Ágætu foreldrar og forráðamenn. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir Eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna. Markmiðið er að hvetja til varkárni í umgengni við eld og vekja athygli á eldvarnabúnaði sem hverju heimili er nauðsynlegur, svo sem reykskynjurum, eldvarnateppum og slökkvitækjum. Við teljum að átakið hafi ótvírætt sannað gildi sitt. Heimsóknir okkar í 3. bekk grunnskólanna eru liður í átakinu.
Skilafrestur í Eldvarnagetrauninni er til 11. janúar. Dregið verður úr réttum lausnum. Vegleg verðlaun eru í boði.
Að þessu sinni fá börnin að gjöf söguna af Loga og Glóð og Brennu-Vargi. Í sögunni er að finna allar upplýsingar sem þarf til að leysa Eldvarnagetraunina. Við biðjum ykkur að lesa söguna og leysa getraunina með barninu.
Lausnir sendist til: Eldvarnagetraunin Brautarholti 30 105 Reykjavík
Von okkar er sú að þið takið erindi okkar við fjölskylduna vel. Ef þið óskið eftir frekari upplýsingum um eldvarnir heimilisins vinsamlega hikið ekki við að hafa samband við slökkviliðið ykkar eða við okkur í síma 562 2962. Enn fremur getið þið sent okkur fyrirspurn á lsos@lsos.is.
Fullt nafn Heimili
Með bestu kveðju frá LSS, Magnú s Smá ri Sm árason formaður
Póstnúmer og staður Sími Skóli og bekkur Netfang forráðamanns
Garðar H. Guðjónsson Halla Sólveig Þorgeirsdóttir Þrúður Óskarsdóttir