Brennuvargur

Page 1

Ágætu foreldrar og forráðamenn. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir Eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna. Markmiðið er að hvetja til varkárni í umgengni við eld og vekja athygli á eldvarnabúnaði sem hverju heimili er nauðsynlegur, svo sem reykskynjurum, eldvarnateppum og slökkvitækjum. Við teljum að átakið hafi ótvírætt sannað gildi sitt. Heimsóknir okkar í 3. bekk grunnskólanna eru liður í átakinu.

Skilafrestur í Eldvarnagetrauninni er til 11. janúar. Dregið verður úr réttum lausnum. Vegleg verðlaun eru í boði.

Að þessu sinni fá börnin að gjöf söguna af Loga og Glóð og Brennu-Vargi. Í sögunni er að finna allar upplýsingar sem þarf til að leysa Eldvarnagetraunina. Við biðjum ykkur að lesa söguna og leysa getraunina með barninu.

Lausnir sendist til: Eldvarnagetraunin Brautarholti 30 105 Reykjavík

Von okkar er sú að þið takið erindi okkar við fjölskylduna vel. Ef þið óskið eftir frekari upplýsingum um eldvarnir heimilisins vinsamlega hikið ekki við að hafa samband við slökkviliðið ykkar eða við okkur í síma 562 2962. Enn fremur getið þið sent okkur fyrirspurn á lsos@lsos.is.

Fullt nafn Heimili

Með bestu kveðju frá LSS, Magnú s Smá ri Sm árason formaður

Póstnúmer og staður Sími Skóli og bekkur Netfang forráðamanns

Garðar H. Guðjónsson Halla Sólveig Þorgeirsdóttir Þrúður Óskarsdóttir


Slökkviálfarnir Logi og Glóð eru orðin aðstoðarmenn okkar í slökkviliðinu. Þau ætla að hjálpa okkur að fræða krakka og fullorðna um eldvarnir. Við vonum að þú hafir gaman af að lesa söguna af þeim og afrekum þeirra. Í henni eru líka upplýsingar um eldvarnir sem þú og fjölskylda þín getið notað til að leysa Eldvarnagetraunina aftast í bókinni. Þeir sem svara öllu rétt og skila blaðinu gætu fengið flott verðlaun. Gangi þér vel og farðu varlega!

Logi og Glóð fá að skjóta síðustu flugeldunum til himins; risastórum bombum sem Sigfinnur fékk út á sambönd hjá formanni björgunarsveitarinnar. En þegar Glóð gengur að sinni rakettu og ætlar að bera stjörnuljós að grípur Sigfinnur í taumana. – Heyrðu góða mín, hvað ert þú að gera? Hér kveikir enginn í flugeldum nema vera með hlífðargleraugu og hanska. Annars gæti hlotist stórslys af, vinan, segir hann og gerir sig strangan í framan. Flugeldarnir takast á loft með háværu hvissi og springa loks með háum hvelli og ljósadýrð á fallegum vetrarhimninum yfir Bænum.

Rífa af og senda! Rífa af og senda!

Við slökkviliðsmenn vitum hvað það getur verið hræðilegt þegar kviknar í heima hjá fólki. Þess vegna viljum við að fólk viti hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir og bregðast við eldsvoða. Þú getur alveg ímyndað þér hvað gerist þegar kviknar í. Eldurinn, hitinn og reykurinn skemma allt og geta sett fjölskylduna í hættu.

Reykskynjarar eiga að vera á öllum heimilum. Hve oft á ári þarf að skipta um rafhlöðu í þeim? aldrei

einu sinni

nei

M

Y

CM

CY

Skipta þarf um reykskynjara á um tíu ára fresti. Allir þurfa að þekkja hljóðið í honum. Á að skríða út ef reykskynjari fer í gang vegna elds eða reyks? já

CMY

Rífa af og senda!

Erum við ekki sannkallaðir lukkunnar pamfílar, systir? segir Logi og horfir dreyminn til himins. Jú, bróðir, eins og fyrri daginn eru heilladísirnar á okkar bandi. En það munaði litlu að brennuvarginum tækist ætlunarverk sitt. Við skulum ekki linna látum fyrr en við höfum náð honum.

tvisvar

ein

segir hún svo og rekur bróður sínum rembingskoss á kinnina.

Prentun Svansprent Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda. ISBN 978-9979-9634-3-1

23

tvær eða fleiri

þrisvar

Er varasamt að láta loga á jólaseríum og öðrum jólaljósum innanhúss yfir nótt eða þegar við erum ekki heima? já

Rífa af og senda!

© Garðar H. Guðjónsson, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir og Þrúður Óskarsdóttir Bókin er samvinnuverkefni höfunda en verkaskipting var sem hér segir: Texti Garðar Myndir Halla Sólveig Hönnun Þrúður

Gleðilegt nýtt ár!

Hve oft á ári ætti að æfa flóttaáætlun til að geta brugðist við eldsvoða? einu sinni

nei

Hve margar flóttaleiðir eiga að vera frá þínu herbergi/heimili til að nota ef kviknar í?

K

Útgefandi Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna 2016

tvisvar

Jólaskreytingar með logandi kertum eru hættulegar. Er mikilvægt að þær séu hafðar á öruggum stað og alltaf undir eftirliti? já

MY

Logi og Glóð hafa aldrei fyrr eignast mannfólk að vinum – hvað þá fagnað með þeim jólum og áramótum.

Við biðjum foreldra og forráðamenn vinsamlega að ræða efni hverrar spurningar með barninu og setja í samhengi við aðstæður þess um leið og spurningunni er svarað.

C

Rífa af og senda!

Kæri nemandi í 3. bekk.

Á gamlárskvöld standa Logi, Glóð og Guðrún Ösp úti í garði ásamt Sigfinni og Hrólfi. Sigrún er inni hjá Kol og róar hann á meðan verstu lætin ganga yfir. Dýr geta nefnilega orðið mjög hrædd við hávaðann og ljósaganginn á gamlárskvöld.

nei

Eru hanskar og hlífðargleraugu góð vörn gegn flugeldum og blysum um áramótin? já

nei

Hvert er neyðarnúmer slökkviliðs, sjúkraflutningamanna og lögreglu á Íslandi? svar:



Ofsalegar eldtungur geysast út um gluggana þegar­ glerið lætur undan hitanum með háu brothljóði. Gamla timburhúsið er að verða eldi að bráð. Fjöldi fólks stendur í eldbjarmanum og fylgist þögull með. Sigfinnur slökkviliðsstjóri hrópar skipanir til sinna manna. Slökkviliðið ætlar að berjast til þrautar. Til allrar hamingju vöknuðu íbúar hússins við vælið í reykskynjurum, forðuðu sér út og hringdu í neyðarnúmerið, 1-1-2. Gamla konan í risinu var þó svifasein og komst bara út á svalir. Hún var orðin mjög hrædd þegar slökkviliðið bjargaði henni á síðustu stundu. Slökkviliðið var með sjúkrabíl á staðnum og flutti gömlu konuna á heilsugæslustöðina. Hún hafði andað að sér miklum reyk og hóstaði ákaft. Sigfinnur er þungur á brún þegar sjónvarpsfólk biður um viðtal. Hann segir að líklega hafi kviknað í út frá logandi kerti sem gleymst hafi að slökkva á. – Þó hef ég margoft sagt fólki að fara varlega með eld, sérstaklega nú á aðventunni. Það er sárt að sjá eitt elsta og fallegasta húsið hér í Bænum fuðra svona upp. En reykskynjararnir björguðu lífi fólksins og það er fyrir mestu, segir hann.

BRANDUR!

4


Hann hefur varla sleppt orðinu þegar heyrist kallað hástöfum: – Hvar er Brandur? Mamma, tókst þú Brand með þér út? Enginn hefur séð köttinn Brand. – Brandur, komdu út, kallar stelpan og ætlar að æða inn í logandi húsið. En þá gerist nokkuð óvænt. Tvær smá­v axnar verur koma út úr eldhafinu. Þær eru svartar af sóti frá hvirfli til ilja og rýkur af þeim. Önnur þeirra ber lítinn böggul vafinn í blautt handklæði. Allir eru steinhissa. Sjónvarpsmyndavélin beinist að litlu verunum. Þær ganga beint að litlu stelpunni og færa henni böggulinn. Í honum reynist vera mjálmandi köttur, mjög skelkaður. – Brandur! hrópar stelpan fegin og tekur kisa í fang sér. – Sannkallaður Eldibrandur, segir Sigfinnur og brosir að eigin­fyndni­­ um leið og hann gengur að hetjunum smávöxnu. – Hver í ósköpunum eruð þið? Ég hélt að við værum búin að bjarga öllum út!

5


Það er ótrúlegt en satt að þrátt fyrir allan hitann eru verurnar sótugu alveg ómeiddar. Greinilegt er að annað er stelpa og hitt strákur. Þau eru þögul í fyrstu en svo byrjar stelpuveran að tala með einkennilega rámri röddu: Hörmung og særing er að hugsa sér þetta. Heimili okkar hefur eyðst í eldi segir hún sorgmædd. Strákaveran bætir við: Við höfum átt hér góða vist allt frá því húsið var byggt árið 1902. Okkur þótti orðið mjög vænt um þetta hús og ætluðum aldrei að yfirgefa það. En við urðum auðvitað að bjarga kettinum. Skömmin sú hafði falið sig undir rúmi svo ykkar ágætu brunaverðir fundu hana ekki. Sigfinnur Sigurðsson slökkviliðsstjóri segist aldrei hafa heyrt annað eins endemis rugl. Hann hefur búið í Bænum alla sína hunds- og kattartíð og þekkir alla Bæjarbúa en hefur aldrei heyrt um þessa krakka fyrr. Hvað þá að þeir hafi búið í þessu húsi frá 1902. Þeir væru orðnir meira en hundrað ára gamlir! Hann býður þeim þó að koma með sér á slökkvistöðina svo hann geti haft samband við barnaverndarnefnd. Það er ekki hægt að hafa heimilislausa krakka á þvælingi í Bænum. Slökkvistöðin stendur uppi á dálitlu holti í gamla Bænum, fagurrauð með háum, hvítmáluðum gluggum. Úr turninum sér yfir allan Bæinn og til sjávar og nærsveita. Þegar þangað er komið strýkur Guðrún Ösp slökkviliðsmaður framan úr þeim sótið. Nú fyrst verða þau Sigfinnur hissa. Grænt hörund kemur í ljós undan sótinu. Fötin þeirra eru mjög sviðin en þau eru sjálf ómeidd og meira að segja þykkur hárlubbinn er óskertur, eldrauður á honum en fagurgulur á henni.

6


Engu er líkara en að hér séu álfar á ferð. Maður hringir ekki í barnaverndarnefnd út af álfum. – Og hvað heitið þið svo, greyin mín? spyr Sigfinnur. Bróðir og systir erum við

svara þau einum rómi.

Og sjálfur geturðu verið grey!

– Þetta eru engin nöfn, ansar Sigfinnur en Guðrún Ösp er fljót að hugsa og bætir við: Hvað segið þið um að við köllum ykkur Loga og Glóð? Systkinunum líst vel á það, líta hvort á annað og kinka svo kolli til samþykkis. – Þá er það ákveðið, segir Sigfinnur. Og úr því að þið hafið misst heimili ykkar vil ég bjóða ykkur að vera hér á stöðinni hjá okkur eins lengi og þið viljið. Mér þætti nú ekki verra að hafa aðstoðarmenn í slökkviliðinu sem geta vaðið eld og brennistein eins og ekkert sé.

Nei sko! Þetta er skrítið

7


Sannleikurinn er sá að tvíburasystkinin Logi og Glóð eru af sjaldgæfu kyni búálfa. Forfeður þeirra fluttust til Íslands með landnámsmönnum frá Noregi. Álfar þessir búa í húsum manna þótt fólk sjái þá mjög sjaldan. Þeir kjósa helst að búa í húsum þar sem fólk gengur vel um og kemur vel fram hvert við annað. Þeim sem hafa búálf á heimilinu farnast yfirleitt vel því þeir búa yfir nokkrum verndarmætti. Þetta á þó ekki við alla af þessu álfakyni. Álfar eiga sína svörtu sauði alveg eins og mannfólkið, eins og síðar kemur í ljós. Þeir geta verið hrekkjóttir ef sá gállinn er á þeim. Til dæmis getur verið stirt með þeim og heimiliskettinum. Ef hann verður eitthvað önugur er mjög líklegt að álfur sé að gera honum gramt í geði. Kötturinn Brandur hefur oft orðið fyrir barðinu á stríðni Loga og Glóðar.

8


Það er alveg rétt hjá Loga og Glóð að þau höfðu búið í gamla timbur­h úsinu í meira en hundrað ár. En þau eru eldri en svo. Þess vegna tala þau líka dálítið gamla íslensku. Þau hafa búið með Íslendingum til sjávar og sveita um langan aldur og upplifað margt sem nú er bara hægt að lesa um í sögubókum; alls kyns hamfarir og harðindi, en líka góða tíma og bjarta. Þau gætu sagt frá ýmsu sem ekki hefur ratað í sögubækurnar enn. Og þau þekkja mörg fjölskylduleyndarmál sem aldrei hafa verið sögð upphátt. Af einhverjum ástæðum búa Logi og Glóð yfir sérstakri vörn gegn eldi. Þau hafa samt aldrei lent í því fyrr að þurfa að yfirgefa heimili sitt vegna eldsvoða. Þau hafa heldur aldrei þurft að búa á slökkvistöð en það þykir þeim bara spennandi. Hér er svo margt að skoða. Dvelja Logi og Glóð nú í góðu yfirlæti á slökkvistöðinni um nóttina.

9


!#!!!!!!

Þegar Sigfinnur kemur á slökkvistöðina morguninn eftir eldsvoðann mikla blasir við honum ófögur sjón. Slökkvidufti hefur verið dreift yfir slökkvibílinn og sjúkrabílinn. Nú sést ekki lengur í Rauða kross merkið á sjúkrabílnum og fíni, rauði slökkvibíllinn er alhvítur. Logi situr þar undir stýri og Glóð honum við hlið, ljómandi af ánægju. En Sigfinni er ekki skemmt. Hann sviptir upp hurðinni og skipar þeim að koma niður úr bílnum. – Hvað er hér á seyði? spyr hann þrumandi röddu. Nú hefur okkur orðið á í messunni, bróðir segir Glóð þegar hún sér að slökkviliðsstjórinn er bálreiður. Já, þar hittirðu naglann á höfuðið, systir tekur Logi undir. Systkinin höfðu vaknað snemma og hófu að skoða sig um á nýja heimilinu. Glóð rakst þá á slökkvitæki og ákvað að prófa. Þeim þótti óborganlega skemmtilegt að sjá hvítt duftið streyma úr því og leggjast eins og slæða yfir allt. En nú er gamanið búið. Þau eru allan morguninn að þrífa eftir sig og bóna bílana undir ströngu eftirliti slökkviliðsstjórans.

10


Sigfinnur er fljótur að fyrirgefa þessi heimskupör og um kvöldið sitja þau Logi og Glóð að kvöldverði með honum og fjölskyldu hans, Sigrúnu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi og Hrólfi, átta ára syni þeirra. Þau búa í snotru húsi sem Sigfinnur segist stoltur hafa byggt með eigin höndum. Hann hefur eldað kjötbollur og þær renna ljúflega ofan í systkinin og fjölskylduna. Logi laumar stöku bita að heimilishundinum Kol sem elskar kjötbollur með sultu. Við systkinin þökkum hjartanlega fyrir matinn. Hann var mjög ljúffengur segir Glóð og bróðir hennar kinkar kolli til samþykkis, enn með hálffullan munninn af kjötbollum. Þau systkin segja fjölskyldunni undan og ofan af sinni ævi en þau eru líka forvitin um hina nýju vini sína, slökkviliðsstjórann og fjölskyldu hans. Þegar Sigfinnur var ungur og stæltur reykkafari drýgði hann mikla hetjudáð með því að bjarga barni úr brennandi húsi. Fljótlega eftir það var hann gerður að slökkviliðsstjóra. Nú er hann kominn af léttasta skeiði. En hann er slökkviliðsstjóri af lífi og sál og hefur brennandi áhuga á eldvörnum. Hann upplýsir hina nýju aðstoðarmenn sína um að reykskynjarar eigi skilyrðislaust að vera á hverju heimili. – Þó þarf að skipta um rafhlöðu í þeim á hverju ári. Reykskynjari bjargar engum ef rafhlaðan virkar ekki, segir hann og ætlar að halda áfram því hann fyllist miklum eldmóð þegar eldvarnir eru annars vegar.

11


Sigfinnur hættir í miðju kafi þegar fréttirnar byrja. Þar er sagt frá brunanum í gærkvöldi og Logi og Glóð verða skyndilega þekkt um allt Ísland. Sjónvarpið sýnir myndir af því þegar þau koma út úr brennandi húsinu með köttinn í fanginu. Fréttamaðurinn lýsir þessu ótrúlega afreki með tilþrifum. En það eru fleiri að horfa á fréttirnar og ekki allir jafn glaðir. Í hæginda­ stólnum í glæsivillu aðalforstjórans í Bænum situr fjarskyldur ættingi Loga og Glóðar og maular súkkulaði sem hann stal úr eldhússkápnum. Hann býr yfir leyndarmáli. Það kviknaði alls ekki óvart í gamla timburhúsinu í gærkvöldi. Þessi álfur á fátt sameiginlegt með Loga og Glóð annað en útlitið. Hann sækist til dæmis ekki endilega eftir að búa á heimilum þar sem fólki líður vel enda getur margt farið úrskeiðis þar sem hann býr. Hinn fjarskyldi ættingi Loga og Glóðar fékk ungur heitið Vargur. Hann ber það nafn með rentu því hann er alls ekki fallega innrættur. Satt best að segja er hann algjör brennnuvargur og ætti með réttu að heita Brennu-Vargur. Hann elskar eld, reyk, blikkljós og sírenuvæl. Hann fylgist alltaf með þegar slökkviliðið berst við eld og notar hvert tækifæri til að taka þátt í slökkvistarfinu án þess að slökkviliðs­ mennirnir taki eftir því. Hann hefur oft kveikt í sorptunnum, blaðagámum og sinu til að njóta eldsins og upplifa spennuna. Stundum hefur munað mjóu að hann setti fólk og hús í stórhættu. En nú er Vargur orðinn svo sjúklega æstur í eld að blaðagámar og sorptunnur duga ekki lengur. Hann lét það því eftir sér að kveikja í gamla timburhúsinu þótt hann vissi að fólk gæti lent í lífshættu. Honum finnst sjálfum að hann hafi gengið hetjulega fram í slökkvistarfinu. En það veit enginn nema hann sjálfur. Og svo koma þessi systkin í sjónvarpið og þykjast vera hetjur! Og aulalegi slökkviliðsstjórinn heldur að það hafi kviknað óvart í út frá kerti. Vargur gnístir tönnum og honum svelgist næstum á súkkulaðinu. En svo fær hann hugmynd. Honum finnst það góð hugmynd.

– Jess! Þú ert algjör snillingur, segir hann við sjálfan sig.

12



Logi og Glóð kunna vel við sig á slökkvistöðinni. Eldhuginn Sigfinnur hefur veitt þeim ítarlega fræðslu um eldvarnir. Nú vita þau allt um reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. Þau vita að allar fjölskyldur eiga að gera einfalda flóttaáætlun. Sigfinnur bendir þeim á að sérstaklega verði að passa upp á kerti og skreytingar með logandi kertum. Þau á að hafa á öruggum stað og aldrei án eftirlits. Einnig er nauðsynlegt að slökkva á jólaljósum innanhúss fyrir nóttina og þegar fólk er að heiman. Sigfinni og syst­ kinunum kemur vel saman. Þau hafa líka kynnst hinum slökkviliðsmönnunum. Þeim finnst Guðrún Ösp sérstaklega skemmtileg. Hún er íþróttamannslega vaxin enda er hún margfaldur héraðsmeistari í bæði kúluvarpi og kringlukasti kvenna. Hún hefur farið á öll námskeið sem í boði eru fyrir slökkviliðsmenn en auk þess er hún sprenglærð í sjúkraflutningum frá háskóla í Bandaríkjunum. Þegar slökkviliðsmenn eru ekki að slökkva eld og bjarga mannslífum nota þeir tímann til þess að fræða fólk. Á hverju ári heimsækja þeir 3. bekk í grunnskólanum og tala við krakkana um eldvarnir. Í þetta sinn fara Logi og Glóð með. Hrólfur, sonur slökkviliðsstjórans, er afar hreykinn af að þekkja þau. Spurningaflóð skellur á systkinunum. Hvaðan komið þið? Er það satt að þið séuð alveg eldgömul? En af hverju eruð þið þá svona lítil? Og af hverju eruð þið græn í framan? Duttuð þið ofan í málningarfötu?

14


Sigfinnur er búinn að kenna þeim systkinum svo vel að nú fá þau að kenna krökkunum. Logi tekur hlutverk sitt mjög alvarlega. Hann útskýrir að skipta þurfi um reykskynjara á tíu ára fresti. Ef reykskynjarinn heima hjá ykkur fer að væla eigið þið að drífa ykkur út. Þá getur verið gott að halda sig nærri gólfi því þar er reykurinn minnstur. Svo þurfa allir að vita hvar þeir komast út. Gott er að hafa að minnsta kosti tvær flóttaleiðir. Úti eiga allir að hittast á fyrir­ fram ákveðnum stað. Flóttaáætlun á að æfa einu sinni á ári. – Síðast en ekki síst er alveg stranglega bannað að fikta með eld, krakkar, bætir Sigfinnur við. Krakkarnir lofa að ræða eldvarnir við foreldra sína þegar þau koma heim. Allir fá að skoða slökkvibílinn og sjúkrabílinn og svo gefa Sigfinnur og Guðrún Ösp öllum glæsilega gjöf frá slökkviliðinu með neyðarnúmerinu á. Enn grunar engan hvílík ógn vofir nú yfir bænum.


BÍP BÍP! Brennu-Vargur er alveg friðlaus af gremju yfir þessari upphefð systkin­anna. Hann situr í hægindastólnum sínum, sötrar gos í gegnum lakkrísrör og bruggar launráð.

– Ég skal ná mér niðri á þessum asnalegu slökkviálfum og Sigfinni fitubollu. Þau gera ekki annað en að blaðra um eldvarnir, hvæsir hann fyrir munni sér, meinfýsinn á svip.

Hann ákveður að láta þegar í stað til skarar skríða og hraðar sér í átt að slökkvistöðinni. Þar er allt með kyrrum kjörum. Vargur nær að laumast óséður upp í slökkvibílinn og tekur lyklana úr. Síðan leggur hann leið sína ofan af holtinu og að húsi Sigfinns slökkviliðsstjóra. Hann glottir við tönn þegar hann sér að Kolur er tjóðraður úti í garði. Hundkvikindið verður þá til friðs, hugsar hann, laumast á bak við hús og smeygir sér fimlega inn um opinn glugga á þvottahúsinu. Hrólfur situr við eldhúsborðið og er að vinna heimavinnuna sína. Hann heyrir Kol gelta en gefur því ekki frekari gaum og heldur áfram að glíma við stærðfræðina. Vargur er ónæmur fyrir eldi og reyk rétt eins og Logi og Glóð. En hann getur meira. Sjúklegur áhugi hans á eldi hefur orðið til þess að hann þarf ekki lengur eldfæri til að kveikja eld. Hann getur kallað fram eld með því einu að smella fingrum vinstri handar.

16

B


BÍP BÍP BÍP BÍP!

BÍP BÍP BÍP!

Nú smellir hann einmitt fingrum vinstri handar og sendir eldkúlu í þvottakörfuna. Ánægjan breiðist yfir andlit hans þegar hann sér eldinn blossa upp og hitann streyma frá honum. Og hann veit að það er ekki von á slökkvibíl í bráð því hann er búinn að henda lyklunum út í skurð. Skyndilega heyrist ærandi hávaði yfir höfði hans. Vargur hafði ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að einhver væri með reykskynjara um allt hús, meira að segja í þvottahúsinu. Við þetta hrekkur Hrólfur upp frá lærdómnum og gengur á hljóðið. Honum bregður við þegar hann kemur í þvotta­húsið. Eldur skíðlogar í þvottakörfunni og við gluggann stendur Vargur, æði ófrýnilegur með hroðalega grettu á andlitinu og heldur fyrir eyrun. Hrólfur áttar sig á hvað gerst hefur og stekkur á Varg. En hann er háll sem áll og grimmur sem úlfur, bítur fast í handlegg Hrólfs svo blæðir úr, smýgur úr örmum hans og vippar sér út um gluggann.

17


Logi og Glóð eru í mestu makindum uppi í turni að virða fyrir sér útsýnið í veðurblíðunni. Fiskibátar silast hver af öðrum inn fjörðinn og í örugga höfn en við sjónarrönd má sjá stórt flutningaskip á ferð. Hér er gott að vera, systir Það má með sanni segja, bróðir

dæsir Logi. samsinnir Glóð.

En þá verður henni litið í átt að heimili Sigfinns og sér að reykur liðast út um glugga. Í sama mund smýgur lágvaxin vera út um gluggann og tekur á rás frá húsinu. Logi og Glóð þjóta strax niður úr turninum með hrópum og köllum og ýta á neyðarrofann. Sigfinnur hrekkur upp af værum blundi þegar bjallan glymur, stekkur á fætur og gerir sig kláran í útkall. En þegar ræsa á slökkvibílinn uppgötvar hann sér til skelfingar að lyklana vantar. Hann geymir aukalykla á góðum stað en í uppnáminu getur hann ómögulega munað hvar. Og hann verður alveg miður sín þegar Logi og Glóð segja honum hvar kviknað hefur í. Logi og Glóð bíða ekki boðanna heldur þeysast af stað í átt að heimili Sigfinns. Logi vill helst reyna að hlaupa litlu veruna uppi en Glóð segir að það verði að bíða betri tíma að góma sökudólginn. Aðalatriðið nú sé að slökkva eldinn og bjarga Hrólfi og húsinu. Guðrún Ösp heldur ró sinni, fer inn á skrifstofu Sigfinns og sækir aukalyklana ofan í gamla neftóbaksdós í neðstu skúffunni í skrifborðinu. Slökkvibíllinn hrekkur í gang í fyrstu tilraun. Sigfinnur ekur honum í loftköstum í átt að heimili sínu. Guðrún Ösp fylgir fast á eftir á sjúkrabílnum með blikkljós og sírenur.

18


Þegar Logi og Glóð koma heim til Sigfinns mætir þeim þétt reykjar­ kóf og skerandi væl í reykskynjurunum sem Sigfinnur hefur komið fyrir um allt hús. Logi tekur slökkvitækið í anddyrinu og þau syst­ kinin vaða inn í kófið. Þar hitta þau Hrólf sem reynir að skríða út úr reyknum en er að niðurlotum kominn. Glóð neytir allra sinna krafta til að taka hann á bakið og hleypur með hann út. Þar hittir hún Sigfinn og Guðrúnu Ösp og fleiri slökkviliðsmenn sem eru að gera slöngurnar klárar, setja á sig reykköfunargrímur og búa sig undir að fara inn.

Hóst hóst!

19


Logi heldur áfram inn í þvottahús og gengur beint til verks. Hann beinir slökkvitækinu að rótum eldsins. Það hefur strax mikil áhrif. Guðrún Ösp kemur hlaupandi með slöngu og þau slökkva eldinn saman. Það má ekki seinna vera því annars hefði hann getað breiðst hratt út um húsið. Á meðan hlúa Glóð og Sigfinnur að Hrólfi litla. Hann er logandi hræddur. Það er ekkert grín að lenda bæði í eldsvoða og áflogum við grimman álf. – Ég er hræddur um að strákurinn hafi fengið eitraðan reyk í ­lungun. Við skulum fara með hann niður á heilsugæslustöð, segir Sigfinnur. Þar vinnur mamma Hrólfs og tekur á móti honum. Hún sótthreinsar sárið á handleggnum og býr um það. Hann er sem ­betur fer ekki með reykeitrun. Fréttin um eldsvoðann fer um Bæinn eins og eldur í sinu. Þegar Logi og Guðrún Ösp ganga út úr reykfylltu húsinu hefur nokkra Bæjarbúa drifið að. Þeir klappa þessum hetjum lof í lófa, guðs lifandi fegnir að allt fór vel í þetta sinn. Litlu mátti þó muna að slökkviliðsstjórinn missti bæði son sinn og allar veraldlegar eigur sínar í eldinum. Hann stendur í eilífri þakkarskuld við þessi hugrökku systkin sem voru bæði árvökul og brugðust við af miklu snarræði.

20

v

h


– Ég verð ykkur ævinlega þakklátur fyrir það sem þið gerðuð í dag, segir Sigfinnur titrandi röddu og berst við tárin. Þið hafið bjargað því sem mér er kærast, segir hann og faðmar systkinin fast að sér. En hver er þessi dularfulla vera sem kveikti í og komst undan á hlaupum? Við finnum þennan fjára í fjöru þótt síðar verði segir Logi ákveðinn. Maður getur samt ekki annað en vorkennt þeim sem gerir svona. Það hlýtur að vera eitthvað mikið að – hann hlýtur að þurfa á hjálp að halda

segir Glóð með blöndu af reiði og vorkunn í röddinni. Sigfinni og fjölskyldu tekst að reykræsta og þrífa húsið fyrir jól og bjóða Loga og Glóð að halda jólin hátíðleg með þeim. Sigfinnur man varla eftir rólegri jólum hjá slökkviliðinu. Reykskynjarar og slökkvitæki seljast upp í Bænum fyrir jól. Fólk lætur eldsvoðana sér greinilega að kenningu verða og hlýðir ráðum slökkviliðsins í einu og öllu. Nú þegar Logi og Glóð búa á slökkvistöðinni er eins og allur bærinn njóti góðs af verndarmætti þeirra.

21


Brennu-Vargur eyðir jólunum einsamall að venju, grettinn af ólund og bókstaflega grænn í framan af öfund. Ólund hans nær ávallt dýpstu lægðum þegar aðrir fagna og gleðjast eins og á jólunum. Það gleður að vísu hans pínulitla hjarta að hafa komist upp með ódæðið. En hann hefur ekki verið með sjálfum sér síðan hann kveikti í húsi slökkviliðsstjórans. Vargur hefur aldrei á sinni löngu ævi kunnað að skammast sín. En nú finnur hann fyrir ókunnuglegri tilfinningu, jafnvel mjög vægri sektarkennd. Hann brennur af löngun til að fara út og kveikja í einhverju en verður ekkert úr verki. En koma tímar, koma ráð. Hann heitir sjálfum sér að ná sér niðri á Loga og Glóð. Þessum svokölluðu slökkviálfum sem allir elska og dá.

- En ég, hinn eini sanni slökkviálfur, hef ekki sagt mitt síðasta. Sá hlær best sem síðast hlær, segir hann og reynir að hughreysta sjálfan sig.

22


Slökkviálfarnir Logi og Glóð eru orðin aðstoðarmenn okkar í slökkviliðinu. Þau ætla að hjálpa okkur að fræða krakka og fullorðna um eldvarnir. Við vonum að þú hafir gaman af að lesa söguna af þeim og afrekum þeirra. Í henni eru líka upplýsingar um eldvarnir sem þú og fjölskylda þín getið notað til að leysa Eldvarnagetraunina aftast í bókinni. Þeir sem svara öllu rétt og skila blaðinu gætu fengið flott verðlaun. Gangi þér vel og farðu varlega!

Logi og Glóð fá að skjóta síðustu flugeldunum til himins; risastórum bombum sem Sigfinnur fékk út á sambönd hjá formanni björgunarsveitarinnar. En þegar Glóð gengur að sinni rakettu og ætlar að bera stjörnuljós að grípur Sigfinnur í taumana. – Heyrðu góða mín, hvað ert þú að gera? Hér kveikir enginn í flugeldum nema vera með hlífðargleraugu og hanska. Annars gæti hlotist stórslys af, vinan, segir hann og gerir sig strangan í framan. Flugeldarnir takast á loft með háværu hvissi og springa loks með háum hvelli og ljósadýrð á fallegum vetrarhimninum yfir Bænum.

Rífa af og senda! Rífa af og senda!

Við slökkviliðsmenn vitum hvað það getur verið hræðilegt þegar kviknar í heima hjá fólki. Þess vegna viljum við að fólk viti hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir og bregðast við eldsvoða. Þú getur alveg ímyndað þér hvað gerist þegar kviknar í. Eldurinn, hitinn og reykurinn skemma allt og geta sett fjölskylduna í hættu.

Reykskynjarar eiga að vera á öllum heimilum. Hve oft á ári þarf að skipta um rafhlöðu í þeim? aldrei

einu sinni

nei

M

Y

CM

CY

Skipta þarf um reykskynjara á um tíu ára fresti. Allir þurfa að þekkja hljóðið í honum. Á að skríða út ef reykskynjari fer í gang vegna elds eða reyks? já

CMY

Rífa af og senda!

Erum við ekki sannkallaðir lukkunnar pamfílar, systir? segir Logi og horfir dreyminn til himins. Jú, bróðir, eins og fyrri daginn eru heilladísirnar á okkar bandi. En það munaði litlu að brennuvarginum tækist ætlunarverk sitt. Við skulum ekki linna látum fyrr en við höfum náð honum.

tvisvar

ein

segir hún svo og rekur bróður sínum rembingskoss á kinnina.

Prentun Svansprent Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda. ISBN 978-9979-9634-3-1

23

tvær eða fleiri

þrisvar

Er varasamt að láta loga á jólaseríum og öðrum jólaljósum innanhúss yfir nótt eða þegar við erum ekki heima? já

Rífa af og senda!

© Garðar H. Guðjónsson, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir og Þrúður Óskarsdóttir Bókin er samvinnuverkefni höfunda en verkaskipting var sem hér segir: Texti Garðar Myndir Halla Sólveig Hönnun Þrúður

Gleðilegt nýtt ár!

Hve oft á ári ætti að æfa flóttaáætlun til að geta brugðist við eldsvoða? einu sinni

nei

Hve margar flóttaleiðir eiga að vera frá þínu herbergi/heimili til að nota ef kviknar í?

K

Útgefandi Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna 2016

tvisvar

Jólaskreytingar með logandi kertum eru hættulegar. Er mikilvægt að þær séu hafðar á öruggum stað og alltaf undir eftirliti? já

MY

Logi og Glóð hafa aldrei fyrr eignast mannfólk að vinum – hvað þá fagnað með þeim jólum og áramótum.

Við biðjum foreldra og forráðamenn vinsamlega að ræða efni hverrar spurningar með barninu og setja í samhengi við aðstæður þess um leið og spurningunni er svarað.

C

Rífa af og senda!

Kæri nemandi í 3. bekk.

Á gamlárskvöld standa Logi, Glóð og Guðrún Ösp úti í garði ásamt Sigfinni og Hrólfi. Sigrún er inni hjá Kol og róar hann á meðan verstu lætin ganga yfir. Dýr geta nefnilega orðið mjög hrædd við hávaðann og ljósaganginn á gamlárskvöld.

nei

Eru hanskar og hlífðargleraugu góð vörn gegn flugeldum og blysum um áramótin? já

nei

Hvert er neyðarnúmer slökkviliðs, sjúkraflutningamanna og lögreglu á Íslandi? svar:


Slökkviálfarnir Logi og Glóð eru orðin aðstoðarmenn okkar í slökkviliðinu. Þau ætla að hjálpa okkur að fræða krakka og fullorðna um eldvarnir. Við vonum að þú hafir gaman af að lesa söguna af þeim og afrekum þeirra. Í henni eru líka upplýsingar um eldvarnir sem þú og fjölskylda þín getið notað til að leysa Eldvarnagetraunina aftast í bókinni. Þeir sem svara öllu rétt og skila blaðinu gætu fengið flott verðlaun. Gangi þér vel og farðu varlega!

Logi og Glóð fá að skjóta síðustu flugeldunum til himins; risastórum bombum sem Sigfinnur fékk út á sambönd hjá formanni björgunarsveitarinnar. En þegar Glóð gengur að sinni rakettu og ætlar að bera stjörnuljós að grípur Sigfinnur í taumana. – Heyrðu góða mín, hvað ert þú að gera? Hér kveikir enginn í flugeldum nema vera með hlífðargleraugu og hanska. Annars gæti hlotist stórslys af, vinan, segir hann og gerir sig strangan í framan. Flugeldarnir takast á loft með háværu hvissi og springa loks með háum hvelli og ljósadýrð á fallegum vetrarhimninum yfir Bænum.

Rífa af og senda! Rífa af og senda!

Við slökkviliðsmenn vitum hvað það getur verið hræðilegt þegar kviknar í heima hjá fólki. Þess vegna viljum við að fólk viti hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir og bregðast við eldsvoða. Þú getur alveg ímyndað þér hvað gerist þegar kviknar í. Eldurinn, hitinn og reykurinn skemma allt og geta sett fjölskylduna í hættu.

Reykskynjarar eiga að vera á öllum heimilum. Hve oft á ári þarf að skipta um rafhlöðu í þeim? aldrei

einu sinni

nei

M

Y

CM

CY

Skipta þarf um reykskynjara á um tíu ára fresti. Allir þurfa að þekkja hljóðið í honum. Á að skríða út ef reykskynjari fer í gang vegna elds eða reyks? já

CMY

Rífa af og senda!

Erum við ekki sannkallaðir lukkunnar pamfílar, systir? segir Logi og horfir dreyminn til himins. Jú, bróðir, eins og fyrri daginn eru heilladísirnar á okkar bandi. En það munaði litlu að brennuvarginum tækist ætlunarverk sitt. Við skulum ekki linna látum fyrr en við höfum náð honum.

tvisvar

ein

segir hún svo og rekur bróður sínum rembingskoss á kinnina.

Prentun Svansprent Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda. ISBN 978-9979-9634-3-1

23

tvær eða fleiri

þrisvar

Er varasamt að láta loga á jólaseríum og öðrum jólaljósum innanhúss yfir nótt eða þegar við erum ekki heima? já

Rífa af og senda!

© Garðar H. Guðjónsson, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir og Þrúður Óskarsdóttir Bókin er samvinnuverkefni höfunda en verkaskipting var sem hér segir: Texti Garðar Myndir Halla Sólveig Hönnun Þrúður

Gleðilegt nýtt ár!

Hve oft á ári ætti að æfa flóttaáætlun til að geta brugðist við eldsvoða? einu sinni

nei

Hve margar flóttaleiðir eiga að vera frá þínu herbergi/heimili til að nota ef kviknar í?

K

Útgefandi Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna 2016

tvisvar

Jólaskreytingar með logandi kertum eru hættulegar. Er mikilvægt að þær séu hafðar á öruggum stað og alltaf undir eftirliti? já

MY

Logi og Glóð hafa aldrei fyrr eignast mannfólk að vinum – hvað þá fagnað með þeim jólum og áramótum.

Við biðjum foreldra og forráðamenn vinsamlega að ræða efni hverrar spurningar með barninu og setja í samhengi við aðstæður þess um leið og spurningunni er svarað.

C

Rífa af og senda!

Kæri nemandi í 3. bekk.

Á gamlárskvöld standa Logi, Glóð og Guðrún Ösp úti í garði ásamt Sigfinni og Hrólfi. Sigrún er inni hjá Kol og róar hann á meðan verstu lætin ganga yfir. Dýr geta nefnilega orðið mjög hrædd við hávaðann og ljósaganginn á gamlárskvöld.

nei

Eru hanskar og hlífðargleraugu góð vörn gegn flugeldum og blysum um áramótin? já

nei

Hvert er neyðarnúmer slökkviliðs, sjúkraflutningamanna og lögreglu á Íslandi? svar:


Ágætu foreldrar og forráðamenn. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir Eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna. Markmiðið er að hvetja til varkárni í umgengni við eld og vekja athygli á eldvarnabúnaði sem hverju heimili er nauðsynlegur, svo sem reykskynjurum, eldvarnateppum og slökkvitækjum. Við teljum að átakið hafi ótvírætt sannað gildi sitt. Heimsóknir okkar í 3. bekk grunnskólanna eru liður í átakinu.

Skilafrestur í Eldvarnagetrauninni er til 11. janúar. Dregið verður úr réttum lausnum. Vegleg verðlaun eru í boði.

Að þessu sinni fá börnin að gjöf söguna af Loga og Glóð og Brennu-Vargi. Í sögunni er að finna allar upplýsingar sem þarf til að leysa Eldvarnagetraunina. Við biðjum ykkur að lesa söguna og leysa getraunina með barninu.

Lausnir sendist til: Eldvarnagetraunin Brautarholti 30 105 Reykjavík

Von okkar er sú að þið takið erindi okkar við fjölskylduna vel. Ef þið óskið eftir frekari upplýsingum um eldvarnir heimilisins vinsamlega hikið ekki við að hafa samband við slökkviliðið ykkar eða við okkur í síma 562 2962. Enn fremur getið þið sent okkur fyrirspurn á lsos@lsos.is.

Fullt nafn Heimili

Með bestu kveðju frá LSS, Magnú s Smá ri Sm árason formaður

Póstnúmer og staður Sími Skóli og bekkur Netfang forráðamanns

Garðar H. Guðjónsson Halla Sólveig Þorgeirsdóttir Þrúður Óskarsdóttir


Ágætu foreldrar og forráðamenn. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir Eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna. Markmiðið er að hvetja til varkárni í umgengni við eld og vekja athygli á eldvarnabúnaði sem hverju heimili er nauðsynlegur, svo sem reykskynjurum, eldvarnateppum og slökkvitækjum. Við teljum að átakið hafi ótvírætt sannað gildi sitt. Heimsóknir okkar í 3. bekk grunnskólanna eru liður í átakinu.

Skilafrestur í Eldvarnagetrauninni er til 11. janúar. Dregið verður úr réttum lausnum. Vegleg verðlaun eru í boði.

Að þessu sinni fá börnin að gjöf söguna af Loga og Glóð og Brennu-Vargi. Í sögunni er að finna allar upplýsingar sem þarf til að leysa Eldvarnagetraunina. Við biðjum ykkur að lesa söguna og leysa getraunina með barninu.

Lausnir sendist til: Eldvarnagetraunin Brautarholti 30 105 Reykjavík

Von okkar er sú að þið takið erindi okkar við fjölskylduna vel. Ef þið óskið eftir frekari upplýsingum um eldvarnir heimilisins vinsamlega hikið ekki við að hafa samband við slökkviliðið ykkar eða við okkur í síma 562 2962. Enn fremur getið þið sent okkur fyrirspurn á lsos@lsos.is.

Fullt nafn Heimili

Með bestu kveðju frá LSS, Magnú s Smá ri Sm árason formaður

Póstnúmer og staður Sími Skóli og bekkur Netfang forráðamanns

Garðar H. Guðjónsson Halla Sólveig Þorgeirsdóttir Þrúður Óskarsdóttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.