Einband
www.istex.is
Einband í nýrri útsetningu Kæri lesandi Mig hafði lengi langað í einspinnukjól. Fínlega útprjónaðan sumarkjól eða sparikjól, hlýjan og léttan á íslensku sumarkvöldi og glæsilegan á árshátíðinni. Ég leitaði að gömlum uppskriftum en þær voru flestar aðeins til í einni stærð og ekki alveg í sniðinu eins og ég hugsaði mér. Þess vegna fannst mér tími kominn til að hanna minn eigin einspinnukjól. Verkið reyndist þó mun flóknara en ég hafði ætlað, enda ævinlega tímafrekt að reikna munstur út í stærðum og koma uppskrift í orð. Að lokum varð til kjóllinn Miðja og ég vona að þú sem prjónar hann verðir jafn ánægð og ég er með minn. Að prjóna útprjón úr einbandi tekur tíma en uppskeran er einstök flík sem verður þér hjartfólgnari en aðrar. Ef þú hefur ekki prjónað úr einbandi áður, ráðlegg ég þér að byrja á einfaldri flík eins og treflinum Striki eða röndóttu peysunni Hraða til að fá tilfinningu fyrir bandinu. Ef þér finnst skeljaprjónið í Faðmi vera of rómantískt þá er klúturinn Blaka með leðurblökumunstri tilvalinn. Flíkur prjónaðar úr einbandi teygjast og því er erfitt að mæla lengdir áður en búið er að þvo prjónið. Því ráðlegg ég þér eindregið að gera prjónaprufu, þvo hana og slétta til að finna út rétta prjónastærð og ákveða hvort þú þurfir að bæta við eða sleppa umferðum til að fá rétta sídd. Þegar flík úr einbandi er tilbúin er nauðsynlegt að þvo hana varlega í höndum úr volgu ullarsápuvatni þá mýkist ullin, skola og kreista vatnið úr með handklæði. Nota má mýkingarefni eða hárnæringu í síðasta skolvatnið. Leggja síðan vandlega til þerris og strekkja á sléttan flöt. Ég þakka Hólmfríði, Guðrúnu og Rebekku fyrir að prjóna flíkurnar svona fallega. Njótið þess að prjóna
Védís Jónsdóttir
www.istex.is
Faรฐmur
www.istex.is
www.istex.is
Miรฐja
www.istex.is
Hraรฐi
www.istex.is
Blaka
www.istex.is
www.istex.is
Mark
Upp
www.istex.is
Frjรกls
www.istex.is
Strik
www.istex.is
ÍSTEX • Völuteigur 6 • 270 Mosfellsbær • Ísland • S: +354 566 6300 • F: +354 566 7330 • istex.is • istex@istex.is
www.istex.is