréttinum að ljóðabókinni sem inniheldur safn ljóða eftir Magnús. „Tilefnið að útgáfu ljóðabókarinnar nú er sú að Sjómannadagsráð varð 70 ára á síðasta ári, á þessu ári eru 70 ár liðin frá því að sjómannadagurinn var fyrst haldinn og á næsta ári verða 70 ár liðin frá því að Magnús Stefánsson vann þessa ljóðakeppni,“ segir Guðmundur. „Allt þetta tengdum við saman þegar ákveðið var að gefa ljóðabókina út aftur, en hún hefur verið ófáanleg í rúm 20 ár,“ segir Guðmundur.
haft gaman af að lesa ljóðin hans Magnúsar, ekki síst vegna þess hve skemmtilegan orðaforða ljóðin geyma. En auðvitað höfða ljóðin til allra sem hafa áhuga á ljóðagerð,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs að lokum.
Þá var ég ungur
Bókin inniheldur ýmsan kveðskap. Í henni er fjöldi sjómannaljóða og eru t.d. frægar rímurnar um Odd sterka og Stjána bláa auk ástarljóðanna. „Nefna má kvæðið Þá var ég ungur, sem er af mörgum talið eitt fegursta ljóð íslenskrar tungu,“ segir Guðmundur og vitnar þar til formála ljóðabókarinnar eftir Silju Aðalsteinsdóttur.
Góðar viðtökur
„Bókin er komin út og hafa viðtökur verið góðar. Ég veit að sjómenn hafa margir hverjir
Magnús Stefánsson ljóðskáld orti alla tíð undir dulnefninu Örn Arnarson.
24
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Björg Ríkharðsdóttir og Hanna Kristjánsdóttir sitja við saumaskap í Iðjunni í Víðinesi. Kristrún Gestsdóttir, yfirumsjónarmaður Iðjunnar stendur fyrir aftan þær.
Mikið félagsstarf í Víðinesi Kristrún Gestsdóttir, sjúkraliði í Víðinesi, segir ýmislegt gert á heimilinu til þess að gera sér dagamun. Þar sé spilað bingó, sungið, dansað og spjallað og margt fleira í góðra vina hópi.
K
ristrún segir jafnt heimilisfólk sem starfsfólk Víðiness vera farið að hlakka til jólanna. „Sérstaklega hlökkum við til að fá kór eldri borgara frá Gerðubergi í heimsókn til okkar á aðventunni, eins og á hverju ári. Það er gaman að kórfélagarnir segja að það verði ekki almennileg jól nema
þeir fái að koma til okkar,“ segir Kristrún. „Kórinn samanstendur af 38-40 manns, kór og hljómsveit. Það er virkilega gaman þegar þau koma í kórbúningunum sínum til okkar. Heimilisfólkið er þá allt puntað upp í sitt fínasta púss, veislusalurinn skreyttur og allir njóta þess sem kórinn hefur upp á
25
HRAFNISTUBRÉFIÐ
að bjóða. Svo er kaffi fyrir alla og kórinn fær alltaf alvöru súkkulaði og rjóma, og auðvitað randalín,“ segir hún og brosir. Kristrún segir kórinn hafa verið ótrúlega örlátan við heimilisfólkið í Víðinesi í gegnum tíðina. „Þau hafa gefið okkur að minnsta kosti fimmtán sjöl, ýmist hekluð eða prjónuð, hjólastólateppi og ýmis konar jólaskraut sem kórinn hefur sjálfur búið til handa okkur. Við höfum alltaf gefið þeim eitthvað smávegis líka og þá hjálpast heimilisfólkið að við að pakka inn gjöfunum og það myndast alltaf þónokkur stemmning við það,“ segir Kristrún og bætir því við að allir á heimilinu hlakki til þessarar heimsóknar á aðventunni.
Hrafnistu komu og færðu heimilinu blómvönd í tilefni dagsins. „Nýlega vorum við líka með afmælisveislu fyrir elsta vistmanninn okkar sem varð 102 ára,“ segir Kristrún en alltaf þegar einhver á afmæli er flaggað á borðum matsalarins og allir hópast saman til að syngja afmælissönginn fyrir afmælisbarnið. „Þannig viljum við hlúa að hverjum einstaklingi og muna að við skiptum öll máli.“ Heimilisfólk í Víðinesi fer stundum í hálfgerðar óvissuferðir og hefur meðal annars farið á Kaffitár í Njarðvík, Veiðisafnið, á Akranes, Þjóðminjasafnið og í jólaljósaferð en þá er boðið upp á sérrí og konfekt í rútunni.
Fagna öllum tímamótum
„Við erum voðalega mikið fyrir að halda upp á ýmislegt í Víðinesi. Til dæmis vorum við með veislu á dögunum í tilefni af því að við fengum skilti á afleggjarann að heimilinu til að vísa fólki veginn til okkar,“ segir Kristrún en þá var fengin rjómaterta og stjórnendur
Guðrún Hreinsdóttir grípur í gítarinn og syngur með þeim Margréti Björnsdóttur og Svavari Guðmundssyni. Á bakvið þau standa Guðmundur Guðmundsson og Margrét Guðnadóttir, starfsmenn í Víðinesi.
26
Kristrún er hér umkringd gjöfum sem kór eldri borgara í Gerðubergi hefur gefið heimilinu.
„Heimilið er nægilega fámennt til að hægt sé að fara öll saman í rútu í slíkar ferðir,“ segir Kristrún.
Blómlegt félagsstarf
Félagsstarfið er blómlegt í Víðinesi. Þangað kemur Fjóla listmeðferðarfræðingur hjá Hrafnistu reglulega og er með heimilisfólkinu í listþerapíu þar sem hún reynir að ná til þess fólks sem erfitt er að ná til en flestir á heimilinu eiga við einhvers konar heilabilun að stríða. „Reglulega erum við með minningafundi sem við byggjum upp þannig að það er byrjað á að
HRAFNISTUBRÉFIÐ
fara yfir reglur um þagnarskyldu, traust, virðingu, að ekki megi grípa fram í og að halda okkur við efnið,“ segir Kristrún en á þessum fundum eru dregnar fram hinar ýmsu minningar heimilisfólks, svo sem barnæskan, æskustöðvar, fjölskyldan, fyrsta ástin og fleira. „Þessir fundir eru hugsaðir til þess að halda minninu við,“ segir Kristrún. „Þetta er óskaplega skemmtilegt og margar minningar koma fram. Við bæði hlæjum mikið hér og svo er dálítið grátið enda á fólk bæði slæmar og góðar minningar.“ Stundum eru haldin böll á heimilinu og þá er dansað og sungið. Bingó er haldið ársfjórðungslega og segir Kristrún það mjög vinsælt í hvert sinn. „Hálfs mánaðarlega erum við með bíó og sýnum þá eina mynd á tveimur dögum. Við skipum henni í tvennt því heil mynd er of mikið í einu fyrir flesta,“ segir Kristrún. Djákni kemur vikulega í Víðines og sér þar um alla almenna sálgæslu. „Þegar einhver deyr þá kemur hann og sér um minningarstund. Við bjóðum þá aðstandendum þess látna að eiga þessa stund með okkur og erum svo með kaffi á eftir,“ segir Kristrún.
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum
27
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Jónas segist ánægður með lífið á Vífilsstöðum. Þar geti hann slakað á og látið sér líða vel.
Með fremstu fimleikamönnum landsins Jónas Jónsson er Eyfirðingur að uppruna og ólst upp í grennd við Akureyri. Að loknu íþróttakennaranámi á Laugarvatni flutti hann til Reykjavíkur til að geta lagt stund á sitt aðaláhugamál, fimleika.
J
ónas segir lífið í Eyjafirðinum hafa verið eins og gengur í þá daga og þætti framandi fyrir þá sem alast upp núna. „Það var allt mjög ólíkt því sem er núna enda er ég fæddur árið 1922,“ segir Jónas. „Við vorum fjögur systkinin og
það þótti nú ekki mikið á þeim tíma. Ég er næstelstur en þau eru öll dáin svo ég sit einn eftir og er engum til gagns,“ bætir hann við og segir brosandi að svona sé nú þetta líf. „Mér leiðist aldrei og finnst gott
HRAFNISTUBRÉFIÐ
29
að vera á Vífilsstöðum þó að ég geri nú ekki margt. Ég slaka bara á og læt mér líða vel. Labba svolítið flesta daga en er nú svolítið latur við það og fer í sjúkraþjálfun þrisvar í viku. Sumir ættingjar mínir heimsækja mig svo ég fæ alltaf góðar heimsóknir hingað annað slagið,“ segir Jónas. Sjálfur giftist hann aldrei. „Það vildi mig engin,“ segir hann hlæjandi og bætir því við brosandi að hann hafi heldur aldrei eignast börn svo vitað sé.
Flutti suður til að æfa
Spurður hvort hann hafi átt góða ævi, segir Jónas: „Já, ætli það ekki? Það held ég bara. Ég sakna þó einskis þegar ég horfi til baka.“ Sem ungur maður í sveitinni vann hann við hefðbundin sveitastörf og fór líka dálítið á sjóinn, dagsferðir á árabát eða trillubát. „Þá veiddum við á línu og dorg, eins og það var kallað. Ég held ég verði að segja að ég hafi átt góða æsku og góða fjölskyldu,“ segir Jónas sem fór í Íþróttakennaraskólann að Laugarvatni og útskrifaðist þaðan sem íþróttakennari. „Ég starfaði þó aldrei sem íþróttakennari heldur kenndi ég fimleika í frítímum. Þegar ég var 22ja ára gamall flutti ég til Reykjavíkur til
Jónas var meðal fremstu fimleikamanna landsins og flutti til Reykjavíkur svo hann gæti lagt stund á íþróttina.
30
að geta stundað fimleika því það var lítið um slíkt í Eyjafirðinum, léleg tæki og lítil aðstaða til æfinga,“ segir Jónas en fimleikar hafa alla tíð verið hans helsta áhugamál. Hann segir þó að fólkinu hans hafi þótt það lítið spennandi að hann flytti suður.
Sýndi og keppti heima og erlendis
„Ég vann alla tíð hjá H. Benediktssyni sem var heilmikil verslun með raftæki og búsáhöld en er búin að leggja upp laupana
HRAFNISTUBRÉFIÐ
núna. Það má segja að við höfum haft allt nema byggingavörur í versluninni,“ segir Jónas en allan frítíma sinn nýtti hann til fimleikaæfinga. „Ég æfði fyrst í Ármanni og fór síðar í KR,“ segir hann. Jónas var einn af fremstu fimleikamönnum landsins í langan tíma og auk þess sem hann sýndi og keppti í fimleikum hér á landi fór hann tvívegis til Noregs til að taka þátt í mótum. „Það þótti mikið ævintýri á þessum tíma,“ segir hann brosandi og bætir því við að sér hafi gengið alveg
Hér sýnir Jónas listir sínar á ströndinni í Noregi en þangað fór hann í keppnisferð sem ungur maður.
31
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Jónas var í sýningarhópi sem ferðaðist um landið til að sýna landsmönnum fimleika. Jónas er hér fjórði frá vinstri.
ágætlega á mótunum. Jónas ferðaðist mikið um Ísland á fimleikaferli sínum því hann var í sýningarflokkum sem voru með fimleikasýningar í þorpum og bæjum landsins. „Það þótti mjög skemmtilegt þegar við komum og má segja að þetta hafi verið eins og að fá sirkus í bæinn. Það kom alltaf mikið af fólki á sýningarnar hjá okkur,“ segir hann. „Ég var nokkuð lengi í fimleikum
sjálfur og fyrir sýningar æfðum við oft fjórum til sjö sinnum í viku. Annars voru bara fastir tímar tvisvar í viku,“ segir hann og bætir því við að hann hafi alltaf haft jafnmikinn áhuga á fimleikum og aldrei orðið leiður á þeim. Eftir að hans eigin fimleikaferli lauk kenndi hann lengi drengjum hjá KR fimleika meðfram starfi sínu hjá H. Benediktssyni.
www.hrafnista.is
32
HRAFNISTUBRÉFIÐ
LJÓÐ
eftir Leif Eiríksson Bréfið
Lag: Böðvar Magnússon Ljóð: Leifur Eiríksson
Liggur til þín ljóð á borði, leitar hugur minn til þín. Hvísla til þín ástarorði, eina hjartans vina mín. :,:Vona að eftir vetur langan vinir mætist: ég og þú. Og í birtu og blóma angan byrjum líf í ást og trú :,: Að mörgu þurfum þá að hyggja, þarna bíður framtíðin. Viltu láta byrja að byggja við Baugás eða tangann minn? :,: Ef ég má þig um það spyrja, - aðeins spurn í huganum. – Viltu kannski bara byrja að búa í Dalakofanum? ;.; Ort í september 2007
Erna Vilbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Erna finnst mér úrvalsgóð, ein af þessum snjöllu. Alltaf hjálpsöm, fús og fróð, og finnur ráð við öllu.
Valtýr Grímsson, húsvörður Valtýr reyndist viðbragðssnar verk af hendi að inna. Er þó vísast alls staðar ótal mörgu að sinna.
Á fermingardaginn Böðvar Magnússon boðinn velkominn heim úr Nílarsiglingu Þegar ei til sólar sér, syrtir að í hugans ranni. En þegar Böðvar birtist hér, birtist gleðin hverjum manni.
Þú munt ei gleyma þessum degi, þó að hyljist önnur spor. Gakk þú áfram Guðs á vegi, geymist lengst þitt æskuvor. Óskir mínar ætíð megi efla með þér trú og þor.
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum
33
3
HRAFNISTUBRÉFIÐ
„25 ára“ starfsfólk heiðrað Það er lán Hrafnistu hversu frábær kjarni starfsfólks starfar á Hrafnistuheimilunum. Mannauðurinn er dýrmætasta auðlindin vegna langrar starfsreynslu og tryggðar. Þessa mannkosti metum við mikils. Sem þakklætisvott buðu
Hrafnistuheimilin starfsfólki sínu, sem unnið hefur hjá Hrafnistu í 25 ár eða lengur, til stuttrar heiðursmóttöku á dögunum og er gaman að segja frá því að hér er um að ræða meira en þrjátíu starfsmenn sem „löggildir“ eru í 25 ára klúbbbnum!
Lausn á þraut Svarið er: Mynd C
35
HRAFNISTUBRÉFIÐ
Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum
Arnór L. Pálsson
Ísleifur Jónsson
Frímann Andrésson
Svafar Magnússon
framkvæmdastjóri
útfararstjóri
útfararþjónusta
útfararþjónusta
REYNSL A
•
U M H YG G J A
•
T R AU S T
Hugrún Jónsdóttir
Guðmundur Baldvinsson
Þorsteinn Elísson
Ellert Ingason
útfararþjónusta
útfararþjónusta
útfararþjónusta
útfararþjónusta
Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
36
HRAFNISTUBRÉFIÐ