Niðjatal Ós-ættar 2023 Niðjatalið sem þið hafið nú fengið í hendur er það sjöunda sem gefið hefur verið út í tilefni af niðjamóti Ós-ættarinnar, en niðjamót hafa verið haldin á 5 ára fresti fyrir niðja Jóhanns Helgasonar og Bergrúnar Árnadóttur og maka þeirra. Ættin hefur stækkað mikið frá árinu 1988. þegar fyrsta samantektin var unnin. Árið 1988 eru skráðir 143 afkomendur Árið 1993 eru skráðir 197 afkomendur Árið 1998 eru skráðir 220 afkomendur Árið 2003 eru skráðir 279 afkomendur Árið 2013 eru skráðir 345 afkomendur Árið 2023 eru skráðir 412 afkomendur Þegar þessi samantekt er unnin er skipting afkomenda eftirfarandi. Börn: 14 Barnabörn: 49 Barna-barnabörn: 133 Barna-barna-barnabörn: 187 Barna-barna-barna-barnabörn: 29 Jón Þór Jóhannsson tók saman fyrstu fimm niðjatölin af miklum myndarbrag og á heiðurinn af því að þessi samantekt fór af stað og er til á einum stað. Síðasta niðjatal var tekið saman af Arngrími Viðari Ásgeirssyni og ættarmótsnefndinni. Ég bauð fram krafta mína og þekkingu til þess að taka saman niðjatalið þetta árið. Þrátt fyrir smá breytingu á uppsetningu vonast ég til þess að allir verði sáttir við þessa útgáfu niðjatalsins sem þið hafið nú fengið í hendur. Fyrir hönd ættarmótsnefndarinnar Ólafur Ólafsson
4