Afbrotatölfrædi Rikislogreglustjora 2008

Page 1

Ríkislögreglustjórinn

Afbrotatölfræði 2008

Afbrotatölfræði 2008

025482628

0059750557 700800464111

3

952653245 0254826288

0059750557

952653245

70080046411

025482628 952653245 4516298799

0059750557

952653245 025482628


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2008

025482628 952653245 4516298799 0059750557

952653245 025482628


AFBROTATÖLFRÆÐI 2008 RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN

Október 2009


Útgefandi: Ríkislögreglustjórinn www.rls.is www.logreglan.is Umsjón: Stjórnsýslusvið Þórdís Rún Þórisdóttir félagsfræðingur Hönnun forsíðu: Grafika ehf. Ljósmyndir: Foto.is sf. Júlíus Sigurjónsson o.fl. Prentvinnsla: Svansprent ehf. Útgefið í október 2009


Efnisyfirlit AÐFARAORÐ ........................................................................... 5 HELSTU NIÐURSTÖÐUR ............................................................. 6 AÐFERÐIR OG GÖGN ................................................................. 8 Breytingar á tölvukerfi og fyrirvarar á tölfræði ................................................ 9 Lagaumhverfi lögreglunnar ............................................................................ 10 TILKYNNT AFBROT Á ÍSLANDI ................................................... 11 MANNDRÁP OG LÍKAMSMEIÐINGAR..................................................................... 15 Manndráp ....................................................................................................... 19 KYNFERÐISBROT ................................................................................................. 20 AUÐGUNARBROT ................................................................................................. 23 FÍKNIEFNABROT .................................................................................................. 26 UMFERÐARLAGABROT ........................................................................................ 32 EIGNASPJÖLL ....................................................................................................... 36 NYTJASTULDUR ................................................................................................... 37 BROT GEGN FRIÐHELGI EINKALÍFS....................................................................... 39 SKJALAFALS ........................................................................................................ 41 BROT GEGN ÁFENGISLÖGUM ............................................................................... 43 BROT GEGN VALDSTJÓRNINNI ............................................................................. 45 FJÖLDI BROTA EFTIR EMBÆTTUM.............................................. 47 MYNDA- OG TÖFLUSKRÁ .......................................................... 65 VIÐAUKI I: UMDÆMI LÖGREGLUSTJÓRA ....................................... 68 VIÐAUKI II: TÖFLUR................................................................ 70


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2008

4


Afbrotatölfræði 2008

Aðfaraorð Embætti ríkislögreglustjóra átti frumkvæði að því á sínum tíma að gefa út árlega samræmda afbrotatölfræði fyrir landið allt. Þá tók embættið einnig upp á þeirri nýbreytni að birta mánaðarlega afbrotatölfræði á opinberum vettvangi yfir helstu brotaflokka þar sem samanburður er gerður á milli mánaða og ára. Nú liggur fyrir tölfræði ársins 2008. Tölfræði er grundvallarupplýsingar fyrir lögreglu og stjórnvöld til að skilgreina þróun afbrota og gera viðeigandi ráðstafanir. Tölfræði er verkfæri fyrir lögreglustjórana til að laga starfsemi sína að breytingum í þessum efnum og gefur þeim tækifæri til að efla varnir gegn afbrotum. Á sínum tíma setti ríkislögreglustjóri fram metnaðarfull markmið fyrir lögregluna í landinu um fækkun afbrota. Ýmsum þótti þau óraunhæf enda hafði slík markmiðssetning ekki þekkst hér á landi. Nú þykja slík vinnubrögð sjálfsögð og nauðsynlegur hluti af þeirri baráttu yfirvalda að berjast gegn afbrotum og afbrotamönnum.

Október 2009 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri

5


Afbrotatölfræði 2008

Helstu niðurstöður Á árinu 2008 voru tilkynnt 75.246 brot sem er 4% fækkun frá árinu á undan. Hegningarlagabrotum fjölgar um 12% milli ára og voru þau 14.578 árið 2008. Þeim hefur farið fjölgandi á síðustu fjórum árum. Á síðustu 10 árum hefur fjöldi sérrefsilagabrota sveiflast. Flest voru þau árið 2005, rúmlega 7.000, en fæst árið 2008, 4.267 brot. Umferðarlagabrotum fækkaði árið 2008 og voru 56.401 en 59.769 árið 2007. Fækkun varð í öllum flokkum umferðarlagabrota nema hraðakstursbrotum sem fjölgaði frá árinu áður. Hraðakstursbrot eru um 70% allra umferðarlagabrota og eru stafrænar myndavélar afkastamiklar. Í flokknum manndráp og líkamsmeiðingar voru skráð 1.316 brot. Ekkert manndráp var framið 2008. Líkamsárásir voru 98% brota í þessum flokki, flestar minniháttar, og tilkynnt var um 1.012 slík brot. Líkamsmeiðingum af gáleysi fjölgaði og tilkynnt voru 68 brot á síðasta ári en brot á árunum 20032007 voru að meðaltali 23. Tilkynnt var um 368 kynferðisbrot á árinu 2008 sem eru 5% fleiri brot en árið á undan og 18% aukning ef fjöldi brota 2008 er borinn saman við meðaltal áranna 2003-2007. Auðgunarbrot voru 8.029 sem er 30% aukning frá fyrra ári. Þessa aukningu má rekja til fjölgunar á þjófnuðum og innbrotum en þessi brot voru 88% allra brota sem féllu undir auðgunarbrot.

6


Afbrotatölfræði 2008

Fíkniefnabrotum fækkaði um 14% frá árinu áður en kærð voru 1.590 brot á síðasta ári. Mestu munar um fækkun brota sem falla undir vörslu og neyslu fíkniefna en fjölgun varð á brotum vegna framleiðslu efnanna. Eignaspjöll voru 3.032, sem er 10% færri brot en á árunum 2003-2007, og svipuð þróun er á nytjastuldi, en þar nemur fækkunin 4%. Tilkynnt voru 556 brot gegn friðhelgi einkalífs og hefur þessum brotum fækkað verulega á síðustu tveimur árum. Meðaltal áranna 2003-2007 er 737 brot og er fækkunin tæp 25%. Fækkun varð í flestum flokkum skjalafölsunarbrota. Tilkynnt var um 278 brot á síðasta ári en að meðaltali voru brotin 326 á árunum 2003-2007. Áfengislagabrotum fækkaði verulega frá árinu áður og helst það í hendur við þróun síðustu ára. Brotum vegna ölvunar á almannafæri fækkaði og skýrir það að stórum hluta þessa þróun. Brot gegn valdstjórninni stóðu næstum því í stað milli ára en á árinu 2008 voru þau 432. Flest brot mátti rekja til þess að fyrirmælum lögreglu var ekki hlýtt, henni var hótað ofbeldi eða var beitt ofbeldi.

7


Afbrotatölfræði 2008

Aðferðir og gögn Hér eru birtar upplýsingar um stöðu brota og verkefna lögreglunnar fyrir árið 2008. Að þessu sinni voru gögnin tekin út 13. júlí 2009 sem er heldur seinna en undanfarin ár en þá hafa þau verið tekin út í lok maí. Ætti þetta almennt ekki að hafa áhrif á fjöldatölur milli ára. Miðað er við fjölda skráðra brota og er ýmist talað um skráð eða tilkynnt brot. Brot er fært undir það embætti þar sem mál er kært og kemur þannig fram á yfirlitum. Ekki er einhlítt að mál sé kært í sama umdæmi og brot er framið. Þessi háttur við úrvinnslu tölulegra upplýsinga er hins vegar nauðsynlegur til þess að unnt sé að ná saman gögnum um skráð brot þar sem vettvangur er í sumum tilvikum óþekktur, erlendis eða á hafi úti. Dagsetning tilkynningar á broti ræður þegar talin eru brot ársins 2008. Er það breyting frá fyrri árum þegar miðað var við ár í málsnúmeri. Skýringuna á þessu má rekja til þess að í auknum mæli eru mál sameinuð þegar gefa á út ákæru, stundum undir eldri málsnúmerum, t.d. frá árinu 2007. Dæmi um slíkt væri ef maður er grunaður um þjófnað sem átti sér stað í lok árs 2007. Maðurinn brýtur aftur af sér í byrjun árs 2008. Bæði málin eru skráð en þegar gefa á út ákæru á hendur manninum eru brotin sameinuð undir málsnúmerið frá árinu 2007. Við þá framkvæmd „týnist“ brotið frá árinu 2008 í tölfræðilegri úrvinnslu. Ef hins vegar er miðað við þá dagsetningu sem brotið er tilkynnt og skráð þá fáum við fram brotið sem skráð var á árinu 2008 í gögnum okkar. Við samantekt tölulegra upplýsinga eru tilgreind öll brot sem voru tilkynnt til lögreglu en hafa ber í huga að eitt atvik getur falið í sér fleiri en eitt brot. Sem dæmi um það má taka að maður sem er stöðvaður vegna umferðarlagabrots getur reynst bera á sér fíkniefni þannig að bæði er um að ræða umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Í fyrri hluta skýrslunnar er fjallað um fjölda skráðra brota árið 2008 og hlutfallslegt frávik frá meðalfjölda brota á árunum 20032007. Einnig er leitast við að skoða brotaflokkana nánar, t.d. með

8


Afbrotatölfræði 2008

því að skoða vettvang brotanna og tímaramma sem tengjast viðfangsefninu. Vettvangur brotanna er ekki þekktur í öllum tilvikum og er því í umfjöllun miðað við þau brot þar sem vettvangur er þekktur. Í öðrum hluta skýrslunnar er fjöldi brota borinn saman milli landsvæða og umdæma og reiknuð tíðni miðað við 10.000 íbúa. Í þeim samanburði ber að hafa í huga að í hverju lögregluumdæmi geta verið fleiri en eitt sveitarfélag. Við útreikning á fjölda brota, þegar tekið er tilliti til fjölda íbúa, er notast við endanlegar mannfjöldatölur frá Hagstofu Íslands 1. desember á undan því ári sem tölur um brot eiga við (sjá viðauka II, töflu V1). Fjöldi brota eftir landsvæðum miðað við íbúafjölda er ekki reiknaður fyrir umdæmi ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara þar sem ekki er hægt að miða við tiltekinn fjölda íbúa. Brot skráð á þessi embætti eru hins vegar talin með í heildarfjölda brota á landinu öllu miðað við íbúafjölda. Upplýsingar fyrir árin 1999 og 2000 eru fengnar úr ársskýrslum en fyrir árin 2001 til 2007 úr sérstökum tölfræðiskýrslum embættisins.

Breytingar á tölvukerfi og fyrirvarar á tölfræði Þar sem lögregla hóf notkun á nýju skráningarkerfi í febrúar 2005 þarf að hafa fyrirvara á samanburði upplýsinga fyrir þann tíma. Meginástæðan er sú að uppbygging kerfisins tók nokkrum breytingum þar sem núverandi kerfi sameinar nokkur eldri kerfi. Brot og verkefni voru skráð út frá brotaflokkum á árunum 19992004 en frá árinu 2005 eru brot skráð eftir lagagreinum. Þessi breyting hefur þau áhrif að eftir breytingarnar 2005 voru atvik ekki lengur skráð undir óljósa flokka svo sem „auðgunarbrot – annað“. Við mat á gögnum lögreglu þarf að hafa fleiri fyrirvara. Það eru margir sem koma að skráningu gagna og því er ekki víst að forsendur skráningar séu ávallt þær sömu. Þá voru viss brot ekki fullrannsökuð þegar upplýsingar fyrir árið 2008 voru teknar saman. Að lokum er vert að benda á að ekki er um raunverulegan fjölda brota í samfélaginu að ræða þar sem ekki er tilkynnt um öll brot til lögreglu.

9


Afbrotatölfræði 2008

Lagaumhverfi lögreglunnar Í þeirri umfjöllun sem hér fylgir er fjallað um brot sem falla undir þrjá lagabálka er móta og stýra umhverfi lögreglunnar í megindráttum. Undir almenn hegningarlög, nr. 19/1940, falla brot er varða líkamsmeiðingar, manndráp, kynferðisbrot, auðgunarbrot, eignaspjöll og nytjastuldir. Einnig falla brot gegn friðhelgi einkalífs, skjalafals og brot gegn valdstjórninni undir almenn hegningarlög. Fíkniefnabrot falla undir lög um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, og áfengislagabrot falla undir áfengislög, nr. 75/1998. Þessi lög eru kölluð sérrefsilög og taka þau til ákveðinna tegunda brota. Reyndar eru tvö ákvæði úr sérrefsilögum felld undir umfjöllun um brot gegn valdstjórninni þar sem þau fjalla um störf lögreglunnar og tengjast viðfangsefni kaflans. Innan umferðarlaga, nr. 50/1987, falla brot er taka til ökumanna, ökutækja og gangandi vegfarenda. Þegar fjallað er um heildarfjölda brota er vísað til þessara lagabálka allra.

10


Afbrotatölfræði 2008

Tilkynnt afbrot á Íslandi Á árinu 2008 voru skráð 75.246 brot, sem er 4% fækkun frá fyrra ári. Ef litið er til þróunar á heildarfjölda brota yfir tímabilið 19992008 má sjá að fjöldi brota er breytilegur milli ára. Árið 2005 sker sig úr þar sem óvenju fá brot voru tilkynnt það árið og árið 2002 þar sem brotin voru óvenju mörg (mynd 1). Umferðarlagabrotum fækkaði frá árinu áður og voru þau á síðasta ári 56.401.Tilkynnt var um 14.578 hegningarlagabrot, sem eru 12% fleiri tilvik en á árinu á undan. Á síðustu 10 árum hefur fjöldi sérrefsilagabrota sveiflast. Flest voru þau rúmlega 7.000 brot árið 2003 en fæst árið 2008, 4.267 brot.

70000 60000

Fjöldi brota

50000 40000 30000 20000 10000 0

1999

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

Umferðarlagabrot 55.277 59.272 58.968 66.045 56.817 55.751 43.488 52.514 59.769 56.401 Hegningarlagabrot 17.950 18.584 18.547 19.398 17.515 16.565 12.028 13.483 13.038 14.578 Sérrefsilagabrot

6.189 6.555 5.612 6.099 7.096 6.332 7.167 5.634 5.409 4.267

Mynd 1. Fjöldi brota 1999-2008, eftir tegund brots.

Tíðni brota milli mánaða var ólík eftir brotaflokkum. Fjöldi umferðarlagabrota sveiflast töluvert. Þau voru flest yfir sumarið en fæst í desember (mynd 2). Fjöldi hegningarlagabrota og sérrefsilagabrota var hins vegar nokkuð jafn milli mánaða.

11


Afbrotatölfræði 2008

Meðaltalsfjöldi umferðarlagabrota var 4.700 brot í hverjum mánuði, hegningarlagabrot voru rúmlega 1.200 og sérrefsilagabrot rétt um 350 (tafla V4). Umferðarlagabrot

Hegningarlagabrot

Sérrefsilagabrot

7.000

6.000 5.000

4.000 3.000

2.000 1.000 0 Jan.

Feb.

Mars

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Mynd 2. Dreifing brota milli mánaða árið 2008.

12

Ágúst Sept.

Okt.

Nóv.

Des.


Afbrotatölfræði 2008

Eins og sjá má í töflu 1 voru 8.029 auðgunarbrot skráð árið 2008. Á árunum 2005-2007 fækkaði þessum brotum en hluta af þeirri fækkun má rekja til breytingar sem var gerð á skráningarkerfi lögreglunnar 2005. Skráðum áfengislagabrotum og brotum gegn friðhelgi einkalífs hefur verið að fækka á síðustu árum og er sú þróun er óbreytt. Tilkynnt var um 278 brot sem falla undir skjalafals, 408 nytjastuldi og 3.032 eignaspjöll. Fækkun varð í þessum brotaflokkum frá árinu áður. Skráð voru 1.590 fíkniefnabrot 2008 sem eru heldur færri brot en árið á undan. Árið 2006 sker sig úr að því leyti að þetta er eina árið þar sem brotin fóru yfir 2000 á ári. Umferðarlagabrotum fækkaði milli ára og voru þau 56.401, sem er svipaður fjöldi og árið 2003. Sú aukning sem varð á umferðarlagabrotum árið 2007 er því að einhverju leyti að ganga til baka en þá voru umferðarlagabrotin tæplega 60.000. Tafla 1. Fjöldi brota í nokkrum brotaflokkum 2003-2008. 2007

2006

2005

2004

2003

Meðaltal 2003-2007

8.029

6.177

6.596

6.082

9.716

10.041

7.722

885

1.309

1.607

1.762

1.553

2.009

1.648

556

575

726

774

734

874

737

1.684

1.762

1.546

1.587

1.476

1.663

1.607

3.032

3.240

3.472

2.643

3.536

3.883

3.355

2008 Auðgunarbrot Áfengislagabrot Brot gegn friðhelgi einkalífs Brot gegn lífi og líkama1 Eignaspjöll Fíkniefnabrot

1.590

1.847

2.098

1.816

1.671

1.385

1.763

Nytjastuldur

408

436

478

348

463

412

427

Skjalafals Umferðarlagabrot

278

333

296

333

328

340

326

56.401

59.769

52.514

43.488

55.751

56.817

53.668

2.383

2.768

2.298

3.850

3.420

4.004

3.268

75.246

78.216

71.631

62.683

78.648

81.428

74.521

Önnur brot Samtals

1

Flokkarnir „manndráp“ og líkamsmeiðingar“ og „kynferðisbrot“ falla hér undir.

13


Afbrotatölfræði 2008

Á mynd 3 má sjá hlutfallslegt frávik, þ.e. fjölda brota árið 2008 í samanburði við meðalfjölda brota á árunum 2003-2007. Þar sést m.a. að á árinu 2008 voru auðgunarbrot 4% fleiri en meðaltal áranna 2003-2007 en áfengislagabrot 46% færri. Brot gegn friðhelgi einkalífs og brot í flokknum „önnur brot“ eru um fjórðungi færri en meðaltalið.

Auðgunarbrot

Áfengislagabrot

4,0 -46,3

Brot gegn friðhelgi einkalífs

-24,5

Brot gegn lífi og líkama

4,8

Eignaspjöll

-9,6

Fíkniefnabrot

-9,8

Nytjastuldur

-4,5

Skjalafals

-14,7

Umferðarlagabrot

5,1

Önnur brot

-27,1

-60,0

-40,0

-20,0

0,0

20,0

40,0

60,0

Frávik frá meðaltali 2003 til 2007

Mynd 3. Hlutfallslegt frávik2 árið 2008 frá meðaltali brota 2003-2007.

Brotum virðist almennt vera að fækka en hafa verður í huga að sumir brotaflokkar eru frumkvæðisverkefni, þ.e. brotin komast upp vegna eftirlits lögreglu. Fíkniefnabrot og umferðarlagabrot eru ágæt dæmi um frumkvæðisverkefni. Önnur brot eru nánast undantekningarlaust tilkynnt til lögreglu. Auðgunarbrot og brot gegn lífi og líkama eru dæmi um slíka málaflokka. Þegar tölfræði er skoðuð og metin er nauðsynlegt að hafa þessa þætti til hliðsjónar. Er brotum að fækka í þeim brotaflokkum sem falla undir frumkvæðisverkefni eða er almenn fækkun afbrota í samfélaginu?

2

Miðað er við einn aukastaf, sjá viðauka.

14


Afbrotatölfræði 2008

Manndráp og líkamsmeiðingar Á árinu 2008 voru tilkynnt 1.316 brot er falla undir brotaflokkinn manndráp og líkamsmeiðingar. Er það örlítil fjölgun frá 2003-2007 en á því tímabili voru brotin að meðaltali 1.296 (tafla 2). Aðgreint er milli þriggja tegunda líkamsárása, minniháttar, meiriháttar og af gáleysi, og voru þessi brot 98% allra brota undanfarin ár. Undir minniháttar líkamsárás falla langflest tilvik eða 77%. Á síðasta ári voru brotin 1.012 en árið 2007 voru þau heldur fleiri eða 1.153 (tafla V5). Ekkert manndráp var skráð á síðasta ári en þó lést einn einstaklingur vegna afleiðingar stórfelldrar líkamsárásar og fellur brotið því undir líkamsárás en ekki manndráp. Tvö tilvik voru um manndráp af gáleysi og var í báðum tilvikum um að ræða mannslát sem varð vegna afleiðingar umferðaslyss. Tafla 2. Fjöldi manndrápa og líkamsmeiðinga árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. 2008

Meðaltal 2003-2007

Manndráp (211. gr.)

0

2

Manndráp af gáleysi (215. gr.)

2

5

1.012

1.009

Líkamsárás, minniháttar (217. gr.) Líkamsárás meiriháttar/stórfelld (218. gr.)

214

240

Líkamsmeiðingar af gáleysi (219. gr.)

68

23

Lífi eða heilsu stefnt í háska (220. gr.)

15

8

3

4

Manndráp, tilraun (211. gr. sbr. 20. gr.) Líkamsmeiðingar, annað Samtals

2

5

1.316

1.296

Veruleg fjölgun varð á brotum sem falla undir líkamsmeiðingar af gáleysi og voru 68 brot skráð á síðasta ári en meðaltal áranna 2003-2007 er 23. Þetta er aukning upp á 190% en hafa verður í huga að brotin hafa verið fá á síðustu árum og þar af leiðandi er samanburður viðkvæmur fyrir breytingum. Á árinu 2007 fjölgaði þessum brotum og hefur sú þróun haldið áfram (tafla V5).

15


Afbrotatölfræði 2008

Manndráp af gáleysi

-61,5

Líkamsárás, minniháttar

0,3

Líkamsárás meiriháttar/stórfelld

-10,7

Líkamsmeiðingar af gáleysi

190,6

Manndráp, tilraun

-25,0

-200,0 -150,0 -100,0 -50,0

0,0

50,0

100,0 150,0 200,0

Frávik frá meðaltali 2003 til 2007

Mynd 4. Hlutfallslegt frávik 3 árið 2008 frá meðaltali nokkurra flokka ofbeldisbrota 2003-2007.

Áhugavert er að greina vettvang líkamsárása og kortleggja hvort vettvangur sé ólíkur eftir alvarleika brots. 50

2006

45

2007

2008

40 35 30 %

25 20 15 10 5 0 Utandyra*

Verslun

Annað

Fyrirtæki

Stofnanir

Íbúðarhúsn.

Skemmtist./ veitingast.

2006

36,5

3,8

2,8

3,7

4,6

24,7

23,9

2007

35,9

3,7

2,9

3,9

4,5

27,5

21,7

2008

36,0

4,0

7,0

3,0

4,0

26,0

20,0

Mynd 5. Hlutfallsleg dreifing minniháttar líkamsárása (217. gr. alm. hgl.) 2006-2008, eftir vettvangi* brots. 3 *

Miðað við einn aukastaf, sjá töflu V5 Flokkarnir „utandyra“ og „akbraut/bifreiðastæði“ hafa verið sameinaðir hér.

16


Afbrotatölfræði 2008

Mynd 5 sýnir hvar minniháttar líkamsárásir voru framdar. Flestar urðu árásirnar utandyra (36%), í íbúðarhúsnæði (26%) eða á skemmti- eða veitingastöðum (20%). Ekki urðu miklar breytingar milli ára á vettvangi. Þegar skoðuð eru tilvik meiriháttar eða stórfelldra líkamsárása sést að tilvikum utandyra fjölgaði milli ára og voru nú 41% (mynd 6). Þeim fækkaði hins vegar sem urðu í íbúðarhúsnæði og hefur það verið þróun síðustu þriggja ára. Hlutfall vettvangs sem var skráður annar hækkaði milli ára og var nú 6% en var ekki nema 0,5-1,5% síðustu tvö ár þar á undan. Tiltölulega lágt hlutfall er á öðrum stöðum, svo sem í verslunum, fyrirtækjum og stofnunum. 50

2006

45

2007

2008

40 35 30 % 25 20 15 10 5 0 Utandyra

Verslun

Annað

Fyrirtæki

Stofnanir

Íbúðarhúsn.

Skemmtist. /veitingast.

2006

32,9

0,9

1,9

3,3

3,3

29,1

28,6

2007

36,0

2,2

0,5

3,8

6,5

25,8

25,3

2008

41,0

1,0

6,0

2,0

3,0

19,0

28,0

Mynd 6. Hlutfallsleg dreifing meiriháttar eða stórfelldra líkamsárása (218. gr. alm. hgl.) 2006-2008, eftir vettvangi.*

*

Flokkarnir „utandyra“ og „akbraut/bifreiðastæði“ hafa verið sameinaðir hér.

17


Afbrotatölfræði 2008

Hlutfallslega voru flestar líkamsárásir framdar um helgar, á laugardögum og sunnudögum. Það á bæði við um minniháttar og stórfelldar líkamsárásir. Á þessum tveimur dögum vikunnar urðu 70% stórfelldra líkamsárása. Ef litið er til minniháttar líkamsárása þá varð 61% um helgar. Hlutfallslega urðu fleiri minniháttar líkamsárásir í miðri viku en stórfelldar. 50,0

Stórfelld líkamsárás Minniháttar líkamsárás

40,0

30,0

20,0

10,0

0,0

Mánud.

Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud.

Föstud.

Laugard.

Sunnud.

Stórfelld líkamsárás

7,0

5,1

2,3

4,2

12,1

28,5

40,7

Minniháttar líkamsárás

7,8

8,4

5,9

7,9

8,7

25,8

35,5

Mynd 7. Hlutfallsleg dreifing líkamsárása eftir vikudögum.

18


Afbrotatölfræði 2008

Manndráp Á árinu 2008 varð ekkert tilvik sem féll undir ákvæði laga um manndráp. Á undanförnum árum hefur fjöldi slíkra mála á Íslandi verið í kringum 0-3 á ári (mynd 8). 6

5

5 4

Fjöldi

4

4

3

3

3

3

2

2

2

2

2

1

1

1

0

0

1

0

0

0

0

Mynd 8. Fjöldi manndrápa frá árinu 1990 til 2008.

Aldursdreifing kynjanna í þessum brotum er ólík. Þeir karlar sem hafa látið lífið vegna manndráps eru að meðaltali 43 ára en konur 28. Meðalaldur 4 karlkynsgerenda í manndrápsmálum er 30 ár og kvenkynsgerenda 40 ár. Þær konur sem hafa verið valdar að manndrápi eru að meðaltali 10 árum eldri en karlarnir. Þegar horft er til látinna eru konurnar 15 árum yngri.

4

Hér undir falla gerendur í manndrápsmálum burtséð frá því hvort dómur féll í málinu eða ekki. Dæmi um slíkt er þegar gerandi fremur sjálfsvíg. Í skýrslu 2005 var miðað við aldur þeirra sem hlutu dóm.

19

0


Afbrotatölfræði 2008

Kynferðisbrot Árið 2008 voru tilkynnt 368 kynferðisbrot til lögreglu, sem eru 18% fleiri brot en voru að meðaltali á árunum 2003-2007 (tafla 3). Fjöldi brota árið 2008 er svipaður og árið 2003 en á árunum 2004-2006 fækkaði brotunum. Á þar síðasta ári fjölgaði þeim og nú aftur 2008 (tafla V6). Fækkun varð milli ára í brotaflokknum „nauðgun – þvingun“ sem nemur 19 brotum (tafla V6). Brotum vegna „nauðgunar – misneytingar“ fjölgaði milli ára og þegar horft er til samanburðar á meðaltali er fjölgunin 55%. Mikil fjölgun varð á tilkynntum kynferðisbrotum gegn yngri en 15 ára. Á síðasta ári voru þau 102, sem er 81% aukning miðað við meðaltal áranna 2003 til 2007 (mynd 9). Á árinu 2007 voru brotin 79, 55 árið 2006 og 57 árið 2005. Þá aukningu sem hefur orðið í þessum brotaflokki má að einhverju leyti rekja til breytinga á lögum nr. 61/2007 en þá var kynferðislegur lágmarksaldur/lögaldur hækkaður úr 14 árum í 15. Í flokknum „kynferðisbrot – annað“ var ekkert brot skráð 2008 og er það eini flokkurinn fyrir utan „nauðgun – þvingun“ þar sem tilkynntum brotum fækkaði miðað við meðaltal síðustu ára. Tafla 3. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. 2008

Meðaltal 2003-2007

Nauðgun – þvingun (194.-195. gr.)

68

71

Nauðgun – misneyting (196.-199. gr.) Kynferðisbrot gegn yngri en 15 ára (1.-2. mgr. 202. gr.)

55

35

102

56

Sifjaspell (200. gr.) Kynferðisbrot gegn börnum uppalanda (1.-2. mgr. 201. gr.) Kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot (209. gr.)

26

13

20

14

50

43

Klám/barnaklám (1.-4. mgr. 210. gr.)

36

26

Vændi (1.-3. mgr. 206. gr.)

11

5

0 368

48 311

Kynferðisbrot annað Samtals

20


Afbrotatölfræði 2008

Nauðgun - þvingun

-4,5

Nauðgun - misneyting

55,4

Kynferðisbrot gegn yngri en 15 ára

81,5

Sifjaspell

106,3

Kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot

-150,0

15,7

-100,0

-50,0

0,0

50,0

100,0

150,0

Frávik frá meðaltali 2003 til 2007

Mynd 9. Hlutfallslegt frávik5 árið 2008 frá meðaltali kynferðisbrota 20032007.

Í sumum tilfellum voru kynferðisbrot kærð einhverjum tíma eftir að brotin áttu sér stað. Skráð brot á árinu 2008 voru í 29% tilvika eldri brot. Í sumum tilfellum höfðu liðið fjöldamörg ár frá því að brotin urðu og þar til þau voru kærð. Þegar svo langur tími líður frá því að brot var framið og þar til það er tilkynnt eða kært til lögreglu er oft vegna þess að nýtt kynferðisbrotamál kemst upp. Þegar rannsókn hefst á því kemur í ljós að hinn grunaði á langan brotaferil að baki. Af brotum sem kærð voru á árinu 2008 höfðu 2% átt sér stað á árinu 1999 eða fyrr, 12% á árunum 2001 til 2005 og 15% á árunum 2006 til 2007. Á árinu 2007 var hlutfall eldri brota rétt um fimmtungur (19%) en örlítið lægra hlutfall 2006 (17%). Á árinu 2005 var hlutfall eldri brota nokkuð hátt, eða 26%.

5

Miðað við einn aukastaf, sjá töflu V6.

21


Afbrotatölfræði 2008

Rétt um helmingur skráðra kynferðisbrota sem voru tilkynnt 2008 voru framin á fjórum mánuðum, í janúar, febrúar, maí og ágúst, eða 47%. Brotin sveiflast nokkuð milli mánaða, flest eru þau framin í febrúar (14%) en hlutfallslega fæst í nóvember (5%). Tæplega 80% kynferðisbrota á árinu 2008 voru skráð innan þriggja embætta. Helmingur brota var kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en næstflest kynferðisbrot voru kærð hjá embættinu á Suðurnesjum (15%) og á Selfossi (14%) (tafla V20).

50

40

30 % 20

10

13

14 11 6

7

Mars

Apr.

8

10 6

8

7

5

6

Nóv.

Des.

0 Jan.

Feb.

Maí

Júní

Júlí

Ágúst Sept.

Okt.

Mynd 10. Hlutfallsleg dreifing kynferðisbrota eftir mánuðum 2008.

22


Afbrotatölfræði 2008

Auðgunarbrot Tafla 4 sýnir tilkynnt auðgunarbrot og voru þau 8.029 á árinu 2008. Þetta er 30% aukning milli ára þar sem auðgunarbrot voru 6.177 árið 2007. Þessi brot hafa verið á milli 6-7.000 síðustu ár ef frá er talið árið 2003 en þá voru þau rúmlega 7.600 (tafla V7). Tveir stærstu brotaflokkarnir í auðgunarbrotum eru þjófnaðir og innbrot. Á síðasta ári voru þjófnaðir 54% allra auðgunarbrota og innbrot 34%. Þjófnuðum hefur farið fjölgandi á síðustu árum og fara nú yfir 4.000 tilvik en meðaltal síðustu ára eru 3.425. Innbrotum fjölgar einnig og eru þau nú álíka mörg og þau voru árið 2003 (tafla V7). Tafla 4. Fjöldi auðgunarbrota árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. 2008

Meðaltal 2003 til 2007

Þjófnaðir (244. gr.)

4.332

3.425

Innbrot (244. gr.)

2.731

2.509

Fjársvik (248. gr.)

521

352

Hylming (254. gr.)

166

97

Gripdeild (245. gr.)

92

89

Fjárdráttur (247. gr.)

98

86

Rán (252. gr.)

43

43

Auðgunarbrot, annað6

46

83

8.029

6.684

Samtals

Ef horft er til meðaltals síðustu ára er 48% aukning í fjársvikum, 71% í hylmingu, 3% í gripdeild og 13% í fjárdrætti (mynd 11). Ránum fjölgaði ekki ef horft er til meðaltals síðustu ára og auðgunarbrotum sem falla undir flokkinn „annað“ fækkaði um 44%. Það er því almenn fjölgun í þessum brotaflokki ef frá eru talin brot sem falla undir önnur auðgunarbrot og rán en fjöldi þeirra stóð í stað.

6

Undir „auðgunarbrot, annað“ falla t.d. fjárkúgun, misneyting, skilasvik, ólögleg meðferð á fundnu fé og umboðssvik.

23


Afbrotatölfræði 2008

Þjófnaðir

26,5

Innbrot

8,9

Fjársvik

48,0

Hylming

71,1

Gripdeild

3,1

Fjárdráttur

13,4

Rán

0,0

Auðgunarbrot, annað

-44,3

-100,0

-50,0

0,0

50,0

100,0

Frávik frá meðaltali 2003 til 2007

Mynd 11. Hlutfallslegt frávik 7 nokkurra auðgunarbrota árið 2008 frá meðaltali 2003-2007.

50

2006

45

2007

2008

40 35 30 % 25 20 15 10 5 0 Sumarhús

Verslun

Fyrirtæki

Stofnanir

Íbúðarhúsn.

Bifreiðast.

Skemmtist./ veitingast.

2006

2,5

7,9

17,5

4,7

33,9

27,6

3,2

3

2007

2,1

7,2

12,5

6,7

33,7

31,6

2,3

3,9

2008

4,3

6,7

15,8

6,8

30,2

28,2

4,1

4,1

Mynd 12. Hlutfallsleg dreifing vettvangs innbrota árið 2006-2008.8

7 8

Miðað við einn aukastaf, sjá töflu V7. Vettvangurinn „utandyra“ fellur undir „vettvangur – annað“.

24

Annað


Afbrotatölfræði 2008

Á árinu 2008 var íbúðarhúsnæði vettvangur innbrota í 30% tilvika, sem er heldur lægra hlutfall en árin á undan (mynd 12). Í 28% tilvika er vettvangur bifreiðastæði og er þá yfirleitt átt við innbrot í einhvers konar ökutæki. Tæplega 16% innbrota varð hjá fyrirtækjum og 4% á skemmti- og veitingastöðum. Aukning hefur orðið á innbrotum í sumarhús miðað við árin á undan og voru þau nú rúm 4%. Á mynd 13 er skoðuð dreifing auðgunarbrota eftir tímum sólarhrings. Þar sést að flest auðgunarbrot, eða 39%, eru framin frá hádegi til kl. 18. Frá kl. 6 að morgni og til hádegis er framinn fjórðungur brotanna. Ef skoðaðir eru einstakir brotaflokkar innan auðgunarbrota þá kemur í ljós að flest innbrot eru framin frá hádegi til kl. 18 (31%) og sömuleiðis þjófnaðir (45%). Flest rán (33%) eru framin frá hádegi til kl. 18 en hátt hlutfall rána er framið á næturnar, frá miðnætti til kl. 6, eða 28%, sem er ólíkt innbrotum, þjófnuðum og auðgunarbrotum í heild sinni. 100

Auðgunarbrot

90

Innbrot

80

%

70

Þjófnaðir

60

Rán

50 40

30 20 10 0

39 18

25

19

Frá 00:00 til 06:00

Frá 06:01 til 12:00

Frá 12:01 til 18:00

Frá 18:01 til 23:59

Auðgunarbrot

18

25

39

19

Innbrot

20

26

31

24

Þjófnaðir

16

24

45

15

Rán

28

16

33

23

Mynd 13. Hlutfall auðgunarbrota og nokkurra brotaflokka innan þeirra eftir tímum sólarhrings.

25


Afbrotatölfræði 2008

Fíkniefnabrot Árið 2008 voru skráð 1.590 fíkniefnabrot sem er 14% færri brot en 2007 (tafla V8). Ef litið er til áranna 2003-2007 má sjá að brotin voru 10% færri 2008 en að meðaltali á fyrrgreindu tímabili (tafla 5). Brot vegna vörslu og neyslu voru 75% allra fíkniefnabrota, sem er sambærilegt hlutfall og undanfarin ár. Þessum brotum fækkaði um 11% ef horft er til meðaltals síðustu ára. Fækkun varð á brotum er varða innflutning og ýmsum öðrum fíkniefnabrotum. Fjölgun varð hins vegar á tilvikum vegna sölu og dreifingar og framleiðslu fíkniefna. Árið 2008 voru skráð 49 brot vegna framleiðslu á fíkniefnum og er fjölgun allnokkur milli ára en þau voru 31 árið 2007. Ef horft er yfir lengra tímabil hafa þessi brot verið í kringum 30 á ári (tafla V8). Aukningin 2008 er 66% miðað við meðaltal en hafa verður í huga að brotin eru fá og viðkvæm fyrir breytingum. Fjöldi brota endurspeglar ekki það magn fíkniefna sem lagt er hald á en það getur verið allt frá einu til tveimur grömmum upp í fleiri tugi kílóa. Tafla 5. Fjöldi fíkniefnabrota árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. 2008

Meðaltal 2003 til 2007

1.198

1.347

Innflutningur (4. mgr. 2. gr. 65/74)

104

121

Sala, dreifing (4. mgr. 3. gr. 65/74)

110

108

49

29

Varsla, neysla (4. mgr. 2. gr. 65/74)

Framleiðsla (4. gr. 65/74) Ýmis fíkniefnabrot Samtals

26

129

159

1.590

1.763


Afbrotatölfræði 2008

Sala, dreifing

Innflutningur

Varsla, neysla

2,2

-14,0

-11,0

Framleiðsla

Ýmis fíkniefnabrot

-100,0

66,7

-18,8

-50,0

0,0

50,0

100,0

Frávik frá meðaltali 2003 til 2007

Mynd 14. Hlutfallslegt frávik 9 árið 2008 frá meðalfjölda fíkniefnabrota 2003-2007.

9

Miðað við einn aukastaf, sjá töflu V8.

27


Afbrotatölfræði 2008

Í töflu 6 sést sundurliðun á magni fíkniefna sem lögregla og tollgæsla lögðu hald á 2008. Tilgreindar eru þrjár mælieiningar, grömm (g), stykki (stk.) og millilítrar (ml). Töluverðar sveiflur koma fram í magntölunum þegar stór og viðamikil fíkniefnamál koma upp. Lagt var hald á mikið magn af hassi 2008 en þá var gerð tilraun til að smygla 200 kg í húsbíl sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar. Magn maríhúana sem lagt var hald á jókst milli ára og var rúmlega 6 kg 2008 en á árunum á undan hefur magnið ekki farið yfir 5 kg. Magn amfetamíns er breytilegt milli ára og var lagt hald á rúmlega 10 kg 2008 en yfir 30 kg árið á undan og tæplega 47 kg 2006. Lagt var hald á næstum 4.000 e-töflur 2008 en á árinu 2007 var lagt hald á 26.000 stykki sem að mestu leyti má rekja til tveggja fíkniefnamála. Tafla 6. Fíkniefni sem lögregla og tollgæsla lagði hald á árið 2003-2008. Hass (g) Fræ (g) Fræ (stk.) Plöntur (stk.)

2008

2007

2006

2005

2004

2003

233.439,7

8.711,0

31.603,4

20.772,2

36.944,8

54.967,7

0,3

0,0

7,0

123,7

63,0

64,2

30,0

0,0

0,0

15,9

428,0

857,0 1.794

893,0

1.141

1.209

892

1.195

Plöntur (g)

3.429,7

6.066,1

40,8

3.205,3

--

--

Maríhúana (g)

6.623,8

3.514,6

4.322,8

4.831,7

2.373,1

3.361,8

Tóbaksblandað hass (g) Kannabislauf (g) Kannabisstönglar (g) Amfetamín (g) Amfetamín (stk.) Amfetamín (ml) Methamfetamín (g) Kókaín (g)

358,2

443,8

447,1

405,8

303,2

320,3

4.382,3

4.810,3

28.257,1

11.138,9

1.755,7

9.875,3

910,1

321,5

7.566,5

3.171,1

1.681,5

3.677,7

10.741,3

32.458,0

46.828,4

8.931,9

15.783,0

2.945,4

8,0

35,0

181,3

986,3

75,0

309,5

402,0

47,0

7,4

2,5

105,4

1.760,2

0,0

11,0

0,9

3.987,2

303,1

-1.192,1

7.720,7

6.468,9

12.840,4

1.138,8

6.160,0

Kókaín (ml)

0,0

1.845,0

0,9

--

--

--

E-töflur (g)

117,2

14.083,3

83,5

136,2

22,0

21,2

E-töflur (stk.)

3.885,0

26.075,5

2.200,5

1.518,5

7.532,4

3.189,8

Heróín (g)

0,0

12,2

5,6

0,0

0,1

2,9

LSD (stk.)

407,0

1.701,0

129,0

4.346,0

2.032,0

1,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

LSD (ml)

28


Afbrotatölfræði 2008

Mynd 15 sýnir magn amfetamíns og kannabis sem lagt hefur verið hald á síðustu 11 árin. Magn kannabis er að jafnaði meira en magn amfetamíns fyrir utan árið 2007. Þá kom upp um stórt smygl sem leiddi til þess að lagt var hald á mikið magn amfetamíns. Magn kannabis árið 2008 er það mesta sem lagt hefur verið hald á síðustu árin, eða tæplega 246 kg. 250000

200000

Grömm

150000

100000

50000

0

1998

1999

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

Kannabisefni 14.963 42.376 31.859 48.232 63.058 72.267 43.121 40.443 72.204 17.801 245.714 Amfetamín

1.875

5.078

10.268

1.019

7.161

2.945

15.783

8.932

46.828 32.458 10.741

Mynd 15. Amfetamín og kannabisefni10 sem lagt var hald á 1998 til 2008.

Í töflu 7 má sjá fjölda haldlagninga á árunum 2003-2008, greint eftir tegund efnis. Fjöldi haldlagninga var 3.439 árið 2008. Þær voru heldur fleiri árið á undan, eða 4.165. Frá og með árinu 2006 hefur haldlagningum fjölgað en fyrir þann tíma voru þær í kringum 2.000 á ári en þó rúmlega það 2004. Á síðustu þremur árum hefur fjöldi haldlagninga ekki farið niður fyrir 3.000 en flestar voru þær 2006, rúmlega 5.000.

10

Undir kannabisefni falla hass, fræ, maríhúana, tóbaksblandað hass, kannabislauf og kannabisstönglar.

29


Afbrotatölfræði 2008

Á árinu 2008 var lagt hald á amfetamín í 931 skipti og e-töflur í 134 skipti. Oftast var lagt hald á amfetamín eða tæplega þrisvar sinnum á dag. Haldlagningar á maríhúana og hassi voru yfir 600 og fjöldi haldlagninga á kókaíni og tóbaksblönduðu hassi voru í kringum 400. Þrátt fyrir að magn hass hafi verið það mesta sem fundist hefur á síðustu árum þá var fjöldi haldlagninga heldur færri 2008 en árið 2007. Þetta þýðir að lagt var hald á meira magn í hvert skipti. Tafla 7. Fjöldi haldlagninga hjá lögreglu og tollgæslu árið 2003-2008, greint eftir tegund efna. 2008

2007

2006

2005

2004

2003

Amfetamín

931

1.408

1.729

735

690

386

E-töflur

134

223

142

95

98

116

Hass

506

622

746

957

663

519

Heróín

0

4

2

0

1

2

Kannabisfræ

4

0

17

18

26

41

Kannabislauf

58

60

141

23

19

20

222

295

781

32

29

27

17

9

19

15

7

3

368

405

330

100

95

75

15

53

22

27

2

1

Maríhúana

667

458

389

292

203

176

Tóbaksblandað hass

401

504

583

484

378

333

Kannabisplöntur Kannabisstönglar Kókaín LSD

Þegar litið er aftur í tímann má sjá að haldlagningum er frekar að fjölga en hitt (mynd 16). Rétt eins og í magntölum geta komið upp mál þar sem haldlagningar eru margar og kemur það berlega í ljós þegar skoðaður er fjöldi haldlagninga á amfetamíni árið 2006. Frá árinu 2006 hefur haldlagningum á kókaíni fjölgað. Svipuð þróun hefur verið frá árinu 2004 á haldlagningum maríhúana. Haldlagningar á e-töflum eru nokkuð líkar milli ára en aukning er á haldlagningum á öðrum efnum. Meðalmagn efna í hverri haldlagningu eru 375 grömm af hassi, 11,5 grömm af amfetamíni og 21 gramm af kókaíni (mynd 17). Á síðustu árum hefur meðalmagn amfetamíns yfirleitt verið minna en magn kókaíns. Veruleg aukning varð á meðalmagni hass á síðasta ári.

30


Afbrotatölfræði 2008

Amfetamín

1800

E-töflur 1600

Hass Kókaín

Fjöldi haldlagninga

1400

Maríhúana

1200

Tóbaksblandað hass 1000 800 600 400 200 0

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

Mynd 16. Fjöldi haldlagninga eftir tegundum efna samkvæmt málaskrá 2000-2008. 400 350 300

Grömm

250 200 150 100 50 0 Hass (g)

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

100,9

143,3

158,6

108,6

71,2

31,3

33,0

11,7

375,3

Amfetamín (g)

60,8

5,2

28,1

7,6

22,9

12,2

27,1

23,1

11,5

Kókaín (g)

21,5

10,3

35,3

15,9

64,8

11,3

38,9

16,0

21,0

Mynd 17. Meðalmagn efna sem lagt var hald á í hverri haldlagningu 20002008, greint eftir tegund.

31


Afbrotatölfræði 2008

Umferðarlagabrot Umferðarlagabrot voru skráð 56.401 árið 2008 sem er 5% fjölgun frá meðaltali áranna 2003-2007. Fjölgunina má aðallega rekja til hraðakstursbrota sem voru rúmlega 39 þúsund 2008. Nemur það 40% aukningu miðað við meðaltal áranna 2003-2007 (tafla 8). Fjölgun þessara brota er að mestu leyti tilkomin vegna stafrænna myndavéla sem teknar hafa verið í notkun víða um land en hraðakstursbrot voru 70% allra umferðarlagabrota síðasta árs. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi eftir að hraðamyndavélar voru teknar í notkun. Fækkun varð í öllum öðrum brotaflokkum sem falla undir umferðarlög. Ef borinn er saman fjöldi brota 2008 við meðaltal áranna 2003-2007 nemur fækkunin 73% í brotum gegn stöðvunarskyldu, 61% vegna notkunar á bílbeltum og 58% í akstri gegn rauðu ljósi (mynd 18). Skráð voru 1.920 brot vegna ölvunar við akstur en það samsvarar rúmlega 5 slíkum brotum á hverjum degi. Frá því að lög nr. 66/2006 um akstur undir ávana- og fíkniefnum tóku gildi hefur þeim brotum fjölgað. Árið 2007 voru þau 699 og 1.075 2008, sem jafngildir tæplega þremur brotum á dag (tafla V9). Í heild voru skráð 2.995 brot árið 2008 þar sem ökumaður var undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. Þetta jafngildir því að á þriggja tíma fresti stöðvi lögreglan slíkan einstakling, allt árið um kring.

32


Afbrotatölfræði 2008

Færri tilvik urðu vegna brota á lögum um notkun handfrjáls búnaðar og voru skráð 532 slík brot. Tilvikum þar sem ökuskírteini var ekki meðferðis hefur einnig fækkað og voru þau 1.122. Öðrum umferðarlagabrotum fækkaði um tæplega fjórðung í samanburði við meðaltal síðustu ára og hefur þessum brotum farið fækkandi undanfarin ár. Tafla 8. Fjöldi umferðarlagabrota11 árið 2008 og meðalfjöldi brota 20032007. 2008

Meðaltal 2003 til 2007

Afstunga – aðili að umferðaróhappi nemur ekki staðar (10. gr. 50/87)

982

1.029

Akstur gegn rauðu ljósi (5. gr. 50/87)

579

1.376

1.075

(ekki reiknað)

783

2.011

39.223

28.058

Stöðvunarskylda ekki virt (5. gr. 50/87)

167

619

Vanrækt að færa ökutæki til aðalskoðunar (67. gr. 50/87)

650

2.809

Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna12 (45. gr. a. 50/87 ) Bílbelti ekki notað (71. gr. 50/87) Of hraður akstur (37. gr. 50/87)

Ökumaður notar farsíma án handfrjáls búnaðar (47. gr. 50/87) Ökuskírteini ekki meðferðis (48. gr. 50/87)

532

1.049

1.122

2.384

Ölvun við akstur (45. gr. 50/87)

1.920

1.940

Önnur umferðarlagabrot

9.368

12.235

56.401

53.668

Samtals

Flest umferðarlagabrot eru frumkvæðisverkefni, þau uppgötvast við eftirlit lögreglu. Á mynd 18 má sjá hlutfallslegt frávik frá meðaltali í nokkrum brotaflokkum umferðarlagabrotanna og þar kemur greinilega fram að aðeins hraðabrotum fjölgaði en það er að stórum hluta vegna tilkomu hraðamyndavéla sem taka sjálfvirkt myndir af þeim sem aka of hratt. Öðrum brotum fækkaði misjafnlega mikið.

11

Um er að ræða umferðarlagabrot að frátöldum umferðaróhöppum og eru tölur því aðrar en í tölfræðiskýrslum 2003-2004. 12 Nýtt ákvæði laga nr. 66/2006 (45. gr. a) og því féllu engin brot þar undir árin 2003-2005.

33


Afbrotatölfræði 2008

Akstur gegn rauðu ljósi

-57,9

Bílbelti ekki notað

-61,1

Of hraður akstur Stöðvunarskylda ekki virt

39,8 -73,0

Ölvun við akstur

-1,0

-100,0

-50,0

0,0

50,0

100,0

Frávik frá meðaltali 2003 til 2007

Mynd 18. Hlutfallslegt frávik13 árið 2008 frá meðaltali nokkurra umferðarlagabrota 2003-2007.

13

Miðað er við einn aukastaf, sjá töflu V9.

34


Afbrotatölfræði 2008

Flest umferðarlagabrot voru skráð yfir sumarmánuðina. Í apríl fjölgaði þeim en í september fækkaði þeim aftur. Á þessum vor- og sumarmánuðum urðu 55% allra brota. Ef kúrfa hraðakstursbrota er borin saman við dreifingu umferðarlagabrotanna þá eru þær nokkuð svipaðar. Hraðakstursbrotum fjölgar á vorin og þeim fækkar á haustin rétt eins og öðrum brotum enda eru hraðakstursbrotin stærsti hluti brotanna (mynd 19). Fæst umferðarlagabrot urðu í desember og einnig hraðakstursbrot. Dreifing ölvunaraksturs er frábrugðin þessu. Hlutfall brota milli mánaða er jafnara en fæst eru þau í janúar (6%). Um 9-10% brota urðu í hverjum mánuði frá mars til ágúst en í öðrum mánuðum voru þau 7-8%. 50

Öll umferðarlagabrot

Hraðaakstursbrot

Ölvunarakstur

40

30 % 20

10

0

6

6

Jan.

Feb.

8

11

Mars

Apr.

11

Maí

11

Júní

12

10

Júlí

8

Ágúst Sept.

6

7

Okt.

Nóv.

4 Des.

Mynd 19. Hlutfallsleg dreifing allra umferðarlagabrota, hraðakstursbrota og ölvunarakstursbrota eftir mánuðum 2008.

35


Afbrotatölfræði 2008

Eignaspjöll Á árinu 2008 var tilkynnt um 3.032 brot sem falla undir eignaspjöll. Minniháttar eignaspjöll er langstærsti hluti þessara brota, eða 97%. Það er svipað hlutfall og árin á undan. Þessum brotum fækkaði ef horft er til meðaltals og nemur fækkunin 10% (tafla 9). Þótt flest brot sem falla undir eignaspjöll séu minniháttar samkvæmt skilningi laganna þá valda þessi brot oft óþægindum og kostnaði fyrir almenning. Tafla 9. Fjöldi eignaspjalla árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. Eignaspjöll, minniháttar (1. mgr. 257.gr.) Eignaspjöll, meiriháttar (2. mgr. 257. gr.) Samtals

2008

Meðaltal 2003 til 2007

2.956

3.286

76

69

3.032

3.355

Á mynd 20 má sjá skiptingu eignaspjalla. Undir flokkinn „annað“ féllu 57% allra brota, rúðubrot voru 32%, veggjakort 9% og meiriháttar eignaspjöll voru 3%. Meiriháttar eignaspjöll 3%

Rúðubrot 32 %

Önnur eignaspjöll57 %

Veggjakrot 9%

Mynd 20. Skipting eignaspjalla árið 2008.

36


Afbrotatölfræði 2008

Nytjastuldur Brotum vegna nytjastuldar fækkaði lítillega á árinu 2008 miðað við meðalfjölda brota á árunum 2003-2007, eða um rúm 4% (tafla 10). Brot þar sem einstaklingur notaði bifreið annars manns heimildarlaust (nytjastuldur vélknúinna ökutækja) voru 386 talsins, sem er 5% fækkun frá meðaltali síðustu ára. Þessi brot eru 95% alls nytjastuldar og helst hlutfallið lítið breytt milli ára. Tafla 10. Fjöldi nytjastulda árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. Nytjastuldur vélknúinna farartækja (1. mgr. 259. gr.) Nytjastuldur, annað (2. mgr. 259. gr.) Samtals

2008

Meðaltal 2003 til 2007

386

406

22

21

408

427

Í flestum tilfellum er nytjastuldur bifreiða af bílastæðum (70%), fyrir framan fyrirtæki, stofnanir eða verslanir (12%), við heimili eða á einkalóð (10%). Heimili/einkalóð 10% Fyrirtæki/ stofnanir/verslun 12%

Annað 8%

Akbraut/ bifreiðastæði 70%

Mynd 21. Vettvangur nytjastuldar á vélknúnum ökutækjum árið 2008.

37


Afbrotatölfræði 2008

Á árinu 2008 voru tilkynnt 3.032 eignaspjöll, eða rúm átta á dag. Nytjastuldur er ekki jafnalgengur og eignaspjöll en brotin á síðasta ári voru 408 sem jafngildir rúmu einu broti á dag. Dreifing eignaspjalla og nytjastuldar er nokkuð svipuð. Þegar horft er yfir fjölda brota á mánuði þá er enginn einn mánuður sem sker sig sérstaklega úr (mynd 22). 50

Eignaspjöll

Nytjastuldur

40

30 % 20

10 8

6

8

10

10

9

8

Jan.

Feb.

Mars

Apr.

Maí

Júní

Júlí

9

8

8

9

8

Okt.

Nóv.

Des.

0 Ágúst Sept.

Mynd 22. Hlutfallsleg dreifing eignaspjalla og nytjastuldar eftir mánuðum 2008.

38


Afbrotatölfræði 2008

Brot gegn friðhelgi einkalífs Brot gegn friðhelgi einkalífs voru 556 árið 2008, sem jafngildir 25% fækkun ef 2008 er borið saman við meðaltal síðustu ára. Flest brotin voru vegna húsbrota og hótanna og voru það 88% brotanna. Skráð tilvik um húsbrot voru 250, sem jafngildir tæpum 5 slíkum brotum á viku. Skráð voru 238 tilvik vegna hótana, sem jafngildir 20 brotum á mánuði (tafla 11). Á síðasta ári voru 7 brot gegn nálgunarbanni. Töluverðar sveiflur eru í þessum brotum. Á árinu 2007 voru þau 9 en aðeins 1 árið 2006 og ekkert árið 2005. Þar á undan voru brotin 6-8 á ári (tafla V12). Tafla 11. Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. 2008

Meðaltal 2003 til 2007

Húsbrot (231. gr.)

250

234

Ofsóknir (232. gr.)

10

13

238

400

43

29

7

5

14

Hótanir (233. gr.)

Ærumeiðingar (234. gr.) Brot gegn nálgunarbanni (232. gr.) Brot gegn friðhelgi, ýmislegt Samtals

8

55

556

737

Skráð voru 43 tilvik um ærumeiðingar en meðaltal síðustu ára er 29. Þetta jafngildir 46% aukningu. Brotum sem falla undir flokkinn „ýmislegt“ hefur farið fækkandi á síðustu árum en þau voru 8 árið 2008. Á árunum 2003 og 2004 voru þessi brot nokkuð mörg sem verður til þess að meðaltal áranna 2003-2007 hækkar (tafla V12). Flest tilvik sem falla undir þennan brotaflokk eru skráð hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um 77% eru skráð hjá þremur embættum, á höfuðborgarsvæðinu (59%), á Suðurnesjum (10%) og á Selfossi (8%). Hlutfall brota hjá öðrum embættum er lægra (tafla V20). Brotin dreifast nokkuð jafnt milli mánaða en í 57% tilvika er vettvangur brota heimili eða einkalóð (töflur V13 og V14).

14

Brotaflokkurinn (233. gr. a.) „ráðist á mann vegna þjóðernis, litarháttar o.s.frv.“ fellur hér undir, ólíkt Afbrotatölfræði 2006.

39


Afbrotatölfræði 2008

Húsbrot

7,0

Ofsóknir

-24,2

Hótanir

-40,5

Ærumeiðingar

46,3

-100,0

-50,0

0,0

50,0

100,0

Frávik frá meðaltali 2003 til 2007

Mynd 23. Hlutfallslegt frávik15 árið 2008 frá meðaltali brota gegn friðhelgi einkalífs 2003-2007.

15

Miðað við einn aukastaf, sjá töflu V12.

40


Afbrotatölfræði 2008

Skjalafals Tafla 12 sýnir fjölda brota sem falla undir skjalafals en 2008 voru þau 278. Er það 15% fækkun ef litið til meðalfjölda brota 2003-2007. Skráð brot innan fjögurra brotaflokka eru nokkuð stöðug þegar þau eru borin saman við meðaltal síðustu ára. Þetta eru brot er varða fölsun á annars konar gjaldmiðli en peningum, fölsun á tékkum, greiðslukortum og skjölum. Fækkun er á brotum sem falla undir peningafals, að koma fölsuðum peningum í umferð og fölsun á lyfseðlum. Á síðasta ári voru engin brot skráð vegna fölsunar á víxlum en 2007 voru þau 6 (tafla V15). Tafla 12. Fjöldi skjalafalsbrota árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. 2008

Meðaltal 2003 til 2007

Fölsun, peningafals (150.–152. gr.) Fölsuðum peningum komið í umferð (153. gr.) Fölsun á annars konar gjaldmiðli en peningum (154. gr.)

10

15

14

16

5

5

Fölsun, tékkar (155. gr.)

16

16

Fölsun, greiðslukort (155. gr.)

24

25

0

8

Fölsun, skuldabréf (155. gr.)

26

18

Fölsun, lyfseðlar (155. gr.)

18

33

106

104

Fölsun, víxlar (155. gr.)

Fölsun, skjalafals (155. gr.) Fölsun, annað (155. gr.) Skjöl, misnotkun skjala (157. gr.) Skjalafals, rangfærsla skjala til að blekkja með því í lögskiptum16 (158. gr.) Skjöl, röng notkun stimpils eða merkis (159. gr.) Skjöl, önnur gagnabrot Samtals

16

0

6

38

64

3

6

13

6

5

3

278

326

„Rangfærsla sönnunargagna er varða mörk fasteignaréttinda“ fellur hér undir.

41


Afbrotatölfræði 2008

Fjölgun varð á tilvikum falsaðra skuldabréfa og skráð voru 26 brot árið 2008 sem er 48% aukning miðað við meðaltal síðustu ára (mynd 24). Þegar litið er til fjölda þessara brota á undanförnum árum þá hafa þau yfirleitt verið í kringum 20 brot á ári ef frá er talið árið 2004 en þá voru þau óvenju fá eða 9 brot (tafla V15).

Fölsun, peningafals

-34,2

Fölsun, tékkar

1,3

Fölsun, greiðslukort

-5,5

Fölsun, skuldabréf

47,7

Fölsun, lyfseðlar

-45,1

Fölsun, skjalafals

1,5

-100,0

-50,0

0,0

50,0

100,0

Frávik frá meðaltali 2003 til 2007

Mynd 24. Hlutfallslegt frávik 17 árið 2008 frá meðaltali skjalafalsbrota 2003-2007.

Flest brotanna voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (61%), á Suðurnesjum (16%) og Akureyri (6%). Hjá þessum þremur embættum voru kærð 83% allra brota sem falla undir skjala- og peningafals (tafla V20).

17

Miðað við einn aukastaf, sjá töflu V15.

42


Afbrotatölfræði 2008

Brot gegn áfengislögum Skráð voru 885 áfengislagabrot árið 2008 og er það 46% fækkun ef litið er til tímabilsins 2003-2007. Brot vegna ölvunar á almannafæri voru 790 sem er 89% áfengislagabrotanna. Þetta er svipað hlutfall og hefur verið síðustu ár en ölvunarbrot á almannafæri hafa ekki áður verið undir 1.000 brotum (tafla 13). Á undanförnum árum hefur brotum sem falla undir ólöglegan tilbúning áfengis (bruggun) og ólöglega sölu áfengis fækkað. Brot á reglum um áfengisauglýsingar sveiflast töluvert þegar horft er til undanfarinna ára. Þau voru 15 árið 2008 en hafa verið 10-15 á ári ef frá eru talin árin 2005 og 2006. Þá fjölgaði þessum brotum mikið og voru þau 35 árið 2005 49 árið 2006 (tafla V16). Tafla 13. Fjöldi brota gegn áfengislögum árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. 2008

Meðaltal 2003 til 2007

Ólöglegur tilbúningur áfengis (bruggun) (6. gr. 75/98)

9

14

Ólögleg sala áfengis (10. gr. 75/98)

7

18

Áfengi veitt yngri en 20 ára (1. mgr. 18. gr. 75/98)

21

26

Brot á reglum um áfengisauglýsingar (20. gr. 75/98) Áfengi borið inn á veitingastað í óleyfi (3. mgr. 19. gr. 75/98) Dvöl ungmennis yngra en 18 ára á vínveitingastað (2. mgr. 18. gr. 75/98)

24

42

7

5

15

24

Ölvun á almannafæri (21. gr. 75/98) Varsla á áfengi sem látið hefur verið af hendi andstætt ákvæðum áfengislaga (19. gr. 75/98)

790

1.444

6

28

6

47

885

1.648

Áfengislög, ýmislegt Samtals

Á mynd 25 sést að veruleg fækkun varð í öllum flokkum innan áfengislagabrota nema í þeim tilvikum þar sem áfengi er borið inn á veitingastað í óleyfi. Þar voru skráð 7 brot en meðaltal síðustu ára er 5 brot. Í öðrum tegundum brota innan áfengislaga er fækkunin frá 33% upp í 87% þegar borin eru saman brot 2008 og meðaltal áranna 2003- 2007.

43


Afbrotatölfræði 2008

Ólöglegur tilbúningur áfengis (bruggun) Ólögleg sala áfengis

-33,8 -60,2

Áfengi veitt til yngri en 20 ára Dvöl ungmennis yngra en 18 ára á vínveitingastað

-20,5 -42,9

Áfengi borið inn á veitingastað í óleyfi Brot á reglum um áfengisauglýsingar Ölvun á almannafæri -100,0

34,6 -37,5 -45,3 -50,0

0,0

50,0

100,0

Frávik frá meðaltali 2003 til 2007

Mynd 25. Hlutfallslegt frávik 18 árið 2008 frá meðaltali áfengislagabrota 2003-2007.

Flest áfengislagabrot eru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (49%), á Suðurnesjum (15%) og Akureyri (15%). Í öðrum embættum er hlutfall þessara brota lágt, rétt í kringum 1-2% nema í Vestmannaeyjum (5%) og á Selfossi (5%) (tafla V20).

18

Miðað við einn aukastaf, sjá töflu V16.

44


Afbrotatölfræði 2008

Brot gegn valdstjórninni Árið 2008 voru brot gegn valdstjórninni 432 talsins en 278 að meðaltali 2003-2007. Þetta er 55% aukning. Skýringu á þessari fjölgun brota má að einhverju leyti rekja til þess að árið 2006 var tveimur brotaflokkum bætt við í málaskrárkerfið „hótun um ofbeldi gagnvart lögreglumanni“ og „hótun um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni“. Flest brotin eru skráð undir flokknum „fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt“ og eru þau 170 á síðasta ári sem er 52% hærra en meðaltal áranna 2003 til 2007 (tafla 14). Mikil fjölgun varð á þessum brotum árið 2006 en þá fóru þau í 149 og hefur farið fjölgandi síðan. Þessi brot eru 40% allra brota sem falla undir brot gegn valdstjórninni. Brot er varða hótanir um ofbeldi gagnvart lögreglu og öðrum opinberum starfsmönnum hefur fjölgað þegar horft er til þróunar síðustu ára (tafla V17). Árið 2008 voru skráð 79 brot þar sem lögreglumanni var hótað með ofbeldi. Árið 2007 voru þau 65 en 16 árið 2006. Tafla 14. Fjöldi brota gegn valdstjórninni árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. Ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.-107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.-107. gr.)19 Ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.)20 Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt (19. gr. 90/96)21 Bann við að tálma lögreglu í störfum sínum (21. gr. 90/96)

2008

Meðaltal 2003 til 2007

118

90

79

(ekki reiknað)

12

9

16

(ekki reiknað)

170

112

12

18

2

6

Innsigli, innsiglisrof (113. gr.) Brot gegn valdstjórninni, annað Samtals

23

21

432

278

19

Bætt við málaskrárkerfi lögreglunnar árið 2006. Bætt við málaskrárkerfi lögreglunnar árið 2006. 21 Flokkarnir „fyrirmælum lögreglunnar ekki hlýtt“ og „bann við að tálma lögreglu í störfum sínum“ falla undir sérrefsilög en hér eru þau færð undir brot gegn valdstjórninni. 20

45


Afbrotatölfræði 2008

Fækkun varð í brotum er varða bann við að tálma lögreglu í störfum sínum og nemur hún 32% árið 2008 samanborið við meðaltal síðustu ára. Þessi brot eru tiltölulega fá yfir árið og hafa verið 12 til 17 síðustu ár ef frá er talið árið 2003 en þá voru þau 25 (tafla V17).

Ofbeldi gagnvart lögreglumanni

30,5

Ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni

39,5

Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt

52,1

Bann við að tálma lögr. í störfum sínum

-32,6

Innsigli, innsiglisrof

-67,7

Brot gegn valdstjórninni, annað

10,6

-100,0

-50,0

0,0

50,0

100,0

Frávik frá meðaltali 2003 til 2007

Mynd 26. Hlutfallslegt frávik valdstjórninni 2003-2007.

22

22

Miðað við einn aukastaf, sjá töflu V17.

46

árið 2008 frá meðaltali brota gegn


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi brota eftir embættum Yfir 70% hegningarlagabrota voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2008, sem er svipað hlutfall og síðustu ár. Um 14% voru skráð á Suðurlandi og 7% á Norðurlandi (tafla 15). Þá voru 50% sérrefsilagabrota skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og 27% á Suðurlandi. Talvert lægra hlutfall slíkra brota var skráð á Norðurlandi, eða 11%, 10% á Vesturlandi og Vestfjörðum og 2% á Austurlandi. Dreifing umferðarlagabrota er jafnari yfir landið og voru 48% þeirra voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, 21% á Vesturlandi og Vestfjörðum og 17% á Suðurlandi. Tafla 15. Hlutfallsleg dreifing brota árið 2008 eftir landsvæðum.*

Höfuðborgarsvæðið

Hegningarlagabrot

Sérrefsilagabrot

Umferðarlagabrot

72,9

50,3

48,1

Vesturland og Vestfirðir

4,9

9,6

20,9

Norðurland

6,8

10,9

7,8

Austurland

1,4

2,2

6,3

14,0

26,9

16,9

100

100

100

Suðurland Samtals

*Mál sem skráð eru hjá ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra eru ekki talin með hér.

47


Afbrotatölfræði 2008

Á mynd 27 má sjá fjölda brota eftir landsvæðum þegar tekið er tillit til íbúafjölda. Flest hegningarlagabrot eru framin á höfuðborgarsvæðinu miðað við mannfjölda, eða 537 brot á hverja 10.000 íbúa. Næstflest eru brotin á Suðurlandi (462) og Vesturlandi og Vestfjörðum (313) en fæst á Austurlandi (148 brot). Flest sérrefsilagabrot urðu á Suðurlandi (252) en fæst á Austurlandi (66). Umferðarlagabrot eru flest á Vesturlandi og Vestfjörðum (5.171) sem eru töluvert fleiri brot en á öðrum landsvæðum. Rekja má þennan fjölda til umdæmis lögreglunnar í Borgarnesi en þar eru staðsettar hraðamyndavélar á þjóðvegi 1. 5.171

6.000 Höfuðborgarsvæðið Vesturland og Vestfirðir Norðurland 4.000

Austurland

252

66

124

174

105

462

148

270

1.000

537

2.000

1.221

1.384

3.000

2.174

2.542

Suðurland

313

Fjöldi miðað við 10.000 íbúa

5.000

0 Hegningarlagabrot

Sérrefsilagabrot

Umferðarlagabrot

Mynd 27. Fjöldi hegningarlagabrota, umferðarlagabrota og sérrefsilagabrota 2008 miðað við 10.000 íbúa, greint eftir landsvæðum.

Á næstu síðum má sjá fjölda brota, greindan eftir lögregluumdæmum, þegar tekið er tillit til íbúafjölda. Þegar borin er saman íbúafjöldi og fjöldi brota sem kærð eru í viðkomandi umdæmi þarf að hafa nokkra fyrirvara í huga. Víðs vegar um landið eru staðsettar hraðamyndavélar. Staðsetning þeirra ræður hvaða lögregluembætti kæra hraðaksturinn. Sem dæmi má nefna þá eru myndavélar í Helgafellssveit við þjóðveg 1 sem falla undir lögsögu lögreglunnar í Borgarnesi. Þeir sem keyra of hratt þar í gegn eru

48


Afbrotatölfræði 2008

hins vegar búsettir víða um land. Brotin eru engu að síður skráð hjá embætti lögreglunnar í Borgarnesi vegna staðsetningar vélanna og þar af leiðandi eru þessi brot talin með þegar horft er til fjölda brota á hverja 10.000 íbúa í Borgarnesi. Þessi háttur er hafður við vinnslu allra brota í skýrslunni, þ.e. brotin eru talin og felld undir það embætti sem kærir málið, burtséð frá lögheimili brotaþola. Staðsetning flugvalla, stórra hafna og bæjarhátíðir sem haldnar eru víða um land eru allt þættir sem geta haft áhrif á fjölda brota innan einstakra embætta. Einnig geta komið upp viðamikil mál sem geta innifalið mörg brot sem hækkar talningu það árið. Að lokum þarf einnig að horfa til þess að sum embætti eru staðsett þar sem byggð er strjál og sveitarfélög fámenn. Vegna þess geta orðið umtalsverðar sveiflur milli ára og slík embætti eru miklu viðkvæmari fyrir breytingum en þéttbýl. Sveiflur geta því komið fram eitt ár sem ganga til baka. Þetta eru allt fyrirvarar sem hafa þarf í huga þegar umfjöllun um brot miðað við 10.000 íbúa er skoðuð og metin. Þegar fjöldi hegningarlagabrota er greindur með tilliti til fjölda íbúa kemur í ljós að flest brot eru á höfuðborgarsvæðinu eða 537 brot á hverja 10.000 íbúa (mynd 28). Á Suðurnesjum eru brotin 503 og 479 á Selfossi. Fjölgun er á milli ára í þessum þremur umdæmum. Flest sérrefsilagabrot voru framin á Suðurnesjum og Vestmannaeyjum, rúmlega 300, og hefur verið svo undanfarin ár (mynd 29). Engu að síður hefur sérrefsilagabrotum á Suðurnesjum farið fækkandi á síðustu árum og í heild sinni þegar landið er skoðað. Umferðarlagabrot voru flest skráð í Borgarnesi, 16.331 á hverja 10.000 íbúa, og voru þetta langtum fleiri brot en í öðrum umdæmum. Blönduós og Hvolsvöllur voru með næstflest brot, eða rúmlega 5.000 á hverja 10.000 íbúa (mynd 30).

49


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi hegningarlagabrota miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

310

2007

Akureyri

334

2008

Blönduós

102

Borgarnes

366

Eskifjörður

128

Húsavík

127

Hvolsvöllur

218

Höfuðborgarsvæðið

537

Sauðárkrókur

199

Selfoss

479

Seyðisfjörður

175

Snæfellsnes

230

Suðurnes

503

Vestfirðir

323

Vestmannaeyjar

455

Alls

466

0

100

200

300

400

500

600

700

Mynd 28. Fjöldi hegningarlagabrota á hverja 10.000 íbúa 2006 til 2008, eftir embættum.

50


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi sérrefsilagabrota miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

219

2007

Akureyri

152

2008

Blönduós

61

Borgarnes

200

Eskifjörður

68

Húsavík

75

Hvolsvöllur

136

Höfuðborgarsvæðið

105

Sauðárkrókur

73

Selfoss

162

Seyðisfjörður

63

Snæfellsnes

87

Suðurnes

333

Vestfirðir

163

Vestmannaeyjar

302

Alls

136

0

100

200

300

400

500

600

Mynd 29. Fjöldi sérrefsilagabrota á hverja 10.000 íbúa 2006 til 2008, eftir embættum.

51


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi umferðarlagabrota miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

2.599

2007

Akureyri

794

2008

Blönduós

5.042

Borgarnes

16.331

Eskifjörður

3.437

Húsavík

923

Hvolsvöllur

5.028

Höfuðborgarsvæðið

1.384

Sauðárkrókur

1.153

Selfoss

1.551

Seyðisfjörður

1.363

Snæfellsnes

2.012

Suðurnes

2.323

Vestfirðir

1.162

Vestmannaeyjar

621

Alls

1.803

0

5.000

10.000

15.000

20.000

Mynd 30. Fjöldi umferðarlagabrota á hverja 10.000 íbúa 2006 til 2008, eftir embættum.

52


Afbrotatölfræði 2008

Þegar tekið er tillit til íbúafjölda voru flest brot sem falla undir manndráp og líkamsmeiðingar framin í Vestmannaeyjum (82), Suðurnesjum (62) og Snæfellsnesi (61) en fæst á Seyðisfirði (17) og Blönduósi (21). Töluverð aukning varð á síðasta ári á þessum brotum á Snæfellsnesi og í Vestmannaeyjum (mynd 31). Á höfuðborgarsvæðinu voru brotin 40 á hverja 10.000 íbúa og 42 miðað við alla íbúa landsins. Hlutfallslega voru flest kynferðisbrot tilkynnt á Selfossi (34) og varð aukning þar á milli ára. Á Suðurnesjum voru brotin 27 og 19 á Vestfjörðum. Hafa verður í huga að heildarfjöldi brota er færri í þessum flokki en mörgum öðrum og því eru tölurnar viðkvæmar fyrir breytingum milli ára. Auðgunarbrot voru 257 miðað við 10.000 íbúa á árinu 2008. Flest voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (332) og varð aukning milli ára. Fæst voru þau í umdæmi lögreglunnar á Húsavík (30) og Blönduósi (32). Í heildina fjölgaði auðgunarbrotum milli ára en veruleg fjölgun varð á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi (mynd 33). Hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum voru skráð 111 fíkniefnabrot þegar tekið var tillit til íbúafjölda. Á Suðurnesjum voru þau 107 og í Borgarnesi 89. Fæst brot voru hjá lögreglunni á Seyðisfirði, Eskifirði og á Snæfellsnesi. Þegar litið er yfir landið allt fækkaði fíkniefnabrotum og voru þau nú 51 á hverja 10.000 íbúa en þau voru 60 árið á undan (mynd 34).

53


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi manndrápa og líkamsmeiðinga miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

43

2007

Akureyri

48

2008

Blönduós

22

Borgarnes

35

Eskifjörður

28

Húsavík

28

Hvolsvöllur

29

Höfuðborgarsvæðið

40

Sauðárkrókur

38

Selfoss

49

Seyðisfjörður

17

Snæfellsnes

61

Suðurnes

62

Vestfirðir

38

Vestmannaeyjar

82

Alls

42

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

Mynd 31. Fjöldi tilkynntra manndrápa og líkamsmeiðinga 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum.

54


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi kynferðisbrota miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

11

2007

Akureyri

6

2008

Blönduós

3

Borgarnes

8

Eskifjörður

9

Húsavík

14

Hvolsvöllur

18

Höfuðborgarsvæðið

9

Sauðárkrókur

5

Selfoss

34

Seyðisfjörður

10

Snæfellsnes

8

Suðurnes

27

Vestfirðir

19

Vestmannaeyjar

7

Alls

12

0

10

20

30

40

Mynd 32. Fjöldi kynferðisbrota 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum.

55


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi auðgunarbrota miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

110

2007

Akureyri

138

2008

Blönduós

32

Borgarnes

154

Eskifjörður

33

Húsavík

30

Hvolsvöllur

63

Höfuðborgarsvæðið

332

Sauðárkrókur

47

Selfoss

239

Seyðisfjörður

68

Snæfellsnes

59

Suðurnes

180

Vestfirðir

92

Vestmannaeyjar

136

Alls

257

0

50

100

150

200

250

300

350

Mynd 33. Fjöldi auðgunarbrota 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum.

56


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi fíkniefnabrota miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

66

2007

Akureyri

50

2008

Blönduós

32

Borgarnes

89

Eskifjörður

11

Húsavík

16

Hvolsvöllur

45

Höfuðborgarsvæðið

46

Sauðárkrókur

28

Selfoss

71

Seyðisfjörður

10

Snæfellsnes

15

Suðurnes

107

Vestfirðir

49

Vestmannaeyjar

111

Alls

51

0

20

40

60

80

100

120

Mynd 34. Fjöldi fíkniefnabrota 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum.

57


Afbrotatölfræði 2008

Á landinu voru framin 97 eignaspjöll miðað við hverja 10.000 íbúa árið 2008 (mynd 35). Flest voru brotin skráð í Vestmannaeyjum (151) og næstflest á Suðurnesjum (136). Fæst voru þau á Húsavík (26) og Blönduósi (32). Engin tilvik voru um nytjastuld á Blönduósi en alls voru þeir 13 á hverja 10.000 íbúa á landinu og flestir á höfuðborgarsvæðinu (mynd 36). Brot gegn friðhelgi einkalífsins, að teknu tilliti til íbúafjölda, eru flest skráð í Vestmannaeyjum (37). Í heildina eru brotin 18 á landsmenn miðað við 10.000 íbúa. Þessi brot sveiflast töluvert milli ára og milli umdæma. Á Eskifirði og Seyðisfirði voru 5 brot skráð á síðasta ári en á síðustu þremur árum hafa verið miklar sveiflur hjá þessum embættum (mynd 37). Á árinu 2008 voru 9 skjalafölsunarbrot miðað við 10.000 íbúa á landsvísu og er það fækkun frá fyrra ári (mynd 38). Aukning varð í þessum brotaflokki í Vestmannaeyjum en brotin eru fá og sveiflur því miklar milli ára. Heildarfjöldi brota árið 2008 var ekki nema 258 brot og því magnast allar breytingar rétt eins og í kynferðisbrotum. Áfengislagabrotum fækkaði milli ára og voru 28 á hverja 10.000 landsmenn. Hæsta hlutfall þessara brota var í Vestmannaeyjum (111) og Suðurnesjum (63) en fæst voru þau í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi (3) og Sauðárkróki (9 ). Á Suðurnesjum voru brot gegn valdstjórninni 37 miðað við hverja 10.000 íbúa en 14 fyrir landið í heild. Á Húsavík, Eskifirði og Blönduósi voru brotin fæst (6) að teknu tilliti til íbúafjölda (mynd 40).

58


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi eignaspjalla miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

112

2007

Akureyri

94

2008

Blönduós

32

Borgarnes

110

Eskifjörður

33

Húsavík

26

Hvolsvöllur

68

Höfuðborgarsvæðið

102

Sauðárkrókur

71

Selfoss

97

Seyðisfjörður

43

Snæfellsnes

43

Suðurnes

136

Vestfirðir

60

Vestmannaeyjar

151

Alls

97

0

50

100

150

200

Mynd 35. Fjöldi eignaspjalla 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum.

59


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi nytjastulda miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

11

2007

Akureyri

12

2008

Blönduós

0

Borgarnes

10

Eskifjörður

4

Húsavík

6

Hvolsvöllur

5

Höfuðborgarsvæðið

16

Sauðárkrókur

2

Selfoss

7

Seyðisfjörður

7

Snæfellsnes

15

Suðurnes

11

Vestfirðir

7

Vestmannaeyjar

12

Alls

13

0

5

10

15

20

25

30

Mynd 36. Fjöldi nytjastulda 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum.

60


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífsins miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

16

2007

Akureyri

13

2008

Blönduós

10

Borgarnes

15

Eskifjörður

5

Húsavík

12

Hvolsvöllur

16

Höfuðborgarsvæðið

17

Sauðárkrókur

17

Selfoss

30

Seyðisfjörður

5

Snæfellsnes

18

Suðurnes

26

Vestfirðir

33

Vestmannaeyjar

37

Alls

18

0

10

20

30

40

50

Mynd 37. Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum.

61


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi skjalafalsbrota miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

2

2007

Akureyri

7

2008

Blönduós

0

Borgarnes

6

Eskifjörður

9

Húsavík

2

Hvolsvöllur

9

Höfuðborgarsvæðið

9

Sauðárkrókur

5

Selfoss

4

Seyðisfjörður

13

Snæfellsnes

8

Suðurnes

22

Vestfirðir

4

Vestmannaeyjar

17

Alls

9

0

5

10

15

20

25

30

Mynd 38. Fjöldi skjalafalsbrota 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum.

62


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi áfengislagabrota miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

46

2007

Akureyri

54

2008

Blönduós

3

Borgarnes

21

Eskifjörður

19

Húsavík

10

Hvolsvöllur

18

Höfuðborgarsvæðið

22

Sauðárkrókur

9

Selfoss

28

Seyðisfjörður

23

Snæfellsnes

31

Suðurnes

63

Vestfirðir

18

Vestmannaeyjar

111

Alls

28

0

20

40

60

80

100

120

140

Mynd 39. Fjöldi áfengislagabrota 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum.

63


Afbrotatölfræði 2008

Fjöldi brota gegn valdstjórninni miðað við 10.000 íbúa

2006

Akranes

8

2007

Akureyri

13

2008

Blönduós

6

Borgarnes

15

Eskifjörður

6

Húsavík

6

Hvolsvöllur

14

Höfuðborgarsvæðið

11

Sauðárkrókur

14

Selfoss

21

Seyðisfjörður

7

Snæfellsnes

18

Suðurnes

37

Vestfirðir

29

Vestmannaeyjar

15

Alls

14

0

10

20

30

40

50

Mynd 40. Fjöldi brota gegn valdstjórninni 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum.

64


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2008

Mynda- og tรถfluskrรก

65


Afbrotatölfræði 2008

Myndaskrá Mynd 1. Fjöldi brota 1999-2008, eftir tegund brots. .......................................... 11 Mynd 2. Dreifing brota milli mánaða árið 2008. .................................................. 12 Mynd 3. Hlutfallslegt frávik árið 2008 frá meðaltali brota 2003-2007. ................ 14 Mynd 4. Hlutfallslegt frávik árið 2008 frá meðaltali nokkurra flokka ofbeldisbrota 2003-2007. .................................... 16 Mynd 5. Hlutfallsleg dreifing minniháttar líkamsárása (217. gr. alm. hgl.) 2006-2008, eftir vettvangi brots. ........................ 16 Mynd 6. Hlutfallsleg dreifing meiriháttar eða stórfelldra líkamsárása (218. gr. alm. hgl.) 2006-2008, eftir vettvangi. ................ 17 Mynd 7. Hlutfallsleg dreifing líkamsárása eftir vikudögum. ................................... 18 Mynd 8. Fjöldi manndrápa frá árinu 1990 til 2008. ........................................... 19 Mynd 9. Hlutfallslegt frávik árið 2008 frá meðaltali kynferðisbrota 2003-2007. ..... 21 Mynd 10. Hlutfallsleg dreifing kynferðisbrota eftir mánuðum 2008. ........................ 22 Mynd 11. Hlutfallslegt frávik nokkurra auðgunarbrota árið 2008 frá meðaltali 2003-2007. .................................... 24 Mynd 12. Hlutfallsleg dreifing vettvangs innbrota árið 2006-2008. ................... 24 Mynd 13. Hlutfall auðgunarbrota og nokkurra brotaflokka innan þeirra eftir tímum sólarhrings. ................................... 25 Mynd 14. Hlutfallslegt frávik árið 2008 frá meðalfjölda fíkniefnabrota 2003-2007. .. 27 Mynd 15. Amfetamín og kannabisefni sem lagt var hald á 1998 til 2008..................... 29 Mynd 16. Fjöldi haldlagninga eftir tegundum efna samkvæmt málaskrá 2000-2008. ... 31 Mynd 17. Meðalmagn efna sem lagt var hald á í hverri haldlagningu 2000-2008, greint eftir tegund. ........................................ 31 Mynd 18. Hlutfallslegt frávik árið 2008 frá meðaltali nokkurra umferðarlagabrota 2003-2007. .................................... 34 Mynd 19. Hlutfallsleg dreifing allra umferðarlagabrota, hraðakstursbrota og ölvunarakstursbrota eftir mánuðum 2008. .................................................. 35 Mynd 20. Skipting eignaspjalla árið 2008. ...... 36

66

Mynd 21. Vettvangur nytjastuldar á vélknúnum ökutækjum árið 2008. ...................... 37 Mynd 22. Hlutfallsleg dreifing eignaspjalla og nytjastuldar eftir mánuðum 2008. ....... 38 Mynd 23. Hlutfallslegt frávik árið 2008 frá meðaltali brota gegn friðhelgi einkalífs 2003-2007. ................................... 40 Mynd 24. Hlutfallslegt frávik árið 2008 frá meðaltali skjalafalsbrota 2003-2007. .... 42 Mynd 25. Hlutfallslegt frávik árið 2008 frá meðaltali áfengislagabrota 2003-2007. . 44 Mynd 26. Hlutfallslegt frávik árið 2008 frá meðaltali brota gegn valdstjórninni 20032007. .......................................... 46 Mynd 27. Fjöldi hegningarlagabrota, umferðarlagabrota og sérrefsilagabrota 2008 miðað við 10.000 íbúa, greint eftir landsvæðum. ................................. 48 Mynd 28. Fjöldi hegningarlagabrota á hverja 10.000 íbúa 2006 til 2008, eftir embættum. .................................. 50 Mynd 29. Fjöldi sérrefsilagabrota á hverja 10.000 íbúa 2006 til 2008, eftir embættum. .................................. 51 Mynd 30. Fjöldi umferðarlagabrota á hverja 10.000 íbúa 2006 til 2008, eftir embættum. .................................. 52 Mynd 31. Fjöldi tilkynntra manndrápa og líkamsmeiðinga 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum. ............ 54 Mynd 32. Fjöldi kynferðisbrota 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum. ... 55 Mynd 33. Fjöldi auðgunarbrota 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum. ... 56 Mynd 34. Fjöldi fíkniefnabrota 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum. ... 57 Mynd 35. Fjöldi eignaspjalla 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum. ... 59 Mynd 36. Fjöldi nytjastulda 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum. ... 60 Mynd 37. Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum. .................................. 61 Mynd 38. Fjöldi skjalafalsbrota 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum. ... 62 Mynd 39. Fjöldi áfengislagabrota 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum. ... 63 Mynd 40. Fjöldi brota gegn valdstjórninni 2006 til 2008 á hverja 10.000 íbúa, eftir embættum. .................................. 64


Afbrotatölfræði 2008

Töfluskrá

Töflur í viðauka

Tafla 1. Fjöldi brota í nokkrum brotaflokkum 2003-2008. .................................... 13 Tafla 2. Fjöldi manndrápa og líkamsmeiðinga árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. ........................................... 15 Tafla 3. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. 20 Tafla 4. Fjöldi auðgunarbrota árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. .......... 23 Tafla 5. Fjöldi fíkniefnabrota árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. .......... 26 Tafla 6. Fíkniefni sem lögregla og tollgæsla lagði hald á árið 2003-2008. ...................... 28 Tafla 7. Fjöldi haldlagninga hjá lögreglu og tollgæslu árið 2003-2008, greint eftir tegund efna. .................................. 30 Tafla 8. Fjöldi umferðarlagabrota árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003-2007. ............. 33 Tafla 9. Fjöldi eignaspjalla árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. .......... 36 Tafla 10. Fjöldi nytjastulda árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. .......... 37 Tafla 11. Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. ........................................... 39 Tafla 12. Fjöldi skjalafalsbrota árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. .......... 41 Tafla 13. Fjöldi brota gegn áfengislögum árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. 43 Tafla 14. Fjöldi brota gegn valdstjórninni árið 2008 og meðalfjöldi brota 2003 til 2007. 45 Tafla 15. Hlutfallsleg dreifing brota árið 2008 eftir landsvæðum.* .......................... 47

Tafla V1. Íbúafjöldi á Íslandi 1. desember 2002 til 2007 eftir umdæmum. .................. 70 Tafla V2. Skipting embætta í landsvæði. ...... 70 Tafla V3. Fjöldi og hlutfall brota, samkvæmt skráningum í málaskrá 2008, eftir tegund þeirra og umdæmum. ...................... 71 Tafla V4. Fjöldi hegningarlaga-, umferðarlagaog sérrefsilagabrota eftir mánuðum árið 2008. .......................................... 71 Tafla V5. Fjöldi manndrápa og líkamsmeiðinga 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. ....... 72 Tafla V6. Fjöldi kynferðisbrota 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. ......................... 72 Tafla V7. Fjöldi auðgunarbrota 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. ......................... 72 Tafla V8. Fjöldi fíkniefnabrota 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. ......................... 73 Tafla V9. Fjöldi umferðarlagabrota 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. ................. 73 Tafla V10. Fjöldi eignarspjalla 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. ......................... 74 Tafla V11. Fjöldi nytjastulda 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. ......................... 74 Tafla V12. Fjöldi brota á friðhelgi einkalífs 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. .............. 74 Tafla V13. Hlutfallsleg skipting eftir vettvangi í brotum á friðhelgi einkalífs 2008. ........ 74 Tafla V14. Hlutfall brota gegn friðhelgi einkalífs, skipt eftir mánuðum 2008. ................ 75 Tafla V15. Fjöldi skjalafalsbrota 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. ......................... 75 Tafla V16. Fjöldi brota gegn áfengislögum 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. .............. 76 Tafla V17. Fjöldi brota gegn valdstjórninni 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. .............. 76 Tafla V18. Fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa á árunum 2006 til 2008, eftir embættum. 77 Tafla V19. Fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa á árunum 2006 til 2008, eftir embættum. 78 Tafla V20. Fjöldi brota árið 2008, helstu brotaflokkar. ................................. 81

67


Afbrotatölfræði 2008

Viðauki I: Umdæmi lögreglustjóra Akranes

Borgarnes

Akranes

Andakílshreppur Álftaneshreppur Borgarbyggð Borgarfjarðarsveit Borgarhreppur Dalabyggð Hálsahreppur Hvalfjarðarstrandarhreppur Hvalfjarðarsveit Hvítársíðuhreppur Innri-Akraneshreppur Kolbeinsstaðahreppur Leirár- og Melahreppur Lundarreykjadalshreppur Reykholtsdalshreppur Skilmannahreppur Skorradalshreppur Þverárhlíðarhreppur

Akureyri Akureyri Arnarneshreppur Árskógshreppur Bárðdælahreppur Dalvík Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Glæsibæjarhreppur Grímseyjarhreppur Grýtubakkahreppur Hálshreppur Hríseyjarhreppur Hörgárbyggð Ljósavatnshreppur Ólafsfjarðarbær Skriðuhreppur Svalbarðsstrandarhreppur Svarfaðardalshreppur Öxnadalshreppur

Eskifjörður

Blönduós Áshreppur Blönduóssbær Bólstaðarhlíðarhreppur Engihlíðarhreppur Fljótahreppur Fremri-Torfustaðahreppur Hofshreppur (Skagafjarðarsýslu) Hólahreppur Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Hvammstangahreppur Kirkjuhvammshreppur Lýtingsstaðahreppur Rípurhreppur Seyluhreppur Skagabyggð Skagahreppur Skarðshreppur Skefilsstaðahreppur Staðarhreppur (Skagafjarðarsýslu) Staðarhreppur (V-Húnavatnssýslu) Sveinsstaðahreppur Sveitarfélagið Skagaströnd Svínavatnshreppur Torfalækjarhreppur Viðvíkurhreppur Vindhælishreppur Ytri-Torfustaðahreppur Þorkelshólshreppur Þverárhreppur

68

Eskifjörður Fjarðabyggð Breiðdalshreppur Búðahreppur Djúpavogshreppur Egilsstaðir Eiðahreppur Fáskrúðsfjarðarhreppur Hofshreppur (A-Skaftafellssýslu) Hornarfjarðarbær Mjóafjarðarhreppur Norður-Hérað Reyðarfjarðarhreppur Skriðdalshreppur Stöðvarhreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Vallahreppur

Húsavík Aðaldælahreppur Kelduneshreppur Langanesbyggð Norðurþing Raufarhafnarhreppur Reykdælahreppur Reykjahreppur Skútustaðahreppur Svalbarðshreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Þórshafnarhreppur Öxarfjarðarhreppur


Afbrotatölfræði 2008 Hvolsvöllur Austur-Eyjafjallahreppur Austur-Landeyjahreppur Ásahreppur Djúpárhreppur Fljótshlíðarhreppur Holta- og Landsveit Hvolhreppur Mýrdalshreppur Rangárvallahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Skaftárhreppur Vestur-Eyjafjallahreppur Vestur-Landeyjahreppur

Höfuðborgarsvæðið Garðabær Hafnarfjörður Kjalarneshreppur Kjósarhreppur Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sveitarfélagið Álftanes

Seyðisfjörður Austurbyggð Austur-Hérað Borgarfjarðarhreppur Borgarhafnarhreppur Bæjarhreppur (A-Skaftafellssýslu) Fellahreppur Fljótsdalshérað Fljótsdalshreppur Hjaltastaðarhreppur Hlíðarhreppur Jökuldalshreppur Neskaupstaður Seyðisfjörður Skeggjastaðahreppur Tunguhreppur Vopnafjarðarhreppur

Snæfellsnes Eyja- og Miklaholtshreppur Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Saurbæjarhreppur Skógarstrandarhreppur Snæfellsbær Stykkishólmur

Sauðárkrókur Akrahreppur Sauðárkrókur Siglufjörður Sveitarfélagið Skagafjörður

Selfoss Biskupstungnahreppur Bláskógabyggð Eyrarbakkahreppur Flóahreppur Gaulverjabæjarhreppur Gnúpverjahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hraungerðishreppur Hrunamannahreppur Hveragerði Laugardalshreppur Sandvíkurhreppur Selfoss Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stokkseyrarhreppur Sveitarfélagið Árborg Sveitarfélagið Ölfus Villingaholtshreppur Þingvallahreppur

Suðurnes Grindavíkurbær Reykjanesbær Sandgerði Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar

Vestfirðir Árneshreppur Bolungarvík Broddaneshreppur Bæjarhreppur (Strandasýslu) Hólmavíkurhreppur Ísafjarðarbær Kaldrananeshreppur Kirkjubólshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar

69


Afbrotatölfræði 2008

Viðauki II: Töflur Tafla V1. Íbúafjöldi á Íslandi 1. desember 2002 til 2007 eftir umdæmum. 2002

2003

2004

2005

2006

2007

Akranes

5.587

5.590

5.662

5.782

5.955

6.345

Akureyri

22.947

23.081

23.178

23.362

23.482

23.833

Blönduós

3.357

3.310

3.238

3.191

3.152

3.128

Borgarnes

4.666

4.720

4.679

4.905

5.067

5.195

Eskifjörður

7.094

7.112

7.097

7.723

8.598

7.899

Húsavík

5.266

5.175

5.092

4.990

5.073

4.964

Hvolsvöllur Höfuðborgarsvæðið

4.267

4.263

4.259

4.288

4.359

4.413

179.766

181.874

183.927

187.105

191.612

196.161

Sauðárkrókur

4.399

4.409

4.361

4.335

4.300

4.231

12.786

12.941

13.307

13.940

14.483

15.025

4.664

4.779

5.292

5.987

6.752

6.002

Selfoss Seyðisfjörður Snæfellsnes

4.258

4.129

4.082

4.176

4.003

3.912

Suðurnes

16.792

16.929

17.090

17.899

18.880

20.415

Vestfirðir

7.932

7.838

7.695

7.546

7.470

7.309

Vestmannaeyjar

4.421

4.351

4.227

4.175

4.075

4.040

288.202

290.501

293.186

299.404

307.261

312.872

Landið allt

Tafla V2. Skipting embætta í landsvæði. Höfuðborgarsvæðið

Vesturland og Vestfirðir

Norðurland

Austurland

Suðurland

Höfuðborgarsvæðið

Akranes

Akureyri

Eskifjörður

Hvolsvöllur

Borgarnes

Blönduós

Seyðisfjörður

Selfoss

Snæfellsnes

Húsavík

Suðurnes

Vestfirðir

Sauðárkrókur

Vestmannaeyjar

70


Afbrotatölfræði 2008 Tafla V3. Fjöldi og hlutfall brota, samkvæmt skráningum í málaskrá 2008, eftir tegund þeirra og umdæmum.23

% innan emb.

% af heild

Fjöldi

% innan emb.

% af heild

Samtals

Akranes

197

9,9

1,4

139

7,0

3,3

1.649

83,1

2,9

1.985

Akureyri

797

26,1

5,5

362

11,9

8,5

1.892

62,0

3,4

3.051

32

2,0

0,2

19

1,2

0,4

1.577

96,9

2,8

1.628

Borgarnes

190

2,2

1,3

104

1,2

2,4

8.484

96,7

15,0

8.778

Eskifjörður

101

3,5

0,7

54

1,9

1,3

2.715

94,6

4,8

2.870

Húsavík

63

11,3

0,4

37

6,6

0,9

458

82,1

0,8

558

Hvolsvöllur

96

4,0

0,7

60

2,5

1,4

2.219

93,4

3,9

2.375

Fjöldi

Fjöldi

Umferðarlagabrot

% af heild

Sérrefsilagabrot

% innan emb.

Hegningarlagabrot

Blönduós

Höfuðborgarsvæðið

10.527

26,5

72,2

2.066

5,2

48,4

27.141

68,3

48,1

39.734

Ríkislögreglustjórinn

89

35,7

0,6

160

64,3

3,7

0

0,0

0,0

249

Ríkissaksóknari

41

100,0

0,3

0

0,0

0,0

0

0,0

0,0

41

Sauðárkrókur

84

13,9

0,6

31

5,1

0,7

488

80,9

0,9

603

Selfoss

719

21,8

4,9

243

7,4

5,7

2.330

70,8

4,1

3.292

Seyðisfjörður

105

10,9

0,7

38

4,0

0,9

818

85,1

1,5

961

90

9,9

0,6

34

3,7

0,8

787

86,4

1,4

911

Suðurnes

1.027

15,9

7,0

679

10,5

15,9

4.743

73,5

8,4

6.449

Vestfirðir

236

19,6

1,6

119

9,9

2,8

849

70,5

1,5

1.204

Snæfellsnes

Vestmannaeyjar Landið allt

184

33,0

1,3

122

21,9

2,9

251

45,1

0,4

557

14.578

19,4

100

4.267

5,7

100

56.401

75,0

100

75.246

Tafla V4. Fjöldi hegningarlaga-, umferðarlaga- og sérrefsilagabrota eftir mánuðum árið 2008. Jan.

Feb.

Mars

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

Sept.

Okt.

Nóv.

Des.

Hegningarlagabrot

1.099

904

1.085

1.113

1.122

1.173

1.210

1.362

1.297

1.404

1.450

1.359

Umferðarlagabrot

3.199

3.439

4.598

5.937

5.989

6.202

5.908

6.865

4.555

3.636

3.970

2.103

444

320

395

330

344

320

431

381

399

326

323

254

Sérrefsilagabrot

23

Sem dæmi um það hvernig lesa má út úr töflunni sést að fjöldi hegningarlagabrota í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var 10.527 brot, eða 72% allra slíkra brota á landinu. Af heildarfjölda brota innan umdæmisins voru hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu hins vegar 27%.

71


Afbrotatölfræði 2008

Tafla V5. Fjöldi manndrápa og líkamsmeiðinga 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. 2008

2007

2006

2005

2004

2003

Meðaltal

Frávik

Manndráp (211. gr.)

0

2

0

3

3

0

1,6

-100,0

Manndráp af gáleysi (215. gr.)

2

4

7

1

6

8

5,2

-61,5

Líkamsárás (217. gr.) Líkamsárás meiriháttar/stórfelld (218. gr.)

1.012

1.153

1.007

848

966

1.073

1.009,4

0,3

214

196

217

411

181

193

239,6

-10,7

Líkamsmeiðingar af gáleysi (219. gr.)

68

37

19

18

26

17

23,4

190,6

Lífi eða heilsu stefnt í háska (220. gr.)

15

18

7

11

2

2

8,0

87,5

3

3

7

6

3

1

4,0

-25,0

Manndráp, tilraun (211.gr. sbr. 20. gr.) Líkamsmeiðingar, annað Samtals

2

0

1

1

12

10

4,8

-58,3

1.316

1.413

1.265

1.299

1.199

1.304

1.296,0

1,5

Tafla V6. Fjöldi kynferðisbrota 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. 2008

2007

2006

2005

2004

2003

Meðaltal

Frávik

68

87

72

75

51

71

71,2

-4,5

55

41

35

28

37

36

35,4

55,4

Nauðgun – þvingun (194.-195. gr.) Nauðgun – misneyting (196.-199. gr.) Kynferðisbrot, við yngri en 15 ára (1.- 2. mgr. 202. gr.)

102

79

55

57

21

69

56,2

81,5

Sifjaspell (200. gr.) Kynferðisbrot, við börn uppalanda (1.-2. mgr. 201. gr.) Kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot (209. gr.) Klám/barnaklám (1.-4. mgr. 210. gr.)

26

24

11

11

9

8

12,6

106,3

20

15

9

16

18

10

13,6

47,1

50

38

41

44

40

53

43,2

15,7

36

35

22

29

20

23

25,8

39,5

Vændi (1.-3. mgr. 206. gr.)

11

6

3

1

1

13

4,8

129,2

Kynferðisbrot annað Samtals

0

24

33

27

80

76

48

-100,0

368

349

281

288

277

359

310,8

18,4

Tafla V7. Fjöldi auðgunarbrota 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. 2008

2007

2006

2005

2004

2003

Meðaltal

Þjófnaðir (244. gr.)

4.332

3.093

3.457

3.181

3.419

3.975

3.425,0

Frávik

Innbrot (244. gr.)

2.731

2.277

2.365

2.244

2.769

2.889

2.508,8

8,9

Fjársvik (248. gr.)

521

345

404

312

342

357

352,0

48,0

Hylming (254. gr.)

71,1

26,5

166

154

74

81

116

60

97,0

Gripdeild (245. gr.)

92

112

106

93

71

64

89,2

3,1

Fjárdráttur (247. gr.)

98

86

72

65

100

109

86,4

13,4

Rán (252. gr.)

43

42

50

49

35

39

43,0

0,0

Auðgunarbrot annað

46

68

68

57

95

125

82,6

-44,3

8.029

6.177

6.596

6.082

6.947

7.618

6.684,0

20,1

Samtals

72


Afbrotatölfræði 2008 Tafla V8. Fjöldi fíkniefnabrota 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. 2008

2007

2006

2005

2004

2003

Meðaltal

Frávik

1.198

1.488

1.713

1.388

1.197

947

1.346,6

-11,0

Innflutningur (4. mgr. 2. gr. 65/74)

104

104

92

95

165

149

121,0

-14,0

Sala, dreifing (4. mgr. 3. gr. 65/74)

110

104

99

114

104

117

107,6

2,2

49

31

28

26

31

31

29,4

66,7

Varsla, neysla (4. mgr. 2. gr. 65/74)

Framleiðsla (4. gr. 65/74) Ýmis fíkniefnabrot Samtals

129

120

166

193

174

141

158,8

-18,8

1.590

1.847

2.098

1.816

1.671

1.385

1.763,4

-9,8

Tafla V9. Fjöldi umferðarlagabrota24 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. 2008

2007

2006

2005

2004

2003

Meðaltal

Frávik

Afstunga − aðili sem hlut á að umferðaróhappi nemur ekki staðar (10. gr. 50/87)

982

1.125

1.060

692

1.206

1.062

1.029,0

-4,6

Akstur gegn rauðu ljósi (5. gr. 50/87)

579

914

1.173

1.029

1.757

2.007

1.376,0

-57,9

1.075

699

95

--

--

--

783

1.689

1.855

1.548

2.686

2.278

2.011,2

-61,1

Of hraður akstur (37. gr. 50/87)

39.223

38.092

29.157

23.494

24.205

25.342

28.058,0

39,8

Stöðvunarskylda ekki virt (5. gr. 50/87)

167

425

524

445

814

885

618,6

-73,0

Vanrækt að færa ökutæki til aðalskoðunar (67. gr. 50/87)

650

925

1.636

1.495

4.715

5.274

2.809,0

-76,9

Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna (45. gr. 50/87)25 Bílbelti ekki notað (71. gr. 50/87)

(ekki reiknað)

Ökumaður notar farsíma án handfrjáls búnaðar (47. gr. 50/87) Ökuskírteini ekki haft meðferðis (48. gr. 50/87)

532

1.026

1.338

900

1.236

744

1.048,8

-49,3

1.122

1.720

2.200

1.745

3.124

3.129

2.383,6

-52,9

Ölvun við akstur (45. gr. 50/87)

1.920

2.092

2.127

1.946

1.772

1.764

1.940,2

-1,0

Önnur umferðarlagabrot

9.368

11.062

11.349

10.194

14.236

14.332

12.234,6

-23,4

56.401

59.769

52.514

43.488

55.751

56.817

53.667,8

5,1

Samtals

24 25

Umferðaróhöpp eru ekki talin með og því eru tölur aðrar en í tölfræðiskýrslum 2003-2004. Lög sem tóku gildi um mitt ár 2006.

73


Afbrotatölfræði 2008

Tafla V10. Fjöldi eignarspjalla 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. Eignaspjöll, minniháttar (1. mgr. 257. gr.) Eignaspjöll, meiriháttar (2. mgr. 257. gr.) Samtals

2008

2007

2006

2005

2004

2003

Meðaltal

Frávik

2.956

3.167

3.395

2.589

3.467

3.812

3.286,0

-10,0

76

73

77

54

69

71

68,8

10,5

3.032

3.240

3.472

2.643

3.536

3.883

3.354,8

-9,6

Tafla V11. Fjöldi nytjastulda 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. Nytjastuldur, vélknúinna farartækja (1. mgr. 259. gr.) Nytjastuldur, annað (2. mgr. 259. gr.) Samtals

2008

2007

2006

2005

2004

2003

Meðaltal

Frávik

386

421

462

325

438

385

406,2

-5,0

22

15

16

23

25

27

21,2

3,8

408

436

478

348

463

412

427,4

-4,5

Tafla V12. Fjöldi brota á friðhelgi einkalífs 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. Húsbrot (231. gr.)

2008

2007

2006

2005

2004

2003

Meðaltal

250

192

263

291

221

201

233,6

7,0

10

21

16

14

7

8

13,2

-24,2

238

316

414

427

371

473

400,2

-40,5 46,3

Ofsóknir, áminningar (232. gr.) Hótanir (233. gr.)26 Ærumeiðingar (234. gr.)

Frávik

43

31

26

32

32

26

29,4

Brot gegn nálgunarbanni (232. gr.)

7

9

1

0

8

6

4,8

45,8

Brot gegn friðhelgi, ýmislegt

8

6

6

10

95

160

55,4

-85,6

556

575

726

774

734

874

736,6

-24,5

Samtals

Tafla V13. Hlutfallsleg skipting eftir vettvangi í brotum á friðhelgi einkalífs 2008. 2008 Annað

13,1

Akbraut/bifreiðastæði/utandyra

10,1

Fyrirtæki/stofnanir/verslun

16,0

Heimili/einkalóð

56,7

Skemmti-/veitingastaðir

2,7

Sumarhús

1,4

26

Brotaflokkurinn (233. gr. a.) „ráðist á mann vegna þjóðernis, litarháttar o.s.frv.“ fellur hér undir, ólíkt Afbrotatölfræði 2006.

74


Afbrotatölfræði 2008 Tafla V14. Hlutfall brota gegn friðhelgi einkalífs, skipt eftir mánuðum 2008. Jan.

Feb.

Mars

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

Sept.

Okt.

Nóv.

Des.

9,5

4,7

8,8

9,2

7,2

7,7

8,1

6,3

9,5

9,4

9,9

9,7

Tafla V15. Fjöldi skjalafalsbrota 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. 2008

2007

2006

2005

2004

2003

Meðaltal

Frávik

Fölsun, peningafals (150.–152. gr.) Fölsuðum peningum komið í umferð (153. gr.) Fölsun á annars konar gjaldmiðli en peningum (154. gr.)

10

24

6

6

24

16

15,2

-34,2

14

51

27

4

0

0

16,4

-14,6

5

11

8

4

0

2

5,0

0,0

Fölsun, tékkar (155. gr.)

16

15

16

16

15

17

15,8

1,3

Fölsun, greiðslukort (155. gr.)

24

30

37

34

9

17

25,4

-5,5

Fölsun, víxlar (155. gr.)

0

6

7

8

5

12

7,6

-100,0

26

20

21

20

9

18

17,6

47,7

Fölsun, lyfseðlar (155. gr.)

18

21

28

40

43

32

32,8

-45,1

Fölsun, skjalafals (155 gr.)

106

63

85

122

124

128

104,4

1,5

0

0

0

2

11

18

6,2

-100,0

38

67

40

70

82

63

64,4

-41,0

3

9

5

3

1

10

5,6

-46,4

13

13

13

3

0

3

6,4

103,1

5

3

3

1

5

4

3,2

56,3

278

333

296

333

328

340

326

-14,7

Fölsun, skuldabréf (155. gr.)

Fölsun, annað (155. gr.) Skjöl, misnotkun skjala (157. gr.) Skjalafals, rangfærsla skjala til að blekkja með því í lögskiptum (158. gr.)27 Skjöl, röng notkun stimpils eða merkis (159. gr.) Skjöl, önnur gagnabrot Samtals

27

„Rangfærsla sönnunargagna er varða mörk fasteignaréttinda“ fellur hér undir.

75


Afbrotatölfræði 2008

Tafla V16. Fjöldi brota gegn áfengislögum 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. Ólöglegur tilbúningur áfengis (bruggun) (6. gr. 75/98) Ólögleg sala áfengis (10. gr. 75/98) Áfengi veitt til yngri en 20 ára (1. mgr. 18. gr. 75/98) Dvöl ungmennis yngra en 18 ára á vínveitingastað (2. mgr. 18. gr. 75/98) Áfengi borið inn á veitingastað í óleyfi (3. mgr. 19. gr. 75/98) Brot á reglum um áfengisauglýsingar (20. gr. 75/98) Ölvun á almannafæri (21. gr. 75/98) Varsla á áfengi sem látið hefur verið af hendi andstætt ákvæðum áfengislaga (19. gr. 75/98)

2008

2007

2006

2005

2004

2003

Meðaltal

Frávik

9

10

13

12

13

20

13,6

-33,8

7

11

13

17

14

33

17,6

-60,2

21

34

27

27

22

22

26,4

-20,5

24

32

60

48

27

43

42,0

-42,9

7

10

7

6

0

3

5,2

34,6

15

10

49

35

16

10

24,0

-37,5

790

1.173

1.367

1.584

1.356

1.741

1.444,2

-45,3

6

26

61

30

8

13

27,6

-78,3

Áfengislög, ýmislegt Samtals

6

3

10

3

97

124

47,4

-87,3

885

1.309

1.607

1.762

1.553

2.009

1.648,0

-46,3

Tafla V17. Fjöldi brota gegn valdstjórninni 2003 til 2008, meðalfjöldi brota 2003 til 2007 og frávik 2008 frá meðaltali. Ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.–107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.-107. gr.)28 Ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.)29 Hótun um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.)30 Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt (19. gr. 90/96) Bann við að tálma lögreglu í störfum sínum (21. gr. 90/96) Innsigli, innsiglisrof (113. gr.) Brot gegn valdstjórninni, annað Samtals

28

2008

2007

2006

2005

2004

2003

Meðaltal

Frávik

118

120

96

68

80

88

90,4

30,5

79

65

16

--

--

--

12

12

7

11

6

7

16

31

1

--

--

--

170

152

149

69

92

97

111,8

52,1

12

16

15

17

16

25

17,8

-32,6 -67,7

(ekki reiknað) 8,6

(ekki reiknað)

2

8

5

7

5

6

6,2

23

23

27

19

17

18

20,8

10,6

432

427

316

191

216

241

278,2

55,3

Bætt við málaskrárkerfi lögreglunnar árið 2006. „Upphlaup, ofbeldi mannsafnaðar gagnvart opinberum starfsmanni“ fellur hér undir, ólíkt fyrri tölfræðiskýrslum. 30 Bætt við málaskrárkerfi lögreglunnar árið 2006. 29

76

39,5


34,6

27,9

28,2

29,5

39,8

37,8

49,3

16,7

61,3

62,2

38,3

81,7

Borgarnes

Eskifjörður

Húsavík

Hvolsvöllur

Höfuðb.svæðið

Sauðárkrókur

Selfoss

Seyðisfjörður

Snæfellsnes

Suðurnes31

Vestfirðir

Vestm.eyjar

77

46,0

58,9

25,4

63,6

35,0

31,1

41,4

32,6

48,3

18,4

29,6

23,3

27,6

25,4

51,1

40,3

2007

42,3

52,7

39,8

67,0

26,3

18,4

25,8

25,4

44,5

28,0

18,0

31,1

32,6

25,1

41,9

41,5

2006

11,8

7,4

19,2

26,9

7,7

10,0

33,9

4,7

9,4

18,1

14,1

8,9

7,7

3,2

6,3

11,0

2008

11,4

17,2

18,7

14,3

2,5

10,4

24,9

0,0

10,3

9,2

9,9

3,5

23,7

6,3

10,2

15,1

2007

Kynferðisbrot

9,4

9,6

5,3

14,5

9,6

1,7

11,5

9,2

8,6

7,0

14,0

10,4

8,2

3,1

11,1

20,8

2006

256,6

136,1

91,7

180,3

58,8

68,3

238,9

47,3

332,0

63,4

30,2

32,9

154,0

32,0

138,0

110,3

2008

201,0

95,7

44,2

154,1

50,0

75,5

150,5

53,5

254,8

50,5

25,6

68,6

124,3

38,1

150,8

134,3

2007

Auðgunarbrot 2006

220,3

136,5

41,1

243,0

50,3

56,8

137,0

36,9

275,6

65,3

46,1

40,1

85,6

31,3

165,7

195,4

50,8

111,4

49,3

106,8

15,3

10,0

71,2

28,4

46,1

45,3

16,1

11,4

88,5

32,0

49,5

66,2

2008

60,1

56,4

52,2

101,7

30,0

10,4

38,7

51,2

67,1

6,9

11,8

8,1

108,5

44,4

32,4

80,6

2007

Fíkniefnabrot

70,1

71,9

39,8

108,9

28,7

28,4

69,6

20,8

74,8

39,6

22,0

22,0

97,9

12,5

82,6

32,9

2006

1.802,7

621,3

1.161,6

2.323,3

2.011,8

1.362,9

1.550,7

1.153,4

1.383,6

5.028,3

922,6

3.437,1

16.331,1

5.041,6

793,9

2.598,9

2008

1.945,2

741,1

1.037,5

2.129,8

1.633,8

1.839,5

2.630,0

2.379,1

1.379,6

5.443,9

1.364,1

1.769,0

18.292,9

8.915,0

1.303,1

2.984,0

2007

2006 1.535,4

2.369,4

1.754,0

735,3

1.174,1

2.262,1

1.333,8

1.244,4

3.164,3

1.271,0

1.405,1

4.540,6

939,9

1.628,9

5.080,5

11.259,8

Umferðarlagabrot

Lögregluembætti Keflavíkur og Keflavíkurflugvallar falla undir hið nýja embætti lögreglunnar á Suðurnesjum og eru tölur fyrir árið 2006 því aðrar en í fyrri tölfræðiskýrslum.

31

22,4

Blönduós

42,1

48,3

Akureyri

Landið allt

42,6

Akranes

2008

Manndráp og líkamsmeiðingar

Tafla V18. Fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa á árunum 2006 til 2008, eftir embættum.

Afbrotatölfræði 2008


78

43,5

136,2

60,2

Snæfellsnes

Suðurnes32

Vestfirðir

96,9

2007

105,4

179,1

69,6

156,8

20,0

50,4

120,1

79,1

111,3

48,2

31,5

36,1

114,5

34,9

95,8

125,9

2006

116,0

158,1

61,0

163,7

52,7

63,5

118,4

83,0

123,0

63,0

30,1

69,9

46,9

21,9

122,0

159,1

13,0

12,4

6,8

10,8

15,3

6,7

6,7

2,4

15,7

4,5

6,0

3,8

9,6

0,0

11,7

11,0

2008

14,2

7,4

5,4

12,7

2,5

10,4

12,4

0,0

18,1

2,3

3,9

4,7

7,9

3,2

7,7

3,4

2007

Nytjastuldur

16,0

4,8

2,7

27,4

9,6

6,7

13,6

2,3

19,6

0,0

10,0

0,0

10,2

9,4

6,0

5,2

2006

17,8

37,1

32,8

26,0

17,9

5,0

30,0

16,5

16,8

15,9

12,1

5,1

15,4

9,6

13,4

15,8

2008

18,7

17,2

29,5

23,3

10,0

16,3

15,2

9,3

19,3

32,1

19,7

9,3

25,7

9,5

15,3

10,1

2007

24,2

21,6

29,2

36,3

9,6

11,7

29,4

23,1

24,9

21,0

16,0

23,3

26,5

9,4

19,3

12,1

2006

Friðhelgi einkalífs

8,9

17,3

4,1

21,6

7,7

13,3

4,0

4,7

8,7

9,1

2,0

8,9

5,8

0,0

6,7

1,6

2008

10,8

2,5

4,0

18,0

5,0

7,4

4,1

4,7

11,5

2,3

0,0

10,5

3,9

3,2

15,8

5,0

2007

Skjalafals

9,9

0,0

1,3

8,4

0,0

5,0

4,3

9,2

12,0

4,7

2,0

9,1

6,1

0,0

10,3

8,6

2006

28,3

111,4

17,8

62,7

30,7

23,3

28,0

9,5

21,9

18,1

10,1

19,0

21,2

3,2

53,7

45,7

2008

42,6

103,1

26,8

72,6

20,0

29,6

24,2

9,3

40,7

18,4

15,8

26,8

25,7

22,2

75,8

43,7

2007

53,7

115,0

51,7

100,6

16,8

33,4

34,4

20,8

54,8

18,7

8,0

35,0

14,3

6,3

68,5

36,3

2006

Áfengislagabrot

13,8

14,9

28,7

36,7

17,9

6,7

21,3

14,2

11,3

13,6

6,0

6,3

15,4

6,4

12,6

7,9

2008

13,9

7,4

16,1

25,4

12,5

5,9

27,6

4,7

12,7

9,2

11,8

4,7

13,8

22,2

16,2

6,7

2007

Brot gegn valdstjórninni

Lögregluembætti Keflavíkur og Keflavíkurflugvallar falla undir hið nýja embætti lögreglunnar á Suðurnesjum og eru tölur fyrir árið 2006 því aðrar en í fyrri tölfræðiskýrslum.

32

Landið allt

151,0

43,3

Seyðisfjörður

Vestm.eyjar

97,2

68,0

Hvolsvöllur

Selfoss

26,2

Húsavík

70,9

32,9

Eskifjörður

101,9

109,7

Borgarnes

Sauðárkrókur

32,0

Blönduós

Höfuðb.svæðið

94,4

Akureyri

2008

111,9

Akranes

Eignaspjöll

Tafla V19. Fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa á árunum 2006 til 2008, eftir embættum.

10,6

14,4

15,9

18,4

4,8

16,7

16,5

2,3

9,2

18,7

6,0

16,8

6,1

6,3

9,4

8,6

2006

Afbrotatölfræði 2008


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2008

79


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2008

80


Akureyri

Blönduós

Borgarnes

Eskifjörður

Húsavík

Hvolsvöllur

Höfuðborgarsvæðið

Ríkislögreglustjórinn

Ríkissaksóknari

Sauðárkrókur

Selfoss

Seyðisfjörður

Snæfellsnes

Suðurnes

Vestfirðir

Vestmannaeyjar

2008

2007

2006

0 1 25 1 0 0 0 0 0 0 27 3 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0 1 0 1 0 0 0 1 0 7 -2 13 53 0 0 0 0 0 0 0 0 2 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 70 -10 39 0 0 0 3 42 -6 35 2 82

0 0 93 9 6 6 1 0 0 0 115 -5 3 0 4 0 0 1 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 0 4 0 0 1 0 0 15 -9 85 209 4 1 0 5 1 4 0 0 9 6 0 0 1 0 0 0 2 0 2 0 329 -25 99 0 8 2 9 118 42 88 32 49

0 0 5 1 1 0 0 0 0 0 7 -1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 -1 7 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 10 -2 9 0 0 1 0 10 -4 1 0 8

0 0 12 3 2 0 1 0 0 0 18 4 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 4 -8 31 44 0 0 0 0 0 0 0 0 2 1 0 0 1 0 0 0 0 0 1 0 80 17 39 0 2 0 5 46 -9 9 0 127

0 0 15 3 2 2 0 0 0 0 22 2 2 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 7 4 8 13 0 1 0 0 0 1 0 0 2 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 26 -33 7 0 0 0 2 9 2 1 0 7

0 0 9 4 0 0 1 0 0 0 14 -1 0 0 1 1 0 1 0 1 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 0 7 2 2 6 3 0 0 0 0 1 0 0 2 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 15 2 5 0 1 2 0 8 2 5 0 2

0 0 11 2 0 0 0 0 0 0 13 5 1 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 1 0 0 0 0 0 3 0 0 0 0 0 8 4 10 11 0 0 0 1 0 0 0 0 1 5 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 28 6 20 0 0 0 0 20 17 12 0 18

0 0 625 67 36 42 7 1 2 0 780 -145 32 4 12 0 1 13 0 4 7 0 8 7 26 26 0 0 2 5 0 18 0 2 0 18 0 185 -12 2.195 3.546 75 9 11 56 1 41 2 5 184 182 0 0 3 2 5 4 39 3 149 1 6.513 1.631 678 49 70 37 71 905 -381 714 526 323

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 7 0 0 0 0 1 6 0 0 4 0 2 0 0 0 0 0 23 22 1 0 0 0 1 2 1 0 0 0

0 0 8 0 0 0 0 0 0 0 8 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 -1 0 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 -14 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

0 0 11 4 1 0 0 0 0 0 16 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 1 0 0 2 2 5 15 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 20 -3 10 0 1 0 1 12 -10 3 0 12

0 1 40 15 9 7 0 1 1 0 74 14 6 0 4 0 3 4 0 1 2 0 0 1 3 13 0 0 0 0 0 8 0 0 0 6 0 51 15 187 136 4 1 0 3 1 0 0 1 3 14 0 0 0 0 1 0 0 0 8 0 359 141 91 1 5 2 8 107 51 20 3 138

0 0 8 1 0 1 0 0 0 0 10 -11 4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 1 0 0 0 0 0 6 -1 12 19 1 0 1 4 0 0 0 0 1 1 0 0 1 0 0 0 0 0 1 0 41 -10 3 1 0 0 2 6 -1 13 0 7

0 0 19 3 2 0 0 0 0 0 24 10 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 1 0 0 1 0 3 2 7 12 1 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 1 0 1 0 23 3 5 0 1 0 0 6 -6 7 0 14

0 0 84 15 14 10 4 0 0 0 127 7 8 1 5 0 0 2 0 5 4 1 1 0 3 15 0 0 0 0 0 9 0 0 0 1 0 55 28 137 183 3 1 0 7 0 1 0 0 12 15 2 0 1 1 1 0 1 0 3 0 368 77 134 53 12 5 14 218 26 53 13 245

0 0 22 3 3 0 0 0 0 0 28 9 3 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 1 4 1 0 0 0 1 0 1 0 0 0 2 0 14 0 21 39 1 0 0 0 0 1 0 0 2 3 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 67 34 20 0 6 0 10 36 -3 7 0 37

0 0 25 6 1 0 1 0 0 0 33 9 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 3 -4 11 42 0 0 0 0 0 0 0 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 55 16 38 0 4 0 3 45 22 14 3 6

0 2 1.012 137 77 68 15 2 3 0 1.316 -97 63 5 28 1 4 22 0 11 14 1 10 10 41 61 0 0 3 8 0 50 1 2 2 31 0 368 19 2.731 4.332 92 13 15 83 3 49 2 7 223 237 2 0 11 3 9 4 43 3 166 1 8.029 1.852 1.198 104 110 49 129 1.590 -257 982 579 1.075

2 4 1.153 146 50 37 18 0 3 0 1.413 148 84 3 27 8 3 20 3 10 13 1 9 6 37 42 1 1 6 2 0 38 4 1 2 28 0 349 68 2.277 3.093 112 17 17 69 9 33 9 12 144 138 4 0 11 0 16 11 42 6 154 3 6.177 -419 1.488 104 104 31 120 1.847 -251 1.125 914 699

0 7 1.007 161 56 19 7 1 7 0 1.265 -34 67 5 32 1 2 22 0 3 7 1 5 4 19 36 6 5 2 0 1 41 0 4 0 18 0 281 -7 2.365 3.457 106 10 12 60 7 50 10 7 143 187 28 1 11 0 12 0 50 5 74 1 6.596 514 1.713 92 99 28 166 2.098 282 1.060 1.173 95

Fjöldi brota árið 2008 Helstu brotaflokkar

Manndráp (211. gr.) Mannsbani af gáleysi (215. gr.) Líkamsárás (217. gr.) Líkamsárás, líkamsmeiðingar minni (1. mgr. 218. gr.) Líkamsárás, líkamsmeiðingar meiri (2. mgr. 218. gr.) Líkamsmeiðingar af gáleysi (219. gr.) Líf eða heilsu stefnt í háska (220. gr. ) Látið farast fyrir að koma manni í lífsháska til bjargar (1. mgr. 221. gr.) Manndráp, tilraun (211. gr. sbr. 20. gr) Líkamsárás, brot gegn lífi og líkama - ýmislegt Manndráp og líkamsmeiðingar samtals Breytingar frá fyrra ári Kynferðisbrot, nauðgun (194. gr.) Kynferðisbrot, ólögmæt nauðung (195. gr.) Kynferðisbrot, misneyting (andlegir annnarkar, rænuleysi) (196. gr.) Kynferðisbrot, (varúðarákvæði, trúnaðarbrot) (197. gr.) Kynferðisbrot, kynmök vegna freklegrar misnotkunar á aðstöðu (198. gr.) Kynferðisbrot, önnur kynferðisleg áreitni (2. mgr. 198. gr.) Kynferðisbrot, kynmök vegna villu um óvígða sambúð, hjúskap eða persónu (199. gr.) Kynferðisbrot, sifjaspell, kynmök (1. mgr. 200. gr.) Kynferðisbrot, sifjaspell, önnur kynferðisleg áreitni (2. mgr. 200. gr.) Kynferðisbrot, sifjaspell (kynmök systkina) (3. mgr. 200. gr.) Kynferðisbrot, mök við barn uppalanda (1. mgr. 201. gr.) Kynferðisbrot, önnur kynferðisleg áreitni við börn uppalanda (2. mgr. 201. gr.) Kynferðisbrot, mök við barn yngra en 15 ára (1. mgr. 202. gr.) Kynferðisbrot, við yngri en 15 ára (2. mgr. 202. gr.) Kynferðisbrot, yngri en 18 ára tælt til eða greitt fyrir samræði eða önnur kynferðismök (3.-4. mgr. 202. gr.) Kynferðisbrot, gáleysi skv. 201. gr. og 202. gr. (204. gr.) Kynferðisbrot, vændi eða hagnýting vændis (1.-2. mgr. 206. gr.) Kynferðisbrot, við yngri en 18 ára, tæling og vændi (3. mgr. 206. gr.) Kynferðisbrot, hagnýting lauslætis annarra (5. mgr. 206. gr) Kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot (209. gr.) Klám á prenti (1. mgr. 210. gr.) Kynferðisbrot, útbreiðsla kláms (2. mgr. 210. gr.) Kynferðisbrot, afhending kláms til yngri en 18 ára (3. mgr. 210. gr.) Kynferðisbrot, varsla á barnaklámi (4. mgr. 210. gr.) Kynferðisbrot - annað Kynferðisbrot samtals Breytingar frá fyrra ári Innbrot (244. gr.) Þjófnaður (244. gr.)* Gripdeild (245. gr.) Ólögleg meðferð á fundnu fé (246. gr.) Fjárdráttur - munir (247. gr.) Fjárdráttur - peningar (247. gr.) Fjársvik, tékkasvik (248. gr.) Fjársvik, hótelsvik (248. gr.) Fjársvik, með stolnum tékkum (248. gr.) Fjársvik, tryggingarsvik (248. gr.) Fjársvik, greiðslukort (248. gr.) Fjársvik, ýmislegt (248. gr.) Umboðssvik, greiðslukort (249. gr.) Umboðssvik, tékkar (249. gr.) Umboðsvik, ýmislegt (249. gr.) Tölvubúnaði eytt, breytt, bætt við eða aðrar ráðstafnanir gerðar svo að áhrif hefur á niðurstöður tölvuvinnslu (249.gr.a.) Skilasvik (250. gr.) Fjárkúgun (251. gr.) Rán (252. gr.) Misneyting (253. gr.) Hilming (254. gr.) Auðgunarbrot - ýmislegt Auðgunarbrot samtals Breytingar frá fyrra ári Varsla og meðferð fíkniefna (4. mgr. 2. gr. 65/74) Innflutningur fíkniefna (4. mgr. 2. gr. 65/74) Sala og dreifing fíkniefna (4. mgr. 3. gr. 65/74) Framleiðsla fíkniefna (4. gr. 65/74) Ýmis fíkniefnabrot Fíkniefnabrot samtals Breytingar frá fyrra ári Afstunga - aðili sem hlut á að umferðaróhappi nemur ekki staðar (10. gr. 50/87) Akstur gegn rauðu ljósi (5. gr. 50/87) Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna (45. gr. 50/87)*

2005

Akranes

Tafla V20

3 1 848 353 58 18 11 0 6 1 1.299 100 73 2 25 2 1 21 0 5 6 0 7 9 19 38 2 1 1 0 0 44 2 2 0 25 3 288 11 2.244 3.181 *Innbrot talin frá þjófnaðarbrotum 93 19 16 49 18 23 7 5 105 154 5 1 4 0 16 4 49 4 81 4 6.082 -865 1.388 95 114 26 193 1.816 145 692 1.029 -- *Sbr. nýtt ákvæði laga nr. 66/2006 (45. gr. a)

81


152 1.147 32 6 53 57 134 588 2.330 -1.479 141 5 146 -28 10 0 10 -8 24 0 2 17 2 0 0 0 45 23 0 0 1 0 0 0 0 0 4 0 0 0 0 0 1 0 6 0 1 0 1 5 0 1 31 0 3 42 7 5 0 4 4 16 1 0 0 0 0 0 1 1 0 32 -8

16 507 17 0 7 19 39 193 818 -424 23 3 26 -8 4 0 4 -3 1 0 0 2 0 0 0 0 3 -8 0 0 0 0 0 0 0 0 6 0 1 0 0 0 1 0 8 3 0 0 0 0 0 0 14 0 0 14 -6 0 2 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 1 4 0

1 395 0 0 3 26 27 314 787 133 16 1 17 9 5 1 6 5 1 0 0 5 1 0 0 0 7 3 0 0 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 1 0 3 1 0 0 0 0 0 0 12 0 0 12 4 1 0 0 0 3 1 1 0 0 0 0 0 0 1 7 2

97 2.871 25 100 45 160 183 951 4.743 722 266 12 278 -18 21 1 22 -2 20 1 0 31 0 0 0 1 53 9 2 1 1 0 3 0 0 0 22 0 13 1 1 0 0 0 44 10 4 0 4 4 2 6 106 2 0 128 -9 23 21 3 3 23 2 0 0 0 0 0 0 0 0 75 27

29 464 0 0 8 69 34 201 849 74 41 3 44 -8 5 0 5 1 13 0 0 8 3 0 0 0 24 2 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 1 0 1 0 0 0 3 0 1 1 1 0 0 0 9 0 1 13 -7 8 5 0 0 7 0 0 0 0 0 0 0 1 0 21 9

2005

3 337 1 0 4 27 30 71 488 -535 30 0 30 -4 1 0 1 1 5 0 0 2 0 0 0 0 7 3 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 0 0 4 0 0 4 0 3 0 1 0 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 6 4

2006

Vestfirðir

0 0 0 0 0 0 0 0 0 -5 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 1 0 0 0 0 2 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

2007

Suðurnes

0 0 0 0 0 0 0 0 0 -1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 1 0 0 1 0 0 0 0 3 -4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 -1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

2008

Snæfellsnes

24 295 1.852 18.433 1 74 0 57 2 327 33 539 40 1.088 237 4.765 2.219 27.141 -154 706 26 1.960 4 38 30 1.998 9 -134 2 295 0 12 2 307 1 -40 2 137 0 6 0 8 4 138 1 35 0 3 0 1 0 2 7 330 -7 -40 0 7 0 13 0 3 0 16 0 19 0 0 21 0 16 3 50 0 0 0 12 0 1 1 10 0 1 0 1 0 0 4 170 3 -50 0 2 1 5 0 7 0 0 0 3 0 8 6 402 1 1 0 2 8 430 0 -349 0 60 0 32 0 2 0 7 4 103 1 4 1 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 1 0 6 0 6 6 222 2 -21

Vestmannaeyjar

Seyðisfjörður

2 303 0 1 0 6 25 114 458 -234 11 2 13 -3 3 0 3 1 5 0 0 1 0 0 0 0 6 -4 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 1 1 0 0 0 0 0 0 5 0 0 5 -3 1 1 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 -3

Selfoss

43 2.316 0 0 36 30 53 229 2.715 1.194 25 1 26 -5 2 1 3 -1 1 0 0 3 0 0 0 0 4 -4 0 0 0 0 1 0 0 0 4 0 2 0 0 0 0 0 7 -2 0 0 2 0 0 0 13 0 0 15 -8 2 2 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 5 1

Sauðárkrókur

17 7.547 0 174 0 69 83 458 8.484 -785 55 2 57 -1 3 2 5 1 4 0 0 4 0 0 0 0 8 -5 0 0 0 0 0 0 0 0 3 0 0 0 0 0 0 0 3 1 0 0 0 0 0 0 11 0 0 11 -2 2 3 0 0 1 1 0 0 0 0 0 0 0 1 8 1

Ríkissaksóknari

Húsavík

5 1.410 0 1 1 5 21 125 1.577 -1.233 10 0 10 -1 0 0 0 -1 1 0 0 2 0 0 0 0 3 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 -1 0 0 0 0 0 0 1 0 0 1 -6 1 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 -5

Ríkislögreglustjórinn

Eskifjörður

25 926 5 34 32 43 91 567 1.892 -1.168 223 2 225 0 27 1 28 10 18 0 0 12 1 0 0 1 32 -4 0 0 0 0 1 0 2 2 4 0 7 0 0 0 0 0 16 -21 1 0 5 1 0 0 119 2 0 128 -50 10 10 2 2 4 1 0 0 0 0 0 0 0 1 30 -8

Höfuðborgarsvæðið

Borgarnes

33 707 0 275 2 31 48 434 1.649 -128 68 3 71 -4 5 2 7 5 6 0 0 4 0 0 0 0 10 4 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 1 -2 0 0 1 1 0 0 27 0 0 29 3 0 1 0 0 3 0 0 0 0 0 0 0 0 1 5 1

Hvolsvöllur

Blönduós

Bílbelti ekki notað (71. gr. 50/87) Of hraður akstur. Hraðamæling (37. gr. 50/87) Stöðvunarskylda ekki virt (5. gr. 50/87) Vanrækt að færa ökutæki til aðalskoðunar (67. gr. 50/87) Ökumaður notar farsíma án handfrjáls búnaðar (47. gr. 50/87) Ökuskírteini ekki meðferðis (48. gr. 50/87) Ölvun við akstur (45. gr. 50/87) Önnur umferðarlagabrot Umferðarlagabrot samtals* Breytingar frá fyrra ári Eignaspjöll, minniháttar (1. mgr. 257. gr.) Eignaspjöll, meiriháttar (2. mgr. 257. gr.) Eignaspjöll samtals Breytingar frá fyrra ári Nytjastuldur vélknúinna farartækja (1. mgr. 259. gr.) Nytjastuldur - annað (2. mgr. 259. gr.) Nytjastuldur samtals Breytingar frá fyrra ári Húsbrot (231. gr.) Brot gegn nálgunarbanni (232. gr.) Ofsóknir (232. gr.) Hótanir (233. gr.) Ærumeiðingar (234. gr.) Hnýst í bréf, skjöl eða önnur slík gögn (228. gr.) Opinberlega skýrt frá einkamálefnum annars manns (229. gr.) Friðhelgi, brot gegn friðhelgi - ýmislegt Brot gegn friðhelgi einkalífs samtals Breytingar frá fyrra ári Peningafals (150. gr.) Peningafals, fölsuðum peningum komið í umferð (153. gr.) Fölsun á annars konar gjaldmiðlum en peningum (154. gr.) Fölsun - tékkar (155. gr.) Fölsun - greiðslukort (155. gr.) Fölsun - víxlar (155. gr.) Fölsun - skuldabréf (155. gr.) Fölsun - lyfseðlar (155. gr.) Fölsun - skjalafals (155. gr.) Fölsun - annað (155. gr.) Skjal, misnotkun skjals (157. gr.) Skjalafals, rangfærsla skjala til að blekkja með því í lögskiptum (158. gr.) Skjöl, röng notkun stimpils eða merkis (159. gr.) Skjalafals, skjalasvik, útgefandi skjals gabbaður (156. gr.) Rangfærsla sönnunargagna (162.-163. gr.) Skjöl, önnur gagnabrot Skjalafals samtals Breytingar frá fyrra ári Ólöglegur tilbúningur áfengis (bruggun) (6. gr. 75/98) Ólögleg sala áfengis (10. gr. 75/98) Áfengi veitt til yngri en 20 ára (1. mgr. 18. gr. 75/98) Dvöl ungmennis yngra en 18 ára á vínveitingastað (2. mgr. 18. gr. 75/98) Áfengi borið inn á veitingastað í óleyfi (3. mgr. 19. gr. 75/98) Brot á reglum um áfengisauglýsingar (20. gr. 75/98) Ölvun á almannafæri (21. gr. 75/98) Varsla á áfengi sem látið hefur verið af hendi andstætt ákvæðum áfengislaga (19. gr. 75/98) Áfengislög, ýmislegt Áfengislagabrot samtals Breytingar frá fyrra ári Lögreglumenn, ofbeldi gagnvart lögreglumönnum (106.-107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.-107. gr.) Opinber starfsmaður, ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.)* Hótun um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.) Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt (19. gr. 90/96) Bann við að tálma lögreglu í störfum sínum (21. gr. 90/96) Innsigli, innsiglirof og skemmdir á opinberri auglýsingu (113. gr.) Mútur (109. gr.) Fangar, aðstoð við fanga eða brotamann til að losna úr haldi (111.-112. gr.) Fangar sammælast um strok úr fangelsi (110. gr.) Ofbeldi, nauðung eða hótun skv. 233 gr. vegna skýrslugjafar þolanda hjá lögreglu eða fyrir dómi (108. gr.) Aðili tekur að sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hefur (116. gr.) Einkennisföt eða merki sem áskilið er stjórnvöldum notað vísvitandi eða af gáleysi (117. gr.) Opinber starfsmaður, önnur tálmun á starfi opinbers starfsmanns (106.-107. gr.) Brot gegn valdstjórninni samtals Breytingar frá fyrra ári

Akureyri

Fjöldi brota árið 2008 Helstu brotaflokkar Akranes

Tafla V20

41 783 1.689 1.855 1.548 8 39.223 38.092 29.157 23.494 12 167 425 524 445 2 650 925 1.636 1.495 12 532 1.026 1.338 900 8 1.122 1.720 2.200 1.745 24 1.920 2.092 2.127 1.946 121 9.368 11.062 11.349 10.194 251 56.401 59.769 52.514 43.488 *Vegna breytinga í skráningu hafa umferðaróhöpp verið tekin út -51 -3.368 7.255 9.026 -12.263 61 2.956 3.167 3.395 2.589 0 76 73 77 54 61 3.032 3.240 3.472 2.643 -12 -208 -232 829 -893 3 386 421 462 325 2 22 15 16 23 5 408 436 478 348 2 -28 -42 130 -115 11 250 192 263 291 0 7 9 1 0 0 10 21 16 14 4 238 316 414 427 0 43 31 26 32 0 3 4 3 1 0 1 1 2 0 0 4 1 1 9 15 556 575 726 774 8 -19 -151 -48 40 1 10 24 6 6 0 14 51 27 4 0 5 11 8 4 0 16 15 16 16 0 24 30 37 34 0 0 6 7 8 2 26 20 21 20 0 18 21 28 40 4 106 63 85 122 0 0 0 0 2 0 38 67 40 70 0 3 9 5 3 0 13 13 13 3 0 1 2 1 1 0 4 1 1 0 0 0 0 1 0 7 278 333 296 333 6 -55 37 -37 5 0 9 10 13 12 0 7 11 13 17 0 21 34 27 27 13 24 32 60 48 2 7 10 7 6 0 15 10 49 35 30 790 1.173 1.367 1.584 0 6 26 61 30 0 6 3 10 3 45 885 1.309 1.607 1.762 3 -424 -298 -155 209 2 118 120 96 68 2 79 65 16 0 0 12 12 7 11 *Upphlaup, ofbeldi mannsafnaðar gagnvart opinberum starfsmanni fellur hér undir 0 16 31 1 0 1 170 152 149 69 1 12 16 15 17 0 2 8 5 7 0 0 1 3 0 0 1 1 3 2 0 0 2 0 0 0 1 1 3 1 0 2 1 0 1 0 8 2 1 1 0 11 15 17 14 6 432 427 316 191 3 5 111 125 -25


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2008

025482628 952653245 4516298799 0059750557

952653245 025482628


Ríkislögreglustjórinn

Afbrotatölfræði 2008

Afbrotatölfræði 2008

025482628

0059750557 700800464111

3

952653245 0254826288

0059750557

952653245

70080046411

025482628 952653245 4516298799

0059750557

952653245 025482628


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.