LOKAVERKEFNI MLOK4MS02BA
PFI BLADE B3+
Kennari: Örn Þórðarson Nemendur: Björk Marie Villacorta, prentsmiður Unnur Eir Magnadóttir, ljósmyndari Þorgeir Valur Ellertsson, prentsmiður
YFIRLIT - FYRIR VIÐSKIPTAVINI Kynning á þeim möguleikum sem vélin býður upp á, ásamt leiðbeiningum um það hvernig skila þurfi inn verkefnum fyrir vélina. Eins verður komið inn á umhverfisáhrif þessa nýja verklags.
Almenn kynning á á PFi Blade B3+ Skurðarvél Hvað getur vélin gert og hver eru takmörk hennar Einföld lýsing Sýnishorn af verkum sem henta PFi Blade B3+
• • •
Kynning fyrir viðskiptavini Hvaða möguleika býður PFi Blade B3+ upp á Hvaða kosti hefur PFi Blade B3+ fram yfir aðra tækni Leiðbeiningar vegna nýs verklags Hvernig skal hanna verk fyrir PFi Blade B3+
• • • •
Hér má sjá myndband þar sem vélin er að störfum: http://bit.ly/MLOK-v03
PFI BLADE B3+ SKURÐARVÉL
PFi Blade B3+ er stafræn skurðarvél sem hentar einstaklega vel til framleiðslu verkefna í smærri upplögum án þess að það útbúa þurfi sérstök högg eða stans fyrir verkefnin sem getur reynst kostnaðarsamt. Dæmi um verkefni sem henta í PFi Blade B3+: Kassar og öskjur Umbúðir Hilludingl Umslög Möppur Límmiðar Skurður á pappír sem er óhefðbundinn í laginu
• • • • • • •
Hvernig virkar PFi Blade B3+ Tölvutæk teikning er send á hugbúnað PFI Blade B3+ vélina, þar sem skilgreint er hvað eigi að gera við verkið þ.e.a.s. hvað eigi að skera, fella, hálfskera eða rifgata, eins þarf teikningin að innihalda innstillingar merki. Prentverkið sett í sjálfvirkan matara vélarinnar og síðan er verkefnið sett af stað. Vélin tekur upp fyrsta blaðið og staðsetur það á færibandi sem er með innbyggðu sogi til að halda örkinni fastri á réttum stað. Því næst les nákvæm CCD myndavél inn staðsetningu arkarinnar og leiðréttir teikninguna með tilliti til mögulegrar skekkju eða rangr ar staðsetningar. Ef allt reynist rétt þá hefst vélin handa. Vélin hefur þrjú verkfæri tilbúin til notkunar hverju sinni; hníf til að skera í gegnum pappírinn, hníf til að hálfskera (e. kisscut) sem notaður er til að skera límmiða út eða til að mynda rák í pappírinn og að lokum fellingarhjól.
PFi Blade B3+ getur skorið, hálfskorið, fellt og rifgatað mismunandi efni s.s. pappír, pappa, plasthúðaðan pappír, plastefni og límmiða með efnisþykkt allt að 1,3 mm og er hraði skurðarhnífsins allt að 80 cm/sek. PFi Blade B3+ opnar nýjar dyr að hönnun og framleiðslu umbúða í litlu og meðalstóru magni sem og til prufufram leiðslu á stærri verkefnum.
Sjálfvirk mötun Þar sem PFi Blade B3+ hefur fram yfir aðrar vélar á mark aðnum er mötunarkerfi vélarinnar. Mötunarkerfið er bæði sjálfvirkt og getur tekið pappírsbunka allt að 10 cm í einu, þ.e.a.s á milli 200–500 blöð en það fer eftir pappírsþykkt. Blöðin eru skilin frá hvoru öðru með lofti og svo færð inn á færibandi á sjálfvirkan hátt sem gerir það að verkum að vélin þarf ekki að vera mönnuð á meðan hún sker verkefn in nema eingöngu til að fylla á pappír og taka tilbúin verk til hliðar. Þegar vélin hefur skorið fyrstu örkina eru gæði verksins metin og ef allt reynist í lagi er heildarverkinu hleypt af stað og heldur vélin þá áfram framleiðslu sjálfkrafa þang að til pappírinn klárast eða hún er stöðvuð. Tæknilegar upplýsingar Hámarksstærð á örk: Lágmarksstærð á örk: Meðal framleiðsluhraði: Hámarks skurðarhraði: Hámarksþykkt: Nákvæmni: Skráarform teikninga:
600x400 mm 210x297 mm 45 sek/pr. blað 80 cm/sek 1,2 mm +- 0,5 mm PDF, AI, DXF
Undirbúningur verka fyrir PFi Blade B3+ Þegar búið er að kynna sér getu vélarinnar og takmarkan ir, samanber þær upplýsingar sem getið er í tæknilegum upplýsingum, er hægt að hefjast handa að undirbúa verk efni fyrir skurð. Auðvelt er að undirbúa verk til framleiðslu. Verkið er unnið líkt og hefðbundið prentverk til prentunar, þar sem gætt er að upplausn og skurðarmerkjum ásamt því að blæði þurfa að vera rétt skilgreind. Þar að auki er stansa teikning sett ofan á prentverkið. Hver aðgerð þarf að vera skilgreind í sérlit: Skurður: Það sem á að skera út. Felling: Það sem á að fella. Felling x2: Það sem á að fella dýpra Rifgötun: Það sem á rifgata Límmiði: Það sem á að hálfskera
• • • • •
Til að auðvelda viðskiptavinum okkar þessa vinnu höfum við útbúið sérstaka litabók sem hægt er að nálgast hér: http://bit.ly/Taeknilitir. Hægt er að innsetja litabókina inn í allan Adobe hugbúnað s.s. Indesign, Illustrator, Acrobat og Photoshop. Í litabókinni er búið að skilgreina alla þá liti sem þarf með vélinni á réttan hátt.
Hönnun verkefna Þessi nýja tækni opnar fyrir endalausa möguleika nýrra og spennandi verkefna. Flestir hafa einhverjar hugmyndir um það hvað þeim langar að gera, en aðrir vilja bara geta nálgast tilbúnar teikningar sem þeir geta nýtt fyrir verkin sín. Hér eru nokkrar síður sem geta aðstoðað við gerð um búða og ýmissa hluta sem hægt er að framleiða í PFi Blade B3+. http://www.templatemaker.nl https://online.packmage.com/Online/Boxes Eins eru hér tvær bækur sem hafa vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu fyrir frumlega en þó praktíska hönnun umbúða. https://issuu.com/designpackaging/docs/packagingdielines-free-book-design https://issuu.com/designpackaging/docs/packagingdielines-free-book-design_7fb37ab8a1c323
SJÁLFBÆRNI PRENTIÐNAÐARINS Pappírsiðnaður er leiðandi á heimsvísu í sjálfbærum aðföng um, endurnýjanlegri orku og hlutfalli endurvinnslu. Þrátt fyrir það eru mýtur um pappír lífseigar á meðal neytenda. Pappír er framleiddur úr sjálfbærum nytjaskógum á norðurhveli jarðar þar sem hringrás gróðursetningar, ræktunar og skógarhöggs er vandlega stýrt. Frá árinu 2005 til ársins 2015 uxu evrópskir skógar um 44.000 ferkílómetra, sem er stærra landsvæði en Sviss og nemur vexti á stærð við 1.500 fótboltavelli á hverjum degi. Endurvinnsluhlutfall pappírs er mjög hátt á Vesturlöndum, rúmlega 70%. Ekki er hægt að endurheimta allar pappírs vörur til endurvinnslu vegna þess að þær eru geymdar í langan tíma (bækur) eða geymdar (skrár); þá eyðileggjast og mengast sumar þeirra við notkun (t.d. salernispappír). Rúmlega helmingur trefja sem eru notaðar í pappírs iðnaði eru úr endurunnum pappír. Skógar eru okkur dýr mætir, þeir bæta lífsgæði okkar en gegna líka mikilvægu hlutverki í að draga úr loftslagsbreytingum. Þegar tré vaxa taka þau upp koltvísýring úr andrúmsloftinu. Á einu ári mun þroskað tré taka um það bil 22 kg af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og gefa frá sér súrefni í staðinn. Af því að pappír er unninn úr trjám, geymir hann kolefni allan sinn líftíma.
1
Fræðslurit um sjálfbærni pappírs- og prentiðnaðar
Pappírs- og prentiðnaður á norðurhveli jarðar tryggir heilbrigða og vaxandi skóga og notar virt vottunarkerfi til að tryggja að pappírinn sé unninn úr sjálfbærum skógi. Pappírs- og prentiðnaður losar einna minnst af gróður húsalofttegundum í iðnaði. Einnig notar þessi iðnaður að stærstum hluta endurnýjanlega orku til vinnslunnar og hefur möguleika á að gera enn betur í þágu sjálfbærni í framtíðinni.1 Umhverfisáhrif Pfi Blade B3+ Þrátt fyrir sjálfbærni í prentiðnaði er nauðsynlegt að bera virðingu fyrir hráefninu og lágmarka það hráefni sem fer til spillis. Með þessari tækni styttist sá tími sem fer í innstillingu og magn pappírs sem fer til spillis vegna innstillingarinnar minnkar verulega. Með því að nota PFi Blade B3+ þarf 1–3 blöð til innstill ingar í stað 30–50 blöð, því er þetta veruleg hagræðing þegar verið er að framleiða mörg verkefni. Í kröfum um umhverfisvottanir er talað um að lágmarka afföll á pappír og auka nýtni hans eins og kostur er og styrður Pfi Blade B3+ við það markmið.
YFIRLIT - LEIÐBEININGAR FYRIR STARFSFÓLK Í þessum kafla eru leiðbeiningar hvernig verkefni eru undirbúin fyrir vélina, hvernig vélinni er stjórnað ásamt því að fjallað er um helstu áhættuþætti vélarinnar og hvernig tryggja má að gætt sé fyllsta öryggis þegar unnið er við hana. Fyrir stjórnanda tækis Hvernig skal undirbúa verk fyrir Tæknilegar takmarkanir
• •
• • • • •
Notkun við mismunandi aðstæður Verkefni með innstillingarmerkjum Verkefni með innstillingarmerkjum og QR-kóða Verkefni án allra merkja
• • •
Öryggisreglur og áhættuþættir Varúðarráðstafanir Hvernig skal forðast slys og almennar öryggisreglur
• •
Yfirlitsmynd 1. Ílag fyrir pappír 2. Skurðarborð 3. Skurðarhaus 4. Stjórnborð 5. Frálag pappírs
Stjórnun vélar Ræsing, endurræsing, frágangur Val áhalda Stjórnborð Stillingar á hnífum, fellingum og öðrum tólum. Stillingar á hugbúnaði
3 1
2
4 5
LEIÐBEININGAR FYRIR STARFSFÓLK FYRIR STJÓRNANDA TÆKIS
Hvernig skal undirbúa verk fyrir PFi Blade B3+ Þegar tekið er á móti verkefni sem á að fara í vinnslu á PFi Blade B3+, ætti verkinu að vera skilað á hefðbundinn hátt þar sem gætt er að upplausn og skurðarmerkjum ásamt því að blæði þurfa að vera rétt skilgreind. Þar að auki er stansateikning sett ofan á prentverkið og skilgreind eftir fyrirframgefnum tæknilitum. Skilgreining tæknilita: Skurður: Það sem á að skera út. Felling: Það sem á að fella. Felling x2: Það sem á að fella dýpra. Rifgötun: Það sem á rifgata. Límmiði: Það sem á að hálfskera.
• • • • •
Ef stansateikning er ekki skilgreind með þessum hætti þarf annaðhvort að hafa samband við viðskiptavininn og biðja hann að breyta því í samræmi við þetta eða breyta því fyrir hann. Vænlegustu verkfærin til þess eru annaðhvort Adobe Illustrator eða með því að nota Enfocus PitStop viðbótina í Adobe Acrobat. Þegar búið er að ganga úr skugga um að stansateikningin sé rétt skilgreind ofan á prentverkinu er skráin vistuð sem pdf í rétta möppu undir verknúmeri, heiti viðskiptavinarins og verkefni. Dæmi: „12345 Taekniskolinn umslag.pdf“ Er þessi skrá því næst afrituð í tveimur viðbótareintökum og fá þau endinguna „-prent.pdf“ og „-teikning.pdf“ Dæmi: „12345 Taekniskolinn umslag-prent.pdf“ „12345 Taekniskolinn umslag-teikning.pdf“ Því næst er skjalið með endinguna „-prent“ opnað í Adobe Acrobat og QuickRun skrifta keyrð sem heitir „Duplo Stans - Current - Prent“. Við það undirbýr forritið hæfa
skrá til prentunar, þ.e. hún fjarlægir stansateikninguna af blaðinu og staðsetur innstillingarmerki fyrir skurðarvélina til að lesa. Þessi skrá er vistuð og send niður á prentarann til prentunar. Svo er skráin með endinguna „-teikning“ opnað í Adobe Acrobat og er notuð QuickRun skrifta sem heitir „Duplo Stans - Current - Prent“ keyrð á það skjal. Við það er stansateikningin einangruð út úr skjalinu auk þess sem innstillingarmerkjum er bætt við sem passa við prentskjalið sem var útbúið hér á undan. Er þetta skjal vistað og sent niður á skurðarvélina tilbúið til notkunar.
Hér má sjá myndband sem útskýrir þetta ferli nánar: http://bit.ly/MLOK-v01
YFIRLIT VERKFÆRA OG ÁHALDA
Hnífasæti og hnífar Rautt hnífasæti (algengast) Hnífur J208 45° halli á blaði Skurðargeta <0,5mm Hentar fyrir pappír upp að 400gsm Blátt hnífasæti Hnífur J206 45° halli á blaði Skurðargeta <0,3mm Hentar fyrir pappír upp að 250gsm Silfrað hnífasæti Hnífur J201 - 30° halli á blaði Skurðargeta <1,5mm Hentar fyrir pappír upp að 800gsm Hnífur J202 - 45° halli á blaði Skurðargeta <0,7mm Hentar fyrir pappír upp að 600gsm Hnífasæti með gorm Hnífur J206 45° halli á blaði Skurðargeta <0,5mm Hentar fyrir límmiðapappír, hálfsker í gegn.
Fellingarhjól og rifgötunarhjól Fellingarhjól 1mm Fellingarhjól 0,63mm Fellingarhjól 0,3mm Rifgötunarhjól 0,63mm Tæknilegar takmarkanir Hámarksstærð á örk: Lágmarksstærð á örk: Meðal framleiðsluhraði: Hámarks skurðarhraði: Hámarksþykkt: Lágmarksþykkt: Nákvæmni: Lágmarksbil á milli skurða
600x400 mm 210x297 mm 45 sek/pr. blað 80 cm/sek 1,2 mm 0,015 mm +- 0,5 mm 2 mm
MIKILVÆGAR ÖRYGGISREGLUR OG ÁHÆTTUÞÆTTIR Varúðarráðstafanir Vélin hefur margar varnir til að tryggja öryggi notandans og koma í veg fyrir slys, þrátt fyrir það er nauðsynlegt að kynna sér alla eiginleika vélarinnar og skilja þær öryggisreglur sem fylgja vélinni til að koma í veg fyrir slys á fólki. Nauðsynlegt er að temja sér örugg vinnubrögð í kringum vélina frá fyrsta degi, það dregur verulega úr líkum á slysum. Þegar sinna þarf reglubundnu viðhaldi þarf að tryggja að ekki sé straumur á aðaldrifi vélarinnar til að koma í veg fyrir að tölvustýrði hnífurinn hreyfist óvænt. Stjórnandi vélarinnar ber ábyrgð á vélinni og öllum í kringum hana. Öryggisrofar eru staðsettir á báðum endum vélarinnar og rjúfa þeir allan straum af vélinni og virkja mótor bremsur. Ber að nota þá ef eitthvað óvænt kemur upp í framleiðslu. Leyfið ekki umgang utanaðkomandi á meðan vélin er í notkun nema með eftirliti stjórnenda.
• • • • • •
Almennar öryggisreglur og leiðbeiningar hvernig skal forðast slys Gætið þess að slökkt sé á vélinni áður en skipt er um hnífa eða önnur verkfæri. Notið ekki vélina ef öryggishlífar hafa verið fjarlægðar. Kynnið ykkur staðsetningu neyðarhnappanna. Skiljið aldrei verkfæri eða aðra hluti eftir á vélinni. Passið að engir hlutir hindri hreyfingu skurðarhnífsins. Gætið þess að enginn utanaðkomandi sé í kringum vélina þegar hún er ræst eða er að vinna. Gætið fylgsta hreinlætis í kringum vélina og haldið henni hreinni. Flest slys verða vegna þess að öryggisleiðbeiningum er ekki fylgt. Notið ekki vélina ef grunur leikur á bilun.
• • • • • • • • •
on Procedure
r On
ct power supply and on Procedure
.
turn on the main switch, clockwise rotate to release emergency stop
STJÓRNUN VÉLAR
r On the Cutter
Frágangur vélarinnar Ræsing vélarinnar Passaonþarf aðmain skurðarvélin tengdis on viðturn rafmagn, Gangið úr skugga um að ekkert verk sé í vinnslu. Power the machine using switch, if thesée-stop it off andþví the press green button on . Athugið hvort nokkur pappír eða aðrir aðskotahlutir næst er hægt að kveikja á aðalrofanum. Með því að ol panel. séu á vinnslusvæði vélarinnar. the Cuttersnúa takkanum til hægri, er öryggishnappurinn virkur. The cutter starts initializing, the system takes 10 seconds and displays welcome page: Kveikið á vélinni með aðal-rofanum, athugið hvort Virkið öryggishnappinn á vélinni og rjúfið svo strauminn Power the machine on using main switch, if the e-stop is on turn it off and the press green button on öryggishnappurinn sé virkur, ef svo er, slökkvið á með aðalrofanum. ol panel. honum og ýtið svo á græna takkann. Skurðarvélin stillir sig afinitializing, og tekur the húnsystem um 10 takes sek að10kveikja sér. displays áhalda The cutter starts secondsá and welcome 8.4 Turn offVal thepage: cutter Á skjánum ætti að birtast eftirfarandi mynd: Þegar vélin er í heimstöðu veljið þá „SETUP“ til þess að Press E-stop down if you want to turn off the cutter. Switch the main switch to Off. komast inn í „TOOLS“ gluggann, en þar er hægt að stilla 8.5 Tools Selection áhöldin í vélinni. Enter the Á main page, click “SETUP” to enter intoaf thevalmynd menu and click “TOOLS” eftirfarandi myndbutton má sjá mynd til þess að button, pop of tools selection SP1~SP8. Click SP1 to knife Sp2 to knife1, Sp3 to wheel. stilla áhöld vélarinnar.
• •
• • •
•
•
ct power supply and turn on the main switch, clockwise rotate to release emergency stop
•
et the Cutter
ss Duplo USA to reset the cutter:
• færir hún sig í heimstöðu. • Nú ætti eftirfarandi mynd að blasa við.
1 Make sure there is noskjáinn people around the working area before turning machine on Snertið (stjórnborðið) á skurðarvélinni, viðtheþað
et the Cutter
2 Make sure E- stop is closed before click to start the machine. ss Duplo USA to reset the cutter:
• • Ef verið var að skipta um áhöld eða skrá ný áhöld þarf
8.6 Knife DepthHægt Setting/Adjustment er skrá áhöldin undir valmyndum SP1, SP2 og SP3.
1 Make sure there is no people around the working area before turning the machine on
Set cut depth after tools are selected. Click “TEST” on main page, popping up window as below:
2 Make sure E- stop is closed before click to start the machine.
• Nú er vélin í heimastöðu og tilbúin til notkunar.
að grunnstilla dýpt áhaldanna upp á nýtt.
16
To change the Knife depth click ‘0.00’. Enter a value (do not enter big value so the knife don’t go too Check the Knifes depth by clicking “Knife Action”. If the blade cannot reach the mat conveyor, click
Action” again (the tool will go to the original position), increase the knife depth value, then test again 16
blade touch mat while pump is on. The knife1 depth setup with same steps. Please change value depth by
urn off the cutter
ress E-stop down if you want to turn off the cutter. Switch the main switch to Off.
ools Selection Enter the main page, click “SETUP” button to enter into the menu and click “TOOLS” button, popping up window
f tools selection SP1~SP8. Click SP1 to knife Sp2 to knife1, Sp3 to wheel.
Stillingar á hnífum, fellingum og öðrum áhöldum. Þegar vélin er í heimstöðu er valmyndin „TEST“ valin. nife Depth Setting/Adjustment Þar kemur listi með öllum þremur áhöldunum (sjá t cut depth after tools are selected. Click “TEST” on main page, popping up window as below: mynd).
• •
• Nauðsynlegt er að byrja á lágum gildum og auka þau • •
svo smátt og smátt. Fyrir „knife” og „knife1” þarf að byrja í gildum 3 og auka svo um 0.2 mm í einu og prófa, uns ásættanlegum árangri er náð. Passa verður að fara ekki of neðarlega því þá sker hnífurinn gat á undirlagið. Við stillingar á fellingarhjóli er óhætt að byrja í stillingu 10 og auka svo um 0.2 mm þar til ásættanlegum ár angri er náð.
hange the Knife depth click ‘0.00’. Enter a value (do not enter big value so the knife don’t go too low).
ck the Knifes depth by clicking “Knife Action”. If the blade cannot reach the mat conveyor, click “Knife
on” again (the tool will go to the original position), increase the knife depth value, then test again, until
e touch mat while pump is on. The knife1 depth setup with same steps. Please change value depth by small
ements so the knife do not go too low. 17
VERK SENT Í SKURÐ
Pappír tilbúinn til skurðar Þegar búið er að prenta prentverkið á arkirnar ásamt inn stillimerkjum, er pappírinn settur í ílag skurðarvélarinnar og gætt að því horn-ílagningsmerkið snúi til hægri í átt að skurðarhnífnum. Samskiptabúnaður fyrir innstillingarmerki ræstur Þegar pappír hefur verið matað í vélina er samskiptabún aður til að lesa innstillimerki ræstur og er það gert með því að tvísmella á táknmyndina „Jingwei Driver“ við það opnast samskiptahugbúnaðurinn, er þá smellt á „Control“ við það eru komin tvíhliða samskipti á milli hnífs og tölvu. Er nú óhætt að fela þennan glugga. Verk opnað og sent í skurð Þegar gengið hefur verið úr skugga um að tvíhliðasam skiptum á milli vélar og hnífs hefur verið náð er hugbún aðurinn fyrir skurðarvélina opnaður „PFi BLADE Connect“ Þegar búið er að ræsa hugbúnaðinn blasir við vinnslu borð vélarinnar. Þar er hægri smellt og skipunin „import“ valin, því næst er skurðarskjalið sem búið var útbúa valið og ætti þá skurðarteikningin að blasa við. Í framhaldi af því er flipinn „Macros“ valin og gengið úr skugga um að hvert áhald sé rétt skilgreint og í réttri röð. Því næst „Production“ flipinn valinn og ýtt á „Play“. Við það matar vélin fyrsta blaðið inn á skurðarborðið og staðsetur hausinn nálægt fyrsta innstillimerkinu. Þá þarf að fínstilla staðsetninguna á því með því að færa mynda vélina til með því að klikka á örvarnar í kringum myndina, þannig að merkið sé grænt og staðsett í miðjum hringn um, þá er ýtt á „Start“. Við það leitar vélin af hinum þremur merkjunum. Nú veit vélin nákvæmlega hvernig verkið er staðsett á skurðarborðinu og ekkert til fyrirstöðu að skera fyrsta eintakið. Þegar það er klárt er það tekið út staðfest að allt sé með felldu. Ef svo er upplag verksins stillt í reitnum „Outputs“ og ýtt á „Start“ við það heldur vélin áfram uns upplags tölunni er náð.
Hér má sjá myndband sem útskýrir þetta ferli nánar: http://bit.ly/MLOK-v02