Ársskyrsla LÍÚ

Page 1

SKÝRSLA STJÓRNAR

LANDSSAMBAND

LÍÚ Á STARFSÁRINU

ÍSLENSKRA

2008 – 2009

ÚTVEGSMANNA



Efnisyfirlit

1. STJÓRNIR OG RÁÐ

5

7. MÖNNUNARMÁL

Stjórn LÍÚ

Mönnunarnefnd fiskiskipa

Helstu stjórnir, ráð, nefndir og starfshópar sem LÍÚ á aðild að

Undanþágunefnd

2. HAFRANNSÓKNIR, RÁÐGJÖF

8

8. MENNTAMÁL

17

18

Tækniskólinn Veiðiráðgjöf og afstaða LÍÚ Starfsgreinaráð Samstarf um loðnuleit og loðnumælingar

3. ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF UM FISKVEIÐISTJÓRNUN

10

Verkefnisstjórn LÍÚ og Háskólans á Akureyri Sjómennt

Ársfundur NEAFC

AVS rannsóknasjóður

Fundað með Rússum um samstarf í sjávarútvegi

9. UMHVERFISMÁL

Ársfundur NAFO 2009

Endurvinnsla veiðarfæra úr gerviefnum

Strandríkjafundur um Síldarsmugukarfa

Úrvinnslusjóður

Fundur um úthafskarfa á Reykjaneshrygg

10. ÁBYRGAR FISKVEIÐAR

Íslandi enn hafnað sem fullgildu strandríki á fundi um makrílkvóta

Byrjað að nota íslenskt merki um ábyrgar veiðar Íslendinga á umbúðir

4. AUÐLINDAMÁL

12

Hugmyndir um upptöku aflaheimilda

11. TRYGGINGAR

20

21

22

Samningar við vátryggingafélögin um vátryggingagjöld árið 2008

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu Húftryggingamat fiskiskipa Starfshópur um endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar

5. KJARAMÁL

14

Innheimta vátryggingaiðgjalda 2007 Slysatryggingar sjómanna

Nýr kjarasamningur Úrskurðarnefnd Olíuverð og skiptaverðmætishlutfall

6. SIGLINGAMÁL, SKIPATÆKNI OG ÖRYGGISMÁL

16

12. AFLAHEIMILDIR

23

13. KVÓTAMIÐLUN LÍÚ

26

14. ÍSFISKSALA

30

Siglingaráð Verkefnisstjórn áætlunar í öryggismálum sjófarenda

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

3


Inngangur

Skuggi efnahagsáfalla í kjölfar bankahrunsins hvíldi yfir aðalfundi okkar á síðasta ári. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki töpuðu stórum fjárhæðum á hruni viðskipabankanna og skuldir þeirra hafa hækkað verulega í íslenskum krónum. Þá hefur afurðaverð lækkað umtalsvert á flestum mörkuðum vegna alþjóðlegra efnahagserfiðleika. Staðreyndin er samt sem áður sú að stærstur hluti sjávarútvegsfyrirtækja stendur traustum fótum. Það er órækur vitnisburður um þann kraft og þá ábyrgð sem einkennt hefur rekstur langflestra sjávarútvegsfyrirtækja á undanförnum árum. Við vorum áþreifanlega minnt á það síðasta vetur að vegir náttúrunnar eru órannsakanlegir og enn dundu á okkur alvarleg áföll vegna aðstæðna í náttúrunni sem enginn fær við ráðið. Stór hluti íslenska síldarstofnsins, sem byggður hafði verið upp með hóflegri sókn um langt árabil, varð fyrir sýkingu og drapst. Þá náðist ekki að mæla nægilegt magn af loðnu til að unnt væri að gefa út aflamark þrátt fyrir umfangsmikla loðnuleit. Við höfum áður séð sambærilegar hamfarir af náttúrulegum völdum og enn hefur hörpudiskstofninn í Breiðafirði ekki náð að rétta úr kútnum. Yfir aðalfundi okkar þetta árið vofir hins vegar vá af enn alvarlegri toga. Með hugmyndum núverandi stjórnvalda um að gera aflaheimildir útgerðanna upptækar og bjóða þær upp, er vegið að grunnstoðum fiskiveiðistjórnunarinnar og rekstri sjávarútvegsfyrirtækjanna. Ítarleg úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte sýnir með afgerandi hætti hvernig þessi hugmynd leiðir til gjaldþrots sjávarútvegsins á tiltölulega fáum árum. Þá felur fyrningarleiðin í sér beina aðför að landsbyggðinni. Þrátt fyrir áskoranir fjölmargra sveitarfélaga um land allt, þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að draga þessar hugmyndir sínar til baka, hafa þær enn ekki verið slegnar út af borðinu.

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ

Sjávarútvegurinn er og verður ein helsta stoð íslensks efnahagslífs. Til þess að hann fái áfram gegnt því hlutverki sínu þurfa stjórnvöld að koma fram af ábyrgð. Það er löngu ljóst að til að ná þeim markmiðum að hér sé rekinn sjálfbær og arðbær sjávarútvegur þarf réttur útgerðanna til nýtingar aflaheimildanna að vera skýr og varanlegur. Það má aldrei verða að hugmyndir um upptöku og uppboð aflaheimilda nái fram að ganga.

4

Landssamband íslenskra útvegsmanna


Stjórn LÍÚ:

1. STJÓRNIR OG RÁÐ

Aftari röð frá vinstri: Kristján Vilhelmsson, varamaður Guðmundur Kristjánsson Þórður Rafn Sigurðsson Ólafur Marteinsson Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ Ingi Jóhann Guðmundsson, varamaður Haukur Björnsson Ólafur Rögnvaldsson Ægir Páll Friðbertsson Hjörtur Gíslason

Í samþykktum LÍÚ segir eftirfarandi um stjórnarkjör: „Í stjórn LÍÚ skal kjósa 15 menn og 14 til vara. Formaður skal kosinn sérstaklega til eins árs í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til þriggja ára í senn, þannig að á aðalfundi LÍÚ árið 2002 skulu 5 stjórnarmenn ganga úr, á aðalfundi LÍÚ árið 2003 skulu 4 menn ganga úr og á aðalfundi LÍÚ 2005 skulu 5 ganga úr og þannig koll af kolli. Skal þess ávallt gætt að útvegsmannafélagi, sem ræður að minnsta kosti 10% af heildaratkvæðum skv. atkvæðaskrá, sé tryggður einn maður í aðalstjórn. Í varastjórn skal kosið á sama hátt.”

Fremri röð frá vinstri: Einar Valur Kristjánsson Gunnar Ásgeirsson Eiríkur Tómasson Adolf Guðmundsson, formaður stjórnar Guðrún Lárusdóttir Kristján Loftsson Á myndina vantar þá Þorstein Má Baldvinsson og Þorstein Erlingsson.

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

Formaður: Adolf Guðmundsson, Seyðisfirði.

Aðalmenn kjörnir til þriggja ára árið 2008: Einar Valur Kristjánsson, Ísafirði Guðrún Lárusdóttir, Hafnarfirði Haukur Björnsson, Eskifirði Hjörtur Gíslason, Reykjavík Ægir Páll Friðbertsson, Vestmannaeyjum

5


Aðalmenn kjörnir til þriggja ára árið 2007: Eiríkur Tómasson, Grindavík Guðmundur Kristjánsson, Reykjavík Kristján Loftsson, Reykjavík Þorsteinn Már Baldvinsson, Akureyri Þórður Rafn Sigurðsson, Vestmannaeyjum

Eiríkur Tómasson Einar Valur Kristjánsson Hjörtur Gíslason Ægir Páll Friðbertsson Þorsteinn Már Baldvinsson Varamenn: Ólafur Rögnvaldsson Guðrún Lárusdóttir Guðmundur Kristjánsson Kristján Loftsson Gunnar Ásgeirsson

Aðalmenn kjörnir til þriggja ára árið 2006: Ólafur Marteinsson, Siglufirði Ólafur Rögnvaldsson, Hellissandi Gunnar Ásgeirsson, Höfn Hornafirði Þorsteinn Erlingsson, Reykjanesbæ Varamenn kjörnir til þriggja ára árið 2008: Bergþór Baldvinsson, Garði Jón Eðvald Friðriksson, Sauðárkróki Gunnþór Ingvason, Neskaupsstað Ingi Jóhann Guðmundsson, Garðabæ Rúnar Þór Stefánsson, Reykjavík

Á aðalfundi 2002 var gerð breyting hvað varðar kjör fulltrúa útvegsmannafélaga á aðalfund LÍÚ og segir nú í 19. gr. samþykkta LÍÚ: „Á aðalfundum útvegsmannafélaga skal samtals kjósa eitthundrað og áttatíu fulltrúa til eins árs í senn á sambandsfundi og tilkynna kjör þeirra til sambandsins, minnst tveimur vikum fyrir aðalfund.

Varamaður kosinn til tveggja ára árið 2008: Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Vestmannaeyjum

Við kjör fulltrúa á sambandsfundi skal fulltrúafjöldi útvegsmannafélags grundvallast annars vegar á greiddum iðgjöldum til sambandsins en hins vegar af fjölda skipa í eigu félagsmanna útvegsmannafélags.“

Varamenn kjörnir til þriggja ára árið 2007: Ármann Ármannsson, Reykjavík Guðmundur Smári Guðmundsson, Grundarfirði Hannes Sigurðsson, Þorlákshöfn Pétur H. Pálsson, Grindavík Ægir Páll Friðbertsson, Vestmannaeyjum

HELSTU STJÓRNIR, RÁÐ, NEFNDIR OG STARFSHÓPAR SEM LÍÚ Á AÐILD AÐ:

Varamenn kjörnir til þriggja ára árið 2006: Kristján Vilhelmsson, Akureyri Guðbjartur Einarsson, Reykjavík Jónas Jóhannsson, Þórshöfn Sverrir Pétursson, Ísafirði

AVS STJÓRNARNEFND

LÍFEYRISSJÓÐURINN GILDI

Friðrik J. Arngrímsson

Friðrik J. Arngrímsson Varamaður

Löggiltur endurskoðandi hefur verið PricewaterhouseCoopers ehf., Reykjavík.

eins

og

áður

AVS VERKEFNISSTJÓRN VINNSLU OG BÚNAÐAR Kristján Þórarinsson

Haldnir voru 12 stjórnarfundir á starfsárinu. Á fyrsta fundi núverandi stjórnar, sem haldinn var 31. október 2008 var Eiríkur Tómasson endurkjörinn varaformaður, Einar Valur Kristjánsson ritari og Þorsteinn Erlingsson vararitari stjórnar.

Hjörtur Gíslason MÖNNUNARNEFND FISKISKIPA Friðrik J. Arngrímsson

FAGRÁÐ RANNSÓKNARSETURS

Guðfinnur G. Johnsen

UM LÍFRÍKI SJÁVAR

Varamenn

Kristján Þórarinsson

Ágúst Sigurðsson Björn Jónsson

FRAMKVÆMDASTJÓRN SAMTAKA ATVINNULÍFSINS

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR

Framkvæmdaráð starfsárið 2008-2009:

Friðrik J. Arngrímsson

ATVINNULÍFSINS

Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar voru eftirtaldir stjórnarmenn kjörnir í framkvæmdaráð starfsárið 2008-2009. Formaður er sjálfkjörinn.

HAFNARÁÐ

Varamaður

Friðrik J. Arngrímsson

Einar Valur Kristjánsson

HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN

RÁÐGJAFANEFND HAFRANN-

Friðrik J. Arngrímsson

SÓKNASTOFNUNARINNAR

Varamaður

Kristján Þórarinsson

Arnar Sigurmundsson

Aðalmenn: Adolf Guðmundsson, formaður

Björn Jónsson

6

Landssamband íslenskra útvegsmanna


RÉTTARVERNDARSJÓÐUR

SIGLINGARÁÐ

TÆKNISKÓLINN EHF.

ÚRVINNSLUSJÓÐUR

SAMTAKA ATVINNULÍFSINS

Guðfinnur G. Johnsen

Friðrik J. Arngrímsson

Guðfinnur G. Johnsen

Friðrik J. Arngrímsson

Varamaður

Varamaður

Friðrik J. Arngrímsson

Kristján Vilhelmsson

ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS

Fagráð Véltækniskólans

Hjörtur Gíslason

SAMSTARFSNEFND LÍÚ OG HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR-

SJÓMENNT

Guðfinnur G. Johnsen

INNAR UM KARFARANNSÓKNIR

Rúnar Þór Stefánsson

Fagráð Skipstjórnarskólans

VERKEFNISSTJÓRN UM

Kristján Þórarinsson

Sveinn Hjörtur Hjartarson

Ingimundur Ingimundarson

LANGTÍMAÁÆTLUN Í ÖRYGGIS-

SAMSTARFSNEFND UM BÆTTA

STARFSGREINARÁÐ MÁLM-

UNDANÞÁGUNEFND FISKI-

UMGENGNI UM AUÐLINDIR

TÆKNI

SKIPA

SJÁVAR

Guðfinnur G. Johnsen

Björn Jónsson

VERKEFNISSTJÓRN LÍÚ OG

Guðfinnur G. Johnsen

UNAK UM SJÁVARÚTVEGSNÁM Sveinn Hjörtur Hjartarson

MÁLUM SJÓMANNA

Kristján Þórarinsson STARFSHÓPUR UM VOTTUN

Varamenn

SAMSTARFSVETTVANGUR

ÁBYRGRA FISKVEIÐA ÍSLEND-

Ágúst Sigurðsson

SJÁVARÚTVEGS OG IÐNAÐAR

INGA

Ingimundur Ingimundarson

Guðfinnur G. Johnsen

Kristján Þórarinsson

Guðfinnur G. Johnsen

VINNUDEILUSJÓÐUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS

ÚRSKURÐARNEFND SJÓ-

Friðrik J. Arngrímsson

SAMSTARFSVETTVANGUR

STJÓRN FISKIFÉLAGS ÍSLANDS

MANNA OG ÚTVEGSMANNA

SJÁVARÚTVEGS OG IÐNAÐAR,

Kristján Loftsson

Friðrik J. Arngrímsson

VINNUHÓPUR HAFRANN-

VERKEFNISSTJÓRN

Kristján Þórarinsson

Rúnar Þór Stefánsson

SÓKNASTOFNUNARINNAR UM

Pétur H. Pálsson

ÞORSKRANNSÓKNIR

STJÓRN SAMTAKA ATVINNU-

Varamenn

Kristján Þórarinsson

SAMTÖK ATVINNUREKENDA Í

LÍFSINS

Sveinn Hjörtur Hjartarson

SJÁVARÚTVEGI

Adolf Guðmundsson

Ólafur Marteinsson

Adolf Guðmundsson

Friðrik J. Arngrímsson

Stefán Friðriksson

Eiríkur Tómasson

Ólafur Rögnvaldsson

Kristján Þórarinsson

Friðrik J. Arngrímsson

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

7


2. Hafrannsóknir, Ráðgjöf

VEIÐIRÁÐGJÖF OG Aflamark Hafrannsóknastofnunin lagði til að aflamark í þorski fyrir fiskveiðiárið 2008-2009 yrði 124 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra ákvað að aflamarkið yrði 130 þúsund tonn. Útvegsmenn töldu – rétt eins og þegar aflamark í þorski var ákveðið 130 þúsund tonn fyrir fiskveiðiárið 2007-2008 – að allt of langt væri gengið í niðurskurði og að ekki væri tekin áhætta með að veiða 150-160 þúsund tonn af þorski. Í janúar 2009 ákvað ráðherra að auka aflamarkið í 160 þúsund tonn. Þegar stofnmat Hafrannsóknastofnunarinnar lá fyrir í vor var ljóst að aflaregla meðaltals aflamarks síðasta fiskveiðiárs og 20% af mati á veiðistofni í upphafi árs gæfi 150 þúsund tonna aflamark fyrir fiskveiðiárið 2009-2010. Útvegsmenn töldu rétt að hafa aflamarkið óbreytt frá fyrra ári, eða 160 þúsund tonn, en ráðherra ákvað að fylgja aflareglu og því var aflamark ákveðið 150 þúsund tonn.

8

Nýliðun ýsu var með besta móti nokkur ár í röð og hefur mest kveðið að risaárganginum frá 2003. Stofninn stækkaði því verulega og aflamarkið fylgdi þeirri þróun og aflinn einnig. Síðan hefur nýliðun færst í venjubundið horf og stofninn óumflýjanlega minnkað. Hafrannsóknastofnunin lagði til að aflamark fiskveiðiársins 2009-2010 yrði 57 þúsund tonn, en útvegsmenn töldu það of mikla lækkun frá fyrra ári (93 þúsund tonn) og töldu að hæfilegt aflamark væri 65 þúsund tonn. Ráðherra ákvað að aflamark í ýsu skyldi vera 63 þúsund tonn. Mikil óvissa fylgir stofnmati ufsa. Hafrannsóknastofnunin lagði til að aflamark í ufsa fiskveiðiárið 2009-2010 yrði 35 þúsund tonn en útvegsmenn töldu hæfilegt aflamark vera 50 þúsund tonn. Ráðherra ákvað 50 þúsund tonna aflamark. Aflamark karfa fyrir síðasta fiskveiðiár (2008-2009) var 50 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnunin lagði til að heimilt yrði að veiða 30 þúsund tonn af gullkarfa en útvegsmenn töldu 35

Landssamband íslenskra útvegsmanna


þúsund tonn hæfilegt aflamark; í djúpkarfa lagði stofnunin til að veiða mætti 10 þúsund tonn en útvegsmenn töldu 15 þúsund tonn hæfilegt aflamark. Ráðherra ákvað 50 þúsund tonna aflamark í karfa. Hafrannsóknastofnunin lagði til að verulega yrði dregið úr veiðum á grálúðu og heimilt að veiða 5 þúsund tonn á svæðinu við A-Grænland, Ísland og Færeyjar. Tillaga útvegsmanna var á þá leið að ef aflamarkið yrði lækkað frá fyrra ári, þá yrði það gert með þeim fyrirvara að lækkuðu Grænlendingar ekki sinn hlut yrði aflamarkið aukið. Ráðherra ákvað að aflamarkið skyldi vera 12 þúsund tonn. Ráðherra ákvað hærra aflamark í kolastofnum, steinbít, löngu og keilu en Hafrannsóknastofnunin lagði til og studdu útvegsmenn það. Hvað skötusel varðar ákvað ráðherra að aflamark skyldi vera 2.500 tonn en boðaði jafnframt að skoðaðar yrðu aðrar leiðir varðandi veiðistjórn á skötusel. Útvegsmenn töldu rétt að aflamark í skötusel yrði 3 þúsund tonn. Aflamark í úthafsrækju var ákveðið 7 þúsund tonn í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Vegna sýkingar í íslensku sumargotssíldinni og óvissu um stofnstærðina var ekki unnt að gefa út aflamark. Umfangsmikil leit og mæling var skipulögð í samstarfi útvegsmanna, sjómanna, Hafrannsóknastofnunarinnar og ráðuneytisins á haustmánuðum sem bundnar eru vonir við að skili þeim árangri að unnt verði að gefa út aflamark. Varðandi norsk-íslenska síld og kolmunna var strandríkjasamningum um stjórn veiða úr þessum stofnum fylgt en ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um veiðar úr úthafs­ karfastofnunum. Í mars gaf sjávarútvegsráðherra út reglugerð um makrílveiðar íslenskra skipa árið 2009. Þar kom fram að færi aflinn yfir 112 þúsund tonn skyldi ákveðið hvort veiðar skyldu bannaðar eða takmarkaðar með einhverjum hætti. Mikið kapphlaup var í makrílveiðunum í júní og byrjun júlí og þann 8. júlí voru leyfi uppsjávarskipa til makrílveiða afturkölluð og veiðarnar bundnar við meðafla í norsk-íslenskri síld. Þá höfðu veiðst rúm 90 þúsund tonn af makríl en árið 2008 veiddum við um 112 þúsund tonn og var stærstur hluti aflans fenginn í júlí- og ágústmánuðum. Ljóst er að fyrirkomulag makrílveiðanna þar sem keppst var um að ná sem mestu magni á sem skemmstum tíma, varð til þess að mikil verðmæti töpuðust, bæði í makrílveiðunum og við veiðar á norsk-íslensku síldinni. LOÐNULEIT OG LOÐNUMÆLINGAR Ekki var gefinn út upphafskvóti fyrir vertíðina 2008/2009, enda fannst lítið af ungloðnu í mælingu haustið 2006. Í loðnuleit og mælingu á tímabilinu 17. nóvember til 12. desember 2008 fannst einungis lítið magn af loðnu og þar af tæp 270 þúsund tonn af 2ja og 3ja ára loðnu. Svipað var uppi á teningnum í

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

mælingu á veiðistofni loðnu sem fram fór dagana 4.-10. janúar 2009. Áður en rannsóknaskipið kom á slóðina fyrir Austurlandi höfðu þrjú veiðiskip, sem útbúin eru sams konar bergmálsmælum og hafrannsóknaskipin, þegar kannað gönguna fyrir Norðausturlandi og sent gögnin til Hafrannsóknastofnunarinnar. Úr mælingunni reiknaðist einungis 215 þúsund tonna veiðistofn. Víðtæk og skipulögð loðnuleit átti sér stað í janúar og febrúar með samvinnu fiskiskipa og rannsóknaskipa. Í janúar og fram í byrjun febrúar mældi rannsóknaskipið gönguna þrisvar sinnum fyrir Austurlandi og gaf meðaltal tveggja hæstu mælinganna hrygningarstofn sem var um 357 þúsund tonn. Sú mæling sýndi því ekki það magn, 400 þúsund tonn, sem samkvæmt veiðireglu þarf að skilja eftir til hrygningar áður en aflamarki er úthlutað. Þann 9. febrúar 2009 gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út takmarkaðan loðnukvóta, 15 þúsund tonn, til íslenskra loðnuveiðiskipa í rannsóknaskyni fyrir tímabilið 10. febrúar til 30. apríl. Frá febrúar og fram í mars fór fram mjög víðtæk leit að loðnu. Níu loðnuveiðiskip tóku þátt í skipulegri leit á þessu tímabili. Loðnuskipin leituðu allt frá miðlínu milli Íslands og Færeyja og síðan djúpt og grunnt allt vestur í Ísafjarðardjúp. Í febrúar voru gerðar nokkrar tilraunir til að bergmálsmæla stofninn við Suðaustur- og Suðurströndina. Þær mælingar voru allar lægri en mælingarnar sem gerðar voru fyrir Austurlandi. Í byrjun mars var leit og mælingum hætt enda lítil von talin um nýjar göngur. Lærdómur reynslunnar Þó að loðnuskipin hafi fundið loðnu og mælt, þá kom ekkert út úr því þar sem Hafrannsóknastofnunin taldi að sú loðna hefði verið inni í fyrri mælingum. Um þetta voru skiptar skoðanir. Þó að ekki hafi tekist að mæla meiri loðnu en að framan greinir töldu margir, bæði skipstjórar á loðnuskipum og vertíðarbátum, að töluvert af loðnu hafi náð að hrygna, jafnvel meira en það sem náðist að mæla. Þannig komu fréttir í mars frá vertíðarbátum um loðnulóðningar og að loðna væri að hrygna mjög víða, t.d. við Vestmannaeyjar, Reykjanes, í Faxaflóa og í Breiðafirði en þar töldu sjómenn að töluvert af loðnu hefði komið upp Kolluál og hrygnt í Breiðafirði. Það sem má læra eftir síðustu loðnuvertíðir er að það verður að leggja alla áherslu á að ná mælingu á loðnustofninum áður en hann kemur á grunnslóð þar sem mælingar á hrygningarloðnu á grunnslóð hafa hingað til skilað litlum árangri. Jafnframt er nauðsynlegt að halda áfram að þróa aðferðir til að mæla loðnu á grunnslóð þar sem breytileikinn í hegðun loðnunnar er mikill.

9


3. ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF UM FISKVEIÐISTJÓRNUN

Ísland er aðili að alþjóðlegu samstarfi um stjórn fiskveiða. Íslensk stjórnvöld og LÍÚ hafa mótað þá skýru afstöðu að ákvarðanir um stjórn fiskveiða úr deilistofnum sé best komin í höndum þeirra þjóða sem beinna hagsmuna hafa þar að gæta. Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndin, NEAFC, er svæðisbundin fiskveiðistjórnunarstofnun sem stýrir stjórnun fiskveiða á NAAtlantshafi. Landfræðilegt gildissvið samstarfsins nær til Norðaustur-Atlantshafs, Norður-Íshafs og Barentshafs. Ísland er einnig aðili að Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnuninni, NAFO og Atlantshafstúnfiskveiðiráðinu, ICCAT. Auk þátttöku í starfsemi fyrrgreindra samtaka er Ísland aðili að tvíhliða og fjölþjóðasamningum um stjórn veiða úr sameiginlegum stofnum svo sem loðnustofninum. Fulltrúar LÍÚ taka virkan þátt í starfi Íslands á vettvangi svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana og á strandríkjafundum um deilistofna. Ársfundur NEAFC Ársfundur NEAFC, sá 27. í röðinni, var haldinn í London um miðjan nóvember 2008. Á fundinum var m.a. fjallað um stjórn veiða á kolmunna, úthafskarfa, norsk-íslenskri síld og makríl fyrir árið 2009 auk verndunar viðkvæmra hafsvæða.

var ákveðið að heildaraflamark fyrir árið 2009 verði 1.643 þúsund tonn. Í hlut Íslands á árinu 2009 koma rúm 238 þúsund tonn. Samþykkt var tillaga um stjórn makrílveiða, sem Ísland mótmælti. Byggjast mótmæli Íslands, líkt og áður, á því að í samkomulaginu er ekki tekið tillit til stöðu Íslands sem strandríkis sem Íslendingar telja óviðunandi, m.a. í ljósi þess að yfir 110 þúsund tonn af makríl veiddust innan íslenskrar lögsögu á síðasta ári. Því er ljóst samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna að Ísland sé strandríki. Ísland áréttaði þó að þróun mála væri á réttri leið þar sem Íslandi var í ár í fyrsta sinn boðið að taka þátt í fundum hinna strandríkjanna. Samkomulag varð um áframhaldandi lokanir á svæðum þar sem talið er að finnist viðkvæm vistkerfi, svo sem kórallar. Þetta er liður í starfi NEAFC að verndun viðkvæmra hafsvæða sem aukin áhersla hefur verið lögð á undanfarin ár. Þá var ákveðið að formenn sendinefnda kæmu saman í mars á næsta ári til að ræða frekari útfærslur við verndun viðkvæmra hafsvæða til framtíðar. Hinn mjög svo ánægjulegi árangur í baráttunni gegn ólöglegum veiðum sem orðið hefur á undanförnum árum, var jafnframt til umræðu. Annað árið í röð voru engin sjóræningjaskip að karfaveiðum á Reykjaneshrygg. Ljóst er að aðgerðir NEAFC undanfarin ár eru lykillinn að þessum árangri. Fundað með Rússum um samstarf í sjávarútvegi

Ekki náðist niðurstaða á fundinum um veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg og var frekari viðræðum frestað fram í febrúar og eru veiðar óheimilar til 1. apríl. Samkomulag náðist um að leyfa veiðar á 10.500 tonnum af úthafskarfa í síldarsmugunni á tímabilinu 15. ágúst til 15. nóvember 2009 og að meðafli á karfa fari ekki yfir 1% við aðrar veiðar. Líkt og verið hefur undanfarin tvö ár verður veiðiheimildum ekki skipt á milli aðila og verða veiðarnar stöðvaðar þegar heildaraflamarkinu verður náð. Á árinu 2005 náðist strandríkjasamkomulag um stjórn kolmunnaveiða, sem batt enda á stjórnlausar ofveiðar fyrri ára. Ákveðið var að á árinu 2009 verði dregið verulega úr sókn í kolmunna og heimilað að veiða alls 590 þúsund tonn, þar sem hlutur Íslands er tæp 96 þúsund tonn. Er þetta í samræmi við samþykkt fundar strandríkjanna sem undirrituð var 12. nóvember. Þetta er því þriðja árið í röð sem dregið er verulega úr kolmunnaveiðum til að vinna að því markmiði að veiðarnar verði sjálfbærar. Á grunni samkomulags strandríkja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem stendur mjög vel um þessar mundir,

10

Samstarfsnefnd Íslands og Rússlands um tiltekna þætti sjávarútvegsmála hélt níunda fund sinn í Reykjavík dagana 16. og 17. desember 2008. Á fundinum skiptust fulltrúar landanna á upplýsingum um framkvæmd samnings frá 15. maí 1999 milli ríkisstjórnar Íslands, Noregs og Rússlands (Smugusamningur) um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs. Á grundvelli samningsins verður íslenskum skipum heimilt að veiða á næsta ári, í rússneskri lögsögu í Barentshafi, 2937 tonn af þorski auk meðafla. Samkvæmt samningnum stendur Íslendingum jafnframt til boða að kaupa 1763 tonn af þorski, ef um semst. Fjallað var um og farið yfir fjölþætt samstarf ríkjanna á sviði sjávarútvegs svo sem við veiðieftirlit, hafrannsóknir og stjórn veiða úr sameiginlegum stofnum í Norður-Atlantshafi m.a. á karfa, kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld. Var samhljómur um mikilvægi þess að á næstu misserum yrði unnið markvisst að samkomulagi um stjórnun karfaveiða á Reykjaneshrygg. Þá lýstu fulltrúar landanna ánægju sinni yfir að samkomulag væri um stjórn veiða á norsk-íslenskri síld fyrir árið 2009 sem og fyrir kol-

Landssamband íslenskra útvegsmanna


munna og lögðu áherslu á mikilvægi ábyrgrar stjórnunar veiða úr sameiginlegum stofnum. Ársfundur NAFO 2009 Ársfundur NAFO var haldinn dagana 21. og 22. september. Á fundinum var m.a. rætt um rækju á Stóra banka og Flæmingjagrunni. Kynnt var ný ráðgjöf fyrir rækjustofna á þessum svæðum. Lagt var til veiðistopp á rækju á Flæmingjagrunni, en engin nýliðun hefur orðið í stofninum síðastliðin fjögur ár. Samþykktur var óbreyttur heildarkvóti fyrir rækju á Stóra banka, 30 þúsund tonn, og falla 334 tonn í hlut Íslands. Lagt var til að halda annan fund í nóvember í London þegar októberfundi vísindanefndar verður lokið en þá mun liggja fyrir vísitala stofnstærðar rækju á Flæmingjagrunni. Ennfremur var rætt um karfa á Stóra banka og þorsk á Flæmingjagrunni. Eftir margra ára veiðistopp var lagt til að hefja veiðar á karfa á Stóra banka. Ráðgjöf hljóðaði upp á 3.500 tonn. Ákveðið var að nota kvótalykil þann sem var við lýði 1997, en veiðibann var sett á 1998.

hefur verið mjög lág í 10-15 ár og útlit fyrir að svo verði áfram. Skiptar skoðanir eru á því hversu mikið beri að lækka aflamarkið fyrir árið 2010. Frekari ákvörðun og mögulegum kvótaskiptingum var vísað til ársfundar NEAFC. Fundur um úthafskarfa á Reykjaneshrygg Fyrir fundi strandríkja um úthafskarfa á Reykjaneshrygg dagana 8. og 9. október 2009 lá fyrir ný ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem byggð var á niðurstöðum nefndar um stofngerð úthafskarfa. Ráðgjöf ICES hljóðaði upp á 0 kvóta á efri stofninum og 20 þúsund tonn á neðri stofninum sem afmarkast af svæði á norðaustur svæðinu. Rússar hafa mótmælt þessari niðurstöðu innan ICES. Tvíhliða viðræður áttu sér stað milli íslensku og rússnesku sendinefndarinnar um mögulegar nálganir fyrir fundinn en án árangurs. Lítið þokaðist í samningsátt byggða á ráðgjöf ICES á sjálfum fundinum og var frekari viðræðum frestað til ársfundar NEAFC. Íslandi enn hafnað sem fullgildu strandríki á fundi um makrílkvóta

Einnig var ákveðið að hefja veiðar á þorski á Flæmingjagrunni samkvæmt ráðgjöf. Algert bann hefur verið við þeim veiðum í heilan áratug. Ákveðinn var heildarkvóti upp á 5.500 tonn sem skipt var milli ríkja samkvæmt kvótalykli frá 1998.

Ísland afþakkaði boð um að senda áheyrnarfulltrúa á fund strandríkja um heildarstjórnun makrílveiða sem fram fór í lok október 2009. Fundarboðendum var tilkynnnt að Ísland tæki ekki þátt í slíkum fundi nema sem fullgilt strandríki.

Ísland tók undir þær skoðanir nokkurra ríkja að ekki væri sjálfsagt að draga upp gamlan kvótalykil þegar veiðar hæfust að nýju á stofnum sem veiðibann hefði verið á.

Eftir að beiðni Íslendinga um aðkomu að fundum um stjórn og nýtingu makrílstofnsins hafði verið hafnað í heilan áratug þáði Ísland boð um að senda áheyrnarfulltrúa á makrílfund strandríkja haustið 2008

Strandríkjafundur um Síldarsmugukarfa Strandríkjafundur um Síldarsmugukarfa var haldinn dagana 5. og 6. október 2009. Ráðgjöf ICES er 0 kvóti. Stefna Íslands og Noregs hefur verið sú að fylgja beri ráðgjöf ICES en hún hefur verið sú sama í nokkur ár. ESB, Rússar og Færeyingar hafa ekki verið tilbúnir að hætta veiðum. Ekki lá fyrir stofnstærðarmat en nýliðun

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

Íslensk stjórnvöld buðu öðrum strandríkjum til makrílfundar í vor en því boði var aldrei svarað. Í kjölfarið var Íslandi hins vegar boðin þátttaka í fundi um makrílveiðarnar í London í lok júní. Eftir þann fund ríkti nokkur bjartsýni á meðal íslenskra stjórnvalda um að Íslandi yrði loks boðið sem fullgildu strandríki á árlegan fund um stjórn veiða úr makrílstofninum í haust. Af því varð þó ekki.

11


4. Auðlindamál

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu

Hugmyndir um upptöku aflaheimilda

Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, hefur mótað afstöðu sína til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Sú afstaða byggir á þeim grundvallarsjónarmiðum að Íslendingar fari með forræði yfir fiskimiðunum, hafi samningsforræði við skiptingu veiðiréttar úr deilistofnum og tali eigin máli á alþjóðavettvangi.

Hugmyndir stjórnvalda um upptöku aflaheimilda, svokölluð fyrningarleið í sjávarútvegi, hafa mætt harðri andstöðu útvegsmanna allt frá því þær voru fyrst kynntar í aðdraganda alþingiskosninga síðastliðið vor. Þá hafa fjölmörg sveitarfélög um land allt sent frá sér ályktanir, þar sem alfarið er lagst gegn þessum hugmyndum. Ítarleg útekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte, sem byggir á ársreikningum sjávarútvegsfyrirtækja, sýnir með óyggjandi hætti að verði sú leið farin að skerða aflaheimildir um 5% á ári muni það leiða til gjaldþrots fyrirtækjanna á aðeins nokkrum árum.

Með aðild að ESB yrði lagasetningarvaldið varanlega framselt frá Alþingi til ráðherraráðs Evrópusambandsins. Forræði og fyrirsvar í málefnum sjávarútvegs flyttist til framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Værum við aðilar að Evrópusambandinu hefðum við óverulegt atkvæðavægi í ráðherraráðinu. Útvegsmenn fylgja þeirri grundvallarafstöðu að ábyrgð á stjórnun fiskveiða og ákvarðanataka við verndun vistkerfa hafsins og nýtingu lifandi auðlinda eigi að hvíla í höndum þeirra ríkja sem mestra hagsmuna eiga að gæta og ákvarðanirnar varða með beinum hætti.

Alvarlegasti þáttur þessara þjóðnýtingarhugmynda er sá, að þær grafa undan grundvelli ábyrgrar fiskveiðistjórnunar. Með þjóðnýtingarhugmyndum er ekki hvatt til ábyrgrar afstöðu og góðrar umgengni um auðlindir sjávarins með langtímaafrakstur fiskistofnanna í huga. Hugmyndir um upptöku 5% aflaheimilda á ári verða til þess að þvinga útgerðarfyrirtækin til að líta fremur til skammtímahagsmuna í rekstri sínum, vegna óvissunnar um varanleika veiðiheimildanna. Yfir 90% aflaheimilda þeirra tegunda sem voru kvótasettar við upphaf kvótakerfisins hafa skipt um hendur. Útgerðarfyrirtækin hafa með öðrum orðum keypt kvótann í trausti þess að fiskveiðistjórnunarkerfið væri varanlegt. Með því hefur verið farið eftir lögum um stjórn fiskveiða. Atvinnugreinin hagræddi sjálf í rekstri sínum, en leitaði ekki eftir opinberum styrkjum eins og nær alls staðar hefur verið gert þegar erfiðleikar steðja að í sjávarútvegi. Það er af þessum sökum sem afkoma sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur gerbreyst til hins betra undanfarin 20 ár. Um 90% allra aflaheimilda er á landsbyggðinni. Sjávarútvegsfyrirtæki eru víða burðarásar atvinnulífs í sinni heimabyggð. Upptaka 5% aflaheimilda er því beinn landsbyggðarskattur. Hugmyndir um eignaupptöku aflaheimilda munu ekki aðeins grafa undan fiskveiðistjórninni. Þær eru einnig aðför að rekstrargrundvelli sjávarútvegsfyrirtækja og aðför að atvinnuöryggi starfsfólks þeirra um land allt. Með upptöku aflaheimilda er einungis verið að taka af einum til þess eins að færa öðrum. Fyrningarleiðin er í raun ríkisvæðing í sjávarútvegi. Hún mun auka ríkisafskipti og miðstýringu og er afturhvarf frá þeirri markaðsvæðingu sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi undanfarin ár.

12

Landssamband íslenskra útvegsmanna


Með aðild að Evrópusambandinu myndi Ísland verða að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þess, Common Fisheries Policy. Mikil forræðishyggja einkennir þessa stefnu, þar sem ábyrgð og stjórnun á fiskveiðum er tekin frá einstökum ríkjum, sem eiga mestra hagsmuna að gæta og flutt til stjórnkerfisins í Brussel, þ.e. beint undir stjórn bandalagsins sjálfs. Mikilvægt er að tryggja að arður af nýtingu auðlinda verði eftir í íslensku samfélagi. Til að verja þá samfélagslegu hagsmuni eru lög sem heimila ekki að erlendir aðilar eignist meirihluta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Kæmi til aðildar að Evrópusambandinu héldu þessi lagaákvæði ekki. Starfshópur um endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar Með tilkynningu dags. 5. júní 2009 og með vísan til stefnuyfirlýsingar núverandi ríkisstjórnar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða, skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

herra starfshóp um endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar. Hópurinn er skipaður fulltrúum allra stjórnmálaflokka og fulltrúum hagsmunasamtaka í sjávarútvegi, þar á meðal LÍÚ. Vinna starfshópsins felst í að skilgreina helstu álitaefni, sem fyrir hendi eru í fiskveiðistjórnuninni og lýsa þeim. Honum er ætlað að láta vinna nauðsynlegar greiningar og setja að því loknu fram valkosti um leiðir til úrbóta, þannig að greininni verði sköpuð góð rekstrarskilyrði til langs tíma, fiskveiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og sem víðtækust sátt náist um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar. Starfshópnum er gert að hafa sem víðtækast samráð við aðra aðila. Á grundvelli vinnu starfshópsins og þeirra valkosta sem hann bendir á, mun ráðherra ákveða frekari tilhögun við endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar. Upphaflega var hópnum ætlað að skila af sér álitsgerð þann 1. nóvember 2009 en ljóst er að henni mun seinka, þar sem hópurinn kom ekki saman í fyrsta sinn fyrr en síðari hluta september.

13


5. KJARAMÁL

Nýr kjarasamningur

að hafnarfrí á línuveiðum verði tekin í frítúrum. Ákvæði um hvíldartíma á skuttogurum. Áætlaðar inniverur frystitogara. Ákvæði um að jólafrí á kolmunnaveiðum, þar sem aflinn er ekki unninn um borð, verði eins og á síldar- og loðnuveiðum. Útgerð greiði 0,13% af öllum launum til VIRK – endurhæfingarsjóðs.

Nýr kjarasamningur sjómanna og útvegsmanna var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 17. desember 2008. Samningurinn tekur annars vegar til Sjómannasambands Íslands, Alþýðusambands Vestfjarða, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna og hins vegar Landssambands íslenskra útvegsmanna. Samningarnir tóku gildi 1. janúar 2009 og gilda til 1. janúar 2011. Þá var gerður kjarasamningur með sama gildistíma við Sjómannafélag Íslands í fyrsta sinn þann 21. janúar sl.

Úrskurðarnefnd Frá síðasta aðalfundi í október 2008 hefur viðmiðunarverð á þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða til skyldra aðila, breyst sex sinnum; þrisvar til hækkunar og þrisvar til lækkunar. Verð var hækkað um 9% þann 1. desember 2008, lækkað um 10% 1. febrúar 2009, lækkað um 15% 2. mars sl. og lækkað um 12% 1. apríl sl., hækkað um 5% 7. september og hækkað um 15% 6. október sl.

Helstu efnisatriði nýs kjarasamnings eru eftirfarandi: Kauptrygging og kaupliðir hækkaðir. Uppgjörsgengi miði við kaupgengi Seðlabanka Íslands eða viðskiptabanka viðkomandi útgerðar á þeim degi sem löndun hefst. Vegið meðalverð ýsu í beinum viðskiptum hækkað úr 78,4% í 84% af vegnu meðalverði í beinum viðskiptum og verði á innlendum fiskmörkuðum. Olíuverðsviðmið skiptaverðs var hækkað. Samþykkt voru ákvæði sem taka gildi þegar lög um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins falla úr gildi. Ákvæði um uppgjör samkvæmt greinum 1.39.2 og 1.39.3 verði lokið fyrir 1. mars ár hvert. Nýtt ákvæði um skiptakjör á bátum á línuveiðum með beitingarvél sem landa daglega. Viðbótarákvæði um að LÍÚ og stéttarfélögum sé heimilt að semja um

Verð á ýsu hefur breyst sjö sinnum; fjórum sinnum til hækkunar og þrisvar til lækkunar. Verð hækkaði um 10% 1. desember 2008, lækkaði um 5% 1. febrúar 2009, lækkaði um 10% 2. mars og lækkaði aftur um 3% þann 1. apríl, hækkaði um 10% 1. maí og aftur 1. júní um 10% og hækkaði um 15% þann 6. október sl. Verð á karfa hefur breyst sex sinnum til hækkunar. Þann 1. desember 2008 hækkaði karfi um 15%. Hann hækkaði aftur

Þróun Launa- og olíukostnaðar útgerðar frá 1976 Tekjur

Laun og launatengd gjöld

Olíur

Launahlutfall

Hlutfall olíukostnaðar

120.000

50,0% 45,0%

100.000

40,0% 35,0%

Þúsundir króna

80.000

30,0% 60.000

25,0% 20,0%

40.000

15,0% 10,0%

20.000

5,0%

14

2009

*2008

2007

2006

2005

2004

2003

2002

2001

2000

1999

1998

1997

1996

1995

1994

1993

1992

1991

1990

1989

1988

1987

0,0% 1986

0

Landssamband íslenskra útvegsmanna


um 10% þann 1. apríl og þann 1. maí um 13%. Þann 1. júní nam hækkunin 10%, þann 7. september aftur 10% og þann 6. október sl. enn um 10%.

Verðþróun á Gasolíu 0.2 og Svartolíu einstaka mánuði ársins frá janúar 1996 til október 2009

• Gasolía

• Svartolía

1400 1400

Verð á óslægðum þorski hefur breyst sex sinnum; þrisvar til hækkunar og þrisvar til lækkunar. Verð tók sömu breytingum í hlutfalli af hundraði og slægður þorskur.

1200 1200

USD / TONN

1000 1000

Verð á óslægðri ýsu hefur breyst sjö sinnum; fjórum sinnum til hækkunar og þrisvar til lækkunar. Verðið tók sömu breytingum í prósentum og slægð ýsa nema það hækkaði aukalega um 7% þann 1. maí sl. eða 17%.

800 800

600 600

400 400

200 200

Jan úar ‘91 Jan úar ‘92 Jan úar ‘93 Jan úar ‘94 Jan úar ‘95 Jan úar ‘96 Jan úar ‘97 Jan úar ‘98 Jan úar ‘99 Jan úar ‘00 Jan úar ‘01 Jan úar ‘02 Jan úar ‘03 Jan úar ‘04 Jan úar ‘05 Jan úar ‘06 Jan úar ‘07 Jan úar ‘08 Jan úar ‘09

00

Á árinu 2008 bárust engin úrskurðarmál til nefndarinnar og það sem af er árinu 2009 hafa engin mál borist nefndinni. Olíuverð og skiptaverðmætishlutfall

Þróun viðmiðunarverðs gasolíu á erl. markaði í IKR/lítra og útsöluverð á gasolíu og flotaolíu pr. IKR/lítra til fiskiskipa án vsk

• Erl markaður

• Flotaolía

• Gasolía

140,00 140

120,00 120

100,00 100

IKR / LÍTER

Olíuverð er enn gríðarlega hátt í sögulegu samhengi. Það fór hæst á árinu 2008 og nam meðalverð gasolíu á því ári 895 USD/tonnið. Hæst fór verðið yfir 1200 USD/tonnið að meðaltali í júní mánuði árið 2008. Meðalverð á hráolíufati var þennan sama mánuð nálægt 123 USD/fatið. Eftir því sem liðið hefur á árið hefur olíuverð lækkað töluvert á ný. Nú í lok september var verðið á gasolíu komið niður í 550 USD/ tonn og hráolíuverðið er 57 USD/fatið. Eigi að síður er verðið langt yfir langtíma ársmeðaltölum olíuverðs.

80,00 80

60,00 60

40 40,00 20 20,00

Árið 2008 var meðalverð á hráolíu 97 dollarar (UK/Brent 38 USD/fat) og árið 2007 var verðið í 73 USD/fatið. Þegar þetta er skrifað í byrjun október 2009 er hráolíuverð það sem af er ári 57 USD/fatið. Lækkunin nemur tæpum 41% frá meðalverði ársins 2008. Hráolíuverðið hefur farið ört hækkandi það sem af er ári jafnhliða því sem gengi dollars er mjög hátt.

Jan úar ‘09

Jan úar ‘08

Jan úar ‘07

Jan úar ‘06

Jan úar ‘05

Jan úar ‘03

Jan úar ‘04

Jan úar ‘02

Jan úar ‘01

Jan úar ‘00

Jan úar ‘99

Jan úar ‘98

Jan úar ‘97

Jan úar ‘96

0 0,00

Meðalverð á gasolíu 0.2 USD / Tonn

1000 900 800 700

USD / TONN

Verðþróun á hráolíu endurspeglast í verði á unnum olíuafurðum. Þannig hefur verð á gasolíu 0,1 á Rotterdam haldist hátt og var að meðaltali 482 USD/tonnið fyrstu níu mánuði ársins. Verðið var 894 USD/tonnið að meðaltali árið 2008. Nemur lækkun á gasolíu því um 46% milli ára það sem af er árinu. Um áramótin 2008/2009 var hætt að selja gasolíu 0,2. Í stað hennar er seld gasolía 0,1 frá 1. janúar 2009 vegna krafna um minni mengun af olíubrennslu.

600 500 400 300

Olíuverðið hefur á ákveðnu verðbili áhrif á skiptahlut sjómanna. Þegar olíuverðið er komið yfir 274 dollara/tonnið hættir það að hafa áhrif á skiptahlut sjómanna og olíuverðshækkanir lenda því eingöngu á útgerðinni.

200 100 0

1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Sept

Olíukostnaður er næst stærsti kostnaðarliður útgerðarinnar næst á eftir launum og launatengdum gjöldum. Kostnaðarhlutdeild olíu af tekjum útgerðar upp úr sjó er nú áætluð rúm 14% á þessu ári.

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

15


6. SIGLINGAMÁL, SKIPATÆKNI OG ÖRYGGISMÁL

Eitt af helstu viðfangsefnum LÍÚ er að auka öryggi um borð í íslenskum fiskiskipum. Þetta hefur verið gert með því að stuðla að því að um borð í þeim sé fullkomnasti öryggisbúnaður sem fáanlegur er á hverjum tíma og vel þjálfuð áhöfn sem getur tekist á við vandamál sem upp kunna að koma. Á innlendum vettvangi á LÍÚ m.a. fulltrúa í Siglingaráði og í Verkefnisstjórn áætlunar í öryggismálum sjófarenda sem sett var á laggirnar árið 2000. Á erlendum vettvangi hefur LÍÚ tekið þátt í vinnuhópi á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) þar sem unnið er að alþjóðlegum reglum um smíði og búnað fiskiskipa og um menntun og þjálfun skipstjórnarmanna.

ofan greinir rann skipunartími ráðsins út þann 31. janúar s.l. Nýtt ráð var skipað frá 1. júlí s.l. en það hefur ekki komið saman. Á liðnu starfsári voru því engir fundir haldnir í Siglingaráði. VERKEFNISsTJÓRN ÁÆTLUNAR Í ÖRYGGISMÁLUM SJÓFARENDA Fyrrverandi samgönguráðherra hafði frumkvæði að gerð áætlunar, (til fimm ára í senn), um öryggismál sjófarenda. Skipaði hann sérstaka verkefnisstjórn til að annast verkið og er hún skipuð fulltrúum frá útgerð, stéttarfélögum, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Siglingastofnun Íslands og samgönguráðuneyti.

SIGLINGARÁÐ Siglingaráð er skipað skv. lögum um Siglingastofnun nr. 6/1996 og er ráðherra til ráðuneytis í málum um siglinga- og vitamál. Þrír ráðsmenn eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar að loknum þingkosningum og skal einn vera formaður ráðsins, en átta samkvæmt tilnefningu til fjögurra ára. Siglingaráð er skipað frá 1. febrúar 2005 til 31. janúar 2009, en þeir sem ráðherra tilnefnir eru skipaðir þar til að loknum næstu alþingiskosningum eða til maíloka 2011. Eins og að

16

Árlega var veitt umtalsverðu fjármagni af fjárlögum til þessa verkefnis og verkefnisstjórnin beitti sér fyrir fjölmörgum verkefnum til eflingar öryggis sjófarenda. Í tíð núverandi samgönguráðherra hefur stöðugt fjarað undan starfi verkefnisstjórnarinnar. Verkefnisstjórnin er nú án formanns og hefur hún ekki komið saman til fundar frá því í byrjun árs, en ekki verið formlega aflögð svo vitað sé.

Landssamband íslenskra útvegsmanna


7. MÖNNUNARMÁL

MÖNNUNARNEFND FISKISKIPA Mönnunarnefnd er skipuð og starfar samkvæmt lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Mönnunarnefnd er heimilt að ákveða frávik frá ákvæðum þessara laga um fjölda skipstjórnarmanna, vélavarða og vélstjóra eftir því sem tilefni gefst til. Nefndin er skipuð til 1. september 2009 í samræmi við ákvæði laga nr. 112/1984 um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, með síðari breytingum og laga nr. 113/1984 um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum, með síðari breytingum. Um mönnunarnefnd gildir reglugerð nr. 420/2003. Samkvæmt 3. gr. reglugerðarinnar skal nefndin skipuð til þriggja ára í senn. Í mönnunarnefnd eiga sæti fulltrúar hagsmunaaðila að jöfnu, eftir tilnefningu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna – annars vegar og LÍÚ hins vegar. Skipaður skal varafulltrúi hvers aðalfulltrúa á sama hátt. Samgönguráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar. Nánari reglur um skipan og starfshætti mönnunarnefndar setur samgönguráðherra með reglugerð.

Með lögum nr. 30/2007 er heimilt að skip styttri en 24 metrar að skráningarlengd séu án stýrimanns ef daglegur útivistartími er styttri en 14 klst. Sama á við um vélavörð á skipum með aðalvél 750 kW og minni. Í báðum tilvikum þarf formlega heimild mönnunarnefndar til fækkunar. Flest erindin sem bárust nefndinni fjölluðu um beiðnir af þessum toga. Siglingastofnun Íslands heldur skrá yfir þau skip sem slíka heimild hafa fengið. Séu reglur um skilyrtan útivistartíma brotnar ber mönnunarnefnd að afturkalla heimildina. UNDANÞÁGUNEFND Undanþágunefnd er skipuð og starfar samkvæmt 14. gr. laga nr. 30/2007. Í undantekningartilfellum og þegar menn með tilskilin réttindi vantar til starfa getur undanþágunefnd veitt tilteknum manni undanþágu til að gegna stöðu á tilteknu skipi í allt að sex mánuði hafi hann ekki tilskilin réttindi, enda telji hún að öryggi mannslífa, eigna eða umhverfis verði ekki stefnt í hættu og að viðkomandi sé hæfur til að annast starfið á öruggan hátt. Undanþágu má aðeins veita þeim sem hefur skírteini til að gegna næstu lægri stöðu eða uppfyllir kröfur reglugerðar um undanþágur. Ef ekki er krafist skírteinis í næstu lægri stöðu má veita þeim undanþágu sem að mati undanþágunefndar hefur næga þekkingu og reynslu. Undanþágu má ekki veita til að gegna stöðu skipstjóra eða yfirvélstjóra nema í neyðartilvikum og þá aðeins í eins skamman tíma og unnt er. Undanþágur veitir fimm manna nefnd skipuð af samgönguráðherra. Í nefndinni eiga sæti tveir fulltrúar tilnefndir af fulltrúum útgerðaraðila, einn fulltrúi tilnefndur af Farmannaog fiskimannasambandi Íslands og einn fulltrúi tilnefndur af Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, en formann nefndarinnar skipar ráðherra án tilnefningar. Nefndin er skipuð til 31. desember 2010, í samræmi við lög nr. 112/1984 með síðari breytingum um undanþágur frá atvinnuréttindum vélstjórnar- og skipstjórnarmanna á íslenskum skipum. Nefndin starfar samkvæmt starfsreglum fyrir undanþágunefnd nr. 417, dags. 21. maí 2003.

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

17


8. MENNTAMÁL

TÆKNISKÓLINN Nýr einkarekinn framhaldsskóli, Tækniskólinn ehf., tók til starfa fyrir ári. Tækniskólinn – skóli atvinnulífsins varð til við samruna Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands sem rekinn var af Menntafélaginu ehf. Unnið hafði verið að því um nokkra hríð að sameina þessa tvo skóla. Þetta er stærsti framhaldsskóli landsins með um tvö þúsund nemendur, 250 starfsmenn og yfir 40 námsbrautir. Rekstrarfélag Tækniskólans, Menntafélagið ehf., er í eigu aðila atvinnu­lífsins; Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samtaka iðnaðarins, Samorku, Samtaka íslenskra kaupskipa útgerða ­ og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Tækniskólinn er rekinn með nýrri hugmyndafræði, sem ekki hefur tíðkast í skólarekstri hérlendis. Hún lýsir sér m.a í því að stofnaðir hafa verið 11 undirskólar sem hver fyrir sig hefur sérstakan skólastjóra og faglegt sjálfstæði. Við skólana starfa sérstök fagráð þar sem saman koma fulltrúar atvinnurekenda, launþega og fagkennara í hverri grein. Með þessum hætti er leitast við að tryggja sem besta samvinnu atvinnulífs og skóla þannig að öflug tenging verði beint við atvinnulíf þeirra greina sem hver skóli sinnir.

Iðn- og starfsmenntun skipi veglegan sess Yfirlýst markmið með stofnun sameinaðs skóla er að móta öflugan iðn- og starfsmenntaskóla sem verði leiðandi í þróun, kennslu og þjónustu í iðn- og starfsmenntun og skili í senn nemendum verðmætri menntun og atvinnulífinu hæfu starfsfólki. Einnig er það markmið nýs skóla að gera iðn- og starfsmenntun eftirsóknarverða fyrir ungt fólk og skipa henni veglegan sess í samfélaginu og að efla ábyrgð og áhrif atvinnulífsins á þróun iðn- og starfsmenntunar. Í samþykktum Tækniskólans ehf. segir m.a.: „Markmið félagsins er að veita menntun, fræðslu og þjálfun á sviði bókog verkmennta og í starfstengdum greinum eftir því sem þarfir og hagsmunir atvinnulífs og fyrirtækja á þessum sviðum krefjast á hverjum tíma. Verkefni félagsins taka til reglulegrar menntunar og menntastarfsemi, rannsókna og þróunar, námskeiða, endur- og símenntunar, starfsþjálfunar og námssamninga í atvinnulífi og einnig til sérfræðilegra ráðgjafar- og þróunarverkefna.“ Skólameistarar Tækniskólans eru þeir Jón B. Stefánsson og Baldur Gíslason. Starfsgreinaráð Starfsgreinaráðin eiga lögum samkvæmt að skilgreina þarfir starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna og að setja fram markmið með starfsnámi. Þau gera einnig tillögur um skiptingu náms milli skóla og vinnustaða og semja reglur um nám á vinnustöðum. Ráðin eiga að hafa frumkvæði að tillögugerð um breytingar á námi og námsskipan og vera stjórnvöldum til ráðuneytis í málum er varða menntun í starfsgreinum er undir ráðin heyra. Með starfi starfsgreinaráða er leitast við að efla tengsl starfsmennta og atvinnulífs og að auðvelda aðilum á vinnumarkaði að taka formlega þátt í ákvörðunum um þróun og fræðsluskipan. Starfsgreinaráð sjávarútvegs- og siglingagreina Með nýrri reglugerð var Starfsgreinaráð sjávarútvegs- og siglingagreina lagt niður fyrr á árinu og verkefni þess flutt til annarra ráða; Starfsgreinaráðs málmtækni og Starfsgreinaráðs flutningatækni. LÍÚ lagðist eindregið gegn þessari breytingu. Í umsögn um drög að reglugerðinni var m.a. vísað til þess að nauðsynlegt væri að hafa vélstjórn, skipstjórn og málefni sjávarútvegs og siglinga í sama ráði til að tryggja

18

Landssamband íslenskra útvegsmanna


heildarsýn. Þetta var áréttað í bréfi sem menntamálaráðherra var sent nú í haust.

Framlag til AVS sjóðsins árið 2009 var það sama og árið á undan eða um 354 milljónir króna. Af þessari upphæð skal setja a.m.k. 25 milljónir króna til kynbóta í þorskeldi og 10 milljónir króna til sérstaks markaðsátaks vegna bleikjuafurða.

Verkefnisstjórn LÍÚ og Háskólans á Akureyri Þann 18. desember 2007 var undirritaður samningur milli Háskólans á Akureyri og Landssambands íslenskra útvegsmanna um samstarf á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi til þriggja ára. Markmið samningsins er að styrkja forystuhlutverk HA á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi.

AVS sjóðurinn hefur auk þess umsjón með umsóknum vegna þorskkvóta til áframeldis, faghópur AVS í fiskeldi lagði mat á þær umsóknir og lagði fram tillögur til stjórnar um úthlutun á þeim 500 tonnum sem eru til ráðstöfunar ár hvert. Ákveðið var að leggja meiri áherslu á styttri og afmarkaðri verkefni en áður í umsóknum fyrir árið 2009. Það var gert í ljósi ástandsins og til að hvetja umsækjendur til að sækja um styttri og hnitmiðaðri verkefni, sem gætu skilað miklum verðmætum á stuttum tíma og skapað ný störf. Það verður ekki annað sagt en að áhugi fyrir styrkjum frá AVS sjóðnum hefur verið mikill, og jókst fjöldi umsókna umtalsvert frá árinu áður. Það var því mikill vandi að velja vænleg verkefni, þar sem ráðstöfunarfé sjóðsins stóð í stað milli ára.

Í þessu verkefni verður lögð áhersla á að fjölga nemendum sem leggja stund á nám í sjávarútvegsfræði m.a. með því að endurskoða samsetningu námsins og styrkja ímynd þess. Sérstaklega verður horft til viðhorfs og þarfa atvinnugreinarinnar. Þá verður framlag og áhrif brautskráðra sjávarútvegsfræðinga sem starfa í greininni metið. LÍÚ leggur fram 45 milljónir króna á samningstímanum til þess að gera HA kleift að uppfylla markmið samningsins. Skipuð var verkefnastjórn til að hafa umsjón með framgangi samningsins. HA tilnefndi tvo fulltrúa, LÍÚ tilnefndi aðra tvo en fimmti fulltrúinn sem jafnframt er formaður nefndarinnar er tilnefndur sameiginlega af HA og LÍÚ.

Í ár bárust 140 umsóknir til stærri verkefna og tæplega 30 til smærri verkefna, en alls var sótt um rúmar 800 m.kr., allnokkuð var um umsóknir vegna verkefna sem áður höfðu fengið styrk og voru sett upp sem 2-3 ára verkefni. Í ár var minna um að lengri verkefni væru styrkt og því verður vonandi hægt að koma fleiri nýjum verkefnum á laggirnar á næsta ári, þar sem hlutfallslega minna er um framhaldsverkefni. Allt bendir til þess að framlag til sjóðsins verði umtalsvert minna árið 2010, en ásókn í styrki á væntanlega eftir að aukast, svo það verður líklega mjög vandasamt að velja álitlegustu verkefnin.

Sjómennt Starfsemi Sjómenntar var með óbreyttu sniði á síðasta starfsári. Veittir eru styrkir til félagsmanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands og til útgerða, sem staðið hafa að námskeiðum fyrir undirmenn. Framlög í sjóðinn voru tryggð til ársloka 2007. Sjóðurinn átti handbært fé í lok árs 2008 samtals kr. 35.643.262. Anna V. Einarsdóttir, skólastjóri Endurmenntunarskólans, er umsjónarmaður sjóðsins f.h. Tækniskólans, sem er vörsluaðili hans,

Aukinn umsóknafjöldi ár hvert gefur til kynna mikilvægi sjóðsins til að efla rannsóknir og þróun í sjávarútvegi. Langflest verkefnin eru samstarfsverkefni framleiðslufyrirtækja, rannsóknafyrirtækja og háskóla og í nokkrum tilvikum tengjast verkefnin masters- eða doktorsnámi, sem er afar mikilvægt til að tengja unga og vel menntaða einstaklinga við undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar.

Nánari upplýsingar má fá á vefsíðu Sjómenntar, www.sjomennt.is AVS rannsóknasjóður

AVS sjóðurinn heldur úti öflugri heimasíðu (www.avs.is) þar sem nálgast má ýmsan fróðleik um verkefni sem unnin eru með styrk frá AVS. Þar er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um alla starfsemi sjóðsins.

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og veitir styrki til rannsókna og þróunarverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis. Yfirlit yfir styrkveitingar Sjómenntar: 2006 Einstaklingsstyrkir, fjöldi Upphæðir einstaklingsstyrkja Fyrirtækja- og félagastyrkir Heildarupphæðir styrkja (einstakl. og fyrirtæki)

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

2007

2008

2009 til okt.

Alls:

123

102

101

73

399

4.497.031

4.130.762

4.228.909

2.959.410

15.816.112

432.612

1.244.182

0

157.700

1.834.494

4.929.643

5.374.944

4.228.909

3.117.110

17.650.606

19


9. UMHVERFISMÁL

ENDURVINNSLA VEIÐARFÆRA ÚR GERVIEFNUM

ÚRVINNSLUSJÓÐUR

Þann 31. ágúst 2005 gerði LÍÚ samning við stjórn Úrvinnslusjóðs um úrvinnslu úrgangs vegna veiðarfæra úr gerviefnum. Með samningnum skuldbundu samtökin sig til að starfrækja móttökustöð fyrir veiðarfæraúrgang úr gerviefnum og koma honum til endanlegrar úrvinnslu.

Lög um úrvinnslugjald nr. 162 voru samþykkt á Alþingi 22. desember árið 2002. Með þeim var Úrvinnslusjóður stofnaður en jafnframt felld úr gildi lög um spilliefnagjald og starfsemi Spilliefnanefndar en Úrvinnslusjóði fengin þau verkefni sem Spilliefnanefnd annaðist. Úrvinnslusjóður fer með umsjón úrvinnslugjalds. Í lögum um sjóðinn er gert ráð fyrir að umhverfisráðherra setji nánari reglur um úrvinnslugjaldið og Úrvinnslusjóð. Það var gert þann 28. mars 2003 með reglugerð nr. 227/2003. Ný reglugerð nr. 501/2003 kom í hennar stað og tók hún gildi 30. júní 2003.

Samningurinn er gerður með hliðsjón af heimild fyrirtækja og atvinnugreina til að semja um ráðstafanir til að tryggja úrvinnslu úrgangs, sbr. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 162/2002 um úrvinnslugjald með síðari breytingum. Veiðarfæri úr gerviefnum, sbr. viðauka XVII við lögin, eru því undanþegin álagningu úrvinnslugjalds, sem annars skyldi hefjast 1. september 2005. Samkvæmt samningnum var stefnt að því að á árinu 2006 færi minnst 45% af veiðarfæraúrgangi sem fellur til á landsvísu í endurvinnslu, á árinu 2007 minnst 50% og á árinu 2008 færi minnst 60% í endurvinnslu. Markmið samtakanna með samningnum er eingöngu að nýta ofangreinda lagaheimild og leitast þannig við að halda í lágmarki þeim kostnaði sem fylgir förgun veiðarfæraúrgangsins. Þann 10. júní sl. var gerður samningur við P.M. Endurvinnslu í Gufunesi um að fyrirtækið annaðist móttöku og endurvinnslu alls endurvinnanlegs veiðafæraúrgangs fyrir hönd LÍÚ.

Á liðnu starfsári voru haldnir 17 fundir í stjórn sjóðsins. Hlutverk hans er að sjá um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess. Hugmyndafræðin sem byggt er á er sú að vöruhringrásin sé eins lokuð og kostur er og að notkun hráefna og orku sé í lágmarki þannig að sem minnst falli út í formi úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar. Hráefni og orka til vöruframleiðslu eru takmarkaðar auðlindir sem ber að fara eins sparlega með og kostur er. Við öflun hráefna og orku er gengið á náttúruleg gæði og því er mikilvægt að endurvinna eða endurnýta hlutina sem best. Úrvinnslusjóður vinnur að því að sem minnst falli út úr vöruhringrásinni í formi úrgangs sem þarf að farga. Reynt er með hagrænum hvötum að stuðla að sem mestri endurnýtingu og endurvinnslu. Úrvinnslugjaldið er notað til að greiða fyrir meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöðvum, flutning, endurnýtingu, endurvinnslu eða förgun með eða án skilagjalds. Áskilið er að hver vöruflokkur sé fjárhagslega sjálfstæð eining. Þannig er gjald af t.d. kælimiðlum ekki notað til að greiða kostnað vegna hjólbarða eða öfugt. Samið er um verkþætti á grundvelli útboða eða verksamninga eftir því sem kostur er. Í dag bera 17 vöruflokkar úrvinnslugjald og er megin verkefni stjórnarinnar að fylgjast með gangi mála fyrir sérhvern vöruflokk, stemma af gjaldtöku miðað við kostnað við söfnun, flutning, endurvinnslu eða eyðingu.

20

Landssamband íslenskra útvegsmanna


10. ÁBYRGAR FISKVEIÐAR

Byrjað að nota íslenskt merki um ábyrgar veiðar Íslendinga á umbúðir Vel hefur gengið að koma íslenska merkinu um ábyrgar veiðar á framfæri við framleiðendur og seljendur íslenskra sjávarafurða. Alls hafa nú um 40 aðilar, innlendir og erlendir, sótt um notkun þess. Farið er að nota merkið á umbúðir, í auglýsingabæklinga og á vefsíður svo nokkuð sé nefnt. Merkið er smám saman að vinna sér sess og verður vonandi til að styrkja stöðu íslenskra sjávarafurða á mörkuðum með skírskotun til íslensks uppruna og vísan til ábyrgra veiða Íslendinga.

á leiðbeiningum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ um umhverfismerkingar afurða úr villtum fiskistofnum. Frágangur staðla og fylgiskjala, sem verður grundvöllur vottunar, er á lokaspretti, en á síðustu stigum þess ferils hefur tækninefndin notið ráðgjafar erlends vottunarfyrirtækis. Framkvæmd vottunar mun verða byggð á mati á nýtingu einstakra fiskistofna á Íslandsmiðum og stjórnun veiðanna. Áform ganga út frá því að fyrstu stofnar fari í mat á næsta ári.

Merkið og áform um vottun hefur undanfarið verið kynnt á sjávarútvegssýningum og á ráðstefnum sem tengjast sjávarútvegi og hefur ákvörðun um að óska eftir vottun óháðs, alþjóðlega viðurkennds aðila á ábyrgum veiðum Íslendinga almennt verið vel tekið. Níu manna tækninefnd, undir stjórn Dr. Kristjáns Þórarinssonar, stofnvistfræðings LÍÚ og varaformanns Fiskifélags Íslands, hefur unnið ötullega að gerð staðla, sem byggðir eru

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

21


11. TRYGGINGAR

Samningar við vátryggingafélögin um vátryggingaiðgjöld fiskiskipa árið 2009 Í desember 2008 var gengið frá samningum um húftryggingar fiskiskipa við vátryggingafélögin fyrir árið 2009. Samið var við fjögur tryggingafélög um húftryggingar 159 fiskiskipa og voru þau 17 færri en árið 2008. Vátryggingaverðmæti skipanna var 72 milljarðar króna. Heildariðgjaldsupphæðin nemur 899 milljónum króna eða um 1,249% af vátryggingaverðmæti þeirra. Fjöldi skipa

Vátryggingafjárhæð þús. kr.

Samtals kr.:

159

71.965.266

Breyting frá fyrra ári:

-17

32,9%

tryggingafélaga voru greiddar 586,5 milljónir króna. Heildarkröfur tryggingafélaganna námu 745,1 milljónum króna og var greiðsluhlutfall ársins því 79% en 81% árið 2007 og 82% árið 2006. Þá námu endurgreiðslur til eigenda sem luku greiðslum iðgjalda á árinu 2.404,1 milljónum króna. Greitt tryggingafélögum: Samtals kr.

Alls greitt:

Ógr. gjaldfallið

586.513.994,-

158.621.779,-

Geta má þess að í dálkinn „Ógreitt gjaldfallið“ hafa verið tvífærðar kröfur í nokkrum tilfellum þar sem um eigendaskipti hefur verið að ræða á árinu 2008. Einnig eru þar kröfur vegna skipa sem hafa verið frá veiðum og kröfur sem hafa verið felldar niður seinni hluta ársins vegna sölu eða úreldingar skipa.

HÚFTRYGGINGAMAT FISKISKIPA

Slysatryggingar sjómanna

Eins og frá hefur verið greint í fyrri skýrslum þá hafa samtökin annast tryggingamat á öllum þilfarsskipum frá 1. janúar 2001, alls á tólfta hundrað skipa. Á liðnu starfsári, líkt og undangengin ár, eru verkefni tengd þessum málaflokki þungamiðjan í starfsemi tæknideildar.

Á meðfylgjandi mynd, sem er byggð á upplýsingum frá tryggingafélögunum má sjá þróun iðgjalda, greidd tjón, áætluð ógreidd tjón og mismun á milli iðgjalda og greiddra og áætlaðra tjóna vegna slysatryggingar sjómanna. Eins og sjá má hefur orðið alger kúvending á þeirri þróun sem var viðvarandi, þ.e. að tjónagreiðslur umfram iðgjöld voru miklar á hverju ári. Árið 2008 og fram á mitt yfirstandandi ár hefur þetta gerbreyst. Iðgjöld hafa hækkað en mest er um vert að tjónum hefur fækkað.

INNHEIMTA VÁTRYGGINGAIÐGJALDA 2008 Á árinu 2008 voru innheimtar til tryggingasjóðs LÍÚ 2.990,7 milljónir króna. Inngreiðslum var ráðstafað þannig að til

Slysatrygging sjómanna 2002 til 2007

• Iðgjöld

• Greidd tjón

• Áætluð ógreidd tjón • Mismunur

1250 1000

Milljónir króna

750 500 250 0 2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

01. 07. 2009

-250 -500 -750

22

Landssamband íslenskra útvegsmanna


12. AFLAHEIMILDIR

Aflaheimildir og bráðabirgðatölur yfir afla hjá aflamarksskipum og krókaaflamarksbátum á fiskveiðiárinu 2008-2009 Aflatölur eru bráðabirgðatölur frá Fiskistofu 1. október 2009. Allar tölur eru í tonnum og miðast við slægðan fisk nema karfi er óslægður. þorskur

ýsa

ufsi

karfi

langa

keila

steinbítur

128.151

74.330

52.891

50.000

5.600

4.950

10.704

Bætur og aðrar úthlutanir

4.792

2.431

1.779

4

24

1

339

Breyting milli ára

5.989

8.188

10.101

9.270

835

484

1.182

Aflaheimildir alls

138.932

84.949

64.771

59.274

6.459

5.435

12.225

Afli alls

143.237

75.481

51.568

65.842

7.356

6.389

13.965 132

Úthlutun til aflamarks

* Hafró afli utan kvóta

3.860

15

-6

178

9

33

Undirmál utan kvóta

1.385

1.293

4

286

0

0

0

** Annar afli utan aflamarks

3.702

662

811

190

2

3

19

Línuívilnun Afli til kvóta Staða fyrir tegundatilfærslu Tegundatilfærsla

1.856

1.573

0

0

0

0

621

132.434

71.938

51.568

65.188

7.345

6.353

13.193

6.499

13.011

13.203

-5.914

-886

-918

-968

-54

-2.106

-6.350

6.024

1.179

1.107

2.094

Ný staða

6.444

10.905

6.853

110

293

189

1.125

Kvóti færður á næsta ár

6.460

10.891

6.425

109

289

185

1.120

Umframafli

33

9

0

14

0

0

1

Ónotaður kvóti

17

23

429

15

4

4

6

skarkoli þykkvalúra

langlúra

sandkoli skrápflúra

þorskíg.

Úthlutun til aflamarks Bætur og aðrar úthlutanir

skötuselur

grálúða

2.700

13.800

5.980

2.024

2.024

920

920

260.740

57

17

108

1

0

1

0

7.549

Breyting milli ára

207

2.603

784

218

389

217

152

25.323

Aflaheimildir alls

2.964

16.420

6.872

2.243

2.413

1.138

1.072

293.612

Afli aflamarksskipa alls

3.101

14.349

5.860

2.446

1.564

755

273

287.243

7

0

12

1

0

0

0

4.058

0

0

0

0

0

0

2.399

* Hafró afli utan kvóta Undirmál utan kvóta ** Annar afli utan aflamarks

0

12

1

0

0

115

80

4.630

Línuívilnun

0

0

0

0

0

0

0

3.314

3.094

14.337

5.847

2.445

1.564

640

193

273.150 20.462

Afli til kvóta

-131

2.083

1.025

-202

849

499

879

Tegundatilfærsla

Staða fyrir tegundatilfærslu

295

-365

-641

303

-570

-425

-749

0

Ný staða

164

1.718

384

101

279

74

130

20.461

Kvóti færður á næsta ár

177

1.718

377

100

277

74

110

20.302

13

0

0

0

0

0

0

63

0

0

7

1

2

0

20

222

Umframafli Ónotaður kvóti

Hámarks geymsluréttur er 33% og hámarks umframaflaréttur er 5%, miðað við úthlutað aflamark. * Andvirði afla rennur til Hafró að frádregnum hafnargjöldum, kostnaði við uppboð og 20% hlutar til útgerðar og áhafnar. ** Afli utan aflamarks, s.s. sandkola- og skrápflúruafli norðan viðmiðunarlínu og rannsóknaskipa.

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

23


Allar tölur í tonnum. Miðað er við slitinn humar. síld

loðna

humar

úth.rækja

155.001

15.000

677

-2.892

0

14

1.174

92

Aflaheimildir alls

153.283

15.092

Afli til kvóta

Úthlutaðar aflaheimildir Færslur milli ára Bætur og aðrar úthlutanir

skel

innfj.rækja

þorskíg.

7.000

0

500

19.058

1.083

0

0

394

2

11

0

10

110

693

8.094

0

510

19.563

153.106

15.089

585

3.955

0

509

17.016

Ný staða

177

3

108

4.139

0

1

2.547

Kvóti færður yfir á næsta ár

196

0

108

1.799

0

0

1.401

22

0

1

0

0

0

6

2

3

0

2.340

0

1

1.148

Umframafli Ónotaður kvóti

Hámarks geymsluréttur í síld, humar og úthafsrækju er 33%, en 5% í innfjarðarrækju. Hámarks umframafli í síld, humar og úthafsrækju er 5%, en 3% í skel og innfjarðarrækju.

Aflaheimildir og bráðabirgðatölur yfir botnfiskafla hjá aflamarksskipum á fiskveiðiárinu 2008-2009 Aflatölur eru bráðabirgðatölur frá Fiskistofu 1. október 2009. Allar tölur eru í tonnum og miðast við slægðan fisk nema karfi er óslægður. þorskur

ýsa

ufsi

karfi

langa

keila

steinbítur

22.491

11.207

3.871

297

641

662

4.125

Bætur og aðrar úthlutanir

1.096

768

576

0

0

0

103

Milli ára

1.522

2.208

823

53

106

87

586

94

3.517

57

4

35

32

55

Aflaheimildir alls

25.203

17.700

5.327

354

782

781

4.869

Afli til kvóta

23.183

15.999

2.100

344

904

1.036

5.150

2.020

1.701

3.227

10

-122

-256

-281

-18

272

-2.046

60

194

320

606

Ný staða

2.002

1.973

1.181

69

72

64

325

Kvóti færður á næsta ár

1.995

1.959

787

55

68

61

321

3

0

0

0

0

0

0

10

14

394

14

4

3

4

skarkoli þykkvalúra

langlúra

sandkoli skrápflúra

þorskíg.

Úthlutun til aflamarks

Milli útgerðaflokka

Staða fyrir tegundatilfærslu Tegundatilfærsla

Umframafli Ónotaður kvóti

Úthlutun til aflamarks Bætur og aðrar úthlutanir Milli ára

skötuselur

grálúða

0

0

0

0

0

0

0

53

17

100

0

0

2

1

2.080

0

0

0

0

0

0

0

3.813

34.827

Milli útgerðaflokka

1

0

1

0

0

0

0

2.607

Aflaheimildir alls

64

17

106

0

0

2

0

43.344

Afli til kvóta

83

18

111

0

0

2

1

39.264 4.080

-19

-1

-5

0

0

0

-1

Tegundatilfærsla

Staða fyrir tegundatilfærslu

10

0

4

0

0

0

1

-1

Ný staða

-9

-1

-1

0

0

0

0

4.078

0

0

0

0

0

0

0

3.915

Kvóti færður á næsta ár Umframafli Ónotaður kvóti

24

10

0

0

0

0

0

0

16

1

-1

-1

0

0

0

0

180

Landssamband íslenskra útvegsmanna


Aflaheimildir og bráðabirgðatölur yfir botnfiskafla hjá krókaaflamarksbátum á fiskveiðiárinu 2008-2009 Aflatölur eru bráðabirgðatölur frá Fiskistofu 1. október 2009. Allar tölur eru í tonnum, og miðast við slægðan fisk nema karfi er óslægður.

Úthlutun til aflamarks

þorskur

ýsa

ufsi

karfi

langa

keila

steinbítur 4.125

22.491

11.207

3.871

297

641

662

Bætur og aðrar úthlutanir

1.096

768

576

0

0

0

103

Milli ára

1.522

2.208

823

53

106

87

586

94

3.517

57

4

35

32

55

Aflaheimildir alls

Milli útgerðaflokka

25.203

17.700

5.327

354

782

781

4.869

Afli til kvóta

23.183

15.999

2.100

344

904

1.036

5.150

2.020

1.701

3.227

10

-122

-256

-281

-18

272

-2.046

60

194

320

606

Staða fyrir tegundatilfærslu Tegundatilfærsla Ný staða

2.002

1.973

1.181

69

72

64

325

Kvóti færður á næsta ár

1.995

1.959

787

55

68

61

321

Umframafli Ónotaður kvóti Úthlutun til aflamarks Bætur og aðrar úthlutanir Milli ára

3

0

0

0

0

0

0

10

14

394

14

4

3

4

skarkoli þykkvalúra

langlúra

sandkoli skrápflúra

þorskíg.

skötuselur

grálúða

0

0

0

0

0

0

0

53

17

100

0

0

2

1

2.080

0

0

0

0

0

0

0

3.813

34.827

Milli útgerðaflokka

1

0

1

0

0

0

0

2.607

Aflaheimildir alls

64

17

106

0

0

2

0

43.344

Afli til kvóta

83

18

111

0

0

2

1

39.264

-19

-1

-5

0

0

0

-1

4.080

Tegundatilfærsla

10

0

4

0

0

0

1

-1

Ný staða

-9

-1

-1

0

0

0

0

4.078

Staða fyrir tegundatilfærslu

Kvóti færður á næsta ár Umframafli Ónotaður kvóti

0

0

0

0

0

0

0

3.915

10

0

0

0

0

0

0

16

1

-1

-1

0

0

0

0

180

Úthafsheimildir og afli hjá aflamarksskipum á árinu 2008 Aflatölur í tonnum frá Fiskistofu 1. október 2009. Þorskur slægður, en annað er óslægt.

Endanleg úthlutun

Úk.innan

Úk.utan

NÍ-Síld

NÍ-Síld 2

Kolmunni

10

8.290

179.278

40.990

202.836

Milli ára

175

2

10.102

0

29.280

Aflamark alls

185

8.292

189.380

40.990

232.116

0

6.785

177.502

40.839

163.696

185

1.507

11.878

151

68.420

151

-151

Afli til kvóta Staða Tilfærsla á NÍ-Síld Kvóti færður á næsta ár

1

408

12.029

0

Umframafli

0

0

0

0

0

184

1.099

0

0

48.175

NL Þorsk

RL Þorsk

Fl.rækja

Fl.rækja 3L

þorskíg.

3.237

2.003

13.500

278

62.065

0

1.203

0

0

1.203

175

2

0

0

3.586

Aflamark alls

3.237

3.206

13.500

278

66.854

Afli til kvóta

Ónotaður kvóti

Endanleg úthlutun Leiga frá Rússlandi Milli ára

20.245

3.236

3.198

0

0

53.142

Staða

1

8

13.500

278

13.712

Kvóti færður á næsta ár

0

0

0

0

3.383

Umframafli

0

0

0

0

0

Ónotaður kvóti

1

8

13.500

278

10.329

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

25


13. KVÓTAMIÐLUN LÍÚ

Yfirlit yfir framboð, eftirspurn og verð á aflamarki fiskveiðiárið 2008-2009

Þorskur Áður en bankarnir fóru á hausinn í byrjun október í fyrra var framboð á aflamarki í þorski á 250 kr/kg en eftirspurn var frekar lítil. Strax eftir hrunið dró mjög úr eftirspurn eftir þorski og frekar lítið var um leigu á næstu mánuðum þó verðið hafi verið að lækka um 10 til 20 kr á mánuði og var í lok febrúar komið í 160 kr/kg. Um mánaðamótin febrúar/mars tók leigan kipp og var töluvert um leigu á þorski á 160 kr/kg. Í lok mars fór verðið að hækka enda dró mjög úr framboði á þorski og má segja að eftir páska hafi nánast ekkert framboð verið á þorski þrátt fyrir mikla verðhækkun og var verðið komið í 200 kr/kg í júní. Töluverð eftirspurn var eftir þorski í maí en heldur minna í sumar enda mjög margir bátar hættir veiðum, þar sem þorskur var ófáanlegur. Helst var hægt að fá þorsk í vor og sumar í skiptum fyrir aðrar tegundir. Þeir sem eiga þorsk umfram það sem þeir þurfa að nota á fiskveiðiárinu ætla að geyma hann á milli ára. Það gera þeir til að vega á móti skerðingu á þorski á næsta fiskveiðiári. Ráðherra ákvað að skerða úthlutun í þorski á næsta ári um 10 þúsund tonn. Ýsa Framboð var á ýsu í upphafi fiskveiðiárs og byrjaði hún að leigjast á 45 kr/kg. Töluvert var leigt af ýsu fram til áramóta á 45 kr/

26

kg en þá fór heldur að draga úr eftirspurn og lækkaði verðið í 40 kr/kg í lok janúar. Þó töluvert hafi verið um leigu á ýsu fram í apríl hélst verðið í 40 kr/kg. Í maí dró mjög úr framboði enda ætla allir sem eiga ýsu að geyma eins mikið af henni og þeir geta, þar sem ráðgjöf frá Hafró gerði ráð fyrir miklum niðurskurði milli ára. Ráðherra ákvað síðan að skerða úthlutun í ýsu um 30 þúsund tonn. Í sumar var helst hægt að fá ýsu í skiptum fyrir aðrar tegundir. Verð á ýsu var í ágúst komið í 80 kr/kg. Ufsi Framboð var á ufsa í upphafi fiskveiðiárs, en ekki var mikil eftirspurn til að byrja með. Verðið byrjaði í 15 kr/kg en lækkaði í 12 kr/kg fljótlega eftir bankakreppuna. Í nóvember fór að bera á meiri eftirspurn, aðallega frá netabátum og verðið fór að hækka og var komið í 16 kr/kg um áramótin. Verðið hélst svipað þar til í apríl að það fór að hækka og var komið í rúmar 20 kr/kg í lok maí, en þá var orðið mjög erfitt að fá ufsa enda nánast ekkert framboð þó verðið væri komið í 35 kr/kg. Á þessum tíma var helst hægt að fá ufsa í skiptum fyrir aðrar tegundir og í ágúst var verðið komið í 35 kr/kg. Karfi Framboð var á karfa í upphafi fiskveiðiárs, en ekki var mikil eftirspurn til að byrja með. Verðið byrjaði í 22 kr/kg en lækkaði í 16 kr/kg fljótlega eftir bankakreppuna. Í nóvember fór eftirspurnin að aukast enda veiði á karfa mjög góð og verðið fór að hækka og var komið í um 25 kr/kg um áramótin. Eftir

Landssamband íslenskra útvegsmanna


áramótin hélt verðið áfram að hækka og í lok febrúar var það komið í 40 kr/kg og útilokað að fá karfa þó kauptilboð væru komin í 55 kr/kg. Það var heldur ekki hægt að fá karfa í skiptum þar sem nánast allur karfakvótinn var veiddur. Langa Framboð var á löngu í upphafi fiskveiðiárs, en til að byrja með var eftirspurn nánast engin og þá aðeins um að ræða skipti á þessum tíma. Nokkur tonn voru að seljast fram að áramótum á 48 kr/kg. Sáralítið var um viðskipti eftir áramótin en í lok mars var töluvert um leigu á 42 kr/kg til 46 kr/kg. Verðið hækkaði síðan fljótlega í 50 kr/kg. Frá því í maí hefur nánast verið útilokað að fá löngu nema í skiptum fyrir aðrar tegundir. Keila Framboð var á keilu í upphafi fiskveiðiárs, en til að byrja með var eftirspurn nánast engin, nokkur tonn voru að seljast fram að áramótum á 25 kr/kg. Ekki var mikið um viðskipti eftir áramótin þó nokkur tonn væru að leigjast á 25 kr/kg. Þegar líða tók á veturinn dró úr framboði og verðið hækkaði í 30 kr/

kg. Frá því í maí hefur verið nánast útilokað að fá keilu nema þá helst í skiptum fyrir aðrar tegundir. Steinbítur Strax í upphafi fiskveiðiárs var eftirspurn eftir steinbít en framboð var lítið enda hækkaði hann fljótlega úr 75 kr/kg í 85 kr/kg. Frá upphafi og fram á vor var steinbítur að leigjast á 85 kr/kg en frá lok maí hefur steinbítur verið nánast ófáanlegur eins og flestar aðrar tegundir, nema helst þá í skiptum fyrir aðrar tegundir. Skötuselur Framboð var á skötusel í upphafi fiskveiðiárs á 130 kr/kg og var töluvert um leigu á honum í september og október á 130 kr/kg til 120 kr/kg. Í nóvember fór að draga úr eftirspurn þó alltaf væri verið að leigja nokkur tonn. Í byrjun febrúar var verðið komið niður í 100 kr/kg. Í lok mars jókst eftirspurn töluvert og verðið fór að hækka og í lok apríl var það komið í 130 kr/kg, í júní var það 140 kr/kg og í júlí fór það í 180 kr/kg til 200 kr/kg því skötuselur var nánast ófáanlegur.

Gangverð á aflamarki eftir mánuðum frá 1. september 2008 til 31. ágúst 2009

Þorskur

sept

okt

nóv

des

jan

feb

mars

apríl

maí

júní

júlí

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

ágúst kr/kg

250,00

240,00

229,00

224,00

214,00

170,00

165,00

175,00

185,00

200,00

200,00

200,00

Ýsa

45,00

45,00

45,00

45,00

45,00

40,00

40,00

42,00

50,00

70,00

70,00

80,00

Ufsi

15,00

12,00

14,00

16,00

16,00

16,00

18,00

18,00

20,00

35,00

35,00

35,00

Karfi

20,00

16,00

18,00

23,00

30,00

40,00

Langa

0,00

0,00

50,00

46,00

46,00

45,00

44,00

48,00

Keila

50,00

50,00

50,00

55,00

0,00

0,00

26,00

25,00

24,00

25,00

25,00

30,00

30,00

32,00

Steinbítur

85,00

0,00

0,00

0,00

85,00

80,00

85,00

85,00

80,00

85,00

85,00

85,00

Skötuselur

125,00

120,00

120,00

120,00

120,00

100,00

115,00

130,00

132,00

150,00

190,00

190,00

45,00

0,00

0,00

40,00

45,00

45,00

85,00

95,00

100,00

Skarkoli

100,00

100,00

90,00

90,00

85,00

80,00

80,00

80,00

80,00

80,00

80,00

80,00

Þykkvalúra

120,00

0,00

0,00

0,00

120,00

115,00

110,00

110,00

115,00

120,00

125,00

130,00

37,00

35,00

35,00

Grálúða

Langlúra

38,00

0,00

0,00

0,00

36,00

25,00

35,00

Sandkoli

0,00

0,00

0,00

0,00

12,00

0,00

12,00

16,00

Skrápflúra

0,00

0,00

10,60

0,00

11,00

0,00

11,00

12,00

Humar Úthafsrækja

0,00 0,00

0,00

0,00 4,00

0,00

0,00

0,00

35,00

40,00

16,00

20,00

15,00

18,00

900,00 5,00

5,00

5,00

3,00

Gangverð á tegundum þar sem veiðitímabilið er annað en fiskveiðiárið. Síld 2009/2010

Sáralítið um viðskipti enda flestir að veiða það sem þeir eiga sjálfir.

Loðna 2009/2010

Ekkert var um viðskipti á loðnu enda engin úthlutun, aðeins 15 þús. tonna leitarkvóti.

Úthafskarfi innan línu

Á veiðitímabilinu maí til júlí árið 2009 var gangverð um 30 kr/kg.

Úthafskarfi utan línu

Úthafskarfa utan línu var ekki úthlutað árið 2009.

Þorskur v/ Noreg

Gangverð á aflamarki árið 2009 var mest um 60 kr/kg.

Þorskur v/ Rússland

Gangverð á aflamarki árið 2009 var mest um 60 kr/kg.

Norsk-íslensk síld 2009-2010

Allir sem eru að veiða eiga heimildir og því lítið um leigu. Helst skipti á heimildum í lögsögu Íslands fyrir heimildir við Noreg.

Flæmingjarækja árið 2009

Ekkert hefur verið um leigu á Flæmingjarækju enda ekkert skip frá Íslandi á veiðum þar.

Kolmunni árið 2009

Allir sem eru að veiða kolmunna eiga þær heimildir sjálfir og því ekkert um leigu á kolmunna.

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

27


Grálúða Ekki var mikið um leigu á grálúðu á fiskveiðiárinu nema hjá einum aðila sem gerir bát út á grálúðunet. Hann leigði töluvert magn á fiskveiðiárinu eða fékk grálúðu í skiptum fyrir aðrar tegundir. Verðið á grálúðu var á 45 kr/kg til 50 kr/kg þar til í maí að verðið fór í 65 kr/kg og var komið í 100 kr/kg í ágúst. Ekki var mikið framboð á grálúðu á fiskveiðiárinu enda veiðin töluvert betri í ár en undanfarin ár. Þá vilja flestir geyma sem mest á milli ára þar sem úthlutun á grálúðu skerðist um 20% á milli fiskveiðiára. Skarkoli Framboð var á skarkola í upphafi fiskveiðiárs þar til í byrjun júlí þá fór að verða erfitt að fá skarkola eins og flestar aðrar tegundir, nema helst í skiptum. Verðið byrjaði í 100 kr/kg en lækkaði síðan jafnt og þétt þar til í febrúar er það var komið í 80 kr/kg og hélst þannig út fiskveiðiárið. Þykkvalúra Framboð var á þykkvalúru í upphafi fiskveiðiárs og þar til í byrjun júlí, en viðskipti voru mjög lítil, helst á tímabilinu maí þar til í byrjun júlí. Verðið byrjaði í 120 kr/kg, en var lengst af um 110 kr/kg til 115 kr/kg en fór að hækka í júní og í júlí var það komið í 125 kr/kg en þá var þykkvalúra nánast ófáanleg eins og aðrar tegundir.

Langlúra Framboð var á langlúru til að byrja með og fram á vor á fiskveiðiárinu en sáralítið var um viðskipti. Verðið var um 35 til 38 kr/kg en í júlí var það komið í 40 kr/kg og langlúra þá ófáanleg eins og aðrar tegundir, nema þá helst í skiptum fyrir aðrar tegundir. Sandkoli Mjög lítið var um leigu á sandkola á fiskveiðiárinu enda var nokkuð góð veiði hjá dragnótabátum frá SV-landi og úthlutun á sandkola sáralítil. Aðrir sem eiga sandkola nota hann í tegundatilfærslu en mikill skortur er á þorskígildum í tegundatilfærslu. Verðið var frá 12 kr/kg og fór hækkandi með vorinu og var þá í 16 kr/kg en nánast ófáanlegur, nema í skiptum fyrir aðrar tegundir og þá í þorskígildum reiknað. Skrápflúra Mjög lítið var um leigu á skrápflúru á fiskveiðiárinu. Þeir sem eiga skrápflúru nota hana í tegundatilfærslu enda mikill skortur á þorskígildum í tegundatilfærslu. Verðið var frá 11 kr/kg og fór hækkandi með vorinu og var þá í 15 kr/kg en skrápflúra var ófáanleg nema í skiptum fyrir aðrar tegundir og þá í þorskígildum reiknað.

Áætlað gangverð á aflamarki frá fiskveiðiárinu 1997-1998 og til og með fiskveiðiársins 2008-2009 Fiskveiðiár

Þorskur

19971998

19981999

19992000

20002001

20012002

20022003

20032004

20042005

20052006

20062007

20072008

20082009

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

kr/kg

81,66

99,22

112,40

105,81

158,00

141,00

119,40

123,87

134,16

182,49

244,92

181,30

Ýsa

17,53

46,25

73,56

91,46

128,00

68,00

31,65

40,75

44,16

38,68

40,28

44,70

Ufsi

17,30

29,77

34,07

32,32

50,00

36,00

20,99

18,32

16,11

17,92

15,06

15,89

Karfi

33,42

40,59

39,60

41,45

45,00

37,00

25,85

18,63

27,74

27,27

21,68

27,47

-

-

-

-

80,00

58,00

34,58

33,45

39,69

52,81

53,37

46,60

Langa Keila Steinbítur Skötuselur

-

-

-

-

37,00

31,00

21,95

18,40

27,53

30,74

24,59

25,69

12,27

22,06

33,98

31,80

56,00

52,00

27,86

42,68

53,52

72,54

75,42

85,00 123,70

-

-

-

-

145,00

122,00

81,54

115,97

152,18

134,34

123,08

Grálúða

85,14

93,15

105,43

101,27

130,00

88,00

34,38

30,97

52,17

51,03

38,64

52,02

Skarkoli

27,83

44,66

105,92

112,58

150,00

122,00

97,65

122,59

115,62

111,12

98,56

82,77

-

-

78,70

71,23

95,00

84,00

64,75

101,34

126,22

125,24

101,50

122,82

Þykkvalúra Langlúra

21,87

39,35

43,03

43,48

55,00

47,00

50,96

52,09

49,87

39,67

39,25

36,64

Sandkoli

12,37

18,07

22,23

22,40

36,00

26,00

12,14

11,29

12,00

11,29

9,49

12,17

Skrápflúra

10,11

15,19

21,97

23,33

34,00

24,00

11,00

10,46

11,20

11,16

8,99

12,03

Úth. rækja

41,70

3,59

11,83

24,91

22,00

7,00

4,17

1,63

1,77

2,70

2,09

3,00

289,29

398,53

447,36

564,60

750,00

880,00

950,00

925,00

1000,00

1050,00

1200,00

900,00

Humar Síld Loðna Úthafskarfi innan (*niðri)

10,87

5,42

4,93

4,97

11,00

4,00

4,72

7,28

9,00

Óljóst

Óljóst

Óljóst

2,40

0,20

1,45

1,41

2,00

1,50

0,20

1,60

Óljóst

Óljóst

Óljóst

Óljóst

18,70

31,72

*25,94

22,00

30,00

17,00

10,00

Óljóst

20,50

19,00

Óljóst

30,00 Óljóst

Úthafskarfi utan (*uppi)

18,70

31,72

*22,82

10,67

7,00

5,00

Óljóst

19,00

Óljóst

Óljóst

Flæm rækja

22,00

30,87

30,36

18,88

4,00

3,00

5,00

0,00

0,00

0,00

0,00

0,00

Norsk - íslensk síld

-

-

-

-

15,00

8,00

6,00

6,00

Óljóst

Óljóst

Óljóst

Óljóst

Kolmunni

-

-

-

-

2,50

2,00

1,00

Óljóst

Óljóst

Óljóst

Óljóst

Óljóst

28

Landssamband íslenskra útvegsmanna


Úthafsrækja Framboð var á úthafsrækju í upphafi fiskveiðiárs en lítið var um leigu til að byrja með, þó var tölvert leigt í nóvember á 4 kr/kg. Einhverjir voru farnir að hugsa um að verða sér úti um úthafsrækju, þó þeir ætluðu ekki að nota hana fyrr en með vorinu. Í lok mars og í byrjun apríl var úthafsrækja leigð á 3 til 5 kr/kg. Töluvert fleiri skip fóru til rækjuveiða í ár en á síðasta fiskveiðiári enda afli töluvert betri. Humar Mjög lítið var um leigu á humri á fiskveiðiárinu, en helst var um skipti á honum og öðrum tegundum og var þá humarinn verðlagður á 900 kr/kg. Síld, loðna, kolmunni og norsk- íslensk síld Sáralítið var um leigu á þessum tegundum á fiskveiðiárinu enda eru þær flestar í eigu aðila sem veiða þær á eigin skipum. Að vísu er aðeins um að aðilar hafi skipti á þessum tegundum og þá er einnig nokkuð um færslur á milli samstarfsaðila. Þorskur við Noreg og Rússland Þeir sem fóru til veiða í Barentshafinu höfðu ekki mikinn áhuga á að leigja til sín þorsk en að lokum leigðu þeir hann fyrir 60 kr/kg í beinni leigu eða í skiptum fyrir aðrar tegundir innan lögsögu.

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

Úthafskarfi Veiðar á úthafskarfa innan línu fóru vel af stað, síðan dofnaði yfir veiðunum í smá tíma en í lok júní og fram í miðjan júlí var góð veiði og kláraðist allur kvótinn innan línu. Verðið á úthafskarfa í leigu var um 30 kr/kg. Ekki var úthlutað úthafskarfa utan línu þar sem enginn hafði áhuga á að fara til veiða þar. Yfirlit yfir verðhugmyndir, verð, framboð og eftirspurn á aflahlutdeild fiskveiðiárið 2008/2009 Á fiskveiðiárinu 2007/2008 var sáralítið um viðskipti með aflahlutdeildir og ekkert um sölu- eða kauptilboð. Í umræðunni er mjög breitt bil á verðhugmyndum milli seljenda og kaupenda, og báru margir því við að vegna ástandsins á fjármálamörkuðum fáist ekkert fjármagn til kaupa á kvóta. Vegna þessa ástands var ekkert vitað um verð á aflahlutdeildum í upphafi fiskveiðiárs 2008/2009. Ekki lagaðist staðan á fiskveiðiárinu í október 2008 eftir bankahrunið. Ekkert var um sölu á aflahlutdeild fyrr en í lok nóvember en þá voru nokkur tonn af þorski seld á 2250 kr/kg fyrir óveiddan kvóta. Með vorinu fóru nokkrar sölur fram á útgerðarfélögum og þá var þorskurinn í þeim sölum verðlagður á um 1500 til 1700 kr/kg fyrir veiddan kvóta. Ekki er vitað um verð á öðrum tegundum. Vitað er um aðila sem vilja kaupa aflahlutdeildir og hefur verið kallað eftir sölutilboðum í nokkrar tegundir en ekki virðist vera áhugi á því að selja aflahlutdeildir.

29


14. Ísfisksala

Ísfisksala í Þýskalandi 1. 9. 2008 til 31. 8. 2009

Ísfisksala í Þýskalandi 1. 9. 2007 til 31. 8. 2008

Gámar til Þýskalands 1. 9. 2008 - 31. 8. 2009 Fisktegund: Þorskur

Gámar til Þýskalands 1. 9. 2007 - 31. 8. 2008

Selt magn

Meðalverð

Verðmæti

Fisktegund: Þorskur

Selt magn

Meðalverð

Verðmæti

13.831

277,0

3.830.569

322

258,9

83.365

Ýsa

3.606

248,0

894.419

Ýsa

3.891

139,3

541.937

Ufsi

857.908

157,3

134.910.710

Ufsi

1.088.617

97,5

106.153.848

Lýsa

4.327

1,0

4.328

Lýsa

1.298

88,5

114.884

4.445.369

251,7

1.119.013.218

5.366.248

165,4

887.804.515

49.731

141,0

7.012.041

17.798

121,6

2.164.713

160.597

193,4

31.064.561

102.949

148,2

15.260.319

7.180

210,8

1.513.391

7.808

171,7

1.340.448

276.758

277,8

76.896.363

47

178,8

8.404

Karfi / Gullkarfi Langa Blálanga Keila Steinbítur Slétti langhali Úthafskarfi

Karfi / Gullkarfi Langa Blálanga Keila Steinbítur

241.381

200,4

48.374.710

Hlýri

80.400

206,7

16.622.276

287.191

216,8

62.271.362

Skötuselur

69.783

376,8

26.297.001

Hlýri

80.747

264,3

21.341.503

Skata

167

133,8

22.352

Skötuselur

15.115

579,9

8.765.610

Háfur

2

87,1

174

Skata

103

187,7

19.328

2.499

79,5

198.628

Háfur

31

75,6

2.343

668

261,9

174.932

6.983.831

158,2

1.105.154.101

Ósundurliðað

2.235

25,6

57.159

Skarkoli

1.987

177,5

352.651

6.206.763

236,5

1.467.957.959

Alls:

Siglingar til Þýskalands 1. 9. 2008 - 31. 8. 2009 Fisktegund: Þorskur Ýsa Ufsi

Meðalverð

Verðmæti

1.749

383,2

670.227

68

628,0

42.706

17.966

181,0

3.252.075

315,7

36.999.981

Langa

432

172,6

74.544

Blálanga

376

428,9

161.273

Keila

113

408,4

46.148

12

825,1

9.901

85

877,6

74.594

138.008

299,5

41.331.449

Steinbítur Skötuselur Alls:

30

Skarkoli Alls:

Siglingar til Þýskalands 1. 9. 2007 - 31. 8. 2008

Selt magn

117.207

Karfi / Gullkarfi

Ósundurliðað

Fisktegund: Ufsi Karfi / Gullkarfi Langa

Selt magn

Meðalverð

Verðmæti

15.360

100,61

1.545.325

2.235

249,68

558.040

145

127,19

18.442

Blálanga

5.632

175,65

989.285

Skötuselur

1.231

550,82

678.060

12

177,65

2.132

1.132

168,92

191.215

25.747

154,68

3.982.499

Skata Ósundurliðað Alls:

Landssamband íslenskra útvegsmanna


Ísfisksala í Englandi 1. 9. 2007 til 31. 8. 2008

Ísfisksala í Þýskalandi 1. 9. 2007 til 31. 8. 2008

Gámar til Bretlands 1. 9. 2007 - 31. 8. 2008 Fisktegund:

Gámar til Þýskalands 1. 9. 2007 - 31. 8. 2008

Selt magn

Meðalverð

Verðmæti

8.391.885

380,1

3.189.456.552

Þorskur

Ýsa

22.067.414

288,5

6.366.311.366

Ufsi

175.921

147,1

25.872.736

Þorskur

Lýsa

Fisktegund:

Selt magn

Meðalverð

Verðmæti

5.869.243

335,5

1.969.369.439

Ýsa

23.653.670

195,8

4.631.426.922

Ufsi

136.162

103,6

14.099.996

692.482

156,4

108.278.703

Lýsa

2.982.933

206,4

615.757.980

Karfi / Gullkarfi

Langa

469.572

187,1

87.834.292

Blálanga

766.199

184,2

141.100.498

Karfi / Gullkarfi

Keila Steinbítur Úthafskarfi

68.182

116,4

7.934.836

3.038.461

281,0

853.743.684

541.928

115,3

62.504.179

3.911.034

144,0

563.129.093

Langa

379.931

144,1

54.732.482

Blálanga

544.853

153,7

83.738.452

Keila Steinbítur

85.055

259,5

22.071.168

Hlýri

119.543

275,1

32.886.567

Skötuselur

2.109.333

539,5

1.137.932.027

Skata

20.680

280,7

5.805.288

Háfur

45.963

230,8

10.609.962

Hlýri Skötuselur

Ósundurliðað Skarkoli Alls:

12.090

244,8

2.959.264

4.285.053

310,1

1.328.961.426

45.330.766

307,5

13.937.516.349

46.359

73,8

3.421.578

3.151.094

207,6

654.051.901

83.231

200,4

16.682.811

1.706.856

346,3

591.022.564

Skata

16.373

255,7

4.186.675

Háfur

33.283

219,9

7.319.791

Ósundurliðað

25.899

130,2

3.372.481

2.298.915

251,1

577.240.637

42.398.831

217,8

9.236.299.000

Skarkoli Alls:

Siglingar til Englands 1. 9. 2008 - 31. 8. 2009 Fisktegund: Þorskur

Selt magn

Meðalverð

Verðmæti

359.338

266,8

95.864.829

Ýsa

31.063

253,3

7.868.607

Ufsi

3.174

152,1

482.774

Lýsa Karfi / Gullkarfi Langa Blálanga Keila

266

157,8

41.965

3.817

179,9

686.857

24.786

188,6

4.674.297

263

179,1

47.116

21.375

95,9

2.050.810

Steinbítur

1.868

267,5

499.614

Hlýri

1.523

217,8

331.641

Skötuselur

71

538,3

38.217

Skata

72

110,6

7.961

Háfur

11

197,9

2.176

2.903

149,5

433.969

4

171,7

687

450.534

250,9

113.031.520

Ósundurliðað Skarkoli Alls:

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR 08-09

31


Útgefandi Landssamband íslenskra útvegsmanna Umsjón Sigurður Sverrisson Ljósmyndir Árni Sæberg Bergþór Gunnlaugsson Hreinn Magnússon Umbrot og prentun Svansprent, október 2009



Landssamband íslenskra útvegsmanna Borgartúni 35 • 105 Reykjavík • Sími: 591 0300 • Símbréf: 591 0301 • www. liu.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.