Afbrotatolfraedi 2010

Page 1

Ríkislögreglustjórinn

Afbrotatölfræði 2010

Afbrotatölfræði 2010



AFBROTATÖLFRÆÐI 2010 RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN

Nóvember 2011

1


Útgefandi: Ríkislögreglustjórinn www.rls.is www.logreglan.is Umsjón: Stjórnsýslusvið Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir félagsfræðingur Hönnun forsíðu: Grafika ehf. Ljósmyndir: Foto.is sf. Júlíus Sigurjónsson Prentvinnsla: Svansprent ehf. Útgefið í nóvember 2011

2


Efnisyfirlit HELSTU NIÐURSTÖÐUR ............................................................. 5 AÐFERÐIR OG GÖGN ................................................................. 7 Breytingar á tölvukerfi og fyrirvarar á tölfræði ................................................ 8 ATRIÐISORÐASKRÁ ................................................................... 9 TILKYNNT AFBROT Á ÍSLANDI ................................................... 11 MANNDRÁP OG LÍKAMSMEIÐINGAR..................................................................... 14 Manndráp ....................................................................................................... 16 KYNFERÐISBROT ................................................................................................. 17 AUÐGUNARBROT ................................................................................................. 19 FÍKNIEFNABROT .................................................................................................. 22 UMFERÐARLAGABROT ........................................................................................ 28 EIGNASPJÖLL ....................................................................................................... 31 NYTJASTULDUR ................................................................................................... 32 BROT GEGN FRIÐHELGI EINKALÍFS....................................................................... 33 SKJALAFALS ........................................................................................................ 35 BROT GEGN ÁFENGISLÖGUM ............................................................................... 37 BROT GEGN VALDSTJÓRNINNI ............................................................................. 39 FJÖLDI BROTA MIÐAÐ VIÐ ÍBÚAFJÖLDA ....................................... 41 MYNDA- OG TÖFLUSKRÁ .......................................................... 59 VIÐAUKAR ........................................................................... 62 VIÐAUKI I: UMDÆMI LÖGREGLUSTJÓRA ....................................... 63 VIÐAUKI II: TÖFLUR................................................................ 64


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2010

4

4


Afbrotatölfræði 2010

Helstu niðurstöður Árið 2010 voru 73.525 brot tilkynnt til lögreglu. Brotin voru færri en árin 2009 og 2008. Hegningarlagabrotum fækkaði um 7%. Þar hafa auðgunarbrot, innbrot/þjófnaðir, mestu áhrifin en þeim fækkaði um 10% frá árinu 2009 til 2010. Sérrefsilagabrotum fjölgaði um 15% frá árinu 2009 til ársins 2010 en voru þá 3.977. Fíkniefnabrot voru um 39% allra sérrefsilagabrota og áfengislagabrot um 20%.

Á síðustu 13 árum hafa komið upp 23 manndrápsmál, sem gera 1,8 manndráp að meðaltali á ári á árunum 1998 til 2010. Á árinu 2010 féllu tvö tilvik undir skilgreiningu laga um manndráp.

Hraðakstursbrot voru 73% allra umferðarlagabrota árið 2010. Þau voru 40.012, sem er um 3.000 brotum færri brot en á árinu 2009. Umferðarlagabrot voru færri en árið á undan, eða sem nam 700 brotum.

Fíkniefnabrotum fjölgaði um 16% frá árinu áður. Brotum sem falla undir framleiðslu á fíkniefnum fjölgaði á árinu 2010 og voru þau 235 en meðaltal síðustu þriggja ára er 82 brot á ári. Lagt var hald á um 27 kg af maríhúana á árinu 2010, 11 kg af amfetamíni og yfir 15.000 e-töflur. Einnig var lagt hald á mikið af hassplöntum, eða rúmlega 9.000 stykki.

5

5


Afbrotatölfræði 2010

Tilkynnt var um 323 kynferðisbrot árið 2010. Þetta eru um 1,6% fleiri brot en árið á undan og 6% fækkun ef fjöldi brota árið 2010 er borinn saman við meðaltal áranna 2007 til 2009. Eignaspjöll voru 3.000, sem er 4% færri brot en að meðaltali á ári á árunum 2007 til 2009. Svipuð þróun varð á nytjastuldi, en þar nam fækkunin 5%. Tilkynnt voru 620 brot gegn friðhelgi einkalífs á árinu, sem er aukning frá árinu 2009 um 20%. Skjalafölsunarbrot voru 268, sem eru færri brot en að meðaltali á ári á árunum 2007 til 2009 en að meðaltali voru þau 300 á ári á því tímabili. Áfengislagabrotum fjölgaði frá árinu áður. Brotum vegna ölvunar á almannafæri og brotum í flokknum „áfengi borið inn á veitingastað í óleyfi“ fjölgaði, sem skýrir að stórum hluta þessa aukningu. Brotum gegn valdstjórninni fækkaði, árið 2010 voru þau 301 en 368 árið á undan. Flest brot mátti rekja til þess að fyrirmælum lögreglu var ekki hlýtt eða hún var beitt ofbeldi.

6

6


Afbrotatölfræði 2010

Aðferðir og gögn Í skýrslu þessari eru birtar tölfræðiupplýsingar um brot á lögum og verkefni lögreglunnar fyrir árið 2010. Gögnin voru tekin út 3. maí 2011. Annars vegar er fjallað um fjölda skráðra brota árið 2010 og hins vegar um hlutfallsleg frávik frá meðalfjölda brota á ári á árunum 2007 til 2009. Einnig er gefið upp magn fíkniefna sem lögregla og tollgæsla lagði hald á árinu 2010. Í öðrum hluta skýrslunnar er fjöldi brota borinn saman milli landsvæða og umdæma og reiknuð tíðni miðað við 10.000 íbúa. Í þeim samanburði ber að hafa í huga að í hverju lögregluumdæmi geta verið fleiri en eitt sveitarfélag. Við útreikning á fjölda brota, þegar tekið er tillit til fjölda íbúa, er stuðst við endanlegar mannfjöldatölur frá Hagstofu Íslands næstliðinn 1. desember á undan því ári sem tölur um brotin eiga við (sjá viðauka II, töflu V1). Miðað er við dagsetningu brots þegar talin eru brot ársins 2010. Það er breyting frá árunum 1999 til 2007 þegar miðað var við ár í málsnúmeri. Skýringuna á þessu má rekja til þess að í auknum mæli eru mál sameinuð þegar gefa á út ákæru, stundum undir eldri málsnúmerum, t.d. frá árinu 2008. Dæmi um slíkt væri ef maður er grunaður um þjófnað sem átti sér stað í lok árs 2008. Hann brýtur aftur af sér í byrjun árs 2009. Bæði málin eru skráð en þegar gefa á út ákæru á hendur manninum eru brotin sameinuð undir málsnúmerinu frá árinu 2008. Við þá framkvæmd „týnist“ brotið frá árinu 2009 í tölfræðilegri úrvinnslu. Ef hins vegar er miðað við dagsetninguna þegar brotið er tilkynnt og skráð er brotið sem skráð er á árinu 2009 með í gögnum okkar. Upplýsingar fyrir árin 2001 til 2009 eru fengnar úr sérstökum tölfræðiskýrslum embættisins en úr ársskýrslum fyrir árin 1999 og 2000.

7

7


Afbrotatölfræði 2010

Breytingar á tölvukerfi og fyrirvarar á tölfræði Þar sem lögregla tók í notkun nýtt skráningarkerfi í febrúar 2005 þarf að hafa fyrirvara á samanburði upplýsinga fyrir og eftir þann tíma. Meginástæðan er sú að uppbygging kerfisins tók nokkrum breytingum þar sem núverandi kerfi sameinar nokkur eldri kerfi. Brot og verkefni voru skráð út frá brotaflokkum á árunum 19992004 en frá árinu 2005 hafa brot verið skráð eftir lagagreinum. Þessi breyting hefur þau áhrif að eftir breytingarnar 2005 voru atvik ekki lengur skráð undir óljósa flokka svo sem „auðgunarbrot – annað“. Við mat á gögnum lögreglu þarf að hafa fleiri fyrirvara. Það eru margir sem koma að skráningu gagna og því er ekki víst að forsendur skráningar séu ávallt þær sömu. Þá voru viss brot ekki fullrannsökuð þegar upplýsingar fyrir árið 2010 voru teknar saman. Breyttar forsendur skráningar hafa einnig haft áhrif. Á árinu 2010 var tekið upp breytt fyrirkomulag skráningar þegar hætt var að nota verkefnaflokkinn „Verkefni lokið“ og tekinn upp í staðinn flokkurinn „Hætt við“. Í einhverjum tilvikum leiddi þetta til þess að lögreglumenn skráðu slík verkefni ranglega sem „Rannsókn hætt“. Þannig eru sum verkefni á árinu 2010 skráð sem brot þrátt fyrir að aldrei hafi verið lögð fram kæra eða tekin skýrsla af sakborningi, hafi á annað borð einhver upphaflega verið sakaður um brotið. Þetta á aðallega við um minniháttar líkamsárásir (217. gr.) og minniháttar eignaspjöll. Hafa verður í huga að viss brot eru fá og því munar hlutfallslega mikið um allar breytingar. Einnig ber að hafa í huga að auðveldara er að skoða þróun brota sem falla t.d. undir auðgunarbrot og kynferðisbrot en brot á áfengis- og umferðarlögum því að fjöldi þeirra ræðst af frumkvæðisvinnu lögreglumanna. Að lokum er vert að benda á að ekki er um raunverulegan fjölda brota í samfélaginu að ræða þar sem ekki er tilkynnt um öll brot til lögreglu.

8

8


Afbrotatölfræði 2010

Atriðisorðaskrá Brot — Dagsetning tilkynningar á broti ræður því hvort það er talið sem brot á árinu 2010 og ýmist er talað um skráð eða tilkynnt brot. Eitt atvik getur falið í sér mörg brot. Sem dæmi má nefna að atvik þar sem maður er tekinn fyrir of hraðan akstur og reynist bera á sér fíkniefni væri talið sem tvö brot, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Hins vegar telst það sem eitt brot ef tveir einstaklingar eru kærðir fyrir sama brot í sama máli. Brot eftir landsvæðum — Fjöldi brota eftir landsvæðum miðað við íbúafjölda er ekki reiknaður fyrir embætti ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Brot skráð á þessi tvö embætti eru hins vegar talin með í heildarfjölda brota á landinu öllu miðað við íbúafjölda. Brot eftir umdæmum — Ekki er einhlítt að brot sé kært í sama umdæmi og það er framið í. Þessi háttur við úrvinnslu tölulegra upplýsinga er hins vegar nauðsynlegur til þess að unnt sé að ná saman gögnum um skráð brot þar sem vettvangur er í sumum tilvikum óþekktur, erlendis eða á hafi úti. Haldlagning fíkniefna — Þegar talað er um haldlagningu fíkniefna er miðað við fíkniefni sem lögregla og tollgæsla hafa lagt hald á. Miðað er við vettvang, tíma brotsins og tegund efnis. Sem dæmi má taka að það telst sem tvær haldlagningar ef hass og amfetamín finnast í sömu leit lögreglu og einnig ef hass finnst í bíl og svo í húsleit sem gerð er í framhaldinu. Hegningarlögin — Undir almenn hegningarlög, nr. 19/1940, falla brot er varða líkamsmeiðingar, manndráp, kynferðisbrot, auðgunarbrot, eignaspjöll og nytjastuldi. Einnig falla brot gegn friðhelgi einkalífs, skjalafals og brot gegn valdstjórninni undir almenn hegningarlög.

9

9


Afbrotatölfræði 2010

Ítrekunartíðni — Það telst ítrekunarbrot þegar sami einstaklingur brýtur af sér oftar en einu sinni, þ.e. er kærður fyrir ólík brot í sama máli eða fleiri en eitt brot í mismunandi málum. Lögregluumdæmi — Umdæmi lögreglunnar eru 15 og skiptast eftir landsvæðum. Sérrefsilögin — Lögin taka til ákveðinna tegunda brota. Áfengis– og fíkniefnabrot eru helst til umfjöllunar í skýrslunni. Fíkniefnabrot falla undir lög um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, og áfengislagabrot falla undir áfengislög, nr. 75/1998. Reyndar eru tvö ákvæði úr sérrefsilögum felld undir umfjöllun um brot gegn valdstjórninni þar sem þau fjalla um störf lögreglunnar og tengjast viðfangsefni kaflans. Umferðarlögin — Innan umferðarlaga, nr. 50/1987, falla brot er taka til ökumanna, ökutækja og gangandi vegfarenda.

10

10


Afbrotatölfræði 2010

Tilkynnt afbrot á Íslandi Árið 2010 voru 73.525 brot tilkynnt til lögreglu, sem eru 1.242 færri brot en árið á undan en þá voru þau 74.767 talsins. Um er að ræða tæplega 2% fækkun. Hegningarlagabrot voru 14.911 árið 2010 og fækkaði þeim um 1.055 frá árinu 2009, eða um tæplega 7%. Á árinu 2005 voru hegningarlagabrot rétt um 12.000 en eru nú tæplega 3.000 fleiri. Umferðarlagabrot voru 54.637 en þeim fækkaði um 1% frá árinu 2009. Undanfarin ár hefur þróunin verið sveiflukennd. Frá árinu 2007 til 2010 hefur umferðarlagabrotum fækkað um 5.132 brot. Frá árinu 2005 til 2009 fækkaði sérrefsilagabrotum en árið 2010 fjölgaði þeim hins vegar um 15% frá árinu 2009. Á árinu 2010 voru þau 3.977, sem er um 500 brotum fleiri brot en árið á undan. 70.000 60.000

Fjöldi brota

50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0

1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010

Hegningarlagabrot 17.950 18.584 18.54719.398 17.515 16.565 12.02813.48313.038 14.578 15.966 14.911 Umferðarlagabrot 55.277 59.272 58.96866.045 56.817 55.751 43.48852.51459.769 56.401 55.337 54.637 Sérrefsilagabrot

6.189 6.555 5.612 6.099 7.096 6.332 7.167 5.634 5.409 4.267 3.464 3.977

Mynd 1. Fjöldi brota 1999 til 2010, eftir tegund brots.

Í töflu 1 má sjá fjölda brota í nokkrum brotaflokkum árið 2010. Auðgunarbrotum fækkaði árið 2010 frá 2009, voru 8.608 en 9.561 árið á undan. Árið 2007 voru auðgunarbrot 6.177, sem eru færri

11

11


Afbrotatölfræði 2010

brot en árin 2008, 2009 og 2010. Nytja- og skjalafalsbrotum fækkaði einnig frá árinu á undan. Í öðrum brotaflokkum sem tilgreindir eru í töflu 1 fjölgaði brotum frá 2009 til 2010 að undanskildum umferðarlagabrotum og eignaspjöllum. Áfengislagabrotum fjölgaði um 177 brot frá 2009 til 2010 en þeim hafði hins vegar fækkað frá árinu 2007 til 2009. Sömu sögu er að segja um brot gegn friðhelgi einkalífs en þeim fjölgaði um 105 brot frá 2009 til 2010 og hafa ekki verið fleiri síðan 2007. Í flokkunum „manndráp og líkamsmeiðingar“, „kynferðisbrot“ og „fíkniefnabrot“ fjölgaði brotum frá árinu 2009 til ársins 2010. Umferðarlagabrot eru stærsti brotaflokkurinn en í þeim flokki eru tugir þúsunda brota. Árið 2010 voru þau 54.637, sem er fækkun um 700 brot frá árinu á undan. Á árinu 2007 náðu þau hámarki en þá voru þau 59.769. Síðan þá hefur þeim fækkað. Tafla 1. Fjöldi brota í nokkrum brotaflokkum 2007 til 2010. Auðgunarbrot

2010

2009

2008

2007

Meðaltal 2007-2009

8.608

9.561

8.029

6.177

7.922

780

603

885

1.309

932

Áfengislagabrot Brot gegn friðhelgi einkalífs Eignaspjöll

620

515

556

575

549

3.000

3.076

3.032

3.240

3.116

Fíkniefnabrot

1.537

1.327

1.590

1.847

1.588

323

318

368

349

345

Kynferðisbrot Manndráp og líkamsmeiðingar

1.175

1.155

1.316

1.413

1.295

Nytjastuldur

420

489

408

436

444

Skjalafals Umferðarlagabrot

268

290

278

333

300

54.637

55.337

56.401

59.769

57.169

Önnur brot Samtals

2.157

2.096

2.383

2.768

2.416

73.525

74.767

75.246

78.216

76.077

Á mynd 2 má sjá hlutfallslegt frávik fjölda brota árið 2010 frá meðalfjölda brota á árunum 2007 til 2009. Þar má sjá að mest fjölgaði brotum í flokknum „brot gegn friðhelgi einkalífs“ en þau voru 13% fleiri en meðaltalið. Auðgunarbrotum fjölgaði um tæplega 9%. Brotum í öðrum brotaflokkum hefur fækkað en mest fækkaði áfengislaga- og skjalafalsbrotum. Áfengislagabrot voru um 16% færri árið 2010 og skjalafalsbrot tæplega 11% færri en þau voru að 12

12


Afbrotatölfræði 2010

meðaltali árin 2007 til 2009. Brotum í flokknum „manndráp og líkamsmeiðingar“ fækkaði einnig en þau voru um 9% færri árið 2010 en árin á undan að meðaltali. Minnst fækkaði fíkniefnabrotum, eða um 3%.

Auðgunarbrot

8,7

Áfengislagabrot

-16,3

Brot gegn friðhelgi einkalífs

13,0

Eignaspjöll

-3,7

Fíkniefnabrot

-3,2

Kynferðisbrot

-6,4

Manndráp og líkamsmeiðingar

-9,2

Nytjastuldur

-5,5

Skjalafals

-10,8

Umferðarlagabrot

-4,4

Önnur brot -100,0

-10,7 -50,0

0,0

50,0

100,0

Frávik frá meðaltali 2007 til 2009

Mynd 2. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali brota 2007 til 2009.

Brot í ákveðnum brotaflokkum komast upp vegna frumkvæðisvinnu lögreglu, þ.e. vegna eftirlits lögreglumanna, en önnur brot eru nær undantekningarlaust tilkynnt til lögreglu. Fíkniefnabrot, áfengislagabrot og umferðarlagabrot eru dæmi um brot sem komast upp vegna frumkvæðisvinnu lögreglu en auðgunarbrot, kynferðisbrot og manndráp og líkamsmeiðingar eru frekar dæmi um þau brot sem tilkynnt eru og lögreglan bregst við í framhaldinu. Þegar tölfræði er skoðuð er nauðsynlegt að hafa þessa þætti til hliðsjónar.

13

13


Afbrotatölfræði 2010

Manndráp og líkamsmeiðingar Manndráp og líkamsmeiðingar voru 1.175 talsins árið 2010. Þegar fjöldi þessara brota er borinn saman við meðalfjölda brotanna árin 2007 til 2009 má sjá að líkamsárásum, bæði minniháttar og meiriháttar, hefur fækkað. Líkamsmeiðingum af gáleysi hefur einnig fækkað en þessi brot voru 23 á árinu 2010 en meðaltalið er rúmlega 45 brot á ári. Flest brotanna í þessum flokki falla undir líkamsárásir. Minniháttar líkamsárásir voru 945, eða 80%, og meiriháttar líkamsárásir 180, eða 15%. Síðastliðin þrjú ár hafa þessi síðarnefndu brot verið um 200 á ári (tafla V4). Önnur brot voru 4%. Tvö manndráp voru framin og fjórar tilraunir gerðar til manndráps. Manndráp af gáleysi af völdum umferðar- og flugslysa voru sjö talsins en það eru fleiri atvik en að meðaltali á árunum 2007 til 2009. Tafla 2. Fjöldi manndrápa og líkamsmeiðinga árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. 2010

Meðaltal 2007 til 2009

Manndráp (211. gr.)

2

Manndráp af gáleysi (215. gr.)

7

3,3

945

1.011,0

Líkamsárás, minniháttar (217. gr.) Líkamsárás, meiriháttar/stórfelld (218.1 og 218.2 gr.)

1,0

180

211,7

Líkamsmeiðingar af gáleysi (219. gr.)

23

45,3

Lífi eða heilsu stefnt í háska (220. gr.)

14

17,7

Manndráp, tilraun (211. gr. sbr. 20. gr.)

4

3,3

Líkamsmeiðingar, annað

0

1,3

1.175

1.294,7

Samtals

Samanburður á fjölda brota árið 2010 við meðaltal brota á árunum 2007 til 2009 sýnir að brotum í flokkunum „tilraun til manndráps“ og „manndráp af gáleysi“ fjölgaði. Tilraunum til manndráps fjölgaði um 20% og manndrápum af gáleysi um 110%. Fækkun varð í öðrum flokkum en mest fækkaði líkamsmeiðingum af gáleysi, eða um 49%.

14

14


Afbrotatölfræði 2010

Manndráp af gáleysi

110,0

Líkamsárás, minniháttar

-6,5

Líkamsárás, meiriháttar/stórfelld

Líkamsáras, líkamsmeiðingar, gáleysi

-15,0

-49,3

Manndráp, tilraun

-200,0

20,0

-100,0

0,0

100,0

200,0

Frávik frá meðaltali 2007 til 2009

Mynd 3. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali nokkurra flokka ofbeldisbrota 2007 til 2009.

15

15


Afbrotatölfræði 2010

Manndráp Tvö manndráp urðu árið 2010 en frá árinu 1998 til 2010 eru þau 23 talsins. Á árinu 2000 féllu fimm mál undir ákvæði hegningarlaga um manndráp (211. gr.) og fjögur árið 2002 (mynd 4). Að meðaltali voru brot í þessum flokki 1,8 á ári á árunum 1998 til 2010.

6 5

5

4 3

3

2

2

1

1

2010

2009

2008

0 2007

2005

0 2004

2002

2000

1999

1998

2003

0

0

2006

1 0

3

2

2

2001

Fjöldi

4

Mynd 4. Fjöldi manndrápa frá árinu 1998 til ársins 2010.

Karlmenn eru í meirihluta gerenda í manndrápsmálum, 83%, en konur 17% á árunum 1998 til 2010. Meðalaldur bæði karlanna og kvennanna var um 31 ár. Á árunum 1998 til 2010 voru átta konur myrtar og 15 karlmenn. Tengsl þolenda og gerenda á árunum 1998 til 2010 sýna að manndráp voru algengust meðal vina og kunningja, eða 39%, og skyldra og tengdra, eða 35%. Ókunnugir áttu hlut að máli í 13% tilvika, vinnufélagar í 9% tilvika og í 4% tilvika var ekki vitað um tengslin.

16

16


Afbrotatölfræði 2010

Kynferðisbrot Flokkun kynferðisbrota hefur tekið breytingum en þær má rekja til breytinga á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 (kynferðisbrot). Tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu árið 2010 voru 323, sem eru fleiri brot en árið á undan en þá voru þau 318. Flest voru brotin árið 2008, eða 368, en frá árinu 2007 til 2010 hefur þróunin verið sveiflukennd (tafla V5). Árin 2007 til 2009 voru brot í þessum flokki 345 að meðaltali á ári, sem er meira en árið 2010. Í töflu 3 kemur fram að árið 2010 fjölgaði tilkynningum vegna blygðunarsemisbrota og vændis miðað við meðalfjölda þessara brota á ári árin 2007 til 2009. Blygðunarsemisbrot voru 49, sem er tæplega 12 brotum fleiri brot en að meðaltali, og brot sem falla undir vændi voru 37 en meðaltalið er 11. Brot sem falla undir nauðgun voru 98 árið 2010, sem eru færri brot en að meðaltali á ári á árunum 2007 til 2009, og brotum vegna kláms/barnakláms fækkaði um rúmlega átta brot miðað við meðaltalið (28,3 brot) en þau voru 20 árið 2010. Í brotaflokknum „kynferðisbrot gegn börnum“ voru 97 skráð brot en að meðaltali voru rúmlega 134 brot í þeim flokki á ári á árunum 2007 til 2009. Þessum brotum hefur fækkað síðan árið 2008 (tafla V5). Tafla 3. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. 2010

Meðaltal 2007 til 2009

Blygðunarsemisbrot (209. gr.)

49

37,3

Nauðgun (194.1-194.2 gr.) Klám/barnaklám (1.-4.mgr. 210 gr.) Kynferðisbrot gegn börnum (200.-202. og 204. gr.)

98 20

103,0 28,3

97

134,3

Kynferðisleg áreitni (199. gr.)

21

22,7

Vændi (1.-4.mgr. 206. gr.)

37

11,0

Annað (197.-198. gr.)

1 Samtals

8,3

345,0

323

17

17


Afbrotatölfræði 2010

Brotum í flestum flokkum kynferðisbrota fækkaði árið 2010 borið saman við meðaltal áranna 2007 til 2009 (mynd 5). Kynferðisbrotum sem falla undir flokkinn „klám/barnaklám“ fækkaði um tæp 30% og kynferðisbrotum gegn börnum fækkaði um tæp 28%. Vændisbrotum fjölgaði, sem nam um 236%, en aukninguna má að hluta til útskýra með breyttu lagaákvæði um bann við kaupum á vændi 1 sem tók gildi árið 2009. Hafa verður í huga að þessi brot hafa verið fá og því munar hlutfallslega mikið um allar breytingar. Blygðunarsemisbrotum fjölgaði einnig, eða um 31%.

Blygðunarsemisbrot

31,3

Nauðgun

-4,9

Klám/barnaklám

-29,4

Kynferðisbrot gegn börnum

-27,8

Kynferðisleg áreitni

-7,4

Vændi Annað -300,0

236,4 -88,0 -150,0

0,0

150,0

300,0

Frávik frá meðaltali 2007 til 2009

Mynd 5. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali kynferðisbrota 2007 til 2009.

1

Nýtt ákvæði laga nr. 54/2009 (206. gr. 1. og 2. mgr.).

18


Afbrotatölfræði 2010

Auðgunarbrot Auðgunarbrotum fækkaði árið 2010 ef miðað er við fjölda brota árið á undan. Árið 2010 voru þau 8.608, sem eru 10% færri brot en árið 2009. Þessa fækkun má rekja til fækkunar á þjófnuðum og innbrotum (tafla V6). Þau voru hins vegar fleiri árið 2010 en að meðaltali á ári á árunum 2007 til 2009. Þjófnaðir voru fleiri árið 2010 en að meðaltali á ári á árunum 2007 til 2009 en færri en árið 2009. Þá voru þjófnaðir 5.114 talsins en árið 2010 4.920. Innbrot voru 2.866 árið 2010 en 3.524 árið 2009. Þjófnaðir og innbrot voru 90% allra auðgunarbrota árið 2010. Brotum sem falla undir flokkinn „hylming“ hefur fjölgað örlítið, eða um fjögur brot, en meðaltalið er um 160 brot á ári á árunum 2007 til 2009. Brotum í flestum öðrum flokkum fækkaði. Fjársvikum fækkaði mest, eða um 57 brot. Þau voru 367 árið 2010 en að meðaltali rúmlega 424 á ári á árunum 2007 til 2009. Gripdeildum fækkaði einnig, eða sem nam tæplega 40 brotum, en fjöldi þessara brota hefur verið sveiflukenndur síðustu ár. Ránum fækkaði um sex brot miðað við meðaltalið. Þau voru 42 árið 2010 en árið á undan voru þau 60. Þessum brotum hefur því fækkað aftur og eru komin í sama fjölda og árið 2007 (tafla V6).

19

19


Afbrotatölfræði 2010

Tafla 4. Fjöldi auðgunarbrota árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. 2010

Meðaltal 2007 til 2009

Þjófnaðir (244. gr.)

4.920

4.179,7

Innbrot (244. gr.)

2.866

2.844

Fjársvik (248. gr.)

367

424,7

Hylming (254. gr.)

165

160,7

Gripdeild (245. gr.)

69

108,7

Fjárdráttur (247. gr.)

92

92,3

Rán (252. gr.)

42

48,3

Auðgunarbrot, annað2

87

64

8.608

7.922,3

Samtals

Eins og fram kemur á mynd 6 fjölgaði þjófnuðum um rúmlega 17%, hylmingu um tæp 3% og innbrotum um tæp 1%, borið saman við meðaltal áranna 2007 til 2009. Brotum eins og fjársvikum, fjárdrætti, ránum og gripdeildum hefur hlutfallslega fækkað, eða frá 0,4% til 37%. Gripdeildum fækkaði mest, eða um tæp 37%.

Þjófnaðir

17,7

Innbrot

0,8

Fjársvik

-13,6

Hylming

2,7

Gripdeild

-36,5

Fjárdráttur

-0,4

Rán

-13,1

Auðgunarbrot, annað

35,9

-100,0

-50,0

0,0

50,0

100,0

Frávik frá meðaltali 2007 til 2009

Mynd 6. Hlutfallslegt frávik nokkurra auðgunarbrota árið 2010 frá meðaltali 2007 til 2009.

2

Undir „auðgunarbrot, annað“ falla t.d. fjárkúgun, misneyting, skilasvik, ólögleg meðferð á fundnu fé og umboðssvik.

20

20


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2010

21

21


Afbrotatölfræði 2010

Fíkniefnabrot Fíkniefnabrotum fjölgaði frá 2009 til 2010. Brotin voru 1.537 á árinu 2010 en 1.327 árið á undan (tafla V7). Þegar fjöldi brota á árinu 2010 er borinn saman við meðaltal áranna 2007 til 2009 má sjá að brotunum hefur fækkað um 51, eða um 3%. Brotum sem falla undir framleiðslu fíkniefna fjölgaði. Þessi brot voru 235 árið 2010, 167 árið 2009, 49 árið 2008 og 31 árið 2007. Um er að ræða talsverða aukningu frá ári til árs (tafla V7). Brot vegna sölu og dreifingar voru 99 árið 2010 og hefur þeim fjölgað um 10 brot frá árinu á undan. Skráð voru 984 brot vegna vörslu og neyslu fíkniefna og hefur þessum brotum fækkað miðað við meðaltal áranna 2007 til 2009, sem var rétt um 1.190. Brotum er varða innflutning fíkniefna hefur einnig fækkað en þau voru 95 árið 2010, og hefur þeim jafnframt fækkað sé miðað við árið 2007 (tafla V7). Tafla 5. Fjöldi fíkniefnabrota árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. 2010

Meðaltal 2007 til 2009

984

1.189,7

Innflutningur (4. mgr. 2. gr. 65/74)

95

103,0

Sala, dreifing (4. mgr. 3. gr. 65/74)

99

101,0

235

82,3

Varsla, neysla (4. mgr. 2. gr. 65/743)

Framleiðsla (4. gr. 65/74) Ýmis fíkniefnabrot Samtals

124

112,0

1.537

1.588,0

Á mynd 7 sést að fíkniefnabrot sem falla undir „framleiðslu“ eru 185% fleiri en að meðaltali á ári á árunum 2007 til 2009. Á sama tíma og framleiðsla fíkniefna hefur aukist hefur innflutningur fíkniefna dregist saman, eða um tæp 8%. Ýmsum fíkniefnabrotum fjölgaði um tæp 11% en í öðrum brotaflokkum er varða fíkniefni fækkaði brotum.

3

Vísar til 4. mgr. 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974.

22

22


Afbrotatölfræði 2010

Varsla, neysla

-17,3

Innflutningur

-7,8

Sala, dreifing

-2,0

Framleiðsla

185,4

Ýmis fíkniefnabrot

-200,0

10,7

-100,0

0,0

100,0

200,0

Frávik frá meðaltali 2007 til 2009

Mynd 7. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðalfjölda fíkniefnabrota 2007 til 2009.

23

23


Afbrotatölfræði 2010

Í töflu 6 sést sundurliðun á magni fíkniefna sem lögregla og tollgæsla hafa lagt hald á árunum 2007 til 2010. Töluverðar sveiflur koma fram á magni efna sem rekja má til mála sem voru umfangsmikil og/eða þar sem gerðar voru tilraunir til að smygla miklu magni fíkniefna til landsins. Lagt var hald á tæplega 15 kg af hassi á árinu 2010, sem er minna en árið á undan þegar lagt var hald á tæplega 26 kg. Á árunum þar á undan var lagt hald á tæplega níu til 233 kg af hassi á ári. Á árinu 2010 var lagt hald á 27 kg af maríhúana, sem er minna en árið á undan, og 30 kg af kannabislaufum, sem er svipað og árið 2009. Lagt var hald á tæplega 6 kg af kókaíni og 11 kg af amfetamíni, sem er minna en árið á undan en þá var lagt hald á 80 kg, sem er met. Þá var lagt hald á rúmlega 15.000 e-töflur og er það fjölgun frá árinu 2009. Tafla 6. Fíkniefni sem lögregla og tollgæsla lagði hald á árin 2005 til 2010. 2010

2009

2008

2007

2006

2005

14.715,5

25.918,2

233.439,7

8.711,0

31.603,4

20.772,2

Fræ (g)

0,0

0,0

0,3

0,0

7,0

123,7

Fræ (stk.)

0,0

0,0

30,0

0,0

0,0

15,9

9.339,0

11.713,0

893,0

1.141

1.209

892

Hass (g)

Plöntur (stk.) Plöntur (g)

1.447,0

10.836,8

3.429,7

6.066,1

40,8

3.205,3

Maríhúana (g) Tóbaksblandað hass (g)

27.033,2

54.967,6

6.623,8

3.514,6

4.322,8

4.831,7

379,2

163,2

358,2

443,8

447,1

405,8

Kannabislauf (g) Kannabisstönglar (g)

30.165,1

31.497,1

4.382,3

4.810,3

28.257,1

11.138,9

3952,5

417,4

910,1

321,5

7.566,5

3.171,1

Amfetamín (g)

11.136,5

80.068,7

10.741,3

32.458,0

46.828,4

8.931,9 986,3

Amfetamín (stk.) Amfetamín (ml) Metamfetamín (g)

1,5

0,0

8,0

35,0

181,3

25.515,0

0,0

402,0

47,0

7,4

2,5

10,5

1,7

0,0

11,0

0,9

3.987,2

Metamfetamín (stk.) Kókaín (g)

0,0

5.995

--

--

--

--

5.684,2

5.391,1

7.720,7

6.468,9

12.840,4

1.138,8

0,0

0,0

0,0

1.845,0

0,9

--

Kókaín (ml) E-töflur (g)

155,1

4,8

117,2

14.083,3

83,5

136,2

15.084,0

10.221,0

3.885,0

26.075,5

2.200,5

1.518,5

Heróín (g)

0,0

0,1

0,0

12,2

5,6

0,0

LSD (stk.)

504,0

6,0

407,0

1.701,0

129,0

4.346,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

E-töflur (stk.)

LSD (ml)

24

24


Afbrotatölfræði 2010

Á mynd 8 má sjá samanburð á magni kannabis og amfetamíns sem lagt var hald á 2001 til 2010. Að jafnaði er lagt hald á meira magn af kannabisefnum en amfetamíni en á árinu 2009 minnkaði þessi munur. Á myndinni koma vel fram þær sveiflur sem eru á magni haldlagðra fíkniefna en það var einungis á árinu 2007 sem lagt var hald á meira af amfetamíni en kannabis.

300.000

250.000

Grömm

200.000

150.000

100.000

50.000

0 Kannabis Amfetamín

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

48.232 63.058 72.267 43.121 40.443 72.204 17.801 245.714 112.964 76.246

1.019

7.161

2.945

15.783

8.932

46.828 32.458 10.741 80.069 11.137

Mynd 8. Amfetamín og kannabisefni4 sem lagt var hald á 2001 til 2010.

Fjöldi haldlagninga eftir tegund efnis má sjá í töflu 7. Árið 2010 voru þær fleiri en árið á undan, eða 3.114 miðað við 2.788. Flestar voru haldlagningarnar árið 2006, eða um 5.000. Oftast var lagt hald á maríhúana, eða í 853 skipti, á amfetamín í 832 skipti og kannabisplöntur í 459 skipti. Þá var sjaldnar lagt hald á e-töflur árið 2010 en árin á undan. Síðustu ár hefur verið lagt hald á kókaín í kringum 300 til 400 sinnum á ári en árið 2005 töluvert sjaldnar, eða 100 sinnum (mynd 9).

4

Undir kannabisefni falla hass, fræ, maríhúana, tóbaksblandað hass, kannabislauf og kannabisstönglar.

25

25


Afbrotatölfræði 2010

Tafla 7. Fjöldi haldlagninga hjá lögreglu og tollgæslu árin 2005 til 2010, greint eftir tegund efna. 2010

2009

2008

2007

2006

2005

832

625

931

1.408

1.729

735

17

34

134

223

142

95 663

Amfetamín E-töflur Hass

167

184

622

746

957

Heróín

0

1

0

4

2

0

Kannabisfræ

0

0

4

0

17

18

Kannabislauf

122

106

58

60

141

23

Kannabisplöntur

459

652

222

295

781

32

22

13

17

9

19

15

330

322

368

405

330

100

4

2

15

53

22

27

853

628

667

458

389

292

Kannabisstönglar Kókaín LSD Maríhúana Tóbaksblandað hass Samtals

308

221

401

504

583

484

3.114

2.788

3.439

4.165

5.112

2.484

Á mynd 10 má sjá meðalmagn efna sem lagt var hald á í hvert sinn á árunum 2001 til 2010. Þrátt fyrir að oftar hafi verið lagt hald á amfetamín árið 2010 en árið á undan (sjá töflu 7) var magn efna við hverja haldlagningu minna að meðaltali. Amfetamín

1800

E-töflur

1600

Hass Kókaín

Fjöldi haldlagninga

1400

Maríhúana

1200

Tóbaksblandað hass

1000 800 600 400 200 0

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

Mynd 9. Fjöldi haldlagninga eftir tegundum efna samkvæmt málaskrá 2001 til 2010.

26

26


Afbrotatölfræði 2010

400 350 300

Grömm

250 200 150

100 50 0

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

143,3

158,6

108,6

71,2

31,3

33,0

11,7

375,3

140,9

88,1

Amfetamín (g)

5,2

28,1

7,6

22,9

12,2

27,1

23,1

11,5

128,1

13,4

Kókaín (g)

10,3

35,3

15,9

64,8

11,3

38,9

16,0

21,0

16,7

17,2

Hass (g)

Mynd 10. Meðalmagn efna sem lagt var hald á í hvert sinn 2001 til 2010, greint eftir tegund.

27

27


Afbrotatölfræði 2010

Umferðarlagabrot Á árinu 2010 voru skráð 54.637 umferðarlagabrot, sem er 700 brotum færri brot en árið á undan. Umferðarlagabrotum hefur fækkað frá árinu 2007 en þá náðu þau hámarki, voru 59.769. Frá árinu 2007 til ársins 2010 hefur þeim fækkað um 9% (tafla V8). Líkt og undanfarin ár voru hraðakstursbrot langstærsti hluti brotanna árið 2010, eða 40.012. Þeim fækkaði um 3.000 brot frá árinu á undan og eru nú 73% allra umferðarlagabrota. Í töflu 8 má sjá að flestum öðrum brotum í umferðinni fækkaði borið saman við meðaltal áranna 2007 til 2009. Skráð voru 616 brot vegna aksturs gegn rauðu ljósi en meðaltalið er tæplega 649 á ári. Brotum er varða notkun bílbelta og brotaflokkinn „stöðvunarskylda ekki virt“ fækkaði líka. Meðalfjöldi þeirra fyrrnefndu er 1.070 en nú voru þau 919 og meðalfjöldi síðarnefndu brotanna er um 229 en þau voru 147 árið 2010. Samanlagður fjöldi brota er varða akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna árin 2007 til 2010 er 3.525. Þar af voru 752 brot skráð á árinu 2010 en meðalfjöldi brota í þessum flokki er 924 á ári. Fæst voru þau árið 2007, eða 699. Brotum vegna ölvunar við akstur fækkaði frá 2009 til 2010. Þau voru 1.293 árið 2010 en 1.450 árið 2009 (tafla V8). Að meðaltali voru þau 1.821 á ári á árunum 2007 til 2009. Báðar þessar tegundir brota uppgötvast yfirleitt við eftirlit lögreglu. Ákveðnum brotum sem uppgötvast við eftirlit lögreglu fjölgaði árið 2010 miðað við árið áður en þeim hafði hins vegar fækkað síðustu þrjú ár. Þar má nefna brotaflokka eins og „bílbelti ekki notað“, „stöðvunarskylda ekki virt“, „notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur“ og „ökuskírteini ekki meðferðis“ (tafla V8). Minni löggæsla en áður getur útskýrt þessa fækkun kæra vegna umferðarlagabrota.

28

28


Afbrotatölfræði 2010

Tafla 8. Fjöldi umferðarlagabrota5 árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. 2010

Meðaltal 2007 til 2009

Afstunga – aðili að umferðaróhappi nemur ekki staðar (10. gr. 50/87)

872

969,7

Akstur gegn rauðu ljósi (5. gr. 50/87)

616

648,7

Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna (45. gr. a. 50/87 )

752

924,3

Bílbelti ekki notað (71. gr. 50/87)

919

1.070,0

40.012

40.109,3

Stöðvunarskylda ekki virt (5. gr. 50/87)

147

228,7

Vanrækt að færa ökutæki til aðalskoðunar (67. gr. 50/87)

104

573,3

Of hraður akstur (37. gr. 50/87)

Ökumaður notar farsíma án handfrjáls búnaðar (47. gr. 50/87) Ökuskírteini ekki meðferðis (48. gr. 50/87)

630

631,3

1.297

1.274,7

Ölvun við akstur (45. gr. 50/87)

1.293

1.820,7

Önnur umferðarlagabrot

7.995

8.918,3

54.637

57.169,0

Samtals

5

Um er að ræða umferðarlagabrot að frátöldum umferðaróhöppum og eru tölur því aðrar en í tölfræðiskýrslum 2003 til 2004.

29

29


Afbrotatölfræði 2010

Akstur gegn rauðu ljósi

-5,0

Bílbelti ekki notað

-14,1

Of hraður akstur

-0,2

Stöðvunarskylda ekki virt

-35,7

Ölvun við akstur

-29,0

-100,0

-50,0

0,0

50,0

100,0

Frávik frá meðaltali 2007 til 2009

Mynd 11. Hlutfallslegt frávik umferðarlagabrota 2007 til 2009.

árið

2010

frá

meðaltali

nokkurra

Á mynd 11 kemur fram sú breyting sem orðið hefur á brotamynstri í tilteknum flokkum umferðarlagabrota, borið saman við meðaltalsfjölda árin 2007 til 2009. Þar má sjá að brotum hefur fækkað í öllum flokkum en mest fækkaði brotum í flokknum „stöðvunarskylda ekki virt“, eða um tæp 36%. Brotum í flokknum „ölvun við akstur“ fækkaði um 29% og „bílbelti ekki notað“ um 14%. Hraðakstursbrotum fækkaði lítið, eða um 0,2%, og brotum í flokknum „akstur gegn rauðu ljósi“ um 5%.

30

30


Afbrotatölfræði 2010

Eignaspjöll Fjölda eignaspjalla má sjá í töflu 9 en þau voru 3.000 árið 2010, sem eru 4% færri brot en að meðaltali. Enn fremur fækkaði þessum brotum frá árinu 2009, eða um 76 brot (tafla V9). Bæði minniháttar og meiriháttar eignaspjöllum fækkaði frá árinu 2009. Flest eignaspjöll, eða 2.941 tilvik, voru minniháttar, en þeim fækkaði um 52, og meiriháttar eignaspjöllum fækkaði um 24 brot frá árinu á undan (tafla V9). Tafla 9. Fjöldi eignaspjalla árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. 2010

Meðaltal 2007 til 2009

Eignaspjöll, minniháttar (1. mgr. 257.gr.)

2.941

3.039

Eignaspjöll, meiriháttar (2. mgr. 257. gr.)

59

77

3.000

3.116

Samtals

Flest eignaspjöll falla undir flokkinn „önnur eignaspjöll“, eða 56%. Í 37% tilvika voru eignaspjöllin rúðubrot og 4% veggjakrot. Meiriháttar eignaspjöll voru 2% allra brota. Þetta er svipuð skipting og árið áður.

Rúðubrot 37%

Meiriháttar eignaspjöll 2%

Önnur eignaspjöll 56% Veggjakrot 4%

Mynd 12. Skipting eignaspjalla árið 2010.

31

31


Afbrotatölfræði 2010

Nytjastuldur Brot er varða nytjastuld voru alls 420. Flest þeirra eru nytjastuldur vélknúinna farartækja, eða 397. Þessum brotum hefur fækkað frá árinu á undan en þá voru þau 475. Fæst voru þau árið 2008, eða 386. Þróun þessara brota er sveiflukennd (tafla V10). Önnur brot í þessum flokki eru tiltölulega fá. Árið 2010 voru þau 23 en voru 17 að meðaltali á ári á árunum 2007 til 2009. Tafla 10. Fjöldi nytjastulda árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. Nytjastuldur vélknúinna farartækja (1. mgr. 259. gr.) Nytjastuldur, annað (2. mgr. 259. gr.) Samtals

2009

Meðaltal 2007 til 2009

397

427,3

23

17,0

420

444,3

Flest tilvik er varða nytjastuld bifreiða urðu á akbraut/bifreiðastæði, eða 55%. Um 22% bifreiðum var stolið við heimili og 16% við fyrirtæki, stofnanir eða verslanir. Í 7% tilvika var vettvangur annar. Annað 7%

Akbraut/ bifreiðastæði 55%

Fyrirtæki/ stofnanir/ verslun 16%

Heimili/einkalóð 22%

Mynd 13. Vettvangur nytjastuldar á vélknúnum ökutækjum árið 2010.

32

32


Afbrotatölfræði 2010

Brot gegn friðhelgi einkalífs Í töflu 11 sjást brot gegn friðhelgi einkalífs en þau voru samtals 620. Flest þeirra má rekja til húsbrota og hótana, eða 90% brotanna. Skráð var 271 tilkynning um húsbrot, sem eru örlítið fleiri brot en að meðaltali síðustu ár. Skráð brot í flokknum „hótanir“ voru 289 en þessi brot voru að meðaltali 259 á ári á árunum 2007 til 2009. Húsbrotum hefur fjölgað frá árinu 2009 og hótunum fjölgaði aftur eftir umtalsverða fækkun frá árinu 2007 (tafla V11). Ef litið er til ársins 2009 voru brot gegn friðhelgi einkalífs 515 en árið 2010 fóru þau yfir 600 (tafla V11). Tafla 11. Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. 2010

Meðaltal 2007 til 2009

Húsbrot (231. gr.)

271

226,3

Ofsóknir (232. gr.)

4

12,7

Hótanir (233. gr.)6

289

259,3

35

36,0

4

6,3

17

8,0

620

548,7

Ærumeiðingar (234. gr.) Brot gegn nálgunarbanni (232. gr.) Brot gegn friðhelgi, ýmislegt Samtals

Þegar fjöldi brota á árinu 2010 er borinn saman við meðaltal á árunum 2007 til 2009 má sjá að brotum sem falla undir ofsóknir fækkaði hlutfallslega mest, eða um 68%, og brotum sem falla undir ærumeiðingar fækkaði um tæp 3%. Hótunum fjölgaði um 11% og húsbrotum um 20%.

6

Brotaflokkurinn „ráðist á mann vegna þjóðernis, litarháttar o.s.frv.“ (233. gr. a.) fellur undir þennan lið, ólíkt Afbrotatölfræði 2006.

33

33


Afbrotatölfræði 2010

Húsbrot

19,7

Ofsóknir, áminningar

-68,4

Hótanir

11,4

Ærumeiðingar

-2,8

-100,0

-50,0 0,0 50,0 Frávik frá meðaltali 2007 til 2009

100,0

Mynd 14. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali brota gegn friðhelgi einkalífs 2007 til 2009.

34

34


Afbrotatölfræði 2010

Skjalafals Árið 2010 voru skráð brot sem falla undir ýmsa flokka skjalafals 268 talsins. Það eru færri brot en að meðaltali á árunum 2007 til 2009. Flest brotin falla undir fölsun skjala, eða 91. Á árinu 2008 voru þau 106 en fæst á árinu 2007, 63 brot (tafla V12). Skráð voru fjögur tilvik um fölsun tékka. Brotum í flokknum „fölsuðum peningum komið í umferð“ fækkaði einnig en þau brot voru 14, sem er 42% fækkun miðað við meðaltal á árunum 2007 til 2009. Tafla 12. Fjöldi skjalafalsbrota árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. Fölsun, peningafals (150.–152. gr.) Fölsuðum peningum komið í umferð (153. gr.) Fölsun á annars konar gjaldmiðli en peningum (154. gr.) Fölsun, tékkar (155. gr.) Fölsun, greiðslukort (155. gr.)

2010

Meðaltal 2007 til 2009

7

13,3

14

24,0

2

8,7

4

12,0

28

23,3

Fölsun, víxlar (155. gr.)

3

2,7

Fölsun, skuldabréf (155. gr.)

9

17,3

Fölsun, lyfseðlar (155. gr.)

14

18,3

Fölsun, skjalafals (155. gr.)

91

93,7

0

0,0

62

63,0

3

6,3

27

13,3

4

4,3

268

300,3

Fölsun, annað (155. gr.) Skjöl, misnotkun skjala (157. gr.) Skjalafals, rangfærsla skjala til að blekkja með því í lögskiptum7 (158. gr.) Skjöl, röng notkun stimpils eða merkis (159. gr.) Skjöl, önnur gagnabrot Samtals

Ef fjöldi brota árið 2010 og meðaltalsfjöldi þeirra árin 2007 til 2009 er borinn saman sést að öllum skjalafalsbrotum hefur fækkað nema í flokknum „fölsun, greiðslukort“. Þeim brotum fjölgaði um 20%. Peningafalsbrotum fækkaði um tæp 48%, tékkafalsi um tæp 67% og fölsun skuldabréfa um 48%.

7

„Rangfærsla sönnunargagna er varða mörk fasteignaréttinda“ fellur hér undir.

35

35


Afbrotatölfræði 2010

Fölsun, peningafals

-47,5

Fölsun, tékkar

-66,7

Fölsun, greiðslukort

20,0

Fölsun, skuldabréf

-48,1

Fölsun, lyfseðlar

-23,6

Fölsun, skjalafals (155. gr.)

-2,8 -100

-50

0

50

100

Frávik frá meðaltali 2007 til 2009

Mynd 15. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali skjalafalsbrota 2007 til 2009.

36

36


Afbrotatölfræði 2010

Brot gegn áfengislögum Skráð voru 780 áfengislagabrot á árinu 2010 en að meðaltali voru þau 932 á ári árin 2007 til 2009. Ölvun á almannafæri er langstærsti flokkurinn, eða 578 brot, en það er þó tæp 30% fækkun frá meðalatali á fyrrgreindu tímabili. Frá árinu 2007 til 2009 fækkaði brotum gegn áfengislögum en þeim fjölgaði hins vegar árið 2010, eða um 177 brot, frá árinu á undan (tafla V13). Í 16 tilvikum var áfengi veitt yngri en 20 ára og 38 brot voru skráð vegna brota á reglum um áfengisauglýsingar. Tafla 13. Fjöldi brota gegn áfengislögum árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. 2010

Meðaltal 2007 til 2009

Ólöglegur tilbúningur áfengis (bruggun) (6. gr. 75/98)

27

10,3

Ólögleg sala áfengis (10. gr. 75/98)

25

9,7

Áfengi veitt yngri en 20 ára (1. mgr. 18. gr. 75/98) Dvöl ungmennis yngra en 18 ára á vínveitingastað (2. mgr. 18. gr. 75/98) Áfengi borið inn á veitingastað í óleyfi (3. mgr. 19. gr. 75/98)

16

24,3

0

18,7

44

8,7

Brot á reglum um áfengisauglýsingar (20. gr. 75/98) Ölvun á almannafæri (21. gr. 75/98) Varsla á áfengi sem látið hefur verið af hendi andstætt ákvæðum áfengislaga (19. gr. 75/98)

38

18,0

578

820,0

17

14,0

35

8,7

780

932,3

Áfengislög, ýmislegt Samtals

Á mynd 16 má sjá fjölda áfengislagabrota á árinu 2010 í samanburði við meðaltal á árunum 2007 til 2009. Þar kemur fram að brotum hefur fjölgað í nokkrum brotaflokkunum. Brotum vegna burðar á áfengi inn á veitingastað í óleyfi fjölgaði um 408% og brotum á reglum um áfengisauglýsingar um 111%. Brotum í flokknum „ólöglegur tilbúningur áfengis“ fjölgaði um 161% og í flokknum „ólögleg sala áfengis“ um 159% en þessir flokkar haldast oft í hendur. Brotum í flokknum „áfengi veitt yngri en 20 ára“ fækkaði um 34%. Hafa verður í huga að áfengislagabrot eru fá að undanskilinni „ölvun á almannafæri“ og því munar hlutfallslega mikið um allar breytingar.

37

37


Afbrotatölfræði 2010

Ólöglegur tilbúningur áfengis (bruggun)

161,3

Ólögleg sala áfengis

158,6

Áfengi veitt yngri en 20 ára Dvöl ungmennis yngra en 18 ára á vínveitingastað

-34,2 -100,0

Áfengi borið inn á veitingastað í óleyfi

407,7

Brot á reglum um áfengisauglýsingar

111,1

Ölvun á almannafæri (21. gr.) -500,0

-29,5 -250,0

0,0

250,0

500,0

Frávik frá meðaltali 2007 til 2009

Mynd 16. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali áfengislagabrota 2007 til 2009.

38

38


Afbrotatölfræði 2010

Brot gegn valdstjórninni Í töflu 14 sést sundurliðun brota gegn valdstjórninni en þau voru 301 á árinu 2010. Þessum brotum fer fækkandi ef litið er til meðaltalsins, sem er 409 brot á ári á árunum 2007 til 2009. Flest brotin vörðuðu það að fyrirmælum lögreglu var ekki hlýtt, eða 136 tilvik. Á árinu 2008 voru þau 170 og hafa ekki verið fleiri (tafla V14). Skráðum brotum er varða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hefur farið fækkandi síðastliðin þrjú ár en slík brot voru 77 á árinu. Lítið er um ofbeldi gagnvart öðrum opinberum starfsmönnum, eða átta tilvik. „Hótanir um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum og öðrum opinberum starfsmönnum“ voru samtals 52 en þeim hefur fækkað frá 2009 (tafla V14). Tafla 14. Fjöldi brota gegn valdstjórninni árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. Ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.-107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.-107. gr.)8 Ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.)9 Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt (19. gr. 90/96)10 Bann við að tálma lögreglu í störfum sínum (21. gr. 90/96)

2010

Meðaltal 2007 til 2009

77

116,0

43

70,0

8

10,7

9

19,3

136

151,7

12

13,0

3

3,7

Innsigli, innsiglisrof (113. gr.) Brot gegn valdstjórninni, annað Samtals

13

24,7

301

409,0

8

Bætt við málaskrárkerfi lögreglunnar árið 2006 Bætt við málaskrárkerfi lögreglunnar árið 2006. 10 Flokkarnir „fyrirmælum lögreglunnar ekki hlýtt“ og „bann við að tálma lögreglu í störfum sínum“ falla undir sérrefsilög en hér eru þau færð undir brot gegn valdstjórninni. 9

39

39


Afbrotatölfræði 2010

Þegar brot á árinu 2010 í þessum málaflokki eru borin saman við meðaltalstölur um sams konar brot á árunum 2007 til 2009 má sjá að þeim hefur fækkað. Mest fækkaði ofbeldisbrotum gagnvart lögreglumönnum, eða um tæp 34%. Brotum á fyrirmælum lögreglu fækkaði um 10%, ofbeldi gagnvart öðrum opinberum starfsmönnum um 25% og brotum vegna tálmunar lögreglu í starfi um tæp 8%.

Ofbeldi gagnvart lögreglumanni

-33,6

Ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni

-25,0

Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt

-10,3

Bann við að tálma lögr. í störfum sínum

-7,7

-100,0

-50,0

0,0

50,0

100,0

Frávik frá meðaltali 2007 til 2009

Mynd 17. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali brota gegn valdstjórninni 2007 til 2009.

40

40


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi brota miðað við íbúafjölda Hlutfallslega dreifingu brota eftir landsvæðum árið 2010 má sjá í töflu 15. Þar má sjá að meirihluti hegningarlagabrota var skráður á höfuðborgarsvæðinu, eða 73,5%. Þetta er 0,5 prósentustigum lægra hlutfall en árið á undan. Rúm 13% voru skráð á Suðurlandi og 6% á Norðurlandi. Sérrefsilagabrotin dreifast á annan hátt en hegningarlagabrot en rúmlega helmingur þeirra var skráður á höfuðborgarsvæðinu og fimmtungur á Suðurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu voru skráð 50% umferðarlagabrota, tæp 28% á Suðurlandi og um 14% voru skráð á Vesturlandi og Vestfjörðum. Hlutfallslega voru fæst brot skráð á Austurlandi, eða 1,6% hegningarlagabrota, 3,5% sérrefsilagabrota og 3,9% umferðarlagabrota. Tafla 15. Hlutfallsleg dreifing brota árið 2010 eftir landsvæðum.* Höfuðborgarsvæðið

Hegningarlagabrot

Sérrefsilagabrot

Umferðarlagabrot

73,5

58,4

50,0

Vesturland og Vestfirðir

5,3

6,9

14,1

Norðurland

6,2

11,4

4,4

Austurland

1,6

3,5

3,9

Suðurland

13,4

19,9

27,6

100

100

100

Samtals

*Mál sem skráð eru hjá ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra eru ekki talin með hér.

Flest hegningarlagabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu, eða 541 á hverja 10.000 íbúa. Næstflest voru þau á Suðurlandi, eða 440 á hverja 10.000 íbúa, en fæst á Austurlandi, 185 á hverja 10.000 íbúa. Sérrefsilagabrot voru flest á Suðurlandi, 171 á hverja 10.000 íbúa, en fæst á Austurlandi, eða 111 á hverja 10.000 íbúa. Í lögregluumdæmi höfuðborgarsvæðisins voru 113 sérrefsilagabrot á hverja 10.000 íbúa. Samkvæmt skráningu lögreglu voru flest umferðarlagabrot miðað við mannfjölda á Vesturlandi og Vestfjörðum, 3.384 á hverja 10.000 41

41


Afbrotatölfræði 2010

3.000

Höfuðborgarsvæðið Vesturland og Vestfirðir Norðurland Austurland Suðurland 1.360

2.000

659 171

111

122

117

113

440

254

185

500

541

1.500 1.000

1.722

2.500

343

Fjöldi miðað við 10.000 íbúa

3.500

3.337

4.000

3.384

íbúa. Næstflest voru brotin á Suðurlandi, 3.337 á hverja 10.000 íbúa. Á Norðurlandi voru fæst umferðarlagabrot miðað við mannfjölda, eða 659 á hverja 10.000 íbúa. Hafa verður í huga að þegar fjöldi brota er reiknaður út miðað við íbúafjölda þýðir það ekki endilega að þeir sem hafa gerst brotlegir í ákveðnum landshluta eigi lögheimili þar. Brotin eru kærð í því umdæmi sem þau voru framin í, burtséð frá lögheimili.

0 Hegningarlagabrot

Sérrefsilagabrot

Umferðarlagabrot

Mynd 18. Fjöldi hegningarlagabrota, umferðarlagabrota og sérrefsilagabrota 2010 miðað við 10.000 íbúa, eftir landsvæðum.

Á næstu síðum má sjá fjölda brota í hverju lögregluumdæmi og er miðað við 10.000 íbúa. Þegar gerður er samanburður á fjölda brota og íbúafjölda í tilteknu umdæmi þarf að hafa nokkra fyrirvara í huga. Tilteknir atburðir, svo sem bæjarhátíðir og samkomur um verslunarmannahelgar, geta haft áhrif á fjölda brota í bæjarfélagi sem er fámennt. Staðsetning flugvalla og stórra hafna getur haft áhrif því að þar er oft reynt að flytja inn fíkniefni. Eitt stórt mál, sem telst vera mörg brot, getur komið upp í litlu bæjarfélagi og leiðir það til þess að skráð brotatíðni vex verulega. Hraðamyndavélar eru víða um land og í þeim umdæmum þar sem umferð er mikil eða þjóðvegir fjölfarnir má sjá að 42

42


Afbrotatölfræði 2010

umferðarlagabrot eru óvenjutíð. Vesturland og Vestfirðir eru ágætt dæmi um þetta. Fjöldi hegningarlagabrota árið 2010 miðað við 10.000 íbúa voru flest skráð á höfuðborgarsvæðinu, eins og áður segir, eða 541. Hlutfallið er lægra en árið á undan, en þá voru brotin 579. Á Selfossi voru hegningarlagabrot næstflest, eða 522 á hverja 10.000 íbúa, og fjölgaði þeim frá árinu 2009. Fæst hegningarlagabrot voru á Snæfellsnesi, eða 151 á hverja 10.000 íbúa. Þegar litið er til hegningarlagabrota og hlutfalls þeirra miðað við fjölda landsmanna allra voru að meðaltali skráð 470 brot á hverja 10.000 íbúa árið 2010 (mynd 19). Líkt og árið á undan voru flest sérrefsilagabrotin skráð í Vestmannaeyjum, eða 276 (miðað við 10.000 íbúa), sem er fjölgun frá árinu 2009 þegar þau voru 230. Næstflest sérrefsilagabrot voru skráð á Suðurnesjum, eða 200 brot á hverja 10.000 íbúa, en hjá öðrum embættum voru þau undir 200. Á mynd 20 má sjá að hjá flestum embættum fjölgaði sérrefsilagabrotum frá árinu 2009 til ársins 2010 en þeim fækkaði þó á Akranesi, í Borgarnesi, á Snæfellsnesi og á Suðurnesjum. Mest fækkaði þeim á Snæfellsnesi en íbúar þar eru fáir og því verða útreikningar viðkvæmir fyrir breytingum. Á landinu öllu voru að meðaltali 125 brot á hverja 10.000 íbúa. Umferðarlagabrot árið 2010 voru flest skráð í Borgarnesi, eða 12.629 á hverja 10.000 íbúa, sem er fækkun frá árinu á undan þegar þau voru rúmlega 20.000. Þetta eru fleiri brot en í öðrum umdæmum en hér hefur áhrif að á svæðinu er dulin búseta í tengslum við háskólasamfélagið á Bifröst og stórar sumarhúsabyggðir í grenndinni. Umdæmi Selfoss sker sig einnig úr en þar voru tæplega 7.000 brot (miðað við 10.000 íbúa). Þegar litið er til umferðarlagabrota og fjölda þeirra miðað við fjölda landsmanna allra voru að meðaltali 1.720 brot skráð á hverja 10.000 íbúa. Þetta eru töluvert fleiri brot en í öðrum brotaflokkum.

43

43


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi hegningarlagabrota miðað við 10.000 íbúa

2008

Akranes

363

2009

Akureyri

286

Blönduós

2010

212

Borgarnes

505

Eskifjörður

203

Húsavík

199

Hvolsvöllur

160

Höfuðborgarsvæðið

541

Sauðárkrókur

168

Selfoss

522

Seyðisfjörður

158

Snæfellsnes

151

Suðurnes

438

Vestfirðir

318

Vestmannaeyjar

441

Alls

470

0

100

200

300

400

500

600

700

Mynd 19. Fjöldi hegningarlagabrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. 44

44


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi sérrefsilagabrota miðað við 10.000 íbúa

2008

Akranes

81

2009

Akureyri

140

Blönduós

2010

82

Borgarnes

154

Eskifjörður

107

Húsavík

114

Hvolsvöllur

99

Höfuðborgarsvæðið

113

Sauðárkrókur

62

Selfoss

124

Seyðisfjörður

116

Snæfellsnes

67

Suðurnes

200

Vestfirðir

152

Vestmannaeyjar

276

Alls

125

0

50

100

150

200

250

300

350

Mynd 20. Fjöldi sérrefsilagabrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. 45

45


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi umferðarlagabrota miðað við 10.000 íbúa

2008

Akranes

856

Akureyri Blönduós

2009

373

2010

3.073

Borgarnes Eskifjörður

12.629

2.356

Húsavík Hvolsvöllur

577

2.374

Höfuðborgarsvæðið

1.360

Sauðárkrókur

633

Selfoss

6.988

Seyðisfjörður

802

Snæfellsnes

1.176

Suðurnes

1.444

Vestfirðir

621

Vestmannaeyjar

618

Alls

1.720

0

5.000

10.000

15.000

20.000

25.000

Mynd 21. Fjöldi umferðarlagabrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. 46

46


Afbrotatölfræði 2010

Á mynd 22 má sjá tíðni brota er falla undir manndráp og líkamsmeiðingar á hverja 10.000 íbúa árið 2010. Flest voru brotin í Vestmannaeyjum, 82 á hverja 10.000 íbúa. Á Eskifirði voru þau næstflest, eða 42 á hverja 10.000 íbúa, og fjölgaði þeim þar frá árinu á undan. Fæst voru þau á Hvolsvelli og Sauðárkróki en þar voru brotin níu á hverja 10.000 íbúa og 12 á hverja 10.000 íbúa. Þegar tekið er tillit til íbúafjölda voru flest kynferðisbrot framin á Vestfjörðum, eða 23 á hverja 10.000 íbúa. Þetta er aukning frá árinu 2009 en þá voru níu brot skráð þar á hverja 10.000 íbúa. Mest fækkaði kynferðisbrotum í Vestmannaeyjum. Engin kynferðisbrot voru skráð í Borgarnesi og á Sauðárkróki. Auðgunarbrot árið 2010 voru flest á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu, 338. Mest varð fjölgunin í Borgarnesi en árið 2010 voru þau þar 290 á hverja 10.000 íbúa en árið á undan 184. Fæst voru þau í umdæmi lögreglunnar á Húsavík, eða 59 á hverja 10.000 íbúa. Þegar litið er á landið allt má sjá að brotin voru 271 á hverja 10.000 íbúa (mynd 24). Í Vestmannaeyjum voru flest fíkniefnabrot skráð á árinu, eða 165 á hverja 10.000 íbúa, en árið 2009 voru þau 103 þar. Svo virðist sem þjóðhátíð árið 2010 hafi haft áhrif á fjölgunina en hún var ein sú fjölmennasta frá upphafi. Á Suðurnesjum voru þau 74 á hverja 10.000 íbúa og 57 í Borgarnesi. Fíkniefnabrot voru fæst á Húsavík, eða 10 á hverja 10.000 íbúa.

47

47


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi manndrápa og líkamsmeiðinga miðað við 10.000 íbúa

2008

Akranes

34

2009

Akureyri

33

Blönduós

2010

26

Borgarnes

39

Eskifjörður

42

Húsavík

18

Hvolsvöllur

9

Höfuðborgarsvæðið

39

Sauðárkrókur

12

Selfoss

35

Seyðisfjörður

22

Snæfellsnes

23

Suðurnes

38

Vestfirðir

37

Vestmannaeyjar

82

Alls

37

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

Mynd 22. Fjöldi manndrápa og líkamsmeiðinga 2008 til 2010 á hverja 10.000 íbúa, eftir umdæmum. 48

48


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi kynferðisbrota miðað við 10.000 íbúa

2008

Akranes

15

2009

Akureyri

13

2010

Blönduós

7

Borgarnes 0

Eskifjörður

7

Húsavík

8

Hvolsvöllur

2

Höfuðborgarsvæðið

10

Sauðárkrókur 0

Selfoss

10

Seyðisfjörður

00

Snæfellsnes

3

Suðurnes

13

Vestfirðir

23

Vestmannaeyjar

19

Alls

10

0

10

20

30

40

50

60

Mynd 23. Fjöldi kynferðisbrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. 49

49


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi auðgunarbrota miðað við 10.000 íbúa

2008

Akranes

171

2009

Akureyri

127

Blönduós

2010

69

Borgarnes

290

Eskifjörður

68

Húsavík

59

Hvolsvöllur

77

Höfuðborgarsvæðið

338

Sauðárkrókur

67

Selfoss

287

Seyðisfjörður

79

Snæfellsnes

64

Suðurnes

202

Vestfirðir

99

Vestmannaeyjar

121

Alls

271

0

50

100

150

200

250

300

350

400

450

Mynd 24. Fjöldi auðgunarbrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. 50

50


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi fíkniefnabrota miðað við 10.000 íbúa

2008

Akranes

27

2009

Akureyri

48

Blönduós

2010

29

Borgarnes

57

Eskifjörður Húsavík

31

10

Hvolsvöllur

36

Höfuðborgarsvæðið

49

Sauðárkrókur

23

Selfoss

42

Seyðisfjörður

22

Snæfellsnes

15

Suðurnes

74

Vestfirðir

23

Vestmannaeyjar

165

Alls

48

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

Mynd 25. Fjöldi fíkniefnabrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. 51

51


Afbrotatölfræði 2010

Árið 2010 voru skráð 94 tilvik um eignaspjöll á hverja 10.000 íbúa á landsvísu, sem er næstum sami fjöldi og árið á undan en þá voru þau 96. Mest varð fjölgunin í Borgarnesi og á Blönduósi en þessa aukningu má hugsanlega rekja til breyttrar skráningar.11 Hlutfallslega voru flest brot sem falla undir nytjastuld skráð á höfuðborgarsvæðinu (18 brot á hverja 10.000 íbúa). Hjá öðrum umdæmum voru brotin færri, eða frá tveimur til átta á hverja 10.000 íbúa. Mest varð fækkunin á Suðurnesjum, eða fjögur brot á hverja 10.000 íbúa árið 2010 en 17 árið á undan. Árið 2010 voru brot gegn friðhelgi einkalífs flest á Selfossi, eða 42 á hverja 10.000 íbúa, og 26 á Snæfellsnesi, sem er aukning frá árinu á undan. Þessum brotum fækkaði töluvert á Hvolsvelli og í Borgarnesi (mynd 28). Að meðaltali voru brot gegn friðhelgi einkalífs 20 á hverja 10.000 íbúa á landinu öllu á árinu. Á Suðurnesjum voru skráð flest brot sem falla undir skjalafals, 20 á hverja 10.000 íbúa en átta á landinu í heild. Þennan fjölda brota á Suðurnesjum má að einhverju leyti rekja til Keflavíkurflugvallar en þar koma upp flest brot vegna falsaðra vegabréfa. Þessum brotum fjölgaði í Vestmannaeyjum á árinu en brotin eru fá og því viðkvæm fyrir sveiflum frá ári til árs. Áfengislagabrot voru flest á árinu í Vestmannaeyjum, 63 á hverja 10.000 íbúa. Brotin voru fleiri þar árið 2010 en árið 2009 en þau voru aftur á móti yfir 100 á hverja 10.000 íbúa í Vestmannaeyjum á árinu 2008. Næstflest voru þau á Akureyri, 50 á hverja 10.000 íbúa, en fæst á Blönduósi, sjö. Á mynd 31 má sjá fjölda brota gegn valdstjórninni á árinu 2010. Flest voru þau í Vestmannaeyjum (19 brot á hverja 10.000 íbúa) og á Suðurnesjum (15 brot á hverja 10.000 íbúa), og hefur þeim fækkað þar, sem og á landinu í heild, frá árinu 2009. Engin brot voru skráð hjá lögreglunni á Blönduósi.

11

Sjá nánari útskýringu undir kaflanum „Breytingar á tölvukerfi og fyrirvarar á tölfræði“.

52

52


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi eignaspjalla miðað við 10.000 íbúa

2008

Akranes

111

2009

Akureyri

78

Blönduós

2010

95

Borgarnes

158

Eskifjörður

52

Húsavík

79

Hvolsvöllur

43

Höfuðborgarsvæðið

96

Sauðárkrókur

62

Selfoss

116

Seyðisfjörður

30

Snæfellsnes

15

Suðurnes

112

Vestfirðir

107

Vestmannaeyjar

145

Alls

94

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

Mynd 26. Fjöldi eignaspjalla á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. 53

53


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi nytjastulda miðað við 10.000 íbúa 2008

Akranes

5

2009

Akureyri

6

2010

Blönduós

3

Borgarnes

4

Eskifjörður

4

Húsavík

2

Hvolsvöllur

5

Höfuðborgarsvæðið

18

Sauðárkrókur

5

Selfoss

8

Seyðisfjörður

2

Snæfellsnes

8

Suðurnes

4

Vestfirðir

7

Vestmannaeyjar

5

Alls

13

0

5

10

15

20

25

Mynd 27. Fjöldi nytjastulda á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum.

54

54


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs miðað við 10.000 íbúa 2008

Akranes

17

2009

Akureyri

13

2010

Blönduós

7

Borgarnes

8

Eskifjörður

14

Húsavík

16

Hvolsvöllur

14

Höfuðborgarsvæðið

20

Sauðárkrókur

14

Selfoss

42

Seyðisfjörður

8

Snæfellsnes

26

Suðurnes

22

Vestfirðir

22

Vestmannaeyjar

22

Alls

20

0

10

20

30

40

50

Mynd 28. Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum.

55

55


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi skjalafalsbrota miðað við 10.000 íbúa

2008

Akranes

5

2009

Akureyri

5

2010

Blönduós

3

Borgarnes

4

Eskifjörður

4

Húsavík

6

Hvolsvöllur

2

Höfuðborgarsvæðið

8

Sauðárkrókur 0

Selfoss

10

Seyðisfjörður

6

Snæfellsnes

3

Suðurnes

20

Vestfirðir

3

Vestmannaeyjar

17

Alls

8

0

5

10

15

20

25

30

Mynd 29. Fjöldi skjalafalsbrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. 56

56


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi áfengislagabrota miðað við 10.000 íbúa

2008

Akranes

31

2009

Akureyri

50

Blönduós

2010

7

Borgarnes

20

Eskifjörður

28

Húsavík

18

Hvolsvöllur

27

Höfuðborgarsvæðið

20

Sauðárkrókur

14

Selfoss

31

Seyðisfjörður

26

Snæfellsnes

13

Suðurnes

38

Vestfirðir

14

Vestmannaeyjar

63

Alls

25

0

20

40

60

80

100

120

Mynd 30. Fjöldi áfengislagabrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. 57

57


Afbrotatölfræði 2010

Fjöldi brota gegn valdstjórninni miðað við 10.000 íbúa 2008

Akranes

5

2009

Akureyri

8

2010

Blönduós 0

Borgarnes

2

Eskifjörður

9

Húsavík

6

Hvolsvöllur

9

Höfuðborgarsvæðið

10

Sauðárkrókur

7

Selfoss

9

Seyðisfjörður

12

Snæfellsnes

10

Suðurnes

15

Vestfirðir

8

Vestmannaeyjar

19

Alls

9

0

10

20

30

40

Mynd 31. Fjöldi brota gegn valdstjórninni á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum.

58

58


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2010

Mynda- og tรถfluskrรก

59

59


Afbrotatölfræði 2010

Myndaskrá Mynd 1. Fjöldi brota 1999 til 2010, eftir tegund brots. ............................... 11 Mynd 2. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali brota 2007 til 2009. .......... 13 Mynd 3. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali nokkurra flokka ofbeldisbrota 2007 til 2009. .............................. 15 Mynd 4. Fjöldi manndrápa frá árinu 1998 til ársins 2010. ................................. 16 Mynd 5. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali kynferðisbrota 2007 til 2009. ................................................. 18 Mynd 6. Hlutfallslegt frávik nokkurra auðgunarbrota árið 2010 frá meðaltali 2007 til 2009. .............................. 20 Mynd 7. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðalfjölda fíkniefnabrota 2007 til 2009. ......................................... 23 Mynd 8. Amfetamín og kannabisefni sem lagt var hald á 2001 til 2010. ................. 25 Mynd 9. Fjöldi haldlagninga eftir tegundum efna samkvæmt málaskrá 2001 til 2010. ................................................. 26 Mynd 10. Meðalmagn efna sem lagt var hald á í hvert sinn 2001 til 2010, greint eftir tegund. ....................................... 27 Mynd 11. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali nokkurra umferðarlagabrota 2007 til 2009. .............................. 30 Mynd 12. Skipting eignaspjalla árið 2010. ... 31 Mynd 13. Vettvangur nytjastuldar á vélknúnum ökutækjum árið 2010. .................... 32 Mynd 14. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali brota gegn friðhelgi einkalífs 2007 til 2009. .............................. 34 Mynd 15. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali skjalafalsbrota 2007 til 2009. ................................................. 36 Mynd 16. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali áfengislagabrota 2007 til 2009. ................................................. 38

Mynd 17. Hlutfallslegt frávik árið 2010 frá meðaltali brota gegn valdstjórninni 2007 til 2009. ...................................... 40 Mynd 18. Fjöldi hegningarlagabrota, umferðarlagabrota og sérrefsilagabrota 2010 miðað við 10.000 íbúa, eftir landsvæðum. ................................ 42 Mynd 19. Fjöldi hegningarlagabrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. .................................. 44 Mynd 20. Fjöldi sérrefsilagabrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. .................................. 45 Mynd 21. Fjöldi umferðarlagabrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. .................................. 46 Mynd 22. Fjöldi manndrápa og líkamsmeiðinga 2008 til 2010 á hverja 10.000 íbúa, eftir umdæmum. .................................. 48 Mynd 23. Fjöldi kynferðisbrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. .................................. 49 Mynd 24. Fjöldi auðgunarbrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. .................................. 50 Mynd 25. Fjöldi fíkniefnabrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. . 51 Mynd 26. Fjöldi eignaspjalla á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. . 53 Mynd 27. Fjöldi nytjastulda á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. . 54 Mynd 28. Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. .................................. 55 Mynd 29. Fjöldi skjalafalsbrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. .................................. 56 Mynd 30. Fjöldi áfengislagabrota á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. .................................. 57 Mynd 31. Fjöldi brota gegn valdstjórninni á hverja 10.000 íbúa 2008 til 2010, eftir umdæmum. .................................. 58

60

60


Afbrotatölfræði 2010

Töfluskrá Tafla 1. Fjöldi brota í nokkrum brotaflokkum 2007 til 2010. .............................. 12 Tafla 2. Fjöldi manndrápa og líkamsmeiðinga árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. ...................................... 14 Tafla 3. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. ......................................... 17 Tafla 4. Fjöldi auðgunarbrota árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. .. 20 Tafla 5. Fjöldi fíkniefnabrota árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. .. 22 Tafla 6. Fíkniefni sem lögregla og tollgæsla lagði hald á árið 2005 til 2010. ......... 24 Tafla 7. Fjöldi haldlagninga hjá lögreglu og tollgæslu árin 2005 til 2010, greint eftir tegund efna. ................................ 26 Tafla 8. Fjöldi umferðarlagabrota árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. .. 29 Tafla 9. Fjöldi eignaspjalla árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2010. .. 31 Tafla 10. Fjöldi nytjastulda árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. .. 32 Tafla 11. Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. ...................................... 33 Tafla 12. Fjöldi skjalafalsbrota árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. .. 35 Tafla 13. Fjöldi brota gegn áfengislögum árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. ......................................... 37 Tafla 14. Fjöldi brota gegn valdstjórninni árið 2010 og meðalfjöldi brotanna 2007 til 2009. ......................................... 39 Tafla 15. Hlutfallsleg dreifing brota árið 2010 eftir landsvæðum.* ........................ 41

Tafla V1. Íbúafjöldi á Íslandi 1. desember 2006 til 2009 eftir umdæmum. ................ 64 Tafla V2. Skipting umdæma í landsvæði. ..... 64 Tafla V3. Fjöldi og hlutfall brota, samkvæmt skráningum í málaskrá 2010, eftir tegund þeirra og umdæmum.. .......... 65 Tafla V4. Fjöldi manndrápa og líkamsmeiðinga 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. ..... 65 Tafla V5. Fjöldi kynferðisbrota 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. ........................ 66 Tafla V6. Fjöldi auðgunarbrota 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. ........................ 66 Tafla V7. Fjöldi fíkniefnabrota 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. ........................ 66 Tafla V8. Fjöldi umferðarlagabrota 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. ................ 67 Tafla V9. Fjöldi brota er varða eignarspjöll 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. ..... 67 Tafla V10. Fjöldi nytjastulda 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. ........................ 68 Tafla V11. Fjöldi brota á friðhelgi einkalífs 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. ..... 68 Tafla V12. Fjöldi skjalafalsbrota 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. ........................ 68 Tafla V13. Fjöldi brota gegn áfengislögum 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. ............ 69 Tafla V14. Fjöldi brota gegn valdstjórninni 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. ..... 69 Tafla V15. Fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa á árunum 2008 til 2010, eftir umdæmum. ................................................. 70 Tafla V16. Fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa á árunum 2008 til 2010, eftir umdæmum. ................................................. 71

61

61


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2010

Viรฐaukar

62

62


Afbrotatölfræði 2010

Viðauki I: Umdæmi lögreglustjóra Akranes Akranes

Akureyri

Akureyri Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Grýtubakkahreppur Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur

Blönduós

Blönduóssbær Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Skagabyggð Sveitarfélagið Skagaströnd

Hvolsvöllur Ásahreppur Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Skaftárhreppur

Höfuðborgarsvæðið

Garðabær Hafnarfjörður Kjósarhreppur Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sveitarfélagið Álftanes

Sauðárkrókur Akrahreppur Sveitarfélagið Skagafjörður

Selfoss

Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Árborg Sveitarfélagið Ölfus

Borgarnes

Borgarbyggð Dalabyggð Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur

Eskifjörður

Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fjarðabyggð Sveitarfélagið Hornafjörður

Húsavík

Langanesbyggð Skútustaðahreppur Svalbarðshreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Norðurþing

Seyðisfjörður

Borgarfjarðarhreppur Fljótsdalshérað Fljótsdalshreppur Seyðisfjörður Vopnafjarðarhreppur

Snæfellsnes

Eyja- og Miklaholtshreppur Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Snæfellsbær Stykkishólmur

Suðurnes

Grindavíkurbær Reykjanesbær Sandgerði Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar

Vestfirðir

Árneshreppur Bolungarvík Bæjarhreppur (Strandasýslu) Ísafjarðarbær Kaldrananeshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar

63

63


Afbrotatölfræði 2010

Viðauki II: Töflur Tafla V1. Íbúafjöldi á Íslandi 1. desember 2006 til 2009 eftir umdæmum.

Akranes Akureyri Blönduós Borgarnes Eskifjörður Húsavík Hvolsvöllur Höfuðborgarsvæðið Sauðárkrókur Selfoss Seyðisfjörður Snæfellsnes Suðurnes Vestfirðir Vestmannaeyjar Landið allt

2006 5.955

2007 6.345

2008 6.630

2009 6.555

23.482

23.833

24.052

23.983

3.152

3.128

3.101

3.059

5.067

5.195

5.153

4.926

8.598

7.899

7.499

7.374

5.073

4.964

5.008

4.926

4.359

4.413

4.508

4.440

191.612

196.161

201.585

200.852

4.300

4.231

4.294

4.345

14.483

15.025

15.578

15.312

6.752

6.002

5.383

5.077

4.003

3.912

3.937

3.904

18.880

20.415

21.564

21.348

7.470

7.309

7.374

7.363

4.075

4.040

4.090

4.129

307.261

312.872

319.756

317.593

Tafla V2. Skipting umdæma í landsvæði. Höfuðborgarsvæðið

Vesturland og Vestfirðir

Norðurland

Austurland

Suðurland

Höfuðborgarsvæðið

Akranes

Akureyri

Eskifjörður

Hvolsvöllur

Borgarnes

Blönduós

Seyðisfjörður

Selfoss

Snæfellsnes

Húsavík

Suðurnes

Vestfirðir

Sauðárkrókur

Vestmannaeyjar

64

64


Afbrotatölfræði 2010 Tafla V3. Fjöldi og hlutfall brota, samkvæmt skráningum í málaskrá 2010, eftir tegund þeirra og umdæmum.12

% af heild

Fjöldi

% innan emb.

% af heild

238

27,9

1,6

53

6,2

1,3

561

65,8

1,0

852

Akureyri

685

35,8

4,6

336

17,5

8,4

895

46,7

1,6

1.916

Blönduós

Samtals

% innan emb.

Akranes

Fjöldi

% af heild

Umferðarlagabrot

% innan emb.

Sérrefsilagabrot

Fjöldi

Hegningarlagabrot

65

6,3

0,4

25

2,4

0,6

940

91,3

1,7

1.030

Borgarnes

249

3,8

1,7

76

1,2

1,9

6.221

95,0

11,4

6.546

Eskifjörður

1.737

88,4

3,2

1.966

150

7,6

1,0

79

4,0

2,0

Húsavík

98

22,4

0,7

56

12,8

1,4

284

64,8

0,5

438

Hvolsvöllur

71

6,1

0,5

44

3,8

1,1

1.054

90,2

1,9

1.169

Höfuðborgarsvæðið

10.868

26,9

72,9

2.274

5,6

57,2

27.307

67,5

50,0

40.449

Ríkislögreglustjóri

86

51,2

0,6

80

47,6

2,0

2

1,2

0,0

168

Ríkissaksóknari

38

100

0,3

0

0,0

0,0

0

0,0

0,0

38

Sauðárkrókur

73

19,5

0,5

27

7,2

0,7

275

73,3

0,5

375 11.689

Selfoss

799

6,8

5,4

190

1,6

4,8

10.700

91,5

19,6

Seyðisfjörður

80

14,7

0,5

59

10,8

1,5

407

74,5

0,7

546

Snæfellsnes

59

10,8

0,4

26

4,8

0,7

459

84,4

0,8

544

Suðurnes

936

21,1

6,3

426

9,6

10,7

3.083

69,4

5,6

4.445

Vestfirðir

234

29,1

1,6

112

13,9

2,8

457

56,9

0,8

803

114

20,7

2,9

255

46,3

0,5

551

3.977

5,4

100

54.637

74,3

100

73.525

Vestmannaeyjar Landið allt

182

33,0

14.911

20,3

1,2 100

Tafla V4. Fjöldi manndrápa og líkamsmeiðinga 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. 2010

2009

2008

2007

Meðaltal

Frávik

Manndráp (211. gr.)

2

1

0

2

1,0

100,0

Manndráp af gáleysi (215. gr.)

7

4

2

4

3,3

110,0

Líkamsárás (217. gr.) Líkamsárás meiriháttar/stórfelld (218. gr.)

945

868

1.012

1.153

1011,0

-6,5

180

225

214

196

211,7

-15,0

Líkamsmeiðingar af gáleysi (219. gr.)

23

31

68

37

45,3

-49,3

Lífi eða heilsu stefnt í háska (220. gr.)

14

20

15

18

17,7

-20,8

Manndráp, tilraun (211. gr. sbr. 20. gr.)

4

4

3

3

3,3

20,0

Líkamsmeiðingar, annað

0

2

2

0

1,3

-100,0

1.175

1.155

1.316

1.413

1.294,7

-9,2

Samtals

12

Sem dæmi um það hvernig lesa má út úr töflunni sést að fjöldi hegningarlagabrota í umdæmi lögreglustjórans á Selfossi var 799 brot, eða 5,4% allra slíkra brota á landinu. Af heildarfjölda brota innan umdæmisins voru hegningarlagabrot á Selfossi hins vegar 6,8%.

65

65


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2010

Tafla V5. Fjรถldi kynferรฐisbrota 2007 til 2010, meรฐalfjรถldi brota 2007 til 2009 og frรกvik 2010 frรก meรฐaltali. 2010

2009

2008

2007

Meรฐaltal

Frรกvik

1

6

5

14

8,3

31,3

49

24

50

38

37,3

-4,9

Blygรฐunarsemisbrot (209. gr.) Nauรฐgun (194.1-194.2 gr.) Klรกm/barnaklรกm (1.-4.mgr. 210 gr.) Kynferรฐisbrot gegn bรถrnum (200.202. og 204. gr.)

20

14

36

35

28,3

-29,4

97

135

148

120

134,3

-27,8

Kynferรฐisleg รกreitni (199. gr.)

21

26

22

20

22,7

-7,4

Vรฆndi (1.-4.mgr. 206. gr.)

98

99

96

114

103,0

236,4

Annaรฐ (197.-198. gr.) Samtals

37

14

11

8

11,0

-88,0

323

318

368

349

345,0

-6,4

Tafla V6. Fjรถldi auรฐgunarbrota 2007 til 2010, meรฐalfjรถldi brota 2007 til 2009 og frรกvik 2010 frรก meรฐaltali. 2010

2009

2008

2007

Meรฐaltal

ร jรณfnaรฐir (244. gr.)

4.920

5.114

4.332

3.093

4.179,7

Frรกvik

Innbrot (244. gr.)

2.866

3.524

2.731

2.277

2.844,0

0,8

Fjรกrsvik (248. gr.)

367

408

521

345

424,7

-13,6

Hylming (254. gr.)

17,7

165

162

166

154

160,7

2,7

Gripdeild (245. gr.)

69

122

92

112

108,7

-36,5

Fjรกrdrรกttur (247. gr.)

92

93

98

86

92,3

-0,4

Rรกn (252. gr.)

42

60

43

42

48,3

-13,1

Auรฐgunarbrot, annaรฐ Samtals

87

78

46

68

64,0

35,9

8.608

9.561

8.029

6.177

7.922,3

8,7

Tafla V7. Fjรถldi fรญkniefnabrota 2007 til 2010, meรฐalfjรถldi brota 2007 til 2009 og frรกvik 2010 frรก meรฐaltali. Varsla, neysla (4. mgr. 2. gr. 65/74)

2010

2009

2008

2007

Meรฐaltal

Frรกvik

984

883

1.198

1.488

1189,7

-17,3

Innflutningur (4. mgr. 2. gr. 65/74)

95

101

104

104

103,0

-7,8

Sala, dreifing (4. mgr. 3. gr. 65/74)

110

104

101,0

-2,0

99

89

Framleiรฐsla (4. gr. 65/74)

235

167

49

31

82,3

185,4

ร mis fรญkniefnabrot

124

87

129

120

112,0

10,7

1.537

1.327

1.590

1.847

1.588,0

-3,2

Samtals

66

66


Afbrotatölfræði 2010 Tafla V8. Fjöldi umferðarlagabrota13 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. 2010

2009

2008

2007

Meðaltal

Frávik

Afstunga − aðili sem hlut á að umferðaróhappi nemur ekki staðar (10. gr. 50/87)

872

802

982

1.125

969,7

-10,1

Akstur gegn rauðu ljósi (5. gr. 50/87)

616

453

579

914

648,7

-5,0

Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna (45. gr. 50/87)14

752

999

1.075

699

924,3

-18,6

Bílbelti ekki notað (71. gr. 50/87)

919

738

783

1.689

1.070,0

-14,1

Of hraður akstur (37. gr. 50/87)

40.012

43.013

39.223

38.092

40.109,3

-0,2

Stöðvunarskylda ekki virt (5. gr. 50/87)

147

94

167

425

228,7

-35,7

Vanrækt að færa ökutæki til aðalskoðunar (67. gr. 50/87)

104

145

650

925

573,3

-81,9

Ökumaður notar farsíma án handfrjáls búnaðar (47. gr. 50/87) Ökuskírteini ekki haft meðferðis (48. gr. 50/87)

630

336

532

1.026

631,3

-0,2

1.297

982

1.122

1.720

1.274,7

1,8

Ölvun við akstur (45. gr. 50/87)

1.293

1.450

1.920

2.092

1.820,7

-29,0

Önnur umferðarlagabrot

7.995

6.325

9.368

11.062

8.918,3

-10,4

54.637

55.337

56.401

59.769

57.169,0

-4,4

Samtals

Tafla V9. Fjöldi brota er varða eignarspjöll 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. Eignaspjöll, minniháttar (1. mgr. 257. gr.) Eignaspjöll, meiriháttar (2. mgr. 257. gr.) Samtals

13 14

2010

2009

2008

2007

Meðaltal

Frávik

2.941

2.993

2.956

3.167

3.038,7

-3,2

59

83

76

73

77,3

-23,7

3.000

3.076

3.032

3.240

3.116,0

-3,7

Umferðaróhöpp eru ekki talin með og því eru tölur aðrar en í tölfræðiskýrslum 2003 til 2004. Lög sem tóku gildi um mitt ár 2006.

67

67


Afbrotatölfræði 2010

Tafla V10. Fjöldi nytjastulda 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. Nytjastuldur vélknúinna farartækja (1. mgr. 259. gr.)

2010

2009

2008

2007

Meðaltal

Frávik

397

475

386

421

427,3

-7,1

23

14

22

15

17,0

35,3

420

489

408

436

444,3

-5,5

Nytjastuldur, annað (2. mgr. 259. gr.) Samtals

Tafla V11. Fjöldi brota á friðhelgi einkalífs 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. Húsbrot (231. gr.) Ofsóknir, áminningar (232. gr.) Hótanir (233. gr.)15 Ærumeiðingar (234. gr.) Brot gegn nálgunarbanni (232. gr.) Brot gegn friðhelgi, ýmislegt Samtals

2010

2009

2008

2007

Meðaltal

271

237

250

192

226,3

Frávik 19,7

4

7

10

21

12,7

-68,4

289

224

238

316

259,3

11,4

35

34

43

31

36,0

-2,8

4

3

7

9

6,3

-36,8

17

10

8

6

8,0

112,5

620

515

556

575

548,7

13,0

Tafla V12. Fjöldi skjalafalsbrota 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. 2010

2009

2008

2007

Meðaltal

Frávik

7

6

10

24

13,3

-47,5

14

7

14

51

24,0

-41,7

2

10

5

11

8,7

-76,9

4

5

16

15

12,0

-66,7

28

16

24

30

23,3

20,0

Fölsun, víxlar (155. gr.)

3

2

0

6

2,7

12,5

Fölsun, skuldabréf (155. gr.)

9

6

26

20

17,3

-48,1

Fölsun, peningafals (150.–152. gr.) Fölsuðum peningum komið í umferð (153. gr.) Fölsun á annars konar gjaldmiðli en peningum (154. gr.) Fölsun, tékkar (155. gr.) Fölsun, greiðslukort (155. gr.)

Fölsun, lyfseðlar (155. gr.)

14

16

18

21

18,3

-23,6

Fölsun, skjalafals (155. gr.)

91

112

106

63

93,7

-2,8

0

0

0

0

0,0

0,0

62

84

38

67

63,0

-1,6

3

7

3

9

6,3

-52,6

27

14

13

13

13,3

102,5

4

5

5

3

4,3

-7,7

268

290

278

333

300,3

-10,8

Fölsun, annað (155. gr.) Skjöl, misnotkun skjala (157. gr.) Skjalafals, rangfærsla skjala til að blekkja með því í lögskiptum (158. gr.)16 Skjöl, röng notkun stimpils eða merkis (159. gr.) Skjöl, önnur gagnabrot Samtals

15

Brotaflokkurinn „ráðist á mann vegna þjóðernis, litarháttar o.s.frv.“ (233. gr. a.) fellur hér undir, ólíkt Afbrotatölfræði 2006. 16 „Rangfærsla sönnunargagna er varða mörk fasteignaréttinda“ fellur hér undir.

68

68


Afbrotatölfræði 2010 Tafla V13. Fjöldi brota gegn áfengislögum 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. Ólöglegur tilbúningur áfengis (bruggun) (6. gr. 75/98) Ólögleg sala áfengis (10. gr. 75/98) Áfengi veitt til yngri en 20 ára (1. mgr. 18. gr. 75/98) Dvöl ungmennis yngra en 18 ára á vínveitingastað (2. mgr. 18. gr. 75/98) Áfengi borið inn á veitingastað í óleyfi (3. mgr. 19. gr. 75/98) Brot á reglum um áfengisauglýsingar (20. gr. 75/98) Ölvun á almannafæri (21. gr. 75/98) Varsla á áfengi sem látið hefur verið af hendi andstætt ákvæðum áfengislaga (19. gr. 75/98) Áfengislög, ýmislegt Samtals

2010

2009

2008

2007

Meðaltal

Frávik

27

12

9

10

10,3

161,3

25

11

7

11

9,7

158,6

16

18

21

34

24,3

-34,2

0

0

24

32

18,7

-100,0

44

9

7

10

8,7

407,7

38

29

15

10

18,0

111,1

578

497

790

1.173

820,0

-29,5

17

10

6

26

14,0

21,4

35

17

6

3

8,7

303,8

780

603

885

1.309

932,3

-16,3

Tafla V14. Fjöldi brota gegn valdstjórninni 2007 til 2010, meðalfjöldi brota 2007 til 2009 og frávik 2010 frá meðaltali. Ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.-107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.-107. gr.)17 Ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.)18 Hótun um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.)19 Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt (19. gr. 90/96) Bann við að tálma lögreglu í störfum sínum (21. gr. 90/96) Innsigli, innsiglisrof (113. gr.) Brot gegn valdstjórninni, annað Samtals

2010

2009

2008

2007

Meðaltal

Frávik

77

110

118

120

116,0

-33,6

43

66

79

65

70,0

-38,6

8

8

12

12

10,7

-25,0

9

11

16

31

19,3

-53,4

136

133

170

152

151,7

-10,3

12

11

12

16

13,0

-7,7

3

1

2

8

3,7

-18,2

13

28

23

23

24,7

-47,3

301

368

432

427

409,0

-26,4

17

Bætt við málaskrárkerfi lögreglunnar árið 2006. „Upphlaup, ofbeldi mannsafnaðar gagnvart opinberum starfsmanni“ fellur hér undir, ólíkt fyrri tölfræðiskýrslum. 19 Bætt við málaskrárkerfi lögreglunnar árið 2006. 18

69

69


70

26,2

38,6

42,0

18,3

Blönduós

Borgarnes

Eskifjörður

Húsavík

35,3

21,7

23,1

37,9

36,7

82,3

Selfoss

Seyðisfjörður

Snæfellsnes

Suðurnes

Vestfirðir

Vestm.eyjar

37,0

11,5

Sauðárkrókur

Landið allt

38,7

Höfuðb.svæðið

9,0

32,9

Akureyri

Hvolsvöllur

33,6

Akranes

2010

36,1

75,8

36,6

51,0

63,5

16,7

37,2

27,9

33,9

26,6

43,9

21,3

21,3

16,1

42,8

39,2

2009

Manndráp og líkamsmeiðingar

42,1

81,7

38,3

62,2

61,3

16,7

49,3

37,8

39,8

29,5

28,2

27,9

34,6

22,4

48,3

42,6

2008

10,2

19,4

23,1

12,6

2,6

0,0

10,4

0,0

10,0

2,3

8,1

6,8

0,0

6,5

13,3

15,3

2010

9,9

53,8

9,5

14,8

5,1

0,0

19,9

4,7

8,9

2,2

16,0

8,0

5,8

0,0

8,7

6,0

2009

Kynferðisbrot

11,8

7,4

19,2

26,9

7,7

10,0

33,9

4,7

9,4

18,1

14,1

8,9

7,7

3,2

6,3

11,0

2008

271,0

121,1

99,1

202,4

64,0

78,8

286,7

66,7

337,6

76,6

58,9

67,8

290,3

68,6

126,8

170,9

2010

299,0

85,6

67,8

217,0

55,9

50,2

260,0

76,9

382,0

150,8

49,9

88,0

184,4

48,4

152,6

182,5

2009

Auðgunarbrot

256,6

136,1

91,7

180,3

58,8

68,3

238,9

47,3

332,0

63,4

30,2

32,9

154,0

32,0

138,0

110,3

2008

Tafla V15. Fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa á árunum 2008 til 2010, eftir umdæmum.

48,4

164,7

23,1

73,5

15,4

21,7

42,5

23,0

49,2

36,0

10,2

31,2

56,8

29,4

48,0

27,5

2010

41,5

102,7

9,5

69,6

22,9

16,7

44,9

30,3

40,0

8,9

6,0

14,7

71,8

48,4

50,3

45,2

2009

Fíkniefnabrot

50,8

111,4

49,3

106,8

15,3

10,0

71,2

28,4

46,1

45,3

16,1

11,4

88,5

32,0

49,5

66,2

2008

1.720,3

617,6

620,7

1.444,2

1.175,7

801,7

6.988,0

632,9

1.359,6

2.373,9

576,5

2.355,6

12.628,9

3.072,9

373,2

855,8

2010

1.730,6

486,6

617,0

1.453,8

762,0

1.261,4

4.360,6

1.006,1

1.222,2

3.953,0

1.220,0

3.185,8

20.248,4

3.695,6

641,9

1.206,6

2009

2008

5.041,6

793,9

2.598,9

1.802,7

621,3

1.161,6

2.323,3

2.011,8

1.362,9

1.550,7

1.153,4

1.383,6

5.028,3

922,6

3.437,1

16.331,1

Umferðarlagabrot

Afbrotatölfræði 2010


79,2

42,8

96,2

62,1

Eskifjörður

Húsavík

Hvolsvöllur

Höfuðb.svæðið

Sauðárkrókur

145,3

Vestm.eyjar

94,5

107,3

Landið allt

112,4

Vestfirðir

15,4

Snæfellsnes

Suðurnes

29,5

Seyðisfjörður

116,2

51,5

Borgarnes

Selfoss

94,8

158,3

Blönduós

77,6

Akureyri

2010

111,4

Akranes

96,2

119,8

52,9

147,0

48,3

52,0

109,8

39,6

98,9

51,0

65,9

37,3

81,5

22,6

93,1

128,2

2009

Eignaspjöll

2008

96,9

151,0

60,2

136,2

43,5

43,3

97,2

70,9

101,9

68,0

26,2

32,9

109,7

32,0

94,4

111,9

13,2

4,8

6,8

4,2

7,7

2,0

7,8

4,6

17,9

4,5

2,0

4,1

4,1

3,3

5,8

4,6

2010

15,3

4,9

4,1

16,7

10,2

5,6

7,7

9,3

19,9

6,7

0,0

1,3

3,9

0,0

5,0

7,5

2009

Nytjastuldur

13,0

12,4

6,8

10,8

15,3

6,7

6,7

2,4

15,7

4,5

6,0

3,8

9,6

0,0

11,7

11,0

2008

19,5

21,8

21,7

22,5

25,6

7,9

41,8

13,8

19,5

13,5

16,2

13,6

8,1

6,5

12,5

16,8

2010

16,1

12,2

16,3

21,3

10,2

3,7

29,5

16,3

14,9

35,5

8,0

12,0

19,4

9,7

15,4

13,6

2009

17,8

37,1

32,8

26,0

17,9

5,0

30,0

16,5

16,8

15,9

12,1

5,1

15,4

9,6

13,4

15,8

2008

Friðhelgi einkalífs

8,4

17,0

2,7

20,1

2,6

5,9

9,8

0,0

8,4

2,3

6,1

4,1

4,1

3,3

5,0

4,6

2010

8,4

4,9

1,4

28,3

5,1

7,4

6,4

2,3

6,5

11,1

2,0

5,3

9,7

6,4

10,8

9,0

2009

Skjalafals

Tafla V16. Fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa á árunum 2008 til 2010, eftir umdæmum.

8,9

17,3

4,1

21,6

7,7

13,3

4,0

4,7

8,7

9,1

2,0

8,9

5,8

0,0

6,7

1,6

2008

24,6

63,0

13,6

37,9

12,8

25,6

31,3

13,8

19,7

27,0

18,3

28,5

20,3

6,5

50,5

30,5

2010

18,9

56,2

19,0

37,6

25,4

20,4

16,7

4,7

13,9

13,3

6,0

29,3

15,5

6,4

37,8

36,2

2009

28,3

111,4

17,8

62,7

30,7

23,3

28,0

9,5

21,9

18,1

10,1

19,0

21,2

3,2

53,7

45,7

2008

Áfengislagabrot

9,5

19,4

8,1

14,5

10,2

11,8

9,1

6,9

9,6

9,0

6,1

9,5

2,0

0,0

7,9

4,6

2010

11,5

36,7

4,1

30,1

12,7

7,4

7,1

7,0

10,3

8,9

10,0

8,0

15,5

9,7

10,4

4,5

2009

Brot gegn valdstjórninni

13,8

14,9

28,7

36,7

17,9

6,7

21,3

14,2

11,3

13,6

6,0

6,3

15,4

6,4

12,6

7,9

2008

Afbrotatölfræði 2010

71


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2010

72


Vestmannaeyjar

2010

2009

2008

0 0 0 1 3 37 2 9 0 6 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 5 54 -7 -4 0 4 0 3 0 0 0 9 0 0 0 0 0 0 0 16 -2 -15 4 244 24 159 0 2 0 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 0 0 1 0 2 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 0 0 0 2 0 0 0 23 0 0 29 439 -4 34 10 42 0 1 0 3 0 11 0 8 10 65 -3 -5 6 14 0 0 4 15 1 84 196 9.975 0 4 0 1 0 43 5 26 9 77 54 461 275 10.700 -157 3.907

0 1 4 2 2 1 1 0 0 0 11 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 7 28 1 1 0 0 0 0 0 0 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 40 13 10 0 1 0 0 11 2 9 0 8 11 220 6 1 10 10 22 110 407 -272

0 0 7 2 0 0 0 0 0 0 9 -16 1 0 0 0 0 0 0 1 -1 9 14 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 25 3 5 0 1 0 0 6 -3 5 1 11 1 325 0 0 2 25 28 61 459 159

1 2 58 7 10 2 1 0 0 0 81 -29 5 13 2 6 1 0 0 27 -5 176 204 6 0 3 3 0 1 0 0 13 3 0 0 3 0 4 1 3 1 11 0 432 -36 106 17 9 18 7 157 7 41 7 112 123 1.351 6 17 19 123 106 1.178 3.083 -52

0 1 22 0 4 0 0 0 0 0 27 0 2 1 1 11 2 0 0 17 10 22 46 0 0 0 1 0 0 0 0 0 2 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 73 23 9 0 6 0 2 17 10 22 0 13 9 253 2 1 2 15 24 116 457 2

0 0 26 8 0 0 0 0 0 0 34 3 2 0 1 5 0 0 0 8 -14 7 39 0 0 0 1 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 2 0 50 15 59 0 3 0 6 68 26 24 4 27 32 42 2 2 20 8 10 84 255 56

2 7 945 123 57 23 14 0 4 0 1.175 20 49 98 20 97 21 37 1 323 5 2.866 4.920 69 17 30 62 1 27 2 6 161 170 3 0 17 5 33 11 42 1 165 0 8.608 -953 984 95 99 235 124 1.537 210 872 616 752 919 40.012 147 104 630 1.297 1.293 7.995 54.637 -700

1 4 868 146 79 31 20 0 4 2 1.155 -161 24 99 14 139 26 10 6 318 -50 3.524 5.114 122 17 14 79 3 31 2 8 157 207 3 0 18 2 26 9 60 3 162 0 9.561 1.532 883 101 89 167 87 1.327 -263 802 453 999 738 43.013 94 145 336 982 1.450 6.325 55.337 -1.064

0 2 1.012 137 77 68 15 2 3 0 1.316 -97 50 96 36 148 22 11 5 368 19 2.731 4.332 92 13 15 83 3 49 2 7 223 237 2 0 11 3 9 4 43 3 166 1 8.029 1.852 1.198 104 110 49 129 1.590 -257 982 579 1.075 783 39.223 167 650 532 1.122 1.920 9.368 56.401 -3.368

2007

Vestfirðir

0 0 4 0 0 0 0 0 0 0 4 -1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

Suðurnes

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 0 0 9 11 0 0 0 0 0 12 0 0 7 0 5 0 0 0 0 0 46 -17 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 2 1

Snæfellsnes

0 0 9 0 0 0 0 0 0 0 9 -13 1 3 0 0 0 0 0 4 -4 8 16 2 0 0 1 0 0 0 0 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 29 4 4 0 0 0 1 5 2 5 0 1 2 176 0 0 0 3 15 82 284 -327

Seyðisfjörður

Ríkissaksóknari

0 1 19 2 3 4 2 0 0 0 31 15 0 1 0 4 0 0 0 5 -1 11 34 1 0 0 2 0 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 50 -16 20 0 0 0 3 23 12 10 0 13 8 1.434 0 1 6 8 27 230 1.737 -652

Selfoss

Ríkislögreglustjórinn

Húsavík

0 0 0 1 7 12 1 3 0 2 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 8 19 3 8 1 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 2 0 2 -3 12 81 7 40 0 1 0 0 0 1 1 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 18 0 0 21 143 6 48 7 21 0 0 0 2 0 0 2 5 9 28 -6 -9 0 8 0 0 27 30 0 4 805 5.901 0 0 0 2 4 2 21 40 9 30 74 204 940 6.221 -206 -4.213

Hvolsvöllur

Eskifjörður

0 0 72 2 5 0 0 0 0 0 79 -24 3 6 2 20 1 0 0 32 11 77 201 0 0 1 3 0 0 0 0 3 7 1 0 1 0 3 3 3 0 1 0 304 -63 78 0 9 5 23 115 -6 74 8 65 13 320 0 8 8 21 61 317 895 -649

Borgarnes

Akureyri

0 0 16 6 0 0 0 0 0 0 22 -4 1 4 1 4 0 0 0 10 6 24 82 0 0 0 0 0 1 0 0 1 1 0 0 0 0 1 0 0 0 2 0 112 -9 13 0 0 1 4 18 -12 22 3 18 20 217 0 2 3 8 33 235 561 -239

Blönduós

Akranes Manndráp (211. gr.) Mannsbani af gáleysi (215. gr.) Líkamsárás (217. gr.) Líkamsárás, líkamsmeiðingar minni (1. mgr. 218. gr.) Líkamsárás, líkamsmeiðingar meiri (2. mgr. 218. gr.) Líkamsmeiðingar af gáleysi (219. gr.) Líf eða heilsu stefnt í háska (220. gr. ) Látið farast fyrir að koma manni í lífsháska til bjargar (1. mgr. 221. gr.) Manndráp, tilraun (211. gr. sbr. 20. gr) Líkamsárás, brot gegn lífi og líkama - ýmislegt Manndráp og líkamsmeiðingar samtals Breytingar frá fyrra ári Blygðunarsemisbrot (209. gr.) Nauðgun (194.1-194.2 gr.) Klám/barnaklám (1.-4.mgr. 210 gr.) Kynferðisbrot gegn börnum (200.-202. og 204. gr.) Kynferðisleg áreitni (199. gr.) Vændi (1.-4.mgr. 206. gr.) Annað (197.-198. gr.) Kynferðisbrot samtals Breytingar frá fyrra ári Innbrot (244. gr.) Þjófnaður (244. gr.)* Gripdeild (245. gr.) Fundið fé, ólögleg meðferð á fundnu fé (246. gr.) Fjárdráttur - munir (247. gr.) Fjárdráttur - peningar (247. gr.) Fjársvik, tékkasvik (248. gr.) Fjársvik, hótelsvik (248. gr.) Fjársvik, með stolnum tékkum (248. gr.) Fjársvik, tryggingarsvik (248. gr.) Fjársvik, greiðslukort (248. gr.) Fjársvik, ýmislegt (248. gr.) Umboðssvik, greiðslukort (249. gr.) Umboðssvik, tékkar (249. gr.) Umboðsvik, ýmislegt (249. gr.) Tölvubúnaði eytt, breytt, bætt við eða aðrar ráðstafnanir gerðar svo áhrif hefur á niðurstöður tölvuvinnslu (249.a. gr.) Skilasvik (250. gr.) Fjárkúgun (251. gr.) Rán (252. gr.) Misneyting (253. gr.) Hilming (254. gr.) Auðgunarbrot - ýmislegt Auðgunarbrot samtals Breytingar frá fyrra ári Varsla og meðferð fíkniefna (4. mgr. 2. gr. 65/74) Innflutningur fíkniefna (4. mgr. 2. gr. 65/74) Sala og dreifing fíkniefna (4. mgr. 3. gr. 65/74) Framleiðsla fíkniefna (4. gr. 65/74) Ýmis fíkniefnabrot Fíkniefnabrot samtals Breytingar frá fyrra ári Afstunga-aðili sem hlut á að umferðaróhappi nemur ekki staðar (10. gr. 50/87) Akstur gegn rauðu ljósi (5. gr. 50/87) Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna (45. gr. 50/87)* Bílbelti ekki notað (71. gr. 50/87) Of hraður akstur. Hraðamæling (37. gr. 50/87) Stöðvunarskylda ekki virt (5. gr. 50/87) Vanrækt að færa ökutæki til aðalskoðunar (67. gr. 50/87) Ökumaður notar farsíma án handfrjáls búnaðar (47. gr. 50/87) Ökuskírteini ekki meðferðis (48. gr. 50/87) Ölvun við akstur (45. gr. 50/87) Önnur umferðarlagabrot Umferðarlagabrot samtals Breytingar frá fyrra ári

Sauðárkrókur

Höfuðborgarsvæðið

0 1 0 0 3 646 1 78 0 25 0 15 0 9 0 0 0 4 0 0 4 778 -8 95 0 29 1 66 0 13 0 37 0 17 0 37 0 1 1 200 0 21 10 2.174 21 4.003 1 55 0 16 0 16 0 36 0 1 0 23 0 2 0 5 1 139 0 137 0 2 0 0 0 6 0 5 0 14 0 7 0 33 0 0 1 106 0 0 34 6.780 -34 -921 15 585 0 77 1 64 0 200 0 63 16 989 12 183 5 627 0 593 2 406 1 610 896 17.901 0 127 0 69 2 509 23 961 28 814 97 4.690 1.054 27.307 -728 2.670

Fjöldi brota árið 2010 Helstu brotaflokkar

2 4 1.153 146 50 37 18 0 3 0 1.413 148 38 114 35 120 20 8 14 349 68 2.277 3.093 *Innbrot talin frá þjófnaðarbrotum 112 17 17 69 9 33 9 12 144 138 4 0 11 0 16 11 42 6 154 3 6.177 -419 1.488 104 104 31 120 1.847 -251 1.125 914 699 *Sbr. nýtt ákvæði laga nr. 66/2006 (45. gr. a) 1.689 38.092 425 925 1.026 1.720 2.092 11.062 59.769 7.255

73


Vestmannaeyjar

27 0 27 10 2 0 2 -2 1 0 0 2 3 0 0 0 6 -1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 -1 0 0 0 0 1 0 5 0 0 6 4 2 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 0

174 4 178 7 12 0 12 0 44 1 0 13 3 1 0 2 64 18 0 0 0 0 2 0 1 0 2 1 6 1 2 0 0 0 15 5 2 0 2 0 1 0 37 1 5 48 22 3 2 1 0 6 0 0 0 0 0 1 0 1 0 0 14 3

14 1 15 -13 1 0 1 -2 0 0 0 4 0 0 0 0 4 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 0 0 0 0 0 3 -2 1 1 0 0 0 0 10 0 1 13 2 2 2 0 0 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 6 2

6 0 6 -13 3 0 3 -1 4 0 0 6 0 0 0 0 10 6 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 1 -1 0 0 0 0 0 0 5 0 0 5 -5 0 0 0 0 4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 4 -1

234 6 240 -77 9 0 9 -27 19 0 0 29 0 0 0 0 48 2 0 1 0 0 2 0 0 0 1 19 20 0 0 0 0 0 43 -19 3 1 2 0 3 0 69 1 2 81 0 10 3 1 0 17 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 31 -34

76 3 79 40 5 0 5 2 7 0 0 8 1 0 0 0 16 4 0 0 1 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 2 1 0 0 2 0 0 0 8 0 0 10 -4 0 4 0 0 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 6 3

59 2.941 2.993 2.956 3.167 1 59 83 76 73 60 3.000 3.076 3.032 3.240 11 -76 44 -208 -232 1 397 475 386 421 1 23 14 22 15 2 420 489 408 436 0 -69 81 -28 -42 7 271 237 250 192 1 4 3 7 9 0 4 7 10 21 1 289 224 238 316 0 35 34 43 31 0 7 4 3 4 0 2 1 1 1 0 8 5 4 1 9 620 515 556 575 4 105 -41 -19 -151 0 7 6 10 24 2 14 7 14 51 0 2 10 5 11 0 4 5 16 15 0 28 16 24 30 0 3 2 0 6 1 9 6 26 20 0 14 16 18 21 0 18 28 106 63 3 73 84 0 0 1 62 84 38 67 0 3 7 3 9 0 27 14 13 13 0 2 2 1 2 0 2 3 4 1 0 0 0 0 0 7 268 290 278 333 5 -22 12 -55 37 0 27 12 9 10 0 25 11 7 11 1 16 18 21 34 0 0 0 24 32 2 44 9 7 10 1 38 29 15 10 22 578 497 790 1.173 0 17 10 6 26 0 35 17 6 3 26 780 603 885 1.309 3 177 -282 -424 -298 3 77 110 118 120 1 43 66 79 65 0 8 8 12 12 *Upphlaup, ofbeldi mannsafnaðar gagnvart opinberum starfsmanni fellur hér undir 2 9 11 16 31 1 136 133 170 152 0 12 11 12 16 0 3 1 2 8 0 0 1 0 1 0 2 3 1 1 0 0 1 0 2 0 3 0 1 1 0 1 1 2 1 1 4 9 8 2 0 3 10 11 15 0 0 3 0 0 8 301 368 432 427 -7 -67 -64 5 111

2007

Vestfirðir

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 -4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

2008

Suðurnes

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 1 0 0 2 0 0 0 0 0 0 4 -2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 -1

2009

Snæfellsnes

19 1.902 0 31 19 1.933 -4 -61 2 344 0 16 2 360 -1 -42 2 161 0 2 0 4 4 192 0 23 0 5 0 1 0 4 6 392 -10 91 0 6 0 10 0 0 0 3 0 23 0 3 0 5 0 12 1 12 0 42 0 21 0 2 0 25 0 2 0 2 0 0 1 168 -4 16 1 9 0 17 0 8 0 0 0 36 1 36 5 268 0 4 5 18 12 396 6 116 1 49 0 25 0 2 0 5 3 90 0 9 0 2 0 0 0 2 0 0 0 2 0 1 0 2 0 3 0 0 4 192 0 -15

2010

Seyðisfjörður

36 3 39 6 1 0 1 1 5 0 0 1 0 0 1 1 8 4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 0 0 0 0 0 3 2 0 1 0 0 0 0 8 0 0 9 6 0 0 2 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 -2

Selfoss

37 1 38 10 1 2 3 2 5 0 0 4 0 1 0 0 10 1 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 3 -1 1 0 0 0 0 0 19 0 1 21 -1 2 2 0 1 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 7 1

Sauðárkrókur

Húsavík

76 2 78 36 2 0 2 0 0 0 0 4 0 0 0 0 4 -6 0 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 0 0 0 2 -3 4 0 1 0 0 0 3 2 0 10 2 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 -7

Ríkissaksóknari

Eskifjörður

26 3 29 22 1 0 1 1 0 0 0 2 0 0 0 0 2 -1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 1 -1 0 0 0 0 0 0 0 0 2 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 -3

Ríkislögreglustjórinn

Borgarnes

183 3 186 -38 10 4 14 2 15 0 0 13 1 0 0 1 30 -7 0 0 1 0 1 0 0 0 2 1 7 0 0 0 0 0 12 -14 5 5 0 0 1 0 100 9 1 121 30 3 3 2 1 7 2 1 0 0 0 0 0 0 0 0 19 -6

Höfuðborgarsvæðið

Blönduós

72 1 73 -12 3 0 3 -2 1 0 0 6 4 0 0 0 11 2 0 0 0 0 0 0 1 0 0 2 0 0 0 0 0 0 3 -3 1 0 0 0 0 0 19 0 0 20 -4 2 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 0

Hvolsvöllur

Akureyri

Eignaspjöll, minni háttar (1. mgr. 257. gr.) Eignaspjöll, meiri háttar (2. mgr. 257. gr.) Eignaspjöll samtals Breytingar frá fyrra ári Nytjastuldur vélknúinna farartækja (1. mgr. 259. gr.) Nytjastuldur - annað (2. mgr. 259. gr.) Nytjastuldur samtals Breytingar frá fyrra ári Húsbrot (231. gr.) Brot gegn nálgunarbanni (232. gr.) Ofsóknir (232. gr.) Hótanir (233. gr.) Ærumeiðingar (234. gr.) Hnýst í bréf, skjöl eða önnur slík gögn (228. gr.) Opinberlega skýrt frá einkamálefnum annars manns (229. gr.) Friðhelgi, brot gegn friðhelgi - ýmislegt Brot gegn friðhelgi einkalífs samtals Breytingar frá fyrra ári Peningafals (150. gr.) Peningafals, fölsuðum peningum komið í umferð (153. gr.) Fölsun á annars konar gjaldmiðlum en peningum (154. gr.) Fölsun - tékkar (155. gr.) Fölsun - greiðslukort (155. gr.) Fölsun - víxlar (155. gr.) Fölsun - skuldabréf (155. gr.) Fölsun - lyfseðlar (155. gr.) Fölsun - skjalafals (155. gr.) Fölsun - annað (155. gr.) Skjal, misnotkun skjals (157. gr.) Skjalafals, rangfærsla skjala til að blekkja með því í lögskiptum (158. gr.) Skjöl, röng notkun stimpils eða merkis (159. gr.) Skjalafals, skjalasvik, útgefandi skjals gabbaður (156. gr.) Rangfærsla sönnunargagna (162.-163. gr.) Skjöl, önnur gagnabrot Skjalafals samtals Breytingar frá fyrra ári Ólöglegur tilbúningur áfengis (bruggun) (6. gr. 75/98) Ólögleg sala áfengis (10. gr. 75/98) Áfengi veitt til yngri en 20 ára (1. mgr. 18. gr. 75/98) Dvöl ungmennis yngra en 18 ára á vínveitingastað (2. mgr. 18. gr. 75/98) Áfengi borið inn á veitingastað í óleyfi (3. mgr. 19. gr. 75/98) Brot á reglum um áfengisauglýsingar (20. gr. 75/98) Ölvun á almannafæri (21. gr. 75/98) Varsla á áfengi sem látið hefur verið af hendi andstætt ákvæðum áfengislaga (19. gr. 75/98) Áfengislög, ýmislegt Brot gegn áfengislögum samtals Breytingar frá fyrra ári Lögreglumenn, ofbeldi gagnvart lögreglumönnum (106.-107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.-107. gr.) Opinber starfsmaður, ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.)* Hótun um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.) Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt (19. gr. 90/96) Bann við að tálma lögreglu í störfum sínum (21. gr. 90/96) Innsigli, innsiglirof og skemmdir á opinberri auglýsingu (113. gr.) Mútur (109. gr.) Fangar, aðstoð við fanga eða brotamann til að losna úr haldi (111.-112. gr.) Fangar sammælast um strok úr fangelsi (110. gr.) Ofbeldi, nauðung eða hótun skv. 233 gr. vegna skýrslugjafar þolanda hjá lögreglu eða fyrir dómi (108. gr.) Aðili tekur að sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hefur (116. gr.) Einkennisföt eða merki sem áskilið er stjórnvöldum notað vísvitandi eða af gáleysi (117. gr.) Opinber starfsmaður, önnur tálmun á starfi opinbers starfsmanns (106.-107. gr.) Brot gegn valdstjórninni - ýmislegt Brot gegn valdstjórninni samtals Breytingar frá fyrra ári

Akranes

Fjöldi brota árið 2010 Helstu brotaflokkar



Ríkislögreglustjórinn

Afbrotatölfræði 2010

Afbrotatölfræði 2010


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.